Tag Archive for: Kálfatjörn

Kálfatjörn

Haldið var Kálfatjörn og farið þar niður í fjöru með fyrrum leturstein (hornstein) úr sjóbúð þar í huga. Ofan við Kálfatjarnarvör hafði verið steinhlaðið sjóbyrgi, sem sjórinn hafði tekið. Í birginu átti að vera ártalssteinn með áletruninni 1677 skv. Ægi, 9. tbl. árg. 1936.

Kálfatjörn

Kálfatjörn – letursteinn/hornsteinn í fjörunni.

Á göngunni kom í ljós „Steinninn“. Hann lá efst í fjörunni og hafði jarðýtu nýlega verið ekið yfir hann. Á steininum stóð áletrað „A° 1674. Hann var ljósmyndaður og birtist frásögn um þann merkilega fund í MBL. Þá var skoðaður ártals- og skósteinn í brú vestan Kálfatjarnarkirkju. Á honum átti að vera ártalið 1776, en á honum er áletrunin A°1790. Loks var skoðaður gamall fallega hlaðinn brunnur norðvestan við kirkjuna.
Frá Kálfatjörn var haldið á Vatnaheiði og síðan farið að Vesturbæ á Þórkötlustöðum.

Heródes

Heródes – álaga- og rúnasteinn.

Vestan við Vesturbæinn er álagasteinn, Heródes, sem þar hefur verið óhreyfður í margar kynslóðir. Á meðan hann fær að vera í friði er íbúunum óhætt.

Þá var haldið vestur fyrir Járngerðarstaði og skoðað fjárskjól við vegkantinn og loks haldið að Klifi þar sem Helgi Gamalíasson tók á móti hópnum. Leiddi hann hópinn um gamla Reykjanesveginn (sem ekki var vitað að væri til) að Básum þar sem leitað var að ævargamalli steinrefagildru. Þjálfað liðið fann gildruna í hraunkanti skammt ofan við ströndina. Um er að ræða einstakar og heillegar minjar.
Frábært veður.

Kálfatjörn

Kálfatjörn – ártalssteinninn.

Kálfatjörn

Árna Óla fjallar um leturstein í bók sinni „Strönd og Vogar“ (1961) í hlaðinni brú gamla Kirkjuveginum vestan Kálfatjarnar (bls. 230-232). Þar segir hann m.a.: „Fyrir sunnan eða vestan Kálfatjörn er farvegur, sem nefnist Rás…

Kálfatjörn

Kirkjubrúin við Kálfatjörn.

Yfir Rásina hefur verið hlaðin göngubrú úr grjóti, svo að menn gæti komizt þar yfir þurrum fótum. Sjálfsagt hefir brú þessi fyrst og fremst verið gerð sem kirkjuvegur, enda var hún oft farin allt fram að þeim tíma er þjóðvegurinn kom. En svo mjó er brúin, að ólíklegt er, að hægt hafi verið að bera líkkistu þar yfir. – Á einn allstóran stein í brú þessari er höggvið ártalið 1790, og má telja víst, að brúin hafi verið gerð það árið. Má þá vera að Bjarni Eyjólfsson hafi líka höggvið þetta ártal“ (sjá: Stóra-Knarrarnes – letursteinn).

Kálfatjörn

Kálfatjörn – letursteinn í brúnni.

FERLIR skoðaði nefndan ártalsstein í brúnni. Hún hefur greinilega verið hluti af gamalli götu frá Kálfatjörn að vesturbæjunum og öfugt. Gengið er yfir brúna suðaustan við Hlið, um garðana þar. Svo virtist sem letursteinnin geti verið „hornsteinn“ í brúna, en einnig hefur verið talið að steinninn hafi síðan verið notaður sem „skósteinn“, þ.e. kirkjugestir hafi skipt þar um skó á leið sinni að og frá kirkju; farið þar í betri skóna og úr þeim aftur að lokinni messu. Sambærileg frásögn er til um „skóstein“ eða „skóklöpp“ við Strandarkirkju, nánar tiltekið við gömlu kirkjugötuna að Vogsósum. Enn sést móta fyrir þeirri götu, auk þess sem hún er vörðuð vestan „Strandargarðs“ eða „Fornagarðs“, eins og hann hefur jafnan verið nefndur í seinni tíð. Talið er að garðurinn sé frá því um 1000.

Kálfatjörn

Ártal í steini á Kirkjubrú Kálfartjarnarkirkju.

Ártalssteinninn í gömlu brúnni við Kálfatjörn virðist, ef vel er að gáð, hafa áletrunina A° 1790. Svo er að sjá að næst aftasti tölustafurinn sé 9 og virðist hann greinilegur og, ef vel er gaumgæft, vera stærri en hinir.
Þarna utan garðs á Kálfatjörn er því að finna enn eina fornleifina á Reykjanesskaganum.
Áhugavert væri að gera uppdrátt af öllum minjum á Kálfatjarnarsvæðinu og staðsetja hann síðan á aðgengilegum stað á svæðinu.

Kálfatjörn

Kirkjubrúin við Kálfatjörn.

Hvassahraun

Erindi þetta var flutt í Kálfatjarnarkirkju á menningardegi í kirkjum á Suðurnesjum 23.10.05.

Ólafsgjá

Ólafsgjá og Ólafsvarða.

„Örnefni er dýrmætur arfur sem geymir upplýsingar um sögu, tungu og lifnaðarhætti horfina kynslóða. Örnefni hafa oft augljósa tilvísun til landslags, náttúrunnar og eða tengt atburðum svo sem slysförum. Örnefni er nauðsynleg til að staðsetja sig og aðra og mun persónulegri heldur en gerfihnattarstaðsetning GPS. Samantektin er um nokkur örnefnum sem vakið hafa áhuga höfundar.

Byrjum ferðina inn við landamerki Hafnarfjarðar og Vatnsleysustrandarhrepps, Markaklettur er þar við Hraunsnes. Örnefnin; Markaklettur, Markhella, Markhóll, Markhelluhóll og Markavarða eru öll notuð til aðgreiningar á eignalöndum, þ.e. þau afmarka land hvers bónda.

Upp í Almenningum ofan Hvassahrauns er örnefnið Brennhólar, þar var gert til kola í eina tíð.
Önnur örnefni í Strandarheiðinni sem vísa einnig til kolagerðar eru; Kolgrafarholt, Kolhólar, Kolhólagjá og Kolhóll. Þessi örnefni eru flest í Vatnsleysulandi sem segir að fyrr á öldum hafi verið meiri skógur þar en sunnar í heppnum

Vegrið er ofan Reykjanesbrautar við Hvassahraun, þar eru; Vatnsgjárnar, Helguhola, Þvottargjá og Ullargjá sem augljóslega segja til um notkun. Þar nálægt er Strokkamelur með Strokkunum, sem bera nafn sitt af lögun sinni. Þetta eru hraundrýli, hol að innan og líkjast smjörstrokkum. (Hvassahraunskatlar). Þá er þar næst Brugghellir, þar var soðin landi (heimaunnið brennivín) á bannárunum á síðustu öld.

Kálfatjörn

Ólafur Erlendsson við Landabrunn.

Mestu undirlendin í hreppnum eru Þráinskjaldarhraun, gamalt hraun sem nú er heiðin, vestan við Afstapahrauni og að Vogastapa. Ekki er vitað af hverju hraunið heitir þetta.

Búðavík, Búðabakkar eða Búðaflatir heitir í Vatnsleysuvík. Þar var fyrrum verslunarstaður og höfn Hansakaupmanna sem voru þýskir. Hafnhólar eru við fjarskiptamöstrin á Strandarheiðinni og tengjast höfninni á Vatnsleysu fyrrum.

Upp með Afstapahraunskanti að vestan miðja vegu til fjalla er hringlaga hlaðin fjárborg, Gvendarborg, hlaðin af Guðmundi Hannessyni sem bjó hér í Breiðagerði, annað örnefni hér er kennt við son hans Brand. Komun að því síðar.

Efstu hjallar heiðarinnar heita Brúnir, þar er Hemphóll, „þjóðsagan“ segir að prestarnir á Stað og Kálfatjörn hafi átt sameiginlega hempu og var þetta afhendingarstaður hennar. Hemphóll er þó ekki miðja vegu milli Staðar og Kálfatjarnar og sagan er ótrúleg enda hóllinn mikið úr leið.

Förum nú niður heiðina í stefnu á Vogana, þar er svæði sem heita Margur Brestur og Huldur og vísa til margra gjáa og sprungna á svæðinu sem sumar geta verið huldar (faldar) þegar snjór liggur yfir og auðvelt að hrapa niður í þær.

Þráinsskjöldur

Í gíg Þráinsskjaldar.

Þar suður af er Ólafsvarða og Ólafsgjá, tilurð þess örnefnis er í grófum dráttum þessi. Árið 1900 bjó í Hlöðuneshverfi, Ólafur Þorleifsson, þá 39 ára gamall. Rétt fyrir jól það ár fór Ólafur í heiðina að leita kinda en skilaði sér ekki heim um kvöldið. Hafin var leit að Ólafi daginn eftir með 30-40 mönnum. Til Ólafs hafði sést við Kálffell í Vogaheiði daginn áður, þrengdi það leitarsvæðið dálítið. Leitað var á Aðfangadag og aftur milli jóla og nýárs, án árangurs. Liðu nú 3 áratugir.

Á jólaföstu árið 1930 þegar verið var að smala heiðinna misstu smalarnir þrjár kindur í sprungu og þurfti því að fara aftur daginn eftir með reipi og annan búnað til að síga eftir fénu. Sigmaður var Rafn Símonarson frá Austurkoti á Ströndinni, tvær kindanna náðust upp úr gjánni á lífi, en þar ofan í fann Rafn líka tvö brot af göngustaf sem hann tók með sér til byggða. Um kvöldið fór Rafn að Halakoti til Ágústar bónda þar og biður hann að lýsa staf Ólafs (þá voru liðin 30 ár frá hvarfi hans). Lýsing Ágústar passaði við stafbrotin. Var nú ekki meira gert í bili. Um vorið þegar snjóa leysti héldu 4 menn að gjánni og seig Rafn aftur niður, þá sá hann þar strax mannabein og þóttust menn þess fullvissir að þar væri um bein Ólafs að ræða. Beinin voru tínd saman og grafin að Kálfatjörn.

Hvassahraun

Brugghellir við Hvassahraun.

Yfirgefum nú Ólafsgjá og höldum í suðvestur að Stóru-Aragjá en yfir hana liggur gamla þjóðleiðin til Grindavíkur Skógfellavegurinn, þar heitir gjáin Brandsgjá. Brandur þessi var sonur Guðmundar sem hlóð Gvendarborg sem ég nefndi áðan.
Brandur bjó á Ísólfsskála austan við Grindavík og var kallaður Skála-Brandur.
Í byrjun jólaföstu 1911 fór Brandur til Hafnarfjarðar að selja rjúpur og kaupa inn fyrir heimilið. Dagleið var frá Grindavík til Hafnarfjarðar, og gisti Brandur því í Hafnarfirði og fór að snjóa um nóttina. Á heimleiðinni kom hann við hjá Benedikt Péturssyni (Bensa) í Suðurkoti í Vogum og var langt liðið á dag þegar hann lagði á Skógfellaveginn, hnédjúpur snjór var þá kominn á heiðinni. Honum gekk förin ágætlega í byrjun en margar gjár eru þarna á leiðinni. Þegar hann kom að Stóru-Aragjá sem er síðasta gjáin sem hann þurfti að fara yfir vildi svo illa til að hann missti annan hestinn ofan í gjánna. Þá snýr hann til baka að Suðurkoti í Vogum eftir aðstoð. Bensi útvegar honum þrjá menn sem fara upp eftir í myrkrinu, með byssu meðferðis. Hesturinn náðist ekki upp og var því aflífaður. Hætt var að snjóa og komið harðnandi frost. Skiljast nú leiðir Vogamanna og Brands.
Brandur komst heim að Ísólfsskála undir morgun, þá illa kalinn á báðum fótum. Hann var sendur á Keflavíkurspítala á Þorláksmessu og kom ekki heim aftur fyrr en sumardaginn fyrsta árið eftir, þá orðin örkumla maður og hætti búskap og flutti til Hafnarfjarðar.

Förum næst að Stapanum, Reiðskarð heitir þar sem Stapagatan (gamla þjóðleiðin) fer upp Stapann. Næsta skarð vestan við Reiðskarð heitir Kvennagönguskarð. Karlmenn fóru Reiðskarðið enn kvenfólkið valdi frekar Kvennagönguskarðið og gat þá verið í friði og úr augnsýn karlanna um smá stund.

Förum nú til baka í Brunnastaðahverfi. Í Suðurkotstúni er flöt ein sem heitir Pelaflöt, hún mun hafa verið seld fyrir einn pela af brennivíni segja örnefnaskrár.

Endum nú ferðina í túnfætinum á Kálfatjörn, þar heitir Landabrunnur, þó er ekki neinn landi í honum heldur er um lítið vatnsstæði að ræða ofan við svonefndan Landamóa.“

Brandsgjá

Vörður við Brandsgjá.

Borgarkot

Krosshlaðin skjól má finna á a.m.k. þremur stöðum á Reykjanesskaganum, þ.e. við Borgarkot, á Njarðvíkurheiði og við Breiðagerði. Valdimar Samúelsson hefur skoðað þessi mannvirki með hliðsjón af því hvort þau hafi haft einhvern annan tilgang en að veita skepnum skjól fyrir veðrum og vindum. Hann hefur einnig verið í sambandi við FERLIR um önnur mannvirki á Skaganum er gætu tengst svipuðum mannvirkjum í öðrum löndum, einkum á víkingaslóðum vestanhafs.

Stóra-Krossskjól

Stóri-Krossgarður á Njarðvíkurheiði.

Samkvæmt mælingum Valdimars er Borgarkotskrossinn um 30 cm á hæð og lengdin er 14 metrar x 14 metrar. Garðar er mynda krossinn eru um 2 metrar á breidd. Mannvirkið er innan jarðlægs túngarðs um tóftir Borgarkots, skammt norðan þeirra. Því var raskað talsvert fyrir nokkrum árum er minkaveiðinn gengu þar berserksgang í leit að bráð sinni.
Breiðagerðiskrossinn er um 30 cm á hæð. Hann er hlaðinn á föstu bergi. Lengd á krossinum er 11 x 12 metrar og breidd garðanna er um 180 cm. Hann er því litlu minni en sá fyrrnefndi.
Krossinn fyrir innan og ofan Innri Njarðvík (sunnan Reykjanesbrautar) er hæstur eða um 60 til 70 cm þar sem hann er óhruninn og hefir sjálfssagt verið hærri fyrrum . Hann er stærstur af krossunum þrem eða 16 metra x 16 metrar, enda í enda. Garðar eru rúmir 2 metrar á breidd.
„Eftir þessar mælingar fór ég að spekúlera að það hlyti að vera einhvað meira við þessa krossa en það eina að vera skjólgarðar fyrir kindur þó ég viti hins vegar að kindur munu hafa notað þá sem skjólgarða.

Borgarkot

Krossskjól við Boargarkot – uppdráttur ÓSÁ.

Það sem kom í ljós eftir töluverða kortaskoðun og spekúlasjónir er það að allir þessir krossar eiga það sameiginlegt að hver og einn hefur mið af mjög sögulegum og landfræðilegum stöðum á sömu breiddarbaugslínu. Miðað við þessi gögn þá skera vestur og austur línur eftirtalda staði: Borgarkots kross á miðjan topp á Öræfajökli. Breiðagerðiskross á hæstu bungu á Ingólfsfjalli þ.e. Inghól sjálfan. Innri Njarðvíkurkrossinn fer beint í gegn um vörðurnar þrjár sunnan í Ingólfsfjalli.
Það væri gaman ef einhverjir geti sannreynt þetta en mér finnst þetta það merkilegt sögulega séð að þetta gæti orðið nánara rannsóknarefni.“
Að sjálfsögðu þurfa “krossskjólin” á Reykjanesskaganum ekki að hafa verið búin til fyrir kindur – upphaflega. Tilgangurinn gæti verið annar þótt skjólkenningin virðist nú nærtækust og sennilegust. En hvers vegna hlóðu menn þá ekki hringborgir á framangreindum stöðum til skjóls fyrir fé, eins og algengt var (þekktar eru um 70 slíkar á Skaganum)?

Borgarkot

Krossgarður við Borgarkot.

Borgarkotskrossinn er heima við bæ. Breiðagerðiskrossinn er skammt frá bæ. Innri-Njarðvíkurkrossinn er alllangt frá bæ. Þarna virðist því ekki vera um tengingu að ræða. Sá síðastnefndi er þó ekki langt frá Narfakotsborginni (Grænuborg), sem er hringhlaðin fjárborg.
Spurningin er hvort svarið við krosshleðslunum, ef það er annað en í fljótu bragði virðist, liggi í meiri nálægð við þau en að framan greinir – eitthvað sem menn gætu hafa haft í sjónlínu og verið þeim sameiginlegt gildi?
Krosshlaðin gerði veita skjól fyrir öllum áttum, líkt og hringhlaðnar fjárborgir. Þau hafa því þjónað sama tilgangi sem slík – en bara með öðru lagi.
En sem fyrr segir – hið augljósa og nærtækasta þarf ekki endilega að vera sennilegasta skýringin. Ef einhver hefur verið að velta þessu fyrir sér (því varla verður hjá því komist þar sem um áberandi mannvirki er að ræða) þá væri áhugavert að heyra frá hinum sama (ferlir@ferlir.is).

Stóri-krossgarður

Stóri-krossgarður.

Borgarkot

Gengið var frá Minni-Vatnsleysu að Þórustöðum. Skoðuð var stórgripagirðingin vestan Vatnsleysu, en hún liggur í beina línu frá hæðinni vestan bæjar niður að sjó.

Flekkuvík

Flekkusteinninn.

Einmana ryðgaður mjólkurbrúsi, merktur MSR, stóð þar uppréttur á mosavaxinni hæð, líkt og hann vildi enn um sinn minna á hina gömlu búskapahætti. Staldrað var við vatnsstæði á milli kletta austan Flekkuvíkur og síðan haldið yfir túnið með viðkomu við Flekkuleiði og skoðaður rúnasteinninn, sem þar er. Litið var á Stefánsvörðu efst á Almenningsleiðinni, en í henni er letursteinn eftir þá feðga, Jón og Magnús, sem hlóðu hana á sínum tíma. Austan við Litlabæ var gengið að stórgripagirðingunni gömlu, sem þar liggur frá austri til vesturs og komið að gamalli refagildru skammt ofan hennar. Þaðan var haldið yfir og niður fyrir Kálfatjörn, þar sem ætlun var að skoða letursteininn frá 1674.

Borgarkot

Girðingarsteinn ofan við Borgarkot.

Sjórinn er búinn að róta grjóti yfir hann að nýju. Hann fannst þó eftir nokkra leit, en er nú að færast neðar í fjörukambinn. Skoðaðar voru tóttir suðvestan sjóbúðanna. Við þær er greinilega gamall brunnur eða vatnsstæði, hlaðið undir hól. Þegar komið var að Þórustöðum blasti við hópnum hinn fallegasti brunnur, hlaðinn niður og í kringum opið, ca. 7-8 metra djúpur. Myndaði brunnurinn fallegan forgrunn við gamla hrörlega bárujánshúsið á hólnum ofan við hann.
Golfararnir á Kálfatjarnarvelli gerðu hlé á iðju sinni þegar FERLIRsfólkið gekk þvert yfir völlinn á bakaleiðinni, tóku niður derhúfur og lutu höfði – fullt lotningar yfir að til væri fólk er getur gengið lengra en að endimörkum vallarins…

Borgarkot

Borgarkot – uppdráttur ÓSÁ.

Kálfatjörn

Kálfatjörn – kirkjur
Upphaflega voru þrjár kirkjur í hreppnum, hálfkirkjur í Kvíguvogum (Vogum) og Vatnsleysu, en aðalkirkja á Kálfatjörn sem líklega hefur verið kirkjustaður frá upphafi kristins siðar hér á landi. Kálfatjörn 1936Hálfkirkjurnar hafa lagst niður fyrir löngu, líklega um siðaskipti. Aðalkirkjan á upphaflega að hafa staðið á Bakka en vegna landbrots af sjávargangi var hún flutt að Kálfatjörn. Fram til 1824 var torfkirkja á Kálfatjörn. Var þá reist ný kirkja með torfveggjum, en timburþaki. Rigningarvatn rann þó af þakinu inn í kirkjuna svo innviðir hennar að sunnanverðu fúnuðu. Varð kirkjan því endingarlítil. Árið 1844 var komin þar timburkirkja sem ekki heldur stóðst tímans tönn, var rifin og ný timburkirkja reist á árunum 1863-64. Kirkjan sem nú stendur var reist árið 1893 og er með stærstu sveitakirkjum landsins.

Kálfatjörn á 50 ára afmæli kirkjunnar, 1943
KálfatjörnKringum stórjarðir og kirkjustaði mynduðust oft hverfi af smábýlum (kot), sem fengu kýrgrasvöll (túnblett). Þau sem ekki nutu þeirra hlunninda voru kölluð þurrabúðir eða tómthús. Smábýli í landi Kálfatjarnar voru Fjósakot, Móakot, Hátún, Goðhóll og Naustakot og utan golfvallarsvæðis Hlið, Litlibær, Bakki, Bjarg, Borgarkot, Hólakot, Árnahús og Bakkakrókur.
Hlutverk grjóthleðslanna var að verja túnin ágangi búfjár. Heiðargarðurinn náði utan um stóran hluta hverfisins og var ætlað það hlutverk að verja túnin þeim megin er að heiðinni snúa. Sum kotanna höfðu svo grjóthleðslur um sína túnparta. Grjóthleðslur við og utan um kotbýlin sjálf voru svo í flest öllum tilfellum til að verja matjurtagarða. Gamla sjóvarnargarða til varnar túnum má líka finna í Kálfatjarnarhverfi.

Hluti Kálfatjarnar hverfis

Kálfatjörn

Bændur í Kálfatjarnarlandi nýttu vel það sem fjaran gaf. Hverju býli var úthlutað dálitlum fjöruparti, þar sem skera mátti þang sem notað var til eldiviðar. Um réttaleytið að hausti var þangið skorið og breitt til þerris á kampana og garða. Einnig var hirt og þurrkað það þang sem rak á fjörur utan þess tíma sem þangað var.

Lýsingar á landamerkjum milli fjöruparta kunna mönnum að þykja smásmugulegar í dag en það gat verið um 1-2 mánaða eldsneyti að ræða hvort þessi grandinn eða skerið tilheyrði býlinu eða ekki.
HeiðargarðurBærinn á Kálfatjörn stóð því sem næst í miðju túni á allstórum bala vestan kirkjunnar. Allt umhverfis kirkjuna er grafreiturinn eða kirkjugarðurinn, þó aðallega norðan og austan megin. Umhverfis grafreitinn er hlaðinn garður úr grjóti og sniddu sem hefur þjónað því tvíþætta hlutverki að verja grafreitinn ágangi búfjár, en einnig og ekki síður sem aðhald og brún þeirrar moldarfyllingar, sem gera þurfti sökum þess hversu jarðvegurinn er grunnur.

Golfvöllurinn fyrr og nú

Gjáarvatnsstæðið

Á Hátúnshæðinni hefst golfhringurinn. Slegið er með og yfir Heiðargarðinn, hægra megin við Fjósakot á Margrétarflöt en svo hét og heitir túnið austan við kotið. Fjósakot sem var með hæstu bæjarstæðum allra bæja í Vatnsleysu- strandarhreppi var lítið grasbýli frá kirkjujörðinni og fór í eyði um 1920. Þar sér nú aðeins í grjóthrúgur en moldin úr rústunum var tekin til uppfyllingar í grafreit á Kálfatjörn. Fyrsta og áttunda flötin liggja við svonefndar Kotagirðingar. En Kotagirðingar Móakots og Fjósakots voru hlaðnir garðar umhverfis dálitla móa, er næstir voru túnum, ætlaðir til kúabeitar.

Austan við rauða teiginn á braut 2 við Heiðargarðinn er vatnsstæði í sprungu á Stóru-Klöpp, kallast vatnsstæðið Gjáin eða Gjáarvatnsstæði. Skammt suðvestur frá því, nær Fjósakoti, var fiskbyrgi, kallað Baráttubyrgi. Þar sér nú aðeins í undirstöðuna en gróið stæðið í kringum er eflaust vegna þess fiskúrgangs sem fallið hefur til og verið góður áburður.

Kálfatjörn

Kálfatjarnarkirkja.

Slegið er yfir þar sem Heiðargarðurinn lá og er flötin nú þar sem áður var grýtt moldarflag. Við teiginn á braut 3 á klöpp er stórgrýtt hrúga, líklegast einhver hleðsla, við hestaslóð sem lá þarna fyrir löngu síðan og sést móta vel fyrir. Hestaslóðin lá upp með Hátúnshæðinni að sunnanverðu, við klöppina og þaðan inn eftir að Stefánsvörðu. Nú hefur breytt nýting á landi máð þessi ummerki að hluta.
Braut 4 öll liggur vel fyrir ofan Heiðargarðinn o.þ.a.l athafnasvæði bóndans hér áður fyrr sem var í fjörunni og á túnum. Því er lítið um örnefni á brautinni því eðlilega tengjast þau þeim svæðum þar sem mest var starfað. Fuglalíf er fjölskrúðugt við brautina einkum kríuvarp.

Bærinn Goðhóll fór í eyði 1933
BaráttubyrgiðÞegar farið er yfir Goðhólsrásina og Heiðargarðinn á braut 5 er komið á stórt tún sem heitir Land, einnig kallað Suðurtún, slétt og hólalaust fyrir utan eina hólbungu, allmikla um sig sem heitir Hallshóll. Hóllinn skilur að Landið og Naustakotstúnið. Sagt var að alltaf gerði rigningu þegar búið var að slá Hallshól. Um mitt Landið lá Kirkjugatan frá Hliði til Kálfatjarnar. Rétt ofan við götuna lá grjótstétt þvert yfir Goðhólstúnið kölluð Kirkjubrú. Líklegt er að Kirkjubrúin hafi verið gerð til þess að auðvelda kirkjufólki för yfir Goðhólsrásina sem gat orðið hinn versti farartálmi í leysingum. Aftur er slegið yfir Heiðargarðinn og á Goðhólstúnið.
ÚtihúsÁ klapparhól nyrst í túninu er Sundvarðan sem notuð var sem mið í Keili og gaf til kynna að rétt væri róið um Kálfatjarnarsund fyrir Markklettinn inná Leguna. Þar mátti láta litla dekkbáta liggja.

Úr Legunni var svo róið uppí Kálfatjarnarvör. Flötin liggur fyrir norðan Goðhól, við eitt útihúsanna. Goðhóll stóð á mörgum hólum, sem einu nafni heita Goðhólar. Goðhóll sem fór í eyði árið 1933 var tómthús frá kirkjujörðinni en hafði grasnyt. Þar mun síðast hafa verið búið í torfbaðstofu í Vatnsleysustrandarhreppi. Á kampinum fyrir neðan flötina má svo sjá grunn af uppsátrinu, þar sem bátarnir voru teknir á land, skiparéttinni og neðar í fjörunni er Goðhólsvör.

Byrgið (sjávarhús Kálfatjarnar)
GoðhóllÁ sjötta teig er gott útsýni yfir það athafnasvæði er tengdist sjávarútvegi á Kálfatjörn. Þar má sjá hæstan og mestan Markklett sem var landamerki milli Þórustaða og Kálfatjarnar. Við enda sjóvarnargarðsins við teig var sjávarbyrgi Kálfatjarnar. Þar norður af er Snoppa (Hausaklöpp) þar sem þorskhausar voru hertir. Í Naustakoti (í byggð 1703) voru fjárhús eftir búsetu. Sunnan við Naustakot var fjárrétt og fast við hana að sunnan grasigróið gerði, kallað Hausarétt. Þar voru þurrkaðir þorskhausar í seinni tíð uns það lagðist niður með öllu á árum seinni heimsstyrjaldarinnar. Næst kampinum, mun lægra en túnið umhverfis, er Síkið sem nær suður undir Sjávargötu. Í Síkið flæddi sjór í miklum flóðum um Rásina allt uppí Kálfatjarnarbrunn. Fast sunnan við Kálfatjörnina er Sjóbúðin.
SjávarbyrgiðÞar eru rústir sjóbúðar er séra Stefán Thorarensen lét byggja, er hann var prestur og bóndi á Kálfatjörn 1857-1886. Sagt var að sjóbúð þessi rúmaði tvær skipshafnir, alls 16 menn. Þar mun býlið Hólkot (Hóll) hafa staðið en síðast er getið um búsetu þar í lok 17. aldar. Í seinni tíð mun búðin hafa verið notuð sem fjárhús. Aftur er leikið á Landinu og þegar á flöt er komið má finna lága hleðslu austan megin við hana sem eru leyfar af Hestarétt þar sem kirkjugestir geymdu hesta sína.

Krosshóll
Teigurinn á brau 7 er þar sem Hátún stóð. Slegið er yfir Austurtún að grjótgörðum þeim er umlykja Móakotstúnið. Áður en farið er yfir garðinn, sunnarlega í Króknum er dálítil lægð eða pollur sem var kallaður Víti. Þar mun býlið Árnahús líklega hafa staðið nærri en gárungarnir svo fært nafnið af pollinum yfir á kotið eins og sögnin um biskup og séra Hallgrím Pétursson bendir til.

Bærinn Móakot

Móakot

Sagt er, að Brynjólfur biskup hafi eitt sinn vísiterað á Kálfatjörn og haft spurnir af manni er bjó þar í þurrabúð í túninu, Árnahúsi (Víti). Ekki þótti hann kirkjurækinn og réri til fiskjar á helgidögum. Biskup hafði tal af honum og fylgir það sögunni, að hann hafi veitt honum leyfi til þessara helgidagsbrota, er honum varð ljós fátækt hans og ómegð. Er séra Hallgrímur frétti þetta, orti hann:

Golfið„Biskupinn blessar hjalla
bila ei upp frá því,
krosshús og kirkjur allar
og karlinn, sem býr Víti í.“

Sunnan við tóftirnar af Móakoti er langur og hár hóll, Klapparhóll. Þar var talið að mikið af huldufólki byggi og því var hann einnig kallaður Álfhóll. Móakot var grasbýli frá kirkjujörðinni og fór í eyði um 1950. Hverju sem það sætti var orðrómur um að enginn mætti búa þar lengur en í 9 ár. Nær sjó er svo Móakotstjörn sem var mýrartjörn. Í fjörunni neðan flatarinnar er Móakotsklöpp sem áður var landföst en þar eru fjörumörk Kálfatjarnar og Móakots.
Þegar horft er af Móakotsbakka til sjávar er stórt lón út af kampinum sem heitir Búðarlón og grandarnir sitt hvoru megin við, þara vaxnir, Búðarlónsgrandinn Syðri og Búðarlónsgrandinn Nyrðri. Slegið er yfir Móakotstún, á flötina nálægt þar sem Kotagirðingar voru.

Harðhaus
KálfatjörnFjölmörg örnefni önnur eru á Kálfatjörn. Nafnið Harðhaus er t.d. til komið vegna þess hve illa hóllinn fór með ljá bónda á Kálfatjörn í seinni tíð. Í miðju Hátúnstúni sem girt var grjótgörðum stóð Hátún sem var grasbýli frá kirkjujörðinni en fór í eyði um 1920. Árið 1941 var þar byggður sumarbústaður en föst búseta tekin upp um 1960. Innan garðs eru t.a.m. Hátúnshóll og Hátúnsflöt. Litlu sunnar við flötina liggur Heiðargarðurinn sem áður hefur verið minnst á.

Heimild:
-www.gvsgolf.is

Kálfatjarnarkirkja

Kálfatjörn

Leitað var ártalssteins í Kálfatjarnarvör. Í 9. tbl. Ægis árið 1936 segir að „þar við vörina hafi verið steinn í byrgi og á hann höggvið ártalið 1677.

Kálfatjörn

Ártalssteinn í fjörunni þar sem hann fannst.

Steinninn hafi “fallið úr byrginu fyrir nokkru í brimi. Erlendur Magnússon á Kálfatjörn lét leita hans í grjóthrúgunni og fannst hann; er hann nú múraður í vegg byrgisins”. Nú er sjórinn einnig búinn að taka nefnt byrgi, en tvö heilleg eru þarna vestar, ofan fjörunnar.
FERLIR hafði farið nokkrar leitarferðir í fjöruna við Kálfatjörn. Leitin virtist vonlaus því grjót er þarna við hvert fótmál og engin lýsing á þessu tiltekna grjóti lá fyrir. Hins vegar mátti gefa sér, með því að skoða grjótið í hinum byrgjunum, að það hlyti að vera ferkantað og að tiltekinni stærð fyrst það var notað í vegghleðslu sjóbúðar og síðan byrgis. Með því var a.m.k. hægt að nota útilokunaraðferðina. Vopnaðir henni og með öll augu galopin var nú fjaran gauðmgæfð aldrei sem fyrr.
Sjórinn var greinilega búinn að brjóta talsvert land ofan við vörina, þar sem sjóbúðin gamla átti að hafa verið ofan við. SteinninnByrgið var, sem fyrr sagði, að mestu farið, en þó mátti enn sjá einn vegg þess að hluta (2003). Þarna nærri eru og leifar garðhleðslna gamallar fjóstóftar með hálfuppistandandi veggjum. Greinilegt var að jarðýtu hafði verið ekið út með ofanverðri fjörunni fyrir skömmu síðan. Og fyrir algera tilviljun fannst steinninn í öðru beltafarinu. Í ljós kom að áletrunin var ekki 1677, heldur A° 1674. Hún var vel greinileg og læsileg. Svo virðist sem tölustafurinn 4, sem er stærri en hinir, geti einnig verið tákn, þ.e. segl og kross.
 Steinninn var hulinn til að koma í veg fyrir frekari skemmdir. Upplýsingum um hann var síðan komið til menningarnefndar Vogamanna, sem lét því miður færa hann úr sínu „nálæga umhverfi“ upp að safnarheimili Kálfatjarnarkirkju þar sem hann liggur, ekki svipur hjá sjón – einmana og tilgangslaus í umkomuleysi sínu. Auðvitað (og án nokkurs vafa) á steinn sem þessi, það eina sem eftir er, ætlaður sem hornsteinn í hlaðinni sjóbúð niður við ströndina, að fá áfram að minna á uppruna sinn; tilgang, gamla atvinnuhætti og fólkið sem þar var. Þetta kenndi FERLIR að vera ekkert að láta umkomuaðila vita sérstaklega af uppgötvunum sínum. Kannski verður svo að „sjóbúðarsteinninn“ verði síðar færður á veglegan stall nærri uppruna sínum.
Um er að ræða einn elsta ártalsstein á Reykjanesskaganum, sem vitað er um. Steinninn í Fuglavík, sem heimild segir að þar var í yfirbyggðum brunni og síðan í bæjarstéttinni, er þó eldri, en hann er enn ófundinn þegar þetta er ritað. (Hann fannst þó skömmu síðar eftir umleitan FERLIRs – sjá umfjöllun um Fuglavík). Elstu áletranir er á einum Hvaleyrarsteinanna (1657) og á klöppum við Básenda (16. öld), en aðrar áletranir, sem sumir telja eldri, eru rúnir (Kistugerði og fornmannasteinninn í Garði). Flekkuvíkurrúnarsteinninn er þó sennilega frá 16. eða 17. öld. Ekki er vitað um aldur rúnasteinsins í Kisturgerði.
Að loknu góðu síðdegisverki var skoðaður ártals- og skósteinn í hlaðinni brú á gömlu kirkjugötunni vestan LetursteinninnKálfatjarnarkirkju. Á honum átti að vera, skv. heimildum, ártalið 1700, en á honum er áletrunin A°1709 (sjá Kálfatjörn – letursteinn (1709).Â
Hornsteinar búða, bæja eða byrgja voru oftlega með táknum eða ártölum, líkt og þessi steinn í sjóbúðinni við Herdísarvík; ártal er myndar segl og kross. Í Krýsuvíkurbúð í Herdísarvík var merki á steini; kross og bogi undir er myndaði ankeri. Steinninn var lengi í brunnstæðinu við heimreiðina að gamla bænum. FERLIR tók mynd af honum á sínum tíma, en lét hann liggja áfram óhreyfðan. Annað dæmi er við dyr bæjar syðst í vestanverðum Skorradal; tvöfaldur kross á einum legg. Eflaust mætti finna slík tákn víðar, ef vel væri að gáð.
Allar hafa þessar áletranir kristnileg tákn er benda til beinna tengsla við sjómennsku og væntanlega vernd (öryggi), bæði til handa búðum og ábúendum. Í rauninni er um að ræða leifar heiðinnar trúar. Þetta er þekkt fyrirbæri allt frá því á frumlífsöld (fyrir 12.000 – 7.000 árum f. Kr. – Catal Hüyük og Lepenski Vir) er menn tóku sér fyrst fasta bólfestu og byrjuðu að búa í húsum er mynduðu þorp. Þeir grófu látna ættingja sína undir gólfinu til að tryggja Endurbyggingað óviðkomandi færu ekki inn af ótta við hina dauðu (dauðann), þ.e. færðu hina náttúrulegu og fyrrum villtu efnismenningu inn í híbýli sín). Með svipaðri hugsun voru hinir fyrstu látnu landnámsmenn hér á landi grafnir á ystu landamerkjum jarða þeirra. Tilgangurinn var að tryggja vitund manna um hver mörkin væru og auk þess að fæla nágrannana, sem og aðra, að ásælast landið. Óttinn við dauðann og hina dauðu var mikill. Hann var í rauninni hornsteinn frumgerðistrúarbragðanna er kristnin byggði síðan grunn sinn á, sbr. Jesús krist, upprisuna og afturhvarf mannsins til alsælu himnaríkis.
Þeir sem reyttu hina dauðu til reiði áttu ekki von á góðu. Grunnhugsunin hefur í rauninni lítið breyst í gegnum árþúsundin þótt efnismenningin, vegna sífelldra áhrifa umhverfis og aðstæðna, aukinna krafna, tækni og nýrra möguleika, hafi tekið breytingum frá því sem áður var. Og þótt efnislegar leifar geti lýst áþreifanlegu afsprengi hugsunar, frá einum tíma til annars, geta þær þó lítið sagt til um hugsunina sjálfa. Líklegt má þó telja að hún hafi jafnan tekið mið af gildum og viðurkenningu fjöldans hverju sinni. Því má spyrja; hver voru gildin hér á landi fyrr á öldum?
Þetta voru nú einungis svolitlar vangaveltur í tilefni af opinberun letursteinsins í nálægð við guðshúsið að Kálfatjörn á Vatnsleysuströnd. Hugmyndin er að koma ártalssteininum A°1674 fyrir í endurgerðri Skjaldbreið við Kálfatjörn (sjá HÉR).
Kálfatjörn

Norðurkot

Gengið var um Kálfatjarnarsvæðið í fylgd staðþekkjaranna Sesselju Guðmundsdóttur og Sigrúnar Frjóns, en koma átti eftir í ljós að ekki var til sá blettur á landssvæðinu, sem þær ekki þekktu eða höfðu skoðað.

Litlibær

Litlibær – brunnur.

Byrjað var á því að ganga veginn niður að Liltabæ, Bjargi, Bakka og Gamla-Bakka austan Kálfatjarnar. Tekið var hús á Geir á Litlabæ, sem bauð þátttakendum til sólstofu. Þaðan var ágætt útsýni vestir að Bakka, norðvestur að Bjargi og norður að Gamla-Bjargi, eða öllu heldur tóttum þess bæjar, sem nú eru á sjávarkambinum. Eftir stutta dvöl var Geir kvaddur með fyrirheitum um að bera fljótt að garði aftur. Gengið var að tóttum Gamla-Bakka, en þar má vel sjá hleðslur garðs og tóttir bæjarins, sem sjórinn er nú smám saman að brjóta niður. Undir bakkanum mátti t.d. sjá gamlar ryðgaða hurðarlamir og bein úr haug.

Gengið var vestur tún Kálfatjarnar, að Móakoti. Í kringum tóttir kotsins eru allmiklar garðhleðslur og hlaðinn brunnur með steyptu loki vestan þeirra. Sjá mátti tóttir Fjósakots sunnar í túninu. Gengið var áfram að hól þeim, sem Hólkot stót eitt sinn á. Suðvestan undir hólnum er Víti, vatnsstæði, sem sjaldan þverr. Nú var það reyndar að mestu þurrt. Nafninu Víti var einhvern tímann komið á Hólkot með vísu er fjallaði um áfengi og munu menn hafa villst á vitum. Haldið var áfram til vesturs sunnan Kálfatjarnarinnar, að sjóbúð, sem þar er heilleg á hól, áfram til vesturs yfir Síkið og Rásina að hlaðinni bátarétt. Við enda heillegasta garðsins eru leifar gamla bátaspilsins, en Sigrún benti síðar á hvar afgangur þess var niður kominn. Litið vará hlaðin fjárhús á sjávarkampinum, ofan við Kálfatjarnarvörðina, en neðan þeirra hafði fjósið eitt sinn verið og skammt vestar Kálfatjarnabyrgið. Sjórinn hefur nú hirt hvorutveggja. Vestar er Hausaréttin gamla. Enn sér móta fyrir henni. Neðan hennar fannst Kálfatjarnarártalssteininn (A° 1674) fyrir nokkrum misserum síðan eftir að sjórinn hafði velgst með hann um 30 metra leið frá þeim stað, sem hann hafði síðast sést fyrir nokkrum áratugum síðan.

Kálfatjörn

Kálfatjörn – ártalssteinn úr sjóbúð.

Gengið var til suðvesturs að sundvörðu á hól og fjárhústótt skammt vestar. Norðvestan hennar er Norðurkotsbyrgið og Tíðargerðisbyrgið norðan þess, alveg fram á sjávarkampinum.
KálfatjörnGoðhólstóttirnar voru skoðaðar, en hún er enn allheilleg. Norðaustan þeirra eru tveir hlaðnir garðar, gamlir matjurtargarðar. Gengið var yfir garða og þá komið að fallegum hringlaga hlöðnum brunni. Þar er Norðurkotsbrunnurinn, smart gerður, eins og Vala Matt myndi sagt hafa. Komið var að Tíðargerði. Gengið var að Norðurkoti, en þar mun fyrrum hafa verið barnaskóli. Inni er margt forvitnilegt að sjá.
Til baka var gengið yfir að Hliði, um garðana þar, að hlaðinni brú á kirkjugötu, sem í er ártalssteinn (A°1790) og að Landabrunni ofan Landa, fallegu vatnsstæði. Loks var komið við í Hestaréttinni. Þegar litið var yfir golfvöllinn á Kálfatjörn mátti sjá nokkra sjónumhrygga golfara leita kúlna. Eina (það einasta eina), sem þeir einblíndu á, voru litlar holur í sléttu grasinu – og allar eins.
Til ferðardrýginda var kíkt í gömlu hlöðuna á Kálfatjörn og þátttakendum sýnt þar fornt lóð er bar merki Kristjáns kóngs fimmta, sbr. meðfylgjandi mynd. Því mun hafa verið bjargar undan sjónumhryggum fyrr á árum. Skemmtileg leiðsögn um sagnaríkt og merkilegt svæði.
Veður var frábært – köflótt sól með vistvænum vindi. Gangan tók um 2 klst. Gerður var uppdráttur af svæðinu.

Kálfatjörn

Kálfatjörn – uppdráttur ÓSÁ.

Kúagerði 1912

„Fyrir botni Vatnsleysuvíkur, þar sem hraðbrautin nálgast sjóinn á stuttum kafla er Kúagerði. Að vestan eru hraun Strandarheiðarinnar, en að austan er Afstapahraunið, úfið og illt yfirferðar, enda miklu yngra að árum. Þarna fyrir víkurbotni er ferskt vatn, sem kemur úr lindum undan hrauninu. Þessi staður var þreyttum og vegmóðum ferðamönnum Í Flekkuvíkkærkominn áningarstaður, því vatnið úr uppsprettunum var þeim svalandi og lífgandi, eftir að hafa klöngrast yfir óslétt og úfið hraunið á langri leið milli byggðanna við Flóann, því þá voru ekki önnur farartæki tiltæk en hesturinn eða “hestar postulanna”.
Við yfirgefum bílinn í Kúagerði, því ætlunin er í þetta sinn að ganga út Vatnsleysuströndina út á Keilisnes og enda við kirkjuna að Kálfatjörn. Fyrst göngum við fram hjá Vatnsleysubæjunum. Þar hefur alltaf verið búið stórt, margar hjáleigur lágu undir höfuðbólið og mikil umsvif. Nú er á Minni-Vatnsleysu eitt stærsta og myndarlegasta svínabú landsins í eigu Þorvaldar Guðmundssonar. Glæsilegar byggingar og öll umgengni þar heima ber eiganda glöggt vitni.
Nokkru fyrir vestan Vatnsleysubæina ber okkur að Flekkuvík, Þetta er landnámsjörð, kennd við konu að nafni Flekka. Sagan segir að hún hafi komið til Íslands í fylgdarliði Ingólfs Arnarsonar. Fyrst fékk hann henni land í Kjós og reisti hún þar bæ, sem hún nefndi Flekkudal. Flekka undi sér þar ekki, því hún sá ekki til hafs frá bænum og eftir að hafa rætt þetta við Ingólf gaf hann henni þessa jörð. Í Flekkuvík bjó svo kerla til elli. Sagan segir, að er hún fann dauðann nálgast hafi hún lagt svo fyrir að sig skyldi grafa syðst í túninu, þar sem sést vel yfir innsiglinguna. Hún mælti þá svo um, að engum skyldi þaðan í frá hlekkjast á í innsiglingunni, tæki hann rétt mið af leiði sínu og færi eftir settum reglum. Þótti mönnum vissara að fara eftir fyrirmælum kerlingar, enda segir sagan að fá slys hafi hent í lendingunni undan Flekkuvík. Steinn er á Flekkuleiði og hefur þessi setning verið letruð á hann með rúnaletri: Hér hvílir Flekka. Telja fróðir menn, að þessi áletrun sé frá 17. eða 18. öld. Jónas Hallgrímsson skáld rannsakaði leiðið sumarið 1841. Gróf hann í það.
Rúnasteinn á FlekkuleiðiReyndist jarðvegurinn vera um það bil hálft fet á þykkt. En “undir var einlæg, jarðföst klöpp, eða réttara sagt hraungarður, svo að þar hefur aldrei nokkur maður heygður verið” segir orðrétt i skýrslu Jónasar um þessa ferð. Þannig fór það.  Auk þeirra minja sem minna á fortíðina er margt annað forvitnilegt að skoða á þessari gönguleið. Unnt er að dunda sér langtímum saman í fjöruborðinu. Þar er ýmislegt skoðunarvert að sjá s.s. trjáreka, glerflöskur, þang, pöddur og skorkvikindi ýmiskonar og ekki má gleyma selunum, sem svamla í sjónum skammt undan landi og skjóta upp kolli yfir vatnsflötinn við og við til að fylgjast með þessum óvæntu gestum. Allt er þetta umhugsunarefni fyrir ungan og spurulan göngumann,sem ef til vill er að kynnast landi sínu á þennan hátt í fyrsta sinn.
Næst liggur leiðin út á Keilisnes, en þar skagar landið lengst í norður milli Vatnsleysuvíkur og Stakksfjarðar. Líklega er þetta örnefni kunnugra fleiri mönnum en nokkur önnur slík hér um slóðir. Ástæðan er sú, að það kemur fyrir í kvæði Arnar Arnarssonar um Stjána bláa, en þar segir m.a.:

KálfatjarnarkirkjaSöng í reipum, sauð á keipum,
sá í grænan vegg til hlés.
Stjáni blái strengdi klóna,
stýrði fyrir Keilisnes.

Nú sést knörrinn ekki lengur, en efalaust leitar kvæðið á hugann, þegar gengið er um þessar slóðir, og hendingar úr því leita fram á varirnar. Nokkur spölur er frá Keilisnesi að Kálfatjörn. Kirkja hefur verið á Kálfatjörn frá öndverðu. Í kaþólskum sið var hún helguð Pétri postula. Þá var hún vel auðug, átti dýrgripi og lönd, en eftir siðaskiptin breyttist
hagur hennar eins og annarra eigna sem kirkjurnar áttu. Af því er mikil saga, sem ekki eru tök á að rekja hér. Þessi kirkja sem nú stendur var byggð rétt fyrir aldamótin 1900. Hún er hið fegursta guðshús og vel við haldið. Er því við hæfi að fá leyfi til að skoða hana nánar og enda þar með þessa fróðlegu gönguferð.“

Heimild:
-Mbl. 19. júlí 1981.

Bláfang

Norðurkot

Gengið var með frískum hóp um Kálfatjörn. Ein í hópnum hafði verið svo forsjál að fá léðan lykil af Kálfatjarnarkirkju. Eftir að hafa lokið upp kirkjudyrum var þátttakendum boðið inn fyrir. Þar rakti hlutaðeigandi það helsta sem fyrir augu bar, s.s. hina sérstöku málningarvinnu dansksins Bertelsens, sem enst hefur í meira en öld, og rennismíði Þorkels Jónsson, ábúandi í Móakoti, auk þess sem hún lýsti einstökum munum.
Fram kom að Kálfatjarnarkirkja var helguð kalfatjornPétri postula, en elstu haldbærar heimildir um kirkjuna eru í fornum máldögum og kirkjuskrá Páls biskups Jónssonar frá árinu 1200. Kirkjan var einnig nefn Maríukirkja og kirkja hins heilaga Þorláks biskups í Vogum fyrir 1367. Síðasti staðarprestur á Kálfatjörn var séra Árni Þorsteinsson, en eftir að hann lést árið 1920 tók við jörðinni Erlendur Magnússon frá Tíðargerði og kona hans Kristín Gunnarsdóttir frá Skjaldarkoti. Þau hófu búskap í Tíðargerði en fluttu að Kálfatjörn 1920 og bjuggu þar allan sinn búskap eða allt til ársins 1975. Erlendur var fyrsti og eini kirkjubóndinn á Kálfatjörn. Synir þeirra hóna voru Magnús, Ólafur, Gunnar og Erlendur og dæturnar hétu Herdís og Ingibjörg. Herdís bjó áfram á Kálfatjörn eða þangað til íbúðarhúsið brann með dularfullum hætti.
Efst á kirkjuturninum er ártalið 1893, en það er smíðaár timburkirkjunnar, sem nú stendur. Teiknari og yfirsmiður var Guðmundur Jakobsson, en við grunnbygginguna vann Magnús Árnason steinsmiður frá Holti, viðurkenndur hagleiksmaður. Kirkjan var reist á 14 mánuðum, en þá var kirkjuturninn öðruvísi útlits en nú er.

Kálfatjörn

Kálfatjörn – ártalssteinn úr sjóbúð.

Þá var gengið niður með hinni aldargömlu hlöðu á kirkjuhlaðinu, framhjá tóttum fjóssins, hinu botnlauslausa Víti og Hólkoti, niður með Kálfatjörn með sjóbúðina á vinstri hönd og síðan áfram til vesturs með ströndinni. Þar var gamla bátagerðið skoðað ásamt fjárhúsunum og Hausaréttinni. Á steinum réttargarðsins voru áberandi hvítar og gular skófir. Einn þátttakenda kunni eðlilega skýringu á því, en hún var eftirfarandi í mjög styttri útgáfu: Bóndakona týndi snældu, en gat ekki endurheimt hana nema greiða fyrir hana með mikið af graut. Dugði það ekki til og þurfti því að taparinn enn og aftur að punga út stiga til viðbótar svo þyggjandinn gæti komið umframgrautnum til Maríu meyjar. Á leiðinni þangað með grautinn hrapaði sá ferðaglaði og lenti að lokum á jörðinni. Hvítu og gulu skófirnar á grjótinu eru síðan ævarandi merki um heilaslettur hlutaðeigandi og grautinn góða“. Engin ástæða er til að draga þessa sögu í efa frekar en margar aðrar.

Kálfatjörn

Kálfatjörn – skósteinn með ártali.

Gengið var upp að Goðhól og húsin þar skoðuð sem og garðar og annað markvert. Haldið var yfir að Norðurkoti, litið á hlaðinn brunninn og síðan kíkt inn í gamla skólahúsið. Þar voru gömlu kennslubækurnar enn á borðum, bæði orðsins bækur svo og draumabækur unga fjósamannsins. Fengin var að tímabundnu láni handskrifuð Kennsluritgerð Ingibjargar Erlendsdóttur frá árinu 1942 um „nokkra meginþætti í stjórn og starfi barnaskóla“. Ritgerðin skiptist í: I. Inngang og uppeldi, II. Tilgangur skóla, III. Stjórn skóla, IV. Niðurskipan skólastarfsins, V. Refsingar, V. Kennsla og kennsluaðferðir, VII. Námið og gildi þess og VIII. Kennarinn og hlutverk hans. Tilefnið var notað og lesin hluti ritgerðarinnar, en hún verður tölvuritfærð fljótlega og send viðkomandi til gagns og gamans. Ritgerð þessi hefur aldrei áður birst á prenti – sjá HÉR.
Gengið var niður gamla flóraða götu með garðinum að Norðurkotsbyrginu á sjávarkambinum. Þar mun hafa verið salthús. Síðan var ströndin gengin til vesturs og fjaran skoðuð. Komið var að völundar spili í fjörunni og síðan tók fagurhvít sandfjara við, sbr. meðfylgjandi mynd. Staðnæmst var í fjörunni neðan við Landakot, litið á Landakotsbrunninn og síðan gengið var til baka með ofanverðri ströndinni. M.a. var litið á leturssteininn [A° 1690] í kirkjubrúnni á gömlu kirkjugötunni að Kálfatjarnarkirkju og Landabrunninn, hið forna þvottastæði Kálfatjarnarfólksins. Kvenkrían lét í sér heyra að venju á meðan karlkrían tók lífinu með stóískri ró. Golfararnir voru hljóðlátari en jafnan. Þekktu kannski orðið söguna og tilurð vallarins.
Veður var frábært – logn og sól.

Kálfatjörn

Kálfatjörn – uppdráttur ÓSÁ.