Færslur

Víghóll

Á Víghóll/Víghólum í Kópavogi er upplýsingaskilti. Þar segir m.a.:

Víghóll

Víghóll var friðlýstur sem náttúrvætti 1983 skv. náttúruverndarlögum nr. 47/1971. Stærð friðlýsts svæðis er um 1 hektari en útivistarsvæðið er rúmir 3 hektarar.

Víghóll

Víghóll.

Um tíma stóð til að byggja Digraneskirkju á svæðinu og voru framkvæmdir við grunn kirkjunnar hafnar þegar horfið var frá því skipulagi. Digraneskirkja stendur nú á fallegum stað í Digraneshlíðum.
Þar sem kirkjan átti að standa er nú hvammur í landinu þar sem grágrýtisklappir grunnbergsins eru sýnilegar. Form hvammsins hefur verið undirstrikað með fallegum og vel gerðum grjóthleðslum.
Að sögn Erlu Stefánsdóttur má sjá ljósstrengi frá Víghól milli huldubyggða á stóru svæði í nálægum bæjum. En í sjálfum hólnum má finna einskonar musteri hulduvera á háu tíðnissviði og í stökum húsum á hólnum búa rólyndislegir dvergar með ljúfar árur.

Víghóll er í 74.7 metrum yfir sjávarmáli og stendur hæst í byggðu landi Kópavogs. Bergið í Víghól er grágrýti og virðist vera hluti af víðáttumiklum berggrunni (hraunlagasyrpu) á höfðuborgarsvæðinu sem gengur undir samheitinu Reykjavíkurgrágrýti.
Reykjavíkurgrágrýtið tilheyrir yngri grágrýtismyndun Íslands, til aðgreiningar frá eldri grágrýtismynduninni, og er einkum um dyngjuhraun að ræða sem runnu á hlýskeiðum seinni hluta ísaldar fyrir 100.000-700.000 árum.
Upptök Reykjavíkurgrágrýtsins í Kópavogi eru óþekkt, en aldurinn er líklega 300.000-400.000 ár.

Víghóll

Víghóll.

Hvalbök nefnast jökulsorfnir klapparhólar og þekkjast á því að hlið klapparinnar sem vissi á móti skriðstefnu jökulsins, þar sem jökulþunginn mæddi mest á, er fremur slett og aflíðandi. Hin hliðin sem vissi undan skriðstefnunni er hins vegar oft brött og stöllótt, enda náði jökullinn að rífa flyksur úr berginu þeim megin. Jökulrákir á Víghól urðu til fyrir um 10.000 árum þegar jökullinn skreið fram og rispaði undirlagið með urð og grjóti. Af stefnu hvalbaka og jökulráka má ráða skriðstefnu jökla. Jökulrispurnar á Víghól liggja frá suðaustri til norðvesturs.
Á Víghóli, Álfhóli og víðar á höfuðborgarsvæðinu hefur jökullinn sem síðast gekk yfir svæðið fyrir um 10.000 árum, haft stefnuna norðvestur til suðausturs. Líklega hafa ísaskil þessa jökuls legið austan Bláfjalla og skriðjöklar gengið frá honum bæði út á Faxaflóða og niður í Ölfus.

Kópavogur

Víghóll.

Kópavogur

Kópavogur virðist hafa verið vorþingstaður á þjóðveldistímanum, en með lögtöku Járnsíðu 1271 verður hann hreppaþingstaður, svonefnt þriggja hreppa þing.
Kópavogur var einn af fjórum þingstöðum Gullbringusýslu og fyrir margar sakir þeirra frægastur. Mikill fjödi dóma og mála gengu á Kópavogsþingi á þeim árum sem þess er getið í heimildum. Mun nálægð við Bessastaðavaldið hafa ráðið þar miklu um.

Kópavogur

Kópavogsþingstaður.

Elstu varðveittu rituðu heimildirnar um þing í Kópavogi eru frá 1523, en þá var settur dómur á “þingstað réttum” til að dæma í kærumáli Hannesar Eggertssonar, hirðstjóra, gegn Týla Péturssyni sem farið hafði ránshendi um konungsgarðinn á Bessastöðum.
Árið 1574 gaf Friðrik II, danakonungur, út tilskipun þess efbis að Alþingi skyldi flutt í Kópavog. Til þess kom ó aldrei. Árið 1578 lauk svo Hvassafellsmálum á þinginu eftir langt málaþref. Var dómi Gottskálks biskups hins grimma hnekkt, en hann hafi dæmt Bjarna Ólafsson, bónda á Hvassafelli, og dóttur hans, Randíði, sek um að hafa haft holdleg mök og eignir þeirra undir kirkju og kóng.
Sá atburður í sögu landsins og Kópavogs sem verður minnst þó annað gleymist er Erfðahyllingin í Kópavogi 28. júlí 1662, er danski höfuðsmaðurinn Hinrik Bjelke neyddi íslenska forystumenn til að undirrita einveldisskuldbindingu og að sverja Fridriki III, danakóngi, hollustueiða meðan hermenn hans hátignar stóðu yfir þeim alvopnaðir.
Þann 15. nóvember 1704 fór síðasta aftakan fram á þinginu í Kópavogi, en þá voru tekin af lífi fyrir morð Sigurður Arason og Steinunn Gudmundsdóttir frá Árbæ. Var Sigurður höggvinn skammt norðan við þinghúsið en Steinunni drekkt í Kópavogslæk. Árin 1725 og 1726 var svo Swartskopf-málið fyrir þinginu. Málið fjallaði um Appolínu nokkra Swartskopf sem trúlofuð hafði verið Niels Fuhrmann, amtmanni á Bessastöðum. Fuhrmann sleit trúlofuninni og stuttu síðar lést stúlkan. Bróðir hennar kærdi ráðskonu Fuhrmanns og dóttur hennar fyrir að hafa verið valdar að dauða hennar. Málinu lauk þó með sýknu allra hinna ákærðu.
Árið 1753 var þinghald aflagt í Kópavogi.

Kópavogur

Minningarsteinn um erfðahyllinguna á Kópavogsþingstað.

Eftir að þingið lagðist af var engu hreyft á svæðinu þar til 1973. Þá höfðu yfirborðsathuganir farið fram, bæði af Jónasi Hallgrímssyni árið 1841 og síðar af Matthíasi Þórðarsyni, þjóðminjaverði, 1929. Minjarnar voru síðan friðlýstar fyrir tilstuðlan Matthíasar árið 1938.
Á 300 ára afmæli Erfðahyllingarinnar í Kópavogi árid 1962 setti Lionsklubbur Kópavogs upp Minningarstein á þingsvæðinu.
Árið 1973 var hafist handa við fornminjauppgröft á Kópavogsþingstaðnum undir stjórn Gudrúnar Sveinbjarnardóttur, fornleifafræðings, og fyrir tilstuðlan þjóðhátíðarnefndar Kópavogs í tilefni af 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar. Lauk rannsóknum 1976 og hafði þá verið grafið upp á 3 stöðum á þingstaðnum.
Við minningarsteininn var grafinn upp tóft af jarðhúsi, sem helst virðist hafa verið eldhús og miðaldasmiðja. Gera menn ráð fyrir samkvæmt þessu að einhverjar mannaferðir hafi verið þarna þegar á 9. öld. Smiðja sem lá ofan jarðhússins virðist hafa verið aflögð um 1500, þó ekki sé það nákvæmt. Rannsóknirnar á þessum tóftum gáfu ekki til kynna að þær væru tengdar þinghaldi á staðnum, fremur hluti af bæjarhúsunum. Syðri tóftin eða þinghustóftin er mun yngri, var húsið að líkindum byggt á 17. öld og endurbyggt á 18. öld. Undir þinghúsinu fundust byggðaleifar sem gætu hafa tengst þinghaldi á staðnum, en voru svo brotakenndar að ekki var unnt að slá því föstu hvað þær væru. Þinghústóftin snýr í norðaustur og suðvestur og mun husið hafa verið um 25 fermetrar að flatarmáli. Húsið mun hafa verið með torfveggjum og bak sett beint ofan á með undirstöðum í hornum. Suðurhlið hefur verið úr timbri og þar gengið inn á miðjan gafl fyrst, en síðar hefur hurðin verið til hliðar og settur gluggi á hinn helminginn.

Kópavogur

Kópavogsþingstaður – skilti.

Tröllabörn

Við Tröllabörn neðan Lögbergs í Kópavogi er upplýsingaskilti. Þar má lesa eftirfarandi texta:

Tröllabörn

Tröllabörn.

Tröllabörn/Tröllabollar voru friðlýst sem náttúruvætti árið 1983.
Tröllabörnin eru tíu talsins og fyrna gömul, eða um 4.500 ára. Á máli jarðfræðinnar nefnast þau hraundrýli (hornitos).
Hraundrýli myndast þegar gas streymir út um rásir við eldgíga og í hraungöngum og rífur með sér klepra sem hlaðast upp í litlar strýtur eða drýli. Drýli eru einkum algeng í eldstöðvum af dyngjugerð, en dyngjur gjósa ávallt þunnfljótandi hraunkviku sem jafnan rennur í göngum og myndar helluhraun.

Tröllabörn

Myndun hraundrýla.

Tröllabörn tilheyra Leitarhrauni sem kom upp úr Leitum, stórum dyngjgíg austan undir Bláfjöllum. Frá Leitum runnu hraun í sjó fram bæði við Reykjavík (Elliðavog) og Þorlákshöfn fyrir um 4.500 árum. Í Leitarhrauni eru margir hellar og hraungöng og hafa Tröllabörnin myndast þegar gosgufur brutust upp í gegnum þak á slíkum helli eða göngum.

Tröllabörn

Tröllabörn – skilti.

Kópavogur

Á Hádegishól í Kópavogi er upplýsingaskilti. Á því má m.a. lesa eftirfarandi:
Hádegishóll eða Hádegishólar draga nafn sitt af því að eystri hóllinn var eyktarmark frá bænum fífuhvammi sem var syðst Kópavogsjarðanna fjögurra. Hóllinn var í hásuður frá bænum og bar því sól yfir hann á hádegi.

Kópavogur

Stupan á Hádegishól.

Eyktarmark er fastur punktur í landslagi sem sólina ber í frá tilteknum bæ á vissum tíma dags. Helst átti að miða áttina frá eldhúsinu á bænum. Algegnt var að fjallstindur, hæðir, skörð eða jafnvel hlaðnar vörður væru eyktarmörk.
Fyrr á öldum var sólarhringnum skipt upp í eyktir sem voru 8 talsins. Ekki er hægt að tímasetja eyktir nákvæmlega eftir stundarklukku nútímans en nöfn þeirra eru; ótta (um kl. 3), miður morgunn eða rismál (um kl. 6), dagmál (um kl. 9), miðdegi eða hádegi (um kl. 12), nón (um kl. 15), miður aftann eða miðaftann (um kl. 18), náttmál (um kl. 21) og miðnætti eða lágnætti (um kl. 24). því eru til örnefni eins og Miðmorgunsvörður, Dagmálahnúkur, Hádegishóll, Nónskál, Miðaftansdrangur og Náttmálaborg.
Hádegishólar eru ávalir grágrýtishólar með áberandi ísaldarminjum (hvalbökum) og jökulrákum). Bergið í klöppunum tilheyrir svokölluðu Breiðholtsgrágrýti en það liggur ofan á Reykjavíkurgrágrýtinu sem Kópavogur stendur að mestu á og er um 300.000-400.000 ára gamalt. Af því má ráða að Hádegishólar eru með yngri jarðmyndunum í Kópavogi og eru yngri en t.d. Víghólar og Borgarholt.
Hvalbök nefnast jökulsorfnir klapparhólar og þekkjast á því að sú hlið klapparinnar sem vissi á móti skriðstefnu jökulsins og jökulþunginn mæddi mest á, er freur slétt og aflíðandi. Hin hlið sem vissi undan skriðstefnunni er hins vegar oft brött og stöllótt, enda náðijökullinn að rífa flyksur úr berginu þeim megin. Jökulrákir á Hádegishólum urðu til fyrir um 10.000 árum þegar jökullinn skreið fram og rispaði undirlagið með urð og grjóti. Af stefnu hvalbaka og jökulráka má ráða að jökullinn sem síðast gekk yfir Kópavog hafði stefnuna NV-SA.

Stupa

Stupan.

Stupur eru forn asísk mannvirki sem upphaflega voru reist sem minnisvarðar um fornar hetjudáðir. Með tilkomu búddatrúar fyrir um 2500 árum breyttist tilgangur þeirra í að vera minning um brautryðjendur í þroska mannkynsins og hvatning um að feta í fótspor þeirra og leita leiða til andlegs þroska.
Stupan á Hádegishólum er byggð samkvæmt tóbeskum hefðum og reglum. Sérhver form felur í sér táknræna merkingu um leiðir til innri þroska. Í heild sinni táknar stupa uppljómaðan hug. Hug sem hafinn er yfir allar takmarkanir og neikvæða eiginleika. Hug með fullkomið jafnvægi kærleiks og visku.
Ytri, innri og dulin (esoterisk) gerð stupu veitir henni lækningamátt, umbreytir neikvæðri orku í nánasta umhveri og hefur hulin djúpstæð áhrif á allar skynverur sem koma nærri henni. Vegna þessara eiginleika stupa hafa þær verið byggðar víðsvegar um heim.
Stupunni var valinn staður á Hádegishólum vegna velvilja og víðsýni bæjaryfirvalda í Kópavogi.
Landið þar sem stupunni var fundinn staður var blessað 21, ágúst 1992 af Ven Thrangu Rinpoche. ven Lama Zopa Ronpoche vígði stupuna 18. nóvember 1993.
Frumkvæði að byggingu stupunnar hafði íslensk kona sem búið hefur meðal tíbeskra flóttamanna í Indlandi í áratugi og naut hún aðstoðar listamanna frá Íslandi, Tíbet, nepal, Indlandi og Ungverjalandi. Alls kom á annað hundrað manns af ólíku þjóðerni og trú að gerð stupunnar.

Kópavogur

Hádegishóll – skilti.

Kópavogur

Framan við Kópavogsbæinn/Kópavogsbúið er upplýsingaskilti. Á því má m.a. lesa eftirfarandi texta:
“Engar ritheimildir eru til um upphaf búskapar á jörðinni Kópavogi, en fornleifarannsóknir við Þinggerði árið 1973-1976 leiddu í ljós bæjarrústir frá miðöldum og því líklegt að menn hafi verið hér frá síðari hluta 9. aldar.

Kópavogur

Kópavogsbærinn – túnakort 1916.

Kópavogur er fyrst nefndur árið 1523 í dómi yfir Týla Péturssyni frá Kópavogsþingi, en hann var fundinn sekur um rán á Bessastöðum. Bærinn er fyrst nefndur í afgjaldsreikningum frá árinu 1553. Kópavogur hafði verið eign Skálholtskirkju en fór í konungseign ásamt öðrum jörðum kirkjunnar eftir siðaskiptin 1550.
Jarðabækur gefa til kynna að Kópavogsjörðin hafi verið rýr að landgæðum. í jarðabókum frá 17. og fram til 19. aldar var jarðardýrleiki um 11 hundruð. Árið 1861 var jarðardýrleikinn skráður 13.6 hundruð. Til samanburðar við næstu jarðir voru Digranes og Vammkot 15 hundruð hvor jörð og Vatnsendi 22 hundruð. Jörðin gat því ekki framfleytt mörgum.
Upphaflega stóðu bæjarhús Kópavogs við Þinggerði en á 19. öld voru þau við sjávarbakkann beint suður af núverandi steinhúsi sem reist var 1902-1904. Engi ljósmynd er til af gamla bænum frá 19. öld, en einstakar lýsingar af bæjarhúsunum eru til. Ein er frá sumri 1856, er hinn breski lávarður Dufferin (1826-1902) var á leið frá Reykjavík til Bessastaða og leiðinni lýsti hann svo: “Fyrstu mílurnar riðum við yfir öldótta doloritsléttu, uns við komum til bóndabæjar, sem var við vog nokkrun. Í fjarlægðinni virtist bærinn eins og lítil vin í eyðimörk, því allt í kringum hann voru gráar grjótbrekkur, en er nær dró virtist þarna vera keltneskir virkisveggir, en innan þeirra haugar eins eða tveggja fallinna kappa. Það kom á daginn, að haugarnir voru bara torfþök bæjar og gripahúsa, en virkisveggirnir torfgarðarnir, sem eru hlaðnir utan um best ræktuðu skákina í landi bóndans”.
KópavogurÞarna lýsti lávarðurinn einnig túngarði Árna Péturssonar (1781-1854) bónda í Kópavogi, svonefndum Árnagarði, um 680 metra langri garðhleðslu umhverfis túngarðinn við bæinn. Útlínur garðsins sjást á gömlum kortum og loftmyndum, en Árni var verðlaunaður af konungssjóði árið 1827 fyrir jarðabætur á Kópavogsjörðinni.
Í annarri lýsingu Kópavogsjarðarinnar, frá 21. febrúar 1882, segir: “Bæjarhús eru þar góð, baðstofa byggð á bekk. Hálf er hún ný uppbyggð með kjallara undir. Frambær, búr og eldhús í góðu standi. Tún eru þar stór, sum part þýfð, sum part sléttuð og ábúandinn hefur verið að slétta í þeim. Þessi tún vantar tað. Kemur það til af því að augnvar eru útheyisslægur. Girðing er í kring úr torfi og grjóti. Er hér um bil 2/3 partar túnsins og hálf er hún vel uppbyggð, aftur hálf í falli. Traðir eru heim að bænum, hlaðnar úr torfi og grjóti vel uppgerðar. Kálgarðar eru þar góðir. Í kringum þá góð girðing. Þar jörð þessi liggur að sjó það eru þar góð vergögn. Þar er góð grásleppuveiði og gerir það jörðinni mikinn hag því inn vols hennar gefur jörðinni áburð. Kúgildi jarðarinnar eftir því sem ábúandinn skýrir frá eru 2.”
Erlendur Zakaríasson (1857-1930) steinsmiður, hóp byggingu núverandi íbúðarhússins um 1902 og lauk því árið 1904. Hann hafði áður unnð við byggingu Alþingishússins árið 1880, reisti Kópavogsbæinn á sama hátt og hlóð hann úr tilhöggnu grágrýti og steinlími. Hér hóf hann kúabúskap ásamt konu sinni Ingveldi Guðmundsdóttur, seldi mjólk til Reykjavíkur og var einnig með hesta og kindur. Engjar auk túns við bæinn voru austur af Hvammakotslæk í brekkunum upp af Fífuhvammi og í Fossvogi. Þar var einnig mikil mótekja. Eftir að Kvenfélagið Hringurinn fékk aðstöðu fyrir hressingarhæli á Kópavogsjörðinni árið 1924 taldið félagið hagkvæmt að vera með búresktur samhliða rekstri hælisins. Hringurinn keypti Kópavogsbæinn þegar hann losnaði úr ábúð og var með búrekstur til 1948. Félagið let byggja fjós, hlöðu, hænsnahús og geymslu við steinhús Erlendar. Óskar Eggertsson (1897-1978) gerðist ráðsmaður á búinu hjá Kvenfélaginu Hringnum 1931 og bjó hér ásamt konu sinni, Guðrúnu Einarsdóttur (1899-1989) og sonum þeirra, Magnúsi (1927-2019), Einari (1930-2016) og tvíburunum Jóhanni Stefáni (1936-1046) og Guðmundi. Ríkissjóður og ríkisspítalar fengu búið 1948 og búskapur hélt áfram þar til skömmu eftir 1960. Síðustu ábúendur í Kópavogsbúinu voru Bjarni Pétursson Walen (1913-1987) bústjóri og Svanborg Sæmundsdóttir (1913-1995). Þau bjuggu hér árin 1959-1983. Íbúðarhúsið er elsta hús í Kópavogi. Kópavogsbærinn var friðaður samkvæmt lögum um húsafriðun í október 2012.”

Kópavogur

Kópavogsbúið.

Digranes

Við leifar gamla Digranesbæjarins í Kópavogi má lesa eftirfarandi á upplýsingaskilti, sem þar er:

Digranes

Digranes – túnakort 1916.

Hafinn var búskapur á jörðini Digranesi sennilega á árunum milli 1300 og 1313, en þá er jarðarinnar fyrst getið í máldagaskrá Viðeyjarklausturs. Er hún sennilega elsta jörðin í Kópavogi.
Síðasti bóndinn í Digranesi, Jón Guðmundsson, hóf þar búskap árið 1896 og bjó þar til hún var aflögð sem bújörð árið 1936. Digranes var þá þjóðjörð og sá Búnaðarfélag Íslands þá um að útmæla jörðina í smábýli og nýbýli samkvæmt nýjum lögum þar um. Árið 1950 var búið að úthluta úr landi Digraness um 10 löndum undir nýbýli og 146 smábýlalöndum. Smábýlalöndin voru fyrst og fremst ætluð sem ræktunarlönd en ekki til að setjast þar að með fasta búsetu, þó svo að mjög fljótlega hafi orðið þar breyting á og lönd þjóðjarðanna í Kópavogi orðið fyrsti vísirinn að þéttbýlismyndun.
Digranes var stór jörð, þótt hún hafi kannski ekki þótt eftirsóknarverð eins og gæðum hennar er lýst í úttektarbók Jarðabókarnefndar frá október 1703. Ekki er skráður jarðdýrleiki, eigandinn kóngur eða kóngsgarðurinn í Viðey og bjó ábúandi Sveinn Eiríksson þar einn með sínu fólki. Landsskuld var 90 álnir, greidd með fiski í kaupstað og leigukúgildi í smjöri eða fiski til Bessastaða. Við til húsagerðar leggur ábúandi til sjálfur og þær kvaðir fylgja að hann láni mann á vertíð eða gegni formennsku. Hann láni hest til Alþingis, vinni við tvær dagsláttur í Viðey og útvegi tvo hríshesta er gjaldist í fríðu. hann leggi til mann í Elliðaár einn dag um sumar, heyhesta til fálkafjár í Hólm eða Reykjavíkurkaupstað, og skal bóndi fæða sig sjálfur við allar þessar kvaðir. Hann hafði 3 kýr, kálf og hross en að auki lamb, ein kýr og tvo kálfa til fóðurs frá öðrum. Hrís tók hann í almenningi, hafði nóg torf, stungu og mó í eigin landi enda taldi úthaga þrönga.
Í jarðabókunum 1686 og 1695 svo og jarðabók Johnsens frá 1847 var jörðin metin á um hundruð en í nýju jarðabókinni frá 1848 hefur jörðin rýrnað frá fyrri mötum.
Á seinni hluta 19. aldar voru margar jarðir seldar úr konungseign, en Digranes var áfram í opinberri eigu og varð því þjóðjörð.
Var hún síðan alla tíð í ríkiseign þar til kaupavogskaupstaður keyti hana formlega árið 1957, en þá hafði henni verið skipt upp í lóðir og lendur fyrir íbúa hins unga kaupstaðar.

Kópavogur

Digranes.

Kópavogur

Ofan við gamla bæjarstæði Fífuhvamms/Hvamms/Hvammkots í Kópavogi má lesa eftirfarandi á upplýsingaskilti, sem þar er:

Fífuhvammur

Fífuhvammur 1932.

“Jarðardýrleiki er óviss. Eigandinn er kóngl. Majestat.” Svo hefst umfjöllun Jarðabókar Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 23. október 1703 um konungsjörðina Hvammkot í Seltjarnarneshreppi. Fram að siðaskiptum um miðja 16. öld hafði jörðin verið í eigu Viðeyjarklausturs en elsta heimildin um jörðina er einmitt skrá um leigumála á jörðum klaustursins frá 1312. Þar heitir hún Hvammur. Nafnið Hvammkot kemur fyrst fram í fógetareikningum Eggerts Hannessonar á Bessastöðum 24. júní 1552. Þann 1. janúar 1891 breytti Þorlákur Guðmundsson þingmaður Árnesinga (búsettur á jörðinni 1875-1902) nafni jarðarinnar og hét hún þá Fífuhvammur.
Árið 1703 var í Hvammkoti tvíbýli. Á helmingi jarðarinnar var ábúandinn Marteinn Jónsson, 46 ára, kona hans Þuríður Bjarnadóttir, 43 ára, og börn þeirra. Bústofn Marteins var sex kýr, þrír hestar og sautján sauðkindur. Á hinum helmingi jarðarinnar var Teitur Jónsson ábúandi, kona hans Guðrún Loftsdóttir og dætur þeirra. Teitur átti fjórar kýr, einn hest og ellefu sauðkindur. Kvaðir á jörðinni voru m.a. mannslán um vertíð, hestlán til alþingis, húsastörf á Bessastöðum þegar kallað var og að bera fálka frá Bessastöðum til Keflavíkur og Básenda.
Síðustu ábúendur Fífuhvamms voru hjónin Ísak Bjarnason og Þórunn Kristjánsdóttir sem þangað fluttu 1919 ásamt börnum sínum sex. Þau stækkuðu bæjarhús, ræktuðu tún og girtu og höfðu gott bú. Dóttir þeirra Bergþóra Rannveig og hennar maður Þorkell Guðmundsson reistu íbúðarhúsið Tungu í landi Fífuhvamms 1935 og þar var búið til 1990. Ísak lést 1930 en Þórunn hélt áfram búskap og var Guðmundur Kristinn sonur hennar ráðsmaður þar til hún flutti til Reykjavíkur 1954. Þá lagðist jörðin í eyði. Bæjarhúsið var rifið 1983, þá var Kópavogsbær búinn að kaupa jörðina.

Kópavogur

Fífuhvammur.

Í grein um Fífuhvamm sem Adolf J.E. Petersen skrifaði 1984 segir: “Á Hvammakotslandinu munu í framtíðinni rísa veglegar byggingar, háborg komandi tíma, hallir menningar, viðskipta og iðnaðar, ásamt íbúðarhúsum með blómabeðum og trjágróðri í kring og iðandi borgarlífi.
Fífuhvammsjörð var að mörgu leyti góð bújörð. Hvammkot hafði til afnota stærstan hluta Kópavogsdals og góðar slægjur norðan og austan við Hnoðraholt, Smalaholt og Rjúpnahlíð. Bæði Digranesbærinn og Hvammakotsbærinn voru vel staðsettir og með útsýni í suður- og vesturátt.
Mikil tæknileg uppsveifla kom með breska og ekki síst bandaríska hernum á stríðsárunum. Eigendur Fífuhvamms leigðu hernum svæði og seldu efni, einkum til flugvallagerðarinnar. Leirdalssvæðið var leigt sem sprengjugeymsla herslins.
Fífuhvammur stóð innst eða austast í Kópavogsdalnum, undir vesturtagli Selhryggs, norður af þar sem nú er Núpalind og leikskólinn Núpur hjá Lindaskóla. Hluti af túni bæjarins er þar enn opið svæði.

Kópavogur

Fífuhvammur.

Kópavogur

Í “Fornleifaskrá Kópavogs” árið 2000 er m.a. fjallað um sögu bæjarins, bæina sem og nokkrar merkar minjar í upplandi hans.

Sagan

Kópavogur

Kópavogur.

Í hugum margra er Kópavogur tiltölulega sögulaust sveitarfélag, sem á upphaf sitt að rekja til 20. aldar. Það má vissulega til sanns vegar færa þar sem sveitarfélagið sjálft er ekki stofnað fyrr en 1948, en þétting byggðar hafði hafist nokkrum árum áður eða um 1936 (Lýður Björnsson 1990:46 og 146). Kaupstaðarréttindi fengust svo árið 1955. Á seinustu tveimur öldum var Kópavogur ekki í brennidepli og þótti jafnvel ekki búsældarlegt um að litast. Segir danski fræðimaðurinn Kristian P.E. Kålund svo frá jörðinni Kópavogi í ferðalýsingu sinni er birtist á prenti árin 1877-82: „Bærinn er á leiðum og ömurlegum stað; umhverfis hann eru lág grýtt hæðardrög eða dökkleitar þýfðar mýrar.“ (Kålund 1984:15).
Kópavogsjörðin var lang rýrasta jörðin af þeim jörðum sem eru í Kópavogslandi. Ekki er víst að jarðirnar hafi talist eftirsóknarverðar til ábúðar (Magnús Þorkelsson 1990(a):160). Það að nafnið á Hvammi breyttist í Hvammkot árið 1552 gefur vísbendingar um það.
Hvammskotsnafninu var svo breytt um 1875 af Þorláki Guðmundssyni alþingismanni í Fífuhvamm (Guðlaugur R. Guðmundsson 1970:26 og 29).
Ekki hefur þó þróunin alltaf verið neikvæð því í jarðarbókum 17. aldar og Jarðamati Johnsens árið 1847 og yngri jarðamötum, hækkaði jarðarmat allra jarða innan bæjarlandsins nema Digraness (Magnús Þorkelsson 1990(a):164).
Elsta ritaða heimild um byggð í landi Kópavogs er frá árinu 1234. Þá bregður Vatnsenda fyrst fyrir í Máldagaskrá um eignir Maríu kirkju og staðar í Viðey. Segir m.a. svo í skránni: „hvn a oc Elliðavatz land hálft. Oc allt land at vatzenda. Með þeim veiðvm oc gæðvm er þeim hafa fylgt at fornv. … Hamvndur gaf til staðarins holm þann. Er liggr j elliða am. niðr fra Vatzenda holmi.“ (Ísl. fornbréfasafn I 1857-76:507).

Kópavogur

Kópavogur.

Heimildir segja svo ekkert um svæðið fyrr en árið 1313, í skrá um leigumála á jörðum Viðeyjarklausturs. Þá eru nefndir til sögunnar bæirnir Hvammur og Digranes, auk Vatnsenda. Segir m.a. svo um leigumálana í skránni: „At vatz ennda iij merkur. J hvamme c leigv. J digranesi iij merkur:“ (Ísl. fornbréfasafn II 1888:377).
Nafnið Kópavogur kemur fyrst fyrir í heimildum árið 1523. Er þar átt við Kópavogsþingstaðinn og tilefnið var dómur yfir Týla Péturssyni hirðstjóra, sem fundinn var sekur um morð o. fl. (Ísl. fornbréfasafn IX 1909-13:139-142). Bærinn Kópavogur kemur ekki fyrir í rituðum heimildum fyrr en 1553, þá í afgjaldareikningum Eggerts hirðstjóra Hannessonar á Bessastöðum. Er þar afgjald Þorsteins ábúanda tilgreint, en það var „viij alne vatmell.“ (Ísl. fornbréfasafn XII 1923-32:577).
Til eru aðrar og eldri heimildir um byggð í Kópavogi, en það eru fornleifarnar sem þar finnast. Margt er enn ósagt um þær, aðeins nokkrar þeirra hafa verið rannsakaðar og engar þeirra til fulls. Elsta mannvirki sem Um ýtarlegri sögu Kópavogs má lesa í Sögu Kópavogs I-III, sem Lionsklúbbur Kópavogs gaf út árið 1990 og endurminningum Huldu Jakobsdóttur, Við byggðum nýjan bæ, sem Gylfi Gröndal ritaði árið 1988.

Þróun byggðar

Kópavogur

Kópavogur.

Kópavogs er ekki oft getið í Íslandssögunni. Einn af fjórum þingstöðum Gullbringusýslu var þó lengi vel í Kópavogi. Þingsókn þangað áttu m.a. Bessastaðamenn, handhafar hins danska konungsvalds. Þeir vildu gjarnan flytja Alþingi Íslendinga í nágrenni sitt og 1574 bauð Danakonungur að flytja skyldi Alþingi til Kópavogs. Á það féllust Íslendingar aldrei. Einn atburður var þó á þingstaðnum, niðri við voginn, sem allir Íslendingar eiga að þekkja. Það var þegar íslenskir valdsmenn undirrituðu erfðahyllinguna, 28. júlí 1662. Um atburðinn hefur nú verið reistur minnisvarði á hinum forna þingstað.
Byggðin tók ekki að þéttast á Kársnesi og Digranesi fyrr en eftir 1930. Þá hafði búskapur verið aflagður á jörðunum Digranesi og Kópavogi. Samkvæmt Fasteignaskrá eru um 180 eignir eða eignarhlutar í Kópavogi sem byggðir hafa verið 1950 eða fyrr.
Í seinni heimsstyrjöldinni urðu miklir fólksflutningar til Faxaflóasvæðisins. En húsnæðisleysi og skortur á lóðum í Reykjavík varð til þess að farið var að líta til óbyggðra svæða í nágrenninu svo sem í Kópavogi.
Í stríðslok var komin dreifð byggð í Kópavogi. Árið 1945 var farið að veita leyfi til byggingar íbúða til fastrar búsetu á erfðafestulöndunum og jókst þá uppbygging ört þrátt fyrir skort á þægindum eins og vatnsveitu, holræsum, rafmagni, síma, skóla o.s.frv.
Skipulagning byggðar í Kópavogi hófst 1946 en það ár var svæði á Digraneshálsi austan Hafnarfjarðarvegar, milli Álfhólsvegar og Dirnanesvegar skipulagt. Um þremur árum síðar var unnið skipulag af Kársnesi þ.e. svæðinu vestan Hafnarfjarðarvegar.
Og á árinu 1954 samþykkti hreppsnefdnin að efna til hugmyndasamkeppni um skipulag og útlitsteikningar af miðbæ í Kópavogi.

Kópavogur

Kópavogur.

Við önnur bæjarstæði í Kópavogi, Hvamm (Fífuhvamm), Digranes og Vatnsenda, eru/voru vafalítið mjög fornar minjar. Fífuhvammur er horfinn að mestu leyti, ef ekki öllu, og Digranes horfið að talsverðu leyti þó ýmislegt markvert kunni að leynast þar enn undir grasrótinni. Við Vatnsenda er enn búið og bæjarstæðið og nánasta umhverfi þess geymir örugglega mikið af upplýsingum um forsögu þess bæjar sem gæti hafa verið talsverð, samanber orðalag Máldagaskrá Viðeyjarkirkju hér að framan. Í raun má segja að núverandi íbúðarhús standi á bæjarhól, en slíkir hólar geyma yfirleitt gríðarlegt magn upplýsinga um búskaparhætti á liðnum öldum.
Niðurstaðan er því sú að þó að ritaðar heimildir segi ekki mikið um mannlífið á Kópavogsbæjunum að fornu og að svæðið virðist ekki hafa komið við sögu helstu atburða Íslandssögunnar, þá geyma fornleifarnar gríðarlegt magn af upplýsingum sem eru enn mikilvægari þegar hinar rituðu heimildir skortir. Í tilviki Kópavogs eru þær að sumu leyti einu heimildirnar sem við höfum um mannlíf og sögu svæðisins fyrstu aldirnar.
Að lokum skal getið þeirra fornleifarannsókna eða kannana sem farið hafa fram í bænum til viðbótar við Kópavogsrannsóknina.
Í ársskýrslu Þjóðminjasafns Íslands árið 1986 er þess getið að könnun hafi verið gerð við hið gamla bæjarstæði Kópavogs og hafi Kópavogur kostað þær (Þór Magnússon 1987:177). Við eftirgrennslan kom í ljós að aðeins hafi verið um framkvæmdaeftirlit að ræða og engin skýrsla gerð.
Ekki kemur fram hvaða bæjarstæði hafi verið um að ræða en tveir staðir koma til greina. Í Sögu Kópavogs I segir að þegar klóak hafi verið grafið fyrir neðan Kópavogshælið, meðfram Fífuhvammsvegi, hafi verið fylgst með verkinu af fornleifafræðingi og hann skráð og teiknað upp eftir þörfum (Magnús Þorkelsson (a) 1990:176). Hér er trúlega um sama verk að ræða og frá var sagt á undan.

Kópavogur

Kópavogur.

Í sömu ársskýrslu segir að bæjarstæði Digraness hafi veri kannað af Þjóðminjasafni. Engin skýrsla er til um það, en skilti á staðnum sýnir að hreinsað hefur verið ofan af gólfum og veggir lagaðir eitthvað til. Að öðru leyti virðist bærinn ekki hafa verið rannsakaður frekar og við eftirgrennslan var það staðfest (Þór Magnússon 1987:177).
Skammt frá Digranesi stóð rúst sem líklega var fjárhús frá bænum. Var rústin fjarlægð með vélgröfu undir eftirliti Þjóðminjasafns. Engin skýrsla er til um þessar framkvæmdir en við eftirgrennslan fengust ýmsar upplýsingar sem sjá má í fornleifaskrá.
Árið 1988 voru tvær dysjar rannsakaðar er gengu undir heitinu Hjónadysjar. Kom í ljós að þar hvíldu maður og kona og getum að því leitt að þau hafi verið Sigurður Arason frá Árbæ og Steinunn Guðmundsdóttir, einnig frá Árbæ sem dæmd voru árið 1704 fyrir morð á eiginmanni Steinunnar, Sæmundi Þórarinssyni (Guðmundur Ólafsson 1996, Magnús Þorkelsson 1990(b):209-10 & Matthías Þórðarson 1929:9-10).

Kópavogur

Kópavogur 1965.

Kópavogur dregur nafn sitt af voginum sunnan við Kársnes og er sunnan við Reykjavík og norðan við Garðabæ. Af sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu er Kópavogsbær fjölmennasta sveitarfélagið. Hann er jafnframt næstfjölmennasta sveitarfélag á Íslandi, á eftir Reykjavík, með 31.205 íbúa í janúar árið 2012 (Hagstofa Íslands, á.á.).
Kópavogsbær er 80 km² að flatarmáli og er meðal tíu landminnstu sveitarfélaga á Íslandi.
Byggð í Kópavogi er á landsvæði sem afmarkast af Fossvogsdal í norðri, Breiðholti og Elliðavatni í austri og Garðabæ í suðri. Vestasti hluti bæjarins er Kársnesið en það er nes sem liggur á milli voganna Kópavogs og Fossvogs.
Einungis nokkra bústaði og býli var að finna í Kópavogi við upphaf 20. aldar, Kópavogur og Digranes voru ríkisjarðir sem voru leigðar út til bænda en á Vatnsenda og Fífuhvammi var einnig búskapur. Á kreppuárunum upp úr 1930 tók ríkisstjórn Íslands Kópavogs- og Digranesjarðirnar úr leigu og skipti niður í smærri einingar, nýbýli og leigulönd. Einungis efnað fólk og fólk ekki átti þegar býli gat sótt um nýbýli og hafið þar búskap að veittu samþykki nýbýlastjóra. Árið 1935 var lagður vegur til austurs frá Hafnarfjarðarvegi til að þjónusta komandi nýbýli. Lýður Jónsson vegaverkstjóri gaf veginum svo nafnið Nýbýlavegur sem stendur enn (Adolf J. E. Petersen, 1983).

Kópavogur

Kópavogur.

Fyrir ofan Nýbýlaveginn voru smábýli sem ætluð voru til garðræktunar en á þeim mátti líka byggja sumarhús. Húsnæðisskortur í Reykjavík gerði það að verkum að flest sumarhúsin urðu að heilsársíbúðum og þar með myndaðist í raun fyrsta þéttbýlið í Kópavogi meðfram Nýbýlaveginum (Helga Sigurjónsdóttir, 2002).
Eftir seinni heimstyrjöldina flutti mikið af fólki til höfuðborgarinnar en Reykjavík var ekki í stakk búin til að taka við þeim mikla straumi og því varð mikil aðsókn í lóðir í Kópavogi.
Upp úr 1940 var byrjað að úthluta lóðum í Kópavogi og vegna þeirra þjóðfélagslegu aðstæðna sem voru á þessum tíma varð fólksfjölgunin hröð. Þó nokkur byggð var komin upp á Kársnesi og norðanverðum Digraneshálsi og árið 1945 bjuggu 521 manns í bænum. Þegar skoðað er hvernig byggðin í Kópavogi hefur myndast má rekja upphaf þéttbýlismyndunar í bænum til heimskreppunnar miklu. Sem úthverfi Reykjavíkur eru aðallega íbúðasvæði í Kópavogi, en vegna staðsetningar sinnar í miðju höfuðborgarsvæðisins er einnig mikið af atvinnuhúsnæði og þjónustu í bænum. Þetta er helsta upplifun manns af Kópavogi – iðnaðarhverfi í bland við íbúðarhverfi en þó aðskilið.
Nóg landrými var í Kópavogi og íbúafjöldi jókst á hverju ári. Á árunum 1949-1954 var unnið að heildarsýn í skipulagsmálum bæjarins.

Kópavogur

Kópavogur.

Árið 1948 klofnaði Kópavogshreppur frá Seltjarnarnesi og fékk seinna kaupstaðarréttindi árið 1955. Árið 1958 var síðan lokið við fyrsta skipulagsuppdrátt Kópavogs (Andrés Kristjánsson & Björn Þorsteinsson, 1990).
Á næstu áratugum voru talsverðar deilur um skipulagsmál í bænum, einkum vegna hraðrar umskiptingar úr sveit í þéttbýli en einnig vegna landadeilna við Reykjavík. Miðbær Kópavogs var hannaður í áföngum á 8. áratugnum og framkvæmdum við Hamraborg var að mestu lokið árið 1984. Í lok 9. áratugarins voru aðalatvinnugreinar í Kópavogi húsgagna- og matvælaiðnaður, bifreiðaumboð og almenn verslun.

Árið 1948 var Kópavogshreppur stofnaður úr fjórum jörðum í upphreppi Seltjarnarneshrepps hins forna, Kópavogsjörð, Digranesjörð, Fífuhvammsjörð og Vatnsendajörð mynduðu kjarna hins nýja hrepps.
Árið 1955 varð Kópavogur kaupstaður og 1957 keypti bærinn allt landið af ríkinu nema svæðið austan Urðarbrautar og sunnan Kópavogsbrautar (Kópavogstún) og gat nú úthlutað lóðum og stýrt eigin uppbyggingu.

Kópavogur

Kópavogur.

Á þessum árum mótaðist skipulagið af fyrstu uppbyggingu hreppsáranna og svo ekki hvað síst af landslaginu á „hálsunum“. En í kjölfar nýrra skipulagslaga 1964 var hafinn undirbúningur að gerð aðalskipulags fyrir bæinn. Og á árinum 1970 var nýtt aðalskipulag samþykkt. Náði það til byggðarinnar vestan Reykjanesbrautar. Eftir samþykkt hins nýja aðalskipulags var hluti nýbýlanna Efstalands, Grænuhlíðar og Meltungu tekinn til skipulags, svo kallað Hjalla- og Hólmahverfi. Engihjallahverfið var síðan deiliskipulagt 1975.
Um og upp úr 1980 fer byggð að rísa í norðurhluta Kópavogs, við Bæjartún og Álfatún og á árunum 1983-85 var samþykkt skipulag í Suðurhlíðunum. Upp úr 1990 hófst hröð uppbygging í Kópavogsdal og á Nónhæð.
Í Fífuhvammslandi tók byggðin að rísa upp úr 1995 þegar Linda- og Salahverfin byggðust. Uppbygging í Vatnsenda hófst að ráði upp úr aldamótum.
Vöxtur byggðar í Kópavogi hefur verið mikill og hraður síðustu árin. En íbúum bæjarins fjölgaði úr liðlega 16.800 í 31.200 á árunum 1992 til 2012 og hlutfall bæjarbúa af íbúafjölda höfuðborgarsvæðisins hækkaði úr 11% í 15,6% á þessu tímabili.

Á undanförnum tveimur áratugum hefur Kópavogur síðan byggst upp frá norðvestri til suðausturs í átt að Elliðavatni. Í botni Kópavogsdals eru útivistarsvæði og íþróttamannvirki, en sitt hvoru megin eru þéttbýli, íbúða- og verslunarhverfi.
Seinna, upp úr 1990 hefur íbúafjöldi Kópavogs tvöfaldast og stórt verslunar- og þjónustuhverfi hefur risið upp í Kópavogsdal. Mikil uppbygging hefur verið austan Reykjanesbrautar undanfarin 15 ár, og íbúðahverfi kennd við Lindir, Salir, Kóra, Þing og Hvörf hafa risið þar. Smáratorg var opnað árið 1997, Smáralind, stærsta verslunarmiðstöð landsins opnaði árið 2001 og Turninn í Kópavogi opnaði á Smáratorgi árið 2008. Svæðið þar sem þessi uppbygging hefur átt sér stað heldur áfram að þenjast út og reglulega koma fram hugmyndir um áframhaldandi þróun.

Eignarhald

Kópavogur

Kópavogur.

Kópavogshreppur fékk kaupstaðarréttindi með lögum nr. 30 frá 11. maí 1955. Í 1. gr. laganna segir að „Kópavogskaupstaður nái yfir allan Kópavogshrepp.“ Hann var skilgreindur sem sá hluti Seltjarnarneshrepps hins forna sem er sunnan og austan Reykjavíkur.
Kópavogsbær á nær allt land innan heimalandsins en um 6% eða um 90 ha eru enn ýmist í eigu ríkisins eða einkaaðila.
Undanfarin ár hefur Kópavogsbær verið að eignast jörðina Vatnsenda og í byrjun árs 2007 var stór hluti hennar tekinn eignarnámi, þ.e. Vatnsendahlíð og Vatsendaheiði að lögsögumörkum Kópavogs og Garðabæjar annars vegar og hins vegar að lögsögumörkum Kópavogs og Reykjavíkur. Innan heimalandsins er svæðið næst Elliðavatni í eigu Vatnsenda, þ.e. norðan og vestan vatnsins, á svæðinu milli Vatns og vegar svo og sunnar Vatnsvikur á um 35 ha svæði.
Kópavogstún er að hluta í eigu ríkisins. Á árinu 2003 eignaðist Kópavogsbær 13,5 ha af landinu en ríkið hélt eftir rúmum 3 ha. Í dag eru þar ýmsar stofnanir á vegum ríkisins.
Vatnsendahvarf og hluti Rjúpnahæðar voru í eigu ríkisins en árið 2001 keypti Kópavogsbær hluta landsins. Um 7,5 ha efst á Vatnsendahvarfi eru nú í eigu ríkisins.
Svæði sunnan Smáralindar er að hluta í einkaeign sömuleiðis kollur Nónhæðar.
Í upplandi Kópavogs eru tvær landbúnaðarjarðir í einkaeigu, Gunnarshólmi og Geirland, ásamt nokkrum smáspildum í Lækjarbotnum.

Hernámið í Kópavogi 1940–1944

Kópavogur

Hernámið.

10. maí 1940 var Ísland hernumið af Bretum. Þá höfðu Þjóðverjar sigrað Pólland, Danmörku og Noreg. Óttast var að sömu örlög biðu Íslands en við það hefðu bandamenn misst yfirráð siglingarleiða á Atlantshafi. Bretar lögðu því áherslu á að verða fyrri til. Bandaríkjaher tók að sér hersetuna sumarið 1941 samkvæmt samningi við Breta og ríkistjórn Íslands. Um 50 þúsund liðsmenn breska og bandaríska hersins, flotans og flughersins voru í landinu sumarið 1943. Þá voru Íslendingar 124 þúsund, um 43 þúsund bjuggu í Reykjavík en 314 manns í Kópavogi.
Bretar hófust strax handa við uppbyggingu flugvallar í Vatnsmýrinni og víða risu braggahverfi. Bretavinnan létti miklu atvinnuleysi sem hafði ríkt í landinu. Umsvif hersins hérlendis voru einna mest í nágrenni Reykjavíkurflugvallar við Fossvog. Í voginum var einnig aðstaða fyrir sjóflugvélar sem herinn notaði m.a. við kafbátaeftirlit. Á Kársnesi þar sem Siglingastofnun er núna var RAF Marine Craft Slipway. Þar má sjá skábraut þar sem flugbátunum var komið á land. Samskonar brautir voru í Nauthólsvík. Nokkur varnarbyrgi hersins voru við Fossvoginn.

Kópavogur

Herkampur við Sandskeið.

Bandaríski herinn gerði kort og uppdrætti yfir athafnasvæði sín. Örnefni hersins á Kópavogssvæðinu sjást best á korti frá árinu 1943 í mælikvarðanum 1:25.000. Yfirmaður verkfræðideildar ameríska landhersins gerði kortið með aðstoð kortaþjónustu bandaríska landhersins í Washington. Ensku nöfnin sem herinn notaði hurfu eins og dögg fyrir sólu er hann hvarf á braut.
Herskálahverfi í og við Kópavog voru nokkur. Camp Fossvogur var í botni Fossvogs, í Sæbólslandi við Fossvogsbotn var Camp Bournemouth, utarlega á Kársnesi var Camp Kórsnes. Hæðin þar sem nú er Hamraborg er skráð á kortum hersins Skeleton Hill og þar var samnefnt herskálahverfi og loftvarnarbyssur. Nýbýlavegur og Kársnesbraut nefndust Skeleton Hill Road. Nokkur óvissa hefur ríkt um nafnið, t.d. fullyrti Hendrik Ottóson að braggahverfið hafi heitað Skelton Hill eftir örnefni í Englandi. Kópavogsháls vestan miðbæjar hlaut nafnið Mossley Knoll.
Digranes var kallað Whale Hill og vestasti hluti Kársness Whale Point. Þar sem nú er gróðrastöðin Storð við Dalveg var herskálahverfið Hilton Camp. Fífuhvammsvegur hét Hilton Road.
Sambúð Kópavogsbúa og setuliðsins var yfirleitt friðsamleg og höfðu heimamenn nokkurn ábata af hernum. Síðustu hermennirnir í Kópavogi fóru af landi brott í apríl 1944. Braggarnir sem herinn skildi eftir voru nýttir á ýmsan hátt. Framfarafélagið Kópavogur, sem varð til þess að sveitarfélagið Kópavogshreppur varð til 1948, var stofnað í bragga í Hilton Camp 13. maí 1945 og árið 1950 var búið í þremur bröggum í Kópavogi. Búnaður sem herinn skildi eftir var nýttur af Kópavogsbúum, skátaflokkurinn Fálkar notaði hertjöld á árunum 1947-1948.
Þjóðverjar gáfust upp 8. maí 1945 og styrjöldinni lauk í Evrópu. Bandaríkjamenn vildu þó hafa herstöð áfram og yfirgáfu síðustu hermennirnir Ísland ekki fyrr en 8. apríl 1947 í samræmi við Keflavíkursamninginn. Árið 1951, tveimur árum eftir að Ísland gekk í NATO, var gerður umdeildur samningur við Bandaríkjamenn um hervernd landsins sem stóð til 2006.

„Commissionen for oldsagers opbevaring“

Kópavogur

Kópavogur.

Árið 1807 var með konungsboði sett á laggirnar nefnd til varðveislu fornminja í Danmörku og nýlendum hennar (Frásögur um fornaldarleifar 1983). Fékk nefnd þessi nafnið Commissionen for oldsagers opbevaring. Nefndin sendi spurningalista til allra sókna konungsveldisins og til Íslands bárust þessir listar árið 1809, á dönsku. Listarnir skiluðu sér illa vegna lélegra samgangna og ófriðar í álfunni.
Nokkrum árum síðar, eða árið 1817, bættust tveir nefndarmenn í Commissionen eins og nefndin var kölluð. Var annar þeirra Finnur Magnússon prófessor. Hann fékk það hlutverk að sjá um tensl nefndarinnar við Ísland. Hann þýddi og staðfærði spurningalista Commissionen og sendi þá þegar til Íslands sama ár. Viðbrögðin voru nú snöggtum skárri og alls bárust svör frá u.þ.b. 170 prestum.
Áður en að Finnur varð nefnarmaður hafð hann gert úttekt á fornleifum í landinu fyrir nefndina. Á grundvelli þessarar úttektar var fyrsta friðlýsingin gerð á fornleifum hér á landi árið 18172. Alls voru 10 fornleifar friðlýstar á grundvelli úttektar Finns og bar þar mest á rúnasteinum, 5 talsins. Að auki var ein rúnaáletrun í Múlakirkju í Þingeyjarsýslu, Borgarvirki í Húnavatnssýslu, dómhringur á Þingvöllum og á Þórsnesi og Snorralaug í Reykholti.
Árni Helgason (1777 – 1869), dómkirkjuprestur í Reykavík árin 1814 – 1825, svaraði nefndinni árið 1821. Í fornleifaskýrslu sinni telur hann upp þrjá gripi, alla tilheyrandi Dómkirkjunni í Reykjavík. Í bréfi til Finns, dags. 1. mars sama ár, barmar Jón sér yfir fátækt sóknarinnar. Hann segir: Hún er fyrst ein sú fátækasta á landinu af gömlum Meniagripum, þad sem higad hefur komid, er jafnodum burtflutt til Kaupenhavnar af þeim utlendu er hellst hafa reist um sudurland. Af Sogum vorum er ecki ad ráda ad her á Nesi hafi nockud Hof verid i fornöld, þes siást ej heldur Menjar. Eingin veit her til Hauga, nema Óbóta manna sem dysiadir eru nálægt Kopavogi, Þingstad fornum her i Sveit. Þad er furdulegt ad í þeim stad sem fyrst bygdist á landinu skuli hvérgi siást neitt þeirra handaverk og nærri hvergi í Sögum getid þeirra sem hér hafa búid.
Lýsingar af þessu tagi voru algengar um allt land og ekkert einsdæmi að prestar teldu sínar sóknir skorta fornaldarminjar jafnt sem önnur gæði.
Í bréfi sem Árni prestur sendi með skýrslu sinni dagsettu þann 20 júní 1821 skýrir hann nánar út ástæður þess að á hans ófrjósama landshorni finnist ekkert markvert, þrátt fyrir að sjálfur Ingólfur Arnarson hafi numið þar land. Árni skrifar: Vel tog Ingolf den förste Landnamsmand sig Boepæl i Reykevig; men baade
dadlede hans Folkl da strax, denne hans Beslutning, og sagde de havde reist over alt for frugtbare Strækninger for at nedsætte sig her paa den nögne Kyst; og tillige fortælles at Jngolf siden efter, fandt det raadeligt at flytte her fra til Ølveset i sine ældre Aar, hvor hans Gravhöj ogsaa er at see. … Hof eller Tingstæd tales ikke heller om i dette Sogn; de som boede her sögte först Kialarnes, og siden til Hofstad på Alftenes … Her af synes jeg det er rïmeligt at paa dette Sted skulle man ikke vænte at finde Oldsagers Levninger.
Skýrsla Finns er birt í Frásögur um fornaldarleifar 1983:615 – 639. Á þessum árum var skilgreining manna á fornleifum talsvert önnur en í dag og rústir í venjulegum skilningi ekki taldar til fornleifa. Yfirleitt áttu menn við leifar frá hinum glæsta þjóðveldistíma, sérstaklega tengdar þinghaldi og trúarbrögðum.

Kópavogsþingstaður  (þingstaður)

Kópavogur

Kópavogsþingstaður.

Eitt hið merkasta sem fundist hefur í Kópavogi er jarðhýsi eitt (Guðrún Sveinbjarnardóttir 1986), sem staðsett er undir minjum hins gamla Kópavogsþingstaðar, norðanvert við árósa Kópavogslækjar. Jarðhýsið er C-14 aldursgreint og var niðurstaðan óleiðrétt 1180 ± 130 BP (Before Present).
Sé niðurstaðan hins vegar leiðrétt með 95,4% vissu, er niðurstaðan sú að húsið hafi verið í notkun einhverntíma á bilinu 600 – 1200. Þungamiðja greiningarinnar er ca.750 – 950 AD. Viðurinn sem greindur var reyndist úr víði eða ösp, sem gerir aldursákvörðunina örlítið óvissa og sama má segja um óvenjulega mikið skekkjumörk eða 130 ár. Talið er að jarðhýsið geti jafvel verið frá 9. öld (Sama 1986:77).
Ofan á áðurgreindu jarðhýsi fannst smiðja sem var mun eldri en frá 1500 miðað við afstöðu gjóskulaga, en reyndist vera frá því um 1800 samkvæmt C-14. Ástæðan fyrir þessu misræmi hlýtur að vera sú að viðurinn sem var aldursgreindur hefur borist í húsið á seinni tímum eða mistök átt sér stað á tilraunastofunni. Talið er að smiðjan geti verið frá 12. öld (sama 1986:73).

Kópavogur

Minningarsteinn um erfðahyllinguna á Kópavogsþingstað.

Skammt suður af jarðhýsinu var byrgð þró. Viðarkolasýni úr henni var aldursgreint og niðurstaða þeirrar greiningar 900 ± 70 BP. Sé sú niðurstaða leiðrétt með 95,4% öryggi, verður niðurstaðan sú að þróin hafi verið gerð eða í notkun á tímabilinu 1010 – 1270 AD. Þungamiðja greiningarinnar segir að sýnið sé u.þ.b. frá árunum 1050 – 1200 AD. Mynd 3. Leiðréttingarkúrfa C-14 greiningar (HAR-2155. K649S) úr jarðhýsi á Kópavogsþingstað. Niðurstaðan er óleiðrétt í bók Guðrúnar Sveinbjarnardóttur 1986:60. Leiðrétt skv. Stuiver et. al. (1998).
Leiðréttingarkúrfa C-14 greiningar (HAR-2092. K646S) úr þró á Kópavogsþingstað. Niðurstaðan er óleiðrétt í bók Guðrúnar Sveinbjarnardóttur 1986:65. Leiðrétt skv. Stuiver et. al. (1998). Sýnið reyndist eins og fyrrnefnda sýnið vera úr víði eða ösp, en skekkjumörkin eru mun minni eða 70 ár. Þessi aldursákvörðun er mikilvæg fyrir jarðhýsið þar sem það er tekið úr mannvirki sem virðist hafa legið ofan á jarðhýsinu.
Rannsóknin á Kópavogsþingstað sýnir svo að varla verður um villst að búseta hefur hafist á staðnum þegar á landnámsöld, kannski við upphaf hennar í lok 9 aldar. Jarðhýsi finnast nær aldrei ein og sér, þau eru ævinlega á bæjarstæðum, verslunarstöðum, þingstöðum eða eins og ýmislegt bendir til, á kumlateigum. Ekki er líklegt að jarðhýsið í Kópavogi hafi tilheyrt neinu öðru en bæjarstæði, sem er þá elsta bæjarstæði Kópavogs sem vitað er um í dag. Hvar bærinn hefur nákvæmlega staðið er ekki gott að segja, en þau jarðhýsi sem fundist hafa á bæjarstæðum hérlendis eru öll nálægt bæjarhúsunum, varla meira en 10 m frá þeim. Jarðhýsið í Kópavogi sker sig þó úr öðrum jarðhýsum hér á landi hvað tvö atriði varðar.
Húsið er aðeins grafið niður um 20 sm í jökulruðninginn, sem er mjög lítið miðað við öll önnur jarðhýsi hér heima og erlendis.
2) Á gólfinu er steinalögn sem gæti verið eldstæði, öll eða hluti hennar. Hús það sem líkast er þessu jarðhýsi á Íslandi verður að teljast eldhús (Hús 9C) landnámsbýlisins Granastaða á Eyjafjarðardal í Eyjafirði, sem grafið var 1990-91 (Bjarni F. Einarsson 1995(a):83-85). Sé um hliðstætt hús að ræða gæti skáli leynst við húsið á Kópavogsþingstað.
Smiðjan ofan á jarðhýsinu segir okkur einnig að skammt frá hafi verið býli um 1200. Smiðjur virðast stundum hafa verið einhvern spöl frá bæjarhúsum í öndverðu en færst svo nær býlunum, trúlega í upphafi miðalda, sbr. Stöng o.fl. bæi.

Kópavogur

Kópavogsþingstaður.

Staðurinn býr yfir afar miklum upplýsingum sem ná frá nútíma allt aftur á landnámsöld. Ekki er mikið til ritað um staðinn og þeim mun mikilvægari eru þær heimildir sem geymdar eru undir sverðinum. Þarna má ímynda sér að skálabyggingar, fjós og önnur hús séu geymd í heilu lagi eða í brotum. Þessu fylgir mikið magn af upplýsingum sem felast í gripum, beinum og jarðveginum sjálfum. Stöðva þarf landeyðingu við sjávarkambinn og engar jarðvegsframkvæmdir ætti að leyfa nema undir ströngu eftirliti forneifafræðings eða minjavörslunnar. Endurskoða þyrfti friðlýsinguna sem nær aðeins yfir hluta staðarins auk þess sem hún nær yfir fornleifar sem eru löngu horfnar. Endurskoðuð friðlýsing þyrfti að ná yfir allan staðinn og hana þyrfti að skilgreina nákvæmlega varðandi umfang og innihald. Staðinn mætti gera aðgengilegri með því að hreinsa upp og endurskapa þær rústir sem rannsakaðar hafa verið og hanna upplýsingaskilti sem segir sögu staðarins. Þetta skilti mætti vinna í samvinnu við Náttúrufræðistofu Kópavogs. Svæðið er kjörið útivistarsvæði og hægt að tvinna saman útivist og minjavörslu svo að vel fari.
Kópavogur virðist hafa verið vorþingstadur Á þjóðveldistímanum, en med lögtöku Járnsíðu 1271 verður hann hreppaþingstaður, svonefnt þriggja hreppa þing.
Kópavogur var einn af fjórum þingstöðum Gullbringusýslu og fyrir margar sakir þeirra frægastur. Mikill fjöldi dóma og mála gengu á Kópavogsþingi á þeim árum sem þess er getið í heimildum. Mun nálægð vid Bessastaðavaldið hafa ráðið þar miklu um.
Elstu varðveittu rituðu heimildirnar um þing í Kópavogi eru frá 1523, en þá var settur dómur á “þingstað réttum” til ad dæma í kærumáli Hannesar Eggertssonar, hirðstjóra, gegn Týla Péturssyni sem farið hafði ránshendi um konungsgarðinn á Bessastöðum.
Árið 1574 gaf Friðrik II, danakonungur, út tilskipun bess efnis að Alþingi skyldi flutt í Kópvog. Til þess kom þó aldrei. Árið 1578 lauk svo Hvassafellsmálum á þinginu eftir langt málaþref. Var dómi Gottskálks biskups hins grimma hnekkt, en hann hafði dæmt Bjarna Ólafsson, bónda á Hvassafelli, og dóttur hans, Randíði, sek um að hafa haft holdleg mök og eignir þeirra undir kirkju og kóng.
Sa atburður í sögu landsins og Kópavogs sem verður minnst þó annað gleymist er Erfðahyllingin í Kópavogi 28. júlí 1662, er danski höfuðsmaðurinn Hinrik Bjelke neyddi íslenska forystumenn til að undirrita einveldisskuldbindingu og að sverja Fridriki III, danakóngi, hollustueiða meðan hermenn hans hátignar stóðu yfir þeim alvopnaðir.
Þann 15. nóvember 1704 fór síðasta aftakan fram á þinginu í Kópavogi, en þá voru tekin af lífi fyrir morð Sigurður Arason og Steinunn Gudmundsdóttir frá Árbæ. Var Sigurður höggvinn skammt norðan við þinghúsið en Steinunni drekkt í Kópavogslæk. Árin 1725 og 1726 var svo Swartskopf-málið fyrir þinginu.
Málið fjallaði um Appolínu nokkra Swartskopf sem trúlofuð hafði verið Niels Fuhrmann, amtmanni á Bessastöðum. Fuhrmann sleit trúlofuninni og stuttu síðar lést stúlkan. Bróðir hennar kærdi ráðskonu Fuhrmanns og dóttur hennar fyrir að hafa verið valdar að dauða hennar. Málinu lauk þó með sýknu allra hinna ákærðu.
Árið 1753 var þinghald aflagt í Kópavogi.
Eftir að þingið lagðist af var engu hreyft á svæðinu þar til 1973. Þá höfðu yfirborðsathuganir farið fram, bæði af Jónasi Hallgrímssyni árid 1841 og síðar af Matthíasi Þórðarsyni, þjóðminjaverði, 1929. Minjarnar voru síðan friðlýstar fyrir tilstuðlan Matthíasar árið 1938.
Á 300 ára afmæli Erfðahyllingarinnar í Kópavogi árid 1962 setti Lionsklubbur Kópavogs upp Minningarstein á þingsvæðinu.
Árið 1973 var hafist handa við fornminjauppgröft á Kópavogsþingstaðnum undir stjórn Gudrúnar Sveinbjarnardóttur, fornleifafræðings, og fyrir tilstuðlan þjódhátídarnefndar Kópavogs í tilefni af 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar. Lauk rannsóknum 1976 og hafði þá verið grafið upp á 3 stöðum á þingstaðnum.
Við minningarsteininn var grafinn upp tóft af jarðhúsi, sem helst virðist hafa verið eldhús og miðaldasmiðja. Gera menn ráð fyrir samkvæmt þessu að einhverjar mannaferðir hafi verið þarna þegar á 9. öld. Smiðja sem lá ofan jarðhússins virðist hafa verið aflögð um 1500, þó ekki sé það nákvæmt. Rannsóknirnar á þessum tóftum gáfu ekki til kynna að þær væru tengdar þinghaldi á staðnum, fremur hluti af bæjarhúsunum. Syðri tóftin eða þinghustóftin er mun yngri, var húsið að líkindum byggt á 17. öld og endurbyggt á 18. öld. Undir þinghúsinu fundust byggðaleifar sem gætu hafa tengst þinghaldi á staðnum, en voru svo brotakenndar að ekki var unnt að slá því föstu hvað þær væru. Þinghústóftin snýr í norðaustur og suðvestur og mun husið hafa verið um 25 fermetrar að flatarmáli. Húsið mun hafa verið með torfveggjum og bak sett beint ofan á með undirstöðum í hornum. Suðurhlið hefur verið úr timbri og þar gengið inn á miðjan gafl fyrst, en síðar hefur hurðin verið til hliðar og settur gluggi á hinn helminginn.

Kópavogsbærinn (býli)

Kópavogur

Kópavogsbærinn – skilti.

Engar ritheimildir eru til um upphaf búskapar á jörðinni Kópavogi, en fornleifarannsóknir við Þinggerði árið 1973-1976 leiddu í ljós bæjarrústir frá miðöldum og því líklegt að menn hafi verið hér frá síðari hluta 9. aldar.
Kópavogur er fyrst nefndur árið 1523 í dómi yfir Týla Péturssyni frá Kópavogsþingi, en hann var fundinn sekur um rán á Bessastöðum. Bærinn er fyrst nefndur í afgjaldsreikningum frá árinu 1553. Kópavogur hafði verið eign Skálholtskirkju en fór í konungseign ásamt öðrum jörðum kirkjunnar eftir siðaskiptin 1550.
Jarðabækur gefa til kynna að Kópavogsjörðin hafi verið rýr að landgæðum. Í jarðabókum frá 17. og fram til 19. aldar var jarðardýrleiki um 11 hundruð. Árið 1861 var jarðardýrleikinn skráður 13.6 hundruð. Til samanburðar við næstu jarðir voru Digranes og Hvammkot 15 hundruð hvor jörð og Vatnsendi 22 hundruð. Jörðin gat því ekki framfleytt mörgum.
Upphaflega stóðu bæjarhús Kópavogs við Þinggerði en á 19. öld voru þau við sjávarbakkann beint suður af núverandi steinhúsi sem reist var 1902-1904. Engin ljósmynd er til af gamla bænum frá 19. öld, en einstakar lýsingar af bæjarhúsunum eru til. Ein er frá sumri 1856, er hinn breski lávarður Dufferin (1826-1902) var á leið frá Reykjavík til Bessastaða og leiðinni lýsti hann svo: “Fyrstu mílurnar riðum við yfir öldótta doloritsléttu, uns við komum til bóndabæjar, sem var við vog nokkrun. Í fjarlægðinni virtist bærinn eins og lítil vin í eyðimörk, því allt í kringum hann voru gráar grjótbrekkur, en er nær dró virtist þarna vera keltneskir virkisveggir, en innan þeirra haugar eins eða tveggja fallinna kappa. Það kom á daginn, að haugarnir voru bara torfþök bæjar og gripahúsa, en virkisveggirnir torfgarðarnir, sem eru hlaðnir utan um best ræktuðu skákina í landi bóndans”.

Kópavogur

Kópavogsbúið.

Þarna lýsti lávarðurinn einnig túngarði Árna Péturssonar (1781-1854) bónda í Kópavogi, svonefndum Árnagarði, um 680 metra langri garðhleðslu umhverfis túngarðinn við bæinn. Útlínur garðsins sjást á gömlum kortum og loftmyndum, en Árni var verðlaunaður af konungssjóði árið 1827 fyrir jarðabætur á Kópavogsjörðinni.
Í annarri lýsingu Kópavogsjarðarinnar, frá 21. febrúar 1882, segir: “Bæjarhús eru þar góð, baðstofa byggð á bekk. Hálf er hún ný uppbyggð með kjallara undir. Frambær, búr og eldhús í góðu standi. Tún eru þar stór, sum part þýfð, sum part sléttuð og ábúandinn hefur verið að slétta í þeim. Þessi tún vantar tað. Kemur það til af því að augnvar eru útheyisslægur. Girðing er í kring úr torfi og grjóti. Er hér um bil 2/3 partar túnsins og hálf er hún vel uppbyggð, aftur hálf í falli. Traðir eru heim að bænum, hlaðnar úr torfi og grjóti vel uppgerðar. Kálgarðar eru þar góðir. Í kringum þá góð girðing. Þar jörð þessi liggur að sjó það eru þar góð vergögn. Þar er góð grásleppuveiði og gerir það jörðinni mikinn hag því inn vols hennar gefur jörðinni áburð. Kúgildi jarðarinnar eftir því sem ábúandinn skýrir frá eru 2.”
KópavogurErlendur Zakaríasson (1857-1930) steinsmiður, hóf byggingu núverandi íbúðarhússins um 1902 og lauk því árið 1904. Hann hafði áður unnið við byggingu Alþingishússins árið 1880, reisti Kópavogsbæinn á sama hátt og hlóð hann úr tilhöggnu grágrýti og steinlími. Hér hóf hann kúabúskap ásamt konu sinni Ingveldi Guðmundsdóttur, seldi mjólk til Reykjavíkur og var einnig með hesta og kindur. Engjar auk túns við bæinn voru austur af Hvammakotslæk í brekkunum upp af Fífuhvammi og í Fossvogi. Þar var einnig mikil mótekja. Eftir að Kvenfélagið Hringurinn fékk aðstöðu fyrir hressingarhæli á Kópavogsjörðinni árið 1924 taldið félagið hagkvæmt að vera með búresktur samhliða rekstri hælisins. Hringurinn keypti Kópavogsbæinn þegar hann losnaði úr ábúð og var með búrekstur til 1948. Félagið lét byggja fjós, hlöðu, hænsnahús og geymslu við steinhús Erlendar. Óskar Eggertsson (1897-1978) gerðist ráðsmaður á búinu hjá Kvenfélaginu Hringnum 1931 og bjó hér ásamt konu sinni, Guðrúnu Einarsdóttur (1899-1989) og sonum þeirra, Magnúsi (1927-2019), Einari (1930-2016) og tvíburunum Jóhanni Stefáni (1936-1046) og Guðmundi. Ríkissjóður og ríkisspítalar fengu búið 1948 og búskapur hélt áfram þar til skömmu eftir 1960. Síðustu ábúendur í Kópavogsbúinu voru Bjarni Pétursson Walen (1913-1987) bústjóri og Svanborg Sæmundsdóttir (1913-1995). Þau bjuggu hér árin 1959-1983. Íbúðarhúsið er elsta hús í Kópavogi. Kópavogsbærinn var friðaður samkvæmt lögum um húsafriðun í október 2012.

Hvammskot (býli)

Kópavogur

Fífuhvammur – skilti.

15 hdr. 1847. Kónungseign. “Í elstu heimildum um jörðina er hún talin eign Viðeyjarklausturs og nefnd Hvammur.
Í skrá um leigumála á jörðum Viðeyjarklausturs árið 1313 segir: J hvamme o leigv. Í skránni frá 1395 um leigumála á jörðum klaustursins segir: J Hvamme iij merkur. Í reiknungum Kristjáns skrifara 1547-1548 er jörðin einnig nefnd Hvammur: Item met Huamme i j legekiór. vj for. landskyldt xv óre. ij lege iiij fóreng smór dt. her er ij foder en ij ar gamell nódt oc af foder en 3 veter nót oc ij landskyldt 4 for argammell for xl alner oc j for met lam for xx alner oc en gemmer met lam for xv alner. xxv alner 2. Auk þess er beit við fyrir árið 1548: Aff Huame xxv alner rest.
Í hlutabók eða  sjávarútgerðarreikningi Kristjáns skrifara árið 1549 segir: Item mett Huemme ij lege x fórenger smór dt. oc en ar gamell foer dt.
Í reikningi Eggerts fógeta Hannessonar, dagsett um 24. júní 1552 á Bessastöðum, er jörðin fyrst nefnd Hvammskot: Item mett Huamskotthe ij kór. vj faar. landskildtt xv óre ij leger vj fóringh smór. dt. oc ij landskild ett aarsgameltt nódtt for xl olner och ij faar. ettt haffuer lam. oc ett faar. ett aars gameltt faar. dt.
Í jarðaskrá Björns Lárussonar (The Old Icelandic Land Registers, Lund, 1967) er Hvammskot talin konugseign, jarðardýrleiki 15 hundruð, landskuld 90 álnir og leigukúgildi þrjú.
Í Jarðabók Árni Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1703 segir um Hvammskot: Jarðadýrleiki óviss. Eigandinn kóngl. Majestat. […]

Kópavogur

Fífuhvammur.

Í skrá um sölu konungskarða 1760-1846 sést, að Hvammskot hefur verið selt 17. maí 1837 með þremur kúgildum. Söluverð var 594 rd. Samkvæmt Jarðatali á Íslandi (Kh. 1847) er jarðardýrleiki 15 hundruð, landskuld 90 álnir og leigukúgildi þrjú.
Í Nýrri jarðabók fyrir Ísland 1861 er jarðadýrleiki einnig talin 15 hundruð, en þar er einnig skráð ný hundraðstala 17,4. […] Eins og ég hef minnzt á var hið upprunalega nafn jarðarinnar Hvammur, en er fyrst nefnt Hvammskot árið 1552.
Í ritgerð sinni Úr byggðasögu Íslands tekur Ólafur Lárusson jörðina sem dæmi um lögbýli, sem hafa fengið hjáleigunafn, en áður borðið annað nafn.” segir í Örnefnum í landi Kópavogskaupstaðar, 26-30.

“Jarðardýrleiki er óviss. Eigandinn er kóngl. Majestat.” Svo hefst umfjöllun Jarðabókar Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 23. október 1703 um konungsjörðina Hvammkot í Seltjarnarneshreppi. Fram að siðaskiptum um miðja 16. öld hafði jörðin verið í eigu Viðeyjarklausturs en elsta heimildin um jörðina er einmitt skrá um leigumála á jörðum klaustursins frá 1312. Þar heitir hún Hvammur. Nafnið Hvammkot kemur fyrst fram í fógetareikningum Eggerts Hannessonar á Bessastöðum 24. júní 1552. Þann 1. janúar 1891 breytti Þorlákur Guðmundsson þingmaður Árnesinga (búsettur á jörðinni 1875-1902) nafni jarðarinnar og hét hún þá Fífuhvammur.

Kópavogur

Fífuhvammur.

Árið 1703 var í Hvammkoti tvíbýli. Á helmingi jarðarinnar var ábúandinn Marteinn Jónsson, 46 ára, kona hans Þuríður Bjarnadóttir, 43 ára, og börn þeirra. Bústofn Marteins var sex kýr, þrír hestar og sautján sauðkindur. Á hinum helmingi jarðarinnar var Teitur Jónsson ábúandi, kona hans Guðrún Loftsdóttir og dætur þeirra. Teitur átti fjórar kýr, einn hest og ellefu sauðkindur. Kvaðir á jörðinni voru m.a. mannslán um vertíð, hestlán til alþingis, húsastörf á Bessastöðum þegar kallað var og að bera fálka frá Bessastöðum til Keflavíkur og Básenda.
Síðustu ábúendur Fífuhvamms voru hjónin Ísak Bjarnason og Þórunn Kristjánsdóttir sem þangað fluttu 1919 ásamt börnum sínum sex. Þau stækkuðu bæjarhús, ræktuðu tún og girtu og höfðu gott bú. Dóttir þeirra Bergþóra Rannveig og hennar maður Þorkell Guðmundsson reistu íbúðarhúsið Tungu í landi Fífuhvamms 1935 og þar var búið til 1990. Ísak lést 1930 en Þórunn hélt áfram búskap og var Guðmundur Kristinn sonur hennar ráðsmaður þar til hún flutti til Reykjavíkur 1954. Þá lagðist jörðin í eyði. Bæjarhúsið var rifið 1983, þá var Kópavogsbær búinn að kaupa jörðina.
Í grein um Fífuhvamm sem Adolf J.E. Petersen skrifaði 1984 segir: “Á Hvammakotslandinu munu í framtíðinni rísa veglegar byggingar, háborg komandi tíma, hallir menningar, viðskipta og iðnaðar, ásamt íbúðarhúsum með blómabeðum og trjágróðri í kring og iðandi borgarlífi.”
Fífuhvammsjörð var að mörgu leyti góð bújörð. Hvammkot hafði til afnota stærstan hluta Kópavogsdals og góðar slægjur norðan og austan við Hnoðraholt, Smalaholt og Rjúpnahlíð. Bæði Digranesbærinn og Hvammakotsbærinn voru vel staðsettir og með útsýni í suður- og vesturátt.
Mikil tæknileg uppsveifla kom með breska og ekki síst bandaríska hernum á stríðsárunum. Eigendur Fífuhvamms leigðu hernum svæði og seldu efni, einkum til flugvallagerðarinnar. Leirdalssvæðið var leigt sem sprengjugeymsla hersins.
Fífuhvammur stóð innst eða austast í Kópavogsdalnum, undir vesturtagli Selhryggs, norður af þar sem nú er Núpalind og leikskólinn Núpur hjá Lindaskóla. Hluti af túni bæjarins er þar enn opið svæði.

Álfhóllinn

Kópavogur

Álfhóll.

Hóllinn er trúlega þekktasti álfhóll Kópavogs og hefur skapað sér slíkan sess í skipulagi bæjarins að varla verður honum hnikað héðan af. Hann er sýnilegt dæmi um þjóðtrú Íslendinga og hve sterk hún hefur verið allt fram á þennan tíma. Hólinn mætti merkja með látlausum hætti.
Álfhóll er stórgrýttur grasi gróinn hóll sem gengur út í götuna. í hólnum er sagt að búi þrír álfar, einn gamall og tveir unglingsálfar; en að þeir hafi verið fleiri hér áður.
Fjórum sinnum er talið að álfar hafi haft áhrif á framkvæmdir við hólinn.
Byrjað var á lagningu Álfhólsvegar seint á fjórða áratugnum. Veginn átti að leggja frá Hafnarfjarðarvegi að Álfabrekku og tengja við Nýbýlaveg. vel gekk að leggja veginn út að Álfhólnum en þegar þangað var komið og átti að fara að sprengja var framkvæmdafé uppurið. því er haldið fram að álfar hafi komist í bókhald bæjarins.
Áratug síðar átti að hefja framkvæmdir afur. Fyrsta skrefið var að ryðja burt hólnum en þegar þær framkvæmdir hófust fóru dularfullir atburðir að gerast. Vinnuvélar biluðu, verkfæri skemmdust og mörg þeirra hurfu á óskiljanlegan hátt. Hætt var við að ryðja burtu hólnum og var settur hlykkur á veginn fram hjá honum.

Kópavogur

Álfhóll.

Í lok níunda áratugarins átti að endurbæta veginn. Framkvæmdirnar gengu mjög vel þar til ráðgert var að leggja mabik upp að hólnum. Fjarlægja átti hluta hólsins en til þess átti að nota öflugan steinbor tengdan kraftmiklli loftpressu. Þegar menn hófust handa við að bora í klöppina þá brotnaði borinn. Það dugði heldur ekki til að ná í annan bor því allt fór á sama veg og segja sjónarvottar að hann hafi hreinlega kubbast í sundur. í kjölfar þess neituðu verkamenn að koma nálægt hólnum með vélar og verkfæri. Vegaskipulaginu var breytt og er þarna þrenging og hraðahindrun á veginum ásamt gangbraut sem þjónar vel þeim börnum sem sækja Digranesskola.
Áhrifum álfa var þó ekki lokið. Lóðunum austan við hólinn var úthlutað á níunda áratugnum og þar á meðal var lóðin Álfhólsvegur 102, sú sem næst liggur hólnum. Eigandi lóðarinnar hóf þar aldrei framkvæmdir heldur skilaði lóðinni með þeim skýringum að honum litist ekki á lóðina og vildi ekki byggja þar. Að öðru leyti vildi hann sem minnst um málið segja. Hvort sem álfum var um að kenna eða ekki þá er enn ekkert hús númer 102 við Álfhólsveg og fellur lóðin ásamt hólnum nú undir bæjarvernd.
Hvort sem um er að ræða álfa, röð tilviljana eða ókunnug öfl þá er Álfhóllinn athyglisvert kennileiti í bænum. Örnefnið er hluti af sögu bæjarins og álfasögurnar af þessum skemmtilega stað gefa tilefni til mikilla vangavelta.

Digranesbærinn

Kópavogur

Kópavogur – kort.

Hér stóð eitt sinn höfuðbýli Kópavogs. Hluti af bænum stendur enn ásamt tröðinni, kálgarðinum og ýmsum minjum undir sverðinum allt í kring. Vandamálið er hve nálægt skóla staðurinn er og hve ágengni er mikil. Þessu mætti snúa í andhverfu sína og gera það að höfuðgildi staðarins, þ.e. að tengja hann kennslu grunnskólabarna með beinum hætti. Þarna mætti hafa vettvangskannanir skólabarna, þarna gætu börnin sjálf hlúð að staðnum og haldið honum við og þarna mætti jafnvel ímynda sér minni háttar fornleifauppgrefti með börnunum. Þannig yrði staðurinn á vissan hátt á þeirra ábyrgð og það ætti að tryggja góða umgengni og dýpri sögu- og byggðavitund barnanna.
Fornleifakönnun á Digranesi í Kópavogi.
Digranes er ein af elstu bújörðum í Kópavogi og eru heimildir um búskap á jörðinni frá um 1300. Árið 1703 var hún í eigu konungs og var landskuld hennar þá 90 álnir. Búskapur lagðist af í Digranesi árið 1936.

Kópavogur

Digranesbærinn.

Hafin var búskapur á jörðinni Digranesi sennilega á árnunum milli 1300-1313, en þá er jarðarinnar fyrst getið í máldagaskrá Viðeyjarklausturs. Síðasti bóndinn í Digranesi, Jón Guðmundsson, hóf þar búskap árið 1896 og bjó þar til hún var aflögð sem bújörð árið 1936. Digranes var þá þjóðjörð og sá Búnaðarfélag Íslands þá um að útmæla jörðina í smábýli og nýbýli samkvæmt nýjum lögum þar um. Árið 1950 var búið að úthluta úr landi Digraness um 10 löndum undir nýbýli og 146 smábýlalöndum. Smábýlalöndin voru fyrst og fremst ætluð sem ræktunarlönd en ekki til að setjast þar að með fasta búsetu, þó svo að mjög fljótlega hafi orðið þar breyting á og lönd þjóðjarðanna í Kópavogi orðið fyrsti vísirinn að þéttbýlismyndun.

Kópavogur

Digranes.

Digranes var stór jörð, þótt hún hafi kannski ekki þótt eftirsóknarverð eins og gæðum hennar er lýst í úttektarbók Jarðabókarnefndar frá október 1703. Ekki er skráður jarðdýrleiki, eigandinn kóngur eða kóngsgarðurinn í Viðey og bjó ábúandi Sveinn Eiríksson þar einn með sínu fólki.
Í jarðabókunum 1686 og 1695 svo og jarðabók Johnsens frá 1847 var jörðin metin á um hundruð en í nýju jarðabókinni frá 1848 hefur jörðin rýrnað frá fyrri mötum.
Á seinni hluta 19. aldar voru margar jarðir seldar úr konungseign, en Digranes var áfram í opinberri eigu og varð því þjóðjörð.
Var hún síðan alla tíð í ríkiseign þar til Kópavogskaupstaður keypti hana formlega árið 1957, en þá hafði henni verið skipt upp í lóðir og lendur fyrir íbúa hins unga kaupstaðar.

Selstaða?

Kópavogur

Fífuhvammssel.

Staðurinn er skammt frá bæjarstæði Fífuhvamms. Nálægðin bendir til þess að hér sé ekki selstaða, en þó er ekki loku fyrir það skotið að hér hafi verið haft í seli svo nálægt bæ. Örnefnin Selflatir, Selvellir og Selhryggur eru nokkuð langt frá til að geta verið í tengslum við þessar rústir. Hvort sem um er að ræða selstöðu eða annað þá eru rústirnar (mjög) fornlegar að sjá. Þær eru býsna nálægt fjölbýlishúsum og við þær liggja stígar. Fylgjast þarf með rústunum og ef ekki er hægt að tryggja öryggi þeirra þyrfti að rannsaka þær og komast að tegund þeirra og aldri.

Landamerkjasteinninn Markasteinn

Kópavogur

Markasteinn.

Fallegasti landamerkjasteinninn í Kópavogi. Hann hefur fengið nýtt hlutverk á seinni tímum, auk síns gamla, en það er að vera hluti af girðingu utan um Rjúpnahæð.
Með minni háttar uppgreftri á ég við prufuholur í kálgarðinn til að skoða jarðvegssýni, leit að mannvistarlögum í námundan við bæjarhúsin o.s.frv. Þannig væri strangt til tekið hægt að safna ýmsum upplýsingum sem annars væru ekki aðgengilegar.

Vatnsendi (býli)

Kópavogur

Vatnsendi 1900.

22 hdr. 1847. Kónungseign. “Í Fornbréfasafni er máldagaskrá um eignir Maríukirkju og staðar í Viðey á dögum Þorvalds Gissurarsonar. Skráin er talin frá 1234 og er eftir máldagabókum frá Skálholti í safni Árna Magnússonar. Í Fornbréfasafni segir, að hún sé fremst af öllum hinum elztu Viðeyjarskrám og ritað við á spássíu: “gamall máldagi”. Í skránni segir; Hvn a oc Elliðavatz land hálft og allt land at vatzenda með þeim veiðvm og gæðm er þeim hafa fylgt at fornv. Staðr a oc Klepps land allt, oc laxveiði j Elliða ar at helmingi við
Lavgnesinga. Hamvndr gaf til staðarins holm þann, er liggr j elliða am niðr frá Vatzenda holmi. Í skrám um leigumála á jörðum Viðeyjarklausturs árið 1313 segir: At vatx ennda iij merkur. Í skránni frá 1395 um leigumála á jörðum klaustursins segir: at Vatzenda half fjorda mork.
Í reikningi Kristjáns skrifara 1547-1548 er eftirfarandi ritað um Vatnsenda: Item met Vatzende iiij legekiór landskyld x óre frj oc xij thónder kuoell ij lege vij fóringer smór dt. her er ij foder en 3 vet nót oc ij landskydt iij for met lame oc 2 ar gamle for oc xij thónder kuóll.
Í hlutabók eða sjávarútgerðarreikningi Kristjáns skrifara 1548-1549 segir: Item mett Vatzende iiij legekiór landskyldt x aure frj oc xij thónder kuell. ij lege en vet smór dt. oc ij landskyldt xij tónder kuoell oc desse x aurer tog Halvarder ij sijt kop.
Í reikningum Kristjáns skrifara 1549-1550 er ritað um Vatnsenda: Item mett Watzende iiij kiór landskyldt x óre frj oc xij toonder kúoell ij lege j vet smór etc. her er j foder ar gamel nód oc iiij lamb oc xij tonder koel etc. tog Haluarder thene landskyldt j sit kop.

Vatnsendi

Vatnsendi – túnakort 1916.

Í reikningum Eggerts fógeta Hannessonar, sem dagsettir eru á Bessastöðum 24. júní 1552, er eftirfarandi skráð um Vatnsenda: Item mett Wassende iiij legequiller landskyldt x óre frijj oc xij tonder koll. ik leger j vett smór. dt. och ij landskyldt x óre och tog Pouell Gurensón den ij sijt kop. oc xij toder kull. dt.
Í jarðaskrá Björns Lárussonar (The Old Icelandic Land Registers, Lund, 1967) er Vatnsendi talinn konungseign, jarðadýrleiki 22 hundruð, landskuld 112 álnir og leigukúgildi fjögur.
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1703 segir um Vatnsenda: Jarðadýrleiki er óviss. Eigandinn kóngl. Majestat. […] Í skrá um sölu konungsjarða 1760-1846 sést, að Vatnsendi hefur verið seldur 11. september 1816 með fjórum kúgildum. Söluverð var 1384 rd.
Samkvæmt Jarðatali á Íslandi (Kh 1847) er jarðardýrleiki 22 hundruð, landskuld hundrað álnir og leigukúgildi fjögur.
Í Nýrri jarðabók fyrir Ísland 1861 er jarðardýrleiki einnig talinn 22 hundruð, en ný hundraðstala 24,4 hundruð. [..].” segir í Örnefnum í landi Kópavogskaupstaðar, 37-41.

Rúst (stekkur?) undir Vatnsendahvarfi

Kópavogur

Fjárhús í Vatnsendahlíð.

Rústin er fornleg að sjá. Ekki er sennilegt að um stekk sé að ræða, mun heldur beitarhús frá Vatnsenda. Uppblástur er einhver við rústina og tryggja þarf að hún verði honum ekki að bráð, annaðhvort með því að stöðva uppblásturinn eða rannsaka rústina. Með vaxandi byggð mun rústinni stafa ákveðin hætta og áður en að hún fer að verða fyrir spjöllum þarf að rannsaka hana til að komast að tegund hennar og aldri.

Beitarhús suður af Litlabás

Vatnsendi

Vatnsendafjárhús.

Eins og algengt er þá er beitarhúsið ekki langt frá landamerkjum Vatnsenda og Vífilsstaða. Þannig var hægt að nýta betur sitt eigið land og jafnvel land nágrannans einnig. Húsið er eitt tveggja beitarhúsa í Kópavogi (eða á hinu skráða svæði) og það elsta. Svæðið í kring um beitarhúsið er kjörið útivistarsvæði og mætti hugsa sér að nýta það til að segja sögu fjárbúskapar fyrr á öldum.

Forn þingstaður á Þingnesi við Elliðavatn

Þingnes

Þingnes 1873.

Þingnes er ein af perlum höfuðborgarsvæðisins og hana eiga Kópavogsmenn í félagi við Reykjavík. Staðurinn hefur lengi vakið áhuga fræðimanna, bæði íslenskra og erlendra. Hvert hlutverk staðarins var nákvæmlega hefur ekki verið sannað enn. Sé hann elsti þingstaður landsins nær gildi hans langt út fyrir Ísland og hann lendir á svipuðum stalli og Þingvellis sjálfir. Hann er á fallegum stað við Ellliðavatnið og frá honum liggja gönguleiðir í ýmsar áttir, m.a. inn í Heiðmörkina. Helsti ókosturinn við staðinn er sumarbústaður sem hefur gengið býsna nærri staðnum og jafvel nær en lög leyfa. Annar ljóður á staðnum er uppkast og frágangur frá síðustu rannsókn, en það stendur nú til bóta. Þess má geta að skylt er að viðhalda friðuðum fornleifum á kostnað ríkissjóðs (þjóðminjalög, 25. gr.).

Þingnes

Þingnes 1987.

Um sumar rústir staðarins segir Konrad Maurer að séu frá Hastfer barón, sem reyndi kynbætur á sauðfé árin 1756-64. Afleiðingarnar urðu þær að fjárkláði barst til landsins og breiddist út um landið svo skera varð um 60% fjárins í landinu. (í Magnús Þorkelsson 1990:182).
Þarna mætti endurreisa einhverja þingbúðina, að því tilskyldu að þarna sé þingstaður, og hafa leiðsögn um staðinn. Einnig mætti vinna ítarlegt skilti fyrir gesti og gangandi. Þetta ætti að gerast í samvinnu við Árbæjarsafn og jafnvel Þjóðminjasafn Íslands.
Þingnes var friðlýst árið 1938. Friðlýsingin er mjög umfangsmikil en þar segir að allar „mannvirkjaleifar“ á hinum forna Kjalarnesþingstað séu friðlýstar, en engin afmörkun er gerð á umfangi svæðisins. Afmarka þarf staðinn betur í friðlýsingarskjali og gera ráðstafanir til að fjarlægja bústaðinn á staðnum. Frekari rannsókna er þörf til að varpa skýrara ljósi á eðli staðarins (rannsaka fleiri búðir, gera C-14 greiningar og aðrar náttúrufræðilegar rannsóknir). Verkefnið er kjörið til fjölþjóðlegrar samvinnu.

Heimild:
-Fornleifaskrá Kópavogs, Bjarni F. Einarsson, 2000.
-Fornleifakönnun á bæjarhól Digraness, Guðmundur Ólafsson, Reykjavík 2013
-BS – ritgerð, Kársnesið í Vesturbæ Kópavogs – Náttúra í þéttbýli, Sjöfn Ýr Hjartardóttir, maí 2012.

Kópavogur

Digranesbærinn.

Þríhnúkagígur

Á vefsíðu VSÓ má m.a. sjá eftirfarandi upplýsingar um Þríhnúkagíg, aðgengi, varðveislu og athugunum á að gera hann aðgengilegan almenningi.
Í ÞríhnúkagígÁrni B. Stefánsson augnlæknir, Björn Ólafsson og Einar K. Stefánsson stofnuðu árið 2004 félagið ”Þríhnúka ehf.” með það að markmiði að vinna að frumathugun á raunhæfi þess að gera Þríhnúkagíg aðgengilegan almenningi – en jafnframt og ekki síður að tryggja að gígurinn og umhverfi hans verði varðveitt.
Félagið fól VSÓ Ráðgjöf að stýra vinnu við frumathugun á raunhæfi og fýsileika verkefnisins. Markmiðið með vinnunni er að gefa út skýrslu sem svarar flestum þeim spurningum sem upp munu koma hjá væntanlegum framkvæmdaraðila eða fjárfestum s.s. varðandi skipulagsmál, leyfisveitingar, kostnað o.s.frv. Einnig er sérstök áhersla lögð á öryggismál s.s. hrunhættu, jarðskjálfta o.fl. að ógleymdum ýmsum álitaefnum varðandi umhverfismál og náttúruvernd.
Þríhnúkagígur er stærsta og merkilegasta náttúrufyrirbrigði sinnar tegundar á jörðinni. Tröllaukið holrými, falið undir norðaustasta Þríhnúknum, á hálendisbrúninni 4-5 km vestur af skíðasvæðinu í Bláfjöllum og 20 km suðaustur af Reykjavík. Allmikil umfjöllun var um gíginn í fjölmiðlum vorið 1991, en þá hafði risavaxin gíghvelfingin og tengdar rásir verið kannaðar og mældar eins og kostur var. Ítarleg grein um niðurstöður birtust í Náttúrufræðingnum 1992. Gígurinn hefur verið kynntur á alþjóðlegum ráðstefnum um hraunhellafræði og alþjóðlegum ritum um hellafræði.
Enginn aðgengilegur sýningarhellir er hér á landi með göngustígum og raflýsingu. Slíkan sýningarhelli skortir sárlega. Íslenskir hraunhellar bjóða sumir uppá slíkt. Þeir eru margir hverjir stórmerkilegir, en iðulega óaðgengilegir fyrir almenning.
Tveir fegurstu hellar hérlendis Jörundur og Árnahellir hafa verið friðlýstir sérstaklega og hefur þeim verið lokað fyrir nánast allri umferð. Aðgengi hefur verið takmarkað að Víðgelmi. Almenningur hefur sýnt þessu mikinn skilning og nauðsyn lokunar og leyndar almennt viðurkennd, þegar viðkvæmir hellar eiga í hlut. Til eru þau augljós dæmi um að “lokunarsinnar” hafi gengið of langt í að loka hellum, einkum á Reykjanesskaganum.
Þríhnúkagígur er ein merkilegasta náttúrumyndunum landsins. Hvorki meira né minna. Gígurinn er með afbrigðum óaðgengilegur og hrollvekjandi og þannig ekki beint aðlaðandi. Fátt er um myndir úr gíghvelfingunni og engar góðar myndir eru til úr gíghálsinum vegna tæknilegra örðugleika við myndatöku. Fjárhagslegt bolmagn er til staðar í samfélaginu fyrir framkvæmd, sem aðgengi Þríhnúkagígs er.
Í ÞríhnúkahelliÍ gegnum tíðina hefur oft verið leitt að því hugann hvernig gera má hann aðgengilegan. Að almenningur og ferðamenn geti notið þessarar einstæðu myndunar án skaða á sjálfum sér, eða gígnum sjálfum. Þær hugmyndir sem komið hafa fram til þessa eru ekki fýsilegar. Í þeim skrifuðu orðum; að “hanga þar eins og dordingull” fæddist sú hugmynd sem sett var fram í Mbl. 04.01. s.l. Að setja þar, nákvæmlega þar, á 56-60 m dýpi, stálgrind. Horfa niður í gegnum grindina og af grindinni niður og upp. Á þessum stað, í miðju eldgígsins, er upplifun þessa tröllaukna gímalds svo sterk, að með ólíkindum er. Hæðin niður á urðarsöðulinn er svipuð og séð niður úr Hallgrímskirkjuturni, eða af þaki 20 hæða háhýsis. Er hæðin meiri til hliðanna. Gígrásirnar beint upp eru álíka. Eða eins og að horfa af Skólavörðuholti upp á útsýnissvalir kirkjunnar.
Gera þarf um 200 m löng jarðgöng frá norðri, eða norðaustri með 4-6° halla. Göngin opnist í einum eða tveimur munnum, á um 64 m dýpi, eða í um 56m hæð frá botni. Þversnið gígrásarinnar er sporöskjulaga á þessum stað og NA endinn undir lokuðum gígstrompi í vari fyrir hugsanlegu hruni. Líklega er æskilegast að koma jarðgangaopum fyrir í NA og SV enda gígrásarinnar vegna meiri styrks jarðlaga þar. H laga stálbitar eru boltaðir í gangagólfið og standa út í rýmið. Á bitunum er komið fyrir stálgrindasvölum í hvorum enda með stíg á milli, með austurlangvegg gíghálsins.
Þríhnúkagígur Frágangur grindanna er þannig, að sem best sjáist í gegn. Hengihringstigi, eða tveir, er festur í NA svalirnar við vegginn og um þá gengt niður á botn. Vídd gígrásarinnar er á þessum stað nægileg til að rúma töluverðan fjölda fólks. Lykilatriði er að aðeins sé gengið í eina átt (hring). Upprunalegar hraunmyndanir eru á þessum stað hvað sérstæðastar. Engin hætta er að fólk skaði þarna viðkvæmar myndanir, þar sem ekki næst til þeirra. Jarðgöngin, eitt eða tvö pínulítil 3 ½ x3m op, skaða gíginn ekki á þeim skala sem hann er (1/1000 veggflatar), svalirnar ekki heldur. Frá þessu sjónarhorni nýtur lokaði strompurinn upp af NA hluta hvelfingarinnar sín afar vel. Hann er skreyttur rauðleitu hraunfrussi, sem hangir fagurlega niður í stuttum dropsteinsdrönglum á stóru svæði. Hvergi í veröldinni er hægt að horfa upp um gosrásir af þessari stærðargráðu. Frá sjónarhorni þess í neðra, eða þar fyrir að horfa ofan í aðra eins gíghvelfingu. Þó stærri hvelfingar finnist í kalksteinshellum er þetta aldeilis engu líkt. Nákvæmlega á þessum stað er gígurinn svo magnaður að ekki verður með orðum lýst.
Jarðgöngin verða að vera 3-4 m víð og hallinn ekki meiri en svo að hjólastólum sér fært. Rafmagnslína liggur um jarðgöngin í kapli og niður með hringstiganum. Útfærslu á lýsingu þarf að hugsa vel. Hún er þó ekki ýkja flókin. Ljósgjafar mega ekki sjást nema afar takmarkað, ef á annað borð. Lýsingin verður að vera óbein og um leið dulúðug. Möguleikar verða að vera á breytilegri lýsingu. A.m.k. 15-20 þús. watta lýsingu þarf, ef vel á að vera. Lyfta kemur til greina en varla í fyrstu atrennu. Hugsanlega má setja 12000W Krypton kastara með 0.3° geisla á botn með lýsingu beint upp um gosrásirnar og uppúr gígnum. Einnig mætti setja hann á svalir með lýsingu beint upp eða niður eftir því sem við á.
Þríhnúkagígur - þversniðEkki má raska NA Þríhnúknum, eða upprunalegum hraunmyndunum í gígrásunum á nokkurn hátt, ef undan eru skilin jarðgangaopin og svalirnar í gíghálsinum, ásamt handriði við gígopið og stígagerð. Satt að segja þarf að lagfæra nokkuð. Hreinsa þarf til á yfirborði. Gera þarf stíg á hnúkinn að norðan og merkja vandlega með stikum, eða sem betra er, afmarka hann með línum eða keðjum. Sjá þarf til þess að viðkvæmur gróður í hlíðum hnúksins jafni sig. Setja þarf upp skilti með helstu upplýsingum um gíginn á viðeigandi stað. Útsýn frá Þríhnúkum til Reykjavíkur og Snæfellsness er hreint frábær. Rétt er að geta þess að þarna er á takmörkuðu svæði mikið af skoðunarverðum náttúruminjum, eldgígum, hrauntröðum og fleiru. Gosminjarnar eru margar hverjar um 1000 ára gamlar, eða frá því eftir landnám.
Full ástæða er að gera svæðið aðgengilegt göngu- og öðru útivistarfólki. Stutt frá bílastæði við gangamunna má gera 3-400 fermetra aðkomubyggingu, sem tengist göngunum og fellur inní landið. Útgröftur úr göngunum gæti nýst í vegagerð. Kostnaður af aðkomubyggingu gæti deilst á þá aðila sem nýta hana eða náðst í formi langtímaleigu á aðstöðu. Þar gæti verið móttaka, kynning á hraunmyndunum og gosminjum, minjagripasala og hugsanlega veitingar. Vel má hugsa sér sérstök sýningar, eða kynningarsvæði, t.d. fyrir Norrænu Eldfjallastöðina, Náttúrufræðistofnun, ferðaþjónustuaðila o.fl. Jafnvel gosminjasafn.
Mikla sérþekkingu og reynslu þarf af hellum, sérþekkingu í sigtækni, verkfræðikunnáttu, fjármagn og áræðni til að af þessu verkefni verði. Ekki er endilega heppilegast opinberir aðilar, ferðaþjónustuaðilar, eða Bláfjallanefnd komi að verkefni sem þessu, nema óbeint, með velvilja, stuðningi og nýtingu. Ef leitað er að sérþekkingu erlendis frá og hún keypt fullu verði sem og verkleg sérkunnátta mun kostnaður líklega fara verulega úr böndum. Þekking og geta er til staðar hérlendis. Þó lögð hafi verið drög, þ.m.t. með þessari grein, hafa þeir kraftar enn ekki verið samhæfðir. Kort af svæðinu
Framkvæmd sem þessi er auðvitað ekki möguleg nema í samvinnu við ráðandi aðila og fjölda annarra aðila. Óbein eða bein þátttaka velviljaðra stuðningsaðila er nauðsynleg til að þetta gangi upp. Gæti hún goldist í þeirri beinu og óbeinu auglýsingu sem gígurinn er og framkvæmdin hefur. Auglýsingagildið er feiknalegt. Bein fjárframlög má hugsa sér.
Hugmyndin er að takast á við þetta á sama hátt og í ferðirnar 1974 og 1991. Það er ekki svo, að þær ferðir og rannsóknarniðurstöðurnar ´91 hafi ekkert kostað. Reiknað á núvirði, í vinnustundum og öðru framlagi hleypur það á milljónum og meir sé vel reiknað. Þær upplýsingar sem fyrir liggja byggjast á áhuga og frjálsu framlagi fjölda einstaklinga og nokkurra fyrirtækja. Þannig er líklega rétt að halda áfram. Nú er auðvitað ekki verið að tala um að gera þetta ókeypis. Það er ekki hægt. Til þess er framkvæmdin of dýr. Hugsunin er, að framkvæmdin verði sjálfbær. Kostnaður í fyrstu greiddur með frjálsum framlögum og styrkjum opinberra aðila og fyrirtækja meðan verið er að kanna hvort þetta er gerlegt. Á síðari stigum, sé framkvæmdin fýsileg, með lánum og að lokum verði kostnaður greiddur með aðgangseyri. Líklega er hentugast að sjálfeignarstofnun, eða sérstakt fyrirtæki taki að sér framkvæmdina. Spölur gæti t.d. verið viss fyrirmynd, eða verið til hliðsjónar. Höf. er tilbúinn að koma að, eða jafnvel leiða það starf.
Aðdráttaraflið verður meira en menn geta almennt ímyndað sér. Líklegt er að mikill fjöldi Íslendinga og stór hluti erlendra ferðamanna muni heimsækja gíghvelfinguna. Líklegt er að þessi tröllaukna gíghvelfing muni jafnvel hafa meira aðdráttarafl en nokkuð annað náttúrufyrirbrigði á landinu. Með nálægð sinni við Reykjavík er gígurinn innan seilingar. Fjölmargir munu vilja heimsækja þetta einstæða náttúrundur. Að standa inni í miðjum eldgíg af þeirri stærðargráðu sem Þríhnúkagígur er, er einfaldlega með ólíkindum. Líklegt er að bæði gíghvelfingin sjálf og það afrek sem framkvæmdin í raun er, muni hafa ófyrirséð áhrif á íslenska ferðaþjónustu. Varðveisla myndunarinnar verður að sitja í fyrirrúmi og mannvirki að standast ítrustu kröfur um öryggi og útlit.
ÞríhnúkarTilfinning sú sem hver upplifir við gígopið og í gígnum mun gera þann sama næmari fyrir eigin smæð og forgengileik. Hún mun um leið auka virðingu hans fyrir þeirri jörð sem hann byggir. Náttúruvernd er ekki alltaf fólgin í því að gera ekkert, þó slíkt geti vissulega átt við, í völdum tilvikum. Náttúruvernd er að sýna náttúrunni fulla virðingu og skilja ætíð svo við, að hún og þeir sem landið erfa, njóti. Megaborgir spretta nú upp víða um veröld, eins og gorkúlur að áliðnu sumri. Þrátt hið nýja borgarlíf, peningahyggju og vissa firringu, þá erum við mennirnir og verðum, hluti af náttúru þeirrar jarðar sem við byggjum. Af jörðu ertu kominn, að jörðu muntu aftur verða! Við sem nú lifum erum aðeins litlir hlekkir í endalausri keðju kynslóða. Tími er afstæður, hamingja og gleði einnig. Þó mörg okkar láti annað njóta vafans, dveljum við, eftir því sem best er vitað aðeins einu sinni á þessari jörð.
Hugmyndin sem sett var fram í Mbl 04.01. s.l. byggir á persónulegri reynslu við könnun gígsins, mikilli vinnu og er í raun ávöxtur áratugaíhugana. Tilgangur hugmyndarinnar er upplifun eigin smæðar ásamt mikilfengleik þessa merka náttúrufyrirbrigðis. Til að fá raunhæft mat á möguleikum til jarðgangagerðar er talið afar æskilegt að herða upp á vel unninni jarðfræðikortlagningu Kristjáns Sæmundssonar með því að ná borkjörnum úr hraunlagastaflanum á nærsvæði gígsins. Ekki kemur til greina að raska landi og hraunum vegna slíkra rannsókna og því hefur ávallt verið gert ráð fyrir því að koma tækjum á staðinn á harðfenni. Slíkar aðstæður hafa ekki verið fyrir hendi undanfarin ár en afar mikill snjór er nú á svæðinu og miklar líkur til þess að góðar aðstæður muni gefast innan tíðar.
Gert er ráð fyrir að niðurstöður verkefnis um opnun og aðgengi að Þríhnúkagíg verði kynnt á opnum fundi fyrir haustið 2008. Á undanförnum mánuðum hefur félagið aflað fjölmargra gagna, upplýsinga og álits sérfræðinga á málefnum sem snúa að aðgengi gígsins.
GígopiðTillögur um opnun gígsins, aðkomu og skipulag munu byggja á niðurstöðum náttúrufarsrannsókna, samráði við helstu hagsmunaaðila og úttektum sem gerðar hafa verið í tengslum við verkefnið. Forsendur innan Bláfjallafólkvangs hafa verið skoðaðar með tilliti til samnýtingar þjónustu og lagna, auk þess sem ferðamannaleiðir í nágrenni hafa verið kortlagðar. Markmið verkefnisins er að skilgreina hvernig stýra megi framkvæmdum við opnun Þríhnúkagígs þannig að sem minnst röskun verði á aðliggjandi landi og á hvern hátt koma megi mannvirkjum fyrir þannig að sem best falli að landslagi. Til að skaða náttúrufyrirbærið sem minnst, upplifa stærð og mikilfengleik sýna rannsóknir að aðkoma og upplifun ferðamannsins verði best útfærð með aðkomugöngum inn í miðjan gíginn.
Staðsetning Þríhnúkagígs gerir það að verkum að engin ein leið virðist liggja í augum uppi sem besti og eini kostur í aðkomu og aðgengi að gígnum. Var þannig stillt upp mörgum kostum sem teknir voru til samanburðar.
Innkomuleiðir hafa verið skoðaðar og eftir greiningu áhættuþátta og lýsingu þeirra sem sigið hafa í hellinn er dregin sú niðurstaða að mest og best megi skoða gíginn ef komið er inn í hann miðjan í um 480 m hæð, eða um 50-60 m undir gígopinu (valkostur B). Sá kostur er jafnramt sá sem telst heppilegastur m.t.t. jarðgangagerðar. Gert er ráð fyrir að ferðamaðurinn geti gengið inn í fjall og sjái hvernig fjallið opnast í stórkostlega hvelfingu, upplifi náttúrulegan “stromp”- og geti í jarðgöngunum séð myndrænt fyrir sér mótun landsins.
Í ÞríhnúkahelliFrumtillögur arkitekta liggja fyrir sem sýna hvernig koma megi fyrir aðkomuhúsi í hrauninu án þess að ásýnd landsins breytist verulega. Tillögur miða að því að aðkomuhús verði fellt inn í hraunstafn austan við gíginn í um 300 m fjarlægð frá gígopinu. Aðkomuleið frá Bláfjöllum lægi um hellasvæðið í Strompahrauni og eftir það að mestu á grágrýti að hraunstafninum. Í þessum valkosti felst hins vegar allumfangsmikil vegagerð á ósnortnu hrauni sem er viðkæmt mál m.t.t. náttúruverndar. Var því ákveðið að taka til samanburðar valkost D sem felur í sér stuttan veg frá veginum að Hafnarfirði og jarðgöng með lyftu inn á botn gíghvelfingarinnar. Auk ofangreinds hefur verið velt upp hugmyndum um að draga verulega úr umfangi aðkomuleiða, nýta bílastæði í Bláfjöllum og leggja áherslu á gönguleiðir og stíga þar sem gestir væru fluttir með vagni að aðkomuhúsi.
Það verður spennandi að fylgjast með frekari framþróun verkefnisins.

Helstu heimildir:
-Morgunblaðið. Þríhnúkagígur. Stórbrotið náttúrurundur. 07.07.1991, bls. c 15-16.
-Borges, X., Y. Silva and Z Pereira 1991. Caves and pits of the Azores etc. Angra Do Heroismo 1991. 6th. International Symposium on Vulcanospeleology Hilo-Hawai, USA.
-Árni B. Stefánsson 1991, Þríhnúkagígur ferðin. Surtur ársrit 1991, 10-15, 1991.
-Árni B. Stefánsson 1992, Þríhnúkagígur. Náttúrufræðingurinn 61. ár 3-4 hefti 229-242, 1992.
-Árni B. Stefánsson 1992, The Þríhnúkagígur Pit of southwest Iceland. NSS News vol 50, no 8, 202-208, August 1992.
-Árni B. Stefánsson 2004 , Leyndardómar Þríhnúka, Mbl. 04.01.’04, bls 20-23.
-Ljósmyndir og efni eru m.a. af vefsíðu VSÓ (sjá http://vso.is/Verkefni/valin-verkefni-Thrihnukagigur/1-Thrihnukagigur.html)

Þríhnúkagígur

Í Þríhnúkagíg.