Tag Archive for: Krýsuvík

Krýsuvík

Í samtali við Loft Jónsson í Grindavík bar margt skemmtilegt á góða:
Loftur-21„Ég var að lesa frásögn í “Ferlir” um “Braggann á Krýsuvíkurheiði”. Þetta vekur upp ýmsar minningar frá æsku. Eins og þú veist þá ólst ég upp í Garðbæ og þar rétt við túnfótinn lá vegurinn til Krýsuvikur. Í seinni heimsstyrjöldinni, eftir að Amerikanar tóku við hersetu á Íslandi, þá önnuðust þeir stöðvar eins og á Þorbirni og í Krýsuvík. Á hverjum degi fóru fram vistaflutningar til og mannaskipti í Krýsuvík. Þessir ungu menn frá USA voru ýmsu öðru betra vanir en íslenskum vegum. Allavega, þegar maður skoðar gamla Krýsuvíkurveginn í dag þá hlýtur þetta að hafa verið mikill torfæruakstur.
Þessar sendingar áttu sér stað á sama tíma alla daga.  Og svo þegar bíllinn birtist á Vestara-Leiti þá tóku allir pollarnir á efri bæjunum sprettinn upp á veg í veg fyrir hann. Dátarnir voru mjög gjalfmildir og oftar en ekki fengum við hátt í vasana af alls konar sælgæti eða ávöxtum. Ingi í Búðum (Ingimar Magnússon) var okkar elstur og séðastur (en kannske ekki gáfaðastur). Hann betlaði af mömmu sinni daglega mjólk á þriggja pela flösku sem hann rétti síðan til hermannanna. Þeim virtist líka þetta vel því þeir skiptu mjólkinni bróðurlega á milli sín og Ingi fékk þar af leiðandi mikið meira í vasana en aðrir.

Baejarfellsrett-201Þar sem segir af Magnúsi Ólafssyni er sagt að Stóri-Nýibæ hafi farið í eyði 1938. Ég hef aðra sögu að segja. Fyrir fjárskipti í Grindavík, sem voru að ég held 1950, var ég í tvígang við réttir að vori í Krýsuvík þegar smalað var til rúnings þótt ég hafi ekki smalað vegna aldurs. Það var alltaf tjaldað við lækinn austan við kirkjuna og þá austan við lækinn við torfvegginn sem þar er. Réttað var í rétt suð-austan við Bæjarfellið. Mér er margt minnisstætt frá þessum dögum t.d. hverning karlarnir báru sig að við rúninginn, mörkun og geldingu á vorlömbunum. Í þá daga þekktist ekki annað en ketilkaffi í tjöldunum og eitt sinn er hitað var vatn í katlinum til kaffilögunar, þá setti Jón í Efralandi vasahnífinn sinn ofan í ketilinn.
Karlarnir spurðu undrandi hvað þetta ætti að þýða. Og Jón Krysuvikurkirkja 1940-21svaraði með mestu ró: “Ég ætla bara að sótthreinsa hnífinn minn. Ég skar afurfótahaft af rollu í dag og það var svolítið farið að grafa í henni”. Það hafði enginn lyst á kaffidrykkju í það sinn.
Eitt sinn var ég sendur upp í kirkju til Manga (Magnús Ólafsson) til þess að fá nál og tvinna, einhver hafði mist tölu af buxunum sínum. Ég man eins og það hefði verið í gær hverning allt var innanstokks hjá honum. Tíkin á strigapoka fram við dyr, rúmfletið í suð-austur horninu við altarið og einhver eldavél hinu megin.
En aftur að Nýja-Bæ. Einn dag vorum við Daddi í Ásgarði (Dagbjartur Einarsson), sem er tveimur árum eldri en ég, sendir upp að Stóra-Nýjabæ til að kaupa mjólk á þriggja pela flösku til notkunar í kaffi. Okkur var boðið inn í baðstofu og spurðir frétta.  Að sjálfsögðu hafði Daddi orðið þar sem hann var eldri en ég.  Og við fengum mjólk á flöskuna. Þannig að þá hefur Guðmundur í Stóra-Nýjabæ verið með kýr þarna og hann var með konu sína og dætur. Ég hef verið ca. 10-11 ára þegar þetta var.
Þetta er bara sett fram til fróðleiks og gamans en ekki til færslu í annála. – Kveðja, L.J.“

Krýsuvík

Krýsuvík.

Krýsuvík

Í Alþýðublaðinu árin 1957 og 1963 er umfjöllun um Vinnuskólann í Krýsuvík. Fyrrnefnda greinin bar yfirskriftina „Sumardvöl í Vinnuskólanum í Krýsuvík“:
krys-vinnuskioli-22„Vegna sívaxandi fólksfjölda í stærstu kaupstöðum landsins og stöðugt fækkandi fólks í sveitunum, verður æ erfiðara, með hverju ári sem líður, að ráða bót á hinu sígilda vandamáli, að koma kaupstaðarbörnum í sumardvöl, lengri eða skemmri tíma. Börnunum er nauðsyn, að komast úr göturykinu, í ferskt og heilnæmt loft, hafa eitthvað fyrir stafni og helzt að kynnast hinum fjölbreyttu sveitastörfum er þess er nokkur kostur.
Til þess að ráða bót á fyrrgreindu vandamáli hefur Hafnarfjarðarbær rekið vinnuskóla fyrir drengi, suður í Krýsuvík. Dvelja drengirnir þar sumarlangt, undir stjórn kennara. Vinna þeir þar ýmiss konar störf, sem til falla á Krýsuvíkurbúinu og í gróðurhúsum bæjarins, en Hafnarfjarðarbær rekur, eins og kunnugt er, myndarlegt fjárbú (4-5 hundruð fjár) í Krýsuvík og allnokkra gróðurhúsarækt.
Vinnuskólinn í Krýsuvík á miklum vinsældum að fagna meðal Hafnfirðinga, enda bætir hann úr brýnni þörf og er hið mesta þjóðþrifafyrirtæki. Þetta ný verkefni og fleiri og Hafnarfjarðarbær greiðir allan kostnað. Hann er nú orðinn þriðji stærsti kaupstaður landsins (íbúar um 6300).
Dvelja drengirnir í Krýsuvík, foreldrum algerlega að kostnaðarlausu. Ekkert bæjarfélag kosta sumardvöl barna, í jafn stórum stíl og Hafnarfjarðarbær.
Vinnuskólinn í Krýsuvík tók til starfa fyrstu dagana í júní og starfaði í sex vikur eða til 20. ágúst. Höfðu þá milli 60—70 drengir, á aldrinum 9—13 ára notið þar sumardvalar í lengri eða skemmri tíma, flestir allan tímann eða um 40. Alls bárust um 80 beiðnir, og reyndist því miður ekki hægt að sinna þeim öllum, að þessu sinni. Getur farið svo, að nauðsynlegt verði að taka upp breytt fyrirkomulag næsta sumar þannig, að skipta verði algerlega um drengi, að hálfnuðu sumri, en það hefur ekki þurft hingað til. Í Krýsuvík er aðeins rúm fyrir 50 drengi í einu.
Drengirnir kynntust ýmisskonar sveitastörfum, eins og áður getur, svo sem heyskap, skurðgreftri, grjóttínslu, gróðurhúsarækt, smölun, rúningu og réttum og fleiru. Veður var gott og fagurt nær allan tímann og undu drengirnir hið bezta. Urðu nær engin skipti, og þess vegna erfiðara að sinna hinum fjölmörgu beiðnum.
Hafnarfjarðarbær bauð öllum drengjunum, sem dvöldu í Krýsuvík í sumar í ferðalag austur um sveitir, og var komið heim um Þingvöll. Komu dreng irnir, sólforenndir, glaðir og hressir, eftir sex vikna útivist að Barnaskólanum, um hádegi s.l. þriðjudag. Þeir létu vel yfir dvöl sinni í Krýsuvík í sumar og þótti voða gaman í ferðalaginu.
Yfirumsjón með vinnuskólanum, að þessu sinni, hafði Kári Arnórsson, kennari í Flensborg og Helgi Jónasson, kennari, var honum til aðstoðar. í eldhúsi störfuðu þrjár konur, Guðrún Bjarnadóttir, frú Ingibjörg Áskelsdóttir og frú Erla Sigurjónsdóttir. Allt þetta fólk á skilið miklar þakkir fyrir vel unnin störf.“
Og síðarnefnda greinin árið 1963: „Barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar rekur á vegum Hafnarfjarðarbæjar vinnuskóla í Krýsuvík og hefur gert það um 12 ára skeið. Alþýðublaðið skrapp upp í Krýsuvík í gær og heimsótti þar 55 drengi, sem eru þar á vinnuskólanum.
Vinnuskólinn í Krýsuvík byrjaði að þessu sinni hinn 18. júní síðastliðinn, en það er nokkru seinna en venja hefur verið. Ýmsar framkvæmdir og lagfæringar á staðnum ollu þessari töf. Í sumar munu dveljast þarna tveir hópar drengja, hvor hóp ur í 25 daga. í fyrri hópnum, sem fór í vínnuskólann hinn 18. júní voru 55 röskir drengir á aldrinum 9 til 12 ára. Nú er þeirra tími á skólanum að verða útrunninn og fer þá annar álíka stór hópur upp í Krýsuvík til vinnu og leikja.
Forstöðumaður vinnuskólans í Krýsuvík í sumar er Rúnar Brynjólfsson kennari og skátaforingi, en undanfarin fjögur ár hefur Haukur Helgason, skólastjóri , annast forstöðu skólans.
krys-vinnuskoli-25Rúnar var starfsmaður skólans í fyrrasumar og kynntist þá háttum og starfsreglum hans, og taldi hann það hafa orðið sér til ómetanlegs gagns. Sævar Örn Jónsson heitir aðstoðarmaður Rúnars og skipuleggja þeir hvern dag og annast stjórn á drengjunum við hin daglegu störf. Sigurrós Skarphéðinsdóttir, kennari, er ráðskona skólans og hefur þrjár stúlkur sér til aðstoðar.
Verkefni drengjanna eru hin margvíslegustu svo sem garða — og gróðurhúsavinna, trjárækt, vegavinna, ýmis fegrun og snyrting á umhverfinu ög margt fleira, auk þess sem þéir hirða herbergi sín sjálfir, hjálpa til í eldhúsi og aðstoða við fleiri innanhússstörf. Vinnuskólinn hefur gróðursett yfir 100 þúsund trjáplöntur í Undirhlíðum undanfarin ár.
Drengjunum er skipt í 10 flokka og er einn þeirra flokksstjóri fyrir hverjum flokki. — Svo er verkefnum skipt á milli flokkanna. Vinnutíminn er um 4 klukkustundir á dag, og sagði Rúnar að drengirnir ynnu yfirleitt vel þennan tíma, meðan þeir voru að verki.
krys-vinnuskoli-27Og kaup hafa drengirnir fyrir vinnu sína. Við, hin fullorðnu, myndum sennilega ekki vera ánægð með það fyrir okkur, en drengirnir eru ánægðir með sín“ daglaun, sem eru allt frá tveimur krónum og upp í 4.50 krónur. Upphæð launa fer ekki eftir aldri, heldur dugnaði. Herbergin, sem drengirnir búa í eru fimm og er keppni milli herbergjanna, hvaða herbergi líti bezt út. Á hverju kvöldi ganga Rúnar og Sævar um herbergin og gefa fyrir, hvernig gengið hefur verið um það um daginn. Hæst eru gefin 10 stig. Þegar herbergið hefur náð samtals 100 stigum þær það verðlaunaskjal úr skinni, sem hengt er upp á einn vegginn í herberginu.
krys-vinnuskoli-26Seinasta kvöldið, sem hver hópur dvelst á skólanum, er athugað, hvaða herbergi hafi hlotið flest stig fyrir umgengnina allan tímann. Það herbergið, sem hlýtur hæstu stigatölu fær stóra og myndarlega rjómatertu í verðlaun og skipta íbúar herbergisins henni milli sin. í gærkveldi, þegar úrslit voru birt í herbergjakeppninni, vildi svo til, að öll herbergin voru jöfn að stigum Þetta þýddi hvorki meira né minna en það, að fimm glæsilegar rjómatertur voru veittar í verðlaun og 55 drengir ljómandi af ánægju tóku hraustlega til matar síns.
Þegar hver hópur kveðuf vinnuskólann í Krýsuvík er skólanum slitið við hátíðlega athöfn og hver drengur fær í hendur einkunnabók frá skólanum, þar sem gefin er umsögn um vinnu, reglusemi, hreinlæti drengsins og framkomu hans við félaga sína. Í einkunnum eru fjórir möguleikar, prýðilegt, ágætt, gott og sæmilegt.
Einhver spyr kannski: Til hvers er þessi vinnuskóli? — Svarið við þessu er skráð aftan á einkunnarbækur vinmiskólans í Krýsuvík en þar stendur: „Vinnuskólinn vill leitast við að efla þroska nkrys-vinnuskoli-28emenda sinna bæði í leik og starfi, kenna þeim gildi vinnunnar, vísa þeim leið til sjálfsbjargar og um leið efla félagsþroska þeirra“.
Að lokum skulum við athuga hvernig hver dagur er í stórum dráttum skipulagður í vinnuskólanum í Krýsuvík. Fótaferð hefst klukkan 8 að morgni og morgunverður er snæddur klukkan 9. Klukkan 9.15 er fáninn dreginn að húni og síðan er unnið til hádegis. Þá er matur og hvíld. Klukkan 13.30 er aftur tekið til við vinnuna og unnið til klukkan 15. Svo er „kaffi“ klukkan 15.30 og síðan leikir, íþróttir, gönguferðir og fleira. Kvöldverður er klukkan 19. Eftir kvöldmat er fáninn dreginn niður. Annað hvert kvöld er kvikmyndasýning, en hitt kvöld ið fara fram margskonar íþróttir og keppnir. Klukkan 21.30 fá drengirnir „kvöldkaffið“ sitt.
Háttatími er klukkan 22. Þá er gengið í öll herbergin, umsjónarmennirnir fara með faðir vorið með drengjunum og bjóða góða nótt.
Drengirnir hverfa inn í draumalöndin, en framundan bíður þeirra heillandi og skemmtilegur dagur.“
Sjá meira um Vinnuskólann HÉR.

Heimildir:
-Alþýðublaðið 13. ágúst 1957, bls. 4.
-Alþýðublaðið 13. júlí 1962, bls. 5.

Krýsuvík

Krýsuvík – sundlaugin.

Krýsuvíkurheiði

Lagt var af stað frá timburrétt Hafnarfjarðarfjárbænda undir Stóru-Eldborg. Þar neðan við eru austurmörk beitahólfs þeirra.
JónsbúðMiðað við gögn á Þjóðskjalasafninu frá árinu 1941 mun svæðið vera í Grindavíkurlandi því spilda sú er Hafnfirðingum var afhent á silfurfati af þáverandi ráðherra (fyrrverandi bæjarfulltrúa og bæjarstjóra í Hafnarfirði nær alls ekki svo langt til austurs sem beitarhólfið. Fjárbændur í Hafnarfirði hafa því verið þarna í óþökk Grindvíkinga í 67 ár með fé sitt. Auk þess er skv. lögum óheimilt að girða af svæði með ströndum landsins eða þvert á þjóðleiðir, eins og raunin mun vera þarna núna. Hafnfirðingum til varnar má geta þess að fyrsta beitarhólfsgirðingin náði ekki alveg niður á Krýsuvíkurbjarg. Hún var u.þ.b. 100 metrum ofan þess (leifar hennar sjást enn), en Landgræðsla ríkisins mun síðan hafa farið offari og sett upp nýja girðingu (í Grindavíkurlandi án þess að biðja um leyfi) frá þjóðveginum og alla leið niður á bjargbrún skammt vestan við Bergsenda. Spildumörk Hafnfirðinga sunnan Kleifarvatns eru mun þrengri en þeir hafa viljað vera láta.
Stefnan var tekin á suðaustanverða Krýsuvíkurheiðina. Í Litlahrauni ofan við Bergsenda á Krýsuvíkurbergi, sunnan Uppdrátturheiðarendans, eru búskaparminjar frá fyrri öldum, s.s. fjárskjól, grjóthlaðin rétt (og stekkur), húsarúst o.fl. Þarna hefur Gvendarhellir, sem reyndar er í Klofningum, nokkru austar, verið ranglega staðsettur. Ofar, í heiðarbrúninni, eru tvö hlaðin hús. Á korti eru þarna merktar tvær réttir. Á heiðarendanum er beitarhúsarúst. Allt er þetta hluti af heilstæðu búsetulandslagi Krýsuvíkur.

Fornleifaskráning er framkvæmd var á svæðinu vegna fyrirhugaðs Suðurstrandarvegar 2003 virðist í besta falli hafa verið lélegu brandari. Þrátt fyrir það lagði Vegagerðin hana til grundvallar rökstuðningi sínum fyrir vegstæðinu – sem reyndar er dæmigert fyrir slíkar framkvæmdir víðar um land. Þegar skoða á svo stór svæði með hliðsjón af öllum hugsanlegum og mögulegum minjum þarf að áætla miklu meiri tíma í slík en gert hefur verið og viðurkenna um leið mikilvægi þess. Svo virðist sem verktakar fornleifaskráninga hafi annað hvort slegið slöku við eða þeim ekki verið gert kleift að sinna starfi sínu sem skyldi.
HúsiðÁ slíkum búsetusvæðum, sem nýtt hafa verið í árþúsund mætti ætla að væru ýmsar mannvistaleifar, sem erfitt væri að koma auga á, einkum þegar haft er að leiðarljósi að landssvæðið er bæði víðfeðmt og hefur tekið verulegum gróðufarslegum breytingum á umliðnum öldum. Kannski að þarna kynnu að leynast enn áður óþekktar minjar?!!
Auk minjanna hefur þess sérstaklega verið getið að örn hafi verpt í hrauninu og lengur ofan við Herdísarvík. Erfitt reyndist að staðsetja arnarhreiðrið af nákvæmni því nokkrir staðir komu til greina. Hafa ber í huga að gróðurfar á þessu svæði, einkum norðvestan við Litlahraun, hefur tekið miklum breytingum tiltölulega skömmum tíma.
Fyrst var komið við í Jónsbúð. Í fornleifaskráningunni segir m.a.: „Rúst (beitarhús?). 6 x 13 m (N – S). Veggir úr grjóti, 1,5 – 2,3 m Húsiðbreiðir og 0,5 – 1,1 m háir. Dyr eru á rústinni til S. Mikið er af grjóti inni í rústinni norðanverðri og við dyrnar. Veggir eru farnir að gróa mosa og grasi. Garðlög sjást í innanverðum veggjum að vestanverðu og utanverðum veggjum að austan og vestan. Gólf er vel vaxið grasi og mosa. Í kring um rústina er svæðið vel gróið. Hugsanlega er þetta ekki Jónsbúð, heldur eru það fornleifar nr. 285 [húsið er fjallað verður um næst]. Ekki er ágreiningur um staðsetningu Jónsbúðar því Magnús, síðasti bóndinn í Krýsuvík lýsti vist sinni þar í viðtölum.
„Stóra tóftin efst á Krýsuvíkurheiði var beitarhús. Ekki er vitað hvernig nafnið á hana, Jónsbúð eða Jónsvörðuhús, er til komið. Elstu menn segjast hafa heyrt af því að þar hafi Magnús, síðasti íbúinn í Krýsuvík, setið yfir sauðum á yngri árum er hann var þar í vist hjá sýslumanninum.“

Skjól

Eftir að hafa skoðað leifar Jónsbúðar var stefnan tekin á hlaðið hús suðaustan í Krýsuvíkurheiðinni. Það, sem slíkt, hefur valdið þeim fáu, sem það þekkja, öllu meiri höfuðverk. Húsið er hlaðið með þykkjum veggjum með dyr mót suðri. Ljóri hefur verið á norðurvegg. Gengið hefur verið niður um þrep við dyr. Í fornleifaskráningunni segir: „Rúst 6 x 8 m (N – S). [Á að vera 3 x 8]. Veggir úr grjóti, 1,3 – 1,6 m breiðir og 0,6 – 1,4 m háir. Dyr eru á rústinni mót S (mót hafinu).
Garðlög eru greinileg víðast hvar. Rústin er felld inn í dæld í slakkanum. Gólf er vel gróið grasi og mosa. Hugsanlega er það grafið niður. Nánasta umhverfi rústarinnar er vel gróið grasi. Hugsanlega er það grafið niður. Nánasta umhverfi rústarinnar er vel gróið grasi. Hugsanlega er þetta Jónsbúð en ekki fornleifar nr. 283.“
Ýmsar kenningar hafa verið um notkunargildi þessarar heillegu rústar. Sérstaklega stórir steinar hafa verið færðir í vegghleðsluna svo þarna hljóta margir menn hafa verið að verki. Getgátur hafa verið um að a) þarna kunni að vera mannvirki frá pöpum, b) varðhýsi til að fylgjast með skipakomum eftir Tyrkjaránið, c) sæluhús skreiðaflutningslestarmanna millum Grindavíkur (Selatanga) og Suðurlands, d) skjól fyrir refaskyttur, e) aðhald fyrir stórgripi og fleira mætti nefna.

Rof

Skammt vestar er hleðsla. Í fornleifaskráningunni segir um hana: „Byrgi. 2 x 2,5 m (NNA – SSV). Veggir úr grjóti, ca. 0,3 – 0,7 m breiðir og 0,2 – 0,7 m háir. Dyr eru á byrginu mót SSV (mót hafinu). Við NV – horn byrgisins er fuglastapi. Gólf er vaxið grasi og mosa. Hugsanlega er þetta skotbyrgi, en ekki hægt að útiloka að það tengist fornleifum nr. 285 á einhvern hátt (smalakofi?) eða útsýnisstaður frá tímum Tyrkjaránsins 1627.“ Augsýnilega hefur hér verið um að ræða tímabundið skjól fyrir tófuskyttur á heiðarbrúninni.
Hafa má í huga hina miklu umferð skreiðarlestanna fyrrum. Skreiðarlestargatan frá Grindavík lá við Arnarvatn suðaustan við samnefnt fellið.
Þegar gengið var til suðausturs niður Krýsuvíkurheiðina, áleiðis að Litlahrauni, blasti hin mikla gróðureyðing liðinna áratuga við. Mótvægisaðgerðir Grindavíkurbæjar virtust þó hafa skilað sér vel því vel var gróið millum hárra (1.20 m) moldarbarða.

Stekkur

Dr. Guðrún Gísladóttir, náttúrulandfræðingur og prófessor við Land- og ferðamálafræðiskor Háskóla Íslands, hefur fjallað um gróðureyðinguna á Krýsuvíkurheiði.
„Krýsuvíkurheiði á Reykjanesskaga er eitt þeirra svæða á landinu sem hafa liðið fyrir alvarlega gróðurhnignun og ákaft jarðvegsrof og er meginhluti svæðisins nú ógróinn. Gerð verður grein fyrir áhrifum jarðvegsrofs á kolefnisbúskap jarðvegs og landgæði á þessu svæði á sögulegum tíma. Í þeim tilgangi voru mæld jarðvegssnið þar sem jarðvegsþykknun frá landnámi var mæld, sem og kolefnishlutfall og uppsöfnun kolefnis. Einnig var áætlað heildarmagn áfoks og jarðvegstap á svæðinu frá landnámi og magn kolefnis sem hefur safnast upp í kjölfar áfoks og hversu mikið hefur tapast af svæðinu vegna rofs.

Rétt

Fljótlega eftir landnám fór að bera á auknu áfoki, sem jókst til mikilla muna eftir 1226 vestast á svæðinu. Jarðvegsþykknun varð mikil og jarðvegur allur grófari og lausari í sér. Sambærilegar breytingar urðu ekki fyrr en eftir 1500 austar á rannsóknarsvæðinu. Hið mikla áfok og jarðvegsrof hefur leit til gríðarlegrar landhnignunar á svæðinu. Þó ber að geta þess að mikil uppgræðsla hefur átt sér stað á Krýsuvíkurheiði á undanförnum árum, en svæðið á langt í land með að ná þeim landgæðum sem voru á svæðinu við landnám.
Krýsuvík og nágrenni á sunnanverðum Reykjanesskaga er alvarlegasta og verst farna svæði gróðureyðingar og jarðvegsrofs í Gullbringu- og Kjósarsýslum. Þar er unnið að umfangsmiklum landgræðsluverkefnum með það að markmiði að stöðva hið mikla jarðvegsrof sem enn á sér stað, skapa með uppgræðslu skilyrði til þess að staðargróður geti numið land á ógrónum svæðum og koma í veg fyrir að gróður í beitarhólfunum, sem þar eru, skaðist vegna búfjárbeitar.

Fjárskjól

Þótt upplýsingar um gróður fyrr á tímum í Krýsuvík séu litlar og ekki nákvæmar, er ljóst að þar hefur orðið mikil landhnignun. Líkur eru á að þar hafi fyrrum vaxið birkiskógur, en af þeim birkiskógi sem nefndur er í jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín og nýttur var til kolagerðar og eldiviðar um 1700 er nú ekkert eftir nema nokkrar jarðlægar hríslur. Ekki er ljóst hvenær gróður- og jarðvegseyðing hófst í Krýsuvík, en líklegt er að hún hafi verið einna mest á 18. og 19. öld.
Niðurstöður rannsókna, m.a. Guðrúnar Gísladóttur (1993, 1998 og 2001), Ólafs Arnalds o.fl. (1997) og Sigurðar H. Magnússonar (1998) sýna fram á vægast sagt slæmt ástand lands í Krýsuvík og nágrenni. Í riti Ólafs o.fl.(1997) um jarðvegsrof á Íslandi er tilgreint fyrir Krýsuvík, bls. 133; „Mikið jarðvegsrof á sér stað í Krýsuvík, á 72% landsins á sér stað mikið og mjög mikið rof (einkunnir 4 og 5). Þetta rof veldur tapi á samfelldu gróðurlendi og segja má að stærsti hluti Krýsuvíkursvæðisins sé samfellt rofabarðasvæði (samtals 34 km2 í flokkum 3, 4 og 5). Krýsuvík er á meðal þeirra svæða landsins þar sem rof er mest“.

Sundvarðan

Á rannsóknasvæði Guðrúnar nam hlutdeild ógróna landsins 61%, en smárunnar þöktu um 20%. Hjá Sigurði kemur m.a. fram að rofdílar eru algengir á gróðurtorfum, þ.e. að gróðurhulan þar er veik, sérstaklega á Krýsuvíkurheiði, og þar er frostlyfting mikil og gróður á því erfitt með að nema land af sjálfsdáðum.
Meginmarkmið uppgræðslustarfsins hefur verið að stöðva hina geigvænlegu eyðingu gróðurs og jarðvegs sem þarna hefur herjað síðustu tvær aldirnar. Verkefnið undirstrikar m.a. hve mikilvægt það er að stöðva samspil frostlyftingar, vatnsrofs og vindrofs. Vatnið sem veldur mestu rofi berst langt og fer hratt á gróðurlausu landi, og því þarf að vinna m.t.t. þess. Laust efni getur einnig borist langa leið með vindi og sargað úr börðum. Því þarf að taka stór svæði fyrir í einu.

Krýsuvíkurbjarg

Annað meginmarkmið er að skapa skilyrði fyrir staðargróður að nema land á ógrónum svæðum. Markmið áburðardreifingar og sáningar er fyrst og fremst að skapa slík skilyrði, hinum áburðarkæru grösum er ætlað að deyja, sinunni að rotna og annar gróður á að taka við. Þá þarf að rata hinn gullna meðalveg milli þess að bera nóg á, bæði í magni og tíðni, og þess að bera ekki það mikið á að það trufli landnám þeirra plantna sem taka eiga við. Misjafnt er hvað við á eftir aðstæðum og erfitt að yfirfæra þekkingu annars staðar frá með beinum hætti.

Vatnsstæði

Landgræðslan hefur lengi átt gott samstarf við hlutaðeigandi sveitarfélög og Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum um uppgræðslu í Krýsuvík, en gert er ráð fyrir að verkefnum þar ljúki að mestu 2010. Aðferðafræðin felur að mestu í sér væga áburðargjöf, um 150 til 250 kg/ha, í tvö til fjögur ár til að laða fram staðargróður sem lúrir í landinu. Þar sem land er naktast, t.d. með minna en 5% gróðurhulu, er sáð blöndu af túnvingli og vallarsveifgrasi til að m.a. stöðva frostlyftingu og skapa skilyrði fyrir gróður úr nágrenninu að nema land. Reikna má með að heildarkostnaður við uppgræðslu og stöðvun jarðvegsrofs á þessum slóðum á árabilinu 1976 til 2010 verði í allt um 70 til 100 milljónir króna. Allt uppgræðslulandið hefur verið notað til sauðfjárbeitar, en vorið 2005 verður hluti þess friðaður.
Stór hluti hins illa farna uppgræðslulands er innan beitarhólfa fyrir sauðfé, og líta má að hluta á uppgræðslustarfið sem mótvægisaðgerð til að koma í veg fyrir að beitin valdi frekara tjóni á landi. Land HafnarfjarðarBeitin hefur mikil áhrif á þróunarmöguleika gróðurfarsins, ekki síst vaxtarmöguleika víðis og blómplantna, en óljóst er hve áhrifin eru mikil í heild. Með beitarhólfunum tókst að friða margfalt stærri svæði utan þeirra, stóran hluta Reykjanesskaga, sem örvar mjög gróðurframfarir þar. Eftir stendur sú spurning hvernig meta eigi saman þann ávinning og aukinn uppgræðslukostnað vegna beitar innan beitarhólfanna.“

Aðhald

Litlahraun eru tvær vestustu spýjurnar úr Litlu-Eldborg (fyrir tæplega 3000 árum). Í hrauninu er að finna ílangan stekk (sennilega kúastekk), hlaðna rétt, sem eflaust hefur verið stekkur, fjárskjól og vörður, auk fyrirhleðslna víðast hvar og nátthaga. Þrátt fyrir leit fundust ekki leifar íveruhúsa, sem ætla mætti að ættu að vera þarna á svæðinu. Lausnin gæti verið fólgin í hlaðna húsinu fyrrnefnda utan í Krýsuvíkurheiðinni.
Hlaðin sundvarða, friðuð, er á Krýsuvíkurbjargi. Hún hefur sennilega verið mið af sjó – og þá jafnvel fleiri en eitt. Skammt ofan við hana er hlaðið aðhald. Eflaust má finna fleiri búsetuminjar á þessu svæði ef gaumgæft væri. Bergsendi er t.d. skammt austar og ofan við hann er Krýsuvíkurhellir með mannvistarleifum.
Þegar komið var til baka að réttinni fyrstnefndu voru þar fyrir nokkrir fjárbændur. Voru þeir að lagfæra timburverkið því ætlunin var að rétta þar að þremur vikum liðum. Þeir, einkum sá minnsti og belgmesti, byrjuðu móttökurnar með látum: „Hvað eru þið að gera hér? Hvaðan komið þið? Vitið þið ekki að bannað er að vera með hund í beitarhólfinu? Þið eigið bara ekkert að vera hér á þessu svæði? Þið vitið ekkert um landamerki hér!“

Hafflöturinn

Svörin voru þessi: „Og hverjir eruð þið? Hafnfirskir tómstundafjárbændur, einmitt það? Þá eigið þið ekkert með að vera hér í Grindavíkurlandi. Reyndar megið þið ekki einu sinni standa hér án leyfis Grindvíkinga, strangt til tekið. Og hundurinn gerir engum mein, allra síst öðrum ferfætlingum og öðrum fáfættari. Komið ykkur bara yfir á land Hafnfirðinga, sem er þarna vestar á Krýsuvíkurheiðinni! Og hvað segir Jónsbók um aðgengi fólks að svæðum sem þessum? Það væri hægt að dæma ykkur, eða þá er girtu svæðið af, í háar sektir, gerið ykkur grein fyrir því.“ (Það er alltaf auðvelt að rífa kjaft á móti þegar svo ber undir.) Og talandi um landamerki – þá er fyrrverandi bæjarstjóri Grindavíkur hér með í för, sá er hvað mesta og besta vitneskju hefur einmitt um þennan fróðleik – gjörið svo vel!“

Göngusvæðið

Við þessi svör sljákkaði heldur betur í áður kotrosknu hobbýfjárbændunum, einkum þeim litla. Héðan í frá gátu umræðurnar farið fram með rólyndislegri og vitsmunalegri hætti. Í ljós kom að Hafnarfjarðarfjárbændur og nágrannar þeirra voru með um 300 fjár í beitarhólfinu, helmingi færri en Grindvíkingar í sínu – höfðu aldrei verið færri í manna minnum. Einn síðasti fjárbóndinn innan lögsagnarumdæmis Hafnarfjarðar var t.d. með 10 skjátur, en hafði haft mest 300. Hann var búinn að stunda þennan búskap í áratugi. Fjárhús hans eru við Kaldárselsveginn við gatnamót Flóttamannavegar. Aðrir bændur þarna voru með fé ofan við Lónakot og á Álftanesi.
Já, það þýðir ekkert að reyna að rífa kjaft við FERLIRsfélaga þegar kemur að heimildum og sögulegu samhengi hlutanna.
Þegar upp er staðið, eftir hvíld á langri göngu, er ljóst að Krýsuvíkursvæðið sem heildstætt búseturlandslag hefur verið vanmetið sem slíkt. Ekki er að sjá að áhugi hafi verið hjá hlutaðeigandi yfirvöldum, sér í lagi Fornleifavernd ríkisins, að kortleggja minjasvæðið í heild sinni af þeirri nákvæmni sem það verðskuldar.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimildir m.a.:
-Guðrún Gísladóttir, 1993. Gróður, jarðvegur og mannvistarminjar í Reykjanesfólkvangi. Ástand og tillögur til úrbóta. Óbirt skýrsla unnin fyrir stjórn Reykjanesfólkvangs, 44 bls.
-Guðrún Gísladóttir, 1998. Environmental characterisation and change in south-western Iceland. Doktorsritgerð, Háskólinn í Stokkhólmi, Svíþjóð.
-Gísladottir, G, 2001. Ecological disturbance and soil erosion on grazing land in Southwest Iceland. pp. 109–126, in: A. Conacher (ed). Land Degradation. Kluwer Academic Publishers: Dordrecht, The Netherlands.
-Ólafur Arnalds, Elín Fjóla Þórarinsdóttir, Sigmar Metúsalemson, Ásgeir Jónsson, Einar Grétarsson og Arnór Árnason. Jarðvegsrof á Íslandi, 1997. Landgræðsla ríkisins og Rannsóknastofnun landbúnaðarins. 157 bls.
-Sigurður H. Magnússon, 1998. Ástand lands í Krýsuvík sumarið 1997. Áætlun um uppgræðslu. Unnið fyrir bæjarstjórn Hafnarfjarðar, 53 bls.
-Guðrún Gísladóttir – Áhrif jarðvegsrofs á kolefnisbúskap og landgæði, 5. mars 2008.
-Fornleifaskráning 2003.

Krýsuvíkurberg

Krýsuvíkurberg.

Krýsuvík

Í Fjarðarpóstinum 24. ágúst 2022, bls. 10, er fjallað um „Ævintýrið í Krýsuvík„:

Krýsuvík

Krýsuvík – starfsmannahúsið.

„Árið 1935 var ákveðið að leggja Suðurlandsbraut um Krýsuvík til að fá snjóléttan vetrarveg milli Árnessýslu og Reykjavíkur. Árið 1945 var lagningu vegar fyrir Kleifarvatn lokið og árið eftir hófst borun eftir jarðhita í Krýsuvík. Gróðurhús voru reist og tekin í notkun í mars 1949 ásamt húsi fyrir starfsfólk. Tveimur árum síðar hófst bygging bústjórahúss og 130 gripa fjóss sem aldrei var lokið því 1950 var framkvæmdafé á þrotum. Þá hafði ræst úr mjólkurskorti bæjarbúa með bættum samgöngum við Suðurland. Framkvæmdir hófust að nýju í Krýsuvík 1954 er 15 hektarar voru teknir í fulla ræktun. Keypt voru 100 gimbralömb og flest varð féð um 650 áður en þessum rekstri var hætt nokkrum árum síðar. Fjósið skýldi fjárstofninum um tíma.

Krýsuvík

Krýsuvík – bústjórahúsið.

Gróðrarstöðin og búskapurinn gengu ekki vel og illa hélst á starfsfólki. Var búrekstri af hálfu bæjarins hætt í Krýsuvík 1960.
Árið 1953 kom Hafnarfjarðarbær á fót vinnuskóla í Krýsuvík fyrir drengi á aldrinum 10-13 ára. Dvöldust um 40-50 drengir í Krýsuvík frá júníbyrjun til ágústloka en fóru heim til sín aðra hverja helgi. Bjuggu þeir í húsi því sem reist hafði verið byggt til handa fyrirhuguðu starfsfólki mjólkurbúsins fyrirhugaða. Það hýsti einnig um tíma starfmann gróðrarstöðvarinnar og fjölskyldu hans. Drengirnir unnu ýmis störf meðan á sumardvölinni stóð, fóru í leiki, stunduðu íþróttir og fóru í gönguferðir um nágrennið. Árið 1960 var tekið við drengjum frá 8-12 ára og dvölinni skipt upp í tvö fimm vikna holl. piltar í hvoru holli og var nú meiri áhersla lögð á léttari störf og leiki ýmiskonar. Lauk þessari starfsemi árið 1964.“

Sjá má t.d. meira um framkvæmdir í Krýsuvík HÉR, HÉR, HÉR, HÉR, HÉR og HÉR.

Heimild:
-https://www.fjardarfrettir.is/wp-content/uploads/pdf/FF-2022-09-vef.pdf

Krýsuvík

Krýsuvík – fjósið er nú (2022) notað fyrir kvikmyndatöku.

Seltún

Ólafur Þorvaldsson var vel kunnugur örnefnum í Krýsuvík. Sumarið 1968 aðstoðaði hann við að staðsetja og merkja örnefni svæðisins inn á meðfylgjandi kort. Meðfylgjandi fylgdi eftirfarandi texti: „Skrá þessi um örnefni í Krýsuvík á við kort 1:50.000, Blað 1512 I og 1612 IV, þar sem númerin eru færð inn. Skrásetning á kortin er gerð með aðstoð Ólafs Þorvaldssonar sumarið 1968. Nánari heimild um örnefnin er spjaldskrá um Krýsuvík – 30.7. 1968. S.S.“
Ólafur ÞorvaldssonFERLIR fékk gögnin frá Örnefnastofnun eða Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum eins og hún nefnist í dag (2022).
Á einu kortanna er skráð leiðrétting um staðsetningu Búðarvatnsstæðisins eftir Gunnar Sæmundsson. Skv. því liggja landamerki Vatnsleysustrandarhrepps og Hafnarfjarðar í Markhelluhól við Búðarvatnsstæðið (á hólnum er mosavaxin varða) en ekki í Markhelluna eins og nú er, en hún er allnokkru austar en merkin sýndu áður.
Þegar örnefnalistinn er skoðaður kemur ýmislegt annað áhugavert í ljós. Má þar t.d. nefna að Eiríksvarðan á Arnarfelli er nefnd „Arnarfellsvarða“ (7) og Stínuskúti í norðaustanverðu fellinu er nefndur „Arnarfellshellir“ (4).

Húshólmi

Beinteinsbúð í Húshólma.

Örnefnið „Beinteinsbúð“ (16) er staðsett ofan við Svörtuloft á milli „Útheiðar“ (140) og Húshólmafjöru (70). Þar eru að vísu gróinn óbrinnishólmi í vik neðst í Ögmundarhrauni, en engar greinanlegar tóftir. Líklegra að átt sé við sjóbúðartóftina ofan Hólmastígs í neðanverðum Húshólma, en þaðan gerðu Arnarfellsbændur út allt ársins 1913. Minjarnar þar eru enn óskráðar (líkt og svo margar aðrar). Ekki er minnst á sundvörðuna á hraunbrúninni skammt austar.

Drumbdalastígur

Drumbdalastígur.

Á kortinu er getið um „Engjafjallsveg“ (35), sem var syðri hluti „Dalaleiðar“ (26) sunnan Kleifarvatns. Þá er getið um Engjafjall (34), en það er ekki merkt sem slíkt. Getið er um „Eldborgarhelli“ (31), en hann er ekki heldur merktur, sem og „Krýsuvíkurhellir“ (95), „Bálkahellir“ (15), „Gvendarhellir (57) og „Lambhagahellir“ (100). Ekki er Lambhagaréttar getið í örnefnaupptalningunni.
„Miðdalavegur“ (28) er staðsettur milli Vigdísarvalla og „Drumbdalastígs“ (28) vestan „Drumbsdals“ (29). „Breiðugötur“ (22) eru staðsettar vestan við Deildarháls ofan Stóru-Eldborgar og Krýsuvíkurbæjanna. „Fagradalsstígs“ (42) er getið í upptalningunni, en hann er ekki merktur á kortið. Líklega er þar um að ræða götu upp frá Dalaleið inn í Fagradal, upp á ofanvert Vatnshlíðarhorn og yfir í Hvamma austan Kleifarvatns. Spákonuvatn ofan við Sogin er nefnt „Smákonuvatn“ (125).
„Jónsvörður“ (81) eru merktar á „Miðheiðinni“ (106), en Jónsbúðar er ekki getið. Fleira áhugavert mætti nefna ef grannt er skoðað – sjá meðfylgjandi örnefnalista:

Örnefni í Krýsuvík:
1 Afvatnabrekkur
2 Ál(f)steigar
3 Arnarfellsbær
4 Arnarfellshellir
5 Arnarfellstagl
6 Arnarfellstjörn

Krýsuvík

Eiríksvarða á Arnarfelli (Arnarfellsvarða).

7 Arnarfellsvarða
8 Arnarsetur
9 Ásar
10 Augu(n)
11 Austurengjar
12 Austurengjavegur
12a Austurlækjarvað
13 Baðstofubrekka
14 Bali

Bálkahellir

Í Bálkahelli.

15 Bálkahellir
16 Beinteinsbúð
17 Bergsendi eystri
18 Bergsendi vestri
19 Bleiksflöt
20 Blettahraun
21 Breiðdalsvatnsstæði
22 Breiðugötur

Seltún

Seltún – minjar brennisteinsvinnslunnar.

23 Brennisteinshúsatættur
24 Bæjarfellshellir
25 Bæjarhals
26 Dalaleið
27 Dalirnir
28 Drumbsdalastígur
29 Drumbsdalur
30 Dýjakrokar

Krýsuvík

Krýsvík – Ólafur Þorvaldsson; örnefni og kort I.

31 Eldborgarhellir
32 Eldborgarskarð
33 Eldborgarhraun
34 Engjafjall
35 Engjafjallsvegur
36 Engjaháls
37 Engjalækur
38 Engjar
39 Eystra-Hlíðarhorn
40 Eystrigjá
41 Fagradalsmúlavatnsstæði
42 Fagradalsstígur
43 Fíflavellir

Fitjar

Fitjar.

44 Fit(j)ar
45 Fjárskjólshraun
46 Flatengi
47 Flóðin
48 Geststaðir
49 Giltungur
50 Eystrigjá
51 Vestrigjá
53 Grásteinn
54 Grásteinsmýri
55 Grjóthóll
56 Grænavatnsmelar

Gvendarhellir

Í Gvendarhelli (Arngrímshelli).

57 Gvendarhellir
59 Hafliðastekkur
60 Hálsendi
61 Hamradalir
62 Hattshverir
63 Heimaberg
64 Herdís
65 Hermannshilla
66 Hettumýri

Hetturvegur

Hettuvegur.

67 Hettuvegur
68 Hnaus
69 Hrossabrekkur
70 Húshólmafjara
71 Húshólmabruni
72 Hvalbásar
73 Hveradalabarð

Krýsuvík

Hverafjall, Hveradalur og Baðstofa efst.

74 Hveradalir
75 Hverafjall
76 Hæll
77 Hælsheiði
78 Höfðamýri
79 Höfði
80 Jónsmessufönn

Jónsbúð

Jónsbúð á Krýsuvíkurheiði.

81 Jónsvörður
82 Kaldrani
83 Kálfadalahnúkur
84 Kálfadalir
85 Katlahraun
86 Katlar
87 Ker(ið)
88 Kerlingadalur
89 Kirkjuflöt

Húshólmi

Húshólmi – minjasvæðið. Kirkjulágar fremst.

90 Kirkjulágar
91 Klettur
92 Klofningar
93 Kotaberg
94 Kringlumýri
64 Krýs
95 Krýsuvíkurhellir
96 Krýsuvíkurhraun
97 Krókamýri
98 Kúablettur
99 Lambhagaflöt

Lambhagarétt

Lambhagarétt. „Lambhagahellir (100) er efst v.m.

100 Lambhagahellir
101 Látur eystri og vestri
102 Lækjarvellir
103 Lönguhlíðarhorn
104 Máfafláar
28 Miðdalavegur
105 Miðdalir
106 Miðheiði

Mígandagróf

Mígandagröf.

107 Mígandagröf (-gróf)
107a Móholt
108 Mosalágar
109 Mosar
110 Möngulag
110a Nýibær
111 Ós(inn)
112 Rauðhólsmýri
113 Ræningjastígur
114 Selalón

Selatangar

Selatangar – sjóbúð.

115 Selatangabúðir
116 Selbrekkur
117 Selhella
118 Selhóll
119 Seljabótarklettar
120 Seljabótarnef
121 Seltúnsbörð
122 Skál
123 Skyggnisþúfa
124 Slysadalur

Spákonuvatn

Spákonuvatn og Keilir.

125 Smákonuvatn
126 Smalaskáli
127 Smali
128 Sog
129 Steinabrekkur
130 Steinbogi
131 Stekkjarmýri
132 Stórabrú
133 Stóri-Skógarhvammur
134 Stórkonugil

Krýsuvík

Strákar í Selöldu.

135 Strákar
136 Strandarbergskriki
137 Syðstiskalli
138 Sýslusteinn
52 Teigar

Krýsuvík

Krýsuvík – Ólafur Þorvaldsson; örnefni og kort II.

139 Urðarfell(in)
140 Útheiði
141 Vaðlar
142 Vatnsskarðsháls
147 Vestrigjá

Krýsuvík

Krýsuvík; örnefni og kort – Ólafur Þorvaldsson III.

143 Vigdísarvallagil
144 Víti
145 Yrphóll
146 Ytra-Hlíðarhorn
148 Þúfnadalir
149 Ögmundardys

Hér á neðan má sjá framangreind örnefni í samantektinni  hafa verið færð yfir á loftmynd af svæðinu til að auðvelda yfirsýn. Taka ber viljan fyrir verkið…

Heimild:
-Krýsuvík; örnefni og kort – Ólafur Þorvaldsson 1968.

Krýsuvík

Örnefni úr samantekt Ólafs Þorvaldssonar – gullituð.

Krýsuvík

Einungis ein heimild virðist vera til um eyðibýlið Nös í Krýsuvík. Líklegt má því telja að í kotinu hafi einungis verið búið stuttan  tíma, svo stuttan að ekki hafi verið talin ástæða til að geta þess í jarðabókum, manntölum eða sóknarlýsingum.
Nos-1Heimildin um Nös er að finna á uppkasti af dönsku herforingjaráðs-kortunum, sem síðan voru gefin út á fyrsta áratug 20. aldar. Kortin eru að jafnaði nokkuð nákvæm þótt vissulega megi finna í þeim villur eða misvísanir. Ekki er getið heimildarmanns eða -manna, en ólíklegt er að nafnið hafi verið ritað á uppkastið án tilefnis. Það er þó ekki að sjá í prentuðu útgáfunni. Það er þó ekki einsdæmi því á það vantar fjölmargt, sem skráð var á uppkastið. Uppkastið var þannig að inn á uppdráttinn voru skrifuð númer með rauðu bleki. Út á spássíuna voru síðan númerin skráð og aftan við þau viðkomandi heiti, örnefni eða tegund. Þar stendur: 52: „NÖS“ (eyðibær). Talan 52 er skráð við hlið 48, sem stendur fyrir „Lækur“ (eyðibær). Auk framangreindra númera og bæja má sjá á uppkastinu tölurnar 43: Arnarfell (eyðibær), 45: Krýsuvík, 47: Suðurkot (eyðibær), 49: Norðurkot (eyðibær), 53: Stóri-Nýjabær, 50: Snorrakot (eyðibær), 55: Gestsstaðir (eyðibær) og 54: Litli-Nýjabær (eyðibær).
nos-2Þegar svæðið austan Vestari-lækjar í Krýsuvík er skoðað; neðan og austan við Krýsuvíkurkirkju, má sjá þar greinilegar tóftir Lækjar, sem byggt var þar á 19. öld; bæjarhús, útihús og garða. Bærinn og tengdar minjar hafa greinilega verið byggðar í og utan um mun eldri minjar, hugsanlega eldra kotbýli eða jafnvel útihús frá Krýsuvík. Þar má greinilega sjá eldri túngarð og jarðlægari minjar. Ekki er ólíklegt, reyndar vel mögulegt, að þar kunni að leynast leifar Nasar, en þó er einn hængur þar á.
„Það var sú tíðin, að Krýsuvík var stórbýli, og framfleytti fjölda fólks. Var eigi aðeins stórbú á höfuðbólinu, heldur voru þar einnig margar hjáleigur, svo sem Arnarfell, Lækur, Suðurkot, Norðurkot, Snorrakot, Hnaus, Litli-Nýibær og Stóri-Nýibær. Enn fremur er getið um Gestsstaði, en langt mun síðan að þeir fóru í eyði. Við manntalið 1. nóvember 1903 voru 42 sálir í Krýsuvíkur kirkjusókn, 11 í Krýsuvík, 10 í Suðurkoti, 9 í Stóra-Nýabæ, 4 í Litla-Nýjabæ og 8 á Vígdísarvöllum, sem eru vestan Sveifluháls.“

Krýsuvík

Hnaus(ar) í Krýsuvík.

Hér að framan er getið um bæinn „Hnaus“. Þess bæjar (eyðibæjar) er ekki getið á uppkasti dönsku herforingjanna. Á seinni tíma kortum hefur bærinn sá af einhverjum ástæðum verið staðsettur upp við norðausturhorn Krýsuvíkurkirkju. Þar má nú sjá leifar útihúsa Krýsuvíkurbæjarins. Mjög líklegt má telja að Danirnir hafi þarna verið að kortleggja bæinn „Hnaus“, en orðið er nokkuð samhljóma orðinu „Nös“. Þeir skrá t.d. ekki orðrétt „Snorrakot“ á uppkastið, heldur „Snúrrakot“.
„Sé Stóri-Nýibær talinn tvíbýlisjörð, eins og oftast mun verið hafa fram undir síðastliðin aldamót, og því ennfremur trúaö að einhvern tíma hafi verið byggð á Kaldrana, verða hjáleigur Krýsuvíkur 14 að tölu, þær sem menn vita nú um að byggðar hafi verið. Heita þær svo: Stóri-Nýibær (austurbærinn), Stóri-Nýibær (vesturbærinn), Litli-Nýibær, Norðurkot, Suðurkot, Lækur, Snorrakot, Hnaus, Arnarfell, Fitjar, Gestsstaðir, Vigdísarstaðir, Hali og Kaldrani.“
nos-3Hér er bærinn „Hnaus“ nefndur sem og bærinn Hali. Tóftir hans má sjá í gróinni kvos ofan (norðan) við eystri Auga.
„Óvíst er og jafnvel ekki líklegt að hjáleigur þessar hafi á nokkrum tíma verið allar í byggð samtímis. Þeir Árni Magnússon og Páll lögmaður Vídalín nefna Norðurhjáleigu og Suðurhjáleigu og má telja vafalítíð að það séu sömu hjáleigurnar og nú kallast Norðurkot og Suðurkot. Einnig nefna þeir Austurhús og Vesturhús og er hugsanlegt að Austurhús hafi verið þar sem nú er Lækur, en engum getum skal að því leitt hér hvar Vesturhús hafi verið.
Í Jarðabók sinni, telja þeir Árni Magnússon og Páll Vídalín, að árið 1703 hafi 7 af hjáleigunum verið byggðar og er þá tvíbýli í Stóra-Nýjabæ. Þá geta þeir og þess, að Krýsuvíkin sé eign dómkirkjunnar í Skálholti og að kirkjan í Krýsuvík sé annexía frá Selvogsþingum; telja þeir, að 41 sála sé í söfnuðinum; en þess má geta hér, að um miðbik 19, aldar voru um 70 manns í Krýsuvíkursókn. Ef treysta má því að þeim Páli og Árna hafi verið rétt skýrt frá sauðfjáreign þeirra sem hér eru fyrst taldar, hafa átt rétt til fuglatekju í bjarginu, og þó aðeins í þeim hluta þess, sem kallaður er Kotaberg. Er það miðhluti bjargsins; austan heimabergsins en vestan Strandarbergs. Þó leyfðist hverri hjáleigu ekki, að taka fleiri egg en 150 og ekki að veiða meir en 300 fugla(svartfugl, álku og lunda). Ekki fylgdu heldur neinar engjar öðrum hjáleigum en þessum sex og hafði hver þeirra nokkrar skákir, ýmist á Vesturengjum eða Austurengjum.
nos-4Á flestum þessara 6 býla mátti fóðra tvær kýr, hesta eftir þörfum og um sauðfjáreign, munu engin ákvæði hafa verið, né þótt þurfa. Þegar Nýjalöndin (hið innra og fremra) lágu ekki undir vatni, úr Kleifarvatni, áttu og þessar sex hjáleigur (en ekki aðrar) tilkall til heyskapar þar. Átti þar höfuðbólið helming, en  hver hjáleiga einn tólfta hluta. í góðu grasári, gat hver hjáleiga fengið í sinn hlut, af hvoru Nýjalandi, um 50 hestburði, af nautgæfu heyi.
Vigdísarvellir og Bali höfðu sínar eigin engjar og nærtækar, er og um nokkuð langan veg og einkar torsóttan að sækja, þaðan á Krýsuvíkurengjar. Langt mun nú síðan Geststaðir voru byggðir, en vel má það vera, að ábúandinn þar hafi átt útslægjur, bæði í Rauðhólsmýri og Hveradölum. Árni Magnússon getur þessarar hjáleigu í handriti þeirra Páls lögmanns, en lauslega nokkuð.
Snorrakot og Hnaus hafa verið smábýli ein, eða næstum því tómthús. Hið svokallaða Snorrakotstún, er aðeins horn af Norðurkotstúni og skilur túnin smálækur einn. Getur horn þetta vart gefið meira af sér en 3 til 4 töðukapla, þegar bezt lætur. Í Arnarfelli mun hafa verið búið fram um, eða fram yfír 1870, en túnið þar, var jafnan slegið, frá höfuðbólinu, fram undir 1890 og þá er túnið í rækt, var talið að það gæfí af sér eitt kýrfóður. Má og vel vera að ábúandi Arnarfells hafí fengið leyfi til að nos-5heyja eitthvað á mýrum þeim, sem kringum fellið eru (Stekkjarmýri, Bleiksmýri og Kúabletti).
Á Fitum voru nokkuð stæðilegar bæjartóptir fam yfir síðastliðin aldamót, þar var og safngryfja, sem óvíða sáust merki til, annars staðar í hverfinu. Túnstæði er nokkuð vítt á Fitjum og útslægjur hefði mátt hafa þaðan: Á Efri Fitum, á Lundatorfu, eða Selbrekkum; eigi var og heldur heybandsvegur þaðan á Trygghólamýrina. Utan þessa svæðis, sem hér er nefnt, má telja til gróðurlendis hin svonefhdu Klofninga í Krýsuvíkurhrauni; þar er sauðfjárbeit góð. Þá er Fjárskjólshraun sunnan í Geitahlíð, austarlega, og hólmarnir tveir í Ögmundarhrauni, þeir Húshólmi og Óbrennishólmi. Er á öllum þessum stöðum lynggróður mikill og dálítið kjarr, sprottið upp úr gömlum hraunum. Þá eru hjáleigurnar tvær, austan við Núphlíðarháls, Vigdísarvellir og Bali, með túnstæðum sínum og mýrarskikum í nágrenninu, og svo að lokum, „Dalirnir“ og  valllendisflatirnar fyrir Kleyfarvatn, ásamt grasbrekkum nokkrum, sem ganga þar upp í hlíðarnar.“
Af framangreindu óbirtu uppkasti dönsku herforingjaráðsins, einu heimildinni um staðsetningu eyðibæjarins „Nös“ í Krýsuvíkurtorfunni og niðurstöðu vettvangsskoðunar má telja líklegt að bæði hafi verið um að ræða sama bæjarnafnið og „Hnaus“ (spurningin er bara um hvort nafnið hafið verið að ræða) og að nýbýlið Lækur hafi verið byggður upp úr fyrrum landi „Nasar“/“Hnauss“.

Heimildir m.a.:
-Herforingjakort nr. 27, 1908, uppkast.
-Lesbók Morgunblaðsins 21. júlí 1940, bls. 231.
-Dagblaðið Vísir 31. júlí 1989, bls. 18.
-Lesbók Morgunblaðsins 7. mars 1987, bls. 5.

Krýsuvík

Bærinn „Hnaus“ í Krýsuvík.

Hnaus

Í örnefnalýsingu Þorsteins Bjarnasonar frá Háholti, sem hann safnaði og skráði um Krýsuvík, segir m.a. um bæina Hnausa og Garðshorn:

Krýsuvík

Hnausar.

„Norður frá Krýsuvík var býlið Snorrakot. Skammt frá því var Hnausakot, öðru nafni Hnaus. Landnorður frá Krýsuvík voru bæirnir Stóri-Nýjabær og Litli-Nýjabær. Upp frá þeim eru hæðirnar Hryggir. Í þeim eru Miðauga og Efraauga. Fyrir austan Krísivík var bærinn Lækur. Vestan í Arnarfelli var bærinn Arnafell. Bærinn Fitjar stóð vestan undir Selöldu. Bærinn Bali var hjá Vigdísarvöllum. Fell (hefir verið nálægt Nýjabæjunum. Hvar Austurhús og Garðshorn hafa staðið mun óvíst.“

Krýsuvík

Krýsuvík – Garðshorn.

Í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar um Krýsuvík er getið um bæina: „Traðirnar láu frá austurvegg bæjarins bak við Kirkjugarðinn og síðan til suðurs og niður að Læknum. Norðurtúnið lá allt að Norðurkoti, sem virðist hafa verið eitt af aðalhjáleigunum. Eiginlega stóð Norðurkotsbærinn utan túns. Norðurkotstraðir láu úr túninu heim að bænum og framhjá honum. Norðurkotsrústirnar, eru gleggstu rústirnar sem enn eru sjáanlegar í Krýsuvíkurhverfinu. Úr tröðunum liggur stígur yfir að Snorrakoti rétt norðan við Norðurkot og lengra út á mýrinni er Garðshorn, sem einnig var nefnt Hnaus.“

Sjá meira um bæinn Hnaus og aðra Krýsuvíkurbæi HÉR.

Heimildir:
-Örnefnalýsing Þorsteins Bjarnasonar frá Háholti fyrir Krýsuvík.
-Örnefnalýsing Gísla Sigurðssonar fyrir Krýsuvík.

Krýsuvík

Krýsuvík seinni tíma – uppdráttur ÓSÁ.

Krýsuvík

Í „Fornleifaskrá Hafnarfjarðar XI I – Krýsuvík“ frá árinu 2021 má m.a. lesa eftirfarandi um sögu Krýsuvíkur:

Krýsuvík

Krýsuvík – kirkjan, Hnausar h.m. og leifar Krýsuvíkurbæjarins h.m. og ofan kirkjuna (bæjarhóllinn var sléttaður út með jarðýtu árið 1964).

„Elstu heimildir um Krýsuvík má finna í Hauksbók Landnámu, þar sagði að Þórir haustmyrkur hafi numið Selvog og Krýsuvík. Þarna er þó verið að tala um Gömlu-Krýsuvík sem líklega hefur staðið í Húshólma en þar má sjá fornar tóftir innan um hraunið sem hefur runnið yfir þær.

Gestsstaðir

Gestsstaðir sunnan Gestsstaðavatns – skáli.

Ein kenningin er að eftir að Ögmundarhraun rann yfir Gömlu-Krýsuvík hafi bærinn verið fluttur þar sem Krýsuvíkurkirkja stendur enn í dag, inn á land Gestsstaða, sem var þá í eigu Krýsuvíkurkirkju. Við það hafi nytjar Gestsstaða rýrnað eftir því sem Krýsuvík þurfti meira land undir sinn búskap og Gestsstaðir á endanum lagst í eyði.

Sogasel

Sogasel – fyrrum sel frá Krýsuvík „millum oc hellis firer austan riett til marks vid strandar land“.

Næst var minnst á Krýsuvík í kirknaskrá Páls biskups Jónssonar, sem er frá því um 1200, og sagt að kirkja hafi verið í Krýsuvík. Krýsuvík var einnig nefnd í máldögum Viðeyjarklausturs árin 1234 og 1284 í sambandi við hvalreka, ef hvalreka varð vart í Krýsuvík ætti að festa hvalinn þannig að hann ræki ekki aftur út og senda orð um rekan til Viðeyjar innan þriggja daga.

Herdísarvíkurbjarg

Herdísarvíkurbjarg – rekaítak Krýsuvíkurkirkju.

Í rekaskrá Strandakirkju 1275 var sagt: „fra mijgander grof og til bergs enda eiga strendur allan reka ad helminge vid stadenn j krijsevijk: Sa ger mældage æ herdijsarvijkur fiorum ad stadur j skalhollte a halfann vidreka. allan annan enn auxar talgu vid j millum Selstada oc hellis firer austan riett til marks vid strandar land. Stadur j skalhollte og herdijsarvijk eigu iiij vættar huals og skal vega enu fiordu med brioske og beine: enn þridiung i öllum ef meire kiemur. Enn strandarmenn tuo hlute. Skalhollt oc krijsevijk æ halfann allann reka under fuglberge vi strandar land. Millum wogs og hellis ´strandur land iiij vætter en ef meire er þa æ skalhollt oc krijsevijk flordung j öllum hval. Enn firer austan wog til vindass æ stadur j skalhollte oc krijsevijk halfan tolftung i hual ef meire er enn iiij vætter enn ecke ellegar.“

Húshólmi

Húshólmi – gamla Krýsuvík – minjar í Ögmundarhrauni (rann 1151).

Svo sagði í máldaga Maríukirkju í Krýsuvík: „Maríu kirja í Krýsuvík á heimaland allt. Herdísarvík. ix. mæla land á Þórkötlustöðum. Hálfan hvalreka í Raunnesi millum Rangagjögurs og marks við Bedstædinga [Bessastaðamenn] og eingja grasnautn með. Þrjá hluta hvals enn Viðeyingar fjórðung. Enn frá migandi gröf til kirkju fjöru eiga staðir í Skáholti og Krýsuvík helming hvals og viðar og alla grasnautn. Krýsuvík á allan reka á kirkjufjöru. Enn frá kirkjufjöru og til marks við Herdísarvík hálfan hval og viðreka og alla grasnautn. Enn í Herdísarvík á staðurinn í Skálholti helming viðar við Krýsuvík. Þriðjung hvalreka eigu staðir báðir saman til marks við Strandarmenn. Enn fjórðung hvals við Strandamenn til Vogs. Hálfan tólftung hvals á Krýsuvík í Strandar hluta. Ein messuklæði, kaleik, klukkur, ij bjöllur, ij glodarkier, altaraklæði, iij kross steindur, sacrarium, munnlaug, paxspjald, vij kýr, xvj ær og xx iij hross. Kúgildi viijc, j metfie, iij merkur vax, c vadmála, item iiij ær.“

Keflavík

Keflavík – rekaítak Krýsuvíkurkirkju.

Í bréfi dagsettu 13. maí 1367, sem voru vitnisburðir Þorbjarnar Högnasonar um máldaga og eignir Strandarkirkju í Selvogi, var einnig talað um hvalreka sem var í eigu Krýsuvíkur og Skálholts. Og í máldaga Þorlákskirkju á Skeggjastöðum á Ströndum frá sama ári var sagt að Maríukirkja í Krýsuvík ætti heima land allt „herdijsarvijk, ix mæaland á þorkotlustodum.“
1397 reiknaðist kirkjunnar góss í Krýsuvík „að auk fornra máldaga, vc, portio vmm, ij, är hälf, viiij alin.“ Einnig var sagt í máldaga Viðeyjarklausturs árið 1413 að staðurinn í Viðey ætti fjórðung í hvalreka í Krýsuvík.

Kvennagöngubásar

Hraunsnes (Raunsnes) – rekaítök Krýsuvíkurkirkju austan Ísólfsskála.

Í máldaga Maríukirkju í Krýsuvík frá 1477 var sagt að kirkjan ætti heimaland allt Herdísarvík, ix mæla land á Þórkötlustöðum, hálfan hvalreka í Raunnesi milli Rangagjögurs og mark við Bessastaðamenn, svo voru eigur kirkjunnar taldar upp. Í bréfi frá 1479, sem var vitnisburður Arngerðar Halldórsdóttur um ítök upp í Vatnsleysu á Vatnsleysuströnd, var sagt að kirkjan í Krýsuvík ætti þar j x hrundruð í jörðinni. 1487 var svo gerður vitnisburður um reka Viðeyjarklausturs á Krýsuvíkurfjörum og var hann svipaður og áður.

Keflavík

Geldingasteinn ofan Keflavíkur.

Í máldaga Kaldaðarneskirkju í Flóa frá 1491-1518 sagði að viðarhögg í Geldingasteini, fjöru í Keflavík að helmingi við Krýsuvíkurstað að öllum reka. Sauðhöfn í Krýsuvík og húsrúm manna í að geyma þar sauðfé.42 Biskup var svo fenginn til að meta kirkjuna í Krýsuvík árið 1496 og virtist honum kirkjan x hundruðir og staðin allan með hjáleiguhúsum innan garða xv hundruðir. Árið 1525 sagði Ögmundur biskup að Viðeyjarklaustur skyldi eignast þann part í Vatnsleysulandi sem Krýsuvíkurkirkja hafði átt. Í bréfabók Gizurar frá 1539 stóð að vitrir menn hafi sagt að sigla skyldi í suðvestur undan Krýsuvíkurbergi til að komast til Nýjalands. Ekki er víst hvaða land er átt við en ein kenning er að Nýjaland hafi verið partur af austurströnd Grænlands.

Túnakort

Krýsuvík – túnakort 1918.

Í máldaga Kaldaðarneskirkju í Flóa var sagt það sama og í máldaganum 1491-1518, og máldagi Maríukirkju í Krýsuvík var mjög svipaður máldaganum 1477. Árið 1563 var sóknarkirkjan í Krýsuvík lögð niður af hirðstjóra eftir beiðni Gísla biskups Jónssonar: „Það með kennumst ég Páll Stígsson kongleg Maiestatis Bidalningzmann yfir öllu Íslandi, að á Bessastöðum um haustið mánudaginn næstan fyrir Michaelsmessu, kom fyrir mig herra Gísli Jónsson Superintendes Skálholts Sticktis. Spurði mig ráða og tillagna hver nauðsyn mér þætti á þeirri kirkju sem haldin hafði verið í Krýsuvík. Þá tók ég með mér þessa heiðurs dánimenn Jón Bjarnason, Loft Narfason og Jón Loftsson prestmenn. Item Orm bónda Jónsson Gísla, Sveinsson og Níels skrifar Ólafsson. Þótti mér með þessum fyrrnefndum dánimönnum í fyrstu engin þörf eða nauðsyn vera eður verið hafa að í þessari nefndri Krýsuvík alkirkja væri. Því það má enginn sóknarkirkja kallast sem engin samkunda til liggur. Því leist oss svo best fara og sannlega staðfestum að þessi Krýsuvíkurkirkja aflagðist enn lægi til Strandar kirkju bæði tolla og tíundir og alla aðra rentu svo sem aðrir almenningsbæir skyldugir eru sínum sóknarkirkjum að veita.

Herforingjakort

Herforingjarðaskort 198 – Krýsuvík og nágrenni.

Enn umboðsmenn dómkirkjunnar í Skálholti skyldu Krýsuvík byggja til fulls landgildis og aftekta Skálholts dómkirkju vegna. Svo og líka Herdísarvík og annað það fleira sem þessum Krýsuvíkur stað hefur fylgt. Enn sökum þess að þessi oftnefnda Krýsuvík liggur nokkuð í fjarska að vegalengd til Strandarkirkju þá þótti oss vel fara þó í Krýsuvík stæði lítið húskorn Guðs vegna og þess heimilisfólks sem þar kann að vera sjúkt eða gamalt: Og herra Gísli skyldi nokkur kúgildi til leggja svo að Guðs orðs þjénari mætti þar huld nætur saka hafa þá hann þar kæmi eða þyrfti að koma Guðlegrar hjarðar að vitja. Skyldi þetta vort álit og gjörningur óbregðanlega standa hér eftir.“

Selalda

Minjar við Selöldu; Krýsuvíkursel og bærinn Eyri – Uppdráttur ÓSÁ.

1627 áttu hin svokölluðu Tyrkjarán sér stað. Eiga þeir að hafa komið á land í Krýsuvík og sagt var frá því í Þjóðsögum Jóns Árnasonar hvernig séra Eiríkur í Vogósum, sem sagður var göldróttur, hrakti þá í burt: „Annað sinn komu Tyrkjar undir Krýsuvíkurberg og gengu upp þar sem síðar heitir Ræningjastígur. Þá var sel hjá Selöldu og fóru Tyrkjar þangað, drápu matseljuna, en eltu smalann heim að Krýsuvík. Það var sunnudagur og var Eiríkur prestur að messa í Krýsuvíkurkirkju. Segja sumir að hann væri fyrir altarinu, en hitt mun sannara að hann væri í ræðustól er smalinn kom hlaupandi inn og mælti hátt: „Tyrkjar komu og drápu matseljuna og eltu mig hingað.“ Prestur mælti: „Viljið þið ekki lofa mér að ganga fram í dyrnar góðir menn?“ Menn játtu því. Eiríkur gengur fram í dyr og lítur út og sér Tyrkja koma á túninu. Hann mælti til þeirra: „Farið nú ekki lengra! Drepið þarna hvur annan! Væri annar dagur eða ég öðruvís búinn, mundu þið éta hvur annan.“ Þar börðust þeir og drápust niður, og heitir þar síðan Orrustuhóll eða Ræningjahóll er þeir börðust, en Ræningjaþúfur þar sem þeir eru dysjaðir. Þar eftir hlóð Eiríkur vörðu á Arnarfelli og mælti fyrir henni sem hinni að meðan hún stæði skyldu Tyrkjar aldrei granda Krýsuvík. Sú varða stendur enn nú (1859).“

Selalda

Eyri, Krýsuvíkursel og nágrenni undir Selöldu – uppdráttur ÓSÁ.

Eitt sel var skráð í suðaustur hlíðum Selöldunnar, ekki skal fullyrt um að Tyrkir hafi drepið þar matseljuna en þjóðsagan virðist staðfesta selið. Einnig stendur Eiríksvarða enn á Arnarfelli, þó hún hefur verið bætt á seinni tíð.

Krýsuvík

Krýsuvík – uppdráttur ÓSÁ.

Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1703 var Krýsuvík sögð kirkjustaður og var hún annekteruð til Selvogsþinga. Jarðardýrleikinn var óviss og eigandinn dómkirkjan í Skálholti. Landskuldin var i hundraðir þrjátíu álnir og borgaðist með fiski ef hann var til, annars með peningum eða landaurum upp á danskan taxta. Ábúandi átti rekavið frjálsan til uppbóta á húsum nema ef um stór tré var að ræða, þá tók dómkirkjan í Skálholti helminginn. Þá sagði Jarðabókin einnig frá sex hjáleigum, Nýjabæ, Litla Nýjabæ, Norðurhjáleigu (seinna Norðurkot), Suðurhjáleigu (seinna Suðurkot) Austurhús og Vesturhús.

Krýsuvík

Seltún – hluti úr Herforingjaráðskorti 1908.

Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson voru á ferð um Krýsuvík á árunum 1752–1757 og sögðu að Krýsuvík væri kunn á Íslandi og meira að segja erlendis vegna brennisteinsins sem hafði verið safnað þar til útflutnings og gerðu þeir greinagóða lýsingu á hverasvæðinu í Seltúni.

Krýsuvíkurkirkja

Innansmíð Krýsurvíkurkirkju teiknað árið 1810 – Henry Holland.

Henry Holland kom til Krýsuvíkur árið 1810 og lýsti staðarhaldi þar sem heldur slæmri upplifun: „Til Krýsuvíkur komum við kl. 5. Þetta er ömurlegur staður, sex eða átta kofar standa þar á víð og dreif á ósléttu svæði við ræturnar á stakri hæð. Stolt og prjál staðarins er timburkirkja, 18 fet á lengd og 8 á breidd, en hæðin er 5 fet og 8 þumlungar undir bita. Við höfðum ráðgert að búa í kirkjunni, meðan við dveldumst í Krýsuvík, og í því skyni fengum við kirkjulykilinn léðan. En við höfðum naumast litið inn í hana, er við hurfum frá því ráði. Svo mátti heita, að þar kæmu saman öll þau ógeðugheit, sem framast væri að hugsa sér, skítur, myrkur og óþefur af fiski á öllum mögulegum herzlustigum o.s.frv. Gólfið var óslétt, að við hefðum naumast getað skorað tjaldsængina okkar þar, og ofan á allt annað var svo hið litla gólfrými fyllt með kössum, timbri og alls konar skrani.“

Húshólmi

Húshólmi – uppdráttur ÓSÁ.

Árið 1818 svaraði séra Jón Vestmann, prestur í Selvogi, bréfi konunglegu nefndarinnar, Commissionen for oldsagers opbevaring, sem hafði sent fyrirspurn um fornleifar í landinu. Þar skrifar hann um þær fornminjar sem hann þekkir en nefnir engar í núverandi landi Krýsuvíkur. Þó minnist hann á fornminjar í Ögmundarhrauni: „Húshólmi niður við sjóinn í hama hrauni; hefur þar verið mikil byggð áður en brann, sem sést af húsa tófta brotum, að hvar um hraunið gengið hefur, að norðan – vestan – sunnan, og næstum saman að austan-verðu; er þar 1t tóftarform 12 feta breitt, og 24 feta langt, innan niður fallinna veggja rústa; húsið hefur snúið líkt og kirkjur vorar, meinast gamalt goða-hof; fundið hafa menn þar nokkuð smávegis af Eyrtægi; þar er tvísett túngarðs form með 20 faðma millibili, hvar nú er lyng mói; enn graslendi innan innri garðs, austanvert við hraunið.“

Krýsuvíkurkirkja

Krýsuvíkurkirkja 2022.

Krýsuvíkurkirkja brann til grunna eftir íkveikju þann 2. janúar 2010 og í framhaldi á því fór fram fornleifarannsókn á kirkjugrunninum vegna undirbúnings fyrir nýju kirkjuna sem Iðnskólinn í Hafnarfirði smíðaði og stendur sú kirkja þar í dag.“

Krýsuvík

Krýsuvík – stíflugarðar. Bærinn Lækur fjær.

Því sem Jón Vestmann lýsir sem „tvísettum túngarði“ austan bæjar voru í raun stíflugarðar er mynduðu tjörn í Vestari-læk (leifar stíflu sést syðst). Í afrennsli hennar var mylla þannig að garðarnir þjónuðu a.m.k. tvíþættum tilgangi. Það kemur reyndar ekki fram í framangreindri fornleifaskráningu, sem ber reyndar sem slíka að taka með fyrirvara.

Heimildir:
-Fornleifaskrá Hafnarfjarðar XI I – Krýsuvík 2021.
-Landnámabók I-III. Hausbók. Sturlubók. Melabók, 1900, bls. 123-124.
-Brynjólfur Jónsson, 1903, bls. 50.
-Jón Árnason, 2003, bls. 562.
-Árni Magnússon og Páll Vídalín, 1924, bls. 3-7.
-Eggert Ólafsson, 1981, bls. 178-179.
-Henry Holland, 1992, bls. 60.

Krýsuvík

Bærinn Arnarfell í Krýsuvík.

Krýsuvík

Í „Fornleifaskráningu fyrir Krýsuvík – Trölladyngju“ árið 2008 er m.a. fjallað um bæina Vigdísarvelli, Bala og Fell:

Vigdísarvellir

Vigdísarvellir.

„Samkvæmt Jarðabók Árna og Páls frá 1703 var á Vigdísarvöllum selstaða frá Þórkötlustöðum í Grindavík. Henni var lýst sem góðri en langt og erfitt að fara. Selstaðan var í landi Krýsuvíkur en Þórkötlustaðabændur fengu að nýta hana í skiptum fyrir skipsstöðu í Þórkötlustaðalandi.

Þórkötlustaðasel

Þórkötlustaðasel við Vigdísarvelli – uppdráttur ÓSÁ.

Á Vigdísarvöllum var og er eitt besta gróðurlendi í Grindavíkurhreppi en staðurinn var hins vegar afskekktur. Árið 1830 var þar reist nýbýlið Vigdísarvellir og skömmu síðar nýbýlið Bali. Ekki er alveg ljóst hvaða ár Bali byggðist, það er ekki nefnt í heimildum fyrir 1840 þegar fyrst er getið búsetu þar, en árið 1846 bjó þar sex manna fjölskylda. Síðasta heimild um búsetu á Bala er frá árinu 1850.

Vigdísarvellir

Vigdísarvellir – uppdráttur ÓSÁ.

Á Vigdísavöllum var búið allavega til ársins 1901, mögulega með einhverju hléi milli 1870 og 1890. Þriðja nýbýlið á svæðinu sem heimildir eru um er býlið Fell. Þar er getið búsetu í manntalinu 1855 en hvorki fyrr né síðar. Í lok janúar árið 1905 hrundu eða stórskemmdust öll hús á Vigdísarvöllum og fór bærinn eftir það í eyði.“

Krýsuvík

Fell í Krýsuvík.

Leifar tveggja býla eru á norðanverðum Völlunum; Bali að austanverðu og Vigdísavellir vestar (síðar rétt). Skammt sunnar eru minjar selstöðunnar frá Þórkötlustöðum. Engar minjar eru eftir býlið Fell, enda var það kotbýli ekki á eða við Vigdísarvelli heldur sunnan við Stampa milli Grænavatns og Stóra-Nýjabæjar í Krýsuvík. Þar í gróinni kvos má sjá leifar bæjarins, sem mun einungis hafa verið í byggð um skamman tíma. Á botni Litla-Stamps má enn sjá leifar óskráðs stekks frá bænum.

Heimildir:
-Árni Magnússon og Páll Vídalin: Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns III, 14.
-Jón Þ. Þór: Saga Grindavíkur frá landnámi til 1800, 166.
-Jón Þ. Þór og Guðfinna M. Hreiðarsdóttir: Saga Grindavíkur frá 1800 til 1974, 86-87.
-Árni Óla: Strönd og Vogar, 252.

Bali

Bali.

Gestsstaðir

Gestsstaðir í Krýsuvík, sunnan Gestsstaðavatns, eru að öllum líkindum elstu bæjarleifar á svæðinu tan þeirra er sjá má glögglega í og við Húshólma ofan hinnar fornu Krýsuvíkur. Ari Gíslason segir í örnefnalýsingu sinni um Krýsuvík að „Gestsstaðir eru eða voru norðvestan við Krýsuvík sunnan undir dálítilli hæð, sem gengur austur úr Sveifluhálsi. Sér þar fyrir miklum tóftum. Mun þetta hafa verið stórbýli, enda eru þau ummæli til, að þessi bær hafi fyrrum heitið Krýsuvík.“

Gestsstaðir

Gestsstaðir sunnan Gestsstaðavatns – skáli.

Þorsteinn Bjarnason frá Háholti safnaði og skráði örnefni í Krýsuvík. Þar er getið um Gestsstaði sbr.: „Framan undir Hverafjalli eru Gestsstaðir, sjást þar húsarústir. Gestsstaða er getið í jarðamatsbók Árna Magnússonar sem eyðibýlis og veit þá enginn hvenær í byggð hefir verið. Þess er og getið í jarðamatsbókinni, að bærinn hafi staðið undir Móhálsum. Þetta örnefni er nú ekki til í daglegu tali; óefað hefir nafnið Móhálsar náð yfir nokkuð stórt land, sem nú hefir fleiri nöfn. Skammt frá Gestsstöðum er Gestsstaðavatn.“

Krýsuvík

Gestsstaðir – eystri bæjarhúsin (útihús).

Gísli Sigurðsson lýsir Gestsstöðum í örnefnalýsingu hans um Krýsuvík: „Á flötum fremst í dölunum hafa nú risið Krýsuvíkurhúsin. Þar eru vermigróðurhús og íbúðarhús. Þar framundan er Gestsstaðavatn. Kringum það eru svo Gestsstaðamelar. Þess er vert að geta, að Gestsstaðavatn, Grænavatn, Augun og Stampar eru allt sprengigígar, eftir því sem jarðfræðingar telja. Hveradalalækurinn eystri rennur sem fyrr er frá sagt niður í Vaðlana og nefnist þar eftir þeim. Annar Hveradalalækur vestri kemur úr Hveradölum og rennur fram milli melanna. Lækur þessi er aðaluppistaðan í Krýsulæk vestri. Fram undan melnum vestan lækjarins munu hinir fornu Gestsstaðir hafa staðið, sér þar móta fyrir rústum tveggja bygginga. Vestan þessa mela er lítill lækur og mætti nefna hann Gestsstaðalæk. Gestsstaðamói liggur fram undan rústunum, fram á mýrina.“

Kringlumýri

Gestsstaðir „vestan hálsa“. Sennilega er um að ræða eina elstu selstöðu á Reykjanesskaganum – frá fyrrum Krýsuvíkurbæjunum ofan Hólmasunds.

Í „Svæðisskráningu fornleifa í Hafnarfirði“ frá árinu 1998 segir m.a. um Gestsstaði:
„Gestsstaðir skal hafa verið jörð heitið nálægt Krýsuvík undir Móhálsum austanverðum, þar allnærri sem nú liggur almenningsvegur. Sjer þar enn nú bæði fyrir túngarði og tóftum. En völlur er allur uppblásinn og kominn í mýri, msa og hrjóstur, so ómögulegt er jörðina aftur að byggja. Þar með liggur hún aldeilis í Krýsuvíkurlandi og kann ekki fyrir utan skaða Krýsuvíkur landsnytjar að hafa. Hefur og so lánga tíma í eyði legið, en engi veit til nær hún hafi bygð verið.“ „Gestsstaðir eru eða voru norðvestan við Krýsuvík sunna undir dálítilli hæð, sem gengur austur úr Sveifluhálsi. Sér þar fyrir miklum tóftum. Mun þetta hafa verið stórbýli, enda eru þau ummæli til, að þessi bær hafi fyrrum heitið Krýsuvík. …Fram undan Hverafjalli eru rústir Gestsstaða, sem sagt er, að séu undir Móhálsinum, og er það nafn nú glatað.“

Gestsstaðir

Gestsstaðir – minjar.

Gestsstaðir heitir eyðibær, norðvestur frá Krýsuvík, þar sem hún er nú. Hann hefir staðið sunnanundir dálítilli hæð, sem gengur austur úr Sveifluhálsi. Bæjartóftin er 10 ft löng frá austri til vesturs, hefur engan miðgafl, og mun hafa verið þiljuð sundur. Dyr sjást ógjörla, en á suðurhlið hafa þær verið, því hvorki eru þær á endanum nér norðurhliðinni. Skamt austar er fjóstóft, 5 fðm löng, og heygarður eigi lítill. Túnið hefir verið umgirt, er það víða komið í sand af frárennsli. – Þau ummæli heyrði eg í Grindavík fyrir 40 árum sannleikann í þeim. Jörðin Gestsstaðir hefir verið í eign Krýsuvíkurkirkju. Hefur bærinn og kirkjan því verið flutt í Gestsstaðaland eftir eldinn. En við það hafa Gestsstaðir verið að nýta hjáleigur í nytum, og meir og meir þrengt að þeim, unz þeir lögðust í eyði.“

Gestsstaðir

Gestsstaðir – eystri tóftin og garður.

Í „Fornleifaskráningu fyrir Krýsuvík – Trölladyngju“ árið 2008 er getið um Gestsstaði: „Jarðabók Árna og Páls (1703) segir frá jörðinni Gestsstöðum nálægt Krýsuvík. Þá voru greinilegar bæði tóftir og túngarður þó mikið væri uppblásið. Bærinn hafði þá verið svo lengi í eyði að enginn vissi hvenær hann var byggður síðast.
Matthías Þórðarson Þjóðminjavörður friðlýsti eyðibýlið Geststaði við Krýsuvík árið 1930 á grundvelli lýsingar Brynjúlfs Jónssonar: „Gestsstaðir heitir eyðibær, norðvestur frá Krýsuvík, þar sem hún er nú. Hann hefir staðið sunnanundir dálítilli hæð, sem gengur austur úr Sveifluhálsi. Sér þar enn fyrir tóftum, og hefir þar verið stórbýli á sínum tíma. Bæjartóftin er 10 fðm. löng frá austri til vesturs, hefir engan miðgafl, og mun hafa verið þiljuð sundur. Dyr sjást ógjörla, en á suðurhliðinni hafa þær verið, því hvorki eru þær á endanum né norðurhliðinni. Skamt austar er fjóstóft, 6 fðm. löng, og heygarður eigi lítill. Túnið hefir og verið mikið og umgirt, en nú er það víða komið í sand af árennsli. – Þau ummæli heyrði eg í Grindavík fyrir 40 árum, að Krýsuvík hefði í fyrstu heitið Geststaðir og staðið vestur við hálsinn. Nú þykist eg skilja sannleikann í þeim. Jörðin Geststaðir hefir verið eign Krýsuvíkurkirkju. Hefir bærinn og kirkjan því verið flutt í Geststaðaland eftir eldinn. En við það hafa Geststaðir verið sviftir nytjum, og meir og meir þrengt að þeim, unz þeir lögðust í eyði.“
Í örnefnaskrá segir að á Gestsstöðum sjái fyrir miklum tóftum og að þar muni hafa verið stórbýli sem munnmæli séu um að hafi fyrrum heitið Krýsuvík.!

Gestsstaðir

Gestsstaðir – vestari tóftin (skáli).

Í Jarðabók Árna og Páls (1703) segir frá jörðinni Gestsstöðum nálægt Krýsuvík. Þá voru greinilegar bæði tóftir og túngarður þó mikið væri uppblásið. Bærinn hafði þá verið svo lengi í eyði að enginn vissi hvenær hann var byggður síðast.
Matthías Þórðarson, Þjóðminjavörður, friðlýsti eyðibýlið Gestsstaði við Krýsuvík árið 1930 á grundvelli lýsingar Brynjúlfs Jónssonar er birtist í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1903, bls. 50, undir yfirskriftinni „Rannsókn í Gullbringusýslu og Árnessýslu sumarið 1902„: „Gestsstaðir heitir eyðibær, norðvestur frá Krýsuvík, þar sem hún er nú. Hann hefir staðið sunnanundir dálítilli hæð, sem gengur austur úr Sveifluhálsi. Sér þar enn fyrir tóftum, og hefir þar verið stórbýli á sínum tíma. Bæjartóftin er 10 fðm. löng frá austri til vesturs, hefir engan miðgafl, og mun hafa verið þiljuð sundur. Dyr sjást ógjörla, en á suðurhliðinni hafa þær verið, því hvorki eru þær á endanum né norðurhliðinni. Skamt austar er fjóstóft, 6 fðm. löng, og heygarður eigi lítill. Túnið hefir og verið mikið og umgirt, en nú er það víða komið í sand af árennsli. – Þau ummæli heyrði eg í Grindavík fyrir 40 árum, að Krýsuvík hefði í fyrstu heitið Ges[s]tstaðir og staðið vestur við hálsinn. Nú þykist eg skilja sannleikann í þeim. Jörðin Geststaðir hefir verið eign Krýsuvíkurkirkju. Hefir bærinn og kirkjan því verið flutt í Geststaðaland eftir eldinn. En við það hafa Geststaðir verið sviftir nytjum, og meir og meir þrengt að þeim, unz þeir lögðust í eyði.“

Gestsstaðir

Tóft vestan við Gestsstaði.

Rústirnar eru undir blásnum hól, ca. 150 m suðvestur af Krýsuvíkurskóla, á um það bil 30×50 metra stóru svæði. Í fornleifaskráningu Bjarna F Einarssonar eru skráðar þarna 3 tóftir, bæjarrúst, garður/gerði og ógreinileg rúst. Heimildir fundust einnig um aðra rúst uppi á hálsinum ekki langt frá, hún stendur stök og greinilegt grjót í hleðslum.

Gestsstaðir eru líklega eitt af elstu býlunum í landi Krýsuvíkur. Heimildir gefa vísbendingar um að þeir séu jafnvel eldri en Krýsuvíkurbærinn sjálfur. Hér þyrfti að gera frekari rannsóknir til að hægt sé að meta verndargildi minjanna.“

Heimildir
-Svæðisskráning fornleifa í Hafnarfirði 1998.
-JÁM III, 7; Ö-Krýsuvík, 8 15; Árbók 1903, 50.
-Krýsuvík — Trölladyngja; Fornleifaskráning, Rammaáætlun 2008.
-Brynjúlfur Jónsson: “Rannsókn í Gullbringusýslu og Árnessýslu sumarið 1902”, 50.
-Örnefnaskrá Krýsuvíkur. Ari Gíslason skráði, 6.
-Bjarni F. Einarsson: Krýsuvík, nr. 233.
-http://www.ferlir.is/?id=4043
-Örnefnalýsing fyrir Krýsuvík – Þorsteinn Bjarnason frá Háholti safnaði og skráði.
-Örnefnalýsing Krýsuvíkur. Gísli Sigurðsson skráði.

Gestssaðir

Gestsstaðir – uppdráttur – ÓSÁ.