Tag Archive for: letursteinn

Urriðakot

Eftir að framkvæmdir hófust við vegagerð á Urriða[kots]holti (2007) spurðist FERLIR fyrir um hvað hefði orðið að letursteininum frá 1846 er verið hafði skáhalt til suðurs neðan frá bænum – því við vettvangsferð um svæðið virtist hann við fyrstu eftirgrennslan vera horfinn.

Steinninn þar sem hann er nú (2008)

Bæjarverkfræðingur Garðabæjar sendi erindið áfram til hlutaðeigandi aðila. Svar kom um hæl: „Verktakinn hafði fært steininn til á meðan á framkvæmdum stendur og er ætlunin að koma honum aftur fyrir á sínum stað að þeim loknum“.
Farið var aftur á vettvang að þessu sögðu. Rétt neðan við suðvesturhorn bæjartóftanna lá myndarlegur steinn. Á honum var áletrunin og vístaði hún upp. Það verður því að teljast bæjaryfirvöldum og verktakanum til hróss að hafa hlíft steininum, eins og sagt hafði verið.
Örnefnalýsing Urriðakots segir m.a.: „Bærinn Urriðakot lá í halla vestan í Urriðakotsholti (Urriðavatnsholti).“
Í Jarðabók Árna og Páls segir: „Urriðakot, hálfbyli so kallað, því það hefur ekki fyrirsvar nema til helmings á móts við lögbbýlisjarðir.“
Áður en hlíðinni var rótað upp var þarna heilstætt kotbýlislandslag með hlöðnum túngarði, túnblettum, heimarétt, fjárhúsi, lambhúsi, bæjarhúsum, Snorralaut (að ganga Snorra í merkingunni að ganga örna sinna), brunni, heimtröð og brunni svo eitthvað sé nefnt. Í túni er og enn letursteinn með áletruninni „JTh 1846″. Steinninn var í traðarveggnum, en þegar hann var sléttaður fór hann í túnið. Það mun hafa verið Jón Þorvarðarson, bóndi í Urriðakoti, sem hjó áletrunina. Um stafina er hogginn rétthyrndur rammi.“
Efst á holtinu er listaverkið „Táknatréð“. Við listaverkið eru útlistingar á höfundunum, M. Augustyniak, M. Amzalag og G. Friðriksdóttur, hugmyndum þeirra og stefnum.

Táknatréð

Um Gabríelu segir m.a.: „Sagt er um verk Gabríelu að í þeim birtist innra landslag, þar sem ímyndaður kynjaheimur forsögulegs tíma rennur saman við samtímann. Hún framkallar heim þar sem engin rökvís orð geta dregið skýr mörk á milli myrkra tilfinninga og gleði, og í stað öryggiskenndar þarf áhorfandinn að kljást við djúpstæð mannleg tákn og minni, á andartaki þar sem allt virðist í þann mund að tortímast og fæðast á ný.“ Flest í textanum er auðvitað bara bull (að slepptum hinum listræna mælikvarða), en taka þarf viljan fyrir verkið (með fullri virðingu fyrir listafólkinu).
Sennilega hefði farið langbest á því að staðsetja mjög nærtækan friðaðan leturstein á þeim stað þar sem listaverkið „Táknatréð“ er nú. A.m.k. hefur hann hvorki tortímst né endurfæðst, einungis legið þarna áfram, bæði með litlum tilkostnaði og auk þess með áletruninni, sem hann hefur borið í rúmlega öld – tákni þeirrar handa sem þá markaði sögu Urriðakots. Væri það vel við hæfi í ljósi allra þeirra umbreytinga, sem bæði landslagið er nú að ganga í gegnum á svæðinu og á aðbúnaði mannanna m.v. fyrri tíð.

Urriðaholt

Uppdráttur af Camp Russel á Urriðaholti.

Eitt pínulítið kríuegg, sem fyrir ótrúlega heppni hafði sloppið í hreiðri sínu millum hjólfara ofurstórvirkra vinnuvéla, var kannski hin mesta áminning (sanna og áhrifamesta minnismerkið) á Urriða[kots]holti þetta síðdegið. Kríumóðirin flaug yfir með tilheyrandi verndarlátum, líkt og mæður hafa gert svo lengi sem vitað er – og mun vonandi verða um ókomna tíð – líka í hinu nýja uppbyggjandi mannfólkshverfi á Urriða[kots]holti.
Málið er að stundum ferst bæjarráðsmönnum og -konum ekki fyrir í allri vitleysunni. Í dægurþrasinu er nefnilega svo mikilvægt að hafa bæði skynsemi og gáfur til að sjá í gegnum orðskrúðið. „Elítan“ fágæta lifir og hrærist í orðskrúðinu líkt og dvergbleikjan í grunntjörninni. Hún er í mjög svo afmörkuðu umhverfi, en líkt og dvergbleikjan er henni sama um það og þá er búa ofan og utan tjarnarinnar. Þar búa bara miklu, miklu, mun fleiri…. og þeim er ekki sama….
Þegar gengið var um Urriðaholtið og hið smá gaumgæft virtist augljóst hvað skipulagsaðilum og öðrum hönnuðum svæðisins hafði yfirsést. Líkt og árstíðirnar eiga sér mjög svo ákveðna stund og tiltekinn stað á holtið sér nærtæka nálgun. Hana sjá einungis þeir/þau er gefa sér tíma og hafa vilja til að skilja.
Kríuegg á Urriðaholti

Kerlingabúðir

Af og til hefur verið leitað að letursteini við Kerlingarbúðir undir Stapanum. Á hann er, skv. heimildum, klappað ártalið 1780.
Túnakortið frá 1919Ef skoðað er túnakort frá Brekku frá árinu 1919 má lesa eftirfarandi á handritinu undir uppdrættinum af búðunum: “Aths. Kerlinga(r?)búðir eru stuttan spöl s.v. frá vestri túnfætinum (sem áður hefur verið sérbýli). Þar er í líkri afstöðu og sýnt er: 1. tótt af íbúð kerlingar, 2. tótt af sjóbúð, 3. af eldhúsi, er stór klettur hefur brotið, 4. klettur lágur eftst í fjöruþanggróðri með ártalinu 1780.
NB. Steinninn aðeins er stækkaður tífalt móti öðru (1:200) og ártalið mikið meira. 3. fiskihjallaleifar milli kletta er þar í nánd frá konungsútvegi (og má vel vera meira – Fljótlega skoðað í rökkri).”
Þegar gengið var eftir kortinu virtist það allnákvæmt hvað Brekku (Stapabúðarhlutann) varðaði. Austast eru tóftir hússins og kálgarður norðvestan við það. Sunnan þess er tóft. Innan garðs vestan við kálgarðinn mótar fyrir tóft, brunnur enn vestar sést enn svo og tóft norðvestan hans. Kerlingarbúðir eru spölkorn norðvestar með ströndinni, undir hamrahlíð.
Ef tekið er mið af hlöðnum grónum vegg svo til alveg á fjörubakkanum þaðan sem sjá má í fiskihjallaleifarnar fyrrnefndu á kortinu (við stóran klett), má sjá hvar steinninn var 1919. Tóftir merktar nr. 3 og 2 á uppdrættinum eru horfnar í sjó. Eftir stendur suðurveggur tóftar nr. 1. Skv. því ætti steinninn að vera skammt norðaustan við vegginn, niðri í fjöruborðinu (ef sjórinn hafði ekki fært hann annað).
Kerlingarbúðir heita svo vegna þess að útróðramenn er þar voru tóku kerlingu er hjá þeim var matselja, drápu hana og notuðu í beitu. Einn mannanna vildi ekki taka þátt í ódæði þessu. Áður en vermenn þessir reru síðasta róðurinn birtist hún manni þessum í draumi og bað hann Tóftarveggurinnað róa ekki þennan róður. Gerði hann sér upp veiki og lá eftir. Vermennirnir drukknuðu allir í þessum róðri. Þannig hefndi kerling þessa verknaðar.
Við nákvæma leit í fjörunni þar sem hver einasti steinn var skoðaður nákvæmlega í línu austan við tóftir nr. 1-3, sem sýndar voru á uppdrættinum frá 1919, allt út að sjólínu. Yst var brimsorfið grágrýti, en nær kambinum var stórt grjót, sem fallið hafði úr hlíðinni fyrir ofan og sjórinn fært síðan til á meðan hann hafði dundað við að rífa niður gróðurræmuna á bakkanum.
Um það leiti sem gefast átti upp á leitinni, enn eini sinni, var ákveðið að gera enn eina atlöguna. Grjót var fært ofan af grjóti í veikri von – og þá birtist eitthvað er virtist vera talan 17. Svartar skófir voru fjarlægðar með vírbursta, olíu í nálægum brúsa makað yfir og
 skafið á ný. Þá virtust sjást tölustafirnir 1, 7, 8, og 0. Og með því að maka mold úr bakkanum efra yfir steinflötinn birtist ártalið – Letursteinninn1780. Skynja mátti að þarna hefði kerlingin haft einhver áhrif því hefur ekki verið einleikið hversu þrálátlega leit hefur verið gerð að steini þessum.
Nú getur vörslufólk fornleifa í landinu andað léttar því nú á það a.m.k. að geta gengið þurrum fótum (í fjöru) að enn einni fornleifinni hér á landi.

Frábært veður.

Heimildir m.a.:
-Túnakort 1919.
-Örnefnaskrá.

Stapinn

Stapinn – uppdráttur ÓSÁ.

 

Ölfusvatn

Í „Fornleifar í landi Nesjavalla og Ölfusvatns„, Fornleifastofnun Íslands 1997, er m.a. fjallað um Ölfusvatn og Nesjavelli. Hér verður sagan rakin sem og nefndir nokkrir áhugaverðir staðir þeim tengdum:

Fyrri fornleifaathuganir á Ölfusvatni

Ölfusvatn

Ölfusvatn – bæjarhóll.

„Ekki hafa verið gerðar neinar fornleifaathuganir í landi Nesjavalla svo vitað sé fyrr en sumarið 1997 en tæpar þrjár aldir eru síðan menn fóru að veita fornleifum á Ölfusvatni athygli. Í skýrslu um heimildakönnun um fornleifar á Hengilssvæðinu er gefið yfirlit um fornleifaathuganir sem gerðar hafa verið á svæðinu en hér verður fjallað um Ölfusvatn sérstaklega.
Í lýsingu sinni á Háldans Jónssonar á Ölfushreppi frá 1703 getur hann um Grímkelsgerði og Grímkelsleiði á Ölfusvatni en lýsir þeim ekki nánar (SSÁ, 234-50). Árið 1817 sendi konungleg nefnd um varðveislu fornminja bréf til allra sóknarpresta á Íslandi og bað þá að skrifa skýrslur um fornleifar og gamla gripi í sínum sóknum.

Ölfusvatn

Ölfusvatn – túnakort 1918.

Presturinn á Þingvöllum, Páll Þorláksson (1748-1821) svaraði nefndinni um hæl með allítarlegri skýrslu. Á Ölfusvatni getur hann um hoftóft sem ennú sjáist gjörla til og að það sé talið hofið sem Grímkell brenndi. Sunnan við hofið segir hann frá stóru gerði með þúfu í sem kallað sé Grímkelsleiði. Einnig getur hann um kirkjugarð og stein sem standi í sáluhliði sem talinn sé frá pápískri öld og haldi sumir að hann hafi staðið fyrir kirkjudyrum með vígðu vatni en aðrir að hann hafi verið skírnarfontur. Þessar lýsingar koma ágætlega heim við aðstæður í dag. Hofkofinn, fjárhús sem byggt var á hoftóftinni um miðja 19. öld, er þó heldur vestar en norðar af Grímkelsgerði sem nú er kallað og ekki er hægt að sjá af lýsingu Páls hvar kirkjugarðurinn hefur verið eða bollasteinninn (FF, 219-20).

Ölfusvatn

Ölfusvatn – uppdráttur/G.Ó.

Tuttugu árum síðar sendi Hið íslenska bókmenntafélag út spurningalista til sóknarpresta og var þar m.a. spurt um merkar fornminjar, þar á meðal dómhringa. Með því hugtaki var yfirleitt átt við hringlaga torfgarða þar sem dómar áttu að hafa farið fram en presturinn á Þingvöllum, Símon Beck, hefur ekki skilið það þannig heldur lýsir hann sem dómhring steini einum á Ölfusvatni sem menn sögðu vera blótbolla. Það er sýnilega sami steinninn og hafði verið talinn skírnarfontur af forvera Símonar því hann telur bollann hestklyf (50 kg) að þyngd og bollann taka 4-5 merkur (1-1,25 l) (SSÁ, 190). Á þessum stutta tíma hafði afstaða manna til fortíðarinnar breyst á afgerandi hátt: Það sem áður voru óáhugaverðar leifar úr pápísku voru nú orðnar merkar minjar sem endurvörpuðu ljóma glæstrar fortíðar á staðnaðan samtímann. Ekki getur Símon um aðrar fornminjar í landi Ölfusvatns.

Ölfusvatn

Ölfusvatn – hoftóft.

Á áttunda áratug 19. aldar reið danski fornfræðingurinn Kristian Kålund um landið og skoðaði íslenska sögustaði. Hann kom við á Ölfusvatni til að skoða menjar um Grímkel goða. Kålund lýsir blótsteininum, gerðinu, leiðinu og hoftóftinni sem hann kallar Hofhól og greinir frá því að fjárhús hafði þá verið byggt á tóftunum. Honum var raunar sagt að blótsteinarnir hefðu verið tveir og að sá sem hefði staðið framan við kirkjuna og hefði verið stærri væri nú kominn í hleðslu í húsgrunni. Hinum steininum lýsir hann sem ferköntuðum með skál ofaní, sem sé um eitt fet í þvermál (um 30 cm). Sá steinn var þá heima við bæinn og er sennilega sá sami og er þar nú. Kålund fannst lítið til koma um blótsteinakenninguna og taldi skýringu Páls líklegri að steinninn eða steinarnir hefðu verið skírnarfontar (KK II, 89).

Ölfusvatn

Ölfusvatn – tóft.

Skömmu síðar, eða 1880 var Sigurður Vigfússon við rannsóknir á alþingisstaðnum á Þingvöllum en fór einnig um nágrannasveitirnar og skoðaði minjastaði sem tengdust sögu þinghaldsins eða frásögnum Íslendingasagna. Sigurður segir frá sömu stöðum og Kålund og hefur litlu við frásögn hans að bæta utan að hann fékk að vita að stærri blótsteinninn væri í hleðslu í kjallara og einnig var honum sagt að þriðji steinninn hefði verið til, minni en hinir en hann væri nú týndur. Öfugt við Kålund var Sigurður ekki í vafa um að steinarnir hefðu verið notaður við heiðið helgihald og einnig taldi hann að staðsetning Grímkelsleiðis kæmi alveg heim við frásögn Harðar sögu um að Grímkell hefði verið jarðaður suður frá garði (Árbók 1880-81, 19-20).

Brynjúlfur

Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi (Kålund).

1898 var arftaki Sigurðar sem könnuður Fornleifafélagsins, Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi á ferð í Grafningi. Hann lýsir alveg sömu stöðum og Kålund og Sigurður og eru lýsingar hans öllu nákvæmari um stærð og lögun en bæta að öðru leyti engu við. Hann lýsir blótsteininum í hlaðinu en getur ekki um hinn eða hina sem Kålund og Sigurði hafði verið sagt frá (Árbók 1899, 2-3).
Eftir að Brynjúlfur hætti ferðum sínum skömmu eftir aldamótin 1900 dró mjög úr fornleifaathugun á Íslandi, en nýr þjóðminjavörður, Matthías Þórðarson, ferðaðist ekki um landið eins og forgöngumenn hans heldur sat lengstum í Reykjavík og hugði að safngripum. Matthías friðlýsti þó fjölda minjastaða á Íslandi í kringum 1930 og fór þar mest eftir skýrslum þeirra Kålunds, Sigurðar og Brynjúlfs. Meðal þeirra voru Grímkelsleiði í túninu á Ölfusvatni en einnig steinn með áletruðu ártali ‘1736’ í túninu aftan við bæinn. Steins þessa er ekki getið í fornleifaskýrslum og hlýtur Matthías að hafa skoðað hann sjálfur. Einnig er haft eftir Sæmundi Gíslasyni bónda á Ölfuvatni að Matthíasi hafi ekki þótt tóftaleifarnar undir Hofhúsinu sannfærandi og talið að hofið væri sunnan við túnið þar sem er tóft sem annars hefur verið talin vera af fjárborg. Þetta mun vera ástæðan fyrir að Hofhúsið var ekki friðlýst en Matthías lét friða nær allar slíkar tóftir sem hann vissi um. Ekki er vitað hvenær hann kom að Ölfusvatni en dauðaleit hefur ekki verið gerð í dagbókum hans.

Kristian kålund

P.E. Kristian Kålund –  1844 –  1919.

Skipuleg fornleifakönnun hefur ekki farið fram á Ölfusvatni fyrr en sumarið 1997 en 1958 skoðaði Kristján Eldjárn nokkrar tóftir á svæðinu og gróf m.a. í svokallaðar Grímkelstóftir fyrir neðan túnið í Króki. Markmið þessarar athugunar var að fá staðfestingu á sögn Harðar sögu um býlið Grímkelsstaði þar sem Grímkell bjó áður en hann flutti bæ sinn að Ölfusvatni. Egill Guðmundsson á Króki sýndi Kristjáni tóftir á fleiri stöðum, m.a. í Álftalautum og sést þar í einni tóftinni að grafin hefur verið lítil ferköntuð hola sem sennilega er eftir Kristján.
Árið 1989 stóð til að leggja veg heim að Ölfusvatni, vestan árinnar og var bent á að fyrirhugað vegarstæði færi í gegnum rúst af fjárborg sunnan við túnið. Guðmundur Ólafsson gerði vettvangsathugun sama ár og var ákveðið að færa veginn svo hann spillti ekki tóftinni. Guðmundur lýsti fjárborginni og gerði lauslegan uppdrátt af bæjarstæðinu á Ölfusvatni.

1847. Skálholtsstólsjörð. Kirkjustaður fram á 16. öld og átti kirkjan hálft heimaland og Sandey. Jarðarinnar er getið í Harðarsögu og Sturlungu (1243). Í eyði síðan 1947. Sagt er að Arnarbæli í Ölfusi hafi átti skógarítak í Þverárdal. Eign Hitaveitu Reykjavíkur en sneið vestan af jörðinni er sumarbústaðarland í einkaeign. Hagavík og Krókur eru gamlar hjáleigur frá Ölfusvatni en auk þeirra áttu Nesjar sókn til Ölfusvatns.

Matthías Þórðarson

Matthías Þórðarson – 1877- 1961.

1918: Tún 5,3 ha, að mestu slétt. Matjurtagarðar 582 m2. Þverárdalur út við Hengil er mýrlendur að hluta; skiptast síðan á melar með valllendis- og mosagrónum dölum og dalverpum en brekkur eru víða klæddar nokkrum tegundum lyngs og víðis.
Kringlumýri er slægjuland þar sem veitt hefur verið á. Stóribaugur er nef í ánni sem hún hljóp yfir í vetrarleysingum og þótti hey þaðan vera töðu ígildi. Skógarkjarr nokkurt er vestan í Ölfusvatnsfjalli, Líkatjarnarhálsi, Sandfelli að austan og svonefndum Ölfusvatnshólum. Veiði er í Þingvallavatni 1 1/2 km frá bænum. Mótak er norður af túninu.≅ SB III, 264. Túnið er nú komið í sinu og mosa. Bæjarmýrin norðan við það er farin að teygja sig inn fyrir túngarðinn í átt að bæjarhólnum. Túnið hefur verið að stórum hluta slétt, en stórþýfi er hér og þar, einkanlega NA af bæjarhól. Hér og þar í túninu, einkum SV-til í því eru stakar litlar þúfur eða hrúgur sem eru möl og aur úr fjallinu sem mokað hefur verið saman. Túnið virðist sáralítið hafa verið stækkað frá því túnakortið var gert, mest til NA. Þar er helst að sjá að það hafi verið ræktað upp á mel, því að þar sem því sleppir til austurs taka strax við svotil gróðurlausir melar. Norðan við túnið er hinsvegar mýri. Sigurður Hannesson telur að túnið hafi ekkert verið stækkað eftir 1918 og að þaksléttur í brekkunum ofan og vestan við bæinn hafi verið yngstu túnaukarnir. Túnið á Ölfusvatni var fyrsta túnið í Grafningi sem girt var með vír, skömmu eftir aldamótin 1900. Ölfusvatn þótti góð jörð til beitar og fyrir veiðar en erfið um slægjur.“

Í „Fornleifakönnun vegna endurbóta og lagningu bundins slitlags á Grafningsvegi efri„, Náttúrustofa Vestfjarða 2018 er einnig fjallað um Ölfusvatn og Nesjavelli:

Ölfusvatn 

Ölfusvatn

Ölfusvatn – fjárborg.

„Ölfusvatns er getið í Harðarsögu og í Sturlungu. „Grímkell bjó fyrst suður að fjöllum skammt frá Ölfusvatni. Þar er nú kallað á Grímkelsstöðum og eru nú sauðahús… Hann færði bú sitt… til Ölfusvatns, því að honum þóttu þar betri landkostir“ er talin hafa búið fyrst á Grímkelsstöðum og flust síðar til innar jarðarinnar. Á Grímkelsstöðum eru og alla tíð verið stórbýli í Grafningi þar sem höfðingjar og valdamenn hafa búið. Það bjó árið 1243 Símon Kútur sem hafið verið fylgdarmaður Gissurar Þorvalssonar og hafði barist með honum í Örlygsstaðabardaga og í Reykholti við aftöku Snorra Sturlusonar.
Flest bendir til þess að Ölfusvatn hafi verið aðalbýlið á miðöldum í Grafningi þar hefur líklega verið kirkja frá kristnitöku. Í Jarðabók Árna og Páls segir „So segja menn hjer hafi að fornu kirkja verið, sjást enn nú merki kirkjugarðs og leiða, og er þar nú skemmuhús, sem kirkjan skyldi staðið hafa. Enginn man hjer hafi tíðir fluttar verið“.

Gamlasel

Gamlasel

Gamlasel.

Krosshóll og Selhóll norðan við Gamlasel tilheyra báðir Ölfusvatnshólum. Milli Klettagrófar og Gamlasels er brött brekka með dálitlum skriðum, sem nær alveg niður að ánni og hár bakki neðst. Eftir þessum bakka lágu suðurferðargöturnar og voru kallaðar Tæpur. Fyrir vestan Tæpur norðan árinnar er Gamlasel undir Selhól. – Gamlasel er undir Selhólnum að sunnan. Þar er hvammur með tóftum.≅ segir í örnefnalýsingu. Selið er stök tóft í breiðum hvammi sunnan undir Selhóli um 70 m vestan við Ölfusvatnsá. Merkt gönguleið upp á Ölkelduháls liggur hjá tóftinni. Í hlíðarótum, í breiðum hvammi sem er u.þ.b. 100×100 m, með smáþýfðum grasmóa innantil en lyngmóa nær ánni. Víðikjarr er í hlíðinni innan við tóftina.
1706: Selstaða er í eigin landi.≅ 1838: […] margar eru [selstöður] so nærri, að litlum hagamun sýnist numið geta. Ein var samt tekin upp í fyrra frá Ölvesvatni og aftur brúkuð í sumar; mun það því ekki hafa skaði þókt.≅ SSÁ, 182. Það er sennilega Nýjasel sem rætt er um í sóknalýsingunni.
Sels frá Ölfusvatni er getið í Sturlungu er Björn Dufgusson og menn hans leituðu þar uppi Þorstein Guðnason, sem eignað var banasár Snorra Sturlusonar, og handhjuggu hann utan við selið – Sturl, 491.
Seltóftin er með grjót í veggjum en þeir eru mjög hlaupnir í þúfur. Dyr á syðri langvegg, vestarlega. Um 75 m SA við seltóftina er um 30 m langur hóll, sem snýr N-S, með lyngmóa og grjóti upp úr hér og þar. Í N-enda gæti verið lítil tóft m. grjóti í veggjum, mjög breiðum, og dyrum til A.

Nýjasel

Nýjasel

Nýjasel.

Suðaustur af Mælifelli, við ána þar sem Gljúfrin enda, er Nýjasel og Seltungur meðfram ánni. – Nýjasel er austan undir Mælifelli, fyrir suðvestan Löngugróf. [Selið] var líka frá Ölfusvatni.
Seltungur […] eru þar skammt frá. Þær liggja meðfram Ölfusvatnsánni, bugður út í ána. Fyrir selinu sést ennþá. segir í örnefnalýsingu. Selið er austanmegin í dalverpi, sem snýr N-S og gengur til N frá Þverá þar sem hún tekur stóran sveig til A, SA við Mælifell. Tóftin er um 200 m norðan við ána og sést ekki frá henni. Undir lítt grónu holti, í brekkurótum. Í dalverpinu er blaut mýri og tjarnir. Fjær eru mosaþembur og flagmóar og enn fjær berir sandar. Norðan við selið meðfram Þverá, allt niður um Ölfusvatnsárgljúfur er mosi ráðandi gróður, en ofanvið, á Selflötum og allt upp undir Ölkelduháls eru víða grösugir móar og grashvammar sem mátt hefur slá. Í örnefnskrá segir ennfremur um Seltungur meðfram ánni: Þar hefur verið ágætt haglendi og nóg vatn í ánni. Ég hef heyrt, að þarna hafi einu sinni verið mikill skógur víða. Nú er þetta allt horfið. Þarna mun hafa verið skógarítak frá Arnarbæli í Ölfusi fyrr á öldum. … Suður og suðvestur af Mælifelli eru Mælifellsflatir [vestur af selinu]. Um 1938 og áður voru þessar flatir stórar (margir hektarar). Nú er þar aðeins smáflöt eftir. Þarna hefur verið og er enn mikill uppblástur víða.
1838: […] margar eru [selstöður] so nærri, að litlum hagamun sýnist numið geta. Ein var samt tekin upp í fyrra frá Ölvesvatni og aftur brúkuð í sumar; mun það því ekki hafa skaði þókt.  SSÁ, 182. Það er sennilega Nýjasel sem hér er rætt um. Rof er í N-vegg á tveimur stöðum. Tóftin snýr N-S og er skipt í 3 hólf. Anna Þórðardóttir f. 17.9.1819 var síðasta selstúlkan í Nýjaseli og jafnframt í Grafningi en selið lagðist af um miðja 19. öld.

Kirkja

Ölfusvatn

Ölfusvatn – upplýsingaskilti.

1706: „So segja menn að hjer hafi að fornu kirkja verið, sjást enn nú merki kirkjugarðs og leiða, og er þar nú skemmuhús, sem kirkjan skyldi staðið hafa. Enginn man hjer hafi tíðir fluttar verið“.
1817: Á Ölvisvatni í Grafningi hefur í fyrri daga Kyrkia verid, og sér þar ennú til Kyrkiugards, þar hefur svo leinge menn til vita stadid Steirn í Sáluhlide, sem mælt er vera mune frá Pápískri Öld, og géta sumir til ad hann mune stadid hafa fyrir Kyrkiudyrum med vígdu Vatne ….
Ekki er nú vitað hvar kirkjan stóð, en hafi hún verið heima við bæinn, eins og líklegt er og ætla má af því að húsinu var breytt í skemmu, þá er sennilegast að hún hafi verið annaðhvort fast sunnan við bæjarhólinn þar sem nú er um 20×20 m rústabunga samtengd honum eða þar sem Hofhúsið stendur nú. Á fyrrnefnda staðnum er hnitið tekið. Þar sést ekkert tóftarlag eða garðsmynd en á síðarnefnda staðnum sést bogadregin garðhverfa austan við fjárhúsið 003, sem gæti verið af kringlóttum garði, um 20 m í þvermál. Í túni. Mælingar eiga við fyrri staðinn, sem áfastur er við bæjarhólinn.
Máldagar kirkjunnar á Ölfusvatni:

Ölfusvatn

Ölfusvatn – loftmynd.

[1180]: Þessi er kirkio maldage at vatne. at þar liggr til sandey oll. oc .xij. hundroþ alna i vatz lande oc i hagavikr lande. oc scal eigi selia lond þesse nema með ollom gæþom. þeim er fylgia. at leyfe biscops þess er i scala hollte er Þar fylgir oc kyr ein. oc scal gefa einnar kyr nyt fra þvi er sio vicna fasta komr. hvern drottens dag. vnz liþr hvita daga. oc mario messo of fosto. oc olafs messo. oc vppstigningardag. oc hvern drottens dag vpp fra olafs messo til vetrar. at vatne scal vera seto prestr. oc syngia þar allar heimilis tiþer. oc .ij. daga rumhelga i viko. oc alla þa daga er messa er til gor. hvern dag messa of iola fosto. oc annan hvarn dag .ij. messor of langa fosto. vigilia hvern dag rumhelgan of langa fosto. syngia .ij. messor fosto dag i imbro dogom of haust oc of vetr. kirkia a kluckur .iij. tiolld vm huerfis I kirkio. alltara klæþe .iij. prestz messo fot full. kertastikur .ij. gloþa ker. oc gloþa jarn. roþo kross. lyse kolo [skirnar sar. oc silfr kalekr*; DI I 270 [* b.v. í AM 263. c. 1200: Kirknaskrá Páls, DI XII, 8
1397: a halft heimaland. Sandey. Kirkiurid [!, kirkiuvid í einu handr.] portio Ecclesiæ vmm .xij. är firirfarandi .c. oc .x. aurar fiell nidur oll firir kirkiu vppgiaurd. DI IV, 94-95
1491×1512: Byskups Stephans maldagi. kirkian a Olversvatni. a heimaland halft. Sandey. kirkiurid. kirkian a nv viij kvgilldi. þar liggur til eirn bær. kirkjan lasin. hana á Skalhollt. DI VI, 47
1553-54: Olvesvatn. kirkian a Olverzvatne ä heimaland halft. Saudey. kirkiuvid. kirkian a nv viij kugillde. þar liggur til eirn bær. kirckia lasin. hana ä Skalhollt. DI XII, 662
1575: CXCIII. Aulvesvatn kirkian ä Aulvesvatne ä hälfft heimaland. Saudeij. kirkiuvid. Jtem kaleik og gomul messuklæde. thangad liggia Nesiar og krokur. DI XV, 644

Hofhús

Ölfusvatn

Ölfusvatn – Hoftóft.

Í fornleifaskýrslu Páls Þorlákssonar prests á Þingvöllum til konunglegu fornleifanefndarinnar 1817segir að enn sjáist gjörla til hoftóftarinnar á Ölvisvatni: ΑI Sudurátt af Hoftoft er ennú sér giörla til á Ölvisvatni … Eins og ádur er um gétid vottar þar til Hoftoptar í nordur af svokolludu Grímkels leide er vera skal þad sama Hof, sem Grímkell brende, og getur um í Holmveria Sogu. Rústernar edur Hríngurinn er nú ummáls 30 Fadmar og standa þar vída Steinar uppur.
1877: Α… på Ölvesvatn … havde [Grimkell] et gudehus, der i sagaen kaldes Torgerd hörgabruds hov, men som dog også ses at have indeholdt billeder af de andre guder. … Spor af dette gudehus Fornleifar í landi Nesjavalla og Ölfusvatns 35 men syd for gården er i tunet en lav höj Hovhol (Hofhóll) hvorpå der står et fårehus, der af stædet bærer navnet Hofhús; her skal gudehuset have stået.
SV 1880: ΑÚti á túninu spottakorn fyrir útsunnan bæinn er fjárhús, sem stendr á flötum hól, bygt fyrir hér um bil 30 árum; það heitir nú Hofhús. Steinar höfðu verið teknir þar upp úr í húsið, og þó vóru steinar eftir niðri; þar sást fyrir vegg eða hleðslu, enn nú verðr ekki í neitt ráðið, síðan húsið var bygt.

Ölfusvatn

Ölfusvatn – kort 1908.

1898: Eitt af fjárhúsum þeim, er standa í túninu á Ölfusvatni, er kallað Hofhús. Þar á hofið Grímkels að hafa staðið, og er sem upphækkun undir húsinu.
Hofkofi er gömul fjárhústóft, rétt norðan við Grímkelsdys. Munnmælasögur segja að þar hafi verið hof í heiðni. Matthías Þóðarson taldi líklegra, að það mynda hafa verið í hól utan (vestan) við túnið, er ber í Tindgil. Sæmundur Gíslason telur að þarna hafi verið gömul fjárborg. segir í örnefnalýsingu.
1989: Fjárhústóft var í túninu suður af gamla bæjarstæðinu, allhár hóll. Þar heitir Hofkofi, og er að sögn staðurinn þar sem hof á að hafa staðið til forna. Tóftin er um 40 m sunnan við S-enda bæjarhólsins (sbr. 002). Hún stendur hátt á rústabungu sem er u.þ.b. 20 m í þvermál og um 1 m há. Í túni. Fjárhústóftin er einföld, með dyr á norðurgafli, en undir henni eru eldri rústir og sést í þær austan við tóftina. Þar er allöng bogadregin þúfa sem gæti verið garðbrot og má með góðum vilja fylgja því suður fyrir tóftina. Af horni bogans má ráð að hringveggur sá hefði verið um 20 m í þvermál og kemur það vel heim við lýsingu sr. Páls á ummálinu, 56,4 m sem svarar til 18 m í þvermál.

Grímkelsleiði

Ölfusvatn

Ölfusvatn – Grímkellsleiði.

Friðlýstar minjar. Í fornleifaskýrslu Páls Þorkelssonar prests á Þingvöllum til konunglegu fornleifanefndarinnar 1817 segir: I Sudrátt af Hoftoft er ennú sér gjörla til á Ölvisvatni mótar til Gérdis nockurs, og er í því hérumbil 4 Fadma laung Þúfa frá nordre til sudurs, er menn kalla nú Grímkéls leide.
1877: ΑStraks neden for (sydöst for) hovhuset er en ved sporene af et gammelt grastörvsgærde indhævet del af tunet kaldet Grimkelsgærde (Grímkelsgerði), her findes I den vestlige udkant tæt ved huset en stor aflang tue, Grimkelslejde (Grímkelsleiði), hvor altså Grimkel skulde være begravet.
Í frásögn Sigurðar Vigfússonar í Árbók 1880-81 segir: … fyrir neðan [Hofhús] skamt í landsuðr, er svo kallað Grímkelsgerði með fornum garði digrum, vallgrónum; gerðið er stórt sem kýrvöllr. Rétt við garðinn inni í gerðinu skamt frá Hofhúsinu … er þúfa stór í túninu, sem kölluð er Grímkelsþúfa; hún er 28 feta löng, enn 8 fet á breidd, snýr í norðr og suðr, og mjórri í norðrendann, afbrugðin öðrum þúfum þar í nánd. Þetta stendr heima við Harðar sögu Grímkelssonar … : ok var hann jarðaðr suðr frá garði.

Ölfusvatn

Ölfusvatn – fjárborg.

1898: Grímkelsgerði heitir forn girðing þar austur á túninu, hér um bil 1 dagslátta að stærð. Suðvestast í henni er sýnt leiði Grímkels. Það er þúfa mikil, nær 5 fðm. löng og nær 1 fðm. á breidd við suðurendann, en mjó í norðurendann, og um 2 al. á hæð.
Grímkelsgerði er í suðvestur frá bænum í um 130 metra fjarlægð. Sjást þar ógreinilegar minjar hringlaga torfgarðs. Grímskelsleiði (dys) er stór þúfa nyrzt í Grímkelsgerði. Var dysin friðlýst af Matthíasi Þórðarsyni fornminjaverði, segir í örnefnalýsingu.
Guðmundur Ólafsson fornleifafræðingur hefur eftir heimildamanni í skýrslu um fornleifar á Ölfusvatni 1989 að leiði Grímkels hefði verið þekkt áður fyrr, en nú vissu líklega fáir eða engir um það.
Þúfan er um 1 m innan (A) við garð Grímkelsgerðis þar sem það er lengst til vesturs, um 30 m ASA við Hofhúsið. Þar sem þúfan er rennur gerðið undir/samanvið veginn. Í túni. Þúfan er aflöng frá norðri til suðurs, mjókkar og lækkar til norðurs, en er hæst og breiðut syðst. Þar sem hún er hæst sést í fjóra litla steina, sem gæti verið raðað af mannahöndum en þeir eru heldur lausir í mosanum og gætu verið nýlega komnir þangað.

Blótsteinn/skírnarfontur
Ölfusvatn
Í fornleifaskýrslu Páls Þorlákssonar prests á Þingvöllum til kongunglegu fornleifanefndarinnar 1817 segir: Á Ölvisvatni í Grafningi hefur í fyrri daga Kyrkia verid, og sér þar ennú til kyrkiugards, þar hefur svo leinge menn til vita stadid Steirn í Sáluhlide, sem mælt er vera mune frá Pápískri Öld, og géta sumir til ad hann mune stadid hafa fyrir Kirkiudyrum med vígdu Vatne adrir ad hann hafe verid brukadur fyrir Skyrnarfont. – Steinninn er á Hæd 1 al dönsk med 5 köntum herum 9 þuml. breidum – í ödrum enda hans er bolli kringlóttur 9 1/2 þuml: vídur og 4 þuml. djúpur.
1839: Búðartóftir eru hér nógar í kring og dómhringir 2r, að eg hygg, annar á Ölvesvatni, er nokkrir meina, að séu gamlir blótbollar. Þeir eru nærfellt hestklyf á þyngd, en það hola í þeim (concavum) hygg eg taki hér um 4 eða 5 merkur, og er það laglega holað, en utar eru þeir allt ólögulegri.
1877: Hjemme ved gården ligger en ikke höj firkantet stenblok, hvori der findes en fadformig fordybning, omtrent fod I tværmål, en anden lignende, men större, skal for öjeblikket være benyttet som grundsten I en af gårdens vægge; om den sidste siger man, at den I sin tid har stået foran den der daværende kirke. Men I övrigt kaldes de her som andetsteds Αblotstene (blótsteinar) og antages at have hört til de gamle gudehuse og været benyttede ved offringene.

Ölfusvatn

Ölfusvatn – blótsteinn.

Sigurður Vigfússon skrifar um blótsteininn 1880-81: Steinn einn er þar í bænum, sem er kringlóttr og nokkuð flatr, hér um bil 2 fet að þvermáli; ofan í hann er bolli krínglóttr, sem er auðsjáanlega höggvinn með nokkrun veginn þvergníptum börmum og nokkurn veginn sléttum botni, og er 10 þuml. að þvermáli og 3 að dýpt. Annar steinn er þar og til, sem eg gat þó ekki séð, þar eð hann mun vera í kjallara undir timbrhúsi í undirstöðu neðantil, enn að honum gat eg ekki komizt, þvíað kjallarinn var fullr af ýmsum hlutum. Þessi steinn er sagðr sýnu betri en hinn fyrri, hann er stærri, hérumbil knéhár eða meira og með dýpra bolla ofaní; ferskeyttr er hann sagðr og líkastr því, sem hann væri sagaðr af enda á ferstrendu tré. Einn var enn til áðr; hann var minnstr og líkastr þessum fyrtalda, enn finst nú ekki. Eg beiddi húsfreyjuna eða ekkjuna, sem þar býr, að reyna að ná þessum steini, sem sagðr er vera í kjallaranum, og geyma þá báða vandlega, þar sem þeir gætu verið til sýnis, og tók hún vel undir það.

Ölfusvatn

BJ 1898: Bollasteinn er á hlaðinu á Ölfusvatni. Hann er úr doleríti og er rúml. 1 al. á hæð, 3 kvart. í þvermál á annan veg en 2 1/2 kv. á hinn. Bollinn nær 9 þuml. á vídd og 5 þuml. á dýpt. Hann er auðsjáanlega mannaverk.≅ Hlautsteinn með bolla stendur í hlaðinu á Ölfusvatni. Sæmundur segir, að steinninn hafi um tíma verið notaður í hleðslu í bæjarhúsavegg. (Steinn þessi kann að vera úr hofi Þorgerðar hörgabrúðar, er var að Ölfusvatni í heiðni, svo sem getið er í sögu Harðar Hólmverjakappa Grímkelssonar.
Steinninn er nú friðlýstur og hefur varðveitzt vel.[…]). segir í örnefnalýsingu. Það er ekki þessi steinn heldur annar sem er friðaður. Steinn þessi er nú jarðfastur í hlaðinu, 14 m norðan við heimreið, 2 m austan við framhlið bæjarhúsanna eins og hún hefur verið, í kanti sem verið hefur á hlaðinu ofan við kálgarðinn. Í bæjarhlaði, nú grasi grónu. Steinninn er jarðfastur og haggast ekki. Hann virðist hafa óreglulega lögun en eins og hann er nú hallar efri hlið hans til SA. Að ofan að sjá er hann því sem næst trapisu-lagaður. Skálin er í breiðari endanum og er svotil alveg hringlaga, 24 cm í þvermál og 12 cm djúp. Í barmi skálarinnar er nú rauf. Hún var gerð af sumarpilti á Ölfusvatni á þessari öld.

Letursteinn

Ölfusvatn

Ölfusvatn – letursteinn.

Friðlýstar minjar. Jarðfastur grágrýtissteinn með áletruninni VES+1736 er í túninu suðaustan við gamla fjárhústóft, nærri hulinn jarðvegi, segir í örnefnalýsingu Steinninn er aðeins norðar en beint vestur af heimreiðinni sem gengur þvert yfir bæjarhólinn. Hann er alveg í brekkurótum, um 3 m S við allmikla grjóthrúgu sem einnig er í brekkurótunum neðan við fjárhústóftina. Í brekkurótum í túni. Steinninn er nær alveg hulinn sinu og mosa.

Nesjavellir
Nýbýli, fyrst byggt 1819. Nesjavellir áttu skógarítak í Nesjalandi í Jórukleif en Nesjar áttu engjaítök í Botnadal og Vegghamrahólum. NV mörk við Nesja hafa verið á reiki og hafa Nesjar átt selstöðu og afbýli hjá engjaítökum sínum innan þess lands sem nú telst til Nesjavalla.

Nesjavellir

Nesjavellir 2020.

Eftir frásögn Odds heitins Snorrasonar eru Nesjavellir byggðir úr Nesjalandi 1817. [Þorleifur Guðmundsson bóndi á Nesjum byggði] neðst á Völlunum, og norðast næst hrauninu. Stóð bærinn þar, þangað til Grímur, sonur hans, flutti bæinn nærri efst á Vellina. – Rústirnar rétt við veginn, þ.e. aðalakveginn suður Grafning, segir Guðmundur ekki hafa verið nefndar neinu sérstöku nafni, en álítur, að Nesjavallabærinn hafi fyrst verið byggður þar […]. – Eftir því sem sögur herma hefur fyrsti Nesjavallabærinn staðið nyrzt á Völlunum við hraunjaðarinn, en verið fluttur síðar syðst á vellina, þar sem vatnsból var betra. Á árunum kringum 1940, að mig minnir, reif Jón Sigurðsson bóndi þennan bæ og byggði íbúarhús og útihús nokkru sunnar, þar sem hærra var, sennilega vegna flóðahættu, segir í örnefnalýsingu. Tóftirnar eru 3 og er ein vestast, norðan við þjóðveginn í beygjunni þar sem hann kemur niður úr Selskarði, en hinar tvær eru um 30 m austar, sunnan við veginn og eru um 10 m á mili þeirra. Miðtóftin er stærst og er hún á svolitlum hraunhól. Á mörkum hrauns og túns. Sunnan við eru sléttir grasvellir en strax norðan við tekur hraunkantruinn við. Tóftirnar standa undir hólaröð (framhald Selkletta til S) er er neðsti hjallinn í fjalllendinu sem gengur til norðurs úr Henglinum.

Nesjavellir

Nesjavellir – tóftir.

Tóftirnar hafa greinilega verið í notkun löngu eftir að bæjarstæðið var flutt suður á vellina, og voru þar beitarhús fram á þessa öld. Bárujárn er í heygryfijunni í miðtóftinni. Vestasta tóftin hefur skemmst lítillega af vegarlagningunni en verði gerðar umbætur á veginum er ljóst að þesar minjar eru í uppnámi. Austasta tóftin snýr A-V og hefur dyr á A-gafli. Hún er 9×5 að utan en 5,5×2 að innan. Hleðsluhæð er 1,3 m og er mest 8 umför. Þykkt veggj er 1,5-2 m. Tóftin er á svolitlum hól en sunnan við hana og áfastur henni er heygarður, 18×10 að utanmáli og 13×8 að innan. Hleðsluhæð er 1 m og mest 4 umför. Þykkt veggja 0,7-1 m. Vestast í heygarðinum er lítill pallur sem gæti verið tóft. Sunnan við heygarðinn er mýrarblettur sem gæti hafa verið vatnsból er búið var á þessum stað. Miðtóftin er greinilega fjárhús frá því um aldamótin eða síðar. Það er 12×10 m að utan og er fjárhúsið sjálft 7×7 m að innan en heygryfjan við enda þess 7×3 m að innan.

Nesjavellir

Nesjavellir – fjárhús.

Í fjárhúsinu, sem er austar og hefur tvær dyr á austurgafli, eru 2 garðar, um 1 m á þykkt báðir. Þykkt veggja er um 1,5 m og hleðsluhæð 1,2 m. Heygryfjan er talsvert dýpri og þar er hleðsluhæð rúmlega 2 m og mest 12 umför. Þykkt veggja 1,5-2 m. Áfastur þessu húsi að vestan er heygarður, 15×10 m að utan og mjókkar til vesturs þannig að V-gaflinn er aðeins 6 m. Garðurinn er grjóthlaðinn, um 1 m á þykkt og stendur um 0,5 m hátt.
Vestasta tóftin, norðan við þjóðveginn, snýr SA-NV og hefur dyr á SA gafli. Hún er 12×6 m að utan og 8×2,5 að innan. Hleðsluhæð er 0,8 m og þykkt veggja 1,5-2 m. Smáskúti er í hraunhólnum sem miðtóftin er byggð á og hefur verið hlaðið fyrir gjótuna, norðn við heygarðinn, noraðn við vírgirðingu sem liggur þétt meðfram mið- og austustu tóft.
Norðaustur af Stekkjarklett eru Selklettar. segir í örnefnalýsingu. Klettarnir taka nafn sitt af seli, annaðhvort selinu (Gamlastekk) vestan við þá eða þá seli sem hefur verið á þessum stað áður en bærinn var reistur 1819. Selstöður á jörðin [Nesjar] í sínu eigin landi, kallaðar Kleifarsel, Klængssel og Vallasel. segir í JÁM II, 378. Líklegt verður að telja að Vallasel hafi verið á þessum stað.

Nesjavellir

Nesjavellir 1937.

Eftir frásögn Odds heitins Snorrasonar eru Nesjavellir byggðir úr Nesjalandi 1817. [Þorleifur Guðmundsson bóndi á Nesjum byggði] neðst á Völlunum, og norðast næst hrauninu. Stóð bærinn þar, þangað til Grímur, sonur hans, flutti bæinn nærri efst á Vellina. Þar var nóg vatn að fá. Árið 1942 (?) var bærinn enn fluttur, þangað sem hann stendur nú. – Eftir því sem sögur herma hefur fyrsti Nesjavallabærinn staðið nyrzt á Völlunum við hraunjaðarinn, en verið fluttur síðar syðst á vellina, þar sem vatnsból var betra. Á árunum kringum 1940, að mig minnir, reif Jón Sigurðsson bóndi þennan bæ og byggði íbúarhús og útihús nokkru sunnar, þar sem hærra var, sennilega vegna flóðahættu. segir í örnefnalýsingum. Bæjrhóllinn er í túninu, um 200 m N við núverandi bæjarstæði og rúmlega 100 m NV við Nesbúð.
Í kringum hólinn er iðjgrænt tún á sléttum völlum en hóllinn sjálfur er ósléttari og í sinu. Sunnan við hólinn eru rásir í túninu beggja vegna við hann þar sem vatn hefur runnið áður. Hóllinn snýr A-V og er hæstur að austan. Ábúendur á Nesjavöllum eiga málverk sem sýnir gamla bæinn að sunnan. Hann snéri stöfnum í A og voru bæjardyr syðst í röðinni. Aftan við bæinn og laus frá honum (á.a.g.10 m) var heyhlaða. Austan í hólnum er 8×8 m ferhyrnd hvompa og er sennilega þar sem síðasti bærinn stóð. Af túnakorti frá 1918 hefur bærinn hinsvegar þá snúið A-V, verið mjó lengja eftir bæjarhólnnum endilöngum og kálgarður verið norðan við hann og tveir smákofar utan í honum.

Gamlistekkur

Nesjavellir

Nesjavellir – Gamlistekkur.

Norður af Skútabrekkum er Litluvellir. Þar norður af er Hjallatorfa. Þar austur af eru Stekkjarhöfðar og Gamlistekkur suðaustan við undir Stekkjarkletti, þar sem nú eru beitarhús. Norðaustur af Stekkjarklett eru Selklettar. – Gamlistekkur var notaður til að stía á vorin. Guðmundur telur, að 80 ár (miðað við 1970) muni liðin frá því, að hætt var að færa frá. – Norðvestur af Völlunum er Vallarskarðið milli Stekkjarhöfða og Selkletta. Þar liggur Grafningsvegurinn í gegnum.≅ Stekkur frá Nesjum var í Selklifi í Nesjavallalandi, frá gamalli tíð. – Selklettar eru nokkuð hár hraunkambur, sem nær frá Vallarskarði og að Selklifi, sem er norðaustast í Selskarðinu. segir í örnefnalýsingum.

Nesjavellir

Nesjavllir – túnakort 1918.

Ekki er augljóst við hvaða stað þessar lýsingar eiga og ekki er á þeim fullt innbyrðis samræmi, en þó mun ótvírætt að þetta mun allt vera sami stekkurinn og koma ekki aðrar tóftir til greina en selið í Selskarði. Vegarslóði sem nú endar hjá Gjánni og Þorsteinsvík liggur um Selskarð frá þjóðveginum, skammt norðan við vegamót Grafningsvegar og Nesjavallavegar. Þegar ekið hefur verið eftir þessum slóða um 200-300 m opnast þröngur dalur eða skarð sem nær norður að hraunbreiðunni. Syðst er allbrött brekka sem slóðinn liggur niður eftir og eru tóftirnar niðri í hvosinni, austan við slóðann. Þær eru tvær og eru um 60 m á milli þeirra og er þar stórgrýtisskriða, gróin. Tóftirnar eru í botni lítils dals, undir háum klettum. Vestan við stærri og syðri tóftina er dalbotninn allbreiður og er þar lítil starartjörn. Dalurinn er annars grasi vaxinn hið neðra.

Kleifarsel

Kleifarsel.

Syðri tóftin er sennilega rétt, hún er 13×6 m að innanmáli, ferhyrnd og byggð utan í gróna skriðu undir Sleklettum. Hún er opin í vesturendann og því ekki annað en tveir 13 m langir, 1-1,5 m breiðir og 0,8 m háir grjótveggir með 6 m millibili. Nyrðri tóftin er líka grjóthlaðin og byggð utan í skriðurunna hlíðina. Hún er 6×6 m að utan, veggir 1,5-2 m þykkir og hleðslur 0,8 m háar, mest 3 umför. Í botni tóftarinnar er bárujárn sem gæti bent til að hún hafi verið í notkun fram á þessa öld. Norðaustur af Stekkjarklett eru Selklettar. segir í örnefnalýsingu – Ö-Nesjavellira, 2. Klettarnir taka nafn sitt af seli, annaðhvort af seli sem hefur verið nyrst á völlunum, þar sem bærinn Nesjavellir var reistur 1819, eða þá þessu seli. Selstöður á jörðin [Nesjar] í sínu eigin landi, kallaðar Kleifarsel, Klængssel og Vallasel. segir í JÁM. Hugsanlegt er að þessi staður sé sami og Klængssel sem annars er ekki vitað um staðsetningu á, en Kleifarsel var undir Jórukleif og Vallasel er væntanlega sami staður og Nesjavallabærinn var fyrst byggður á.

Klængsel

Klængsel.

Á þessum stað hefur því fyrst verið sel, síðan stekkur á 19. öld og síðast beitarhús sem staðið hafa fram á 20. öld. Hinn möguleikinn á staðsetningu Gamlastekkjar er að hann hafi verið á sama stað og bæjarstæðið/selstaðan/beitarhúsin og bendir helst til þess að hann á að hafa verið Αsuðaustan undir Stekkjarkletti sem getur ekki átt við þessar tóftir en er mögulega villa fyrir Αsuðvestan undir. Á gönguleiðakorti eru þessar tóftir merktar sem ‘Kleifarsel’ en það er rangt, því Kleifarsel er í Nesjalandi undir Jórukleif.
[Þrátt fyrir kort af minjum á Nesjavöllum kemur Gamlistekkur ekki fram þar, þrátt fyrir að liggi nálægt öðrum minjum á svæðinu.]

Þjófahellir

Grafningur

Þjófahellir í Grafningi.

Sunnarlega í Selklettum er Þjófahellir, með hleðslum. – Hellisskúti er í Selklettum og heitir Þjófahellir. Mátti þar hafa 30-40 sauði. Ekki var haft þar neitt hey handa sauðunum. Nokkuð hefur fallið úr bjarginu síðar. segir í örnefnalýsingum. Norðan við Selskarð er strýtulagaður hraunhóll og norðan við hann annað skarð, heldur hærra og þrengra. Í því er Þjófahellir. um 200 m norðan við Grafningsveginn, efst í skarðinu hátt yfir hrauninu sem breiðir úr sér austan við Selkletta. Gengið er í hellinn úr austri.
Hátt í hraunhólum, gróður annar en mosi er lítill í kring. Hellirinn nýr A-V og er opinn í báða enda. Minna opið er að vestan og hefur verið hlaðið nær alveg fyrir það. Að austan er lítill ketill frama við opið og hefur verið hlaðinn veggur langsum eftir katlinum, þannig að gengið hefur verið eftir mjóum gangi niður í hellinn en til hliðar hefur verið svolítið hólf sem hugsanlega hefði getað verið notað sem lambakró við fráfærur. Hellirinn sjálfur er mjög reglulegur, um 3 m á breidd, 10 m á lengd og 1,8-2,4 m undir loft. Gólfið í honum er slétt. Lítillega hefur hrunið úr vestari hleðslunni inn í hellinn og mikið úr langveggnum í eytri katlinum niður í ganginn.“

Heimildir:
-Fornleifar í landi Nesjavalla og Ölfusvatns, Fornleifastofnun Íslands 1997.
-Fornleifakönnun vegna endurbóta og lagningu bundins slitlags á Grafningsvegi efri, Náttúrustofa Vestfjarða, 2018.

Nesjavellir

Nesjavellir – skráðar minjar. Gamlistekkur (rauður hringur).

Draughóll

Sæmundur Einarsson (1765-1826) var ættaður af Suðurlandi. Hann vígðist 1790 og gegndi preststörfum á Kjalarnesþingum. Stóradal og Ásum, en 1812 fékk hann Útskála, sem hann  hélt til æviloka.

Garður

Letursteinn.

Í Fornleifaskýrslu 18. júlí 1817, nr. 4, lýsir hann Útskálum. Nefnir hann til sögunnar Másleiði við Hvalsnes, Flankaleiði, Kistugerði og leturstein þar hjá.  Auk þess nefnir hann rúnastein norðanhalt við landamerkin milli Kirkjubóls og Útskála þar sem standa tilteknir stafir. Auk þess ferhyrndan stein við túngarðshliðið á Stóra-Hólmi.

FERLIR leitaði lengi að og skoðaði framangreinda rúnasteina. Steinninn á mörkum Kirkjubóls og Útskála var löngum álitinn tengjast eftirmálum af drápi Jóns Arasonar árið 1550. Var talið að þarna hafi einhverjir aðfararmanna hans verið drepnir og síðan komið fyrir. Tveir hólar eru á Garðskaga, Draughóll og Skagahóll. Er steinninn utan í þeim fyrrnefnda og með þeirri áletrun er Sæmundur lýsir 1817. Nokkurn tíma tók að finna staðinn. Mörkin liggja þarna skammt vestar um gamlan hlaðinn garð. M er klappað á stein í fjörunni þar sem garðurinn endar. Letursteini þessum, líkt og 80 öðrum letursteinum á Reykjanesskaganum, hefur lítill sómi verið sýndur þrátt fyrir væntanlega merkilega sögu – hver svo sem hún er.

Heimild:
-Frásögur um fornaldarleifar 1817-1823, fyrri hluti, Sveinbjörn Rafnsson bjó til prentunar. SÁM 1983, bls. 235.

Garður

Garður.

 

Viðey

Í Morgunblaðinu árið 1990 er grein um Viðey. Í henni er kafli undir fyrirsögninni „Ástarsaga afhjúpuð?“ Fjallað er um þrjá letursteina  vestan í eynni sunnan við svonefndan Hulduhól. Ein áletrunin á svonefndum Dvergasteini og önnur á klöpp við Nautahúsin.

„Fundist hafa áletranir frá fyrrihluta síðustu aldar á jarðföstum steinum á vesturhluta Viðeyjar og voru nokkrar þeirra áður óþekktar.

Viðey

Mögulegt er að á einum steininum séu ristir upphafsstafir ungra frændsystkina af Stephensens-ættinni sem bjó í eynni á þessum árum, líklega merki um stutt ástarævintýri. Á öðrum steini er aðeins ártalið 1810 í rómverskum tölum og á þriðja steininum, sem kunnugir hafa reyndar lengi vitað um, eru nöfn tveggja manna ásamt krossmarki og ártali.

Forgengileg ást klöppuð í stein?

Magnús Sædal Svavarsson, byggingastjóri í Viðey, kom fyrir skömmu auga á áletranir sem klappaðar höfðu verið í jarðfasta steina í Viðey. Ein þeirra gæti verið þögult vitni um ástarævintýri ungra frændsystkina í eynni á fyrrihluta síðustu aldar. Séra Þórir Stephensen staðarhaldari skoðaði nýlega steinana með blaðamanni og ljósmyndara Morgunblaðsins.
„Þegar ég sá þessa áletrun fyrst bjóst ég náttúrulega við að hér hefði einhver vinnumaðurinn verið á ferð, hefði verið við gegningar í húsunum,“ segir séra Þórir þegar við skoðum stein í nánd við Nautahúsin svonefndu, norðaustan til á Vestureynni. Þar sést stafurinn M og síðan TH sem stundum var notaður í stað íslenska bókstafsins Þ. „Hann gæti hafa verið að dunda við þetta í tómstundum sínum. Svo fór ég í manntalið 1821; það er enn til. Þar er ekkert mannsnafn sem þetta fangamark á við. Ég fór að velta því fyrir mér hvort tveir vinnumenn hefðu verið að verki.
ViðeyÞegar ég ræddi þetta við aðra var mér bent á að ég væri ekki nærri nógu rómantískur! Þegar einhver eða einhverjir séu að krota svona í stein geti það ekkert síður verið elskendur. Ég íhugaði þetta og fór aftur í manntalið.

Vorið 1821 kemur Magnús Stephensen, sonur Stefáns amtmanns og bróðursonur Magnúsar Stephensens konferensráðs, heim frá Kaupmannahöfn, þá nýútskrifaður kandídat í lögfræði. Hann hafði alist upp hjá Magnúsi konferensráði frá því hann var á fyrsta ári. Hann elst upp með Þórunni, dóttur Magnúsar, en þau hafa ekki sést í nokkur ár er Magnús kemur heim. Kannski, og ég ítreka kannski, er þessi áletrun merki um það að með þeim hafi kviknað einhver ástarhugur, hún skrifað stafinn hans, Magnús skrifað fangamark hennar og ártalið.

Viðey

Letursteinn í Viðey frá árinu 1824.

Hann fer aftur að heiman 1823, fær sýslumannsembætti í Skaftafellssýslum 2. september. Magnús er þá svo fátækur að ekki kemur til greina fyrir hann að kvænast; fyrst þurfti hann að koma undir sig fótunum. Næsta ár kemur Hannes bróðir hans heim frá Höfn með guðfræðipróf; hann varð seinna einn af forystumönnum sjálfstæðisbaráttunnar við Dani. Segir sagan að hann hafi verið einn af þrem þingmönnum sem dönsku dátarnir, er voru sendir hingað vegna þjóðfundarins 1851, hafi átt að drepa ef nauðsyn krefði. Á Jónsmessunni 1825 giftist Þórunn Hannesi.
Magnús sýslumaður kvæntist ekki fyrr en 1828, þá prófastsdóttur úr Mýrdalnum.“

Heimild:
-Morgunblaðið, 112. tbl. 19.05.1990, Forgengileg ást klöppuð í stein?, bls. 18-19.
Viðey