Tag Archive for: Njarðvík

Njarðvíkursel

Um miðbik 19. aldar munu hreppsmörk Vatnsleysustrandarhrepps að sunnan- og vestanverðu hafa verið eftirfarandi: „…úr Hraunsvatnsfelli og þaðan í Vatnskatla í Vatnsfelli norðan Fagradalsfjalls. Úr vatnskötlum liggja mörkin til útsuðurs um Kálffell og í kletta við götuna nyrst í Litla-Skógfelli. Úr Litla-Skógfelli liggja mörkin á Arnarklett, allháan klett og auðkennilegan í brunahrauninu sunnan Snorrastaðatjarna, en þaðan til sjávar yst í grunnri skoru á Vogastapa.“ Það skal tekið fram að lýsing þessi er ekki villulaus. Auk þess eru til fleiri en ein útgáfa af markalýsingum, jafnvel frá sama tímabili.

Njarðvíkursel

Njarðvíkursel – uppdráttur ÓSÁ.

Kolbeinsvarða var sögð standa á mörkum Gamla-Keflavíkurvegarins og Vatnsleysustrandarhrepps fyrir ofan Grynnri Skor, „grunnri skoru“ sbr. framangreint, (Kolbeinsskor), sem einnig er kölluð Innri Skor. Á þeim slóðum, líklega í Njarðvíkurlandi, er stór varða, nýlega endurbyggð, sem kölluð er Brúnavarðan og er hún mið af sjó. Fleiri nálægar vörður eru tilgreindar, en ofar í Njarðvíkurheiðinni, s.s. Mörguvörður, Stúlkuvarða og „Tyrkjavörður“.
Rétt er að geta þess að frá Mörguvörðum ofan við Stapann liggur gömul gata (akvegur, byrjað á honum 1913) svo til beint niður móana að Selbrekkum (Sólbrekkum/Seltjarnarhjalla)), á ská niður þær og að Seltjörn (Seljavatni).
Gatan hefur eflaust haldið áfram til Grindavíkur, en nýi vegurinn liggur ofan á henni. Ennþá eldri gata (hestagata) liggur svo til samhliða nýrri götunni, en allnokkru austar. Hún sést einnig mjög vel þar sem hún liðast niður Selbrekkur (vestar) og áfram niður að austanverðu Seljavatni (Seltjörn).

Selbrekkur

Varða við gömlu reiðleiðina ofan við Selbrekkur (Seltjarnarhjalla).

Þegar þessi gata er skoðuð er líklegt að hún hafi greinst við vatnið og austari hluti hennar legið áfram til austurs með hraunkantinum, að Snorrastaðatjörnum. Einungis vantar kaflann frá þessari götu og upp að Litla-Skógfelli til að tengja þessa gömlu leið og aðrar þær, sem þar eru, saman.

Njarðavíkurheiði

Varða á Njarðvíkurheiði.

Á heiðinni, stutt frá gamla akveginum, er stór hringlaga vörðufótur og leifar af vörðu. Gróið er að fætinum. Þarna mun fyrrum hafa staðið myndarleg varða, að öllum líkindum landamerkjavarða af stærðinni að dæma sem og skv. heimildum. Ólafur frá Knarrarnesi man eftir vörðunni þarna. Enda passar staðsetning hennar við „sjónhendingu“ úr Brúnavörðu ofan Stapabrúnar, jafnvel í Innri Skor, og frá henni í Arnarklett ofan við Snorrastaðatjarnir. Grjótið í vörðunni var tekið úr henni á fyrri hluta 20. aldar og sett undir bryggjuna í Vogum. Það að Vogamenn hafi tekið grjótið bendir til þess að það hafi verið í þeirra landi, a.m.k. helmingurinn. Ef þetta reynist rétt er núverandi „Hollywood“-stafaskilti Reykjanesbæjar innan fyrrum landamerkja Voga.

Njarðvíkursel

Stekkur við Njarðvíkursel.

Í örnefnalýsingu Innri-Njarðvíkur segir: „Suður af tjörninni (Seljatjörn) eru tættur, sem heita Sel. (Í gamalli sóknarlýsingu Njarðvíkursóknar segir: „Frá Njarðvíkum er sel, Njarðvíkursel, við Seljavatn“). Þar suðvestur af eru Hraunslágar. Þær eru við austurenda Rauðamels, en það er melflæmi allmikið hér í hrauninu… vestur af Rauðamel er Stapagjá og Vörðugjá, og suður af henni eru Gíslhellislágar kenndar við Gíslhellir, sem er þarna ofan við Rauðamel. Í Stórugjá er stórt berg á köflum“.
Byrjað var á því að skoða Njarðvíkursel sunnan Seltjarnar/Selvatns.

Njarðvíkursel

Varða ofan Njarðvíkursels.

Selstóttirnar liggja í röð undir hraunbakkanum skammt frá veginum að Stapafelli. Segja má að vegurinn liggi í gegnum selstöðuna. Um er að ræða tvö hús. Annað þeirra, það syðra er stórt með tveimur rýmum. Hleðslur sjást enn vel í innveggjum. Nyrðra húsið er mun stærra og lengra, með a.m.k. sex rýmum. Hleðslur í syðstu tóftunum standa enn vel. Líklegt má telja að vegavinnumenn, sem unnuð við Grindavíkurveginn (1914) hafi nýtt aðstöðuna þarna, einkum syðsta hlutann, enda selið þá aflagt fyrir allnokkru.
Norðan vegarins er hlaðin rétt og stór tvískiptur stekkur, tvöfaldur. Hæðin nú er um 60 cm og sjást a.m.k. þrjú umför greinilega.

Njarðvíkursel

Aðhald við Njarðvíkursel.

Miðað við hversu volduglega stekkurinn er hlaðinn má telja líklegt að hann hafi verið notaður fyrir kýr fremur en fé. Af fjölda rýma í selinu og mismunandi stærð þeirra að dæma gæti þarna hafa verið bæði selstaða fyrir fé og kýr, enda ákjósanlega aðstaða við vatnið.
Þarna hefur einnig verið hin ágætasta aðstaða miðja vegu á milli þjóðleiðanna (Skipsstígur) á milli Njarðvíkur og Grindavíkur annars vegar og Voga og Grindavíkur (Skógfellavegur) hins vegar. Grindvíkingar, og jafnvel fleiri, sóttu lengi vel í ís á tjörninni. Steypta mannvirkið norðvestan hennar er m.a. frá hluta þess tímaskeiðs.

Heimild m.a.:
-Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi – SG (1995).

Njarðvíkursel

Njarðvíkursel.

Hafnir

Sveitarfélögin Keflavík, Njarðvík og Hafnir runnu saman í eitt sveitarfélag og nefnast nú einu nafni Reykjanesbær. Byggð í Keflavík og Njarðvík hefur lengi legið saman og voru bæjarmörk ekki ljós, nema tekið væri eftir skiltum við vegarbrúnir, sem gáfu þau til kynna.

Keflavík

Gömlu-Hafnir

Gömlu-Hafnir; varnargarður.

Mikil verslun var stunduð í Keflavík sem gerði hana að stærsta þorpinu á Suðurnesjum. Má rekja verslunarsögu Keflavíkur allt til upphafs 16. aldar og er vitað um þýska kaupmenn þar árið 1518. Undir lok 16. aldar komu Hamborgarkaupmenn til Keflavíkur en þegar Danir settu einokunarverslunina á 1602 féll Keflavík í hendur Kaupmannahafnar. Þessi dönsku áhrif í verslun í bænum héldust svo alveg fram á 20. öld, þó svo að Einokunarverslunin hafi um síðir liðið undir lok.
Þekktasti kaupmaðurinn á árum áður var H. P. Duus og stendur enn hluti af húsum hans, svokölluð Duushús. Þar er nú mjög góður veitingastaður við smábátahöfnina með bergið andstpænis upplýst, þegar dimma tekur á kvöldin. Mikil útgerð og öflug fiskvinnsla var í Keflavík um áraraðir en nú er þjónusta og iðnaður burðarás atvinnulífs staðarins. Keflavík er nú hluti af sameinuðu sveitarfélagi, Reykjanesbæ.

Keflavík

Gamli Keflavíkurbærinn.

Ekki er vitað hvenær byggð hófst í Keflavík en fyrstu vitneskju um að byggð sé þar er að finna í annálum, þar sem segir frá Grími Bergssyni, sem vað þar bráðkvaddur árið 1649, en hann bjó þá í Ytri-Njarðvík. Talið er að verzlun hafi verið í Keflavík frá því um 1500, en árið 1518 er talað um þýzka kaupmenn þar. Hansarkaupmenn settust þar að 1579 og sama ár gaf Danakonungur út fyrsta verzlunarleyfið fyrir staðinn.
Við upphaf einokunarverslunar á Íslandi árið 1602 var kaupmönnum í Kaupmannahöfn afhent Keflavík og mynduðu þeir samlög um verzlunina. Fyrsti togarinn var keyptur til Keflavíkur árið 1944. Hét hann Hafsteinn. Hann var gerður út frá Hafnarfirði, vegna slæmra hafnarskilyrða í Keflavík.

Gamlabúð

„Bryggjuhúsið fékk nýtt hlutverk eftir að nýjir eig. tóku við Duus-eigninni 1920. Þurrkun saltfisks hófst þar (um 1930?) og þá var reikst ketilshús úr steypu sunnan við, hvítt að lit. Húsið var brotið nál. 1969 – 1970. Myndin tekin eftir lagningu Vesturbrautar nálagt 1941. Skífur úr steini á þaki gömlu búðar og bryggjuhúss. Skífur af bryggjuhúsi rafnar af og fleygt niður í fjöruna líkl.1968-1970 þegar ketilhúsið var rifið og þakið járnklætt í fyrsta sinn.“

Fyrsta íshúsið var byggt árið 1897 og fyrsta frystihúsið 1929.

Hröð aukning hefur verið í ferðaþjónustu og eru þar nú hótel í háum gæðaflokki og úrvals veitingastaðir sem og önnur gisting og tjaldsvæði. Keflavík hefur löngum verið nefndur bítlabærinn en þar má segja að sé vagga rokksins og bítlaæðisins hérlendis. Ein fyrsta, og vinsælasta, rokkhljómsveit landsins, Hljómar, var stofnuð í Keflavík og er ávallt kennd við staðinn. Hin árlega Ljósanótt í Reykjanesbæ nýtur sívaxandi vinsælda.
Keflavíkurhreppur var stofnaður 1908 og þann 22. mars 1949 fékk Keflavík kaupstaðaréttindi.

Stjáni blái

Verk Erlings Jónssonar keypt og sett upp í tilefni 40 ára afmælis Keflavíkurkaupstaðar árið 1989.
Það var frú Vigdís Finnbogadóttir forseti Íslands sem afhjúpaði verkið 1. apríl þetta sama ár. Kvæði Arnar Arnarsonar um Stjána bláa varð höfundi listaverksins tilefni til hugleiðinga, sbr. „austur af sól og suður af mána, sýður á keipum himinlind.”

Í Keflavík má m.a. sjá minnismerki um Stjána blá, eftir Erling Jónsson. Við Vatnsnes er samnefnt hús í eigu Byggðasafnsins. Bjarnfríður Sigurðardóttir gaf húseigina til eflingar safns á svæðinu og þar innan dyra er nú nokkuð hefðbundið byggðasafn með margvíslegum gripum. Gamli skólinn hýsir nú Miðstöð símenntunarr á Suðurnesjum. Við bygginguna er listaverkið Laxnesfjöðurin eftir Erling Jónsson. Í skrúðgarðinum er sérstakur skúlptúr er kallast “Hvorki fugl né fiskur”, eftir Erling Jónsson, þar sem greipt eru nöfn þeirra sem hafa hlotið menningarverðlaun Reykjanesbæjar.

Við Hafnargötuna er minnismerki íslenskra sjómanna eftir Ásmund Seinsson. Beint upp af minnismerkinu er Keflavíkurkirkja, vígð árið 1915. Rögnvaldur Ólafsson teiknaði hana. Við enda Hafnargötunnar er Grófin og jafnframt elsti hluti Keflavíkur. Hér má sjá nokkur merkileg hús. Fyrst er að telja hús byggt 1971, sem hlotið hefur nafnið Svarta Pakkhúsið. Það er skýrt í höfuðið á enn eldra húsi, sem var á þessum slóðum og minnir á þá tíð þegar pakkhús og bryggjur kaupmannanna í Keflavík einkenndu víkina auk stakkstæða til saltfiskþurrkunnar.
Leifar síðustu bryggjunnar má enn sjá beint framundan, og heitir sú bryggja Miðbryggja. Næst er svokallað Fischerhús, sem reist var árið 1881, sem verslunar- og íbúðarhús Fischers kaupmanns. Á hluta fyrstu hæðar hefur hópur handverksfólks hreiðrað um sig og rekur þar Galerý Björg.

Keflavík

Keflavík – listaverk.

Handan götunnar er lítið hús sem kallast Gamla búð, sem byggð var árið 1871 af Duus kaupmanni. Þar beint á móti er síðan Duushúsalengjan. Bryggjuhúsið var fyrst reist 1877 af sama manni, Bíósalurinn er byggður við og reistur 1890, en sagnir erum að þat hafi verið bíósýningar þegar um aldamót. Síðan er byggt við þessi hús upp úr 1950 þrjár einingar sem fiskverkunarhús. Búið er að gera upp tvær þeirra og eru þetta nú sýningarsalir.
Ofan við Duushúsin eru tóftir gamla Keflavíkurbæjarins. Jörðin Keflavík var konungseign, en var rýr bújörð og búskapur á jörðinni var alltaf smár. Upphaflega mun jörð þessi eða kot hafa verið í eigu Skálholtsstóls. Við siðaskiptin um 1550 verður hún eign konungsins eins og aðrar jarðir biskupsstóls.

Keflavík

Upplýsingaskilti við gamla Keflavíkurbæinn.

Ekki er vitað hvenær búskapur hefst í Keflavík, en hann er örugglega hafinn á 16. öld því árið 1587 greiðir bóndinn landsskuld sína til Bessastaða. Kvaðir á bóndann áttu að vera mannslán til Bessastaðavaldins, en féll niður, vegna bónar kaupmannsins í Keflavík, fyrir vöktun búðanna. Búskapur á jörðinni leggst niður fyrir 1780. Bæjarhúsin voru jöfnuð út rétt fyrir aldamótin 1900.

Í landi jarðarinnar eru eftirtaldar minjar friðlýstar ákvörðun þjóðminjavarðar árið 1987: Hið gamla bæjarstæði jarðarinnar Keflavík, sem afmarkast af Grófinni að norðan, af Duusgötu og lóð Duusgötu 5 að austan, af Vesturbraut að sunnan og lóðunum Vesturbraut 6 og Grófinni 5 að vestan. Ber eigendum að sjá til þess að ábúanda sé jafnan kunnugt um friðlýsinguna.
Fjölmörgu öðru má geta um Keflavík fyrrum, sem síðar verður lýst á vefnum.

Keflavík

Frá Keflavík fyrrum.

Keflavík byggðist upp við Grófina. Upp frá henni liggja gamlar leiðir til nágrannabyggðalaganna vestan og norðan á Nesinu. Ofan við Grófina er Keflavíkurborgin og Rósasel við Rósaselsvötn.
Sorphirðustöð Reykjanesbæjar heitir Kalka eftir kalkaðri vörðu, sem stóð utan í stórum fallegum eldgíg efst á Háaleiti. Þegar Keflavíkurflugvöllur var lagður var gígurinn flattur út, líkt og svo margt annað á þeim tíma.

Njarðvík

Njarðvík

Frá Innri-Njarðvík.

Njarðvík var fyrrum hluti af Vatnsleysustrandarhreppi en fékk sjálfstæði sem sveitarfélag 1889. 1908 rann Keflavík saman við Njarðvík undir merkjum Keflavíkurhrepps en Njarðvíkingar klufu sig frá á ný 1942 og tóku á ný að starfa sem sjálfstætt sveitarfélag og fékk Njarðvík kaupstaðarréttindi 1. jan 1976.

Njarðvík

Minnismerki um Thorkelli í Innri-Njarðvík.

Sveitarfélögin Njarðvík, Keflavík og Hafnir runnu saman í eitt sveitarfélag og nefnast nú einu nafni Reykjanesbær. Njarðvík var áður skipt í Innri- og Ytri Njarðvík, sem seinna mynduðu eitt sveitarfélag. Byggðin í Njarðvík og Keflavík hefur lengi legið saman og voru bæjarmörk ekki sjáanleg nema tekið væri eftir skiltum við vegarbrúnir, sem gáfu það til kynna. Aðalatvinnuvegur Njarðvíkinga hefur löngum verið sjósókn og fiskvinnsla en iðnaður hefur vaxið mjög sem og þjónusta við Keflavíkurflugvöll, stærsta flugvöll á landinu. Njarðvík er breið vík sem gengur til suðurs úr Stakksfirði. Byggðin í Njarðvík skiptist í Ytri – og Innri-Njarðvík. Ekki er ljóst hvenær sú skipting varð en það var snemma á öldum.

Njarðvíkurkirkja

Innri-Njarðvíkurkirkja.

Talið er að kirkja hafi verið reist í Njarðvík á 11. öld. Eftir það var víkin kölluð Kirkju-Njarðvík.
Fram til 1515 var Njarðvík í bændaeign en eftir það í eigu konungs að minnsta kosti til loka 18. aldar. Sveinbjörn Egilsson rektor bjó í Innri-Njarðvík. Fram til 1889 var Njarðvík hluti Vatnsleysustrandahrepps, en varð þá sjálfstætt sveitarfélag.
Árið 1908 var Njarðvíkurhreppur sameinaður Keflavíkurkauptúni, enda var þar hluti verzlunarlóðar Keflavíkur innan Njarðvíkurhrepps. Njarðvíkurnar fengu þá sjálfkrafa verzlunarréttindi og hreppurinn fékk nafnið Keflavíkurhreppur. Árið 1942 var hreppunum skipt og Njarðvík varð aftur sjálfstætt sveitarfélag. Í Njarðvík er byggðasafn staðarins og þar hefur þurrabúðin Stekkjarkot verið endurbyggð.

Bolafótur

Bolafótur í Njarðvík – bústaður Hallgríms Péturssonar.

Hallgrímur Pétursson, prestur í Hvalsnesi, bjó um tíma á Bolafæti þar sem nú er skipasmíðastöðin. Öllum minjum þar hefur verið spillt. Í Reykjanesbæ er mikil körfuboltaiðkun og lið Njarðvíkinga er talið eitt hið bezta á landinu og keppir nær alltaf um Íslandsmeitaratitilinn, oftast við sveitunga sína frá Keflavík og Grindavík. Ferðaþjónusta er mjög vaxandi og stærsta verzlun á Suðurnesjum er í Njarðvík. Vegalengdin frá Reykjavík er 47 km.

Stekkjarkot

Stekkjarkot.

Stekkjarkot er tilgátuhús, byggt eftir tilsögn konu, sem bjó þar í kringum 1920. En kotið er að stofninum til frá 19. Öld. Þetta er eitt af hinum fjölmörgu smákotum, sjávarbýlum, sem einkenndu byggðina hér áður fyrr. Kotbúar lifðu aðallega á sjósókn sinni, en flestir stunduðu einhvern búskap samhliða þótt eflaust hafi einnig verið svokallaðar þurrabúðir þar sem eingöngu var lifað af því sem sjórinn gaf.
Fitjarnar eru að ganga í gegnum umbreytingu þar sem stefnt er að gera þær aðlaðandi til útivistar og í framtíðinni mun Naust Íslendings rísa á þessum slóðum. En það er stefna bæjaryfirvalda að þessi staður verði fyrsti og síðasti viðkomustaður ferðamanna sem fara um leifsstöð.

Hafnir

Kotvogur

FERLIRsfélagar á ferð í Höfnum.

Hafnir byggðust upp í kringum mikið útræði. Hefur byggðin nafn sitt af tveimur fyrrum stórbýlum, Sandhöfn og Kirkjuhöfn, sem nú eru í eyði. Var fjölmenn byggð í Höfnum og útræði mikið á stórum bátum allt fram til aldamótanna 1900.
Hafnir, Keflavík og Njarðvík runnu saman í eitt sveitarfélag og nefnast nú einu nafni Reykjanesbær. Hafnir eru annað landstærsta sveitarfélagið á Reykjanesi en byggð þar er fámenn nú miðað við það sem áður var. Árið 1881 (26. júní) rak timburskip, Jamestown, upp við við Hvalsnes á milli Hestakletts og Þórshafnar í Ósunum gegnt Kotvogi (sjá nánar). Það var mannlaust og virtist hafa verið lengi á reki, því að reiði og seglbúnaður var horfinn.

Gömlu Hafnir

Gömlu Hafnir.

Fjölmargir húsbyggjendur á Suðvesturlandi nutu góðs af timburfarmi skipsins (sjá Sandgerði) og akkeri skipsins er nú varðveitt framan við fyrrum sæfiskasafn í Höfnum við Nesveg.
Hafnaberg er suður af Höfnum og er þar skemmtileg og vel vörðuð gönguleið en þar eru nokkrir af beztu stöðum til fuglaskoðunar á landinu. Frá Hafnabergi má einnig oft sjá smáhveli í ætisleit rétt við landsteina.

Kirkjuvogshverfið nefnist Hafnir í daglegu tali en þar hafa búið 80-120 manns sl. 2 áratugi. Fyrr á öldum voru Hafnir ein af stærstu verstöðvum landsins en þær eru samheiti fyrir 3 hverfi (lendingar), þ.e. Kalmanstjörn, Merkines og Kirkjuvog. Nú er byggðin öll í gamla Kirkjuvogshverfinu auk íbúðarhúss í Merkinesi og í Junkaragerði.
Á 19. öld var Kotvogur í Höfnum eitt stærsta býli landsins. Þar bjuggu m.a. 3 forríkir útvegsbændur mann fram af manni, þeir hétu allir Ketill og eru oftast nefndir Katlarnir þrír.

Kotvogur

Kotvogur og Kirkjuvogur.

Annað stórbýli var Kirkjuvogur í Höfnum þar sem búið hafa margir höfðingjar. Á 19. öldinni bjó í Kirkjuvogi dannebrogsmaðurinn Wilhjálmur (Christinn) Hákonarson (1812-1871), en þannig er nafn hans stafað á leiði hans í Kirkjuvogskirkjugarði. Vilhjálmur átti 2 dætur. Önnur þeirra hét Anna. Heimiliskennari í Kirkjuvogi var þá ungur menntamaður, Oddur V. Gíslason, og felldu þau Anna hugi saman. Þegar ungi maðurinn bað um hönd dótturinnar brást faðir hennar hinn versti við og þvertók fyrir ráðahaginn. Afleiðingin varð eitt frægasta og æsilegasta brúðarrán Íslandssögunnar. Sættir tókust þó síðar. Oddur varð prestur í Grindavík við mikinn orðstír og var m.a. upphafsmaður að sjóslysavörnum á Íslandi. Af honum er mikil saga sem endar í Bandaríkjunum.

Kirkjuvogskirkja

Kirkjuvogskirkja 1960.

Vilhjálmur Kr. Hákonarson reisti þá kirkju sem nú stendur í Höfnum. Hún er úr timbri og var vígð árið 1861. Vilhjálmur lést 10 árum seinna 59 ára að aldri. Ekkert er eftir af Kirkjuvogsbænum en kirkjan stendur nánast á bæjarhlaðinu enda nefnist hún Kirkjuvogskirkja og sóknin Kirkjuvogssókn. Ketill Ketilsson (1823-1902) dannebrogsmaður og útvegsbóndi í Kotvogi, stundum nefndur Mið-Ketill vegna þess að hann tók við búi af föður sínum og Ketill sonur hans tók svo við búi af honum, hefur ekki viljað vera minni maður en Vilhjálmur í Kirkjuvogi og byggði kirkju úr timbri á Hvalsnesi í Miðneshreppi, en þá jörð átti hann. Kirkjuna lét hann síðar rífa og byggja aðra stærri og íburðarmeiri úr tilhöggnu grjóti. Sú kirkja var vígð 1887 og stendur enn.

Hafnir

Kirkjuvogur 1873.

Sem dæmi um stærð Kotvogs á dögum Mið-Ketils á 19. öld má nefna að þá var bærinn alls 16 hús og mörg þeirra stór, 38 hurðir á lömum og 72 í heimili á vertíðinni. Bærinn í Kotvogi var enn reisulegur og stór um aldamótin 1899/1900. Hinn 3. apríl 1939 brann íbúðarhúsið og fórst þrennt í brunanum. Pakkhús úr timbri var austast og fjærst eldinum og skemmdist því ekki . Því var breytt í íbúðarhús og notað sem slíkt til 1984. Það stendur enn ásamt nokkrum útihúsum en allt er það illa farið og ekki svipur hjá sjón (stendur á kampinum strax vestan við Sæfiskasafnið). Stór grasi vaxinn hóll rétt hjá Kotvogi hægra megin götunnar þegar horft er í vestur nefnist Virkishóll.

Reykjanesbær

Reykjanesbær – kort.

Gamli Hafnahreppur var stærsta sveitarfélagið á Suðurnesjum mælt í ferkílómetrum – víðáttumikil hraunúfin flatneskja og sandflæmi að stórum hluta. Nyrðri hluti landsins er nokkuð gróið hraun en syðri hlutinn eldbrunnið, uppblásið og hrikalegt svæði. Strandlengjan er einn stærsti skipalegstaður landsins, hrikalegir klettar, sker og boðar þar sem þung úthafsaldan myndar oft tilkomumikið og rosalegt brim.

Á sl. 25 árum hefur hraunið ofan við Hafnir tekið stakkaskiptum vegna aukins grasvaxtar sem er árangur landgræðslu sem stunduð hefur verið með flugvélum á Reykjanesskaganum auk þess sem sáð hefur verið í vegkanta af starfsmönnum Vegagerðar ríkisins. Í hrauninu upp af Ósum má enn sjá leifar landgræðslugirðingar sem mun hafa verið lokið við um 1939 en hún skipti Reykjanesskaganum í 2 svæði. Girðingin lá eftir hrauninu og niður í Merkinesvör og hefur verið mikið mannvirki á sínum tíma. Sunnan hennar var sauðfé bannað. Síðar var svæðið stækkað með því að sett var horn á girðinguna uppi í hrauninu og girt norður að Ósum og sá hluti girðingarinnar sem lá fram í sjó að vestanverðu var lagður niður.

Gömlu-Hafnir

Gömlu-Hafnir; fiskbyrgi.

Mikið og fjölbreytt fuglalíf er í hrauninu, m.a. talsvert af rjúpu í góðum árum, talsvert af kjóa og einstaka smyrill. Nokkuð er um æðarfugl við Ósa en æðarvarp er ekki svipur hjá sjón eftir að minnkurinn kom á svæðið. Mikið er um sjófugl og mest byggð í Hafnabergi og Eldey.
Hafnir eru eitt af mestu veðravítum landsins og þar er sjaldan logn. Hvöss austanátt með rigningu getur staðið svo dögum og vikum skiptir, einkum á haustin og eirir engu sökum vindálags. Oft bresta stórviðri á fyrirvaralaust eins og hendi sé veifað. Mest og hættulegust veður nefna Hafnamenn ,,aftakastórveltu af suðvestri“ (í einni slíkri eyðulögðust tún að vestanverðu í Kirkjuvogshverfi og í Merkinesi). Hríðarbyljir og skafrenningur eru algengir að vetri – snjói á annað borð. Og þótt ekki séu nema 9 km frá Höfnum til Njarðvíkna er veðurfar gjörólíkt.
Kirkjuvogskirkja í Höfnum var vígð 1861. Á túninu fyrir aftan kirkjuna hafa nú fyrir skömmu fundist elstu mannvistarleifar bæjarfélagsins. Það er skáli (íbúðarhús). Við aldursgreiningu kom í ljós að skálinn er ekki yngri en frá árinu 900.

Kirkjuvogskirkja

Kirkjuvogskirkja.

Nýr uppbyggður vegur var lagður frá Höfnum út á Reykjanes um miðjan 9. áratug nýliðinnar aldar. Það tekur einungis um 10 mínútur að ganga yfir holtið frá bílastæðinu ofan Laxeldisstöðvarinnar og niður á gamla veginn skammt sunnan Kalmanstjarnartúns. Af gamla veginum þar sjást 5 áberandi stórir grasi vaxnir hólar. Þessir hólar koma við sögu í bókum Sr. Jóns Thorarensens, (Litla skinnið, Rauðskinna, Marína ofl.) en sögusvið þeirra er Hafnir (Jón var ættaður og ólst upp í Kotvogi). Nyrstur og næst Kalmanstjörn er Stekkhóll hægra megin vegarins. Annar stærri hóll er sunnar, einnig hægra megin vegarins. Sá heitir Kirkjuhafnarhóll. Vinstra megin vegarins er lægri hóll og sést garðhleðsla í jöðrum hans að norðan- og austanverðu. Þetta er talinn vera gamall kirkjugarður Kirkjuhafnar og mun hann hafa lagst af um miðja 14. öld. Suðvestan Kirkjuhafnarhóls, nær sjó, eru 2 graxi vaxnir hólar og eru sýnilegar rústir í syðri hólnum. Hólarnir nefnast Sandhafnarhólar. Sandhöfn og Kirkjuhöfn voru fyrr á öldum þekkt stórbýli og helsta útræði í Höfnum. Talið er að býlin hafi farið í eyði á 17. öld.

Kotvogur

Kotvogur.

Til eru heimildir um stærð Kirkjuhafnar sem segja að þar hafi verið miklar byggingar, m.a. 50 hurðir á hjörum, en sá mælikvarði var algengur áður. Umhverfis Sandhafnarhóla, en þar munu hús einnig hafa verið mörg og stór, eru bæði hleðslur og rústir.
Mikill útvegur var frá Höfnum. Fjöldi vermanna kom víðs vegar að af landinu á vetrarvertíð, sem hófst snemma árs á hverju ári um aldir. Verstöðvarnar voru fjölmargar á svæðinu öllu, en þar skipti mestu máli nálægðin við hin gjöfulu fiskimið.
Hafnahreppi er að venju skipt í þrjú svæði; Kirkjuvogshverfið, Merkineshverfið og Kalmannstjarnarhverfið. Sú skiptin markast af gömlu lögbýlunum. Þeim fylgdi síðan fjöldi hjáleiga, sem sumar hverjar áttu stutta lífdaga, en aðrar uxu höfuðbýlinu yfir höfuð, eins og t.d. Kotvogur. Það var talið fullvíst að lögbýlin hafi verið fleiri, enda mörg örnefni sem benda til þess að svo hafi verið. En með Reykjaneseldum á 13. öld eyddist byggðin sunnan Kalmannstjarnar.

Heimildir m.a.:
-www.nat.is
-www.leoemm.com
-Sigrún Ásta Jónsdóttir, Byggðasafni Reykjanesbæjar.

Keflavík

Frá Keflavík fyrrum.

Kálfatjörn

Í Faxa árið 2000 er frásögn séra Péturs Jónssonar á „Lýsingum Njarðvíkursóknar og Kálfatjarnarsóknar árið 1840„:

„Takmörk Njarðvíkursóknar að utanverðu er skurður eður dæld, sem liggur beint frá heiði, rétt við höndlunarstaðinn Keflavík, ofan að sjó; frá hans efri enda upp í heiðina að Gömlu-Þúfu á svokölluðu Háaleiti, af hverju sjá má umhverfis á þrjá vegu í sjó; frá Gömlu-Þúfu sjónhending í Kirkjuvogsklofninga, sem eru frá Háaleiti að sjá milli dagmála og hádegisstaðar. Sunnanverð takmörk hennar frá Kirkjuvogsklofningum ná upp í Stapafellsgjá, sem er í dagmálastað frá Klofningunum; að innan og austanverðu er Innri-Skora á Vogastapa hér um bil miðjum, er liggur ofan að sjó.

Njarðvíkur

Njarðvíkur um 1910.

Nefndur Stapi mun fyrrum hafa fengið Gullkistu heiti af því mikla fiskiríi, er tíðkað var á færi á hrauninu þar rétt upp undir í útilegum á nóttum. Þessi mishái heiðarmúli (Stapinn) liggur milli Stapakots í Njarðvík innri og Voga (gömlu Kvíguvoga) með þverhníptum hömrum, sem taka nokkuð mislangt fram að sjó. Nes eru hér ekki utan Stutti-Tangi, sem kallast Vatnsnes, á hverjum samnefndur bær stendur, norðvestasti eður yzti bær í Njarðvíkursókn. Þar fyrir sunnan skerzt inn vík, hér um stutt íslenzk hálf vika, að svo kölluðu Klapparnefi í ytra Njarðvíkurhverfi og nærfellt að sömu lengd; sker hún sig aftur milli Ytri- og Innri-Njarðvíkur inn í landið. Af gömlum eldgosum eru hraun hér sýnileg, sums staðar með hólum og lágum á milli, í hverjum er sums staðar nokkurt gras, lyng og mosi. Hvergi er rennandi vatn, en brunnar grafnir, víðast slæmir og saltir.

Njarðvík

Njarðvík 1950. Vatnsnes fremst og Grindavíkurfjöllin fjærst.

Að norðanverðu við nefnda vík, milli Ytri- og Innri-Njarðvíkur myndast nes, er kallast Hákotstangar, er ná að lítilli vík, er kallast Kopa, sem er lending milli Stapakots og Stapans. Fiskiskútur ogjafnvel stærri skipgeta legið á Njarðvíkurvík; þó mun þar vart trygg höfn.
Lendingar og varir hefir náttúran og menn svo tilbúið, að víðasteru vel brúkanlegar. Grynningar og sker eru hér ekki til greina að taka utan Eyland, sem ekki sést utan með stórstraumsfjöru; norðar en á miðri vík, líka upp undir landi, Skarfasker utan Klapparnefið og Fitjar- og Steinbogasker sunnan, á hverju sauðkindur stundum flæða.
Hvassir vindar ganga hér oft af norðri, landsuðri og vestri. Snjóar og einkum stórrigningar eru tíðar af þessum áttum; skruggur á stundum, ekki síður á vetrum en sumrum, en sjaldnast skaðlegar.

Þurrabúð

Þurrabúð á fyrri hluta 19. aldar á Reykjanesskaganum.

Fiskiveiðar eru hér stundaðar oftast ár út og ár inn, en í marz og aprílmánuðum brúkast mest netaveiðar, því um þær mundir gengur sá fiskur inn með landi, sem nefnist netafiskur. Þjóðvegir liggja Iangsetis yfir sóknina og krossgötur hér og hvar, sem árlega eru ruddir og hreinsaðir. Fyrir nokkrum árum síðan er betri og beinni vegur lagður eftir Stapanum framarlega í stað þess fyrri, sem ofar lá eftir heiðinni, lengri, verri og villugjarnari, einkum á vetrum. Graslítill áfangastaður fyrir lestamenn er á millum Njarðvíkanna, á svo nefndum Njarðvíkurfitjum.
Annexkirkjan frá Kálfatjörn er á heimabænum í Innri-Njarðvík; þar er venjulegt að embætta 3ja hvern helgidag á sumrum, en 4ða hvern á vetrum. Þessi kirkja var árið 1811 lögð til Kálfatjarnar, þó framar presti þar til kostnaðar en ábata. Fiskitökuhús kauphöndlandi manna eru fyrir nærverandi tíð 3 í Ytri-Njarðvík og 2 í Innri.

Verbúð

Verbúð fyrrum.

Bjargræðisvegur er mest og bezt sjávarafli; hann er og framar öðru stundaður. Búfénaður er yfir höfuð lítt ræktaður, þar hey er ekki utan litlar töður til gjafar á vetrum, og því útigangsskepnur í fári, þá fjörur Ieggja af ísum og tekur fyrir jörð í heiðinni. Útfærsla túna, sléttun þeirra, steingarða byggingar kringum þau og timburhúsa uppkoma hefir smám saman aukizt; kályrkja er og svo ræktuð með allgóðri heppni víða hvar. Eldsneyti yfir höfuð er slæmt af sjávarþangi og öðrum óhroða. Sumarvinnan til lands er fiskverkun, túnrækt og húsbyggingar, sláttur byrjar vanalegast 14 vikur af sumri og endast oft í 18.-19. viku.
Margir menn eru hagir á járn og stunda nokkrir með fram skipa-, báta og annað smíði. Vetrarvinna er mest hampspuni til sjóarútvegs, fyrir utan annað ýmislegt, er fyrir fellur. Til skemmtunar á vetrarkvöldum er sums staðar iðkaður rímnakveðskapur, en þó meira fornsögulestur. Uppfræðing, áðferði og trúrækni fólks virðist fremur yfir höfuð á góðum vegi og heldur fara batnandi í sumu. Þénustusemi, greiðvikni og hjálp við aðra algeng.
Fólksfjöldi hefir undanfarin ár aukizt, mest fyrir tómthúsabyggingar.

Njarðvík

Innri Njarðvík fyrrum – Áki Grenz.

Höfuðbæir í Njarðvíkum eru tveir, Innri- og Ytri-Njarðvík; hinir eru afbýli, hjáleigur og kot.
Kirkjan í Njarðvík, orðin altimburkirkja, á ekkert utan það hún stendur, þar hún fékk ekki kirkjurétt fyrri en í Jóns biskups Vídalíns tíð, og Njarðvíkur áttu áður kirkjusókn yfir heiði, suður í Hafnir; varð fyrst annexía frá Hvalsnesi og þar eftir að Kálfatjörn. Keflavíkurhöndlunarstaður átti fyrrum kirkjusókn að Njarðvík, stuttan og góðan veg, en nú að Útskálum, að sögn fyrir eftirleitni prests þar. Kauphöndlun Njarðvíkinga er mest í Keflavík.
Alls staðar liggja kýr inni á sumrum um nætur. Margir menn eru skrifandi og sums staðar kvenfólk; nokkrir finnast, sem bera skyn á einfaldar lækningar, margar lagnar nærkonur, þó ekki yfirheyrðar. Sjúkdómar eru helztir: Á börnum oft andarteppuhósti, fullorðnum iktsýki almenn, sumir eru brjóstveikir, fáeinir holdsveikir.

Njarðvíkursel

Njarðvíkursel við Seltjörn.

Frá Innri-Njarðvík var selstaðs við veginn, er liggur frá Vogum að Grindavík; þar er lítið vatn skammt frá, er heitir Seljavatn. Þar í er hólmi með litlu kríu- og andavarpi. Þessi selstaða, sem er í hrauninu upp frá Stapanum, er nú sökum peningafæðar aflögð.
Fyrir innan áður nefnda Innri-Skoru á Stapanum byrjar Stóru-Vogaland og takmörk Kálfatjarnarsóknar. Inn af Stapanum, eru 4ur skörð. Það syðsta heitir Reiðskarð, bratt upp; þar eftir er alfaravegur, sem stundum er ófær af fönn á vetrum; hin þrjú, hvert vestar af öðru að sjó, eru gengin. Á innri parti Stapans er hæsta hæð hans, sem kallast Grímshóll, og á henni stór varð. Þar er mjög víðsýnt í allar áttir. Strax við Stapann að innan er Vogavík, er vegna sandgrunns tengist hvað af öðrum upp með Stapanum. Við sjóinn rétt við Stapann, vestan víkina, em Hólmabúðir, sem sjómenn róa frá og höndlunarmenn hafa fiskitökuhús; framundan Vogunum á víkinni er bezta skipalega fyrir stór og smá skip og trygg höfn fyrir öllum vindum utan vestan-útnorðan. Þar norðanleguna er Þórusker, er fer í kaf með stórstraumsflóðum; norður frá því skammt em smásker. Norðan vfkina er bærinn Stóru-Vogar og Vogahverfi; norðar em Minni-Vogar. Gengur svo ströndin í þá átt að Brunnastöðum; á þeim vegi em 3 fiskitökuhús og 1 milli Stóm-Voga og Stapans, fyrir víkurbotninum, á litlu nesi, hvar og tjárréttarmynd er, að hverri sækja á haustum Strandar-, Rosmhvalaness-, Hafna- og Grindavíkurhreppar.

Brunnastaðir

Brunnastaðir – loftmynd 1954.

Framundan Brunnastöðum og samnefndu hverfi eru tangar og grynningar nokkuð fram í sjó; þó er lending þar góð kunnugum. Eftir sömu stefnu mæta Hlöðunesstangar framundan Hlöðunessbæ, innar Atlagerðistangar framundan Ásláksstöðum. Innan þá er nokkuð stórt sker, sem kallast Svartasker; þar fyrir innan skerst inn vík ei mjög stór, kölluð Breiðagerðisvík. Svo er ströndin nær því jöfn og beygist heldur til landnorðurs, allt inn í svo kallað Keilisnes, sem er skammt innan Kálfatjörn. Á öllum þessum vegi grunnleið með ströndinni, frá Þóruskeri í Vogum inn að Keilisnesi, er mjög brimsamt, meðboðum, nöggum, hnýflum, flúðum og smáskerjum. Innan Keilisnesness gengur inn breið vík, kallast Vatnsleysuvík; hún er full vika sjóar á breidd inn að Hraunsnesi, sem er takmark milli Kálfatjarnar og Garðasóknar við sjó; víkin er nær því eins löng inn í landið og hún er breið til.

Kúagerði

Kúagerði.

Sunnan til við hana er Flekkuvík, Kálfatjarnarkirkjujörð, austar lítið er Minni- og Stóra-Vatnsleysa; fram undan þeirri minni eru grynningar, sem kallast Vatnsleysueyri. Hún er þangi vaxin, og yfir hana hylur með hverri flæði, nokkuð stór um sig og hættuleg ókunnugum; verður að miða inn hjá henni leiðina, eins og víðast er tilfellið í lendingar á Ströndinni. Fyrir botni víkurinnar er sagt verið hafi bær, er heitir Akurgerði; innar er Kúagerði. Þar í er tjörn í nokkuð djúpri dæld, sem minnkar með fjöru, en vex með flóði; þar hjá er alfaravegur gegnum brunahraun.
Innar eru gömul Sellátur, en löngu síðan af; þar skammt frá er Hvassahraun og samnefnt hverfis, innsti sóknarbær, lítið innar er áður nefnt Hraunsnes.
Þessi einajörð íbáðum sóknunum, sem útgjöra hreppinn, hefir allgóðan skóg, sem heldur er í rénun. Hér hefir verið selstaða fyrrum eins og á öllum Strandarhreppslögbýlum, en öll af lögð á seinni tímum; þau hafa öll eður flest vatnslaus verið og staðið hér um í miðri heiði, milli fjalls og fjöru.

Fagridalur

Í Fagridal.

Fjallgarðurinn liggur frá austri til vesturs, allt frá Grafningsfjöllum að Fagradalsfjalli, sem eiginlega endar hann; upp undan Stóru-Vogum hér og hvar eru smáskörð í hann. Vestur frá Fagradalsfjalli eru í hrauninu tvö lág fell, Stóra- og Litla-Skógfell, vestar er Sýlingarfjall, svo Þorbjarnarfell, svo lengra vestur Þórðarfell og loksins Stapafell, áfast við Súlufjall, sem er það vestasta ofan Stapann, hér um bil í austur að sjá frá Kirkjuvogi í Höfnum.
Í Fagradalsfjalli er samnefndur dalur, fyrrum fagur, en nú að mestu stórgrýttur af skriðum og graslítill; innar er Hagafell með sæmilegum grasbrekkum. Nokkuð innar er hár fjalltindur, er kallast Keilir, sem sjófarendur kalla Sykurtopp. Fyrir innan hann er skarð í fjöllin, þar fyrir innan gamalt eldfjall, sem heitir Trölladyngjur, sem spúð hafa nýju hrauni ofan á það eldra á 13. eður 14. öld. Þetta nýrra hraun er tómur apall og bruni, víða með grasmosa, hvar ekki sést eitt grasstrá; einn armur þess hefir hlaupið fram í sjó sunnan Hvassahraun.

Hrafnagjá

Hrafnagjá.

Milli Vatnsleysanna liggur gjá frá sjó, skáhallt eftir endilangri heiði, allt suður í sjó á Reykjanesi. Þar hún er mjóst, má stíga yfir hana, en er sums staðar óyfirfærileg; hún kallast Hrafnagjá. Ofar í heiðinni er Klifgjá, enn ofar Grindavíkurgjá og efst næst fjöllum tvær Kolhólagjár; er það menn vita, allar þessar byrja norður í heiði og enda í Skógfellshrauni. Margaraðrar fleiri gjár og holur eru um hraunin, sem ekki er nafn gefið. í svo kölluðu Vogaholti eru sæmilegir hagar og sums staðar í heiðinni. Margslags lyngtegundir gefast og hátt í henni víðir. Vegur liggur gegnum heiðina frá Stóru-Vogum beint að Breiðagerði, svo með bæjum við túngarða inn fyrir Kálfatjörn, aftur þaðan frá gegnum heiðina inn hjá Vatnsleysu.

Sandakravegur

Sandakravegur.

Norðan til við Stapann liggur vegur upp í heiðina austur, er kallast Sandakravegur. Á þeim vegi mætast ofan Stapann 3 tjamir, sem heita Snorrastaðatjamir, hvar bær eftir munnmælum skal hafa staðið í fornöld; þær eru eiginlega vatnsgjár, og þar skyldi fiskur hafa haft undirgang frá Grindavík gegnum út fyrir Stapa á hraunið, hvar nú ekki merkist á þessum tímum.
Fiskimið eru rétt ótal djúpt og grunnt með allri sjósíðunni, engin sérleg hákarlamið; þó em fáir lagvaðir brúkaðir.
Úr Kálfatjarnarsókn sækja innbúar verzlun framar til Hafnarfjarðar en Keflavíkur. Helztu bæir eru Stóru-Vogar, Brunnastaðir, Hlöðunes, Ásláksstaðir, Auðnar, Þórustaðir, Kálfatjörn, Stóra-Vatnsleysa og Hvassahraun, og líka mætti telja Minni-Voga.

Trölladyngja

Trölladyngja. Hverasvæði ofan Oddafells.

Í fjöllunum er helzt að sögn hraungrýti og mógrýti, en sjóklappir víða af stuðlabergi. Frá Kálfatjörn eru Dyngjur að sjá, þá sól er kl. 9, Keilir kl. 10, Fagradalsfjalls innri endi kl. 12.
Sjórinn brýtur víða af túnum og landi og ber upp á sand og grjót, og grynningar aukast.

Kálfatjörn

Yfir höfuð er sama að segja um upplýsingu, siðferði, atvinnuveg og annað í þessari sókn sem hinni, utan að hér er minni þorskanetabrúkun, en meiri hrognkelsa og færafiskirí um vertíð. Til húsabygginga er brúkað nokkurt rekatimbur, en meira af útlenzku, þar óvíða er reki til hlítar. Á Kálfatjörn er nýbyggð altimburkirkja.
Þetta er það helzta, sem ég get frá skýrt. Svohljóðandi bréf, dagsett á Kálfatjörn 24. febrúar 1840, hefur síra Pétur sent Finni Magnússyni með sóknarlýsingu sinni: „Þar ég ekki fékk því við komið að senda með haustskipum þá hér með fylgjandi skýrslu, læt ég hana nú fara í von um, að hún komist með póstskipi. – Ég bið yður og, háttvirtu félagsbræður, að virða vel, þó hún sé ekki svo fullkomin sem skyldi, og taka viljann fyrir verkið“. – P. Johnson

Síra Pétur Jónsson er þjónaði Kálfatjarnarprestakalli 1826 -1851

Kálfatjörn

Kálfatjörn – loftmynd 1954.

Í íslenskum Æviskrám segir svo um höfund þessarar lýsingar, síra Pétur Jónsson.
„Hann var sonur síra Jóns Magnússonar á Vesturhópshólum og síðar á Borg, og ólst upp við mikla fátækt. Hann fór í skóla 17 ára að aldri og var þar 7 vetur svo, aðfaðir hans þurfti ekki að kosta hann, heldur kom hann heim hvert vor með nokkuð af ölmusu sinni óeyddri; svo hart lagði hann að sér að styrkja foreldra sína. Vorið 1802 átti hann að útskrifast, en eftir beiðni hans var honum veitt leyfi til þess að vera eitt ár enn í skóla. Um seinan komu honum þau tíðindi, að Hólaskóli væri lagður niður 1802, og að piltar yrðu nú að ljúka námi íReykjavíkurskóla. Hefði hann vitað það í tíma, mundi hann ekki hafa sótt um leyfið, enda sagði hann oft, að þess hefði hann mest iðrast. Hann úrskrifaðist úr Hólavallarskóla 1803 með þeim vitnisburði, að hann sé ágætum gáfum gæddur, en þó einkum þroskaðri greind og farsælu minni, og hafi á þessu eina ári tekið undramiklum framförum í lærdómi, þrátt fyrir nokkurn heilsubrest.

Kálfatjörn

Ártal í steini á Kirkjubrú Kálfartjarnarkirkju.

Hann vígðist aðstoðarprestur fóður síns 1808 og kvæntist áríð eftir Ingibjörgu Jónsdóttur í Hjörsey, Egilssonar. Hún veiktist hastarlega 1820 og var veik á sál og líkama upp frá því til dauðadags og nær alltaf rúmliggjandi.
Þegar síra Pétur kom til Kálfatjarnar, var hann svo blásnauður, að hann flutti allt sitt á 2 hestum. En fátæktinni þyngri var þó heilsuleysi konunnar. Varð hann á hverju kvöldi að kveða hana í værð eins og barn, og marga nótt varð hann að vaka yfir henni til morguns. En hann unni henni svo mjög, að fyrir hana vildi hann allt á sig leggja, vökur, hungur og nekt. Konan dó 1860 og höfðu þau þá verið í hjónabandi í rúm 50 ár, en ekki átt börn.
Síra Pétur afsalaði sér Kálfatjörn 1851, þá 73 ára gamall. Hann fluttist nú að Móakoti, fékk það eftirgjaldslaust og 1/3 fastra tekna brauðsins. Árni stiftprófastur Helgason mat síra Pétur jafnan mikils og útvegaði honum nú 50 rdl. árlegan styrk hjá stjórninni og auk þess nokkum styrk hjá Synodus. Þó veitti síra Pétur hörmulega í Móakoti, og sá þess varla stað þótt sóknarmenn gæfu honum oft stórgjafir, þegar hann átti bágast. Sumarið 1860 fór hann aftur að Kálfatjörn og naut þar húsaskjóls og aðhlynningar eftir það. Var hann þá þrotinn að kröftum og heilsu, maður á níræðis aldri, sem mestan hluta ævi sinnar hafði búið við eymd og skort. Hann fékk slag 8. desember 1864 og andaðist 8. janúar 1865. Við jarðarför hans vom rúmlega 200 manns, margir langt að komnir og má af því marka vinsældir hans. Einhver seinustu orð hans á banasænginni voru þau, að hann bað sóknarprestinn að muna sig um að láta sig hvíla sem næst „elskunni sinni“ í gröfinni. Og í Kálfatjarnarkirkjugarði hvíla þau hlið við hlið.
Síra Pétur var hinn mesti reglumaður í embætti, kennimaður góður og lét sér mjög annt um barnafræðslu. Veðurbækur hélt hann í samfleytt 50 ár. „Hann var merkur maður og valinkunnur“.“

Heimild:
-Faxi, 1. tbl. 01.04.2000, Lýsingar Njarðvíkursóknar og Kálfatjarnarsóknar árið 1840 – séra Pétur Jónsson, bls. 12-14.

Vatnsleysuströnd

Vatnsleysuströnd.

Gálgaklettar

Í ritinu Keflavíkurgangan, 1. tbl. 19.06.1960, er „Samtíningur um Suðurnes“ eftir Björn Þorsteinsson:

Landið
„Helztu jarðfræðileg atriði á leiðinni frá Keflavík til Reykjavíkur. — Að mestu samkvæmt frásögn Guðmundar Kjartanssonar jarðfræðings.

Grímshóll

Á Grímshól.

Eitt helzta kennileiti á leiðinni er Vogastapi; hann er úr grágrýti, svipuðu Hafnarfjarðar- og Reykjavíkurgrágrýtinu. Á hæstu bungu hans, Grímshól, stefna jökulrispur til norðurs, en yzt á kjálkanum til vesturs, og eru þær eldri. Þær jökulrákir sýna, að á ísöld hefur Faxaflói verið hulinn jökli, en í lok hennar hefur flóinn myndazt og jöklar ekizt út af Suðurkjálkanum til norðurs og suðurs. Upp af Njarðvíkum sjást skýr fjörumörk á stapanum í um 20 metra hæð yfir núverandi sjávarmál. Á Hvaleyrarholti við Hafnarfjörð eru slík fjörumörk í 33 m hæð, en 45 m hæð við Reykjavík. Þetta sýnir, að landið hefur risið úr sjó því meir sem innar dregur, en jökulfargið hefur auðvitað hvílt þyngra á miðbiki þess en útnesjum.

Þráinsskjöldur

Þráinsskjöldur – gígurinn.

Inn af stapa taka við Vatnsleysustrandarhraun. Þau eru einna forlegust hrauna á Suðurkjálka, sennilega um 8000 til 9000 ára; helztu aldursmerki eru m. a. fjörumörk hjá Kúagerði í um 10 m hæð. Það er eini staðurinn á Íslandi, þar sem þess sjást merki, að sjór hafi staðið hærra en nú á hrauni, sem runnið er eftir ísöld. Hrafnagjá og Aragjá, stóra og litla, vitna einnig um aldur hraunsins, því að þær hverfa undir önnur hraun yngri. Vatnsleysustrandarhraun eru runnin frá mikilli dyngju nafnlausri suður af Keili. Hún er mjög flöt, svo að ófróðum mönnum sést yfir, að hér er um eldfjall að ræða.

Kúagerði 1912

Í Kúagerði 1912.

Um Suðurkjálka liðast engar ár, þar falla ekki einu sinni lækir; regn hripar í gegnum hraunin, og jarðvatn fellur eftir neðanjarðaræðum til sjávar. Við Straum eru miklar uppsprettur í fjörunni, en Vatnsleysuströndin ber nafn með rentu, því að þar er víða ekkert ferskt vatn að fá nema regnvatn af þökum. Við Kúagerði er dálítil tjörn; þar er forn áningarstaður, en betra þótti ferðamönnum að hafa eitthvað meðferðis til þess að blanda drykkjarvatnið.
Norður af Höskuldarvöllum við Trölladyngju er snotur eldborg, en úr henni hefur Afstapahraun runnið. Höskuldarvellir eru eitt mesta graslendi Suðurkjálka, og var vegur lagður þangað fyrir nokkrum árum og tekið að rækta vellina; því miður var þá gígnum spillt með malarnámi.

Víkingaskip

Víkingaskip í Afstapahrauni.

Afstapahraun mun runnið nokkru fyrir landnámsöld, og hefur þá sennilega nefnzt Hvassahraun, samnefnt bæ sem stendur austan við hraunið. Vafasamt er, hvernig heitið Afstapahraun er til orðið. Handan Afstapahrauns taka við fornleg hraun að nýju, þó hvergi nærri jafngömul og Vatnsleysustrandarhraunin. Þau munu runnin frá ýmsum eldstöðvum undir Sveifluhálsi, m. a. við Mávahlíðar.
Við Straum er einna náttúrufegurst á leiðinni sunnan af strönd. Þa r eru miklar uppsprettur í fjöru, eins og áður segir.

Kapellan

Kapellan – sjá má leifar Alfaraleiðarinnar, sem lá framhjá henni.

Kapelluhraun nefnist hraunflákinn norðan vegar austur af Straumi, en heildarnafn á hrauni þessu er Bruninn. Það nefnist Nýjahraun í Kjalnesingasögu og máldögum fornum og mun runnið á fyrstu öldum Íslandsbyggðar. Það er komið upp í um 7 km langri gossprungu við Undirhlíðar norðaustur frá Vatnsskarði.

Kapelluhraun

Kapelluhraun (rauðlitað).

Kapelluhraun dregur nafn af kapellu, dálitlu byrgi við gamla veginn í hrauninu. Við rannsókn fyrir fáum árum fannst þar lítið líkneski heilagrar Barböru. Á þeim stað hefur voveiflegur atburður gerzt fyrir siðaskipti, en engar öruggar sögur greina þar frá tíðindum. — Hraunið hefur steypzt fram af sjávarhömrum, en ægir lítt unnið á því til þessa, af því hve það er ungt.
Milli Hvaleyrarholts og Brunans er Hvaleyrarhraun, fremur flatt helluhraun og mjög ellilegt. Til marks um aldur þess eru bergstallar, sem sjór hefur klappað í hraunið í flæðarmáli, þar sem heitir Gjögrin. Þar eru miklar lindir, sprettur fram vatn 4.3° heitt sumar og vetur. Trúlegt er, að þar komi fram vatnið úr Kaldá, sem hverfur í hraunið upp af Hafnarfirði, eins og kunnugt er.

Austast í Hvaleyrarhrauni við vegamót Krísuvíkurvegar er gryfja, sem nefnist Rauðhóll. Þarna var áður lítið snoturt eldfjall, eflaust eitt hið minnsta hér á landi, og er víst réttar að tala um gíghól. Hann hefur nú verið numinn burt til vegagerðar, en gígtappinn stendur þó eftir. í miðju eldvarpinu, hefur reynzt mokstrarvélum of harður undir tönn.

Hvaleyri

Hvaleyri t.v., Holtið í miðið og Hraunhóll lengst t.h.

Rauðhóll er eða raunar var eldri en Hvaleyrarhraun, því að það lá utan á honum á alla vegu og ofan á rauðamölinni, en þunnt moldarlag og brunnir lyngstönglar finnast á mótum malar og hrauns. Undirlag rauðamalarinnar er barnamold, sem myndazt hefur í ósöltu vatni. Þarna hefur því verið tjörn endur fyrir löngu, en undir barnamoldinni er ægisandur með skeljabrotum, svo að hingað hefur ægir einhverntíma teygt arma sína.
Þá hefst Hvaleyrarholt með fjörumörkum í 33 m hæð. Er þar komið í Hafnarfjarðarblágrýtið, en það nær austur yfir Hamarinn að Hamarskotslæk, sem fellur með suðurjaðri Hafnarfjarðarhrauns. Það er runnið úr Búrfellisgíginn af Helgadal og greinist að nöfnum í Vífilsstaðahraun, Hafnarfjarðarhraun, Garðahraun og Gálgahraun. Ef til vill var Álftanes eyja, áður en Hafnarfjarðarhraun rann og fyllti sundið milli lands og eyjar. Hraunsholtslækur, sem fellur úr Vífilsstaðavatni fylgir norðurbrún hraunsins.

Sagan

Oddur. Gíslason

Séra Oddur V. Gíslason.

Um aldaraðir hafa Íslendingar lagt leið sína suður með sjó, þrammað þar eftir götutroðningum oft með drápsklyfjar í illri færð um miðjan vetur á leið í verið og haldið til baka með mikinn eða lítinn afla að vori. Á síðustu öld var ein ferð suður á nes öðrum frægari. Haustið 1870 fór Oddur Vigfús Gíslason prestaskólakandidat gangandi úr Reykjavík suður í Njarðvíkur eins og margir aðrir og kom þar að Þórukoti til Björns vinar síns síðla dags. Oddur var 34 ára og hafði lagt gjörva hönd á margt, meðal annars unnið við lýsisbræðslu suður í Höfnum. Þar hafði hann kynnzt Önnu Vilhjálmsdóttur, 19 ára heimasætu í Kirkjuvogi, og felldu þau hugi saman. Svo kom, að Oddur bað meyjarinnar, en Vilhjálmur Hákonarson, faðir hennar, synjaði honum ráðahagsins, taldi Odd lítinn reglumann, efnalausan og eigi Iíklegan til auðsælda. Vilhjálmur var héraðshöfðingi suður þar, þótti ráðríkur og bar ægishjálm yfir sveitunga sína.
Erindi Odds kvöldið góða var að fá Björn í Þórukoti til þess að aðstoða sig við að nema Önnu í Kirkjuvogi að heiman næstu nótt. Björn léði honum tvo röska menn til fararinnar. Þeim tókst að ná önnu og komast með hana inn í Njarðvíkur undir morgun. Þegar þangað kom, hafði Björn hrundið fram sexæringi albúnum til siglingar. Þau Oddur stigu strax á skip, en í sömu svifum bar þar að eftirreiðarmenn Vilhjálms bónda, en þeir fengu ekkert að gert. Oddur sigldi með heitmey sína til Reykjavíkur og voru þau þar gefin saman af dómkirkjuprestinum á gamlársdag 1870.

Erlendar bækistöðvar, ofríki og orustur

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – Klaustrið ofar á Ófriðarhæð.

Fæstar ferðir manna suður með sjó hafa verið jafnrómantískar og séra Odds. Þótt Suðurkjálkinn sé ekki ýkjafrjósamur, þá hefur hann um langan aldur haft töluvert seiðmagn sökum auðsældar. Þar og í Vestmannaeyjum hafa erlend ríki og erlendir menn verið ásælnastir og ágengastir á Íslandi, og eru af því langar frásögur. Á 15. öld settust Englendingar að i hverri krummavík á Suðurnesjum og sátu þar sums staðar innan víggirðinga eins og til dæmis í Grindavík. Eftir nærfellt 150 ára setu tókst að lokum að flæma þá burt, en það kostaði blóðfórnir. Hæðin, sem klaustrið í Hafnarfirði stendur á, hét að fornu Ófriðarhæð. Eigi er vitað, hve sú nafngiftar mötur koma til Njarðvíkur eftir skipan umboðsmannsins á Bessastöðum fluttar með bændanna kostnað bæ frá bæinn að Bessastöðum, en flytjast frá Ytri Njarðvík á hestum til Stafness yfir heiðina. — En nú að auki — setti umboðsmaður bát hingað — í fyrstu með bón og síðan með skyldu, tveggja manna far, sem ganga skyldi um vertíð, en ábúandinn að vertíðarlokum meðtaka skipsábata, verka hann og vakta til kauptíðar, ábyrgjast að öllu og flytja í kaupstað. Item hefur ábúandinn til þessa báts svo oft sem nauðsyn hefur krafið, orðið að leggja árar, keipla, drög, dagshálsa og austurtrog, og fyrir allt þetta enga betaling þegið“. — Við Innri-Njarðvík segir m. a.: „Kvaðir eru mannslán um vertíð suður á Stafnes. — Hér að auk að gegna gisting þeirra á Bessastöðum, umboðsmannsins, sýslumannsins og þeirra fylgdarmanna, hvenær sem þá að ber, vetur eða sumar, vor eða haust, og hvað fjölmennir sem eru, hafa þeir í næstu 16 ár með sjálfskyldu þegið mat, drykk og hús fyrir menn, hey, vatn og gras fyrir hesta svo langa stund og skamma, sem sjálfir þeir vilja“, auk margra annarra kvaða. Þannig voru álögurnar á hverri jörð nema kirkjustaðnum.

Kaupþrælkun

Hólmfastskot

Tóftir Hólmfastskots.

Á dögum illræmdrar kaupþrælkunar voru Suðurnesjamenn oft hart leiknir af hálfu kaupmanna. Alkunn er sagan um Hólmfast Guðmundsson, hjáleigumann á Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd, en bærinn stendur milli Kálfatjarnar og Voga. Hann drýgði það ódæði að selja 3 löngur, 10 ýsur og 2 sundmagabönd í Keflavík árið 1698, en samkvæmt kaupsvæðaskiptingu átti hann að verzla í Hafnarfirði, en kaupmaður hans þar vildi ekki nýta þessa vöru. Fyrir þennan glæp var Hólmfastur húðstrýktur miskunnarlaust, bundinn við staur á Kálfatjarnarþingi í viðurvist Múllers amtmanns, af því að hann átti ekki annað til þess að greiða með sektina en gamalt bátskrifli, sem kaupmaður vildi ekki líta við. Hinn dyggðum prýddi Hafnarfjarðarkaupmaður, sem stóð fyrir málshöfðun og refsingu hét Knud Storm. Nokkru siðar lét hann menn á sama þingstað veita sér siðferðisvottorð, þar sem segir m. a., „að Knud Storm hafi umgengizt frómlega og friðsamlega við sérhvern mann og sína kauphöndlun haldið og gjört í allan máta eftir Kgl. Mts. taksta og forordningum og sérhvers manns nauðsynjum jafnan góðviljuglega gegnt og tilbærilega hjálpað og fullnægt með góðri kaupmannsvöru í allan máta, svo sem sérhver óskað hefur og sérhverjum af oss er vitanlegt. Hvers vegna vér sklduglega viljum gjarna óska, að fyrr vel nefndur kaupmaður mætti vel og lengi með lukku og blessun sömu höndlan fram halda og hljóta (bæði hér á landi og annars staðar) guðs náð og gleðileg velfelli til lífs og sálar æ jafnan fyrir Jesum Kristum“.

Návígi

Jón Thorkellis

Jón Thorchilius – minnismerki.

Ekkert hérað á Islandi hefur jafnrækilega fengið að kenna á alls konar erlendri áþján og siðspillingu að fornu og nýju og Suðurnesin. En allir dagar eiga kvöld. Suðurnesjamenn hafa skapað þessari þjóð mikinn auð með afla sínum og alið henni marga ágætismenn á ýmsum sviðum. Sveinbjörn Egilsson rektor var frá Innri-Njarðvíkum, Jón Thorchillius rektor frá sama stað, svo að tveir afburðamenn séu nefndir. Hér hafa Íslendingar löngum staðið í návígi við ofureflið, en ávallt unnið sigur að lokum, þess vegna er íslenzk þjóð til í dag. Það eru til margs konar orustuvellir á Íslandi, en utan Suðurnesja eru þeir eingöngu tengdir minningum um bræðravíg, hryggilega sundrungu Islendinga sjálfra, sem leiddi til þess að þeir fóru flokkum um landið og drápu hverir aðra. Hér réðust þeir gegn erlendum óvinum og báru ávallt að lokum sigur úr býtum.

„Gullkista“

Vogastapi

Kvíguvogabjarg.

Suðurkjálkinn eða Reykjanesskaginn eins og sumir kalla hann skagar eins og tröllaukinn öldubrjótur út á einhver beztu fiskimið veraldar. Hann er þakinn eldhraunum, flestum runnum nokkru fyrir landnámsöld, hrjóstrugur og grettur, en þó einhver mesta landkostasveit á Islandi. Um Suðurkjálkann liðast engar ár, og þar er jarðvegur svo grunnur, að engjalönd eru nær engin og túnrækt hefur verið miklum erfiðleikum bundin til þessa; hér þarf jafnvel að flytja mold að til þess að hægt sé að hylja kistur í kirkjugörðum. Engu að síður eru kjarngóð beitilönd á Suðurkjálkanum og bújarðir góðar. Þar hefur búpeningur gengið sjálfala á vetrum allt frá dögum Ingólfs Arnarsonar, þangað til Herdísarvíkur-Surtla féll fyrir hundum og mönnum sællar minningar. En skorti hér túnstæði og akurlönd, þá hafa löngum verið hér gullkistur í hafinu við túnfótinn. Eitt frægasta kennileiti á leiðinni suður á nes er Vogastapi, sem nefnist Kvíguvágabjörg í Landnámu, en Gullkista í sóknarlýsingu frá 19. öld „af því mikla fiskiríi, er tíðkað var á færi á hrauninu þar rétt upp undir í útilegum á nóttum“. Skúli Magnússon landfógeti segir í Lýsingu Gullbringu- og Kjósarsýslu: ,,Nú á tímum eru beztu fiskimið í Gullbringusýslu á vetrarvertíð á svæðinu frá Keflavík um Njarðvík, Stapa og inn eftir ströndinni til Brunnastaða. En bezt eru þau talin undir stapa, þar sem þorskurinn gýtur jafnvel á þriggja faðma dýpi; tekur hann þar beztu beitu að næturlagi, þegar dimmt er. Þarna hafa fiskiveiðar tekið miklum framförum síðan 1756, vegna þess að þorskanet hafa verið tekin
í notkun“.
Löngum hefur margs konar hjátrú verið tengd stapanum, hann verið talinn bústaður álfa, og þar hefur þótt reimt; einhverra þeirra sagna verður siðar getið.
Undir Vogastapa eru Njarðvíkur, einn af þeim fáu stöðum á landi hér, sem kenndur er við auðsæla siglingaguðinn Njörð. Sennilega hefur þeim, sem nafnið gaf, þótt guð auðsældarinnar eiga hér nokkurn samastað. En tímarnir breytast og mennirnir með. Botnvörpungar eyðilögðu miðin á flóanum og menn tóku til við vígvallargerð á Miðnesheiði og mál er að linni.

Stapadraugur og steinar

Stapadraugurinn

Stapadraugurinn.

Löngum hefur verið talið reimt mjög á Vogastapa, en afturgöngur þar eru taldar drauga kurteisastar, taka jafnvel ofan höfuðin fyrir tækni nútimans. Á fyrri helmingi 19. aldar bjó Jón Daníelsson hinn ríki á Stóru-Vogum. Þá voru þar miklir reimleikar. Þeir voru þannig til komnir, að bóndinn, sem bjó á Vogum á undan Jóni, úthýsti manni, köldum og svöngum í misjöfnu veðri, en sá var á leið út í Njarðvíkur.
Þessi maður varð úti á Vogastapa nærri Grímshól. Líkið var borið heim að Vogum, og varð bónda svo bilt, er hann leit það, að hann hneig niður. Sumir segja, að hann hafi rankað við aftur, en aldrei orðið jafngóður og andazt skömmu síðar, en aðrir, að hann hafi orðið bráðkvaddur. Sá er úti varð gekk aftur og gerði mönnum skráveifur, en að lokum flæmdi Jón Daníelsson draugsa að búð einni í Vogum, sem hét Tuðra.
„Þar kom hann honum fyrir og bað hann sökkva þar niður til hins neðsta og versta helvítis, þaðan sem hann væri kominn, og gera aldrei framar mein af sér í Vogum“. Eftir það hurfu reimleikarnir, og telja menn draugsa hafa hlýtt fyrirmælunum.
Voga-Jón var talinn framsýnn og margfróður. Eitt sinn á gamalsaldri kom til hans maður, sem jafnan var óheppinn með afla, og bað hann kenna sér ráð gegn óheppninni. Jón sagði honum að fara með austurtrog út í Mölvík undir Vogastapa, en hún er niður undan Grímshól, og koma með það fullt af malarsteinum, og færa sér. Sá óheppni gerði svo. Jón leitaði í austurtroginu, brá steinunum í munn sér og þefaði af þeim. Loks fann hann einn stein, sem honum líkaði, og fékk manninum, og sagði að hann skyldi jafnan hafa hann með sér er hann réri til fiskjar. Eftir þetta brá svo við, í hvert skipti, sem maðurinn reri, að hann dró stanslausan fisk með háseta sínum, en hann var jafnan við annan mann. Þegar svo hafði gengið um hríð, sagði karl hásetanum, hvað Jón Daníelsson hefði gefið sér og sýndi honum steininn. Eftir það brá svo við, að hann fékk aldrei bein úr sjó, og kenndi hann það mælgi sinni.

Hafnarfjörður

Hvaleyri

Minnismerki um Hrafna-Flóka á Hvaleyri.

Til Hafnarfjarðar bar Herjólf og Hrafnaflóka fyrsta manna endur fyrir löngu og fundu þeir hvali á eyri einni, er við þá er kennd. Ekki er vitað hvort Flóki hefur skírt fjörðinn, en þar hefur löngum þótt góð höfn. Hafnarfjörður er í senn eitt elzta og yngsta kauptún landsins. Þar var höfuðbækistöð Englendinga hér á 15. öld og helzti verzlunarstaður landsins. Um 1470 tóku Þjóðverjar eða Hansamenn, eins og kaupmenn þeirra nefndust í þann tíð, að venja hingað komu sína og boluðu Englendingum smám saman burt úr Hafnarfirði. Talið er, að úrslitaorustan hafi staðið um 1518. Eftir það réðu Þjóðverjar einkum frá Hamborg mestu í Hafnarfirði um skeið, og þar mun siðabót Lúthers fyrst hafa fest rætur hér á landi. Árið 1537 stendur þar vönduð kirkja, sem Þjóðverjar höfðu reist. Um þær mundir og lengi síðan var Reykjavik bóndabýli, venjulega nefnd Vík á Seltjarnarnesi.
Bjarni SívertsenFram til loka 18. aldar var utanríkisverzlun Íslendinga og aðflutningur til landsins nær eingöngu í höndum útlendinga, sem sátu hér í helztu verzlunarhöfnunum. Íslenzk borgarastétt á upphaf sitt í Hafnarfirði eins og svo margt annað.

Fyrsti íslenzki kaupmaðurinn, Bjarni Sivertsen, hóf verzlun í Firðinum 1793. Hann stundaði einnig útgerð og skipasmíðar, og hljóp fyrsta skipið af stokkunum í skipasmíðastöð hans árið 1803. Atvinnusaga Íslendinga var um skeið mjög tengd Hafnarfirði. Allt um það er borgin ung, því að kaupstaðarréttindi fær hún fyrst árið 1907.
Flensborgarskólinn er elzti gagnfræðaskóli landsins, stofnaður 1877, kenndur við verzlunarhús kaupmanna frá Flensborg. Þau stóðu út með firði að sunnan, og var skólinn þar fyrst til húsa. — Í Hafnarfirði var sett fyrsta rafmagnsstöðin hér á landi, 1904.

Milli Hafnarfjarðar og Kópavogs

Vífilsstaðir

Vífilsstaðir fyrrum.

Þegar kemur út úr Hafnarfjarðarhrauni við Engidal, hefst Garðahreppur og hverfið Silfurtún. Uppi á ásnum við Vífilsstaðaveg standa Hofstaðir. Þar hefur verið hof í heiðni; Ingólfur Arnarson og niðjar hans hafa gengið þar að blótum. Þarna er sennilega elzti helgistaður i nágrenni höfuðborgarinnar. Þaðan blasir Helgafell vel við, en menn trúðu því sennilega hér um slóðir, að þeir settust þar að eftir dauðann.
Vífilsstaðir eru kenndir við leysingja Ingólfs, en sá fann að lokum öndvegissúlur húsbónda síns reknar fyrir neðan heiði.

Vífilsfell

Vífilsfell.

Þjóðsögur herma, að hann hafi brugðið sér á morgnana upp á Vífilsfell til þess að skyggnast til veðurs, en litist honum það bærilegt, tók hann annað Maraþonhlaup út á Gróttu til róðra. — Vífilsstaðahælið tók til starfa 1910.
Hraunið gegnt Bessastöðum austan Lambhúsatjarnar nefnist Gálgahraun, en Gálgaklettar eru allháir nær hraunbrúninni. Þeir blasa vel við úr stofugluggum á Bessastöðum, og er sagt, að þessi aftökustaður hafi verið ákveðinn, til þess að höfðingjar staðarins þyrftu ekki að ómaka sig að heiman, en gætu fylgzt með athöfnum við Gálgakletta úr híbýlum sínum. Í nágrenni klettanna hefur fundizt mikið af mannabeinum.

Dysjar sakamanna

Arnarnes

Gamla þjóðleiðin frá Kópavogi yfir Arnarnesháls. Litla-Arnarnes t.v. og Kópavogsþingstaður þar fyrir ofan.

Arnarneslækur fellur í Arnarnesvog, en býlið Arnarnes stóð við vogsbotn. Uppi á nesinu stendur steinstólpi mælingamanna, en skammt frá er dálítil þúst; þar er huslaður Hinrik nokkur Kules, þýzkur maður, en hann drap mann nokkurn á Bessastöðum á jólanótt 1581, og var sjálfur tekinn af „á almennilegu þriggjahreppa þingi“ í Kópavogi.
Arnarnes, Hofstaðir og Vífilsstaðir eru í Garðahreppi, en Kópavogur og Fífuhvammur í Kópavogskaupstað, og verða mörk kaupstaðar og hrepps á landamerkjum þessara jarða.

Þorgarðsdys

Þorgarðsdys.

Nokkru utar við Hafnarfjarðarveg liggur „gamli vegurinn“ yfir Arnarnesið, en kotið Litla-Arnarnes stóð við Kópavog, og sér þar móta fyrir tóftum. Austan gamla vegar ofan við Litla-Arnarnes er dys, sem nefnist Þorgarður. Þar á að liggja vinnumaður frá Bústöðum, er Þorgarður hét. Talið er að vingott hafi verið með honum og húsfreyju, nyti Þorgarður góðs atlætis heima í koti er húsbónda mæddi vosbúð við gegningar.
Þegar bóndi fannst drukknaður í Elliðaám, var Þorgarður tekinn og kærður fyrir morð. Ekkert sást á líkinu og Þorgarður þrætti. Hann var þó dæmdur til dauða af líkum, en leyfðist að leysa höfuð sitt með allhárri fjárhæð, af því að sönnunargögn skorti. Ekki átti Þorgarður fé, og í nauðum leitaði hann til bóndans á Seli á Seltjarnarnesi og hét að þjóna honum og niðjum hans af trú og dyggð meðan sér ynnist aldur og orka, ef hann leysti líf sitt. Bónda gekkst svo hugur við vandræðum Þorgarðar, að hann tók fram sjóði sína, en hann var ríkur, og fór að telja fram lausnargjaldið. Í því kom kona hans inn í stofuna og spurði, hvað hann vildi með allt þetta fé. Bóndi segir sem var. Gekk þá konan að borðinu, tók upp bæði svuntuhorn sín að neðan og sópar með annarri hendinni öllum peningunum þar ofan í og segir: „Líði hver fyrir sínar gjörðir.“ Þorgarður segir: „Ekki mun hér skilið með okkur, því að ekki er það meira fyrir mig að sjá svo um, að kveðja mín fylgi ykkur hjónum og ætt ykkar í níunda lið.“ — Hann var tekinn af, en gekk aftur og fylgdi Selsfólkinu og hlaut afturgangan af því nafnið Sels-Móri.

Kópavogseiðar

Kópavogur

Kópavogsþingstaður – skilti.

Þingstaður við Kópavog lá undir handarjaðri danska valdsins á Bessastöðum; þess vegna bauð Friðrik II. 1574 að flytja alþingi frá Þingvelli til Kópavogs, en Islendingar hlíttu aldrei þeim konungsboðskap. Hér voru hinir illræmdu Kópavogseiðar unnir, mánudaginn 28. júlí 1662. Þar setti Árni lögmaður Oddsson þing, en Hinrik Bjelke höfuðsmaður, sem þá var nýkominn til landsins á herskipi, lét vopnaða hermenn standa hringinn í kringum þingheim. Höfuðsmaður beiddist af þingheimi, að hann hyllti Friðrik konung III., og virðist það hafa gengið fram mótspyrnulítið. Þá lagði Bjelke fram eiðyaldsskuldbindinguna til staðfestingar, en þar „staðfestum og styrkjum vér (Íslendingar) honum (konungi) allir og einhver til samans með öðrum hans Majestatis trúum undirsátum með þessu voru opnu bréfi háverðugri hans Majst sem einum fullkomnum einvaldsstjóra og arfaherra hans arfsrétt til Íslands og þess undirliggjandi insuler og eyjar, sem og allan Majestatis rétt og fullkomna stjórnun og allt konungsvald, sem hans konungl. Majst. og hans Majst. skilgetnum lífserfingjum og skilgetnu afkvæmi og eftirkomendum svo lengi sem nokkur af þeim er til í karllegg eða kvenlegg, er í fyrrnefndum act og gjörningi bæði af Danmerkur og Norvegsríkis stéttum er gefið og eftir látið.

Kópavogur

Minningarsteinn um erfðahyllinguna á Kópavogsþingstað.

Hér með afleggjum vér fyrir oss og vora erfingja og eftirkomendur allt það, sem í fyrri vorum fríheitum, landslögum, Recess og Ordinanzíu kann finnast stríða í móti Majestatis rétti ellegar maklega má þýðast að vera í mót Majestatis réttri einvaldsstjórn og fullkomnum ríkisráðum.“

Brynjólfur biskup Sveinsson virðist fyrstur hafa orðið fyrir svörum af hálfu landsmanna, og tjáði hann Bjelke höfuðsmanni, að Íslendingar væru ófúsir að afsala sér öllum réttindum í hendur annarra. Bjelke svaraði biskupi einungis með því að spyrja, hvort hann sæi ekki hermennina. Eftir það fara ekki sögur af neinum mótþróa biskups eða klerka hans gegn staðfestingu einveldisins. Árni Oddsson lögmaður stóð þá á sjötugu. Hann neitaði að skrifa undir og stóð svo allan daginn. Loks kom svo, að hann lét undan hótunum höfuðsmanns og skrifaði undir tárfellandi. — Var þá slegið upp ypparlegri veizlu, sem stóð langt fram á nótt. Þeir sýsluðu upp á hljóðfæri til veizlunnar, trometa, filur og bumbur og hleyptu skotum af feldstykkjum 3 í senn. — Þá gengu rachetter og fýrverk af um nóttina. —

Kópavogur

Kópavogur – minjar.

Neðst í túninu á Kópavogi við veginn eru rústir hins fræga Kópavogsþings: Þinggerði og Þinghústóft. Fyrstu sögur af Kópavogsþingi eru frá fyrri hluta 16. aldar og tengdar landsölumáli. Kristján II. Danakonungur hafði lagt sig allan fram um það að selja hinum fræga Hinriki VIII. Englandskonungi eyjuna Ísland með öllum gögnum, gæðum og réttindum. Einhverjir samningar virðast hafa tekizt laust eftir 1520. Þá kemur hingað Týli Pétursson frá Flensborg og telur sig hafa eitthvert umboð yfir landi. Ekki leizt Íslending- […?] fullkominni óbótamaður á Kópavogsþingi og síðar tekinn af lífi; sumar heimildir segja, að aftakan hafi verið framkvæmd heima á Bessastöðum. Þegar Hinrik frétti þetta, sendi hann vini sínum, Kristjáni II. orðsendingu þess efnis, að hann væri afhuga öllum Íslandskaupum, af því að sér væri orðið kunnugt, að Íslendingar væru búnir að drepa alla styrktarmenn þeirrar höndlunar.
Kópavogur
Við vegbrúnina austur af Þinghústóft er aflöng dys, gróin grjóthrúga, og nefnist Hjónadysjar, en þar rétt norðaustur af voru svonefnd Systkinaleiði. Þau hafa nú lent undir húsum við Fífuhvammsveg. Í Hjónadysjum er talið, að þjófar tveir liggi, maður og kona, sem Árni Magnússon segir, að legið hafi í Hraunhelli fyrir sunnan gamla örfiriseyjarsel um 1677, en náðust og voru tekin af. Engar áreiðanlegar sagnir eru um, hverjir hafi átt að hvíla í Systkinleiðum, en ágizkanir greina frá sakafólki frá Árbæ. Um 1700 bjó þar ungur og ókvæntur maður með móður sinni, Sigurður Arason að nafni. Á móti honum sátu jörðina Sæmundur Þórarinsson og Steinunn Guðmundsdóttir. Er ekki orðlengja, að ástir takast með Sigurði og Steinunni. Þann 21. sept. 1704 fannst Sæmundur örendur í Skötufossi í Elliðaám; Sigurður var grunaður um morð, tekinn og meðgekk hann að hafa unnið á Sæmundi að undirlagi konu hans. Steinunn játaði hlutdeild sína og voru þau tekin af 15. nóv. 1704, „Sigurður höggvinn skammt frá túngarði í landnorður frá þinghúsinu, en Steinunni drekkt í læknum þar fyrir austan. Hafði höggstaðurinn ávallt áður verið uppi á hálsinum, en drekkt i Elliðaá syðri,“ segir í gömlum annál.
Árbæjarmálið minnir óneitanlega mjög á þjóðsögurnar um Þorgarð.
Allmiklar heimildir eru til um fólk, sem lét lífið á þessum stað á dögum erlendrar harðstjórnar og kaupþrælkunar, sumt fyrir engar sakir að okkar dómi. Þannig fæddi Guðrún Oddsdóttir vinnukona í Kirkjuvogi andvana barn, en faðir þess var giftur maður. Hún reyndi að leyna fæðingunni, en upp komst og var hún tekin af lífi, drekkt sennilega í Elliðaám.
Hér var fjallað um hin illræmdu Hvassafellsmál og Swartskopfsmál, morðmál á Bessastöðum. En það skiptir ávallt nokkru hverjir glæpina drýgja. Höfðingjarnir, sem létu sálga Appolloniu Swartskopf voru auðvitað sýknaðir. Um þetta mál fjallar Guðmundur Daníelsson í skáldsögunni Hrafnhetta.“

Heimild:
-Keflavíkurgangan, 1. tbl. 19.06.1960, Samtíningur um Suðurnes – Björn Þorsteinsson, bls. 42-50.

Grænás

Eftirfarandi frásögn Skúla Magnússonar um álfa og huldufólk í klettunum í Njarðvíkurásum ofan við Ytri-Njarðvík birtist í Faxa árið 2008.

„Lengi hefur legið orð á því meðal fólks í Njarðvík og Keflavík að álfar eða huldufólk væri í klettunum sem næstir liggja utan við Grænásbrekkuna, að norðan og ofan við hús íslenskra aðalverktaka. Ekki man ég þó eftir sögnum um slíkar verur í Njarðvíkurásunum í elstu og stærstu þjóðsagnasöfnum Íslendinga, hvorki hjá Jóni Árnasyni, Ólafi Davíðssyni né Sigfúsi Sigfússyni. Óljóst er hve gömul þessi trú manna í Keflavík og Njarðvík er þar sem heimildir um hana sem ég þekki eru ekki eldri en frá 20. öld.
Sagnirnar um Háaleitisdrauginn og Guðmund Klárt. virðast þó vitna um að gömul dulræna og forn átrúnaður hafi loðað við Háaleitið, þótt sagnir um það hafi ekki verið skráðar fyrr en á 19. og 20. öld.

Sagnir um huldufólk í Njarðvíkurásunum
NjarðvíkurásarÞau dæmi sem ég þekki um frásagnir af huldufólkinu i Njarðvíkurásum eru öll frá 20. öld. Rétt er að benda á frásögn Helgu Kristinsdóttur frá Akri í Inni-Njarðvík sem birtist í jólablaði Faxa 2007. Þar minnist Helga, sem er látin fyrir stuttu, á örnefnið Álfakirkju, sem talið var tilheyra álfum sem bjuggu í Ásunum.
Álfakirkjan var efst í brekkunni upp af húsi Babtistakirkjunnar amerísku sem þarna stendur. Ekki verður ráðið af frásögn Helgu hve gamalt örnefnið Álfakirkja er, en átrúnaður á það virðist þó vera kominn upp a.m.k. á seinni hluta 19. aldar, að því er skrif Helgu benda til.
Þegar ég var innan við tíu ára gamall heyrði ég föður minn segja sögur af tveimur atvikum sem hentu hann sem stálpaðan krakka inn í Njarðvíkurásum. Það sem einkum togaði krakka og unglinga þangað upp eftir var góð berjaspretta. Lögskilarétt fyrir Hafnir og hreppana yst á Rosmhvalanesi, Ásarétt, var líka hlaðin úr grjóti uppi á hömrunum í Grænási, skammt neðan við lögreglustöðina sem þar stendur, og þarna voru réttir hvert haust allt frá því að réttin var þarna hlaðin árið 1900 eða 1901, eins og lesa má um í fundargerðabók sýslunefndar Gullbringusýslu. Þegar herinn tók þetta landi til afnota var það lýst bannsvæði og réttirnar hurfu og heyra nú sögunni til.
Útiskemmtanir og upphaf þeirra í Ásunum Auk réttanna sem haldnar voru hvert haust í Ásunum voru útiskemmtanir haldnar þar uppi er líða tók á 20. öld og sótti þær fólk úr Njarðvík og Keflavík. Almenningur hafði því allmikli kynni af Ásunum og þær stundir lifða enn í minningu þeirra sem muna timann fyrir stríðið 1940. Ungmennafélag Keflavíkur hélt líka árlega íþróttakeppni og skemmtanir í Hjallatúni, líklega frá um 1930, og allt þar til herinn tók landið 1940. Þá var efnt til keppna og skemmtana í kvosinni í Keflavík, þar sem nú er stóra fánastöngin í skrúðgarði bæjarsins. Upphaf þess garðs má rekja til útiskemmtananna í Hjallatúni sem féllu niður við hernámið.

Huldufólkið hopaði ekki úr Ásunum
En huldufólkið hopaði ekki úr Njarðvíkurásunum þótt fólkið hyrfi þaðan að mestu. Ystu mörk línu þeirrar sem myndaði bannsvæði hersins austan á Háaleiti var dregin skammt ofan við klettabeltið í Ásunum og hið gamla Hjallatún féll líka undir bannsvæðið, en þar niður af komu síðar olíutankar hersins. Á mörkum þess var svo reist meira en mannhæðarhá girðing með gaddavír og vék hún loks ofar í heiðina þegar smíði nýrrar flugstöðvar hófst 1985-1987 og nýr vegur var lagður þangað af Njarðvíkurfitjum. Hluti af þessu svæði, ofan við og í Hjallatúnum, var þó áfram innan girðingar fram að því að herinn hugðist fara á brott alfarinn á árunum 1993-2001.
Huldufólkið hélt tryggð við heimahaga sína í Ásunum og fór hvergi þrátt fyrir allann þann gauragang sem fylgdi vígvélum og vinnutólum næstu árin í nágrenni við bústaði þess. Líklegt er að huldufólkinu hafi liðið þar vel.

Frásagnir föður míns
NjarðvíkurásarFyrri frásögn föður míns um atvik sem hann sagði mér frá og gerðist i Njarðvíkurásum varð líklega þegar hann var 9 eða 10 ára, 1933 eða 34 og fram um fermingu. Svo vildi til að faðir minn og eldri bróðir hans, Snorri Sólon (f. 1916 – d. 1944) fóru saman hjólandi á reiðhjólum sínum inn í Ása til að týna þar krækiber einn sólskinsdag. Líklega var þetta nær þeim tíma þegar faðir minn var á fermingaraldri. Snorri hefur þá verið um tvítugt eða tæplega það. Berjaferðinni lauk fyrr en ætlað var og með skjótari hætti. Bræðurnir hjóluðu eins og leið lá inn undir klettana í Grænási, skildu hjólin eftir við veginn og gengu upp undir klettana þar efra. Þeir gleymdu sér við berjatínsluna og urðu brátt viðskila. I miðju kafi varð Magnúsi föður mínum snögglega litið upp og sá þá torkennilegan mann sem hann bar engin kennsl á. Hann sat á steini skammt frá, horfði út á sjóinn og reykti pípu. Við þetta brá föður mínum svo að hann tók þegar til fótanna, hljóp niður á veg, náði í hjólið og hélt heim á leið. Snorra brá í brún við þessi hlaup og hjólaði á eftir bróður sínum uns hann náði honum og fékk skýringar á háttalagi hans. Sagði Magnús þá Snorra alla söguna en sjálfur hafði Snorri ekki séð neinn mann þar uppfrá meðan á berjatínslunni stóð.
Þegar faðir minn sagði mér þessa sögu rúmum 20 árum seinna hafði óttinn vikið fyrir skilningi á að huldar vættir væru til í ríki nátturinnar. Að mati hans bar mönnum að umgangast huldufólk með virðingu og það viðhorf mótaði mig frá bernsku þótt ég hefði aldrei séð það sjálfur því skyggn var ég ekki.
Hin sagan sem faðir minn sagði mér af torkennilegum verum í Njarðvíkurásum gerðist fyrir stríðið 1939. Þá var hann ásamt fleiri strákum á ferð til Keflavíkur þegar þeir komu auga á konu upp við Ásana. Hún vakti athygli þeirra því hún var að tína eitthvað í svuntu sína við klettana og leit út eins og hún hefði snöggvast brugðið sér af bæ. Sem fyrr segir er töluverður spotti neðan úr byggð í Ytri-Njarðvík á þessum árum og engan mann sáu drengirnir koma þar neðan að. Í hvorugt skiptið gat faðir minn þó um hvernig fólkið var klætt og hvort klæði þess væru í sterkum litum, t.d. rauð, græn eða blá. En helst er að sjá að þetta hvortveggja hafi birst skyndilega þeim sem til sáu. Við fyrstu athugun gæti litið út sem hér hefði verið ósköp venjulegt mennskt fólk á ferð en ekki huldar verur.
Slíkt mætti líka álykta af sögunni „Konan í Hafnaheiðinni“ sem Jón Thorarensen skráði eftir frásögn Ólafs Ketilssonar og birti í Rauðskinnu. En þessa ókunnugu og torkennilegu veru sá Ólafur á ferð sinni yfir Hafnaheiði um 1906 en fékk aldrei skýringar á hvernig á ferðum hennar stóð. Klæðnaður hennar stakk í stúf við allt umhverfi og aðstæður þarna suður frá. Ekki var konan þó klædd í litklæði. Á þessum slóðum eru allskemmtilegar samfelldar klappir ekki langt frá leiðinni yfir Hafnaheiðina sem ekki sjást þó frá bílveginum. Aðstæður þar minna mjög á Ásana enda er sagt að huldufólk búi einatt í gömlu bergi, ekki nýrra eldhrauni sem víða má sjá á Reykjanesskaga.

Rauðklæddi maðurinn

Njarðvíkurásar

Njarðvíkurásar.

Að morgni þriðjudags 26. ágúst sl. hélt ég frá stöðvarhúsi SBK í Grófinni með áætlunarbíl. Ég sat fremst í bílnum hægra megin næst aðaldyrum og sá eins vel út úr bílnum og fram fyrir hann og kostur var. Auk mín og bílstjórans komu í rútuna ensk hjón við upphaf ferðar en síðan bættist í hópinn íslensk kona. Enginn var í biðskýlinu í Ytri-Njarðvík svo við héldum áfram að hringtorginu sem er við gatnamót Reykjanesbrautar, Sjávargötu og Gónhóls.
Þegar rútan beygði inn á hringtorgið varð mér litið upp eftir þar sem Ásarnir blöstu við. Þá kom ég skyndilega auga á rauðklæddan mann sem stóð framan við klettana. Mér varð starsýnt á þennan mann bæði vegna klæðnaðar hans og vaxtarlags. Ég hélt strax að þarna væri einhver íbúi úr húsunum neðan við Ásana á morgunrölti en ýmislegt mælti gegn því. Frá bílnum að sjá var hann í dökkrauðum kufli eða mussu sem virtist samfelld frá hálsi niður á fætur og með sérkennilega rauða húfu sem liktist alpahúfu listamanns á 19. öld. Maðurinn var dvergvaxinn og hélt ég fyrst að hann sæti á hækjum sér fremur en að hann stæði uppréttur, en fljótlega sá ég að hann virtist þó keikur og hnarreistur þar sem hann var fyrir framan klettavegginn. Ég sá síðan að hann stóð uppréttur við klettinn. Hann stóð þarna grafkyrr og horfði beint til austurs yfir byggðina og út á sjó. Ég sá vel á milli hans og klettanna og því á bak hans að hluta og gat ráðið af því að hann stóð uppréttur.
Þennan morgun var veðrið milt og gott, suðvestan átt með stuttum hellidembum en glaðasólskini inn á milli. Fjölbreytileiki birtunnar gerði allt umhverfið dulúðugt, fínn suddinn spilaði saman við sílglitrandi, nýfallna og litfagra daggardropana og varpaði dularblæ yfir umhverfið, hæðir og lægðir í umhverfinu og landinu öllu en jörðin merlaði í úðanum í ótal litbrigðum. Þegar ég sá Rauðklæðung leit út fyrir regnbogaveður og síðar þennan dag mynduðust fagrir regnbogar á himni.

Mennskur maður af holdi og blóði?
Hann hvarf síðan þegar við ókum áfram upp brekkuna að húsum Keilis þar sem hópur fólks beið rútunnar. Enginn í bílnum virtist hafa veitt honum athygli nema ég, þótt litirnir á fötum hans hefðu verið svo sterkir að mér datt ekki annað í hug en að allir í rútunni sæju manninn þarna eins og ég enda datt mér ekki annað í hug, meðan við ókum upp Grænásbrekkuna, en að þarna færi mennskur maður af holdi og blóði. Ég gerði því engum vart við sýn mína enda aðrir farþegar það aftarlega að ógjörningur var fyrir mig að ná til þeirra. Enginn annar en ég virtist hafa séð rauðklædda manninn því enginn mælti orð af vörum meðan við ókum þessa stuttu leið.

Áhrifamikil sýn
Rauðklæddi maðurinn minnti mig helst á dverginn sem lék hlutverk álfsins í alþekktri kvikmynd Óskars Gíslasonar, Síðasti bærinn í dalnum. Það átti bæði við um vaxtarlagið og andlitið. Hann var greinilega ófríðari en gengur, skegglaus, andlitið mjög dökkleitt og nefið frekar uppbrett. Höfuðið var sverara og digrara en almennt gerist og þrátt fyrir smæð sína var hann allur meiri um sig og þéttvaxnari en maður á að venjast. Sérstaka athygli vakti hinn sterki dökkrauði litur á klæðnaði hans og að sjá þennan skæra lit innan um dökka klettana og grængresi var svo áhrifamikið að því gleymi ég aldrei.
Ég hélt í fyrstu að ég hefði séð einn af íbúum við göturnar neðan við Ásana en þegar við ókum til Reykjavíkur rann það upp fyrir mér að ég hefði sennilega séð einn af íbúunum í Ásunum og væri hann hvorki af holdi og blóði. Sögur föður míns virtust staðfesta þetta og einnig þjóðsögur fyrri tíma. Fomlegur og sérkennilegur klæðnaður styrkti mig í þessari trú. Mér varð skemmt í huga gömul ósk mín að sjá huldufólk hafði skyndilega ræst og þetta var eins og í ævintýrunum.
Þegar ég kom aftur heim til Keflavíkur um kvöldið og rútan ók niður Grænásbrekkuna sátu tveir strákar á fermingaraldri undir klettunum skammt frá þeim stað þar ég hafði séð Rauðklæðung. En hann var hvergi sjáanlegur þá stundina að minnsta kosti.“

Heimild:
-Faxi, Rauðklæddi maðurinn í Njarðvíkurásum, Skúli Magnússon, 4. tbl. 01.12.2008, bls. 10.

Njarðvíkurásar

Njarðvíkurásar.