Tag Archive for: Ölfus

Doglas rb66

Enn og aftur var gerð leit að braki flugvélar sem vera átti í Lakadal, milli Lakahnúka og Stóra-Sandfells. Að þessu sinni var haldið á vettvang með málmleitartæki því stórir sandflákar eru þarna neðan við mikil gil í Sandfellinu. Talið var líklegt að vatn og vindar hefðu fært brakið í kaf á umliðnum árum, en heimildin var frá árinu 2005. Veður var eins og best var á kosið, 19°C hiti.
BrakiðGengið var yfir Lakahnúka. Frá þeim var ágætt útsýni yfir svæðið. Þegar komið var niður var stefnan tekin í innsta gilið. Gamlar gosdósir létu í sér heyra.
Eftir að hafa endurmetið aðstæður og lína aðlöguð af fyrri ferð upplýsingaraðila um svæðið var stefnan tekin til norðvesturs. Þar fannst brakið títtnefna; heilleg hurð af flugvél. Hurðin virtist hafa komið niður úr loftinu ein og sér, a.m.k. var ekkert annað brak að sjá í nágrenninu. Gengið var upp nærliggjandi gil og umhverfi þess, en málmleitartækið var þögult sem gröfin.
ÁletrunÁ hurðinni voru tveir gluggar, sá efri brotinn, líkt og að hann hefði lent í kúlnaregni – eða á grjóti þegar niður var komið. Á henni voru m.a. eftirfarandi áletrun ofan á (Cut here for EMERGENCY RESCUE) annarri amerískri; PLT 54-545A. Þegar hurðinni, sem virtist vera ca. 60-100 kg, var snúið við komu í ljós ýmsar áletranir, s.s. „SERKIT“ með stimpli og ýmsum merkingum. Sjá mátti númerið 3024 og á öðrum stað númeraröðina 5470191 3 A 7075.
Að myndatöku lokinni var haldið til baka, enda biðu næg verkefni annars staðar. Að þeim loknum voru upplýsingarar og myndir sendar til Eggerts Norðdahls og hann beðinn um að reyna að sannreyna hvaða flugvél hurðin gæti hafa verið af. Ekki stóð á svari: „Amerísk „Douglas RB-66B-DL Destroyer“ frá USAF (bandaríska flughernum), númerið á flugvélinni er málað á hlerann (hurðina)! „54-545A“ – Borguð af fjárhagsárinu 1954 og líklega smíðuð 1954/1955 – Ekki hefur hún farist, bara misst af sér hlerann!
Slíkt kom fyrir, tvö, þrjú skipti eru kunn af öðrum vélum hér á Íslandi. Þar sem hún er mjög líklega kominn á haugana ca. 1973 (ef ekki skotin niður í VíetNam eða farist einhverstaðar áður) þá þarf líklegast ekki að skila hleranum! Mér þykir ólíklegt að áhafnarmeðlimur hafi skotið sér út eða hún farist þarna (og engin heimild um slíkt). Líklega er þetta hlerinn við stjórnklefann (sbr. myndir). Það er gler á honum, tegundinn „RB-66“ var könnunarvél, ekki sprengjuvél þó B- standi fyrir „Bomber“.“

Douglas RB-66

Af þessum upplýsingum fengnum var a.m.k. hægt að útiloka að þýska flugvélin, sem flökkusögur hafa gengið um, hefði komið niður þarna.
Hafa ber í huga að framangreindar upplýsingar koma ekki af engu. Þeim þarf að safna saman, flokka og greina. Síðan þarf að fara á vettvang og sannreyna, skrá í hnitakerfi, ljósmynda og leita frekari staðfestinga. Allt tekur þetta tíma og er vinna. T.d. voru gerðar þrjár tilraunir til að komast inn í Lakadal eftir að þeim fyrri slepptum, en þá varð frá að hverfa vegna veðurs í öll skiptin. Þær ferðir eru ekki skráðr. Sú ferð, er hér um ræðir, er skráð í FERLIRSsöguna sem sú 1388.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Lakadalur

Doglas RB 668 DL Destroyer.

 

Búrfell

Búrfell eru 39 talsins, nokkuð há stapafjöll með klettum ofantil. En hvers vegna heita öll þessi fjöll á landinu „Búrfell“?
Búrfell landsins eru mörg og finnast um allt land. Að auki eru fjölmörg örnefni dregin af því, nefna má ár, dali, flóa, drög, heiðar, hraun, hyrnur, hálsa og margt fleira. Einnig bera níu bæir nafnið.

Búrfell

Búrfell í Garðabæ.

Þrjátíu og níu fell eða fjöll bera nafnið Búrfell [fjögur fellanna eru á Reykjanesskaga; í fyrrum landnámi Ingólfs, þ.e.]:
-Búrfell við Hafravatn í Mosfellsbæ, 81 m
-Búrfell í Heiðmörk, Garðabæ, 179 m
-Búrfell, norðvestan Þingvalla, 782 m
-Búrfell norðvestan við Þorlákshöfn, 200 m

Af þessum fjórum Búrfellum á Reykjanesskaga eru tvær eldborgir (í Garðabæ og í Ölfusi (Þorlákshöfn)) og tvö eru móbergs og basaltfjöll (við Þingvelli og í Mosfellsbæ).

Sigurður Sigurðsson

Sigurður Sigurðsson.

Sigurður Sigurðsson birti fróðlega umfjöllun og vangaveltur um „Búrfell“ á bloggsíðu sinni sigsig.blog.is árið 2013:
„Að einhverju leiti getur verið að útlit fjalla með nafninu „Búrfell“ ráði því að þau fengu nafnið. Ekki veit ég orðið „búr“ merkir upphaflega, ef til vill er það hið sama og nú til dags sem er matargeymsla.

Mér finnst frekar óljóst er af hverju nafn fjallanna er dregið og þess vegna fór ég í dálitla heimildavinnu. Hún dróst dálítið á langinn, endaði í vikuvinnu. Leiddi þar hvað af öðru. Sem betur fer glataði ég tvisvar sinnum því sem ég hafði skrifað. Þá þurfti ég að byrja aftur og þó ég hafi bölvað missinum er ég nú þeirri skoðunar að ritgerðin hafi batnað eftir því sem ég skrifaði hana oftar. Ég vara þó lesandann við, ég er enginn sérfræðingur.

Hvaða búr er um að ræða?

Bær

Bær og útibúr.

Á Vísindavef Háskóla Íslands segir:
Forliður nafnsins Búrfell er líklega dreginn af hinum fornu útibúrum, sem stóðu ein sér og í voru geymd matvæli, dýrir munir og svo framvegis. Þau gátu staðið nokkuð frá jörð svo að skepnur kæmust ekki í þau.

Búrfell standa oft stök og skera sig úr að lögun, og minna sum þeirra á hús.

Þetta skýrir ekki málið neitt sérstaklega og er heldur einföld skýring.

Búrfell

Búrfell í Garðabæ.

Á hinum ágæta vef ferlir.is er fjallað um gíginn Búrfell í Heiðmörk og vitnað í vef Örnefnastofnunar um nafnið. Örnefnastofnun er nú ekki lengur til sem slík heldur var gerð að deild innan Árnastofnunar og vefurinn ekki lengur finnanlegur. En á Ferli segir eftirfarandi:
En hvers vegna ætli fjöll heiti Búrfell? Það fyrsta sem kemur væntanlega upp í hugann er búrhvalur því ef litið er á mynd af slíku dýri þá eru ákveðin líkindi með útliti hvalsins og sumum Búrfellum einkum þeim sem eru stapar.

Þar sem fjöllin þykja oft lík að lögun hefur stundum verið talað um Búrfellslag eða Búrfellslögun fjalla.

Búrfell

Hjallur.

Það er til önnur skýring á nafninu og hún er sú að það tengist matargeymslu og þá helst stokkabúr, sem voru reist á lóðréttum bjálkum upp frá jörð svo að dýr kæmust ekki í þau, öðru nafni stafbúr.“

Sum Búrfellin eru kölluð Matarfell af sjó svo sem Búrfell á Snæfellsnesi og Búrfell í Reykjarfirði á Ströndum en Búrfell á Gnúpverjaafrétti er kallað „fjallið fyrir innan Heklu“ og Búrfell á Tjörnesi er kallað Kistufell. Ástæða þess er sú að sjómenn trúðu því að ef þeir nefndu Búrfell á nafn gætu þeir egnt á sig búrhvalinn. Þetta voru því svokölluð varúðarnöfn.

Hyggjum nú aðeins að þessu. Á Vísindavefnum er getið um „hin fornu útibúr“. Líklega hafa þau verið geymslur, byggðar til að geyma matvöru og hugsanlega byggð þannig að vindur blási um þau eins og hjallar þar sem fiskur er þurrkaður.

Búr og kjölur

Búrfell

Búr.

Voru „búr“ kölluð svo eftir fjöllunum eða fengu fjöllin nafnið af útibúrunum? Þetta er ansi góð spurning, þó ég segi sjálfur frá og eftir svarinu fór ég að leita.

Gæti verið að orðið „búr“ hafi haft aðra merkingu en í dag, jafnvel að það hafi verið einskonar útlitslegt orð, ef ég má orða það þannig. Um leið kemur orðið „kjölur“ upp í hugann. Það var áður haft um ásinn, tréstykkið, sem er frá stefni og í skut. Síðar hefur orðið færst yfir á allan þann hluta bátsins eða skips sem er í sjó enda víst að kjölur, slíkur þeim sem hér hefur verið lýst, er ekki til á stálskipum.

Hugsanlega eru „kjölur“ og „búr“ andheiti. Hið fyrrnefnda gæti átt við kjalarásinn en hið síðara um það sem snéri inn í bátinn … Jafnvel gæti „búr“ verið einhvers konar mænir á húsi, það sem hæst ber.

Orðsifjafræðin

Búrfell

Búrhvalur.

Hvers vegna er hvalur kenndur við „búr“? Er það vegna þess að hvalurinn var notaður í fæðu eða var það vegna útlitsins? Líklega er ágætt að verja dálitlum tíma í að kanna þetta.

Í Orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar segir:

Búrhvalur
Búrhvalur k., búrhveli h., búri k. ´sérstök tannhvalategund (physeter macrocephalus)´; sbr. nno. [miðnorska] burkval um óvissa hvalatengund. Uppruni óljós. Oftast talið leitt af búr og sé þá átt við lýsisforðann í höfði hvalsins.

Þó tilvitnanir í Orðsifjabókina sé eflaust dálítið flóknar finnst mér engin goðgá að álykta af þessu að orðið „búr“ merki eitthvað stórt.

Í sömu bók segir:

Búrfell

Langreyður.

1 Buri eða Búri k. goðsögul. Nafn á föður Bors eða Burs, föður Óðins. Uppruni óviss. Oftast lesið Buri og þá talið merkja þann sem eignast afkvæmi eða son, sbr. bur. Aðrir ætla að orðið sé sk. fi. [fornindverska] bhuri- ´stór´eða mno. [miðnorska] bura ´öskra´, sbr. að Buri eða Búri var risaættar, af Ými kominn. Ath. búrhvalur.

Þarna fannst mér ég vera kominn í feitt þangað til ég rakst á eftirfarandi:
2. Buri eða Búri k. dvergsheiti. E.t.v. sk. búri.

Komum síðar að nöfnum sem tengjast Búra. Af þessu má draga þá ályktun að „búri“ geti þýtt hvort tveggja, stórt og lítið, sbr. risa eða dverg. Það kann þó að vera misskilningur.

Búrfell

Sandreyður.

Loks er ástæða til að tiltaka þriðju tilvitnunina í Orðsifjabókina. Hún er svona:
1. búri k. ´ruddi, dóni, durgur; aðsjáll maður, nirfill; íbúi (verslunar)borgar´. To. [tökuorð] úr mlþ. [nýlágþýsku] bure ´bóndi´, sk. [skylt] búr og búa.

Er eitthvað hér sem hönd á festir? Hugsanlega má telja að „búr“ sé eitthvað stórt eða það merki hús eða matargeymslu. Engin af ofangreindum tilvitnunum tekur til útlits, ekkert skýrir almennilega „búrfellslagið“.

Ég leyfi mér þó að draga þá ályktun aftur að „búr“ merki eitthvað sem er stórt. Hins vegar verður að hafa það í huga að Búrfell landsins eru afar mismunandi í útliti og stærð og jarðfræðilega eru þau ekki eins.

Fornritin

Sæl væri eg
ef sjá mættag
Búrfell og Bala,
báða Lóndranga,
Aðalþegnshóla
og Öndvertnes,
Heiðarkollu
og Hreggnasa,
Dritvík og möl
fyrir dyrum fóstra.

Búrfell

Steypireyður.

Þetta fallega kvæði er úr Bárðar sögu Snæfellsáss. Helga Bárðardóttir orti það er hún kom til Grænlands eftir að hafa hrakist þangað frá Íslandi. Hún var komin með heimþrá og saknaði heimahaganna. Í sögunni segir: „Þessi örnefni öll eru á Snjófellsnesi“.

Af þessu má draga þá álykta að snemma eftir landnám hafi örnefni myndast og þar með að fjall á Snæfellsnesi fékk nafnið „Búrfell“. Í þessu sambandi má geta þess að Grímur Rögnvaldsson sá sem nam Grímsnes bjó að Búrfelli. Líklega var bærinn samnefndur fjallinu fyrir ofan.

Búrfell

Búrfell í Rogan.

Þetta var mér hvatning til að fletta í gegnum önnur fornrit þó svo að ég minnist þess ekki að hafa séð orðið „búr“ í þeim. Enda varla von, flestir leikmenn lesa vegna söguþráðarins og smáatriðin hverfa.

Ég fór því í gegnum Fornaldarsögur Norðurlanda, Gylfaginningu, Heimskringlu, Íslendingasögur, Landnámubók og Jómsvíkingasögu. Leitaði að öllu því sem tengst gæti búri, Búrfelli eða fólki sem ber nafnið Búri. Margt merkilegt fannst í þessum ritum.

Líklega er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því að málið hefur breyst talsvert frá því að fornsögurnar voru ritaðar. Ekki er víst að ég átti mig á öllum blæbrigðum sem málfræðingar og fornritaspekingar koma glöggt auga á.
Við skulum líka hafa hugfast að matur er viðkvæmur og það hafa fornmenn án efa vitað. Þar af leiðir að þeir leituðu ýmissa ráða til að gera hann sem lengst neysluhæfan. Án efa vissu þeir að kæling hjálpar til. Því gátu búr verið stök hús, staðsett annað hvort þar sem um gustaði um eða að þau voru grafin í jörð.

Að öðru leyti er gott ráð að nota hugarflugið þegar eftirfarandi tilvitnanir í fornritin eru skoðaðar. Í þeim er oftlega getið um „búr“ og „útibúr“.

Burfjell í Noregi

Búrfell

Búrfell í Fusa.

Ég er langt frá því sérfræðingur í orðsifjafræði þarlendra. Hitt veit ég í gegnum hann Gúgöl vin minn, að það eru að minnsta kosti tvö Búrfjöll eru þarna fyrir austan og bæði með þessu líka laglega búrfellslagi. Hið fyrra er Burfjell í Fusa og hið seinna er Burfjell í Rogan. Merkilegt er að skoða myndir af þessum tveimur fjöllum. Eru þau með „Búrfellslagi“? Mér finnst nokkur líkindi með því.

Stapi

Fjallið eina

Fjallið eina – dæmigerður stapi.

Mörg Búrfellin eru keimlík í laginu og ekki síst þau sem jarðfræðilega bera heitið stapi eins og Búrfell við Þjórsárdal, Búrfell austan Mývatns og ábyggilega fleiri.
Hvað er þá stapi, svona jarðfræðilega séð. Hann myndast í upphafi þegar eldgos verður undir jökli. Þá hlaðast upp gosefni í plássið sem eldgosið bræðir í jöklinum. Um leið og glóandi kvika snertir vatnið springur hún og myndar smágerð gosefni, en vegna þess að jökullinn virkar sem mót dreifast þau ekki heldur hlaðast smám saman upp. Þegar svo mikil gosefni hafa hlaðist upp að eldvirknin nær upp fyrir vatnsborðið rennur loksins hraun. Eftir að gosi lýkur heldur jökullinn að fjallinu, rétt eins og mót og með tímanum, og vegna hita og þrýstings, verður til móberg úr lausu gosefnunum.
Þetta gerðist margoft hér á landi á ísöld og þegar jökullinn hvarf urðu eftir svokallaðir stapar. Þeir er oftast hringlaga eða jafnvel ílangir. Efst er oft hraunskjöldur, dyngja, en undir er móberg.

Niðurstaða

Búrfell

Búrfell í Ölfusi – loftmynd.

Ég held að nú megi slá því föstu að búr sé ekki aðeins matargeymsla heldur hafi líka ýmislegt annað verið geymt í þeim. Mörg dæmi eru til í fornritum um að búr hafi verið notuð sem íverustaðir. Búr sem matargeymslur hafa líklega staðið þar sem gustar um enda hafi tilgangur verið að halda matvöru kaldri svo hún geymdist sem lengst. Einnig er til að búr hafi verið grafin í jörðu í sama tilgangi.

Óljóst er hins vegar hvernig búr hafa litið út. Draga má þá ályktun af helstu fjöllum sem heita Búrfell að þau hafi verið með frekar flötu þaki, að minnsta kosti ekki bröttu. Þakið kann einnig að hafa verið ílangt.

Orðið „búr“ merkti líklega til forna eitthvað sem var stórt og mikið um sig og þá hefur hugsanlega ekki verið miðað við hús sem var matargeymsla. Orðið hafi einfaldlega verið heiti á stóru húsi eða nafn á stórum manni. Þess vegna er stórt fjall nefnt Búrfell í vegna þess að það er einfaldlega stórt fjall, jafnvel stórt stakt fjall.

Búrfell

Búrfell í Mosfellsbæ – loftmynd.

Hvalurinn hefur þar af leiðandi verið nefndur Búrhvalur vegna þess að hann er stærri og meiri um sig en flestir aðrir hvalir en ekki vegna lýsis eða kjöts.

Hitt er svo til umræðu hvers vegna stórt fjall er nefnt fell. Í Noregi eru eins og áður sagði að minnsta kosti tvö fjöll sem heita Burfjell. Á íslensku örnefnunum kann að vera málfræðileg skýring sem er sennilegri en aðrar, til dæmis náttúruleg.“

Brynjólfur Þorvarðsson fjallar um framangreint og skrifar m.a.:

Búrfell

Búrfell við Þingvelli.

„Sæll Sigurður og takk fyrir skemmtilega ritgerð.
Það er afskaplega erfitt að rekja orðsifjafræði stuttra orða með fjölbreytta merkingu. En mér sýnist þú ekki taka eina algeng merkingu orðsins „búr“ í daglegu máli, þ.e. aflæst hirsla með rimlum. Nú veit ég ekki hversu gömul sú málnotkun er, en rimlar heita „bars“ á ensku og „barer“ á dönsku. Samkvæmt enskum orðsifjum er þetta tekið úr síð-latnesku „barra“.

Búrfell

Búrfell í Mosfellsbæ – kort 1903.

Ennfremur finn ég fornnorræna orðið „burr“, enn notað í ensku, sem merkir fræhylki með litlum þyrnum sem festast í fatnaði. Önnur heimild talar um „borr“ eða „borre“ í fornnorrænu.

Loks finn ég „búrr“ notað sem kenningu um son í Eddukvæðum: „Óðins búrr“. Einhverjir tengja orðin búrr, búri, bör í Eddukvæðum við „að framfæra“ sem aftur er augljóslega skylt sögninni að bera, öll orðin ur Sanskrít „bâras“.

FERLIR spyr: Hvers vegna eru engin fjöll nefnd eftir Langreyð, Sandreyð eða Steypireyð. Allir þeir hvalirnir eru ekki ólíkir Búrhvalnum. Og hvernig er örnefnið „Kistufell“ tilkomið? Gæti það verið hliðstæða við örnefnið „Búrfell“ líkt og örnefnið „Húsfell“?!? Búr var jafnan einungis hluti bæja eða selja. „Bæjarfellin“ eru allnokkur. Undir þeim flestum kúra bæir eða bæjatóftir, sbr. Bæjarfell í Krýsuvík og við Vigdísarvelli. Þar liggja fyrir augljósar skýringar á örnefninu. Bæirnir Búrfell og Búrfellskot voru undir Búrfelli í Mosfellsbæ. Hvers vegna var fellið ekki nefnt Bæjarfell til samræmis?…

Heimild:
-https://sigsig.blog.is/blog/sigsig/entry/1328331/

Búrfell

Búrfellin – kort.

Núpar

Núpar eru önnur af tveim landnámsjörðum í Ölfusi, samkvæmt Landnámu. Þar var kirkja um tíma. Segja sumir að enn móti fyrir henni í hlíðinni ofan bæjanna. Forn kirkja við Núpa?
Ormur hinn gamli nam neðsta hluta Grafnings og efsta hluta Ölfuss. Mörk milli landnáma Orms og Álfs egzka voru um Varmá, sem er framhald Hengladalsár. Landnám Álfs hefur náð frá Varmá og sennilega út á Selvogsheiði, þar sem voru hreppamörk Ölfuss- og Selvogshreppa. Landnámsbærinn var Gnúpar, sem nú kallast Núpar.
Tvíbýli var lengi á Núpum og var skipting á túni og engjum mjög sérkennileg. Austurbær var 1/5 af jörðinni og var engjum skipt í þrennt og notaði Austurbær aldrei sama blettinn nema eitt ár í senn. Austurbæjarbóndi komst ekki á tún sitt, nema fara yfir tún Vesturbæjarbónda, og er sú sögn, að hann hafi selt Vesturbæjarbónda rein við bæinn fyrir mat í hallæri. Skákir eru hver innan um aðra ýmist frá Austur- eða Vesturbæ.
Stekkur við NúpaselSíðasti „ábúandinn“ að Núpum var Gunnlaugur Jóhannsson. Hann er nú (2007) 82 ára og býr í Hveragerði. Hann kom 2 og 1/2 árs að Núpum og bjó þar um 70 ára skeið.
Gunnlaugur sagði FERLIR Núpastíg liggja ofan við vestasta bæinn á Núpum, upp að Hjallhól. Þaðan lægi stígurinn svo í hlykkjum upp hlíðina, líkt og vegurinn um Kambana í gamla daga. „Uppi á jafnsléttunni liggur stígurinn vestur fyrir Núpafjall. Norðvestan þess er komið í Seldal. Þegar stígnum er fylgt inn dalinn má sjá skiptingu í hraunum, annars vegar nýrra hraunið og hins vegar maladrög. Ef stefnan er tekin á Skálafell og gengið u.þ.b. 400 metra? frá stígnum er komið að tættum – seli. Það er vel gróið og nánast horfið í jörðina. Tjörnin, Hurðarásvötn, er norðan við selið, en það á að vera um 200-300 m frá henni. Þarna hafa verið dýr á sumrin, enda skammt í vatn og hagar góðir. Fleiri nytjar hafa verið þarna. Norðaustan við Vötnin er t.d. gróin tóft.“

Hurðarásvötn

Hurðarásvötn – tóft.

Í örnefnaskrá fyrir Núpa segir m.a. um Núpastíg: „Gömul gata, sem lá á ská upp fjallið af Hjallhól. Þar var farið með heyband ofan af fjallinu. Ein kona fór þar niður ríðandi í söðli og þótti það með tíðindum.“
Gunnlaugur sagði aðspurður næsta skarð að vestanverðu í Núpafjalli heita Valhnúksskarð. FERLIR hafði áður skoðað að upp úr því liggur gata, enda grasi gróið í skarðinu og vel upp fyrir brún. Gatan liggur áfram til vesturs í gegnum Hraunið og upp á Skógarveg (Suðurferðagötu).
Austan undir skarðinu er tvískipt rétt eða stekkur. Uppi í skarðinu er veggur af tóft. Enn ofar, áður en gatan, sem enn er greinileg þar sem hún liggur yfir austanverðan Þurárbrunann, beygir til norðurs með gróningum neðan við Stóradal er hlaðinn nátthagi eða rétt á hraunbrúninni. Annars er mikilfenglegt að horfa yfir Brunann úr skarðinu og sjá hvar hraunið (Þurárhraun) hefur safnast saman og stöðvast neðan við hlíðina.
Gunnlaugur sagðist kannast við þessi mannvirki. Nátthaginn væri sennilega gamalt selmannvirki, enda má sjá gamlan lækjarfar þar við og vætingu neðan við gróðurbrekkur, sem nú væru að blása upp. Stutt er í Seldalinn frá því. Leifar af mannvirkinu efst í Valhnúksskarðinu væru eftir hermenn, sem hefðu haft Núpaselþarna aðstöðu á stríðsárunum eftir 1941. Herinn hefði haft mikinn viðbúnað, bæði þar og á og við Núpafjall, eins og glöggt má sjá. Réttin, eða stekkurinn, neðan við Valhnúksskarð væru einnig fornar tættur, notaðar löngu fyrir hans tíð að Núpum. Þar heitir Fjárból. Það er ofan við vestasta túnið á Núpum, nefnt Stekkatún.
Suðurferðagatan liggur upp frá hlaðinu á Þóroddsstöðum um 8 km að þjóðvegi 1 á Hellisheiði. Leiðin er svo kölluð vegna þess að hún var flutningaleið til Reykjavíkur og frá. Hún var einnig nefnd Skógargata, því að þar fóru Hjallamenn í Grafning til hrísrifs. Hún fylgir vesturbrún Þurárbrunans, sem rann um Krists burð, og þvert yfir hann  þar sem hann er mjóstur, á móts við miðja Hverahlíð.
Vatnsskarð er vestasta skarðið í hlíðinni vestan Núpa. Þar rann mesta hraunið ofan af fjallinu. Vatn rennur þar í leysingum. Valhnúkur er hnúkur (bergstandur) austan Vatnsskarðs. Arnarsetur er þar á bergsnös austan í Valhnúk. Þar verpti örn á árunum milli 1880 og 90. Ungur og ófyrirleitinn Ölfusingur kleif upp í hreiðrið, tók eggin og seldi þau fyrir peninga (Nielsen á Eyrarbakka). Sandskarð er mjótt skarð vestan við Núpahnúk, upp úr sömu gróningum og Valhnúkaskarð, sem er skammt vestar. Annað nafn á Sandskarði er Guðnýjarskarð. Enn annað nafn á því er Stekkatúnsskarð því Stekkatúnið er neðanvert við það. Þar er Fjárbólið, gróin brekka. Þar vestan undir stórum steini eru hlaðnir veggir á þrjá vegu. Fálkaklettur er einstakur klettur vestast í Stekkatúni. Líkist hann fugli í lögun. Valhnúksskarðið er skarð Álftaregg við Hurðarásvötnfast austan við Valhnúk. Undir skörðunum er Núpastekkatún: Gróin flöt neðan Fjárbóla. Sér enn fyrir stekknum. Austar er Núpahnúkur; þverhnnípt berg með hallandi lögum. Skagar lengst fram (suður). Í daglegu tali var bergið nefnt Hnúkurinn. Snorrahellir er hellisgjögur austan í Hnúknum, myndað af sjávargangi.
Núpastígur er, sem fyrr segir, gömul gata er lá á ská upp fjallið af Hjallhól. Stígurinn liggur upp með Vatnsgili. Það kemur bak við Gráhnúk og rennur lækurinn norðan gamla túnsins. Vatnsklettur er stór klettur við Núpastíg.
Gráhnúkur nefnist eggjabrúnin norðan Vatnsgils, vestur að Núpastíg. Arnarhreiður er þar við smáskúta austan í Gráhnúk. Þar verpti örn fram yfir 1940. Sést þar fyrir auknum gróðri. Fýll hefur verpt  þar frá 1962. Smjörbrekka er gróin grasbrekka norðan Vatnsgils, neðan undir Arnarhreiðri.
Uppi á Núpafjalli eru Nónbrekkur, grasbrekkur móti suðaustri, upp af Valhnúksskarði. Þær eru ekki eyktamark frá Núpum því þær sjást ekki frá bænum. Líklega eru þær eyktamark frá Kröggólfsstöðum. Selásbrekkur eru brekkur í hrauninu upp af Vatnsskarði, suður og austur af Selás. Selás er lítil hæð og grasbrekkur í kring, Selásbrekkur. Þar er réttin (stekkurinn) eða nátthaginn á hraunbrúninni. Seldalurinn er gróin dæld upp frá Núpastíg. Þar lá gatan. Stundum var slegið og flutt á klökkum niður Núpastíg. Armæður heita hallalitlir melar austan við Seldal. Hurðarás er langur hryggur, ber hæst, liggur í sömu stefnu og fjallsbrúnin. Þjóðvegurinn liggur yfir hann nyrst. Á sumum landakortum er hann nefndur Urðarás. Rétt við mót Skógarvegar og götu að ValhnúksskarðiHurðarásvötnin eru í lægð með vötnum (tjörnum) í vestan Hurðaráss.
Allt framangreint var gott að hafa í huga áður en lagt var á Núpastíg. Eins og fram er komið er Hjallhóll ofan vegarins, brattur neðan suðvestasta bæjarins. Nokkrar gamlar fjárhústóftir úr torfi og grjóti eru austan og suðvestan undir hólnum. Suðvestan í honum, ofar en aðrar tóftir, er stór tóft með dyr mót austri. Snýr tóftin í austur og vestur. Vestan hennar er stór steinn og hefur verið gert hús utan í hann, aftan við tóftina. Þarna segja kunnugir að hafi verið hin forna kirkja eða hof á Núpum.
Gunnlaugur sagði að vestan í hólnum, neðarlega, væri stór þúfa, sem sumir teldu að gæti verið dys.
Upp frá Hjallhól var lagt á þversneiðingana í hlíðinni fyrir ofan. Í fyrstu virðist gatan ógreinileg, en skýrðist smám saman. Þegar upp á brúnina var komið var stefnan tekinn á suðurenda Núpafjalls. Núpastígur liggur um vestanvert Núpafjall, sem er heildarnafn á fjallinu, frá Sigmundarsnös og suður að Núpahnúk. Skammt suðaustan við fjallsranann eru gatnamót. Beygt var til norðurs líkt og Gunnlaugur hafði mælt með. Hátt mosahraunið leggst þar nokkuð þétt að fjallinu. Gatan liggur með hraunröndinni – og síðan svo til beint áfram inn að Hurðarásvötnum. Líklega hefur gatan sjálf legið nokkuð hærra og sunnar fyrrum, en selstígurinn síðan orðið honum yfirsterkari, enda heyjað á völlunum innan við það lengi vel. Þar sem (sel)gatan víkur frá hraunjaðrinum er Núpaselið á vinstri hönd.
Tóft efst í ValhnúksskarðiUm er að ræða fallegt sel með sex rýmum, auk þess sem stekkurinn hefur haldist nokkuð vel, enda verið lítil umferð um þetta svæði á síðari áratugum. Kví er vestan við megintóftina, sem sennilega hefur verið baðstofan. Eldhúsið er við hlið hennar að vestanverðu. Skýringin á að svo mörg rými eru þarna er líklega sú að selið var í þjóðbraut og aðstaða hafi verið gerð fyrir þreytta ferðalanga. Tóftirnar eru svo til við gömlu leiðina. Skýringin á sambyggðri tóft austan við selið gæti verið sú. Aðrar tóftir eru eðlilegar til sels að telja, þ.e. sjötta rýmið og það vestasta, hefur að öllum líkindum verið kví – næst stekknum. Austar og sunnar er ás og brekkur í fjallinu, væntanlega Selás og Selásbrekkur.
Þegar komið var upp að Núpafjalli mátti víða sjá leifar minja frá stríðsárunum. Af rústum einstakra kampa má nefna Camp Cameron sem Bretar reistu vorið 1941 við Hurðarásvötn í Seldal nærri Núpafjalli.
Fleiri minjar eru þarna nálægt, s.s. eina varðan er leiðbeint hefur vegfarendum að Hellisheiðargötunni, auk þríarma hleðslna á móbergshæð, er virðist gamalt í fyrstu, en hefur að öllum líkindum verið athvarf þriggja varðmanna þegar Bretinn var þarna með fyrrnefnda varðstöð skammt austar, austan við Hurðarásvötnin og sunnan til í Núpafjallinu. Þar má sjá leifar þeirra mannvirkja, s..s reykháf og grunna nokkurra húsa.
Álftir syntu um Vötnin, en athugull FERLIRsþátttakandi hafði áður veitt því athygli að önnur þeirra hafi staðið upp á litlum hólma norðan þeirra er hún varð mannaferða vör. Þegar hólminn var gaumgæfður kom í ljós hreiður með þremur eggjum. Allt var látið Valhnúksskarðósnert. Lognið var algert, álftahjónin liðu um lygnuna í rólegheitunum og mófuglarnir sáu um tónlistina, miklu mun betri en öll Eurovisionlögin til samans, sem leikin voru í fjarsýninu þetta kvöld.
Gatan norðan Vatnanna var rakin spölkorn, en síðan var snúið við og Núpastígur genginn að fyrrnefndum gatnamótum. Þar var Skógarveginum (Suðurferðagötunni) fylgt áfram til suðurs uns komið var að gatnamótum. Annars vegar heldur Skógarvegurinn áfram niður með vesturbrún Þurárbrunans þar sem hann greinist í tvennt; annars vegar um Vatnsskarð að Þurá og hins vegar niður að Þoroddsstöðum.
Í Jarðabókinni1703 segir m.a.: „Fyrir austan Valhnúk er strax Gnúpahnúkur, með miklum hömrum, nær allt að Gnúpastíg, hvor eð liggur fyrir ofan Gnúpatún upp á fjallið, brattur yfirferðar, og samtengist við almenningsveginn á sunnanverðri Hellisheiði, þar Hurðarásvötn heita.“

Núpar

Núpar – selstígurinn.

Að þessu sinni var, skv. áætlun, gatan gengin til austurs (vinstri), fyrst um gróninga og síðan yfir haft á hrauninu. Áður en lagt var á mosahraunið var fyrir hlaðinn rétt, sennilega notuð til rúninga því vestan hraunsins eru grösugar brekkur og vilpur. Gunnlaugur taldi að mannvirkið gæti hafa tengst selstöðunni efra. Alla leiðina var gatan mjög skýr með austanverðri hraunbrúninni og hefur greinilega verið fjölfarin, hvort sem er af mönnum eða skepnum. Fljótlega birtist Valhnúksskarð. Ofan frá því má vel sjá hvernig hraunið hefur runnið niður skörðin að vestanverðu og staðnæmst á sléttunni fyrir neðan hlíðina. Efst í skarðinu er fyrrnefnd tóft frá veru hernámsins, að sögn Gunnlaugs.
Valhnúksskarð er gróið og auðvelt umgöngu. Þegar niður var komið þótti ástæða til að berja stekkinn við Fjárbólið augum. Hann er heillegur, tvískiptur. Neðar er tóft utan í stórum steini, sem fyrr er lýst.
Götunni var fylgt til norðurs undir Núpum með viðkomu í Snorrahelli uppi í hamraveggnum. Um er að ræða allsæmilegan skúta með op til austurs. Undir honum eru gróningar.
Á leiðinni frá Gnúpum var komið við í gróinni fjárborg við þjóðveginn að austanverðu skammt norðan gatnamótanna. Ekki er að sjá að borgarinnar hafi verið getið í örnefnaskrám, en þjóðvegurinn liggur svo til alveg við hana.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimild m.a.:
-Örnefnaslýsing fyrir Núpa frá 1971.
-Gunnlaugur Jóhannsson.
-Jarðabók ÁM 1703.

Núpar

Núpakirkja – tilgáta. ÓSÁ.

Búri

Fyrir tólf árum [skrifað 2005] byrjaði Guðmundur Brynjar Þorsteinsson, svæðisfulltrúi Hellarannsóknarfélags Íslands á Suðurlandi, að líta eftir hugsanlegum helli á svæði því, sem Búri fannst síðan á. Hann leit inn í hraunrásina og skoðaði hann vel og vandlega, en ekki var að sjá að framhald væri á hraunrásinni sem þar var og virtist hafa lofað svo góðu.

Búri

Búri – Bibbi í fyrsta sinni í hellinum.

Hann gafst þó ekki upp eins og góðra hellamanna er siður, forfærði grjót í öðrum enda hans og við það opnaðist þröngt gat niður í kjallara. Guðmundur var einn við þessa iðju sína svo honum fannst ráðlegast að fara ekki niður að svo komnu máli. Það var líka skynsamlegt hjá Guðmundi.

Og svo leið og beið. Það var ekki fyrr en í maímánuði 2005 að HERFÍsfulltrúinn Björn Hróarsson með FERLIRsfélaga á hælunum lét sig síga niður um gatið – og sjá, niðri var hvelfing með miklum ís- og klakamyndunum. En Björn staðnæmdist ekki við dýrðina, enda öllu vanur, heldur hélt áfram og frumskoðaði hluta af Búra.

Búri

Búri kannaður fyrsta sinni.

Nú var verið að fara aðra ferð í Búra. Í för var Guðmundur Brynjar, sá sem hafði fundið hellinn á sínum tíma.

Haldið var niður um þröngt opið og síðan niður eftir hellinum.  Búri er mikill hellir. Mikið hrun er í honum og fara þurfti tvisvar í gegnum þröng op áður en komið var í meira rými. Smám saman fóru hliðar, loft og jafnvel gólf upprunarlegu rásarinnar að koma í ljós. Þá tók hver hvelfingin við af annarri. Lofthæð var um 20 metrar og breidd á milli veggja var um 12 metrar. Ekki var mögulegt að taka ljósmyndir í gímaldinu til að sýna stærð þess. Það þarf að gera með viðeigandi búnaði. Myndir með venjulegri vél urðu einungis svartar. Flassið náði ekki milli veggja.

Búri

Búri – svelgurinn.

Þegar neðar dró varð rásin algerlega heil og ein sú stærsta og fallegasta í hraunhelli á Íslandi. Haldið var enn niður á við eftir litlum gófum hraunfossi og síðan gengið um sali, sem myndu prýða hvaða konungshöll úti í hinum um stóra heimi. Þá lækkaði rásin, en var alltaf um tveggja mannhæða há til lofts og víð til beggja veggja. Eftir allnokkra göngu í bugðum og beygjum gapti hyldjúpur svelgur við framundan. Lengra varð ekki komist að sinni. Dýpið á svelgnum er um þrettán metrar. Á botni hans er rauðleitt slétt gólf og langir separ niður úr loftinu. Niðri virðist vera hringiða hraunsstrauma og rásir inn undir bergið. Hvað þar er niðri veit enginn, en staðurinn, aðkoman og dýpið á hellinum lofar mjög góðu. Líklegt má telja að þarna séu heilar rásir, algerlega ókannaðar. Þær geta legið hvert á land sem er. [Svelgurinn var kannaður síðar, en ekki var þá hægt að komast áfram inn úr honum þá leiðina. Aðstæður lofa þó góðu.]

Búri

Búri.

Flest eldgos á Reykjanesskaga, og raunar á Íslandi öllu, verða þannig að fyrst opnast sprunga og gýs hún öll í byrjun. Síðan takmarkast eldvirknin við einstaka staði þar sem gígbarmar hlaðast smám saman upp. Goskeilurnar deyja síðan hver af annarri þar til gosi lýkur og gígaröðin stendur ein eftir. Gos getur varað allt frá nokkrum klukkustundum upp í nokkrar vikur.

Í blandgosum, þar sem háir kvikustrókar þeyta kvikuslettum hátt í loft upp, hrúgast upp háir og reisulegir gjall- og klepragígar. Þeir eru með skarð í gígveggnum þar sem apalhraun hefur runnið út. Apalhraun er gert úr kviku sem rennur eins og seigfljótandi síróp. Hraunstraumurinn skríður eða veltur hægt fram og er jaðarinn jafnan mjög brattur.

Búri

Búri – opið.

Yfirborð hraunanna er mjög úfið og þekkjast þau því auðveldlega.
Í flæðigosum verða engir kvikustrókar. Í þeim flæðir þunnfljótandi kvikan líkt og lækur undan halla og myndar hraun, gert úr mörgum þunnum lögum. Slík hraun hafa slétt yfirborð líkt gangstéttarhellum. Ofan á þeim eru hraunreipi sem myndast líkt og hrukkur í súpuskán. Gígar, sem myndast þegar helluhraun rennur, kallast eldborg eða dyngja eftir því hve lengi gosið hefur staðið. Báðar eru lágir og víðáttumiklir hraunskildir sem oftar en ekki er erfitt að greina í landslaginu. Kvika helluhraunanna kraumar oftast í kvikutjörn í gígnum. Kvikusletturnar hlaða upp kringlóttan, þunnan og lágan gígvegg sem hvergi er skarð í. Kvikan rennur nefnilega úr gígnum um göng undir storknu yfirborði hraunsins sem rann í byrjun gossins. Þegar gosinu lýkur tæmast göngin og mynda langa hraunhella. Allir stærstu hellar landsins hafa orðið til með þessum hætti.
Frábært veður (annars skiptir það litlu máli þegar inni í hella er komið).
Ferðin tók 5 klst og 5 mín. Gangan um Búra tók um 4 klst og 4 mín.

Í anddyri Búra

Búri

Gengið var í fylgd fulltrúa HERFÍs um Leitarhraun ofan við Hlíðarendahjalla. Markmiðið var að leita að opinu á Búra, en í leiðinni var ætlunin að skoða opið á Árnahelli, Gjögrinu og Fjallsendahelli.

Búri

Í Búra.

Leitarhraunið kom úr Leitinu utan undir Bláfjöllum fyrir um 4300 árum síðan. Þar er stór gígur. Hraun úr honum rann bæði til suðurs og norðurs. M.a. er hluti hraunsins í Elliðaárhólma úr honum sem og hraunið sem Þorlákshöfn stendur á
Gjögrið er stór niðurfall, sem Gjögurhraun er nefnt eftir. Arnarhreiðrið er m.a. í því hrauni. En þótt niðurfallið virðist stórt er hellirinn það ekki að sama skapi. Hins vegar er geysilega falleg hraunmyndun í honum. Fallegur rauður flór kemur út undan berginu inni í hellinum og steypist fram af lágri brún. Myndar hraunið þar myndarlegan hraunfoss. Farvegurinn hefur leitað niður undir hraunið og sést bláleitt gapið vel. Hægt er að komast inn í niðurfallið undir steinbrú úr grónu jarðfalli við hlið Fjallsendahellis.

Fjallsendahellir

Fjallsendahellir.

Fjallsendahellir liggur hægra megin inn úr jarðfallinu. Rásin liggur um 100 metra í boga upp í gegnum hraunið. Efra gatið er í í 89 metra beinni sjónlínu norðan við neðra opið. Þegar skammt er komið er inn í Fjallsendahelli er hlaðinn veggur þvert fyrir hellinn. Hefur hann líklega verið hlaðinn til að koma í veg fyrir að fé leitaði lengra upp í hann, en skv. örnefnalýsingum fyrir Hlíðarenda var hellirinn notaður sem fjárskjól. Neðsti hluti hans er nokkuð sléttur.

Efra opið er nokkuð djúpt, en hægt er að komast inn í það í gegnum jarðfall skammt ofar.

Gjögur

Í Gjögra.

Haldið var upp að opi Árnahellis. Hellirinn sjálfur er lokaður með járnhlera. Reynt var að grennslast fyrir um hugsanlegt aðgengi annars staðar um jarðfallið, en hún reyndist árangurslaus, að þessu sinni a.m.k.
Þá var haldið á ný upp Leitarhraun og reynt að hafa uppi á opi Búra. Björn Hróarsson hafði séð jarðfallið á loftmynd, en Guðmundur Brynjar Þorsteinsson, formaður suðurdeildar HERFÍs, hafði kíkt á aðstæður og forfært grjót úr syðri hluta hans. Við það hafi komið í ljós illkleift og óráðið op niður á við.

Búri

Björn Hróarsson í Búra fyrsta sinni.

Efri hluti Búra er um 50 metra langur. Hann er um 7 metra hár, um 9 metra breiður. Hrun er í þessum hluta, en víða má sjá fallega rauðleit hraunlögin, sem svo lítið haldreipi reyndist vera í. Við athugun virðist vera kjallari undir rásinni, en það mun verða fjandanum erfiðara að komast þangað niður.
Í nerði hlutanum er gatið, sem Guðmundur Brynjar fann. Eftir að hafa forfært svolítið grjót frá opinu skellti Björn sér niður í hellagallanum. Ekki leið nema sekúndubrot frá því að hann hvarf sjónum efrimanna að fagnaðarhljóð heyrðust undir niðri. Björn var greinilega kominn í feitt.

FERLIRsfélagar fylgdu í kjölfarið. Þegar niður var komið blasti við mikil hvelfing, fimmtíu metra löng, fimmtán metra há og um tuttugu metra breið.

Búri

Búri.

Klakamyndanirnar í hvelfingunni voru engum líkar. Mannhæðahá klakastykki þöktu gólf og um fimm metra löng grýlukerti héngu niður úr loftum. Ef álfabyggð væri til þá hlyti hún að líta svona út. Allar tiltækar myndavélar voru rifnar á á loft og flassblossar lýstu upp hellinn, líkt og um dagsbirtu væri að ræða þarna niðri í hyldjúpunum.

Björn hvarf lengra niður rásina – og var lengi í burtu. Þegar hann kom aftur eftir drjúga stund svaraði hann spurningum einungis á þann veg að hellirinn væri ókannaður.

Búri

Í Búra.

Björn hefur hingað til þótt orðvar maður í lýsingum sínum á nýfundum hellum svo treysta má því að af svörunum megi ráða fullvissu þess að þarna kynni eitthvað áhugavert að leynast. Ekki er óvarlegt að álykta að í Búra kunni að leynast svör við spurningum, sem menn hafa hingað til ekki kunnað að spyrja.
Þessi ferð lýsir vel fjölbreytni FERLIRsferða, óvæntum mætingum og sannfæringunni um fjölbreytnina, sem landið hefur upp á að bjóða.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 44 mín.

Gjögur

Í Gjögra.

Búri

Fyrir tólf árum [skráð 2005] byrjaði Guðmundur Brynjar Þorsteinsson, svæðisfulltrúi Hellarannsóknarfélags Íslands á Suðurlandi, að líta eftir hugsanlegum helli á svæði því, sem Búri fannst síðan á. Hann leit inn í hraunrás mikils jarðfalls og skoðaði hann það vel og vandlega, bæði til norðurs og suðurs, en ekki var að sjá að framhald væri á hraunrásinni sem þar var og virtist hafa lofað góðu. Hann gafst þó ekki upp eins og góðra hellamanna er siður, forfærði grjót í syðri enda jarðfallsins og við það opnaðist þröngt gat niður í kjallara.
GuðmundurGuðmundur var einn við þessa iðju sína svo honum fannst ráðlegast að fara ekki niður að svo komnu máli. Það var líka skynsamlegt hjá Guðmundi. Guðmundur hafði myndavél meðferðis, teygði sig eins langt niður og honum var unnt – og smellti af. Enga fyrirstöðu var að sjá á myndinni þegar filman hafði verið framkölluð.
Og svo leið og beið. Það var hins vegar ekki fyrr en í maímánuði 2005 að HERFÍsfulltrúinn Björn Hróarsson með FERLIRsfélaga á hælunum lét sig síga niður um þrönga gatið – og sjá, niðri var heljarinnar hvelfing með miklum ís- og klakamyndunum. Á meðan aðrir dáðust að dýrðinni hélt Björn för sinni áfram inn rásina, enda öllu vanur. Hann hélt áfram og frumskoðaði Búra að hluta. Í kjölfar þeirrar FERLIRsferðar var birt eftirfarandi leiðarlýsing á vefsíðunni:
„Gengið var í fylgd fulltrúa HERFÍs um Leitarhraun ofan við Hlíðarendahjalla. Markmiðið var að leita að opinu á Búra, en í leiðinni var ætlunin að skoða opið á Árnahelli, Gjögrinu og Fjallsendahelli.Björn Hróarsson - fyrstu niður eftir frumopnun
Leitarhraunið kom úr Leitinu utan undir Bláfjöllum fyrir um 4300 árum síðan. Þar er stór gígur. Hraun úr honum rann bæði til suðurs og norðurs. M.a. er hluti hraunsins í Elliðaárhólma úr honum sem og hraunið sem Þorlákshöfn stendur á. Þar í er Gjögrið – stór niðurfall, sem Gjögurhraun er nefnt eftir. Arnarhreiðrið er einnig í því hrauni. Sá hellir hefur verið gerður aðgengilegur að tilstuðlan HERFÍSfélaga og stuðningi góðra manna og félaga. Þótt niðurfallið í Gjögrið virðist stórt er hellirinn sá ekki að sama skapi stór. Hins vegar er geysilega falleg hraunmyndun í honum. Fallegur rauður flór kemur út undan berginu inni í hellinum og steypist fram af lágri brún. Myndar hraunið þar myndarlegan hraunfoss. Farvegurinn hefur leitað niður undir hraunið og sést bláleitt gapið vel. Hægt er að komast inn í niðurfallið undir steinbrú úr grónu jarðfalli við hlið Fjallsendahellis.
Fjallsendahellir liggur hægra megin inn úr jarðfallinu. Rásin liggur um 100 metra í boga upp í gegnum hraunið. Efra gatið er í í 89 metra beinni sjónlínu norðan við neðra opið. Þegar skammt er komið er inn í Fjallsendahelli er hlaðinn veggur þvert fyrir hellinn. Hefur hann líklega verið hlaðinn til að koma í veg fyrir að fé leitaði lengra upp í hann, en skv. örnefnalýsingum fyrir Hlíðarenda var hellirinn notaður sem fjárskjól. Neðsti hluti hans er nokkuð sléttur.
Efra opið er nokkuð djúpt, en hægt er að komast inn í það í gegnum jarðfall skammt ofar.
Haldið var upp að opi Árnahellis. Hellirinn sjálfur er lokaður með járnhlera. Reynt var að grennslast fyrir um hugsanlegt aðgengi annars staðar um jarðfallið, en hún reyndist árangurslaus, að þessu sinni a.m.k. Síðar var gerð hin ágætasta FERLIRsferð í Árnahelli með HERFÍs þar sem dropsteina- og hraunstráabreiðurnar voru barðar augum. Í þeirri ferð óx skilningurinn á mikilvægi þess að loka hellum með viðkvæmum og einstökum jarðfræðimyndunum.
BúriÞá var haldið á ný upp Leitarhraun og reynt að hafa uppi á opi Búra. Björn Hróarsson hafði séð jarðfallið á loftmynd, en Guðmundur Brynjar Þorsteinsson, formaður suðurdeildar HERFÍs, hafði kíkt á aðstæður og forfært grjót úr syðri hluta hans[, sem fyrr sagði í inngangi]. Við það hafi komið í ljós illkleift og óráðið op niður á við.
Efri hluti hraunrásar Búra [í nefndu jarðfalli] reyndist vera um 50 metra langur. Hann er um 7 metra hár, um 9 metra breiður [sjá efstu myndina]. Hrun er í þessum hluta, en víða má sjá fallega rauðleit hraunlögin, sem svo lítið haldreipi reyndist vera í. Við athugun virðist vera kjallari undir rásinni, en það mun verða fjandanum erfiðara að komast þangað niður. [Gerð var þó tilraun til þess í annarri FERLIRsferð og tókst þá að opna gat niður í hraunrás. Í henni er grjót, sem þarf að forfæra. Það verkefni bíður betri tíma].
Í neðri hluta rásarinnar er gatið, sem Guðmundur Brynjar fann. Eftir að hafa forfært svolítið meira grjót frá opinu skellti Björn sér niður líkt og slanga í hellagallanum. Ekki leið nema sekúndubrot frá því að hann hvarf sjónum efrimanna að fagnaðarhljóð heyrðust undir niðri. Björn var greinilega kominn í feitt.
FERLIRsfélagar fylgdu í kjölfarið, hver á fætur öðrum. Þegar niður var komið blasti við mikil hvelfing, fimmtíu metra löng, fimmtán metra há og um tuttugu metra breið. Klakamyndanirnar í hvelfingunni þetta vorið voru engum líkar. Mannhæðahá klakastykki þöktu gólf og um fimm metra löng grýlukerti héngu niður úr loftum. Ef álfabyggð væri til þá hlyti hún að líta svona út. Allar tiltækar myndavélar voru rifnar á á loft og flassblossar lýstu upp hellinn. Um stund var líkt og um dagsbirtu væri að ræða þarna niðri í hyldjúpunum.
Björn hvarf lengra niður rásina – og var lengi í burtu. Þegar hann kom aftur svaraði hann spurningum einungis á þann veg að hellirinn væri ókannaður. Björn hefur hingað til þótt orðvar maður í lýsingum sínum á nýfundum hellum svo af tilsvörunum mátti ráða fullvissu þess að þarna kynni eitthvað miklu áhugaverðara að leynast. Ekki er óvarlegt að álykta að í Búra kunni að leynast svör við spurningum, sem menn hafa hingað til ekki kunnað að spyrja.

Myndun í Búra

Þessi ferð lýsti vel fjölbreytni FERLIRsferða, óvæntum mætingum væntinga og sannfæringunni um fjölbreytileika íslenskrar náttúru, sem landið hefur upp á að bjóða.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 44 mín.“
Nú þurfti að fara aðra ferð í Búra. Í för var Guðmundur Brynjar, sá sem hafði fundið hellinn á sínum tíma.
Haldið var með snúningi niður um þröngt opið og síðan niður eftir hellinum.  Búri er mikill hellir. Mikið hrun er í honum og fara þurfti tvisvar í gegnum þröng op áður en komið var í meira rými. Smám saman fóru hliðar, loft og jafnvel gólf upprunarlegu rásarinnar að koma í ljós. Þá tók hver hvelfingin við af annarri. Lofthæð var um 20 metrar og breidd á milli veggja var um 12 metrar. Ekki var mögulegt að taka ljósmyndir í gímaldinu til að sýna stærð þess. Flassljósið dó hreinlega út í víðáttumyrkrinu. Það þarf að gera með viðeigandi búnaði. Myndir með venjulegri vél urðu þarna einungis svartar. Flassið náði ekki einus sinni milli veggja.
Svelgur innst í BúraÞegar neðar dró varð rásin algerlega heil og ein sú stærsta og fallegasta í hraunhelli á Íslandi. Haldið var enn niður á við eftir litlum gófum hraunfossi og síðan gengið um sali, sem myndu prýða hvaða konungshöll úti í hinum um stóra heimi. Þá lækkaði rásin, en var alltaf um tveggja mannhæða há til lofts og víð til beggja veggja. Eftir göngu í bugðum og beygjum gapti hyldjúpur svelgur við framundan. Lengra varð ekki komist að sinni. Dýpið á svelgnum er um þrettán metrar. Á botni hans er rauðleitt slétt gólf og langir separ niður úr loftinu. Niðri virðist vera hringiða hraunsstrauma og rásir inn undir bergið. Hvað þar er niðri veit enginn, en staðurinn, aðkoman og dýpið á hellinum lofar mjög góðu. Líklegt má telja að þarna séu heilar rásir, algerlega ókannaðar. Þær geta legið hvert á land sem er. [Björn fór síðar með leiðangur í hellinn þar sem sigið var niður í svelginn og hann kannaður.

Búri - á bakaleiðinni

Flest eldgos á Reykjanesskaga, og raunar á Íslandi öllu, verða þannig að fyrst opnast sprunga og gýs hún öll í byrjun. Síðan takmarkast eldvirknin við einstaka staði þar sem gígbarmar hlaðast smám saman upp. Goskeilurnar deyja síðan hver af annarri þar til gosi lýkur og gígaröðin stendur ein eftir. Gos getur varað allt frá nokkrum klukkustundum upp í nokkrar vikur.
Í blandgosum, þar sem háir kvikustrókar þeyta kvikuslettum hátt í loft upp, hrúgast upp háir og reisulegir gjall- og klepragígar. Þeir eru með skarð í gígveggnum þar sem apalhraun hefur runnið út. Apalhraun er gert úr kviku sem rennur eins og seigfljótandi síróp. Hraunstraumurinn skríður eða veltur hægt fram og er jaðarinn jafnan mjög brattur. Yfirborð hraunanna er mjög úfið og þekkjast þau því auðveldlega.
Í flæðigosum verða engir kvikustrókar. Í þeim flæðir þunnfljótandi kvikan líkt og lækur undan halla og myndar hraun, gert úr mörgum þunnum lögum. Slík hraun hafa slétt yfirborð líkt gangstéttarhellum. Ofan á þeim eru hraunreipi sem myndast líkt og hrukkur í súpuskán. Gígar, sem myndast þegar helluhraun rennur, kallast eldborg eða dyngja eftir því hve lengi gosið hefur staðið. Báðar eru lágir og víðáttumiklir hraunskildir sem oftar en ekki er erfitt að greina í landslaginu. Kvika helluhraunanna kraumar oftast í kvikutjörn í gígnum. Kvikusletturnar hlaða upp kringlóttan, þunnan og lágan gígvegg sem hvergi er skarð í. Kvikan rennur nefnilega úr gígnum um göng undir storknu yfirborði hraunsins sem rann í byrjun gossins. Þegar gosinu lýkur tæmast göngin og mynda langa hraunhella. Allir stærstu hellar landsins hafa orðið til með þessum hætti.
Frábært veður (annars skiptir það litlu máli þegar inni í hella er komið). Ferðin tók 5 klst og 5 mín. Gangan um Búra tók um 4 klst og 4 mín.
Sjá meira um ferðalagið og nýrri uppötvanir í Búra í stórvirki Björns Hróarssonar; Íslenskir hellar – 2006 (sjá meira HÉR).
Sjá MYNDIR.
Í Búra

Gljúfursel

Ofan við Sogn og Gljúfur í Ölfusi er nafnið Seldalur. Ofar eru Selá, Selás og Selfjall.
SaurbæjarselÍ örnefnalýsingu fyrir Gljúfur er getið um að „sá hluti á Seldalnum, sem er austan Gljúfurárinnar“ nefnist Gljúfurseldalur. Í örnefnalýsingu fyrir Sogn segir að „Sognsselsdalur [er] vestan Gljúfurár, Gljúfursselsdalur austan, þar var sel frá Sogni, sér enn tóftarbrot“. Þá segir að í Seldanum hafi verið „selstaða frá Bakkárholti í skiptum fyrir engjaland, sbr. JÁM 1703. Sér enn fyrir tóftum“. Sú selstaða er hins vegar í Kvíadal, austan Reykjafjalls og norðan Sogna, eins og síðar átti eftir að koma í ljós. Í Seldalnum eiga skv. framangreindu að vera tvær selstöður í tvískiptum Seldal, annarsvegar í Gljúfurseldal og hins vegar í Sognsseldal, ofan Sogns.
Í örnefnalýsingu fyrir Öxnalæk segir að „rétt fyrir innan Skyggni hefur verið sel frá Öxnalæk, í Öxnalækjarlandi. Selið er í Öxnalækjar-Seldal.“  Einnig er getið um Selhöfða milli Efra-Sniðs og Neðra-Sniðs ofan við Hamarinn, sbr.: „Selhöfðar eru í Öxnalækjarlandi innan til við Svarthamar, í hærra landi, sem liggur til hánorðurs.“Gata í Bakkárholtssel
Í örnefnalýsingu fyrir Saurbæ segir að „Saurbæjarskyggnir (Skyggnir) [er] grjóthóll bið vesturenda Hamarsins, í mörkum. Selstígur [er] grasbrekka með götu suður af Skyggni. Hraunið (Saurbæjarhraun) [er] hraunbreiðan norður og austur af Kömbum og Seldalur [er] gróin laut í hrauninu. Þar sér fyrir tóftum. Selið var frá Saurbæ.“
Í örnefnalýsingu fyrir Reykjatorfuna er getið um Selgil fyrir norðan Gufudal og Selmýri fyrir norðan Selgil. Og í örnefnalýsingu fyrir Núpa er getið um Selás og Selásbrekkur uppi á Núpafjalli svo og Seldal, gróna dæld, upp frá Núpastíg. Ætlunin er að skoða síðastnefndu staðina síðar.
Áður en lagt var af stað var haft samband við Björn Pálsson, 
skjalavörð í Héraðsskjalasafni Árnesinga, en hann er manna fróðastur um Hveragerði og nágrenni. Björn brást vel við og rakti þegar í stað staðsetningar þeirra selja er ætlunin var að skoða í ferðinni. M.a. kom fram hjá honum eftirfarandi:
Bakkárholtssel er utan í Reykjafjalli ofan við Ölfusborgir. Gengið er upp með girðingu uns komið er að þvergirðingu er myndar horn. Norður og upp af horninu er hæðardrag, lækjarsitra og vatnsból. Þar við sel selið. Það á að vera greinilegt.
Sognasel er í gróinni tungu norðan áa er koma úr Sognabotnalæk og gili norðanvert í dalnum. Vel sést móta fyrir tóftum.
Gljúfursel er austan við ána í Seldal, þar í gróinni kvos. Vatnsstæði er í kvosinni og í henni rétt sést móta fyrir tóftum. Um er að ræða mjög gamalt sel frá Gljúfrum.
Undir Sognum er forn þjóðleið. Skammt vestar er Hellisfjall og í því gamalt fjárskjól er rýma átti tiltekinn fjölda sauða. Það er svolítið upp í hlíðinni en sést vel.
Bakkárholtssel - Sognar fjærRétt áður en komið er að Ölfusborgum er stekkjarbrot við þjóðleiðina.“
Auk þess bætti Björn við: „Öxnalækjarsel er í Sauðabrekkunni, sem nú eru jafnan nefnd Kambar. Nýi þjóðvegurinn liggur um brekkuna. Í henni miðri, rétt ofan vegarins, er Öxnalækjarsel í hraunkrika, svo til beint upp af Hömrum. Ein tóftin í selinu virðist hafa verið brunnhús.“ Þá benti hann á að Vallasel væri að finna í Seldal undir Ástaðafjalli, rétt ofan við Reykjadalsána. Líklega er þar um að ræða örnefni, sem getið er um í örnefnalýsingunni fyrir Reykjatorfuna. Ætlunin var að skoða það síðar, ásamt Núpaseli.
Byrjað var á því að skoða Öxnalækjarselið (Saurbæjarselið) ofan Hamra í Sauðabrekku. Þjóðvegurinn um „Kambana“ liggur nú um brekkuna, en Kambarnir er þarna skammt ofar, sem gamla vegstæðið lá um. Skammt ofan við þjóðveginn í miðjum „Kömbunum“ er gróinn læna upp hraunið, Seldalurinn. Þar, undir lágri Sognasel - Bjarnarfell fjærnorðurbrún hraunsins, kúrir selið; tvær tóftir og er önnur tvískipt. Tóftirnar eru grónar, en þó má sjá móta fyrir hleðslum að innanverðu í stærri tóftinni.
Þegar aðstæður voru kannaðar fékkst svar við því hvers vegna getið er um selstöður frá tveimur bæjum í þessum Seldal, bæði frá Saurbæ og Öxnalæk. Minjar um aðra selstöðu er í sunnanverðum „dalnum“, undir suðurbrún hraunsins. Þar eru tvær tóftir, önnur hús og hitt sennilega kví. Þótt þessar tvær selstöður hafi verið svo nálægt hvor annarri er ekki þar með sagt að þær hafi verið báðar í notkun á sama tíma, sem reyndar verður að telja vafasamt. Nyrðri tóftin, sennilega frá Saurbæ, virðist yngri.
Þá var gengið áleiðis upp með austanverðu Reykjafjalli ofan Sogna. Um Sogn sem bæjarnafn segir m.a.í örnefnalýsingunni: „Bæjarnafninu Sogn hafa ýmsir velt fyrir sér og sett það í samband við norsku merkinguna Sogn (fjörður).  Afi minn Ögmundur Ögmundsson bar það æfinlega fram Sodn eða Sotn. Í tilvitnun í handrit í Þjóðsögum Jóns Árnasonar III, bls. 48 er sagt að í handriti standi Soðn. Kannske er þarna á ferðinni eldri mynd af nafninu.“
GljúfurselÍ lýsingunni er m.a. getið um Stóra-Helli: „Hellisgjögur í bergið ofan Hellisbrekku, sunnarlega í fjallinu, var notaður sem fjárhús áður. Notaður sem rétt þegar ég þekki til. Tók 100 kindur í innrekstri.“ Áður en haldið var á hálsinn milli Sogna og Reykjafjalls var kíkt á hellinn. Hann er upp í miðju berginu, en gróið er undir. Stígur liggur upp í opið.
Vestan Sogna eru heillegar tóftir fjárhúsa.
Sunnan undan fjallsrananum er
Stóri-Einbúi. Í örnefnalýsingunni segir um hann: (Einbúinn, afbæjamenn kölluðu Sogseinbúa). Klettahóll í EInbúamýri, klofinn í kollinn. Í honum var gott skjól fyrir búfé. Þar bjó huldufólk samkvæmt þjóðsögum. Jafnvel álfakirkja. Einhverju sinni gekk maður frá Hjalla í Ölvessveit upp að Gljúfri. Gekk hann hjá steini þeim enum háa er stendur fyrir vestan Sogn. Heyrir hann þá söng í steininum og er þar sunginn sálmur úr Grallaranum „Á guð alleina“. Heyrir hann sálminn sunginn til enda og eigi meira og fer hann þá leiðar sinna“.
Kaldavermsl við GljúfurselStefnan var tekin í Bakkárholtsselið í Kvíadal. Í örnefnalýsingu segir m.a. um Bakkárholt: „Bakkárholt hefur verið eitt af höfuðbólum í Ölfusi.  Í Bakkárholti var um langt skeið þingstaður, ekki aðeins fyrir Ölfushrepp, heldur voru þar haldin þriggjahreppaþing: Ölfuss (ásamt Grafningi), Selvogs og Grímsness (H.J. 1703)… Þingstaðurinn valinn þannig, að vel sást til mannaferða, og greinilegt, að þar hefur legið þjóðbraut um garða, traðir í túni og „brýr“ yfir mýrasund í nágrenni. Þingstaður var í Bakkárholti til 1881, að skólahús er byggt á Kröggólfsstöðum og þingstaður fluttur þangað þá. Þinghús stóð á hlaðinu sunnan gamla bæjarins, en rifið þá.“
Í örnefnalýsingu fyrir Sogn má sjá eftirfarandi um selstöðu frá Bakkárholti: „Sel: Þýft móbarð og melar norðvestan Sogna. Vatn frá því fellur í lítlu gili í Selá í Seldalnum. Þarna var selstaða frá Bakkárholti í skiptum fyrir engjaland.  Notkunarréttur fallinn niður vegna vannota Bakkárholts, 1703 (Jarðab.A.M.). Sér enn fyrir tóftum.“
Rétt við GljúfurLeiðin er tiltölulega greið. Þegar komið var inn á greinilegan stíg inn með vestanverðum Sognum var honum fylgt til norðurs – beint í selið. Það stendur á gróðurtorfu. Lítill lækur rennur sunnan við það. Selið hefur verið nokkuð stórt. Þrjú rými eru í því, eitt stórt að austanverðu og tvö minni að vestanverðu. Op hefur verið mót suðri, að Sognum. Tóftin er vel gróin og stendur hátt í þýfinu. Skammt suðaustan við tóftirnar mótar fyrir eldri tóftum, en erfitt er að greina rýmisskipan.
Fyrst komið var upp fyrir Sognin var ákveðið að skoða Sognabotnana. Um þá liggur mikið gljúfur til norðurs. Um það rennur lítil á, Selá. Henni var fylgt til austurs, niður með sunnanverðum Selás, niður í Seldal. Þar átti að hafa verið selstaða frá Sogni, sbr.:
„Seldalur. Gróið dalverpi suðaustur af Selásnum, suður að ármótum Gljúfurár og Selár. Sognseldalur vestan Gljúfurár, Gljúfursseldalur austan. Þar var sel frá Sogni, sér enn tóftarbrot.  Stundum var heyjað þar, aldrei í mínu minni.“
Stóri-HellirSeltóftirnar eru á gróinni tungu ofan (norðan) við Selá skammt vestan við þar sem hún og Gljúfurá koma saman. Tóftirnar, sem eru mjög grónar, mynda háan hól með nokkrum rýmum. Líklegt má telja að selið hafi verið alllengi í notkun, enda eru aðstæður þarna einstaklega hagstæðar selbúskap. Dalurinn er vel gróinn og veðursæld er án efna mikil á sumrum. Skammt norðan við tóftarhólinn mótar fyrir eldri minjum.
Í örnefnalýsingu fyrir Gljúfur er ekki minnst á selrústir, einungis: „Suður frá [Stórkonugilsbotnum] er Sognseldalur og Gljúfurseldalur.“ Skv. lýsingu Björns átti selstaðan að hafa verið austanvert í dalnum. Einungis tók skamman tíma að finna tóftina. Hún hefur verið felld inn í gróinn bakka og sjá má móta fyrir rýmum vestan við hana. Kaldavermsl eru sunnan við tóftina, sem án efa hefur verið hin ágætasta uppspretta.
Á bakaleiðinni, niður með Lynghól austan hinna hrikalegu gljúfra austan Sogna voru rifjuð upp örnefni á leiðinni
„Gljúfurshellir: (Hellirinn)  Sandsteinshellir ofanvert (norðaustur) í Neðragilinu vestanverðu. Notaður lengi sem fjárhús.“  „Hellirinn á Gljúfri er í lækjargili austan bæjar um 100 m neðan þjóðvegarins. Nýleg fjárhús standa við lækinn nokkru ogan við hellinn.  Hellirinn er grafinn í sandsteinsvöluberg, lárétt lagskipt með víxillaga linsum í. Hellirinn er allur á breiddina sem er 10-11 m en dýpt hans inn í bergið er 6 m fyrir miðju en 5 m til endanna. Lofthæðin er 2,0-2,5 m.  hellismuninn er jafnvíður hellinum sjálfum 10 x 2,5 m en honum hefur verið lokað með hlöðnum vegg með dyrum á fyrir miðju. Lítið uppsprettuauga er í hellisgólfinu innan við dyrnar og smálækur rennur út um þær í aðallækinn.  Leifar af jötum sjást með veggjum.“ „Örfáar áletranir eru á veggjum, virðast unglegar. Þar er m.a. hakakross.“ Hellirinn var hafður undir fé, en aflagður fyrir 20 árum. 70 ær voru við hellin segjir Gljúfursbóndi.“
„Litli-Hellir:  Lítið gjögur undir stóru bjargi, sem fallið hefur úr fjallinu. Þar voru í mínu minni, hlaðnir kampar og einhvern tímann notað sem fjárhús.“
Loks var skoðuð hlaðinn rétt austur undir klettum vestan Gljúfurár.
Frábært veður. Gangan tók 5 klst og 5 mín.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsingar.
-Björn Pálsson.

Sognsel

Sognsel.

 

Ölfusrétt

Í Bændablaðinu 2016 segir Ólafur R. Dýrmundsson frá „Ölfusréttum„:

Ólafur Dýrmundsson

Ólafur R. Dýrmundsson – síðasti fjárbóndinn í Reykjavík.

„Það þykir gjarnan fréttnæmt þegar ný og vönduð mannvirki eru tekin í notkun, ekki síst lögréttir sveitarfélaga, svo sem öðru hvoru er greint frá hér í Bændablaðinu og öðrum fjölmiðlum.

Gamlir siðir og hefðir
Íslenska fjallskilakerfið sem felur í sér nýtingu víðáttumikilla sumarbeitilanda, göngur og réttir á haustin og notkun eyrnamarka fyrir allt sauðfé, er eitt af því fáa sem lítið hefur breyst frá upphafi byggðar í landinu. Allt er þetta hluti af menningararfinum. Sömuleiðis sauðkindin sjálf sem þekkt er fyrir mikla erfðafjölbreytni, svo sem í litum, fyrir verðmætar afurðir, og síðast en ekki síst, fyrir veigamikið hlutverk í viðhaldi búsetu og mannlífs þjóðarinnar um aldir.
Það er í sjálfu sér verðugt verkefni að skoða til dæmis hvar og hvernig réttir voru reistar um land allt, allt frá litlum sundurdráttarréttum heima við bæi til stórra lögskilarétta sveitarfélaga í samræmi við ákvæði afréttarlaga og fjallskilasamþykkta á hverjum tíma. Enn er þessum gömlu siðum og hefðum haldið við, að mestu óbreyttum, en þó í takti við nýja tíma.

Ölfusið var fjármargt

Hvammur

Hvammur – gamli bærinn.

Sveitarfélagið Ölfus, sem var myndað við sameiningu Ölfus- og Selvogshreppa 1988, hafði innan sinna marka Grafning allt til 1785 og höfðu sveitirnar sameiginlegar lögréttir allt til 1910 þegar Selflatarétt í landi Úlfljótsvatns var vígð. Hún gegnir enn hlutverki sínu og er ein af elstu réttum í Landnámi Ingólfs Arnarsonar.
Um langt skeið á meðan réttarhaldið var enn sameiginlegt með Ölfusi og Grafningi, eða allt til 1845, stóðu Ölfusréttir skammt fyrir austan bæinn Hvamm, vestan við innanvert Ingólfsfjall. Í fornöld er talið að Ölfusingar og Suðurnesjamenn hafi réttað sameiginlega við Orrustuhól á Hellisheiði.

Selflatarétt

Selflatarétt – loftmynd.

Hin víðáttumiklu og góðu engjalönd í Ölfusinu tryggðu heyskap í öllum árum, einnig fyrir bændur úr öðrum sveitum. Þar var því löngum fjármargt og vetrarbeit nýttist einnig vel.
Síðustu áratugina hafa þó orðið miklar breytingar á fjárbúskapnum. Þannig var ásett sauðfé í Ölfusi og Selvogi samtals 8.200 kindur haustið 1965, 7.000 haustið 1982, fækkaði hratt á þeim áratug niður í 4.750 haustið 1989 en um árabil hefur fjártalan í sveitarfélaginu Ölfusi verið tæplega 2.000 vetrarfóðraðar kindur. Fjárbúum fækkaði einnig fyrir og um aldamótin en fjöldi þeirra hefur haldist svipaður í seinni tíð.
Þess ber að geta að fyrir 50 árum voru rúmlega 500 vetrarfóðraðar kindur í Hveragerði sem gengu með Ölfusfénu í afrétti en þar er nú fjárlaust.

Lögréttir í Ölfusi og Selvogi

Húsmúlarétt

Húsmúlarétt – loftmynd.

Rétt er að geta þess að í Sveitarfélaginu Ölfusi eru tvennar lögréttir, annars vegar Selvogsrétt sem lengi hefur staðið við Hlíðarvatn og Ölfusrétt sem nánar verður greint frá hér á eftir.

Húsmúlarétt

Húsmúlarétt neðan Kolviðarhóls.

Sundurdráttarrétt fyrir norðurhluta sveitarfélagsins er og hefur lengi verið við Húsmúla á Hvannavöllum vestur af Kolviðarhóli en þangað var hún flutt frá Draugatjörn nokkru neðar 1967 og endurbyggð 2006. Þar kemur margt Ölfusfé fyrir eftir fyrri gangnadaginn, vestan Hengils, auk fjár frá nærliggjandi sveitarfélögum, einkum úr Reykjavík og Þingvallasveit. Þá kemur töluvert af fé úr Ölfusi fyrir í útréttum, einkum í Selflatarétt í Grafningi og Fossvallarétt í Kópavogi.
Féð úr þeim hluta Ingólfsfjalls sem ekki er beitarfriðaður er rekið að og dregið sundur í Hvammi. Leitir eru tvennar með tveggja vikna millibili, að mestu leyti á hestum, og síðan er farið í eftirleitir eftir þörfum. Í Ölfusrétt er réttað í lok seinni gangnadagsins.

Nýja Ölfusréttin

Ölfusrétt

Ölfusrétt við Hveragerði – loftmynd 1954.  Nú horfin.

Svo sem áður var vikið að stóð lögrétt fyrir Ölfus í Hvammi fram undir miðja 19. öld þegar hún var flutt vestur í Hveragerði. Sú rétt, stór og hlaðin úr hraungrýti, stóð sunnan við gamla Suðurlandsveginn, skammt frá býlinu Hraunbæ, nokkurn veginn þar sem Hótel Örk stendur.

Ölfus

Í Tímanum 1980 er frétt; „Samþykkt að rífa ekki réttirnar – Fyrir nokkru var skrifað um gamlar réttir sem standa fyrir utan bæinn og af þvi máli er helst það að frétta að hreppsnefndin samþykkti nýlega að ekki skyldi rifa þær að sinni, enda eru þær sögulegt mannvirki eins og Sigurður Pálsson komst að orði. Sagðist hann mikla eftirsjá í réttunum frá því þegar réttað var, en nú er búið að reisa fullkomnari réttir í Ölfusinu. Nú kemur helst til greina að einhver félagasamtök taki málið í sínar hendur og kæmi e.t.v. helst í hlut Náttúruverndarráðs Suðurlands, sem hefur aðsetur á Selfossi, að það tæki af skarið og setti nefnd í málið. Sem fyrr segir er kjörið að sá í dilkana og gera gróðurreiti og eins er hægt að koma upp aðstöðu fyrirferðamenn, tjaldstæðum eða því um líku, nema hvort tveggja væri.“

Mörgum er sú rétt enn minnisstæð og mér vissulega því að ég kom fyrst þangað sem einn skilamanna fyrir Kópavog, Seltjarnarnes og Reykjavík um miðjan 6. áratug liðinnar aldar, rétt tvítugur en þó búinn að stunda fjárbúskap í Reykjavík frá fermingaraldri.

Núparétt

Núparétt – loftmynd.

Mér eru enn minnisstæðir ýmsir bændur þess tíma úr Ölfusi og Grafningi sem þar voru, sumir fjármargir. Ýmsum þeirra átti ég eftir að kynnast síðar. Hvergi hef ég fyrr né síðar séð jafn marga ómerkinga í haustrétt.
Næsta Ölfusrétt var byggð töluvert sunnar, niður undir Núpum, vönduð hringrétt með steyptum undirstöðum og timburklæðningu á stálrörum, vígð haustið 1977. Þangað var ánægjulegt að koma sem skilamaður um áratuga skeið. Eftir að girt var norðan Suðurlandsvegar um og uppúr aldamótunum, og landið sunnan hans var beitarfriðað, lokuðust hefðbundnar rekstrarleiðir til réttarinnar. Einnig var hún farin að láta á sjá. Því var ákveðið að byggja nýja Ölfusrétt norðan við Kamba, við mynni Reykjadals þar sem gott er að reka að í lok seinni gangnadags.
Á þessum stað hafði fé reyndar verið rekið saman um árabil og hægt var að nota safngirðinguna með minni háttar breytingum.

Reykjadalsrétt

Ölfusréttin neðan Reykjadals – loftmynd.

Nýja réttin var smíðuð frá grunni úr timbri í fögrum hvammi vinstra megin við hinn vinsæla göngustíg og reiðleið inn í Reykjadal sem tugir þúsundir ferðamanna fara um á öllum árstímum. Hún var vígð í haust, nánar tiltekið sunnudaginn 18. september 2016, í blíðskaparveðri að viðstöddu fjölmenni, þar með erlendum ferðamönnum á leið upp í dalinn. Þar var einnig dregið í sundur útréttafé og seinni rétt var hálfum mánuði síðar. Áætlað er að þarna hafi komið til réttar um 1.000 kindur í haust. Reyndist nýja réttin vel í alla staði.
Um er að ræða hringrétt með 18 dilkum af ýmsum stærðum auk tveggja upprekstrardilka með stillanlegum upprekstrargöngum fyrir flutningatæki af ýmsu tagi því að allt fé er bílflutt úr réttinni. Bílastæði eru mjög rúm og aðkoma með flutningatæki góð að öðru leyti en því að fara þarf á vaði yfir Hengladalaá sem aðeins er brúuð með göngubrú.

Gleði og góð stemning
Við vígsluathöfnina fluttu ávörp þeir Halldór Guðmundsson, réttarstjóri og fjárbóndi í Hvammi, Gunnsteinn R. Ómarsson, bæjarstjóri Ölfuss, og Sveinn Steinarsson, forseti bæjarstjórnar Ölfuss. Halldór greindi í stuttu máli frá breytingum í réttahaldi í Ölfusi undanfarna áratugi og minntist þess þegar hann fór drengur í sínar fyrstu göngur haustið 1953. Þá var féð mjög fátt eftir fjárskipti til útrýmingar mæðiveiki og fleiri sauðfjársjúkdómum. Gunnsteinn benti m.a. á menningarlegt gildi sauðfjárbúskaparins í sveitarfélaginu og það verðmæta tækifæri sem þéttbýlisbörn o.fl. fengju til að kynnast réttastörfunum á haustin.

Barnvæn rétt
Ölfusrétt
Nýja Ölfusréttin er nokkuð sérstæð. Auk þess að vera þægileg við innrekstur og til sundurdráttar er hún mjög aðgengileg gestum og gangandi. Það á ekki síst við um börnin sem eiga greiða leið að almenningnum, jafnvel án þess að fara inn í hann, því að engir dilkar eru þar sem fólk kemur að réttinni. Þá er utan með réttinni gangur sem kemur sér mjög vel, sérstaklega þegar verið er að reka fé úr dilkum að upprekstrargöngunum. Allir dilkar eru vel merktir með bæjaheitum og bæjanúmerum.“ – Dr. Ólafur R. Dýrmundsson

Heimild:
-Bændablaðið, 24. tbl. 15.12.2016, Ölfusréttir – Ólafur R. Dýrmundsson, bls. 42.
-Tíminn-Byggða-Tíminn 10.09.1980, Samþykkt að rífa ekki réttirnar, bls. 2.

Ölfusrétt

Ölfusrétt við Hveragerði – horfin. Uppdráttur ÓSÁ eftir loftmynd 1954.

Þorlákshafnarsel

Haldið var upp í Krossfjöll frá Raufarhól.
Gengið var ofan Dimmadals og inn með Fagradalsgafli ofan Fagradals. Stefnan var tekin á Kvídal undir Kvíadalabergi í LitlalandsselKrossfjöllum. Breiðabólstaðarselið er í Kvíadal. Þaðan var haldið í svo til beina stefnu til suðvesturs að Hlíðarendaseli við „nýrri“ Ólafskarðsveg milli Búrfells og Geitafells. Skammt vestan Krossfjalla var gengið yfir „gamla“ Ólafsskarðveginn. Núverandi „Ólafsskarðsvegur“ (sá nýrri) er merktur milli Búrfells og Geitafells, en í örnefnaskrám og á gömlum kortum er hans getið þar sem hann lá upp frá Litlalandi um Grislingahlíð í norðausturhorn Geitafells. Við „nýju“ götuna er Hlíðarendasel. Þá var haldið til suðausturs niður heiðina að Litlalandsseli.
Fallegur hraunsskúti er við selið, sem og aðrar leifar þess. Til baka var gengið um Leirdalsmóa, ofan Grútarbeilu og um Sauðabrekkur undir Dimmadalshæð.

Breiðabólastaðasel

Breiðabólstaðasel – uppdráttur ÓSÁ.

Krossfjöllin láta ekki mikið yfir sér, en þegar komið er að fjöllunum má sjá hið fallegasta umhverfi innan lágra dalgeira. Fremst eru Löngudalir, en inn af þeim eru aðrir grösugir dalir, Kvíadalir. Eru klettabríkur milli þeirra. Mesta bríkin heitir Kvíadalaberg, nokkurra metra hátt standberg, sem horfir mót austri. Austan undan því eru allgreinilegar rústir. Þar stóð Breiðabólsstaðarsel. Ofan við selið er Krossfjallahnúkur. Tætturnar eru m.a. tvö hús sambyggð, úti á grundinni, utanmál 6 m. lengd og 13 m. breidd, beggja húsanna. Þá eitt hús upp við bergið, utanmál þess: 6 m. breidd og 5 m. lengd. Loks lítið hús rétt við hlið hins, um 2 m. sinnum 2 m. að utanmáli.

Selið er vel greinilegt, en gróið. Það er staðsett á mjög fallegum stað. Það eru í rauninni fjórar tóttir, tvö rými í hvorri. Kví virðist undir kletti sunnan við syðri tóftina. Ekki var að sjá stekk við selið. Vatn hefur væntanlega verið sótt í Flagið efst í Fagradal, en það er nú þurrt.
Selsstígurinn liggur að Breiðabólstað á tveimur stöðum, annars vegar niður í Leirdal og hins vegar með Ásunum.

Ólafsskarð

Ólafsskarðsvegur.

Á leið í Hlíðarendasel var gengið yfir Ólafsskarðveg. Hann er enn vel greinilegur.
Hlíðarendasel er á miðri leið frá Búrfelli inn að Geitarfelli, í stefnu af Búrfelli á Hrútagil (Kálfagil/Fálkaklett). Ljóst er að suðausturhorn Geitafells hefur gengið undir ýmsum nöfnum í gegnum tíðina, en selið virðist hafa þolað þau öll. Það kúrir í gróinni lægð, milli hóla, efst undir sunnanverðri hraunbrúninni þar sem hún rís hæst í hrauninu. Um 45 mín. gangur er frá Hlíðarenda upp í selið. Um er að ræða tvær tóttir sitt hvoru megin og síðan er hlaðinn stekkur, tvískiptur og sporöskjulaga, norðan þeirra. Annar stekkur eða gerði er norðan við vestari tóftina. Á bak við selið að austanverðu er skúti, sem líklega hefur verið notaður sem geymslustaður.

Núverandi Ólafskarðsvegur er liggur milli Búrfells og Geitafells (vestan Búrfells) er greinilega gömul gata áleiðis niður í Þorlákshöfn.

Hlíðarendasel

Hlíðarendasel – uppdráttur ÓSÁ.

Selstígurinn liggur hins vegar upp frá Hlíðarenda, samstíga, upp með austuröxl Búrfells og síðan svo til beina leið í selið, sem er efst í hraunbungunni er 1/3 er ófarinn að Geitafelli. Frá selinu liggur stígurinn síðan upp að Selvöllum undir Geitafelli vestan við Fálkaklett (o.s.frv.).

Stefnan var tekin á Litlalandssel. Selið er austasuðaustan við Hlíðarendasel. Gróið hraunið gefur lítt tækifæri til stefnumiða, en kunnugir taka mið af Geitafellinu og Búrfellinu annars vegar og Skálafellinu hins vegar.
Selstóftirnar eru upp á „fjallinu“, neðan Lyngbrekkna og Grislingahlíðar. Hraunið ofan við selið nefnist Lyngbrekknahraun og eru Efri-Lyngbrekkur ofan og vestan þess, en Neðri-Lyngbrekkur neðan þess og austan.

Litlalandssel

Litlalandssel – uppdráttur ÓSÁ.

Það er í hrauni austur frá Búrfelli. Það heitir Litlalandshraun. „Í því austarlega er Litlalandsselið, í stefnu frá Búrfelli á Kerlingarberg.“ U.þ.b. 25 mínútna gangur er milli Hlíðarendasels og Litlalandssels. Reyndar er mjög auðvelt að ganga framhjá því, en selið sést best frá suðri, en erfitt er að koma auga á það þegar komið er úr gagnstæðri átt. Það er utan í hól í gróinni kvos, sem opnast mót suðri, þar sem heiðina tekur að halla verulega til suðurs. Tóttin, tvískipt, er norðvestan í hólnum og við hlið hennar er kví. Hóllinn sjálfur er holur innan og er hægt að ganga í gegnum hann. Hann hefur líkast til verið hluti af selbúskapnum. Gólfið er lagað. Við suðurenda opsins mótar fyrir tóft. Austan við hólinn er hlaðinn ferkantaður, tvíhólfa, stekkur. Grjótið í honum er nokkuð stórt, en hleðslan hefur verið einföld. Selið sker sig nokkuð úr umhverfinu því meira gróið er í kringum hólinn er annars staðar á svæðinu.

Selsstígurinn hefur verið fremur stuttur, eða um 20 mínútna langur. Farinn hefur verið Ólafsskarðsvegurinn upp frá bænum og beygt út af honum ofan við brúnina. Þar er hægt að rekja hann svo til beint í selið.

Litlalandssel

Hellisskúti í Litlalandsseli.

„Bærinn Litlaland stóð í grunnum hvammi eða dal, undir sömu hlíð og eystri Hlíðarbæirnir. En þar er hlíðin lág, nema á litlum kafla fyrir austan túnið. Þessi staðarákvörðun er miðuð við þann stað sem bærinn hefur staðið frá fornu fari. En nú er bærinn staðsettur austur í Ás, miðsvæðis, þó eldra bæjarstæði og tún sé greinilegt“, segir í Örnefnalýsingu. Litlaland á land mót Hlíðarenda upp í austuröxl Geitafells.
Í bakaleiðinni var gengið yfir Ólafsskarðsveg. Í örnefnaskrá segir hins vegar að „um [Ólafsskarð] liggur Ólafsskarðsvegur, og áfram suður með Bláfjöllum, um Þúfnavelli norðan við Geitafell, niður hjá Grislingahlíð, að Litlalandi … „Ólafsskarðsleið frá Litlalandi liggur um Fagradal, Þúfnavelli, milli Fjallsins eina og Bláfjalla, um Ólafsskarð, Jósefsdal á þjóðveg neðan við Þórishamar.“ Þannig er Ólafsskarðsvegur merktur inn á gömul kort. Hann liggur upp frá Litlalandi milli Skyggnis og Stekkjardals. Ofan brúnarinnar greinist hann, annars vegar um Leirdal og hins vegar vestan í Borgarlágum, en kemur saman á ný í Grislingahlíð.
Selstígurinn í Hafnarsel hefur einmitt legið um Ólafsskarðsveg upp frá Litlalandi. Ofan við Grislingahlíð beygir hann til norðurs að Sandfelli og lá þar sunnan og austan við það að Votabergi. Þetta hefur verið u.þ.b. tveggja klukkustunda gangur.
Loks var tekið hús á Hafnarseli (Þorlákshafnarseli). Um 5 mínútna gangur er að því frá Þrengslaveginum þar sem það kúrir undir kletti vestan við Votabergið. Það eru þrjár tóttir og í einni tóttinni, þeirri undir klettinum, eru þrjú rými. Skammt vestar er klettastandur. Austan undir honum er hlaðinn stekkur.

Þorlákshafnarsel

Þorlákshafnarsel undir Votabergi – uppdráttur ÓSÁ.

Í Örnefnaskrám segir að „frá fornu fari mun Þorlákshöfn hafa haft í seli í Breiðabólsstaðarlandi í Ölfusi… Þorlákshafnarsel stóð undir Votabergi, sem er skammt fyrir norðan þjóðveginn um Þrengslin, sem svo eru kölluð sunnan Hellisheiðar… Selrústirnar, eins og þær líta út nú á dögum, eru ekki beinlínis við bergið sjálft heldur við lítinn hamraskúta kippkorn frá. Rústirnar eru vallgrónar en skýrar“.

Hafnasel II

Hafnasel norðan Krossfjalla – uppdráttur ÓSÁ.

Reyndar hafði Þorlákshafnarbærinn einning selstöðu norðan undir Krossfjöllum. Þar má enn sjá fjölda tófta við fallegt vatnsstæði.

Aðalhúsið, sem sýnist vera, er um 4 m á lengd og 2 m á breidd, líklega selbaðstofan, en af enda hennar er örlítið hús, sem gæti hafa verið eldhús, en til hliðar og nær skútanum er þriðja húsið, ef til vill mjólkurhús, rösklega 3 m á lengd og 1.5 m á breidd, en við enda þess örlítill kofi, sem gæti hafa verið smalabyrgi eða hundakofi.“
Í annarri lýsingu segir að „vestur frá Votabergi, en austan vegarins, er lágur móbergsstapi úti í hrauninu. Austan við hann er gömul rúst. Þar stóð Þorlákshafnarsel eða Hafnarsel. Þar hafði Þorlákshafnarbóndi í seli gegn skipsuppsátri Breiðabólsstaðarbóndans í Þorlákshöfn.“
„Sunnar frá selinu er hóll eða klettaborg og þar við lóðréttan, lítinn hamravegg er eitthvert mannvirki, sem gæti verið kvíar og raunar ekki sýnilegt, hvað það gæti veirð annað. Hamraveggurinn hefur verið notaður á eina hlið, en síðan hlaðið á þrjá vegu úr grjóti. Þetta er um 7 m á lengd og 2 m á breidd, kynni að hafa tekið um 25-30, en það má þykja helst til lítið fyrir stórbýlið Þorlákshöfn. Þetta gæti þó vel staðist, því fjöldi sauðfjár var þar ekki svo mikill á 18. öld og fram á þá 19.“

Þorlákshafnarsel

Í Þorlákshafnarseli (Hafnarseli).

Heimild er til um leið ofan við selið. Þar segir m.a.: „Götur miklar og gamlar liggja um selrústirnar, sem þá hafa verið sérlega mikið troðnar til sels og frá því, en ekki var þarna alfaraleið.“ Í annarri lýsingu segir að „upp úr grasgeira ofan við Votaberg er sniðgata í snarbrattri hlíðinni, upp á brúnina, og heitir Tæpistígur.“
Rústir Þorlákshafnarsels undir Votabergi á Hellisheiði.” friðlýst af Þór Magnússyni 20.1.1976.
Selsstígurinn hefur verið nokkuð langur og nokkrar jarðir að þvera því „Þorlákshafnarbærinn gamli stóð um miðja vegu milli Skötubótar og Hafnaress (63°51.402-21°22.525), fast við ströndina, Hafnarvíkina, niður í Þorlákshöfn, uppi á allháum sjógarði eða uppfyllingu, sem hét Sjógarður, og snéri stafni mót suðri. Nú er hins vegar búið að umturna öllu bæjarstæðinu svo ekkert er eftir, nema hluti af Þorlákshól.

Hafnarsel

Hafnarsel.

Aðalathafnasvæði hafnar, fiskverkunnar og annarra framkvæmda eru nú á bæjarstæðinu”, segir í Örnefnaskrá. “Í bæjarröðinni voru allmörg hús, geymsluhús austast en baðstofa, hlaðin úr höggnu grjóti, vestast. Fjós var vestan í móti, og hesthús, en heyhlaða, ærhús og fleiri byggingar að bæjarbaki. Suður af eystri hluta bæjarhúsanna stóð tveggja hæða timburhús og fleiri hús áföst, austan við það, en stórt geymsluhús aðeins sunnar.” Hægt er að sjjá teikningu og ljósmyndir af bænum í Sögu Þorlákshafnar.“ Bærinn hefur staðið þar sem nú er Hafnarskeið 6, 8a & 8b.

Þorlákshöfn

Þorlákshöfn – gamli bærinn.

“Þorlákshöfn var einn þessara gömlu kirkjustaða. Þar var hálfkirkja (63°51.407-21°22.332) fram um 1770 og hafði svo verið örugglega í 250 ár, en sennilega þó í allt að 400 árum. Kirkjan hefur staðið þar sem nú er Hafnarskeið 8. Kirkjugarður var norðan við bæjarhúsin. Bein, er upp komu í jarðraski sem varð í sambandi við hafnarframkvæmdir 1962, voru flutt þaðan að Hjalla. Við kirkjuna hefur verið grafreitur og garður hlaðinn kringum hann. Kemur það fram í einni heimild 1673, að garður sé umhverfis kirkjuna… Þegar kirkjan var fallin og menn hafa séð fram á, að hún yrði ekki  endurbyggð, var upp úr tóft hennar reist sjóbúð, er var ávallt síðan kölluð Kirkjubúðin. Vísuðu dyr hennar, sem voru til vesturs, á Geitafell. Kirkjubúðinni var haldið við og notuð af sjómönnum í meira en heila öld, allt fram yfir þarsíðustu aldamót. Þá var hún rifin og jöfnuð við jörðu. Í nóv. 1951 var jöfnuð út til mold til þess að jafna og slétta fyrir utan hlöðuinnfall í Þorlákshöfn í Ölfusi. Þá komu þar í ljós mannabein. Var þá verkinu hætt að sinni.“
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 04 mín.

Heimild m.a.:
-http://www.bokasafn.is/byggdasafn/fornleifaskra
-Farfuglinn (1975).
-Eiríkur Einarsson: Örnefni og minjar í Hjallasókn, 1976.
-Örnefnaskrár.
-Örnefnakort – Eiríkur Einarsson 1969.

Hlidarendasel-211

Hlíðarendasel.

 

Hafnarsel

Þegar FERLIR var á ferð um Krossfjöll var m.a. gengið fram á áður óþekktar – og þar með óskráðar selsminjar – ofan Krossfjalla. Minjarnar eru miklar og greinilegar; sjö rými og stekkur. Það er í skjóli fyrir austanáttinni og því er um að ræða dæmigerða staðsetningu fjársels á Reykjanesskaganum, sem nú teljast vera 289 talsins. Annars er undarlegt að minjarnar hafi ekki fyrr verið skráðar, svo greinilegar sem þær eru. Hins vegar ber að hafa í huga að engar skráðar heimildir eru til um þær (svo vitað sé). En hverjum tilheyrði þessi mikilfenglega selstaða forðum? Tilheyrði hún landeigandum (Breiðabólstað (Vindheimum)) eða Þorlákshöfn? Hingað til hefur verið talið að Þorlákshafnarsel (Hafnarsel) hafi verið undir Votabergi. En gæti verið að selstaða frá Þorlákshöfn hafi verið færð á einhverjum tímapunkti?

Breidabolstadasel I-2

Skoðum heimildir. Í Jarðabókinni 1703 er ekki getið um selstöðu frá Breiðabólstað, en hins vegar segir í lýsingunni: „Skipsuppsátur á jörnin í Þorlákshöfn fyrir selstöðu í heimalandi“.
Í lýsingu fyrir Þorlákshöfn segir: „Selstöðu á jörnin í Breiðabólstaðalandi, en Breiðabólstaður þar í mót skipsstöðu um vertíð“.
Í örnefnalýsingu fyrir Hjallahverfi segir m.a.: „Þorlákshöfn á ekki land til fjalls, en hefur langa sævarströnd.“
Í örnefnalýsingu fyrir Þorlákshöfn segir þó: „Þorlákshöfn á land að sjó, austan frá Miðöldu í Hraunsmörkum, vestur að Þrívörðum í Selvogsmörkum. Önnur landamerki eru bókfærð: milli Hrauns frá sjó eftir miðin á tvær vörður fyrir ofan Leirur í Skóg
hlíðargafl. Klappir merktar R M, upp Sand í vörðu fyrir ofan Leirur merkta M, hornmark milli Þorlákshafnar, Breiðabólsstaðar og Vindheima, og Hrauns, út miðjan Sand í vörðu í Hálfförum, hornmark Litlalands og Breiðabólsstaðar, þaðan í vörðu fyrir ofan Leirur, hornmark Litlalands og Hlíðarenda. Við hana er merkt L M, svo út miðjan Sand þar til Markhóla ber í Þrívörður. Við sjó fram tekur Nesland við og er þar hornmark á miðjum Sandi frá sjó til heiðar milli Hlíðarenda og Þorlákshafnar.“
Um landamerki jarðarinnar segir: „Að austan: Ingólfsfjalls öxl eystri í Meitlana, bærinn í Hnúka úr því komið er á Grynnraskarð, þ.e. Núpahnúkur gengur út úr fjallinu niður undan Skálafelli, en þar norður af eru tvö skörð í 

Breidabolstadasel I-1

Reykjafjöllin, sem Núpahnúkur er miðaður við. Dýpraskarð vestar, Grynnra-skarð austar.
Að vestan: Ekki nœr landi en svo að þegar komið er á Einstíg, þ.e. Geitafell ber í Skarð á urðinni við Bergsendann yst á Hafnarnesi, að Þorlákshóll sjáist upp yfir urðina. Er svo haldið þar til Hafnarvarða ber í bæinn, og er þá komið á Grynnraskarð. Nær landi, milli Kúlu og Hafnarvörðu má ekki fara nema í ládeyðu. Er svo beygt norður á við þar til bæinn ber í Hnúka.“
Í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1978 segir m.a. í Skýrslu Þjóðminjasafnis: „Eftirtaldar fornleifar voru friðlýstar á árinu: Allar gamlar mannaminjar í Herdísarvík í Árnessýslu, fjöldi ótilgreindur, Dælaréttir í landi Skálmholts í Árnessýslu og Þorlákshafnarsel undir Votabergi
á Hellisheiði.“

Breidabolstadasel II-4

Hér er, til fróðleiks, áhugavert viðtal við forstöðumann Fornleifaverndar ríkisins frá árinu 2011, en þessi mál hvíla fyrst og fremst á þeirri stofnun: Viðtalið bar hina viðeigandi yfirskrift „Skráningu fornminja áfátt: „Hvaða tillit er tekið til fornminja við mat á virkjunarkostum? Ísland, eitt Norðurlandaríkjanna, hefur ekki lokið tæmandi fornleifaskráningu. Við gerð 1. og 2. áfanga rammaáætlunar um vernd og nýtingu náttúrusvæða vegna orkunýtingar þurftu fornleifafræðingar því að reiða sig á heimildarskráningu fornleifafræðinga 19. aldar. Minjayfirvöld telja sig hafa litlar forsendur til að svara því hvaða menningarverðmæti verði fyrir skaða vi

ð þá virkjunarkosti sem áætlunin fjallar um.
Breidabolstadasel II-5Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Fornleifaverndar ríkisins, segir stöðuna í raun sorglega og að ástæðan fyrir því hversu aftarlega Íslendingar eru við skráningu fornminja sé að ekki hafi verið veitt nauðsynlegu fjármagni til slíkrar vinnu. Tími og peningar segir Kristín að sé ekki sér
stakt vandamál. Athugun Fornleifaverndar fyrir nokkrum árum leiddi í ljós að um fimm ár þarf til að ljúka fullnaðarskráningu og áætlaður kostnaður þeirrar vinnu var 400 milljónir. Hún gagnrýnir jafnframt hart það misvægi sem er á fjárframlögum ríkisins. „Af því fjármagni sem ríkið ætlar til umhverfisins fá minjarnar þrjú prósent. Og það er merkileg staðreynd þegar við höfum reynt um árabil að fá fjármagn til að ljúka grundvallar skráningu fornminja,“ segir Kristín.

Náttúra og minjar
Breidabolstadasel II-7Í greinargerð sem Kristín skrifaði, og fylgir skýrslu verkefna-stjórnarinnar, er bent á að horfa beri á umhverfi og landslag í víðara samhengi en gert hefur verið og að minjar verði teknar inn til jafns við náttúru í allri framtíðarvinnu varðandi umhverfi landsins og nýtingar þess. Grunnforsenda þess að hægt sé að taka ákvarðanir um menningar arfinn sé að þekkja hann. „Það gefur auga leið að til þess að vernda menningarminjar þurfum við að vita hvar þær eru, hverjar þær eru og í hvernig ástandi þær eru,“ skrifar Kristín. Gróflega er áætlað að fornleifar á Íslandi, minjar sem eru 100 ára og eldri, gætu verið um 200 þúsund. Þær dreifast um landið allt, jafnt um byggð sem óbyggðir.
Fornfræðingar
Breidabolstadasel II-8Stór hluti þeirra svæða sem komu til umfjöllunar í 1. áfanga rammaáætlunar var óskráður og er það enn nú þegar 2. áfanga er lokið og til stendur að undirbúa þingsályktunartillögu um hvernig nýta skuli náttúruna með vali á virkjunar kostum. Við mat á svæðum þar sem gufuaflsvirkjanir koma til greina höfðu fornleifafræðingar í sumum tilfellum ekki annað á milli handanna en skráðar heimildir fornfræðinga 19. aldar þar sem grunnrannsókn hefði verið nauðsynleg. Þar sem vatnsaflsvirkjanir koma til greina höfðu fornleifafræðingar lítið sem ekkert að styðjast við. „Það er ótækt og óforsvaranlegt að fornleifafræðingum á 21. öld sé gert að vinna við þessar aðstæður,“ segir Kristín og bætir við að minjayfirvöld hafi ekki forsendur að óbreyttu til að meta hvort menningarminjar verði fyrir skaða vegna virkjanaframkvæmda sem til greina komi.
Ferðaþjónusta

Hafnarsel II - Breiðabólstaðasel II

Hafnarsel II – Breiðabólstaðasel II – vatnsstæði.

 Fornleifar og menningarlandslag eru þáttur í menningarferðaþjónustu allra landa og telur Fornleifavernd vert að minna á að á sama tíma og farið er með það sem heilagan sannleik að 80 prósent ferðamanna segjast hafa áhuga á íslenskri náttúru þá segist stór hluti sama hóps hafa áhuga á íslenskri menningu og sögu. Það er því mat Fornleifaverndar að í framtíðarvinnu með rammaáætlun sé eðlilegt að fjallað um menningarminjar til jafns við náttúru þegar lagt verði mat á ferðaþjónustu á Íslandi. „Í raun má segja að við búum við gervimennsku því það er verið að búa til sögustaði og söfn á meðan ekkert er gert fyrir sjálfar fornleifarnar sem við eigum. Það er öfugsnúið,“ segir Kristín.“
Með greinininni eru tilgreindir minjastaðir á svæðunum, t.d. á Hengilssvæðinu: „Á Hengilssvæðinu eru tveir friðlýstir minjastaðir, annars vegar Þorlákshafnarsel og hins vegar Hellurnar (ásamt Hellukofanum svokallaða).“
Að öllu framansögðu vaknar eftirfarandi spurning þar sem ekkert hefur enn (árið 2012) verið sagt um framangreinda selstöðu ofan Krossfjalla: Hvers eiga fornleifarnar að gjalda í fornfáleikanum? Eiga þær ekki meiri virðingu skilið en vanrækslu og áhugaleysi viðkomandi yfirvalda?
Frábært veður. 

Heimildir m.a.:
-Árbók Hins íslenskla fornleifafélags, 75. árg. 1978, bls. 149.
-Fréttablaðið 8. júlí 2011, viðtal við Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Fornleifaverndar ríkisins, segir stöðuna í raun sorglega og að – Skráningu fornminja áfatt –  bls. 11.
-Örnefnalýsing fyrir Hjallhverfi.
-Örnefnalýsing fyrir Þorlákshöfn.

Breidabolstadasel II-1