Tag Archive for: Reykjanesbær

Gamli Kirkjuvogur

Gengið var um sunnanverða Ósabotna að Hunangshellu, en við hana er gömul þjóðsaga um finngálkn kennd.
osar-22Á þessari leið má velja um gömlu reiðleiðina er liggur rétt ofan við ströndina eða gamla vagnveginn. Hann, líkt og reiðleiðin, er enn sýnilegur austan túngarðs hins horfna bæjar Teigs (enn má þó sjá skorsteininn af bænum skammt austan Hafna). Ef vel er að gáð má sjá að vagnvegurinn hefur á einhverjum tíma verið útfærður í bílveg og að hætt hafi verið við þær vegabætur í miðjum kliðum. Þegar komið var austur fyrir Hunangshelluna var haldið frá gatnamótunum að Njarðvík eftir reiðleiðinni þar sem Lágafellsleiðin sameinast henni áleiðis að gamla verslunarstaðum í Þórshöfn. Gatan er greinileg í heiðinni og sjá má fallnar vörður við hana. Þegar komið var yfir austanverðan Djúpavog tók við vagnvegur frá Illaklifi áleiðis að verslunarstaðnum.
Af og til mátti þó osar-23sjá gömlu reiðleiðina út frá veginum. Á Selhellu og við Draugavog eru tóftir, bæði ofan Selhellu og efst á henni. Vestan við tóttina er fallegt vatnsstæði í klöpp. Efst við sunnanverðan Selvoginn, sem er næsti vogur, eru einnig tóttir. Gengið var inn fyrir voginn og inn á þjóðleiðina, ofan við Beinanesið að Hestaskjóli og áfram fyrir Djúpavog, sem fyrr sagði. Í botni vogarins liggur girðing upp í heiðina, í átt að varnarsvæðinu. Norðan vogarins, þegar upp á holtið (Illaklif) er komið, er Kaupstaðaleiðin rudd svo til þráðbein á drjúgum kafla. Í stað þess að fylgja leiðinni niður að tóttum sunnan við Illaklif var haldið áfram vestur yfir holtið, að kletthól, sem þar er beint framundan. Vestan undir hólnum er allnokkuð gras og í því tóttir Stafnessels. Á landakorti frá árinu 1945, sem haft var meðferðis, er selið merkt þarna og reyndist það rétt vera. Í því eru a.m.k. þrjár tóttir. Vatnsstæði er bæði á klapparholti norðan við selið svo og á klapparhól svo til beint í vestur, ofan við Gamla Kirkjuvog. Þar er sögð hafa verið kirkja til forna.
osar-24Elstu heimildir um Vog er að finna í Landnámu. Þar segir að Ingólfur hafi gefið Herjólfi frænda sínum land á milli Vogs ok Reykjaness. Síðar breyttist nafnið í Kirkjuvog. Kirkjuvogur var fluttur suður yfir Ósa á seinni hluta 16 aldar, með kirkjunni, og stendur nú við Hafnir. Mannabein hafa fundist í uppblæstri á gamla bæjarstæðinu og voru þau flutt að Kirkjuvogi. Var það nálægt aldamótunum 1800 að bein voru síðast flutt þaðan, en sagt er að nokkuð hafi verið flutt áður, smátt og smátt. Gengið var að gamla bæjarhólnum, en Kaupstaðaleiðin liggur rétt ofan við hólinn. Á honum er greinileg hleðsla á tveimur stöðum, sú efri hringlaga og sú neðrir ferhyrningslaga. Þarna gæti hafa verið osar-25kirkjugarður og kirkja eða bær. Neðan bæjarhólsins er þrjár tóttir.
Í tveimur þeirra eru greinilegar hleðslur. Sú syðsta virðist hafa verið gerði. Í skýrslunni er þar sagður vera gamall kirkjugarður, sem verður að teljast vafasamt. Sunnan við gerðið er tangi. Fremst á honum er hlaðið gerði, en tanginn hefur greinilega sigið nokkuð eins og annað land á svæðinu, eða um 8 mm á ári skv. staðfestum mælingum.
Vikið var út af vagngötunni til suðurs vestan Illaklifs og gamalli götu niður lága brekku. Þar sést hlaðinn garður á hægri hönd. Sunnar sést í háan grashól. Á honum er tótt. Einnig á öðrum skammt suðvestar. Neðan hans, rétt ofan við sjóinn, en lítið norðar, er hlaðinn garður. Fer hann nú á kaf í flóði. Gatan liggur í átt að Stafnesseli, þó lítillega til hægri, og yfir holtið. Á holtinu liggur hún einnig til suðurs, að gerði og tótt norðvestan Djúpavogs, þeim sem minnst var á áðan og eru undir Illaklifi.

osar-26

Skammt austar er önnur tótt, mun stærri, og sú þriðja suðvestar. Við hana er hlaðið gerði, sennileg aupp úr eldri fjárborg, sem enn mótar fyrir. Götunni var fylgt upp brekkuna uns komið var að manngerðum stórum grónum hól á klöpp. Þarna kanna að vera dys, a.m.k. benda ummerkin til þess. Umleikis hólinn miðsvæðis er hringlaga hleðsla. Skammt þarna vestar er Gamli Kirkjuvogur. “Til forna lá jörðin hins vegar inn með Ósunum að norðanverðu. Þar er mikil rústabunga, grasi gróin. Húsaskipan er ekki hægt að greina. Vestan við bæjarhólinn, ca. 8 m, eru nokkrir steinar, en undir þeim er gamli bæjarbrunnurinn. Sunnan við bæjarhólinn má sjá leifar af því sem virðist vera forn kirkjugarður. Einnig má sjá leifar túngarðs norðan við hólinn og hlaðinn brunn vestan við hann, en tóttir enn lengra í vestur, sem gætu verið tóttir útihúsa. Greinilegar traðir eru frá bænum í norður upp á Kaupstaðaleiðina.“

osar-27

Kaupstaðaleiðin er falleg vagngata á melhálsi upp af Djúpavogi, en gamla þjóðleiðin liggur sunnar, að Gamla-Kirkjuvogi. Enn önnur leið, greinilega minn farin, liggur frá Djúpavogstóftunum og rétt ofan við strönina að Gamla-Kirkjuvogi. Þar á leiðinni er slétt flöt og gerði. Liggur veggur þess út í sjó, en land mun hafa sigið þarna verulega á umliðnum öldum (nokkra millimetra á ári skv. mælingum).
Gamli-Kirkjuvogur er sagður vera mjög gamall, forveri bæjanna handan Ósa. Sumir segja það þar hafi verið landnámsjörð. Sjá má þar tóftir, garða, gerði o.fl. og virðast þær allar mjög komnar við aldur. Fremur fátt er vitað um Kirkjuvog hinn forna. hans er ekki getið í öðrum fornritum en Landnámu. En árið 1334 segir frá því á annálum að Þorleifur nokkur hafi drepið Þorbjörn osar-28prest í kirkju og lagði sig síðan sjálfur með hnífi.
Í Jarðabók 1703 er tekið fram að gamli Kirkjuvogur sé fornt eyðibýli í Kirkjuvogs landi. “Aðrir halda því fram að þetta bæjarstæði sé í Stafness landi”. Líklega er talið að jörðin hafi farið í eyði um 1580”.
Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi skrifaði grein í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1903 um „Rannsókn í Gullbringusýslu og Árnessýslu sumarið 1902“. Þar segir hann m.a. um Gamla-Kirkjuvog og Gamla-Kotvog, sem áttu að hafa verið norðan Ósa en ekki sunnan eins og síðar varð. „Kirkjuvogur hefir til forna staðið langt inn með Ósunum að norðanverðu. Ósarnir eru sem dálítill fjörður, sem gengur til austurs inn úr Hafnavík. Innst skiftist hann í smávoga, og kallast þeir Ósabotnar. Er löng bæjarleið frá Þórshöfn inn að Kirkjuvogi forna.
Þar sem bærinn var, er rústabunga mikil. Þar er alt nú blásið hraun, osar-29þó er rústin að nokkru leyti grasgróin. Er eigi hægt að sjá grein á húsaskipun og eigi sést með vissu hvar kirkjan hefir verið. En kunnugir menn vita það, því mannabein hafa fundist þar, er kirkjugarðurinn blés upp. Voru þau flutt að Kirkjuvogi. Var það nálægt aldamótunum 1800, að bein voru síðast flutt þaðan, en sagt er að nokkuð hafi verið flutt áður, smátt og smátt.
Kotvogur stóð þó þar, sem hann er enn, sunnanmegin við Ósana. En kirkjusókn átti hann að Kirkjuvogi og allir bæir fyrir innan Kalmanstjörn. En þaðan, og frá þeim bæjum, er sunnar voru, var kirkja sótt að Kirkjuhöfn. Til Kirkjuvogs sóttu líka Suðurnesjabæirnir: Fuglavík, Melaberg, Hvalsnes og Stafnes, ásamt hjáleigum. Stóð það fram að 1370, er Oddgeir biskup vígði kirkju á Hvalsnesi. Enn átti Innri-Njarðvík sókn að Kirkjuvogi: hélzt það, þó Kirkjuvogur væri fluttur suður fyrir Ósa, og þangað til 1760, er Ólafur biskup Gíslason, vígði kirkju í Njarðvík.

osar-30

Fremur er það fátt, sem menn vita um Kirkjuvog hinn forna. Þess er getið í Árbókum Espólíns II. 68. að 1467 seldi Ólafur biskup Rögnvaldsson Eyjúlfi Arnfinnssyni »Voga« í Rosmhvalsnesshreppi fyrir 5 jarðir á Vestfjörðum. Nú er enginn bær í Rosmhvalsnesshreppi, er heitir »í Vogum«. Mun hér því átt við Kirkjuvog hinn forna og ef til vill Kotvog með, eða þó öllu heldur Djúpavog, sem mun hafa verið hjáleiga frá Kirkjuvogi og staðið við Ósabotnana. Svo segir í landamerkjabréfi frá 1270: »En lyngrifamörk skilur gata sú, er liggur fyrir innan Torfmýrar og upp á Háfaleiti til vörðu þeirrar, er stendur á leitinu þar, sem hæst er milli Kirkjuvogs, Njarðvíkur og Djúpavogs. En rekamörk millum Djúpavogs, Starness og Hvalsness skilur gróf sú, er verður fyrir innan klettana til hægri handar, er riðið er frá Kirkjuvogi.

osar-31

Hér virðist »Djúpivogur « vera bæjarnafn. Og það getur ekki verið annað nafn á Kirkjuvogi, þar eð hann er líka nefndur í sömu málsgreininni. Nokkru fyrir innan Kirkjuvog hinn forna gengur gróf mikil frá Ósabotnunum þvert til norðurs. Gengur sjór nokkuð inneftir henni, og heitir þar enn Djúpivogur. Þar litlu innar ætti bærinn, Djúpivogur, að hafa verið. Merki sjást ekki til þess; en það er ekki að marka. Sjór hefir mjög gengið á land í Ósunum, og getur bæjarstæðið verið brotið af. Þó hefir það ekki verið sjávargangur, heldur sandfok, sem eytt hefir Kirkjuvogi hinum forna. Hvenær það var, vita menn ógjörla. Jarðabók Á. M. telur hann hafa verið í eyði meir en 120 ár þá er hún var rituð. Hefir það því eigi verið síðar en á 16. öld, en getur vel hafa verið fyr. Það liggur nærri að ætla, að þá hafi sami maður átt bæði Kirkjuvog og Kotvog, er hann flutti Kirkjuvog heim á tún í Kotvogi. Bendir það til þess, að Kotvogur hafi frá upphafi verið talinn hjáleiga frá Kirkjuvogi, þó Ósarnir væri á milli. Þess er getið, að Kirkjuvogskirkja átti 1/2 Geirfuglasker. — Kirkjubólskirkja og Hvalsnesskirkja áttu 1/4 hvor.

osar-33

Elstu heimildir um Vog er að finna í Landnámu. Þar segir að Ingólfur hafi gefið Herjólfi frænda sínum land á milli Vogs ok Reykjaness. Síðar breyttist nafnið í Kirkjuvog. Kirkjuvogur var fluttur suður yfir Ósa á seinni hluta 16 aldar, með kirkjunni, og stendur nú við Hafnir. Mannabein hafa fundist í uppblæstri á gamla bæjarstæðinu og voru þau flutt að Kirkjuvogi. Var það nálægt aldamótunum 1800 að bein voru síðast flutt þaðan, en sagt er að nokkuð hafi verið flutt áður, smátt og smátt. Gengið var að gamla bæjarhólnum, en Kaupstaðaleiðin liggur rétt ofan við hólinn. Á honum er greinileg hleðsla á tveimur stöðum, sú efri hringlaga og sú neðrir ferhyrningslaga. Þarna gæti hafa verið kirkjugarður og kirkja eða bær.

osar-32

Neðan bæjarhólsins er þrjár tóttir. Í tveimur þeirra eru greinilegar hleðslur. Sú syðsta virðist hafa verið gerði. Í skýrslunni er þar sagður vera gamall kirkjugarður, sem verður að teljast vafasamt. Sunnan við gerðið er tangi. Fremst á honum er hlaðið gerði, en tanginn hefur greinilega sigið nokkuð eins og annað land á svæðinu, eða um 8 mm á ári skv. staðfestum mælingum.
Fremur fátt er vitað um Kirkjuvog hinn forna. hans er ekki getið í öðrum fornritum en Landnámu. En árið 1334 segir frá því á annálum að Þorleifur nokkur hafi drepið Þorbjörn prest í kirkju og lagði sig síðan sjálfur með hnífi. Í Jarðabók 1703 er tekið fram að gamli Kirkjuvogur sé fornt eyðibýli í Kirkjuvogs landi. “Aðrir halda því fram að þetta bæjarstæði sé í Stafness landi”. Líklega er talið að jörðin hafi farið í eyði um 1580”.
osar-34Þórshöfn var helsti verslunarstaður Þjóðverja á 15. og 16. öld og sló þar stundum í brýnu milli þeirra og Englendinga. Með einokunarversluninni minnkaði mikilvægi Þórshafnar og lagðist hún af sem verslunarstaður. Á 19. öld hófust skipakomur þangað á nýjan leik og sóttu heimamenn það fast að hún yrði gerð að löggiltum verslunarstað en án árangurs. Sendu verslanir í Keflavík oft skip sín þangað með salt, timbur og aðra þungavöru en tóku í staðinn fisk af bændum á Miðnsesi og í Höfnum. Í byrjun 20. aldar fór skipakomum að fækka til Þórshafnar, enda tók Sandgerði þá við hlutverki verslunarstaðar á Miðnesi.
Áletranir eru á klöppum austan við Þórshöfn. M.a. er þar áletrunin HP á sléttri jarðfastri klöpp undir klapparholti. Sumir vilja halda því fram að sammstöfunin eigi við Hallgrím Pétursson, prest í Hvalsnesi er einnig þjónaði Höfnum um tíma (eftir 1644).

osar-35

Skammstöfunin er á miðri jarðfastri klöpp utan í jökulsorfnu klapparholti. Umhverfis áletrunina eru síðan aðrar skammstafanir og jafnvel ártöl. Ofan við hlöppina eru áletrnir og útflúr. Til hliðar eru nýrri áletranir, m.a. frá 20. öld.
Gengið var út með víkinni beggja vegna og festarhringjanna leitað. En þrátt fyrir útfjöru fundust hringirnir ekki. Jón Borgarson í Höfnum kvaðst hafa siglt þangað yfir fyrir nokkrum árum og þá m.a. litið festarhringina augum. Næsta skref verður að fara með Jóni í Þórshöfnina og skoða hringina.
Vestan þræsingur stóð inn í Ósana og því auðvelt að ímynda sér við hvaða aðstæður þurfti að takast á við er koma þurfi vélavana skipunum inn fyrir skerjagarðinn og inn í örugga höfnina í Þórshöfn. Utan hennar var hvítfyssandi öldurótið, en innan var lygna og angurværð. Auðvelt var að sjá fyrir sér hversu góð Þórshöfn var skipum hér fyrr á öldum.

osar-37

Þórshöfn var helsti verslunarstaður Þjóðverja á 15. og 16. öld og sló þar stundum í brýnu milli þeirra og Englendinga. Með einokunarversluninni minnkaði mikilvægi Þórshafnar og lagðist hún af sem verslunarstaður. Á 19. öld hófust skipakomur þangað á nýjan leik og sóttu heimamenn það fast að hún yrði gerð að löggiltum verslunarstað en án árangurs. Sendu verslanir í Keflavík oft skip sín þangað með salt, timbur og aðra þungavöru en tóku í staðinn fisk af bændum á Miðnsesi og í Höfnum. Í byrjun 20. aldar fór skipakomum að fækka til Þórshafnar, enda tók Sandgerði þá við hlutverki verslunarstaðar á Miðnesi.
Árið 1881 strandaði rétt hjá Þórshöfn enska vöruflutningaskipið Jamestown. Skipið var eitt allra stærsta seglskip sinnar tíðar, meira en 100 metra langt og 20 metra breitt og er eitt af tröllauknum akkerum þess varðveitt í Höfnum.
osar-38Farmurinn var afar verðmætur því lestar skipsins voru fullar af úrvals timbri. Efra Sandgerði sem er elsta húsið í Sandgerði er byggt úr þessu timbri. Sögur segja þó að ballest skipsins hafi verið öllu verðmætari því hún hafi verið mexikóskt silfurgrýti. Ef til vill liggur því verðmætur silfursjóður á hafsbotni í Ósum.
Á morgni hvítasunnudags, 26. júní árið 1881 brá mönnum í Höfnum á Suðurnesjum í brún; heljarstórt seglskip hafði strandað við Hvalsnes á milli Hestakletts og Þórshafnar gegnt Kotvogi í Kirkjuvogshverfi. Þeir sem fyrstir komu á vettvang sáu að skipið var mannlaust og auðséð að það hafði verið lengi á reki því seglbúnaður þess og reiði var horfinn að mestu leyti.
Við nánari skoðun kom í ljós að skipið, sem mun hafa verið um 4000 tonn á núverandi mælikvarða og því engin smásmíði, – líklega með allra stærstu skipum sem til Íslands höfðu komið fram að því. Skipið var fullhlaðið borðviði af mismunandi tegundum, m.a. harðviði og allt kjörviður.
osar-36Í Suðurnesjaannál Sigurðar Sívertsen er m.a. fjallað um þetta strand. Þar er þess geta hve vel hafi verið um farminn búið og greinilega unnið af mikilli verkþekkingu. Þar segir m.a. að tekist hafi að bjarga miklu af farmi Jamestown og hafi timbrið verið notað til húsbygginga, ekki einungis á Suðurnesjum, en þar má enn sjá hús sem byggð voru úr þessu efni, heldur einnig austur um sveitir. Menn af Suðurnesjum mynduðu með sér félag um kaup á strandgóssinu og tókst að semja við sýslumann um kaupin. Eftir óveður nokkrum dögum eftir strandið brotnaði skipið í spón og hvarf. Það er til marks um veðurfar og sjólag við strönd Hafnahrepps að þetta stóra skip mölbrotnaði á fáum dögum eftir að hafa , eins og seinna kemur í ljós, verið á reki stjórnlaust á Norður-Atlantshafinu um 4ra mánaða skeið.
osar-39Í bókum má finna frásögn Ólafs Ketilssonar á Kalmannstjörn, hreppstjóra í Höfnum af strandi Jamestown. Þar nefnir hann þennan einkennilega stein sem hafi verið barlest skipsins og gerir því skóna að þetta hafi hugsanlega verið silfur. Í Bath Daily Times mánudaginn 21. nóvember 1881 er enn fjallað um Jamestown. Þar segir: „Svo virðist sem frægð Jamestown ætli engan enda að taka. Í tímaritinu Maine Mining Journal segir að fyrsta framleiðsla af málmgrýti frá námunni á Deer Isle hafi skrautlegan feril að baki og hafi endað á óvæntum stað. Málmgrýtið hafi Jamestown tekið sem barlest þegar það hélt til Swansee (svo !) í Englandi með timburfarm fyrir nærri ári. Járngrýtið er líklega enn í greypum þessa ólánsfleys þar sem það bar beinin.“ Það sem er örugglega rétt í þessu, og ber saman við blaðagreinar frá þessum tíma, er að barlestin var málmgrýti frá Deer Isle-námunni. Ástæða þess að einhvern grunaði að um silfur hefði verið að ræða er líklega vegna þess að saman við hefur verið svokallaður „klinker“ sem myndast í málbræðsluofnum. Þar með telst kenningin um silfurbarlestina afsönnuð.“

Gamli Kirkjuvogur

Gamli Kirkjuvogur – uppdráttur ÓSÁ.

 

Jón Thorarensen

Í greinasafni MBL.is má finna eftirfarandi minningarskrif Valdimars Briem að Jóni Thorarensen gegnum:

Jón Thorarnesen

Jón Thorarensen.

„Jón Thorarnesen var fæddur 31. október 1902 og dó 23. febrúar 1986. Hann ólst upp í Kotvogi í Höfnum. Þegar sr. Jón var fimm ára, var hann tekinn í fóstur af mikilhæfum merkishjónum í Kotvogi: Katli útgerðarmanni og bónda Ketilssyni og Hildi Thorarensen, sem var föðursystir sr. Jóns. Hjá þeim fékk hann gott uppeldi, eins og ætla má. Var honum unnað af þeim hjónum og öllu heimilisfólki. Kotvogsheimilið var menningarheimili í gömlum stíl og umsvif mikil við útgerð og verulegan landbúnað. Heimilisfólkið kunni firnin öll af gömlum ættarsögum frá Útnesjum, þjóðsögum og ævintýrum. Allt var krökkt af dularfullum vættum, sumum góðum, öðrum illum. Sjódraugar voru á sveimi, álfar ávallt nálægir og höfðu tíð samskipti við mennska menn, áttu jafnvel ástarævintýri með þeim. Álagablettir voru, þar sem ekki mátti hrófla við. Ef því var ekki hlýtt, hlaust af því illt gengi. Menn voru draumspakir og forvitrir og vissu margt um óorðna hluti, hvort heldur þeir voru til góðs eða ills.

Jón Thorarensen

Útnesjamenn – Jón Thorarensen.

Sr. Jón Thorarensen fæddist í Stórholti í Saurbæ vestur 31. október 1902. Foreldrar hans voru Bjarni Jón bóndi og seinna bæjarfógetaskrifari í Reykjavík, Jónssonar prests í Stórholti, er var sonur Bjarna amtmanns og skálds á Möðruvöllum í Hörgárdal, og kona hans, Elín Jónsdóttir. Hjónunum í Kotvogi duldist ekki, að fóstursonurinn var góðum gáfum gæddur, bókhneigður og vel fallinn til mennta. Um fermingaraldur hóf hann nám í Flensborgarskóla og lauk þar burtfararprófi 1918. Þaðan lá leiðin í menntaskólann og tók sr. Jón stúdentspróf árið 1924. Hann settist í guðfræðideild Háskólans haustið 1925 og lauk embættisprófi vorið 1929. Prestvígður var hann til Hruna í Árnesþingi 18. maí 1930. Ungur að árum fór hann að safna þjóðsögum og viða að sér fræðslu um þjóðhætti. Þá er sr. Jón kunnur fyrir skáldsögur sínar. Fyrsta skáldsaga hans, Útnesjamenn, kom út 1949 og vakti mikla athygli. Næst kom Marína 1960. Hafa báðar þessar sögur verið endurprentaðar og seinni útgáfurnar því nær útseldar. Enn átti sr. Jón eftir að skrifa skáldsöguna Svalheimamenn 1977 og loks bókina Litla skinnið, með blönduðu efni.

Jón Thorarensen

Sjósókn – Jón Thorarensen.

Sr. Jón var allra manna fróðastur um sjósókn í gamla daga og varðveitti í ritum sínum fjölda orða úr fornu sjómannamáli, sem er tungunni mikils virði. Um þetta efni gaf hann út tvær bækur gagnmerkar. Hin fyrri er Sjómennska og sjávarstörf 1932 og hin síðari Sjósókn 1945. Þá tók hann saman sagnabálkinn Rauðskinnu, sem fjallar um mannlíf og sagnir úr Höfnum og nágrenni.
Jón var velmetinn rithöfundur og heiðursfélagi í Félagi íslenskra rithöfunda frá 1982. En tæplega var hann metinn að verðleikum. Ritverk hans munu lifa lengur en mörg þau sem hærra hefur verið hossað á síðustu áratugum. Á efstu árum sínum tók sr. Jón að mála myndir, enda maður listrænn. Hann málaði einkum landslagsmyndir og bera þær vott næmum smekk hans og góðu handbragði. Sæmdir hlaut hann af opinberri hálfu, m.a. Fálkaorðuna. Heiðursborgari Hafnahrepps var hann.
Að ytra útliti var sr. Jón maður fríður sýnum. Röskur meðalmaður á hæð og þrekinn. Vörpulegur á velli, virðulegur og prúðmannlegur í framkomu og kurteis. Það var tekið eftir honum á götu. Þó að hann væri alþýðlegur í viðmóti, duldist ekki, að honum fylgdi höfðingjabragur, enda stórmenni í ættum hans.

Jón Thorarensen

Ingibjörg og Jón.

Síst má gleyma því að á bak við sr. Jón stóð góð og mikilhæf kona, frú Ingibjörg Ólafsdóttir. Þau gengu í hjónaband nokkrum dögum eftir að hann var vígður til Hruna. Minnisstæð eru þau sr. Jón og frú Ingibjörg er þau stóðu við altari Dómkirkjunnar að lokinni vígslu hans. Glæsileg, ung kona. Sambúð þerra var alla tíð ástúðleg og var frú Ingibjörg sr. Jóni oft hollur ráðgjafi. Hún stóð stöðug og virk í starfi prestskonunnar, sem er ábyrgðarfullt og þýðingarmikið. Frú Ingibjörg var formaður Kvenfélags Nessóknar áratugum saman og átti sinn mikla þátt í því að Neskirkja komst upp, þar sem áður hafði engin kirkja fyrirfundist. Fyrir félagsstörf var frú Ingibjörg sæmd Fálkaorðunni. Þeim varð þriggja barna auðið. Þau eru: Hildur, Elín og Ólafur.“ – (Vald. Briem)

Heimild:
-https://www.mbl.is/greinasafn/grein/34/

Kotvogur

Kotvogur og Kirkjuvogur í Höfnum.

Reykjanesviti

Gengið var um suðvestanvert Vatnsfellið og litið í fallegam brunn er hlaðinn er úr betonsgrjóti upp á dönsku. Hann er sérstakur að því leyti að gengið er inn í hann til að sækja vatn, en ekki bara horft ofan í vatnsaugað eins og algengara varð.

Skálafell

Áletrun á Skálafelli.

Segja má að þessi brunnur hafi verið forveri fölmargra annarra er á eftir komu víðar um Reykjanesskagann. Brunnurinn var byggður á sama tíma og (gamla) vitavarðarhúsið, þ.e. þegar fyrsti vitinn hér á landi var reistur á Valahnúk (1879). Næstu brunnar voru grafnir og hlaðnir við helstu kirkjustaðina og síðan við hvern bæinn á eftir öðrum. Flesta þeirra má sjá enn þann dag í dag. Þeir voru reyndar sumir fylltir eða fyrirbyggðir eftir miðja 20. öldina þegar vatnsleiðslur höfðu verið lagðar í hús svæðisfólksins, en enn má berja marga þeirra augum.
Tóftir fyrrum útihúsa fyrrum vitavarðar á ystu mörkum Reykjanessins eru skammt frá brunninum. Vitinn sjálfur var hlaðinn úr tilhöggnu grjóti, sem dregið var upp á Valahnúk og raðað þar vandlega saman eftir fínni teikningu. Mannvirkið átti að standa um aldur og ævi, en 8 eða 9 árum seinna gerði mikla jarðskjálfta og mynduðust þá þrjár stórar sprungur í bergið skammt frá honum. Bær vitavarðarins skemmdist í jarðskjálftunum og enn meira rask varð á jörðu og öðrum mannvirkjum. Var annar viti byggður á Vatnsfelli (Grasfelli), síðar nefnt Bæjarfell, þar sem hann er nú, á árunum 1907-1908.

Reykjanes

Reykjanesviti á Reykjanesi. Bæjarfell t.v., Vatnsfell t.h. og Valahnúkar framundan. Eldey við sjóndeildarhringinn.

Skammt undan landi trónar 52 m hár móbergsdrangur úr sjó. Heitir sá Karl. Sjá má þverhnípta klettaeyju (77 m.y.s) 8 sjómílur utan af Reykjanesi. Eldey er mynduð úr móbergi og er 0,03 km2. Hún er innsta skerið í skerjaklasa miklum. Annað sker, Geirfuglasker, er skammt undan. Þar voru síðustu höfuðstöðvar geirfuglsins, Sothbysuppboðsvæna, en skerið sökk að mestu í eldsumbrotunum 1830. Í Eldey er mesta súlubyggð sem þekkist í heiminum og er eyjan jafnan þakin súlum. Súludans er þar algengur, einkum fyrir varptímann. Við talningu, sem gerð var 1949, var fjöldi súlna þar talin um 70 þúsund. Fuglinn hefur hins vegar ekki verið talinn þar á síðari árum, a.m.k. ekki fugl fyrir fugl. Drangarnir voru baðaðir sól.
Gengið var eftir flóraðri „vitagötunni“ að Valahnúk. Undir honum má sjá leifar af vitanum, fast við grjóthlaðið hesthús. Gengið var á Valahnúk, skoðað gerðið, sem áður stóð neðan og til hliðar við gamla vitann. Gott útsýni yfir umhverfið (tækifærið notað og uppdráttur gerður af svæðinu). Hægur andvari var og 8 gráðu hiti. Gengið með austanverðum Valahnúk og litið upp í draugahellir þann er svo rammlega er fjallað um í Rauðskinnu. Þeir, sem þar gistu að næturlagi eftir rekasögun, eru sagðir aldrei hafa orðið samir á eftir. Þegar hellirinn var myndaður birtist ókennileg mynd á skjánum (sjá myndir).

Reykjanesviti

Reykjanesviti.

Frá hellinum var gengið austur yfir að gamalli volgrusundlaug Grindvíkinga í Valbjargargjá (Saga Grindavíkur). Elstu núlifandi grindjánar (innfæddir) lærðu sína sundfimi í þessari laug – syntu bakka á millum. Hún er hlaðin utan um vermslagjá og þótti allvelboðleg á þeim tíma. Laugin er innan túngarðs.
Lagt var á misgengið eftir að hafa litið á hlaðið skjól refaskyttu neðan við Keldutjarnir. Olíuskipið Clam strandaði undan ströndinni skammt austan við hamravegginn 28. febr. 1950, á stað, sem nefndur var Kirkjuvogsbás (Suður með sjó – leiðsögn um Suðurnes). Það var um tíu þúsund smálesta olíuskip með 54 manna áhöfn. Tuttugu og sjö úr áhöfninni, bretar og kínverjar, drukknuðu, en öðrum var bjargað.
Gengið var austur með ströndinni að Blásíðubás. Básinn er í senn bæði falleg og hrikaleg Ægissmíð (sjá mynd í Grindavíkurbókinni). Í fárvirði 24. mars 1916 hleypti Einar Einarsson frá Merki í Staðarhverfi, þar upp skipi sínu. Áhöfnin, 11 manns, bjargaðist, en skipið brotnaði í spón. Oftar mun básinn hafa bjargað sjómönnum í vanda.
Áð var við vitann (byggður 1970 – áletrun), sem þar er á bjargbrúninni. Skammt austan við hann er fallegur gatklettur undan bjarginu.
Allt er svæðið þarna mjög eldbrunnið og sundurskorið af gjám, enda snautt að gróðri, nema ef vera skyldi ofanvert Krossavíkur- og Hrafnkelsstaðabergið (borgin). Gamlar sagnir segja frá byggð þar fyrrum, en lítið hefur fundist af minjum. Ætlunin var að nota tækifærið og gaumgæfa það vel að þessu sinni, en engar slíkar fundust. Hins vegar fundust þrjú merkt greni (vörður).

Valahnúkur

Valahnúkar og Valahnúkamöl.

Eldfjöll eru þarna mörg, en öll fremur lág. Þau eru einkum hraundyngjur, s.s. Skálafellið og Háleyjarbungan. Komið var við á hinu fyrrnefna og lóðrétt hellisopið var barið augum (BH-Hraunhellar á Íslandi). Á klöpp nálægt opinu er gömul áletrun í berginu (?RELDA), sjá myndasíðu. Forvitnilegt væri að grennslast meira fyrir um þetta.
Á Reykjanestánni er mikið hverasvæði, leirhverir og vatnshverir. Allt er landið þar sundurtætt af jarðeldum, gígum, leirpyttum, gufuhverum o.fl. Stærsti leirhverinn heitir Gunna. Um þann hver er til sú þjóðsaga að kona ein, sem Guðrún hét, hafi gengið aftur. Lék hún menn grátt, reið húsum og fældi fénað. Loks var galdraprestur nokkur fenginn til koma draugnum fyrir og gerði hann það í hver, sem síðan var nefnd Gunna. Við hverasvæðið eru gamlar minjar búsetu og byggðar. Þar er einnig mikið kríuvarp, en fuglinn sá kemur ekki á varpstað fyrr en líða tekur á þriðjungsbyrjun maímánaðar.
Reykjanesviti

Reykjanesviti.

Reykjanes

Fjölmargir, bæði innlendir sem útlendir, fara að Reykjanesvita á hverju ári. Þar virða þeir fyrir sér hið fallega umhverfi, vitann á Vatnsfelli, Valahnúk og Karlinn utan við ströndina. Fuglakliðið í Hnúknum vekur jafnan mikinn áhuga sem og átök sjávar og strandar þegar hreyfing er á vindi og vatni.

Reykjanesviti

Reykjanesviti.

En það er fjölmargt fleira að sjá og skoða við Reykjanesvita.
Fellin við nýja vitann, sem tekinn var í notkun 1908, heita Hverhólmar, Írafell og Vatnsfell. Í því er dálítið vatn í dýjaveitum, sem safnast þar saman af snjó- og regnvatni.
Við strönd Reykjaness og báðu megin nessins hafa orðið mörg og mikil sjóslys á þessari öld (20. öldinni). Við Reykjanes strandaði m.a. eitt af stærstu skipum sem strandað hefur við Ísland, olíuskipið Clam. Það var 28. febrúar 1950. Skipið vari vélarvana eftir að hafa rekið upp í fjöru í Reykjavík og á leið til útlanda dregið af dráttarbáti, sem það slitnaði frá í ofsaveðri. Um borð voru 50 skipverjar. (Hvers vegna 50 manns voru um borð í vélarvana skipi sem draga átti til útlanda af dráttarbáti bíður sagnfræðinga að rannsaka). Þarna fórust 27 manns en 23 tókst að bjarga. Til eru og sagnir af björgun skipsáhafna er báta þeirra rak inn í Blásíðubás í vondum veðrum. Undir berginu austan Valbjargargjár eru margir sjávarhellar. Einn þeirra er opinn upp og hægt að komast áleiðis niður í hann og horfa á hvernig sjórinn er smám saman að grafa undan berghellunni.
Fyrsti ljósviti á Íslandi var reistur á Valahnjúki 1878.
Í miklum jarðskjálftum 8-9 árum síðar hrundi úr hnjúknum og sprungur mynduðust ofan á honum. Var þá talið að reisa yrði vitann á öruggari stað og var þá núverandi viti á Vatnsfelli byggður og tekinn í notkun 1908.

Reykjanes

Umhverfi Reykjanesvita – uppdráttur ÓSÁ.

Annar viti (oft nefndur Litli viti), minni, var reistur sunnar á svonefndu Austurnefi. Ástæðan er sú að lítið eldfell, sem nefnist Skálarfell, skyggir á ljósið frá stóra vitanum á nokkru svæði þegar siglt er úr suðri. Hóllinn sem er á móti Vatnsfelli og er á vinstri hönd þegar ekið er fram hjá vitavarðarhúsinu á leið út að Valahjúk nefnist Bæjarfell.
Þegar gamli Reykjanesvitinn var reistur um 1878 voru auk þess bygður bær fyrir vitavörðinn sem og hlaðinn brunnur undir Bæjarfelli. Þetta var fallega hlaðinn brunnur, sem enn stendur. Gengið er inn í brunninn, sem þótti sérstakt. Slíka brunna má t.d. sjá við Merkines við Hafnir og á Snæfellsnesi (Írskabrunn). Nálægt brunninum er a.m.k þrjár tóftir.
Til eru uppdrættir og riss af vitasmíðinni, umhverfinu og öðrum mannvirkjum á svæðinu. Verkinu var stjórnað af dönskum, sem lögðu fram verkfræðikunnáttuna, en íslenskir handaflið.
Frá vitavarðahúsinu var hlaðinn og flóraður stígur yfir að Valahnúk. Stígurinn sést enn vel. Gamli vitinn var hlaðinn úr grjóti og var sumt tilhöggvið. Sjá má leifar gamla vitans undir Valahnúk, skammt frá hlöðnu hesthúsi, sem enn stendur. Grjótið var sótt í yfirborðsklöpp norðan við Valahnúk. Þar hefur jafnþykk klöppin verið brotin niður af bakka og sést hlaðin gata liggja þar niður með kantinum.
Norðan nýja vitans má sjá grunn af sjóhúsinu ofan við Kistu, en þangað var efni í hann flutt sjóleiðina og skipað á land. Enn austar með ströndinni er hlaðin tóft af húsi, líklega upp úr selstöðu, eða hugsanlega frá hinum gömlu Skjótastöðum.
Neðan við Bæjarfellið, við Keldutjörnina, er hlaðið gerði umhverfis klettasprungu. Í sprungunni er vatn þar sem gætir sjávarfalla. Áður var vatnið volgt, en hefur nú kulnað. Þarna lærðu ungir Grindvíkingar að synda og í kringum 1930. Ofan við Keldutjörn er hlaðinn túngarður.

Tóft austan Reykjanesvita.

Tóft austan Reykjanesvita.

Hlaðið er undir pall austan við Valahnúk. Þar höfðust menn frá Kirkjuvogi/Kotvogi við í tjöldum er þeir unnu m.a. reka á Valahnúkamölum. Til eru sagnir um iðju þeirra eftir mikla trjáreka. Dæmi eru og um að menn hafi gist í hellisskúta uppi í Valahnúkum, en ekki orðið svefnsamt vegna draugagangs.
Í Skálfelli er djúpur hellir, Skálabarmshellir. Við op hans er torræð áletrun. Austan undir Skálafelli er hlaðið skjól, líklega fyirr refaskyttu, en mörg greni voru þaðan í sjónmáli niður á Rafnkelsstaðabergi.
Jarðfræðin á svæðinu er merkileg. Sprungurein gengur í gegnum það til SA. Sjá má hvernig gosið hefur á reininni á nokkrum stöðum (Stamparnir) og hvernig gosin hafa raðað sér upp eftir aldri. Ströndin ber glögg merki átakanna við Ægi. Landið hefur ýmist verið að stækka vegna nýrra gosa og minnka þegar sjórinn hefur verið að brjóta það miskunnarlaust niður þess á milli. Karlinn utan við ströndina er ágætt dæmi um það.

Heimild m.a.:
-Leó. M. Jónsson – Höfnum.

Reykjanesviti

Vitavarðastígurinn.

Reykjanes

Fyrsti vitinn við Íslandsstrendur var byggður á Valahnúk á Reykjanesi árið 1878.

Reykjanesviti

Reykjanesviti.

Við Bæjarfell má sjá tóftir frá þeim tíma sem og fallega hlaðinn brunn, sem gerður var um leið og vitinn sem og vitavarðahúsið. Flóraður stígur er frá því að vitagötunni uppá hnúkinn. Norðan Valahnúka er einnig hlaðin gata þangað sem grjót í vitann var sótt. Þá má sjá grunn af sjóhúsi, sem var notað sem birgðaskemma, ofan við Kistu norðan við Kistuberg u.þ.b. 2 km frá vitanum. Gamli Reykjanesvitinn, var endurnýjaður árið 1897 en hann hafði orðið fyrir skemmdum í jarðskjálftum. Vitinn stóð fram við sjávarbrún, þar sem bjargið stendur þverhnípt. „Nýi“ Reykjanesvitinn var byggður á árunum 1907-1908 á Bæjarfelli. Hann er mun stærri en sá gamli var og er 73 m. yfir sjávarmáli.
Í huga margra er starf vitavarðarins helgað ákveðnum ljóma og dulúð. Margir þjóðkunnir menn hafa gegnt slíku starfi um lengri eða skemmri tíma. Tækifærin á því að gegna starfi vitavarðar með fasta búsetu við vita í þjóðfélagi nútímans eru hverfandi. Sjálfvirkni vitabúnaðar og hagræðing í rekstri hefur séð til þess. Nú hefur verið lagt niður fast starf vitavarðar við Reykjanesvita, elsta vitastað landsins, en þar var byggður viti árið 1878. Þá lét af starfi Pétur Kúld Ingólfsson fyrir aldurs sakir. Í framtíðinni verður vitavarslan með öðrum hætti.

Reykjanesviti

Reykjanesviti fyrrum.

Af 105 ljósvitum sem Siglingastofnun rekur hringinn í kringum landið er nú aðeins einn vitavörður starfandi með fasta búsetu við vita sem hefur það jafnframt að aðalstarfi. Það er Óskar Sigurðsson á Stórhöfða í Vestmannaeyjum. Engin áform eru uppi um að leggja það starf niður enda sinnir Óskar mikilvægum veðurathugunum og rannsóknum auk vitavörslunnar.
Eftirliti með vitum hefur að sjálfsögðu ekki verið hætt. Því er sinnt af bæði laus- og fastráðnu starfsfólki stofnunarinnar um allt land. Auk þess eru farnar viðhalds- og eftirlitsferðir frá Siglingastofnun. Á tveggja ára fresti er leigt út skip til þess að sinna viðhaldi á baujum og skerjavitum. Alls eru um 20-30 vitar sem ekki er hægt að nálgast frá landi.
Þann annan desember árið 2003 var þess minnst að 125 ár eru liðin frá því að fyrst var tendrað vitaljós á Íslandsströndum þegar nýreistur Reykjanesviti var formlega tekinn í notkun þann 1. desember 1878.

Heimildir:

-skip.sigling.is/frettir_utgafa/til_sjavar1998_1/Reykjanesviti
-www.ntsearch.com/search.php?q=html&v=56″>html

Reykjanesviti

Vitavarðastígur að Valahnúk.

Reykjanes

Í bókinni „Sjómannasaga“ eftir Vilhjálm Þ. Gíslason er m.a. sagt frá gamla Reykjanesvitanum: „Ein af helstu framfaramálum þessara umbrotaára fyrir aldamótin [1900], voru vita og hafnamál. Alla tíð hafði Íslandsströnd verið dimm og vitalaus, enda hafði einlægt verið reynt að haga millilandasiglingum svo, að þær lentu í langdegi og björtum nóttum.
Reykjanesvitinn 1878En vitanlega bar skip oft að landi í skammdegi og myrkri. Fiskimenn á vetrarvertíðum áttu oft harða sókn gegn hættum myrkursins. Þegar siglingar aukast og  skipaferðir með ströndum fram, vex vitanlega þörfin á því að fá ljósmerki og vita. Danska stjórnin tók fyrst þunglega óskum Íslendinga um vita. Undireins og Íslendingar fá sjálfir stjórn fjármála sinna, f
ara þeir að hugsa um vitabyggingar. Halldór Kr. Friðriksson og Snorri Pálsson hreifa málinu á Alþingi 1874 og Grímur Thomsen ljet þessi mál einnig til sín taka. Fyrsti vitinn var reistur á Reykjanesi, bygður af Rothe, og var fyrst kveikt á honum 1. des. 1878. Vitinn kostaði tæpar 3 þús. krónur, en ljóstækin voru gefin frá Danmörku.
Arnbjörn Ólafsson var fyrsti vitaðvörðurinn og hafði hann kynt sjer vitavörslu í Danmörku. Vitavarðarlaunin voru 900 kr. á ári, en voru brátt hækkuð upp í 1200 kr. Síðan var Jón Gunnlaugsson lengi vitavörður (1884-1902).
Ljósvarða/-vitiNýr viti var reistur á Reykjanesi 190
7-08. Reykjanesviti var lengi eini viti landsins. Upp úr 1880 er farið að veita 500 til 1000 kr. á ári til þess að koma upp ljósvörðum, en ekki var framkvæmdin meiri en svo, að þessar fjárveitingar voru ekki einægt notaðar. Árið 1884 var reist ljósvarða á Garðskaga. Einstakir útgerðarmenn beittu sjer fyrir framkvæmdum eða reistu vita á sinn kostnað eins og Otto Wathne á Dalatanga. Árið 1897 voru reistir vitar á Garðskaga, í Gróttu og í skuggahverfinu í Reykjavík. Jón Helgason var lengi vitaðvörður á Garðskaga, og síðan Ísak Sigurðsson, en Þorvarður Einarsson í Gróttu.“

Heimild:
Vilhjálmur Þ. Gíslason, Sjómannasaga, 1945, bls. 476-470.

Reykjanesviti

Gata að grjótnámunni við Reykjanesvita.

Kotvogur

Gengið var um Hafnir, en athyglinni var þó fyrst og fremst beint að hinum gömlu býlum Kirkjuvogi og Kotvogi. Austan við Kotvogsbæinn gamla er fallega hlaðinn brunnur, sem að mestu er gróið yfir.

Kotvogur

Kotvogur.

Hafnir eru heitið yfir gamla Kirkjuvogshverfið. Fyrr á öldum voru Hafnir ein af stærstu verstöðvum landsins en þær eru samheiti fyrir 3 hverfi (lendingar), þ.e. Kalmanstjörn, Merkines og Kirkjuvog. Nú er byggðin öll í gamla Kirkjuvogshverfinu auk íbúðarhúss í Merkinesi og í Junkaragerði. Kirkjuvogusbærinn var á hólnum gegnt kirkjunni, en ummerki eftir hann eru nú horfin.
Á 19. öld var Kotvogur í Höfnum eitt stærsta býli landsins. Þar bjuggu m.a. 3 forríkir útvegsbændur mann fram af manni, þeir hétu allir Ketill og eru oftast nefndir Katlarnir þrír. Annað stórbýli var Kirkjuvogur í Höfnum þar sem búið hafa margir höfðingjar. Á 19. öldinni bjó í Kirkjuvogi dannebrogsmaðurinn Wilhjálmur (Chr(istinn) Hákonarson (1812-1871), en þannig er nafn hans stafað á leiði hans í Kirkjuvogskirkjugarði. Vilhjálmur átti 2 dætur.

Kotvogur

Kotvogur og Kirkjuvogur.

Önnur þeirra hét Anna. Heimiliskennari í Kirkjuvogi var þá ungur menntamaður, Oddur V. Gíslason, og felldu þau Anna hugi saman. Þegar ungi maðurinn bað um hönd dótturinnar brást faðir hennar hinn versti við og þvertók fyrir ráðahaginn. Afleiðingin varð eitt frægasta og æsilegasta brúðarrán Íslandssögunnar. Sættir tókust þó síðar. Oddur varð prestur í Grindavík við mikinn orðstír og var m.a. upphafsmaður að sjóslysavörnum á Íslandi. Af honum er mikil saga sem endar í Bandaríkjunum.

Kirkjuvogur

Kirkjuvogur.

Vilhjálmur Kr. Hákonarson reisti þá kirkju sem nú stendur í Höfnum. Hún er úr timbri og var vígð árið 1861. Vilhjálmur lést 10 árum seinna 59 ára að aldri. Ekkert er eftir af Kirkjuvogsbænum en kirkjan stendur nánast á bæjarhlaðinu enda nefnist hún Kirkjuvogskirkja og sóknin Kirkjuvogssókn.

Kotvogur

Kotvogur.

Ketill Ketilsson (1823-1902) dannebrogsmaður og útvegsbóndi í Kotvogi, stundum nefndur Mið-Ketill vegna þess að hann tók við búi af föður sínum og Ketill sonur hans tók svo við búi af honum, hefur ekki viljað vera minni maður en Vilhjálmur í Kirkjuvogi og byggði kirkju úr timbri á Hvalsnesi í Miðneshreppi, en þá jörð átti hann. Kirkjuna lét hann síðar rífa og byggja aðra stærri og íburðarmeiri úr tilhöggnu grjóti. Sú kirkja var vígð 1887 og stendur enn.
Sem dæmi um stærð Kotvogs á dögum Mið-Ketils á 19. öld má nefna að þá var bærinn alls 16 hús og mörg þeirra stór, 38 hurðir á lömum og 72 í heimili á vertíðinni.

Kotvogur

Kotvogur.

Bærinn í Kotvogi var enn reisulegur og stór um aldamótin 1899/1900. Hinn 5. apríl 1939 brann íbúðarhúsið og fórst þrennt í brunanum. Pakkhús úr timbri var austast og fjærst eldinum og skemmdist því ekki . Því var breytt í íbúðarhús og notað sem slíkt til 1984. Það stendur enn ásamt nokkrum útihúsum en allt er það illa farið og ekki svipur hjá sjón. Stór grasi vaxinn hóll rétt hjá Kotvogi hægra megin götunnar þegar horft er í vestur nefnist Virkishóll.

Kotvogur

Kotvogur.

Strandlengjan er einn stærsti skipalegstaður landsins, hrikalegir klettar, sker og boðar þar sem þung úthafsaldan myndar oft tilkomumikið og rosalegt brim. Hún er ágæt áminning um aðstæður þær er ábúendur í Kirkjuvogi og Kotvogi þurftu að búa við við fyrr á öldum.

Heimildir m.a.:
-http://www.leoemm.com

Kotvogur

Kotvogur.

Kinnaberg

Ætlunin var að ganga að Kistu og fylgja síðan ofanverðri Reykjanestánni um Kinnaberg, um Kinnabás, að Önglabrjótsnefi. Sunnan við það er Kerlingarbás. Ofan við hann eru þverskornir gígar úr einni Stampagíga-röðinni er myndaðist í goshrinu árið 1226, en gígaraðirnar eru a.m.k. fjórar á svæðinu frá mismunandi tímum. Önnur greinileg er úr gosi fyrir um 2000 árum síðan. Haldið var áleiðis að Kerlingavogsbás og einni Stamparöðinni fylgt yfir tábergið að upphafsstað. Atlantshafið lék listir sínar við ströndina.
BrimReykjanesskaginn dregur nafn sitt af Reykjanesi á suðvesturhorni skagans. Mest af skaganum er innan gosbeltis Íslands og yst á skaganum skríður Mið-Atlantshafshryggurinn á land. Gosbeltið liggur eftir miðjum skaganum frá vestri til austurs þar sem það tengist svo aðalgosbeltum landsins.
Í örnefnalýsingu fyrir Hafnir (Reykjanes vestanvert) segir m.a.: „Helstu örnefni á suðvestanverðu Reykjanesi eru; Kistuberg, Þyrsklingasteinn og Augnabrjótur (öðru nafni Kinn), hvasst bergnef. Þá koma Streng(ja)lög. Í Strenglögum er Lárentíusarbás og Kerlingabás. Út frá Reykjanesi eru klettarnir Karl og Kerling. Vestar er Selhella. Fram undan Valahnúk er Kirkjuvogsbás og Valahnúksmöl. Þar er og Selhella syðri, er hún fram af Valahnúksmöl. Hjá Valahnúk er Valahnúkshamar“.
Í annarri örnefnalýsing
u segir um sama svæði: „Þaðan er ströndin í boga frá suðri til suðvesturs – lágaberg með sandgontum í milli að Kistubergi. Rétt áður en kemur að Kistubergi skerst lítill bás inn í klappirnar og til suðvesturs úr básnum skerst gjá, svo sem lítil bátslengd. Þetta heitir Kista.

Kinnaberg

Fiskbyrgi á Kinnabergi.

Þegar núverandi viti var byggður, var öllu efni skipað upp þarna í gjánni og varð að halda bátnum þarna báðum megin frá. Skammt upp frá sjónum var geymsluhús, sem notað var til geymslu á vörum til vitans fram undir 1930, því enginn vagnvegur var til Reykjaness, en vagnbraut var rudd frá húsi þessu til vitans. Oft var erfitt og tafsamt að koma vörum þarna upp, því sjór varð að vera vatnsdauður, ef það átti að takast. Ekki er vitað til, að slys yrði við þetta.
Kistuberg er hraunhöfði, hrjúfur og illur yfirferðar. Frá Kistubergi suðvestur að Kinnarbergi liggur ákaflega stórgrýttur kampur hið efra, en klappaströnd hið neðra.  Þetta svæði heitir Þyrsklingasteinar. Ströndin frá Þyrsklingasteinum heitir Kinn. Þetta er berg ca. 15-20 m hátt, óskaplega úfið og illt yfirferðar. Því lýkur með skörpum stalli, en lægri tangi gen
gur fram í sjóinn með dálítilli hæð miðsvæðis, sem nefnist Bunga.

Kinnaberg

Fiskbyrgi á Kinnabergi.

Stallurinn er mikið notaður sem mið á sjó og er þá kallaður Hakið. Nesið, sem þessar tvær nafngiftir eru á, heitir einu nafni Önglabrjótsnef. Fram af nefi þessu myndast ströng straumröst, sem kallast Norðurstrengur. Í hvilftinni við Hakið er nefnt Kinnarbás. Sunnan megin við nefið er breið, bogamynduð vík, sem heitir Kerlingarbás. Ofan við Kinnaberg eru forn fiskibyrgi, sem ekki hafa verið fornleifaskráð, þrátt fyrir framkvæmdir í næsta nágrenni þeirra.
KinnabergKirkjuvogsbás er djúp klauf, er gengur inn í Valahnjúk vestanverðan. Að sunnanverðu er hár hnúkur og er brött brekka allt upp á brún. Þarna er standberg, ca. 45 metra hátt niður í sjó. Hér var reistur fyrsti ljósviti á Íslandi 1878.  8-9 [árum] seinna gerðust miklir jarðskjálftar og hrundi mikið úr hnjúknum og þrjár sprungur mynduðust í topp hnjúksins. Þótti þá auðsætt, að byggja þyrfti annan vita á öruggari stað. Var viti því byggður á svokölluðu Vatnsfelli, og tók hann til starfa 1908. Fellið, sem vitinn stendur á, er talið 73 metrar á hæð yfir sjávarmál. Sjálfur er vitinn um 40 metra hár, en meira þurfti til, því fell eitt, sem heitir Skálarfell (Grindavíkurhr.), skyggir á ljósið á nokkru svæði, þegar komið er sunnan að, og var því annar (lítill) viti reistur utast á svokölluðu Austurnefi (Grindavíkurhr.).
Og þá aftur að jarðfræði Reykjaness. Fjórar sprungureinar eru á skaganum: Reykjanes-, Krýsuvíkur-, Brennisteins-, fjalla og Hengilsreinar. Hver þeirra samanstendur af hundruðum opinna spungna. Þá er þar einnig fjöldi gíga og gígaraða. Önnur gerð af eldfjöllum á Reykjanesskaga eru dyngjur, skjaldarlaga bungur sem eru svipaðar og eldfjöllin á Hawaii nema mun minni.

Kinnaberg

Fiskbyrgi á Kinnabergi.

Gosbergið er að mestu af tveimur gerðum. Annars vegar er móberg sem er samanþjöppuð gosaska sem myndaðist við eldgos þegar landið var að mestu hulið jöklum. Hins vegar eru hraun; apalhraun með úfnum karga á yfirborði og helluhraun sem eru slétt og oft með hraunreipum. Eldri hraun hafa verið slípuð af jöklum, og er yfirborð þeirra því jökulrákað.
Jarðskjálftar eru tíðir á svæðinu vegna eldvirkninnar og stöku sinnum valda þeir tjóni. Flestir eru þó minni háttar og finnast sem titringur.
Kinnaberg  Jarðsaga Reykjanesskaga er tiltölulega vel þekkt og hefur verið rakin nokkur hundruð þúsund ár aftur í tímann.
Elsta bergið á skaganum er í grennd við Reykjavík og er talið vera um 500 þúsund ára gamalt. Mest af jarðlögum á skaganum eru hins vegar innan við 100 þúsund ára gömul. Á þessum tíma hefur loftslag verið mjög breytilegt og óstöðugt. Á vissum tímabilum var Ísland hulið mikilli íshellu. Á milli voru tímabil með svipuðu loftslagi og nú er. Kuldatímabilin eru nefnd jökulskeið og hlýrri tímabilin eru nefnd hlýskeið. Við lifum á hlýskeiði.
Þau hraun sem runnið hafa síðan síðasta jökulskeiði lauk eru ekki slípuð af jöklum.
Á jökulskeiðum áttu sér stað gos undir jökli, og móbergsfjöll mynduðust í geilum sem gosin bræddu upp í ísinn. Þegar jöklarnir hopuðu stóðu eftir óregluleg móbergsfjöll. Á hlýskeiðum runnu hraun svipað og nú þ.e.a.s. frá gosstöðvum undan halla og oft til sjávar. Kappelluhraun og Ögmundarhraun eru dæmi um slík hraun.
Allt gosberg á Reykjanesskaganum er basalt (gosberg með lágt kísilsýrumagn).
Loftslag hefur verið mjög sveiflukennt síðustu þrjár milljónir ára. Á því tímabili hafa komið um 30 jökulskeið. Meðalhiti var þá 8 gráðum lægri en nú. Hvert jökulskeið stóð í um 100 þúsund ár en hlýskeiðin á milli aðeins í um 10 þúsund ár. Síðasta jökulskeiði lauk fyrir um 10 þúsund árum. Tímabilið sem síðan er liðið nefnist Nútími.
Jöklarnir skófu og hefluðu landið sem þeir skriðu yfir og mýktu það. Þeir mynduðu U-laga dali, rispuðu berggrunninn sem undir var og skildu eftir sig hvalbök og jökulrispur.
Á jökulskeiðunum var gríðarlegt vatnsmagn bundið í jöklum, og meðan þau stóðu yfir lækkaði yfirborð sjávar á jörðinni um allt að 130 m miðað við núverandi sjávarmál. Aftur á móti fergðu jöklarnir landið undir næst sér.
Jökulskeið enda snögglega og meðalhitastig hækkar undrahratt. Þá bráðna jöklar á tiltölulega stuttum tíma. Sjávarborð hækkar og sjór gengur á land. Fornar strandlínur eru því allhátt yfir núverandi sjávarmáli. Munar þar um 110 m á Suðurlandi. Skeljar og bein sávarspendýra finnast í gömlum sjávarsetlaögum. Einn slíkur staður er við Pattersonflugvöll á Njarðvíkurheiði.
Gossaga Reykjanessskagans er tiltölulega vel þekkt. Eldvirknin virðist hafa verið stöðug síðustu árhundruðþúsundin. Dyngjugos virðast hafa verið algeng á fyrri hluta Nútíma þ.e. fyrir 5000 – 10000 árum en sprungugosin hafa verið nær einráð síðustu 5000 árin.
Eldgos eru ekki jafndreifð í tíma. Þau virðast koma í hrinum. Á Reykjanesskaganum koma hrinurnar á um 1000 ára fresti og stendur hver goshrina í 200 – 350 ár. Síðasta hrinan hófst um miðja tíundu öld og lauk á seinni hluta þrettándu aldar.
Eldgosin hegða sér þannig að í upphafi þeirra opnast spunga og landrek á sér stað. Rekið er nokkrir metrar í hverri hrinu. Hvert gos er líka í hrinum. Það stendur í fáeina daga eða vikur og síðan er að draga úr virkninni í mánuði eða ár áður en næsta gos verður.
Neðansjávargos verða einnig á Reykjaneshryggnum, suðvestur af Reykjanesi. þau hegða sér svipað og gos undir jökli. Spungugos undir jökli mynda móbergshryggi og eru þeir algengir á Reykjanesskaganum.

Kinnaberg

Fiskbyrgi á Kinnabergi.

Sögulegur tími á Íslandi nær frá landnámsöld til okkar daga, þ.e.a.s. í yfir 1100 ár. Ein meiri háttar goshrina hefur átt sér stað á Reykjanesskaganum á þeim tíma. Þeirri hrinu má skipta í þrjú aðalgos.
Það elsta eru: Bláfjallaeldar. Það hófst um árið 950 og stóð fram yfir árið 1000 í þessu gosi myndaðist feiknarmikið hraun.
Miðgosið er nefnt Krýsuvíkureldar. Aðalgos þeirra var árið 1151 en minniháttar gos varð 1188. Í því fyrra opnaðist um 25 km löng gosspunga og rann hraunið til sjávar bæði sunnan og norðan megin á Reykjanesskaganum. Að sunnan heitir hraunið Ögmundarhraun en að norðan Kapelluhraun. Þá tók af stórbýlið Krísuvík sem stóð niður á sjávarbakka. Hraunið rann allt um kring kirkjuna á staðnum.
Þriðja gosið voru svonefndir Reykjaneseldar sem urðu á árabilinu 1210 til 1240. Það gos var yst á skaganum og hluti umbrotanna var í sjó. Þá reis upp eyja sem heitir Eldey í fárra sjómílna fjarlægð frá stöndinni.
Aðalgosið var árið 1226 við Reykjanestána, að mestu í sjó. Mikil aska kom upp og dreifðist hún undan suðvestanvindi yfir Reykjanesskagann. Sést öskulagið víða greinilega í jarðvegs-sniðum. Í kjölfarið jókst mjög jarðvegseyðing á Reykjanesskaga.
Annálar greina frá eldsumbrotum með stuttum hléum, á og úti fyrir Reykjanesi á 12. og 13. öld. Samkvæmt þeim hefur gosið á Reykjanesi árið 1118, og a.m.k. 13 sinnum á 13. öld. Sagt er að sumum eldgosum hafi fylgt miklir landskjálftar og þess getið að svartamyrkur hafi verið um annars hábjartan dag (1226) og að Reykjanesið hafi brunnið (1210 og 1211). Í hamförum á fyrri hluta 13. aldar er talið að byggð hafi eyðst á Reykjanesi en merki um hana sjást m.a. við Skjótastaði norðan Stóru-Sandvíkur. Í annál er þess getið að 18 manns hafi farist á Reykjanesi í landskjálfta og eldi árið 1118. Næsta lítið er vitað um sögu Hafna á 14. og fram á síðari hluta 16. aldar eins og margra annarra staða á landinu, m.a. vegna þess að kirkjubækur, sem geymdar voru í Viðey, eyðilögðust í bruna. Þó munu vera til heimildir um mikinn landsskjálfta 1389 og að 1390 hafi hálft Reykjanesið brunnið. Til mun vera heimild um að eldur hafi komið upp í hafi fyrir Reykjannesi 1420 og að þá hafi skotið upp landi. Einnig er getið um eld fyrir Reykjanesi 1422 og aftur 1584. Í annál er greint frá eldi í ,,Grindavíkurfjöllum“ árið 1661 og hafi sést oft, fyrir og eftir jól, á Norðurlandi. Til er heimild um að árið 1706 hafi komið upp eldur í sjó fyrir Reykjanesi og einnig 1783 fyrir sunnan Geirfuglasker: Kom þá upp land sem sökk aftur (Nýey). Síðasta gos sem minnst er á í annálum, á eða fyrir Reykjanesi, á að hafa verið árið 1830 en þá sigu Geirfuglasker í sjó. Síðustu eldsumbrot sem heyrst hefur um, fyrir Reykjanesi, eiga að hafa átt sér stað í kringum 1930. Á þá að hafa gosið á sjávarbotni nálægt Eldey. (Athygli er vakin á því að í ljósi niðurstaðna jarðfræðirannsókna á svæðinu, m.a. á vegum HÍ, hafa tímasetningar eldsumbrota verið endurskoðaðar 2005 og er stuðst við þau ártöl hér).
Jarðhiti er mjög algengur á Íslandi og er Reykjanesið þar engin undantekning. Jarðhitasvæðum má skipta í lág- og háhitasvæði. Á þeim fyrri eru volgar eða heitar uppsprettur sem nefnast laugar eða hverir sem sumir eru goshverir.
Þegar komið var að Öngulbrjótsnefi var tekin fram lýsing Kristjáns Sæmundssonar, jarðfræðing, sem hann sendi FERLIR í tilefni ferðarinnar: „Ég kannast við gíginn þverskorna. Það er gjall í honum. Hann tilheyrir eldra Stampagosinu, þ.e. aldur hans er um 2000 ár. Ef þið gangið fjöruna suðaustan frá sjáið þið tvo ganga sem skerast upp í gegnum lagskiptan túffstabba (illfærir hnullungar og grjótblokkir þegar nálgast gangana). Það eru 20-30 m á milli ganganna ef ég man rétt. Það eru þeir sem eru frá gosinu 1226. Þeir enda hvor í sínu hraunbeltinu ofan á túffinu. Þverskorni gígurinn er norðar. Ég man ekki hvort fært er alla leið að honum þarna megin frá, en það eru ekki nema um 100 m á milli 1226-ganganna og 2000 ára gígsins. Hraunið vestan við gjallgíginn alveg vestur á Öngjabrjótsnef er um 2000 ára, en 1226-hraunið kemur svo skammt ofan við það. Það er allstór gjall- og klepragígur um 300 m inn af fjörustálinu. Hann er frá 1226 gosinu og heitir Eldborg grynnri (miðanafn, sást fyrr þegar siglt var suður fyrir Hafnaberg. Eldborg dýpri er um 1 km innar á sömu gossprungu).“
Einkenni háhitasvæða eru gufuaugu, leir- og brennisteinshverir. Á Reykjanesskaganum er mest af jarðhitanum háhiti. Í Krýsuvík eru bæði leirhverir og gufuaugu. Í gufuaugunum sést gulur brennisteinn.
Vatnið í hverunum er oftast upprunalega úrkoma sem hefur falið sem regn eða snjór. Það hefur síðan sigið niður í heit berglög á nokkurra kílómetra dýpi og hitnað þar upp í 200 – 300 gráður á Celsíus. Þegar vatn hitnar stígur það aftur upp á yfirborð jarðar, ýmist sem vatn eða gufa.
Á flestum háhitasvæðunum á utanverðum Reykjanesskaga er það hins vegar aðallega sjór sem sígur inn í berglögin og hitnar þar.
Önnur helsta orkulind Íslendinga er vatnsorka. Í byrjun 2008 mánaðar lauk skáborunút úr holu RN-17 nærri Reykjanesvita, og varð skáholan 3077 m löng en endi hennar er á 2800 m neðan yfirborðs. Áður en botni var náð fékk Íslenska djúpborunarverkefnið (IDDP), sem hitaveitan er aðili að, heimild til að prófa nýja gerð af kjarnabortæki. Tilraunin heppnaðist í alla staði vel og fékkst fullt rör (um 9,5 m langt) af borkjarna úr móbergsetlagi, vel samanbökuðu í 300°C hita sem þar ríkir. Fyrir nokkrum árum fékk IDDP verkefnið að gera sambærilega tilraun í holu RN-19 og náðist þá einungis 2,7 m af kjarna, sem ekki þóttu nógu góðar heimtur því kjarninn er orframkvæmdum til að endurvinna holu RN-17 er lokið og standa nú yfir örvunaraðgerðir sem lýkur væntanlega fyrir jól. Boraður var leggur til SSV út úr gömlu holu RN-17. Farið var út úr gömlu holunni á um 930 m rétt neðan vinnslufóðringar. Borað var í 3077 m og fer leggurinn rúma 1000 m út frá holutoppnum í stefnu um 200° (SSV). Þannig sker holan misgengið um Valbjargagjá og nokkrar sprungur austan þess. Lóðrétt dýpi holunnar er um 2800 m. Enn er gamla RN-17 holan lengsta og dýpsta holan sem hefur verið boruð á Reykjanesi, en hún bar boruð nær lóðrétt í 3082 m. Vinnsluhluti þeirrar holu hrundi við eftirminnilega upphleypingu hennar í nóvember 2005. Við endurvinnsluna fær holan heitið RN-17b. Vatnsæðar sáust í mælingum niður á 2600 m, en opnust var æð á um 1300 m. Skoltap við borlok var um 50 l/s og miðast núverandi örvunaraðgerðir að því að auka það.

Kinnaberg

Hraunmyndun við Kinnaberg.

Sem kunnugt er þá stóð til árið 2005 að hola RN-17 á Reykjanesi yrði fyrsta IDDP holan á Íslandi, og átti hún að verða um 5 km djúp. Borholan hrundi hins vegar saman í blástursprófun í lok árs 2005 en þá var hún 3082 m djúp. Reynt var að hreinsa hana í byrjun árs 2006, sem ekki tókst, og ónýttist holan þar með sem IDDP-djúpborunarhola. IDDP verkefnið ákvað í framhaldi af því að bora djúpt í Kröflu, og koma síðan aftur á Reykjanesið eftir að djúp hola hefur líka verið boruð á Hengilssvæðinu. Hitaveitan hefur sett þá borun á dagskrá 2011-2012. Vísindaheimurinn er ákaflega spenntur fyrir djúpborun á Reykjanesi því jarðhitakerfið þar líkist mest jarðhitasvæðum á hafsbotni á úthafshryggjum um öll heimsins höf. Í tengslum við fyrirhugaða djúpborun í RN-17 á sínum tíma fékk alþjóðlega vísindasamfélagið heilmikið af bergsýnum og jarðhitavökva til rannsókna og eru fjölmargar vísindagreinar nú að líta dagsins ljós, sem einskonar undirbúningsvinna fyrir væntanlega 5 km djúpborun á Reykjanesi.
Þó hola RN-17 hafði ónýst djúpborunarverkefninu þá var alltaf vitað að skábora mætti út úr holunni og nýta þannig fjárfestingu sem liggur í mörgum  steyptum stálfóðringum allt niður á um 900 m dýpi. Í síðasta mánuði ákvað Hitaveitan því að lagfæra holu RN-17 með skáborun, og var stærsti jarðbor landsins, Týr frá Jarðborunum hf fenginn til verksins. Borað var út úr holunni á 930 m dýpi, og síðan á ská í átt til sjávar eins og sýnt er á meðfylgjandi korti og heppnaðist borholan ágætlega. Á leiðinni voru skorin nokkur misgengi og margir skoltapsstaðir komu fram í borun. Holan tekur við um 220 tonnum af köldu vatni á hverri klukkustund, sem nú er látið renna í hana í tilraunaskyni til að sjá hvort búa megi til nokkrar kælisprungur, en síðan verður holunni leyft að hitna upp og reiknum við með að hún verði ágætis vinnsluhola, svo sem fram kemur í annarri frétt í þessu blaði. Auk þess gefur holan okkur skýra vísbendinu um að nýtanlegt jarðhitasvæði neðanjarðar á Reykjanesi sé talsvert stærra en áður var talið.
Eins og sjá má hér að framan er umrætt landssvæði hið fróðlegasta yfirferðar, en sérstaklega fáfarið.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimild m.a.:
-Guðmundur Ómar Friðleifsson, yfirjarðfræðingur HS.
-www.leomm.com
-wikipedia.com
Kinnaberg

 

Gamli-Kirkjuvogur

Gengið var um Gamla-Kirkjuvog.
Þar, norðan Ósa, má enn sjá bæjarhólinn forna. Á honum mótar fyrir hleðslum. Skammt sunnar eru grónar og sandorpnar hleðslur á tveimur lægri hólum. Vestar sést Svæðiðgreinilega bogadreginn jarðlægur garður og nokkru austar manngerður hóll (dys?), virki eða eftirlitsstaður. Er hann jafnframt ein áhugaverðasta fornleifin á svæðinu. Enn austar eru tóftir við suðaustanverðan Djúpavog (hóll, brunnur og gerði). Enn austar, handan Djúpavogs, eru leifar a.m.k. tveggja selja.
Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi skrifaði grein í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1903 um „Rannsókn í Gullbringusýslu og Árnessýslu sumarið 1902“. Þar segir hann m.a. um Gamla-Kirkjuvog og Gamla-Kotvog, sem áttu að hafa verið norðan Ósa en ekki sunnan eins og síðar varð.
„Kirkjuvogur hefir til forna staðið langt inn með Ósunum að norðanverðu. Ósarnir eru sem dálítill fjörður, sem gengur til austurs inn úr Hafnavík. Innst skiftist hann í smá-voga, og kallast þeir Ósabotnar.
KaupstaðagatanEr löng bæjarleið frá Þórshöfn inn að Kirkjuvogi forna. Þar sem bærinn var, er rústabunga mikil. Þar er alt nú blásið hraun, þó er rústin að nokkru leyti grasgróin. Er eigi hægt að sjá grein á húsaskipun og eigi sést með vissu hvar kirkjan hefir verið. En kunnugir menn vita það, því mannabein hafa fundist þar, er kirkjugarðurinn blés upp. Voru þau flutt að Kirkjuvogi. Var það nálægt aldamótunum 1800, að bein voru síðast flutt þaðan, en sagt er að nokkuð hafi verið flutt áður, smátt og smátt.
Kotvogur stóð þó þar, sem hann er enn, sunnanmegin við Ósana. En kirkjusókn átti hann að Kirkjuvogi og allir bæir fyrir innan Kalmanstjörn. En þaðan, og frá þeim bæjum, er sunnar voru, var kirkja sótt að Kirkjuhöfn.
Gamli-Kirkjuvogur - 2Til Kirkjuvogs sóttu líka Suðurnesjabæirnir: Fuglavík, Melaberg, Hvalsnes og Stafnes, ásamt hjáleigum. Stóð það fram að 1370, er Oddgeir biskup vígði kirkju á Hvalsnesi. Enn átti Innri-Njarðvík sókn að Kirkjuvogi: hélzt það, þó Kirkjuvogur væri fluttur suður fyrir Ósa, og þangað til 1760, er Ólafur biskup Gíslason, vígði kirkju í Njarðvík.
Fremur er það fátt, sem menn vita um Kirkjuvog hinn forna. Þess er getið í Árbókum Espólíns II. 68. að 1467 seldi Ólafur biskup Rögnvaldsson Eyjúlfi Arnfinnssyni »Voga« í Rosmhvalsnesshreppi fyrir 5 jarðir á Vestfjörðum. Nú er enginn bær í Rosmhvalsnesshreppi, er heitir »í Vogum«.
Mun hér því átt við Kirkjuvog hinn forna og ef til vill Gamli-Kirkjuvogur - 3Kotvog með, eða þó öllu heldur Djúpavog, sem mun hafa verið hjáleiga frá Kirkjuvogi og staðið við Ósabotnana. Svo segir í landamerkjabréfi frá 1270: »En lyngrifamörk skilur gata sú, er liggur fyrir innan Torfmýrar og upp á Háfaleiti til vörðu þeirrar, er stendur á leitinu þar, sem hæst er milli Kirkjuvogs, Njarðvíkur og Djúpavogs. En rekamörk millum Djúpavogs, Starness og Hvalsness skilur gróf sú, er verður fyrir innan klettana til hægri handar, er riðið er frá Kirkjuvogi. Hér virðist »Djúpivogur « vera bæjarnafn. Og það getur ekki verið annað nafn á Kirkjuvogi, þar eð hann er líka nefndur í sömu málsgreininni. Nokkru fyrir innan Kirkjuvog hinn forna gengur gróf mikil frá Ósabotnunum þvert til norðurs. Gengur sjór nokkuð inneftir henni, og heitir þar enn Djúpivogur. Þar litlu innar ætti bærinn, Djúpivogur, að hafa verið. Merki sjást ekki til þess; en það er ekki að marka. Sjór hefir mjög gengið á land í Ósunum, og getur bæjarstæðið verið brotið af. Þó hefir það ekki verið sjávargangur, heldur sandfok, sem eytt hefir Kirkjuvogi hinum forna. Hvenær það var, vita menn ógjörla.
Gamli-Kirkjuvogur - 4Jarðabók Á. M. telur hann hafa verið í eyði meir en 120 ár þá er hún var rituð. Hefir það því eigi verið síðar en á 16. öld, en getur vel hafa verið fyr. Það liggur nærri að ætla, að þá hafi sami maður átt bæði Kirkjuvog og Kotvog, er hann flutti Kirkjuvog heim á tún í Kotvogi. Bendir það til þess, að Kotvogur hafi frá upphafi verið talinn hjáleiga frá Kirkjuvogi, þó Ósarnir væri á milli. Þess er getið, að Kirkjuvogskirkja átti 1/2 Geirfuglasker. — Kirkjubólskirkja og Hvalsnesskirkja áttu 1/4 hvor.
— Hannes hét maður, Erlendsson, er var á Stafnesi hjá Guðna sýslumanni Sigurðssyni og fluttist með honum að Kirkjuvogi 1752. Um Hannes er þess getið í riti séra Sigurðar, að hann hafði oft farið i Geirfuglasker á tólfæringi. Þá var skerið sem kýrfóðurvöllur að stærð, og alþakið fugli. Nú er skerið alveg í kafi. Efni þess var móberg, og hefir sjórinn smámsaman máð það burtu.
Gamli-Kirkjuvogur - 5Á dögum Guðna sýslumanns fékkst sáta af heyi þar sem nú heitir Kirkjusker fyrir framan Kotvog. Það er nú þangi vaxið. Þetta sagði séra Sigurði Gróa Hafliðadóttir, merk kona í Kirkjuvogi, en henni hafði sagt Ragnhildur Jónsdóttur, er var ráðskona Guðna sýslumanns á síðustu árum hans. Hún komst á níræðisaldur og var einkarfróð kona. Enn má geta þess, til merkis um það hve landið hefir brotnað, að í Ósunum var ey mikil, milli Kotvogs og Kirkjuvogs forna, og var hún slægjuland. Nú í seinni tíð hefir hún bæði blásið upp og sjór brotið hana, því flóð falla mjög svo yfir klappir þær, sem undir jarðveginum láu. Þar fann Vilhjálmur sál. Hákonarson, á yngri árum sínum, skeifu, er kom fram undan 3 al. háum bakka. Hún var miklu stærri en skeifur eru nú á dögum. En þá var forngripasafnið enn ekki stofnað. Var ekkert hirt um skeifuna og er hún glötuð fyrir löngu.“

Gamli-Kirkjuvogur - 6

Í Morgunblaðinu 2001 er frétt undir fyrirsögninni „Sækja um styrk til fornleifarannsókna í gamla Kirkjuvogi“. BYGGÐASAFN Suðurnesja og Markaðs- og atvinnumálaskrifstofa Reykjanesbæjar hafa sótt um styrk úr Kristnihátíðarsjóði til að láta gera fornleifarannsóknir á gamla Kirkjuvogi í Höfnum í Reykjanesbæ. Áætlað er að rannsóknirnar hefjist á miðju næsta ári og taki tvö ár.
Kirkjuvogur er gamalt höfuðból við norðanverða Ósa. Í skýrslu um fornleifaskráningu á Miðnesheiði sem Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur vann fyrir varnarliðið á Keflavíkurflugvelli, en eyðibýlið er inni á varnarsvæðinu, kemur fram að jörðin virðist hafa verið byggð frá landnámi fram á
sextándu öld. Kirkjuvogur var fluttur suður fyrir Ósa á seinni hluta 16. aldar, með kirkjunni, og stendur nú við Hafnir.
Gamli-KotvogurTil aðgreiningar er eldri staðurinn nefndur gamli Kirkjuvogur en þar hefur ekki verið búið síðan bærinn var fluttur. Í skýrslu Ragnheiðar kemur fram að afar áhugavert væri að ráðast í fornleifarannsókn í gamla Kirkjuvogi. Bæjarhóllinn sé óspilltur af nútíma-framkvæmdum. Hóllinn er rúmir 23 metrar á lengd, 10 á breidd og tveggja metra hár þar sem hann er hæstur. Ekki er hægt að greina húsaskipan. Bæjarhólnum stafar hætta af landbroti eins og fleiri minjum í gamla Kirkjuvogi. Skammt vestur af bæjarhólnum er óvenjulega vel varðveittur brunnur, fallega hlaðinn úr grjóti. Norðan við hólinn eru ógreinilegar leifar túngarðs úr grjóti.
Gamli-Kotvogur - 2Sunnan við bæjarhólinn má sjá leifar af því sem virðist vera kirkjugarður. Heimildir herma að mannabein hafi verið flutt þaðan í kirkjugarð í Kirkjugarði í Höfnum, síðast um aldamótin 1800. Ekki er vitað hvar kirkjan stóð. Lengra frá er sel, Kirkjuvogssel. Þar eru talsverðar rústir og nokkrar sagnir til um það. Einnig eru heimildir um blóðvöll sem nefnist Beinhóll og fleiri minjar.
Sigrún Ásta Jónsdóttir, forstöðumaður Byggðasafns Suðurnesja, segir að fornleifaskráning Ragnheiðar Traustadóttur staðfesti mikilvægi fornleifarannsóknar í gamla Kirkjuvogi. Hún segir að ef fjármagn fáist verði ráðinn fornleifafræðingur eða stofnun í tvö ár til að annast rannsóknina.
GeirfuglinnHún segir að áhugi sé á að nýta rannsóknina einnig í þágu bæjarfélagsins og íbúa þess. Þannig hafi komið upp hugmyndir um að bjóða nemendum skólanna að fylgjast með rannsókninni, með því að koma í heimsóknir og fá útskýringar sérfræðinga. Einnig mætti hugsanlega nýta rannsóknina við uppbyggingu menningartengdrar ferðaþjónustu sem unnið hefur verið að á Suðurnesjum.“
Hér að framan er greinilega verið að lýsa rústunum við Djúpavog sem Brynjúlfur segir að kunni að hafa verið gamli Kotvogur eða bærinn Djúpivogur.

Geiri

Í Morgunblaðinu 2002 er frétt um uppgröft í Höfnum, „Skáli og útihús frá landnámsöld fundin í Kirkjuvogi í Höfnum – Hugsanlegt að þar sé bær Herjólfs Bárðarsonar fóstbróður Ingólfs“. Þar segir: „FUNDNAR eru minjar sem taldar eru vera frá landnámsöld, skammt frá Kirkjuvogskirkju í Höfnum, að öllum líkindum skáli og útihús. Forstöðumaður Byggðasafns Reykjanesbæjar telur ekki fráleitt að fundinn sé bústaður Herjólfs Bárðarsonar.
Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur stjórnar skráningu fornminja í Reykjanesbæ. Þegar farið var að skoða loftmyndir af Höfnum taldi hann sig strax sjá móta fyrir landnámsskála. Í fyrradag var grafin hola ofan í miðjan skálann og þar fengust vísbendingar um að kenning Bjarna væri rétt þótt frekari rannsóknir eigi eftir að fara fram. Komið var niður á heillegt gólf frá landnámsöld og hleðslu sem talið er að geti verið úr langeldinum. Þarna fannst brot úr brýni og af járnhring, viðarkol og soðsteinar.

Hafnir

Landnámsskáli í Vogi í Höfnum.

Bjarni telur allar líkur á að þarna hafi verið skáli og útihús á landnámsöld. Hann sér móta fyrir 5 öðrum tóttum á svæðinu og garði.
Jón Borgarsson, sem lengi hefur búið skammt frá þessum stað, sagði að nú áttuðu menn sig á því hvað þeir hefðu verið vitlausir að vera ekki búnir að sjá þetta út fyrir löngu. Allt Reykjanesið tilheyrir landnámi Ingólfs Arnarsonar.
Sigrún Ásta Jónsdóttir, forstöðumaður Byggðasafns Reykjanesbæjar, rifjar það upp að Ingólfur hafi gefið vini sínum og fóstbróður, Herjólfi Bárðarsyni, landið milli Vogs og Reykjaness. Hann hafi búið í Vogi sem menn hafi til þessa helst talið að væri gamli Kirkjuvogur, sem er norðan Ósabotna.
Hafnir - skiltiFornleifafundurinn geti bent til þess að Herjólfur hafi byggt bæ sinn þar sem nú eru Hafnir en hann verið fluttur yfir Ósbotna 100 árum síðar. Fyrir liggi að bærinn hafi á 16. öld verið fluttur til baka en Kirkjuvogsbærinn stóð eftir það skammt frá kirkjunni og þá um leið gömlu tóttunum. Sigrún Ásta segir að þetta sé mikilvægur fornleifafundur. Mikilvægt sé að hefja viðamikla rannsókn á staðnum og víðar því Reykjanesið hafi lítið verið rannsakað. Tóttirnar eru inni í miðju byggðahverfinu í Höfnum og þær gætu nýst við uppbyggingu menningartengdrar ferðaþjónustu.“ (Sjá meira HÉR.)

Geirfugladrangur

Um Geirfuglasker (Geirfugladrang) var nýlega fjallað í Fréttablaðinu: „Á þessum degi árið 1972 kom í ljós að Geirfugladrangur, vestur af Eldey, hafði hrunið eða sokkið í sæ. Dranginn er grunnlínupunktur landhelginnar, vestasti viðmiðunarpunktur og var áður um 10 metra hár. Í dag kemur hann aðeins upp úr sjó á fjöru.
Fréttir af því að Geirfugladrangur hefði horfið bárust seinnipart dagsins en það var mótorbáturinn Venus frá Hafnarfirði sem tilkynnti landhelgisgæslunni um hvarfið. Báturinn hafði verið á veiðum þar nærri, sem dranginn hafði staðið og var hvergi sjáanlegur þegar skipsverjar fóru að svipast um eftir honum. Varðskip á staðnum voru send til að kanna málið. Nokkrar umræður sköpuðust um það hvort reglugerðin um hina þá fyrirhuguðu fimmtíu mílna landhelgislínu yrði að endurskoða og gildandi landhelgi. 

Leifar

Nokkrum dögum eftir hvarfið gaf forstjóri Landhelgisgæslunnar út þá yfirlýsingu að atvikið hefði engin áhrif á landhelgina. Ekki var ljóst hvort hafið hafði sorfið drangann niður eða hvort jarðsig hafði orðið. Í kjölfarið lýstu margir því yfir að merkja þyrfti drangann vel þar sem hann væri orðinn eitt helsta blindsker landsins.“

Þegar gengið var eftir Kaupstaðaleiðinni frá Þórshöfn að Djúpavogi mátti glögglega sjá að hún hafði verið unnin á köflum, en látið hefur nægja að kasta annars staðar úr götunni. Leiðin endar annarsvegar við austanverða Þórshöfn þar sem líklegt er að verslunarhúsin hafi staðið forðum og hins vegar ofan og vestan Djúpavogs.
Leifar-2Frá Gamla-Kirkjuvogi er, auk Kaupstaðaleiðarinnar, önnur gata nær sjónum. Liggur hún yfir að tóftunum fyrrnefndu suðvestan Djúpavogs. Þegar svæðið neðan við Gamla-Kirkjuvog var skoðað af gaumgæfni kom í ljós hringlaga hleðsla við götu er legið hefur austan við suðaustasta rústahólinn. Þar gæti hafa verið brunnur fyrrum.
Varða ofan Gamla-KirkjuvogsÞegar skoðað var allnokkuð upp í heiðina ofan við Gamla-Kirkjuvog kom svolítið sérkennilegt í ljós; fornar hleðslur á klettastöllum, sem víða má sjá þar uppi. Dátar á 20. öld hafa gert sér hreiður víðsvegar í heiðinni, en þessar mannvistarleifar eru miklu mun eldri. A.m.k.fjórar hleðslur eru á þremur stöðum og er ein þeirra gróin að mestu. Þær virðast hafa verið ca. 250×120 cm. Einungis sést neðsta steinröðin, sú er mótað hefur mannvirkið á hverjum stað. Líklegt er að það hafi verið gert úr torfi, en það fokið frá líkt og heiðin öll. Erfitt er að geta sér til um hlutverk þessara leifa. Gömul varða er við tvö þeirra. Þau gætu hafa verið smalaskjól þótt heiðin beri ekki með sér að hafa fóstrað fé.
Brunnur?Stafsnessel, sem er þarna skammt frá, bendir þó til annars. Þau gætu líka hafa verið einhvers konar geymslustaðir eða jafnvel grafir þar sem urðað hefur verið yfir viðkomandi. Þá er ekki ólíklegt að um hafi verið að ræða gerði er ungir yrðlingar hafa verið geymdir í til að laða að fullorðna refi svo auðveldara hafi verið að ná þeim, a.m.k. benda leifar af ævagömlum refagildrum í nágrenninu til þess að svo geti hafa verið.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimild:
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags, 18. árg. 1903, – Rannsókn í Gullbringusýslu og Árnessýslu sumarið 1902 eftir Brynjúlf Jónsson, bls. 41-42.
-Morgunblaðið 5. okt. 2001, bls. 22.
-Morgunblaðið 1. des. 2002, baksíða.
-Fréttablaðið 22. mars. 2010,  bls. 18.

Gamli Kirkjuvogur

Gamli Kirkjuvogur – kort.

Reykjanesviti

Í minnum manna skartaði Reykjanesviti skjaldarmerki Danakonungs – allt frá víxlu hans hinn 20. mars 1908 og fram til um 1970, eða í rúm 60 ár.
Reykjanesviti-fyrsti vitinn 1878Merkið þótti bæði stórt og myndarlegt, enda bæði góður vitnisburður um tilvist konungs og viðurkenningu hans á mikilvægi mannvirkisins. Hjá sumum hefur jafnvel sú minning lifað að konungur hafi sjálfur komið hingað til lands og verið viðstaddur afhendingu skjaldarmerkisins. Fyrir því stendur þó enginn stafur í skráðum heimildum. Í dag er ekki að sjá ummerki eftir skjaldarmerkið á vitahúsinu. Í ljósi þess er nauðsynlegt að skoða eftirfarandi skrif. –
Í „Sjómannablaðinu“ árið 1998 má lesa eftirfarandi um fyrsta vitann á Íslandi: „Fyrsti viti á Íslandi var byggður á Valahnúk á Reykjanesi. Það var hinn 1. desember 1878 að kveikt á Reykjanesvitanum og hann þar með tekinn formlega í notkun. Árið 1897 voru gerðar endurbætur á Reykjanesvita, en hann var orðinn illa farinn, einkum vegna jarðhræringa.
Jarðhræringarnar urðu það afdrifaríkar fyrir Reykjanesvitann að árið 1907 var svo komið, að verulega hafði hrunið úr Valahnúknum og ekki nema 10 m frá vitanum fram á brún, en holt undir og allt sundursprungið. Neitaði vitavörðurinn að vaka í vitanum, og var úr því ákveðið að byggja nýjan vita á Bæjarfelli [Vatnsfelli], sem er hóll nokkru ofar en Valahnúkur. Var nýi vitinn var reistur árið 1908, úr grjóti og steinsteypu, 22 m á hæð upp á pall, sívalur að innan, 2.5 m í þvermál, en keilumyndaður að utan, 9 m í þvermál neðst en 5 m efst. Er því veggþykktin 3.25 m neðst og 1.25 m efst“.
Í „Sjómannablaðinu Víkingur“ árið 1978 var þetta skrifað: „Fyrsti vitinn hér við land var Reykjanesviti, en hann var byggður 1878 og var kveikt á honum 1. desember það ár.
Síðan gerðist ekkert fyrr en 1897, en þá voru byggðir þrír Reykjanesviti 1944vitar. Þeir voru Garðskagaviti, Gróttuviti og vitinn sem stóð í Skuggahverfinu í Reykjavík. Upp úr aldamótunum fer svo þróunin að verða nokkuð hröð. Á þessum upphafsárum voru olíulampar ljósgjafinn í vitunum og brenndu þeir steinolíu.
Olíulamparnir kröfðust mikillar natni af vitavörðunum, sem auk þess að sjá um að næg olía væri fyrir hendi urðu að gæta þess að halda kveiknum og lömpunum hreinum og svo framvegis. En þess ber að geta að um aldamótin var ljósabúnaðurinn sérlega vandaður og mikið í hann lagt. Þetta var hreinasta völundarsmíð. Allt gler var handslípað, svo sem ljósakrónurnar og ljósbrjóturinn sem magnar upp ljósið. Þessi tæki eru enn í notkun sums staðar úti á landi, orðin hátt í aldargömul, en tvö þau elstu eru geymd sem safngripir á Siglingastofnun. Annað er úr eldri Garðskagavita og er frá 1897, en að sjá sem nýtt væri.“
Reykjanesviti-sjoldur-2Í „Óðni“ árið 1907 er sagt frá konungsskiptum í Danmörku: „Fyrir rjettu ári flutti »Óðinn« mynd Kristjáns konungs IX., sem, eins og kunnugt er, andaðist 29. jan. síðastl. og blöð okkar hafa einróma talið Íslandi allra konunga bestan. Friðrik konungur er fæddur 3. júní 1843, en Lovísa drotning 31. okt. 1851.“
Í „Skólablaðinu“ árið 1912 er þess getið að Friðrik VIII hafi dáið þann 14. maí 1912.
Í „Bjarma“ árið 1907 segir: „Hans hátign Kristján X. tók við konungdómi 15. maí 1912, þegar hinn vinsæli konungur Friðrik VIII. féll svo sviplega frá.
Fyrstur konunga vorra hafði faðir hans, Kristján IX., heimsótt land vort, á þjóðhátíðinni 1874, þegar hann kom með frelsisskrá í föðurhendi. Enginn Danakonungur hafði fyr stigið fæti á frónska grund. Friðrik VIII. heimsótti land vort, sumarið 1907. Þá voru sjálfstæðismál þjóðarinnar efst á baugi. Þá voru ungmennafélögin í uppsiglingu og fánamálið framarlega á dagskrá. Friðrik VIII. talaði í veizlu á Kolviðarhóli, um »ríkin tvö«, og þótti Íslendingum það vel mælt, en Dönum miður. Friðrik konungur hafði mikinn áhuga fyrir því, að látið væri að óskum Íslendinga um meira frelsi. En tilraunir þær, sem gerðar voru í hans tíð, mishepnuðust, og svo féll hann sviplega frá 1912.“
„Heimilisblaðið“ 1937: „Hinn 10. þ. m. kemur Friðrik IX. Danakonungur og Ingiríður drottning hans í opinbera heimsókn til Íslands, og er þetta sjöunda konungskoman í sögu landsins, en FReykjanesviti-skjoldur-3riðrik IX er fjórði konungurinn, sem sækir landið heim. Fyrstur kom langafi hans, Kristján IX., á þúsund ára afmæli byggðar landsins 1874; þá afi hans, Friðrik VIII., árið 1907 og loks faðir hans, Kristján X., en hann kom fjórum sinnum til Íslands í valdatíð sinni, árin 1921, 1926, 1930 og 1936.“
Í „Sunnudagsblaðinu“ árið 1956 er sagt frá því að „þann 20. mars 1908 var kveikt á núverandi Reykjanesvita sem er 73 metra yfir sjávarmáli“.
Loks segir frá byggingu þriðja vitans á Reykjanesi í „Morgunblaðinu“ árið 1998: „Árið 1947 var síðan Litliviti byggður á bjargbrúninni skammt austan við Blásíðubás. Sama ár voru ný hús byggð yfir vitavörðinn í stað þeirra eldri, sem ummerki sjást ekki eftir í dag“.
Ekki er getið um skjöldinn í bókinni „Vitar á Íslandi“ frá árinu 2002. Hann (þeir) hangir uppi á vegg Siglingastofnunar að Vesturvör 2 í Kópavogi, tignarlegir á að líta og greinilega vel um haldið. Þegar FERLIR hafði samband við stofnuna brást starfsmaður hennar, Baldur Bjartmarsson, mjög  vel við; upplýsti um tilvist skjaldarins og gaf góðfúslega kost á ljósmyndun hans.
Skjöldurinn sjálfur, sem er úr pottjárni og nánast mannhæðar hár, er með skjaldarmerki Kristjáns IX. og kórónu að ofan. Undir er spjald með áletrunni 1908 (MCMVIII). Til hliðar er annar skjöldur, minni, einnig úr pottjárni, með skjaldarmerki Friðriks VIII., en sá skjöldur hafði verið skrúfaður hafði verið yfir hinn.
Reykjanesviti-skjoldur-4Spjald við skjöldinn á vegg Siglingastofnunar: „Fyrsti viti á Íslandi var byggður á Reykjanesi 1878 og endurbyggður á öðrum stað 1908. Þetta konungsmerki var sett á seinni bygginguna. Eftir að Friðrik VIII. tók við stjórnartaumunum var neðra merkið sett yfir það fyrra“.
Hafa ber í huga, samanber ofangreint, að Friðrik VIII. var konungur yfir Íslandi þegar vitinn var vígður, en ekki faðir hans Kristján IX., sem dó 1907. Líkast til hefur skjöldurinn þegar verið mótaður í tíð Kristjáns, en honum síðan breytt viðeigandi eftir andlát hans.
Að sögn Konráðs Óla Fjeldsteds man vel eftir skildinum á vitanum. Hann hefði verið settur upp í tilefni af víxlu hans 1908. Flaggað hafði verið með hárri flaggstöng og stórum dönskum fána á Stanghól gegnt vitavarðarhúsinu af því tilefni. Sjálfur hefði hann haldið að konungur, Friðrik VIII., hefði komið til landsins af því tilefni, en þó hafi það ekki verið víst, sjálfur væri hann fæddur 1943. Skjöldurinn hefði síðan hangið uppi allt þangað til vitinn var múraður síðast, líklega um 1970. Þá hafi skjöldurinn verið færður inn eftir og ekki sést síðan. Skjaldarmerki konungs hefði einnig verið á ljósakúplinum í vitanum. Áður hefði verið þar gaslukt, en konungur hefði einnig gefið nýtt ljósker í tilefni víxlunnar.
Þarna er kominn skýringin á skjaldarmerkinu sem og á þeim tveimur merkjum konunga Íslands sem og tilvist þess á nýjum stað.
Skjaldarmerkið verður 105 ára á þessu ári (ef miðað er við uppruna þess). Því má með sanni telja það til fornminja sbr. ákvæði þjóðminjalaga. Lagt er þó til að skjaldarmerkið (skjaldarmerkin) umrædda verði fært aftur á upprunalega sögustaðinn – á Reykjanesvitann, þar sem það myndi sóma sér vel og vekja forvitni og aðdáun ferðamanna á svæðinu um ókomna tíð.

Heimild:
-Sjómannablaðið, 61. árg. 1998, 1. tbl., bls. 119.
-Baldur Bjartmarsson, Siglingastofnun.
-Sjómannablaðið Víkingur, Steingrímur Jónsson, 40. árg. 1978, 11.-12. tbl. bls. 21-26.
-Óðinn, 2. árg. 1906-1907, 1. tbl. bls. 2.
-Skólablaðið, 6. árg. 1912, 6. tbl., bls. 81.
-Bjarmi, 1. árg. 1907, 14. tbl., bls. 105.
-Heimilisblaðið, 26. árg. 1937, 5. tbl. bls. 67.
-Sunnudagsblaðið, 8. apríl 1956, bls. 129.
-Morgunblaðið 1. des. 1998, bls. 78.
-Vitar á Íslandi, Leiðarljós á landsins ströndum 1878-2002, Guðmundur Bernódusson, Guðmundur L. Hafsteinsson og Kristján Sveinsson, Siglingastofnun, 2002.
-Konráð Óli Fjeldsted, f. 1943, Reykjanesbæ, sonur Sigurjóns Ólafssonar vitavarðar í Reykjanesvita.

Reykjanesviti

Reykjanesviti.