Í Lesbók Morgunblaðsins í september 1926 má lesa eftirfarandi lýsingu á skemmtiferð í Reykjanesvita þann 22. ágúst sama ár.
Þessi lýsing er birt til að koma að ljósmyndum frá ferð FERLIRs í leit að vagngötunni milli Grindavíkur og Reykjanesvita er lögð var á árunum 1926-1928 (sjá HÉR). Þessarar götu er hvergi getið í nýlegri lýsingum af svæðinu.
„Þegar komið er vestur á Vogastapa kemur vegur sunnan úr hraunum þvert á Keflavíkurveginn. Það er akbrautin góða til Grindavíkur, áreiðanlega einhver allra besti og skemtilegasti vegur á landinu. Stutt fyrir ofan Stapa er tjörn sem nefnist Seltjörn. — Eigi markar bar fyrir mannvirkjum neinum, en til þess bendir nafnið að þar hafi verið haft í seli áður. Þó er þar auðnarlogt og rjett fyrir sunnan byrjar hraunið, eða hraunin, því að einu nafni eru þau nefnd Illahraun. Kalla má, að þar sje engum yfir fært nema fuglinum fljúgandi. Í gegnum þessa ófæru hefir mannshöndin rutt veg, brotið niður hraunstrýtur, fylt upp gjár og gjótur og mulið sjáift hraunið ofan í veginn. Hefir það runnið þar saman í eina hellu, svo að hrautin er eins og fjalagólf. Að vísu er vegurinn mjór, en það er líka eini ókosturinn á honum.
Til beggja handa er hraunið, líkast gríðarmiklum sullgarði á Góu. — Urðir og eggjagrjót, hellur reistar á rönd og í óteljandi stellingum, gjótur og gígir, hellar og holur og háar strýtur á milli í líkingu manna, dýra og allskonar óvætta. — Fram undan gnæfa Grindavíkurfjöllin. sem sjást hjeðan í suðvestri þegar bjart er veður. Á hægri hönd, eða vestan vegarins, er fyrst Stapafell, þá Súlur, þá Þórðarfell, Svartsengi og hið einkennilega fjall, sem á sjer hið einkennilega nafn Þorbjörn. Það er 243 fet a hæð. Efst á tindinum og þvert í gegn um hann, er gjá ein mikil. sem nefnd er Þjófagjá. Þar voru þjófar hengdir fyrrum. Gæti jeg trúað því að útsýn af Þorbirni sje furðufögur og einkennileg. Öll eru fjöllin grasi gróin upp á brúnir og stingur það mjög í stúf við hraunið, sem er grátt af gamburmosa.
Er það eini gróðurinn þar, því að hvergi sjest stingandi strá. Einu skepnurnar, sem hætta sjer út í hraunið, eru rjúpur, en þó hafast þær ekki við þar. Þegar komið er suður fyrir Þorbjörn blasir Grindavík við, eða öllu heldur nokkur hluti hennar, Járngerðarstaðnhverfið og bygðin í Hópi. Nokkuð þar fyrir austan er Þórkötlustaðahverfi, en vestur að prestsetrinu Stað er stundargangur frá Hópi. Öll Grindavíkurbygðin mun vera 7—8 km. á lengd. Margir ætla að Grindavík sje leiðinlegur staður og ljótur, en því fer fjarri. Þar eru gríðarmikil tún og bygging góð. Og þótt gindhveli hlaupi þar ekki á land líkt og fyrrum (af þeim dregur bygðin sjálfsagt nafn), þá sækja Grindvíkingar sjó af kappi og hafa jafnan mikinn fisk eftir vertíð hverju. — Er það þó ekki heiglum hent að sækja þar sjó. Verður það eigi gert nema á opnum bátum. En bygðin er fyrir opnu hafi og er þar opt ógurlegt um að litast, þegar hafið fer hamförum.
Er þar skemst á að minnast, er hafrótið braut þar allar lendingar í fyrravetur og æddi yfir byggðina, svo að fólk varð að flýja úr flestum húsum, en sum húsin tók brimið, þar á meðal fulla heyhlöðu, og færði langt úr stað. — Mörg hús braut hrimið, og mælt er, að þegar flóðinu slotaði hafi fundist keila inni í einun húsræflinum, og hefir þá brimið skolað henni þangað. Hjer skal ekki lýst leiðinni frá Stað og út á Reykjanes, því að henni hefir verið lýst áður í „Lesbók“. En segja má, að það sje ömurleg leið og erfið. Sunnan við aðalhraunið verpir mikið af kríu og voru þær enn þar með unga sína fullvaxna. En sumar hafa þó orðið seint fyrir. Fundum við þarna hreiður með volgum eggjum og; er hætt við að ungarnir, sem úr þeim koma, fái að bera beinin þar.
Á Reykjanesi er margt að sjá. Þar brennur jörðiu undir fótuni manns, en drunur og blástur heyrist í goshverunum. Annar er leirhver allvíður og spýtir mórrauðu. Hann er í rauninni nafnlaus, kallaður „1910″, vegna þess að hann myndaðist þá. Rjett við hliðina á honum er Litli Geysir“ og gýs silfurtæru vatni. Eru þeir vanalega samtaka og er einkennilegt að sjá kolmórautt gosið rjett hjá hvítum stróknum úr „Geysi“. — Annars naut „Geysir“ sín ‘ekki, því að einhver skemdarvargur hafði fundið upp á því að yelta steini yfir gosholuna, og verður honum eigi náð nema með verkfærum, því að gufan upp úr hvernum er svo heit að hún mundi brenna hvern, sem nærri kæmi. Þarna fyrir norðan en „Gunna“, kúptur leirhóll og kraumar allur. Handan við hólinn er postulínsnáma mikil, Hefir þar verið grafið 28 fet niður og þó eigi komið í botn á námunni. Niðri í jörðunni er postulínið gljúpt eins og linur ostur, en harðnar og steingjörfist er það komur undir bert loft.
Sýnishorn af því geta menn sjeð í glugga Morgunblaðsins. Fyrir vestan hverina er lægð nokkur allstór og sljett. Eru þar óteljandi leirhverir og sýður og bullar í þeim öllum. Er sá grautur misjafnlega þykkur og marglitur. Í sumum hverunum er hann rauður, í öðrum brúnn, blár, grænn, gulur, hvítur o.s.frv. Er mikið gaman fyrir þá, sem eigi hafa sjeð leirhveri, að skoða þessa. Tilbreytingin er afar mikil, því að tæplega munu tveir hverir vera eins að lit op lögun. — Er þetta svæði líkast því, sem er í Námaskarði í Þingeyjarsýslu, en þó eru hjer fjölbreyttari litir í leirnum. Mætti eflaust takast að fá þarna mikið og marglitt dufi til málningar, Zinnoberrautt, okkurgult, stálgrátt, hvítt, ehromhrænt o.s.frv. Austur af vitanum er hnúkur einn sem heitir Skálarfell, 78 metrar yfir sjávarflöt. Þegar gott og kyrt er veður eimir úr honum öllum og eru þar þó engir hverir. Má af því marka hvað mikill er jarðhitinn. Vestan við fell þetta og suður af vitanum er gjá, sem nefnd er Valbjargargjá, á korti herforingjaráðsins, en þar fyrir vestan er djúp lægð, sem nefnd er Vilborgarkelda. Er sennilega annað hvort nafnið rangt, og líklega bæði. Sjávarkamburinn fyrir framan kelduna, sem er allhá; nefnist Valahnúksmöl og Valhnúkur heitir þar rjett fyrir vestan, þar sem gamli vitinn stóð. Er þá eigi ólíklegt að heitið hafi Valabjörg þar nærri, og keldan og gjáin dragi nafn af því. Með flóði gengur sjórinn upp í þessa keldu og hitnar þar svo af jarðhitamvm, að hann verður um 30 stig. Er því þarna sá allra ákjósanlegasti baðstaður, sem til er á landinu. Þyrfti að vísu að dýpka kelduna dálítið, en það er vinnandi vegur.
Væri svo komið þarna sumargistihús mundu áreiðanlega færri komast en vildu þar til dvalar. Yrði þetta jafnframt hið allra besta heilsuhæli og hressingarhæli, sem völ væri á hjer. Hvergi er loftslag hollara en þarna, hreint sjávarloft kryddað eimi hvera og neðanjarðar ölkeldna.
Á Bæjarfelli (eða Vatnsfelli), sem er 50 metra hátt, gnæfir vitinn við ský. Er um 100 tröppur upp að ganga þangað, sem ljósaspeglarnir eru. Þar uppi eru svalir og er eigi holt fyrir þá, sem er svimahætt, að ganga út á þær. Eigi er vitavörður heldur öfundsverður af því, að vera uppi í vitanum þegar jarðskjálftar eru, því að þá ruggar vitinn eins og skip í stórsjó. Geta menn getið nærri hvernig muni vera uppi í 30 metra háum vitanum, þegar bærinn. sem er lágur, „ruggar“ svo rækilega að stólar og borð stökkva um gólf, en myndir á veggjum standa þvert út frá þeim. Það hefir borið við.
Á aðfangadagskvöld jóla í vetur sem leið, bilaði vitinn. Hafði kvikasilfur, sem haft er í stórri skál og vitaljósið snýst í, skvetst út úr skálinni í jarðskjálfta og át sjer síðan framrás og bunaði niður. Vitavörður tók þegar eftir þessu eg fór að stöðva lekann, en við það kom kvikasilfur á hendur hans. Þegar hann hafði gert við þetta eins og föng voru á, saknaði hann hringa síns og lá hann hann á gólfinu í fjórum hlutum og voru þeir snjóhvítir. Sýndi vitavörður okkur brotin og voru þau ólík því, að þau væru úr gulli. Þannig hafði kvikasilfrið farið með hringinn.
Hver sá, sem vill fá að skoða vitann, verður að greiða fyrir það 25 aura, er leggjast í styrktar og sjúkrasjóð vitavarða. Flestir greiða talsvert meira eins og sjá má á gestabókinni, sem jafnframt er sjóðbók. Aldrei hefir verið jafn gestkvæmt á Reykjanesi og í sumar.
Árið 1922 konu þangað 87 gestir, en annars hefir gestatalan á undanförnum árum verið 45—71. Nu höfðu rúmlega 160 menn skoðað vitann á þessu ári, eða nær helmingi fleiri en þá er flest hefir verið áður.
Frá Reykjanesi að Litlu-Sandvík er akvegur, um 3 km. langur. Þar í víkinni er lending og þar stendur geymsluhús, sem vitamálastjórnin hefir látið reisa. Þaðan og til Hafna (Kalmanstjarnar) er erfiður vegur, ægisandur alla leið, og er þungt að kafa hann. — Í Stóru-Sandvík gengurr brimið langt á land upp og er rekaldsröst innan við sandana og á víð og dreif. Er þar dapurlegt um að litast og rifjast upp fyrir manni margar sorgarsögur. Árar og árabrot, þóftur og þóftabrot, styrsisræflar, tunnur, körfur, lósdufl og spýtnarusl úr bátum og skipum mætir auganu hvarvetna, en hingað og þangað standa Upp úr sandinum ryðguð brot úr skipsskrokkum.
Þannig er annars um allan Reykjanesskann og á einum stað (rjett hjá Stað í Grindavík) stendur þýskur botnvörpungur, „Sehlutup“ frá Lübeek, í heilu lagi uppi á þurru landi. Innan við Sandvíkina á söndunum, þar sem sjórinn var að byrja að ganga upp, sáum við stórar hvítar breiður, er við vissum eigi hvað vera mundi. En er nánar var að gætt, voru þarna þúsundir af ritum og veiðibjöllum, svo þjett saman sem kindur í rjett. Var eins og ský drægi fyrir sól er allur skarinn hóf sig til flugs.
Í Höfnum er fallegt, þótt heldur sje lítill gróðnr þar, og sjerstaklega kvað vera fallegt í Ósabotnum inn af Kirkjuvogi. – Hafnahverfið er um 5 km. á lengd Og er akvegur kominn nærri Kirkjuvogi. Kemur hann á aðaveginn hjá Innri Njarðvík.
Þar er gaman að aka í myrkri gegnum hraunin frá Vatnsleysisströnd til Hafnarfjarðar. Á báðar hendur gilllir í hraundranga og strýtur og er nærri því að manni finnist það vera þröng lifandi vera og skrýmsla, sem skrumskæla sig allavega framan í mann um leið og bifreiðin þýtur áfram. Alt hraunið virðist vera kvikt, en sú missýning stafar af því, að maður er sálfur á fleygiferð. Framundan varpa ljósker bifreiðarinnar birtu yfir stuttan kafla af veginum og sjer maður eigi betur, en en veginn þrjóti þar sem birtuna þrýtur og manni finst, að bifreiðin muni óhjákvæmilega þjóta út í úfið hraunið og fara þar í þúsund mola.“
Heimild:
-Lesbók morgunblaðsins, 12. september 1926, bls. 4-5.