Tag Archive for: Reykjanesbær

Keflavík

Í umfjöllun um „Duus-verslunina í Keflavík“ hafa vaknað ýmsar spurningar, ekki síst í tengslum við tilteknar „eftirlifandi“ minjar á svæðinu.

Duus-hús
„Peter Duus kaupir verslunina í Keflavík 3. júní 1848 af Martin Smith sem hafði rekið þar verslun um árabil. Peter Duus var kvæntur Ástu Tómasdóttur Bech. Þau voru ung þegar þau kynntust í Reykjavík. Foreldrar Ástu bjuggu á Kjalarnesi. Ásta hafði búið lengi í Kaupmannahöfn þegar þau Peter Duus hittast. Þau giftu sig fljótlega og fóru til Kaupmannahafnar en stoppuðu ekki lengi þar því Peter bauðst verslunarstjórastaða í Reykjavík.

Duus

Duus – bryggjuhús.

Þaðan fara þau til Skagastrandar og síðan til Eyrarbakka þar sem þau efnuðust vel. Þegar þau frétta að verslunin í Keflavík var til sölu hafa þau trúlega verið fljót að grípa tækifærið, því þá var Keflavík stærsti verslunarstaðurinn á suð-vesturlandi. Þegar þau kaupa verslunina eru fyrir í Keflavík tvær verslanir, K-nudtzons verslun og Verslun Sveinbörns Ólafssonar (Miðverslun). Seinna kom Ziemsen, sem við þekkjum sem Ziemsen í Rvík. Kaupverð eignanna var 3.700 ríkisdalir. Ef miðað er við verkamannalaun í þá daga og í dag, myndi eignin reiknast á kr.19.824.000.

Duus-hús

Duus-hús fyrrum.

Peter Duus og Ásta innleiddu ýmsar nýjungar í Keflavík t.d létu þau gera stóran matjurtagarð við íbúðarhús sitt og ræktuðu þar ýmsar káltegundir. Deilur hlutust af við Leirubændur og dómsmál vegna landamerkja, en kartöflugarður hjónanna utan í Hólmsbjargi reyndist vera innan Leirulands.
Peter Duus og Ásta eignuðust 4 börn sem hétu, Hans Pétur, Lovísa Henrietta Florentina, Anna Guðrún og Lúðvík Tómas Henrik.
Áfram reka þau verslunina með miklum myndarbrag til ársins 1868 eða í 20 ár. Þóttu þau hin mestu sómahjón og segir Sr. Sigurður Sívertsen á Útskálum svo um Ástu: „Hún var mikill kvenskörungur. Mesta reglukona, stjórnssöm, utanhúss sem innan.“ Um Peter Duus sagði Sigurður: „Hann var reglu- og atorkumaður, áreiðanlegur, stjórnsamur, vandaður húsfaðir og tápmikill.“

Duus-verslun

Peter Duus.

Hans Pétur Duus tók við Duusverzlun eftir föður sinn Pétur Duus. Hafði faðir hans selt honum verzlunina í hendur 1864 og var verzlunin þá metin á 15000 ríkisdali. Hann rak verslunina í 4 ár.

Árið 1868 taka við versluninni sonur þeirra Hans Peter, og tengdasonur Daníel Johnsen. Þeir ráku verslunina saman í 6 ár en þá kaupir Hans Peter Daníel mág sinn útúr fyrirtækinu.

Hans Peter Duus kvæntist Kristjönu Sveinbjarnardóttur. Hún var dóttir Sveinbjarnar Ólafssonar sem var kaupmaður í Keflavík þegar Peter og Ásta koma hér fyrst. 15 ára aldursmunur var á Kristjönu og Hans Peter. Þegar þau taka við versluninni þá er Kristjana 24 ára en Hans Peter 39 ára.
Kristjana var mikil kjarnorkukona. Jón biskup Helgason frændi Hans Peters sagði að hún hafi verið „einstök mannkosta- og merkiskona“. Hann segir um frænda sinn Hans Peter að hann hafi verið „einstakt valmenni sem öllum var hlýtt til sem hann þekktu.“

Duus-verslun

Hans Pétur Duus.

Árið 1896 keypti H. P. Duus verzlun verzlunarfasteign N. H. Knudtzons í Keflavík ásamt íbúðarhúsi fyrir 8 þús. krónur, einnig saltgeymsluhús í Kotvogi í Höfnum og annað á Járngerðarstöðum í Grindavík fyrir 2 þús. krónur.
Hús Knudtzonsverzlunar voru: Íbúðar- og verzlunarhús, er snéri gafli að götu, var sölubúð í norðurenda, en íbúð í suðurenda. Það hús er nú Ungmennafélagshúsið við Hafnargötu, en í þá daga æfinlega nefnt Norðfjörðshús, eftir síðasta verzlunarstjóra Knudtzonsverzlunar. Skammt frá austurhlið hússins voru 3 vörugeymsluhús, neðsta hýsið snéri gafli að götu, hin þar upp af og mynduðu þau til samans vegg upp með íbúðarhúsinu og byrgðu mjög fyrir birtu og sól. Fjórða húsið var austast og byggt við götuna, það snéri hlið að götu. Mun það ennþá standa. Þá voru stakkstæði nokkur fyrir austan húsin. Eftir að Duusverzlun varð eigandi að eigninni, lét Ólafur Ölavsen stækka þau og umbæta.

Duus

Duus 1882 – eitt glæislegasta hús á Suðurnesjum.

Árið 1900 keypti Duusverzlun eignir og hús Fichersverzlunar í Keflavík. Var sú verzlun í miðri Keflavík. Stendur aðalhúsið ennþá og er nú eign h.f. Keflavík. Mið bryggjan og nokkur gömul vörugeymsluhús fylgdu eign þessari, voru þau flest rifin, enda voru þau næsta hrörleg, en „pakk“-húsið, sem stóð fyrir enda bryggjunnar var látið standa og för þá þegar fram mikil viðgerð á því.
Næsta haust var hafist handa um byggingu sjóvarnargarða. Hafði sjór gengið mjög á landið, þar sem lægst var og flætt upp á Hafnargötuna í stórstreymi.
Var Símon Eiríksson steinsmiður fenginn til verksins og var byrjað við norðanverða miðbryggju. Á næstu árum voru byggðir varnargarðar með sjó fram alla leið út í gróf. Þá var byrjað á að byggja miðbryggjuna úr steini (var áður timburbryggja). Var unnið að þeirri smíð árum saman. Um líkt leyti var byrjað á byggingu steingarðsins mikla, er umlukti á tvo vegu hina stóru lóð fyrir ofan Duusverzlun, er þá var flutt í Fichersbúðina.“

Duus

Duus-listasafn.

Í Duushúsum, þessum gömlu verslunar- og fiskvinnsluhúsum, er nú rekið fjölbreytt menningarstarf. Saga þeirra nær aftur á 19. öld en elsta húsið, Bryggjuhúsið, var reist árið 1877 af Duus-verslun. Byggingarsaga húsalengjunnar er því vel yfir aldarlöng. Byggt var við húsin eftir þörfum hverju sinni. Um miðja 20. öld hætti verslunin rekstri og voru húsin þá notuð í tengslum við útgerð. Undir lok síðustu aldar keypti bærinn húsin fyrir safna- og menningarstarf. Nú hefur öll lengjan verið endurbyggð en því verki lauk árið 2014.
Í Duus-húsum eru níu sýningarsalir af misjafnri stærð. Þar af eru tveir salir helgaðir sérstaklega Lista- og Byggðasafni Reykjanesbæjar. Byggðasafnið er með grunnsýningu sína um sögu svæðisins á Miðlofti Bryggjuhúss. Þar svífur sagan frá tímum dönsku verslunarinnar yfir vötnum.

HPD-steinninn

HPD-steinninn úr fyrrum Duus-húsum.

Framangreint er skrifað vegna þess að þegar Duus-húsin voru endurbyggð um og eftir síðustu aldarmót fannst í grunni þeirra letursteinn. Letursteinninn er með áletruninni „HPD“, sem væntanlega má rekja til framangreinds Hans Péturs Duus. Líklega hefur hann á sínum tíma verið hornsteinninn í Bryggjuhúsabyggingu Hans Péturs.

Helguvík

Sturlaugur Björnsson við HPP-áletrun á berginu við Helguvík. Þessi áletrun hefur nú verið eyðilögð vegna áhugaleysis minjayfirvalda.

Ekki virtist vera áhugi á að varðveita steininn þann við endurbygginguna svo safnari, sem þekkti gildi hans, tók hann til tímabundinnar varðveislu.
HPD-steinninn er nú varðveittur á góðum stað í nálægð Keflavíkur – í hæfilegri fjarlægð frá Þjóðminjasafninu.
Sérstakt má telja að áletrunin „HPD“ gæti mögulega verið að einhverju leyti verið skyld þeirri og sjá má á „Hallgrímshellunni“ svonefndu, sem fulltrúar Þjóðminjasafnsins fjarlægðu á sínum tíma í óþökk heimamanna úr vörðu við gömlu kaupstaðagötuna milli Básenda og Þórshafnar. Ártalið 1628 á henni hefur hins vegar vakið verulegar vangaveltur, sem ekki hefur enn verið séð fyrir endann á.

Þórshöfn

Þórshöfn – áletranir á klöpp.

Duus virðist koma fyrst við sögu Keflavíkur á ofanverðri 19 öld. Gæti verslunarsaga Duus á svæðinu hafa átt sér enn lengri rætur? Fyrrum voru þarna verslunarstaðir á Básendum og Þórshöfn norðan Ósa. Við báða staðina eru fjölmargar áletranir og letursteinar. Ein þeirra, óútskýrð; „HP“, á klöpp við Þórshöfn gæti mögulega verið fangamark Hans Peturs Duus, en hann verslaði m.a. í Þórshöfn.

Sjá meira

Heimild:
-Faxi 01.06.1948, Marta V. Jónsdóttir, Duus kaupmaður, bls. 2.
-Faxi 17.06.1948, Marta V. Jónsdóttir, Duusverslun, bls. 3-4.
-https://is.wikipedia.org/wiki/Duus_Safnah%C3%BAs
-https://sofn.reykjanesbaer.is/duushus/um-safnid/um-safnid

HP

HP á klöpp ofan Þórshafnar. Stafagerðin líkist fyrrum einkennismerki Duus.

Andrews

Á RÚV 3. maí 2023 var eftirfarandi umfjöllun um „Flugslys á Fagradalsfjalli sem breytti rás viðburða“ í tilefni af því að áttatíu ár voru frá því bandarísk sprengjuflugvél fórst í Kastinu á Fagradalsfjalli skammt frá Grindavík.

Andrews

Minnismerkið á Stapanum um áhafnameðlimi Hot Stuff er fórst í Kastinu á Fagradalsfjalli 3. maí 1943.

Fimmtán voru um borð en aðeins einn komst lífs af. Tilefnið var auk þess tilfærsla á minnismerkinu um atburðinn, en því hafði áður verið komið fyrir austan Grindavíkurvegarins miðja vegu milli Stapans og Grindavíkur. Áhrif tæringar frá nálægri Svartsengisvirkjuninni varð til þess að ástæða var að færa minnismerkið upp á ofanverðan Stapa norðan gatnamóta Reykjanesbrautar og Grindavíkurvegar. Þaðan er ágætt útsýni (í góðu skyggni) yfir að slysstaðnum í kastinu í vestanverðu Fagradalsfjalli. Gerður hefur verið göngustígur ofan í endurgerðan gamla Grindavíkurveginn frá hringtorgi ofan gatnamótanna.

„Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var viðstaddur minningarathöfnina á Stapa í dag.
Hershöfðingjar í Bandaríkjaher, sendiherra og forseti Íslands minntust í dag fjórtán bandarískra hermanna sem fórust í flugslysi á Fagradalsfjalli fyrir áttatíu árum.

Andrews

Frá minningarathöfninni við minnismerkið á Stapanum 3. maí 2023.

Fimm ár eru frá því minnisvarði um flugslysið 3. maí 1943 var reistur en nú verið færður að Stapa við Reykjanesbraut. Fimmtán voru um borð í sprengjuflugvélinni Hot Stuff þegar hún brotlenti á Fagradalsfjalli og komst aðeins einn lífs af. Um borð voru bandarískir hermenn og Frank Maxwell Andrews hershöfðingi.
Minningarathöfnin í dag var einkar hátíðleg þótt bæði væri hvasst og kalt. Mannanna fjórtán var minnst með ræðum, blómsveigar lagðir og þyrla Landhelgisgæslunnar flaug yfir auk flugvélar frá Bandaríkjaher.

Andrews

Frá minningarthöfninni á Stapanum.

„Mér finnst það heiður að vera fulltrúi Andrews-herstöðvarinnar sem dregur nafn sitt af Andrews hershöfðingja, og fara fyrir flughermönnum frá herstöðinni við þessa athöfn,“ segir Todd Randolph, yfirmaður Andews-herstöðvarinnar í Bandaríkjunum.
Carrin Patman, sendiherra Bandaríkjanna, segir mikilvægt að minnast þeirra sem fórust. Þeir hafi barist fyrir lýðræðingu.

„Já, mjög svo og enn frekar núa þegar Ísland og Bandaríkin standa aftur saman í andófinu gegn innrás Rússa í Úkraínu,“ segir Patman.

Andrews

Annað upplýsingaskilti af tveimur við minnismerkið. 

Þegar slysið varð hafði enginn jafn háttsettur embættismaður og Andrews hershöfðingi fallið í stríðinu úr röðum bandamanna.
„Rás viðburða hefði orðið önnur hefði það ekki gerst. Hann hefði farið fyrir liði bandamanna sem réðist inn í Normandí í júní 1944. En í stað hans tók Eisenhower við keflinu,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.

Andrews

Á öðru skiltinu er m.a. lýst 12 flugslysum er urðu á nálægum slóðum á stríðsárunum.

„Hann var þá háttsettur yfirmaður í flughernum á þeim tíma og frumkvöðull í því sem nefnt er Flugher Bandaríkjanna nú. Hann er einn helsti höfundurinn að aðskilnaði herjanna, landher frá flugher til að yfirráðum í lofti sem hernaðaraðferð,“ segir Randolph.

Andrews

Tíu áhafnameðlimir Hot-Stuff er fórust í Kastinu 1943.

Fagradalsfjall sést vel frá minnisvarðanum á Stapa. Frumkvæðið að því að setja upp minnisvarðann eiga tveir bræður [Þorsteinn og Ólafur Marteinssynir] og sem hafa mikinn áhuga á sögunni og halda úti vefsíðu með korti af flugslysum.

„Þeir höfðu reynt lendingu í Keflavík en vegna veðurs fundu þeir ekki völlinn. Við erum að horfa hérna á Fagradalsfjall sem flestir kannast við eftir að það gaus. En hérna vestast, þar sem er smá hækkun [Kastið], það var þar sem vélin rakst á fjallið,“ segir Þorsteinn Marteinsson, áhugamaður um sögu flugslysa.

Á tveimur upplýsingaskiltum við minnismerkið má m.a. lesa eftirfarandi:
B-24 Liberator-sprengjuflugvélin Hot Stuff – Sigurganga og örlagarík endalok
„Bandaríska B-24 sprengjuflugvélin Hot Stuff og áhöfn hennar var fyrsta flugvél 8. flughersins sem lauk 25 árásarferðum frá Bretlandi yfir meginland Evrópu í heimsstyrjöldinni síðari.

Andrews

Áhöfn Hot Stuff.

Yfirhershöfðingi Bandaríkjanna í Evrópu, Frank M. Andrews, hafði verið boðaður til skrafs og ráðagerða í Washington, óskaði eftir því við vin sinn Ted Timberlake ofursta, yfirmann 93. sprenguflugdeildar, að fá far með Robert „Shine“ Shannon höfuðsmanni og áhöfn hans á Hot Stuff, en Andrews var einnig kunnugur Shannon. Hershöfðinginn var reyndur flugmaður og skyldi vera aðstoðarflugmaður í ferðinni.
Rétt fyrir brottför kom í ljós að með Andrews í för voru átta aðrir farþegar, nánustu starfsmenn hershöfðingjans, biskup Meþódistakirkjunnar sem fór fyrir prestadeild Bandaríkjahers og tveir herprestar. Sprenguflugvélin rúmaði ekki svo marga farþega og urðu því fimm úr áhöfninni eftir og biðu annarrar ferðar.

Andrews

Robert „Shine“ Shannon.

Hot Stuff lagði upp frá Bovington flugvelli í Englandi að morgin 3. maí og skyldi hafa viðkomu í Prestwick í Scotlandi og Reykjavík á leiðinni vestur um haf. Veður var gott í fyrstu en fór versnandi þegar kom upp að suðurströnd landsins með dimmviðri og rigningu. Flugvélin sást hringsóla yfir breska herflugvellinum í Kaldaðarnesi en hélt áfram förinni lágt vestur með strönd Reykjaness. Ólendandi var í Reykjavík og þegar ekki tókst að finna Keflavíkurflugvöll sökum dimmviðris var ákveðið að halda aftur til Kaldaðarness. Lágskýjað var og hvass vindur með slagviðri. Bar flugvélina af leið og hafnaði hún á brún Fagradalsfjalls og sundraðist.

AndrewsVið slysið fórust allir um borð nema stélskyttan, George Eisel liðþjálfi, sem slapp lítt meiddur en lá klemmdur í byssuturninum. Bjóst hann við dauða sínum í brennandi flakinu, en byssukúlur sprungu um allt í eldinum. Slagviðrið vann þó um síðir á bálinu og barst Eisel hjálp þegar leitarflokkar fundu flakið tæpum sólarhring eftir slysið“.

Frank Maxwell Andrews – yfirhershöfðingi Bandaríkjanna í Evrópu – 3. feb. 1884-3. maí 1943
Andrews„Frank M. Andrews hershöfðingi fæddist 3. febrúar 1884 í Nashville í Tennssee. Hann hóf nám í háskóla Bandaríkjahers í West Point árið 1902 og brautskráðist árið 1906. Hann starfaði í flugdeild Bandaríkjahers í fyrri heimsstyrjöldinni og árið 1935 valdi Douglas Mac Arthur yfirhershöfðingi hann til þess að gegna starfi yfirmanns nýrrar aðgerðardeildar flughersins.
Andrew var ötull talsmaður þess að bandaríski flugherinn yrði gerður að sjálfstæðri liðsheild og er honum jafnan eignaður heiðurinn að því að sú skipan komst á árið 1947.
Andrews var einnig ákafur hvatamaður að smíði stórra sprengjuflugvéla og eggjaði stjórnvöld til kaupa á fjölda nýrra sprengjuflugvéla af gerðinni B-17 „Fljúgandi virki“ en hlaut ekki stuðning yfirstjórnar hersins. Framsýni hans sannaðist þó þegar Bandaríkin drógust inn í síðari heimsstyrjöldina og stjórnvöld létu smíða B-17 og B-24 Liberator sprenguflugvélar í stórum stíl.

Andrews

Hot Stuff.

Andrews hafði verið hækkaður í tign árið 1941 og var þá falin yfirstjórn bandarískra herja við Karíbahaf sem önnuðust varnir aðkomuleiða til Bandaríkjanna úr suðri, þ.á.m. um Panamaskurð. Eftir innrás bandamanna í Norður-Afríku haustið 1942 var honum falin stjórn alls herafla Bandaríkjanna við sunnanvert Miðjarðarhaf sem átti þátt í að vinna sigur á Afríkuher þýska hershöfðingans Erwins Rommels.

Andrews

Einkennismerking Hot Stuff.

Í febrúar 1943 var Andrew skipaður yfirmaður herja Bandaríkjanna í Evrópu með aðsetur í Bretlandi og 3. maí sama ár valdi bandaríska yfirherráðið hann til þess að stjóra sameinuðum herafla bandamanna sem undirbúa skyldi innrás á meginland Evrópu. Andrew fékk þó aldrei boðin um þess merku hækkun í tign því hann fórst sama dag þegar Liberator flugvél hans, sem gekk undir nafninu „Hot Stuff“ og flytja átti hann til Bandaríkjanna, fórst á Fagardalsfjalli á Reykjanesi.

Andrews

Slysstaðurinn í Kastinu. Þaðan hefur nú, á áttatíu ára tímabili, verið hirt nánast allt er gefur slysstaðnum gildi.

Flugvélin hafði horfið frá lendingu í Keflavík vegna veðurs og var á leið til flugbækistöðvar breska flughersins í Kaldaðarnesi. Við lát Andrews hershöfðingja tók Dwight D. Eisenhower, síðar Bandaríkjaforseti, við stjórn Evrópuherstjórnarinnar en hann hafði áður gegnt starfinu árið 1942.
Andrews hershöfðingi og þrettán samferðarmenn hans voru grafnir með mikilli viðhöfn í Fossvogskirkjugarði 8. maí 1943. Líkamsleifar þeirra voru flutta heim til Bandaríkjanna árið 1947 og var Andrews lagður til hinstu hvílu í þjóðargrafreit Bandaríkjanna í Arlingtonkirkjugarði í útjarðri Washingtonborgar“.

Keflavíkurflugvöllur

Keflavíkurflugvöllur

Georg C. Bonesteel, hershöfðingi og yfirmaður Bandaríkjahers á Íslandi opnaði Keflavíkurflugvöll (Meeks) formlega 24. mars 1943.

„Upphaflega var flugvöllurinn lagður af Bandaríkjaher í Seinni-Heimsstyrjöldinni og tekin formlega í notkun 23. mars 1943. Banndaríkjamenn nefndu hann „Meeks Field“ í höfuðið á ungum flugmanni, George Meeks að nafni, sem fórst á Reykjavíkurflugvelli og var fyrsti Bandaríkjamaðurinn sem lést á Íslandi í styrjöldinni. Að styrjöldinni lokinni var flugvöllurinn og bækistöðin, sem við hann stóð, afhentur Íslendingum til eignar og var hann þá nefndur Keflavíkurflugvöllur eftir stærstu nágrannabyggð hans, Keflavík.

Andrews

Leiði Andrews og félaga í Fossvogskirkjugarði.

Flugvellirnir við Keflavík voru reyndar tveir, Meeks og Pattersonflugvöllur ofan Njarðvíkurfitja, sem þjónaði orrustuflugsveit Bandaríkjahers til stríðsloka. pattersonflugvöllur var ekki notaður eftir stríðslok. Keflavíkurflugvöllur var rekinn af bandarísku verktakafyrirtæki til ársins 1951, er Bandaríkjaher kom aftur til landsins samkvæmt varnnarsamningi Íslands og Bandaríkjana sem gerður var að tilstuðlan Norður-Atlantashafsbandalagsins, NATO.

Andrews

Grafsteinn Andrews í Arlingtonkirkjugarði.

Bandaríkjaher (varnarliðið á Íslandi) reisti bækistöð sína við Keflavíkurflugvöll. Þar var afgirtur bær sem hýsti allt að 5700 hermenn, starfsfólk og fjölskyldur þeirra allt til ársins 2006 þegar herstöðin var lögð niður. Í dag her herstöðin hverfi í Reykjanesbæ og gengur undir nafninu Ásbrú“.

Konunglegur flugvöllur í Bretlandi var nefndur eftir Frank M. Andrews, Andrews Field, í Essex, England. Þetta var fyrsti flugvöllurinn, sem verkfræðideild bandaríska hersins endurbyggði þar í landi.

Andrews

Andrews Theater á Keflavíkurflugvelli.

Þetta var 1943, skömmu eftir slysið í Kastinu. Hann var þekktur fyrir að vera fyrsti endurgerði flugvöllurinn í Bretlandin 1943, hét áður RAF Station Great Saling, á heimsstyrjaldarárunum síðari. Flugvöllurinn var notaður af  USAAF 96th sprengjuflugdeildinni og 322nd sprengjusveitinni á stríðsárunum sem og  nokkrum RAF deildum áður en honum var lokað 1946. Í dag er þarna lítill einkaflugvöllur.

Andrews breiðstræti, vegur er liggur að alþjóðaflugvellinu Filippseyja, Ninoy Aquino International Airport Terminal 3, var nefndur eftir honum. Þá var „Andrews Theater“ á Keflavíkurflugvelli einnig nefnt eftir Frank í minningu hans.

Sjá meira um minnisvarðan HÉR.

Heimildir m.a.:
-https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-05-03-flugslys-a-fagradalsfjalli-breytti-ras-vidburda
-RÚV, Flugslys á Fagradalsfjalli breytti rás viðburða – Áttatíu ár eru frá því bandarísk sprengjuflugvél fórst á Fagradalsfjalli skammt frá Grindavík. Fimmtán voru um borð en aðeins einn komst lífs af, Kristín Sigurðardóttir, 3. maí 2023.
-Minnismerki ofan Stapa um Andrews og félaga.
–https://en.wikipedia.org/wiki/Frank_Maxwell_Andrews

Andrews

Afsteypa af Hot Stuff, Liberator-24, á minnisvarðanum.

Hafnir

Norðan við Kirkjuvogskirkju í Höfnum, utan garðs, er upplýsingaskilti um „Hafnir og kirkjur í Höfnum„. Þar má lesa eftirfarandi:

Hafnir„Elstu ritheimildir um byggð í Höfnum er að finna í Landnámu þar sem greint er frá því að Ingólfur Arnarsson hafi gefið Herjólfi Bárðarsyni, frænda sínum og fóstbróður, land á milli Vágs og Reykjaness. Landsvæði sem er líklega nálægt stærð gamla Hafnahrepps. Herjólfur var langafi Bjarna Herjólfssonar, sæfaranda, sem talið er að hafi ásamt áhöfn sinni, fyrstur Evrópumanna, litið meginland Norður-Ameríku augum. Fjölskylda Bjarna á Íslandi hafði flutt að Drepstokki við Eyrarbakka og þaðan til Grænlands og var ástæða ferða Bjarna sú að hann var að heimsækja foreldra sína, en villtist af leið.

HafnirÁvallt hefur verið talið að landnámsbýlið Vogur hafi verið norðan Ósa, þar sem heitir Gamli Kirkjuvogur. Þegar skáli með landnámslagi fannst í túninu fyrir aftan Kirkjuvogskirkju kom fram sú tilgáta að þar væri að finna landnámsbæinn og fékk hann því nafnið Vogur.

Við fornleifarannsóknir hafa hins vegar vaknað efasemdir um að skálarústin sé bændabýli og hefur sú tilgáta verið sett fram að um sé að ræða rústir útstöðvar eins konar könnunarbúðir líkt og á L’Anse aus Meadows á Nýfundnalandi.

Hafnir

Hafnir – landnámsskáli?

Hafnir eru taldar hafa nafn sitt af tveimur fyrrum stórbýlum, Kirkjuhöfn og Sandhöfn sem stóðu talsvert sunnar en núverandi byggð, en þar var búseta fram á 17. öld. Á síðari tímum hafa Hafnir verið samheiti fyrir 3 hverfi, þ.e. Kalmanstjörn, Merkines og Kirkjuvogshverfi. Byggðin í Höfnum hefur mótast mjög af erfiðum náttúruskilyrðum en þó er líklegt að fyrstu árhundruðin hafi verið búsældarlegra um að litast.

Í kjölfar Reykjaneselda, mikillar eldvirknishrinu á Reykjanesi á 13. öld tók land að eyðast vegna sandfoks.

Hafnir

Hafnir.

Byggðin hefur hopað og nú er, svo komið að byggð er fyrst og fremst í Kirkjuvogshverfinu auk Merkiness. Eftir því sem landgæði rýrnuðu fór vegur sjávarútvegs vaxandi og varð helsti bjargræðiskostur Hafnamanna. Fiskimiðin voru svo gjöful að efnamenn sóttust mjög eftir jörðum í hreppnum og í gegnum aldirnar voru Hafnir ein af stærstu verstöðvum landsins.

Á 18. öld fór íbúum í þéttbýliskjarnanum í Kirkjuvogshverfi að fjölga og var mikill vöxtur fram á 20. öld. Þá var rekin mikil útgerð stórra áraskipa, bæði frá Kotvogi og Kirkjuvogi. ´

Á 19. öld þótti Kotvogur eitt reisulegasta býli landsins. Blómaskeiðið tók enda er vélbátar fóru að ryðja sér rúms og fjarlægð á mið fór að skipta minna máli og krafa jókst um bætt hafnarskilyrði.

Kirkjur í Höfnum

HafnirKirkja hefur verið í Hafnahreppi að minnsta kosti frá 14. öld, en fyrstu sagnir um kirkju eru frá árinu 1332. Miðaldakirkjan stóð hins vegar norðan Ósa en afar lítið er vitað um sögu hennar. Enn má sjá móta fyrir rústum bæjar- og kirkjustæðis og leifum sem gæti verið kirkjugarður og mögulega kæmi fram ný þekking ef rústir Gamla-Kirkjuvogs yrðu rannsakaðar. Heimildir eru um að mannabein hafi verið flutt þaðan að Kirkjuvogi eftir uppblástur allt fram að aldamótum 1800. Þessarar gömlu jarðar er getið ú Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1703 en kirkjan hafði verið flutt á núverandi stað árið 1575.

Núverandi kirkja, Kirkjuvogskirkja, var vígð 26. nóvember 1861. Fordyri og kór var bætt við nokkrum árum síðar. Árið 1970 var ákveðið að fara í viðamiklar viðgerðir á kirkjunni en í ljós kom að byggingin var í afar slæmu ástandi. Að tilstuðlan Þórs Magnússonar þjóðminjavarðar voru Hörður Ágústsson og Þorsteinn Gunnarsson fengnir til að stýra verkinu með það að markmiði að færa kirkjuna nær því sem hún var á 19. öld.

Kirkjuvogskirkja

Kirkjuvogskirkja – Jón Helgason 1920.

Söfnuðurinn var fámennur en með útsjónarsemi tókst að ljúka viðgerðum og endurvígði dr, Sigurbjörn Einarsson biskup kirkjuna 10. desember 1972. Á þessum tíma var húsfriðunarsjóður að taka sín fyrstu skref og sást mjög glögglega hve mikil þörf var á þeim sjóði í þess konar verkefni.

Kirkjuhöfn er bær sem stóð aðeins sunnar en Kalmanstjörn. Nafnið bendir til að þar hafi verið kirkja en heimildir eru fátæklegar. Þegar Árni Magnússon skráði efni í jarðabókina árið 1703, kemur fram að jörðin hafi verið í eyði í um 40 ár. Nokkur ummerki eru um byggð á þeim slóðum sem bærinn mun hafa staðið og talið er að þar hafi einnig verið kirkjugarður en sagnir eru um að bein hafi verið flutt þaðan í kirkjugarðinn í Kirkjuvogshverfinu.“

Hafnir

Hafnir – skilti.

Reykjanesviti

Í Morgunblaðið 2003 ritaði Kristján Sveinsson, sagnfræðingur, um „Fyrsta vitann á Íslandi„:

Reykjanesviti

Reykjanesviti og vitavarðahúsið 1908.

„Um þessar mundir [2003] eru liðin 125 ár frá því að fyrst var tendrað vitaljós á Valahnúk á Reykjanesi. Kristján Sveinsson segir frá tildrögum vitabyggingarinnar, fyrsta vitanum og fólki sem við þessa sögu kom.

Næturmyrkrið lagðist yfir Reykjanesið og Valahnúkinn um nónbilið 1. desember 1878. Eins og um aldir og árþúsundir rökkvaði og kennileiti landsins máðust smám saman út í samfelldan sorta. En þetta var tímamótadagur á Reykjanesinu og þótt það væri ekkert um veisluhöld eða tilhald á Valahnúknum, svo langt sem hann nú var frá öllum byggðum bólum, hefur áreiðanlega verið hátíðarsvipur á Arnbirni Ólafssyni vitaverði einni klukkustund eftir sólarlag þegar hann stóð í ljóshúsi hins nýbyggða Reykjanesvita og kveikti á olíulömpunum 15 í ljóstæki hans, hverjum á eftir öðrum, því þetta var vígsludagur vitans og formlegt upphaf vitaþjónustu á Íslandi.

Íslensk síðþróun í vitamálum

Reykjanes

Reykjanes.

Vitar höfðu logað árhundruðum saman á ströndum Evrópulanda þegar Reykjanesvitinn var byggður og hvernig stóð á þessu seinlæti í vitamálum hinnar norðlægu eyjar?
Jú, landið var afskekkt, strjálbýlt og fámennt, efnahagur íbúanna oftast ekki ýkja beysinn og atvinnuhættir fábreyttir og frumstæðir. Þessar skýringar hafa oft heyrst og sést áður í mati á fortíðinni, jafnvel svo oft að þær hljóma gjarnan sem klisja, en hvað vitana áhrærir eru ekki aðrar nærtækari.

Reykjanesviti

Brunnur undir Bæjarfelli.

Það má auðvitað velta því fyrir sér hversvegna stjórnvöld í Danmörku höfðu ekki frumkvæði að vitabyggingum á Íslandi því Danir voru meðal fremstu vitaþjóða í Evrópu. En áhrif og atbeini danskra stjórnvalda hér á landi voru í raun ætíð takmörkuð og það átti við á þessu sviði einnig. Og auk þess hafði stjórn danska ríkisins um langt skeið þá stefnu að byggja ekki vita fyrir almannafé annars staðar en þar sem þeir þjónuðu almennri skipaumferð og leit þá einkum til hinna fjölförnu skipaleiða um sund og belti við Danmörku.

Reykjanesviti

Upplýsingaskilti við Valahnúk.

Sveitarfélög í Danaveldi urðu að standa straum af innsiglingar- og hafnarvitum og vitum sem einkum komu fiskimönnum að notum. Það sem skýrir byggingu elsta Reykjanesvitans árið 1878 eru kröfur Íslendinga um siglingar millilandaskipa að vetrarlagi. Þær áttu sér rætur í því að efnahagur landsmanna fór batnandi á síðari hluta 19. aldar eftir því sem sjávarútvegur efldist og þróaðist og verslun jókst.

Þéttbýlisstaðir fóru að myndast og vaxa við ströndina þar sem þorskurinn í sjónum og krambúðir kaupmanna löðuðu til sín vaðmálsklætt sveitafólkið sem brá sér í skinnklæði sjómanna og sótti golþorska á fiskimiðin sem urðu að gullþorskum og síðan að kaffi, hveiti, silki, sirsi, tóbaki og tölum í krambúðum kaupmannanna. Eitt af meginöflum nútímans komst á kreik – tískan. Það var annað lag á dönsku skónum í ár en í fyrra. Gaberdínið með öðru móti í vor en síðasta haust svo ekki væri nú minnst á slifsin og hattana. Það var alveg orðið ólíðandi að þurfa að þrauka allan veturinn án þess að það kæmi nýr varningur í verslanirnar.

Reykjanesviti

Gata vitavarðar á milli bústaðar og gamla vitans á Valahnúk.

Það voru bæði kaupmenn og viðskiptavinir sammála um. Og það var ekki nóg að endurnýjast hið ytra með skæðum og klæðum. Sálartetrið þurfti líka sína hressingu og endurlífgun. Já, einmitt, fréttir. Umræðuefni. Það gat ekki náð nokkurri átt að það skyldu geta liðið þrír eða fjórir mánuðir án þess að tíðindi bærust utan úr þeim heimi handan úthafsins sem sífellt fleiri Íslendingar höfðu áhuga á. Það lá við að heilu stríðin færu fram hjá fólki og kóngar og keisarar gátu legið dauðir vikum og mánuðum saman áður en hægt var að segja svo mikið sem „jahá“ eða „jamm“ yfir því á Íslandi, hvað þá biðja vesalingnum fararheilla í eilífðina. Nei, það var ekki hægt að þola það lengur í þorpi og bæ að póstskipið sigldi ekki yfir veturinn.

En var þá ekki bara hægt að láta kaupskipin og póstskipið sigla á veturna? Nei. Norður í þetta órofa heimskautamyrkur stefndi enginn heilvita maður skipi.

Reykjanesviti

Gamli Reykjanesvitinn.

Jafnvel ekki þótt rausnarlegt endurgjald væri í boði því hvern fýsir að verða skipreika við úfna, illviðrasama, mannauða og koldimma strönd, en á því voru mestar líkur ef lagt var í svona háska töldu skipstjórar og forráðamenn skipafélaga. Þarna norðurfrá var hvergi ljósglætu að sjá og vindgnauðið oftast svo mikið að það heyrðist ekki í brimgarðinum fyrr en rétt áður en komið var í hann. Hvernig á að varast svo fláa strönd? Hvað ef það væri viti, spyrja kaupmenn og póststjórn. Jú, það myndi breyta málinu svara skipstjórar og útgerðarmenn. Þó að það væri ekki nema einn svo það sé í það minnsta hægt að finna þennan Faxaflóa sem flestir fara til þarna uppi.

Vitamál hefjast á Alþingi

Reykjanesviti

Merki Friðriks VIII, á Reykjanesvita.

Með setningu stöðulaganna árið 1871 og stjórnarskránni sem Kristján IX Danakóngur hafði með sér til Íslands í sumarheimsókn sinni árið 1874 fékk Alþingi fjárveitingarvald og gat farið að taka sjálfstæðar ákvarðanir um framkvæmdir í landinu. Fyrsta þingið sem þetta vald hafði kom saman í húsakynnum Lærða skólans í Reykjavík sumarið 1875 og þar hófust íslensk vitamál.
Þetta upphaf fólst á rökréttan hátt í því að tveir þingmenn, þeir Snorri Pálsson þingmaður Eyfirðinga og Halldór Kristján Friðriksson þingmaður Reykjavíkur, fluttu frumvarp til laga um vitagjald þótt enginn væri vitinn. Hinir varfærnu þingmenn vildu með þessu tryggja fjárhagslegan grundvöll vitabyggingar og vitareksturs áður en þeir legðu til að tekist væri á við þau verkefni. Frumvarp þeirra datt raunar upp fyrir á þessu þingi, en varð til þess að farið var að undirbúa byggingu á vita á Reykjanesi.
Vert er að veita þingmönnunum tveimur og bakgrunni þeirra nokkra athygli, en báðir komu þeir af þéttbýlustu svæðum landsins þar sem uppgangur var í sjávarútvegi og verslun.

Reykjanesviti

Hús fyrsta vitavarðarins.

Snorri Pálsson (1840–1883) hafði bæði fengist við verslunarrekstur og útgerð fiskiskipa við Eyjafjörð auk þess sem hann hafði verið forstöðumaður fyrir Siglufjarðardeild „Hins eyfirzka ábyrgðarfélags“ sem var tryggingarfélag fyrir fiskiskip við Eyjafjörð. Snorri var því vel kunnugur því hversu torvelt það var að fá skip til að sigla til Íslands að vetrarlagi.

Reykjanesviti

Reykjanesviti á Valahnúk.

Hann var einnig vel kunnugur hættunum sem fylgdu því að sækja sjóinn við Ísland. Í lok maí 1875, aðeins nokkrum vikum áður en Snorri tók sæti á Alþingi í fyrsta skipti, fórst eitt af hákarlaskipum hans í aftakaveðri sem þá gerði við Norðurland og með því 11 menn. Alls fórust 25 manns úr nágrenni Snorra í þessu veðri, þar á meðal bróðir hans.

Halldór Kristján Friðriksson (1819–1902) var kennari og yfirkennari við Lærða skólann en auk þess bæjarstjórnarmaður í Reykjavík og alþingismaður um langt skeið. Áhugamál hans voru fjölþætt og hann lét víða að sér kveða í félagsmálum, meðal annars var hann lengi forseti „Húss- og bústjórnarfélags suðuramtsins“, en ef að líkum lætur voru það einkum afskipti hans af bæjarmálefnum í Reykjavík sem ollu því að hann gerðist talsmaður vitabygginga því siglingaleysið yfir veturinn stóð orðið atvinnulífi í bænum fyrir þrifum.

Reykjanesvitinn 1878

Reykjanesvit

Reykjanesviti 1878.

Vitagjaldsfrumvarp þeirra Snorra Pálssonar og Halldórs Kr. Friðrikssonar varð til þess að farið var að huga að byggingu vita á Íslandi fyrir alvöru. Ekki er að sjá að komið hafi til álita að reisa fyrsta vita landsins annars staðar en á Reykjanesi, enda komu langflest skip úr hafi upp að suðvesturhorni landsins. Málið var borið undir C.F. Grove, vitamálastjóra Dana, sem lýsti þeirri skoðun sinni að einmitt af fyrrgreindum ástæðum væri mikilvægt að hefja vitavæðingu Íslands á Reykjanesinu.
Alþingismenn reyndust áhugasamir um að byggja vita á Reykjanesi með hliðsjón af hugmyndum danska vitamálastjórans en sameiginlegir sjóðir landsmanna voru rýrir að vöxtum og þekking á vitatækni var engin í landinu. Því var leitað til Dana um aðstoð og það féll í hlut skáldsins Gríms Thomsens, sem var formaður fyrstu fjárlaganefndar Alþingis, að greiða úr álitamálum í samskiptum Dana og Íslendinga á þessu sviði. Vitamál heyrðu undir danska flotamálaráðuneytið (Marineministeriet) þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að danska ríkissjóðnum bæri engin skylda til að standa straum af kostnaði við vitabyggingu á Íslandi en þar sem áformaður viti myndi gagnast dönskum kaupskipum væri flotamálaráðuneytið tilbúið til að styrkja Íslendinga í þessari fyrirætlan. Varð sú niðurstaðan að hæfilegt framlag fælist í ljóshúsi úr eir og vitatæki, en vitabygginguna sjálfa yrðu Íslendingar að sjá um.

Reykjanes - valahnúkar

Gamli vitinn á Valahnúkum.

Sumarið 1876 var notað til að kanna væntanlegt vitastæði á Reykjanesi og aðstæður til byggingar þar. Tveir undirforingjar af varðskipinu Fyllu fóru þangað í könnunarferð í lok maí og leist best á að byggja vitann á Valahnúk, yst á Reykjanesinu. Nóg var þar af hraungrjóti til byggingarinnar, skrifuðu undirforingjarnir í greinargerð sinni, og rekaviður í fjörum sem bæði mætti nota við vitasmíðina og til eldsneytis.
Vorið 1877 tilnefndi flotamálaráðuneytið danskan verkfræðing, Alexander Rothe, til að undirbúa vitabygginguna á Reykjanesi og fór hann þá um sumarið til Íslands og tvær rannsóknarferðir á Reykjanesið áður en hann afhenti tillögu sína að vita og vitavarðarbústað á Reykjanesi. Bæði Alþingi og danska þingið samþykktu fjárframlög til verksins og 10. apríl skrifaði Nellemann Íslandsmálaráðherra Hilmari Finsen landshöfðingja og tilkynnti honum að samið hefði verið við Alexander Rothe um byggingu steinhlaðins vita og vitavarðarbústaðar á Reykjanesi.

Reykjanesviti

Reykjanesviti 1908.

Rothe og vinnuflokkur hans tóku til starfa 6. júní 1878. Með verkfræðingnum kom danskur múrarameistari, Lüders að nafni, sem hafði annast byggingu Hegningarhússins við Skólavörðustíg árið 1872, en aðrir starfsmenn voru Íslendingar. Vitastæðið hafði verið ákveðið á Valahnúk og Rothe gerði ráð fyrir að nota hraungrjótið sem þarna er gnótt af. En þegar Lüders múrarameistari tók að láta hamra og meitla gnauða á grjótinu molnaði það og reyndist alveg ónýtt byggingarefni.

Reykjanesviti

Gata niður að grjótnámu við Reykjanesvita.

Þá var tekið til bragðs að flytja stuðlaberg neðan úr fjörunni um alllangan veg sem ásamt ýmsum öðrum töfum varð til þess að vitabyggingin gekk nokkuð hægar en Rothe hafði gert ráð fyrir. Honum þótti til dæmis vinnukrafturinn helst til óáreiðanlegur því karlarnir áttu það til að þjóta fyrirvaralaust úr steinhögginu í fiskiróður eða heyskap, og svo var veðurfarið á þessum útkjálka með eindæmum örðugt og óhagstætt fannst honum.

Reykjanesviti

Reykjanesvitinn á Valahnúk.

Kannski var eitthvað til í því. Frásögn Gríms Thomsens bendir til þess, en fjárlaganefndarformaðurinn skáldmælti gerði sér ferð á Reykjanesið um sumarið að líta á vegsummerki og ritaði síðan í blaðið Ísafold sem hann ritstýrði um þessar mundir: Það er engin hægðarleikur að draga grjót að sjer upp á Valahnjúkinn og það steina sem 6–10 manns þarf til að hnosa þar upp; ekki er heldur ládeyðan þar dagslega, þegar lenda þarf með eitthvað, sem til vitans þarf, svo sem kalk og steinlím, vistir og áhöld. Þá gekk langur tími til að ná í vatn, gjöra brautir, höggva grjót niðri í fjöru, ef fjöru skyldi kalla, þar sem brimið beljar ár og síð, og verst af öllu hefur það reynzt, að margir dagar hafa fallið út, af því að ekki gat orðið úr verki uppi við vitaturninn fyrir stormi og óveðri. Það viðrar öðruvísi upp á Valahnúknum en niðri á Austurvelli.

Reykjanesviti

Persónur er komu við sögu fyrsta vitans.

Þótt Rothe yrði ýmislegt mótdrægt við byggingarframkvæmdirnar tókst að ljúka þeim um haustið og var þá risinn á Valahnúknum steinhlaðinn viti, límdur með steinlími sem í var Esjukalk, en á þessum tíma var kalknám í Esjunni og brennsluofn í Reykjavík sem Kalkofnsvegur dregur nafn sitt af. Einnig hafði verið byggður á Reykjanesinu bær fyrir vitavörðinn og fjölskyldu hans.

Reykjanesviti

Reykjanesvitinn á Valahnúk.

Reykjanesvitinn frá 1878 var áttstrendur, um 4,5 m í þvermál og 6,2 m á hæð. Turninn skiptist í tvær hæðir, jarðhæð og efri hæð þar sem vaktherbergi vitavarðarins var.
Ljóshúsið var úr steypujárni og umhverfis það svalagólf sem girt var með járnhandriði. Ljóstæki vitans var upphaflega samansett úr 15 olíulömpum og að baki hverjum þeirra var holspegill úr messing sem magnaði ljósið. Þremur lömpum með speglum var bætt í ljóstækið árið eftir að vitinn var tekinn í notkun til að bæta lýsingu hans. Þetta ljóstæki var í vitanum fram til ársins 1897, en þá var sett í hann 500 mm snúningslinsa, sem enn er til, og steinolíulampi með tveimur hringlaga kveikjum. Vitinn stóð fram til ársins 1908.
Eins og kunnugt er þá er Reykjanesið jarðskjálftasvæði og urðu jarðskjálftar og ágangur sjávar á Valahnúkinn til þess að laska svo vitann og undirstöðu hans að talin var hætta á að hann félli í hafið og vitavörður neitaði að standa þar vaktir.
Nýr viti, sá sem enn stendur, var reistur veturinn 1907–1908 og þann 16. apríl 1908 var gamli vitinn felldur með sprengingu.

Reykjanesviti

Arinbjörn Ólafsson, vitavörður.

Vitavörðurinn

Bygging og starfræksla fyrsta vitans í óbyggðum Reykjanessins hafði það í för með sér að til varð ný starfsgrein á Íslandi – vitaverðirnir. Starf þeirra var bindandi því ekki varð hjá því komist að halda stöðugan vörð um vitaljósið á logtíma vitans meðan notaðir voru olíulampar. Þess utan þurfti vitavörður að fægja og þrífa, fylla olíu á lampa og gæta vitans í hvívetna. Stundum var gestkvæmt og þá var ekki annað en sjálfsagt að leyfa „mönnum er skýra frá nöfnum sínum og heimilum, og sem ekki er ástæða til að gruna um neina ósiðsemi, að skoða vitabygginguna“. Það sagði erindisbréf vitavarðarins, en ölvaðir menn, óuppdregnir dónar sem hræktu á gólfin og hundspott þeirra máttu ekki stíga fæti í vitann.

Reykjanesviti

Arinbjörn og Þórunn.

Fyrsti íslenski vitavörðurinn hét Arnbjörn Ólafsson, trésmiður að iðn og hafði unnið við byggingu vitans sumarið 1878. Hann var fæddur 24. maí 1849 og var því rétt að verða þrítugur þegar hann flutti búferlum á Reykjanesið ásamt Sesselju systur sinni, en hún hafði einnig starfað við vitabygginguna þar sem hún var ráðskona. Áður en Rothe verkfræðingur hvarf af landi brott hafði hann veitt Arnbirni einhverja tilsögn í umhirðu vitans og meðferð vitatækjanna, en það er af varðveittum bréfum vitavarðarins að sjá að þessi kennsla hafi verið hálfgert í skötulíki og hann taldi sig vanbúinn til starfans af þeim sökum. Alþingi brást við beiðnum Arnbjörns um frekari vitamenntun og lét honum í té fjárupphæð til Danmerkurfarar. Þangað hélt hann vorið 1879 og nam vitavörslu fram eftir sumri.

Reykjanes

Reykjanesviti og nágrenni – uppdráttur ÓSÁ.

Reykjanesið var sannarlega afskekkt á þessum tímum og orðið nokkuð langt síðan þar var búið þegar vitavörðurinn settist þar að. Varla að það væri reiðvegur þangað út eftir og hægur vandinn að villast í hraunbreiðunni ef skyggni brást eitthvað. Jón Jónsson landritari og vitaeftirlitsmaður lét þetta þó ekki aftra sér frá því að takast á hendur heimsókn til vitavarðarins á jólunum árið 1880. Þessi ötuli embættismaður lagði upp frá Reykjavík á Þorláksmessu, gisti í Höfnunum og var kominn að vitanum síðdegis á jóladag. Þangað hafði hann fikrað sig í stjörnubjörtu veðri og skemmt sér við að telja vörðurnar á leiðinni. Þær voru alls 61 og á heimleiðinni kom sér vel að vita þetta því þá var snjóbylur og ágætt að geta talið vörður til að vita hvar maður var staddur. En það myndi ekki veita af einum 50 vörðum til viðbótar, taldi hann, ef menn ættu að geta verið vissir um að rata í hvaða veðri sem væri.

Reykjanes

Reykjanes – uppdráttur ÓSÁ.

Jón landritari sá vitaljósið við níundu vörðu frá Höfnum talið og var harla ánægður með hvað það var skært. Það var öryggi og staðfesta í þessu ljósi sem róaði landritarahugann, en aðkoman, þegar í vitavarðarbústaðinn kom um kvöldmatarleytið, kom heldur betur róti á embættismanninn. Það kom nefnilega í ljós að þar sat hvert mannsbarn á bænum og át sinn jólamat, hver sem betur gat, líka vitavörðurinn og aðstoðarmaður hans.

Reykjanesviti

Gamli Reykjanesvitinn á Valahnúk.

Arnbjörn vitavörður reyndi að afsaka sig með jólahátíðinni en landritari lagði ekki eyru við slíku hjali heldur benti honum á að „úr því eptirlitið ljeti ekki jólahátíðina aptra sjer að gæta skyldu sinnar væri vitaverðinum engin vorkunn að gera slíkt hið sama“. Hann fékk skriflega nótu og varð svo að skunda á vitavaktina.

Það var alla tíð gerð rík krafa um árvekni og samviskusemi vitavarða og flestir stóðu þeir vel undir því, einnig Arnbjörn Ólafsson þrátt fyrir jólamálsverðinn. Hins vegar hentaði ekki öllum sú mikla einangrun sem fylgdi búsetunni á vitavarðarstöðunum og það átti við um hann og fjölskyldu hans. „Það er annað vorhugi en vetrar,“ skrifaði Arnbjörn Jóni landritara haustið 1879 og vetrarkvíðinn er greinilegur í þessu bréfi hins unga vitavarðar sem hafði kvænst jafnöldru sinni, Þórunni Bjarnadóttur úr Skagafirðinum, um sumarið. Hvernig myndi ástinni reiða af í vetrarríki Reykjanessins?Reykjanesviti

Reykjanesviti á Valahnúk

Það gekk bara vel því þau Arnbjörn og Þórunn héldu saman meðan bæði lifðu. En árið 1884 höfðu þau fengið nóg eftir sex ára dvöl á Reykjanesinu og Arnbjörn sagði upp vitavörslunni. Hann fluttist þá til Reykjavíkur en nokkrum árum síðar til Keflavíkur þar sem hann stundaði verslunarstörf og rak bakarí.
Um aldamótin 1900 átti Arnbjörn mikil viðskipti við enska togara og varð frumkvöðull í íslenskri togaraútgerð þegar hann fór fyrir hópi Íslendinga sem keypti fyrsta togarann, Coot að nafni, til Íslands árið 1905. Vegna viðskipta Arnbjörns áttu þau Þórunn heimili sitt erlendis um skeið, bæði í Danmörku og Englandi. Þórunn féll frá árið 1912 og Arnbjörn tveimur árum síðar.“ -KS

Sjá meira HÉR.

Heimild:
-Morgunblaðið 30. nóv. 2003, Kristján Sveinsson – Fyrsti vitinn á Íslandi, bls. 20-21.

Reykjanesviti

Reykjanesvitar – fyrr og nú.

Njarðvíkurkirkja

Í Reykjanesbæ er nú búið að leggja göngustíg með strandlengjunni allri frá Helguvík að Stapanum. Ef hann er genginn allur varir gangan í 2 klst og 2 mín.

Upphaf

Á leiðinni er búið að merkja nokkra staði og koma fyrir fróðlegum upplýsingaspjöldum. Reyndar er stígurinn ekki alveg samfelldur því milli Kirkjuvíkur í Ytri-Njarðvík og Víkingaheima í Innri-Njarðvík er krækt um eldri stigu. Á Fitjunum eru t.d. Njarðvíkurtjarnir, ríkar af fuglalífi sem og Tjörnin í Innri-Njarðvík. Þegar gengið er frá Grófinni verður fyrst fyrir (við upphaf stígsins) svonefndur Skessuhellir. Frá og með honum má lesa eftirfarandi upplýsingar í þessari röð:

1. Skessan í fjallinu.
Hellir skessuHér býr skessan í fjallinu. Til eru margar bækur um skessuna og vinkonu hennar Siggu sem hafa notið mikilla vinsælda. Eðli þessarar stóru skessu er ljúft. Hún er alla vinur og boðin og
búin til að nota stærð sína og krafta til hjálpar í vanda smákrílanna, vina sinna.

 

Hönnun hellisins og framkvæmd við gerð skessunnar var í höndum listahópsins Norðurbáls.

Keflavík

Keflavík – Skessuhellir.

Við undirbúning verkefnisins leituðu þeir ráða hjá skessunni sem kom með ábendingar um gerð hellisins en í hann er notað efni úr nálægu umhverfi sem gerir hann samofinn landinu. Hellisveggirnir er hlaðanir upp að skúta í berginu og er hellirinn alls 150 fermetrar að stærð.
Við hleðsluna var smíðuð þakgrind úr rekaviðarbjálkum og á gólfinu er grjóthleðsla með völum sem skassan hefur dundað sér við að leggja. Hellirinn er skreyttur að hætti skessunnar með allskonar glingri, gærum, skeljum, netabobbingum o.fl.
Skessan er í fullri stærð og situr sofandi í ruggustól í eldhúsinu.

2. Iðandi líf Stakksfjarðar.
Reykjanesbaer-1Stakksfjörðurinn er matarkista fyrir sjófugla og hvali. Ef horft er til hafs má sjá sjófugla um allan fjörð. Þar sem síli leita upp í yfirborðið má sjá hópa máfa, eins og ritur, sílamáfa, 
silfurmáfa og svartbaka steypa sér í sjóinn eftir sílinu. Og krían blandar sér einnig í hópinn. Svartfuglar sitja á sjónum milli þess sem kafa undir yfirborðið til að ná sér í bita úr sílatorfunni. Pípunefirnir, fýllinn og skrofan, sveima um hafflötinn í leit að æti í yfirborðinu. Drottning hafsins, súlan, er sjaldan langt undan, komin úr Eldey að sækja sér fæðu. Það er mikilfenglegt að horfa á súlukastið, takið eftir því hvernig hún leggur aftur vængina rétt áður en hún rýfur vatn til að komast dýpra eftir fiskinum. Undir yfirborðinu má stundum greina hvali eins og hrefnur, sem renna sér með opið ginið inn í sílatorfuna. Háhyrningar og smærri tannhvalir sækja oft líka í sílatorfur.

3.  Baldur.
Baldur er fyrsti frambyggði alhliða fiskibáturinn, sem byggður var fyrir íslenskar aðstæður. Hann er 40 tonn. Egill Þorfinnsson, skipasmiður í Keflavík, teiknaði Baldur en Ólafur
Björnsson réði fyrirkomulagi, stýrishúsi o.fl.. Baldur hf í Keflavík lét byggja Baldur í Djupvig Varv í Svíþjóð, hann kom til Keflavíkur í fyrsta sinn 19. mars 1961 og hóp þegar veiðar.

Keflavík

Baldur KE 97.

Á aAldri voru stundaðar veiðar með línu, net, humartroll og dragnót, sem hann er frægastur fyrir. Á Baldri var nota skuttog, í fyrsta sinn á íslensku skipi, vorið 1961 við humartroll, það sannaði strax yfirburði umfram síðutog. Á Baldri voru fyrst notaðir vírar í stað tóga við dragnót. Það dró mikið úr slysahættu, létti vinnu og dró úr kostnaði.
Baldur var alla tíð mikil happafleyta, fékk t.d. viðurnefninn „Gullmolinn“. Þegar honum var lagt eftir 42 ár, þann 28. febr. 2003, hafði hann fært að  landi tæp 28 þúsund tonn, auk
sandkola o.fl. Aldrei henti nokkurt slys bát eða menn öll þessi ár.

4. Ankeri Brúarfoss.
Þetta ankeri er af Brúarfossi sem HF Einskipafélag Ísands lét smíða í Danmörku 1927. Félagið átti Brúarfoss í 30 ár enda eitt af farsælustu skipum félagsins fyrr eða síðar.

5. Keflavík.

Reykjanesbaer-6

Gamalt heiti á víkinni og bóndabænum Keflavík.
Jörðin Keflavík komst snemma í konungseign þótt hvorki væri hún stór né kostamikil en allt frá miðöldum var hún eftirsótt vegna nálægðar við fiskimiðin og sem heppileg verslunarhöfn.
Undir lok 18. aldar hófst nýtt skeið í sögu jarðarinnar þegar kaupmaðurinn og fjölskylda hans ásamt starfsfólki flutti á staðinn.
Hver verslun fékk úthlutað ákveðnu svæði við ströndina og út frá verslunarhúsunum gegnu síðan bryggjur eins og sjá má á teikningunni hér fyrir ofan. Á 20. öld hafa sjóvarnargarðar og
landfyllingar breytt landslaginu töluvert en að vísu má enn sjá leifar af miðbryggjunni.
Húsunum fjölgaði í þorpinu eftir því sem leið á 19. öldina. Hús dönsku verslunarinnar voru fremst Reykjanesbaer-8meðfram ströndinni og eru sum þeirra enn uppistandandi. Upp af þeim var fyrst
þyrping toprfbæja þar sem bjuggu Íslendingar. Uppúr aldamótunum 19. og 20. aldar tóku bárujárnsklædd hús við og upp úr miðri 20. öld tók við tími steinsteypunnar auk þess sem húsin stækkuðu og hverfunum fjölgaði.

6. Keflavík á 19. öld.
Myndin hefur verið tekin undir lok 19. aldar. Á henni má sjá árabáta fjær í Stokkavör og nær í uppsátri Fischerverslunar. Líklegast eru þetta uppskipunarbátar sem notaðir voru til að
ferja varning í og úr skipum sem lágu utar þar sem hafnaraðstæður voru ekki fyrir hendi.
Stokkavör er í landi Keflavíkurjarðarinnar. Þar voru árabátar dregnir á land en verðmæti jarðarinnar var alla tíð nátengt fiskveiðum. Uppúr miðri 18. öld var kaupmönnum leyft að setjast
að á verslunarstöðum og þá hófts eiginleg þéttbýlismyndun á Íslandi.

Reykjanesbaer-3

Fyrsti kaupmaðurinn sem settist að í Keflavík var Holger Jacobæus árið 1766. Síðar áttu fleiri kaupmenn eftir að setjast hér að. Öflugasta verslunin framan af var Duusverslun sem var rekin frá 1848 til 1920.
Húsið til vinstri er Miðpakkhúsið, við hliðina er geymsluskúr og til baka verslunar- og ibúðarhús Fischerverslunar en öll þessi hús tilheyrðu henni. Gamla búð var byggð fyrir Duusverslun
árið 1870, þar fyrir ofan má sjá hólinn þar sem bændabýlið Keflavík stóð en túnið er nú friðlýst.
Til hægri á myndinni má sjá tvö af verslunarhúsum Duusverslunar.
Reykjanesbaer-2

Húsið sem stendur þvert á núverandi Duusgötu og var byggt fyrir Holger Jakobæus og fjölskyldu, var rifið. Lengst til 

hægri aðeins neðar sést í gaflinn á Bryggjuhúsi Duusverslunar sem enn stendur.

7. Keflavík 1920.
Undir lok 19. aldar hafði íslenskt samfélag breyst varanlega. Þéttbýlið hafði skotið rótum og landsmenn gátu nú eflt sjávarútveg með margvíslegum hætti til dæmis með útgerð þilskipa
og saltfiskverkun. Margvíslegum höftum hafði verið létt af versluninni, til dæmis var hægt að flytja saltfisk beint á Spánarmarkað sem skipti miklu máli.

Reykjanesbaer-4

Örnefnið Myllubakki er ungt en það tengist myllu sem P.C. Knutszon lét reisa í Keflavík um 1833 til kornmölunar. Myllan var þó fljótlega tekin úr notkun.
Örnefnið gekk svo í endurnýjun lífdaga þegar grunnskólinn við Sólvallagötu fékk nafnið Myllubakkaskóli að undangenginni hugmyndasamkeppni hjá nemendum og kennurum.
Myndin er tekin á Framnesi um 1920 um það bil á því svæði sem þú stendur. Næst eru íbúðar- og verslunarhús Edinborgarverslunarinnar, nú Hafnargata 31, þar niður af er
Edinborgarbryggjan. Verslun Edinborgar var stofnuð í Reykjavík árið 1895 í félagi við tvo skoska athafnamenn. Verslunin var með útibú víðar en í Keflavík.
Reykjanesbaer-5Stóra húsið aðeins fjær er læknishúsið, Hafnargata 26, þá kemur hús Ingibergs Ólafssonar, hafnargata 24, og síðan koma hús við Hafnargötu 16, 18 og 29. Þrír bátar sjást í
Nástrandarvör og utar sést Myllubakkinn.

8. Jarðfræði – Örnefni.
Sjóvarnargarðurinn er úr grágrýti sem rann fyrir 200.000 árum. Grjótið er sprengt úr hraunlagastabbanum í Helguvík. Á stöku stað í þessu stórgrýti eru þær frumeindir sem bergið er
gert úr það stórar að auðvelt er að greina þær.
Ólivínið sem er grænt á litinn myndar græna flekki á sumum steinanna og ef betur er að gáð má sjá þar ljósa eða glæra plagíóklasa og dökka ágit kristalla.
Reykjanesbaer-7Einnig má sjá rauðar járnútfellingar sem myndast hafa á yfirborðum einstaka hrauntaums og jafnvel bregður fyrir hraunreipum sem eru kólnunarfyrirbæri á dyngjuhraunum.
Víða má sjá blöðrur sem myndast hafa í hrauninu þegar það afgasaðist og sumstaðar sést hvernig gasi hefur skilið eftir sig rákir eða rör þegar það steig upp í gegnum hálfstorknaða
hraunkvikuna.
Örnefni er sérnafn á tilteknum stað. Nöfnin lýsa stöðum, t.d. sérkennum hvers staðar, eða bera vitni um minnistæða atburði eða þjóðsögur.
Íslensk örnefni hafa fylgt landnámsmönnum. Þeir hafa snemma gefið stöðum í landnámi sínu nöfn. Þessi nöfn geta tekið breytingum með breyttum staðháttum og búsetu.
Reykjanesbaer-9Örnefni á stærstu stöðunum urðu almannaeign en örnefni á smáum stöðum í einstökum landareignum voru aðeinns þekkt af heimamönunnum ein sog er enn í dag. Örnefnin eru
vegvísar í landinu. Nauðsynlegt var að þekkja þau til að vita hvar maður var staddur.

9. Básinn.
Vélvæðing bátaflotans hófst á Íslandi í byrjun 20. aldar. Þá áttfaldaðist afli landsmanna og þjóðartekjur margfölduðust á nokkrum áratugum.
Víða um land hafði verslunin forgöngu um vélvæðinguna. Í Keflavík var Duusverslunin öflugust en kraftar hennar beindust á þessum tíma að skútuútgerð í Reykjavík. Það kom í hlut
einstaklinga að byggja upp vélbátaútgerðina hér.

Reykjanesbaer-10

Á þriðja áratugnum tóku forvígismenn fjögurra útgerða sig til og komu sér upp aðstöðu í Básnum á Vatnsnesi. Þar byggðu þeir bryggju og reistu hús upp af henni, þannig að hægt var að keyra aflann beint frá borði inn í hús. Aðstaðan var komin í gagnið fyrir vetrarvertíðina árið 1929. Frumkvöðlar frystiiðnaðarins í Keflavík komu m.a. úr þessum hópi en honum var ýtt úr vör á Vatnsnesi á 4. og 5. áratug 20. aldar.
Á myndinni hér fyrir ofan má sjá Básbryggjuna. Upp af bryggjunni má sjá fjölda fiskvinnsluhúsa. Til vinstri er Röstin, fiskvinnsluhús og verbúðir, lengst í eigu Margeirs Jónssonar. Fyrir
miðri myndi sést í gaflinn á íbúðarhúsi Vatnsnesjarðarinnar. Jóhann Guðnason, eigandi jarðarinnar, lét reisa húsið á fjórða áratug 20. aldar. Hann var einn margra frumkvöðla á fyrri hluta aldarinnar.

Árið 1969 var húsið gefið til Byggðasafns bæjarfélagsins af Bjarnfríði Sigurðardóttur, ekkju Jóhanns, til  minningar um hann og foreldra þeirra beggja.

10. Sjávarföllin.

Reykjanesbaer-12

Á hverjum sólarhring er tvisvar flóð og þar af leiðandi tvisvar fjara. Það eru að meðaltali 12 klukkustundir og 25 mínútur á milli tveggja flóða og færist tími háflóðs aftur um 50 mínútur á hverjum sólarhring. Sjávarföllin byrja við suðurströndina og fara svo réttsælis um landið. Flóð við sunnanverða Austfirði verður 10 klukkutímum seinna en í Reykjavík.
Ýmsar veiðar hafa tengst beint flóði og fjöru bæði varðandi lögn og drátt veiðarfæra. Þá er liggjandinn eða ögustundnin milli flóðs og fjöru þekktur þáttur í vinnuferli til sjós. Flóð og fjara
hefur löngum skipt máli við hafnir landsins, sérstaklega með tilliti til hæðarmunar við bryggju. Hæðarmunur á flóði og fjöru geta orðið allt að 5 metrar hér um slóðir.

11. Vatnsnesvitinn – Slysavarnir við Íslandsstrendur.
Til forna höfðu menn margvísleg ráð til að rata á úthafinu en oft reyndist hættulegasti kaflinn vera sá sem næstur var landi, þá skipti miklu máli að vera staðkunnugur.
Reykjanesbaer-13Þegar siglingar milli landa urðu tíðari fóru menn að skoða leiðir til að leiðbeina sæfarendum t.d. með ljósmerkjum.
Fyrsti ljósvitinn sem reistur var á Íslandi var Reykjanesviti, reistur 1878. Í kjölfarið komu svo aðrir vitar einn af öðrum eftir strandlengjunni. Vatnsnesvitinn var reistur árið 1920 til að
leiðbeina sæfarendum sem sigldu hér inn til hafnar.
Sjóslys voru alla tíð algeng við Íslands strendur. Á tímabilinu 1881 til 1930 drukknuðu til dæmis 3442 sem er að meðaltali 70 manns á ári. Það var mikil blóðtaka fyrir fámenna og
fátæka þjóð. Þessi kafli í sögu Íslands er átakanlegur og harmur þeirra sem misstu ástvini sína mikill. Sjóslysið varð oft upphafið af enn meiri harmi þegar heimili voru leyst upp og fjölskyldur sundruðust.
Oddur V. Gíslason prestur í Grindavík vann ötullega að öryggismálum sjómanna og hvatti menn mjög til dáða á 19. öld.

Reykjanesbaer-14

Árið 1928 var Slysavarnarfélag Íslands stofnað. Deildir þess störfuðu um allt land, m.a. í Keflavík og Njarðvík. Síðar sameinuðust öll björgunarfélög landsins í félagið Landsbjörg. Þessar fjöldahreyfingar hafa lyft grettistaki í björgunarmálum þjóðarinnar.

12. Reykjanesbær – bærinn minn.
Lag og texti Gunnars Þórðarsonar og Þorsteins Eggertssonar; Hvergi í heiminum er ég sáttari en í bænum sem fóstraði mig…

13. Keflavíkurhöfn.
Á tímum bátaútvegsins þurfti ekki að hafa mikið fyrir hafnarframkvæmdum þótt fyrir kæmi að menn löguðu til lendingar og varir til að auðvelda sér athafnir eins og þær að draga báta á
land. Kaupmenn höfðu bryggjur við verslunarhús sín en þær voru einungis notaðar fyrir uppskipunarbáta en ekki fyrir stór hafskip.
Reykjanesbaer-15Þegar siglingar til landsins urðu tíðari í kjölfar iðnbyltingarinnar var ljóst að þeir staðir sem ekki gátu boðið upp á þokkalega hafskipahöfn myndu dragast aftur úr og jafnvel leggjast í
eyði. Bygging slíks manvirkis verður þó seint talin einföld eða ódýr aðgerð og víst að margvísleg sjónarmið geta tekist á.
Í Keflavík vildi það þannig til að maður að nafn Óskar Halldórsson, síldarspekúlant og athafnamaður, Reykjanesbaer-16hóf árið 1933 að byggja hafskipahöfn í landi Vatnsness á eigin reikning. Síðar
keypti Keflavíkurbær eignirnar hans og Keflavíkurhöfn, fyrsta hafskipahöfnin á Suðurnesjum, varð til.
Framtak Óskars skipti miklu máli varðandi viðgang byggðarinnar og hvatti menn til frekari framkvæmda í Keflavíkurhöfn og á fleiri stöðum á Suðurnesjum.
Enn má sjá leifar af hafskipabryggju Óskars en Keflavíkurhöfn hefur byggst upp á löngum tíma og eru þar núna nokkrar bryggjur. Ein þeirra er kölluð Kraftaverkið en sjá má að hún er
hlaðin og er hún að öllu leyti handgerð.

14. Stekkjarhamar – holótt grjót.
Reykjanesbaer-17Örnefnið á hamrinum bendir til að hér hafi veriðs tekkur sem minnir á þá tíð þegar lömb voru færð frá ánum til að hægt væri að mjólka þær.
Sagnir eru einungis um að fjárrétt hafi verið í lautinni. Hér voru haldnar samkomur og hingað naut fólk þess að koma í lautarferð. Ástarlautin er líka vel þekkt heiti á svæðinu. Staðurinn
er friðlýstur.
Holótt grjót getur myndast þegar bráðið gosberg storknar svo hratt að gasgufum vinnst ekki tími til að losna úr kvikunni áður en hún stirðnar.
Víða myndast líka holótt grjót við saltveðrun nálægt sjávarströnd. Þar smýgur sjávarlöður inn í smágerðar holur í frauðkenndu bergi eða holur eftir gosgufubólur í storknuðu bergi.

Reykjanesbaer-17

Síðan kristallast saltið út úr vatninu. Þá þenst saltið út, sprengir út frá sér og myndar með tíð og tíma enn stærri og dýpri holur inn í bergið. Þéttari lög í berginu taka síðan til sín vatn og lenda því eftir sem hryggir á milli holanna.
Holótt grjót við sjávarströnd getur þannig upphaflega átt rætur sínar að rekja til gasgufubóla eða saltveðrunar. Sandur sem blæs til í holunum getur síðan stækkað þær enn meir.

15. Berggrunnur.
Berggrunni norðanverðs Reykjanesskaga má skipta í tvennt. Annars vegar eru hraun sem hafa brunnið á nútíma og þekja allt svæðið frá Hvaleyrarholti við Hafnarfjörð að Vogastapa
hér í austri. Hins vegar eru hlýskeiðshraun (grágrýtishraun) sem einkenna svæðið hér um kring og á Rosmhvalanesi.
Talið er að dyngjuhvirfill sé á Háaleiti á flugvallarsvæðinu og hafi hraunin á öllu Rosmhvalanesinu runnið þaðan bæði vestur til  Sandgerðis, norður til Garðs og yfir Keflavíkursvæðið og
norðanverða Njarðvík. Sunnar tekur við Njarðvíkurhraunið.

Reykjanesbaer-18

Þetta Háaleitisgrágrýti virðist vera eitt hraun á yfirborðinu en allmikið rofið t.d. er áberandi brún ofan við gömlu hitaveitugeymana í Njarðvík. Þykkt hraunanna er óljós en í holum sem boraðar hafa verið í Helguvík nær það 40 metra niður fyrir núverandi sjávarmál. Ef hraunið á upptök í Háaleiti er það talið vera allt að 90 metra þykkt.

16. Smiðshúsavör.
Reykjanesbaer-18Vör er sá staður þar sem róið var til fiskjar út frá verstöð þangað sem menn fóru með báta sína og skipshafnir þegar notaðir voru árabátar til fiskveiða. Vör er stytting á orðum eins og
lendingarvör eða róðrarvör.
Menn ýttu árabátum sínum úr vör. Þeir lögðu af stað í róður frá þeim stað því þar var jafnan lítil vík og minni öldugangur. Þannig var auðveldara að ýta bátum út í sjó eða leggja þeim aftur
í fjöruna. Í dag ýta menn ýmsu úr vör. Þannig hefur tenging við að ýta úr vör færst yfir á ýmsi verkefni sem menn eru að byrja. Þá er þeim ýtt úr vör.

Reykjanesbaer-19

Jörðin Ytri-Njarðvík var einkar verðmæt sökum útræðis frá henni eins og tíðkaðist á Suðurnesjum. Í aldaraðir byggðist upp hverfi kotbýla á sjávarjörðum en byggðin var ótraust, óx á góðum tímum en lá í dvala þegar illa áraði. Varanlegt þéttbýli myndaðist í Ytri-Njarðvík í upphafi tuttugustu aldar með því að kotbýlin náðu að skjóta rótum og vaxa vegna framfara í sjávarútvegi. Landbúnaður var ávallt stundaður samhliða sjósókninni langt fram á 20. öld.

17. Ytri-Njarðvík – sjósókn, höfnin og fólkið.
Reykjanesbaer-20Á 19. öld hófst salfiskverkun með miklum krafti hér á landi. Fólkið sóttist eftir að flytja á sjávarsíðuna. Fjölskyldur sem bjuggu í kotum, eins og Þórukoti og Höskuldarkoti, gátu komið
undir sig fótunum með því að veiða þorsk og verka hann sjálft í saltfisk.
Með vélvæðingu bátaflotans í upphafi 20. aldar urðu bátarnir fljótari á miðin og gátu sótt lengra. Fiskafli margfaldaðist og lagði grunn að varanlegu þéttbýli víðs vegar við ströndina.
Eftir því sem leið á 20. öldina skipti góð hafnaraðstaða sköpum um það hvort byggðin þróaðist eða lagðist af. Njarðvíkingar börðust lengi fyrir höfn en þrátt fyrir loforð ríkisvaldsins
gekk ekki þrautarlaust að koma verkefninu af stað.
Reykjanesbaer-21Karvel Ögmundsson, útvegsmaður í Njarðvík, tók þá til sinna ráð, fjármagnaði og sá um fyrstu framkvæmdir við Njarðvíkurhöfn. Hann fékk síðar greitt í ríkisskuldabréfum. Karvel sem
var heiðursborgari Njarðvíkur koma víða við, byggði m.a. fyrsta frystihúsið í Njarðvík árið 1938.
Skipasmíðar eiga sér langa sögu í Njarðvík. Fyrsta skipasmíðastöðin ásamt dráttarbraut var reist í Innri-Njarðvík árið 1935 af Eggerti Jónssyni frá Nautabúi.
Eggert var mikill athafnamaður með töluverð umsvif í Innri-Njarðvík. Allmargir vélbátar voru smíðaðri í stöðinni og gekk reksturinn vel.
Eftir rétt um áratugar starf kom upp ágreiningur milli Eggerts og skipasmiða sem unnu hjá honum, þeir vildu eignast hlut í fyrirtækinu. Þegar Eggert neitaði þessari hugmynd, sögðu
þeir upp störfum og stofnuðu árið 1945 Skipasmíðastöð Njarðvíkur í Ytri-Njarðvík. Stöðin er starfrækt enn í dag og er sú eina sem eftir er í bæjarfélaginu.

18. Ytri-Njarðvík – þróun byggðar.

Reykjanesbaer-22

Skipulagt mála á Íslandi allt fram á 20. öld var með þeim hætti að landinu var skipt upp í bændajarðir, lögbýli. Allt var skilgreint út frá þeim. Hvort sem það voru afréttarlönd eða lendingarstaðir báta (varir). Fjöldi lögbýla á Íslandi hefur verið nokkuð stöðugur allt fram á 20. öld eða rúmlega 4000. Frá miðöldum og fram undir lok 18. aldar voru flestir ábúendur lögbýla leiguliðar ríkra landeiganda, þeirra strærstir voru kirkjan og krúnan.
Til að standa skil á leigugjöldum af jörðunum gripu margir, einkum við sjávarsíðuna, til þess ráðs að leigja út part af jörðinni, sem hjáleigur eða tómthús, til að efla tekjur sínar.
Reykjanesbaer-23Fjölskyldan sem bjó á hjáleigunni mátti stunda landbúnað og halda skepnur en tómthúsfólkið mátti bara stunda sjóinn.
Ytri-Njarðvík var eitt þessara lögbýla og henni tilheyrðu nokkur kot sem voru hjáleigur eða tómthús. Með eflingu sjávarútvegs efldist byggðakjarninn og ekki síst minnstu einingarnar,
kotin. Þórukot og Höskuldarkot er góð dæmi um þessa þróun.
Fjölskyldurnar er nýttu sér nálægðina við sjóinn og gátu byggt upp efnahag sinn. Búskapur bar nokkur framan af, til dæmis áttu margir eina kú en einkum ræktaði fólk matjurtir, s.s. kál
og kartöflur við hús sín.
Þéttbýlið í Ytri-Njarðvík á sér ævarfornar rætur í þessu gamla íslenska kerfi. Eftir því sem leið á 20. öldina urðu jarðirnar að lóðum og lóðirnar minnkuðu. Smám saman hætti heimilið
að verða sjálfstæð eining og varð hluti af stærra samfélagi, bæjarsamfélaginu.

19. Bolafótur – Hallgrímur Pétursson.

Reykjanesbaer-24

Ævi skáldsins var viðburðarík, hann ólst upp á biskupsetrinu á Hólum en rúmlega tvígugur var hann við nám í Kaupmannahöfn þegar hópur Íslendinga kom þangað frá Alsírborg. Hann var hluti af hóp sem sjóræningjar höfðu rænt í Tyrkjaráninu um áratug fyrr og selt í ánauð til Norður-Afríku.
Í hónum var Guðríður Símonardóttir og tókust með þeim heitar ástir. Vorið 1637 birtust þau í Keflavík og var hún þá langt gengin með fyrsta barn þeirra, Eyjólf. Framundan var ótrúlega
erfiður tími fyrir þetta langt að komna par. Hér á þessu túni hefur kotbýlið Bolafótur verið, þar sem þau hjón bjuggu um einhvern tíma á fyrstu búskaparárum sínum.
Á Suðurnesjum bjuggu þau líklega í um 14 ár. Hallgrímur vann við það sem til féll, m.a. fyrir kaupmann í Keflavík og við sjósókn. Þrátt fyrir mikla erfiðleika kom náungakærleikurinn þeim
til hjálpar. Grímur Bergsson í Njarðvík, lagði á sig að aðstoða þau með því að borga sektargjöld vegna þess að barnið þeirra fæddist utan hjónabands.

Reykjanesbaer-25

Hallgrímur gerðist prestur á Hvalsnesi. hagurinn vænkaðist en þó var harmurinn ekki langt undan. Dóttir þeirra Steinunn dó aðeins nokkurra ára gömul. Á Hvalsnesi er legsteinn hennar sem talið er að Hallgrímur hafi sjálfur gert og er hann einn mesti dýrgripur í eigu kirkna á Suðurnesjum.
Pretsembættið á Hvalsnesi var upphaf á farsælum ferli Hallgríms í prestastétt en lengst þjónaði hann í Saurbæjarkirkju á Hvalfjarðarströnd. Þar samdi hann Passíusálmana. Um miðjan
aldur veiktist Hallgrímur af holsveiki eða líkþrá og dó árið 1674 sextugur að aldri en Guðríður lifði mann sinn og lést í hári elli árið 1681.

20. Stekkjarkot 1855-1924.

Reykjanesbaer-26

Endurbygging Stekkjarkots var afmælisverkefni í tilefni af 50 ára afmæli Njarðavíkurkaupstaðar 1992. Stekkjarkot var opnað af forseta Íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur í ágúst 1993.
Reykjanesbaer-28Stekkjarkot var þurrabúð og gefur hugmynd um bústað sem algengir voru á þessum slóðum á 19. öld. Þurrabúð merkti að íbúarnir máttu ekki halda skepnur s.s. kýr eða kindur. Slík
kot voru ávallt byggð í landareign annarra og borguðu kotbúar fyrir afnotin til dæmis með sjávarfangi eða þeir réru á bátum landeigandans. Þurrabúðafólkið varð þannig að treysta algerlega á það sem hafið gaf.
Stekkjarkot á sér slitrótta sögu en fyrst er það byggt á árunum 1855-1857 sem vitað er. Búsetan þar lagðist síðan af 1887. Kotið var byggt upp aftur árið 1971 en 1924 var kotið
komið í eyði. Stekkjarkot náði því að verða grasbýli um 1921 sem hefur gefið kotverjum rétt á að hafa einhverjar skepnur. Kotið sem við sjáum núna er byggt upp með stuðningi endurminninga eins af síðustu íbúunum. Eldri hlutinn á rætur aftur til 19. aldar þar er hlóðaeldurinn. Yngri hlutinn er frá síðari búsetudögum. Baðstofa og eldhús eru alþiljuð, komin kolaeldavél og ekki  virðist hafa farið illa um heimilisfólkið. Saga Stekkjarkots er ekki löng eins og við þekkjum hana en gefur innsýn í þennan síðasta hluta merkilegrar sögu kotbyggða við ströndina.

21. Hvað heitir landslagið – Örnefni.
Til að vita um hvaða stað verið er að tala þarf allt að heita eitthvað. En hvað ræður för þegar nöfn eru valin á landið? Nöfn á stöðum eru kölluð örnefni. Í örnefninu gefur verið falin mikil
saga, stórkostlegar hugmyndir og jafnvel draumsýnir.
Hvað merkir til dæmis örnefnið Njarðvík? Vísar það til Norrænna goðsins Narðar eða er það lýsing á Reykjanesbaer-29þeirri staðreynd að víkin Njarðvík er nær, Nærvík?
Sé víkin kennd við fyrrnefndan Njörð er frá honum að segja að hann var með svo fallega fætur að Skaði valdi sér hann sem mannsefni. Hún hélt reyndar að hún væri að velja Baldur og
kannski þess vegna varð upphafstónninn í hjónabandi þeirra fremur leiðinlegur.
Njörður gat hins vegar ekki hugsað sér að sofa uppi í fjöllunum í Þrymheimum vegna ýlfurs frá úlfum.
Samkomulag þeirra hjóna varð því á þann hátt að hún svaf níu nætur í Nóatúnum og hann síðan níu nætur í Þrymheimum.
Á Njörð var oft heitið af sæfarendum þar sem hann réð vindum og gróðri jarðar. Upphaflega hafði hann verið dýrkaður sem frjósemisguð en börn hans, Freyja og Freyr tóku nær alfarið
við því hlutverki.

22. Eldhúsið í Stapakoti – matur áður fyrr.
Reykjanesbaer-30Skúli Magnússon landfógeti skrifaði áhugaverða ritgerð árið 1785 um margt það sem skiptir máli um íslenskt samfélag. Suðurnesjamönnum lýsti  hann þannig að þeir væru yfirleitt
geðgóðir, guðhræddir, hreinskilnir og góðir gestgjafar.
Enskur ferðamaður að nafni Henry Holland kom hingað til lands árið 1810. Njarðvíkingum lýsti hann svo að þeir væru áhugasamir og forvitnir án þess að vera frekir og að karlmenn
væru líkir öðrum íslenskum körlum, hávaxnir, rjóðir í kinnum og með sítt ljóst hár.
Þessi glæsimenni sem lifðu hér um slóðir nærðust fyrst og fremst á fiskmeti hvers konar, ásamt mjöl- og mjólkurmat. Morgunmaturinn var mjöl- eða rúggrautur með mjólk eða smjöri út
á. Síðar um daginn fékk fólkið sér harðfisk eða herta þorskhausa. Kjöt var bara til hátíðabrigða, kjötsúpa að hausti og reykt eða vindþurrkað kjöt er leið á veturinn.

Reykjanesbaer-31

Elstu byggingar sem fundist hafa á Íslandi eru kallaðar „skálar“. Í skálunum var sofið, unnið, eldaður matur og borðað. Við slíkar aðstæður getur myndast mikill reykur sem ekki er heilsusamlegur.
Þegar byggðin þróðist má sjá að upp af skálanum eða nágrenni hans fóru menn að byggja sérstök hús þar sem matur var eldaður, eldhús. Þar inni voru hlóðirnar. Slík eldhús voru í
notkun allt fram á 19. öld er byrjað var að flytja inn kolaeldavélar. Hlóðirnar voru þó áfram í notkun hjá þeim fátækari og einnig á stærri heimilum þegar mikið stóð til, t.d. þegar soðið var slátur.
Eggert Guðmundsson listmálari fæddist í Stapakoti í Innri-Njarðvík árið 1906. Hann var alla tíð þjóðlegur listamaður, myndefni hans voru Reykjanesbaer-32fornsögur, ljóð, þjóðsögur og saga þjóðarinnar.
Hann hélt fjölda málverkasýninga á Íslandi og erlendis. Verk eftir hann prýða mörg heimili á Suðurnesjum og víðar, einnig eru nokkur verk í listasafna. Hann lést árið 1983.

23. Kópa – Harðfiskur og skreið.
Stutt er á fengsæl fiskimið frá Njarðvík. Mest fiskaðist á fyrst mánuðum ársins þegar þorskurinn gekk á grunnmið til að hrygna. Vetrarvertíð kallast veiðitímabilið frá kyndilmessu til
lokadags (2. febrúar til 11. maí). Fjöldi fólks kom á vertíð suður með sjó.
Lengst framan af var afli vetrarvertíðar verkaður í skreið. Skreið var þurrkaður og hertur fiskur. Hún var verkuð þannig að fyrst var fiskurinn slægður (tekin úr honum innyflin) og hann
síðan látinn þorna í stæðum eða kös fram undir miðjan aprílmánuð.
Reykjanesbaer-33Síðan var fiskurinn þurrkaður (hertur) með því að láta hann liggja á grjótgörðum helst þar sem vindur gat leikið um hann.
Fiskurinn var yfirleitt orðinn fullharnaður í lok júnímánaðar og tilbúinn til sölu hjá kaupmanni eða sem vistir til vetrarins á heimilum landsmanna.
Fiskur var alla tíð mikilvægur hluti af fæðu landsmanna og enn í dag borðar fólk harðfisk með smjöri sem minnir á þann tíma þegar hvers konar brauðmatur var hátíðisfæða en „brauð“
Íslendinga var harðfiskur með smjöri.
Málverkið gerði Eggert Guðmundsson listmálari fyrir Margeir Jónsson, útgerðarmann, en báðir voru fæddir í Stapakoti. Á því má sjá Stapakot og víkina Kópu í Innri-Njarðvík, en þar var
útræði og uppsátur fyrir árabátana. Í Stapakoti var þríbýli. Á vetrarvertíðum voru allt að 40 sjómenn víðs vegar af landinu sem réðu sig í skipsrúm frá Stapakoti. Húsin hægra megin á myndinni voru að sögn geymsluhús fyrir net og sjávarfang.

Stigur-2

Nú tekur við Stapinn. Ekki er ólíkleg að fleiri upplýsingaskilti verði sett upp við strandstíginn. Við hann auk þessa eru ýmis listaverk og minningarmerki, s.s. um Jón Þorkelsson Thorchellius skólameistara í Skálholti, um Sveinbjörn Egilsson, fyrsta rektor Lærða skólans, um staðsetningu fyrstu þjóðhátíðar fjögurra innstu hreppa Gullbringusýslu 15.-16. ágúst 1874, auk þess ýmiss mannvirki á leiðinni megi vel telja til minnisvarða um liðna tíð.
Innan við Grófina er t.d. minnismerki sjómanna eftir Ásmund Sveinsson 
til minningar um drukknaða og horfna sjómenn. Verkið var keypt að frumkvæði Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur með framlagi úr sjóði um minnismerki sjómanna auk fjárstyrks frá nokkrum útgerðum og Keflavíkurbæ.

Skessuhellir

Skessuhellir.

Keflavík

Eftirfarandi frásögn frú Mörtu Valgerðar Jónsdóttur um „Fyrstu ár Keflavíkur“ má lesa í Faxa 1947: „Blaðið hefur tryggt sér nokkrar greinar um ýmsan gamlan fróðleik af Suðurnesjum, og birtist fyrsta greinin í þessu blaði. Er það frú Marta V. Jónsdóttir sem þessar greinar ritar. —

Keflavik 1833 - 2

Frú Marta Valgerður Jónsdóttir er fædd 10. jan. 1889, að Landakoti á Vatnsleysuströnd. Voru foreldrar hennar Guðrún Hannesdóttir og Jón Jónsson, bæði Rangæingar að ætt, annáluð gáfu og merkishjón. Frú Marta fluttist til Keflavíkru árið 1898 og dvaldist hér með foreldrum sinum þar til hún giftist Birni Þorgrímssyni verzlunarmanni. Þau bjuggu í Keflavík til ársins 1920. — Frú Marta er af kunnugum talin fjölgáfuð kona, og vel menntuð. Hún á mikið og vandað bókasafn, og er víðlesin. Á seinni árum hefur hún lagt mikla stund á íslezkan fróðleik fornan, einkum ættfræði. — Þess má geta að frá Marta stofnaði hér fyrsta kirkjukórinn, og var organisti við kirkjuna frá því að kirkjan var byggð og þangað til skömmu áður en þau hjón fluttust til Reykjavíkur.
V. G.
Keflavik 1908-222Í æsku minni heyrði ég gamalt fólk, er alið hafði aldur sinn í Keflavík og mundi langt, rifja upp eitt og annað um hyggð og bæ, er það hafði numið í sinni æsku. Mér er einna minnisstæðast, er ég heyrði, að Keflavík hefði, endur fyrir löngu, verið einn einasti bóndabær og ekkert annað byggt ból alla leið inn í Ytri-Njarðvíkur. Þetta átti að hafa verið um það leyti, er Tyrkir rændu í Grindavík og í tíð séra Hallgríms skálds Péturssonar, en gamla fólkið gleymdi aldrei að minnast þess, að hann hafði eitt sinn dvalið á þessum slóðum. Bærinn Keflavík átti að hafa staðið sunnan á hrygg þeim eða höfða, er reis upp og suður af Grófinni, en næst var Berginu. Var höfðinn hæstur að austanverðu næst sjónum og snarbrattur upp frá sjó, en hallað svo niður aftur að sunnanverðu og myndaði þar aðra gróf. Þar var Keflavíkur vör, átti þar að hafa verið uppsátur frá ómunatíð. Sú vör er ennþá notuð. Þar fyrir sunnan og ofan tók við vítt og mikið land alla leið’ upp til heiða og suður að Nástrandargröf, sem svo var nefnd, er ég heyrði þessar sögur. En þar er nú Tjarnargata. Átti það land að hafa verið grasi vafið, en breyst smátt og smátt í uppblástursland. Um miðbik höfðans, sem fyrr er nefndur, var hóll. Þar sunnan undir hólnum átti bærinn að hafa staðið, en túninu hallaði til suðurs, vesturs og norðurs.

Keflavik 1908- 224

Þegar fyrsta íbúðarhúsið í Keflavík var byggt — Gamla Duushúsið, sem enn stendur —, var það reist nokkru neðar en bærinn, en við sama hólinn. Stóð þá bærinn ennþá og var notaður til íbúðar. Til sannindamerkis um bæjarstæðið sunnan við hólinn, var greint frá því, að þar hefðu fundist greinilegar minjar um byggt ból, er túnið var sléttað í tíð eldra Duus.
Sögur voru einnig sagðar um landspjöll af völdum sjávar. Bakkarnir meðfram höfninni áttu að hafa verið hærri og skagað lengra fram til sjávar og undirlendi nokkurt fyrir neðan bakkana, en sjórinn brotið það land allt og bakkarnir hrunið að framan smátt og smátt. Landið milli Ytri- og Innri-Njarðvikurjarða var nefnt Fitjar og heitir svo enn. Þaðan voru sögð hvað mest landspjöll af landsigi og sjávarágangi. Þar átti að hafa verið byggt ból endur fyrir löngu og landgæði nóg, en allt það land var talið liggja á sjávarbotni. Þannig sagðist gamla fólkinu frá.

Keflavik-batsbryggja-229

Skal nú vikið að gömlum heimildum um Keflavíkurjörð. Árið 1703, síðari hluta sumars, eftir alþing, ferðuðust þeir Árni Magnússon assessor og Páll Vídalín lögmaður um Suðurnes. Hafði konungur skipað þá árið 1702 til þess að virða upp allar jarðir landsins og lýsa högum bænda og búenda. Fóru þeir um landið árin 1702 til 1707 til þess að gera nýja jarðabók yfir allt landið „og athuga hver að væri meðöl til að afkoma þeim ýmsum ósiðum, er innsmognir væru“ segir Páll Vídalín sjálfur í annál sínum. Erindi þeirra þetta síðsumar um Suðurnes var því að skrá jarðir þessara byggða og kynna sér hagi bænda. Riðu þeir um með fylgdarmönnum og skrifara og höfðu mikinn útbúnað, tjöld og hesta. Þeir lögðu upp frá Bessastöðum þann 12. ágúst, fóru um Hafnarfjörð og þaðan suður hið efra með fjalli til Grindavíkur. Þaðan fóru þeir niður í Hafnir, út á Hvalsnes, til Útskála og svo innúr um Njarðvíkur og Vatnsleysuströnd allt inn til Sunda. Auðséð er af annálum, er skráðir voru þessi ár, að ferðir þeirra um landið hafa vakið athygli og þótt mikill og mestur viðburður í lífi þjóðarinnar. 

Keflavik-1895-4

Þeir Árni Magnússon og Páll Vídalín settust venjulega um kyrt á prestssetrunum, reistu þar tjöld sín og bjuggu um sig sem bezt. En bændum var gert að skyldu að koma til þeirra heim á prestssetrin. Keflavíkurbóndinn ,sem þá var, hefur því orðið að taka sér ferð á hendur, um miðjan september, út að Útskálum til þess að lýsa jörðinni og högum sínum. Keflavíkurjörð er þannig lýst: „Hér er fyrirsvar ekkert. Jarðardýrleiki óviss. Eigandinn Kongl. Majestat. Ábúandinn Halldór Magnússon. Landskuld XXV álnir betalast I vætt og II fjórðungum fiska í kaupstað í reikning umboðsmannsins á Bessastöðum. Við til húsabótar leggur ábúandinn. Kúgildi ekkert. Kvaðir eru mannslán, en fellur niður Keflavík 1908. Gömlu Duushúsin sjást fremst á myndinni. fyrir bón kaupmannsins í Keflavík fyrir vöktun búðanna. Kvikfénaður I kýr, I hross, I foli þrevetur. Fóðrast kann I kýr naumlega. Heimilismenn VI. Skóg til kolagerðar hefur jörðin í almenningum. Torfrista og stunga víðsæmandi. Lyngrif í heiðinni nokkuð. Fjörugrastekja nægileg. Eldiviðartak af fjöruþangi hjálplegt. Rekavon lítil. Hrognkelsafjara varla reiknandi. Skelfiskfjara nokkur. Heimræði er hér árið um kring og ganga skip ábúandans eftir hentugleikum. Inntökuskip eru hér engin. Lending slæm. Engjar öngvar. Utihagar í betra lagi. Vatnsból í allra lakasta lagi sumar og vetur. Kirkjuvegur langur og margoft ófær um vetrartíma“.
Af þessari lýsingu Keflavíkurjarðar sjáum við, að Keflavík hefur ekki verið stór jörð, heldur miklu fremur kotbýli, þó er greinilegt, að jarðarlandið hefur verið ólíkt grasgefnara en þekkst hefur um
 langan aldur.

Keflavik-ornefni-231-

Torfrista og stunga, sem talin eru viðsæmandi, talar sínu máli. Grasvöxtur hefur þá verið mikilj og er af því auðsætt, að uppblástur hefur eytt jarðvegi og gróðri á þeim 243 árum, sem liðin eru síðan jarðarmatið fór fram. Enda sáust greinilegar leifar af uppblæstri ennþá um síðustu aldamót. Uppi á Melunum fyrir ofan kauptúnið voru þá enn eftir, hingað og þangað, nokkrar torfur, eins og dálitlar eyjar á berum sandmelnum. Á þessum torfum var þéttur grassvörður; af þeim mátti og greinilega sjá jarðlagið og þykkt moldarinnar, er var vel mannhæð. Er vindar blésu og jörð var þurr, mátti sjá mórauða mekki bera víð loft yfir Melunum. Þar voru að hverfa út í veður og vind hinar síðustu leifar gróðurmoldarinnar, er eitt sinn, fyrir ævalöngu, hafði þakið Keflavíkurjörð. En þessar minjar eru nú löngu horfnar. Kvaðir um mannslán mun láta undarlega í eyrum nútímamanna, en svo sem kunnugt er, hafði konungsvaldið eða umboðsmenn þess á Bessastöðum, lagt á herðar manna hinar þyngstu skyldur, er þeir urðu að inna af hendi kauplaust, auk þess urðu þeir venjulega að fæða sig sjálfir. Bændur voru skyldugir að leggja til menn á skip Bessastaðamanna, er þeir höfðu í aflabeztu verstöðvunum, verka fisk þeirra og skila þurrum og óskemmdum í kaupstað, vinna að húsagerð og landbúnaðarstörfum, bera fálka og margt fleira. T. d. voru sumir Innnesjamenn skyldir að bera fálka frá Bessastöðum til Keflavíkur og Bátsenda, þegar þaðan voru sendir lifandi fálkar með verzlunarskipunum til Danmerkur. Allar þessar kvaðir lágu sem þungt farg á landsmönnum og voru orðnar nær óbærilegar, er þeir Árni Magnússon og Páll Vídalín sömdu jarðabókina.
Keflavíkurbóndinn hefur veríð laus við allar þessar kvaðir, en í staðinn hefur hann verið þjónn Keflavíkurkaupmannsins og gætt verzlunarbúða hans á vetrum, er kaupmaður var brottsigldur. Njarðvíkurbændur hafa, sem aðrir, yfir mörgu að kvarta. Bóndinn í Innri-Njarðvík kvaðst verða „að gegna gisting þeirra frá Bessastöðum, umboðsmannsins, sýslumanns og þeirra fylgdarmanna, hvenær sem þá aðber“ og hvað fjölmennir sem þeir eru. Segir hann þá hafa „næstu 16 ár með sjálfskyldu þegið“ allan beina fyrir sig og hesta sína, svo lengi, er þeir sjálfir óski. Þar að auki séu þeir, Njarðvíkurbændur, skyldir að fylgja Bessastaðamönnum innan sýslu og margoft utan. Sé allt þetta endurgjaldslaust.
Bóndinn í Ytri-Njarðvík kveðst þurfa að sjá um og flytja farangur vermanna, er þeir komi um hávetur innan frá Bessastöðum og Sundum til sjóróðra á kóngsskipin, er gengu frá Stafnesi. Ef vetur var harður og vermenn treystu ekki hestum sínum lengra en að Sundum, urðu bændur, er bjuggu meðfram veginum til Suðurnesja, að flytja þá bæ frá bæ út að Ytri-Njarðvík. Þar tók bóndinn við og flutti þá ásamt farangri suður yfir heiði, að Stafnesi. Allt var þetta bótalaust.
Keflavik-241Sami bóndi segir frá því, að komið hafi verið með bát suður í Ytri-Njarðvík í nafni umboðsmannsi
ns á Hessastöðum „í fyrstu með bón og síðar með skyldu, tveggja manna far, sem ganga skyldi um vertíð, en ábúandinn að vertíðarlokum meðtaka skipsábata, verka hann og vakta til kauptíðar, ábyrgjast að öllu og flytja í kaupstað“.

Þá er að minnast tveggja eyðijarða í Njarðvíkurlandi, sem getið er í Jarðabókinni 1703. Er um þær báðar hið sama að segja, að þá vissi enginn, hve lengi þær hefðu í eyði verið. Önnur jörðin var Hjallatún. Voru þá tún uppblásin í mel, lyng og hrjóstur, en girðingar stóðu þá enn, en jarðarlandið löngu lagt undir Ytri-Njarðvík. Þótt svo langt sé síðan býli þetta lagðist L eyði, að enginn, er var á lífi 1703 kunni skil á hvenær þar hefði byggð verið, hefur nafn þessarar heiðarjarðar aldrei gleymst. Rétt eftir síðustu aldamót voru haldnar skemmtisamkomur í Hjallatúnum nokkur sumur. Var það að tilhlutun Ágústs Jónssonar hreppstjóra í Höskuldarkoti, er ævinlega vildi alla hluti vel gjöra. Mættust þá Njarðvíkingar og Keflvíkingar í Hjallatúnum einn glóbjartan sunnudag, einu sinni á sumri, og gerðu sér þar glaðan dag. Var farið upp eftir með margskonar farangur; vatn í kaffi, kökur og annað góðgæti og mikið af áhöldum og borðbúnaði.
Allir fóru gangandi og bar hver sem betur gat. Gott var að hvílast í grasi grónum brekkunum, er upp eftir var komið. Margt varð til gleði, ræður haldnar og mikið sungið. Svo voru byggðar hlóðir uppi undir klettabeltinu og hitað kaffi, lagt á borð hingað og þangað um lautir og bala, gengið á milli búa og góðgerðir þáðar á víxl.
Keflavik-245Þegar leið á daginn fór unga fólkið í leiki og er kvölda tók, var gengið heim. Vegir skiftust og hóparnir héldu niður í Njarðvíkur og út í Keflavík. Í logniblíðu kvöldsins kváðu við léttir söngvar og gleðiómar, allir voru glaðir og ánægðir eftir góðan dag og komu heim í sólskinsskapi löngu eftir sólarlag. Hin eyðijörðin var Fitjakot milli Ytri- og Innri-Njarðvíka. Hefur hún legið að sjó. Þar eru nú Fitjar. Er svo sagt 1703, að lítil merki sjáist þar fornra girðinga, en almenn sögn, að býli hafi verið. Var það mál manna, að jörðin hafi í eyði lagst af örtröð. Hinar tíðu lestaferðir austan- og norðanmanna, er sóttu sér björg í bú til hinna aflasælu verstöðva um Suðurnes, eru taldar drýgsti þáttur í eyðingu jarðarinnar. Þar var ævinlega áð og að vetri munu ferðamenn hafa haft þarna náttstað áður en lagt var suður í Hafnir, út á Nes, Garð, Leiru og Keflavík. Er svo sagt í jarðabókinni, að ferðamenn megi ómögulega missa þennan afangastað. Þá er og greint frá því, að sjór brjóti landið að framanverðu í stórkostlega ósa, en vatnsrásin úr heiðinni flytji fram aur og grjót. Á þessum slóðum eru byrjaðar framkvæmdir að hafnarmannvirkjum, er verður einn liður í fyrirhugaðri landshöfn Keflavíkur og Njarðvíkur.
Ábúendur í Keflavík fyrr á öldum, kann ég fáa að nefna. Í fornum annálum er þess getið, að Grímur Hergsson, bóndi í Keflavík, hafi orðið bráðkvaddur árið 1649. Setbergsannáll kann best skil á þessum atburði, enda var höfundur annálsins Gísli Þorkelsson að móðurætterni af Suðurnesjum, dóttursonur séra Þorsteins Björnssonar, er prestur var á Útskálum 1638—1660. Þar segir svo: „Þann 8. janúar andaðist Grímur Bergsson í Keflavík skyndilega í sinni heytótt á kvöldtíma“. Grímur hafði fyrrum (1632) verið sýslumaður í Kjósarsýslu og síðar lögréttumaður á Suðurnesjum. Hann bjó á Kirkjubóli á Miðnesi, síðar í Ytri-Njarðvík og síðast í Keflavík.
Fyrri kona hans var Matthildur Árnadóttir, dótturdóttir séra Einars, prests á Útskálum (1581—1605) Hallgrímssonar. Seinni kona Gríms var Rósa Ásgeirsdóttir frá Fitjum í Skorradal. Dóttir þeirra var Oddný kona Gísla Bjarnasonar frá Stokkseyri. Þau bjuggu á Skarði á Landi. Frá þeim er komin merk ætt er rekja má til núlifandi manna. Nefni ég hér á eftir nokkra kunna niðja þe
irra, en þeir eru ýmist 8. eða 9. maður frá Grími.

Keflavik-321

Frú Ásdís Rafnar, prestskona á Útskálum, nú á Akureyri, Soffía Guðlaugsdóttir systir hennar, leikkona í Rvík, frú Matthildur Finnsdóttir, kennari í Gerðum í Garði, Finnur Jónsson, faðir hennar, fræðimaður á Kjörseyri, Magnús Jónsson, bróðir hans, bóndi í Junkaragerði í Höfnum, frú Torfhildur Hólm, skáldkona, frú Guðrún Briem, kona Sigurðar Briem póstmeistara, frú Karolína Ísleifsdóttir, kona Guðm. Hannessonar prófessors, og Halldór Kiljan Laxness skáld. Grímur Bergsson hefur verið drengskaparmaður. Það sést bezt, er litið er á þátt þann, er hann átti í því að liðsinna Hallgrími skáldi Péturssyni, er hann kom frá Kaupmannahöfn vorið 1637, félaus og vinafár, með konuefni sitt Guðríði Símonardóttur. Komu þau út í Keflavík sagt á verzlunarskipi. Hafði Hallgrímur hætt námi til þess að fylgja Guðríði út til Íslands. Hefur hann án efa vel séð, hver kjör biðu sín hér, er hann kaus þennan kost.
Sýnir hinn fagri ferðasálmur, er hann orti áður en lagt var í haf, hve örugglega hann hefur falið sig Guðs handleiðslu. Grímur bjó þá í Ytri-Njarðvík. Hann tók Guðríði á heimili sitt og fæddi hún þar fyrsta barn þeirra Hallgríms það sama sumar. Reyndist Grímur þeim hinn bezti vinur. Mun Guðríður hafa dvalið í Ytri-Njarðvík í umsjá Gríms og konu hans, þar til hún giftist. En Hallgrímur vann eyrarvinnu hjá Keflavíkurkaupmanni um sumarið.
Grími bónda hefur auðsýnilega verið áhugamál að hjálpa þeim enn betur. Hinn 19. maí 1638 ritaði hann bréf til þess að leita samskota til handa Hallgrími í fjársektina, er hann var fallinn í. Bað hann „góða menn á Suðurnesjum gefa honum 1, 2, 3 fiska eftir því sem Guð blési sérhverjum í brjóst“. Grímur komst í mál út af bréfí þessu vegna þess, að hann hafði ritað, að hirðstjórinn, Pros Mundt, hafi gefið í sitt vald barnssektina og ætlaði að láta nægja 8 vættir fiska í stað 18 vætta. Er Grímur kom fyrir Kálfatjarnarþing hið sama haust, gat hann ekki sannað mál sitt, kvað vitni sigld. Var hann því dæmdur fjölmælismaður og bréfið nefnt lygabréf, „hugðu þó flestir að hann mundi satt mæla“ segir í ævisögu séra Hallgríms. (Gestur Vestfirðingur V. árg.). Mál þetta kom fyrir alþing 1639. Var Grímur þar. dæmdur í 20 dala sekt til fátækra og Kálfatjarnardómur staðfestur. Voru þó margir er lögðu honum líknarorð. Þannig voru launin fyrir að greiða veg þess manns, er átti eftir að verða einn hinn mesti skáldsnillingur Íslendinga og hefur svo löngum farið. Um samskotin í sektargjaldið er ekki vitað, en hitt er víst, að það hefur verið greitt, því annars hefðu þau Hallgrímur og Guðríður ekki getað gifst. Er sennilegt að hinir fátæku bændur á Suðurnesjum hafi lagt þar til sinn skerf. En Grímur bóndi í Njarðvík hefur enn sem fyrr verið þeim hliðhollur. Eftir giftingu þeirra bjuggu þau í Baulufæti (Bolafæti), sem var hjáleiga frá Ytri-Njarðvík og rétt við túnfótinn. Hafa þau eflaust verið þar í skjóli Gríms.

Bolafótur

Bolafótur í Ytri-Njarðvík – bústaður Hallgríms Péturssonar.

Munnmæli, er lifðu enn syðra um síðustu aldamót heyrði ég um dvöl þeirra í Bolafæti. Áttu þau að hafa búið þar nokkur ár. Sagt var að Hallgrímur hefði á sumrum unnið hjá Keflavíkurkaupmanni, en gengið heim og heiman kvölds og morgna.
Nálega 250 árum síðar bjó niðji þeirra, séra Hallgríms og Guðríðar, í Bolafæti um mörg ár. Það var Magnús smiður Árnason, hinn mesti atorku- og sæmdarmaður, faðir Vigfúsar skipasmiðs í Veghúsum í Keflavík. En Magnús var sjöundi maður frá séra Hallgrími.
Árið 1703, um vorið, var manntal á Íslandi skráð í fyrsta sinn. Þá var heimilisfólk í Keflavík eftirtaldir 6 menn: Halldór Magnússon sem þar býr 52 ára. Hallgerður Árnadóttir kona hans 42 ára. Jakob Halldórsson sonur þeirra 22 ára. Þorbjörg Nikulásdóttir dótturbarn þeirra 8 ára.
Guðríður Þorsteinsdóttir vinnukona 32 ára. Gunnhildur Þorgeirsdóttir tómthúskona 52 ára.
Um ætterni Halldórs er ég ekki fróð, en Hallgerður kona hans hefur án efa verið dóttir Arna bónda á Stóra-Hólmi í Leiru Jakobssonar, (Árni býr þar 1703, 82. ára) en hann var sonur Jakobs bónda á Þorkötlustöðum í Grindavík, Helgasonar. Þorbjörg litla, dótturbarn þeirra Keflavíkurhjóna, var frá Stóru-Vogum. Þar voru foreldrar hennar húshjón (1703) þau Auðbjörg Halldórsdóttir og maður hennar Nikulás Þóroddsson. Þar er einnig skráð Þorbjörg dóttir þeirra, sögð vel 3. ára. Getur hvorttveggja verið að telpan sé sú hin sama og skráð er í Keflavík, eða að dæturnar hafi verið tvær með sama nafni.
Sá siður var algengur fyrrum, að foreldrar létu börn sín, tvö eða þrjú, heita sama nafni. Mun sá siður hafa átt rót sína að rekja til hins mikla og ægilega barnadauða, er þá lá eins og mara á þjóðinni. En áhersla var lögð á það, að þau nöfn ættarinnar lifðu, er mest voru í heiðri höfð.“

Heimild:
-Faxi, 7. árg., 6. tbl., frú Marta Valgerður Jónsdóttir: Fyrstu ár Keflavíkur, bls. 1-4.

Keflavik-229

Hafnir

Bæjarsamfélagið Hafnir á Reykjanesi (Reykjanesskaga) gefur heilstæða mynd af búsetu- og atvinnuháttum íbúanna allt frá landnámi til þessa dags. Fjölmargar fornleifar á svæðinu endurspegla hvorutveggja, auk þess sem hús og önnur nútímamannvirki sýna þróun byggðarinnar á liðinni öld.

Hafnir

Hafnir fyrrum.

Nú er meginbyggðin umleikis Kirkjuvog og Kirkjuvogskirkju. Áður náði hún í vestri að Kalmannstjörn (Junkaragerði) og Merkinesi innar (og um tíma enn lengra vestur, að Skjótastöðum og gömlu Hafnabæjunum (Kirkjuhöfn, Sandhöfn og Eyri (Eyrarhöfn)).
Í austri, handan Ósa, var Gamli Kirkjuvogur ásamt útstöðvum Hafnabæjanna, bæði við Djúpavog og Seljavog. Uppi í Hafnaheiðinni má enn sjá leifar Kirkjuvogssels, Merkinessels eldra og yngra, auk Möngusels. En þrátt fyrir að langmestu mannvistarleifarnar séu í og við Hafnir hefur sáralítið verið skrifað um mannlífið þar í gegnum aldirnar. Jón Thorarensen reyndi að bæta úr því og má sjá frásagnir hans í Rauðskinnu.

Hafnir-4

Í Höfnum má í dag sjá allnokkur gömul hús, s.s. Kirkjuból, Sjónarhól, Kotvog og Vesturhús. Vestar í byggðinni eru greinilegar tóftir annarra bæja, sem áhugasömu fólki um fyrri tíð er gert nánast ómögulegt að staðsetja með ákveðinni vissu. Ekki er vitað til þess að fornleifaskráning hafi farið fram í Höfnum, en sérstaklega miklilvægt er að það verði gerst sem og að svæðið í heild verði teiknað upp m.t.t. minja og örnefna. Slíkar upplýsingar þarf síðan að gera augljósar öllum þeim er heimsækja Hafnir.

Hafnir

Hafnir – landnámsskáli.

Á haustmánuðum árið 2002 var ákveðið af Byggðasafni Reykjanesbæjar og Umhverfis- og skipulagssviði bæjarins að ráðast í fornleifaskráningu fyrir bæjarfélagið. En skylt er samkvæmt skipulagslögum að vinna slíkt verkefni. Í október var hafist handa og dr. Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur sem rekur Fornleifafræðistofuna ráðinn til þess að stýra verkefninu og Sandra Sif Einarsdóttir þjóðfræðingur til að sinna skráningunni. Ekki liggur ljóst fyrir hvort af þessari skráningu hefur orðið eða hvort henni hafi verið lokið. Ef svo er myndi FERLIR fúslega fjárfesta í slíku eintaki því ætlunin er að teikna upp allt svæði svo fljótt sem auðið er.

Hafnir-5

Við fornleifaskráningu er mikið notast við loftmyndir. Þegar ein slík var skoðuð í nóvember 2002 sá Bjarni form landnámsskála í túninu fyrir aftan Kirkjuvogskirkju í Höfnum og styrktist sá grunur þegar hann fór og kannaði svæðið. Í
lok nóvember gerði Bjarni prufuholur í miðju hins meinta skála. Það var gert í von um að finna langeld til þess að staðfesta að hér væri um skála að ræða (langeldar finnast einungis í skálum). Gerðar voru tvær holur og í þeirri seinni fannst langeldurinn á tæplega 1 m dýpi.
Bjarni tók viðarkolasýni sem send voru í C-14 aldursgreiningu. Niðurstaðan úr þeirri greiningu var sú að það er hægt að segja með 95% vissu að skálinn sé frá árunum 690-900 e. Kr. Með öðrum orðum skálinn var við lýði á því tímabili.
Hafnir-6Í Landnámu segir að Herjólfur Bárðarson, frændi og fóstbróðir Ingólfs Arnarssonar hafi fengið land á milli „Vágs ok Reykjaness“, sem þýðir líklegast að Herjólfur hafi átt land frá Ósum í Höfnum og alveg að Reykjanestá. Vegna þessara
tengsla við orðið „vágr“ og nálægðar skálans við Kirkjuvogskirkju, Kirkjuvog og Kotvog var ákveðið að kalla bæjarstæðið Vog.
Í skýrslu sem Bjarni skrifaði svo um niðurstöður sínar segir hann frá þeim gruni sínum að fleiri rústir séu í kringum skálann, bæði vegna hóla á svæðinu sem gætu verið merki um rústir og vegna þess að í kringum skála frá þessum tíma eru gjarnan fleiri byggingar og aðrar mannvistarleifar, t.d. fjós, jarðhýsi og öskuhaugar.

Hafnir-7

Til þess að fá þetta staðfest var ákveðið að jarðsjámæla svæðið. Þær aðferðir á jarðsjámælingum sem í boði eru á Íslandi henta fornleifafræðirannsóknum ekki alltaf nógu vel og eru viðnáms- og segulmælingar venjulega notaðar við slíkt erlendis.
Tim Horsley doktorsnemi í jarðeðlisfræði á fornleifafræðisviði háskólans í Bradford, Englandi var því fenginn til þess að framkvæma viðnáms- og segulmælingar á svæðinu. Rannsókn Tim á svæðinu í Höfnum ásamt öðrum sem hann hefur framkvæmt á Íslandi verða hluti af doktorsritgerð hans. Ritgerð hans fjallar um hvort hægt sé að framkvæma slíkar mælingar á Íslandi, en það hefur lengst af ekki verið talið hægt vegna sérstakrar jarðfræði landsins. Rannsóknir Tim hafa hins vegar leitt annað í lj
ós, þó verða svona mælingar líklega alla tíð mjög erfiðar sökum jarðfræði landsins.

Hafnir-10

Þar sem að frekar djúpt er á fornleifarnar í Höfnum, eða tæpur 1 m þá var ákveðið að fara tvær umferðir með mælitækjunum og eftir þá fyrri taka u.þ.b. 0.5 m ofan af svæðinu til þess að nákvæmari niðurstöður gætu fengist úr rannsókninni og hægt yrði að bera saman niðurstöðurnar úr báðum mælingunum. Tim viðnáms- og segulmældi 60 x 60 m stórt svæði í kringum landnámsskálann. Niðurstöðurnar sem Tim fékk úr mælingunum voru að auk skálans eru trúlega fimm rústir á svæðinu sem mælt var. Þrjú lítil „hús“ austan við skálann og tvær ógreinanlegar rústir vestan og
norðvestan við skálann Eftir að mælingum Tims var lokið var hafist handa við að tyrfa yfir svæðið sem opnað var. Þar sem skálinn liggur var hlaðið upp nokkrum lögum af torfi til þess að líkja eftir útlínum hans. Hraunhellur voru settar nálægt miðju skála ns til þess að tákna langeldinn og ein hraunhella sem táknar bæjarhelluna sett við hugsanlegan inngang. Þannig geta gestir og gangandi virt fyrir sér hvernig skálinn getur hafa litið út.

Nöfn húsa, eyðibýlanöfn og afstöðulýsing í Kirkjuvogshverfi

Hafnir-11

Í lýsingu Vilhjálms Hinriks Ívarssonar í Merkinesi um Hafnir (Hafnahrepp) kemur eftirfarandi fram um byggðakjarnan: „Þegar komið er eftir þjóðveginum til Hafna, er fyrst farið framhjá býli á hægri hönd, sem heitir Teigur. Þetta er nýbýli úr landi Kirkjuvogs hins forna. Þá er Ósland á hægri, en Bræðraborg til vinstri.  Þá er Sjónarhóll til hægri, en Brautarhóll til vinstri.  Þar lítið sunnar var eitt sinn bær, sem hét Hraunprýði, og lítið eitt vestar var býli, sem hét Vífarskot. Á þeim rústum er nú hús, sem heitir Kalmanstunga. Móts við Brautarhól liggur vegur niður að höfninni.
Suðvestur frá Kalmanstungu er tún. Þar stóð bækorn, sem hét Bjarghús. Um 1930 og lengur var þarna fjárhús og hlaða, en allt hefur það verið jafnað út.
Samsíða veginum er markað fyrir tveimur vegastæðum og afmældar lóðir meðfram þeim fyrir smáíbúðir, og koma götur þessar til með að heita Seljavogur sú efri, en Djúpivogur hin lægri. Þrjú hús eru risin við Seljavog, en eitt við Djúpavog.

Hafnir-12

Frá vegamótum Reykjanessvegar ökum við að Kirkjuvogskirkju. Þá er fyrst við beygju vegarins á vinstri hönd Jaðar.  Þá er Garðbær fjær veginum og Kirkjuvogur, en uppi á hæðinni móti kirkjunni er Traðhús. (Gamli Kirkjuvogur stóð gegnt kirkjudyrum, en var færður 1943 þangað sem hann stendur nú.) Meðfram norðursíðu kirkjugarðsins stóð nokkuð stórt timburhús, sem hét Norðurhús, en var rifið 1929 og endurbyggt í Keflavík.

Kirkjuvogskirkja var á öldum áður norðan við Ósa í Vogi, en sökum sjávarágangs og landbrots flutt á hól þann í Kirkjuvogi, sem hún stendur enn á.  Ekki er öruggt með, hvaða ár þetta hefur verið gert, en sr. Jón Thorarensen fullyrðir, að það gerist fyrir 1575. (Vilhjálmur Hákonarson byggði þessa kirkju 1861).

Hafnir-13

Ef við erum stödd við höfnina, förum við veg, sem liggur eftir endilöngu hverfinu.  Verður næsta hús Höfn,  þá Bakki, Sólberg, Sólbakki, en Kirkjuból heitir húsið á götuhorninu og uppi á hólnum sjávarmegin (nú) Hóll (áður Staðarhóll.
Öll þau hús, sem nú hafa verið nefnd, eru byggð á landhluta, sem hét  Búðabakki.  Öll þessi hús eru á hægri hönd.
Til vinstri eru tún, sem skipt er í skákir. Austast er Hjallatún, þá Kotvogstún, en syðst gengur horn eða tunga, sem er hæst, og heitir það Akrar. Þar eru oft haldnar álfabrennur á gamlárskvöld eða þrettánda.
Nú höldum við yfir vegamótin og eru þá miklar frystihúsbyggingar, þar á meðal geysistór bygging hlaðin úr holstein, en aðeins tóftin ein. Frystihús þetta hefir oft skipt um eigendur, en var byggt upphaflega 1943 af hreppsbúum. Síðasta nafn hlutafélags þess, er átti húsið, var Hafblik h/f.
Hafnir-15Vestar á sjávarbakkanum er Kotvogur og er hann nú ekki nema svipur hjá sjón. Fyrr á tímum var þetta stórbýli. Hinn 5. apríl 1939 brann íbúðarhúsið í Kotvogi, sem var timburhús. Þar fórst í eldinum Helgi Jónsson, kenndur við Tungu, þáverandi eigandi Kotvogs, og dóttir hans 7 ára, ásamt Guðjóni Guðmundssyni, sem var vinnumaður Helga. Stórt timburpakkhús var austast og fjarst eldinum og sakaði ekki. Þetta hús var síðar innréttað og er enn í dag íbúðarhús.
Nú ökum við áfram framhjá timburhúsi með kvist til suðvesturs. Þetta er á vinstri hönd og heitir Vesturhús. Þá er Staður og aðeins fjær Grund. Aðeins austar stóð lítið hús fram yfir 1940, sem hét Tunga.

Hafnir-15

Þegar við höldum áfram, er næst á vinstri hönd Sólvellir (steinhús), en á hægri hönd er nokkuð stórt steinhús.  Það er Staðarhóll. Þá er næsta hús sama megin, steinhús, Garðhús, og aðeins nær sjónum timburhús, sem flutt var á þennan stað fyrir fáum árum. Það heitir Sólheimar og þar næst einnig aðflutt timburhús, sem heitir Garður. Tún liggur milli sjávar og þessara húsa, sem nefnt er Garðhúsatún, og milli þess og Kotvogs er túnspilda, sem nefnd er Danskhúsavöllur. Rétt á móti Staðarhól er rofið og ónýtt lítið timburhús, sem hét Klöpp, og tímaspursmál, nær það verður afnumið. Túnin á vinstri hönd eru í ótal skákum og breytast nöfn þeirra mjög eftir eigendum þeirra hverju sinni, en þó eru tvö nöfn, sem haldast  enn, Skák, sem nær rétt að skólanum, sem var, heitir Faxagerði, og annað tún litlu vestar heitir Miðmundakrókur.
Nú eru þrjú hús ótalin á vin
stri hönd. Þá er næst Hvammur, póst- og símstöð.  Lítið eitt fjær veginum Nýlenda (246) og þar rétt vestar Ragnheiðarstaðir. Þeir standa í samnefndu túni. Sjávarmegin við Garðhús er klapparhóll grasi vaxinn, sem heitir Bóndhóll. Fyrir tæpum mannsaldri byggðu sér bæ á hól þessum hjón þau, sem hétu 

Hafnir-16Guðmundur Salómonsson og Sigurlaug Þórðardóttir. Settust þau þar að, en höfðu skamman tíma verið þar, er þau fluttu þaðan og gengu svo frá, að ekki sér verksummerki. Fátöluð voru þau hjón um orsök þess, en þeir, sem kunnugastir voru þeim hjónum, gáfu í skyn, að þeim hafi ekki verið vært þar, og ollu því draumar tveir og jafnvel sýnir. Síðan hefur aldrei verið hróflað við neinu á hól þessum.
Suðvestan við Garðhúsatún er talsverður túnblettur og vestan til í honum miðjum var bækorn fram yfir 1930. Þar bjó Vilhjálmur Jónsson.  Bærinn hét Í Görðum, en í daglegu tali Villabær. Út við veginn innan túnsins var lægð ofan í klöpp og hélzt þar oft vatn í með ólíkindum, þó þurrkar væru. Þetta heitir Prettur. Enn er túnskák vestur af Villabletti. Hún tilheyrir Kotvogi, en er nafnlaus.  Hér endar vegurinn, en við sjáum mikla grjótgarða og innan þeirra er tún.  Í því nær miðju var eitt sinn bær, sem hét Réttarhús. Jörð þessa keypti eigandi Nýlendu, en bæjarrústir voru jafnaðar út.
HafnirÞar skammt suðvestur af eru rústir af bæ, sem hét Vallarhús. Hann mun hafa farið í eyði upp úr aldamótum síðustu. Nú fyrir fjórum árum var byggður þarna sumarbústaður.
Vorhús voru rétt hjá Ragnheiðarstöðum; nú er þar skúr.
Þá taka við Haugsendar. Þar kvað hafa verið byggð fyrir ævalöngu, en enginn veit nú, hvar sá bær hefur verið.  Máske sjór hafi brotið upp land, eins og víða gerist hér með ströndinni, en geta má þess, að svo sem 150 metrum suðvestur frá horni garðlags þess, er liggur frá Bræðrum og niður undir sjó, má sjá, sjávarmegin við veginn, litla rúst, svo sem grænan hrygg, og ef vel er gaumgæft, sést móta fyrir garðlagi niður að sjó.“
Réttin í Höfnum var notuð fram til 1969. Þá gerði þar mikið óveður um veturinn og skemmdi sjórinn hana að hluta. Braut hann niður varnargarða og ýmsar minjar. Þrátt fyrir það má enn sjá móta greinilega fyrir réttinni – norðvestan við byggðakjarnan.

Heimild:
-Hafnir (Hafnahreppur) Vilhjálmur Hinrik Ívarsson skráði.
-Landnámsbærinn Vogur í Höfnum, Byggðasafn Reykjanesbæjar.

Ketill

Í Höfnum.

Camp Hopkins

Skammt norðan Nesvegar millum Reykjaness og Reykjanesbæjar hefur tveimur tilbúnum vörðum fyrir komið; nokkurs konar minnismerkjum.  Á sitthvorri vörðunni er skilti þar sem á má lesa eftirfarandi texta:

Varða við Nesveg

Vestari varðan, minnismerki um Camp Hopkins.

Á þeirri vestari; „Bandaríski herinn á Íslandi

Vorið 1941 kom Churchill forsætisráðherra Breta fram með þá tillögu við Fanklin Roosevelt forseta Bandaríkjanna, að bandarískur her leysti sveitir Breta af. Roosevelt var tregur til að senda hermenn án þess að ósk um slíkt kæmi frá íslenskum stjórnvöldum. Engu að síður þá var snemma í júní tekið til við að udnirbúa för bandarísks herliðs til Íslands. Bandarískar könnunarsveitir voru sendar til landsins til að skoða hugsanlega staði fyrir eftirlitsflugvelli og safna gögnum um húsnæði og lífskjör; loftvarnir, varnir við ströndina og við hafnir; og ástand hernaðarmannvirkja.
Bandaríkjamenn fengu formlegt boð frá Hermanni Jónassyni, forsætisráðherra Íslands, í júlí 1941. Þann sama dag tilkynnti bandaríkjaforseti þinginu um ráðstöfun sveita úr loft-, land- og sjóher til Íslands.

Bandarískir sjóliðar fyrstir á staðinn

Camp Hopkins

Ljósmynd á vestari vörðunni.

Fyrsta stórfylki sjóhersins, undir stjórn John Marston, hershöfðingja, var fyrsta bandaríska herliðið sem kom til Íslands. Það lenti við Reykjavíkurhöfn 7. júlí og fékk brátt liðsauka frá flugher, flota og landher.
Sjóliðarnir bjuggu upphaflega til bráðabirgða í Nissenskálum sem bresku hersveitirnar höfðu reist og hófust brátt handa við að byggja nýjar herbúðir. Victoria Park og Camp MacArthur, tvær samliggjandi herbúðir í Mosfellssveit norðaustur af Reykjavík, voru teknar í notkun af fyrsta herfylki. Annað herfylki kom sér fyrir í Camp Baldurshagi. Þriðja herfylki tók yfir breskar búðir, Camp Brautarholt, sem voru staðsettar á klettanesi nálægt innsiglingunni í Hvalfjörð. Þetta voru litlar ókláraðar búðir án rafmagns eða pípulagna. Hlöðu hafði verið breytt í matsal yfirmanna. Fimmta varnarherfylki, loftvarnasveit, var dreift í nokkrar búðir nálægt höfninni og fyrir austan borgina. Stórskotaliðið sá um að manna byggingarflokka sem reistu marga Nissenskála og önnur herbúðarmannvirki og byssustæði.

Camp Hopskins

Ljósmynd á vestari vörðunni.

Sjötta sjóliðasveit sem var hreyfanleg sveit, fékk það verkefni að byggja nýjar herbúðir til að hýsa sveitir landhersins. Litlar búðir með Nissenskálum höfðu áður verið reistar af Bretum, en pípu- og raflagnir og aðra aðstöðu átti enn eftir að útbúa. Sjóliðarnir reistu þess bráðabirgðaskála með hraði sem svefnskála, spítala, kirkjur, matsali, bíósali, vöruhús og skrifstofur. Í janúar 1942 fékk Sjóherinn skipun um að láta Landhernum eftir herbúðir sínar og snúa aftur til Bandaríkjanna þar sem þeim yrði fengin önnur verkefni. Í mars höfðu stórar sveitir bandaríska flotans. landhersins og flugsveita landhersins (AAF) komið sér fyrir á Íslandi.“

Á þeirri austari; „Bandaríkjaher tekur við stjórninni

Varða norðan Nesvegar

Austari minnisvarðinn um Camp Hopkins norðan Nesvegar…

Í apríl 1942 var skiptingunni frá bresku herliði yfir í bandaríkst herlið að mestu lokið. 22. apríl tók Bandaríkjaher við yfirstjórn herliðsins á Íslandi, undir stjórn Charles H. Bonesteel majórs. Boonesteel setti upp aðalstöðvar í Camp Tadcaster (sem var endurskírður Camp Pershing) við Elliðaár í Reykjavík, og var þá 3 km fyrir utan borgina og 1.5 km fyrir austan fyrrum höfuðstöðvar breska hersins í Camp Alabaster.
Hersveitirnar voru dreifðar um fjöldan allan af herbúðum innanbæjar, fyrir austan borgina, í Hafnarfirði í suðri og í Mosfellsbæ í norðaustri. Aðalstöðvar bandaríska flotans voru staðsettar í Camp Knox í norðvesturhluta Reykjavíkur og flugstöðvar flotans tóku yfir tvær stórar herbúðir við norðurströnd Fossvogs nálægt flugvellinum sem Bretar höfðu byggt. Flestar þessara búða hafa nú horfið vegna stækkunar borgarinnar. Þær fáu byggingaleifar sem enn standa eru vel varðveittar steinhleðslur, skorsteinar, vegir, stígar og stöku virki.

Herbúðabyggingar og herbúðalíf

Camp Norflok

Uppbygging braggabyrgðar

Liðsafli verkfræðisveita sem áttu að sjá um byggingu herbúða var lítill og var oft aukinn með mönnum frá öðrum sveitum auk innlendra verkamanna. Verkið sóttist seint vegna óblíðs veðurfars og upp komu alvarleg tæknileg vandamál. Aðflutningar byggingarefnis voru mikið vandamál þar sem Ísland var langt frá birgðastöðvum hersins.
Stórskotalið sem áttu að byggja fleiri herbúðir sendu vinnuflokka á valda staði til að reisa Nissenskála undir verkstjórn fárra manna úr sveit konunglegra verkfræðinga. Ekki var óalgengt að mennirnir ynnu 16 stundir á sólarhring og fjöldinn allur af herbúðum var reistur á nokkrum vikum. Hópur sex eða fleiri manna gat reist skála á nokkrum klukkustundum. Hóparnir luku 16 skálum á dag.

Camp hopkins

Camp Hopkins.

Nissenskálarnir var einfaldur í smíði. Endar hvers skála voru gerðir úr þremur viðareiningum sem mhægt var að setja saman á nokkrum mínútum. Klæðningin að innanverðu var gerð úr viðarplötum á 4×2 stálgrind. Bogadregnir veggirnir og þakið voru klæddir bárujánsplötum. Tvö lög að málmplötum voru sett neðst í hliðarnar en þakið var með einfaldri klæðningu. Byggingunni var haldið uppi af sveigðum burðarbitum (T-bitum) úr stáli. Hverjum skála fylgdi fullkomið sett af verkfærum og tækjum. Það eina sem þurfti að gera á staðnum var að útbúa grunn úr steinsteypu eða hraunkubbum.“

Fyrrnefndir braggar voru nefndir eftir hönnuðinum, Bjorn Farlein Nissen, en hann fæddist í Gjorvik nálægt Osló 1863, fluttist til Ameríku og starfaði þar við hönnun.

Camp Hopkins

Camp Hopkins -uppdráttur.

Keflavík

Dr. Fríða Sigurðsson skrifaði árið 1972 í Sunnudagsblað Tímans um upphaf þéttbýlis, „Tvær aldir í Keflavík„:
Keflavik -221„Í Keflavík hafði öldum saman aðeins verið bóndabær. Víkin hafði reyndar verið notuð sem höfn, ef ekki fyrr, þá að minnsta kosti með vissu síðan í byrjun 16. aldar, en enginn kaupmaður hafði þar fast aðsetur á undan Holger Jacobæus. Því hefur reyndar verið haldið fram, að Christen Adolph, sonur Holgers, hafi fæðzt í Keflavík, og hefði það þá verið árið 1766 eða 1767, en ekki hef ég getað fundið sannanir fyrir byggð í Keflavík á timabilinu á undan 1772. Heldur ekki í manntali frá 1816 finnst nokkurt fólk, sem sagt er fætt í Keflavík á þessu tímabili, og hefði manneskja, fædd 1766, þá þó ekki verið eldri en um fimmtugt!

Keflavík

Keflavík 1877.

Því þykir mér rétt að álíta árið 1772 fæðingarár Keflavíkurbyggðar, og var stundin sú, þegar Holger Jacobaeus ásamt fjölskyldu sinni og fylgdarliði steig í land í Keflavík, sennilega einn góðan vordag í júni 1772.
Í byrjun 16. aldar vitum við um Englending, Robert Legge frá Ipswich, sem árið 1540 kvaðst hafa stundað Íslandssiglingar í 26 eða 27 ár og lent þar meðal annars í Keblewyckey. (Björn Þorsteinsson: Enskar heimildir um sögu Íslands á 15. og 16. öld, bls. 94). Og það muna allir, að Hallgrímur Pétursson kom út 1637 á Keflavíkurskipi. En byggð var þar ekki nema eitt lítið kotbýli. Þó að Hallgrímur hafi ef til vill verið púlsmaður í sjálfri Keflavíkinni, þá bjó hann á Bolafæti i Njarðvíkurlandi! Og enn var aðeins einn bóndabær í Keflavík 125 árum seinna, þegar manntal var tekið 1762.

Keflavík

Frá Keflavík.

Þéttbýlið og mannfjöldinn voru í Leirunni, í Garðinum, á Rosmhvalanesi og í Kirkjuvogi, en fjölsetnasta hverfið var Stafnes með hjáleigum sínum. Þar hafði konungsútgerðin bækistöð sína, þar sat fyrsti íslenski landfógetinn, Guðni Sigurðsson. Og þegar Skúli Magnússon hafði tekið við þessu embætti, var Stafnes sýslumannssetur í tvö ár. Jafnvel Hólabiskupsstóllinn lét róa frá Stafnesi. Og í nánustu nánd við útvegsstaðinn Stafnes voru verzlunarstaðirnir, Þórshöfn, á 18. öld ekki lengur notuð, og Bátsandar, eins og þessi staður var skrifaður þá, síðan 1640 hin löggilta höfn danska konungsins á Suðurnesjum.
Þetta gerbreyttist, þegar konungsútgerðin var tekin af. Eftir því sem útgerðin á Stafnesi og með henni verzlunin á Bátsöndum minnkaði færðist byggðin til og Keflavík reis úr ómerkilegu kotbýli, þangað til hún varð höfuðstaður Suðurnesja.

Stafnes

Á Stafnesi.

Konungsútgerðin hafði lengi barizt í bökkum, og margt heilræði hafði verið reynt, en þegar rentukammer reiknaði loksins út, að kostnaðurinn við kost, föt og laun þeirra manna, sem stöðugt varð að hafa við útgerðina (ráðsmann, smið, fjóra vinnumenn, tvær stúlkur, einn dreng), nam nærri 250 ríkisdölum meira en hvað allt fiskiríið með innstæðubátum fimmtán færði inn, þá fékkst konungurinn til að afnema konungsútgerðina með lögum þann 12. desember 1769. Bátarnir fimmtán og sjóbúðirnar þrjár voru seldar og fasta starfsfólkið sent heim. Varð það endirinn á hinu illræmda mannsláni og að upphafi Keflavikurbyggðarinnar!

Keflavík

Keflavík 1901.

Eftir að hætt var að gera út frá Stafnesi, lögðust fyrst hjáleigurnar, hinir svokölluðu Refshalabæir, í eyði. Á Stafnesi sjálfu hélt bóndinn, Magnús Jónsson, áfram að búa, og eftir hans andlát 1784 ekkja hans, Helga Eyvindsdóttir, þá orðin 73 ára gömul. 1786 eru aðeins þrir menn búsettir á þessum áður svo fjölmenna stað,1790 jafnvel bara tveir, hjón ein. Þau tolldu þar fram undir aldamót og ólu á þessum árum nokkur börn, en þegar þau fóru burtu, lagðist Stafnes í eyði. Tók þessi þróun ekki nema þrjátíu ár. Með útveginum á Stafnesi hnignaði einnig verzlunin á Bátsöndum. Frá því að konungsútgerðin var afnumin 1769, sat enginn kaupmaður á Bátsöndum þangað til Dýnus Jespersen kom 1777.

Básendar

Básendar – gamli bærinn.

1778 var enn einu sinni nítján manns búsett þar. 1789 tekur Hinrik Hansen við af Jespersen, síðasti kaupmaðurinn á Bátsöndum. Þegar flóðið fræga braut húsin varð hann að yfirgefa staðinn. Hann fékk fyrst húsaskjól á Loddu, en hreiðraði þá um sig „á eyðibýlinu Stafnesi“. Þar dvelst kaupmannsfólkið enn, þegar manntal er tekið árið 1800, en 1801 flyzt það, eins og kunnugt er til Keflavíkur. Simon Hansen hlýtur að hafa áttað sig á því að ekki var hægt að snúa vísi tímaklukkunnar til baka. Hann hlýtur að hafa gert sér ljóst, að verzlunarstaðurinn hafði verið á niðurleið síðustu þrjátíu árin, og átti sér ekki viðreisnar von. Að flóðið setti bara punktinn yfir i-ið, sem skrifað hafði verið 1769. Þess vegna settist hann að í Keflavík, þó að þar væri annar kaupmaður fyrir. Því einnig í Keflavík höfðu tímarnir breytzt. Þar sem 1762 höfðu aðeins búið nokkrar sálir, var tíu árum seinna risinn vísir að byggð.

Keflavík

Í tveimur greinum í Faxa, blaði Suðurnesjamanna, hef ég skýrt frá því, að þegar árið 1772 hljóti fleiri menn að hafa búið í Keflavík en bóndinn og hans fjölskylda. Í jólablaðinu 1969 hef ég sagt frá því, að snemma árs 1773, áður en vorskipin komu út, hafi einhver borgarafrú Brickers dáið í Keflavík, augsýnilega erlend kona, sem ekki tilheyrði Keflavíkurkotinu, og barn eitt fæðzt, Gottfrede Elisabeth, dóttir kaupmannshjónanna Jacobæus, og hljóta hjónin að hafa dvalizt í Keflavik árið áður. En guðfeðginin við skírnina voru þrír Danir. Ályktaði ég af þessu, að allt þetta fólk hafi búið i Keflavík þegar árið 1772, rúmum tveimur árum eftir að konungsútgerðin hafði verið tekin af með lögum þann 12 desember 1769. Eftir var þá að leysa fyrirtækið upp. Salan gekk treglega, og getur vel hafa dregizt fram á árið 1771, og var það sennilega þar af leiðandi, að kaupmaður settist að í Keflavík. Í maíblaði 1970 hef ég þá fært sönnur fyrir þessari tilgátu minni um byggð í Keflavík árið 1771 með því að benda á „Suðurnesjabókina gömlu“, eins og ég nefndi hana, skattabók Rosmhvalaneshrepps fyrir árin 1772 til 1778. En sá hreppur náði á þeim tima alla leið frá Bátsöndum um Miðnes, Garðinn og Leiruna til Keflavíkur. Hefur bók þessi verið í öruggri geymslu að Útskálum þangað til 1901. Þegar hún komst á þjóðskjalasafnið var gert við hana, og er hún nú í öruggu bandi og tættu blaðkantarnir festir á pergament. Hún er fallega skrifuð og auðlæsileg. Þessi gamla hreppsbók byrjar nú einmitt á þessu sama ári, 1772, og staðfestir hún, að 1772 hafi verið tveir „kaupstaðir“ í hreppnum, Bátsandar og Keflavík, og í Keflavík hefur þá setið kaupmaður, undirkaupmaður, „annað þeirra þjónustulið“ og „búlausir menn“. Var signor kaupmaður Jacobæus skatthæsti einstaklingurinn í hreppnum, en „Keflvíkingar“ hafa á þessu ári 1772 borið nærri því helminginn opinberra gjalda!

Keflavík

Kaupmannssetrið á Bátsöndum hélzt enn um 25 ára skeið við hliðina á hinu nýja kaupmannssetri í Keflavík, en um aldamótin lagðist það niður eins og kunnugt er, og einnig byggðin á Stafnesi fór þá i eyði, en báðir þessir staðir höfðu verið i mestum blóma meðan konungsútgerðin var og hafði aðsetur sitt á Stafnesi og höfn á Bátsöndum.
Ekkert hef ég fundið, sem bendir til þess, að byggð hafi risið í Keflavík fyrr en 1772, svo við megum víst líta á þetta ár sem fæðingarár Keflavíkurkaupstaðar. Ekki vitum við, á hvaða degi vorskipin komu út árið 1772 með Holger Jacobæus ásamt fjölskyldu og fylgdarliði hans innanborðs, en þegar hann einhvern góðan veðurdag, sennilega í júní, steig í land í Keflavík með barn og buru, þá fæddist Keflavík, og mega Keflvíkingar því í vor halda upp á tvö hundruð ára afmæli byggðar sinnar!“

Keflavíkurbærinn

Keflavíkurbærinn.

Heimild:
-Tíminn Sunnudagsblað 23. apríl 1972, bls. 331-332.

Hafnaberg

Við bílastæði á Nesvegi ofan við Hafnaberg eru tvö skilti. Annað felur í sér upplýsingar um bjargið og íbúa þess og hitt eru nánari skil á hinum síðarnefndu. Reyndar er textinn orðinn allmáður, en með því að rýna í hann af gaumgæfni má lesa eftirfarandi á textaskiltinu:

Hafnaberg

Hafnaberg – skilti.

„Bjargið er myndað úr basalt hraunlögum sem mynda syllur. Sökum þess hve vogskorið það er býður það upp á gott aðgengi til fuglaskoðunar og í því má sjá flestar tegundir íslenskra bjargfugla.

Efst með brúnum verpa fýlar á breiðum hraunsyllum og í litlum skútum. Flestir taka þó eftir ritunni, bæði er mest af henni og að auki er hún hávær fugl. Bjargið ómar af hástemmdum klið frá ritum, blönduðum lágstemmdari röddum svartfuglanna. Rituhreiðrin eru dreifð um allt bjargið og á mjóum syllum byggir ritan upp hreiður úr sinu og gróðri, sem límd eru saman með driti. Langvían er næst ritunni að fjölda. Langvían er frekar hnappdreifð og býr í þéttu sambýli á tiltölulega breiðum syllum og skútum.

Hafnaberg

Hafnaberg – skilti.

Í bjarginu eru hellar með þéttri langvíubyggð. Stuttnefjan verpir á þrengri syllum en langvían og ekki í eins miklu þéttbýli. Stuttnefjum hefur fækkað mikið í Hafnabergi undanfarna áratugi. Eggjum langvíu og stuttnefju er verp beint á grjótsylluna og skurn eggjanna er frekar þykk. Litamynstur þeirra er fjölbreytt og talið að foreldrarnir þekki egg sitt á því. Lögum eggjanna er þannig að þau velta ekki beint undan halla, heldur í hring.

Meðal annarra fugla sem verpa í bjarginu er álkan, en erfitt getur verið að koma auga á hreiður hennar þar sem það er oftast inni í urðum og skútum.

Hafnaberg

Hafnaberg – textinn.

Lundinn verpir einnig í bjarginu í sprungum og holum, en pörin eru nokkuð fá. Sama er að segja um teistur sem verpa í urðum neðst í bjarginu.

Varp hefst í bjarginu seinni hluta maí og liggja svartfuglar á eggjum í rúma 30 daga. Ungar svartfuglanna hoppa svo ófleygir úr bjarginu um 20 daga gamlir og halda með foreldrunum á haf út. þegar ungarnir hoppa heyrast mikil hljóð í foreldrunum þegar þau hvetja ungana til dáða og tíst í unganum á móti. Þetta gerist helst um lágnættið þegar farið er að skyggja svo skúmar og aðrir ræningjar komi síður auga á ungana þegar þeir taka fyrstu skrefin.“

Hafnaberg

Hafnaberg – hreiður.