Færslur

Reykjanesviti

Gengið var frá vitanum á Vatnsfelli á Reykjanesi, með ströndinni og yfir að Litlavita á Skarfasetri, austar á bjarginu, nokkru austan Valahnúks. Vitinn á Vatnsfelli, sem margir telja að heiti Bæjarfell, var tekinn í notkun árið 1908. Nafnið á fellinu er tilkomið vegna lítilla tjarna norðan við hæðina. Vitavarðahúsið stóð hins vegar upp af Bæjarfelli, utan í Vatnsfellinu, þar sem það stendur enn.

Reykjanesviti

Reykjanesviti – gata að gamla Reykjanesvita á Valahnúk.

Genginn var gamall flóraður stígur, sem er nokkuð greinilegur og liggur frá Bæjarfelli að Valahnúk. Þessi stígur var notaður af vitaverðinum þegar vitja þurfti gamla vitans. Gamli vitinn á Valahnúk var fyrsti ljósvitinn á Íslandi og reistur árið 1878. Hann var ekki mjög lengi í notkun því árið 1887 urðu miklir jarðskjálftar á þessu svæði og hrundi þá mikið úr fjallinu og óttaðist fólk að vitinn hyrfi í hafið. Því var hætt að nota hann og vitinn á Vatnsfelli byggður.

Uppi á Valahnúk má enn sjá hleðslu úr grunninum af gamla vitanum (undir fjallinu liggja brotin úr gamla vitanum og bíða þess að verða raðað upp á ný). Fara þarf varlega þegar upp er komið, því brúnirnar eru mjög sprungnar og lausar undir fæti. Þaðan er víðsýnt til allra átta.
Í fjarska trjónir Eldey, 77 metra hár þverhníptur klettastapi. Þar er ein stærsta súlubyggð sem þekkist í heiminum (talning 1949) og þar er talið að geirfuglar hafi verpt fyrrum. Eldey var friðlýst árið 1974. Nú er hún sennilega önnur eða þriðja stærsta súlubyggð í heimi.
Karlinn, virðulegur klettadrangur, stendur rétt utan við ströndina, hann er hluti af gömlum gígbarmi, líkt og Eldey, en Kerlingin, sem var þarna skammt vestar, er nú komin undir sjó. Bæði Karlinn og Kerlingin eru leifar gíga úr sitt hvorri Stampagosgígaröðinni, en þær eru fjórar talsins frá mismunandi tímum. Raðirnar eru dæmigerðar fyrir gígaraðirnar á Reykjaneshryggnum (blunda í 1000 ár en eru jafnan virkar í Önnur 300).
Þegar gengið er niður af Valahnúk er gengið með ströndinni til suðurs meðfram Valahnúkamöl sem er mjög sérstakur sjávarkambur með stóru sæbörðu grjóti. Árið 1950 strandaði breska olíuskipið Clam við Reykjanes og rak upp í Valahnúkamöl, þá drukknuðu 27 menn en 23 var bjargað með fluglínu.

Draugshellir

Draugshellir í Valahnúk.

Uppi á austanverðum Valahnúk er Draugsskúti, en tvennar frásagnir eru til af draugagangi þar er menn ætluðu að gista í honum. Kvað svo rammt af draugagangnum að lá við sturlun þeim er hlut áttu að máli. Um þetta eru skráðar sagnir í Rauðskinnu.
Nafnið má ætla að sé dregið af valabjörgum, en það var áður haft um Valahnúka. Valahnúkamöl lokar dalnum að vestan en Valabjargargjá að austan. Stórgrýttur sjávarkamburinn hindrar að úthafsaldan nái inn í dalinn, en sjór egngur þó langt á land eftri sprungum í hraununum. Þar kemur hann inn á jarðhitasvæði og hitnar. Það gerði möguleika laugarinnar, sem síðar verður minnst á, að veruleika.
Frá Valahnúkamöl er gengið með ströndinni til suðurs, á þeirri leið er gaman að virða fyrir sér þær hraunmyndanir sem ber fyrir augu og gera sér í hugarlund hvers konar ógnaröfl hafa verið þar að verki. Gengið er fram hjá fjölbreyttum básum þar sem brimið ólgar og svellur, sérstaklega er það tilkomumikið í þröngum bás, Blásíðubás, rétt áður en komið er að vitanum. Inn í hann eru nokkur dæmi um að sjófarendur hafi ratað lífsróður í sjávarháska.
Stefnan er tekin á litla vitann á Skarfasetri, hann var byggður sem aukaviti árið 1909 og endurgerður árið 1914 og síðast endurgerður árið 1947. Ástæðan fyrir byggingu hans var að nýji vitinn á Bæjarfelli hvarf á bak við Skálafell þegar siglt var frá suðaustri. Hann kom því ekki að notum fyrir skip sem komu að austan. Einnig liggur oft þoka yfir Bæjarfelli þannig að Reykjanesviti sést ekki. Fyrsti vitinn á Skarfasetri gekk fyrir gasi og var einn fyrsti sjálfvirki vitinn við Íslandsstrendur.

ReykjanesvitiUndir berginu skammt austan við vitann er fallegur gatklettur.
Þegar gengið er til baka er gott að ganga upp með Skálafelli og líta ofan í Skálabarnshelli eða bara ganga sömu leið til baka.

Reykjanes

Reykjanes – sundlaug.

Þegar komið er að Valahnúkamöl er gott að taka stefnuna yfir túnið að Bæjarfelli. Á þeirri leið má finna litla tjörn/gjá, sem er að mestu náttúrusmíð, og er örlítið hlýrri en sjórinn. Sést móta fyrir hleðslum bæði við gjána og einnig ofan í henni líkt og hlaðnir hafi verið veggir og tröppur niður í hana. Í þessari tjörn fengu börn úr Grindavík tilsögn í sundi um og eftir 1930. Þaðan er stutt upp á veg og þar með hringnum lokað.
Undir Bæjarfelli eru tóftir útihúsa frá bæ gamla vitavarðarins sem og hlaðinn brunnur, er gerður var á sama tíma og vitinn á Valahnúk 1878. Umhverfis eru hlaðnir garðar frá búskap vitavarða, en vestan við Valahnúk má enn sjá hlaðinn veg upp úr fjörunni, en eftir honum var grjóti í elsta vitann og íbúðarhúsið ekið úr hraunhellunni, sem þar er.
Meira um nágrenni Reykjanesvita HÉR.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 22 mín.

Heimild m.a.:
-Árbók FÍ 1984 – séra Gísli Brynjólfsson.

Reykjanes

Reykjanesviti – hliðarstólpar.

 

Reykjanes

Guðmundur G. Bárðason skrifaði grein í Lesbók Morgunblaðsins 1928, “Á Reykjanesi“:

Guðmundur G. Bárðarson

Guðmundur G. Bárðarson.

“Þeir sem ætla frá Reykjavík út á Reykjanes eiga um tvær leiðir að velja. Önnur liggur frá Grindavík en hin frá Kalmanstjörn í Höfnum vestan á Reykjanesskaga. Til beggja þessara staða er góður bílvegur frá Reykjavík og tekur aksturinn um 2 klst. Frá Kalmanstjörn er 3 klst. gangur suður á Reykjanes. Liggur vegurinn fyrst fram hjá Hafnarbergi yfir gömul helluhraun, sem eiga upptök sín í Sandfellsdyngju (Sandfellshæð) upp við fjöllin á skaganum hefir hrunið fallið hjer í sjó fram og myndað Hafnaberg. Er hæsti hraunhóllinn yst á berginu nefndur Berghóll. Sunnan við Hafnaberg taka við Stóra- og Litla-Sandvík. Alt þangað suður eru foksandsbreiður á veginum, er skapast hafa af foksandi frá ströndinni. Veður í sandinn og er þungfært, einkum þegar þurt er. Úr Litlu-Sandvík liggur leiðin heim að Reykjanesbænum yfir Stampahraun. Er þar greiðfær og sæmilega sljett gata. Öll er þessi leið greiðfær hestum.

Gömlu-Hafnir

Tóftir í Gömlu-Höfnum.

Norðanvert við Hafnaberg mótar fyrir sandorpnum rústum, eyðibýlum. Þar voru í fyrndinni 3 bæir, Kirkjuhöfn, Sandhöfn, og Eyri og sunnan við Hafnaberg eru rústir af bæ, sem hjet Skjótastaðir. Líklega efir sandfok eytt býlum þessum. Nú eru þessi svæði mjög sandorpin og gróðurlaus að kalla. Hefir roksandurinn hjeðan borist langa leið upp í Hafnaheiði, austur fyrir veg þann, er liggur úr (Grindavík norður) í Hafnir.

Reykjanesviti

Vagnvegur að Reykjanesvita frá Grindavík. Það mun hafa verið Ólafur Sveinsson vitavörður, er fyrstur kastaði þarna grjóti úr götu. Ólafur og synir hans voru menn harðduglegir til verka, og þeir ruddu þarna veg svo að bílar gátu komist alla leið út að vita.

Frá Járngerðarstöðum í (Grindavík er einnig 3 klst. gangur út á Reykjanes. En s.l. vor hefir Ólafur Sveinsson vitav. á Reykjanesi unnið að því með sonum sínum að bæta veginn úr Staðarhverfinu út á nesið, og orðið mikið ágengt. 23. júlí í sumar fór jeg á bíl úr Grindavík alla leið út að túninu á Reykjanesi. Var það fyrsti bíllinn er komst alla þá leið. Milli Járngerðarstaða og Staðar skiftast á grónar grundir með sjónum og hraun, og á einum stað er sjávarós, sem tæpast verður ekið yfir um flæði.

Staðarberg

Staðarberg.

Utan við Stað taka við hraun og eru sum allúfin apalhraun. Ná þau útundir svo nefnda Sandvík mitt á milli Staðar og Reykjanes. Enda hraunin í bröttum hömrum við sjóinn. Heitir þar Staðarberg. Er þar torfærulaus leið fyrir bíla, en krókótt og seinfarin. — Út frá Sandvík er vegurinn sljettur og greiðfær, en víðast sandborinn. — Aðeins á stöku stað, svo laus að hjólin vantaði viðspyrnu og „spóluðu” sem kallað er; en úr því hefir vitavörðurinn bætt með því að leggja hraunsteina í veginn. Alt er þetta bærilegur reiðvegur og greiðfær gönguleið, en heldur þungfært í sandinum. En hvorki þessa leið eða frá Kalmanstjörn skyldu menn fara á spariskóm. Eru gúmmískór hentastir í hraununum.

Eldvörp

Í Eldvörpum.

Eldvörp kallast hraunhólaröð, sem ber við himin í hraununum nlllangt fyrir norðan veginn. Er það gömul gígaröð með strjálum gíghólum og eldborgum, sem mynd ast hefir á eldsprungu. Stefnir hún frá Sandvík til norðausturs inn Skagann, norðanveit við Þorbjarnarfell. Úr eldvörpunum hefir fallið mikil hraunbreiða fram á Staðarberg milli Staðar og Sandvíkur og önnur kvísl til sjávar milli Húsatófta opr Járngerðarstaða. Hafa gos þessi líklega orðið á undan landnámstíð, þó eigi verði það sagt með neinni vissu.

Baðstofa

Baðstofa.

Gjár eða hraunsprungur alldjúpar eru á nokkrum stöðum í hraunum þessum nærri veginum og stefna þær allar að kalla líkt og Eldvörpin, frá SV.—NA. — Nafnkunnust er gjá austan vert við bæinn á Húsatóftum; er hún kölluð Baðstofa. Er hún ca. 25—30 m. djúp og ferskt vatn í henni um fjöru. Er það eini staðurinn á þessari strandlengju sem ósalt vatn er að fá. Silfurgjá („Silfra”) er fyrir ofan Járngerðarstaði, 20—25 m. djúp. Inn í sumar gjárnar gengur smá upsi gegnum hraunið t.d. Bjarnagjá.

Eldvörp

Eldvörp – byrgi.

Útilegumannabygð. Í Eldvarpahrauni, í norðvestur frá Grindavík, fundust 1872 eldgamlar rústir af hraunkofum er sumir hafa haldið að væru eftir menn sem lagst hafi út í hraunið, en aðrir halda að Grindvíkingar hafi notað þá sem fylgsni á ófriðartímum. Eru kofarústirnar á afskektum stað í versta hrauninu, og eigi gjörlegt að leita þeirra nema með leiðsögu kunnugra manna. Hefir Þorv. Thoroddsen lýst þeim í ferðabók sinni, (Ferðabókin T. bls. 174).

Rafnkelsstaðaberg

Gatklettur í [H]Rafnkelsstaðabergi.

Eydd bygð. Nú er Staðarhverfið vestasta bygðin sunnan á Skaganum. En ummæli herma að í fyrndinni hafi bygð verið miklu lengra út eftir og prestssetrið Staður hafi þá verið í miðri sveit. Ef til vill hefir einhver bygð verið í Sandvík og þar í grend, sem sje eydd af sandfoki. Sumir telja að Reykjanes hafi áður fyr náð lengra út og þar muni hafa verið bygð, sem sokkin sje í sjó. En það er harla óiíklegt og engin rök hafa fundist fyrir því í fornritum. Hafi Eldvarpahraun runnið eftir landnámstíð gæti það hafa eytt býlum við ströndina.
Háleyjarbunga. Utanvert við Sandvík er ávöl hæð eða bunga suður við ströndina góðan spöl frá veginum. Heitir hún Háleyjarbunga. Er hentugt að taka sjer krók af veginum til að skoða hana. – Er það gömul gosdyngja svipuð Skjaldbreið að lögun, en margfalt minni og halla minni. Efst í bungunni er gosketillinn og sjest hann eigi fyr en alveg er komið að honum. Er hann um 130 m. að þverm. og 20—30 m. djúpur, í börmunum er straumlögótt grágrýtiskent berg með glitrandi ólivín kristöllum gul grænum að lit og eru sumir með bláleitum blæ. Gosdyngjur svipaðar þessum eru allvíða hjer á landi en fágætar annarsstaðar nema á Sandwicheyjum í Kyrrahafi. Sjórinn hefir brotið af suðurjaðri dyngjanna og heitir þar Háleyjaberg.

Háleyjarbunga

Háleyjarbunga.

Skálafell. (Heiðin). Af Háleyjarþungu er best að fara vestur á Skálafell, sem er eldfjall (ef fjall skyldi kalla), og hæsta fjalli sunnan á Reykjanesi (78 m.).
Djúpur gígur eða eldborg með börmum af gjallkendu hrauni en austan í fellstoppnum. Þaðan hefir mikið apalhraun runnið niður fjallið. Annar eldri gígur ógleggri er þar nokkrum metrum vestar. Á fjallinu er gott útsýni út á Reykjanestána, þar sem litli vitinn er. Hraunsprungur og gjár eru margar í fjallshlíðinni að norðvestan. Stefna allar frá SV—NA og rýkur úr þeim á stóru svæði.
Mest ber á Misgengissprungu niður við rætur fjallsins og nær hún út að sjó, hefir þar myndast kletta belti af því landið austan við gjána hefir sigið 10—15m. Þar sem mest er. Heitir gjáin

Valahnúkur

Valahnúkar og Valahnúkamöl.

Valbjargargjá. Stefnir hún yfir hverasvæðið upp á nesinu. Líklega er suðurbarmurinn á svo kallaðri Hauksvörðugjá, norðvestur af Sandfelli inn á Skaganum, áframhald af Valbjargargjá. Sumir telja að sprungur þessar megi rekja austur í Strandaheiði, suður af Vogum.

Reykjanes-sundlaug

Reykjanes – sundlaug. Valborgargjá er staður sem fáir hafa heyrt um og er falin perla fyrir mörgum. Hún er með fallegri stöðum á Reykjanesi en þar er m.a að finna eina af elstu sundlaugum landsins. Ólafur P. Sveinsson vitavörður á Reykjanesi lét gera litla laug í gjánni á árunum 1925–1930. Hann lét sprengja hraunklöpp þannig að volgur sjór seytlaði í gjánna og útbjó hann þrep niður í gjánna. Byggður var skúr yfir gjána og var börnum kennt sund þarna áður en sundlaugar komu til skjalanna í byggðarlögunum á utanverðum Reykjanesskaganum. Laugin er kulnuð í dag.

Sjávarlaug. Sunnan við Valbjargargjá eru óslitin hraun út á Reykjanestána. Sunnanvert við Reykjanestána er Blásíðubás og svo Skarfasetur, þar sem litli vitinn stendur. Eru þar allsstaðar brattir hraunhamrar með ströndinni norður undir Valbjargargjá.
Norðan við gjána er láglent, Hefir brimið hlaðið þar upp háum malarkambi úr stórum hnullungum, er nær norður að Valahnúkum. Bak við malarkambinn er mjótt og langt krókótt lón. Sígur sjórinn inn í það um flæði gegnum malarkambinn. Einnig mun sjór leita neðanjarðar miklu lengra inn undir hraunin bak við, þangað sem jarðhitinn er. Þegar fer að falla út sígur sjórinn undan hrauninu út í lónið og er þá 26° heitur. Er hitinn mestur nyrst í lóninu. Þarna virðist vera efni í besta baðstað. Væri lónið hreinsað, steyptir að því veggir og stúkað í sundur, ættu menn þar völ á sjóböðum, misheitum, frá átta til tíu gráður eins og hann er hjer við ströndina upp í 26° eins og suður við Ítalíu. Nóg er hjer líka af skjólasömum sandstráðum, lægðum og skútum í Valbjargargjá og hrauninu til sólbaða þegar sólar nýtur.

Reykjanes - valahnúkar

Gamli vitinn á Valahnúkum.

Valahnúkar. Svo heita tveir einkennilegir móbergshnúkar við sjóinn norðan við sjólaugina og er sá syðri miklu stærri (48 m. hár). Í raun og veru munu hnúkarnir vera leifar af afargömlum eldvörpum, er spúið hafa ösku. Hefir sjórinn sorfið og brotið niður helming hnjúkanna og stendur þvergnýpt stálið eftir og fljettast svartir blágrýtisgangar og blágrýtislög alla vega innan um móbergið. Í nyrðri hnúknum ber meira á blágrýtinu. Hefir brimið etið breið göng í gegnum hann. Geta menn um fjöru gengið þar þurrum fótum í gegn, undir fellið.
Áður stóð vitinn á Stóra-Valahnúk En í landskjálftum vildi það til að bergið sprakk og hrundu úr því stykki svo staðurinn var ótyggur. Á vorin og framan af sumrum er allmikið af bjargfugli bæði lunda, ritu og fíl í hömrunum framaii í hnúkunum. Eiga þeir þar hreiður sín. Er þar tækifæri til að sjá þá hlynna að ungum sínum og færa þeim fæðu.

Reykjanes - viti

Yngri Reykjanesvitinn á Vatnsfelli. Eldri vitavarðahúsin.

Heima á Reykjanesi. Jeg býst við að ferðamennirnir sjeu farnir að þreytast af göngunni, þegar þeir hafa sköðað það sem hjer hefir verið talið. Er þá ráð að skreppa heim á bæinn og heilsa upp á vitavörðinn, taka sjer stundar hvíld.
Bærinn stendur sunnan undir svonefndu Bæjarfelli. Er það úr móbergi og líkt og Valahnúkar. Vitavörðurinn og frú hans taka vel á móti gestum sínum og eru fús að greiða götu ferðamanna og leiðbeina þeim. Ólafur vitavörður hefir aðeins verið 3 ár á Reykjanesi. Er hann mesti atorkumaður og hefir ótrálega mikið bætt jörðina á þeim stutta tíma, bæði aukið og bætt túnið og girt það með öflugum grjótgirðingum.

Reykajnes - viti

Reykjanes – yngri vitinn og yngri vitarvarðahús.

Vitinn stendur efst á Bæjarfelli (áður Vatnsfelli), er hann 25 m. hár og ljóskerið um 73 metra hátt, yfir sjó. — Borgar sig að skreppa upp í hann til að skoða ljóskerin og njóta útsýnis yfir nágrennið. Er erfitt að standa á verði við ljósin efst í turninum þegar landskjálftar ganga og alt leikur á reiðiskjálfi.

Gunnuhver

Við Gunnuhver á Reykjanesi.

Hefir vitavörðurinn stundum komist í hann krappan við ljóskerin þegar landskjálftar hafa komið. Goshverinn er góðan spöl fyrir austan bæinn á jarðhitasvæðinu norður af Skálafelli. Er hann nefndur Litli-Geysir. Mun hann hafa; myndast 1906(?). Áfast við hann að vestan er annað uppgönguauga. — Eru þetta einu hverirnir hjer á nesinu sem gjósa vatni. Þó er það ekki ferskt vatn sem kemur upp með gosunum, heldur saltur sjór, enn saltari en við ströndina. Liggur þó hverinn nm 15 metra hátt yfir sjó og frá honum er 2—3 km. spölur til sjávar. En óefað sígur sjórinn eftir sprungum neðan jarðar inn undir jarðhitasvæðið. Hverinn gýs á 15—20 mínútna fresti og eigi hefi jeg sjeð hann gjósa nema c.a. 3 m. frá jafusljettu, en stundum kvað hann gjósa mun hærra. Á undan gosunum heyrast miklar dunur niðri í jörðinni, er smáaukast þangað til gosið byrjar. — Nokkrum metrum fyrir austan Geysi ee vellandi leirpyttur er mikið gufar úr. Myndaðist hann í landskjálftum 1919.

Gunnuhver

Gunnuhver.

Gunna eða Gunnuhver. Fyrir norðaustan Geysi er öll jörðin soðin sundur af jarðhita, bergtegundirnar leystar upp og orðnar að ruuðum, gulleitum og hvítum leirtegundum. Hafa menn haldið að hvítasti leirinn, sem best sjest þar í gryfju einni, væri postulínsjörð, en í rauninni er í honum sömu efni og venjulegu hverahrúðri (Kisill). Þar í holtunum eru á stóru svæði fjölmörg jarðffufuott, er sjóðheitar gufur streyma upp um. Hefir safnast nokkur brennisteinn við sumar þeirra (brenniateinshverir) og víða er leirinn blandaður brennisteini. Í dálítilli hvilft norður í holtaröðlinum, sem þar er, eru vellandi leirhverir. Heitir aðalhverinn Gunna eða Gunnuhver. Er sagt að hverinn dragi nafn af draug, er Eiríkur prestur á Vogsósum setti þar niður (Þjóðsögur Jóns Arnasonar I. 577—578). Í hverunum er vellandi leirgrautur, og öðru hvoru gjósa þar upp brennheitir gufustrókar með miklum hvin og dunum. Er þetta talinn einna mestur leirhver hjer á landi. Fara skyldu menn gætilega nærri þessum leirhverum því jarðvegurinn er ótraustur og undir honum er jörðin sjóðheit og vellandi.

Gunnuhver

Gunnuhver – hverasvæðið.

Láta mun nærri að jarðhitasvæðið á Reykjanesi muni vera 3-4 ferkílómetrar. Á öllu því svæði stíga gufur upp hjer og hvar úr sprungum og hraungjótum, þegar svalt er veður. Í grasflesjunum nærri aðalhveruuum, þar sem engar gufur sjást koma úr jörðu, er jörðin víða 80—90° heit rjett undir grassverðinuni; fer þar að rjúka ef jarðvegurinn er rofinn. Er það ljóst að hjer er geysimikil og dýrmæt orka falin í jörðu, sem nægt gæti Reykjavík og öllum þorpum hjer á skaganum til ljósa, hita og iðnaðarstarfa. En til þess þarf að beisla jarðhitann og breyta honum í rafmagn, líkt og nú er gert á Ítalíu og Japan. Telja fróðir menn að virkjun jarðhitans sje ódýrari en fossavirkjun. Áður en farið er að virkja fossa í stórum stíl handa Reykjavík, er sjálfsagt að rannsaka það til hlítar, hvort eigi borgi sig eins vel eða betur að virkja jarðhitann á Reykjanesi eða öðrum hverasvæðum í nálægð við bæinn.

Sýrfell

Sýrfell.

Sýrfell. Frá hverunum er um klukkutíma gangur norður á Sýrfell; er það móbergsfjall og hæsta fjallið út á nesinu (96 m.). Er þaðan gott útsýni. Suðvestur af því eru svo nefndir Rauðhólar; eru þar ljós og rauðleit leirlög, leifar eftir gamla hveri. Í hæðarana suðvestur af Sýrfelli er gígskál allstór og annar gígur nokkrum metrum sunnar efst í sömu hæðinni. Norðaustur af Sýrfelli mætast nýju hraunin úr Grindavíkur-Eldvörpunum og Stampahraunin úr gígaröðinni á norðanverðu nesinu.

Súlur

Súlur.

Í norðri og austri blasir við Hafnaheiði, Stapafell, Súlur, Þórðarfell, Sandfell og Sandfellshæð, sem er langstærsta hraundyngjan á utanverðum skaganum. Frá Sýrfelli gengur lægð til norðausturs inn skagann, sjest glögt fyrir henni norðaustur við nýjuhraunin. Heitir dældin Hauksvörðugjá, er þessi sigdæld takmörkuð af misgengissprungum beggja vegna. Framhald þessarar sigdældar er lægðin á Reykjanesi milli Skálafells og Stampahrauns. En sprungurnar eru þar víðast duldar undir yngri hraunum nema norðan í Skálafelli. Þjóðsögur herma að Kaldá hjá Kaldárseli hafi í fyrndinni runnið út Reykjanesskaga og þessi sigdæld sje hinn forni farvegur hennar, en forneskjumaður hafi breytt farvegi hennar.

Stampar

Stampar og Stampahraun.

Stampar og Stampahraun. Hraunbreiðan á nesinu norðan við fellin heitir Stampahraun. Hafa þau hraun komið úr eldsprungu (einni eða fleiri) er hefir vanalega stefnu (SV—NA) og nær alla leið frá sjó við svo kallaður Kerlingarbás, eins langt til norðausturs sem hraunið nær. Hefir röð af gígum eða eldvörpum myndast á sjálfum sprungunum þar sem hraunið hefir ollið upp. Heita gíghólar þessir Stampar. Mun nafnið þó helst eiga við þá syðstu. Til þess að skoða gígaröðina er hentast að fara út í hraunið norðvestur af Sýrfelli og fylga eldvörpunum til sjávar. Þar eru víða holar hrannpípur eða hraunræsi er storknað hafa utan um hraunstrauma og hraunleðjan síðan tæmst innan úr. Niður við sjóinn eru háir hamrar af lagskiftu móbergi og hraunið ofan á. Þar eru lóðrjettir blágrýtisgangar upp í gegnum móbergið er renna saman við hraunið ofan á, Eru það án efa endarnir á eldvörpunum sem hraunið hefir ollið upp um.

Önglabrjóstnef

Önglabrjótsnef. Karlinn fjær.

Spöl norður með sjónum er gíghóll framan í hömrunum. Hefir brimið etið hann inn að miðju svo þverskurður sjest af innri gerð hans. Er gígrásin full af rauðleitu gjalli. Önglabrjótsnef, litlu norðar, er myndað úr gjallkendu hrauni úr þessum gíg og fleirum af líkri gerð, er standa nokkru fjær ströndinni.

Karlinn

Karlinn.

Karlinn er 50 m. hár drangur fram af nesinu undan Stampahrauni 400—500 m undan landi. Þar eiga bjargfuglar hreiður í berghillum.
Eldey blasir við í suðvestur af nesinu. Er hún um 14 km. undan lyndi, álíka há og Skálafell (77 m., 100 m. breið, um 300 m. löng), flöt að ofan og öllu megin þverhnýpt niður að fjöru. Eyjan er úr móbergi og gróðurlaus. Hjalti Jónsson framkvæmdarstjóri kleif upp í eyjuna 30. maí 1894. Þótti það þrekvirki. Rak hann járngadda í bergið og las sig eftir þeim upp á eyjuna, og tengdi festi í bjargið. Þar verpa súlur í þúsundatali.

Reykjanes

Reykjanes – brim.

Brimið við Reykjanes er oft stórkostlegt þegar vindur stendur af vestri. Þeir sem staldra við á Reykjanesi þegar öldurót er, og eigi hafa sjeð stór brim, ættu að bregða sjer ofan á hamrana hjá Valbjargargjá eða ofan á Valahnúk, og virða fyrir sjer brimgarðinn, og hlusta á gróttuhljóðið við Valhuúkamöl, þegar brimsogið og öldurnar eru að velta til hnullungunum, sem sumir hverjir eru 1—2 m að þvermáli, Fágætar jurtir. Mjög er gróður lítið á Reykjanesi. Helstu gróðurflesjurnar eru í lægðinni frá túninu vestur fyrir hverina. Fann jeg þar á nesinu um 50 plöntutegundir. Af fágætum plöntum, fann jeg þar þessar: Baunagras í brekku við bæinn. — Naðartungu og flóajurt við gufuhverina. Þistil í túnjaðrinum. Gullkollur er algengur í hraununum. Sækvönn í grasbrekkum og á bjargröndinni suður af Skálafelli.

Gullkollur

Gullkollur – einkennisblóm Reykjaness.

Landskjálftar eru að líkindum tíðari á Reykjanesi en á nokkrum öðrum stað hjer á landi. Hafa þeir oft gert þar spjöll á vitanum og bæjarhúsum og valdið röskun á hverunum. Hafa þeir stundum staðið í sambandi við eldsumbrot í hafinu út af nesinu. Engar sögur fara af eldgosum á landi þar á hesinu. Vita menn því eigi hvort nokkur af hraununum þar hafa runnið eftir landnámstíð. Frásögurnar um gosin í hafi, framundan nesinu eru einnig mjög óglöggar.”

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins, 38. tbl. 23.09.1928, Á Reykjanesi – Guðmundur G. Bárðarson, bls. 297-300.

Reykjanes

Reykjanes.

Reykjanesviti

“Vorið 1878 var byrjað á byggingu vita á Reykjanesi. Stóð fyrir smíði hans danskur verkfræðingur, Rothe að nafni. Sá viti var byggður yzt á Reykjanestá, en íbúðarhús vitavarðar stóð í kvosinni undir Bæjarfellinu, sem nýi vitinn var síðar reistur á, var langur spölur frá vitavarðarhúsinu að gamla vitanum.
Reykjanesviti 1962Þótti það karlmennskuverk að gæta vitans. Þessi viti, sem myndin sýnir, var byggður 30 árum síðar en gamli vitinn, en þá var undirstaða hans, kletturinn, orðin svo ótrygg og sprungin frá aðalberginu, að ekki þótti fært að láta svo búið standa. Aukaviti var einnig reistur á Skarfasetri, slóðum gamla vitans, þar eð Skálafell skyggir á aðalvitann á mjóu belti á siglingaleið skipa, er að austan koma. — Fyrsti vitavörður var Arnbjörn Olafsson, síðar kaupmaður í Keflavík. Flutti hann að Reykjanesi ásamt systur sinni Sesselju Ólafsdóttur, 1878, er byrjað var á vitabyggingunni. Hann fékk veitingu fyrir vitavarðarstarfinu 1. desember 1879 og hélt þeim starfa til 1884. Kona hans var Þórunn Bjarnadóttir, systir séra Þorkels á Reynivöllum.
Reykjanesviti-9212. Jón Gunnlaugsson, skipasmiður, var vitavörður 1884 til dánardægurs, 23. okt. 1902. Ekkja hans Sigurveig Jóhannsdóttir, fluttist til Reykjavíkur 1903.
3. Þórður Þórðarson 1902 til 1903.
4. Jón Helgason, áður vitavörður á Garðskaga, 1903 til 1915, síðar bóndi á stað í Grindavík. Kona hans Agnes Gamalíelsdóttir.
5. Vigfús Sigurðsson (Grænlandsfari í leiðangri dr. Wegeners), 1915 til 1925. Kona hans Guðbjörg Árnadóttir.
6. Ólafur Pétur Sveinsson 1925 til 1930.
7. Jón Ágúst Guðmundsson 1930 til dánardægurs, 11. ág. 1938.
Reykjanesviti-9078. Kristín Guðmundsdóttir, ekkja Jóns Ágústs, 1938 til 1943.
9. Einir Jónsson, sonur Jóns Agústs og frú Kristínar, 1943 til 1947. Hafði hann gegnt vitavarðarstarfi frá andláti föðurins, en á ábyrgð móður sinnar til 1943.
10. Sigurjón Ólafsson 1947 og síðan.
Að sjálfsögðu höfðu allir vitaverðirnir vinnumenn, sem voru þeirra önnur hönd við vitavarðarstarfið. Hér er ekki rúm til að gera vitavörðunum og fjölskyldum þeirra verðug skil, en hetjudug þurfti til að búa á Reykjanesi, víðs fjarri mannabyggð, þegar enginn vegarspotti lá yfir auðnina þangað né sími. M. V. J.”

Heimild:
-Faxi, 22. árg., 1962, 4. tbl., bls. 49.

Reykjanes

Reykjanes.

Gunnuhver

5. Reykjanesviti – Gunnuhver

-Karlinn

Reykjanes

Reykjanes – Karlinn.

Sést utan við Reykjanesið. Gígtappi úr einum gíga gígaraðarinnar í Stömpunum, sá syðsti (frá Stampagosinu hinu Yngra). Karlinn um 50 metra hár og þétt setinn fugli.

-Kerlingin
Horfin, var einnig einn gígtappinn í gígaröðinni vestan við Karlsgígaröðina. Annars eru raðirnar fjórar frá mismundandi tímum. Hörslin eru elst og austast, þá kemur gígaröð milli Stampa og Hörsla, ein vestastan þeirra og síðan Stamparnir. Raða sér á misgengissvæðin frá SV-NA.
Segja má að þar rísi Atlanshafshryggurinn úr hafi og gengur á land með stórum sprungum sem og úfnu hrauni alsettu smágígum. Síðasta gosið á þessum slóðum var árið 1268.

-Atlantshafshryggurinn
Jarðvirkni á Íslandi er mikil og landmótun hröð. Þetta má helst skýra með legu landsins á Atlantshafshryggnum sem teygir sig úr Norður-Íshafinu suður fyrir Afríku. Á hryggnum er hár hiti úr jörðu sem stýrir eldvirkninni og nefnist þetta svæði á Íslandi virka gosbeltið einnig kallað eldvirka beltið. Atlantshafshryggurinn liggur á mörkun tveggja fleka (sjá landrekskenninguna) sem rekur í sundur til vesturs og austurs. Þessar plötur eru nefndar Evrópuplatan og Norður-Ameríkuplatan. Plöturnar eru um 100-200 km þykkar og mörg þúsund kílómetar að breidd. Jarðvirkni á Íslandi, svo sem eldgos og jarðskjálftar, er afleiðing þessa landreks.

Flekaskil

Flekaskil Norður-Atlantshafshryggjarins.

Sums staðar á hryggnum, á svokölluðum heitum reitum, eru mikið uppstreymi kviku og jarðvarmi mikill. Fræðimenn hallast að þeirri kenningu að undir reitunum myndist möttulstrókar vegna mikils varmaflæðis frá kjarnanum til jarðskorpunnar. Heitur reitur liggur undir Íslandi en talið er að um 20-30 heitir reitir séu dreifðir um jörðina, óháð flekamörkum. Eldvirkni á heitum reitum er oftast meiri en umhverfis hann og því liggur Ísland 2000 metrum ofansjávar meðan hryggurinn rétt hjá er á 2000-3000 metra dýpi. Ísland væri allt öðruvísi í lögun ef heiti reiturinn einn hefði valdið gosum, Ísland myndi þá líkjast meira Hawaii. Ísland hefði að sama skapi sjálfsagt ekki myndast ef einungis hefði verið um að ræða gos vegna plötureks. Ísland er einsdæmi á Atlantshafshryggnum að því leyti að saman fara plötuskil og heitur reitur sem bætir við efni þannig að landið er ofansjávar. Til eru eyjar nálægt úthafshryggjum en engin er nákvæmlega á honum miðjum, líkt og Ísland er eða jafnstór.

-Eldey

Eldey

Eldey.

Eldey er sérkennileg 77 m há þverhnípt klettsey sem liggur tæpa 15 km frá landi og er talin m.a. vera mesta Súlubyggð Evrópu (alfriðuð). Milli Eldeyjar og Reykjaness er Húllið – fjölfarin siglingaleið. Vegarslóði (6,7) á hægri hönd liggur niður í Stóru-Sandvík og að gamla Reykjanessveginum þar sem heitir Skjótastaðir en það er hár höfði norðan við víkina en þar mun hafa verið byggð fyrr á öldum. Annar vegarslóði liggur í Stóru-Sandvík niðri í dalverpinu framundan. Frá útskoti (7,0) við enda beygjunnar til austurs sést ofan í Stóru-Sandvík vaxna melgresi. Handan hennar í suðri tekur við talsvert hraun, kolsvart og sviðið með foksand í flákum.

Stampar

Gígar í Yngra- Stampahrauni.

Stamparnir þrír, sem blasa við framundan handan víkurinnar, eru sérkennilegir eldgígar og eftir þeim nefnist hraunið Stampahraun og nær fram í sjó. Eldgígarnir tveir sem sjást suðvestar, lengra til hægri og utar á nesinu, nefnast Eldborgir. Eins og við er að búast eru þessir upptippingar notaðir sem mið til staðsetningar fiskiskipa úti á Eldeyjarbanka. Sú Eldborganna sem sést af grynnra vatni nefnist Eldborg grynnri og stendur sunnar og nær sjó. Eldborg dýpri nefnist sú sem sést af dýpra vatni. Er hún stærri og stendur vestar. Þar heitir Eldborgahraun. Fjær til norðausturs eru mikil ummerki eldsumbrota. Eru það nefnd Eldvörp. Hafnamenn nefna það einnig í daglegu tali Hörzl, þ.e. ójöfnur. Stamparnir, Eldborgirnar og aðrar eldstöðvar eru eins og misstórir hnútar á svörtu bandi í landslaginu og setja ógnþrunginn svip á umhverfið, jafnvel svo að sumt fólk verður hrætt og þorir ekki að dvelja lengi á svæðinu af ótta við eldgos – enda er hér eldur undir, sem sést m.a. á hverasvæðinu og blásandi borholum austan Reykjanessvita.

Þverhnípt klettaeyja (77 m.y.s) 8 sjómílur suður af Reykjanesi. Eldey er mynduð úr móbergi og er 0,03 km2. Hún er innsta skerið í skerjaklasa miklum sem stendur á einni grynningu og nær 45 sjómílur frá landi. Kallast hann Fuglasker eða Eldeyjar. Eitt þessara skerja var Geirfuglasker þar sem síðustu höfuðstöðvar geirfuglsins en það sökk að mestu í
eldsumbrotum 1830.
Í Eldey er mesta súlubyggð sem þekkist í heiminum og er eyjan jafnan þakin súlu. Við talningu, sem gerð var 1949 var fjöldi súlna þar talin um 70 þúsund.
Eldey er rúmir 70 metrar á hæð og þar 38er ein stærsta súlnabyggð í heimi. Eldey hefur veriðfriðuð frá 1940 en hefur aðeins einu sinni verið klif-in eftir það. Hundrað árum áður eða 1844 voru síðustu Geirfuglarnir teknir við Eldey.

-Reykjanesviti

Reykjanesviti

Reykjanesviti.

Ekið er um hlað vitavarðarhússins (þar er snyrtiaðstaða fyrir ferðafólk) og áfram út að Valahnjúki. Við strönd Reykjaness og báðu megin nessins hafa orðið mörg og mikil sjóslys á þessari öld. (Greinarhöfundur hefur skrifað sögu Björgunarsveitarinnar Eldeyjar í Höfnum. Þar er m.a. fjallað nokkuð ítarlega um stærri sjóslys á þessu svæði. Greinin er einnig birt á þessari vefsíðu). Við Reykjanes strandaði m.a. eitt af stærstu skipum sem strandað hefur við Ísland, olíuskipið Clam. Það var 28. febrúar 1950. Skipið vari vélarvana eftir að hafa rekið upp í fjöru í Reykjavík og á leið til útlanda dregið af dráttarbáti, sem það slitnaði frá í ofsaveðri. Um borð voru 50 skipverjar. (Hvers vegna 50 manns voru um borð í vélarvana skipi sem draga átti til útlanda af dráttarbáti bíður sagnfræðinga að rannsaka). Þarna fórust 27 manns en 23 tókst að bjarga.

Fyrsti ljósviti á Íslandi var reistur á Valahnjúki 1878. Í miklum jarðskjálftum 8-9 árum síðar hrundi úr hnjúknum og sprungur mynduðust ofan á honum. Var þá talið að reisa yrði vitann á öruggari stað og var þá núverandi viti á Vatnsfelli (nefnt eftir litlu vatni/uppsprettu sem er norðan þess – reyndar eru þeir til sem fullyrða að heitið Vatnsfell sé dregið af eimingartækjum sem þar voru sett upp og áttu að sjá vitavarðarhúsinu fyrir drykkjarvatni en sem ekki reyndist svo þörf fyrir) byggður og tekinn í notkun 1908. Annar viti, minni, var reistur sunnar á sk. Austurnefi og er ástæðan sú að lítið fell, sem nefnist Skálarfell, skyggir á ljósið frá stóra vitanum á nokkru svæði þegar siglt er úr suðri. Hóllinn sem er á móti Vatnsfelli og er á vinstri hönd þegar ekið er fram hjá vitavarðarhúsinu á leið út að Valahjúk nefnist Bæjarfell.

Skálafell

Skálafell.

Suður og austur frá bænum er hraundyngja allmikil, sem nefnd er Skálarfell. Kvað vera skál ofan í hana miðja. Það er merkilegast við þessa dyngju, að hún rýkur öll, eins og kolabyngur, sem kastað hefur verið ofan á glæður. Það eru hveragufur, sem alstaðar leggur út úr henni, hátt og lágt. Norðan undir henni eru hverirnir, sem nesið dregur nafn af.
Vestan undir dyngjunni er gjá mikil, og gengur hún allt í sjó fram. Gjáveggurinn eystri er nokkuð hærri en hinn og báðir barmar mjög klofnir og sprungnir. Hveragufur leggur alstaðar upp um glufurnar. Vestur af bænum eru leifar af gömlum gígum eða móbergshnúðum, sem sjórinn er nú að brjóta upp. Enginn veit, hve margir þeirra eru horfnir í brimið. Leifarnar af einum þessum hnúð standa fyrir framan fjöruborðið. Er það drangur mikill og heitir Karlinn. Aðrar leifar, og þær allra mestar, standa úti í reginhafi fram undan nesinu. Er það drangur hár og digur, sem nefnist Eldey. Þessi gígaröð nær langt út í hafið. Eitt hnúkbrotið frammi við sjóinn, sem nú stendur líklega tæpur helmingur eftir af, heitir Litli-Valahnúkur. Þar
stóð vitinn áður, og mátti víst ekki seinna vera, að hann væri fluttur. Vitaturninn gamli var sprengdur sundur með púðurskotum, svo að ekki skyldi hann skyggja á nýja vitann, og liggja brotin úr honum þar uppi á hólnum.

Á Reykjanesi var fyrsti vitinn á Íslandi byggður árið 1878. Hann laskaðist í jarðskjálftum 1887 og var síðar felldur. Nú hefur þessum rústum verið bjargað niður af Valahnúk þar sem hætta var á aðþær féllu í sjóinn vegna hruns úr hnúknum. Tilstendur að endurhlaða vitann á næstu árum. Nýr viti var byggður á Bæjarfelli (áður Grasfell eða/og Vatnsfell) árið 1907-08.

-Valahnúkur

Reykjanesvit

Reykjanesviti 1878.

Þann 1. desember 1998 voru 120 ár liðin frá því að fyrsti viti í eigu hins opinbera, Reykjanesviti, var formlega tekinn í notkun. Í yfir þúsund ár fóru siglingar fram milli Evrópu, Grænlands, Vínlands og Íslands, án þess að nokkrar leiðbeiningar væru gefnar til sjómanna frá landi. Tilkoma Reykjanesvita og uppbygging vitakerfisins í kjölfarið var því mjög þýðingarmikill þáttur í sögu eyþjóðar. Vitarnir gerðu sjófarendum kleift að sækja sjóinn utan bjartasta tíma ársins. Á 6. áratugnum lauk uppbyggingu vitakerfisins að mestu en þá hafði ljósvitahringnum verið lokað. Í dag eru 104 landsvitar við strendur landsins og annast Siglingastofnun Íslands uppbyggingu og rekstur á þeim vitum, ásamt því að hafa umsjón og eftirlit með uppbyggingu og rekstri hafnarvita og innsiglingarmerkja.
Reykjanesviti var löngum talinn aðalviti landsins. Vitinn var byggður á Valahnjúk, fram við sjávarbrún, þar sem bjargið stendur þverhnípt. Fyrsti vitavörðurinn var Arnbjörn Ólafsson. Vitinn var endurnýjaður árið 1897 en hann hafði skemmst í jarðskjálftum. Nýr viti var byggður á árunum 1907-1908 á Bæjarfelli. Þann 20. mars 1908 var kveikt á núverandi Reykjanesvita, sem er 73 m. yfir sjávarmáli.

-Kríuvarp

Kría

Kría.

Krían er einn best þekkti fugl landsins. Hún er sjófugl sem kemur til landsins um mánaðamótin apríl maí. Síðsumars fara þær svo að tygja sig til brottfarar en þá eiga þær fyrir höndum, eða vængjum, eitthvert mest ferðalag sem nokkurt dýr leggur í á jörðinni. Þær fljúga suður eftir öllu Atlantshafi að Suðurskautslandinu og er jafnvel talið að þær fari umhverfis Suðurskautslandið áður en þær leggja aftur í norðurátt næsta vor. Á farfluginu fljúga þær á 45–60 km hraða á klukkustund í 6–7 tíma daglega og fara þannig um 300 km á hverjum degi. Allt ferðalagið aðra leiðina tekur því um einn og hálfan mánuð, hreint ótrúlegt afrek fyrir fugl sem ekki vegur nema rúm 100 g. Kríurnar verpa hér í þéttum byggðum um allt land jafnvel uppi á hálendinu. Íslenskar kríur skipta hundruðum þúsunda og virðist stofnstærðin sveiflast talsvert. Oft sjá menn að mikill viðkomubrestur verður í kríuvörpum vegna veðurfars eða fæðuskorts. Krían er afbragðs flugfugl sem andæfir yfir vatni og steypir sér síðan eldsnöggt niður eftir sílum sem eru aðalfæða þeirra, ásamt smákrabbadýrum og skordýrum. Hún er einnig þekkt fyrir árásargirni við varplönd sín og njóta aðrir fuglar þar verndar hennar. Sum kríuvörp eru geysistór, það stærsta er í Hrísey með yfir 20.000 varppör en stór vörp eru líka á Snæfellsnesi. Hreiðrið er smálaut oftast án nokkurra hreiðurefna og eggin oftast tvö eða þrjú. Aðalvarptíðin er í júní. Kríur eru friðaðar.
Á Reykjanesi er eitt mesta kríuvarp á landinu. Aðgát sk

al höfð þegar fólk ferðast um Reykjanesið á varptíma því þá er krían mjög aðgangshörð. Hún á sér hreiður allt í kringum vitann og um hverasvæðið.

-Gunnuhver (jarðhiti) og sagan af Gunnu. Varað er við hættum á jarðhitasvæðum.

“Fyrrum bjó maður einn á Kirkjubóli á Suðurnesjum, er Vilhjálmur hét. Á dögum hans skyldi hafa verið þar í koti hjá kona sú er Guðrún hét og var Önundardóttir. Hún átti að gjalda Vilhjálmi skuld að Kirkjubóli, en hafði það ekki, er gjalda skyldi. Er þá sagt, að Vilhjálmur hafi tekið pottinn hennar í skuldina. Litlu síðar kom Gunna heim að Kirkjubóli og bað um að drekka. Fólk sá, að henni var brugðið, og var henni fært helgað messuvín. Hún spyr, hvern þremilinn hún eigi að gjöra við þetta. Dembdi hún því niður, en greip vatnsfötu og slokaði svo mikið, að fólk undraðist stórum. Gekk hún síðan heim. Maður sá, er hjá henni var, hafði róið þennan dag. En er hann kom heim, var Gunna dauð í bæli sínu. Var þá smíðað utan um hana og líkið fært til Útskálakirkju. En er þeir, sem báru líkið, komu miðja leið, þótti þeim kistan furðulétt. Þó var ekki athugað um það meira. En þegar verið var að taka gröfina, er sagt, að Gunna hafi sézt á milli þangkastanna á Útskálum og sagt: “Ekki þarf djúpt að grafa, ekki á lengi að liggja.” Eftir þetta lagðist sá orðrómur á, að mjög reimt væri á Skaganum.

Hoyer

Hús Hoyers við Gunnuhver.

Nokkru síðar var Vilhjálmur við samkvæmi á Útskálum. Var hann þar fram eftir kvöldinu og vildi þá heim. En þar eð þessi orðrómur lá á, var honum boðin fylgd. En hann var hugmaður og þá kenndur nokkuð og þá því ekki fylgdina, en kom ekki heim um kvöldið. Daginn eftir fannst hann í Hrossalág, illa útleikinn. Var hann fluttur í bænahús á Kirkjubóli og fengnir tveir menn til að vaka yfir honum. Nær miðri nóttu komu þeir inn og fengust ekki til að fara út aftur. Aðra nótt voru aðrir tveir fengnir. Þeir vöktu að vísu þá nótt út, en fengust ekki til þess lengur. Var þá fenginn til þess presturinn frá Útskálum, og hafi hann sagt það þá örðugustu nótt, sem hann hefði lifað. Síðan var líkið Vilhjálms jarðað, og bar þá ekki á neinu. En reimleikinn ágerðist eftir það, og sáu allir Gunnu bersýnilega. Reið hún húsum og fældi fénað. Síðan voru fengnir tveir menn hinir ötulustu og sendir til síra Eiríks í Vogsósum og hann beðinn hjálpar. Hann tók þeim stutt og veitti afsvör, unz þeir fengu honum átta potta kút af brennivíni, er þeir höfðu með sér. Hýrnaði hann þá í svari og fékk þeim síðan hnýti og seðil með tveimur hnútum og bað fá Gunnu. Þeir gerðu sem fyrir þá var lagt, og tók Gunna við og leysti af hnútana og leit á. Er sagt, að henni hafi orðið þetta að orði: “Á andskotanum átti ég von, en ekki á Vogsósakarlinum. En ekki tjáir við að standa.” Hafi hún látið hnýtið renna fyrir, en elt það, þar til hún kom að hver, sem er á Reykjanesi. Hafi hún hlaupið þar sífellt í kring, uns hnýtið var endað, og þá stungizt ofan í hverinn, og heitir þar síðan Gunnuhver.”

Gunnuhver

Við Gunnuhver.

Reykjanes

4. Stóra-Sandvík – Reykjanesviti (Valahnúkur)

-Stampar
Á árunum 1210-1230 má segja að Reykjanesið hafi logað stafnanna á milli og leikið á reiðskjálfi. Annálar greina frá eldsumbrotum með stuttum hléum, á og úti fyrir Reykjanesi á 12. og 13. öld. Samkvæmt þeim hefur gosið á Reykjanesi árið 1118, og a.m.k. 13 sinnum á 13. öld. Sagt er að sumum eldgosum hafi fylgt miklir landskjálftar og þess getið að svartamyrkur hafi verið um annars hábjartan dag (1226) og að Reykjanesið hafi brunnið (1210 og 1211). Í hamförum á fyrri hluta 13. aldar er talið að byggð hafi eyðst á Reykjanesi en merki um hana sjást m.a. við Skjótastaði norðan Stóru-Sandvíkur. Í annál er þess getið að 18 manns hafi farist á Reykjanesi í landskjálfta og eldi árið 1118. Næsta lítið er vitað um sögu Hafna á 14. og fram á síðari hluta 16. aldar eins og margra annarra staða á landinu, m.a. vegna þess að kirkjubækur, sem geymdar voru í Viðey, eyðilögðust í bruna. Þó munu vera til heimildir um mikinn landsskjálfta 1389 og að 1390 hafi hálft Reykjanesið brunnið. Til mun vera heimild um að eldur hafi komið upp í hafi fyrir Reykjannesi 1420 og að þá hafi skotið upp landi. Einnig er getið um eld fyrir Reykjanesi 1422 og aftur 1584. Í annál er greint frá eldi í ,,Grindavíkurfjöllum” árið 1661 og hafi sést oft, fyrir og eftir jól, á Norðurlandi. Til er heimild um að árið 1706 hafi komið upp eldur í sjó fyrir Reykjanesi og einnig 1783 fyrir sunnan Geirfuglasker: Kom þá upp land sem sökk aftur (Nýey). Síðasta gos sem minnst er á í annálum, á eða fyrir Reykjanesi, á að hafa verið árið 1830 en þá sigu Geirfuglasker í sjó. Síðustu eldsumbrot sem heyrst hefur um, fyrir Reykjanesi, eiga að hafa átt sér stað í kringum 1930. Á þá að hafa gosið á sjávarbotni nálægt Eldey.

Gossaga Reykjanessskagans er tiltölulega vel þekkt. Eldvirknin virðist hafa verið stöðug síðustu árhundruðþúsundin. Dyngjugos virðast hafa verið algeng á fyrri hluta Nútíma þ.e. fyrir 5000 – 10 000 árum en sprungugosin hafa verið nær einráð síðustu 5000 árin.
Eldgos eru ekki jafndreifð í tíma. Þau virðast koma í hrinum. Á Reykjanesskaganum koma hrinurnar á um 1000 ára fresti og stendur hver goshrina í 200 – 350 ár. Síðasta hrinan hófst um miðja tíundu öld og lauk á seinni hluta þrettándu aldar.
Eldgosin hegða sér þannig að í upphafi þeirra opnast spunga og landrek á sér stað. Rekið er nokkrir metrar í hverri hrinu. Hvert gos er líka í hrinum. Það stendur í fáeina daga eða vikur og síðan er að draga úr virkninni í mánuði eða ár áður en næsta gos verður.
Neðansjávargos verða einnig á Reykjaneshryggnum, suðvestur af Reykjanesi. þau hegða sér svipað og gos undir jökli. Spungugos undir jökli mynda móbergshryggi og eru þeir algengir á Reykjanesskaganum.

Sögulegur tími á Íslandi nær frá landnámsöld til okkar daga, þ.e.a.s. í yfir 1100 ár. Ein meiri háttar goshrina hefur átt sér stað á Reykjanesskaganum á þeim tíma. Þeirri hrinu má skipta í þrjú aðalgos.
Það elsta eru: Bláfjallaeldar. Það hófst um árið 950 og stóð fram yfir árið 1000 í þessu gosi myndaðist feiknarmikið hraun.
Miðgosið er nefnt Krýsuvíkureldar. Aðalgos þeirra var árið 1151 en minniháttar gos varð 1188. Í því fyrra opnaðist um 25 km löng gosspunga og rann hraunið til sjávar bæði sunnan og norðan megin á Reykjanesskaganum. Að sunnan heitir hraunið Ögmundarhraun en að norðan Kapelluhraun. Þá tók af stórbýlið Krísuvík sem stóð niður á sjávarbakka. Hraunið rann allt um kring kirkjuna á staðnum.
Þriðja gosið voru svonefndir Reykjaneseldar sem urðu á árabilinu 1210 til 1240. Það gos var yst á skaganum og hluti umbrotanna var í sjó. Þá reis upp eyja sem heitir Eldey í fárra sjóómílna fjarlægð frá stöndinni.
Aðalgosið var árið 1226 við Reykjanestána, að mestu í sjó. Mikil aska kom upp og dreifðist hún undan suðvestanvindi yfir Reykjanesskagann. Sést öskulagið víða greinilega í jarðvegssniðum. Í kjölfarið jókst mjög jarðvegseyðing á Reykjanesskaga.

-Saltverksmiðjan
Á mótum vegar að Reykjanessvita eru rúmir 11 km frá syðri hraðahindruninni í Kirkjuvogshverfi. Vegurinn liggur fyrst í vestur að Sjóefnaverksmiðjunni, síðan í norðvestur fram hjá gúanóverksmiðju en skammt þaðan er vinkilbeygja til vinstri á veginum að vitanum og út að Valahnjúki. Þessar verksmiðjur eru hér vegna jarðhita sem fæst úr borholum en þær eru með öflugustu borholum landsins um og yfir 10 megavött hver.

-Haustak – hausaþurrkun
Upplýsingar liggja ekki á lausu – líklega liggur reksturinn niðri. Hins vegar var gerð þarna ágæt tilraun með því að þurrka fiskhausa með því að nota jarðgufuna. Fiskurinn var aðallega ætlaður til útflutnings.

-Reykjanesvirkjun – djúpborunarverkefni
Hér á eftir er stuttur útdráttur úr erindi sem flutt var á nýafstöðnu Orkuþingi. Erindið var flutt af Guðmundi Ómari Friðleifssyni, Orkustofnun, en fleiri komu að gerð þess.
Kynnt var hugmynd um að bora 4 til 5 km djúpa rannsóknarholur í háhitasvæði landsins. Markmiðið er að finna yfirkrítískan jarðhitavökva djúpt í rótum háhitasvæðanna, rannsaka hann og kanna nýtingarmöguleika hans. Vitað er að yfirkrítískan jarðhita er að finna á þessum stöðum en ekki er vitað hvort hann er í vinnanlegu magni. Hreint vatn sýður við 100°C við yfirborð jarðar en með auknu dýpi og þar með auknum þrýstingi sýður það við stöðugt hærra þar til komið er að krítískum mörkum við tæplega 375°C og rúmlega 222 bara þrýsting. Við hærra hitastig og þrýsting er vatnið í einum fasa, einskonar gasfasa, og hvorki sýður né þéttist við hita- eða þrýstingsbreytingar ofan krítísku markanna. Neðan krítískra marka skilst vatn hins vegar í tvo fasa við suðu, þ.e. vatn og gufu.
Ljóst er að orkuinnihald vökva í þessu ástandi er firnahátt, en óljóst er hvort tekst að nýta það með hagkvæmum hætti. Til að átta sig á því hvert orkuinnihaldið er hefur verið nefnt að því megi helst jafna við orku í jafnþyngd af dýnamíti. Grundvallarspurningin er hvort vinna megi margfalt meiri orku úr háhitasvæðum en unnt er með hefðbundinni tækni. Með djúpvinnslu má væntanlega auka líftíma jarðhitakerfanna, draga úr umhverfisáhrifum, auka nýtni vinnslunnar umtalsvert og jafnvel vinna verðmæt steinefni og málma úr djúpvökvanum. Áhersla verður lögð á heildstæða vinnslu auðlindanna sem þýðir að fléttað verður saman framleiðslu á raforku, framleiðslu á varmaorku fyrir iðnað, lífrænni og ólífrænni efnavinnslu og skipulagðri fræðslu og ferðamennsku. Verkefnið er ekki einvörðungu áhugavert fyrir Ísland, heldur einnig í alþjóðlegu tilliti þar sem líklega má yfirfæra reynsluna héðan á háhitasvæði vítt og breytt um heiminn bæði á landi og á hafsbotni.
Talið hefur verið að Ísland henti vel til slíkra rannsókna þar sem landið er staðsett á miðju rekbelti jarðskorpuplatna á úthafshrygg. Hér er bæði hægt að skoða háhitakerfi sem flytja varmaorku til yfirborðs með missöltu sjávarættuðu vatni eins og á Reykjanesi og með tiltölulega fersku úrkomuvatni eins og á Hengilssvæðinu og á Kröflusvæðinu.
Til þessa hafa Hitaveita Suðurnesja hf., Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur staðið að þessu verkefni með ráðgjöf frá Rannsóknasviði Orkustofnunar. Leitað hefur verið eftir alþjóðlegu samstarfi um rannsóknir aðrar en nýtingarrannsóknir og hefur miðað vel í þeim efnum. Ef áætlanir um verkefnið ganga eftir má búast við að ýmsum undirbúningi, svo sem hagkvæmniathugunum og umhverfismati, verði lokið á næstu tveimur árum þannig að boranir geti hafist árið 2004.

-Forsetahóll
Spölkorn frá kröppu beygjunni er grasi vaxinn hóll eða fell á vinstri hönd sem nefnist Litlafell og einnig Forsetahóll (en þennan hól gáfu bræðurnir Ketill og Oddur Ólafssynir frá Kalmanstjörn (en ekki Hafnamenn sem þakklæti fyrir veg út á Reykjanes eins og ég hafði áður haldið fram og haft ákveðna heimildarmenn að) forsetaembættinu í tíð Sveins Björnssonar (að hans ráði) til að forsetinn gæti aðstoðað þá í að fá ruddan slóða út á Reykjanes.

-Reykjanes-vitar, gamli og nýi
Ekið er um hlað vitavarðarhússins (þar er snyrtiaðstaða fyrir ferðafólk) og áfram út að Valahnjúki. Við strönd Reykjaness og báðu megin nessins hafa orðið mörg og mikil sjóslys á þessari öld. Við Reykjanes strandaði m.a. eitt af stærstu skipum sem strandað hefur við Ísland, olíuskipið Clam. Það var 28. febrúar 1950. Skipið vari vélarvana eftir að hafa rekið upp í fjöru í Reykjavík og á leið til útlanda dregið af dráttarbáti, sem það slitnaði frá í ofsaveðri. Um borð voru 50 skipverjar. (Hvers vegna 50 manns voru um borð í vélarvana skipi sem draga átti til útlanda af dráttarbáti bíður sagnfræðinga að rannsaka). Þarna fórust 27 manns en 23 tókst að bjarga.

Fyrsti ljósviti á Íslandi var reistur á Valahnjúki 1878. Í miklum jarðskjálftum 8-9 árum síðar hrundi úr hnjúknum og sprungur mynduðust ofan á honum. Var þá talið að reisa yrði vitann á öruggari stað og var þá núverandi viti á Vatnsfelli (nefnt eftir litlu vatni/uppsprettu sem er norðan þess – reyndar eru þeir til sem fullyrða að heitið Vatnsfell sé dregið af eimingartækjum sem þar voru sett upp og áttu að sjá vitavarðarhúsinu fyrir drykkjarvatni en sem ekki reyndist svo þörf fyrir) byggður og tekinn í notkun 1908. Annar viti, minni, var reistur sunnar á sk. Austurnefi og er ástæðan sú að lítið fell, sem nefnist Skálarfell, skyggir á ljósið frá stóra vitanum á nokkru svæði þegar siglt er úr suðri. Hóllinn sem er á móti Vatnsfelli og er á vinstri hönd þegar ekið er fram hjá vitavarðarhúsinu á leið út að Valahjúk nefnist Bæjarfell.

-Valahnúkur – sem eldri vitinn stóð á, Bæjarfell sem sá nýji stendur á.

-Kríuvarpið (arctic tern) við Reykjanesvita

Kría

Kría.

Krían er einn best þekkti fugl landsins. Hún er sjófugl sem kemur til landsins um mánaðamótin apríl maí. Síðsumars fara þær svo að tygja sig til brottfarar en þá eiga þær fyrir höndum, eða vængjum, eitthvert mest ferðalag sem nokkurt dýr leggur í á jörðinni. Þær fljúga suður eftir öllu Atlantshafi að Suðurskautslandinu og er jafnvel talið að þær fari umhverfis Suðurskautslandið áður en þær leggja aftur í norðurátt næsta vor. Á farfluginu fljúga þær á 45–60 km hraða á klukkustund í 6–7 tíma daglega og fara þannig um 300 km á hverjum degi. Allt ferðalagið aðra leiðina tekur því um einn og hálfan mánuð, hreint ótrúlegt afrek fyrir fugl sem ekki vegur nema rúm 100 g. Kríurnar verpa hér í þéttum byggðum um allt land jafnvel uppi á hálendinu. Íslenskar kríur skipta hundruðum þúsunda og virðist stofnstærðin sveiflast talsvert. Oft sjá menn að mikill viðkomubrestur verður í kríuvörpum vegna veðurfars eða fæðuskorts. Krían er afbragðs flugfugl sem andæfir yfir vatni og steypir sér síðan eldsnöggt niður eftir sílum sem eru aðalfæða þeirra, ásamt smákrabbadýrum og skordýrum. Hún er einnig þekkt fyrir árásargirni við varplönd sín og njóta aðrir fuglar þar verndar hennar. Sum kríuvörp eru geysistór, það stærsta er í Hrísey með yfir 20.000 varppör en stór vörp eru líka á Snæfellsnesi. Hreiðrið er smálaut oftast án nokkurra hreiðurefna og eggin oftast tvö eða þrjú. Aðalvarptíðin er í júní. Kríur eru friðaðar.

-Helstu sjófuglar sem verpa í Valahnúk.
Fýll, rita, svartfugl, dæmi um lunda.

-Vara fólk við hættum
Ástæða er til að vara fólk, sem vil ganga að Valahnúk, við hættum. Stöðugt fellur úr berginu.

Valahnúkur

Valahnúkur.

Reykjanesviti

Gengið var um suðvestanvert Vatnsfellið og litið í fallegam brunn er hlaðinn er úr betonsgrjóti upp á dönsku. Hann er sérstakur að því leyti að gengið er inn í hann til að sækja vatn, en ekki bara horft ofan í vatnsaugað eins og algengara varð.

Skálafell

Áletrun á Skálafelli.

Segja má að þessi brunnur hafi verið forveri fölmargra annarra er á eftir komu víðar um Reykjanesskagann. Brunnurinn var byggður á sama tíma og (gamla) vitavarðarhúsið, þ.e. þegar fyrsti vitinn hér á landi var reistur á Valahnúk (1879). Næstu brunnar voru grafnir og hlaðnir við helstu kirkjustaðina og síðan við hvern bæinn á eftir öðrum. Flesta þeirra má sjá enn þann dag í dag. Þeir voru reyndar sumir fylltir eða fyrirbyggðir eftir miðja 20. öldina þegar vatnsleiðslur höfðu verið lagðar í hús svæðisfólksins, en enn má berja marga þeirra augum.
Tóftir fyrrum útihúsa fyrrum vitavarðar á ystu mörkum Reykjanessins eru skammt frá brunninum. Vitinn sjálfur var hlaðinn úr tilhöggnu grjóti, sem dregið var upp á Valahnúk og raðað þar vandlega saman eftir fínni teikningu. Mannvirkið átti að standa um aldur og ævi, en 8 eða 9 árum seinna gerði mikla jarðskjálfta og mynduðust þá þrjár stórar sprungur í bergið skammt frá honum. Bær vitavarðarins skemmdist í jarðskjálftunum og enn meira rask varð á jörðu og öðrum mannvirkjum. Var annar viti byggður á Vatnsfelli (Grasfelli), síðar nefnt Bæjarfell, þar sem hann er nú, á árunum 1907-1908.

Reykjanesviti

Reykjanesviti.

Skammt undan landi trónar 52 m hár móbergsdrangur úr sjó. Heitir sá Karl. Sjá má þverhnípta klettaeyju (77 m.y.s) 8 sjómílur utan af Reykjanesi. Eldey er mynduð úr móbergi og er 0,03 km2. Hún er innsta skerið í skerjaklasa miklum. Annað sker, Geirfuglasker, er skammt undan. Þar voru síðustu höfuðstöðvar geirfuglsins, Sothbysuppboðsvæna, en skerið sökk að mestu í eldsumbrotunum 1830. Í Eldey er mesta súlubyggð sem þekkist í heiminum og er eyjan jafnan þakin súlum. Súludans er þar algengur, einkum fyrir varptímann. Við talningu, sem gerð var 1949, var fjöldi súlna þar talin um 70 þúsund. Fuglinn hefur hins vegar ekki verið talinn þar á síðari árum, a.m.k. ekki fugl fyrir fugl. Drangarnir voru baðaðir sól.
Gengið var eftir flóraðri “vitagötunni” að Valahnúk. Undir honum má sjá leifar af vitanum, fast við grjóthlaðið hesthús. Gengið var á Valahnúk, skoðað gerðið, sem áður stóð neðan og til hliðar við gamla vitann. Gott útsýni yfir umhverfið (tækifærið notað og uppdráttur gerður af svæðinu). Hægur andvari var og 8 gráðu hiti. Gengið með austanverðum Valahnúk og litið upp í draugahellir þann er svo rammlega er fjallað um í Rauðskinnu. Þeir, sem þar gistu að næturlagi eftir rekasögun, eru sagðir aldrei hafa orðið samir á eftir. Þegar hellirinn var myndaður birtist ókennileg mynd á skjánum (sjá myndir).

Reykjanesviti

Reykjanesviti.

Frá hellinum var gengið austur yfir að gamalli volgrusundlaug Grindvíkinga í Valbjargargjá (Saga Grindavíkur). Elstu núlifandi grindjánar (innfæddir) lærðu sína sundfimi í þessari laug – syntu bakka á millum. Hún er hlaðin utan um vermslagjá og þótti allvelboðleg á þeim tíma. Laugin er innan túngarðs.
Lagt var á misgengið eftir að hafa litið á hlaðið skjól refaskyttu neðan við Keldutjarnir. Olíuskipið Clam strandaði undan ströndinni skammt austan við hamravegginn 28. febr. 1950, á stað, sem nefndur var Kirkjuvogsbás (Suður með sjó – leiðsögn um Suðurnes). Það var um tíu þúsund smálesta olíuskip með 54 manna áhöfn. Tuttugu og sjö úr áhöfninni, bretar og kínverjar, drukknuðu, en öðrum var bjargað.
Gengið var austur með ströndinni að Blásíðubás. Básinn er í senn bæði falleg og hrikaleg Ægissmíð (sjá mynd í Grindavíkurbókinni). Í fárvirði 24. mars 1916 hleypti Einar Einarsson frá Merki í Staðarhverfi, þar upp skipi sínu. Áhöfnin, 11 manns, bjargaðist, en skipið brotnaði í spón. Oftar mun básinn hafa bjargað sjómönnum í vanda.
Áð var við vitann (byggður 1970 – áletrun), sem þar er á bjargbrúninni. Skammt austan við hann er fallegur gatklettur undan bjarginu.
Allt er svæðið þarna mjög eldbrunnið og sundurskorið af gjám, enda snautt að gróðri, nema ef vera skyldi ofanvert Krossavíkur- og Hrafnkelsstaðabergið (borgin). Gamlar sagnir segja frá byggð þar fyrrum, en lítið hefur fundist af minjum. Ætlunin var að nota tækifærið og gaumgæfa það vel að þessu sinni, en engar slíkar fundust. Hins vegar fundust þrjú merkt greni (vörður).

Valahnúkur

Gata vitavarðarins að Valahnúk.

Eldfjöll eru þarna mörg, en öll fremur lág. Þau eru einkum hraundyngjur, s.s. Skálafellið og Háleyjarbungan. Komið var við á hinu fyrrnefna og lóðrétt hellisopið var barið augum (BH-Hraunhellar á Íslandi). Á klöpp nálægt opinu er gömul áletrun í berginu (?RELDA), sjá myndasíðu. Forvitnilegt væri að grennslast meira fyrir um þetta.
Á Reykjanestánni er mikið hverasvæði, leirhverir og vatnshverir. Allt er landið þar sundurtætt af jarðeldum, gígum, leirpyttum, gufuhverum o.fl. Stærsti leirhverinn heitir Gunna. Um þann hver er til sú þjóðsaga að kona ein, sem Guðrún hét, hafi gengið aftur. Lék hún menn grátt, reið húsum og fældi fénað. Loks var galdraprestur nokkur fenginn til koma draugnum fyrir og gerði hann það í hver, sem síðan var nefnd Gunna. Við hverasvæðið eru gamlar minjar búsetu og byggðar. Þar er einnig mikið kríuvarp, en fuglinn sá kemur ekki á varpstað fyrr en líða tekur á þriðjungsbyrjun maímánaðar.
Reykjanesviti

Reykjanesviti.

Reykjanes

Fjölmargir, bæði innlendir sem útlendir, fara að Reykjanesvita á hverju ári. Þar virða þeir fyrir sér hið fallega umhverfi, vitann á Vatnsfelli, Valahnúk og Karlinn utan við ströndina. Fuglakliðið í Hnúknum vekur jafnan mikinn áhuga sem og átök sjávar og strandar þegar hreyfing er á vindi og vatni.

Reykjanesviti

Reykjanesviti.

En það er fjölmargt fleira að sjá og skoða við Reykjanesvita.
Fellin við nýja vitann, sem tekinn var í notkun 1908, heita Hverhólmar, Írafell og Vatnsfell. Í því er dálítið vatn í dýjaveitum, sem safnast þar saman af snjó- og regnvatni.
Við strönd Reykjaness og báðu megin nessins hafa orðið mörg og mikil sjóslys á þessari öld (20. öldinni). Við Reykjanes strandaði m.a. eitt af stærstu skipum sem strandað hefur við Ísland, olíuskipið Clam. Það var 28. febrúar 1950. Skipið vari vélarvana eftir að hafa rekið upp í fjöru í Reykjavík og á leið til útlanda dregið af dráttarbáti, sem það slitnaði frá í ofsaveðri. Um borð voru 50 skipverjar. (Hvers vegna 50 manns voru um borð í vélarvana skipi sem draga átti til útlanda af dráttarbáti bíður sagnfræðinga að rannsaka). Þarna fórust 27 manns en 23 tókst að bjarga. Til eru og sagnir af björgun skipsáhafna er báta þeirra rak inn í Blásíðubás í vondum veðrum. Undir berginu austan Valbjargargjár eru margir sjávarhellar. Einn þeirra er opinn upp og hægt að komast áleiðis niður í hann og horfa á hvernig sjórinn er smám saman að grafa undan berghellunni.
Fyrsti ljósviti á Íslandi var reistur á Valahnjúki 1878.
Í miklum jarðskjálftum 8-9 árum síðar hrundi úr hnjúknum og sprungur mynduðust ofan á honum. Var þá talið að reisa yrði vitann á öruggari stað og var þá núverandi viti á Vatnsfelli byggður og tekinn í notkun 1908.

Reykjanes

Umhverfi Reykjanesvita – uppdráttur ÓSÁ.

Annar viti (oft nefndur Litli viti), minni, var reistur sunnar á svonefndu Austurnefi. Ástæðan er sú að lítið eldfell, sem nefnist Skálarfell, skyggir á ljósið frá stóra vitanum á nokkru svæði þegar siglt er úr suðri. Hóllinn sem er á móti Vatnsfelli og er á vinstri hönd þegar ekið er fram hjá vitavarðarhúsinu á leið út að Valahjúk nefnist Bæjarfell.
Þegar gamli Reykjanesvitinn var reistur um 1878 voru auk þess bygður bær fyrir vitavörðinn sem og hlaðinn brunnur undir Bæjarfelli. Þetta var fallega hlaðinn brunnur, sem enn stendur. Gengið er inn í brunninn, sem þótti sérstakt. Slíka brunna má t.d. sjá við Merkines við Hafnir og á Snæfellsnesi (Írskabrunn). Nálægt brunninum er a.m.k þrjár tóftir.
Til eru uppdrættir og riss af vitasmíðinni, umhverfinu og öðrum mannvirkjum á svæðinu. Verkinu var stjórnað af dönskum, sem lögðu fram verkfræðikunnáttuna, en íslenskir handaflið.
Frá vitavarðahúsinu var hlaðinn og flóraður stígur yfir að Valahnúk. Stígurinn sést enn vel. Gamli vitinn var hlaðinn úr grjóti og var sumt tilhöggvið. Sjá má leifar gamla vitans undir Valahnúk, skammt frá hlöðnu hesthúsi, sem enn stendur. Grjótið var sótt í yfirborðsklöpp norðan við Valahnúk. Þar hefur jafnþykk klöppin verið brotin niður af bakka og sést hlaðin gata liggja þar niður með kantinum.
Norðan nýja vitans má sjá grunn af sjóhúsinu ofan við Kistu, en þangað var efni í hann flutt sjóleiðina og skipað á land. Enn austar með ströndinni er hlaðin tóft af húsi, líklega upp úr selstöðu, eða hugsanlega frá hinum gömlu Skjótastöðum.
Neðan við Bæjarfellið, við Keldutjörnina, er hlaðið gerði umhverfis klettasprungu. Í sprungunni er vatn þar sem gætir sjávarfalla. Áður var vatnið volgt, en hefur nú kulnað. Þarna lærðu ungir Grindvíkingar að synda og í kringum 1930. Ofan við Keldutjörn er hlaðinn túngarður.

Tóft austan Reykjanesvita.

Tóft austan Reykjanesvita.

Hlaðið er undir pall austan við Valahnúk. Þar höfðust menn frá Kirkjuvogi/Kotvogi við í tjöldum er þeir unnu m.a. reka á Valahnúkamölum. Til eru sagnir um iðju þeirra eftir mikla trjáreka. Dæmi eru og um að menn hafi gist í hellisskúta uppi í Valahnúkum, en ekki orðið svefnsamt vegna draugagangs.
Í Skálfelli er djúpur hellir, Skálabarmshellir. Við op hans er torræð áletrun. Austan undir Skálafelli er hlaðið skjól, líklega fyirr refaskyttu, en mörg greni voru þaðan í sjónmáli niður á Rafnkelsstaðabergi.
Jarðfræðin á svæðinu er merkileg. Sprungurein gengur í gegnum það til SA. Sjá má hvernig gosið hefur á reininni á nokkrum stöðum (Stamparnir) og hvernig gosin hafa raðað sér upp eftir aldri. Ströndin ber glögg merki átakanna við Ægi. Landið hefur ýmist verið að stækka vegna nýrra gosa og minnka þegar sjórinn hefur verið að brjóta það miskunnarlaust niður þess á milli. Karlinn utan við ströndina er ágætt dæmi um það.

Heimild m.a.:
-Leó. M. Jónsson – Höfnum.

Reykjanesviti

Vitavarðastígurinn.

Reykjanes

Fyrsti vitinn við Íslandsstrendur var byggður á Valahnúk á Reykjanesi árið 1878.

Reykjanesviti

Reykjanesviti.

Við Bæjarfell má sjá tóftir frá þeim tíma sem og fallega hlaðinn brunn, sem gerður var um leið og vitinn sem og vitavarðahúsið. Flóraður stígur er frá því að vitagötunni uppá hnúkinn. Norðan Valahnúka er einnig hlaðin gata þangað sem grjót í vitann var sótt. Þá má sjá grunn af sjóhúsi, sem var notað sem birgðaskemma, ofan við Kistu norðan við Kistuberg u.þ.b. 2 km frá vitanum. Gamli Reykjanesvitinn, var endurnýjaður árið 1897 en hann hafði orðið fyrir skemmdum í jarðskjálftum. Vitinn stóð fram við sjávarbrún, þar sem bjargið stendur þverhnípt. „Nýi“ Reykjanesvitinn var byggður á árunum 1907-1908 á Bæjarfelli. Hann er mun stærri en sá gamli var og er 73 m. yfir sjávarmáli.
Í huga margra er starf vitavarðarins helgað ákveðnum ljóma og dulúð. Margir þjóðkunnir menn hafa gegnt slíku starfi um lengri eða skemmri tíma. Tækifærin á því að gegna starfi vitavarðar með fasta búsetu við vita í þjóðfélagi nútímans eru hverfandi. Sjálfvirkni vitabúnaðar og hagræðing í rekstri hefur séð til þess. Nú hefur verið lagt niður fast starf vitavarðar við Reykjanesvita, elsta vitastað landsins, en þar var byggður viti árið 1878. Þá lét af starfi Pétur Kúld Ingólfsson fyrir aldurs sakir. Í framtíðinni verður vitavarslan með öðrum hætti.

Reykjanesviti

Reykjanesviti fyrrum.

Af 105 ljósvitum sem Siglingastofnun rekur hringinn í kringum landið er nú aðeins einn vitavörður starfandi með fasta búsetu við vita sem hefur það jafnframt að aðalstarfi. Það er Óskar Sigurðsson á Stórhöfða í Vestmannaeyjum. Engin áform eru uppi um að leggja það starf niður enda sinnir Óskar mikilvægum veðurathugunum og rannsóknum auk vitavörslunnar.
Eftirliti með vitum hefur að sjálfsögðu ekki verið hætt. Því er sinnt af bæði laus- og fastráðnu starfsfólki stofnunarinnar um allt land. Auk þess eru farnar viðhalds- og eftirlitsferðir frá Siglingastofnun. Á tveggja ára fresti er leigt út skip til þess að sinna viðhaldi á baujum og skerjavitum. Alls eru um 20-30 vitar sem ekki er hægt að nálgast frá landi.
Þann annan desember árið 2003 var þess minnst að 125 ár eru liðin frá því að fyrst var tendrað vitaljós á Íslandsströndum þegar nýreistur Reykjanesviti var formlega tekinn í notkun þann 1. desember 1878.

Heimildir:

-skip.sigling.is/frettir_utgafa/til_sjavar1998_1/Reykjanesviti
-www.ntsearch.com/search.php?q=html&v=56″>html

Reykjanesviti

Vitavarðastígur að Valahnúk.

Reykjanes

Í bókinni “Sjómannasaga” eftir Vilhjálm Þ. Gíslason er m.a. sagt frá gamla Reykjanesvitanum: “Ein af helstu framfaramálum þessara umbrotaára fyrir aldamótin [1900], voru vita og hafnamál. Alla tíð hafði Íslandsströnd verið dimm og vitalaus, enda hafði einlægt verið reynt að haga millilandasiglingum svo, að þær lentu í langdegi og björtum nóttum.
Reykjanesvitinn 1878En vitanlega bar skip oft að landi í skammdegi og myrkri. Fiskimenn á vetrarvertíðum áttu oft harða sókn gegn hættum myrkursins. Þegar siglingar aukast og  skipaferðir með ströndum fram, vex vitanlega þörfin á því að fá ljósmerki og vita. Danska stjórnin tók fyrst þunglega óskum Íslendinga um vita. Undireins og Íslendingar fá sjálfir stjórn fjármála sinna, f
ara þeir að hugsa um vitabyggingar. Halldór Kr. Friðriksson og Snorri Pálsson hreifa málinu á Alþingi 1874 og Grímur Thomsen ljet þessi mál einnig til sín taka. Fyrsti vitinn var reistur á Reykjanesi, bygður af Rothe, og var fyrst kveikt á honum 1. des. 1878. Vitinn kostaði tæpar 3 þús. krónur, en ljóstækin voru gefin frá Danmörku.
Arnbjörn Ólafsson var fyrsti vitaðvörðurinn og hafði hann kynt sjer vitavörslu í Danmörku. Vitavarðarlaunin voru 900 kr. á ári, en voru brátt hækkuð upp í 1200 kr. Síðan var Jón Gunnlaugsson lengi vitavörður (1884-1902).
Ljósvarða/-vitiNýr viti var reistur á Reykjanesi 190
7-08. Reykjanesviti var lengi eini viti landsins. Upp úr 1880 er farið að veita 500 til 1000 kr. á ári til þess að koma upp ljósvörðum, en ekki var framkvæmdin meiri en svo, að þessar fjárveitingar voru ekki einægt notaðar. Árið 1884 var reist ljósvarða á Garðskaga. Einstakir útgerðarmenn beittu sjer fyrir framkvæmdum eða reistu vita á sinn kostnað eins og Otto Wathne á Dalatanga. Árið 1897 voru reistir vitar á Garðskaga, í Gróttu og í skuggahverfinu í Reykjavík. Jón Helgason var lengi vitaðvörður á Garðskaga, og síðan Ísak Sigurðsson, en Þorvarður Einarsson í Gróttu.”

Heimild:
Vilhjálmur Þ. Gíslason, Sjómannasaga, 1945, bls. 476-470.

Reykjanesviti

Gata að grjótnámunni við Reykjanesvita.

Reykjanesviti

Í minnum manna skartaði Reykjanesviti skjaldarmerki Danakonungs – allt frá víxlu hans hinn 20. mars 1908 og fram til um 1970, eða í rúm 60 ár.
Reykjanesviti-fyrsti vitinn 1878Merkið þótti bæði stórt og myndarlegt, enda bæði góður vitnisburður um tilvist konungs og viðurkenningu hans á mikilvægi mannvirkisins. Hjá sumum hefur jafnvel sú minning lifað að konungur hafi sjálfur komið hingað til lands og verið viðstaddur afhendingu skjaldarmerkisins. Fyrir því stendur þó enginn stafur í skráðum heimildum. Í dag er ekki að sjá ummerki eftir skjaldarmerkið á vitahúsinu. Í ljósi þess er nauðsynlegt að skoða eftirfarandi skrif. –
Í “Sjómannablaðinu” árið 1998 má lesa eftirfarandi um fyrsta vitann á Íslandi: “Fyrsti viti á Íslandi var byggður á Valahnúk á Reykjanesi. Það var hinn 1. desember 1878 að kveikt á Reykjanesvitanum og hann þar með tekinn formlega í notkun. Árið 1897 voru gerðar endurbætur á Reykjanesvita, en hann var orðinn illa farinn, einkum vegna jarðhræringa.
Jarðhræringarnar urðu það afdrifaríkar fyrir Reykjanesvitann að árið 1907 var svo komið, að verulega hafði hrunið úr Valahnúknum og ekki nema 10 m frá vitanum fram á brún, en holt undir og allt sundursprungið. Neitaði vitavörðurinn að vaka í vitanum, og var úr því ákveðið að byggja nýjan vita á Bæjarfelli [Vatnsfelli], sem er hóll nokkru ofar en Valahnúkur. Var nýi vitinn var reistur árið 1908, úr grjóti og steinsteypu, 22 m á hæð upp á pall, sívalur að innan, 2.5 m í þvermál, en keilumyndaður að utan, 9 m í þvermál neðst en 5 m efst. Er því veggþykktin 3.25 m neðst og 1.25 m efst”.
Í “Sjómannablaðinu Víkingur” árið 1978 var þetta skrifað: „Fyrsti vitinn hér við land var Reykjanesviti, en hann var byggður 1878 og var kveikt á honum 1. desember það ár.
Síðan gerðist ekkert fyrr en 1897, en þá voru byggðir þrír Reykjanesviti 1944vitar. Þeir voru Garðskagaviti, Gróttuviti og vitinn sem stóð í Skuggahverfinu í Reykjavík. Upp úr aldamótunum fer svo þróunin að verða nokkuð hröð. Á þessum upphafsárum voru olíulampar ljósgjafinn í vitunum og brenndu þeir steinolíu.
Olíulamparnir kröfðust mikillar natni af vitavörðunum, sem auk þess að sjá um að næg olía væri fyrir hendi urðu að gæta þess að halda kveiknum og lömpunum hreinum og svo framvegis. En þess ber að geta að um aldamótin var ljósabúnaðurinn sérlega vandaður og mikið í hann lagt. Þetta var hreinasta völundarsmíð. Allt gler var handslípað, svo sem ljósakrónurnar og ljósbrjóturinn sem magnar upp ljósið. Þessi tæki eru enn í notkun sums staðar úti á landi, orðin hátt í aldargömul, en tvö þau elstu eru geymd sem safngripir á Siglingastofnun. Annað er úr eldri Garðskagavita og er frá 1897, en að sjá sem nýtt væri.”
Reykjanesviti-sjoldur-2Í “Óðni” árið 1907 er sagt frá konungsskiptum í Danmörku: “Fyrir rjettu ári flutti »Óðinn« mynd Kristjáns konungs IX., sem, eins og kunnugt er, andaðist 29. jan. síðastl. og blöð okkar hafa einróma talið Íslandi allra konunga bestan. Friðrik konungur er fæddur 3. júní 1843, en Lovísa drotning 31. okt. 1851.”
Í “Skólablaðinu” árið 1912 er þess getið að Friðrik VIII hafi dáið þann 14. maí 1912.
Í “Bjarma” árið 1907 segir: “Hans hátign Kristján X. tók við konungdómi 15. maí 1912, þegar hinn vinsæli konungur Friðrik VIII. féll svo sviplega frá.
Fyrstur konunga vorra hafði faðir hans, Kristján IX., heimsótt land vort, á þjóðhátíðinni 1874, þegar hann kom með frelsisskrá í föðurhendi. Enginn Danakonungur hafði fyr stigið fæti á frónska grund. Friðrik VIII. heimsótti land vort, sumarið 1907. Þá voru sjálfstæðismál þjóðarinnar efst á baugi. Þá voru ungmennafélögin í uppsiglingu og fánamálið framarlega á dagskrá. Friðrik VIII. talaði í veizlu á Kolviðarhóli, um »ríkin tvö«, og þótti Íslendingum það vel mælt, en Dönum miður. Friðrik konungur hafði mikinn áhuga fyrir því, að látið væri að óskum Íslendinga um meira frelsi. En tilraunir þær, sem gerðar voru í hans tíð, mishepnuðust, og svo féll hann sviplega frá 1912.”
“Heimilisblaðið” 1937: “Hinn 10. þ. m. kemur Friðrik IX. Danakonungur og Ingiríður drottning hans í opinbera heimsókn til Íslands, og er þetta sjöunda konungskoman í sögu landsins, en FReykjanesviti-skjoldur-3riðrik IX er fjórði konungurinn, sem sækir landið heim. Fyrstur kom langafi hans, Kristján IX., á þúsund ára afmæli byggðar landsins 1874; þá afi hans, Friðrik VIII., árið 1907 og loks faðir hans, Kristján X., en hann kom fjórum sinnum til Íslands í valdatíð sinni, árin 1921, 1926, 1930 og 1936.”
Í “Sunnudagsblaðinu” árið 1956 er sagt frá því að “þann 20. mars 1908 var kveikt á núverandi Reykjanesvita sem er 73 metra yfir sjávarmáli”.
Loks segir frá byggingu þriðja vitans á Reykjanesi í “Morgunblaðinu” árið 1998: “Árið 1947 var síðan Litliviti byggður á bjargbrúninni skammt austan við Blásíðubás. Sama ár voru ný hús byggð yfir vitavörðinn í stað þeirra eldri, sem ummerki sjást ekki eftir í dag”.
Ekki er getið um skjöldinn í bókinni “Vitar á Íslandi” frá árinu 2002. Hann (þeir) hangir uppi á vegg Siglingastofnunar að Vesturvör 2 í Kópavogi, tignarlegir á að líta og greinilega vel um haldið. Þegar FERLIR hafði samband við stofnuna brást starfsmaður hennar, Baldur Bjartmarsson, mjög  vel við; upplýsti um tilvist skjaldarins og gaf góðfúslega kost á ljósmyndun hans.
Skjöldurinn sjálfur, sem er úr pottjárni og nánast mannhæðar hár, er með skjaldarmerki Kristjáns IX. og kórónu að ofan. Undir er spjald með áletrunni 1908 (MCMVIII). Til hliðar er annar skjöldur, minni, einnig úr pottjárni, með skjaldarmerki Friðriks VIII., en sá skjöldur hafði verið skrúfaður hafði verið yfir hinn.
Reykjanesviti-skjoldur-4Spjald við skjöldinn á vegg Siglingastofnunar: “Fyrsti viti á Íslandi var byggður á Reykjanesi 1878 og endurbyggður á öðrum stað 1908. Þetta konungsmerki var sett á seinni bygginguna. Eftir að Friðrik VIII. tók við stjórnartaumunum var neðra merkið sett yfir það fyrra”.
Hafa ber í huga, samanber ofangreint, að Friðrik VIII. var konungur yfir Íslandi þegar vitinn var vígður, en ekki faðir hans Kristján IX., sem dó 1907. Líkast til hefur skjöldurinn þegar verið mótaður í tíð Kristjáns, en honum síðan breytt viðeigandi eftir andlát hans.
Að sögn Konráðs Óla Fjeldsteds man vel eftir skildinum á vitanum. Hann hefði verið settur upp í tilefni af víxlu hans 1908. Flaggað hafði verið með hárri flaggstöng og stórum dönskum fána á Stanghól gegnt vitavarðarhúsinu af því tilefni. Sjálfur hefði hann haldið að konungur, Friðrik VIII., hefði komið til landsins af því tilefni, en þó hafi það ekki verið víst, sjálfur væri hann fæddur 1943. Skjöldurinn hefði síðan hangið uppi allt þangað til vitinn var múraður síðast, líklega um 1970. Þá hafi skjöldurinn verið færður inn eftir og ekki sést síðan. Skjaldarmerki konungs hefði einnig verið á ljósakúplinum í vitanum. Áður hefði verið þar gaslukt, en konungur hefði einnig gefið nýtt ljósker í tilefni víxlunnar.
Þarna er kominn skýringin á skjaldarmerkinu sem og á þeim tveimur merkjum konunga Íslands sem og tilvist þess á nýjum stað.
Skjaldarmerkið verður 105 ára á þessu ári (ef miðað er við uppruna þess). Því má með sanni telja það til fornminja sbr. ákvæði þjóðminjalaga. Lagt er þó til að skjaldarmerkið (skjaldarmerkin) umrædda verði fært aftur á upprunalega sögustaðinn – á Reykjanesvitann, þar sem það myndi sóma sér vel og vekja forvitni og aðdáun ferðamanna á svæðinu um ókomna tíð.

Heimild:
-Sjómannablaðið, 61. árg. 1998, 1. tbl., bls. 119.
-Baldur Bjartmarsson, Siglingastofnun.
-Sjómannablaðið Víkingur, Steingrímur Jónsson, 40. árg. 1978, 11.-12. tbl. bls. 21-26.
-Óðinn, 2. árg. 1906-1907, 1. tbl. bls. 2.
-Skólablaðið, 6. árg. 1912, 6. tbl., bls. 81.
-Bjarmi, 1. árg. 1907, 14. tbl., bls. 105.
-Heimilisblaðið, 26. árg. 1937, 5. tbl. bls. 67.
-Sunnudagsblaðið, 8. apríl 1956, bls. 129.
-Morgunblaðið 1. des. 1998, bls. 78.
-Vitar á Íslandi, Leiðarljós á landsins ströndum 1878-2002, Guðmundur Bernódusson, Guðmundur L. Hafsteinsson og Kristján Sveinsson, Siglingastofnun, 2002.
-Konráð Óli Fjeldsted, f. 1943, Reykjanesbæ, sonur Sigurjóns Ólafssonar vitavarðar í Reykjanesvita.

Reykjanesviti

Reykjanesviti.