Tag Archive for: Reykjavík

Heiðarvegur

Gengið var frá Bláfjöllum í vesturátt. Eftir að hafa gengið tæpan kílómetra á helluhrauni og á jeppaslóð, var komið að hraunhól sem á var varða.

Heiðarvegur

Heiðarvegur.

Sprunga er í hólnum með gras í botni og líklega gott skjól í henni. Að vestan er líkt og dyraop og er hægtað ganga á jafnsléttu inn í sprunguna. Punktur tekinn. Áfram var gengið í vesturátt í stefnu á Grindaskörð, á helluhrauni nokkuð grónu, með leirsléttum. Á vinstri hönd er eldborg og gróft hraun í kring, á hægri hönd er Strompahraunið og er um 300 metrar á milli hraunanna. Að gengnum 1.655 metrum (í beina loftlínu) var komið að tveimur vörðum sín á hvorum hólnum og er slakki á milli hólanna. Greinileg gata var á milli hólanna. Þegar horft var til baka sást á áframhaldandi vörðu í austurátt. Á leiðinni eftir jeppaslóðinni, var varðaða leiðin á vinstri hönd suður). Varða er einnig sjáanleg héðan í vestur átt og voru tekin hnit á hana. Næsta varða þar á eftir er að mestu hrunin en sést þó enn.

Heiðarvegur

Heiðarvegur.

Komið var að hraunbrún. Framundan er úfnara hraun, en mjög stutt er yfir það að hlíðum (Stórkonufells?). Í suður í átt að Litla-Kóngsfelli og var stæðileg varða í þá áttina. Hún gæti verið við vegamót. Önnur leiðin liggur þá suður með hraunbrúninni og suður fyrir Stórkonugjá við Litla-Kóngsfell og hin leiðin liggur áfram í stefnu yfir hraunhaftið.

Gengið var áfram í sömu stefnu yfir hraunhaftið, nokkra tugi metra og kom á Reykjaveginn við hlíðar Stórkonufells og síðan yfir nyrðri enda Stórkonugjár og er greinileg gata þar og nokkuð breið. (Reykjavegurinn stefnir vestur yfir og suður með Stórkonugjá í stefnu á veg í Kerlingaskarð). Síðan var gengið norðvestur með hlíðunum í átt að skarðinu norðan við Stórabolla.
Þegar komið er að þar sem farið er upp í skarðið norðan við Stórabolla er myndarleg varða þar, niður undir jafnsléttu og hálfhruninn varða er rétt þar neðar í stefnu á hraunbrún á hrauninu sem er sunnan við bollana. Þegar horft er úr brekkunni undir Stórabolla og vörðurnar bera hver í aðra, má sjá góðan veg með hraunbrúninni.

Heiðarvegur

Heiðarvegur – varða.

Þegar komið var neðarlega í brekkurnar norðan skarðs og gengið eftir jeppaslóða, var fyrir varða í 336 m hæð. Punktur tekinn.
Neðst í brekkunum komu saman jeppaslóðinn og reiðvegur og eða fjárgata í 276 metra hæð. Þegar gengið var áfram með hlíðum undir Kristjánsdalahorni, sást greinileg gata upp og bak við smá hnjúk sem sker sig frá fjalllendinu. Þegar komið var norður fyrir hnjúkinn sást gatan greinilega þar sem hún skáskar brekkuna niður á jafnsléttu. Neðar eru vatnsstæði.
Aftur var farið upp að Bláfjöllum og gengið frá þeim í suður. Eftir að hafa gengið um 800 metra frá horninu, var komið að vörðu. Þaðan var gengið í norðvestur og eftir að hafa gengið um 500 metra sást hraunhóll og var steinn á toppi hans.

Heiðarvegur

Heiðarvegur – vörður.

Hóllinn er holur að innan og er þar sæmilegur skúti og geta nokkrir menn haft þar skjól. Svo virðist sem brotið hafi verið úr munanum niður við jörð og er hægt að ganga inn líkt og um dyraop. Punktur tekinn. Skúti þessi er í beinni línu við næstu vörðu sem komið var að. Um 500 metrar eru frá skútanum að henni. Vestan við vörðuna er grasivaxin dæld og þegar horft er í norðvestur á næstu vörðu blasir við greinileg gata í grasinu, nokkra tugi metra. Þessi gata er ekki fjárgata, einn og hálfur til tveir metrar á breidd þar sem hún er breiðust.

Heiðavegur

Varða á Heiðarveginum.

Síðan var gengið að næstu vörðu sem blasti við. Eru um 220 metrar að henni. Hæð y.s.m. eru 515 m. Þegar nær var komið sást að vörðurnar eru tvær. Sú sem fyrr er komið að, er hálf hruninn en nokkrum metrum frá er stæðileg varða. Vörðurnar eiga líklega að bera hvor í aðra til að fá stefnu á næstu vörðu. (Eða að vísa á sprungna hraunhólinn með vörðunni sem sást í fyrri ferð í um 20-30 metra fjarlægð).
Ekki sást til næstu vörðu í norðvestur eða vesturátt en í vestur er varða sem áður hafði verið komið að og er um 1.600 metrar í hana. Enn styttra er að aðra vörðuna.

Heiðarvegur

Heiðarvegur – Geitafell fjær.

Hér er ágætis útsýni yfir landið frammundan, það fer lækkandi í norðvestur og vestur og er vegur ágætur um helluhraun.
Í vestur er nokkuð stór nafnlaus eldborg sem áður er getið með grófu hrauni umhverfis en hraunið úr henni nær ekki langt norður fyrir hana. Heiðarvegurinn liggur því norðan við eldborgina, um nokkurskonar hlið á milli úfinna hrauna.
Því miður var ekki hægt að skoða meira í bili en klára þarf að staðsetja vörður á 1.600 metra kafla og athuga hvort gatan greinist austan við Stórkonugjá. Þá er eftir að staðsetja vörður austur um heiðina niður Hrossahryggi eða um Guðrúnarbotna að Ólafsskarðsvegi.
Frábært veður í frábæru landslagi.

Heiðarvegur

Varða á Heiðarveginum – Geitafell framundan.

Innstidalur

Gengið var Sleggjubeinsskarð á milli Skarðsmýrarfjalls og Húsmúla og inn Innstadal að Vörðu-Skeggja. Farið var yfir hrygginn niður í Marardal, gengið þaðan í Múlasel (sæluhús) í Engidal og meðfram Húsmúla með viðkomu að Draugatjörnum.

Innstidalur

Innstidalur.

Innstidalur er innilyktur af Henglinum, grasi gróinn að miklu leyti og fallegur umgöngu. Innst í honum er hver og heit laug. Hverinn er einn af mestu gufuhverum landsins. Útilegumannahellir er í klettunum.
Allnokkru norðar niðurundir Skeggja er Marardalur. Dalur þessi er umluktur hömrum á alla vegu, gróðursæll og marflatur í botninn eftir framburð lækja úr fjallinu. Í honum er haglendi gott enda notaður til beitar fyrir geldneyti hér áður fyrr. Innst í dalnum er hellir, en um hann má lesa í útilegumannasögum. Grjótgarður, sem hlaðinn hefur verið fyrir eina sæmilega útganginn úr honum sunnanverðum, ber vitni um þetta. Þetta eru nautaréttir, sem lögðust af 1860. Syðst gengur þröngt gil vestur úr dalum.

Engidalur

Engidalur – kort.

Engidalur er grösugur og mýrlendur. Úr norðri kemur Engidalshvísl, sem er samsafn lækja úr vesturhlíðum Hengils. Hana er oftast hægt að stikla. Við suðurenda Þjófahlaups, vestan Engidalshvíslar er nýlegt hús sem Orkuveita Reykjavíkur á. Það er til afnota fyrir gesti og gangandi sem gera vilja stuttan stans á leið sinni um svæðið. Austan árinnar, langleiðina uppi við Hengil, rís upp úr grónu landinu sérkennilegur klettadrangur sem minnir á risavaxna höggmynd af skepnu einni mikilli og er vel þess virði að staldra við og skoða.

Þjófahlaup

Þjófahlaup.

Leiðin lá norður með Þjófahlaupi eftir dal eða lægð vestan undir Hengli. Við Draugatjörn er sæluhúsatótt. Elstu heimildir um hana eru frá 1703. Þá er þar Húsmúlarétt vestan tjarnanna, gömul rétt hlaðin úr hraungrýti. Mikill draugagangur var jafnan í og við sæluhúsið og mun vera enn.Í leiðinni var litið á Hellukofann á Hellisheiði, við gömlu þjóðleiðina. Hann var hlaðinn 1830 og stendur enn.
Frábært veður – Gangan var löng, en eftirminnileg – 4 klst og 44 mín.

Marardalur

Marardalur.

Sjálfkvíar

Gerð var leit að Sjálfkvíum á Kjalarnesi.
Í örnefnalýsingu fyrir Esjuberg segir frá því að; „einu sinni endur fyrir löngu stálu tveir strákar messuklæðum úr Móakirkju og skáru þau niður í skóna sína. Þeir voru síðan hengdir í Sjálfkvíum í Móanesi og dysjaðir þar allri alþýðu til viðvörunar. Sjálfkvíar eru klettar niður við sjó [skammt neðan við núverandi þjóðveg]. Dálítið bil er á milli þeirra, og fellur sjór þar inn um flóð.“
SjálfkvíarStröndin á þessu svæði er við skorin og því erfitt að staðsetja Sjálfkvíarnar utan við Leiðhamra. Þá kom bargvættur skyndilega til sögunnar, Sigurður Einarsson, ábúandi á svæðinu. Hann sagðist vel þekkja til staðarins. Hann væri skammt vinstra megin við yfirgefinn sumarbústað er verið væri að endurbyggja ofan við ströndina. Um væri að ræða klof eða klettaskorning, sem tré hefði verið látið yfir og staðurinn notaður sem aftökustaður – að því er heimildir herma.
Eftir þessa lýsingu var auðvelt að staðsetja Sjálfkvíar. Þær eru ómerktar líkt og önnur merkisörnefni á Kjalarnesi.
Heitið Sjálfkvíar er þekkt víðar á Suðvesturlandi, t.d. í Leirunni við Garð og Innri-Hólm við Akranes og þá ekki alltaf í sömu merkingu orðsins. „Svo virðist sem lífsviðurværi fólksins í Leirunni hafi að langmestu leyti verið sótt til sjávar, en fátt verið af skepnum. Sel frá bæjunum voru engin, enda kannski heiðarlandinu ekki fyrir að fara. Skepnuhaldið fór því nær eingöngu fram við bæina, fjöruna og næsta nágrenni.
Á Leirunni mátti hafa sauðfé með Innri-Hólmurnákvæmri aðgæslu fyrir sjó. Misstu bændur  oft fé sitt í sjóinn, því fyrir utan Hólm og innan Gufuskála er bás, sem Sjálfkvíar heita, er fé vildi oft flæða, en ómögulegt að bjarga, því þverhnýptir klettar eru fyrir ofan.“ Hér eru Sjálfkvíar notaðar í merkingu „sjálfhelda“.
Innri-Hólmur var einnig nefndur Ásólfshólmur. Þar bjó fyrstur írskur maður, Þormóður Bersason. Hann byggði líklega kirkju á staðnum. Árið 1096, þegar tíundarlögin voru sett, var þar kirkja. Illugi rauði, sem bjó á Hofsstöðum í Hálsasveit, skipti á búi, fé og konu við bóndann að Innra-Hólmi. Þetta féll konu hans, Sigríði svo illa, að hún hengdi sig í hofinu. Konan, sem hann fékk í skiptum, entist ekki lengi og hann kvæntist Þurðíði, systur Harðar Grímkelssonar, sem varð góður vinur mágs síns framan af eða þar til Illuga fékk nóg af yfirgangi Harðar. Eitt sinn lenti Hörður við 23. mann í Sjálfkvíum í landi Illuga og smöluðu Akrafjallið. Illugi safnaði liði og barðist við Hólmverja á meðan þeir slátruðu fénu og fluttu á skip. Svo sagði a.m.k. í Harðar sögu og Hólmverja, 28. kafla.
Frábært veður. Gangan tók 10. mín.

Leiðhamrar

Kort af svæðinu frá 1903.

 

Fóelluvötn

Leitað var að 180 ára gömlu sæluhúsi undir Eystri-Vatnsási við Fóelluvötn.

Guðrúnartóft

Guðrúnartóft.

Ritað hefur verið um sögu hússins í gömlu tímariti. Verður saga þess og aðdragandi rakin hér síðar. Gerður var út leiðangur fyrir allmörgum árum að leita að tóftunum og fundust þær þá. Farið var eftir þeirri lýsingu við leitina núna. Talað var um tóftir mót norðvestri í grónum klapparhrygg, en þegar komið var á vettvang reyndust þær nokkrar á svæðinu. Sagt er frá minjunum í annarri FERLIRslýsingu þar sem reyndist vera um að ræða, við nánari athugun, minjar nýbýlis í heiðinni. Tóftirnar gætu hafa eftirá um stund verið notaðar sem skjól fyrir ferðamenn á Austurleiðinni sunnan Lyklafells

Guðrúnartóft

Guðrúnartóft á Vatnaási við Fóelluvötn.

Ákveðið var að beita útilokunaraðferðinni, nýta reynsluna og möguleg kennileiti á svæðinu.
Fóelluvötnin teygja sig yfir nokkuð stórt svæði, þ.e. þegar eitthvað er í vötunum, en að þessu sinni var mjög lítið vatn í þeim. Líklegasta þjóðleiðin ofan við vötnin var rakin. Sæluhúsið fannst þá eftir tíu mínútna göngu. Um er að ræða tvær tóftir undir klapparhryggnum. Sáust þær vel í kvöldsólinni.
Tíminn vekur vitund um hversu vel FERLIRsfólk er orðið þjálfað í að finna það sem leitað er að. Þá var Vatnakofinn við Sandskeið skoðaður, gamalt sæluhús á gömlu leiðinni austur.

Guðrúnartóft

Guðrúnartóft – uppdráttur.

Gvendarbrunnar
Gvendarbrunnar eru kenndir við Guðmund Arason biskup hinn góða (1203-1237).
Inntak Gvendarbrunnavatnsins frá 1908-1980Vatnið sem Guðmundur góði vígði var talið heilnæmt með afbrigðum og búa ygir margvíslegum yfirnáttúrlegum eiginleikum. Hinsvegar hafa engar heimildir fundist um sérstök tengsl Guðmundar góða við Gvendarbrunnasvæðið.
Árið 1906 átti Jón Þorláksson, þáverandi landsverkfræðingur, frumkvæðið að því að gera Gvendarbrunna að vatnstökusvæði Reykvíkinga.
Á árunum 1904-1905 hafði bæjarstjórn fjármagnað boranir í Vatnsmýrinni sem reyndust árangurslausar. Vatnið sem upp kom reyndist heitt og óhæft til drykkjar. Við boranir fannst einnig gull og samkvæmt efnarannsóknum var þar að finna ágætis gullnámu.
Guðllæðið í Reykjavík var skammlíft en áfram hélt undirbúningsvinna að vatnsveitu sem markaði tímamót með kaupum bæjarstjórnar á Elliðaánum.
Árið 1908 hófust framkvæmdir á vatnsleiðslu frá Elliðaánum og Gvendarbrunnum. Ári síðar voru leiðslurnar tengdar og vatnsveita í Reykjavík orðin að veruleika.

Gvendarbrunnar

Gvendarbrunnar – flugmynd.

Esjuberg

Gengið var um land Esjubergs með það fyrir augum að skoða leifar hinnar fyrstu kirkju á Íslandi sem og að skoða tóftir korbýlanna Árvalla og grundar. Með í för verður m.a. Guðmundur Ólafsson, fornleifafræðingur. Hann gróf í kirkjutóftina, er bent hafði verið á sem þá elstu hér á landi að talið var, árið 1981. Niðurstöðurnar reyndust áhugaverðar.
ÁrvellirÍ Jarðabókinni 1703 kemur fram að skriða hafi spillt jörðinni [Esjubergi] og auk þess að; „Skriður fordjarfa tún, engjar og úthaga merkilega, so að hætt er bæði mönnum, húsum og fjenaði… Selstöðu á jörðin undir Svínaskarði að sunnan, og er þar berjalestur góður. Afbýlismaður heima við bæinn þar sem kallast Litla Esjuberg.“ Um Árvöllur segir m.a.: „Skriða fordjarfar so sem sagt er um heimajörðina“.
Bræðurnir Árni og Gísli Snorrasynir eru aldir upp að Esjubergi. Gísli sagðist aðspurður tóftir Árvallar vera ofan við Esjubergsbæinn, en leifar Grundar væru varla sýnilegar því bærinn hefði farið undir skriðu. Tóftin við Grundarána væri sennilega leifar réttar. Í þessari ferð átti sitthvað óvænt eftir að koma í ljós, ekki síst varðandi Grundarbæinn.
Árni sagði bæjartóftirnar ofan við Esjuberg standa í svonefndu Árvallartúni. Tóftirnar „beggja vegna Grundaáar“ væru sennilega leifar Grundar. Áin hefði áður runnið til vesturst með fjallsrótunum, en í miklum skriðum um 1830 hefði hún breytt sér og Grund þá lagst í eyði.
Framangreind orð hans bentu til þess að finna mætti bæjarleifar norðan árinnar, en slíkar minjar höfðu ekki fundist í fyrri ferð um svæðið.

Kirkjutóftin

Fyrst að megintilgangi ferðarinnar; kirkjutóft við Esjuberg. Í opinberri „Skrá um friðlýstar fornleifar frá 1990“ segir um kirkjuminjarnar að Esjubergi: „Esjuberg. I) Kirkjugrunnur forn, skamt austur frá bænum. Sbr. Árb. 1902: 33-35. Skjal undirritað af MÞ 25.10.1930. Þinglýst 17.11.1938. II).“ Einnig er tiltekin í skránni  „Grjótdys, sem kölluð hefur verið Dyngja, við gamla reiðveginn, á mel 2 km austur frá bænum. Skjal undirritað af KE 28.07.1964. Þinglýst 04.08.1964.“ [Þá dys segir SG hafa verið eyðilagða 1981, líkt og að framan greinir]. Gísli upplýsti í samtalinu að framangreind Dyngja hefði verið mokað í burtu á örskotsstund þegar byrjað var að nota malarnámusvæðið austan við Leiðhamra við norðanverðan Kollafjörð.
KirkjutóftinGuðmundur Ólafsson gróf í kirkjutóftina, eins og fram hefur komið. Þegar hann var spurður um niðurstöður rannsóknarinnar upplýsti hann eftirfarandi: „Ég byrjaði á smá rannsókn þarna árið 1981. Tilefnið var ósk um rannsókn frá kirkjunnar mönnum í tilefni af því að þá var kristniboðsár. Ég flaug líka yfir svæðið og tók myndir, bæði ljósmyndir og innfrarauðar myndir. Ekkert markvert kom fram á þeim. Rannsóknarsvæðið var í skriðum nokkru austan við bæinn, þar sem talið var að væru leifar kirkjunnar, sbr. lýsingu Brynjúlfs. Tekin voru snið þvert í gegnum garð, sem þarna er afmarkaður, sem og tóftina sjálfa.

Kirkjutóftin

Við rannsóknina kom í ljós að rústirnar voru mun yngri en frá landnámsöld, þannig að þetta gátu ekki verið leifar af Kirkju Örlygs. Steinhleðslurnar sem sagðar voru vera leifar kirkjunnar voru að öllum líkindum frá 16. eða 17. öld. Nokkru neðar voru mannvistarlög sem bentu til eldri byggðar, eða allt frá 11. – 12. öld, en það voru leifar sem bentu frekar til íveruhúsa en kirkju (móöskudreif og viðarkolaaska). Það var líka augljóst að skriður höfðu farið yfir allt þetta svæði og að það yrði afar erfitt að finna og grafa upp frekari minjar á þessu svæði. Þá var líka ljóst að rústin væri ekki leifar af  kirkju Örlygs og að hennar yrði að leita annars staðar. Rannsókn var því hætt.“
Guðmundur sagði að sennilegra væri að kirkjan hafi staðið nær bænum, sem væntanlega hafi verið á núverandi bæjarstæði. Þar hafi nú öllu verið raskað með byggingu nýrra íbúðar- og útihúsa. Líklegt má því telja að tilviljun ein muni ráða því hvort staðsetning kirkjunnar hinnar fyrstu muni einhvern tímann opinberast.
Af ummerkjum á vettvangi að dæma er ljóst að hver skriðan á eftir annarri hefur hlaupið yfir það úr Gljúfurdal. Eldri Tóftminjar eru og verða því grafnar undir þeim yngri. Líklegt er því að niðurstaða Guðmundar sé skynsamleg, auk þess sem hún er byggð á rannsóknum.
Hin fyrsta heimild um kirkjubygginguna er að finna í 
12. kafla Sturlubókar (afskrift Landnámu) segir m.a. um kirkju að Esjubergi á Kjalarnesi: Örlygur hét son Hrapps Bjarnarsonar bunu; hann var að fóstri með hinum (helga) Patreki byskupi í Suðureyjum. (Hann) fýstist að fara til Íslands og bað, að byskup sæi um með honum. Byskup lét hann hafa með sér kirkjuvið og járnklukku og plenárium og mold vígða, er hann skyldi leggja undir hornstafina. Byskup bað hann þar land nema, er hann sæi fjöll tvö af hafi, og byggja undir hinu syðra fjallinu, og skyldi dalur í hvorutveggja fjallinu; hann skyldi þar taka sér bústað og láta þar kirkju gera og eigna hinum helga Kolumba.
ListaverkMeð Örlygi var á skipi maður sá, er Kollur hét, fóstbróðir hans, annar Þórólfur spör, þriðji Þorbjörn tálkni og bróðir hans, Þorbjörn skúma; þeir voru synir Böðvars blöðruskalla.
Þeir Örlygur létu í haf og fengu útivist harða og vissu eigi, hvar þeir fóru; þá hét Örlygur á Patrek byskup til landtöku sér, að hann skyldi af hans nafni gefa örnefni, þar sem hann tæki land. Þeir voru þaðan frá litla hríð úti, áður þeir sáu land, og voru komnir vestur um landið. Þeir tóku þar, sem heitir Örlygshöfn, en fjörðinn inn frá kölluðu þeir Patreksfjörð. Þar voru þeir um vetur, en um vorið bjó Örlygur skip sitt; en hásetar hans námu þar sumir land, sem enn mun sagt verða.
Örlygur sigldi vestan fyrir Barð; en er hann kom suður um Snæfellsjökul á fjörðinn, sá hann fjöll tvö og dali í hvorutveggja. Þar kenndi hann land það, er honum var til vísað.
Hann hélt þá að hinu syðra fjallinu, og var það Kjalarnes, og hafði Helgi bræðrungur hans numið þar áður.
Örlygur var með Helga hinn fyrsta vetur, en um vorið nam Mannvirkihann land að ráði Helga frá Mógilsá til Ósvíf(ur)slækjar og bjó að Esjubergi. Hann lét þar gera kirkju, sem mælt var.“
Í grein Brynjúlfs Jónssonar í Árbók hins íslenska fornleifafélags 1902 er rakin frásögnin í 12. kafla Landnámu. Þá segir:
„Í túninu á Esjubergi, austur frá bænum er rúst, sem frá ómunatíð hefur verið kölluð kirkjutóft eða stundum bænhústóft. Og girðing sem, sem er áföst við hana, er kölluð kirkjugarður. Rústin snýr frá austri til vesturs, nál. 4 fðm. löng og nær 3 fðm. breið. Hornin eru hér um bil rétt. Utantil er hleðsla, eigi mjög aflöguð; enda er hæðin aðeins tvö steinalög, eð sumstaðar þrjú, hvert ofan á öðru. Grjótið er hnöllungagrjót, en þó eigi mjög hnöttótt og sumt er með nokkrum köntum.  Að ofan er rústin ávöl af grjóti. Lítur út fyrir, að ofan á hana hafi verið kastað lausum steinum, annaðhvort sem fallið hafi úr henni sjálfri – hafi hún verið hærri, – eða sem skriðuhlaup hefði kastað þangað. Eigi haggaði eg við rústinni, er eg skoðaði hana í voru (1901). Var það bæði, að þá var annríkt hjá mönnum og verkamenn óhægt að fá, enda ilt að gjörða vegna rigninga. Þóttist eg sjá, að það mundi mikið verk, en ósýnt um árangur. Þó lét eg grafa með öllum vesturgaflinum, í þeirri von, að þar sæi merki dyra. En þeirra sást enginn vottur.

Grund

Undirstaðan sýndist óhögguð yfir um þvert og lá á skriðugrjóti – sem þar er alstaðar undir jarðvegi… eins og rústin kom mér fyrir sjónir, gat eg varla talið hana líklega til að vera hústóft. Hitt gæti verið, að hér hefði verið hærri bygging; hústóft, nfl. staðið ofan á því sem nú er eftir. Þó leizt mér svo á brúnir rústarinnar að þær mundu ójafnari en þær eru, ef ofan á þeim hefði verið hærri hleðsla, sem hefði fallið. Eg hefi síðan hugsað um þetta, og hefir nú komið í hug, að rústin muni vera upphækkun eða „grunnur“ undan kirkjunni Örlygs, og hafi hún verið gjör af viði einum, – eins og t.a.m. skáli Gunnars á Hlíðarenda…
Girðingin, sem kölluð er kirkjugarður, er fyrir austan rústina; er austurgafl hennar áfastur suðvesturhorn girðingarinnar. Hún er 11 faðma breið frá austri til vesturs, og 12 fðm. löng frá norðri til suðurs. Sér glögt til hennar öllum megin; hefir þó skriða runnið fram á norðurvegg hennar. Framhald af honum gengur vestur á móts við kirkjutóftina og verður þar smá-girðing við norðurgafl tóftarinnar, 4 fðm. frá austri til vesturs og 6 fðm. frá norðri til suðurs, en gengur að sér vestantil…“.
Klettur Þegar gengið var um svæðið ofan og vestan Árvallar (bærinn hét Árvöllur) komu í ljós þau hinu ótrúlegustu skóflitbrigði er sérhver málameistari í líkingu við Kjarval gæti auðveldlega hænst að. Á einum stað, undir fjallsrótum Esju, mátti sjá stórt bjarg. Undir því var skúti. Við hann voru hleðslur. Gróið var umleikis. Hér var hið ágætasta skjól, t.d. fyrir Búa er segir af í Kjalnesingasögu (sjá HÉR). Staðsetning hellisins hefur ekki verið ákvarðaður af neinni nákvæmni.
Í lok ferðar var tal tekið af Erni Kærnested, staðarhaldara á Esjubergi. Framtíðarhugmyndin er að byggja þétta smáíbíðabyggð á svæðinu, þ.e. innan við 100 m2. Eins og stendur er óvissa um þá áætlan. Nóg af köldu vatni virðist vera á svæðinu, sbr. uppsprettuna góðu utan Árvalla og heimilir eru um heitt vatn í Grundardal skammt vestar. Ljóst er þó hér að Örn mun ekki flasa að neinu er stefnt getur minjum svæðisins í hættu.
Sjá meira um svæðið HÉR. 
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimild m.a.:
-Í grein Brynjúlfs Jónssonar í Árbók hins íslenska fornleifafélags 1902.
-Landnáma – Sturlubók 12. kafli.

Grund

Hólmur

Gengið var um Löngubakka austan Hólms ofan Reykjavíkur, um Rauðhóla og Gvendarbrunnasvæðið í Heiðmörk heimsótt undir leiðsögn.
Við fyrstu sýn virðist hér ekki verið um mikil tengsl að ræða, en við nánari skoðun mun svo Loftmynd af Hólmi - kirkjugarðurinn er hægra megin við bæinnvera því allt svæðið er innnan jarðarinnar. Hólmur var forn kirkjustaður, enda ber óraskaður kirkjugarðurinn austan núverandi bæjar þess glögg merki. Garðurinn er á lágum hól skammt austan girðingar umhverfis heimahúsin á Hólmi. Hann er hringlaga og tóftir bæði austan hans og vestan. Sú að austan er minni, enda sú vestari allstór. Á Löngubökkum eru margir hellar og í Rauðhólum voru um 80 gervigígar áður en austurhluta þeirra var raskað með hernámsmannvirkjum og efnistöku. Hrauntún er sögð hjáleiga frá Hólmi og sjást leifar hennar enn vatnsverndargirðingarinnar við Gvendarbrunna. Skammt þar frá er Kirkjuhólmi [Kirkjuhólmar], forn örnefni. Í Jarðabókinni 1703 kemur fram að Hrauntún hafi verið fyrrum bæjarstæði Hólms og að öllum líkindum fornbýli.
Auk þessa var ætlunin að skoða Útihús við HólmHundinn, eða Skessuhundinn, eins og hann hefur einnig verið nefndur.
FERLIR hafði boðað komu sína á afgirt svæði Gvendar-brunna með hæfilegum fyrirvara.

Í örnefnalýsingu fyrir Hólm, sem Ari Gíslason skráði, segir m.a.: „Jörð, nú komin í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur. Upplýsingar um örnefni gaf Eggert Norðdahl, faðir bóndans þar [Eggert Guðmundsson Norðdahl frá Hólmi, Rvk. f.1866 – d.1963].
Merkin móti Elliðavatni eru (?): Rétt austur af Baldurshaga eru merki (svo) Gvendarbrunnur, rétt suður af honumhraunklif, er heitir Réttarklif, úr Bugðu niður frá, er Hólmsá (4) móti bæ. Úr Réttarklifi í Stóra-markhól. Fyrir ofan Elliðavatnsheiði svo aftur norðvestur af Hólmi. Úr Almannadal eins og hann liggur norður í Mýrarskyggnir (svo), þar er grashóll, úr honum til austurs í Stóraskyggnir (svo), þaðan í Sólheimatjörn (sem) er flag, er þornar á sumrin, úr henni beina leið í Hólmsá hjá Geithálsi, svo eins og Hólmsá ræður austur fyrir Heiðartagl, sem er rétt suðaustur af Geithálsi.
Áin fer Stekkur við Hólmkringum taglið suður af Hólmsbrú. Þaðan eftir lækjarfarvegi, nú orðið þurrum, upp að Hraunsnefi, svo eins og hraunhryggurinn ræður suðvestur fyrir Selfjall; frá þeim stað að Stóra-Markhól (svo) eru engin nöfn, það er yfir brunahraun að fara, sem nefnt er Bruni og er gróðurlaust land.
Norðaustur af Gvendarbrunni, inn í Heiðmörk, er steintröll, sem líkist liggjandi hundi og horfir heim að bæ í Hólmi. Þetta tröll heitir Hundurinn [Skessuhundur]; um hann er gömul þjóðsaga til. Hann er 4-5 álnir á koll. Hundur þessi var sending frá manni í Grindavík til bóndans í Hólmi út af skiptum milli þeirra. Bóndinn í Hólmi var enginn veifiskati og kunni eitthvað líka, svo einn morgunn, þegar hann kom út, sá hann til hundsins og skildi strax, hvað var að gerast. Gat hann svo með kunnáttu sinni stöðvað hundinn, þar sem hann þá var, og breytt honum í stein, sem stendur þar og mun standa um ókomin ár.

Stríðsminjar í vestanverðum Rauðhólum

Þá er Hólmsheiði. Sunnan í Hestabrekkuhæð, sem er 129 m há, eru Hestabrekkur. Þá er samhliða Almannadeild, aðskilið af stórri hæð, Mjóidalur. Hann liggur suður að Hólmsá. Að norðaustan við Hestabrekkuhæð er Skyggnisdalur. Þar suður af er[u] Hofmannaflatir. Lítið [er] eftir af þeim, nú blásið upp að mestu. Svo er hraunið, byrjum þar í miðju hrauni. Þar er óbrunnið svæði, Hólmshlíð. Austur af henni er Gráhryggur, sem liggur þvert sunnan úr hábrunanum norður að Silungapolli. Vestur af Hólmshlíð er gríðarmikil hella reist upp á rönd og heitir Grettistak [Háhella]. Hún er á hæð 3-4 mannhæðir, um meter á þykkt og 8-9 metrar á breidd.
Austur af Gráhrygg er Hellishlíð. Þar suður af er önnur lægri, er heitir Litlahlíð, og norðaustur af henni eru Hrossabeinahæðir. Þær eru kjarri vaxnar, og austan þeirra er Þorsteinshellir, er gamalt fjárból, notaður til skamms tíma. Hraunið þaðan til norðurs, norður að Hraunsnefi og suðvestur að Silungapolli, kallast Austurhraun. Við Silungapoll er barnahæli. Svo aftur frá Hólmshlíð til suðurs: Suður af henni er krappt og úfið, kjarri vaxið hraunbelti, sem nefnt er Kargi. Þar suður af er nefnt Teygingar eða Skógarteygingar.
Fyrir norðan Hólmshlíð, norður að Ármótum, [heitir] Helluhraun. Þar er mikið af hraunhellum. Vestast í því er hóll, sem heitir Trani. Vestur af honum [eru] hraunslakkar [hraunkrókar], sem nefndir eru Hraundalir, og þar vestur af er Gvendarbrunnur. Árbakkarnir frá Hrauntúnshólma, sem er norðvestur af Hrauntúnstjörn, heita upp að Ármótum Löngubakkar. Þar eru Snjófossar í Suðurá, hávaðar.“
Meintar minjar HrauntúnsÍ Jarðabókinni 1703 er Hrauntún síðasti bærinn tilnefndur í Gullbringusýslu (bls. 283-284). Þar segir m.a.: „Hrauntún segja menn að heitið hafi jörð til forna og legið millum Hólms og Elliðavatns. Þar sjást enn nú girðingarleifar eftir og ef grant er athugað nokkur húsatófta líkindi. Túnið er eyðilagt og komið í stórgrýti og hraun. Þar segjast menn heyrt hafa að kirkjustaður hafi til forna verið, og til líkinda þeirri sögn heita enn nú í vatninu þar rjett framundan Kirkjuhólmar. Eru munnmæli, að þegar þetta Hrauntún lagðist í eyði, hafi bærinn þaðan frá þángað færður verið, sem nú er jörðin Hólmur, og ætla menn að Hólmur hafi fyr bygður verið, so nú megi þessa jörð Hólm kalla Hrauntúns stað uppbygða verið hafa. Segja so allir á þessum samfundi þeir eð til leggja, að ómögulegt sje þetta hið forna Hrauntún aftur að byggja.“ Ekkja Karls Norðdahls á Hólmi sagðist tekja að Hrauntún hafi verið í krika suðvestur frá bænum, en að tóftirnar væru nú komnar undir trjágróður. Benti hún á hlíð eina norðaustan undir Sauðási ofan Elliðavatns, utan vatnsverndargirðingarinnar. Ætlunin er að skoða það svæði við tækifæri.
Garður við Hrauntúnstjörn„Þá er það næst Hólmurinn milli Hólmsár og Suðurár. Talið frá túni: Austur af túni er Vörðuhóll, þar norður af er Geithálstangi fram að Hólmsá móti Geithálsi. Suður af Hólmstúni er Bæjarhraun, vestur af túni að Rauðhólum heitir Hellur, gróið á stöku stað. Í Rauðhólum voru hin fornu örnefni, en það hefur nú öllu verið breytt að landslagi (svo) við rauðamalartekju. Norðaustast í þeim var stór og merkilegur gígur, sem heitir Kastali, er skemmdur. Þar vestur af var Stóri-Rauðhóll af honum sést ekki urmull; þar suðaustur af Miðaftanshóll, nú óþekkjanlegur. Norðanvert við Rauðhóla, milli þeirra og Hólm[s]ár, eru svonefndar Dælur, slægjublettir í hrauni. Þar norðast við veg er Tangatangi.
Túnið: Bæjarhóll, þar sem bærinn stendur, þar austur af er Gamligarður, forn kirkjugarður, óhreyfður. Hér var kirkjustaður á 14. öld.“

Gvendarbrunnar

Gvendarbrunnar – Hrauntún. Á loftmyndinni má sjá Hrauntúnsgarðana.

Garðurinn er á lágum hól skammt austan girðingar umhverfis heimahúsin á Hólmi. Hann er hringlaga og tóftir bæði austan hans og vestan. Sú að austan er minni, enda sú vestari allstór. Ekkjan á Hólmi sagðist telja að kirkjan sjálf, sem reyndar hefði verið bænhús, hafi verið innan garðs. Tóftirnar væru annars vegar útihús (það vestara) og hins vegar skemma, sem hvorutveggja hefði verið nýtt í tíð Eggerts.

Rauðhólar - friðlýsingarsvæðið 1974

Nýræktin austur af bæ heitir Austurland. Fyrir sunnan Gamlagarðinn er Mannabeinahryggur. Þar er langur hellir. Þar fundust bein. Þar suður af er Kvíastæði; næst Túnhól að suðvestan er Nýjaflöt. Þar lengst til suðvesturs er Suðurland, og Grænhóll er jafnaður við jörð. Þar var tóftarbrot. Hóllinn norðan við ána beint á móti bæ [heitir] Beitarhúsahóll. Suðvestur af Hólmshlíð er mikil fjárborg, hlaðin úr torfi og grjóti af Karli Norðdahl, er nefnd Sauðaborg.“ Hér er sennilega, m.v. staðsetninguna við Hólmshlíð, átt við Hólmsborgina, sem var endurhlaðin árið 1918. Hún er þó einungis hlaðin úr grjóti.
Guðlaugur R. Guðmundsson ræddi við Karl Norðdahl 18. júlí [ártal vantar]. Þar vildi Karl leiðrétta nafnabrengl á Helluvatni og Hrauntúnstjörn. Á herforingjaráðskortunum [1908] urðu nafnavíxl á þeim. „Helluvatn heitir svo vegna þess að á því var vað á sléttri hraunklöpp. Þegar stíflan í Elliðavatni var gerð hækkaði í vatninu og klöppin fór í kaf. Áður en stíflan var gerð hét vatnið tveimur nöfnum; Vatnsendavatn og Elliðavatn.“
Rauðhólar eru leifar gervigígaþyrpingar (u.þ.b. 4600 ára) í Elliðaárhrauni norðaustan Elliðavatns. Þeir eru í löndum Hólms og Elliðavatns. Þeir voru rúmlega 80 áður en farið var að spilla þeim með efnistöku. Það mun hafa verið Ólafur Thors, sem fyrstu leyfði mönnum að taka efni úr Rauðhólum. Mest var ásóknin í þá á seinni stríðsárunum, þegar mikið var byggt, s.s. Reykjavíkurflugvöllur, en þar mun að finna mestan hluta þess efnis, sem tekið var í Rauðhólum. Í hólunum suðvestanverðum var ein af birgðastöðvum hernámsliðsins og sjást leifar hennar enn.
Stríðsminjar í Rauðhólum - loftmyndNæstu ár og áratugi var efni úr hólunum notað í ofaníburð í götur í borginni og húsgrunna. Rauðhólar voru friðlýstir sem náttúruvætti árið 1961 og árið 1974 var Rauðhólasvæðið gert að fólkvangi. Árið 1933 var spilda í vesturhluta hólanna leigð fulltrúaráði verkalýðsfélaganna í Reykjavík til útisamkomuhalds. Síðar var spildan ásamt skála, sem hafði verið reistur þar afhentur borginni á ný.
Þar var rekið um tíma barnaheimilið Vorboðinn sem sumardvalarheimili fyrir börn. Sumarið 1986 var starfrækt útileikhús í Rauðhólum, þar sem brot úr Njálssögu voru sett á svið.
Síðan ísöld lauk hefur hraun einu sinni runnið inn fyrir byggðarmörkin og var það fyrir 4700 árum þegar Elliðavogshraun rann niður farveg Elliðaár. Elliðavogshraun rann úr stórum dyngjugíg sem heitir Leiti og er austan við Bláfjöll. Það var þunnfljótandi hraun sem rann um Sandskeið, niður í Lækjarbotna og þaðan rann hraunið ofan í Elliðaárvatn. Þegar hraunið komst í snertingu við vatnið urðu miklar sprengingar og gufugos. Þessi gufugos og sprengingar mynduðu gervigíganna Rauðhóla.
Gervigígar myndast þegar hraun rennur yfir votlendi svo sem mýrar, sanda, aura eða grunn stöðuvötn. Vatnið hvellsýður þannig að kvikan tætist í sundur og gjallhaugar hrúgast upp. Gervigígar líkjast oft gjallgígum en þar sem þeir mynda óreglulegar þyrpingar er auðvelt að greina þá frá.

Vatnsinntakið gamla í Hrauntúnstjörn

Rauðhólar voru friðlýstir sem náttúruvætti 1961 og síðan sem fólkvangur 1974. Stærð þeirra eru um 45 ha. Fótgangandi fólki er heimil för um allt svæðið og má ekki „hindra slíka för með girðingu nema stigar til yfirferðar séu með hæfilegu millibili“. Fólkvangurinn í Rauðhólum var friðlýstur, sem fyrr sagði, með augl. í Stjórnartíðindum B. nr. 185/1974.
Áhugi var að skoða afgrit svæðið innan vatnsverndar
Gvendarbrunna. Haft var samband við fulltrúa Orkuveitur Reykjavíkur, sem brást bæði fljótt og vel við og sendi umsjónarmann svæðisins, Hafstein Björgvinsson, þegar á vettvang. Hafsteinn tók vel á móti þátttakendum, leiddi þá um helstu minjar og reifaði sögu brunnanna: „Gvendarbrunnar  eru kenndir við Guðmund Arason biskup hinn góða (1203-1237). Vatnið sem Guðmundur góði vígði var talið heilnæmt með afbrigðum og búa yfir margvíslegum yfirnáttúrlegum eiginleikum. Hinsvegar hafa engar heimildir fundist um sérstök tengsl Guðmundar góða við Gvendarbrunnasvæðið. Árið 1906 átti Jón Þorláksson, þáverandi landsverkfræðingur, frumkvæðið að því að gera Gvendarbrunna að vatnstökusvæði Reykvíkinga. Á árunum 1904-1905 hafði bæjarstjórn fjármagnað boranir í Stöðvarhúsið í GvendarbrunnumVatnsmýrinni sem reyndust árangurslausar. Vatnið sem upp kom reyndist heitt og óhæft til drykkjar. Við boranir fannst einnig gull og samkvæmt efnarannsóknum var þar að finna ágætis gullnámu.
Guðllæðið í Reykjavík var skammlíft en áfram hélt undirbúningsvinna að vatnsveitu sem markaði tímamót með kaupum bæjarstjórnar á Elliðaánum. Árið 1908 hófust framkvæmdir á vatnsleiðslu frá Elliðaánum og Gvendarbrunnum. Ári síðar voru leiðslurnar tengdar og vatnsveita í Reykjavík orðin að veruleika.“
Í „Hrauntúnstjörn“ var vatnið fyrst sótt 1908. Í henni sést enn inntaksopið. Norðan tjarnarinnar er ílöng tóft tvískipt. Gróið er í kring. Við fyrstu sýn virðist þarna hafa verið fjárhús og heykuml við endann, en hún gæti einnig hafa verið leifar skála og þá væntanlega verið með elstu byggingum. Austan hennar, í hrauninu, eru leifar af hlöðnum garði. Minjar þessar eru á borgarminjaskrá. Svæðið sunnan tjarnarinnar var einnig skoðað, en þar hefur verið skipt um jarðveg eftir framkvæmdirnar við núverandi stöðvarhús Orkuveitunnar. Vestan þess er gömul hlaðin rétt, ofan við svonefnt Réttarklif.

Þorsteinshellir - sauðaskjól frá Hólmi

Á hól suðvestan hennar er myndarleg varða. Aðspurður um Kirkjuhólma taldi Hafsteinn þeim hafi verulega verið raskað í seinni tíð.
Hafsteinn fylgdi þátttakendum um stöðvarhúsið, lýsti byggingu þess og nýtingu. Greinilegt er að bæði hefur verið reynt að láta mannvirki falla sem best inn í umhverfið og þess gætt að raska ekki öðru en nausynlegt var vegna vatnsframkvæmdanna. Hafsteini var sérstaklega þakkað fyrir góð viðbrögð og frábæra leiðsögn.
Eggert Guðmundsson Norðdahl kvað eitt sinn:

Þannig líður ár og öld
eins í gleði og sorgum.
Allir dagar hafa kvöld
og allar nætur morgun.

Hólmur er og var merkilegur. Líklegt má telja að mikið af menjum hafi horfið í Elliðavatnið þegar vatnsborð þess hækkaði mikið við stíflugerðina 1930. Til er glögg lýsing af svæðinu fyrir stíflugerðina. 

Frábært veður. Ferðin tók 2 klst og 22 mín.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsing fyrir Hólm – ÖÍ.
-nat.is
-Efnistaka og frágangur – skýrsla Vegagerðarinnar frá 2006.
-Stjórnartíðindum B. nr. 185/1974.
-Freyr Pálsson – Jarðfræði Reykjavíkursvæðisins.
-Jarðabókin 1703.

Rétt við Réttarklif

Skildinganes

Peningar fundust nýlega [des. 2008] á Skildinganesi. Fundarstaðurinn var utan gamals sjóvarnargarðs norðvestan í Skildinganesi. Í fyrstu virtist vera um mjög gamla mynt að ræða.
HleðslumennFundarmenn voru steinhleðslumennirnir 
Guðjón S. Kristinsson, torf- og grjóthleðslumeistari og skrúðgarðyrkjumaður, og bróðir hans, Benjamín Kristinsson, húsasmíðameistari og bátasmiður, auk þræls. Þeir eru að vinna við endurgerð garðsins, sem hefur látið á sjá vegna sjávargangs og ótíða. Þegar Guðjón var að færa stóran stein frá garðinum með gröfu kom sjóðurinn í ljós. Við fyrstu sýn virtist vera um forna mynt að ræða, eins og áður sagði, en við nánari skoðun kom í ljós hvers kyns var.
Það var starfsfólk Fornleifastofnunar Íslands, sem upplýsti um peningafundinn. Stofnunin er m.a. með verkefni fyrir Árbæjarsafn, sem hefur umsjón með minjavörslu í umdæmi Reykjavíkur.
Rætt var við Oddgeir, fornleifafræðing hjá FÍ, í aðstöðu fyrirtækisins að Bárugötu 3. Starfsfólk var þá í óða önn að telja aurana. Um var að ræða eftirfarandi; Mynt; 10 aurar og 5 aurar, allir með ártalinu 1981.
Tveir bréfmerkimiðar fundust og á vettvangi; 1Brúnn pappír með saumarönd – prentað með svörtum stöfum; Iceland – 10 AURAR – 2.000 pieces. Handskrifað; 200 Kr. Nr. á miðanum; 38.
2. Brúnn pappír  með saumarönd – Prentað með svörtum stöfum; Iceland – 10 AURAR – 2.000 pieces. Nr. á miðanum; 101.
Bútar úr þunnum grænlitum léreftspoka með saumi.
Vettvangurinn er norðvestan við Reynisstaði á Skildinganesi. Rætt við Guðjón og Benjamín á Merkingar vettvangi. Þeir bentu á staðinn, sem peningarnir fundust á. Um er að ræða stað fast við gamlan grjóthlaðinn sjóvarnargarð, steinsteyptan að utanverðu að seinni tíma hætti. Fundarstaðurinn er nokkra metra utan við norðurenda garðsins. Peningarnir höfðu verið skorðaðir undir steininum fyrrnefnda, fast við garðinn. Pokinn, eða pokarnir, höfðu rifnað og lá myntin að mestu í haug undir grjótinu. Við rót á staðnum kom í ljós að sumir höfðu skolast spölkorn utar, en safnið virtist hafa haldist nokkurn veginn á sama stað.
Við skoðun auranna var ljóst að þarna var um lítil verðmæti að ræða í verðlausri mynt. Í millitíðinni hefur krónan gjaldfallið hundraðfalt og gengið auk þess hraðfallið. Tíuaurin er því orðinn að 0.1 aur og reyndar enn meir, eða 0.01 aur. Nú þarf því hundrað aura til að mæta einum eyri. Því má með sanni segja að heildarverðmæti sjóðsins, m.v. núverandi gengi, geti verið u.þ.b. 5 aurar. Verðmæti hans í kopar gæti þó verið miklu mun meiri eða 5 kr.
Hluti af sjóðnumEn verðmætin eru ekki alltaf metin í krónum og aurum. Þrátt fyrir ódýrðina rak forvitni áhugasama að leita uppruna auranna.
Í því sambandi var m.a. rætt við sérfræðing hjá Seðlabanka Íslands. Sá sagði að hér væri bara um „ekki mál“ að ræða – og „bara gleyma þessu. Líklega hefði einhver losað sig við poka, sem hann hafi átt heima hjá sér, enda verðlaust, nema magnið af koparnum hafi ekki verið þess meiri. Mynt í svona pokum var afhent viðskiptavinum svo uppruni pokanna gæti verið verið svo til hver sem er. En þetta væri bara ekkert mál – nóg hlyti að vera af áhugaverðari málum“.
Þegar þetta er skrifað er það eina
, sem umleitanin hefur skilað er það að peningafundurinn staðfestir enn betur en áður tilvist örnefnisins „Skildinganes“.
Hver sá, sem hefur einhverju við uppruna auranna að bæta, t.d. um tilkomu þeirra undir steininum stóra handan gamla sjóvarnargarðsins á Skildingarnesi, er beðinn um að hafa samband – ferlir@ferlir.is
.
Sjóvarnargarðurinn er gamall túngarður frá Skildinganesjörðinni. Mannvirkið er nokkurrra alda gamalt. Við norðurenda Sjóvarnargarðurinngarðsins má sjá grónar leifar af áframhaldi hans, en þann hluta, sem nú sést lét Skildinganesbóndinn hjá upp skömmu eftir aldamótin 1900. Hann er nú friðlýstar fornleifar skv. þjóðminjalögum. Elsta húsið á svæðinu var byggt árið 1863, Skildinganes 13 eða Reynisnes. Þar á eftir kemur Skildinganes 15, Reynisstaður, byggt árið 1874.
Jörðin á nesinu var nefnd Skildinganes og það þorp sem smám saman byggðist úr landi hennar nefnt Skildinganesþorp. Seinna var farið að nefna byggðina eftir firðinum sjálfum.
Skildinganesið er eitt af heilsteypustu minjasvæðum í Reykjavík og er þar að finna fornleifar og fornminjar. Í landi Skildinganess falla tvö svæði undir borgarvernd, Skildinganeshólar og mólendið umhverfis þá og strönd Skerjafjarðar meðfram Ægissíðu og Skildinganesi.
Ekki er vitað með vissu hvenær byggð hófst á Skildinganesi en jarðarinnar er fyrst getið í heimildum árið 1553. Þá er hún talin sjálfstæð jörð og í eigu Skálholtsstóls. Þó svo að Skildinganes væri sjálfstæð jörð var hún talin með Reykjavíkurlandi fram til 1787. Það ár fékk Reykjavík kaupstaðarréttindi og var þá allt bæjarlandið mælt upp.

Sjóvarnargarðurinn

Skildinganesjörðin var þá í fyrsta sinn afmörkuð og voru landamerki milli Skildinganess og Reykjavíkur talin vera sunnan frá Skerjafirði við Lambhól upp í Skildinganeshóla og þaðan austur í vörðu við Öskjuhlíð og þaðan í Skerjafjörð við Hangahamar.1 Skildinganes heyrði undir Seltjarnarneshrepp til ársins 1932 er það var innlimað inn í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur.
Talsvert var um kot í landi Skildinganess þegar byggð tók að rísa á þessum slóðum á 19. öld. Þetta voru allt lítil og lágreist kot. Um langan aldur var tvíbýli í Skildinganesi og voru býlin nefnd Austurbær og Vesturbær. Austurbærinn var síðar rifinn en húsið að Skildinganesi 13 er talið vera gamli Vesturbærinn endurbyggður. Byggingarár hússins er nokkuð á reiki. Í Fasteignamati er húsið talið byggt árið 1863 en því hefur einnig verið haldið fram að það sé byggt heldur seinna eða á árunum 1869 – 1871. Sigurður Jónsson í Görðum segir í endurminningum sínum að húsið sé endurbyggt en ekki er vitað hvenær sú endurbygging átti sér stað né hvers eðlis hún var.
SjóvarnargarðurÁ fyrsta og öðrum áratug 20. aldarinnar kom upp sú umræða að leggja Skildinganes undir Reykjavík og voru meðal annars lögð fram lagafrumvörp þess efnis en þau náðu ekki fram að ganga. Hugmyndir um höfn í Skerjafirði urðu einnig háværar skömmu eftir aldamótin 1900 og stofnuðu nokkrir eigendur Skildinganesjarðarinnar hlutfélag í þeim tilgangi, hlutafélagið Höfn. Frumvarp um hafnargerð í Skerjafirði var lagt fram árið 1907 á Alþingi en það fellt.  Hugmyndin um hafnargerð í Skerjafirði kom aftur upp á yfirborðið árið 1913, þegar hlutafélagið “The Harbours and Piers Association Ltd.” með Einar Benediktsson skáld í broddi fylkingar keypti landið sem félagið Höfn ætlaði undir samkonar starfssemi. Mikill kraftur var í félaginu til að byrja með og hóf félagið byggingu bryggjunnar sama ár. En ákvörðun bæjarstjórnar um að gera höfn norðan við miðbæinn og upphaf fyrri heimsstyrjaldarinnar setti strik í reikningin og hætt var við öll áform um hafnargerð í Skerjafirði.
Um 1922 eignaðist Eggert Classen stóran hluta Skildinganessjarðarinnar og um 1927 hóf hann að skipta landinu niður í lóðir sem hann seldi síðan. Það var upphafið að þéttbýlismyndun í Skildinganesi.
Þegar Eggert keypti stóran hluta af MinjaskiltiSkildinganesjörðinni á árunum 1922 – 23 stóðu tvö hús á jörðinni, gamli Vesturbærinn og hlaðið hús. Ekki er vitað hvenær hlaðna húsið var byggt en talið er það hafi verið byggt um 1874. Eggert lét setja kvist á húsið og byggja við það inngönguskúr en auk þess lét hann byggja við það á þrjá vegu og gera á því endurbætur. Þessum breytingum mun hafa verið lokið árið 1924 en þá flutti Eggert í húsið ásamt fjölskyldu sinni. Hann skýrði húsið svo upp og nefndi það Reynisstað eftir Reynisstað í Skagafirði þaðan sem hann átti ættir að rekja. Húsið er í dag númer 15 við Skildinganes.
Eins og áður segir þá tilheyrði Skildinganes Seltjarnarneshreppi en árið 1932 var það lagt undir lögsagnarumdæmi Reykjavíkur. Miklar breytingar urðu á byggð í Skildinganesi með tilkomu breska hersins á Íslandi árið 1940. Bretar ákváðu að byggja herflugvöll seinni hluta árs 1940 í Vatnsmýrinni í Reykjavík og brátt teygði hann sig út á Skildinganes og inn í þá byggð sem myndast hafði í Skerjafirði. Vegna flugvallarins þurfti að flytja nokkuð af húsum í burtu og götur voru aflagðar. Í raun var byggð í Skildinganesi skipt í tvennt með tilkomu flugvallarins. Í dag er talað um Litla-Skerjafjöð og Stóra-Skerjafjörð. Svæði það sem er hér til umfjöllunar er í Stóra-Skerjafirði.

Reykjavík 2003
Minjasafn Reykjavíkur
Skýrsla nr. 99.

Hluti af sjóðnum

Selás

Í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1917 er grein um örnefni eftir Björn Bjarnarson, skrifuð í Grafarholti, 9. des. 1914. Í greininni getur hann m.a. um „Árbæjarsel“ og gamlar leiðir út frá Reykjavík, sbr.:
„229. Selás (líkl. nafn af Árbæjarseli).
Arbeajarsel-201Um notkun fornveganna má fræðast af rúnum þeim, sem hestafæturnir hafa rist á jörðina, þar sem tönn tímans eigi hefir til fulls afmáð þær eða útskafið, og sumstaðar hjálpa örnefnin til að skilja. Greinilegastar eru rúnir þessar sem spor í klappir, gatnafjöldi í grónu valllendi, sem ekki hefir legið undir árensli, og troðningar í móum. Þó þeir sé grónir aftur sjást göturnar af því, að þar eru geilarnar dýpri og beinni í sömu stefnu, en annarsstaðar. Í melum og lausagrjótsholtum má einnig finna fornvegina, stundum sem laut eða skoru, en þó einkum með því að athuga grjótið. í götunni er það troðið, máðar af því nybbur líkt og brimsorfnu grjóti. Af því stafa litaskifti, sem sjást á því, þar sem umferð hefir verið, þó hún sé hætt fyrir löngu. En á Soginu var almenningsvað, oftast fært, yfir Álftavatn, fram um miðja næstlíðna öld. Þaðan lá leiðin upp Grafning, Dyraveg og Mosfellsheiði til Almannadals. Þessi leið var einnig beinust fyrir þá, sem fóru Hvítá á Tunguvaði og út Tungur, eða á ferjum þar fyrir neðan alt að Laugardælum.

Sporhella-201

Á allri þessari leið er aðeins ein brekka, svo teljandi sé, og hún ekki há, upp á Dyrafjöllin að austan hjá Nesjavöllum, lítið um votlendi og engin hraun nema stuttan spöl á tveim til þrem stöðum. Þenna veg hafa t. d. Skálholtslestirnar farið til Suðurnesja öldum saman, og hefir munað um sporin þeirra. Allstaðar er graslendi og hagar góðir með þessum vegi. Þar sem vegurinn liggur yfir Dyrafjöllin eru þau aðeins lítill háls með ásum og vellisdölum. Á einum ásnum verður að fara yfir hallandi klöpp, sem nefnd er Sporhella. Hefir myndast sporaslóð í bergið, efst fyrst, en sporin síðan stigist niður eftir klöppinni. Eru nú sporarákarnar með bálkum á milli orðnar um 2 fðm. að lengd (líkist tönnum í greiðu). Vegur þessi hefir nú lengi verið sjaldfarinn. Dyrnar, sem nafnið er dregið af, eru á veginum milli Dyradals og Dyravegur-222Skeggjadals; er rétt klyfjagengt milli standklettanna. Af vestasta ásnum blasir við útsýn yfir Faxaflóa og Nesin. Vestur eftir Mosfellsheiði sést enn dökk, breið rák eftir umferðina. Þar eru víðir mosamóar, sem margar götur hafa myndast í, og eru enn ekki að fullu grónar. Og þessi vegur hefir á fyrri öldum legið um Hofmannaflöt til Almannadals.
Önnur aðalleiðin austanað hefir verið út með sjó, sunnan Flóa, um Sandhólaferju og Óseyrarferju, og þeir, sem áttu leið vesturyfir heiði, hafa einkum farið Ólafsskarðsveg. Hann er því nær brekkulaus og hrauna. Hellisheiði og Lágaskarð hafa verið sjaldfarnari. Þeir vegir koma saman á Bolavöllum, »Völlum hinum efri« liggja norðan Svínahrauns, um »Völlu hina neðri«, og saman við Dyraveg hjá Lykla (Litla-?) -felli, og þar litlu neðar hefir Ólafsskarðsvegur einnig komið saman við þá. Nú veit enginn hvar Viðeyjarsel hefir verið, þar sem þeir, er sendir voru úr Hafnarfirði eftir Ögmundi biskupi að Hjalla, áðu áður en þeir lögðu á Ólafsskarð). En mér þykir líklegt að það hafi verið við Selvatn, rétt hjá þessum vegi, sem þar er sameiginlegur fyrir allar áðurnefndar leiðir, og að Elliðárkoti.
Bessastadasel-221Úr Almannadal hefir legið:
1) vegur til norðurs hjá Reynisvatni niður til veiðistöðvanna við sunnanverðan Kollafjörð, í Blikastaðagerði (þar sjást enn fiskbyrgin), Geldinganesi og Gufunesi, og til verzlunar við kaupmenn, sem þar hafa legið á hinum góðu höfnum (t.d. Hallfreð vandræðaskáld á Leiruvogi), og til Viðeyjar;
2) vegur til vesturs um Árbæ til Seltjarnarness;
3) vegur til útsuðurs yfir Elliðaár á (Vatnsenda-) Skygnisvaði um Vatnsenda, Vífilsstaði til Hafnarfjarðar, Álftaness og suður með sjó;
4) vegur fyrir ofan Rauðhóla og sunnan Elliðavatn, er farinn hefir verið þá er Elliðaár þóttu torfærar á vöðunum fyrir neðan Vatn;
5) vegurinn austur frá öllum fyrrnefndum stöðum, sameiginlegur upp undir Lyklafell, hverja leið er svo skyldi fara austur yfir hálendið (= fjallið), eins og fyr segir. Einnig til selfara upp í heiðina; Nessel, frá Nesi við Seltjörn, var t.d. í Seljadal í Þormóðsdalslandi, Viðeyjarsel við Selvatn? o.s.frv.
Þá hefir Almannadalur borið nafnið með réttu. En hvenær vegarstefnurnar hafa breyzt má sjálfsagt finna með sögurannsókn, sem eg hefi eigi hentugleika til. Það hefir líklega orðið um sama leyti sem stefnu Mosfellsheiðarvegarins var breytt og hann lagður um Seljadal. Þá hefir Dyravegur hallast norður saman við hann hjá Miðdal (Mýrdal?). Mosfellsheiðarvegur lá áður um Illaklyf sunnan við Leirvogsvatn og ofan Mosfellsdal. Í Illaklyfi eru djúp spor í klappirnar og vegurinn auðrakinn alla leið, þó sjaldan hafi farinn verið á síðari öldum. Á þeirri leið er Tjaldanes, þar sem Egill fyrst var heygður, (nú nefnt Víðiroddi).
Arbeajarsel-223229. Sel hefir verið suð-vestan undir ásnum. Það er í Árbæjarlandi.“ Um sama efni skrifaði Björn  um nýútkomna bók, „Saga Reykjavíkur“ í Lesbók Morgunblaðsins árið 1930. Þar getur hann m.a. um hinar gömlu leiðir sem og fornar selstöður ofan Reykjavíkur með yfirskriftinni „Hvar var Víkursel?“:
Bls. 9-10… jörðin átti sel, Víkursel, er var notað með vissu ennþá um 1600, en hvar það sel hafi verið, er óljóst …. hefir mjer helst dottið í hug, að það hafi verið upp í Seljadal …. Víkursel er á einum stað (Jb.A.M.) nefnt „undir Undirhlíðum“, og kynni það að benda á Öskjuhlíð. Eftir (Oddgeirsmáldaga átti kirkjan Víkurholt með skóg og selstöðu. Virðist það geta bent á, að selið hafi verið í nánd við holtið.“
Bls. 17: (úr Jb. Á. M.): „Selstaða er jörðinni eignuð þar sem heitir Víkursel undir Undirhlíðum. Sumir kalla það gamla Víkursel. Þar hefir jörðin brúkað hrís til eldiviðar fvrir selsins nauðsyn.“
Vikursel-223Bls. 45: „Dóttir Narfa (Ormssonar bónda í Reykjavík) ein hjet Þórey; hún átti Gísla prest Einarsson, bróður Odds biskups. „Þótti sú gifting af rasandi tilhlaupi sjálfs hans. Reið um Mosfellsheiði um sumarið, gisti í Víkurseli. Smalamaður reið heim um nóttina, sagði bónda gestkomuna. Hann brá skjótt við, kom að selinu óhentuglega, þótti fleira í sæng dóttur sinnar heldur en von átti á. Sýndist gestinum skárst afráðið, að lofa eiginorði. Síðan var hún sótt frá Skálholti til að læra siðu og sóma; veitti tregt, því samur (= ramur.? er barns vani.“ — (Þetta síðasta er sjálfsagt prestatilbúningur frá þeim tíma: þeim hefir þótt bróðir biskupsins taka ógurlega niður fyrir sig, að eiga selstúlkuna. En Þórey hefir verið mikilhæf. eins og hún átti kyn til, snarráð og harðfylgin sjer). Það kemur ekki til mála, sem höf. sögunnar þó virðist hugsa, að sel stórbýlisins Víkur hafi verið í heimalandi. Slík fjenaðarmörg bú, höfðu selin í nokkurri fjarlægð, þar sem sumarland var gott.
Smærri býlin höfðu selin oft í útjöðrum heimalands, eins og að Hlíðarhús áttu sel sunnan undir Öskjuhlíð. En Forngata-221t. d. Se]tjarnar-Nes átti selið upp í Seljadal, fyrir ofan Kamb, þar sem heitir Nessel. Viðeyjarsel er enn svo nefnt við Fóelluvötn, uppi undir Lyklafelli (= Litlaf.). Esjuberg átti sel uppi við Svínaskarð, fyrir ofan Haukafell, Gufunes sel í Stardal, o.s.frv. Reykjavíkurkirkju-ítakið „Víkurholt með skógi og selstöðu“ hefir einnig verið í nokkurri fjarlægð. „Gamla Víkursel“ má telja víst að hafi verið þar sem enn heita Undirhlíðar (fornt; undir Hlíðum), sunnan Hafnarfjarðar, fyrir ofan hraun. Þar eru enn hrískjörr nokkur. Er líklegt, að kunnugir menn þar um slóðir geti vísað á seltóftirnar. Seljatófta er aðeins þar að leita, sem trygt vatnsból er í nánd. En Víkursel það hið yngra, eða síðari tíma sel Víkur — er Gísli gisti í, hefir verið selið við Selvatn, í vesturjaðri Mosfellsheiðar, milli Miðdals og Elliðakots. Það er eina selið nálægt þeim vegi, sem þá var farinn milli Skálholts og Inn-nesja (Álftaness og Seltjarnarness), annað en Grafarsel við Rauðavatn. Frá því Víkurseli (við Selvatn) er til Reykjavíkur ea. tveggja stunda reið, eins og vegurinn lá í þá daga. Það hefir því verið leikur einn fyrir Narfa, að ná Gísla í rúmi.
Þá, á ofanverðri 16. öld, lágu tveir vegir yfir Mosfellsheiði, hinn nyrðri nyrst um hana, úr Þingvallasveit um Vilborgarkeldu, Þrívörðuás, Moldbrekkur, Illaklif, sunnan Geldingatjarnar, niður með Köldukvísl, Langholt, Mosfollsdal, um Tjaldanes, um syðri Leirvogstungubakka, Hestaþingshól, og suður Mosfellssveit neðanverða (gamla voginn frá Korpúlfsstöðum). Syðri Mosfellsheiðarvegurinn (Skálholtsmannaleið) lá: yfir Ölvesá á Alftavatnsvaði, upp eftir Grafningi, yfir Hengilhálsinn, um Sporhellu og Dyraveg, yfir Brekku og nyrðri Bolavelli, vestur heiðina hjá Sýsluþúfu, fyrir norðan Lykla-(Litla)-fell, sunnan Selvatn, um Sólheima. Hofmannaflöt, Hestabrekku, Almannadal, hjá Rauðavatni; það skiptust leiðir eftir því, hvort fara skyldi til Hafnarfjarðar og Álftaness (þá farið hjá Vatnsenda, Vífilsstöðum) eða til Seltjarnarness og eyjanna.

Reykjavikursel-221

Það var ekki fyrm en ea. öld síðar, að nyrðri vegurinn var lagður um Sedljadal. syðri vegurinn var tíðfarinn fram á 18. öld.
Þórey Narfadóttir hefir verið eftirmynd föður síns, eftir því er sagan lýsir honum. Þegar hún varð þess vís, að Gísli ætlaði að gista í selinu hjá henni, hefir hún sjeð sjer leik á borði að krækja þar í álitlegt gjaforð. En til þess hefir hún sjeð að nauðsynlegt var, að hinn kappsfulli, harðdrægi karl faðir hennar kæmi til, og stæði Gísla að sök; því hefir hún sent smalamanninn. Og Narfi „brá við skjótt “ — og svo gekk alt eins og í sögu! Hún varð prófastsfrú í Vatnsfirði. — Einkennilegt er að sjá öll skapgerðareinkenni Narfa Ormssonar í Vík ósljófguð hjá afkomanda hans í 9. lið, þeim er sagan tilgreinir.
Þegar eftir útkomu „Sögu Reykjavíkur“,sendi jeg höfundinum athugasemdir um Víkursel og fleira, nokkru fyllri en hjer. En þar sem hann er nú látinn, býst ég ekki við, að þær komi þar til greina.
Grh., 15. okt. B. B.“

Heimildir:
-Um örnefni.Eftir Björn Bjarnarson. Árbók Hins íslenska fornleifafélags, 29. árg., 1917, bls. 9-16.
-Lesbók Morgunblaðsins, 26. okt. 1930, bls. 333-334.

Árbæjarsel

Árbæjarsel á Nónhæð – uppdráttur ÓSÁ.

Hólmsborg

Gengið var frá bænum Elliðavatni við samnefnt vatn eftir svonefndri Þingnesslóð, yfir Myllulækjartjarnarlæk (tiltölulega nýlegt örnefni) og að Þingnesi, hinum meinta forna þingstað. Þar munu vera mannvistarleifar er teljast verða með þeim elstu hér á landi.

Þingnes

Minjasvæðið á Þingnesi.

Benedikt Sveinsson alþingismaður og yfirdómari í Landsyfirrétti lét hlaða steinhúsið að Elliðavatni á árunum 1860 – 1862. Það hefur sérstakt byggingarsögulegt gildi og nú er unnið að þvi að varðveita það og stefnt að því að þar verði sett á stofn fræðslustofa þar sem gestum gefst kostur á því að kynnast Heiðmörk, sögu og náttúrufari í máli og myndum og með fyrirlestrum þegar það á við. Þess má geta að þjóðskáldið og athafnamaðurinn Einar Benediktsson er fæddur á Elliðavatni 30. október 1864 og átti heima þar til 10 ára aldurs.
Við Myllulæk eru rústir, en eins og nafnið gefur til kynna er talið að þar hafi verið mylla.

Þingnes

Þingnes – upplýsingaskilti.

Skoðaðar voru minjarnar á og við Þingnes, en þar var grafið sumarið 1984, 2003 og 2004 og svæðið metið. Grafið var í þrjár rústir og kom í ljós að þær voru frá tímabilinu 900 – 1100. Einnig komu í ljós tveir hlaðnir grjóthringir, sá stærri um 18 metrar í þvermál. Sumir hafa viljað halda því fram að þar séu komnar minjar Kjalarnessþings, sem stofnað var af Þorsteini, syni Ingólfs Arnarssonar, þess er fyrstur er skrifaður til bólfestu hér á landi. Í heimildum er getið um stofnun Kjalarnessþings og mun það vera forverinn fyrir stofnun Alþingis árið 930.

Þinganes

Fornleifauppgröftur á Þingnesi.

Minjarnar eru vel aðgengilegar en lítt finnanlegar þar sem þær eru talsvert utan stígar. Upplýsingatafla er við bílastæðið ofan við Þingnes, en erfitt að átta sig á því fyrir ókunnuga hvar minjarnar er að finna þótt þær séu ekki allfjarri. Staðurinn sjálfur er mjög fallegur, að hluta til tangi úti í Elliðavatni eins og það er í dag, en hafa ber í huga að vatnsborðið hækkaði talsvert við stíflugerðina fyrrum.
Auðvelt er að setja sig spor þeirra, sem gætu hafa verið þarna við þingstörf á sínum tíma, með fuglasönginn í vindhljóðum eyrum og fiskuppitökuna á sléttum vatnsfletinum mót augum.
HólmsborgHvanna- og birkiangan hafa brugðið fyrir broddinn og sólin vermt kinn.
Nyrsta húsið er sýnilega stær
st. Um miðju þess liggur hlaðinn garður. Gangurinn er þvert á húsið því opið vísar mót suðri, en húsið er á lengdina frá vestri til austurs. Vestan og utan í húsinu er hringurinn fyrrnefndi, eða öllu heldur hringirnir því annar er inni í hinum. Inni í honum er svo aftur enn eldri tóft. Sunnan við eru þrjár tóftir, þ.a. ein nokkuð stór. Norðan við þær er en nein tóftin. Á tanganum vestan við þær eru þrjár tóftir.

Eftir gönguna haldið inn í Heiðmörk um Heiðarveg í austur að Hraunslóð, en svo nefnist vegurinn sem liggur út á Suðurlandsveg við Silungapoll, og haldið eftir henni er fljótlega komið inn á Hólmshraun. 

Ártalssteinn

Til hægri handar u.þ.b. 200 m. frá veginum er fjárborg sem nefnist Hlómsborg. Hún er hringlaga og má skríða inn í hana um þröngar dyr. Fjárborg þessi er að mestu hlaðin af Karli Norðdahl, bónda á Hólmi árið 1918 og þykir með afbrigðum vel gerð og stendur að mestu óskemmd.
Guðrún Eggertsdóttir Norðdahl frá Hólmi, sem fædd er árið 1902, man vel eftir því þegar borgin var reist. Borgina gerðu Eggert faðir hennar, sem fyrr sagði, Magnús Jónsson mágur hennar, kenndur við Engjabæ í Laugardal, Karl bróðir hennar og Áskell hálfbróðir föður hennar. Magnús í Engjabæ var annálaður hleðslumaður. Guðrún færði föður sínum og þeim félögum mat og kaffi frá Hólmi, meðan þeir unnu að borginni. Fór hún þá beinustu leið yfir
hraunið hjá Háhellu, en svo nefnist hraunhella, sem rís hátt norðan vegarins og sést vel frá Hólmi.

Hólmsborg

Hólmsborg.

Að sögn Guðrúnar átti faðir hennar mest tuttugu til þrjátíu sauði. Var borgin ætluð þeim til skjóls á útigangi. Annars telur Guðrún að borgin hafi ekki verið mikið notuð. Hafi faðir hennar jafnvel haft í huga að hún yrði öðrum þræði eins konar minnismerki. Hinu verður þó ekki neitað að borgin er vel staðsett. Austur af henni var gott kjarrlendi í úfnu hrauni, er nefndist Kargi. (Sjá meira um nágrenni Hólmsborgar HÉR).
Á Reykjanesskaganum, fyrrum landnámi Ingólfs, hins fyrsta norræna landnámsmanns, má (ef vel er leitað) finna minjar tæplega eitt hundrað fjárborga, fyrrum skjóla fyrir sauðfé í útigangi.
Veður var frábært – lygnt og hlýtt. Gangan tók 1 klst og 11 mín.

Heimild m.a.:
-Áfangar, ferðahandbók hestamanna, 1986

Hómsborg

Hólmsborg.