Tag Archive for: Reykjavík

Bláfjöll

Í slysaskráningaskýrslu hernámsliðsins hér á landi kemur m.a. fram að þann 6. febrúar 1945 hafi Avro Anson flugvél frá Konunglega breska flughernum hrapað eða nauðlent á svæðinu á milli Vífilsfells og Bolla. Flugvélin var á leið frá Reykjavík til Hafnar í Hornafirði. Þrír voru í áhöfninni. Einn slasaðist alvarlega, en tveir minna. Þeir komust fótgangandi niður hlíðarnar, yfir þykkmosavaxið og úfið Rjúpnadalahraunið og alla leið að Rjúpnahæð, þar sem þeir gátu tilkynnt óhappið.
BrakUm var að ræða sömu flugvél og Jóhannes Snorrason, flugstjóri, og félagar nefndu „Bresku Gránu“ og miklar sögur fóru af í „flugheiminum“ á fimmta áratug 20. aldar, ekki síst eftir sögulegt flug austur á Egilsstaði með viðkomu á Akureyri þar sem minnstu mátti muna að flugvélin væri skotin niður af sjóndöprum eða skelkuðum samherjum á styrjaldarárunum.
Hlynur Skagfjörð Pálsson fv. rekstrarfultrúi og starfsmaður í Bláfjöllum á árunum 1991-2006 hafði samband við FERLIR og vildi upplýsa um hreyfil og annað brak úr flugvélinni, „skammt norðan við Reykjavegarstikurnar. Ég hef ekki öruggar heimildir fyrir því hvaða vél þetta var en hef talið þetta vera “Gránu” þeirri er Jóhannes Snorrason var u.þ.b. skotinn niður í yfir Eyjafirði í stríðinu. Hún var sögð hafa endað lífdagana á hraunsléttu í Bláfjöllum“. Forvitnin var sem sagt vakin.
Skv. upplýsingum Karls Hjartarsonar átti brakið úr vélinni á sléttu hrauni í ca. 15-20 mín. gang vestur af skíðaskálanum í Bláfjöllum. Hreyfill úr vélinni væri þar, gluggastykki og meira brak.
Karl sagði að Arngrímur Jóhannsson hefði sótt annan hreyfilinn af „Gránu“ á sínum tíma og einnig hreyfil úr flugvél ofan við Grindarskörðin. Hann hefði verið af Hudsonvél. Báðir væru þeir nú væntanlega við flugskýli í Mosfellsbæ.
Leifar „Gránu“ má skv. framangreindu nú sjá á hraunsléttu vestan Bláfjalla. „Grána“ þessi á að hafa fæðst Avro Anson. Sú tegund flugvéla var nefnd eftir breskum aðmíráli frá því á 18. öld (Georg(e) Anson barón. Hann var fæddur 1697 og dó 1762). Fyrstu Anson flugvélinni var flogið árið 1935. Yfir 11.000 vélar voru smíðaðar. Þær voru í notkun allt fram til 1968.
BláfjöllAð þessu sinni var stefnan tekin 10° norðan við vestur norðan Strompana. Haldið var inn á Strompahraunið, framhjá hellakerfunum og miðað á Þríhnúka. Harðfennisskán þakti mosa og lægðir svo auðvelt var að ferðast um svæðið á tveimur jafnfljótum. Áður en komið var inn á slétt helluhraunið var gengið fram á djúpt jarðfall. Undir sást stór hraunrás. En þar sem ljós var ekki með í för var horfið frá því að skoða rásina, en GPS-hnit tekin. Að sögn Björns Hróarssonar er þarna um hluta Langhellis að ræða, um 100 metra frá aðalopinu. Þessi rás hafi jafnan verið talin með meginrásinni.
Eftir 1.200 m göngu  var komið að brakinu á sléttri hraunhellunni. Stjörnuhreyfillinn sást vel sem og aðrar leifar, s.s. hluti hjólastells, gluggarammi, vélarhlutar o.fl. Nokkuð af þunnum spýtum voru á vettvangi og sást vel hvernig tréverkið hafði verið fest við járnhluta, en eins og kunnugt er var grind vélarinnar úr tré og klæðning að hluta úr striga. Ekki var að sjá vélarhluta með merkjum eða númerum. Það gæti þó verið ef þeim yrði snúið við, en ekki var snert við neinu í þessari ferð.
BláfjöllÁ meðan á skoðun stóð sveimaði ljósleitur fálki (táknmynd flugsins) yfir staðnum. Hann tók kolldýfu og beygði jafnskótt af, flaug að gígbarmi skammt frá og tillti sér þar – fylgdist greinilega vel með öllu sem hreyfðist.
FERLIR hefur það jafnan fyrir sið að láta allt óhreyft á vettvangi. Dæmi eru um að fólk, sem tekið hefur með sér hluti úr óhappaflugvélum, til minningar um atburðinn eða einungis komur þess á slysavettvang, hefur sjálft orðið fyrir óhappi skömmu síðar.
Þannig má nefna dæmi um komu FERLIRs í Kastið utan í Fagradalsfjalli þar sem skoðuð var flugvél sú er Andrews yfirhershöfðingi Evrópuherafla Bandaríkjamanna í Seinni heimstyrjöldinni. Um var að ræða mesta flugslys hér á landi á þeim tíma.
Einn félaganna vildi ólmur taka með sér bráðinn álbút til minningar um þennan sögufræga atburð. Hann var talinn frá því. Skömmu síðar gerði hann sér ferð á vettvang með það fyrir augum að taka með sér hlut úr flugvélinni. Á leiðinni til baka týndi hann gleraugunum sínum, farsímanum og krítarkortinu, hlutum sem hvað mikilvægastir eru nútímamanninum. Hann fór til baka og skilaði hlutnum, en gripirnir eru enn ófundnir. Ef hann ætlar að endurheimta þá þarf hann að fara á Vörðufell í Selvogi og hlaða þar vörðu. Skv. þjóðsögunni á hann þá að endurheimta gripina – en það er nú önnur saga.
Fyrir fimm árum gengu FERLIRsfélagar fram á hluta af trégrind „Gránu“ austsuðaustan Þríhnúka, u.þ.b. 200-300 metrum vestan við vettvanginn. Í öðrum ferðum síðar um svæðið hefur ekkert borið á grindinni. Hún gæti því hafa verið fjarlægð eða fokið í lægð.

Jóhannes Snorrason er fæddur 12 nóvember 1917, á Flateyri, en ólst upp á Akureyri. Hann fékk ungur áhuga á flugi og var í hópi ungra manna á Akureyri sem stofnuðu Svifflugfélag Akureyrar árið 1937. Þeir hófust strax handa og smíðuðu renniflugu (svifflugu) af gerðinni Grunau 9, eftir þýskri teikningu. Jóhannes lærði síðan að fljúga þessari renniflugu og hóf þannig flugmannsferil sinn.
Í bók sinni „Skrifað í skýin“ (1981) segir Jóhannes frá ferðum sínum á „Bresku gránu“.
Flugfélag Íslands átti aðeins eina Beechcraftflugvél til farþegaflugs eftir að Waco sjóflugvél félagsins hlekktist á á Hornafirði. Vorið 1944, eða í bryjun marsmánaðar, bilaði hreyfill Beechcraftvélarinnar, sem Örn Ó. Johnson flaug, austur á Egilsstöðum þar sem hann var að sækja veika konu. Breska herliðið á Reykjavíkurflugvelli hafði mörgum flugvélum á að skipa og voru Bretarnir jafnan mjög vinsamlegir þegar leita þurfti til þeirra. Nú stóðu flugvélar hersins í röðum á flugvellinum. „Afgömul og ósköp þrytuleg Avro Anson flugvél var meðal flugvéla berska flughersins á Reykjavíkurflugvelli. Hún leit út eins og búið væri að margskjóta hana niður og líma sman aftur. Þarna stóð hún sunnanundir skýlisvegg með slapandi vængi og það gljáði á hana í rigningunni. Hefði hún mátt mæla hefði það vafalaust orðið: „Æi leyfið mér að hvíla í friði“.
Flugvél þessi fékkst að láni. „Við gáfum henni strax nafnið „Grána“ og festist það við hana þann stutta tíma sem hún átti eftir að vera í heilu lagi.“
Þá var flogið af stað til Egilsstaða með tvo rafgeyma og varahlut í biluðu flugvélina. Fimm voru um borð, þrír Bretar auk tveggja Íslendinga. Í stuttu máli var snúið við, enda kannski eins gott því breski flugmaðurinn virtist vart vita í hvaða átt hann átti að fljúga til að komast austur á land. Hann hafði tekið stefnuna á Snæfellsnesið þegar ís tók að myndast á framrúður og tvísýnt var hvort flugvélin komist yfirleitt yfir jökulinn. Þegar í ljós kom að flugið var ekki áhættunnar virði var snúið til baka og lent á Reykjavíkurflugvelli.
Bláfjöll Strax næsta dag var ákveðið að leggja aftur á stað, og var nú veðrið betra. Sama áhöfn var um borð og daginn áður. Eftir sögulega ferð þar sem áhöfnin skildi ekki „hvernig í ósköpunum flugvélin hékk saman eð hvernig flugstjórinn hélt henni á sæmilega réttum kili inn fyrir Ólafsfjarðarmúlann…“. Herskip lá rétt norðan Hríseyjar, „sem ávallt hélt vörð um fjörðinn, og þar höfðu menn vakandi augu með óvinaflugvélum, sem stöku sinnum komu í heimsókn. Við stefndum aðein svinstra megin við herskipið, og hafði ég ekki sérstaklega áhyggjur af því… Nú vorum við á herflugvél, greinilega merktri, og varla myndu þeir fara að agnúast við sína eigin menn… Ég hafði ekki virt þetta fyrir mér nema örfáar sekúndur, þegar ég sá rauðglóandi kúnahríð koma upp með okkur hægra megin. Ég öskraði í flugstjórann að þeir væru að skjóta á okkur, en hann gretti sig og yppti öxlum, hefir sennilega haldið að ég væri að gera að gamni mínu.
Nú var ástandið hreint ekki glæsiegt, við flugum í aðeins 1500 feta hæð á hægfleygri vél, höfðum enga möguleika á að tala við landstöðvar eða skipið, og hlutum þvía ð vera dauðadæmt skotmark. Ekki leið á löngu þar til kúlnahríðin var beggja megin flugvélarinnar og fyrir framan hana. Mátti greinilega heyra geltið í vélbyssunum betur en drunurnar í hreyflum vélarinnar. Okkur var öllum ljóst, að við vorum komnir í hinn mesta lífsháska, svo til beint yfir herskipi, þrælvopnuðu nýtísku loftvarna- og vélbyssum og skotið af þeim öllum á þetta hægfara krossviðar- og strigaskrifli, á okkur bjargarlausa og bráðsaklausa.
Það var vægast sagt óhungnanlegt að horfa á eldrákirnar… Við flýðum allt hvað af tók og lækkuðum flugið í um það bil 600 fet. Þegar skipið var horfið og við sennilega komnir úr skotfæri við þetta spúandi eldfjall, héldum við, að við hefðum sloppið með skrekkinn, en það var öðru nær. Nú tóku loftvarnarbyssur á landi að skjóta á okkur og sprungu kúlur allt í kringum flugvélina.“
Bláfjöll Þeir félagar komu flugvélinni þrátt fyrir þetta, og mikið meira, inn á flugbrautina. Flugvélin var ekki ferðafær fyrr en gert hafði verið við hana til bráðabirgða og límdur dúkur yfir kúlnagötin. „Næsta dag héldum við ferðinni áfram til Egilsstaða, og kom sjúka konan þar um borð…“. Varahluturinn var skilinn eftir ásamt yfirvélamanni, Brandi Tómassyni. Á leiðinni tl baka kviknaði í flugvélinni, en áhöfninni tókst að slökkva eldinn. Þegar lent var á Reykjavíkurflugvelli kom í ljós að klæðningin hafði rifnað undan öðrum vængnum á allstórum kafla svo skein í ber rifin.
„Ekki leið langur tími þar til Grána fórst á Bláfjöllum, en breskir flugmenn á leið til Hornarfjarðar flugu of lágt yfir fjallgarðinn með fyrrnefndum afleiðingum, en héldu þó lífi.
Í Bláfjöllum liggja nú leifar gömlu Gránu grafnar í hraun og mosa.“ FERLIR sannreyndi það í þessari ferð, 61 ári eftir að síðasta áfangastað flugvélarinnar „Bresku Gránu“ var náð þarna á hraunsléttunni – þar sem beinar línur austur af Þríhnúkum og suður af Stóra Kóngsfelli skerast.
Árið 1941 fór Jóhannes til Kanada og lauk námi til atvinnuflugmanns hjá Flugskóla Konna Johannesson í Winnipeg. Í miðri heimsstyrjöldinni síðari, 15. október 1943, hóf Jóhannes störf sem flugmaður hjá Flugfélagi Íslands. Þá var nýkomin til landsins fyrsta fyrrnefnda tveggja hreyfla flugvél Íslendinga, Beechcraft 18D. Fyrsta verkefni hans þar var að fljúga þeirri flugvél með Erni Johnson, flugstjóra og framkvæmdastjóra Flugfélagsins og síðar forstjóra Flugleiða. Seinna á stríðsárunum flaug Jóhannes mikið deHavilland Dragon Rapide flugvélum Flugfélagsins.
Breska grana-221 Jóhannes var flugstjóri í fyrsta millilandaflugi Íslendinga með farþega árið 1945. Var það til Skotlands og farkosturinn Catalina flugbátur. Með þessu flugi var lagður hornsteinn að þessum mikilvæga þætti í samgöngumálum Íslendinga.
Af öðrum flugvélategundum sem Jóhannes flaug á sínum flugmannsferli má nefna Grumman Goose, Douglas DC-3, DC-4, DC-6, Vickers Viscount og síðast Boeing 727 þotu.
Á ferli sínum þótti Jóhannes afar farsæll og öruggur flugmaður. Hann varð yfirflugstjóri Flugfélags Íslands árið 1946 og gengdi því hlutverki þar til hann lauk ferli sínum 7. nóvember 1980, þá í þjónustu Flugleiða. Var þá 37 ára atvinnuflug að baki og 30.000 flugtímar, og þar eru taldar með sekúnturnar sem hann flaug Grunau 9 í Eyjafirði.
Mikil breyting varð á farkostum frá því að framangreind flugferð Jóhannesar með „Bresku Gránu“ fór fram árið 1944 þar til hann lauk ferlinum á „stapilli“ Boeing 727 árið 1980 – 36 árum síðar.
Gangan tók 1 klst og 1 mín. Frábært veður, blankalogn og stilla í kvöldsólinni.
Þess má geta sett hefur verið á fót Flug og -sögusetur Reykjanesbæjar, sem nú er orðin deild innan Þjóðminjasafnsins. Formaður þess er Hjálmar Árnason Alþingismaður. Húsnæði fyrir safnið hefur ekki legið á lausu. Í stjórn safnsins er m.a. Arngrímur Jóhannsson.

Heimildir m.a.:
-http://www.flugsafn.is/frumkvodlar_JS.htm
-Jóhannes Snorrason, „Skrifað í skýin“ – AB 1981, bsl. 129-141.

Brak

Bláfjöll

Upplýsingar bárust um flugvélaflak austan Bláfjallahryggs, milli Leitis og Fjallsins eina. Staðsetningin var fremur óljós – gat verið annað hvort upp á sléttunni milli Bláfjallahryggjar og austurbrúnarinnar eða í rótum hennar. Því var ákveðið að skoða fyrst efra svæðið og síðan, ef það gæfi ekki árangur, leita það neðra og fara þá upp með Eldborgum í Kristnitökuhrauni.

Bláfjöll

Nú var gengið upp úr Draumadalagili í vestanverðum Bláfjöllum, úr u.þ.b. 200 metra hæð upp í uþ.b. 600 m hæð og þaðan niður á leitarsvæðið skammt austar. Allnokkuð brak átti að vera á vettvangi.
Bláfjöllin eru fjallaklasi sem rís hæst 685 m yfir sjávarmál. Lengi vel var talið að Hákollur væri hæstur í klasanum, en nú er ljóst að annar kollur skammt sunnar er svolítið hærri.Það er bratt upp vestanverðar hlíðar Bláfjalla beggja vegna Draumadalanna. Í raun ætti enginn að fara þar upp nema vita hvað hann er að gera. Mjög auðvelt er að komast í sjálfheldu í hlíðunum og því er nauðsynlegt að gaumgæfa vel áætlaða leið áður og á meðan á göngu stendur.
Þegar komið var upp í skarðið ofan gilsins blasti við útsýni til austurs og vesturs, svo langt sem augað eygði. Höfuðborgarsvæðið liggur þarna fyrir fótum svo og upplandið allt. Í austri er Geitafellið næst og stærst, auk þess sem vel sést þarna til Vestmannaeyja í góðu skyggni. Sólin gyllti snjókolla á efri brúnum, en niðurlandið var autt.

Bláfjöll

Þarna á brúninni er rautt gjall á kafla. Bendir það til þess að annað hvort hefur verið þarna eldri gígur fyrir, vatn hefur legið þarna yfir þegar gaus eða gosefni rifið með sér önnur efni á leiðinni upp á yfirborð. Þetta er einungis á litlum kafla.
Auk Brennisteinsfjalla sjálfra, tekur Brennisteinsfjallakerfið yfir Bláfjöll og Heiðina há en sprungurein þess nær til sjávar austan Krýsuvíkur. Norðan Bláfjalla ná sprungur og misgengi langt inn á Mosfellsheiði. Meðal myndana frá jökulskeiðum eru Langahlíðin sem er að stofni til gríðarstór stapamyndun. Brennisteinsfjöllin og framhald þeirra til norðausturs, hryggur sem nær norður í Kristjánsdalahorn, eru móbergsmyndanir. Bláfjöllin sjálf eru að verulegu leiti úr bólstrabergi og breksíu en víða með grágrýtishettu (Jón Jónsson, 1978). Hvalhnúkur, Austurásar og Vesturásar ná 7-8 km til suðausturs út frá Bláfjöllum og virðast vera framhald þeirra, að miklu leyti grafið í yngri hraun. Eldvirkni á nútíma hefur verið allmikil. Stóru dyngjurnar Heiðin há og Leitin tilheyra Brennisteinsfjallakerfinu. Veruleg eldvirkni varð á fyrstu öldum Íslandsbyggðar og runnu þá m.a. hraun niður í Selvog og niður í átt að Heiðmörk auk þess sem Svínafellsbruni varð til.
Bláfjöll Mikil misgengi eru norðan Brennisteinsfjalla, s.s. Stórkonugjá, en mun minna ber á þeim í Bláfjöllum. Ein dyngjan enn, Sporið, er suðvestan Þríhnúka. Hún virðist vera eldri en þær fyrrnefndu og átti þátt í uppbyggingu hásléttunnar ofan Lönguhlíðar. Sporið sjálft er nú að mestu þakið nýrri hraunum.
Á síðustu árum hafa sjónir manna beinst í vaxandi mæli að móbergsmyndunninni hér vegna þess að sitthvað þykir benda til þess að slíkar myndanir sé að finna á reikistjörnunni Mars. Móbergið hefur aðallega myndast í eldgosum undir jökli, og slík gos hafa menn getað rannsakað hér á landi í Grímsvötnum, Kötlu og Surtsey (þar sem sjórinn kom í stað bræðsluvatns). Móberg myndast þannig, að 1200°C heit bráð snöggkælist í vatni. Þá hafa kristallar „ekki tíma til“ að vaxa og því myndast glersalli sem hleðst upp kringum gosopið. Þannig myndast hrúga af vatnsósa, lausri gosösku sem nefnist túff og ummyndast fljótlega í móberg (palagonít), sem er fast berg: Við 80-150°C hita hvarfast glerið við vatn, það „afglerjast“ og ýmsir kristallar myndast sem líma kornin saman og breyta túffinu í móberg.
Kannski sú bergtegund sem næst kemst því að vera séríslensk sé móbergið. Alkunn móbergsfjöll í nágrenni Reykjavíkur eru Helgafell sunnan við Hafnarfjörð, Hengill, hryggirnir á Reykjanesskaga svo og Bláfjöllin.
Bláfjöll Hraunbreiða austur frá Reykjavík sem ásamt ýmsum yngri hraunum (Hólmsárhraunum) gengur einnig undir nafninu Elliðaárhraun, einkum vestan til. Leitahraun er runnið úr eldstöðvum suðaustan undir Bláfjöllum, skammt fyrir sunnan Ólafsskarð. Heita þær Leiti og er hraunið við þær kennt. Það verður rakið óslitið frá Draugahlíðum niður í Elliðaárvog. Hefur það breiðst víða út, svo sem um Sandskeið og norðvestur yfir Fóelluvötn; heita þar Mosar. Einnig hefur hraunið runnið til austurs og niður á láglendi í Ölfusi, Hraunsheiði, og líklega í sjó í Þorlákshöfn. Í þessari álmu hraunsins er einn af stærstu hellum landsins, Raufarhólshellir. Annars staðar í hrauninu eru nokkrir smáhellar, svo sem hjá Vatnaöldum. Allvíða eru gervigígar í Leitahrauni, en merkastir eru Rauðhólarnir.
Suðurlandsvegur liggur á löngum kafla á Leitahrauni, frá Elliðaám að Draugahlíðum. Einnig liggur Þrengslavegur á hrauninu, frá Þrengslum og niður í Ölfus. Frá Draugahlíðum að Þrengslum liggur vegurinn á Svínahraunsbruna en það eru tvö apalhraun sem komið hafa upp á sögulegum tíma í Eldborgum vestan Lambafells og liggja ofan á Leitahrauni. Annað þessara hrauna hefur verið nefnt Kristnitökuhraun.
Bláfjöll Hraunið hefur runnið nálægt 2700 f. Kr. og flæddi niður Sandskeið og um Lækjarbotna. Þaðan rann það í Elliðavatn, sem hefur verið mun stærra en það er í dag, og myndaði Rauðhóla. Þaðan flæddi hraunið viðstöðulítið um Elliðaárdal í sjó fram við Elliðaárósa. Hraunið er mjög greinilegt í Elliðaárdalnum sérstaklega þar sem áin hefur skorið sig í gegnum hraunið t.d. kringum Elliðaárhólmann.
Til aldurssamanburðar út frá nýlegum rannsóknum erlendra aðila hér á landi er Leitarhraun talið vera 5210±110cal (ca. 5200 ára), Búrfellshraunið 8060±120cal (ca. 8000 ára) og Þingvallahraun 10,330±80cal (ca. 10.300 ára).
Í Leitarhrauni eru Eldborgirnar tvær, Nyrðri-Eldborg og Syðri-Eldborg. Frá þeim er Svínahraunsbruninn runninn árið 1000 og það er því hið eiginlega Kristnitökuhraun. Þetta eru gjall- og klepragígar, reyndar með þeim fallegri. Leitargígurinn er hins vegar utan í austurhlíðum Bláfjalla, dyngjugígur sem fyrr segir.
Það var á sjötta áratug 20. aldar að framkvæmdarmanni datt í hug að ryðja slóða upp að Nyrðri-Eldborg með það fyrir augum að kanna þar efnisnámur. Ruddi hann gjallinu úr norðurhlíð gígsins með jarðýtunni, svona til að sannfærast um meðfærileika þess.
Ef ekki hefði orðið blaðamál í beinu framhaldi af þessum aðförum (Mbl) og fyrirhuguð efnistaka stöðvuð, væri gígurinn að öllum líkindum horfinn núna, eins og svo margir aðrir bræður hans á Reykjanesskaganum.
Bláfjöll Eldborgirnar sjást vel þegar komið er niður á neðri brúnir austurhlíða Bláfjalla, Lambafellið og Blákollur. Hlíðin er þarna allhá og ekki fýsileg niðurgöngu, nema í giljum ofan við Fjallið eina og skammt sunnan og innan við Leitið.
Þrátt fyrir leit sást hvorki tangur né tetur af flugvélaflaki á þessu svæði. Það er því ekki um annað að ræða en að fastsetja síðari ferðina, sem áætluð var – til vara.
Allt ofanvert Bláfjallasvæðið að norðaustanverðu var skoðað nokkuð vandlega. Flugvélaflakið átti hins vegar, að sögn viðmælanda, að vera vel greinilegt. Það er því ekki um annað að ræða en að leita undirlendið að austanverðu, sem fyrr sagði.
Ef einhver telur sig geta gefið upplýsingar um fyrrnefnt flugvélaflak er sá/sú hin/n sami/sama vinsamlegast beðin/n að hafa samband við ferlir@ferlir.is.
Frábært veður. Gangan og leitin tóku 4 klst og 4 mín.

Heimild m.a.:
-http://www.bokasafn.is/ferdavefur/
-http://www.isor.is/
-Hraun og móbergsmyndanir á svæðinu frá Brennisteinsfjöllum að Hengli – Niðurstöður – Magnús Tumi Guðmundsson og Þórdís Högnadóttir – 2004.
-http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=1410
-http://www.unh.edu/esci/licciardi_et_al_2006.pdf
-http://www.warbirdalley.com/p38.htm

Eldborg

Breiðholt

Lítið er nú eftir af bænum Breiðholti, sem samnefnt hverfi í Reykjavík dregur nú nafn sitt af. Gamla bæjarstæðið var friðlýst árið 1981. Í Friðlýsingaskránni frá 1990 segir eftirfarandi um Breiðholt. „Hið gamla bæjarstæði Breiðholts, ásamt kirkjutóft og kirkjugarði, um 15-30 m norður frá húsinu Grjótaseli 21. Skjal undirritað af ÞM 28.07. 1981. Þinglýst 28.08.1981.“
Tóftir BreiðholtsbæjarinsÞegar leifarnar af bæjarstæðinu eru skoðaðar núna sjást einungis leifarnar af kirkjunni og að öllum líkindum hefur kirkjugarðurinn verið umhverfis hana. Byggt hefur verið allt um kring, svo vandlega að aðrar minjar eru nú horfnar með öllu. Er Breiðholtið bar á góma var það jafnan sett í samhengi við heilstæðar tóftaleifar. Nú er orðið „menningarlandslag“ notað um efnið. 
Með hugtakinu menningarlandslag er átt við það landslag eða umhverfi sem maðurinn hefur mótað með búsetu sinni hverju sinni. Í Reykjavík hafa fundist minjar um búsetu allt frá því á 9. öld og ber því fornleifum saman við ritheimildir um að hingað hafi fluttst fólk á þeim tíma sem nefnt er landnámsöld.
Nesið sem borgin stendur á hefur mótast af búsetu í margar aldir og hver kynslóð hefur markað sín spor í landið. Það umhverfi sem við þekkjum í dag er því manngert að miklu leyti. Þar má sjá margvísleg merki um búsetu; leifar bygginga, staði þar sem fanga hefur verið aflað og leiðir milli staða, líkt og sjá mátti í Breiðholti,en annað er falið í jörðu.
BreiðholtMeðal annarra minjastaða í Reykjavík þar sem sjá má menningarlandslag má nefna Laugarnes, Kvosina í miðbæ Reykjavíkur, Skildinganes við Skerjafjörð, eyjarnar á Kollafriði, Elliðárdal, Þingnes við Elliðárvatn og aðrar jarðir í austurhluta borgarinnar, Keldur, Grafarholt og Reynisvatn.
Hvorki er að sjá upplýsingar um býlið Breiðholt á vettvangi né er það sérstaklega merkt sem friðlýsingarstaður. Í því sambandi má gjarnan geta þess að í 
Þjóðminjalögum er kveðið á um skyldu Fornleifaverndar ríkisins að sjá til þess að friðlýstar fornleifar skuli merktar. Þar segir m.a. í 11. gr. laganna: „Fornleifavernd ríkisins lætur, eftir föngum, skrá allar þekktar fornleifar og gefur út skrá um friðlýstar fornleifar og skal hún endurskoðuð á þriggja ára fresti. Fornleifavernd ríkisins lætur skrár þessar í té Þjóðminjasafni Íslands…

Breiðholt - tóft

Fornleifavernd ríkisins skal sjá til þess að friðlýstar fornleifar eða minjasvæði séu merkt með sérstökum merkjum. Tilkynna skal landeiganda og ábúanda með sannanlegum hætti um friðlýsinguna. Friðlýsingu fornleifa skal þinglýsa sem kvöð á landareign þá sem í hlut á. Þeim minjum, sem friðlýstar eru, skal fylgja 20 metra friðhelgað svæði út frá ystu sýnilegu mörkum fornleifa og umhverfis nema kveðið sé á um annað. Um stærra svæði skal leita samþykkis landeiganda. Friðlýstar fornleifar skulu færðar á skipulagskort. Fornleifar, sem friðlýstar hafa verið samkvæmt eldri lögum, skulu njóta friðlýsingar áfram.
Fornleifavernd ríkisins getur afturkallað friðlýsingu og skal afturköllunin auglýst með sama hætti og friðlýsingin.“
Viðurlagaákvæði er m.a. í 27. gr. laganna þar sem segir að brot á ákvæðum 11. gr. varði sektum.
Síðan framangreint var sett inn á vefsíðuna hefur verið sett upp upplýsingaskilti nálægt þar sem Breiðholtsbærinn stóð – sjá meira HÉR. Er það til mikillar fyrirmyndar.

Heimildir m.a.:
-Minjasafn Reykjavíkur.
-Þjóðminjalög nr. 107/2001 gr. 11.
-Skrá um friðlýstar fornleifar 1990.

Breidholt - baerinn IV

Saurbær

Höfuðbólin og kirkjujarðirnar Saurbær og Brautarholt deildu með sér Blikdalnum. Selsminjarnar þar bera þess glögg merki. Nú var ætlunin að ganga lönd bólanna, allt frá Saurbæ í norðri að Brautarholti í suðri. SaurbæjarkirkjaMillum mátti m.a. sjá tóftir Bjargs, Melavalla, Bakka Bakkaholts, Brekku, Mýrarholts og Bala. Andriðsey er þarna skammt undan landi.
Tilgangurinn með ferðinni var ekki síst að berja augum jarðmyndanir á utanverðu Kjalarnesinu, en þar eru óvíða gleggri en einmitt á fyrrgreindu svæði. Mannabein hafa komið undan sjógangi á gamla kirkjugarðinn að Saurbæ svo sjá mátti nokkur slík á leiðinni. 

Saurbæjarkirkja á Kjalarnesi, sem nú er nokkuð farin að láta á sjá, er í Reynivallaprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi. Saurbær er ævaforn kirkjustaður og löngum höfðingjasetur. Saurbæjarkirkja er steinkirkja vígð á jóladag 1904. Rúmlega tveimur árum áður hafði timburkirkjan sem stóð á sama stað fokið í ofsaveðri.
Sú kirkja var byggð af Eyjólfi Þorvarðarsyni sem reisti fleiri Brautarholtskirkjakirkjur, m.a. í Brautarholti og á Þingvöllum.
Hún er lítil (8 x 6 m) en snotur; setloft er yfir framkirkju. Hún var bændakirkja til 1950 þegar söfnuðurinn tók við henni. Kirkjan á merka gripi, sem flestir komu til hennar í tíð Sigurðar sýslumanns Björnssonar, sem bjó í Saurbæ 1687-1723. Í katólskum sið var þar kirkja helguð Jóhannesi skírara.
Hin Kjalarneskirkjan,
Brautarholtskirkja, er einnig í Reynivallaprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi. Hún má teljast afkomandi fyrstu kirkju á Íslandi, þeirrar kirkju sem suðureyski landnámsmaðurinn Örlygur Hrappsson reisti á Esjubergi skömmu fyrir árið 900 og frá segir í Landnámu og víðar. Kirkjur hafa verið í Brautarholti frá fornu fari. Kirkjan, sem þar er nú, var reist árið af Eyjólfi Þorvarðarsyni frá Bakka á Kjalarnesi 1857 og er henni lýst í fyrstu prófastsvísitasíu árið eftir sem vönduðu og snotru húsi. 

Bein

Litlar breytingar hafa orðið á henni síðan. Áratug eftir vígslu kirkjunnar kom þjóðskáldið síra Matthías Jochumsson til þjónustu í kirkjunni (1867-73). Kirkjan er að innanmáli 18,15 m 5,65 m á breidd; á hvorri hlið er tveir jafnstórir gluggar, upphaflega með sex rúðum hvor en auk þes lítill tveggjarúðu gluggi yfir prédikunarstóli og var hann frá upphafi. Þessi kirkja var einnig upphaflega byggð með turni. Yfir kirkjudyrum er fjögurra rúðu gluggi. Á sönglofti voru upphaflega tveir langbekkir en langt er síðan loftinu var lokað og orgelið flutt niður. Prédikunarstóllinn er frá 17. öld. Rúðuþil var og er í kór. Kórgrindur milli sönghúss og framkirkju hafa hins vegar verið teknar niður fyrir löngu. Enn sem fyrr eru tvær klukkur í turni, hin stærri frá 1740. Skírnarsár er sérkennilegur, ítalskur að gerð, úr marmara, tvíhólfa.

Berggangur

Þegar kirkjan var byggð var hins vegar í henni skírnarfat úr tini og komið til ára sinna. Ekki er vitað, hver örlög þess urðu. Altaristaflan sýnir Jesúm á bæn í Getsemane, kom í kirkjuna árið 1868.Klukkur eru tvær í turni. Önnur frá 1740, hæð 23 cm en þvermál 34. Hin er án áletrunar og mun minni: hæð 17 cm en þvermál 22,5. Árið 1958 fór fram gagnger viðgerð á kirkjunni, en 1967 var gerð breyting á henni að innan með því að innstu bekkir báðum megin voru teknir brott og gangur milli bekkja breikkaður. Haustið 1987 hófust gagngerar viðgerðir á kirkjunni, var þá m.a. grafið undan henni og steyptar nýjar undirstöður svo og sökklar. Þá var kirkjan klædd að nýju yst sem innst. Gunnar Bjarnason húsasmíðameistari sá um smíðina en Hörður Ágústsson hafði umsjón með verkinu.

Fjaran

Brautarholti frá fornu fari. Kirkjan,sem þar er nú, var reist árið af Eyjólfi Þorvarðarsyni frá Bakka á Kjalarnesi 1857 og er henni lýst í fyrstu prófastsvísitasíu árið eftir sem vönduðu og snotru húsi. Litlar breytingar hafa orðið á henni síðan. Áratug eftir vígslu kirkjunnar kom þjóðskáldið síra Matthías dlmvsson til þjónustu í kirkjunni
Jarðfræði Kjalarness er áhugavert efni og ástæða til að kynna sér hana enn frekar. Jarðfræðin; landmótunin og veðrunin, kemur einkar glögglega í ljós þegar gengið er um fjöruna milli Saurbæjar og Brautarholts. Víða má sjá setlög, ýmsar bergtegundir, bergganga, innskot, kristalla, holufyllingar og hnyðlinga.
Kjalarnes er útkulnuð eldstöð. Esjan er aðallega úr eldri grágrýtis móbergi (síð tertíer) frá ísöld. Jarðgrunnurinn í Grundarhverfi og þar í kring er frá ísaldarlokum og yngri, og þar er vatnaset.

Tóft

Brimnes er úr grágrúti frá ísöld, yngra en 0,7 milljón ára. Á Kjalarnesi er líka basískt innskotsberg og má finna þetta berg á Músarnesi, Mógilsá og við Esjuberg. Við Esjuna í Kollafirðinum má líka finna berghlaup.
Esjan hefur myndast á einni milljón ára. Í henni eru 3 megineldstöðvar og í henni má greina 10 jökulskeið. Í fjallinu skiptast á hraun- og móbergslög og hafa efstu lögin samsvörun í yfirborðslögum á höfuðborgarsvæðinu. Ýmis jarðfræðileg fyrirbrigði eru vel sýnileg í fjallinu og upp á Esju eru til margar skemmtilegar gönguleiðir. Gönguleiðir með ströndinni eru ekki síður áhugaverðar.
Eldstöðvakerfi á Reykjanesskaganum; Kjalarnes- og Stardalseldstöðina, hefur rekið út af gosbeltinu.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.
Ströndin skammt frá Brautarholti

Fossvogur

„Í Fossvogi er skipsflak – og búið að vera þar lengi.
Þetta er hnoðaður járnskrokkur, stærðin er óræð Fossvogur - skipsflak 2en gæti hafa verið um 350-500 tonn ef marka má lengd kjalarins sem sjáanlegur er. Líklegast hefur skipið verið rifið þarna því síðurnar virðast hafa verið logskornar sundur þó erfitt sé að átta sig á því vegna ryðs. Skrokkurinn liggur þarna í mörgum bútum, þó virðist allt sem viðkemur framskipinu, bóga og stafn, vanta. Sömuleiðis allt úr skutnum en þó má vera að eitthvað leynist úti í sjónum, því afturhluti kjalarins var enn í sjó. Þarna var í heilu lagi, miðju-botnstykki, líklegast undan lest eða ketilrými. Undir neðsta þilfari má greinilega sjá „tunnel“, með röralögnum sem líklegast eru olíulagnir eða vatns/miðstöðvarrör. Þetta er líklega stjórnborðssíðan. Þarna sést meira af ætlaðri bakborðssíðu.
Neðsta þilfar séð frá bb. til st.b.  Þetta gæti hafa verið gólfið undir katlinum. Undir því má sjá „tunnelinn“ með röralögnunum, en það er ekki Fossvogur - skipsflak 3sýnilegt á myndunum. Yfirlit yfir þann hluta sem vel er sýnilegur á fjöru. Það má sjá framkjölinn í sandinum vinstra megin við aðalhlutann. Það má giska á (með sæmilegri vissu) að þetta skip hafi verið a.m.k. 30-35 metra langt. Þetta var enginn smábátur, gæti hafa verið togari aða gamalt flutningaskip.“
Gamall Snæfellingur, fyrrum togarajaxl, sagði: „Þetta er bara drasl, það var allt rifið sem hægt var“ sagði hann. „Þetta er gamli Íslendingur, lítill togari sem var dreginn þarna upp og rifinn. Þeir hafa bara ekki hirt um að hreinsa leifarnar“.
Togarinn Íslendingur RE 120 var smíðaður í Englandi 1893. Hann var 146 brl. og með 200 ha. gufuvél. Þann 9. des. 1926, er skipið lá í vetrarlægi á Eiðsvík við Reykjavík kom af ókunnum orsökum leki að skipinu og það sökk. Skipinu var bjargað af hafsbotni eftir 15 ár, það endurbyggt og allir hlutir endurnýjaðir. Sett var í skipið ný 500 ha. Fairbanks Morse díesel vél. 

Fossvogur - skipsflak 4

Eigendur frá 4. nóv. 1942 voru: Sveinbjörn Einarsson, Ágúst Ingvarsson og Stephan Stephensen, Reykjavík, þeir áttu Díeseltogara h/f, sem gerði út skipið sem hét þá Íslendingur RE 73. Skipið var selt 18. maí 1949 Bjarna Sigurðssyni og Kristjáni Guðlaugssyni Reykjavík og Ingibjörgu Pétursdóttur, Reykjum Mosfellssveit og Þorvaldi Stephensen, Sörvaag, Færeyjum. 19. júní 1951 seldi Ingibjörg Pétursdóttir Kristjáni Guðlaugssyni Reykjavík sinn hlut. Skipið var talið ónýtt og tekið af skipaskrá 2. febr. 1961. Þessar bækur, „Íslensk skip“ eru hreinasta gersemi, og skyldueign hverjum skipa-og bátaáhugamanni.
Líklegt er að Sindri h/f hafi eignast skipið, rennt því á land og rifið það þarna í fjörunni.“

Íslendingur

Togarinn Íslendingur.

Skv. upplýsingum B.I. mun þetta ekki vera flakið af nefndum Íslending heldur af Óla Garða Gk sem var dreginn þangað og svo rifinn eftir því sem kostur var en Íslendingur hefði endað sína ævi við Klepp í Kleppsvíkinni og verið seldur í brotajárn að hann minnti til Sindra. Í ritinu „Uppgangsár og barninsskeið, Saga sjávarútvegs á Íslandi segir: „Togararfélagið Fram eignaist aeins einn togara. Hann var keyptur í Bretlandi 1907 eða 1908 og nefndist upphaflega Osprey. Skipið var smíað árið 1893 og var því orðið fimmtán ára, er það var keypt til Íslands í mars 1908. Þá var það skírt Íslendingur, og undir því nafni gerði Fram, og síðar Elías Stefánsson, það út til ársins 1926, er það sökk, þar sem það lá í vetrarlægi í Eiðisvík. Árið 1942 náðist skipið upp eftir sextán ára legu á hafsbotni og var svo í notkun allt til ársins 1957. Það var rifið í fjörunni við Klepp á árunum 1960-1962.“
Margir aðrir hafa haft samband við FERLIR vegna skipsflaksins og sitt sýnist hverjum um tilurð þess. Hvað sem því líður er þarna um að ræða skipsflak, sem er bæði aðgengilegt og sjálfsagt að gefa gaum þegar gengið er með norðanverðum Fossvoginum, neðan Kirkjugarða Reykjavíkur.

Heimild m.a.:
-„Íslensk skip“, 3ja bindi bls.77, Jón Björnsson frá Bólstaðarhlíð, útg. 1990.
-Fornleifaskrá; Borgarhluti 3 – Hlíðar, Skipsfalk í Fossvogi, Reykjavík 2024.
-Uppgangsár og barningsskeið, Jón Þ. Þór, Saga sjávarútvegs á Íslandi, II. bindi, bls. 57.

 

Otur

Í Fornleifaskrá; Borgarhluti 3 – Hlíðar, Reykjavík frá 2024, segir: „Í flæðarmáli innarlega í Fossvogi norðanverðum er skipsflak togara sem var 49. togarinn í eigu Íslendinga, Otur ER-245, smíðaður í Lehe í Þýskalandi árið 1921 fyrir Otur h/f í Reykjavík. Lengd 42,92 m, breidd 7,50 m, dýpt 3,56 m, 316 brúttólestir, knúinn 600 hestafla gufuvél. Seldur árið 1938 til Hrafnaflóka h/f í Hafnarfirði og þá nefndur Óli-Garða GK 190. „Á stríðsárunum bjargaði áhöfn togarans breskum flugbáti með 7 mönnum sem nauðlent hafði á Írlandshafi og flutti til skoskrar hafnar. Var það í maí mánuði árið 1940. Árið 1944 bjargaði áhöfnin á Óla-Garða ísl. togaranum Þorfinni í hafi og dró hann 400 sjómílna leið til breskrar hafnar. Óli-Garða var rifinn í Fossvogi 1953–1954.“

Suðurnesjavegur

Sýsluvegurinn frá Reykjavík suður að Vogastapa.
Hér er ritað um sýsluveginn frá Reykjavík suður í sýsluna. „Ég ætla þá að fara úr Reykjavík suður eftir, og geta um ýmislegt, sem fyrir augun ber, hvað veginn snertir.
Foss-202 Þegar maður kemur niður í Fossvog, verða fyrir manni rásirnar þar. Þær eru að vísu þannig á sumrum, að fáum ókunnugum mundi til hugar koma, að við þær væri neitt að athuga; en á vetrum í leysingum verða þær lítt færar eða stundum ófærar.
Þá kemur Fossvogslækur, lækur þessi, sem er á sumrum ekki nema ofurlítil spræna, verður stundum á vetrum svo, að naumast verður yfir hann komist, og það ber við, að hann verður með öllu ófær.
Vegurinn upp Kópavogsháls er óhæfilega brattur, lítt fær með vagn, en vagnvegur á vegurinn milli Rvíkur og Hafnarfjarðar að verða úr þessu. Með því að sneiða hálsins lítið eitt utar, má fá hann mjög hallalítinn.
Þegar kemur suður að Kópavogi, kemur ein torfæran, þótt stutt sé; hún er rétt við landnorðurhornið á túngarðinum í Kópavogi; þar eru götutroðningar, djúpir mjög, og verður þar á vetrum kafhlaup, þegar snjóþyngsli eru. Þá kemur brúin yfir Kópavogslæk. Að henni er mesta vegarbót, og er furða, að hún skyldi ekki vera á komin fyrir mörgum tugum ára; en trén í henni eru mikils til of veik; brúin skelfur undan gangandi manni, hvað þá heldur þegar hún er riðin.
foss-203 Þá er nú úr því brýr yfir lækina, og vegur all góður þangað til kemur suður í Hafnarfjörð.
Þar er vegurinn lagður yfir Hamarinn hér um bil þar sem hann er brattastur; en auk þess er vegur þessi óruddur, ekkert í hann borið, og er hann fullur af lausu grjóti, og má það kallast hættulegt að ríða hann ofan að norðanverðu; í sunnanverðum Hamrinum neðst er sjórinn búinn að taka burtu hleðsluna úr veginum, og er honum því einnig hætta búin úr þeirri átt. Svo er þess að gæta, að rétt við endann á veginum er skipa-uppsátur þeirra manna, er búa þar í grennd. Af því, að sjórinn gengur þar rétt upp að veginum, standa skipin svo hátt, að ókunnugum mönnum, sem í myrkri fara um veginn, getur verið af þeim hætta búin; skipa-uppsátur er ekkert annað til þar í grennd.
Svo kemur nú suður undir Flensborg. Þar standa þilskip, og liggja járnkeðjur af þeim yfir þveran veginn, og er furða, að ekki skuli oft hafa hlotist slys af þeim. En þess ber að geta, að þar er enginn vegur lagður, nema hvað hrossin hafa unnið þar að vegavinnu. Flensborgarskóli á þar lóðina, sem skipin standa á, og leigir þar uppsátrið, og tekur 10 kr. fyrir hvert skip yfir veturinn. Ef skipin mega ekki hafa þar landfestar, þá er ekki til neins að ljá manni uppsátur; hafa þar að undanförnu legið 4 skip á vetrum; gjaldið eftir þau eru þá 40 kr., eður sama sem að skólaeignin sé 1000 kr. meira virði en ella. Eitt af tvennu er: annaðhvort verður að banna að hafa þar skipauppsátur, eða að leggja veginn annarsstaðar.

foss-204

Um stórstraumsflóð flæðir alveg upp undir túngarðinn í Flensborg, og verða menn þá að ríða sjóinn fram með garðinum, oft talsvert djúpt, og auk þess er þar mjög grýtt, svo að þar er mjög illt yfirferðar.
En þá tekur ekki betra við, þegar Ásbúðarmegin kemur; þar er hár bakki, sem upp verður að klöngrast; vinnist sú þraut, þá tekur við dý, sem hver hestur liggur í.
Þegar búið er að draga þá upp úr því, er haldið suður Hvaleyrarholt. Þetta holt hefur ekki verið rutt í ár, og er það mjög seinfarið. En þegar kemur suður fyrir Sandskörðin sunnanvert við Hvaleyrartjörn, þá liggur vegurinn svo lágt, að þar flóir yfir í stórstraumum.
Svo koma nú Hraunin, þ. e. Gráhelluhraun, Kapelluhraun, Almenningur og Afstapahraun. Um veginn gegnum þau ætla ég ekki að tala; hann er alkunnur, og líklega ekki þeirrar núlifandi kynslóðar meðfæri að bæta hann svo, að nokkru nemi; þó ætti það að vera vinnandi vegur, að ryðja veginn gegnum þau árlega; þegar það er gjört, er þó ólíku betra að fara yfir þau, heldur en þegar vegurinn er fullur af lausu grjóti og steinvölum.
Þegar Hraununum sleppir, kemur Vatnsleysuheiði. Yfir hana mestalla hefir verið lagður upphækkaður vegur, en hann er nú orðinn því nær ófarandi, og miklum mun verri en gamli vegurinn var. Þessi upphækkaði vegur er í daglegu tal oft kallaður Vatnleysu(heiðar)brú, en af sumum „Svívirðingin“, og þykir bera það nafn með rentu; það er sama smiðs-markið á henni og Svínahraunsveginum gamla, og þarf þá ekki lengra til að jafna.
Þessi upphækkaði vegur stefnir frá Kúagerði til Kálfatjarnar, og er honum sleppir, þá tekur við hfoss-205inn gamli vegur suður með bæjunum á Vatnsleysuströnd; þessi gamli vegur er allgóður á sumrum, enda er hann oftast vel ruddur; en á vorum og haustum, þegar bleyta og leysingar eru, er hann mjög illur yfirferðar, liggur sá vegur allt suður að Vogastapa og lengra ætla ég ekki að fara að sinni.
Hvað skal nú gjöra við þennan veg? Eins og er, er illa við hann unandi.
Í Fossvogi má ef til vill leggja veginn fyrir ofan rásirnar allar, nema hina syðstu; hana þarf að brúa.
Fossvogslæk ber brýna nauðsyn til að brúa, og það sem allra fyrst, og væri það lítill kostnaður.
Götutroðningana við Kópavogstún verður að brúa, og virðist það auðgjört.
Kópavogslækjarbrúna þarf að athuga; það er of seint að gjöra það eftir að slys er búið að hljótast af því, hversu veikgjörð hún er. Í öllu falli væri nauðsynlegt að láta áreiðanlega menn, sem vita hafa á því, dæma um það, hvort henni sé treystandi eins og hún er.
Veginn yfir Hamarinn í Hafnarfirði, þar sem hann er, ætti alveg að leggja niður. Þar sem hann liggur upp Hamarinn, er mikils til of bratt; það er ógjörningur, og líklega heldur engin lagaheimild til, að vísa mönnum burtu með skip sín, sem uppsátur hafa rétt fyrir sunnan Hamarinn, en skipa-uppsátur þar og vegur geta ekki samrýmst. Sama er að segja um þilskipa-uppsátrið hjá Flensborg; annaðhvort er, að banna skólanum að hafa þar uppsátur, eða að leggja af sýsluveginn þar fram hjá. Og þegar þess er gætt, að vegurinn þar er afar-illa lagður, þ. e. undirorpinn sjávargangi, og menn verða að sæta sjávarföllum til að komast hann, þá virðist lítil eftirsjón í honum þar sem hann er.
En hvar ætti þá að leggja hann?

foss-206

Hann ætti að leggjast sunnar upp Hamarinn en nú er, fyrir ofan bæinn „á Hamri“ neðan til í Jófríðarstaðaholti, fyrir sunnan Ásbúð og svo suður Hvaleyrarholt hér um bil beina stefnu á Hjörskot. Það, sem ynnist við að leggja veginn þannig, hjá því sem nú er, mundi verða: vegurinn upp Hamarinn yrði ekki eins brattur, hann yrði ekki undirorpinn sjávargangi; vegfarendum yrði engin hætta búin af bátum, sem nú standa því nær yfir þveran veginn; skólaeigninni í Flensborg yrði ekki meinað að hafa þann hag af þilskipa-uppsátri, sem hingað til hefir oftast samsvarað vöxtum af 1000 krónum; menn kæmust hjá hinni afarillu torfæru hjá Ásbúð, og um stórstraumsflóð þyrfti ekki að klifra upp sandskörðin hjá Hvaleyri.
Veginn suður Hraunin ætti sannarlega að ryðja á hverju ári; minna má það ekki vera; hann er full-illur samt.
Af hinum upphækkaða vegi suður Strandarheiði (eða Vatnsleysu-heiði), þar sem hann nú er, ætti sýslunefndin alls ekki að skipta sér. Sá vegur liggur vestur Ströndina, og ef menn ætla t. a. m. suður í Voga eða þaðan af lengra, þá er það sá afarkrókur, að ríða niður á Ströndina, að ég er viss um, að það nemur fullum þriðjungi, móti því að fara beint úr Kúagerði á Reiðskarð (upp Vogastapa). Strandarmenn mundu þá halda við gamla veginum sem hreppsvegi. En eigi að halda við hinum gamla vegi sem sýsluvegi, þá mundi sú aðgjörð, sem hann þarfnast, ef hann á að geta kallast viðunanlegur, dragast að verðinu til hátt upp í það, sem nýr vegur, beint frá Kúagerði á Reiðskarð, mundi kosta.
Sumir berja því við, að með slíku fyrirkomulagi þyrfti svo víða að leggja vegi frá Ströndinni upp á sýsluveginn. Þetta fæ ég ekki séð að sé nauðsynlegt. Sá, sem ætlar að koma við á Ströndinni, ríður hreppsveginn; en ætli maður beint frá Kúagerði suður, án þess að eiga erindi á Ströndina, þá fer maður sýsluveginn.
Ritað á Fidesmessu 1890.
Vegfarandi.“

Ísafold, 26. apríl 1899, 26. árg., 26. tbl., bls. 103:

Almenningsvegur

Gengið um Almenningsveginn ofan Vatnsleysustrandar.

„Sumrin 1897 og 1898 lét sýslunefnd Kjósar- og Gullbringusýslu leggja mikið laglegan vagnveg milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur, frá Fossvogi, en þangað hafði bæjarstjórn Reykjavíkur lagt áður og hefir þessa ekki enn verið getið í blöðum vorum.
Vegur sá er sýslan lét byggja af nýju, er rúmar 5 rastir á lengd, einnig var borið ofan í og endurbættur gamall vegur (Hafnarfjarðarhraun) rúml. 1 ½ röst á lengd. Hver röst er 531 faðmur. Brýr voru gerðar yfir fjóra læki, og er ein þeirra þrjátíu áln. Lengd, með 50 álna löngum stöplum (þeir eru þrír) og 5 áln. Háum á fullum helmingi. Hinar eru 5-8 álna langar.
Til vinnu þessarar var varið 9.600 kr.
Brýrnar allar kostuðu 1.800 krónur. Aðgerð við gamla veginn um 800 kr. Kostar þá her um bil kr. 2,80 faðmurinn í hinum nýja vegi. Í gegnum veginn eru 16 rennur gerðar úr grjóti 50×100 cm., utan ein úr timbri 3×2½ alin. Mold og möl höfð undir í öllum veginum með torf og grjót á hliðunum, nema um 150 faðmar eru eingöngu úr grjóti (púkkvegur). Ofaníburður allstaðar frá 8-12 þuml. á þykkt. Við vinnuna voru 12 menn fyrra sumarið með 4 hestum, en 15 til 18 hið síðara með 6 og 8 hestum. Verkstjóri var bæði sumrin Sigurgeir Gíslason í Hafnarfirði.
Það var myndarlega til ráðist af sýslunefnd Kjósar- og Gullbringusýslu að leggja veg þennan, og væri óskandi að hún fengi styrk til þess að geta gert meira í líka átt sem þetta. Hefir talsverð vagnaferð verið eftir vegi þessum síðan hann var fullger, en talsverð óþægindi eru að því, að ógert er enn við hallann ofan í Hafnarfjörð, því þar er vegurinn mikils til of brattur fyrir vagna, og er vonandi að ekki bíði mjög lengi svo búið.“

Heimildir:
-Ísafold, 11. okt. 1890, 17. árg., 82. tbl., forsíða.
-Ísafold, 26. apríl 1899, 26. árg., 26. tbl., bls. 103.

Keflavíkurvegur

Hleðslur við gamla Keflavíkurveginn.

Úlfarsá

Ómar Smári Ármannsson, fornleifafræðingur, lýsti námi sínu við Háskóla Íslands í fornleifafræði er kom að fornleifaskráningu með eftirfarandi hætti:

Úlfarsá

Úlfarsá.

„Fornleifaskráning var einn liður í náminu við HÍ. Sérstaklega skemmtilegur og lærdómsríkur áfangi. Gaf mér meira en flestir ungnemendurnir áttuðu sig á.
Lokaverkefnið var dagsett á miðvikudagsmorgni. Skilyrtur skiladagur var næsti mánudagsmorgun, skv. stundarskrá.

Úlfarsá

Úlfarsá – gamli bærinn.

Kennarinn tilkynnti öllum þrettán nemendunum að því tilefni að hann ætlaði að skipta þeim í fjóra þriggja manna hópa til lúkningar verkefnunum. Að skiljanlegum ástæðum þurfti einn nemandanna að verða útundan í slíkum útreikningi – í þessu tilviki varð það ég (sem varð þar með einn að hóp).
Fékk úthlutað jörðinni Úlfarsá. Ritgögn fylgdu með í umslagi, þ.á.m. fyrri fornleifaskráning Árbæjarsafns og örnefnalýsing.
Þegar út úr háskólabyggingunni var komið þennan miðvikudagsmorgun skein sól í nánast logni; fallegur dagur.
Þar sem meðfylgjandi í bílnum voru blað og blýantur, GPS-tæki, ljósmyndavél og málband ákvað ég bara að aka á vettvang skráningarinnar.
Tólf fornleifar höfðu áður verið skráðar á jörðinni, skv. gögnunum. Nýbyggingasvæði þrengdi verulega að henni.

Úlfarsá

Úlfarsá – útihús.

Gaf mér góðan tíma í blíðviðrinu að leita uppi og skrá einstakar augljósar fornleifar, ljósmynda, staðskrá, rissa upp, sem og leita uppi ýmsar aðrar áður óljósar fornleifar. Dagsverkið; 32 skráningar.
Skilaði verkefninu á tilskildum tíma. Þá kom í ljós að allir hinir hóparnir fjórir höfðu beðið um skilafrest vegna „óhagstæðs veðurfars“. Málið var að daginn eftir þennan sólríka miðvikudag tóku við nánast látlausar rigningar með tilheyrandi óvindaveðrum (sérstaklega óhagstæðar til fornleifaskráninga á vettvangi).

Úlfarsá

Úlfarsá – fyrrum selstaða.

Fékk að tveimur vikum liðnum boð um að mæta á skrifstofu kennara. Úrskurðar væri að vænta.
Hann: „Ég er búinn að fara yfir skráningarverkefnið þitt. Vitað var að verkefnið væri flókið. Þú hefur leyst það vel af hendi og færð 10 í einkunn.“
Þakkaði fyrir mig – taldi niðurstöðuna verðskuldaða.
Í dag eru, því miður, nánast allar hinar skráðu fornleifar horfnar undir byggð…“.

Úlfarsá

Úlfarsá – hermannvirki.

Esja

Í fornleifaskráningu Ragnheiðar Traustadóttur Önnu Lísu Guðmundsdóttur um Kollafjörð má sjá eftirfarandi um Arnarhóla (dysjar) og forna götu.
Arnarholl-1„Kollafjarðar er fyrst getið í Kjalnesingasögu. Helgi bjóla setti Kolla hinn írska niður í Kollafjörð. (Í.F., [Kjalnesingasaga], XIV. bindi, s. 5). Jarðarinnar getur í fógetareikningum á árunum 1547-1552. (D.I., XII. bindi, s. 117). Jörðin var í konungseign 1705 og jarðardýrleiki óviss.“
Arnarhóll er ofan og sunnan Kollafjarðar. “Suðvestur af Réttarholti mitt á milli réttarinnar og þjóðvegarins er Arnarhóll, þar sem Örn austmaður var veginn.” (Ö.Ko.1). “Á Móholti, þar sem gamli vegurinn liggur yfir “Flóalæk”, eru tveir hólar (eða dysjar). Annar er fast við veginn, norðan til á móholtinu. Hinn er nokkuð austar og er stærri. Þessir hólar (eða dysjar) voru báðir kallaðir “Arnarhólar” og kenndir við Örn austmann.” (Ö.Ko.2). “Arnarhóll er frekar lítill hóll með þúfu í kolli.” (Ö.Ko.3). “Arnarhóll er utan við Flóann, vestnorður af honum.” (Ö.Ko.4).“
Arnarholar-2Í Arnarhólum hafa verið talin vera kuml. Í örnefnalýsingu segir: “Á Móholti norðan við, þar sem gamli vegurinn liggur yfir Flóalæk”, eru tveir hólar (dysjar). Annar er fast við veginn, norðan til á Móholtinu. Hinn er nokkru austar og er stærri. Þessir hólar (dysjar) voru báðir kallaðir “Arnarhólar” og kenndir við Örn austmann”. Hóllinn er á miðju móholtinu og ber greinilega við.“ Hólar þessir eru mjög greinilegir og erfitt að segja til um hvort þeir séu manngerðir. Sá, sem hér um ræðir, er sporöskjulaga með upphækkun í miðjunni, sem virðist vera hlaðin, sést í grjót á stöku stað og er erfitt að gera sér grein fyrir hvort menn hafi komið því þar fyrir. Lengd hólsins er um 10 m og breidd 5 til 6 m. Hæð hans er frá 10 til 60 sm.
Esjumelar-2Í örnefnalýsingu segir: “Á Móholti norðan við, þar sem gamli vegurinn liggur yfir Flóalæk”, eru tveir hólar (dysjar). Annar er fast við veginn, norðan til á Móholtinu. Hinn er nokkru austar og er stærri. Þessir hólar (dysjar) voru báðir kallaðir “Arnarhólar” og kenndir við Örn austmann”. Þessi hóll er norðan við 282-23 og liggur við hina fornu leið inn Kollafjörðinn. Hóllinn er afar greinilegur og ber við þegar komið er á vettvang.“
Við hólinn liggur forn gata. „Hóllinn liggur fast við hina fornu leið og 4 metrum frá hellulagðri brú/ræsi sem hefur verið lögð yfir læk sem nú er uppþornaður. Hin forna leið liggur um norðurhluta Móholtsins, nærri samhliða núverandi Vesturlandsvegi og inn í Kollafjörðinn. Leiðin er einstaklega vel varðveitt í sjálfu Móholtinu og er hægt að rekja sig eftir henni frá Flóalæk og yfir Móholt að mestu samhliða Vesturlandsveginum en um 50 m ofar. 

Esjumelar-3

Vegurinn liggur yfir mógrafir og að hluta til virðist hann uppbyggður.“
Á leiðinni er brú. „Á hinni fornu leið, þegar komið er um hana miðja af því sem varðveist hefur, er að finna hellulagða brú/ræsi yfir uppþornaðan lækjarfarveg. Stórar grjóthellur hafa verið hlaðnar yfir lækjarfarveg. Hellurnar eru allt 1 m á lengd. Farvegurinn er nú orðið ógreinilegur.“
Örn austmaður, sbr. 8. kafla Kjalnesingasögu: „Eftir leikinn gekk Kolfinnur út að vanda og fór leið sína. En er hann kom suður af holtunum hlupu þeir Örn austmaður upp og sóttu að honum.
Esjan-202Kolfinnur varðist með lurkinum og barði vopnin fyrir þeir. Varð þeim hann torsóttari en þeir hugðu. Og er þeir höfðu saman átt um hríð sló Kolfinnur sveininn í rot. Hraut þá frá honum bæði skjöldurinn og sverðið. Kolfinnur greip þá upp hvorttveggja. Sótti hann þá að Erni austmanni og lauk svo að Örn féll en Kolfinnur varð sár. Í því raknaði sveinninn við og vildi Kolfinnur ekki gera honum meira. Gekk hann þá leið sína. Sveinninn sá Austmanninn veginn. Skaut hann þá yfir hann skildi, gekk síðan heim í Kollafjörð. Kolli lét flytja heim lík hans og búa um eftir siðvenju.“
Lík Arnar austmanns var sem sagt „flutt heim og um það búið að siðvenju“. Hólarnir tveir eru þá líklega bara tilvísun í atburðinn sjálfan þar sem tveir menn börðust…, nema annað eigi eftir að koma í ljós.

Heimildir m.a.:
-Örnefnaskrá Ara Gíslasonar yfir Kollafjörð. (Ö.Ko.1).
-Byggt á fornleifaskrá Ragnheiðar Traustadóttur Önnu Lísu Guðmundsdóttur.

Kollafjörður

Kollafjörður 1906. Mynd frá dönsku mælingamönnunum.

Gamlivegur

Ákveðið var að leita og fylgja svonefndum Gamlavegi frá Ártúni og Árbæ að Reynisvatni og áfram áleiðis að Búrfellskoti, en gata þessi lá á Þingvelli forðum daga. Af sögnum mátti greina að úrbætur hafi verið gerðar á reiðgötunni með það fyrir augum að gera hana vagnfæra millum höfuðstaðarins og hins helgasta staðar þjóðarinnar frá upphafi þjóðveldisins.
Gamlivegur-2Ljóst var þó að með stefnu í nútíma vegargerð hafi bæði tekið lítið sem ekkert tillit til hinna fornu gatna og áhugi á varðveislu þeirra hefur að sama marki verið engin í gegnum tíðina. Svo rammt hefur að þessu kveðið að í fornleifaskráningum síðustu ára er þessara tegunda fornleifa sjaldnast getið.
„Jarðarinnar Grafar mun fyrst getið í máldaga Maríukirkju á Bessastöðum sem tímasettur er til ársins 1352 en ekki er þar getið um eiganda jarðarinnar. Gröf var komin í eigu Viðeyjarklausturs 1395. Þá var gerð skrá um kvikfé og leigumála á jörðum klaustursins.
Gröf virðist hafa verið í einkaeign þar til í byrjun 16. aldar, því þann 5. september 1503 seldu Guðmundur Þórarinsson og Ingibjörg Jónsdóttir Árna ábóta jörðina fyrir fjórtán hundruð í lausafé og kvittuðu fyrir andvirðinu. Þann 10. desember sama ár (1503) var í Viðey gert skiptabréf Árna ábóta annars vegar og Halldórs Brynjólfssonar hins vegar, á jörðunum Strönd í Hvolhreppi og Gröf í Mosfellssveit.
Gamlivegur-3Þar með var Gröf aftur komin í einkaeign. Ekki eru heimildir fyrir því hvenær Halldór seldi jörðina, en hann var nefndur hinn auðgi og hafði mikið umleikis. Svo mikið er víst að jörðin hefur aftur orðið klausturjörð á tímabilinu 1503–um 1545 og hélst svo þar til klausturjarðir runnu til konungs um siðaskipti. Á árunum 1547–1552 er jarðarinnar svo getið í fógetareikningum Bessastaðamanna.
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 1704 er konungur talinn eigandi, en ábúandi er Einar Þórðarson. Leiga var greidd konungi í smjöri til Bessastaða.
Gamlivegur-4Kvaðir voru um mannslán og hestlán til Þingvalla og annarra staða, jafnvel stundum norður í land og í ýmsar áttir. Skila átti tveimur dagsláttum, tveimur hríshestum og einum eða tveimur móhestum. Skera átti torf, flytja lax úr Elliðaánum, sjá um skipaferðir, sækja timbur til Þingvalla, sinna hússtörfum á Bessastöðum og fleira. Engjar jarðarinnar voru mjög litlar. Kvikfénaður er skráður 6 kýr, 1 kvíga tvævetur, 8 ær með lömbum og 4 hestar. Heimilismenn eru skráðir 10. Kostir jarðarinnar eru taldir litlir. Hjáleigur eru taldar tvær, það eru Grafarkot sem byggst hafði upp fyrir 50 árum og hét hugsanlega Holtsstaðir áður og hjáleigan Oddgeirsnes sem var hafði verið eyðijörð í allra manna minni.
Gamlivegur-5Litlum sögum fer af jörðinni en skömmu fyrir 1840 er hún seld eins og flestar konungsjarðir á þessum slóðum. Gröf var mjög landstór jörð. Hún fékk nafnið Grafarholt þegar bærinn var fluttur á núverandi stað við Vesturlandsveg árið 1907. Þá bjó í Grafarholti bændahöfðinginn Björn Bjarnason hreppstjóri og um skeið alþingismaður, fróðleiksmaður mikill, en sérkennilegur í mörgu. Árið 1943 var jörðin Grafarholt lögð undir Reykjavík samkvæmt lögum og meginhluti hennar síðan tekinn eignarnámi 1944.
„Gamlivegur“ er til á nokkrum stöðum, s.s. á Vatnsleysuströnd og í Selvogi. Á uppdrætti Steinbjörns Björnssonar eru merktir nokkrir gamlir slóðar. „Gamli vegurinn“ er trúlega elsti slóðinn á milli Árbæjar og Hólms yfir Klapparholtsmóa og líklega elsti forveri Suðurlandsvegar.
Enginn örugg merki eru sjáanleg eftir hann nema hugsanlega nyrst við núverandi Gamlivegur-6Norðlingabraut. Leiðin er merkt rauð. Annar slóði lá svo suðvestur frá Rauðavatni inn Margrófina inn að Oddagerðisnesi. Þessi vegur var forveri Breiðholtsbrautar og er nú notaður sem reiðvegur að hluta nyrst. Slóðinn er merktur grænn. Að lokum slóði yfir Klapparholt og Klapparholtsvað yfir að Elliðavatni.
Fyrsti Suðurlandsvegurinn var gerður vagnafær 1886–1892. Hann lá frá Árbæ eftir Rofabæ og austur yfir Hellisheiði. Núverandi Suðurlandsvegur liggur að mestu í gamla vegstæðinu við Rauðavatn. Fyrir austan vatnið hefur gamli vagnavegurinn hugsanlega verið, þar sem nú er reiðvegur við Rauðavatnsskóg og austar núverandi bílvegur, norðan Suðurlandsvegar. Norðan við Suðurlandveg, fyrir austan Rauðavatn, er síðan um 13 hektara svæði sem Skógræktarfélag Reykjavíkur hið eldra hóf plöntun í um 1900.
Þetta er eitt af Gamlivegur-7elstu skógræktarsvæðum landsins og er í dag notað sem útivistarsvæði. Nýbýlið Baldurshagi var þar sem nú er OLÍS bensínstöðin. Þar var rekin greiðasala á árunum 1920–1945. Austan við það var braggahverfið Camp Columbus Dump, sem var birgðageymsla.
Í örnefnaskrá er ritað um Gamla veg: ,,Þá erum við komin að Gamla vegi, sem lá um Leirdal, Kotsklofning, Flagið, Vörðulágar [svo] og eftir Eggjum”. Vegurinn var merktur inn á Herforingjaráðskort 1909. Miðað við núverandi skipulag liggur syðsti hluti golfvallarins í Grafarholti yfir veginn, og hann liggur um 300 m fyrir norðan prentsmiðju Morgunblaðsins við Hádegismóa.
Gamlivegur-8

Lýsing: Þar sem vegurinn er enn sjáanlegur, má sjá rás þar sem grjót hefur verið hreinsað upp úr melnum og hlaðið í kanta. Suðvestast eru um 70 m sem liggja í brekku og beygir vegurinn þar. Síðan kemur um 50 m kafli á milli tveggja flata á golfvellinum, og svo 30 m kafli.
Gamlavegi var fylgt í gegnum móan norðan við Hádegismóa áleiðis austur fyrir Grafarholt. Grafarkot var þar sem nú er golfskáli golfvallarins undir Grafarholti. Syðstu flatirnar liggja ofan á Gamlavegi. Hann sést þó vel koma niður á flatirnar ofan af móunum austan núverandi Suðurlandsvegar. Eftir að hafa gengið yfir flötina kemur gatan aftur í ljós í móakafla. Þar er gatan tvískipt; annars  vegar gamli reiðvegurinn og hins vegar fyrstu merki um vagnnveg, sem lagður hefur verið ofan í eða samhliða reiðveginum. Þessi ummerki má glögglega sjá á nokkrum stöðum á leiðinni upp á Reynisvatnsáss og áfram á leiðinni áleiðis til Þingvalla.
Nú hverfur gatan undir golfvallaflatir. Í rauninni er sorglegt til þess að vita að golfvallaleggjendur skuli ekki hafa skilið eftir ummerki eftir götuna á þessu svæði því það hefði alls ekki komið niður iðkuninni. Líklegt má telja að menn þeirra tíma hafi lítið sem ekkert spáð í gildi hinna fornu leiða m.t.t. framtíðar varðveislu. Lýsir það allnokkurri skammsýni hlutaðeigandi. Og skrítið má telja að ekki hafi verðar gerðar áætlanir strax á fyrstu tíð nútíma vegagerðar að gera ráð fyrir áframhaldandi sýnileika hinna fornu gatna, t.d. sem göngu- eða reiðleiðir, ekki einungis meða það fyrir augum að varðveitar slíkar heldur og til að sýna afkomendum hver þróun þeirrar tegundar mannvirkja hafi verið frá fyrstu tíð landnáms hér á landi.

Grafarsel

Gamlivegur sést ekki aftur fyrr en norðan Reynisvatns. Bæði hefur golfvöllurinn eytt honum og auk þess suðaustasta byggðin í Grafarholti. Ef tekið er mið af herforingjakorti frá árinu 1909 er gata sýnd sem reiðleið en ekki vagnvegur þrátt fyrir augljós ummerki séu eftir vagnveg samhliða reiðleiðinni. Vagnvegur er á sama korti sýnd sunnan Rauðavatns og er hann nefndur „Gamlivegurinn“, þ.e. með greini. Að henni verður vikið síðar.
Þegar komið var upp að Reynisvatni mátti sjá leifar að hlöðnum túngarði. Á kortinu fyrrnefnda er Gamlivegur sýndur liggja ofan garðsins og síðan áfram upp á Reynisvatnsás með stefnu til norðausturs vestan Miðdals. Þar endar gatan á kortinu, en í raun lá hún áfram að Búrfelli, til austurs sunnan fjallsins framjá Búrfellskoti og áfram upp í gegnum Seljadal og á Þingvelli.

Gamlivegurinn

FERLIR hafði áður rakið þennan hluta líkt og sjá má annars staðar á vefsíðunni.
Af ummerkjum að dæma virðist reiðleiðin (eldri gatan) hafa legið framhjá bænum Reynisvatni og síðan norður með vestanverðu vatninu og til austurs með því norðanverðu. Þar liggur gatan hlikkjótt, á hálsinn. Á sama kafla kemur vagnvegurinn upp frá vatninu með stefnu upp á hálsinn, í og til hliðar við reiðleiðina. Þegar upp er komið hefur götunum verið raskað með nýrri malarvegi, en handan hans sjást þær vel. Göturnar koma saman skammt handan malarvegarins, en síðan liggur reiðvegurinn samhliða vagnveginum skammt sunnar. Þær sameinast síðan og eftir það liggur nýrri malarvegur ofan á þeim til austurs norðan Langavatns uns þær venda til norðausturs vestan Miðdals, sem fyrr sagði.
Ekki er að sjá að minnst sé á Gamlaveg í öGamlivegur-9rnefnalýsingum fyrir Ártún, Árbæ og Reynisvatn. Eftir er þó að skoða umfjöllun um vegagerð í Ísafold og fleiri eldri tímaritum. Þar gætu mögulega komið fram upplýsingar um fyrrnefndan vagnveg á endurbættum Gamlavegi. Örnefnið gæti og hafa tengst úrbótunum og vagnvegurinn þá verið nefndur Gamlivegur, þótt þess sjáist ekki merki á kortinu frá 1909.
Þá var haldið þvert til suðurs yfir Reynisvatnsheiðina með stefnu á Grafarsel og Gamlaveginn. Eftir áningu í Grafarseli var komið inn á Gamlaveginn (með greini). Hann sést enn norðan núverandi Suðurlandsvegar. Þar sem nú er komið hringtorg austan Rauðvatns hefur vegurinn verið fjarlægður, en sjá má hvar hann kemur aftur í ljós í hæð skammt austar. Veginum var fylgt til norðvesturs. Á fyrrnefndu korti er vegurinn dreginn upp og skv. hnitsetningu er hann svo til nákvæmlega á sama stað. Er hann ágætt dæmi um nákvæmni kortagerðamanna er unnu sína vinnu fyrir 100 árum, án nokkurra nútíma GPS-tækja.
Frábært veður. Gangan tók 5 klst og 5 mín.

Heimildir m.a.:
-Fornleifaskráning vegna tvöföldunar Suðurlandsvegar (Gröf, Hólmur og Geitháls), Anna Lísa Guðmundsdóttir – 2010.

Gamlivegur

Gamlivegur – gangan.

Rjúpnadalir

Rölt var um Rúpnadali.

Bláfjöll

Á gangi um Bláfjöll.

Gengið var frá skarðinu á milli Selfjalls og Sandfells (af línuveginum) inn með Sandfelli, undir Rjúpnadalahnjúkum, um Rjúpnadali á Bláfjallaveg. Á leið um skarð yfir lágan háls, sást greinileg gata sniðhallt niður af hálsinum að austanverðu. Ósennilega er um fjárgötu að ræða því að gatan virtist vera upphlaðin. Þegar þetta var skoðað nánar virtist móta fyrir götu upp á hnjúkana, í stefnu á Rauðuhnjúka. Hugsanlega hafa lausríðandi eða gangandi menn á suðurleið stytt sér leið með því fara með Bláfjöllum að norðan/vestanverðu og á Heiðarveginn í stað þess að fara norður og austur fyrir fjöllin? Þessi leið er styst ef fara á í Selvog frá t.d. Mosfellssveit eða Kjalarnesi og þá af Vesturlandi – kortsett.
Verður skoðað betur á næstunni. Frábært veður – logn og sól.

Rjúpnadalir

Í Rjúpnadölum.