Tag Archive for: Reykjavík

Bláfjöll

Brak úr flugvél er austan Bláfjalla. Ætlunin var að skoða aðstæður sem og grennslast fyrir um hvaða vél gæti verið að ræða. Samkvæmt slysaskráningu ameríska hersins gæti verið um að ræða DC-3 flugvél, eða C47 eins Kaninn nefndi hana. Það slys varð 5. mars 1944 kl. 18:30, 1 mílu suðaustur af „Camp Bundy“. Enginn komst af. Tvö lík fundust.

Bláfjöll

Í Árbók FÍ 1984 segir Tómas Einarsson frá því að „á styrjaldarárunum fórst herflugvél í Bláfjöllum á sléttunni austan við Hákoll. Hér á landi liggja litlar upplýsingar fyrir um það slys. Leifar af flakinu sáust á slysstaðnum í mörg ár, en munu nú horfnar.“
Pétur Þorleifsson kvaðst hafa séð flakið fyrir tveimur árum. Hann hafi verið að hjóla undir hlíðum Kerlingarhnúks, sem auðvitað má ekki, og þá séð flakið dreift um hana á u.þ.b. 100 metra kafla. Best væri að fara niður frá skíðalyftunum ofan Kóngsgils, milli Heiðinnar há (Heiðartopps) og Kerlingahnúks og niður með rótum hans. Stórgrýtt væri þarna á köflum og væri flakið upp af slíkri utan í grónum bala við lækjarfarveg. Líklega væri um klukkustundar gangur á svæðið – eða innan við það. Austar væru Drögin og fjær Fjallið eina.
Gengið var inn á Heiðarveginn innan við Bláfjallahornið. Þaðan er þessi gamla gata Bláfjöllvörðuð niður á Ólafskarðsleið í austri, skammt sunnan við Leiti. Vesturendinn er á Selvogsgötu skammt ofan við Tvíbolla. Reykjavegurinn liggur spölkorn eftir Heiðarveginum eða þangað til hann beygir til norðausturs yfir norðuröxl Kerlingarhnúks. Þar liggur vegurinn áfram niður með austanverðum Bláfjöllum, niður með Fjallinu eina.
Bláfjallahornið er hæsti hluti Reykjavegarins, en þaðan er frábært útsýni til allra átta í björtu veðri. Eftir nokkra göngu með neðrihlíðunum var komið að rótum Bláfjallahryggjarins að austanverðu skammt ofan við Fjallið eina – annað tveggja með því nafni á Reykjanesskaganum.
Úr skarðinu milli Bláfjalla og Fjallsins eina er mikið og fagurt útsýni norður yfir, þar sem Lambafell, Syðri Eldborg og Blákollur blasa við nær, en Hengilsvæðið fjær. Útsýnið hikstar þó á vitundundinni um eyðileggingu Orkuveitunnar á náttúruverðmætum í Henglinum. Þar hefði verið hægt að gæta miklu meiri tillititsemi en gert var.
Þá er skammt á Ólafsskarðsveg, sem liggur um Ólafsskarð upp úr Jósepsdal nokkru norðar, með hlíðum Bláfjalla og áfram austan Geitafells suður af hálendisbrúninni.
Leitað var bæði með austurrótum Bláfjalla sunnan og norðan Kóngsgils og síðan Bláfjöllhaldið um neðri hlíðarnar þar sem rætur Kerlingarhnúks liggja.
Þegar komið var fram á neðri brúnirnar austan Bláfjalla sást víðfeðmin neðanverð. Einhverjum hefði fallist hendur – en ekki FERLIR. Geitafell sat þarna formfagurlega neðan hraunsléttunnar er runnið hafði úr gígum Heiðinnar há. Enn neðar sást Leitarhraunið. Austar og nær voru Drögin, mikil og breið gildrög. Kvöldsólin á vesturhimninum, handan Bláfjallahornsins, var byrjuð að glitra nafna hans, austurhimininn. Haldið var upp með Drögunum vestanverðum.
Bláfjöll eru mótuð af eldvirkni og umbrotum. Fjöllin sjálf eru dæmigerður móbergshryggur sem myndast hefur í gosi undir jökli. Hæst ber tind sem vanalega er nefndur 702 sem vísar til hæðar hans, en Hákollur er skammt norðar.
Umhverfis fjöllin hafa runnið hraun og er þar mest áberandi hraunið frá Heiðartoppum (613m), austur af skíðasvæðinu. Margir gígar og gígaþyrpingar eru á svæðinu. Má þar nefna Stompa, Eldborg og Skeifuna. Nú andaði köldu af norðri. FERLIR hefur hins vegar aldrei látið veður aftra leit – enda er það bara eldra nafn á Cintamani.
Bláfjöll Í svo til beina stefnu frá Kóngsgili í norðuröxl Geitafells lá flakið, milli Hákolls og Kerlingarhnúks, í um 560 metra h.y.s., u.þ.b. 50 metrum norðan Reykjavegarins fyrrnefna.
Svo virtist sem flugvélin hafi verið að koma úr suðaustri, vinstri vængurinn lent utan í stórgrýttri hlíðinni og vélin þá byrjað að brotna. Eftir örskamma stund steyptist vélin síðan niður í gil og þar liggur meginhluti hennar ennþá. Leifarnar eru ótrúlega heillegar af slíkum að vera. Líklega er það vegna þess að snjór þekur þær 2/3 hluta úr ári. Ljóst er að eldur hefur komið upp við brotlendinguna og þá hluti vélarinnar brunnið. Bráðið ál er á vettvangi. Vænghluti er þarna, hjólaspyrnur og fleira. Á vænghlutanum má greina tvo stóra svartmálaða stafi. Annar er nokkur skýr, „S“, en hinn (fremri) öllu óskýrari, gæti verið „T“. Það gæti bent til þess að vélin hafi verið í eigu Íslendinga, með ísl. skráningarstafi. Þessi vél virðist í fljótu bragði hafa verið eins hreyfils því einungis einn V12 strokka vél er sjáanleg í gilinu. Svo stór hreyfill gæti þó bent til þess að annar hreyfill hafa verið þarna, en einhverjir fjarlægt hann. Einungis einshreyfils orrustuflugvél hefði getað haft svo stóran aflgjafa.
Lækur rennur um gilið á vorin og hefur hann eflaust skolað hluta braksins niður hlíðina. Af þessu að dæma er ósennilegt að um DC-3 flugvél hafi verið að ræða. Sú flugvélartegund var bæði stærri og tveggja hreyfla. Því væri þarna bæði meira brak á vettvangi auk þess sem auðkennin leyndu sér ekki. Þá myndi vænghlutinn vera breiðari en raun ber vitni.
Merking er á vélarhlutum; annars vegar 40773 A – ALCOA – M – ? og hins vegar 40772 – DR M1. Erfitt var að greina hvaða litur hefur verið á vélinni, en sjá mátti blágrænan lit á einstaka málmbútum.
Leitin tók 3 klst og 3 mín. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var byrjað að dimma þegar flugvélin fannst. Við þær aðstæður komu FERLIRshúfurnar að góðum notum.
BláfjöllÓlafur Íshólm, flugmaður og lögregluvarðstjóri á Selfossi rámaði aðspurður í að eins hreyfils flugvél á leið frá Vestmannaeyjum hafi brotlent í Bláfjöllum á stríðsárunum, en hann vildi þó ekki fullyrða með öllu að svo hafi verið.
Ekkert er að finna í gömlum fréttum dagblaða um flugslys í Bláfjöllum.
Annar viðmælandi FERLIRs, sem haft var samband við, minnti að tveggja hreyfla bandarísk Lightning flugvél hefði farist þarna á stríðsárunum. Meira vissi hann ekki um atvikið.
Haft var samband við Flugmálastjórn og leitað eftir því hvort einhver þar kynni að vera fróður um flugvélaflök sem þessi á Reykjanesskaganum. Eftir stutta athugun kom upp nafnið Guðjón Viðar Sigurgeirsson, flugvélstjóri.
Hlynur Skagfjörð Pálsson fv. rekstrarfulltrúi og starfsmaður í Bláfjöllum gaf FERLIR gagnmerkar upplýsingar um flugvélaflakið.
„Flakið sem um ræðir er af lightning P-38. Orrustuvél með stuttan búk og tvöfalt stél knúin 2 mótorum. Ég hef heyrt að þessi vél hafi farið niður 1944. Þegar ég kom að henni fyrst u.þ.b. 1996 voru mótorarnin tveir. Þessi sem er ofan í gilinu og svo annar á melholti í stefnu á Geitafell. Þegar ég kom aftur til starfa í Bláfjöllum 2001 og fór að svipast um þá var annar mótorinn horfinn. Auðunn Jónsson ýtumaður sagði mér að hann hefði heyrt að einhverjir aðilar úr Þorlákshöfn hefðu náð í hann og sent hann vestur í Örlygshöfn.
Bláfjöll Ég hef alloft komið að henni bæði gangandi í auðu og farið þarna um á snjó. Ég tel að vélin hafi verið að koma að vestan beygt upp með hlíðinni og rekið v. vænginn í og að þá hafi mótorinn sem nú er horfinn orðið eftir. Brakið úr vængnum gæti hafa dreifst þarna um flatirnar fyrir neðan. Vélin hefur svo skriðið þarna upp yfir holtin því að það er töluverð dreif úr henni og krassað í gilinu þar sem hæðin ofan við er heldur hærri en sú sem neðar er.
Þá er stjörnuhreyfill í Bláfjöllunum, skammt norðan við Reykjavegarstikurnar. Ég hef ekki öruggar heimildir fyrir því hvaða vél þetta var en hef talið þetta vera “Gömlu Gránu” þá er Jóhannes Snorrason var u.þ.b. skotinn niður í yfir Eyjafirði í stríðinu. Hún var sögð hafa endað lífdagana á hraunsléttu í Bláfjöllum.“

Heimildir m.a.:
-Árbók FÍ 1984, bls. 45.
-Útivist, greinar/Reykjavegur.
-Hlynur Skagfjörð Pálsson.

Brak

Laugarnes

„Í Laugarnesi voru fyrrum 3 hjáleigur. Hét ein þeirra Suðurkot og var niður hjá víkinni, um það bil sem nú er Afurðasalan.
Önnur Barnholl-321hjáleigan hét Sjávarhólar, en var oftast kölluð Norðurkot. Stóð hún úti á Laugarnesstöngum, þar sem nú er braggahverfið. Nú sjást engar minjar þessara býla. Þriðja hjáleigan hét Barnhóll og stóð hjá samnefndum hóli fyrir ofan túnið í Laugarnesi.
Þegar íbúðarhúsið Hólar var reist, var það í Barnhólstúninu gamla. Þetta hús reistu þeir synir Bjarna heitins Jenssonar læknis, Jens bókhaldari og Ingólfur kaupmaður. Hefir Ingólfur skýrt mér svo frá, að þar sem húsið stendur hafi ekki verið nein gömul mannvirki. En vestar í lóðinni sem þeir fengu, og sunnan undir Barnhólnum, þar sem nú er kartöflugarður, voru gamlar húsarústir, og þegar farið var að stinga þær upp, varkomið niður á flórað gólf. Það var látið óhreyft, en mold úr rústunum sett þar yfir. Var þessi mold svo frjó, að ekki þurfti að bera í garðinn fyrstu árin. Er sennilegt að flóraða gólfið hafi verið úr fjósi og þar hafi gamall áburður verið bæði úti og inni, og blandast saman við moldina.
Barnhóll stendur enn óhaggaður í túni Hóla og geymist þar eitt af fáum örnefnum á þessum slóðum.“

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins 18. september 1960, bls. 446.

Reykjavík

Laugarnes 1836.

Hof

„Hof er landnámsjörð.
Í Landnámu segir að Helgi bjóla hafi farið til Íslands af Suðureyjum og var Hof-1hann með Ingólfi hinn fyrsta vetur og nam með ráði Ingólfs “…Kjalarnes allt millim Mógilsár og Mýdalsár [Miðdalsár]; hann bjó at Hofi.” (Í.F., [Landnámabók], I.bindi 1, s. 50 og 51).  Síðar gaf hann Örlygi frænda sínum Hrappssyni hluta úr landnámi sínu, eystri hlutann allt út að Ósvífslæk, og bjó hann að Esjubergi. (Í.F. I.bindi 1, s. 54 og 55). Kjalnesingasaga gerir landnám Helga mun stærra og segir hann hafa numið Kjalarnes “millum Leiruvágs ok Botnsár… .” (Í.F.[ Kjalnesingasaga], XIV.bindi, s. 3). Síðar tók Þorgrímur Helgason bjólu við föðurleifð sinni og lét samkvæmt sögunni reisa stórt Hof í túninu “…hundrað fóta langt, en sextugt á breidd…” (Í.F., XIV. Bindi, s. 6-8). Eftir lát Þorgríms tók Helgi bróðursonur hans við búi. Á dögum Árna biskups Þorlákssonar (biskup 1269-1298) bjó á Hofi Nikulás Pétursson. (Í.F., XIV. bindi, s. 40-41 og 43).
Kirkju er getið á Hofi í kirknaskrá Hof-2árið 1200. (D.I., XII.bindi, s. 9). Kirkjan á Hofi var helguð heilögum Andrési í ilchinsmáldaga 1397 og átti hún fjórar kýr auk góðra muna. (D.I., IV.bindi, s. 114). Guðrún Sæmundsdóttir, frændkona Vigfúsar hirðstjóra Ívarssonar erfði Hof í plágunni miklu, en Vigfús hélt jörðina leigulaust og er þessara mála getið í bréfi 1436. (D.I., IV.bindi, s. 561). Árið 1501 gerðu þeir Þorvarður lögmaður Erlendsson og Grímur Pálsson jarðaskiptasamning og lét Grímur meðal annars Hof fyrir sextíu hundruð. (D.I., VII.bindi, s. 583).  Þorvarður lögmaður taldi fram Hof til sextíu hundraða í kaupmálabréfi hans og Kristínar Gottskálksdóttur. (D.I., VIII.bindi, s. 230). 1523 fékk Erlendur Þorvarðsson Hof, Ögmundi biskupi til fullrar eignar í reikningsskap nokkurra kirkna. (D.I., IX.bindi, s. 158-159). 1526 fékk Ögmundur biskup Halldóri Magnússyni Hof til fullrar eignar gegn Barkarstöðum í Svartárdal, en í staðinn skyldi Halldór vera maður biskups og til styrktar kirkjunni. (D.I., IX.bindi, s. 391-392). Kirkju er getið á Hofi í Gíslamáldaga frá 1570 og síðar. (D.I., XV.bindi, s. 549).
Hof-5Í Jarðabók Árna og Páls er þess getið að menn segi að á Hofi hafi verið til forna hálfkirkja eða bænhús en ekki hafði verið framin þjónustugjörð þar í manna minnum. Minjar hafi þó verið þar á staðnum til skamms tíma sem skjóti stoðum undir þessa sögn hreppsbúa. Hof var metin á 60 hundruð. Heimajörðin var í eigu fjögurra einstaklinga alls 33 hundruð og reiknuðust þar í hjáleigurnar Grófartún og Prestshús. Þrjú afbýli voru að auki. Jörfi var metinn á 8 hundruð, annað var Krókur á tíu hundruð og hið þriðja var Lykkja en ekki er þess getið hver dýrleiki þess var. Þó má reikna það út að hann hafi verið níu hundruð. Sjá annars um þessi þrjú síðsut afbýli hér síðar.

Hof-21

Jarðatal Johnsens metur jörðina á 60 hundruð en getur þess neðanmáls að sýslumaður telji dýrleika Hofs 27 hundruð, Jörfa 7 hundruð, Krók 10 hundruð og Lykkju 10 hundruð. Einn ábúandi var á parti þeirra bræðra Magnúsar og Vigfúsar og var landskuld hans eitt hundrað og tíu álnir sem greiddust í fiski ef til var í kaupstað eða með peningum uppá fiskatal, eða hestum og skyldi greiðast á Alþingi eigendunum í hönd eða þeirra umboðsmönnum. Alls fylgdu þessum hluta fimm og hálft kúgildi, ábúandi bræðranna leigði þrjú en hin fylgdu hjáleigunum. Á þessum hluta jarðarinnar gátu fóðrast fjórar kýr, tíu lömb, og einn hestur. Annar ábúandi Sveinn Þórðarson var á átta hundraða hluta auk tveggja hundraða hluta þess eiganda sem minnst átti. Landskuld af átta hundruðunum voru fimmtíu álnir en af tveimur hundruðunum tuttugu álnir og greiddist í landaurum upp á landsvísu. Kúgildi með átta hundruðum Hallfríðar voru tvö og guldust leigur af þeim í smjöri eða fríðu heim til  eigandans. Á þessum parti bar jörðin að fóðra fjórar kýr og sex lömb.
Um alla jörðina Hof tiltekur Jarðabókin fjölmörg atriði. Héðan, sem svo víða annars staðar í hreppnum voru geldneyti og hestar reknir til beitar upp í Hvannavelli á Mosfellsheiði. Þó er tekið fram að vegna fátæktar eigi menn ekki slíkan búpening og því sé ekkert rekið þangað upp. Jörðin á torfristu og stungu til gagns en tekið fram að hún sé mjög örðug frá heimabænum. Mótak til eldiviðar átti jörðin bjarlegt en þó var tekjan nokkuð erfið yfir foröðum ef mórinn væri tekinn þar sem best hentaði jörðinni.

Hof-22

Jarðabókarritarar telja að selveiði mætti stunda frá jörðinni til nokkurs gagns en það var ekki verið gert. Rekavon var talin lítil á jörðinni, einnig sölvafjara og skelfisksfjara ekki nema til beitu. Litlu betri var hrognkelsafjara talin. Frá jörðinni var heimræði árið um kring og gengu skip ábúenda eftir hentugleikum. Á jörðinni hafði margt aðkomusjófólk verið um vertíð og fram á sumar þar fiskur gekk, en fiskveiðar virðist á þessum tíma vera hrundar. Nefnt er að aldri hafi verið verbúðir í landi jarðarinnar heldur hafi sjómenn þegar þeir voru haft herbergi, þjónustur og soðningu hjá bændum og hjáleigumönnum. Vertíð á jörðinni mun hafa hafist, sem á Suðurnesjum, um Kyndilmessu og endað vanalega á Hallvarðarmessu. Fengur skiptist jafn, skiphlutur var einn af tveggjamannafari árið um kring og engin skipaleiga. Af fjögurra manna fari voru tveir skiphlutir um vertíð og engin skipleiga, utan vertíðar einn skiphlutur og engin skipleiga. Langræði var mikið ef ekki gekk fiskur inn á firði. Hof átti hálfa Andríðsey til móts við Brautarholt. Þar átti jörðin slægjur og eggver sem var, þegar þetta var ritað, mjög gagnlítið en hafði áður verið betra.

Kross-32

Jarðabókin getur þess að ekki sé að telja dúntekju á eyjunni en í dag er þar stærsta æðarvarp á Suðurlandi. Sölvafjara var þó þar talin gagnvænleg og nokkur rekavon. Stórviðri spilltu túnum jarðarinnar að mati skrásetjara, engar engjar lágu til jarðarinnar nema í Andríðsey. Landþrengsli voru á þrjá vegu en á hinn fjórða lá meginland jarðarinnar og mætti miklum ágangi kvikfjár jarðanna í kring sem voru landþröngar. Sjór braut af túni hjáleigunnar Presthúsa og engja í eyjunni. Sauðfé var mjög flæðihætt bæði vor og vetur. Túnið að neðanverðu lá undir skemmdum af sandfoki, húsum og heyjum var hætt vegna stórviðra og hafði af því marg oft skaði orðið. Menn töldu að Hof hafi haft í seljum í Blikdal þar sem heita Hofssel gömlu en ekki vissu menn hvort þar hefði verið haft frítt eða nokkuð greitt til Brautarholts. Í landi Hofs var lending hin besta og brást aldrei. (Jarðabók, III.bindi, s. 357-360).“
Í örnefnalýsingu fyrir Hof segir m.a.: „Hofstangi skilur Jörfavík og Hofsvík. Hofið gæti verið komið undir sjó og hefði þá staðið neðan við húsið, sem nú er.“ Brynjúlfur Jónsson skrifar: „Að Hofi á Kjalarnesi er sýnd hoftóft; skoðaði eg hana í vor (1890?). Hún er í túninu suðaustur frá bæjarhlaðinu hjá tröðinni. Mjög er hún niðursokkin; sér þó fyrir veggjum, nema vesturhliðarvegg neðri tóftarinnar. Þar gat verið þilveggur. Efri tóftin (goðastúka?) er 6X6 fðm. út fyrir veggi; virðast dyr á suðvesturhorni. Neðri tóftin er 6X8 fðm. Efasamt tel eg að þetta sé hin rétta hoftóft. Hún líkist öllu fremur tveim litlum sáðgörðum. Yfir ótrúlega vídd gátu menn samt reft með stoðrefti.“
„Hoftóftin“ var friðlýst með skjali, undirrituðu af Matthíasi Þórðarsyni þann 25. október 1930 og var því þinglýst 17. nóvember 1938. Í spjaldskrá á fornleifadeild segir: „K:E. kom á staðinn 18.7.1965.  Allt er þar óbreytt og eins og það var, þegar Br. J. sá það. Ekki þesslegt að vera hús.  Friðlýsingarmerki ekki sett upp að sinni, þetta er rétt hjá bæ og eigendur vita málavexti. Hóllinn fyrir vestan heitir Goðhóll, blótklettur var jafnvel talinn vera neðan undir honum. Til var og blótsteinn, sem enn mun vera þarna.“ 

Heimildaskrá:
-Fornleifaskráning fyrir Hof – Árbæjarsafn.
-Diplomatarium Islandicum [Íslenzkt fornbréfasafn. Hér eftir D.I.], sem hefir inni að halda bréf og gjörninga, dóma og máldaga, og aðrar skrár, er snerta Ísland eða íslenzka menn, I.-XV. bindi , Hið íslenzka bókmenntafélag, Kaupmannahöfn og Reykjavík, 1857-1950.
-Íslenzk Fornrit [hér eftir  Í.F.],  I.bindi 1 [Landnámabók] , Jakob Benediktsson gaf út, Hið íslenzka fornritafélag, Reykjavík, 1968.
-Íslenzk Fornrit, XIV.bindi [Kjalnesingasaga], Jóhannes Halldórsson gaf út, Hið íslenzka fornritafélag, Reykjavík, 1959.
-J. Johnsen: Jarðatal á Íslandi, með brauðlýsingum, fólkstölu í hreppum og prestaköllum, ágripi úr búnaðartöflum 1835-1845, og skýrslum um sölu þjóðjarða á landinu, J. Johnsen gaf út, Kaupmannahöfn, 1847.
-Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns [hér eftir Jarðabók],  III.bindi Gullbringu- og Kjósarsýsla, 2.útg. [ljósprentun], Hið íslenzka fræðafélag, Kaupmannahöfn, 1982.
-Brynjúlfur Jónsson – Hoftóft að Hofi á Kjalarnesi, Árbók Hins ísl. fornleifafélags 1902, bls. 35.
-Örnefnalýsing fyrir Hof.

Hof

Hof – túnakort 1916.

Hof

Goðhóll við Hof?

Esja

Esja (oftast með greini, Esjan) er fjall á Kjalarnesi, sem nú er innan borgarmarka Reykjavíkur, og er eitt af einkennum höfuðborgarsvæðisins. Hæsti tindur Esjunnar er 914 metrar. Hæsti kambur á Esju miðri, séð úr Reykjavík, heitir Kerhólakambur.

esja-2

Í Kjalnesinga sögu er talað um bæinn Esjuberg þar sem landnámsmaðurinn Örlygur Hrappsson bjó þegar hann kom til Íslands frá Suðureyjum í Skotlandi. Í sögunni er sagt frá því að írsk kona að nafni Esja hafi komið í Kollafjörð og hafa menn þá leitt að því líkur að nafnið sé írskt að uppruna. Sennilegri skýring er þó að orðið sé komið úr norrænu, en það er meðal annars þekkt í Noregi, og merkir „flögusteinn“.

„Bærinn Esjuberg á Kjalarnesi er nefndur á nokkrum stöðum í Landnámu án þess að vikið sé að skýringu á nafninu. Þar bjó Örlygur Hrappsson sem kom til landsins frá Suðureyjum og settist að á Kjalarnesi.

Í Kjalnesingasögu er sagt frá því að írskir menn hafi komið á skipi í Leiruvog í Kollafirði. Meðal þeirra var kona, Esja að nafni, og var hún sögð ekkja og mjög auðug. Hún tók við bæ Örlygs og bjó að Esjubergi. Fjallsnafnið er þar ekki nefnt.

esja-3

Vegna þessara sagna hefur sú tilgáta komið fram (W. Craigie) að nafnið Esja sé af keltneskum uppruna, dregið af Ésa eða Essa (sjá Hermann Pálsson: Keltar á Íslandi. Reykjavík 1996:170).

Flestir hafna þó þessari skýringu og telja að kvenmannsnafnið sé til orðið á eftir bæjarnafninu og fjallsheitinu. Helgi Guðmundsson (Um haf innan 1997:193-94) hefur bent á að í Lewis (Ljóðhúsum) í Suðureyjum séu varðveitt norræn örnefni í gelísku sem komi heim og saman við röð örnefna frá Akranesi og suður í Kollafjörð. Meðal þeirra er Esjufjall. Hugsanlega hafa örnefnin verið gefin um sama leyti á báðum stöðum og flust með norrænum mönnum vestur á bóginn.

Talgusteinn

Líklegasta skýringin á örnefninu Esja er því sú að um norrænt nafn sé að ræða. Ásgeir Blöndal Magnússon (Íslensk orðsifjabók 1989:157) bendir á að í eldra máli hafi verið til orðið esja í merkingunni ‘flögusteinn, tálgusteinn’. Í norsku er til esje í sömu merkingu. Af sama uppruna eru norska orðið esje í merkingunni ‘eimyrja’, sænska orðið ässja í sömu merkingu en einnig í merkingunni ‘smiðjuafl’ og síðastnefnda merkingin kemur fram í danska orðinu esse ‘smiðjuafl’. Ásgeir Blöndal telur upphaflega merkingu orðsins esja í íslensku vera ‘eldstæði’ og ‘steintegund höfð til eldstæðis- og ofngerðar’. Fjallsnafnið væri þá af sama stofni.“

Heimildir m.a.:
-Wikipedia.

-Vísindavefur HÍ.

Esja

Esja – örnefni.

Reykjavík

Á Miðbakka Reykjavíkurhafnar er áhugaverð ljósmynda- og sögusýning um útgerð og hafnargerðina fyrrum [2022]:

Reykjavík

Kútterar á legu.

Reykjavík Reykjavík Reykjavík Reykjavík Reykjavík Reykjavík Reykjavík Reykjavík Reykjavík Reykjavík Reykjavík Reykjavík Reykjavík Reykjavík Reykjavík Reykjavík Reykjavík

Viðey

Hafnaraðstaðan í Viðey.

Reykjavík Reykjavík Reykjavík Reykjavík Reykjavík Reykjavík Reykjavík Reykjavík

Reykjavík

Á skilti við gatnamót Vesturgötu og Aðalstrætis í Reykjavík (nálægt „núllpunkti“ borgarinnar) má sjá eftirfarandi um Ingólfsnaust:

Reykjavík

Ingólfsnaust – texti á skilti.

Reykjavík

Reykjavík

Kleberg

Kléberg var örnefni á Kjalarnesi…
Í bókinni Kjalnesingar er m.a. vitnað í Kjalnesingasögu þar sem Kleberg-37segir að „Búi var þá kominn á hæð þá, er heitir Kléberg, er hann sá eftirförina…“. Þá segir: „Kléberg er nafn á tegund tálgusteins, sem ekki finnst hérlendis. Hún var til forna notuð í kljásteina og þaðan er nafnið. Steinn þessi er auðunninn og þolir vel eld. Menn hafa snemma komist upp á lag með að nota klébergið, smíðað úr því potta og pönnur og önnur ílát, einnig höggvið til úr því hleðslusteina. Þá notuðu kaupmenn hnullunga af steininum sem barlest í skip sín og seldu Íslendingum síðan, þegar hingað kom“. Ekki er vitað til að bær hafi fyrrum verið að Klébergi.
Klébergslækur rennur um tilkomumikið gil á Esjunni. Í því má m.a. finna tálgustein (sandstein), jaspis og fleiri bergtegundir. Hugsanlega eiga kljásteinar, sem fundist hafa við fornleifauppgröft hér á landi, uppruna sinn þar.
Þegar tálgusteinn úr Klébergslæknum var Kleberg-21unninn í kljástein með einföldum verkfærum virtist það tiltölulega auðvelt. Ekki er því ólíklegt að slíkir steinar hafi verið unnir úr sandsteininum og bæði notaðir sem verslunarvara og til gjafa. Þeir sem eignuðust gripina hafa að öllum líkindum skreytt þá og krotað á þá rúnir eftir tilefni eða geðþótta hverju sinni.
Sandsteinninn í Esju er af mismunandi græn- og gráleitu umbreyttu bergi, sennilega frá fyrra ísaldarskeiði. Um er að ræða umbreytt þróað móberg, sem með tímanum þéttist og linast uns það hefur náð klébergseiginleikum. Svo gamalt berg er hins vegar ekki til hér á landi svo vitað sé.
Líklega er um að ræða umbreytt rýólítsalla [rhyolite] og að klórít gefi því græna litinn [Guðbjartur Kristófersson].
„Ásgeir Blöndal Magnússon (Íslensk orðsifjabók 1989:157) bendir á að í eldra máli hafi verið til orðið esja í merkingunni ‘flögusteinn, tálgusteinn’. Í norsku er til esje í sömu merkingu.

Kleberg-23

Af sama uppruna eru norska orðið esje í merkingunni ‘eimyrja’, sænska orðið ässja í sömu merkingu en einnig í merkingunni ‘smiðjuafl’ og síðastnefnda merkingin kemur fram í danska orðinu esse ‘smiðjuafl’. Ásgeir Blöndal telur upphaflega merkingu orðsins esja í íslensku vera ‘eldstæði’ og ‘steintegund höfð til eldstæðis- og ofngerðar’. Fjallsnafnið væri þá af sama stofni.“

Kristján Eldjárn skrifaði um kléberg í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1949-1950. Þar segir m.a.: „Kléberg kalla ég í ritgerð þessari nytjastein þann, sem á dönsku er oftast kallaður vegsten, norsku klebersfen, ensku soapstone, þýzku Speckstein, en á öllum þessum málum eru þó fleiri nöfn á þessari steintegund [t.d. talk]. Amund Helland segir í ritgerð um norska nytjasteina á þessa leið (í þýðingu minni): „Kléberg er steintegund, sem er saman sett úr blöndu af talki og lórít. Talkið getur verið yfirgnæfandi, svo að steinninn verði réttnefndur talkskífer, en einnig getur klórít verið yfirgnæfandi.

Kleberg-1

Sennilegt er einnig, að önnur magnesíusíliköt komi til greina, og þar eð magnesít finnst í mörgum klébergstegundum, myndast afbrigði, sem vegna bergfræðilegrar samsetningar steinsins eru ýmist auðunnari eða torunnari en hið réttnefnda kléberg. Hreinar talkskífertegundir er auðveldara að saga en tré, en til eru einnig afbrigði, sem mjög erfitt er að saga með venjulegri sög, vegna þess að í þeim eru harðari steinefni. Í réttnefndu klébergi eru agnir af talki og klórít í óreglulegri blöndu.
Talkskífer er olíugrænt á litinn, en klébergið gTalksteinnrængrátt, dökkgrænt eða blátt. Það er fitukennt viðkomu, auðrispað með nögl og verður hæglega skorið með hníf, höggvið með öxi og sagað með sög. Ekki syngur í því, þótt slegið sé með hamri, en undan hamarshöggi merst það, svo að á sér. Stundum ólgar það undan sýrum, en nauðsynlegt er að reyna það með sterkum sýrum, af því að magnesít er í því. Það stenzt ekki sterkar sýrur og leysist stundum alveg upp, en þolir vel veikar lífrænar sýrur. Það er eldfast“(Amund Helland: Takskifere, heller og vekstene. Norges geologiske undersögelse no. 10, 1983, bls. 89—90). Klébergið, sem raunar er samheiti fyrir fjölmörg mismunandi bergtegundaafbrigði, finnst frá náttúrunnar hendi í lögum og blettum í krystölluðum skífertegundum. Það finnst víða um heim. Algengt er það í Grænlandi og Noregi, Alpafjöllum, Súdetafjöllum og víðar.

Á Íslandi er kléberg ekki til í náttúrunnnar ríki (fyrir þessu hef ég orð Tómasar Tryggvasonar jarðfræðings, og mun ekkert mark takandi á þeim ummælum Sigurðar Vigfússonar í Skýrslu um Forngripasafn II, bls. 5,“ að kléberg ísteatit) fáist hér á landi hingað og þangað í fjöllum, þar sem magnesía er og hlýtur því að vera um innflutning að ræða, er við rekumst á klébergsgripi hér, en þeir eru nú orðnir allmargir, eins og nánar verður sýnt í þessari grein.

Sapusteinar

Kléberg er yfirleitt ærið mismunandi að gæðum og litur þess af ýmsum tilbrigðum, en drottnandi litur er grár. Íslenzku klébergsgripirnir eru margvíslegir bæði að lit, hörku og áferð, efnið er ljóst eða dökkt, stundum grænleitt eða blágrátt, slétt eða hrjúft, hart eða mjúkt eða mishart, þannig að í steinunum eru harðir, oftast gulir eitlar, sem stinga í stúf við hinn mjúka, gráa stein, sem þeir eru í.
Ekki hefur verið gerð steinfræðileg rannsókn á hinum íslenzku klébergsgripum, en öll rök hníga að því, að þeir séu úr norsku klébergi. Áður en lengra er farið, þykir rétt að skýra og afsaka nafnið kléberg. Þetta orð er ekki lifandi í íslenzku og kemur ekki heldur fyrir í fornritunum.

Sapusteinn-2

Ekkert sérstakt heiti hefur steintegund sú, sem um er að ræða, í tungunni annað en tálgusteinn, en það er jöfnum höndum notað um ýmsar tegundir innlendra, mjúkra steina (orðið „tálgugrjót“ kemur fyrir í fornu máli (Fornmanna sögur V, bls. 215) og virðist þar munu merkja kléberg. í Grænlandslýsingu Ívars Bárðarsonar er grænlenzka klébergið nefnt thelliesteen og iellijge stien, sem líklega á rót sína að rekja til telgisteinn eða tálgusteinn í norræna frumtextanum. Det gamle Grönlands beskrivelse af Ívar Bárðarson, útg. Finnur Jónsson Kbh. 1930, bls. 54).) En norska orðið kleber eða feíebersten er eflaust afbökun úr kléberg, og hafa því Norðmenn kallað stein þennan svo áður fyrr. Í norrænu mállýzkunni á Hjaltlandi heitir hann kleberg eða kleber, og mun orðið því hafa verið lifandi í norsku á víkingaöld, er Hjaltland byggðist af Noregi.
Líklega hefur það einnig lifað á vörum landnámsmanna Íslands, enda til sem örnefni, Kléberg á Kjalarnesi og ef til vill víðar, þótt mér sé ekki kunnugt. Orðið hefur líklega dáið út í íslenzku, af því að bergtegundin var ekki til á Íslandi, en lifað í hjaltlenzku, af því að á Hjaltlandi finnst kléberg í náttúrunnar ríki. Þykir rétt að taka orðið aftur upp í íslenzku.

Sapusteinn-3

Fyrri hluti orðsins er kléi (ef. kljá, flt. kljár), kljásteinn, steinn til að hengja neðan í uppistöðu í vef og halda henni strengdri; hefur klébergið þótt hentugt í þessa steina og þess vegna dregið nafn af þeim.
Í skrá þeirri, sem hér fer á eftir, er upp talið allt það kléberg, sem til er hér á Þjóðminjasafninu. Hins vegar hefur ekki verið leitað eftir rituðum heimildum um klébergsfundi hér á landi, og kunna þær þó að vera til. (um klébergsnámið hefur skrifað S. Grieg: Norske klebeistensbrudd fra vikingetiden, Universitetets Oldsaksamlings Arbok 1930, bls. 88 o. áfr. Um klébergið sem verzlunarvöru á víkingaöld Jan Petersen: Vikingetidsstudier, Bergens Museums Arbok 1919—20, Hist. Antikv. Rekke nr. 2, bls. 11 o. áfr., sjá einnig Herbert Jankuhn: Haithabu, Neumimster 1938, bls. 128 og 166—67, og Poul Norlund: Trelleborg, Kobenhavn 1948, bls. 123. Um gerðir steinkatlanna og fjölda þeirra á víkingaöld og hnignun) En varla yrði svo vel leitað, að ekki kynni einhvers staðar að leynast frétt eða frásögn af slíkum fundi, og hefur því þótt rétt að binda sig eingöngu við safnið hér, enda þeir fundir svo margir, að hið almenna hlýtur að mega af því ráða. Í skránni er notað orðið grýta um potta úr klébergi, en eins hefði mátt nota orðið ketill eða steinketill. Öll þessi orð munu hafa verið notuð áður fyrr, en grýía hefur í íslenzku fengið að nokkru óvirðulega merkingu, af því að steinpottarnir hafa þótt verri og smærri en járnpottar, er þeir urðu algengir. Hins vegar lifir grýía enn í skandinavísku málunum og hefur orðið þar ríkjandi.

Specksteinn

Í skránni er byrjað austast í Rangárvallasýslu og haldið vestur og kringum land. Innan hvers hrepps er farin sem næst boðleið. Getið er fundarstaðar og gripunum lýst með fáum orðum. Stærð er greind í millimetrum, lengd og breidd og þykkt, ef um pottbrot er að ræða, (lengd — breidd X þykkt), en á snældusnúðunum þvermál X þykkt). Aftan við hvern grip er greind safntala hans eða Landnámsmenn Islands hafa haft út með sér fjöldann allan af klébergshlutum, einkum grýtum. Hins vegar hafa þeir ekki átt leirker að ráði, og mun þetta vera ástæðan til þess, að Íslendingar hafa aldrei, svo að vitað sé, lagt stund á leirkeragerð. Klébergsfundirnir hér á landi þykja mér hins vegar of margir til að hægt sé að telja þá alla beinlínis frá landnámsöld, og virðist mér einsætt, að kaupmenn hafi, meðan klébergsnámið var sem mest í Noregi, flutt kléberg hingað til lands, líklega þá mest hálfunnar eða fullunnar grýtur, engu síður en til bæjanna í Danmörku. Hér á landi hlýtur eftirspurn eftir þessari vöru að hafa verið sérlega mikil, þar sem þjóðin hvorki kunni að gera leirker né hafði nothæfan tálgustein í landinu. Og það er jafnvel mjög líklegt, að kaupmenn hafi einnig flutt út óunnið kléberg til smáhluta. Til þess bendir fundurinn frá Kotmúla, óunninn klébergssteinn, sem stykki hafa verið söguð úr, eftir því sem með þurfti. Á sama hátt hefur steinninn verið sagaður í klébergsnámunum norsku.
Það er þannig sennilegt, að eitt af því, sem kaupmenn höfðu á boðstólum hér á söguöld, hafi verið kléberg, unnið, hálfunnið eða óunnið, á sama hátt og þeir hafa bæði flutt út sniðin brýni og óunninn harðsteinn til brýna.“

Heimild:
-Kléberg á Íslandi – Kristján Eldjárn, Árbókin 1949-1950, bls. 41-62.
-Vísindavefur HÍ.

Kléberg

Kléberg í Glúfurgili í Esju.

Heiðmörk

Í Vikunni árið 1951 var m.a. fjallað um formlega opnun Heiðmerkur: „Heiðmörk var formlega opnuð Reykvíkingum með liátíðlegri athöfn, sem fram fór á Mörkinni um Jónsmessuna í fyrra. Ræður voru fluttar, lúðrar þeyttir og ættjarðarljóð sungin. Borgarstjórinn í Reykjavík flutti vígsluræðu og gróðursetti eina Sitkagrenisplöntu nálægt ræðustólnum, til merkis um það, að Reykvíkingum væri ætlað að skrýða Heiðmörk vænum skógi. Sjálf var Heiðmörkin í fögrum sumarskrúða og veður hið ákjósanlegasta.
heidmork-222Senn munu Reykvíkingar flykkjast inn á Heiðmörk í mörgum hópum til skógræktarstarfa — í annað sinn.
Tuttugu og átta félög Reykvíkinga námu land á Heiðmörk í fyrra vor, spildur frá fjórum upp í tuttugu hektara að stærð, sem félögin hafa eignað sér. Vafalaust hugsa allir Heiðmerkurlandnemar gott til þess, að eiga margar ánægjustundir þar efra á ókomnum árum. En Heiðmerkurlandnemar búa jafnframt í haginn fyrir ókomnar kynslóðir Reykvíkinga með því að planta skógi á Mörkinni. Í fyrra voru gróðursettar á Heiðmörk rúmlega 50 þúsund plöntur, mestmegnis fura, og í vor er ráðgert að gróðursetja þar um 100 þúsund plöntur, aðallega furu og greni, enda munu væntanlega 10 til 15 félög bætast við landnemahópinn í vor. Heiðmörk er eign Reykjavíkurbæjar, en í umsjá Skógræktarfélags Reykjavíkur, sem jafnframt hefur forustu um skógræktarframkvæmdir á Mörkinni.
Reykjavíkurbær veitir Skógræktarfélagi Reykjavíkur ríflegan styrk til starfsemi sinnar, og veitir auk þess fé til skógræktar og annarra framkvæmda á Heiðmörk. Þannig er því varið, að Skógræktarfélag Reykjavíkur getur látið Heiðmerkurlandnemum í té ókeypis plöntur til gróðursetningar. Mestur hluti þeirra plantna sem gróðursettar eru á Heiðmörk eru uppaldar í Fossvogi, en þar eru nú yfir hálf milljón plantna í uppeldi.
heidmork-treSkógræktarfélag Reykjavíkur verður fimm ára í október næstkomandi. Stjórn þess er þannig skipuð: Formaður: Guðmundur Marteinsson verkfræðingur. Varaformaður: Helgi Tómasson dr. med. Ritar: Ingólfur Davíðsson magister Gjaldkeri: Jón Loftsson stórkaupmaður. Meðstjórnandi: Sveinbjörn Jónsson hæstaréttarlögmaður. Framkvæmdarstjóri félagsins er Einar S. E. Sæmundsen skógræktarfræðingur. Fyrir tveimur árum voru tiltölulega mjög fáir Reykvíkingar sem nokkurntíma höfðu ferðazt um landssvæði það sem kallað er Heiðmörk, eða vissu nokkur veruleg deili á því, en á síðasta ári varð á þessu gerbreyting. Mikill fjöldi Reykvíkinga lagði leið sína inn á Heiðmörk allt sumarið og fram á haust, og allir sem þangað koma undrast og dáðst að því hve þarna er fallegt og viðkunnanlegt. Mikill meirihluti þeirra sem á Heiðmörk komu í fyrra sumar munu þó aðeins hafa farið um takmarkaðan hluta hennar, en vafalaust læra Reykvíkingar smám saman færa sér í nyt og meta að verðleikum þessa víðáttumiklu og vingjarnlegu landareign sína.“

Heimild:
-Vikan, 14. árg. 1951, 19. tbl, bls. 1 og 3.

Heiðmörk

Heiðmörk – tóft.

Klifhæð

FERLIR hefur áður skoðað fornar leiðir upp frá Elliðakoti að Hellisskarði, bæði norðan og sunnan Lyklafells,sem og Dyraveg að Nesjavöllu.
Við þá skoðun kom í ljós augljós vörðuð leið frá Lyklafelli að VarðaDraugatjörn nokkru sunnar en gamla reiðleiðin lá að Húsmúla og með honum sunnanverðum áleiðis að Hellisskarði. Þessi leið mun hafa verið vetrarleið frá Hellisskarði og áleiðis að Lyklafelli. Suðaustan þess greindist leiðin; annars vegar áfram að fellinu þar sem hægt var að velja um a.m.k. tvær hinna framangreindu leiða niður að Elliðakoti og hins vegar leið um Bolavelli áleiðis niður í Lækjarbotna þar sem hún sameinaðist annarri leið ofan úr Ólafsskarði. Sú leið lá um Sandskeið, Jósepsdal og greinist efra við Leiti; annars vegar ofan við hraunkantinn að Geitafelli og áfram niður í Ölfus og hins vegar yfir hraunið niður með Sandfelli og um vestanverð Krossfjöll að Breiðabólstað í Ölfusi. Neðan við Sandskeið (Neðri-Fóelluvötn) eru tóftir af sæluhúsi á klapparhól.
GatanHér er athyglinni beint að leiðinni um Lækjarbotna, Lakheiði og Bolöldur áleiðis að Draugatjörn. Ofan við Lækjarbotna er fyrrnefnd Lakheiði. Austar eru Fossvellir. Um þá rennur Fossvallaá ofan af Vatnavöllum. Forn leið lá fyrrum um Lækjarbotna og áfram um Bolöldur frá Ölduhorni til norðausturs áleiðis að Lyklafelli. Þessi leið var vörðuð að hluta á 19. öld suðvestan Húsmúla að Draugatjörn. Þaðan lá leiðin áfram um vellina að Kolviðarhóli og í Hellisskarð þar sem hún sameinaðist Hellisheiðarvegi. Einn FERLIRsfélaga (nú er svo komið að allnokkrir félaganna eru orðnir þrautþjálfaðir og þar með sjálfbærir), Jón Svanþórsson og félagar hans, hafa að undanförnu gengið þessar leiðir, hnitað inn vörður og önnur mannvirki og lagt mat á aðstæður. Auk þess hefur Jón tekið fjölda mynda og sent á vefsíðuna. Hér er afrakstur einnar slíkrar ferðar.
Varða„Sendi þér nokkrar myndir sem ég tók á sunnudaginn. Þær eru af letursteini ofan við Fossvelli (vegendi 1887). Stóra varðan á brúninni er Landmælingavarða frá 1959. Gata ofan Lögbergs. Grunnar húsana á Lögbergi og hleðslur fyrir ofan þær (frá stríðsárunum?). Einnig eru síðustu myndirnar þaðan af djúpri rás sem E.J.Stardal heldur að sé eftir hesthófa (Árbók FÍ Þættir um Nágrenni Reykjavíkur 1985 bls 139.): „Við Lækjarbotna sunnan við Nátthagavatn stóð lengi vel veitingahús sem nefndist Lögberg. Ofan við húsið í Lækjarbotnum lá þjóðgatan yfir og utan í klapparhól þar sem hófar lestarhesta liðinna alda hafa barið sex til átta þumlunga djúpa slóð niður í stálhart bergið. –
Ummerki þessi eru örskammt norðan við núverandi hraðbraut Suðurlandsvegar.“
MannvirkiSvo eru myndir frá göngu minni frá veginum undir Húsmúla í vörðuleiðina. (Tókst að finna tvær vörður til að loka því.)
Athyglivert er að lesa í Árbók FÍ 1936 bls.87:  „Landið stígur nú snögglega og allt verður hrjóstugra. Ofan við brúnina eru Fossvellir og Fossvallaklif þar fyrir ofan. Í klifinu er steinn með ártalinu 1887 sem sýnir hvenær vegurinn var lagður.“ Auk þess: „Mosfellsveit er nú lokað land fyrir göngumenn, því dómsmálaráðuneytið hefir fyrir nokkrum árum staðfest samþykkt sem leggur allt að 1000 kr.sekt við því, að ganga þar utan vega „án leyfis landráðanda“ Gildir það jafnt uppi á heiði sem niðri í byggð og jafnt á sumri sem vetri.“
Ég kem svo og tala betur við þig og læt þig hafa hitin á vörðurnar og annað er fyrir augu bar.
Frábært veður.

Kveðja.
Jón Sv.“

Heimildir m.a.:
-Árbók FÍ 1936 bls.87
-Árbók FÍ Þættir um Nágrenni Reykjavíkur 1985 bls 139.

Lækjarbotnar

Á ferð um Lækjarbotna 1905.

 

Höfði

Liðin eru 100 ár frá því að húsið Höfði var tekið í notkun. Húsið á sér merkilega sögu sem tengist samskiptum Íslendinga við aðrar þjóðir. Það var reist á Félagstúni fyrir franska konsúlinn, Jean Paul Brillouin, hannað í Austur -Noregi og flutt tilsniðið til Íslands. Í byggingunni má sjá áhrif frá júgendstíl, klassísku nýbarrokki og norskri þjóðernisrómantík. segir í frétt frá Reykjavíkurborg.

Höfði

Í tilefni afmælisins var húsið opnað almenningi þann 24. september til og með sunnudagsins 27. september frá kl. 13-16 árið 2009. Boðið var upp á leiðsögn um húsið og jafnframt var opnuð sýning  þar sem rakin var í máli og myndum byggingarsaga hússins, sem og saga atburða og íbúa þar. Varnlegt skilti með upplýsingum um sögu þess hefur verið reist fyrir utan Höfða.

Í fréttatilkynningunni kemur fram að mikill áhugi sé fyrir Höfða meðal borgarbúa en á menningarnótt hafi 900 manns heimsótt þetta sögufræga hús. Nú gefist aftur tækifæri til að skoða húsið og kynna sér áhugaverða sögu þess.

Margir sögufrægir einstaklingar hafa búið í húsinu. Eftir Brillouin bjó Einar Benediktsson, skáld og athafnamaður, í húsinu ásamt fjölskyldu sinni. Lengstu búsetu átti fjölskylda Matthíasar Einarssonar læknis, en dóttir hans Louisa Matthíasdóttir, átti eftir að gera garðinn frægan með málaralist sinni.

Einar Ben.

Frá árinu 1938 og fram yfir stríð var Höfði aðsetur ræðismanns og síðar sendiherra Bretlands. Meðal þeirra sem heimsóttu Höfða á stríðsárunum voru Winston Churchill forsætisráðherra Bretlands og söng- og leikkonan Marlene Dietrich. Frá miðri 20. öld bjó fjöldi manna í Höfða um lengri eða skemmri tíma og þar var einnig atvinnurekstur.

Reykjavíkurborg keypti húsið árið 1958 og var það á næstu árum endurbætt og fært til fyrri glæsileika. Frá árinu 1967 hefur Höfði verið vettvangur fyrir gestamóttökur á vegum borgarinnar.

Frægur er leiðtogafundur Reagans og Gorbatsjovs í Höfða í október 1986, sem talinn er marka upphafið að endalokum kalda stríðsins. Þá ber einnig að geta þess að Íslendingar viðurkenndu fyrstir þjóða endurheimt sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna og var yfirlýsing þess efnis undirrituð í Höfða í ágúst 1991.

Heimild:
-Mbl.is – Ferðalög | mbl.is | 23.9.2009 | 13:57.

Höfði

Stytta af Einar Benediktssyni við Höfða.