Tag Archive for: Reykjavík

Rauðarárholt

Í „Sjómannadagsblaðinu“ árið 2013 er m.a. fjallað um „Reykjavíkurvita“:

Engeyjarviti

Engeyjarviti.

„Allt frá því að þéttbýlismyndun hófst í landinu hefur Reykjavík verði í hópi stærstu verbúða landsins og er það enn. Sker og eyjar á Engeyjarsundinu hafa gegnum árin og aldirnar gert sjómönnum erfitt fyrir. Vitar og innsiglingarmerki hafa því skipt sjófarendur miklu máli.
Sögu Reykjavíkurvita, sem reyndar hefur gengið undir mörgum nöfnum, má rekja allt til ársins 1870. Þá kom Hafnarnefnd Reykjavíkur því til leiðar að sett var upp ljósker við Batteríið við Arnarhól, á svipuðum slóðum og Sænska frystihúsið reis síðar. Sama ár var ljósker sett upp í Engey.

Batteríið

Reykjavík – Batteríið lengst til vinstri.

Ljóskerið á Batteríinu þjónaði sæfarendum til ársins 1897 en þá ákvað Hafnarnefnd Reykjavíkur að reisa myndarlegan innsiglingarvita austarlega í Skuggahverfinu, á Helgastöðum við Lindargötu 65, skammt austan Bjarnaborgar. Vitatorg og Vitastígur draga nöfn sín af vitanum.

Rauðarárholt

Rauðarárholt 1946. Vatnsgeymarnir og vitinn.

Danska vitamálastjórnin teiknaði Skuggahverfisvitann og útvegaði þau tæki sem vitinn þarfnaðist. Vitinn var ferstrendur tveggja hæða turn. Jarðhæðin var hlaðin úr steini en efri hæðin var úr timbri, klædd listaþili. Olíugeymsla var á neðri hæð vitans en ljóshús og varðstofa á efri hæð. Á neðri stafninum var gluggi ljóshússins og járnsvalir framan við.
Í Skuggahverfisvitanum var í upphafi steinolíuljós, spegill og snúningstæki sem tók ljósið af með vissu millibili. Þar voru mislit ljóshorn, grænt, hvítt og rautt, sem voru samstillt ljóshornum Gróttuvita.

Sjómannaskólinn

Sjómannaskólinn – vitinn.

Árið 1911 var vitinn gasvæddur en þá fékkst skýrara ljós sem auðveldara var að greina frá öðrum ljósum bæjarins. Spegill vitans var fluttur í Engeyjarvita en snúningstækið í Arnarnesvita. Árið 1925 var vitinn endurbættur að nýju. Þá voru sett upp ný gasljóstæki með glóðarneti.
Eftir því sem byggðin í Reykjavík færðist austar á bóginn varð erfiðara að greina vitaljósið og því var Skuggahverfisvitinn lagður niður. Árið 1927 tók við annar viti, sá var uppi á vatnstönkunum á Rauðarárholti og var starfræktur til árisins 1944.
Ljóst var að finna þurfti innsiglingarvitanum varanlegan stað og þótti kjörið að koma honum fyrir í turni Sjómannaskólans sem þá var í undirbúningi. Þá var sagt að vitinn væri kominn á topp æðstu menntastofnunar sjómanna og mundi þaðan lýsa sjómönnum örugga leið í höfn og vera um leið yndisauki fyrir íbúa Reykjavíkur og stöðug áminning um mikilvægi sjómanna fyrir land og þjóð.
Vitinn er enn í Sjómannaskólanum en hann nýtist ekki sem skyldi því sjómenn sjá hann ekki lengur, háa turnhýsið við Höfðatorg byrgir þeim sýn. Og þá er spurning hvort nýr viti verði reistur í Reykjavík í framtíðinni.“

Heimild:
-Sjómannadagsblaðið, 1. tbl. 30.05.2013, Reykjavíkurviti, bls. 34.

Reykjavíkurviti

Skuggahverfisviti í Reykjavík var geislaviti sem ætlað var að lýsa leiðina inn á leguna við Reykjavík.

 

Arnesarhellir

Oscar Clausen ritar um Arnes útileguþjóf í Lesbók Morgunblaðsins árið 1941:

Arneshellir

Í Arneshelli í Garðabæ.

„Frá Arnesi útileguþjóf er sagt í þætti Gísla Konráðssonar [Lbs. 1259 4to.] af Fjalla-Eyvindi, Höllu og fjelögum þeirra, en af því að Arnes er eiginlega sögulegasta persónan í þessu fjelagi, að Eyvindi undanskildum, er ekki úr vegi að segja nokkuð sérstaklega frá honum.
Arnes var Pálsson og ættaður af Kjalarnesi og er sagt að foreldrar hans hafi haft mikið dálæti á honum í uppvextinum og alið hann upp í eftirlæti, og ekkert vandað um við hann þó að hann sýndi varmensku og ójöfnuð á unglingsárunum. Hann var þegar á unga aldri hinn knálegasti maður og svo fóthvatur að fáir hestar tóku hann á hlaupum, þó að þeir væru vel fljótir, en harðgeðja var hann og grimmur í skapi og fram úr hófi fégjarn. — Þegar Arnes var orðinn iitileguþjófur var lýst eftir honum á Alþingi 1756 og er honum þá lýst svo, að hann væri smár vexti, smá- og snareygður, með mjóa höku og lítið skarð í, hálsgildur, með litla vörtu hárvaxna neðarlega á kinninni, gjörnum á að brúka það orðtak „karl minn“. En síðar er honum lýst svo: „Lágur vexti, þrekinn, kringluleitur, þó kinnbeinahár, munn við hæfi, litla höku, snar og dökkeygur, dökkur á háralit, mælti við völu“. —
Eftir Akrafjallsveruna sprettur Arnes, fyr en varir, aftur upp á fornum stöð um og gjörir nú vart við sig við Elliðaárnar fyrir innan Reykjavík. Þar var þá þófaramylla frá klæðaverksmiðjum Skúla fógeta, í Reykjavík og gætti hennar danskur maður, — bóndi frá Sjálandi — og bjó hann á Bústöðum. Einn morgun var sá danski snemma á ferli og gekk til myllunnar, en sá þá að gluggi var þar brotinn og þegar hann gáði inn, sá hann hvar maður lá sofandi á gólfinu og hafði staf og poka sjer við hlið. — Sá danski greip þetta hvorutveggja og hljóp með það heim til Bústaða, en skömmu síðar vaknaði hinn sofandi maður og elti hann. Bóndinn kallaði þá til konu sinnar og sagði henni að senda ,,meystelpu“, sem hjá þeim var til Reykjavíkur og láta bókhaldara verksmiðjanna vita hvað í efni væri. Hann sagði henni að láta ,,meystelpuna“ fara út um reykháfinn á eldhúsinu svo lítið bæri á og biðja menn í Reykjavík að bregða þegar við og koma sem fljótast, því að sjer litist mjög illa á gestinn, sem kominn væri til sín. —

Arnesarhellir

Arnesarhellir við Elliðaár.

Í bæjardyrunum snjeri sá danski sjer við og hafði járn í hendinni, en í því bar komumann þar að, en það var Arnes og heimtaði hann nú staf sinn og poka. Bóndi neitaði að láta það af hendi og sagði Arnesi að hann skyldi þá reyna að ná því úr greipum sjer. Ekki þorði Arnes að ráðast á karlinn, en eftir nokkur orðaskifti og heitingar á milli þeirra varð það úr, að Arnes gekk í bæinn og þáði heita mjólk, hefir eflaust verið orðinn langsoltinn. — Bústaðabóndinn gerði nú allt til þess að tefja fyrir Arnesi og var altaf, öðru hvoru, að hlaupa fram í bæjardyrnar til þess að gá að hvort nokkur kæmi úr Reykjavík. Hann var í þungu skapi og setti járnið um þverar dyrnar, en var svo sjálfur fyrir framan svo að Arnes kæmist ekki út. Arnes var hvergi smeikur og gjörði nú skyndiáhlaup á þann danska. Hann hljóp til og greip járnið, en snaraði sjer síðan að bónda og skelti honum flötum á ganginn, tók staf sinn og poka og hljóp út úr bænum og yfir á Digranesháls. Þaðan sá hann svo til hóps manna úr Reykjavík, sem voru komnir innan til á Öskjuhlíðina og hjeldu nú með Bústaðaholti. Bóndi hjelt nú til móts við þá og svo labbaði allur skarinn inn. að Elliðaám. Þegar þangað kom, þorðu þeir ekki yfir árnar, þótti þær ófærar gangandi mönnum og hjeldu upp með þeim, en Arnes hafði hlaupið yfir þær þar efra og sáu þeir á eftir honum. Snjór hafði fallið og var því sporrækt. Eltu þeir nú Arnes þrjátíu í hóp, flest vefarar úr Reykjavík, en þegar Arnes sá þá veita sjer eftirför, sneri hann við og hvarf þeim. Þeir ráku þá för hans suður að Hofsstöðum norðan Vífilsstaðavegs. Hljóp hann þaðan í Garðahraun yfir Vífilsstaði eða Hraunlæk, en þeir eltu hann enn. Arnes tók nú það ráð að halda sig hrauninu og stikla á hraunstríkum, svo að ekki sáust spor hans, enda mistu þeir af honum og leyndist hann í hrauninu um nóttina. Ekki gáfust Reykvíkingar samt upp við þetta og var nú safnað enn meira liði til leitarinnar að Arnesi. —  Um kvöldið var sent til Hafnarfjarðar, um Álftanes og í Garðahverfið að smala mönnum og skipuðu þeir sjer kringum hraunið uni nóttina, því að ekki átti Arnes að sleppa. Allan daginn eftir var hans leitað, en alt var það að árangurslausu og að svo búnu fóru leitarmenn hver heim til sín og þótti ver farið en heima setið. Ekki var grunlaust um, að einhverjir þarna ekki langt frá hefðu hjálpað Arnesi og leynt honum, og voru hjónin á Hofsstöðum tekin föst og sökuð „um bjargir“ við Arnes, en að lÖgum mátti honum enginn bjargir veita eða verða honum að nokkru liði, og er það harla einkennilegt þar sem hvergi sjest að hann hafi þá verið dæmdur fyrir þjófnað. Þessi Hofstaðahjón meðgengu það, að þau hefðu ..haldið Arnes á laun“ tvo eða þrjá vetur, soðið fyrir hann matvæli og hjálpað honum á ýmsa vegu. — Sýslumaður í Gullbringusýslu var þá Guðmundur Runólfsson, Jónsson frá Höfðabrekku. Hann hafði þessi mál með höndum og dæmdi hann hjónin á Hofsstöðum í miklar fjesektir fyrir það að hafa liðsinnt þessum hælislausa afbrotamanni. — Um þessar mundir var mikið um þjófnaði á Suðurlandi og var það mest kent útileguþjófum, en samt var það nú ekki fyrr en eftir þetta að Arnes lagðist út fyrir fult og alt, og yfirgaf mannabygðir. Það er nú af Arnesi að segja, að hann leyndist í Hafnarfjarðarhrauni altaf meðan á leitinni stóð og leitarmennirnir voru þar að verki og úr hrauninu fór hann ekki fyr en leitinni var hætt og allir voru farnir heim til sín. Áður en hann yfirgaf hraunið faldi hann vel og gróf peninga sína, en þeir höfðu verið í pokanum, sem Bústaðabóndinn danski hafði hrifsað frá honum, þegar hann kom að honum sofandi í þófaramyllunni, og honum hafði verið svo annt um að ná aftur. — Ekki þorði Arnes að hafast við í nágrenni höfuðstaðarins, en brá sjer inn fyrir Hvalfjörð og gjörðist nú útilegumaður.

Arneshellir

Arneshellir við Hvalvatn.

Síðaan brá hann sjer til æskustöðvanna, suður á Kjalanes og lagðist í Esjuna, og fór þá jafnskjótt að hverfa fjenaður manna. Í Esjunni urðu menn fyrst varir við Arnes þannig, að hann sást oft fáklæddur á hlaupum í hitum að sumrinu og var hann þá að afla sjer eldiviðar til þess að sjóða við slátur það, sem hann hafði stolið. Stundum sást hann koma hlaupandi úr fjallinu ofan í byggð til þess að stela sjer mat og öðru, sem hann þá vanhagaði um. —
Það ljek líka orð á því að Arnes ætti eitthvert hæli eða athvarf einhversstaðar í byggðinni þegar honum lægi mest á og margt þótt ust menn verða varir að hann hefði haft saman að sælda við bóndann í Saltvík á Kjalarnesi sem Þorkell hjet Tómasson, og svo fannst líka fjársjóður, sem Arnes átti og hafði falið einhversstaðar og var það ekki nein smáræðisupphæð, 20 spesíur, 8 dalir krónuverðs og 12 dalir sléttir. — Þorkell í Sandvík var bendlaður við að hafa haft þessa peninga með höndum fyrir Arnes og þótti nú augljóst að Arnes lægi einhversstaðar í Esjunni. — Þegar sýslumaðurinn, Guðmundur Runólfsson frjetti þetta, sendi hann menn til þess að ná Arnes og taka Þorkel bónda í Sandvík fastan og færa sjer þá báða. Var nú safnað liði á Kjalarnesi og leitað fjallið. Fannst hreysi Arnesar, en sjálfur komst hann undan og er sagt, að hann hafi þá átt fótum sínum fjör að launa, þó segja sumir að í þetta skifti hafi hann brugðið fyrir handahlaupum, en talið er ólíklegt að hann hafi þurft þess, þar sem hann var svo frár á fæti að fljótustu hestar höfðu hann ekki á sprettinum.
Eftir að yfirvaldið hafði komið hendur yfir Arnes og flutt í Gullbringusýslu var hann oft lánaður í vinnu að Bessastöðum og er sagt, að alt af, þegar færi gafst. Hafi hann vitjað peninga sinna, sem hann hafði grafið í Garðahrauni og tekið var eftir því, að aldrei skorti hann aura.
Arnes kom sjer svo vel í vinnunni á Bessastöðum, að Wibe amtmaður fjekk konung til þess að náða hann að fullu. Sagt er, að Arnes hafi með snarræði sínu bjargað heilli skipshöfn úr sjávarháska á Álftanesinu, en allar kringumstæður að því eru gleymdar.
Arnes varð gamall maður, en varð aldrei snauður og hafði altaf nokkur peningaráð. Þó að alt væri honum andstætt og öfugt fyrri hluta æfinnar, þá var hann á elliárunum vel látinn af öllum, sem hann kyntist. Að lokum var Arnes niðursetukarl í Engey og þar dó hann 91 árs gamall 7. september 1805 og var jarðaður fjórum dögum síðar í kirkjugarðinum í Reykjavík. Þar hvíla lúin bein hans.“

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins 13. júlí 1941, bls. 233-235.
-Lesbók Morgunblaðsins 17. ágúst 1941, bls. 277-278.

Arnes Pálsson

Fylgsni Arnesar í Elliðaárhólma.

Aðalstræti

Henry A. Hálfdansson skrifar m.a. um fyrstu búsetu í Reykjavík í Sjómannadagsblaðið árið 1966:
„Enginn getur nú með vissu sagt, hvar Ingólfur og Hallveig byggðu sinn fyrsta bæ í Reykjavík. Þótt öndvegissúlurnar bæri á land annaðhvort á Kirkjusandi eða Rauðarárvík, töldu þau sér áreiðanlega heimilt að byggja sér heimili þar, sem þeim sýndist bezt í landareigninni. En hvar var það? Landnáma segir, að Ingólfur hafi reist bæ sinn í Reykjavík við Arnarhól neðan við Heiði. Þetta fyrir neðan Heiði, er enginn afmarkaður staður, samanber að framan. Skáli sá hinn mikli, sem hann reisti undir öndvegissúlur sínar og sem enn stóðu þar seint á Sturlungaöld, gæti hafa staðið hvar sem er á hinu gamla Arnarholti, sem nú er uppnefnt og kallað Skólavörðuholt.
Sennilegast er, og það mun álit flestra, að skáli Ingólfs hafi staðið einhvers staðar þar, sem nú er Landsbókasafnið og stjórnarráðshúsið Arnarhvoll, eða ekki allfjarri Lindinni, því varla hefur hann verið reistur langt frá drykkjarvatni. Þarna stóð líka bærinn Arnarhóll, sem hefur verið aðalbýlið í Reykjavík frá fyrstu tíð.
Af hverju jörðinni var skipt og annað býli var reist niður í kvosinni, sem kallað var Vík, það getur enginn maður sagt með neinni vissu, en auðvitað mun Ingólfur hafa haft víða útróðra- og búðsetumenn. Hann hefur reyndar strax reist fleiri bæi en Arnarhól og sett þar yfir hjón sín eða skyldulið. Má þar t. d. nefna úti á Nesi, inni í Lauganesi, í Gufunesi, Árbæ, Elliðavatni, svo maður tali ekki um eyjarnar, og þó lengra sé leitað.
skali-221Ingólfur var ekki við eina fjöl felldur í þeim efnum, og nægir í því sambandi að benda á Skálafell. Það er hinn eini staður, sem öruggar heimildir eru fyrir, að hann hafi byggt á, svo nákvæmt sé. Skálafellið blasir vel við frá Arnarhóli. Þar uppi er eitt það dásamlegasta útsýni, sem hugsazt getur. Þaðan getur maður séð Þingvelli og Reykjavík frá einum stað. Þaðan hefur verið hægt að sjá mest af landnámi Ingólfs. Það er því ekki að furða, þótt Ingólfur fengi augastað á Fellinu og kysi að dvelja þar í tómstundum.
Ef einhver er spurður að því, hvar sé hjarta Reykjavíkur í dag, stendur það í flestum, að gefa rétt svar. Þeir meira aS segja nefna ótal staði, sem á engan hátt eiga við hinn rétta. Þó er hjartastaður Reykjavíkur í dag nákvæmlega sá sami og daginn, sem Ingólfur gaf Víkinni nafn.
Þesst staður er Héðinshöfði, skammt þar frá sem bráðabirgða ráðhús borgarinnar stendur núna og nálægt þeim stað, þar sem framtíðar lögreglustöð borgarinnar er að rísa. Það er eins og enginn hafi tekið eftir þessu nema Einar skáld Benediktsson, er valdi sér þarna búsetu á sínum tíma og gaf staðnum nafn eftir æskuheimili sínu við Húsavík.“

Heimild:
-Sjómannadagsblaðið, 29. árg. 1966, 1. tbl. bls. 15-18.

Arnarhóll

Reykjavík og nágrannajarðir 1703.

„Hegningarhúsið er hlaðið steinhús reist árið 1872 af Páli Eyjólfssyni gullsmið. Húsið var friðað 18. ágúst árið 1978 samkvæmt 1. málsgrein 26. og 27. greinar þjóðminjalaga nr. 52/1969 og tekur friðunin til ytra borðs þess ásamt álmum til beggja hliða og anddyri með stiga. Hæstiréttur var þar til húsa á árunum 1920 – 1949.
Í hegningarhúsinu voru sextán fangaklefar, litlir og þröngir og loftræsting léleg. Fangaklefarnir voru auk þess án salernis og handlaugar. Á efri hæð voru skrifstofur og salur sem áður hýsti bæjarþingsstofuna, Landsyfirrétt og síðar Hæstarétt þar til hann flutti í nýbyggingu við Lindargötu árið 1947.
„Fyrsti fanginn kom í hegningarhúsið fyrir 80 árum. Árið 1869 voru sett ný hegningarlög fyrir Ísland og hafði stiórnin samið þau mjög eftir danskri löggjöf. Var tekið fram í lögunum sjálfum að þau skyldi taka gildi 1. ágúst 1870, en þó sleginn sá varnagli, að þeim skyldi ekki beitt fyrr en skilyrði væri fyrir hendi. Mun hafa verið svo til ætlazt að mörg fangahús væri þá komin upp og allsheriar hegningarhús fvrir land allt í Reykjavík. En dráttur varð á því, og þess vegna var þessi varnagli sleginn. Það var ekki fyrr en árið 1871 að mæld var út lóð í Efri-Þingholtunum í Reykjavík, við Skólavörðustíginn, handa hinu fyrirhugaða hegningarhúsi. Átti þetta að verða allmikið hús á þeirra tíma mælikvarða og byggt úr steini.

Að sjálfsögðu var Íslendingum ekki treyst til þess að reisa svo vandað og mikið hús, og voru fengnir danskir menn til að standa fyrir smíðinni, Bald timburmeistari og Liiders múrari. Reykjavíkurbær lagði fram 4135 rdl. 53 sk. til byggingarinnar og Hegningarhúsið í Reykjavík tryggði sér um leið 200 ferálnir í húsinu til sinna þarfa. Fékk bærinn þarna tvær stofur til umráða. Annað var þingstofa bæjarins, sem enn er þarna, en hitt var svonefndur „borgarasalur“. Átti að halda þar almenna borgarafundi, en til þess var stofan brátt of lítil. Í þessari stofu var hæstiréttur frá því að hann var stofnaður og þangað til hann fluttist í hin nýju húsakynni sín á Arnarhóli. Nú er þetta hluti af íbúð yfirfangavarðar. Smíði hússins gekk heldur seint, en þó var henni lokið að mestu árið 1873. En áður en húsið væri tekið í notkun, þótti nauðsynlegt að setja lög um hegningarvald það, er veita skyldi stjórn hegningarhússins. Frumvarp um þetta lagði stjórnin fyrir Alþingi 1873, en þingið neitaði algjörlega að fallast á það.“
Alþingi taldi það vegna ómannúðlegt. Sendi það frumvarpið frá sér með beiðni til konungs um að það yrði ekki gert að lögum.
Þessi afstaða Alþingis var að engu höfð, og var frumvarpið óbreytt gefið út 5. janúar 1874 sem tilskipun um stjórn hegningarhússins.
Með tilskipun 28. febrúar s. á. var svo ákveðið að frá 15. ágúst skyldi öll hegningarvinna, sem menn væri dæmdir til hér á landi samkvæmt hinum nýu hegningarlögum, úttekin í hegningarhúsinu í Reykjavík. Enn voru og gefnar
út reglur 22. júní 1874 um meðferð fanga og mataræði, og var allt þetta samið eftir dönskum lögum og tilskipunum.
Seint á þessu ári flyzt fangavörðurinn, Sigurður Jónsson, í húsið með fjölskyldu sína. En fyrsti fanginn kemur ekki þangað fyr en 26. janúar 1875, og eru því liðin rétt 80 ár á miðvikudaginn kemur frá þeim atburði. Er því ekki úr vegi
að athuga hvað þessi maður, er svo að segja vígði hegningarhúsið, hafði til saka unnið.
Fyrstu afbrotin: Maður þessi hét Guðlaugur Sigurðsson og var fæddur í Reykjavík 8. júlí 1852. Árið 1872 er hann talinn til heimihs í Grjóta hjá móður sinni, Sigrúnu Guðlaugsdóttur, sem var ekkja. Hann er þá tvítugur að aldri. Þar er einnig bróðir hans Sigurður, tveimur árum eldri. Þá átti margt fólk heima í Grjóta. Voru þar talin sjö heimili og tveir lausamenn, samtals 31 maður. Svo virðist sem Guðlaugur hafi um þessar mundir lagzt í óreglu, og kemst hann undir manna hendur þá um sumarið.
Hinn 3. ágúst er dómur felldur yfir honum í aukarétti Reykjavíkur í máli, sem réttvísin hafði höfðað gegn honum fyrir þjófnað og gripdeildir. Er þess þar getið, að hann hafi aldrei sætt ákæru fyr. Nú er hann borinn ýmsum sakargiftum og hefur meðgengið allt. Fyrsta afbrot hans er talið það, að haustið áður hafi hann hnuplað hnakk og tveimur kössum og falið undir bát niðri í fjöru. En ekki var felustaðurinn öruggari en svo, að menn fundu þetta og var þýfið tekið af honum. Virðist svo sem ekki hafi verið gert meira úr því að sinni, en það er nú rifjað upp, þegar aðrar sakir bætast við. Þá var honum gefið að sök að hafa farið inn í hús Robb kaupmanns, sem var opið, og gengið rakleitt inn í stofu og stolið þar áttavita og sálmabók. Hvort tveggja mun þó hafa verið tekið af honum aftur og þjófnaðurinn ekki verið kærður. En svo var það í júnímánuði þá um sumarið, að Guðlaugur kom inn í einhverja búð hér í bænum og sá poka liggja þar á gólfinu, og fekk þegar ágirnd á honum. Poka þennan átti sveitarmaður nokkur, sem nefndur er E. Einarsson. Var í pokanum „lítilræði af afhöggnum hæklum af nautgrip, brennivínsflaska, hnífur og brýni“. Guðlaugur þreif pokann og hljóp út
með hann, en þetta komst fljótt upp og var málið kært. Guðlaugur var tekinn og fannst hjá honum pokinn með hæklunum og hnífnum, en brýninu hafði hann glatað og brennivínið hafði hann drukkið. Fyrir þessar sakir var hann dæmdur til að sæta „5 daga fangelsi við vatn og brauð í fangahúsi Reykjavíkur kaupstaðar“. Er látið skína í að þessi dómur sé hafður vægur, vegna þess að hinn ákærði sé mjög ungur að aldri og hafi ekki sætt neinni ákæru fyr. Annar dómur Hinn 7. apríl 1873 er Guðlaugur dæmdur öðru sinni, og eru sakargiftir nú meiri og alvarlegri en fyrr, og allt hefur Guðlaugur meðgengið.
Þess er þá fyrst að geta, að rúmum mánuði eftir að hann hafði verið dæmdur, laumaðist hann „inn í ólokað hús P. Ólafssonar og faldi sig þar í heyi“. Þessi P. Ólafsson mun sennilega vera Pétur hattari, sem átti heima í Aðalstræti 6. Pétur var heima þegar Guðlaugur laumaðist inn í húsið, en gekk út skömmu síðar. Þá fór Guðlaugur á stúfana og náði þar í skrúfur og ýmislegt fleira smávegis, sem hann stakk í vasa sinn. Svo náði hann þar einnig í „hér um bil 4 pund af
smjöri, viðlíka af kaffi og 10 pund af riklingi.“
Var hann kominn með þetta fram að útidyrum þegar Pétur bar að. Sá Guðlaugur þá sitt óvænna, skildi þetta allt eftir og hljóp út fram hjá Pétri. Varð Pétur var við manninn, en þekkti hann ekki vegna myrkurs. Rakst hann svo á smjörið, kaffið og riklinginn í anddyrinu og bar það allt inn aftur.
Þá um haustið hafði Guðlaugur hnuplað tvennum sokkum, sem voru hengdir til þerris hjá húsi frú Herdísar Benediktsen í Austurstræti 10. Og rétt fyrir jólin hafði hann stolið deshúsi og bókarslitri í veitingahúsi Einars Zoéga. Var deshúsið virt á 2 rdl. og hefur því verið vandað.
Nokkru eftir hátíðar hafði Guðlaugur svo farið inn í ólæst íbúðarhús Halldórs Kr. Friðrikssonar skólakennara í Kirkjustræti, og stolið þar gulri olíukápu og tveimur kútum með slatta af mjöli og byggi, og ennfremur skál með mjólk. Var þetta allt geymt í inngönguskúr hjá húsinu. Segir í dómnum að þetta hafi „fundizt aftur hjá honum, og er aftur skilað að öllu leyti, að fráteknu mjöli, byggi og mjólk, fyrir hvað endurgjalds hefur ekki verið krafizt.“
Í marzmánuði 1873 hafði Guðlaugur svo brotizt inn í fiskhjall nábúa síns, Eiríks Ásmundssonar útgerðarmanns í Grjóta, föður Árna kaupm. og leikara. Hjallur þessi var læstur, en Guðlaugur komst inn í hann með því móti, að hann braut fyrst einn rimil með steini og gat svo rykkt þremur öðrum úr með handafli, enda er sagt að rimlarnir hafi verið veigalitlir og gamlir.

Síðan tók Guðlaugur þarna úr hjallinum 9 bönd af fiski (18 fiska), sem Eiríkur átti ekki, heldur voru eign Pálínu Ólafsdóttur. Fyrir þetta var hann kærður. Seinna þennan sama dag lagði Guðlaugur leið sína að húsi Páls Melsteds yfirréttarmálaflutningsmanns við Austurvöll (þar sem nú er Sjálfstæðishúsið). — Þetta var gamla húsið, sem Páll hafði keypt af Álaborgar-Jóni. Húsið var ólæst þegar Guðlaug bar að því, og fór hann þar rakleitt inn í búr og náði sér þar í „tvö brauð, eitt eða tvö stykki af osti, nokkuð af soðnu kjöti, en kokkhúslampa hafði hann þess utan stungið í vasa sinn.“ Var hann kominn með þetta fram í anddyri, en þá var komið að honum og allt af honum tekið.
„Auk þessa er hinn ákærði orðinn uppvís með eigin játningu að því, að hafa fundið gamlan vasahníf og klæðisvettlinga, sem eru næsta lítils virði, án þess hann hafi lýst þessum hlutum, en sú hegning, er hann kynni að hafa bakað sér fyrir ólöglega meðferð á fundnu fé, fellst undir þá hegningu, er honum verður ákvörðuð fyrir þjófnað.“ Fiskarnir, sem hann tók úr hjalli Eiríks í Grjóta komu ekki til skila og var hann dæmdur til að greiða Pálínu andvirði þeirra að fullu, og einnig allan málskostnað. Síðan var hann dæmdur fyrir þjófnað í 8 mánaða hegningarvinnu, er afplánast mætti með 27 vandarhagga refsingu. En í 8 mánuði skyldi hann vera háður sérstöku eftirliti lögreglustjórnarinnar.

Þriðji dómur Hinn 12. nóvember 1873 er Guðlaugur svo dæmdur í þriðja sinn í aukarétti Reykjavíkur fyrir þjófnað og óráðvandlega meðferð á fundnu fé. — Málavextir voru þessir: Hinn 15. október var Guðlaugur staddur inni í eitingastofu Einars Zoéga. Þar var einnig maður nokkur, er Gunnar Árnason hét. Meðan Gunnar þessi var að tala við þriðja mann, laumaðist Guðlaugur að honum og tókst að hnupla úr vasa hans peningabuddu, sem í voru 3 rdl. og 16 sk. Komst Guðlaugur undan með þetta og fleygði buddunni, en peningana, sem í henni voru, afhenti hann móður sinni daginn eftir.
Þetta sama kvöld braut Guðlaugur tvær rúður í húsi Bergs Þorleifssonar söðlasmiðs við Skólavörðustíg. Seildist hann svo inn um gluggann og náði þar í „maskínuhníf“, sem söðlasmiðurinn átti. Fór hann með hnífinn heim til sín og faldi hann í rúmi sínu um nóttina. Ekki mun honum hafa virzt sá felustaður öruggur, því að daginn eftir fór hann með hnífinn vestur að Hlíðarhúsum og faldi hann þar í skurði. Þessi hnífur var hinn mesti forlátagripur, hafði kostað 9 rdl. 32 sk. Eftir tilvísan Guðlaugs fannst hnífurinn þarna í skurðinum og mun hafa verið óskemmdur, því að Guðlaugur hafði vafið hann innan í þangrusl.
Þá játaði Guðlaugur það, að hjá búð Havsteins kaupmanns hefði hann fundið buddu, sem í voru 6 rdl. Þessa buddu hefði hann hirt og ekki lýst henni. Var þetta um sömu mundir og Vilhjálmur nokkur Halldórsson hafði tilkynnt lögreglunni að hann hefði týnt buddu með þessari peninga upphæð í. — Þótti líklegt að hér væri um sömu budduna að ræða. En fyrir 5 ríkisdali af þessum peningum hafði Guðlaugur keypt sér kind, og einum ríkisdal hafði hann sólundað. Var í réttinum gerð krafa um að Guðlaugur yrði dæmdur til þess að greiða lögreglusjóði Reykjavíkur þessa 6 rdl., svo að hægt væri að koma þeim til eigandans, ef hann gæfi sig fram. Dómur fell nú þannig, að Guðlaugur skyldi sæta 16 mánaða hegningarvinnu, er afplánast mætti með tvisvar sinnum 27 vandarhagga refsingu, og skyldi hann vera háður eftirliti lögreglustjórnarinnar í 16 mánuði. Auk þess var hann dæmdur til að greiða Gunnari Árnasyni 1 rdl. 16 skildinga (en það var mismunurinn á því, er fannst hjá honum, eða móður hans, og því sem hann hafði stolið frá Gunnari). Bergi Þorleifssyni skyldi hann greiða 40 sk. fyrir rúðurnar, er hann braut. Lögreglusjóði Reykjavíkur skyldi hann greiða þá 6 rdl. er hann hafði fundið, og auk þessa skyldi hann greiða allan málskostnað. Allt þetta skyldi greitt innan hálfs mánaðar, að viðlagðri aðför að lögum.
Þess má geta, að Guðlaugur kærði sig aldrei um að sér yrði skipaður málsvari í réttinum. Málið var einfalt frá hans hálfu í hvert skifti, hann meðgekk allar yfirsjónir sínar, og tók dómunum mótmælalaust.
Fyrsta dóminn, 5 daga við vatn og brauð, mun hann hafa tekið út í „svartholinu“ svonefnda, sem var í húsinu þar sem nú er Haraldarbúð. En ekki hafði sú refsing nein áhrif á hann, því að tæpum mánuði eftir að hann er laus, fer hann að hnupla aftur. Síðan sætir hann tvívegis líkamlegri refsingu, eftir því sem vottað er í réttarbókum, fyrst hýddur 27 vandarhöggum og síðar fangavist. En þessar refsingar geta ekki stöðvað hann á þeim óheilavegi, sem hann var á, og enn kemst hann undir manna hendur og fær dóm.
Fjórði dómur Hinn 12. nóvember 1874 er Guðlaugur enn kærður, og nú fyrir innbrot og tilraun um þjófnað. —
Voru málavextir þessir: Um miðjaan október hafði hann verið seint á ferli á götum bæarins, en þá var talið að menn væri seínt á ferli ef klukkan var farin að ganga ellefu. Mvrkur grúfði þá yfir allt, því að ekki voru götuljósin. búðum hafði verið lokað og ljós slökkt víðast hvar í íbúðarhúsum. Þá kom Guðlaugi allt í einu til hugar að brjótast inn í eitt af vörugeymsluhúsum W. Fischers kaupmanns við Aðalstræti og stela þaðan. Og hann lét ekki sitja við umhugsunina eina. — Umhverfis verslunarhúsin var hár skíðgarður. Hann kleif nú yfir skíðgarð þennan, braut rúðu að vestanverðu á austasta geymsluhúsinu. Síðan náði hann sér í tunnu, til að standa á, og af henni komst hann inn um gluggann og inn í húsið. En ekki hefur hann farið varlega, því að menn urðu begar varir við ferðir hans.
Var svo komið að honum inni í húsinu áður en honum tókst að stela neinu. Fvrir þessar sakir var honum stefnt, en nú fór sem fyrri, þegar hann var yfirheyrður, að hann játaði á sig fleiri yfirsjónir. Hann sagði frá því, að veturinn áður hefði hann stolið tveimur fiskum úr salti frá Jóni Ólafssyni, húsbónda sínum. En Jón kom að honum og tók af honum fiskana og kærði hann ekki.
Þá sagði hann frá því, að þá um haustið hefði hann stolið höggpróu og nokkrum látúnshringum frá Óla Finsen póstmeistara. Fundust þessir munir hjá honum og var þeim skilað til póstmeistarans.
Dómur í þessu máli var kveðinn upp í aukarétti Reykjavíkur hinn 8. desember 1874. Þar segir svo: „Þessi brot ákærða. sem áður hefur verið dæmdur þrisvar og straffaður fyrir þjófnað, ber að heimfæra undir 234. gr. hegningarlaganna. sbr. 45. og 47. gr. sömu laga, og virðist hegning sú, sem hann fyrirfram hefur til unnið, þegar á annan bóginn er litið til þess, að ákærði er mjög þjófgefinn, en á hinn bóginn tekið til greina, að hann er ungur og þýfið er ekki mikils virði, en ákærði fús að meðganga — hæfilega metin 16 mánaða betrunarhúsvinna. Svo ber honum og að greiða allan af máli þessu löglega leiðandi kostnað.“
Guðlaugur ferði sig ánægðan með þennan dóm, og svo er hann fluttur sem fyrsti fangi í hið nýja Hegningarhús og kemur hann þangað hinn 26. janúar 1875. kl. 12 á hádegi. Þarnaa skvldi hann nú sitja í lfl mánuði. Í fangaskrá hegningarhússins er hann kallaður vinnumaður, ógiftur og barnlaus. — Í athugasemdadálki stendur þetta: „Með því að hlutaðeigandi prestur og læknir ekki þekktu neitt til um framferði eða heilbrigðisástand sakamannsins, verður þess hér einnngis getið, sem hann sjálfur í þessu tilfelli ber. Sakamaðurinn getur þess, að hann ávallt hafi verið heilsugóður og aldrei legið neina stórlegu, nema árið áður en hann fermdist hafi hann legið í taugaveikinni“. Sóknarprestur var þá Hallgrímur Sveinsson, síðar biskup. Hafði hann tekið við embættinu 1871, og hefur ekki þekkt neitt til Guðlaugs. Jón Hjaltalín var héraðslæknir, en þar sem Guðlaugur hafði aldrei þurft að leita læknis, hefur Hjaltalín verið ókunnugt um heilsufar hans.
Í seinasta dóminum er Guðlaugur talinn „mjög þjófgefinn“, en þjófur hefur hann þó ekki verið. Ljós vottur þess er það, hve óhönduglega honum tekst til í hvert sinn hann anar áfram og oftast nær er komið að honum og þýfið tekið af honum. Þetta, ásamt ýmsu öðru, ber vott um að stelsýkin hafi aðeins sótt á hann undir áhrifum áfengis.
Ýmislegt ber og vott um að hann hafi verið talinn meinleysismaður, og mÖnnum hafi verið gjarnara að vorkenna honum, en taka hart á yfirsjónum hans. Í dómunum skín það alltaf í gegn, að dómendur vilja hlífast við, bæði Árni Thorsteinsson sem dæmdi hann þrisvar sinnum, og Lárus Sveinbjörnsson, sem dæmdi hann síðast. Þeir finna honum það báðir til málsbóta að hann sé ungur að aldri, og hafi fúslega meðgengið allt. Og þetta, hvað Guðlaugur er fús á að játa yfirsjónir sínar, ber ekki vott um að hann hafi verið harðsvíraður þjófur. Virðist það og vera undir tilviljan komið hvað hann hrifsar í hvert skifti. Þó er eins og hann hafi slægst eftir að stela því er matarkyns var, og gæti það bent til þess að þröngt hafi verið í búi hjá móður hans. Það ber og vott um að hann hafi ekki verið illa kynntur, að menn bregðast við á svipaðan hátt. þegar hann stelur frá þeim. Halldór Kr. Friðriksson yfirkennari vill ekki kæra hann og heimtar engar bætur fyrir missi sinn. Páll Melsted vill ekki heldur kæra hann, og sama máli gegnir um Robb kaupmann, þótt Guðlaugur væri staðinn að stuldi inni í stofu hjá honum. Jón Ólafsson húsbóndi hans lætur sér og nægja að taka af honum fiskana, sem hann stal. Virðist þetta allt benda til þess að menn hafi vorkennt Guðlaugi og vitað að honum var þetta hnupl ekki sjálfrátt. Lýkur svo hér að segja frá fyrsta fanganum í hegningarhúsinu við Skólavörðustíg.“
Síðasti fanginn í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg gekk þaðan út í frelsið kl. 10:50 þann 1. júní 2016.

Heimildir:
-http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3282319
-http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3272022
-http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=327203s

Hegningahúsið

Múlasel

Landnámsbæjarins „Múla“ er getið í 11. kafla Landnámubókar.
Jörðin lá á milli Leirvogsáar og Esjubergssel-402Mógilsáar. Síðan virðist staðsetning bæjarins, eftir öllum sólarmerkjum (heimildum) að dæma, hafa týnst. Þegar gögn eru skoðuð, s.s. Jarðabækur, einkum sú frá 1703, virðast tvær staðsetningar koma helst til greina; annars vegar núverandi Hrafnhólar og hins vegar jörðin Stardalur. En byrjum á því að skoða skráðar heimildir:
Í „Skrá um friðlýstar fornleifar“, (fyrsta útgáfan 1990) segir: „Hrafnhólar. Sámsstaðarústir, suðvestanundir Stardalsfjalli, fast uppi við brekkuna. Sbr. Árb. 1908: 11-12. Skjal undirritað af MÞ 25.10.1930. Þinglýst 16.11.1938. Fornleifum þessum er friðlýst á jörðina Stardal, Kjalarneshr., þótt þær séu í landi Hrafnhóla. (Þjms. Könnun um friðlýstar fornleifar. Svar Magnúsar Jónssonar, Stardal).“

Í þessu skyni voru m.a. tóftir Sámsstaða skoðaðar, með hliðsjón af leifum bæjar „Halls goðlausa Trollafoss-31Helgasonar er nam land að ráði Ingólfs millum Mógilsár og Leirvogsár og bjó í Múla“, sbr. fyrrnefnda lýsingu í 11. kafla Landnámubókar.
Í
Árbók Hins íslenska fornleifafjelags árið 1908 lýsir Brynjúlfur Jónsson t.a.m. Sámsstöðum: „Suðvestanundir Stardalsfjalli, stuttri bæjarleið fyrir ofan Tröllafoss í Leirvogsá, er eyðibýli, sem heitir Sámsstaðir og segja munn mæli, að þar hafi verið kirkjustaður. Þesa sjást þó eigi merki svo fullyrt verði. En rústir eru þar miklar og eftir þeim að dæma hefir þar verið stórbýli. Enda er þar túnstæði bæði mikið og fagurt. Liggur það milli lækja tveggja, er koma ofan úr fjallinu um stórt skarð, sem er uppundan túnstæðinu. Heitir Stardalsfjall fyrir austan skarðið. En fyrir vestan það er hamrastapi, mikill og einkennilegur, sem kallaður er ýmist »Amtið« eða „Stiftamtiðið“, og vita menn nú eigi um tildrög til þess örnefnis.

Mulasel-21

Túnstæðið er afhallandi og liggur upp að brattri brekku. Er bæjarrústin fast upp við brekkuna og liggur samhliða henni, þ. e. a. s. frá austri til vesturs. Hún er nál. 10 faðm. löng og skiftist í 2 tóftir, er hvor gengur af enda annarar og eru mjög svo jafnstórar. Hefir hin vestri glöggvar dyr mót suðri, en framveggur hinnar eystri er svo niðursokkinn um miðjuna, að ekkert verður fullyrt um dyr á honum. Þar hafa þær þó hlotið að vera, ef engar dyr hafa verið gegnum miðgaflinn, sem ekki sést að verið hafi. Breidd rústarinnar er nál. 3 faðm. Austur og fram frá henni er dálítil kringlótt upphækkun, um 4 faðm. í þvermál. Engi sjást þar tóftarskil. En vestaná sér fyrir dyrum, eða uppgöngu. Ósagt læt eg hvort þetta hefir verið »borg« og er fallin saman, eða á þessari upphækkun hefir staðið dálitið hús, gert af viði einum.
Svo sem 7—8 faðm. fram frá bæjarrústinni er önnur rúst, nál. 6 faðm. löng frá Samsstadir-22suðaustri til norðvesturs og bakhússtóft aftur af miðjunni. Framveggur rústarinnar er mjög niðursokkinn. Þó má greina sérstaka tóft í norðvesturendanum, eigi allstóra, og hefir hún dyr mót suðvestri. Hún virðist eigi hafa haft samgöng við aðaltóftina. En sú tóft er svo aflöguð og óglögg, að ekki er hægt að lýsa henni. Þar austuraf er sérskilin rústabreiða, sem eigi sjást tóftaskil í. Er hún nál. 5 faðm. breið austur og vestur og nál. 3 faðm. breið. Raunar eru takmörkin eigi vel glögg. Bakvið hana vottar fyrir þvergarði. En eigi sjást skil á, hve langur hann hefir verið, eða hvort hann hefir beygst að rústabreiðunni. Hafi svo verið, gæti hann verið leifar af kirkjugarði. Jarðvegur er hér nokkuð þykkur og í mýkra lagi. Verður hann víst mjög blautur á vorin, er leysingarvatnið sígur í hann úr hinni háu og bröttu brekku fyrir ofan.
Er þvi eðlilegt, að rústirnar séu Samsstadir-232niðursokknar og aflagaðar á löngum tíma. Bygðin mun hér hafa lagzt snemma niður, og er þessa bæjar hvergi getið, svo eg hafi séð.“
Svo mörg voru þau orð. Í afrakstri af einni af könnunarferðum FERLIRS má sjá eftirfarandi á vefsíðunni www.ferlir.is um Sámsstaði: „Tóftin er efst í hallandi túnbleðli austan við niðurgrafinn árfarveg undir hlíð Stardalshnúks. Í grasi grónum, afmörkuðum, tóftunum er staur með málmplötu á. Á henni er nákvæmlega engin áletrun [arið 2003] eða annað er gefur til kynna hvers vegna hún er yfirleitt þarna á þessum stað. Líklega hefur einhvern tímann staðið á þessu litla skilti: „Friðlýstar fornleifar“. Jafnvel fyrir áhugasamt fólk gefur staurinn nú ekki neitt til kynna, ekki einu sinni að þarna kunni að vera friðlýstar minjar.

Hrafnholar-201

Munnmæli eru, sjá nánar hér á eftir, um að þarna hafi fyrrum verið „kirkjustaður en legið í auðn síðan drepsótt var hér á landi, þ. e. Plágan mikla 1402“, eða svo er hermt eftir elstu mönnum í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín. Um eigendur þeirrar kirkjujarðar vissi enginn neitt að segja enda vart von á því þeirrar kirkju getur hvergi í skjölum. Bæði nafnið og ummerki benda til þess að þarna hafi fremur verið bær en selstaða. Þarna er hlýlegt og gott skjól fyrir flestum fjandsamlegum veðrum.
Ef „bæjarstæðið“ er skoðað af nákvæmni og þekkingu mætti strax ætla að þarna hafi verið sel, eða nokkar kynslóðir selja, a.m.k. eru tóftirnar allar verulega „seljalegar“; tvö til þrjú hús að svipaðri stærð, en mismunandi gerð og sjá má í seljum á þessu svæði (Reykjanesskaganum).
Vitað er að margir bæir í Mosfellssveit og Kjalarnesi áttu fyrrum selstöðu í núverandi Stardalslandi. Tóftirnar miklu suðvestan undir Ríp (Sámsstaðir) gætu Stardalshnukur-201hugsanlega hafa tengst einhverjum bæjanna um tíma, Sámstöðum, Múla eða Rauðhólum.
Stardalshnúkur er áberandi kennileiti til norðurausturs. Hann myndaðist við að hraunkvika tróðst upp í móberg inni í í Stardalsöskjunni. Móbergið er enn hægt að skoða í giljum upp af Sámsstöðum, sem koma niður úr fyrrnefndu skarði, Sámsstaðaklauf.“…
Í bókinni Mosfellsbær, Saga byggðar í 1100 ár, er m.a. fjallað um landnám í Mosfellsveit. Þar segir um landnámsmennina: „Landnámabók (Landnáma) greinir frá því að liðlega 400 nafngreindar fjölskyldur, ásamt vinnufólki, þrælum og búpeningi, hafi numið land á Íslandi á árunum eftir 870. Landnám Ingólfs Arnarssonar náði frá Hvalfjarðarbotni, suður um Þingvallavatn og austur að Ölfusi og öll nes út. Hann byggði bæ sinn í Reykjavík“.
Mogilsa-201Í Landnámubók segir: „Helgi bjóla nam land á Kjalarnesi frá Mógilsá og var kvæntur Þórnýju, dóttur Ingólfs Arnarsonar, en Helgi og Þórður voru bræðrasynir. Örlygur gamli Hrappsson, bróðir Þórðar, fékk hluta af landnámi Helga bjólu og settist að á Esjubergi á Kjalarnesi þar sem hann byggði fyrstu kirkju á Íslandi eftir því sem Landnáma hermir. Þriðji frændi Þórðar var Hallur goðlausi sem fékk land frá Leirvogsá og að Mógilsá í Kollafirði.“
Í fyrrnefndum 11. kafla Landnámu segir: „Hallur goðlauss hét maður; hann var son Helga goðlauss. Þeir feðgar vildu ekki blóta og trúðu á mátt sinn. Hallur fór til Íslands og nam land með ráði Ingólfs frá Leiruvogi til Mógilsár. Son Halls var Helgi, er átti Þuríði Ketilbjarnardóttur; þeirra son var Þórður í Álfsnesi, er átti Guðnýju Hrafnkelsdóttur. Hallur bjó í Múla.“

Leirvogsa-301

Í skýrslu Óbyggðanefndar, sem jafnan mikil vinna hefur verið lögð í, segir m.a. um Múla: „Bæjarnafnið Múli er óþekkt og ekki víst hvar bæjarins er að leita [Haraldur Matthíasson, Landið og Landnáma. 2. b. Reykjavík 1982. s. 83-84].
Í Jarðabók ÁM og PV frá 1703, segir m.a. á bls. 338 í þriðja bindi um jörðina „Hafnhoolar“ (sem í dag heitir Hrafnhólar): „Þetta er forn eyðijörð og veit enginn hvað lengi í auðn verið hefur, þar til að í tíð Heidemanns er hjer að nýju bær gjör fyrir sextán árum, og hefur síðan viðhaldist til þess í fardögum 1703 það lagðist aftur á ný í eyði“.
Leirvogsá hafi skipti í upphafi löndum Múla og Skeggjastaða, sbr. „Það afmarkast af Leirvogsá til norðurs, Laxnesi og Skógarbringum til vesturs og suður og Selvangi og Selholti til austurs“.
Í Markusarsel-201Selholti á Selvangi m.a t.d. finna leifar að svonefndu „Markúsarseli“. Það mun þó ekki hafa tilheyrt landnámsbænum, af ummerkjum að dæma. Í örnefnalýsingu fyrir Skeggjastaði er getið um selstöðu „norðan við Geldingatjörn“ uppi í heiðinni – og má sjá móta fyrir hinni þar á mosavöxnum mel (með góðum vilja).
Hverfum aftur að Jarðabókinni 1703. Þar segir m.a um Stardal: „
Nýlega uppbyggð fyrir þrjátíu árum, og kemur hjer sá enginn fram, sem þykist vita að þar hafi fyrri nokkrun tíma bygt ból verið. Einn maður fertugur þykist heyrt hafa einhvörn segja þar skuli hafa verið bygð, áður drepsótt kom hjer á land, en þó kann hann öngvan mann að nefna þann á þessu samkvæmi, til hvurst hann þykist þetta heyrt hafa.
Þar í mót eru flestir hjer, er þykjast muna það Haukafjoll-201hafi af gömlum mönnum efað verið, hvort nokkurn tíma hafi hjer í fyrndinni bær staðið, og tveir frómir menn, sem báðir muna glögt föður sinn, og voru þá fulltíða menn er hann andaðist, segja föður sinn hafa það haldið, að aldrei hefði þessi Stardalur í gamla daga bygður bólstaður verið, og var faðir þeirra yfir nírætt, þá er hann andaðist. Þessari meiningu þess gamla manns samhljóðar það, er fólk hjer saman komið þykist heyrt og endurtekið hafa sögn og meiningu gamallra manna hjer í sveitinni, þá til hefur talað orðið um nýbýli þetta, einkanlega um það tímaskeið er fyrst var þessi bygð reist fyrir 30 árum, sem áður er getið. Hitt er almennilega kunnugt og gömlum, að þar sem nú er þessi nýi bær, Stardalur, hafa um lánga æfi selstöður verið frá mörgum bæjum í Mosfellssveit, sem Jarðabókin í þeirri sveit vottar, og so frá Þerney, sem hjer er áður getið.“
Esjubergssel-uppdrattur-2006Ekki er getið um selstöðu frá Stardal í Jarðabókinni.
Um „Samstader“ segir og í Jarðabókinni: „Forn eyðijörð, sem almennilega segist áður skuli verið hafa kirkjustaður og legið í auðn síðan drepsótt var hjer í landi. Eigandinn hvör verið hafi áður í fyrnd veit enginn að segja. Nú er það um lánga æfi eignað kóngl. Majestat, og brúka kóngsjarða ábúendur hjer grasnautn alla. Einkanlega hefur í lánga tíma frá Esjubergi hjer í því landi, sem þessari jörðu halda menn tilheyrt hafa, selstaða brúkuð verið, þar sem heitir Esjubergs sel. Jörðin meina menn að ekki byggjast kunni til gagnsmuna fyrir landþröngvar sakir og þess annars að tún þau, er verið hafa, eru mjög uppblásin og spillt af skriðum.“ Ekki er minnst á selstöðu frá „Hafnhoolum“ í nefndri Jarðabók.
Skeggjastadir-201Til að gera langt mál stutt er niðurstaðan þessi: Vissulega eru, m.t.t. vænlegrar staðsetningar, líkur á að fornbýlið „Múli“ hafi verið þar sem Hrafnhólar eru nú. Þar má m.a. finna gamla garða og gerði, en hvorki eru þar ummerki eftir fornan skála né aðrar mjög fornar rústir. Vitað er að „Hafnhoolar“ hafi haft verulegt land til umráða þá og þegar bærinn byggðist á um 1780. Bærinn sá virðist hins vegar hafa verið skamman tíma í byggð. Á 18. öld er hann byggður upp að nýju og þá nefndur „Hrafnhólar“.
Eina örnefnið „Múli“ er suðaustan við Stardalsbæinn… Líklegt má telja að bærinn hafi tekið mið af nálægðinni. Auk þess er bæjarstæðið á lour-301ákjósanlegum skjólsælum stað vestan undir Múlanum. Vatnsgóður lækur rennur niður með bæjarstæðinu.
Vel má hugsa sér að þarna hafi í upphafi landnáms byggst upp bær, hann hafi farið hallloka, s.s. fyrir „Pestinni“, hann lagst af og í framhaldinu hafi staðurinn verið nýttur sem selstaða frá bæjunum neðar í landnáminu, þ.e. milli Leirvogsár og Mógilsár.
Selstöðurnar síðustu lögðust allflestar af hér á landi í kringum 1870 og sumar jafnvel mun fyrr. Selminjarnar á „“Sámsstöðum“ bera keim af þeirri þróun, því líklegt verður að telja að í þeim kunni að leynast svarið við hinu fyrsta landnámsbýli á svæðinu. Það kæmi ekki á óvart að það hafi verið þar sem núverandi Stardalsbær er nú (eða skammt frá). Örnefni, s.s. „kornakrar“, benda t.d. til þess að bærinn sjálfur, þrátt fyrir ungan aldur, kunni að hafa verið þarna, jafnvel frá fyrstu tíð.

Heimildir:
-Landnámabók, 11. kafli.
-Árbók Hins íslenska fornleifafjelags 1908, bls. 11-12.
-Skrá yfir Friðlýstar fornleifar 1990.
-Mosfellsbær, saga byggðar í 1000 ár.
-Jarðabók Ám og PV 1703, þriðja bindi, bls. 336-338.
-Haraldur Matthíasson, Landið og Landnáma. 2. b. Reykjavík 1982. s. 83-84.

Sámsstaðir

Sámsstaðir – uppdráttur ÓSÁ.

Móskarðshnúkar

Móskarðshnúkar (Móskarðahnúkar) eru hnúkaröð fjögurra tinda og tengir saman Esju og Skálafell. Þeir eru að mestu úr líparíti. Austasti tindurinn er hæstur 807 metrar.

Tómas Einarsson

Tómas Einarsson (1929-2006).

Tómas Einarsson lýsti gönguleiðinni á „Móbergshnúka“ í Morgunblaðinu árið 1982:
„Móskarðshnúkar nefnist sá hluti Esjunnar, sem austast liggur, en milli þeirra og Skálafellsins er Svínaskarð. Hnúkarnir sjálfir eru auðþekktir vegna lits og lögunar. Hinn ljósbleiki litur vekur athygli vegfaranda

ns en blekkir oft á tíðum því það er eins og sólin skíni alltaf á Móskarðshnúka, þótt veðurstofan segi annað.
Hnúkarnir eru fjórir en milli þeirra eru grunn skörð. Þunnur klettahryggur tengir þá við meginfjallið en hann liggur milli tveggja dalabotna, Þverárdals að sunnan og Eyjadals að norðan.
Fyrrum lá þjóðleiðin milli Kjósar og Mosfellssveitar um Svínaskarð og um skarðið fór fjöldi ferðalanga úr fjarlægum landshlutum, en það breyttist þegar akvegurinn var lagður vestur fyrir Esjuna skömmu eftir 1930.

Móskarðshnúkar

Móskarðshnúkar.

Ganga á Móskarðshnúka er auðveld og er venjulegast gengið á þá að sunnan. Þá er ekið að Leirvogsá, hjá Hrafnhólum, og gengið þaðan eftir gömlu götunum áleiðis að Svínaskarði. Skammt fyrir norðan bæinn liggur leiðin yfir Skarðsána. Hún er ekki mikil að jafnaði svo auðvelt er að stikla yfir hana á steinum. Mörgum hættir til að taka stefnuna beint á hnúkana eftir að komið er yfir ána. Sú leið er vel fær, en þó er léttara að ganga áfram eftir götunni uns komið er að gili, sem liggur niður frá hnúkunum. Farið er yfir það, en síðan upp með því að austanverðu og stefnt beint í skarðið milli tveggja austustu hnúkanna.

Svínaskarð

FERLIRsfélagar við dys í Svínaskarði.

Úr skarðinu er létt að ganga á austasta hnúkinn, en hann er hæstur (807 m) og af honum er besta útsýnið. Ekki er mikið víðsýni af Móskarðshnúkum, nema helst til austurs og suðurs, því fjöll kreppa að til annarra átta, svo minna er þar að sjá en vænta mætti.
Um fleiri en eina leið má velja, þegar halda skal til baka. Sennilega liggur leið flestra af austasta hnúknum niður skriðurnar og ofan í Svínaskarð (það er í 481 m hæð) og ganga gömlu götuna til baka. Þetta er mjög þægileg leið og falleg. En ef tíminn er nægur er sjálfsagt að lengja leiðina nokkuð og ganga þá vestur hnúkana áleiðis að Esjunni.

Móskarðshnúkar

Móskarðshnúkar.

Þá eru efstu brúnir hnúkanna þræddar og eykur það ekki síst á tilbreytinguna. Síðan er gengið yfir klettahrygginn milli Þverárdals og Eyjadals og vestur á Esjuna. Krækt fyrir botn Þverárdals, gengið á Hátind (909 m) og haldið síðan niður Þverárkotsháls að Hrafnhólum. Þessi leið er bæði fjölbreytt og falleg, og veitir víðari sjóndeildarhring en Móskarðshnúkar einir. Þó er rétt að hafa það í huga, að þessi gönguleið tekur meginhluta dagsins, ef farið er rólega og án alls óðagots.

Móskarðshnúkar

Móskarðshnúkar.

En hvernig mynduðust Mókarðshnúkar og hvers vegna eru þeir frábrugðnir öðrum nærliggjandi fjóllum bæði að lit og lögun? Jarðvísindamenn segja að Esjan sé mynduð við eldsumbrot fyrir 2 1/2-3 millj. árum. Fyrir um 2 milljónum ára var stór og mikil askja fyllt vatni á svæði sem nú er á milli Skálafells, Móskarðshnúka, Þverárkotsháls og allt suður undir Grimmannsfell. Á börmum þessarar öskju voru tíð eldgos og þá mynduðust Móskarðshnúkar. Þeir eru því fornar eldstöðvar myndaðir úr líparíti, en það berg gefur þeim ljósa litinn og gerir þá svo auðkennda, sem alkunnugt er. En síðan hafa ísaldarjöklarnir, frost, vatn og vindar máð burtu þessi fornu eldvörp að mestu og gefið fjallinu þá lögun, sem það hefur í dag. Með skarpskyggni sinni og nútímatækni hefur vísindamönnum okkar tekist að ráða þessar rúnir. En um leið hafa þeir veitt okkur óbreyttum leikmönnum tækifæri til að gefa hugarfluginu lausan tauminn meðan við fetum okkur áfram áleiðis að áfangastað.“

Móskarðshnúkar

Móskarðshnúkar – gönguleið.

Tómas Einarsson fæddist 10. nóvember 1929. Hann lést 12. febrúar 2006. Eftir barnaskólapróf fór Tómas í Héraðsskólann í Reykholti, síðan í Kennaraskóla Íslands og lauk þaðan kennaraprófi 1950. Íþróttakennaraprófi frá Laugarvatni lauk hann 1952 og prófi frá Lögregluskóla Reykjavíkur 1954. Námsdvöl á vegum The Cleveland International Program í USA 1964 og Cambridge í Englandi 1974-75.
Hann var kennari við barna- og unglingaskóla 1950-53. Hóf störf í lögreglu Reykjavíkur 1953 og í rannsóknarlögreglunni (afbrot unglinga) 1955-1966. Kennari við Hlíðaskóla í Reykjavík frá 1966 og kennslufulltrúi á Fræðsluskrifstofu Reykjavíkurumdæmis til starfsloka.

Heimild:
-Morgunblaðið, 159. tbl. 23.07.1982, Móskarðshnúkar – Tómas Einarsson, bls. 39.

Móskarðshnúkar

Móskarðahnúkar – herforingjaráðskort 1908.

Húshólmi

Í sunnudagsblaði Morgunblaðsins 1972 er umfjöllun með yfirskriftinni „Hvert munduð þér helzt halda í gönguferð á góðum sunnudegi?“ þar sem nokkrir valdir einstaklingar eru spurðir svara:

„Enga íþrótt — ef íþrótt skyldi kalla — er eins auðvelt að iðka og gönguferðir — og þær eru sannarlega ekki síður skemmtilegar að vetri en sumri. Til þeirra þarf engan útbúnað annan en hlý föt og góða skó en hollustan af þeim er ómæld. Læknar hafa um árabil hvatt menn til gönguferða, ekki einungis vegna þess, að þær eru hollar líkamanum í heild, heldur og vinna þær gegn hjartasjúkdómum, sem eru eins og allir vita, einn tíðasti sjúkdómur meðal siðmenntaðra þjóða.

Arnarvatn

Arnarvatn.

Margir hafa svo sem stundað gönguferðir án þess til þyrfti hvatningarorð lækna en enginn vafi er, að þær hafa orðið almennari á síðari árum eftir að fólk fór almennt að gera sér ljóst hvílíkir vágestir kransæðastífla og aðrir hjartakvillar er. Þannig hafa fjölmargir kynnzt umhverfi sínu á nýjan hátt, séð staði, sem voru þeim áður ókunnir og einnig séð gamalkunna staði nýjum augum.
Til gamans höfðum, við samband við nokkra menn og konur á höfuðborgarsvæðinu og báðum þau að segja okkur í fáum orðum, hvert þau mundu helzt halda í gönguferð á góðum sunnudegi, þegar þau ættu frí frá amstri og erfiði hversdagsins.

Hlíðar Heiðmerkur (Jónas Haralz, bankastjóri)
Jónas HaraldzVið sem búum í Reykjavík og nágrenni höfum þá einstöku aðstöðu að finna fagurt, tilkomumikið og marg breytilegt landslag eftir 10—15 mínútna akstursleið — og jafnvel- enn nœr bústöðum okkar. Þarna getum við verið algerlega út af fyrir okkur — er víða sem sjaldnast sést nokkur maður á vetrardegi. Við hjónin notum okkur þetta oft og eftirlætisstaður okkar er með hlíðunum í Heiðmerkurlandinu.

Á Helgafell eða fjörur (Halldóra Thoroddsen, skrifstofustjóri)
Það er vandi að velja á milli, því að margir skemmtilegir staðir eru í nágrenni Reykjavíkur og óþarfi að aka langt burt úr bænum til að finna fallegar gönguleiðir. Til dæmis er einkar gaman að ganga fyrir sunnan Heiðmörkina og Hafnarfjörð og minnist ég þá sérstaklega skemmtilegrar leiðar, sem Eysteinn Jónsson lýsti fyrir nokkrum áratugum, það er göngu ferð á Helgafell. Ég gekk einu sinni eftir hans fyrirsögn og er viss um að sú leið svíkur engan.
Halldóra Thoroddsen
Skemmtilegast finnst mér þó að ganga með sjó fram og þá er ekki langt að aka suður í Krýsuvík eða Grindavík — nú — svo standa fjörurnar á Stokkseyri og Eyrarbakka alltaf fyrir sínu. Þessum gönguferðum fylgir sá kostur, að maður þarf ekki að kjaga upp eða niður brekkur. Helzt mundi ég þó kjósa á góðviðrissunnudegi að setjastá hestbak og ríða inn með Esjunni og upp að Tröllafossi — það er mátuleg sunnudagsferð fyrir mann og hest.

Kaldársel (Gísli Sigurðsson, varðstjóri)
Ég hef haft þann sið frá þvi fyrir 1930 að ganga um nágrennið og upp úr 1950 fór ég að safna örnefnum hér í kring og hef verið að ganga á þessa staði. Það er því um margt að velja. Úr Reykjavík er til dæmis gott að ganga upp að Elliðavatni og Vatnsendavatni og þar um kring, m.a. i Heiðmörkinni. Svo ég tali nú ekki um að bregða sér í fjöllin í Mosfellssveitinni, þar er indælt að vera og horfa yfir sundin, eyjarnar og nesin.
Gísli SigurðssonÚr Garðahreppi er einfaldast að fara beint inn hjá Vífilsstöðum, inn á hálsana, inn með Vífilsstaðahlíð, inn í Grunnuvötn og inn á Hjalla.
Úr Kópavogi er sjálfsagt að ganga inn úr byggðinni, upp og umhverfis Vatnsenda hæð, inn í Selás, inn fyrir Geitháls, — ég tala nú ekki um að fara inn á Sandskeiðið og þar í kring.
Við Hafnfirðingar eigum ekki langt að fara, getum gengið umhverfis bæinn, um Urðarfosshraunið, Setbergshlíðina inn að Kaldárseli og kringum Helgafell, suður um Ásfjall og þar um kring. Þetta eru svona tveggja til þriggja tíma leiðir, sem er gott að ganga eftir hádegi. Þarna er víða ónumið land, sem er indælt til hvíldar og gönguferða. Mér finnst ekkert taka þeim fram.

Gamla Krýsuvík (Björn Steffensen, endurskoðandi)
Björn SteffesenFerðinni er heitið í Húshólma til þess að skoða tóftir „Gömlu Krýsuvíkur“: Ekið er sem leið liggur suður Reykjanesbraut þar til komið er suður fyrir Hvaleyrarholt að beygt er til vinstri, á Krýsuvíkurveg. Ekið um Kapelluhraun og austur jaðar Almennings, yfir Vatnsskarð að Kleifarvatni. Haldið áfram suður með vatninu; farið fram hjá hverasvæðinu við Ketilstíg og áfram fram hjá Grænavatni. Tæpum 1 kílómetra sunnar eru, til hægri handar, vegamót Grindavíkurvegar. Er ekið eftir honum gegjnum túnið í Krýsuvík og áfram, um 4 kilómetra í vestur, þá er komið að austurjaðri Ögmundarhrauns. Þá er Mælifell á hægri hönd.
Hér hefst gönguferðin og er þá fyrst farið niður með jaðri hraunsins. Auðvelt er að aka jeppa niður með hrauninu, en við förum þetta gangandi.
Þegar gengið hefur verið um 2 kílómetra niður með hraunjaðrinum verða fyrir tvö vörðubrot á hraunbrúninni. Hér liggur stígur upp á hraunið. Er þessum stíg fylgt yfir að hraunrima, sem er sem næst 1/2 kílómetri á breidd og er þá komið í Húshólma.
Húshólmi er gróin spilda, nokkrir tugir hektara að stærð, umlukt apalhrauni, nema við sjó er dálítil fjara.

Húshólmi

Skálatóft í Húshólma í Gömlu-Krýsuvík.

Haldið er vestur yfir Húshólmann og stefnt dálítið ská hallt í átt til sjávar. Þegar komið er að hraunbrúninni vestan við gróðurspilduna er stefna tekin suður með hrauninu unz fyrir verður gróið túngarðsbrot, sem liggur skáhallt út undan hrauninu. Er þetta brot af túngarði „Gömlu Krýsuvíkur“. Sunnan við túngarðsbrotið er gengið upp á hraunið og verða þá fyrir tóftirnar af húsum „Gömlu Krýsuvíkur“.
Hér gefur á að líta tóftir af bæjarhósum, sem hraun (Ögmundarhraun) hefur runnið allt í kringum og að nokkru yfir. Ég held að hvergi á Íslandi sé hægt að sjá þessu líkt, nema ef vera kynni í Reykjahlíð við Mývatn. Talið er að Ögmundarhraun hafi runnið um miðja 14. öld.
Munnmæli herma að hér hafi Krýsuvík upphaflega verið. Þetta mun að vísu aðeins vera tilgáta til að skýra nafn bœjarins, sem eftir hraunflóðið á að hafa verið fluttur á þann stað, þar sem hann nú er, um 4 kílómetra frá sjó og engin vík í landi jarðarinnar. Krýsuvík er nú í eyði, bæjarhús fallin, en lítil timburkirkja stendur.

Básendar

Básendar – festarhringur.

Orð fer af því hve nágrenni Reykjavíkur sé hrjóstrugt. Þar á móti kemur að kannski er hvergi á Íslandi jafn fjölbreytt náttúra. Auk þess eru hér á næstu grösum margvíslegar minjar frá liðnum öldum, sem gaman er að kynnast, svo sem seljatóftirnar í hrauntungunni milli Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar, sunnan Kapelluhrauns (Almenningur), festarjárnin digru á Básendum, sjóbúðatóftirnar og fiskbyrgin á Selatöngum, og fallegar fjárborgir á víð og dreif, svo að nokkuð sé nefnt. Er ómaksins vert fyrir þá, sem eiga ráð á bíl og eru rólfærir, að gefa þessu gaum.

Hlíðar Esjunnar (Áki Jakobsson, lögfræðingur)
Áki JakobssonÍ haust sem leið var tíðin rysjótt og fá tækifæri gáfust til þess að fara í gönguferð í þurru veðri.
Sunnudag einn hringdi til mín kunningi minn og spurði hvort ég væri ekki til í að koma í göngutúr. Ég játaði því með þökkum og fór í gönguskó og svo lögðum við af stað. Við ókum upp að Stardal og lögðum bílnum þar en lögðum land undir fót. Gengum við svo til vesturs frá Stardal meðfram undirhlíðum Esjunnar. Síðan sveigðum við til norðurs og stefndum að Móskarðshnúkum. Leiðin lá yfir allvíðlend an mýrarslakka, sem grafinn hefur verið í sundur með skurðum, sem virðist vera orðin árátta, þó að ekki eigi að fullrækta. Á leiðinni yfir mýrina, sem var mjög blaut eftir rigningarnar í sumar, og því ekki beint þægileg til göngu, rákumst við á mink, sem faldi sig i skurði. Þegar hann varð var mannaferða tók hann til fótanna og hafði sýnilega engan áhuga á að kynnast okkur frekar. Við veittum honum nokkra athygli og virtist augljóst, að þarna væri um hlaupagikk að ræða, nýsloppinn út, enda er þarna skammt frá eitt af hinum nýju minkabúum, sem stofnuð voru eftir að minkabannið var afnumið illu heilli. Við vorum ekki í neinum minkaveiðihugleiðingum og kvöddum hann því og héldum leið okkar. Stefndum við nú á vestasta Móskarðshnúkinn. Veður var bjart þessa stundina, þó ekki sól, en líparitið í hnúkunum gerði þetta að sólskinslandslagi og fjallasýnin var heillandi.

Móskarðshnúkar

Móskarðshnúkar.

Stefndum við nú upp til fjallanna og ekki leið á löngu þar til við komum upp á veginn úr Kjósinni, sem liggur um Svínaskarð. Fylgdum við nú veginum til vesturs, þar til hann sveigir til suðurs við vestasta hnúkinn. Þá fórum við af veginum og stefndum upp á leið, upp á mjög einkennilega klettaborg, sem stendur upp úr skriðunum neðanvert í fjallinu. Nú gerði á okkur skyndilega rigningu og er ekki að orðlengja það, að við urðum holdvotir á nokkrum mínútum. Við létum þetta þó ekki aftra okkur og héldum áfram. Eg er nú ekki orðinn mikill fjallgöngumaður, en upp á klettaborgina komst ég þó. Þá bregður svo við, að það er eins og risahönd sópi burt rigningarskýjunum og við fáum sólskin. Við fengum alveg stórkostlega útsýn, einkum til Esjunnar, en þar blasir við auganu hæsti tindur hennar. Þessi fjallasýn var svo heillandi, að mér fannst við í henni einni fá ríkuleg laun fyrir erfiði okkar. Því hefur ekki einhver af málurum okkar sett þetta stórkostlega „motiv“ á léreft, varð mér á að hugsa. Það get ur nú verið að það hafi verið gert, þó að ég hafi ekki séð þá mynd.

Móskarðshnúkar

Móskarðshnúkar.

Sólskinið stóð ekki lengi. Þung rigningarský lögðust að á ný og aftur var komin hellirigning. Eftir þessa útsýn á hamraborgunum, gerði þetta að sól inni, fannst okkur ekki vera hægt að vænta nýrra ævintýra í þessari ferð og hröðuðum okkur nú niður og vildum komast úr rigningunni sem fyrst. Við fórum niður á veginn úr Kjósinni og fylgdum honum, en komum þá að girðingu, sem liggur meðfram veginum og beinir honum í aðra átt en við þurftum að komast.
Brugðum við nú á það ráð að fara yfir girðingu þessa, til þess að stytta okkur leið. En við höfðum ekki lengi gengið þegar við gengum fram á tvö heljarmikil naut. Við höfðum sem sagt lent í nautagirðingu. Við höfðum engan kjark til þess að fara að kljást við naut. Nautin höfðu ekki orðið vör við okkur, svo við læddumst til baka sömu leið og komum okkur út úr girðingunni. Við fórum svo krókinn af mestu þolinmæði og komum að bílnum aftur eftir röskra fjögurra tíma göngu. Við vor um að vísu holdvotir, en höfðum átt mjög skemmtilegan dag.

Yfir Sveifluháls (Bergþóra Sigurðardóttir, læknir)
Bergþóra SigurðardóttirSveifluháls eða Austurháls nefnist hæðardragið norðan Kleifarvatns og eru hæstu tindar hans tæpir 400 m á hæð. Er hann innan þess svæðis, sem Náttúruverndarnefnd Reykjavíkur og borgarráð leggja til að verði fólkvangur.
Reyndar kæmi sér vel fyrir okkur gönguglöð, að fá til fylgdar einhvern fótfúinn, sem sætti sig við að aka okkur í átt að Djúpavatni og biða okkar síðan í Krýsuvík. Gætum við þá gengið þvert yfir hálsinn, sem er þarna um 2,5 km á breidd. En ekkert er á móti því að ganga í hring og koma niður sömu megin. Við ókum Krýsuvíkurveg í átt að Kleifarvatni, en beygjum til hægri áður en við komum í Vatnsskarð, þar sem heitir Móhálsaleið. Ruðningsvegur liggur yfir hraunið með nyrðri hlíð Sveifluháls í átt að Djúpavatni. Þar er silungsveiði og snoturt veiðihús stendur við vatnið. Yfirgefum við farartækin, þar sem vegurinn sveigir að Djúpavatni.
Sveifluháls er móbergshryggur, sem hlaðizt hefur upp í sprungustefnu (SV—NA) á siðasta jökulskeiði. Hann er því lítið rofinn og landslag tilbreytingaríkt. Aðallitir landsins þarna eru rauðbrúnn litur móbergsins og grámi gamburmosans. Göngum við suður og upp á við yfir urð og grjót. Í maí sjást þarna í mosa og móabörðum bleikar breiður sem minna fákunnandi á lambagras, en þarna skartar vetrarblómið sínum fegursta skrúða. Er upp á hálsinn er komið er fallegt að sjá til norðurs yfir hraunið og Djúpavatn, en handan þess Grænadyngja og Trölladyngja. Í suðaustri sjást gufustrókar frá hverum milli Hatts og Hettu, en það eru hæstu hnúkarnir á hálsinum í suðri.

Grænavatn

Grænavatn.

Á miðjum hálsinum er tjörn, sem Arnarvatn nefnist. Við göngum vestan hennar í sendnu fjöruborðinu, en reiðvegurinn til Krýsuvíkur liggur austan megin. Móbergskambur skýlir okkur á aðra hönd, en handan hans tekur við flatlent mýrlendi og norðaustan þess gnæfir Arnarnípa 340 m á hæð. Er yfir mýrina kemur tekur við holt, en síðan fer að halla undan fæti og við sjáum suður á sjálft Atlantshafið. Lítið fell, Arnarfell, sunnan Krýsuvíkur er fallegt til að sjá. Við sjáum að Grænavatn er réttnefni, en það glitrar eins og smaragður séð frá hálsinum.
Við fikrum okkur svo niður gilið að hverasvæðinu, þar sem hitaveita Hafnarfjarðar hefur um árabil bullað út í loftið.
Þar sem Grænavatn var svona fallegt til að sjá, hyllumst við til að skoða það nánar. Er það rétt sunnan við akveginn. Grænavatn er dýpsti sprengigígur á landinu, 44 m á dýpt og á barmi þess getum við fundið hnyðlinga úr gabbró. Gestastaðavatn, vestan vegarins er einnig í gömlum sprengigíg, en aðeins 2,6 m á dýpt. Enn sunnar eru tvær smátjarnir eru Augu nefnast og myndaðar á sama máta. Liggur veg urinn milli Augnanna og ljúkum við þar göngu okkar.“

Heimild:
-Morgunblaðið-sunnudagsblað 26.11.1972, Hvert munduð þér helzt halda í gönguferð á góðum sunnudegi?, bls. 36-37.

Arnarfell

Arnarfell.

Kirkjusandur

Í Byggðakönnun Borgarsögusafns Reykjavíkur fyrir „Kirkjusandssvæðið“ árið 2016 kemur m.a. eftirfarandi fram um sögu þess:

Saga svæðisins – Staðhættir og örnefni

Kirkjusandur
Svæðið sem hér er fjallað um nær yfir hluta af því landi sem á öldum áður tilheyrði jörðunum Rauðará og Lauganesi. Samkvæmt landamerkjalýsingu frá árinu 1883 lágu merki á milli þessrar jarða eftir Fúlutjarnarlæk, frá sjó að upptökum hans við Ámundaborg, en samkvæmt eldri landamerkjalýsingum lágu merkin austar, þ.e.a.s. frá Ámundaborg sjónhendingu í stein á Kirkjusandi sem nefndur var Stúlknaklettur (Stúlkuklettur). Munnmæli segja að einhvern tíma hafi vanfær vinnukona í Laugarnesi horfið, en svo fundist við þennan stein ásamt tveimur stúlkubörnum. Hornmark Rauðararár, Reykjavíkur og Laugarness lá um Ámundaborg sem var fjárborg. Ámundaborg er löngu horfin en hefur verið þar sem býlið Lækjarhvammur var, nálægt því þar sem Lámúli 4 er nú.

Kirkjusandur
Fúlutjarnarlækur var afrennsli frá Kirkjumýri og Kringlumýri og var farvegur hans að mestu leyti vestan við núverandi Kringlumýrabraut. Fúlutjarnarlækur var talinn illur yfirferðar í miklum rigningum og leysingum. Nafn sitt dregur hann nafn af Fúlutjörn, sem var hálfgert sjávarlón sem lyktaði af rotnandi gróðri. Fyllt var upp í Fúlutjörn og var því lokið um 1960. Fúlutjarnarlækur var settur í stokk árið 1957 og er því ekki sýnilegur lengur. Laugalækur rann til sjávar á Kirkjusandi austan við Stúlkuklett. Hann var afrennsli frá Þvottalaugunum og rann um Laugamýri (Laugardal), vestan við Laugarás. Laugalækur var settur í stokk árið 1949 og gata sem er á svipuðum slóðum nefnd eftir honum.
Kirkjusandur
Kirkjusandur hét sandströndin frá Fúlutjarnarlæk að Laugarnesi. Nafnið Kirkjusandur kemur fyrst fyrir í Oddgeirsmáldaga frá 1379. Þar segir að Jónskirkja í Vík eigi land að Seli, akurland og sellátur í Örfirisey, auk þess akurland í Akurey og reka við Kirkjusand. Því er Kirkjusandur kenndur við kirkjuna í Reykjavík en ekki Laugarnesi. Vestast á Kirkjusandi var Fúlakotsvör en austast var Suðurkotsvör. Suðurkot var ein af hjáleigum Laugarness og þar hefur verið útræði frá fornu fari. Greint var á milli Ytri-Kirkjusands og Innri-Kirkjusands og voru mörkin trúlega um Laugalæk.

Laugarnes
Árið 1824, þegar Steingrímur Jónsson var orðinn biskup, sóttist hann eftir stuðningkonungs til að reisa embættisbústað í Laugarnesi og var Laugarnesstofa þá reist. Húsið var eitt fárra steinhúsa sem þá höfðu verið reist á Íslandi. Það var alla tíð lekt og lélegt og svo fór að arftaka Steingríms, Helga Thordersen biskupi, fundust húsakynni í Laugarnesi óviðunandi, auk þess sem vegurinn til Reykjavíkur yfir Fúlutjarnarlæk var ógreiðfær. Helgi flutti því í nýtt hús embættisins að Lækjargötu 4 árið 1856.
Vegurinn út í Laugarnes var vissulega slæmur en þetta var gamall götutroðningur sem lá með ströndinni í vestur frá Laugarnesi, eftir Kirkjusandi innri, yfir Laugalæk, eftir Kirkjusandi ytri á vaði yfir Fúlutjarnarlæk og að Rauðará. Þessi leið fékk nafnið Biskupsgata meðan biskup bjó í Laugarnesi.

Kirkjusandur

Kirkjusandur og Laugarnes um 1920. Holdsveikraspítalinn sést vel á Lauganesi.

Bæjarstjórn Reykjavíkur keypti Laugarnes ásamt jörðinni Kleppi árið 1885, í því skyni að tryggja Reykvíkingum aukið land til beitar, ræktunar og mótöku og árið 1894 voru báðar jarðirnar lagðar undir lögsagnarumdæmi Reykjavíkur. Eftir að Laugarnes komst í eigu bæjarins var hafist handa um gerð vegar sem auðvelda átti fólki ferðir inn í Þvottalaugarnar og dregur vegurinn, Laugavegur, nafn sitt af þeim. Til að komast að laugunum höfðu þvottakonurnar áður þurft að þræða götur meðfram sjónum austur úr Skuggahverfi, fara yfir Fúlutjarnarlæk (nálægt því þar sem nú eru gatnamót Kringlumýrarbrautar og Borgartúns) og þaðan yfir Kirkjumýri, sem var bæði blaut og keldótt.

Kirkjusandur

Kirkjusandur um 1920.

Árið 1898 lét danska Oddfellowreglan reisa holdsveikraspítala í Laugarnesi sem gefinn var íslensku þjóðinni. Þá var lagður nýr vegur að Laugarnesi frá Laugavegi. Vegur þessi beygði af Laugarvegi nálægt því þar sem Hátún 6 er nú og lá yfir Fúlutjarnarlæk á brú vestan við Kirkjuból (Laugarnesvegur 37). Vegurinn lá síðan í beinni stefnu til norðausturs yfir brú á Laugalæk. Hann var í upphafi nefndur Spítalavegur en fékk síðar nafnið Laugarnesvegur. Við þessa vegalagningu varð leiðin greiðari að Kirkjusandi sem hafði þau áhrif á að þar varð til fyrsti vísir byggðar.
Á árunum 1949-1975 voru gerðar miklar landslagsbreytingar á svæðinu sem hér er til umfjöllunar. Austast hluti Fúlutjarnar náði inn á svæðið á sínum tíma, en fyllt var upp í tjörnina og var því lokið um 1960. Austast um svæðið rann Laugalækur en hann var settur í stokk árið 194922 og ströndin byggð fram um 100 m með landfyllingu. Því er ásýnd og náttúra hins forna Kirkjusands mjög mikið breytt.

Upphaf byggðar á svæðinu – Fiskverkunarstöð Th. Thorsteinssonar
Kirkjusandur
Þorsteinn var tengdasonur Geirs Zoëga og hafði stofnað verslunina Liverpool árið 1896, auk þess að vera með þilskipaútgerð. Ári seinna sótti hann um að fá leigutíma á lóðinni á Kirkjusandi lengdan úr 10 árum í 20 ár, þar sem hann þurfi að kosta allmiklar tilfæringar á staðnum, byggja hús þar o. fl. Auk þess bað hann um leyfi til að stækka leigulóðina og setja fiskþurrkunargrindur á svæðið fyrir ofan Stúlknaklett, að sandinum fyrir innan höfðann, til fisksólunar.

Kirkjusandur
Árið 1900 setti Jes Zimsen á fót fiskverkun á Innri-Kirkjusandi ásamt bræðrunum Birni og Þorsteini Gunnarssonum og þar reistu þeir tvö fiskverkunarhús. Á næstu áratugum reistu félögin margvísleg mannvirki í kringum fiskvinnsluna á svæðinu, þar á meðal þurrkhús, geymsluhús, vélaskúra, þvottahús, verbúðir, verkstjóraíbúð og bryggjur. Fjöldi manns var í vinnu við salfiskvinnsluna og var reitur Th. Thorsteinssonar lengi einn stærsti fiskreiturinn í Reykjavík og vinnustaður fjölda karla, kvenna og barna. Fiskurinn var saltaður, þveginn og þurrkaður á stakkstæðum, síðan hlaðið upp í stakk og að lokum var hluta hans komið fyrir innandyra í fiskgeymslum. Til að getað þurrkað fisk allt árið voru byggð sérstök þurrkverkunarhús. Þau mátti þekkja á loftstokkum á þakinu. Einungis eru risin tvö hús, fiskverkunar húsið og íbúðarhúsið sem stendur norðar (ljósmálað hús). Unnið er við að breiða fiskinn út til þurrkunnar.
Kirkjusandur
Til að koma fiskinum til og frá fiskverkunarhúsunum um stakkstæðin voru lagðir um 500 m af brautarteinum frá Fúlutjörn að húsunum á Ytri-Sandi og þaðan norður að húsunum á InnriSandi. Auk þess lágu teinarnir á búkkum yfir Fúlutjörn á tímabili.
Byggt var við húsin og þau stækkuð og í úttekt frá árinu 1915 voru þau orðin sex talsins. Árið 1920 brunnu nokkur hús á lóðinni (þ.á.m. líklega nyrsta fiskþurrkunarhúsið sem var með loftstokkum á þakinu) en íbúðarhús frá 1915 og fiskþurrkunarhús frá 1900 sluppu.
Kirkjusandur
Árið 1921 reisti Th. Thorsteinsson nýtt fiskþurrkunarhús á rústum eldri húsanna. Það var hús með tveimur loftstokkum á þakinu og snéri þvert á gamla þurrkhúsið. Þetta hús stóð lengi eitt eftir á reitnum til minningar um þetta tímabil, en var flutt að Ægisgarði 2 við gömlu Reykjavíkurhöfn árið 2011 og hýsir nú veitingastað.
Byggðin fór að þéttast við Laugarnesveg á 3. áratugi 20. aldar, nánar tiltekið á árunum 1926–1929. Íbúðarhús voru byggð austan götunnar og í dag standa þar 8 hús frá þessu tímabili.

Hernámsárin – Braggabyggð á svæðinu
Kirkjusandur
Á árunum um og eftir síðari heimsstyrjöld settu braggar og önnur mannvirki hernámsliðsins svip á byggðina á þessum slóðum eins og annars staðar í bænum. Detention Camp, fangelsiskampur, var staðsettur á Ytri-Kirkjusandi, suðaustan við fiskvinnsluhús Th.Thorsteinssonar. Þar var fangelsi breska hersins og síðar flotans.
Laugarnes
Á svæðinu voru nokkrir herskálar sem notaðir voru sem fangageymslur og var fangelsissvæðið afgirt með 3 m hárri netgirðingu. Þarna voru nokkrir Íslendinga hafðir í haldi í kjölfar dreifibréfsmálsins svokallaða. Á svæðinu voru líka tvær stórar birgðaskemmur auk fjögurra skemma með mænisþaki sem voru reistar af Kanadamönnum og standa enn.

Strætisvagnar Reykjavíkur á Kirkjusandi
Kirkjusandur
Reykjavíkurborg yfirtók rekstur Strætisvagna Reykjavíkur árið 1944 og ári seinna var bækistöð strætisvagna flutt frá Hringbraut 56 yfir á athafnasvæði á Ytri-Kirkjusandi sem bærinn tók á leigu handa fyrirtækinu. Það er sú lóð sem nú talin númer 41 við Borgartún. Þar voru þá til staðar áðurnefnd fiskverkunarhús Th. Thorsteinssonar og stórar birgðaskemmur og nokkrir braggar frá hernum. Svæðið allt og meðfylgjandi byggingar voru færð í það horf sem taldist nothæft fyrir strætisvagnana og starfssemi þeirra. Húsin hýstu síðan vinnustofur, verkstæði, birgðastöð og geymsluplan fyrir vagnana. Meðal þessara húsa voru járnklædd, fjögurra bursta bindingshús sem reist höfðu verið af Kanadamönnum á stríðsárunum og nefnd eru hér að ofan. Þau voru notuð undir dekkjaverkstæði, geymslur og sprautuverkstæði í tíð Strætisvagnanna.

KirkjusandurÍ
lok sjöunda áratugarins og byrjun þess áttunda voru reist tvö hús til viðbótar á lóðinni fyrir Strætisvagna Reykjavíkur, annars vegar þvottahús (austar) og hins vegar skrifstofu- og verkstæðishús (vestar). Um leið voru eldri hús á lóðinni rifin, öll nema kanadísku húsin og gamla þurrkhúsið frá 1921. Húsin sem Strætisvagnar Reykjavíkur létu reisa á lóðinni auk bindingshússins sem Kanadamenn reistu standa enn og eru lítið breytt frá upprunalegri gerð. Strætisvagnar Reykjavíkur höfðu bækistöðvar að Kirkjusandi í rúmlega hálfa öld eða fram til ársins 2001. Lóðin var í seinni tíð gjarnan kölluð Strætólóðin.

Júpíter hf. og Mars hf. á Kirkjusandi

Kirkjusandur

Kirkjusandur um 1960. Gamla frystihúsið og hús Sambandsins.

Árið 1948 fluttu togaraútgerðarfélögin Júpíter hf. og Mars hf. til Reykjavíkur, en þau voru upphaflega stofnuð í Hafnarfirði af Tryggva Ófeigssyni og fleirum. Félögin ráku hraðfrystihús ásamt saltfisk- og skreiðarverkun á Ytri-Kirkjusandi til ársins 1973, á lóðinni sem nú er talin númer 2 við götuna Kirkjusand. Félagið leigði lóðina til 30 ára og reisti á henni ýmis fiskgeymslu- og vinnsluhús. Árið 1950 sótti félagið um leyfi að byggja stórt, steinsteypt fiskverkunarhús við fjöruborðið. Húsið var hækkað og byggt við það í nokkrum áföngum og var á sínum tíma stærsta frystihús landsins.

SÍS og Íslandsbanki á Kirkjusandi

Kirkjusandur

Kirkjusandur – Íslandsbanki. Nýbyggingasvæði vestan byggingarinnar.

Í kjölfar eldgossins í Heimaey árið 1973 keypti Ísfélagið frá Vestmannaeyjum frystihúsið og aðrar eignir á Kirkjusandi og rak til ársins 1975 þegar Samband íslenskra samvinnufélaga keypti húseignirnar við Kirkjusand. Sambandið var umsvifamikið í Laugarnesi á 7. og 8. áratugnum og reisti meðal annars stórhýsi fyrir kjötvinnslu austan við götuna Kirkjusand (á Innri-Kirkjusandi). Á 9. áratugnum hóf Sambandið umfangsmiklar breytingar á frystihúsinu við Kirkjusand sem var stækkað, hækkað og klætt, en fyrirhugað var að breyta því í skrifstofuhús undir nýjar höfuðstöðvar Sambandsins. Niðurrif ýmissa mannvirkja á svæðinu var hluti af þessum breytingum. Árið 1988 þegar framkvæmdir voru komnar á gott skrið tók að halla undan fæti hjá Sambandinu og um svipað leyti og skrifstofuhúsnæðið var fullbúið þurfti Sambandið að láta af hendi eign sína í húsinu.
Kirkjusandur
Íslandsbanki eignaðist síðar húsið og aðrar eignir á lóðinni og flutti þangað höfuðstöðvar sínar árið 1995. Í kjölfarið voru gerðar minniháttar breytingar á útliti og innra fyrirkomulagi hússins.
Öll mannvirki sem voru reist undir fiskverkun á Kirkjusandi á fyrri helmingi 20. aldar og mynduðu ákveðna þyrpingu og menningarsögulega heild hafa verið rifin að einu húsi undanskyldu. Það hús var ekki varðveitt á Kirkjusandi heldur flutt þaðan árið 2007 og komið fyrir við gömlu höfnina í Reykjavík (Ægisgarð 2), eins og áður er nefnt.

Heimild:
-Kirkjusandur, Byggðakönnun, Borgarsögusafn Reykjavíkur, Reykjavík 2016.

Kirkjusandur

Kirkjusandur – fiskþurrkun. Bærinn í Laugarnesi sést í fjarska.

Berta Ágústa Sveinsdóttir

Í Lesbók Morgunblaðsins 1981 má lesa eftirfarandi um „Síðasta bóndann í Reykjavík“ eftir Agnar Guðnason:

Lækjarhvammur

Einar Ólafsson (1896-1991).

Einar í Lækjarhvammi er hálf-nírœður og fyrir löngu þjóðkunnur maður. En borgin óx yfir Lœkjarhvamm og nú sjást engin merki umþennan bæ, sem stóð nálœgt gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Suðurlandsbrautar.
Agnar Guðnason segir hér frá búskap Einars.

Einar Ólafsson fæddist 1. maí 1896 að Flekkudal í Kjós. Bóndi varð Einar á fardögum árið 1921, en þá tók hann á leigu jörð og bústofn að Neðra-Hálsi í Kjós. Þar bjó hann aðeins eitt ár, því þá var jörðin seld og bústofn einnig. Þá var ekki fyrir Einar annað að gera en að fara á sjóinn aftur, en hann hafði verið á togurum á sumrin, frá 1916. Árið 1925 kvæntist Einar Bertu Ágústu Sveinsdóttur, en hún var ættuð frá Hvassahrauni.

Búskapurinn í Lækjarhvammi
Frá því á árinu 1916 átti Berta heima í Lækjarhvammi í Reykjavík. Hún hafði flust þangað með foreldrum sínum, en faðir hennar dó árið sem þau hófu þar búskap. Eftir það bjó hún þar ásamt móður sinni.

Berta Ágústa Sveinsdóttir

Berta Ágústa Sveinsdóttir (1896-1968).

Árið eftir að þau giftu sig, Einar og Berta, taka þau við búi í Lækjarhvammi. Þegar þau Einar og Berta taka við voru kýrnar 8 sem þótti sæmilegt. Strax á öðru ári Einars í Lækjarhvammi hóf hann að byggja fjós. Það var fyrir 25 kýr. Þetta þótti mikið myndarfjós á þeim tíma og Einar var þar með talinn einn af stórbændunum. Nokkrar aðrar jarðir voru á þessum árum í Reykjavík, þar sem voru góð kúabú, í nágrenni við Einar voru Rauðará, Austurhlíð og Laugaland, ekki var langt í Háteig og Sunnuhvol. Á þessu fyrsta búskaparári Einars og Bertu saman í Lækjarhvammi, voru töluvert á fimmta hundrað kýr í höfuðborginni. Talið var að á árinu 1930 hafi mjólkurframleiðslan í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur verið það mikil að hún hafi dugað handa um helming borgarbúa.

Lækjarhvammur var nýbýli
Lækjarhvammur var fyrsta nýbýlið sem byggt var í „nágrenni“ Reykjavíkur. Bærinn átti landið og það var fengið á erfðafestu 4 ha. Fyrsta íbúðarhúsið var byggt á jörðinni árið 1880, sá sem það byggði og átti þar heima hét Árni Gíslason og var hann norðanpóstur í mörg ár. Það var ekki hægt að hafa stór bú á þetta litlu landi. Það varð því að bæta við landið og heyja annars staðar handa kúnum.
Einar fjölgaði kúnum mjög fljótlega og flestar urðu þær um 30. Árið 1928 keypti Einar tún af Thor Jensen. Þetta tún er innan borgarmarkanna ennþá og hefur lítið verið hróflað við því síðan. Þetta er túnið sem er fyrir vestan Glæsibæ við Suðurlandsbrautina og Holtaveg. Þá keypti Einar einnig hluta í jörð upp í Kjós. Fyrstu árin flutti hann heyið ofan að með bát til Reykjavíkur. Mestur varð heyskapurinn hjá Einari rétt um 1000 hestburðir. Þá var sérstakt við búskap Einars að kýrnar voru í sumarfjósi upp í Kjós, en Einar keypti jörðina Bæ, árið 1941. Þar var hann einnig með töluvert fjárbú.

Lækjarhvammur

Árið 1890 úthlutaði bæjarstjórn Árna Gíslasyni vesturpósti fjórum dagsláttum lands á vesturbakka Fúlutjarnalækjar, rétt ofan vegarins nýja, þar sem kallað var Lækjarbotn. Þetta var fyrsta sjálfstæða býlið sem byggt var út úr hina forna Laugarneslandi frá því Kleppur og Bústaðir byggðust. Árni nefndi býlið sitt Lækjarhvamm og bjó þar lengi, ásamt Önnu Stefánsdóttur konu sinni og Friðmey dóttur þeirra. Mannlíf við Sund, býlið, byggðin og borgin. 119. Bæinn byggði hann 1891. Sveitin við Sund, 99. Bærinn stóð á horni þar sem síðar reis hótel Esja, á horni Kringlumýrarbrautar og Suðurlandsbrautar. Býlið stóð á vesturbakka Fúlutjarnarlækjar, sunnan Suðurlandsbrautar (sem þá taldist á þessum kafla til Laugavegar), eða rétt suðaustan við núverandi gatnamót Suðurlandsbrautar og Kringlumýrarbrautar. Frá 1926 bjó í Lækjarhvammi Einar Ólafsson forystumaður í búnaðarmálum, og rak þar stórt bú með á milli 20 og 30 mjólkandi kúm. Á 7. áratug 20. aldar varð býlið að víkja fyrir skipulagi og voru bæjarhúsin rifin árið 1967.

Þéttbýlið og búskapurinn
Lengi vel fundu þau Berta ekki neitt sérstaklega fyrir þéttbýlinu, þau voru eins og annað sveitafólk við sinn búskap og voru ótrufluð af öðru. „Það var eiginlega ekki fyrr en farið var að byggja við Álfheimana, að við fórum að finna fyrir smávegis óþægindum. Þá hættum við að hafa frið með heyið. Það þýddi ekkert að setja upp sæti, krakkarnir höfðu svo óskaplega gaman af að veltast í heyinu,“ sagði Einar.
Þá var nú einnig komið að því, að ekki var lengur hægt að vera með kýr inni í borginni. Það var rétt fyrir 1960 sem farið var að byggja við „Heimana“ og Einar hætti með kýrnar 1964 og hætti þar með alveg búskap í Lækjarhvammi. Hélt áfram með sauðfé í Bæ og var þar með um 200 fjár á fóðrun.
Lækjarhvammur
„Aldrei var mikil ásókn af krökkum hjá okkur í Lækjarhvammi, þannig að við hefðum einhvern ama af. Það var helst þegar við vorum að hirða að krakkarnir komu til okkar og vildu fá að hjálpa til, sem oftast var auðsótt mál fyrir þau. Það voru aldrei neinar skemmdir eða við urðum aldrei fyrir neinum sérstökum óþægindum vegna nábýlis við þéttbýlið,“ sagði Einar og bætti við: „Ég átti alltaf mjög góð samskipti við bæjaryfirvöld, þar var alltaf besta samkomulag.“

Lækjarhvammur

Laugardalur og nágrenni – loftmynd 1958.

Árið 1962 tók bæjarstjórn landið Lækjarhvammi úr erfðafestu. Skömmu síðar var farið að byggja á landinu. Þar eru nú fjölbýlishúsin við Álftamýri og Skipholt. Mikið af landi fór undir Kringlumýrarbrautina. Ennþá er nokkuð af túninu óhreyft fyrir sunnan Suðurlandsbrautina. Nú er aðeins eftir tveir bændur í Reykjavík en voru um 40 þegar Einar hóf búskap. Síðustu árin hefur Einar verið „símsvari“, eins og hann kallar sjálfan sig, hjá Framleiðsluráði landbúnaðarins.
Lækjarhvammur
Að síðustu spurði eg Einar hvaða tilfinningar bærðust með honum þegar hann lítur yfir farinn veg og minnist allra þeirra trúnaðarstarfa sem bændur höfðu falið honum gegnum árin.
Einar svaraði um hæl: „Eg á aðeins til góðar minningar um alla þá menn, sem eg hefi starfað með og allt sem eg vann að félagsmálum bænda var mér til mikillar ánægju. Þó er eitt starf sem eg er alltaf dálítið montinn eða stoltur yfir að mér tókst að leysa þokkalega. Það var þegar eg fór minn fyrsta túr á togara, 19 ára gamall. Þá voru engin vökulög og þrældómurinn all mikill. Eftir þennan fyrsta túr átti eg aldrei í neinum erfiðleikum með að fá skiprúm.
Nú er högum mínum breytt, enginn þrældómur, eg sit og svara í síma og ýmislegt sem tilfellur á skrifstofu Framleiðsluráðs og hef nærri því jafnmikla ánægju af því starfi og öðrum, sem eg hefi leyst af hendi á síðustu 80 árum eða svo“.

Í greinasafni MBL 1991 er minningargrein Jóns Guðbrandssonar um Einar Ólafsson:

Jón Guðbrandsson

Jón Guðbrandsson.

„Mánudaginn 22. júlí 1991 var Einar Ólafsson til moldar borinn í Reykjavík. Einar var fæddur í Flekkudal í Kjós 1. maí 1896, sonur hjónanna Ólafs Einarssonar, sem var frá Flekkudal, og Sigríðar Guðnadóttur, sem var frá Eyjum í sömu sveit. Einar var næstelstur 7 systkina og elsti sonurinn. Ótrúlega snemma tók Einar að sér trúnaðarstörf á heimilinu þar sem faðir hans stundaði sjó til þess að drýgja tekjurnar, sem annars hefðu ekki dugað til framfærslu fjölskyldunnar í Flekkudal. Ekki naut Einar mikillar skólagöngu á nútíma vísu, en var þó 2 vetur í Mýrarhúsaskóla auk heimanáms. Aldrei þótti mér skorta neitt á menntun hjá Einari, enda kunni hann allt það sem hann lærði í skólanum og bætti stöðugt við á lífsleiðinni eins og gengur. Ekki er nokkur vafi á því að Einar hefði verið góður námsmaður ef hann hefði lagt slíkt fyrir sig. Eitt var það þó sem hann sá eftir að hafa eytt tíma í að læra en það var kverið. Öllum var ætlað að læra það utanað og auðvitað gerði hann það, en eitthvað efaðist hann um sannleiksgildið og reyndar var það svo að trú og trúariðkanir höfðuðu ekki til hans. Sú skoðun breyttist ekki þótt aldurinn færðist yfir hann og endalokin nálguðust. Ekki þannig að hann hefði neitt á móti trú annarra, þetta var bara ekki hans hugðarefni og hann virtist ekki þurfa á trú að halda. Honum þótti þó mikil speki fólgin í boðorðunum og hann taldi að þau væru mannanna verk og að þau væru lykillinn að sambýli mannanna. Einar fór snemma að vinna í Reykjavík. Fyrst í fiskvinnu og síðar við höfnina. Þegar hann hafði aldur til fór hann til sjós á togara. Allir vildu komast á togara, sem þýddi að á togarana völdust einungis úrvals menn. Einar var á ýmsum togurum og um tíma á færeyskum.

Þórunn Einarsdóttir

Þórunn Einarsdóttir.

Upp úr 1920 kynntist Einar Bertu Ágústu Sveinsdóttur, sem bjó með móður sinni, Þórunni Guðmundsdóttur, í Lækjarhvammi við Reykjavík. Sveinn Steindórsson skipstjóri og Þórunn höfðu flust frá Hvassahrauni á Vatnsleysuströnd að Lækjarhvammi 1916, en Sveinn féll frá skömmu síðar. Berta og Einar giftu sig 1926 og hófu þá búskap í Lækjarhvammi. Vegna landþrengsla í Lækjarhvammi og skorts á beitilandi handa kúnum var jörðin Bær í Kjós keypt 1941 og kýrnar hafðar í seli þar, en túnin í Lækjarhvammi öll nýtt til slægna. Ég sem þetta skrifa er upprunninn í næsta nágrenni við Lækjarhvamm og fór snemma að sniglast þar í kring ásamt fleirum. Á sumrin var heyskapur með hestum, vögnum og vélum og mikil ævintýri í kringum það. Vorið 1840, þá var ég 11 ára, átti ég leið yfir túnið í Lækjarhvammi sem oftar. Þar hitti ég Einar svona um það bil þar sem hitaveitustöðin í Bolholtinu er. Hann spurði mig hvort ég vildi vera hjá sér um sumarið sem ég þáði og er raunar ekki farinn úr vistinni enn. Þeim hjónum varð ekki barna auðið, en þau ólu upp 2 börn. Dótturina Þórunni sem þau ættleiddu og Stefán Ottó Helgason, en þau voru systkinabörn, Berta og hann. Þórunn giftist undirrituðum og eignuðust þau 9 börn. Stefán Ottó giftist Ingibjörgu Sigurgeirsdóttur og eignuðust þau eina dóttur. Stefán Ottó lést 1956. Fleiri voru langdvölum í Lækjarhvammi og nálguðust það að vera fósturbörn og vil ég þar nefna Þormóð Sigurgeirsson, sem giftur er Magdalenu Sæmundsen og búa þau á Blönduósi, og mig sjálfan, við nutum foreldralegrar umhyggju þeirra hjóna, en miklu fleiri eiga góðar minningar frá margra ára veru sinni í Lækjarhvammi og í Bæ. Einar og Berta bjuggu allstóru búi og voru með um 30 mjólkurkýr þegar mest var og um 200 ær.

Lækjarhvammur

Reykjavík 1947. Lækjarhvammur var þar sem nú er Lágmúli 4.

Snemma hlóðust félagsmálastörf á Einar og urðu þau snar þáttur í störfum hans sem tóku mikinn tíma frá búskapnum. Einar var knár og harðduglegur, en hann bjó ekki einn, Berta bjó með honum og dygg hjú. Þegar Einar brá búi 1966 hóf hann störf hjá Framleiðsluráði landbúnaðarins þar sem hann var öllum hnútum kunnugur, enda hafði hann tekið þátt í að móta margar þær aðferðir sem þar var unnið eftir. Hjá Framleiðsluráði var hann allt til 89 ára aldurs. Einar var mjög þakklátur fyrir þann tíma sem hann var þarna. Þetta stytti honum stundirnar í góðum félagsskap sem hann mat mikils. Berta lést árið 1968. Einari var það mjög þungbært enda hafði sambúð þeirra verið óvenju góð þótt ólík væru.

Kjós

Kjós. Bær er ekki langt frá Flekkudal, fæðingarstað Einars.

Einar og Berta höfu þá nýlega látið byggja fyrir sig íbúð vestast á Lækjarhvammstúninu og þar bjuggu þau þegar Berta dó. Einar bjó þarna áfram, stundum einn en oftast var eitthvert barnabarnanna hjá honum. Þegar þessu tímabili lauk fluttist hann austur á Selfoss til dóttur sinnar. Einar eltist vel, klæddist á hverjum degi og settist í sæti sitt við borðið. Hann hélt sínu góða minni til hins síðasta, en sjónin var farin að daprast.“ – Jón Guðbrandsson

Eftirfarandi mátti lesa á vefsíðunni kjos.is árið 2009: „Pétur Guðjónsson og Bertha Jónsdóttir hafa komið upp veðurstöð í Bæ. Bærinn hefur verið í eyði um nokkurra áratuga skeið en síðast rak Einar Ólafsson frá Flekkudal, yfirleitt kenndur við Lækjarhvamm í Reykjavík, þar búskap. Segja má að jörðin sé arfleið hans en Bertha er afabarn hans. Unnið hefur verið við viðgerðir á íbúðarhúsinu undanfarið og standa vonir til að þar verði búseta innan tíðar.“

Heimildir:
-Lesbók Morgunblaðsins, 20. tbl. 06.06.1981, Síðasti bóndinn í Reykjavík, Agnar Guðnason, bls. 10 og 15.
-https://www.mbl.is/greinasafn/grein/71462/
-Kjos.is – 2009.

Flekkudalur

Flekkudalur.

Þerneyjarsel
Að sögn Magnúsar Jónassonar, bónda í Stardal, munu tóftir tveggja selja vera undir bakka skammt ofan við Tröllafoss í Leirvogsá, norðan árinnar. „Gengið er yfir hæð og við taka móaflákar. Þar eru selin“. Fyrst er Varmárselið og ofar er

Þerneyjarsel

Þerneyjarsel.

Þerneyjarselið. Enn ofar eru beitarhúsatóftir frá Stardal.
Enn eitt selið er suðaustur undir Þríhnúkum, austan Esjubergslækjar, en svo nefnist lækurinn er rennur niður frá Esjubergsseli í Rauðhólsgil. Um er að ræða mjög óljósar tættur. Ofar er Rauðhóll eða Stórhóll, eins hann stundum er nefndur. Mótar fyrir rauðum lit í honum, en hóllinn er að mestu úr móbergi. Um Jónsselið sagði Magnús telja að það geti verið í „hvamminum“ efst við Jónselslæk, við enda skurðar, sem grafinn hefur verið til suðurs austast í túnum Seljabrekku.
Magnús tók fram landakort og benti á staðina, sem selin eiga að leynast, en FERLIR hafði áður gert tvær tilraunir til að finna Þerneyjarselið. Varmárselið.
hafði verið uppgötvað sem og Esjubergsselið undir Skopru.
Móskarðshnúkar skörtuðu sínu fegursta í fjallakyrrðinni við undirleik niðarlags Leirvogsár. Mófuglarnir sungu hver sitt stefið.
Rústir beitarhússins frá Stardal komu fljótlega í ljós skammt ofan við bakkann að norðanverðu, suðvestan undir yfirgefnu sumarhúsi vestan við Ríp undir Stardalshnúk. Um hefur verið að ræða þrjú stór samhliða fjárhús. Mikið grjót er í veggjum og vel sést móta fyrir hleðslum

Þerneyjarsel

Þerneyjarsel.

undir garða. Í viðtali við Magnús bónda hafði komið fram að deilur stóðu þá um landamerki, annars vegar Stardals og hins vegar Mosfells. Bóndinn í Stardal taldi að landamerkin væru um Rauðhólsgil, en Mosfellingar töldu þau vera við læk einn vestan undir Stardalshnúk. Stardalsbóndinn, sem endurbyggði eyðibýlið í Stardal um 1830, vildi láta á þetta reyna og reisti beitarhúsin á þessum stað, enda hvergi að finna gott efni til húsagerðar fyrr en þar. Með því vildi hann láta á þau mál reyna, en síðar munu aðlar hafa sæst á landamerkin við læk miðja vegu og voru beitarhúsin þá í landi Stardals.
Oftlega hefur heyrst á gömlu fólki að það hafði jafnan áhyggjur af landamerkjum, því það taldi aðra jafnan ásælast þau. Ljóst er að áhuginn hefur jafnan verið fyrir hendi. Í fyrstu voru landnámsmenn heygðir á landamerkjum, bæði til að senda öðrum skýr skilaboð um mörkin (Adolf Friðriksson) og til að fæla aðra frá að komast yfir þau (vernd hinna látnu). Síðar voru ábúendur heygðir á mörkum gróinna túna, jafnan með yfirsýn yfir ástsæla bletti. Með kristnini breyttist þetta og flattist út.
Einnig, og kannski miklu fremur, má telja víst að selin hafi ákvarðast af nytsemi landsins, nálægt við vatn og handhægt

byggingarefni. En eflaust hafa bændur fikrað sig eins langt til þeirra kosta í landinu og nokkurs var völ, m.a. með framangreint að leiðarljósi.

Þerneyjarsel

Þerneyjarsel – uppdráttur.

Skammt vestar eru tóftir Þerneyjarsels. Þær eru uppi á grónum bakka, vestan lítils lækjar, sem einhvern tímann hefur verið stærri. Tóftirnar, sem eru samhangandi, tví- eða þrískiptar, kúra undir lágum, en grónum, melbakka. Dyr snúa mót suðri. Ekki er að sjá móta fyrir stekk, en skammt er úr selinu niður í ána. Þessar tóftir eru u.þ.b. 100 metrum austan við Varmársel, eða miðja vegu milli þess og beitarhúsatóftanna, skammt innan girðingar, sem þarna er.
Þá var stefnan tekin upp undir sunnanverða Þríhnúka. Gengið var beint inn á svæðið, sem Magnús hafði lýst. Það er mjög gróið, en hefur verið mun grónara og samfelldara fyrrum. Grastorfur er nú beggja vegna Esjubergslækjar. Mun grasgefnara er sunnan lækjarins, en hann beygir þarna til vesturs, rétt eins og Magnús hafði lýst. Þúfnakargi er þarna svo að segja um allt og mjög erfitt að segja til ákveðið selstæði. Líklegt má telja að það hafi verið staðsett undir bakka eða hlíð, en austan kargans er stór og langur hóll er gefur gott skjól fyrir austanáttinni. Ekki var að sjá nein ummerki eftir tættur þar heldur. Staðurinn er hins vegar hinn fallegasti og einstaklega skjólgóður, með lækinn sírennandi. Selstaðan þarna gæti hafa verið frá Lágfelli eða Helgafelli.
Loks var reynt að skyggnast enn og aftur eftir öruggum ummerkjum eftir Jónsseli. Gengið var til suðurs með skurðinum fyrrnefnda, alla leið upp í gróinn hvamm er liggur milli Bringna og Geldingatjarnar. Sést niður að tjörninni þar sem hann rís hæst. Gengið var til baka eftir gamalli götu nokkru vestar, en allt kom fyrir ekki. Þó kom einn staður, ofan og austan girðingar til greina umfram aðra. Hann er á grónu svæði svo til beint ofan við upphaf Jónsselslækjar. Þar mótar fyrir gróinni, nokkuð stórri, tóft.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Þerneyjarsel

Þerneyjarsel.