Tag Archive for: Reykjavík

Elliðavatn

Elliðavatnsbærinn hýsir eitt elsta steinhús á Íslandi. Elliðavatn var löngum ein þekktasta jörðin í nágrenni Reykjavíkur og höfðingjasetur á tímabili. Bæjarstæðið er glæsilegt, en umhverfið gerbreyttist þegar stíflað var vegna vatnsmiðlunar 1924. Þá stækkaði vatnið um helming. Á þeim tíma stóð enginn styr um þessar umhverfisbreytingar.
ElliðavatnsbærinnHvað hefur eiginlega gerzt sem haft hefur í för með sér svo róttækar breytingar á umhverfi Elliðavatns? Ekki annað en það, að á árunum 1923-1928 eignaðist Rafmagnsveita Reykjavíkur jörðina Elliðavatn og 1924 var ráðizt í vatnsmiðlun með stíflu sem síðar var tvívegis hækkuð og flestir þekkja þessa stíflu núna. Við stíflugerðina hefur vatnsborð Elliðavatns hækkað hvorki meira né minna en um heilan metra og vatnið hefur stækkað um það bil um helming. Eyjan út af Þingnesi fór að stórum hluta í kaf, svo og hinar rómuðu Elliðavatnsengjar.
Starungur er að vísu ekki lengur eftirsóttur heyfengur og engjaheyskapur allur aflagður fyrir löngu, svo segja má að ekki hafi stór skaði verið skeður. En það er annað þessu tengt sem nútíminn telur verðmæti: Votlendi. Hér var sökkt stórum flæmum votlendis þar sem án efa hefur verið fjölskrúðugt fuglalíf.

Elliðavatn

Elliðavatn á 19. öld.

Elliðavatn í Seltjarnarneshreppi var lengst af meðal þekktustu bújarða í nágrenni Reykjavíkur. Vatn eins og bærinn var gjarnan nefndur var þó ekki höfuðból; til þess að svo væri þurftu jarðir að vera 60 hundruð, en Vatn var aðeins 12. Hlunnindin voru engjarnar fyrrnefndu sem nú sjást ekki lengur, kvistbeit í hraununum og veiði í vatninu og ánum Dimmu og Bugðu.
Elliðavatn var í landnámi Ingólfs og því ekki landnámsjörð. Ef til vill hefur Ingólfur ráðstafað þessari blómlegu og kjarri vöxnu engjajörð til frændfólks eða vina, en um það er ekkert vitað. Engar heimildir eru til um upphaf bæjarins á Elliðavatni, en í máldaga frá 1234 segir að Viðeyjarklaustur eigi hálft land jarðarinnar. Getið er um Elliðavatn í Kjalnesinga sögu, sem skrifuð var á 14. öld, en telst full ævintýraleg til þess að vera treystandi sem heimild. Þar segir að á þeim bæ „er heitir að Vatni, er síðan er kallat Elliðavatn“ hafi búið kona sem Þorgerður hét. Hún átti son þann er Kolfinnur hét og var kolbítur, eða með öðrum orðum: Hann lá í öskustó og hafðist lítt að. Þetta fyrirbæri er vel þekkt úr ævintýrum. Ef til vill þjáðist hann af þunglyndi, en síðan hefur bráð af honum; hann reis úr öskustónni og tók að líta í kringum sig eftir konuefni. Með tilliti til þess að kolbítar voru ekki í miklu áliti, verður að teljast að Kolfinnur hafi ekki ráðizt á garðinn þar sem hann var lægstur með því að leita eftir ástum Ólafar vænu, dóttur Kolla bónda í Kollafirði. Urðu vígaferli vegna bónorðsins og kolbíturinn sýndi að það voru töggur í honum, því hann nam Ólöfu á brott og hafði hana með sér heim að Elliðavatni.
Elliðavatn á 18. öldEkki hélst honum þó lengi á konunni. Ástmaður hennar, sá mikli kappi Búi Ástríðsson sem Kjalnesinga saga greinir frá, gerði sér lítið fyrir og felldi Kolfinn. Við konunni leit hann ekki meir, „síðan Kolfiðr hefir spillt henni“.
Klausturjarðir urðu konungseign eftir siðaskiptin og þeirra á meðal var Elliðavatn. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín sem gerð var skömmu eftir 1700 segir að eigandinn sé „kóngl. Majestat.“ Jarðardýrleiki er sagður óviss og á jörðinni er þá þríbýli. Ábúendur eru Einar Eyvindsson á hálfri jörðinni, Tómas Vigfússon á fjórðungi og sá þriðji er Snorri Snorrason, og býr hann á þeim fjórðungi jarðarinnar, sem áður var hjáleigan Vatnskot. Allir eru þeir leiguliðar hjá kónginum og er landskuld goldin með „iii vættum fiska eður í fríðu og átta tunnum kola“ (viðarkol).
Margvíslegar kvaðir eru og á jörðinni, enda þótti ekki gott að búa í næsta nágrenni við Bessastaðavaldið. Sem dæmi um þessar kvaðir má nefna að eitt mannlán er um vertíð, hestlán til alþingis eða austur á Eyrarbakka; einn hestur frá hverjum ábúanda. Enn gætir yfirráðanna frá Viðey, „tveir dagslættir“ renna þangað. Hægt er að kalla menn til formennsku á bátum ef þeir eru til þess hæfir og fá þeir formannskaup „ef þeim heppnast afli.“ Tvo til þrjá hríshesta verður jörðin að láta af hendi og tvö til þrjú lömb skulu tekin í fóður og láta verður tvo heyhesta „til fálkafjár í Hólmskaupstað“.
Gamla hlaðan, buggð 1862Tólf kýr má fóðra á allri jörðinni segir Jarðabókin, en rifhrís til eldiviðar og kolagjörðar „fer mjög í þurð“. Þrönglendi er í högum, engjar spillast af vatnsgángi, en torfrista og stúnga „lök og lítt nýtandi“.
Segir nú fátt af búskap á Vatni þar til brautryðjandinn Skúli Magnússon kom upp Innréttingum sínum í Reykjavík eftir 1750. Meðal verkefna þar var ullarvinnsla og þurfti þá að koma upp fjárræktarbúi, bæði til þess að tryggja vinnslunni næga ull, en einnig var ætlunin að bæta hana með blöndun á útlendu sauðfé.
Elliðavatn varð fyrir valinu og má ætla að ástæðan hafi einkum verið sú að þar hefur verið talin bezta fjárjörðin í nágrenni Reykjavíkur vegna beitarinnar í skóglendinu þar sem Heiðmörk er nú. Vegna kynbótanna voru fluttir inn hrútar af enskum sauðfjárstofni, en sænskur barón, Hastfer að nafni, átti að stýra kynbótunum fyrsta kastið. Ekki er alveg ljóst hvers vegna þessi kynbótatilraun var flutt að Helliskoti, skammt frá Elliðavatni árið 1757. En þar var reist „mikil stofa“ þó ekki sjái hennar stað, en einnig að sjálfsögðu vandaðasta fjárhús landsins, „meira en flestar kirkjur hér á landi og afþiljað“.
En ekki dugði þetta afburða fjárhús til þess að bægja óláninu frá, sem fólst í að upp kom veiki í fénu: Fjárkláði sem breiddist ört út og olli gífurlegum búsifjum. Á einum áratugi frá 1760-1770 hrapaði sauðfjáreign landsmanna úr 360 þúsundum í 140. Ugglaust er það eitthvert mesta efnahagsáfall sem Íslendingar hafa orðið fyrir, svo háðir sem þeir voru sauðfjárbúskap.
Frá 1862Fjárræktarævintýrinu á Elliðavatni lauk með þessu; búið var lagt formlega niður 1764. Ber nú lítt til tíðinda fram til 1815 að fjöldi konungsjarða var seldur og Elliðavatn þar á meðal.
Sextán árum síðar, 1836, var Paul Gaimard í öðrum Íslandsleiðangri sínum. Hann var maður ferðavanur. Í leiðangurinn til Íslands hafði hann með sér lið valinkunnra manna og þar á meðal var teiknarinn Auguste Mayer. Hann gerði fjölda teikninga og skyssa á Íslandi sem eru ómetanleg heimild, ekki sízt um húsakynni landsmanna, og þar á meðal er teikning af Elliðavatnsbænum.
Mayer var frábær teiknari, en ætla má að oft hafi hann fullunnið baksviðið, fjöll og annað úr umhverfi bæja, eftir að heim var komið. Ætla má þó að myndin sé trúverðug heimild um bæinn og hún er einnig allnokkur vísbending um að Elliðavatn hafi þá þótt markverður bær. Kirkja var þó aldrei á Vatni; bærinn átti kirkjusókn að Laugarnesi ásamt Breiðholtsbænum, Vatnsenda, Bústöðum, Kleppi, Rauðará, Hólmi, Hvammskoti, Digranesi og Kópavogi.
Á teikningu Mayers af Elliðavatnsbænum er aðeins að sjá eina stæðilega byggingu. Hún er með hefðbundnu lagi torfbæja eins og það varð á síðustu öld og snýr stafninum fram. Prýði þessa húss er vindskeið og hefur verið lagður metnaður í að hafa hana viðhafnarlega. Slíkar vindskeiðar voru ekki á bæjum almennt. Skýringuna má ef til vill finna í því, að ábúendur á Elliðavatni voru þá Jón Jónsson silfursmiður og Ragnheiður Guðmundsdóttir. Kynni að vera að listrænn metnaður silfursmiðsins kæmi þarna í ljós. Að öðru leyti sýnir myndin venjulega og fremur bágborna torfkofa, en hjallur úr timbri stendur sér. Tröðin heim að bænum liggur meðfram hlöðnum grjótvegg sem sveigist til suðurs, enda var algengasta leiðin úr Reykjavík að Elliðavatnsbænum sunnan við vatnið. Hægt var að fara aðra leið norðan vatnsins, en þá þurfti að komast yfir Elliðaárnar, Bugðu og álinn úr Helluvatni.
Bærinn á teikningu Mayers hefur trúlega verið á Elliðavatni 1841 þegar náttúrufræðingurinn og skáldið Jónas Hallgrímsson kom þar til að sjá og teikna upp minjar um þingstaðinn Þingnes sunnan við vatnið. Þaðan hélt Jónas för sinni áfram til Þingvalla og Skjaldbreiðar og lenti í frægri villu og útilegu, sem fór þó vel og gaf af sér eitt vinsælasta kvæði Jónasar.
Þingstaðurinn var þó ekki á sjálfu nesinu sem skagar út í vatnið, heldur í hallanum ofan við nesið. Þar hafa fornleifarannsóknir farið fram; stórt rannsóknarsvæði var grafið upp og komu í ljós leifar af stórum, hringlaga garði. Innan hans sást móta fyrir fleiri mannvirkjum. Garður og rústir voru taldar vera frá 11.-12. öld og undir þeim reyndust vera minjar frá 10. öld. Frá vegamótum austan við Elliðavatnsbæinn liggur vegur sem nefndur er Þingnesslóð út með vatninu og er ökufært alla leið að Þingnesi. Sunnan vegarins er Myllulækur og samnefnd tjörn, sem samkvæmt uppdrættinum frá 1916 virðist ekki hafa verið til þá, enda hefur hún orðið til við framkvæmdir Vatnsveitunnar. Ætla má að kornmylla hafi einhverju sinni verið við Myllulæk.
Frá 1862Árið 1860 eignast Benedikt Sveinsson alþingismaður og yfirdómari í Landsyfirrétti jörðina og flutti þangað ásamt fjölskyldu sinni árið eftir. Þann 30. október 1864 fæddist sonur Benedikts og Katrínar konu hans, þjóðskáldið Einar Benediksson.
Benedikt hóf mikil umsvif á Elliðavatni; búskapur var þar fyrst í stað mikill, vinnufólk 11, en auk þess bætt við um sláttinn. Hann ákvað að ráðast í geysimiklar áveituframkvæmdir, réð tugi manna til að gera um eins km langan stíflugarð yfir Dimmu og Bugðu (nokkurn veginn þar sem stífla Rafmagnsveitunnar er nú). Með þessari áveitu á Elliðavatnsengin sem átti að ná yfir 200 ha lands, átti að vera unnt að margfalda heyfenginn. Svo fór þó að draumar Benedikts um að gera Elliðavatn að mestu bújörð á Íslandi vildu lítt rætast. Búskapur gekk saman og Benedikt hvarf úr embætti yfirdómara og fluttist norður að Héðinsflóa sem sýslumaður Þingeyinga.
Benedikt var mikill áhugamaður um byggingu steinhúsa, enda af sumum talinn sjúklega eldhræddur. Hann réðst í það að láta reisa steinhús á Elliðavatni úr hlöðnu grjóti. Hefur það nú um skeið verið notað sem hlaða. Þegar Benedikt var kominn í andstöðu við yfirvöldin hugðist hann stofna án tilskilins leyfis prentsmiðju á Elliðavatni, en næsta lítið varð úr því fyrirtæki. Var rekstur stöðvaður þegar í byrjun. Aðeins tveir ritlingar voru prentaðir þar og var Jón Ólafsson höfundur beggja.
Elliðavatn - mynd Ísl.vefurinnÁ árunum 1923, 1927 og 1928 eignaðist Rafmagnsveita Reykjavíkur Elliðavatn. Var jörðin keypt í sambandi við raforkuvinnslu, sem hófst við Elliðaárnar árið 1921. Búskapur var stundaður með hefðbundnum hætti þar til 1941, en þá tók þar til starfa vistheimili fyrir geðsjúklinga, og starfaði það um alllangt skeið. Að því kom að vistheimilið var lagt niður og búskap með öllu hætt. Árið 1963 var samið um það við Skógræktarfélag Reykjavíkur, að það skyldi fá jörðina til varðveislu, frá 1964 var bærinn aðsetur starfsmanns félagsins sem hafði eftirlit með Heiðmörk. Árið 2004 flutti Skógræktarfélag alla starfsemi sína í Heiðmörk og er bærinn nú notaður undir skrifstofur félagsins. Nú hefur verið opnað fræðslusetur í eldri hluta Elliðavatnsbæjarins.

Heimildir m.a.:
-http://www.heidmork.is
-Skin og skúrir á Elliðavatni – Grein eftir Gísla Sigurðsson sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins 12. febrúar 2000.Elliðavatnsbærinn í dag - hlaðan og fjósið vinstra megin

Úlfarsá

Jörðin Úlfarsá norðan Úlfarsár var skoðuð. Á jörðinni eru minjar frá síðustu öldum, en heimildir eru um lengri búsetu á jörðinni. Fallega hlaðinn brunnur, væntanlega frá byrjun 20. aldar, er í túninu ásamt heillegum fjárhústóftum, auk nokkurra annarra jarðlægra útihúsa. Umhverfis norðan- og austanvert heimatúnið hefur verið hlaðinn garður, sem nú er nær jarðlægur. Nýbyggingasvæði Úlfarsfellshlíða er nú komið fast að jarðarmörkunum að vestanverðu.

Úlfarsá

Úlfarsá hét Kálfakot fram til ársins 1927 þegar núverandi nafn var tekið upp. Elsta heimild um Kálfakot er jarðabókin frá 1584 þar sem hún er nefnd Kálfastaðakot (Kalvestaedtkaedt). (Ólafur Lárusson, bls. 83-84). Í jarðabók frá 1590 er jörðin nefnd Kálfakot. Samkvæmt Jarðabók Árna og Páls III er hún í konungseign árið 1704 og ábúendur eru tveir (bls. 292-294). Þar segir m.a.: ”Ábúandinn Slbjörg Gunnlaugsdóttir, býr á hálfri, annar Einar Sveinbjörnsson búr á hálfri… Kúgildi iii, hálft annað hjá hverjum. Leigur betalast í smjöri heim til Bessastaða eður í Viðey, hvort heldur sem tilsagt verður. Kúgildin uppýngja ábúendur. Kvaðir allar sem um Reynisvatn greinir, nema hvað hestlán hafa ei af þessari jörðu kölluð verið jafnmikil síðan ábúendur voru so fátækir, að þeir áttu annaðhvort öngvan hest eður einn, og hann lítt eður ekki færan, og fóðrur minnast menn ei að verið hafi kýr að fullu. Engjar ærið litlar, útigangur lakur og landþröng mikil… Torfskurður til húsagjörðar og ediviðar nægilegur.”
Í jarðatali Johnsens frá 1847 er hún komin í bændaeign og ábúandi er einn leiguliði (bls. 96).
Fram til ársins 1927 hét jörðin Kálfakot er nafnið Úlfarsá var tekið upp (Ari Gíslason). Um þetta segir Ólafur Lárusson: ”… og það hefði eigi heldur verið neitt óeðlilegt, að jörðin Kálfakot eftir legu sinni hefði verið kennd við ána, enda hefir hún nýlega verið skýrð upp og nefnd Úlfarsá (bls. 83).
ÚlfarsáÚlfarsá hefur verð í ábúð fram á miðja 20. öld, en er nú í eigu ríkisins (Gæsluvistarsjóðs). Jón Guðnason og Jóna Þorbjarnardóttir bjuggu á Úlfarsá frá 1927-1944. Jörðin hefur verið án ábúðar frá árinu 1953. Þar var meðferðarheimili (drykkjumannahæli) frá Kleppsspítala (Jarðaskr. Landn. rík.) til ársins 1962. gestur Björnsson forráðamaður vistheimilisins var skráður fyrir nokkrum skepnum á jörðinni 1980.
Engin uppistandandi hús eru nú á jörðinni.

Í Sturlubók Landnámu segir m.a. (10. kafla): ”Þórður skeggi hét maður; hann var sonur Hrapps Bjarnarsonar bunu. Þórður átti Vilborgu Ósvaldsdóttur; Helga hét dóttir þeirra; hana átti Ketilbjörn hinn gamli.
Þórður fór til Íslands og nam land með ráði Ingólfs í hans landnámi á milli Úlfarsár og Leiruvogs; hann bjó á Skeggjastöðum. Frá Þórði er margt stórmenni komið á Íslandi.”
Einnig (kafli 34): ”Geirröður hét maður, er fór til Íslands, og með honum Finngeir son Þorsteins öndurs og Úlfar kappi: þeir fóru af Hálogalandi til Íslands. Geirröður nam land inn frá Þórsá til Langadalsár; hann bjó á Eyri. Geirröður gaf land Úlfari skipverja sínum tveim megin Úlfarsfells og fyrir innan fjall. Geirröður gaf Finngeiri lönd uppi um Álftafjörð; hann bjó þar, er nú heitir á Kársstöðum. Finngeir var faðir Þorfinns, föður Þorbrands í Álftafirði, er átti Þorbjörgu, dóttur Þorfinns Sel-Þórissonar.
Geirríður hét systir Geirröðar, er átt hafði Björn, son Bölverks blindingatrjónu; Þórólfur hét son þeirra.
Úlfarsá Þau Geirríður fóru til Íslands eftir andlát Bjarnar og voru hinn fyrsta vetur á Eyri. Um vorið gaf Geirröður systur sinni bústað í Borgardal, en Þórólfur fór utan og lagðist í víking. Geirríður sparði ekki mat við menn og lét gera skála sinn um þjóðbraut þvera; hún sat á stóli og laðaði úti gesti, en borð stóð inni jafnan og matur á.
Þórólfur kom til Íslands eftir andlát Geirríðar; hann skoraði á Úlfar til landa og bauð honum hólmgöngu. Úlfar var þá gamall og barnlaus. Hann féll á hólmi, en Þórólfur varð sár á fæti og gekk haltur ávallt síðan; því var hann bægifótur kallaður. Þórólfur tók land eftir Úlfar, en sum Þorfinnur í Álftafirði; hann setti á leysingja sína, Úlfar og Örlyg.”
Þótt nafnið Kálfakot sé hið gamla nafn á Úlfarsá hafa sumir vilja halda því fram að síðarnefnda nafnið hafi verið eldra nafn á jörðinni.
Svavar Sigmundsson, forstöðurmaður Örnefnastofnunar Íslands svarar fyrirspurn KI um Úlfarsfellsnafnið á eftirfarandi hátt á vefsíðu stofnunarinnar, www.ornefni.is: ”Úlfarsfell kemur hvorki fyrir í Landnámabók né fornsögum eða annálum, en Úlfarsá er nefnd í Landnámabók. Úlfarsfell er nefnt í fornu skjali, Hítardalsbók frá 1367 (Íslenskt fornbréfasafn II, 220), og í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 1704 (III, 310). Nafnið er vafalítið dregið af mannsnafninu Úlfar, sbr. Úlfarsá, en fjórir eru nefndir með því nafni í Landnámu.”
Um örnefni í Keldnalandi lýsir Halldór Vigfússon viðtali við Björn gamla Bjarnason (þá 93 ára) að Grafarholti þann 27. ágúst 1949: ”Slöðrið eða slakkinn milli holtanna Grafarholts og Keldnaholts heitir Klofningur. Þar niður vildi Einar skáld Benediktsson veita Úlfarsá1), svo að hún félli í Grafarvog og mætti verða að góðri laxveiðiá í líkingu við Elliðaárnar. Einar eða faðir hans hafði keypt lönd á þessu svæði (Gröf og Keldur) og fengu þeir feðgar Björn, sem var þá ekki enn farinn að búa í Gröf, til að mæla fyrir þessari vatnsveitingu.
Úlfarsá Birni mældist að skurðurinn þyrfti að vera 11 feta djúpur, þar sem þurfti að grafa dýpst. Var verkið hafið og nokkur dagsverk unnin, en aðrir, sem lönd áttu að Úlfarsá, munu hafa amast við þessari röskun og bannaði Benedikt þá frekari framkvæmdir.
Áður en sneiðin norðan af Keldnalandi var seld undir Korpólfsstaði (Thor Jensen), áttu Keldur slægjuland uppi við Úlfarsá, sem hét Tjarnengi.2)”
Meðfylgjandi eru eftirfarandi skýringar: ”1)Þetta er hið forna og upphaflega nafn árinnar (sbr. Landnámu) en hún er nú oftast nefnd Korpólfsstaðaá, Korpa, eða eftir öðrum bæjum sem eiga land að henni, einkum þar sem vöð voru á ánni. Björn segist hafa átt hlut að því að nafni Kálfakots var breytt í Úlfarsá til þess að festa hið forna nafn.
2) Samnefnt slæguland var einnig frá Grafarholti litlu ofar. Á þeim slóðum byggði tengdasonur Bjarnar (Hreiðar Gottskálksson) nýbýlið Engi.” Þar má einmitt sjá u.þ.b. 100 metra langan stíflugarð, gerðar úr torfi.
Nokkuð hefur verið ritað um nafnið Kálfakot. Um það segir Hannes Þorsteinsson árið 1923: ”Kálfakot. Matsbókin nefnir Kálfá og Kálfárkot, en hvorugt finnst annarsstaðar. Kálfastaðakot nefnist jörðin í JB. Jens Söffrenssonar 1639 og í Kálfa(r)sstaði (eða Kálfsstaði), en nafnið horfið fyrir ævalöngu og Kálfakot komið í staðinn, sem heiti jarðarinnar.” (Hanes Þorsteinsson, bls. 33). Um þetta atriði hefur Ólafur Lárusson einnig farið nokkurm orðu: ”Nafnið Kálfastaðakot er tilkomið fyrir nafnbreytingu þannig, að orðið hefir tengzt við eldra nafn Kálfastaðir, en Kálfastaðir er aftur afbökun úr eldra nafni Kálfarsstaðir, dregið af mannsnafninu Kálfarr… Mannsnafnið Kálfarr finnst nú eigi frá fornöld eða miðöldum hér á landi, en hefir hins vegar tíðkast lítilsháttar á síðarti öldum.” (Ólafur Lárusson, bls. 8?).
Mannsnafnið Kálfarr finnst ekki í Landnámu.
Úlfarsá Mörk jarðarinnar eru nokkuð ljós. ”Samkvæmt konunglegu lagaboði eru landamerki á jörðinni þann 17. marz 1882 eptir 1. gr. Skrásett og undirskrifaðar lýsingu landamerkja á jörðinni Kálfakoti í Mosfellssveit innan Kjósar- og Gullbringusýslu, á móts við jarðirnar: Lambhaga, Lágafell, Úlfmannsfell og Reynisvatn, eru merkin eptir skýrslum, sem fyr ábúendur hafa ljáð frá ómuna tíð, þau er hjer skal greina.
Vesturhlið landsins er þannig: Úr Tjörn í miðjum Þrætumóa; úr þeirri Tjörn í þúfu uppá holtinu þar beint upp af; úr nefndri þúfu vestan til í Leirtjörn; úr nefndri Leirtjörn í Djúpadalsbrún (eystri); úr nefndri brún í fjallsbrekku vestast í Hákinn; úr Hákinn í þúfu uppá fjallinu (norðan til við mýrarsund). Norðurhlið landsins er úr síðastnefndri þúfu, austur í Stórahnjúk; úr þeim hnjúk í Litlahnjúk.
Austurhlið landsins er úr Litlahnjúk og í Mýrdal, úr nefndum dal í fjárborgarbrot (stekk) niður við ána (skammt fyrir austan fossana). (Enn má greina stekkinn undir lágri brekku á austurmörkunum).
Suðurhlið landsins ræður Korpúlfstaðaá niður í fyrrnefnda Tjörn í Þrætumóa. Ennfremur hefur fylgt þessari ábýlisjörð minni frá ómunatíð ¼ hluti úr eiðijörðinnni Óskoti á móts við jarðirnar Þormóðsdal, Miðdal og Reynisvatn og hafa fyrri ábúendur á minni ábýlisjörð haft þar fjenaðarhús sín, óátalið af öllum samyrkingamönnum og hefur mjer verið leigt þetta nefnda ítak ásamt aðaljarðarlandinu, og lýsi jeg hjer einungis vesturhlið landsins (Óskots). Úr skógarvaði í stein beina leið í Litla-Skyggni fyrir sunnan Langavatn. Ritað í Kálfakoti 30. september 1886, Guðmundur Jónsson”. (Landamerkjabók).
Úlfarsá Staðhættir við Úlfarsá eru þeir að bærinn hefur verið í skjóli fyrir norðanáttinni, í hlíð „Fellsins“. Fellið er helsta einkenni bæjarstæðisins, brekkan vestan undir því þar sem bæjarstæðið er og Gilið norðan þess. Að austan er annað fell (hóll), en lægra.
Samkvæmt Túnakorti frá 1916 er bæjarstæðið ofarlega í miðju túninu. Túnið er í brekku sunnan og vestan undir ”Fellinu”. Kálgarður er teiknaður neðan við íbúðarhúsin. Gata liggur í sneiðing upp hlíðina til austurs. Fjárhús eru sýnd norðaustan við bæjarstæðið sem og hlaðinn garður, sem enn sést. Á uppdrættinum stendur og: ”Timburhús neðst í túninu var byggt til ábúðar (Margréti Zoega) árið 191?, rifið aftur (Jón ?) 1917 og selt til Reykjavíkur.” Kálgarðar eru þá 950 m2. Að sögn Guðjóns Norðdahls frá Úlfarsfelli var nýtt hús byggt að Úlfarsá um 1930. Þar mun drykkjumannahælið hafa verið síðar.
Hlaðinn garður umlykur heimatúnið að norðaustanverðu. Gil (Kálfakotsgil) afmarkar túnið að norðanverðu.
Ofan túns eru minjar á gróðurtorfum, en umhverfis þær eru nú melar. Holt eru að austanverðu sem og að norðvestanverðu. Að vestanverðu, neðanvert, eru uppþornaðar mýrar ofan bakka Úlfarsár.
Ameríski herinn hafði mikil umsvif á og við Skyggni á stríðsárunum síðari. Kampurinn var við Leirtjörnina. Í dag eru þar stríðsminjar á svæðinu og þá sérstaklega steyptir grunnar eftir braggahverfin South Belvoir og Tientsin.

Heimildarskrá:
-Ari Gíslason. Úlfarsá og Lambhagi. Örnefnastofnun Íslands.
-Bisk.skjs. II,33. Jarðabók.
-Hannes Þorsteinsson. ”Rannsókn og leiðrjettingar á nokkrum bæjarnöfnum á Íslandi. Árbók Hins Íslenska Fornleifafjelags. Reykjavík 1923.
-Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns III. Gefin úr af hinu íslenska fræðafélagi í Kaupmannahöfn. Kaupmannahöfn 1923-1924.
-Jarðaskrár 1958-1979. Landnám ríkisins hefur tekið saman eftir forðagæsluskýsrlum og skýrslum hreppstjóra um jarðir í ábúð og eyði. Óprentuð. Skráin er einungis til á Landnámi ríkisins.
-Jens Söffrensson. Jarðabók 1939.
-J. Johnsen: Jarðatal á Íslandi, með brauðalýsingum, fólkstölu í hreppum og prestaköllum, ágripi úr búnaðartöflum 1835-1845. og skýrslum um sölu þjóðjarða í landinu. Kaupmannahöfn 1847.
-Landamerkjabók í afsals- og veðmálsbók fyrir Gullbringu- og Kjósarsýslu 1890.
-M. Steph. 27,4 fo. Afskrift dr. Jóns Þorkelssonar í Þjóðskjalasafni.
-Ólafur Lárusson. ”Árland”. Landnám Ingólfs. Safn til sögu þess I. 2. Reykjavík 1939.
-Guðjón Norðfahl, f: 18.07.’52. (Munnleg heimild 07.09.’06).

Úlfarsá

Úlfarsá – tóftir gamla bæjarins nær.

Draugatjörn

Gengið var um Bolavelli og Nautastígur rakinn að hluta undir rótum Húsmúla. Þá var reynt að staðsetja svonefndan Bolastein, sem virtist hafa „gufað upp“ í minnum manna.
SvæðiðSaga er tengd steininum, en hafa ber í huga að sögur verða stundum til vegna kennileita, en ekki þrátt fyrir þau. Nafngiftir tengdar nautahaldi undir Henglinum eru nokkrar, s.s. Bolaöldur og Bolavellir. Naut voru og höfð í Engidal (Nautadal) og/eða Marardal.
Í sögunni um Skeiða-Otta segir að „Bolavellir og Bolasteinn minna á söguna um [hann] og nautið ógurlega sem gekk í sumarhögum á völlunum við Kolviðarhól. Otti var bóndi austur á Skeiðum og átti erindi til Reykjavíkur þegar komið var að slætti og reið miklum kostahestum sem leið liggur vestur yfir Hellisheiði. Hann vissi um illræmdan griðung frá Viðey í högum hjá Kolviðarhóli og hafði hann orðið tveimur eða þremur mönnum að bana. Nautið lá við Bolastein og hóf þegar eftirför en Otti þeysti undan sem mest hann mátti. Samt dró saman með þeim og tók Otti þá það til ráðs að hann snaraðist af baki, tók upp hníf og lagðist niður milli krappra þúfna. Þar fleygði boli sér yfir hann, en Otti skar hann á kvið og helltust yfir hann innyflin. Drapst bolinn þar en Otti gat haldið ferð sinni áfram“.
Búasteinn við Öxnaskarð (Hellisskarð)Bolavellir eru nálægt Draugatjörn, vestan undir Húsmúla og sunnan Engidalskvíslar. Bolaöldur er vestar, á sýslumörkum. Norðurvellir eru á millum. Nautastígur er leiðin úr Nautadal og út á Norðurvelli. En hvar skyldi Bolasteinn vera nákvæmlega?
Í enskum texta um reiðleiðir á þessu svæði segir m.a.: „Kolviður á Vatni learned that Búi was heading to Iceland and spied on him. He rode with twelve men to attack him by means of ambush in Öxnaskarð Pass above Kolviðarhóll Hill. They waited by a rock, near the track, which is now called Bolasteinn or Bull’s Rock. Búi spotted the ambush in the pass and rode towards a huge rock; he had the rock to his back so that no one could approach him from behind.“
Í Kjalnesingasögu segir frá því þegar Kolviður á Elliðavatni sat fyrir Búa Andríðarsyni undir Hellisskarði og vildi drepa hann þar sem þeir vildu báðir eiga sömu stúlkuna. Búi varðist vel þar sem síðan heitir Búasteinn og drap Kolvið og menn hans alla en Kolviðarhóll heitir síðan eftir honum.
Sæluhúsið (tóft) við DraugatjörnSkv. framangreindu virðist Búasteinn ekki hafa verið alllangt frá Bolasteini.
Bolasteinar eru víðar um land. Sá, sem næst er fyrrgreindum steini, er stór steinn við Hjalla í Ölfusi. Í örnefnalýsingu segir: „þjóðsaga – Á grænni flöt vestan við [Bolasteins]rásina er stór steinn sem heitir Bolasteinn. Þar segir sagan að kona hafi bjargast upp undan mannýgum bola. Og þegar boli vildi ekki hafa sig burt, gat hún hellt úr nálhúsi sínu upp í hann. Þá fór hann að lina aðsóknina.“ Þessi tilgreindi steinn er við bithaga.
Hverfum nokkrar línur frá efninu. Þegar minnst er á fornar götur á Hengilssvæðinu er helst að nefna Hellisheiðarveg. Þjóðvegur milli Reykjavíkur og Suðurlands lá lengi vel um Hellisheiði – og gerir enn. „Hinn forni þjóðvegur milli Árnessýslu og Mosfellssveitar lá úr Ölvesi upp Kamba. Af Kambabrún vestur Hellisheiði og svo um Hellisskarð, norðaustan megin
við Reykjafell, sem er fyrir ofan Kolviðarhól. Þaðan síðan um Bolavelli og vestur meðfram Húsmúla.“
Garður vestan DraugatjarnarGengið var með Húsmúlanum og hinn forni vegur rakinn. Hann greinist á nokkrum stöðum, bæði austan Draugatjarnar og norðan. Austurgatnamótin eru við forna sæluhúsatóft og norðurgatnamótin eru suðvestan Húsmúlahorns – þar sem Nautastígur kemur inn á Bolavellina úr Nautadal (Engidal/Marardal). FERLIR hafði fengið fregnir af enn eldri sæluhúsatóft uppi í vestanverðum Húsmúla. Við leitina komu nokkrir staðir til greina, en enginn óyggjandi.
Þegar staðið var uppi í Húsmúla mátti vel sjá hina fornu leið varðaða áfram frá sunnanverðri Draugatjörn áleiðis að Lyklafelli. Einnig elsta akveginn skammt sunnar. Vegur sá var lagður sumarið 1877 og 1878. Þetta var grjóthlaðinn vegur, 10 feta breiður, upphlaðinn og púkkaður með grjóti. Um var að ræða tímamótaframkvæmd því á þessum tíma var gatnagerð á Íslandi næsta því óþekkt.
Og þá aftur að Nautastígnum, sem ætlunin var að rekja. Í örnefnalýsingu segir að „inn í útsuðurhlíð Hengilsins gengur Engidalur. Er hann á milli Marardals og Húsmúlans. Í Engidal er Nautastígur. Nautastígur var leiðin úr Nautadal og út á Norðurvelli, sennilega á svipuðum slóðum og nú er merkt gönguleið er nú meðfram Engidalsá.“ Minjar um akveginn 1877-1878 um Svínahraun
Stígurinn dregur nafn af því að nautgripir Ölfus- og Grafningsmanna voru geymdir í Engidal og á Bolavöllum þar vestan við. Hann er vel greinilegur enn í dag. Í raunininni er ekki um að ræða einn stíg heldur nokkra samhliða. Á köflum greinist hann í hliðarstíg, jafnvel nokkra, en við sjónhendingamörk verður hann aftur að sjálfum sér. Strangt tiltekið liggur „merkta gönguleiðin“ því ekki alltaf í stígnum.
Á göngunni var bæði komið við í Húsmúlaréttinni suðvestan Draugatjanar og sæluhúsinu austan hennar. Húsmúlarétt telst til menningarminja á Hengilssvæðinu. Rétt þessi var notuð langt fram á 20. öld. Ekki er vitað með vissu hvað hún er nákvæmlega gömul. Réttin er hlaðin úr hraungrýti, sem og langur einhlaðinn grjótgarður vestan og norðan hennar. Líklega er um að ræða hluta af túngarði hér á árum áður, eða engi frá Kolviðarhóli. Sagt hefur verið að Guðni Þorbergsson (f. 1863 – d. 1920) fór að búa að Kolviðarhóli 1895. Stækkaði hann túnið og afgirti stórt land undir suðurhlíð Húsmúlans. Veggurinn er alls 463 metra langur, en nyrsti hluti hann er sokkinn í mýrarfen.
Sæluhúsið hefur verið við Draugatjörn frá fornu fari enda lá „gamla þjóðleiðin“ þarna um, hvort sem komið var að vestan frá Lyklafelli eða að norðan frá Húsmúla. Einna elstu heimildir um þetta sæluhús, sem frægt var orðið, eru frá árinu 1703 og þá líka sögur um magnaða reimleika sem áttu sér stað í þessu sæluhúsi. Til forna var þetta sæluhús kallað „Draugakofinn gamli að Norðurvöllum“. Reyndar er sæluhúsið að sunnanverðum Bolavöllum, en FERLIR hefur haft fregnir af enn eldri sæluhúsatóft utan í Norðurvöllum. Ætlunin er að reyna að staðsetja hana þegar tími gefst til. Samkvæmt ferðabók Sveins Pálssonar frá árinu 1793 segir m.a. um sæluhúsatóftina (líklega er átt við þá við Draugatjörn):

Nautastígur

„Margir hafa dáið í þessum kofa, því oft hafa þeir ekki fundið hann fyrr en þeir voru örmagna af hungri og kulda.“ Sökum reimleikanna þá var sæluhúsið fært upp á Kolviðarhól 1844. Að Kolviðarhóli var síðan rekið sæluhús/gistihús fyrir ferðamenn frá 1844 og allt til ársins 1952.
En eins og fyrr sagði þá lá gamla þjóðleiðin þarna um. Fjölfarinn en nýrri vegur var lagður yfir Svínahraun norðanvert árið 1878. Gamli vegurinn fylgdi hraunbrúninni og sjást vörður bæði vörður við hann og í hrauninu vestan Draugatjarnar. Greinilegir götuslóðar sjást svo á Hvannavöllum um miðja vegu milli Draugatjarnarinnar og Kolviðarhóls. (Hvönn má enn sjá í hólma einum í Draugatjörn).
Skoðum betur fyrirliggjandi upplýsingar. Neðan undir Búasteini er svonefnd áletrun á skilti.: „Búasteinn er talinn hafa nafn sitt af frækilegri vörn Búa Andríðarsonar sem frá er sagt í Kjalnesingar sögu. Búi og Kolfinnur á Vatni (Elliðavatni) höfðu báðir ásælst sömu konuna, Ólöfu hina vænu, dóttur Kols þess er byggði Kollafjörð.“ Þá er rakin sögulýsing Kjalnesingarsögu. Í þeim hluta er tengd er steininum segir: „Þá reið Kolfinnur heiman upp til Öxnaskarðs við tólfta mann. Þar var með honum Grímur, frændi hans, og tíu menn aðrir; þeir sátu þar fyrir Búa. Í því bili reið Búi ofan úr skarðinu; hann sá mennina vopnaða; hann þóttist vita, hverjir vera mundi. Búi hafði öll góð vopn; hann var í skyrtu sinni Esjunaut. Búi reið til steins eins mikils, er stóð í skarðinu, og sté þar af hesiti sínum. Þeir hlupu þá þangað til.
Búi hafði haft snarspjót lítið í hendi; fleygði hann því til þeirra; það kom í skjöld Gríms ofanverðan; þá brast út úr skildinum, hljóp þá Varða við gömlu þjóðleiðina áleiðis að Lyklafellispjótið í fót Gríms fyrir ofan hné og þar í gegnum; var Grímur þegar óvígur. Búi sneri þá baki við steininum, því hann var svá mikill sem hamar; mátti þá framan að eins að honum ganga. …Kolfinnur eggjaði sína menn, en hlífðist sjálfur við, því hann ætlaði sér afurð; en þeim var Búi torsóttur, því að þótt þeir kæmi höggum eða lögum á hann, þá varð hann ekki sárr, þar er skyrtan tók; en hver sem hann kom höggum á, þá þurfi eigi um at binda.“
Við Kolviðarhól er skilti: „Um aldir hefur þjóðleið milli vesturhluta Árnessýslu og Kjalarnesþings legið um Hellisheiði. Á svo langri langri leið var nauðsyn að hafa sæluhús og var hið fyrsta sem heimildir frá 1703 geta um við Draugatjörn. Um 1800 fór að kveða svo hart að draugagangi í sæluhúsinu að margir veigruðu sér við að gista þar og því var byggt timburhús á hlöðnum sökkli hér á Kolviðarhóli árið 1844. Á þessum tíma voru ekki mörg timburhús á Íslandi og er þessi íburður til marks um mikilvægi leiðarinnar. Húsið rúmaði 24 Skeifa í læk við Nautastígmenn og einnig var skjól fyrir 16 hross. Þrjátíu árum síðar var það að falli komið og árið 1878 var byggt nýtt steinhús á hólnum. Þetta var ein af fyrstu opinberu framkvæmdum sem Íslendingar réðust í eftir að þeir fengu sjálfstæðan fjárhag 1874.“
Og þá að mannvirkjunum við Draugatjörn. Af lýsingum að dæma virðist nafngiftin á tjörninni ekki vera eldra en frá því um 1800 – því áður er ekki getið um draugagang þarna. Tjörnin hafði þó verið í þjóðleið um aldir og því eflaust haft annað nafn, sem nú er glatað. Skilti við sæluhústóftina gefur eftirfarandi upplýsingar: „Við Draugatjörn hefur staðið sæluhús frá fornu fari. Það er frægt, bæði fyrir að vera eitt hið elsta sem góðar heimildir eru mum hé rá landi en ekki síður fyrir magnaða reimleika sem að lokum urðu til þess að húsið var fært upp að Kolviðarhóli 1844. Sveinn Pálsson lýsir húsinu í ferðabók sinni 1793 og segir þar m.a.: „Margir hafa dáið í þessum kofa því oft hafa þeir ekki fundið hann fyrr en þeir voru örmagna af hungri og kulda“. Gamla þjóðleiðin lá hér um og var fjölfarin, en nýr vegur var lagður yfir Svínahraun norðanvert árið 1878.

Varða við gömlu þjóðleiðina milli Kolviðarhóls og Reykjavíkur

Gamli vegurinn fylgdi hraunbrúninni og sjást vörður í hrauninu vestan Draugatjarnar. Enn fremur sjást greinilegir götuslóðar á Hvannavöllum um miðja vegu minni tjarnarinnar og Kolviðarhóls.“ Þá er rakin ein draugasagan: „Til er draugasaga sem segir frá Grími bónda á Nesjavöllum [langafa Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands] laust eftir aldarmótin 1800. Grímur þessi var annálaður þrekmaður og refaskytta góð. Hann var ríðandi á heimleið úr kaupstað en neyddist til að dvelja næturlangt í sæluhúsinu. Þar var þó enginn svenfriður vegna draugagangs: „Var mesti ys og þys inni, eins og þar væri fjölmenni í sífelldu iði. Virtist honum, sem sumt af þessu fólki væri þarna komið til að sækja gleðskap, og var mikið talað og dátt hlegið, en ekkert sér Grímur eða finnur. Starir hann út í myrkrið lengi vel. Loks sýnist honum bregða fyrir eldglæringum úti í því kofahorninu, sem fjærst honum var, og er hann horfir betur, sér hann tvo lýsandi depla, líkasta glóðarkögglum. Urðu þeir brátt eins og mannsaugu, og var sem þrútnar æðar greindust um augnhimnurnar. Grímur einblínir á þetta nokkra stund, en þá fóru augun að færast fjær honum og störðu á hann mjög illkvitnislega. Grímu tókst að lokum að flýja sælihúsið við illan leik en sturlaðist og varð aldrei samur.
Á fyrri hluta 19. aldar gisti Sigurður Breiðfjörð, rímaskáld í sælhúsinu ásamt nokkrum öðrum. Mennirnir urðu varir við draugagang og miklar eldglæringar og varð ekki svefnsamt af þeim sökum. Um dvöl þessa orti Sigurður nokkrar vísur og þar á meðal þessa: Inni á bálki einum þar – undum lengi nætur. Við hurðarloku hringlað var – hrukkum þá á fætur. Leit ég eina ófreskju – á mig hélt ‘ún rynni. Hvarf í eld og eimyrju – undir kveðju minni.“
Bolasteinn? á BolavöllumUm Húsmúlaréttina segir á nálægu skilti: „Rétt þessi var notuð fram á 20. öld en ekki er vitað hvað hún er gömul. Réttin var notuð til rúnings og sem aðhald í haustleitum en ekki hefur hún rúmað stórt fjársafn. Í gömlum munnmælum segir að Mosfellingar og Ölfusungar hafi haft sameiginlegan afrétt en þeirri samvinnui lokið er deilur komu upp og lauk með orrustu sem Orrustuhóll uppi á Hellisheiði dregur nafn sitt af. Ekki er þó víst hvort atburðurinn átti sér stað í raun og veru.“ Við þetta má bæta til fróðleiks að „herindýr voru flutt til Íslands frá Noregi á síðari hluta 18. aldar. Fram á 19. öld var hreindýrahjörð á Reykjanesskaga og þvældust þau oft þaðan upp á Mosfellsheiði og í Hengilinn. Er jafnvel talið að dýrin hafi skipt þúsundum þegar mest var. Undir 1900 hafði þeim fækkað verulega, bæði vegna ofveiði og einnig er talið að dýrin hafi flúið sökum aukinna mannaferða á svæðinu. Síðasta hreindýrið á þessum slóðum var fangað skömmu fyrir 1930 á Bolavöllum, skammt sunna við Húsmúlaréttina. Var það vesæl og gömul kýr, aflóga af elli, tannlaus og kollótt. Hafði hún um nokkurt skeið þvælst um ein sinnar tegundar með fjárhóp. Þar með lauk sögu hreindýra á Reykjanesskaga.“
Og þá loks að upphaflegum tilgangi gönguferðarinnar – leitina að Bolasteini. Skeiða-Otti kom, skv. sögunni, úr Ölfusi og hélt áleiðis til Reykjavíkur. Nautið er sagt hafa verið við Kolviðarhól. Annað hvort hefur „samræði“ þeirra orðið á Hvannavöllum austan Draugatjarnar eða á Bolavöllum norðvestan hennar. Ef átt er við fyrrnefnda staðinn þá er Bolasteinn nær Búasteini og Kolviðarhóli. Ef hins vegar er átt við Bolavelli (sem einhverra hluta vegna hafa fengið það nafn án þess að um bolabeit hafi verið að ræða) þá er rauðleitur bolasteinslaga steinninn á þeim norðaustanverðum hinn eini sanni. Dæmi hver fyrir sig.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

PS. Í þessari umfjöllun var ákveðið að segja ekkert miður ljótt um Hellisheiðarvirkjun og þá miklu sjónmengun er af henni stafar – enda yrði lýsingin þá a.m.k. helmingi lengri.

Heimildir m.a.:
-http://home.online.no/~mblarse/images/AroundVolcano.doc
-Örnefnalýsing fyrir Hjalla í Ölfusi.
-Kjalnesingasaga
-http://notendur.centrum.is/~ate/husmuli.htm

Húsmúlarétt

 

Lækjargata

Hér segir frá hinum gömlu Reykjavíkurbrúm.

„[Lækurinn] kom úr norðausturhorni Tjarnarinnar, hlykkjaðist meðfram löndum Skálholtskots og Stöðlakots og síðan rann hann á landmerkjum Arnarhóls og Reykjavíkur til sjávar, og var ósinn rétt Reykjavík 1787vestan við Arnarhólsklett. Hafði hann þá runnið 198 faðma leið. Víðast var hann ekki nema svo sem tveggja faðma breiður og holbekktur, en um miðju var hann miklu breiðari og fram undan Stöðlakotslandi nyrzt (þar sem nú er lóðin Bankastræti 2) var dálítill hólmi í honum, grasi gróinn. Á austurbakkanum voru grænar flatir mýrarkenndar fyrir neðan túnin og höfðu bændur þar slægjur.“
„Lækurinn var mesti vandræðagripur. Átti hann það oft til að hlaupa yfir Austurvöll, svo að hann varð eins og hafsjór yfir að líta. … Fyrsta flóðið, sem menn hafa sagnir af, stafaði af sjávarfyllu. Var það árið 1799 í veðrinu mikla, þegar Básenda tók af. … Annað sjávarflóð mikið kom á jólaföstu 1832. Kom flóðið upp í lækinn og yfir allan Austurvöll. Þriðja flóðið kom á miðþorra 1863. … Stíflaðist þá lækurinn og varð af geysimikið flóð í Miðbænum, … Fjórða stórflóðið kom á þorraþrælinn (19. febrúar) 1881. …
StólpabrúinVatnið fyllti alla kjallara í Miðbænum og komst sums staðar inn í húsin. Og yfir austurhluta Austurvallar og Lækjargötu var þá ekki fært nema á bátum, því að vatnið tók mönnum þar í mitti, en í Austurstræti mitt á milli þar sem er Útvegsbankinn og Hressingarskálinn, var maður nokkur nær drukknaður.“
Á 17. bæjarstjórnarfundi árið 1843 voru ákveðnar eftirfarandi framkvæmdir í Lækjargötu:
„Veitti bæjarstjórn því 1848–1850 hundrað ríkisdali á ári til að þrengja lækjarfarveginn fram undan Stöðlakotslóð og hækka vesturbakkann á því svæði. Var þetta gert til þess að fá meiri straum í lækinn og koma í veg fyrir að hann flæddi yfir Miðbæinn svo að segja á hverjum vetri, hinum eldri til mikils ama, en börnunum til gleði, því að þá kom ágætt skautasvell á Austurvöll, og þar var æskulýðurinn alltaf á skautum, en ekki úti á Tjörn. Árið 1852 samþykkti bæjarstjórn að láta hlaða upp farveg lækjarins, að neðanverðu. Var það gert á næstum árum. Voru bakkarnir hlaðnir úr hnullungargrjóti, nema fram undan Kóngsgarði. Þar voru þeir hlaðnir úr höggnu grjóti, „hefur kannske þótt skömm að láta hið sama ávallt vera fyrir augum landshöfðingjans, sem aðrir verða að þola,“ segir Gröndal. …

Stólpabrúin

Jafnhliða þessum framkvæmdum var sú kvöð lögð á þá, sem áttu heima í Lækjargötu, að þeir settu laglegar grindur meðfram læknum, hver fyrir sinni lóð og héldu þeim við. Var þetta gert til þess að afstýra því, að menn hrösuðu þar ofan í lækinn í myrkri. Þetta var gert en lítið var um viðhald og grotnuðu grindurnar niður og brotnuðu. … Árið eftir konungskomuna [1874] voru lækjarbakkarnir hlaðnir upp frá Skólabrú suður að tjörn og á næsta ári var Lækjargatan lengd að Tjörninni.“
„Frá því ég man fyrst eftir var tíðast eitthvað verið að laga hann til, ýmist hlaða upp veggi hans, laga girðingar meðfram honum, setja á hann brýr, eða hreinsa hann. En eigi að síður var Lækurinn óþverravilpa, sem óheilnæmi og hætta stafaði af, og því hlaut að koma að því, fyrr eða síðar, að hann yrði leiddur í pípum til sjávar, farvegur hans fylltur og gerð þar gata. Veganefnd ákvað um mitt sumar 1912 að ráðist skyldi í þessa framkvæmd næsta ár, en áætlað var, að hún mundi kosta um þrjátíu þúsund krónur. … og var Læknum komið í þann farveg, sem hann enn er í, sumarið 1913.“

Lækurinn

Brýrnar yfir lækinn Kort Ohlsens og Aanums af Reykjavík frá 1801 sýnir fjórar brýr á Læknum; eina við ósinn, niður úr Arnarhólströðum, aðra fram undan Tugthúsinu/ Kóngsgarði/ Landshöfðingjahúsinu/ Stiftamtmannsbústaðnum/ Stjórnarráðinu, hina þriðju fyrir neðan Þingholtsbæina og fjórðu neðan Stöðlakots. Að öllum líkindum hafa þetta verið einfaldar plankabrýr en sumar með handriði.
Árið 1828 voru settar tvær allveglegar trébrýr á Lækinn, sú fyrri við ósinn en hin síðari fyrir framan Stiftamtmannsbústaðinn. Var sú með háum handriðum og stórum hurðum. Eftir 1834 var sett brú við endann á Austurstræti til að tengja götuna Bakarabrekkunni (Bankastræti) þar sem eini bakari bæjarins var sestur að með starfsemi sína. Stefán Gunnlaugsson land- og bæjarfógeti lét gera brú fyrir framan hús sitt Amtmannsstíg 2 árið 1838. Árið 1846 var gerð brú niður af Latínuskólanum og fékk hún nafnið Skólabrú, en það nafn færðist líka yfir á brautina upp að skólanum og seinna á götuna handan við lækinn. Trébrúin niður af Bakarabrekku var tekin niður árið 1866 og steinbrú gerð þar í staðinn og þótti hún mikið mannvirki. Seinasta brúin yfir Lækinn var gerð árið 1882 niður af Skálholtslind (þar sem Mæðragarður er nú). Sunnar voru þrír til fjórir plankar lagðir yfir Lækinn.

Arnarhólslækur í Reykjavík
Landsnefndin síðari hafði til athugunar margs kyns málefni sem vörðuðu framfarir og viðreisn ÍsKortlands, meðal annars verslunina, og gaf út það álit að stefna bæri að verslunarfrelsi. Fyrst yrði þó að leggja hornstein að kaupstöðum í landinu. Lagði hún því til að stofnaðir yrðu kaupstaðir á fimm stöðum, í Reykjavík og Grundarfirði, á Ísafirði, í Eyjafirði og á Reyðarfirði. Þá hreyfðu nefndarmenn þeirri hugmynd að Reykjavík yrði höfuðstaður landsins, þangað flytti Skálholtsbiskup og skóli staðarins en bærinn hlyti nýtt nafn, Kristjánsvík, konungi til heiðurs. Til að tryggja enn frekar að ekki fyrndist yfir nafn konungs þótti þeim vel til fallið að Eyjafjörður skipti líka um nafn og héti eftirleiðis Kristjánsfjörður.
Árið 1771 hljóðnuðu hamarshöggin í nýju tyftunarhúsi landsins á Arnarhóli. Smíði þess var lokið. Þegar stiftamtmaður tók sér þar bólfestu 1819 var það kallað Kóngsgarður, síðar fékk það nafnið Landshöfðingjahús en kallast nú Stjórnarráðshús.
Reykjavík hlaut kaupstaðarréttindi árið 1786. Sama ár voru stofnaðir kaupstaðir á fimm öðrum stöðum, í Grundarfirði, á Ísafirði, Akureyri, Eskifirði og í Vestmannaeyjum.
Þetta sama ár Bakarabrúinvar birt konungleg auglýsing þess efnis að einokunarversluninni yrði brátt aflétt. Þá hafði verið afráðið að hvort tveggja, biskupssetrið í Skálholti og skóli staðarins, yrði flutt til Reykjavíkur. Næstu árin fluttist þangað öll umboðsstjórn konungs sem til þessa hafði verið tvist og bast um landið. Reykjavík verður einnig miðstöð verslunar og vöxtur hleypur í þennan höfuðstað landsins.
Jafnskjótt og tökin linuðust á einokunarversluninni tók byggðin að fikra sig austur með sjónum frá Aðalstræti í áttina að Arnarhólslæk en hann afmarkaði í fyrstu kaupstaðarlóðina að austan. Hann var hins vegar ógreiðfær yfirferðar og breiddi sums staðar úr sér. Stundum flóði hann yfir bakka sína, vatnskrapi sytraði yfir Austurvöll og Kirkjubrú og tók mönnum í hné og klyftir og dómkirkjan nýja var umflotin vatni.
Verslun heimtar greiðar samgöngur og Arnarhólslækur var fyrsti farartálminn austur úr bænum. Niður við lækjarósinn var að vísu vað en það var einungis fært ríðandi mönnum.
Í vaxandi bæ varð ekki undan því vikist að brúa lækinn. Og brýrnar, sem ráðist var í að gera, markBankastrætia að sínu leyti nýtt upphaf í brúarsmíðum á Íslandi. Í fyrstu var efniviðurinn einvörðungu tré, síðan bættist við höggvinn steinn og loks efni framtíðarinnar, steinsteypa. Reykjavík teygði sig brátt austur yfir Arnarhólslæk og verslunin með bættum samgöngum smám saman allar götur austur yfir fjall.
Þar sem nú er Bókhlöðustígur var brú á leiðinni að tveimur hjáleigum Víkurjarðarinnar, Stöðlakoti og Skálholtskoti. Hún var kölluð Skálholtskotsbrú. Hún hefur verið elst, er eina brúin á læknum á Reykjavíkurkorti sem hinn konunglegi stjörnumeistari Lievog gerði árið 1787.
Á korti frá 1801 eru hins vegar fjórar brýr á læknum. Auk Skálholtskotsbrúar er brú við stíginn sem lá upp að þinghúsi bæjarins og Þingholt draga nafn af. Sú brú var á svipuðum slóðum og Amtmannsstígur er nú. Brú er yfir lækinn að tukthúsinu og loks er brú við Arnarhólstraðir þar sem var alfaravegur úr bænum og heim að bænum sjálfum. Sú leið var hins vegar tekin af. Stígurinn sunnan við Kóngsgarðinn tók við af henni og breið og sterk trébrú var sett þar yfir lækinn. Knudtzon kaupmaður lét reisa brauðgerðarhús sunnanvert við stíginn árið 1835 og fékk þangað þýskan bakara, Bernhöft að nafni. Stígurinn dró nafn af iðn Bernhöfts og var ýmist kallaður Bakarastígur eða Bakarabrú. Brúin var einnig kölluð Bakarabrú en annað nafn á henni var Lestamannabrúin. Það nafn dró hún af hestalestum bænda í kaupstaðarferð.
SkólabrúinStefán Gunnlaugsson sýslumaður og síðar bæjarfógeti reisti sér íbúðarhús suður af brauðgerðarhúsunum og vildi fá stíg þangað heim á kostnað bæjarins. Þegar það mál kom til umræðu á borgarafundi 1839 þótti sumum borgurunum sér misboðið og hurfu af fundi. Þeir sem eftir sátu töldu að ódýrast væri að setja „gömlu brúna“ á lækinn syðst í lóðinni og leggja síðan stíg frá henni upp að húsi sýslumanns. „Gamla brúin“, sem þá lá á lausu eins og segir í fundargerð, var annaðhvort brúin við Arnarholtstraðir eða brúin sem áður var á stígnum upp að þinghúsinu. Eftir þetta var hún kölluð Gunnlögssensbrúin.
Allt voru þetta trébrýr. Tvær af þeim brúm, sem enn átti eftir að setja yfir lækinn, voru hins vegar gerðar af höggnum steini, steinbogar eða bogabrýr eins og Rómverjar hinir fornu reistu, einu brýrnar af því tagi á Íslandi.

„Skólabrúin dýra“
Önnur bogabrúin var fyrir neðan hið nýja hús latínuskólans en bygging þess hófst 1844. Til að reisa skólahúsið komu hingað tveir norskir trésmiðir og norskur múrari sem jafnframt var steinhöggvari. Hann hlóð grunninn undir húsið sem var komið undir þak í nóvember. Sökum myrkurs var ekki hægt að ljúka því sem eftir var inni án lýsingar en ekki þótti hættandi á að láta lítt vana verkamenn vinna þar með logandi ljós sér við hlið. Veturinn 1845 var því hafist handa við að sprengja grjót í brúna og jarðþrep framan við skólann ofan við flötina sem hallaði niður að læknum. Grjótið var jafnharðan höggvið til og brúin hlaðin. Kostnaður við hið nýja skólahús fór úr böndunum af ýmsum ástæðum og það átti einnig við um kostnað við brúna. Því var hún kölluð „skólabrúin dýra“.
Nafnið Skólabrú á raunar ekki alltaf við brúna sjálfa heldur slóðann frá skólanum niður undir dómkirkju eða stíginn frá læknum upp að skólahúsinu. Í Ingólfi 1853 er steinboginn kallaður Skólabrú. Í Þjóðólfi 1867 segir að norski múrarinn hafi lagt „brú niður undir kirkjuna“.13 Benedikt Gröndal, sem réðst sem kennari við skólann 1874, segir að gangstígurinn frá læknum upp að skólanum hafi borið þetta nafn og lýsir honum nokkrum orðum. Hann var „alræmdur“ að sögn Gröndals, tíðum „illfær á vetrum í hálku og stormi, en engar grindur utan með til stuðnings og mun þetta gert eftir reglunni „per ardua ad astra“,“ þ.e. enginn verður óbarinn biskup. Yfir lækinn var „steinbrú“ og „ómerkilegt hlið á,“ segir Gröndal enn fremur.
SkólabrúinÞó að hliðið hafi verið „ómerkilegt” í augum Gröndals markaði það í raun réttri skil milli tveggja heima, Reykjavík snauðra tómthúsmanna og Reykjavík embættis- og kaupmanna. Yfir brúna áttu sauðsvartir almúgamenn sjaldan erindi. Sama átti við um brúna fyrir framan Kóngsgarðinn, Stólpabrúna eins og hún var kölluð. Á henni voru grindur og háir og miklir stólpar en sterk vængjahurð lokaði leiðinni til fulltrúa konungsins á Íslandi, stiftamtmanns og síðar landshöfðingja. Svipað hlið var sett á Gunnlögssensbrúna.
Talið er að sement hafi fyrst verið notað við húsasmíðar hér á landi þegar ráðist var í umbætur á dómkirkjunni í Reykjavík 1847. Víst er að sement ásamt kalki var meðal efnis sem flutt var til Reykjavíkur 1844 þegar hafist var handa við að hlaða grunn Lærða skólans.17 Hvort eitthvað af því var notað við það verk skal látið ósagt en ætla má að það hafi verið notað við brúarsmíðina. Liðlega tuttugu árum síðar var samið við Sverri steinhöggvara Runólfsson um að gera steinboga yfir lækinn í stað trébrúarinnar neðst á Bakarastíg. Í samningnum segir meðal annars að frágangurinn „á steinboganum og undirstöðu hans áskilur bæjarstjórnin að verði allur hinn sami með reglulega höggnum steinum og annarri vöndun verksins og traustleika eins og steinboginn undir skólabrúnni“. Þá er enn fremur tekið fram að til múrverksins skuli „brúka vandað cement og ekki kalk“. Ekki er ólíklegt að þetta ákvæði í samningnum sé einmitt til komið vegna þess að þannig hafi verið að verki staðið við Skólabrúna.

Steinboginn við Bakarastíg
SteinbogabrúinSverrir Runólfsson hafði numið iðn sína í Danmörku. Hann kom heim 1860 og var einn helsti verktakinn við ýmsar framkvæmdir í Reykjavík næstu árin, gerði „við rennur með sínu lagi og við götur og vegi bæði í Reykjavík og í sýslunni og þar með steinboga yfir lækinn í Reykjavík við hvur verk flest hann mætti ólempni bæjarstjórnarinnar þar svo furðu gegndi en kom þó öllu sínu fram,“ segir hann í ævisögu sinni.
Óvíst er hvort hugmyndin um steinbogann hefur verið runnin undan rifjum Sverris sjálfs. Haustið 1865 ritaði hann Óla P. Finsen bæjarfulltrúa bréf og bauðst til að leggja sjö álna eða um 4,4 metra breiðan múraðan steinboga með steinveggjum á báðum köntum „í stað gitterverks“, þ.e. rimla, yfir lækinn á alfaraveginum upp á Bakarastíginn og kæmi steinboginn í staðinn fyrir trébrúna sem þar var þá. Þetta orðalag, „í stað gitterverks“, gæti bent til þess að einhver bæjarfulltrúanna, ef til vill Óli P. Finsen sjálfur, hafi ámálgað það við Sverri að hann tæki að sér að gera steinboga með „gitterverki“ yfir lækinn. Kostnaðurinn gerði Sverrir ráð fyrir að yrði allt að þrjú hundruð ríkisdalir en þetta sama ár námu áætlaðar tekjur bæjarins um tólffaldri þeirri upphæð. Hér var því í mikið ráðist. Trébrúin var hins vegar orðin hrörleg enda þarfnaðist hún „aðalaðgjörðar“ þegar hér var komið sögu. Málið var rætt á fundi bæjarstjórnar. Þó að bæjarfulltrúum þætti margt óljóst í tilboði Sverris vildu þeir ekki með öllu varpa fyrir róða „hugsuninni með múraða steinbogabrú í stað trébrúar“. Þeir fólu því einum úr sínum hópi, Jóni Guðmundssyni ritstjóra Þjóðólfs, að semja við Sverri en einkum þó að setja honum ýmis skilyrði sem þeim þótti nauðsyn bera til að sett væru, gera með öðrum orðum við hann verksamning, semja verklýsingu til að vinna eftir og setja ákvæði um verklok en allt var þetta eitt og sama plaggið. Steinbogabrúin skyldi vera sjö álna breið (þ.e. um 4,4 m) með traustri og múraðri undirstöðu, segir í verksamningnum og boginn svo hæfilega upphafinn og hvelfdur að hvirfill hans að neðanverðu væri að minnsta kosti sex þumlungum hærri en bitarnir í trébrúnni í beinni línu frá botni lækjarins. Í stað steinveggja á báðum köntum eins og Sverrir lagði til vildu bæjarfulltrúarnir að kæmu fjórir stólpar úr höggnum steini með hæfilegri hæð, sinn á hverju brúarhorni og þannig um búið að járnteinn yrði þar í festur sinn hvorum megin en holur höggnar í steinbogakantinn, tvær hvorum megin milli stólpanna, og járnstólpar festir í með renndu blýi um kring. Fyrir þetta verk var bæjarstjórnin reiðubúin að greiða þrjú hundruð ríkisdali alls en í þeirri greiðslu skyldi fólgið „allt efni, er verk þetta útkrefur, að því er áhrærir grjót og cement, og vandaða uppfyllingu aftan á steinboganum sjálfum, sömuleiðis öll verk, er að þessu lúta, hverju nafni sem nefnast, og sömuleiðis öll tól og áhöld, er þar til útheimtast, þar á meðal allt tréverk (stillads), bæði að efni og smíði til þess að mynda steinbogann og halda honum uppi, uns hann er fullgjörður. Þér múrmeistarinn getið því ekki átt neinn aðgang að bæjarstjórninni um neina sérstaka borgun, eða aukaborgun fyrir neitt þess leiðis“.
Verklok miðuðust við tíunda dag frá komu póstskipsins í annarri ferð sinni hingað vorið 1866 en gert var ráð fyrir að það kæmi í maíbyrjun. Skyldi hin nýja steinbogabrú þá vera alfær yfirferðar.

Heimild:
-Vegagerðin, Framkvæmdafréttir, 33. tbl./06.
-Úr bókinni „Brýr að baki“, sögu brúargerðar á Íslandi.
-Anna Lísa Guðmundsdóttir og Helga Maureen Gylfadóttir – Lækurinn, fyrr og nú, MR, Reykjavík 2007.

Reykjavík 1801

Reykjavík 1801.

Grafarsel

Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns (1703) er m.a. fjallað um jörðina Gröf, sem þá tilheyrði Mosfellssveit.

Grafarsel

Grafarsel.

Talsverðar kvaðir hafa verið á jörðinni sbr.: „Kvaðir eru mannslán, hestlán bæði til alþingis og annarstaðar, jafnvel stundum norður í land og ýmsar áttir, og þetta stundum til samans á einu ári. Dagslættir tveir. Hríshestar tveir. Móhestar einn eður tveir. Torfskurður. Hest til að flytja lax úr Elliðaám. Skipaferðir. Timbur í Þingvallaskóg að sækja. Húsastörf á Bessastöðum. Fóður mikið eður lítið; allar þessar kvaðir so undir komnar og með slíkum skilorðum sem áður er sagt. Mesta fóður það menn muna var hestur útgjörður um allan veturinn, sem ekki þreifst og drapst frá heyjum um sumarmálaskeið, hann mátti bóndinn betala Jóhann Klein, og í tíð Heidemanns gamalt naut.
Engjar mjög litlar. Kvikfjenaður vi kýr, i kvíka tvævetur, viii ær með lömbum, ii hestar, i hros.“ Þá segir að „selstöðu á jörðin í hemalandi, sem nauðsynlegt er, því jörðin stendur á horni landsins, en er mjög landljett heima.“
Þann 30. maí 1987 var Grafarselið friðlýst (þinglýst 26.06.’87). Það stendur á fallegum stað undir Selbrekkum norðaustan austurenda Rauðavatns. Selbrekkur eru sunnan Grafarheiði. Umhverfið er dæmigert fyrir sel er lögðust hvað síðast af á Reykjanesskaganum; grónar en greinilegar tóftir og grasvænar brekkur umhverfis. Tóftirnar, sem eru þrjú rými, þ.a. tvö samtengd, standa í skjóli vestan undir brekkunum, í skjóli fyrir austanáttinni. Skammt neðan þeirra er hóll, sem líklega geymir kvína. Gamall uppþornaður lækjarfarvegur er norðan við selið og hefur hann sennilega verið ástæða staðsetningar þess þarna í brekkunum.

Letursteinn

Letursteinn.

Selstæðið er mjög fallegt og á góðum stað. Það má eiginlega segja að það sé komið inn í borgina því byggðin hefur nánast teygt sig upp að því. Einmitt þess vegna eru staðsetningin og tóftirnar sérstakar. Þá eru þær og ágætur fulltrúi seljanna (af þeim 173 sem skoðuð hafa verið) á Reykjanesskaganum. Það er miðlungsstórt af seli að vera. Stekk er hins vegar ekki að sjá í nágrenni við selstöðuna.
Bæði hefur trjám verið plantað nálægt selinu og birkið hefur náð að vaxa upp í brekkunum. Ofar er holt.
Í Rauðavatnsskógi eru bæði góðir göngustígar og nægt rými. Umhverfið er hið fallegasta. Umfeðmingur, blágresi og smjörgras ásamt fleir blómategunum vaxa þar utan barr- og birkitrjáa.
Skógræktarfélag Reykjavíkur var stofnað var 1946, en undanfari þess var Skógræktarfélag Íslands, stofnað 1930, sem þá breyttist í landssamtök skógræktarfélaga. Fyrsta skógræktarfélagið var raunar stofnað upp úr aldamótum en starfsemi þess lognaðist út af nokkrum árum síðar, þótt brautryðjendastarf frumherjanna gleðji nú gest og gangandi við Rauðavatn.

Grafarsel

Grafarsel – uppdráttur ÓSÁ.

Rauðberjalyng (Vaccinium vitis-idaea) er mjög sjaldgæft á Íslandi, þótt það sé með algengasta berjalynginu í Noregi og Svíþjóð (Sæ: tyttebær). Það líkist nokkuð sortulyngi, en blöðin eru ofurlítið tennt, þynnri en á sortulyngi og með niðurorpnum röndum. Berin eru rauð og safarík. Heimkynni rauðberjalyngsins á Íslandi eru á Austfjörðum, en einnig vex það á þrem stöðum í Öxarfirði.
Á síðari árum hefur það einnig fundizt í Þrastarskógi og í furulundinum við Rauðavatn, og gæti það á báðum þeim stöðum verið aðflutt með skógrækt.
Sauðahús er allnokkuð sunnan Grafarsels, í landi Hólms. Hún er u.þ.b. 20 metra löng, tvískipt. Innri og minni hlutinn hefur hýst hlöðu. Vel sést móta fyrir henni í hlíðinni fast ofan skógarmarkanna. Neðan hennar, inni í skóginum eru greinilegir garðar er mynda ferkantað gerði.
Á móhól skammt sunnan við Rauðavatn er fjárborg. Vel sést móta fyrir henni á hólnum. Hún hefur verið gerð úr nokkuð stórum steinum neðst, en síðan hefur hún verið tyrfð. Borgin er á fallegum stað, en líklega vita fáir, sem þarna eiga leið um, hvaða mannvirki þetta gæti hafa verið.
Þá er hlaðin rétt um 170 metrum sunnan fjárhússtóftarinnar, ca. 5×5 m. Hún er ferköntuð og án dilka. Í veggnum að norðanverðu er letursteinn með ártali frá 19. öld og áletrun.

Heimild m.a.:
-Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, þriðja bindi, Kaupmannahöfn 1923-1924 (endurprentað í Odda 1982), bls. 205.

Grafarsel

Grafarsel.

Lágafellssel

Skúli Helgason ritaði grein í Árbók Fornleifafélagsins árið 1981 er bar yfirskriftina; Gamla rústin við Fóelluvötn – og fólkið sem þar kom við sögu. Í henni (10 bls.) kemur m.a. fram eftirfarandi:
Helgi„Það var haustið 1979 að ég sem þetta rita brá mér eitt sinn inn í Borgarskjalasafn Reykjavíkur. Fékk ég að líta í málsskjöl, sem eru geymd viðkomandi landaþrætum milli Hólms, Lækjarbotna og Elliðakots á áratugunum 1870-1890. Meðal þeirra manna sem þar koma fram sem vitni að gefa upplýsingar um landsvæðið þar efra var Geir kaupmaður Zoëga. Hann var fæddur í Reykjavík árið 1830 og dvaldi og bjó þar alla ævi, en hann andaðist árið 1917. Hann hafði verið fróður um nágrenni Reykjavíkur, einkum á svæðinu þar efra, upp um Fóelluvötn til Kolviðarhóls og inn í Marardal. Hafði hann farið þangað fyrr á árum í sumarútreiðartúra sem fleiri Reykvíkingar, er voru þess megnugir að eiga hesta.
Í áðurnefndum vitnaleiðslum, sem fram fóru sumarið 1891, er eftirfarandi bókað eftir Geir Zoëga, sem þá var 61 árs:
„Vitninu var sagt það ungling, að kona nokkur, Guðrún Hákonardóttir, einhverntíma milli 1820-1830, hafi byggt kofa og búið í Fóelluvötnum sem afréttarlandi.“

Rústin

Til að skyggnast aðeins inn í þessa liðnu atburði lá nú fyrst að vita hvort íverukofinn, sem nefndur er við Fóelluvötn, væri nú framar finnanlegur. Til þess var leitað á vit þess manns, sem nú er meira en áttræður og hefur dvalið alla ævi á sama bæ. Hann er bæði greindur vel og langminnugur, eins og hann á kyn til. Þessi maður er Karl Nordal, bóndi á Hólmi við Suðurlandsbraut. Hann tók erindi mínu vel og kannaðsit hann við gamla rúst fyrir norðvestan Vötnin. Sagði hann að það væru þær einu rústir sem hann vissi til að væru þarna á stóru svæði, að fráteknum „Vatnakofanum“ við Sandskeiðið, sem væri hinn gamli sæluhúskofi og var uppi standandi fram á þessa öld og margir eldri menn muna vel eftir. Karl á Hólmi var svo vinsamlegur að bjóða mér leiðsögn sína upp fyrir Fóelluvötn að finna rústina, ef mig fýsti að fara þangað og líta þar á fornar mannvistarleifar.
Þegar þarna upp eftir kom fann Karl fljótlega rústina, þótt hann hefði ekki að henni komið um síðastliðin sextíu ár. Rústin er dágóðan spöl suðvestur af Lyklafelli, gengur þar heiðardrag nokkurt til suðurs frá Fóelluvötnum. Nefnist það Eystri-Vatnaásinn.
HelgiEftir að gerð hafði verið nokkur leit í kirkjubókum og sýsluskjölum Gullbringu- og Kjósasýslu komu fram eftirfarandi heimildir um fólk það sem rústin við Fóelluvötn er eftir.
Guðmundur Guðmundsson var fæddur í Skildinganesi 1796 og þar ólst hann upp með foreldrum sínum og systkinum. Fluttist hann svo upp að Lágafelli í Mosfellssveit með foreldrum sínum, er þau fóru frá Skildinganesi. Guðmundur hefur vafalaust verið dugnaðar- og atorkumaður sem bræður hans áttu kyn til. Um svipað leyti og Guðmundur fluttist upp að Lágafelli kom þangað stúlka um tvítugsaldur neðan úr Reykjavík. Hét hún Guðrún Hákonardóttir, talin fædd á Stóru-Vatnsleysu á Vatnsleysuströnd árið 1795.

Helgi

Þau Guðmundur á Lágafelli og Guðrún Hákonardóttir gengu í hjónaband um 1818. Um þær mundir hafði hún lært ljósmóðurfræði og gegndi síðan ljósmóðurstörfum í Mosfellsveit um fjölda ára. Áttu þau nokkur börn sem upp komust og eru ættir frá þeim komnar. Þau hjón bjuggu á Lágafelli í tvíbýli til 1826. Á hinum hluta jarðarinnar bjó faðir Guðmundar uns hann andaðist 1822. Jörðin hefur sennilega verið fullsetin. Árið 1822 eru á báðum heimilum yfir 20 manns, bú hefur verið stórt og efnahagur góður. Um þessar mundir virðist Guðmundur bóndi yngri hafa tekið þá ákvörðun að efna til nýbýlisbyggingar og þá hafi hann komið auga á landspildu nokkra við Fóelluvötnin.
Eins og áður er að vikið er fram undan Lyklafelli, þó nokkurn spöl til suðvesturs, hæðardrag fram í Fóelluvötnin, en þau kannast felstir Reykvíkingar við. Hæðardrag þetta-Eystri-Vatnaásinn, liggur til suðurs. Fremst á því er klettabelti, reyndar tvö með stuttu millibili. Framundan því efra til suðvesturs er lítil brekka, gróin og græn hvert sumar, falleg tilsýndar og blasir við sunnan frá um nokkra vegalengd. Fyrir neðan þessa brekku er mýrardrag með vatnsrennsli í úrkomutíð. Svipað er einnig hinum megin við hæðardragið, en þar er efri hluti Fóelluvatnanna.
Þennan stað hefur Guðmundur á Lágafelli haft í huga er hann hugði til nýbýlisbyggingar. Suðvestan undir klettabeltinu fyrrnefnda hefur hann trúlega viljað byggja bæ sinn, þar hallar vel frá, skjólgott fyrir norðaustannæðingi, því að klettarnir mynda þarna nokkurn skjólgarð á litlu svæði. Eigi er nú vitað við hverja Guðmundur hefur samið um að fá að byggja þarna, trúlega hefur hann í það minnsta fengið munnlega heimild til þess hjá hreppstjórum Seltjarnarneshrepps og þeir hafa álitið svæði þetta vera óskipt afréttarland, en það munu Elliðakotsbændur ekki hafa viljað vera láta.
RústinNú gerist það þann 11. desember árið 1822 að Guðmundur á Lágafelli ritaði sýslumanninum í Gullbringusýslu, Ólafi Finsen, eftirfarandi bréf, eða mætti ein nefna það tilkynningu, sem var svohljóðandi: „Að ég undirritaður hefi ásett mér með tilvonandi leyfi yfirvalda að byggja eftirleiðis bæ og reisa bú í svonefndum Fóelluvötnum fyrir ofan Mosfellsveit og Seltjarnarneshrepp, auglýsist hér með eftir fyrirmælum tilskipunarinnar af 15. apríl 1776.“
Eigi mun sýslumaðurinn hafa svarað bréfi þessu strax, heldur skotið því fyrst til amtúrskurðar. En það er nokkurnveginn víst, að Guðmundur hefur hafið framkvæmdir þarna suður frá vorðið 1823. Eigi hefur hann þó beinlínis byrjað á venjulegri bæjarbyggingu, heldur byggt þarna hús, sem hann hefur hagnýtt  fyrir selstöðu. Hústóftin sést enn nokkuð vel. Hún er nú fyrir löngu fallin saman (veggir hrundir inn) og því er nokkuð erfitt að sjá hvað hún hefur verið stór nema að grafin væri upp, en eftir því sem næst verður komist hefur hún verið 3 álnir á breidd eða um 1.80 m, en lengdin 11-12 álnir, um 8 m.

Rústin

Trúlega hefur húsinu verið skipt í tvennt, verið í því milligerð. Gaflhlaðið er jarðfast bjarg, næstum jafnbreitt tóftinni, það er að líkindum meðalmanni í axlarhæð af gólfi, ef grafið væri niður í það, og næstum því lóðréttur flötur sem inn í húsið hefur snúið. Eins og áður segir, hefur húsinu verið skipt í sundur innan veggja, þar hefur verið svefnhús (selbaðstofa) og mjólkurhús. Þar að auki hefur verið eldhúskofi, máske utan veggja, sem ekki er nú vel hægt að átta sig á, en svona var húsaskipun háttað almennt í hinum gömlu seljum. Auk þessara húrústar sem er nokkuð greinileg, virðist votta fyrir ógreinilegum hleðslum, sem gætu verið miklu eldri, og þá kemur manni til hugar, að þarna hafi máske einhverntíma áður verið sel, á 18. öld, og þá ef til vill frá Skildinganesbændum. En um þetta verður nú ekkert fullyrt framar.

Húsið

Það virðist sem Guðmundur á Lágafelli hafi verið þarna með búsamla sinn (fráfærurær og kannski kýr) um næstu þrjú sumur. Þá fyrst er það sem sýslumaðurinn svarar fyrrgreindu bréfi Guðmundar. Þar vitnar hann til úrskurðar amtmanns. Er Guðmundi þar bannað að byggja nokkuð við Fóelluvötn fyrr en hann sé búinn að fá útmælt land til nýbýlis. Bréf sýslumanns, dags. 1. des. 1825, er svohljóðandi: „Eftir að ég hafði sent amtinu bréf yðar til mín um að útmæla yður jarðarstæði upp í þeim svonefndu Fóelluvötnum, hefur hann svarað því á þá leið, að þar eð þér ekki hafið sannað það að yðar fyrirtæki að byggja í Vötnunum sé löglega lýst, eins og þér í bréfi til amtsins af 11. des. 1822 útþrykkilega hafið sagt frá, að þér væruð búinn að gjöra þá ráðstöfun, að byggingaráformi yðar yrði þinglýst á hinni næstkomandi landsyfirréttarsamkomu, og þér þar hjá með því að byrja í Vötnunum með selstöðu og nokkurs konar útibú leyfislaust og án yirvaldsins tilhlutunar, hafið breytt ólöglega og þvert á móti Jónsbókar landleigubálki, 43. og 46. kap. og þar með orsakað mæðu og mótsagnir, svo finni hann í þetta sinn enga orsök til að leyfa yður það umbeðna, en skylduð þér þrátt fyrir það forboð, sem þegar gjörð eru eða hér eftir kunna að verða gjörð, ekki viljað sleppa þessu yðar fyrirtæki, verður það öldungis að koma á þá skoðunargjörð sem á plássinu yrði að haldast hvar hjá það hlyti af sjálfu sér að ef þar fengist að byggja, að nýbyggjarinn yrði að byggja þar reglulegan bóndabæ og rækta þar tún sem best verður, samt annaðhvort sjálfur búa þar eða eftir kringumstæðum byggja jörðina öðrum.
Eldri minjarEftir framanskrifuðum amtsins úrskurði hlýt ég því hér með alvarlega að fyrirbjóða yður að hafa frá næstkomandi vordögum nokkra selstöðu eða útibú í fyrrnefndu plássi, allt svo lengi sem þér ekki hafið fengið öðlast þar yðar löglega útmælt jarðarstæði.“
En þrátt fyrir þessi fyrirmæli og bann sýslumanns frá amtmanni virðist Guðmundur á Lágafelli ekki hafa viljað gefast upp fyrir framkvæmdir sínar í Fóelluvötnum. Og næsta sumar, 1826, hefur hann flutt búsamala sinn suður eftir eins og undanfarin sumur. Tíminn líður nú fram til 8. júlí (1826). Þá sendir sýslumaður stefnuvottunum í Mosfellsveit eftirfarandi fyrirskipun til birtingar Guðmundi á Lágafelli. Færir sýslumaður hana jafnframt inn í bréfabók sína og nefnir „auglýsingu“. Í henni ítrekar sýslumaður fyrri ákvörðun amtmanns og hans um „að láta útmæla honum jarðnæði í Fóelluvötunum, og ég þar þá fyrirbyði honum að hafa framvegis selstöðu eður útibú í téðu plássi, þar er hún væri ólögmæt… Því vildu stefnuvottarnir í Mosfellsveit á löglegan hátt birta honum, að hann verði viðliggjandi lagaákæru og sektar eiga að hafa burt flutt allan sinn búfénað úr fyrrgreindri selstöðu innan þriggja daga að reikna frá því honum þetta auglýsist…“.
TóftirEkki er vitað hvort Guðmundur á Lágafelli hafi horfið heim með búsmala sinn í júlí 1826, eins og honum var fyrirskipað. Báðir foreldrar Guðmundar á Lágafelli önduðust þetta sumar. Hinn látni, Guðmundur Jónsson á Lágafelli, var talinn eiga tvo þriðju hluta „í húsinu við Fóelluvötn“, og eru þeir virtir á 14 ríkisdali, 64 skildinga. Það jafngilti á þeim tíma nokkurn veginn einu kýrverði (3-8 vetra). Af þessu má sjá, að þarna hefur enginn smákofi verið byggður heldur talsvert mikið hús. Erfði Guðmundur á Lágafelli þessa 2/3 hluta af húsverðinu, hinn þriðja partinn hefur hann átt sjálfur. Hvað húsið hefur staðið lengi við Vötnin veit nú enginn, en trúlega ekki mörg ár. Það hefur verið rifið og viðirnir fluttir þaðan burtu.
Vitnisburður Geirs Zöega árið 1891 segir að Guðrún Hákonardóttir hafi búið í Fóelluvötnum. Guðrún hefur sennilega verið þarna sjálf selráðskona en aldrei haft þar vetursetu. Geir Zöega hefur vafalaust munað Guðrúnu vel, bæði uppalin í Reykjavík. Hún hefur áreiðanlega verið nokkuð þekkt kona og því hefur nafn hennar og minning lifað miklu lengur en Guðmundar manns hennar, sem dó löngu fyrr en hún sjálf. Trúlega hefur hún verið nokkuð mikil fyrir sér og ekki látið hlut sinn fyrir neinum smámunum.
Guðmundur Guðmundsson, maður Guðrúnar Hákonardóttur, varð ekki maður gamall. Hann drukknaði í fiskiróðri frá Seltjarnarnesi þann 6. apríl árið 1830, var hann þá hálffertugu að aldri. Á þessum mannskaðadegi fórust ekki færri en 15-20 menn í sjó á Seltjarnarnesinu, að vísu áttu þeir ekki allir þar heima.
SelvarðanGuðrún Hákonardóttir hefur verið kona um hálffertugt er hún varð ekkja. Hún bjó áfram á Lágafelli um nokkur ár. Árið 1835 er hún þar í tvíbýli, talin 41 árs gömul ekkja og „yfirheyrð ljósmóðir“ (þ.e. lærð ljósm.). Börn hennar og Guðmundar urðu 7 talsins. Það yngsta fæddist eftir að Guðmundur drukknaði. Guðrún fer síðan að Stardal (1940). Árið 1855 er Guðrún komin að Laxnesi þar sem dóttir hennar er fyrir búi. Árið 1856 flytur Guðrún frá Laxnesi upp að Márstöðum í Akraneshreppi þar sem synir hennar munu hafa búið. Á Márstöðum dvaldist hún til æviloka, 2. desember 1859, 64 ára gömul.“
Með greininni fylgdu myndir af höfundi í rústinni.
FERLIR skoðaði rústina við Eystri-Vatnaásinn. Ljóst er að þar hefur verið stekkur. Þegar nágrenni hans var skoðað komu í ljós þrjár aðrar rústir; tvær litlar með op mót vestri og ein stærri og reglulegri, efst á ásnum. Hann er vel gróinn að vestanverðu. Hlaðinn veggur sést sunnan í húsinu, en gróið er yfir nyrðri vegginn. Norðvestan undir því eru minni tóftirnar, sennilega leifar eldri selstöðu. Húsið er litlu stærra en stekkurinn, en breiðara. Fyrir ókunnuga gæti verið erfitt að átta sig á minjaleifunum, en þær, sem og staðsetning þeirra, er augljós þegar að er gáð; í skjóli fyrir austanáttinni.
Selvarðan er á aflöngu klapparholti skammt norðar. Hún sést mjög vel þegar komið er að henni úr norðri, þ.e. frá Mosfellsveit. (Sjá meira um Fóelluvötn HÉR.)
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimild:
-Skúli Helgason – Árbók fornleifafélagsins 1981, bls. 118-128.

Selstaðan

Hellisheiðarvegur

Ætlunin var að rekja gamla Hellisheiðarveginn (elstu göngu- og reiðgötuna) frá Lyklafelli upp í Hellisskarð. Áður hafa tvær götur verið raktar frá Elliðakoti upp fyrir Lyklafell og auk þess Dyravegurinn frá Lyklafelli að Nesjavöllum.
HellisheiðarvegurGatnamót Hellisheiðarvegar og Dyravegar eru skammt ofan við Lyklafell. Þar er vegurinn greinilegur þar sem hann liggur upp brekku til austurs og síðan liðast hann austur Norðurvelli, upp að Bolavöllum og beygir til suðurs undir Húsmúla. Vörðuð leið er vestar. Þar mun hafa verið um vetrarveg að ræða, sem sennilega hefur verið varðaður 1878. Sú leið er styttri frá Draugatjörn að Lyklafelli, en torfarnari þegar jörð er auð.
Skammt sunnar á heiðinni er svonefndur Sýslusteinn. Kíkt var á hann í leiðinni.
Þegar skoðaðar eru fornleifaskráningar af svæðinu kemur glögglega í ljós að Hellisheiðarvegur hinn forni er ekki talinn til fornleifa því hans er ekki getið – þrátt fyrir að vera auðrakinn svo til alla leiðina.
KortSem fyrr sagði liggur
Hellisheiðarvegur upp á Norðurvelli og áfram um Bolavelli norðanverða. Við suðvestanverðan Húsmúla liðast gatan um grasgrónina og er víðast mjög greinileg. Þó hefur vatn grafið hana umtalsvert niður í seinni tíð. Afleggjari (sennilega svonefndur Nautastígur) liggur síðan svolítið upp í Múlann gegnt Draugatjörn og um Mógil. Austan þess beygir gatan áleiðis að Kolviðarhól sunnan Sleggjubeinsdals, áleiðis að Hellisskarði. Varða er efst í skarðinu.
Skv. lýsingu mun Hellisheiðarvegur hafa legið upp að sunnanverðri Draugatjörn og síðan áfram áleiðis að Kolviðarhóli og áfram upp Hellisskarð. Á þeim kafla hefur nánast alveg gróið yfir veginn.
Sýslusteinn„Hellisheiðarvegur hefur verið fjölfarinn fjallvegur um aldaraðir, í dag þegar við ferðumst um í heitum, öruggum bílum okkar er erfitt að gera sér grein fyrir því hvað forfeður okkar hafa þurft að leggja á sig til að komast á milli staða. Á þessum fjallvegum var oft háð barátta upp á líf og dauða, enda voru mannskaðar á Hellisheiði tíðir. Ekki er hægt að segja með vissu hversu margir hafa dáið á ferð sinni um Hellisheiði. Engar heimildir eru til um mannskaða fyrir lok 18. aldar. Ónákvæmar ritaðar heimildir og frásagnir af mannsköðum eru að finna í annálum. En oft var staðsetning þessara mannskaða ekki nákvæmari en svo að í heimildum var skráð, að þetta margir menn hefðu orðið úti á Suðurlandsfjórðungi, svo dæmi séu tekin. Hér er ein stutt dæmisaga um ferðalög um Hellisheiði.

Hellisheiðarvegur

Um miðja 19. öld fóru þrjár manneskjur úr Ölvesi á grasafjall vestur á Hellisheiði og í Hengladali. Fólk þetta var bóndinn á Hvoli, unglingspiltur og kerling ein við aldur, er um fjölda ára hafði farið til grasa á þessar stöðvar. Þau voru þrjá sólarhringa í ferðinni og lágu við tjald. Kvöld eitt, er þau komu í tjaldstað, hafði bóndinn með sér gamlan göngustaf um tveggja álna langan, snjáðan mjög og feyskinn. Kvaðst hann hafa fundið stafinn, reistan upp við hraunskúta þar allfjarri. Kerling spurði bónda, hvort hann treysti sér að finna staðinn, þar sem stafurinn hefði verið. Hann kvaðst mundu geta það. Fýsti kerlingu mjög að fara þangað, og varð það úr, að þau fóru öll og fundu staðinn. Er þau litu inn í hraunskútann, sáu þau aflanga mosahrúgu. Þau hrófluðu við henni; kom þá í ljós, að undir henni var mannsbeinagrind, en mosahrúgan hafði með tíma og árum myndast ofan á þeim. Voru nú beinin tínd upp í poka og flutt fram í Ölves og nokkru síðar grafin í Arnarbæliskirkjugarði á messudegi.

Hellisheiðarvegur

Nóttina eftir að beinin voru grafin, dreymdi bóndann á Hvoli, sem fann þau, að maður kæmi til hans. Kvaðst hann vera sá, er beinin átti, þakkaði bónda fyrir að hafa flutt þau í vígða mold. En um leið otaði hann fram öðrum fætinum og kvartaði um, að þar vantaði fremsta köggulinn á stóru tána. Í þrjár nætur dreymdi bóndann sama drauminn, og bar draumamaður sig mjög illa. Sagði þá bóndi drauminn kerlingunni, er með honum var, þegar beinin fundust. Kerling ráðlagði honum að fara vestur á heiðina, þar sem beinagrindin hafði legið, og leita köggulsins, og það gerði bóndi. Eftir nokkra leit fann hann beinið og hafði heim með sér. Þegar næst var messað í Arnarbæli, hafði bóndinn köggulinn með sér í vestisvasa sínum. 

Varða

Þegar messan var úti, laumaði hann köggulinum svo lítið bar á ofan í nýorpið leiði. Eftir það gerði sá dauði ekki vart við sig.
Var nú spurn haldið fyrir um, hver sá hefði verið, er þarna hafði beinin borið. Var það hald flestra, að þau væru af manni, er úti varð á heiðinni fyrir 36 árum og var úr Biskupstungunum. Samkvæmt því hefur það gerst á áratugunum 1820 til 1830.“

Elsti akvegur Hellisheiðarvegar er skammt suður af gömlu götunni gegnt Húsmúla. Hann er að stofni til frá 1894-57 og upphlaðinn á köflum. 

„Vegir hafa legið yfir Hellisheiði frá ómunatíð. Gata lá upp Kamba, yfir Hurðará og í stefnu á Gíga ofan við Hellisskarð. Í klöppum á þeirri leið eru víða djúpar götur, gengnar
á liðnum öldum. Síðar var lagður upphlaðinn vegur, kenndur við Eirík í Grjóta, sömu leið.“ segir í örnefnaskrá.
„Það mun hafa verið nálægt 1880-1881, að Eiríkur Ásmundsson í Grjóta […] lagði steinilagðan veg um Kamba, yfir allar hæðir og lautir, svo að hann yrði þráðbeinn. Vegna brattans víðast hvar og þess, að ekkert var borið ofan í veg þennan, var hann sjaldan eða aldrei farinn, en sumarið 1894 var upphleypti vegurinn yfir Kamba lagður (061), og var hann krókóttur mjög og aðeins ætlaður gangandi mönnum og ríðandi, svo og vagnhestum.“ segir í Austantórum.

Varða

„Framhald [vegar Eiríks í Grjóta um Svínahraun, b. 1877-78] lá upp um Hellisskarð fyrir ofan Kolviðarhól; þar er enn (1973) efst í skarðinu lítt hrunin hleðslan í vegköntunum. Hellisskarðsvegur var ekki vagnfær, til þess var hann of brattur .. . Næst á dagskrá á Suðurlandsvegi var að leggja Kamba- og Hellisheiðarveg. Eiríkur frá Grjótá [!] tók þá vegagerð að sér og gefur þann veg enn að líta ef vel er skoðað í Kömbum. Er skemmst frá því verki að segja, að Kambavegur var lagður 1879 og var svo brattur að hann þótti lítt nothæfur og var ekki mikið farinn þau 15 ár sem liðu, þar til næst var lagður vegur um Kamba.

Eiríksvegur

1880 hélt Eiríkur áfram vegarlagningu og lagði nú veginn vestur yfir eystri hluta Hellisheiðar; allt til þess er kom á helluhraunið sem var greiðfærara. Lengd þess vegar var um 4-5 km og var hann þráðbeinn og allvel gerður og er enn vel sýnilegur … Kunnáttuleysi í vegagerð og vantrú á notkun og framtíð vagna olli því, að vegirnir voru lagðir á þann hátt, að þeir útilokuðu þann möguleika að menn hæfu vagnferðir eftir þeim .. Til þess var brattinn í
Hellisskarði og Kömbunum of mikill og einnig vantaði akfæran veg frá Reykjavík upp að Svínahrauni. Við þetta ástand sat að mestu fram yfir 1890.“ segir í Landnámi Ingólfs 2.
HellisheiðarvegurSamkvæmt Birni Pálssyni var aðhald fyrir hesta sérstaklega hlaðið upp við Eiríksveg fyrir þá sem hlóðu veginn.
Eiríksvegur sést greinilega víða, t.d. í Hrauntungu þar sem ný íbúðabyggð á að rísa. Vegurinn sést koma undan núverandi þjóðvegi og liggur, þráðbeinn til ASA yfir allt hið væntanlega íbúðahverfi. Girðing afmarkar nú svæðið í Hrauntungu en Eiríksvegur liggur áfram ASA við suðurhlið hennar í um 200 m áður en hann fjarar út skammt norðan við. Vegurinn liggur um mosavaxið hraunlendi. Vegurinn var færður suður fyrir Reykjafell á svipaðar slóðir og hann er enn í dag 1894-95. Nýr vegur var lagður um Hellisheiði 1894-95: „Við nýlagningu vegarins austur lét Sigurður [Thoroddsen landsverkfræðingur] færa veginn frá hinu bratta og Hellisheiðarveguróvagnfæra Hellisskarði, og sveigði veginn suður fyrir Reykjafell um Hveradali. Hellisheiðarvegurinn, sem lagður var á þessum árum var, að undirstöðu til, að mestu leyti, utan nokkurra styttri kafla, svo sem í Smiðjulaut, sá hinn sami og var þjóðvegur allt fram til hausts 1972, er hraðbraut með bundnu slitlagi var tekin í notkun litlu norðar. Sigurður mældi fyrir veginum upp Kamba og varð nú að miða við dráttargetu hesta, enda voru 18 „hárnálarbeygjur“ á þeirri löngu brekku og breyting mikil frá vegi Eiríks frá Grjótá. .. . Kambavegur var lagður 1894 og sama ár var byrjað á Hellisheiðarveginum og lokið við hann árið eftir.“ segir í Landnámi Ingólfs.
Í Lýsingu Ölvershrepps frá 1703 [í Sýslu- og sóknarlýsingum] segir m.a.: „Fyrir austan … SæluhúsiðBæjarþorpsjarðir, en vestan Varmá, liggur almenningsvegur yfir fjallgarðinn á Suðurnes og í Kjalarnesþing, fyrst upp á Kamba …, síðan vestur yfir Hellisheiði, hvör að austanverðu hefur mikla mosa, með mjög litlu grasi, allt þar til Þrívörður heita og heiðin sjálf meinast mið vera, en hennar vestri partur er víða með sléttum hellum af hraungrjóti, án gatna, nema þær hestanna járn hafa gjört og auðsjáanlegt er, þeim athuga. Þessar sléttu hellur ná allt vestur að Biskupsvörðu. Fleiri vörður eru og við veginn til leiðarvísis.“  Þar segir ennfremur í lýsingu frá 1840: „Hellirsheiði er … vel rudd … Á Hellirsheiði eru yfir 100 vörður; er sá fjallvegur helst tíðkaður á vetrum.“ „Hinn forni vegur yfir fjallgarðinn milli Ölfuss og Mosfellssveitar lá af Kambabrún sjónhending í skarðið milli vesturenda Skarðshlíðar og norðurenda Reykjafells. Lá vegurinn þar niður af Hellisheiði um Hellisskarð, yfir Bolavelli, vestur með Húsmúla, niðurí Norðurvelli með norðurbrún Svínahrauns hjá Lyklafelli, Hveragerði og var þá komið í byggð hjá Helliskoti í Mosfellssveit.

Húsmúlarétt

Á þessari löngu leið voru sama sem engar vörður. Austast á Hellisheiði voru vörðubrot og önnur vörðubrot vestast á heiðinni.“ segir í Sögu Kolviðarhóls.

Á skilti við Húsmúlarétt stendur eftirfarandi:
„Rétt þessi var notuð langt fram á 20. öld en ekki er vitað hvað hún er gömul. Réttin var notuð til rúnings á vorin og sem aðhald í haustleitum en ekki hefur hún rúmað stórt fjársafn. Af afrétti Ölfushrepps, sem þetta svæði tilheyrir, gekk fé úr fleiri hreppum.
Í gömlum Hellisskarðmunnmælum segir að Mosfellingar og Ölfusingar hafi haft sameiginlegan afrétt en þeirri samvinnu lokið er deilur komu upp og lauk með orrustu sem Orrustuhóll uppi á Hellisheiði dregur nafn sitt af. Ekki er þó víst hvort atburðurinn átti sér stað í raun og veru.“

Á skilti við sæluhúsið við Draugatjörn stendur eftirfarandi m.a.:
„Við Draugatjörn hefur staðið sæluhús frá fornu fari. Það er frægt, bæði fyrir að vera eitt hið elsta sem góðar heimildir eru um hér á landi, en ekki síður fyrir magnaða reimleika sem að lokum urðu til þess að húsið var fært upp á Kolviðarhól 1844.
Sveinn Pálsson lýsir húsinu í ferðabók sinni 1793 og Laskaður garðursegir m.a.: „Margir hafa dáið í þessum kofa því oft hafa þeir ekki fundið hann fyrr en þeir voru örmagna af hungri og kulda. „Gamla þjóðleiðin lá hér um og var fjölfarin en nýr vegur var lagður yfir Svínahraun norðanvert árið 1878. Gamli vegurinn fylgdi hraunbrúninni og sjást vörður í hrauninu vestan Draugatjarnar. Enn fremur sjást greinilegir götuslóðar á Hvannavöllum um miðja vegu milli tjarnarinnar og Kolviðarhóls.“

Þegar FERLIR var á ferð við Húsmúlaréttina mátti sjá hvar hlöðnum garði, almenningi, vestan við hana hafði verið raskað – og það verulega, sennilega með vélskóflu.

Norðurvellir heita grasvellirnir nyrst og næst Lyklafelli og Bolavelli austast norðvestan Húsmúla.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Heimildir m.a.:
-Saga Kolviðarhóls eftir Skúla Helgason, Myndir AÞE; Júlí 2006.
-centrum.is
-Fornleifaskráning v/Hellisheiðarvirkjunnar, Fornleifastofnun Íslands.
-Fornleifaskráning í Hveragerði – Elín Ósk Hreiðarsdóttir, Fornleifastofnun Íslands 2002.

Húsmúlarétt

Húsmúlarétt – uppdráttur ÓSÁ.

Laufdælingastígur

Í bókinni „Mosfellsbær – saga í 1100 ár„, bls.177 stendur: „Fyrrum lá Laufdælingastígur  frá Vilborgarkeldu meðfram sýslumörkum við Árnessýslu suður að Lyklafelli“.
Laufdaelingagata-1Í „Reiðleiðir í Árnessýslu“ segir: „Þarna eru sýslumót Kjalarnesþings og Árnessýslu, ræður svo Laufdælingastígur sem lá vestur eftir heiðinni allt að Lyklafelli“.

Laufdælingar, gæti það hafa verið „Laugdælingar“?
Hefur þú heyrt um að Stóra Reykjafell hafi verið  kallað Sandhalahjúkur?
Jón Pálsson Skrifar í „Austantórum“ um Lágskarðsveginn „Þegar beygt er norður að Kolviðarhóli, við suðvesturhornið á Sandhalahnjúki“.

„Við Lucy gengum í dag frá Nesjavallavegi eftir sýslumótum upp á há Mosfellsheiði. Fundum fljótlega götur sem lágu um graslautir upp á heiðina sem ég held að sé Laufdælingastígur. Vörður voru við götuna og svo aðrar sem ég held að séu á sýslumótum. Snérum svo við sniðhallt við Borgarhóla.

Tók myndir af hleðslu við Helgutjörn. –Kveðja Jón Svanþórsson.“

Laufdaelingagata-2

Þegar FERLIR skoðaði Laufdælingastíg mátti sjá hvar hann liggur upp frá norðaustanverðu Lyklafelli og síðan um gróninga upp austanverða heiðarbrúnina þar sem hún lækkar til austurs og verður svo til að móaflatneskju milli hennar og Dyrfjalla (Sköflungs). Á leiðinni eru nokkrar vörður og vörðubrot. Stefnuvarða er á efsta hól þegar gengið er til norðausturs og önnur, síður veglegri, á lægri rana út úr suðaustanverðum hólnum. Eftir það liggur leiðin um móa og gróninga með stefnu á hæsta hólinn í austanverðri heiðinni. Frá honum hallar landið niður til norðurs. Þegar niður fyrir hólinn er komið sést varða eftst á honum. Hefur hún átt að vera mönnum vegvísir á suðvesturleiðinni. Önnur leið, mun sléttari, liggur litlu austar og á hún eflaust átt að spara fótinn á leiðinni suður. Eftir að halla tekur til norðurs liggur leiðin sem fyrr um gróninga svo til alla leið niður að Vilborgarkeldu.

Laufdælingastígur

Laufdælingastíkur – ÓSÁ.

Ljósker

Fyrsta ljóskerið í Reykjavík var tendrað þann 2. september 1876.
Bæjarstjórnin hafði keypt sjö ljósker og var því fyrsta valinn staður hjá Lækjarbrúnni við Bankastræti. Kveikt var á því þennan dag Bakarabrekkanog þá um haustið var hinum ljóskerunum komið fyrir á þeim stöðum þar sem mest þótti þörf fyrir þau. Bankastræti (sem hét eitt sinn Bakarabrekka) er stræti sem liggur frá Laugaveginum og Skólavörðustíg og á gatnamót við Lækjartorg.
Landsbankinn var fyrst opnaður þar árið 1. júlí 1886 og þann 2. september 1876 var kveikt var á götuljósi í Reykjavík í fyrsta sinn hjá Lækjarbrúnni við Bankastræti, og var það steinolíulugt.
Núllið, elsta almenningssalernið í Reykjavík sem enn er í notkun, er svo kallað vegna staðsetningar sinnar neðst í Bankastrætinu, neðan við fyrstu númeruðu lóðirnar.
LækurinnMenningarnótt var endursköpuð þann 12. október 2003 í Reykjavík þar sem Skólavörðustígur mætir Laugavegi og Bankastræti til að geta tekið upp atriði fyrir myndina Dís.
Fyrir endanum á Austurstræti var byggð fyrsta brúin yfir Lækinn árið 1828 og hafði sú framkvæmd mikil áhrif á framtíðargatnakerfi Reykjavíkur. Með tilkomu brúarinnar urðu Bankastræti/Laugavegur og Austurstræti með mikilvægustu götum bæjarins Lækjargata dregur nafn sitt af Læknum sem rann úr Tjörninni til norðurs í sjó fram. Samþykkt var á borgarafundi árið 1839 að ljúka við veg til suðurs frá Austurstræti að Skálholtsbrú, sem var yfir lækinn á móts við þann stað þar sem Bókhlöðustígur er nú.
LækjargataÁrið 1848 er þeim vegarspotta, sem þá er kominn, gefið nafnið Lækjargata. Læknum var lokað árið 1911 og hurfu þá þær brýr sem áður höfðu prýtt götuna. Þessari götu hefur einna mest verið breytt í Reykjavík en húsakostur hefur þó haldist þar betur en víðast hvar annars staðar.
Lækjargata dregur nafn sitt af Læknum sem rann úr Tjörninni til norðurs í sjó fram. Rosenören stiftamtmaður gaf henni nafnið. Samþykkt var á borgarafundi árið 1839 að ljúka við veg til suðurs frá Austurstræti að Skálholtsbrú, sem var yfir lækinn á móts við þann stað þar sem Bókhlöðustígur er nú. Árið 1848 er þeim vegarspotta, sem þá er kominn, gefið nafnið Lækjargata. Læknum var lokað árið 1913 og hurfu þá þær brýr sem áður höfðu prýtt götuna. Þessari götu hefur einna mest verið breytt af öllum í Reykjavík.
BrúinLækurinn hefur frá fornu fari verið afrennsli Tjarnarinnar en talið er að Víkurbændur hafi jafnvel dregið skip sín upp eftir læknum og notað Tjörnina sem skipalægi um vetur.
„Lækurinn kemur úr Tjörninni, en vatnið síast í hann úr vatnsmýrinni, og rennur hann (eða fremur “liggur”, því enginn straumur er í honum) út í sjó fyrir neðan Arnarhóls-kletta. Lækjarbakkarnir hafa fyrrum verið hlaðnir upp með grjóti, en nú er það alt mjög fallið og ljótt útlits, þar sem ekkert hefur verið um það hirt, þótt altaf sé verið að tala um að “prýða bæinn” og stórfé fleygt út í ýmislegt annað; einungis fyrir framan landshöfðingja-hússblettinn er lækjarbakkinn bæjarmegin hlaðinn upp með tegldu grjóti, hefur kannske þótt skömm að, að láta hið sama vera ávalt fyrir augum landshöfðingjans, sem aðrir verða að þola.
Brúarstæðið 2003Áður voru grindur fram með læknum bæjarmegin, en nú eru þær horfnar fyrir löngu, líklega til þess að auka frelsið, svo að hver geti drepið sig sem vill, eða eigi hægra með það.“
„Með götuskipaninni, sem gerð var 1848, var svo ákveðið að gata skyldi koma suður með læknum og heita Lækjargata. Næstu tvö árin var svo unnið að því í skylduvinnu að þrengja lækinn suður frá Bakarabrunni, hlaða vesturbakkann úr grjóti og hækka hann talsvert, til þess að síður væri hætta á að lækurinn flæddi þar yfir og inn á Austurvöll.“
„En ekkert skáld hefur þó kveðið um lækinn í höfuðborginni. Hann var þess víst eigi verður, því að þetta var ekki almennilegur lækur. Hann kom ekki tær og hvítfyssandi niður brekku. Hann var gruggugur og seinlátur, og hafði þann leiða sið að renna sitt á hvað. Með hverju flóði snerist straumurinn við og þá var hann saltur og bar með sér þang og þaradræsur, er síðan úldnuðu í farveginum, þar sem þær festust, og þaðan lagði illan daun, en enga blómaangan. …

Brúarstæðið 2009

Þessi lækur var ekki neinum að gagni. Engum veitti hann svölun í þessari vatnssnauðu borg, því að vatnið í honum var ódrekkandi. … Hann gerði mikið ógagn. Hann átti það til að stíflast og hlaupa yfir allan Austurvöll, svo að þar varð eins og hafsjór. Og þetta kom sér illa, þegar mennirnir voru farnir að byggja hús sín á Austurvelli. Þá kom vatnið inn í þau, valdandi skemmdum og tortímingu, en ekki varð komizt þverfóta nema í klofháum skinnsokkum. Mennirnir áttu því í sífelldu stríði við lækinn, og það kostaði peninga, og því varð hann öllum hvimleiður.“
Ljósið við Lækjarbrúna mun hafa verið nokkurn veginn á miðjum núverandi gatnamótum Lækjargötu og Bankastrætis. Ekkert er á vettvangi er gefur staðsetningu eða sögu þess til kynna.

Heimildir:
Árni Óla: „Nafngiftir gatna í Reykjavík“. Skuggsjá Reykjavíkur. Sögukaflar. Reykjavík 1961, bls. 328-344.
Árni Óla: Reykjavík fyrri tíma. Sögukaflar. Annað og þriðja bindi. Reykjavík 1985 og 1986.
Benedikt Gröndal: Reykjavík um aldamótin 1900. Kaupmannahöfn 1900.
Bæjarstjórn í mótun 1836-1972. Reykjavík 1971.
Guðjón Friðriksson: Saga Reykjavíkur. Bærinn vaknar. 1870–1940. Fyrri hluti. Reykjavík 1991.
Guðný Gerður Gunnarsdóttir og Hjörleifur Stefánsson: Kvosin. Byggingarsaga miðbæjar Reykjavíkur. Reykjavík 1987.
Knud Zimsens: Úr bæ í borg. Reykjavík 1952.
Páll Líndal: Reykjavík. Sögustaður við Sund. Saga og sérkenni höfuðborgarinnar í máli og myndum, 1.-3. bindi. Reykjavík 1988.
Tjörnin Saga og lífríki. Ólafur Karl Nielsen ritstjóri. Reykjavík 1992.

Reykjavík

Reykjavík 1836 – Gaimard.

Breiðholt

Á skilti, sem komið hefur verið fyrir (árið 2010), þar sem Breiðholtsbærinn stóð, má lesa eftirfarandi: „Hér er bæjarhóll Breiðholtsbýlisins, sem Breiðholtshverfið er kennt við. Elstu öruggu heimildirnar um Breiðholt eru í skrá um jarðir sem komu undir Viðeyjarklaustur árið 1395 en líklegt má telja að byggð hér sé nokkru eldri. Hér mun hafa verið bænhús helgað heilögum Blasíusi en það var aflagt á 16. öld. Á fyrri hluta 20. aldar fundust hér forn mannabein í jörðu við bæinn. Hér ber þó að hafa huga hvort kom á undan; eggið eða hænan. Breiðholtsbærinn var kenndur við holtið ofanvert, en byggðin síðan við gamla bæinn!

Breidholt - skilti

Breiðholt varð eign konungs við siðaskipti eins og aðrar jarðir Viðeyjarklausturs. Skömmu síðar voru tekjur af jörðinni lagðar til framfærslu prestum sem þjónuðu kirkjum á Seltjarnarnesi. Prestar munu að jafnaði ekki hafa setið í Breiðholti, en þí bjó hér séra Árni Helgason dómkirkjuprestur og biskup 1815-1826.
Landamerki Breiðholtsjarðarinnar lágu að nágrannajörðunum: Vatenda, Hvammskoti (Fífuhvammi), Digranesi, Bústöðum, Ártúni og Árbæ.
Samkvæmt Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns var í upphafi 18. aldar tvíbýli hér í Breiðholti. Á hálfri jörðinni bjuggu þá hjónin Þórálfur Höskuldsson og Ásta Jónsdóttir og voru þar fimm í heimili. Bústofn þeirra var fjórar kýr, sjö ær, tvær gimbrar, einn sauður veturgamall, sjö lömb  og einn foli þrevetur.
Á hinum helmingi jarðarinnar bjó Loðvík Jónsson. Hjá honum voru þrír í heimili og bústofninn þrjár kýr, ein kvíga mylk, einn kálfur, þrjár ær, fjögur lömb og eitt hross. Til hlunninda töldust hrísrif, torfrista og stunga, mótaka og lyngrif nokkurt. Engjar spilltust af vatnságangi.
Breidholt - baerinn IISeint á 19. öld, í búskapartíð hjónanna Bjargar Magnúsdóttur og Jóns Jónssonar, voru í Breiðholti um 10 kýr, 200 ær og sex til átta hross. Þau hjónin áttu 13 börn. Mjólk, smjör og rjómi voru seld til Reykjavíkur. Þvottur var að hluta til þveginn í volgrum neðan við túnið. Mikill gestagangur var í Breiðholti á þessum tíma, t.d. komu hér við bændur autan úr sveitum með fé sitt á leið til slátrunar á haustin og börn úr Reykjavík komu í brejamó.
Bæjarstjórn Reykjavíkur keypti jarðirnar Breiðholt, Ártún og Árbæ árið 1906 til þess að tryggja sér aðgang að vatni Elliðaánna fyrir vatnsveitur bæjarins. En árið 1923 var Breiðholt orðið hluti af lögsagnarumdæmi Reykjavíkur.
Árið 1916 voru bæjarhús og tún Breiðholts mæld upp. Á hlaðinu stóðu þá sjö hús og önnur þrjú sunnar, túnin voru afmörkð með túngörðum og útihús voru í brekkunni austur af bænum. Vegurinn frá Fífuhvammi að Vatnsenda lá í gegnum hlaðið.
Breidholt - baerinn IIITorfbærinn sem hér stóð var rifinn 1940 og nokkru síðar byggt múrhúðað timburhús. Búskapur var í Breiðholti fram undir 1960.
Árið 1960 keypti Jón H. Björnsson landslagsarkitekt og eigandi Gróðrarstöðvarinnar Alaska erfðafesturétt Breiðholtsbýlisins og var með starfsemi hér til fjölda ára. Yngta hlaðan varð að verslunarhúsi gróðrarstöðvarinnar og ber nágrennið merki ræktunar hans.
Hið forna bæjarstæði Breiðholts ásamt kirkju og kirkjugarði var friðlýst árið 1981.
Á árunum 1960 til 1980 voru skipulögð og reist íbúðarhverfi í landi Breiðholts og bjuggu hér árið 2009 um 25.000 manns.

Heimild:
-minjasafnreykjavikur.is

Breiðholt

Breiðholt og nágrenni – herforingjakort frá 1906.