Tag Archive for: Reykjavík

Hólmur

Sunnan Suðurár, í lágu grasigrónu dalverpi, er tóft; lítið hús með heillegum hlöðnum veggjum. Dyr snúa á móti suðsuðvestri. Við hlið hússins eru og grónar hleðslur. Ekkert þak er á húsinu og ekkert timburverk að sjá við steinhleðslurnar. Framan við húsið er lítið skilti frá Minjavernd Reykjavíkur; friðlýstar minjar.
Holmur - athvarfAð sjá virðist húsið alls ekki vera svo gamalt og því svolítil ráðgáta, sem vert væri að leysa. Dyrnar eru við annan langvegginn er bent gæti til að þarna hafi verið um einhvers konar athvarf eða sæluhús að ræða.
Handan árinnar, á Hólminum norðan Suðurár, standa nú nokkrir hrörlegir sumarbústaðir, byggðir á stríðsárunum af fólki, sem vildi geta flúið hugsanlegar loftárásir á Reykjavík og nágrannabyggðir.
Í Hólmi bjuggu Valgerður Guðmundsdóttir og Eggert Norðdahl bóndi. Þeirra börn voru: Karl Norðdahl bóndi á Hólmi. Hann átti Salbjörgu Norðdahl og nokkur börn.
Þegar Valur Þór Norðdahl, sem uppalinn er á Hólmi og þekkir þar vel til, var spurður um framangreindar tóftir svaraði hann: „Þeir komu einhverju sinni frá Minjaverndinni og merktu þær sem fornleifar og það er svo sem allt í lagi. En kofa þennan hlóð Birna Nordahl í Bakkakoti árið 1980. Hún var hálfsystir pabba.
BirnaBirna tjaldaði yfir veggina og ætlaði að hafa þarna athvarf þegar hún var að mála. En starfsmenn Vatnsverndarinnar töldu að hún væri hættulega nærri Gvendarbrunnunum og flæmdu hana þaðan í burtu. Eftir standa veggirnir.“
Í Bakkakoti, sem er norðaustan Hólms, norðan Hólmsár, bjó þá Birna Norðdahl, húsfreyja, ekkja eftir Ólaf Þórarinsson bakarameistara. Birna Eggertsdóttir Norðdahl fæddist í Hólmi í Reykjavíkursókn í Kjósarsýslu 30. mars 1919. Hún lést á Akranesi 8. febrúar 2004. Birna var skákfrumkvöðull kvenna hér á landi. Hún tefldi  m.a. á Ólympíumótunum í Argentínu 1978 og Möltu 1980. Birna bjó lengst af í Bakkakoti. Hún var mjög handlagin og smíðaði mikið, skar út, málaði myndir, teiknaði og keypti sér t.d. rennibekk og renndi marga fallega muni.

Heimild m.a.:
-Valur Þór Norðdahl.

Blikdalur

Í Blikdal (Bleikdal) eiga, skv. Jarðabókinni 1703, að vera leifar af a.m.k. 7 selstöðum. FERLIR hafði staðsett þær í fyrri ferðinni um dalinn (sjá Blikdalur – Brautarholtssel – Saurbæjarsel – I). Skv. upplýsingum Páls Ólafssonar, bónda að BlikdalurBrautarhóli, átti Brautarholt sunnanverðan dalinn að mestu og Saurbær hann norðanverðan. Nes og Hof tilheyrðu Brautarholti, en Hof var jafnan sjálfstæð jörð, enda gömlu Hofselin nefnd til sögunnar. Ártún, Hjarðarnes og Mýrarholt (Mýrarhús) tilheyrðu Saurbæjartorfunni. Og nú er bara að reyna að geta í eyðurnar. Á handrituðu örnefnakorti af norðanverðum Blikdal er getið um Selfjall, Selgil, Selgilsbolla, Sel og Holusel.
Tilgangur þessarar FERLIRsgöngu, nr. 1130, var m.a. að staðsetja allar sýnilegar selstöður í dalnum og reyna jafnframt að
tengja sérhverja selstöðu við uppruna sinn. Þannig átti fyrsta – og jafnframt greinilegasta selstaðan, að vera frá Saurbæ, enda er hennar getið í heimildum sem þeirrar síðustu, sbr. ævisögu Matthíasar Jockumsens, skálds og greint er frá í fyrri lýsingu af ferð FERLIRs um dalinn (Blikdalur – Brautarholtssel – Saurbæjarsel I). Í selinu gerði hann sér dælt við Guðrúnu, dóttur Saurbæjarbóndans. Afraksturinn varð stúlkubarn og giftust þau skömmu síðar.
Vetrarsteinbrjóturinn var í blóma. Gaf hann hlíðum dalsins bleikan lit.
Vetrarsteinbrjótur í BlikdalTekið hafði verið fram í kynningu að hafa þurfti meðförum vaðpoka því þverskera varð Blikdalsána í fjórgang á leiðinni. Selstaða nr. 2 er sunnan þeirrar fyrstu, sömu megin árinnar, en þrjár næstu eru sunnan árinnar. Sjötta selstaðan var áætluð norðan árinnar, en sú sjöunda að sunnanverðu. Áttunda selstaðan og sú eftirvæntingarfyllsta átti skv. forkönnun FERLIRs að vera norðan árinnar, svo til beint neðan við svonefndan Leynidal, en varð við athugun sunnan árinnar. Sú selstaða kom einnig til greina sem stefnumótastaður Matthíasar og Guðrúnar, daladrósarinnar af tilskiljanlegu kvæði er hann orti til hennar, en drós rímar jú við rós. Niðurstaðan var þó sú að fyrsta selstaðan væri Saurbæjarselið, en hin síðastnefnda enn ein selstaðan, sem óþekkt hafði verið í dalnum.
Eins og síðast er jafnan getið var veðrið frábært þennan dag – kjördaginn til alþingiskosninga árið 2007. Umræður
forystumanna stjórnmálflokkanna höfðu tekið drjúgan tíma Tóft við Selgilbeggja fjarsýnisstöðvanna kvöldið áður, en ekki skilað einu einasta – ekki einu einasta – nýju orði umfram það sem áður hafði komið fram alla vikudagana þar fyrrum. Þvílík sóun á tíma fólks. Fuglasöngurinn og náttúrufegurðin í Blikdal þennan dag feykti þó þarflausri umræðunni óravegu frá raunveruleikanum – og sýndarveruleiki stjórnmálanna varð að engu. Umhverfisverndin, náttúruverndin, grunnþarfirnar, skattalækkunarmálin og önnur leiktjöld hversdagsleikans skiptu þarna nákvæmlega engu máli. Það var helst málefni aldraða og framtíð þeirra sem virtust hvað áhugaverðust þá stundina – enda hafa allir þörf fyrir hvíld og afslöppun að lokinni langri göngu eða að afloknum löngum „vinnudegi“, hvort sem þreytan hafi verið af „þjóðfélagslega arðbærum“ ástæðum eða einfaldlega „einstaklingslega menningarsjálfbærum“ ástæðum. Að vel ígrunduðu máli virtist enginn stjórnmálaflokkanna verðskulda atkvæði þátttakenda, enda enginn þeirra náð að sannfæra hlutaðeigandi um að hann hefði vilja og getu til að stuðla að eða standa vörð um grunngildi lífsins.
Blikdalsáin „söng“ hið ljúfa vorlag leysinganna. Sólin hafði lyft sér nægilega til að skína í alla skorninga og gil beggja
vegna dalsins. Mófuglarnir léku við hvurn sinn fót; stelkur, spói, tjaldur, hrossagaukur, þröstur og lóa létu að sér kveða – miklu mun betur sannfærandi um grunnþættina en jafnmargir forystumenn stjórnmálaflokkanna höfðu kveðið kvöldið áður. Kannski þeir ættu að hlusta betur á náttúruhljóðin.
Sel í norðanverðum BlikdalSennilega eru fuglsdýrin eðlislega meira sannfærandi vegna þess að þau eru öll fædd og aldin upp af náttúrunni að hálfu mót foreldrunum. Við þær aðstæður verður skilningurinn á umhverfið og verðmæti þess óneitanlega meiri – og næmari. Ef niðurstaðan er skoðuð eftir á í ljósi allrar þvælunnar vekur sú staðreynd mesta athygli að umhverfisvænasti flokkurinn varð til þess að mestu umhverfisskaðvaldsflokkarnir héldu velli. C’et la vie, söng hrossagaukurinn, enda nýkominn frá Frakklandi.
Blikdalur, stundum kallaður Bleikdalur, skerst langt inn í vesturhluta Esjunnar að vestan og rennur Blikdalsá eftir
honum miðjum. Blikdalur norðan árinnar hefur lengst af tilheyrt jörðinni Saurbæ og suðurhlutinn Brautarholti á Kjalarnesi. Nokkrar jarðir áttu beitarítak í norðanverðum dalnum en þau eru nú fallin niður og gekk dómur um það efni í Hæstarétti þann 29. febrúar 1996. Ætla verður að ítök sunnan megin séu einnig fallin niður. Í fyrrgreindum dómi eru rakin mörk Blikdals norðan megin en þau ná frá Saurbæjarlandi og eftir fjöllum norðan megin eftir sem vötnum hallar fram í Blikdalsbotn og þaðan með Blikdalsá, sem einnig er nefnd Ártúnsá til Blikdalsmynnis.
Sel í sunnanverðum BlikdalMynni Blikdals er mjög skýrt í landslaginu þar sem frekar skörp skil eru á fjallsendunum báðum megin og þeir
teygja sig til Blikdalsárinnar. Við landnám var allt land numið milli Ölfusár og Brynjudalsár af Ingólfi Arnarsyni og hans mönnum. Helgi Bjóla var landnámsmaður á Kjalarnesi og bjó að Hofi, sem er ekki langt frá en Blikdalurinn tengist mjög vel Kjalarnesbyggðinni og er með ólíkindum ef hann hefur ekki verið numinn eins og annað land í kring. Andríður, sem var írskur maður, fékk land hjá Helga Bjólu, og reisti bæ að Brautarholti og Arngrímur sonur Helga fékk land á nesinu og reisti Saurbæ. Það er vart tilviljun að þessar tvær síðastnefndu jarðir hafa átt Blikdalinn til okkar tíma.
Ekki er til sjálfstæð landamerkjaskrá fyrir Blikdalinn að sunnan en í landamerkjaskrá Brautarholts frá 31. maí 1921
segir: „Ennfremur fylgir Brautarholti Bleikdalur allur sunnan Bleikdalsár, suður og austur á fjallsbrún eins og vötnum hallar, ennfremur Andríðsey í Hvalfirði.“ Ekki verður Sel í sunnanverðum Blikdalséð annað en eigendur og umráðamenn nágrannajarða allra hafi undirritað skrána. Þann 8. maí 1960 seldi eigandi Brautarholts allt land sitt í Blikdal til Kjalarneshrepps en við sameiningu Reykjavíkurborgar og Kjalarneshrepps árið 1978 varð þessi eign skráð eign Reykjavíkurborgar.
Samkvæmt fyrrnefndri landamerkjaskrá Brautarholts frá 1921 fylgir Blikdalur sunnan Blikdalsár Brautarholti sem
eign þar sem merkjum landsins er lýst. Því verður að líta á þessa eign sem hluta jarðarinnar og háðan beinum eignarrétti eiganda.
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1703 er ótvíræð heimild um eignarrétt Brautarholts að Blikdal.
Þar segir: „Selstöðu og beitiland á kirkjan (þ.e. Brautarholtskirkja) á Blikdal og liggur það til jarðarinnar, tekur nú mjög af sér að ganga af skriðum og vatnsgangi“. Í jarðalýsingum nágrannajarða kemur fram að þær eigi selstöðu frítt í Brautarholtskirkjulandi.
Á handrituðu örnefnakorti fyrir norðurhluta Blikdals Bær í sunnanverum Blikdalkemur fram að Hálsinn er á vinstri hönd þegar komið er upp
dalinn að norðanverðu. Þar breytir Blikdalsáin um nafn og nefnist Ártúnsá neðar. Mannskaðafoss er í miklum gilskorningum á hægri hönd. Suðurdalurinn að vestanverðu mun hafa verið landareign Bakka, en efsti hlutinn að sunnanverðu, Suðurdalur, eign Brautarholts. Fyrsti hnúkurinn að norðanverðu er Melahnúkur. Undir honum er Berjahóll. Neðan hans er Selgil og Selgilsbolli niður við ána. Skammt vestan hans er Dyrafoss í ánni. Fjallið innan við Melahnúk nefnist Selfjall. Austurendi þess er við Leynidal, skál í fjallið, og þá tekur Kistufell við að Gunnlaugsskarði. Í botni Blikdals, innst í Blikdalsbotni, eru Kjötfossar, Fosshóll neðan við þá og Fossurð enn neðar. Leynidalsáin kemur úr Leynidal. Vestan hennar eru Stórhæðir, Stórhæðaflatir og Stórhæðafoss. Skammt vestan flatanna á Holusel að vera svo og annað sel, merkt „Sel“. Þar mun vera Norðurdalur gegnt Suðurdal, landareign Saurbæjar. Vestar eru Sel í norðanverðum BlikdalBalagilsblettir, Balagil, þá Mörgil og Skjólgarðamýri enn vestar. Allt er þetta austan Selgils, sem áður var nefnt.
Að  sunnanverðu er erfiðara að nefna örnefni, en þegar gengið er upp (austur) dalinn má þó sjá nokkur einkenni. F
remst er klettur er skagar út úr Esjunni, Sneiðingsklettur. Ofar er Arnarhamar. Úr honum liggur Nóngil niður í dalinn. Uppi á fjallinu má sjá líkt og stóra þúfu, en þær eru í rauninni þrjár þegar upp er komið. Nefnast þær Smáþúfur, en eru þó engar smáþúfur. Þá kemur skál í fjallið, Hrútadalur, og ofan hans þverhníptir hamraveggir, Kambshorn vestast og innar Kerhólakambur. Innan hans er Þverfellshorn að Gunnlaugsskarði. Handan þess er Kistufell, líkt og áður sagði um norðurhluta dalsins.
Og þá var að leggja af stað upp frá Ártúni, norðan Ártúnsár. Ofan við bæjartóftirnar er gamla Ártúnsréttin, nú
gróin. Þegar upp á Hálsinn var komið var gamla selstígnum fylgt áleiðis austur dalinn að norðanverðu. Fyrst var ætlunin að leita að hugsanlegum rústum við Selgil. Selgilsbolli er gróin „stétt“ niður við ána eftir framburð gilsins. Sjálft gilið er gróið. Ofarlega með því að austanverðu vottar fyrir tóftum, nánast jarðlægum. Svo er að sjá að í þeim hafi verið þrjú rými. Erfitt er að greina húsaskipan. Þarna er greinilega um mjög forna selstöðu að ræða.
Næsta selstaða hafði verið skoðuð í fyrri FERLIRsferðinni. Um er að ræða formfagurt og vel greinilegt sel. Veggir
standa grónir, um 80 cm háir, og má sjá hleðslur í innanverðum veggjum. Tvö stór rými (baðstofa og búr) eru í meginhúsinu, en framan og til hliðar er lítil tóft, sennilega eldhúsið. Dyr snúa mót vestri, niður dalinn. Frá þeim hefur mátt greina allar mannaferðir að selinu, enda liggur selstígurinn beinustu leið að því. Austan við selið er stór tóft, sennilega leifar af enn eldra seli eða jafnvel fjárborg. Líklegra er að þarna hafi Sel í norðanverðum Blikdaleldra sel verið endurbyggt nokkrum sinnum og hóllinn smám saman hlaðist upp. Dæld er í miðju hans. Norðar og ofan við tóftirnar er ílangt mannvirki, gróið, en sjá má grjóthleðslur. Líklega hefur þetta verið stekkurinn. Lækur rennur austan selsins. Þetta selstæði er fjærst Blikdalsánni af öllum þeim 10 seljum, sem skoðuð voru í þessari ferð.
Næsta sel að norðanverðu er skammt neðar, nær ánni, þar ofan við gróinn árbakkann þar sem hún hlykkjast. Sjá
má þrjú rými í mjög grónum tóftum. Tvö rýmin eru saman og eitt sunnan við þau. Dyr á meginrýmunum eru mót suðri.
Þá var haldið yfir Blikdalsána því á tungu austan við síðastnefnda selið mátti sjá allnokkrar tóftir á a.m.k. fjórum
stöðum. Fremst (vestast) eru svipaðar tóftir og handan árinnar; tvö rými saman og eitt til hiðar. Veggir eru grónir Tóftirnar eru undir lágum bakka. Þessar minjar virðast tilheyra eldri tegundum selja.
Skammt austar eru tóftir. Þar gæti hafa verið um sjálfstæða selstöðu að ræða eða einfaldlega stekk frá
fyrrnefnda selinu svo og því næsttalda. Það sel er einnig þriggja rýma, en sýnu nýlegra og reglulegra. Það virðist vera tiltölulega nýlegt, bæði hvað varðar útlit og ástand. Veggir standa heilir, en grónir, og sjá má hleðslur að innanverðu. Í miðjunni eru tvö rými með dyr mót vestri. Til beggja hliða, samfast, er sitthvort rýmið, sennilega eldhús annars vegar og kví hinsvegar.
Og þá kom að því… Áður hefur komið fram að Helgi Bjóla hafi verið landnámsmaður á Kjalarnesi og búið að Hofi,
sem er ekki langt frá „en Blikdalurinn tengist mjög vel Kjalarnesbyggðinni og er með ólíkindum ef hann hefur ekki verið numinn eins og annað land í kring“. Í Landnámu (Sturlubók) segir m.a. í  11 kafla: „Helgi bjóla, son Ketils flatnefs, fór til Íslands úr Suðureyjum. Hann var með Ingólfi hinn fyrsta vetur og nam meðhans ráði Kjalarnes allt milli Mógilsár og Mýdalsár; hann bjó að Hofi. Hans son var Víga-Hrappur og Kollsveinn, faðir Eyvindar hjalta, föður Kollsveins, föður Þorgerðar, móður Þóru, móður Ögmundar, föður Jóns byskups hins helga.“
Fyrrum lamb í BlikdalÍ 12. kafla Landámu segir: „Örlygur hét son Hrapps Bjarnarsonar bunu; hann var að fóstri með hinum (helga)
Patreki byskupi í Suðureyjum. (Hann) fýstist að fara til Íslands og bað, að byskup sæi um með honum. Byskup lét hann hafa með sér kirkjuvið og járnklukku og plenárium og mold vígða, er hann skyldi leggja undir hornstafina. Byskup bað hann þar land nema, er hann sæi fjöll tvö af hafi, og byggja undir hinu syðra fjallinu, og skyldi dalur í hvorutveggja fjallinu; hann skyldi þar taka sér bústað og láta þar kirkju gera og eigna hinum helga Kolumba. Með Örlygi var á skipi maður sá, er Kollur hét, fóstbróðir hans, annar Þórólfur spör, þriðji Þorbjörn tálkni og bróðir hans, Þorbjörn skúma; þeir voru synir Böðvars blöðruskalla.
Örlygur sigldi vestan fyrir Barð; en er hann kom suður um Snæfellsjökul á fjörðinn, sá hann fjöll tvö og dali í
hvorutveggja. Þar kenndi hann land það, er honum var til vísað. Hann hélt þá að hinu syðra fjallinu, og var það Kjalarnes, og hafði Helgi bræðrungur hans numið þar áður. Örlygur var með Helga hinn fyrsta vetur, en um vorið Blikdalur til vesturs - Akranes fjærstnam hann land að ráði Helga frá Mógilsá til Ósvíf(ur)slækjar og bjó að Esjubergi. Hann lét þar gera kirkju, sem mælt var. Örlygur átti margt barna; hans son var Valþjófur, faðir Valbrands, föður Torfa, annar Geirmundur, faðir Halldóru, móður Þorleifs, er Esjubergingar eru frá komnir. Þeir Örlygur frændur trúðu á Kolumba. Dóttir Örlygs hins gamla var Vélaug, er átti Gunnlaugur ormstunga, sonur Hrómundar í Þverárhlíð; þeirra dóttir var Þuríður dylla, móðir Illuga hins svarta á Gilsbakka.“
Spurningin er: Hvar byggðu Þórólfur spör, Þorbjörn tálkni og bróðir hans sem og Þorbjörn skúma bæi sína?
Sunnan Blikdalsár virðast í fyrstu vera tóftir fornbæjar, en mjög líklega hefur þarna verið selstað frá landnámstíð
. Þrjú hús eru í bæjarhólnum; 5×3 m rými (mælt að innanverðu) með op til norðurs, að ánni. Utan við það er minna rými með op til vesturs. Austan þeirra er svo sjálfstætt rými, 7×3 metrar að innanmáli. Hleðslur eru mjög grónar, en sjá má rýmin greinilega. Þau Bærinn í sunnanverðum Blikdaleru miklu mun stærri en tíðkast almennt í seljum á þessu landssvæði, ekki síst í Blikdalnum. Að öllum líkindum eru þessar tóftir svar við þeirri spurningu að með ólíkindum þykir að Blikdalurinn hafi ekki verið numinn frá fyrstu tíð.
Næsta selstaða er norðan við ána, undir háum grónum bakka. Um er að ræða tvær tóftir, aðra stærri. Þær eru
báðar grónar og greinilegar gamlar. Hér gæti, miðað við handritaða uppdráttinn, Holuselið verið. Selið, sem merkt er svo á uppdráttinn, gæti hafa verið fyrsta selið að norðanverðu, eftir Selgilsselið. Sá, sem þekkt hefur til í Blikdal, gæti ekki annað en hafa vitað af því seli, enda liggur gatan beint að því, auk þess sem þar eru greinilegustu seltóftirnar í dalnum.
Efstu seltóftirnar er fundust (að þessu sinni) eru sunnan við ána, einnig tveggja rýma og mjög grónar. Þær eru,
líkt og aðrar selstöður, í skjóli fyrir austanáttinni. Annars hefur það komið í ljós í báðum FERLIRsferðunum, að mjög misviðrasamt er í dalnum. Hvasst getur verið að austan í honum neðanverðum, en þegar komið er inn að seljunum lygnir. Enn austar breytist vindáttin Blikdalsainog verður vestlæg.
Selstígar eru greinilegir beggja vegna árinnar. Að sunnanverðu hverfur stígurinn við efsta selið. Líkt er komið að
norðanverðu. Með líkum var hægt að staðsetja Saurbæjarselið og Brautarholtsselið. Um Holusel, það efsta að norðanverðu, er getið í handritaða örnefnakortinu. Borgarsel (frá fyrrum kirkjustað) er sennilega nokkru austan við Brautarholtssel (mun eldra) og Nesselið á milli. Ártúnssel er sennilega Holuselið og Hjarðarnesselið ofan við Selgil, fremst í dalnum. Erfitt er að staðsetja Hofselin gömlu, en líklegt er að þau hafi verið þar sem Saurbæjarselið varð síðar því þar við eru miklar fornar tóftir og stór stekkur ofar. 
Spóinn, lóan, tjaldurinn, maríuerlan og þúfutittlingurinn fylgdust enn vel með öllum mannaferðum um dalinn, líkt og
lambamæðurnar.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Saurbaejarsel

 

Stóribolli

Gengið var upp með vestanverðu Stóra-Kóngsfelli austan við hraungíginn Eyra. Stefnt var að því að komast í Litla-Kóngsfell, en í því vestanverðu er Dauðsmannsskúti þar sem maður varð úti.

Eyra

Eyra.

Haldið var á bratt hraunflæmið þar sem það kemur í breiðum fossi fram af hlíðinni norðvestan við fellið. Nokkur myndarleg op eru í hlíðinni og líklegt er að þar kunni að leynast nokkrar hraunrásir, sem vert er að skoða við tækifæri.
Framundan var fallegur eldgígur, sem stundum hefur verið nefndur Kóngsfell, en er í rauninni hinn myndarlegasti þrátt fyrir ruglinginn. Nafnið er sennilega tilkomið vegna þess að gígurinn hefur nokkurn veginn sömu lögun og hinir tveir kóngsfellsgígarnir á svæðinu. Gamburmosinn er þykkur á kafla og rjúpan virtist kunna vel við sig á „teppinu“.
Haldið var áfram suður með vestanverðum Strompum. Ekki var kíkt í hellana að þessu sinni, heldur gengið hiklaust áfram upp með gígaröðinni og suður fyrir hana. Þar mátti sjá u.þ.b. fimm metra rifu í sléttu helluhrauni. Undir var greinileg rás, en ekki var hugað frekar að henni að þessu sinni, enda lljóslaust. Þoka lagðist að á báðar hendur, en ratljóst var til suðurs.

Bláfjöll

Gengið um Bláfjallasvæðið.

Stefnan var tekin á sérkennilega nafnlausa gígaröð í nálægt hálftíma gang frá syðsta hluta Strompanna. Yfir slétt helluhraun var að fara. Gígaröð þessi liggur frá SV til NA eins og venjulega gildir um slíkar raðir. Hún er innan við kílómeters löng. Hún gæti verið hluti af lengri sprungurein lengra til norðurs. Fremur lítið hraun hefur runnið frá gosinu, aðallega til vesturs. Um er að ræða apalhraunsafsprengi inni í miðju helluhrauninu allt um kring. Hraunæðar voru víðar, en allar stuttar og þröngar. Norðan við gígaröðinni lá greinileg gömul gata áleiðis inn á heiðina há. Varða var þar skammt austar.
Frá gígaröðinni var að sjá að nálægt tuttugu mínútna gangur væri yfir að Litla-Kóngsfelli, þ.e. fjörutíu mínútur fram og til baka. Ákveðið var því að geyma heimsóknina í Dauðsmannskúta til betri tíma. Þá verður farið um Kerlingarskarð og áleiðis niður Selvogsgötu. Um 1 og 1/2 klst gang er að ræða þá leiðina.

Stóra-Kóngsfell

Stóra-Kóngsfell og nágrenni.

Þegar staðið var á gígaröðinni rofaði til. Ágætt útsýni var yfir að Miðbolla og Þríhnúkagígunum. Dökk þokuslæðan lá hins vegar yfir austrinu. Þá heyrðist sérkennilegt hljóð í þögninni er nálgaðist óðfluga. Skyndilega flugu fjölmargar gæsir í oddaflugi út úr þokunni til vesturs. Fögur sjón og einstök. Farfuglarnir á heimleið.

Talsverður ruglingur hefur verið á Kóngsfellsnafninu í gegnum tíðina. Líklega er það vegna þess að Kóngsfellin eru þrjú á þessum slóðum; Kóngsfell, Stóra-Kóngsfell og Litla-Kóngsfell.

Stóra-Kóngsfell

Gígur í Stóra-Kóngsfelli.

Landamerkin hafa verið dregin um „Kóngsfell“, svonefnt „Konungsfell“, einnig nefnt „Stóri-Bolli“, og því sýna landakort hinar ýmsustu útgáfur landamerkjalínanna. Þær eru ýmist dregnar í Kóngsfell (Konungsfell/Stórabolla) ofan við Miðbolla, Stóra-Kóngsfell norðvestan Drottningar eða Litla-Kóngsfell sunnan Stórkonugjár. Kóngsfellið var nefnt svo vegna þess að á haustin söfnuðust í því fjárkóngar svæðanna, sem áttu mörk um fjallið. Þar réðu þeir ráðum sínum áður en hver hélt í sína áttina með sínum mönnum.
Haldið var til baka að Strompunum og þeir síðan þræddir til norðurs, að upphafsreit. Snjór lá í lautum svo ráðlegra var að halda sig á hraunhryggjum í göngunni. Þarna eru víða göt og hellar undir svo allur er varinn góður.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 22 mín.

Konungsfell

Konungsfell – kort 1908.

Esja

Um var að ræða FERLIRsferð nr. 1500.
Ákveðið var að ganga mögulegar leiðir upp og niður EsjuleidEsjuhlíðar, auk hinnar alþekktu gönguleiðar með Mógilsá á Þverfellshorn. Fyrst verður fjallað svolítið um þá síðastnefndu, bæði vegna hversu vinsæl hún er og fjölfarin, en jafnframt ofmetin í ljósi annarra möguleika. Um er að ræða gönguleið frá bílastæðinu við Mógilsá. Reyndar getur verið hringleið eða upp og niður sömu leið. Vegalengdin jafngildir um 1 til 3 klst göngutíma, allt eftir því hversu langt er farið upp og hversu hratt. Hlíðin er aflíðandi neðst með hömrum efst og hækkun upp að Steininum er 597 metra hæð. Búið er að leggja ágæta göngustíga upp fjallið ef frá er talin malarflöturinn. Ferðahraðinn og aldur þeirra sem leggja á Esjuna er misjafn. Á meðan sumir dóla sér upp í rólegheitunum, þá reyna sumir að hlaupa upp í einum rykk. Einnig er hægt að velja um svo kallaða Skógarleið og er þá gengið í gegnum skóginn á leið upp Esjuna. Þeirri leið verður lýst hér á eftir.
SteinninnEftir stutta göngu frá bílastæðinu er komið að göngubrú áður en gengið er upp Þvergil sem er skammt frá Búðarhömrum. Þar fyrir ofan er svo Smágil. Hér greinist leiðin í tvennt. Velja margir að fara fara brattari leiðina fyrst og taka svo hina leiðina til baka. Slóðinn sem genginn er eftir er í misjöfnu ástandi. Í Einarsmýri er jarðvegurinn blautur sem er að koma undan snjónum og getur verið óskemmtilegt svæði til yfirferðar.
Gamla leiðin, liggur upp Langahrygg sem einnig er nefndur Gljúfradalsháls. Gengið er í bröttum skriðum uns komið er í mýrina. Handan hennar tekur svo bratti Þverfellshorns við. Leiðin hentar þeim sem vilja fara hratt yfir.
Gengid um skoginnSteinninn er sá viðkomustaður sem flestir stefna á og þeir sem treysta sér lengra taka því næst stefnuna á toppinn eða sjálft Þverfellshornið.
Upp að Steini er um 6,6 km upp í 597 m hæð með hækkun um 587 m. Töluverður bratti er frá Steininum upp að klettabeltinu, aðallega er um tvær leiðir úr að velja, sú fyrri sem að við fórum var nánast beint upp klettabeltið þar sem fylgt vegvísum, tröppum og keðjum. Seinni leiðin er aðeins vestar en þar sem var mikill snjór á þeirri leið og sér í lagi í kverkinni og við ekki með neinn búnað til að ganga á snjónum. Þessi kafli leiðarinnar getur verið erfiður fyrir óvana og lofthrædda. Að vetrarlagi þarf að fara að öllu með gát. Árið 1979 féll á þessum slóðum snjóflóð og létust 2 menn.
GenginÁ forsíðu Þjóðviljans 8. mars 1979 mátti lesa eftirfarandi frétt: „Tveir piltar fórust i snjóflóði í hlíðum Esju síðdegis Í fyrradag. Þeír hétu Stefán Baldursson, Tómasarhaga 22, 18 ára, og Sveinbjörn Beck, Brávallagötu 18, 17 ára gamall.
Um kl. 19.50 í fyrradag kom til kynning til lögreglunnar í Hafnarfirði frá 18 ára pilti, sem staddur var á bænum Leirvogstungu. Hann hafði farið með félögum sínum i fjallgöngu á Esju. Þeir voru á niðurleið, er snjóskriða féll á tvo þeirra nálægt Þverfellshorni. Hinn þriðji hafði dregist nokkuð afturúr á göngunni og varð það honum til lífs.
Hannes Hafstein framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins sagði að lögreglan hefði hringt þangað kl. rúmlega átta um kvöldið. Var þá gengid 2kölluð út björgunarsveitin Kyndill i Mosfellssveit, Björgunarsveitin Ingólfur, Flugbjörgunarsveitin og Hjálparsveit skáta og sendu þær menn strax á vettvang. Skömmu síðar voru björgunarsveitir i nágrenni Reykjavíkur kallaðar út og tóku alls um 200 manns þátt í leitinni.
Slysið varð milli kl. 18 og 18.30, þegar piltarnir þrír voru á niðurleið. Sá sem var efstur í hlíðinni og af komst, sá þegar hengjan brast og hélt þegar af stað til byggða að leita hjálpar. Snjódyngjan sem féll var 3-400 metra löng og 10-15 metra breið og var hún sumsstaðar ákaflega djúp. Lík annars piltsins fannst um kl. 1 um nóttina og lík hins um kl. 3.30. Björgunarstarf var erfitt, snarbratt og mikill kuldi. Varalið var kallað út til starfa um þrjúleytið um nóttina og var það á leið á slysstað, þegar síðara líkið fannst.
Gangan-3Piltarnir sem létu lífið i snjóflóðinu voru vanir fjallgöngumenn og annar þeirra var félagi í björgunarsveit í Reykjavík.“
Í DB þann 7 mars birtist eftirfarandi forsíðufrétt: „TVEIR 18 ÁRA PILTAR FÓRUST í SNJÓFLÓÐI — sá þriðji komst af í Esju í gær. Tveir 18 ára piltar úr Reykjavík létu lífið í snjóflóði í Esjunni síðla dags í gær. Þeir voru þar í skemmti- og æfingagöngu á fjallið. Voru þeir tveir, sem fórust, ívið á undan hinum þriðja, enda betur búnir og vanir göngumenn, annar félagi í björgunarsveit í Reykjavík. Er sá sem á eftir fór kom yfir hæðarbungu í göngunni á eftir félögum sínum, sá hann þá hvergi en sá nýfallna snjóskriðu. Hafði hún fallið ofarlega úr Þverfelli og fallið niður þröngt og bratt gil niður í Dýjakróka austan Gljúfurdals upp og NA af Esjubergi.

Gengid-4

Hróp, köll og eftirleit þess sem á eftir fór báru ekki árangur. Hélt hann þá rakleitt til bíls þeirra félaga sem stóð vestan Mógilsár og ók að Leirvogstungu þaðan sem hjálparkall barst kl. 7.50. Björgunarmenn úr Kyndli í Mosfellssveit fóru þegar á staðinn. Síðar bættist þeim liðsauki frá Ingólfi í Reykjavík, Flugbjörgunarsveitinni, björgunarsveitum í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði og skátum frá sömu stöðum. Kyndilsmenn lögðu þegar á fjallið og fóru eins langt og þeir gátu á snjósleðum í fylgd með þeim var pilturinn sem slapp við snjóflóðið. Vísaði hann veginn en komst ekki alla leið upp aftur sakir þreytu.
Snjóskriðan fannst án leitar. Reyndist hún um 400 m löng að sögn Erlings Ólafssonar formanns Kyndils, sem var einna fyrstur á slysstað. Hún var ekki nema 7—15 m að breidd og misdjúp eftir gilskorningnum.
AningUpphaf hennar var yfir bröttu gili ofarlega í Þverfelli. Leit var þegar hafin að piltunum tveimur og dreif að svo mikinn fjölda björgunarmanna að snjóskriðan var fljótlega yfirfarin. Undir kl. eitt fannst lík annars piltanna neðst í skriðunni á um 1,5 m dýpi. Lík hins fannst ekki fyrr en klukkan langt gengin fjögur í nótt og hafði þá snjóskriðan verið grandskoðuð. Leitaraðstæður voru erfiðar, snarbratt að slysstað og kuldi mikill, 15—20 stiga frost þar uppi.
Erlingur Ólafsson sagði að snjór í  skriðunni hefði ýmist verið kögglóttur, og voru sumir kögglarnir á stærð við bíla, eða lausamjöll sem harðnaði fljótt og fraus saman.
Geitholl-2Erlingur sagðist ekki vita til að snjóflóð hefðu valdið mannskaða í Esju fyrr, þó oft mætti sjá þess merki að þau hefðu fallið. Á venjulegum gönguleiðum í Esju er ekki hætta á snjóflóðum en þau falla í þröngum og bröttum giljum með miklum hraða og kynngikrafti er hengjur bresta. Björgunarstarfið gekk mjög vel og var öllum er þátt tóku í til sóma. Var samstarf gott milli sveita. Yfirstjórn var í bíl við Mógilsáin menn með talstöðvar um alla fjallshlíðina.“
Þá er takmarkinu náð; Þverfellshornið sjálft. Þessi vinsælasta leiðin á Esju frá Mógilsá er auðrötuð enda mörkuð af sérstökum göngustíg á fjallinu.
Haraldur

Efst eru nokkur klettaþrep sem auðvelt er að klífa en rétt er að fara varlega vegna hættu á grjóthruni frá fólki sem kann að vera fyrir ofan. Lofthræddum er bent á að ganga aðeins vestan við hornið og finna sér leið þar upp. Á útsýnisskífunni er gott að átta sig á örnefnum, enda útsýnið stórkostlegt ofan af Þverfellshorni yfir Stór-Reykjavíkursvæðið. Um klukkustundar gangur er frá vörðunni að Hábungu Esju sem rís hæst 914 m.
Það var sumarið 1994 að gerð var þessi nýja gönguleið upp að Þverfellshorni. Hún klofnar frá gömlu leiðinni og stefnir yfir Mógilsá og þar upp austan árinnar. Þar er ekki eins bratt og á gömlu leiðinni og því aðeins léttari. Göngustígarnir koma aftur saman fyrir neðan hamrana í Þverfellshorni.
Haraldur-2Hægt er að fá göngukort af Esjunni hjá Ferðafélagi Íslands, Mörkinni 6. Hafa ber þó í huga að gönguleiðakortið er arfavitlaust og því í beinlínis lífshættulegt að taka það of alvarlega. T.d. eru sýndar gönguleiðir upp Rauðhamar, Virkið, Gunnlaugsskarð og Kistufell. Allar þessar leiðir eru einungis fyrir klettaklifrara með fullkomnasta búnað sem völ er á.
Sagt er að fjallið sé ekki sigrað fyrr enn hinum eina sanna tindi er náð. Það er reyndar ekki rétt.
Í þessari tímamótaferð var gengið um Skógræktarstöðina á Mógilsá. Aðspurður um staðsetningu gamla bæjarins að Mógilsá og Kollafirði svaraði hann: „Kollafjarðarbærinn var skammt frá útihúsunum sem standa enn að hluta. Mógisárbærinn var örskammt frá planinu þar sem lagt er af stað í Esjugöngur.“

Gosmokkur

Í Alþýðublaðinu 16. ágúst 1967, segir m.a.: „Haraldur vígir skógræktarstöð – Haraldur ríkisarfi Noregs vígði í gær tilraunastöð skógræktarinnar að Mógilsá í Kollafirði, Móðargjöf Norðmanna til Íslendinga, en sem menn muna, færði faðir hans Ólafur V. Noregskonungur Íslendingum eina milljón króna norskra að gjöf, er hann kom hingað í heimsókn árið 1961. Til raunastöðin að Mógilsá er reist fyrir þetta fé. Stöðvarstjóri að Mógilsá er Haukur Ragnarsson, skógfræðingur, menntaður í Noregi.
AningarstadurLaust fyrir kl. 16.00 í gærdag hélt ríkisarfinn frá Reykjavík upp að Mógilsá í Kollafirði ásamt fylgdarliði sínu forseta Íslands hr. Ásgeiri Ásgeirssyni, landbúnaðarráðherra, Ingólfi Jónssyni og skógræktarstjóra, Hákoni Bjarnasyni o. fl. Uppi í Kollafirði var búið að koma fyrir stólum á grasflöt úti fyrir stöðinni og bauð stöðvarstjórinn, Haukur Ragnarsson gesti velkomna: Þarna voru saman komnir fyrirmenn í héraði og ýmsir skógræktaráhugamenn.
Hákon Guðmundsson yfirborgardómari formaður nefndar þeirrar, sem annaðist framkvæmdir að Mógilsá lýsti tildrögum að byggingunni, en uppdrætti gerðu þeir Hörður Bjarnason, húsameistari ríkisins og Gunnlaugur Pálsson arkitekt í samráði við tilraunastjóra Skógræktar ríkisins Hauk Ragnarsson, sem sá um framkvæmdir, en yfirsmiður var Hlöðver Ingvarsson. Byggingarfram-kvæmdum lauk á síðasta ári og nam byggingarkostnaður alls 5 milljónum íslenzkra króna.

Esjuskogar

Hákon sagði, að staður þessi hefði verið valinn með tilliti til þess, að hann væri heppilegur til rannsókna, því að hægt væri að athuga gróðurskilyrði trjáplantna í misjafnri (hæð yfir sjávarmáli. Í lok ræðu sinnar afhenti Hákon landbúnaðarráðherra stöðina, en þakkaði Haraldi ríkisarfa þann heiður að vígja rannsóknarstöðina og bauð hann hjartanlega velkominn. Ríkisarfi Noregs svaraði og gat þess að rannsóknir á skógrækt hefðu átt erfitt uppdráttar í Noregi í fyrstu og því hefðu Norðmenn viljað sína vinsemd sína í verki með því að stuðla að byggingu þessarar rannsóknarstöðvar á Íslandi. Minntist hann sérstaklega fyrrverandi sendiherra á Íslandi Torgeirs Anderíen Ryst sem mun hafa átt hugmyndina að þessari gjöf. Ríkisarfinn óskaði að lokum öllum þeim heilla, sem starfa eiga við stöðina.
Landbúnaðarráðherra veitti skógræktarstöðinni móttöku og lýsti því yfir að byggingarnefndin hefði lokið störfuni og landbúnaðarráðuneytið myndi setja stöðinni reglur til að starfa eftir, að tillögum þar til skipaðrar nefndar sérfróðra manna. Ingólfur Jónsson þakkað þann vinarhug, sem lægi að baki gjöfinni og bað ríkisarfann að skila þakklæti til föður síns konungsins. Að ræðu landbúnaðarráðherra lokinni var litazt um á staðnum og þágu gestir veitingar.“

Skograekt

Í Tímanum þennan sama dag sagði: „Krónprinsinn vígði þjóðargjöf Norðmanna – Í dag vígði Haraldur krónpríns Skógræktarstöðina að Mógilsá á Kjalarnesi, en hún er sem kunnugt er reist fyrir þjóðargjöf Norðmanna er Ólafur konungur afhenti Íslendingum er hann var hér í opinherri heimsókn árið 1961. Vígsluathöfnin að Mógilsá fór fram undir beru lofti fyrir utan stöðvarhúsið, og kom Haraldur krónprins akandi ásamt forseta Íslands og fylgdarliði að Mógilsá rétt um klukkan fjögur. Að Mógilsá var samankominn fjöldi gesta. Framámenn í landbúnaðarmálum, sveitarhöfðingjar á Kjalarnesi, forustumenn í skógræktarmálum, landbúnaðarráðherra auk innlendra og erlendra fylgdarmanna Haraldar krónprins í hinni opinberu heimsókn hér. Glaðasólskin var, en nokkur strekkingur utan af Kollafirði.
Hákon Guðmundsson yfínborgardómari, formaður Skógræktarfélags Íslands hélt fyrst ræðu, þar sem hann rakti tildrög Skógræktarstöðvarinnar að Mógilsá.

Esjuhlidar-2

Er skógræktarstöðin reist fyrir 4/5 hluta þjóðargjafarinnar, sem Ólafur Noregskonungur afhenti Íslendingum árið 1961. Byggingakostnaður við stöðina að Mógilsá nemur nú fimm milijónum króna, en eftir er að ráðstafa 300 þús. kr. norskum af gjöfinni. Sérstök stjórnarnefnd skipuð ambassador Noregs, Hákoni Guðmundssyni, formanni Skógræktarfélags Íslands og Hákoni Bjarnasyni, skógræktarstjóra, ráðstafaði þjóðargjöfinni, en Haukur Ragnarsson, tilraunastjóri sá um byggingafram-kvæmdir að Mógilsá. Húsin eru teiknuð af Herði Bjarnasyni húsameistara ríkisins og Gunnlaugi Pálssyni arkitekt, en yfirsmiður var Hlöðver Ingvarsson byggingameistari.
Hákon lauk ræðu sinni með því að þakka norskum einstaklingum og norsku þjóðinni í heild stuðning við íslenzka skógrækt fyrr og síðar, jafnframt því sem hann afhenti landbúnaðrráðherra stöðina til umráða og varðveizlu. Að lokum ávarpaði hann prinsinn á norsku, og bauð hann hjartanlega velkominn að Mógilsá.
Haraldur krónprins ávarpaði því næst viðstadda, og sagði m. a. samband Íslands og Noregs væri gott, og ekki hvað sízt á skógræktarsviðinu. Lýsti hann þeirri von sinni að Mogilsárstöðin yrði íslenzkri skógrækt lyftistöng og aflgjafi.“
Framangreind orð voru rifjuð upp af tilefni af tímamótaferð FERLIRs, ekki síst í ljósi þess Hofsoleyinhversu vel rannsóknir á Mógilsá hafa gengið æ síðan. Að baki skógræktarstöðinni er nú Trjágarður er m.a. státar af hinum ýmsu ávaxtatrjám. Því fengu FERLIRsfélagar að kynnast að þessu sinni. Gátur þeir tekið sér epli, banana, appelsínur og fleiri sortir áður en haldið var upp í gengnum skóginn áleiðis í Esjuhlíðar; um Efri-Kálfsdal, Langahrygg, Hvítárbotna, Geithól og upp að Rauðhamri þar sem áð var að þessu sinni. Vitað er að jólasveinninn dvelur í Esjunni milli hátíða og brást hann ekki göngumönnum að þessu sinni. Til baka var haldið niður með Rauðhólsurðum, Rauðhól, ofan við Kögunarhól og niður um Skóglendið þar neðra að áfangastað.
Þessi leið er hvorki merkt né á gönguleiðakortinu fyrrnefnda, en sennilega bæði sú greiðasta á Esjuna og sú skemmtilegasta. Hófsóleyin var byrjuð að blómstra við bæjarlækinn snemmmaí.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Heimidlir m.a.:
-Kjartan Pétur Sigursson.
-Bjarki Bjarnason.
-Þjóðviljinn 8. mars 1979.
-DB, 7. mars 1979.
-Alþýðublaðið 16.08.1967, bls. 3.
-Timinn 16.08.1967.

Esja

Esja – örnefni.

Esja

Félagar í Starfsmannafélagi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gengu gamla leið á Esjuna, áleiðis upp á Þverfellshorn.

Gonguleiðin

Núverandi göngleið liggur frá bílastæðinu undir Esjuhlíðum, upp í gegnum Þvergil og áfram um Einarsmýri, en gamla leiðin lá í gegnum Skógræktina, skógsvæðin í Kálfsdal er skiptist í Neðri-Kálfsdal og Efri-Kálfsdal og áfram upp grónar brekkuskriður. Heitir sú brekka Hákinn. Ætlunin er að reyna að staðsetja hina grónu götu í hlíðunum alla leið upp fyrir Rauðhól og að Rauðhamri, upptökum Mógilsár.
Esjan stendur við Kjalarnes í Reykjavík og er eitt af einkennum höfuðborgasvæðisins. Talið er að Esjan hafi myndast á fyrri hluta ísaldar. Hún byggðist upp úr blágrýtis- og móbergslögum og talsvert er um innskot og bergganga í fjallinu. Esjan er syðsta blágrýtisfjallið á landinu. Nafn fjallsins er gjarnan rakið til móbergslaganna í fjallinu en nafnið þýðir tálgusteinn. Kalk fannst í giljunum fyrir ofan Mógilsá og árið 1873 var þar stundaður námugröftur. 

Raudhamar

Kjalnesinga sögu er talað um bæinn Esjuberg þar sem landnámsmaðurinn Örlygur Hrappsson bjó þegar hann kom til Íslands frá Suðureyjum í Skotlandi. Í sögunni er sagt frá því að írsk kona að nafni Esja hafi komið í Kollafjörð og hafa menn þá leitt að því líkum að nafnið sé írskt að uppruna. Sennilegri skýring er þó að orðið sé rakið til móbergslaganna í fjallinu en nafnið þýðir tálgusteinn.

Esja

Gamall stígur um Esjuna.

Reykjavík

Eftirfarandi um „Upphaf útgerðar í Reykjavík“ birtist í Sjómannadagsblaðinu árið 1986:
„Ingólfur útvegsbóndi bóndi í Vík hefur ekki getað komizt með yfir hafið þann kvikfénað, sem nægt gæti heimilisfólki hans og því hefur það verið hans fyrsta verk að senda þræla sína á sjó á eftirbátnum, en svo hétu þeir bátar, sem landnámsmenn og landafundamenn þessa tíma drógu með sér og einnig höfðu þeir með sér léttbát til ,,skjóta út“, litla byttu, sem þeir höfðu á hvolfi uppi í skipi sínu og var hún þar þá einnig til skjóls.
sjo-1Ekki hefur Ingólfi litist á að stunda róðra frá Ingólfshöfða, þar sem er lending brimasöm, og tekur sig upp og fer að leita fyrir sér að betri stað til sjósóknar; hann fer yfir grösug héruð, girnileg til landbúskapar, en lýkur ekki ferð sinni fyrr en á uppgrónum hraunkarga vestur við sjó, þar sem nes og víkur og eyjar búa honum góða lendingu og þó jafnframt stutt róið á fengsæla slóð. Svo einföld er skýringin á staðarvali Ingólfs til búsetu, að hann finnur ekki álitlegan stað á suðurströndinni til róðra, og honum var nauðsynlegt að finna skjólgóða vík fyrir brimi, þar sem hann hafði ekki nema tveggja eða þriggja manna far til sóknar, en þær litlu fleytur voru illa fallnar til brimlendingar, ekki sízt eins og hann brimar fyrir suðurströndinni.
Það er hljótt um Reykjavík í fyrri alda fiskveiðisögu, það er varla að nafninu bregði fyrir í heimildum í sambandi við fiskveiðar. Það er margt, sem veldur því, að Reykjavík verður ekki sögufrægt sjávarplass á áraskipatímanum. Reykjavík verður t.a.m. aldrei verstöð og því veldur lega hennar, að þar er alla tíð á árabátaöldunum róið í heimræði.
Það er rangt, sem margir þeir hafa gert, sem reynt hafa að rekja fiskveiðisögu Reykjavíkur, að slá saman fiskveiðum og útvegi Seltirninga og Reykvíkinga.

Reykjavík

Örfirisey fyrrum.

Það eru allir sammála um að Reykjavík sé það svæði, sem kaupstaðurinn reis á og það er spildan frá Rauðará og út af Örfiriseyjargranda eða út að Seli, gegnt honum. Það hefur ekki verið minna en þriggja kortéra róður úr vörunum austan við Örfiriseyjargrandann og út á móts við yztu varir á Nesinu, svo sem Nesvör og Bygggarðsvör og fengsælasta þorsklóðin, Sviðið, því ekki nýtzt Reykvíkingum til sóknar á tveggja manna förum sínum, sem sókn þeirra byggðist á að heimildir segja. Það verða snemma skörp skil milli útvegsins á Reykjavíkursvæðinu og Seltjarnarness, sem varð verstöð snemma, en verstöðvar mynduðust á yztu nesjum og víkum yzt við firði. Það varð bæði allt annar útvegur og allt annað fólk á Nesinu en í Reykjavík. Á Nesið flykktust vermenn, mest austan yfir fjall, hraustir piltar, sem gerðu Nesstúlkum börn, og settust þar að, og þarna óx upp sterkur stofn harðsækinna sjómanna, sem sóttu út á Sviðsslóð og veiddu stórþorsk.

Reykjavík

Reykjavík 1935.

Á Nesinu myndaðist útvegsbændastétt, öflugir karlar, sem gerðu út fjagramannaför, sexæringa og áttæringa og notuðu tveggjamannaför aðeins í grásleppuna og eitthvað til sumarróðra. Það má sjá það í sagnfræðibókum, að Reykvíkingar hafi sótt fyrri hluta vertíðar suður í Garð og Leiru; um þetta má finna einstakt dæmi á 19du öld, — en það voru Seltirningar, sem höfðu þennan háttinn á almennt, ekki Reykjavíkingar.
Þar sem Reykjavík varð ekki verstöð byggðist útvegurinn þar á róðrum heimamanna, og byggðin ekki fjölmennari en 100—150 manns framá daga Innréttinganna. Þá hefur það gert þeim örðugra fyrir að sameinast um róðra á stærri bátum en tveggja manna förum, að Lækurinn klauf byggðina og menn austan Lækjar ekki sameinast mönnum til róðra, sem reru úr Grófarvörunum. Lækurinn hefur oft verið illur yfirferðar áður en brú kom á hann.

Reykjavík

Reykjavík – þurrabúð.

Ásamt því, sem áður er sagt, að lega staðarins leiddi til sóknar á smábátum á innmið, þá hefur það einhverju valdið máski, að byggðin var klofin. Víkurbóndi hefði þó meðan hann hafði bein í nefinu átt að hafa getað gert út stærra skip, þar sem byggð var snemma nokkuð þétt í Grjótanum, og kannski hefur hann gert það, þó engar séu heimildir fyrir slíkri útgerð. Það má mikið vera, ef mikill útvegsbóndi hefði verið einhvern tímann á áraskipaöldum í Reykjavík, að hann hefði þá ekki komizt inn í söguna með nafnið sitt.

Reykjavík

Reykjavík 1789.

Reykjavík verður á 17du öld verzlunarstaður og síðan iðnaðarpláss á 18du öld og það dregur úr ástundun fiskveiðanna. Menn á kotbýlunum og þurrabúðarmenn hafa þá farið að snúast í kringum verzlunina, sem pakkhúsmenn og eyrarvinnumenn í upp- og útskipun og það dregið úr róðrum þeirra og löngun til sjósóknar og síðan komu Innréttingastofnanirnar uppúr miðri 18du öldinni og sú starfsemi hefur ekki örvað sjósókn Reykvíkinga. Skúli var meira að segja með þær tvær duggur, sem hann keypti 1752, og komu hingað 1753, í Hafnarfirði. Eins var um hina miklu Húkkortuútgerð kóngsins, 1776 — 87, að hún hafði bækistöð sína í Hafnarfirði.

Reykjavík

Reykjavík 1860.

Fyrstu heildarlýsingu á byggð og búskap á Reykjavíkursvæðinu er að finna í Jarðabók Árna og Páls (1702—14) og manntalinu 1703. Þá eru 150 manns búsettir á svæðinu frá Rauðará út að Seli og af búskaparháttum má ráða að fólkið lifir þar mest á sjófanginu og þar er getið heimræðis nær við hvert kotbýli og landskuldir greiddar í fiskum en ekki getið bátaeignar. En við höfum heimildir úr Ferðabók Eggerts og Bjarna og Frásögnum Horrebows, hvorttveggja heimildin frá miðri 18du öld, um báta Reykvíkinga.
Í Ferðabókinni er sagt frá því að í verstöðvunum sunnanlands og allt að Keflavík sé róið kóngskipum mest og það eru sexæringar áttæringar og teinæringar, en í höfnunum fyrir norðan Keflavík „sækja menn sjó allt árið á smærri skipum og fámennari.“ Á öðrum stað segir: „ .. . í Reykjavík, á ströndinni inn á móts við Viðey, í Laugarnesi og Engey, sækja menn sjó allt’ árið á smábátum.“

Reykjavík

Reykjavík 1801.

Horrebow segir: „Svo má heita að smábátar séu einungis í Gullbringusýslu og við Hvalfjörð. Víðast hvar á landinu eru þeir stærri og er þeim róið af 4,6 og 8—20 mönnum.“
Í Ferðabók Eggerts og Bjarna er lýst sjósókn Kjalnesinga, en þeir sóttu á sömu mið og Reykvíkingar og hafa róið á samskonar bátum. Það er athyglisvert að þeir Eggert orða sóknina við Kjalnesinga en ekki Reykvíkinga, sem getur ekki stafað af öðru en að hún hafi þá verið meiri og dæmigerðari á Kjalarnesi. Að hvorki þeir Eggert né Horrebow nefna Reykjavík í fiskveiðilýsingu segir náttúrlega sína sögu.

Reykjavík

Reykjavík 1836.

Í Ferðabókinni segir svo: „Á Kjalarnesi er sjór sóttur allt árið. Bátar eru hér litlir. Hinir stærstu eru fjagramanna för en einsmannsför þeirminnstu.
Segl Kjalnesinga eru úr þunnum, fíngerðum ullardúk, sem ofinn er með líkum hætti og léreft. Dúkur þessi kallast einskefta og notar bændafólk hann í skyrtur. Aðeins eitt segl er á hverjum bát, og er það haft fjórðungi mjórra að ofan en neðan. Siglutréin eru misjafnlega löng, en venjulegast er, að þau séu % af bátslengdinni. Í siglutoppinum er lítið hjól. Á því leikur strengur til þess að reisa og fella seglið. Siglan er fest í eina af fremstu þóftunum og bundið með taugum í framstafn og til hliðanna. Stýrið er fest á tvo króka, efst á því er þverfjöl sem stjórntaumarnir eru festir í. Þeir eru notaðir hér í stað stýrissveifar.

Reykjavík

Reykjavík – Gaimard.

Í akkeris stað nota menn kollóttan, harðan stein, og er gat í gegnum hann. Í gatið er rekið þvertré, sem taugin er bundin við og festir útbúnað þennan í botninn. Þegar róið er til fiskjar, verður hver maður af skipshöfninni að hafa færi, öngul, beitu og hníf, sem kallast sax, og auk þess að vera sjóklæddur. Allir veiða á handfæri eftir beztu getu, en að loknum róðri er aflanum skipt í jafna hluti, því að annars gæti orðið of mikill munur á afla eftir heppni manna. Bátseigandinn fær einn hlut aflans, þótt hann rói ekki með.
Aðallega veiða menn þorsk, sem er algengasti fiskurinn , en auk hans veiða menn líka flyðrur, skötur og smávaxna háfa. Flyðran er úrvals-matfiskur, en hinir eru einkum veiddir vegna lifrarinnar, en úr henni fæst sérlega gott lýsi. Á haustin og framan af vetri veiða menn smálúður á þar til gerða öngla. Þeir eru festir tveir og tveir á þvertein úr járni.

Reykjavík

Reykjavík fyrrum.

Lúðuveiði þessi er eingöngu nærri landi, sjaldan fjær en áttung úr mílu. Tittlingur, eða réttara sagt þyrsklingur, er smáþorskur. Rauði þyrsklingurinn kallast þarafiskur, af því að hann dvelst á þarabotni. Hann er oft hárauður á lit og með rauðum dröfnum á kviðnum. Þetta eru einungis tilbrigði frá aðaltegundinni, þorskinum. Á Kjalarnesi eru fiskveiðarnar auðveldari en annars staðar á Suðurlandi.“
Í sóknarlýsingu séra Árna Helgasonar í Görðum, en hún frá því um 1830, er sagt að Hafnfirðingar rói eingöngu tveggja manna förum og það er heldur engin ástæða til að ætla að Reykvíkingar hafi verið farnir, fremur en Hafnfirðingar, að breyta neitt sínum aldagömlu róðrarháttum á tveggja manna förum mest.
Það er ekki fyrr en á síðustu þremur áratugum 19du aldar, þegar upp eru komnir í Reykjavík útvegsbændur eins og Hlíðarhúsamenn og Borgarabæjarmenn í Grjótanum, að Reykvíkingar fara að róa stærri árabátum en þeir höfðu gert um aldirnar.“

 

Heimild:
-Sjómannadagsblaðið, 49. árg 1986, 1. tbl. bls. 54-56.

Torfbær

Tofbær í Reykjavík 1925.

Ingólfur

Eftirfarandi frásögn um „Sjósókn í Reykjavík“ birtist í Sjómannadagsblaðinu árið 1991:
„Ósagt skal látið hvernig skipakostur var til sóknar við Flóann á Þjóðveldisöld, þegar bændur voru öflugir og gátu efnt til stærri skipa en á svörtu öldinni, sem heimildir ná til. Litlar heimildir eru um sjósókn úr Reykjavík fyrri alda, sem var spildan frá Rauðará að austan út að Eiðisgranda (Seli) að vestan, en vitað að hún var samskonar og sókn Kjalnesinga og Hafnfirðinga sem traustar heimildir eru til um. Það var sótt frá þessum stöðum, og eins Laugarnesi og eyjunum við Reykjavík á smáfleytum, mest eins til tveggja manna förum, á grynnstu mið, við innanverðan Faxaflóa. Ekki er það umdeilanlegt að sjósókn hefst hérlendis frá Reykjavík.
sjo-9Ingólfur Arnarson, svo sem aðrir landnámsmenn, varð að lifa með sitt fólk af fiskveiðum meðan hann var að koma upp bústofni. Landnámsmenn gátu ekki haft með sér hingað út kvikfénað sér til lifibrauðs, fyrr en sá litli kvikfénaður, sem þeir hafa getað flutt með sér tók að fjölga sér.
Fyrsta verk Ingólfs hefur verið að senda þræla sína á sjó á eftirbátnum, en svo hétu þeir bátar, sem landsmenn drógu með sér, en einnig höfðu þeir léttbát, litla skektu, sem þeir höfðu um borð til að skjóta út. En þótt svo sé að fyrst hefjist sjósókn hérlendis í Reykjavík þá er sem að ofan segir hljótt um Reykjavík í fyrri alda sjósóknarsögu og ber margt til þess.

Reykjavík

Reykjavík 1789.

Um aldir verður enginn stórbóndi í Reykjavík sjálfri, það er strandlengjunni sjálfri meðfram víkinni, Rauðará – Eiðisgrandi, nema þá Víkurbóndinn á bæ Ingólfs í Grjótanum, aðrir bændur hafa búið kotabúskap, fáliðaðir og efnalitlir til stórrar útgerðar, og þeirra fangaráð var að nýta innmiðin á þeim fleytum, sem þeir gátu efnað til. Byggð var strjál og fámenn, 100 til 150 manns á svæðinu Rauðará – Sel og Lækurinn klofið byggðina, en hann hefur verið stór og illfær fyrrum, og það getað gert mönnum óhægt með að róa í samlögum og manna sexæringa, enda kærðu innmiðamenn sig ekki um stóra báta. Sú var trú manna að eitt eða tvö færi á borð væru fengsælli í slítingsfiski á grunnslóð en mörg færi á borð.

Reykjavík

Reykjavík 1836.

Þegar Reykjavík varð verzlunarstaður á 17. öld og síðan iðnaðar á 18. öld, dró þetta hvorttveggja náttúrlega úr sjósókn, kotbændur og þurrabúðarmenn hafa leitað í pakkhús- og eyrarvinnu við höfnina og síðan iðnaðarvinnu við Innréttingarnar.
Allt fram til 1870 eða þar um bil var útgerð Björns í Brekkukoti dæmigerð reykvísk útgerð á árabátaöldinni. Þeirri útgerð er lýst í Ferðabók Eggerts og Bjarna og einnig í bók Horrebows. Menn reru frá Kjalarnesi og „í Reykjavík á ströndinni inná móts við Viðey í Laugarnes og Engey sækja menn sjó allt árið á smábátum.“ Mest var róið í tveggja manna förum en „hinir stærstu eru fjögra manna för en eins manns för þeir minnstu.“

Reykjavík 1911

Reykjavík um 1780.

Á útnesjum, þar sem verstöðvar mynduðust reru menn stærri bátum. Reykjavík var aldrei verstöð á áraskipaöldinni. Þangað komu menn ekki með báta sína til veiða né reistu verbúðir, og aðrir staðir geta ekki með réttu nafni kallazt verstöðvar. Það hefur alltaf komið eitthvað af aðkomumönnum úr nærsveitunum til vorróðra í Reykjavík, þótt fleytur væru smáar, en sóknin verið frá heimabæjunum og Reykjavík alltaf á árabátatímanum verið heimver, og þar hvorki verbátar né verbúðir. Á Seltjarnarnesi aftur á móti reru menn snemma úr veri og þar náðist snemma að myndast útvegsbændastétt, sem sótti útá Svið á sexæringum. Sá var munurinn þar á fyrir Reykvíkingum og Seltyrningum, að það var þriggja kortera róður úr vörum í Reykjavík, út á móts við yztu varir á nesinu.
reykjavik 874Í Ferðabók Eggerts og Bjarna segir að allt gildi hið sama um útgerð Reykvíkinga sem Kjalnesinga: „Á Kjalarnesi var sjór sóttur allt árið. Bátar eru hér litlir. Hinir stærstu eru fjagra manna för, en eins manns för hinir minnstu,“ og segla og reiðabúnaði og sjósókn er lýst svo, og gildir sú lýsing einnig um reykvísku sjósóknina. „Segl Kjalnesinga eru úr þunnum, fíngerðum ullardúk, sem ofin er með líkum hætti og léreft. Dúkur þessi kallast einskefta og notar bændafólk hana í skyrtur. Aðeins eitt segl er á hverjum bát, og er það haft fjórðungi mjórra að ofan en neðan. Siglutréin eru misjafnlega löng, en venjulegast er, að þau séu 2Á af bátslengdinni. Í siglutoppinum er lítið hjól. Á því leikur strengur til þess að reisa og fella seglið. Siglan er fest í eina af fremstu þóftunum og bundið með taugum í framstafn og til hliðanna. Stýrið er fest á tvo króka, efst á því er þverfjöl sem stjórntaumarnir eru festir í. Þeir eru notaðir hér í stað stýrissveifar. Í akkerisstað nota menn kollóttan, harðan stein, og er gat í gegn um hann. Í gatið er rekið þvertré, sem taugin er bundið við og festir útbúnað þennan í botninn.

Reykjavík

Reykjavík fyrrum.

Þegar róið er til fiskjar, verður hver maður af skipshöfninni að hafa færi, öngul, beitu og hníf, sem kallast sax, og auk þess að vera sjóklæddur. Allir veiða á handfæri eftir beztu getu, en að loknum róðri er aflanum skipt í jafna hluti, því að annars gæti orðið of mikill munur á afla eftir heppni manna. Bátseigandinn fær einn hlut aflans, þótt hann rói ekki með.
Aðallega veiða menn þorsk, sem er algengasti fiskurinn, en auk hans veiða menn líka flyðrur, skötur og smávaxna háfa. Flyðran er úrvals matfiskur, en hinir eru einkum veiddir vegna lifrarinnar, en úr henni fæst sérlega gott lýsi. Á haustin og framan af vetri veiða menn smálúður á þar til gerða öngla. Þeir eru festir tveir og tveir á þvertein úr járni. Lúðuveiði þessi er eingöngu nærri landi, sjaldan fjær en áttung úr mílu.

Reykjavík

Reykjavík 1847.

Tittlingur, eða réttara sagt þyrkslingur, er smáþorskur. Rauði þyrsklingurinn kallast þarafiskur, af því að hann dvelst á þarabotni. Hann er oft hárauður á lit með rauðum dröfnum á kviðnum. Þetta eru einungis tilbrigði frá aðaltegundinni, þorskinum.
Á Kjalarnesi eru fiskveiðarnar auðveldari en annars staðar á Suðurlandi.“ Og Horrebow segir: „Svo má heita að smábátar séu einungis í Gullbringusýslu og við Hvalfjörð. Víðast hvar á landinu eru þeir stærri og er þeim róið af 4-6 og 8-20 mönnum.“ Þessar heimildir eiga hvor tveggja við 18. öldina og eru eflaust dæmi um sjósóknina í þessum byggðum um aldirnar.
Þegar kom fram um 1870 tók að færast mikið líf á árabátasóknina í Reykjavík á almennt stærri bátum, sexæringum og áttæringum og Reykvíkingar fóru að sækja á útmiðin.
sjo-10Saltfiskverkun var farin að stóraukast, en skreiðaverkun að dragast saman, og stórfiskur varð verðmætari í salt en minni fiskur. Verzlanir tóku að heimta stærri fisk til útflutnings. Upp risu í Reykjavík vestan Læks öflugir útvegsbændur í Grjótanum og á Hlíðarhúsatorfunni og vestur að Eiðisgranda, og þeir tóku að sækja á sexæringum og áttæringum útá Svið og liggja við í Garði og Leiru líkt og Seltirningar og Álftnesingar og Garðhverfingar og Hafnfirðingar. Það var mikill kraftur í þessum útvegsmönnum í Reykjavík og þróttur í árabátasókninni. Róið var í hverri vör frá Bryggjuhúsi, þar sem nú er Vesturgata 2, og vestur að Eiðisgranda, Austasta vörin, sú fram af Bryggjuhúsinu, Grófarvörin, var stærst varanna, en hana nýttu útvegsbændur í Grjótanum, Grandabótin var vestast.

Reykjavík

Reykjavík 1787 – Lievog.

Nú sést ekkert orðið af þessum vörum, sem Ágúst Jósefsson telur upp í ævisögu sinni. Austan Læks voru áfram aðallega smáfleytur og róið af því svæði almennt sem fyrr á innmiðin.
Bönn við netalögnum á tilteknum slóðum voru í gangi mishörð allt frá 1772 sem fyrr á innmiðin. Þeir, sem sóttu á grynnstu mið við Ströndina töldu netalagnir Útnesjamanna hamla göngu fisks á sín mið, og voru Hafnfirðingar, Vatnsleysustrandar- og Vogamenn harðastir grunnslóðarmanna.
Árið 1874 var bannað að leggja net í sunnanverðan Flóann fyrir 14. marz, utan línu dregin úr Hólmsbergi við Keflavík í Keilisnes, og 1885 náði bannið til 14. apríl. Við þetta misstu þeir, sem sóttu í Garðsjó að stórum hluta af vetrargöngunni á þau mið. Reykvíkingar eins og aðrir Innnesjamenn fóru ekki varhluta af þessu banni og varð af styrjöld og harðvítugust 1886.

Reykjavík 1786

Reykjavík 1786.

Uppúr 1890 hófust aflaleysisár við Faxaflóa og 1895 komu ensku togararnir til veiða í Flóann og allt þetta þrennt dró úr árabótasókn sjávarstaða við innanverðan Faxaflóa. Þá var og kominn hugur í marga að efla þilskipaútgerð, sem í gang var komin. í Hafnarfirði og Reykjavík og Seltjarnarnesi tók við ný gerð þilskipa — kútterar.
Árabátaútvegur helzt áfram víða um land í verstöðvum, sem lágu vel við árabátamiðum, þar til vélbátar leystu þá útgerð af hólmi. Allt fram um 1906 var árabátaafli landsmanna tvöfalt meiri en þilskipanna, enda voru árabátar í landinu jafnan um 2000 allt til 1905 og 8-9 þúsund manna í þeirri útgerð.“

Heimild:
-Sjómannadagsblaðið, 54. árg. 1991, 1. tbl., bls. 10-15.

Aðalstræti

Skálar í Aðalstræti.

Glóra

Kollafjörður einkennist af neðansjávardölum, sem ísaldarjökullinn hefur sorfið í berggrunninn, og hryggjum, sem skilja dalina að. Einn slíkur hryggur markast af Örfirisey og Akurey, annar liggur frá Laugarnesi um Engey og hinn þriðji frá Gufunesi um Viðey. Einnig eru Gunnunes, Þerney og Lundey hluti af einum hryggnum.
AlfsnesÍ dölum milli hryggjanna eru setlög frá síðjökultíma og ofan á þeim Nútímasetlög. Til þeirra teljast m.a. malarhjallar þeir, sem Björgun ehf. hefur nýtt til efnistöku og fyrirhugar að nýta áfram. Botngerð í Kollafirði er í grófum dráttum á þá leið að í framangreindum hryggjum er fast berg, en utan í hryggjunum gróft efni. Í dölunum milli hryggjanna er fínkornað efni, sandur og silt.
Berggrunnur í Kollafirði (þ.e. bergið í hryggjum og eyjum) er myndaður úr fjölbreytilegum bergtegundum á síðustu 2 milljónum ára eða svo. Í honum skiptast á hraunlög frá íslausum tímum og móbergs- og jökulbergslög frá jökulskeiðum. Mislægt ofan á þessum stafla og að mestu leyti ofansjávar liggur Reykjavíkurgrágrýti og setlög af ýmsu tagi.
Jöklar hafa mótað yfirborð berggrunnsins og skilið eftir sig framangreinda dali. Er þeir hopuðu í lok ísaldar, settist framburður þeirra í dalina.
Sjávarborðslækkun í upphafi Nútíma sléttaði yfirborð þessa sets og þegar sjávarborð tók aftur að hækka, varð rofflöturinn að mislægi. Ofan mislægisins myndaðist nútímaset í ýmsum myndum. Á grunnsævi myndaðist gróft grunnsævisset í mynd malarhjalla og –granda. Þetta grófa set hefur Björgun ehf unnið af hafsbotni undanfarna áratugi.

Hólmskaupstaður
Akurey - loftmyndNokkur hundruð metrum norðan við Örfirisey, milli eyjarinnar og Akureyjar, standa svartar klappir upp úr sjó en hverfa að mestu á stórstraumsflóði. Þetta eru Hólmarnir. Þeir eru, eins og önnur sker, sjófarendum fremur til ama en gagns, sérstaklega þeim sem leið eiga um Hólmasund milli Hólmanna og Akureyjar. Þrátt fyrir að njóta takmarkaðs almenningsálits nú á dögum, var í Hólmunum áður fyrr rekin verslun, allblómleg á þeirra tíma mælikvarða. Ýmsir hafa rakið sögu þessarar verslunar, en hér er stuðst við greinar Helga Þorlákssonar og Árna Óla.
Elstu heimildir um verslun í Hólmunum (Hólminum, Brimarhólmi, Grashólmum, Grandahólma, Gjáhólmum, eins og þeir hafa einnig verið nefndir) eru frá 1521, og versluðu þar þýskir kaupmenn. Skipalægi var þarna og voru sagnir um að þarna mætti finna járnhringa til að festa með skip. Danir tóku við staðnum með tilkomu einokunar 1602. Árið 1655 var einna mest verslað í Hólmi af öllum verslunarstöðum landsins. 

Orfirisey - loftmynd

Verslunarstaðurinn var fluttur í Örfirisey á 17. öld, vafalaust vegna ágangs sjávar og þaðan til Reykjavíkur á seinni hluta 18. aldar. Hann hélt þó áfram nafni sínu, Hólmur eða Hólmskaupstaður. Í Básendaveðrinu 1799 eyddist öll byggð í Örfirisey og þó þar hafi verið byggt aftur varð hún ekki svipur hjá sjón aftur eftir það.
Ágangur sjávar í Kollafirði Saga Hólmskaupstaðar er kafli í sögu landbrots í Kollafirði, sem hefur stjórnast af hækkandi sjávarstöðu. Sú saga hófst í lok ísaldar, þegar sjávarborð lækkaði mjög hratt niður í -35 metra á svæðinu fyrir ca. 9 þúsund árum. Frá þeim tíma hefur sjávarborð hækkað smám saman upp í núverandi hæð. Sjávarborðshækkunin stendur enn yfir. Hækkunin við Faxaflóa nemur 1,3 metrum frá árinu 100 e.Kr., en á fyrri hluta 19. aldar hófst hröð hækkun, sem tengd hefur verið iðnvæðingu og hækkandi hita á jörðinni. Mælingar í Reykjavíkurhöfn frá 1956 sýna árlega hækkun sjávarborðs um 3,4 mm.

Heimildir m.a.:
-Matsskýrsla á sandnámi á botni Kollafjarðar.

Glóra

Glóra á Álfsnesi.

 

Kollafjarðargrjót

Þegar gengið er um sunnanverðan Kollafjörð innan við bæinn Naustanes var komið í fallega aflanga basaltsandvík.
Enn innar, á Álfsnesi, er skagar tanginn Afstapi út í fjörðinn. Innan hans er Djúpavík Grjot-2og Höfði yst á nesinu. Á milli sandfjörunnar og Afstapa er stórgrýtt urð. Í henni eru margir sérstaklega formaðir misstórir klapparsteinar. Þeir bera glögg merki þess að hafa runnið sem hraun frá megineldstöðinni milli Kistufells og Grímannsfells. Þegar hraunið rann yfir mýkri jarðlög, set eða leir, hefur hvorutveggja tekið mið af öðru áður en hraunið storknaði. Ísaldarjökullinn á nokkrum ísaldarskeiðum hefur síðan þrýst landinu niður fyrir sjávarborð. Á hlýskeiðum brotnaði storkinn klöppinn upp í einstaka steina, frost og sjór skoluðu linara efninu frá því harða, landið lyftist og eftir sátu hinar sérkennilegu formanir á klöppunum nokkrum metrum fyrir ofan yfirborð sjávar. Þannig einhvern veginn gætu formlegheitin hafa orðið til á hundruðum þúsunda ára tímabili.
Eftirfarandi grein birtist um þetta í Lesbók Morgunblaðsins árið 1982 undir yfirskriftinni „Bara grjót?“. Ljósmyndir með þeirri grein tók Sigurður Ingólfsson, en meðfylgjandi myndir hér eru FERLIRs.
Grjot-3„Á Íslandi þarf yfirleitt ekki langt að fara til þess að komast i umhverfi, sem náttúran hefur algerlega mótað — og það með þvílíkum kostum og kynjum, að við stöndum agndofa. Oftast mætir auganu gersamlega ólík náttúrufegurð þeirri sem séð verður í nágrannalöndum okkar til dæmis, þar sem óbyggt eða óræktað land er oftast skógi vaxið. En heilu flæmin á Íslandi, þar sem ekki sést ein hrísla — Reykjanesskaginn til dæmis — eru þeim mun auðugri af annarskonar fegurð, sem helgast af grjóti. Og margbreytileikinn í ríki grjótsins virðist óendanlegur. Sú fegurð nær ef til vill hámarki á Austfjörðum eins og fram kom í ágætum sjónvarpsþætti Ómars Ragnarssonar.
Grjot-4Það eru kannski helzt Flóamenn, Holtamenn og Landeyingar sem þyrftu að bregða sér frá bæ til að sjá grjót. Víðast á landinu er það aftur á móti innan seilingar, ef svo mætti segja, og stundum er full mikið af því góða.
Grjót er uppistaðan í fegurð Þingvalla og Ásbyrgis; fagrir eru grjótásarnir vestur á Mýrum, fagurt er stuðlabergið hjá Hofsósi, þar sem sagt er að Guðjón Samúelsson hafi fengið hugmyndina að stuðlastíl Þjóðleikhússins. Fögur eru grjótþilin sem gnæfa yfir bæi undir Eyjafjöllum og þannig mætti lengi telja.
Grjot-5Til er einnig í næsta nágrenni Reykjavíkur sérstök fegurð, sem birtist í grjóti og fremur fáir vita um. Úr þeim reit eru myndirnar sem hér fylgja með. Þessi reitur er á norðanverðu nesinu við Kollafjörð, og blasir við af veginum, þegar farið er framhjá Mógilsá og vestur með Esju. En það ber lítið á honum til að sjá og nesið er utan við alfaraleiðir. Þarna er allstór grjótfláki, sem hallar niður að firðinum, en þaö er ekki venjulegt grágrýti, heldur einhverskonar sandsteinn, sem er gljúpari og því hafa frost og önnur veðrunaráhrif skilið eftir sig svo sérkennileg merki. Sumir steinarnir eru eins og nútíma höggmyndir, sumir eins og ormétnir og víða koma fram kynjamyndir.
Mér skilst að sandsteinn af þessu tagi verði annaðhvort til af setlögum úr fínum sandi, sem hleðst Grjot-6upp við árósa og verður að steini á milljónum ára — ellegar þá að fíngerð gosefni hafi í fyrndinni hlaðizt upp og myndað sandstein með tímanum. Ekki er hægt að sjá neina lagskiptingu í þessu furðugrjóti og hins að gæta, að Esjan er hluti af geysimikilli eldstöð, sem náði alla leið útá núverandi
Reykjavíkursvæði. Þessvegna má teljast líklegra, að þessi sandsteinn eigi uppruna sinn í gosefnum.
Einhver brögð munu hafa verið að því, að fólk sækti sér einn og einn furðustein í Kollafjörð til að prýða með garð. Það er þó bót í máli, að flestir steinarnir eru ómeðfærileg björg og eins hitt, að ekki er hægt að koma bíl eða öðru flutningatæki þarna mjög nærri.
Þessar línur eru skrifaðar til að koma á framfæri þeirri frómu ósk, að menn lofi þessum reit að halda sér eins og hann er og stundi þar ekki gripdeildir á þessum skrýtnu náttúrumyndunum. Það gæti kannski virzt út í hött að tala um náttúruvernd í sambandi við grjót á Íslandi. En frásagnir af framferði erlendra ferðamanna á Austurlandi sýna, að það er ekki út í bláinn.
Um leið er ástæða til að benda fólki á þessa sérstöku „sýningu“, ef svo mætti segja; eða kannski ættum við að segja grjótgarð — í næsta nágrenni við mesta þéttbýli landsins. Þangað er aðeins stutt gönguferð frá þjóðveginum, eða Kollafjarðarbænum. En fyrir alla muni: Lofum þessum garði að standa eins og hann er og spillum ekki á nokkurn hátt, því sem þar er að sjá. Þarna er lítt þekktur lystigarður úr grjóti í nágrenni Reykjavíkur.“
Þótt væri í byrjun maímánaðar hafði grágæsin þegar verpt á gróðurtorfum innan um grjótið.
GaesareggAðrar skýringar hafa komið fram á tilurð þessara jarðfræðifyrirbæra, s.s. að hún hafi orðið vegna salt og frostverkunnar. Sú skýring er, fljótt á litið, öllu ósennilegri, en þó ekki útilokuð. Steinar þessir eru jafnan skammt ofan fjöruborðs, en þó eru til dæmi um slíka alllangt inni í landi, s.s. ofan við Bæjarsker (Býjasker), sbr. Stekkinn (álfabyggð) þar við forna selstöðu (sjá HÉR). Fleiri dæmi mætti nefna, bæði innan við Óttarsstaði í Hraunum og utan við Lónakotsfjöru.
Sjá meira um sambærilegt náttúrufyrirbæri HÉR.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins – 23.01.1982 – Sigurður Ingólfsson.

Kollafjörður

Grjót við sunnanverðan Kollafjörð.

Viðey

Elín Ósk Hreiðarsdóttir og Gavin Lucas skrifa um „Þorpið í Viðey“ í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið  2014:

Elín Ósk Hreiðarsdóttir

Elín Ósk Hreiðarsdóttir.

Upphaf Þorpsins í Viðey má rekja til marsmánaðar 1907 þegar hlutafélagið A/S P.J. Thorsteinsson & Co. var stofnað í Kaupmannahöfn. Stofnfélagar voru átta og stærstu eigendur hlutafjár voru tveir þekktir athafnamenn á Íslandi, þeir Pétur Thorsteinsson, sem félagið var kennt við, og Thor Jensen. Þótt fimm menn væru í stjórn félagsins var það fyrstu árin að mestu rekið af þeim Pétri og Thor ásamt Aage Möller.
Fyrstu hugmyndir gerðu ráð fyrir að stofnfé félagsins yrði um 1 milljón króna og því var nýja fyrirtækið risi á íslenskan mælikvarða. Til samanburðar hefur verið nefnt að þessi upphæð var svipuð og allar tekjur landssjóðs þetta ár. Það var því ekki að undra að stofnun fyrirtækisins vekti mikla athygli og umtal. Félagið fékk fljótt viðurnefnið Milljóna(r)félagið og gekk sjaldnast undir öðru nafni hjá almenningi, jafnvel þótt síðar hafi komið í ljós að hlutafé náði aldrei þeim hæðum sem upphaflega var ráðgert.
Upphaflega höfðu hugmyndir gert ráð fyrir því að höfuðstöðvar fyrirtækisins yrðu í Gerðum á Reykjanesi en við stofnun fyrirtækisins á útmánuðum 1907 virðist þegar hafa verið fallið frá þeirri hugmynd og ákveðið að höfuðstöðvar, með tilheyrandi byggingum og hafnarmannvirkjum, yrðu í Viðey.

Gavin Lucas

Gavin Lucas.

Fyrirtækið tók í upphafi á leigu um 40 hektara svæði á suðausturenda Viðeyjar sem áður hafði að mestu verið nýtt fyrir beit og æðardúntekju. Aðeins ári seinna ákvað félagið hins vegar að falla frá hinum nýgerða leigusamningi sem var til 99 ára og kaupa þess í stað alla eyjuna og þ.m.t. Viðeyjarbúið sjálft með húsum þess og tækjum. Markmiðið með stofnun fyrirtækisins var að sögn eigenda m.a. að auka framleiðni Íslands og bæta viðskiptatengsl milli Íslands og annarra landa.
Rekstur fyrirtækisins var nokkuð fjölþættur en megináhersla var lögð á stórfelldar fiskveiðar og -vinnslu, verslun og útflutning. Jafnhliða því veitti fyrirtækið margvíslega þjónustu til stærri skipa en í Þorpinu voru m.a. stórar kola- og olíugeymslur og var snemma komið upp stórum vatnsgeymi til að þjónusta skipin. Eignir íslensku stofnfélaganna tveggja mynduðu að stóru leyti hlutafé fyrirtækisins og tók það yfir margvísleg mannvirki og starfsemi þeirra í Gerðum, Hafnarfirði, á Bíldudal, Vatnseyri og víðar, sem og skuldir þeirra. Nýja fyrirtækið byggði því talsvert á þeim fyrirtækjum sem þeir Pétur og Thor höfðu átt og rekið en bætti mikið við starfsemina og rak m.a. botnvörpunga og þilskip. Stærsta nýjungin var þó án efa vinnslan og þjónustan í Viðey. Þar var gerð vegleg höfn og bryggjur og var stefnt að því að hafnaraðstaðan yrði með því besta sem þekktist á Íslandi. Höfnin í Viðey var fyrsta höfnin á Faxaflóasvæðinu þar sem ekki var búið að gera höfn í Reykjavík á þessum tíma.

Viðey

Margar búræktunartilraunir hafa verið gerðar í Viðey. Ein þeirra átti sér stað sumarið 1861. Þá fékk August Thomsen nokkra héra með gufuskipi frá Færeyjum, og hleypti þeim lausum í Viðey. Héragreyin voru upphaflega frá Noregi en voru fluttir til Færeyja til manneldis þar sem það hafði gefist vel. Sú var ekki raunin hér á Íslandi. Í raun virðist sem nær ekkert hafi getað þrifist á eyjunni sem var flutt þangað, fyrir utan kúmen og gras. Virðist sem allar aðrar tilraunir hafi farið fyrir bý.

Milljónafélagið var nokkuð umdeilt frá upphafi og virðist umfang þess og eignarhald hafa vakið nokkurn ugg hjá landsmönnum en margir töldu það aðeins erlendan lepp. Þegar félagið festi svo kaup á Viðey í heild árið 1908 var það enn til að auka á tortryggni landsmanna gagnvart því. Íslenskir stúdentar í Kaupmannahöfn rituðu m.a. undir yfirlýsingu stuttu eftir stofnun félagsins þar sem landsmenn eru varaðir við því að „erlent fjármagn“ geti hæglega kaffært íslenskt atvinnulíf og því þurfi landsmenn að vera á varðbergi.

Viðey

Um árabil stóð Sundabakkaþorpið á austurenda Viðeyjar, sem var jafnan bara kallað Þorpið. Þar var P. Thorsteinson og co., einnig kallað Milljónafélagið, meðal annars með fiskvinnslustarfsemi. Nokkrum áratugum síðar lagðist þorpið í eyði og húsin voru flutt í Skerjafjörð. Þegar Reykjavíkurflugvöllur var lagður voru húsin flutt austur í Teiga. Flest standa nú við Hrísateig. Á myndinni má sjá lifrarbræðslustöð á vegum Milljónafélagsins. Myndin var tekin um 1910.

Í dagblöðum á þessum tíma má finna margar greinar um stofnun félagsins og í Þjóðólfi segir m.a. í október 1907: Í sambandi við þetta mál hefði mátt minnast á annað því skylt, og það er stofnun hins svo nefnda miljónafélags, er hefur bækistöð sína í Viðey. Í því félagi eru að vísu tveir íslenzkir kaupmenn, en það mun að mestu leyti standa á dönskum fótum, og er að réttu lagi danskt félag, en ekki íslenskt,… […] Það er ekki ólíklegt að þetta danska miljónafélag fari að seilast hér eptir mikilsháttar jarðeignum, er liggja vel við fyrir verzlun þess. En Danir eru útlendingar fyrir oss eða eiga að vera það alveg á sama hátt, sem Englendingar og Þjóðverjar …

Viðey

Kaup Milljónafélags P.J Thorsteinssonar & Co á Viðey snemma á 20. öldinni vakti ugg hjá Íslendingum og fannst þeim hneisa að erlent félag ætti eyjuna (þó það væri að mestu í eigu Íslendinga). Lagðar voru fram tillögur á Alþingi árin 1907 og 1909 þess efnis að Sundbakki yrði gerður að verslunarstað því talið var að það væri mikilvægt skref fyrir þróun Þorpsins. Tillögurnar voru felldar í bæði skiptin því talið var að það myndi skaða Reykjavík í aðeins til að bæta hag „hálfútlends gróðafélags.“ – Árbók Hins íslenska fornleifafélags, 1 tbl, 2014.

Mörg helstu dagblöð þessa tíma birtu líka fréttir af sölu Viðeyjar og víða er varað við því að hið forna höfuðból sé nú „fallið“ og komið í eigu Dana og bent á að þeir einu sem græði á slíku séu hálfdanskir eða hálfíslenskir „spegúlantar“. Greinilegt er að sumir litu á umsvif Þorpsins sem hreina ógnun við höfuðborgina. Árin 1907 og 1909 voru lagðar fram tillögur á Alþingi um að gera Sundbakka að löggiltum verslunarstað enda var því haldið fram að slíkt væri mikilvægt skref fyrir þróun Þorpsins. Heitar umræður urðu um tillöguna og lauk þeim í bæði skiptin með því að tillagan var felld enda því haldið fram að slíkt myndi skaða Reykjavík í þeim eina tilgangi að bæta hag „hálfútlends gróðafélags“.

Viðey

Í bókinni Ágrip af sögu Íslands eftir Þorkel Bjarnason (1880) segir svo frá Skúla fógeta: „Skúla var mjög gramt í geði við einokunarverzlunina, og höfðu ýms félög leigt verzlunina frá 1706-1742. Frá 1. janúar 1743 fengu hörmangarar í Kaupmannahöfn verzlunina, og vóru þeir einhverjir hinir harðdrægustu landsmönnum. Skúli vildi fyrir hvern mun hnekkja verzlun þeirra, og sökum þess tók hann fyrir sig, að koma upp iðnaði í landinu sjálfu, svo að ullin yrði unnin á arðsamara hátt, stofna fiskiveiðar á þilskipum, og kenna landsmönnum að salta fisk sinn, o. s. frv., og hugði hann, að þetta myndi með tímanum verða vegr til að vinna svig á einokuninni.“ Má því segja að Innréttingar hans Skúla fógeta hafi verið eitt fyrsta skrefið til að afnema einokunarverslun Dana á Íslandi, en hún hófst árið 1606 og stóð til ársloka 1787.

Framkvæmdir í Viðey hófust strax nokkrum mánuðum eftir stofnun hins nýja félags, eða í upphafi sumars 1907. Á næstu mánuðum var byggt bólvirki, hafskipabryggja, grútarhús og -bryggja, verkamannabústaður, brunnar, salthús, geymsluhús fyrir verkaðan fisk, vörugeymsluhús, íbúðarhús fyrir stöðvarstjóra og járnbrautarteinar lagðir um bryggju, stöðvarplássið og fiskireiti.
Þorpið var frá upphafi tvískipt, annars vegar athafnasvæðið sem gjarnan var nefnt Stöðin eða Viðeyjarstöð og hins vegar íbúðabyggðin. Framkvæmdum og uppbyggingu á svæðinu var haldið áfram næsta árið en um verkið sáu bæði íslenskir og danskir smiðir. Samkvæmt heimildum taldist svæðið fullbyggt 1909.

Viðey

Klaustrið á Viðey, sem var starfrækt milli 1226 og 1550, var af Ágústínusarreglu. Allavega mestmegnis. Ágústínusarreglan kennir sig við Ágústínus frá Hippó (354-430) en hann var einn kirkjufeðranna. Bréfið sem reglan sækir fyrirmynd sína í er mjög almennt og því mikill sveigjanleiki í túlkun. Hinsvegar, árið 1344, var Ágústínusarreglan afnumin og Benediktsreglu komið á. Sú regla kennir sig við Benedikt frá Núrsíu og er ein stærsta og fjölmennasta klausturregla í kaþólskum sið. Hún entist þó ekki og var Ágústínusarreglu aftur komið á 8 árum síðar. Nokkur Benediktsklaustur voru á Íslandi, eins og til dæmis Þingeyrarklaustur, Munkaþverárklaustur og nunnuklaustrið á Kirkjubæ.

Fyrsta skipið lagðist að bryggju í Viðey í febrúar 1908 með saltfarm til fiskvinnslu en vinnsla fisks hófst þar í maí sama ár. Allar aðstæður í Þorpinu voru góðar, t.d. í samanburði við Reykjavík. Þar var hafskipabryggja og ofan við hana var stór vatnstankur og lágu vatnsleiðslur beint niður að höfn. Þetta var mun meira hagræði en í Reykjavík þar sem vatni var komið til skipa með því að dæla því á tunnur og ferja út til skipanna. Það sama gilti um olíuflutninga, kol og aðra birgðasölu til skipanna þar sem hægt var að landa öllum varningi beint í skipin í stað þess að sigla með hann á bátum frá skipum og í land eins og í Reykjavík.

Viðey

Nafnið Viðey bendir til þess að þar hafi verið skógur eða kjarr þegar eyjan fékk nafn. Fornleifarannsóknir á eyjunni hafa einmitt sýnt að þar hafi verið gróskumikið á landnámsöld og skógur eða kjarr hafi einkennt hana allt fram á 12. öld. Hér má sjá matjurtarrækt í Viðey.

Nýjungarnar í Viðey vöktu líka verðskuldaða athygli og á fyrstu starfsárum Milljónafélagsins skrifuðu forsvarsmenn þess undir fjölmarga samninga um þjónustu, geymslu og birgðasölu. Slíkir samningar voru m.a. gerðir við Danska olíufélagið um geymslu á allri olíu sem þeir flyttu til Íslands, við danska flotann um geymslu á kolum sem skip flotans notuðu hér á landi og við Sameinaða danska gufuskipafélagið um geymslu og afhendingu umhleðsluvara og kola til landsins. Stöðin þjónustaði einnig ensk, norsk og frönsk fiskveiðiskip og unnu hluta af þeim afla sem þau veiddu. Helstu útflutningsvörur Milljónafélagsins voru flattur þorskur þurrkaður í skreið, saltfiskur, freðýsa, steinbítur, lýsi, þurrkaðir sundmagar, söltuð hrogn, beitusíld og æðardúnn.

Viðey

Siðaskiptin á Íslandi voru heldur blóðug, líkt og á mörgum öðrum stöðum. Við höfum sagt frá því þegar Diðrik van Minden fógeti og menn á hans vegum réðust inn í Viðeyjarklaustur og ráku munkana út með mikilli hörku og ofbeldi. Þetta var sumarið 1539. Í ágúst það ár lést Diðrik en hálfum mánuði síðar var hann og menn hans dæmdir óbótamenn fyrir ýmsar sakir og þar með réttdræpir. Ekki var minnst á töku Viðeyjarklausturs í dómnum enda taldi sýslumaður að hún hafi verið með vilja konungs. Einhverjir gerðust þó svo djarfir að drepa fjóra menn sem höfðu farið til Viðeyjar með Diðriki. Í september 1539 höfðu 13 menn konungs verið drepnir og konungsvaldið var allt í uppnámi.

Sem dæmi um umfangið má nefna að saltfiskútflutningur fyrirtækisins var um 40% af allri saltfisksölu úr landi árið 1910. Árin 1910-1913 voru mikill uppgangstími í Þorpinu. Þá var að meðaltali eitt skip í höfn á dag, árlega landað 50-60.000 smálestum af vörum og mest verkuð um 9200 skipspund af fiski. Fyrirtækið skilaði gróða flest fyrstu árin og Þorpið í Viðey óx. Í upphafi gerðu forsvarsmenn stöðvarinnar ráð fyrir að vinnuaflið í Viðey yrði að stórum hluta farandverkamenn sem ynnu þar á vertíð en ættu sér þar ekki varanlegt heimili. Íbúafjöldi í Þorpinu jókst þó fljótt og árið 1912 hófst barnakennsla í einu af húsunum í Þorpinu fyrir börn starfsmanna Viðeyjarstöðvar.

Viðey

Á myndinni, sem tekin var 3. – 4. júlí 1910 má sjá Ólafshús, til vinstri, og Glaumbæ, til hægri, sem stóðu í Viðey og voru hluti af Þorpinu sem þar stóð. Ólafshús var byggt af Milljónafélaginu árið 1907. Húsið var upphaflega reist sem hús stöðvarstjóra hvalveiðistöðvarinnar á Framnesi við Dýrafjörð. Milljónafélagið keypti það, reif það niður og endurbyggði á Viðey. Húsið var rifið um 1940. Milljónafélagið reisti líka Glaumbæ árið 1907. Það var um 600m2 og var ætlað að hýsa aðkomufólk sem kom til eyjarinnar til að vinna í fiski yfir vertíðina. Húsið brann í desember, 1931.

Þrátt fyrir að flest gengi hinu nýja fyrirtæki í haginn á yfirborðinu fór fljótt að halla undan fæti. Fyrirtækið hafði fjárfest gríðarlega fyrstu starfsár sín og fyrir hvíldi starfsemi þess að stóru leyti á dýrum lánum. Eigið fé þess var frá upphafi takmarkað og olli það oft vandræðum við að halda fullum rekstri gangandi. Stjórn félagsins var dýr og dreifð og svo virðist sem ósamkomulag hafi snemma orðið á milli stjórnenda þess. Snemma árs 1909 var gert samkomulag þess efnis að Pétur Thorsteinsson viki úr stjórn og hætti öllum afskiptum af fyrirtækinu. Í ævisögu sinni segir Thor Jensen að hann hafi þegar þetta sama ár byrjað að huga að því hvernig hann gæti sagt skilið við fyrirtækið áður en það yrði gjaldþrota. Þó liðu enn þrjú ár þangað til hann sagði upp stöðu sinni við félagið en á þeim tíma tryggði hann sér eignir og togara til að hefja sinn eigin rekstur. Æ erfiðara reyndist að fjármagna fyrirtækið og svo fór að í upphafi árs 1914 voru greiðslur fyrirtækisins stöðvaðar og það því gjaldþrota. Félagið var hins vegar ekki formlega lýst gjaldþrota og því eru ekki til hefðbundin gögn um gjaldþrotaskipti. Stærstu kröfuhafar voru Handelsbanken og Nationalbanken í Kaupmannahöfn sem og Íslandsbanki. Í kjölfarið var mynduð skiptanefnd til að gera upp skuldir þrotabúsins og starfaði hún líklega í nokkur ár þótt lítið sé vitað um starfsemi hennar.

Viðey

Þann 24. október 1944 strandaði kanadíska herskipið HMCS Skeena í ofsaveðri við Viðey. Það eyðilagðist og var loks dregið upp í fjöru í Elliðaárvogi. 198 mönnum úr áhöfn skipsins var bjargað en 15 fórust. Myndin er tekin snemma á sjötta áratugnum.

Gjaldþrot Milljónafélagsins var þungt áfall fyrir Þorpið en það reyndist þó engan veginn dauðadómur yfir því. Það var einkum tvennt sem vann með Þorpinu á þessum tíma, annars vegar var þar eina hafskipabryggja svæðisins og í öðru lagi var þar góð aðstaða til þjónustu við skip sem og til vinnslu og verkunar sjávarafurða. Þetta hefur líklega ráðið mestu um það að ekki dró að ráði úr íbúafjölda í Þorpinu á þessum tíma ef frá er talið sjálft gjaldþrotsárið.
Árið 1918 var íbúafjöldi í Þorpinu orðinn meiri en fyrir gjaldþrot, þrátt fyrir að gerð hafnar í Reykjavík árið 1917 hafi dregið úr mikilvægi Viðeyjar fyrir svæðið. Af blaðaauglýsingum frá þessum tíma má sjá að auglýst er eftir starfsfólki til vinnu í Þorpinu flest árin fram til 1920.

Síðara blómaskeið Þorpsins

Viðey

Viðey.

Um 1920 hófst seinna blómaskeiðið í sögu Þorpsins. Fiskveiðahlutafélagið Kári, eða Kárafélagið eins og það var oftast nefnt var stofnað 1919. Á næstu árum nýtti það sér aðstöðuna í Viðey en árið 1924 keypti það Stöðina og færði höfuðstöðvar sínar út í eyjuna. Rekstur Kárafélagsins í Viðey byggði sem fyrr á fiskveiðum og -verkun ásamt því að vera birgða- og geymslustöð hafskipa.

Viðey

Í Viðey er eitt elsta berg höfuðborgarsvæðisins. Viðey er liggur á hluta megineldstöðvar sem var virk fyrir um tveimur til þremur milljónum ára og er hún ýmist kennd við Kjalarnes eða Viðey. Þessi eldstöð var virk í um eina milljón ára og var umfangsmikil á sínum líftíma. Kjarni hennar var að mestu rofinn af ísaldarjöklum og er nú komin undir sjó og yngri jarðlög. Á nokkrum stöðum er þó hægt að greina leifar eldstöðvarinnar á yfirborði, svo sem í Gufunesi, við Vatnagarða og yst á Kjalarnesi. Mestu ummerkin eru hinsvegar í sunnanverðri Viðey.

Samkvæmt heimildum höfðu mannvirki í Þorpinu látið nokkuð á sjá á þessum tíma og lýsir Magnús Blöndal Jónsson, einn forvígismanna Kárafélagsins, því sem svo að þegar hann kom á Stöðvarsvæðið árið 1924 hafi þar verið „samsafn nokkurra timburkofa, gamalla og illa meðfarinna og bryggjur með maðketnum og ónýtum undirviðum.“ Þegar Kárafélagið tók við rekstrinum var því þörf á viðhaldi og endurbótum. Forsvarsmenn félagsins beittu sér fyrir því að endurnýja hús og mannvirki auk þess sem þeir lögðu rafmagn í húsin í Þorpinu, komu upp götu- og bryggjuljósum og lögðu rennandi vatn í mörg af húsunum. Þetta var líklega m.a. gert til að gera Þorpið að fýsilegri búsetukosti fyrir fjölskyldur. Uppbygging í Þorpinu hafði tilætluð áhrif og það fylltist af lífi sem aldrei fyrr. Hvert húsrými var fullskipað og ný hús voru byggð.

Viðey

Skólahúsið á Viðey var reist árið 1928 og tilheyrði þá Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi. Síðasti ábúandi skólahússins var Steinn Steinarr sem bjó þar um skamma hríð, en sagan segir að hann hafi ekki fengið mikinn svefnfrið fyrir draugangi. Ljósmyndin sýnir skólahúsið í júní 1986 en það var endurbyggt snemma á tíunda áratugnum. Nú er það opið gestum og gangandi yfir sumarmánuðina og það er jafnvel farið að nýta það á ný til kennslu, en námskeiðið Viðey – Friðey fyrir 7-9 ára er haldið þar.

Árið 1928 var byggt skólahús í Þorpinu en áður hafði skólabörnum verið kennt í einu af íbúðarhúsunum. Um 1930 var íbúafjöldi í Þorpinu hærri en nokkru sinni fyrr – eða síðar – en þá voru skráðir þar 138 íbúar með lögheimili. Á vertíðinni var íbúafjöldi hins vegar miklu hærri og þegar mest var er áætlað að um 240 manns hafi haft aðsetur þar. Svo mikill rekstur í eyjunni var þó að mörgu leyti óhagkvæmur. Góð höfn var nú einnig í Reykjavík og mikill tími og kostnaður var fólginn í því að flytja fólk og varning á milli eyjunnar og Reykjavíkur. Um það hversu þungt sá tilkostnaður vó í að knésetja Kárafélagið er erfitt að fullyrða en snemma fór að halla undan fæti í rekstri þess. Árið 1931 krafðist Útvegsbankinn, sem var stærsti lánadrottinn þess, gjaldþrotaskipta og í kjölfarið voru eigur félagsins, stöðvarbyggingar, togarar, og margvísleg tæki og tól boðin upp í Viðey. Fulltrúar þorpsbúa gripu á það ráð að leigja reksturinn og halda starfseminni áfram en fyrir þeim rekstri reyndist ekki grundvöllur og lagðist hann því af árið 1933.

Frá sjálfsþurft til iðnvæðingar og til baka – Vitnisburður manntala og heimildamanna

Viðey

Árið 2006 komu upp hugmyndir í borgarstjórn um að flytja Árbæjarsafn í Viðey og þangað sem þorp stóð á austurenda eyjarinnar. Eins hefur hugmyndin um að flytja Árbæjarsafn í Hljómskálagarðinn skotið upp kollinum nokkrum sinnum síðustu 40 árin. Myndin sýnir Þorpið á Viðey milli 1935 og 1939.

Þrátt fyrir að hinn eiginlegi rekstur legðist að stóru leyti af í Þorpinu snemma á 4. áratug 20. aldar liðu enn meira en 12 ár áður en Þorpið fór endanlega í eyði. Ástæður þessa voru án efa margvíslegar en þungt hefur þó vegið sú staðreynd að hér á landi eins og víða annars staðar var kreppa á þessum tíma og því ekki hlaupið að því að finna vinnu eða húsnæði annars staðar.
Sóknarmanntöl eru til fyrir Þorpið fyrir öll þau ár sem búið var þar og af þeim má fá talsverðar upplýsingar um þorpsbúa. Manntölin veita upplýsingar um nöfn, störf og aldur íbúa og í sumum tilfellum einnig hvar þeir voru fæddir. Manntölin sýna m.a. að íbúar stöldruðu skemur við á fyrstu árum Þorpsins en síðar og hvernig samsetning íbúa breyttist, barnafólk varð meira áberandi og umskipti á íbúum með lögheimili í eyjunni urðu hægari. Á þeim má sjá hvernig Þorpið breyttist úr því að vera verstöð yfir í að vera fjölskylduvænn byggðakjarni. Af manntölum og viðtölum við þorpsbúa að dæma virðist stærstur hluti þeirra sem fluttu til Þorpsins hafa verið fæddir í sveitum landsins og flestir ólust án efa upp við hálfgerðan sjálfsþurftarbúskap.

Viðey

Fjósið sem sést hér á myndinni var eitt stærsta og nýtískulegasta fjós og heyhlaða landsins þegar það var byggt af Eggerti Briem stórbónda í byrjun 20. aldarinnar. Fjósið tók 48 kýr og var hægt að geyma gífurlegt magn af heyi í hlöðunni. Mjólkina frá kúnum flutti hann á hverjum degi á bátum yfir sundið til Reykjavíkur og svo á hestvögnum niður í Aðalstræti, þar sem hann var með mjólkurbú.

Þetta fólk hefur því lifað mikil umskipti á lífsháttum á ævi sinni. Á velmektarárum Þorpsins var það í raun í fararbroddi hvað varðar alla aðstöðu. Hafnaraðstaðan var til fyrirmyndar og sömu sögu er að segja um fiskvinnsluhús, járnbrautarteina og ýmsar aðrar tækninýjungar sem gerðu það að verkum að aðstaða fyrir verkafólk var þar í raun nýstárlegri en víða í Reykjavík. Sömu sögu er að segja um aðrar aðstæður í Þorpinu, sér í lagi eftir að rafmagn var leitt í húsin. Þetta og ýmislegt fleira olli því að Þorpið fékk á sig orð fyrir að vera vel búinn og nýtískulegur staður sem væri hentugur fyrir fólk með stórar fjölskyldur. Á velmegunartímabili Þorpsins var þar nóga vinnu að fá og jafnvel hægt að fá vinnu fyrir börn allt niður í 8-10 ára aldur. Af manntölum má sjá að fyrstu þrjú árin eftir að Kárafélagið leggst af fækkar fólki í Þorpinu umtalsvert (úr um 130 í um 50 manns) en næstu ár á eftir dró úr fólksflótta.

Viðey

Viðey 1930-1932.

Eftir endalok Kárafélagsins breyttist umhverfi Þorpsins talsvert. Raflýsingu var hætt og notast var við olíulampa í hennar stað og vatni var aftur dælt úr brunnum í Þorpinu. Einn heimildamanna mundi reyndar þegar fyrrverandi starfsmaður Kárafélagsins, sem séð hafði um rafstöðina, kom í Þorpið jólin eftir gjaldþrotið og kveikti á rafstöðinni yfir jólahátíðina, en svo var aftur slökkt og aldrei kveikt aftur.

Viðey

Viðey 1931.

Brottför Kárafélagsins markaði endalok umfangsmeiri vinnslu í Þorpinu og eftir hana var þar litla vinnu að fá. Íbúarnir sem áfram bjuggu í Þorpinu öfluðu sér lífsviðurværis á margvíslegan hátt. Olíutankur var enn í Stöðinni og Þorpsbúar sáu um að tappa olíu á tunnur og flytja til Reykjavíkur. Í Þorpinu var bóndi sem seldi mjólk til Reykjavíkur og flestir íbúar komu sér upp einhverjum bústofni s.s. hænum, kindum og kú. Þorpsbúar ræktuðu einnig kartöflur í stórum stíl og sumir seldu bæði kartöflur og rófur til Reykjavíkur á meðan aðrir seldu egg. Sumir þorpsbúa réru einnig til fiskjar til að afla sér matar. Í Þorpinu starfaði tilsjónamaður eigna bankans, barnaskólakennari og einn íbúi hafði það starf að kynda og ræsta skólabygginguna. En þrátt fyrir sjálfsbjargarviðleitni þorpsbúa eftir gjaldþrot Kárafélagsins fækkaði stöðugt á staðnum.

Viðey

Meðfylgjandi mynd var tekin milli 1908 og 1913 og sýnir seglsskútuna York við bryggju í Viðey og danskt flutningaskip fjær. Fyrsta skipið lagðist að hinni flunkunýju skipabryggju í Viðey í febrúar 1908. Það var ekki byrjað á Ingólfsgarði í Kvosinni í Reykjavík fyrr en 1913.

Þegar heimstyrjöldin braust svo út árið 1940 voru dagar Þorpsins endanlega ráðnir. Komu breska hersins til Íslands fylgdu mikil umsvif og aukin eftirspurn eftir vinnuafli. Íbúar Þorpsins gripu hver á fætur öðrum tækifæri á launaðri vinnu í landi. Árið 1941 var svo komið að Seltjarnarneshreppur, sem Viðey tilheyrði, sá sér ekki lengur fært um að halda úti skóla í Þorpinu og gerði það í raun út um möguleika þeirra sem eftir sátu til búsetu. Þótt nokkrar fjölskyldur byggju enn í eyjunni var það aðeins tímaspursmál hvenær þær gæfust upp. Árið 1943 fluttu síðustu fjölskyldurnar í land og Þorpið lagðist endanlega í eyði.
Síðustu ár Þorpsins í Viðey hafði Útvegsbankinn, sem enn átti þar talsverðar eignir, reynt að selja þær án árangurs. Einstaka þorpsbúar höfðu þó fest kaup á sínum íbúðum eða húsum. Á þessum tíma var tilfinnanlegur timburskortur í landinu og því fór það svo að flest húsin voru tekin niður og efniviðurinn nýttur í annað. Útvegsbankinn seldi bryggjur Þorpsins og mörg af mannvirkjum Stöðvarinnar til niðurrifs en íbúarnir tóku flestir niður hús sín og fluttu með sér í land. Á örskömmum tíma hvarf bæði fólkið og mannvirkin úr Þorpinu en eftir stóðu húsgrunnar og önnur óveruleg ummerki.

Viðey

Verslunarfélagið P. J. Thorsteinsson og Co. var stofnað í Kaupmannahöfn vorið 1907. Að félaginu stóðu ríkir kaupsýslumenn í Danmörku, Thor Jensen útgerðarmaður og Pétur J. Thorsteinsson. Félagið hóf starfsemi í Viðey, en það var allajafna kallað „Milljónafélagið“ þar sem fréttir hermdu að hlutafé félagsins hafði verið ein milljón króna. Thor sagði þó að innborgað hlutafé hafi verið aðeins 600 þúsund krónur og hann og Pétur hefðu lagt fram meirihluta þess.
Á meðfylgjandi mynd má sjá fiskvinnslufólk hengja upp saltfisk innandyra, mögulega í fiskþurrkunarhúsi Milljónafélagsins. Það var byggt um 1910 en brann til kaldra kola tveimur árum síðar.

Árin eftir að Þorpið lagðist í eyði urðu nokkur hröð umskipti. Húsin höfðu að mestu leyti horfið áður, en þau sem eftir stóðu féllu í niðurníðslu.
Árið 1963 eignaðist Reykjavíkurborg hluta Þorpsins sem hafði fram að þeim tíma tilheyrt bankanum. Tveimur áratugum síðar eignaðist borgin stærstan hluta eyjunnar og loks, árið 1986, það sem uppá vantaði þegar ríkið gaf Reykjavíkurborg skikann undir Viðeyjarstofu og kirkju.

Viðey

Dansleikir voru haldnir í Viðey líkt og annars staðar þar sem er byggð. Eitt sinn var haldið dansiball í þurrkhúsinu þegar danskt herskip lá við bryggju á þriðja áratug síðustu aldar. Á þessu skipi var Knútur prins, sonur Kristjáns X, sjóliðsforingi. Hann og aðrir áhafnarmenn tóku þátt í skemmtuninni en sagan segir að Knútur prins hafi dansað við einu og sömu stelpuna alla nóttina. Hann var svo hrifinn af henni að daginn eftir þegar hún hélt til vinnu að vaska fisk, þá stóð hann yfir henni og hélt henni félagsskap. Ólíklegt er að í þeim samkomutakmörkunum sem eru nú í gildi að einhver hitti sinn draumaprins, en það er þó aldrei að vita!

Síðan Þorpið lagðist í eyði hafa komið fram margar hugmyndir um framtíðarhlutverk þess, allt frá því að þróa íbúðarbyggð á sama stað, koma þar upp lifandi safni eða húsasafni, hafa aðsetur fyrir fræðimenn eða listamenn á svæðinu eða jafnvel koma þar upp heimili fyrir aldraða sjómenn. Gerðar hafa verið kannanir um hugmyndir fólks um framtíðarnýtingu á eyjunni, stýrihópar og nefndir stofnaðar án þess að endanleg niðurstaða hafi fengist um framtíðarhlutverk Viðeyjar eða Þorpsins á suðausturendanum. Á meðan standa leifar Þorpsins á sínum stað þó að veður, vindar og sjávarrof vinni talsvert á sumum þeirra.“

Heimildir:
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags, 1. tbl. 2014, Þorpið í Viðey – Elín Ósk Hreiðarsdóttir og Gavin Lucas, bls. 5-18.
-https://borgarsogusafn.is/videy/fraedsla/fjarfraedsla/punktarnir-i-videy

Viðey

Dansleikir voru haldnir í Viðey líkt og annars staðar þar sem er byggð. Eitt sinn var haldið dansiball í þurrkhúsinu þegar danskt herskip lá við bryggju á þriðja áratug síðustu aldar. Á þessu skipi var Knútur prins, sonur Kristjáns X, sjóliðsforingi. Hann og aðrir áhafnarmenn tóku þátt í skemmtuninni en sagan segir að Knútur prins hafi dansað við einu og sömu stelpuna alla nóttina. Hann var svo hrifinn af henni að daginn eftir þegar hún hélt til vinnu að vaska fisk, þá stóð hann yfir henni og hélt henni félagsskap. Ólíklegt er að í þeim samkomutakmörkunum sem eru nú í gildi að einhver hitti sinn draumaprins, en það er þó aldrei að vita!