Tag Archive for: Reykjavík

Þjóðminjasafnið

Þjóðminjasafnið telst stofnað 24. febrúar 1863.
Þann dag færði Jón Árnason stiftsbókavörður stiftsyfirvöldum bréf frá Helga Sigurðssyni á Jörfa í Kolbeinsstaðahreppi þar sem hann býðst til að thjodminjasafn-221gefa Íslandi 15 gripi með þeirri ósk „að þeir verði fyrsti vísir til safns íslenskra fornmenja.” Íslenskir gripir höfðu fram að þessu einkum verið varðveittir í dönskum söfnum. Þórður Jónasson stiftamtmaður og Helgi Thordersen biskup þágu gjöfina skriflega samdægurs. Þeir fólu Jóni Árnasyni umsjón safnsins en hálfu ári seinna fékk hann að ráða Sigurð Guðmundsson málara sem annan umsjónarmann, en Sigurður hafði fyrstur sett fram hugmynd um stofnun safns af þessum toga.
Safnið var oftast nefnt Forngripasafnið fram til 1911 að það hlaut lögformlega það nafn sem enn gildir. Það var fyrstu áratugina til húsa á ýmsum háaloftum, Dómkirkju, Tukthúsi, Alþingishúsi og Landsbanka uns það fékk inni í risi Landsbókasafns við Hverfisgötu (nú Þjóðmenningarhúsi) 1908 og var þar fulla fjóra áratugi. Við stofnun lýðveldis 1944 ákvað Alþingi að reisa safninu eigið hús og var flutt í það um 1950.
thjodminjasafn-222Fyrstu níu áratugina var einkum leitast við að safna jarðfundnum forngripum, kirkjugripum og öðrum listgripum frá síðari öldum. Hálfri öld eftir að frumgripirnir 15 komu til varðveislu voru safnfærslurnar orðnar yfir sex þúsund.
Í tilefni Alþingishátíðarinnar 1930 afhentu dönsk yfirvöld um 200 íslenska dýrgripi úr dönskum söfnum og fjöldi íslenskra listgripa barst einnig frá Noregi. Nú má telja muni safnsins í tugum eða hundruðum þúsunda. Erfitt er reyndar að tilgreina nákvæma tölu því að í einu safnnúmeri geta verið margir gripir.
Almennum nytjahlutum sem ekki voru jafnframt listgripir var ekki byrjað að safna fyrr en eftir 1950, enda hafði húsrými verið takmarkað. Fjöldi ýmissa verkfæra og búsáhalda hefur stóraukist í safninu á síðari áratugum og upp úr 1970 var hafist handa við að safna tækniminjum.
Hlutverk Þjóðminjasafnsins er margþætt enda er því lögum samkvæmt ætlað að vera miðstöð þjóðminjavörslu.
Þjóðminjasafninu er einnig ætlað að stunda rannsóknir á thjodminjasafn-223menningarsögulegum minjum jafnframt því að miðla þekkingu á menningararfi þjóðarinnar. Á vegum safnsins starfa því sérfræðingar í fjölmörgum greinum, s.s. forvörslu, fornleifafræði, byggingarsögu, þjóðháttafræði, sagnfræði, listfræði og fleiri greinum. Minjavarslan felst í því að safna, varðveita, rannsaka og miðla þekkingu á þjóðararfinum í víðum skilningi, enda spanna minjar í vörslu safnsins allt frá þjóðháttum, húsbúnaði, fatnaði, listgripum, kirkjugripum, verkfærum og atvinnuminjum, til húsasafnsins sjálfs sem telur 43 hús vítt og breitt um landið.
Árið 1998 var ráðist í gagngera viðgerð og breytingar á safnhúsinu við Suðurgötu. Allir gripir voru fluttir í vandaðar geymslur, en starfsfólk fékk aðstöðu á tveimur stöðum í Kópavogi og Garðabæ. Nýuppgert Þjóðminjasafn með nýjum grunnsýningum og sérsýningum opnaði á ný þann 1. september 2004.
Þjóðminjasafnið

Á Þjóðminjasafninu.

 

Stjórnarráðið

„Hugmynd um byggingu hegningarhúss á Íslandi mun fyrst hafa komið fram árið 1734, þegar stiftamtmaður bauð amtmanni að reifa málið á alþingi í framhaldi af konungsbréfi um fangavist í stað líflátshegningar áður. Amtmaður taldi það annmörkum háð að koma hér á fót slíkri stofnun, og þegar lögmenn og sýslumenn vísuðu málinu frá vegna kostnaðar, féll það niður um sinn.
Stjornarradid-221Á árunum 1751-58 fóru gripdeildir og þjófnaður mjög í vöxt vegna hallæris í landinu. Málið kom til kasta Magnúsar Gíslasonar amtmanns sem taldi að öruggasta ráðið til þess að losna við vandræði af völdum þjófa væri að reisa í landinu hegningarhús. Og í sama streng tók stiftamtmaður. Nokkrum árum áður hafði Skúli Magnússon landfógeti orðað sömu hugmynd í erindi til stjórnarinnar og lagt til að fangarnir yrðu látnir vinna að spuna og öðrum störfum fyrir innréttingarnar nýju.
Hinn 20. mars 1759 var gefinn út konungsúrskurður um byggingu tugthúss á Íslandi og tilgreindir tveir tekjustofnar til þess að standa undir kostnaði, annars vegar leiga af sakeyri, lögð fram af konungi, og hins vegar skattur af fasteignum, greiddur af eigendum. Þótt sjöttungur skattsins, sem Íslendingar kölluðu tugthústollinn, væri áætlaður af konungseign, var augljóst að landsmenn yrðu sjálfir að greiða ríflega helming byggingarkostnaðar.
Þegar hér var komið sögunni, tók Magnús Gíslason að huga að framkvæmdum. Lagði hann til við stjórnina, að sakamönnum yrði gert að vinna að smíð hússins, og að henni lokinni, sem hann áætlaði að taka mundu fjögur ár, yrðu þeim gefnar upp sakir. Þá lagði hann einnig til að höfðu samráði við Skúla fógeta, að húsinu yrði valinn staður á Arnarhóli við Reykjavík. Þarf ekki að efa, að við staðarvalið hefur þeim Skúla gengið það helst til, að þeir sáu, að með því móti myndi auðveldast að nýta vinnu fanganna í þarfir innréttinganna.
Reykjavik 1860Vorið 1761 var hafist handa um undirbúning að byggingu hússins, aflað tækja og varnings og slegið upp skýli fyrir sakamenn, sem hófu þegar að draga að grjót og grafa fyrir veggjum, en umsjón með verkinu hafði Gissur Jónsson, lögréttumaður á Arnarhóli. Teikning að fangahúsinu hefur ekki varðveist, svo vitað sé, en fullvíst má telja, að hún hafi verið gerð af Georg David Anthon hirðhúsameistara. Í mars 1764 tók Anthon saman skrá yfir byggingarvörur til fangahússins og áætlaði kostnað við trésmíða- og snikkaravinnu að upphæð 1827 rd. og 16 sk. fyrir utan flutningskostnað til Íslands. Sigurður Magnússon trésmíðasveinn var ráðinn til að vinna tréverkið og Christopher Berger múrarasveinn, sem vann að múrverki á Bessastöðum, til að standa fyrir múrsmíðinni.
Verulegur skriður komst ekki á byggingu fangahússins fyrr en sumarið 1765. Olli miklu um það, að innansleikjan við frágang Bessastaðastofu reyndist drýgri en Magnús áætlaði í fyrstu. En ekki var frágangi hennar fyrr lokið en Berger hóf að reisa fangahúsið ásamt tveimur af þeim Íslendingum, sem höfðu lært hjá honum múrverk á Bessastöðum.

stjornarrad-3

Þá réð hann tvo Íslendinga til viðbótar og hugðist kenna þeim steinhöggvaraiðn, en verkamenn hans og handlangarar voru tugthúslimir, eins og áður segir. Allt að einu miðaði verkinu hægar en Magnús gerði ráð fyrir. Þó mun það hafa verið trúa manna í ársbyrjun 1767, að þess yrði ekki langt að bíða, að fulllokið yrði. Hinn 17. ágúst 1767 finnur nýr amtmaður, Ólafur Stefánsson, sig knúinn til að tilkynna rentukammeri, að Berger múrsmiður verði enn eitt ár að vinna við fangahúsið. Sama ár var sent til landsins timbur í þakið, sem var þó ekki byrjað að reisa fyrr en 1769. Smíði hússins var að fullu lokið veturinn 1770-71. Tugthúsið er talið geta rúmað 16 stórglæpamenn og 54 venjulega fanga.
Fljótlega eftir að Danir höfðu dregist inn í Napóleonsstyrjaldirnar 1807 gekk hagur Íslendinga allur saman vegna siglingateppu og vöruskorts. Þetta kom hart niður á föngum í tugthúsinu, og 1813 tilkynnti stiftamtmaður tugthússtjórninni, að til þess að bæta úr yfirvofandi neyð almennings hefði hann orðið að hætta rekstri tugthússins um sinn og ákveðið að limirnir, sem þar voru geymdir, skyldu sendast á sínar sveitir „inntil frekari ráðstöfunar“. Ári síðar staðfesti stjórnin þessa ákvörðun stiftamtmanns og 3. maí 1816 var tugthúsið formlega lagt niður með kóngsbréfi.
stjornarrad-2Árið 1819 bar það helst til tíðinda, að hér urðu stiftamtmannsskipti. Tók þá við embættinu Moltke greifi, 29 ára að aldri, og kom hingað út ásamt konu sinni að kynna sér aðstæður. Þótti honum yfirréttarhúsið, sem stjórnin hafði keypt fyrir embættið, bæði óhentugt og fátæklegt, og sótti því um leyfi til að breyta hinu „ónotaða tugthúsi“ í embættisbústað. Er skemmst frá því að segja að erindi hans fékk skjóta afgreiðslu: Í apríl var gefinn út konungsúrskurður, sem heimilaði breytingarnar, og í framhaldi af honum var gerður vandaður uppdráttur að nýrri herbergjaskipan. Ole Peter Möller, kaupmanni í Reykjavík, var falið að sjá um breytingarnar á húsinu og lét hann vinna verkið veturinn 1819-20. Hinn 2. mars 1820 taldist verkinu lokið með ítarlegri úttekt sem staðfesti að viðgerð og innrétting var í samræmi við tilgreind fyrirmæli.
Mikill kvistur var settur vestan á húsið sumarið 1866. Var kvisturinn notaður fyrir skrifstofur embættisins og skjalasafn.
Hinn 1. apríl 1873 tók Hilmar Finsen við nýstofnuðu embætti landshöfðingja skv. konungsúrskurði 4. maí 1872. Meðan sú skipan stóð, eða á tímabilinu 1873-1904, var húsið við embættið kennt og nefnt Landshöfðingjahús.
stjornarradid-4Hinn 1. febrúar 1904 gekk ný stjórnskipun í gildi, er landshöfðingjadæmið var lagt niður en heimastjórnin tók við. Þá tók Hannes Hafstein, fyrsti íslenski ráðherrann, við stjórnartaumum úr hendi Magnúsar Stephensens, sem gegnt hafði landshöfðingja-embættinu í átján ár og flutti nú í nýbyggt hús sitt við Skálholtsstíg. Þar með var sögu hússins sem embættisbústaðar lokið. Samkvæmt stjórnskipunarlögunum, sem staðfest höfðu verið 3. október 1903, voru veittar 11.000 kr. „til að breyta hinum núverandi landshöfðingjabústað í stjórnarráðskrifstofur og búa þær út“. Magnús Th. S. Blöndahl trésmiður, síðar útgerðarmaður og alþingismaður og sá hinn sami og byggt hafði hús landshöfðingja við Skálholtsstíg (Næpuna), var ráðinn til að sjá um framkvæmd verksins.
Þegar ráðherrarnir urðu þrír árið 1917, varð að stækka Stjórnarráðshúsið, til þess að þeir gætu allir komizt þar fyrir, auk þess sem störf Stjórnarráðsins höfðu aukizt það mikið á stríðsárunum, að með réttu mátti segja, að veruleg þörf hafi líka af þessari ástæðu verið orðin á rýmra húsnæði fyrir skrifstofur þess. Stjórnin hefur því ekki séð sér annað fært en að stækka húsið með því að byggja kvist á austurhlið þess, sem samsvaraði kvistinum á vesturhliðinni. Í kvistinum fengust tvö rúmgóð skrifstofuherbergi fyrir atvinnumálaráðherra og fjármálaráðherra.
Hér verður að lokum getið nokkurra helstu breytinga, sem gerðar hafa verið á húsinu á tímabilinu 1964-1996. Eftir að utanríkisráðuneytið flutti úr húsinu og skrifstofu forseta Íslands var komið þar fyrir 1973, var tekinn burt veggur milli skrifstofanna tveggja norðanmegin í vesturhelmingi hússins. Árið 1984 var hlaðið upp í glugga þann á suðurgafli hússins, sem settur var á húsið 1912.
Sumarið 1995 voru gerðar endurbætur á frágangi þaks. Þá var tekinn niður reykháfur, sem settur hafði verið á húsið í upphafi aldarinnar, en hinir tveir, sem verið hafa á húsinu frá öndverðu, voru klæddir flögusteini, eins og gert hafði verið þegar þakið var hellulagt laust upp úr miðri 19. öld.
Eftir að skrifstofa forseta Íslands flutti úr húsinu, var ákveðið að ráðast í gagngerar endurbætur á húsinu í þeim tilgangi að laga innra fyrirkomulag að breyttri notkun, endurskoða öryggismál og bæta tæknilegt ástand einstakra byggingarhluta.“ –
Þorsteinn Gunnarsson tók saman.

Stjórnarráðið

Stjórnarráðið.

Ráðherrabústaðurinn

Húsið við Tjarnargötu 32 sem nefnt er Ráðherrabústaðurinn var reist af Hannesi Hafstein, fyrsta ráðherra Íslands, árið 1906 og flutti hann þangað inn með fjölskyldu sína 26. mars 1907.
radherrab-221Húsið var upphaflega reist af Norðmanninum Hans Ellefsen hvalveiðiforstjóra á Sólbakka við Önundarfjörð árið 1892 en hann flutti starfsemi sína þaðan 1901 og bauð síðar vini sínum, Hannesi Hafstein sem verið hafði sýslumaður Ísfirðinga, húsið að gjöf að því er talið er eða til kaups á eina krónu, aðrir segja 5 krónur. Var húsið þá tekið sundur og flutt suður en það hafði verið einlyft bjálkahús með myndarlegum miðjukvisti, líklega upphaflega keypt tilsniðið frá Noregi.
Í Reykjavík var húsið endurbyggt með nýju lagi. Nú var það tvílyft með hærra og brattara þaki en áður og með þremur kvistum eða burstum á framhlið. Húsið er dæmigert fyrir svokallaðan bárujárnssveitser en drekaskrautið gefur því þjóðlegan rómantískan blæ.
Eftir að Hannes Hafstein lét af embætti 1909 beitti Björn Jónsson sem þá tók við embætti ráðherra Íslands sér fyrir því að Landssjóður keypti húsið í því skyni að gera það að föstum ráðherrabústað.
radherrab-222Ráðherrar Íslands bjuggu í Ráðherra-bústaðnum eftir þetta. Jón Magnússon, sem myndaði fyrsta íslenska ráðuneytið 1917 og bar því fyrstur heitið forsætisráðherra, kaus ekki að flytjast í Ráðherrabústaðinn en fékk hann samráðherrum sínum til bústaðar. Frá 1926 bjuggu allir forsætisráðherrar í Ráðherrabústaðinn til ársins 1942.
Fyrir Alþingishátíðina 1930 voru gerðar breytingar á neðri hæð hússins.
Ólafur Thors sem tók við af Hermanni Jónassyni sem forsætisráðherra 1942 flutti ekki í Ráðherrabústaðinn eins og forverar hans og ekki heldur Björn Þórðarson sem tók við af honum. Hermann fékk því að búa þar áfram allt fram í nóvember 1943. Nokkrum dögum seinna eða 1.des 1943 var haldin þar hin árlega þingmannaveisla.
radgerrab-223Þegar utanríkisráðuneytið var stofnað 1944 var Ráðherrabústaðurinn afhentur því. Einungis einn utanríkisráðherra notaði þó húsið til íbúðar en það var Bjarni Benediktsson á árunum 1947-1948. Síðar bjó þar í nokkur ár Hans G. Andersen þá skrifstofustjóri utanríkisráðuneytis.
Ráðherrabústaðurinn var upp frá þessu notaður sem móttökuhús utanríkisráðherra og ríkisstjórnar. Allt fram til 1972 hafði ríkisstjórnin opið hús í Ráðherrabústaðnum fyrir gesti og gangandi á 17. júní.

Árið 1956 urðu nokkur tímamót í sögu Ráðherrabústaðarins. Þá stóð fyrir dyrum fyrsta opinbera heimsókn erlends þjóðhöfðingja á lýðveldistímanum. Þetta voru dönsku konungshjónin, Friðrik IX og Ingiríður, og þótti mjög áríðandi að hafa móttökurnar sem höfðinglegastar. Ákveðið var að þau skyldu búa í Ráðherra-bústaðnum. Hann var rækilega gerður upp, keypt ný húsgögn og veggir prýddir listasverkum eftir fremstu listamenn þjóðarinnar, þar á meðal var stórt Kjarvalsmálverk sem Íslendingar gáfu Alexandrine drottningu árið 1930 en hún skilaði svo Íslendingum aftur í arfleiðsluskrá. Íbúð konungshjónanna sem útbúin var 1956 var á efri hæðinni.
Skömmu fyrir 1980 komst Ráðherrabústaðurinn aftur í umsjón forsætisráðuneytisins.  Enn gegnir Ráðherrabústaðurinn miklu hlutverki sem móttökuhús og fundarstaður.
Sólbakki

Húsið Sólbakki á Flateyri fyrir miðju 1898 – síðar Ráðherrabústaðurinn við Tjarnargötu í Reykjavík.

Skálafell

Í Stardal, dalnum ofan bæjarins Stardals í Kjalarneshreppi, eru a.m.k. fornar tóftir á tveimur stöðum; selstaða ofan Stardalsáar og u.þ.b. 14 metra langur skáli ofan dalsins (í Skálafelli). Við síðarnefndu tóftina má einnig sjá tóftir af öðrum minjum. Bendir það til þess að báðir staðirnir hafi verið fornir nytjastaðir. Vestari hluti dalsins er mýrar og keldur, en sá austari er öllu þurrari; svonefndir Akurvellir.
Stardalur-339Ari Gíslason skráði örnefni í Stardal. „Austasta jörð í Kjalarneshreppi. Upplýsingar um jörðina og nágrennið gaf Jónas Magnússon, verkstjóri og bóndi þar. Einnig er sóknarlýsing Bókmenntafélagsins 1840 höfð til hliðsjónar og aukið skýringum eftir henni. Þess skal geta, að á austurjaðri landsins er ekki farið eftir merkjum jarðarinnar, heldur farið þar austur á heiðina smávegis. Er það sökum þess, að Jónas er þar allra manna kunnugastur, og sé ég ekki ástæðu til að skilja það frá að sinni.
Þetta er fallegur dalur, sléttlendur og grasgefinn í botni.  Er þetta því mikið engjaland og dalurinn, sem gefið hefur bænum nafn sitt.  En áður mun bærinn hafa heitið  Múli. Hallur goðlaus bjó í Múla.  Gæti það hafa verið hér og nafnið svo breytzt, er jörðin fór í eyði og var lengi í auðn.  Inni í Stardal virðast vera byggðarleifar, og til er nafn á einu slíku, Akurvellir, innarlega í dalnum, milli Bolagils og Beinagils.  Þarna voru tættur, sem áin er að rifa niður. Neðan við Flágil voru einnig tættur sýnilegar, hvort sem það er eftir bæ eða sel.“
Stardalur-337Í annarri örnefnalýsingu framangreinds Jónasar Magnússonar segir m.a.: „Þessa örnefnaskrá hefur samansetta Egill Jónasson Stardal f. 14. sept. 1926 í Stardal, sonur Jónasar Magnússonar, bónda þar og Kristrúnar Eyvindsdóttur k. h. Höfundur er alinn upp á þessum stað. Hér er notast við þá þekkingu sem hann nam af föður sínum frá barnæsku en Jónas dvaldi frá fjögurra ára aldri í Stardal til elliára, var bóndi þar frá 1914 til 1965 að hann afhenti jörðina syni sínum Magnúsi sem nú býr þar. Magnús Sigurðsson, faðir Jónasar, bjó einnig í Stardal, frá árinu 1894 til dauðadags árið 1910,  en faðir hans Sigurður Guðmundsson frá Breiðavaði í Langadal í Húnavatnssýslu eignaðist jörðina og bjó þar á undan um nokkurt skeið eða frá 1871- 1888. Fyrir daga Sigurðar árin 1850-1871, sat og átti jörðina annar Húnvetningur, Jónas Jónasson frá Gafli í Svínadal, og voru þeir Sigurður og Jónas áður kunnir að norðan.
Stardalur-338Jörðin hefur þannig verið í eigu sömu fjölskyldu síðan 1871 og þar á undan í eigu vinafólks hennar í nær aldarfjórðung eða frá 1850. Líklegt verður að telja að flest merkustu örnefni hafi varðveist mann fram af manni á þessu tímabili en ógjörningur er að segja um aldur þeirra fyrir þann tíma, nema þeirra fáu sem varðveist hafa í rituðum eldri heimildum. Þessi skrá hefur verið borin undir bræður skrásetjara, Magnús Jónasson, bónda og eiganda jarðrinnar, og Eyvind Jónasson verkstjóra, Glæsibæ 3 Reykjavík. Auk þess hefur verið haft til hliðsjónar handrit um örnefni í eigu Magnúsar Jónassonar, samið eftir lýsingu og drögum að örnefnaskrá Jónasar Magnússonar. Þá hefur verið stuðst við skrá í eigu Örnefnastofnunar sem samin er af Ara Gíslasyni, að því hann segir eftir forsögn Jónasar Magnússonar, en sú skrá er full af missögnum og auk þess er þar grautað saman örnefnum jarðarinnar og annarra jarða eða landareigna utan marka hennar án þess að sjáist glöggt hvað sé hvað.“
Hvað sem framangreindu líður eru mjög fornar tóftir í Stardal ofanverðum, jafnvel þær elstu hér á landi, sem ástæða er til að rannsaka m.t.t. aldurs og notagildis.

Heimildir:
-Örnefnalýsingar fyrir Stardal – ÖÍ.

Stardalur

Bærinn í Stardal brann í janúar 1918.

Víkingaskip

Í Lesbók Morgunblaðsins árið 1951 fjallar Árni Óla um „Skilnað Reykjavíkur og Seltjarnarneshrepps“ í sögulegu samhengi. Spurning Árna er hvers vegna, þrátt fyrir allar tilfæringarnar á landamerkjum, geti landnámið Vík ekki verið í dag eitt og hið sama.

Árni Óla

Árni Óla.

„Upphaflega var Reykjavík stærsta jörð, sem nokkru sinni hefir verið á Íslandi. Land hennar náði yfir Kjósarsýslu, Gullbringusýslu og fjóra hreppa Árnessýslu, Wngvallasveit, Grafning, Ölfus og Selvogshrepp. En brátt saxast á land þetta, þyí að Ingólfur var óspar á að miðla öðrum af landnámi sínu. Eru táldir 18 landnámsmenn, er hann fekk lönd, og er þá svo komið að land Reykjavíkur nær ekki yfir meira en Seltjarnarneshrepp og vestasta hluta Mosfellssveitar. Og enn skerðist þetta land, því að sjálfstæðar jarðir rísa þar upp snemma, svo sem Nes við Seltjörn og Laugarnes. Örlyndi Ingólfs, sem kemur fram í því hvernig hann brytjar niður landnám sitt, verður trauðlega skýrt á annan veg en þann, að hann hafi ætlað sjer og afkomendum sínum að vera höfðingjar í þessu landi. En höfðingi gat enginn orðið nema sá, er hafði mannaforráð. Og að þeir feðgar hafi haft mannaforráð um alt landnámið, sjest á því er Þorsteinn Ingólfsson stofnar Kjalarnesþing.
Landnám Ingólfs
Reykjavík var enn góð jörð, þrátt fyrir alt, og höfuðból hefir hún verið fyrstu aldirnar. Hafa þar um ráðið hin miklu hlunnindi hennar, svo sem selalátur í Örfirisey, trjáreki, æðarvarp í eyjunum, laxveiði í Elliðaánum. Þá hafa og verið hjer ágæt fiskimið og fiskur oft gengið inn í Sundin. Þess vegna hefir jörðin getað framfleytt fjölda fólks og þess vegna rísa stöðugt upp nýar jarðir í landi hennar, þangað til svo er komið, að þetta höfuðból er orðið að kotjörð, hlunnindin hafa lent hjá öðrum eða farið forgörðum, og avo verður Danakonungur eigandi jarðarinnar. Niðurlægingarsagan er löng og ömurleg. Og þegar konungur gefur svo verksmiðjunum heimajörðina, þá er það ekki annað en kvosin, þar sem Miðbærinn stendur nú. Reykjavík var þá jörð í Seltjarnarneshreppi. En árið 1803 er hún gerð að sjerstöku lögsagnarumdæmi og fær sjerstakan bæjarfógeta. Lögsagnarumdæmið var miklu stærra en verslunarlóðin, því að innan þess voru Þingholt, Stöðlakot, Skálholtskot, Melshús, Melkot, Götuhús og Grjótaþorpið, og brátt bættist Landakot við.

Landnám Ingólfs

Landnám Ingólfs.

Þrátt fyrir þetta helst enn sambandið við Seltjarnarnes að nokkru leyti, því að fátækramálin voru sameiginleg og voru til þess alveg sjerstakar ástæður. Þegar eftir að verksmiðjurnar voru reistar hjer, og þó einkum eftir að verslunin var gefin frjáls og Reykjavík fekk kaupstaðar rjett indi, fór fólk að flykkjast þangað í atvinnuleit og margir settust þar að og komu sjer upp tómthúsbýlum, eða hinum svonefndu kotum. Margt af þessu fólki var blásnautt og upp á aðra komið hvenær sem versnaði í ári. Jukust því sveitarþrengsli óðum af þessum sökum.

Sölvhóll

Sölvhóll á Arnarhóli. Teikning eftir Árna Elfar.

Kotin voru ekki öll innan lögsagnarumdæmis Reykjavíkur, því að mörg höfðu verið reist í löndum Hlíðarhúss, Sels og Arnarhóls, en þær jarðir voru í Seltjarnarneshreppi. Þeir, sem í þessum kotum bjuggu, höfðu aðalatvinnu sína hjá kaupfnönnum bæjarins, og það var sú atvinnuvon, sem hafði dregið þá hingað. En þegar nú þessir menn gátu ekki sjeð fyrir sjer og sínum og urðu bónbjargarmenn, þótti það ekki sanngjarnt, að Seltjarnarneshreppur kostaði framfærslu þeirra. Myndi það hafa orðið honum ofraun fjárhagslega, ef hann hefði orðið að setja þessu bjargþrota fólki farborða. Þótti því sanngjarnt að Reykjavík tæki þátt í framfærslu þess, þar sem hún naut vinnukrafta þess. Þessi var megin ástæðan til þess að bær og hreppur höfðu sameiginlegt fátækraframfæri um langt skeið.
Seltjarnarnes
Það er dálítið einkennilegt, að vaxandi bygð varð upphaflega til þess að þröngva svo kosti Reykjavíkur, að höfuðbólið varð að kotjörð. Og nú þegar Reykjavík er orðin sjerstakt lögsagnarumdæmi, þá er það vaxandi bygð, sem þröngvar enn kosti hennar. Óáran og fiskleysi hjálpaði þar einnig til. Og árið 1806, eða þremur árum eftir að bærinn var gerður að sjerstöku lögsagnarumdæmi, er ástandinu hjer lýst á þennan hátt: „Fjöldi tómthúsmanna er hjer allrar bjargar laus, jafnvel bændur og það ekki einn, heldur allur fjöldi, sem við vissum að fyrir fáum árum voru velmegandi og áttu drjúga peninga fyrirliggjandi, eru nú ekki alleina fjelausir, heldur komnir í stórskuldir. Verslun öll hin versta. Kaupmenn neita um lán og halda vörum sínum dýrum, sjer í lagi móti peningum, sem þeir nú hafa sett niður um 10—20% móti sveitar og sjávarvörum“. Þá voru innan lögsagnarumdæmisins 446 íbúar, þar af ekki nema 134 vinnufærir menn. Þótti forráðamönnum nú þunglega horfa og var gripið til þess ráðs, sem enn þykir hið mesta þjóðráð á ýmsum stöðum, að reyna að hefta aðflutning fólks, og þá einnig að koma þurfamönnum af höndum sjer.

Finnur magnússon

Finnur Magnússon.

Finnur Magnússon var þennan vetur settur bæjarfógeti í stað Frydensberg, sem var ytra. Hann gaf út auglýsingu í mars og var hún kynt almenningi með því að lesa hana í prjedikunarstóli kirljunnar. Þar er öllu útánveitarfólki í kaupstöðum og tilheyrandi kotum“ skipað að hafa sig á burt fyrir fardaga, ef það geti ekki sannað að það sje sjálfbjarga. Ennfremur er öllum húsráðendum í kaupstaðnum og kotunum stranglega bannað að hýsa utansveitarfólk, nema með samþykki bæjarfógeta. Afleiðingin af þessu varð sú, að á næstu tveimur árum fækkaði fólki hjer um 90 manns, eða rúmlega 20 af hundraði. En þrátt fyrir það jukust sveitarþyngsli meira en um helming.

Um þessar mundir var það að Gunnlaugur Briem sýslumaður kom frarn með þá uppástungu að leggja Seltjarnarneshrepp undir Reykjavík. Vildi hann að embættismenn fengi jarðirnar á Seltjarnarnesi til afnota, svo að þeir gæli haft þar búskap og framleitt landbúnaðarafurðir. Jafnframt yrði þá lokið allri óánægju út af fátækramálunum. En þeir Frydensberg bæarfógeti og Trampe stiptamtmaður snerust báðir öndverðir gegn þessari tillögu.

Gunnlaugur Briem

Gunnlaugur Briem.

Trampe var algjörlega mótfallinn því að embættismenn fengi bújarðir, en Frydensberg óttaðist að sveitarþyngsli mundu mjög aukast. Er líklegt að hann hafi þá borið fyrir brjósti hag hinna dönsku kaupmanna, því að þeir voru altaf að rífast út af því að þurfalingar settust hjer að. Er álit Frydensberg mjög í samræmi við álit kaupmannanna, að til Reykjavíkur og Seltjarnarness flykkist allskonar hrakmenni (Uuskud) þegar vel fiskast, hlaði þar niður börnum, og þar sem fæðingarhreppur hafi framfærslu skyldu, þá sitji hreppurinn og bærinn uppi með það alt þegar harðnaði í ári. Tveimur árum seinna hófst ófriðurinn milli Dana og Englendinga og var þá alt á hverfandi hveli hjer og menn höfðu um annað að hugsa en þessa smámuni, sem samband Reykjavíkur og Seltjarnarnesshrepps um framfærslu þurfamanna. Dýrtíð og vöruskortur svarf meir og meir að fólkinu og eru þar um hörmulegar sögur.
Árið 1813 segir bæjarfógeti svo í skýrslu til stjórnarinnar, að þá gangi neyðin nær mönnum heldur en hann viti til af eigin reynd og nú stórsjái á 2/3 af íbúunum í Reykjavík. Castenskjöld var þá orðinn stiftamtmaður, og hóf hann nú máls á því, að rjett væri að slíta sambandi Reykjavíkur og Seltjarnarnesshrepps. En bæjarfógeti var því andvígur og kvað það ekki geta komið til mála, því að aldrei hefði ástandið verið alvarlegra en nú. Og við það sat í það skifti.

Arnarhóll

Arnarhóll.

Leið nú og beið fram til ársins 1834. Á því ári öndverðu voru gefnar út reglur um fátækramálefni. Segir þar að hver hreppur skuli vera sjerstök framfærslusveit, með þeirri undantekningu að Reykjavík skuli vera í sambandi við Seltjarnarnesshrepp um fátækramál. Segir þó, að ef ráðlegt teljist að þessu sje breytt þá skuli amtmaður senda álit og tillögur um það til Kansellí.
Árið eftir gerist svo það, að lögsagnarumdæmi Reykjavíkur er stækkað að mun. Er þá bætt við það Hlíðarhúsum, Ánanaustum, Seli, Örfirisey, Arnarhóli og Rauðará, ásamt öllum kotum í landi þeirra. Urðu þá takmörk lögsagnarumdæmisins þessi: Að vestan lönd Eiðis og Lambastaða, að sunnan Skildinganesland, að austan Laugarnessland. Með þessari breytingu fékk Reykjavík í sinn hlut flesta þá tómthúsmenn, er hjer höfðu sest að.

Landnám

Landnám Ingólfs – skipting.

Reykjavík var nú orðin svo stór, að full ástæða þótti til að hún fengi reglugerð um bæjarmálefni sín. Því var það á öndverðu ári 1839 að amtmaðurinn í Suðuramtinu skrifaði Kansellíbrjef um þetta og sendi með frumvarp að slíkri tilskipun. Var hún alveg sniðin eftir tilskipun um bæjarmálefni í Danmörk, nema hvað gert var ráð fyrir því að enn heldist samband kaupstaðarins og hreppsins um fátækramálefni. Kansellí sendi frumvarpið til embættismannanefndarinnar, sem settist á rökstóla þá um sumarið, og bað um álit hennar. Nefndin varð sammála um að gera þá höfuðbreytingu á frumvarpinu, að sambandi Reykjavíkur og Seltjarnarness skyldi slitið og fjárskifti fara fram að bestu manna yfirsýn. Nefndin rökstyður þetta á þann hátt, að ástæðan fyrir fjelagi bæar og hrepps um fátækramál hafi fallið niður um leið og lögsagnarumdæmi Reykjavíkur var stækkað. Áður hefði það ekki verið nema sanngjarnt að Reykjavík tæki þátt í fátækraframfærslu tómthúsmanna, sem bjuggu utan lögsagnarumdæmisins en stunduðu vinnu í bænum.

Landnámið

Landnám Ingólfs – sveitarfélög.

Áður en tillögur embættismannanefndar væri sendar Kansellí, leitaði stiftamtmaður álits bæjarstjórnar Reykjavíkur og hreppstjórans í Seltjarnarnesshreppi. Álit bæjarstjórnar fór í þveröfuga átt við skoðanir embættismannanefndarinnar. Segir svo í því: „Áður en lögsagnarumdæmi Reykjavíkur var stækkað var fult af þurfamönnum á næstu bæjum, Hlíðarhúsum, Ánanaustum, Sauðagerði, Seli, Rauðará o.s.frv. Voru þeir aðallega hjer úr sýslunni, en þó víðs vegar að af landinu. Það gerði ekki svo mikið til á meðan fátækraframfærslan var sameiginleg, þótt lögsagnarumdæmi Reykjavíkur væri stækkað, en hefði menn þá grunað að aðskilnaður fátækramálefnahreppsins og bæjarins væri aðsigi, hlutu menn að sjá að stækkun lögsagnarumdæmisins yrði til tjóns fyrir bæinn og mjög þungbær, því að á þessu svæði býr fjöldi þurfamanna úr sýslunni.
Reykjavík
Það hefði því verið happadrýgst fyrir Reykvíkinga, að lögsagnarumdæmið hefði ekki verið stækkað, því að þótt hreppurinn tæki nú við öllum þeim þurfamönnum, sem þar eru, þá er hætt við að fátæktin verði þar svo arfgeng, að fjöldinn allur af þeim tómthúsmönnum, sem eftir verða, muni þurfa á mikilli fátækrahjálp að halda, einkum ef harðnar í ári. Vjer teljum því, að skilnaður bæjar og hrepps muni verða bænum mjög þungbær þegar fram í sækir, nema því aðeins að lögsagnarumdæmi Reykjavíkur verði aftur minkað, og látið vera eins og það var fyrir breytnguna 1835“, Hjer kemur allgreinilega fram sú einangrunarstefna, sem þá ríkti hjer í bænum, og átti eflaust upptök sín hjá hinum dönsku kaupmönnum, sem sáu eftir hverjum eyri til almenningsþarfa, þótt þeir lifðu sjálfir í sukki og sællífi. Bænum var orðin hin mesta nauðsyn á því að færa út kvíarnar en samt vildi bæarstjórn nú vinna það til fyrir meðlag nokkurra þurfamanna að marka bænum sinn upphaflega bás á landi jarðarinnar Víkur. Þetta var þó aðeins fljótfærni hjá bæjarfulltrúunum, eins og þeir sáu síðar.

Arnarhóll

Arnarhóll og nágrannajarðir 1703.

Vegna þessarar afstöðu bæjarfulltrúanna þótti Kansellí viðsjárvert að fara fram á skilnað bæjar og hrepps. Sendi það því frumvarpið aftur til embættismannanefndarinnar og bað hana að taka það til athugunar að nýju. Jafnframt ljét Kansellí þess getið að það teldi að Seltjarnarneshreppur mundi bíða tjón af skilnaðinum, er Reykjavík græða á honum. Hœtta væri og ef til vildi á því, að Reykjavík reyndi að stjaka mönnum frá sjer og fá þá til að setjast að í Hreppnum, og geta þannig haft hagnaðinn af vinnu þeirra, en varpað framfærsluþunganum yfir á hreppinn.
Áður en stiftamtmaður lagði frumvarpið að nýju fyrir embættismannanefndina (1841), leitaði hann álits bæjarfulltrúa og fátækrastjórnar bæjar og hrepps. Og nú brá svo undarlega við, að þeir æsktu allir eftir skilnaði. Hafði fátækrastjórnin athugað útgjöld bæar og hrepps til þurfamanna seinustu 12 árin, og á þeim tíma höfðu Reykvíkingar greitt 5181 rdl., en hreppurinn 2220 rdl. Eftir því gæti skifting farið fram eftir hlutfallinu 26:11 og væri sú tala líka rjétt, ef tekið væri tillit um mannfjölda í hrepp og bæ.

Seltjarnarnes

Mörk Seltjarnarness og Reykjavíkur árið 1700. Eiði og Örfirisey.

Með þessu var hnúturinn leystur að kalla, áður en málið kæmi til embættismannanefndarinnar. Ræddi hún því aðallega um hvernig skilnaðinn skyldi framkvæma að öðru leyti. Taldi hún víst að í fyrstu myndi rísa upp ýmis vafamál, en á hitt bæri fremur að líta, að eftir skilnaðinn yrði stjórn fátækramálanna einfaldari og óbrotnari og „stjórnendur fátækramálefnanna fengi meira ráðrúm og næði og meiri festu í störf sín en ella.“

Mosfellssveit

Mosfellssveit og Mosfellsheiði – mörk (rauð) 2022.

Eitt af vandamálum skilnaðarins var það, hvar ætti að lenda þeir þurfamenn, sem dvalist höfðu sitt á hvað í hreppnum og bænum. „Nefndin áleit að leysa mætti þetta þannig, að bæinn og hreppinn væri í tilliti til annara hreppa að álíta hin fyrstu árin eftir skiftin sem eitt, en að því leyti vafi væri á hvort hreppur eða bær ætti að annast einhvern þurfaling, þá skyldi þessi vera þar sveitlægur er hárin hefði dvalist hinn mesta hluta af 5 árum, ellegar þó heldur sjerhver þurfamaður verða sveitlægur þar sem hann væri, þó hann eftir skilnaðinn þyrfti á styrk að halda, þegar hann fyrir og eftir skilnaðinn hefði dvalist til samans í bænum og hreppnum um 5 ára tíma“. Lagði nefndin svo til að sjerstakri nefnd yrði falið að sjá um skilnaðinn og skiftin og ætti í henni að vera þáverandi fátækrastjórn og nokkrir dánumenn, sem amtmaður tilnefndi.

Reykjavík

FYRIR nær réttum 160 árum, í október, var kveðinn upp úrskurður sem leiddi af sér að torfbæir hurfu úr miðbæ Reykjavíkur. Það var Stefán Gunnlaugsson bæjarfógeti sem kvað upp þennan dóm í framhaldi af því að Jóhannes Zoëga ætlaði að laga hesthúskofa og torfbæ sinn. Faðir þessa Jóhannesar var Jóhannes Zoëga eldri sem að sögn Árna Óla í bókinni, Reykjavík fyrri tíma, var ættaður frá Slésvík. Frá honum og konu hans, Ástríði Jónsdóttur, er Zoëgaættin komin. Hinn 29. maí 1839 hafði Friðrik VI gefið út opið bréf um stofnun byggingarnefndar í Reykjavík, sem ekki var vanþörf á, því áður höfðu menn getað byggt þar sem þeim sýndist. Það var í verkahring byggingarnefndar að sjá um skipulag bæjarins, ákveða hvar götur og torg skyldu vera og úthluta lóðum undir byggingar. Í Suggersbæ Jóhannesar Zoëga, 90 ára torfbæ, var þakið tekið að leka og vildi eigandinn gera við það en hóf framkvæmdir án þess að bíða álits byggingarnefndar. Byggingarnefnd skaut málinu til yfirvalda sem kváðu upp fyrrnefndan úrskurð. Út af þessu máli var svo bannað að byggja torfkofa í miðbænum í Reykjavík og jafnframt ákveðið að uppistandandi torfbæir skyldu rifnir þegar þeir þörfnuðust viðgerðar.

Það er sennilega Stefáni Gunnlaugssyni mest að þakka að svo hljóðalítið náðist samkomulag um þetta mál. Hann var einn í þeirri nefnd er embættismannanefndin fól að athuga málið, og hann var einnig bæjarfógeti hjer og formaður bæjarstjórnar. Hann hafði frá öndverðu talið að báðir aðilar hefði hag af skilnaðinum og gat beitt áhrifum sínum í embættismannanefndinni og bæði gagnvart bæarfulltrúum og fátækrastjórn. Hitt hefir hann ekki látið sig neinu skifta hvað kaupmannaklíkan í bænum vildi.
Málið var nú aftur sent Kansellí. Það ráðgaðist við Rentukammer um það, og var Rentukammer því fylgjandi að skilnaður færi fram. En málið var þó saltað um sinn, vegna þess að nú stóð til að endurreisa Alþingi og mun Kansellí hafa þótt rjett að málið kæmi til þess kasts.
Alþingi kom svo saman sumarið 1845. Stjórnin lagði þá fyrir það frumvarp til reglugerðar um stjórn bæarmálefna í Reykjavík, og segir svo í 1. gr. þess: Kaupstaðurinn Reykjavík skal framvegis eins og áður eiga þing sjer með takmörkum þeim, sem þinghánni eru sett í konungsúrskurði 24. febr. 1835. Skal þó sambandi því, sem er á milli fátækrastjórnar kaupstaðarins og Seltjarnarnesshrepps slitið. Skal skilnaður þeirra hefjast um byrjun hins fyrsta reikningsárs eftir að þessi tilskipun vor er flutt til Reykjavíkur. Upp frá þessum tíma skal fátækramálefnum í Seltjarnarneshreppi stýrt á sama hatt, sem í öðrum hreppum, en í Reykjavík skal stjórn á fátækramálefnum löguð samkvæmt reglum þeim, sem settar eru í reglugerð um fátækrastjórnir hvorutveggja, þó skulu í nefnd þeirri, er stjórn hefir á hendi, einungis sitja dómkirkjuprestur, bæjarstjóri og 2 fátækrastjórar. — Fje því, er fátækrahrepparnir eiga saman, svo og álögum, skal skift eftir hlutfalli 26:11. — Þessi skifti skulu gerð af nefnd þeirri, er hefir haft sameiginlega fátækrastjórn í báðum hreppum, ásamt 5 dánumönnum, 2 úr Reykjavík og 3 úr Seltjarnarneshreppi og skal amtmaður kjósa þá.

Arni Helgason

Árni Helgason.

Þingið kaus þegar í upphafi nefnd 5 kunnugra manna til þess að athuga málið og voru í henni Þorgr. Thomsen skólaráðsmaður, Árni Helgason stiftprófastur, Helgi G. Thordersen prófastur, J. Johnsen assesor og Jón Sigurðsson stúdent. Var og farið fram á það að Jón Guðmundsson veitti nefndinni aðstoð sem sá maður er best vit hefði á þessu. Helstu breytingar sem nefndin gerði voru þær, að fátækrafulltrúar í Reykjavík, yrði þrír, og að amtmaður tilnefndi ekki menn í skilanefndina heldur yrði þeir kosnir af bæjarstjórn og hreppsbúum, „þar eð vjer getum ekki treyst amtmanni eins vel og hverjum þessara fyrir sig til að kjósa þá, sem best sje kjörnir til þessa starfa“. Konungsfulltrúi lagðist fast á móti því, að Seltirningar fengi sjálfir að kjósa fulltrúa sína, en því var ekki skeytt og frv. samþykt með þessum breytingum. Konungur staðfesti síðan frv. eins og Alþingi gekk frá því (27. nóv. 1846).

Helgi G. Thodrarensen

Helgi G. Thodrarensen.

Þá lá næst fyrir að kjósa skilanefndina. Reykvíkingar kusu þá Jón Markússon kaupmann og Sveinbjörn Jakobsen kaupmann, en Seltirningar kusu Helga G. Thordersen, Þórð Sveinbjörnsson háyfirdómara og Pjetur bónda Guðmundsson í Engey. Sjálfkjörnir í nefndina voru bæarfógeti, bæjargjaldkeri, Moritz Biering kaupmaður, Ásgeir Finnbogason í Bráðræði og Sigurður Ingjaldsson í Hrólfsskála, en þeir höfðu fram að þessu stjórnað sameiginlegum fátækramálum.
Nefndin hélt fyrsta fund sinn á Jónsmessu 1847 og varð þegar nokkurn veginn ásátt um það hvernig skiftum skyldi haga. Þá voru hjer 33 ómagar, en auk þess fengu 12 heimilisfeður nokkurn styrk. Alls var fátækraframfærið 106% tunna af rúgi, og tók Seltjarnarneshreppur að sjer ákveðna ómaga og heimilisfeður, sem fengið höfðu 32 tunnur af rúgi, en Reykjavík sat með hina. Um haustið (5. nóv.) fóru svo fullnaðarskifti fram. Sameiginlegar eignir voru taldar 2650 rdl. 12 sk. Urðu menn vel ásáttir um skiftin og komu 1862 rdl. 24 sk. í hlut Reykjavíkur, en 787 rdl. 84 sk. í hlut hreppsins. Var samningur þessi staðfestur af stjórninni og þar með var fullkomnaður skilnaður Reykjavíkur og Seltjarnarnesshrepps.

Seltjarnarnes

Seltjarnarnes – herforningjaráðskort frá 1908.

En svo hafa örlög þeirra verið nátengd, að skiftingin hlaut að leiða til margskonar árekstra. Seltjarnarnesshreppur varð mesta uppgangssveit, en Reykjavík óx henni þó yfir höfuð og varð æ voldugri og ágengari nágranni, vegna þess að henni var lífsnauðsyn á útþenslu. Hefir þetta aðallega bitnað á Seltjarnarnesshreppi og er nú svo komið að manni verður á að spyrja hvort ekki hefði verið happadrýgst fyrir báða aðila að tillaga Gunnlaugs sýslumanns Briem um sameiningu kaupstaðar og hrepps hefði náð fram að ganga fyrir tæpum 150 árum. Eftir öllum sólarmerkjum hlýtur þessi sameining að fara fram. Viðburðarásin stefnir öll að því og skal hjer drepið á hið helsta.

Reykjavík

Reykjavík – lögbýli 1703.

Þegar hið forna Kjalarnesþing skiftist í tvær sýslur fengu þær ný nöfn og var önnur nefnd Gullbringusýsla en hin Kjósarsýsla. Sýslumörkin voru Elliðaár, Hólmsá upp í Vötn og þaðan í Lyklafell að sýslumörkum Árnessýslu. Halda margir enn í dag að þessi sje sýslumörkin og þar mætist þrjár sýslur. En svo er ekki. Sýslumörkin færðust vestur í Bláfjöll, vegna þess að Seltjarnarneshreppi var svo að segja rænt frá Gullbringusýslu og honum skeytt við Kjósarsýslu. En um það er þessi saga.
Sýslurnar höfðu um nokkurt skeið verið sameinaðar og var sýslunefnd þannig skipuð að í henni voru 3 fulltrúar frá Kjósarsýslu en 9 frá Gullbringusýslu. Urðu stundum ýmsar greinir í með fulltrúunum vegna þess hvað atvinnuhættir voru ólíkir í sýslunum. Í Kjósarsýslu stunduðu allir landbúnað, en í Gullbringusýslu var mest treyst á sjóinn. Og er nú kom að því að útlend skip spiltu svo veiðum í Faxaflóa að afli brást á opna báta og bágindi urðu meðal Suðurnesjamanna, þá tóku Kjósarmenn að ókyrrast. Út af því var það, að sjera Þórarinn Böðvarsson bar fram á Alþingi 1877, að þeirra ósk, frumvarp um skilnað sýslanna.

Mosfellsbær

Mosfellsbær.

Það féll í Neðri deild með jöfnum atkvæðum og varð því það að fótakefli að málið hafði ekki verið borið undir sýslunefnd. Tveimur árum seinna kom frv. aftur fram á Alþingi, en dagaði uppi. Þá var farið með málið til sýslunefndar og felst hún á það 1880 að skilnaðurinn færi fram og skyldi hin gömlu sýslumörk haldast. Enn kom málið fyrir Alþingi 1881 og var fyrst tekið til meðferðar í neðri deild. Þingmenn litu svo á að Kjósarsýsla yrði alt of lítil, aðeins 3 hreppar og bættu því inn í frumvarpið að Seltjarnarshreppur skyldi leggjast við Kjósarsýslu. Þegar til efri deildar kom var frumvarpið felt vegna þessarar breytingar og sýslunefnd tjáði sig einnig mótfallna því að hinum gömlu sýslumörkum væri raskað.

Kópavogur

Kópavogur – umdæmismörk 2020.

Nú lá málið niðri þangað til árið 1903. Þá bar Björn Kristjánsson fram frv. á Alþingi um skilnað sýslanna og skyldu ráða hin gömlu sýslumörk. En þá reis landshöfðingi og sagði að það væri fásinna að gera 3 hreppa að sýslu. Kvaðst hann mundu verða á móti frv. ef Seltjarnarnesshreppi væri ekki bætt við Kjósarsýslu. Var svo farið að vilja hans og málið afgreitt sem lög. Sýslunefnd var nú alls ekki spurð hvort henni þætti betur eða ver, og enginn mælti gegn frv. nema Skúli Thoroddsen. Vildi hann að hreppsbúar á Seltjarnarnesi væri að því spurðir hvort þeir vildu heldur vera í Kjósarsýslu eða Gullbringusýslu, en því var ekki sint.

Kjósarhreppur

Kjósarhreppur – bæir og mörk (rauð lína).

Þannig skeði það rjettum 100 árum eftir að Reykjavík var gerð að sjerstöku lögsagnarumdæmi, að Seltjarnarnes, sem altaf hafði verið í Gullbringusýslu, var lagt undir Kjósarsýslu án þess að sýslunefnd og hreppsbúar fengi þar neitt um að segja.

Seltjarnarnes

Nes og Neskirkja fyrrum.

Upphaflega voru þrjár kirkjusóknir í Seltjarnarnessókn, Nessókn, Víkursókn og Laugarnessókn. Víkurkirkjan var aðalkirkja, hitt voru annexíur. Árið 1794, þegar byrjað var á dómkirkjusmíð í Reykjavík, var birt konungleg tilskipun um að leggja niður Laugarnesskirkju, vegna þess að hún væri komin að hruni, og bæta sókninni við Víkursókn. Þremurr árum seinna kemur svo annar Konunglegur úrskurður um það að Neskirkja skuli lögð niður og sókninni bætt við Víkursókn. Segir Jón biskup Helgason að Seltirningar hafi tekið þessu dauflega, en ekki fengið við ráðið, Neskirkja hafði þá verið endurbygð fyrir skömmu og var hið stæðilegasta hús. En í ofviðrinu mikla hinn 9. janúar 1799 (þegar sjávarflóð sópaði burt Básendakauptúni) fauk Neskirkja.
Upp frá því var Dómkirkjan eina guðshúsið á Seltjarnarnesi og þangað áttu allir hreppsbúar kirkjusókn upp frá því, svo að í kirkjumálum hefir samband hrepps og kaupstaðar haldist síðan.

Reykjavík

Reykjavík – Laugarnes 1836.

Næst er svo að segja frá útþenslu Reykjavíkur.
1894 voru sett lög um það, að jarðirnar Laugarnes og Kleppur skyldu lagðar undir lögsagnarumdæmi Reykjavíkur frá fardögum. Höfðu Seltirningar þó barist með hnúum og hnefum gegn því.
1923 voru sett lög um það, að jarðirnar Breiðholt, Bústaðir og Eiði skyldu lagðar undir lögsagnarumdæmi og bæarfjelag Reykjavíkur, og jafnframt heimilaðist Seltjarnarneshreppi vatn og rafmagn frá Reykjavík, gegn því að greiða kostnað við að koma því þangað. „Frá sama tíma var og rafmangsstöðin við Elliðaár ásamt íbúðarhúsi og lóð, svo og Elliðaárnar með árhólmanum, árfarvegunum og landi á austurbökkum ánna er þarf til byggingar þeirra mannvirkja, er þurfa þykir framvegis til hagnýtingar vatnsorkunnar að fullu og vegna laxveiðinnar og starfrækslu hennar, úr landi jarðanna Ártúns og Árbæjar í Mosfellssveit, lögð undir lögsagnarumdæmi Reykjavíkur“.

Seltjarnarnes

Nesstofa – Esja í bakgrunni.

Eftir þessa breytingu var Seltjarnarnesshreppur orðinn einhver einkennilegasti hreppur á landinu, vegna þess hvað hann var í mörgum molum. Fyrst var nú Framnesið sjálft, svo var Skildinganes umlukt Reykjavíkurlandi, svo voru bæirnir Digranes, Kópavogur og Fífuhvammur á einni skákinni, á fjórðu skákinni voru bæirnir Vatnsendi, Elliðavatn, Hólmur og Lækjarbotnar, og svo voru eyjarnar hjer úti fyrir.
1929 voru svo jarðirnar Ártún og Árbær að fullu innlimaðar lögsagnarumdæmi Reykjavíkur.

Elliðavatn

Elliðavatn – bærinn.

1931 voru enn sett lög um stækkun lögsagnarumdæmis Reykjavíkur. Þá voru undir hana lagðar jarðirnar Þormóðsstaðir og Skildinganes „ásamt öllum lóðum og löndum, sem seldar hafa verið frá þeim, svo og verslunarstaðurinn Skildinganes við Skerjafjörð“. Var svo ákveðið að fyrir árslok 1932 skyldu fara fram endanleg fjárskifti milli Reykjavíkur og Seltjarnarnesshrepps, þar á meðal væntanleg skaðabótagreiðsla til hreppsins og Kjósarsýslu vegna laga þessara, og Reykjavík var gert að skyldu að kaupa vatnsveitu Skildinganesskauptúns.

Vatnsendi

Vatnsendi.

1942 voru sett lög um að Reykjavík mætti taka eignarnámi spildu af landi jarðarinnar Vatnsenda í Seltjarnarnesshreppi til þess að auka við fyrirhugað friðland Reykvíkinga á Heiðmörk.
1943 fer svo fram mesta stækkun lögsagnarumdæmis Reykjavíkur. Þá eru undir hana lagðar jarðirnar Elliðavatn og Hólmur í Seltjarnarnesshreppi, „ásamt lóðum og löndum, er úr þeim hafa verið seldar, svo og spilda sú úr landi Vatnsenda, er Reykjavík kann að taka eignarnámi“. Ennfremur jarðirnar Grafarholt (að svo miklu leyti sem eignarnámsheimild nær til), Gufunes, Keldur, Eiði, Knútskot, Korpúlfsstaðir, Lambhagi, nýbýlið Engi, Reynisvatn og jarðarhlutinn Hólmsheiði í Mosfellssveit ásamt öllum lóðum og löndum, sem seldar hafa verið úr þeim.

Landnám

Landnám Ingólfs – hluti af Íslandskorti 1550.

Skömmu eftir að þetta var, fer Digranesháls að byggjast, alt út á Kársnes. Ríkissjóður á þetta land og úthlutaði því til ræktunar, en ekki var til þess ætlast upphaflega að þar risi bygð, nema hreppsnefnd Seltjarnarness leyfði. Mikil eftirsókn var að löndum þarna og fengu færri en vildu. Sýnir það best hvað Reykvíkingar eru sólgnir í að fá land til ræktunar og komast í samband við gróðurmoldina, því að það voru Reykvíkingar, sem lögðu Digranesháls undir sig. Til þess að geta hagnýtt löndin urðu þeir að byggja þar skýli, og vegna húsnæðiseklunnar í Reykjavík, urðu brátt úr skýlunum íbúðarhús. Þau þutu þarna upp, hvað sem hreppsnefndin sagði, og hún rjeði ekki neitt við það hverjir fluttust inn í hreppinn á þennan hátt. Út af þessu varð svo óánægja, sem leiddi til þess, að nýbýlahverfið sagði sig úr lögum við Seltjarnarnesshrepp. Var þar stofnaður sjerstakur hreppur árið 1947 og heitir Kópavogshreppur, og undir hann lagðar jarðirnar Digranes, Kópavogur, Fífuhvammur, Vatnsendi, Geirland, Gunnarshólmi og Lögberg (Lækjarbotnar). Hreppur þessi er í þremur skákum, nesið sjálft, Vatnsendaland umkringt Reykjavíkurlandi og efst þrjú býli út af fyrir sig. En Seltjarnarnesshreppur er nú ekki orðinn annað en totan fyrir framan Lambastaði og svo eyjarnar.
Þess getur áreiðanlega ekki orðið langt að bíða, að lögsagnarumdæmi Reykjavíkur verði látið ná yfir alt Seltjarnarnes, og hverfur þá Seltjarnarnesshreppur úr sögunni. En Kópavogshreppur hinn nýi á líka að sameinast Reykjavík. Hann er hvort sem er ekki annað en úthverfi Reykjavíkur og verður að byggja tilveru sína á Reykjavík. Þar eru engin atvinnufyrirtæki, er geti veitt íbúunum atvinnu. Hana verða þeir að sækja til Reykjavíkur. Þeir eru og algjörlega upp á Reykjavík komnir með vatn og rafmagn, og eðlilegast er að Reykjavík sjái þeim fyrir bættum samgöngum.

Íslandskort

Íslandskort (Nova et accurata Islandiæ delineatio) frá árinu 1670, gert af Þórði Þorlákssyni biskupi í Skálholti. Fyrir neðan Íslandskortið er Lofkvæði til Kristjáns konungs V, skrifað í fjóra dálka, á latínu, dönsku og íslensku með venjulegu letri og rúnaletri. Efst á kortinu eru myndir af sjávardýrum og skjaldarmerki Íslands, sem er flattur þorskur borinn af tveimur fuglum, í hægra horni, þar fyrir neðan er titill. Í neðra horni vinstra megin er skjöldur með táknmyndum og tileinkun til Kristjáns V. Danakonungs. 

Rás örlaganna verður ekki stöðvuð. Sá búhnykkur Magnúsar Stephensen landshöfðingja, að taka Seltjarnarnesshrepp af Gullbringusýslu og skeyta honum við Kjósarsýslu, hefir ekki reynst haldbært nje heppilegt fyrirtæki. Lögsagnarumdæmi Reykjavíkur er komið sem fleygur milli sýslanna, alt suður að takmörkum Árnessýslu í Bláfjöllum, en með smáblettum inn á milli, sem enn teljast sjerstakir hreppar. Að því hlýtur að koma, áður en langt um líður, að þessir blettir allir hverfi inn í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur.
Innilokunarstefnan hefti mjög vöxt og viðgang Reykjavíkur fyrrum. Sumum finst nú nóg um frjálsræðið, þar sem svo virðist að hver sem vill geti sest hjer að. En þetta tímanna tákn hefir haft endaskifti á fyrri reynslu. Aðstreymi fólks og vaxandi bygð er áður kom Reykjavík í kútinn, hefir nú reist hana á legg til meiri virðingar en nokkuru sinni áður. Hún hefir þurft og þarf enn aukið alnbogarúm. Og alt bendir til þess, að þess verði ekki langt að bíða, að land hennar nái yfir alt land jarðarinnar Víkur, eins og það var á Ingólfs dögum, eftir að hann hafði skift landnámi sínu milli þeirra manna, er seinna komu.“ – Á.Ó.

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins, 4. tbl. 28.01.1951, Skilnaður Reykjavíkur og Seltjarnarneshrepps – Árni Óla, bls. 45-51.
Landnám

Geldinganes

Minjar má finna á nokkrum stöðu í Geldinganesi.
Í örnefnalýsingu fyrir Gufunes segir m.a.: „Gufunesgrandi er milli Gufunesvogs og Lóns, þar innan við. GeldinganesMeðfram sjónum að sunnan, Gufunesmegin á Geldinganesi heitir Suðurmýri.  Helguhólsmýri er að norðvestanverðu og Helguhóll þar alveg niður við sjóinn. Munnmæli eru til um það, að þar hafi búið einsetukerling er Helga hét, og hafi hún að einhverju leiti lifað á laxi er hún veiddi. Norðurnes nær frá Helguhólsmýri og norðaustur á tangann. Á tanganum norðaustur af nesinu var mjög góð fjörubeit og þar mun hafa verið nokkur sölvafjara. Þarna var fjárborg, þar sem Gufunesbændur höfðu sauði og munu sauðir hafa gengið þar mikið til sjálfala á vetrum.“
Í Geldinganes I er m.a. fjallað um sjóðbúð og selstöðu í austanverðu Nesinu, hinni fyrrnefndu að norðanverðu og þeirri síðarnefndu að sunnanverðu.
Í örnefnalýsingunni er getið um fjárborg. Reyndar er fjárborg í sunnanverðu Nesinu skammt vestan við selstöðuna og hefur hún eflaust tengst Fjárborghenni. Neðan hvorutveggja er hlaðinn garður, væntanlega ætlaður til aðhalds fyrir sauðfé og aðrar skepnur, sem voru hafðar á Nesinu, en gátu annars farið á fastalandið yfir Eiðsgrandann á fjöru.
Fjárborg sú er getið er um í örnefna-lýsingunni, er eina mannvirkið, sem þar er lýst þrátt fyrir að önnur hafi fyrrum augsýnilega verið þar um langan tíma.
Fjárborgin er efst á Geldinganesi. Umleikis hana er þýflendi. Hún stendur hátt, en er að mestu fallin og gróið yfir. Þó má sjá hluta hennar standandi upp úr gróningum. Norðvestar er fyrrnefndur Helguhóll.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Geldinganes

Geldinganes – Helguhóll.

 

 

Geldinganes

Geldinganesið er og hefur verið vanrækt sögu- og minjasvæði. Ástæðurnar eru sennilega af tvennum toga, annars vegar þeirri að Nesið hefur verið lítt aðgengilegt og hins vegar að minjar hafa þar lítt verið skráðar að einhverju marki. 

Sjóbúð

Eina skráningin, sem átt hefur sér stað, er vegna fyrirhugaðrar Sundabrautar og þeir aðilar er þar hafa verið að verki hafa ekki viljað halda fornleifaþættinum svo mjög á lofti af „eðlilegum“ ástæðum, þ.e. forðast athyglina að þeim þætti umhverfismats og annarra nauðsynlegra skilyrða framkvæmdanna.
Ákveðið var að skoða Geldinganesið austanvert, þ.e. milli norður- og suðurstrandar þess að austanverðu.
Í örnefnalýsingu fyrir Gufunes segir m.a.: „Gufunesgrandi er milli Gufunesvogs og Lóns, þar innan við. Meðfram sjónum að sunnan, Gufunesmegin á Geldinganesi heitir Suðurmýri.  Helguhólsmýri er að norðvestanverðu og Helguhóll þar alveg niður við sjóinn. Munnmæli eru til um það, að þar hafi búið einsetukerling er Helga hét, og hafi hún að einhverju leiti lifað á laxi er hún veiddi. Norðurnes nær frá Helguhólsmýri og norðaustur á tangann. Á tanganum norðaustur af nesinu var mjög góð fjörubeit og þar mun hafa verið nokkur sölvafjara. Þarna var fjárborg, þar sem Gufunesbændur höfðu sauði og munu sauðir hafa gengið þar mikið til sjálfala á vetrum.“
SeliðFjárborg er á suðaustanverðu Nesinu, skammt frá síðarnefndri selstöðu. Það mun hafa tilheyrt jörðinni Eiði, en leifar bæjarins má sjá suðvestan við Eiðið á milli lands og Nessins.
Geldinganes er tengt landi með eiðinu sem nú er ökufært, en var áður fyrr aðeins fært á fjöru. Geldinganes er óbyggt, en þar voru á sínum tíma geldsauðir aldir fyrir fálkarækt þá sem fór fram á Valhúsahæð á Seltjarnarnesi. Þessi geldsauðir áttu að verða fálkunum fóður þegar þeir voru fluttir utan.
Í Jarðabókinni 1703 er ekki getið um selstöðu frá Eiði. Hins vegar er þar „heimræði árið um kring meðan fiskur gekk inn í sundin, þó ekki so að hjer væri verstaða fyrir aðkomandi fólk“. Það getur vel skýrt sjóbúðartóftirnar suðaustan á Geldinganesi, utan við Réttartanga.
SelstaðanÞar eru tvær tóftir; önnur nær sjónum og hin fjær, tvískipt. Líklegt er að fremri tóftin hafi verið geymsla fyrir sjófatnað, áhöld og veiðarfæri, en hin efri svefnstaður áhafnar. Tóftin sú er ekki stærri en sú að hafa getað hýst áhöfn á áttæringi. Hleðslur standa og sjást grónar. Tóftirnar eru enn augljósar. Skammt neðan þeirra er ákjósanleg lending.
Og þá yfir að hugsanlegri selstöðu suðaustanvert á Geldinganesi. Þar eru leifar af þrískiptri tóft. Grjóthleðslur sjást vel í veggjum. Fast vestan við þær virðist vera leifar af gerði eða stekk. Austar eru grónar kot- eða húsleifar. Þarna gæti hafa verið fyrrnefnd aðstaða fyrir sauðfjáhirði Viðeyjarklausturs á tímum geldsauðanna. Húsakosturinn hefur þá væntanlega verið úr timbri, tvíþiljaður, enda af kóngsins vilja reistur.
Austar er fjárborgin fyrrnefna. Hún er greinlega gömul, enda upphlaðin af tímans gróningum. Í henni sunnanverðri sést móta fyrir hringhleðslum er gefur til kynna til hvers mannvirkið hefur verið brúkað. Ekki er útilokað að þarna, á þessu svæði í Geldinganesi, beint fyrir ofan eiðið, hafi verið selstaða fyrrum sem og aðstaða fyrir yfirsetufólk sauðabúskaparins þegar og á meðan stóð. Bæði fjárborgin og selstöðuminjarnar gefa til kynna, af lögun að dæma, að þær séu frá seinni tímum, en verið mikið notaðar á meðan var.
Ætlunin er að skoða Geldinganesið nánar við tækifæri.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimild m.a:
-Önefnalýsing fyrir Gufunes.
-Jarðabókin 1703.

Geldinganes

Sjóbúð á Geldinganesi.

Skjaldarmerkið

Á vef Stjórnarráðsins er „Ágrip af byggingarsögu Stjórnarráðshússins“ eftir Þorsteinn Gunnarsson:

„Hugmynd um byggingu hegningarhúss á Íslandi mun fyrst hafa komið fram árið 1734, þegar stiftamtmaður bauð amtmanni að reifa málið á alþingi í framhaldi af konungsbréfi um fangavist í stað líflátshegningar áður. Amtmaður taldi það annmörkum háð að koma hér á fót slíkri stofnun, og þegar lögmenn og sýslumenn vísuðu málinu frá vegna kostnaðar, féll það niður um sinn.

Skúli Magnússon

Skúli Magnússon.

Á árunum 1751–58 fóru gripdeildir og þjófnaður mjög í vöxt vegna hallæris í landinu. Málið kom til kasta Magnúsar Gíslasonar amtmanns sem taldi að öruggasta ráðið til þess að losna við vandræði af völdum þjófa væri að reisa í landinu hegningarhús. Og í sama streng tók stiftamtmaður. Nokkrum árum áður hafði Skúli Magnússon landfógeti orðað sömu hugmynd í erindi til stjórnarinnar og lagt til að fangarnir yrðu látnir vinna að spuna og öðrum störfum fyrir innréttingarnar nýju.

Hinn 20. mars 1759 var gefinn út konungsúrskurður um byggingu tugthúss á Íslandi og tilgreindir tveir tekjustofnar til þess að standa undir kostnaði, annars vegar leiga af sakeyri, lögð fram af konungi, og hins vegar skattur af fasteignum, greiddur af eigendum. Þótt sjöttungur skattsins, sem Íslendingar kölluðu tugthústollinn, væri áætlaður af konungseign, var augljóst að landsmenn yrðu sjálfir að greiða ríflega helming byggingarkostnaðar.

Tugthúsið á Arnarhóli

Stjórnarráðshúsið

Tukthúsið 1820.

Þegar hér var komið sögunni, tók Magnús Gíslason að huga að framkvæmdum. Lagði hann til við stjórnina, að sakamönnum yrði gert að vinna að smíð hússins, og að henni lokinni, sem hann áætlaði að taka mundu fjögur ár, yrðu þeim gefnar upp sakir. Þá lagði hann einnig til að höfðu samráði við Skúla fógeta, að húsinu yrði valinn staður á Arnarhóli við Reykjavík. Þarf ekki að efa, að við staðarvalið hefur þeim Skúla gengið það helst til, að þeir sáu, að með því móti myndi auðveldast að nýta vinnu fanganna í þarfir innréttinganna.

Reykjavík

Reykjavík 1787 – Jón Helgason.

Vorið 1761 var hafist handa um undirbúning að byggingu hússins, aflað tækja og varnings og slegið upp skýli fyrir sakamenn, sem hófu þegar að draga að grjót og grafa fyrir veggjum, en umsjón með verkinu hafði Gissur Jónsson, lögréttumaður á Arnarhóli. Teikning að fangahúsinu hefur ekki varðveist, svo vitað sé, en fullvíst má telja, að hún hafi verið gerð af Georg David Anthon hirðhúsameistara. Í mars 1764 tók Anthon saman skrá yfir byggingarvörur til fangahússins og áætlaði kostnað við trésmíða- og snikkaravinnu að upphæð 1827 rd. og 16 sk. fyrir utan flutningskostnað til Íslands. Sigurður Magnússon trésmíðasveinn var ráðinn til að vinna tréverkið og Christopher Berger múrarasveinn, sem vann að múrverki á Bessastöðum, til að standa fyrir múrsmíðinni.

Tukthús

Tugthúsið í Reykjavík var byggt á árunum 1761-1770. Þar var fangelsið til húsa til ársins 1816 er því var lokað vegna hallæris og neyðar í landinu og fangarnir sendir til sveitar. Húsið hefur síðan verið nýtt sem bústaður stiftamtmanns, Landshöfðingjahús, stjórnarráðsskrifstofur, ýmis ráðuneyti hafa haft þar aðsetur auk skrifstofu forseta og nú forsætisráðuneytið.
Margvíslegar breytingar hafa verið gerðar á húsinu í tímans rás en upprunalegar teikningar munu ekki vera varðveittar. Á Þjóðskjalasafni er uppdráttur af húsinu frá 1803.
Um aldamótin 1900 lýsti Benedikt Gröndal hafa húsinu á þennan veg: „Það er langt hús og lágt, úr steini, og alls ekki samboðið tímanum; seinna var settur á það kvistur, og prýkkaði það nokkuð við það, en annars er allt fyrirkomulagið svo lélegt, að ýms prívathús eru miklu betri, og mun lítil ánægja vera að vera skyldaður til að búa í þessu hreysi, sem danskir sjómenn kölluðu „Hytte“ hérna um árið…“

Verulegur skriður komst ekki á byggingu fangahússins fyrr en sumarið 1765. Olli miklu um það, að innansleikjan við frágang Bessastaðastofu reyndist drýgri en Magnús áætlaði í fyrstu. En ekki var frágangi hennar fyrr lokið en Berger hóf að reisa fangahúsið ásamt tveimur af þeim Íslendingum, sem höfðu lært hjá honum múrverk á Bessastöðum. Þá réð hann tvo Íslendinga til viðbótar og hugðist kenna þeim steinhöggvaraiðn, en verkamenn hans og handlangarar voru tugthúslimir, eins og áður segir. Allt að einu miðaði verkinu hægar en Magnús gerði ráð fyrir. Þó mun það hafa verið trúa manna í ársbyrjun 1767, að þess yrði ekki langt að bíða, að fulllokið yrði. Hinn 17. ágúst 1767 finnur nýr amtmaður, Ólafur Stefánsson, sig knúinn til að tilkynna rentukammeri, að Berger múrsmiður verði enn eitt ár að vinna við fangahúsið. Sama ár var sent til landsins timbur í þakið, sem var þó ekki byrjað að reisa fyrr en 1769. Smíði hússins var að fullu lokið veturinn 1770–71.

Reykjavík 1836

Reykjavík 1836 – Uppdráttur Victors Lottin.

Ef að líkum lætur hefur stiftamtmaður látið fara fram skoðunargerð á húsinu fullsmíðuðu og sent rentukammeri, en það skjal hefur ekki varðveist, svo vitað sé. Með eftirfarandi lýsingu er reynt að bera í brestina: Húsið er 42 S alin að lengd og 16 álnir á breidd, ein hæð, með háu gaflsneiddu þaki. Það er byggt úr tilhöggnu grágrýti, veggir tvíhlaðnir og þakið timburklætt. Á framhlið eru átta gluggar og útidyr fyrir miðju; á bakhlið níu gluggar, þrír gluggar á hvorum gafli, einn niðri og tveir uppi, og sín útbyggingin (með kamri) á hvorum gafli. Allir gluggar eru með járnstöngum. Eftir endilöngu húsinu er múrveggur í miðju þess. Austan megin eru tvær stórar vinnustofur og milli þeirra lítill gangur og tvöfaldir kamrar, en í hvorum enda tveir klefar fyrir stórglæpamenn. Vestan megin er forstofa fyrir miðju með stiga upp á loft; í suðurendanum tvö herbergi og eldhús fyrir tugtmeistara og dyravörð, en í norðurendanum stórt eldhús og stofa fyrir ráðsmann. Uppi eru tvö herbergi í hvorum enda og tvískipt framloft með stiga upp á efra loft, þar sem eru geymslur. Á miðloftinu eru tveir litlir kvistgluggar og einn á efra loftinu. Í öllu húsinu eru timburgólf. Tveir múraðir reykháfar eru á húsinu og í því fimm veggofnar úr járni. Tugthúsið er talið geta rúmað 16 stórglæpamenn og 54 venjulega fanga.

Reykjavík

Reykjavík á 19. öld.

Það er kunnara en frá þurfi að segja, að fljótlega eftir að Danir höfðu dregist inn í Napóleonsstyrjaldirnar 1807 gekk hagur Íslendinga allur saman vegna siglingateppu og vöruskorts. Þetta kom hart niður á föngum í tugthúsinu, og 1813 tilkynnti stiftamtmaður tugthússtjórninni, að til þess að bæta úr yfirvofandi neyð almennings hefði hann orðið að hætta rekstri tugthússins um sinn og ákveðið að limirnir, sem þar voru geymdir, skyldu sendast á sínar sveitir „inntil frekari ráðstöfunar“. Ári síðar staðfesti stjórnin þessa ákvörðun stiftamtmanns og 3. maí 1816 var tugthúsið formlega lagt niður með kóngsbréfi.

Kóngsgarður
Stjórnarráðshúsið
Árið 1819 bar það helst til tíðinda, að hér urðu stiftamtmannsskipti. Tók þá við embættinu Moltke greifi, 29 ára að aldri, og kom hingað út ásamt konu sinni að kynna sér aðstæður. Þótti honum yfirréttarhúsið, sem stjórnin hafði keypt fyrir embættið, bæði óhentugt og fátæklegt, og sótti því um leyfi til að breyta hinu „ónotaða tugthúsi“ í embættisbústað. Er skemmst frá því að segja að erindi hans fékk skjóta afgreiðslu: Í apríl var gefinn út konungsúrskurður, sem heimilaði breytingarnar, og í framhaldi af honum var gerður vandaður uppdráttur að nýrri herbergjaskipan. Ole Peter Möller, kaupmanni í Reykjavík, var falið að sjá um breytingarnar á húsinu og lét hann vinna verkið veturinn 1819-20. Hinn 2. mars 1820 taldist verkinu lokið með ítarlegri úttekt sem staðfesti að viðgerð og innrétting var í samræmi við tilgreind fyrirmæli.

Hilmar Finsen

Hilmar Finsen.

Íbúð stiftamtmanns var komið fyrir norðan megin í húsinu með stofu, svefnherbergi og vinnukonuherbergi að framanverðu en eldhúsi, búri og borðstofu baka til. Í suðurhlutanum voru aftur á móti skrifstofur stiftamtmanns að framanverðu en salur og vinnuherbergi baka til. Og til að gera húsaskipan haganlegri en áður var, voru settar þrennar nýjar dyr á múrvegginn í miðju húsi, einar milli eldhúss og vinnukonuherbergis, aðrar milli stofu og borðstofu og hinar þriðju milli salar og innri skrifstofu. Auk þess var settur á húsið bakdyrainngangur norðaustan megin. Þá voru allir gluggar hússins stækkaðir frá því sem áður var og gólfin lækkuð um eitt fet til þess að auka lofthæðina.

Nú segir ekki af neinum meiri háttar breytingum á húsinu á því tímabili, sem það var bústaður stiftamtmanns, öðrum en þeirri, að mikill kvistur var settur vestan á húsið sumarið 1866. Árið áður hafði Hilmar Finsen, sonarsonur Hannesar biskups Finnssonar, verið skipaður stiftamtmaður. Þótti honum skorta á húsrými í Kóngsgarði og hafði í fyrstu uppi ráðagerðir um að byggja eina hæð ofan á allan vesturhelming hússins, en þar eð hann óttaðist að stjórninni þætti það of kostnaðarsöm aðgerð, fór hann fram á til vara að byggja „kvist á hálft húsið“. Dómsmálaráðuneytið samþykkti tillöguna og næsta sumar var kvisturinn byggður, eins og frá er sagt, og gerður dyraumbúnaður í gotneskum sögustíl, hvort tveggja úr múrsteinum. Var kvisturinn notaður fyrir skrifstofur embættisins og skjalasafn. Einar snikkari Jónsson frá Brúarhrauni sá um verkið.

Landshöfðingjahús

Reykjavík 1786

Reykjavík 1786.

Hinn 1. apríl 1873 tók Hilmar Finsen við nýstofnuðu embætti landshöfðingja skv. konungsúrskurði 4. maí 1872. Meðan sú skipan stóð, eða á tímabilinu 1873–1904, var húsið við embættið kennt og nefnt Landshöfðingjahús.

Í bókinni Stjórnarráð Íslands 1904–1964 eftir Agnar Kl. Jónsson er svofelld lýsing á herbergjaskipun hjá Magnúsi Stephensen landshöfðingja síðustu árin sem hann var í húsinu:
„Á miðri vesturhlið hússins var aðalinngangurinn, svo sem alltaf hefur verið, og þar gengið inn í litla forstofu. Úr henni liggur stigi í sveig upp á efri hæðina. Inn úr forstofunni var gengið inn í borðstofu landshöfðingja, er var sæmilega stór stofa með tveimur gluggafögum til austurs … Suður úr borðstofunni var stærsta og veglegasta stofa hússins, enda nefnd salurinn. Voru á honum þrír gluggar til austurs … Innar af salnum var lítið herbergi með einum glugga til austurs … er nefndist kabinet í tíð landshöfðingja … Norðan megin við borðstofu landshöfðingja var eldhúsið … Voru þar tveir gluggar til austurs … Þarna í norðurenda hússins var líka brattur stigi upp á efri hæðina … Ennfremur voru þarna útgöngudyr (bakdyr) … Í vesturhelmingi hússins voru tvær stofur sunnanmegin við forstofuna og aðrar tvær stofur norðanmegin við hana, allar fjórar jafnstórar, og hver um sig með tveimur gluggum. Sunnanmegin var fyrst skrifstofa landshöfðingja og þar innar af svonefnt frúarherbergi. Var innangengt í báðar (sic) stofurnar úr salnum … Norðanmegin forstofunnar voru svefnherbergi landshöfðingja og fjölskyldu hans …Var innangengt í þessar stofur báðar úr eldhúsi landshöfðingja … Uppi á efri hæðinni, á suðurhelmingi kvistsins (vestanmegin), var hin almenna skrifstofa landshöfðingjaembættisins, og þar sátu landshöfðingjaritarinn (landritarinn, eins og hann var stundum nefndur) og skrifari. Norðanmegin í kvistinum voru skjalageymslur o.fl. … Í norðurenda þarna uppi … hafði landshöfðinginn … þrjú svefnherbergi auk þurrklofts.“

Reykjavík 1911
Sé lýsing þessi borin saman við lýsinguna frá 1820, þegar húsið var uppsmíðað og betrað fyrir Moltke greifa, og lýsingu frá 1837, þegar Bardenfleth tók við húsinu af Krieger, er auðvelt að draga upp skýra mynd af því, hvernig herbergjaskipuninni hefur verið breytt á þessu tímabili: Útbygging við norðurgafl er horfin, í norðausturhorni hússins hefur verið settur nýr stigi upp á efri hæðina í tengslum við bakdyrainngang, eldhúsið stækkað til suðurs, borðstofan minnkuð og svefnherbergi í norðvesturenda stækkað.

Aldamótaárið 1900 lýsir Benedikt Gröndal Landshöfðingjahúsinu með svofelldum orðum: „Það er langt hús og lágt, úr steini, og alls ekki samboðið tímanum; seinna var settur á það kvistur (eftir 1850), og prýkkaði það nokkuð við það, en annars er allt fyrirkomulagið svo lélegt, að ýms prívathús eru miklu betri, og mun lítil ánægja vera að vera skyldaður til að búa í þessu hreysi, sem danskir sjómenn kölluðu „Hytte“ hérna um árið; og í þessu húsi er landshöfðinginn skyldaður til að taka á móti öllum útlendum herrum, sem hingað koma á snærum einhverrar stjórnar, og er þetta ekki til mikils sóma fyrir landið.“

Stjórnarráðshús

Hannes Hafstein

Hannes Hafstein.

Hinn 1. febrúar 1904 gekk ný stjórnskipun í gildi, er landshöfðingjadæmið var lagt niður en heimastjórnin tók við. Þá tók Hannes Hafstein, fyrsti íslenski ráðherrann, við stjórnartaumum úr hendi Magnúsar Stephensens, sem gegnt hafði landshöfðingjaembættinu í átján ár og flutti nú í nýbyggt hús sitt við Skálholtsstíg. Þar með var sögu hússins sem embættisbústaðar lokið. Samkvæmt stjórnskipunarlögunum, sem staðfest höfðu verið 3. október 1903, voru veittar 11.000 kr. „til að breyta hinum núverandi landshöfðingjabústað í stjórnarráðskrifstofur og búa þær út“. Magnús Th. S. Blöndahl trésmiður, síðar útgerðarmaður og alþingismaður og sá hinn sami og byggt hafði hús landshöfðingja við Skálholtsstíg (Næpuna), var ráðinn til að sjá um framkvæmd verksins.

Ekki hafa fundist nákvæmar lýsingar á verkinu, en það liggur í augum uppi að Magnús og menn hans hafa þurft að breyta meiru í norðurhluta hússins, þar sem áður var íbúð landshöfðingja, en í suðurhluta þess, þar sem voru skrifstofur embættisins og móttökusalur. Hinn 31. janúar 1904 birti blaðið Ingólfur svofellda lýsingu á Stjórnarráðshúsinu: „Hefur það nú verið skinnað upp og breitt til. Ráðherrann hefur salinn sem kallaður var og lítið herbergi þar innar af. Landritarinn er í eldhúsinu, en það er nú orðið að snoturri stofu. Firsta skrifstofa (kennslumála- og dómsmáladeild) veit niður að læknum og er þeim megin er landshöfðinginn hafði skrifstofu sína og dagstofu. Önnur skrifstofa (atvinnu- og samgöngumáladeild) er norðanvert við dirnar á sömu hlið. En borðstofan er orðin að biðstofu og diravarðarskíli. Þriðja skrifstofan (fjármála- og endurskoðunardeild) á að vera uppi. – Húsbúnaðurinn er fremur snotur og þó lítið í hann borið.“ Er þá í megindráttum lýst breytingum sem gerðar voru á húsinu 1904. Litla herbergið inn af salnum notaði ráðherra sem hvíldarherbergi, ef honum bauð svo við að horfa. Það var með einum glugga til austurs, en 1912 var bætt við öðrum glugga til suðurs.

Reykjavík 1846.
Í bók Agnars Kl. Jónssonar um Stjórnarráðið segir svo um næstu meiri háttar breytingu, sem gerð var á húsinu:
„Þegar ráðherrarnir urðu þrír árið 1917, varð að stækka Stjórnarráðshúsið, til þess að þeir gætu allir komizt þar fyrir, auk þess sem störf Stjórnarráðsins höfðu aukizt það mikið á stríðsárunum, að með réttu mátti segja, að veruleg þörf hafi líka af þessari ástæðu verið orðin á rýmra húsnæði fyrir skrifstofur þess. Í frumvarpi til fjáraukalaga fyrir árin 1916 og 1917 fór því stjórnin fram á sérstaka fjárveitingu til stækkunar á Stjórnarráðshúsinu, og segir svo um hana í athugasemdum við frumvarpið: „Húsrúmið í Stjórnarráðshúsinu hefur síðari árin verið af svo skornum skammti, að á sumum skrifstofunum hefur ekki verið rúm fyrir svo marga menn sem þurfti til að inna af hendi hin sívaxandi störf. Þegar ráðherrarnir urðu þrír – í stað eins ráðherra og landritara – skorti ráðherraherbergi og biðstofu handa einum þeirra. Stjórnin hefur því ekki séð sér annað fært en að stækka húsið með því að byggja kvist á austurhlið þess, sem samsvaraði kvistinum á vesturhliðinni, flytja dyravörðinn út í geymsluhúsið og breyta því í íbúðarhús fyrir hann. Með því móti fæst húsrúm, sem komizt verður af með um sinn fyrir Stjórnarráðið eitt saman. Breytingin er ætlazt á að kosti 27.000 kr.“

Reykjavík 1900

Séð yfir Tjörnina frá Hólavöllum um 1900. Torfbærinn Hólakot er í forgrunni. Á þessum tíma þótti Hólakot hálfgert hreysi nýtt af udirmálsfólki þess tíma. Drykkjuskapur loddi við marga íbúa torfbæjanna. Um aldamótin 1900 var rætt um óeirðamenn eins og Óla í Hólakoti, Jón sinnep og Stjána blá sem sagðir voru konungar götunnar í krafti ölæðis og ofstopa.

Alþingi samþykkti þessa fjárveitingu og sumarið 1917 var austurkvisturinn byggður. Guðmundur H. Þorláksson byggingameistari gerði teikningu að kvistinum en Sigurjón Sigurðsson trésmíðameistari var ráðinn til að standa fyrir verkinu. Smíðinni var að mestu lokið um haustið og var þá (10. nóvember 1917) gerð á húsinu ný og endurskoðuð brunabótavirðing. Er þá lýsing hússins sem hér segir: „Húseign þessi er töluvert endurbætt. Húsið er einlyft með kvisti í gegn og 8 S al. risi, bygt úr grásteini, cementsljettað utan og með helluþaki á 5/4″ borðaskarsúð. Niðri í því eru 9 herbergi og gángur, allt kalksljettað innan nema undir gluggum eru brjóstþil; allt málað. Þar eru 5 ofnar. Uppi eru 8 herbergi, gángur, geymslu-klefi og vatnssalerni; allt þiljað og m. striga og pappír, málað og betrekt. Þar eru 6 ofnar. Á skambitum eru 3 herbergi og framloft.“ Samsumars var rifinn timburskúr við bakdyrainngang á austurhlið hússins og reistur þar nýr og stærri skúr úr steinsteypu.

Stjórnarráðshúsið

Stjórnarráðshúsið – skjöldur.

Í kvistinum fengust tvö rúmgóð skrifstofuherbergi fyrir atvinnumálaráðherra og fjármálaráðherra, en milli þeirra, gegnt stiganum, var útbúið lítið herbergi, sem notað var sem biðstofa fyrir þá næstu árin. Á neðri hæðinni var landritaraskrifstofan gamla – sem fjármálaráðherra hafði haft – lögð undir II. skrifstofu, sem þar með hafði lagt undir sig allan norðurhelming hússins niðri.

Eins og frásögnin ber með sér, kom fljótt í ljós að húsnæðið í Stjórnarráðshúsinu var síst of mikið; ýmist voru færðir til veggir eða kompur og skot dubbuð upp, að þau mættu koma að notum. Það var þó látið duga allt fram til 1939, þegar farið var að flytja sum ráðuneytin yfir í Arnarhvol. Um svipað leyti voru gerðar breytingar á súðarherbergjunum tveimur á syðra lofti hússins, þar sem verið höfðu skjalageymslur; vestan megin var útbúið herbergi fyrir aðalendurskoðanda ríkisins 1933, og austan megin herbergi fyrir atvinnumálaráðuneytið 1939, eftir að fjármálaráðuneytið var flutt í Arnarhvol. Ráðherraherbergið sunnan megin í austurkvisti var stúkað sundur í tvö lítil herbergi og gang, en geymslu undir súð vestan megin á nyrðra lofti hússins breytt í vélritunarherbergi.

Stjórnarráðshúsið 1907

Konungskoman 1907, Friðrik VIII., Hannes Hafsteins og fylgdarlið á hestum neðst á Hverfisgötu á móts við
Stjórnarráðshúsið.

Um aðrar breytingar á húsinu segir svo í bók Agnars Kl. Jónssonar: „Árið 1943 lét Vilhjálmur Þór utanríkisráðherra flytja vegg í suðurhelmingi hússins vestan megin um eitt gluggafag, þannig að þar fengist ein stór stofa með forherbergi fyrir framan. Hefur skrifstofa utanríkisráðherra verið þarna upp frá því. Árið 1960 lét Ólafur Thors forsætisráðherra á sama hátt taka burt vegginn milli forsætisráðherraherbergisins og litla herbergisins innar af því, sem nefnt var kabinet, og þilja í staðinn af lítið herbergi fyrir framan ráðherraherbergið, eins og utanríkisráðherra hafði áður gert. Er því skipulagi í suðurhelmingi hússins niðri þannig fyrir komið nú (1969), að þar eru tvær rúmgóðar stofur, hvor fyrir sinn ráðherra, og smáherbergi fyrir framan þær fyrir starfsfólk þeirra“.

Jón Sigurðsson

Stytta Jóns Sigurðssonar framan við Stjórnarráðshúsið árið 1911 – „Verkin tvö og stöpullinn undir þeim eru eftir Einar Jónsson (1874-1954) myndhöggvara. Minna verkið heitir Brautryðjandinn. Eru nú á Austurvelli og voru flutt þangað árið 1931 þegar styttan af Hannesi Hafstein var reist á þessum sama stöpli fyrir framan Stjórnarráðið.“

Hér verður að lokum getið nokkurra helstu breytinga, sem gerðar hafa verið á húsinu á tímabilinu 1964-1996. Eftir að utanríkisráðuneytið flutti úr húsinu og skrifstofu forseta Íslands var komið þar fyrir 1973, var tekinn burt veggur milli skrifstofanna tveggja norðan megin í vesturhelmingi hússins og þiljað af lítið herbergi fyrir framan skrifstofu forseta. Eftir þá aðgerð var innra fyrirkomulag hið sama báðum megin forstofunnar í vesturhelmingi hússins. Herbergjum dyravarðar og deildarstjóra utanríkisráðuneytis var slegið saman og úr þeim gerð ein rúmgóð biðstofa, sömu stærðar og borðstofa landshöfðingja var á sinni tíð. Árið 1984 var hlaðið upp í glugga þann á suðurgafli hússins, sem settur var á húsið 1912. Um svipað leyti var skrifstofuherbergi norðan megin í austurhelmingi hússins stúkað sundur, þegar fjölgaði starfsfólki á skrifstofu forseta Íslands.

Stjórnarráðshúsið

Stjórnarráðshúsið.

Á efri hæð hússins var herbergjaskipan komið í betra horf, eftir að menntamálaráðuneytið flutti úr húsinu. Þeim breytingum verður ekki lýst í smáatriðum en 1996 var fyrirkomulagið sem hér segir: Nyrst var skrifstofa ráðuneytisstjóra, með tveimur gluggum, syðst skrifstofa skrifstofustjóra, með einum glugga; þar í millum var herbergi ritara, með tveimur gluggum, en grynnra en þau fyrrnefndu og nam mismunurinn rúmri breidd opsins við uppgöngu stiga. Þá var tveimur herbergjum syðst í austurkvistinum slegið saman í eina skrifstofu með tveimur gluggum.

Stjórnarráðshúsið

Stjórnarráðshúsið um 1920.

Enn er frá því að segja, að sumarið 1995 voru gerðar endurbætur á frágangi þaks. Þá var tekinn niður reykháfur, sem settur hafði verið á húsið í upphafi aldarinnar, en hinir tveir, sem verið hafa á húsinu frá öndverðu, voru klæddir flögusteini, eins og gert hafði verið þegar þakið var hellulagt laust upp úr miðri 19. öld.

Stjórnarráðshúsið

Stjórnarráðshúsið 1930-1950.

Eftir að skrifstofa forseta Íslands flutti úr húsinu, var ákveðið að ráðast í gagngerar endurbætur á húsinu í þeim tilgangi að laga innra fyrirkomulag að breyttri notkun, endurskoða öryggismál og bæta tæknilegt ástand einstakra byggingarhluta. Sé gengið í bæinn eftir endurbætur, er fyrst komið í forstofu, sem eitt herbergja í húsinu hefur alla tíð haldist óbreytt að stærð og lögun. Þar eru veggir berir eins og jafnan áður og steinn á gólfi. Úr forstofu er gengið í biðstofu, sem ásamt tveimur forrýmum báðum megin forstofu er klædd brjóstþili og að ásýnd áþekk innri gerð hússins á tímabilinu 1873–1917. Inn af biðstofunni eru í suðurenda hússins skrifstofuherbergi aðstoðarmanns ráðherra og fundarherbergi ríkisstjórnar, en í norðurenda fundarherbergi og skrifstofa forsætisráðherra. Þessi herbergi eru nú heilklædd innan eins og 1820, þrjú þeirra með nýsmíðuðu brjóstþili og römmum, en hið fjórða og fyrstnefnda þiljað innan með leifum af klæðningum úr sal Moltke greifa. Á efri hæð hússins er frágangur allur einfaldari og með svipuðu sniði og tíðkaðist á fyrri hluta tuttugustu aldar.“ – Þorsteinn Gunnarsson

Heimild:
-https://www.stjornarradid.is/raduneyti/forsaetisraduneytid/stjornarradshusid/byggingarsaga/

Stjórnarráðshúsið

Stjórnarráðshúsið.

Stjórnarráðshúsið

Á vef Stjórnarráðsins er rakin saga Stjórnarráðshússins við Lækjartorg:

Á fyrri hluta 18.aldar var tekin upp ný hagstjórnarstefna í Danaveldi sem byggði á svokölluðum kameralisma sem var afbrigði upplýsingarstefnunnar. Samkvæmt henni átti ríkið að vinna að hagsæld og velmegun þegnanna til þess að þeir gætu sem best þjónað heildinni og átti þar að líta til allra þátta, ekki bara atvinnuveganna heldur einnig uppeldis, fræðslu og menningar. Til þess að allir þegnar ríkisins væru iðnir og sparsamir og legðu sitt til almennrar velferðar ríkisins var m.a. talið nauðsynlegt að reisa betrunarhús og fangelsi. Þannig væri hægt að gera betlara, flækinga og sakamenn að nýtum samfélagsþegnum.

Stjórnarráðið

Stjórnarráðshúsið.

Það var í þessum betrunaranda sem tugthúsið í Reykjavík (nú Stjórnarráðshús) var reist á árunum 1761-1771. Þá skömmu áður höfðu verið byggð eða voru í byggingu fjögur vegleg steinhús á Íslandi, embættisbústaðirnir Viðeyjarstofa, Nesstofa og Bessastaðastofa ásamt Dómkirkjunni á Hólum í Hjaltadal. Fremstu arkitektar Dana voru fengnir til að teikna húsin sem voru fullkomin nýlunda á Íslandi þar sem nær allir mannabústaðir voru þá enn torfbæir.

Tugthúsið

Georg David Anthon

Georg David Anthon.

Tugthúsinu í Reykjavík, stundum nefnt Tyftunarhúsið, var valinn staður í landi konungsjarðarinnar Arnarhóls jafnframt því sem jörðin var lögð til stofnunarinnar. Hafist var handa um byggingarframkvæmdir árið 1761 en þær sóttust seint þannig að þeim var ekki að fullu lokið fyrr en 10 árum seinna. Auk danskra og íslenskra iðnaðarmanna unnu sakamenn að byggingu hússins en þeim var síðan, eftir að húsbyggingunni var lokið og þeir orðnir innanhússmenn, ætlað að vinna í þágu hinna nýju tau- og klæðaverksmiðja (svokallaðra Innréttinga) og aðra tilfallandi vinnu í hinum upprennandi höfuðstað Íslands.
Teikningar af tugthúsinu við Arnarhól hafa ekki varðveist en fullvíst er talið að arkitekt byggingarinnar hafi verið Georg David Anthon (1714-1781) hirðhúsameistari í Kaupmannahöfn og kennari við Listaakademíuna þar. Auk tugthússins teiknaði hann Viðeyjarkirkju og Landakirkju í Vestmannaeyjum og líklega einnig Bessastaðakirkju.
Húsið, sem er um 260 fermetrar að flatarmáli, var byggt úr tilhöggnu grágrýti, veggir tvíhlaðnir og þakið gaflsneitt og timburklætt. Gluggar, sem voru litlir með járnstöngum fyrir, voru settir samhverft um miðjudyr eins og algengast var um þær mundir. Þegar gengið var inn í húsið varð þar fyrir forstofa með stiga upp á loft. Til hægri handar var íbúð tugtmeistara en til vinstri stórt eldhús og stofa inn af því fyrir fangavörð. Aftan til í húsinu voru tvær vinnustofur, m.a. með tóskaparáhöldum fyrir spunakonur, en klefar fyrir stórglæpamenn í hvorum enda. Uppi á lofti voru fjögur fangaherbergi en yfir því var efra loft með geymslu fyrir ull og tóvinnu.

Reykjavík

Grunnteikning af Stjórnarráðshúsinu (Tukthúsinu) eftir Ohlsens árið 1803 sem sýnir skipulag á neðri hæð hússins, en x og y eru kamrar.

Tugthúsið var talið geta rúmað 16 stórglæpamenn og 54 venjulega fanga. Svo margir fangar sátu þar þó aldrei, þeir urðu flestir um 40. Bæði karlar og konur voru í fangelsinu og frjálslegur samgangur milli kynja, svo frjálslegur að nokkuð var um barneignir þar innan dyra.
Aðbúnaður fanganna mun þó hafa verið bágborin löngum, sérstaklega þegar illa áraði. Móðuharðindin dundu yfir landið eftir 1783 og dóu fangar þá úr hor og vesæld í húsinu. Ekki tók betra við eftir 1800 þegar siglingar til landsins strjáluðust mjög vegna Napóleonsstyrjalda og árása Breta á Danmörku. Mikill matvælaskortur varð þá í landinu sem kom hart niður á föngum í Múrnum eins og tugthúsið var gjarnan nefnt. Árið 1813, þegar danska ríkið varð í raun gjaldþrota, var rekstri tugthússins hætt og þeim föngum sem enn sátu inni sleppt. Þremur árum síðar var það formlega lagt niður.

Stiftamtmannssetrið – Ludvig Moltke

Ludvig Moltke

Moltke greifi – 1790-1864.

Frá árinu 1683 hafði stiftamtmaður verið æðsti embættismaður landsins. Þegar hér var komið sögu voru ungir danskir aðalsmenn oftast skipaðir í það embætti. Skipun þeirra var meðfram hugsuð sem fyrsti póstur á væntanlegri framabraut, eins konar manndómsvígsla því ekki þótti þá eftirsóknarvert fyrir aðalsborið fólk að búa á Íslandi.

Þannig var um Ludvig Moltke, 29 ára gamlan greifason af frægri aðalsætt, sem skipaður var stiftamtmaður Íslands árið 1819. Fyrri stiftamtmenn höfðu þá um skeið búið í litlu timburhúsi (nú Austurstræti 22) en hinum unga Moltke og konu hans, Reinholdine Frederikke Vilhelmine, fædd Bartenfleth, sem þótti nokkuð steigurlát, fannst slíkt hús ófullnægjandi fyrir sig og hið háa embætti. Þeim kom til hugar að gera mætti tugthúsið gamla, sem stóð þá tómt og ónotað, að verðugum embættisbústað. Nýi stiftamtmaðurinn sótti síðan um leyfi til þess gera húsið upp og breyta því og var fallist á það af stjórnvöldum í Kaupmannahöfn.

Reykjavík 1801

Reykjavík 1801. Tukthúsið lengst t.h.

Hafist var handa við framkvæmdir og húsinu gjörbreytt veturinn 1819-1820. Allir gluggar voru stækkaðir, gólfið lækkað til að fá meiri lofthæð og settur bakdyrainngangur á húsið nyrst og brattur stigi frá honum upp á loft. Íbúð stiftamtmanns var komið fyrir í sunnanverðu húsinu en til vinstri þegar gengið var inn voru stiftamtmannsskrifstofurnar. Salur og vinnuherbergi voru baka til, uppi herbergi vinnuhjúa og stofustúlkna. Að húsabaki voru útihús því stiftamtmaðurinn þurfti bæði hesta og kýr. Túnið hans var Arnarhóll.

Eftir þetta var húsið ýmist nefnt Stiftamtshúsið eða Stiftamtmannshúsið einnig þó Kóngsgarður eða Konungsgarður. Moltke greifi og frú hans hurfu af landi brott 1824 en Moltke átti eftir að eiga langan feril, lengst sem sendiherra í París og einnig var hann utanríkisráðherra Dana um skeið. Við af honum tók Peter Fjeldsted Hoppe en hann þótti atkvæðalítill í embætti.

Lorentz A. Krieger

Friðrik VII

Friðrik VII.

Sá sem tók við af Hoppe 1829 var öllu líflegri. Sá var Lorentz A. Krieger kammerjúnkeri, 32 ára og ógiftur. Hann lét mjög til sín taka, sérstaklega í Reykjavík þar sem hann vann að endurbótum á skipulagsmálum og stuðlaði að því nýmæli að kosin var byggingarnefnd í bænum. Hann lét m.a. endurhlaða Skólavörðuna á sinn kostnað sem eftir það var um tíma kölluð Kriegers-Minde. Hann bannaði byggingar á Lækjartorgi og Austurvelli og lagði veg meðfram Læknum sem var upphafið að Lækjargötu.

Krieger sat nýstofnað stéttaþing Dana 1835 sem fulltrúi Íslands og samdi síðan tillögur um breytingar á stjórn Íslands þar sem hann lagði til að landið fengi heimastjórn. Það var í fyrsta sinn sem slíkar tillögur voru settar fram og hefur því ekki verið mikið haldið á lofti af Íslendingum.

Meðan Krieger bjó í Stiftamtsmannshúsinu við Lækjargötu bar þar tignan gest að garði. Það var sjálfur Friðrik Kristján prins Dana sem sendur var til Íslands í refsingarskyni fyrir glaumgosahátt og fyrir að hafa hrakið frá sér eiginkonu sína, kóngsdótturina Vilhelmine. En Friðrik Kristján lét sér það í léttu rúmi liggja, dvaldi á Íslandi í þrjá mánuði, ferðaðist víða á hestbaki og skemmti sér vel. Þess á milli sat hann oftar en ekki í góðu yfirlæti og við góðan veislukost í Kóngsgarðinum við Lækjartorg hjá piparsveininum Krieger stiftamtmanni. Fjórtán árum síðar tók prinsinn við konungdómi í Danmörku og nefndist Friðrik VII.

Það er hins vegar af Krieger að segja að hann lét af stiftamtmannsembætti á Íslandi 1836 og varð stiftamtmaður í Álaborg en lést skömmu síðar, aðeins rúmlega fertugur að aldri.

Carl Emil Bardenfleth

Carl Emil Bardenfleth

Carl Emil Bardenfleth.

Næsti húsbóndi Stiftamtmannshússins var aðalsmaðurinn Carl Emil Bardenfleth sem var um þrítugt þegar hann tók við embætti. Hann var mágur Moltkes, fyrsta stitamtmannsins í húsinu, en uppeldisbróðir fyrrnefnds Friðriks Kristjáns Danaprins. Þess naut hann í ríkum mæli síðar. Bardenfleth var áhugasamur um íslensk málefni, lagði sig fram um að læra íslensku og lét son þeirra hjóna, sem fæddist í Reykjavík, heita Ingolf eftir Ingólfi Arnarsyni.

Mikið fjör var í kringum Bardenfleth í Reykjavík. Meðal annars efndi hann til leiksýninga í Stiftamtmannshúsinu, vafalaust í salnum baka til í húsinu. Stiftamtmaðurinn lék sjálfur og fór m.a. í kvenmannsgervi þegar hann lék Pernillu í leikritinu Misforstaaelse paa Misforstaaelse eftir Overskou en meðal annarra leikenda voru tveir frægir danskir náttúrufræðingar, Chr. Scythe og Japetus Steenstrup, sem þá voru við rannsóknir á Íslandi. Tvær íslenskar stúlkur, Sylvia Thorgrimsen og Þóra Melsted, tóku þátt í þessari sýningu og var það í fyrsta sinn sem konur voru orðaðar við leiklist á Íslandi.

Þóra Melsted

Þóra Melsted.

Stiftamtmannstíð Bardenfleths lauk fyrr en ætlað var. Eftir aðeins þriggja ára dvöl á Íslandi var hann kallaður til Danmerkur. Æskuvinurinn Friðrik Kristján var nú orðinn krónprins og vildi fá Bardenfleth til sín sem hirðmeistara. Bardenfleth átti þó eftir að koma mikið við sögu Íslands áfram. Þegar Alþingi kom saman í Reykjavík 1845, eftir að það var endurreist, var Bardenfleth sendur hingað sem fulltrúi konungs og aftur 1847.

Frami hans varð mikill og skjótur í Danmörku eftir að Friðrik VII tók við völdum 1848. Konungur skipaði þennan vin sinn þegar í ráðuneyti sitt. Bardenfleth gegndi lykilhlutverki sem dómsmálaráðherra í byltingarumrótinu 1848-1849 þegar einveldi var afnumið og Danir fengu stjórnarskrá. Þó að skoðanir féllu ekki alltaf saman var Bardenfleth sem konungsfulltrúi og ráðherra í góðu sambandi við Jón Sigurðsson og aðra Íslendinga í Kaupmannahöfn um málefni Íslands.

Stiftamtmaðurinn sem tók við af Bardenfleth var Torkild Abraham Hoppe, yngri bróðir P. F. Hoppe sem áður var stiftamtmaður. Áður hafði hann starfað í Rentukammerinu í Kaupmannahöfn og komið þar að málum Íslands, einkum verslunarmálum.

Mathias hans Rosenørn

Hans Mathias Rosenörn

Hans Mathias Rosenörn.

Og enn var skipaður nýr stiftamtmaður 1847 og átti heimili sitt og skrifstofur í Kóngsgarði við Lækjartorg. Sá var Matthias Hans Rosenørn, 33 ára gamall, og fór gott orð af honum þau tvö ár sem hann bjó í Reykjavík. Hann gaf m.a. öllum götum bæjarins ný nöfn, sem enn eru flest við lýði, og tölusetti hús. Árið 1849 var hann kallaður til Kaupmannahafnar og tók við embætti innanríkisráðherra. Tveir fyrrverandi stiftamtmenn Íslands, Bardenfleth og Rosenørn, sátu þá saman í ríkisstjórn Danmerkur. Eftir að hann lét af ráðherraembætti 1851 var hann löngum ráðunautur dönsku stjórnarinnar um íslensk málefni.

Jørgen Ditlev Trampe

Jørgen Ditlev Trampe

Jørgen Ditlev Trampe.

Árið 1850 var 47 ára gamall greifi skipaður stiftamtmaður á Íslandi og kom til Íslands með sína stóru fjölskyldu. Hann hét Jørgen Ditlev Trampe og þótti glaðlyndur náungi og viðkunnanlegur. Hann tók upp á því að láta rita embættisbréf sín á íslensku en þau höfðu jafnan verið á dönsku áður. Hann naut vinsælda til að byrja með þær hjöðnuðu allmikið við þá atburði sem gerðust á þjóðfundinum 1851 og í kjölfar hans. Fundurinn átti að færa Íslendingum nýja stjórnarskrá en Trampe sleit honum í miðju kafi. Lokaorð þjóðfundarins ‒ Vér mótmælum allir ‒ voru lengi í minnum höfð sem eins konar hápunktur í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Reiðibylgja reis upp gegn Trampe og skírðu menn hunda sína eftir amtmanninum víða um land í óvirðingarskyni við hann. Hann gerði þó ekki annað en uppfylla embættisskyldu sína með því að fylgja fyrirmælum frá Kaupmannahöfn. Trampe sat í embætti til 1860 og var oft líflegt í kringum hann. Hann efndi til leiksýninga í Stiftamtmannshúsinu, eins og Bardenfleth áður, og lék sjálfur. Einnig tók hann upp á að hafa tombólu (hlutaveltu) fyrir almenning í Stiftamtmannshúsinu en slíku fyrirbæri höfðu Íslendingar ekki kynnst áður.

Veisluhöld

Frederick Dufferin

Frederick Dufferin.

Stiftamtmenn sem sátu í Kóngsgarði við Lækjartorg voru fremstu menn landsins, eins konar forsætisráðherrar síns tíma, og héldu uppi risnu fyrir hönd yfirboðara síns, Danakonungs. Eftir að Alþingi var endurreist bauð stiftamtmaður þingmönnum jafnan til veislu í húsi sínu og þegar virðulega erlenda gesti bar að garði var þeim að sjálfsögðu boðið heim til stiftamtmannsins. Í tíð Trampes var óvenjulega mikið um hátignarlega gesti, sérstaklega sumarið 1856. Í júní komu breski lávarðurinn Frederick Dufferin í heimsókn. Fræg er lýsing hans á veislu honum til heiðurs í Kóngsgarði sem helstu embættismenn landsins sátu. Þar reyndu Trampe greifi og Dufferin lávarður að drekka hvorn annan undir borðið milli þess sem þeir héldu ræður á bjagaðri latínu. Dufferin segist í ferðasögu sinni muna óglöggt eftir því hvernig veislan endaði.
Í sama mánuði kom franskur floti til Reykjavíkur og var fyrir honum Jerôme Napóleon prins, bróðursonur Napóleons mikla og frændi Napóleons III sem þá var við völd í Frakklandi. Danska blaðið Fædrelandet var mjög hneysklað á yfirgangi Frakka í þessari heimsókn. Það skýrir svo frá veislu sem Trampe greifi hélt Napóleons prins til heiðurs:

Jerôme Napóleon

Jerôme Napóleon.

„Í stærstu stofunni í bústað stiftamtmanns blöstu við tvö stór og glæsileg olíumálverk af franska keisaranum [Napóleon III] og keisaraynjunni. Sýna málverkin þau bæði standandi og í nær fullri líkamsstærð. Þessi sömu málverk höfðu áður skreytt danssalinn stóra í herskipinu Artemise, þegar veisla var haldin þar um borð 6. júlí. Heyrst hafði, að Napóleon prins hefði gefið Trampe greifa þessi málverk, en þegar boðsgestir spurðu nú Demas flotaforingja um þetta, þá var svar hans, að þau „hafi verið gefin stiftamtmannsbústaðnum“… Segja má að þessi stóru og verðmætu málverk hafi í veislunni sett sinn sterka svip á stofu greifans og það svo, að menn tóku varla eftir málverkinu af Kristjáni VIII Danakonungi, sem fært hafði verið úr Alþingissalnum og hengt upp á milli myndanna af Frakkakeisara og frönsku keisaraynjunni. Enn síður bar á myndinni af okkar núverandi konungi, Friðriki VII, en málverk af honum hékk í bakgrunni andspænis inngangi.“
Síðar þetta viðburðaríka sumar í Reykjavík kom Vilhjálmur prins af Óraníu, ríkisarfi Hollands, og var honum haldin mikil kvöldveislu í Stiftamtmannshúsinu og dansað í garðinum.

Hilmar og Olufa Finsen

Hilmar Finsen

Hilmar Finsen.

Staða Íslands var í óvissu á þessum árum og var enginn stiftamtmaður skipaður um fimm ára skeið eftir að Trampe hvarf á braut árið 1860. Þórður Jónassen landsyfirréttardómari gengdi þá stöðu setts stiftamtmanns og bjó í Stiftamtmannshúsinu ásamt fjölskyldu sinni.

Meðan Alþingi sat að störfum sumarið 1865 var nýr stiftamtmaður að koma sér fyrir í embættisbústaðnum fyrir austan læk. Hann hét Hilmar Finsen, 41 árs gamall, og átti eftir að sitja þar lengi. Hann var íslenskur að föðurkyni, sonarsonur Hannesar Finnssonar Skálholtsbiskups, en fæddur og uppalinn í Danmörku enda danskur að móðurkyni. Hann hafði verið bæjar- og héraðsfógeti í Sønderborg í Slésvík en hrakist þaðan þegar Prússar hernámu Slésvík árið 1864. Ísland hafði verið í stjórnskipunarlegu tómarúmi frá því að einveldi var afnumið 1849 og nú bundu dönsk stjórnvöld vonir við að Hilmar Finsen gæti haft áhrif á Íslendinga vegna íslensks ætternis síns og annarra hæfileika þannig að hægt yrði að festa Ísland örugglega innan vébanda Danaveldis.

Olufa Finsen

Olufa Finsen.

Um leið og Hilmar tók við embætti stiftamtmanns gerði hann ráðstafanir til að stækka Stiftamtmannshúsið sem honum þótti of lítið. Hann fór fram á að fá að hækka framhlið hússins um eina hæð en til vara að byggja stóran kvist. Stjórnvöld í Danmörku féllust á varatillöguna og sumarið 1866 var breiðkvisturinn, sem síðar hefur sett svip á framhlið hússins, bætt við en með honum stækkaði húsið verulega. Kvisturinn var notaður fyrir skrifstofur embættisins og skjalasafn en stiftamtmannshjónin tóku alla neðri hæðina undir íbúð sína. Við sama tækifæri var núverandi dyraumbúnaður í gotneskum stíl settur á aðalinngang hússins og hellur á þakið í stað timburþaks. Danski byggingarmeistarinn C. Klentz bar ábyrgð á þessum breytingum.

Stiftamtmannsbústaðurinn var mikið menningarheimili á dögum Hilmars og Olufu konu hans sem var dönsk. Hún var tónlistarmenntuð og beitti sér mjög í tónlistarlífinu í Reykjavík auk þess sem hún átti veigamikinn þátt í stofnun Kvennaskólans í Reykjavík. Sjálf kenndi hún á píanó og hafði milligöngu um að útvega þeim Íslendingum sem hugðu á tónlistarnám í Kaupmannahöfn góða kennara. Hún varð fyrst til að æfa blandaðan kór kvenna og karla í Reykjavik 1868 og samdi sjálf kantötu sem flutt var við útför Jóns Sigurðssonar forseta og Ingibjargar Einarsdóttur vorið 1880.

Í kjölfar svokallaðra stöðulaga, sem sett voru einhliða af Dönum 1871, var sett á stofn embætti landshöfðingja í stað stiftamtmannsembættisins og var Hilmar Finsen skipaður fyrsti landshöfðinginn árið 1873. Þjóðfrelsisöflunum á Íslandi líkaði ekki þróun mála og að morgni þess dags sem landshöfðingi tók við embætti urðu menn þess varir að á fánastöng framan við Landshöfðingjahúsið, sem nú var svo kallað, hafði verið dregin upp tuska sem á var letrað „Niður með landshöfðingjann“. Sumar frásagnir herma að með tuskunni hafi hangið dauður hrafn. Einnig voru fest upp spjöld víða um bæinn með samhljóða áletrunum. Var þetta allt fjarlægt í skyndi.

Konungsheimsóknin 1874

Konungsheimsóknin 1874

Konungsheimsóknin 1874.

Árið 1874 var uppi fótur og fit í Reykjavík. Í tilefni af 1000 ára afmæli Íslandsbyggðar ætlaði konungurinn sjálfur, Kristján IX, að heimsækja landið. Var það í fyrsta sinn sem konungur lét svo lítið að heimsækja þessa fjarlægu eylendu. Ekki var um mörg hús í Reykjavík að ræða sem gætu hýst konung og varð það úr að Hilmar Finsen landshöfðingi og Olufa kona viku fyrir konungi í Landshöfðingjahúsinu og fluttu sjálf upp á loft. Anna dóttir þeirra minntist þessa síðar í viðtali. Hún sagði:

Kristján IX

Kristján IX.

„Ég var að vísu ekki nema sex ára. En ég man eftir öllu umrótinu, sem var í húsinu, meðan verið var að undirbúa komu þeirra Kristjáns IX og Valdimars prins. Stiftamtmannshúsið eða Landshöfðingjahúsið, sem þá var kallað, því þá var faðir minn orðinn landshöfðingi, var allt fágað og prýtt. Íbúð okkar var á neðri hæð, en skrifstofur og skjalasafn uppi á lofti. Við urðum að flytja okkur upp á loftið, jafnvel inn í skjalakompuna, svo að hinir tignu gestir gætu haft íbúðina niðri. Þeir sváfu alltaf í íbúð okkar, meðan þeir dvöldu í Reykjavík og borðuðu morgun- og kvöldverð hjá okkur… Kristján konungur var mjög blátt áfram og lítilþægur í daglegri umgengni. Daginn, sem hann kom og fylgd hans, vorum við landshöfðingjabörnin í okkar fínu, nýju fötum. Við systurnar höfðum lært að hneigja okkur. Þegar konungur kom og ég hneigði mig fyrir honum, klappaði hann á kollinn á mér og sagði: „Vel hefur þú lært að hneigja þig, stúlka litla“. Eitt sinn spilaði hann kroket á vellinum við Landshöfðingjahúsið. Það þótti okkur ekki ónýtt.“

Eins og kunnugt er færði Kristján IX Íslendingum stjórnarskrá í þessari ferð og fer vel á því að stytta af honum með stjórnarskrána í hendi standi fyrir framan Stjórnarráðshúsið. Kristján IX var stundum kallaður tengdafaðir Evrópu því að síðar urðu bæði Bretakonungur og Rússakeisari tengdasynir hans og einn sona hans varð Grikkjakonungur. Má heita að allt kóngaslekti í Evrópu sé nú af honum komið.

Bergur Thorberg og Magnús Stephensen

Bergur Thorberg

Bergur Thorberg.

Hilmar Finsen lét af embætti landshöfðingja 1882 og varð síðan um skeið innanríkisráðherra Dana. Eftir hann gegndu tveir Íslendingar embætti landshöfðingja þar til heimastjórn komst á árið 1904. Þeir voru Bergur Thorberg sem tók við af Hilmari en lést í embætti 1886 og Magnús Stephensen, síðasti landshöfðinginn.

Til er lýsing á húsakynnum Landshöfðingjahússins á dögum Magnúsar Stephensen og er hún á þessa leið:

Frá útidyrum var fyrst komið inn í lítið fordyri. Til hægri handar var skrifstofa landshöfðingjans en inn af henni svokallað frúarherbergi. Þar hafði landshöfðingjafrúin afdrep eða vinnustofu. Baka til sunnan megin í húsinu var stærsta og veglegasta stofa hússins, svokallaður salur, og inn af henni í suðausturhorninu lítið herbergi sem gekk undir nafninu kabinet.

Magnús_Stephensen

Magnús_Stephensen.

Til vinstri handar við fordyrið var gengið inn í svefnherbergi landshöfðingjahjónanna en inn af því var barnaherbergi. Stórt eldhús var þar fyrir aftan í norðausturhluta hússins en bakdyrainngangur í bláhorninu. Í miðju hússins aftan til ‒ milli eldhúss og salar ‒ var borðstofa. Hægt var að ganga beint inn í hana úr forstofunni.

Úr forstofunni lá stigi í sveig upp á efri hæðina. Þar í suðurhelmingi kvistsins vestan megin var hin almenna skrifstofa landshöfðingja. Þar sátu landshöfðingjaritarinn og skrifari að störfum. Norðanmegin í kvistinum voru skjalageymslur. Í norðurenda uppi hafði landshöfðinginn þrjú svefnherbergi auk þurrklofts.

Stjórnarráð Íslands

Fálkamerkið

Fálkamerkið.

Við stofnun heimastjórnar 1. febrúar 1904 var ákveðið að Landshöfðingjahúsið yrði aðalaðsetur landsstjórnarinnar, síðar ríkisstjórnar Íslands, og hefur það síðan verið kallað Stjórnarráðshús. Jafnframt var ákveðið að gera það einvörðungu að skrifstofuhúsi. Fálkamerkinu, hinu nýja skjaldarmerki Íslands, var þá komið fyrir yfir höfuðinnganginum. Allmiklar breytingar voru einnig gerðar á húsinu.

Borðstofunni baka til, sem gengið var inn í beint úr fordyrinu, var nú skipt í tvö herbergi, annað var gert að biðstofu, hitt að herbergi dyravarðar. Skrifstofa Hannesar Hafstein, fyrsta ráðherra Íslands, var í salnum baka til í sunnanverðu húsinu en kabinetið þar fyrir innan varð nú eins konar hvíldarherbergi ráðherrans. Eldhúsinu, sem áður var aftan til í húsinu norðanverðu, var breytt í skrifstofu Klemensar Jónssonar landritara en staða hans var ígildi ráðuneytisstjóra sem síðar varð.

Skjaldarmerkið

Skjaldamerkið var sett á Stjórnarráðshúsið á valdatíð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.

Undir ráðherra Íslands voru þrjár skrifstofur sem hver um sig hafði afmörkuð verkefni, líkt og ráðuneytin síðar. Fyrstu skrifstofu, sem annaðist dóms- og kirkjumál, var komið fyrir í herbergjunum tveimur til hægri við innganginn þar sem áður var skrifstofa landshöfðingja og frúarherbergi. Þar réði ríkjum Jón Magnússon skrifstofustjóri, síðar forsætisráðherra. Önnur skrifstofa, sem annaðist atvinnu- og samgöngumál, var beint á móti í herbergjunum þar sem áður voru svefnherbergi landshöfðingjahjónanna. Þar réði ríkjum Jón Hermannsson skrifstofustjóri. Í kvistinum uppi var svo þriðja skrifstofa, sem annaðist fjármál. Þar var Eggert Briem skrifstofustjóri. Uppi á lofti var einnig íbúð dyravarðar í norðurendanum, skjalageymslur og fleira.

Þegar ráðherrar urðu þrír árið 1917 var óhjákvæmilegt að stækka Stjórnarráðshúsið. Var þá ráðist í að setja kvist á austanvert húsið, svipaðan þeim sem er á framhliðinni. Þeirri framkvæmd var lokið um haustið. Auk þess var innréttuð íbúð fyrir dyravörð í litlu timburhúsi sem stóð fyrir aftan Stjórnarráðið og hafði verið notað fyrir geymslur. Þar bjó dyravörður hússins allt til ársins 1958.

Stjórnarráðshúsið

Stjórnarráðshúsið.

Í nýja austurkvistinum voru útbúin tvö ráðherraherbergi og biðstofa á milli þeirra. Fyrstu ráðherrarnir sem sátu í þessum nýju skrifstofum voru Sigurður Jónsson atvinnumálaráðherra og Sigurður Eggerz fjármálaráðherra. Fjármálaráðuneytið hafði allan vesturkvistinn en atvinnu- og samgönguráðuneytið lagði undir sig norðurhelming hússins niðri. Jón Magnússon forsætisráðherra, sem auk þess fór með dóms- og kirkjumál, var með suðurhelminginn.
Starfsmenn Stjórnarráðsins, sem unnu í húsinu, voru 13 árið 1904 og fjölgaði ekki fyrr en á tímum fyrri heimsstyrjaldar en árið 1917 voru þeir þá taldir 23. Árið 1939 voru þeir orðnir 31. Eftir það varð ör fjölgun í mannahaldi auk þess sem húsið sprengdi af sér starfsemina.

Fullveldisathöfnin

Stjórnarráðshúsið

Fullveldishátíðin 1918.

Hinn 1. desember 1918 var Ísland viðurkennt fullvalda ríki. Í skugga Spænsku veikinnar og erfiðleika, sem fylgdu fyrri heimsstyrjöldinni, fór þá fram áhrifamikil og alvöruþrungin athöfn við Stjórnarráð Íslands. Veður var hið fegursta, heiðríkt og þurrt. Danska herskipið Islands Falk var í Reykjavíkurhöfn og var það fánum prýtt í tilefni dagsins. Stuttu eftir klukkan hálf tólf gengu sjóliðar af herskipinu í fylkingu með axlaðar byssur og bera byssustingi frá bryggju og upp á Stjórnarráðsblettinn. Jafnframt safnaðist þar fyrir nokkur mannfjöldi. Síðastir komu foringjar herskipsins, skrýddir einkennisbúningum og konsúlar erlendra ríkja sem þá voru í Reykjavík. Þeir gengu upp að dyrum Stjórnarráðshússins en þar var fyrir ríkisstjórn Íslands og helstu embættismenn og borgarar Reykjavíkur.
Stjórnarráðshús
Klukkan kortér i tólf hófst athöfnin með því að lúðrasveitin Harpa lék Eldgamla Ísafold. Sigurður Eggerz fjármálaráðherra hélt síðan ræðu en að henni lokinni var hinn nýi ríkisfáni Íslands dreginn í fyrsta skipti að húni á fánastöng sem komið hafði verið fyrir á vesturkvistinum. Karlmenn tóku ofan hatta sína en Islands Falk lét 21 fallbysskot ríða af í virðingarskyni við hina fullvalda þjóð. Sjóliðarnir hylltu síðan fánann og lúðrasveitin lék fánasönginn, Rís þú unga Íslands merki. Þegar þessu var lokið flutti Lorck skipherra ávarp og síðan var leikið Kong Christian á horn. Síðan hrópuðu allir nífalt húrra fyrir kónginum. Jóhannes Jóhannesson, forseti Sameinaðs þings, flutti minni Danmerkur með tilheyrandi húrrahrópum og danski þjóðsöngurinn var leikinn en athöfninni lauk með „Ó, guð vors lands“ og húrrahrópum fyrir hinu nýja íslenska ríki.

Lýðveldishátíðin 1944

Lýðveldishátíðin 1944

Lýðveldishátín 18. júní 1944.

Hinn 18. júní 1944, daginn eftir lýðveldisstofnun, fóru fram mikil hátíðarhöld í Reykjavík. Í ritinu Lýðveldishátíðin segir:

„Stjórnarráðið – en svo heitir það í daglegu tali – var eins konar altari þessa mikla mannfundar. Það ræður enn, þó gamalt sé og ekki háreist, öllum svipnum á Lækjartorgi… En undir þess æruverðuga, gráa múr fór nú fram fyrsti þjóðfundur hins unga lýðveldis – eftir sjálfan stofndaginn – þar sem fyrsti forsetinn hélt sína fyrstu stórræðu og fulltrúar allra landsmálaflokka mættust einhuga um þann hornstein, sem nú væri lagður að framtíð þjóðarinnar.“

Ráðuneytin tínast í burtu ‒ forsetaskrifstofan

Stjórnarráðið

Stjórnarráðshúsið.

Stjórnarráðshúsið við Lækjartorg var látið duga fyrir ráðuneytin til ársins 1939 og þykir mörgum það kynlegt nú til dags, miðað við hversu umfang þeirra er orðið mikið. Arnarhvoll við Lindargötu var að vísu tekinn í notkun 1930 en í honum voru framan af eingöngu stofnanir og embætti á vegum ríkisins en ekki ráðuneytin sjálf.

Árið 1939 tók við völdum svokölluð þjóðstjórn en í henni voru fimm ráðherrar en höfðu aldrei verið fleiri en þrír fram að þeim tíma. Ljóst var að ekki var pláss fyrir fimm ráðherra í Stjórnarráðshúsinu. Var þá gripið til þess ráðs að flytja fjármálaráðuneytið í Arnarhvol en atvinnumálaráðuneytið flutti í húsnæði þess uppi á lofti Stjórnarráðshússins. Nýstofnað viðskiptaráðuneyti fékk og inni í Arnarhvoli. Á næstu árum jókst mannahald ráðuneyta óðum, eins og áður var vikið að, og ný voru stofnuð. Atvinnumálaráðuneytið var flutt í Arnarhvol árið 1943 en dóms- og kirkjumálaráðuneytið í Túngötu 18 árið 1946. Voru þá einungis forsætisráðuneytið, utanríkisráðuneytið og menntamálaráðuneytið eftir í gamla Stjórnarráðinu, það síðastnefnda uppi á lofti. Skrifstofa forsætisráðherra var í aftanverðu húsinu sunnan til en skrifstofa utanríkisráðherra til vinstri handar við fordyrið í húsinu framan til.

Vigdís Finnbogadóttir

Vigdís Finnbogadóttir forseti.

Menntamálaráðuneytið var flutt að Hverfisgötu 6 árið 1968 og utanríkisráðuneytið í húsakynni lögreglustöðvarinnar við Hlemm árið 1973.

Forsætisráðuneytið var þá eitt eftir ráðuneyta í gamla Stjórnarráðinu og hefur svo verið fram á þennan dag.
Þegar utanríkisráðuneytið hvarf á brott var skrifstofa forseta Íslands flutt í fyrri skrifstofur þess í framanverðu húsinu norðan til. Áður hafði skrifstofa forsetans verið í Alþingishúsinu. Þarna sátu síðan Kristján Eldjárn og Vigdís Finnbogadóttir í nábýli við skrifstofur framkvæmdavaldsins og í raun undir forsjá forsætisráðherra í húsnæðismálum. Árið 1996, áður en Ólafur Ragnar Grímsson tók við embætti forseta Íslands, ákvað ríkisstjórn Íslands að kaupa húsið Sóleyjargötu 1 fyrir forsetaskrifstofur og hefur forsætisráðuneytið síðan haft allt hið gamla og sögufræga Stjórnarráðshúsið til afnota. Forsætisráðherrar Íslands frá Hannesi Hafstein til þessa dags hafa allir með tölu setið í húsinu.
Allmiklar endurbætur og viðgerðir fóru fram á Stjórnarráðsbyggingunni eftir að skrifstofa forseta Íslands var flutt annað. Um húsakynni eftir þær úrbætur segir Þorsteinn Gunnarsson arkitekt:

„Sé gengið í bæinn eftir endurbætur, er fyrst komið í forstofu, sem eitt herbergja í húsinu hefur alla tíð haldist óbreytt að stærð og lögun… Úr forstofu er gengið í biðstofu, sem ásamt tveimur forrýmum báðum megin forstofu er klædd brjóstþili og að ásýnd áþekk innri gerð hússins á tímabilinu 1873-1917. Inn af biðstofunni eru í suðurenda hússins skrifstofuherbergi aðstoðarmanns ráðherra og fundarherbergi ríkisstjórnar, en í norðurenda fundarherbergi og skrifstofa forsætisráðherra. Þessi herbergi eru nú heilklædd innan eins og 1820, þrjú þeirra með nýsmíðuðu brjóstþili og römmum, en hið fjórða og fyrstnefnda þiljað innan með leifum af klæðningum úr sal Moltke greifa. Á efri hæð hússins er frágangur allur einfaldari og með svipuðu sniðir og tíðkaðist á fyrri hluta tuttugustu aldar.“

Stjórnarráðsbletturinn og stytturnar

Stjórnarráðshúsið

Tukthúsið 1820.

Árið 1787 var danskur maður, Henrik Scheel, skipaður ráðsmaður tugthússins. Hann var áhugamaður um garðrækt og gróðursetti m.a. tré á lóð hússins. Þau tré mörkuðu upphaf trjáræktar í Reykjavík. Hann var einnig með blóma- og matjurtagarða fyrir framan húsið og hafði þar vermireiti og listhús.

Stjórnarráðshúsð

Stjórnarráðshúsið.

Á dögum stiftamtmanna og landshöfðingja voru miklir matjurtagarðar í brekkunni og sjást þeir á elstu myndum af því. Bletturinn fyrir framan húsið náði alveg niður að Læknum og var brú yfir Lækinn gegnt húsinu með fallegu handriði báðum megin og veglegu hliði. Einnig var um tíma grindverk meðfram læknum fyrir framan blettinn. Grjótgarðar afmörkuðu lóðina við Bankastræti og Hverfisgötu ‒ eftir að hún kom 1905.

Þegar heimastjórnin komst á 1904 og húsið var gert að Stjórnarráði Íslands voru kálgarðar á Stjórnarráðsblettinum fljótlega aflagðir en ráðherrahestarnir voru gjarnan hafðir þar á beit meðan þeir voru við lýði. Lækurinn var byrgður árið 1912 og um það leyti var Stjórnarráðsbletturinn girtur af frá Lækjartorgi með steinstólpum og pottjárnsgirðingu. Árið 1925 var sams konar girðing sett meðfram Bankastræti en lengi var bárujárnsgirðing Hverfisgötumegin.

Stjórnarráðshúsið

Styttan af Jóni Sigurðssyni, leiðtoga sjálfstæðisbaráttu Íslendinga á 19. öld, var afhjúpuð við Stjórnarráðið 1911 þar sem hún stóð allt til ársins 1931 þegar hún var flutt á Austurvöll. Þar stendur Jón enn í dag og fylgist með alþingi og mannlífinu í miðbænum. Styttuna, og lágmyndina „Brautryðjandinn“ á stalli hennar, gerði Einar Jónsson myndhöggvari í tilefni af 100 ára afmæli Jóns Sigurðssonar (17. júní 1811 – 7.desember 1879) og var verkið gjöf frá Íslendingum austanhafs og vestan.

Stór flaggstöng var á Stjórnarráðsblettinum þar sem Dannebrog var flaggað í tíð stiftamtmanna, landshöfðingja og fyrstu ráðherranna. Þegar Íslendingar fengu eigin fána 1915 var önnur flaggstöng reist og var þá um þriggja ára skeið bæði Dannebrog og íslenska fánanum flaggað. Þessar stangir voru teknar niður eftir að Ísland varð frjálst og fullvalda ríki 1918. Íslenska fánanum hefur síðan verið flaggað á vesturkvisti hússins.

Kristján IX

Sytta af Kristjáni IX. framan við Stjórnarráðshúsið.

Á 100 ára afmæli Jóns Sigurðssonar forseta 17. júní 1911 var höggmynd hans eftir Einar Jónsson myndhöggvara komið fyrir framan við Stjórnarráðsbygginguna og árið 1915 annarri af Kristjáni IX eftir sama mann.
Styttan af Jóni Sigurðssyni var flutt á Austurvöll 1931 en í stað hennar var afhjúpuð stytta af Hannesi Hafstein, fyrsta ráðherranum, á þeim stað sem styttan af Jóni hafði áður staðið. Er hún einnig eftir Einar Jónsson.

Árið 1971 var Lækjargata breikkuð fyrir framan Stjórnarráðið og var þá Stjórnarráðsbletturinn minnkaður verulega og stytturnar fluttar ofar í lóðina. Girðingin fyrir framan húsið var þá tekin af en í stað hennar komu upphækkuð blómabeð með tröppum sem liggja að gangveginum að húsinu. Hefur svo verið síðan.

Heimild:
-https://www.stjornarradid.is/raduneyti/forsaetisraduneytid/stjornarradshusid/Stjórnarráðshúsið

Stytta af Hannes Hafstein framan við Stjórnaráðshúsið.

Reykjavík

Í Skírni árið 1979 birtist erindi Lýðs Björnssonar um „Reykjavík; upphaf höfuðstaðar„, sem hann flutti á aðalfundi Hins íslenska bókmenntafélags 16. desember 1978. Hér er erindið stytt að nokkru.

Lýður Björnsson

Lýður Björnsson.

„Haft hefur verið fyrir satt, að Ingólfur Arnarson frá Dalsfirði í Firðafylki í Noregi hafi fyrstur norrænna manna numið land á Íslandi og byggt í Reykjavík. Þetta á að hafa gerzt um 870.
Fornrit herma, að Ingólfur hafi, áður en hann ákvað bústað sinn, verið búinn að ferðast meðfram meginhluta suðurstrandarinnar og þá væntanlega kannað land þar nokkuð. Staðarvalið virðist síðar hafa vakið furðu, enda leggur skrásetjari Landnámu þræli Ingólfs í munn hin kunnu orð, er ljóst varð, að Reykjavík varð fyrir valinu: „Til lítils fórum vér um góð héruð, ef vér skulum byggja útnes þetta.“ Má ætla, að ummæli þessi spegli viðhorf 12. og 13. aldar manna til bústaðarvalsins. Á síðari árum hefur Benedikt Gíslason, fræðimaður frá Hofteigi, bent á, að búsældarlegra hafi verið við Sund á landnámsöld en á Suðurlandsundirlendinu. Þetta er hárrétt athugað, enda hefur fiskur verið þar á miði, fugl í eyjum, selur á skerjum og hafnarskilyrði góð af náttúrunni. Auk þess er líklegt, að kjarrs hafi gætt minna í seltunni úti við hafið, en allgróskumikið kjarr hlýtur að hafa torveldað samgöngur um mikinn hluta Suðurlandsundirlendisins á landnámsöld og hulið þar hin minni kennileiti. Lægðir og harðbalar meðfram sjó hafa þá sennilega verið skógvana, og þá líka malarkamburinn milli vogs þess, sem skerst inn úr Kollafirði austan Örfiriseyjar, og Reykjavíkurtjarnar. Birkikjarr hefur þó hulið öll holt í nágrenni þessa staðar. Reki mun og hafa verið til búdrýginda á Seltjarnarnesi, þótt margri góðri spýtu hafi skolað út aftur aldirnar næstu fyrir landnám og aðrar fúnað uppi á malarkambi líkt og á síðari öldum.

Reykjavík

Reykjavík – elsti uppdráttur 1715 eftir Hans Hoffgaard.

Ingólfur Arnarson sló að sögn Landnámu eign sinni á landsvæðið milli Ölfusár og Hvalfjarðar. Hér er um svo víðáttumikið landsvæði að ræða, að einum bónda mundi nú veitast fullerfitt að nýta það að gagni, þrátt fyrir alla tækni 20. aldar. Má því geta nærri, hvernig landnemi, sem aðeins réði yfir tækni 9. aldar, gat nálgazt það takmark, enda á Ingólfur að hafa brugðið á það ráð að selja eða gefa hluta landnáms síns. Ætla má því, að það hafi fljótlega skipzt milli allmargra eigenda. Björn Teitsson sagnfræðingur telur líklegt, að í öndverðu hafi aðeins þrjár jarðir verið í byggð á utanverðu Seltjarnarnesi, Nes við Seltjörn, Reykjavík og Laugarnes. Tvær fyrsttöldu jarðirnar voru metnar á 100 hundruð eða meira í sumum jarðabókum.

Reykjavík

Reykjavík og nágrenni 1703.

Uppblástur fylgdi í kjölfar vaxandi byggðar og flest holt í nágrenni Reykjavíkur voru orðin örfoka um 1500 að sögn dr. Þorleifs Einarssonar. Þrátt fyrir þetta virðist byggð hafa þétzt í Seltjarnarneshreppi á tímabilinu 1200—1500. Má ætla, að íbúarnir hafi þá í auknum mæli lifað á sjávargagni, enda herðust fiskveiðar mjög í vöxt á 14. og 15. öld. Landeigendur brugðu þá á það ráð að leigja mönnum afmarkaða túnskák og heimila þeim beit í óskiptu landi þeirrar jarðar, sem túnskákin hafði tilheyrt. Með þessu tryggðu landeigendur sér aukinn vinnukraft, enda hvíldu ýmsar vinnukvaðir á ábúendum smábýla af þessu tagi, t.d. skipsróður. Smábýli þessi nefndust hjáleigur. Þrjár hjáleigur a.m.k. voru í landi Ness við Seltjörn 1397 og um 1700 voru 8 hjáleigur í landi Reykjavíkur. Munu þær hafa verið fleiri fyrrum.

Reykjavík

Reykjavík-jarðir og hjáleigur 1703.

Fiskur var mjög eftirsótt vörutegund í Evrópu á 14. öld og næstu aldir á eftir. Talið er, að borgamyndun og föstuboð kaþólsku kirkjunnar séu helztu orsakir þessa. Afleiðing varð sú, að fiskverð hækkaði mikið eða því nær þrefaldaðist á árunum 1200—1550. Þetta ýtti undir fjársterka aðila að eignast útróðrarjarðir, og var kirkjan þar fremst í flokki. Sama þróun varð í Seltjarnarneshreppi og annars staðar. Þannig átti Skálholtsstóll höfuðbólið Nes og fjórar jarðir aðrar í hreppnum um siðaskipti. Konungur þröngvaði síðan stólnum til að skipta á jörðum þessum og fleiri útróðrarjörðum í Kjalarnesþingi fyrir jarðir í landbúnaðarhéruðum á árunum 1556 og 1563, og árið 1616 keypti sami aðili meginhluta Reykjavíkur af erfingjum Narfa lögréttumanns Ormssonar. Útræði var stundað frá Reykjavík, en mikilvægi staðarins hafði og vaxið er hér var komið sögu vegna tilkomu verzlunar. Skal nú vikið lítilsháttar að því atriði og fylgt ritgerð eftir Helga Þorláksson sagnfræðing.

Reykjanes

Reykjanes við Reykjavík.

Getið er um siglingu á Elliðaár- og Leiruvog á þjóðveldistímabilinu, og kaupstefnur og skipakomur virðast hafa verið töluverðar við Þerney um 1400 og á 15. öld. Þá er getið um kauprein í Gufunesi í skjali einu frá 1496, en þar verzluðu Viðeyjarmenn.
Verzlunar er fyrst getið í Hólmi árið 1521, en sá Hólmur kynni að vera Grandahólmur vestan Örfiriseyjar. Á síðari hluta 15. aldar og öndverðri 16. öld var mikil samkeppni milli Englendinga og Þjóðverja og virðist eðlilegt, að Hólmur hafi orðið verzlunarstaður sem mótvægi við Hafnarfjörð í samkeppni kaupmanna um verzlun við innanverðan Faxaflóa. Þjóðverjar höfðu betur í samkeppninni og voru upp frá því leiðandi aðili í verzlun hérlendis, unz einokunarverzlunin var innleidd 1602. Árið 1608 var dönskum kaupmönnum boðið að rífa verzlunarhús Þjóðverja. Konungur keypti Reykjavík árið 1616 eins og fyrr var getið, en Örfirisey átti hann fyrir. Kemur því til álita, að verzlunin hafi verið flutt úr Grandahólmi til Örfiriseyjar á árunum 1608—1616, enda gat sú ráðstöfun losað kaupmenn við að greiða lóðartolla. Reykjavík átti Grandahólm hálfan. Verzlunin í Örfirisey nefndist síðar Hólmsverzlun.
Fiskgengd virðist hafa verið mikil í Faxaflóa á tímabilinu 1640—1687. Kaupmenn sigldu á hafnir við norðurströnd flóans talsverðan hluta þessa tímabils, t.d. Eyri í Hvalfirði og Straumfjörð, en verzlun þar lagðist af um 1680 vegna atburða erlendis, dauðsfalls í röðum kaupmanna og fjárglæfra. Beindist þá verzlun íbúa Borgarfjarðar- og Mýrasýslu til Reykjavíkur, sem þá lá bezt við samgöngum þaðan af verzlunarstöðunum. Styrkti þetta stöðu Reykjavíkur.

Reykjavík

Reykjavík 1921 – Kristján X. við veiðar í Elliðaánum.

Það styrkti og stöðu Reykjavíkur, að mönnum var a.m.k. þegar um 1700 gert að flytja konungsgjöld ásamt fálkum og laxi konungs þangað. Lax konungs var veiddur í Elliðaám. Áður hafði þessi varningur verið fluttur með skipum Bessastaðamanna, en þau sigldu á Seiluna við Bessastaði. Sú höfn lagðist af, er kaupmenn hófu að taka konungstekjur á leigu 1695.
Hafnarfjörður var mikilvæg verzlunarhöfn mikinn hluta 17. aldar, enda jafnframt varahöfn fyrir Eyrarbakka og Grindavík. Hafnarskilyrði voru góð í Hafnarfirði frá náttúrunnar hendi, en slæm á hinum stöðunum. Fór og svo, að sigling til Grindavíkur hætti um 1640, og viðskipti þeirra, sem þangað höfðu sótt, beindust til Hafnarfjarðar. Landinu var skipt í kaupsvæði árið 1662, og varð kaupsvæði Hafnarfjarðar lítið. Sigling til Grindavíkur hófst á nýjan leik 1664, og skerti þetta hlut Hafnarfjarðar. Sami kaupmaður hélt þó bæði Grindavík og Hafnarfjörð ásamt Eyrarbakka enn um hríð, en hann lét Grindavíkurverzlun af hendi 1684 og Eyrarbakkaverzlun 1692. Eftir það var verzlun í Hafnarfirði um skeið einskorðuð við hið litla kaupsvæði staðarins. Er því ljóst, að Reykjavík var orðin helzti verzlunarstaður við innanverðan Faxaflóa þegar fyrir 1700.

Reykjavík

Reykjavík 1787 – Jón Helgason.

Kaupauðgisstefnan (merkantilismi) var ráðandi stefna í efnahagsmálum meginhluta 17. og 18. aldar. Talsmenn þessarar stefnu lögðu áherzlu á mikilvægi iðnaðar og verzlunar. Báðar þessar atvinnugreinar eiga meiri vaxtarmöguleika í þéttbýli en strjálbýli. Efling þeirra stuðlaði því að þéttbýlismyndun, og þær eru oft nefndar borgaralegar atvinnugreinar. Það virðist því eðlilegt, að hugmyndir um stofnun borga á hinu borgalausa Íslandi taka að skjóta upp kollinum, er Íslendingar og aðrir þeir, sem báru hag landsins fyrir brjósti, kynntust kenningum í anda þessarar stefnu.
Arngrímur Þorkelsson Vídalín (um 1667—1704), rektor og bróðir Jóns biskups lagði í riti sínu Consilium de Islandia til að stofnaðar yrðu tvær kastalaborgir á Íslandi, önnur á Norðurlandi og hin á Suðurlandi. Setulið skyldi vistað í borgum þessum til að halda uppi aga í landinu, og erlendir iðnaðarmenn laðaðir til að setjast þar að og þeir hvattir til að kvænast íslenzkum konum.

Reykjavík

Reykjavík 1787 – Hans Lievog.

Á 18. öld tóku þeir Páll lögmaður Vídalín (1667—1727), Jón Eiríksson konferensráð (1728—1787) og Hans lögmaður Becker (d. 1746) upp þráðinn. Í ritinu Deo, regi, patriæ, sem Jón Eiríksson gaf út árið 1768, er stungið upp á því, að efnt skuli til kaupstaðar á Mýrum og staðnum talið það til ágætis, að innsiglingin þangað sé svo slæm og vandrötuð, að það eitt mundi nægja til varnar gegn ræningjum. Lagt er til, að 5 húkkortur verði gerðar út frá kaupstaðnum og þar stundaður iðnaður og jarðrækt. Í bænum verði reist timburkirkja og þar starfi tveir prestar, bæjarfótgeti og lögreglustjóri. Síðar verði götur kaupstaðarins steinlagðar og þar reistir skólar. Loks er bent á, að íþróttastarfsemi muni með tímanum eflast í kaupstaðnum, t.d. skíðaferðir.

Reykjavík

Reykjavík – Aðalstræti 10; hluti Innréttinganna.

Nokkru fyrir miðja öldina eða 1736 lagði Hans Becker til, að kaupstaðir yrðu stofnaðir á eftirtöldum fimm stöðum: Hafnarfirði, Grundarfirði, Ísafirði, Akureyri og Reyðarfirði. Tíu timburhús skyldu reist í hverjum kaupstað. Hafnarfjörður skyldi vera höfuðstaður landsins og aðsetursstaður helztu embættismanna sunnanlands, en norðlenzkir embættismenn áttu að búa á Akureyri.

Skúli Magnússon

Skúli Magnússon.

Af þessu er ljóst, að fyrir 1750 hafði ekki komið fram tillaga um myndun þéttbýlissvæðis í Reykjavík, sem þó var leiðandi verzlunarstaður við innanverðan Faxaflóa. Næstu ár hóf Skúli fógeti ásamt flestum atkvæðamestu embættismönnum landsins viðamikla tilraun til að efla hér hinar borgaralegu atvinnugreinar auk fiskveiða og landbúnaðar. Stofnuðu þeir fyrirtæki í þessu skyni, og hlaut það nafnið Innréttingarnar. Saga þess verður ekki sögð hér, heldur skal vikið að staðsetningu fyrirtækisins og áhrifum á næsta nágrenni. Svo var ráð fyrir gert, að Innréttingarnar rækju ullariðnað, útgerð, sútun, kaðlagerð o.fl. Ætla hefði mátt, að freistandi hefði verið að staðsetja fyrirtæki, sem lagði svo mikla áherzlu á ullariðnað, á Norðurlandi, en þar hefur sauðfjárrækt verið mikil frá fornu fari. Á móti vó, að betri fiskimið voru fyrir Suðurlandi, og útgerð átti að vera einn þátturinn í rekstrinum.

Reykjavík

Skíp á 18. öld.

Góð hafnarskilyrði frá náttúrunnar hendi hljóta því að hafa verið eitt þeirra atriða, sem stofnendur Innréttinganna hafa haft í huga varðandi staðarval. Góð fiskimið voru á Faxaflóa. Auk þess höfðu byggðarlögin við innanverðan Faxaflóa þann kost að þau lágu tiltölulega skammt frá Þingvöllum, en þar hittust flestir hluthafanna ár hvert. Konungur átti margt jarða við innanverðan Faxaflóa, en hluthafar í Innréttingunum gátu gert sér vonir um að losna við að greiða leigu ef þeir staðsettu fyrirtækið á konungsjörð, og jafnvel að fá jörðina gefins. Fór og svo, að þeir báðu konung um að gefa fyrirtækinu jarðirnar Hvaleyri, Reykjavík og Örfirisey, og varð hann við þeirri bón með konungsúrskurði dagsettum 4. janúar 1752. Allir þessir staðir voru prýddir framangreindum kostum og góðri höfn frá náttúrunnar hendi að auki.

Reykjavík

Þófaramylla við Elliðaár.

Svo fór, að Innréttingunum var valinn staður í Reykjavík, og gerir Skúli fógeti grein fyrir viðhorfi sínu til þess máls í ódagsettu skjali. Hann telur Seltjarnarnes, sem hann nefnir reyndar Saltenes, heppilegasta svæðið til að staðsetja fyrirtækið á, einkum Reykjavík eða Skildinganes. Seltjarnarnes liggi mitt á milli tveggja góðra hafna, Hólms (Örfiriseyjar) og Seilu, og liggi vel við fiskveiðum. Þófaramyllu megi reisa við Elliðaár eða í Laugarnesi, og útgerðin geti haft miðstöð sína í Örfirisey, en þar hagi svo til, að bátum verði auðveldlega hrundið á flot og þeir settir upp. Mismunur flóðs og fjöru sé að vísu mikill eða um 16 fet, en botn sé fastur og sléttur. Eyjan hafi ennfremur þann kost að vera umflotin sjó um flóð og varðgæzla sé aðeins nauðsynleg á einum stað, sem viti móti landi. Skúli er lítið hrifinn af Hafnarfirði sem aðsetursstað fyrir Innréttingarnar, kveður veginn þangað slæman og þar engan mó að hafa. Eldsneyti, hafnarskilyrði, samgöngur og vatn hafa því ráðið úrslitum um staðarvalið, og er það að vonum. Fyrrnefnt skjal hlýtur að vera frá árunum 1750—1751, enda geymir það tillögur til laga fyrir Innréttingarnar og rekstraráætlun fyrir slíkt fyrirtæki ásamt skýringum.

Reykjavík

Örfirisey tengd landi með granda.

Forsvarsmenn Innréttinganna fóru ekki fram á að fá Skildinganes, sem var konungsjörð eins og hinar þrjár, enda mun höfn þar lakari en við Reykjavík og Örfirisey og staðurinn liggur lengra frá Elliðaám og Laugarnesi. Athugasemdin um varðgæzlu í Örfirisey er athyglisverð og bendir til þess að Skúli hafi óttazt þjófnað af fiskbirgðum eða úr verzluninni. Annars bar hann varnir Reykjavíkur talsvert fyrir brjósti og bendir t.d. í lýsingu sinni á Gullbringu- og Kjósarsýslu frá árunum 1782—1784 á, að lítið virki í Engey mundi nægja til að loka báðum innsiglingunum á höfnina, en önnur þeirra er milli Örfiriseyjar og Engeyjar og hin milli Engeyjar og Viðeyjar.
Árið 1703 áttu 69 manns lieima í Reykjavík að hjáleigum meðtöldum, en um 180 manns bjuggu á sama svæði árið 1787. Aukninguna má vafalítið rekja að verulegu leyti til Innréttinganna, þótt blómaskeið fyrirtækisins hafi verið liðið, enda voru aðeins 34 menn í þjónustu þess árið 1780. Mun fleiri unnu hjá fyrirtækinu um 1760, jafnvel um 100 manns samtímis, en á árunum 1767—1773 var samtals 53 starfsmönnum sagt upp. Af vitnisburði um hag þessa fólks, dagsettum 6. marz 1773, er ljóst að fjórðungur þess bjó þá enn í Reykjavík, flestir við sárustu fátækt að sögn. Nokkur hluti þess var fjölskyldufólk.

Reykjavík

Fæstir starfsmanna Innréttinganna höfðu grasnyt. Frá fornu fari höfðu bændur haft mikla vantrú á fólki, sem framfleytti sér og sínum án grasnytja. Slíkt fólk var nefnt þurrabúðarmenn eða tómthúsmenn, en talsverð tómthúsmannahverfi hafa öldum saman verið í grennd við helztu verstöðvar, t.d. á Suðurnesjum og undir Jökli. Þorri bænda hafði horn í síðu tómthúsmanna, og mun ein orsök þess hafa verið ótti við, að tómthúsmenn og fjölskyldur þeirra færu á vergang á aflaleysisárum. Hitt gleymdist, að verstöðvarnar og tómthúsahverfin voru helzta athvarf þeirra bænda, sem flosnuðu upp, er harðindi geisuðu til landsins. Auk þessa munu bændur hafa óttazt, að vinnuafl kynni að dragast að sjávarsíðunni, ef ekki væru reistar skorður við tómthúsmennsku, svo sem ráða má af skjölum frá 15. öld, t.d. bréfi frá Íslendingum til konungs, dagsettu 4. júlí 1480. Slíkt hefði og valdið samkeppni um vinnuafl og kaupgjaldshækkun. Þetta viðhorf átti sinn þátt í því, að hér mynduðust aðeins fámenn þurrabúðarhverfi, en ekki þorp eða borgir.

Reykjavík

Reykjavík – tómthús 1890.

Eðlilegt virðist, ef þetta er haft í huga, að íbúar Seltjarnarneshrepps hafi litið hið nýja tómthúsmannahverfi í Reykjavík nokkru hornauga. Þetta átti líka eftir að koma á daginn og að vonum mest eftir að Innréttingunum tók að hnigna laust fyrir 1770. Starfsmenn Innréttinganna staðhæfa í fyrrnefndu bréfi 2. maí 1771, að fyrirtækið hafi komið fleirum en Reykvíkingum að gagni. Íbúar nágrennisins hafi oft fengið þar vinnu, þegar vinna féll til, og aðstoð í harðindum, bæði mat og peninga.

Reykjavík

Reykjavík 1917.

Ýmsir lifnaðarhættir bæjarbúa breyttust lítið fyrr en talsvert var liðið á 19. öldina. Heimildir frá tímabilinu 1773—1830 geyma gnótt vitnisburða um slark, enda munu Reykvíkingar hafa átt auðveldara með að afla nauðsynlegra vínfanga eftir að verzlunin var flutt til bæjarins úr Örfirisey 1780 og verzlunum tók að fjölga í bænum eftir 1787.

Reykjavík

P.C. Knudtzon reisti kornmyllu á árinu 1864 sem gekk undir nafninu „Hollenska myllan“, en áður hafði hann reyst myllu þar sem nú er Suðurgata 20 (Hólavallamylla). Rekstur myllunar gekk ekki sem skyldi og var hún á tímabili notuð sem geymsla. Myllan var rifin árið 1902.

Um aldamótin 1800 var gerð tilraun til að koma á fót félagsstarfsemi í bænum. Klúbbur að enskri fyrirmynd hafði verið stofnaður í bænum þegar árið 1803 og tveir slíkir virðast hafa starfað hér á árunum 1805—1806. Borgarar bæjarins hittust í klúbbum þessum 2—3 kvöld í viku, og þar voru haldnir nokkrir dansleikir á hverjum vetri. Þrátt fyrir menningarviðleitni af framangreindu tagi var bæjarbragurinn um 1800 sumum ærinn þyrnir í augum.
Þrátt fyrir þennan áfellisdóm kom ýmislegt fram í Reykjavík á tímabilinu 1752—1830, sem til framfara horfði, en ekki tóku landsmenn þeim nýjungum öllum opnum örmum. Ný tækni við ullarvinnslu — notkun rokks og nýrrar gerðar af vefstól — breiddist út frá bænum, en útbreiðslan átti og aðra orsök.

Reykjavík

Hólavallaskóla var komið á fót á Hólavöllum ofan núverandi Suðurgötu í Vesturbæ Reykjavíkur eftir að skólahald í Skálholti var lagt niður. Sögu skólahalds má rekja til þess að hálfri öld eftir kristnitöku á Íslandi eða árið 1056 varð Skálholt biskupssetur. Var þá stofnaður þar skóli til þess að mennta presta til að sinna trúarlífi nýkristina landsmanna. Með konungsboði að loknum siðaskiptum 1550 var biskupsstólunum íslensku gert skylt að reka skóla til að mennta menn til að gegna prestsembættum og einnig gat skólavist verið undirbúningur undir framhaldsnám erlendis. Saga skólahalds í Skáholti endaði sumarið 1784. Þá hrundu öll hús á staðnum nema dómkirkjan í suðurlandjarðskjálfta. Á sama tíma gengu móðuharðindin í lok Skaftárelda yfir og næstum allt búfé staðarins féll vegna gróðurbrests og fóðurskorts. Skólinn var ekki endurreistur í Skálholti. Með konungsúrskurði 15. apríl 1785 var ákveðið að flytja biskupssetrið og skólann til Reykjavíkur. Smíði Hólavallaskóla var lokið sumarið 1786 sama ár og Reykjavík fékk kaupstaðarréttindi sem áttu að efla hana til að gerast höfuðbær svo vitnað sé til orða Jóns Espólín. Var skólinn vígður haustið 1786 í viðurvist ýmissa heldri manna þess tíma. Þar á meðal voru Hans Christopher Diderich Victor von Levetzow stiftamtmaður, Hannes Finnsson biskup, Ólafur Stefánsson amtmaður, Guðmundur Þorgríms-son dómkirkjuprestur og Jón Sveinsson landlæknir viðstaddir athöfnina. Alþingi hélt síðustu fundi sína 1799 og 1800 í húsi Hólavallaskóla áður en það var lagt niður tímabundið. Landsyfirréttur var um tíma í húsinu en hrökklaðist þaðan í febrúarmánuði 1807 vegna kulda og trekks. Skólahúsið var rifið skömmu síðar.

Stjórnvöldum var á ofanverðri 18. öld umhugað um að bæta verkkunnáttu Íslendinga. Þau sendu því sýslumönnum rokka og vefstóla, sem þeir útbýttu ókeypis til þess fólks, er talið var líklegt til að notfæra sér þessi tæki. Auk þessa kostuðu stjórnvöld a.m.k. 20—30 manns til náms í vefnaði og spuna í Danmörku á árunum 1785—1795. Sumt þessa fólks sneri aftur heim til Íslands og stundaði hér iðn sína.

Reykjavík

Málverk Jóns Helgasonar biskups sýnir Hólakot og Hólavallamyllu um 1840.

Hliðstæð kennsla fór fram við Innréttingarnar í Reykjavík. Þessi viðleitni bar þann árangur, að hin nýju tæki og ný tækni útrýmdu eldri vinnubrögðum á tiltölulega skömmum tíma. Öðru máli gegndi um kerru og hjólbörur. Þessi tæki voru keypt til Reykjavíkur 1752 og hafa verið í notkun hér síðan. Útbreiðsla þeirra um landið virðist aftur á móti hafa verið mjög hæg, og er það skiljanlegt að því er kerruna varðar, enda var landið vegalaust, en öðru máli gegnir um hjólbörurnar. Þær hefðu þó átt að létta mörg dagleg störf.Aðeins tveir barnaskólar störfuðu í landinu á 18. öld svo að öruggt sé. Barnaskóli tók til starfa í Vestmannaeyjum árið 1745 og starfaði fram yfir 1760, og Hausastaðaskóli tók til starfa 1791 og starfaði rúmlega tvo áratugi.

Reykjavík

Viðeyjarstofa.

Reykjavík var helzti þéttbýlisstaður landsins á ofanverðri 18. öld. Þess var því að vænta, að þar kæmu fram hugmyndir um stofnun barnaskóla, enda varð sú raunin. Af bréfi frá Sunchenberg kaupmanni til Levetzows stiftamtmanns, dagsettu 3. febrúar 1786, og bréfum stiftamtmanns til kaupmanns þessa, dagsettum 24. desember 1785 og 13. febrúar 1786, er ljóst, að Sunchenberg hóf fjársöfnun til skólastofnunar hinn 8. janúar 1785. Lét hann í þessu skyni setja upp söfnunarkassa í verzlun sinni. Stiftamtmaður bannaði þessa fjáröflunaraðferð, og undrast kaupmaður það mjög, enda væri þessi háttur algengur í Kaupmannahöfn. Alls söfnuðust 261 rd og 7 1/2 sk í þessu skyni. Kaupmaður lagði til, að stofnaður yrði skóli fyrir 20 nemendur að Hlíðarhúsum við Reykjavík, tíu af hvoru kyni. Nemendur skyldu vera á aldrinum 7—16 ára. Hlíðarhúsaskóla varð aldrei hrundið í framkvæmd, en vera má, að fé það, er safnaðist, hafi verið notað til skólahalds, enda er Þorkell Magnússon titlaður skoleholder í skjölum frá fyrstu árum 19. aldar.

Reykjavík

Bessastaðir.

Jón sagnritari Espólín ber Reykvíkingum ófagra sögu í Árbókum sínum, en þar segir svo við árið 1808: „Voru allir bæjarmenn kramarar, og þernur þeirra og þjónar hugsuðu ei um annað en skart og móða; konur höfðu gullhringa marga hver, og keppt var um hvað eina sem til yfirlætis horfði, samkvæmi jafnan og dansar og drykkjur, og eftir þessu vandist alþýðan,, er þar var um kring.“ Ummæli þessi benda ekki til, að bóklestur hafi þá verið mikið iðkaður í bænum.

Reykjavík

Nesstofa.

Á fyrri öldum bjuggu æðstu embættismenn konungs á Bessastöðum. Skúla fógeta þótti of þröngt um sig þar, og því fór hann fram á að fá Viðey til ábúðar. Konungur varð við þeim tilmælum, og lét stjórnin reisa vandaðan landfógetabústað í Viðey á árunum 1752—1754. Landlæknisembætti var stofnað árið 1760, og embættisbústaður reistur yfir landlækni á árunum 1761—1765 að Nesi við Seltjörn. Nýr embættisbústaður fyrir amtmann var reistur að Bessastöðum á árunum 1760—1765. Allir þessir staðir eru í næsta nágrenni við Reykjavík, sem því varð samgöngumiðstöð og höfn fyrir þessi embætti, einkum eftir að verzlunin var flutt til Reykjavíkur úr Örfirisey 1780. Nábýli var mikill kostur fyrir æðstu embættismenn landsins, enda þurftu þeir að hafa margvísleg samskipti. Mun þetta orsök þess, að bæði biskupsstóll og skóli voru fluttir til Reykjavíkur eða nágrennis, er hinir fornu biskupsstólar voru lagðir niður.

Reykjavík

Reykjavík – Laugarnes 1836.

Fyrrnefndir embættisbústaðir voru reisuleg hús og kostuðu mikið fé. Stjórninni mun því hafa verið umhugað um, að þeir væru nýttir, og byggingarkostnaður vegna nýrra embættisbústaða hefði einn út af fyrir sig verið nægileg hindrun í vegi þess að flytja fyrrnefnd háembætti frá Reykjavíkursvæðinu næstu áratugi. Má því segja, að staða höfuðborgarsvæðisins sem aðsetur æðstu stjórnar á Íslandi hafi verið orðin vel tryggð fyrir lok 18. aldar. Miðstöð þess svæðis var í Reykjavík.

Reykjavík

Myndina málaði Aage Nielsen-Edwin eftir mynd Moltke greifa frá því um 1820. Moltke varð stiftamtmaður á Íslandi 1819. Árið eftir flutti hann í Tukthúsið sem gert hafði verið að bústað fyrir hann (heitir nú Stjórnarráðshúsið).

Ein þeirra stofnana, sem komið var á fót í Reykjavík á ofanverðri 18. öld, var tukthúsið á Arnarhóli. Forsaga þess máls er sú, að Henrik Ocksen, sem var stiftamtmaður yfir Íslandi 1730 — 1750, hreyfði árið 1734 þeirri hugmynd, að rétt væri að reisa hér tukthús og bauð amtmanni að ræða málið við sýslumenn. Amtmaður var þessu mótsnúinn og sama máli gegndi um lögmenn og sýslumenn, en þessir aðilar töldu allir, að kostnaðurinn vegna starfrækslu slíkrar stofnunar yrði landinu ofvaxinn.
Forstöðumenn Innréttinganna tóku málið upp við stjórnvöld árið 1753. Um skeið höfðu þeir áhuga á, að slíkri stofnun yrði komið á fót á Búðum á Snæfellsnesi, enda væri staðurinn í grennd við kaupstað og verstöðvar. Síðar breyttu þeir um skoðun og hinn 22. ágúst 1760 ritaði Magnús amtmaður Gíslason Otto Rantzau stiftamtmanni og lagði til, að tukthúsið yrði reist á Arnarhóli, enda fylgi jörðinni uppsátur og útræði. Magnús tekur fram, að þeir Skúli fógeti hafi rætt málið og séu sammála um þessa lausn. Er vart að efa, að þessir tveir aðalforustumenn Innréttinganna hafa sannfærzt um, að tukthúsið varð að vera mjög nærri Reykjavík, ef vinna fanganna átti að koma að tilætluðum notum fyrir fyrirtækið, en sú hafði verið ætlunin. Varð þetta að ráði. Tukthúsið var reist á Arnarhóli á árunum 1761—1771, en farið var að vista fanga þar alllöngu fyrr.

Reykjavík

Grunnteikning af Stjórnarráðshúsinu (Tukthúsinu) eftir Ohlsens árið 1803 sem sýnir skipulag á neðri hæð hússins, en x og y eru kamrar.

Magnús amtmaður lætur að því liggja í bréfi, dagsettu 27. september 1757, að ýmsir afbrotamenn á 18. öld hafi fagnað því að vera dæmdir í hegningarvinnu og talið sig öðlast örugga framfærslu með þessum hætti, enda gleðji slíkir dómar margan þjófinn. Umsögn Magnúsar lýtur að refsivist á Brimarhólmi og öðrum hliðstæðum stofnunum í Danmörku, sem hér voru lítt þekktar í raun, en ekki er víst, að viðhorf brotamanna til tukthússins á Arnarhóli hafi verið svipað. Það var að vísu furðunýtízkulegt um sumt. Fangarnir voru ráðnir í vinnu hjá bændum og öðrum vinnuveitendum í nágrenninu og komu því stundum ekki vikum saman í tukthúsið. Karlmenn voru einkum ráðnir í ver eða að Bessastöðum eða Viðey, en þeir virðast og hafa unnið við uppskipun og við að taka grafir og við kúagæzlu. Gert var út frá tukthúsinu, og voru bátarnir mannaðir föngum, jafnt formaður sem hásetar.

Reykjavík

Reykjavík – kort 1787; Tukthúslóðin græn h.m.

Kvenfangar voru oft ráðnir í vist, en þá kom fyrir, að einhver á heimilinu og fanginn felldu hugi saman.
Hér hefur einkum verið dvalið við hinar bjartari hliðar. Á móti kemur, að barsmíðar voru tíðar í tukthúsinu og a.m.k. í eitt skipti beið fangi bana af þeirra völdum (Þorsteinn Einarsson 1808). Þetta kann þó að hafa vakið litla athygli. Fangaverðir kvarta og um, að ýmsir fanganna séu svo harðgerir, að refsing með kaðli bíti ekki á þá. Verra til afspurnar hlýtur að hafa verið, að sum ár dó allt að því heill tugur fanga, og er banamein þeirra nær undantekningarlaust hor eða óþrif. Jafnvel lús er nefnd sem banamein. Skýtur þetta mjög skökku við dánarorsakir hjá bæjarbúum öðrum, en þær eru einkum magaveiki og skyrbjúgur auk landfarsótta og slysa. Skyrbjúgur virðist hlutfallslega tíðari hjá þeim bæjarbúum, sem unnu við verzlun eða iðnað, og kann þetta að spegla mismunandi neyzluvenjur.

Reykjavík

Ljósmynd frá 1907 af „Batteríinu“ eða Jörundar-vígi neðan Arnarhóls.

Fréttirnar um hið illa atlæti í tukthúsinu þessi ár hljóta að hafa átt greiðan aðgang að bæjarbúum og breiðzt út um landið frá Reykjavík, enda kvartar fangelsisstjórnin um of mikil tengsl milli fanganna og bæjarbúa hinn 4. apríl 1806. Tekur hún fram, að fangarnir séu óðar komnir út á götu og gefi sig á tal við vegfarendur, ef þeir (þ.e. fangarnir) fari út til að fá sér hreint loft. Fangelsisstjórnin leggur til, að lóð tukthússins verði girt, en á því varð bið.
Orðrómurinn um atlætið í tukthúsinu hefur fráleitt orðið þess valdandi, að brotamenn hafi fýst þangað og talið sig með því öðlast trygga framfærslu hérna megin. Stofnun tukthússins treysti Reykjavík á hinn bóginn í sessi sem þjóðlífsmiðstöð. Tukthúsið sjálft var hin myndarlegasta bygging, sem kostað hafði talsvert fé, og a.m.k. 1—2 embættismenn voru ráðnir að stofnuninni.

Reykjavík

Stjórnarráðshúsið við Lækjargötu á sér langa sögu. Hana má rekja allt aftur til ársins 1759, en þá var gefinn út konungsúrskurður um byggingu tugthúss á Íslandi. Tveimur árum síðar var hafist handa við framkvæmdir en smíði hússins lauk ekki að fullu fyrr en veturinn 1770 – 71. Fyrstu áratugina gegndi húsið hlutverki tugthúss, en frá 1819 var það embættisbústaður stiftamtmanns og síðar landshöfðingja. Árið 1904 fékk húsið nýtt hlutverk, þegar Íslands fékk heimastjórn og Stjórnarráð Íslands var stofnað. Allar götur síðan, hefur húsið gengið undir nafninu Stjórnarráðshúsið.

Niðurstöður verða þessar: Nægilegt eldsneyti, góð hafnarskilyrði frá náttúrunni, tiltölulega góðar samgöngur og gnægð vatns voru þeir kostir, sem tryggðu Reykjavík sess sem aðsetursstað fyrir Innréttingarnar. Þar hófst því þéttbýlismyndun á 18. öld. Embættisbústaðir fyrir þrjá af æðstu embættismönnum landsins voru reistir í nágrenni bæjarins á árunum 1750—1770, og varð Reykjavík þá samgöngumiðstöð fyrir þessi embætti, einkum við útlönd. Fleiri embættismenn fylgdu í kjölfarið, enda höfðu þeir hag af nábýlinu, og tryggði þetta svæðinu sess sem stjórnarsetur landsins. Innréttingarnar reyndust nágrenninu styrkur, enda sóttu íbúar þess þangað vinnu og seldu þar vörur sínar. Íbúum þéttbýlishverfisins var tekið með tortryggni, og guldu þeir þar bæði gamalla hleypidóma og lífernis síns. Eimdi lengi eftir af þessu viðhorfi.“ – Lýður Björnsson

Heimild:
-Skírnir, 1. tbl. 01.01.1979, Reykjavík; upphaf höfuðstaðar – Lýður Björnsson, bls. 42-61.

Reykjavík

Málverk af Reykjavík frá um 1850. „Batteríið“, þar sem Íslendingar hafa komist næst því að koma upp virki, sést vinstra megin á myndinni, en þar stóð áður Arnarhólskot sem var hjáleiga frá Arnarhóli.