Tag Archive for: Reykjavík

Arnhamarsrétt

Í „Fornleifaskráning vegna deiliskipulags Vesturlandsvegar frá Leirvogsá að Hvalfirði“ á vegum Borgarsögusafns Reykjavíkur árið 2018 er getið um Arnarhamarsrétt undir Arnarhamri á Kjalarnesi:

Arnhamarsrétt

„Hin fornlega Arnhamarsrétt“ – Fálkinn 1961.

„Austur af Bakka, í Esjuhlíðum um 30 m austur af Vesturlandsveginum er Arnarhamarsrétt utan í litlu hamrabelti, klettum, sem kallað er Arnarhamar. Heimild er um að réttin hafi verið notuð sem hrossarétt 1898.
Réttin er með fimm til sex dilkum (um 5 x 12 m) og einu stóru hólfi, almenningi (um 10x22m). Garðlög í dilkum eru þrjú til fjögur lög hæst um 75 cm og breiddin er um 2-2,5 m og sumir þessara dilka eru opnir við enda. Klettur notaður sem austurveggurinn í almenninginum, vegghæð þar mest um 120 cm. Op eru úr öllum dilkum inn í almenninginn og stórt op á almenningnum í norður þar sem rekið hefur veið inn. Nyrst við klettinn eru upprunalegar hleðslur, sjö hleðslulög.
Grjótið í réttinni er almennt brotlegt að sjá og eru steinarnir misstórir frá um 35-70 cm. Í almenningi er hringlaga rúst vel gróinn, sennilega gömul.
Árið 2003 hafði verið byrjað að endurhlaða réttina og vinna í veggjum í almenningi.“

Heimild:
-Fornleifaskráning vegna deiliskipulags Vesturlandsvegar frá Leirvogsá að Hvalfirði, Borgarsögusafn Reykjavíkur, Reykjavík 2018.

Arnhamarsrétt

Arnhamarsrétt – uppdráttur ÓSÁ.

Gufunes

Gufunes er nesið austur af Viðeyjarsundi, suðvestan Eiðsvíkur. „Gufunes virðist snemma hafa orðið sjálfstæð jörð og kirkja (Maríukirkja) er þar komin um 1150 og henni fylgdi kirkjugarður. Gufuneskirkja var lögð niður 1886 en beinin úr kirkjugarðinum voru tekin upp árið 1968 og flutt í nýjan grafreit vegna byggingarframkvæmda Áburðarverksmiðjunnar.“ Skv. upplýsingum Sigurðar Hreiðars var kirkjan í Gufunesi hins vegar ekki tekin niður fyrr en 1888 þegar hafin var smíði nýrrar kirkju að Lágafelli sem kom í stað kirkjanna að Gufunesi og Mosfelli og sóknirnar sameinaðar.

Gufunes

Nú á dögum er Gufunesið hluti af Grafarvogshverfi. Norðaustan og norðan þess er Eiðsvík og Geldinganes og að sunnan er Grafarvogur. Ein útgáfa Landnámu segir frá Katli gufu Örlygssyni, sem átti þar vetursetu og önnur frá Gufu Ketilssyni. Getgátur eru einnig uppi um aðra ástæðu nafngiftar nessins, þ.á.m. uppgufun úr leirunum í sólskini um fjöru. Hús bæjarins, kirkjan og kirkjugarðurinn voru á hól vestan núverandi skrifstofubyggingar áburðarverksmiðju.
Örnefnin Akur og Fjósaklettar eru yst á Gufunesi. Talið er að korn hafi verið ræktað á Gufunesi eins og örnefnið Akurinn gefur til kynna. Einnig er líklegt, að jörðin hafi átt hlut í laxveiðum í Elliðaánum 1235. Viðeyjarklaustur eignaðist jörðina í kringum 1313 og hún er skráð sem slík 1395. Samtímis því var stunduð verzlun á Gufunesi. Við siðaskiptin 1248 varð jörðin eign konungs. Skömmu eftir að Skúli fógeti Magnússon fluttist til Viðeyjar lét hann flytja þaðan spítala, eða dvalarstað eldri borgara, til Gufuness (1752). Hann var lagður niður 1795. Jörðin var seld skömmu fyrir aldamótin 1800 og Bjarni Thorarensen skáld bjó þar 1816-33, þegar hann var dómari í landsyfirrétti.
Kirkjan var lögð af 1886 (1888) og beinin úr kirkjugarðinum voru flutt í nýjan reit sunnar í túninu 1978, þegar hafizt var handa við byggingu áburðarverksmiðjunnar.
GufunesÍ Fornleifaskráningarskýrslu fyrir Gufunes 2004 segir m.a.: „Elstu heimildir um Gufunes er að finna í Landnámu bæði í Hauksbók og Styrmisbók, bækur þessar eru samhljóða um landnámsmanninn Ketil gufu Örlygsson, ætt hans og mægðir. Þó er Hauksbók fyllri um búsetu hans en þar segir: „Ketill … kom út síð landnámatíðar; hann hafði verit í vestrvíking … Ketill tók Rosmhvalanes; sat hann þar hinn fyrsta vetr at Gufuskálum, en um várit fór hann inn á Nes ok sat at Gufunesi annan vetr. … Ketill fekk engan bústað á Nesjum, ok fór hann inn í BorgarfjQrð at leita sér at bústað ok sat inn þriðja vetr á Gufuskálum við Gufá.”
Fáar eða engar heimildir eru um Gufunes næstu aldirnar. Kirkja hefur verið sett í Gufunesi fyrir 1180 og helguð Maríu Guðsmóður því það ár er kirkjunni settur máldagi af Þorláki biskupi Þórhallssyni. Í máldaganum segir meðal annars: Mariu kirkia a gufunesi a xx c i lande oc kyr .ij. kross oc kluckur. silfr calec oc messo fot. tiolld vm hverfis. alltara klæþe .iij. Vatn ker. gloþa ker oc elldbera. slopp oc munnlogar .ij. lás oc kertta stikur .ij. Þar scal tíund heima oc af nio bæiom oc sva groptir. þar scal vera prestr oc syngia allar heimilis tiþir. ij. messor hvern dag vm langa fosto. messa hvern vigiliu dag. hvern dag vm jola fosto .ij. messor. nacqvern imbrodag a jola fosto. oc of haust. lysa fra mario messo vnz liþr paska vico.

Gufunes

Um 1230 er skrifað bréf um tolla og ítök Gufunesinga í Viðey, „ … sem Snorri Illugason lagði aptr.” Jón Sigurðsson forseti ritaði ítarlegan inngang að bréfinu í Fornbréfasafninu. Þar segir hann að Ásgeir prestur Guðmundsson, sem var fóstri Illuga, föður Snorra, sem lagði aftur tollana, muni líklega hafa verið sá sem talinn var með helstu prestum í Sunnlendingafjórðungi árið 1143 en hann andaðist líklega um 1180. Jón segir að síra Ásgeir hafi án efa búið í Gufunesi, að minnsta kosti um hríð. Hann telur Ásgeir hafa á ofanverðri ævi sinni selt Illuga fóstursyni sínum Gufunes en eftir hans daga hafi erfingjar hans rift kaupunum. Máldagi kirkjunnar hér að ofan gæti því lýst gripum og eignum kirkjunnar á ofanverðum dögum síra Ásgeirs.
SandfjaraÍ Sturlungu er getið um deilur þeirra Snorra Sturlusonar og Magnúsar Guðmundssonar biskupsefni, um arf eftir Jórunni ríku: ,,Jórunn hin auðga hét kona, er bjó á Gufunesi. Atli hét maðr sá, er at búi var með henni. Þeir voru þrír bræður, Svartr og Eiríkr, synir Eyjólfs Óblauðssonar. Í þann tíma andaðist Jórunn ok átti engan erfingja, þann er skil væri at en hon var í þingi með Magnúsi, ok ætlaði hann sér fé hennar, en skipta frændum hennar til handa slíkt, sem honum sýndist. En er Snorri spurði þetta, sendi hann suður á nes Starkað Snorrason. En er hann kom sunnan, hafði hann með sér þann mann, er Koðrán hét, strák einn, ok kallaði Snorri þann erfingja Jórunnar, ok tók hann þat fémál af Koðráni.
Var loks gerð sætt þeirra og var landið leyst til handa Atla. Í bréfinu um tolla og ítök Gufunesinga í Viðey, sem fyrr var getið segir að: „ … þá andaðist Asgeirr. oc tokv þav arf epter hann Olafr Þorvarðs son oc kona hans.” Jón KlukknaportiðSigurðsson taldi ekki ólíklegt að sú kona hafi verið Jórunn ríka og hún hafi þá búið í Gufunesi um 1214 og andast um svipað leyti.
Í sögu Árna biskups Þorlákssonar er getið Þormóðar í Gufunesi og konu hans Þóru Finnsdóttur frá Hömrum. Þau hjón hafa líklega verið fædd um aldamótin 1200 og búið í Gufunesi einhvern tíma fyrir miðbik þrettándu aldar. Í máldaga um veiði í Elliðaám frá því um 1235 er nefndur Þormóður Svartsson og mun hann líklega vera þessi Þormóður.
MinnisvarðiLítið fer fyrir Gufunesi í heimildum fyrr en við siðaskipti. Þá er jörðin komin í konungseign og er hennar getið í fógetareikningum á þessum tíma. Tvíbýli hefur verið í Gufunesi á árunum 1548-1553 en þá er ein leigukýr Bessastaðamanna hjá Lofti, ábúanda í Gufunesi og ein hjá Gissuri á sama stað „…bleff hannem thenne lege til giffet forskipeferd till Sternes.”
Kirkjunnar í Gufunesi er getið í Gíslamáldaga frá 1570 og síðar og gripir hennar og eignir taldar upp en þeim hafði fækkað mjög síðan fyrir siðaskipti. Í Jarðabókinni er Gufunes kirkjustaður og annexía frá Mosfelli. Sigurður lögréttumaður Högnason bjó þá á allri jörðinni. Landskuld jarðarinnar var að því er virðist níutíu álnir. Kúgildi kirkjunnar voru tvö, hálfum leigum galt hann presti en hélt hinum helmingnum, en leigukúgildi var ekkert. Kvikfénaður Sigurðar var tíu kýr, ein kvíga veturgömul, tíu ær með lömbum, einn sauður tvævetur, átta veturgamlir, tveir hestar, eitt hross og tveir folar tvævetrir. Jörðin gat fóðrað átta kýr, eitt ungneyti og tíu lömb, en heimilismenn voru átta. Hlunnindi bæði jarðar og kirkju voru góð.16 Hjáleigur eru skráðar fjórar í Jarðabókinni. Fyrsta hjáleiga er nafnlaus, en þar bjó þá Jón Knútsson, hugsanlega er það Knútskot. Önnur er Brands Kot, þar var ábúandi Guðbrandur Tómasson. Þriðja var Holkot, þar var ábúandi Jón Arason. 

Áletrun

Fjórða var Helguhjáleiga, þar voru ábúendur tveir, Helga Ólafsdóttir sem bjó á hálfri en Margrét Þorsteinsdóttir á hinum helmingnum. Ekki er vita hvar þessar hjáleigur voru nákvæmlega nema hugsanlega Knútskot. Gufunesjörðin átti landamerki að Keldum, Korpúlfssöðum og Eiði.
Kirkja var í Gufunesi til 1886 en með landshöfðingjabréfi dagsettu 21. september. 1886 eru Mosfells og Gufunessóknir sameinaðar og ákveðið að reisa eina kirkju fyrir báðar sóknir að Lágafelli. Staðsetning kirkjunar glataðist með tímanum en við byggingaframkvæmdir við Áburðaverksmiðjuna 1978 komu upp mannabein sem reyndust tilheyra gamla kirkjugarðinum. Ákveðið var að láta grafreitinn víkja fyrir framkvæmdum og voru beinin flutt í nýjan grafreit í túninu.
StekkurVarðveist hefur altari úr kirkjunni. Það barst að Úlfarsfelli eftir að kirkjan í Gufunesi var aflögð. Þar var það lengi notað sem búrskápur, þar til séra Hálfdán Helgason á Mosfelli rakst á það og flutti heim að Mosfelli og notaði það við hjónavígslur. Síðar var það flutt að Reykjalundi og gert upp og er notað þar við guðþjónustur.
Bæjarsjóður keypti jörðina árið 1924 ásamt Eiði og Knútskoti. Landsími Íslands lét reisa fjarskiptastöð á Gufunesmelum, þegar verið var að koma á talsambandi við útlönd 1935. Síðustu ábúendurnir í Gufunesi voru hjónin Þorgeir Jónsson og Guðný Guðlaugsdóttir en þau fluttu í Gufunes frá Viðey 1938. Þorgeir var landsþekktur glímukappi og hestamaður.
StekkurÁ stríðstíma hafði herinn aðsetur í Gufunesi og reis þá braggahverfi norðvestan við bæinn.
Áburðarverksmiðja var byggð fyrir austan bæinn 1952. Raskaði sú bygging mjög minjum samanber að flytja varð kirkjugarðinn. Gufunesbærinn var síðan fluttur 1954, eftir að Áburðaverksmiðjan var komin í rekstur. Nýi bærinn stendur enn við fyrrum Gufunesvog en mun sunnar, þar er nú rekin starfssemi ÍTR. Í Gufunesvogi voru sorphaugar Reykjavíkur til langs tíma og var vogurinn þá fylltur upp með sorpi.“
Þá segir í skýrslunni um einstakar minjar: Gufunes – kirkja, aldur: 1180-1886, horfin: Já. Staðhættir: ,,Kirkjustaður var í Gufunesi, … en þá var kirkjan flutt að Lágafelli. Kirkjan stóð 30-40 m sunnan við bæinn á hól einum. Þegar grafið var fyrir verksmiðjunni í Gufunesi var komið niður á kirkjugarð og var hann færður sunnar. Þar er nú klukknaport.” Fyrir dyrum hinnar niðurlögðu kirkju á Gufunesi var legsteinn sem mælt er að upp hafi komið úr moldu er kirkjan var stækkuð eða færð fram. Steinn þessi tilheyrði Högna Sigurðssyni bónda í Gufunesi sem lést 1671. Kirkjan var úr timbri með múrbindingi og borðaklæðningu árið 1782-84. Kirkjustaður var í Gufunesi til 1886 en með landshöfðingjabréfi frá 21. september 1886 eru Mosfells- og Gufunessóknir sameinaðar og ákveðið að reisa eina kirkju fyrir báðar að Lágafelli.“
KnútskotGufunes – kirkjugarður, aldur: 1180-1886, horfin: Já. Staðhættir: „Í örnefnaskrá yfir Gufunes kemur fram að: ,,Kirkjustaður var í Gufunesi fram yfir síðustu aldamót, en þá var kirkjan flutt að Lágafelli. Kirkjan stóð 30-40 metrum sunnan við bæ á hól einum. Þegar grafið var fyrir verksmiðjunni í Gufunesi var komið niður á kirkjugarð og var hann færður sunnar. Þar er nú klukknaport.” Þegar sú ákvörðun var tekin árið 1952 af borgaryfirvöldum og Áburðarverksmiðjustjórn að á Gufunesi skyldi reisa verksmiðju, þá er hér hefur starfað í aldarfjórðung, var þeim er að þeirri ákvörðun stóðu ekki ljóst að á landsvæði sem úthlutað var, væri forn kirkjugarður, allt frá því á 13. öld, enda hafði yfirborð hans verið sléttað og staðsetning hans óljós. Hinn 28. júní 1965 var jarðvinna í næsta nágrenni við grunn nýbygginga stöðvuð, þar sem í ljós komu leifar grafinna í hinum gamla garði, sem var á allt öðrum stað en áætlað hafði verið. Þáverandi þjóðminjavörður Kristján Eldjárn, kom strax á staðinn ásamt biskupi og fleirum. Hinn 20. apríl tilkynnti biskup Íslands að moldir garðsins yrðu fluttar, með ákveðnum skilyrðum. Hinn 6. ágúst 1968 sama ár hófst flutningur ,,molda” undir stjórn Jóns Magnússonar bónda og verkstjóra frá Stardal. Verkinu lauk 3. okt. 1968. Sjá skýrslu ,,Færsla á gamla kirkjugarðinum í Gufunesi.”
MosfellskirkjaÁrið 1970 var kirkjugarðurinn nýi hlaðinn, samkvæmt hönnun Reynis Vilhjálmssonar. 34 ,,Hinn 6. ágúst var byrjað á að grafa upp og færa á nýjan stað gamla kirkjugarðinn í Gufunesi. Kirkjugarðurinn sem færður var líktist ávölum hólma vestast við syðstu áburðarskemmurnar. Stærð hans var 40 x 38 m hæð, um 1.8-2 m og slétt móhelluklöpp undir.Við uppgröftinn komu upp 768 mannabein eða höfuðkúpur, beinin voru látin í 125 kassa, sem allir voru af sömu gerð og stærð. Allar gamlar kistuleifar, sem voru ekki annað en fjalabútar voru látnar fylgja kössunum og raðað á botninn undir þá. 

Örnefnakort

Undir lokfjöl einnar kistunnar lá silfurskjöldur áletraður, Páll Jónsson sýslumaður, Elliðavatni, settur sýslumaður Gullbringu- og Kjósarsýslu 1801-1803, dáinn 1819. Og í annarri kistu fundust tvö silfurlauf af sömu gerð, en mismunandi stærð. Þessi lauf voru við höfða- og fótagafl. Í þriðju kistunni lá naglbítur. Þessir gripir eiga að fara á Þjóðminjasafnið, eftir ósk Þjóðminjavarðar Þórs Magnússonar. Hann kom og tók í sína vörslu bein Páls Jónssonar, sýslumanns.”
,,Í nýja grafreitnum er nú klukknaport. Grafsvæðið er hringlaga, um 35m í þvermál, hið ytra, en 15m – 19m hið innra. Veggir úr torfi, 0,8m á hæð að innanverðu og lækka jafnt út. Klukknaport er í NNV. Í garðinum er minnisvarði úr steini (granít) sem á stendur: „Hér hvílir duft þeirra, sem greftraðir voru að Maríukirkju í Gufunesi. Kirkja var í Gufunesi í fullar sjö aldir. Árið 1886 var hún niður lögð. Moldir kirkjugrunns og kirkjugarðs voru hingað fluttar árið 1968 til þess að friða þær fyrir umferð og mannvirkjagerð. SÆLIR ERU DÁNIR, ÞEIR SEM Í DROTTNI DEYJA. Op. 14,13. JESÚS KRISTUR ER Í GÆR OG Í DAG HINN SAMI OG UM ALDIR. Hebr. 13,8.“

Gufunes í dag

,,Nyrst, þar sem verksmiðjan er núna var mjög grasgefin flöt sem hét Akur”. Heimildir eru fyrir kornrækt í Gufunesi. ,,Akur var mjög grasgefið land, er var nyrst á nesinu.” Þar er nú geymsla. Nokkuð nákvæma staðsetningu akursins er að finna á korti frá 1922 og er hann þá staðsettur vestan við geymslu. Á þeim stöðum þar sem akurinn hefur verið er búið að fylla upp og búa til plan.“
Fyrsta hjáleiga Gufuness er ekki nefnd með nafni í Jarðabók Árna og Páls 1703, þar gæti þó verið um Knútskot að ræða, því að þar var ábúandi Jón Knútsson. Landsskuld var þá xlv álnir, leigukúgildi eitt og heimilismenn þrír.108 Í Jarðabók Johnsen sem nær yfir tímabilið 1835-1845 er Knútskot einnig nefnt Núpakot og er það eina hjáleiga Gufuness þá, jarðardýrðleiki var fimm hundruð og ábúandi einn sem var leigjandi. Gamla Knútskot var á bakkanum við voginn og var það í ábúð 1916 þegar túnakort er gert, en það var flutt ofar í brekkuna fyrir ofan veginn að Áburðaverksmiðjunni, en Gufunesútihúsin stóðu alltaf þar sem gamli bærinn var, samanber kort frá 1922. Engar rústir eru lengur sjáanlegar á þessu svæði. Gamla Knútskotið er farið undir fyllingar, en sléttað hefur verið úr því Knútskoti sem var í brekkunni. Ljósmynd af nýrra húsinu er t.d. að finna í Sögu Mosfellsbæjar.“
Frábært veður. Gangan um svæðið tók 1. klst. og 1 mín. Erfitt reyndist að finna einhvern inni á lokuðu svæði fyrrum Áburðarverksmiðjunnar, en snubbótt girðingin kom þó ekki í veg fyrir að svæðið væri skoðað með hliðsjón af framangreindu.

Heimild m.a.:
-Anna Lísa Guðmundsdóttir, Fornleifaskráning jarðarinnar Gufuness og hjáleigu hennar Knútskots, Minjasafn Reykjavíkur – Árbæjarsafn, Skýrsla nr 115 – Reykjavík 2004.
-Sigurður Hreiðar, Mosfellsbæ.

Gufunes

Gufunes.

Ártún

Í Fornleifaskráningu jarðarinnar Ártúns á Kjalarnesi, sem unnin var af Minjasafni Reykjavíkur árið 2010, má lesa eftirfarandi um Ártúnsrétt. Réttin, sem er orðin nokkur gróin, sést enn nokkuð vel ofan Ártúnsár (en svo nefnist Blikadalsáin neðan Mannskaðafoss) að norðanverðu.

Ártúnsrétt

Ártúnsrétt.

„Tóftir Ártúnsréttar eru 210 m norðaustur af bæjarhól Ártúns. Neðanvið tóftirnar eru einnig stríðsminjar, leifar stöðvar fyrir loftvarnarbyssu.

Rústirnar eru grasivaxnar. Stórt hólf, 12×12 m, sem opnast í suður með grjóthlöðnum veggjum, hæst 1,5 m. Austan við hólfið eru tvö minni, það efra er 7×7 m með grjóthlöðnum veggjum, hæst 1 m, ekkert sjáanlegt op. Hitt hólfið er 7×3 m, hæst 1 m, og opnast í vestur. Á milli þeirra gæti hafa verið eitt rými. Fyrir neðan og austan eru tveir grjóthringir en þeim hefur verið raðað saman með einfaldri steinaröð. Kristrún Ósk Kalmansdóttir man vel eftir lítilli rétt með þremur hólfum og almenningi fyrir kannski þrjátíu kindur en réttin var ekki notuð í hennar tíð. Minnst er á Ártúnsrétt árið 1842 í þinglesinni tilkynningu frá Runólfi Þórðarsyni í Saurbæ sem varðaði upprekstur búfjár á Bleikdal/Blikdal. Hlutverk hennar hefur án efa breyst í gegnum tíðina.
Rústirnar gætu hafa raskast eitthvað þegar herinn gerði stæði fyrir loftvarnarbyssur við réttina á heimsstyrjaldarárunum síðari.“

Heimkild:
-Fornleifaskráning jarðarinnar Ártúns á Kjalarnesi, Minjasafn Reykjavíkur 2010.

Ártún

Ártúnsrétt – uppdráttur ÓSÁ.

Kjalarnes

Í Fornleifaskráningu Borgarsögusafns Reykjavíkur vegna deiliskipulags Vesturlandsvegar frá Leirvogsá að Hvalfirði árið 2018 er m.a. fjallað um sögu, minjar og örnefni bæjar, sem land eiga að nýju vegastæði í gegnum Kjalarnes:

Fitjakot

Kjalarnes

Kjalarnes – bæir.

Fitjakot er á norðanverðum bökkum Leirvogsár. Jörðin á mörk á móti Varmadal að austan en Víðinesi og Álfsnesi að vestan. Gamli bærinn í Fitjakoti stóð á Brunnhól um 70 metra suðaustan við núverandi íbúðarhús. Síðast stóð þar timburhús sem reist var um 1930 og þá lá þjóðvegurinn um hlaðið. Núverandi íbúðarhús, sem var byggt 1950, stendur aðeins vestar, á Húsaflötum, en þar voru áður fjárhús. Þar var Kaupfélag Kjalarnesþings stofnað 15. október 1950 og var þar fyrst til húsa. Athafnamennirnir Sturlubræður áttu Fitjakot um tíma og notuðu jörðina til sumarbeitar.

Fitjakot

Fitjakot.

Fitjakot var áður nefnt Fitjar og var í eigu Viðeyjarklausturs 1395. Jörðin kemur fram undir eldra nafninu Fitjar, í skrá um kvikfé og leigumála á jörðum Viðeyjarklausturs 1395, en yngra nafninu Fitjakot í fógetareikningum frá 1548 til 1551.
Jörðin var ein af jörðum Viðeyjarkirkju 1686 metin á 15 hundruð en á 10 hundruð 1695. Þegar Jarðabók Árna og Páls var gerð 1704 var jörðin í eigu konungs en dýrleiki óviss. Ábúandi var einn. Kvaðir voru meðal annars um mannslán á vertíð. Hægt var að fóðra þar fimm kýr og tíu lömb. Torfrista, stunga og mótak til eldiviðar var sæmilegt. Leirvogsá var bæði til gagns og ógagns. Þar var hægt að veiða bæði lax og silung en hún spillti engjum og braut af túni. Stórviðri brutu stundum hey og hús. Þegar Jarðatal Johnsens var gert 1847 var Fitjakot í eigu konungs metið á 10 hundruð. Árið 1855 var jörðin konungseign metin á 10 hundruð.
Samkvæmt manntölum frá 1703 var einn ábúandi í Fitjakoti nema 1850 voru tveir.

Kollafjörður

Kollafjörður

Kollafjörður – minjar.

Jörðin Kollafjörður er skammt upp frá fjarðarbotni Kollafjarðar. Bærinn stóð við samnefndan læk sem nefnist Kollafjarðará. Bæjarstæði síðasta torfbæjarins er sunnan undir Kollsgili en var jafnað við jörðu. Við vettvangskönnun 2001 var talið líklegt að bærinn hefði staðið á þeim stað að minnsta kosti frá því á miðöldum og líklegt að minjar leynist þar undir sverði því greina mátti litar breytingar á gróðri, sem er vísbending um minjar.
Landbúnaðarráðuneytið keypti jörðina 1961 fyrir tilraunastöð fyrir klak og eldi laxfiska.

Kjalarnes

Kjalarnes – herforingjaráðskort.

Kollafjörður kemur fyrir í Kjalnesinga sögu, sem talin er rituð á síðustu áratugum 13. aldar. Þar segir frá því að skip kom á Leiruvog með írskum mönnum,þar á meðal Andríður ungur og ólofaður, mikill og sterkur, ekkjan Esja og maður sem nefndur var Kolli. Landnámsmaðurinn Helgi bjóla tók við þeim öllum og setti Kolla niður í Kollafjörð.

Kollafjörður

Kollafjörður 1906. Mynd frá dönsku mælingamönnunum.

Kollafjörður er talinn upp í fjarðatali 1312. Jarðarinnar er hinsvegar ekki getið fyrr en í fógetareikningum 1547 til 1553 en búseta hefur sennilega hafist þar fyrr.
Á árunum 1686 og 1695 var jörðin í eigu konungs og metin á 20 hundruð.

Kollafjörður

Kollafjörður.

Þegar Jarðabók Árna og Páls var gerð 1704 var jörðin konungseign en dýrleiki óviss. Kollafjörður var þá ein af umboðsjörðum sem Margrét Pétursdóttir á Vallá, ekkja Daða Jónssonar sýslumanns, hélt ásamt Völlum og Gröf. Einn ábúandi var á heimajörðinni, tveimur þriðjungum, en einn þriðjungur nefndist Litli- Kollafjörður. Kvaðir voru um tvö mannslán í 5 ár, manns- og bátslán í 3 ár. Kostir voru fáir en torfrista og stunga var sæmileg. Mótak til eldiviðar var erfitt, silungsveiðivon lítil, rekavon nær engin, skelfiskfjara lítil og varla hægt að tala um heimræði því ekki var hægt að lenda nema á flóði. Landþröng var mikil, mikið af foræðum og skriður spilltu engjum.
Kaupverð Kollafjarðar var 804 ríkisdalir þegar jörðin var seld úr eigu konungs 1839.

Kollafjörður

Kollafjörður.

Þegar jarðatal Johnsen var tekið saman 1847 var jörðin í bændaeign, með einum ábúanda, metin á 20 hundruð með Litla-Kollafirði.
Skriðuföll úr Esjunni hafa verið tíð og eftir aftaka rigningu 2. september 1886 urðu mikil skriðuföll á níu bæjum á Kjalarnesi eftir úrhellið. Í blaðagrein skömmu síðar var greint frá vatnsveðrinu og þeim skaða sem hlaust af því, þar segir um tjón á jörðinni: „Kollafjörður, kýrvöllur farinn af túninu, í bráð að minnsta kosti, og nokkuð af engjum. Sextíu hestar af heyi á engjum urðu undir skriðu. Eyrarnar niður frá bænum allar huldar skriðu.“

Kollafjörður

Kollafjörður – naust.

Mannvirki sem teiknuð voru á túnakort Kollafjarðar 1916 hafa flest horfið vegna túnasléttunar eða undir yngri mannvirki.
Litli- Kollafjörður var þriðjungur af heimajörðinni Kollafirði 1704.

Kollafjörður

Kollafjarðarrétt.

Árið 1916 var komið útihús þar sem bærinn Litli- Kollafjörður stóð áður sunnan Kollafjarðarár. Kolbeinn Kolbeinsson sem fæddur var í Kollafirði 1918 og var bóndi þar í nokkur ár, segir í örnefnalýsingu að hann muni eftir tóftum þar sem Litli- Kollafjörður stóð. Við vettvangskönnun 2002 var ekki hægt að sjá neinar bæjarleifar á staðnum. Þar stendur nú hús sem byggt er í gamla bæjarhólinn og var í fyrstu notað sem sumarhús en er nú heilsárshús, Arnarhóll.
Þegar Jarðatal Árna og Páls var gert 1704 var Litli Kollafjörður byggður sér með einum ábúanda. Þar voru kvaðir um eitt mannslán á vertíð. Þá var hægt að fóðra tvær kýr, 10 lömb og einn hest.
Hættur voru eins og á heimajörðinni en við bættist að áin gróf undan húsunum og beitarátroðningur olli miklum skaða.

Mógilsá

Mógilsá

Mógilsá – túnakort 1916.

Mógilsá er við Esjurætur innst í Kollafirði, við norðurhorn fjarðarins. Jörðin dregur nafn sitt af samnefndri bergvatnsá sem rennur vestan við bæinn. Kalksteinn var fluttur frá Mógilsá um 1870 og flutt til Reykjavíkur þar sem það var brennt í kalkofni við „Batteríið“. Kalk þaðan var notað sem bindiefni á Lækjargötu 10 í Reykjavík.
Árið 1963 keypti íslenska ríkið jörðina og þar hefur Rannsóknarstöð Skógræktar ríkisins verið síðan en hún var byggð upp fyrir þjóðargjöf Norðmanna, 1 milljón norskra króna, sem Ólafur V Noregskonungur afhenti. Bæjarstæðið var um 60 metra suðaustur af þjónustumiðstöð við Esjurætur. Við vettvangskönnun 2002 voru engar greinilegar leifar af bæjarstæðinu sem hafði verið sléttað og trjárækt á svæðinu en þó mátti greina vísbendingar um mannvist á litabreytingum í túninu.

Mógilsá

Mólgilsá – minjar.

Áin Mógilsá kemur nokkrum sinnum fyrir í Landnámu sem landamerki þegar sagt er frá landnámi Halls goðlausa, Helga bjólu Ketilssonar og Örlygs Hrappssonar. Hallur goðlausi nam land að ráði Ingólfs frá Leiruvogi til Mógilsár og bjó í Múla. Helgi bjóla Ketilsson nam einnig land að ráði Ingólfs, „…Kjalarnes allt millim Mógilsár og Mýdalsár…“ og bjó að Hofi. Helgi bjóla gaf síðan frænda sínum Örlygi Hrappssyni hluta af landnámi sínu, frá Mógilsá að Ósvífslæk en ekki er vitað hvaða lækur það er.

Mógilsá

Mógilsá – athöfn við vígslu aðstöðu Skógræktarinnar.

Jörðin var í eigu Viðeyjarklausturs 1395 og kemur þá fram í skrá um kvikfé og leigumála jarða klaustursins. Jörðin hefur orðið konungseign við siðaskipti og er hennar getið í fógetareikningum frá 1547 til 1552 varðandi landskuld og leigu.
Árið 1581 var Mógilsá lénsjörð fátækra presta í Skálholtsbiskupsdæmi. Jörðin var kirkjujörð Viðeyjarklausturs 1686-1695, metin á 15 hundruð og 13 hundruð og 80 álnir.
Mógilsá.
Þegar Jarðabók Árna og Páls var gerð 1704 var jarðadýrleiki og jörðin í eigu konungs sem hafði lagt hana til uppihalds presti á Mosfelli. Þá virðast gæði jarðarinnar hafa rýrnað frá því sem áður var og landskuld lækkað úr einu hundraði í 48 álnir. Skriður frá ánni Þverá og lækjum höfðu eyðilagt tún jarðarinnar. Kvaðir voru um eitt mannslán á vertíð en höfðu verið tvær tveimur árum áður og dagslættir tveir ef ábúendur voru tveir en þrír ef þeir voru þrír. Jörðin gat fóðrað sex kýr, tíu lömb og einn hest. Upprekstur geldnauta og hesta var frír á Hvannavöllum á Mosfellsheiði. Torfrista og stunga var léleg og ekkert mótak var í landi jarðarinnar en mótak hafði verið nýtt í landi eyðijarðarinnar Háheiðar sem lá undir Álfsnesi. Lítil von var um selveiði og reka.
Mógilsá
Sölvafjara var engin og lítil hrognkelsafjara en skelfiskfjara var frí á grandanum Leiðvelli og hafði verið lengi eins og fleiri jarðir í Kjalarneshreppi. Heimræði var ef fiskgengd var á sundin en aldrei verstaða fyrir aðkomufólk. Selstaða var í heimalandi. Vetrarþungt og veðrasamt var á Mógilsá.
Þegar Jarðatal Johnsen var gert 1847 var Mógilsá í eigu kirkjunnar með einum ábúanda og dýrleiki 13⅔ hundruð en neðanmáls er þess getið að mat sýslumanns sé 15 hundruð.
Árið 1855 var Mógilsá metin á 15 hundruð og var nyrsta kirkjujörð Mosfells.

Esjuberg

Esjuberg

Esjuberg – minjar.

Bærinn á Esjubergi stendur á skriðuvæng upp undir rótum Esju. Mörk jarðarinnar eru á móti Skrauthólum að vestan og Mógilsá að austan. Á Esjubergi voru áður fyrr samþykktir og kveðnir upp dómar. Finna má dóm í Íslensku fornbréfasafni sem kveðinn var upp 1480 og þar var þingstaður 1541 og 1746 þegar Jón Oddsson Hjaltalín gerði Lýsingu Kjósarsýslu.
Örnefnin Leiðhamar og Leiðvöllur, sem eru á mörkum Mógilsár og Esjubergs, benda til þess að þar hafi verið haldin leiðmót, leiðarþing eða héraðsþing sem haldið var að afloknu Alþingi þar sem greint var frá störfum þess og birtar tilkynningar. Fyrsta símstöðin í Kjalarneshreppi var á Esjubergi, sennilega komin 1912.

Esjuberg

Esjuberg – Leiðvöllur 1946.

Esjuberg var landnámsjörð Örlygs gamla Hrappssonar Bjarnarsonar bunu. Landnámabók segir frá því að Helgi bjóla Ketilsson hafi gefið frænda sínum, bræðrungi, Örlygi Hrappssyni hluta af landnámi sínu, frá Mógilsá að Ósvífslæk. Landnáma getur þess einnig að Örlygur hafi búið á Esjubergi og látið gera þar kirkju sem fóstri hans Patrekur biskup í Suðureyjum hafði sagt fyrir um, en Patrekur hafði sent hann með kirkjuviði, járnklukku, plenáinum og vígða mold til að setja undir hornstafina. Kirkjan gæti hafa verið tileinkuð heilögum Kolumba.
Kirkja Örlygs er talin vera fyrsta kirkjan á Íslandi. Kirkjunnar er einungis getið í kirkjuskrá Páls biskups frá því um 1200.

Leiðvöllur

Leiðvöllur.

Reyndar segir frá kirkjunni í Kjalnesinga sögu sem er talin rituð á tímabilinu 1300-1320. Þar segir frá því að Helga Þorgrímsdóttir, eiginkona aðalsöguhetjunnar Búa, hafi látið grafa hann undir syðri kirkjuveggnum og segir „[þ]á stóð enn kirkja sú at Esjubergi, er Örlygr hafði látit gera“. Eftir þessu að dæma hefur kirkjan ekki verið uppistandandi á ritunartíma sögunnar um 1300 og gæti hafa verið niðurlögð á fyrri hluta 13. aldar. Hvers vegna er ekki vitað og margt getur komið til greina. Kirkjur voru stöðutákn svo höfðingi gæti hafa dáið eða misst stöðu sína til annars. Kirkjan gæti líka hafa verið lögð niður vegna skriðufalla.
Jarðarinnar er getið nokkrum sinnum í skjölum sem varða hvalreka Viðeyjarklausturs á milli Esjubergs og Valagnúpa, fyrst í skrá varðandi hvalskipti á Rosmhvalanesi um 1270, svo um 1270 í bréfi Runólfs ábóta í Viðey um hvalrekann, og aftur 1285 um skipti á hvalreka á milli Valagnúpa og Esjubergs. Esjuberg kemur fram í skrá um kvikfé og leigumála á jörðum Viðeyjarklausturs frá árinu 1395.

Esjuberg

Esjuberg.

Esjuberg kemur fram í skýrslu Hannesar Pálssonar umboðsmanns og kapelláns Danakonungs, um allskonar óskunda og yfirgang, rán, vígaferli og löglausa verslun Englendinga á Íslandi á árunum 1420-1425.
Árið 1480 var úrskurðað í Esjubergsdómi í eignarmálum Soffíu Loftsdóttur og Gunnlaugs Teitssonar. Árið 1497 gaf Böðvar prestur Jónsson vitnisburð um reka Viðeyjarklausturs á milli Klaufar og Esjubergs. Á Esjubergsþingi þann 30. september 1541 var felldur dómur um lögmæti bréfs Alexíusar ábóta í Viðey um jarðirnar Skrauthóla og Bakka í Brautarholtssókn. Þá kemur jörðin fram í fógetareikningum 1547-1552. Á Esjubergi voru kveðnir upp dómar um beit og fjárrekstur 1565-1566.

Esjuberg

Esjuberg.

Jarðarinnar er getið á minnisblöðum Vigfúsar Jónssonar sýslumanns Kjalarnesþings árið 1569 og þjófnaðardómur var kveðinn upp þar 14. janúar 1657.
Jörðin var ein af jörðum Viðeyjarklausturs 1686-1695 og þá metin á 40 hundruð.
Þegar Jarðabók Árna og Páls var gerð 1704 var Esjuberg í eigu konungs en jarðardýrleiki óviss. Kvaðir voru meðal annarra um mannslán á vertíð suður á Stafnes. Þá var hægt að fórðra sjö kýr, tólf lömb og þrjá hesta. Jörðin hafði þá haft til langs tíma fría afrétt fyrir hesta og geldnaut á Mosfellsheiði. Torfrista og stunga var góð en mótak til eldiviðar slæmt. Silungsveiði hafði jörðin í Leirvogsá lengst af. Rekavon var nokkur og skelfiskfjara var á Leiðvallargranda. Selstöðu átti jörðin undir Svínaskarði að sunnan og þar var berjalestur nokkur. Helstu ókostir voru að úthey voru lítil og skriður ógnuðu bæði mönnum, húsum og skepnum. Stórviðrasamt var á Esjubergi og stóð mönnum og skepnum ógn af skriðum sem ollu þar tjóni.

Esjuberg

Esjuberg – fótur undan loftvarnarbyssu við Leiðhamra.

Tvær hjáleigur voru þá á Esjubergi. Litla Esjuberg sagt afbýli heima við bæ og Árvöllur önnur hjáleiga og reiknaðist jarðardýrleiki beggja með heimajörðinni.
Þegar Jón Oddson Hjaltalín gerði lýsingu Kjósarsýslu 1746 var þingstaður á Esjubergi.
Kaupverð Esjubergs með Grund (Austurbæ) og Árvöllum árið 1816 þegar jörðin var seld úr eigu konungs var 2100 ríkisdalir.

Esjuberg

Esjuberg – byssustæði.

Þegar Jarðatal Johnsens var tekið saman 1847 var Esjuberg í bændaeigu, metið á 40 hundruð og með einum ábúanda. Í neðanmálsgrein er sagt að jarðabækurnar geti ekki um hjáleigurnar nema árið 1802, en þá er getið Austurbæjar sem er líklega sama hjáleiga og sýslumaður og prestur kalla Grund.

Jörðin var metin á 40 forn hundruð í Jarðarmati á Íslandi 1849-50. Hjáleigurnar lögðust báðar af eftir mikið ofanflóðaveður 2. september 1886.
Innan úttektarsvæðisins sem skráð er undir Esjuberg er einstakur minjastaður sem var þingstaður en hann er horfinn. Aðrar minjar eru herminjar á Leiðhömrum.

Móar

Móar

Móar – minjar.

Bærinn Móar stendur sunnan við Vesturlandsvegar og neðan við Esjuberg. Á Móum bjó Sr. Matthías Jochumsson (1835-1920) þjóðskáld í sex ár. Það voru honum þungbær ár því á þeim tíma missti hann tvær eiginkonur í blóma lífsins. Hann flutti að Móum í júní 1867 með Elínu konu sinni sem lést einu og hálfu ári síðar á annan dag jóla 1868. Tveimur árum eftir það, 1870 gekk hann að eiga Ingveldi Ólafsdóttur en hjónaband þeirra varð mjög skammvinnt því hún dó úr lungnabólgu á annan í hvítasunnu 1871. Þriðja og síðasta eiginkona Mattíasar var ung heimasæta í Saurbæ Guðrún Runólfsdóttir sem hann giftist árið1875 og lifði hún mann sinn. Á þeim tíma sem þau voru að draga sig saman var hún selráðskona í Saurbæjarseli á Blikdal sumarið 1872 en tóftir selsins standa vel ennþá. Þaðan sendi hún honum ber í fötu og nokkrar línur með. Hann brást við hin glaðasti og reið fram á dal til að þakka henni fyrir sendinguna.

Móar

Móar – túnakort 1916.

Á Móum bjuggu hjónin Teitur Guðmundsson og Unnur Ólöf Andrésdóttir, frá 1950 til 1985. Þau voru í forystu í alifuglarækt á landinu og ráku þar stórt kjúklingabú. Þau vélvæddu fóðrun fugla í varpi og uppeldi og komu sér upp aðstöðu og vélakosti til slátrunar. Búið er elsta hænsnabú á Kjalarnesi og eitt af stærstu búum á landinu. Á bæjarstæðinu stendur eitt af elstu íbúðarhúsum á nesinu sem Sigríður Jónsdóttir byggði 1910 að því er kemur fram í bókinni Kjalnesingum og því væntanlega sama hús og teiknað er á túnakort 1916.
Móar voru í eigu Viðeyjarklausturs árið 1395, þá getið í skrá um kvikfé og leigu mála klaustursins. Þeir komust síðar í eigu konungs og eru í fógetareikningum frá 1547-1552. Jörðin var ein af jörðum Viðeyjarklausturs á árunum 1686 og 1695 metin á 20 hundruð.

Móar

Móar.

Árið 1703 fékk Niels lögmaður Kier konungsbréf um að mega fá Kjósarsýslu eftir Jón Eyjólfsson tengdaföður sinn og fjórar jarðir sem Jón hafði haft frá 1684, Hrísbrú, Varmadal, Móa og Saltvík.
Þegar Jarðabók Árna og Páls var gerð 1704 var jörðin í eigu konungs og var leigð til sýslumannsins Jóns Eyjólfssonar, dýrleiki var óviss. Þá var tvíbýli á jörðinni til helminga. Kvaðir voru um tvö mannslán á vertíð árlega frá því Jón Eyjólfsson tók við (1684) en hafði verið eitt áður ásamt öðrum kvöðum sem Jón hafði ekki kallað eftir. Á jörðinni var hægt að fóðra sex kýr, tíu lömb og tvo hesta. Upprekstur geldnauta og fjár var á Hvannavelli á Mosfellsheiði. Mótak til eldiviðar frá Esjubergi minnkandi notað. Nokkur von var um reka, hrognkelsa- og skelfiskfjöru. Heimræði var allt árið en verstaða hafði aldrei verið. Mjög stórviðrasamt var sem spillti túnum ásamt vatni. Selstöðu hafði jörðin hjá Esjubergsseli að eign eða láni.
Með konungsúrskurði 26. apríl 1756 fékk Þórður Þórhallsson prestur í Saurbæ og Brautarholti Móa frítt til búsetu í staðinn fyrir Skrauthóla sem urðu fyrir stórskaða af skriðu 1748.
Þegar Jarðatal Johnsen var gert 1847 var jörðin enn lénsjörð fyrir prestinn, metin á 20 hundruð.

Sjávarhólar

Sjávarhólar

Sjávarhólar – minjar.

Bærinn á Sjávarhólum stendur um 200 m ofan við austanverða Hofsvík á einu af þremur berghlaupum á Kjalarnesi, Sjávarhólshlaupinu sem féll úr Esjunni fram í Hofsvík á tímabilinu 9000 – 5000 f. Kr. Jörðin dregur nafn sitt af urðarhólum við ströndina og á nafnið vel við landslagið á þessum slóðum.120 Núverandi íbúðarhús var byggt 1923 á bæjarstæðinu.
Sjávarhólar koma fyrir í Kjalnesingasögu undir nafninu Hólar. Sögupersónan Búi kom þar á leið sinni heim á Esjuberg eftir að hafa vegið Þorstein á Hofi og lagt eld að hofinu og lýsti þar víginu á hendur sér.

Sjávarhólar

Sjávarhólar – túnakort 1916.

Árið 1536 voru gerð arfskipti eftir séra Brynjólf Gizurarson og erfðu fjórar systur hans sex hundruð og áttatíu álnir í jörðinni, sem Alexíus ábóti í Viðey keypti. Í Sjávarhólabréfi frá 1537/8 er greint frá kaupum Alexíusar ábóta í Viðey á parti í Sjávarhólum. Klaustrið hefur selt jörðina fyrir siðaskipti því hún kemur ekki fyrir í fógetareikningum. Á Esjubergsþingi 1541 var útnefndur dómur af Pétri Einarssyni umboðsmanni konungs í Kjalarnesþingi um bréf Viðeyjarklausturs fyrir jörðunum Skrauthólum, Bakka og Sjávarhólum. Niðurstaða dómsins var að bréf Alexíusar fyrir jörðunum voru lögleg og gild. Jörðin var í einkaeign metin á 20 hundruð 1686 en 10 hundruð 1695.
Þegar Jarðabók Árna og Páls var gerð 1704 var jörðin metin á 10 hundruð með einum ábúanda, eigandanum Þórunni Sigurðardóttur prestsekkju. Kvaðir voru þá engar en áður, þegar jörðin var leigð, var eitt mannslán á vertíð eða tvö ef ábúendur voru tveir. Þá var hægt að fóðra sex kýr, eitt ungneyti, tíu lömb og einn hest á jörðinni. Torfrista var lítil en mótak til eldiviðar nægilegt. Rekavon var nokkur svo og hrognkelsafjara en skelfiskfjara var að mestu eydd en sölvatekja var næg fyrir heimamenn. Heimræði var allt árið en verstaða hafði aldrei verið fyrir aðkomuskip eða sjófólk nema stundum tveggja manna far frá Öfugskeldu sjálfskyldu frítt. Talið var að veiða mætti sel ef vildi. Landþröng var mikil og fé var mjög flæðihætt. Stórviðrasamt og lækjarskriða grandaði engjum.

Sjávarhólar

Sjávarhólar.

Í maí 1748 féll mikil aurskriða úr Esjunni sem aftók mikinn part af landi Öfugskeldu og Sjávarhóla. Eggert og Bjarni voru á ferð á Kjalarnesi 1752 og nefna skriðuhlaupið og segjast þá hafa séð birkilurka sem voru sverari en stærstu tré í Húsafells- og Fnjóskadalsskógum. Talið er að skriðan hafi átt upptök neðan undir Gleið og fallið fram á milli Skrauthóla og Sjávarhóla. Mestu skriðuföll sem heimildir eru um á svæðinu urðu eftir úrhelli sem varði í rúmar þrjár klukkustundir 2. september 1886. Blaðið Ísafold greindi frá tjóni sem skriðan olli rúmri viku síðar: „Sjávarhólar (19.1 hdr. Jörð). Þriðjungur af túninu undir skriðu eða leir og 2/5 af engjum.“
Sjávarhólakot var hjáleiga Sjávarhóla 1704 en aðrar heimildir geta ekki um kotið. Kotið hefur sennilega verið niður við sjóinn þar sem sjór braut af túninu 1704 svo það gæti hafa verið þar sem voru útihús frá Sjávarhólum 1916.
Þegar Jarðabókin var gerð 1704 reiknaðist jarðadýrleiki með heimajörðinni. Landskuld átti að greiðast með því sem ábúandi megnaði að gjalda og skyldi jarðeigandi leggja að mestu leyti við til húsabóta. Þá var hægt að fóðra þar eina kú og torfrista, stunga og eldiviðartak var í heimalandi en sjór braut af túninu. Kvaðir voru engar og mátti ábúandinn fleyta hálfum báti sínum að vild.

Sjávarhólar

Sjávarhólar.

Öfugskelda var býli sem var sennilega um 30 metra suðaustur af Skrauthólum III og um 570 m norðaustur af Sjávarhólum. Þar er túnblettur sem nefnist Öfugskelda sem hafði fylgt Sjávarhólum en var lagður til Skrauthóla 1918.131 Þar eru minjar sem talið er að gætu hafa verið hluti af býlinu skráðar undir Sjávarhóla, rúst, gerði og hlaðinn garður að lítilli keldu sem kallast Ófeigskelda. Býlið tók af í skriðuföllum 1748 og var sennilega ekki byggt upp aftur eftir það. Samkvæmt bréfi sem séra Þórður Þórhallsson prestur í Saurbæ og Brautarholti sendi konungi 1754 segir að skriða 1748 hafi skemmt hús og tún svo mikið í Öfugskeldu að ekki sé hægt að byggja þar upp aftur. Býlið tók af í skriðuföllum 1748 Jarðarinnar er getið 1510 í dómi um eignaskipti Gríms Pálssonar og Þorvarðs Erlendssonar lögmanns þar sem Grímur selur Þorvarði meðal annars fjórar jarðir á Kjalarnesi. Í Sáttarbréfi bænda 1515 kemur fram að Grímur og Þorleifur sonur hans eiga Arnarholt og Öfugskeldu. Í júlí sama ár kemur fram að þeir feðgar fá Öfugskeldu og Arnarholt af Hólmfríði Erlendsdóttur í skiptum fyrir Sandgerði á Miðnesi.

Sjávarhólar

Sjávarhólar.

Árið 1549 var kveðinn upp alþingisdómur og Sandgerði var dæmt eign Þorleifs Grímssonar en Öfugskelda og Arnarholt dæmd af honum. Jörðin var í einkaeigu metin á 15 hundruð 1686 en 10 hundruð 1695.
Öfugskelda var bújörð 1704 metin á 10 hundruð og var í eigu fimm aðila. Þórunn Sigurðardóttir prestsekkja á Sjávarhólum átti mest, þrjú hundruð og fjörutíu álnir en hinir eitt hundrað og áttatíu álnir hver. Ábúandi var einn og var eigandi að einum lægri hlutanna. Þá var þar hægt að fóðra þar sex kýr, tvö ungnaut, tíu lömb og einn hest. Kvaðir voru engar. Torfrista og stunga voru sæmilegar en mótak þurfti að kaupa annars staðar. Landþröng var mikil og skriða spillti túnum og engjum.

Sjávarhólar

Sjávarhólar – útihús.

Öfugskelda hefur sennilega farið í eyði eftir skriðufall 1748. Ölfusvatnsannáll 1747 segir frá því að fallið hafi mikilfengleg skriða eða jarðarumrótan úr Esjunni sem tók af mikinn part af landi Öfugskeldu og Sjávarhóla en af bréfum frá þessum tíma kemur fram að skriðan hefur fallið í maí 1748 frekar en 1747. Fram kemur í bónarbréfi séra Þórðar Þórhallssonar í Saurbæ til konungs frá 10. júlí 1754 að „skriðan hafi skemmt hús og tún á Öfugskeldu, svo þar megi ekki aftur upp byggja, og að skriðan hafi stórskemmt tún og úthaga bæði á Skrauthólum og Sjávarhólum.“
Öfugskeldu er ekki getið í Jarðatali Johnsens 1847 en í neðanmálsgrein við Sjávarhóla kemur fram að jarðabækur nefni jörðina en hennar sé ekki getið í jarðabók 1802 og virðist hún þá hafa verið orðin partur af Sjávarhólum. Jarðadýrleiki hennar var 10 hundruð eins og Sjávarhóla.

Vallá

Vallá

Vallá – minjar.

Vallá er austan og ofan við Hofsvík. Lögbýli um aldir og þar voru ýmist eitt eða tvö býli fram til 1800, sem voru aðgreind með austur, vestur, eystri, vestri, stóra, minni, innri, ytri og Syðsta Vallá kemur einnig fyrir. Bæði býlin eru skráð undir Vallá. Samkvæmt túnakorti frá 1916 var bæjarstæði Vallár vestri þar sem nú stendur bygging, tvær hæðir og ris með þremur kvistum, sem byggð var 1958 við steinsteypt íbúðarhús sem reist var um 1923. Bæjarstæði Vallár eystri var samkvæmt túnakorti og örnefnalýsingu í suðaustur frá því vestara, steinsnar austan við eldri farveg Vallárlækjar á milli bæjanna sem var þá á mörkum jarðanna. Vallá eystri fór í eyði um aldamótin 1800 og var pörtuð niður. Túnið gekk þá undir heimajörðina en annað var keypt af bændum í Hofshverfi.

Vallá

Vallá og Litla-Vallá – túnakort 1916.

Farvegi Vallárlækjar var breytt einhvern tíma á milli 1900 og 1916 af Benedikt Magnússyni bónda á Vallá og eftir það rann lækurinn norðan og vestan við bæinn. Þegar Guðrún Bjarnadóttir, sem bjó á Vallá frá 1925-1957, skráði örnefni fyrir Vallá, sennilega á tímabilinu 1950-57, hét ávöl bunga suðaustur heiman frá „Gamli bær“ og þá hafði sést móta fyrir bæjarrústum til skamms tíma. Vitað er um tvö önnur býli byggð í landi jarðarinnar, hjáleigan Grund var byggð frá því um 1684 fram undir 1704 og býlið Litla Vallá var byggt úr landi jarðarinnar nokkru fyrir aldamótin 1900.

Vallá

Vallá – leifar rafstöðvar.

Fyrsta rafstöðin í Kjalarneshreppi var reist á Vallá þegar Vallárlækur var virkjaður 1930. Stöðin var eingöngu notuð til ljósa og sá hún þremur bæjum fyrir rafmagni, Vallá, Litlu Vallá og Skrauthólum ásamt skólanum á Klébergi. Stöðvarhúsið stóð við lækinn fyrir austan Fólkvang, því hefur verið rutt um koll einhvern tíma og sjá má steypuleifar hússins á lækjarbakkanum.
Benedikt Steinar Magnússon (1929-1970) stofnandi steypustöðvarinnar B. M. Vallá í Reykjavík var fæddur og uppalinn á Vallá. Hann lagði grunninn að fyrirtæki sínu í fjörunni á Vallá þar sem hann mokaði upp steypuefni. Síðar flutti hann inn tæki og stofnaði fyrirtækið Steypumöl hf. til malarnáms í Álfsnesi. Steypuverksmiðjan B. M. Vallá reis svo í Krossamýri við Elliðavog.
Vallá
Vallá er í landnámi Helga bjólu en ekki er vitað hvenær jörðin byggðist en Vallá er til umfjöllunar í bréfi frá 5. maí árið 1377 þegar Brynjólfur Bjarnason seldi Valgarði Loftssyni jörðina „Syðstu- Vallá“ á Kjalarnesi. Þremur árum síðar, í júlí 1380, lét Valgarður Pál ábóta í Viðey hafa jörðina gegn því að hann kenndi syni hans í sex ár. Í skrá frá 1395 um kvikfé og leigumál á jörðum klaustursins eru tveir bæir á Vallá. Frá sama ári er skrá yfir jarðir sem fóru undir Viðeyjarklaustur frá því að Páll ábóti kom þangað og þar er Vallá talin upp og metin á 20 hundruð.
Vallá
Í Fógetareikningum frá 1547 til 1552 er talað um Stóru- Minni, Innri- og Ytri Vallá. „Sterrewalde og Minnewalde, Stere Walde og Mijnder Walde, Sterre Waldo og Mijnde Waldo, Inderreuattle og Ittherwasde“ varðandi landskuld. Eystri og Vestri Vallá voru báðar metnar á 20 hundruð á árunum 1686 og 1695 í einkaeigu og konungs.
Þegar Árni Magnússon og Páll Vídalín unnu að gerð Jarðabókarinnar sumarið 1704 voru þeir í tjöldum á Vallá dagana 26.-28. júní. Þá voru tvö býli á jörðinni, Eystri- og Vestri Vallá hvort um sig metið á 20 hundruð. Kvaðir voru um eitt mannslán á vertíð af allri jörðinni. Þá var hægt að fóðra sjö kýr, tíu lömb og einn hest á allri jörðinni sem hafði haft fría hesta- og nautagöngu á sumrin á Hvannavöllum á Mosfellsheiði. Torfristu og stunga höfðu býlin í sínu landi en mótak var í landi Vestri Vallár. Þá var nokkur rekavon. Heimræði var allt árið og gengu skip heimamanna eftir hentugleikum en engin verstaða hafði verið fyrir aðkomufólk. Landþröng mikil og hætt við skriðum og vatnságangi á tún.

Grund

Grund.

Vallá var í bændaeign þegar Jarðatal Johnsen 1847 var tekið saman með einum ábúanda, metin á 20 hundruð. Neðanmáls segir að sýslumaður telji jörðina aðeins 12 hundruð. Í viðauka er eyðihjáleigan Grund sögð með Vallá.
Grund hafði verið hjáleiga Vallár vestri í nokkur ár 1704, þegar Jarðabók Árna og Páls var gerð. Hún hafði þá byggst fyrst rúmum tuttugu árum áður, eða um 1684, og var byggð í nokkur ár en var farin í eyði þegar Jarðabókin var gerð og ekki var talið að hægt væri að byggja hana aftur nema til skaða fyrir heimajörðina.
Hjáleigan virðist ekki hafa verið byggð aftur.

Grund

Grund.

Í örnefnalýsingu Vallár segir að „Í norður frá bænum í um 500 m fjarlægð er slétt flöt harðlend, ílöng frá austri til vesturs. Hún nefnist Grundir. Þar var býli fyrir löngu. Garðlag heita vel sjáanlegar túngarðsleifar vestarlega á Grundunum.“ Grundir er enn örnefni á túni austan við íbúðarhúsið Gil en leifar túngarðs voru ekki sjáanlegar. Engar fornleifar eru skráðar undir býlið sem, ásamt túngarði, er skráð sem fornleifar undir Vallá.
Litla- Vallá var byggð rétt fyrir aldamótin 1900 á Hjallhól, um 200 m norðvestan við eldra bæjarstæðið á Vallá.
Á túnakorti kemur fram að: „Litla Vallá [var] byggð fyrst nokkru fyrir aldamótin að sögn. Afgirti bletturinn tekin til ræktunar og sléttaður að nokkru af húsmanni þeim sem þar er enn. Slægjur víða umhverfis.“162 Býlið var sameinað heimajörðinni þegar ábúð lauk þar 1960 en húsin seld, ásamt 1 hektara lands, sem sumarbústaður. Þar standa nú (2018) íbúðarhús og hlaða frá 1936 á bæjarstæðinu. Engar fornleifar eru skráðar undir býlið sjálft sem er, ásamt kálgarði og útihúsum, skráð eftir túnakorti sem fornleifar undir Vallá.

Arnarholt

Arnarholt

Arnarholt – minjar.

Jörðin Arnarholt á land upp í Esjuhlíðar og gamla bæjarstæðið var undir Bergi, að nokkru leyti á Krosshól sem er stór hóll með pöllum, líkt og tröppum. Býlið Brekka var þar norðvestan í hólnum og niður af bænum voru bakkar með sjónum sem hétu Húsabakkar. Arnarholt var komið í eyði 1908 þegar gerð var bæjateikning af Brautarholtshverfi sem taldi þá tíu bæi.

Brautarholt

Brautarholtshverfi 1906.

Á túnakorti frá 1916 kemur fram að jörðin hafi verið lögð undir Brautarholt 10-20 árum fyrr og að þar sé hvorki kálgarður né bæjarhús eftir. Samt sem áður eru þar teiknuð fimm hús, tvö voru orðin tóftir, þrjú með veggjum af grjóti og torfi þar af eitt með standþili. Hefðbundinni búsetu á gamla bæjarstæðinu virðist hafa lokið 1906 þegar Sturlubræður eignuðust jörðina en þeir voru einnig eigendur að Brautarholti þar sem þeir ráku stórt kúabú og fluttu mjólkina sjóleiðis til Reykjavíkur og eftir það fylgdi Arnarholt Brautarholti þar til 1927 að Thor Jensen stórkaupmaður keypti Arnarholt, Brekku og Holt af Ólafi Bjarnasyni í Brautarholti.

Arnarholt

Arnarholt – túnakort 1916.

Thor nýtti landið til sumarbeitar fyrir nautgripi sína og byggði mikið fjós og íbúðarhús á Árnamel. Þegar hernámsliðið nam hér land hreiðruðu þeir um sig í fjósinu og innréttuðu það sem klúbb og mötuneyti og reistu skálahverfi norðan við byggingar í Arnarholti á Árnamel. Þegar skipti urðu á herliði 26. janúar settust 485 menn úr fótgönguliðssveit Bandaríkjahers að í Arnarholti.
Árið 1943 keypti Reykjavíkurbær jarðirnar af Thor Jensen og kom á fót vistheimili fyrir skjólstæðinga sína.
Arnarholt
Arnarholt kemur fyrst fyrir í máldaga Brautarholtskirkju 1491 varðandi jarðamörk og næst í jarðaskiptabréfi Þorvarðs lögmanns Erlendssonar og Gríms bónda Pálssonar á Möðruvöllum árið 1501 þar sem Grímur lét meðal annars eftirtaldar jarðir á Kjalarnesi, Hof á 60 hundruð, Arnarholt fyrir 40 hundruð, Skrauthóla fyrir 20 hundruð og Öfugskeldu fyrir 10 hundruð.
Árið 1506 seldi Stefán Jónson biskup Bjarna Jónssyni Bæ í Lóni fyrir Arnarholt á Kjalarnesi.
Sumarið 1510 var jörðin til umfjöllunar í Tylftardómi vegna eignaskipta Gríms Pálssonar og Þorvardz Erlendssonar.

Arnarholt

Arnarhamarsrétt.

Árið 1515 kemur jörðin fram í sáttargjörðarbréfi bænda þar sem fram kemur að Grímur bóndi Pálsson og sonur hans Þorleifur eigi Arnarholt og Ögurskeldu á Kjalarnesi. Síðan kemur Arnarholt fram í fógetareikningum frá 1547 til 1550 varðandi landsskuld og leigukúgildi.
Konungur fékk einn þriðja af Arnarholti 1641 og á árunum 1686 til 1695 var það í eigu konungs og einkaaðila metið á 40 hundruð.
Þegar Jarðabók Árna og Páls var gerð 1705 var jarðardýrleiki Arnarholts 40 hundruð með þremur ábúendum. Eigandinn bjó á stærsta partinum tuttugu og sjö og hálfu hundraði, annar ábúandi á sjö og hálfu hundraði og sá þriðji bjó á parti sem metinn var á fimm hundruð, hjáleiga kölluð Sigurðarhús.

Arnarholt

Arnarholt Camp – uppdráttur.

Kvaðir voru um skipsróður allt árið af hverjum ábúanda og ef einhver þeirra væri hæfur sem formaður átti hann að vera það kauplaust. Á tveimur fyrrnefndu pörtunum var hægt að fóðra átta kýr, tólf lömb, fimmtíu ásauði og geldfé, og fimmtán hesta. Fjárupprekstur var átölulaus og frír upp á Esju ásamt öðrum jörðum á Kjalarnesi. Útigangur á vetrum var góður og brást yfirleitt ekki. Skógarítak í Stórabotnsskógi við Hvalfjörð til raftviðar og kolgjörðar uppá þrjá hesta til samans árlega sem Sigurður Núpsson hafði gefið til jarðarinnar 1690.

Arnarholt

Arnarholt – herminjar.

Torfrista og stunga var jörðinni hjálpleg og reiðingsrista var góð. Móskurður til eldiviðar var nægur og góður sem leiguliðar gátu brúkað að vild. Sölva- og hrognkelsafjara var lítil en þangtekja var talin næg til eldiviðar en lítið notuð. Rekavon var góð fyrir landi jarðarinnar. Skipsuppsátur var gott og heimræði var árið um kring og lending var óbrigðul á meðan útsjór er fær. Engjar voru litlar og snöggar, vatnsból var slæmt og þraut oft. Þá braut sjór smám saman land af túninu.

Arnarholt

Arnarholt – herminjar.

Hjáleigur Arnarholts voru fjórar 1705 samkvæmt Jarðabókinni. Fyrrnefnt Sigurðarhús var fyrsta hjáleigan sem hafði þá verið byggð í langan tíma, önnur var Brekka sem byggð var fyrst 30 árum áður, um 1675, þriðja var Hryggur „Hriggur“ sem byggðist eitthvað fyrr en Brekka og fjórða var Á Bergi sem byggðist fyrst ellefu árum fyrir skráningu jarðabókarinnar, um 1694. Eitt tómthús var á Arnarholti „Naudveria“ öðru nafni Sigvatshús sem hafði verið þá verið byggt í 40 ár eða frá 1665.
Þegar Jarðatal Johnsens var tekið saman 1847 var Arnarholt í bændaeign, dýrleiki hafði þá lækkað um nærri helming og var hún metin á 23 hundruð en sýslumaður mat hana aðeins á 20 hundruð.

Ártún

Ártún

Ártún – fornleifar.

Tóftir síðasta torfbæjarins í Ártúni standa á bæjarhól skammt ofan við Vesturlandsveg vestan Blikdalsár. Búið var í bænum fram til ársins 1956 en þá fór jörðin í eyði. Jörðin nær frá mynni Blikdals í sjó fram. Mörk jarðarinnar að norðan eru við jörðina Dalsmynni og landspildurnar Melagerði og Melavelli sem voru seldar út úr jörðinni 1975 og 1979. Að sunnan eru mörkin á móti jörðinni Bakka og ræður Ártúnsá frá sjó að Blikdalsmynni.
Ártúns er getið í máldaga Saurbæjarkirkju 1575, var þá annað af tveimur kotum í eigu kirkjunnar. Jörðin var í eigu Saurbæjarkirkju og metin á 15 hundruð 1695.
Þegar Jarðatal Johnsens var tekið saman 1847 var jörðin enn í eigu kirkjunnar, metin á 15 hundruð. Í landamerkjabréfi fyrir Saurbæ 1890 kemur fram að Ártún átti óskipta beit á Blikdal og slægjur fyrir neðan götu frá Selgilslæk að Heygilslæk.

Ártún

Ártún – túnakort 1916.

Þegar Jarðabók Árna og Páls var gerð 1705 var Ártún kirkjujörð Saurbæjarkirkju í eigu Sigurðar Björnssonar lögmanns með einum ábúanda, metin á 15 hundruð. Kvaðir voru um mannslán allt árið heim á Saurbæ eða fram á Kjalarnes. Á jörðinni mátti fóðra fjórar kýr, einn kálf, tíu lömb og hægt var að hafa þrjátíu sauði og tvö hross í útigangi. Selstöðu og beit hafði jörðin fría allt árið á Blikdal í landi Saurbæjar. Torfrista og stunga var bjargleg en reiðingsrista lítil. Móskurður til eldiviðar, sölvafjara og fjörugrös voru í landi Saurbæjar. Þang til eldunar var nægilegt og rekavon nokkur. Stórviðrasamt svo hætt var bæði húsum og heyjum. Vatnsból var erfitt á vetrum og sauðfé var hætt fyrir flóðum. Skipsuppsátur var ekkert og engin lending.

Ártún

Ártún – bæjarhóll – uppdráttur.

Í Ártúni er að finna einstaka minjaheild. Búsetulandslag og minjar hafa ekki orðið fyrir miklu raski eftir að búskapur lagðist af á jörðinni 1956 og eru gott dæmi um búsetu á svæðinu. Bæjarhóllinn er í góðu ásigkomulagi með tóftum síðasta bæjarins og útihúsum með kartöflugarði fyrir framan. Búið var í bænum fram til ársins 1955 en eftir það hefur vegfarendum gefist kostur á því að fylgjast með hnignum bæjarhúsanna á bæjarhólnum þar sem þau hafa með tímanum breyst í rúst. Bæjarhóllinn hefur mikið sjónrænt gildi því auðvelt er að gera sér í hugarlund hvernig þarna hefur verið umhorfs á meðan búið var þar. Skammt norðaustur af bæjarhólnum er greinileg fjárhústóft með heygarð í miðjunni sem rúmaði 50 kindur. Þá eru einnig töluverð ummerki eru eftir veru hersins innan jarðarinnar og þar eru skráðar allmargar herminjar. Flestar eru norðan og ofan við bæinn, svæði eða holur sem rutt hefur verið uppúr til hliðanna.

Ártún

Ártún – skotbyrgi.

Að sögn Kristrúnar Óskar Kalmansdóttur sem var ein af síðustu íbúum voru svæðin notuð sem stæði fyrir loftvarnarbyssur og í tveimur þeirra eru steyptar undirstöður um 50 x 50 cm með járnhring í miðjunni. Hermennirnir notuðu minni holurnar til að leynast í og strengdu græn net yfir. Ártún hefur einstakt gildi fyrir sögu kvikmyndagerðar á Íslandi en það var mikið notað sem kvikmyndaver á árdögum hennar um miðja síðustu öld. Loftur Guðmundsson (1892-1952) ljósmyndari og kvikmyndagerðarmaður tengdist staðnum og átti sumarbústað sem stóð ofan við bæinn. Hann gerði fyrstu íslensku kvikmyndina í fullri lengd 1949 „Milli fjalls og fjöru“ sem var jafnframt fyrsta íslenska talmyndin. Í þeirri mynd var „bærinn“ í myndinni torfbærinn í Ártúni en hann kom einnig við sögu 1950 í „Síðasti bærinn í dalnum“ og þar bjuggu Bakkabræður 1951 í „Reykjavíkurævintýri Bakkabræðra“. Þá kom Ártún lítillega við sögu 1954 í „Sölku Völku“ og 1957 eldaði tröllskessan „Gilitrutt“ matinn í Ártúni. Við skráningu 2010 gaf Kristrún Ósk Kalmansdóttir greinagóðar upplýsingar um minjar á jörðinni og því er vitað um síðasta hlutverk flestallra minjanna.

Saurbær

Saurbær

Saurbær – minjar.

Saurbær á Kjalarnesi er fornt höfuðból og kirkjustaður á sjávarbakka sunnan Hvalfjarðar. Þar hefur verið kirkja frá því um 1200 sem hefur átt margt góðra gripa í gegnum tíðina. Árið 1856 var byggð þar timburkirkja sem var svipuð Brautarholtskirkju sem reist var 1857 og var yfirsmiður beggja Eyjólfur Þorvarðarson snikkari á Bakka. Kirkjan sú fauk af grunni sínum 14. nóvember 1902 nálægt miðnætti og fór yfir sig heila veltu. Tveimur árum síðar 1904 var vígð ný steinsteypt kirkja sem Eyjólfur Runólfsson kirkjueigandi í Saurbæ lét reisa og er nú ein af friðuðum kirkjum í Kjalarnesprófastdæmi.195 Eyjólfur Runólfsson var þekktur fyrir lækningar sem hómópati og ljósfaðir og tók á móti um 600 börnum á Kjalarnesi og í Kjós.

Saurbær

Saurbær.

Í Saurbæ hafa búið nafntogaðir menn og talið er að snemma á 13. öld hafi Árni „óreiða“ Magnússon skáld og goðorðsmaður búið þar. Árni, sem nefndur er í Sturlungu, var giftur Hallberu dóttur Snorra Sturlusonar og fékk með henni Brautarholt og mikið annað fé. Árni skildi síðar við Hallberu og keypti þá Saurbæ á Kjalarnesi og bjó þar.
Enskir sjóræningjar eru sagðir hafa komið að Saurbæ árið 1424 og látið ófriðlega, réðust inní kirkjuna og handtóku umboðsmann Dana, sem hafði leitað þar hælis, og rændu meðal annars vopnum og hestum.
Sigurður lögmaður Björnsson (1643-1723) bjó í Saurbæ frá 1687 til æviloka 1723. Hann var fyrst landskrifari í sjö ár síðan lögmaður sunnan og austan frá 1677 til 1705 og sýslumaður Kjósarsýslu, fékk veitingabréf fyrir henni 1683.199 Sigurður er talinn hafa verið fyrirmynd Halldórs Laxness að Eydalín lögmanni í Íslandsklukkunni. Í hans tíð eignaðist kirkjan merka gripi þar á meðal altariskertastjaka, hurðarhring og kirkjuklukkur. Í manntali 1703 er jörðin nefnd Stóri Saurbær og 30 manneskjur skráðar þar.
Úr landi jarðarinnar voru byggðar jarðirnar Ártún og Hjarðarnes, afbýlið Litli- Saurbær og hjáleigan Stekkjarkot. Jörðinni var síðan skipt upp á milli erfingja 1930 í tvær jarðir og nefnist vestari helmingurinn Dalsmynni.

Saurbær

Saurbær – braggaleifar.

Á stríðsárunum var herinn með töluverð umsvif í kringum Saurbæ og þegar herliðið fór eignaðist Ólafur í Saurbæ nokkuð af bröggum og öðru dóti á vægu verði. Í Dalsmynni reisti hernámslið Breta herstöð, skálahverfi fyrir ofan túngarðinn vestan við núverandi vegarstæði, fallbyssuvígi fyrir neðan túnið ásamt því að reisa líka nokkra skála og vegartálma í Tíðaskarði. Herstöðin í Dalsmynni var kennd við Saurbæ „Camp Saurbær“. Bandaríkjaher tók síðan við af Bretum 26. janúar 1940 og þá settist 240 manna flokkur að íDalsmynni og 30 í Tíðaskarði.
Síðasti torfbærinn í Saurbæ, sem var að hluta til úr timbri, var reistur 1896 og stóð þar til hann brann árið 1966 en þá hafði ekki verið búið í honum í fjögur ár.204 Þegar túnakort frá 1916 var strekkt yfir nýlega loftmynd má sjá að bærinn var norðan við kirkjuna og lá bæjarhúsaröðin í austur, vestur. Þar er nú afgirtur skrúðgarður á lágum hól og sennilega eru leifar bæjarhúsa þar undir sverði. Núverandi íbúðarhús er um 20 metrum norðaustan við kirkjuna og þar var áður skemma og smiðja samkvæmt túnakortinu.

Saurbær

Saurbæjarkirkja.

Kirkju í Saurbæ er fyrst getið um 1200 í kirknaskrá Páls biskups. Elsti máldagi Saurbæjarkirkju, sem Magnús biskup Gissurarson setti, er talinn vera frá því um 1220. Þá átti kirkjan margt góðra gripa þar á meðal tvo glerglugga, til kirkjunnar lágu „X. hundruð þriggia alna aura“ í heimajörðinni og þar skyldi vera prestur og messa alla löghelga daga. Í máldaganum er í fyrsta skipti kveðið á um að brú skyldi halda á Blikdalsá sem átti að geta borið meðalmann með hálfa vætt á baki sér í logni. Í máldaga Maríukirkjunnar í Mýdal (Miðdal) frá haustinu 1269 er kveðið á um þjónustu prests frá Saurbæ. Þá kemur fram í bréfi Runólfs ábóta í Viðey um 1270 að hann telur að kirkjan í Saurbæ eigi hluta í hvalreka á milli Valagnúpa og Esjubergs.
Saurbær kemur fyrir í Kjalnesingasögu sem talin er rituð um 1300, þar sem segir frá því þegar Helgasynir bjólu, Þorgrímur og Arngrímur, skipta með sér föðurarfi og Arngrímur reisti bæ við Hvalfjörð sem hann nefndi Saurbæ.

Saurbær

Saurbær – braggaleifar.

Í máldaga Eyrarkirkju í Kjós sem er talinn vera frá 1315 eru Saurbæjarkirkju lagðar til 12 ær. Máldagi Nesjasýslu í Hítardalsbók frá 1367 greinir frá því að Péturskirkjan í Saurbæ á Kjalarnesi eigi tíu kýr, fimmtán ær og griðung.
Það er í fyrsta skipti sem verndardýrlings er getið og telur Jón Þ. Þór að Pétri, sem var verndardýrlingur sæfarenda, hafi verið helguð kirkjan vegna vaxandi gengis sjávarútvegs á þessum tíma.213 Samkvæmt máldaga kirkjunnar frá 1379 sem Oddgeir biskup Þorsteinsson setti átti hún 30 hundruð í heimajörðinni og þar er einnig að finna ákvæðið um að brú skyldi halda á Blikdalsá á milli fjalls og fjöru. Kirkjan átti enn 30 hundruð í heimajörðinni samkvæmt máldaga frá 1397 og meðal eigna er talinn upp glergluggi en þeir höfðu verið tveir 1220. Ákvæði um brú á Blikdalsá er þar líka og hvernig skuli fjármagna viðhald á henni.
Í máldaga kirkjunnar frá 1477 kemur fram að hún eigi 30 hundruð í heimajörð og jörðina Hjarðarnes auk annars. Árið 1503 var skrifað kaupbréf í Saurbæ fyrir Ölvisholt og árið 1507 var kveðinn upp dómur þar. Árið 1508 er Saurbæjar getið í kaupmálabréfum.

Saurbær

Saurbær – braggaleifar.

Saurbæjarsókn kemur fram í bréfi frá árinu 1517 þegar Erlendur Jónson gerir próventusamning við Ögmund ábóta í Viðey og síðar. Í festingabréfi frá árinu 1561 kemur fram að Halldór Ormsson gefi Þórdísi Eyjólfsdóttur tuttugu hundruð í Saurbæ.221 Þá kemur bæjarnafnið fyrir 1569 á minnismiða Vigfúsar Jónssonar sýslumanns í Kjalarnesþingi. Þegar máldagi kirkjunnar var gerður 1575 átti hún 30 hundruð í heimalandi og jarðirnar Ártún og Hjarðarnes en ekki var getið um að halda skyldi brú á Blikdalsá.
Saurbær var í einkaeign árin 1686 og 1695 metinn á 60 hundruð.

Ölfus

Litli-Saurbær, túnakort 1918.

Þegar Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns var gerð 1705 var kirkjan orðin annexía frá Brautarholtskirkju og Saurbær metinn á 60 hundruð með Ártúni og Hjarðarnesi. Eigandi var Sigurður Björnsson lögmaður og ábúandi á 50 hundruðum en annar ábúandi var á tíu hundruðum, Litla Saurbæ. Þá var hægt að fóðra tólf kýr, einn eldishest og tvo sem vel var gefið, einn griðung, þrjátíu ær, tíu lömb og þrjá kálfa. Fjárupprekstur, hestagöngu og selstöðu hafði jörðin í sínu landi á Blikdal. Torfrista og stunga til húsabótar hjálpleg, móskurður til eldiviðar nægur og til sölu ef vildi. Hvanna- og rótartekja voru litlar og nýta mátti sölvafjöru og fjörugrös. Hægt var að veiða sel og hafði svo verið gert en lítið var um hrognkelsi. Rekaþöngla og þang mátti brúka til eldiviðar og rekavon var nokkur.

Saurbær

Saurbær og Stekkjarkot – túnakort 1916.

Heimræði var allt árið og gengu skip eigenda eftir hentugleikum en lending var brimsöm og gat brugðist. Selvegur þótti langur og erfiður og sumarhögum var hætt við skriðum. Sauðfé og hestum stóð ógn af sjávarflóðum á vetrum og af foruðum og dýjum. Stórviðrasamt og sjávargangur braut af túnum. Þá var Litli Saurbær afbýli og Stekkjarkot/ Bjarg hjáleiga af jörðinni og dýrleiki þeirra talinn með heimajörðinni og tómthúsmaður var í heimajarðarhúsum sem stóðu á Litla Saurbæ. Saurbæjarkirkja var annexsía frá Brautarholti 1748.
Eigandi Saurbæjar seldi kaupmanni í Reykjavík rétt til vinnslu jarðefna á jörðum sem hann átti, Saurbæ, Hjarðarnesi, Ártúni og Bjargi (Stekkjarkoti).

Saurbær

Saurbær.

Litli Saurbær var afbýli af heimajörðinni 1705 metinn á 10 hundruð en talinn með heimajörðinni. Kvaðir höfðu áður verið um mannslán allt árið annaðhvort heima eða frammi á Kjalarnesi en höfðu verið feldar niður vegna góðvilja en dagsláttur hafði stundum verið kallaður. Hægt var að fóðra þrjár kýr, tuttugu ær og eitt ungneyti á partinum. Kostir og lestir voru þeir sömu og heimajarðarinnar nema heldur braut meira af túninu og lending var betri. Tómthúsmaður var í heimajarðarhúsum sem stóðu á Litla Saurbæ 1705 og greiddi hann 25 álnir í húsaleigu til landdrottins. Kvaðir voru á hann um skipsróður utan sláttar sem skyldi gjaldast með formennsku. Eldiviðartak var frítt og eigandi viðhélt húsinu. Tómthúsið hafði þá stundum verið byggt með grasnyt eða ekki og stundum fylgt Litla Saurbæ þegar meirihluti jarðarinnar var nytjaður.

Heimild:
-Fornleifaskráning vegna deiliskipulags Vesturlandsvegar frá Leirvogsá að Hvalfirði – Reykjavík 2018, Borgarsögusafn Reykjavíkur.

Ártún

Ártún 1930-1940.

 

Reykjavík

Vaktarabærinn„, nú Garðastræti 23 í Reykjavík, er elsta timburhúsið í Grjótaþorpi. Það varð það 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.
VaktarabærinnÁrið 2008 samþykkti Borgarráð að kaupa Vaktarabæinn fyrir 25 milljónir króna. Vaktarabærinn er rúmlega 170 ára gamall. Mjög hefur þrengt að húsinu og hefur það staðið autt á síðustu árum. Vilji borgaryfirvalda er til að það standi áfram enda kaupir Reykjavíkurborg húsið til að endurnýja það og vernda á þeim stað sem það stendur. Húsið er um 80 fermetrar en lóðin tvöfalt stærri. Vaktarbærinn er nefndur eftir höfundi hússins, Guðmundi „vaktara” Gissurarsyni. Árið 2000 spurðust eigendur hússins fyrir um það hjá borgaryfirvöldum hvort leyft yrði að rífa Vaktarabæinn og byggja, í samræmi við deiliskipulag frá 1981, nýtt íbúðarhús á lóð nr. 23 við Garðastræti. Með fylgdi umsögn Árbæjarsafns, en málinu var vísað til Borgarskipulags þar sem það virðist hafa dagað uppi til þessa dags.

Vaktarabærinn

Það eru ekki mörg ár síðan húsavernd og rannsóknir á byggingarsögu voru taldar lítið annað en sérviska og furðulegheit og jafnvel litnar hornauga af ráðamönnum sem töluðu með fyrirlitningu um danskar fúaspýtur. „Framfarasinnar” létu einnig hafa eftir sér að niðurrif gamalla bygginga væri mikilvægur þáttur í þéttingu byggðar í eldri hverfum þéttbýlisstaða og ekki síður forgangsverkefni en uppbygging nýrra hverfa. Verkalýðsforingjar fussuðu yfir þessu uppátæki og bentu á að ekki væri ástæða til að halda upp á húsnæði sem hefði bæði verið kalt og saggasamt og átt sinn þátt í bágu heilsufari alþýðunnar. En nú er öldin önnur, sem betur fer.

Guðmundur

Byggingarsagan er orðin mikilvægur þáttur í rannsóknum á menningararfi þjóðarinnar og sveitarstjórnir og bæjaryfirvöld keppast við að hlúa að gömlum byggingum og gera þær þannig úr garði að þeir sem eiga leið um staldri við til að skoða þær. Verndun Vaktarabæjarins er því ánægjulegt skref.
Vaktarabærinn var bæði geymsla og íbúðarhús en hefur verið geymsla síðustu áratugina. Það er líklega byggt fyrir 1840 og því a.m.k. 170 ára gamalt. Vaktarabærinn er fyrsta timburhúsið í þessum hluta Grjótaþorps og er byggingarefnið timbur með járnklæðningu.
Vaktarabaerinn-1

Um 1880 er húsinu breytt úr pakkhúsi í íbúðarhús og þá flytja í það hjónin Sesselja Sigvaldadóttir og Stefán Ólafsson ráðsmaður og múrari. Í húsinu fæddust sex synir þeirra, tveir létust í barnæsku en hinir urðu allir þjóðþekktir. Þeir voru Sigvaldi Kaldalóns læknir, tónskáld og ástmögur þjóðarinnar, Guðmundur Aðalsteinn einn helsti glímumaður landsins, Snæbjörn sem var landsþekktur togaraskipstjóri á Kveldúlfs-togurunum og Eggert sem var kunnur söngvari og söng víða um Evrópu og Ameríku en hélt oft söngskemmtanir hérlendis. Snæbjörn bjó lengi í Suðurgötu 13 og þar leigði Sigvaldi hjá bróður sínum áður en hann flutti til Grindavíkur
Húsið er talið einstakt í menningarsögulegu tilliti og verður gert upp í upprunalegri mynd. Borgarráð hefur afsalað Garðastræti 23, Vaktarabænum í hendur Minjaverndar hf. Húsið verður gert upp í upprunalegri mynd, en það er talið vera frá árunum 1844 – 48. Það er fyrsta timburhús Grjótaþorpsins utan Innréttinganna.
Að sögn Nikuláss Úlfars Mássonar, arkitekts hjá Árbæjarsafni, eru öll hús sem byggð eru fyrir 1850 sjálfkrafa friðuð en í lýsingu á Reykjavík frá 1848 er þessa húss fyrst getið sem skemmu úr timbri við bæinn Grjóta sem Grjótaþorpið er kennt við en holtið þótti grýtt og var grjót úr því m.a. notað við byggingu Dómkirkjunnar. Byggt hefur verið við húsið 1860 og aftur 1880 og er það þá komið í núverandi stærð.
VaktarabærinnGuðmundur vaktari Gissurarson, sem bjó í Grjóta, byggði skemmuna en síðan eignaðist það Stefán Egilsson, faðir Sigvalda Kaldalóns og Eggerts Stefánssonar. Sigvaldi fæddist í húsinu og bjó þar fyrstu átta ár ævi sinnar. Að sögn Nikuláss Úlfars var búið í húsinu fram á sjöunda áratug nýliðinnar aldar en síðan hefur það aðallega verið notað sem geymsla og nú er komin fram beiðni frá eigendum lóðarinnar um að veitt verði leyfi fyrir niðurrifi þess. Nikulás Úlfar sagði að komið hefðu fram hugmyndir um að setja upp safn helgað minningu Sigvalda Kaldalóns í húsinu. „Þetta er hús með gífurlega mikið varðveislugildi,“ sagði Nikulás Úlfar.
„Varðveislugildið felst aðallega í því að þetta er að öllum líkindum fyrsta timburhúsið í Grjótaþorpi og eina húsið sem eftir er af Grjótabænum gamla, auk tengingarinnar við Sigvalda Kaldalóns.“ Hann sagði að með því að endurgera húsið í upphaflegri mynd með tjargaðri timburklæðningu og hvítum gluggum yrði húsið líkt því sem flest hús voru í Reykjavík fyrir um 150 árum og væri því gífurlega góður vitnisburður um fyrstu varanlegu byggð í einkaeign.

Vaktarabærinn

Einnig væri hægt að hlúa að garði aftan við húsið með gamaldags stakketi. „Það er engin spurning að þannig væri þetta hús perla í miðborg Reykjavíkur,“ sagði Nikulás og sagði að nú þegar niðurrifsbeiðni væri fram komin þyrfti borgin að taka afstöðu til hvort það hygðist friða bæinn og leysa hann til sín frá núverandi eigendum eða hvernig hún sæi framtíð Vaktarahússins fyrir sér.
Borgarráð samþykkti á fundi sínum afsal á fasteigninni Garðastræti 23 til Minjaverndar hf. og er gert ráð fyrir að kaupverð hússins verði innt af hendi með endurgerð þess í upprunalegri mynd í miðborg Reykjavíkur. Komi til þess að fram þurfi að fara fornleifarannsókn mun Reykjavíkurborg bera af henni allan kostnað. Slík rannsókn fór fram árið 2009. En þrátt fyrir opinbera kostun er niðurstaða (skýrsla) rannsóknarinnar ekki aðgengileg almenningi á Vefnum (sem verður að teljast spurningarverð).
Í rauninni hefði borgarráð átt, af virðingu sinni og sem þakklæti til handa lögreglu höfuðborgarsvæðisins, að afhenda henni aðstöðuna í Vaktarabænum til þjónustu um ókomin ár. Þar hefði getað orðið til lítil og virðingarverð hverfastöð er sameinaði sögu og framtíð borgarinnar. Ólíklegt er að Minjavernd ríksins fái þá góðu hugmynd…

Heimild m.a.:
-mbl.is, 28. febrúar 2001.
-Visir, 27. janúar 2008.
-Visir, 18. janúar 2008.
-mbl, 26. júní 2008.
-Vesturbæjarblaðið, janúar 2008.

Vaktarabærinn

Vaktarabærinn.

Lyklafell

Gengið var norður Mosa frá Vesturlandsvegi áleiðis að Fóelluvatni (Fóelluvötnum-Efri) ofan við Neðrivötn vestan Vatnaáss neðri í Elliðakotsheiði. Ætlunin var að skoða svonefnda Guðrúnartóft utan í Vatnaási efra sunnan Lyklafells, nokkurn veginn á milli vatnanna.

Guðrúnartóft

Guðrúnartóft.

Haldið var upp með Vatnahlíð vestan Vatnaáss neðri með stefnu á Lyklafellið. Ofan við ásinn var beygt til austurs og síðan haldið niður á neðri

Vatnásinn milli vatnanna. Þar syðst í ásnum, mót vestri kom tóftin í ljós.
Vötnin heita fullu og réttu nafni Fóelluvötn og eru kennd við andartegund, er fóella nefnist. Vötnin eru ein stærsta breiðan, er myndast hefur í Leitarhrauni á leið þess til sjávar.
Vötn takmarkast að austan af svokölluðum Öldum, sem eru einar þrjár eða fjórar og liggja frá suðvestri til norðausturs. Eru öldur þessar augsýniega misgengi. Að sunnan takmarkast Vötnin af Sandskeiði og Sleðaási og Lakheiði, þegar vestar dregur. Sandskeið er orðið til við framburð sands og leirs úr hlíðum Vífilsfells eða úr giljum í fjallshlíðinni þar nærri. Að norðan markast Vötnin af móbergsmyndunum. Ber hæst Lyklafell. Tryggvi Einrasson í Miðdal (1901-1985) kallar einungis Fóelluvatn það sem sjá má norðan Vatnaáss neðri. Þar hefur áður verið blautara og meira vatn en annars staðar á svæðinu.

Guðrúnartóft

Guðrúnartóft – uppdráttur.

Lyklafell er 281 m.y.s. Syðsti hluti þess er stundum nefnt Litla-Lyklafell. Fellið hefur orðið til í gosi undir jökli á sprungum sem legið hefur norðaustur og suðvestur, en jafnframt verið nokkuð snúin. Þetta gefur fellinu sérkennilega lögun, sem minnir á fornan lykil með stóran skúf, stilk og stórt skegg.

Nyrsti hluti Lyklafells er skúfurinn, en syðsti hluti þess skeggið, og hálsinn á milli er lykilsstilkurinnn. Blasir þetta við sjónum hvers og eins, sem fer ofan Öldur (t.d. eftir línuveginum). Auk þess tengist nafnið við ferðir bryta frá Skálholti er mun hafa tapað lyklum sínum við fellið, a.m.k. skv. þjóðsögunni þess efnis. (Sjá HÉR).
Tóftin á Vatnaási efri, sem nefnd hefur verið Guðrúnartóft, á sér meiri sögu en fljótt á litið virðist líklegt. Þarna hefur verið gerð ein síðasta tilraun til selstöðu hér á landi, ef skilja má heimildir rétt. Hjónin Guðmundur Guðmundsson og Guðrún Hákonardóttir frá Lága felli í Mosfellssveit reyndu að koma sér upp aðstöðu í Vötnunum og reistu hús þar, sem tóftin er nú. Var þetta að öllum líkindum árið 1823. Stóð svo ein þrjú ár, en þá var þeim stökkt burt af yfirvöldum. Guðmundur, maður Guðrúnar, varð ekki langlífur, en Guðrún lifði mun lengur. Hún var ljósmóðir í sinni sveit og þekkt kona. Því hefur verið talið við hæfi að kenna tóftina við hana.

Fóelluvötn

Guðrúnartóft við Fóelluvötn.

Athyglisvert er að jarðfastur steinn hefur verið hafður að gaflhlaði í húsinu, sem staðið hefur á tóftinni. Skúli Helgason, fræðimaður, hefur ritað skilmerkilega grein um tóftina, er nefnist: „Gamla rústin við Fóelluvötn og fólkið sem kom þar við sögu“, í Árbók fornleifafélagsins 1981, bls. 118-128.
Fjölfarið hefur verið um Vötn áður fyrr af gangandi mönnum, lestarmönnum eða mönnum lausríðandi. Mjög er nú tekið að fyrnast, hvernig alfaraleiðir hafa legið um Vötn. Þar eru nú engar glöggar slóðir lengur með vissu. Elstu og sennilega bestu heimildir um fornar leiðir um Vötn er að finna í lýsingu Ölfushrepps 1703 eftir Hálfdán Jónsson á Reykjum. Þar nefnir hann veg úr Hellisskarði um Fóelluvötn Helluskarðsveg.
Gengið var til baka milli ásanna og niður á Vesturlandsveg.
Frábært veður.

Heimildir m.a.:
-Hesturinn okkar 1989, 2.-3.tbl. – Riðið í Lækjarbotna og Vötn…

Fóelluvötn

Fóelluvötn – tóft.

Í Morgunblaðinu á aðfangadag 1928 birtist eftirfarandi um kirkjubyggingu í Reykjavík. Þar kemur m.a. fram um horfna selstöðu í Víkurholti:
Reykjavik 229
Hin fyrsta kirkja í Vík á Seltjarnarnesi fjekk stórgjafir – Tryggvi pórhallason forsætisráðherra skrifar: „Þegar kirkja var reist hjer í Reykjavík — Vík á Seltjarnarnesi sem lengi var kölluð — þá hlúði sóknarfólkið að henni með stórgjöfum: Kornakrar voru henni gefnir í örfirisey og Akurey, reki á Kirkjusandi og víðar, skógur og selstaða í Víkurholti, sem nú mun kallað Skólavörðuholt og jörðin Sel, og fjölmarga ágæta gripi, skrúða og bækur átti kirkjan. Voru þá þó aðrar kirkjur á næstu grösum, svo sem á Nesi, Engey og Laugarnesi, auk hins mikla klausturs í Viðey. Á þeim tímum var allmikill hluti jarðarinnar Víkur seldur fyrir smájörð norður í Akrahreppi í Skagafirði. Nú er hjer höfuðstaður Íslands, sóknarfólkið hundruðum sinnum fleira en þá. Liggur öllum í augum uppi nauðsyn nýrrar kirkju og eins hitt hversu ljett átak væri fyrir sóknarbúa nú að reisa og hlúa að nýrri kirkju að einhverju leyti í líkingu við það sem gert var á fyrri tíð.“ Undir þetta ritar Tryggvi Þórhallsson.
Oskjuhlid-225Víkurkirkja var kirkja í Reykjavík, líklega frá upphafi kristni á Íslandi þar til Dómkirkjan í Reykjavík var vígð 1796. Elstu heimildir sem nefna kirkjuna eru kirknatal Páls Jónssonar frá um 1200 og elsti máldagi hennar er frá 1379. Kirkjan var torfkirkja sem stóð í Kvosinni á horni Aðalstrætis og Kirkjustrætis í miðjum kirkjugarðinum gegnt Víkurbænum.
Í Oddgeirsmáldaga frá árinu 1397 stendur skrifað, „að Jónskirkja í Vík eigi Víkurholt með skóg og selstöðu.“
Hákon Bjarnason vill meina að Víkurholt hafi verið þar sem nú er Öskjuhlíð með vísan til leifa Víkursels sem þar er að finna.

Heimildir:
-Morgunblaðið, „Við þurfum að byggja nýja kirkju, ummæli 16 Reykvíkinga um kirkjubyggingarmálið“, 24. des. 1928, bls. 5.
-Wikipedia.
-Morgunblaðið, „Skógræktin í Öskjuhlíð“, Hákon Bjarnason, 7. janúar, 1979, bls. 10.

Víkursel

Víkursel í Öskjuhlíð.

Ufsaklettur

Árið 2007 skrifaði Helgi Þorláksson grein í Vesturbæjarblaðið um „Ufsaklett og Selsvör„. Þar segir m.a.:
Selsvör„Ufsaklettur er norðvestur af torginu sem er fyrir fram JL-húsið við Hringbraut 121 og hann á sér merka sögu. Hún verðu reifuð stuttlega í eftirfarandi samantekt.
Fyrir hálfri öld var fjaran við götuna Ánanaust eitt helsta athafnasvæði æskufólks vestast í Vesturbænum og hafði verið lengi; krossfiskar og ígulker voru algeng leikföng barna, steinum og glerbrotum, sem sjórinn hafði núið og nuggað, var safnað, kerlingum var fleytt, hlaupið undan öldunni, færi rennt, stálpaðir strákar fóru í þönglastríð eða lögðu í ævintýraferðir á prömmum, og fleira var sér til gamans gert. Margir minnast ljúfra æskuára í fjörunni við Ánanaust, t.d. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, sem átti heima á Ásvallagötu og kallaði sig „fjörubarn” í útvarpsviðtali við Jökul Jakobsson, muni ég rétt. Merkilegt vitni um bjartar bernskuminningar er Ufsaklettur sem stóð einu sinni í fjörunni skammt fyrir norðan Selsvör, þegar hún var og hét, við enda Hringbrautar. Meðfylgjandi mynd sýnir afstöðu klettsins, eins og hún var. Á sínum tíma var mæld staða Ufsakletts áður en hann lenti í uppfyllingu. Sá sem mun einkum hafa beitt sér fyrir þessu var Grétar Jónsson, fyrrum starfsmaður Reykjavíkurhafnar, og átti heima á Vesturvallagötu 7 í æsku sinni. Hann vildi ekki týna Ufsakletti með öllu og hafði í huga að síðar mætti grafa hann upp og koma fyrir varanlega aftur.

Tuttugu strákar taka sig saman
Ufsaklettur-2Grétar fékk hóp stráka úr Vesturbænum til að styðja þá viðleitni að láta grafa klettinn upp og úr því varð árið 1993, með tilstuðlan borgarverkfræðings. Þá voru. í forystu fyrir strákahópnum með Grétari þeir Sigurður Þ. Árnason, fyrrum skipherra hjá Landhelgisgæslunni, og Rafn Sigurðsson, fyrrum framhaldsskólakennari, báðir úr Lautinni, en svo nefnist svæðið milli Holtsgötu og Bráðræðisholts. Við þá hef ég báða rætt og þeir hafa lesið þessa samantekt mína í drögum og gert athugasemdir. Þremenningarnir fengu strák af Ásvallagötunni, Guðmund J. Guðmundsson, formann Dagsbrúnar, til að styðja við málefnið, og saman sendu þeir borgaryfirvöldum bréf árið 1993 og aftur 1994 og báðu í seinna bréfinu um að hlaðið yrði undir klettinn og komið fyrir merkingu. Þeir töluðu í nafni 20 manna hóps og vildu að fram kæmu á skilti þessi orð um Ufsaklett, „Hann tengist manndómsvígslu stráka í Vesturbænum”. Hinum nýuppgrafna kletti var í fyrstu komið fyrir á torginu framan við JL-húsið við Hringbraut en þetta torg mætti nefna Selstorg.
Um aldamótin síðustu skyldi torgið svo endurhannað og hækkað. Áhyggjur vakti að erfitt yrði áhugasömum að komast að klettinum úti á torginu, vegna mikillar umferðar, og var þá rædd hugmynd um að koma honum fyrir þar sem hann hafði staðið áður, eða sem næst því, en að vísu ofan á uppfyllingunni. Umræddur hópur Vesturbæjarstráka samþykkti þetta á fundi og forkólfarnir sendu borgaryfirvöldum bréf um málið í árslok 1999 og lögðu jafnframt til aðSelsvör - 2 torgið yrði nefnt Selstorg.
Kjartan Mogensen landslagsarkitekt, sem ráðamenn borgarinnar fólu að skipuleggja torgið, sat fundinn og var með í ráðum um frágang við Ufsaklett. Hann var síðan settur ofan á uppfyllinguna, sem næst sínum gamla stað, öllum aðgengilegur. Hörður Óskarsson prentari, þekktur á sjötta áratuga 20. aldar sem miðvörður í meistaraflokki KR í knattspyrnu, hafði meðferðis ljósmynd af klettinum þar sem hann stóð á upprunalegum stað og gat ekki verið vafa undirorpið að klettur sá sem komið var fyrir norðvestan við torgið, var hinn eini sanni Ufsaklettur og snýr eins og hann gerði á gamla staðnum.

Mikilvægi Ufsakletts
Ufsaklettur - 6Sá sem þetta ritar, mun yngri en umræddir Vesturbæjarstrákar, man vel hversu mikið aðdráttarafl kletturinn hafði snemma á sjötta áratug síðustu aldar þar sem hann stóð allhátt norðan Selsvarar. Hann dró til sín krakka, kannski helst stráka, sem stóðust ekki mátið að klifra upp á hann, til dæmis til að renna þaðan færi og veiða þyrskling eða ufsa. Stundum fréttist að sumir fengju lax, eftir því sem hermt er. Mest þótti varið í að klífa klettinn þegar gætti öldugangs, leita þá lags til að komast upp og stökkva síðan niður áður en næsta holskefla riði yfir.
Þarna stendur hann, nánast í beinu framhaldi af Sólvallagötunni, kletturinn sem nefndur var í upphafi þessarar samantektar. Þetta er sjálfur Ufsaklettur, en fáir munu þekkja sögu hans. Hún er vel þess virði að halda henni til haga, vekur ljúfar minningar um liðna tíð og björgunarsagan er merkur vitnisburður um þörf manna fyrir að leggja rækt við sameiginlegar minningar. Slíkar minningar tengjast mikilvægri vitund um sameiginlegan uppruna og stuðla að samsemd. Þeir sem stóðu fyrir að bjarga Ufsakletti voru æskufélagar úr Vesturbænum og þegar klettinum var komið fyrir á gamla staðnum voru þeir líklega flestir við lok starfsferils, hver á sínu sviði. Þeir áttu með sér fundi og sögðu sögur um lífið í gamla Vesturbænum. Kletturinn var miðlægur í minningum þeirra og þeir tengdu hann manndómsvígslu.
Ég undirritaður gerðist afskiptasamur sumarið 1999, skrifaði borgarverkfræðingi bréf og vildi láta flytja Ufsaklett af torginu yfir á sjávarkambinn, sem næst gamla staðnum, og lagði jafnframt til að torgið yrði nefnt Selstorg. Mér var þá sagt frá strákahópnum, sem ég vissi ekki um, og Sigurður Þ. Árnason bauð mér að vera með á fundi þeirra, sem ég gerði, mér til mikillar ánægju.

Gagnlegt að merkja
Selsvör - 3Þetta er rifjað upp hérna ma. af því að fyrirhuguð stækkun sjóvarnargarðs við Ánanaust og færsla göngustígs, og framkvæmdir sem þessu fylgja, gæti vakið þá hugmynd að best væri að færa klettinn, svo að um muni, eða jafnvel flytja brott. Sú saga sem hér hefur verið rakin sýnir að það væri synd og skömm og lausleg könnun mín bendir til að unnt eigi að vera að leggja nýjan stíg í fullri breidd án þess að færa klettinn. Ástæða er til að merkja Ufsaklett í von um að það gæti orðið honum til nokkurrar varnar og haldið lífinu í sögu hans. Og takist vel til um sjóvarnir væri kjörið að koma fyrir bekk hjá klettinum og stuðla að því að hér á stígamótum geti verið áningarstaður fyrir hina fjölmörgu sem njóta útivistar á stígunum við sjóinn.
Það er annað sem mætti líka merkja. Eins og fleiri á höfundur þessa pistils góðar minningar tengdar Selsvör, bátum, hrognkelsum og grásleppukörlum. Áður var stunduð sókn frá Selsvör á djúpmið en Rafn Sigurðsson telur að slíkir róðrar hafi verið hættir á þriðja áratug síðustu aldar. Eftir það voru aðeins stundaðar hrognkelsaveiðar úr vörinni, sumir höfðu þær sem aukavinnu og svo reru líka gamlir sjómenn sem voru komnir í land en áttu erfitt með að slíta sig frá sjónum, eftir því sem Rafn hermir. Af grásleppukörlum þarna var kannski þekktastur á sjötta áratug síðustu aldar Pétur Hoffmann eða öðru nafni Pétur H. Salómonsson sem átti heima við vörina, og var reyndar ekki einn um það.
Pétur segir af sér sögur í bókinni “Þér Ufsaklettur - 7að segja”, veraldarsaga Péturs Hoffmanns Salómonssonar sem Stefán Jónsson færði í letur. Núna mun fólk af yngri kynslóðum kannski helst kannast við Pétur af því að til er um hann söngurinn Hoffmannshnefar, við texta Jónasar Árnasonar.
Margir komu við í Selsvör fyrir ríflega hálfri öld til að kaupa sér í soðið og þar gat verið líflegt. Strákar hjálpuðu til við að setja fram báta eða ráða þeim til hlunns og fengu stundum að fljóta með þegar vitjað var um.
Eftir að fyllt var upp í Selsvör ofanverða, trúlega árið 1959, hefur hún smám saman verið að hverfa með auknum uppfyllingum og niðurbroti sjávar. Ég tel þó að á mikilli fjöru megi greina síðustu leifar hennar og vísa á meðfylgjandi mynd því til staðfestingar. Milli vararinnar, sem ég þykist greina, og Ufsakletts, þar sem hann er að finna á uppfyllingunni fyrir norðan hana, eru um 30 metrar. Ég legg til að Selsvör verði líka merkt og tilgreini frekari ástæður þess hér á eftir.

Sorpa, Selsvör og Öskuhaugar í einni bendu
Pétur HofmannSvo mjög er farið að fyrnast yfir hvar Selsvör er að í sérstakri grein um hana í alfræðisafninu Wikipedia, sem finna má á netinu (www.juugle.info/is/Selsvör), segir að hún hafi verið þar sem núna er endurvinnslustöð Sorpu og að áður hafi verið urðunarstaður á sama stað, þ.e. ruslahaugar. Þessi endurvinnslustöð er fyrir vestan Mýrargötu og æðispöl frá Selsvör þar sem hún er við enda Hringbrautar. Þessi ónákvæmni á sér líklega þá skýringu að skammt frá endurvinnslustöðinni var Litla-Selsvör, fyrir neðan núverandi Vesturgötu, kennd við Litla-Sel, og munu hafa verið ruslahaugar hjá vörinni í eina tíð. Önnur ranghugmynd er sú að ruslahaugar hafi verið við Selsvör sjálfa (Stóra-Sels vör), umrædda vör við enda Hringbrautar, en það mun aldrei hafa verið. Haugarnir þar sem Pétur Hoffmann fann dýrgripi voru kallaðir Öskuhaugarnir eða Haugarnir og voru í fjörunni við Eiðsgranda, fyrir sunnan Grandaveg. Ég þykist muna að um miðbik sjötta áratugar síðustu aldar hafi rusli einkum verið ekið á svæðið svo að segja beint þar fyrir framan sem síðar varð til gatan Rekagrandi.
Athygli vekur hve fjaran þar sem haugarnir voru er orðin hrein og fjörusandurinn freistandi til athafna. En erfitt er að klöngrast ofan í fjöruna hér við Eiðsgranda og væri eðlilegt að gera tröppur til að auðvelda fólki, ungu og gömlu, að komast hérna að sjónum, svo sem til að vaða, fleyta kerlingar eða skoða fjörulífið eða bara til að spígspora í sandinum. Þarna gæti líka verið gaman að koma fyrir upplýsingum

Selsvör og Stóra-Sel
Ærið tilefni er til að merkja Sels-vör, ekki aðeins vegna umrædds ruglings heldur vegna þess að þetta er ein helsta og þekktasta vör í Reykjavík. Hún er kennd við bæinn Sel eða Stóra-Sel sem var lögbýli á 14. öld og er ætlandi að þá þegar hafi vörin verið til, í einhverri mynd. Stóra-Sel er við Holtsgötu 41, á baklóð, og þar stendur enn steinbær sem mun hafa verið reistur árið 1884 og ætti að sýna honum verðugan sóma. Í slíkum steinbæjum áttu oft heima útvegsbændur sem lifðu af sjávarafla og höfðu nokkurt jarðnæði fyrir skepnur (grasbýlingar) og svo hinir sem nefndust jafnan tómthúsmenn og lifðu eingöngu af sjávarafla og vinnu sem féll til. Á seinni hluta 19. aldar gerðu margir þessara manna út opna báta, ekki aðeins til að veiða hrognkelsi uppi við landsteina á vorin heldur einkum til þorskveiða um hávetur, jafnvel allt suður í Garðsjó, og þurfti áræði til og kunnáttu.
Stóra-sel 2010Um þetta má fræðast í bókinni Þættir úr sögu Reykjavíkur. Í Stóra-Selsvör drógu á land báta sína undir lok 19. aldar ekki einungis útvegsbændur frá Stóra-Seli heldur líka tómthúsmenn frá Pálshúsum, að talið er (þar sem er Hringbraut 117 eða 119) og af norðanverðu Bráðræðisholti, svo sem Háholti og Lágholti. Enn fremur af Melnum en þá mun átt við býli sem var gegnt Ásvallagötu 53-5, eða þar um bil (taldist til Sólvallagötu 31). Úr umræddri vör reru líka sem formenn, Snorri Þórðarson í Steinsholti sem Snorrakot mun kennt við (síðar Holtsgata 1) og Jón Ingimundarson í Selsholti eða Jónskoti (Holtsgötu 3). Er um þetta farið eftir þeim Ágústi Jósefssyni heilbrigðisfulltrúa og Þórbergi Þórðarsyni rithöfundi, sem skráði eftir Ólafi Jónssyni fiskmatsmanni. Stærstu bátarnir, þeir sem haldið var á djúpmið, voru sex- og áttæringar og á þeim voru ófáir aðkomumenn sem fengu inni hjá útvegsbændum og tómthúsmönnum.
Stórasel-2Þetta er merkileg saga um framfarir, fólksfjölgun og bættan hag sem átti rætur í betri bátum, hagkvæmari seglabúnaði og harðari sjósókn. Framfarirnar birtust ma. í vandaðri húsakynnum, þar sem voru steinbæir, eins og á Stóra-Seli. Þessa ber að minnast og liður í því væri að merkja Selsvör. Það mætti gera með því að setja stólpa með skilti við fyrirhugaðan garð og gera tröppur sem auðveldi fólki að fara upp á garðinn til að fá yfirsýn. Óttist yfirvöld að tröppurnar ýti undir fólk að fara sér að voða með því að ganga á garðinum, eða feta sig um illfært stórgrýti niður að sjónum, mætti kannski afmarka útsýnisstaðinn með traustri girðingu. Eftir mikinn ágang sjávar á síðastliðnum vetri voru lítil merki um að hann hefði borið sand og möl á land við Selsvör enda var hún önnur tveggja þrautalendinga við Reykjavík, hin var Grófin.
StóraselAð sunnanverðu í Selsvör teljast vera leifar af hlöðnum garði eða fremur mætti tala um vegg. Í Fornleifaskrá Reykjavíkur frá árinu 1995 segir (bls. 175), „Til stendur að endurhlaða garðinn og koma fyrir upplýsingaskilti á staðnum”. Því miður hefur dregist úr hömlu að koma fyrir skilti. Upplýsingar á slíku skilti þyrftu ekki að vera mjög rækilegar, áhugasömum mætti vísa á fyllri upplýsingar á heimasíðu borgarinnar á netinu. Vegginn má sjá á meðfylgjandi mynd sem er ný og væri nokkurs virði að halda við sem síðustu minjum um vörina. Segir í fornleifaskránni að hleðslusteina úr veggnum megi sjá á víð og dreif hið næsta honum. Auðvitað er hætt við að þeir gangi úr skorðum að nýju en þannig var raunveruleikinn áður fyrr og menn létu sig hafa það að lagfæra vörina og hreinsa hana eftir þörfum.

Niðurlagsorð
UfsakletturFramtak strákanna vestast í Vesturbænum sýnir ríka þörf fyrir tengsl við fortíðina. Ummerkjum um líf og starf á fyrri tíð hefur verið eytt jafnt og þétt, stundum alveg án þess að nauður ræki til þess. Okkur er þarft að staldra stundum við og minnast þess að merki fortíðar hafa oft í sér fólgin mikil verðmæti, jafnvel þótt þau láti lítið yfir sér.“

Helgi Þorláksson fjallar um Stórasel og Ufsaklett í Mbl. 11. des. 1993. Þar segir hann m.a.: „Mikil saga og merk; Stórasel á sér langa og merka sögu. Fólki þykir fróðlegt að heyra að hér hafi Reykjavíkurbændur haft í seli á fyrstu öldum Íslandsbyggðar. Nálægðin við Vík vekur margar spurningar um seljabúskap að fornu. Selið fékk uppreisn og varð fullgild jörð, svonefnt lögbýli, fyrir 1379. Þá var jörðin í eigu Víkurkirkju og það er skýring þess að þarna varð síðar prestsetur. Útræði hefur sjálfsagt valdið mestu um þessa upphefð, róið var árið um kring frá Seli samkvæmt Jarðabók þeirra Áma og Páls og mun þá hafa verið lagt úr margfrægri Selsvör. Selið hefur verið hin mikla viðmiðun vestast í Vesturbænum; önnur býli tóku nafn eftir því, Miðsel, Litlasel, Jórunnarsel, Ívarssel, og eftir þessum seljabýlum nefnist Seljavegur. Miðsel er horfið en hin standa enn. Hringbraut liggur vestast milli Bráðræðisholts og Selsholts. Holtsgata heitir eftir Selsholti og milli hennar og Sólvallagötu er Selland enda nefndist vestasti hluti Sólvallagötu Sellandsstígur í eina tíð. Auk Selsvarar má líka nefna Selsker sem er væntanlega nefnt eftir Seli. Selsingar nefndust tómthúsmennirnir á seljabæjunum og í öðrum tómthúsum í Selsholti. Mesti uppgangstími reykvískra
tómthúsmanna var á seinni hluta 19. aldar, þeir reru þá alla leið suður í Garðsjó á vetrarvertíð á breyttum og bættum seglbátum og gerðu sér steinbæi sem tóku torfbæjum langt fram. Þessir menn öfluðu saltfisksins sem var skýringin á tilveru Reykjavíkur. Einn þessara tómthúsmanna var Sveinn Ingimundarson sem reisti steinbæinn í Stóraseli.
Steinbæirnir voru einu sinni um 150 en núna standa aðeins um 20, að sögn, sem vitni um þessa sérreykvísku húsagerð og hefur enn fækkað nýlega.“

Heimild:
Helgi Þorláksson, Vesturbæjarblaðið 6. tbl., 10. árg., júní 2007, bls. 8-9.
-Helgi Þorláksson – Mbl. 11. des. 1993, bls. 46.
-Mbl. 15. des. 1993, bls. 4 (mynd og texti).
-Mbl. 09. nóvember 1996 – C.

Selsvör

Selsvör – kort.

Kjalarnes

Í upphafi Kjalnesinga sögu segir frá frumbýlingum á Kjalarnesi:
„Helgi bjóla, son Ketils flatnefs, nam Kjalarnes millum Leiruvogs ok Botnsár, ok bjó at Hofi á Kjalarnesi. Hann var nýtmenni mikit í fornum sið, blótmaðr lítill, spakr ok hægr við alla. Helgi átti Þórnýju, dóttur Ingólfs í Vík, er fyrst bygði Ísland. Þeirra synir voru þeir Þorgrímr ok Arngrímr; þeir voru báðir miklir ok sterkir, ok hinir vaskligustu menn. Helgi skipaði skipverjum sínum lönd þau, sem hann hafði numit; hann fékk Þrándi á þrándarstöðum, Eilífi í Eilífsdal, Hækingi í Hækingsdal, Tind á kjalarnes - ornefniTindsstöðum, ok þar hverjum sem honum þótti fallit vera. Maðr hét Örlygr; hann var írskur at allri ætt; í þann tíma var Írland kristið; þar réð fyrir [Konufögr Írakonungr. Þessi fyrnefndr maðr varð fyrir konungs reiði; hann fór at finna Patrek biskup, frænda sinn; en hann bað hann sigla til Íslands: því at þangat er nú, sagði hann, mikil sigling ríkra manna; en ek vil þat leggja til með þér, at þú hafir iij hluti: þat er vígð mold, at þú látir undir hornstafi kirkjunnar, [ok plenarium ok járnklukku vígða. Þú munt koma sunnan at Íslandi; þá skaltu sigla vestr fyrir, þartil er fjörðr mikill gengr vestan í landit; þú munt sjá í fjörðinn inn iij fjöll há, ok dali í öllum“; þú skalt stefna inn fyrir hit synnsta fjall; þar muntu fá góða hafn, ok þar er spakr formaðr, er heitir Helgi bjóla; hann mun við þér taka, því hann er lítill blótmaðr, ok hann mun fá þér bústað sunnan undir því fjalli, er fyr sagði ek þér frá; þar skaltu láta kirkju gjöra’, ok gefa [hinum heilaga Kolúmba. Far nú vel, sagði biskup, ok geym trú þinnar sem bezt, þótt þú verðir með heiðnum. Eptir þat býr Örlygr ferð sína, ok er frá ferð hans þat fyrst at segja, at allt gekk eptir því sem biskup sagði. Hann tók í Þerneyjarsundi höfn; síðan fór hann at finna Helga bjólu, ok tók hann vel við honum; reisti Örlvgr þar nú hú ok kirkju, ok bjó þar síðan til elli.
Esja-233Á ofanverðum dögum Konufögrs kom skip í Leiruvog; þar voru á írskir menn. Maðr hét
Andríðr, ungr ok ókvongaðr, mikill ok sterkr. Þar var þá kona sú, er hét Esja, ekkja ok mjok auðig. Sá maðr er nefndr Kolli, er þar var á skipi með þeim. Helgi tók við þeim öllum; Kolla setti hann niðr í Kollafjörð; en með því at Örlygr var gamall ok barnlauss, þá gaf hann upp land ok bú, ok tók Esja við; settist hún þá at Esjubergi. Allir þessir menn voru kallaðir skírðir; en þó var þat margra manna mál, at Esja væri [forn í brögðum. Andríðr fór um vetrinn til vistar til Hofs; var þar þá fóstbræðralag ok með sonum Helga. Andríðr bað Helga fá ser bústað ok kvonfang; Hann hafði auð fjár. Þá var skógi vaxit allt Kjalarnes, svo at þar at eins [var rjóðr, er menn ruddu til bæja eða vega. Braut mikil var rudd eptir holtinu frá Hofi; þangat riðu þeir Helgi ok Andríðr um vorit; ok er þeir komu út á holtið, þá mælti Helgi: ber vil ek, Andríðr, sagði bann, gefa þér jörð, ok at þú reisir þér bæ; mér þykkir sem þeir synir mínir vilji, at þér sitið nær. Eptir þat reisti Andríðr bæ í brautinni ok kallaði Brautarholt, því at skógrinn var svo þykkr, at honum þótti allt annat starfameira; Andríðr setti þar reisuligt bú saman.
Kjalarnes-239Maðr hét Þormóðr, hann bjó í Þormóðsdal; með honum var systir hans, er Þuríðr het; hun var fríð sjónum ok auðig at fe. Þessar konu bað Helgi til banda Andríði, ok þessi konu var honum heitið. Þetta sumar var ok heitið Þorgrími Helgasyni Arndísi, dóttir Þórðar skeggja af Skeggjastöðum, ok voru brullaupin bæði saman at Hofi, ok var veitt með hinu mesta kappi; var þar ok allfjölmennt. Eptir boðit fór Þuríðr í Brautarholt, ok tók við [búi fyrir innan stokk; var þat brátt auðsætt, at hon var mikill skörungr. Þau höfðu margt gangandi fjár, ok gekk allt nær sjálfala úti í skóginum um nesið. Þetta haust [var honum vant kvígu þrévetrar, myrkrar; hon hét Mús. Þessi kvíga fannst [þrem vetrum síðar á nesi því, er liggr til vestrs undan Brautarholti, ok hafði hon þá með sér ij dilka, annann vetrgamlan, en annann sumargamlan; því kölluðu þeir þat Músarnes. Þann vetr, er Andríðr bjó fyrstan í Brautarholti, andaðist Helgi bjóla; þat þótti mönnum hinn mesti skaði, því at hann var hinn vinsælasti maðr. Um vorit skiptu þeir bræðr föðrarfi sínum, hafði þorgrímr föðrleifð þeirra ok mannaforráð, því at hann var eldri, en Arngrímr utjarðir. Hann reisti bæ við fjörðinn, er hann kallaði Saurbæ…“

Heimild:
-Íslendinga sögur, Kjalnesinga saga,1843, bls. 397-401.

Esja

Esja á Kjalarnesi.

Elliðaárdalur

Helgi Sigurðsson, sagnfræðingur á Árbæjarsafni, segir frá „Dal vættanna“ í DV árið 2001:
„Elliðaárdalurinn er eitt vinsælasta útivistarsvæði Reykvíkinga og á hverjum degi fara mörg þúsund manns um dalinn. Að öllu jöfnu er Elliðaárdalurinn fallegur, vinalegur og hættulaus en þegar gluggað er í söguna er margt öðruvísi en sýnist í fyrstu.

Mýrardraugurinn
ellidaardalur-291Helgi segir að Elliðaárdalurinn búi yfir ýmsum huldum vættum. „Segja má að flestir bæir sem áttu land að dalnum tengist draugagangi eða huldufólki á einhvern hátt. Efsti bærinn í dalnum er Elliðavatn. Á seinni hluta 19. aldar settust tveir vinnumenn þar að drykkju í beitarhúsum ásamt manni er nefndist Magnús Jónsson, en hann hafði lært nokkuð í frönsku. Nokkrum dögum seinna fannst Magnús helfrosinn í mýri nálægt Vatnsenda og voru hrafnar lagstir á náinn. Talið var víst að hann hefði orðið úti vegna drykkjunnar. Líkið var flutt heim að Elliðavatni. Gekk Magnús síðan aftur við beitarhúsin. Fólk hafði ekki svefnfrið fyrir söng og drykkjurausi á frönsku, höggum og hurðaskellum. Draugurinn var fyrst kallaður Mangi og sótti mest að öðrum vinnumannanna sem drukkið höfðu með honum og hrökklaðist sá burt. Eftir það sást draugurinn mest við beitarhúsin og í mýrinni þar sem Magnús varð úti og eftir það var hann nefndur Mýrardraugurinn.“

Með hausinn í hendinni

Stapadraugurinn

Draugurinn.

„Önnur saga sem tengist dalnum ofanverðum er einnig frá 19. öld. Eftir að Guðmundur á Kópavogsbýlinu dó urðu menn óþyrmilega varir við að hann lægi ekki kyrr. Hann reyndist mjög mannskæður. Dag einn, haustið eftir að hann andaðist, gekk maður nokkur sem Stefán hét upp að Vatnsenda og dvaldist þar fram undir sólsetur. Honum var fylgt vestur að svonefndu Vatnsendahvarfi. Þegar fylgdarmaðurinn var nýskilinn við Stefán sá hann mann rétt fyrir norðan sig og þekkti hann strax Guðmund úr Kópavogi. Stefáni varð ekki um sel. Hann hélt þó áfram og var draugurinn alltaf á hlið við hann uns hann kom niður á móts við Breiðholt. Þá nam draugurinn allt í einu staðar, tók ofan hausinn og marghneigði sig fyrir Stefáni með hausinn í hendinni og hvarf. Guðmundur í Kópavogi sótti einnig að bóndanum í Breiðholti en hann stóð af sér allar skráveifur. Talið er að Guðmundur sé enn á ferli og menn telja sig verða vara við hann annað slagið.

Draugasteinar
alfholl-221„Svo nefndir Draugasteinar eru við stíginn við suðurenda Árbæjarstíflu… Þetta eru nokkur björg, allt að mannhæðarhá og er talið að í þeim búi álfar. Uppi á Breiðholtsbarðinu við fjölbýlishúsið að Vesturbergi 2-6 er önnur álfabyggð samkvæmt Fornleifaskrá Reykjavíkur. Trúin á álfabyggðina var svo sterk að fjölbýlishús sem átti að byggja á staðnum var flutt til að raska henni ekki. Þetta geta allir séð sem fara um Vesturberg.“

Framhjáhald og morð

Bústaðir

Bústaðir 1972.

„Neðar í dalnum við austurenda Bústaðavegar stóð bærinn Bústaðir. Þar bjuggu eitt sinn hjón og var hjá þeim vinnumaður sem hét Þorgarður. Sagt var að konan héldi við Þorgarð og að bóndi þyrfti að sinna óvandari verkum og var oft úti yfir fé í illviðrum en Þorgarður sat heima. Eitt vetrarkvöld í byl kom bóndi ekki heim og heldur ekki nóttina eftir. Næsta morgun fannst hann í Elliðaánum með áverka sem menn ætluðu að hefði dregið hann til dauða og var Þorgarður fundinn sekur. Hann átti þess kost að greiða fébætur eða vera tekinn af lífi. Þorgarður fór til bóndans að Seli á Seltjarnarnesi og bað hann að leysa út líf sitt. Bóndinn var talinn vel í efnum og tók málaleitaninni ekki illa en það gerði húsfreyja hans. Þorgarður fékk því enga aðstoð og var tekinn af lífi. Gekk hann aftur og sótti að Selshjónunum og var því kallaður Sels-Móri. Hann var á ferli að minnsta kosti fram á síðustu öld.“

Sæskrímsli í Elliðaárvogi

Elliðaárdalur

Elliðaárdalur – kort.

„Árið 1883 var hraustmennið Guðmundur Guðbrandsson við Elliðaárvoginn að tína krækling í beitu. Skyndilega kom að honum ókennileg skepna þakin skeljum og á stærð við veturgamlan kálf. Guðmundur stóð í stimpingum við skepnuna í tvær klukkustundir en komst á endanum að Bústöðum. Hann var svo illa til reika að hann lá rúmfastur í tvo sólarhringa.“

Dvergar og álfar
Helgi segir að snemma vors 1990 hafi Erla Stefánsdóttir sjáandi verið í gönguferð um Elliðaárhólmann og orðið vitni að margvíslegri „innri birtingu náttúrunnar“ eins og hún orðaði það. „Strax og Erla kom yfir bogabrúna sá hún tvö sambyggð hús og „voru þybbnir dvergar þar á stjái“. Stutt þar frá var annar bær og voru smávaxnir dvergar úti fyrir, forvitnir og glaðir og störðu undrandi“ á hana. Ofar við ána sá Erla síðan jarðdverga eða gnóma, sem voru ekki hærri en 12 sentímetrar á hæð og klæddust björtum og litríkum fatnaði. Enn ofar, á hraunrana, kom hún í þorp jarðdverga. „Nokkur voru á einni hæð og fleiri á mörgum hæðum, með turnum og spírum og garðar voru í kringum hvert hús.“ Í furulundi þar skammt frá kom Erla síðan í álfabyggð og voru álfarnir á stærð við 6-8 ára börn. „Voru þeir græn- og rauðklæddir, með árur í sömu tónum og fötin. Sást vel inn til þeirra, voru herbergin lítil en mörg og mjóg snyrtilega búin.“ Á göngu sinni sá Erla einnig trjáverur og fortíðarmyndir kvenna við þvott á árbakka.“

Arnes í þófaramyllunni

Reykjavík

Þófaramylla við Elliðaár.

„Meðal kunnustu útilegumanna á Íslandi fyrr á tíð var Arnes Pálsson, sem meðal annars bjó um skeið með Fjalla-Eyvindi og Höllu á Arnarvatnsheiði. Af Arnesi eru til ýmsar sögur og ein þeirra í Elliðaárdal. Í stuttu máli fjallar hún um gæslumann sem rakst á Arnes sofandi í þófaramyllunni snemma morguns: Arnes hafði staf í hendi og poka við hlið sér. Gæslumaðurinn greip það hvort tveggja og hljóp heim að Ártúni. Vaknaði þá Arnes og elti hann. Tókst gæslumanninum að senda stúlku til Reykjavíkur að… segja hvað um væri að vera. Reyndi hann síðan að tefja fyrir Arnesi en hann var ókyrr og enduðu samskipti þeirra með því að Arnes svipti gæslumanni flötum í bæjargöngunum og hljóp á brott. Hafði hann þá séð til þrjátíu manna flokks sem kom eftir Bústaðaholtinu frá Reykjavík. Veittu þeir Arnesi eftirför upp eftir Elliðaánum og þaðan allt suður í Garðahraun á Álftanesi þar sem hann hvarf þeim sjónum í skjóli myrkurs.“

Morð og drekkingar
skotufoss-331Að sögn Helga eru Skötufoss og Drekkingarhylur einhverjir sögufrægustu staðir í Elliðaárdalnum. „Ef enn er reimt i dalnum þá ætti það að vera þar, bæði vegna morðs sem þar var framið og þar var líka opinber aftökustaður. Árið 1704 bjó að hálfum Árbæ maður sem hét Sæmundur Þórarinsson. Kona hans hét Steinunn Guðmundsdóttir og var Sæmundur þriðji eiginmaður hennar. Á móts við þau bjuggu Sigurður Arason og móðir hans. Kærleikar munu hafa verið með þeim Sigurði og Steinunni og eggjaði hún hann til að drepa bónda sinn. Kvöld eitt í september fóru þeir Sæmundur og Sigurður til veiða í Elliðaánum. Þegar þeir voru staddir við Skötufoss gekk Sigurður aftan að Sæmundi og sló hann með tréfjöl og hratt honum í hylinn. Daginn eftir lét Sigurður þau boð út ganga að Sæmundar væri saknað. Söfnuðust menn saman til leitar og fannst lík Sæmundar fljótlega í ánni. En hann var ekki bólginn eins og þeir sem drukkna og þótti sýnt að hann hefði dáið á þurru landi. Líkið var grafið en smám saman kom upp orðrómur um að Sigurður væri valdur að dauða Sæmundar eða hefði vitneskju um endalok hans. Var gengið á Sigurð og þegar hótað var að grafa upp líkið gekkst hann við morðinu. Var einnig gengið á Steinunni og viðurkenndi hún þátttöku sína eftir nokkrar umtölur yfirvaldsins. Fengu þau bæði líflátsdóm og voru tekin af lífi í Kópavogi skömmu síðar. Sigurður var höggvinn en Steinunni drekkt. „Fengu þau bæði góða iðran og skildu vel við“, eins og segir í Vallaannál.“

Drekkingarhylur
ell-225Helgi segir að það hafi þótti í frásögur færandi að Steinunni Guðmundsdóttur var drekkt í læknum fyrir austan Kópavogsþingstað en ekki á hefðbundnum stað í „Elliðaá syðri“ eins og komist er að orði í Vallaannál.
Eins og flestum er kunnugt voru konur fyrst og fremst líflátnar með drekkingu. Ekki er vitað hversu mörgum konum var drekkt í Elliðaám en ein þeirra var Vigdís Þórðardóttir. Vigdís hafði borið út barn sitt árið 1696, að Ingunnarstöðum í Brynjudal, Kjós. Heimildir eru fáorðar um mál hennar en konur sem báru út barn á þeim tíma voru nær undantekningarlaust fátækar og einstæðar. Líflátsdómar fyrir útburð tíðkuðust á 17. öld og fram á annan áratug 18. aldar.“

Heimild:
-Dagblaðið Vísir – DV, 15. september 2001, bls. 51.

Draugasteinn

Draugaklettur í Elliðaárdal.