Tag Archive for: Reykjavík

Viðeyjarborg

Í nokkrum FERLIRslýsingum er vitnað til umráða og yfiráða Viðeyjarklausturs á jörðum á Reykjanesskaganum. Til frekari fróðleiks og samhengis verður hér fjallað um upphaf Viðeyjarklausturs og umsvifa þess.

Viðey

Klaustrið á Viðey, sem var starfrækt milli 1226 og 1550, var af Ágústínusarreglu. Allavega mestmegnis. Ágústínusarreglan kennir sig við Ágústínus frá Hippó (354-430) en hann var einn kirkjufeðranna. Bréfið sem reglan sækir fyrirmynd sína í er mjög almennt og því mikill sveigjanleiki í túlkun. Hinsvegar, árið 1344, var Ágústínusarreglan afnumin og Benediktsreglu komið á. Sú regla kennir sig við Benedikt frá Núrsíu og er ein stærsta og fjölmennasta klausturregla í kaþólskum sið. Hún entist þó ekki og var Ágústínusarreglu aftur komið á 8 árum síðar. Nokkur Benediktsklaustur voru á Íslandi, eins og til dæmis Þingeyrarklaustur, Munkaþverárklaustur og nunnuklaustrið á Kirkjubæ.

“Klaustrið hefur trúlega verið sett á messudegi heilags Ágústínusar, 28. Ágúst 1225, en máldagi þess hefur svo sennilega verið kynntur á næsta Alþingi, sem ekki var fyrr en sumarið 1226. Þá var Snorri lögsögumaður og hefur því væntanlega lesið máldagann upp til þinglýsingar. Þorvaldur Gissurarson frá Haukadal var þar fyrst forstöðumaður án titils, en fyrsti spríor er Styrmir Kárason hinn fróði, lögsögumaður og mikill sagnamaður.

Magnús Gissurarson var biskup í Skálholti árin 1216-37. Af bréfi, sem hann ritaði bændum og prestum í Kjalarnesþingi árið 1226 um gjafir til hins nýstofnaða Viðeyjarklausturs, má ráða, að þeim höfðingjum Sunnlendinga hefur þótt það nokkur niðurlæging fyrir fjórðung sinn, að þar skyldi ekkert klaustur vera. Verður að telja víst, að oft hafi verið um þetta rætt. Ekki eru kunnar aðrar ástæður klausturstofnunarinnar en þær, sem Magnús biskup nefnir í bréfi sínu.
ViðeyFleira gæti þó hafa komið til. Á slíkum stað reis jafnan upp andleg miðstöð, sem hlaut að efla trúarlíf á svæðinu. Meinlæta- og kausturstefna var hið algenga svar kirkjunnar, þegar veraldarhyggjan varð of mikils ráðandi í hugum manna. Á síðustu áratugum 12. aldar höfðu íslenskum veraldarhöfðingjum og biskupum borist ítreklaðar áminningar frá erkibiskupi, sem og páfaboðskapur, þar sem höfðingjar voru alvarlega gagnrýndir fyrir siðlaust líferni. Þeir voru sagðir “lifa búfjárlífi” og ásakaðir fyrir margvísleg brot á kirkjuaga.
Meðal þeirra, sem þar voru nefndir, voru Jón Loftsson í Odda og Gissur Hallsson í Haukadal. Klausturstofnun í Viðey gæti verið eðlileg afleiðing þeirrar umræðu.
ViðeyjarstofaAllnokkrir fjármunir fóru út úr landsfjórðungnum í áheitum, sálugjöfum og fleiru, meðan menn gátu ekki leitað þörf sinni farvegar í þeim efnum í heimabyggð. Þá hefur höfðingjum litist það góður kostur að eiga á því möguleika á efri árum að “setjast í helgan stein” með hægu lífshlaupi. Um þessar mundir lögðust af skólarnir í Odda og Haukadal og gæti það einnig hafa verið hvati til klaustursstofnunarinnar.
Þorvaldur fékk sjálfdæmi eftir dráp sonar hans, Björns, á hendur Kolskeggi hinum auðga undir Eyjafjöllum, sem þá var talinn ríkastur manna á Íslandi. Fór hann eftir hinum stærstu gerðum, sem höfðu verið hér á landi. Kolskeggur andaðist 1223, áður en kom til þess að Þorvaldur fengi fébætur. Þorvaldur varð þá fjárhaldsmaður tengdardóttur sinnar, Hallveigar, sem var eini erfingi Kolskeggs, en hann var barnlaus.

ViðeyÞegar Snorri Sturluson hafði sagt sagt skilið við Herdísi Bersadóttur á Borg, kom hann suður um heiðar þeirra erinda að biðja Hallveigar sér til handa. Hét Þorvaldur honum liðsinni við kvonbænirnar og fékk á móti af fé Kolskeggs, sem hann þurfti til klausturstofnunar. Var þetta árið 1224. Keypti Þorvaldur þá Viðey og var þar efnt til klausturs. Vinátta þeirra Snorra og Þorvalds voru tryggð með því að Gissur, sonur Þorvalds, skyldi fá Ingibjargar, dóttur Snorra. Nefndur Gissur stóð síðar yfir höfuðsvörðum Snorra, þá fyrrum tengdarföður síns.
Þorvaldur virðist hafa verið fljótur að tengja saman sonarminninguna og stofnun heilags klausturs. Sú hugmynd var og þekkt á hans tíð að minnast látinna að andlegum leiðum.

Viðey

Viðeyjaklaustur – uppgröftur.

Hvað sem framangreindum ástæðum líður má segja að stofnun Viðeyjarklausturs hafi verið dýrmæt með tilliti til framtíðar íslenskrar menningar.“
Sturla Þórðarson segir, að Viðeyjarklaustru hafi verið sett að vetri en þeir Þorvaldur og Snorri gerðu samkomulag sitt 1225. Bæði annálar og saga Guðmundar biskups hins elsta telja, að Viðeyjarklaustur hafi verið sett 1226 og til þess árs er talinn máldagi klaustursins. Við það ár hafa sagnfræðingar miðað.

Viðey

Fornleifarannsóknir sýna að byggð var hafin í Viðey á 10. öld en árið 1225 var stofnað þar klaustur af reglu heilags Ágústínusar. Í meira en 300 ár var Viðeyjarklaustur mesta helgisetur í Sunnlendingafjórðungi af Skálholti frátöldu. Alþjóðleg hefð er fyrir því að klausturbyggingar myndi umgerð um klausturgarð. Túlka má rannsóknir á svæðinu á þann veg. Byggingar merktar A, B og C hafa verið grafnar upp og sýna langhús (stofu, skála og búr). Þar austur af er sennilega smiðjukofi (D). Aftur af langhúsinu eru lítið rannsökuð bakhús. Kirkjan (E) er tilgátuhús en fyrir myndir eru sóttar í kirkjur á Þingeyrum og á biskupsstólunum. Jarðsjármælingar sýna að fyrir framan Viðeyjarstofu og kirkju hafi verið byggingar, trúlega sjálf klausturhúsin (F), þau eru einnig tilgátuhús.

Snorri Sturluson átti bú beggja megin Viðeyjar, á Bessastöðum og á Brautarholti á Kjalarnesi. Hann dvaldi oft á Bessastöðum, en vitað er að hann dvaldi einnig í Viðey.
Áhrif Viðeyjarklausturs urðu mikil vegna aðstöðu þess og ríkidæmis. Eignaðist klaustrið m.a. flestar sjávarjarðir á norðanverðum Reykjanesskaganum mót jörðum Skálholtsbiskupsstólsins á honum sunnanverðum.

Viðey

Viðeyjarklaustur – tilgáta.

Í klaustrinu var ágætur bókakostur og voru þar iðkuð klausturleg fræði og skrifaðar bækur. Á síðmiðöldum, a.m.k., er líklegt að straumur pílagríma hafi legið til Viðeyjarklausturs á helstu hátíðisdögum kirkjuársins.
Eftir að siðbreyting gekk í garð í Danmörku tók Diðrik af Minden, umboðsmaður hirðstjóra konungs á Íslandi, Viðeyjarklaustur á hvítasunnudag 1539. Menn hans létu greipar sópa og misþyrmdu munkunum og lýstu eigur þess konungseign.

Jón Arason

Minnismerki um Jón Arason og syni hans í Skálholti.

Jón Arason, Hólabiskup, síðasti katólski biskup landsins, fór í herför suður og lagði m.a. Viðey undir sig, endurreisti klaustrið og lét byggja virki í kringum það. Eftir að siðbreytingin gekk endanlega í garð á Íslandi 1550 var klausturlíf í Viðey lagt af og jarðeignir klaustursins komust í eigu konungs.
Að honum látnum sama ár varð siðbótinni komið á um allt land og klausturlíf var endanlega lagt niður. Viðey varð að annexíu frá Bessastöðum og síðar aðsetur Skúla Magnússonar, landfógeta, sem lét byggja Viðeyjarstofu.

Viðeyjarstofa

Viðeyjarstofa er stórt, gamalt steinhús í Viðey á Kollafirði. Hún er elsta hús Reykjavíkur og jafnframt elsta steinhús Íslands, byggð á árunum 1753-1755 sem embættisbústaður fyrir Skúla Magnússon landfógeta.[1] Upphaflega átti húsið einnig að vera bústaður stiftamtmanns en af því varð þó ekki. Arkitekt Viðeyjarstofu var Daninn Nicolai Eigtved, sem meðal annars teiknaði Amalienborg í Kaupmannahöfn. Við hlið hússins stendur Viðeyjarkirkja, sem Skúli lét reisa nokkrum árum síðar.

Viðeyjarstofa er fyrsta steinhús landsins og var fullbyggð árið 1755.
Kirkjan var vígð árið 1774 og er hin næstelzta landsins, sem enn stendur.

Heimild m.a.:
-Erindi flutt í viðey á 750. ártíð Snorra Sturlusonar 23. sept. 1991 (Þórir Stephensen) – Lesbók MBL 17. desember 1991.

Viðey

Margar búræktunartilraunir hafa verið gerðar í Viðey. Ein þeirra átti sér stað sumarið 1861. Þá fékk August Thomsen nokkra héra með gufuskipi frá Færeyjum, og hleypti þeim lausum í Viðey. Héragreyin voru upphaflega frá Noregi en voru fluttir til Færeyja til manneldis þar sem það hafði gefist vel. Sú var ekki raunin hér á Íslandi. Í raun virðist sem nær ekkert hafi getað þrifist á eyjunni sem var flutt þangað, fyrir utan kúmen og gras. Virðist sem allar aðrar tilraunir hafi farið fyrir bý.

Blesugróf

Í Lesbók Morgunblaðsins árið 1966 skrifaði Ragnar Lár, myndlistarmaður, m.a. um „Blesugróf„:
BlesugrófÞeir gerast æ færri borgarbúarnir sem vita hvar Blesugrófin er, eða var. Enn færri munu þeir vera sem vita hvar Fjárborgin stóð. Þó eru þessi svæði innan borgar- og bæjarmarka Reykjavíkur og Kópavogs. Kannski er það ofsagt að fáir viti hvar Blesugrófin er að finna. Blesugrófin er á milli Breiðholtsbrautar, Smiðjuvegar og Fossvogsdalsins. Árið 1963 lá hlykkjóttur vegur upp frá Suðurlandsbraut, fram hjá gamla Fáksvellinum og upp á Vatnsendahæð. Þar sem vegurinn fór næst Elliðaánum lá afleggjari til austurs, inn í malargryfjur sem þar voru og mótar enn fyrir. Stálinu hefur verið jafnað niður og sáð í melinn og eru þar hólar og hæðir sem áður voru gryfjurnar.

Höfðaborgin

Höfðaborgin við Borgartún.

Fyrstu árin eftir stríð byggðu menn hús sín í óleyfi innan við bæinn, eins og það var kallað. Fólkið sem flutt hafði á mölina á stríðsárunum hafði holað sér niður á hinum ólíklegustu stöðum í bænum. Þegar hermenn yfirgáfu braggana var óðar flutt inn í þá. Húsnæðiseklan sá til þess að hvert rúm var skipað. Yfirvöld bæjarins unnu að því að útrýma því heilsuspillandi húsnæði sem braggarnir voru taldir vera.

„Höfðaborgin“ reis í öllu sínu veldi, svokallað fátækrahverfi Reykjavíkur. En Höfðaborgin dugði ekki til lausnar húsnæðisvandanum. Þeir voru margir daglaunamennirnir sem þráðu það eitt að eignast sitt eigið húsnæði, byggja það með eigin höndum, en það var engar lóðir að hafa hjá bænum.
Blesugróf
Þá urðu Smálöndin til, þar sem nú standa stórbyggingar iðnaðar og verslunar, skammt fyrir neðan Grafarholt. í Smálöndum ólust upp margir ágætir þegnar þjóðfélagsins. Þar var einnig að finna fólk sem náði sér aldrei á það strik, sem kallast beint, samkvæmt mælikvarða þjóðfélagsútreiknaðra reglugerða. Sömu sögu var að segja um Blesugrófina.
Í Blesugróf byggði meðal annarra Tryggvi Emilsson, sá er ritað hefur einna beinskeyttastar bækur um ævi og kjör lítilmagnans á þessari öld. Í dag er Blesugrófin orðin að eftirsóttri vin í eyðimörk borgarinnar. Þar má í dag líta einhver indælustu hús höfuðstaðarins, í vinalegu og náttúrulegu umhverfi. En byggðin hófst með þeim er reistu sér híbýli á þessum stað, í óleyfi yfirvalda. Byggðu hús af vanefnum, yfir sig og sína og voru sjálfstæðir í örbirgðinni.
Blesugróf
Eins og gefur að skilja var byggingarstíllinn af ýmsum toga. Fæst voru húsin teiknuð fyrir fram og varla af dýrum teiknistofum byggingameistara. Það kenndi því ýmissa grasa í stíl og skipulagi. Smátt og smátt mynduðust götur og einfalt var að gefa þeim nöfn. A-gata, B-gata o.s.frv.

Blesugróf

Blesugróf.

Áður en Breiðholtshverfin fóru að byggjast, áður en algengt var að menn legðu leið sína inn og upp fyrir bæ, þá áttu fáir aðrir erindi í Blesugróf en þeir, sem áttu þar heima, eða erindi við íbúana. Sá er línur ritar ók þó nokkrum sinnum leiðina upp að Rjúpnahæð, eða Vatnsenda. Einn dag í október 1963, var raupari á ferð um þessa margræddu leið. Hann hafði nokkru áður tekið eftir sérkennilegu húsi sem stóð vinstra megin við Vatnsendaveginn, þá farið var upp eftir. Reyndar lá afleggjarinn upp í malargryfjurnar skammt frá þessu húsi, upp Elliðaárdalinn og með fram húsum á stangli, sem sum standa enn.

Blesugróf

Blesugróf 2020 – loftmynd.

Upphaflega höfðu sum þessara húsa verið sumarbústaðir, en eru heilsárshús í dag, þ.e.a.s. þau sem enn standa. Húsið fyrrnefnda var afar sérkennilegt. Það virtist byggt í nokkrum áföngum. Að nokkru leyti var það úr torfi og grjóti en að öðru leyti úr steinsteypu, eða múrhúðuðu timbri. Ekki var nokkur leið að segja til um þann tíma sem húsið var byggt. Það gæti svo sem verið að það hefði verið byggt á dögum Krists, ef maður vissi ekki af lestri bóka og kennslu úr skóla að engin bygging hafði risið á íslandi á þeim dögum.

Blesugróf

Börn í Blesugróf í bílaleik.

En myndir þær sem sjá má í biflíusögum renna stoðum undir þessa ályktun. Eitt var þó ólíkt með byggingarlaginu á Blesugrófarhúsinu og húsunum í biblíusögunum. Upp með sumum veggjum Blesugrófarhússins teygðu sig grasreinar, allt upp undir þak sums staðar. Já, þetta var mjög sérkennilegt hús. Í því voru að minnsta kosti tveir kvistgluggar, en erfitt að átta sig á því hvort húsið sjálft væri ein, tvær eða þrjár hæðir, vegna þess að engir tveir gluggar voru í sömu hæð. Kannski var húsið úr timbri og múrhúðað, en óslétt var það að utan og sérkennilegt.

Blesugróf

Blesugróf – Kastalinn 1972 (SÞ).

Á þessum tíma, 1963, gerði raupari rissu af þessu húsi og birtist hún með þessum línum. Löngu seinna komst hann að því, að listvefarinn Óskar Magnússon hafði búið í þessu húsi ásamt konu sinni. Óskar hafði byggt húsið með eigin höndum,eins og svo margir aðrir sem byggðu á þessum slóðum. Þegar byggðin færðist nær og allt bannsetta skipulagið byrjaði að eyðileggja bæinn, sem nú er borg og áður var bær og þar áður þorp – og þar áður bær, var Óskari og hans spúsu gert að flytja úr húsi sínu, til að rýma fyrir „skipulögðu“ svæði. Óskar gerði sér lítið fyrir og byggði sér hús undir hraunkambi uppi á Hellisheiði, til þess að vera viss um að verða ekki fyrir næsta skipulagi. Þar hélt hann áfram að vefa sín þekktu teppi á meðan kraftar entust. Bæði eru þessi veraldlegu skjól alþýðulistamannsins fallin, en verkin sem hann vann í þessum skýlum, reistum af eigin höndum, þau lifa.

Blesugróf.

Gömul mynd af einýlishúsi í Blesugróf: Þetta var kallað Kastalin og bjuggu þar Óskar Magnússon og Blómey kona hans. Þau höfðu geitur þarna líka. Þetta var fyrir neðan núverandi Reykjanesbraut og sjást ennþá minjar þar.

Þessu línum fylgir rissteikning af „pósthúsi“ þeirra sem í Blesugróf bjuggu. Þrátt fyrir allt virðist hið opinbera hafa séð fyrir því að það „utangarðsfólk“ sem Blesugrófina byggði, skyldi njóta póstþjónustu sem annað fólk. Kannski hefur þetta verið ráðstöfun þess opinbera, til að geta örugglega komið opinberum rukkunum til skila. Þó það fólk sem átti sitt líf í þessum „afkima“ borgarinnar, byggi í óleyfilegu húsnæði, greiddi það sín gjöld til bæjarins. Sumir unnu hjá sjálfum bænum, sumir á Eyrinni og aðrir annars staðar. Það var auðséð á „pósthúsinu“, að það hafði fleiri hlutverkum að gegna. í húsinu voru greinilega íbúðir, tvær, þrjár eða fjórar. Múrhúðað timburhús, tveggja eða þriggja hæða. Það var ekki svo gott að segja til um það. Gluggarnir á hæðunum stóðust ekki á. En gamla „smelti“ skiltið sagði ótvírætt „Pósthús“. Fyrir utan þetta hús stóð gamall pallbíll og mátti muna sinn fífil fegri. Hann hafði greinilega staðið þarna lengi og sást það best á því, að hjólin voru byrjuð að sökkva í jörðu, eða þá að móðir jörð var byrjuð að klæða þau grænum feldi. Hvar skyldi sá gamli pallbíll vera í dag?
Skammt ofan og sunnan við Blesugrófina var Fjárborgin.

Blesugróf

Garðstunga í Blesugróf.

Þar sem hún stóð eru nú virðuleg einbýlishús og tilheyra Smiðjuvegi í Kópavogi. Þarna áttu þeir athvarf með rollur sínar, sem ekki gátu slitið sig frá búskaparvenjum sveitanna, en höfðu tilneyddir flutt á mölina.

Almannadalur

Almannadalur og Fjarborg séð til suðurs, Reykjavík.

Þarna byggðu þeir fyrir nokkrar skjátur, hrófatildur úr ýmsum efnum. Daglega fóru þessir „fjáreigendur“ inn eftir að huga að sínu fé. Á vetrum var leiðin oft löng fyrir þá sem bjuggu lengra frá. Þeir létu það ekki á sig fá. Sannir fjárbændur setja ekki fyrir sig langan veg að beitar- eða fjárhúsum.

Þegar voraði iðaði allt af lífi í Fjárborg. Margur bæjarbúinn lagði leið sína inn í Fjárborg með börnin sín til að sýna þeim litlu lömbin. Margur, núna miðaldra, borgarbúinn komst þarna í sín fyrstu kynni við litlu lömbin og það líf sem skapast í lífsins fjárhúsum. – Höfundur er myndlistarmaður og kennari.“

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins – 14. tölublað (13.04.1996) – Texti og teikningar: Ragnar Lár, bls. 10.

Blesugróf 1954

Blesugróf 1954.

Breiðholtshvarf

Í bókinni „Elliðaárdalur – Perla Reykjavíkur“ er m.a. fjallað um stríðsminjar í Elliðaárdal:

Elliðaárdalur

Elliðaárdalur – loftmynd.

„Elliðaárdalur er stærsta græna svæðið innan Reykjavíkur, hluti af umhverfi og menningarsögu borgarinnar og eitt vinsælasta útivistarsvæði höfuðborgarinnar.
Í nýrri bók um Elliðaárdalinn, Elliðaárdalur – Perla Reykjavíkur, er fjallað um gróðurfar, fuglalíf og fjölbreytilega jarðfræði dalsins og einnig sögustaði og friðlýstar minjar. Í eftirfarandi kafla úr bókinni er í máli og myndum gerð grein fyrir ýmsum minjum frá stríðsárunum síðari.

Stríðsminjar í Elliðaárdal
Í síðari heimsstyrjöldinni, 1940-1945, var kömpum, þ.e. braggaþyrpingum setuliðsins, komið upp nánast alls staðar í borgarlandinu þar sem því varð við komið. Þar á meðal voru nokkrir í Elliðaárdal.

Kampar og stríðsminjar í landi Ártúns

Camp Ártún

Camp Ártún 1942.

Fimm herkampar voru í landi Ártúns, þar af þrír á því landi sem nú er undir borgarvernd og einn í jaðri þess. Tveir kampar voru sitt hvorum megin við bæjarhólinn.
Camp Alabaster (Camp Pershing) var skammt frá Elliðaárstöð. Þar voru aðalstöðvar breska setuliðsins eftir að þær voru fluttar úr Menntaskólanum í Reykjavík við Lækjargötu. Alabaster var nafn á hernaðaráætlun Breta við töku Íslands. Þann 13. maí 1942 flutti bandaríska setuliðið hluta af aðalstöðvum sínum eða „Iceland Base Command HQ“ í þennan kamp. Breyttu þeir nafni hans í Camp Pershing.
Camp Battle var norðan við Camp Alabaster/Pershing, hinum megin við bæjarhól Ártúns.
Camp Hickham var í Ártúnsbrekku, þar sem jarðhýsin eru nú, reistur af bandaríska setuliðinu.
Camp Fenton Street var á þeim slóðum sem bílaumboðið BL er nú.

Fossvogur

Fossvogur; RCAF-Camp.

Þann 22. apríl 1942 tóku Bandaríkjamenn við yfirstjórn hers bandamanna á Íslandi úr höndum Breta. Af því tilefni fór herforingi Breta af landi brott en við yfirstjórn breska hersins hér tók fylkisforingi og voru aðalstöðvar hans í Camp Fenton Street.
Auk þessa var einn kampur á Ártúnshöfða (Camp Ártún) og tveir kampar voru vestan við Elliðaár, á móts við Ártún (Camp Pony og Camp New Mercur).
Eins og nærri má geta höfðu kamparnir mikil áhrif á líf fólksins á svæðinu. Til að mynda var öryggisgæsla svo ströng að jafnvel börnin þurftu vegabréf til að komast heim til sín.

Fossvogur

Fossvogur – braggi.

Eftirminnilegt þótti að Elliðaárstöðin var máluð í felulitunum á stríðsárunum, ekki hvít eins og alltaf. En svo var raunar um ýmis önnur mannvirki einnig.
Þegar setuliðið hvarf af landi brott í stríðslok fluttust íslenskar fjölskyldur inn í Camp Fenton Street og fékk hann þá nafnið Elliðaárhverfi. En nú hafa nær öll hernaðarmannvirki verið fjarlægð úr landi Ártúns. Einu ummerkin eru í Ártúnsbrekkunni. Annars vegar er það dæld eftir sandpokavígi sem nú er að mestu fallið saman. Hin ummerkin eru undir yfirborði jarðar, neðanjarðarbyrgi, sem búið er að hylja munnann á með jarðvegi.

Camp Baldurshagi

Fossvogur

Braggahverfi í Fossvogi.

Hann var þar sem nú er skeiðvöllur hestamannafélagsins Fáks á Víðivöllum. Þetta var stór kampur með um 100 bröggum sem breska setuliðið reisti. Fyrst voru þarna breskir hermenn úr Duke of Wellington hersveitinni. Síðar, þegar landgönguliðar bandaríska sjóhersins komu til landsins, 7. júlí 1941, fengu þeir þar inni. Bretarnir fluttust þá að Geithálsi þar sem þeir reistu nýjan kamp.
Ummerkin sem nú sjást eftir Camp Baldurshaga eru leifar af braggagólfum og sökklum. Ennfremur var eitt húsið úr kampinum flutt í Seláshverfi og gert að íbúðarhúsi. Nafnið á kampinum er raunar villandi því að hinn upphaflegi Baldurshagi er við Suðurlandsveg. Meðal íbúa í Camp Baldurshagaárið 1941 var Ralph Hannam, sem eftir stríðið settist að í Elliðaárdal.

Skotbyrgi
Í Breiðholtshvarfi, ofan við Árbæjarlón, er steypt skotbyrgi af þeirri gerð sem algeng var á stríðsárunum og finnast enn m.a. í Öskjuhlíð. Þetta er steinkassi, um 3 m á hvern veg, og hefur verið skotrauf framan á honum. Þakplata byrgisins er steypt og hefur lítið látið á sjá. Veggir eru hins vegar hlaðnir úr holsteini og eru þeir farnir að molna nokkuð.“

Heimild:
-Morgunblaðið – 294. tölublað, fimmtudagur 15. desember 2016, bls. 62.

Letursteinn

Letursteinn í Elliðaárdal.

Árbær

Á uppdrætti með örnefnum í nágrenni Grafarholts og Korpúlfsstaða, sem unnin var árið 1963 af Steindóri Björnssyni í Gröf, að beiðni Þorvarðar Árnasonar, eins framámanns í Golfklúbbi Reykjavíkur, sést örnefnið „Árbæjarborg“ skammt ofan (norðan) við bæjarhúsin í Árbæ. Ofan og vestan við hana er örnefnið „Borgarmýri“.

Árbær

Árbær – túnakort 1916. Tóftin er nr. 262-2.

Örnefnið „Árbæjarborg“ er ekki að finna í takmarkaðri örnefnalýsingu af Árbæ, en í örnefnalýsingu Grafarholt eftir Björn Bjarnarson segir; „Borgarmýri, mest öll í Árb. landi, kennd við Árbæjarborg“.
Á uppdrættinum er Árbæjarborg staðsett þar sem í fornleifaskráningu fyrir Árbæ frá árinu 2017 segir; „Hænsnahús – tóft, 1900-1950. Á túnakorti Árbæjar eru merkt inn tvö hús um 60 m fyrir norðvestan Árbæinn. Nú eru þetta rústir. Hús þessi voru úr torfi og grjóti og sneru langveggjum saman. Nyrðra húsið var um 2×4 m að stærð, en syðra húsið 10x 6m. Dyr snéru í vestur á báðum húsunum en gluggi var í þilinu fyrir ofan dyrnar á nyrðra húsinu.“ Árbæjarborgar er ekki getið í fornleifaskráningunni.

Árbær

Árbær – borgin var þar sem útihúsin v.m. eru á myndinni frá 1948.

Um Árbæ segir í fornleifaskráningunni:
„Austur af Ártúni var jörðin Árbær, en bæjarhúsin eru nú innan safnsvæðis Árbæjarsafns. Hluti núverandi byggðar í Ártúnsholti og neðrihluti Árbæjarhverfis eru byggðir í landi Árbæjar, en jörðin lá upp með Elliðaánum og tilheyrðu Blásteinshólmi og Árbæjarhólmi henni.
Elsta heimild um Árbæ er í skjali frá 31. júlí 1464. Þar votta Steinmóður ábóti í Viðey og Jón Narfason að Ólöf ríka Loptsdóttir hafi látið Gerrek gullsmið í Hafnarfirði fá silfur sem greiðslu fyrir jarðir Guðmundar Arasonar, sem hún og hennar maður Björn Þorleifsson höfðu keypt af konungi en Gerrekur átti að koma silfrinu til konungs fyrir þeirra hönd.

Árbær

Árbær 1911.

Saga Árbæjar er hins vegar mun eldri en þekktar heimildir gefa til kynna því árið 2016 leiddu fornleifarannsóknir á bæjarstæðinu í ljós að þar var búið á 11. öld og jafnvel þeirri tíundu. Leiða má að því líkur að það sama eigi við um búsetu á öðrum þeim jörðum sem hér eru til umfjöllunar.
Síðustu ábúendur í Árbæ voru hjónin Margrét Pétursdóttir og Eyleifur Einarsson sem bjuggu þar frá 1881 og dóttir þeirra Kristjana, sem tók við búinu árið 1935 og bjó þar til 1948, en þá fór bærinn í eyði. Í tíð Margrétar og Eyleifs var fjölsótt greiðasala í Árbæ, með svipuðu móti og verið hafði í Ártúni.

Árbær

Árbæjarborg?

Eins og áður segir keypti bæjarstjórn Reykjavíkur jörðina ásamt Ártúni og fleiri jörðum árið 1906 vegna fyrirhugaðra vatnsveituframkvæmda og árið 1929 voru jarðirnar Ártún og Árbær báðar lagðar undir lögsagnarumdæmi Reykjavíkur.“

Líklegt má telja að örnefnið „Árbæjarborg“ sé miklu mun eldra en „hænsnahúsið“ eða önnur útihús þar, þ.e. að það/þau hafi síðar verið byggt upp úr borginni. Gamla nafnið hafi verið látið halda sér enda ástæðan fyrir nálægum örnefnum, s.s. „Borgarmýri“ og „Borgarholt“.

Árbær

Árbær og nágrenni. Uppdráttur með örnefnum í nágrenni Grafarholts og Korpúlfsstaða, sem unnin var árið 1963 af Steindóri Björnssyni í Gröf, að beiðni Þorvarðar Árnasonar, eins framámanns í Golfklúbbi Reykjavíkur. Uppdrátturinn hékk lengi í klúbbhúsinu í Grafarholti en er nú geymdur á Korpúlfsstöðum. Höfundur er óþekktur.

Uppmæling tóftanna ofan Árbæjar líkist óneytanlega að mörgu leyti útliti fjárborgar að grunni til.

Heimildir:
-Byggðakönnun; Borgarhluti 7 – Árbær, Reykjavík 2017, bls. 12 og 81.
-Uppdráttur með örnefnum í nágrenni Grafarholts og Korpúlfsstaða (1963).
-Örnefnalýsing Björns Bjarnarsonar um Grafarholt.

Árbær

Árbæjarborg?

Fitjakot

Fitjakot var upphaflega fornt býli í Kjalarnesþingi. Í „Fornleifaskráningu vegna deiliskipulags Vesturlandsvegar frá Leirvogsá að Hvalfirði“ árið 2018 er m.a. fjallað um kotbýlið undir fyrirsögninni „Fitjakot, saga, minjar og örnefni„:

Fitjakot

Fitjakot í Kjalarneshreppi – túnakort 1916.

„Fitjakot er á norðanverðum bökkum Leirvogsár. Jörðin á mörk á móti Varmadal að austan en Víðinesi og Álfsnesi að vestan. Gamli bærinn í Fitjakoti stóð á Brunnhól um 70 metra suðaustan við núverandi íbúðarhús. Síðast stóð þar timburhús sem reist var um 1930 og þá lá þjóðvegurinn um hlaðið. Núverandi íbúðarhús, sem var byggt 1950, stendur aðeins vestar, á Húsaflötum, en þar voru áður fjárhús. Þar var Kaupfélag Kjalarnesþings stofnað 15. október 1950 og var þar fyrst til húsa.

Fitjakot

Fitjakot – MWL.

Athafnamennirnir Sturlubræður áttu Fitjakot um tíma og notuðu jörðina til sumarbeitar.
Fitjakot var áður nefnt Fitjar og var í eigu Viðeyjarklausturs 1395. Jörðin kemur fram undir eldra nafninu Fitjar, í skrá um kvikfé og leigumála á jörðum Viðeyjarklausturs 1395, en yngra nafninu Fitjakot í fógetareikningum frá 1548 til 1551.

Jörðin var ein af jörðum Viðeyjarkirkju 1686 metin á 15 hundruð en á 10 hundruð 1695.

Fitjakot

Fitjakot – óskráðar minjar.

Þegar Jarðabók Árna og Páls var gerð 1704 var jörðin í eigu konungs en dýrleiki óviss. Ábúandi var einn. Kvaðir voru meðal annars um mannslán á vertíð. Hægt var að fóðra þar fimm kýr og tíu lömb. Torfrista, stunga og mótak til eldiviðar var sæmilegt. Leirvogsá var bæði til gagns og ógagns. Þar var hægt að veiða bæði lax og silung en hún spillti engjum og braut af túni. Stórviðri brutu stundum hey og hús.18 Þegar Jarðatal Johnsens var gert 1847 var Fitjakot í eigu konungs metið á 10 hundruð.19 Árið 1855 var jörðin konungseign metin á 10 hundruð.
FitjakotSamkvæmt manntölum frá 1703 var einn ábúandi í Fitjakoti nema 1850 voru þeir tveir.“

Í örnefnalýsingu segir um Fitjakot:
„Jörð í Kjalarneshreppi, næsta jörð fyrir suðvestan Varmadal. Upplýsingar eru frá Jóni Jónssyni Varmadal og eitthvað annars staðar frá. Merkin móti Varmadal eru úr Skrauta, sem er neðsti hylurinn í Leirvogsá, um Fitjakotsmel, sem er milli bæjar og upp undir þjóðveg, þaðan í Markagróf og áfram í Flóalæk. Flóalækur kemur saman í flóunum suður frá Völlum og rennur hér áfram. Rétt vestan merkjanna er á honum gamalt ferðamannavað, sem heitir Helluvað. Síðan eru merkin eftir læknum norður í Kollafjörð.
Að vestan móti Víðinesi og Álfsnesi eru merkin Selja-, eða heldur Selalækur ofan úr mýrum og niður í sjó, þar sem hann fellur í Leirvog.

Fitjakot

Fitjakot – óskráðar minjar.

Neðan við Fitjakotsmel nær bæ heitir Fitjakotskrókur, og vestan við bæ heitir Vesturmýri, sem nær að Selalæk, sem fyrr getur. Beint vestur af túni er holt eins og í miðju landi, sem heitir Vörðuholt. Upp frá bæ er holt, sem heitir Fitjakotsholt. Þar upp af er Mjóimelur, og mýri þar vestur af heitir Mjóamýri milli Álfsness og Fitjakots. Norður af Mjóumýri er Blásteinsholt, sem er suðvestur af Naustanesi. Kúalág nær niður að á. Vestan við hana tekur við Krókur, og þar vestur af er Mjóamýri.“

Fitjakot

Fitjakot – óskráðar minjar.

Í Vöku 1929 er grein eftir Ólaf Lárusson; „Úr byggasögu Íslands„. Þar segir m.a. um kotbýlin fyrrum:

„Af 926 býlum með slíku nafni og með kotnafni, sem Jón Johnsen nefnir í jarðatali sínu, telur hann 649, eða 73,6%, vera hjáleigur. En, eins og áður var getið, telur Johnsen hjáleigurnar of fáar, enda hefir mér talizt til, að af jörðum, sem þessi nöfn hafa, i Rangárvalla-, Árnes-, Gullbringu- og Kjósarsýslum séu nálægt 90% taldar vera hjáleigur í jarðabók Árna Magnússonar. Þessi tala tekur af öll tvímæli um það, að nöfn þessi hafa fyrst og fremst verið valin handa hjáleigunum.

Fitjakot

Fitjakot – MWL.

En jafnvel þessi tala er of lág. Sum lögbýlin, er þessi nöfn bera, munu eflaust vera fornar hjáleigur, sem hækkað hafa i tigninni og orðið lögbýli. Í annan stað kemur það nokkuð víða í ljós, að lögbýli, sem heita hjáleigunafni, hafa áður borið annað nafn. Sérstaklega er þetta algengt um lögbýlin, sem heita kot-nöfnum.
Um mjög mörg þeirra verður það séð með vissu, að þau hafa áður haft annað nafn. Kot-nafnið hafa þau fengið tiltölulega seint, venjulega sem viðbót við hið fyrra nafn sitt. Eru nokkur glögg dæmi þessa hér í nágrenni Reykjavíkur.

Fitjakot

Fitjakot – óskráðar minjar.

Býlin Hvammkot í Kópavogi (sem á síðari árum hefir verið nafnt Fífuhvammur), Hagakot hjá Vífilsstöðum, Óskot og Helliskot (Elliðakot) í Mosfellssveit og Fitjakot í Kjalarneshreppi eru öll gömul lögbýli. Þau voru öll eign Viðeyjarklausturs. Í skrá um leigumála á jörðum klaustursins frá 1395 eru býli þessi nefnd Hvammur, Hagi, Ós, Hellar (þá í eyði) og Fitjar. Í fógetareikningum kringum 1550 eru þau þeirra, er þá voru byggð, ýmist nefnd þessum nöfnum, eða kotnafninu. Fitjar eru nefndar því nafni í reikningum 1547- 1548, en Fitjakot i reikningum næstu ára á eftir.

Kópavogur

Upplýsingaskilti við Fífuhvamm (Hvamm) í Kópavogi.

Hvammur er nefndur því nafni i reikningunum 1547. Allt eru þetta gömul lögbýli. Stundum var nafnbreytingin þó ennþá stórkostlegri. Staðir urðu að kotum. Að lögbýli bera hjáleigunöfn sannar þó eigi, að þau nöfn séu gömul. Hitt, að sýnt verður, að mörg þessara býla hafa fengið nöfn þessi tiltölulega seint, er vottur þess, að hjáleigunöfnin tilheyri yfirleitt yngra stigi í byggingarsögu landsins, og það bendir aftur til þess, að hjáleigurnar séu flestar byggðar nokkuð seint. En hvernig stendur á þessum nafnbreytinguin lögbýlanna? Ég hygg, að þær hafi oftast stafað af því, að býlin hafa lagzt í auðn í bili. Einkum á þetta við um kot-nöfnin. Það hefir verið tíðkað í alþýðumáli, að nefna rústir „kot“, jafnvel rústir af fyrrum býlum.“

Í fornleifaskráningum í Víðinesi og athafnasvæði Sorpu hefur hvergi verið getið þar um augljósar minjar, sem verðugar eru nánari skoðunnar, þ.á.m. minjar í tengslum við örnefnið „Seljalækur“…

Heimildir:
-Fornleifaskráning vegna deiliskipulags Vesturlandsvegar frá Leirvogsá að Hvalfirði, Reykjavík 2018, bls. 9.
-Vaka, 3. tbl. 01.02.1929, Ólafur Lárusson, Úr byggasögu Íslands, bls. 361-363.

Fitjakot

Álfsnes – herforingjakort 1903. Hér eru merktar nokkrar fornleifar, sem ekki hafa ratað inn í fornleifaskráningar.

Reykjavík

Á uppdrætti, sem fylgir örnefnalýsingu fyrir Grafarholt og Korpúlfsstaði má sjá gamlar þjóðleiðir frá og til Reykjavíkur að norðan og austan, þ.e. „Norður- og Vesturlandsveg fyrir aldamótin 1900“, „Þingvallaveg hinn forna“ og „Austurveg hinn forna„.

Vesturlandsvegur

Þjóðleið sem lá fyrir norðan Bústaði yfir vaðið í Árhólmana sunnan við Búrfoss, sunnan við Innréttingarhúsin í Árhólmanum yfir Ártúnsvað og áfram sunnan við túngarðinn og upp Reiðskarðið. Leiðin er teiknuð á kort Björns Gunnlaugssonar frá árinu 1831.

Í „Byggðakönnun 7 fyrir Árbæ“ frá árinu 2017 m.a lesa eftirfarandi um „fornar leiðir og greiðasölu„:
„Elsta þjóðleiðin til og frá Reykjavík lá frá Skólavörðuholti um Öskjuhlíð og áfram austur Bústaðaholt á þeim slóðum þar sem Bústaðavegur er nú. Frá Bústöðum lá leiðin austur yfir vaðið á vestari kvísl Elliðaánna, um Árhólmann sunnan við Drekkjarhyl og rústirnar af húsum Innréttinganna og yfir eystri kvísl Elliðaánna á Ártúnsvaði, rétt austan við þar sem Toppstöðin er í dag og framundan bæjarhól Ártúns. Á meðan Ártún var í þjóðleið var rekin þar greiðasala. Þaðan lá leiðin að Árbæ um Reiðskarð en þar var skarð í gömlu ísaldaráreyrina og því greiðast að fara þar upp.
VesturlandsvegurLeið þessi var aðalvegurinn austur úr bænum þar til byggðar voru tvær brýr yfir Elliðaárnar árið 1883 og nýr vegur var lagður í framhaldi af Laugavegi norður fyrir Grensás og í gegnum Sogamýri, sem ýmist var nefndur Suðurlandsvegur eða Suðurlandsbraut (núverandi Suðurlandsbraut). Fyrir austan brýrnar færðist vegstæðið norðar og eftir það var Ártún ekki í sömu alfaraleið og áður og greiðasala lagðist af þar. Um svipað leyti hófu ábúendur í Árbæ rekstur greiðasölu, eins og áður er nefnt, sem var rekin þar fram undir 1940.

Elliðaár

Hluti úr korti eftir Sigurð málara 1869. Vaðið á Elliðaánum er merkt inn á kort eftir Sigurð málara frá árinu 1869 og hefur verið þekkt þá. Í örnefnaskrá segir „Almenningsvöð eru neðstu vöðin á ánum [Elliðaánum].“  

Um 1900 var búið að gera vagnveg frá Elliðaárbrúm að Árbæ og áfram austur. Þessi vegur (gamli Suðurlandsvegur) er þar sem gatan Rofabær er nú. Vegurinn hélt síðan áfram til austurs framhjá Rauðavatni og að Geithálsi.
Áður lá vegurinn hjá Rauðavatni aðeins sunnar, samanber kort sem til er af svæðinu frá 1902 en þar eru merktir nokkrir gamlir slóðar. „Gamli vegurinn“ er sennilega elsti slóðinn sem lá á milli Árbæjar og Hólms yfir Klapparholtsmóa og er líklega elsti forveri Suðurlandsvegar. Enginn örugg merki eru sjáanleg eftir hann nema hugsanlega nyrst við núverandi Norðlingabraut. Annar slóði lá suðvestur frá Rauðavatni inn Margrófina og inn að Norðlingaholti.
Þessi vegur var forveri Breiðholtsbrautar og er nyrsti hluti hans nú notaður sem reiðvegur. Þá lá slóði yfir Klapparholtsmóa og Klapparholtsvað vestan við býlið Klapparholt yfir að Elliðavatni. Inn á kortið er einnig teiknaður vagnavegurinn meðfram Rauðavatni eða fyrsti Suðurlandsvegurinn“.
Norður- og Vesturlandsvegur lá fyrrum yfir Elliðaár frá Bústöðum að Ártúni. Þar beygði vegurinn upp á brúninar og niður að botni Grafarvogs, upp með vestanverðum Keldum að Korpúlfsstöðum að vaði ofan ósa Blikdalsár.

Vesturlandsvegur

Vegirnir gömlu ofan Reykjavíkur er fjallað er um – færðir inn á nútíma loftmynd.

Þingvallavegur hinn forni og Austurvegur lágu yfir vaðið á Elliðaánum, upp ásinn að Árbæ að Selási. Þar skyldu leiðir. Fyrri vegurinn lá áfram um holtið að Bullaugum, áfram hvylftina ofan Grafarholt (þar sem nú er golfvöllur), upp að Reynisvatni, upp með því til austurs að norðanverðu með Langavatni, niður að austanverðu Hafravatni, upp með Búrfellskoti að Selvatni og áfram inn Seljadal. Síðari vegurinn fór suður fyrir Selásinn og áfram i gegnum Rauðhólanna. Þar skyldiu leiðir; önnur lá upp að Elliðakoti og áfram til austurs að norðanverðu Lyklafelli, hin upp Lækjarbotna um Bolöldur og upp með norðanverðu Svínahrauni. Þar mættust vegirnir til áframhalds upp Hellisskarð og yfir Hellisheiði.

Heimildir:
-Byggðakönnun, Borgarhluti 7 – Árbær; Reykjavík 2017, bls. 17-19.
-Ártúnshöfði – Fornleifaskrá; Reykjavík 2021.

Bullaugu

Uppdráttur með örnefnum (1963)
Uppdráttur með örnefnum í nágrenni Grafarholts og Korpúlfsstaða, sem unnin var árið 1963 af Steindóri Björnssyni í Gröf, að beiðni Þorvarðar Árnasonar, eins framámanns í Golfklúbbi Reykjavíkur. Uppdrátturinn hékk lengi í klúbbhúsinu í Grafarholti en er nú geymdur á Korpúlfsstöðum. Höfundur er óþekktur.

Vatnsverndarsvæði

Skrifað var um „Bullaugu“ í Morgunblaðið 3. mars árið 1962:

Bullaugu
„Þegar ljóst var, að ekki væri með auðveldu móti hægt að virkja vatnið í hrauninu hjá Jaðri, var fenginn jarðbor til borunar í Grafarlandi á landi því, sem Golfklúbbur Reykjavíkur hefur fengið úthlutað undir golfvöll.

Bullaugu

Bullaugu og nágrenni – loftmynd.

Ástæðurnar til þess, að boranir hófust þarna voru nokkrar m.a.:
1. Rannsóknir Jóns Jónssonar bentu til þess, að mikið jarðsig lægi um golfvallarlandið með tiltölulega opnum sprungum sitt hvoru megin við sigið.
2. Jón Þorláksson, fyrrv. borgarstjóri, benti árið 1907 á lindir í Grafarlandi. Hvaða fjarlægð er leyfileg milli borholanna er ekki vitað, en það mun koma í ljós við frekari rannsóknir á svæðinu.
c. Gerlarannsóknir á vatninu bæði úr lindunum og fyrrnefndu holunni var það góð, að Sigurður Pétursson gerlafræðingur lét þá athugasemd fylgja, að „vatnið væri óvenju gerilsnautt“. Efnagreining á sama vatni sýndi engin skaðleg efni og er vatnið svipað og Gvendabrunnavatnið, þó aðeins steinefnaríkara.

AÐRAR FRAMKVÆMDIR
BullauguVerði horfið að því ráði að virkja vatnið við Bullaugu verða aðrar framkvæmdir vatnsveitunnar vitaskuld við það miðaðar. Og er líklegt, að framkvæmdum yrði í stórum dráttum hagað sem hér segir á árinu 1962:
1. Haldið verður áfram og lokið við lagningu 24 þuml. aðalæðar í Kringlumýrarbraut frá gamla Sogavegi suður að Vallarleiti (Hamrahlíð). Nú þegar er meginhluta pípulagnar lokið á þessum kafla, en tengingum á brunnum verður lokið næsta sumar.
2. Lögn að geymi á Litlu Hlíð frá mótum Vallarleitis. Á korti því, sem hér fylgir, má sjá, hverjar eru þær vatnsveituframkvæmdir, sem fyrirhugaðar eru á næstu 2—3 árum. Á þessu ári verður lögð 32″ aðalæð meðfram Miklubraut, frá Kringlumýrarbraut austur fyrir Grensásveg og byggður vatnsgeymir á Litlu Hlíð. Á árinu 1963 verður svo sú æð tengd við aðra 32″ aðalæðina við Sogaveginn inni við Skeiðvöllinn. Og fyrir árslok 1963 á að vera búið að leggja æð frá hinu nýja vatnsbóli, Bullaugum í Grafarlandi, í þessar aðalæðar Oodds Th. Sigurðssonar, vatnsveitustjóra og leitaði hjá honum nánari upplýsinga um þessi mál, og fara þær hér á eftir.
Bullaugu
Eina vatnsból Reykvíkinga nú er Gvendarbrunnar, en núverandi rennsli þaðan er 700 1/sek. Það er fyrir alllöngu orðið ljóst, að á þeim er ekki hægt að byggja meiri aukningu, sem er þó óumflýjanleg. Þess vegna hefur á undanförnum 2 árum verið unnið við rannsóknir á lindum og vatnsbólum, sem til greina komu. Hefur vatnsveitan haft Jón Jónsson jarðfræðing í þjónustu sinni við þessar rannsóknir, en hann hefur rannsakað allt svæðið frá Kaldá norður að Úlfarsfelli og gert sprungukort aif svæðinu.
BullauguNiðurstaðan af þessum athugunum er sú, að til greina kem ur að virkja ýmsar lindir, sem allar hafa þó þann annmarka, að þær eru nokkuð langt frá núverandi aðalæðum nema svæðið í Grafarlandi. Þessi kortlagning jarðsprungnanna er sá grunnur, sem öll vatnsleit mun byggjast á í framtíðinni, og hlýtur að verða unnið áfram að tilraunaborunum, svo að kortleggja megi grunnvatnsrennsli heiðarlandsins fyrir austan borgina. Við rannsóknir á virkjunarmöguleikum á svæðinu milli Jaðars og Gvendarbrunna kom í ljós, að þar er mjög mikið vatnsmagn, og runnu á þurrkatímabilinu á s.l. sumri t.d. að minnsta kosti 500 1/sek. af mjög góðu drykkjarvatni undan hrauninu á þessu svæði út í Kirkjuhólmatjörn. Niðurstöður þeirra rannsókna, sem þarna fóru fram voru þær, að virkjun á þessum stað yrði mjög kostnaðarsöm, og er það skoðun mín, að fresta eigi framkvæmdum þarna í nokkur ár, þar sem boranirnar (sem hann nefnir Bullaugu) á þessum stað og telur þær koma til greina sem vatnsból fyrir Reykjavík, en hvarf frá þeim og valdi Gvendarbrunna vegna óhagstæðari hæðarlegu Bullaugnalindanna, en nú skiptir það atriði ekki lengur máli.
3. Golfvöllurinn verður væntanlega tekinn í notkun árið 1963, og af þeim sökum var æskilegt að fá vissu fyrir vatnsöflunarmöguleikum svæðisins í tíma og samræma aðgerðir V.R. gerð brautanna eftir föngum.

MJÖG GOTT VATN

Bullaugu

Uppdráttur (hluti) af nágrenni Grafarholts
Uppdráttur frá 1963 sem sýnir örnefni á Grafarholtslandinu og nágrenni þess.

Þarna voru svo boraðar 2 holur og varð árangur þeirra borana sá, að úr annarri holunni fást 120 1/sek., og úr hinni 70 1/sek., en núverandi sjálfsrennsli úr Bullaugum er samkvæmt laus legri mælingu a. m. k. 200 1/sek. Að svo komnu er of snemmt að fullyrða nokkuð um vatnsmagn það, sem unnt á að vera að vinna á þessum stað, en þó virðist ástæða til nokkurrar bjartsýni, og eru ástæðurnar til þess helztar:
a. Eftir athugunum Jóns Jónssonar á borsvarfinu virðist vera komið niður á sandsteinslag neðan við 20 m dýpi í fyrrnefndu holunni, og náði það í ca. 29 m dýpi. Við borun í Rauðhólum í sl. viku fannst svipað sandsteinslag á milli 12 og 22 m dýpi.
Þessi atriði benda til þess, að undir Hólms- og Reynisvatnsheiði sé sandsteinslag, sem ber grunnvatn til sjávar og virkar jafnframt sem mikið vatnsforðabúr, sem dæla má úr.
b. Sprungulengdin yfir dalverpið er um 600 m á lengd, og á því að leyfa dælingu úr nokkrum borholum samtímis.
3. Bygging vatnsgeymis á Litlu Hlíð, sumarið 1962.
4. Lögn 32″ (800 mm’) aðalæðar meðfram Miklubrautinni frá Kringlumýrarbraut austur fyrir Grensásveg. Efni í þessa lögn er að mestu komið til landsins og undirbúningsvinna til útboðs að verða lokið.
5. Bygging dælustöðvarhúss við Stóragerði.
6. Lögn 16″ aðalæðar í Rauðarárstíg milli Háteigsvegar og Laugavegar. Verk þetta er nú hafið og því lýkur væntanlega fyrir vorið.

HEILDARKOSTNAÐURINN 33,2 MILLJ. KR.

Bullaugu

Bullaugu.

Heildarkostnaðurinn við þessar framkvæmdir og virkjun Bullaugna yrði samkvæmt kostnaðaráætlun, sem gerð hefur verið um 33,2 millj. kr., en sjálf getur vatnsveitan lagt til þeirra 17,2 millj. kr. á árunum 1962—’63, svo að afla þyrfti 16 millj. kr. láns, ef ljúka á þessum framkvæmdum á næstu 2 árum. Ef ráðizt yrði út í framkrvæmdir þessar án lánsfjár tælki virkjun Bullaugna hins vegar ekki skemmri tíma en 5—6 ár, en ef fresta ætti framkvæmdum svo lengi mundi það vafalaust hafa í för með sér alvarlegan vatnsskort fyrir þá bæjarhluta, sem hæst standa. Það er þess vegna skoðun mín, að varhugavert sé að draga virkjun Bullaugna lengur en til ársloka 1963 og í lengsta lagi til ársloka 1964.“

Rétt er að geta þess að ekki varð að vatnsöflun fyrir Reykvíkinga úr Bullaugum.

Sjá meira um neysluvatnið HÉR og HÉR.

Heimild:
-https://timarit.is/page/1341853#page/n7/mode/2up

Bullaugu

Uppdráttur með örnefnum (1963)
Uppdráttur með örnefnum í nágrenni Grafarholts og Korpúlfsstaða, sem unnin var árið 1963 af Steindóri Björnssyni í Gröf, að beiðni Þorvarðar Árnasonar, eins framámanns í Golfklúbbi Reykjavíkur. Uppdrátturinn hékk lengi í klúbbhúsinu í Grafarholti en er nú geymdur á Korpúlfsstöðum. Höfundur er óþekktur.

Oddfellow - skjöldur

Guðfinna Ragnarsdóttir skrifaði um „Laugarnesið“ í rit Ættfræðingafélagsins árið 2017:

Guðfinna Ragnarsdóttir

Guðfinna Ragnarsdóttir.

„Það lætur ekki mikið yfir sér Laugarnesið, þessi snubbótti tangi sem teygir sig til norðvesturs út í flóann í átt að Engeynni. En þar leynist bæði löng og merk saga, saga kvenna og karla, saga atburða og örlaga, saga biskupa og valda, saga mennta og menningar, saga stríðs og átaka, saga hernáms og fátæktar, saga sjúkdóma og erfiðleika, saga lista og listamanna og inn á
milli, þótt ekki fari hátt, saga alþýðunnar, sem háði þar sitt stríð öld fram af öld. Ströndin við Laugarnesið er einnig einstök náttúruparadís. Þar er eina ósnortna fjaran sem eftir er á norðurströnd Reykjavíkur frá Örfirisey að Grafarvogi. Þar móka selir á steinum, tjaldurinn hoppar í fjörunni, krían gargar og mávurinn sveimar yfir hafsbrúninni í leit að æti. Í norðrinu rísa Esjan og Skarðsheiðin og vinalegt Akrafjallið teygir sig til vesturs.
Reykjavík - jarðir Hún var víðlend, jörðin Laugarnes, þegar hún var og hét. Svo víðlend að hún tók yfir meirihluta þess svæðis sem Reykjavík stendur á í dag. Sjálfsagt hefur það verið Ingólfur okkar Arnarson og hans lið sem fyrst bjó á þessu svæði. Það er gaman að eiga eina ljósa mynd af þessum frumbyggjum Reykjavíkur, og þar með Laugarness, mynd sem sýnir okkur sonarson Ingólfs, Þorkel mána, sem lét á banadægri bera sig út í sólskinið og fól sál sína þeim guði sem hefði skapað sólina, og var hann þó maður heiðinn. Þormóður, sonur Þorkels, varð svo allsherjargoði þegar kristni kom á Ísland. Þeir Þorkell og Þorgeir Ljósvetningagoði lögsögumaður voru þremenningar, en ömmur þeirra voru systur, dætur Hrólfs rauðskeggs.
Það er líka gaman að geta þess að laugarnar góðu sem komu við sögu nafngiftar Reykjavíkur gáfu einnig ótal öðrum örnefnum svæðisins nafn: Laugarnes, Laugamýri, Laugaholt, Laugalækur og einnig seinni tíma nöfn eins og Laugarás og Laugardalur.

Jarðabókin

Laugarnes

Laugarnes og Laugarnesstofa.

Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín veitir góða lýsingu á Laugarnesi sem og öðrum jörðum á Íslandi í byrjun 18. aldar. Jörðin er 20 hundruð að dýrleika, kirkjukúgildi 3 og leigukúgildi 3. Kvikfénaður 4 kýr, 2 kvígur mylkar, 1 kálfur, 16 ær, 15 sauðir veturgamlir, 4 lömb, 2 hestar, 2 hross. Fóðrast kunna 6 kýr. Heimilismenn 7. Torfrista, stunga og móskurður nægilegt í heimalandi. Rekavon lítil. Hrognkelsaveiði má vera, ef iðkuð væri með neti. Túnið spillist stórlega af vatnsgangi. Engjar litlar, spillast af vatni. Vatnsból erfitt. Heimræði er hér varla að kalla; þó er það um vor og haust, þegar fiskur gengur grunnt inn á fjörðinn. En um vertíð, ef heima skal lenda, er langræði meira en hófi sætir, og fyrir þá grein hefir jörðin um langar stundir átt og brúkað skipauppsátur og verbúð.

Laugarnes

Laugarnes og Engey voru fyrstu jarðirnar sem fóru undan landnámi Ingólfs, en það mun hafa verið innan við öld eftir landnám. Einhvern tíma fyrir 1575 byggðust svo jarðirnar Bústaðir og Kleppur út úr Laugarnesjörðinni. Kleppsjörðin stóð nokkru sunnan við núverandi Kleppsspítala. Jörðinni fylgdu miklar kvaðir og búskapur var erfiður. Í jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns segir að túnin fordjarfist stórlega af sjávargangi og á 18. öld varð að flytja Kleppsbæinn vegna sjávargangs. Bústaðir, sem sneru mót suðri og sól, voru mun betri jörð, enda oft tvíbýlt
þar.

Laugarnes

Reykjavíkurkort frá 1944. Sjá má Fúlalæk ofan Fúlutjarnar.

Fúlilækur
Það var hinn frægi Fúlilækur sem myndaði vesturlandamæri Laugarnesjarðarinnar. Hann kom upp í Kringlumýrinni, rann til norðurs niður holtið, breiddi sem snöggvast úr sér í Fúlutjörninni niður við ströndina, rétt áður en hann liðaðist gegnum fjörukambinn og sameinaðist sjávaröldunum. Hann er nú löngu horfinn undir malbik Kringlumýrarbrautarinnar.
LaugarnesHann var hinn versti farartálmi þegar hann var vatnsmikill, og fræg er sagan um vinnukonuna sem drukknaði í honum með þvottinn sinn á bakinu.
Frá upptökum Fúlalækjar lágu landamærin síðan til suðurs, alla leið í klettinn Hanganda innst í Fossvoginum.AusturlandamæriLaugarnesjarðarinnar hafa fram eftir öldum verið Elliðaárnar, enda átti kirkjan ítök í laxveiðinni þar öld fram af öld.
Það saxast svo hægt og bítandi af landnámi Ingólfs og á 13. öldinni eru fimm jarðir á Seltjarnarnesinu: Nes, Vík, Laugarnes, Kleppur og Gufunes. Frægasti ábúandi Laugarness var Hallgerður langbrók sem bjó þar eftir víg Glúms, manns síns. Sagnir eru um að hún hafi látist þar og sé grafin þar og sé leiði hennar jafngrænt vetur sem sumar. Ekki fundust þó við eftirgrennslan nein merki Hallgerðar.

Kirkjan

Laugarnes

Laugarnes.

Það er svo kirkjunni og kirkjuskjölunum að þakka að við getum rakið sögu Laugarness allt til okkar daga. Öldum saman var Laugarnes, ásamt Engey, í eigu sömu ættarinnar, s.k. Möðruvallaættar. Það er í Kirknatali Páls Jónssonar Skálholtsbiskups frá því um 1200 sem fyrst er getið kirkju í Laugarnesi.
Saga Laugarneskirkjunnar, líkt og saga flestra annarra guðshúsa þessa lands, endurspeglar bágborið ástand og afkomu þjóðarinnar, sjúkdóma, hallæri, eldgos og aðra óáran sem yfir þjóðina dundi. 1234 á kirkjan rétt á fjórðungi allra laxa í Elliðaánum, Viðeyingar annað eins og Reykvíkingar afganginn. Þetta voru mikil hlunnindi, sem áttu eftir að reytast af kirkjunni í aldanna rás. Sömuleiðis kúgildin. Árið 1379 á kirkjan tíu hundruð í metfé, tvenn messuklæði, þrenn altarisklæði, einn kaleik, tvær kertastikur, kantarakápu, tvær klukkur stórar, glóðarker, sacarium, mundlaug og kross. Þá á hún einnig fjórðung reka á móts við Nes, Engey og Laugarnes „utan Seltjörn og Laugar“. 1575 er altarisklæðið sagt gamalt og því tjáslað saman, hökullinn er gamall, kaleikurinn ærulaus, metaskálar tómar, og járnkarlinn sem á að pota Laugarnesingum sex fet niður, á köldum frostavetrum, er lítill.

Kúgildin
Laugarnes
Brynjólfur biskup Sveinsson vísiterar í Laugarnesi 1642. Þá er þar einn hökull gamall og altarisklæðið á flækingi ásamt sloppi gömlum og slitnum. Kúgildin, sem upphaflega voru tíu, eru nú aðeins þrjú. Þetta þykir biskupnum miður og lætur nótera það í Kirkjustólinn. Nítján árum seinna þegar biskupinn leggur leið sína aftur í Laugarnesið eru þau enn ófundin! 1659 þegar ný kirkja var reist í Laugarnesi var ekki úr miklu að moða, því allar jarðir sem kirkjunni tilheyrðu voru í konungseign, nema Laugarnesið, og voru því undanþegnar tíundargjöldum.

Laugarnes

Laugarnesspítali.

Þegar Brynjólfur vísiterar Laugarnesið í hinsta sinn, árið 1670, er nýja kirkjan illa farin af fúa, kúgildin enn á flandri og auk þess vantar kistu eina gamla. En menn hafa sjálfsagt haft annað að gera á þeim hörmungatímum sem þá gengu yfir þjóðina en eltast við horfin kúgildi og fúnar kistur. En það sem verra er, nú er laxveiðin endanlega gengin úr greipum þeirra Laugarnesmanna og Bessastaðamenn búnir að kasta eign sinni á þessi fornu hlunnindi.
1703 sýnir manntalið okkur að 27 manns eru í Laugarnesi og jörðin enn í einkaeign. 1725 reis af grunni ný og vönduð kirkja og þá dró einnig til tíðinda í eignamálunum. Kirkjan, sem hafði verið í eigu sömu ættar öld fram af öld, etv. allt frá landnámi, komst nú í annarra eigu. Sjálfur biskupinn, Jón Árnason, tók jörðina upp í skuld. Við tóku mörg góð ár, en 1758 þegar Finnur Skálholtsbiskup kemur í sína fyrstu vísitasíu, er kirkjan að falli komin.

Bænabríkin
LaugarnesKirkjan átti þó sína velgjörðarmenn en það voru Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson sem höfðu átt athvarf í kirkjunni þegar þeir dvöldu hjá Skúla fógeta í Viðey, sem þá var orðin kirkjulaus. Þeir gáfu Laugarneskirkjunni forláta altaristöflu eða bænabrík. Á hana er letrað: Til maklegrar skylduendurminningar er þessi tafla gefin heilagri Maríukirkju að Laugarnesi af þeim B. og E. 1757. Þessi altaristafla, sem síðar lenti í kirkjunni að Stað í Grindavík, er eini gripurinn sem varðveist hefur úr gömlu Laugarneskirkjunni. Hún er nú varðveitt á Þjóðminjasafninu.
Þegar Laugarneskirkjan seig saman undan feysknum fjölum sínum árið 1794, voru horfnar sjö af þeim kirkjum sem röðuðu sér með Sundunum fyrir siðaskiptin. Aðeins voru eftir kirkjurnar í Vík, Viðey og Gufunesi.Allt frá miðöldum til loka 18. aldar höfðu kirkjuklukkur Laugarneskirkju kallað fólk á tíu bæjum til messu, en það voru bæirnir Laugarnes, Kleppur, Rauðará, Bústaðir, Breiðholt, Digranes, Hvammkot, Kópavogur, Vatn og Hólmur. Þær hafa mátt hljóma hátt og skært, kirkjuklukkurnar, svo kallið bærist.

Kirkjusandur

Kirkjusandur og Laugarnes um 1920.

Ein ástæða þess að Laugarneskirkjan var lögð niður var að á sama tíma reis af grunni í hjarta bæjarins, á gamla Reykjavíkurtúninu, á Austurvelli, ný og vegleg dómkirkja sem var vígð 1796. Laugarneskirkjan var þá sameinuð Dómkirkjusókninni í Reykjavík. Eins og söfnuðinum var vísað á önnur mið, dreifðust hinar fátæklegu eigur kirkjunnar út um borg og bý. Kirkjuklukkurnar, sem hringt höfðu til tíða og messugjörða öldum saman, voru seldar hæstbjóðanda, og hvar þær svo að lokum hringdu sig inn í eilífðina veit enginn lengur. En á tímum allsleysis var fleira verðmætt en kirkjugripirnir. Hver fjöl, jafnvel þótt fúin væri og lasburða, var seld hæstbjóðanda á uppboði. Þannig keypti Brynjólfur Einarsson lögréttumaður af Kjalarnesi Laugarneskirkjuna, eins og hún lagði sig, á 17 ríkisdali og 56 skildinga. Það segir margt um ástand timbursins í kirkjunni að á sama tíma var timbrið úr Neskirkju selt á 125 ríkisdali!

Hannes

Laugarnes

Það var svo eftir jarðskjálftana miklu 1784 sem menn fóru að hugsa sér til hreyfings með biskupssetur, því Skálholtsstaður var í rúst. Reykjavík hafði þá öðlast kaupstaðarréttindi og til stóð að flytja bæði biskupssetrið og Skálholtsskólann til Reykjavíkur, auk Alþingis. Innan lóðamarka kaupstaðarins voru þá 39 hús og 167 íbúar. Hannes Finnsson Skálholtsbiskup kom að skipulagningu hins nýja biskupsseturs. Hann var bæði mjög efnaður og framsýnn maður og hann gerði sér lítið fyrir og keypti Skálholtið og fékk konungsleyfi til að sitja þar áfram í sinni biskupstíð.
Laugarnesið hafði hann erft árið 1787 eftir fjarskylda frænku sína, Elínu Hákonardóttur, og hafði því ekkert á móti því að biskupssetrið yrði þar. Ekkert varð þó úr flutningi biskupsstólsins og sat Hannes í Skálholti til dauðadags árið 1796. Hann hafði þá verið sjö ár í hjónabandi með seinni konu sinni, Valgerði Jónsdóttur. Á þeim var 32 ára aldursmunur. Hún var 18 ára og hann fimmtugur þegar þau gengu í hjónaband.
Hún varð því ekkja 25 ára gömul. Þau Hannes voru frændsystkin, skyld að öðrum og þriðja. Valgerður fæddist 1771 á Seljalandi undir VesturEyjafjöllum. Foreldrar hennar voru efnafólk og faðirinn sýslumaður. Fyrri kona Hannesar var Þórunn, dóttir Ólafs Stephensens stiftamtmanns í Viðey, en hún var aðeins 16 ára er þau Hannes giftust. Hana missti hann rúmlega tvítuga.

Hannes Finnsson

Hannes Finnsson, biskup.

Þau Hannes og Valgerður eignuðust fjögur börn sem öll komust upp. Eldri dóttur sína skírðu þau Þórunni, eftir fyrri konu Hannesar. Hún giftist Bjarna Thorsteinssyni amtmanni og þeirra sonur var Steingrímur Thorsteinsson skáld og rektor. Engan hefði grunað að Þórunn Hannesdóttir, síðasta biskupsdóttirin í Skálholti, ætti eftir að verða tengdamóðir bláfátækrar stúlku, barnabarns Eiríks Hjörtssonar, ungs bónda í Laugarnesbænum, sem um aldamótin 1800 stóð þar í kirkjugarðinum yfir moldum konu sinnar og ungrar dóttur á helköldum vetrardegi. Slík blöndun æðri og lægri stétta var nánast óhugsandi.
Þessi fátæka, unga stúlka hét Guðríður Eiríksdóttir og var frá Stöðlakoti við Bókhlöðustíg. Hún átti eftir að verða seinni kona Steingríms Thorsteinssonar og eiga með honum fimm mannvænleg börn.

Voldug og rík
Valgerður biskupsfrú var systir Jóns Johnsen lögsagnara á Stóra-Ármóti, en hann var umboðsmaður konungsjarða í Árnessýslu. Hún naut hans vel í viðskiptum sínum þegar hún eftir lát Hannesar sankaði að sér jörðum, enda varð hún ein efnaðasta og voldugasta kona landsins. Ólafur Stephensen stiftamtmaður, fyrrverandi tengdafaðir Hannesar manns hennar, var henni einnig afar hollur ráðgjafi. Í tíu ára ekkjudómi sínum eftir lát Hannesar eignaðist hún 22 jarðir og rekaítök á tíu rekafjörum austan úr Öræfum og vestur á Strandir. Hún reisti einnig kirkju í Skálholti og var sú kirkja kölluð Valgerðarkirkja. Allt þetta sýnir að hér var enginn meðalmaður á ferð.

LaugarnesSteingrímur Jónsson, seinni maður Valgerðar, var fræði- og lærdómsmaður. Hann hafði verið skrifari Hannesar biskups í Skálholti, en Hannes átti mikið safn gamalla rita. Steingrímur var mikill gáfumaður og einstakur námsmaður, hann lauk embættisprófi í guðfræði við háskólann í Kaupmannahöfn með ágætiseinkunn sumarið 1803. Hann var fyrsti rektor Bessastaðaskóla, prestur og prófastur í Odda og loks biskup yfir Íslandi. Foreldrar hans voru Jón Jónsson, prófastur á Mýrum í Álftaveri, síðar í Holti undir Eyjafjöllum, og kona hans, Helga Steingrímsdóttir. Hún var systir eldklerksins Jóns Steingrímssonar.
Steingrímur biskup átti mikið safn handrita og bóka og var stórvirkur rithöfundur. Hann var frábærlega vel að sér í sögu landsins og einn lærðasti maður Íslands um sína daga. Jón Sigurðsson forseti var biskups skrifari hjá þeim hjónunum í Laugarnesi árin 1831-32, eftir að hann varð stúdent. Steingrímur biskup var einn helsti ættfræðingur landsins. Ættartölubækur hans í ellefu bindum, flestar með hans eigin hendi, eru stórmerkileg rit. Í Laugarnesi var geymt mesta safn íslenskra handrita sem þá var til í landinu. Bókaog handritasafn Steingríms varð síðar uppistaða Landsbókasafnsins.

Biskupsstofan

Laugarnes

Laugarnes – Biskupsstofa.

Þau Valgerður og Steingrímur giftu sig árið 1806, og árið 1809, þegar Valgerður er 38 ára, fæðist einkasonurinn Hannes Johnsen Steingrímsson, síðar kaupmaður í Reykjavík, heitinn eftir Hannesi biskupi.

Steingrímur tók við biskupsembættinu 14. júní 1825. Þau fluttust þó ekki inn í Laugarnes fyrr en vorið 1826, þegar biskupsstofan var tilbúin. Þá vantaði, segir sagan, enn bæði glugga og hurðir í húsið. Þar bjuggu þau þar til Steingrímur lést 14. júní 1845.

Lauharnes

Laugarnes 1952.

Hinn nýi biskupsbústaður var jafnan nefndur Laugarnesstofan, Biskupsstofan í Laugarnesi eða aðeins Stofan. Það var mikið hús, eitt fárra steinhúsa á landinu, en ekki var það að sama skapi vandað, þótt konungurinn styrkti byggingu þess.
Steingrímur gerði samning 7. apríl 1825 við danskan múrara frá Kaupmannahöfn um smíði stofunnar. Sá hét Fredrik August Maltezow. Vinnulaun hans áttu að vera tveir ríkisdalir á dag, auk fæðis, ókeypis ferð og fæði til Íslands og heim aftur, nægilegt öl daglega, og peli af brennivíni, bæði á leiðinni og allan vinnutímann. Stofan var hlaðin úr múrsteini, með helluþaki, en
mikið af því fauk í ofviðri 1848. Kvistur var á stofunni með svonefndu skútaþaki, og segja fróðir menn að hafi verið fyrsti kvistur á húsi hér á landi. Það kom brátt í ljós að margir gallar voru á Biskupsstofunni og hélt hún hvorki vindum né vatni. 1839 seldi Steingrímur bænum jörðina, en um það hafði áður verið samið. Valgerður lést 1856 hjá Sigríði dóttur sinni og manni hennar Árna Helgasyni prófasti í Görðum á Álftanesi. Hún hafði þá verið ellefu ár í ekkjustandi.

30 ár
Laugarnes
Næsti biskup í Laugarnesi var dómkirkjupresturinn í Reykjavík, Helgi Guðmundsson Thordersen. Ragnheiður, kona Hannesar ráðherra Hafstein, var sonardóttir hans. Helgi biskup undi ekki í Laugarnesi nema í 10 ár. Undir eins og hann varð biskup, sótti hann um að mega búa í Reykjavík, en ekki í Laugarnesi, en honum var neitað um það. Hann flutti ekki úr Laugarnesi fyrr en árið 1856, en þá hafði Laugarnes verið biskupssetur í rétt 30 ár.

Laugarnes

Laugarnes – upplýsingaskilti.

Biskupsstofan mun hafa staðið vestan til á nesinu, rétt suður af Listasafni Sigurjóns. Hún var rifin til grunna, þegar Holdsveikraspítalinn var reistur árið 1898. Hún var síðast notuð handa frönskum, bólusjúkum sjúklingum. Til að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdómsins var Stofan gerð að bólusóttarsjúkrahúsi. Franskur sjómaður, segir sagan, deyr úr bólu „á bóluspítalanum“ (Biskupsstofunni) að Laugarnesi 2. apríl 1872, og er greftaður daginn eftir í Laugarneskirkjugarði. Það mun vera síðasta gröfin sem tekin er í þeim gamla garði í Laugarnesinu. Árið áður hafði annar franskur sjómaður látist úr bólu 23. apríl, einnig hann var jarðaður strax daginn eftir.

Holdsveikraspítalinn

Oddfellow - skjöldur

Skjöldur Holdsveikraspítalans í Laugarnesi.  Við vígslu Laugarnesspítala 27. ágúst 1898 festi Dr. Petrus Beyer þetta skilti yfir dyrum spítalans með þremur nöglum og viðhafði um leið eftirfarandi formála: „Ég rek fyrsta naglann í vináttunar nafni, því að hús þetta er sprottið af vinarþeli því, er hin danska þjóð ber til hinna íslensku bræðra sinna. Drottinn veit það, að sama hugarþel verði jafnan ríkjandi meðal þessara bræðraþjóða meðan heimurinn stendur. Ég rek annan naglann í kærleikans nafni með því að hús þetta, sem sprottið er af bróðurkærleiksþeli því, er allir menn eiga að vera gagnteknir af, á að vera hæli þar sem vináttuþel þróast, líknarhendur hjúkra sjúkum og allir eiga að leitast við að inna kærleiksverk af hendi. Ég rek þriðja naglann í sannleikans nafni, af því að þetta hús á að vera sannur vottur um hið innilega samband, sem er milli íslensku og hinnar dönsku þjóðar, og af því að hin íslenska þjóð á einnig að geta séð á þessu verki, sem hér hefur verið af hendi innt, að hin danska þjóð er sannur vinur hennar, því sá er vinur, sem í raun reynist.“ Bretar hernámu Ísland 9.maí 1940, og skömmu eftir hernámið fóru þeir að svipast um eftir húsnæði er þeir gætu fengið til afnota hér á landi. Voru þá mjög fáir sjúklingar eftir á Laugarnesspítalanum og samþykkti ríkisstjórnin að láta flytja þá á Kópavogshælið, sem áður hafði verið notað fyrir berklasjúklinga og leigja Bretum Laugarnesspítala. Var þeim flutningum lokið um haustið 1940 og fékk þá breski herinn húsið til afnota. En hinn 8. apríl 1943 barst sú harmafregn um bæinn eins og eldur um sinu að kviknað væri í Laugarnesspítala. Brann húsið þá til kaldra kola á svipstundu og varð ekki við neitt ráðið og var því mikill sjónarsviptir fyrir bæinn. Skilti þessu varð svo bjargað úr brunarústum og ber það þess glöggt merki að hafa gengið í gegnum mikla eldraun. Og er vel viðeigandi að hafa það sem grip NR. 1 í minjasafni Oddfellowa.

Holdsveikraspítalinn var gjöf dönsku þjóðarinnar til Íslendinga að frumkvæði dönsku Oddfellowreglunnar. Hann var reistur í nafni vináttu, kærleika og sannleika og vígður 27. júlí 1898. Byggingin var úr timbri á tveim hæðum um 2000 m² að stærð. Spítalinn var þá stærsta hús sem hafði verið reist á Íslandi. Hann var starfræktur til ársins 1940, er hann var fluttur í Kópavog. Spítalinn var gerður fyrir 60 sjúkrarúm, en talið er að um aldamótin 1900 hafi verið um 237 holdsveikir menn á Íslandi. Þegar holdsveikum fækkaði var hluti byggingarinnar tekinn til annarra nota.
LaugarnesÞegar spítalinn var fluttur lagði breski herinn bygginguna undir sig og síðar sá bandaríski. Spítalinn brann til kaldra kola 7. apríl árið 1943. Einu menjarnar um brunann er skjöldur sem festur var yfir aðalinngangi spítalans. Hann er varðveittur hjá Oddfellowreglunni.

Hjáleigurnar
Fjórar hjáleigur fylgdu lengi Laugarnesi: Norðurkot, Suðurkot, Barnhóll og nafnlaus hjáleiga austan við bæinn. Suðurkot var niður við sjóinn, beint vestur af síðasta bæjarstæðinu, Suðurkotsvörin er nokkru sunnan við Suðurkotið. Suðurkot var einnig kallað Naustakot. Norðurkot var norðvestur af síðasta bæjarstæðinu og Norðurkotsvörin þar rétt austan við. Norðurkot var einnig kallað Sjávarhólar. Hverri hjáleigu fylgdi 1 kúgildi. Landskuld eftir hvert þeirra var 40 álnir. Allar þessar hjáleigur voru enn byggðar 1801, en 1835 eru þær komnar í eyði og munu ekki hafa byggst eftir það.
Við manntalið 1762 er tvíbýli í Laugarnesi og heimilisfólk alls 14 á báðum búum. Árið 1784 er enn tvíbýli í Laugarnesi. Heimilismenn eru þá 15 alls. Við manntalið 1801 er þar einnig tvíbýli og heimilisfólk alls 17. 1847 er Laugarnes sem fyrr talið 20 hundruð að dýrleika, en 1861 var það 31,3 hundruð. Síðasti torfbærinn í Laugarnesi var rifinn 1885. Hann mun hafa staðið þar sem gamla kirkjan var, eða litlu ofar. Enn sér greinilega móta fyrir kirkjugarðinum.

Sameigendur
LaugarnesEftir að biskup flutti frá Laugarnesi 1856 var Laugarnesjörðin seld félaginu „Sameigendur Lauganess“ en það réði til sín ábúanda sem sá um að reka jörðina, leigja hagagöngu og selja hey til skepnueigenda í Reykjavík auk þess að selja mó úr Laugamýri og Kirkjumýri. Jörðin varð síðan eign Reykjavíkurbæjar 1885.
Síðustu ábúendur Laugarnesjarðarinnar voru hjónin Þorgrímur Jónsson söðlasmiður og Ingibjörg Kristjánsdóttir sem fluttu að Laugarnesi 1915 með stóran barnahóp. Þau sáu um rekstur á jörðinni og leigu á hagabeit fyrir bæjabúa. 1948 flutti Sigurður Ólafsson söngvari og kona hans Inga Valfríður Einarsdóttir frá Miðdal, systir Guðmundar listmálara og myndhöggvara, í Laugarnes, og bjuggu þar á fjórða áratug ásamt börnunum sínum sex og frægu, ljósu hrossunum sínum, þar á meðal hinni landsfrægu Glettu. Yngri dóttir Sigurðar og Ingu er Þuríður söngkona og listmálari.
Með tímanum færðist borgarbyggðin austur á bóginn, erfðafestulöndum var úthlutað og Laugarnesjörðin var tekin undir íbúðabyggð. Á stríðsárunum voru einnig mörg hús flutt í Laugarneshverfið þegar flugvöllurinn var byggður í Skerjafirði.

Kampurinn
Laugarnes
Á stríðsárunum var reist stórt braggahverfi á Laugarnestanganum, kallað Laugarneskampur. Árið 1941 tók síðan bandaríska setuliðið við Laugarneskampi, sem hýsti þá aðallega sjúkradeildir hersins auk skála hjúkrunarkvenna, yfirmanna og annarra hermanna. Kampurinn samanstóð af 100 bröggum og öðrum byggingum.
Þegar umsvif bandaríska hersins drógust saman um 1945, var kampurinn nýttur sem íbúðarhúsnæði fyrir Íslendinga. Á árunum 1951-1957 voru íbúar flestir í kampinum eða um 300 manns. Þessi byggð setti um tíma mikinn svip á Laugarnesið en er nú horfin með öllu. Í einum bragganna bjó Sigurjón Ólafsson myndhöggvari með fjölskyldu sinni. Þar var byggt listasafn sem ber nafn hans. Síðasti bragginn í Laugarnesi var rifinn árið 1980.
Í dag er búið í fjórum húsum á svæðinu. Einn íbúanna er Birgitta Spur, ekkja Sigurjóns Ólafssonar. Hún er fædd á Fjóni og nam höggmyndalist við Konunglegu listaakademíuna í Kaupmannhöfn.
Við hlið Listasafnsins býr Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndagerðarmaður og í þriðja húsinu, sem stendur enn sunnar á nesinu býr listakonan Kogga, Kolbrún Björgólfsdóttir, en eiginmaður hennar var Magnús Ólafur Kjartansson myndlistarmaður.Laugarnes

Saga Laugarnessins er orðin löng, saga þessa grágrýtistanga sem forðum myndaðist við eldgos í Mosfellsheiðinni eins og allur berggrunnur borgarinnar og eyjarnar allar. Þar birtist okkur saga þjóðarinnar í hnotskurn öld fram af öld. Kirkjugarðurinn, eina mannanna verkið sem enn sér glöggt stað aftan úr öldum, geymir íbúa þessarar jarðar í að minnsta kosti 800 ár. En allt er breytingum háð. Engir bátar liggja lengur í vörunum, söngur Sigurðar er þagnaður, líkt og hófatak Glettu, en listverk Sigurjóns prýða nesið þar sem aldan skellur á ströndinni, blíð og stríð, líkt og hún hefur gert frá ómuna tíð.“

Heimild:
-Fréttabréf Ættfræðifélagsins – 2. tölublað (01.04.2017), Guðfinna Ragnarsdóttir; Laugarnesið, bls. 3-8.

Laugarnes

Lauganes – minnismerkið um Holdsveikispítalans.

Laugarnes

Búseta hófst í Laugarnesi skömmu eftir landnám. Samkvæmt Jarðabókinni frá 1703 voru þá í Laugarnesi fjórar hjáleigur og íbúar 28. Búskapur var þá mestur hjá bóndanum í sjálfu Laugarnesi en í kotunum var hokurbúskapur. Tvö hjáleigukotanna stóðu hvort við sína vörina, Norðurkotsvör og Suðurkotsvör. Norðurkot var áður kallað Sjávarhólar en Suðurkot, sem    var nær Kirkjusandi, var kallað Naustakot. Bóndinn þar var formaður á báti Laugarnesbóndans. Þriðja hjáleigan, Barnhóll, stóð við samnefndan hól.
LaugarnesFjórða hjáleigan var á hlaðinu hjá Laugarnesbænum. Laugarnesstofa var byggð árið 1825 sem embættisbústaður biskups. Þá var hjáleigubúskapur í Laugarnesi lagður af. Meðan stofan var heimili biskups bjuggu um 20 manns þar. Eftir að biskup flutti frá Laugarnesi 1856 var Laugarnesjörðin seld félaginu ,,Sameigendur Lauganess“ en það réði til sín ábúanda sem sá um að reka jörðina, leigja hagagöngu og selja hey til skepnueigenda í Reykjavík auk þess að selja mó úr Laugamýri og Kirkjumýri. Jörðin varð síðan eign Reykjavíkurbæjar 1885. Rekstur jarðarinnar var með svipuðu móti og áður, en þá bjuggu á jörðinni Jón Þórðarson og kona hans Þorbjörg Gunnlaugsdóttir. Hann stundaði miklar jarðarbætur, slétti tún og hlóð upp mikla túngarða. Auk þess byggði hann nýtt íbúðarhús. Síðustu ábúendur Laugarnes jarðarinnar voru hjónin Þorgrímur Jónsson og Ingibjörg Kristjánsdóttir sem fluttu að Lauganesi 1915 með stóran barnahóp. Þau sáu um rekstur á jörðinni og leigu á hagabeit fyrir bæjabúa. Með tímanum færðist borgarbyggðin smám saman austur á bóginn og Laugarnesjörðin var tekin undir íbúðabyggð.
Eftir að Laugarneskampi  var breytt í íbúðabyggð  bjuggu þar mest um 300 manns á árunum 1952-1957. Laugarnesbærinn var rifinn 1987.

Laugarneskampur

Í Laugarneskampi um 1950.

Breski herinn gekk á landi í Reykjavík þann 10. maí 1940. Hann lagði undir sig ýmsar byggingar fyrir starfsemi sína auk þess sem reistar voru tjaldbúðir víðsvegar um bæinn. Síðar voru reistir hermannaskálar eða svokallaðir braggar á vegum hernámsliðsins. Í Reykjavík risu um 80 braggahverfi sem hýstu um 12.000 hermenn.
LaugarnesEitt þeirra var vestast á Laugarnesi, Laugarneskampur. Árið 1941 tók síðan bandaríska seturliðið við Laugarneskampi sem hýsti þá aðallega sjúkradeildir hersins auk skála hjúkrunarkvenna, yfirmanna og annarra hermanna. Kampurinn samanstóð af 100 bröggum og öðrum byggingum. Þegar umsvif bandaríska hersins drógust saman um 1945, var kampurinn nýttur sem íbúðarhúsnæði fyrir Íslendinga. Á árunum 1951-1957 voru íbúar flestir í kampinum eða um 300 manns. Þessi byggð setti um tíma mikinn svip á Laugarnesið en er nú horfin með öllu. Í einum bragganna bjó Sigurjón Ólafsson myndhöggvari með fjölskyldu sinni. Þar var byggt listasafn sem ber nafn hans.

Í Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1996 skrifar Margrét Hallgrímsdóttir um Laugarnesið:

Laugarnes

Laugarnes – MWL.

„Stóran hluta af menningarsögu okkar má finna í mannvistarleifum og örnefnum. Byggð hefur verið í Reykjavík frá því land var numið og eru skráðar fornleifar í Reykjavík hátt á annað hundrað. Vitað er um mun fleiri minjastaði og má þar sérstaklega nefna eyjarnar í Kollafirði. Tvisvar hefur verið gerð fornleifaskrá yfir minjar borgarinnar og síðast 1994-1995. Um þessar mundir er unnið að annarri endurskoðun skrárinnar.
Fornleifaskrá Reykjavíkur hefur legið til grundvallar minjavörslu höfuðborgarinnar og í nýútkomnu Aðalskipulagi Reykjavíkur er sérstök áhersla lögð á varðveislu menningarminja í Reykjavík, húsa og fornleifa.

Laugarnes

Laugarnes – spítalinn.

Laugarnes sem hér er átt við, er sjálf táin þar sem bærinn Laugarnes stóð fyrrum og listasafn Sigurjóns Olafssonar stendur nú. Afmarkast þetta svæði af tollvörugeymslum við Héðinsgötu í vestri, og Sæbraut í suðri og hafinu, Kollafirðinum. Strandlengjan með nánasta umhveríi á þessu svæði er sú eina í borgarlandinu og á Seltjarnarnesinu hinu forna, norðanmegin, sem enn er ósnortin og upprunaleg. Er Laugarnesið á náttúruminjaskrá og strandlengjan friðlýst. Gróðurfar, sérlega umhverfis mýrina hjá Norðurkoti, og á holtinu norðaustan við hana, er með því fjölbreyttasta sem til er innan borgarmarkanna.
LaugarnesÚtsýni frá Laugarnesinu er fagurt og fuglalíf fjölbreytt og því möguleikar á áhugaverðri útivist fyrir almenning þar sem fer saman fjölbreytt og óspillt náttúra og minjar.
Elstu öruggu heimildir ritaðar um mannavist í Laugarnesi eru í kirknaskrá Páls biskups Jónssonar í Skálholti, sem talin er frá því um 1200.
Kirkjan í Laugarnesi var lögð niður árið 1794, þegar sóknin var sameinuð dómkirkjusókninni í Reykjavík. Rústir kirkjunnar og kirkjugarðsins eru friðlýstar.
Gera má ráð fyrir að búskapur í Laugarnesi sé jafn gamall byggð í landinu, eða allt að því. Bæjarhóll Laugarnesbæjarins er stór og eru varðveittar þar rústir langvarandi búsetu.
Í  Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1703 eru þrjár hjáleigur nefndar frá Laugarnesi. Eru þær Barnhóll, Norðurkot og Suðurkot. Í manntali frá sama ári eru hins vegar fjórar hjáleigur taldar til, og eru þær; Barnhóll, Naustakot (Norðurkot), Á Fitinni (Suðurkot) og Á hlaðinu. Sú síðast talda mun hafa verið heima við bæinn. Rústirnar eru enn greinilegar. Sama er að segja um varirnar Norðurkotsvör (Norðurvör) og Suðurkotsvör (Suðurvör). Síðustu bæjarhúsin voru rifm árið 1987, en eiginlegur búskapur hafði lagst af allnokkru fyrr.
LaugarnesTil gamans má geta þess að Laugarness er getið í Njálu, en á landnámsöld mun Ragi sonur Ólafs hjalta hafa eignast Laugarnesið, en hann mun hafa numið land fast á hæla Skalla-Gríms. Eftir því sem Njáls saga hermir hefur Laugarnes því orðið sjálfstæð jörð nokkrum áratugum eftir að land byggðist. Þar segir að Þórarinn Ragabróðir, sem var lögsögumaður eftir Hrafn Hængsson, hafi búið í Laugarnesi. Þórarinn fór með lögsögu 950-969. Mágkona Þórarins, Hallgerður Höskuldsdóttir, betur þekkt undir viðurnefninu langbrók, er sögð hafa búið í Laugarnesi og þaðan lagt upp í ferð til Þingvalla þar sem hún er sögð hafa hitt fyrir Gunnar á Hlíðarenda.“ Munnmæli herma að hún hafi flust aftur í Laugarnes eftir víg Gunnars og borið þar beinin, sbr. örnefnið Hallgerðarleiði. Legstaður hennar er talinn hafa verið í hinum friðlýsta Laugarneskirkjugarði eða utan hans við gatnamót Laugarnesvegar og Kleppsvegar. Þegar unnið var að gatnagerð á þessu svæði var hóllinn fjarlægður og kom þá í ljós að hann var leifar rauðablásturs.

Laugarnes

Laugarnesstofa um 1830.

Á Laugarnesi eru þó ekki eingöngu varðveittar minjar búskapar. Árið 1787 er Hannes biskup Finnson talinn eigandi Laugarness og að honum látnum giftist ekkja hans séra Steingrími Jónssyni, er síðar varð biskup. Við það eignaðist hann Laugarnes. Árið 1824 fékk Steingrímur því framgengt að veitt var álitleg fjárhæð til að byggja embættisbústað handa honum. Voru til þess fengnir danskir iðnaðarmenn, sem fengu öl eftir þörfum og pela af brennivíni á dag til að ljúka verkinu. Húsið var hið veglegasta að útliti, en þó sagt bæði illa byggt og lekt. Laugarnesstofa var svipuð Viðeyjarstofu að útliti, en minni og með stórum kvisti á framhlið.
Árið 1838 keypti konungur Laugarnes af biskupi og var tilgangurinn m.a. að hafa þar biskupssetur til frambúðar. En næsti biskup á staðnum, Helgi Thordersen, kvartaði undan staðnum og benti á að farartálmar á leið hans til Reykjavíkur væru slíkir, að ekki væri forsvaranlegt að búa á staðnum. Fluttist hann á brott árið 1856 og lauk þá sögu biskupa í Laugarnesi. Stofan stóð þó eftir, en var auðveld bráð eyðingaraflanna og var stuttu síðar „heríileg að sjá, flestir gluggar brottnir, og ótérlegt inn að líta.“
LaugarnesSíðasta hlutverk Stofunnar var hlutverk sjúkrahúss, en 1871 voru geymdir þar nokkrir bóluveikir franskir sjómenn og báru nokkrir þeirra beinin í Laugarnesi. Stofan var rifm þegar danskir Oddfellowar gáfu Íslendingum holdsveikraspítala, sem var fullbyggður árið 1898. Spítalinn var stórt timburhús eins sjá má á gömlum ljósmyndum, sem teknar voru frá Kirkjusandi. Líklegt má telja að spítalinn hafi verið stærsta hús landsins á þeim tíma. Húsið var tvílyft me ð stuttum álmum til endanna. Laugarnesspítali stóð á flötinni austan við Listasafn Sigurjóns Ólafssonar og sneri framhlið í suður. Starfaði spítalinn í hartnær hálfa öld.
Árið 1940 lagði breski herinn hald á spítalann. Mikið hverfi bragga reis þar allt í kring á þeim slóðum sem listasafnið nú er. Spítalinn brann árið 1943 er hann var í notkun breska setuliðsins.

Laugarnes

Laugarnes – Holdsveikraspítalinn.

Engin greinileg merki sjást lengur um þessar byggingar, en fullvíst má telja að jörðin geymi síðustu leifar þessa tímabils í sögu Laugarness þótt þar hafi orðið nokkurt rask vegna braggabyggðar stríðsáranna. Sigurjón Ólafsson myndhöggvari (d. 1982) fékk til umráða einn herskála í Laugarnesi árið 1945 og setti þar upp vinnustofu sína. Það var grunnurinn að Listasafni Sigurjóns Ólafssonar, sem stofnað var árið 1984

Minjavarsla Laugarness
LaugarnesLaugarnesið einkennist enn af hinu gamla og óspillta svipmóti og er strandlengjan að mestu ósnortin. Ibúðarbyggð er nokkur á nesinu og hefur hlotist nokkurt rask af því. Laugarnes er á náttúruminjaskrá og er fjaran á Laugarnestanga friðlýst. Gróður í mýrlendinu umhverfis Norðurkotsvörina og á holtinu norðaustan við hana er meðal þess fjölbreyttasta sem finnst á Reykjavíkursvæðinu. Utsýni frá Laugarnesi er mjög fagurt og fjölbreytilegt. Auk hinna ómetanlegu náttúru sem þarna er að finna hefur Laugarnesið þó sérstöðu vegna sögu þess og minja.
Þarna er talið að stundaður hafi verið búskapur allt frá 10. öld og fram á níunda tug þessarar aldar. Bændur heyjuðu tún, beittu búsmala og réru til fiskjar. Norðurkotsvörin er einstök og ein fárra slíkra sem varðveist hafa í borgarlandinu. Laugarnesbændur nýttu fjörur og annað það sem náttúran færði þeim til nytja. Laugarnes er því dæmi um vel varðveitt menningarlandslag þar sem sögulegar minjar haldast í hendur við náttúru og umhverfi.
LaugarnesBæjarhóllinn og kirkjugarðurinn í Laugarnesi eru friðlýst svæði vegna sérstaks minjagildis. Friðaðar fornminjar teljast til þjóðminja, sem sérstaka þýðingu hafa fyrir menningarsögu íslendinga og skal slíkum friðlýstum minjum fylgja 20 metra friðhelgað svæði út frá ystu sýnilegu mörkum fornleifanna. Kirkjugarðurinn er ferhyrndur og sést enn móta fyrir sáluhliði á vesturvegg hans. Þar má greina rúst síðustu torfkirkjunnar í miðjum kirkjugarðinum. Hún var lögð niður árið 1794 þegar Laugarnessókn var lögð undir Dómkirkjuna í Reykjavík. Kirkjan hefur verið torfkirkja með timburstafhi og hefur snúið frá austri til vesturs í samræmi við kirkjulög.

Laugarnes

Laugarnes – upplýsingaskilti.

Enn má sjá dæmigert gamalt tún með beðasléttum frá því um aldamót vestan bæjarhólsins. Beðaslétturnar má telja vel varðveittar og eru heimildir fyrir slíkum beðasléttum allt frá víkingaöld í nágrannalöndum okkar. Einnig sést móta fyrir leifum hjáleigukotanna í Laugarnesi og er mikilvægt að lögð verði áhersla á varðveislu þeirra í tengslum við sjálft bæjarstæði Laugarnesbæjarins.
Auk þeirra rústa, sem getið er í fornleifaskrá, má nefna rúst beint vestur af grunni Laugarnesstofu (kölluð Spítalahóll hér á eftir) og aðra norðvestur af Norðurkoti. Síðarnefnda rústin er leifar skotbyrgis frá setuliðinu.

Niðurstaða og tillaga að varðveislu
Laugarnes
Reykjavík er menningarlandslag í heild sinni. Þar eru fornleifar á annað hundrað stöðum. Þar á meðal eru merk svæði, sem hafa sérstakt gildi fyrir menningarsögu Islendinga. Slík svæði hafa verið skilgreind sem menningarlandslag eða búsetulandslag. Laugarnes er dæmi um heilsteypt búsetulandslag með sérstakt varðveislugildi. Í minjavörslu Reykjavíkur hefur oft reynst flókið að standa vörð um þá heild sem þar er varðveitt. Í Laugarnesi má rekja söguna til aldamótanna 1200 og sennilega lengra aftur. Saga Laugarnessins snertir byggðasögu landsins, kirkjusögu, sjúkrahúsasögu, sögu Reykjavíkur og sögu hernáms á Islandi.

Laugarnes

Laugarnes og Kirkjusandur.

Á tánni var ekki aðeins lögbýlið Laugarnes, þar voru einnig hjáleigur, og kotið Suðurkot um tíma og þar var kotið Norðurkot, sennilega bæði stærra í sniðum og með lengri búsetu. Auk býlanna var kirkja og kirkjugarður í Laugarnesi um aldir og á síðustu öld risu þar biskupssetur og spítali. Minjar þessara mannvirkja eru varðveittar enn. Á nesinu er fjölbreytt náttúra, bæði dýra og gróðurs, og þar er ein af fáum ósnertum fjörum Reykjavíkur. Bæði fjaran og bæjarhóll Laugarness eru friðuð. Sérstakt náttúrufar og fagurt útsýni tilheyrir hinu forna sögubóli Laugarness. Hjáleigurústirnar, Norður- og Suðurkotsvör, túnið með beðasléttunum og fjaran eru mikilvægir hlutar eins elsta bæjarstæðis á íslandi, rétt eins og hinar friðlýstu minjar bæjarhólsins og kirkjugarðsins.

LaugarnesÞessi atriði eru öll hluti af samspili, sem gerir Laugarnesið að heilsteyptu menningarlandslagi. Ómetanlegt er að slíkar heildir varðveitist innan höfuðborgar og því mikilvægt að ásjóna Laugarness raskist ekki. Er það mat undirritaðrar að stuðla beri að varðveislu Laugarness, sem heilsteypts búsetulandslags vegna ómetanlegs samspils náttúru og sögulegra minja. Laugarnesið hefur sérstöðu í menningarsögu Reykjavíkur. Því ber að varðveita það í núverandi mynd, sem næst ósnortið þótt snyrta þurfi svæði og bæta merkingar. Er það minjavörslu svæðisins til framdráttar að gera svæðið að aðgengilegu útivistarsvæði fyrir almenning þar sem minjar ekki síður en náttúra gefa svæðinu gildi. Það eykur virðingu og áhuga fólks á gildi slíkra svæða. Þannig yrði Laugarnestáin gerð að útivistarsvæði fyrir almenning, þar sem minjarnar í samspili við náttúru og útsýni fengju notið sín.“

Heimild:
-Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1996 – Margrét Hallgrímsdóttir, „Menningarlandslagið Reykjavík og búsetulagið Laugarnes“, bls. 141-148.

Laugarnes

Laugarnesstofa.

Elliðaárdalur

Elliðaárdalurinn er eitt stærsta græna svæðið innan þéttbýliskjarna Reykjavíkur. Hann er jafnframt eitt vinsælasta svæðið til útivistar, leikja og íþróttaiðkunar af ýmsu tagi.

Elliðaárdalur

Elliðaárdalur

Dalurinn einkennist af fjölbreyttu umhverfi, landslagi og gróðurfari en þungamiðjan eru Elliðaárnar sem dalurinn er kenndur við.

Í skýrslu, „Sjálfbær Elliðaárdalur – Stefna Reykjavíkur – Lokaskýrsla starfshóps 31. ágúst 2016„, segir m.a. um Elliðaárdalinn:

Landafræði

Elliðaárdalur

Elliðaárdalur – kort.

Elliðaárdalur er með stærri útivistarsvæðum í borginni. Dalurinn dregur nafn sitt af Elliðaánum sem falla um 6 km leið frá upptökum í Elliðavatni að ósum í Elliðaárvogi og eru helsta kennileyti svæðisins. Elliðaárdalur markast nokkurn veginn við undirlendið kringum farveg Elliðaánna og neðstu hluta hallans í holtunum í kringum, Ártúnsholt og Breiðholt. Dalurinn er sjaldan meira en 1,5 km að breidd. Samkvæmt núgildandi deiliskipulagi frá 1994 markast svæðið af landamörkum Reykjavíkur og Kópavogs við Elliðastíflu en að öðru leyti að miklu leyti af stórum umferðaræðum og aðliggjandi byggð.
Í greinargerð með deiliskipulaginu frá 1994 er Elliðaársvæðinu skipt í sex landslagsheildir – þar af eru fjögur svæði sem klárlega falla innan Elliðaárdals. Það eru Ártúnssvæðið fyrir neðan Höfðabakkabrúna (sem skiptist frekar í fjögur skipulagssvæði – Rafstöðvarsvæðið, Árbæjarsafn, Löngugrófarsvæðið norðan Stekkjarbakka og Árhólmasvæðið), Árbæjarsvæðið milli Höfðabakkabrúar og Vatnsveitubrúar, Víðivellir og Víðidalur austan Elliðaánna syðst í dalnum og Grænagróf vestan Elliðaánna til móts við Víðidalinn (Elliðaárdalur: Skipulag og greinargerð, 1994). Töluverð hæðaraukning verður þegar ferðast er um dalinn milli enda eða um 105 m hækkun frá Elliðavogi til Breiðholtshvarfs. Mótar það mjög landslagið en einnig veðurfar og lífríki.

Jarðfræði
ElliðaárdalurJarðfræði Elliðaárdals er margbreytileg. Í dalnum og næsta nágrenni má finna jarðlög sem spanna seinni hluta ísaldar og hlýskeið nútíma. Um tveggja milljón ára gamalt berg finnst í Ártúnshöfða en hið yngra Reykjavíkurgrágrýti er áberandi eins og annars staðar í borgarlandinu og má finna jökulrákaðar klappir, einkum í nágrenni Árbæjar. Menjar hárrar sjávarstöðu við ísaldarlok má finna í dalnum, einkum í stórum malarhjöllum í vesturhluta dalsins þar sem eru leirsteinslög með skeljum, einnig malarlög sem gefa til kynna árframburð. Stórmerkileg sjávarsetlög finnast við Háubakka í Elliðavog í næsta nágrenni dalsins og þar hafa fundist sjávarsteingervingar (Árni Hjartarson o.fl., 1998).
ElliðaárdalurYngri jarðmyndanir setja mikinn svip á dalinn, sér í lagi hið 5200 ára gamla Leita- eða Elliðavogshraun sem þekur dalbotninn og nær það eftir dalnum endilöngum. Hraunið rann úr gígnum Leiti austan Bláfjalla og mynduðust Rauðhólar í þeim eldsumbrotum. Ýmsar fallegar hraunmyndanir einkenna Leitahraunið og eru hvað mest áberandi í og við árfarveg Elliðaánna t.d. við Kerlingarflúðir neðan Árbæjarstíflu. Mólög hafa fundist undir Leitahrauninu í Árhólmanum. Jarðhiti er í Elliðaárdal, einkum í Löngugróf norðan Neðra-Breiðholts. Þar hefur heitt vatn verið dælt upp úr borholum (Árni Hjartarson o.fl., 1998).
Í Elliðaánum eru nokkrir fallegir fossar t.d. Selfoss neðan Höfðabakkabrúarinnar, Skáfossar og Ullarfoss í eystri kvíslinni og Kermóafoss, Arnarfoss og Skötufoss í þeirri vestari . Við síðastnefnda fossinn má finna skemmtilega skessukatla (Elliðaárdalur: Skipulag og greinargerð, 1994).

Gróðurfar og dýralíf
Gróðurfar í Elliðaárdal er mjög fjölbreytt en ber sterk merki umsvifa mannsins, einkum landbúnaðar og skógræktar en einnig áhrifa stíflunnar og nálægðar við íbúabyggð. Tegundafjölbreytni er mikil og áberandi að þar finnast bæði innlendar tegundir og aðfluttar, bæði gróðursettar plöntur og sjálfssánir slæðingar.

Elliðaárdalur

Helstu gróðurlendi í dalnum eru mýrar, mólendi, vallendi, blómlendi og skóglendi. Mýrar eru ekki víðfeðmar, einkum í Hvarfsmýri og í blettum meðfram Elliðaám. Mólendi með lyngi og víði er áberandi einkum ofarlega í dalnum en hefur þó dregist saman vegna aukins trjávaxtar. Ræktaðir trjálundir eru mjög áberandi og tré víða orðin stór og skógur þéttur. Mest hefur verið plantað af birki, reyni, öspum og barrtrjám, einkum greni. Elstu gróðursettu trén eru neðan stíflu í Árhólmanum og í Sveinbjarnarlundi í Ártúnsbrekku, en það eru stór sitkagreni sem eru rúmlega 80 ára gömul (Árni Hjartarson o.fl., 1998). Blandaður skógur er einnig orðinn umfangsmikill í Breiðholtshvarfi og Grænugróf. Sjálfsáið birki og víðitegundir eru áberandi víða í dalnum t.d. ofan stíflu Árbæjarmegin.

Elliðaárdalur

Vel hefur verið fylgst með fjölbreytni og tegundasamsetningu flórunnar í Elliðaárdal. Í flórulista frá 2004 fundust 320 plöntutegundir villtar í dalnum og var um helmingur þeirra slæðingar úr nálægum görðum eða gróðursettar plöntur (Jóhann Pálsson, 2004).
Dýralíf í dalnum er umtalsvert en hefur mótast gegnum tíðina af þeim breytingum sem átt hafa sér stað í dalnum t.d. með skógrækt, stíflun Elliðaánna, uppfyllingum í Elliðavogi, aukinni byggð o.s.frv. Bæði árnar og skógurinn laða að sér fugla en fuglalíf er mikið í Elliðaárdalnum. Um 30 tegundir fugla eru reglulegir varpfuglar á svæðinu. Þar má nefna álft, grágæs og ýmsar andategundir, vaðfugla eins og hrossagauk, jaðrakan, lóuþræl og stelk. Mikilvægustu varpsvæðin fyrir vatna- og votlendisfugla við lónið ofan Árbæjarstíflu, í Blásteinshólma og almennt meðfram ánum í dalnum.
ElliðaárdalurVaðfuglar eins og heiðlóa og spói hafa verpt í mólendi en þeim hefur fækkað (Kristbjörn Egilsson o.fl. 1999). Spörfuglum í skóg- og kjarrlendi fer nokkuð fjölgandi með auknum þéttleika gróðurs og nýjar varptegundir bæst við á undanförnum árum eins og svartþröstur, glókollur og krossnefur. Minkur finnst reglulega í dalnum og veldur fuglalífi skráveifu, einkum vatnafuglum. Þá er mikið um hálfvilltar kanínur í dalnum neðan stíflu, sérstaklega á sumrin.
Mikilvægasta vistkerfið í Elliðaárdalnum eru tvímælalaust Elliðaárnar en vatnasvið þeirra eru með stærri og mikilvægari ferskvatnssvæðum á höfuðborgarsvæðinu og þar er auðugt lífríki. Í Elliðaánum sjálfum er lax ríkjandi meðal fiska og er gnógt af honum enda eru árnar framleiðsluríkar vegna reks lífrænna efna úr Elliðavatni. Uppeldisstöðva laxaseiða eru í ánum og ganga þau til sjávar eftir 2-3 ár. Unglaxinn heldur sig í sjónum í 1-3 ár og snýr svo aftur upp í árnar þegar hann er orðinn kynþroska. Fyrstu göngurnar koma í maí og svo út sumarið (Árni Hjartarson, 1998).
ElliðaárdalurTeljari í ánum fylgist vel með fjölda göngulaxa sem og gönguseiða og rannsóknir á stofnstærð og ástandi laxa eru í stöðugum gangi. Smádýrafána Elliðaánna er uppistaða fæðu fyrir laxinn, og hefur hún verið rannsökuð vandlega. Þar eru rykmýs- og bitmýslirfur mikilvægastar og eru ríkjandi meðal botndýralífs í ánum (Finnur Ingimarsson o.fl., 2015). Elliðaár eru viðkvæmar fyrir mengun og hefur því sérstaklega verið gripið til ráðstafana við að koma í veg fyrir að mengað vatn berist í árnar með ofanvatni m.a. með því að útbúa settjarnir en þrjár slíkar eru í dalnum ofanverðum. Einnig fylgist Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur vandlega með mögulegri skólpmengun og brugðist er við ef upp koma tilfelli t.d. á röngum tengingum.

Saga og minjar – Búskapur og landbúnaður
ElliðaárdalurElliðaárdalur hefur verið landbúnaðarsvæði um langt skeið en getið er búskapar á bænum Ártúni á 14. öld og Árbæ á 15. öld. Á Árbæ var búskapur í minnst 500 ár. Ummerki um þennan landbúnað eru mjög áberandi enn í dag því tún eru kringum bæjarstæðin sem reyndar gáfu ekki mikið af sér og þótti harðbýlt á báðum bæjum. Dalurinn var lengi vel notaður sem úthagi þar til hann var friðaður fyrir sauðfjár- og hrossabeit á sjöunda áratug tuttugustu aldar.

Artún

Ártún.

Í Ártúni var gisti- og veitingaþjónusta fyrir ferðafólk um langt skeið, allt fram á 19. öld. Áður en byggðin reis í Árbæjar- og Breiðholtshverfum var mikið um að leigð væru erfðafestulönd í dalnum, einkum norðan Elliðaáa undir Ártúnsholti austur að Selás. Þar reisti fólk sér sumarbústaði og önnur smáhús og eigendur stunduðu garð- og trjáyrkju. Sumarbústaðabyggðin lagðist niður að mestu á tímabilinu frá 1960-1990 en enn standa nokkur stærri hús sem eru heilsárshús, flest á Ártúnsblettum við Rafstöðvarveg en einnig nokkur í Árbæjar- og Seláshverfum. Eru það elstu húsin á þessum slóðum. Smáhýsi eru einnig í Löngugróf sunnan Árbæjarstíflu nálægt Stekkjarbakka (Árni Hjartarson o.fl., 1998).

Aðrar söguminjar

Letursteinn

Letursteinn í Elliðaárdal.

Stríðsminjar finnast einnig í dalnum en fimm herkampar voru á túni Ártúns á heimsstyrjaldarárunum síðari og má sjá ummerki um þá í túninu við bæinn. Einn stór kampur, Camp Baldurshagi, var á Víðidalssvæðinu en lítil ummerki eru þar eftir í dag.

Raforkuframleiðsla

Rafstöðin við Elliðaár var tekin í notkun sumarið 1921 og var raforkan framleidd með tveimur vélum og flutt eftir háspennuraflínu að aðveitustöð á Skólavörðuholti.

Ljósafosslína

Rafstöðin við Elliðaár var reist 1921. Hún var undanfari Ljósafossvirkjunar.

Var raforkan fyrst og fremst notuð fyrir lýsingu í Reykjavík. Helstu mannvirki er tengjast raforkuframleiðslunni eru stíflurnar tvær, Árbæjarstífla sem var fullgerð árið 1929 og Elliðavatnsstífla sem var reist á árunum 1924-8 og endurgerð 1978, rafstöðvarhúsið sjálft ásamt fallstokknum sem liggur frá Árbæjarstíflu niður í rafstöðina auk nálægra húsa er tengjast starfseminni. Stærsta byggingin er þó Toppstöðin sem var vara- og álagsstöð fyrir meginrafstöðina og tók til starfa 1948. Hlutverki hennar lauk á áttunda áratugnum og hýsir húsið nú frumkvöðlasetur. Eftir að pípan í fallstokknum rofnaði árið 2013 hefur ekki verið virk raforkuframleiðsla í Elliðaárvirkjun (www.or.is)

Elliðaárdalur

Elliðaárdalur – kort.

Skógrækt
Skógrækt hefur sett mikinn svip á Elliðaárdalssvæðið. Á 30 ára afmæli Rafmagnsveitu Reykjavíkur árið 1951 var hafin skógrækt í Elliðaárhólma og var gróðursett þar árlega til um 1970. Í Sveinbjarnarlundi í Ártúnsholti eru enn eldri grenitré eða frá 1937 sem í dag eru talin hæstu grenitré á Íslandi eða um 20 metra há. Skógræktarfélag Reykjavíkur stundaði einnig skógrækt í Elliðaárdalnum um alllangt skeið í samstarfi við Vinnuskóla Reykjavíkur, t.d. í Breiðholtshvarfi (Árni Hjartarson o.fl., 1998). Mikill vöxtur hefur verið á plöntuðum trjágróðri þar síðustu misseri og víða finnst þéttur skógur og há tré. Starfsmenn Reykjavíkurborgar sinna nú grisjun í skóginum.

Malarnám
Malarnám var stundað á nokkrum stöðum í dalnum og sjást þess vel merki enda olli það umtalsverðu jarðraski. Nokkuð stórar námur voru austan við Blesugróf og í Ártúnsholti. Einnig var numið grjót ofarlega í Víðidalnum þar sem Reiðhöllin stendur nú.

Heimild:
-https://reykjavik.is/frettir/sjalfbaer-ellidaardalur-utivistarsvaedi-i-hjarta-reykjavikur

Elliðaárdalur

Kermóafoss.