Tag Archive for: Seltjarnarnes

Víkingaskip

Í Lesbók Morgunblaðsins árið 1951 fjallar Árni Óla um „Skilnað Reykjavíkur og Seltjarnarneshrepps“ í sögulegu samhengi. Spurning Árna er hvers vegna, þrátt fyrir allar tilfæringarnar á landamerkjum, geti landnámið Vík ekki verið í dag eitt og hið sama.

Árni Óla

Árni Óla.

„Upphaflega var Reykjavík stærsta jörð, sem nokkru sinni hefir verið á Íslandi. Land hennar náði yfir Kjósarsýslu, Gullbringusýslu og fjóra hreppa Árnessýslu, Wngvallasveit, Grafning, Ölfus og Selvogshrepp. En brátt saxast á land þetta, þyí að Ingólfur var óspar á að miðla öðrum af landnámi sínu. Eru táldir 18 landnámsmenn, er hann fekk lönd, og er þá svo komið að land Reykjavíkur nær ekki yfir meira en Seltjarnarneshrepp og vestasta hluta Mosfellssveitar. Og enn skerðist þetta land, því að sjálfstæðar jarðir rísa þar upp snemma, svo sem Nes við Seltjörn og Laugarnes. Örlyndi Ingólfs, sem kemur fram í því hvernig hann brytjar niður landnám sitt, verður trauðlega skýrt á annan veg en þann, að hann hafi ætlað sjer og afkomendum sínum að vera höfðingjar í þessu landi. En höfðingi gat enginn orðið nema sá, er hafði mannaforráð. Og að þeir feðgar hafi haft mannaforráð um alt landnámið, sjest á því er Þorsteinn Ingólfsson stofnar Kjalarnesþing.
Landnám Ingólfs
Reykjavík var enn góð jörð, þrátt fyrir alt, og höfuðból hefir hún verið fyrstu aldirnar. Hafa þar um ráðið hin miklu hlunnindi hennar, svo sem selalátur í Örfirisey, trjáreki, æðarvarp í eyjunum, laxveiði í Elliðaánum. Þá hafa og verið hjer ágæt fiskimið og fiskur oft gengið inn í Sundin. Þess vegna hefir jörðin getað framfleytt fjölda fólks og þess vegna rísa stöðugt upp nýar jarðir í landi hennar, þangað til svo er komið, að þetta höfuðból er orðið að kotjörð, hlunnindin hafa lent hjá öðrum eða farið forgörðum, og avo verður Danakonungur eigandi jarðarinnar. Niðurlægingarsagan er löng og ömurleg. Og þegar konungur gefur svo verksmiðjunum heimajörðina, þá er það ekki annað en kvosin, þar sem Miðbærinn stendur nú. Reykjavík var þá jörð í Seltjarnarneshreppi. En árið 1803 er hún gerð að sjerstöku lögsagnarumdæmi og fær sjerstakan bæjarfógeta. Lögsagnarumdæmið var miklu stærra en verslunarlóðin, því að innan þess voru Þingholt, Stöðlakot, Skálholtskot, Melshús, Melkot, Götuhús og Grjótaþorpið, og brátt bættist Landakot við.

Landnám Ingólfs

Landnám Ingólfs.

Þrátt fyrir þetta helst enn sambandið við Seltjarnarnes að nokkru leyti, því að fátækramálin voru sameiginleg og voru til þess alveg sjerstakar ástæður. Þegar eftir að verksmiðjurnar voru reistar hjer, og þó einkum eftir að verslunin var gefin frjáls og Reykjavík fekk kaupstaðar rjett indi, fór fólk að flykkjast þangað í atvinnuleit og margir settust þar að og komu sjer upp tómthúsbýlum, eða hinum svonefndu kotum. Margt af þessu fólki var blásnautt og upp á aðra komið hvenær sem versnaði í ári. Jukust því sveitarþrengsli óðum af þessum sökum.

Sölvhóll

Sölvhóll á Arnarhóli. Teikning eftir Árna Elfar.

Kotin voru ekki öll innan lögsagnarumdæmis Reykjavíkur, því að mörg höfðu verið reist í löndum Hlíðarhúss, Sels og Arnarhóls, en þær jarðir voru í Seltjarnarneshreppi. Þeir, sem í þessum kotum bjuggu, höfðu aðalatvinnu sína hjá kaupfnönnum bæjarins, og það var sú atvinnuvon, sem hafði dregið þá hingað. En þegar nú þessir menn gátu ekki sjeð fyrir sjer og sínum og urðu bónbjargarmenn, þótti það ekki sanngjarnt, að Seltjarnarneshreppur kostaði framfærslu þeirra. Myndi það hafa orðið honum ofraun fjárhagslega, ef hann hefði orðið að setja þessu bjargþrota fólki farborða. Þótti því sanngjarnt að Reykjavík tæki þátt í framfærslu þess, þar sem hún naut vinnukrafta þess. Þessi var megin ástæðan til þess að bær og hreppur höfðu sameiginlegt fátækraframfæri um langt skeið.
Seltjarnarnes
Það er dálítið einkennilegt, að vaxandi bygð varð upphaflega til þess að þröngva svo kosti Reykjavíkur, að höfuðbólið varð að kotjörð. Og nú þegar Reykjavík er orðin sjerstakt lögsagnarumdæmi, þá er það vaxandi bygð, sem þröngvar enn kosti hennar. Óáran og fiskleysi hjálpaði þar einnig til. Og árið 1806, eða þremur árum eftir að bærinn var gerður að sjerstöku lögsagnarumdæmi, er ástandinu hjer lýst á þennan hátt: „Fjöldi tómthúsmanna er hjer allrar bjargar laus, jafnvel bændur og það ekki einn, heldur allur fjöldi, sem við vissum að fyrir fáum árum voru velmegandi og áttu drjúga peninga fyrirliggjandi, eru nú ekki alleina fjelausir, heldur komnir í stórskuldir. Verslun öll hin versta. Kaupmenn neita um lán og halda vörum sínum dýrum, sjer í lagi móti peningum, sem þeir nú hafa sett niður um 10—20% móti sveitar og sjávarvörum“. Þá voru innan lögsagnarumdæmisins 446 íbúar, þar af ekki nema 134 vinnufærir menn. Þótti forráðamönnum nú þunglega horfa og var gripið til þess ráðs, sem enn þykir hið mesta þjóðráð á ýmsum stöðum, að reyna að hefta aðflutning fólks, og þá einnig að koma þurfamönnum af höndum sjer.

Finnur magnússon

Finnur Magnússon.

Finnur Magnússon var þennan vetur settur bæjarfógeti í stað Frydensberg, sem var ytra. Hann gaf út auglýsingu í mars og var hún kynt almenningi með því að lesa hana í prjedikunarstóli kirljunnar. Þar er öllu útánveitarfólki í kaupstöðum og tilheyrandi kotum“ skipað að hafa sig á burt fyrir fardaga, ef það geti ekki sannað að það sje sjálfbjarga. Ennfremur er öllum húsráðendum í kaupstaðnum og kotunum stranglega bannað að hýsa utansveitarfólk, nema með samþykki bæjarfógeta. Afleiðingin af þessu varð sú, að á næstu tveimur árum fækkaði fólki hjer um 90 manns, eða rúmlega 20 af hundraði. En þrátt fyrir það jukust sveitarþyngsli meira en um helming.

Um þessar mundir var það að Gunnlaugur Briem sýslumaður kom frarn með þá uppástungu að leggja Seltjarnarneshrepp undir Reykjavík. Vildi hann að embættismenn fengi jarðirnar á Seltjarnarnesi til afnota, svo að þeir gæli haft þar búskap og framleitt landbúnaðarafurðir. Jafnframt yrði þá lokið allri óánægju út af fátækramálunum. En þeir Frydensberg bæarfógeti og Trampe stiptamtmaður snerust báðir öndverðir gegn þessari tillögu.

Gunnlaugur Briem

Gunnlaugur Briem.

Trampe var algjörlega mótfallinn því að embættismenn fengi bújarðir, en Frydensberg óttaðist að sveitarþyngsli mundu mjög aukast. Er líklegt að hann hafi þá borið fyrir brjósti hag hinna dönsku kaupmanna, því að þeir voru altaf að rífast út af því að þurfalingar settust hjer að. Er álit Frydensberg mjög í samræmi við álit kaupmannanna, að til Reykjavíkur og Seltjarnarness flykkist allskonar hrakmenni (Uuskud) þegar vel fiskast, hlaði þar niður börnum, og þar sem fæðingarhreppur hafi framfærslu skyldu, þá sitji hreppurinn og bærinn uppi með það alt þegar harðnaði í ári. Tveimur árum seinna hófst ófriðurinn milli Dana og Englendinga og var þá alt á hverfandi hveli hjer og menn höfðu um annað að hugsa en þessa smámuni, sem samband Reykjavíkur og Seltjarnarnesshrepps um framfærslu þurfamanna. Dýrtíð og vöruskortur svarf meir og meir að fólkinu og eru þar um hörmulegar sögur.
Árið 1813 segir bæjarfógeti svo í skýrslu til stjórnarinnar, að þá gangi neyðin nær mönnum heldur en hann viti til af eigin reynd og nú stórsjái á 2/3 af íbúunum í Reykjavík. Castenskjöld var þá orðinn stiftamtmaður, og hóf hann nú máls á því, að rjett væri að slíta sambandi Reykjavíkur og Seltjarnarnesshrepps. En bæjarfógeti var því andvígur og kvað það ekki geta komið til mála, því að aldrei hefði ástandið verið alvarlegra en nú. Og við það sat í það skifti.

Arnarhóll

Arnarhóll.

Leið nú og beið fram til ársins 1834. Á því ári öndverðu voru gefnar út reglur um fátækramálefni. Segir þar að hver hreppur skuli vera sjerstök framfærslusveit, með þeirri undantekningu að Reykjavík skuli vera í sambandi við Seltjarnarnesshrepp um fátækramál. Segir þó, að ef ráðlegt teljist að þessu sje breytt þá skuli amtmaður senda álit og tillögur um það til Kansellí.
Árið eftir gerist svo það, að lögsagnarumdæmi Reykjavíkur er stækkað að mun. Er þá bætt við það Hlíðarhúsum, Ánanaustum, Seli, Örfirisey, Arnarhóli og Rauðará, ásamt öllum kotum í landi þeirra. Urðu þá takmörk lögsagnarumdæmisins þessi: Að vestan lönd Eiðis og Lambastaða, að sunnan Skildinganesland, að austan Laugarnessland. Með þessari breytingu fékk Reykjavík í sinn hlut flesta þá tómthúsmenn, er hjer höfðu sest að.

Landnám

Landnám Ingólfs – skipting.

Reykjavík var nú orðin svo stór, að full ástæða þótti til að hún fengi reglugerð um bæjarmálefni sín. Því var það á öndverðu ári 1839 að amtmaðurinn í Suðuramtinu skrifaði Kansellíbrjef um þetta og sendi með frumvarp að slíkri tilskipun. Var hún alveg sniðin eftir tilskipun um bæjarmálefni í Danmörk, nema hvað gert var ráð fyrir því að enn heldist samband kaupstaðarins og hreppsins um fátækramálefni. Kansellí sendi frumvarpið til embættismannanefndarinnar, sem settist á rökstóla þá um sumarið, og bað um álit hennar. Nefndin varð sammála um að gera þá höfuðbreytingu á frumvarpinu, að sambandi Reykjavíkur og Seltjarnarness skyldi slitið og fjárskifti fara fram að bestu manna yfirsýn. Nefndin rökstyður þetta á þann hátt, að ástæðan fyrir fjelagi bæar og hrepps um fátækramál hafi fallið niður um leið og lögsagnarumdæmi Reykjavíkur var stækkað. Áður hefði það ekki verið nema sanngjarnt að Reykjavík tæki þátt í fátækraframfærslu tómthúsmanna, sem bjuggu utan lögsagnarumdæmisins en stunduðu vinnu í bænum.

Landnámið

Landnám Ingólfs – sveitarfélög.

Áður en tillögur embættismannanefndar væri sendar Kansellí, leitaði stiftamtmaður álits bæjarstjórnar Reykjavíkur og hreppstjórans í Seltjarnarnesshreppi. Álit bæjarstjórnar fór í þveröfuga átt við skoðanir embættismannanefndarinnar. Segir svo í því: „Áður en lögsagnarumdæmi Reykjavíkur var stækkað var fult af þurfamönnum á næstu bæjum, Hlíðarhúsum, Ánanaustum, Sauðagerði, Seli, Rauðará o.s.frv. Voru þeir aðallega hjer úr sýslunni, en þó víðs vegar að af landinu. Það gerði ekki svo mikið til á meðan fátækraframfærslan var sameiginleg, þótt lögsagnarumdæmi Reykjavíkur væri stækkað, en hefði menn þá grunað að aðskilnaður fátækramálefnahreppsins og bæjarins væri aðsigi, hlutu menn að sjá að stækkun lögsagnarumdæmisins yrði til tjóns fyrir bæinn og mjög þungbær, því að á þessu svæði býr fjöldi þurfamanna úr sýslunni.
Reykjavík
Það hefði því verið happadrýgst fyrir Reykvíkinga, að lögsagnarumdæmið hefði ekki verið stækkað, því að þótt hreppurinn tæki nú við öllum þeim þurfamönnum, sem þar eru, þá er hætt við að fátæktin verði þar svo arfgeng, að fjöldinn allur af þeim tómthúsmönnum, sem eftir verða, muni þurfa á mikilli fátækrahjálp að halda, einkum ef harðnar í ári. Vjer teljum því, að skilnaður bæjar og hrepps muni verða bænum mjög þungbær þegar fram í sækir, nema því aðeins að lögsagnarumdæmi Reykjavíkur verði aftur minkað, og látið vera eins og það var fyrir breytnguna 1835“, Hjer kemur allgreinilega fram sú einangrunarstefna, sem þá ríkti hjer í bænum, og átti eflaust upptök sín hjá hinum dönsku kaupmönnum, sem sáu eftir hverjum eyri til almenningsþarfa, þótt þeir lifðu sjálfir í sukki og sællífi. Bænum var orðin hin mesta nauðsyn á því að færa út kvíarnar en samt vildi bæarstjórn nú vinna það til fyrir meðlag nokkurra þurfamanna að marka bænum sinn upphaflega bás á landi jarðarinnar Víkur. Þetta var þó aðeins fljótfærni hjá bæjarfulltrúunum, eins og þeir sáu síðar.

Arnarhóll

Arnarhóll og nágrannajarðir 1703.

Vegna þessarar afstöðu bæjarfulltrúanna þótti Kansellí viðsjárvert að fara fram á skilnað bæjar og hrepps. Sendi það því frumvarpið aftur til embættismannanefndarinnar og bað hana að taka það til athugunar að nýju. Jafnframt ljét Kansellí þess getið að það teldi að Seltjarnarneshreppur mundi bíða tjón af skilnaðinum, er Reykjavík græða á honum. Hœtta væri og ef til vildi á því, að Reykjavík reyndi að stjaka mönnum frá sjer og fá þá til að setjast að í Hreppnum, og geta þannig haft hagnaðinn af vinnu þeirra, en varpað framfærsluþunganum yfir á hreppinn.
Áður en stiftamtmaður lagði frumvarpið að nýju fyrir embættismannanefndina (1841), leitaði hann álits bæjarfulltrúa og fátækrastjórnar bæjar og hrepps. Og nú brá svo undarlega við, að þeir æsktu allir eftir skilnaði. Hafði fátækrastjórnin athugað útgjöld bæar og hrepps til þurfamanna seinustu 12 árin, og á þeim tíma höfðu Reykvíkingar greitt 5181 rdl., en hreppurinn 2220 rdl. Eftir því gæti skifting farið fram eftir hlutfallinu 26:11 og væri sú tala líka rjétt, ef tekið væri tillit um mannfjölda í hrepp og bæ.

Seltjarnarnes

Mörk Seltjarnarness og Reykjavíkur árið 1700. Eiði og Örfirisey.

Með þessu var hnúturinn leystur að kalla, áður en málið kæmi til embættismannanefndarinnar. Ræddi hún því aðallega um hvernig skilnaðinn skyldi framkvæma að öðru leyti. Taldi hún víst að í fyrstu myndi rísa upp ýmis vafamál, en á hitt bæri fremur að líta, að eftir skilnaðinn yrði stjórn fátækramálanna einfaldari og óbrotnari og „stjórnendur fátækramálefnanna fengi meira ráðrúm og næði og meiri festu í störf sín en ella.“

Mosfellssveit

Mosfellssveit og Mosfellsheiði – mörk (rauð) 2022.

Eitt af vandamálum skilnaðarins var það, hvar ætti að lenda þeir þurfamenn, sem dvalist höfðu sitt á hvað í hreppnum og bænum. „Nefndin áleit að leysa mætti þetta þannig, að bæinn og hreppinn væri í tilliti til annara hreppa að álíta hin fyrstu árin eftir skiftin sem eitt, en að því leyti vafi væri á hvort hreppur eða bær ætti að annast einhvern þurfaling, þá skyldi þessi vera þar sveitlægur er hárin hefði dvalist hinn mesta hluta af 5 árum, ellegar þó heldur sjerhver þurfamaður verða sveitlægur þar sem hann væri, þó hann eftir skilnaðinn þyrfti á styrk að halda, þegar hann fyrir og eftir skilnaðinn hefði dvalist til samans í bænum og hreppnum um 5 ára tíma“. Lagði nefndin svo til að sjerstakri nefnd yrði falið að sjá um skilnaðinn og skiftin og ætti í henni að vera þáverandi fátækrastjórn og nokkrir dánumenn, sem amtmaður tilnefndi.

Reykjavík

FYRIR nær réttum 160 árum, í október, var kveðinn upp úrskurður sem leiddi af sér að torfbæir hurfu úr miðbæ Reykjavíkur. Það var Stefán Gunnlaugsson bæjarfógeti sem kvað upp þennan dóm í framhaldi af því að Jóhannes Zoëga ætlaði að laga hesthúskofa og torfbæ sinn. Faðir þessa Jóhannesar var Jóhannes Zoëga eldri sem að sögn Árna Óla í bókinni, Reykjavík fyrri tíma, var ættaður frá Slésvík. Frá honum og konu hans, Ástríði Jónsdóttur, er Zoëgaættin komin. Hinn 29. maí 1839 hafði Friðrik VI gefið út opið bréf um stofnun byggingarnefndar í Reykjavík, sem ekki var vanþörf á, því áður höfðu menn getað byggt þar sem þeim sýndist. Það var í verkahring byggingarnefndar að sjá um skipulag bæjarins, ákveða hvar götur og torg skyldu vera og úthluta lóðum undir byggingar. Í Suggersbæ Jóhannesar Zoëga, 90 ára torfbæ, var þakið tekið að leka og vildi eigandinn gera við það en hóf framkvæmdir án þess að bíða álits byggingarnefndar. Byggingarnefnd skaut málinu til yfirvalda sem kváðu upp fyrrnefndan úrskurð. Út af þessu máli var svo bannað að byggja torfkofa í miðbænum í Reykjavík og jafnframt ákveðið að uppistandandi torfbæir skyldu rifnir þegar þeir þörfnuðust viðgerðar.

Það er sennilega Stefáni Gunnlaugssyni mest að þakka að svo hljóðalítið náðist samkomulag um þetta mál. Hann var einn í þeirri nefnd er embættismannanefndin fól að athuga málið, og hann var einnig bæjarfógeti hjer og formaður bæjarstjórnar. Hann hafði frá öndverðu talið að báðir aðilar hefði hag af skilnaðinum og gat beitt áhrifum sínum í embættismannanefndinni og bæði gagnvart bæarfulltrúum og fátækrastjórn. Hitt hefir hann ekki látið sig neinu skifta hvað kaupmannaklíkan í bænum vildi.
Málið var nú aftur sent Kansellí. Það ráðgaðist við Rentukammer um það, og var Rentukammer því fylgjandi að skilnaður færi fram. En málið var þó saltað um sinn, vegna þess að nú stóð til að endurreisa Alþingi og mun Kansellí hafa þótt rjett að málið kæmi til þess kasts.
Alþingi kom svo saman sumarið 1845. Stjórnin lagði þá fyrir það frumvarp til reglugerðar um stjórn bæarmálefna í Reykjavík, og segir svo í 1. gr. þess: Kaupstaðurinn Reykjavík skal framvegis eins og áður eiga þing sjer með takmörkum þeim, sem þinghánni eru sett í konungsúrskurði 24. febr. 1835. Skal þó sambandi því, sem er á milli fátækrastjórnar kaupstaðarins og Seltjarnarnesshrepps slitið. Skal skilnaður þeirra hefjast um byrjun hins fyrsta reikningsárs eftir að þessi tilskipun vor er flutt til Reykjavíkur. Upp frá þessum tíma skal fátækramálefnum í Seltjarnarneshreppi stýrt á sama hatt, sem í öðrum hreppum, en í Reykjavík skal stjórn á fátækramálefnum löguð samkvæmt reglum þeim, sem settar eru í reglugerð um fátækrastjórnir hvorutveggja, þó skulu í nefnd þeirri, er stjórn hefir á hendi, einungis sitja dómkirkjuprestur, bæjarstjóri og 2 fátækrastjórar. — Fje því, er fátækrahrepparnir eiga saman, svo og álögum, skal skift eftir hlutfalli 26:11. — Þessi skifti skulu gerð af nefnd þeirri, er hefir haft sameiginlega fátækrastjórn í báðum hreppum, ásamt 5 dánumönnum, 2 úr Reykjavík og 3 úr Seltjarnarneshreppi og skal amtmaður kjósa þá.

Arni Helgason

Árni Helgason.

Þingið kaus þegar í upphafi nefnd 5 kunnugra manna til þess að athuga málið og voru í henni Þorgr. Thomsen skólaráðsmaður, Árni Helgason stiftprófastur, Helgi G. Thordersen prófastur, J. Johnsen assesor og Jón Sigurðsson stúdent. Var og farið fram á það að Jón Guðmundsson veitti nefndinni aðstoð sem sá maður er best vit hefði á þessu. Helstu breytingar sem nefndin gerði voru þær, að fátækrafulltrúar í Reykjavík, yrði þrír, og að amtmaður tilnefndi ekki menn í skilanefndina heldur yrði þeir kosnir af bæjarstjórn og hreppsbúum, „þar eð vjer getum ekki treyst amtmanni eins vel og hverjum þessara fyrir sig til að kjósa þá, sem best sje kjörnir til þessa starfa“. Konungsfulltrúi lagðist fast á móti því, að Seltirningar fengi sjálfir að kjósa fulltrúa sína, en því var ekki skeytt og frv. samþykt með þessum breytingum. Konungur staðfesti síðan frv. eins og Alþingi gekk frá því (27. nóv. 1846).

Helgi G. Thodrarensen

Helgi G. Thodrarensen.

Þá lá næst fyrir að kjósa skilanefndina. Reykvíkingar kusu þá Jón Markússon kaupmann og Sveinbjörn Jakobsen kaupmann, en Seltirningar kusu Helga G. Thordersen, Þórð Sveinbjörnsson háyfirdómara og Pjetur bónda Guðmundsson í Engey. Sjálfkjörnir í nefndina voru bæarfógeti, bæjargjaldkeri, Moritz Biering kaupmaður, Ásgeir Finnbogason í Bráðræði og Sigurður Ingjaldsson í Hrólfsskála, en þeir höfðu fram að þessu stjórnað sameiginlegum fátækramálum.
Nefndin hélt fyrsta fund sinn á Jónsmessu 1847 og varð þegar nokkurn veginn ásátt um það hvernig skiftum skyldi haga. Þá voru hjer 33 ómagar, en auk þess fengu 12 heimilisfeður nokkurn styrk. Alls var fátækraframfærið 106% tunna af rúgi, og tók Seltjarnarneshreppur að sjer ákveðna ómaga og heimilisfeður, sem fengið höfðu 32 tunnur af rúgi, en Reykjavík sat með hina. Um haustið (5. nóv.) fóru svo fullnaðarskifti fram. Sameiginlegar eignir voru taldar 2650 rdl. 12 sk. Urðu menn vel ásáttir um skiftin og komu 1862 rdl. 24 sk. í hlut Reykjavíkur, en 787 rdl. 84 sk. í hlut hreppsins. Var samningur þessi staðfestur af stjórninni og þar með var fullkomnaður skilnaður Reykjavíkur og Seltjarnarnesshrepps.

Seltjarnarnes

Seltjarnarnes – herforningjaráðskort frá 1908.

En svo hafa örlög þeirra verið nátengd, að skiftingin hlaut að leiða til margskonar árekstra. Seltjarnarnesshreppur varð mesta uppgangssveit, en Reykjavík óx henni þó yfir höfuð og varð æ voldugri og ágengari nágranni, vegna þess að henni var lífsnauðsyn á útþenslu. Hefir þetta aðallega bitnað á Seltjarnarnesshreppi og er nú svo komið að manni verður á að spyrja hvort ekki hefði verið happadrýgst fyrir báða aðila að tillaga Gunnlaugs sýslumanns Briem um sameiningu kaupstaðar og hrepps hefði náð fram að ganga fyrir tæpum 150 árum. Eftir öllum sólarmerkjum hlýtur þessi sameining að fara fram. Viðburðarásin stefnir öll að því og skal hjer drepið á hið helsta.

Reykjavík

Reykjavík – lögbýli 1703.

Þegar hið forna Kjalarnesþing skiftist í tvær sýslur fengu þær ný nöfn og var önnur nefnd Gullbringusýsla en hin Kjósarsýsla. Sýslumörkin voru Elliðaár, Hólmsá upp í Vötn og þaðan í Lyklafell að sýslumörkum Árnessýslu. Halda margir enn í dag að þessi sje sýslumörkin og þar mætist þrjár sýslur. En svo er ekki. Sýslumörkin færðust vestur í Bláfjöll, vegna þess að Seltjarnarneshreppi var svo að segja rænt frá Gullbringusýslu og honum skeytt við Kjósarsýslu. En um það er þessi saga.
Sýslurnar höfðu um nokkurt skeið verið sameinaðar og var sýslunefnd þannig skipuð að í henni voru 3 fulltrúar frá Kjósarsýslu en 9 frá Gullbringusýslu. Urðu stundum ýmsar greinir í með fulltrúunum vegna þess hvað atvinnuhættir voru ólíkir í sýslunum. Í Kjósarsýslu stunduðu allir landbúnað, en í Gullbringusýslu var mest treyst á sjóinn. Og er nú kom að því að útlend skip spiltu svo veiðum í Faxaflóa að afli brást á opna báta og bágindi urðu meðal Suðurnesjamanna, þá tóku Kjósarmenn að ókyrrast. Út af því var það, að sjera Þórarinn Böðvarsson bar fram á Alþingi 1877, að þeirra ósk, frumvarp um skilnað sýslanna.

Mosfellsbær

Mosfellsbær.

Það féll í Neðri deild með jöfnum atkvæðum og varð því það að fótakefli að málið hafði ekki verið borið undir sýslunefnd. Tveimur árum seinna kom frv. aftur fram á Alþingi, en dagaði uppi. Þá var farið með málið til sýslunefndar og felst hún á það 1880 að skilnaðurinn færi fram og skyldi hin gömlu sýslumörk haldast. Enn kom málið fyrir Alþingi 1881 og var fyrst tekið til meðferðar í neðri deild. Þingmenn litu svo á að Kjósarsýsla yrði alt of lítil, aðeins 3 hreppar og bættu því inn í frumvarpið að Seltjarnarshreppur skyldi leggjast við Kjósarsýslu. Þegar til efri deildar kom var frumvarpið felt vegna þessarar breytingar og sýslunefnd tjáði sig einnig mótfallna því að hinum gömlu sýslumörkum væri raskað.

Kópavogur

Kópavogur – umdæmismörk 2020.

Nú lá málið niðri þangað til árið 1903. Þá bar Björn Kristjánsson fram frv. á Alþingi um skilnað sýslanna og skyldu ráða hin gömlu sýslumörk. En þá reis landshöfðingi og sagði að það væri fásinna að gera 3 hreppa að sýslu. Kvaðst hann mundu verða á móti frv. ef Seltjarnarnesshreppi væri ekki bætt við Kjósarsýslu. Var svo farið að vilja hans og málið afgreitt sem lög. Sýslunefnd var nú alls ekki spurð hvort henni þætti betur eða ver, og enginn mælti gegn frv. nema Skúli Thoroddsen. Vildi hann að hreppsbúar á Seltjarnarnesi væri að því spurðir hvort þeir vildu heldur vera í Kjósarsýslu eða Gullbringusýslu, en því var ekki sint.

Kjósarhreppur

Kjósarhreppur – bæir og mörk (rauð lína).

Þannig skeði það rjettum 100 árum eftir að Reykjavík var gerð að sjerstöku lögsagnarumdæmi, að Seltjarnarnes, sem altaf hafði verið í Gullbringusýslu, var lagt undir Kjósarsýslu án þess að sýslunefnd og hreppsbúar fengi þar neitt um að segja.

Seltjarnarnes

Nes og Neskirkja fyrrum.

Upphaflega voru þrjár kirkjusóknir í Seltjarnarnessókn, Nessókn, Víkursókn og Laugarnessókn. Víkurkirkjan var aðalkirkja, hitt voru annexíur. Árið 1794, þegar byrjað var á dómkirkjusmíð í Reykjavík, var birt konungleg tilskipun um að leggja niður Laugarnesskirkju, vegna þess að hún væri komin að hruni, og bæta sókninni við Víkursókn. Þremurr árum seinna kemur svo annar Konunglegur úrskurður um það að Neskirkja skuli lögð niður og sókninni bætt við Víkursókn. Segir Jón biskup Helgason að Seltirningar hafi tekið þessu dauflega, en ekki fengið við ráðið, Neskirkja hafði þá verið endurbygð fyrir skömmu og var hið stæðilegasta hús. En í ofviðrinu mikla hinn 9. janúar 1799 (þegar sjávarflóð sópaði burt Básendakauptúni) fauk Neskirkja.
Upp frá því var Dómkirkjan eina guðshúsið á Seltjarnarnesi og þangað áttu allir hreppsbúar kirkjusókn upp frá því, svo að í kirkjumálum hefir samband hrepps og kaupstaðar haldist síðan.

Reykjavík

Reykjavík – Laugarnes 1836.

Næst er svo að segja frá útþenslu Reykjavíkur.
1894 voru sett lög um það, að jarðirnar Laugarnes og Kleppur skyldu lagðar undir lögsagnarumdæmi Reykjavíkur frá fardögum. Höfðu Seltirningar þó barist með hnúum og hnefum gegn því.
1923 voru sett lög um það, að jarðirnar Breiðholt, Bústaðir og Eiði skyldu lagðar undir lögsagnarumdæmi og bæarfjelag Reykjavíkur, og jafnframt heimilaðist Seltjarnarneshreppi vatn og rafmagn frá Reykjavík, gegn því að greiða kostnað við að koma því þangað. „Frá sama tíma var og rafmangsstöðin við Elliðaár ásamt íbúðarhúsi og lóð, svo og Elliðaárnar með árhólmanum, árfarvegunum og landi á austurbökkum ánna er þarf til byggingar þeirra mannvirkja, er þurfa þykir framvegis til hagnýtingar vatnsorkunnar að fullu og vegna laxveiðinnar og starfrækslu hennar, úr landi jarðanna Ártúns og Árbæjar í Mosfellssveit, lögð undir lögsagnarumdæmi Reykjavíkur“.

Seltjarnarnes

Nesstofa – Esja í bakgrunni.

Eftir þessa breytingu var Seltjarnarnesshreppur orðinn einhver einkennilegasti hreppur á landinu, vegna þess hvað hann var í mörgum molum. Fyrst var nú Framnesið sjálft, svo var Skildinganes umlukt Reykjavíkurlandi, svo voru bæirnir Digranes, Kópavogur og Fífuhvammur á einni skákinni, á fjórðu skákinni voru bæirnir Vatnsendi, Elliðavatn, Hólmur og Lækjarbotnar, og svo voru eyjarnar hjer úti fyrir.
1929 voru svo jarðirnar Ártún og Árbær að fullu innlimaðar lögsagnarumdæmi Reykjavíkur.

Elliðavatn

Elliðavatn – bærinn.

1931 voru enn sett lög um stækkun lögsagnarumdæmis Reykjavíkur. Þá voru undir hana lagðar jarðirnar Þormóðsstaðir og Skildinganes „ásamt öllum lóðum og löndum, sem seldar hafa verið frá þeim, svo og verslunarstaðurinn Skildinganes við Skerjafjörð“. Var svo ákveðið að fyrir árslok 1932 skyldu fara fram endanleg fjárskifti milli Reykjavíkur og Seltjarnarnesshrepps, þar á meðal væntanleg skaðabótagreiðsla til hreppsins og Kjósarsýslu vegna laga þessara, og Reykjavík var gert að skyldu að kaupa vatnsveitu Skildinganesskauptúns.

Vatnsendi

Vatnsendi.

1942 voru sett lög um að Reykjavík mætti taka eignarnámi spildu af landi jarðarinnar Vatnsenda í Seltjarnarnesshreppi til þess að auka við fyrirhugað friðland Reykvíkinga á Heiðmörk.
1943 fer svo fram mesta stækkun lögsagnarumdæmis Reykjavíkur. Þá eru undir hana lagðar jarðirnar Elliðavatn og Hólmur í Seltjarnarnesshreppi, „ásamt lóðum og löndum, er úr þeim hafa verið seldar, svo og spilda sú úr landi Vatnsenda, er Reykjavík kann að taka eignarnámi“. Ennfremur jarðirnar Grafarholt (að svo miklu leyti sem eignarnámsheimild nær til), Gufunes, Keldur, Eiði, Knútskot, Korpúlfsstaðir, Lambhagi, nýbýlið Engi, Reynisvatn og jarðarhlutinn Hólmsheiði í Mosfellssveit ásamt öllum lóðum og löndum, sem seldar hafa verið úr þeim.

Landnám

Landnám Ingólfs – hluti af Íslandskorti 1550.

Skömmu eftir að þetta var, fer Digranesháls að byggjast, alt út á Kársnes. Ríkissjóður á þetta land og úthlutaði því til ræktunar, en ekki var til þess ætlast upphaflega að þar risi bygð, nema hreppsnefnd Seltjarnarness leyfði. Mikil eftirsókn var að löndum þarna og fengu færri en vildu. Sýnir það best hvað Reykvíkingar eru sólgnir í að fá land til ræktunar og komast í samband við gróðurmoldina, því að það voru Reykvíkingar, sem lögðu Digranesháls undir sig. Til þess að geta hagnýtt löndin urðu þeir að byggja þar skýli, og vegna húsnæðiseklunnar í Reykjavík, urðu brátt úr skýlunum íbúðarhús. Þau þutu þarna upp, hvað sem hreppsnefndin sagði, og hún rjeði ekki neitt við það hverjir fluttust inn í hreppinn á þennan hátt. Út af þessu varð svo óánægja, sem leiddi til þess, að nýbýlahverfið sagði sig úr lögum við Seltjarnarnesshrepp. Var þar stofnaður sjerstakur hreppur árið 1947 og heitir Kópavogshreppur, og undir hann lagðar jarðirnar Digranes, Kópavogur, Fífuhvammur, Vatnsendi, Geirland, Gunnarshólmi og Lögberg (Lækjarbotnar). Hreppur þessi er í þremur skákum, nesið sjálft, Vatnsendaland umkringt Reykjavíkurlandi og efst þrjú býli út af fyrir sig. En Seltjarnarnesshreppur er nú ekki orðinn annað en totan fyrir framan Lambastaði og svo eyjarnar.
Þess getur áreiðanlega ekki orðið langt að bíða, að lögsagnarumdæmi Reykjavíkur verði látið ná yfir alt Seltjarnarnes, og hverfur þá Seltjarnarnesshreppur úr sögunni. En Kópavogshreppur hinn nýi á líka að sameinast Reykjavík. Hann er hvort sem er ekki annað en úthverfi Reykjavíkur og verður að byggja tilveru sína á Reykjavík. Þar eru engin atvinnufyrirtæki, er geti veitt íbúunum atvinnu. Hana verða þeir að sækja til Reykjavíkur. Þeir eru og algjörlega upp á Reykjavík komnir með vatn og rafmagn, og eðlilegast er að Reykjavík sjái þeim fyrir bættum samgöngum.

Íslandskort

Íslandskort (Nova et accurata Islandiæ delineatio) frá árinu 1670, gert af Þórði Þorlákssyni biskupi í Skálholti. Fyrir neðan Íslandskortið er Lofkvæði til Kristjáns konungs V, skrifað í fjóra dálka, á latínu, dönsku og íslensku með venjulegu letri og rúnaletri. Efst á kortinu eru myndir af sjávardýrum og skjaldarmerki Íslands, sem er flattur þorskur borinn af tveimur fuglum, í hægra horni, þar fyrir neðan er titill. Í neðra horni vinstra megin er skjöldur með táknmyndum og tileinkun til Kristjáns V. Danakonungs. 

Rás örlaganna verður ekki stöðvuð. Sá búhnykkur Magnúsar Stephensen landshöfðingja, að taka Seltjarnarnesshrepp af Gullbringusýslu og skeyta honum við Kjósarsýslu, hefir ekki reynst haldbært nje heppilegt fyrirtæki. Lögsagnarumdæmi Reykjavíkur er komið sem fleygur milli sýslanna, alt suður að takmörkum Árnessýslu í Bláfjöllum, en með smáblettum inn á milli, sem enn teljast sjerstakir hreppar. Að því hlýtur að koma, áður en langt um líður, að þessir blettir allir hverfi inn í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur.
Innilokunarstefnan hefti mjög vöxt og viðgang Reykjavíkur fyrrum. Sumum finst nú nóg um frjálsræðið, þar sem svo virðist að hver sem vill geti sest hjer að. En þetta tímanna tákn hefir haft endaskifti á fyrri reynslu. Aðstreymi fólks og vaxandi bygð er áður kom Reykjavík í kútinn, hefir nú reist hana á legg til meiri virðingar en nokkuru sinni áður. Hún hefir þurft og þarf enn aukið alnbogarúm. Og alt bendir til þess, að þess verði ekki langt að bíða, að land hennar nái yfir alt land jarðarinnar Víkur, eins og það var á Ingólfs dögum, eftir að hann hafði skift landnámi sínu milli þeirra manna, er seinna komu.“ – Á.Ó.

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins, 4. tbl. 28.01.1951, Skilnaður Reykjavíkur og Seltjarnarneshrepps – Árni Óla, bls. 45-51.
Landnám

Suðurnes

Þegar gengið er um Suðurnes norðvestast á Seltjarnarnesi ber margt forvitnilegt fyrir augu.
Golfvöllur þarlendra er á Nesinu, en umleikis hann með allri ströndinni er göngustígur sem varinn Sudurnes-222hefur verið með sjóvarnargarði svo Mar geti ekki gengið upp á völlinn. Á vefsíðu golfklúbssins Ness sést m.a. þetta um svæðið: „Í upphafi var golfvallarstæðið á helmingi Suðurnessins, suðvestur hluta þess. Túnin höfðu verið nýtt af hestamönnum. Vestast á Suðurnesi við innsiglingarmerki sem þá var uppistandandi, voru öskuhaugar Seltjarnarnesbæjar. Þar sem nú er önnur braut var æfingaskýli lögreglunar sem þá stundaði handtöku- og skotæfingar þar. Á núverandi æfingarsvæði voru fiskverkunartrönur og hesthús voru við Daltjörn.“
Sudurnes-223Þegar skoðað er aðalskipulag Seltjarnarness 2006-2024 má sjá að Suðurnes þetta er í raun eyja tengt landi með granda eða samföstum gröndum; Bakkagranda í suðri og Kotagranda í norðri. Utan við hinn síðarnefnda er Seltjörnin en Bakkavík við hinn fyrrnefnda. Helstu örnefnin á Suðurnesi eru, ef gengið er réttsælis með Bakkavík, Leirur og suðvestast Suðurnestangi. Innan við tangann er Búðatjörn. Norðvestar er Helguvík og Urðin nyrst. Á henni voru sjóbúðir fyrrum sem síðar verða nefndar. Á miðju Suðurnesi var Réttin og norðan hennar Dældir eða Dalurinn. Bakkatjörn er framar, milli grandanna fyrrnefndu.
Lionsklúbbur Seltjarnarness hefur komið upp nokkrum upplýsingastólpum á strandleiðinni. Við Búðatjörnina stendur: „Búðatjörn (Fúlatjörn) – Fjaran suðaustan við trjörnina heitir Búðagrandi og sunnan við hana hafa staðið verbúðir eins og  Morastaðabúð, Hannesarbúð og Stórabúð. Tanginn út frá Búðagranda heitir Suðurnestangi“.

Sudurnes-226

Við vörðu á Urðinni stendur: „Fyrst var reist hér varða eða sundmerki um 1780 til þess að auðvelda siglingu um Valhnúkasund. Endurreist oftar en einu sinni, síðast í atvinnubótavinnu 1930. Varðan eyðilagðist í stórviðri í febrúar 1996“.
Í Morgunblaðinu 26. október árið 1990 er fjallað um endurhleðslu leiðarmerkisins: „Viðgerð á leiðarmerkinu í Suðurnesi á Seltjarnarnesi er lokið. Nesskip hf. og Björgunarsveitin Albert gerðu með sér samkomulag um viðgerð á vörðunni sem var að hruni komin. Leiðarmerkið í Suðurnesi er merkt inn á sjókort sem gerð voru á seinni hluta 18. aldar. Danskur sjómælingamaður, kapteinn H. Mi nor, notaði leiðarmerkið í Suðurnesi sem mælingapunkt þegar hann var við sjómælingar á innanverðum Faxaflóa sumarið 1776.

Sudurnes-224

[Árið] 1930 fór fram umtalsverð viðgerð á innsiglingarvörðunni, en verkinu stjórnaði Albert vitavörður í Gróttu. Björgunarsveitin Albert á Seltjarnarnesi, sem ber nafn vitavarðarins í Gróttu, stóð hins vegar að viðgerð vörðunnar nú, 60 árum síðar. Seltjarnarneskaupstaður hefur ákveðið að laga umhverfi vörðunnar og tryggja að ágangur sjávar brjóti hana ekki niður aftur.“ Nú var að að sjá að enn einni viðgerðinni væri nýlokið.
Skammt utar (norðar) er skilti: „Ljóskastarahús – Stríðsminjar frá seinni heimstyrjöld. Héðan var fylgst með umferð skipa og flugvéla“. Og þar rétt hjá: „Setlög – jökulberg. Efst í fjörunni eru setlög með skeljabrotum ofan á jökulrúnum grágrýtisklöppum. Setlögin eru talin vera frá síðasta hlýskeiði um 70 – 100 þús. ára gömul“. (Á skiltinu er mynd af hávellu).
Sudurnes-225Fremst, þar sem grandarnir mætast, er skilti með ljósmynd. Á því eru öll helstu örnefni þegar horft er til norðurs yfir vestanvert Seltjarnarnes.
Í örnefnalýsingu fyrir Seltjarnarnes skráða eftir Kjartani Einarssyni á Tjarnarbóli 4, f: 1914, árið 1976, kemur m.a. eftirfarandi fram um Suðurnes: „Mótekja var neðan við Bakkagranda en ekki hægt að taka hann nema um fjöru. Seinast var þar tekinn mór 1939. Í honum voru stórir lurkar, lærissverir.
Nesið fyrir vestan, sem byrjaði áður fyrr við Ósinn, kallst Suðurnes. Hæsti blettur á því er Svartibakki, að austan við sjóinn. Leirur voru nefndar fram af útfalli Óssins. Á þeim voru maðkafjörur Framnesinga, þ.e. þeirra sem áttu heima vestan Þvergarðs. Syðst á Suðurnesi er Búðatjörn. Í daglegu tali var hún nefnd Fúlatjörn; í henni safnaðist fyrir þari, sem úldnaði. Vestan við tjörnina voru Búðir. Þrjú nöfn voru notuð, svo að Kjartan vissi til, Morastaðabúð, Hannesarbúð og Stórabúð, talið frá austri. Grandinn austan við Búðatjörn heitir Búðagrandi og tanginn út frá honum Suðurnestangi. Skerið víkurmegin við hann nefnist Selsker. Vík suðvestan á nesinu nefnist Helguvík. Lítið sér nú fyrir henni. Frá henni er svokölluð Urð, sem nær alla leið að Seltjarnarrifi. Vestast á (í) nesinu er innsiglingarmerki, hlaðin grjótvarða, sem nefnist Suðurnesvarða. Í suðvestur af henni er sker, sem nefnist Kerlingasker. <

Sudurnes-227

Sú saga er um nafnið, að Seltirningar hafi eitt sinn farið í róður og haft kerlingu nokkra með sér, sveitarómaga. Hún átti að tína öðu í beitu á skerinu, meðan þeir skryppu úr á Svið. Þeir voru lengur í róðrinum en þeir hugðu, og þegar þeir komu aftur, var kerlingin flotin af skerinu. Sker, sem heitir Keppur, er suðaustur af Kerlingarskeri, kemur upp um stórstraumsfjöru.
Um það bil á (í) miðju Suðurnesi er merki, sem landmælingamenn danska herforningaráðsins settu upp [í byrjun 20. aldar]. Við það var svonefnd Rétt, fjárrétt, sem síðast var notuð 1930. Þar var haft í kvíum frá Hrólfsskála um 1880. Nokkur lægð er austarlega á Suðurnesi. Hún nefnist Dældir, í seinni tíð stundum kölluð Dalur. Það er smátjörn, sem áður fyrr hafði útfall í Ósinn.
Sudurnes-228Grandinn, sem liggur vestan á Seltjarnarnesi, nefnist Kotagrandi. Hann er milli Bakkatjarnar og Seltjarnar, sem nú er komin í sjó. Geta má þess, að á uppdrætti Björns Gunnlaugssonar frá 1835 er Bakkatjörn nefnd Seltjörn. Utan við Seltjörn liggur Seltjarnarrifið, sem áður er getið“.
Í nefndri örnefnalýsingu Ara Gíslasonar segir um Suðurnes: „Sunnan hennar [Bakkatjarnar] heitir Bakkagrandi, malarkamburinn, sem þar er, og gegnum hann er Ós. Vestan við Bakkatjörn er svo annar skerjagrandi, sem heitir Kotagrandi.  Hann er milli Bakkatjarnar og Seltjarnar. Kotagrandinn liggur út í grasi vaxið landssvæði, ekki stórt um sig, sem heitir Suðurnes.  Þetta er láglent svæði frekar; norðaustur úr því liggur langt rif, sem heitir Suðurnesrif.  Það eru leifar þess lands, er eitt sinn myndaði Seltjörnina að norðvestan. Syðst á Suðurnesi er Búðatjörn og fram af henni er Búðagrandi; þar sem koma saman grandarnir, Bakkagrandi og Kotagrandi, er forarvilpa, sem heitir Dalur.

Sudurnes-229

Norðan við Búðatjörn eru gamlar sjóbúðir.  Þarna voru 1703 þrjár búðir: Stórabúð, Morastaðabúð, Hannesarbúð. Vestast í nesinu er Suðurnesvarða, nýlega hlaðin upp, og er innsiglingarmerki á Skerjafjörð. Svo var uppi á hánesinu Rétt og gerði í hring.“
Í bréfi um matsskyldu vegna fyrirhugaðra sjóvarnargarða á Suðurnesi má m.a. lesa eftirfarandi um jarðmyndanir, fuglalíf o.fl.: „Í umsögn Umhverfisstofnunar kemur fram að innan fyrirhugaðs framkvæmdasvæðis sé að finna merkar jarðfræðiminjar, þ.e. jarðlög með skeljaleifum frá síðasta hlýskeiði ísaldar og ísaldarlokum m.a. í víkinni inn af Svörtubökkum. Fyllt hafi verið yfir setlögin að hluta til og sandur hylji þau að einhverju leyti við núverandi sjóvarnargarða en setlögin verði sýnileg þegar fjari út. Ef umfang sjóvarnargarða aukist megi búast við því að sá hluti fjörunnar þar sem sandur safnist fyrir færist utar og þar með muni meira af setlögunum hyljast sandi. Með því verði bæði þrengt að setlögunum sjálfum og fjörumónum. Fram kemur að setlögin séu aðgengileg og gegni hlutverki við kennslu í Háskóla Íslands, sem og við komu erlendra rannsóknarhópa til landsins. Á kaflanum frá miðjum „tanganum” við austurhluta golfvallarsvæðisins og út með víkinni inn af Svörtubökkum. Fram kemur að við ljóskastarahúsið, á um 100 m breiðu svæði, sé að finna merkileg setlög með steingervingum og jökulrákaðar klappir. Á þeim kafla sé mikilvægt að fláar fyrirhugaðrar sjóvarnar nái ekki lengra niður í fjöruna en núverandi sjóvörn.

Sudurnes-230

Umhverfisstofnun telur að fyrirhugaðar framkvæmdir geti haft umtalsverð áhrif á merkar jarðfræðiminjar ef farið verði með fyllingu og grjótvörn lengra út í fjöruna. Setlög með steingervingum er að finna í fjörunni. Það sama eigi við um 100 m breitt belti neðan við Ljóskastarahúsið ef hækkun sjóvarna hafi í för með sér að grjótvörn nái lengra niður í fjöruna.
Í umsögn Umhverfisstofnunar kemur fram aðí  Bakkavík sé auðugt smádýralíf og í víkinni sé mikilvægt fæðuöflunarsvæði fugla og því beri að leggja áherslu á að eins litlu fjörusvæði verði raskað við framkvæmdirnar og kostur sé. Bent er á að ef sandsvæði í fjörunni færist utar í kjölfar fyllingar geti það haft áhrif á fæðuöflunarsvæði fugla. Umhverfisstofnun bendir á að þarna séu einnig flóðsetur og hvíldarstaðir fugla, sem og fæðuöflunarsvæði auk þess sem varpstaðir kríu við Búðatjörn séu við framkvæmdasvæðið. Á þessu svæði sé því einnig mikilvægt að halda öllu jarðraski í lágmarki og athuga hvort ekki megi draga úr fyrirhuguðu umfangi grjótvarnar.
Fram kemur að til að tryggja leið andfugla frá varpstöðvum til sjávar telji Umhverfisstofnun að vænlegast sé að koma fyrir sniðbrautum á Sudurnes-231görðunum.“
Þótt ekki sé um langan hringveg að fara um Suðurnes er leiðin sérstaklega skemmtileg, ekki síst vegna framangreindra minja, fuglalífs og jarðlaga að ógleymdu útsýninu yfir hafflötinn við æði misjöfn birtustig.
Þegar hringleiðin var gengin í aprílmánuði fylltu margæsir á leið þeirra til Grænlands og Kanada golfvallaflatirnar og nálægar tjarnir. Allt umleikir spígsporuðu vorboðarnir, auk fjölda annarra ágætra fargesta. Þrátt fyrir ánægjuaugað verður að segjast eins og er að það er synd að verbúðirnar framangreindu skulu hafa farið forgörðum vegna augnabliks andvararleysis fyrrum.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsing Kjartans Einarssonar.
-Örnefnalýsing Ara Gíslasonar.
-Mbl föstudaginn 26. október, 1990, leiðarmerki endurhlaðið.
-Endurbætur á sjóvarnargörðum á Suðurnesi, Seltjarnarnesi. Ákvörðun um matsskyldu, Skipulagsstofnun 2004.
-nkgolf.is

Grótta

Grótta.

Seltjarnarnes

Gengið var um sunnanverða vesturströnd Seltjarnarness með það fyrir augum að líta nokkur örnefni og nokkrar fornleifar augum, s.s. Lambastaðavör, Melhúsabryggju (eystri og vestari, Sandskarð, Fjósaklöpp, Hestastein, Hrólfskálavör, Hrólfskálabrunn (Steinabrunn), Stóruklöpp, Steinavör, Nónbjörg, Litluklöpp og Sandvík augum. Til er ágæt loftmynd af svæðinu frá 1979 þar sem Guðrún Einarsdóttir merkti inn helstu örnefnin sem lið í BS verkefni hennar við Háskóla Íslands.

Lambhusabryggja

Þegar hins vegar eru skoðaðar örnefnaskrár og fornleifaskráningar ber þar mikið á milli. Í hinum síðarnefndu virðist vera forðast að tilgreina fornleifar við ströndina (utan tveggja að norðanverðu), en í hinum fyrrnefndu ber margt á góða sem lítt virðist hafa verið haldið að bæjarbúum og gestum þeirra. Til að eyða ekki of miklum tíma frá lesendum skulu hér einungis nefnd tvö dæmi; Melhúsabryggja eystri og hlaðinn brunnur, sem líklega hefur verið við Hrólfskála I.
Á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar miðvikudaginn 15. ágúst 2003 var m.a. fjallað um Melhúsabryggju:
Seltjarnarnes-kort-1„Tillaga um endurbyggingu Melshúsabryggju og nýtingu útivistar – Lagt er til að hafinn verði undirbúningur að endurbyggingu Melshúsabryggju á Seltjarnarnesi með það fyrir augum að bryggjan verði nýtt til útivistar í þágu Seltirninga. Endurbygging bryggjunnar verði fyrsta skrefið í átt að frekari fegrun og uppbyggingu í Lambastaðahverfi. Framkvæmdastjóra Tækni- og umhverfis-sviðs verði falið undirbúningur um verkefnið.

Greinargerð:
Hrolfskali IÁ allra síðustu árum hefur orðið mikil vakning fyrir útivist meðal almennings. Íbúar gera kröfur um að njóta náttúrunnar þar sem hún er næst og á Seltjarnarnesi er þar oftast um að ræða ströndina. Mikið hefur verið unnið á Seltjarnarnesi sem og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu undanfarið í  
þessum málum. Nú er strandlengja höfuðborgarsvæðisins orðin hrein og er óðum að öðlast fyrri sess eitt vinsælasta útivistar og afþreyingarsvæði íbúanna.
Rök fyrir endurbyggingu Melshúsabryggju eru einnig af sögulegum og menningarlegum toga en bryggjan tengist atvinnusögu Seltirninga órofa böndum. Þá er það ekki síður brýnt af öryggisástæðum, en bryggjan er að hruni komin þar sem viðhald hennar hefur verið í lágmarki undanfarin ár. Hin sögu- og menningarlegu tengsl bryggjunnar við Lambastaðahverfi eru sterk. Götunöfnin bera mörg í sér nálægðina við sjóinn auk þess sem margt minnir á grásleppu-karla er réru héðan til veiða á Skerjafirði og fiskverkun er stunduð var á túnum í kringum bryggjuna.

Seltjarnarnes - fornleifakort

Með endurbyggingu Melshúsabryggju skapast ákjósanlegur staður fyrir almenning til að stunda dorgveiðar í skjólsælu umhverfi en slík atriði eru afar mikilvæg fyrir bæjarbrag Seltjarnarness. Þá kajakræðara sem hafa á seinni árum nýtt Melshúsabryggju og sett skemmtilegan svip á bæjarlífið, en vegna ástands bryggjunnar hefur mjög dregið úr því. Lengi hefur staðið til að bjarga og endurgera bryggjuna en samkvæmt áliti bæjarlögmanns frá 1998 er talið óyggjandi að hún sé eign Seltjarnarnesbæjar.“
Bryggjan er enn, átta árum síðar, í sömu niðurníðslu og fyrr. Ekki er ólíklegt að ákveðið hafi verið að gera hana ekki upp heldur láta hana standa óbreytta sem tákn um fyrri not (sem er alls ekki verri ákvörðun en hver önnur). Staðinn mætti hins vegar merkja og upplýsa áhugasamt fólk um mannvirkið, sem átt hefur sinn fífil fegurri.

Þá m.a. nefna brunninn framangreinda. Hann stendur ómerktur og án allra upplýsinga austur affrá góðu bílastæði. Hróflað hefur upp hleðslusteinum við brunnopið og tréhlemmur lagður yfir. Hins vegar má sjá gömlu brunnstéttina umleikis. Tilvalið hefði verið að endurgera þarna dæmigerðan gamlan brunn með tilheyrandi kjálkum og vindu til fróðleiks fyrir bæjarbúa og gesti.

Seltjarnarnes virðist státa af ýmsu merkilegu er gert getur bæinn miklu mun áhugaverðari hvað varðar sögu hans og minjar. Spurningin er bara hvernig ráðamenn vilja nýta sér sóknarfærin?
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimild m.a.:
-Fundur skipulags- og mannvirkjanefndar var haldinn miðvikudaginn 15. ágúst 2003.
-Aðalskipulag Seltjarnarness 2006-2024.
-Loftmynd 1979, örnefni unnin af Guðrúnu Einarsdóttur sem BS verkefni við HÍ.

Seltjarnarnes

Seltjarnarnes – loftmynd.

Seltjarnarnes

Valhúsahæð var friðlýst sem náttúruvætti árið 1998. Á Valhúsahæð er rákað berg eftir ísaldarjökul. Þaðan er víðsýnt um Faxaflóa. Hæðin ber nafn sitt af húsum sem fyrr á öldum geymdu veiðifálka Danakonungs. Valhúsahæð er hæsti staður á Seltjarnarnesi í 31 m hæð yfir sjó.

Seltjarnarnes

Valhúsahæð – loftmynd.

Á Valhúsahæð er graslendi, lítt grónir melar, mólendistorfur og votlendisblettir. Þar er að finna fjölda tegunda t.d. olurt, túnvingul, blóðberg, vallelftingu, krossmöðru, gulmöðru, túnfífla, blávingul, vallhæru, axhæru, vallarsveifgras, hvítmöðru, klóelftingu, vallhumal, kattartungu, gleym-mér-ei, umfeðming, grávíðir, þursaskegg, túnvingul, mosajafna, krækilyng, mósef, brjóstagras, gullmuru, lógresi, friggjargras, mýrfjólu, þrenningarfjólu, njóla, túnsúru, brennisóley og maríustakk svo eitthvað sé nefnt.

Seltjanarnes

Valhúsahæð – hernaðarmannvirki.

Jarðfræði á Valhúsahæð er margbreytileg en þar er að finna laus jarðlög, basalthraunlög (grágrýti) og jökulrákir. Einnig er vel hugsanlegt að forna eldstöð sé að finna á Valhúsahæð. Aldur grágrýtishraunanna á Seltjarnarnesi er nokkuð óljós, en talið er að þau hafi myndast á næst síðasta hlýskeiði. Laus jökulruðningur sem þar er að finna er væntanlega frá lokum síðasta jökulskeiðs. Á Valhúsahæð má skoða minjar sem tengjast hersetu og sögu hernámsins hér á landi í seinni heimstyrjöldinni

Seltjarnarnes

Valhúsahæð – letursteinn.

Stærð náttúruvættisins er 1,7 ha.

Heimild:
Umhverfisstofnun | Valhúsahæð, Seltjarnarnesi (ust.is)

Seltjarnarnes

Valhúsahæð – friðlýsingarmörk.

Seltjarnarnes

Í Vikunni 1987 er fjallað um „Nesstofu – eitt elsta steinhús landsins„:
„Til forna náði hreppurinn yfir allt hið svokallaða Seltjarnarnes, milli Kópavogs og Elliðaárvogs, frá Gróttu upp að Hólmi.

Seltjarnarnes

Nesstofa.

Fyrstu aldirnar eftir landnám voru einungis jarðirnar Reykjavík, Nes og Laugarnes í byggð og var landbúnaður helsta atvinnugreinin. Íslendingar fóru að stunda fiskveiðar í auknum mæli á 14. og 15. öld og kom þá skreiðarútflutningur einnig til sögunnar. Byggð fór því að þéttast ört við sjávarsíðuna.
Við siðaskiptin náðu Skálholtsbiskupar eignarhaldi á flestum jörðum hreppsins og lögðust þær undir konung um miðja 16. öld. Íbúum fór fjölgandi á nesinu næstu aldirnar og á fyrri hluta 18. aldar var þar einna þéttbýlast á öllu landinu.
Tveir atburðir áttu sér stað á 18. öld sem mörkuðu spor í sögu Seltirninga. Reykjavík fékk kaupstaðarréttindi og landlæknisembætti var stofnað á íslandi. Bjarni Pálsson var skipaður fyrsti landlæknirinn og aðsetur hans var í Nesi við Seltjörn. Í kjölfar aðskilnaðar Seltjarnarness og Reykjavíkur missti hreppurinn smátt og smátt mestan hluta af landi því sem tilheyrði honum. Nú er svo komið að innan marka gamla Seltjarnarneshrepps eru þrír kaupstaðir og hátt í helmingur þjóðarinnar hefur þar búsetu.
Um aldamótin 1900 hljóp mikil gróska í útgerð á nesinu og taldist hreppurinn til stærstu útgerðarstaða á landinu. Hafnaraðstaðan var þar heldur bágborin og leiddi það til þess að Seltirningar urðu að selja fiskiskipaflota sinn til Reykjavíkur. Seltirningar tóku upp landbúnað að nýju eftir útgerðarævintýrið en hann leið undir lok í heimsstyrjöldinni síðari. Byggð var þá tekin verulega að þéttast og Seltjarnarnes hlaut kaupstaðarréttindi 1974.

Seltjarnarnes

Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson á tindi Heklu.

Nesstofa stendur við Bakkatjörn á vestanverðu nesinu og þaðan er aðeins örstuttur spölur út í Gróttu. Útsýnið þennan bjarta vordag var stórbrotið. Akrafjallið bar við heiðskíran himin og Esjan skartaði sínu fegursta. Í fjarska blasti Snæfellsjökull við i öllu sínu veldi. Byggðin hefur í tímanna rás færst nær Nesstofu og nú er svo komið að glæsileiki þessa einfalda húss nýtur sín ekki sem skyldi.
Nesstofa er eitt af elstu steinhúsum landsins, var reist á árunum 1761 til 1765. Hún hefur nú verið færð í sitt upprunalega horf og senn verður opnað þar læknisfræðilegt sögusafn, hið fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Sögulegt gildi Nesstofu verður ekki dregið í efa. Þar bjó á árunum 1763 til 1779 fyrsti landlæknir okkar Íslendinga, Bjarni Pálsson, og var hann fyrsti Íslendingurinn sem lauk embættisprófi í læknisfræði. Hann var skipaður landlæknir 1760 og beið hans þá mikið og erfitt starf. Ásamt því að hafa umsjón með heilbrigðismálum landsins, veita sjúkum læknishjálp og hafa með höndum lyfjasölu var honum falið að annast læknakennslu, kenna ljósmæðrum og að auki að hafa eftirlit með tukthúslimum. Þrátt fyrir drepsóttir, hungur og gífurlegan barnadauða hófst Bjarni ótrauður handa. Læknaskóla starfrækti hann allan sinn starfstíma í Nesi og lyfjabúð til ársins 1772.

„Reykjavík og Kópavogur hjáleigur Seltjarnarness!“

Seltjarnarnes

Seltjarnarnes – loftmynd.

Við sem búum á þéttbýlissvæðunum suðvestanlands höfum ekki undan að fylgjast með örri þróun byggðarinnar. Í önn dagsins hverfur tíminn og þegar litið er upp úr annríkinu blasa við nýir byggðakjarnar þar sem áður voru mýrar, grýtt holt og berangur.
Sagt er að æðri máttur hafi leitt Ingólf Arnarson til Reykjavíkur. Víst er að Reykjavíkursvæðið hefur um margt einstæð náttúruskilyrði til þéttbýli sem skapast hefur á síðustu áratugum vegna gjörbreyttra atvinnuhátta þjóðarinnar.
Land það sem Reykjavíkurborg á í dag er hluti af Seltjarnarneshreppi hinum forna sem náði frá Gróttu upp að Hólmi og milli Elliðaárvogs og Kópavogs. Með stofnun kaupstaðar í Reykjavík fyrir 200 árum hófst sú þróun að taka land Seltjarnarneshrepps til þarfa þéttbýlismanna. Nú eru þrír kaupstaðir innan gömlu hreppamarkanna og býr þar nær helmingur þjóðarinnar.
Enginn hreppur á Íslandi hefur orðið fyrir slíku landaafsali sem Seltjarnarneshreppur. Seltirningar geta því með sanni sagt að Reykjavík og Kópavogur séu hjáleigur frá Seltjarnarnesbæ.“

Í „Fornleifaskráningu á Seltjarnarnesi árið 2006“ er byggðasaga Nessins rakin:
Seltjarnarnes
„Til að geta sett niðurstöður fornleifaskráningar í fræðilegt samhengi er nauðsynlegt að hafa hugmynd um sögu byggðar á svæðinu sem er til rannsóknar. Byggðasaga er einn sá grunnur sem áætlanir um frekari rannsóknir, t.d. uppgrefti, ættu að byggja á. Vitneskja um sögu byggðar eykur líkur á að rannsóknarefni fornleifafræðinga séu mótuð og þar af leiðandi fáist markvissari niðurstöður. Heimildir sem nýtast við ritun byggðasögu eru t.d. fornrit, þ.e. Landnáma, Sturlunga og Íslendingasögur, fornbréfasafn, tölur um dýrleika jarða og upplýsingar um staðsetningu kirkna og bænhúsa. Almennt er álitið að bæir, þar sem kirkjur eða bænhús stóðu, hafi byggst snemma, enda hafi þau almennt verið stofnsett fljótlega eftir árið 1000. Þá eru kuml óræk sönnun um forna byggð. Einnig koma bæjanöfn að góðu gagni þegar á að reyna að ákvarða í hvaða röð jarðir hafi byggst, sem og landamerki.
Ólíkt stórum hluta landsins hefur þegar verið ritað talsvert um byggðasögu Seltjarnarness.
Seltjarnarnes
Árið 1936 birtist greinin „Hversu Seltjarnarnes byggðist” eftir Ólaf Lárusson í Landnámi Ingólfs og átta árum síðar í ritgerðasafni hans Byggð og sögu. Björn Teitsson gerði einnig ítarlega grein fyrir sama efni í grein sinni „Byggð í Seltjarnarneshreppi hinum forna” sem birtist í Safni til sögu Reykjavíkur sem gefin var út 1974. Fyrir áhugasama um sögu og þróun byggðar á Seltjarnarnesi má einnig benda á Seltirningabók sem út kom 1991 en þar er að finna ítarlegar upplýsingar um upphaf byggðar á nesinu og þróun hennar allt fram á síðustu ár og grein Orra Vésteinssonar í ráðstefnuriti íslenska Söguþingsins frá 1997 þar sem hann fjallar m.a. um Nes í grein sinni Íslenska sóknarskipulagið og samband heimila á miðöldum.
Sökum þess að töluvert hefur verið fjallað um byggðarsögu Seltjarnarness er hér markmiðið að draga saman helstu staðreyndir um landnám og byggðarþróun á nesinu sem þegar hafa verið settar fram en jafnframt nota fornleifaskráningu og þær fornleifarannsóknir sem gerðar hafa verið á nesinu allt fram á síðustu ár til að bæta við myndina og dýpka skilning á byggðarþróuninni. Hér er mest stuðst við grein Ólafs Lárussonar enda hefur flest sem um landnám og byggðarsögu á Seltjarnarnesi fram að þessu byggt á úttekt hans.
Sú umfjöllun sem hér fylgir um byggðasögu Seltjarnarness, eins og reyndar skýrslan í heild, afmarkast við mörk Seltjarnarness eins og þau eru í dag. Heitið Seltjarnarnes er því notað yfir kaupstaðarlandið eins og það er nú en ekki hinn forna Seltjarnarneshrepp sem náði yfir allt nesið sem liggur á milli Kollafjarðar og Skerjafjarðar og til fjalla. Enginn vafi leikur á því að jörðin Nes er landnámsbýli þess svæðis sem nú er kallað Seltjarnarnes.

Seltjarnarnes

Landamerkjasteinn á Valhúsahæð – áletrun. Þvergarður fjær.

Ólafur Lárusson rökstuddi í úttekt sinni á landnámi og byggðarþróun á Seltjarnarnesi að Nes hafi byggst upp fljótlega eftir landnámi í Reykjavík. Á undanförnum áratugum hafa fornleifarannsóknir verið gerðar í Nesi og styðja þær hugmyndir um að Nes hafi byggst mjög snemma, fljótlega eftir að landnámsgjóskan féll. Rannsóknir á Þvergarði og á garði við Bygggarðsvör sýna að þessir garðar voru byggðir snemma eða á 10.-11. öld. Aldur Þvergarðs bendir til að þegar á 11. öld hafi verið komið a.m.k. eitt býli á Innnesi. Ekkert er vitað um hlutverk garðsins í Bygggarði þó að tilgáta hafi verið sett fram um að hann hafi tengst byggræktun. Ekki er þó óhugsandi að sá garður gæti verið landamerki, eða byggður til að girða af heimatún Bygggarðs enda má ætla að Bygggarður hafi verið eitt af fyrstu býlunum sem byggðust úr landi Ness.
Samkvæmt kenningum Ólafs Lárussonar var Nes í upphafi lakari jörð en Reykjavík. Ness er fyrst getið í heimildum um 1200 en þá er kirkja á jörðinni. Fyrsti nafngreindi ábúandinn í Nesi var Hafurbjörn Styrkársson sem skv. heimildum átti ættir að rekja til Ingólfs Arnarssonar og bjó í Nesi um 1280. Af heimildum má sjá að sonur Hafurbjarnar og sonarsonur hafa búið í Nesi eftir hans dag og voru þeir allir í heldri manna tölu. Af heimildum má því ætla að í Nesi hafi verið ríkmannlega búið á 13. öld. Lítið er hins vegar vitað um eigendur Ness frá 14. öld og fram að siðaskiptum þegar jörðin var orðin eign Skálholtsstóls.

Seltjarnarnes

Mörk Seltjarnarness og Reykjavíkur árið 1700. Eiði og Mýrarhús Seltjarnarnesmegin.

Ólafur segir að það megi sjá af heimildum að Nes hefur verið höfuðból alls hins gamla Seltjarnarness, a.m.k á 13.-14. öld og er lítil ástæða til að draga þá túlkun í efa. Frá fornleifafræðilegu sjónarmiði er ekki augljóst af hverju Nes ætti endilega að hafa byggst á eftir Reykjavík. Örnefnið ‘Nes’ gæti vel verið frumlegra og myndi hafa hæft vel fyrsta býlinu á nesinu sem báðar jarðirnar eru á. Nes var dýrari jörð en Reykjavík á seinni öldum (120 hundruð á móti 100 hundruðum) og kirkjan í Nesi var miklu betur eignum búin en sú í Reykjavík. Hvernig sem því hefur verið varið er ekki ástæða til að ætla að langt hafi liðið milli þess sem jarðirnar tvær byggðust, og verður e.t.v. aldrei hægt að skera úr um það.

Seltjarnarnes

Nesstofa – kirkjugarður.

Kirkjumáldagi frá 14. öld sýnir að þá var Neskirkja mjög vel stærð og voru eignir hennar dæmigerðar fyrir kirkjur á stórbýlisjörðum. Frá þeim tíma geta heimildir þriggja jarða sem byggst hafa út frá Nesi. Það eru Eiði, Bakki og Bygggarður. Í máldaga kirkjunnar kemur fram að hún á: „…þriðjunginn í heimalandi [Ness] með rekum, skógum og afréttum, Eiðslandi, Bakka og Bygggarði“ Þetta orðalag má túlka á tvenna vegu. Annars vegar sem svo að kirkjan eigi jarðirnar þrjár í heild en hins vegar hún eigi þriðjung af þeim öllum. Ólafur kýs að túlka það sem svo að Neskirkja eigi þriðjung úr jörðunum þremur. Þetta segir hann benda til þess að þessar jarðir hafi byggst út úr Neslandi eftir að kirkjunni var gefinn þriðjungur jarðarinnar og því sé hlutfallsleg eign kirkjunnar í býlunum sú sama og í heimajörðinni. Hins vegar má spyrja hvort ekki sé allt eins líklegt að hjáleigurnar þrjár gætu einmitt hafa verið komnar í byggð þegar kirkjunni var gefið landið og hún fengið hluta af hjáleigunum eins og af heimajörðinni.
Seltjarnarnes
Þessar vangaveltur er vart hægt að leiða til lykta að svo stöddu en ef við fylgjum kenningu Ólafs má gera ráð fyrir að jarðirnar þrjár hafi verið byggðar eftir miðja 11. öld (1056 í fyrsta lagi í biskups tíð Ísleifs Gissurarsonar) en fyrir miðja 14. öld. Ólafur gerir ekki tilraun til tímasetja upphaf býlanna frekar. Eins og áður segir benda rannsóknir á Þvergarði til að garðurinn hafi a.m.k. verið byggður á 11. öld og samkvæmt því mætti ætla að á þeim tíma hafi býli á Innnesinu, Eiði og/eða Lambastaðir, þegar verið í byggð. Garðlag frá 10. öld við Bygggarðsvör þarf ekki endilega að tengjast byggð þar en ekki er ólíklegt að hann tengist fyrstu búsetu á jörðinni. Hafi stórbýlið Nes verið einrátt á nesinu fram á seinni hluta 11. aldar eða jafnvel allt fram til miðrar 14. aldar sé það harla óvenjulegt. Eðlilegra er að áætla að úr landi landnámsjarðarinnar Ness hafi á strax á 10. öld byggst annað býli á Innnesinu (Eiði eða Lambastaðir) og jafnvel Bygggarður eða Bakki. Hugsanlegt er að á fyrstu öldum hafi þessar jarðir legið undir Nes – verið hjáleigur þaðan. Eftir að kirkja var byggð í Nesi hefur Nesbóndinn gefið henni þriðjung úr landi sínu með rekum og afrétt og úr öllum afbýlunum þremur sem þá voru í byggð, eða býlin í heild sinni.
Seltjarnarnes
Ólafur Lárusson heldur því fram að áður en umræddar jarðir byggjast frá Nesi hafi ein jörð þegar verið byggð úr Neslandi. Þetta er jörðin Lambastaðir, nálægt merkjum við Reykjavík. Á Lambastaði er fyrst minnst í rituðum heimildum um 1500 en Ólafur telur þó að bærinn sé mjög gamall. Ástæðan er sú að Neskirkja átti engan hlut í jörðinni. Ólafur telur nafnið einnig benda til hás aldurs því að mannsnafnið Lambi sé ekki þekkt eftir lok sögualdar. Með þessum rökum heldur hann því fram að Lambastaðir séu næstelsta býlið í Nessókn og hafi byggst á 10. eða snemma á 11. öld. Við þessa röksemdafærslu Ólafs er ýmislegt að athuga. Í fyrsta lagi má segja að hafi Lambastaðir verið fyrsta jörðin sem byggðist úr landi Ness megi ætla að Þvergarður hafi verið byggður til að marka landamerki þessara tveggja jarða mjög snemma. Samkvæmt því hlyti Eiði að vera byggt úr landi Lambastaða en þá er erfitt að skýra hvers vegna Neskirkja átti þriðjung úr landi Eiðis. Í öðru lagi má benda á að þau rök Ólafs sem snúa að bæjarnafninu Lambastaðir eru mjög veik og kemur þar tvennt til.

Seltjarnarnes

Seltjarnarnes – herforningjaráðskort frá 1908.

Rannsóknir á bæjarnöfnum hafa sýnt að oftast má ætla að bæir sem bera einkvæð náttúrunöfn séu að jafnaði eldri en þeir bæir sem bera mannanöfn og endinguna “staðir”. Samkvæmt því má ætla að landnámsbær innnessins sé Eiði fremur en Lambastaðir. Hins vegar má benda á að e.t.v. er líklegra að Lambastaðir séu kenndir við lömb fremur en mannsnafnið Lambi. Björn Teitsson hefur sett fram þá tilgátu að Lambastaðir hafi byggst upp á rústum lambhúss, líklega á 14. eða 15. öld. Björn gerir þó enga tilraun til að skýra hvers vegna kirkjan átti ekki hlut í Lambastöðum líkt og í hinum hjáleigunum þremur.
Ef litið er á örnefni lögbýlanna á Seltjarnarnesi má sjá að auk Ness eru tveir bæir sem bera náttúrunöfn og samkvæmt örnefnakenningu mætti ætla að þeir væru eldri en hinir sem bera samsett heiti. Þetta eru Bakki og Eiði.25 Bæjarheitið Bygggarður bendir til að þar hafi verið garður um byggrækt áður en jörðin byggist upp en athygli vekur að af þeim jörðum sem hafa byggst upp á Seltjarnarnesi á eftir Nesi er Bygggarður hæst metin eða á 30 hdr og gæti það bent til að jörðin sé á meðal elstu bæja þó rétt sé að ítreka að munurinn á dýrleika er ekki mikil. Það sem einna helst styður kenningu Ólafs um háan aldur Lambastaða, auk kirkjumáldagans, eru selstöður nessins. Aðeins tvö býli á nesinu, höfuðbýlið Nes og Lambastaðir, áttu selstöðu svo vitað sé.

Seltjarnarnes

Seltjarnarnes – AMS-kort.

Í Jarðabók Árna og Páls kemur fram að Lambastaðir áttu selstöðu undir Selfjalli en Nes í Seljadal. Önnur býli á nesinu áttu ekki sérstakrar selstöður í upphafi 18. aldar og má vera að þannig hafi það alltaf verið. Þetta mætti auðveldlega túlka í þá átt að ítök Lambastaða hafi verið meiri en hinna býlanna á nesinu og jörðin þá elst á eftir Nesi.
Að samanlögðu er erfitt að fullyrða nokkuð um hvaða býli byggðist fyrst á eftir Nesi. Margar vísbendingar benda til að Eiði, Bygggarður og Bakki byggist fljótlega upp, líklega strax á 10. öld eða á fyrri hluta þeirrar 11. Hvort mögulegt er að Lambastaðir hafi byggst upp á undan býlunum þremur skal ósagt látið. Hvað sem segja má um nákvæman byggingatíma býlanna er ljóst að á 14. -15. öld eru greinilega auk Ness, að minnsta kosti fjögur býli í Nessókn.
Þegar skoðaðar eru þær upplýsingar sem tiltækar eru um byggð á Seltjarnarnesi fram að siðaskiptum vekur athygli að ekkert bænhús er í sókninni þó að algengt hafi verið að bænhús væru á öðru til þriðja hverju lögbýli frá fyrstu öldum. Þetta bænhúsaleysi má e.t.v. að hluta skýra með smæð sóknarinnar en ekki er ólíklegt að yfirburðir Ness í dýrleika, landgæðum og stærð spili einnig inni í og Nes hafi einfaldlega frá upphafi borið höfuð og herðar svo langt yfir aðra bæi í sókninni að ekkert hinna lögbýlanna hafi nokkru sinni náð valdastöðu innan hreppsins.

Seltjarnarnes

Nesstofa 1915.

Síðla á 15. öld eða snemma á þeirri 16. eignaðist Skálholtsstóll Nes en um siðaskipti (miðja 16. öld) lét stóllinn Nes og Eiði, sem þá var greinilega orðin sjálfstæð jörð, af hendi til konungs í skiptum fyrir aðrar jarðir.
Talið er Mýrarhús hafi verið byggð um 1600 en býlið varð lögbýli um 1700. Í Jarðabók Árna og Páls kemur fram að í Nessókn voru samtals 37 bústaðir og 158 íbúar 1703. Af þessum 37 bústöðum voru sjö lögbýli, 19 hjáleigur en fjórir bústaðir af öðrum toga (tómthús, húsmennskubýli o.s.frv.). Flestar af hjáleigum og tómthúsum á Seltjarnarnesi voru nafngreindar en Ólafur giskar á að þau býli sem höfðu nafn hafi verið eldri en þau sem ekkert höfðu. Flestra nafngreindu býlanna er getið í fyrsta sinn í Jarðabók Árna og Páls og því erfitt að rekja sögu þeirra lengra aftur. Ólafur gerir þó tilraun til að ráða í heiti þeirra og geta sér þannig til um tilurð þeirra og byggingartíma. Hann telur ekki ástæðu til að ætla að nokkur hjáleiganna sé eldri en frá 14. öld.
Þegar jarðabókin er gerð 1703 var engin jörð á Seltjarnarnesi bændaeign. Bakki og Bygggarður voru kirkjueignir en aðrar jarðir voru eign konungs. Eignarhald á flestum jörðum á Seltjarnarnesi hafi því færst frá bændum, sem virðast hafa átt meirihluta jarða á Seltjarnarnesi á 15. öld yfir á Skálholt og Viðeyjarklaustur, og síðar yfir til konungs.

Seltjarnarnes

Nesstofa 1969.

Árið 1703 tilheyrðu lögbýlunum sjö á Seltjarnarnesi 19 hjáleigur. Langflestar hjáleigur tilheyrðu Nesi, enda sjást yfirburðir þess gagnvart öðrum býlum á svæðinu á dýrleika seint á 17. öld, en þá var Nes dýrari jörð en öll önnur lögbýli í sókninni samanlagt. Að samanlögðu taldi Ólafur að helstu drættir byggðasögu Seltjarnarness væru ljósir þó að ritheimildir um svæðið væru heldur fátæklegar fram til 1400-1500. Hann segir ljóst að Reykjavík sé landnámsjörð alls hins forna Seltjarnarness en fljótlega eftir landnám hafi Nes byggst. Fram til loka 10. aldar telur Ólafur að Reykjavík hafa borið höfuð og herðar yfir Nes en hann telur Nes hafa náð undirtökum á svæðinu á 11. öld. Ástæður þess eru óljósar en þó telur Ólafur líklegast að 3-4 jarðir hafi á þeim tíma þegar verið byggðar út frá Reykjavík og það hafi þrengt að höfuðbólinu. Hann virðist telja hjáleigubyggð hefjast fyrir alvöru nokkru síðar í Nessókn sökum þess að þær hljóti að byggjast nokkru eftir að kirkjunni í Nesi var gefinn þriðjungur af landinu þar. Þessi röksemdafærsla er því höfuðatriði í umfjöllun Ólafs en ýmislegt hefur komið í ljós á síðustu áratugum sem gerir það að verkum að hana má draga í efa. Forn merkjagarður á Valhúsahæð bendir til byrjað hafi verið að skipta upp landi Ness fremur snemma.

Seltjarnarnes

Nesstofa 1982.

Þrátt fyrir að hjáleigubyggð yrði blómleg í Nessókn eins og í Reykjavík og e.t.v. á sama skeiði (ólíkt því sem Ólafur hélt fram) virðist Nes halda stöðu sinni sem höfuðból svæðisins allt fram á 18. öld þegar þéttbýlismyndun hefst í Reykjavík. Hvort sem Nesbóndinn skipti landi sínu niður af meiri kostgæfni eða að landkostir á nesinu voru einfaldlega betri til ábúðar þegar fram liðu stundir skal ósagt látið. Eftir stendur að Nesbændur ná til sín völdum og áhrifum á fyrstu öldunum eftir landnám og halda hlutverki sínu sem höfuðból Seltjarnarness hins forna allt fram til 18. aldar.
Þéttbýlismyndun hófst ekki fyrir alvöru á Nesi fyrr en eftir síðari heimstyrjöldina en hún átti sér þó talsverðan aðdraganda. Þegar jarðabók Árna og Páls var gerð [1703] voru 37 heimili á Seltjarnarnesi og 158 íbúar. Öll lögbýlin nema Nes og drjúgur hluti hjáleiganna voru mjög nærri sjó og þau býli sem stofnuð voru á 18., 19. og fram eftir 20. öld voru flest alveg við sjávarmál. Greinilegt er að nálægð við sjó var höfuðatriði sem haft var í huga við staðsetningu býlanna. Heimilunum á Seltjarnarnesi virðist hafa fækkað talsvert á 18. öld og í upphafi 19. aldar voru þau 20 talsins en íbúatalan hélst óbreytt. Ekki er að sjá miklar breytingar á íbúafjölda eða fjölda bústaða á nesinu á 19. öld en um 1900 hafði heimilum á nesinu aftur fjölgað og voru þau þá 35. Í kringum aldamótin 1900 var mikil útgerð stunduð frá Seltjarnarnesi en skútuútgerð lauk á fyrsta áratug 20. aldar og komu þar ýmsar ástæður til s.s. hafnleysi og aðstöðuleysi í landi.

Seltjarnarnes

Mýrarhús og Pálsbær.

Allt fram til 1925 voru flestir bústaðirnir reistir á gömlu hjáleigu- og tómthússtæðunum. Eftir 1925 hefst hinsvegar íbúðabyggð á Seltjarnarnesi á landi sem áður hafði verið nýtt til slægna og beitar. Eins og algengt er var sú þéttbýlisbyggð sem fyrst reis á Seltjarnarnesi blanda af bæjar- og sveitarmenningu. Húsin voru byggð við götur en útihús voru gjarnan á baklóðum og víða var sjósókn stunduð samhliða smávægilegum búskap.
Þéttbýlismyndun á Seltjarnarnesi hófst austast á nesinu og fyrsta jörðin sem formlega var skipt undir íbúðahúsabyggð var Lambastaðir. Á árunum 1930-1940 reis þar íbúðarhúsahverfi. Á vestanverðu nesinu reis fyrst þéttbýli við götuna Tryggvastaðabraut, sem síðar var breytt í Lindarbraut. Byggðin sem þar reis var í upphafi sumarhús en mörgum þeirra var fljótlega breytt í heildsársbústaði.
Frá upphafi byggðar á Seltjarnarnesi og fram yfir aldamótin 1900 var þungamiðja nessins á Framnesinu, í höfuðbólinu Nesi og hjáleigum hennar. Á árunum 1914-1939 var rekið útgerðarfélag í Melshúsum og voru umsvif í kringum það mikil. Líklega hafa þau umsvif átt sinn þátt í því að byggðamynstur á svæðinu tók að breytast eins mikið og raunin var og þungamiðja nessins að færast austur.
Seltjarnarnes
Í síðari heimstyrjöldinni voru umsvif hersins mikil á Seltjarnarnesi. Mest voru þar 4-5 braggahverfi; á og við Valhúsahæð þar sem lang stærsta braggahverfið (Grotta Camp) reis ásamt miklum eftirlits- og varnarstöðvum, í Suðurnesi og í Bollagörðum (RN Fixed Defence Statio) þar sem einnig voru eftirlitsstöðvar, hjá Hæðarenda (Boulogne Camp) og við Sæból (Sabol Camp) í Lambastaðahverfi. Ólíkt því sem víða gerðist í þéttbýli hér á landi í stríðslok myndaðist ekki íslenskt braggahverfi á Seltjarnarnesi. Ástæðan var sú að hreppsnefnd krafðist þess að braggarnir væru rifnir og fjarlægðir. Eina undantekningin frá þessu voru braggar í Hæðarenda sem þá tilheyrði Reykjavík. Þar var braggabyggð allt til 1970.
Hinn nýi Seltjarnarneshreppur varð formlega til í ársbyrjun 1948. Íbúar í honum voru um 500 og flestir þeirra bjuggu í Lambastaðahverfi þó einnig væri allþétt búseta á vestanverðu nesinu. Árið 1974 fékk Seltjarnarnes kaupstaðarréttindi og voru íbúar þá tæplega 2500, flestir í Stranda-, Nes- og Melhúsahverfi. Á síðustu þrjátíu árum hefur íbúatalan næstum tvöfaldast og byggð er nú þétt á öllu nesinu austan Ness.“

Lambastaðir

Seltjarnarnes

Lambastaðir – túnakort 1916.

Á jörðina er fyrst minnst um 1500 í skrá um landamerki milli Víkr á Seltjarnarnesi (Reykjavíkr), Örfæriseyjar, Eiðs og Lambastaða. Skrifað um 1570 (Bessastaðabók). Þar segir: „þadann og vestur j griot gard firir svnnann eidz tiornn og ofan þar sem gardvrinn geingvr sydvr j sio firir avstan lambastadi“ DI VII 458.
Þann 10. mars 1553 er minnst á Lambastaði í staðfestingarbréfi Kristjáns konungs þriðja á veitingu þeirra jarða er Páll Hvítfeldr hafði lagt skólameistaranum í Skálholti. Þar segir: „Wii , Christiann etc. giiöre alle witherligt. att eptherthij oss elskelige Pouell Huitfeld. wor mannd oc thiennere. haffuer epther wor beffalling vdlaugd thette eptherschreffne goedtzs. paa vort lannd Islannd liggenndis. til scholemesters wnderhollning til Schalotzs(!) domkyrcke…. Lampestadom iiij köer.“ DI XII 524.

Seltjarnarnes

Lambastaðir 1910.

3. júlí 1556 eru Lambastaðir meðal þeirra jarða sem færast úr eignarhaldi Skálholtsstóls og yfir til konungs í skiptum fyrir Bjarnanesjarðir sbr. „sub Anno gratiæ 1556. faustudaginn næstan eptter visitatio Mariæ j Skalholltti. vorum vier j hia saum og heyrdum aa ad Knut Steinsson konunglig Maiestatis liensmann yfer Island giordi suoddan skiptti og byting vid herra Gijsla Jonsson. huer þa var settur af kongligu valldi yfer Skalholltt og Skalholltzsticktti til ad stiorna og regera heilax religionis vegna. ad eptter þui konunglig Maiestatis jinnsigludu brieffui sem vpp var lesid a alþingi. ad þær iarder sem Skalholltz domkirkia atti a Seltiarnarnesi og Alttanesi. hueriar ad voru j þad mund atta ad taulu hueriar ad suo heita. Nes. skilldinganes. Eidi. Lambastader. Eyuindarstader. Suidholltt. Skogtiaurn og Brecka. skylldu þessar iarder falla til kongdomsins med kugilldum og árligri afgiptt.“ DI XIII 139.

Lambastaðasel

Lambastaðasel.

1703: Dýrleiki óviss, konungseign. „Munnmæli eru að af þessari jörð sje til forna, so em hjáleiga, bygð jörðin Hrólfsskáli, en sann á því vita menn ekki,“ JÁM III, 235. Hjáleigur 1703: Tjarnarhús, Melshús og voru þá báðar í byggð. Afbýli 1916: Melshús, Melstaður, Sanitas og Vegamót. Í Seltirningabók segir (bls. 103): „Um 1865 var jörðin seld undan Lambastöðum og hún þá talin vera 5 hundruð eða fjórðungur af verði heimajarðarinnar.“

Hrólfsskáli

Seltjarnarnes

Hrólfsskáli – túnakort 1916.

1703: Konungseign.
Jarðarinnar fyrst getið í jarðabók frá um 1584. Þá kemur fram að konugur seldi Hrólfsskála og Lambstaði fyrir þriðjung í Reykjavík. Í Jarðabókinni er Hrólfsskáli „hálfbýli kallað, því það hefur ekki fyrirsvar haft nema að helmingi mót lögbýlisjörðum inn til tveggja næstliðinna ára. Jarðadýrleiki er óviss.“ „Munnmæli eru að af þessari jörð [Lambastöðum] sje til forna, so em hjáleiga, bygð jörðin Hrólfsskáli, en sann á því vita menn ekki,“ JÁM III, 235-6
1703: „Túnin brýtur og fordjarfar sjáfargángur, so að ei er húsum óhætt. Engjar eru öngvar. Útigángur enginn og haglaust um sumur.“ JÁM III, 237.
1916: Tún austara býlis 3,2 teigar, garðar 2300m2. Tún á vestara býli 2,8 teigar, garðar 1700m2. „Túnið allt sléttað, nema mýrlendi bletturinn og litlar blettir stórgrýttir. Utantúns kálg. stór og túnblettur lítill – talinn með.“ Túnakort 1916.

Bakki

Seltjarnarnes

Bakkakot – Bakki og Bakkakot.

1703: „Backe, bygð í óskiftu heimalandi ness á Seltjarnarnesi og nú lögbýli kallað. Jarðardýrleiki er óviss.“ JÁM III, 238. Neskirkjueign.
1397: Neskirkja á: „Þridiunginn i Heimalandi … Eidzlandi. Backa oc Byggardi.“ (DI IV 108-109) Sjálfstæð jörð a.m.k. frá 14. öld en átti óskipt land með Nesi og taldist hjáleiga þaðan í jarðab. 1760. Á Bakka er aftur minnst í Gíslamáldaga um Nes 1575. Þar er aftur sagt að kirkjan í Nesi eigi þriðjung af heimalandi Bakka með rekum, skógum og afréttum (sbr. DI XV, 637).

Nes við Seltjörn

Seltjarnarnes

Nes, Knútborg nyrðri, Knúborg syðri og Litlibær – túnakort 1916.

120 hdr. c. 1200: Kirknaskrá Páls, DI XII, 9.
Í máldaga Þorlákskirkju á Skeggjastöðum á Ströndum frá 1367 er minnst á Neskirkju: „Nesia sysla lix. Nichulas kirkia a seltiarnarnese a sex manna messuklæde. allt annad suo sem Vilchinsbok jnne helldur“ Hítardalsbók DI III, 220. Á Neskirkju er einnig minnst 1379 í máldaga Jónskirkju í Vík (Reykjavík). Þar segir „Jonskirkia j vik aa land alltt at seli. landsælding og selalatur j erfærisey. sælding j akvrey. rekann allann a kirkivsandi. fiordvng reka j mots vid nes. eyngey og lavgarnes. vtan seltiornn og lavgarlæk.“ DI III 340.
Til er máldagi Neskirkju frá 1397. Þar segir: „Nichulaskirkia i Seltiarnarnesi a: fiordung veida j Ellidaaum. þridiunginn i Heimalanndi med rekumm skogumm oc afriettumm. Eidzlandi. Backa oc Byggardi. Half Krossvyk ad vidreka. Herkistader ad vidreka ollumm. Arland nedra. Þar skal vera prestur oc diakn,“ Máld. DI IV 108-109.
Seltjarnarnes
Frá árinu 1546 hefur varðveist bréf í fornbréfasafni um Neskirkju. Þar segir: „Eingeyar maldage Kirkian ä fiordung j öllum reka millum fossvogslækiar utan ad kirkiusande. og j seltiörn.“ DI VII 52.
Árið 1546 kemur fram í Fornbréfasafni að Gizur biskup byggir Eyjólfi bónda P(áls)syni jörð dómkirkjunnar Nes á Seltjarnarnesi um þrenna tólf mánuði, með þeim greinum, er bréfið hermir. DI XI 527.
3. júlí 1556 er Nes meðal þeirra jarða sem færast úr eignarhaldi Skálholtsstóls og yfir til konungsí skiptum fyrir Bjarnanesjarðir sbr. „sub Anno gratiæ 1556. faustudaginn næstan eptter visitatio Mariæ j Skalholltti. vorum vier j hia saum og heyrdum aa ad Knut Steinsson konunglig Maiestatis liensmann yfer Island giordi suoddan skiptti og byting vid herra Gijsla Jonsson. huer þa var settur af kongligu valldi yfer Skalholltt og Skalholltzsticktti til ad stiorna og regera heilax religionis vegna. ad eptter þui konunglig Maiestatis jinnsigludu brieffui sem vpp var lesid a alþingi. ad þær iarder sem Skalholltz domkirkia atti a Seltiarnarnesi og Alttanesi. hueriar ad voru j þad mund atta ad taulu hueriar ad suo heita. Nes. skilldinganes. Eidi. Lambastader. Eyuindarstader. Suidholltt. Skogtiaurn og Brecka. skylldu þessar iarder falla til kongdomsins med kugilldum og árligri afgiptt.“ DI XIII 139.
1575: „Kirkian ad Nese ä Seltiarnarnese. a Thriðiung i heimalande. med [rekum. Skögum. afrettum. Eijdzlandj Backa og Bijggarde. Hälf Krossavijk ad vidreka. Herkestader ad vidreka øllum. Arland nedra. Jtem fiordung veidar i Ellida Äm.“ Gíslamáldagar DI XV 637.

Seltjarnarnes

Nesstofa – Esja í bakgrunni.

26.5.1797: Neskirkja aflögð; (PP, 110) [konungsbréf]. Bændaeign þar til 1397-1546, Þá Skálholtsstólseign en 1556 varð hún konungseign. Kirkjan í Nesi átti upphaflega þriðjung í heimalandi, Bakka, Bygggarði, Eiði og Árlandi [síðar Ártún] en hlutur hennar í heimalandi, Eiði og Árland voru tekin undan en 2/3 af Bakka og Bygggarði voru látin í staðinn og töldust þær kirkjujarðir að öllu frá því á 16. öld. Bakki og Bygggarður höfðu óskipt land við Nes fram á þessa öld. Nesjörðinni hafa upphaflega fylgt skógar og afréttir og mögulega selstaða þar sem heitir Nessel. Grótta var hjáleiga, fyrst getið 1547-52. Bakki talin hjáleiga í jarðab. 1760.
1703 voru Nýibær, Jónshús, Gesthús, Þýskhús, Smiðshús, Móakot, Kot og Ráðagerði hjáleigur en heima við bæinn voru Bakrangur, Norðurbær, Jakobshús, Dugguhús og 1 ónafngr. tómthús. Seinna byggðust Knútsborg, Litlibær, Nýlenda og Bollagarðar og vel er hugsanlegt að þau hafi öll byggst upp á gömlum – bæjarstæðum eins og Jónshúss, Þýskhúss, Smiðshúss og Kots en staðsetning þessara býla er annars týnd. Nesi tilheyrði Akurey en í jarðab. 1803 er þar talin dúntekja og heyskapur. Nes var landlæknissetur frá 1760 til 1834.

Seltjarnarnes

Nesstofa.

Minnst er á Hafur-Björn sem bjó í Nesi í sambandi við landnám Ásbjörns Össurarsonar milli Hraunholtslækjar og Hvassahrauns í Landnámabók (H353) bls 395 ÍF I. Bærinn Nes virðist á fyrstu öldum jöfnum höndum nefndur Nes og Seltjarnarnes. Á Seltjarnarnes er minnst í nokkrum biskupasögum og Sturlungu en oft erfitt að skera úr um hvort átt er við allt Seltjarnarnes eða bæinn Nes þótt það síðarnefnda virðist oftar raunin. Seltjarnarnes er nefnt í Sturlungu (I. bindi, 184. kafla, bls. 253). Þar getur um atburði sem áttu að gerast 1216: „En um vorið um stefnudaga fór Snorri suður á Seltjarnarnes og hafði tvær ferjur af Akranesi og fjóra tigu manna á hvorri. Þeir létu fáa eina sjá er þeir fóru suður að nesinu“.

Nessel

Nessel.

Af heimildum að dæma hefur Nes snemma verið ein af bestu jörðum landsins sbr.: „[1226]: Máldagi settr á alþíngi, um osttoll til Viðeyjar klaustrs af Kjalarnes þíngi. (Vottar að þessum máldaga voru m.a.:) Styrkár Sveinbjarnarson var merkr bóndi í Kjalarness þíngi; hans ætt er talin í Landnámab. v, 14 : Ísl. s. I, 320, og var hann kominn af ætt Íngólfs landnámsmanns; sonr hans var Hafrbjörn í Seltjarnarnesi, sem hafði mest bú og bezta hýbýla skipan á Íslandi af bændum í sinni tíð (Árna bisk. s. kap. 26) DI I 495. Á Nes er minnist í víða í biskupasögu Árna biskup.
1280: „Nú því at hann [Árni biskup]rýmði fyrir herra Ásgrími fór hann heim í Skálaholt ok var þar stundum en stundum í Seltjarnarnesi ok með honum Ellisif Þorgeirsdóttir ór Holti, þess er fyrr er nefndr.“ Biskupasögur III, Árna Saga 58. kap. bls 83.

Seltjarnarnes

Nesstofa.

1280-1281: „Þann vetr var herra Loðinn ok með sveina sína í Seltjarnarnesi með fyrrnefndum Hafrbirni ok veitti hann allstórmannliga ok vóru þá kyrr ein tíðindi. Ok er vár kom fóru þeir Jón lögmaðr þann hlutalands sem ófarinn var um haustit, ok er dró at þingi bjogguz menn til ferðarinnar hverraf sínum heruðum. Herra Árni byskup reið ok til þings ok með honum mart lærðra manna en herra Loðinn ok allir handgengnir menn með honum.“ Biskupasögur III, Árna Saga 62. kap. bls 86. (Svipaður texti er einnig í Sturlungasögu II í köflum 43 og 45 bls 810-811).
1550: Jtem komer Ion Grönlandt till en iiij manefar paa Seltenes wthen formandskop oc er her till skepet j tonde mell oc j tonde sijre oc mijn frj mand her Semen Gislessen fro Tolleüer Grimsen.
Fógetareikningar DI XII 184 Seltjarnarnes einnig nefnt í fógetareikningum árið 1548 DI XII 12.
16. apríl 1556: Erindisbréf Knúts hirðstjóra Steinssonar B. Á íslenzku. 8. Vm skipte a Alfftaness jordum. J attunda mata hefur Kong May. befalad Knute Steinssyne. ad taca til sijn allar þær jardir sem liggja ä Alfftanese og Seltiarnarnese er Skalhollt[s] stikte til heyrer. þo skal hann vtleggia aptur til jafnadar virdingar stiktinu so margar jardir og mikla rentu aff þeim sem vndir krununa liggia. Og Bæde j þessu sem odru leite Knutur Steinsson [kong maiestets gagnsemdar [og goda. epter hans fremstu magt og formegan. DI XIII 109 1916 er tvíbýli á bænum. Tún austara býlisins 4,96 teigar auk 0,5 teiga í Einingu. Tún vestara býlis voru 7,98 teigar, 0,57 teigar í útgræðslu auk 0,6 teiga í Einingu. Garðar austara býlis voru 380 m2 heima en 970 m2 norður við sjó. Garðar vestara býlis 1040 m2, norður við sjó 1390m2.

Grótta

Seltjarnarnes

Grótta – túnakort 1916.

Hjáleiga frá Nesi. Fyrst getið 1547-1548 í Leigna, landskylda og skreiðargjaldsreikningr Kristjáns skrifara af konungsjörðum. Þar segir: „Item met Lambage v legekiör. landskyldt xv öre. ij lege vj förenger smör dt. her er ij foder en ij ar gamell nödt oc iiij lamb oc aff foder en 3 ar gamell nöd oc iiij lam oc ij landskyldt j ar gamlle quege for xl alner oc j thönde öll for xx allner oc fich Thume v öre ij formandskop for en sexereng ij Gröthen“ DI XII 111-112. Einnig er minnst á Gróttu í fógetareikningum árin 1548: DI XII 130, 1548-1549: DI XII 138, 1549-1550: DI XII 153, 1550: DI XII 184, 1552: DI XII 413, 421, 424 og var þá útræði þaðan.

Seltjarnarnes

Grótta 1961.

Þótti með betri jörðum á Nesinu á 18. öld en spilltist af flóðum, sennilega Básendaflóðinu 1799 og var í eyði um skeið á fyrri hluta 19. aldar. Fyrir flóðið mun bærinn hafa staðið á breiðu nesi.
1703: „Tún hjáleigunnar brýtur til stórskaða sjávarágángur. Engjar eru öngvar.“ JÁM III, 244.
1916: Tún 1,5 teigar, allt slétt. Garðar 740m2. „Túnið alt er umgirt sjógarði er sjór fellur að í miklum flóðum, helst að n.a. a. og s. Klappir og grjót hlífir vestur hliðinni og s.v. Gengin er grandi til lands um fjöru …“ Túnakort 1916.

Bygggarður

Seltjarnarnes

Bygggarður – túnakort 1916.

Neskirkjueign. Sjálfstæð bújörð a.m.k. frá 14. öld. Fyrir 16. öld átti Neskirkja aðeins þriðjung í Bygggarði eins og heimalandinu. Útjörð Bygggarðs var óskipt með Nesi fram á þessa öld og hefur jörðin því byggst úr Neslandi.
1397: Neskirkja á: „Þridiunginn i Heimalanndi … Eidzlandi. Backa oc Byggardi.“ (DI IV 108-109). Í hlutabók Kristjáns skrifara frá 1548 segir eftirfarandi: Jtem en lod paa en sexering bijgardhen (sbr. DI XII 130). Jörðin er einnig talin upp í Hlutabók Eggerts hirðsstjóra Hannessonar frá 1552-1553, en þar segir: „Jtem komer Byerne Raffensön tiill en vjeringh ij Biggaaren. Jtem sende iegh tiill en sexeringh ij Byggaren j tonde miell. Jtem sende iegh tiill en vjeringh ij Byggaren j tonde syre (sbr. DI XII 570, 581, 585).

Seltjarnarnes

Bygggarðar 1963.

1703 voru 4 ónafngreindar hjáleigur með Bygggarði. Í Seltirningabók segir: „Örnefnið bendir til kornræktar en ekkert er nánar um það vitað. Jörðin komst öll í eigu Neskirkju og eftir að hún var lögð niður, lenti Bygggarður í eigu Dómkirkjunnar í Reykjavík. Ábúð var á jörðinni um tíma eftir 1840 boðin upp og voru þá ábúendur þar fremur skamman tíma hver. Eftir að Nessöfnuður var stofnaður, fékk hann jörðina og loks keypti Seltjarnarneshreppur hana. Var landi hennar þá úthlutað undir iðnaðarsvæði.“ Seltirningabók, 152.
Jörðin fór illa út úr Básendaveðrinu 1799 og er talið að búskaparskilyrði hafi versnað eftir það.
1703: „Túnin brýtur sjávargángur skaðlega, so að ei er görðum nje heyjum óhætt. Engjar eru öngvar.“ JÁM III, 247. 1916: Tún 2,7 teigar heima, 0,2 teigar í Eining. Garðar 600 m2.

Mýrarhús

Seltjarnarnes

Mýrarhús – túnakort 1916.

Dýrleiki óviss 1703, konungseign. „Mýrarhúsa er fyrst getið í jarðabók frá árunum 1633-34,“ segir í Seltirningabók (bls. 157). Mýrarhús eru 1703 talin hálflenda; þau eru byggð úr stekk frá Eiði um 1600. Ö-Seltjarnarnes AG, 4.
Á 18. öld bjó Þórður Einarsson í Mýrarhúsum og var Þórður afkastamikill skipasmiður svo að höfundur Seltirningabókar ályktar að á seinni hluta 18. aldar hafi verið eins konar skipasmíðastöð í Mýrarhúsum (bls. 159.)
1703: „Túnin brýtur sjávargángur. Engjar eru öngvar. Útihagar næsta því öngvir.“ JÁM III, 250. 1916: Tún 1,67 teigar, allt sléttað nema grjót og malarblettir, engin garður.

Eiði

Seltjarnarnes

Eiði – túnakort 1916.

1703: Dýrleiki óviss, konungseign.
1397 á Neskirkja: „Þridiunginn i Heimalanndi … Eidzlandi. Backa oc Byggardi.“ (DI IV 108-109). Þann 10. mars 1553 er minnst á Eiði í staðfestingarbréfi Kristjáns konungs þriðja á veitingu þeirra jarða er Páll Hvítfeldr hafði lagt skólameistaranum í Skálholti. Þar segir: „Wii , Christiann etc. giiöre alle witherligt. att eptherthij oss elskelige Pouell Huitfeld. wor mannd oc thiennere. haffuer epther wor beffalling vdlaugd thette eptherschreffne goedtzs. paa vort lannd Islannd liggenndis. til scholemesters wnderhollning til Schalotzs(!) domkyrcke….. Eyde ij köer.“ DI XII 524.

Seltjarnarnes

Eiði.

3. júlí 1556 er Eiði meðal þeirra jarða sem færast úr eignarhaldi Skálholtsstóls og yfir til konungsí skiptum fyrir Bjarnanesjarðir sbr. „sub Anno gratiæ 1556. faustudaginn næstan eptter visitatio Mariæ j Skalholltti. vorum vier j hia saum og heyrdum aa ad Knut Steinsson konunglig Maiestatis liensmann yfer Island giordi suoddan skiptti og byting vid herra Gijsla Jonsson. huer þa var settur af kongligu valldi yfer Skalholltt og Skalholltzsticktti til ad stiorna og regera heilax religionis vegna. ad eptter þui konunglig Maiestatis jinnsigludu brieffui sem vpp var lesid a alþingi. ad þær iarder sem Skalholltz domkirkia atti a Seltiarnarnesi og Alttanesi. hueriar ad voru j þad mund atta ad taulu hueriar ad suo heita. Nes. skilldinganes. Eidi. Lambastader. Eyuindarstader. Suidholltt. Skogtiaurn og Brecka. skylldu þessar iarder falla til kongdomsins med kugilldum og árligri afgiptt.“ DI XIII 139.
Árið 1575 kemur fram í Gíslamáldaga að kirkjan í Nesi eigi þriðjung af heimalandi Eiðis með rekum, skógum og afréttum (sbr. DI XV, 637).
1703: „Túnin brýtur sjór til stórmeina. Engjar eru öngvar. Hagar og útigangur í lakasta máta.“ JÁM III, 251.
1916: Tún 3 teigar, allt sléttað, garðar 274 m2.

Í skýrslu um „Fornleifarannsóknir við Bygggarðsvör á Seltjarnarnesi 2004“ segir af sjósókn Nesbúa:

Seltjarnarnes

Spil ofan við Bygggarðsvör 2002.

„Fáar minjar eru nú eftir um útgerð á Seltjarnarnesi. Sjóhús og naust eru horfin, en varir frá býlum má þó víða greina. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1703 eru þrjár verbúðir á jörðinni í Nesi reyndar nefndar með nafni, þ.e. Morastaðabúð, Hannesarbúð og Stórabúð í Suðurnesi, en þar fram undan má sjá móta fyrir vör á stórstraumsfjöru.
Ritaðar heimildir skortir að mestu um sjósókn Seltirninga þar til á 18. öld. Gera má þó ráð fyrir að þeir sem bjuggu á Seltjarnarnesi hafi stundað sjósókn allt frá landnámstíma.
Á 14. öld jókst útflutningur á fiski og jarðir við sjávarsíðuna sem höfðu útræði hækkuðu því í verði. Á 15. öld hófst baráttan milli Englendinga og Þjóðverja um fiskinn og á 16. öld komu þýskir kaupmenn sér upp bátum og gerðu út frá jörðum við Faxaflóa. Ætla má að þeir hafi rekið einhverja útgerð frá Seltjarnarnesi samanber nafnið á hjáleigunni Þýskhús, sem var í Nesi í upphafi 18. aldar.

Seltjarnarnes

Pálsbæjarvör.

Hér mætti skjóta inn almennt um mikilvægi fiskmetis fyrir afkomu þjóðarinnar á liðnum öldum eftirfarandi í Íslandslýsingu Odds Einarssonar Skálholtsbiskups frá því um 1590: “Næst á eftir mjólkurmat og kjöti af kvikfénaði er mikill hluti fæðu Íslendinga venjulegur fiskur. Er hann fyrst hertur nægilega í vindi og sól, þá barinn með lurkum eða fremur steinsleggjum, þar til hann er orðinn vel meyr og eftir það má svo á þörfum bera hann í ákveðnum skömmtum fyrir hvern einstakan, er að snæðingi situr og eta með smjöri sem brauðsígildi. Þessi fæða er talin hin heilnæmasta og eigi aðeins til að seðja hungrið, heldur og ágætlega til þess fallin að efla þrótt og fjör.” Þessi lýsing gildir einnig að mestu um mataræði allt frá landnámstíma, því þrátt fyrir akuryrkju framan af öldum, einkum byggrækt, kom harðfiskur að meira eða minna leyti í stað kornmatar að talið er.

Seltjarnarnes

Nýlenduvör.

Á 17. og 18. öld áttu útvegsbændur og leiguliðar á Seltjarnarnesi fjölda opinna skipa og þaðan voru einnig gerðir út svokallaðir konungsbátar. Fylgdi sú kvöð mörgum jörðum að ábúendur urðu að sjá um þessa konungsbáta svo lengi sem kóngsútgerð hélst, en Bessastaðavaldið hirti af þeim tekjur. Fjöldi vermanna safnaðist til Seltjarnarness á vertíðum. Meðal þeirra voru Borgfirðingar fjölmennir.
Við upphaf 19. aldar voru 25 býli í Seltjarnarneshreppi og af þeim voru öll nema 7 með einhverja skipaeign. Þessi áraskip voru smá, flest tveggja manna för. Upp úr miðri öldinni varð á þessu breyting. Farið var að gera út sexæringa og áttæringa og á þeim mátti sækja dýpra og fara lengra. Seltirningar fóru að stunda veiðar á miðum suður í Leiru og undan Vatnsleysuströnd. Ekki var þessi ágangur vel séður af Suðurnesjamönnum og risu af honum mótmælasamþykktir og málaferli. Af þessu að dæma hefur landinn löngum deilt um það hvernig fiskveiðiréttinum skuli hagað áður en landhelgin var útfærð stig af stigi í 200 mílur á liðinni öld og handhafar framkvæmdavaldsins komu á umdeildu fiskveiðikvótakerfi.

Seltjarnarnes

Nesvör.

Árið 1895 áttu Seltirningar um 40 opin skip en fimm árum síðar voru aðeins tvö eftir. Um 1885 fóru útvegsbændur á Seltjarnarnesi að taka sig saman um að kaupa þilskip eða skútur. Voru gjarnan tveir til þrír menn sem stóðu að hverju skipi. Fyrstu skipin voru skonnortur, 30-40 lestir að stærð. Upp úr 1895 var síðan farið að kaupa svokallaða kúttera frá Bretlandi, en þeir voru margir 80-100 lestir. Þó að skipin stækkuðu var ekki um breytingar að ræða á veiðunum. Áhöfnin á skútunum vann því ekki saman heldur dorgaði hver við sitt færi, enda netaveiðar ekki stundaðar almennt hér á landi fyrr en eftir aldamótin 1900. Fiskurinn var saltaður, fluttur heim á Nesið og þurrkaður þar og merki má m.a. sjá um það við Bygggarðsvörina og víðar á Seltjarnarnesi.
Árið 1904 náði skútuútgerð Seltirninga hámarki, og voru þá gerð út þaðan 10 þilskip. En það fór svipað með skútuútgerðina og útgerð opinna skipa, henni hrakaði furðufljótt. Árið 1909 var ekkert þilskip eftir og þegar kom fram á árin milli stríða stunduðu Seltirningar helst hrognkelsaveiði.“

Í yfirliti um „Skráðar minjar á Seltjarnarnesi“ er sagt frá Neskirkju og -kirkjugarði:

Seltjarnarnes

Nes.

„Kirkja/kirkjugarður suðaustan við Nesstofu. Rústir eru ekki sjáanlegar á yfirborði. Þegar grafið var fyrir hitaveituskurði að Nesstofu árið 1979 fundust þarna grafir og veggjarhleðslur sem taldar eru vera frá kirkjugarðinum, og var svæðið þá lauslega athugað af safnverði á Þjóðminjasafni. Leifar grjóthlaðins veggjar utan um matjurtagarð virðast geta verið framhald veggjarins sem fannst 1979. Árið 1994 kannaði Línuhönnun hf. svæðið með jarðsjá að frumkvæði Rótarýklúbbs Seltjarnarness. Niðurstöður mælinganna þykja benda til þess að tekist hafi að afmarka útlínur kirkjugarðsins að hluta, og finna líklega staðsetningu kirkjunnar.
Kirkju í Nesi er fyrst getið í kirknatali Páls biskups Jónssonar um 1200. Elsti máldagi hennar, sem þekktur er, er frá 1397. Talið er að þegar hann var gerður hafi kirkjan í Nesi verið úr torfi. Hún var þá auðug að jörðum. Árið 1642 er Neskirkja sögð “stæðileg að máttarviðum”; sú kirkja var líklega að mestu leyti úr torfi og grjóti. Árið 1675 var svonefnd Úlfhildarkirkja reist, vegleg kirkja úr torfi og með miklu tréverki. Lýsing á henni er talin geta bent til þess að hún hafi verið útbrotakirkja, en þær voru sjaldgæfar hér. Úlfhildarkirkja er sögð illa farin 1780, og 1785 var enn reist ný kirkja í Nesi, sú síðasta sem þar stóð. Það var glæsileg timburkirkja, en árið 1797 var helgi aflétt af henni og Seltirningum gert að sækja kirkju í Reykjavík. Neskirkja fauk í Bátsendaveðrinu 1799.

Seltjarnarnes

Bjarni Pálsson – minnismerki við Nesstofu.

Kirkjugarðurinn umhverfis Neskirkju er fyrst nefndur í vísitasíu frá 1758; menn voru greftraðir þar að minnsta kosti til 1813.“

Á Mbl.is, 17. júlí 1994, segir; „Síðasta kirkjan við Nesstofu á Seltjarnarnesi fauk í Bátsendaveðrinu árið 1799„:
„Morgunblaðið sagði nýlega frá því að kirkjustæðið hefði verið staðsett nokkuð nákvæmlega með jarðsjártæki, sem virkar eins og ratsjá nema hvað því er beint í jörðina. Það er því ekki úr vegi að grípa niður í árbók Jóns Espólins, þar sem fjallað er um Bátsendaveður. Frásögnin er í kafla, sem ber nafnið „Vetrarþúngi, vedr ok brim.“ Síðasta kirkjan við Nesstofu á Seltjarnarnesi fauk í Bátsendaveðrinu árið 1799: „Urdu því skadar hvervetna sem mestir máttu verda hér. Þá tók ofan at grundvelli kirkjuna at Nesi vid Seltjörn.“

Heimildir:
-Vikan 18.06.1987, Nesstofa – eitt elsta steinhús landsins, bls. 32-33.
-Fornleifaskráning á Seltjarnarnesi, Fornleifastofnun Íslands 2006.
-Fornleifarannsóknir við Bygggarðsvör á Seltjarnarnesi 2004.
-Skráðar minjar á Seltjarnarnesi – http://www.seltjarnarnes.is/media/skipulag/Skradar-minjar.pdf
-Mbl.is, 17. júlí 1994 – Síðasta kirkjan við Nesstofu á Seltjarnarnesi fauk í Bátsendaveðrinu árið 1799 – https://www.mbl.is/greinasafn/grein/146782/
-Beinafundur hjá Nesi við Seltjörn, Þjóðminjasafn Íslands 2000.

Seltjarnarnes

Grótta.

Seltjarnarnes

Á norðvestanverðri Valhúsahæð á Seltjarnarnesi er stór landamerkjasteinn, sem áður var í fornum landamerkjagarði frá því á 11. öld (að talið er). Garðurinn náði millum jarðanna Ness og Eiðis. Á steininn er klappað „LANDAMERKI„.

Seltjarnarnes

Landamerkjasteinn á Valhúsahæð.

Á vefsíðu Seltjarnarnesbæjar 2. júní 2016 má lesa eftirfarandi undir fyrirsögninni „Ísland endurmælt með upphafspunkt á Valhúsahæð“:
„Eins og fram kom í frétt Morgunblaðsins miðvikudaginn 1. júní, stendur til á næstu mánuðum að endurmæla og –reikna alla punkta í grunnstöðvaneti landmælinga á Íslandi. Verkefninu var formlega ýtt úr vör í gær þegar mælitæki var sett af stað á Valhúsahæð á Seltjarnarnesi, en frá árinu 1904 hefur þar verið einn af grunnpunktum í mælikerfi landsins.
Eftir nokkra daga ættu að vera komnar niðurstöður úr þessari einstöku mælingu, segir í blaðinu. Umræddur grunnpunktur, sem fjallað er um, er svokallaður Landamerkjasteinn með áletruninni LANDAMERKI.
Steinninn var skráður í fornleifaskráningu árið 1980, en líklegt má telja að steinninn hafi átt að marka land á milli norðan- og sunnanverðs Ness“

Seltjarnarnes

Landamerkjasteinninn – áletrun.

Í „Fornleifaskráning á Seltjarnarnesi 2006“ segir: „Áletrun – landamerki; landamerkjasteinn með áletrun norðvestarlega á Valhúsahæð. Hann er fast vestan við Þvergarð, um 80 m austan við Valhúsabraut en um 130 m SSV við norðurenda Þvergarðsins. Ekki er ljóst á hvaða merkjum steinninn er. Þvergarður hefur frá fornri tíð markað land milli Ness og bæjanna austarlega á nesinu og því lítil ástæða til að ætla að klappað hafi verið í steinninn til að marka af land milli austur- og vesturness. Líklegra má e.t.v. telja að steinninn hafi átt að marka land á milli norðan- og sunnanverðs ness. Þá hugsanlega merki Bakka og Ness eða upphaf markalínu milli Mýrarhúsa/Eiðis og Hrólfsskála. Ekkert er vitað um aldur áletrunarinnar.
Valhúsahæð er lítt gróinn melur. Að vestanverðu er hún stórgrýtt klapparholt. Steinninn er talsvert stærri en aðrir steinar á holtinu. Landamerkjasteinninn er um 1,4 m hár, um 2 m á lengd en 1,5 m á breidd. Í norðurhlið hans er klappað „LANDAMERKI“. Áletrunin er tæpir 35 cm á lengd en 2-3 cm á hæð. Steinninn var skráður í Fornleifaskráningu.“

Heimildir:
-http://www.seltjarnarnes.is/frettirogutgefidefni/frettir/nr/9780 – www.selstjarnarnes.is 02.06.2016
-Fornleifaskráning á Seltjarnarnesi, Fornleifastofnun Íslands 2006.

Seltjarnarnes

Landamerkjasteinninn – áletrun.

Stórasel

„Nafn býlisins Sels bendir til þess, að þar hafi upphaflega verið selstaða frá Vík.“ Áður fyrr voru stundum útihús í högum oft langt frá bæjum, þar sem búfénaður var látinn ganga á sumrum. Slík hús voru nefnd sel og var þetta kallað að hafa í seli.
Storasel 201Árið 1367 er Sel talið sem eign Jónskirkju postula í Vík, samkvæmt Hítardalsbók. Litlum sögum fer af Seli næstu aldirnar. Í Jarðbókinni frá 1703 er jarðadýrleiki óviss, ábúandi er einn Ólafur Benediktsson. Heimilismenn 8 og níundi heilsuveikur mágur bóndans, torfrista, stunga og móskurður í Víkurlandi frí. Heimræði er árið um kring og lending sæmileg, ganga skip ábúandans eftir hentugleikum.
Jarðardýrleki er en óviss um 1835-1845 þegar Johnsen skráir, en þá er Bráðræði skráð sem hjáleiga Sels. 1803 segir fyrst frá Bráðræði, sem hjáleigu frá Seli, og Litla-Sel nefnir bæjarfógeti einn, sem hjáleigu þaðan. Prestur telur 5 býli á öllu Seli, en bæjarfógeti telur eigi ábúendur. Prestur, en enginn annar telur Sauðagerði með 5 býlum.
Seint á 18. öld bjó í Seli Þorfinnur Þorbjarnarson frá Skildinganesi. Hann var lögréttumaður um skeið og er þess getið í heimildum að hann hafi setið á Alþingi á tímabilinu 1787-1793. Með konungsúrskurði 1809 var ákveðið að prestsetur skyldi vera í Seli. Þangað fluttist Brynjólfur Sigurðsson (Sívertsen) dómkirkjuprestur (d. 1837). Sel var innlimað í Reykjavík 1835. Það átti jarðamörk að Hlíðarhúsum og Reykjavík. Sels bæirnir voru síðast fimm. Á lóðinni Holtsgata 41b stendur Stóraselsbærinn enn, reistur um 1885. Ívarssel, nú Vesturgata 66b, reis um 1870. Litlasel og Jórusel eru sambyggð hús á lóðinni Vesturgata 61. Litlasel mun vera reist fyrir aldamót en Jórusel síðar.
Litlasel 201Hér voru varir, Litla-Selsvör, og aðeins suðvestar, norðan við Sóttvarnarhúsið, sem nú er Mið- Selsvör, suðvestan hennar er svo Stóra-Selsvör, og Lágholtstangi gengur hér fram í sjó.
Á mbl.is árið 2005 segir eftirfarandi: „ÍVARSSEL kvaddi Vesturgötuna í nótt. Húsið þurfti að víkja af sinni upprunalegu lóð vegna fyrirhugaðs deiliskipulags á svæðinu. Húsið, sem var byggt árið 1869, var flutt á Árbæjarsafnið þar sem það mun standa sem sýningarhús.
Ívarssel var einn af Selsbæjunum svokölluðu en hinir nefndust Stórasel, Litlasel og Jórunnarsel. Húsið mun vera elsta hús í vesturbæ Reykjavíkur, vestan Garðastrætis.
Þau tómthúsbýli sem byggðust upp í landi Sels drógu mörg nafn af heimajörðinni og breyttist nafn Sels þá í Stórasel. Selsbæirnir voru síðast taldir fimm og voru, auk Stórasels, Miðsel, Litlasel, Jórunnarsel og Ívarssel. Síðasta bæjarhús Stórasels, steinbær sem reistur var 1884, stendur enn á lóðinni Holtsgötu 41b. Einn ábúandi var í Seli 1703. Heimili í Stóra-Seli voru 3 samkvæmt manntalinu 1845 og er eitt af þeim Pálshús. Steinbærinn frá 1884 stendur enn á dálítilli torfu á sameiginlegri baklóð Sólvallagötu 80-84, Ánanausta 15 og Holtsgötu 31-41.
Er stærstur hluti bakgarðsins tekinn undir bílastæði og virðist Jorunnarsel 201hann hafa verið lækkaður eitthvað ef miðað er við hæð torfunnar sem bærinn stendur á. Sé um að ræða elsta bæjarstæði Sels, þá verður það að teljast nokkuð raskað, en vegna þeirrar torfu sem enn er eftir í kringum steinbæinn og að um er að ræða bæ með nokkuð langa búsetu er mögulegt að enn geti verið að finna nokkuð þykk mannvistarlög á þessum slóðum.
Býlin Litlasel og Miðsel munu hafa byggst upp í tíð Steingríms Ólafssonar sem var bóndi á Seli í kringum 1840. Litlasels er fyrst getið sem hjáleigu frá Seli í jarðalista bæjarfógeta frá árinu 1844. Árið 1848 var sonur Steingríms, Ólafur, talinn eigandi að þeim hluta Selslands þar sem Litlasel var byggt. Á Litlaseli munu um tíma hafa verið mörg býli og bjó Ólafur Steingrímsson á einu þeirra, á öðru Jakob bróðir hans, á þriðja býlinu bræðurnir Jón og Grímur Guðnasynir og á því fjórða Ívar Jónatansson, en það býli var alltaf kallað Ívarssel til aðgreiningar frá hinum. Árið 1881 byggði Magnús Pálsson tómthúsmaður timburhús rétt suðvestan við bæinn á Litlaseli sem síðar var kennt við Jórunni Eiríksdóttur ekkju og kallað Jórunnarsel.
Þremur árum síðar reisti Grímur Jakobsson íbúðarhús úr bindingi og múrsteini austan við Litlasel, nálægt því þar sem Vesturgata og Seljavegur mætast nú. Ivarssel 201Árið 1885 seldi Ólafur Steingrímsson syni sínum, Guðmundi Kristni Ólafssyni skipstjóra, hálfan Litlaselsbæinn og fjórum árum síðar fékk Guðmundur leyfi til að „byggja um bæ sinn á sama stað og með sama lagi og áður“. Þá byggði hann steinbæinn sem enn stendur á lóðinni.
Árið 1895 seldi Guðmundur eign sína Sigurði Einarssyni útvegsbónda. Tíu árum síðar var Sigurður látinn en ekkja hans, Sigríður Jafetsdóttir, bjó enn í Litlaseli ásamt dætrum þeirra. Litlasel var þá einnig heimili Magnúsar Einarssonar og fjölskyldu hans en í Jórunnarseli bjuggu Jóhann Þorbjörnsson tómthúsmaður, Halldóra kona hans og tveir synir. Árið 1913 seldi Sigríður Jafetsdóttir eign sína Karveli Friðrikssyni sjómanni og árið 1924 voru Litlasel og Jórunnarsel virt saman sem húseign hans. Ári síðar lét ekkja Karvels, Guðbjörg Kristjánsdóttir, stækka og endurbæta Litlasel og var þá innréttuð sérstök íbúð í risinu. Árið 1935 eignuðust Axel R. Magnússen og Margrét Ólafsdóttir húsin að Vesturgötu 61 og bjuggu þar síðan lengi og afkomendur þeirra eftir þau. Á síðari hluta 19. aldar og fram á 20. öld höfðu íbúar Litlasels og Jórunnarsels flestir framfæri sitt af fiskveiðum, líkt og ábúendur hinna Selsbæjanna. Þeir sem gerðu út árabáta réru frá þremur vörum á þessum slóðum, Litlaselsvör sem var rétt neðan við vesturenda Vesturgötu, Miðselsvör dálítið suðvestar, neðan Miðselstúns, og Stóraselsvör enn suðvestar, þar sem göturnar Hringbraut og Eiðsgrandi mætast nú. Ekki er ljóst hvort húsin frá 1881 og 1889 sem eru númer 61 við Vesturgötu eru á elsta bæjarstæði Litla-Sels. Þó má gera því skóna að þau séu á svipuðum slóðum ef marka má textann úr skráningargögnum Minjasafns Reykjavíkur hér að framan þar sem segir að þau hafi verið byggð „á sama stað og með sama lagi“ og eldri bæir.
Miðsel, steinhús reist 1874, er nú horfið en stóð þar sem nú er húsið nr.19 við Seljaveg… Býlin Litlasel og Miðsel munu hafa byggst upp í tíð Steingríms Ólafssonar sem var bóndi á Seli í kringum 1840. Eru örlitlar líkur á að einhverjar leifar Miðselsbæjarins sé að finna í bakgarðinum fyrir aftan Seljaveg 19 eða í götunni fyrir framan húsið.“

Heimildir:
-mbl.is, 4. maí 2005 (lesið 14. mars 2012).
-Húsakönnun, drífa Kristín Þrastardóttir og Guðný Gerður Gunnarsdóttir, Minjasafn Reykjavíkur 2007.
-Páll Líndal, Reykjavík. Sögustaðir við Sund. 3 bindi, bls.38.
-Íslenskt fornbréfasafn III. bindi, bls.220.
-J.Johnsen. Jarðatal, bls.121..neðanmálsgrein.
-Pál Líndal. Reykjavík. Sögustaður við Sund. 3. bindi, bls. 39.
-Vigfús Guðmundsson (1936).
-Ari Gíslason. Örnefnaskrá Reykjavíkur og Seltjarnarnes.
-Drífa Kristín Þrastardóttir og Guðný Gerður Gunnarsdóttir. Húsakönnun. Seljavegur-Ánanaust-Holtsgata-Vesturgata. Minjasafn Reykjavíkur. Skýrsla nr. 135, bls. 10-11.
-J. Johnsen: Jarðatal á Íslandi, bls. 121, 462.
-Jón Helgason: Reykjavík. Þættir og myndir úr sögu bæjarins 1786-1936, bls. 47.
-Klemens Jónsson: Saga Reykjavíkur. 1. bindi, bls. 269.
-Guðjón Friðriksson: Indæla Reykjavík, bls. 79.
-Borgarskjalasafn: Skjöl byggingarfulltrúa (B) fyrir Vesturgötu 61 (B-nr. 1560) – Borgarskjalasafn: Aðf. 751-757. Brunatrygging húsa 1896-1943 (Br.nr. 200 og 327;; – -Guðjón Friðriksson: Indæla Reykjavík, bls. 79.
-Ágúst Jósefsson (1959) Minningar og svipmyndir úr Reykjavík, bls. 85 -Ari Gíslason. Örnefnaskrá Reykjavíkur og Seltjarnarness –Páll Líndal. Reykjavík. Sögustaður við Sund. 4. bindi, Lykilbók, bls. 66-67.
-Guðjón Friðriksson (1991). Saga Reykjavíkur. Bærinn vaknar. 1870-1940. Fyrri hluti, bls. 87.
-Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns. 3. bindi. Gullbringu- og Kjósarsýsla, bls. 252.
-Borgarskjalasafn: Skjöl byggingarfulltrúa (B) fyrir Vesturgötu 61 (B-nr.1560).

Sel

Heimildir eru um Sel frá 14. öld og var það lengst af kirkjujörð auk þess sem útræði var mikið úr Selsvör, enda upphaflega um sel frá Víkurbænum að ræða. Bærinn var síðar oft nefndur Stóra-Sel. Steinbær var reistur þar árið 1884 sem stendur enn.
Uppdráttur Hoffgards frá árinu 1715 sýnir m.a. Sel enda eitt af höfuðbýlum á þessu svæði og prestsetur. Nýlegar fornleifarannsóknir sýna að undir steinbænum eru leifar af torfbæ. Selsbærinn stóð þar sem í dag er Holtsgata 41b.

Grótta

„Af Gróttu fara litlar sögur, og ekki er mjer kunnugt um hvenær bygð hefir hafist þar, en upphaflega var þarna hjáleiga frá Nesi, og hefir þó sennilega áður verið útróðrastöð.
Þess er getið í Jarðabók grotta-223Árna og Páls 1703 að kóngsskip, fjögra manna far, hafi fyrrum gengið þaðan, en því hafi ekki fylgt nein verbúð, og hafi skipshöfnin hafst við í sjóbúð, sem Nesbóndi átti þar og goldið leigu fyrir. Í fógetareikningum þeirra Kristjáns skrifara og Eggerts Hannessonar á árunum 1548—1552 má sjá, að greitt hefir verið formannskaup á báti, sem haldið var út frá Gróttu (sem Kristján skrifari kallar Gröthen). Er fyrstu árin talað um sexæring, en seinasta árið um fjögurra manna far.
Nafnið Grótta er kvenkynsorð af nafninu Grótti, sem þýðir kvörn. Er fræg orðin kvörnin Grótti, sem malaði alt er maður vildi og Fróði ljet þær Fenju og Menju mala á gull, en þær mólu salt í staðinn, svo að skipið sökk og síðan varð sjórinn saltur. Hér hefir þótt allmikill brimsvarrandi á fjöruskerjum. Um það ber líka vott hin alkunna draugsvísa:
Dauðinn sótti sjávardrótt,
sog var ljótt í dröngum.
Ekki er rótt að eiga nótt
undir Gróttutöngum.
grotta-222Landslagi á framanverðu Seltjarnarnesi fyrir framan Valhúsahæð, er svo háttað, að það er að mestu sljett. Um mitt nesið er allstór tjörn, sem heitir Bakkatjörn, en margir villast nú á og kalla Seltjörn. Beggja megin við hana eru sjávargrandar, sem tengja Suðurnes við land. Er það sljett og grasi gróið, og þar héldu Reykvíkingar einu sinni þjóðhátíð sína. Á hernámsárunum lagði herinn Suðurnes undir sig, en nú hefir lögregla Reykjavikur þar bækistöð sína og stundar þar æfingar. Inn í Bakkatjörn fellur sjór um ofurlítinn ós út við Suðurnes þegar stórstreymt er. Norðan við nyrðri grandann er dálítil vík, sem verður að lóni með stórstraumsfjöru, því að þá örlar á skerjakögur fyrir utan það. Þetta er Seltjörn sem nesið er kent við. Hefir áður verið land fyrir framan hana, en sjórinn brotið það gjörsamlega, eins og víðar hjer um kring. Smnir halda að nafn tjarnarinnar sje dregið af því, að þarna hafi Reykjavíkurbóndi áður haft í seli, því að alt Seltjarnarnesið var upphaflega land Reykjavíkur. En þessi tilgáta um nafnið er sennilega alröng. Sel voru höfð upp til heiða og fjalla, en ekki á útnesjum. Er og í fornum heimildum getið um það, að Reykjavík hafi átt selstöðu þar sem kallað var Víkursel hjá Undirhlíðum (seinna kallað Gamla Víkursel). Hafði selið þar skógarhogg til eldneytis. Einnig er talið að bóndi (eða bændur) í Örfirisey hafi haft selstöðn undir Selfjalli, þar sem heitir Örfiriseyjarsel og átti það þar hrísrif og lyngrif til eldneytis. Um elstu og stærstu jarðirnar á Seltjarnarnesi er þess líka getið að þær hafi átt sel. Lambastaðir áttu selstöðu undir Selfjalli, þar sem hjet Lambastaðasel, og Nes átti selstöðu í Seljadal undir Grímafelli (nú kallað Grímmanns- eða Grímarsfell) og hjet þar Nessel. Hitt er miklu líklegra að Seltjörn hafi verið kend við sel og að þar hafi upphaflega verið selalátur. Vitað er að selveiði helst hjer við nesið fram eftir öldum, og enn 1703. Er hún í jarðabókinni talin til hlunninda á jörðum báðum megin Skerjafjarðar.“

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins 28. júlí 1946, bls. 309-310.

Grótta

Gróttuviti.