Tag Archive for: Skógfellavegur

Skógfellavegur

Skógfellavegur er hluti gamallar þjóðleiðar milli Voga og Grindavíkur og dregur nafn sitt af Litla- og Stóra-Skógfelli sem standa stutt frá veginum. Á leiðinni, nærri Grindavík skiptist vegurinn og liggur annar í austurátt og nefnist Sandakravegur.

Skógfellavegur

Skógfellavegur – vörðukort (ÁH).

Skógfellavegur er auðfundinn. Hann er varðaður með 99 vörðum, misjafnlega vönduðum, og sumstaðar má sjá djúp hófför í hraunklöppum. Það tíðkaðist einnig áður fyrr að grjóti væri kastað úr vegstæði þegar farið var um leiðina. Úrkast má sjá víða á leiðinni. Vegurinn er stikaður og hver stika gps merkt og skráð hjá Neyðarlínunni.
Leiðin einkennist af hraunbreiðum, bæði úfnum og sléttum, mosagrónum og gróðursnauðum. Leiðin er skemmtilega fjölbreytt og gaman að ímynda sér alla ferðalangana sem þar hafa farið um síðustu 900 árin eða svo.
Leiðin er um 16 km. og tekur um 4-6 tíma í göngu.

Sandakravegur liggur nú, líkt og Skógfellavegurinn, að hluta undir nýrunnu hrauni, eða allt að landamerkjum Voga hjá „Stóra steininum við Gömlu götuna“. Sandakravegur lá af Skógfellavegi en vegurinn var aðeins fálega varðaður. Ef marka má djúp för í hraun klöppunum eða veginum má ætla að hann hafi verið fjölfarinn. Vegurinn endaði hjá Ísólfsskála í Grindavík. Var það aðallega heimilisfólkið í Ísólfsskála og gestir þess sem stytti sér leið um Sandakraveg. Hófaför sáust í klöppum og á leiðinni eru gerði fyrir hesta og kindur. Einhverjar vörður voru á svæðinu en þær líklegast skemmdar af mannavöldum til að koma í veg fyrir að fólk villtist á Sandakraveg af Skógafellsleiðinni.

Skógfellavegur – leiðarlýsing frá 2020

Skógfellavegur

Skógfellavegur – hnitsetning.

Gengið var um Skógfellaveg frá Vogum til Grindavíkur. Þessi gamla þjóðleið milli byggðalaganna var einnig nefnd Vogavegur. Skógfellavegur er hluti gömlu þjóðleiðarinnar til Grindavíkur frá Hafnarfirði og dregur nafn sitt af tveimur fellum, sem hann liggur framhjá að austanverðu, Litla- og Stóra Skógfelli. Þau eru við götuna um miðja vegu til Grindavíkur. Nafn götunnar hefur breyst í tímans rás því áður hét hluti hennar Sandakravegur. Sumir telja það þann hluta leiðar, sem liggur frá Stapahorni og langleiðina að Stóra- Skógfelli, en þar eru vegamót. Aðrir telja Sandakraveginn hafa legið með Fagradalsfjalli með Görninni og Kastinu um Nauthólaflatir skammt vestan Dalsels og þaðan um sléttar sandflatir niður í Mosa um Grindavíkurgjá og á Skógfellaveginn skammt ofan við Brandsgjá. Þannig er leiðin sýnd á kortum eftir aldamótin 1900.
Gangan inn á Skjógfellaveginn hófst við skilti skammt ofan Reykjanesbrautar, skammt austan við Háabjalla. Bílastæði eru skammt austan við skiltið. Gatan er nokkuð óljós framan af en úr því rætist fljótlega. Leiðin hefur nú verið stikuð að Litla-Skógfelli af áhugagönguhópi á Suðurnesjum.

Skógfellavegur

Skógfellav. – hnitsetning.

Skammt sunnan við Reykjanesbrautina er gengið fram á sprungu sem heitir Hrafnagjá. Þarna við Skógfellaveginn lætur hún lítið yfir sér en þegar austar dregur er hún mjög falleg og tilkomumikil og þar er gjábarmurinn hæstur og snýr á móti suðri. Í gjárveggnum er hrafnslaupyr. Hrafnagjá nær alla leið niður á túnið á Stóru-Vatnsleysu. Þar í er svonefnt Magnúsarsæti með áletrunum. Þegar götunni er fylgt áfram er komið að nokkuð löngu grágrýtisholti, Nýjaselsbjalla, og liggur gatan yfir austurhluta þess. Skammt austan götunnar, áður en komið er upp á bjallann, eru litlar seltóftir, Nýjasel, undir lágum hamri sem snýr til norðurs og dregur bjallinn nafn af selinu.
Nokkrar gjár eru á leiðinni, auðveldar yfirferðar og snúa hamraveggir þeirra allra til norðurs. Fyrsta gjáin sem eitthvað kveður að er Huldugjá en þar sem gatan liggur yfir gjána er sagt að Huldugjárvarða hafi staðið. Þarna liggur vel mörkuð leiðin nálægt austurjaðri Skógfellahraunsins.
Áhugavert er að gera smá lykkju á leiðina austur með gjánni og skoða Pétursborg sem stendur á barmi Huldugjár. Fjárborgin stendur nokkurn spöl austan vegarins yfir gjána. Pétursborg er gamalt sauðabyrgi frá Tumakoti í Vogum nefnt eftir Pétri Andréssyni bónda þar (1839-1904) en hann er sagður hafa hlaðið borgina.

Skógfellavegur

Skógfellavegur – varða við Aragjá.

Við Pétursborg að austanverðu eru tvær gamlar fjárhústóftir og ein nokkuð nýrri aðeins ofar.

Á milli Huldugjár og næstu gjár sem heitir Litla-Aragjá er gatan nokkuð óljós á kafla en hefur verið stikuð en gatan er skýrari þar sem hún liggur yfir Aragjána. Þar er tæpt til beggja handa en stór varða stendur á efri gjábarminum. Þegar líður á verður gatan greinilegri og næsta gjá á leiðinni sem eitthvað kveður að er Stóra-Aragjá. Grjótfylling og hleðsla er í Stóru-Aragjá þar sem leiðin liggur yfir hana og þar er varða sem heitir Aragjárvarða en gjáin þarna við vörðuna heitir Brandsgjá.

Skógfellavegur

Skógfellavegur – „Stóri (landamerkja)steinninn við Gömlu götuna“.

Eftirfarandi er frásögn um atvik sem henti á þessum stað: Á jólaföstu árið 1911 var Brandur Guðmundsson bóndi á Ísólfsskála (1862-1955) á leið heim úr Hafnarfirði og dró sú ferð dilk á eftir sér. Hann lagði á Skógfellaveginn og ætlaði síðan inn á Sandakraveginn og niður að Ísólfsskála. Veður versnaði er leið á daginn og lenti Brandur í umbrotafærð suður heiðina. Allt í einu gaf fönn sig undan hestinum og þeir hrösuðu ofan í Stóru-Aragjá. Þarna hafði Brandur leitt hestana utan við klifið og svo fór að bæði hrossin þurfti að aflífa á staðnum. Síðan heitir þarna Brandsgjá. Brand kól mikið á fótum og var á Keflavíkurspítala í nokkra mánuði eftir slysið.

Landamerki

Leiðrétt landamerki Voga og Grindavíkur m.v. landamerkjalýsingu.

Þegar komið er upp fyrir Stóru-Aragjá tekur fljótlega við helluhraun sem nær langleiðina að Litla-Skógfelli og er vegurinn vel varðaður á þessum slóðum. Á fyrsta spottanum þarna er gatan mjög djúp því grjóti hefur verið rutt úr henni í miklum mæli en þegar ofar kemur taka við sléttar klappir markaðar djúpum hófförum.
Á hægri hönd eru Krókar, hraunhólar með kjarri í dældum, en á vinstri hönd, spöl sunnar, er Nyrðri-Mosadalagjá. Gjáin snýr bergvegg til suðausturs og þess vegna er erfitt að greina hana frá götunni. Milli hennar og Syðri-Mosadalagjár (með bergvegg til norðvesturs) er víðáttumikill misgengisdalur, þakinn mosa, og heitir sá Mosdalir eða Mosadalir. Við austurrætur Litla-Skógfells þarf að klöngrast yfir smá haft af grónu apalhrauni þar sem gatan liggur en þegar yfir það er komið liðast hún „milli hrauns og hlíðar” um skriðugrjót og grasteyginga. Skógfellin bera ekki nöfnin með réttu í dag því þau eru að mestu gróðurlaus.

Björn Gunnlaugsson

Björn Gunnlaugsson – kort af Reykjanesskaga 1831.

Fyrir neðan og austan Litla-Skógfell er þó dálítið kjarr, bæði birkihríslur og víðir, og sjálfsagt hefur svæðið allt verið viði vaxið endur fyrir löngu. Við Litla-Skógfell endar Vatnsleysustrandarhreppur og Grindavíkurhreppur tekur við.
SkógfellavegurFrá hlíðum Litla-Skógfells er gaman að horfa á „vörðuskóginn” framundan en á milli Skógfellanna er einkennasnauð hraunbreiða sem auðvelt væri að villast um ef ekki væru vörðurnar. Þarna standa þær þétt saman eins og menn á mosagrónu taflborði og gatan er djúpt mörkuð af þúsundum járnaðra hesthófa.

Skógfellavegur

Skógfellavegur – Litla-Skógfell framundan.

Þegar komið er langleiðina að Stóra-Skógfelli greinist Sandakravegurinn út úr til suðausturs yfir hraunið og að Sandhól. Til gamans geta göngumenn leikið sér að því að telja vörðurnar frá Litla-Skógfelli að gatnamótunum en þær eru 22. Sandakravegurinn þarna yfir er fallegur, djúpmarkaður og skoðunarverður.
Vestan við Stóra-Skógfell er Gíghæðin og er stutt ganga frá fellinu yfir í gígana og þaðan yfir á Grindavíkurveginn. Í austri blasir Fagradalsfjallið við með sína fylgifiska s.s. Sandhól og Kastið.

Sunnan Stóra-Skógfells liggur vegurinn austan undir fallegri gígaröð, Sundhnúksgígum, sem er um 8 km löng og áfram að Sundhnúk sem er aðal gígurinn og stendur hann norðan við Hagafell. Gatan er slétt og sendin á kafla. Heitir þar Sprengisandur. Þegar komið er framhjá Hagafelli, þar sem í eru Gálgaklettar, að austanverðu fer að halla undan til Grindavíkur og spöl neðar greinst leiðin til „allra átta” um gamalgróið hraun niður til bæja. Í Gálgaklettum eru þeir þjófar sagðir hengdir, sem handamaðir voru á Baðsvöllum, en höfðu hafst við í Þjófgjá í Þorbjarnarfelli og herjað á Grindvíkinga.
Frábært veður. Gangan tók 6 klst og 6 mín.

Heimild:
-Sesselja G. Guðmundsdóttir, Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi. Útg. 1995.

Skógfellavegur

Útsýni af Skógfellavegi að Stóra-Skógfelli, Sýlingarfelli og Þorbirni.

Ómar Smári

Sandakravegur liggur nú að hluta undir nýrunnu hrauni austan Sundhnúks. Gosið hófst 18. desember. Vegurinn var gamall þjóðvegur milli Grindavíkur og Voga á Vatnsleysuströnd og mátti greina fornan slóða í hrauninu.

Skógfellavegur

Skógfellavegur.

Skógfellavegur er gamall þjóðvegur milli Voga og Grindavíkur. Út frá honum lá Sandakravegur en er hann nú einnig að hluta undir hrauni.

„Í gær var þetta til, nú er þetta horfið,“ segir Ómar Smári Ármannsson fornleifafræðingur um minjar sem nú liggja undir nýju hrauni sem runnið hefur úr gossprungunni við Sundhnúkagíga frá því í gærkvöldi. Ómar Smári er Grindvíkingur sem þekkir sögu og umhverfi bæjarins vel, auk þess að vera einn helsti sérfræðingur landsins um minjar og gönguleiðir á Reykjanesi.

Skógfellavegur er gamall þjóðvegur milli Voga og Grindavíkur. Vegurinn er um það bil 16 kílómetra langur. Vörður voru hlaðnar alla leiðina og í seinni tíð var leiðin stikuð. Út frá Skógfellastíg er gönguleiðin Sandakravegur. Sá vegur er nú kominn að stórum hluta undir hraun.

Skógfellavegur

Skógfellavegur við hraunbrúnina að norðanverðu.

Eldgosið „á kórréttum stað“ en kemur upp á „verstu sprungu sem gat gosið á“
Sandakravegur lá af Skógfellavegi en vegurinn var aldrei varðveittur. Ef marka má djúp för í hraun klöppunum eða veginum má ætla að vegurinn hafi verið fjölfarinn. Vegurinn endaði hjá Ísólfsskála í Grindavík. Var það heimilisfólkið í Ísólfsskála sem stytti sér leið um Sandakraveg. Hófaför sáust í klöppum og á leiðinni eru gerði fyrir hesta og kindur. Einhverjar vörður voru á svæðinu en þær líklegast skemmdar af mannavöldum til að koma í veg fyrir að fólk villtist á Sandakraveg af Skógafellsleiðinni. Vegurinn hefur ekki verið merktur formlega inn á nein kort.

Heimild:
-Heimildin, 19. desember 2023, Gömlu þjóðleið horfin undir hraun – Katrín Ásta Sigurjónsdóttir.

Skógfellavegur

Nýja hraunið, Skógfellavegur og Sandakravegur.

Fagridalur

Á landakorti LÍ frá árinu 1977 sést dregin gata er fylgir Skógfellavegi frá Grindavík að Stóra-Skógfelli. Í stað þess að halda áfram að Litla-Skógfelli og síðan áleiðis í Voga, eins og þekkt er, er gatan dregin til norðausturs frá Stóra-Skógfellshorni og upp að Nauthólaflötum í Fagradal og áfram í Dalssel. Þessi gata er merkt sem „vörðuð leið“. Annað hvort er um misskilning að ræða eða þarna hafi fyrrum legið gata frá Skógfellavegi og upp í Dalssel, selstígur Þórkötlunga á meðan þeir nýttu Dalsselið.
Leiðbeiningum fylgtÍ von um að enn gætu vörðubrot sést þarna er gæfu leiðina til kynna var haldið inn á svæðið frá 
Arnarsetri, austur með norðanverðu Stóra-Skógfelli og áfram inn á Skógfellahraunið. Þar var stefnan tekin til norðausturs, áleiðis að Fagradal.
Þrátt fyrir erfið gönguskilyrði í byrjun (snjór þakti jörð) lék veðrið við þátttakendur – logn og blíða í fjallasal. Snjóhlífar og -þrúgur auðvelduðu sumum gönguna til muna.
Í Arnarsetri hefur verið gerð bragarbót. Í stað mikils magns efnis, sem tekið var á sínum tíma við endurbætur á Grindavíkurveginum, hefur nú verið ekið þangað efni af framkvæmdarsvæði Bláa lónsins, bæði með það fyrir augum að nota svæðið sem efnistipp og um leið að endurheimta fyrri ásýnd þess. Ef haldið verður skipulega áfram með verkið má vænta þess að gígsvæðið sjálft hafi nánast fengið fyrri mynd eftir u.þ.b. tvær aldir. Hafa ber í huga að verðmæti Arnarseturssvæðisins á eftir að margfaldast á næstu áratugum og hundruðum.

Skógfellastígur

Skógfellastígur.

Eftir að hafa fetað snævi þakið hraunssvæðið varlega, yfir hugsanlegar sprungur og gjár, þurfti að komast upp með Stóra-Skógfelli, sem hafði dregið að sér fannfergið. Við vörðu á norðausturhorni fellsins, við Skógfellastíginn, var áð og lagt á ráðin.
Meint gata af Skógfellavegi suðaustan við Stóra-Skógfell með stefnu í Fagradal gat auðveldlega legið þar inn í „dal“ þann er Sandakravegurinn liggur um millum Sandhóls og Skógfellavegs. Dalur þessi er mosavaxin hraunslétta (helluhraun), sem runnið hefur eftir að Skógfellahraunið rann. Það hraun hefur fyllt upp í sprungur, misfellur og jafnvel inn í eldri gíga á svæðinu. Dalurinn heitir Mosdalur. Ofan hans er fyrrnefndur Fagirdalur. H
raunið hefur það verið nefnt Dalaraun og þaðekki af ástæðulausu. Í  ljósi þessa er enn áhugaverðara að skoða ummerki hinna fornu gatna yfir hraunið – því víða eru þær djúpt markaðar í hraunhelluna. Það eitt gefur til kynna hina miklu umferð um þær á u.þ.b. 600 ára tímabili, eða allt til 1910 er ferðir fólks um þær voru að leggjast af.
Á áningarstaðnum var tilvalið að rifað upp ferðalýsingu um Skógfellastíginn er birtist í Lesbók Mbl árið 2000: „Þ
essi grein um Skógfellaveg birtist í Lesbók Mbl í septembermánuði árið 2000: „Á Suðvesturlandi eru margar áhugaverðar þjóðleiðir og hafa nokkrar þeirra öðlast fastan sess í huga útivistarfólks sem skemmtigönguleiðir svi sem Leggjabrjótur milli Þingvalla og Hvalfjarðar, Selvogsgata milli Hafnarfjarðar og Selvogs og Síldarmannagötur er nýlega voru varðaðar. Á Reykjanesskaga eru þjóðleiðir sem ekki eru eins nafnkunnar og áðurnefndar leiðir, en munu þó örugglega draga til sín göngufólk í vaxandi mæli.
Stóra-SkógfellNokkrar þeirra liggja til Grindavíkur og skal hér kynnt ein þeirra, en það er Skógfellavegur, gömul leið úr Vogum sem jafnframt er framhald þjóðleiðarinnar frá Hafnarfirði er nefnist Almenningsvegur.
Skógfellavegurinn er kenndur við tvö fell sem eru við leiðina og heita Litla- og Stóra-Skógfell er bendir til þess að svæðið hafi verið skógi vaxið fyrrum, en í nágrenni Litla-Skógfells er þó kjarrgróður með birkihríslum og víði. Grindvíkingar hafa líklega notað Skógfellaveginn sem alfararleið um stuttan tíma, en hann lagðist af um 1920 þegar akvegur var lagður milli Vogastapa og Grindavíkur. Af leiðinni liggur Sandakravegur neðan Stóra-Skógfells að Fagradalsfjalli og síðan austur á bóginn, en nafnið hefur upprunalega verið notað um alla leiðina frá Stapa.
Hér er greint frá Útivistargöngu um hluta þessarar leiðar s.l. sunnudag 3. september… frá Vogum. Landið sýnist ekki svipmikið á þessum slóðum, en þó leynist þarna margt og ekki síst þegar lengra dregur. Snorrastaðatjarnir eru suðvestan og vestan við leiðina og grilltum við aðeins í þær og einnig skátaskála sem reistur var nærri tjörnunum fyrir nokkrum árum. Ofan við tjarnirnar er Háibjalli, en hann og hæsta umhverfi er á náttúruminjaskrá og þar er nokkur skógrækt, en allt þetta blasti betur við ofan af Litla-Skógfelli sem gengið var um síðar.

Varða á leiðinni

Fyrsta spölinn mótar af og til fyrir gömlum götum, en vörður eru fáar og strjálar, en það átti eftir að breytast þegar lengra kom, en það sem einkennir leiðina eru gjár. Gjárnar eru ekki farartálmi og auðvelt að komast um þær, en sú fyrsta sem varð á vegi okkar nefnist Huldugjá, en austur með henni blasti við okkur fjárborg, sem heitir Pétursborg, en ekki var hún skoðuð nánar í þetta sinn. Skammt var að Litlu-Aragjá og gerðum við þar stuttan stans við stóra vörðu á gjárbarmi, en kaffistopp höfðum við hjá næstu gjá, Stóru-Aragjá sem á þessum slóðum nefnist Brandsgjá. Hún heitir eftir Brandi Guðmundssyni bónda á Ísólfsskála er var þarna á ferð á jólaföstu árið 1911, en lenti í ófærð og missti hestana ofan í gjána og þurfti að aflífa þá á staðnum. Brand kól á fótum og var á Keflavíkurspítala einhverja mánuðu eftir slysið. Við litum á gjárnar þarna og víðar og reyndust þær mjög djúpar þó vel sæist til botns svo ekki er að undra þó illa geti farið ef lent er utan leiðar að vetrarlagi og snjór gefur sig yfir gjánum.

Gígur við leiðina

Eftir góða áningu við Stóru-Aragjá var haldið áfram, enda auðvelt og vel vörðuð leið eftir helluhrauni, en þar og víðar eru hófaför vel mörkuð í klöppina. Litla-Skógefll er ekki hátt, aðeins 85 m.y.s. en það freistaði uppgöngu og hélt allur hópurinn upp norðvesturhornið og niður af því sunnanmegin. Af fellinu blasir við mestur hluti leiðarinnar, utan þess sem Stóra-Skógfell skyggir á í suðri, en á milli fellana er þétt röð varða.
Stóra-Skógfell er um 100 m hærra en Litla-Skógfell, en þó freistaði það ekki til uppgöngu í þetta sinn, utan eins þátttakaanda sem raunar gekk á öll fell sem urðu á vegi okkar og dásamaði hann mjög útsýnið.
SléttlendiðÞegar suður fyrir Stóra-Skógfell kom blasti við Sundhnúkagígaröðin sem mun vera um 8 km löng en frá henni rann hraunið hjá Grindavík fyrir um 2000 árum. Athygli okkar vakti sérkennileg hraunpípa utan í einum gígnum og vantaði lítið upp á að skríða mætti þar í gegn, en ekki hefði það farið vel með fatnað. Á þessums lóðum var okkar göngu um Skógfellaveg lokið þar sem áætlaður lokaáfangi göngunnar var Bláa lónið. Leið okkar lá inn á stikaða leið er tilheyrir Reykjaveginum, um Svartsengi norðan Svartsengisfells. Þar við gamlan steyptan pall, líklega undirstöðu danspalls. Rifjuðu nokkrir úr hópnum upp minningar frá útisamkomum er þar voru haldnar um skeið á vegum Grindvíkinga. Eftir tæpra 6 klukkustunda göngu vorum við loks komin að Bláa lóninu nýja sem fellur ótrúlega vel inn í hraunið, en bað í því er kærkominn endapunktur á goðri gönguferð.“

Sandhóll-innri

Þá var stefnan tekinn upp í „dalinn“ og honum fylgt til norðausturs. Varða sást á hraunnibbu áður en komið var inn á Sandakraveginn. Í rauninni var ekkert eðlilegra en framhalda göngunni eftir sléttu helluhrauninu áleiðis í Fagradal. Til að gera langa göngusögu stutta má segja að þessi leið er svo greiðfær að hægt væri að aka eftir henni á óbreyttum jeppa. Úfið hraun birtist framundan, en vestan þess lá slétt hraunlæna inn að Aurum vestan Nauthólaflata. Frá hraunjaðrinum var leiðin greið inn í Fagradal og að Dalsseli.

Sandakravegur

Sandakravegur – varða.

Á stöku stað var að sjá hellu ofan á hellu, en verksummerkin gætu þess vegna hafa verið eftir refaskyttur, er sóttu inn í hraunið. Ekki var að sjá að þeim hafi tekist að útrýma skolla á svæðinu því fótspor eftir hann sáust víða á leiðinni, ekki síst við Stóra-Skógfell. Augljóst má vera að víða leynast greni á þessu svæði, enda lágrennanlegar hraunrásir margar.
Þótt ekki hafi verið hægt að sjá augljóslega varðaða leið frá Stóra-Skógfelli áleiðis í Fagradal verður að telja víst að hún hefur verið farin, enda bæði stysta og greiðfærasta leiðin milli Járngerðarstaða og Dalssels. Til stendur að fara inn á svæðið þegar snjóa leysir og gaumgæfa það betur með hliðsjón af framangreindu.
Eitt stendur þó upp úr – umhverfið og útsýnið er stórbrotið.
Frábært veður. Gangan tók 5 klst og 5 mín.

Heimild m.a.:
-Kort frá Landmælingum Íslands 1977.
-Lesbók Mbl 16. sept. 2000 – Kristján M. Baldursson.

Fagradalsfjall frá Skógfellastíg

Sundhnúkur

Haldið var á ný inn á hraunin suðaustan Litla-Skógfells. Ætlunin var að skoða sprunguna betur nyrst á Sundhnúkagígaröðinni, kíkja niður í hana á nokkrum stöðum og athuga hvort þar kynni eitthvað óafvitað að leynast. Um er að ræða allsérstakt jarðfræðifyrirbæri, sem vert var að rannsaka nánar.

Sundhnúkur

Sundhnúkur – gígurinn.

Sprungan er sá hluti gígaraðarinnar sem er ólík öðrum hlutum hennar. Þar eru gjall- og klepragígar ráðandi ásýnd, en þarna má sjá niður í sprunguna eins og hún „kom af skepnunni“. Líklegt má telja að gosið þarna hafi varið í skamman tíma, hjaðnað snögglega og færst niður (suður) eftir reininni. Í gosinu sjálfu hafa hlaðist upp klepraveggir á utanverðri reininni, en þegar gosið hætti, skyldi það eftir opin. Niður í þau má líta síðasta spöl hinnar glóandi, en storknandi síumbreytanlegu, kviku á leið upp á yfirborðið.
Sundhnúkahraunið, sem gaus á sprungurein er liggur frá sunnanverðu Hagafelli að Kálffelli fyrir u.þ.b. 2400 árum síðan er einstaklega áhugavert, einkum í tvennum skilningi; það er annars vegar dæmigert sprungureinagos og mjög aðgengilegt í nánd við byggð (Grindavík) og hins vegar er það, þrátt fyrir nálægðina við byggðina, óraskað. Gosreinin er bæði fjölbreytileg og einstök.

Skógfellavegur

Skógfellavegur.

Að sunnanverðu er hún dæmigerð glepra- og gjallgígaröð, en að norðanverðu er um að ræða sprungu þar sem þunnfljótandi kvikan hefur leitað upp í skamman tíma, en ekki náð að fylla áður en jarðeldurinn stöðvaðist. Það bendir til tiltölulega stutta virkni, enda hefur kvikumagnið ekki verið mikið, aðallega þó þunnfljótandi í fyrstu, en þegar á leið hefur kvikan orðið þykkari og myndað apalhraun ofan á hluta helluhraunsins.
Haldið var upp eftir slóða um úfið Arnarseturshraunið (það er einungis úfið í jaðrana eins og þarna. Einhverjum hefur einhvern tímann dottið í huga að fara með jarðýtu þessa leið í gegnum annars ósnert hraunið í einhvers konar tilgangi. Tilgangurinn kom í ljós þegar komið var að vesturhorni fellsins. Þar hafði verið ýtt úr hlíðinni nokkru efni, líkt og til að kanna „innihaldið“. Einhver námuáhugamaðurinn hefur gert sér þetta að verkefni, en með leyfi hvers eða hverra?

Sandakravegur

Sandakravegur.

Þegar komið var upp fyrir Litla-Skógfell var farið yfir hinn forna Skógfellaveg, klappaðan í harða hraunhelluna. Augljós má telja að þarna hafði verið allmikil umferð manna og dýra um aldir, allt frá því að land byggðist. Sandakravegurinn liggur til suðausturs af Skógfellavegi skammt norðan Stóra-Skógfells, en einhvern veginn liggur í loftinu, miðað við aðstæður og ásýnd veganna, að sá vegur sem og Skógfellagatan suðaustan Litla-Skógfells, hafi verið aðalgatan milli Suðurstrandarinnar og Útnesja. Þá hefur gatan væntanlega gengið undir öðru nafni, s.s. Suðurstrandarvegur eða Útnesjavegur, sbr. Selvogsgata og Suðurfararvegur.

Byrjað var athugunina nyrst á sprungusvæði Sundhnúkagígaraðarinnar. Farið var niður í sprunguna á nokkrum stöðum, en hún virtist ekki árennileg.

Bláa lónið

Grindavík ofanverð – kort.

Gígurinn syðst á þessum hluta reinarinnar er hins vegar formfagur. Sunnan hans er hellisskúti, ágætt skjól.

Gengið var inn á slétthraunið norðaustan Rauðhóls. Þar liggur „Sandakravegurinn“ um sléttuna, djúpt markaður í klöppina. Líklegra verður þó að telja að þarna hafi legið meginþjóðleiðin milli Suðurstrandarinnar og Útnesja. Götunni var fylgt til vesturs. Telja verður ótrúlegt að gatan hafi einungis verið tengigata.
Þegar komið er áleiðis að merktum gatnamótum Skógfellavegar verður gatan óljósari. Hins vegar, þegar skoðað er umhverfi vörðu við Skógfellaveg nokkru norðar, verður að telja líklegra að gatnamótin kunni að liggja þar nálægt. Hlaðið hefur verið vörðulíki skammt suðaustar, eins og einhver hafi viljað benda á að þar kynnu að vera gatnamót. Það virðist réttmæt ábending.

Skógfellavegur

Skógfellavegur.

Fyrrnefnd varða er með stefnumið og svo er að sjá að frá henni liggi beinast við að „Sandakraleiðin“ hafi legið upp slétt mosahraunið.

Skógfellagatan er djúpt mörkuð í klöppina er líður að Litla-Skógfelli. Sjá má að þarna hefur verið mikil umferð fyrrum. Gamla gatna liggur á kafla, djúpt mörkuð í helluna, svolítið austar en varðaða gatan er nú.
Þessi gata hefur legið þarna um slétt helluhraunið og verið aðalleiðin milli Suðurstrandarinnar og Útnesja, sem fyrr segir. Út frá henni eru hliðarleiðir, ef vel er að gáð. Hraunhellan er órsökuð frá því að land byggðist og verður því að teljast merkileg fornleif í skilningi Þjóðminjalaga.
Frábært veður. Ferðin tók 3 klst og 3 mín.

Sundhnúkagígar

Í Sundhnúkagígum.

Arnarseturshraun

FERLIR fór í sína árlegu jólagönguferð s.l. laugardag, 11. desember. Eins og kunnugt er hefur hópurinn verið duglegur að leita uppi fornar minjar á Reykjanesskagagnum og staði, sem flestum eru gleymdir. Þessi ferð var engin undantekning, nema nú var ætlunin að finna þann stað, sem jólasveinarnir halda sig jafan á milli jólahátíða.

Skógfellastígur

Skógfellastígur.

Hvar búa jólasveinarnir? Sagnir hafa verið um að þeir, móðir og faðir ásamt jólakettinum, búi í einhverju fjallinu á milli hátíða?
Fremstu, og jafnframt hæfustu, rannsakarar sem til eru, voru settir í það verkefni að reyna að staðsetja dvalarstað jólasveinanna. Þeir skoðuðu öll hugsanleg fjöll, sem til greina komu, en niðurstaðan voru vonbrigði. Fullyrt var að hvorki jólasveinar né önnur sambærileg fyrirbæri gætu búið í fjöllum, hvað þá á fjöllum. En hvar þá?
Rannsakararnir komust að því að undirheimarnir væru einna líklegastir. Jólasveinarnir virtust alltaf eiga nóg af gjafadóti, þeir voru hvergi á launaskrá, virtust ekki hafa neinar tekjur, sáust aldrei milli 6. janúar og 12. dag desembermánaðar og notuðu ekki síma, en þurftu að búa við tiltölulegar mildar aðstæður og auðvelt væri um aðdrætti. Auðvitað þyrftu jólasveinar ýmislegt smálegt af og til allt árið auk þess þeir þurftu að geta dregið sér allt efni í gjafir og því var alveg nauðsynlegt að nærliggandi íbúar væru sammála sem einn maður að þegja um dvalarstaðinn. En hvar voru íbúar, sem gátu þagað yfir leyndarmáli?

Arnarseturshellar

Í Arnarseturshellum.

Hvar lá fiskur undir steini? Þægilegir undirheimar, milt svæði, láglendi, auðvelt með aðdrætti, hreindýramosi og traustsins verðir nágrannar? Rifjað var upp Stóra heimaslátrunarmálið!!! Einungis einn staður gat komið til greina. En svæðið var stórt. En undirheimar þess voru þó á takmarkaðir.
Lagt var af stað inn í norðanvert Skógfellahraun og gegnið áleiðis að Litla-Skógfelli. Fetaður var stígur í gegnum hraunið upp að fellinu. Á því er lítil varða.
Gamla þjóðleiðin um Skógfellaveg liggur sunnan við fellið frá Vogum og áfram áleiðis til G

Jól

Jólasveinn.

rindavíkur. Hún er mikið klöppuð í hraunhelluna. Gæti það m.a. hafa verið eftir hreindýr jólasveinanna til langs tíma?
Gatan var rakin framhjá gatnamótum Sandakravegar og síðan beygt til hægri að Stóra-Skógfelli. Framundan var Arnarseturshraunið, sem er talið hafa runnið í Reykjaneseldunum um 1226. Líklegt er að jólasveinarnir hafi flust á milli svæða, en þetta svæði er enn volgt – undir niðri – og því kjörlendi þeirra, sem vilja dyljast svo til allt árið.
Ef jólasveinarnir væru þarna einhvers staðar væri best að koma þeim á óvart með því að koma úr þeirri átt, sem síst væri von mannaferða á þessum tíma. Gengið var hljóðlega inn á hraunkantinn og áleiðis að mikill hrauntröð austan við eldgígana. Þegar stutt var eftir í tröðina sást hvar rauð húfa stóð upp úr skjannahvítum snjónum. Þegar þátttakendur nálguðust reis skyndilega upp jólasveinn undir húfunni og virtist hann hálf ringlaður og undrandi. Hann, sem er vanur að finna fók, átti greinilega ekki átt von á að fólk finndi hann.

Arnarseturshellar

Í Arnarseturshellum.

Hikandi gekk hann á móti FERLIRsfélögum, staðnæmdist í hæfilegri fjarlægð og kastaði kveðju á liðið. Það var ekki síður undrandi þótt búast megi nú við hverju sem er í FERLIRsferðum, eins og dæmin sanna.
Eftir svolitla stund hvarf feimnin af honum og hann bauðst til að fylgja FERLIR í hellinn, en einungis inn í anddyrið því annars yrði Grýla alveg brjáluð, eins og hann orðaði það. Auk þess væru hinir bræður hans enn sofandi, en sjálfur ætti hann að leggja af stað til byggða um kvöldið. Þau vildu ekki fá of marga gesti því þá væri hætta á að ekki yrði ráðið við strauminn og því enginn friður lengur.
Í ljós kom m.a., í annars dimmum hellinum, að jólakötturinn var ekki köttur,

Arnarsetur

Jólasveinn í Arnarseturshellum.

heldur hundur. Það er greinilega ekki allt satt sem sagt er.
Stekkjastaur, en það sagðist jólasveinnin heita, bauð upp á góðgæti að hætti jólasveina, sagði sögu, flutti gamanmál og vildi síðan heyra fólkið syngja jólasöngva. Þegar sungið var “Jólasveinar ganga um gólf” þurfti hann að leiðrétta texta mannanna, sem notaður var, því auðvitað er farið upp á hól en engin kanna sett upp á stól. Af hólnum var litið til manna, eins og hann sagðist sjálfur oftast gera.
Þegar sveinki var spurður af því hvers vegna sungið væri: „Jólasveinar einn og átta, ofan koma af fjöllunum…“, svaraði hann því til að auðvitað væri með þetta eins og annað; hreppstjórinn í Grindavík hafi fyrir nokkrum mílárum handtekið fjóra ræningja, sem haldið höfðu til í gjá uppi á Þorbirni og hengt þá í Gálgaklettum þarna rétt hjá. Einhver fjölmiðill hafi síðar talið þá vera „jólasveina“ og sett þá vitleysu á prent fyrir langalöngu, en hún enn ekki fengist leiðrétt. Þess vegna vissi fólk ekki betur og tryði vitleysunni, eins og svo oft vill verða. „En ekki láta þetta rugla ykkur“, sagði hann, „við erum níu og reyndar fjórum betur. Og auðvitað komum við af fjöllum á leið okkar um og yfir þau með gjafirnar. Hjá því verður ekki komist, a.m.k. ekki hérna á Íslandi.“
„En áttu ekki að vera í íslenskri lopapeysu eða rollukápu?“, spurði snáðinn í hópnum.
„Ekki á jólunum. Þá klæðumst við sparifötunum, þessum hérna“, svaraði jólasveinninn og togaði með annarri hendinni í rauðu treyjuna. „Allshvunndags erum við nú bara í lopanum og skinninu“, lambið mitt. Það hefur reynst okkur best hér á þessum slóðum.“

Arnarseturshellir

Í Arnarseturshelli.

„En segið mér eitt“, bætti jólasveinninn við og lækkaði róminn. „Hafið þið heyrt nokkurn tala um rýrnunina á skreiðinni í trönunum hérna rétt hjá?“ Hann benti í suður. Allir komu af fjöllum. Ekkert svar.
„Nú, það er svo. Þá þarf ekki fleiri orð um það – ekki meira um það“, sagði sveinki og leit flóttalega í kringum sig.
Fljótlega þurfti Stekkjastaur að hverfa til skyldustarfa, greip með sér langan lista og stóran hvítan poka, snaraði honum á bak sér, kvaddi þátttakendur og hvarf út í miðhúmið.
Einn úr hópnum, sem virtist nú fyrst vera að átta sig, leit á hina og spurði með undrunarsvip: „Hver var þetta, hver lék jólasveininn?“.
Hinir litu á hann, brostu síðan og svörðuðu einum rómi. „Þetta var sjálfur jólasveinninn, ekta jólasveinn, sástu það ekki, maður“.

Arnarseturshraun

Arnarseturshraun – kort.

Einhverjir eltu jólasveininn út úr hellinum til að sjá hvers konar farartæki hann notaði, en allt kom fyrir ekki. Hann var horfinn með það sama. Jólasveinar virðast öðlast einhvern yfirnáttúrlegan mátt þegar að þeirra tíma kemur. FERLIR virðist því hafa verið á réttum stað á réttum tíma, rétt áður en máttur Stekkjastaurs varð virkur – ef ekki ofvirkur.

Auðvitað eiga Grindvíkingar jólasveinana, eins og svo margt annað á Reykjanesskaganum. Þeir eiga líka flest hraunin og svo til öll fjöllin og ef Hafnfirðingar hefðu ekki beitt brögðum til að ná til sín Krýsuvík á sínum tíma, ættu þeir nær allt, sem merkilegt getur þótt á skaganum – eða það segja Grindvíkingar a.m.k. Var ekki alþingismaðurinn kra(f)tlegi sem flutti tillögu um að afhenda Hafnfirðingum Krýsuvík jafnframt bæjarfulltrúi Hafnfirðinga? Hvað gátu hinir hógværu og kurteisu Grindvíkingar gert í þeirri pólitísku refskák á þeim tíma? „Pólitíkin er rúin allri kurteisi“ – eða það viðurkennir Gunnar Birgisson a.m.k. núna.

Kjöthvarfið

„Kjöthvarfið mikla“- myndin er úr eftirlitsmyndavél.

Áður en Stekkjastaur kvaddi var hann beðinn um góðar gjafir þátttakendum og öðrum til handa, einkum þó gnægð kærleika, hamingju, góðar heilsu og nægan tíma, ef hann gæti eða mætti miðla einhverju af því sem hann ætti af slíku. Veraldlegar gjafir voru afþakkaðar (þótt góðir gönguskór komi sér nú alltaf vel).

Til fróðleiks má upplýsa hér að Stóra heimaslátrunarmálið snérist um haldlagningu á miklu magni af heimaslátruðu kindakjöti hjá Grindavíkurbændum. Því var síðan stolið úr fórum yfirvalda og virtist hafa horfið af yfirborði jarðar. Íbúarnir þögðu allir sem einn. Utanaðkomandi sögðu þó að eigendurnir hefðu einungis fært það tímabundið á milli frystigáma og læst á eftir því til að tryggja betur geymslu þess, en aðrir vildu halda því fram að „einhverjir jólasveinar“ hefðu tekið það ófrjálsri hendi. En engin trúði hinum síðarnefndu að sjálfsögðu. Að einu má þó ganga sem vísu; það er löngu búið að eta öll sönnunargögnin.
Frábært veður – stilla og logn. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Arnarseturshellir

Arnarseturshellir.

Skógfellavegur

Lagt var af stað frá Vogum og genginn 16 km langur Skógfellavegurinn til Grindavíkur.

Skógfellavegur

Skógfellavegur.

Í heimildum ber leiðin eftirfarandi nöfn: Skógfellavegur, Skógfellsvegur og Vogavegur (notað af Grindvíkingum). Hluti hans var nefndur Sandakravegur eða Sandakradalsvegur. Skógfellaleiðin lagðist af um 1920 þegar bílvegur var lagður til Grindavíkur. Björn Gunnlaugsson skráði Sanakraveg inn á kort sín árið 1831 og 1844 og þar er vegurinn strikaður frá vesturenda Vogastapa yfir Skógfellahraunið að Litla-Skógfelli, þaðan að syðri enda Fagradalsfjalls og síðan áfram suður úr.
Gengið var framhjá Snorrastaðatjörnum, Nýjaseli, yfir Brandsgjá og að Litla-Skógfelli. Bæði er yfir grófara hraun að fara og gróið, en gatan er greið.

Skógfellavegur

Skógfellastígur.

Leiðin frá Litla-Skógfelli að Stóra-Skógfelli er tiltölulega slétt helluhraun og er gatan mörkuð djúpu fari langleiðina. Hún er auk þess ágætlega vörðuð. Áður en komið er að fellinu er vörðubrot vinstra megin (en annars eru vörðurnar hægra megin á þessari leið). Vörðu ber við loft á hæð í suðri. Þarna liggur Sandakravegurinn áleiðis yfir að Slögu.
Vestan við Stóra-Skógfell taka Sundhnúkarnir við, en vestan þeirra hallar undan að Hópsheiði og áfram niður í Grindavík.
Veður var frábært, sól og hiti, svo og útsýni á leiðinni. Gangan tók nákvæmlega 4 klst.

Heimild m.a.
-Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi – Sesselja G. Guðmundsdóttir.

Skógfellavegur

Skógfellavegur.

Sandakravegur

Gengið var um Skógfellaveg, beygt út af veginum skammt ofan við Stóru-Aragjá (Brandsgjá) og haldið upp Mosadal vestan við Kálffellið, upp fyrir Mosadalsgjá og áfram um sandsléttur norðvestan Nauthóla. Síðan var slóðinni fylgt suður með Fagradalsfjalli allt að Drykkjarsteinsdal. Þaðan var götu fylgt til vesturs yfir hraunið og komið inn á Skógfellaveg skammt norðan við Stóra-Skógfell.

Sandakravegur

Sandakravegur.

Þegar farið var út af Skógfellaveginum ofan við Brandsgjá og haldið inn á tiltölulega slétt mosahraunið var erfitt að álykta hvar svonefndur Sandakravegur gæti hafa legið þar um.
Í hrauninu ofan við slóðann má sjá örla fyrir gömlum götum, en mosinn er víða búinn að færa þær í kaf. Þegar gengið var niður af brún Grindavíkurgjár var ekki auðvelt að sjá hvar gatan gæti hafa legið um, en þar er þó ekki erfitt að fara um, t.d. með hesta. Mosadalur ber nafn með réttu. Hann er nokkuð sléttur og greiðfær. Þegar komið var að Mosadalsgjá var leitað að hugsanlegri leið upp úr dalnum, en einnig þar var erfitt að greina hana við gjárbarminn. Ofar tekur við gróið hraun. Þar gæti vegurinn hafa legið svo til hvar sem er. Ekki var að sjá vörðubrot á þeirri leið. Enn ofar tekur við slétt sandslétta, alveg upp að Nauthólum. Þetta svæði ofanvert hefur verið vel gróið fyrrum, en mikil landeyðing hefur átt sér stað.

Dalssel

Dalssel.

Dalsselið kúrir þarna á grasbakka innst í Fagradal. Þegar dalnum sleppir er leiðjn nokkuð greiðfær milli Fagradalsfjalls og hraunsins vestan þess. Sums staðar í hrauninu, ofan við hraunbrúnina, mótar fyrir götum.
Vestan við Kastið sést gatan vel í hrauninu og einnig suðvestan við Einbúa. Þar sést hvar kastað hefur verið upp úr götunni á allnokkrum kafla.
Sumir segja, og hafa stutt það með seinni tíma kortum, að Sandakravegur hafi legið af Skógfellavegi rétt ofan við Brandsgjá, um Mosadali og Nauthólaflatir, með Sandholti innri, Sandhól, Kastið og Borgafjall og um Drykkjarsteinsdal. Aðrir segja að vegurinn liggi um Dalahraun, um Beinvörðuhraun norðan Hrafnahlíðar með stefnu í Drykkjarsteinsdal. Reyndar er gata þar yfir hraunið, mest áberandi vestan dalsins. Kemur hún inn á leið, sem sýnir Sandakraveg liggja til norðurs á kortunum.

Sandakravegur

Sandakravegur.

Á kortum og í örnefnaskrám er, sem fyrr sagði, getið um Sandakraveg eða Sandakradalsveg. Sú leið er sögð í seinni tíð kljúfa sig út úr Skógfellaleiðinni á brún Stóru-Aragjár (Brandsgjár), sveigja til suðausturs áfram suður úr upp að Fagradal og Fagradalsfjalli að vestanverðu yfir í Drykkjarsteinsdal.
Einnig liggur gata frá Drykkjarsteinsdal yfir hraunið að Stóra-Skógfelli og kemur inn á Skógfellaveg skammt norðan við fellið. Hún hefur einnig verið nefnd Sandakravegur. Þar er varða á hraunbrún, auk þess sem reistar hafa verið upp sléttar hellur með götunni á kafla. Í raun hefur greiðasta leiðin með hesta af Skógfellavegi inn að Drykkjarsteinsdal og þar með gömlu þjóðleiðina austur til Krýsuvíkur, verið um Mosadalina, upp úr þeim um sandsléttuna norðvestan Nauthóla og síðan með Fagradalsfjalli áleiðis að Drykkjarsteinsdal. Á þessari leið er kastað duglega upp úr götunni og þar er gerði fyrir hesta eða fé sunnan Einbúa. Ekki sést þó móta fyrir götu upp úr Mosadölum, en hún ætti að sjást enn á brúnunum. Hins vegar er hin leiðin, af Skógfellavegi norðan Stóra-Skógfells, mun styttri og greiðfærari, t.d. fyrir fótgangendur. Þar, sem og á þessum hluta Sandakaravegar, er gatan mörkuð djúpt í klöppina á löngum kafla.
Sandakravegur hefur einnig verið nefndur Sandhalavegur. Skýringin er sennilega sú að hólar voru stundum nefndir „halar“ sbr. Hrísahali (Hríshólar) ofan við Garð. Sandhólar eru við Sandakraveg og gætu þeir hafa verið nefndir „Sandhali“.
Hvað sem öllu líður er ljóst að báðar þessar leiðir hafa verið farnar fyrrum, en hver nöfnin á þeim hefur verið, verður væntanlega seint vitað með vissu.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 44 mín.

Sandakravegur

Sandakravegur.

Hópssel

Gengið var eftir gamla vagnveginum er lá úr Járngerðarstaðahverfi framhjá og ofan við Hóp að Þórkötlustaðahverfi og áfram að Hrauni. Sunnan vegarins má enn sjá hina fornu götu er lá á milli hverfanna. Ofan við Klöpp/Teig var gömlu þjóðleiðinni frá Þórkötlustöðum fylgt upp á Skógfellastíg (-veg/Vogaveg). Þar sem gatan kemur inn á veginn skammt sunnan Sundhnúks eru gatnamót götu er lá upp frá Járngerðarstöðum. Þaðan var haldið eftir Reykjaveginum til vesturs inn fyrir Hagafell að Gálgaklettum, síðan til baka og Jángerðarstígsgata Skógfellavegar fetuð niður í Járngerðarstaðahverfi.

Lagt af stað

„Allir leiðir liggja til Rómar“ var sagt fyrrum. Á sama hátt má segja að fyrrum hafi  „allar götur hafi legið til Grindavíkur“. Grindavík var t.d. um aldir ein mesta „gullkista“ Skálholtssbiskups. Afurðir þaðan brauðfæddu alla skólasveina stólsins sem og heimilisfólkið, þ.á.m. biskupinn sjálfan. Sagt er og að biskupinn hafi af og til nartað í fisk frá Grindavík, öðrum til samlætis. Aðal útflutningsafurðir Biskupsstóls komu og frá Grindavík. Það þarf því engan að undra að göturnar fyrrnefndu hafi markast djúpt í hraunhelluna undan hinni miklu umferð – því flestir, sem komu til Grindavíkur, fóru reyndar þaðan aftur, sumir þó seint og um síðir.

Fræðsla

Grópför gatnanna í hraunhellunni gætu jafnvel verið eldri en byggðin, þ.e. landnám Molda-Gnúps árið 934. Sundhnúkahraunið að austanverðu er t.d. 2400 ára. Eldvarpahraunin eldri, sem verja undirstöðuna að vestanverðu, eru frá svipuðum tíma. Um Sundhnúkahraunið liggur Vogavegurinn (Skógfellastígur) frá Járngerðarstöðum, Hópi og Þórkötlustöðum upp fyrir Skógfellin (algengt var að götur voru nefndar eftir ákvörðunarstað, sbr. Selvogsgötu frá Hafnarfirði í Selvog er einnig var nefndur Suðurfararvegur)). Í örnefnalýsingu fyrir Þórkötlustaði segir: „Ofan við byggðina er geil í hraunið og byrjar þar gamli vegurinn frá Þórkötlustöðum til Voga og Hafnarfjarðar. Þar heitir Leynir (Þórkötlustaðaleynir til aðgreiningar frá Hraunsleyni) og nær hann inn á móts við Vatnsheiði. Gatan liggur samhliða hraunrima. Vegurinn liggur austan Stóra-Skógfells og var nefndur þar Skógfellsvegur og tekur við af Sprengisandi“.

Gamli vagnvegurinn

Um eldri Eldvarparhraunin lágu Skipsstígur frá Járngerðarstöðum og Árnastígur frá Húsatóftum. Þessar götur sameinuðust í eina við ofanverðan Rauðamel og enduðu í Njarðvíkum.
Í örnefnalýsingu fyrir Járngerðarstaði segir: „Á Gerðavöllum er allt fullt af görðum. Þeir eru hlaðnir á tvo vegu við vellina og eiga að vera eftir Junkarana en þeir reru til skiptis eftir veðri úr Grindavík og Höfnum (Njarðvíkum) eftir því sem sögurnar segja. Fóru þeir með skipin á milli og hét þar Skipsstígur“. Sumir hafa nefnt stíg þennan Skipstíg (Skipsstíg) eða Skipastíg. Ekkert af því er vitlausara en annað.

Gatan

Hluti Skipsstígsins, norðvestan undir Lágafelli, var gerður upp sem vagnvegur skömmu eftir aldarmótin 1900. Um var að ræða atvinnubótavinnu er dugði skammt við endurnýjun vegarins og aðlögun hans að nútímakröfum þar sem stígurinn lá um Lágafellsheiðina þar sem nú er loftskeytastöð. Þá segir: „Rétt fyrir suðaustan Klifgjá er vegurinn ruddur og greiðfær. Heitir sá spölur Árnastígur. Árni nokkur, sem fyrrum bjó í Kvíadal, litlu koti í Staðartúni, mun hafa rutt þennan stíg.“

Skógfellavegur

„Prestastígur“ hefur jafnan verið genginn í seinni tíð, en hans er hvorki getið í örnefnalýsingum fyrir Húsatóftir né Stað. Í örnefnalýsingu sem Vilhjálmur Hinrik Ívarsson gerði fyrir Hafnir er heiti götunnar ekki heldur nefnt, einungs: “ Til norðvesturs er feikistór hóll upp af gjárbarminum og heitir hann Presthóll. Meðfram honum lá hestagata frá Kalmanstjörn og undir Haugum til Grindavíkur. Vegur þessi var varðaður og standa margar vel enn í dag“. Prestastígur var reyndar til forðum, en þá lá hann frá Höfnum að Stað – um Hafnaheiði. Vörðubrot yfir heiðina gefa legu hans til kynna. Sú gata, sem seinna hefur verið genginn, og vörður upp hlaðnar, hefur fremur verið farin til skemmtunar en gagns því vörðurnar voru hlaðnar eftir að Staðarprestur hætti að þjóna Höfnum. Það á þó einungis við um nyrðri hlutann, þ.e. norðan Sandfellshæðar. Syðri hlutinn er hluti af gömlu götunni milli Staðar og Hafna. Prestarstígurinn er þó allur eftir sem áður áhugaverð leið fyrir þá sem nenna að hreyfa sig og vilja kynnast stórmerkilegri jarðfræði Reykjaness, s.s. flekakenningunni (Haugsvörðugjá), gosmyndunum á sprungureinum (Eldvörp og Stampar (Hörsl)) og tilurð nútímahrauna í bland við stórkostuleg dyngjugosin í Sandfellshæð, Háleyjabungu og Skálafelli.
Hér að framan hefur verið minnst á aðalleiðirnar, s.s. Árnastíg versus Skipsstíg, Skógfellastíg (Vogaveg og Grindavíkurveg) og Prestastíg. Aðrar leiðir lágu og til Grindavíkur eða millum hverfanna í Grindavík.  Auk þess lágu leiðir að tilteknum stöðum, s.s. selstígar frá Stað og Járngerðarstöðum að Baðsvallaseljunum og síðar upp á Selsvelli undir Núpshlíðarhálsi, frá Hópi að Hópsseli undir Selhálsi og frá Hrauni að Hraunsseli millum Þrengsla.

Götur

Sandakravegurinn millum Ísuskála (Ísólfsskála) kemur inn á seinni tíma kort og þá þjóðleið með sunnan- og vestanverðu Fagradalsfjalli. Áþreifanlegi merki eru þó um hann frá Sandhól áleiðis millum Skógfellanna, djúpt markaðan í hraunhelluna. Þarna mun hafa verið þýðingarmikil aðflutningsleið fyrrum, bæði að Selatöngum og fyrir austanmenna að verunum á norðanverðum Reykjanesskaganum, s.s. á Vatnsleysuströndinni.
Þá er í örnefnalýsingu getið um Gyltustíg: „Vestan við Klifhól, utan í fjallinu [Þorbirni] vestast, er Gyltustígur, eins konar hraunveggur (sjá HÉR). Hann er vestarlega í Þorbirni að sunnanverðu frá Lágafellstagli og upp úr“.
GengiðInnanhverfagötur má nefna t.d. Hraunkotssgötuna milli Hrauns og Hraunkots, þeirra austastur í Þó

rkötlustaðahverfi, Þórkötlustaðagötuna millum Hrauns og Þórkötlustaða og Eyrarveginn, eða Randeiðarveginn, millum Hrauns og Járngerðarstaða. Sú gata var einnig nefnd Kirkjugatan því hún var jafnframt kirkjuvegur Þórkötlustaðabúa um eiðið út að Staðarkirkju áður en kirkjan var flutt í Járngerðarstaðahverfi og endurvígð það árið 1909 og eiðið var grafið inn í Hópið. Sjá og örnefnalýsingu: „Randeiðarstígur er gata á milli Hrauns og Þórkötlustaða og var hann farinn áður fyrr er aðalumferðargatan lá fyrir neðan Þórkötlustaði og var þar komið á Eyrargötuna (LJ). Hét hún Eyrargata en litið markar fyrir henni nú. Önnur gata er Við Gálgaklettanorðar og liggur um Kirkjuhóla og fram hjá Hópi“. Síðar kom fyrrnefnd gata (vagnvegurinn) milli Þórkötlustaðahverfis og Járngerðarstaðahverfis um Hóp. Lá hún um svonefnda Kirkjuhóla og ofan hverfisins um „garðhliðið á Hrauni“.
Enn má nefna, þótt stuttur hafi verið, svonefndan „Hópsanga“, frá Hópi upp á Skógfellastíg (Grindavíkurveg). Enn ein meginleiðin inn á Skógfellaveginn frá Grindavíkurbæjunum var Hraunsgata. Lá hún frá Skógfellaveginum móts við Sundhnúk, skammt ofan gatnamóta Vogavegar, og síðan niður með hraunjöðrum Beinvörðuhrauns og Dalahrauns að Vatnsheiðadyngjunni. Lá hún milli Grenhóls og Húsafjallsaxlarinnar að Hrauni.
Í SundhnúkahrauniEnn eru ótaldir Ísólfsskálavegur, bæði frá Hrauni um Skökugil upp á Siglubergsháls, bakleiðin vestan Hrafnahlíðar og Ögmundarstígurinn (sjá HÉR) og Hlínarvegurinn sem framhald af hvorutveggja til Krýsuvíkur. Einnig leið frá Þórkötlustöðumk þvert á Skógfellaveg (Grindavíkurveg) yfir sunnanverðan Sýlingarfellsháls og áfram inn á Skipsstíg móts við Lat. Allar hafa þessar leiðir ákveðið menningargildi því þær endurspegla samgöngusögu svæðisins frá upphafi mannlegra vega.
Síðasta menninngarverðmætir er krefjast mun þessa tiltils á næstu árum er gamli Grindarvíkurvegurinn, sem lagður var á árunum 1914 til 1918 (sjá HÉR). Nýjasti rennireiðarrenningur þessi varð til á sjöunda áratug 20. aldar. Auk hans liggja nú seinni tíma malarvegir vegir að Grindavík frá Reykjanesvita (upphaflega lagður 1918) og frá Krýsuvík (Ögmundarstígur og Hlínarvegur) 1956.
ÞorbjörnÍ Landnámu (Sturlubók) er þess getið að Molda-Gnúpur Hróflsson hafi numið Grindavík, líklega um 934, og Þórir haustmyrkur Vígbóðsson nam Selvog og Krýsuvík. Synir Molda-Gnúps voru Gnúpur, Björn, Þorsteinn og Þórður. Eiginkona Gnúps var Arnbjörg Ráðormsdóttir og Björn giftist Jórunni dóttur Arnbjargar og Svertings Hrolleifssonar (á Hrauni). Í annarri útgáfu Landnámu (Hauksbók) segir að Gnúpur hafi fallið ásamt 2 sonum sínum í átökum við Kaplagarða um veturinn. Hinir synirnir; Björn, Þórður og Þorsteinn, hafi hins vegar numið land í Grindavík, líklega í hverju hverfanna þriggja.
ÁðLítið er vitað um byggð í Grindavík fyrstu 300 árin. Má það teljast eðlilegt því á ofanverðum 

þeim tíma hefur byggðin líklega tæmst um tíma. Um 1150 byrjaði að gjósa austan við Grindavík og aftur um 1188. Mikið hraun rann. Um svipað leyti byrjaði að gjósa að austanverðu. Um 1211 færist goshrinan nær (Eldvörpin) og enn 1226 þegar Illahraun og Afstapahraun ógna byggðinni. Ekki er ólíklegt að fólk hafi þá verið búið að fá nóg og því flutt sig til öruggari staða, a.m.k. um tíma.
Líklegt má telja að Molda-Gnúpur Hrólfsson, eða synir hans, hafi sest að þar sem nú er Hóp (aðrir nefna Þórkötlustaði. Á báðum stöðunum vottar fyrir leifum landnámsskála. Fyrrnefnda nafnið bendir til samnefnu bæjar hans í Álftaveri veturinn áður er nefnt hafði Hof, er gæti í Grindavík hafa breyst í Hóp eftir að kristni var innleidd.
Hér að framan hefur verið reynt að koma á framfæri svolitlum fróðleik um nú fjarlægar þjóðleiðir – Grindavíkurgöturnar fyrir vora daga.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Við GálgaklettaVið gatnamótin á Skógfellavegi

Skógfellavegur

Gengið var um Skógfellaveg frá Vogum til Grindavíkur. Þessi gamla þjóðleið milli byggðalaganna var einnig nefnd Vogavegur.

Skógfellavegur

Skógfellavegur – skilti.

Skógfellavegur er hluti gömlu þjóðleiðarinnar til Grindavíkur frá Hafnarfirði og dregur nafn sitt af tveimur fellum, sem hann liggur framhjá að austanverðu, Litla- og Stóra-Skógfelli. Þau eru við götuna um miðja vegu til Grindavíkur. Nafn götunnar hefur breyst í tímans rás því áður hét hluti hennar Sandakravegur. Sumir telja það þann hluta leiðar, sem liggur frá Stapahorni og langleiðina að Stóra- Skógfelli, en þar eru vegamót. Aðrir telja Sandakraveginn hafa legið með Fagradalsfjalli með Görninni og Kastinu um Nauthólaflatir skammt vestan Dalsels og þaðan um sléttar sandflatir niður í Mosa um Grindavíkurgjá og á Skógfellaveginn skammt ofan við Brandsgjá. Þannig er leiðin sýnd á kortum eftir aldamótin 1900.
Gangan inn á Skjógfellaveginn hófst við skilti skammt ofan Reykjanesbrautar, skammt austan við Háabjalla. Bílastæði eru skammt austan við skiltið. Gatan er nokkuð óljós framan af og vörður fáar og ógreinilegar. Leiðin hefur nú verið stikuð að Litla-Skógfelli af áhugagönguhópi á Suðurnesjum.

Skógfellavegur

Skógfellavegur.

Skammt sunnan við Reykjanesbrautina er gengið fram á sprungu sem heitir Hrafnagjá. Þarna við Skógfellaveginn lætur hún lítið yfir sér en þegar austar dregur er hún mjög falleg og tilkomumikil og þar er gjábarmurinn hæstur og snýr á móti suðri. Í gjárveggnum er hrafnslaupyr. Hrafnagjá nær alla leið niður á túnið á Stóru-Vatnsleysu. Þar í er svonefnt Magnúsarsæti með áletrunum. Þegar götunni er fylgt áfram er komið að nokkuð löngu grágrýtisholti, Nýjaselsbjalla, og liggur gatan yfir austurhluta þess. Skammt austan götunnar, áður en komið er upp á bjallann, eru litlar seltóftir, Nýjasel, undir lágum hamri sem snýr til norðurs og dregur bjallinn nafn af selinu.
Nokkrar gjár eru á leiðinni, auðveldar yfirferðar og snúa hamraveggir þeirra allra til norðurs.
Fyrsta gjáin sem eitthvað kveður að er Huldugjá en þar sem gatan liggur yfir gjána er sagt að Huldugjárvarða hafi staðið. Þarna liggur vel mörkuð leiðin nálægt austurjaðri Skógfellahraunsins.

Skógfellavegur

Varða við Skógfellaveg.

Áhugavert er að gera smá lykkju á leiðina austur með gjánni og skoða Pétursborg sem stendur á barmi Huldugjár. Fjárborgin stendur nokkurn spöl austan vegarins yfir gjána. Pétursborg er gamalt sauðabyrgi frá Tumakoti í Vogum nefnt eftir Pétri Andréssyni bónda þar (1839-1904) en hann er sagður hafa hlaðið borgina. Við Pétursborg að austanverðu eru tvær gamlar fjárhústóftir og ein nokkuð nýrri aðeins ofar.
Á milli Huldugjár og næstu gjár sem heitir Litla-Aragjá er gatan nokkuð óljós á kafla en hefur verið stikuð en gatan er skýrari þar sem hún liggur yfir Aragjána. Þar er tæpt til beggja handa en stór varða stendur á efri gjábarminum. Þegar líður á verður gatan greinilegri og næsta gjá á leiðinni sem eitthvað kveður að er Stóra-Aragjá. Grjótfylling og hleðsla er í Stóru-Aragjá þar sem leiðin liggur yfir hana og þar er varða sem heitir Aragjárvarða en gjáin þarna við vörðuna heitir Brandsgjá.

Brandsgjá

Brandsgjá við Skógfellastíg.

Eftirfarandi er frásögn um atvik sem henti á þessum stað: Á jólaföstu árið 1911 var Brandur Guðmundsson bóndi á Ísólfsskála (1862-1955) á leið heim úr Hafnarfirði og dró sú ferð dilk á eftir sér. Hann lagði á Skógfellaveginn og ætlaði síðan inn á Sandakraveginn og niður að Ísólfsskála. Veður versnaði er leið á daginn og lenti Brandur í umbrotafærð suður heiðina. Allt í einu gaf fönn sig undan hestinum og þeir hrösuðu ofan í Stóru-Aragjá. Þarna hafði Brandur leitt hestana utan við klifið og svo fór að bæði hrossin þurfti að aflífa á staðnum. Síðan heitir þarna Brandsgjá. Brand kól mikið á fótum og var á Keflavíkurspítala í nokkra mánuði eftir slysið.
Þegar komið er upp fyrir Stóru-Aragjá tekur fljótlega við helluhraun sem nær langleiðina að Litla-Skógfelli og er vegurinn vel varðaður á þessum slóðum. Á fyrsta spottanum þarna er gatan mjög djúp því grjóti hefur verið rutt úr henni í miklum mæli en þegar ofar kemur taka við sléttar klappir markaðar djúpum hófförum.

SkógfellavegurÁ hægri hönd eru Krókar, hraunhólar með kjarri í dældum, en á vinstri hönd, spöl sunnar, er Nyrðri-Mosadalagjá. Gjáin snýr bergvegg til suðausturs og þess vegna er erfitt að greina hana frá götunni. Milli hennar og Syðri-Mosadalagjár (með bergvegg til norðvesturs) er víðáttumikill misgengisdalur, þakinn mosa, og heitir sá Mosdalir eða Mosadalir. Við austurrætur Litla-Skógfells þarf að klöngrast yfir smá haft af grónu apalhrauni þar sem gatan liggur en þegar yfir það er komið liðast hún „milli hrauns og hlíðar” um skriðugrjót og grasteyginga. Skógfellin bera ekki nöfnin með réttu í dag því þau eru að mestu gróðurlaus.
Fyrir neðan og austan Litla-Skógfell er þó dálítið kjarr, bæði birkihríslur og víðir, og sjálfsagt hefur svæðið allt verið viði vaxið endur fyrir löngu. Við Litla-Skógfell endar Vatnsleysustrandarhreppur og Grindavíkurhreppur tekur við.
SkógfellavegurFrá hlíðum Litla-Skógfells er gaman að horfa á „vörðuskóginn” framundan en á milli Skógfellanna er einkennasnauð hraunbreiða sem auðvelt væri að villast um ef ekki væru vörðurnar. Þarna standa þær þétt saman eins og menn á mosagrónu taflborði og gatan er djúpt mörkuð af þúsundum járnaðra hesthófa.
Þegar komið er langleiðina að Stóra-Skógfelli greinist Sandakravegurinn út úr til suðausturs yfir hraunið og að Sandhól. Til gamans geta göngumenn leikið sér að því að telja vörðurnar frá Litla-Skógfelli að gatnamótunum en þær eru 22. Sandakravegurinn þarna yfir er fallegur, djúpmarkaður og skoðunarverður.
Vestan við Stóra-Skógfell er Gíghæðin og er stutt ganga frá fellinu yfir í gígana og þaðan yfir á Grindavíkurveginn. Í austri blasir Fagradalsfjallið við með sína fylgifiska s.s. Sandhól og Kastið.

Reykjanes

Reykjanes – Skógfellavegur – kort ÓSÁ.

Sunnan Stóra-Skógfells liggur vegurinn austan undir fallegri gígaröð, Sundhnúksgígum, sem er um 8 km löng og áfram að Sundhnúk sem er aðal gígurinn og stendur hann norðan við Hagafell. Gatan er slétt og sendin á kafla. Heitir þar Sprengisandur. Þegar komið er framhjá Hagafelli, þar sem í eru Gálgaklettar, að austanverðu fer að halla undan til Grindavíkur og spöl neðar greinst leiðin til „allra átta” um gamalgróið hraun niður til bæja. Í Gálgaklettum eru þeir þjófar sagðir hengdir, sem handamaðir voru á Baðsvöllum, en höfðu hafst við í Þjófgjá í Þorbjarnarfelli og herjað á Grindvíkinga.
Frábært veður. Gangan tók 6 klst og 6 mín.

Byggt m.a. á lýsingu Rannveigar Lilju Garðarsdóttur.

Heimild:
-Sesselja G. Guðmundsdóttir, Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi. Útg. 1995.

Skógfellavegur

Skógfellavegur – Litla-Skógfell framundan.

Litla-Skógfell

Stefnan var tekin á Skógfellaveginn, gamla þjóðleið milli Voga og Grindavíkur. Vegarkaflinn er u.þ.b. 16 km langur, en greiðfær og augljós, enda er hann bæði varðaður alla leiðina og auk þess hefur hann verið stikaður í seinni tíð.
Í bók Sesselju Guðmundsdóttur, Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi, er m.a. fjallað um Skógfellaveginn. VarðaÞar segir: „Í lægðinni við Stapahornið og ofanvið Reykjanesbrautina [nú ofan gangna undir brautina] sjáum við fyrst móta fyrir Skógfellavegi sem var fyrrum þjóðleið til Grindavíkur. Í heimildum ber leiðin eftirfarandi nöfn: Skógfellavegur, Skógfellsvegur, Vogavegur (það nafn notuðu Grindvíkingar), Sandakravegur, Sandakadalsvegur og Sandhálsavegur. Af Suðurlandi og víða var öldum áður sótt skreið til Suðurnesja og menn fóru þangað í fiskiver. Á þeim tímum var Sandakravegur notaður enda djúpt markaður í klappir en með breyttum atvinnuháttum lagðist hann af.

Háibjalli

Háibjalli.

Á kortum og í örnefnaskrám er getið um Sandakraveg eða Sandakradalsveg. Leiðin er sögð kljúfa sig út úr Skógfellsvegi á brún Stóru-Aragjár (sjá hér á eftir), sveigja til suðausturs upp að Fagradal og Fagradalsfjalli að vestanverðu og síðan áfram suður úr milli hrauns og hlíðar. Það hefur engin þjóðleið fundist á þessum slóðum en fyrir neðan Stóra-Skógfell greinist Skógfellaleiðin í tvær og liggur önnur í átt að syðri hluta Fagradalsfjalls, þ.e. Kasti. Þarna er hinn eini sanni Sandakravegur eða í það minnsta hluti hans. Til þess að ákvarða götur sem gamlar þjóðleiðir verða að finnast um þær heimildir svo og að sjást á þeim einhver mannanna verk eins og vörður, útkast eða för á klöppum.

Skófellavegur

Björn Gunnlaugsson skráði Sandakraveg inn á kort sín árið 1831 og 1844 og þar er vegurinn stikaður frá vesturenda Vogastapa (Innri-Njarðvík) yfir Skógfellahraun að Litla-Skógfelli, þaðan að syðri enda Fagradalsfjalls og síðan áfram suður úr. Lengi vel var talið að vegurinn lægi áfram frá Litla-Skógfelli eða sunnan þess vestur til Seltjarnar og svo þaðan í Njarðvík og hans var leitað á þeim slóðum en fannst ekki. Fyrir fáuum árum fannst loks vestasti hluti Sandakravegar eða sá spotti sem liggur frá Snorrastaðatjörnum og upp undir vegamót Grindavíkurvegar en þar hverfur hann í uppblástur og rask.
Þeir sem fóru um Sandakraveg á leið til Suðurnesja áðu við Snorrastaðatjarnir en ekki Seltjörn og héldu síðan yfir Bjallana og inn á Gamla-Stapaveg nálægt eða við Mörguvörður. Skógfellaleið hefur nú verið stikuð og liggur austan við Litla-Skógfell og Stóra-Skógfell sem er í Grindavíkurlandi. Skógfellaleiðin lagðist af um 1918 þegar bílvegur var lagður til Grindavíkur en enn má rekja sig eftir vörðunum alla leið „upp eftir“ eins og hér var og er málvenja að segja. Skógfellaleiðin eins og hún er í dag sést fyrst á landakorti frá árinu 1910.

Björn Gunnlaugsson

Uppdráttur Björns Gunnlaugssonar.

Við upphaf Skógfellavegar við Stapahornið er Lágibjalli eða Litlibjalli og í framhaldi af honum til suðvesturs er Háibjalli. Hann er sá austasti af fimm slíkum sem ganga út úr Vogastapa til suðvesturs. Við Háabjalla er nokkur skógrækt. Félag Suðurnesjamanna í Reykjavík hóf skógrækt sunnan undir Háabjalla árið 1949 en ári áður höfðu bændur í Vogum gefið félaginu 15 hektara lands undir starfsemina. Upp úr 1960 tók Skógræktarfélag Suðurnesja við ræktuninni og loks var reiturinn afhentur Skógræktarfélagi Íslands. Nú tilheyrir þessi 60 ára trjáreitur Skógræktar og landgræðslufélaginu Skógfelli sem stofnað var af hreppsbúum árið 1998.“
Í lýsingu Skógfellavegar segir: „Skógfellavegur er hluti gömlu þjóðleiðarinnar til Grindavíkur frá Vogum, Strönd og Hafnarfirði og dregur nafn sitt af tveimur fellum, Litla-Skógfelli og Stóra-Skógfelli sem standa rétt við götuna með nokkru millibili um miðja vegu til Grindavíkur.
SkógfellavegurNafn götunnar hefur breyst í tímans rás því áður hét hluti hennar Sandakravegur, þ.e. sá hluti sem liggur frá Stapahorni og langleiðina að Stóra-Skógfelli en þar eru vegamót. Sandakravegur heldur svo áfram í átt að Kasti í Fagradalsfjalli en Skógfellavegur til Grindavíkur. [Við Sundhnúk greinist Skógfellavegur hins vegar í þrjár leiðir; niður að Hrauni, að Þórkötlustöðum og að Járngerðarstöðum.]
Í sóknarlýsingu séra Péturs Jónssonar á Kálfatjörn frá árinu 1840 segir: „Norðan við Stapann liggur vegur upp í heiðina austur, er kallast Sandakravegur. Á þeim vegi mætir ofan Stapans, 3 tjarnir, sem heita Snorrastaðatjarnir.“ Séra Geir Bachmann á Stað í Grindavík segir í sinni lýsingu: „Yfir þau [hraunin út frá Grindavík] liggja 4 aðalvegir, þrír þeirra til Keflavíkurkaupstaðar og einn til Hafnanna. Sá norðasti kallast Sandakravegur; liggur hann í norður útnorður út úr þeim eina alfaravegi austanmanna, sem frá Ölfusinu og Selvogi er hingað, skammt fyrir austan og ofan Hraun (bær í Grindavík), fram hjá Fiskidalsfjalli og Skógfellunum, sem öll er að vestanverðu við veginn, og kemur maður af honum ofan á Vogastapa.“

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi – fyrrum landnám Ingólfs – kort Björns Gunnlaugssonar 1844.

Á korti frá árinu 1910 er Sandakravegur sagður liggja frá Vogum til Grindavíkur en út úr þeirri leið við Stóru-Aragjá er merkt önnur leið, nafnlaus, og liggur sú til Fagradalsfjalls og áfram. Á nýrri kortum heitir gamla þjóðleiðin til Grindavíkur Skógfellavegur en nafnið Sandakravegur hefur færst yfir á slóðann nafnlausa (sem reyndar finnst ekki) sem fyrr er getið um. Allt um það þá er nafnið Skógfellavegur fullgilt í dag og hefur skapað sér sess í tugi ára meðal Suðurnesjamanna og útivistarfólks. Vegurinn lagðist af um 1920 þegar akvegur var lagður frá Stapanum til Grindavíkur.
VarðaSamkvæmt nákvæmum athugunum er engin gömul þjóðleið á svæðinu frá Stóru-Aragjá og að Fagradalsfjalli og því síður leiðarvörður og hefur þessi misskilningur um götu (Sandakraveg) þarna því miður fest rætur. Víst getur þó verið að þarna um hafi menn stytt sér leið yfir sumartímann og þá þeir sem voru á leið austur í sveitir frá Suðurnesjum og öfugt. Þeir sem reyna að greina þjóðleiðir í hraununum frá öðrum götum, t.d. smala- eða kindagötum, þurfa að finna nokkur mannaverk á slóðinni, t.d. hófför í klöppum, úrkast eða nokkrar vörður. Engin mannaverk – líklega ekki þjóðleið.

Skógfellavegur

Skógfellavegur – skilti.

Við hefjum gönguna um Skógfellaveg rétt ofan við Reykjanesbrautuina við austasta hluta Stapans en þar er vegvísir á götuna. Gatan er nokkuð óljós framan af og vörður fáar og ógreinilegar og því var það þarft verk að stika þennan hluta leiðarinnar svo gatan tapaðist ekki alfarið. Við fylgjum stikunum og komum fljótlega að nokkuð löngu grágrýtisholti, Nýjaselsbjalla, og um það austarlega liggur gatan en holtið er suðaustur af Snorrastaðatjörnum. Undir Nýjaselsbjalla austan götunnar eru litlar seltóftir undir lágum hamri sem snýr til norðurs og dregur bjallinn nafn sitt af selinu.
Nokkrar gjár eru á leiðinni en þeir verða okkur ekki til trafala, enda auðeldar yfirferðar og snúa hamraveggir þeirra allra til strandar. Fyrsta gjáin sem eitthvað kveður að er Huldugjá en þar sem gatan liggur yfir hana er sagt að Huldugjárvarða hafi staðið. Á þessum slóðum liggur vel mörkuð leiðin nálægt austurjarðri Skógfellahrauns.
SandakravegurinnVið gerum smá lykkju á leið okkar, förum spölkorn með gjánni og skoðum Pétursborg, sem stendur á barmi Huldugjár. Borgin er gamalt sauðabyrgi frá Tumakoti í Vogum nefnt eftir Pétri Andréssyni bónda þar. Við Pétursborg að austanverðu eru tvær gamlar fjárhústóftir og ein nokkuð nýrri aðeins ofar.
Á milli Huldugjár og næstu gjár sem heitir Litla-Aragjá er gatan nokuð óljós á kafla en greinileg þar sem hæun liggur yfri Aragjá. Þar er tæpt til beggja handa en stór varða stendur á efri gjárbarminum.

Brandsgjá

Vörður við Brandsgjá (Aragjá).

Þegar líður á gönguna verður gatan greinilegri og næsta gjá sem eitthvað kveður að er Stóra-Aragjá. Grjótfylling og hleðsla er í Stóru-Aragjá þar sem leiðin liggur yfir hana og þar stendur myndarleg varða sem heitir Aragjárvarða. Þarna við vörðuna heitir gjáin Brandsgjá en saga hennar er eftirfarandi: Á jólaföstu árið 1911 var Brandur Guðmundsson (1862-1955) bóndi á Ísólfsskála á leið heim úr Hafnarfirði með tvo hesta og dró sú ferð dilk á eftir sér. Hann lagði á Skógfellaveginn um kl. 17:00 eftir að hafa heimsótt Bensa vins sinn í Vogum og ætlaði síðan inn á Sandakraveg og niður á Ísólfsskála. Veður versnaði þegar leið á kvöldið og lenti Brandur í umbrotafærð suður heiðina. Allt í einu gaf fönn sig undan trússhestinum og hann hrapaði ofan í Stóru-Aragjá. Þarna hafði Brandur leitt Móskjóna utan við klifið og fór að aflífa þurfti hestinn í gjánni, síðan heitir þar Brandsgjá. Brand kól mikið á fótum og varð örkulma. Í kjölfar þessa hörmulega slyss brugðu þau hjónin búi.
BrandsgjáFyrir ofan Stóru-Aragjá tekur fljótlega við helluhraun sem nær langleiðina að Litla-Skógfelli og er vegurinn vel varðaður á þessum slóðum. Á fyrsta spottanum þarna er gatan mjög djúp því grjóti hefur verið rutt úr henni í miklum mæli en þegar ofar kemur taka við sléttar klappir markaðar djúpum hófförum.
Á hægri hönd eru Krókar, hraunhólar, eða kjarri í dældum, en á vinstri hönd, spöl sunnar, er Nyrðri-Mosadalagjá. Gjáin snýr bergvegg til suðausturs og þess vegan greinum við hana ekki frá götunni. Milli hennar og Syðri-Mosadalagjár (með bergvegg til norðvesturs) er víðáttumikill misgengisdalur þakinn mosa og heitir sá Msoadalur eða Mosadalir.
Við austurrætur Litla-Skógfells þurfum við að klöngrast yfir haft af grónu apalhrauni þar sem gatan liggur en þegar yfir það er komið liðast hún „milli hrauns og hlíðar“ um skriðugrjót og grasteyginga.  Skógfellin bera ekki nöfnin með réttu í dag því þau eru að mestu gróðurlaus. Fyrir neðan og austan Litla-Skógfell er þó dálítið kjarr, bæði birkihríslur og víðir, og sjálfsagt hefur svæðið allt verið við vaxið endur fyrir löngu. Nú er hafi trjárækt við Litla-Skógfell á vegum skógræktarfélagsins Skógfells í Vogum. Við Litla-Skógfell endar Vatnsleysustarndarhreppur og Grindavíkurhreppur tekur við. [Hér er komið í land Þórkötlustaðabænda.]

Skógfellastígur

Varða við Skógfellaveg.

Frá hlíðum Litla-Skógfells er gaman að horfa á „vörðuskóginn“ framundan en á milli Skógfellanna er einkennasnauð hraunbreiða sem auðvelt væri að villast um ef ekki væru vörðurnar. Þarna standa þær þétt saman eins og menn á mósagrónu taflborði og gatan er djúpt mörkuð af þúsundum járnaðra hestahófa.
Þegar komið er langleiðina að Stóra-Skógfelli greinist Sandakravegurinn út úr til suðausturs yfir hraunið og að Sandhól.
„Eins og fyrr segir gengur Sandakravegur út úr Skógfellaleið rétt neðan Stóra-Skógfells og stefnir á Kastið og Syðri-Sandhól en hólinn stendur við rætur þess að vestan.
BirkigróningarLeiðin þarna á milli er um 3 km. Sandakravegur virðist hafa lagst af að mestu löngu áður en hætt var að nota Skógfellaleiðina. Brandur Guðmundsson bóndi á Ísólfsskála notaði þó Sandakaraveginn eftir aldamótin 1900 og líklega hefur Ísólfsskálafólkið verið einu vegfarendurnir á þeim tíma enda breytt þjóðlíf með breyttum samgöngum.

Skógfellavegur

Skógfellavegur.

Mikil umferð hefur verið um þessa götu fyrrum því djúp hófför sjást í klöppum og hún hefur verið vörðuð þó vörðurnar séu nú hrundar. Ef til vill hafa þær verið eyðilagðar af mannavöldum til þess að fólk villtist ekki af Skógfellaleið yfri á Sandakraveg. Þarna gæti verið komin skýring á nafnbreytingunni því líklegt er að sú leið sem mest var farin í upphafi, þ.e. Sandakravegurinn, hafi verið aðalleið austanmanna milli Fagradalsfjalls og Stapans. Leiðin sem lá til Grindavíkur hefur frekar verið aukavegur út frá alfaraleið en skipt svo um hlutverk við Sandakraveginn á seinni tímum.

Varða

Sandhólar er örnefni vestan Fagradalsfjalls og austanmenn hafa lagt á hraunið við Syðri-Sandhól. Eki er ólíklegt að fleiri örnefni tengd sandi, s.s. Sandakrar, hafi verið á þessum slóðum.“
Til gamans geta göngumenn leikið sér að því að telja vörðurnar frá Litla-Skógfelli að gatnamótunum en þær eru 22. Sandakravegurinn þarna er fallegur, djúpt markaður og skoðunarverður.
Vestan við Stóra-Skógfell er Gíghæð og er stutt ganga frá fellinu í gígana og þá um leið yfir á Grindavíkurveg. Á henni er Arnarsetur, gígur Arnarseturshrauns frá árinu 1226. Í austri blasir Fagradalsfjallið við með sína fylgifiska, s.s. Sandhól og Kast. Görnin er handan Kasts.

Sundhnúkur

Sundhnúkagígaröðin að Stóra-Skógfelli.

Sunnan Stóra-Skógfells liggur vegurinn austan undir fallegri gígaröð, Sundhnúksgíginn, sem er um 8 km löng og áfram að Sundhnúk sem er aðalgígurinn og stendir hann norðan við Hagafel. Þegar komið er fram hjá Hagafelli að austanverðu fer að halla undan til Grindavíkur og spölkorn neðar greinist leiðin til „allra átta“ um gamalgróin hraun niður til bæja.
Göngferð eftir Skógfellaveginum tekur 5-6 stundir með hvíldum og trúlega er skemmtilegra að ganga hann frá suðri til norðurs því útsýni er á víðáttumeira og spannar lengri tíma ferðarinnar.“
JökulsorfnarFramangreind lýsing er ágæt, en sem göngulýsingu má bæta hana verulega. Í fyrsta lagi er „betra“ að ganga Skógfellaleiðina eins og henni er lýst hér að framan – frá Vogum til Grindavíkur. Tilbreytingalausasti og langdregnasti kaflinn er í raun Vogakaflinn. Leiðin er grjótþakin og liggur í ótal hlykki um móa og gróið Þráinnskjaldarhraunið. Tilbreytingin felst í gjánum, sem hver tekur við af annarri; fyrst Huldugjá (Huldugjárvarðan) með Pétursborg ofanvert, þá Litla-Aragjá (varða) og Stóra-Aragjá (Brandsgjá) (Aragjárvarða). Reyndar eru vörðurnar tvær ofan við Brandsgjá (Stóru-Aragjá). Milli gjánna er hvalbak, ummerki elsta bergsins (um 200.000 ára) á svæðinu er annars má sjá á Stapanum neðra. Á því má sjá jökulrispur ísaldarskeiðsins.
GullkollurVið vörðu (þar sem gatan beygir til suðurs) má, ef grant er skoðað, sjá gamla götu. Hún er torséð, en þegar komið er að brún Nyrðri-Mosadalagjár svolítið norðar, smá sjá hvar gata hefur legið niður með gjánni og síðan hlykkjast um Mosadal[i] að Syðri-Mosadalagjá. Syðst við gjárvegginn þar er gata upp á gjárbraminn. Þar beygir hún til norðausturs, inn á svonefnda Aura. Þar er varða. Um Aurana hefur leiðin legið inn í Fagradal og áfram suður með vestanverðu Fagradalsfjalli. Þarna getur verið kominn misskilningurinn um Sandakraveginn á þessum slóðum, en að öllum líkindum hefur hér verið um undantekningalegan stytting að ræða hjá kunnugum eins og fram kemur í lýsingu SG. Bæði í Mosadal og ofan við Syðri-Mosadalagjá er leiðin hins vegar ótrúlega greið inn að Nauthólum í Fagradal. Gæti það hafa valdið því að einhver hefur viljað færa álitlegan veginn þangað og ekki vitað betur um raunverulega legu hans inn á milli Skógfellanna.
Þegar Skógfellavegurinn (Sandakravegurinn) er skoðaður milli Skógfellanna má annars vegar sjá vel markaða götu í slétta hraunhelluna og hins vegar engin ummerki eftir slíkt. Ástæðan eru „vörðuskógurinn“. Vörður þessar voru endurhlaðnar af vinnuskólaunglingum fyrir u.þ.b. 10-12 árum síðan. 

Skógfellavegurinn

Svo virðist sem vinnugleði hafi gripið hópinn á stundum. Sumar vörðurnar eru ekki hlaðnar við hina gömlu götu, heldur mun vestar. Síðan hefur fólk fetað leiðina með vörðunum og markað nýja. Hin forna þjóðleið liggur nú á köflum í grámosanum úrleiðis. Þörf væri á að marka gömlu götuna í mosann með það fyrir augum að endurheimta hana þar sem hún er raunverulega mörkuð í hraunhelluna. Um er að ræða dýrmætar minjar, sem helst mega ekki fara forgörðum vegna athyglis- og/eða áhugaleysis hlutaðeigandi yfirvalda.
Á merktum stikum við Skógfellaveginn (Sandakraveginn) er t.d. komið að gatnamótum, annars vegar Skógfellavegar og hins vegar Sandakravegar. Í raun eru gatnamótin nokkru norðar. Það sést vel á hinum grópuðu götum. Af ummerkjum að dæma er ljóst að Sandakravegurinn hefur verið meginleiðin, allt frá Vogum, og áfram áleiðis að Ísólfsskála (Selatöngum). Sunnan gatnamótanna hverfa grópanirnar og því má ætla að sú leið hafi verið áfangi inn á meginleiðina gömlu.
SkógfellavegurHandan, í austri, er Kastið. Í hlíðinni ofan við Kastið er brak úr B-24 sprengiflugvél er fórst þar 4. maí árið 1943, kl. 16:20. Flugvélin var að koma frá Bretlandi með stefnu á Meeks-völl ofan við Keflavík. Hún var hluti af 8. flugsveitinni í Bovington í Englandi. Fjórtán menn af fimmtán manna áhöfn fórust í slysinu. Þetta var mesta flugslys hér á landi fram á þennan dag. Leitarsveitir komu að flakinu daginn eftir, kl. 15:05. Aðkoman reyndist hryllileg. Afturhluti vélarinnar var brunninn og annað eftir því.
Hlutar flugvélarinnar eru á víð og dreif. Margir eru í fjallshlíðinni, s.s. hluti hjólastells o.fl. Flugvélin skall á hlíðinni ca. 1/5 neðan við efstu brún. Þar má sjá leifar, s.s. bráðið ál utan um grjótmola, en hlíðin öll er skriða með litlum steinhnullungum. Þarna neðan við og til hliðanna má sjá ýmsa vélarhluta.

Um borð í vél þessari var m.a. hershöfðinginn Frank Andrews. Hann fórst þarna ásamt ásamt þrettán öðrum félögum sínum.

Kastið

Á slysstað í Kastinu.

Eftirminnilegar ljósmyndir voru teknar á vettvangi skömmu eftir slysið. Einn maður, George A. Eisel, skytta í afturturni vélarinnar, komst lífs af. Hann sat fastur í flakinu í 26 tíma og það tók hjálparmenn einn til viðbótar að ná honum út. Eldur kom upp í vélinni, en hellirigning á svæðinu slökkti hann fljótlega. Vegna strangrar ritskoðunar var ekki skýrt frá slysinu fyrr en þremur dögum síðar. Auk hershöfðingjans og fylgdarmanna hans fórst lútherski biskupinn Adna Wright Leonard, sem var á ferðalagi að heimsækja hersveitir Bandaríkjanna um allan heim.
Aðrir, sem fórust þennan örlagaríka dag, voru skv. slysaskýrslu Bandaríkjamanna þeir Charles H. Barth, Frank L. Miller, Morrow Krum, Fred. A. Chapman, Theodore C. Totman, Robert Humprey, Joseph T. Johnson, Robert H. Shannon, James E. Gott, Lloyd C. Weir, Kemmeth A. Jeffers og Paul H. McQueen, Sá er lifði flugslysið af hét George. A. Eisel og var stélskytta, sem fyrr sagði.

Slysavettvangur

Flugvélin hafði verið að koma frá Bretlandi. Þessa örlaganótt nálgaðist flugvélin Kaldaðarnesflugvöll. Flugvélinni var flogið lágt yfir flugbrautinni, en flugmaðurinn gerði ekki tilraun til að lenda. Þess í stað hélt hann áfram til vesturs með suðurströndinni í u.þ.b. 60 fetum. Við Reykjanes snéri vélin til norðurs. Ekkert fjarskiptasamband var við hana. Flugvélinni var beygt í austlæga stefnu og flugmaðurinn virðist stefna sjónflug inn á Meeks-völl. Lélegt skyggni og lágskýjun hindraði það. Flugmaðurinn reyndi að fljúgja undir skýjum. Þá varð slysið. Hún rakst á 1100 feta hæðina, 150 fet frá toppnum á a.m.k. 160 mílna hraða.

Andrews

Andrews – minnismerki.

Í febrúar þetta ár hafði Andrews hershöfðingi orðið yfirmaður alls herafla Bandaríkjamanna í Evrópu. Í minningargrein um hans sagði H.H., „Hap“ Arnold, yfirmaður flugflota Bandaríkjamanna að hann teldi að Andrews hefði verið gerður að yfirmanni innrásarliðs bandamanna í Evrópu, en þá stöðu fékk síðan Dwight D. Eisenhower, hershöfðingi, síðar forseti Bandaríkjanna. Segja má því með sanni að atburður þessi hafði viss áhrif á heimssöguna.
Árið 2001 var haldin minningarathöfn þarna á staðnum. Til stendur að setja þar upp minnismerki um atburðinn.

Undir hlíðum Litla-Skógfells má sjá breiður af brönugrasi. Birkið hefur tekið við sér að nýju eftir sauðfjárfriðun svæðisins svo segja má að lengi lifi í gömlum glæðum.

Skógfellavegur

Skógfellavegur – kort ÓSÁ.

Undir Sundhnúkagígaröðinni sunnan Stóra-Skógfells tekur við Sprengisandur. Dalahraun er austar. Vatnshæðin (-heiðin) er sunnar. Um er að ræða dyngjuhæðir vestan Fiskidalsfjalls og Húsafjalls. Sunnan Sprengisands eru þrenn gatnamót; leið að Hrauni, leið að Þórkötlustöðum og leið að Járngerðarstöðum, hver önnur álitlegri. Þó má segja, án allrar hlutdrægni, að leiðin niður að Þórkötlustöðum er bæði sú greiðasta og fallegasta á leiðinni.

Heiðarvarðan, ein af þremur innsiglingavörðum inn í Hópið blasir við neðanvert. Hún hafði fallið að hluta, en FERLIRsfélagar endurreistu hana fyrir nokkur árum.
Frábært veður.

Heimild m.a.:
-Sesselja Guðmundsdóttir – Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi – 2007

Skógfellavegur

Skógfella- og Sandakravegur.