Tag Archive for: Staður

Staðarhverfi

Farið var með Helga Gamalíassyni frá Stað áleiðis út að Héleyjabungu, en þar undir bungunni á að vera gömul klukka. Á leiðinni lýsti Helgi Litluvör og Stóruvöllum, litlum grasbölum suðvestan við farskiptamöstrin ofan við byggðina í Grindavík. Þar eru hleðslur er gætu einhverjar hýst refagildrur og það gamlar.

Staðarhverfi

Óli Gam. sýnir FERLIRsfélögum fornan brunn.

Vestan við kirkjugarðinn á Stað og sunnan við Staðarbrunninn er hóll í túninu. Í hólnum á að vera gamall bær er nefndist Krukka (Krubba). Hann var yfirgefinn í miklum sandstormi er gekk yfir fyrir einhverjum öldum síðan. Gamli Staðarbærinn var hins vegar vestan og fast við kirkjugarðinn. Honum var ýtt um koll þegar farið var að slétta túnin neðan við nýja húsið, sem stóð utan í hólnum norðvestan við garðinn. Helgi hafði gengið með þann draum í maganum að Staðarbrunnurinn, sem hlaðinn var 1914, yrði einhvern tímann hlaðinn upp og hafður áhugasömu fólki til sýnis, enda hið fallegasta mannvirki.

Staðarhverfi

Staðarhverfi – klukkuport.

Í hól vestan Móakots, nálægt sjónum, voru flestir skipshafnarmeðlima færeyska kúttersins Anne fra Tofte (frá Austurey) lagðir til og síðan jarðaðir í kirkjugarðinum í Reykjavík (Hólavallakirkjugarði). Um tugur ungra manna fórst með bátnum þarna fyrir utan, austan Staðarbergs, flestir úr sömu fjölskyldunum. Atburðurinn var mikil harmsaga.

Í kirkjugarðinum á Stað er klukknaport. Í því er klukka úr Alnaby, sem strandaði austan við Stað, í Jónsbás, árið 1901. Mannskaði varð, en skipstjórinn, Nilson, kom við sögu í Dýrafjarðarmálinu svonefnda þegar Hannes Hafstein, sýslumaður, ætlaði ásamt heimamönnum að handsama þar landhelgisbrjóta í firðinum eins og frægt varð.

Staðarhverfi

Staðarhverfi – klukkuport.

Þegar komið var út í Háleyjabungu benti Helgi á staðinn þar sem hann hafði síðast séð nefnda klukku. Ekki var nægilega fallið frá til þess að hægt væri að nálgast hana að þessu sinni, en svo til nákvæm staðsetning er komin á hana. Helgi sagðist hafa verið að eltast við mink þegar hann hafi allt í einu rekist á klukkuna í fjörunni. Þá hafi verið mjög lágsjávað. Hún er líkast til um 60 cm á hæð og virðist vera úr járni. “Ef hún hefði verið út kopar hefði einhver verið búinn að hirða hana fyrir löngu”, sagði Helgi og glotti. Brotið er úr henni á einum stað. Klukka þessi gæti verið fjörgömul, en enginn veit hversu lengi hún hefur legið á þessum stað.

Háleyjar

Tóft undir Háleyjarbungu.

Utan í Háleyjabungu er m.a. tóft af hlöðnu húsi. Enginn veit hvaða hlutverk það hefur þjónað. Þó er jafnvel talið að Skálholtskirkja hafi átt reka við Háleyjar og Krossavík, sem er skammt vestar. Ekki er ólíklegt að menn biskups hafi unnið reka og/eða setið um reka því hann þótti mikil hlunnindi áður fyrr. Aðal siglingaleiðin til landsins var þarna fyirr utan og og aldrei var að vita hvað kynni að gerast í vondum veðrum. Gat þá skipt miklu máli að vera til staðar þegar eitthvað bar út af. Hval gat líka rekið fyrirvarlalaust á land og var þá betra að geta brugðist fljótt og vel við.
Farið verður fljótlega aftur á staðinn við hentugri aðstæður og þess freistað að ná klukkunni á land.

Anlaby

Skipsklukka Anlaby í klukknapotrinu.

Reykjanes

Guðmundur G. Bárðason skrifaði grein í Lesbók Morgunblaðsins 1928, „Á Reykjanesi„:

Guðmundur G. Bárðarson

Guðmundur G. Bárðarson.

„Þeir sem ætla frá Reykjavík út á Reykjanes eiga um tvær leiðir að velja. Önnur liggur frá Grindavík en hin frá Kalmanstjörn í Höfnum vestan á Reykjanesskaga. Til beggja þessara staða er góður bílvegur frá Reykjavík og tekur aksturinn um 2 klst. Frá Kalmanstjörn er 3 klst. gangur suður á Reykjanes. Liggur vegurinn fyrst fram hjá Hafnarbergi yfir gömul helluhraun, sem eiga upptök sín í Sandfellsdyngju (Sandfellshæð) upp við fjöllin á skaganum hefir hrunið fallið hjer í sjó fram og myndað Hafnaberg. Er hæsti hraunhóllinn yst á berginu nefndur Berghóll. Sunnan við Hafnaberg taka við Stóra- og Litla-Sandvík. Alt þangað suður eru foksandsbreiður á veginum, er skapast hafa af foksandi frá ströndinni. Veður í sandinn og er þungfært, einkum þegar þurt er. Úr Litlu-Sandvík liggur leiðin heim að Reykjanesbænum yfir Stampahraun. Er þar greiðfær og sæmilega sljett gata. Öll er þessi leið greiðfær hestum.

Gömlu-Hafnir

Tóftir í Gömlu-Höfnum.

Norðanvert við Hafnaberg mótar fyrir sandorpnum rústum, eyðibýlum. Þar voru í fyrndinni 3 bæir, Kirkjuhöfn, Sandhöfn, og Eyri og sunnan við Hafnaberg eru rústir af bæ, sem hjet Skjótastaðir. Líklega efir sandfok eytt býlum þessum. Nú eru þessi svæði mjög sandorpin og gróðurlaus að kalla. Hefir roksandurinn hjeðan borist langa leið upp í Hafnaheiði, austur fyrir veg þann, er liggur úr (Grindavík norður) í Hafnir.

Reykjanesviti

Vagnvegur að Reykjanesvita frá Grindavík. Það mun hafa verið Ólafur Sveinsson vitavörður, er fyrstur kastaði þarna grjóti úr götu. Ólafur og synir hans voru menn harðduglegir til verka, og þeir ruddu þarna veg svo að bílar gátu komist alla leið út að vita.

Frá Járngerðarstöðum í (Grindavík er einnig 3 klst. gangur út á Reykjanes. En s.l. vor hefir Ólafur Sveinsson vitav. á Reykjanesi unnið að því með sonum sínum að bæta veginn úr Staðarhverfinu út á nesið, og orðið mikið ágengt. 23. júlí í sumar fór jeg á bíl úr Grindavík alla leið út að túninu á Reykjanesi. Var það fyrsti bíllinn er komst alla þá leið. Milli Járngerðarstaða og Staðar skiftast á grónar grundir með sjónum og hraun, og á einum stað er sjávarós, sem tæpast verður ekið yfir um flæði.

Staðarberg

Staðarberg.

Utan við Stað taka við hraun og eru sum allúfin apalhraun. Ná þau útundir svo nefnda Sandvík mitt á milli Staðar og Reykjanes. Enda hraunin í bröttum hömrum við sjóinn. Heitir þar Staðarberg. Er þar torfærulaus leið fyrir bíla, en krókótt og seinfarin. — Út frá Sandvík er vegurinn sljettur og greiðfær, en víðast sandborinn. — Aðeins á stöku stað, svo laus að hjólin vantaði viðspyrnu og „spóluðu“ sem kallað er; en úr því hefir vitavörðurinn bætt með því að leggja hraunsteina í veginn. Alt er þetta bærilegur reiðvegur og greiðfær gönguleið, en heldur þungfært í sandinum. En hvorki þessa leið eða frá Kalmanstjörn skyldu menn fara á spariskóm. Eru gúmmískór hentastir í hraununum.

Eldvörp

Í Eldvörpum.

Eldvörp kallast hraunhólaröð, sem ber við himin í hraununum nlllangt fyrir norðan veginn. Er það gömul gígaröð með strjálum gíghólum og eldborgum, sem mynd ast hefir á eldsprungu. Stefnir hún frá Sandvík til norðausturs inn Skagann, norðanveit við Þorbjarnarfell. Úr eldvörpunum hefir fallið mikil hraunbreiða fram á Staðarberg milli Staðar og Sandvíkur og önnur kvísl til sjávar milli Húsatófta opr Járngerðarstaða. Hafa gos þessi líklega orðið á undan landnámstíð, þó eigi verði það sagt með neinni vissu.

Baðstofa

Baðstofa.

Gjár eða hraunsprungur alldjúpar eru á nokkrum stöðum í hraunum þessum nærri veginum og stefna þær allar að kalla líkt og Eldvörpin, frá SV.—NA. — Nafnkunnust er gjá austan vert við bæinn á Húsatóftum; er hún kölluð Baðstofa. Er hún ca. 25—30 m. djúp og ferskt vatn í henni um fjöru. Er það eini staðurinn á þessari strandlengju sem ósalt vatn er að fá. Silfurgjá („Silfra“) er fyrir ofan Járngerðarstaði, 20—25 m. djúp. Inn í sumar gjárnar gengur smá upsi gegnum hraunið t.d. Bjarnagjá.

Eldvörp

Eldvörp – byrgi.

Útilegumannabygð. Í Eldvarpahrauni, í norðvestur frá Grindavík, fundust 1872 eldgamlar rústir af hraunkofum er sumir hafa haldið að væru eftir menn sem lagst hafi út í hraunið, en aðrir halda að Grindvíkingar hafi notað þá sem fylgsni á ófriðartímum. Eru kofarústirnar á afskektum stað í versta hrauninu, og eigi gjörlegt að leita þeirra nema með leiðsögu kunnugra manna. Hefir Þorv. Thoroddsen lýst þeim í ferðabók sinni, (Ferðabókin T. bls. 174).

Rafnkelsstaðaberg

Gatklettur í [H]Rafnkelsstaðabergi.

Eydd bygð. Nú er Staðarhverfið vestasta bygðin sunnan á Skaganum. En ummæli herma að í fyrndinni hafi bygð verið miklu lengra út eftir og prestssetrið Staður hafi þá verið í miðri sveit. Ef til vill hefir einhver bygð verið í Sandvík og þar í grend, sem sje eydd af sandfoki. Sumir telja að Reykjanes hafi áður fyr náð lengra út og þar muni hafa verið bygð, sem sokkin sje í sjó. En það er harla óiíklegt og engin rök hafa fundist fyrir því í fornritum. Hafi Eldvarpahraun runnið eftir landnámstíð gæti það hafa eytt býlum við ströndina.
Háleyjarbunga. Utanvert við Sandvík er ávöl hæð eða bunga suður við ströndina góðan spöl frá veginum. Heitir hún Háleyjarbunga. Er hentugt að taka sjer krók af veginum til að skoða hana. – Er það gömul gosdyngja svipuð Skjaldbreið að lögun, en margfalt minni og halla minni. Efst í bungunni er gosketillinn og sjest hann eigi fyr en alveg er komið að honum. Er hann um 130 m. að þverm. og 20—30 m. djúpur, í börmunum er straumlögótt grágrýtiskent berg með glitrandi ólivín kristöllum gul grænum að lit og eru sumir með bláleitum blæ. Gosdyngjur svipaðar þessum eru allvíða hjer á landi en fágætar annarsstaðar nema á Sandwicheyjum í Kyrrahafi. Sjórinn hefir brotið af suðurjaðri dyngjanna og heitir þar Háleyjaberg.

Háleyjarbunga

Háleyjarbunga.

Skálafell. (Heiðin). Af Háleyjarþungu er best að fara vestur á Skálafell, sem er eldfjall (ef fjall skyldi kalla), og hæsta fjalli sunnan á Reykjanesi (78 m.).
Djúpur gígur eða eldborg með börmum af gjallkendu hrauni en austan í fellstoppnum. Þaðan hefir mikið apalhraun runnið niður fjallið. Annar eldri gígur ógleggri er þar nokkrum metrum vestar. Á fjallinu er gott útsýni út á Reykjanestána, þar sem litli vitinn er. Hraunsprungur og gjár eru margar í fjallshlíðinni að norðvestan. Stefna allar frá SV—NA og rýkur úr þeim á stóru svæði.
Mest ber á Misgengissprungu niður við rætur fjallsins og nær hún út að sjó, hefir þar myndast kletta belti af því landið austan við gjána hefir sigið 10—15m. Þar sem mest er. Heitir gjáin

Valahnúkur

Valahnúkar og Valahnúkamöl.

Valbjargargjá. Stefnir hún yfir hverasvæðið upp á nesinu. Líklega er suðurbarmurinn á svo kallaðri Hauksvörðugjá, norðvestur af Sandfelli inn á Skaganum, áframhald af Valbjargargjá. Sumir telja að sprungur þessar megi rekja austur í Strandaheiði, suður af Vogum.

Reykjanes-sundlaug

Reykjanes – sundlaug. Valborgargjá er staður sem fáir hafa heyrt um og er falin perla fyrir mörgum. Hún er með fallegri stöðum á Reykjanesi en þar er m.a að finna eina af elstu sundlaugum landsins. Ólafur P. Sveinsson vitavörður á Reykjanesi lét gera litla laug í gjánni á árunum 1925–1930. Hann lét sprengja hraunklöpp þannig að volgur sjór seytlaði í gjánna og útbjó hann þrep niður í gjánna. Byggður var skúr yfir gjána og var börnum kennt sund þarna áður en sundlaugar komu til skjalanna í byggðarlögunum á utanverðum Reykjanesskaganum. Laugin er kulnuð í dag.

Sjávarlaug. Sunnan við Valbjargargjá eru óslitin hraun út á Reykjanestána. Sunnanvert við Reykjanestána er Blásíðubás og svo Skarfasetur, þar sem litli vitinn stendur. Eru þar allsstaðar brattir hraunhamrar með ströndinni norður undir Valbjargargjá.
Norðan við gjána er láglent, Hefir brimið hlaðið þar upp háum malarkambi úr stórum hnullungum, er nær norður að Valahnúkum. Bak við malarkambinn er mjótt og langt krókótt lón. Sígur sjórinn inn í það um flæði gegnum malarkambinn. Einnig mun sjór leita neðanjarðar miklu lengra inn undir hraunin bak við, þangað sem jarðhitinn er. Þegar fer að falla út sígur sjórinn undan hrauninu út í lónið og er þá 26° heitur. Er hitinn mestur nyrst í lóninu. Þarna virðist vera efni í besta baðstað. Væri lónið hreinsað, steyptir að því veggir og stúkað í sundur, ættu menn þar völ á sjóböðum, misheitum, frá átta til tíu gráður eins og hann er hjer við ströndina upp í 26° eins og suður við Ítalíu. Nóg er hjer líka af skjólasömum sandstráðum, lægðum og skútum í Valbjargargjá og hrauninu til sólbaða þegar sólar nýtur.

Reykjanes - valahnúkar

Gamli vitinn á Valahnúkum.

Valahnúkar. Svo heita tveir einkennilegir móbergshnúkar við sjóinn norðan við sjólaugina og er sá syðri miklu stærri (48 m. hár). Í raun og veru munu hnúkarnir vera leifar af afargömlum eldvörpum, er spúið hafa ösku. Hefir sjórinn sorfið og brotið niður helming hnjúkanna og stendur þvergnýpt stálið eftir og fljettast svartir blágrýtisgangar og blágrýtislög alla vega innan um móbergið. Í nyrðri hnúknum ber meira á blágrýtinu. Hefir brimið etið breið göng í gegnum hann. Geta menn um fjöru gengið þar þurrum fótum í gegn, undir fellið.
Áður stóð vitinn á Stóra-Valahnúk En í landskjálftum vildi það til að bergið sprakk og hrundu úr því stykki svo staðurinn var ótyggur. Á vorin og framan af sumrum er allmikið af bjargfugli bæði lunda, ritu og fíl í hömrunum framaii í hnúkunum. Eiga þeir þar hreiður sín. Er þar tækifæri til að sjá þá hlynna að ungum sínum og færa þeim fæðu.

Reykjanes - viti

Yngri Reykjanesvitinn á Vatnsfelli. Eldri vitavarðahúsin.

Heima á Reykjanesi. Jeg býst við að ferðamennirnir sjeu farnir að þreytast af göngunni, þegar þeir hafa sköðað það sem hjer hefir verið talið. Er þá ráð að skreppa heim á bæinn og heilsa upp á vitavörðinn, taka sjer stundar hvíld.
Bærinn stendur sunnan undir svonefndu Bæjarfelli. Er það úr móbergi og líkt og Valahnúkar. Vitavörðurinn og frú hans taka vel á móti gestum sínum og eru fús að greiða götu ferðamanna og leiðbeina þeim. Ólafur vitavörður hefir aðeins verið 3 ár á Reykjanesi. Er hann mesti atorkumaður og hefir ótrálega mikið bætt jörðina á þeim stutta tíma, bæði aukið og bætt túnið og girt það með öflugum grjótgirðingum.

Reykajnes - viti

Reykjanes – yngri vitinn og yngri vitarvarðahús.

Vitinn stendur efst á Bæjarfelli (áður Vatnsfelli), er hann 25 m. hár og ljóskerið um 73 metra hátt, yfir sjó. — Borgar sig að skreppa upp í hann til að skoða ljóskerin og njóta útsýnis yfir nágrennið. Er erfitt að standa á verði við ljósin efst í turninum þegar landskjálftar ganga og alt leikur á reiðiskjálfi.

Gunnuhver

Við Gunnuhver á Reykjanesi.

Hefir vitavörðurinn stundum komist í hann krappan við ljóskerin þegar landskjálftar hafa komið. Goshverinn er góðan spöl fyrir austan bæinn á jarðhitasvæðinu norður af Skálafelli. Er hann nefndur Litli-Geysir. Mun hann hafa; myndast 1906(?). Áfast við hann að vestan er annað uppgönguauga. — Eru þetta einu hverirnir hjer á nesinu sem gjósa vatni. Þó er það ekki ferskt vatn sem kemur upp með gosunum, heldur saltur sjór, enn saltari en við ströndina. Liggur þó hverinn nm 15 metra hátt yfir sjó og frá honum er 2—3 km. spölur til sjávar. En óefað sígur sjórinn eftir sprungum neðan jarðar inn undir jarðhitasvæðið. Hverinn gýs á 15—20 mínútna fresti og eigi hefi jeg sjeð hann gjósa nema c.a. 3 m. frá jafusljettu, en stundum kvað hann gjósa mun hærra. Á undan gosunum heyrast miklar dunur niðri í jörðinni, er smáaukast þangað til gosið byrjar. — Nokkrum metrum fyrir austan Geysi ee vellandi leirpyttur er mikið gufar úr. Myndaðist hann í landskjálftum 1919.

Gunnuhver

Gunnuhver.

Gunna eða Gunnuhver. Fyrir norðaustan Geysi er öll jörðin soðin sundur af jarðhita, bergtegundirnar leystar upp og orðnar að ruuðum, gulleitum og hvítum leirtegundum. Hafa menn haldið að hvítasti leirinn, sem best sjest þar í gryfju einni, væri postulínsjörð, en í rauninni er í honum sömu efni og venjulegu hverahrúðri (Kisill). Þar í holtunum eru á stóru svæði fjölmörg jarðffufuott, er sjóðheitar gufur streyma upp um. Hefir safnast nokkur brennisteinn við sumar þeirra (brenniateinshverir) og víða er leirinn blandaður brennisteini. Í dálítilli hvilft norður í holtaröðlinum, sem þar er, eru vellandi leirhverir. Heitir aðalhverinn Gunna eða Gunnuhver. Er sagt að hverinn dragi nafn af draug, er Eiríkur prestur á Vogsósum setti þar niður (Þjóðsögur Jóns Arnasonar I. 577—578). Í hverunum er vellandi leirgrautur, og öðru hvoru gjósa þar upp brennheitir gufustrókar með miklum hvin og dunum. Er þetta talinn einna mestur leirhver hjer á landi. Fara skyldu menn gætilega nærri þessum leirhverum því jarðvegurinn er ótraustur og undir honum er jörðin sjóðheit og vellandi.

Gunnuhver

Gunnuhver – hverasvæðið.

Láta mun nærri að jarðhitasvæðið á Reykjanesi muni vera 3-4 ferkílómetrar. Á öllu því svæði stíga gufur upp hjer og hvar úr sprungum og hraungjótum, þegar svalt er veður. Í grasflesjunum nærri aðalhveruuum, þar sem engar gufur sjást koma úr jörðu, er jörðin víða 80—90° heit rjett undir grassverðinuni; fer þar að rjúka ef jarðvegurinn er rofinn. Er það ljóst að hjer er geysimikil og dýrmæt orka falin í jörðu, sem nægt gæti Reykjavík og öllum þorpum hjer á skaganum til ljósa, hita og iðnaðarstarfa. En til þess þarf að beisla jarðhitann og breyta honum í rafmagn, líkt og nú er gert á Ítalíu og Japan. Telja fróðir menn að virkjun jarðhitans sje ódýrari en fossavirkjun. Áður en farið er að virkja fossa í stórum stíl handa Reykjavík, er sjálfsagt að rannsaka það til hlítar, hvort eigi borgi sig eins vel eða betur að virkja jarðhitann á Reykjanesi eða öðrum hverasvæðum í nálægð við bæinn.

Sýrfell

Sýrfell.

Sýrfell. Frá hverunum er um klukkutíma gangur norður á Sýrfell; er það móbergsfjall og hæsta fjallið út á nesinu (96 m.). Er þaðan gott útsýni. Suðvestur af því eru svo nefndir Rauðhólar; eru þar ljós og rauðleit leirlög, leifar eftir gamla hveri. Í hæðarana suðvestur af Sýrfelli er gígskál allstór og annar gígur nokkrum metrum sunnar efst í sömu hæðinni. Norðaustur af Sýrfelli mætast nýju hraunin úr Grindavíkur-Eldvörpunum og Stampahraunin úr gígaröðinni á norðanverðu nesinu.

Súlur

Súlur.

Í norðri og austri blasir við Hafnaheiði, Stapafell, Súlur, Þórðarfell, Sandfell og Sandfellshæð, sem er langstærsta hraundyngjan á utanverðum skaganum. Frá Sýrfelli gengur lægð til norðausturs inn skagann, sjest glögt fyrir henni norðaustur við nýjuhraunin. Heitir dældin Hauksvörðugjá, er þessi sigdæld takmörkuð af misgengissprungum beggja vegna. Framhald þessarar sigdældar er lægðin á Reykjanesi milli Skálafells og Stampahrauns. En sprungurnar eru þar víðast duldar undir yngri hraunum nema norðan í Skálafelli. Þjóðsögur herma að Kaldá hjá Kaldárseli hafi í fyrndinni runnið út Reykjanesskaga og þessi sigdæld sje hinn forni farvegur hennar, en forneskjumaður hafi breytt farvegi hennar.

Stampar

Stampar og Stampahraun.

Stampar og Stampahraun. Hraunbreiðan á nesinu norðan við fellin heitir Stampahraun. Hafa þau hraun komið úr eldsprungu (einni eða fleiri) er hefir vanalega stefnu (SV—NA) og nær alla leið frá sjó við svo kallaður Kerlingarbás, eins langt til norðausturs sem hraunið nær. Hefir röð af gígum eða eldvörpum myndast á sjálfum sprungunum þar sem hraunið hefir ollið upp. Heita gíghólar þessir Stampar. Mun nafnið þó helst eiga við þá syðstu. Til þess að skoða gígaröðina er hentast að fara út í hraunið norðvestur af Sýrfelli og fylga eldvörpunum til sjávar. Þar eru víða holar hrannpípur eða hraunræsi er storknað hafa utan um hraunstrauma og hraunleðjan síðan tæmst innan úr. Niður við sjóinn eru háir hamrar af lagskiftu móbergi og hraunið ofan á. Þar eru lóðrjettir blágrýtisgangar upp í gegnum móbergið er renna saman við hraunið ofan á, Eru það án efa endarnir á eldvörpunum sem hraunið hefir ollið upp um.

Önglabrjóstnef

Önglabrjótsnef. Karlinn fjær.

Spöl norður með sjónum er gíghóll framan í hömrunum. Hefir brimið etið hann inn að miðju svo þverskurður sjest af innri gerð hans. Er gígrásin full af rauðleitu gjalli. Önglabrjótsnef, litlu norðar, er myndað úr gjallkendu hrauni úr þessum gíg og fleirum af líkri gerð, er standa nokkru fjær ströndinni.

Karlinn

Karlinn.

Karlinn er 50 m. hár drangur fram af nesinu undan Stampahrauni 400—500 m undan landi. Þar eiga bjargfuglar hreiður í berghillum.
Eldey blasir við í suðvestur af nesinu. Er hún um 14 km. undan lyndi, álíka há og Skálafell (77 m., 100 m. breið, um 300 m. löng), flöt að ofan og öllu megin þverhnýpt niður að fjöru. Eyjan er úr móbergi og gróðurlaus. Hjalti Jónsson framkvæmdarstjóri kleif upp í eyjuna 30. maí 1894. Þótti það þrekvirki. Rak hann járngadda í bergið og las sig eftir þeim upp á eyjuna, og tengdi festi í bjargið. Þar verpa súlur í þúsundatali.

Reykjanes

Reykjanes – brim.

Brimið við Reykjanes er oft stórkostlegt þegar vindur stendur af vestri. Þeir sem staldra við á Reykjanesi þegar öldurót er, og eigi hafa sjeð stór brim, ættu að bregða sjer ofan á hamrana hjá Valbjargargjá eða ofan á Valahnúk, og virða fyrir sjer brimgarðinn, og hlusta á gróttuhljóðið við Valhuúkamöl, þegar brimsogið og öldurnar eru að velta til hnullungunum, sem sumir hverjir eru 1—2 m að þvermáli, Fágætar jurtir. Mjög er gróður lítið á Reykjanesi. Helstu gróðurflesjurnar eru í lægðinni frá túninu vestur fyrir hverina. Fann jeg þar á nesinu um 50 plöntutegundir. Af fágætum plöntum, fann jeg þar þessar: Baunagras í brekku við bæinn. — Naðartungu og flóajurt við gufuhverina. Þistil í túnjaðrinum. Gullkollur er algengur í hraununum. Sækvönn í grasbrekkum og á bjargröndinni suður af Skálafelli.

Gullkollur

Gullkollur – einkennisblóm Reykjaness.

Landskjálftar eru að líkindum tíðari á Reykjanesi en á nokkrum öðrum stað hjer á landi. Hafa þeir oft gert þar spjöll á vitanum og bæjarhúsum og valdið röskun á hverunum. Hafa þeir stundum staðið í sambandi við eldsumbrot í hafinu út af nesinu. Engar sögur fara af eldgosum á landi þar á hesinu. Vita menn því eigi hvort nokkur af hraununum þar hafa runnið eftir landnámstíð. Frásögurnar um gosin í hafi, framundan nesinu eru einnig mjög óglöggar.“

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins, 38. tbl. 23.09.1928, Á Reykjanesi – Guðmundur G. Bárðarson, bls. 297-300.

Reykjanes

Reykjanes.

Jónsbásar

Gengið var frá dys Járngerðar á Járngerðarstöðum, um virki Jóhanns breiða ofan við Stórubót, um Junkaragerði Grindvíkinga, að Jónsbás þar sem Anlaby, fórst í janúar árið 1902, yfir í Arfadal, upp í Baðstofu og um Blettahraun til baka. Hér var um að ræða eina af tímamótaferðum FERLIRs, þá 800. að tölu um Reykjanesskagann. Venjulega eru tilteknir staðir heiðraðir í slíkum tímamótaferðum. Að þessu sinni, sem og stundum fyrr, varð Grindavík fyrir valinu.

Járngerðardys

Dys Járngerðar – áður en malbikað var hana.

Grindavík er merkilegur bær – þar er hægt að dvelja löngum stundum við að skoða merkilega staði og endurupplifa gagnmerka atburði í gegnum aldirnar.
Landnámsmaður í Grindavík var Molda-Gnúpur Hrólfsson. Þar hafa orðið merkisatburðir Íslandssögunnar, s.s. Tyrkjaránið og Grindavíkurstríðið. Auk þess endurspeglar Grindavík atvinnu- og búsetusögu landsins frá upphafi til núdagsins. Og andrúmsloftið er hvergi ferskara.
Vitneskja um upphaf byggðar takmarkast við frásögn Landnámu af Molda-Gnúpi og sonum hans. Lítið sem ekkert er vitað um byggðina næstu þrjár aldirnar eftir landnám. Ekki er vitað nákvæmlega hvar landnámsmennirnir byggðu sér bú. Þó er líklegt að það hafi verið í námunda við Hópið en síðar risu þar bæirnir Hóp, Þórkötlustaðir og Járngerðarstaðir. Hverfin er eitt af því sem einkenndi gerð og þróun byggðar í Grindavík fram á þessa öld. Þessi hverfi heita Þórkötlustaðahverfi sem er austast, Járngerðarstaðarhverfi í miðið og Staðarhverfi vestast.

Hóp

Hóp; fornar minjar – uppdráttur ÓSÁ.

Ekki er vitað um aldur og upphaf hverfanna þriggja og heldur ekki af hverju þau byggðust nákvæmlega þarna. En gera má ráð fyrir því að þau hafi byrjað að myndast á 10. eða 11. öld. Ekki er ólíklegt að staðsetning hverfanna hafi ráðist af graslendi á þessum stöðum. En það sem hefur líka haft mikið að segja er aðstaða til sjósóknar. Flest bendir til þess að skömmu eftir 1200 hafi byggðin verið búin að taka á sig þá mynd sem hún bar allt fram á öndverða 20. öld.
Þegar 19. öldin gekk í garð var byggðin í Grindavík svipuð og hún hafði verið fyrr á öldum. Flestir bjuggu í hverfunum þremur og bjuggu flestir í Járngerðarstaðarhverfi, 59 manns, en mun færri í hinum hverfunum. Á árunum 1840 og 1841 voru aðeins 7 aðalbýli í sókninni og 13 hjáleigur. Aðalbýlin voru þessi, talin vestan frá, Staður, Húsatóftir, Járngerðarstaðir, Hóp, Þórkötlustaðir, Hraun og Ísólfsskáli. Strax um aldamótin 1800 var þegar kominn vísir að þéttbýli í Járngerðarstaðahverfi. Það samanstóð af tveimur býlum sem þar voru auk hjáleiganna sem byggðar voru í landi jarðarinnar.

Gerðisvellir

Gerðisvellir – leifar virkis Jóhanns breiða.

Á 19. öld hélt byggðin áfram að vaxa í Járngerðarstaðahverfi og varð miðstöð byggðar í Grindavík. Líklegt má telja að ef kirkja hefði verið í Járngerðarstaðahverfi á þessum tíma hefði byggðin jafnvel verið mun þéttari, en kirkjan og kirkjugarðurinn var í Staðarhverfi. En þann 26. september 1909 var vígð ný kirkja í Járngerðarstaðahverfi og kostaði hún 4.475 krónum.
Byggð í Staðarhverfi var nokkuð stöðug á árunum 1801 – 1920 en lagðist svo alveg af fljótlega eftir 1920. Byggð í Þórkötlustaðahverfi og Járngerðarstaðahverfi var nokkuð jöfn fram til ársins 1910. Hverfin héldust nokkuð í hendur varðandi fólksfjölda en á fyrri hluta 20. aldarinnar dróst þó nokkuð í sundur með hverfunum. Að lokum var svo komið að Þórkötlustaðahverfi var orðið nokkurs konar úthverfi við hlið meginbyggðarinnar. En þó svo byggðin hafi verið þetta mikil á Járngerðarstöðum var lýsing Geirs Bachmann á henni ekki mjög fögur:

Járngerðarstaðir

Járngerðarstaðir – uppdráttur ÓSÁ.

„Eigi er fagurt á Járngerðarstöðum, því þó þar ei sé ýkja illa húsað. Þá stendur bærinn og allt hverfi þetta nema Krosshús niður í dæld eða dalverpi. og er þaðan hvergi víðsýnt.”
En þó ekki hafi verið fagurt á að líta á Járngerðarstöðum fjölgaði þar nokkuð ört og hlaut Grindavík kaupstaðarréttindi árið 1974. Og áfram fjölgaði heimilum í Járngerðarstaðahverfinu og nú búa í Grindavík um 2500 manns, þar af búa u.þ.b. 50 í Þórkötlustaðahverfi.
Gangan byrjaði við leiði Járngerðar, sem er nú að mestu undir veginum við Hlið. Þegar komið var að dysinni lá þar utan í henni stór, svartur, fjörgamalt hunslíki. Fylgdi það hópnum síðan eftir, en þegar komið var til baka hvarf það jafnskjótt og það birtist.

Járngerðardys

Tómas Þorvaldsson við dys Járngerðar.

Eitt horn dysjarinnar stendur þó út undan veginum. Skv. gamalli lýsingu var dysin hæst að suðvestanverðu, en hallaði undan til austurs (undir veginn). Hornið er svona til að minna á fyrrum tilvist þjóðsögunnar á þessum stað. Sú gamla hefur sannarlega mátt muna tímanna tvenna. En nú er Járngerður notuð sem hraðahindrun fyrir sjálfrennireiðar. Áður fyrr var borin miklu mun meiri virðing fyrir henni, bæði lifandi og látinni. Virðingin að henni lifandi var svo sterkt að rituð var þjóðsaga um hana þar sem hún er leggur á Járngerðarstaðasundið að þar skyldu tuttugu skip farast eftir að hafa horft upp á eiginmann sinn drukkna á sund

inu. Virðingin að henni látinni var að hún skuli hafa verið dysjuð við gömlu sjávargötuna frá Járngerðastöðum er lá niður í Fornuvör, aðalvör hverfisins.

Stóra-bót

Stóra-Bót; leifar virkisins.

Þá leið gengu sjómenn til skips, stöldruðu við og dvöldu jafnan við dysina og fóru með bænir svo áhrínisorð Járngerðar myndu ekki duga til. a.m.k. hvað þá snerti. En eins og gamli maðurinn sagði; „virðingin fyrir hinu liðna, er mótast af framkomnum lifandi kynslóðar, virðist verulegum takmörkunum háð.“
Lönguklettar voru tiltölulega langt klettabelti úr frá skerjóttri ströndinni við Flúðir. Þanghóll er þar áberandi og mun þangi hafa verið safnað á hann í fyrri tíð, á meðan það var enn notað til eldiviðar.
Neðan við kampinn má sjá Stokkavör, Akurhúsakamp, Kvíahúsakamp, Fornuvör, Sjálfkvíarklöpp og Draugalón.
Við Litlubót er Stakibakki, Hvítisandur, Kampur og Eystri- og Ytri-Hestaklettur. Fjörunar eru nefndar Flúðir einu nafni, sem fyrr segir, og vestast á þeim eru þrjú örnefi; Stakabakkagrjót, Önnulónstangi og Flúðagjá.
Alls eru Flúðirnar tæpur kílómetri á lengd, en þar hafa þó orðið einna flest strönd á einum stað á þessum slóðum. Í desember 1899 strandaði þar norsk flutningaskip, sem Rapit hét, og árið eftir togari Vídalínsútgerðarinnar, Engines. Mannbjörg varð í bæði skiptin.

Gerðavellir

Garður í Junkaragerði ofan við Stóru-Bót.

Í janúarmánuði 1911 strandaði svo breski togarinn Varonil á Flúðunum, og var það strand í senn sorglegt og grátbroslegt. Strandið sjálft virðist hafa orðið með þeim hætti, að skipið “togaði í land”, en talið var, að varpan væri úti, er það kenndi grunns. Þá gerðu skipverjar sömu mistök og landar þeirra á Clan fjórum áratugum síðar, settu út björgunarbáta og drukknuðu þeir þrí menn, sem í þá komust. Aðrir skipverjar afréðu þá að vera um kyrrt í skipinu, og var þeim bjargað morguninn eftir.
Næsta strand á Flúðunum varð 4. apríl 1926, er togarinn Ása strandaði þar á heimleið úr sinni fyrstu veiðiför, og tíu árum síðar, 6. september 1936, strandaði enski línuveiðarinn Tracadiro á svipuðum slóðum. Mannbjörg varð í bæði skiptin. Í fjöru má vel sjá vélina og ketilinn úr Ásu neðan og austan við Stórubót. Nú var hvoru tveggja t.a.m. vel sýnilegt.

Ofan við Stórubót er Rásin, en um hana fellur sjór upp í Gerðavallabrunna á stórstraumi.

Járngerðarstaðir

Járngerðarstaðir og Gerðavellir – uppdráttur ÓSÁ.

Upp af Stórubót, á Hellum, má enn sjá ógreinilegar leifar af virki Englendingsins Jóhanns breiða þar sem atlaga Grindavíkurstríðsins svonefnda fór fram í júnímánuði 1532. Varð sá atburður til að marka þáttaskil í verslunarsögu landsins sem og skapa skörp átök milli öflugustu þjóða Evrópu á þeim tíma.
Lítið eitt vestar, þar sem heita Gerðisvellir, eru rústir af vegghleðlsum. Frá þeim er frásögn í einni af þjóðsögunum þar sem Junkarar eiga að hafa hafst við og Grindvíkingar eldað við þá grátt silfur lengi vel. Garðar gerðisins sjást vel sem og móta fyrir tóftum innan þess.
Hásteinar eru vestan við Hásteina. Austar eru Hellan og þá Malarendar. Stórhóll er á Hellunni. Miðbótarklettur er sker utan við Malaraenda. Hóllinn Skyggnir er vestann við Bótina. Á honum er Skyggnisrétt.

Skyggnisrétt

Skyggnisrétt. Rásin og Grindavík fjær.

Sandvík er fremur skerjótt og lón á milli skerjanna. Þar strandaði Resolut í austanstormi og brimi í október 1917, sen skipverjar björguðust allir og komu gangandi heim að Járngerðarstöðum morgunin eftir.
Katrínarvík er vestan við Markhól. Það er eitt örfárra örnefna á gervallri strandlengjunni frá Valahnúk í vestri til Seljabótar í austri, sem dregið er af mannsnafni, sem ekki er vitað, af hvaða Katrínu víkin tekur nafn.
Markhóll er áberandi við ströndina áður en komið er að Jónsbás og Jónsbásaklettum. Á milli eru Hvalvík og Hvalvíkurklettar. Markhóll er landamerki Húsatótta og Járngerðarstaða og skilur um leið Staðarhverfi og Járngerðarstaðahverfi. Ofan og austan við Markhól er gamla gatan út að Staðarhverfi vel greinileg. A.m.k. ein heil varða er við leiðina, en hægt er að fylgja henni frá vestanverðum Gerðavallabrunnum og áleiðis út að Arfadal.
Á klettóttri ströndinni má sjá Jónsbásakletta, Karfabása og Vörðunes, sem er austan við Vörðunestanga. Á Jónsbásaklettum strandaði breski togarinn Anlaby snemma í janúar 1902, og fórust allir, sem á honum voru, 11 manns. Skipstjóri á Anlaby var Svíinn Carl Nilson, og var þetta fyrsta ferð hans til Íslands að aflokinni fangelsisvist, sem honum var gert að afplána fyrir aðförðina frægu að Hannesi Hafstein og mönnum hans á Dýrafirði árið 1899 þar sem þrír Íslendingar létust.
Klettarnir við Jónsbás skörtuðu bleikum, gulum, brúnum og fjólubláum lit í bland við græna. Stórbrotin umgjörð við fagurblátt hafið og svarta klettana.
Af Anlabystrandinu spunnust margar sögur í Grindavík, og benda flestir til þess, að atburðurinn hafi þótt í meira lagi vofveiflegur. Segir sagan m.a. að stígvél hafi fundist ofan fjörunnar er benti til þess að einhver hafi komist lífs af, en þoka var kvöldið áður og varð hún til þess að Staðarmenn gengu ekki rekann þá eins og venjulega. Vildu sumir þess vegna kenna sér um að hafa ekki bjargað mannslífum það sinnið.

Jónsbás

Jónsbásaklettar.

Víkin neðan við Húsatóftir heitir Arfadalur, en kölluð Dalur í daglegu tali. Nafngiftin gefur til kynna, hverjum augum menn hafa litið þann gróður, sem þarna þreifst. Víkin, sem gengur inn í landið á milli Vörðunestanga og Gerðistanga, heitir að rétu Arfadalsvík, en var oftast nefnd Staðarvik og leiðin inn í hana Staðarsund. Um sundið fóru kaupskip þau, er til Grindavíkur sigldu á fyrri tíð, og lögðust þá við festar vestan til á Arfadalsvík.
Garðafjara er í Arfadalsvík. Þar útan við eru tvö sker, sem Flæðiklettar heita. Þar þurfti mjög að gæta að sauðfé, þá stórstreymt var, því flæðihætta var mikil og náði féð sjaldnast að synda til lands. Á Flæðiklettum var rostungur eitt sinn veiddur seint á 19. öld, og um 1890 strandaði þar franska skútan Bris. Var það strand mörgum Grindvíkingi minnisstætt vegna koníaksbirgða, sem í skipinu voru. Sumir vildu þegja þunnu hljóði um þann þátt málsins, en aðrir æmtu þegar á var minnst.
Gengið var upp í Baðstofu, gjá ofarlega við Húsatóftir.
Þá var Blettahraunið gengið til austurs, til baka að Járngerðarstaðarhverfi.

Heimild m.a.:
-Saga Grindavíkur – Jón Þ. Þór – 1994.
-http://nemendur.khi.is/svavagna/Ritgerd%20um%20Grindavik.htm

Járngerðarstaðir

Járngerðarstaðir og Gerðavellir – uppdráttur ÓSÁ.

Jónsbásar

Eftirfarandi er úr erindi Sigrúnar Jónsdóttur Franklín, sem hún hélt á Sagnakvöldi í Saltfisksetrinu 16. ferb. 2006 og nefndist „Sök bítur sekan„:

Staður

Klukknaportið í Staðarkirkjugarði.

Við strandlengjuna austast í landi Húsatótta skammt utan við Hvalvíkina eru Jónsbásaklettar en þar strandaði breski togarinn Anlaby 14. janúar 1902 og fórust allir sem á honum voru, 11 manns. Skipstjóri á Anlaby var Svíinn Carl August Nilson, og var þetta fyrsta ferð hans til Íslands að aflokinni fangelsisvist, sem honum var gert að afplána fyrir aðförina frægu að Hannesi Hafstein og mönnum hans á Dýrafirði árið 1899. Af þessum atburðum og af Carl Nilson spunnust margar sögur sem ég ætla að segja ykkur frá hér í kvöld og þá einkum þær sögur sem tengjast Grindavík og lítið hafa verið í sviðsljósinu fram til þessa. Við öflun heimilda styðst ég aðallega við kaflann frá Valahnúk til Seljabótar sem Guðsteinn Einarsson skrifaði í bókina Frá Suðurnesjum og kemur inn á þennan atburð og Staðhverfingabókina, Mannfólk mikilla sæva sem séra Gísli Brynjólfsson skrifaði. Feður beggja þessa höfunda koma við sögu. Faðir Guðsteins var Einar hreppstjóri á Húsatóftum og foreldrar séra Gísla voru séra Brynjólfur á Stað og frú Helga Ketilsdóttir.

Staður

Staðarströndin.

Árið 1999 þegar 100 ár voru liðin frá ódæðisverkinu á Dýrafirði var þess minnst þar og reistur minnisvarði um þá þrjá menn sem fórust í aðförinni. Eins var minnst á þetta ódæðisverk í fjölmiðlum 2004 þegar 100 ár voru liðin frá því að Íslendingar fengu heimastjórn og Hannes Hafsteinn varð fyrsti ráðherra Íslands. En fæstir þekkja söguna eftir að Carl Nilson kemur aftur til Íslands og ætlar að hefna sín á Íslendingum að talið var.Fyrir þá sem þekkja ekki fyrri söguna þá ætla ég í stuttu máli að rifja upp atburðinn á Dýrafirði. Carl Nilson var þá skipstjóri á breskum togara Royalist. Hann var við botnvörpuveiðar innan landhelgi, sem þá var 3 mílur, á miðjum Dýrafirði. Hannes sem þá var sýslumaður Norður-Ísfirðinga fór ásamt 5 öðrum til að ráðast til uppgöngu í togarann. Á þeim tíma voru varnir Íslendinga í landhelgismálum litlar og Englendingar notfærðu sér það. Nilson á að hafa komið til verslunarstjórans á Þingeyri nokkrum dögum áður og tekið út varning og ætlaði að borga síðar sem hann gerði ekki. Hann málaði yfir nafnið á togaranum Royalist svo aðeins sást oyalist til þess að blekkja menn. Skipsmenn á Royalist slepptu togvírnum að talið var þannig að báturinn sem Hannes var á hvolfdi og þeir lentu í sjónum og þrír drukknuðu en Hannesi ásamt tveimur öðrum var bjargað á síðustu stundu. Ekki samt að talið var fyrr en að menn í landi sem að sáu aðfarirnar með sjónauka réru að togaranum komu að. Sjónauki þessi er nú geymdur á Byggðasafninu á Ísafirði og kallaður lífgjafi Hannesar. Báturinn sem þeir Hannes voru á nefnist Ingjaldur og var síðast þegar ég vissi á sjóminjasafninu í Hafnarfirði. Um borð í Royalist var sjómaður frá Keflavík. Eftir atvikið sigldu þeir til Keflavíkur áður en þeir héldu til Englands og talið er að sjómaðurinn hafi tekið með sér fjölskyldu sína og flutt út. Nilson var síðan um haustið aftur tekinn við landhelgisbrot þá við Jótlandsskaga.
Hann var færður til Kaupmannahafnar. Fyrir tilviljun var póstbáturinn Laura sem var í ferðum milli Íslands og Danmerkur þar á ferð og Tryggvi Gunnarsson, bankastjóri sem var um borð í áttaði sig á því að um sama skipstjóra var að ræða og í atvikinu á Dýrafirði. Nilson var dæmdur í fangelsisvist fyrir atburðinn á Dýrafirði en óljóst er hvort hann sat af sér dóminn eða ekki.

Jónsbásar

Jónsbásar.

Tveimur árum síðar var hann á leið til Íslands á nýjan leik er hann strandar við Jónsbáskletta við Grindavík. Svo sem oft vill vera í sambandi við voveifleg slys, varð nokkuð til af draumum og fyrirbærum í sambandi við strand þetta. Merkastur þótti draumur frú Helgu Ketilsdóttur, konu séra Brynjólfs Gunnarssonar, prests á Stað, sem hana hafði dreymt nokkru fyrir hátíðar, áður en strandið varð, og hún sagt hann þá strax. Draumurinn var þannig að henni fannt að knúð væri dyra og 10 menn báðu um gistingu á Stað. Eitthvað leist henni illa á að hýsa svona stóran hóp og færðust undan því. En þeir sóttu fast á og svöruðu henni að Einar Jónsson hreppstjóri á Húsatóftum myndi sjá um þá. En þannig vildi til að Einar hreppstjóri sá um alla björgun og einnig um útför mannanna í Staðarkirkjugarði.

Enginn vissi þegar skipið fór upp. Sá sem fyrstur varð þess áskynja, var Björn, Sigurðsson vinnumaður í Garðhúsum. Hann var að ganga til kinda þegar hann sá rekald og dauðan mann. Talið var að han hafi verið með lífsmarki er í land kom, því hann lá ofan við flæðarmálið. Björn lét Einar hreppstjóra strax vita.

Staður

Jónsbás.

Helgi Gamalíelsson á Stað sagði að eftir ákveðna átt eins og var í þessu tilviki þá höfðu Staðhverfingar það til siðs að ganga á reka. Þennan dag var leiðindaveður og af einhverri ástæðu var það ekki gert en það hefði ef til vill geta orðið manninum til lífs. Höfðu Staðhverfingar það á samviskunni og fyrir vikið var ekki mikið talað um þennan atburð.

Úr skipinu rak 10 lík á rúmri viku en eitt líkið fannst ekki og var það talið vera af Nilson skipstjóra. Líkin voru flutt í Staðarkirkju og búið um þau þar og leitað eftir öllu til að bera kennsl á þau. Einn morguninn kom maður til Einars hreppstjóra, Bjarni frá Bergskoti; hann tjáði Einari að þá nótt hefði sig dreymt sama drauminn aftur og aftur, og þótti honum maður koma til sín og biðja sig að fara til hreppstjóra og segja honum að hann vildi fá aftur það sem hafði verið tekið frá sér og hann sé norðast í kórnum. Einar tók drauminn bókstaflega þvi einmitt hafði verið tekinn hringur af því líki sem utast var í kórnum í kirkjunni og var hann látinn á hann aftur.

Anlaby

Brak úr Alnaby ofan Jónsbáss.

Eitt fyrirbæri var sett í samband við strand þetta. Tveir ungir menn áttu þá heima á Húsatóftum. Þeir voru vanir að fara á kvöldin til fuglaveiða á báti út í Flæðikletta. Eitt skiptið heyra þeir undarlegt hljóð og þeir veltu því fyrir sér hvort að selir mundu geta hljóðað svona. En varla höfðu þeir sleppt orðinu er upphófst óskaplega langdregið og ámátlegt hljóð. Þeir flýttu sér í land og fóru aldrei út í Flæðikletta að kvöldlagi eftir þetta. Þetta fyrirbæri var sett í sambandi við Anlaby strandið og kallað ”náhljóð”.

Annað fyrirbæri var einnig sett í samband við strandið. Eitt kvöldið var Júlíus Einarsson frá Garðhúsum að fara að finna heitmey sína Vilborgu, dóttur presthjónanna síra Brynjólfs og frú Helgu Ketilsdóttur og var Júlíus ríðandi á þeirri leið. Þegar hann var kominn út fyrir síkið fyrir neðan og vestan túnið á Járngerðarstöðum nam hesturinn staðar, og var ekki unnt að koma honum úr sporunum, hvernig sem hann reyndi. Hesturinn gerði ekki annað en að prjóna og ganga aftur á bak. Hann stökk af baki og teymdi hestinn á eftir sér. Varð honum litið til hægri handar og sá þar gríðar stóran mann sem ógnaði honum eins og hann hygðist reka hann í sjóinn. Júlíus blótaði manninum og stóð honum mikill stuggur af honum. Maðurinn fylgdi honum mest alla leiðina en hvarf svo skammt austan við túnið á Stað. Júlíus var náfölur og brugðið við þennan atburð er hann kom á Stað. Flestum kom saman um að tengja þennan förumann við skipstrandið.

Staður

Klukka Anlaby í klukkuportinu.

Nilson gerði vart við sig á eftirminnilegan en jafnframt gleðilegri hátt. Þennan vetur 1902 eftir skipstrandið var vinnukona á Stað, sem ekki fór ein saman. Hana fór að dreyma Nilson, sem lét það ótvírætt í ljós að hann vildi vera hjá henni. Var ekki um að villast að hann var að vitja nafns. Vinnukonan ól son og hann var látinn heita Karl Nilson og fæddist á Stað 31. júlí 1902 og foreldrar hans voru Jón Tómasson og Guðbjörg Ásgrímsdóttir. Karl hinn íslenski var gæfumaður að því að ég best veit.

Flakið af Anlaby sást lengi út af Jónsbásklettum. Nú er það horfið með öllu nema ketillinn sem kemur upp úr við útsog á stórstraumsfjöru. Við útfarir í Staðarkirkjugarði er ennþá hringt úr skipsklukkunni úr Anlaby. Klukknaportið er nýuppgert og sómir sér vel í garðinum. Eins og þið hafið heyrt þá hafa ótrúlegar margar sögur spunnist út frá Nilson skipstjóra bæði við atburðinn á Dýrafirði og hér við Grindavík ég vona að þið hafið haft gagn og gaman af þessari samantekt.
Nilson átti ekki afturkvæmt til Íslands og má segja að hann hafi fengið makleg málagjöld er brimaldan við Jónsbáskletta söng honum sitt dánarlag og sannast þar máltækið sök bítur sekan í bókstaflegri merkingu.
Í ævisögu Hannesar Hafsteins (eldri útgáfu) vitnar höfundurinn, Kristján Albertsson. til skrifa í Lögréttu 1933 þar sem hann sgeir að „eitt lík rak höfuðlaust, og var talið vera Nilson; „hafði sennilega hákarl klippt af honum hausinn, en almenningur lagði út sem „æ´ðri stjórn“, og með réttu.“
Þessi saga Nilsons varð yrkisefni Jóns Trausta er hann orti kvæðiðVendetta en það þýðir blóðhefnd þ.e.a. vættirnir hefndu fyrir ódæðisverkið.
Að lokum flutti Áki Erlingsson ljóðið Vendetta er fjallar um atburðinn á Dýrafirði.

Togari

Svipaður togari og Alnaby.

Staðarhverfi

Birgir Kjaran skrifaði þrjár greinar í Lesbók MBl árið 1960 um Suðurnes, einkum þó Grindavík og nágrenni. Fyrsta greinin birtist í apríl. Í grein III segir m.a.:
Manni á Stað skyggnist yfir Staðarbótina„Við göngum upp á hæð  fyrir ofan bæinn og horfum til hafs. Það brimar fyrir Stað þótt logn sé undan Grindavík. – Við okkur blasir nokkurra kílómetra löng strandlengja, suðurströnd Reykjanesskagans. Enginn jafn skammur spölur Íslandsstranda getur sagt sögu jafn margra skipsskaða og geymir slíkan ógnafjölda minninga átakanlegra atburða, og þó sem betur fer einnig frábærra afreka við björgun úr sjávarháska. Þarna innst er Selvogurinn og Strandarkirkja, Krýsuvíkurbergið, Hraunsvíkin, Þorkötlustaðahverfið, Hópið við Grindavík, Gerðistangar, Staðarmalir, Víkurnar, Háleyjar, Hrafnkelsstaðarbergið og Skarfasetur yzt á suðurtánni.
Allt sjáum við þetta nú, að vísu ekki í sömu andránni, en við erum að leggja upp í leiðangur eftir tröllaveginum út að vita, og á leiðinni kemur þetta smám saman í ljós.
Áður en við höldum af Stað, verður okkur enn skrafdrjugt, því Manni kann frá mörgu forvitnilegu að segja og hefur ákveðnar meiningar um hlutina. – Ég varpa t.d. fram spurningu um það, hvað hald hans sé um göngin hans Eggerts Ólafssonar, göngin undir Reykjanesið. – Vegna þeirra, sem ekki þekkja þetta mál, felli ég hér inn í, það sem Eggert segir í Ferðabók sinni um Reykjanesgöngin: „Annars er það algeng sögn, að undir skaga þann hinn mikla, sem er meginhluti Gullbringusýslu, liggi göng, og sérstaklega séu göngin víð milli Grindavíkur og Vogastapa, og á fiskur að ganga í gegnum þau. – Sögn þessi er í sjálfu  sér alls ekki fráleit, því að vér vitum, að landið er hér allt umbylt af jarðeldi bæði á yfirborði og niðri í djúpinu og hvarvetna í því gjár. Þar hljóta einnig að vera neðanjarðarvatnsföll, sem falla út í Reykjanesröst.“ – Þannig fórust Eggerti orð fyrir um það bil tvö hundruð árum, og nú legg ég spursmálið fyrir Staðarbóndann og honum verður hvergi svarfátt. Hann segist trúa því, að á renni neðanjarðar undir nesið. – „Það er alveg víst eftir gömlum sögum og meira að segja veit ég það eftir pabba sáluga, að þegar þeir reru í Höfnum, þá sögðust þeir hafa náð í ósalt vatn, eitthvað blandað náttúrlega, en daufara en sjó, út af Skarfasetri. – Pabbi sagði, að það væri alveg sjúrt, að hægt væri að fá sér þarna að drekk í barning. Þeir höfðu fengið sér þarna vatn á kútinn. Það rennur þarna út í Röstina – það er sko alveg sjúrt“, segir minn góði leiðsögumaður ákveðið, því að þegar Gamalíel á Stað segir eitthvað „sjúrt“ meinar hann að það sé enginn vafi um þá hluti.
Clam á StrandsstaðEn að fiskur gangi eftir þessum göngum eða þessari á? Það er ekki eins víst. – „Ja, maður veit ekkert um fiskana“, segir hann, „en hérna í Bjarnargjá milli Járngerðarstaða og Staðahverfis hafa þeir oft og iðulega séð ufsa, svo að hvað veit maður svo sem nema hann gangi lengra?“
Erindið hingað var meðal annars að kanna veginn út að vita, og jafnframt að njóta leiðsögu hins örnefnafróða Staðarbónda, sem jafnframt kann öðrum fermur að segja sögu sjóslysanna hér um slóðir, því hann hefur um áratugi verið ekki aðeins áhorfandi harmleikanna, heldur líka og oftar virkur þátttakandi í barátunni milli manns og hafs um líf einstaklinganna. Manni er nefnilega fæddur í Reykjanesvita sama árið, sem kveikt var á nýja vitanum. Það mun hafa verið árið 1908. Faðir hans var þriðji vitavörðurinn á Reykjanesi og gegndi þeim starfa um tuttugu ár. Á þessari strönd sleit Manni barnsskónum og stælti mandómsþrek sitt. Og mér dettur í hug brimið, já, brimið, ætli hann hafi ekki vanizt á að hlæja svona hátt til þess að yfirgnæfa brimgnýinn?
Björgun áhafnar á Skúla fógetaÞorvaldur Thoroddsen var á ferð hér á þessum slóðum árið 1883, og segir hanní ferðabók sinni: „Af Reykjanesi fórum við 11. ágúst inn í Grindavík. Þar er enginn vegur, ein eintóm hraun yfir að fara. Alls staðar liggur hér mesti urmull af rekatrjám í fjörunni, og heyrir það allt undir kirkjuna að Stað í Grindavík.“ Síðan eru liðnir röskir þrír aldarfjórðungar, og hálfgerð vegleysa er þetta enn.
Það hefur líka fyrr og síðar ýmsu öðru en rekatrjám skolað á Staðarfjörurnar. Hann tjáir okkur það, Staðarbóndinn, að hún hafi stundum verið óhugnanleg aðkoman á þessari víðsjálu strönd. Þegar Ægir hefur látið brimrótið skila feng sínu upp í fjörugrjótið. – „Það var verst með það fyrsta“, segir hann. „Það var gamall, reyndur maður, sem var með okkur og gekk fyrstur. Það bjargaði okkur og tók af okkur versta stuðið.

Cap Fagnet á strandsstað

Síðar bregður manni minna. – Einkennilegast var það, þegar ég fann sjórekna manninn undir Háleyjarbergi. Það skil ég aldrei, segi alltaf, að hann hafi hjálpað mér til þess að koma  sér upp. Við vorum tveir bræðurnir, Helgi heitinn og ég, sem fundum hann. – Við sáum, hvar tvær ritur sátu á steini í stórstraumsfjöru. Þetta var í há-átt. Ég fór fram eftir, og þar lá hann undir steininum. Við lögðum líkið í poka og bárum það milli okkar upp að berginu tveir einir, en sjö tíma vorum við að koma því austur með berginu, og veittist þó fullerfitt að koma því alveg austur úr. – Ég skil það aldrei, hvernig við tveir einir skyldum koma því upp allt strórgrýtið og það án þess að blása úr nös. – Ég er viss um, að hann hefur hjálpað til við það sjálfur.“
Þessi frásögn getur eðlilega af sér stuttlegt samtal um myrkfælni, sem mun hafa hljóðað eithvað á þessa leiðina:
-Eru einhverjir þeirra jarðaðir í krikjugarðinum að Stað?
-Jú, hér er eitt lík austan af Selatöngum, af enskum, og fleiri munu hvíla hér, sem rak af hafinu.
-Finnst þér ekki lakara að hafa kirkjugarðinn svona rétt við bæjarhúsin?
-Nei, ég finn ekki til þess.
-Þú ert þá ekkert myrkfælinn?
Á Staðarbergi við Ræningjasker-Nei, ég var myrkfælinn þangað til ég fluttist hingað í nábýlið við kirkjugarðinn, -en þá fór hún af mér.
-Og þið verðið aldrei vör við neitt?
-Það getur ekki heitið. Það er þá helzt, þegar von er á þeim hingað í garðinn. – Þeir láta oft vita af sér, um leið og þeir skilja við þetta jarðneska hérna.
-Meinarðu, að menn geri vart við sig hérna í þann mund, sem þeir gefa upp öndina?
-Já, reyndar, mennirnir, Grindvíkingar, þeir koma og banka og ganga um rétt eftir að þeir eru búnir að skilja við.
-Hefur þú orðið var við það?
-Já og já, ég held nú það.
-En aldrei séð neitt?
-Nei, nei, en ég hef oft orðið var við það.
Vegalengdin frá Grindavík út á Reykjanes, að vita, mun vera um 10 kílómetrar. Frá Stað til Reykjaness er í sæmilegu gangfæri tveggja tíma gangur. Sá, sem gerði þann veg, sem nú er notazt við, var Ólafur Sveinsson, vitavörður á Reykjanesi. Var það á árunum 1926-´28. Bar hann að mestu grjótið í veginn. Ólafur er sagður hafa verið mikill atorkumaður. Veginn lagði hann til þess að komast með hestvagn til Grindavíkur og auðvelda sér þannig aðdrættina. Það mun hafa verið haustið 1928, sem fyrsti bílinn fór út í Mölvík. Lengra komst hann ekki. „Vitasjóður lagði svo eitthvað í veginn á hverju hausti, en þetta var svo lítið, að það var svona viku tíma á ári, sem unnið var fyrir tillag hans“, bætir Staðarbóndinn við.
Gamli vegurinn - lagfærðurÁður en við stigum upp í bílinn bendir Manni okkur út á Staðarbótina og segir: „…Það var þarna út á Staðarsundið, sem sagt er, að séra Oddur hafi farið með menn til þess að kenna þeim björgunartilraunir, kenna þeim að synda og nota bárufleyginn, sem hann fann upp. Hann fermdi pabba hérna á Stað. Það eru til margar sögur og sagnir af honum. Hún heitir Silfra gjáin, sem þú varts að spyrja um og álarnir eru núna í. Í hana missti hann tösku með 60 spesíum. Hann var að sækja konuarfinn. Hún er þar enn taskan, segja þeir.“
Þessari síðustu athugasemd Staðarbóndans fylgir hláturm sem sóttur er hreint niður á neðstu tasíu og endar beinlínis eins og veltandi öldurót við ströndina, brimhljóðinu, sem berst frá Staðarberginu.
Lagt er í torleiðið á tveggja drifa bíl, og við höldum áfram að spyrja hann um veginn, hvort nokkurn tíma hlaði snjó á hann að ráði. Ekki er það talið  vera og oftast hægt að komast hann, þótt fenni. Umbætur á veginum eru Staðarbónda hjartans mál.
-Heldur þú að það hefði getað munað mannslífum, ef þessi vegur hefði verið lagfærður fyrr?
Brosmilt andlit Staðarbóndans verður mjög alvörugefið, og það kemur djúp hrukka milli augnanna og aðrar skáhallt upp af hvou auga, er hann segir með þunga: „Já, það er ábyggilegt, að ef það hefði verið brim, þegar Jón Baldvinsson fórst, þá hefði það getað  munað miklu að vera kominn hálftíma eða klukkutíma fyrr út eftir. Í stað þess að við vorum, ég man ekki með vissu, víst eitthvað á þriðja klukkutíma á vöruníl. Hann sagði það skipstjórinn á Jóni Baldvinssyni, að það hefði verið langur tími, fannst honum, frá því hann sendi skeytið og þangað til hann sá okkur. Það var ábyggilega tími, sem var lengi að líða. En hvað hefði það verið lengi að líða, ef það hefði verið brim og vegurinn svona?“
Hann bætti við: Undir Háleyjarbergi - Háleyjarhlein„Eins var það með Clam, þá urðum við líka að aka þessa vegleysu með fullan bíl af fólki. Vörubílarnir urðu að taka ytri barðana af sér til þess að komast áfram. Allt tafði þetta. Við urðum líka að bíða til þess að hafa nógan liðsafla, ef ýta þyrfti bílunum. Ég er alveg viss um, að þetta hefur allt tekið eina þrjá klukkutíma. Það hefði verið munur að geta stokkið strax, nokkrir menn, með slysavarnartækin og skotizt út eftir á góðum vegi. Þeir fórust 27 á Clam eins og þú veizt“, bætir hann við.
„Já. Ég gæti sagt þér eitt og annað af sjóslysunum hérna fyrr og síðar. Það hefur oft munað mjóu, og þó ekki alltaf nógu. Fyrsta sjóslysið, sem ég man eftir, var 1916. Þeim hafði borizt á í Katrínarvíkinni. „Resolut“ hét það víst skipið. Einn synti í land með spotta, og hinir voru dregnir á eftir. – Þrímöstruð skúta, saltskip, strandaði skömmu síðar við Þorkötlustaðanesið. – Svo var það franski togarinn Cap Fagnet, sem fóst upp á Hraunsfjörum í marz 1931, og þá var í fyrsta sinn skotið af línubyssu við bjögunarstarf. Hann hét Guðmundur Erlendsson, sem skaut. Sjálfur drukknaði hann fáum árum síðar í róðri á trilli, en þarna björguðust 38 menn af franska togarum. Svo strandaði Skúli fógeti hér á Staðarmölum. Þú sérð þarna, beint út af. Það var svona klukkan að ganga sex um nóttina, sem við vissum um það. Það komu að austan tveir menn og létu okkur vita. Karl heitinn Guðmundsson fór niður um nóttina og var að hlusta á veðrið frá Vestmannaeyjum, og þá heyrir hann, að það var kallað út, að Skúli fógeti væri strandaður. Minnismerki um óþekkta sjómanninn í Fossvogskirkjugarði - vitinn
Það var stöðin í Vestmannaeyjum, sem kallaði þetta út með verðinu. Hann vakti mennina og fór að leita, og svo ræstu þeir okkur. Við höfðum komið heim að Stað um nóttina kl. tvö frá aðgerð. Það var mikið brim, og það var langt að skjóta út í Skúla. Línan var 97 faðmar. – Já, það það mátti ekki miklu muna. Það var síðasta línan, sem náðist í. Við áttum ekki fleiri. Það var seinasta skotið, sem hægt var að skjóta. Við voru svo heppnir, að vindurinn bar línuna upp að mastrinu, þar sem þeir sátu á hvalbaknum, og einn gat teygt sig í hana. Þeir voru sumir mjög þrekaðir, skipsbortsmennirnir, en einn var þó ótrúlegt hraustmenni, og var hann ekki nema 16 ára gamall. Hann hljóp eins og krakki þegan hann kom upp á kambinn, hreint eins og ekkert hefði í skorist. Það var mikið tekið eftir því. Það var Sæmundur Auðunsson, sem síðar varð skipstjóri á Akureyrartogurunum.

Staðarkirkjugarður

Þeir fórust 14 á Skúla, en 24 var bjargar, svo ver hefði getað farið þar, ef síðasta línan hefði brugðizt. – Eitt árið strandaði færeysk skúta á Ræningjaskeri framan við endann á Staðarhrauni og öll áhöfnin fórst. Þá var það Clamslysið. Það var hinum megin á nesinu, rétt innan við litla vitann. Ég kom með þeim fyrstu þarna að. Skipið hefur ekki verið nema svona 30 faðma frá landi. Hann var suðlægur, nokkurt brim. Þeir fóru í bátana, svo liggur hann niðri og svo slepptu þeir og ætluðu að róa upp að landinu, en þá er straumur þarna í röstinni svo mikill, að hann kastaði þeim og bara hvolfdi bátunum strax. Við sáum það, þegar við vorum að koma að, við Björn heitinn, sem var skipstjóri á Grindvíkinni, hann fór með mér. Það var komið fljótlega með tvo skipbrotsmenn á jeppa. Ég fór að Reykjanesi til þess að hjálpa konu vitavarðarins með þá. Bar þá inn og skar utan af þeim fötin. Það var svo mikil bakkerolía í þeim, að þau voru alveg límd við skrokkana. Þetta voru Kínverjar. Þegar ég kom með hnífinn og risti utan af, greip hann ofsahræðsla, og hann veinaði upp, því að hann hefur víst haldið, að ég ætlaði að gera á sér kviðristu.
Bóndinn á Stað hefur ótal sinnum séð strönduð skip í brimgarðinum. Hann hefur gengið fjöru og fundið líkin. Suma þekkti hann, aðra ekki. Það var hann, sem bar heim lík óþekkta sjómannsins, sem fannst undir Háleyjarbjargi, og nú hvílir undir merki vitans í Fossvogskirkjugarði. Hann sagði, að það væri glæpur að leggja ekki þenna veg, því að á liðnum 30 árum hefðu að minnsta kosti 20 skiptapar orðið á ströndinni frá Stafnesi til Krýsuvíkurbergs og í þeim hefðu um sextíu menn farizt.
Við skulum nefna þenna veg, sem lagður verður frá Oddsvita að Reykjanesvita, og fyrst og fremst á að hafa þann tilgang að bjarga mönnum úr sjávarháska; „Oddsbraut“, í minningu hins mikla brautryðjanda slysavarnanna á Íslandi, séra Odds Gíslasonar að Stað í Grindavík.“

Heimild:
-Birgir Kjaran – Svipast um á Suðurnesjum III – Lesbók Morgunblaðsins 8. maí 1960, bls. 245 – 249.

Staður

Staðarhverfi.

Staðarhverfi

Klukknaportið í kirkjugarðinum á Stað í Staðarhverfi við Grindavík hefur verið endunýjað.

Staður

Nýtt og gamalt klukkuport í Staðarkirkjugarði.

Það voru þeir feðgar í H.H. smíði sem sáu um verkið undir stjórn Helga Sæmundssonar. Kemur það í stað klukknaports sem smíðað var af Jóni Engilbertssyni frá Arnarhvoli í Grindavík á þriðja áratug síðustu aldar. Nýja portið er smíðað eftir fyrirmyndinni en þó nokkuð stærra og með koparklæðningu á þakhvelfingunni, portið hefur margvíslega trúarlega tilvísun og er í alla staði vel hannað. Ákvörðun um að hafa hið nýja klukknaport stærra helgast m.a. af því að kirkjugarðurinn á Stað hefur verið í mikilli endurnýjun og stækkun, hafa m.a. verið hlaðnir miklir og glæsilegir veggir er afmarka og skipta garðinum.
Í klukknaportinu er bjalla úr Hull-togaranum Anlaby er strandaði utan við Jónsbáskletta 14. janúar 1902 og „spónbrotnaði“. Ellefu lík skipverja rak að landi, en lík skipstjórans, Carls Nilsonar, fannst aldrei.

Staðarkirkjugarður

Staðarkirkjugarður.

Staðarhverfi

Í Lesbók Morgunblaðsins 1965 er grein séra Gísla Brynjólfssonar undir fyrirsögninni „Úttekt á Stað„:

Gervallt segir fjær og nær:
sjáið sigur lífsins.

Staðarhverfi

Staðarhverfi – uppdráttur ÓSÁ.

Þetta gæti verið bæði lag og texti í söng þessa dags, fyrsta fardags vorsins 1965, —þriðja júní. Vor og sól og siguröfl gróandans hvarvetna að taka völdin á landinu okkar kalda, sem ljómar í gullnum geislum morgunsins, er „glófaxið steypist um haga og tún„. Sjá „Lífið hefur dauðann deytt„.

Túnakort

Staðarhverfi – túnakort 1918.

En þótt undarlegt sé, er það samt svo, þegar maður er staddur hér, á hinu gamla prestssetri, Stað í Grindavík, þennan vormorgun, þá finnst manni það vera dauðinn, sem hafi svo óeðlilega mikil völd mitt í ríki lífsins og ljóssins, því að þessi bær er nú af öllum yfirgefinn nema hinum framliðnu.
Kirkjan er löngu ofan tekin og reist á öðrum stað. Presturinn er fluttur burtu fyrir mörgum áratugum. Bóndinn er dáinn og enginn kominn til að taka við jörð og búi. En kirkjugarðurinn er enn í notkun.
Og þegar dauðinn hefur barið að dyrum á einhverju heimili í söfnuði Grindvíkinga, og hinn látni hefur verið kvaddur í kirkjunni austur í Járngerðarstaðahverfi, þá er kistunni ekið um klungróttan hraunveginn út að Stað, þar sem grafreiturinn bíður og sendin mold Suðurnesja tekur hana í sinn opna faðm.

Staðarkirkjugarður

Staðarkirkjugarður.

Þetta er fallegur kirkjugarður, vel girtur og vel hirtur svo sem sæmir þessu efnaða myndarplássi — Grindavík. Vestan til í honum miðjum — trúega á þeim stað þar sem kirkjan stóð; hefur verið reistur klukkuturn.

Staður

Staður í Staðarhverfi 1960.

Hann ljómar rauður og hvítur í sól morgunsins. Niður úr honum hangir klukkustrengurinn. — Nei, það er bezt að taka ekki í hann. Það væri synd gegn heilögum anda vorsins og lífsins ao rjúfa kyrrð þessa dags með líkhringingu. Það yrði næsta hjáróma hljómur í þeirri symfoniu gleðinnar og gróskunnar, sem maður finnur að fyllir loftið. En skaðlaust er nú að skoða þessa líkaböng Grindvíkinga. Skyldi þetta vera einhver forngripur? Eða skyldi hún bara vera skipklukka úr einhverju strandinu? Jú, ekki ber á öðru. Klukkan hefur þessa áletrun: — S.S. Anlaby — 1898 — Hull.

Hún er úr brezkum togara, sem strandaði hér við svokallaða Jónsbásarkletta í ársbyrjun 1902. Frá því segir Guðsteinn hreppstjóri Einarsson í bókinni „Frá Suðurnesjum“, á þessa leið: „Þetta strand mátti heita nokkuð sögulegt. Skipið hét Anlaby, og skipstjórinn á því var einn rómaðasti landhelgisbrjótur, sem verið hefir hér við land fyrr og síðar á enskum togurum, og er þá nokkuð mikið sagt. En hann var með togara þann, er rétt um aldamótin varð þremur mönnum að bana vestur á Dýrafirði.

Anlaby

Skipsklukka Anlaby í klukknapotrinu á Stað.

Hannes Hafstein, þáverandi sýslumaður, fór um borð í togarann, sem var að veiðum uppi í landsteinum. Var grunur á, að sleppt hefði verið vír úr tolla á togaranum, sem hefði hvolft bátnum. Ekki hafði verið sýnd tilraun frá togaranum að bjarga mönnum þeim, sem voru að hrekjast í sjónum, svo hér hefir verið um verulegan þrjót að ræða. Ekki var hann tekinn þarna, en kæra hafði verið send út af verknaði þessum til hinna dönsku yfirvalda í Kaupmannahöfn. En sennilega hefði það ekki komið að miklu gagni, ef þessi sami skipstjóri hefði ekki svo víða komið við, en hann var tekinn í landhelgi við Jótlandsstrendur ekki „löngu seinna, og fyrir þá tilviljun mun hann hafa fengið dóm fyrir þennan verknað sinn í Dýrafirði. Sagt var, að hann hefði verið dæmdur í tveggja ára fangelsi og verið í sinni fyrstu för hingað til landsins eftir að hafa tekið út sína fangelsisvist.

Staður

Staður fyrrum.

Skipstjóri þessi hafði heitið Carl Nilson og verið kallaður Sænski Carl. Það voru og sagnir um, að hann hefði verið búinn að heita því að velgja Íslendingum undir uggum, þegar hann kæmi þar á miðin aftur, en hvað sem því líður, var það staðreynd, að þarna í Jónsbásarklettum átti þessi þjarkur sitt síðasta uppgjör við tilveruna.
Svo sem oft vill verða í sambandi við voveifleg slys, varð nokkuð til af draumum og fyrirbærum í sambandi við strand þetta.

Merkastur þótti draumur frú Helgu Ketilsdóttur, konu séra Brynjólfs Gunnarssonar, prests á Stað, sem hana hafði dreymt nokkru fyrir hátíðar, áður en strandið varð, og hún sagt hann þá strax.

Staðarhverfi

Staðarhverfi.

Draumurinn var á þá leið að henni þótti vera knúið dyra og einhver fara fram, sem kallað var, en koma aftur og segja, að hópur manna sé úti, sem vilji fá að tala við hana. Hún fór fram og þarna stóðu, að hún hélt, 9 eða 10 menn. Þeir báru upp erindið, og var það að fá hjá henni gistingu. Eitthvað leizt henni illa á að hýsa svona stóran hóp manna og færðist undan því, en þeir sóttu fast á og sögðu á þá leið, að þeir yrðu að fá gistingu á Stað. Þá þóttist hún segja, að hún vissi ekki, hvernig hún hefði rúm handa þeirn öllum, en þeir þá svarað, að hún þyrfti ekki að hugsa um þau, því hann Einar mundi sjá um það. Ekki var draumur þessi lengri, en þótti passa við strandið, því Einar Jónsson, hreppstjóri á Húsatóftum, sá um alla björgun og einnig um útför mannanna.

Staður

Staður 1925.

Úr skipinu rak tíu lík á rúmri viku. Þá var lítið um húsrými, og voru líkin öll flutt í Staðarkirkju og lögð þar til á bekkjum í kórnum. Um leið og þau voru þvegin, var leitað eftir öllum merkjum, tattoveringu, hringum og öllu, sem sérkenndi og var það gert samkvæmt beiðni. Þegar sjö lík voru rekin og búið að ganga frá þeim, eins og áður er lýst, vildi það til snemma morguns, að maður kom til Einars hreppstjóra. Sá hét Bjarni frá Bergskoti; hann tjáði Einari, að þá nótt hefði sig dreymt sama drauminn aftur og aftur, þannig, að hann hefði vaknað á milli.

Grindavík

Grindavík – Staður 1927.

Draumurinn var þannig, að Bjarna þótti maður koma til sín og biðja sig að fara til Einars hreppstjóra og segja honum, að hann vilji fá aftur það, sem tekið hafi verið frá sér, og að hann sé norðast í kórnum. Bjarni vissi ekkert, hvað um gæti verið að ræða, en setti drauminn þó í samband við hina drukknuðu menn. Einar hreppstjóri tók draum þennan bókstaflega, því einmitt hafði verið tekinn hringur af því líki sem utast var í kórnum að norðanverðu, og var hann látinn á það aftur.
Eftir að jarðarför þeirra tíu, sem rak, hafði farið fram og send höfðu verið merki og lýsingar á líkunum, þótti það sannað, að sá, sem vantaði, væri skipstjórinn; sjálfur, Carl Nilson“.

Við látum þessa fróðlegu og skilmerki legu frásögn hins kunnuga manns nægja um hinztu för Sænska Carls á Íslandsmið.

Staðarhverfi

Klukknaport í Staðarkirkjugarði. Gamla kirkjuportið, „rautt og hvítt“, h.m.

Við látum hugsunina um hann ekki tefja okkur frá úttektargerðinni eða draga skugga upp á heiðríkju þessa bjarta dags. Á þessari stund á það ekki við að vera með neinar slíkar umþenkingar. Hinn dauði hefur sinn dóm með sér.

Útihúsin hér á Stað eru mjög fornfáleg og farin að láta á sjá. Hér hafa ekki verið hafðar aðrar skepnur en sauðfé síðustu árin. Það borgar sig bezt, því að hér er féð létt á fóðrum. Snjór liggur hér aldrei á, svo að alltaf næst til jarðar og aldrei bregzt beit í fjörunni þar sem sjálft Atlantshafið fellur á strönd Reykjanesskaga — og ber þarann upp í stórar hrannir. Ærnar eru á beit á grænu túninu og una sér vel með lömbum sínum, sem eru farin að verða bústin, enda þau yngstu nokkurra daga gömul. Við göngum í húsin og lítum inn í hvern kofa. Inni í einum þeirra er hvít ær með lambi sínu. Þegar við komum í dyrnar stappar hún dálítið frekjulega niður öðrum framfæti og segir: Menn! Hvað eruð þið að gera hér? Þið vilduð ekki búa á þessum Stað og skilduð okkur sauðkindurnar einar eftir. Hvaða erindi eigið þið hingað nú? Viljið þið ekki bara gera svo vel að láta okkur í friði.

Þórkötlustaðarétt

Hermann í Stakkavík, bóndi á Stað, og Birgir á Hópi í Þórkötlustaðarréttum.

Við finnum það, að þessi kind hefur mikið til síns máls, svo að við treystum okkur ekki til að taka upp neinar rökræður við hana um rétt okkar til þessa Staðar, sem mennirnir hafa yfirgefið — gengið frá eftir 1000 ára búskap.

Staður

Staður. Kirkjan stóð á hólnum nær. Gröf sjómannanna af Anlaby er vinstra megin ofanvert.

Aðrar skepnur en ærnar og lömbin fyrirfinnast hér ekki. Jú annars. Ekki er vert að fullyrða of mikið strax. Nú koma í ljós fram undan kirkjugarðinum tvö följörp hross og veifa svörtum töglum sínum til að verjast flugum loftsins í sólarhitanum. Einhver spyr: Hver á þessi hross? En það veit enginn hver á þau. Hér vekja hestar ekki neina interessu. Þeir eru víst bara til af gömlum vana, því að útreiðarmanían hefur ekki enn haldið innreið sína í Grindavík. Fiskur og fé eru þær lífverur, sem fólkið sinnir, enda eru það þær, sem ásamt fáum kúm hafa haldið lífinu í því frá upphafi byggðar hér.
Já. Fiskurinn og sjórinn — sjórinn og Suðurnes — það eru eins og tvær hliðar á sama hlutnum — líka hér í Staðarhverfinu. Og það var eins og við manninn mælt; þegar hætt var að stunda sjóinn héðan var byggðin vitanlega búin að vera.

Staðarvör

Staðarvör – flóruð.

Frammi á kampinum sjáum við leifar af fornri frægð í útgerð þessa pláss — varirnar, sem eru hálforpnar grjóti, því að nú eru margir áratugir síðan skipi var ráðið þar til hlunns. Hér hefur fyrir eina tíð verið byggð bryggja með skjólgarði sjávarmegin. Auðsjáanlega allgjörvulegt mannvirki á sínum tíma.

Staðarhverfi

Bryggjan á mörkum Staðahverfis og Húsatófta.

En ekki þætti þetta beysið bólverk nú fyrir hinn glæsilega fiskiflota Grindvíkinga. Upp að þessari bryggju leggst heldur aldrei nein fleyta, því að héðan er aldrei róið á sjó. Fyrir ofan kampinn hvolfa bátarnir, sem eitt sinn sigldu stoltir á miðin í Grindavíkursjó og færðu hina miklu lífsbjörg í bú fólksins í Staðarhverfi. Undir aflabrögðunum var öll afkoma þess komin. Hér hvolfa þessi gömlu skip og bíða þess eins að fúna niður og forganga.
Svo var úttekt lokið eins og lög gera ráð fyrir.

Staðarhverfi

Staðarbrunnurinn hefur nú verið endurhlaðinn.

Og nú eru fardagar löngu liðnir. Vor þessa árs að baki og sumarið, þetta blessaða bjarta sumar, næstum líka á enda runnið. Haustgrá ský hafa hellt þungum regnskúrum síðsumarsins yfir úfin hraunin kringum Grindavík, og punturinn í túninu á Stað hefur tekið á sig fölan lit sinunnar. Það var enginn bóndi á Stað í vor.
Jörðin var leigð ungum Grindvíkingi, sem stundar fjárbúskap með fiskvinnunni og íbúðarhúsið tóku Reykvíkingar á leigu — skrifstofumenn, sem ætla að fara þangað til að fá sér ferskt loft í lungun þegar kontórvinnunni er lokið. Og eins og myndin ber með sér, er þetta myndarlegt hús, með fannhvíta veggi og fagurrautt, nýmálað þak, því að félagarnir í Lions-klúbbnum í Grindavík tóku sig til og máluðu það eitt kvöld í sumar eftir vinnutíma. Það var drengilega gert í virðingarskyni við hinn helga reit og af ræktarsemi við Staðinn, sem var prestssetur Grindavíkur um aldaraðir. – G. Br.

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins, 33. tbl. 17.10.1965, Úttekt á Stað, séra Gísli Brynjólfsson, bls. 8-9 og 14.

Staður

Staður – nýja klukknaportið. Síðasta íbúðarhúsið „með hvannvíta veggi“ – byggt um 1930.

Staður

Í Morgunblaðinu 1970 er grein; “ Í Staðarkirkjugarði“ eftir séra Gísla Brynjólfsson. Þar fjallar hann um klukkuna í Staðarkirkjugarði og aðdraganda að komu hennar við strendur Grindavíkur:

Klukkan í Staðarkirkjugarði –
Þetta er klukka dauðans.“

Jónsbásar

Jónsbás.

„Það er hún, þessi gamla, kopargræna skipsklukka í litla turninum í kirkjugarðinum á Stað, sem hringir líkhringinguna út yfir leiðin í þessum grafreit Suðurnesja. Ómar hennar eru síðasta kveðja lífsins til látinna.
Hún á sína sögu, þessi klukka.
-Sú saga minnir líka á dauðann, ekki síðnur en núverandi notkun hennar. Það er dapurleg saga um mannlega villu og synd og sviplegan dauða. — Þegar maður les hina stuttorðu áletrun: S.S. ANLABY – 1896 – Hull, þá mun sumum ef til vill koma í hug þessi orð postuans í Rómverjabréfinu: „Mín er hefndin, ég mun endurgjalda, segir Drottinn„.

Togari

Svipaður togari og Alnaby.

Anlaby var brezkur togari, sem strandaði dimma óveðursnótt vestan við Jónsbásskletta á Húsatóftafjöru í Grindavík 14. janúar 1902. Áhöfnin var 11 manns og fórust þeir allir. Skipstjórinn var enginn annar en hinn alræmdi landhelgisbrjótur Carl Nilsson, eða Sænski Carl, eins og sumir kölluðu hann.
Hann var skipstjóri á togaranum Royalist nr. 423 frá Hull, sem sökkti bátnum undir Hannesi Hafstein á Dýrafirði 10. október 1899 og varð þrem mönnum að bana. Fyrir það ódæði var hann síðar dæmdur í fangelsi í Danmörku. Er hann hafði lokið refsivist sinni hélt hann á Anlaby á Íslandsmið, sagður alráðinn í því að hefna ófara sinna á Íslendingum og velgja þeim undir uggum. „En hvað sem því líður, var það staðreynd, að þarna undir Jónsbássklettum átti þessi þjarkur sitt síðasta uppgjör við tilveruna, „eins og Guðsteinn Einarsson kemst að orði í ritgerð sinni í bókinni: Frá Suðurnesjum.

Jónsbásar

Jónsbássklettar.

Daginn áður en Anlaby strandaði, var veður gott, næstum logn en dimmt í lofti. Þennan dag var Sæmundur á Járngerðarstöðum, þá 13 ára, gendur út með sjó að huga að kindum. Sá hann þá marga togara að veiðum skammt frá landi. Það var sorgleg sjón, en því miður alltof algeng á þeim árum, því lítt fengu landsmenn reist rönd við yfirgangi útlendra veiðiþjófa.
Um nóttina gerði versta veður. Næsta dag var Björn, vinnumaður Einars í Garðhúsum að ganga til kinda á þessum sömu slóðum. Þegar hann kom út í Hvalvík, sem er skammt austan Jónsbásskletta, fann hann þar mannslík nokkru ofan við flæðarmál. Maðurinn hafði bundið sig við belg og var auðséð, að hann hafði komizt lifandi í land þótt ótrúlegt væri í slíku hafróti. Hann hafði farið úr öðru stígvélinu og lá það við hlið hans. Alls rak 10 lík af Anlaby.

Staður

Staður.

Hreppstjóri Grindvíkinga, Einar Jónsson á Húsatóftum, sendi þegar hraðboða til Hafnarfjarðar á fund Pál sýslumanns Einarssonar með tilkynningu um strandið. Skrifaði sýslumaður hreppstjóra með sendimanni til baka, bað hann bjarga því, sem ræki úr skipinu og láta leita fjörur að líkum hinna drukknuðu, og ef þau fyndust, þá að láta jarða þau að kristnum sið.
Jafnframt ráðfærði sýslumaður sig, pr. telefon, við enska consulatið í Reykjavík og hafði samráð við það um allar framkvæmdir í sambandi við strandið. Þann 20. lagði sýslumaður af stað til Grindavíkur, en sakir illviðra og annarra tálmana náði hann ekki þangað fyrr en á 3ja degi. Voru þá fundin 4 lík og næsta dag fundust önnur fjögur, segir sýslumaður í skýrslu sinni.

Staðarhverfi

Klukknaport í Staðarkirkjugarði. Gamla kirkjuportið h.m.

Það sem rekið hafði úr skipinu var aðallega timbur, allt brotið í spón. Skipið hafð brotnað í þrennt, framstafninn og skutinn hafði rekið á land, en sjálfur skrokkurinn var spölkörn frá landi, alltaf í kafi. Og enn í dag má um stórstraumsfjöru, sjá vélina úr Anlaby standa þangi vaxna langt frammi á Húsatóftafjöru.
Allt strandið, einnig skrokkurinn, var selt á uppboði 23. janúar. Síðar, eða 17. febrúar var svo haldið annað uppboð á ýmsu rekaldi sem þá hafði borizt á land, ennfremur talsverðu af fatnaði skipverja, sem hirtur hafði verið og rækilega sótthreinsaðir af „fagmanni“ undir umsjón hreppstjóra.

Alls nam andvirði seldra muna á þessum uppboðum 728 krónum og 35 aurum. Hins vegar voru gjöldin heldur meiri, eða 743 krónur og 18 aurar svo það vantaði nœstum 15 krónur á að skipveriar á Anlaby ættu fyrir útför sinni.

Anlaby

Skipsklukka Anlaby í klukknapotrinu.

Frá líkfundunum og útför skipverja greinir prestsþjónustubók Staðarsóknar á þessa leið:
Í janúr 1902 fundust níu lík af sjó rekin af botnvörpuskipinu Anlaby, sem brotnaði í spón á Húsatóftafjörum 14. janúar. Voru 4 líkin greftruð 24. janúar og fimm líkin greftruð 27. janúar. Í febrúar rak upp 10. líkið og var það greftrað 6. febrúar.“
Þá vantaði það ellefta. Hver var hann? Um það segir Guðsteinn frá Húsatóftium í fyrrnefndri ritgerð:
„Eftir að jarðarför þeirra tíu, sem rak, hafði farið fram og sendar höfðu verið lýsingar af líkunum, þótti það sannað, að sá, sem vantaði væri skipstjórinn sjálfur, Carl Nilsson.“
En þótt þessi lítt þokkaði brezk-sænski skipstjóri næði ekki að fá leg í íslenzkri mold, Sét hann sig hér ekki án vitnisburðar. Á þessum tíma var vinnukona á Stað í Grindavík, sem átti von á barni. Hennar vitjaði Sænski-Carl í draumi oftar en einu sinni. Hún mun haía skilið heimsóknir hans á þá leið að hann væri að biðja hana að koma upp nafni sínu ef hún mundi son ala.

Anlaby

Brak úr Alnaby ofan Jónsbáss.

Og svo varð. Vinnukonan á Stað fæddi dreng 31. júlí um sumarið. Þann 5. ágúst var hann vatni ausinn og hlaut nafnið Karl Nilson.
Þannig má segja að skipstjórinn á Anlaby hafi á vissan hátt „náð landi“ í Grindavík þótt hann hlyti hina votu gröf í hafrátinu við Jónsbásskletta, lítt harmaður af því fólki, sem jafnan mun líta á hann sem holdi klæddan ofstopa og yfirgang gegn varnarlausri þjóð, sem var að leita réttar síns á eigin fiski miðum og verja lífsbjörg sína. – G. Br.

Staður

Staður. Kirkjan stóð á hólnum nær.

Í Þjóðviljanum 1902 segir: „Botnvörpuskip strandað – Sænski Nilson drukknar“:
„Enskt botnvörpuskip, Anlaby að nafni, strandaði í Grindavík fyrir skömmu, og brotnaði i spón.
Skipstjóri á „Anlaby“ var Nilsson sænski, er olli manndauðanum í Dýrafirði haustið 1899.

Staður

Staður 1925.

Hann var ný sloppinn úr betrunarhúsinu, eptir að hafa tekið þar út hegninguna, og réðst þegar, sem skipstjóri á „Anlaby“ og lagði af stað frá Hull í fyrstu veiðiferð sina, á jóladagsmorguninn.
Enginn vafi getur á því leikið, að skipshöfnin á „Anlaby“ hefir öll drukknað, enda voru tvö lík rekin í Grindavíkinni, er síðast fréttist.
Svo er að sjá, sem þeir félagar hafi verið að ólöglegum botnvörpuveiðum, því að botnvarpan var í sjó, en þá orðið of nærri landi, sakir þoku eða myrkurs, og skipið steytt á steini, og liðazt þar sundur, en skipverjar eigi fengið borgið sér til lands, sakir brims. Brottför Nilsson’s úr heimi þessum hefur því orðið all-kynleg og svaðaleg, — að drukkna þannig, er hann leitaði landsins aptur, fyrsta skipti, og var tekinn til fyrri iðju sinnar, ólöglegra landhelgisveiða.“

Fréttin var endurskrifuð í Heimskringlu sama ár.

Heimildir:
-Morgunblaðið, 131. tbl. 14.06.1970, Í Staðarkirkjugarði, séra Gísli brynjólfsson, bls. 6.
-Þjóðviljinn, Þjóðviljinn ungi, 4.-5. tbl. 28.01.1902, Botnvörpuskip strandað – Sænski Nilson drukknar, bls. 29.
-Heimskringla, 22. tbl. 13.03.1902, Sænski Nilson drukknar, bls. 1.

Staðarkirkjugarður

Staðarkirkjugarður.

Krýsuvík

Ólafur Þorvaldsson skrifaði um „Krýsuvíkurkirkju“ í Lögberg-Heimskringlu árið 1962:

Ólafur Þorvaldsson„Þegar þess var farið á leit við mig, að ég skrifaði fyrir þetta blað nokkuð um Krýsuvíkurkirkju, varð mér fyrst ljóst, hve lítið það er, sem ég veit í þessu efni, — en menn fara stundum enn þá í geitarhús að leita ullar. Ég er því smeykur um, að svipað hafi hent vin minn, þegar hann villtist til mín með þetta efni.
Og nú detta mér í hug sem oftar, þegar svipað stendur á sem hér, hendingar í einu kvæði Fornólfs, þar sem hann segir: „Þótt einhver verði ýtingin, er óviss lendingin“.
Ég er því miður illa að mér í sögu kirkna á Íslandi frá fornu og nýju, uppruna þeirra, endurbyggingu eða tilfærslu, og allt þar á milli. Það mun mála sannast, að erfitt mun vera að rekja sögu margra kirkna okkar frá fyrstu tíð, þótt sjálfsagt mætti fá úr mörgu skorið í því efni, en til þessa hefur mig skort hvort tveggja, tíma og tækifæri.
Eftir öllum líkum mun óhætt að segja, að kirkja hafi verið í Krýsuvík úrfallalítið í átta til níu aldir. Ég held, að Krýsuvíkurkirkja sé ein af þeim kirkjum, að erfitt sé að rekja sögu hennar í það minnsta fyrstu aldirnar, svo öruggt samhengi fengist í þá sögu.

Húshólmi

Húshólmi – Kirkjulágar; meint kirkjutóft vinstra megin.

Ég skal aðeins nefna eitt, upphaf þeirrar sögu. Ég held að margur myndi hnjóta um það spursmál, hvar fyrsta kirkja Krýsuvíkur hafi verið reist, hvenær og hver hana lét gera. Við þessum spurningum höfum við hvergi getað fengið fullnægjandi svar. Síðar kem ég lítillega að þessu óráðna spursmáli, ef rúm leyfir.
Lesendur þessa blaðs munu litlu nær um Krýsuvíkurkirkju af formálanum einum. Þess vegna skal nú sagt hér það helsta, sem ég veit og man um nefnda kirkju, og er því bezt að byrja á byrjuninni.

Landnám

Landnám Þóris haustmyrkurs.

Í Landnámabók Ara Þorgilssonar segir svo: „Þórir haustmyrkur nam Selvog og Krýsuvík.“ Einar Arnórsson prófessor telur líklegt, að Þórir haustmyrkur hafi komið nokkuð seint út. Fyrir þessu færir hann þau helst rök, að „Súgandi“, þriðji maður frá Þóri, ætti að vera uppi um 1000.

Landnám Þóris er því að nokkru í Gullbringusýslu, en þau sýslumörk komu löngu síðra. Líklegt má telja, að kirkja hafi ekki löngu eftir kristnitöku verið byggð í Krýsuvík. Yfir hinu mun hvíla algjör óvissa, svo sem fyrr er á minnst, hvar og af hverjum sú kirkja var byggð.
Elsta heimild, sem mér er kunn um kirkju í Krýsuvík er, að um 1200 er hennar getið í kirknaskrá Páls biskups. Kirkjan er talin Maríukirkja, og á heimaland allt ásamt Herdísarvík og níu mæla lands á Þorkötlustöðum auk ítaka.

Krýsuvík

Krýsuvík 1810.

Eftir það, er Krýsuvíkurkirkju getið í ýmsum máldögum allt fram undir 1600. Flestir máldagarnir fjalla um eignir kirkjunnar fastar og lausar, ítök o. fl. og ber víðast fátt þar á milli utan þá orðalag. Á tíma þeim, sem máldagarnir ná yfir, hefur lausafé kirkjunnar ekki ávallt verið það sama, munir gengið úr sér, og stundum aðrir komið í þeirra stað. Lifandi peningi fækkað, þar til horfinn var með öllu, og má segja, að svo hafi farið um flesta muni kirkjunnar.
Til að sýna megin efni í lestra máldaganna tek ég upp kafla úr máldaga Gísla biskups Jónssonar fré 1577 (í F. XV. 3, bls. 641). Þar segir:… „Ennfremur 6 kýr og 5 ásauðar kúgildi, (þ. e. 30 ær). Einnig þrjá hesta og eitt hross (þ.e. hryssa). Innan kirkju tvenn messuklæði alfær og kantara kápu eina. Einnig tvenn altarisklæði. Ein brún. Einn kaleik, þrjár klukkur, koparstiku með þremur pípum. Glóðker. Einn ampli. Paxspjald . Vatnsklukka. Kirkjustokkur, Þrjár merkur vax. Bækur nokkrar. — Innanstokks tvær skálar, tvo spæni, tvö trog, hægindi, hvíluvoðir og áklæði.“

Krýsuvíkurkirkja

Innansmíð Krýsurvíkurkirkju – teiknað árið 1810.

Allt bendir til, að Krýsuvíkurkirkja hafi aldrei rík verið að lausafé. Hitt mun heldur mega telja, að fram eftir öldum hafi hún eftir öllum bréfum að dæma mátt heita allvel á vegi í föstum eignum, þar sem hún hefur átt allt land sóknarinnar, byggt og óbyggt, og meira þó, þar eð hún átti einnig Herdísarvíkina, beztu verstöð í Selvogi, landríka vildisjörð, og lágu lönd saman. Auk þessa ýms ítök. Hitt er ljóst bæði af íslenzkum heimildum svo og ferðabókum erlendra, sem um landið reistu og til Krýsuvíkur fóru sem flestir munu hafa gert til athugunar á jarðhita og brennisteini, að meðal sóknarmanna hafi þar oftar ríkt fátækt en auður, jafnvel svo að til landauðnar dró á tímabili. Ég skal nefna hér eitt dæmi þessu til stuðnings.
Árið 1553—54 telur Marteinn biskup „kirkju þar góða, — en enginn bær er þá í sókninni“. Eitthvað hefur þetta ömurlega hlutskipti þessa byggðarlags varað, því að með bréfi 27. sept. 1563 leggur Páll Stígsson hirðstjóri í samráði við Gísla Jónsson biskup í Skálholti niður sóknarkirkju Krýsuvík og leggist hún og eitt kot, sem þar er hjá, til Strandarkirkju í Selvogi. Þó skal í Krýsuvík standa lítið húskorn Guðs vegna og þess heimilisfólks, sem þar kann að vera sjúkt eða gamallt. Og herra Gísli skyldi nokkur kúgildi til leggja, svo að Guðs orðs þénari mætti þar hvíld nætursakir hafa, þá hann þar kæmi eða þyrfti þar að koma Guðlegrar hjarðar að vitja.“

Krýsuvíkurkirkja

Krýsuvíkurkirkja 1810.

Krýsuvíkurkirkja virðist þó standa eftir sem áður. Árni Magnússon telur hana útkirkju frá Strönd. Svo er og í kirkjuskrá 1748, og enn í prestakallaskipunarlögum frá 1880.
Með prestakallalögum 1907 er Krýsuvíkursókn lögð til Staðarprestakalls í Grindavík. Loks er með stjórnarráðsbréfi 21. okt. 1929 Krýsuvíkurkirkja lögð niður og sóknin sameinuð Grindavík (Stjt. 1929 B. 305).
Með þessari síðustu ráðstöfun mætti ætla, að lokið væri sögu Krýsuvíkurkirkju hinnar fornu. Þó má segja enn sem fyrr, að kirkjan stendur eftir sem áður, — en mennirnir viðurkenndu hana ekki lengur. — Ég fæ ekki betur séð en við þetta yfirgefna hús, sem einu sinni var guði vígt, hafi komið fram hinn sami ,,huldi verndar kraftur“, sem Jónas kveður um í Gunnarshólma, um „hólmann, þar sem Gunnar snéri aftur“, við að forða því frá að afmást með öllu svo enginn sæi þess lengur stað.

KrýsuvíkÞað má segja, að frá 1563—1929 hafi Krýsuvíkursókn verið í útlegð eða í 366 ár. Í 344 ár var hún á vist hjá Strandarkirkju í Árnessýslu og í tuttugu og tvö ár hjá Staðarkirkju í Grindavík, þ.e. frá 1907—1929. Það ár er kirkja lögð niður í Krýsuvík. Eftir það eiga Krýsvíkingar kirkjusókn til Grindavíkur. Löng kirkjuganga það.
KrýsuvíkÁrið 1929, þegar kirkjan er lögð niður, eru þrjár fjölskyldur í sókninni, ein mannmörg, tvær miðlungi stórar. Þá mun hafa verið búið að ákveða vegarlagningu um Krýsuvík, ef hún hefur ekki þegar verið hafin. Og vegurinn kom. Með veginum kom fólkið og nokkrar framkvædir, þótt eitthvað af þeim hafi farið nokkuð á annan veg en skyldi, — en þetta kemur í hendi, sagði karlinn. Vegurinn var kominn um eina samfellda stóra gróðursvæðið í hinni miklu hraunbreiðu Reykjanesskagas. Land með mikla möguleika í jörð og á allmikil hlunnindi við sjó, þótt enginn vilji nýta í dag.

Krýsuvík

Krýsuvík – Suðurtúnið.

Svo fóru gömlu Krýsvíkingarnir alfarnir. Flestir fóru þeir eftir hinum aldagömlu slóðum, sem þeir höfðu farið margir alla ævina, aðrir skemur. Svo kom nýtt fólk eftir nýja veginum, sumir til búsetu, aðrir sem farfuglar. Það var því enn komið fólk í hina fornu Krýsuvíkursókn, — en „kirkja fyrirfannst engin á staðnum“, en til staðar mun hann ekki hafa verið, sá sem fyrir kúgildunum hefur séð, — en síðustu prestar þar voru það ekki.

Magnús Ólafsson

Magnús Ólafsson – síðasti ábúandinn í Krýsuvík.

Eftir að síðasti ábúandinn var fluttur veikur burt frá Krýsuvík og átti þangað ekki afturkvæmt, var lokið allri umhirðu um hina fornu kirkju, er hann hafði búið í mörg síðustu árin þar. Það beið heldur ekki lengi, þar til þar fyrirfannst hvorki gluggar né hurð. Hurðarleysið kom sér líka betur fyrir þá hjörð, sem þá tók að sækja þetta forna guðshús. Þar inni fann skjól í hrakviðrum fjöldi nautgripa og hesta, er þarna voru til hagagöngu á sumrin. Flestir, sem þarna voru kunnugir, töldu víst, að um þetta forna vanhirta hús færi þá og þá sömu leiðina, sem önnur hús staðarins, hryndi í rúst eða fyki burt. Nei, hin forna, yfirgefna kirkja fauk hvorki né hrundi. Hún stóð af sér öll stórviðri og alla „hverakippi“. Hún bara beið, beið eftir sveini, er leysti hana úr böndum. Og sveinninn kom. Fyrir hans tilverknað stendur í dag á hlaði hinnar fornu stórjarðar fegurra hús heldur en þar hefur áður staðið og bíður nú þess að vígjast í kirkju eða kapellu Krýsuvíkursóknar. Vonandi bíður þess húss aldrei önnur eins niðurlæging sem hinnar síðustu kirkju staðarins.

Krýsuvíkurkirkja

Krýsuvíkurkirkja – legsteinn Árna Gíslasonar, sýslumanns.

Áður er þess getið í grein þessari, að óvíst væri hvar hin fyrsta Krýsuvíkurkirkja hafi staðið. Þótt allt þar um sé í mikilli óvissu enn sem komið er en sem ég veit að á eftir að skýrast áður en langt um líður, þá tel ég, að ekki sé hægt að skrifa svo um Krýsuvík og kirkju þar, að gengið sé með öllu fram hjá hinni aldagömlu sögu, að sú Krýsuvík, sem við þekkjum í dag hafi ekki í upphafi byggðarinnar verið þar sem nú er.

Til fróðleiks skal ég tilfæra hér í sem stytztu máli það helzta, sem vísinda og fræðimenn hafa um þetta efni skrifað.

Húshólmi

Húshólmi – skáli.

Eggert Ólafsson segir í ferðabók sinni um jarðelda í Trölladyngju: „Að minnsta kosti er það víst, að Krýsvíkingar kunna að segja frá ægilegum jarðeldi, er brann í fjöllum þessum í fornöld.

Ögmundarhraun

Ögmundarhraun – kort.

Eldflóðið féll í sjó niður og eyddi nokkrum bæjum á því svæði, sem nú heitir Ögmundarhraun. Meðal þeirra var kirkjustaður, sem Hólmastaður hét, og sjást þar enn minjar kirkjugarðsins og húsatóftanna“. Hér er vitanlega átt við þann stað, sem nú heitir Húshólmi. Hólmastaðar hef ég hvergi heyrt getið utan í bók Eggerts. Fullvíst má telja, að þetta nafn hafi til orðið eftir að hraunið hólmaði þennan blett af.
Þorvaldur Thoroddsen segir í ferðabók sinni I. bls. 186, um rústirnar í Húshólma: „Ein sú lengsta er 49 fet, en breidd hennar sést ei fyrir hrauni“.

Húshólmi

Húshólmi – meintur grafreitur.

Og enn segir hann: „Þessar tóttir, sem hraunið hefur runnið yfir, eru full sönnun fyrir því, að það hefur myndast síðan land byggðist, þótt hvergi finnist þess getið í sögum eða annálum“. Einnig getur Þorvaldur Thoroddsen um alllanga garða, sem sjáist þar enn. Þorvaldur Thoroddsen segir um Ögmundarhraun, að Jónas Hallgrímsson hafi gizkað á, að það hafi runnið kringum 1340, „án þess þó að færa heimildir fyrir því“.
Brynjólfur Jónsson frá Minna-Núpi skrifar í Árbók Hins ísl. fornleifafélags 1903 um Húshólma og fornminjar þar. Getur hann þa r garða og húsarústa á svipaðan hátt og Þorvaldur Thoroddsen. Í grein sinni kemst Brynjólfur þannig að orði á einum stað:

Húshólmi

Húshólmi og Gamla-Krýsuvík.

„Krýsuvík hefur til forna staðið niður undir sjó fyrir vestan endann á Krýsuvíkurbergi. Nafnið Krýsuvík bendir til þess“. Brynjólfur er sá eini af þessum þremur fræðimönnum, sem minnist á og telur víst, að Krýsuvík hafi verið upphaflega þar sem nú er Húshólmi. Það sem einkum styður þá kenningu, að Krýsuvíkin hafi í upphafi staðið við sjó, er aðallega þetta:

Krýsuvík

Krýsuvík – strandlínan fyrrum; tilgáta.

Nafn byggðarinnar — Krýsuvík eins og Brynjólfur Jónsson bendir á, því að lítt hugsanlegt er, hafi byggðin staðið frá landnámi þar sem nú er að hún hefði þá fengið þetta nafn því að þar er ekki um neina vík að ræða, ekki einasta að byggðin sé það nærri Kleifarvatni, að nafnið gæti þaðan verið komið. Í öðru lagi eru það hinar miklu húsarústir og önnur verksummerki í Húshólma með nöfnum svo sem Kirkjuflöt og Kirkjulág. Nöfn þessi benda til, að þar hafi kirkja verið en aldrei mun getið nema einnar kirkju í Krýsuvík.
Rúmsins vegna verð ég að láta staðar numið hér, en um þetta má nánar lesa í bókinni „Harðsporar“ frá 1951, bls. 109.
Vel veit ég, að í framangreindar frásagnir vantar vísindalegar sannanir og er það rétt svo langt sem það nær og þá er að afla þeirra. — Í Húshólma munu svo merkilegar fornminjar vera, að óvíst er hverju þær við rannsókn gætu aukið við hinar fornu sögu okkar. Þegar hér er komið lestri má vera, að einhverjum detti í hug þessi spurning: Hvað kemur þessi týnda byggð ef til hefur verið Krýsuvíkurkirkju við? Hér ber allt að einum brunni. Um þetta vantar aðeins órækar sannanir.
Eggert Ólafsson hafði engar sannanir þá hann skrifaði orð þau, sem að framan getur. En líkurnar hafa honum sýnst svo ljósar, að þar væri ekki um efamál að ræða.

Húshólmi

Húshólmi – einn hinna fornu garða.

Hafi fyrsta byggð Krýsuvíkur verið niður við sjó svo sem hin aldna saga hermir og minjar þar benda til, hefur vitanlega ekki liðið langur tími þar til þar hafi kirkja risið. Svo stór hefur Krýsuvíkurkirkja aldrei þurft að vera, að efni til hennar hafi skort, þar eð reka fjörur eru miklar og rekasælar, svo sem við vestasta hluta Krýsuvíkurbergs allt til Selatanga vestur.

Húshólmi

Húshólmi – kirkjugarður?

Skal nú vikið nokkrum orðum aftur til ársins 1200. Þá er sem fyrr segir Krýsuvíkurkirkju getið í kirknaskrá Páls biskups, og þar þess getið að kirkjan sé Maríukirkja svo og landaeigna hennar. Hér hefur þess ekki þótt þurfa við að tilgreina nánar hvar kirkjan væri staðsett, því vitanlega hefur það verið svo sem nafn hennar bendir til í Krýsuvík, og þá var engin nauðsyn að geta þess, hvar sú Krýsuvík væri vegna þess, að aldrei hefur verið nema ein byggð með því nafni, — en hvar var sú Krýsuvík, sem Páll biskup minnist á um árið 1200? Þessari gömlu og nýju spurningu er enn þá ósvarað, en við verðum að vona, að svarið komi von bráðar.

Húshólmi

Húshólmastígur um Ögmundarhraun.

Ef það væri nú svo, að Ögmundarhraun hafi runnið kringum 1340 svo sem Jónas Hallgrímsson gizkar á, er ekkert líklegra en að fólkið sem flýði eldana hafi leitað áður en eldurinn lokaði leiðum upp í landið inn milli fjallanna, þar sem eldar sem þá brunnu náðu því ekki. Vegarlengdin var ekki nema röskur stundargangur. Þetta land var þess heimaland, sjálfsagt fyrr nytjað á margan hátt. Þar var búsmali þess hagvanur, heyskaparlíkur meiri og betri, svörður til eldsneytis í mýrum og ef til vill fleira, sem nú er ekki gott að segja um.
Til endurbyggingar húsatimbur á víðáttumiklum rekafjörum, — en dálítið lengra til dráttar. Hafi þetta svona verið þá hefur fólkið flutt með sér nafn þeirrar byggðar, sem það af illri nauðsyn varð að yfirgefa og þá von bráðar komið sér upp kirkju, sem hefur verið Krýsuvíkurkirkja jafnt sem áður.

Krýsuvíkurkirkja

Þótt erfitt sé að fullyrða, hvar fyrsta kirkja þeirra fyrstu Krýsvíkinga hafi staðið, mun aftur á móti óhætt að telja fullvíst, að margar síðustu aldirnar hafi kirkja þeirra staðið þar sem hún stóð fram á þessa öld, — og stendur í rauninni enn.

Eggert Sigfússon

Eggert Sigfússon á Fongötu vestan Vogsósa.

Þeim mun nú óðum fækka, sem við messugerð voru hjá séra Eggert Sigfússyni presti Selvogsþinga, þá hann messaði í Krýsuvíkurkirkju, því eins og fyrr segir þá var Krýsuvíkurkirkja útkirkja frá Strönd til 1907. Sá er þetta skrifar var við eina guðsþjónustu í Krýsuvík hjá séra Eggert 1901. Margt var vel um séra Eggert þótt alleinkennilegur þætti í ýmsu. Ágætur ræðumaður var hann talinn á tækifærisræður, enda var hann gáfaður lærdómsmaður.
Aftur á móti voru flestar kirkjuræður hans mjög stuttar og var sem hohum lægi mikið á við flest verk í kirkju og viðurkenndi þetta sjálfur svo sem þetta dæmi sýnir. Eitt sinn þá hann kom úr kirkju í Krýsuvík segir hann strax þegar hann kom í bæinn: „Nú gerði ég það gott, nú hafði ég faðirvorið í einu andartaki.“

Krýsuvíkurkirkja

Krýsuvíkurkirkja.

Margt mætti um séra Eggert segja og allt gott sérdeilis sem mann. Hann var vammlaus maður og heiðarlegur fram í fingurgóma. Hann var einn þeirra, sem samtíðin misskildi, þótt þar væru undantekningar. Á öðrum vettvangi gefst mér ef til vill tækifæri til að segja nánar frá þessum sérkennilega manni.

Ég ætla, að ég hafi verið við síðasta prestsverk, sem framkvæmt var í Krýsuvíkurkirkju, það um árið 1917. Þá var jarðsunginn þar síðasti maður í Krýsuvíkurkirkjugarði, og var ég einn af líkmönnunum. Verkið framkvæmdi sóknarpresturinn séra Brynjólfur Magnússon frá Stað.
Þessi síðasta Krýsuvíkurkirkja, sem hér um ræðir, mun að öllum líkindum vera fyrsta kirkja þar, er byggð er af timbri einu saman. Þessi kirkja var byggð 1857. Síðan er hennar getið í mörgum prófastavísitasíum og ávallt nefnd „timburhús“.

Krýsuvík

Krýsuvík 1920.

Í biskupsvísitasíu árið 1875 er Krýsuvíkurkirkju lýst all nákvæmlega. Þar kvartar biskup yfir, að ekki hafi þá verið gert við galla þá, sem á kirkjunni hafi verið við síðustu vísitasíu hans. Sér í lagi er það ytri klæðning á þaki, sem sé orðin léleg og þurfi endurnýjunar við.

Brynjólfur Magnússon

Brynjólfur Magnússon.

Hvenær viðgerð sú, er Pétur biskup hvetur til 1875 hefur fram farið hefur mér ekki auðnast að grafa upp, en á síðasta fjórðungi síðustu aldar hefur það verið gert. Þótt mér hafi ekki tekizt að finna reikninga yfir kirkjusmíðar 1857 má fullvíst telja að þar hafi aðalsmiður verið Benteinn Stefánsson bóndi að Arnarfelli í Krýsuvík og má heita skemmtileg tilviljun, að dóttursonur hans Sigurbent varð til þess að gera nú upp hina gömlu kirkju af nákvæmni og hagleik, sem þeim frændum mun báðum hafa verið í blóð borið. Með endurnýjun þessa rösklega hundrað ára gamla húss, sem lengst af var kirkja, hefst nýr kapítuli í sögu kirkjunnar í Krýsuvík, sem verður ekki sagður hér. Í þeim kapítula hlýtur ávallt að gnæfa hæst nafn þess manns, sem af svo mikilli höfðingslund og óeigingirni og þó í algerri kyrrþey hefur látið gera þetta hús eins og það er í dag, ásamt umbótum á kirkjugarðinum, algeriega fyrir fé úr eigin vasa. Maður þessi er Björn Jóhannesson fyrrverandi bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. Þá mun heldur ekki gleymast nafn þess, sem verkið leysti af hendi, þjóðhagans Sigurbents Gíslasonar í Hafnarfirði. Verk það, sem þessir tveir menn hafa innt af hendi í Krýsuvík á síðustu árum, lofar báða þessa meistara.

Björn Jóhannesson

Björn Jóhannesson.

Ég hygg, að með húsi því í Krýsuvík, sem nú hefur verið þar endurbyggt og innan skamms mun albúið til vígslu á ný til guðsþjónustuhalds, hafi Björn Jóhannesson unnið það lofsverða verk, sem fá dæmi munu finnast fyrir hér á landi í seinni tíð, — og trúað gæti ég að „Fáir muni eftir leika“, og mætti þó gjarnan verða hrakspá.
Að lokum skal hér getið þeirra presta, sem kunnugt er um að þjónað hafi Krýsuvík og setið þar meðan sérstakt prestakall var, en talið er að prestur hafi verið þar allt til 1641. Prestarnir voru þessir: Kálfur Jónsson 1375, Þórarinn Felixson 1447, Guðmundur Steinsson 1525, Björn Ólafsson um 1528 til um 1580, Tómas Björnsson 1586 til um 1602, Bjarni Gíslason 1603, Gísli Bjarnason 1606, Eiríkur Stefánsson 1609.
Eftir að Krýsuvíkursókn var lögð til Strandar í Selvogi þjónuðu þar ýmsir prestar og munu margir enn kannast við nöfn margra þeirra. Má þar til nefna Eirík Magnússon hinn fróða, Jón Vestmann og síðast Eggert Sigfússon. Allir sátu þessir að Vogshúsum. Af síðari tíma prestum, er þjónuðu Krýsuvík um lengri eða skemmri tíma, má nefna Odd Gíslason að Stað í Grindavík, Kristján Eldjárn Þórarinsson að Stað, Ólaf Ólafsson að Vogshúsum síðar fríkirkjuprestur í Reykjavík, og Hafnarfirði og síðast Brynjólf Magnússon að Stað, er síðastur vann prestsverk í Krýsuvík.“ – (Tekið saman í janúar 1961 – Ólafur Þorvaldsson).

Sjá einnig hér frásögn Ólafs Þorvaldssonar um Krýsuvíkurkirkju að fornu og nýju í Alþýðublaði Hafnarfjarðar – jólablað 1961.

Heimild:
Lögberg-Heimskringla, 45. tbl. 22.11.1962, Krýsuvíkurkirkja, Ólafur Þorvaldsson, bls. 4 og 7
Lögberg-Heimskringa, 46. tbl. 29.11.1962, Krýsuvíkurkirkja, Ólafur Þorvalddson, bls. 1, 2 og 7.

Krýsuvíkurkirkja

Krýsuvíkurkirkja 1964.

Staðarhverfi

Árið 199 var gerð rannsóknar skýrsla um „Fornleifar Staðarhverfi“. Hér er getið um sumt það, sem fram kemur í skýrslunni um gömlu bæina og merkar minjar.

Staður

Staður

Staður.

Árið 1964 fór Staður með öllu í eyði og þar með Staðarhverfið.
Elsta heimild sem varðveist hefur um húsakost á Stað, er „Reikningur kirkjunnar og Staðarins í Grindavík“, sem gerður var eftir andlát síra Gísla Bjarnasonar árið 1657. Þar var bæjarhúsum lýst allnákvæmlega þó að innbyrðis afstaða þeirra sé ekki skýr. (jþþ,101-3).
Torfbær var á staðnum fram til 1938 er Jón Helgason ábúandi á Stað byggði steinhús ásamt stórri viðbyggingu. Grunnur og tröppur steinhússins sjást enn (1999) rétt norðan við núverandi kirkjugarð.
Skv. munnlegri heimild (Ólafur Gamalíelson, uppalinn á Stað) stóð síðasti torfbærinn við NV horn núverandi kirkjugarðs. Tóftirnar eftir torfbæinn voru sléttaðar út fyrir nokkrum árum en traðirnar eru enn greinilegar norðan við kirkjugarðinn.
„Bærinn á Stað stóð eina 4-500 metra upp (norðvestur) frá sjó og var túnið að mestu sjávarmegin við hann… – Árið 1964 fór Staður með öllu í eyði og þar með Staðarhverfið.“ (Örn.).

Kirkjustaður. 37,3 hdr. 1847. Skálholtskirkjujörð. 1657 voru 7 hjáleigur: Krókshjáleiga, Beinróa og Brykrukka, Hús Ólafs Sighvatssonar, Hús Daða Símonarsonar, Vestur-Hjáleiga og ein ónafngreind auk einnar ónafngreindrar í eyði. Saga Grindavíkur I, 104. 1703 voru Sjávarhús, Krókur og Beinróf  hjáleigur, Bergskot 1803. Staður var prestsetur til 1928 en fór í eyði 1964 og þar með Staðarhverfi. Ö-Staður, 4; GB, 49-50. “Til forna átti Staður rétt til vatnssóknar í Baðstofu í Húsatóftalandi. Til endurgjalds áttu Húsatóftir þangfjörutak á Stað.» GB, 39. Á tuttugustu öld byggðust eftirfarandi tómthús í landi Staðar: Merki, Lönd, og Melstaður.

Staður

Staður fyrrum.

c. 1200: Staður í Grindavík (G) -Maríu, Jóni post, Stefáni, Ólafi, Blasíu, Þorláki, Katrínu. Kirknaskrá Páls, DI XII, 9.
1367: lxx. Kirkia ad stad j grindavijk er vijd med gude sælle mariu Jone postula. þad ber allt samann vid wilchinzbok. bæde vm reka og annad. vtann hier stendr suo. Kirkia a reka fra Biargsenda og til gardzenda er geingur fyrir vestann arfadalinn. Jtem stendur hier suo. skalhollttzstadr a helming j hualreka ollum vid stad j grindavijk ef meira er en iiij vætter. millum Rangagiogurs og valagnupa annad ber samann. vtann vilchinzbok helldur nockut meira. Hítardalsbók, DI III, 221-222.

Staður

Staður 1960.

1397: a halftt heimaland oc halftt annad mælisland ad Hvsatopttum og mork vadmäla af Jarngierdarstodum. alldri skal minna gialldast þott sa hafi eingi fie er þar byr. giallda skal oc alla kirkiutiund þott hann giori meiri oc aller heimamenn. Þadann skal oc eigi giallda legkaup vnder heimamenn. gialldi þo presti legsaungskaup. [+á grasnautnar hvalreka, reka og viðreka] Þar skal vera heimilisprestur. sa er kirkiu vardveiter. skal abyrgiast hana ad aullu oc allt kirkiufie Kirkia ä Skogfell. giallda skal til Skalholltz vjc skreidar hvert är oc flytia til Hialla. Hun a fiordung j Lonlandi. og skal sa hafa leigu af þeim sem kirkiu vardveiter slijka sem settist vid þann er þar byr. Skalhollt a helming j hvalreka ollum vid stad j Grindavik ef meire er enn iiij vætter millum Rangagiogurs oc Valagnvpa. Þar eiga fleiri j. enn þad verdur attungur skipttingarhvals er hlytst j þessu takmarke j Skalhollti. og þvi eiga Staderner fiordung vr aullum hval. vmm framm aa kirkian or Grindavijk settung vr Hvsatoptta hlut aukist ij kyr oc iij ær. ij hvs. iij hundrad. Jtem gefist sidan sira Ormur tok med einn hestr. portio vm iij ar xvij aurar; Máldagi Staðrkirkju, DI IV,
101-102.

Staður

Staður – uppdráttur ÓSÁ.

1477: Grindavijk. Kirkian ad stad j grinndavijk er vijgd med gude oc sælle gudz modur märie. jone postula. stephano. olauo. Blacio biskupe. Thorlacho Biskupe oc heilagre katrijnu meyiu fiorum nottum eptir allra heilagra messo. hun a allt heima lannd oc halft annars mælis lannd ad husatoptum oc mork vadmala. af jarngerdartodum. aldreij skal minna gialldst þott sä hafi einngin fee sem þar byr. giallda skal oc alla kirkiutijunnd þott hann giore meire oc allir heimamenn. þadan skal oc ej giallda lægkaup vnndir heimamenn. giallde þo preste legsaungskaup. hun ä ä grasnautnnar hualreka fiorar vættir oc settunng vr þeim hluta er husatoptum fylgir. enn sa hualreke er frä valagnupum til biarnnargiär. enn ef hualur er meire enn iiij vætter þa skal skipt j helmijnnga oc skal hafa stadur j grinndavijk oc jarngerdarstader oc husatoptir helmijnng. þar skal vera heimilisprestur sa er kirkiu vardveitir [oc] skal abyrgiast hana oc allt kirkiufee.kirkia a reka fra gardzbiargz ennda oc til gardz ennda er geingur fyrir vestann arfuadale. hälfur vidreke j mille biarnnargiär oc marks ä arfadalznese. halfur vidreke ä oddbiarnnarkelldu. kirkia a skogfell. hun a iiij kyr. xij ær. iiij saude veturgamla. nockrer hluter jnnann gätta feelitlir et cetera giallda skal til skalhollts .vj. hunndrud skreidar huert är oc flytia til hialla. hun a fiordung j lonalannde oc skal sa hafa leigu af þeim sem kirkiu vardveitir slijka sem hann sættist a vid þann er þar byr. skalhollt a helmijnng I hualreka ollum vid stad j grinndavijk. ef meire er enn iiij vætter millum rangagiogurs [oc valagnupa]. Máldagi Staðarkirkju, DI VI, 125-26. [Þjsks Bps A II, 1, bl. 122a-b].

Staður

Staður. Kirkjan stóð á hólnum nær.

1491-1518: Stadar maldagi j grindavik. Kirkian aa stad j grindavik er vigd med gude: sælli marie og johanne postula. steffano. olafe konge. blasio biskupi. thorlake biskupe. heilagre mey katrine: iiij nottvm eptir allra heilagra messo. hun aa allt heimaland: og hvn aa allt halft annad mælisland at husaþottum. og mork vadmala ath jarngerdarstodvm. alldri skal minna gialldazt þott sa hafi eigi fie er þar byr: giallda skal og alla kirkiv tivnd þott hann giore meire og allir heimamenn. þadan skal og giallda legkaup undir heimamenn. giallda þo presti liksaungskaup. hvn aa grasnautnar hvalreka iiij vættir og siettung vr þeim hlvta er hvsaþottvm fylgir. en sa hvalreki er fra valagnvpvm og til biarnargiar. ef hvalvr er meire en iiij vættir: þa skal skipta j helminga: og skal hafa grindavik og jarngerdarstodvm og hvsaþottir helming. þar skal vera heimilisprestur sa er kirkiu vardveitir: skal hann äbyrgiazt hana at ollv og alltt kirkiv fie: kirkia aa reka firir biarksenda og til gardsenda er gengvr firir vestan arfadali: halfur vidreki aa millvm biarnargiar og markz aa arfadalsnesi. halfur vidreki a oddbiarnarkielldu. kirkia a skogfell: hvn a vj kyr og hesta ij: vj c j busbuhlutum: med skipi: hvn a fiordvng j lonalandi og skal hafa af þeim sem kirkiv vardveitir sliktt sem hann verdvr vid þann asattvr er þar byr.skalholtz stadvr aa hellming j hvalreka ollvm vid stad j grindavik ef meire er enn iiij vættir aa millvm rangagiogvrs og valagnvpa þar eigv flerie j: En þad verdur attungur skiptingar hvals. er hlytzt j þessv takmarki j skallhollt. og þvi eiga
staderner fiordung vr ollvm hval. og vm fram kirkian j grindavik siettung vr hvsaþotta hlvta. Máldagi Staðarkirkju, DI VII, 48-49 [AM 238 4to, bl. 28 (Bessastaðabók skr. c. 1570); JS 143 4to, bl. 19-20, 149-50 skr. 1696 – þessi máld er samstofna Vilchin og sennilega eldri útg. ef eitthvað er – stofninn án efa frá 13. öld sbr. ábyrgðarákv og orðalag eins og ‘búsbúhlutir’].
1553-54: Máldagi Staðarkirkju, DI XII, 663-664.
1575: Máldagi Staðarkirkju, DI XV, 640.
16.2.1907: Selvogsþing lögð niður og Krýsuvíkursókn lögð til Staðar í Grindavík. PP, 95 [lög].

Staður

Staður. Síðasta íbúðarhúsið – byggt um 1930.

16.11.1907: Kirkjuvogssókn lögð til Staðar. PP, 12 [lög].
1909: Staðarkirkja flutt í Járngerðarstaðahverfi. PP, 102.
29.10.1929: Krýsuvíkurkirkja lögð niður og sóknin lögð til Grindavíkurkirkju. PP, 95 [stjórnarráðsbréf].
1840: Á Stað eru mikið slétt og í gróanda yfrið fögur tún; eru þau undirorpin afarmiklu sandfoki af öllum vindum frá útnorðri til landsuðurs, við hvað þau árlega skemmast og til þurrðar ganga. Við aldamótin voru af þeim vel fóðraðar 4 kýr, en nú á dögum gefa þau ekki af sér fóður fyrir 1 kú, þó vel í ári láti, og verður því að afla þess, á vantar, kjarna úr fjöru og lyngi úr heiði. Af sjóar ágangi er túninu líka mikill skaði búinn af sunnanveðrum og brimi. Bera þau enn að sönnu menjar eftir mikla flóðið 1798, og munu þó aðrar enn yngri vera. … Fáir eru kostir við jörð þessa, nema ef telja skal trjáreka, að hverjum eru þó mikil áraskipti, og allgóða fjárgöngu á vetrardag í fjörunni. En þess fleiri mætti telja hennar ókosti, t.d. í áföllum af feykilegu sandfoki, sem og líka sjóargangi í stórflóðum. Aldeilis engin hagabiet á sumardag, hvorki fyrir sauðfé, kýr né hesta, hverjir við minnstu brúkun horast niður af hagaleysi, en búsmali allur þá í sel rekinn, að eigi tapist hér heima né verði mönnum ónýtur fyrir fóðurleysi eða gangi á túnum manna. Vatnsskortur er hér líka mikill, og eigi vatn að fá handa fénaði nema út undir Staðarbergi í gjá, sem fellur að og út í …” sóknarlýsing, Landnám Ingólfs III, 134.
21.1.1925: “gekk sjórinn langt upp á Staðartún, flæddi næstum upp að kirkjugarði, braut stórt skarð í malarkambinn og gróf sig þar niður í mold “svo túnið er nú með öllu varnarlaust fyrir hverju venjulegu stórstraumsflóði.” “ GB, 49.

Hrafnkelsstaðaberg (bústaður)

Rafnkelsstaðaberg

Gatklettur í [H]Rafnkelsstaðabergi.

Vestan við Háleyjarbungu er smálægð. Framan við hana er Krossvíkin en utar tekur við Krossvíkurberg, sem einnig er nefnt Hrafnkelsstaðaberg. Þykir það nafn benda til þess að þarna hafi verið bær meðan Staður var í „miðri sveit“. (GB,30; Örn.)

Beinrófa/Beinróa (hjáleiga)
„Þær óbyggðu og óbyggilegu hjáleigur eru: … Beinrófa… Þessar hjáleigur hafa lagzt í eyði fyrir sjávargang eða sandfok“ (GB,40). Þeirrar hjáleigu er hvergi getið í eldri heimildum
svo vitað sé nema hjá Árna Magnússyni. (GB,57) og ekki er vitað hvar hún á að hafa staðið.

Blómsturvellir (hjáleiga)
Skammt austur af kirkjugarðinum var bakki, allstór, nefndur Blómsturvöllur. Hann var fast austan við túnið. Húsatóftir voru austast á Blómsturvelli. Hafa þær líklega verið af samnefndu býli – en þess getur Geir Bachmann svo í Lýsingu Grindavíkursóknar 1840-41: „Blómsturvellir, austan til í túninu, af sandi eyðilagðir síðan 1800, og sést þar nú lítt til rústanna.“ (Landnám Ingólfs III, bls. 134).
Blómsturvellir eru taldir í byggð í úttektargerð árið 1774 (GB,57).
„Nú hefur verið sléttað úr Blómsturvelli og er þar nú bílastæði við kirkjugarðinn og tóftirnar alveg horfnar. Þá nær nýi kirkjugarðurinn aðeins út á Blómsturvöll.“ (Örn.).

Hús Daða Símonssonar (hjáleiga)
„… þetta vor [1657] voru sjö hjáleigur byggðar í landi Staðar… tvær voru kenndar við ábúendur sína, … og Hús Daða Símonssonar… Enginn veit nú, hvar … bæir þeirra Ólafs og Daða stóðu, en
hugsanlegt er, að … þeir… hafi verið hjáleigurnar, sem síðar voru nefndar Blómsturvellir og Stóragerði.“ (JÞÞ,104).

Staðarhverfi

Staðarhverfi – uppdráttur ÓSÁ.

Hús Ólafs Sighvatssonar (hjáleiga)
„… þetta vor [1657] voru sjö hjáleigur byggðar í landi Staðar… tvær voru kenndar við ábúendur sína, Hús Ólafs Sighvatssonar…Einna myndarlegastur virðist bær Ólafs Sighvatssonar hafa verið …
Enginn veit nú, hvar … bæir þeirra Ólafs og Daða stóðu, en hugsanlegt er, að … þeir… hafi verið hjáleigurnar, sem síðar voru nefndar Blómsturvellir og Stóragerði.“ (JÞÞ,104).

Krókur (hjáleiga)

Staður

Staður-loftmynd 1954.

„Þær óbyggðu og óbyggilegu hjálegur eru: … Krókur… Þessar hjáleigur hafa lagzt í eyði fyrir sjávargang eða sandfok“ (GB,40).
Krókur stóð vestur við Móakot. Hann var í byggð 1703 en sr. Geir Bachmann segir í sóknarlýsingu sinni frá 1840, að um hann sjáist lítil merki, en að hann hafi staðið „í túninu sem nú er ræktað milli
Móakots og Staðar“. (Örn.;GB,57).

Krubba/Krukka/Brykrukka (hjáleiga)
„Þær óbyggðu og óbyggilegu hjálegur eru: … Krukka … Þessar hjáleigur hafa lagzt í eyði fyrir sjávargang eða sandfok.“ (GB,40).
„Krubbhóll er fast sunnan við Dægradvöl. Sagt er, að á honum hafi fyrir löngu staðið hjáleigan Krubba og dragi hann nafn sitt af heinni. Er þar líklega um að ræða sömu hjáleiguna og séra Geir
Bachmann nefnir Krukku í sóknarlýsingu sinni: Krukka veit ég ei, hvenær var í lögð í eyði, en þar er nú lambhús.“ (Örn.).
Enn heitir Krukkuhóll rétt neðan við brunninn í Staðartúni. (GB, 57).

Kvíadalur (hjáleiga)

Staðarhverfi

Kvíadalur.

Sr. Geir Bachmann telur í sóknarlýsingu sinni frá 1840 upp hjáleigur staðarins: „c. Kvíadalur, kvígilda- og húslaust, tómthús. Landskuld 1 vætt.“ (GB,40).
Kvíadalur hefur verið lagður undir staðinn þegar úttekt var gerð 1928. Skammt suður af Hundadal er Brunndalur, slétt flöt neðst í túni. Liggur hann frá austri til vesturs næst sjávarkambinum.
Hjáleigan Kvíadalur var suðaustast í Brunndal, niður við kamp. Sjást rústir hans vel ennþá er örnefnaskrá fyrir Stað er gerð 1977. (GB,34,40,50; Örn.).
„Neðst í Staðartúni, rétt ofan við kampinn, þar sem hafrótið hefur hlaðið sínum mörgu sæbörðu hnullungum í myndarlega hrönn, þarna austarlega fyrir miðri Staðarbótinni – þar standa
enn lágar grasi grónar tóftir hjáleigunnar Kvíadals … Í manntali 1822 er Kvíadals ekki getið, svo að þá mun þar ekki hafa verið byggð. En fólk hefur verið þar löngu fyrr, því að í þessu sama
manntali eru tveir menn fæddir í Kvíadal annar 1767 hinn 1786. Í manntali 1829 eru talin þar til húsa Hálfdán Jónsson 32 ára og Gróa Gísladóttir kona hans ári yngri. [Engin byggð í Kvíadal
1833-1845. Síðustu ábúendur voru Eyjólfur Oddsson og Vilborg Ólafsdóttir] … Skammt varð á milli gömlu hjónanna í Kvíadal. Vilborg dó 30. maí 1918 en Eyjólfur ári síðar 22. maí 1919.
Síðan hefur Kvíadalur legið undir Stað en gróin tóftarbrotin niðri við sjávarkambinn minna okkur enn í dag á hið hógværa mannlíf í smábýlinu í túnfætinum á prestssetrinu.“ (GB, 66-67).

Litlagerði (hjáleiga)

Staðarhverfi

„Þær óbyggðu og óbyggilegu hjálegur eru: … Litlagerði … Þessar hjáleigur hafa lagzt í eyði fyrir sjávargang eða sandfok.“ (GB,40).
„Litlagerði var u.þ.b. 70-100 m í vestur frá Staðargerði, þar í túnjaðrinum.“ (Örn.).
„Frammi á Gerðistöngum vestanverðum spölkorn vestan við rústirnar af Stóragerði sér enn móta fyrir undirstöðum húsanna í Litlagerði innan um sæbarða hnullunga, sem brimið hefur
skilið þar eftir í síðasta flóði. Ótrúlega nærri sjónum hefur bærinn staðið. Rétt framan við bæjarþilin hefur brimhvítt löðrið úðazt yfir svartar fjöruklappirnar. Áður fyrr var Litlagerði þó í enn
nánara sambýli við hafið, því að svo segir sr. Geir Bachmann í sóknarlýsingu sinni 1840: „Þar sem Litlagerðishúsin stóðu er nú hár og stórgrýttur malarkambur“. Það virðist vera upphaf byggðar
í Litlagerði innan þess tímaramma, sem hér er miðað við, að þangað kemur vorið 1851 Halldór nokkur Bjarnason austan af Skeiðum. (GB,72).
Lagðist í eyði 1914. (GB,73).

Staðarhverfi

Staðarhverfi og konungsverslunin – uppdráttur ÓSÁ.

Melstaður (hjáleiga)
„Melstaður nefnist nýbýli frá Stað. Húsið er um 5-600 m norðaustur frá Stað, sunnan undir svonefndun Hvirflum. Húsið var byggt 1936, en skemmdist mjög í eldi árið 1950 og lagðist þá af föst búseta á Melstað.“ (Örn.).

Móakot (hjáleiga)

Staðarhverfi

Móakot.

Sr. Geir Bachmann telur í sóknarlýsingu sinni frá 1840 upp hjáleigur staðarins: „a. Móakot, kvígilda og húsalaust, þó fylgir grasnyt. Landskuld 2 vættir.“ (GB,40).
„Móakot var u.þ.b. 150-200 m austan við Stað. Garður var milli túnanna. Nú er hann horfinn og túnin sameinuð.“ (Örn.).
„Móakot var í byggð fram á öld steinsteypunnar og ber þess augljós merki enn í dag, þar sem stæðilegt hús ber sig vel og reisulega, þótt það hafi staðið að mestu autt og yfirgefið í þrjá áratugi.
Það stendur hátt á barðinu vestast í Staðartúni… Bærinn stendur uppi fyrir miðri Staðarbótinni, víkinni, sem liggur opin til hafs milli Staðarmalar og Gerðistanga…“ (GB,57-58).
Elsta byggð sem minnst er á í bók Gísla er frá 1822, byggð lauk 1945.

Nýibær (hjáleiga)

Staðarhverfi

Staðarhverfi – loftmynd 1954.

„Nýibær var utan við Bringinn, nálægt 100 m norður af Bergskoti.“ (Örn.).
Búseta í Nýjabæ hófst vorið 1889 og lýkur 1910 er heimilisfólkið flutti til Reykjavíkur. Nú sjást engin merki um þennan bæ, en hann mun hafa staðið rétt norðan við Staðartúnið þar sem þjóðvegurinn
liggur nú út á Reykjanes. (GB,76-77).

Sjávarhús (hjáleiga)
„Þær óbyggðu og óbyggilegu hjálegur eru: …Sjávarhús. Þessar hjáleigur hafa lagzt í eyði fyrir sjávargang eða sandfok.“ (GB,40).
Hjáleigan Sjávarhús stóð líklega á Staðarklöpp austur hjá Staðarvör. Skv. lýsingu sr. Geirs Bachmann hvarf hún í Básendaflóðinu 1799. (GB,25,26; Örn.).
Þau stóðu austur hjá Staðarvör en eyðilögðust í Básendaflóðinu 1799. (GB,56).

Stóragerði/Staðargerði (hjáleiga)

Staðarhverfi

Stóra-Gerði.

„Staðargerði eða Stóragerði stóð niður á svonefndum Gerðistöngum , u.þ.b. 250 m suður frá Löndum. Venjulega var það bara nefnt Gerði.“ (Örn.).
Sr. Geir Bachmann telur í sóknarlýsingu sinni frá 1840 upp hjáleigur staðarins: „b. Stóragerði, kvígildislaust, baðstofa og eldhús, samt grasnyt fylgir. Landskuld 2 vættir.“ (GB,40)
„Nesið milli Staðarbótar og Arfadalsvíkur heitir Gerðistangar… Nes þetta dregur nafn af bænum sem á því stóð og var kallað Stóra-Gerði. Trúlegt er að upphaflega hafi bærinn heitið Staðargerði,
enda kemur það nafn oft fyrir í manntalsbókum og víðar. Fyrst hefur verið girt þarna hólf utan við Staðartúnið, notað fyrir nátthaga eða því um líkt. Síðan er byggður þar bær – Staðargerði. –
Löngu síðar annar bær – Litla-Gerði. Þá fær fyrra býlið nafnið Stóra-Gerði. Enn sjást bæjarrústir Stóragerðis vel og bera glöggan vott um hýbýli þar og húsaskipan enda er ekki nema um hálf
öld síðan það fór í eyði … Heim að þessum fornu, grænu rústum liggja fagurlega hlaðnar traðir í mjúkum boga. Fram af bænum hefur verið traustlega hlaðinn kálgarður. Á bæjartóftunum
sést að þetta hefur verið reisulegur bær og rúmgóður. Steinlímdir kambar baðstofunnar standa að nokkru leyti enn … Árið 1786 bjó í Stóragerði Þorgeir nokkur Halldórsson, ekkjumaður með 5 menn í heimili. Þá var vel búið í Stóragerði, því að Þorgeir var hæsti framteljandi í Staðarhverfi – 4 hundruð.“ (GB,68-9).
Stóragerði er í „löglegri byggingu“ þegar úttekt var gerð 1928. (GB,50).

Stóra-gerði

Stóra-Gerði. Uppdráttur ÓSÁ.

„Hjáleiga frá Stað. Getið er um mann fæddan í Stóragerði 1745 en búskapar þar er fyrst getið 1786 og var búið þar til 1919.“ Ekki er ljóst hvaðan þessar heimildir eru komnar en líklegast er að þær komi frá heimildamönnum er rætt var við árið 2002.
1840: “Stóragerði, í landsuður frá Stað, fram á Gerðistöngum.” SSGK, 134. Þar segir jafnframt að Litlagerði hét hjáleiga sem braut í Básendaveðrinu 1799 en 1851 er aftur byggð hjáleiga með því nafni og var þar búið til 1914.
„Stóragerði var í „landsuður frá Stað, fram á Gerðistöngum.“ Hefur þess verið getið til, að nafn hjáleigunnar hafi upphaflega verið Staðargerði, en síðan breytt í Stóragerði, er hjáleigan Litlagerði var byggð lítið eitt vestan á töngunum. […] Bærinn byggðist ekki aftur […], og var því sögu hjáleigunnar lokið um fardaga árið 1918.“ Saga Grindavíkur 1800-1974, 41-42.
„Enginn veit nú, hvar Beinróa eða bæir þeirra Ólafs og Daða stóðu, en hugsanlegt er, að tveir þeir síðarnefndu hafi verið hjáleigurnar, sem síðar voru nefndar Blómsturvellir og Stóragerði.“ Saga
Grindavíkur 1800-1974, 104.

Staðarhverfi

Stóra-Gerði – uppdráttur.

“Enn sjást bæjarrústir Stóragerðis vel og bera glöggan vott um híbýli þar og húsaskipan […] Heim að þessum fornu, grónu rústum liggja fagurlega hlaðnar traðir [sjá 009] í mjúkum boga. Fram af bænum hefur verið traustlega hlaðinn kálgarður . Á bæjartóftunum sést að þetta hefur verið reisulegur bær og rúmgóður. Steinlímdir kampar baðstofunnar standa að nokkru leyti enn og bera þögult en greinilegt vitni um mannlíf fortíðarinnar á þessum bæ […].” segir í Staðhverfingabók eftir Gísla Brynjólfsson.
“Staðargerði eða Stóragerði stóð niður á svonefndum Gerðistöngum, u.þ.b. 250 m suður frá Löndum. Venjulega var það bara nefnt Gerði,” segir í örnefnalýsingu. Á heimasíðu Ferlis segir:
„Stóra-Gerði er dæmi um grindvískan bæ í Staðarhverfi. Vel má enn sjá húsaskipan, fallega heimtröðina, brunninn og garðana í kring.“ Bærinn er sýndur á túnakorti frá 1918, því sem næst í miðju túninu. Þá eru níu hús á bæjarhólnum auk þriggja annarra útihúsa í túninu. Tóftir Stóragerðis eru enn varðveittar um 550 m suðaustur af Stað GK-028:001, yst á Gerðistöngum. Heimatúnið er óraskað og ekki hafa orðið miklar breytingar þarna nema af völdum sjávar og gerð sjóvarnargarðs á svæðinu seint á síðustu öld.

Staðarhverfi

Stóra-Gerði – uppdráttur.

Norðan við bæinn eru gróin tún inn til landsins en skammt sunnan hans tekur við stórgrýttur sjávarkampur. Bæjarhóllinn er 30 x 20 m að stærð og snýr norður-suður. Tóftir síðasta bæjarins ná yfir stærstan hluta hólsins og ekki eru greinileg ummerki um uppsöfnuð mannvistarlög undir honum. Þau sjást þó á smá kafla norðaustan við bæinn, þar sést bæjarhóllinn og er um 0,3 m á hæð og gróinn. Bæjartóftin er 27 x 17 m að stærð, snýr norður – suður og skiptist í níu hólf/hús auk gangs. Op eru fjögur til vesturs (hólf 1-5) og þar voru stafnar bæjarins. Eins og segir hér ofar þá stendur einn dyrakarmurinn ennþá uppi (sjá hólf 3), þar var baðstofan. Tvö hólf eru opin til austurs (hólf 6-7) og eitt til suðurs (hólf 8). Hólf 9 er norðarlega inni í tóftinni, austan við hólf 4-5.

Hleðsluhæð í hólfunum er mest um 1,3 m og umför grjóts allt að átta. Veggirnir eru grjóthlaðnir og víða er tekið að hrynja úr þeim. Þetta eru engu að síður heillegar minjar og mjög sjónrænar. Hér neðar er nákvæmari lýsing á hólfunum. Hólf 1 er syðst og er raskað til suðurs. Það er 4,1 x 2 m að innanmáli en helmingur þess er horfinn, það sést á túnakorti frá 1918. Stafnar þess snéru til vesturs. Hólf 2 er norðan við hólf 1. Það er 6,1 x 5 m að innanmáli og snýr norður-suður. Hólfið er opið til vesturs, þar var þil. Á túnakorti frá 1918 sést að þarna voru fleiri hólf en þau eru horfin.

Staðarhverfi

Stóra-Gerði í Staðarhverfi.

Hólf 3 er norðan við hólf 2 og var baðstofa. Steinlímdir karmar bæjardyranna standa enn að hluta. Hólfið er 5,5 x 2,5 m að innanmáli. Hólf 4 er norðan við hólf 3. Það er 4,3 x 1,7 m að innanmáli og opið til vesturs. Hólf 5 er nyrst í bæjarröðinni. Það er 4,1 x 1,9 m að innanmáli og veggirnir hafa hrunið hér að hluta. Hólf 9 er austan við hólf 4-5, inni í tóftinni. Það er 5 x 1,8 m að innanmáli og snýr norður-suður. Það er opið inn í hólfið í suðausturhorni, innan úr hólfi 6. Til austurs í bæjartóftinni eru tvö hólf opin. Hólf 6 er norðar. Það er 4 x 1,8 m að innanmáli og snýr austur-vestur. Í suðvesturhorni þess er op inn í gang sem liggur yfir í hólf 9. Hann er 3 m langur. Hólf 7 er sunnar. Það er 4,7 x 2,1 m að innanmáli og op er í suðausturhorni. Gangur liggur til suðvesturs, yfir í hólf 2. Gangurinn er 6 m langur og bogadreginn. Hólf 8 er sunnan í bæjartóftinni. Það er 6,4 x 2,8 m að innanmáli og opið til suðurs. Op er á því til norðvesturs, yfir í hólf 2.

Vestur-Hjáleiga (hjáleiga)
Vestur-Hjáleiga virðist hafa staðið í hlaðvarpanum á Beinróu samkvæmt elstu heimild sem varðveist hefur um húsakost á Stað: „Reikningur kirkjunnar og Staðarins í Grindavík“ frá 1657. (JÞÞ,101,104)

Hjallur
Eftir að hjáleigunni Sjávarhúsum skolaði burt 1799 var byggður fiskihjallur á Staðarklöpp. Um 1916 mátti sjá tættur efst á klöppinni en þeim skolaði síðar burt í flóðum. (GB,56; Örn.)
Samkvæmt Gísla Brynjólfssyni stóð sjóhús á Staðarklöpp fram til 1930. (GB,26).

Kirkja – Staðarkirkja

Staðarhverfi

Letursteinn í kirkjunnar stað.

„Á Stað í Grindavík mun kirkja hafa verið reist í öndverðri kristni en fyrst er hennar getið í kirknatali Páls biskups frá um 1200. Og á Stað stóð hún að öllum líkindum á sama grunni, í meira en 700 ár a.m.k… Allt fram til ársins 1836 var torfkirkja á Stað. Þá var reist timburkirkja… Trúlega hefur Staðarkirkja ætíð staðið á þeim stað, sem síðasta kirkjan stóð – inni í kirkjugarðinum, þar sem klukkuturninn er nú. Sáluhliðið var þá á vesturhlið garðsins, fram undan kirkjudyrum. Í því var klukknaport. Aðrar dyr voru á kórgafli til afnota fyrir prestinn vegna þess hve þröngt var orðið í framkirkjunni þegar guðsþjónustan hófst.
Kirkjan var, ásamt Guði og mörgum dýrlingum helguð Blasíusi biskupi… Staðarkirkja var allvel efnuð, átti heimaland allt, rekasælar fjörur (ásamt með Skálholtskirkju), 4 hundr. í fríðu, 7 hundr. í skipum. Auk þess hafði Staðarprestur tekjur af tveim jörðum með kúgildum austur í Árnessýslu, Stóru-Borg í Grímsnesi (30 hundruð að fornu mati) og Hvoli í Ölfusi (20 hundr.).“ (GB,136-7).

Staður

Staður. Kirkjan stóð á hólnum nær. Gröf sjómannanna af Anlaby er vinstra megin ofanvert.

„Sumarið 1858 var reist ný kirkja fyrir forgöngu sr. Þorvalds Böðvarssonar, sem þá hélt Stað. Var hún af sömu gerð og hin fyrri kirkja en nokkuð stærri eða um 50 m2. Er fram tekið í kirkjulýsingunni, að hún sé byggð á traustum grunni og rammbyggileg… Kirkja sr. Þorvalds var sú síðasta á Stað.“ (GB,142).
„Kirkjan stóð vestarlega í garðinum. – Þann 26. september 1909 var ný kirkja vígð að Járngerðarstöðum og tók sú við af Staðarkirkju, sem þá var aflögð.“ (Örn.).
„Ekki er vitað, hve margar kirkjur hafa verið á Stað í aldanna rás, en af vísitasíugerð frá árinu 1642 má sjá, að þá hafði síra Gísli Bjarnason nýlega látið reisa þar kirkju. Hún er elsta Staðarkirkjan, sem við vitum eitthvað um að gagni, og var lýst svo í vísitasíugerðinni: „Kirkjan í sjálfri sér með kórnum sterk og ný að sínum viðum, súðþak og nýtt öðrumegin. Kirkja og kór í 8 stafgólfum og kapella inn af kórnum. Að auki hálfþil undir bita milli kórs og kirkju og þil bak altaris, sem víðast umhverfis kirkjuna og framanfyrir. Tveir stólar kvennamegin, einn langbekkur kallmannamegin.
3 glergluggar vænir. Hurð á járnum með koparhring, innlæst. Hefur síra Gísli látið gjöra kirkjuna og lagt til marga viðu.“ (JÞÞ, 108).

Kirkjugarður – Staðarkirkjugarður

Staðarhverfi

Staðarhverfi – kirkjugarður.

„Kirkjugarðurinn er í túninu fast suðaustan við bæinn og ekki nema 2-3 m á milli skemmunnar og hans“ (Örn.).

Klukknaturn/Sáluhlið

Staðarhverfi

Klukknaport í Staðarkirkjugarði.

Sáluhliðið hefur verið á vesturhlið garðsins fram undan kirkjudyrum. (GB,137).
„Enda þótt klukknaportið á Stað í Grindavík sé nú löngu horfið, eigum við af því nákvæma lýsingu … Í sáluhliði, sem er 6 ál. vítt með kræktri rimlahurð á járnum er KLUKKNAPORTIÐ 2 1/6 al. á vídd og eins á breidd á 4 stólpum 4ra álna háum greypuðum á undirstokka að neðan og syllum hið efra og að neðanverðu eru greypaðir í fjóra stólpa út við veggi kirkjugarðsins, hverjir stólpar að eru styrktir með skástífum á jörð fyrir utan og innan sáluhliðið … Sjálft er klukknaportið með einfaldri súð á alla fjóra vegu uppmjókkandi, og í toppi vindhani á stöng. Undir súðinni er allt um kring rimlar negldir á slár, sem saman binda ennþá betur umgetna 4 stólpa klukknaportsins.
Uppi í því hanga á ramboltum tvær góðar klukkur sem hringt er með útleggjurum …“ (GB,55).

Lambhús
„Hún (Krukka) á að hafa staðið vestur við Móakot, þar sem nú sé lambhús.“ (GB,57).

Bergskot (þurrabúð)
„Þær óbyggðu og óbyggilegu hjáleigur eru: … Bergskot … Þessar hjáleigur hafa lagzt í eyði fyrir sjávargang eða sandfok“ (GB,40).
„Hæðin vestan og ofan við bæinn á Stað heitir Bringur. Bergskot var uppi á Bringnum, í norðvestur frá Stað. Þar voru tveir bæir sambyggðir þegar Á.V. og S.V.G. mundu eftir.“
(Örn.).
Bergskot I er þurrabúð í úttekt árið 1928. Bergskot II hafði lagst niður í tíð sóknarprestsin þegar úttekt var gerð 1928. (GB,50).
„Uppi á bringunum rétt ofan og utan við Stað stóð tómthúsið Bergskot. Þegar þar var mannflest voru þarna mörg lágreist þil í beinni bæjarrönd, sem sneri fram að sjónum. Var gott útsýni af
stéttinni til hafs og strandar… stundum voru þarna þrjú heimili… Bergskot hafði enga grasnyt frekar en aðrar þurrabúðir. Þar lifði fólkið á sjónum haust, vetur og vor en fór gjarna í kaupavinnu um
sláttinn og fékk sauði til frálags í heimilið fyrir veturinn. Í tiltækum manntölum er ekki getið um byggð í Bergskoti fyrr er 1845.“ (GB,62).
Síðasti ábúandi flutti burt 1927. (GB, 64).

Lönd (þurrabúð)
Staðarhverfi„Sunnan við Bjarnasand eru smáklappir, oft nefndar Landaklappir, en þurrabúðin Lönd var beint upp af þeim. “ (Örn.).
„Það var árið 1911, að stofnað var nýtt býli í landi Staðar. Það var nefnt á Löndum… Nýbýlið á Löndum fékk 900 ferfaðma lóð á grundinni skammt norðvestur af fjárhúsunum og má enn
sjá greinileg merki þess. Vilmundur reisti þar timburhús. Það var 3 herbergi og eldhús. Á því var óinnréttað ris, við innganginn var skúr með flötu þaki. Það var klætt með járni á tveimur
hliðum en pappa á tveimur. Gólfflötur þess var 37,6 fermetrar. Þessi lýsing er tekin úr fasteignamati 1916… Árið 1946 fluttist fjölskyldan frá Löndum til Reykjavíkur.“ (GB,77-79).

Merki (þurrabúð)
„Einar Einarsson og Guðrún Ingvarsdóttir voru gefin saman í hjónaband 10. nóvember 1908. Þetta sama ár fengu ungu hjónin leyfi Staðarprests til að byggja sér hús á Hvirflunum við landamerkin
milli Staðar og Tófta. Það kölluðu þau Merki. Þetta var hið snotrasta býli á fallegum stað með útsýni vestur yfir Staðartúnið, suður til Gerðistanga austur um Arfadalinn og víkina… Guðrún og
börn hennar fluttust frá Merki til Keflavíkur árið 1943. Síðan hefur ekki verið búið í Merki og litli bærinn löngu fallinn.“ (GB,75).

Vör – Staðarvör

Staðarvör

Staðarvör.

„Hér við Bjarnasand er eitt af stórmannvirkjum áraskipaútgerðarinnar: Flórlögð Staðarvörin, slétt og breið neðan úr stórstraumsflæðarmáli uppundir grasbakkana ofan við sandinn. Hún
hefur varðveitzt furðu vel, þótt áratugir séu síðan hér var skipi lent.“ (GB,26).
ÁV og SVG vita ekki með vissu hvenær hún var gerð, en telja sennilegast að það hafi verið rétt upp úr síðustu aldamótum. (Örn.).

Brunnur – Staðarbrunnur

Staðarhverfi

Staðarbrunnurinn hefur nú verið endurhlaðinn.

„Lægðin neðan við Bring nefnist Dægradvöl. Þótti góð dægradvöl að slá hana. Í suðurjaðri Dægradvalar lét séra Brynjólfur Magnússon grafa mikinn brunn árið 1914.“ (Örn.).
Skip fylgdu prestsetrinu Stað frá fornu fari og fram á daga sr. Brynjólfs Magnússonar. En með stjórnarbréfi 10. sept. 1914 var presti leyft að verja 300 krónum af andvirði skipanna til að grafa brunn á staðnum og er honum ýtarlega lýst í úttektinni 1928. Þar með er skipastóll Staðar úr sögunni…(GB,42).
„Í úttekt á Stað 16. júlí 1928 er 7. liður í upptalningu á mannvirkjum þannig: Brunnur byggður og tilbúinn ár 1914 að dýpt 23 fet, að þvermáli 6 fet, mjókkandi niður, hringhlaðinn að innan og hleðslan sementeruð ofan frá og niður að klöpp, er tekur við fyrir neðan miðju. Steinsteypur kragi er í kringum brunninn ofan jarðar og yfir sjálfu brunnopinu þak úr plönkum með hlera. Öflug vinda er til upphölunar á vatninu. Brunnurinn með öllum útbúnaði er í óaðfinnanlegu lagi. – (Álag því ekkert).“ (GB,82).

Brunnur -Kvíadalsbrunnur

Staðarhverfi

Kvíadalsbrunnur.

„Brunnur var beint vestur af Kvíadal. Hann er nú alveg horfinn í sjávarkampinn. Þessi brunnur mun hafa verið notaður í Staðarhverfinu áður en brunnurinn í Dægradvöl var gerður.“ (Örn.).
„Vatn handa fénaði var hvergi að fá í Staðarlandi nema út undir Staðarbergi í gjá, sem fellur að og út í með hverju sjávarfalli. Neyzluvatn var tekið úr brunni syðst í túninu en það var slæmur sjóblendingur.“ (GB,39).

Bryggja
Fram af svonefndum Hvilftum er bryggjustúfur, byggður 1933, meðan útgerðin var hér í fullu fjöri. (GB,25).

Heimild:
-Rannsóknarskýrsla, Fornleifar í Staðarhverfi, Þjóðminjasafn Íslands 1999.
-Deiliskráning í Grindavík: Stóragerði, Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík 2017.

Staðarhverfi

Staðarhverfi.