Björn Þorsteinsson, sagnfræðingur, ritaði þrjár greinar í sunnudagsblað Tímans árið 1964 undir yfirskriftinni “Suður með sjó“. Þar segir m.a.:
“Af Hvaleyrarholti blasir við yngsti hluti Íslands, Reykjanesskaginn. Þar eru engar jarðmyndanir eldri en frá ísöld. Þá hlóðust upp fjöll um sunnan- og austanverðan skagann, en þau hlaða síðan hrauni á hraun ofan og heyja landvinningastríð við hafið, en það sargar og sverfur ströndina og hefur brotið mikið land.
Reykjanesskagi er eyðimörk, hraun hrjóstrug og grett og nær gróðurlaust, eldfjöll, örfokamelar og sandar. Byggðin stendur á vinjum við ströndina, en milli þeirra lágu troðningar um auðnirnar, og þar hefur ótrúlegur fjöldi manna þreytt síðustu göngu sína, lagzt til hinztu hvíldar við götuna.
Alfaraleiðin millum Hafnarfjarðar og Voga.
Fyrir daga ferðalaganna miklu þekktu unglingar hér um slóðir hvorki ár né læki nema af afspurn, og hvergi getur hér engjalönd nema í Krýsuvík. Hér þrömmuðu vermenn með mötur sínar á þorra, en skreiðarlestir siluðust um Jónsmessubil … í hitatíð og þurrkum sveittust menn og málleysingjar sárþyrstir á auðnunum, því að víða er óravegur milli vatnsbóla, skálar í kletti, holu niður með hamri eða lindar í fjöru.
“En þegar það brestur, er ekkert vatn utan fjöruvötn, varla nýtandi fyrir seltu, og fyrir þessa orsök missir kvikfénaður bæði nytjar og holda”, segir í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1703 í kaflanum um Kirkjuvog. Það rignir engu minna á Reykjanesskaga en annars staðar á Suðvesturlandi, en gljúpur berggrunnur ungra hrauna drekkur í sig alla úrkomu og leiðir jarðvatnið eftir undirgöngum til sævar, og nefnist það fjöruvötn.
Reykjanesskaginn liggur í þjóðbraut lægða á norðanverðu Atlantshafi, og þar er glímuvöllur vinda og tilraunastöð skaparans.
Eyðimerkurgróður er jafnan kjarnmikill, og svo er einnig á Reykjanesskaga. Elztu hraunin eru víða kjarri vaxin og tápmiklir skógar lundar á stökum stað, jafnvel reynistóð og mikið er um eini og beitilyng. Hér voru löngum bújarðir góðar og beitilönd og búpeningur gekk sjálfala á vetrum allt frá dögum Ingólfs landnámsmanns, þangað til Herdísarvíkur-Surtla féll fyrir hundum og mönnum sællar minningar í niðurskurðinum 1948. En skorti skagann sífrjóa töðuvelli og akurlönd, þó hafa gullkistur löngum legið í hafinu við túnfótinn.
Á Reykjanesskaga tóku menn sér fyrst bólfestu hér á landi. Skaginn er hluti af landnámi Ingólfs, og menn sóttu svo ákaft í slóð hans, að hann varð að reka úr túninu, hrekja suma burt úr héraðinu eins
og Ketil gufu. Aðrir öfluðu sér jarðnæðis við gullkistuna með vígfimi eins og Hrolleifur Einarsson í Kvíguvogum, en hann hrakti Eyvind landnámsmann burt af jörðinni. Í árdaga hefur skaginn verið skógi vaxinn og góður undir bú, en sjórinn stórgjöfull. Af þeim sökum hafa menn þyrpzt hingað frá upphafi vega en hagsæld þeirra hefur ekki ávallt verið á marga fiska. Fjárplógsstofnanir kirkju- og konungsvalds settust að bændum við Faxaflóa, því að þar var feitan gölt að flá. Hér á landi hófst opinber skattheimta með tíundarlögunum um 1100, en í kjölfar þeirra sigldi röskun á eignaskiptingunni í landinu. Jarðeigendur settu leigupening, kúgildi, á jarðir sínar og kröfðust leigu af hvoru tveggja, en síðar færðu þeir sig upp á skaftið og lögðu ýmiss konar kvaðir á landsetana.
Borgarkot á Vatnsleysuströnd – eign Viðeyjarklausturs.
Þeirra verður fyrst vart á jörðum Viðeyjarklausturs um 1300. Sú ánauð á leiguliðum virðist eiga upphaf sitt við Faxaflóa. Algengast var að landsdrottinn bætti fóðrarkvöð ofan á landskuldina, en þar við bættist síðar dagsláttur, mannslán eða dagsverk hjá landsdrottni, hestlán og róðrarkvaðir, þegar sjávarútvegur efldist á 14. öld. Um 100 manns mun hafa þurft á báta Viðeyjarklausturs á Vatnsleysuströnd um siðaskiptin og hafa landsetar þá orðið að halda þeim út á vertíðum. Þegar landseta tók að veitast þungt að rísa undir álögunum, tók hann annan mann á jörðina með sér, leigði honum hjá sér nokkurn hluta hennar og velti yfir á hann sem mestu af afgjöldunum. Þannig varð íslenzka hjáleigubyggðin til, en hjáleigur urðu rúmlega 1/4 hluti eigna, sem hlóðu utan á sig auðæfum eins og snjóbolti, sem veltur ofan brekku. Það risu upp vellauðug stórhöfðingjasetur í landinu, þar blómgaðist íslenzk hámenning, þaðan eru okkur komnar íslenzkar fornbókmenntir.
Klaustur og aðrar kirkjustofnanir voru fengsælastar á fé manna og aðrar fasteignir. Viðeyjarklaustur var stofnað 1226 og varð brátt vellauðugt. Þar var menntasetur, en menntunin kostaði fé, og voru fasteignir bræðrunum einkar geðþekkt kennslugjald. Þeir voru sérfræðingar í fyrirbænum, en bænirnar kostuðu fé, það var hollt sáluhjálp manna að hljóta hinztu hvíld í kirkjugarði í Viðey, en sá náðarstaður kostaði mikið fé, og síðast en ekki sízt þurftu menn að gefa fyrir sálu sinni og greiða fyrir alls konar yfirsjónir. Klaustrið í Viðey eignaðist nær allar jarðir suður með sjó á miðöldum. Bændur reyndu að halda í helztu útvegsjarðirnar, en urðu undan að láta sókn kirkjuvaldsins. Klaustrið hreppti Stóru-Voga 1496, og 1516 sölsaði Ögmundur bæja hér á landi, er stundir liðu. Auk þessa guldu menn skatt til kotunga, manntalsfiska, og margs konar gjöld til kirkna og presta.
Eftir siðaskiptin 1550 hirti konungur eignir klaustranna og eignaðist flestar jarðir á Reykjanesskaga, allar í Hraunum og á Vatnsleysuströnd nema Kálfatjörn, sem var kirkjulén. En kóngur var æðsti maður kirkjunnar og átti því í rauninni einnig kirkjujarðirnar. Af 15 jörðum á ströndinni guldust rúmlega 56 vættir af fiski, þegar konungur tók við þeim, en 113 vættir um 1700. Þannig jukust álögurnar við húsbóndaskiptin og voru þó ærnar fyrir. Bessastaðamenn tóku undir sig hálfa báta bænda og hálfan aflahlut, kröfðust tveggja dagsverka heima á Bessastöðum og urðu bændur að fæða verkamanninn, tveggja hríshesta, og þegar allt hrís var uppurið á Strandarheiði, þá urðu bændur að láta fjórðung af fiski fyrir hríshestinn. Þá komu ýmis köll. Bændur voru skyldir að hlýða, þegar Bessastaðamenn kölluðu, hýsa þá endurgjaldslaust, ljá þeim hesta, flytja þá bæði yfir sjó og land vetur og sumar, verka konungsskreiðina og flytja í kaupstað, bera fálka til skips; leggja fálkafénu hey o.s.frv.
Hraun á Reykjanesskaga.
Veðurfar er milt á Reykjanesskaga. Þar er snjólétt, en umhleypingasamt. Þar hefur hafís ekki lagzt að landi, frá því að sögur hófust, nema á 17. öld (1605, 1635, 1695)! En fólkið, sem byggði skagann, var einhver fátækasti lýður á Íslandi á 17. og 18. öld. Það slapp við allt galdrafargan þessa tímabils. Meðal þess fundust hvorki stórþjófar né höfðingar. Þar var aðeins snauður bændalýður, sem barðist fyrir lífi sínu við máttarvöldin á sjó og landi. Skúli Magnússon landfógeti fer ekki í neinar graf; götur um orsakir örbirgðarinnar. Í lýsingu Gullbringu- og Kjósasýslu frá því um 1784 segir hann meginástæðuna fyrir fátækt manna, sem hefur í svo mörg ár svipt þá nauðsynlegum kröftum til þess að leita sér eðlilegrar lífsbjargar á sjó og landi, vera fjárplóg einokunarkaupmannanna. „Hvorki jarðskjálftar, jarðeldar, snjóar né skriðuföll, eigi heldur harðir vetur, rekísinn frá Grænlandi eða meðfædd leti er meginástæðan, ekki heldur óhóf um brennivín, tóbak eða dýran fatnað.
Allt þetta vekur mikla eftirtekt, af því að fátæktin er orðin svo óskapleg, að menn geta ekki veitt sér nauðsynlegustu föt og fæði, og því síður veitt sér hófsamlegar skemmtanir, þar sem þeir búa við þungbærari vinnu og erfiðari kjör en siðmenntir íbúar nokkurs annars lands í Evrópu nú á tímum. Hitt er annað atriði, hvort einokunarverzluninni verði komið í það horf, að hún geti nokkurn tíma bætt það, sem hún hefur eyðilagt.”
Þorgarðsdys í Arnarnesi.
Fjárkúgun og yfirgangur valdhafa erlendra og innlendra hefur hvergi á Íslandi verið jafngegndarlaus og á Reykjanesskaga. Þar tefldu menn um líf sitt við máttarvöldin á sjó og landi á degi hverjum. Mannfallið í liði þeirra var mikið. Það lægju valkestir af líkum allt í kringum skagann, ef alla þá, sem drukknuðu þar undan landi, ræki á fjörur í einu. Þar féll mikil fylking fyrir hendi böðulsins, og höfðu margir, sem hana skipuðu, ekkert til saka unnið frá okkar sjónarmiði. Dysjarnar við Kópavog skýra þá sögu að nokkru. Hundruð manna urðu úti á götuslóðunum yfir eyðimörkina. Skaginn er samt sem áður ekki einungis stórslysastaður.
Hér hafa Íslenidingar löngum staðið í návígi við ofureflið, en ávallt hrósað sigri um það er lauk. Þess vegna er íslenzk þjóð til í dag. Það eru til margskonar orrustu vellir á Íslandi, en utan Reykjanesskaga eru þeir að mestu tengdir minningum um bræðravíg, sundrungu, sem leiddi til þess, að Íslendingar fóru flokkum um landið og drápu hverjir aðra. Hér var ráðizt gagn erlendnm ofbeldisseggjum og þeir hraktir af landi brott. Hafnarfjörður, Básendar og Grindavík — eru nöfn, sem eitt sinn skörtuðu í bréfabókum furstanna á Vesturlöndum. Áttu þeir að leggja út í styrjöld um gullkistuna við Reykjanes? Áttu þeir að kaupa land, þar sem umboðsmenn þeirra urðu höfði styttri eins og Týli Pétursson? Þeim leizt ekki á blikuna og létu Dani og Íslendinga eina um hituna. Það var á 16. öld. Eftir allar hörmungar 17. og 18. aldar tekur loks að rofa í lofti, það var slakað á einokunarfjötrunum og konungsjarðir seldar. Einokunin og bændaánauðin var gengin sér til húð ar, verzlunin orðin gjaldþrota, og byggðin á skaganum hafði dregizt saman, jarðir lagzt í eyði um langan eða skamman tíma, jafnvel höfuðbólið Hvalsnes um skeið.
Skúli Magnússon.
Þegar svo var komið, varð að breyta til og fara að tillögum Skúla Magnússonar, sem skarpast hafði gagnrýnt hina fornu verzlunarskipan. Dómur hans um einokunarverzlunina reyndist réttur. Þegar losnaði um einokunarfjötrana, gerðust kraftaverk við Faxaflóa.
Bjarni Sívertsen (d. 1833), kotungssonurinn úr Selvoginum, gerðist umsvifamikill kaupmaður fyrstur íslenzkra manna, rak stórútgerð og stofnaði skipasmíðastöð. Hann eignaðist 10 þilskip og hafði sum í förum milli landa. Þann 5. september hljóp fyrsta þilskipið af stokkunum i skipasmíðastöð hans í Hafnarfirði. Það var merkur atburður í sögu þjóðarinnar. Þar voru aldrei smíðuð mörg þilskip, af því að þau voru mjög dýr og menn höfðu í mörg horn að líta. Fullsmíðuð skúta, 10 lestlr, kostaði yfir þrjú þús. ríkisdali, en 18 konungsjarðir á Miðnesi, á meðal þeirra Hvalsnes, Býjarsker, Gufuskálar, Stóri-Hólmur og Keflavík, voru seldar fyrir tæpa 3.200 ríkilsdali 1791.
Menn þurftu að kaupa sig úr ánauðinni. Þótt verð jarðanna væri ekki hátt, þá voru ekki margir leiguliðar, sem gátu keypt ábýlisjarðir sínar fyrst í stað, en þeim fór fjölgandi, eftir því sem árin liðu. Um 1820 er meiri hluti jarða á Reykjanesskaga kominn í bændaeign. Það hafði orðið efnahagsbylting á skaganum. Á undraskömmum tíma höfðu menn rétt þar talsvert úr kútnum. Þar var mikill afli, gott i árferði, og menn áttu við stórum bætt verzlunarkjör að búa. Þangað sóttu menn á vertíðum alla leið norðan úr Þingeyjarsýslum.
Árabátur.
Árið 1829 var „vetur svo góður, að varla dóu grös, og fiskafli var mikill syðra.
Sumir fengu á 17. hundrað í, hlut, og um haustið var mikill afli á grunnmiðum”. Sökum hafnleysis voru árabátar, sem hægt var að setja að loknum róðri, hentugustu sjósóknarskipin um Strönd og Suðurnes. Í Hafnarfirði efldist bátasmíði fyrir atbeina Bjarna Sívertsens. Þar voru mestir skipasmiðir þeir Þorsteinn Jónsson bátasmiður á Hvaleyri (d. 1805) og Ólafur Árnason á sama stað og Gísli Pétursson á Óseyri. Sagt er, að Þorsteinn hafi smíðað um 200 báta, en Ólafur um það bil 100 báta, mjög vandaða og vel gerða.
Nú eignuðust Íslendingar fyrstu lærðu skipstjórana, en þeir námu fræði sín erlendis. Fyrstur er talinn Guðmundur Ingimundarson í Breiðholti við Reykjavík. Hann keypti þilskip til fiskveiða og stýrði því sjálfur. Sú útgerð hófst 1803. Stjúpsonur Bjarna Sívertsens, Steindór Jónsson í Akurgerði í Hafnarfirði, tók sér nafnið Waage (d. 1825), var lærður skipstjóri og stýrði skipum milli landa, en litlu fyrr er talið, að Símon Sigurðsson frá Dynjandi í Arnarfirði hafi stýrt skipi yfir úthafið. Um þær mundir voru þrír óvenjulegir afreksmenn í tölu bænda við Vogastapa: Jón Sighvatsson í Höskuldarkoti í Ytri-Njarðvík, Jón Daníelsson í Stóru-Vogum og Ari Jónsson í Innri-Njarðvík. Þeir smíðuðu og létu smíða sér sína skútuna hver og urðu allir miklir útvegsmenn, eins og síðar verður sagt.
Það var vor í lofti við sunnanverðan Faxaflóa í byrjun 19. aldar. Áður óþekkt framtak og atorka losnaði þar úr læðingi margra alda kúgunar. Frá Innri-Njarðvík kom sá maður, „sem við eigum hvað mest að þakka endurreisn íslenzkrar tungu og bókmennta á öldinni, sem leið”, hinn frægi þýðandi Hómersljóða, Sveinbjörn Egilsson rektor lærða skólans í Reykjavík (1852). Þaðan var einnig ættaður nafni hans og systursonur, Sveinbjörn Hallgrímsson, fyrsti ritstjóri Þjóðólfs.
Hvaleyrarhraun er fremur flatt helluhraun, liggur suður af Hvaleyrarholti. Það er fornlegt og stingur mjög í stúf við Kapelluhraunið, úfið apalhraun, sem hefur verið brotið niður til vegagerðar á stóru svæði umhverfis Kapelluna, dálitla rúst á óbrotnum hraunhólma sunnan við bílabrautina. Þar sem brautin liggur næst sjó yfir Hvaleyrarhraun, er jökulsorfin grágrýtiseyja stráð stórgrýti rétt norðan við veginn.
Hvaleyri – Vesturkot.
Þar gægist fram grágrýtisundirstaða hins forna hrauns, en það hefur fallið allt til sjávar. Til marks um aldur þess eru bergstallar, sem sjórinn hefur klappað í það í flæðarmáli, og heita þar Gjögur með ströndinni. Innan frá Hvaleyrarsandi og út að Kapelluhrauni (Bruna, Þórðarvík). Við Hvaleyrarsand eru Þvottaklettar. Þar streymir fram tært vatn í fjörunni, kaldavermsl. Þangað fóru konur frá Hvaleyri með lín sín til þvotta og þurrkuðu þau á Þvottaklettum. Hér telja menn, að komi fram vatn Kaldár, sem hverfur í hraunin fyrir ofan Hafnarfjörð.
Við vegbrúnina fornu liggja björg, sem eitt sinn var þrekraun að þoka úr stað. Efst á Hvaleyrarholti sunnanverðu hvílir klettur við aflagðan vegarspotta. Hann fluttu tveir fullhugar úr vegarstæðinu, 11 ára piltur og þreklítill karl, Gísli Sigurgeirsson og Ólafur Sigvaldason. „Út skyldi skrattinn”, og hér liggur eitt afreksverk þeirra þúsunda, sem brautina ruddu.
Rauðhóll nefnist malargryfja austast í Hvaleyrarhrauni við vegamót Krýsuvíkurvegar. Þar stóð áður lítið en snoturt eldfjall, eflaust eitt hið minnsta hér á landi. Hér stóðu tjöld vegamanna, sem ruddu brautina yfir hraunið 1905-1906. Þeir voru allir úr Hafnarfirði, en lágu hér við, fóru aðeins heim til sín í Fjörðinn tvisvar í viku. Vegalengdir voru miklar í þann tíð. Nú er ekkert eftir af Rauðhól nema lágur gígtappi í miðju eldvarpinu, en hann reyndist mokstrarvélum harður undir tönn. Hóllinn er eldri en Hvaleyrarhraun, því að það lá utan á honum á alla vegu og ofan á rauðamölinni, en þunnt moldarlag og kolaðir lyngstönglar finnast á mótum malar og hrauns. Undirlag rauðamalarinnar er barnamold, kísilleir, sem hefur orðið til í ósöltu vatni. Þarna hefur verið tjörn endur fyrir löngu, þegar eldgosið varð. Undir barnamoldinni er ægisandur með skeljabrotum, svo að hér hefur sjór staðið í eina tíð.
Fyrir utan Straum við gamla veginn er Rauðimelur, gíghóll sömu ættar og Rauðhóll, og ónefndur malarhóll innar í hrauninu. Þessi fornu eldvörp liggja í stefnu frá norðaustri til suðvesturs eins og aðrar gígaraðir skagans, og eru þau sennilega á einni gossprungu, en flestir gígar hennar munu þaktir hrauni. Gíslaskarð er skammt fyrir utan Rauðhól við gamla veginn, þar sem hann hverfur milli hraunhólanna. Það lætur ekki mikið yfir sér, en segir sína sögu. Gísli Gíslason, síðar bakari í Hafnarfirði, varð að brjóta veginum leið gegnum hraunhólana með járnkarl og sleggju að vopni. Þá voru hraunin illræmd yfirferðar. Vegamenn voru að vinna í Gíslaskarði, þegar stórbruni varð í Flygenringshúsinu í Hafnarfirði. Þeir sáu reykinn upp af bænum, en vissu ekki hvað um var að vera og fóru því hvergi. Þá voru fáir karlmenn heima í Firðinum eins og oftar á sumrin í þá daga, svo að konur urðu að vinna slökkvi- og björgunarstörfin.
Kapelluhraun tekur við af Hvaleyrarhrauni, ungt apalhraun, sem hefur verið brotið til vegagerðar á stóru svæði. Heildarnafn þess er Bruninn.
Það nefnist Nýjahraun í Kjalnesinga sögu og máldögum fornum og mun runnið á fyrstu öldum Íslandsbyggðar, sennilega á 13. öld. Það er runnið frá um 7 km. langri gígaröð norður frá Vatnsskarði og hefur steypzt fram af sjávarhömrum við ströndina, en sjórinn unnið lítt á því til þessa, af því hve lítill tími hefur gefizt til starfsins. Það dregur nafn af Kapellunni, dálitlu grjótbyrgi á óhreyfðum hraunhólma við syðri brún bílabrautarinnar. Þar liggur ósnortinn hinn forni reiðvegur yfir Brunann.
Við rannsókn 1950 fannst þar lítið líkneski heilagrar Barböru. Það er forn kristinn siður að reisa smákapellur við vegi mönnum til bænagerðar. Heilög Barbara og nafnið Kapella sannar, að hér hefur verið slíkur bænastaður. Nokkrar sagnir eru tengdar rústinni og fjalla um, að þar hafi verið dysjaður maður eða menn frá Bessastöðum vegnir til hefnda fyrir líflát Jóns Arasonar og sona hans. Ekki munu þær hafa við neitt að styðjast… Bruninn eða Nýjahraun hefur verið illur farartálmi, þegar það brann, og lokaði hér leiðum. Snemma hefur braut verið rudd yfir það, hlykkjóttur stígur, en sæmilega breiður og sléttur, svo að þar var hægt að spretta úr spori. Það er einhver elzta rudda brautin hér á landi. Eldri er Berserkjagata á Snæfellsnesi.
Þegar menn bruna bílabrautina fram hjá Kapellunni, geta þeir minnzt þess, að þar liggur hin forna slóð skreiðarlesta, vermanna, förufólks og höfðingja, sem þreyttu göngu eða teygðu gæðingana til verstöðvanna á Suðurnesjum. Hér fóru vopnaðar sveitir í eina tíð til þess að reka erlenda ribbalda úr stöðvum sínum í Gríndavík, hér fóru Hamborgarar með umboðsmann Danakonungs í taumi eða létu hann hlaupa fyrir hestum sínum og vísa sér á konungsskreiðina, og hér lögðu Norðlendingar leið sína, þegar þeir fóru suður á Rosmhvalanes 1551 til hefnda eftir líflát Jóns biskups Arasonar og sona hans.
Hleðslur við gamla Suðurnesjaveginn gegnt Gerði ofan Péturskots, skammt vestan kapellunnar.
Ytri brún Brunans er við Straumsvíkina. Þar liggur bílabrautin beint niður brekkuna, sunnar sveigir gamli akvegurinn sömu leið, en undan honum hlykkjast vagnvegyrinn frá 1906. Hér getur að líta þrjú stig íslenzkrar vegagerðar hlið við hlið, en fjórða og elzta stigið eru troðningarnir við Kapelluna, og víðar gægjast þeir fram við vegbrúnina. Elzti vegurinn er mesta mannvirkið, ef vel er að gáð.
Hann er lagður fyrir farartæki, sem knúið var áfram af einu hestafli. Hann sneiðir brekkur og forðast mishæðir til þess að spara hestum átök og erfiði á löngum og lýjandi lestaferðum. Brúnir vegarins eru rúmlega tvær mannhæðir, fagurlega hlaðnar.
Grjótið var borið á handbörum, og verkið lofar meistarana.
Hraunabæir nefndist byggðin við Straumsvíkina og að Lónakoti. Þar voru 14 býli, um þær mundir sem vegagerðin hófst fyrir 57 árum, en aðeins búið á tveimur jörðum, þegar henni lýkur með því að lögð er steypt akbraut um sveitina, en auk þess eru þar nokkrir sumarbústaðir. Hraunabæir þóttu afskekktir, áður en vegurinn var lagður 1906, en svo var þar gott undir bú, að menn dóu þar aðallega úr elli, að því munnmæli herma.
Straumsvíkin er fegursti staðurinn á leiðinni út Reykjanesskaga. Þar eru miklar uppsprettur í fjörunni og sæmilegt drykkjarvatn, þegar lágsjávað er. Uppspretturnar, straumarnir, gefa víkinni nafn. Húsin, sem standa að Straumi, voru reist af Bjarna Bjarnasyni. skólastjóra á Laugarvatni, en hann rak hér bú um og eftir 1920. Austan víkurinnar standa fornleg hús eyðijarðarinnar Lambhaga, sem var tijáleiga frá Þorbjarnarstöðum, eyðibýlis í hrauninu sunnan vegar.
Einnig stóðu hér í eina tíð Péturskot og Gerði, en út með víkinni Þýzkabúð og Jónsbúð, og stendur kofi á stað þeirrar fyrrnefndu. Hér var verzlunarhöfn á þeim öldum, er útlendir kaupmenn slógust um hverja krummavík við Faxaflóa. Þegar Þjóðverjar tóku að sækja til Hafnarfjarðar, slógu Englendingar búðum í Straumsvíkinni.
Tóft við Þýskubúð.
Þannig var það vorið 1486. Þá unnu Þjóðverjar kappsiglinguna til fjarðarins, svo að Englendingar lögðu skipum sínum við klettana sunnan víkurinnar. Þaðan gerðu þeir áhlaup á Hafnarfjörð, tóku þá Hansakaupfar herskildi og nokkurn hluta áhafnarinnar. Þeir sigldu með aflann til Írlands og seldu þar skipið og mennina 11 að tölu í Calway. Það er eitt hið síðasta, sem vitað er um þrælaveiðar á Íslandi, unz Hundtyrkinn kom hingað 1627.
Vorið 1551 sendi Kristján konungur III skipalið til Íslands til þess að brjóta niður uppreisn kaþólskra manna. Frægasti sjóliðsforingi og víkingur i Danaher um þær mundir var Otti Stígsson. Hann lenti tveimur herskipum á Straumsvíkinni fyrir alþingi. Hernum var ekki veitt nein mótspyrna, af því að Jón Arason biskup og synir hans höfðu fallið fyrir böðulsöxi haustið áður.
Norðlingar drápu Kristján skrifara og menn hans seint í janúar um veturinn á Kirkjubóli á Rosmhvalanesi. Nú varð herinn að vinna sér eitthvað til frægðar og sneri því vopnum sínum gegn bóndanum á Kirkjubóli, Jóni Kenikssyni, og Halli, húsmanni hans í Sandhólakoti. „Þeir voru báðir teknir um sumarið eftir og áttu að flytjast til alþingis. En þeir voru þverbrotnir og bágir viðureignar, fluttu þá að Straumi, og voru þeir þar báðir hálshöggnir. Þar var þá kaupstefna. Höfuðin voru fest á stengur, en bolirnir á hjóli sundur slitnir, og sá til merkis meir en 20 eður 30 ár.” Þeir Jón og Hallur voru þverbrotnir og bágir viðureignar, svo að herinn þorði ekki með þá til alþingis. Þar var herskipið og kanónurnar svo langt í burtu. Hér svalaði herinn metnaði sínum með því frægðarverki að stegla þá félaga. Hér gat að líta pyndingatækin og líkami píslarvottanna við götuna vegfarendum til áminningar.
Um túnið á Straumi liggur braut að Óttarsstöðum, fornri útvegsjörð í hrauninu utan við víkina. Þar voru kot í túni, m.a. Eyðikot og Lónakot nokkru utar með ströndinni. Þar hrjáði fólk mest um Reykjanesskaga, og brennið, sem þeir stungu undir pottinn á hlóðunum, var oft eingöngu þurrkað þang og þari.
Almenningur var illrændur í eina tíð fyrir það, hve hann var ógreiðfær, og þar var riki huldufólks og drauga. Fá skýr kennileiti eru meðfram bílabrautinni. Goltri heitir hóll, fyrsti verulegi hraunhóllinn, fyrir utan Straum við veginn. Austan við Hvassahraun er Sprengilendi, en nær túninu iiggur brautin milli
Skyggnis og Virkishóla.
Nokkru fyrir utan Goltra liggur vegur af brautinni suður hraunið og yfir á gamla veginn. Nokkru utar liggur annar vegur af honum yfir malargryfju innar í hrauninu. Þarna eru harðbalatún, erfitt um ræktun og engjar engar, en fjárbeit góð. Þótt byggðin standi við steypta bílabraut og háspennulínu, þá hefur rafvæðing íslands ekki náð heim á bæina, og brautin heim er allfrumstæð. Almenningur nefnast fornleg hraun utan við Straum, runnin frá ýmsum eldstöðvum undir Sveifluhálsi, m.a. við Mávahlíðar. Þar er víða talsverður trjágróður þrátt fyrir gengdarlausa rányrkju rúmlega 10 alda. „Rifhrís til kolagjörðar á jörðin í heimalandi, og líður hún á því rifhrísi stóran ágang af Stærri og Mínni Vatnsleysum, ábúendum og hjáleigu mönnum. Annars brúkar jörðin þetta hrís til að fæða kvikfénað í heyskorti. —
. . . Eldiviðartak er af hrísi mestan part”, segir í kafla Jarðabókarinnar frá 1703 um Hvassahraun.
Hér var mótekja nær engin og reki lítill, svo að hrísið var aðaleldsneyti manna frá upphafi vega, og einnig bithagi búsmalans í harðindum. Þegar það þraut, rifu menn lyng og mosa og þurrkuðu þang til eldsheytis. Menn gengu hart að gróðrinum engu síður en útigangsfé, því að eldsneytis varð að afla, hvað sem það kostaði. Það eru engin undur þótt gróður um Almenning og Strandarheiði sé orðinn tærður af rányrkju margra alda.
Litli Rauðamelur við Rauðamelsstíg.
Eldiviðarskorturinn var ein af þeim plágum, sem Gryfja þessi er fornt rauðamelseldvarp eins og Rauðhóll. Þaðan sér nokkru utar mikla fjárborg, Kristrúnarborg, sem Kristrún Sveinsdóttir húsfreyja á Óttarsstöðum reisti með vinnumanni sínum einn veturinn seint á 19. öld. Þetta er mikið mannvirki og sýnir, að konur hafa kunnað að hlaða grjóti engu síður en karlar.
Austur af malargryfjunni rís hraunhæð, Smalaskáli, og er fornt skotbyrgi efst á henni. Suður af gryfjunni er hraunið mjög sprungið, hefur þar hrannazt upp kringum dálítinn gjallhól, eldvarp, og er kollur hans botn í alldjúpri skál eða kvos í illgengum hraunkarganum. Hóll þessi er ósnortinn, af því að illfært er að honum.
Gamli vegurinn milli Straums og Hvassahrauns liggur nokkru innar í hrauninu en bílabrautin. Rauðimelur, fornt eldvarp, er skammt fyrir austan Smalaskála. Hann er eldri en hraunið, sem hefur lagzt utan að honum. Sumarið 1906 þokaðist gamli Keflavíkurvegurinn suður hraunin, og slógu vegamenn tjöldum um haustið við Rauðamel. Innar í hrauninu er Gvendarbrunnur, hola í sléttri klöpp austan við Gvendarbrunnshæð. Staðurinn er kenndur við Guðmund biskup góða. Vatnsbólið er heldur ókræsilegt, en hefur þó svalað mörgum á leið um eyðimörkina.
Hvassahraun.
Vatnsleysuströnd hefst hjá Hvassahrauni, innsta bæ á Ströndinni, eða nánar til tekið við Hraunsnes austan við Vatnsleysuvík. Nafnið merkir ekki ströndin vatnslausa, eins og flestir hyggja, heldur vatnslausnar ströndin, ströndin, sem vatnið streymir undan. Jarðvatnið, sem nær ekki að verða að ám og lækjum og liðast milli grösugra bakka um skagann, kemur hér fram í fjörunni. Fjöruvötnin eru sérkenni strandarinnar.
„Vatnsból er næsta því ekkert nema fjöruvötn, og eru þau sölt”, segir Jarðabókin um Stóru-Vatnsleysu. Árið 1703 eru um 250 manns í sveitínni, 1760, 360, 1890 rúmlega 900, en 1960 um 370. Árið 1780 áttu Strandarar 121 bát, tveggjamannaför, en auk þeirra voru gerðir þar út 64 aðkomubátar, tveggjamannaför nema einn. Þá voru þar 269 aðkomnir vermenn um vertíðina. Á 19. öld stækkuðu bátarnir, sexæringar urðu algengastir, en bændur áttu þar einnig áttæringa og teinæringa, þilskip og loks skútur. Þá vex þar útgerð og sjávarafli miklu meir en mannfjöldatölur gefa til kynna.
Ásláksstaðir – byggðir úr timbri Jamestown.
Um 1960 áttu bændur á Vatnsleysuströnd um 1200 fjár, 80 kýr, rúmlega 1000 svín og talsvert af alifuglum. Þar er frystihús og fiskverkunarstöð og vélbátaútgerð í Vogum.
Árið 1883 segir Þorvaldur Thoroddsen, að byggingar séu „hvergi jafngóðar á Íslandi” eins og á Vatnsleysuströnd, „svo að segja eintóm timburhús, vel vönduð og útbúin”. Timburhúsin voru flest reist úr farmi Jamestown, sem rak á fjörur í Höfnum 1881. Strandið olli tímamót um í húsagerð manna suður með sjó. En það voru ekki allir, sem gátu reist limburhallir, þótt strandgóssið væri ódýrt.
„Umhverfis stórbændabýlin”, segir Kristleifur Þorsteinsson, „voru fjölmjög þurrabúðarkot, sem öll voru byggð úr torfi,bæði þröng og óvistleg í mesta máta. Voru slíkir kofar aleiga þeirra, er í þeim bjuggu og lifðu þar við sult og seyru.
Sá ég fyrst, er ég kom í þessa byggð, hvað fátæktin getur hnekkt bæði andlegum og líkamlegum þroska. Á alla vegu út frá stórbændum var hinn snauði þurrabúðarlýður. Útvegsbændur höfðu aftur á móti allsnægtir og böðuðu í rósum, eins og það er orðað”.
Árið 1904 strandaði norskt skip með timburfarm á Vogavík. Það vogrek varð til þess að útrýma torfbæjum að mestu í nágrenninu. Við Voga var kraðak af kotum, en þau hurfu úr sögunni að mestu snemma á þessari öld og fólk flýði Ströndina til betri hafna við Faxaflóa.
Vogar um 1950.
Nú þéttist byggðin að nýju við hina fornu verstöð. Vogar eiga sennilega eftir að verða talsverður útvegsbær. Hvassahraun þótti góð sauðjörð í eina tíð, og þaðan var talsvert úrræði. Jörðinni fylgdu nokkrar hjáleigur, en nú hefur hún verið í eyði um skeið. Aðalvatnsbólið þar á bæ var í hraunslakkanum sunnan við bílabrautina, litlu utan við túnið. Þar sér af brautinni ofan í smáseftjörn og hraunbrunn.
Arnstapahraun er úfinn hraunfláki utan við Hvassahraun, en frá honum teygist hrauntunga til sævar við Kúagerði. Nú nefnist það venjulega Afstapahraun, en mun latmæli.
Upphaflega mun hraunið sennilega haft verið samnefnt bænum, enda hvassast hrauna hér um slóðir, áður en Bruninn varð til. Norður af Trölladyngju er snotur eldborg, en úr henni hefur Arnstapahraunið runnið nokkru fyrir landnámsöld. Arnastapi er týnt örnefni.
Litlu innan við hrauntunguna við ströndina eru Látur og Látratjörn í hrauninu. Í tjörninni geymdu menn fiska, jafnvel lúðu, til þess að hafa nýtt i pottinn. Hér voru selalátur, urta og kópur byltu sér í fjorunni.
Kúagerði er forn áningarstaður við ytri jaðar Afstapahrauns. Þar eru smátjarnir, og liggur bílabrautin um þá stærstu. Betra þótti lestamönnum að hafa eitthvað til þess að blanda drykkjarvatnið.
Hér verða skörp gróðrarskil, úfnu, gróðurlitlu apalhrauni sleppir, en við tekur Strandarheiði, mjög fornleg helluhraun, sennilega 8 til 9 þúsund ára gömul. Elztu aldursmerki eru forn fjörumörk ” Ströndinni, m.a. hjá Kúagerði í um 10 m. hæð.
Vatnsleysuströndin er eini staðurinn hér á landi, þar sem þess sjást merki, að sjór hafi staðið hærra en nú á hrauni, sem runnið er eftir ísöld. Hrafnagjá, sem hefst vestan við túnið á Vatnsleysu og les sig suðvestur heiðina, og Aragjá stóra og litla innar á heiðinni, vitna einnig um aldur hraunsins, því að þær hverfa undir önnur hraun yngri. Vatnsleysustrandarhraun eru runnin frá mikilli dyngju nafnlausri suður af Keili. Hún er mjög flöt, svo að ófróðum mönnum sést yfir, að hér er um eldfjall að ræða.
Akurgerði var fornt býli inn af Kúagerði. Það er eitt margra örnefna, sem minna á akuryrkju við Faxaflóa að fornu.
Steinunn hét kona og var kölluð hin gamla. Hún taldi til skyldleika við Ingólf landnámsmann i Reykjavík en hafði verið gefin bróður Skalla-Gríms, Þeir frændur urðu ekki langlífir í föðurlandi sínu, Noregi og lenti Steinunn i ekkjustandi. Þá leitaði hún til frænda síns í Reykjavík.
„Hann bauð að gefa henni Rosmhvalanes ailt fyrir utan Hvassahraun, en hún gaf fyrir heklu flekkótta og vildi kaup kalla (Landnáma). Hekla var tízkukápa í þann tíð, en er nú gamaldags hökull á eldfjalli austur á Rangárvöllum. Fyrir stássflíkiná hlaut Steinunn alla Vatnsleysuströnd, Voga, Njarðvíkur, Keflavík, Leiru, Miðnes og allt að Ósabotnum. Kjarval gaf eitt sinn 10 þús. kr. málverk fyrir prjónavesti og þótti dýrt, en stertimennið Ingólfur lét einhverjar dýrmætustu lendur Íslands fyrir sparikápu til þess að spóka sig í á hinum tilvonandi rúnti Reykjavíkur. Skartgirni Reykvíkinga er ekki ný af nálinni.
Stóri-Hólmur – SG.
Steinunn mun hafa búið að Stóra-Hólmi í Leiru.
Vatnsleysuvík skert inn úr Faxaflóa milli Keilisness og Hraunsness. Við víkina hjá Vatnsleysu var verzlunarhöfn á 16. öld en lögð niður eftir að einokun hófst, og var bændum gert að sækja verzlun til Hafnarfjarðar.
Stóra-Vatnsleysa var útvegsjörð og kirkiustaður, en þar býr enginn, þegar þetta er ritað. Þar þótti reimt mjög á síðari helmingi 19. aldar, — draugar gengu þar um bæinn með hurðaskellum og látum og leituðu jafnvel í sæng til vermanna, en þóttu kaldir rekkjunautar. Hér eins og víðar er stórbýlið að hverfa í skugga smábýlisins.
Minni-Vatnsleysa er eitthvert mesta svínastórbýli í einstaklingseign á Norðurlöndum. Þorvaldur Guðmundsson kaup- og veitingamaður í Reykjavík stofnaði þar svínabú og alifugla 1954. Nú rýta 1000 svín, þar sercráður var hlaðið þorski. Frá Minni-Vatnsleysu eru hinir kunnu Auðunssynir, fimm sklpstjórar í íslenzka fiskiflotanum. Þeir eiga sér fimm systur, og eru sumar giftar skipstjórum. Auðun, faðir þeirra, var útvegsbóndi á Minni-Vatnsleysu, sonur Sæmundar Jónssonar bónda þar, en hann var einn af mestu útgerðarmönnum á Ströndinni seint á 19. öld, gerði út áttæring og þrjá sexæringa.
Flekkuvík er yzt bæja við Vatnsleysuvíkina.
Úr Dalsfirði í Noregi, heimabyggð Ingólfs landnámsmanns, skerst Flekkufjörður, kenndur við bæinn Flekku. Þaðan á Flekka landnámskona að hafa komið. Ingólfur fékk henni bólstað í Flekkudal í Kjós. Þar festi hún ekki yndi og fluttist í víkina, sem við hana er kennd. Þar var gnægð veiðiskapar undan ströndinni og góð lending, en vandrötuð. Flekka mælti svo fyrir andlát sitt, að sig skyldi heygja í túninu gegnt innsiglingunni og aldrei skyldi skip farast þar á réttu sundi, meðan kumlið sæist. Þessu hafa menn trúað og sennilega orðið að trú sinni.
Í túninu í Flekkuvík er dálítil þúst, klapparhóll, sem nefnist Flekkuleiði. Á honum liggur hraunhella, letruð rúnum: „Hér hvílir Flekka”. Rúnirnar munu ristar á 17. eða 18. öld til virðingar við verndarvættina Flekku. Í Flekkuvík er tvíbýli og gerðu bændur þar út sinn sexæringinn mjög vel útgerð”, segir Ágúst Guðhvor seint á 19. öld. „Lánaðist þar mundsson frá Halakoti í endurminningum sínum. Pétur Helgason, ungur formaður á báti frá Flekkuvík, bjargaði fimm mönnum af kili í óveðri undan Keilisnesi. Skipið var frá Vatnsleysu, og fórst þar formaðurinn, Auðun Jónsson, við þriðja mann. „En eftir þann róður fór Pétur aldrei á sjó, og var það skaði mikill með svo vaskan mann”, segir Ágúst. Þetta var 1887, þann 29. marz. Síld hefur löngum gengið á Faxaflóa, en lítil tök höfðu íslendingar um rak hana á f jörur í stórviðrum. Um sumarmál 1863 er sagt, að rekið hafi feikn af síld í Vogum. Á síldarhrönnin við ströndina að hafa náð mönnum í mitt læri. Árið 1880 fór ívar Helgason, bróðir Péturs, til Noregs, ásamt tveimur öðrum mönnum, til þess að læra síldveiðar. Hann kom upp með 30 síldarnet og hóf veiðar. Síldina notaði hann einkum í beitu og varð manna aflasælastur.
Síldarnet.
Af Ívari lærðu menn hina nýju veiðitækni. Síldveiðar við Faxaflóa eiga upphaf sitt að rekja til Flekkuvíkur. Sjór brýtur kampa utan við Flekkuvík eins og víðar á Ströndinni. Þar hafa fundizt fornar rostungstennur i bökkunum og eitt sinn heiltennt hauskúpa. Hér hafa rostungar bylt sér í fyrndinni, en ísbirnir leitað að bráð, þótt bein þeirra hafi ekki fundizt. Rosmhvalanes er kennt við rostunga, rosmhvali, svo að þar hafa þeir leitað að landi á fyrstu öld eða öldum landsbyggðarinnar.
Bílabrautin á að liggja úr Kúagerði út yfir Vatnsleysuheiði, Vatnsleysustrandarheiði eða Strandarheiði og Vogaheiði og suður um Vogastapa til Keflavíkur. Strandarheiði sker byggðina milli Flekkuvíkur og Kálfatjarnar og nær til sævar á Keilisnesi. Strandarar kalla suður fyrir heiðina til Kálfatjarnar, en Kálftirningar inn fyrir heiðina til Vatnsleysu, en hvorir tveggja fara þeir suður til Reykjavíkur.
Brautin verður það innarlega á heiðinni, að hún liggur handan við holt og hæðir suður frá byggðinni, sem fylgir ströndinni rækilega. Hér voru sel í eina tíð innar á heiðinni. Skúli Magnússon segir, að Strandarheiði sé „eitthvert hið bezta land til sauðfjárræktar, það sem ég hef séð á Íslandi”. Hér hafa verið skógar, eins og ýmis örnefni votta, en gróður hefur eyðzt mjög frá dögum Skúla og land blásið.
Skammt fyrir utan Kúagerði á brautin að liggja um allbreiðan sigdal, sem takmarkast af Hrafnagjá að utan, en Brúnum að innan (sunnan) og les sig út á Reykjanestá um Snorrastaðatjarnir og Seltjörn.
Utan vegar á Strandarheiði verða Hrafnhólar fyrst, en þá Þorsteinsskála. Af Þorsteinsskála er mjög víðsýnt um strendur Faxaflóa og Reykjanesskaga. Þá koma Lágar, sem ýmist eru kenndar við Vatnsleysu eða Kálfatjörn, og Lynghóll. Utan og norðan við Þorsteinsskála sér mikla fjárborg á sléttri klöpp, og nefnist Staðarborg eða Prestborg. Munnmæli herma, að vinnumaður á Kálfatjörn hafi reist borgina og ætlað að topphlaða hana, láta hleðsluna ganga saman í hvelfingu, en prestur bannað það. Þetta gramdist byggingameistar-anum, svo að hann hljóp úr vistinni. Borgin er meistaralega hlaðin. Fjárborgin íslenzka er fornrar ættar, telur jafnvel til frændsemi við hernaðarmannvirki bronsaldarmanna, en hér var hún hlaðin sauðkindum til varnar í vetrarnæðingum.
Staðarborg.
Þetta mun vera ein hver stærsta fjárborgin íslenzka, og er hún friðlýst og stendur undir vernd þjóðminjavarðar. Sunnan vegar eða innan er Kirkjuholt, Marteinsskáli og Kolgrafarholt í útsuður frá Staðarborg eða nokkru utar við brautina. Þar hefur áður verið höggvinn skógur til kola gerðar. Hrísið á Strandarheiði var að mestu uppurið á 19. öld, en menn rifu lyng til eldsneytis, unz allt þraut. Rányrkjan var ekki afleiðing skilningsleysis á þeim landspjöllum, sem unnin voru, heldur neyddust menn til að afla eldsneytis, hvað sem það kostaði. Stórbændurnir í Vogum bönnuðu með öllu hrístekju í Vogaholti laust fyrir 1900 og gerðu upptæka síðustu hrísbaggana, sem landseti þeirra tók í holtinu. Skógarvörð settu bændur við heiðina um miðja 19. öld.
Keilisnes er nyrzti tangi Vatnsleysustrandar. Undan nesinu fórst togarinn Coot 16. desember 1908, fyrsti vélknúði botnvörpungurinn, sem Íslendingar eignuðust, keyptur til landsins 1904. Hann var með skútuna Kópanes í eftirdragi. Mannbjörg varð. Á sömu slóðum fórst vélbáturinn Haukur frá Vatnsleysu 11. febrúar.
Byggðin á Vatnsleysuströnd skiptist i hverfi. Utan Strandarheiðar verður fyrst fyrir Kálfatjarnarhverfi, þá Þórustaðahverfi og Auðnahverfi.
Kálfatjörn 2023. Bjarg fjær.
Kálfatjörn er kirkjustaður. Nafn á að vera dragið af því, að kálfar af sækúakyni eiga að hafa komið úr Naustakotstjörn við sjávargötu Kálftirninga. í fornum máldaga er staðurinn nefndur Galmatjörn. en það er marklaust nafnahrengl. Ekki vilja sagnir hlíta því, að kirkja hafi frá upphafi staðið að Kálfatjörn, heldur á hún að vera flutt þangað undan ágangi sjávar annaðhvort frá Þórustöðum eða Bakka, austasta bænum í hverfinu. Sá bær var fluttur tvisvar undan sævarbroti á 18. öld. Að Kálfatjörn stendur ein af stærstu sveitakirkjum hér á landi. Hún var reist 1893, og voru þá rúmlega 900 manns í sókninni og um helmingi fleiri á vertíðum. Nú teljast sóknarbörnin um 370, og vermenn eru hættir að sækja á Vatnsleysuströnd.
Þar var prestssetur til 1919, en þá var staðurinn gerður anniexía frá Görðum á Álftanesi og situr presturinn nú í Hafnarfirði. Kirkjugarðurinn á Kálfatjörn er heimatilbúinn, mold hefur verið ekið í hann, til þess að unnt væri að grafa menn þar skikkanlega, en jarðvegur er víðast grunnur á Ströndinni. Einn af Kálfatjarnarklerkum var Ámundi Ormsson, d. 1670. Á hans dögum bjó Björn Sturluson smiður á Bakka. Þeir voru báðir hagyrðingar. Björn var bendlaður við víg og óttaðist líflátsdóm, en var að lokum sýknaður.
Þjóðólfur.
Sveinbjörn Hallgrímsson er einn af mestu afreksmönnum, sem þjónað hafa Kálfatjarnarsókn. Hann vígðist aðstoðarprestur þangað 1842 og bjó i um skeið í Halakoti í Brunnastaðahverfi. Byltingarárið mikla 1848 stofnaði hann ásamt Páli Melsteð sagnfræðingi hálfsmánaðarblaðið Þjóðólf. Það varð langlífasta og eitthvert áhrifaríkasta málgagn, sem út hefur komið hér á landi. Aðstoðarpresturinn frá Kálftjörn er fyrsti íslenzki blaðamaðurinn. Þjóðólfur var löngum eitt helzta málgagn sjálfstæðisbaráttunnar útgefið hér á landi. Ármann á Alþingi, Fjölnir og Ný félagsrit voru gefin út í Kaupmannahöfn. Nú réðust fslendingar heima fram á ritvöllinn, tóku að gagnrýna stjórnarvöldin, krefjast aukins þjóðfrelsis og lýðréttinda.
„En látum oss þá vakna, íslendingar, látum þjóðlyndi og þjóðrækni ná því valdi vfir hugum vorum, svo að vér álítum engin þau málefni oss óviðkomandi, sem að einhverju leyti horfa til heilla fyrir land vort.” —
Þannig hljóðar ávarp Sveinbjarnar ritstjóra í fyrsta tölublaði Þjóðólfs. Hann hefur eflaust hvatt sóknarbörn sín af stólnum í Kálfatjarnarkirkju til þjóðrækni, djörfungar og framtaks. Hann var ættaður úr Innri-Njarðvík, systursonur Sveinbjarnar Egilssonar rektors.
Þingstaður hreppsins var að Kálfatjörn fram til ársins 1818. Þá voru hreppsþingstaðirnir að Kálfatjörn, ýsur og 2 sundmagabönd í Keflavík, en samkvæmt kaupsvæðaskiptingu átti hann að verzla í Hafnarfirði. Kaupmaðurinn þar, Knud Storm, hafði ekki viljað nýta þessa vöru, en samt sem áður kærði hann Hólmfast fyrir verzlunarbrot og fékk hann dæmdan í háa sekt. Hólmfastur átti ekkert fémætt nema gamalt bátskrifli, og Knud Storm vildi ekki nýta það fremur en vöru bóndans og krafðist húðláts.
Var Hólmfastur bundinn við staur á Kálfatjarnarþingi og húðstrýktur miskunnarlaust að amtmanni viðstöddum, en því skotið til konungs, hvort hann skyldi ekki dæmdur til þrælkunar á Brimarhólmi. Hér var þó of langt gengið. Hinn danski lögmaður, Láritz Gottrúp, kærði meðferðina á Hólmfasti fyrir konungi, og síðar tóku þeir Árni Magnússon og Páll Vídalín málið upp, og hlaut Hólmfastur nokkrar miskabætur. Eftir þetta var gerræði kaupmanna hnekkt að nokkru. Píslírnar við staurinn á Kálfatjarnarþingi voru ekki færðar til einskis. Hólmfastur Guðmundsson býr síðan á Bræðrakoti, hjáleigu frá Innri-Njarðvík.
Bæjarsker 1919.
Þingstaðir á Bæjarskerjum á Rosmhvalanesi og Járngerðarstöðum í Grindavík aflagðir, en þingstaður fyrir alla þrjá hreppana settur í Njarðvíkum. Þá voru Njarðvíkurnar einnig sameinaðar Vatnsleysustrandarhreppi, og hélzt það til 1885, en þá voru þær gerðar að hreppsfélagi með Keflavík. Þessar breytingar á hreppaskipt ingu eru sprottnar af fólksfjölgun á Ströndinni á 19. öld. Á fornum þingstöðum hefur víða verið helgistaður í heiðnum sið, og svo mun einnig á Kálfatjörn. Nokkru fyrir vestan bæinn er hóll, Goðhóll, og stóð þar kot í eina tíð. Hér hefur sennilega staðið hof þeirra Strandara.
Einn afburður á Kálfatjarnarþingi er frægur að endemum í Íslandssögunni. Árið 1698 seldi bóndinn á einni hjáleigunni á Brunnastöðum, Hólmfastur Guðmundsson, 3 löngur, 10 víkum, árið 1703 og telst þá 56 ára. Árið eftir strýkingu Hólmfasts (1699) fékk Knud Storm menn á Kálfatjarnarþingi til þess að veita sér siðferðisvottorð, þar sem segir m.a., „að Knud Storm hafi umgengizt frómlega og friðsamlega við sérhvern mann . . . og sérhvers manns nauðsynjum jafnan góðviljuglega gegnt og tilbærilega hjálpað og fullnægt með góðri kaupmannsvöru í allan máta, svo sem sérhver óskað hefur og sérhverjum af oss er vitanlegt.
Hómfastskot.
Hvers vegna vér skylduglega viljum gjarna óska, að fyrr vel nefndur kaupmaður mætti vel og lengi með lukku og blessun sömu höndlan fram halda og hljóta (bæði hér á landi og annars staðar) guðs náð og gleðileg velfelli til lífs og sálar æ jafnan fyrir Jesum Kristum”. Landakot er austast í Auðnahverfi. Þar bjó Guðmundur Brandsson, þingmaður Gullbringu- og Kjósarsýslu 1849-1861. Á alþingi barðist hann einkum fyrir því, að öllum flóum og fjörðum yrði lokað fyrir erlendum fiskiskipum, en danska stjórnin var ekki mjög skelegg í landhelgismálum íslendinga, eins og kunnugt er. Guðmundur drukknaði undan Flekkuvík við þriðja mann haustið 1861.
Á Auðnum bjó Guðmundur Guðmundsson, einn af gildustu bændum á Ströndinni seint á 19. öld, átti 8 til 10 báta, auk þess þilfarsbát og rak stórbú. Á eínum af bátum hans reri Kristleifur Þorsteinsson fræði maður á Stóra-Kroppi 1882. Báturinn fórst í stórviðri út af Vogavíkinni. Kristleifur bjargaðist við annan mann, en 5 drukknuðu.
Knarrarnes, stóra og litla, standa utan við Breiðagerðisvíkina. Við forna heimreið að Stóra-Knarrarnesi er grágrýtisbjarg og á það klöppuð þessi vísa:
Seytján hundruð segjast ár,
senn þó fjögur rétt í von;
svo þá gjórði sem hér stár,
sá hét Bjarni Eyjólfsson.
Bjarni, sem ríslaði sér við að festa nafn sitt á steininn, var gildur bóndi Á Knarrarnesi um 1700. Menn vilja eigna honum ýmsar steinsmíðar fornar, áletranir á legsteina og jafnvel hleðslu Staðarborgar.
Gerðistangaviti stendur yzt á Atlagerðistanga, reistur til þess að vísa skipum leið milli Keflavíkur og hafna í Innnesjum og bátum til strandar við Stakksfjörð.
Ásláksstaðahverfi stendur á tanganum inn af vitanum. Það var útvegur eins og annars staðar á ströndinni. Þar drápu klausturmenn úr Viðey danskan mann veturinn 1540, en sá hafði verið í flokki Diðriks af Mynden, er hann rændi Viðeyjarklaustur á hvítasunnunni sumarið áður. Þá þeir fóru í ver um veturinn, „fóru þeir í Vatnsleysu á skipj og gengu þaðan um nóttina á Ásláksstaði og drápu Jóachim.” Hann var sá 13., sem tekinn var af lífi fyrir klausturránið. „Þótti mönnum það mikil og góð landhreinsun.” Á Ásláksstöðum stendur timburhús reist úr viði þeim, sem var á skipinu Jamestown, er strandaði í Höfnum 1881. Á Þórustöðum og í Óttarsstaðahverfnu standa einnig hús, sem reist voru úr því timbri.
Brunnastaðir voru metnir einna dýrastir jarða á Vatnsleysuströnd um miðja 19. öld. Þar var eitt bezta útræði á Ströndinni og skammt að sækja á stórgjöful mið. „Um miðja öldina voru margir bændur þar, en allir fátækir og reru hver hjá öðrum á tveggja manna förum, því að ekki áttu allir bát. En svo fluttust að Brunnastöðum tveir miklir athafnamenn, sinn á hvora hálflenduna, og þá skipti um.”
Skjaldarkot – tóftir.
Guðmundur Ívarsson hét annar frá Skjaldarkoti í Kálfatjarnarhverfi. Um 1865-1870 lét hann smíða sér teinæring, og var það um skeið eitt bezta skipið við Faxaflóa. „Um 1880 átti Guðmundur auk þess 3—5 sex manna för. Var þá mannmargt hjá honum, allt að 50-60 manns í heimili, því að skipverjar höfðu allir aðsetur þar heima, því að verbúðir þekktust varla.”
Jón Breiðfjörð Jónsson hét hinn. Hann fluttist að Brunnastöðum um 1870 og Iét þá breyta áttæring í þilfarsbát. Um 1890 er talið, að hann hafi gert út 6—8 skip, en auk þess rak hann verzlun. Þá fóru erfið ár í hönd. Erlendir togarar streymdu inn á Faxaflóa, eyðilögðu bátamiðin og aflinn brást. Jón varð að taka 1000 króna bankalán og þótti það stórfé. Hann gat ekki staðið í skilum og varð gjaldþrota og dó skömmu síðar. Hann hafði hýst bæ sinn af stórmennsku, en eftir gjaldþrotið lentu eignirnar í oraski og húsin brunnu 1905. Þá var uppgangstími Vatnsleysustrandar á enda um skeið. Barnaskóli var reistur að Brunnastöðum 1870-1872.
Séra Stefán Thorarensen gekkst fyrir skólastofnuninni, og naut hún nokkurs styrks úr Thorchilliisjóði. Þar var Pétur Pétursson, faðir dr. Helga Pjeturs, kennari um skeið. Þetta er einn af elztu barnaskólum á landinu.
Bieringstangi er fyrir sunnan Brunnastaðahverfið, kenndur við Moritz W. Biering kaupmann (d. 1857). Þaðan hefur lengi verið stundað útræði, og þar er stærsta vörin á ströndinni. Um 1840 er þar risin fisktökustöð, salthús og fisktökuhús, sennilega frá Flensborgarverzluninni í Keflavík. Á lofti þeirra voru verbúðir, en í kring stóðu þurrabúðirnar Vorhús, Hausthús og fleiri. Einnig var þar önnur útgerðarstöð, Klapparholt.
Bieringstangi – uppdráttur ÓSÁ.
Eldra nafn á verstöð þessari er Tangabúðir. Á Bieringstanga var reimt eins og á fleiri verstöðvum. Draugurinn var erlendur að uppruna, gekk með hvíta húfu, en ekki mórauða og var því nefndur Tanga-Hvítingur. Hann gerði mönnum ýmsar glettur eins og drauga ér siður, og íeyttu menn ýmissa bragða til þess að losna við kauða. Eitt sinn skaut bóndinn í Halakoti hann með úlfurhnappi, en það átti að vera draugum öruggt skeyti. Hvítingur sundraðist í eldglæringar við skotið, en skreið saman aftur og hélt uppteknum hætti fram um 1890, en hvarf um þær mundir að sögn.
Halakot er syðst í Brunnastaðahverfinu. Þar bjó Ágúst Guðmundsson Ívarssonar á árunum frá 1910-1941. Eftir hann er greinagott rit um sjósókn og búskap á Vatnsleysuströnd á tímabilinu frá því um 1860 og fram um 1900. Hann var formaður frá 1888 til 1940 og missti aldrei mann í sjó og engin slys urðu á skipshöfn hans.
Stakksfjörður gengur inn fyrir Faxaflóa milli Keilisness og Stakks, kletts undan sunnanverðu Hólmsbergi norður af Keflavik. Á firði þessum voru fræg fiskimið og við hann stóðu og standa enn miklar verstöðvar. Á Stakksfirði og undan ströndinni ræktuðu menn fiskimiðin í gamla daga engu síður en túnin.
Flestir formenn sóttu á sín sérstöku mið og fluttu þangað slor, fiskúrgang, jafnvel hundsskrokka og annað þess kyns, sem til féll. Það var kallað að bera niður, og sævargróðrar
hvatinn nefndist niðurburður, samanber áburður. „Öll þorskgota var borin niður þar á hraunið (Vogahraun) og mikið af slorí, og fiskurinn hændist þar að niðurburðinum og varð mestur, þar sem mest var borið niður,” segir Ágúst frá Halakoti. „Svo gjörðu margir fleiri meðfram öllum Strandarbrúnum og bættu veiðina.” Ræningjafloti eyðilagði miðin um skeið, en verstöðvar hafa eflzt að nýju við Stakksfjörð á síðustu áratugum.
Vogar, dálítið þorp, stendur utan til við Vogavík. Þar er höfn, hafnargarður og bryggja, frystihús, söltunar- og fiskvinnslustöð. Þar eru gerðir út 2 til 3 vélbátar, 50—100 lestir að stærð. Útgerð hefur lagzt niður á Vatnsleysuströnd, en bændur þar hafa ekki með öllu slitið vinfengi við sjóinn. Synir sjósóknarans, Ágústs í Halakoti, stunda hér útgerð.
Hér fjölgar íbúunum, þótt þeim – fækki á Ströndinni og fornar útvegsjarðir eins og Stóra-Vatnsleysa og Flekkuvík leggist í eyði. Höfuðbólið var Stóru-Vogar hét áður Kvíguvogar, kennt við sækýr eins og Kálfatjörn. Þar var kirkjustaður fram yfir siðaskipti. Kirkjuhóll nefnist hóll fyrir sunnan veginn, þar sem ekið er inn í Vogaþorpið. Þar á kirkjan að hafa staðið.
Stóru-Vogar 1950.
Nú eru Stóru-Vogar í eyði, og mikill reyk háfur trónar upp úr bæjarrústunum. í túnfætinum ofan við vörina liggur steinn. Eitt sinn á skip Jóns Daníelssonar að hafa steytt á honum í lendingu. Á næsta flóði óð Jón bóndi eftir bjarginu, stakk sjóvettling í munn sér og við átökin. Hér liggur það, einustu minjar um hinn jötuneflda Vogabónda.
Minni-Vogar eru i byggð, og í landi þeirra standa fiskvinnslustöðvarnar nýju. Þannig fer um hverfula heimsins dýrð.
Frændi og fóstri Steinunnar gömlu hét Eyvindur Honum gaf hún Vatnsleysustrandarhrepp, land milli Vogastapa og Hvassahrauns, fyrir alls ekki neitt. Hann bjó að Kvíguvogum.
Á Heiðarbæ i Þingvallasveit bjó Hrolleifur Einarsson, Ölvissonar barnakarls. Ölvir, afi hans, hafði verið mikill víkingur, en skemmti sér ekki við það að henda börnum á spjótsoddum, eins og þá var víkingasiður. Því hlaut hann auknefnið barnakarl. Heldur þótti Hrollleifi leið murtuveiðin á Þingvallavatni, sem reyndar hét Ölfusvatn í þann tíð, og lítið skyn bar hann á náttúrufegurðina þar efra. Hann bauð Eyvindi jarðaskipti, en skoraði hann á hólm, vildi hann ekki ganga að kaupunum. Ekki leizt Eyvindi ráðlegt að berjast við Hrolleif og fluttist að Heiðarbæ. Þar festi hann ekki yndi og leitaði að nýju á náðir Steinunnar frænku, en hún setti hann niður á Bæjarskerjum. Þannig hófst fólksflóttinn til Suðurnesja þegar á landnámsöld.
Stóru-Vogar – skilti.
Í byrjun 18. aldar býr Jón Daníelsson hínn sterki í Stóru-Vogum (d. 1855). Hann keypti jörðina og sat þar fyrstur sjálfseignarbænda frá því á miðöldum. Jón lét smíða sér skútu og var aflasæll og auðugur og talinn fjölkunnugur. Hann á að hafa komið fyrir draugum, rekið illa anda úr mönnum og kunnað skil á töfrasteinum, sem gerðu menn fiskisæla. Þá sótti hann í Mölvík undir Vogastapa. Sonur Jóns Daníelssonar var Magnús. Hann lærði siglingafræði og skipasmiðar i Kaupmannahöfn 1816 og var skipstjóri og skipasmiður í Vogum og tók sér ættarnafnið Waage. Sagt er að hann hafi smíðað nálægt 100 róðrarskipa og báta og tvo þilfarsbáta frá stofni”. Hann varð fyrstur til þess hér á landi að rita um nauðsyn sjómannafræðslu og bauðst til þess að kenna mönnum fræði sín, en ekkert er vitað um það, á hvern hátt menn færðu sér það í nyt.
Bændaánauð og einokun hafði sogið svo merg úr bændum við Faxaflóa, að þeír áttu varla sjófæra fleytu stærri en tveggja manna för, þegar líður á 18. öld. Þegar slakað var á 382 ánauðinn og einokunarfjötrunum, færðist þegar nýr þróttur í atvinnulífið.
Þrír bændur urðu fyrstir til að rétta úr kútnum, hófu skipasmíðar og útgerð í miklu stærri stíl en áður hafði þekkzt. Jón Daníelsson í Vogum er frægastur, en nafni hans Sighvatsson í Höskuldarkoti í Ytri-Njarðvík tók að sér að smíða skútu með aðstoð Gísla Péturssonar, skipasmiðs á Óseyri við Hafnarfjörð, árið 1814. Ekki leizt nágrönnum hans gæfulega á þessar tiltektir kotbóndans, en hann lét hrakspár ekkert á sig fá, og þrem árum síðar hljóp fyrsta þilskipið af stokkunum í Njarðvík. Meðan Jón vann að smíði skipsins, dvaldist Jón Norðfjörð, sonur hans, í Kaupmannahöfn og lauk þar stýrimannsprófi 1817. Hann stýrði skútu föður síns fyrstu árin, en síðar tók bróðir hans, Pétur við stjórninni.
Ari Jónsson, bóndi í Innri-Njarðvík, gerðist þriðji þilskipseigandinn við Vogastapa. Árið 1818 eiga skip þessara þriggja bænda öll að hafa verið við veiðar og reynzt mestu happaskip. Þau voru smá, ekki mikið yfir 10 lestir, en loðuðu þó þáttaskil í fiskveiðum íslendinga. Í kjölfar þeirra sigldu stærri skútur, þegar leið á öldina. Jón Sighvatsson í Höskuldarkoti er fyrsti kotungurinn hér syðra, sem hófst algerlega af sjálfum sér, alinn upp í fátækt, og varð einn af gildustu útvegsbændum. Gengi bænda við Vogastapa kveikti mönnum vonir um betri daga á Íslandi.
Skúta.
Skútuöldin við Faxaflóa hefst í Vogum árið 1863. Þá keypti Egill Hallgrímsson bóndi í Austurkoti ásamt öðrum félögum sínum í hreppnum skútuna Lovísu um 45 rúmlestir að stærð. Í Vogum er bezt höfn frá náttúrunnar hendi við Vatnsleysuströnd og eina bjarglega skútuhöfnin. Lovísa og aðrar skútur þeira Vogamanna efldu hér stórútgerðarstöð. Þilskipin, sem þeir Jón Daníelsson létu smíða og smíðuðu um 1817, voru bátar ekki haffærandi. Þau voru þáttur í miklum vexti bátaflotans á fyrri helmingi 19. aldar og lögðu grunn að skútuöldinni, næsta stigi í fiskveiðasögu Íslendinga.
Egill Hallgrímsson (1817—’83) gerði út marga báta, 8 að sögn, rak lýsisvinnslu, fisk- og saltverzlun og hafði margt í vöfunum. Hann hafði Lovísu í beinum siglingum til Spánar, sendi þangað fisk og keypti salt. Árið 1870 tók sonur hans, Klemenz við skipstjórninni, en hann var einn af mestu sjósóknurum á Suðurnesjum um sína daga.
Einn af landsetum Egils var Nikulás Jónsson í Norðurkoti. Hann gerði út áttæring og sexmannaför, 5—6. Bátaútvegurinn hélt velli, þótt skútur bættust í hóp fiskiskipa. Það var skammt á miðin og uppgripaafli oft á tíðum. Ágúst í Halakoti segir, að þorskur hafi gengið „alla leið inn undir lendinguna á Hólmanum undir Grímshól og Mölvík og allt Hólhraunið og upp undir Stapann og Vogabrúnir.
Þorskanet.
Á öllu þessu svæði var oft svo mikill fiskur í þorskanet, að daglega var þangað sótt fullfermi og sum skip tvær til þrjár hleðslur á dag bæði í net og á færi, og var hvergi jafnstór fiskur sem þarna undir Stapanum, á Vogabrúnum og um allt Vogahraun”.
Árið 1892 átti Klemenz Egilsson í Minni-Vogum nýjan áttæring. Þá var slíkt mokfiski undir Stapanum, að skipshluturinn greiddi bátsverðið á einni vertíð. En þar með var lokið auðsæld gullkistunnar, en óvæntir atburðir fóru í hönd. Þessi afli lifir enn í minni Vogamanna, og þeir kenna togveiðum um, að hann er þrotinn.
Kristjánstangi gengur út í miðja Vogayík. Þar stóð salthús í eina tíð.
Vogastapi, grágrýtisberg, hefst utan Vogavíkur, um 80 m. á hæð. Stapinn nefnist Kvíguvágabjörg í Landnámu, en Gullkistan í sóknarlýsingum 19. aldar „af því mikla fiskiríi, er tíðkað var á færi í hrauninu þar rétt upp undir”. Skúli Magnússon landfógeti segir um 1785: „Nú á tímum eru beztu fiskimið í Gullbringusýslu á vetrarvertíð á svæðinu frá Keflavík um Njarðvík, Stapa og inn eftir ströndinni til Brunnastaða. En bezt eru þau talin undir Stapa, þar sem þorskurinn gýtur jafnvel á þriggja faðma dýpi, tekur hann þar bezt beitu að næturlagi, þegar dimmt er. Þarna hafa fiskiveiðar tekið miklum framförum síðan 1756, vegna þess að þorskanet hafa verið tekin í notkun”. Ágúst frá Halakoti segir, að það hafi verið gaman að róa undir Vogastapa, „að skríða þar út með landinu í lygnum og sléttum sjó og taka svo nógan, fetan og stóran þorsk í netin. Það verður tæplega sagt um of af þeirri fiskimergð, sem gekk sum árin undir Vogastapa, enda var hann áður fyrr kallaður Gullkista Íslands og bar það nafn með rentu.”
Stapinn – flugmynd.
Hann telur, að á árunum frá 1870-’94 hafi gengið um 200 skip úr Brunnastaðahverfinu, Vogum og Njarðvíkum. „Þegar fiskur var kominn undir Stapann, þá sóttu allir þangað, — sömuleiðis allir Vatnsleysingar, ef ekki var fiskur á Vatnsleysuvík. Var því oft ærið þéttskipað, þegar allir voru komnir undir Stapann.”
Löngum hefur margs konar hjátrú verið tengd Vogastapa, hann verið talinn bústaður álfa, og þar hefur þótt reimt. Margir urðu úti á Stapanum og hröpuðu fyrir björg, og eiga þeir að vera þar enn á flökti. Stapadraugar eru taldir með afbrigðum kurteisir, taka jafnvel ofan höfuðið fyrir tækni nútímans.
Grímshóll heitir efsta bunga Stpans. Hann á að vera kenndur við Grím Rangæing, sem varð eftir af vermönnum og réðst tíl vistar hjá Stapabónda og gekk þar að eiga heimasætuna. Undir Vogastapa er dálítið undirlendi, ef að er gáð, en hefur verið miklu meira áður, því að sjór hefur brotið hér land.
Hólmbúðir eru forn verstöð undir Stapa. Hólminn er nes, sem gengur út í Vogavík gegnt Vogabæjum. Þar eru rústir af fornum fiskbyrgjum, grjótgörðum (fiskgörðum), “anleggshúsum” Knudtzons gróssera
reistum á 4. tug síðustu aldar, og þurrabúð, sem stofnuð var þar 1830.
Hólmurinn.
„Anlegg” nefndust salt- og fisktökuhús stórkaupmanna, gróssera á 19. öld. Talið er, að hér hafi verið gerðir út 18 til 20 bátar, þegar bezt lét á síðustu öld. Um 1900 lagðist Hólminn í eyði um skeið, unz Haraldur Böðvarsson hóf þar útgerð 8 lesta báts. Mjór er mikils vísir. Þetta var upphafið að útgerð Haralds Böðvarssonar á Akranesi, en í Hólmanum starfaði hann aðeins í þrjú ár. Þurrabúðir stóðu á strandræmunni undir berginu, og urðu sumar að grasbýlunum um það er lauk. Brekka,, reist árið 1848, hélzt í byggð fram um 1930. en þá flutti síðasti búandinn þaðan og reisti sér hús í Vogum. Það er fyrsta „þurrabúðin” sem rís þar í hverfinu á þessari öld. Stapabúð, reist 1872. Þar var búið til 1896, og hefur búðin hangið uppi að nokkru tii skamms tíms. Kerlingabúðir voru nokkru utar.
Um Reiðskarð lágu forðum reiðgöturnar upp Stapann. Kvennagönguskarð er utar, liggur um grasigróna brekku. Brekkuskarð er utan við Hólm og Rauðastígur nokkru utar. Mölvík er undan Grímshóli. Þar var uppgripanetaveiði, og þar tíndi Jón Daníelsson töfrasteina mönnum til fiskisældar. Strákar heita þrjár vörður, gömul mið nær Njarðvíkum. Kópa er vík við bergshalann, ytri enda Stapans hjá Stapakoti í Innri-Njarðvík.
Hinn blómlegi útvegur við Vogastapa hlaut snögg endalok árið 1894. „Þá komu togararnir hér, fóru á grynnstu mið og sópuðu á burt öllu lifandi úr sjónum, svo að fjöldi manna varð að flýja úr beztu veiðistöð þessa lands, sem var við sunnanverðan Faxaflóa allt að Garðskaga. — Þess vegna voru 1000 netakúlur seldar á uppboði eftir Guðna Jónsson á Brekku á 5 krónur, og stórjörðin Stóru-Vogar var boðin upp til skuldalúkningar á 2000 króna láni í Landsbankanum, og enginn bauð yfir það. — Þannig var hernám Engiendinga við Faxaflóa 1895.
Annar sjósóknari af Vatnsleysuströnd, Benjamín Halldórsson frá Naustakoti, segir, að oft hafi mátt telja á Vogavík 50-100 enska togara, sem leitað höfðu vars undan ofviðrum, en stunduðu veiðar á Faxaflóa. Á leiðinni út köstuðu þeir á víkinni og toguðu frá landi. Eitt sinn strandaði enskur togari upp í fjöru undan Útskálum með vörpuna aftan í sér. Þetta var á aðfangadagskvöld. Skipverjar sáu ljósadýrð í kirkjunni og héldu, að þar væri togari í aðgerð og stefndu þangað. Þá var strandgæzla nær engin, svo að bændur voru varnarlausir gegn þeim ræningjum, sem óðu að landi og eyddu byggðina. Aðgerðarlausir vildu þeir þó ekki vera. Þeir fluttu hraungrýti út á miðin í þeirri von, að það eyðilegði vörpurnar, en ekki bægði það veiðiþjófum frá landi. Það er ekki mjög blómlegt umhorfs á Vatnsleysuströnd: byggðin er slitin, stórbýli í eyði og húsakostur á sumum jörðum lítt breyttur frá því í lok 19. aldar. Hér hefðl orðið samfelld byggð og borg stæði í Vogum, ef ræningjaflotinn hefði ekki lagzt að landi.
Nú flosnuðu menn upp og flýðu byggðina, en miðin, sem þeir höfðu ræktað um aldir, lögðust i örtröð og auðn. Gildustu útvegsbændur þraukuðu aflaleysið, keyptu sér skútur og sóttu dýpra, og síðar hófst vélbátaútvegur. Fyrsta vélbátinn keypti Ásmundur Árnason í Hábæ í Vogum árið 1907. Vogamenn höfðu verið brautryðjendur í þilskipaútgerð, en nú voru þeir orðnir eftirbátar annarra, eins og bezt sést á því, að vélbátaútvegur hófst hér á landi 1902 og efldist mjög á næstu árum, en vélbátar náðu ekki til Voga fyrr en 5 árum síðar. Hin fisksælu mið voru þrotin. og útgerð gekk illa.
Trilla.
Á styrjaldarárunum glæddist afli að nýju, og um 1920 eignuðust bændur á ströndinni trillubáta. Ekki varð sú útgerð þeim mikil féþúfa. Það er fyrst með tilkomu 25 til 50 lesta vélbáta um 1940, að útgerðin tók að hjarna við að nýju í Vogunum. Í hönd fóru friðunarár heimsstyrjaldarinnar. Þegar togaraflotinn birtist að nýju og allt sótti í sama horfið og áður, var Faxaflóa lokað fyrir togveiðum árið 1952 og fiskveiðilandhelgin færð út 1958. Í Vogum hefur risið upp vísir að þorpi, en bílabrautin nýja sneiðir þar hjá garði, og íbúarnir eru uggandi um, að straumur tímans muni fylgja brautinni til bæjanna fyrir utan Vogastapa.”
-Tíminn, sunnudagsblað, 6. sept. 1964, Björn Þorsteinsson, sagnfræðingur, bls. 828-831.
-Tíminn, sunnudagsblað, 13. sept. 1964, Björn Þorsteinsson, sagnfræðingur, bls. 856-859.
-Tíminn, sunnudagsblað, 20. sept. 1964, Björn Þorsteinsson, sagnfræðingur, bls. 880-883.
Suðurnes – skilgreiningar.