Tag Archive for: Suðurnesjabær

Jórukleif

Við sjóinn neðan við Bæjarsker við Sandgerði er klettarhöfði. Nefnist hann Kirkjuklettur. Höfðinn er gróinn í kollinn, en sjórin hefur smám saman verið að fletta ofan af honum. Undir má sjá móta fyrir hleðslum. Skammt ofan við höfðann eru allheilar leifar hlaðinna sjóbúða. ástæðan fyrir staðsetningunni er sú að vestan við Kirkjuklett var gamla Bæjarskersvörin, sbr. lýsingu Magnúsar Þórarinssonar:
Sjohus„Þá byrjar Bæjarskersfjara: á henni eru: Kirkjuklettur, þar er talið að bænhúsið hafi staðið, fremur lágur, grasi vaxinn kletthöfði, laus neðan við túnið og norðan við vörina. Þar út af er Guðnasteinn, sem er sker skammt frá landi, sunnan við leiðina; gengur brotið af honum alla leið upp á Helluna. Stóra Gvendarsker er spöl frá landi, norðan við leiðina, en norður af því og aðeins grynnra er litla Gvendarsker. Tvö smásker eru sitt hvoru megin við vararmynnið, þau heita Vararsker. Norður af Kirkjukletti er Fiskaklettur, einstakur á sandinum. Svo eru Landskerin (þau heita svo) þar norðar og utar, en utan við Landskerin er Selningasker. Norðvestur af Selningaskeri er stóri Svartiklettur, og Svartaklettshaus þar út af.
SandgerdiN
orður af Svartakletti er skerjaklasi, sem heitir einu nafni Sveinstangar, þeir eru sunnan og innan við Músasund. Svo er litli Svartiklettur landmegin við Sveinstangaskerin. Enn er ótalin Stóra-Jórukleif upp af litla Svartakletti, hún er föst við land. Sunnan við Músasund er grynnsli, sem brýtur á í brimi; heitir það Golmagi. Kringlóttasker er í suðurmynni Músasunds og næstum lokar sundinu. Stóra-Búðarsker er í miðju Músasundi nyrzt. Það er lítið ummáls, en hátt nokkuð og hnöttótt að lögum.“

Heimild:
-Magnús Þórarinsson: „Leiðir, lendingar og örnefni á Miðnesi; – Melaberg“, Frá Suðurnesjum. Frásagnir frá liðinni tíð, Félag Suðurnesjamanna í Reykjavík, 1960, bls. 123-128.

Bæjarsker

Bæjarsker 1910.

Básendar

„Sjávarflóð hafa oft valdið stórtjóni og ekki síst á síðustu árum. Flóðbylgja skall Asíu olli mjög miklu manntjóni en flóðbylgjurnar haustið 2005 fyrst og fremst eignatjóni. Jarðskjálfti olli fyrrnefndu flóðbylgjunni (slíkar flóðbylgjur nefnast Basendar-323tsunami á japönsku og alþjóðamáli) en fellibyljir flóðunum við Karíbahaf. Tilfæra mætti miklu fleiri dæmi um tjón af völdum sjávarflóða og hafa Íslendingar hlotið sinn skerf af slíku, ekki síst sjófarendur. Elsta íslenska dæmið um að Ægir hafi reynt á þolrif þeirra mun að finna í Grænlendinga sögu. Þar segir frá 25 skipum mönnuðum mönnum sem hugðu á landnám á Grænlandi. Þau lentu í mjög miklum hrakningum. Suðureyskur maður var á einu skipanna og orti svonefnda Hafgerðingadrápu við þetta tækifæri. Þar er þetta stef:
Mínar biðk munka reyni
meinalausan farar beina,
heiðis haldi hárrar foldar
hallar dróttinn yfir mér stalli.
Tveir náttúrufræðingar á 19. öld, Japhetus Steenstrup og Jónas skáld Hallgrímsson, töldu jarðskjálfta orsök hafróts þessa og hefði orðið hafgerðingar þá væntanlega svipaða merkingu og japanska orðið tsunami. Ekki gátu þessir náttúrufræðingar fært veigamikil rök að þessu áliti og er enn með öllu óvíst hvaða náttúruhamfarir voru þarna á ferðinni.1 Ekki er ætlunin að fjalla hér um hafgerðingar þessar eða önnur sjávarflóð við Ísland að undanskildu því flóði sem nafnkunnast hefur orðið, Básendaflóðinu aðfaranótt hins 9. janúar 1799.
Basendar-324Fyrst verður staðurinn kynntur og íbúar hans þessa örlaganótt. Eftirfarandi lýsing á Básendum er birt í Suðurnesjaannál sr. Sigurðar B. Sivertsens: Básendar eru sunnarlega á vestanverðu Miðnesi, Rosmhvalanesi, og sunnan við alla byggðina þar. Þeir eru í Stafneslandi, og 8-10 mín. gangspölur milli. Fjörur og sandauðn er umhverfis Básenda, með litlum grasflesjum, frá síðustu öld, að austan- og norðanverðu. Þær eru þó aftur að brotna, eða blása og gróa á víxl, allt heim að túni á Stafnesi. En sjór mylur framan af. Frá Básendum skagar nesið nokkuð lengra til suðuráttar, með boðum miklum, skerjum og lónum. Þá er Kirkjuvogshverfið (Hafnahr.) í suðaustur, en vogur milli, og gengur langt inn í landið til norðausturs …

Höfnin á Básendum var lón mjótt og langt, svo sem bás austur og inn í landið. Skipaleiðin inn á leguna var nokkuð löng, milli skerja, og í líkri stefnu. Á fyrri öldum hefur vafalaust verið graslendi á báðar hliðar, og fyrir botni lónsins. Höfnin hefur þá verið á básenda.2
Lýsingin getur um höfn að Básendum enda var þar verslunarstaður að minnsta kosti frá 1484 til 1800. Undir lok 18. aldar var Hinrik Hansen, tengdasonur Íslands, kaupmaður á Básendum. Hann bjó á Básendum enda hafði verslunin þar verið opin allan ársins hring í nærfellt fjóra áratugi þegar hér var komið sögu.
Basendar-325Kaupmaður bjó í sérstöku húsi ásamt eiginkonu sinni Sigríði Sigurðardóttur frá Götuhúsum í Reykjavík, fjórum börnum þeirra hjóna, Símoni, Jóhanni Friðriki, Pétri og Maríu Lisbet, og vinnikonu. María var yngst barnanna. Synirnir urðu síðar mikilsmetnir borgarar í Reykjavíkurkaupstað og einnig Hans Símon, eldri bróðir þeirra, sem virðist hafa búið erlendis þennan vetur. Þrjú önnur vinnuhjú og einn niðursetningur voru á Básendum þennan vetur og á vegum kaupmanns. Þau áttu heima í kotbæ skammt frá kaupmannshúsinu.3 Eftir þessa lýsingu skal athyglinni beint að atburðunum aðfaranótt hins 9. janúar 1799, Básendaflóðinu.

Hinrik Hansen kaupmaður sendi Sigurði Péturssyni, sýslumanni og skáldi, lýsingu á atburðum þessarar nætur og er lýsingin dagsett hinn 16. mars 1799. Skjal þetta er varðveitt. Það er á dönsku. Vigfús Guðmundsson gaf það út nokkuð stytt í Blöndu og á íslensku. Þar er þýðanda ekki getið og hefur Vigfús því væntanlega sjálfur fært lýsinguna úr dönsku dragtinni og í íslenzku flíkurnar . Rétt þykir að birta lýsinguna hér í heild þó að löng sé enda gefur hún mjög góða mynd af atburðunum á Básendum þessa nótt:

Lotningarfull frásaga – (Ærbödig Pro Memoria)
Basendar-326Vegna ástæðnanna verð eg að bera fram fyrir héraðsdómarann tjónið hræðilega, sem varð í byrjun þessa árs á verzlunarstaðnum Básendum, er eg hafði náðarsamlega í hendur fengið. Út af því er eg nú fjárþrota með óþroskuð börn og óþægilegan aðbúnað. Til að gera héraðsdómaranum þetta skiljanlegt, tek eg mér leyfi til að segja söguna sanna, eins og hún gerðist. Sést þá hversu ofurefli sævarins,  hefur eyðilagt verzlunarstaðinn og margskonar fjármuni mína, og í hvílíkum dauðans vandræðum eg var staddur, með mínum nánustu, meðan allt var að eyðileggjast. Þessi hörmulega saga er þá svona: Eptir að við öll (eg, kona, 4 börn og vinnukona) vorum háttuð, varð eg þess var um nóttina (á að gizka kl. 2) hversu veðrið af suðri til vesturs magnaðist, svo iðulega fór að braka í húsunum. Þar að auki fóru að heyrast skellir, hver aptir annan, eins og veggbrjótur væri að vinnu á hlið hússins og undirstöðu. Af þessu fór eg á fætur, til þess að líta eptir veðrinu og vita, hvað gengi á úti. Þrátt fyrir svart myrkrið lauk eg upp húsdyrum eldhúsmeginn, og þá þegar brauzt sjórinn inn á mig, með svo miklu afli og straum, að fyllti herbergin á lítilli stundu. Flúðum við þá í skyndi upp á húsloptið, hálfnakin upp úr rúmunum, því við óttuðumst, að við mundum farast í sjónum niðri, þar sem íbúðin var. Og í myrkrinu þorðum við ekki út úr húsinu, bæði vegna æðandi brimaldanna og rjúkandi ofviðris; svo vissum við líka að allt umhverfis húsin var hulið sjó. Og megum víst þakka guði, að við gripum þá ekki það óyndis úrræði, því þá hefðum við öll farizt.
Basendar-327Þarna stóðum við nú langan tíma á loptinu í sífelldum dauðans ótta, að veður og sjór mundi þá og þegar mola húsið niður að grundvelli. Ofviðrishrinurnar og brimið lamdi sífellt á húsinu, svo það var nú farið að brotna, mótstöðuafl þess rýrnaði og sjórinn streymdi út og inn.

Hér um bil kl. 7 (að við héldum) treystumst við ekki lengur að geta bjargað lífinu þarna á loptinu. Braut eg því gluggann á norðurhliðinni. Þar smugum við öll út, eins og við stóðum (hálfnakin). Eg vóð með yngsta barnið á handleggnum, þar sem sjórinn flæddi yfir og skolaði með sér borðum, plönkum, fjármunum og búshlutum. Náðum þó fjósinu með mestu erfiðismunum og lífshættu. Fjósið stendur svolítið hærra og fjær sjónum en íbúðarhúsið. En tæplega höfðum við dvalið þar fjórðung stundar, þegar mæniásinn brast í fjósinu. Við urðum því að flýja þaðan aptur, og til hlöðunnar. Annar gaflinn var brotinn af henni, en í staðinn var þar kominn hlaði af trjáviðardóti, er við urðum að skríða yfir, með mikilli hættu, til að komast inn.
Basendar-328Þarna stóðum við skjálfandi nokkurn tíma, unz veðrið fór með nokkuð af þakinu, en hinn hlutinn blaktaði fram og aptur, eins og blaðsnepill.
Til þess enn að reyna að bjarga lífinu, gerðum við síðustu tilraun, yfirgáfum eyðilagða kaupstaðinn, leiddumst öll saman og héldum áleiðis til bygða. Vóðum svo og skriðum í rokinu, unz við eptir miklar þrautir náðum að næstu hjáleigu, er nefnist Lodda (Loðvíksstofa), rétt hjá Stafnesi. Fátæki bóndinn þar, Jón Björnsson og kona hans, tóku á móti okkur-sem vorum nærri örmagna af kulda, áreynslu og hugsýki-með mestu alúð og hjartagæzku. Létu og það allt gott í té, er þau gátu. Í baðstofu þessa ráðvanda manns höfðum við aðsetur og aðbúnað í 14 daga. Voru þar alls 19 manns, þar af 10 börn, en þó var baðstofan ekki nema 3 stafgólf ( Fag = 2 álnir) á lengd, 31/ 2 alin á vídd og 3 álnir á hæð, af gólfi upp í mæniás. Þrátt fyrir alúð mannsins og góðvilja vildum við ekki lengur níðast á gestrisni hans. Til þess líka að rýmkva um okkur, fórum við á eyðijörðina Stafnes, og bjuggum um okkur í baðstofunni íslenzku, sem þar var. Síðan höfum við haft þar okkar fátæklega aðsetur. Eins og hr. sýslumaðurinn mun sjá eru húsin mín öll á verzlunarstaðnum sama sem hrunin að grundvelli, og bærinn, sem þar var, líka.
Fólkið úr honum bjargaði sér upp um þekjuna, og tókst því Basendar-329þann veg um nóttina að bjarga lífi sínu, með guðs hjálp, nema aldraðri konu, sem veðrið lamdi niður, svo hún drukknaði í flóðinu. Eptir að hvíld og næði færðist yfir hagi mína hefi eg varið tímanum til þess að setja stoðir undir það, sem uppi hangir af húsaskrokkum verzlunarstaðarins, moka úr þeim fjörumölinni og grafa upp dótið mitt úr rústum þessa ömurlega staðar, svo og að safna saman borðum, trjám og brotum húsa (og húsbúnaðar). Við allt þetta árangurslitla strit, dag og nótt, er eg og konan orðin svo lasburða, að eg treysti mér tæplega að vinna lengur þetta erfiði. Og erfiðið verður því árangursminna, þar ekki þarf hér eptir að vonast eptir fólki til útróðra á þessum stað.

Að lokum vil eg láta það álit mitt í ljósi, að landskjálfti hafi hér verið í verki með veðri og sjó. Benda til þess ýmsar vörutegundir, sem eg hefi fundið lítið skemmdar undir grundvelli (ned i Grunden). Þvílíkt gat varla orðið án mikils hristings og sérstaklegrar aukahreyfingar jarðvegsins.
Þar eg er skuldunautur hátignarinnar, er átti veð og íhlutunarrétt í húsum á verzlunarstaðnum Básendum, verð eg að biðja yður, hr. sýslumaður, að koma hér við tækifæri og framkvæma löglega skoðun á rústunum og fjártjóninu.
Stafnesi 16. marz 1799.
H. Hansen.

Lodda-221Konan sem fórst í flóðinu hét Rannveig Þorgeirsdóttir, 79 ára niðursetningur sem hafði lengi verið rúmföst.4 Frásögn kaupmanns sýnir að veður hafi rokið upp um kl. 2 eftir miðnætti og gekk veðrið af suðri til vesturs . Nokkru síðar, óvíst hve löngu, opnaði kaupmaður dyr eldhúsmegin og flæddi sjór þá inn í húsið. Nánar verður vikið að þessu atriði síðar í greininni.
Sýslumaður lét gera úttekt á tjóninu og er virðingagerðin dagsett 9. maí 1799. Þar eru hús ýmist sögð vera gjörónýt eða stórskemmd. Auk þessa voru sex bátar sem kaupmaður átti og hafði gert út til fiskveiða gjörónýtir, af sumum þeirra var kjölurinn einn eftir. Úttektin segir eftirfarandi um flóðhæð og landbrot af völdum flóðsins: Hversu mjög sjórinn gekk á land og hve hátt risu flóðöldur má ráða af því, að sjórinn komst 164 faðma upp fyrir verslunarstaðinn (274 metra ef miðað er við þriggja álna faðm), og rekadrumbur hefur skolazt upp á þakið á einu verzlunarhúsanna, og liggur þar enn, 4 álnum ofar grundvelli. Verzlunarstaðurinn sýnist alveg óbyggjandi til frambúðar, því grundvöllurinn virðist vera 1-2 álnum lægri en áður.5
Þess skal getið áður en lengra er haldið að Básendakaupstaður var ekki endurreistur og lögðu stjórnvöld þó allhart að Hansen kaupmanni að byggja þar upp á nýjan leik.
Einhver verslun var þó á Básendum árið Basendar-3301799. Hansen fluttist til Keflavíkur. Hann skuldaði konungi yfir 2.000 ríkisdali og sótti um að fá skuldina gefna eftir. Konungur féllst á að gefa hálfa skuldina eftir og að veita eins árs gjaldfrest á hinum helmingnum ef kaupmaður byggði aftur upp á Básendum. Síðar var fallið frá því skilyrði. Hansen kaupmaður andaðist árið 1802 og kom í hlut sona hans að greiða eftirstöðvar skuldarinnar.6

Tjón varð mun víðar en á Básendum aðfararnótt hins 9. janúar 1799. Jón Espólín segir pakkhús hafa eyðilagst á Eyrarbakka og þar dreifði sjórinn viðum og varningi um Breiðumýri ofan verslunarstaðarins. Einnig velti sjórinn um öllum stakkstæðum á Eyrarbakka, gróf grundvöll undan flestum húsum þar, spillti vörum og braut malarkambinn. Hús brotnuðu og hey og búpening tók út, 63 hross, 58 kindur og 9 kýr. Alls olli flóðið tjóni á 52 býlum í hinum forna Stokkseyrarhreppi og þar brotnuðu 27 bátar.
Tuttugu og níu menn urðu að flýja heimili sín. Tjón varð einnig í Þorlákshöfn og Selvogi. Í Grindavík spillti flóðið 5 hjáleigum, þar brotnuðu 6 skip og 8 að auki Basendar-331skemmdust og 100 fjár fór í sjóinn. Fiskigarðar og túngarðar á Nesjum sópuðust heim á tún og þar brotnuðu 8 bátar, tveir bátar eyðilögðust í Höfnum, tveir í Njarðvík og fjórir í Útskálasókn. Sjór gekk á land á Vatnsleysuströnd og braut tíu báta. Flóðið spillti mörgum jörðum á Seltjarnarnesi og eyðilagði þar yfir 20 báta. Þrjátíu og sex bátar skemmdust eða eyðilögðust í Borgarfjarðarsýslu og sextán að auki í Mýrasýslu. Verbúðir eyðilögðust við Álftanes og í Hítárnesi. Í Staðarsveit gekk sjór 300-1.500 föðmum lengra á land en venja var í stórstreymi, þar eyðilögðust hús og 50 fjár flæddi. Fjórtán kirkjujarðir Staðarstaðar spilltust. Búðakaupstað tók af að mestu, þar brotnaði eitt hús alveg, gat kom á annað og sjórinn gróf undan hinu þriðja. Sextán bátar brotnuðu í Staðarsveit, en tíu að auki höfðu brotnað fyrr um veturinn í Neshreppi.

Flutningaskip Hans Hjaltalíns, kaupmanns á Búðum og Stapa, slitnaði upp og brotnaði undir Sölvahamri, verslunarhús Stafnes-321brotnaði í Ólafsvík. Tveir bátar eyðilögðust á Hellissandi og fimm að auki á Skógarströnd. Þar brotnuðu þrír bæir. Hús fuku í Dalasýslu. Þar braut sjórinn land og tók hjalla og fiskmeti. Átján bátar brotnuðu í óveðrinu í Dalasýslu svo að vitað var. Tekið er fram að veðurofsinn hafi verið minni á Vestfjörðum og um Norðurland. Hvalsneskirkja og Neskirkja við Seltjörn fuku og kirkjurnar í Kirkjuvogi og á Kálfatjörn skemmdust. Jón Espólín hefur eftirfarandi um tjón af völdum veðursins í grennd við Reykjavík eftir Geir biskupi Vídalín: að 5 álnum hefði sjór gengit hærra, þverhnýptu máli, en í ödrum stórstraumsflódum; braut sjórinn þvert yfir um nesit fyrir innan Lambastadi, svo at hvorki var fært hestum né mönnum; lét biskup mæla þar, ok voru 3 hundrud fadma tírædir; spilltust til ónýtingar á nesinu 18 skip eda meira, med þeim sem í Videy ok í Engey voru; kot braut á Kjalarnesi ok nokkra báta, ok vedr spillti vídar húsum. Tók af Breid á Skipaskaga med húsum ok túnum, en sjórinn brauzt inn undir pallskörina, fékk bóndinn brotid gat á badstofu-þekjuna, ok komit þar út mönnum, en vard at brjóta sik inn í adra búd, til at koma þeim af sundi, týndist margt þat er hann átti, en honum bættist þat aptr af örleik manna.7
Heimildir geta ekki um spjöll í Reykjavík af völdum flóðsins enda hefur hafnarsvæðið gamla verið í nokkru vari.“

Heimild:
-Lýður Björnsson.

1. Ísl. fornr. IV., bls. 245, meginmál og fyrsta neðanmálsgrein.
2. Suðurnesjaannáll er prentaður í Rauðskinnu hinni nýrri sr. Jóns Thorarinsens og hefur hann lagt sitt af mörkum til lýsingarinnar. Höfundurinn, sr. Sigurður B. Sivertsen, var prestur í Útskálasókn 1837-1886 og sr. Jón ólst upp í Höfnum. Báðir hafa því væntanlega þekkt Básenda mjög vel.
3. Vigfús Guðmundsson: Básendar við Faxaflóa, Blanda III., bls. 50-52, 57, önnur neðanmálsgrein. Sigurður Pétursson er bæði titlaður héraðsdómari og sýslumaður í skjalinu. Hið rétta er að hann var sýslumaður í Kjósarsýslu og héraðsdómari í Gullbringusýslu, sem var eina sýsla landsins sem naut umsýslunar slíks embættismanns.
Skiptingin átti rætur að rekja til konungsbréfs frá 1781 og ágreinings Skúla landfógeta Magnússonar og Guðmundar Runólfssonar lögsagnara um starfsvið. Landfógeti hafði með höndum fjármál og löggæslu í Gullbringusýslu. Sjá Kaupstaður í hálfa öld, bls. 117.
4. Vigfús Guðmundsson: S. st., bls. 54-58 og neðanmálsgrein á bls. 58. Vigfús segir
Rannveigu vera Þorgilsdóttur en sr. Jón Thorarinsen, útgefandi Suðurnesjaannáls, sem tekur frásögn Vigfúsar upp í annálinn, hefur breytt föðurnafni hennar á tveimur stöðum.
Er þar væntanlega um leiðréttingu að ræða, sjá Rauðskinnu hina nýrri III., bls. 43 nm., neðanmálsgreinar 2-3.
5. Vigfús Guðmundsson: S. st., bls. 58-61.
6. Vigfús Guðmundsson: S. st., bls. 64-68.
7. Jón Espólín: Íslands Árbækur í sögu formi, XI. deild, bls. 96-97.

Básendar

Básendar – uppdráttur ÓSÁ.

Garðaskagaviti

Gamli garðskagaviti var byggður árið 1897 í umsjá dönsku vitamálastofnunarinnar og hannaður af starfsmönnum hennar.
Vitinn er steinsteyptur, ferstrendur Gardskagaviti-1kónískur turn, 11,4 m að hæð. Ljóshúsið var úr járnsteypu, sömu gerðar og ljóshús Gróttuvita, en það ljóshús er nú Súgandiseyjarviti við Stykkishólm. Eins og sjá má hefur það verið fjarlægt af vitanum. Varðklefi úr timbri var byggður utan á vitann en steinsteypta viðbyggingin sem enn stendur var reist í hennar stað.
Ljósgjafi vitans var steinolíulampi en einföld katadíoptrísk snúningslinsa var notuð til að magna ljósið. Lóðagangsverk var notað til að snúa linsunni.
Notkun vitans var hætt haustið 1944 þegar yngri Garðskagavitinn var tekinn í notkun. Vitinn er nú friðaður.
Hinn nýi reisulegi Garðskagaviti, sem hannaður er af Axel Sveinssyni verkfræðingi, var byggður árið 1944 til að koma í stað eldri Garðskagavita sem þótti of lágur og einnig í hættu vegna landbrots. Hinn sívali kóníski steinsteyputurn er 28,6 m að hæð með ljóshúsi sem er ensk smíð. Vitinn var húðaður með ljósu kvarsi í upphafi en var kústaður með hvítu viðgerðar- og þéttiefni árið 1986.
Í fyrstu voru notuð ljóstækin úr eldri Garðskagavitanum en árið 1946 var vitinn rafvæddur. Árið 1960 var skipt um linsu og í stað linsunnar frá 1897 var sett fjórföld snúiningslinsa.
Garðskagi var einn þeirra vitastaða þar sem vitavörður hafði fasta búsetu og stóð svo fram til 1979. Vitavarðarhús stendur enn, byggt 1933 eftir teikningum Einars Erlendssonar arkitekts. Byggðasafn Gerðahrepps er starfrækt í útihúsum þeim sem tilheyrðu búi vitavarðarins.

Garðskagaviti

Garðskagavitinn eldri.

 

Básendar

Í Fornbréfasafninu, 287 og síðar, er m.a. fjallað um Grindavíkurstríðið 1532, aðdraganda og eftirmála:
287 – [Um 4. apríl 1532] – [Básendum]

Basendar-222

Básendar.

„Afrit af sættargerð milli Ludkens Schmidts og manna hans annars vegar og Roberts Leggde, Thomasar Hirlacks, Harije Fijtzerths og Bartrams Farors hins vegar. Þeir síðarnefndu koma til hafnar að Básendum á páskadag (þann 31. mars 1532), þar sem L. Sm. liggur fyrir, og spyrja hann, hvort hann muni þola þeim hafnarvist. Þeir fá það svar, að þeim sé óheimilt að koma inn í höfnina, sökum þess að L. Sm. hafi tilkynnt Hinriki nokkrum Berndes að hann mundi halda höfninni honum til handa. Þá fær Robert Legghe John Willers í lið með sér og freista þeir á miðvikudagsmorgun eftir páska (þann 3. apríl) að komast inn á höfnina með valdi, lögðu aftan og framan við skip L. Sm. og skutu og slógu hann og menn hans eftir beztu getu. Árásin mistekst, og gáfu árásarmenn upp skip og góss til að bjarga lífi sínu…“.

288 – 16. maí 1532, bls. 539

Basendar-223

Básendar.

„Óstaðsett viðurkenning Roberts Legghe og félaga hans á því, að þeir hafi afhent í skip Ludtkyns Smuthe fjörutíu lestir samkvæmt gerðum samningi og skulu það með lausir allra mála út af atburðunum á Básendum.“

290 – 18. júlí 1532 [Reykjavík], bls. 541-542
„Tylftardómur útnefndur af Erlendi Þorvarðarsyni lögmanni til þess að dæma um líflát Jóns Breens og manna hans í Grindavík. – Þar er borið, að Jón Breen hafi tekið með ofbeldi í Grindavík (góss) frá Katli Jónssyni og Þorgrími Halldórssyni, bundið þá og pínt, en hótað Þórði Guðmundssyni að höggva af honum höfuðið, ef hann léti nokkurn fisk af hendi við aðra en Jón og menn hans; einnig hefði hann gripið fisk frá þýzkum kaupmönnum, 20 lestir eða meir; einnig hefði hann hindrað með valdi, aðrir menn flytti fisk sinni burt, og dæmist Jón Breen eftir lögbókarinnar hljóðan ránsmaður og fyllilega af lífi tekinn ásamt fylgjurum sínum, en skip hans og góss fallið undir konung og umboðsmann hans Diðrik frá Mynden. Einnig eiga þeir að dæma um skip og góss, sem rak á land við Básenda í bardaga milli Lutken (Smith) og Joen Wyler og dæmist það fallið undir konung, ásamt öðru, sem bréfið greinir.“

bls. 544-545

Gerdavellir-222

Virki Jóhanns breiða á Gerðavöllum.

Um þessa atburði er nokkrum sinnum getið í íslenzkum heimildum; elzt mun frásögn biskupasagna talin frá því um 1593 (SJ Biskupasögur Bókmenntafélagsins II. b. bls. 237 og 240), merkt a), en textinn tekinn eftir ritgerð Jóns Gissurarsonar; þá kemur frásögn Jóns Egilssonar í Biskupaannálum frá því um 1605 merkt b) og að lokum annálsgrein Björns Jónssonar á Skarðsá frá Ps um 1639, hér merkt c).

a) Á þeim tima lá skip í hverri höfn fyrir sunnan og sums staða ij: þýzkir víðast, utan í Grindavík lágu engelskir. Það bar eitt sinn til á dögum biskups Ögmundar, að engelskir lágu eitt ár í Grindavík á fimm skipum og voru ómildir við íslenzka, svo fólk gat ekki það liðið; réði fólk engu sínu og fékk ekkert fyrir sitt; voru, fyrir mönnum þeirra ij Jónar, kallaður Eldri-Bragur og Yngri-Bragur. Tóku íslenzkir sig þá saman og riðu til Bessastaða, kröfðu höfuðsmanninn, Didrech van Minden, liðveizlu móti slíkum í mennum. Varð hann vel við og sendi strax í alla kaupstaði, því íslenzkir hefðu ella látið illa að honum sjálfum, ef hann hefði ekki við orðið; skipaði hann þýzkum að finna sig við Þórðarfell sem er hjá Grindavík.

Grindavikurhofn-222

Grindavík.

Komu þeir saman að kveldi dags í tilsettan tíma, Lxxx menn annars hundraðs og gengu þaðan í Víkina fyrir sólaruppkomu; höfðu engelskir búizt við og gjört sér virki um torf og grjót, en þeir höfðu lítið gagn af því. Hlupu þeir í skip sín, sem það gátu, og sigldu út með iiij skipum, fimmta gátu þeir þýzku náð og drápu xviij engelska, en vij létu þeir lifa og pilt. Fylgdu þeir engelska skipinu til Bessastaða með þeim þýsku sem á það voru látnir, en eitt af hinum fjórum forgekk í Víkinni strax í útsiglingunni, og sökk það þar strax, svo ekki neitt náðist af því.
Ritgjörð Jóns Gissurarsonar, Safn til sögu Íslands, I. b. bls.658, Biskupasögur gefnar út af Hinu ísl. bókmenntafélagi, II. b. Khöfn 1878, bls. 238—’39.
b) Á dögum biskups Ögmundar slógust þeir þýzkir og engelskir í Grindavík og unnu þeir þýzku, því hinir voru ekki við búnir og þýskir villtu fyrir þeim daginn og komu á þá óvart drukkna; þar féllu 14 engelskir, og hét sá Ríki-Bragi, sem fyrir þeim var. Þeir voru dysjaðir í virkinu.
Biskupsannálar Jóns Egilssonar, Safn til sögu Íslands, I. b. bls. 79.
c) Anno 1532. — Var hér á landi í Grindavík einn engelskur kaupmaður, hét Jóhann Breiði. Hann var missáttur við kóngsfóveta á Bessastöðum og vildi ekki gjalda honum toll, sem vera átti. Einninn kom misgreiningur í með þessum Jóhann og Hamborgurum, sem lágu til kaupskapar á Suðurnesjum, og keypti hann og hélt skreið nokkurri, er þeir áttu að hafa, og komu og komu orð með í hvorutveggjum um þessi efni. Gerði sagður Jóhann Breiði sér þá vígi eður virkisgarð skammt frá búðum á Járngerðarstöðum, sem enn sér merki, og gerði orð með spotti þeim Hamborgurum að sækja til sín skreiðina. Tóku þeir sig þá til hinir þýsku menn og Bessastaða fóveti og komu óvart um nótt upp í Grindavík, komust upp í virki Jóhanns og slógu hann til dauðs og alla hans menn, en tóku skip og góss og allt hvað þeir áttu. Þar sést kuml þeirra dysjar hjá virkisgarði.
Skarðsannáll, Annálar 1400—1800 I. b., bls. 92—93.)“

Gerdavellir-223

Fræðsluskilti um Grindavíkurstríðið á Gerðavöllum.

291 – 29. júlí 1532 [Lundúnum], bls. 545-546
Bréf öldurmanna kaupmannagildisins þýzka í Lundúnum (de Staalhof) til borgarstjóra og ráðs í Hamborg. Þeir segja, að á Síðasta ári hafi Englendingar kært fyrir Englandskonungi og ráði hans, að þýzkir sæfarar frá Hamborg og Brimum beittu sig ofbeldi á Íslandi, en af þeim sökum hafi þýskir kaupmenn í Englandi orðið fyrir óþægindum. Þeir fara þess á leit, að borgarstjórnin sjái til þess að Þjóðverjar, sem sigli til Íslands, ástundi friðsamleg samskipti við Englendinga. Nú segja þeir, að kæra hafi borist Englandskonungi á hendur Lutskenn Smith, William Kenet og Jóhanni Sowermer frá Biskups Lynn fyrir að hafa ráðist á skip frá Lynn, sært menn og drepið, rænt skipið, eyðilagt og sökkt því. Þeir senda Hamborgurum kæruskjal Englendinga og biðja þá að gera upptækt skip og góss L. Sm. og taka hann og menn hans höndum og senda Matthias van Emerszen, ritara sinn, til þess að fylgja fram máli sínu, auk annars sem bréfið greinir.“

Heimild;
Fornbréfasafn 287, bls. 537-546.

Skyggnisrétt

Skyggnisrétt á Gerðavöllum ofan Stóru-bótar.

 

Járngerðarstaðir
“Grindavíkurstríðið”
IV. hluti – 20. mars 2004.
Vettvangsferð.

Básendar

Básendar.

Farið var í vettvangsferð á Básenda og í Stóru-Bót undir leiðsögn Jóns Böðvarssonar og Reynis Sveinssonar. Í ferðinni komu m.a. fram eftirfarandi upplýsingar:
“Við erum nú á leiðinni í Sandgerði þar sem Reynir Sveinsson mun koma í bílinn til okkar og leiðsegja okkur um Básenda. Ég get sagt ykkur að Stafnes var eitt af höfðubólunum að fornu og þar var mikið útræði, en svo til engin selveiði. Þó segir sagan að nafngreind selskytta hafi verið á Stafnesi, farið jafnan út í Rósker, sem þar er skammt vestar, og setið fyrir selnum þar.
Um 1550-1760 var konungsútgerð á Básendum, en hún var bæði í Vestmannaeyjum og á Suðurnesjum. Ástæðan var mikil fiskimið út frá þessum landssvæðum. Konungsútgerðin var mikil tekjulind fyrir krúnuna. Aðallega var stunduð skreiðarverkun. Þegar útgerðin lagðist af seldu Danir skip sín. Dreifðust þau um Vesturlandið; flest fóru þó til Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafnarfjarðar. Má segja að íslensk þilskipaútgerð hafi komið í staðinn fyrir konungsútgerðina.

Básendar

Básendar – uppdráttur ÓSÁ.

Þrír staðir á landinu voru svo til án landbúnaðar, en þar komu fiskveiðar í staðinn; Vestmannaeyjar, Suðurnes og Snæfellsnes. Á þessum svæðum var skreiðarverkun og skreiðarkaupmennska mikilvægust um langan tíma. Fiskveiðarnar voru stundaðar á grunnmiðum af Íslendingum, en lengra út frá landi af stærri skipum útlendinganna. Þar voru Englendingarnir atkvæðamestir, allt frá árinu 1420 og fram að Grindavíkurstríðinu árið 1532.

Básendar

Básendar – festarhringur.

Hægt er að rifja upp að atburðirnir á Básendum byrjuðu 2. apríl 1532 með komu Ludviks Smith. Þar reyndist stuðningur bróður hans og um 80 Íslendinga mikilvægur er kom til átaka milli þeirra og Englendinga, er bar að Básendum tveimur dögum síðar. Eru atburðirnir raktir nokkuð ítarlega hér að framan.
Á leiðinni út að Stafnesi var rifjað upp að Hallgrímur Pétursson hafi verið prestur í Hvalsnesi, en búið að Bolafæti í Njarðvíkum. Hafi hann jafnan þurft að fara yfir heiðina til messu. Núverandi steinkirkja að Hvalsnesi var vígð á jóladag 1887.

Til fróðeiks, svo þegar horft er á Miðnesheiðina þar sem á þriðja tug manna urðu úti á á sínum tíma á tiltölulega fáum áratugum (svo til allir á leiðinni frá kaupmanninum í Keflavík á leið heim til sín), má vekja athygli á því að orðið heiðingjar var í upphafi notað um heiðarbúa, fólks er bjó upp á heiðum. Síðan varð merking orðsins önnur. Svo er um mörg orð í íslenskunni. Má þar nefna orðið eldhús. Það var áður notað um stað þar sem eldur brann og matur var eldaður. Nú brennur enginn eldur í eldhúsi, en það heitir sama nafni eftir sem áður. En þetta var nú útúrdúr”.

Gengið var um Básenda, en þar eru nú engin ummerki þess tíma er átökin urðu þar árið 1532, einungs minjar eftir konungsverslunina og seinni tíma búskap (rétt, garðar, bæjartóftir, brunnur, götur og vör). Legan er þó enn á Básendavík (Brennutorfuvík) þótt landásýndin hafi verið þarna önnur en nú er. Bæði hefur sjórinn brotið talsvert land og þá hefur landið sigið frá því sem var (8mm á ári að jafnaði).
Gengið var um Stórubót og hóll þar barinn augum. Sagt er að hann sé leifar af virki Jóhanns breiða og hans manna. Sandlág er austan við hólinn. Mun þar vera Engelska lág skv. sömu sögnum. Vestar, sunnan Gerðisbrunnanna, eru garðar er þjóðsagan segir að sé svonefnt Junkaragerði, þ.e. aðsetur Þjóðverjanna.
Bæði þessi svæði “anga af sögu”.

ÓSÁ (lesið yfir af JG, VG og SJF).

Gerðavellir

Garður í Junkaragerði ofan við Stóru-Bót.

Kistugerði
Þegar komið er að Garði, sem nú heitir Sveitarfélagið Garður, er fyrst komið að Rafnkelsstaðabergi. Bergið er ekki hátt, en af ofviðum þess ber Ellustekkur við sjónarrönd í vestri (sjá aðra FERLIRslýsingu). Áður fyrr var byggðin svo dreifð um allan Garð að hún var hæfileg blanda af þorpi og dreifbýli – og hafði kosti hvors tveggja. Við Rafnkelsstæði er Kistugerði þar sem þjóðsagan segir að fjársjóður Rafnkels hafi verið grafinn. Reyni einhver að grafa hann upp mun þeim hinum sama sýnast bærinn standa í ljósum logum. Sagan er svipuð sögunni um fjársjóðinn í Silfru við Járngerðarstaði í Grindavík.

Útskálakirkja

Útskálakirkja.

Innsti bærinn í Garði er Rafnkelsstaðir, þá koma Meiðastaðir, síðan Kothús niðri við sjóinn og Varir þar skammt fyrir utan. Í landi þessara jarða standa nú íbúðarhús, sem reist hafa verið á seinni árum eftir að fólki fór mikið að fjölga í Garðinum. Í vörunum var mikið útræði, enda lending þar góð um sund sem Varaós var.
Brekka og Skeggjastaðir heita næstu jarðir og Gauksstaðir nær sjónum. Þá er komið að Gerðum, “sem er falleg jörð; þar er útræði mikið og fiskisælt”, segir í sóknarlýsingu. Í Gerðum myndaðist fyrst vísir að þéttbýli Garðsins með tilkomu Milljónafélagsins, sem stofnaði útibú í Gerðum árið 1907. Gekk hús það er félagið reisti lengi undir nafninu Milljón. Félagið rak bæði útgerð og verslun og dró það fólk að plássinu svo að um tíma var Garður fjölmennesta byggð Suðurnesja, enda gengu þaðan allt upp í 70 áraskip til fiskveiða á vertíðum.

Árnarétt

Árnarétt.

Með hnignun félagsins varð afturför í atvinnu Garðbúa og fólki fækkaði og tók ekki að fjölga aftur fyrr en nýir tímar komu með önnur tækifæri í útgerðarmálum. Þá varm sökum hafnleysis í Garðinum, farið að flytja þangað fisk til verkunar, sem skapað hefur mikla atvinnu. Auk þess hafa allmargir byggt sér hús í Garði, en stunda atvinnu annars staðar.

Garður

Gerðaskóli – minnismerki.

Í Gerðahverfinu er skóli Garðbúa. Gerðaskóli er einn elsti skóli landsins, tók til starfa 1872 með 20 börnum. Var hann reistur fyrir frjáls samskot með forgöngu séra Sigurðar Sívertssen á Útskálum og gáfu margir höfðinglega, samt var almenningur tregur til “að sinna þessu nauðsynlega máli, sem barnaskólinn var, og gengu nokkrir hinna efnuðu frá við að styrkja hann”, segir séra Siguður í annál Suðurnesja árið 1972.
Fyrir utan (vestan) Gerðahverfið tekur við Út-Garðurinn. Þar gerðist byggðin strjálli. Þar eru bæirnir Miðhús og Krókur.

Garður

Garður – rúnasteinn á fornmannaleiði.

Neðar eru Síkin milli byggðarinnar og grandans við sjóinn. Krókvöllur og Bræðraborg heita hús nær veginum við vegamótin suður í Sandgerði. Bræðraborg er heiti á fallegum skrúðgarði, sem rækt hefur verið lögð við hin síðari ár. Skammt austar er fornmannaleiði og rúnasteinn.
Á Útskálatorfunni er rúmt um kirkju og prestsetur þar sem þau standa á lágum hól í stóru sléttu túni. Þetta eru gamla og virðulegar byggingar. Kirkjan stendur lægra, innan kirkjugarðs, byggð 1861 og kostaði 1725 ríkisdali. Hún er í góðri hirðu og viðhaldi, enda hefur söfnuður Útskálsóknar alltaf látið sér einkar annt um hana eins og vel kom fram á aldarafmælinu 1961.
Í kirkjugarðinum vekur athygli hvítmálað konulíkneski, sunnan undir kirkjunni. Hún heldur á barni og leiðir annað með sér við hönd. Þetta er Gytta Jakobine Fridrika Lever, sem árið 1832 giftist Thomsen faktor Flensborgarverslunar í Keflavík. Þau eignuðust 3 börn, misstu 2 þeirra nýfædd og sjálf andaðist Gytta “af brjóstveiki og tæringu” haustið 1835 og var jarðsungin að Útskálum 6. nóvember.

Ellustekkur

Ellustekkur.

Þrem árum síðar fluttist Thosen faktor til Reykjavíkur þar sem þeir feðgar gerðust umsvifamiklir kaupmenn. En sinnar ungu konu minntist hann með því að reisa henni þennan eftirminnilega bautastein.
Árið 1946 fannst sjórekið lík íLambastaðavör. Það var með öllu óþekkjanlegt. Það var jarðsett í Útskálakirkjugarði og á gröfinni reistur fallegur en látlaus minnisvarði um óþekkta sjómanninn. Er þessa jafnan minnst við sjómannadagsguðsþónustur í Útskálakirkju.

Vatnagarður

Garður – Vatnagarður.

Allt um kring eru hinar gömlu hjáleigur, sem eru orðanr sjálfstæðar jarðir fyrir löngu: Vatnagarðar niðri við sjávarkambi (var jafnan tómthús, nú í eyði), Garðhús, Presthús. Móakot, Nýibær, Akurhús I og II, Lónshús á sjávarkambinum utan við Akurhðúsatúnið. Í gamla daga voru Útskálar með öllum sínum fylgijörðum metnir á 41,8 hundruð. Það gaf prestinum talsvert í aðra hönd í eftirgjöldum. Aðalkostur brauðsins var samt útræðið úr tveimur lendingum staðarins (Króksós og Lóninu) því að “í Út-Garðinum er fiskisælt, og ber sjaldan við, að fiskilaust sé, og aldrei til lengdar,” segir Siguður Sívertsen í sóknarlýsingu sinni 1839. Nafn séra Siguðrar minnir á að hann var einn hinn kunnasti í langri röð Útskálapresta, ekki síst fyrir annál sinn og aðra fræðimennsku. Honum eigum við að þakka mikla vitneskju um menn og málefni á Suðurnesjum á fyrri öldum.

Garðskagi

Garðskagaviti.

Í sóknarlýsingu sinni nefnir séra Sigurður eina jörð í Út-Garðinum – Lambastaði. Það höfðu Kirkjubólshverfingar á Miðnesi lendingu þegar þeir stunduðu róðra inn á Garðsjó vegna langræðis á vertíðarslóðir Miðnesinga.
Á Garðskaga nær vitasagan aftur til ársins 1847. Þá segir svo í Suðurnssja annál: “Hlaðin varða á Skaganum til leiðavísis sjófarendum”. Árið 1884 var ljósker sett upp á járnröri sem staðið hefur inni á Skagavörðu. Var því lokið 1. október og skyldi við haldið “með enn frekari umbótum til leiðbeiningar skipum inn í Faxaflóa”.

Garðskagi

Garðskagi – nýi vitinn.

Árið 1897 var gamli vitinn byggður, 12,5 m hár. Hann stendur enn og var gerður að athugunarstöð fyrir fuglaskoðara er annar viti leysti hann af hólmi. Spölkorn ofar stendur nýi vitinn, 27 m hár, reistur 1944. Var hann vígður með guðsþjónustu 10. september 1944. Voru þá vitar landsins orðnir 140 þó aðeins væru liðin 66 ár frá því að fyrsti vitinn var reistur (Reykjanesviti). Í ræðu sem vitamálstjóri, Emil Jónsson, flutti við vígsluna þakkaði hann sóknarprestinum, séra Eiríki Brynjólfssyni á Útskálum, sem hafði undirbúið hátíðarhaldið, en það væri í fyrsta sinn sem tekið væri á móti nýjum vita í héraði af slíkum myndarskap. “Minnir það mig á”, sagði Emil í ræðu sinni, “að fyrstu sagnir um leiðarljós fyrir sjómenn á Íslandi, eru tenglar við kirkjuna. Mér hefir verið á það bent, að verið hafi hér til forna, um 1200 og jafnvel fyrr ákvæði um að ljós skyldi loka í ákveðnum kirkjum, allar nætur tiltekin tímabil. Þegar þessi ákvæði voru rannsökuð nánar kom í ljós, að flestar þær kirkjur, sem hér var um að ræða, voru nálægt sjó, og á þeim stöðum þar sem ætla má að sjófarendur hafi getað notið þeirra sér til leiðbeiningar”. (Faxi, 7.-8. tbl. 1944, s. 8-9).

Garður

Garður – Heiðarhús.

Úr Garðskagavita er víðsýni mikið inn yfir Garð, suður á Miðnes og til norðurs út yfri Faxaflóa og alla leið vestur á Snæfellsjökul í góðu skyggni. En út frá gamla vitanum teygir sig langur skerjagrandi, sem kemur upp úr sjó um fjöru. Þða er hin hættulega Garðsskagaflös. Aðeins nafnið vekur dapra minning, eins og t.d. um Þormóðsslysið 17. febrúar 1943. Á því skipi var 7 manna áhöfn og 24 farþegar. Af þeim voru 22 frá Bíldudal.
Á Skagagnum er víðlent og gróið valllendi, vel fallið til samkomuhalds og til ýmissa hluta nytsamlegt. Hér héldu Garðmenn þjóðhátíð sína 2. ágúst 1974. Það voru saman komin “allt að þriðja hundrað manna, var þar borðhald, drukknar skálar, einnig sungin ljóðmæli, sem við áttu. Sumir gjörðu áheit á baraskólann, honum til viðhalds og framfara.”.
Rúmum 40 árum síðar, þ.e. í lok fyrra stríðs 1916-1918, var öðruvísu um að litast á Skaganum.

Garður

Garður – Heiðarhús.

Þá var hann orðinn að risastórum kálgarði. Hafði ríkið stofnað til þessarar ræktunar í kartöfluleysi Norðurálfuófriðarins og allir Garðbúar sem vildu fengu vinnu við að tína jarðepli upp úr sendinni moldinni. Þessi ríkisræktun á kartöflum á Garðskaga stóð í þrjú ár. Plægðir voru 4 ferhyrndir reitir, 100 m á kant, þara ekið á flögin úr hrönnum í fjörum Skagans og það látið nægja sem áburður. Útsæði var sent úr Reykjavík og skipað upp í Lambastaðavör. Undirvöxtur varð ekki eins mikill og menn væntu. Var kennt um of einhæfum áburði. Næsta sumar gekk betur og svo annt lét landstjórnin sér um þennan rekstur að hún sendi skrifstofustjórann í fjármálaráðuneytinu suður á Skaga til að líta á garðana. Kom hann þangað 18. ágúst og lét vel yfir. Um haustið var haldin mikil uppskeruhátíð í Gerðum og lengi í minnum höfð. Kartöfluræktunin á Skaganum stóð í 3 ár. Eftir það var Skaginn fljótur að gróa sára sinna og varð aftur hið besta tún og gott beitiland fyrir gripi Útskálaprests.
Um nafnið á þessu byggðalagi Suðurnesja, Garður, var skrifað ýtarlega í Árbók FÍ 1977 af dr. Kristjáni Eldjárn.
Frábært veður. Gangan tók 32 klst og 3 mín.

Heimild m.a.;
-Árbók FÍ 1984 – séra Gísli Brynjólfsson.

Stóri-Hólmur

Brunnur við Stóra-Hólm.

Leiran

Gengið var um Leiruna og Stóra-Hólm.
„Leiran liggur við sjávarsíðuna, miðja vegu milli Keflavíkur og Útskála. Hún var eitthvert það besta fiskiver því þar mátti sækja sjó á báðar hendur, eins og segir í sóknarlýsingu frá árinu 1839. Nú mun hins vegar langt síðan nokkurri fleytu hafi verið róið til fiskjar úr Leirunni, enda hefur hún sannarlega fengið öðru hlutverki að gegna en sjósókn hina síðari áratugi.

Prestsvarða

Prestsvarða.

Árið 1816 bjuggu 54 menn á 6 heimilum í Leiru, en 39 menn á 3 heimilum í Keflavík. Árið 1880 voru nákvæmlega jafn margir íbúar í Keflavík og Leiru, eða 154. Nú býr engin í Leirunni, en íbúar í Keflavík eru nú nálægt 10.000 (Íbúar í Reykjanesbæ, sem Keflavík er nú hluti af, eru um 11 þúsund talsins en bæjarfélagið er meðal þeirra fimm stærstu á landinu).
Þótt Leiran væri ein minnsta sveit Suðurnesja var þar hæst metna jörðin í Rosmhvalaneshreppi árið 1861.

Það var Stóri-Hólmur með 7 hjáleigum, metin á 51,9 hundruð. Bæði var að jörðin var landmikil, en hitt hafði þó mest að segja, að þar var ein sú besta lending, rudd vör með miklum tilkostnaði og skipaleiðin eða sundið svo gott að sagt var, að þá mundi útsjór ófær ef það tæki af.

Stóri-Hólmur

Stóri-Hólmur.

Þess vegna var mikil sjósókn úr Leirunni. Og þó enn meiri í Garð- og Leirusjó úr öðrum plássum. T.d. var sagt að eitt sinn í vetrarvertíðinni 1879 hefðu verið talin 400 skip, sem sáust sigla inn fyrir Hólmsberg og inn á Vatnsleysuströnd. En háan skatt varð Leiran að gjalda Ægi og ekki síður en önnur byggðarlög við sjóinn. Í annálum Suðurnesja eru talin 6 skip með 27 mönnum, sem fórust úr Leiru á árunum 1830-1879. Vestan við núverandi (fyrrverandi) íbúðarhús í Hólmi er bátslaga fornmannaleiði og hlaðinn brunnur, auk fleiri minja um fyrrum bústetu á þessu forna höfuðbýli. Slíkum minjum er einnig fyrir að fara á Leiru þótt sumar þeirra hafi nú verið „sléttaðar“ út.

Leiran

Leiran – Gamli barnaskólinn.

En lífið í Leirunni var ekki bara sjósókn og saltfiskur heldur líka fræðsla og félagsmál. Þar var stofnað til barnaskóla fyrir aldamót (1900) og þar starfaði stúka í eigin húsnæði. Golfklúbbur Suðurnesja hefur nú lagt Leiruna undir starfsemi sína, ræktað þar golfvöll og byggt tilheyrandi skála. Sú ræktun hefur gengið fljótar fyrir sig en í gamla daga þegar sjómennirnir báru slorskrínur á öxl sér neðan úr vör til að drýgja áburðinn og fjölga þar með grasstráunum handa skepnunum.
Þótt Leira sé búin að fá annað hlutverk í lífi Suðurnesja en hún áður hafði er enn ástæða fyrir fólk að staldra þar við og skoða sig um niðri við sjóinn í þessari fornu útgerðarstöð, virða fyrir sér Hrúðurinn og Leiruhólmann og virða fyrir sér það sem enn minnir á liðinn tíma. Og þá er ekki heldur úr vegi að leita uppi Sigurðarvörðuna (Prestsvörðuna), sem er fyrir ofan Leiruna.

Litla-Hólmsvör

Litla-Hólmsvör.

Það var laugardaginn 22. janúar 1876 að séra Sigurður Sívertsen á Útskálum var að koma frá barnsskírn í Keflavík. Stórrigning datt á upp úr útsynnings éljagangi og síðan frysti. Sigurður skýrði svo frá: “Varð ég viðskila við samferðarmann minn við Bergsenda, en af því að ég sá ekki lengur til vegar, fór ég áleiðis suður fyrir veginn fyrir ofan Leiru… Var og hesturinn hlaupinn frá mér. Lagðist ég þá niður og ætlaði að láta fyrirberast, en um nóttina var gjörð leit að mér… leið svo hin óttalega nótt, að enginn gat mig hitt, þar til um morguninn, að tveir heimamenn mínir hittu mig, og var ég enn með rænu og nokkru fjöri, en mér leið vel og mér fannst eins og yfir mér hefði verið tjaldað, og vissulega var ég undir hlífðartjaldi með föðurlegri varðveislu. Guði sé lof fyrir þessa lífgjöf. Þetta tilfelli í lífi mínu vil ég ekki gleyma að minnast á og gefa guði dýrðina.”

Í þakklátri minningu um björgun þessa lét séra Sigurður hlaða vörðu á þeim stað sem hann fannst og fella í hana hraunhellu með Biblíuáletrun.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimild;
-Árbók FÍ 1984 – séra Gísli Brynjólfsson.

Keflavík

Keflavík.

Stóri-Hólmur

Árið 1965 eða 1966 fór Halldór Þorsteinsson frá Meiðastöðum í Garði með barnabörnin sín í gönguferð um Leiruna. Faðir hans, Þorsteinn Gíslason, var frá Melbæ í Leiru. Í hópnum var Kristjana Vilhjálmsdóttir, eitt barnabarna Halldórs. Hún man enn vel eftir þessari ferð. Áður en að frásögn hennar kemur er rétt að rifja upp atburði er urðu þar á 9. öld, eða fyrir u.þ.b. 1080 árum (skrifað 2009).
KristjanaÍ 101. kafla Landnámu (Sturlubók) er sagt frá Steinuði (Steinunni) er síðar nam land á Rosmhvalanesi; „Steinuður hin gamla, frændkona Ingólfs, fór til Íslands og var með Ingólfi hinn fyrsta vetur. Hann bauð að gefa henni Rosmhvalanes allt fyrir utan Hvassahraun, en hún gaf fyrir heklu flekkótta og vildi kaup kalla; henni þótti það óhættara við riftingum“. Þá segir jafnframt að „Eyvindur hét maður, frændi Steinunnar og fóstri; honum gaf hún land milli Kvíguvogabjarga og Hvassahrauns. Hans son var Egill, faðir Þórarins, föður Sigmundar, föður Þórörnu, móður Þorbjarnar í Krýsuvík“.
En hvar bjó Steinunn eftir að hún settist að á Rosmhvalanesi og hvar var hún grafin, heygð eða dysjuð?
DysÁður en þeirri spurningu verður svarað er rétt að segja frá ástæðu þeirri er varð til þess að langafi Kristjönu flutti frá Melbæ í Leiru að Meiðastöðum í Garði. Syðst í Leiru, norður af Bergvík, var Grænigarður eystri og vestari og þá Lindarbær. Vatnsbrunnurinn, fallega hlaðinn, er í Dalnum. Í leysingum fór Línlækur þar niður um. Í Dalnum var stundum þveginn þvottur. Af því dregur Línlækur nafn sitt og eftir vatnsbólinu heitir Lindarbær. Norðar með sjónum var Melbæjarbakki og norðar Melbær, steinsnar frá Bakka. Upp úr torfbænum að Melbæ var byggt timburhús, portbyggt með íbúðarlofti. Í þetta nýja hús var sett eldavél, niðurmúruð eins og þær tíðkuðust fyrst eftir að þær tóku að flytjast hingað til lands. Þóttu þær all nýstárlegar og hinir mestu kjörgripir, enda var þá strax farið að baka í þeim brauð og „bakkelsi“.
FornmannagröfMun þetta hafa verið fyrsta „Maskínan“, sem kom í Leiruna, að sögn Þorbjargar Sigmundsdóttur, sem ólst upp frá fjögurra aldri að Efra-Hrúðurnesi í Leiru (fædd 15. okt. 1878). „Myndi þetta þó þykja þröngur kostur nú til dags og ófýsileg lífskjör, en samt er gagnlegt og lærdómsríkt fyrir nútímafólk, sem flestir hlutir eru lagðir upp í hendurnar á, að hyggja að þeim stórstígu breytingum til bættra lífskjara, sem orðið hafa á síðar aldarhelmingi (20. aldar).“
Það mikla og raunalega atvik skeði milli jóla og nýárs aldamótaárið, að eldur kom upp í Melbæ að í ofsaroki að næturlagi og brann þar allt sem brunnið gat og þar á meðal 2 kýr í fjósinu. Mannskaði varð þó ekki og bjargðist fólkið allt, fyrst og fremst fyrir dugnað húsbóndans og áræði, en við björgunarstarfið skaðbrenndist hann bæði á höndum og andliti. Dóttir hjónanna brenndist einnig mjög mikið.“
Allt framangreint rifjaðist upp í framangreindi ferð um Leiruna fyrir 43 árum. Nefndur Halldór sýndi barnabörnunum varirnar, gömlu bæjarstæðin og sagði þeim frá því hversu margir hefðu búið í Leirunni fyrrum. Þótt breyting hefði orðið á bjuggu þar t.a.m. mun fleiri en í Garðinum í þá daga. Þegar komið var upp að Stóra-Hólmi staðnæmdist Halldór á aflöngum hól vestan við íbúðarhúsið, fast norðan við heimreiðina, og benti niður fyrir sig. „Hér er Steinunn gamla dysjuð“, sagði hann. „Það minni hefur lifað löngum meðal íbúanna í Leirunni“, bætti hann við.
FornmannagröfÍ þessari ferð gekk Kristjana hiklaust að aflöngum lágum hól í túninu og staðnæmdist þar. Heimreiðin lá um hrygginn. Norðan hans er hóllinn (hryggurinn) hæstur. Austan í honum er lítil dæld, líkt og einhver hafi gert tilraun til að grafa í hólinn. Kristjana sagði að afi hennar hafi verið ákveðinn í að þarna væri dys Steinunnar gömlu. Þá hefði hóllinn verið meiri um sig í túninu, en eftir að golfvöllurinn kom þarna hefði hóllinn verið aflagaður og sleginn, sem ekki hefði mátt gera fyrrum.
Kristjana sagði að almannarómur hefði verið að þarna hefði dys þeirrar gömlu verið. Vildi hún koma því á framfæri því enginn virtist hafa haft áhuga á að varðveita tilvist hennar síðustu árin.
Til fróðleiks má geta þess að í annarri FERLIRsferð er gengið var um Leiruna var komið að meintri fornmannagröf norðan við íbúðarhúsið að Stóra-Hólmi. Þar eru bátlaga hleðslur, sem lengi vel voru umgirtar og ekki mátti hrófla við. Sjá meira um Leiruna HÉR og Hér.
Sjá einnig meira um Steinunni gömlu HÉR.

Heimildir:
-Landnáma – 101. kafli.
-Kristjana Vilhjálmsdóttir, 03.06.1941.

Stóri-Hólmur

Stóri-Hólmur.

Gufuskálar

„Gufuskálar, Miðskálar og Útskálar eru nefndir í fornum rekaskrám Rosmhvalaness, svo og Miðskálaós og Útskálaós.
Miðskálar eru einnig nefndir Miðskálagarður, sem mun eiga að merkja heimajörð með Gufuskalar-222hjáleigum. Í óprentuðu riti eftir séra Sigurð B. Sívertsen á Útskálum hefi eg séð það, að bærinn á Miðskálum heiti nú í Vörum og Miðskálaós Varaós, en Útskálaós Króksós. Sr. S. B. S. getur þess til, að þessir þrennir »-skálar«, svo skamt hver frá öðrum, hafi í fyrstu verið eitt land með einu nafni (Gufuskálar), en skifzt fyrst í 3 jarðir, er allar hafi haldið nafninu, en hinar yngri verið aðgreindar með afstöðuorði framanvið nafnið (Mið-Gufuskálar, Út-Gufuskálar), en svo hafi nöfnin verið stytt í framburðinum er frá leið. Þessi tilgáta gerir ráð fyrir því, að bygð á Gufuskálum hafi eigi lagzt niður, þó Ketill gufa færi þaðan, heldur hafi landeigandi þá sezt að í »skálum« hans, og er ekkert á móti því. Það gerir tilgátuna sennilegri, að samskonar tilfelli hefir átt sér stað með Arnarbæli undir Eyjafjöllum. Úr þeirri jörð hafa verið bygðar jarðirnar: Mið-Arnarbæli og Yzta-Arnarbæli, en nöfnin síðar orðið að: Miðbæli og Yztabæli. Fleiri dæmi lík þessu mun mega finna. Eg vil nú bæta þeirri tilgátu við, að Miðskálagarður hafi í fyrstu verið haft um Miðskála sem höf-ból, en smámsaman verið látið ná yfír alt það hverfi, sem þar myndaðist. Nafnið hafi svo í daglegu tali verið stytt og að eins nefnt: Garðurinn. Miðskálanafnið hafi síðan týnzt, en nafnið: »Garðurinn« haldist, og loks náð bæði yfir Miðskálahverfi (nú Inn-Garðinn) og Útskálahverfi (nú Út-Garðinn). — Rit séra Sigurðar er að mörgu fróðlegt, sem von er af slíkum fræðimanni. Ætti Landsbókasafnið að eignast það.“

Heimild:
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags, 18. árg. 1903, bls. 35.

Gufuskálar

Brunnur við Gufuskála.

Garður

Ætlunin var að skoða MIð-Garð, þ.e. miðhluta sveitarfélagsins Garðs. Áður hafði verið litið á minjar í Út-Garði og Inn-Garði. Svona til upprifjunar má geta þess að á Rosmhvalanesi og jafnvel víðar var hugtakið „út“ var jafnan notað fyrir höfuðáttina norður og hugtakið „inn“ að sama skapi fyrir suðurstefnuna.
GarðurÁ landakortum af Mið-Garði má sjá Útskála í vestri, þá Miðhús, Krók, Sólbakka, Krókvelli og Gerðar. Þegar örnefnalýsingar af svæðinu voru skoðaðar mátti sjá sem fyrr Útskála, Miðhús og Krók, Krókvöll, Nýlendu, Akurhús, Lónshús og Gerðar. Þegar jarðabækur og sóknarlýsingar voru skoðaðar komu hins vegar í ljós bæjarnöfnin Útskálar, Teigur, Vegamót, Bali, Smærnavellir (Smærnavöllur), Lykkja, Settubær, Einarshús Vorhús, Miðengi, Gerðar, Valbraut, Fjósin, Glaumbær, Unuhús, Skúlhús, Auðunnarbær, Nielsarbær, Bakki, Sólbakki, Garðar, Vatnagarðar og Grund. Við þessa bæi voru útihús, brunnar, garðar og annað er til þurfti.
Ákveðið var að ganga svæðið bæði m.t.t. skráðra og óskráðra minja. Segjast verður eins og er að Vegamótfjölmargt óvænt bar þá á fjörur leiðangursmanna.
Í örnefnalýsiingu fyrir Gerðar segir Ari Gíslason m.a.: „Býli það, sem hreppurinn dregur nafn af, er næst sunnan við Krók og Smærnavöll. 1703 eru þar tvær hjáleigur í byggð, og Skúlahús eru þar þá nýbyggð úr eyði. Upplýsingar um örnefni gaf Sveinn Árnason.
Árið 1840 er talað um, að Gerðar séu falleg jörð og mikið útræði. Fram af Gerðum er hólmi sá, sem Gerðahólmi heitir. Hann er nú sker, en er álitið, að hann hafi fyrr verið gróið land. Innan við hólmann er svonefnd Gerðaröst. Vestan hólmans er Biskupsós. Þar upp frá eru Gerðabakkar. Frá landi er hér Króksrif, er nær út að Gerðahólmanum. Þá kemur beygja á ströndina, og gerist hún meira suðlæg. Þar heitir Gerðaurð. Fyrir um 60 árum var hún að nokkru grasi gróin.
BaliFyrir ofan kampinn og Gerðabakkana tekur við síki, sem er framhald af Krókasíki, og eru hér sem tvö smávötn, Innrasíki og Ytrasíki. Neðan við síkin móti Króki heitir Jaðar.“
Hér er einungis getið um að Síkin hafi verið tvö. Í dag eru þau hins vegar þrjú.
„Í túninu næst sjávargarði utan heimagötu heitir Nýjatún. Það er útgræðsla. Nær bæ heim að vír [vör?] er Kirkjuflöt. Milli þeirra var svæði, sem nefnt var Laut, en landmegin við þetta allt var nefnt Undirlendi. Sjávarmegin var svæði, sem kallað var Skákir, þar sem nú eru fiskihús og athafnasvæði fiskútgerðarinnar. Þar upp af eru bæði Vorhús og Mjósund, sem hvort tveggja var býli, en nú í eyði. Upp af þeim er skólinn í Gerðum nú reistur. Svæði frá bæ og upp að vegi er það, sem einu nafni er nefnt Gerðar. Ofan við þjóðveginn að sjá í Ósvörðuna frá bæ heitir Gerðastekkur.“
SmærnavellirNæstu bæjarleifar við Vorhús eru Miðengi og Einarshús. Líklegt má telja að nöfn bæjanna hafi breyst í gegnum tíðina; allt eftir ábúendum á hverjum tíma. Þannig gæti framangreint Mjósund hafa um tíma heitið Miðengi. Við tóftirnar er Miðengisbrunnur. Á honum er steypt lok svo ætla má að Miðengisnafnið hafi komið á eftir Mjóhúsanafninu. Annars má lengi velta þessum hlutum fyrir sér – þ.e. hvort hafi komið á undan; hænan eða eggið. Einarshús virðist hafa verið seinna tíma ábrúkun.
Gerðarbrunnurinn er með steyptu loki líkt og Miðengisbrunnurinn. Líklega eru þeir frá svipuðum tíma. MiðhúsabrunnurÁ hinum síðarnefnda er þess getið að hann hafi verið gjörður 1937.
Þann 3. júní 1978 bar Sigríður Jóhannsdóttir lýsingu Ara Gíslasonar undir Halldór Þorsteinsson í Vörum, og gerði hann þá fáeinar athugasemdir, sem hér fara á eftir. „Skúlahús kallar hann Skúlhús. Þau voru skammt þar frá, sem gamli skólinn er, þó fjær honum en Fjósar (hús). Skólahús þetta var hið fyrsta á Suðurnesjum. Þórarinn prófastur Böðvarsson í Görðum hafði gert sr. Sigurði B. Sívertsen orð um að safna fé til skólabyggingar og ætlaðist til, að húsið yrði reist á Álftanesi. En þess í stað lét sr. Sigurður reisa það í Gerðum. Þetta hefur líklega verið kringum 1880. Seinna var skólinn fluttur að Útskálum. Þá keyptu góðtemplarar gamla skólahúsið í Gerðum og hefur það því verið nefnt „Gamli templarinn“.
Og þá aftur að Síkjunum, sem eru Skólabrunnureinkennisstaðir Garðs: „Nöfnin Innrasíki og Ytrasíki þekkir Halldór ekki, en vel getur verið, að heimamenn hafi haft þau nöfn um Síkið svonefnda, sem liggur frá Gerðum að Útskálum. Venjulega er það greint í Gerðasíki, Krókasíki og Útskálasíki. Gerðabakkar eru sjávarbakkinn fyrir neðan Síkið. Þar var áður bær, sem líklega hefur heitið Bakki. Aðeins utar var Vatnagarður, stór jörð, nú komin í eyði, en bærinn stendur enn uppi.“
Og þá aftur að Gerðum: „Af hverju heitir Garðurinn Garður? Á seinni hluta 18. aldar myndast þéttbýliskjarni á sjávarkampinum fyrir neðan Útskálasíki. Þessir bæir hétu; 1890 alls: Vatnagarður, Garðurinn, í Görðunum, Garðsauki alls manns 28. Þessi þéttbýliskjarni var kallaður í Görðunum. Innnesjamenn, sem fóru út á Skaga, sögðu, að þeir færu út í Garð eða út í Garða. Af þessu held eg að nafnið Garður hafi komið.
VatnagarðurAuk þessa var grjót- og malarrif vestanmegin við Útskálaós. Þetta rif var grasi gróið og hátt. Það var kallað Garður á 13. öld, og mun sjórinn hafa verið kallaður Garðsjór af því nafni, enda mikill fiskur oft þar fyrir framan.
Heitið Biskupsós hefur valdið vangaveltum. Í örnefnalýsingu segir um það: „Árið 1340 býr á Útskálum Bjarni Guttormsson og kona hans, Ingibjörg. Hinn 17. desember árið 1340 er Bjarni staddur í Skálholti. Hefur hann komið þangað á fund Jóns biskups Indriðasonar til að gera við hann samning. Leggur Bjarni til Skálholtsstaðar fjórðung úr Útskálalandi með hlunnindum og öllum akurlöndum, er Bjarni hafði keypt til Útskála, og til viðbótar einn karfa með akkerum, rá og reiða og báti.
SpilSömuleiðis gefa þau hjón, Bjarni og Ingibjörg, annan fjórðung nefndrar jarðar til kirkju og hinum heilaga Pétri postula og heilögum Þorláki til ævinlegrar eignar með öllum þeim hlutum og hlunnindum, er þar til liggja og legið hafa að fornu og nýju. Þar með er Skálholtsbiskupi veitt aðstaða til útgerðar frá Útskálum. Það er vitað, að mannskaðar hafa verið í ósnum, og kannski hefur það verið nokkur vörn að skíra hann Biskupsós. Hann hefur líka verið kallaður Útskálaós og siðar Króksós.“
Um Krókvöll skrifaði Kristján Eiríksson: „Heimildarmaður: Þorbergur Guðmundsson, f. 18. sept. 1888 á Valdastöðum í Kjós og alinn þar upp fram undir tvítugt. Þorbergur flytur í Auðunsbæ á Gerðabakka vorið 1911 og var þar eitt ár. Síðan flutti hann í Jaðar, tómthús á Gerðabakka, í landi Gerða. Þar var Þorbergur þar til hann flutti að Bræðraborg rétt fyrir 1940. Þar bjó hann til 1961, en þá flutti hann til Reykjavíkur.
SvæðiðKrókvöllur er næst fyrir utan Smærnavöll og næst fyrir ofan Krók.
Íbúðarhúsið stendur sem næst neðst í túninu, en túnið nær upp að vegi og austur að Smærnavallatúni. Íbúðarhúsið er nær því á sama stað og gamli bærinn stóð áður.
Fjós og hlaða voru örskammt norðaustan við íbúðarhúsið, og fiskhús voru upp við veginn, alveg suður við merki milli Smærnavallar og Krókvallar. Þar var einnig stakkstæði.
Smærnavallatún tók við neðan við tún Krókvallar nema alveg yzt, þar lá það að Krókstúni. Grjótgarður skildi þessi tún að.
Krókvöllur á óskipt land við aðrar jarðir í Garði ofan vegar, í Heiðinni.
Krókvallarmenn reru af Bakkanum, þ.e. Gerðabakka (sjá lýsingu Smærnavallar).“
VindmyllaUm Miðhús og Krók segir: „Sjálfstæð býli næst sunnan við Útskálahverfið, tvær jarðir, sem taldar eru með Útgarðinum. Þar var með Krókshjáleiga og svo tvær hjáleigur, sem eru nafnlausar 1703. Upplýsingar eru hér frá Torfa í Miðhúsum og svo frá Gísla Sighvatssyni á Sólbakka. Sólbakki er nýtt nafn á Króki.
Naustarif er hér fyrir neðan, og lendingin er inn úr Króksós. Þar eru tvær varir, sem heita Miðhúsavör og Króksvör, sem er innst undan Útskálum. Króksós er mjór, en lónið sjálft er allbreitt og nær út að Naustarifi. Neðan bæjar, ofan við kampinn, er nefnt Miðhúsasíki, og áframhald af því er Krókssíki. Neðan við bæinn á merkjum móti Útskálum er Miðhúsahóll. Krókur var gamla býlið, en svo var Sólbakki byggður úr því. Hér fyrir ofan Krók er býli, sem nefnt var Króksvöllur. Þar fyrir neðan og innan var býlið, sem nefnt var Lykkja, en þar hafa ekki fundizt merki eftir býli.
GerðabrunnurNeðan við síkið niður. Við sjó er nefnt Gerðabakkar. Býlin hétu eftir mönnum. Sólbakki var færður vegna sjávarágangs. Fyrir ofan Krók heitir Grund. Þar var býli áður; nú er þar steinahrúga.
Við innri enda Króksóss er Manntapaflúð. Þar innar er mjó renna, sem heitir Biskupsós. Svo er rif áfram inn undir Gerðahólma, sem nefnt er Króksrif. Þar átti Smærnavöllur fjöru. Krókvöllur var byggður úr Króki. Þar er í móa hús, sem heitir Bræðraborg. En Krókvöllur nær upp að vegi. Innan við veg eru Grundargerði.
Þorbergur Guðmundssongaf upplýsingar um að land þetta hét Vegamót. Þar ofar var Bali, og neðst niðri á Gerðabökkum fyrrnefndu voru býli. Þar voru svo merkin þvert yfir móti Gerðum.“ Annað nafn á Smærnavöllum virðist hafa verið UnuhúsBræðraborg.
Miðhús og Krókur eru skráð sem önnur býli sbr. „athugasemdir Torfa Sigurjónssonar við skrá Ara Gíslasonar. Miðhús er nálægt miðjum Gerðahreppi, en þaðan telst Útgarður og út úr. Smærnavellir hét það, sem nú heitir Bræðraborg. Útskálavör er niður undan skúrum nokkrum, aðeins innan við Útskála. Fara þurfti inn um Króksós til að komast í hana.
Síkin (Miðhúsasíki og Krókssíki) eru tjarnir eða lón, sem þorna mikið til upp að sumrinu. Miðhúsahóll er þar sem fjósið er nú. Þar var gamla húsið, mikið og stórt, sem rifið var nærri aldamótum.
Gísli Sighvatsson kallaði húsið sitt Sólbakka, en býlið hét áður Krókur. Krókvöllur var byggður úr Króknum nærri aldamótum. Gerðabakkar (-bakki) eru milli Króks og Gerða.“
MinnismerkiUm Nýlendu, Akurhús og Lónshús skrifaði Ari Gíslason: „Jarðir eða býli næst sunnan við Lambastaði. Upplýsingar um þetta svæði eru frá Þorláki Benediktssyni í Akurhúsum. Lónshús og Akurhús eru 1703 talin með Útskálum sem hjáleigur.
Engan mann hitti ég í Lónshúsum, enda mun þar vera landlítið og fátt örnefna. Frá Lónshúsahliði ræður merkjum að norðanverðu Lambastaðatúngarður. Hjáleigan Lónshús er kennd við Lón, en það var önnur vörin, sem lá fyrir hinu forna Útskálalandi. Á Naustarifi er sagt að hafi verið bær sá, er Naust hét. Var það þríbýlisjörð, er eyðilagðist að öllu leyti 1782. Upp frá Lónshúsum er Nýlenda. Sjávarmegin við Akurhús er svæði, sem nær inn í Útskálaland, og heitir það Sandaflatir. Nýibær er hjáleiga frá Útskálum og er upp við veg upp af Akurhúsum. Undan Akurhúsum strandaði þýzkur togari á gamlaárskvöld 1928. 

Höfnin

Þá var Útskálakirkja uppljómuð. Skipstjórinn hélt þetta annan togara og ætlaði að leggjast upp að honum. Á Sandaflötum voru taldir 13 eða fleiri götutroðningar, sem búizt er við, að hafi legið að hofinu. Gamall grjótgarður er á merkjum, rétt vestur af Akurhúsum.“
Og þá svolítið um sjálfa Útskála: „Kirkjustaður í Gerðahreppi næst sunnan við Akurhús. Upplýsingar eru fengnar hér og þar. Aðallega eru það konur tvær, sem mig vantar nafn á, svo og Þorlákur Benediktsson að Akurhúsum. Einnig Oddur Jónsson í Presthúsum.
Verða nú taldar upp hinar fornu hjáleigur Útskála, er áður voru 12, en 1840 voru þær taldar 7. Svæði þetta er það, sem kallað er Útgarður.
1. Lónshús, nefnd 1703 og æ síðan, er hér fyrr talin sér með Akurhúsum og Nýlendu.
2. Akurhús, nefnd 1703 og æ síðan, er hér talin fyrr með Lónshúsum og Nýlendu.
3. Nýibær, er nefnd 1703 og æ síðan, er upp við veg ofan við Akurhús.
Skúlhús4. Móakot, er nefnd 1703 og æ síðan.
5. Presthús, er nefnd 1703 og æ síðan. Talið er, að þau hafi verið byggð yfir prestsekkjur frá Útskálum.
6. Garðhús, er nefnd 1703 og æ síðan.
7. Nafnlaus hjáleiga heima við bæ, er nefnd 1703, veit ekki um hana nú.
8. Vatnagarðar, er nefnd 1703 og 1861, síðan ekki.
9. Naust, er nefnd 1703, þar var þá þríbýli. Það er þessi jörð, sem talin er að hafa verið á Naustarifi, eða réttara, að Naustarif séu leifar strandarinnar.
Tvær hjáleigur eru enn, sem ekki er vitað hvar voru:
10. Blómsturvellir eða Snorrakot, komið í eyði 1703.
11. Hesthús, í eyði.

FornmannaleiðiNaust hafa fyrr verið nefnd sem býli, en er nú horfið í sjó. Heitir þar nú Naustarif, þar sem bær þessi var, en nú brýtur á því sem þaragarði fyrir framan land og fer í kaf um öll flóð. Fyrr var talað um Lónsós og Lónið, sem er fram undan Akurhúsum. Hér er svo hin lendingin í Útskálalandi landmegin við Naustarif og heitir Króksós. Innan við ósinn er svonefnd Manntapaflúð, sem ekki mun tilheyra Útskálalandi. Þegar kemur svo upp á land, heita þar Sandsflatir fyrir neðan bæ inn með sjó, og svo er þar garður, sem nefndur er Langigarður. Hefur hann verið hlaðinn til varnar. Innan við þessar flatir er Útskálasíki. Neðan síkis á kampinum voru býli, nokkrar hjáleigur. Þar er hlið á garðinum, sem nefnt er Naustahlið. Við það er gamalt kot, nefnt Naustakot. Niður undan kirkjugarðinum eru rústir, sem nefndar eru Vatnagarðar. Upp af Sandaflötum, vestan eða réttara norðan Útskála, eru Fjósaflatir.
SmærnavallabrunnurUpp undir vegi, utan við götuna niður að Útskálum, eru Presthús, sem fyrr var getið, og þar innar var svo Garðhús, ofan við þjóðveginn. Svo er Sóltún, og móti Garðhúsum er Nýjaland. Ofan við veginn austan við Nýjabæ er Steinsholt . Þar eru rústir og kálgarðsrústir.
Þá er komið upp fyrir veg. Má þá geta þess, að Útskálar eiga allt land vestan vegar norður úr. Garðskagi er hið gamla nafn á nyrzta hluta skagans, reyndar alveg þvert yfir. Mun það vera leifar frá því, að hér var afgirt land, akurreinar. Lokaðist það af svonefndum Skagagarði, sem hlaðinn var frá túngarði Útskála og þvert yfir tána yfir í túngarðinn á Kirkjubóli. Sér leifar hans hér og hvar enn. Á Skaganum, sem er flatlendur, eru svo fá merki. Eru þar þó tveir smáhólar, Skagahóll, sem er á merkjum móti Lambastöðum, og sunnan hans er annar hóll, sem heitir Draughóll. Þaðan til suðvesturs eru Skálareykir.
HvönnSkálareykir eru gamlar bæjarrústir fast við miðjan Skagagarð. Þar sér fyrir túngarði og húsarústum (1840). Næsta hús við vitabústaðinn, rétt við Draughól, er býli, er heitir Hólabrekka. Skálareykja finnst ekki getið, hvorki 1703 né 1847. Eru til ýmsar tilgátur um býli þetta, m.a. að Ketill gufa hafi byggt skála,annan að Gufuskálum og annan að Útskálum. Svo var byggður nýr bær, þar sem reykirnir sáust frá báðum hinum skálunum, og því nefndur Skálareykir. önnur segir, að þar sjáist merki og, að þar hafi verið draugagangur, er setti bæinn í eyði, en trúlegra er, að það hafi verið vatnsskortur og fjarlægð frá sjó.

Útskálasíki

Í athugasemdum Sigurbergs H. Þorleifssonar segir m.a.: „Hjá Vatnagarði, líklega í austur þaðan, var hjáleiga, sem nefndist Garðar. Sigurbergur man eftir þessu koti í byggð. Þar bjó ekkja, þegar hann var drengur. Stekkjarkot var fyrir ofan Presthús, en það var komið í eyði, þegar Sigurbergur mundi fyrst eftir. Líklega sjást rústir beggja þessara kota enn. Skálareykir munu vera til suðausturs frá Draughól, en ekki suðvesturs. Yfirleitt er Sigurbergur ekki alveg sáttur við áttamiðanir í skránni.
SettubæjarbrunnurÍ skrána vantar allar upplýsingar um þinghúsið, sem stóð skammt frá Draughól og var notað fyrir hinn forna Rosmhvalanesshrepp. Hins vegar er getið um það í minnisblöðum Dagbjartar Jónsdóttur. Þar segir, að varðan, sem hlaðin var á þinghússtæðinu, eftir að húsið var rifið, hafi alltaf verið kölluð Siggavarða, en ekki Þingvarða, eins og til var ætlazt. En Sigurbergur segir, að hún hafi ávallt verið kölluð Þingvarða í daglegu tali, svo lengi sem hann man.“
Þegar gengið var um miðsvæði Garðs komu í ljós allnokkrar minjar, sem hvergi virðast hafa verið skráðar eða þeirra getið í heimildum. Ljóst er að gera þarf átak í að skrá og korleggja sýnilegar minjar í Garði því þær fela enn í sér löngu, en langa, sögu um búskap í Rosmhvalaneshreppi hinum forna. Í raun má segja að Garður feli sér eitt samfelld búsetuminjasvæði fyrri tíma hér á landi og ætti því að friðlýsa sem ómetanlegt sögusvið horfinna kynslóða.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 22 mín.

Heimildir:
-Örnefnalýsingar fyrir Útskála, Miðhús, Krók, Gerðar, Nýlendu, Akuhús og Lónshús.
-Jarðabókin 1703.
-Viðtöl við heimafólk.

Garður

Garður – fornleifauppgröftur.