Tag Archive for: Suðurnesjabær

Stafnes

Ætlunin var að ganga um bæjarkjarnana sunnan Fuglavíkur og norðan Básenda.
BirtanÝmiss örnefni á svæðinu gefa til kynna sögulega atburði fyrr á öldum, þjóðsagnakennd tákn og miklar mannvistarleifar. T.a.m. má enn sjá búsetu- og atvinnuminjar í Másbúðarhólma.
Haft var og í huga að enn eru ófundnar tvær gamlar selstöður frá Hvalsnesi, sem getið er um í Jarðabókinni 1703. Ekki er ólíklegt að þær leynist í landinu líkt og Sandgerðisselið og Bæjarskersselin hafa gert allt fram til skamms tíma.
Sigurður Eiríksson í Norðurkoti leiddi gönguna. Maðurinn sá þekkir svæðið eigi síður en sína eigin fingur.
Gangan hófst sunnan Melabergs. Eftirfarandi lýsingar eru byggðar á frásögn Magnúsar Þórarinssonar: „
Þegar gengið er með strandlengjunni frá Melabergi að Stafnesi er Markavik á ystu mörkum í norðri, sunnan við Kaðalhamra; byrjar þar Melabergsland. Almenningur heitir allstórt stykki, þar er lágur grjótkampur ofan við sjávarmálið, lágt klettabelti fyrir neðan, uppblástur ofan við kampinn á mjórri ræmu, en grasfletir þar fyrir ofan. Sunnan við Almenning tekur við alllangur og breiður sandur. Er sandur þessi niður undan bænum Melaberg og heitir Lindarsandur. Dregur hann nafn af lind þeirri, sem er þar vestan við túnið. Hún var vatnsból og talin eins konar lífslind.

Melaberg

Þetta sýnist þó vera ómerkileg hola í slétta grund og mun hafa verið talin hættuleg skepnum. Þau ummæli voru á Lindinni, að aldrei mætti fylla hana upp. Þetta var þó gjört á síðari hluta 19. aldar, og hlaut sá, er verkið vann, ógæfu nokkra. Hann hafði lokið verkinu, en var eigi genginn frá Lindinni er hann tók sjúkleika, sem varaði í nokkur ár, og fleira gekk báglega um tíma. Voru ummælin talin valda. Lindin var grafin upp aftur og hreinsuð; hefir ekki ógæfa á legið síðan. Þó Lindin sé eigi enn þá vatnsból Melabergs, er vatnið í henni hreint og tært. Hún hefir nú fengið þann umbúnað, að partur af tunnu hefir verið festur í botninn, og góður gangvegur er nú niður í holuna á einn veg. Geta kýr og aðrar skepnur gengið þangað sjálfkrafa til brynningar sér. Sunnan við Lindarsand eru háar klappir fyrst, en svo grasbakkar ofan við sjávarmál; eru bakkar þessir mjög sundur skornir af uppblæstri, enda jarðvegur sendinn og laus. Nokkur garðbrot voru hér og hvar um bakkana, líklega hlaðin fyrir löngu, skepnum til skjóls, enda heita þeir Skjólgarðsbakkar. Fyrir neðan bakkana er fjörufláki allmikill, sem heitir Skjólgarðsfjara. Sunnan við Skjólgarðsfjöru og Skjólgarðsbakka er Melabergsá.

Nesjar

Upp af Skjólgarðsbökkum, norðan við Melabergsá ofanverða, eru tveir stórir klettar með 3—4 faðma millibili; heita þeir Melabergsbræður, en í daglegu tali stytt í „Bræður“. Um 20—30 föðmum austar er einn steinn af sömu stærð og líkri lögun; heitir hann Smali. Milli þessara einstæðu kletta eru nokkrir tugir smærri steina, sem eru öðru vísi en annað grjót á þessum slóðum. Þeir eru sléttir, ljósir að lit, líkir að stærð og lægri í vesturendann. Ef á að lýsa þeim nánar, þarf að hafa sömu aðferð og þegar skoðað er gott málverk, en það er: að vera í hæfilegri fjarlægð og horfa á þá frá réttri hlið. Bezt er að standa spölkorn fyrir sunnan þá eða suðaustan og hugsa sér Suðurnesjaveðráttu, útsynning með hryðjum eða éljum. Er þá ekki öðru líkara en að þarna sé fjárhópur og snúi allar „kindurnar“ í veðrið og séu að bíta. Enda segir gamla sögnin, að Melabergsbræður, ásamt með sauðamanni og búsmala, hafi þarna dagað uppi um eina fagra sólarupprás einhvern tíma í fyrndinni.
Másbúðarhólmi

Í Másbúðarhólma voru mikilvægar bækistöðvar konungsútgerðarinnar og eru þar enn miklar verminjar. Másbúðir voru einnig vetvangur fyrsta byssubardaga Íslandssögunnar árið 1551. Þá sóttu norðlenskir hefndarmenn að tveimur fylgdarsveinum Kristjáns skrifara, drápu annan, en hinn slapp eftir að hafa skotið einn norðanmannana á flótta.
Fyrir sunnan Skjólgarðsbakka er nokkuð langur og breiður bás inn í landið; heitir það Melabergsá. Hún er þó ætíð þurr nema í hlákum á vetrum. Þá rann þar fram dálítill lækur af mórauðu leysingarvatni ofan úr heiðinni; gat lækurinn orðið farartálmi í svip, en sjatnaði fljótt. Suður frá Melabergsá að Nesjatúngarði eru grasflatir; heitir það Fit; hefir þar verið kúahagi Nesjamanna. Standa þar oft tjarnir á vetrum. Sunnan við ána framarlega stendur Másbúðarvarða, gild og gömul mjög, á háum kletttanga, sem er norðvestur úr Fitinni. Er tangi þessi enn samfastur við land, en sjór og vindur eyðir grassverðinum frá báðum hliðum, og innan ekki mjög langs tíma mun Másbúðarvarða standa á klettinum úti í sjó á flóði.

Hvalsnes

Sunnan við vörðuna er breitt sandvik, en sunnan við vikið hefir staðið fjárrétt Nesjamanna, stór og vel hlaðin; dregur vikið nafn af réttinni og kallast Réttarvik. Fyrir neðan og norðvestan réttina eru allháar klappir, heita þær Réttarklappir. Sunnan við Réttarklappir gengur út mjög langt rif, enda heitir það Langarif. Norðan í Langarifi, skammt framan við Réttarklappir, er stór og hár klettur, ljótur og hrikalegur, ílangur og söðulbakaður; heitir hann Svartiklettur. Lítið eitt utar er stórt og hátt sker, fast norðan við rifið; heitir það Illasker. Út í Illasker má ganga þurrum fótum um fjöru; sækir sauðfé mjög í skerið, því þar eru söl, en af því leiðir ákaflega flæðihættu. Líklega hafa öll „Illusker“ á Miðnesi fengið nafnið vegna flæðihættu.

Í Hvalsnesi

Utan við Réttarklappir, norðan við Svartaklett, en innan við Illasker, er bás inn í fjöruna eða djúpt lón, varið fyrir brimi og öllum áttum, nema norðan; ekki hefi ég heyrt nafn á lóni þessu, en mönnum hefir dottið í hug, að þar mætti hafa lítinn vélbát, að minnsta kosti að sumri til, ef tryggilega væri umbúið að legufærum.
Langarif greinist í tvennt að utanverðu. Norðurálman fékk nafnið Castorsrif, eftir að kútter Castor strandaði þar 19. marz 1903. Stór og hár kúlumyndaður haus er fremst á rifi þessu; ber hann nafnið Castorshaus, enda strandaði skipið rétt innan við hausinn.
Fremst á syðri álmunni eru Lögréttastórar og háar klappir, sem aldrei fellur yfir, sléttar á yfirborð, en þverhníptar utan allt í kring, fallegar og áberandi tilsýndar. Þær heita Sundklettur. Sunnan við Langarif, alla leið frá Sundkletti upp að norðvestur horninu á Nesjatúni, liggur svo nefndur Langós; hann er grunnur og þornar alveg um stórstraumsfjöru. Hann var þó stundum notaður fyrir smábáta um vor og sumar, en uppsátur haft við Garðsendann, eins og það var kallað, en það var neðri endinn á túngarðinum norðan við Nesjatúnið. Sunnan við uppsátrið var allhá klöpp og út af henni lágar fjöruflysjar. Er nú komið að Másbúðarhólma.
Þó of lítið sé ég kunnugur sögu Másbúða, sýnist mér þó, að það hafi verið fornmerkur staður og stórbýli á sinni blómatíð. Þar var oftast fjölmennt, einkum á vertíðum. Þar var konungsútgerð, við Másbúðir er sundið kennt, og sundvarðan stóra og myndarlega, sem enn stendur, umhirðulaus um Virkishúslanga tíð, stendur á gamla Másbúðalandi. —
Í manntalinu 1703 eru 11 manns á Másbúðum, en Nesjarnar og Melaberg ekki á skrá, enda allt í eyði. Másbúðir hafa verið höfuðbólið á þessum slóðum á fyrri tíð. En landbrot hefir orðið ákaflegt þarna. Másbúðarhólmi, sem nú er stór eyðiklettur úti í sjó, 80—100 faðma frá sjávarkampi fyrir ofan, var áður áfastur við land og virðist hafa verið þar víðátta graslendis, sem nú er þangi vaxin fjara. Við skulum láta jarðabókina frá 1703 lýsa því, hvernig þá var umhorfs á þessum slóðum, og taka aðeins það er máli skiptir í þessu efni.
„Maasbuder.
… heimræði árið um kring og lending góð og ganga skip ábúanda, þá honum hentar Þar gengur og eitt kongsskip, áttæringur og geta þessi skip naumlega viðhaldizt fyrir vofveiflegum og sífelldum sjávar yfirgangi, sem að bæði grandar vergögnum, húsum og skipum.
Hvalsnesvörin… Tún fordjarfast stórkostlega af sands og sjávar ágangi og hefir Sjórinn fyrir innan sjötíu ár brotið sig í gegn um túnið á tvo vegu, þar sem áður var svarðfast land, svo að nú stendur bærinn á umflotinni eyju og fer þetta landbrot árlega í vöxt, svo að nú er þar eigi fært yfir með stórstraumsflóði nema með brú, sem hún brýtur af um vetur, og er það eitt með stærstum meinum ábúandans, sem á fastaland þarf að sækja mestan hluta síns heys um sumar, item vatn, grasnautn alla, peningsins nytkan um sumar og þvílíka tilfæring Svo að heima við bæinn ekkert vatn er vetur né sumar nema fjöruvatn alleina, sem marg oft á vetur ekki næst fyrir Sjávarísum
… Hagar öngvir vetur né sumar nema fjaran og það, sem ábúandinn leigir af eftirskrifaðri eyðijörð …
Gömlu Nesiar…
SólskuggiGömul hjáleiga frá Másbúðum, langar stundir í eyði lögð, og þykist ábúandinn ekki fyrir utan sinn skaða mega hana aftur upp byggja vegna grasleysis.
Norður Nesiar…
Forn eyðijörð, hefir legið í auðn yfir hundrað ár. Eigandi Kirkjan á Hvalnesi, og er jörðin aldeilis yfirfallin með sandi og stórgrýti og aldeilis óbyggjandi. Þar er hvorki vatn né lending að gagni.
Melaberg…
Eyðijörð, hefir legið í auðn yfir hundrað ár. Jarðardýrleika vita menn ekki Eigandi Kongl. Majestat, og er þessi eyðijörð leigð til Másbúða, item hafa Landamenn þar torfristu fyrir utan nokkra sérdeilis afgift og svo hagabeit í sama landhaga . . .
. . . Þessi jörð [Melaberg] er aldeilis yfirfallin af sandi og grjóti, svo þar er ekkert eftir nema lítil grasnautn, sem Másbúða- og Landamenn brúka, svo sem fyrr er getið. Item brunnur góður [það hefir verið Lindin], en lending eingin. Þar með mega þeir á Löndum og Másbúðum ómögulega missa þessarar beitar; annars mundu báðar þær jarðir varla eða ekki byggjast.
Fram koma þeir, sem þykjast heyrt hafa af gömlum mönnum, að þetta Melaberg hafi til forna bóndaeign verið, og hafi Kongl. Majestat keypt jörðina at Guðmundi nokkrum; skuli svo jörðin lögð hafa verið til Landa og Másbúða ábúanda brúkunar og til þess einkanlega keypt af fyrri eigendum …“

Nýibær

Þarna hefir eyðileggingin verið í algleymingi, bæði af sjávarágangi og uppblæstri. Á 17. öld hefir Másbúðarhólmi hlutazt frá fastalandinu, en þangað til var samgróið tún á öllu því fjörusvæði, sem nú er milli lands og Hólma. En Norður-Nesjar og Melaberg í eyði og talið óbyggilegt af sandi og grjóti. En þetta hefir að mestu snúizt við og mætti um það segja hið fornkveðna: „Sitt er að jörðu hverri, samt er á öllum búið.“
Melaberg „hefir legið í auðn yfir hundrað ár“ segir jarðabók frá 1703. Það hefir þá fallið í eyði um eða fyrir 1600. Er þá ekki fjarri sanni, að það hafi legið í eyði að minnsta kosti um 250 ár, því að það er fyrst 1838 að það finnst í sóknalýsingu Hvelsnessóknar, en þá búa þar Ólafur Ólafsson og Guðrún Hermannsdóttir kona hans. Ýmsir bjuggu á Melabergi á 19. öld, en stundum var það í eyði þá. Það var talin kotjörð og ábúendur jafnan fátækir. Hefir svo verið fram að síðustu áratugum, þar til dugnaðarmenn þar búandi, fyrst Kort Elisson að nokkru og þó enn fremur Hjörtur Helgason, hafa með nútíma tækni gjört það að stórbýli, sem ber nú 10—12 nautgripi.
SjóhúsNorður-Nesjar, sem var eign Hvalsneskirkju, hafa aldrei byggzt aftur, en þó má enn sjá minnjar þeirra í hrauninu (uppblæstrinum) lítinn spöl suður og austur frá Melabergsá.
Það var sögn eldri manna fyrir 1900, að Nesjar hefðu áður staðið á túnbungu þeirri, sem nú er norðan undir, sem næst miðjum, markagarði þeim, er enn stendur og skilur Landa- og Nesjatún vestanverð. Skilst mér, að þar hafi staðið eyðibýlið „Gömlu-Nesjar“, sem var hjáleiga frá Másbúðum. Jarðabók frá 1703 segir ekki, að Gömlu-Nesjar séu „aldeilis yfirfallnar af sandi og grjóti“ eins og hún orðar það um Norður-Nesjar og Melaberg, heldur hitt, að ábúandi Másbúða vilji ekki byggja hjáleiguna vegna grasnytjanna, sem hann telji sig ekki mega missa. En hjáleigunni hefir efalaust fylgt túnskák úr Másbúðatorfunni, sem mun hafa verið allt núverandi Nesjaland með túni út að Hólma og efalaust á flesjunum norður að Langós og suður að Landa mörkum.
BrúÁrið 1758 eru Nesjar komnar í ábúð, og getur hafa verið fyrr, en bækur vantar frá því tímabili. Þar búa þá Þórður og Geirlaug Birtingsdóttir (bætt við síðar í bókina). Verður ekki meira um þau sagt, því föðurnafn bónda vantar og aldur. Sama ár búa á Másbúðum Erlendur Jónsson og Guðlaug Þóroddsdóttir með 10 manns í heimili, á ýmsum aldri. 1762 er Erlendur þessi og Guðlaug komin að Nesjum og hafa líklega flutzt þangað 1759, því þá hverfa Másbúðir úr sóknalýsingu Hvalsnesprestakalls og er aldrei getið síðar fyrr en 1849, að þar eru Jón Guðmundsson og Guðrún Jónsdóttir, fyrstu búendur á Másbúðum eftir 90 ára auðn. Það er auðsætt, að þegar sjórinn hafði afhólmað býlið, var forn gifta Másbúða um garð gengin. Margir voru búendur á Másbúðarhólma síðari hluta 19. aldar, allir í tómthúsi; flestir bjuggu stutt þar og stundum var Hólminn í eyði.
Síðasti búandi á Másbúðum var Jón Jónsson f. í Kvíavöllum í Kirkjubólshverfi 24. ágúst 1847. Foreldrar hans voru Jón Oddsson og Guðrún Skíðadóttir, Loftssonar, hjón, búandi þar. Bústýra Jóns á Hólmanum, eins og hann var þá oftast nefndur af nágrönnum, var Guðrún Níelsdóttir f. 8. júlí 1843 í Hólmahjáleigu í Landeyjum, en var uppalin á Arnarhóli. Foreldrar hennar voru Níels Þórarinsson og Sigríður Guðmundsdóttir. Guðrún var ekkja Eyjólfs Eyjólfssonar í Norðurkoti á Miðnesi, er hún fór að búa með Jóni. Þau bjuggu á Hólmanum frá 1884 til 1895 en byggðu þá nýbýlið Akra í suðausturhorni á Landatúni, enda hét sá túnpartur Akrar, sem þau byggðu á.
LeturEinn son áttu þau Jón og Guðrún, er Guðjón heitir, hann er fæddur í Höfnum suður, en ólst upp á Hólmanum. Hann er nú (1955) 73 ára að aldri (f. 10. 3. 1882) búsettur í Reykjavík, elzti starfandi sjómaður þessa lands og var af því tilefni heiðraður nýliðinn sjómannadag. Guðjón einn er enn á lífi af öllum þeim fjölda manna, sem átt hafa heimili á Másbúðum.
Másbúðarhólmi er einn samfelldur klettur, að mestu þverhníptur utan, nema nyrðri hluti austurhliðar, þar er malarhalli. Lengd Hólmans frá norðri til suðurs mun vera 80—100 faðmar, en breidd 30—40 faðmar. Bærinn stóð á miðjum Hólmanum, þar sem hann er hæstur, en að öðru leyti ekki hærri yfir sjávarmál á stórstraumsflóði en svo, að í óvenju-háflæðum með foráttu brimi og útsunnan fárviðri gengu sogin yfir allan Hólmann og fossuðu niður að innanverðu, en sjórokið buldi á þekju baðstofunnar, svo að full ástæða var til að óttast að allt riði niður þá og þegar, enda var þá flúið á land undir næstu nótt. Þó hefir flóð aldrei alveg grandað bænum, svo vitað sé.
MásbúðarvörVarla verða nú séðar minnjar eftir forna útgerð á Másbúðum. Þó er vik eitt inn í klappirnar, nefnt Gamla-Vör eða Kóngsvör. Sáust þar kjölför í klöppunum fram undir síðustu aldamót, en munu varla greinast nú. Eitt ártal er höggvið í klappir þar — 16 hundruð og eitthvað —. Guðjón, sá er áður var nefndur, segist eitt sinn, rétt eftir 1890, hafa tekið sér fyrir hendur að róta upp í gömlum öskuhaug, sem var þar í námunda við bæ-inn, og fann þar heilmikið af brotnum krítpípum, en þær voru talsvert notaðar af reykingamönnum fyrrum, þær voru sélegar og ódýrar, en brothættar mjög. Einnig fann hann þar gamalt signet, en man ekki stafina; svo fór það í glatkistuna.
Nesjabóndinn, Guðmundur Lafransson, fékk nokkrar heysátur af Hólmanum frá því hann kom þangað 1882, en það fór árlega minnkandi, því sjórinn brenndi holur í grunnan grassvörðinn á klöppinni, og um aldamót var hætt að nytja Hólmann.
Svo er að skilja á jarðabók 1703, að þar hafi eigi annað vatn verið en fjöruvatn. Brunnhola var þó til á síðustu árum byggðar þar, en vatnið varla nothæft vegna seltu; fjöruvatn rann þá enn með lágsjávuðu undan klöppunum, en reyndist eigi heldur gott. Varð því oftast að sækja vatn heim í Nesjabrunn.
Í HvalsnesfjöruÞað var sögn gamalla manna, er mundu þá tíma, að Sigurður. B. Sívertsen, merkisprestur á Útskálum, hafi um og eftir miðbik 19. aldar, gert út áttæring á Másbúðum fyrri part vetrarvertíðar, en tók skipið heim er netjavertíð byrjaði í Garðsjó. Hér var til systur að sækja um uppsátrið, en madama Helga Brynjólfsdóttir átti séra Jón Steingrímsson, sem fluttist að Nesjum, er hann hætti prestskap í Hruna (d. 1851). Madama Helga bjó í Nesjum fram yfir 1880, að hún fór til Þórunnar systur sinnar í Kirkjuvogi og dó þar 1882.
Fram um 1890 voru tveir smáir grashólmar eftir milli lands og Hólma, en eyddust þá óðfluga og voru algjörlega horfnir fyrir aldamót. Tvennar, fremur smáar klappir stóðu þá upp úr á venjulegu flóði og milli þeirra lá gangbrúin í þrennu lagi, hin fyrsta frá landi út í næstu klöpp, önnur milli klappanna, og hin þriðja út í Hólmann og var sú lengst. Ekki var brúin í beinni línu, því klappirnar stóðust ekki á, og lengdi það vöðulinn, en hægara var um stefnuna, þegar klappirnar voru upp úr. Gangbrýrnar voru endurbættar á hverri vertíðarbyrjun. Þær voru allþykkar, en máttu ekki vera háar, þá braut brimið þær niður og ruglaði hleðslunni, því straumþungur sogadráttur er í brimi milli lands og Hólma. Þetta var skipgönguleið Nesjamanna, meðan uppsátur var á Másbúðarhólma, svo ill sem hún var, einkum í stórstrauma; þá var skipgangan á flóði kvölds og morgna. Þegar illt var fyrir dýptar sakir, vóðu stundum tveir saman, studdu hvor annan og fundu þá betur fótum sínum festu á þessum óslétta grjóthrygg undir djúpu vatni, en hyldýpi báðum megin.

Útihús

Aldrei mun þó hafa orðið slys af þessu, og má nærri furðulegt heita, að enginn skyldi ganga út af í illviðri og dimmum, svo óþægilegt sem þetta var. Bátar voru að vísu í Hólmanum og annars oftast við hólinn í túninu fyrir ofan kampinn, en til þeirra var aðeins gripið, þegar sogadráttur var, því þá var með öllu óvætt, einkum á yzta partinum.
Másbúðarsund er Keilir um Másbúðarvörðu, og ber þau mið í sem næst miðjan Sundklett, sem er þá undirmið, ef Keilir er dulinn. Norðan við Másbúðarsund eru Skjálfandar ; þeir eru á grynningahryggnum, stórir og miklir boðar, en hjaðna snögglega þegar dýpkar, niður í Álinn. Sunnan við Másbúðarsund er Flagan, stór boði, sem byrjar djúpt að falla, en er ekki uppi jafn snemma og Skjálfandar. Meðan brim er ekki stórkostlegt hjaðnar hún niður nokkuð frá landi, en í foráttu veður hún alla leið í land, upp á Landafjöruna.
HvalsnesFlest skip, sem voru í Hvalsnespollum eða Stafnesdjúpi og áttu heima norðar en í Hvalsneshverfi, fóru inn Másbúðarsund og svo norður Álinn, Virkisvörðu um Moshús. Þau, sem áttu lendingu fyrir norðan Eyri, fóru Eyrarsundin, oftast Músasund.
Nesjaskipið, sem hafði uppsátur á Másbúðarhólma, fór Másbúðarsund. Er það kom inn úr sundinu, sveigði það suður á við, þar til Nesjabærinn eins og sat á Hólmataglinu (suðurendinn); var það miðið á ósnum, milli tveggja hnöttóttra skerja, sem kölluð voru Suður- og Norðuróssker. Rétt utan við ósinn er þarahvirfill, sem brýtur á, ef brim er að ráði; verður að fara fyrir norðan hann og róa inn undir honum á ósmiðin. Einnig er á ósnum sjálfum skakkstreymi eitthvert, og verður að halda sig sem næst suðurskerinu. Kunnugustu menn hafa komizt í kröggur við norðurskerið, svo mjög sækir þangað, ef ekki eru vakandi gætur á hafðar.
Allstór pollur er fyrir innan ósskerin, djúpur og hreinn, varinn smáskerjum allt í kring. Ætíð flýtur upp í vör, og gott er þar á land að leggja, hreinar klappir og möl. En lá var þar talsverð um flóðið, ef brim var. Það kom fyrir, ef þó var talinn fær sjór, að skipið var sett inn af Hólmanum og róið út sunnan við taglið, því nóg var dýpi um flóðið. Sömu aðferð varð einnig að hafa, þegar að var komið, ef lá var til baga.
Sjávarhúsin stóðu flest vestan við bæinn, þar var Hólminn hæstur. Þar var líka hróf skipanna. Það var traustur tvíhlaðinn grjótgarður, vinkillagaður, sem var skipunum til öryggis fyrir veðrum og sjógangi.

Nesjabændur höfðu útgerð sína á Másbúðarhólma til 1903, en þá þótti eigi lengur unnt að hafa þar útgerð, vegna óþægindanna við skipgönguna um flóð. Var þá gjört uppsátur í Réttarvikinu, sem áður er nefnt. Í staðinn fyrir að áður var vikið suður af sundinu, þegar lent var á Hólmanum, var nú vikið af Másbúðarsundi norður á Alinn og róið upp fyrir norðan Sundklett, Castorshaus, Illasker og Svartaklett að Réttarklöppum og fiskinum þar kastað á land. Nokkur sjávarhús voru byggð þar. En þetta stóð ekki nema fáein ár; um eða eftir 1920 lagðist útgerð í Nesjum niður fyrir fullt og allt.
SjóbúðRúm 50 ár eru síðan lauk útgerð á Másbúðarhólma. Hefir brimið glingrað við gangbrautirnar síðan, án nokkurs viðnáms af mannanna hendi, enda svo eyddar orðnar, að aðeins má sjá, hvar þær hafa verið. Hólminn er að fjarlægjast fastalandið, hægt en öruggt. Kampurinn fyrir ofan er að hlaðast upp og færast upp á túnið og hefir þegar hvolft sér nokkra faðma inn yfir háan túnbakkann, sem allur var grasi gróinn um aldamót. — En Másbúðarhólmi er harður í haus og verður til langt fram í aldir og loks grynning, sem boði fellur á, og það verður stór boði, hvert nafn sem hann kann að fá.“
Magnús Þórarinsson segir í „Leiðir, lendingar og örnefni á Miðnesi“, frá Hvalsnesströndinni: „Í mjóu fjörunni utan við Busthúsalón er dálítið sker ílangt, mætti eiginlega kallast rif. Það snýr til austurs og vesturs eða að og frá landi. Það er nokkuð hærra en fjaran í kring, fer varla í kaf á smástraumsflóði og þess vegna þanglaust ofan. Er malarhryggur efst, rásir eru báðum megin, og er þarna mikil flæðihætta. Sker þetta heitir Barnhólmi. Tökum eftir nafninu, ílangt sker í fremstu fjöru heitir hvorki rif eða sker, heldur Hólmi. Þarna hefir auðvitað verið grashólmi, þó enginn viti nú, hvenær hann eyddist að fullu. Barnhólmi er ekki heldur ýkjalangt fyrir utan Busthúsahólmann stóra, sem nú er að eyðast. Nafnið bendir líka til einhvers í sambandi við barn, enda talið að barn hafi farizt þar, en enginn mun vita það með vissu. Hitt er víst, að um miðjan Barnhólma eru fjörumerki milli Busthúsa og Hvalsness.
Við suðvesturhorn Nýlendutúns (sem er sunnan við Busthúsatún) byrjar Hvalsnestangi, það er dálítið landsvæði sjávarmegin við byggðina. Skiptast þar á tjarnir og þýfðir móar. Þar er kúabeit, einnig hesta og sauðfjár að nokkru. Brattur malarkampur er umhverfis allan tangann, bæði norðan og vestan. Gengur kampurinn í sljótt horn, er skagar til norðvesturs. Norðan undir kampinum er lág þangfjara allt norður að Barnhólma, en vestan við kamphornið eru Skollaklettar, hár strýtumyndaður stór klettabálkur, rétt um flæðarmál. Skollaklettar eru ljótir, draugslegir og óhugnanlegir. Þegar lagt er saman svipur og nafn klettanna, koma forynjur í undirvitundina. Sunnan við þá er Skollaklettavik, en norðvestan við þá eru Strandklappir. Það er langur og allhár fjörubálkur, þverhníptur fremst. Suðvestan í Strandklöppum er Strandklappavik, er ætíð hvítur sandur í viki þessu.
Ærhólmar

Framan við strandklappir er hnöttótt sker, hátt, bert og einstakt; heitir það Æðarflös. Róa má opnum bát milli Klappar og Flasar í brimlausu. Rif eða lágur grandi liggur frá Strandklapparviki út að Æðarflös; heitir það Sölvarif. Flúðir eru margar kringum Æðarflös, vaxnar þönglum og þaraskógi; heita þær Strandklappaflúðir. Norðaustan við Strandklappir er bogadregin vík utan við fjöruna; heitir það Strandklapparvík. Sunnan við Skollaklettavik er Moshúsafjara, suðvestan í Hvalsnestanga. Sunnan til í fjörunni er nokkuð breið vík, sem heitir Fúla, en hár og brattur kampur er fyrir ofan. Fram af Fúlu er sker, oftast umflotið. Það heitir Bleikálusker. Sunnan við Fúlu eru í flæðarmáli svo nefndar Fúluklappir. Sunnan við klappir þessar er gömul lending, sem kölluð er Stokkavör. Enginn veit, frá hvaða tíma hún er, en hefir verið mikið notuð. Það sýna hin greinilegu kjölför, sem enn eru glögg í klöppum þar. Á síðari árum var þó stundum fiski kastað af í Stokkavör, því þar var hægari uppburður en í bratta kampinum í réttu vörinni. Einnig mun stórskipin hafa verið sett í hróf að vertíðarlokum upp úr Stokkavör; það var hægari setning þar. Fast sunnan við Stokkavör eru háar og miklar klappir, sem heita Stóru-Klappir. Fram af klöppunum er fjörutangi, sem tilheyrir Smiðshúsum, en sunnan við Stóru-Klappir er lending Hvalsnesinga. Sunnan við lendinguna er einnig Smiðshúsafjara á smáparti. Suður frá gamla Gerðakoti liggur hár og mikill stór malarkampur á dálitlum spotta. Fyrir ofan kampinn er nokkuð stór ílöng tjörn, heitir hún Hrossatjörn.

Hólakotsbót

Fyrir neðan kampinn er Gerðakotsfjara. Sunnan við hana er Nýjabæjarfjara. Fram af henni sunnan til er Hásteinn, það virðist vera einn stór klettur fremst á löngu rifi, sem heitir Hásteinsrif. Er rif þetta fjörumerki milli Nýjabæjar og Nýlendu. Hásteinn er góðan spöl fyrir utan allar aðrar fjörur á þessu svæði og svo hár, að á hann sést með hálfföllnum sjó. Allt í kring um hann eru þarahvirflar, sem mjög brýtur á í brimi. Sunnan við Nýjabæjarfjöru er Markaklöpp í flæðarmáli, og sker er þar fram af Nýjabæjarfjöru, sem heitir Miðsker. Sunnan við Markaklöpp eru Litlu-Skollaklettar, utan við flæðarmál, svartir og þanglausir. Lítið eitt sunnar er gamalt byrgi á bakkanum, kallað Nýlendustekkur; þar fram af átti Nýlenda reka og þangfjörur. Vík nokkur er þar fyrir sunnan, kölluð Ásuvík. Fékk hún nafnið, er kútter Ása strandaði þar 9. október 1919. Er þá komið að Ærhólmum, sem eru þrír grasi grónir höfðar í röð frá norðri til suðurs. Heita þeir Nyrzti-, Mið- og Syðsti Ærhólmi; er hinn síðast nefndi laus við land, en hinir samgrónir bakkanum. Illasker er fram af Ærhólmum, mjög hættulegt flæðisker.
Sunnan við Stafnesskerið er Mjósund. Frá Gerðakotskampi, sem er fyrir neðan Hrossatjörn, alla leið að Stafneshverfi, eru grasbakkar ofan við sjávarmálið. Þó hefir sjórinn borið nokkuð af grjóti upp á bakkana. Frá bökkunum upp að hrauninu (uppblæstrinum) er allbreið valllendisræma, smáþýfð á pörtum. Heitir það Móar.
Hár hóll, strýtumyndaður, er í Smiðshúsatúni, aðeins til vinstri handar, þegar gengin er sjávargatan frá Hvalsnesi niður að naustum þar. Heitir hann Virkishóll. Á hólnum er allmikil grjótvarða, kölluð Virkisvarða. Í vörðuna er festur staur og efst á honum er myndarlegur þríhyrningur af tré. Annað merki af sömu gerð er á kampinum norðan við naustin. Þetta eru sundmerkin á Hvalsnessundi. Norðan við sundið er stór boði, sem heitir Bleikála, hann fellur til austurs, heldur frá sundinu og gengur upp á Moshúsafjöruna (Bleikálusker). Sunnan við sundið er brimsvaði mikill á sífelldum þarahvirflum kringum Hástein, sem áður var nefndur, og er þessi brimsvaði samfelldur um alla Hólakotsbót (Bótarboðar. En sá boði, sem næst gengur sundinu, heitir Þyrill.
Sundið var oftast tekið á miðinu Valahnjúkar, þó stundum utar, og því haldið eftir áður greindum merkjum, þar til Heiðarvörðu (fyrir ofan Hólakot, nú horfið) ber í vörðubrot á nyrzta Ærhólma. Er þá haldið á bæinn Gerðakot (nú horfið) og því haldið, þar til kirkjuna ber í syðsta sjávarhúsið fyrir ofan vörina. Er sú stefna beint á lendinguna. Þessi leið virðist vera hrein; þó er eitt að varast. Suður úr fjörutanganum, sem gengur fram af Stóru-Klöppum, er grynnsli, en austan við þetta grynnsli og aðeins lengra úti í lóninu er flúð, sem kemur upp úr um stórstraumsfjöru, hún heitir Vatnasker. Varast verður að fara nokkuð norður af merkjum vegna þessara grynninga, ef lágsjávað er.
GrundTvær eru lendingar þarna og voru báðar notaðar á vetrarvertíð. Í Hvalsnesvör lentu skipin frá Busthúsum, Nýlendu, Moshúsum, Nýjabæ og Hvalsnesi. Vörin hefir einhvern tíma verið rudd inn í stórgrýtisurð, sunnan og innan við Stóru-Klappir. Mjög er þar bratt upp að setja, og var oftast bundið fram af skipunum, þegar þau stóðu neðan í kampinum, því þau gátu vegna brattans runnið sjálf til sjávar við minnstu hreyfingu. Væri von veðurbreytinga, voru þau sett upp á flórinn við sjávarhúsin.
Í svonefndu Gerðakotsviki lentu skipin frá Gerðakoti (og Landlyst, þegar útgerð var þar). Vik þetta er nokkrum föðmum sunnar en aðalvörin og beint upp af lóninu, sem er fyrir framan lendingarnar. Þar var lent í malarkampi, og skipin sett þar upp, en færð í skjól við sjávarhúsin, ef hætta vofði yfir af  háflæði.“
SigurðurSigurður gekk um og nefndi einstakar tóftir með nafni, s.s. Garðhús, Tjörn, Hlið, Smiðshús, Moshús, Nýjabæ og Gerðakot. Sunnar eru tóftir Móabæjanna.“
Um Stafnes segir Magnús í lýsingum sínum: „S
yðsta örnefni í Hvalsneslandi var Mjósund. Er þá komið að landareign Stafness og Stafneshverfis. Á góðu og gömlu, sjómannamáli bátverjanna á opnum áraskipum var öll hin stóra vík frá Ærhólmum að Stafnesrifi kölluð einu nafni, Hólakotsbót. Á henni eru eftirtalin örnefni: „Landamerki milli Hvalsnes og Stafneshverfis eru í viki einu litlu sunnan við Ærhólma; heitir það Mjósund, stundum kallað Skiptivik. Á bakkanum er lítill grasblettur, sem heitir Ögmundargerði, og þar sunnan við er gamalt byrgisbrot, sem er kallað Stafnesstekkur. Víkin sunnan við Stekkinn heitir Stafnesvík. Sunnan við er Glaumbæjarvík, og skilur smágrjótrani víkurnar. Á bakkanum fyrir ofan er hóll grasi gróinn, sem heitir Glaumbæjarhóll, það er gömul rúst. Sunnan við Glaumbæjarvík er Glaumbæjarrif, öðru nafni Kúarif, í fjörunni. Sunnan við Kúarif er Nýlenduvík; nær hún suður að Hliðhólsklöpp, sem er í sjávarmáli niður af hliðinu á túngarðinum norðan við gamla Hólakot, ætíð nefnt af umfarendum „Hólakotshliðið“. Fram af Hliðhólsklöppum eru Selatangar. Það eru nokkur smásker í röð, sem koma upp úr um fjöru; þar á meðal eru Skjöldusker og Kringlótta-Sker. Sunnan við allt þetta, sem nú hefir nefnt verið, er nafnlaus fjara suður að svo nefndum Hólakotshól, en það, er gömul rúst á sjávarbakkanum, niður af Hólakoti, sem var nyrzti bær í Stafneshverfi og nyrzta túnið, en bærinn hefir staðið í eyði um allmörg ár.
Öll túnin í StafnesStafneshverfi eru samliggjandi flatneskja, en sundur greind með gaddavír á stólpum. Þess má geta um víkur þær, sem kenndar eru við Glaumbæ, og Nýlendu, að þarna var rekafjara þeirra og þangtekja, enda voru þetta gamlar hjáleigur frá Stafnesi.
Byrjar nú sjávarröndin í Stafneslandi: Nyrzt, rétt við mörkin, er hóll á bakkanum með gamalli bæjarrúst; heitir það Harðhaus. Þá liggur túnbakkinn bogadreginn til suðvesturs; heitir það Refar. Ná þeir yfir túnspildu talsverða neðan af túninu og fram á tanga þann, sem heita Refagarðar, en fremst heitir það Refstangi. Er þarna fjöldi af gömlum bæjarrústum. Má það eðlilegt kalla, að eitthvað sjáist af rústum, því 10 voru hjáleigurnar, sem Stafnesi fylgdu 1703, og auk þess 12 eyðihjáleigur og búðir, allar taldar með nafni í jarðabók. Þó eru nokkur nefnd nú, sem ekki eru þar talin; hafa líklega verið byggð síðar, en þó fyrir löngu í eyði komin.
StafnesVíkin fyrir framan Refagarða heitir Vallarhúsavík, og fremst í henni eru Sveinshöfðaklappir. Á þeim stóð áður bær með því nafni. Við sjóinn niður af Refagörðum er Borgarvör, gamall lendingarstaður. Upp af Sveinshöfðaklöppum er Kerlingarlón efst í fjörunni milli klappanna og túnbakkans, féll sjór upp í lón þetta á stórstraumsflóðum, en ekki þess í milli; fúlnaði þá í lóninu vegna þara og óþverra, og þótti heldur ami að. Vallarhúsarif liggur til suðvesturs frá Selatöngum; fremst á því er hnúður, sem heitir Vallarhúsahaus. Á Refstanganum er svo kölluð Litla-Rétt. Heitir hún svo, af því að önnur rétt stærri var þar nokkru sunnar, en Réttarkampur heitir moldarhryggur við sjóinn milli Réttanna.
Á klöpp niður af Litlu-Rétt, beint fram af Refstanga, er stór svartur steinn, sem er mið á innsiglingu og verður síðar getið Fram af Litlu-Rétt er rif eitt, hátt nokkuð, sem heitir Bóndarif, en fram af Bóndarifi liggur sjálft Stafnesrif til suðvesturs. Milli Bóndarifs og Stafnesrifs er djúpt lón eða öllu heldur hylur; mun þar vera 12-14 faðma dýpi um lágflæði. Utan við hylinn er slétt sker, sem aðeins kemur upp úr um fjöru; heitir það Kolaflúð. Þar hafa strandað tvö botnvörpuskip, svo vitað sé, Jón forseti 1928 og Admiral Toco 1913. Strandaði hinn síðarnefndi í foráttu brimi, svo engin björgun var hugsanleg, enda fórust menn allir, og svo einkennilega bar við, að aldrei hefir lík rekið af því skipi. Sömu urðu afdrif þessara skipa, að þau limuðust sundur á Flúðinni, flökin hurfu niður í hylinn og bólar ekki á þeim síðan. Þarna virðist vera dauður blettur; aldrei fellur brim yfir hylinn sjálfan, og kyrrð virðist í botni, því ekkert rekur upp af því, sem þar sekkur niður.
StafnesvörSpöl norður af Kolaflúð eru Litli-Hásteinn og lítið eitt norðar Stóri-Hásteinn, hvorttveggja einstakir steinar upp úr sjó að sjá með lágsjávuðu. Eru nú talin örnefni í Hólakotsbót.
Gelluklappir (frb. hart, eins og hella, fella) heita klappirnar háu og stóru, sem eru syðst og yzt fram af Stafnestúni. Þar stóðu fiskhús allra hverfismanna efst á klöppunum og ofan við þær. Var húsaþyrping þessi kölluð Garðarnir og var algengt mið út af Norður-Miðnesi, einkum á Skörðum. Stafnesvitinn stendur á Gelluklöppum, byggður 1925. Er hann góð leiðbeining sjófarendum fyrir hina hættulegu Stafnestanga, þó raunar hafi strönd orðið þar síðan. Fram af Gelluklöppum er Möngurif, fremur stutt, en nokkuð hátt, það liggur til suðvesturs út í Gjána, er síðar verður nefnd. Milli Gelluklappa og Möngurifs er mjó rás fast við klappirnar; flýtur þar bátur með hálfföllnum sjó. Var rásin oft notuð í ládeyðu, ef för var heitið norður á bóginn. Önnur rás var utan við Bóndarif; heitir hvor tveggja rásin „Hörmungasund“, og sama mið á báðum, en það er, að Stóri-Básendahóll jaðri við Skiphólma.
Frá Gelluklöppum liggur sjávarmál til austurs, inn í svo nefnt Sandhúsavik, sem er sunnan við Stafnestúnið. Eru þar þessi örnefni.
Í suðurenda Gelluklappa myndast lítið vik, sem heitir Norðlingabaðstofa. Mun nafnið vera frá þeim tíma, er Norðlingar sóttu sjó á Stafnesi fyrir öldum síðan. Ýmsar sagnir eru skráðar um sjómennsku Norðlinga þar. Ein er sú (úr Sögu Íslendinga VI, 452), er Skúli Magnússon, síðar landfógeti, hafði ráðsmennsku Hólastóls.
„…Þá hafði Stóllinn 9 menn í veri á Stafnesi syðra um vetrarvertíð 1742. Var hlutur vermanna alls 30 hundruð stór og 70 fiskar, og vo afli þessi verkaður alls 70 vættir og 5 1/2 fjórðung, auk sundmaga og hausa.“
StafnesvitiMá nærri geta, að ekki hafa þetta verið einu Norðlingarnir, sem þá reru á Stafnesi. – Önnur sögn, sem er í ýmsum annálum, er hér tekin upp úr Suðurnesja annál séra Sigurðar B. Sívertsen á Útskálum (prentaður í Rauðskinnu 1953, III, 19): „1685. Mannskaðavetur. Skiptapar ógurlegir á Góuþrælnum. Sjö á Stafnesi. Drukknuðu 58 menn. Það sjöunda [hér er einhver villa] gat hleypt inn Hamarsund og björguðust menn. Á tíæringunum frá Stafnesi voru flestir útróðrarmenn að norðan og margir valdir menn . . . þar á meðal Ólafur yfirlestamaður frá Hólum, Þorsteinsson.  Þann 11. marz voru 42 menn jarðsettir við Útskálakirkju, en daginn eftir rak 47 upp, er einnig voru grafnir þar, í almenningi að kórbaki. Reiknaðist svo til, að í allt hafi drukknað 156 manns …“
Austan við Norðlingabaðstofu er Stokkavör, ævagömul, enda stundum nefnd Gamlavör. Þar innan við er Gosuvik; hefir þar verið gjörð lending, sem heitir Gosuvör, en er oft nefnd Skökk; mun það vera af því að hún stefnir skáhallt inn í grjótið. Þar uppi á bakkanum er hóll með rúst. Þar stóð bærinn Gosa. Innan við Gosuvör er Skiphólmi. Það er hár hóll, grasi gróinn að nokkru. Þar var áður býli, en nafnið er týnt, það kynni að vera Litlu-Hólmahús (44a), sem var eitt af eyðibýlunum við Stafnes 1703. Til suðvesturs frá Skiphólma liggur grynningatunga út í Gjána. Hyldýpi er báðum megin við, en á tungu þessari eru þrjú sker, sem heita: Vatnasker, grynnst, þá Brúnkolla og Hvirfill, yzt, er Hvirfill aðeins þaratoppur. Austan við Skiphólma er annar hóll stór, með gömlum bæjarrústum; hét það Sandhús, en hóllinn heitir nú Sandhúsahóll. Sjór er enn góðan spöl inn í landið. Er það fremur mjótt vik og heitir Sandhúsavik. Það er inn af Gjánni eða innsti hluti hennar. Slétt láglendi er upp af vikinni, og fellur þar sjór langt upp á land í stórflóðum. Fyrir sunnan Sandhúsavik er stórt, slétt og fallegt graslendi; heitir það Flatir.
Fram af Flötum er stór og breiður hraunfláki, sem nær langt út í sjó; nokkuð flatur yfir að líta, er það Urðin, er svo heitir. Fremst á Urðinni er stórt lón, heitir það Urðarlónið. Þvert yfir Urðina liggja tvær rennur eða rásir; heitir sú fremri, sem liggur þvert yfir Lónið, Ytri-Dyr. Hin, sem er nokkru ofar, heitir Innri-Dyr. Fara mátti í ládeyðu á bátum um Rennurnar og með því stytta sér leið, ef hæfilega hátt var í sjó. Fram yfir 1880 sáust grasblettir víða um Urðina, og í Lóninu sjálfu hafði verið stargresi.

Stafnes

Mun þar af dregið hið forna nafn jarðarinnar: „Starnes“. Enn fremur er sagt, að áður fyrr hafi gengið í Urðarlón bæði silungur og lax. Hafi svo verið, hefir sjór ekki gengið svo að við Stafnes sem nú er. Yfir alla Urðina fellur í stórstraumsflóði, og svaði mikill er þar í brimi. Þó muna elztu menn, að laxar fundust við Lónið, en það mun hafa verið fyrir aðgjörðir sela eða veiðibjöllu. Ofarlega á Urðinni er Sundvörðuklöpp, nokkuð stór klapparbunga; á henni stóð sundvarðan áður, en var síðar flutt hærra upp, vegna sjávarágangs. Urðin er nokkurn veginn ferköntuð í laginu, þó nokkuð lengri til sjávar en með landi. Útnorðurhornið er skarpast, nærri vinkilhorn; er það kallað Urðartáin. Norðan í tánni er klettur, sem upp kemur með lágum sjó, kúpulagaður eins og skál á hvolfi; er hann nefndur „Steinninn“. Hann er við innri snúninginn á sundinu. Við hann er 10-12 faðma dýpi, og má fara fast við hann, því hann kastar frá sér. Þó mest beri á hnullungs grjóti á börmum Urðar, er hún svo snarbrött, að nærri er þverhnípt við tær þess, er stendur á brúninni, og hyldýpi fast upp að henni, bæði vestan og norðan, þess vegna er aldrei brim fyrir framan Urðina, en stórfellur á blábrúninni, sem að hafi veit. –

Sjóbúð

Skal nú reynt að lýsa innsigling á Stafnesi.
Eins og áður segir er Bóndarif fram af Litlu-Rétt, en fram af Bóndarifi er Stafnesrif og stefnir til suðvesturs. Það nær lengst út allra skerja á þessu svæði eða fram undir miðið, Eldborg grynnri lausa, (sjá örnefni á Reykjanesi, í: Fiskimið opnu bátanna á Miðnesi). Er það alræmdur hættustaður. Hafa þar mörg skipströnd orðið og mannskaðar, sem kunnugt er. Sunnan megin er hraunflákinn, sem heitir Urðin; hún nær fram undir miðið Kerlingin. Milli Stafnesrifs og Urðar er stórt lón; mætti næstum segja: lítill fjörður, heitir það Gjáin. Dálítil sjávarálma liggur úr Gjánni utan við Möngurif en innan við Stafnesrif, norður með Gelluklöppum í kverkina við Bóndarif og Refstanga. 18-20 faðma dýpi er víðast hvar á Gjánni. Oft er þar straumrugl og sjór tipplóttur, stundum svo, að varla er sjór skiplægur þar.
Sundið er oftast nefnt Stafnessund, en heitir Álsund, og liggur sundið um Álinn svo nefnda. Mið á Álnum (sundinu) eru: Hólakotsvarða, þó oftar nefnd Heiðarvarða, er stendur í hrauninu skammt fyrir ofan Hólakotstúnið, það er stór og allgild grjótvarða með sundtré eða þríhyrning ofan á. Önnur varða nákvæmlega af sömu gerð stóð á Urðinni, kölluð Urðarvarða. Þetta er þá Állinn (sundið): vörðurnar saman, og mun sundið oftast byrjað á miðinu Valahnúkur.

Stafnes

Þegar farið er inn Álinn og komið er á miðið Kerlingin laus, er skammt upp að Urðinni, enda er þá snúið norður með henni (eða beðið lags, ef með þarf) og haldið undan Kerlingu, en þá er annað mið fram undan í sömu stefnu, en það mið var fjárrétt, sem var á Hvalsnestanga (nú horfin) í svarta steininn á klö[p]pinni fram af Refstanga eins og áður var getið. En þá er á bakborða hættulegasti boðinn „Stafurinn“, sem er fram af Urðinni. Hann tekur sig upp á miðinu, Eldborg grynnri, og stefnir upp á Urðina. Verður því að róa undir flötum Stafnum. Má segja, að skip og menn séu milli tveggja elda, þegar róið er fast við bak Urðarbrims, en Stafurinn, stór og hár, stefnir á flatt skipið. En öllu er óhætt, því að full vissa er fyrir, að Stafurinn dettur niður, nema mikil forátta sé, enda er sundið ófært, ef hann veður í land, en það kemur ekki fyrir nema í aftaka brimi. Sömu stefnu er haldið, þar til komið er norður fyrir „Steininn“ norðan í Urðartánni. Er þá snúið að og haldið inn Gjána, Heiðarvörðu um rofbakka ofan við Glaumbæ (nú í eyði). Suður úr Stafnesrifi er grynnsli nokkurt; á því fellur boði, sem stefnir upp á Gjána, heitir hann Hólmaflaga. Hann gengur allnærri sundinu um snúninginn við Steininn, en veldur þó eigi verulegum baga.
StafnesströndEins og áður segir, var oft tipplóttur sjór á Gjánni í brimi og verri, er átt var vestlæg. Er þá farið þvert yfir hana að utan og haft skjól af rifinu inn Gjána norðanverða. Einkum er slæmur eitill norðan og innan við Steininn. Gýs eitill þessi upp snögglega, en fellur nærri ofan í sjálfan sig. Þetta er Hvirfillinn, sem er fremst á grynningatungunni, er liggur út í Gjána. Að öðru leyti verður ósjórinn af aðstæðum þarna. Gjáin er djúp og alllöng, en fremur þröng, brimöldurnar skella á Urð, rifi og Gelluklöppum, mynda frákast öllu megin, sem mætist á Gjánni. Auk þess veldur brimið ætíð sogadrætti í öllum þrengslum. Orsakar allt þetta straumköst og ósjó.
Annað sund eiga Stafnesingar. Það heitir Stafsund. Liggur það beint inn á Gjána, norðan við boðann, Stafinn, á miðinu Heiðarvarða um rofbakkann ofan við Glaumbæ. Þetta sund var aðeins notað í brimlausu til að stytta sér leið.
Þegar komið var inn úr Gjánni, var lent í Stokkavör, sem var aðallendingin. Þar var fiskurinn seilaður og borinn upp á skiptivöll við sjávarhúsin. Þegar búið var að losa skipin, voru þau færð að Skiphólmanum, sem var uppsátur skipanna. Var þá farið innan við Vatnasker og inn með Hólma sunnan megin og lent austan á Hólmanum. Þar eru sléttar klappir í flæðarmáli, svo nefndur Flór. Þegar góð var tíð og daglega róið, voru skipin látin standa á Flórnum yfir nóttina, en ef útlit versnaði, voru þau hækkuð upp meira eða minna eða sett alla leið upp á Hólmann.

Varða

Var það ærið erfitt verk, meðan ekki voru önnur tæki en bök mannanna, því Skiphólmi er hár og snarbrattur. Efst uppi er sléttur flötur, og þar stóðu skipin, en þykkur tvíhlaðinn grjótgarður er umhverfis flötinn, skipunum til skjóls fyrir ofviðri, enda var þeim óhætt í þessu ágæta nausti, hvað sem á gekk. Skiphólmi stendur neðan við flóðmál og fellur kringum hann á stórstraumsflóðum. Var gjörð grjótbrú milli lands og Hólma, en með því að sogadráttur var sterkur í þröngri rásinni, vildi oft ruglast hleðslan, svo fótfesta varð óviss. Einkum var þetta illt, ef bera þurfti beitt lóðarbjóð yfir brúna í dimmu, en mjög fallið yfir. Var svo jafnan þar, sem slíkar brýr varð að nota.
Stakkavör eða Gamlavör hefír augsýnilega verið rudd inn í stórgrýtisurð einhvern tíma fyrir löngu síðan. Hún líkist nú mest gróinni götu, aflöguð af grjótburði og öll þangi vaxin, Á síðari árum útgerðar á Stafnesi var steypt gangbraut eða vagnvegur á austurbrún Gömlu-Varar, en aldrei var lokið verkinu til fulls. Útgerðinni lauk fyrr. Nú er sjórinn að brjóta skörð í steypuna og ónýta hana. Þannig eyðast og hverfa gömlu sporin, hvert sem litið er.
RefagildraHvergi á Miðnesi var eins gott til sóknar sem á Stafnesi. Þar var jafnan útgerð mikil, bæði fyrr og síðar, enda dugnaðarmenn, sem að henni stóðu og að unnu. Þar voru einnig sjávarhús mörg og myndarleg. – Gætu Stafnesklappir talað, mættu þær taka undir með gömlu konunni gigtveiku. „Önnur var mín ævi.“ Nú hefir Urðarvarða misst prýði sína, tréstólpann með þríhyrning. Eftir stendur enn grjótvarðan, óþekkjanleg frá öðrum systrum sínum, ef ekki verður að gjört. Grjótbyrgi hrunin. Sjómannakofar horfnir. Önnur hús, er enn standa, drúpa hnípin og afrækt. Svo er jafnan um það, sem hætt er að nota, enda mun útgerð á Stafnesi hafa lagzt niður fyrir fullt og allt um 1945, og þó áður mjög úr henni dregið.

Þá var upplandið skoðað m.t.t. hugsanlegra selja. Við þá skoðun fannst fallega hlaðin refagildra.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.
Heimildir:
-Örnefnalýsingar fyrir Melaberg, Nesjar, Hvalsnes og Stafnes
-Magnús Þórarinsson: „Leiðir, lendingar og örnefni á Miðnesi; – Melaberg“, Frá Suðurnesjum. Frásagnir frá liðinni tíð, Félag Suðurnesjamanna í Reykjavík, 1960, bls. 131-133.

Stafnessól

 

Draughóll

Sæmundur Einarsson (1765-1826) var ættaður af Suðurlandi. Hann vígðist 1790 og gegndi preststörfum á Kjalarnesþingum. Stóradal og Ásum, en 1812 fékk hann Útskála, sem hann  hélt til æviloka.

Garður

Letursteinn.

Í Fornleifaskýrslu 18. júlí 1817, nr. 4, lýsir hann Útskálum. Nefnir hann til sögunnar Másleiði við Hvalsnes, Flankaleiði, Kistugerði og leturstein þar hjá.  Auk þess nefnir hann rúnastein norðanhalt við landamerkin milli Kirkjubóls og Útskála þar sem standa tilteknir stafir. Auk þess ferhyrndan stein við túngarðshliðið á Stóra-Hólmi.

FERLIR leitaði lengi að og skoðaði framangreinda rúnasteina. Steinninn á mörkum Kirkjubóls og Útskála var löngum álitinn tengjast eftirmálum af drápi Jóns Arasonar árið 1550. Var talið að þarna hafi einhverjir aðfararmanna hans verið drepnir og síðan komið fyrir. Tveir hólar eru á Garðskaga, Draughóll og Skagahóll. Er steinninn utan í þeim fyrrnefnda og með þeirri áletrun er Sæmundur lýsir 1817. Nokkurn tíma tók að finna staðinn. Mörkin liggja þarna skammt vestar um gamlan hlaðinn garð. M er klappað á stein í fjörunni þar sem garðurinn endar. Letursteini þessum, líkt og 80 öðrum letursteinum á Reykjanesskaganum, hefur lítill sómi verið sýndur þrátt fyrir væntanlega merkilega sögu – hver svo sem hún er.

Heimild:
-Frásögur um fornaldarleifar 1817-1823, fyrri hluti, Sveinbjörn Rafnsson bjó til prentunar. SÁM 1983, bls. 235.

Garður

Garður.

 

Sandgerðistjörn

Ætlunin var að fara um dulheima Sandgerðis og m.a. leita uppi og skoða Álfhól (á hólnum eru rústir), tóftir Uppsala (þar er sagt að hafi verið 18 hurðir á járnum), Oddstóft, Gulllág, Kríuvörðu, Efra-SandgerðiSigurðarvörðu, Kumblhól (gæti verið haugur). Kumblhóll og Álfhóll voru báðir álagablettir, og eru margar sögur til af óhöppum þeirra, sem þeim raska. Oddstóft er kennd við Odd Jónsson í Landakoti. Hann hafði þar fé. Á Kumlhól hefur lengi hvílt sterk helgi. Álfhóll var talinn bústaður álfa og fullyrt var að þar hrektist aldrei hey. Gvendartóft er skammt frá Oddstóft, ofar í heiðinni, og var hún kennd við Guðmund í Tjarnarkoti.
Lagt var af stað Frá Efra-Sandgerði, elsta húsinu í bænum, byggt 1883. Viðirnir eru m.a. úr Jamestownstrandinu.
Reynir Sveinsson fylgdi FERLIR um svæðið. Hann er fæddur og uppalinn í Sandgerði, skammt frá Álfhól, og þekkir hvern krók og kima – og alla sem í hvorutveggja hafa dvalið.
Álfhóll„Okkur krökkunum var sagt að hrófla ekki við neinu í og við hólinn“, sagði Reynir er komið var á vettvang. „Þess var gætt að raska engu hér. Þó ætlaði fólk, tengt frystihúsarekstri hér neðar, að byggja hús á hólnum. Byrjað var að grafa fyrir húsinu, en þá urðu fjölskyldumeðlimir hver á fætur öðrum fyrir lasleika. Þá var hætt við að byggja á hólnum.“
Álfhóll er skammt sunnan við Brekkustíg. Sú gata heitir einnig Tjarnargata. Mætast þær niðri í brekku, sem var, en Sandgerðistjörnin lá þar inn í landið. Brött brekka var Brekkustígsmegin. Gatan var síðan hækkuð upp og brekkunni eitt. Tvínafnskipt gatan hefur þó haldist enn þann dag í dag.

Landakot

Í Sandgerðistjörninni er Veitan. Hún er stararengi. Það var slegið fyrrum. Austan við tjörnina var Sandgerðisskólinn, en hann var rifinn. Eftir að skólinn hætti að þjóna hlutverki sínu sem slíkur var þarna lítið býli, nefnt Tjörn. Sandgerðistjörnin var fyrrum einnig nefnd Skólatjörn. Eitt elsta húsið í Sandgerði, Efra-Sandgerði, stendur nú suðvestan við Sandgerðistjörnina. Vestan við húsið er Kettlingatjörn. Nafnið taldi Reynir vera komið af því að þar hafi kettlingum verið drekkt.
Kumblhóll

En fyrst svolítið almennt um Sandgerði – Sandgerðisvík skerst inn í vestanvert Rosmhvalanes. Víkin afmarkast að sunnan og vestan af skerjaklasa sem nefnist einu nafni Bæjarskerseyri. Landið umhverfis Sandgerði er láglendi og að austan er Miðnesheiði, víða grýtt og gróðurlítil. Minjar eftir mikinn uppblástur sjást víða, stór rofabörð, sem sýna að fyrrum var jarðvegur mun meiri í heiðinni en nú er. Nú er sauðfjárhald að mestu afnumið en landið friðað. Norðan Sandgerðis eru Flankastaðir. Þar myndaðist snemma byggðarhverfi. En með vaxandi byggð hefur Sandgerði náð þangað og er nú skammt á milli hverfa. Að sunnan liggur land Bæjarskerja að Sandgerði. Seinustu árin hefur byggðin í Sandgerði teygt sig þangað og nú eru þessi gömlu hverfi sambyggð. Sjávarströndin er lág, víða sendin og mjög skerjótt. Sandfok herjaði áður á byggðina og eyðilagði oft fisk sem breiddur var til þurrkunar. En á árunum 1930-1950 var gert stórátak í baráttunni gegn sandfokinu og það heft með melgresi. Landbrot hefur verið geysimikið á Miðnesi. Sést það á hinu mikla útfirri meðfram landinu, t.d. fram undan Kirkjubóli skammt norðan Flankastaða.
UppsalirUm 1935 var steyptur mikill sjóvarnargarður fyrir landi Sandgerðis. Bærinn Sandgerði stóð við litla tjörn norðan til í hverfinu sem myndaðist snemma upp af Sandgerðisvörinni. Er tjörnin kennd við bæinn og heitir Sandgerðistjörn. Á seinni hluta 20. aldar var byggt stórt timburhús í stað gamla Sandgerðisbæjarins. Stendur húsið enn á tjarnarbakkanum, sem fyrr er getið. Þar bjó Sveinbjörn Þórðarson og seinna sonur hans, Einar. En þeir feðgar voru eigendur Sandgerðis.
Mikið kargaþýfi er á Álfhól. Erfitt var að sannreyna hvort þar kynni að vera tóft. Hins vegar mótaði fyrir tóft eða tóftum á næsta hól, suðvestanvert. Líklegt má telja að þar kunni að vera fyrrnefndur Kumblhóll.
Í örnefnalýsingu Ara Gíslasonar eftir Berent Magnússyni, Krókskoti, og Magnúsi Þórarinssyni, segir m.a.: „
Í Sandgerðistúni útnorður frá Krókskoti suður af Sandgerðisbæ er stór hóll, grasi vaxinn, sem heitir Álfhóll.

Oddnýjartóft

Á þessum hól eru rústir. Þetta er allmikið suður af Sandgerðisbæ. Þar upp af eru Uppsalir. Þar er sagt að hafi verið 18 hurðir á járnum. Þar voru rústir, sem nú hefur verið byggt á. Það er norðaustur frá Krókskoti. Þar er nú verið að byggja upp af Uppsölum, ofan við grænan hól, sem heitir Oddstóft. Þar suður af er gil eða melur, sem heitir Gulllág, líkast því að það sé farvegur eftir vatn og hafi runnið í sjó sunnan við Krókskot. Þar upp af, en ofan grjóthola, er varða, sem heitir Kríuvarða. Upp af henni er töluverður dalur með vatni í á vetrum og heitir Leirdalur. Þar upp af hækkar landið, og er hér uppi nefnt Brúnir. Þar er stór hóll, sem heitir Grænhóll, grasi vaxinn og urð í kring. Þar austur af er melur, er liggur frá norðri til suðurs alla leið frá Digruvörðu og ofan undir Garð. Þessi melur heitir Langimelur. Hann er á mörkum móti Leirunni.“
GvendartóftHalldóra Ingibjörnsdóttir bar lýsingu Ara Gíslasonar undir Berent Magnússon í Krókskoti og Árna Jónsson á Flankastöðum. Skráði hún eftir þeim athugasemdir, sem hér fara á eftir, lítt breyttar: „Sigurðarvörðu hlóð Sigurður Magnússon frá Krókskoti, er hann var að smala fé (segir Berent bróðir hans).
Ekki er líklegt, að neinn hafi verið heygður í Kumblhól.
Ekki er vitað, hvenær hætt var að nota Stekki. Nú sjást engin merki þeirra.
Kumblhóll og Álfhóll voru báðir álagablettir, og eru margar sögur til af óhöppum þeirra, sem þeim raska.
Oddstóft er kennd við Odd Jónsson í Landakoti. Hann hafði þar fé.
Gulllág sagðist Berent ekki muna eftir í sínu ungdæmi og taldi þetta nýlegt nafn. En Halldóra man aldrei eftir, að þessi grunni dalur væri kallaður annað en Gulllág. Þar voru fiskreitir, þegar hún var að alast upp.
Kría verpir nálægt Kríuvörðu.“
Loftur Altice Þorsteinsson ritaði örnefnalýsingu Fiskreiturárið 1996: „Kumlhól getur hæglega verið kuml. Á hólnum hefur lengi hvílt sterk helgi. Stekki var hætt að nota fyrir 1900, Álfhóll var talinn bústaður álfa og fullyrt var að þar hrektist aldrei hey. Gvendartóft er skammt frá Oddstóft, ofar í heiðinni, og var hún kennd við Guðmund í Tjarnarkoti.“
Að sögn Reynis mun þrællinn Uppsali hafa verið fyrsti ábúandinn í Sandgerði og hefur hann búið að Uppsölum. Á bak við hús Reynis við Bjarmaland má sjá leifar Uppsala; litla tóft og aðra jarðlæga norðar, auk garða.
Skammt ofar má sjá leifar af Oddnýjartóft í garði eins hússins efst við Bjarmaland. Suðaustar eru tóftir; Gvendartóft. Um er að ræða tvö hús og ferkantað gerði að norðaustanverðu. Líklegt er að þarna hafi verið lítið kot um tíma. Myndarlegt vatnsstæði er suðvestan við tóftirnar. Ofar er varða, líklega landamerki. Hún gæti þess vegna hafa heitið Kríuvarða.
Í Gullág eru heillegir fiskreitir; stakkstæði, frá Miðnesi. Segja má með nokkrum sanni að of lítið hefur verið gert úr áþreifanlegum minjum í og við Sandgerði með hliðjón af sögu byggðalagsins um aldir.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín. Að henni lokinni bauð Reynir þátttakendum til stofu, bauð upp á kaffi og meðlæti, og fræddi þá um staðhætti og fólkið í Sandgerði fyrr á tímum.

Heimildir:
-Örnefnalýsingar fyrir Sandgerði.
-Reynir Sveinsson.

Efra-Sandgerði

Efra-Sandgerði.

Einbúi

Stefnan var tekin á Bæjarsker. Með í för var Reynir Sveinsson frá Sandgerði, en hann þekkir vel til staðhátta á svæðinu. Ætlunin var að reyna að leita uppi og staðsetja nokkur örnefni, s.s. Krossbrekkur.
Stefnan var tekin á Bæjarsker. Með Krossbrekkurí för var Reynir Sveinsson frá Sandgerði, en hann þekkir vel til staðhátta á svæðinu. Ætlunin var að reyna að leita uppi og staðsetja nokkur örnefni, s.s. Krossbrekkur, Kampstekk og Einbúa. Við leitina kom ýmislegt óvænt í ljós. T.a.m. uppgötvaðist áður óþekkt selstaða, auk þess sem örnefndin Krossbrekka (-ur) og Kirkjuklöpp virðast gefa til kynna kirkju fyrrum á Bæjarskerjum.
Kampstekkur, sem er skammt ofan við Stafnesveg sunnan Setbergs, hefur einnig verið nefndur Kambstekkur. Um er að ræða jarðlægar grónar tóftir, sem þó má enn sjá lögun á.. Kampstekkur hefur einnig verið nefndur Kambstekkur.
KirkjukletturÍ Gráskinnu I er getið um Krossbrekku: „
Þegar Þórunn Gísladóttir yfirsetukona var 14 ára, var hún hjá foreldrum sínum á Býjaskerjum á Miðnesi. Í túninu þar var klettur nokkur sem kallaður var Krossbrekka. Var það trú manna að þar byggi huldufólk. Til marks um það má segja að bóndinn á næsta bæ, Bárugerði, þóttist eigi sjaldan sjá konu bregða fyrir uppi hjá klettinum. Sýndist honum kona sín vera að hirða þar þvott; en þegar til kom, reyndist það missýning. Kýr þeirra hjóna, sem var hæluð upp við klettinn, var eigi sjaldan þurrmjólkuð að kvöldi og vissi enginn nokkurar líkur til að það væri af manna völdum. Gat er vestan á klettinum og hugðu menn það dyr vera. Þórunn og systkini hennar voru oft um þessar mundir á órökuðum kópskinnsskóm. Einn morgun, er hún vaknar, saknar hún annars skós síns og þótti skaði, því að hann var nýr. Leitað var að skónum en hann fannst eigi; var það kennt vanhirðu Þórunnar að hún hefði látið hunda nema skóinn burt en hana minnti statt og stöðugt að hún hefði bundið skóna saman og hengt þá við rúmstokkinn um kvöldið.

Eyktarmark

En þessa sömu nótt og skórinn hvarf dreymdi Þórunni að til hennar kæmu tvær stúlkur á hennar reki. Báðu þær hana að koma út með sér. Hún þóttist klæða sig og binda upp á sig skóna og fara með þeim. Þegar út kemur biðja þær hana að koma með sér upp að Krossbrekku. Leiða þær hana síðan að gati því er nefnt hefur verið og var á klettinum og biðja hana að koma inn, það liggi mikið við.
Þórunn er treg til þess, því að hún hafði verið hrædd á klettinum. En svo fer að hún lætur til leiðast. Dettur henni þá í hug að hún hefði heyrt að vissara væri, þegar gengið er inn til huldufólks að skilja eftir eitthvað af sér utan dyra. Þykir henni því að hún leysi af sér annan skóinn og skilji hann eftir fyrir utan klettinn. Þegar inn kemur sér hún að þar liggur kona á gólfi. Fer hún höndum um hana og innan skamms verður konan léttari. Að því búnu mælti konan: „Nú máttu fara; ég ætla ekki að borga þér þetta neitt því að ekki er víst að hverju gagni þér kæmi það en vísast er að þér heppnist vel að hjálpa konum.“

Kampstekkur

Reyndar komi tveir staðir til greina sem Krossbrekkur, annars vegar óll í túninu sem fyrr sagði og hins vegar gróinn brekka í túnjaðrinum suðaustanverðum. Þar eru tvær tóftir, útihús. Ósennilegt er að reist hafi verið mannvirki í brekkunni vegna álaganna, sem á henni hvíldu. Því kom fyrrnefndi staðurinn umfram hinn betur til greina og var hóllinn staðsettur þar.
Í örnefnalýsingu fyrir Bæjarsker segir m.a. um Kampastekk og Einbúa: „Þá er Bæjarsker II. Það er nyrðri bærinn. Er þá bezt að byrja neðst, og er þar Undirlendi, framhald af því, sem fyrr var getið. Upp af því er laut niður í túni, sem heitir Forarlág. Þá er Garðalág.
Einbúi

Norðan við Bárugerðismerkin heim að tjörn eru Rústir. Þetta eru fjárhús eða bæjarrústir. Þar er tjörn, sem heitir Vesturbæjartjörn. Austur af bænum er laut, sem heitir Lögrétta, og þar austur af er Önnugerði, sem er garður, sem einhver hefur haft. Þar austur af er Austurtún. Norðan við það er Krossbrekka. Norðan undir fjárhúsum suðaustan við tjörnina vestan við fjárhúsin er Beinrófa. Ofan við túnið upp að vegi eru klappir, sem heita Byrgi.
Norðan túns er nafnlaus sandur, nema eitt sker í sandinum heitir Brynkasker. Svo er Bárugerði, sem er stytt úr Báreksgerði. Ofan við túnið er kúagerði. Þar eru klettahólar við túngirðinguna, Hesthúshóll og Grásleppuhóll. Norðan við Báruhól eru tvö nýbýli, Vinaminni og Reynistaður. Innar er nýbýlið Sólbakki. Þetta svæði var nefnt Hálönd og nær inn að merkjum og upp að vegi.

Stekkur

Nú er að flytja sig upp fyrir veginn. Fast niður við veg rétt norðan við merkin er Kampastekkur. Þar upp af eru lautir og skorningar, sem nefndir eru Gil. Ofan þeirra er klettahóll, sem nefndur er Einbúi og ekki er vert að snerta við.“
Skammt vestan við Einbúa mátti sjá leifar af fjárborg á lágum hól. Sunnan við Einbúa er Leirdalur. Norðvestan við Einbúa er gróinn stekkur. Á hólnum er gróin varða, sennilega Neðrivarða. Ofar í heiðinni er Efrivarða, að öllum líkindum selvarðan, enda kom í ljós seltættur suðvestan undir Einbúa. Varðan ber við himinn efst á brúnum og sést vel frá Bæjarskerjum. Hins vegar fellur Neðrivarðan inn í brúnirnar og er mun erfiðara að sjá hana frá bænum.
Gengið yfir að Álaborginni og önnur selstaða frá Bæjarskerjum skoðuð nánar. 

Heimildir:
-Gráskinna I, 181, Sigfús VIII 251.
-Örnefnalýsing fyrir Bæjarsker.

Sandgerði

Sandgerðisbærinn.

Álaborg syðri

Tvær réttir eru ofan við Bæjarsker: annars vegar Bæjarskersréttin skammt ofan við Stafnesveginn og hins vegar Álaborgarréttin, sem er bæði eldri og nokkru ofar í Miðnesheiðinni.
BæjarskersréttStaðsetningin á Álaborgarréttinni er n: 64,01,667 v: 22,41,077. Réttin er um 500-600 metra ofan við Stafnesveginn, upp af skógræktarreit sem hallar aðeins til suðurs. Veggir réttarinnar eru nokkuð heillegir, grasivaxnir að hluta að utan og innan, en vel sést i hleðslur. Innra skipulag hennar er nokkuð ljóst, það er almenningur og út frá honum liggja minni hólf. Inngangur er í réttina í norður. Hleðsluhæð um 1 m að jafnaði en sumstaðar aðeins lægra. Steinastærð um 0.25-0.50 m. Rétt þessi er eldri en réttin sem er niður við Stafnesveg en sú rétt er tekin í notkun upp úr 1930, en fram að því hafði Álaborgarréttin verið notuð.

Álaborgarrétt

Bæjarskersréttin er grjóthlaðin, en að hluta til úr timbri. Staðsetningin er n: 64,01,687 v: 22,42,022. Hún er um 50 m frá Bæjarskersvegi í suður eftir Stafnesvegi, rétt ofan við veginn. Réttin er upphlaðin að mestu, en með einstaka hliðum sem eru eingöngu úr timbri eða timbrið er til stuðnings hleðslum, og einnig er það notað í hlið í hólf réttarinnar. Hleðsluhæð er um 1.20 m. Hleðslugarðar eru fyrir utan réttina, en þeir eru einhlaðnir, og ræðst hæðin af stærð steinanna sem eru í þeim eða um 0.25-0.30 m. Rétt þessi var tekin í notkun upp úr 1930, en áður var notuð Álaborgarréttin notuð, sem fyrr sagði.

Heimildir:
-Sigurður Eiríksson í Norðurkoti.
-Reynir Sveinsson á „Uppsölum“ í Sandgerði.

Álaborgarréttin

Rockville
Á Rockville-svæðinu svonefnda á Miðnesheiði, ofan við Sandgerði, er að finna allmargar minjar. Þar eru hin hlöðnu steinbyrgi mest áberandi.
ByrgiEitt þeirra er staðsett n: 64,02,421 v: 22,38,559. Það er skammt frá norðurenda við veginn sem liggur austan Rockville svæðisins. Þar er eldri uppgróinn vegur sem liggur í austur eftir þeim vegi um 50 m, síðan til norðurs um 25 m í smá gróðurbelti. Tóftin er í smá halla á móti vestri. Byrgið virðist hlaðið upp á milli náttúrulegra steina sem þarna eru. Gólf byrgisins er grasivaxið og hleðslur grasivaxnar næst gólfi byrgisins. Hæsta hleðsluhæð er um 2 m á austurhlið. Hleðsluhæð sýnilegra steina er um 0.40 m, en hæð náttúrulegu steinanna er um 0.80 m. Steinastærð er 0.30-0.50 m. Inngangur í byrgið er á vesturhlið, en beint á móti inngangi er annar inngangur fyrir miðjum byrgisveggnum í austur. Sá er fremur þröngur. Óvíst er um aldur og notkun þessa byrgis.
Annað er staðsett n: 64,02,246 v: 22,38,621. Það er skammt frá nyrsta enda húsgrunns sem austast Byrgiá Rockville, um 120 m í norður eftir veginum sem liggur austan við svæðið, og um 200 m í austur. Þarna er landið mosavaxið og með nokkuð stórum steinum, og sker svæðið sig úr landinu í kring. Byrgið er hringlaga og í miðju þess er smá steinahrúga. Hleðslur byrgisins hafa hrunið, bæði inn í byrgið og utan við. Hleðsluhæð er um 0.40, steinastærð 0.25-0.50 m. Byrgið er opið til norðausturs. Steinarnir eru nokkuð mosavaxnir eins og landið í kring. Austan við hringlaga byrgið er hálskeifulaga hleðsluveggur, hleðsluhæð um 0.40 m og steinastærð 0.25-0.50 m. Byrgið er opið til suðausturs.
Þá er byrgi staðsett n: 64,02,239 v: 22,38,679. Það er frá nyrsta enda húsgrunns sem er austast á Rockville, um 120 m í norður eftir veginum sem liggur austan við svæðið, og um 200 m í austur. Þarna er landið mosavaxið og með nokkuð stórum steinum, og sker svæðið sig úr landinu í kring.
Byrgið Byrgisamanstendur af náttúrusteinum og veggjahleðslum sem hlaðnar hafa verið inn á milli náttúrusteina. Hleðslur byrgisins eru hrundar bæði inn í byrgið og utan við. Við vesturhlið byrgisins fyrir miðju er náttúrusteinn sem sker sig úr. Hann er um 0.75 m langur og 0.45 á breidd, og er skálaga gróp í steininn, til að safna vatni í.
Byrgi er n: 64,02,560 v: 22,38,788. Staðsetning þess er frá nyrsta og austasta húsgrunni Rockville um 530 m í norður eftir veginum sem liggur austan við svæðið skiptist vegslóðinn í norðaustur og norðvestur slóða. Mitt út frá skiptingu er byrgið um 170 m í norður. Byrgið er hringlaga. Neðstu steinar í byrgisveggum eru náttúrulegir, en á milli þeirra hefur verið hlaðið steinum. Nýjar steinahleðslur hafa verið hlaðnar ofan á eldri hleðslur og inn á milli. Steinastærð er 0.25-0.40 m, hleðsluhæð um 0.25-0.40 m. Náttúrusteinar í hleðslunni eru mosavaxnir, en minni mosi á hleðslusteinum. Inngangur í byrgið er frá norðri.
ByrgiByrgi er staðsett n: 64,01.996 v: 22.38.971. Það er skamt frá  suðurhlið vegarins sem er í kringum Rockville er varða sunnan við veginn. Um 40 m norðan við veginn á móts við vörðuna er byrgið á smá hól. Byrgið er hlaðið á litlum hól með smá gróðri í kring. Byrgisveggirnir eru grasivaxnir neðst um 0.30 m á hæð, en steinahleðslur í efri hluta, hleðsluhæð frá gólfi um 0.60 m. Steinastærð er allt frá smá steinum upp í að vera 0.30-0.50 m. Inngangur í byrgið er í vestur.
Fjárbyrgi er n: 64,01,928 v: 22,38.835. Það er við suðurhlið vegarins sem liggur í kringum Rockville innan um stórgrýti um 150 m í norðaustur frá vörðu Landmælinga Íslands, og um 25 m í frá veginum í suðaustur. Hleðslurnar eru innan um stórgrýti. Hleðslurnar hafa hrunið mikið, en þó er hægt að aðgreina smá hólf frá hrundu hleðslunum. Hleðsluhæð er um 0.50 m. Steinastærð er um 0.30-0.50 m.  Hleðslurnar eru mosavaxnar.

Byrgi

Byrgi er staðsett n: 64,02,035 v: 22,39.340. Það er um 15 m í vestur frá vegslóða sem er í norður suður vestan við Rockvillesvæðið, út frá brunni sem er við vegatálma sem settur hefur verið yfir slóðann. Byrgið er í smá bratta og og ber í lága hæð um 1-2 m í vestur. Byrgið er grjóthlaðið, það er hringlaga og hleðsluhæð um 0.30-0.40 m. Inngangur í byrgið er í austur. Steinastærð 0.20-0.40 m.
Byrgi. er loks staðsett n: 64,02,174 v: 22,39.327. Það er um 50 m frá nyrstu og vestustu húsaplötum Rockville í smá hæðóttu landi. Rétt norðan við L-laga vegaslóða sem liggur austur-vestur um 45 m niður á vegslóða sem er norður-suður vestan við Rockville. Um 1 m til hliðar og austan við tóftina eru fjórir stöplar þar sem staðið hefur fjarskiptamastur. Lýsing: Byrgið er grjóthlaðið, hleðsluhæð er um 0.30-0.90 m, steinastærð um 0.25-0.40 m. Inngangur er í byrgið í norðvestur. Smá grjóthrúga er um 1 m suðvestan við það og önnur um 2 m til hliðar við það í vestur.
Heimildir m.a:
-Sandgerðisbær

Rockville

Rockville.

 

Bæjarsker

Við Bæjarsker utan við Sandgerði eru Bæjarsker, Lönd og Bárugerði svo einhverja bæjanna sé getið.
BæjarskerÞessir gömlu bæir og leifar þeirra hafa þegar látið mjög á sjá, ekki síst vegna þess að þarna er um að ræða fyrirhugað byggingarsvæði Sandgerðis. Tökum t.a.m. eina tegund búsetuminjanna; garðana, sem enn eru greinanlegir.
Í örnefnaskrá segir: „Milli Sandgerðis- og Bæjarskershverfis eru, ofan við sandinn, stórar og fallegar sléttar flatir, kallaðar Löndin. Neðri hluti Landanna var að eyðast af sjávarágangi og hreinum uppblæstri. Fyrir nokkrum árum var girt fyrir Löndin skammt fyrir ofan sjávarmál. Er þar nú að gróa upp fagurt landsvæði, en til nokkurrar óprýði eru gömlu rofin, sem upp úr standa. Vegurinn með Miðnesi liggur um Löndin; eru nú risnar upp margar byggingar báðum megin við veginn og Löndin óðum að byggjast, en þar var ekkert býli um aldamótin.
BæjarskerEinn garðurinn liggur meðfram austuhlið skipulagssvæðsins á um 450 m kafla. Við vesturhlið húsanna Miðtún 2-4 er hann aðeins sýnilegur á 12 m kafla, en síðan er hann hulinn að mestu vegna jarðfyllingar sem komið hefur til við byggingu húsanna sem standa við Miðtún. Hann kemur svo aftur greinilega í ljós við Miðtún 12 sem er syðsta húsið, og er síðan mjög greinilegur neðan undan túninu á Býjaskeri. Hæð hleðslanna í garðinum er nyrst um 0.60 m en hann er allt að 1.50 m þar sem hann er hæstur. Ofan á garðinum er svo 0.40-1 m hár graskantur. Heimildir um garðinn er ekki að finna í Örnefnaskrá, en í viðtali við Halldóru Ingibjörnsdóttir á Flankastöðum telur hún að garðhleðslan sé ævaforn.
Vörslugarður er vestan við lóðir að Miðtúni 4-6. Garðurinn liggur suðvestur-norðuraustur, er um 15 m langur, og nokkuð óreglulegur í landinu. Hleðsluhæð er um 0.35 m. Garðurinn hefur trúlega verið hærri upphaflega.

Bæjarsker

Í viðtali við Halldóru sagði hún að grjót meðal annars úr þessum görðum hefði verið selt þegar framkvæmdir voru vegna hafnargerðar í Sandgerði fyrr á árum. Heimildir um garðinn er ekki að finna í Örnefnaskrá.
Sandvarnargarður var neðanvert til að hefta sandfok. Staðsetningin er n: 64,01,906 v: 22,42,647 Hættumat: Þar sem garðurinn er hlaðinn árið 1936 telst hann ekki fornleif samkvæmt þjóðminjalögum. Garðurinn liggur norður-suður frá suðurhluta hafnarinnar og út á sléttlendið út frá húsinu sem einu sinni var refabú. Garðurinn er um 500 m langur og all verulegur. Hleðslur garðsins eru allt að 1 m á hæð og 1 m á breidd. Þá hefur verið hlaðin utan í garðinn tvíhólfa tóft. Heimildir um garðinn er ekki að finna í Örnefnaskrá. Í viðtali við Halldóru sagði hún að garður þessi hafi verið hlaðinn árið 1936 til að hefta sandfok yfir svæðið sem þarna er austur og suður af.

Heimildir m.a.:
-Magnús Þórarinsson: „Leiðir, lendingar og örnefni á Miðnesi; – Melaberg“.
-Frá Suðurnesjum. Frásagnir frá liðinni tíð, Félag Suðurnesjamanna í Reykjavík, 1960, bls. 118-123.
Býjasker

Bæjarsker

Bæjarsker við Sandgerði hefur gengið undir ýmsum orðmyndunum í gegnum tíðina.
Hítardalsbók frá Bæjarsker 19401367 greinir frá kirkju Ólafs konungs helga á Bæjarskerum. Jarðakaupabréf frá 1444 segir að Skúli Loftson hafi selt Hallsteini Höskuldssyni jörðina Þingnes i Borgarfirði í sextíu hundraða en Skúli leggur til á móti hálft Bæjarsker á Rosmhvalnesi, Hraunhafnarbakka á Snæfellsnesi og þar til fjögur kúgildi. Í ágúst 1488 segir í Bíaskersbréfi gert á Mel í Miðfirði, að Guðmundur prestur Skúlason selji Ólafi biskup og heilagri Hólakirkju jörðina Bíasker á Rosmhvalnesi fyrir fjóra tugu hundruð í lausafé. Í júní 1489 er á Hólum er skráður vitnisburður Snjólfs Sigurðssonar prests um lokagreiðslu á andvirði Bíaskerja til handa Guðmundi Skúlasyni presti frá Ólafi biskup sem áður keypt hafi jörðina. Á Býjaskerjum 1490 er “Dómr Diðriks Pínings fóveta og höfuðsmanns yfir alt Ísland um skuldir Norðlendinga við Sunnlendinga, og um það, hve nær skuli vera vorvertíðarlok.”

Bæjarsker 1960

Að Hólum í júlí 1491 lýsir Snólfur Sigurðsson prestur því yfir að hann hafi fyrir hönd Ólafs biskups lokið greiðslu til séra Guðmundar Skúlasonar fyrir jörðina Býasker með þeim greiðslu sem sem í bréfinu greinir.
Í Viðey í apríl 1517 lætur Ögmundur ábóti í Viðey Hannes Eggertsson fá til fullrar eignar jarðirnar Kirkjuból í Selárdal, Suðureyri og Tungu í Tálknafirði, fyrir jarðirnar Býjasker og Þórisstaði í Rosmhvalnesi.
Þá er á Býjaskerjum í september 1539 kveðinn upp 12 manna dómur sem skipaður var af Erlendi Þorvarðarsyni lögmanni vegna yfirgangs enskra manna á Íslandi.
Árið 1550 eru taldar upp jarðir Hólastóls sem seldar hafa verið í tíð Jóns biskups, þar á meðal er hálf Býjasker, xx, c.
ÁlagabletturÍ Fógetareikningum frá 1547-1548 er getið um gjöld Beeraskeeriom (Býjaskers) til kirkju- og landskuldar.
Í Jarðabók frá 1703 segir um Biarskier (Bæjarsker) að jarðadýrleiki á jörðinni sé óviss og hún tíundist engum. Jörðin er í konungseign. Ábúandinn Runólfur Þórðarson lögréttumaður. Landskuld 2 hundruðustu, 60 álnir greiðist með 14 vættum fiska í kaupstað á Básendum, eftir að það var legit út, en áður greitt heim til Bessastaða. Við (timbur) til húsabótar leggur ábúandi til. Kúgildi eru fimm. Leigur greiðist með fiski í kaupstað. Kúgildið uppyngir ábúandinn fram að þessu, annars vonar hann að umboðsmaðurinn muni bæta upp það sem þarf að lóga sökum elli. Kvaðir eru um mannslán um vertíð. Kvikfénaður er fjórar kýr og eitt ungneyti. Heimilsmenn eru átta. Skóg til kolagerðar notar jörðin í almenningnum. Torfrista og stunga engin nema í sendinni jörðu, varla nýtandi. Fjörugrastekja nokkur. Murukjarnar og söl eru notað sem gjaldmiðill. Heimræði er árið um kring og lending slæm, önnur langt frá flæðihólma og þar fyrir utan bæði hættuleg og erfið fyrir skip.
Grásteinn

Hér ganga skip ábúananda eftir hentugleikum. Tún ganga mjög af sér vegna sands og sjávargangs. Engjar eru engar. Land graslítið mestallt grjót og sandur. Flæðihætta mikil. Eldiviðartak ekkert nema af fjöruþangi. Vatnsból slæmt og þrýtur stundum. Býjasker er sagt hafa níu nafngreindar hjáleigur og að auki tvær sem eru farnar í eyði fyrir löngu og nafn á þeim er ekki vitað síðan.
Á Bæjarskerjum eru tveir álagablettir. Annar er um 10 m í suðurtúni Bæjarskers. Þetta er grasivaxin steinaþúfa, um 0.80 m í þvermál, og hæðin er um 0.40 m. Einar Bergsson í Sandgerði sagði að við þúfuna mátti ekki vera með ólæti eða raska henni á nokkurn hátt.
Hinn álagabletturinn er Grásteinn. Staðsetningin er n64°01.662 V22°42.401. Grásteinn er nú í hættu vegna fyrirhugaðra nýbygginga. Hann er í um 320 m í suður frá bæjarstæði Bæjarskers, út við landamerkjagirðingu Hólakots og Bæjarskers í smá brekku á móti norðri. Steinninn er náttúrusteinn og er um 1.60×1.20×0,70 m. Í örnefnskrá Magnúsar Þórarinssonar segir: „Í túninu sunnan við bæ þar í brekku er Grásteinn. Þann stein má ekki hreyfa. Þetta er í átt að Hólshúsum. Svo er túnið áfram brekka upp að grjóti.“

Heimild m.a.:
-Önefnaskrá fyrir Bæjarsker

Bæjarskersrétt

Bæjarskersrétt.

Þórshöfn
Staðhættir
Sandgerðisvík skerst inn í vestanvert Rosmhvalanes.

Kaupstaðagatan

Kaupstaðagatan norðan Ósa.

Víkin afmarkast að sunnan og vestan af skerjaklasa sem nefnist einu nafni Bæjarskerseyri. Landið umhverfis Sandgerði er láglendi og að austan er Miðnesheiði, víða grýtt og gróðurlítil. Minjar eftir mikinn uppblástur sjást víða, stór rofabörð, sem sýna að fyrrum var jarðvegur mun meiri í heiðinni en nú er. Nú er sauðfjárhald að mestu afnumið en landið friðað. Norðan Sandgerðis eru Flankastaðir. Þar myndaðist snemma byggðarhverfi.

En með vaxandi byggð hefur Sandgerði náð þangað og er nú skammt á milli hverfa. Að sunnan liggur land Bæjarskerja að Sandgerði.
Seinustu árin hefur byggðin í Sandgerði teygt sig þangað og nú eru þessi gömlu hverfi sambyggð.

Flankastaðir

Flankastaðir.

Sjávarströndin er lág, víða sendin og mjög skerjótt. Sandfok herjaði áður á byggðina og eyðilagði oft fisk sem breiddur var til þurrkunar. En á árunum 1930-1950 var gert stórátak í baráttunni gegn sandfokinu og það heft með melgresi. Landbrot hefur verið geysimikið á Miðnesi. Sést það á hinu mikla útfirri meðfram landinu, t.d. fram undan Kirkjubóli skammt norðan Flankastaða.

Bærinn Sandgerði

Sandgerðisviti

Sandgerðisviti.

Um 1935 var steyptur mikill sjóvarnargarður fyrir landi Sandgerðis. Bærinn Sandgerði (1883) stóð við litla tjörn norðan til í hverfinu sem myndaðist snemma upp af Sandgerðisvörinni. Er tjörnin kennd við bæinn og heitir Sandgerðistjörn. Á seinni hluta síðustu aldar var byggt stórt timburhús í stað gamla Sandgerðisbæjarins. Stendur húsið enn á tjarnarbakkanum. Þar bjó Sveinbjörn Þórðarson og seinna sonur hans, Einar. En þeir feðgar voru eigendur Sandgerðis.

Sandgerðisvör

Sandgerðisvör var við svokallaðan Hamar, þar sem nú er aðalgarður hafnarinnar. Til að komast inn á Sandgerðisvík þarf að fara í gegnum Hamarssund, en það er norðan við Bæjarskerseyri.

Sandgerði

Sandgerði.

Sundið er fremur þröngt og getur verið vandratað fyrir ókunnuga. Eru um 800 metrar frá mynni sundsins að höfninni sjálfri. Á tímum árabáta var sund þetta þrautarsund. Það var notað við landtöku þegar önnur sund lokuðust vegna brims og urðu ófær bátum.

Sandgerði telst ekki til stærri bæja landsins með rúml. 1.400 íbúa en margt bendir til þess að bærinn hafi samt sem áður alla burði til að verða í fremstu röð sveitarfélaga á landinu. Sandgerði er fyrst og fremst útgerðarbær og er ánægjulegt að segja frá því að stöðugt er verið að bæta hafnaraðstöðuna og búa í haginn fyrir þau útgerðarfyrirtæki sem hér starfa.

Fræðasetrið Rannsóknarstöðin Náttúrustofan

Sandgerði

Fræðasetrið í Sandgerði.

Í Sandgerði er starfrækt Botndýrarannsóknarstöðin BioIce og þar stunda virtir fræðimenn, innlendir og erlendir, botndýrarannsóknir. Náttúrustofa Reykjaness starfar þar undir sama þaki og hafa þessi fyrirtæki gefið bæjarfélaginu nýjan og ferskan blæ. Ekkert eitt verkefni hefur haft eins mikil áhrif á stöðu bæjarfélagsins út á við. Gestum sem heimsækja Fræðasetrið fjölgar stöðugt. Stórir hópar, innlendir jafnt sem erlendir heimsækja setrið árið um kring, kynna sér starfsemi þess og skoða þar m.a. uppstoppuð sjávardýr og fugla.

Sandgerði

Sandgerði.

Undanfarin ár hefur Sandgerði tekið örum breytingum sem hafa miðað að því að gera bæjarfélagið betra og þjónustuvænna til að búa í. Má þar m.a. nefna byggingu þjónustuíbúða fyrir eldri borgara, stækkun grunnskólans og leikskólans, bætt aðstaða við sundlaugina, stækkun á anddyri íþróttahússins. Risin er ný og glæsileg verslun og mikið átak hefur verið gert í umhverfismálum. Margt fleira mætti nefna, eins og t.d. að tekin hefur verið ákvörðun um að reisa myndarlegan miðbæjarkjarna í samvinnu við Búmenn, þar sem gert er ráð fyrir ráðhúsi, íbúðum og þjónustufyrirtækjum í hjarta bæjarins til hagsbóta fyrir bæjarbúa. Sú framkvæmd mun gera bæinn fegurri og meira aðlaðandi og auðvelda íbúunum að sækja alla þjónustu.

Félagslíf æskulýðsins

Sandgerðisviti

Sandgerðisviti.

Skýjaborg er félagsheimili æskulýðsins, og þar fer fram blómlegt og uppbyggjandi félagsstarf þar sem unga fólkið nýtur sín undir leiðsögn fagfólks. Mikil rækt hefur verið lögð við tónlistina og unglingarnir tekið þátt í söngvakeppnum og náð verulega góðum árangri. Einnig hefur verið kennd fatahönnun í grunnskólanum og í framhaldi af því hefur starfsfólk Skýjaborgar aðstoðað hina ungu hönnuði við að taka þátt í hönnunarsamkeppni þar sem árangur hefur einnig verið frábær.
Í tengslum við Skýjaborg er svo mjög góð útivistaraðstaða ásamt fótboltavelli þar sem fram fara heimaleikir Reynis í Sandgerði. Körfuboltinn er einnig öflugur og keppt er bæði í meistaraflokki og yngri flokkum en æfingar eru stundaðar í hinu glæsilega íþróttahúsi bæjarins.

Sandgerði

Sandgerði – sundlaug.

Í sundlauginni sem tengist íþróttahúsinu stunda yngri krakkarnir sundæfingar. Búið er að lagfæra umhverfi laugarinnar og koma fyrir vaðpolli fyrir yngstu börnin. Þar hefur verið sett upp nýtt gufubað og einnig stendur til að stækka og dýpka sjálfa sundlaugina. Þegar þeim framkvæmdum er lokið verður öll aðstaða þar til fyrirmyndar.
Aðrir áhugaverðir staðir eru Ný-Vídd; listagallerí þar sem áhugafólk um listsköpun hefur vinnuaðstöðu og í sama húsi er kertaverksmiðjan Jöklaljós sem framleiðir kerti af öllum stærðum og gerðum. Loks má nefna Púlsinn, sem er nýr staður, en þar er boðið upp á nám í leiklist, jóga, leikfimi og ýmsu öðru áhugaverðu.
Ýmislegt fleira er í boði fyrir unga sem aldna, s.s. kór- og kirkjustarf, skátar, unglingadeild björgunarsveitarinnar, golfkennsla o.fl.

Höfnin

Sandgerði

Sandgerði – höfnin.

Hafnarframkvæmdir hafa verið miklar og má þar nefna dýpkun innan hafnar, bygging varnargarðs og miklar fyllingar við norðurbryggju. Varanlegt slitlag hefur verið lagt á alla norðurbryggju með nýjum kanttrjám. Einnig hefur norðurbryggjan verið lengd og hafnarsvæðið verið stækkað til mikilla muna frá því sem áður var. Á hafnarsvæðinu og í tengslum við það hafa risið nokkur fyrirtæki í glæsilegum byggingum. Þar má nefna Fiskmarkað Suðurnesja, og fiskvinnslufyrirtækin Tros og Ný-fisk ásamt fleiri fyrirtækjum.

Álög

Sandgerði

Listaverkið Álög.


Vart er hægt að hugsa sér stórfenglegri sýn en þá sem blasir við þegar keyrt er inn í Sandgerði. Þar mætast himinn og haf og útsynningurinn lemur skerjagarðinn með brimföldum sem tóna við hið fagra listaverk Álög sem stendur við innkeyrsluna í bæinn. Verkið er eftir listakonuna Steinunni Þórarinsdóttur og þar gefur að líta þrjár rústfríar öldur sem tákna að hafið er eilíft en maðurinn sem stendur þar hjá er úr pottstáli því hann er forgengilegur. Verkið var sett upp á 100 ára afmæli Miðneshrepps 1986 til minningar um látna sjómenn.

Hunangshella

Hunangshella

Hunangshella.

Hunangshella er löng klöpp á þjóðveginum norðan við Ósabotna. Sagan segir að eitt sinn hafi þar hreiðrað um sig finngálkn ( afkvæmi tófu og kattar) og varnað ferðamönnum vegar. Dýrið var afar styggt en loks tókst að skjóta það meðan það sleikti upp hunang sem hellt hafði verið yfir helluna.

Þórshöfn

Lindarsandur

Lindarsandur neðan Melabergs.

Þórshöfn var helsti verslunarstaður Þjóðverja á 15. og 16. öld og sló þar stundum í brýnu milli þeirra og Englendinga. Með einokunarversluninni minnkaði mikilvægi Þórshafnar og lagðist hún af sem verslunarstaður. Á 19. öld hófust skipakomur þangað á nýjan leik og sóttu heimamenn það fast að hún yrði gerð að löggiltum verslunarstað en án árangurs.
Árið 1881 strandaði rétt hjá Þórshöfn enska vöruflutningaskipið Jamestown. Skipið var eitt allra stærsta seglskip sinnar tíðar, meira en 100 metra langt og 20 metra breitt og er eitt af tröllauknum akkerum þess varðveitt í Höfnum. Farmurinn var afar verðmætur því lestar skipsins voru fullar af úrvals timbri. Efra Sandgerði sem er elsta húsið í Sandgerði er byggt úr þessu timbri. Sögur segja þó að ballest skipsins hafi verið öllu verðmætari því hún hafi verið mexikóskt silfurgrýti. Ef til vill liggur því verðmætur silfursjóður á hafsbotni í Ósum.

Básendar / Gálgar

Gálgar

Gálgar.

Básendar urðu verslunar- og útgerðarstaður strax á 15. öld. Framan af voru þeir í eigu Viðeyjarklausturs en eftir siðaskiptin tók konungsvaldið útgerðina í sinar hendur og máði hún hámarki að fyrstu tugum 18. aldar en um þær mundir voru konungsbátar í Gullbringusýslu milli 80 og 100 talsins. Rekstur konungsútgerðarinnar var þó ekki burðugri en svo að árið 1769 var hún lögð niður.

Enn um sinn héldu þó danskir einokunarmenn áfram að stunda verslun frá staðnum og voru margir þeirra afar illa þokkaðir. Í kvæðinu Básendapundarinn eftir Grím Thomsen segir frá útistöðum Skúla fógeta við einn slíkan. Verslun lagðist af á Básendum eftir gríðarlegt sjávarflóð aðfaranótt 9. janúar 1799, þar sem kaupmaðurinn á staðnum misti allar eigur sínar og ein kona drukknaði.

Gálgar nefnast tveir háir klettar skammt fyrir ofan gönguleiðina. Milli þeirra er nokkurra faðma breitt sund sem ævagamlar sagnir herma að sakamenn hafi verið hengdir í. EF þetta á við rök að styðjast, má gera ráð fyrir að á næstu grösum hafi verið héraðsþing til forna.

Stafnes

Stafnes

Á Stafnesi.

Stafnes var fjölmennasta verstöð Suðurnesja á 17. og 18. öld, enda var það ásamt Vestmannaeyjum miðstöð konungsútgerðarinnar. Áfram var róið af kappi frá Stafnesi fram undir miðja þessa öld, þrátt fyrir fjölmörg háskaleg sker sem grandað hafa ófáum skipum og bátum. Meðal skipa sem strönduðu var togarinn Jón forseti sem fórst þar árið 1928, en til þess slyss má rekja stofnun slysavarnardeildarinnar Sigurvonar í Sandgerði.

Hvalsnes

Hvalsneskirkja

Hvalsneskirkja.

Hvalsnes hefur frá fornu fari verið kirkjustaður. Þar hafa setið ýmsir þekktir prestar en frægastur er þó vafalaust Hallgrímur Pétursson. Í kirkjunni er varðveittur legsteinn Steinunnar Hallgrímsdóttur sem talið er að skáldið haf sjálft höggvið. Núverandi kirkja var vígð árið 1887 og er einhver allra fegursta steinkirkja landsins. Fyrir byggingu hennar stóð Ketill Ketilsson hreppstjóri í Höfnum en altaristaflan er eftir Sigurð Guðmundsson málara.

Melaberg

Melaberg

Melaberg.

Á Melabergi bjó samkvæmt þjóðsögunni fátæk ekkja ásamt syni sínum. Eitt sinn henti soninn það ólán að verða strandaglópur við eggjatínslu í Geirfuglaskeri og tókst ekki að bjarga honum fyrr en ári síðar. Allt var á huldu um hvað á daga mannsins hefði drifið á eyjunni, uns álfkona nokkur gaf sig fram við messu í Hvalsneskirkju og vildi kenn honum barn sitt.

Melabergsvegur

Melabergsvegur.

Maðurinn sór fyrir að vera faðir barnsins en við það féllu á hann álög huldukonunnar svo hann steyptist í hafið og breyttist í rauðhöfða illhveli. Hvalur þessi grandaði mörgum bátum, uns fjölkunnugur maður náði með göldrum að hrekja hann inn Hvalfjörð og upp í Hvalvatn, en þar hafa fundist hvalbein sem menn höfðu til sannindamerkis um söguna.
Neðan Melabergs er Lindarsandur, en þar kemur upp ferskt vatn undan klöppunum.

Másbúðarhólmi

Másbúðarhólmi

Másbúðarhólmi.

Í Másbúðarhólma voru mikilvægar bækistöðvar konungsútgerðarinnar og eru þar enn miklar verminjar. Másbúðir voru einnig vetvangur fyrsta byssubardaga Íslandssögunnar árið 1551. Þá sóttu norðlenskir hefnendur að tveimur fylgdarsveinum Kristjáns skrifara, drápu annan en hinn slap eftir að hafa skotið einn norðanmanna á flóttanum.

Fuglavík
Fuglavík var fyrr á tímum stórt útgerðarhverfi og voru þar einkum vermenn frá öðrum landshornum. Samhliða fiskveiðunum var þar mikil sölvatekja en Íslendingar treystu um aldir mjög á söl, bæði til manneldis og sem skepnufóður.

Sandgerði

Básendar

Básendar – festarhringur.

Sandgerði er með elstu höfuðbólum á Suðurnesjum. Þaðan hefur alla tíð verið stunduð mikil útgerð enda Sandgerði einhver mikilvægasta verstöð landsins, á sama tíma og dró úr mikilvægi flestra annarra verstöðva á Rosmhvalsnesi.
Árið 1990 fékk Sandgerði kaupstaðarréttindi og er með yngstu kaupstöðum landsins.

Bæjarsker

Bæjarsker er ef til vill elsta höfuðból Suðurnesja en margt bendir til þess að þar hafi búið Steinunn gamla, sem Ingólfur Arnarson gaf mestallan norðanverðan Reykjanesskaga.

Býjaskersrétt

Býjaskersrétt.

Væntanlega hefur Steinunn stundað útgerð af kappi, en Bæjarskerseyrin þótti lengi ein besta veiðistöð Suðurnesja. Landbrot vegna ágangs sjávar hefur þó leikið eyrina grátt og eftir ofsaflóð veturinn 1769 og síðar Básendaflóðið 1799 hnignaði útgerð þar mjög.

Hvalsnesgata

Hvalsnesgata.

Flankastaðir
Að Flankastöðum voru fyrr á tímum haldnir vikivakar og jólagleði. Ýmsir kirkjunnar þjónar höfðu horn í síðu þessara dans- og gleðisamkoma sem þeir töldu ýta undir drykkjuskap og lauslæti. Voru þessar samkomur því bannaðar um 1745. Var því spáð að prestinum Árna Hallvarðssyni ætti eftir að hefnast fyrir tiltækið og gekk það eftir þegar hann drukknaði á voveiflegan hátt.

Kirkjuból

Kirkjuból

Kirkjuból.

Kirkjuból var forðum þar sem nú heitir Gamlaból. Þar var áður höfðingjasetur og vetvangur sögulegra atburða. Árið 1433 gerðist það að hópur manna úr lífverði Jóns Gerrekssonar Skálholtsbiskups, undir forystu Magnúsar kæmeistara,bryta í Skálholti, brenndi bæinn til ösku. Með því vildu þeir hefna fyrir niðurlægingu Magnúsar, en heimasætan á bænum , Margrét slap þó úr eldinum ein manna og sór þess dýran eið að giftast hverjum þeim manni er kæmi fram hefndum. Sá maður reyndist vera Þorvarður Loftsson höfðingjasonur frá Möðruvöllum. Árið 1551 dró svo aftur til tíðinda að Kirkjubóli, en þá hefndu norðlenskir vermenn aftöku Jóns Arasonar Hólabiskups árið áður. Fóru þeir fjölmennu liði að umboðsmanni konungs, Kristjáni skrifara og mönnum hans,myrtu alla og svívirtu líkin. Því næst héldu þeir út á Álftanes, handsömuðu böðulinn sem tekið hafði biskupinn af lífi og neyddu hann til þess að drekka bráðið blý. Tókst danska konungsveldinu að koma lögum yfir fæsta þessara manna.

Skagagarðurinn

Skagagarður

Skagagarðurinn.

Skagagarðurinn forni sést enn skammt norð-austur af Kolbeinsstöðum. Garðurinn er sennilega frá 10. öld og girti nyrsta hluta Rosmhvalsness frá öðrum hlutum Reykjanesskaga. Garðurinn er aðlíðandi norðanmeginn en hár og lóðréttur til suðurs, enda hefur honum væntanlega verið ætlað að halda sauðfé frá miklum kornökrum sem voru nyrst á skaganum.

Hafurbjarnastaðir

Að Hafurbjarnarstöðum hefur verið bær allt frá landnámsöld. Þar fannst árið 1868 kumlateigur úr heiðni sem telja verður einn merkasta fornleifafund Íslandssögunnar, en dr. Kristján Eldjárn lauk rannsóknum á honum árið 1947. Í teignum voru bein sjö eða átta manna auk ýmissa gripa. Heillegasta beinagrindin er varðveitt í glerkassa á Þjóðminjasafni Íslands eins og margir munu kannast við.

-www.sandgerdi.is

Þórshöfn

Þórshöfn.

Fuglar

Í bókinni „Miðillinn Hafsteinn Björnsson“ fjallar Elínborg Lárusdóttir um aðkomu Runólfs Runólfssonar (Runka). Þar segir m.a.: „Veturinn 1937-1938 hefir Hafsteinn fasta fundi hjá Einari H. Kvaran. Vera tók þá að birtast. Þegar spurt er, hver þarna sé, er svarað:
 Eg heiti Jón Jónsson eða Maður Mannsson, eða ykkur varðar andskotann ekkert um, hvað ég heiti.
Kvaran spyr, hvað hann vilji.
Hann svarar: Eg er að leita að leggnum mínum, og eg vil hafa legginn minn.
Kvaran spyr aftur, hvar leggurinn muni vera.
Hinn svarar; hann er í sjónum.
Þessi vera heldur svo áfram að koma á fundina og talar alltaf um hið sama, um legginn sinn, og heimtar hann. En hann er ófáanlegur til að segja, hver hann er.
Þegar Lúðvík Guðmundsson, útgerðarmaður í Sandgerði, bætist í hópinn, kemur þessi kynlega vera og talar mikið um, hvað hann hafi verið Flankastaðirlánssamur að hitta Lúðvík.
Lúðvík kannast ekkert við þennan náunga og skilur sízt í, hvað hann vilji sér eiginlega. Sá fullyrðir aftur á móti að Lúðvík viti um legginn sinn. Hann sé í húsi hans í Sandgerði.
Loks krefst Lúðvík að fá að vita hver veran sé, eða þeir sinni þessu ekki. Hún verður öskuill og kemur ekki aftur í langan tíma. Loks brýzt hún í gegnum miðilinn og segir:Â
„Jæja, það er bezt að eg segi þá, hver ég er. Eg heiti Runólfur Runólfsson og var ég 52 ára, er ég lést. Eg bjó með kellu minni í Kólgu eða Klapparkoti hjá Sandgerði. Var eg á ferð frá Keflavík seinni hluta dags og var fullur. Eg kom við hjá Sveinbirni Þórðarsyni í Sandgerði. Þar þáði eg góðgerðir. Þegar eg ætlaði að fara, fannst þeim veðrið svo vont, að þeir vildu láta fylgja mér heim til mín. Þá varð eg vondur og sagðist ekkert fara, ef eg fengi ekki að fara einn. Heim til mín var ekki nema 15 mínútna gangur, eða tæplega það. Fór eg svo, en eg var blautur og illa á mig kominn.
KólgaGekk ég inn Kambinn, sem kallaður er. Þegar eg var kominn yfir Kambinn, settist eg undir klett, sem kallaður er Flankastaðaklettur, en hann er nú næstum horfinn. Þar tek eg upp flöskuna og sýp drjúgum á. Svo sofna eg. Flóðið kemur, mig tekur út. Þetta er í október 1879. Finnst eg ekki fyrr en í janúar 1880. Rak mig þá upp, en þá komust hundar og hrafnar í mig og tættu mig sundur. Leifarnar af mér fundust og voru grafnar í Útskálakirkjugarði. En þá vantaði lærlegginn. Hann tók út aftur, en rak svo síðar upp í Sandgerði, og þar hefir hann verið að þvælast síðan, og nú er hann hjá Lúðvík.
Þeir spyr nú Lúðvík, hvar hann geti fundið sönnun þess, að hann sé sá, sem hann segist vera.
Hann svarar; í kirkjubókum Útskálakirkju.

Nú er farið að grennslast um þetta. Þeir finna nafn hans þar, sem hann hefir vísað á, og stendur heima hvað ártal áhrærir og aldur hans. En nú er eftir að finna legginn.
Þegar Lúðvík Guðmundsson keypti húsið í Sandgerði af Lofti Loftssyni, útgerðarmanni, voru þar í húsinu tvær hauskúpur. Sú saga gekk, að einhverju sinni hefði unglingspiltur hent annarri hauskúpunni út í horn með þeim ummælum, að óþarfi væri að hafa þetta bölvað drasl þarna. Nóttina eftir þóttust menn verða varir við tvo menn, annan lítinn, hinn stórar. Gengu þeir að hvílu hvers og eins og athuguðu það, sem þar hvíldu. Staðnæmdust þeir við beð unglingsins, sem hent hafði hauskúpunni. Heyrðu þá félagar hans hljóð mikil og komu honum til hjálpar. Var hann þá blár í framan, illa á sig kominn og mjög hræddur. Segir sögnin, að eftir þetta hafi honum ekki verið vært framar í Sandgerði og hafi hann krökklast þaðan í burtu.
Lúðvík tók hauskúpurnar og lætur þær í glerkassa og setur svo kassann í glugga, sem veit til sjávar.
Lúðvík fór ekkert frekar út í þetta þá. En er Runólfur fullyrtu, að leggurinn sinn væri í húsi hans í andgerði, rifjaðist þetta upp fyrir honum.

Húsið

Eldri menn búsettir í Sandgerði rekur minni til þess, að lærleggur hafi verið þarna á flækingi, en verið settur á milli þilja. þrátt fyrir leit fannst leggurinn ekki. Í  herbergi í norðausturenda hússins bjó maður, sem hét Helgi. Hafði hann heyrt að smiðurinn hafi látið hann milli þils og veggjar. Getur Helgi þess til, að hann muni vera í herberginu, sem hann býr í. Þegar farið var að rífa finnst leggurinn þá þar. Leggurinn var mjög langur, enda gat Runólfur þess, að hann hefði verið þrjár álnir og sex tommur á hæð.“
Að sögn Reynis Sveinssonar í Sandgerði stóð fyrrnefnt hús á Hamrinum svonefnda, sem var neðan við Fræðasetrið. Þar voru tvo lík verbúðarhús, hlið við hlið. Í því syðra var verkun og verbúð uppi. Húsið fjær á myndinni að ofan var rifið 1985 en þar er sagt að hauskúpur/eða
mannabein hafi verið í glugga sem snéri að sjónum.
„Þegar leggurinn var fundinn, tók Lúðvík hann og fór með hann upp í búðina sína, til þess að hann týndist ekki aftur. Lét hann smíða utan um legginn vandaða kistu, og var leggurinn svo kistulagður. Stóð kistan svo í búðinni upp undir ár, og bar ekkert til tíðinda. Voru svo þessar síðustu leifar Runólfs Runólfssonar frá Kólgu eða Klapparholti í Sandgerði jarðsungnar að Útskálum. Fór allt fram eins og við venjulega jarðaför. Eftir athöfnina var drukkð kaffi hjá presti, og fór þetta allt virðulega fram.

Leggurinn

Þegar fundur var næst eftir útförina, kom Runólfur fram og þakkaði fyrir sig. Sagðist hann hafa verið þarna viðstaddur og lýsti útförðinni svo nákvæmlega, að hann taldi upp kökusortirnar, sem voru fram bornar á Útskálum.“
Kólga (Klapparkot) var skammt sunnan Klappar, sem var sunnan Syðri-Flankastaða. Þar eru enn örnefni er minna á kotið, s.s. Kólgutjörn. Klappartún og Klapparfjara.
„Eg fór að kynna mér kirkjubækur Útskálakirkju frá því tímabili, sem Runólfur Runólfsson vísar til. Eg fann nafn hans í bókunum. Árið 1849 er hann til heimilis í Klöpp í Hvalsnessókn. Árið 1859 er hann í Flankastaðakoti með konu sinni, sem heitir Guðrún Bjarnadóttir. Þau eiga eina dóttur, sem heitir Guðrún María. Þetta ber heim við landsmanntalið 1860. Þar er Runólfur Runólfsson í Flankastaðakoti talinn ókvæntur og grashúsmaður. Þar stendur einnig, að hann sé fæddur í Melasókn. Kirkjubækur Melasóknar sýna, að Runólfur er fæddur 25. desember 1828 að Melaleiti í Borgarfirði. Foreldrar: Runólfur Þorsteinsson, vinnumaður á Hafþórsstöðum í Norðurárdal og Guðrún Magnúsdóttir, vinnukona í Melaleiti.
Guðrún Bjarnadóttir er líka talin húskona í kirkjubókunum. Síðar er Runólfur í Klapparkoti (Kólgu), og eru þá börnin orðin þrjú, tveir drengir og ein stúlka. Árið 1879 er hann á sama stað. Þá er Guðrún Bjarnadóttir sennilega dáin. Nafn hennar sézt ekki í kirkjubókunum. Árið eftir er nafn hans líka horfið úr kirkjubókum Útskálakirkju, en í ministerialbók Útskálakirkju stendur eftirfarandi skýrsla:
Útskálakirkja„Þann 16. október 1879 varð Runólfur Runólfsson, húsmaður í Klapparkoti, úti vofveiflega á heimleið úr Keflavík í stórvirðri, rigningu og stormi, allskammt frá bæ sínum, um miðja nótt, meint að hann hrakizt hafi niður í fjöru fyrir sunnan Flankastaðatúngarð, hvar sjór hefir tekið hann, því bein hans fundust löngu seinna sundurliðmuð og fatnaður.“
Þessi sama bók sýnir, að þessar leifar Runólfs Runólfssonar hafa verið jarðsettar 8. janúar 1880, og er hann þá talinn vera 52 ára. Eru þá liðnir tæpir þrír mánuðir, frá því að hann hvarf og þar til hinar sundurlimuðu leifar hans fá legstað í vígðri mold, og þó ekki allar. Leggurinn finnst ekki fyrr en 1940, og eru þá liðin 60 ár frá þessum atburði.
Það, sem gerðist í sambandi við Runólf Runólfsson, varð okkur, sem við það voru riðin, svo eftirminnilegt, að við teljum okkur muna það greinilega.“

Heimild:
-Elínborg Lárusdóttir, Miðillinn Hafsteinn Björnsson, Reykavík 1946, bls.201-209.