Færslur

Arnarvatn

Lagt var af stað efst í Vatnsskarði um kl. 10:30 þann 17. júní 2000.

Sveifluháls

Á Moshól á Sveifluhálsi. Folaldadalir og Hetta fjær.

Gengið var sem leið lá suður hálsinn, vestan við Miðdegishnúk og niður í Nyrðri-Folaldadal, eftir sléttum sandbotna dalnum og upp á hálsinn aftur við suðurenda hans. Þegar komið var á móts við Stapatinda var tækifærið notað til að dáðst að útsýninu suður eftir Syðri-Folaldadal í fjallgarðinum, í átt að Arnarvatni. Þarna er mosvaxinn hraunhóll og móbergshólar um kring. Sunnan við hólinn eru fallegir skessukatlar. Gengið var niður í dalinn um móbergsskarð og síðan áleiðis eftir sléttum botninum. Þegar komið var í miðjan dalinn heyrðist allt í einu og mjög skyndilega mikill þytur úr suðaustri, líkt og þota nálgaðist óðfluga. Skömmu síðar sást hvar Sveifluhálsinn reis undir nafni – gekk í sveiflum úr suðri, að því er virtist. Undir tók í fjöllunum allt í kring og stór grjót féllu úr þeim og skoppuðu niður í dalinn. Síðan tók við dauðaþögn. Fyrsta hugsunin var: „Skyldi nú vera byrjað að gjósa hér rétt hjá?“ Hvergi voru þó merki þess. (Síðar kom í ljós að skjálftinn reyndist rúmlega 7° á Richter).

Arnarnýpa

Arnarnýpa á Sveifluhálsi.

Haldið var áfram för, en skömmu síðar kom annar kröftugur jarðskjálfti, en mjög ólíkur hinum fyrri. Hann kom beint upp undir hálsinn. Steinar skruppu upp af jörðinni í nokkurs konar skjálftadansi. Stóð þetta í nokkrar sekúndur. Þegar skjálftinn hætti sást hvar skórnir höfðu grafist niður í mölina. Enn var svipast um eftir hugsanlegu gosi, en ekkert bólaði á því. (Reyndist vera 5.5°á Richter). Eftir að síðustu steinarnir stöðvuðust í dalnum varð grafarþögn. Síðan komu nokkrir minni skjálftar í kjölfarið, en þeir hristu einungis jörðina líkt og væri hún á floti. Gengið var fram á norðurbrún Sveifluhálsins. Á henni blasti við svipur tröllkarls, sem virtist fylgjast vel með öllu. Undir Núpshlíðarhálsi, við Djúpavatn, virtist fólk á hlaupum. Þar hafði greinilega grjót skroppið úr hlíðinni.

Þegar gengið var áfram suður hálsinn mátti víðs vegar sjá hvar björg höfðu losnað úr hlíðum og einnig hvar smásteinar á ákveðnum svæðum höfðu losnað og jafnvel snúist við. Þegar komið var upp að Arnarvatni mátti sjá sprungur í jarðveginum við vatnið að austanverðu. Gróðurhaft hafði losnað úr hlíðinni að sunnaverðu. Stapatindur í norðaustri, eitt af prýðunum á hálsinum, stóð þó óhaggaður.

Miðdegishnúkur á Sveifluhálsi

Miðegishnúkur á Sveifluhálsi.

Það sem eftir var leiðarinnar mátti víða sjá hvar stórt grjót hafði losnað og skroppið niður gróðurhlíðar, s.s. norðan við Hettu. Þoka skall á þegar komið var suður fyrir Arnarvatn svo fara þurfti þétt með norðanverði hlíðinni. Þegar áætlað var að Krýsuvík væri handan við hálsinn var lagt á hann, upp bratta brunahlíð. Í þokunni glytti í gang á milli tveggja gíga. Haldið var eftir honum og síðan beygt aftur til suðurs. Var þá komið niður í gróinn dal nokkuð norðan við Krýsuvíkur-Mælifell. Beitilegur dalur, en farin að láta á sjá í botninn. Aðeins sunnar á hálsinum tók við náttúrulega flórað hellusvæði.
Komið var niður á veg vestan við Borgarhól 6 klst. eftir að lagt hafði verið af stað. Þá átti eftir að ganga að Bæjarfelli þar sem bíll beið. Fylgt var gamalli götu frá fjárbyrginu á Borgarhól, um mela, eftir flóraðri brú að vörðu norðan vegarins og síðan áfram að gömlu réttinni sunnan Bæjarfells.
Veður var frábært – sól og hiti.

Sveifluháls

Sveifluháls – gönguleiðin.

Bent hefur verið á að í og við Reykjanesskagann búa um 200 þúsund manns og vaxandi þörf er fyrir fjölbreytt útivistarland í nágrenninu.
Á Sveifluhálsi að vetriUm Keflavíkurflugvöll fari flestir þeir ferðamenn, sem koma til landsins og innan áratugar verða þeir líklega orðnir um milljón talsins, enda fjölgar þeim um og yfir 10% á ári hverju. Miklar samgöngubætur eru að verða á Reykjanesskaganum; annars vegar með tvöföldun Reykjanesbrautar og hins vegar með væntanlegum Suðurstrandarvegi.“
Spurt var; „Hvers vegna þegja hagsmunasamtök um ferðaþjónustu á Reykjanesskaganum um þetta? Hvers vegna taka þau ekki þátt í umræðunni?

Sjá leiðina nánar undir Lýsingar.

Í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar, fyrrum lögregluvarðstjóra í Hafnarfirði, segir m.a. um Folaldadalina í Sveifluhálsi og nágrenni: „Landamerkjalínan milli Krýsuvíkurlands og upprekstrarlands Álftaneshrepps hins forna liggur um vestanverðar Undirhlíðar, rétt um Háuhnúka eða Rakka.
Sveifluhals-30Vatnsskarð skiptir nöfnum á þessum móbergshálsum og heitir Sveifluháls fyrir vestan. Um skarðið lá Vatnsskarðsstígur og má enn sjá móta fyrir honum á melum vestanvert við Krýsuvíkurveginn. Eru nú engin örnefni fyrr en komið er nokkuð vestur á Hálsinn. Hellutindar eða Skriðutindar eru fyrstir fyrir. Þá Stapatindur eystri og þá Stapatindur vestri og milli þessara tinda eru svo Tindaskörðin. Þá er komið í Ólafsskarð, en um það liggur Ólafsstígur. Örnefnin eru kennd við Ólaf trésmið Magnússon, en hann fór hér oft um þegar hann heimsótti föður sinn Magnús Ólafsson í K-vík. Há rís upp hér á hálsinum hæsti hnúkurinn, Miðdegishnúkur. Mun heita svo af því hann er eyktamark úr Hraunum. Hér vestar nokkurn spöl er Arnarnýpa, og þar á Arnarhreiður. Sér nýpuna víða að. Til hliðar, norðan við tindana er hálsinn sprunginn að endilöngu. Austast er Sandfellsklofi. Þar eru eldvörp og eins upp á hálsinum. Vestar taka við Folaldadalir. Foladadalur eystri með Folaldadalstjörn. Þá er Mið-Folaldadalur og Folaldadalur vestri og er þar Folaldadalstjörn vestri. Tjarnir þessar þrjóta venjulega á sumrin.
Sveifluhals-31Þá er komið á Ketilstíg þar sem hann kemur upp úr Katlinum og liggur framhjá Arnarvatni. Í vestur eru tveir hnúkar. Annar að sunnan heitir Hattur kúflaga en framan í honum eru Krýsuvíkurnámurnar og Seltún. Beint framundan er Hetta. Hattsmýri liggur milli hnúka þessara, en klofnar um Hattsmýrargil. Vestan undir Hettu er Hettuskarð og Hettuskarðsvegur eða Hettuskarðsstígur. Nokkrir nafnlausir tindar eru hér fyrir vestan og vestan þeirra er komið á Drumbsdalastíg. Á sunnanverðum hálsinum er Stóri-Drumbur, en norðar er Litli-Drumbur) og milli þeirra Drumbsdalir. Hér fram undan eru Borgarhólar og Borgin. Þess er vert að geta, að Sveifluháls ber nokkur nöfn, svo sem Austurháls og Móháls eystri.“

Sjá MYNDIR af Sveifluhálsi og höggmyndir HÉR.

Sveifluháls eða Austurháls er 18 km langur og 395 m hár móbergshryggur í Reykjanesfjallgarði, vestan við Kleifarvatn.
Sveifluhals-29Brattir hamrar eru niður af Hellunni að Kleifarvatni að austan sem og að Sandfellsklofa að vestan. Sunnan og austan í hálsinum er mikill jarðhiti. Hverasvæðið er kennt við Krýsuvík; Seltún og Baðstofu.
Hæstu tindar á Sveifluhálsi eru Arnarnípa, Hellutindar, Stapatindar og Miðdegishnúkur, stundum nefndur Hádegishnúkur.
Hálsinn hefur einnig verið nefndur Austurháls og Móháls eystri. Sveiflan, sem hálsinn er nú kenndur við, er ofan Hettuskarðs sunnan Hettu. Um það liggur Hettuvegur áleiðis að Vigdísarvöllum.
Gönguleiðin frá Vatnsskarði að Seltúni er u.þ.b. 9 km. Hún liggur um hryggi og dali. Víða á leiðinni eru skemmtilegar bergmyndanir og fagurt útsýni til allra átta.

Sjá MYNDIR.

Gengið var um Ketilsstíg frá Seltúni.
Þegar komið var upp á austanverðan Sveifluháls, eitt Sveifluhals-28fjölbreytilegasta göngusvæði landsins, var haldið um rauðamelshæðir með undirrliggjandi móbergi að Arnarnýpu (340 m.y.s.). Undir henni var haldið til norðurs vestan í hálsinum austanverðum uns Miðdegishnúkurinn (389 m.y.s.) blasti við framundan í norðri og Arnarvatn (278 m.y.s.) í suðri. Á þessum kafla eru bæði fjölbreytilega móbergsmyndanir og fallegir berggangar, auk þess sem melarósin er óvíða fallegri en í faðmi alls þessa.

Sjá myndir (aftast) HÉR.

Sveifluháls eða Austurháls er 395 m hár móbergshryggur í Reykjanesfjallgarði, vestan við Kleifarvatn.
KleifBrattir hamrar eru niður af Hellunni að Kleifarvatni. Sunnan og austan í hálsinum er mikill jarðhiti. Hverasvæðið er kennt við Krýsuvík; Seltún og Baðstofu. Hæstu tindar á Sveifluhálsi eru Hellutindar, Stapatindar og Miðdegishnúkur, stundum nefndur Hádegishnúkur.
Hálsinn hefur einnig verið nefndur Austurháls og Móháls eystri.

Sjá meira undir Myndir.

Sveifluhálsinn er móbergstapi á gosrein.
Ef allt er tiltekið (Undirhlíðarnar einnig, enda á sömu gosrein), er hann um 25 km langur þar sem nær frá Hæsti tindur Sveifluhálsins virðist lítill m.v. Jóhann Borgarhólum í suðri að Kaldárhnúkum í norðri. Að vísu heita hluta hans ýmsum nöfnum, en jarðfræðilega er um eitt og sama fyrirbæri að ræða. Hálsinn var fyrrum nefndur Austurháls til aðgreiningar frá Vesturhálsi (Núpshlíðarhálsi), einum af nokkrum bræðrum hans í vestri.
Þegar ákveðið var að ganga Sveifluháls enda á millum var um tvær leiðir að velja; þá auðveldari og þá erfiðari. Báðar hafa kosti umfram hina.

Sjá meira undir Lýsingar.

Gengið var um Sveifluháls af Norðlingahálsi um Folaldadali að Arnarvatni og síðan um Ketilsstíg norðanverðan til baka.
MiddegishnukurÍ grein Ólafs Þorvaldssonar, Fornar slóðir milli Krýsuvíkur og Hafnarfjarðar í Árbókinni (ÁHíf) 1943-48, segir m.a. um þetta svæði: “ Ketilsstígur liggur því í fullan hálfhring um Ketilinn, hærra og hærra, þar til á brún kemur. Láta mun nærri, að verið sé 30—45 mín. upp stíginn með lest, enda sama þótt lausir hestar væru, því að flestir teymdu hesta sína upp stíginn. Ketilsstígur er tvímælalaust erfiðasti kaflinn á þessari hér um ræddu leið. Slæmt þótti, ef laga þurfti á hestum í stígnum, og búast mátti við, ef baggi hrökk af klakk, hvort heldur var á uppleið eða ofan, að hann þá, ef svo var lagaður, ylti langt niður, því að utan stígsins, sem heita má snarbrattur, eru mest sléttar skriður ofan í Ketilbotn.“

Sjá meira undir Lýsingar.

Genginn var Sveifluháls til suðurs um Folaldadali, Arnarvatn, Hettu, Rauðuskriðu og Drumb.
SveifluhálsSveifluháls, eða Austurháls (Hálsar) eins og hann var nefndur, er hæstur um 395 m hár móbergshryggur í Reykjanesfjallgarði, vestan við Kleifarvatn. Brattir hamrar eru niður að Kleifarvatni og Folaldadölum. Sunnan og austan í hálsinum er mikill jarðhiti. Hverasvæðið í Seltúni og Baðstofu eru kennd við Krýsuvík. Hæstu tindar á Sveifluhálsi eru Hellutindar, Stapatindar og Miðdegishnúkur (Hádegishnúkur). Í síðustu FERLIRsferð um Sveifluháls, þann 17. júní 2000, skalf jörðin í tvígang, hálsinn gekk í bylgjum og grjót hrundi úr hlíðum.

Sjá meira undir Lýsingar.

Sveifluháls eða Austurháls er 395 m hár móbergshryggur í Reykjanesfjallgarði, vestan við Kleifarvatn.
Á SveifluhálsiNokkrir þekktir móbergstindar á Sveifluhálsi eru Hellutindar, Stapatindar og Miðdegishnúkur. Ætlunin var að skoða móbergsmyndunina sérstaklega, en m
óberg er bergtegund, sem verður til við gos undir jökli eða vatni þar sem gosopið er nálægt eða rétt undir yfirborðinu, öfugt við bólstraberg, sem myndast djúpt undir vatni. Móberg er algengt á Íslandi þar sem farið hefur saman eldvirkni og langvinnir jöklarnir á kuldaskeiðum ísaldar. Bergtegundin verður til þegar ný gosaska hleðst upp við eldstöð og þjappast saman. Vatn gengur svo í samband við öskuna og hún ummyndast og límist saman í fast móberg, sem tekur oft á sig rauðleitan blæ. Ummyndun gosösku á sér einnig stað við jarðhita og gerist þá hratt og auðveldlega við tiltölulega lágan hita.

Sjá meira undir Fróðleikur.

Portfolio Items