Tag Archive for: Þorlákshöfn

Þorlákshöfn

Í Öfusi og Þorlákshöfn eru nokkur minnismerki.

Kolbeinn Grímsson (1927-2006)

Ölfus

Ölfus – minnismerki; Kolbeinn Grímsson.

„1927-2006
Ertu að fá hann?“

Við Hlíðarvatn í Selvogi hafa menn löngum veitt silung á stöng. Einn af þessum veiðimönnum var Kolbeinn Grímsson. Hann veiddi gjarnan á flugu, sem hann hnýtti sjálfur og kallaði peacock, á veiðistað sem kallaður er Innranef við norðurströnd Hlíðarvatns.

Sagan segir að ef einhver var við veiðar á veiðistaðnum á Innranefi þá settist Kolbeinn á stein við ströndina og ávarpaði veiðimanninn: ,,Eru að fá’an?”
Þegar veiðimaðurinn gafst upp á veiðum á þessum stað hnýtti Kolbeinn fluguna peacock á tauminn og hóf veiðar og leið ekki á löngu þangað til fiskurinn tók.

Ölfus

Ölfus – minnismerki; Kolbeinn Grímsson.

Á þessum steini er nú skjöldur með nafni Kolbeins og áletruninni Ertu að fá hann?

Kolbeinn Grímsson lést árið 2006. Stefán Hjaltested lét gera minningarskjöld
um Kolbein. Skildinum var komið fyrir á Innranefi og snýr hann út að Urðarvík.

Þorlákshöfn – Egill Thorarensen (1897-1961)
Minnismerkið er í almenningsgarði við Egilsbraut. Á því er áletrun: „Egill Thorarensen 1897-1961. Hann breytti verstöðinni Þorlákshöfn í nútíma bæ.“

Ölfus

Ölfus – minnismerki; Egill Thorarensen.

Minnisvarðinn er eftir Gunnstein Gíslason.

Annar minnisvarði um Egil er á Selfossi.

Strandarkirkja – Engill (Landsýn)

Strandarkirkja er kirkja við Engilvík á Suðurstrandavegi. Kirkjan var kirkja íbúa í Selvogi og bjó prestur í Vogsósum uns brauðið var lagt niður árið 1907. Strandakirkja er þjóðfræg vegna áheita og helgisagna. Strandarkirkja stendur við skerjótta og hafnlausa Suðurstöndina. Þar hjá er viti. Í kirknatali Páls Jónssonar biskups í Skálholti sem er að stofni til frá um 1200 er kirkjan á Strönd nefnd. Sennilegt er að lending í víkinni hafi verið um Strandarsund sem er suður og austur af kirkjunni. Núverandi kirkja var reist 1888 og endurvígð eftir endurbætur 14. júlí 1968 og endurbætt frekar og endurvígð aftur 13. október 1996.

Helgisagnir um Strandarkirkju

Ölfus

Ölfus – minnismerki; Landsýn.

Elsta helgisögnin um Strandarkirkju er að Gissur hvíti hafi gert kirkju þar á 10. og 11. öld úr kirkjuvið sem Ólafur Tryggvason Noregskonungur sendi hann með frá Noregi. Önnur sögn er að Árni nokkur formaður hafi reist kirkjuna úr smíðavið sem hann kom með frá Noregi. Þriðja helgisögnin er um ungan bónda frá uppsveitum Árnessýslu sem fer til Noregs að sækja smíðavið í hús sín en lendir í sjávarháska og hafvillum og dimmviðri og veit ekki hvar skipið er. Hann ákveður í örvæntingu sinni að gefa allan smíðaviðinn til kirkjubyggingar á þeim stað þar sem hann næði landi heilu og höldnu. Þá sá hann ljósengil framundan stefni skipsins og verður sá engill stefnumið sem hann stýrir eftir. Hann lendir í sandvík milli sjávarklappa og þá hvarf engillinn. Skipsmenn sáu í birtingu morguninn eftir að þeir höfðu verið leiddir eftir bugðóttu lendingarsundi milli boðaskerja á úthafsbrimströnd. Var hin fyrsta Strandakirkja reist úr viðnum sem kom úr skipinu.

Ölfus

Ölfus – minnismerki; Landsýn.

Vorið 1950 var reistur minnisvarði um kraftaverkið í Engilsvík norðvestan við kirkjuna. Minnisvarðinn sem er standmynd á stalli sem sýnir hvítklædda konu sem heldur á skínandi krossmarki er eftir Gunnfríði Jónsdóttur myndhöggvara og nefnist Landsýn. Á fótstallinum er skilti. „Landsýn eftir Gunnfríði Jónsdóttur, afhjúpað 29. maí 1950. Sögnin um Egilsvík.

Í bæn þeir lyftu huga hátt
þá háðu stríð við Ægis mátt.
En himinn rétti arm í átt
þar ýtar sáu land.

Ölfus

Ölfus – minnismerki; Stakkavík.

Það skip úr dauðans djúpi rann
því Drottins engill lýsa vann.
Svo býður hann við boða þann
og báti stýrir hjá.“

Árið 1994 var vígt minnismerki um látna sjómenn.

Stakkavík
Á skilti grunns gamla Stakkavíkurhússins við Hlíðarvatn sendur: „Stakkavík í eyði 1943 – síðasti ábúandi; Kristmundur Þorláksson“.

Hlíð

Ölfus

Ölfus – minnismerki; Hlíð.

Á skilti á tóftum gamla bæjarins hlíðar við Hlíðarvatn stendur: „Hlíð í eyði 1906 – síðasti ábúandi; Nikulás Erlendsson“.

Gísli Eiríksson
Á grágrýtissteini austan við Þorlákshafnarveg er skjöldur. Á hann er letrað: „Jólalundur – Takk fyrir að lýsa upp okkar tilveru. Til minningar um Gísla Eiríksson, f. 29.09.1963, d. 20.06.2023.“

María Bjarnadóttir

María Bjarnadóttir

Ölfus – minnismerki; María Bjarnadóttir.

Neðst á grunni Strandarkirkju er lítið skilti: „María Bjarnadóttir frá Herdísarvík, f. 17. júli 1881, d. 18. maí 1922. Var úti við Kolviðarhól“.

Fæstir taka eftir þessu litla minningarskilti. María varð úti 1922.
Skiltið er eins neðarlega og hægt er og þá í stíl við stétt konunnar!

Þegar forvitnast er um þessa konu má lesa litla frétt í Vísi frá því 31. maí 1922: „Bæjarfréttir – Konan, sem fanst örend hjá Kolviðarhól, hét María Bjarnadóttir, sunnan úr Selvogi; niðursetningur hjá Þórði Erlendssyni á Torfastöðum í Selvogi, en hættuð úr Herdísarvík“.

Skrúðgarður Þorlákshafnar

Ölfus

Ölfus – minnismerki; Skrúðgarður.

Á grágrýtisbjargi í Skrúðgarði Þorlákshafnar er skilti. „Kvenfélag Þorlákshafnar. Kvenfélag Þorlákshafnar hóf frumkvöðlastarf við myndun skrúðgarðs í Þorlákshöfn árið 1974, sem ber vott um framsýni, vilja og dugnað. Sveitarfélagið Ölfus þakkar ómetanlegt starf í þágu samfélagsins. Gert af tilefni 50 ára afmælis Kvenfélags Þorlákshafnar 11. maí 2014“.

Kvenfélagið í Þorlákshöfn gerði garðinn.

Skjöldur á bekk:
Á bekk við minnismerkið er bekkur. Á honum er skjöldur: „Gjöf frá Kvenfélagi Þorlákshafnar til Sveitarfélagsins Ölfuss. Íbúar í Ölfusi, til hamingju með endurbættan skrúðgarð. Kvenfélag Þorlákshafnar 2006“.

Hlín landslagsarkitekt

Ölfus

Ölfus – minnismerki; Hlín Sverrisdóttir.

Í Skrúðgarði Þorlákshafnar er grágrýtisbjarg. Á því er skilti: „Hlín Sverrisdóttir landslagsarkitekt endurhannaði skrúðgarð Þorlákshafnar. Hönnunarvinnan er gjöf til æskustöðva til minningar um foreldra hennar, Álfhildi Sveinbjörnsdóttur 1933-2014 og Sverrir Sigurjónsson 1934-2015. Þau höfðu alltaf einlægan áhuga á fegrun skrúðgarðsins og uppbyggingu Þorlákshafnar“.

Lífsfleyið
Minnismerki um horfna ástvini milli kirkjunnar í Þorlákshöfn og kirkjugarðsins. Þrír nafngreindir eru á skiltum við minnismerkið.

Á minnismerkinu er skilti: „Minningarreitur um drukknaða og horfna ástvini.

Minn ljúfi Jesú, lof sér þér
fyrir líkn og huggun þína,
þú, lífs og daða er lykla ber,
æ, lít á nauðsyn mína.

Ölfus

Ölfus – minnismerki; Arnarbæli.

Mig burtför æ lát búast við,
mér blessun gef og sálarfrið,
er lífsins dagar dvína.

Sálmur nr. 447, höf. ókunnur“.

Arnarbæli – Arnarbæliskirkja

„Hér stóð Arnarbæliskirkja.

Kirkju er fyrst getið í Arnarbæli um 1200 en var lögð niður 1909“.

Þessi minnisvarði stendur í gamla kirkjugarðinum í Arnarbæli.

Ofan við kirkjugarðinn er upplýsingaskilti um Arnarbæli.

Heimild:
-https://eirikur.is/minnisvardar/sudurland/

Ölfus

Ölfus – minnismerki; Lífsfleyið.

Latur

Örnefnið „Latur“ hefur verið útskýrt á ýmsan máta. Til að fá úr tilurð nafnsins skorið spurðist FERLIR fyrir um nafnið á fyrirspurnarvef Örnefnastofnunar (sjá hér tl hliðar), en þangað er hægt að leita fróðleiks og upplýsinga um hvaðeina er lýtur að örnefnum vítt og breytt um landið, svo framarlega að þau hafi verið skráð, þau hafi skírskotun eða um þau fjallað.

Latur

FERLIRsfélagar á Lat.

Spurningin var þessi: „Hafið þið upplýsingar um tilurð örnefnisins „Latur“? Latur er t.d. hár fjallsendi í Ögmundarhrauni, stórt bjarg í fjörunni (var þar) utan við Þorlákshöfn, klettur niður við strönd á Vestfjörðum og e.t.v. víðar?“
Svavar Sigmundsson svaraði að bragði fyrir hönd Örnefnastofnunar á eftirfarandi hátt: „Líklegt er að örnefnið Latur tengist umferð á sjó. Þannig er um Lat við Þorlákshöfn. Þór Vigfússon segir að hann hafi oft verið notaður sem hraðamælir. „Var talað um að róa Lat fyrir Geitafell og slögin talin í hvert eitt sinn, frá því að Geitafell fór að hverfa bak við Lat þar til það sást allt hinum megin“ (Árbók Ferðafélagsins 2003, bls. 91).

Latur

Latur við Þorlákshöfn.

Latur er líka drangur vestur af Faxanefi í Vestmannaeyjum, en sjómönnum hefur þótt hann vera latur við að hverfa fyrir Faxanefið. Klettur á Breiðafirði milli Ólafseyja og lands heitir Latur og talinn draga nafn af því að hann „gengur mjög hægt fyrir Reykjanesið þegar siglt er úr Skarðsstöð fram í Ólafseyjar“ (Árbók Ferðafélagsins 1989, bls. 130; Dalasýsla. Sýslu- og sóknalýsingar (2003), bls. 107). Hólmi í Suðurlöndum á Breiðafirði heitir Latur og liggur undir Skarð á Skarðsströnd. Sker á Djúpavogi í S-Múl. nefnist Latur en ekki er vitað um að það hafi verið haft til viðmiðunar (Árbók Ferðafélagsins 2002, bls. 103; Múlasýslur. Sýslu- og sóknalýsingar (2000), bls. 544). Þetta gildir þó tæpast um Lat (= Siggahól) sem er strýtumyndaður hóll í Brúnunum upp af Vatnsleysuströnd vegna þess hve langt hann er frá sjó. Hann gæti þess vegna verið kenndur við leti (Sesselja G. Guðmundsdóttir, Örnefni og gönguleiðir í vatnsleysustrandarhreppi, bls. 69).“

Latur

Latur – Þorlákshöfn.

Sesselja bætti síðan eftirfarandi við: „Varðandi Lats umfjöllunina: Í Vatnsleysustrandarheiði er örnefnið Latur yfir hól ofarlega í heiðinni (nefndur hér neðar) og var mér sagt af gömlum bændum að þar hefðu menn fengið sér lúr af einhverjum ástæðum, e.t.v. gildum? Þeir þurftu jú að bíða eftir einhverju og nýttu því tímann.
Við fyrstu skoðun virtist mér sem að í þessu tilviki (í smölun) hafi menn verið tímanlega á staðnum og því e.t.v. getað veitt sér það að vera latir, fá sér lúr. En við nánari skoðun; öllu frekar hitt að eitthvað hafi verið lengi á leiðinni, þ.e. að koma í ljós, verið hraðamælir , eins og Þór Vigfússon nefnir. Slík biðstaða getur auðvitað vel átt við bæði á landi og á sjó, þ.e. að eitthvað var lengur að koma í ljós en menn væntu eða hugðu. Tel ég það gildari skýringu nú á örnefninu Latur þó svo að við fyrstu sýn tengi maður leti við hegðun mannsins en ekki örnefnanna.“

Latur

Latur – upplýsingaskilti.

FERLIR þakkaði báðum greið svör, og bætti við: „Þessi skýring á örnefninu „Latur“ kemur vel heim og saman við lýsingu Vigfúsar Einarssonar í Sunnlenskar byggðir II, 1981, bls. 94, þar sem hann lýsir aðstæðum vestan við Þjórsárós, nokkru austan við Loftsstaðasundið. Þar segir m.a.: „Þegar mikið brim er og háflóð, vaða ólögin yfir hraunið og brotna við sandinn og valda mikilli “ lá“ svo vont getur verið að halda skipunum. Þurfa skiphaldsmenn að vera stinnir og vel klæddir, klofbundnir. Lendingin er ekki mjög brött og því ekki erfitt að setja skipin. Nokkru fyrir austan Loftsstaðasund hækkar hraunið, og má heita, að það endi í hraunbungu, sem er suður af Loftsstaðabænum; er þar bergstallur við sjó. Á hraunhrygg þessum er stór klettur, sem kallaður er Latur, og urðarbungan Latsgrjót. Auðgert er að miða hann við austurfjöllin.

Latur

Latur.

Þegar róið er til lands undan Loftsstaðasundi í norðanroki, gengur lítið, og fer Latur þá hægt fram austurfjöllin – er latur. Af þessu er nafnið dregið. Oft er það afbakað, hraunbungan kölluð Lagsgrjót og Lagsagrjót…“.
Líklegt má telja að sama skýringin gildi um Lat í Ögmundarhrauni. Hefur hann þá væntanlega verið mið við erfiðan eða „hæggengan“ róður að verstöðinni Selatöngum eða nálægum stað/stöðum. Þó er ekki útilokað að nafnið eigi við um „letilegan“ dvalarstað á langri leið því við Lat liggur gömul gata og neðan hans er gamalt sæluhús í hraunskjóli.

Kópavogur

Latur á Digraneshálsi.

Segja má að skýringin á örnefninu Latur í Vatnsleysustrandarheiði geti einnig staðist sem slík. Annað dæmi um sambærilega skýringu er nafn á stórum steini í sunnanverðum Digraneshálsi í Kópavogi þar sem gatan liggur nú um Hlíðarhjalla. Um hann segir að þar „Stendur steinninn enn óhreyfður innst í einum af botnlöngum Hlíðarhjalla en áður mun Digranesbærinn hafa verið skammt norðan við steininn.
Sagnir um stein þennan tengjast fremur Jóni Guðmundssyni bónda í Digranesi en álfum en sagt er að á steininum hafi Jón hvílt sig á ferðum sínum um jarðeignina. Þá mun Jón einnig hafa setið eða staðið á steininum og sungið allt hvað af tók er hann var drukkinn sem oft kom fyrir.
Gamlar sagnir eru til um að steinninn Latur hafi verið álfabústaður og mun það sérstaklega hafa verið á vitorði manna er bjuggu í Fífuhvammslandi. Eitt sinn gerðist það að börn, sem voru á ferð við steininn, sáu huldukonu þar á sveimi en er hún varð þeirra vör hvarf hún þeim sjónum við steininn.“

Og þá liggja fyrir nærtækar skýringar á örnefninu Latur.

-http://www.ornefni.is/
-http://www.ismennt.is/not/ggg/latur.htm

Latur

Latur í Kópavogi.

Þorlákshöfn

Á svæði nálægt gamla Þorlákshafnarbænum má, auk leifar bæjarins, m.a. sjá aðrar rústir bæja og verbúða, gömul tún, túngarða o.fl.
Á landnotkunaruppdrætti eru auðkennd sérstaklega Sigríðarbær, Thorlakshofn-1Ingileifarbær, brunnur í túni, túngarður, Erlendarkot og Helgubær. Ætlunin var að ganga um Þorlákshöfn með það fyrir augum að skoða m.a. nefndar bæjartóftir, Selvogsgötu, Langabásvörðu, Smalavörðu, Þrívörður, Miðmundarbyrgi, Hákarlabyrgi, Hafnavörðu, Réttarstekk, Hraunbúðir, brunninn og túngarðana umhverfis bæina, Þorlákshól, Hlíðarendavörðu og Skeiðsvörðu.
Áhugasamir Þorlákshafnarbúar komu með í förina til að skoða þessar elstu fornminjar bæjarins.
Þorlákshöfn er kennd við Þorlák biskup helga.  Sögn er, að Þorlákur biskup hafi stigið þar á land, er hann kom frá biskupsvígslu 1178, af því sé nafnið komið.
Í fornleifaskráningu frá árinu 1999 kemur m.a. eftirfarandi fram um byggð í Þorlákshöfn: „Elstu heimildir um Þorlákshöfn eru frá 14. öld.
thorlakshofn-7Máldaga Þorlákshafnarkirkju er getið í Vilchins máldagasafni frá 1397. Í máldaga Hjallakirkju frá árinu 1400 segir að Hjallakirkja eigi hús og skipstöðu í Þorlákshöfn. Þá hefur verið útgerð í Þorlákshöfn jafnhliða búskap. Árið 1570 var hálfkirkjan í Þorlákshöfn talin eiga í Melsmýri. Aðstæður við Þorlákshöfn hafa sennilega ráðið mestu um fyrstu byggðina og hefur þar a.m.k. frá 14. öld, og sennilega allt frá fyrstu tíð, verið verstöð.
Skálholtskirkja eignaðist Þorlákshöfn snemma, eins og margar útgerðarjarðir um Suðurnes, og 1509 átti hún þrjá fjórðu hluti í reka á Skeiði, milli Ölfusárósa og Þorlákshafnar. Getið er um geymslumann skreiðar í Þorlákshöfn og var hann á vegum Skálholtsbiskups. Um það leyti hefur verið útskipun frá Þorlákshöfn og er það m.a. staðfest er í fógetareikningum frá 1553. 

thorlakshofn-8

Regluleg verslun hófst síðan í Þorlákshöfn á seinni hluta 18. aldar og var þar löggilt verslunarhöfn árið 1875.
Þorlákshafnarbærinn, verstöðin, verslunarhús og önnur mannvirki munu ávallt hafa verið á sama stað, upp frá vörunum, Þorláksvör, Suðurvör og Norðurvör. Þar voru til langs tíma mannvistarleifar eftir margra alda búskap, útgerð og verslun.
„Í bæjarröðinni voru allmörg hús, geymsluhús austast en baðstofa, hlaðin úr höggnu grjóti, vestast. Fjós var vesta í móti, og hesthús, en heyhlaðan, ærhús og fleiri byggingar að bæjarbaki. Suður af eystri hluta bæjarhúsanna stóð tveggja hæða timburhús og fleiri hús áföst, austan við það, en stórt geymsluhús aðeins sunnar“.
thorlakshofn-9Við bæjarstæðið munu hafa staðið nokkur kot eða hjáleigur, s.s. Sigurðarhús (Rass), Gíslahús, Einarshús eða Jóns Brandssonar hús, Hóll, Gjáhús og Helgahús
Brunnur var á hlaðinu, milli kálgarðsins og áðurnefnds timburhúss, þar sem nú er Hafnarskeið 6. Annar brunnur, Fjósabrunnur, var vestur frá fjósadyrum (nú framan við Hafnarskeið 7). Hraunbúðabrunnur var austan við Hraunbúðir, í litlum hringlaga hól með fyrhyrndri dæld í miðju. Stétt var að brunninum.“
Hálfdán Jónsson lögréttumaður á Reykjum í Ölfusi ritaði þetta um Þorlákshöfn: „Þorlákshöfn hefir sitt nafn af Þorláki biskupi Þórhallssyni hinum helga í Skálholti, er þar meinast fyrst hafi á land gengið eftir sína biskupslegu vígslu. Þar heitir og enn nú að framanverðu við bæinn Þorláksvör, Þorlákssker og Þorlákshóll, þar túnið er hæst. Í þessari veiðistöðu ganga árlega um vertíðartímann frá kyndilmessu og í 14 vikur þar eftir yfir fjörutíu skip stór og smá; mörg þeirra heyra til biskupsstólnum í Skálholti.“
Önnur sögn er, að eigandi jarðarinnar hafi í sjávarháska heitið á Þorlák sér til liðsinnis og svo gefið Skálholti jörðina. Talið er að áður hafi hún heitið Elliðahöfn. Það er staðfest með dómi 1774.  En samkvæmt dómnum mun höfnin hafa heitið  Elliðahöfn í fyrstu, eða eftir að hún var mönnum byggð, og máski fram yfir lát Þorláks biskups helga 1193. – Næstum sex öldum síðar er enn fólk í Ölfusi og Flóa, sem kannast við hið forna heiti Elliðahöfn.

thorlakshofn-10

Þorlákshöfn var að fornu fari ein af hinum mestu hlunnindajörðun Árnessýslu. Í jarðabók Árna Magnússonar Páls Vídalíns 1708 segir m.a.: “Rekavon er hér góð af viðum og hvölum á Þorlákshafnar-skeiði”. Þá var þar sölvatekja mikil, er sveitamenn fyrr á tímum sóttu þangað, stundum um langa leið. Gamlar sagnir herma, að á hallæristímum, td. eftir móðuharðindin, hafi það gerst, að Skagfirðingar hafi komið suður yfir fjöll til sölvakaupa í Þorlákshöfn. Sölin í Þorlákshöfn voru talin mikið góð, jafnvel betri en annars staðar austanfjalls. Mikið að Þorlákshafnarsölvunum var flutt í sjálft staðarbúið í Skálholti. Þar voru þau sem annars staðar notuð til matar og manneldis.
thorlakshofn-11Trjárekinn var löngum mikill í Þorlákshöfn.  Svo lengi, sem biskupsstóllinn átti jörðina, má sjá það af heimildum frá 16., 17. og 18. öld, hve viðarrekinn var oft feikimikill og löngum fluttur upp að Skálholti. Þar var hann notaður til húsagerðar, viðhalds húsa og búsmuna og annarra smíða. Einnig var rekaviðurinn oft seldur sveitamönnum, þegar biskupsstóllinn áleit sig aflögufæran þeim nytjagögnum.

thorlakshofn-12

Það voru lítil skilyrði til búsetu fyrir sjómennina í Þorlákshöfn. Túnið sjálft og suður af því, svo nefnt Þorlákshafnarnes var eina gróna landið um langan aldur og höfðu heimabændur það fyrir búpening sinn. Utan þess svæðis og ofan við það var næsta nágrennið mestmegnis foksandur með melgrastoppum, klappir og hraun.
Um miðja vegu milli Skötubótar og Hafnarness stóð Þorlákshafnarbærinn uppi á allháum sjógarði eða uppfyllingu sem hét Sjógarður og sneri stöfnum mót suðri. Í bæjarröðinni voru allmörg hús, geymsluhús austast, en baðstofa hlaðin úr höggnu grjóti vestast. Fjós var þar vestan í móti og hesthús, en heyhlaða, ærhús og fleiri byggingar að bæjarbaki. Suður af eystri hluta bæjarhúsanna stóð tveggja hæð timburhús og fleiri hús áföst austan við það, en stórt geymsluhús aðeins sunnar. Stór kálgarður var sunnan við bæinn og brunnur á hlaðinu milli kálgarðs og áðurnefnd timburhúss.
thorlakshofn-6Suður frá bænum voru verbúðir og geymsluhús þeim tilheyrandi upp frá Suðurvör, og norðan við bæinn voru einnig verbúðir og geymsluhús upp frá Norðurvör, enda var Þorlákshöfn mikil verstöð um aldir.
Vestan við bæinn, kálgarðinn og Suðurvarar-byggingarnar var stórt slétt tún. Bar þar hæst Þorlákshól breiðan og langan frá norðri til sðurs. Vestur frá fjósdyrum var Fjósaflöt og norðan við hana Fjósatjörn og Fjósabrunnur. Nyrst á túninu norðan við Fjósaflöt var Kirkjuflöt nú að mestu undir byggingum.
Nú er búið að umturna öllu bæjarstæðinu, svo að ekkert er eftir nema hluti af Þorlákshól.
Kirkjan stóð stuttan spöl norðvestur frá gamla bænum, þar sem hann hefur sjálfsagt staðið öldum saman, allt til að sá síðasti var rifinn til grunna sumarið 1962. Við kirkjuna hefur verið grafreitur og garður hlaðinn kringum hann. Kemur það fram í einni heimild 1673, að garður sé umhverfis kirkjuna. Mætti því ætla, að þá hafi verið þar öðru hverju grafið í honum.

thorlakshofn-13

Þegar kirkjan var fallin og menn hafa séð fram á, að hún yrði ekki endurbyggð, var upp úr tóft hennar reist sjóbúð, er var ávallt síðan kölluð kirkjubúðin. Vísuðu dyr hennar, sem voru til vesturs, á Geitafell. Kirkjubúðinni var haldið við og notuð af sjómönnum í meira en heila öld, allt fram yfir síðustu aldamót. Þá var hún rifin og jöfnuð við jörðu.
Það voru því aðrar ástæður en landbúskapur, sem lágu til þess, að sókn sjómanna til Þorlákshafnar var meiri en annarra verstöðva. Ástæðurnar voru einkum tvær, önnur var sú að lendingarnar voru taldar þar betri en alls staðar annars staðar á nærliggjandi svæðum. Var því oftar mögulegt að komast til róðra á næstu fiskimið. Þar af leiðandi urðu þar að jafnaði betri hluti en í öðrum verstöðvum austan fjalls, enda segir í Jarðabók Árna og Páls 1708, að þar sé “verstaða merkilega góð”.

thorlakshofn-14

Hin ástæðan var sú, að þar var langöruggasta landtakan og hættuminnst mönnum, skipum og afla. Stundum kom það fyrir að með öllu var ólendandi við Loftstaðasand, Stokkseyri og Eyrarbakka, svo að menn urðu frá að hverfa og var þá oft eina lífsvonin að leita til Þorlákshafnar. Margar sögur eru til af því að opnu skipin austan Ölfusár leituðu til Þorlákshafnar, þegar ólendandi var í heimaverstöðvunum og náðu á slysalaust landi í Þorlákshöfn. Var hún í slíkum tilfellum stundum nefnd þrautalending eða “lífhöfn” hinum sjóhröktu mönnum.
Elztu verbúðirnar í Þorlákshöfn voru hlaðnar úr thorlakshofn-15sandsniddu að utan, en hlaðnar úr grjóti að innan, brimbörðu og lásléttu. Veggirnir voru ekki hærri en það að utan, að það mátti sitja á þeim, enda hölluðust þeir mikið frá. Í hverri búð voru þrír bálkar hvoru megin og einn fyrir stafni, og hver bálkur um þrjár álnir á lengd. Við hver bálkaskipti var stoð, sem gekk frá þverbitanum og niður í gólf.  Þverbitinn var alltaf úr sveru rekatré. Engar sperrur voru, heldur rekadrumbar reistir upp á endann og bustuðu efst. Þeir voru hafðir svo þéttir, að þeir námu alveg saman og sett mold ofan á og loks sandsnidda, en hún varð að vera tvö fet á þykkt, svo að toldi saman.
Í gólfinu voru hellur og urðu þær að halla út að dyrunum, svo að runnið gæti út bleytan, því að stundum komu menn rennandi blautir inn. Upp úr mæninum var túða. Yfir hverjum bálk voru hnefastór göt og látin gjörð þar í með líknarbelg á.

thorlakshofn-16

Í hinum gömlu verstöðvum á 18. öld, þar sem fjölmenni var mikið samankomið og lausningjalýður slangraði um, vildi stundum bera við, að gripdeildir og ýmsir óknyttir væru hafðir í frammi ásamt drykkjuskap og slarki. Þótti þá yfirvöldum brýn nauðsyn, að gapastokkur væri hafður á slíkum stöðum eða í grennd við þá.
Samkvæmt gömlum munnmælum var gapastokkur í Þorlákshöfn. Hvenær hann hefur verið settur þar upp, veit nú enginn. Trúlega hefur það verið gert í samráði við sýslumann og Skálholtsbiskup, eftir að stóllinn hafði eignarrétt á jörðinni, til þess að halda þar uppi skikkan og tyfta höttóttan lýð, sem þar var stundum saman kominn. Að líkindum hefur gapastokkur verið þar alla 18. öldina. Hann hefur verið hafður þar sem refsandi ámining öllum þeim mörgu, er þar voru og þangað komu á vetrarvertíðum, enda stundum máski þurft að grípa til hans, þegar fjölmennið var þar sem mest.  Árið 1703 eru heimilisfastir í Þorlákshöfn yfir 60 manns auk allra útróðrarmanna á vertíðinni.

thorlakshofn-17

Gapastokkurinn í Þorlákshöfn hefur að líkindum verið í kirkjuþilinu að vestanverðu við inngöngudyrnar, svo lengi sem kirkjan var þar uppistandandi. En gömul munnmæli voru, að eftir það hefði hann verið settur upp norðanvert við Þorlákshól, nokkurn spöl frá sjálfum bænum. Voru hálsjárnin og fótajárn fest í tré, er stóð upp á endann í meira en mannhæð og gekk í jörð niður. Þar stóð svo þetta refsitæki sem þögil áminning öllum þeim, er komu heim á hlað í Þorlákshöfn. Sagnir voru um það, að á sumardaginn fyrsta og á lokadaginn fyrr á tímum hefðu menn stundum í brennivínsdrykkju verið settir í gapastokkinn fyrir óspektir og látnir þar dasast um stundarsakir.

thorlakshofn-18

Hvenær hætt var að nota gapastokkinn í Þorlákshöfn, er nú ekki lengur vitað. Uppi mun hann trúlega hafa verið fram um aldamótin 1800 eða eitthvað lengur. Hálsjárnin voru enn til í Þorlákshöfn fram yfir 1840, og voru þá sem ónýtt brotajárnsrusl. Þau sá þá og handlék Hávarður Andrésson, síðar á Tannastöðum, er var þá sjómaður í Þorlákshöfn. Höfðu þá ungir menn stundum í galsa gripið þau og brugðið þeim á háls félaga sinna, er færi gafst. Voru þá leifar þessa gamla refsitækis þegjandi vottur þess, að sá aldarandi var orðinn breyttur, er gaf valdsmönnum rétt til þess að beita því miskunnarlaust, þótt máski um litlar sakir væri að ræða.

thorlakshofn-21

Lendingar voru tvær í Þorlákshöfn; Norður- og Suðurvör, og voru þær um mitt Hafnarnes austanvert. Varir þessar höfðu tvo stóra kosti. Þann fyrstan að siglingaleiðin að þeim var hrein og skerjalaus. Og hinn, sem oftar skipti sköpum um gildi þeirra, að þar var sjór ekki ófær nema rok væri af suðaustri eða um 30 gráður hvoru megin við þá átt.
Í heimild segir m.a.: „“Austur frá Spori er vík sem heitir Stekkjar-bót. Réttarstekkur er stutt upp af Stekkjarbót. Stekkurinn er sýndur á aðalskipulagskorti. Hann er um 70 m austan við Nesbraut þar sem hún beygir til suðurs.
Rétt fyrir 1890 voru reist í Þorlákshöfn fjögur smábýli eða tómthús. Þau voru yfirleitt kennd við konurnar sem í þeim bjuggu, enda voru þær alljafna heima, en menn þeirra í atvinnu utan heimilis. Syðst í túninu, suðaustur frá þessum bæjum [Helgubæ & Erlendarkoti], er stór hóll, sem snýr endum  austur og vestur, algróinn, með miklum rústum. Þar stóð Ingileifarbær austan til hólnum. Þar bjuggu Ingileif Símonardóttir og Einar Guðmunds-son.

thorlakshofn-22

Tómthús þessi voru í byggð fram um aldamótin 1900. Tóftin er mæld inn á kort frá Ölfushreppi.“
Hraunbúðir, tóftin, eru á grasigrónu svæði og eru einna heillegustu sjóbúðaminjar í Þorlákshöfn.
Í Þorlákshöfn var hálfkirkja fram um 1770 og hafði svo verið a.m.k. í 250 ár og sennilega í allt að 400 ár. Kirkjugarður var norðan við bæjarhúsin og voru flutt þaðan að Hjalla bein er upp komu í jarðraski við hafnarframkvæmdir 1962. Í heimild frá 1673 er getið um garð umhverfis kirkjuna. Kirkjuflöt er örnefni er mun hafa verið nyrst á túninu. Þegar kirkjan var fallin var byggð sjóbúð í tóftinni, nefnd Kirkjubúðin (sjá síðar).
Verbúðir og geymsluhús voru suður frá bænum, ofan við Suðurvör. Aðrar verbúðir og geymsluhús, Hjallabúðir, voru norður af bænum, thorlakshofn-23ofan við Norðurvör. Annars voru sjóbúðirnar þarna allt að 25 talsins um tíma, ofan við lendingarnar. Þær voru sumar að nokkru grafnar inn í hóla og hæðir, að innan hlaðnar úr grjóthnullungum, þ.e. sjóbörðu grjóti, með sandi og mold milli laganna. Byggingarformið var líkt og fjós voru byggð til sveita framundir aldamótin 1900. Í hverri þeirra voru venjulega 14-16 menn.
Réttarstekkur er upp af Réttarbót austur frá Spori. Um var að ræða fráfærurétt. Langveggir eru enn sýnilegir.
Skeiðisvarða er austur á miðjum Kampi. Hafnarvarða er fallin, við hlið Þorlákshafnarvita. Langabásvarða er á hól upp af miðjum Langabás, um 250 metra frá sjó og er 18 m há. Þrívörður stóðu á hól, en eru nú fallnar. Smalavarða er stór varða nokkru norðan Þorlákshóls. Hlíðarendavarða er við götuna upp að Hlíðarenda, litlu vestar en núverandi vegur, vörðubrot á klapparhól við norðurenda Unabakka.

thorlakshofn-24

Prestavarða er ofan við Leirar en hún markar upphaf leiðarinnar að Hrauni, miðsvæðis milli Skötubótar og Miðöldu.
Á skilti við gamla Þorlákshafnarbæinn er eftirfarandi áletrun: „Þorlákshafnarbærinn stóð uppi á allháum sjógarði. Sneri bærinn stöfnum mót suðri. Hann var byggður 1880-1885. Í bæjarröðinni voru allmörg hús. vestan við bæinn var stórt slétt tún. Bar þar hæst Þorlákshól, langan og breiðan frá norðri til suðurs. Stór hluti hólsins hefur veriðs léttaður undir mannvirki og nú er aðeins hluti af honum eftir. Þorlákshafnarbærinn var rifinn árið 1962. Í Ráðhúsi Ölfuss er hægt að skoða líkan af bænum eftir Sigurð Sólmundsson.

thorlakshofn-25

Nafnið Þorlákshöfn er, sem fyrr sagði, dregið af Þorláki helga sem var biskup í Skálholti 1178-1193. Til eru tvær sagnir um uppruna nafnsins. Önnur sagan segir að Þorlákur hafi fyrst stigið hér á land þegar hann kom frá biskupsvígslu árið 1178. Hin sögnin er að eigandi jarðarinnar sem þá hét Elliðahöfn hafi heitið á Þorlák helga að hjálpa sér þegar hann lenti í sjávarháska og síðan gefið Skálholti jörðina. Lítið er til af rituðum heimildum um Þorlákshöfn fyrr en um 1400 þegar Skálholtsstóll var orðinn eigandi hennar en menn hafa giskað á að útræði hafi hafist í Þorlákshöfn rétt eftir að menn settust að í Ölfusi.“
Fjögur smábýli eða tómthús voru reist í Þorlákshöfn um 1890. Þau voru Helgubær, Magnúsarkot eða Kotið, Erlendarkot, Ingileifarbær og Sigríðar, Siggu- eða Guðmundarbær. Tóftir þeirra sjást enn.
Á skilti við Helgubæ stendur m.a.: „Í Helgubæ bjuggu Helga Jónsdóttir og Magnús Símonarson en húsið hefur einnig verið  kennt við hann og thorlakshofn-26kallað Magnúsarkot eða Kotið. Síðustu íbúar Helgubæjar voru Gísli Jónsson og Ólöf Stafánsdóttir en Gísli byggði reisulegt hús sem búið var í fram yfir 1920, þá var það rifið og flutt til eyrarbakka ogs íaðn á Selfoss þar sem verslunin Höfn var til húsa fram yfir 1970 en verslunin dró nafn sitt af upprunalegum stað hússins, Þorlákshöfn.
Um 1820 voru hjáleigubýli Þorlákshafnar ökk komin í eyði, þar sem landgæði voru ekki næg til að fóðra búfénað bónda og leiguliða. Sextíu árum síðar gaf Jón Árnason, þáverandi eigandi Þorlákshafnar, leyfi til að endurbyggja hjáleigukotin með þeim skilmálum að íbúarnir héldu engar skepnur á landinu. Voru kotin þess vegna kölluð þurrabúðarkot eða tómthús. Íbúar þeirra sóttu sjó á vertíðum og unnu ýmis tilfallandi störf þess á milli svo sem vegavinnu, uppskipun og kaupavinnu.

thorlakshofn-27

Flest voru tómthúsin fjögur í byggð á sama tíma og voru þau yfirleitt kennd við konurnar sem í þeim bjuggu.“
Eftir að kirkjan í Þorlákshöfn lagðist af var reist sjóbúð upp úr tóft hennar og var hún æ síðan nefnd Kirkjubúð. Dyr búðarinnar snéru í vestur og vísuðu að Geitafelli.
Kirkjubúðinni var haldið við og notuð af sjómönnum í meira en eina öld, allt fram undir aldamótin 1900. Þá var hún rifin og jöfnuð við jörðu. Kirkjan hefur staðið þar sem nú er Hafnarskeið 8.
Sveitarfélagið Ölfus hefur nú sett upp söguskitli við allnokkra merkisstaði í bænum, m.a. marga þá er skoðaðir voru í þessari ferð. Styrkur til þess verkefnis mun hafa fengist frá Menningarsjóði Suðurlands og Þjóðhátíðarsjóði. Verður verkið að teljast sérstaklega eftirtektarvert því það bæði gefur áhugasömu fólki ýmsar upplýsingar um staðina og hvetur aðra til að kynna sér svæðið í sögulegu samhengi.

thorlakshofn-28

Á skilti við gamla kirkjureitin stendur: „Fram til 1770 var hálfkirkja í Þorlákshöfn en ekki er vitað með vissu hve lengi kirkjan stóð. Messað var í kirkjunni á vertíðum enda langt fyrir sjómenn að fara að Hjalla í Ölfusi, en þangað sóttu íbúar í Þorlákshöfn messur utan vertíðar þar sem veður og færð voru mun betri yfir sumartímann.
Umhverfis Þorlákskirkju og norðan við Þorlákshafnarbæinn var kirkjugarður. Árið 1962 komu upp bein í jarðraski vegna hafnarframkvæmda. Beinin voru flutt að Hjalla og jarðsett þar. Í vestanverðu þili kirkjunnar var gapastokkur og hefur hann líklega verið settur upp eftir að Skálholtsstóll eignaðist jörðina. Gapastokkur var tól, notað til refsingar og niðurlægingar afbrotamönnum. Hann var búinn til úr klofnum og götuðum stokk eða viðarborðum. Á honum voru festingar sem voru settar um háls fanga og ökkla eða úlnlið, eftir gerð stokksins.

thorlakshofn-31

Hérlendis voru gapastokkar notaðir til refsingar fyrir minniháttar afbrot og óhlýðni, svo sem brot á lögum um lausamennsku, flakk og betl en þeir komust þó ekki í almenna notkun fyrr en um miðja 18. öld. Á messudögum voru brotamenn gjarnan settir í stokkana, þeim til skammt og öðrum til viðvörunar. Gapastokkurinn var fluttur norður fyrir bæjarhól Þorlákshafnarbæjarins þegar kirkjan lagðist af. Þar stóð hann sem áminning fyrir alla þá sem komu heim á hlaðið og munu drukknir menn hafa verið settir í stokkinn á tyllidögum til að víman rynni afþeim. Á Íslandi voru gapastokkar aflagðir með tilskipan árið 1809 en óvíst er hvenær hætt var að nota stokkinn í Þorlákshöfn. Hálsjárnin voru enn til um 1840 og gripu galsafengin ungmenni í þau til að gera at í félögum sínum.“

thorlakshofn-30

Á skilti við Sýslu stendur: „Áður en frystihús Meitilsins var reist á Sýslu hafði þessi klöpp fleiri en eitt hlutvek. Festarhringur var í Sýslu og hafa þar eflaust verið budnin kaupför sem lágu við festar úti á legunni. Varningur skipanna hefur þá verið settur upp á Sýslu. Sumir vilja meina að nafnið sé tilkomið vegna þessara uppskipunar og þá dregið af athöfninni að sýsla eitthvað.
Áður fyrr var Sýsla grasi gróin og var þá glímuvöllur vermanna sem komu þar saman til að „glíma af sér sýsluna“. Sá sem tapaði var dæmdur til að hreinsa skít og annan óþverra fram til vertíðarloka og var hann í háði nefndur „sýslumaður“.
Inn í klöppina að austanverðu gekk nokkuð djúp og víð sprunga, gekk hún saman efst en sjór féll að henni og frá og var hún þurr á fjöru. Þar munu sjómenn, sérstaklega úr Norðurvröinni, hafa gert þarfir sínar og var þá haft á orði að menn væru „á setunum í Sýslu“. Í flóði féll þar að og hreinsaðist þá klöppin jafnharðan. Segja má að þarna hafi verið fyrirtaks vatnssalerni frá náttúrunnar hendi.“
Á skilti við
Hraunbúðir má lesa eftirfarandi texta: „Hraunbúðir eru einna heillegustu sjóbúðaminjarnar í Þorlákshöfn. Stærsti hlutinn eru tvö samhliða hús sem snúa í norðvestur-suðaustur með inngangi í suðausturenda. Við suðvesturgafl húsanna er önnur minni tóft sem snýr eins og hinar og mun hún hafa verið smiðja. Norðvestan við smiðjutóftina eru hringlaga tóft sem líklega var beitukofi. Allir veggir tóftanna eru hlaðnir úr torfi og grjóti.

thorlakshofn-35

Sjóbúðirnar í Þorlákshöfn voru iðulega grafnar inn í hóla eða hæðir og hlaðnar með hleðslugrjóti. Oft voru búðirnar hriplekar. Fleiri óþægindi hrjáðu verbúðamenn en einna verstar voru rotturnar. Þær komu út úr veggjunum þegar ljós voru slökkt og leituðu að æti. Styggðust þær, stukku þær upp um alla veggi og djöfluðust í þekjunni lengi nætur. Eina nóttina vöknuðu menn í Hraunsbúð við ægilegt sársaukaýlfur og fundu rottu fasta í öngli. Skal engan undra að menn hafi séð og heyrt drauga í öllum skúmaskotum fyrir tíma rafmagnsins.
thorlakshofn-36Eftir þarsíðustu aldamót [1800] var farið að byggja búðirnar undir súð og seinna voru þær byggðar með steinlímdum veggjum og klæddar að innan með timbri. Þá voru jafnvel eldavélar í sumum þeirra.“
Við Brunninn, einn af nokkrum, stendur á skilti: „
Við brunn milli Hraunbúða og tómthúsanna stendur m.a.: „Þó nokkrir brunnar hafa verið í Þorlákshöfn. Ekki hafa þeir þó verið sérlega gjöfulir því í þeim gætti sjávarfalla og voru þeir oft þurrir nema hátt stæði í sjó og þá var vatnið gjarnan of salt og heldur lítið. Geta má líkum að því að fólk hafi gjarnan hist við brunnana og tekið þar tal saman. Kannski hefur Þorlákshafnar-Sigga nýtt tækifærið og spáð fyrir þeim sem sóttu vatn úr brunni.
Þorlákshafnar-Sigga eða Hafnar-Sigga var einsetukona sem er talin fædd að saurbæ í Ölfusi árið 1729. Sigga var mikil að vallarsýn, þrekmikil og hafði karlmannskrafta. Hún þótti forn í lund og gædd hinu mesta orðkynngi. Enginn vildi hafa formælingar hennar yfir sér og fékk hún því oftast vilja sínum framgengt.

thorlakshofn-35

Sér til framfærslu smíðaði Hafnar-Sigga smágripi kostagóða og spáði fyrir um framtíð manna. Hún las í lófa sjómanna sem þorðu ekki annað en að gera henni allt til hæfis svo þeir fengju góða spá. Menn gerðu aðeins gys að Siggu einu sinni. Hún var vinum sínum afar trygg og í þakklæstisskyni færðu sjómenn henni gjarnan smálegt við endurkomu á vertíð í Þorlákshöfn. Að vertíð lokinni flakkaði Sigga um sveitir, seldi þar handavinnu sína, spáði fyrir sveitarfólki og aflaði vista til næsta vetrar. Hún safnaði álftafjöðrum sem hún svo skipti fyrir tóbaki og brennivínskút hjá kaupmanninum á Eyrarbakka. Kúturinn dugði Siggu yfir veturinn, sér í lagi af því að gestir hennar bættu stundum á hann.
Dag einn á vetrarvertíð árið 1819 urðu menn þess varir að ekki rauk úr eldhússtrompinum á koti Siggu og var hún þá dáin í rúmi sínu, hafði hlotið snöggt en milt andlát á tíræðisaldri. Hafnar-Sigga var síðasta manneskjan sem fékk greftrun í gamla grafreitnum í Þorlákshöfn.“

thorlakshofn-34

Á skilti við Siggubæ má lesa: „Siggubær eða Sigríðarbær liggur á vesturenda sama hóls og Ingileifarbær. Tóftin snýr í austur-vestur. Hægt er að greina þrjú hólf, eitt í vesturenda tóftarinnar og tvö í austurendanum, inngangur hefur svo verið á suðurhlið. Veggirnir eru hlaðnir úr torfi og grjóti. Milli Siggubæjar og Ingileifarbæjar eru um 17 metra langt svæði sem er hærra en umhverfið og má gera ráð fyrir að einnig hafi þar staðið hús. Siggubær var kenndur við síðustu ábúendurna, þau Sigríði Einarsdóttur og Guðmund Guðmundsson.“
thorlakshofn-37Við Ingileifarbæ stendur:
„Í Ingileifarbæ bjuggu Ingileif Símonardóttir og Einar Guðmundsson, oft nefndur Einar Guð til aðgreiningar frá öðrum nöfnum sínum. Í báðum bæjunum var búið fram yfir aldamótin 1900. Ingileif var systir Magnúsar Símonarsonar í Helgubæ. Synstkinabrúðkaup var í Hjallakirkju 13. júlí 1890 þar sem Ingileif giftist Einar og Magnús kvæntist Helgu Jónsdóttur.
Einar var gáfaður og margfróður maður og liggur eftir hann merkilegur kafli um líf og starf sjómanna í Þorlákshöfn um 1870.“
Á skilti við Miðmundabyrgið stendur: „
Miðmundabyrgi er rúst tveggja hákarlabyrgja. Litlar upplýsingar eru til um hákarlaveiðar í Þorlákshöfn frá fyrri tíð. Í úttekt sem gerð var á brytaskemmu Skálholts árið 1663 er telinn einn nýr 30 faðma ólavaður, ætlaður hákarlaútvegi í Þorlákshöfn.

thorlakshofn-33

Í skjali frá 1771 má sjá að ábúendur í Þorlákshöfn hafa ekki leyfi til að stunda hákarlaveiðar og fara þeir fram á að fá slíkt leyfi þótt veiðar hafi ekki verið stundaðar síðustu 73 árin þar á undan. Heimild frá 1840 greinir frá að í Þorlákshöfn hafi verið skjótfenginn og mikill hákarlsafli sem hafi svo farið minnakdi eftir að þilskipaveiðar hófust, hákarlaveiðarnar lögðust þó ekki af alveg af því á árunum 1860-1870 fóru menn í nokkrar legur í byrjun vertíðar.
Verkun hákarls var misjöfn eftir landsvæðum en örnefni í Þorlákshöfn benda til að hann hafi verið lagður í gryfjur og látinn kasast í vikur eða mánuði áður en hann þótti neysluhæfur.“
thorlakshofn-36Við Lat má lesa m.a.:
„Latur er ættaður austarlega af Urðum og var notaður sem viðmið um sjófærð og veður, þannig þurfti 9-12 áratog til að róa fyrir Lat í góðu veðri en þegar verra var í sjó voru áratogin 90-100. Fólk gekk gjarnan út að Lat sér til skemmtunar og heilsubótar á meðan hann var enn á sínum upphaflega stað.
Latur var fluttur á núverandi stað þann 19. nóvember 2004. Taið er að hann sé um 60 tonn að þyngd og þurfti að nota þrjár stórar vélar og bíl af stærstu gerð með öflugan tengivagn til að flytja steininn.“
Síðasti bærinn á Þorlákshól var byggður 1880-85 og rifinn 1962. Líkan af bænum má sjá í ráðhúsinu í Þorlákshöfn. Sigurður Sólmundarson gerði líkanið árið 1991.
Aðrar minjar, sem skoðaðar voru í ferðinni, voru m.a. skipasteinn með áletruninni H.J – 1881, thorlakshofn-32vestan hús eldriborgara, letursteinn með áletruninni JJ 1970, að baki húss nr. 3 við C-götu og hestasteinn eða skipasteinn aftan við ráðhúss bæjarins. Stendur hann þar í umferðareyju ásamt ankeri. Ekki er að sjá áletrun á þeim steini.
Sigurður Jónsson, skipulags- og byggingafulltrúi, tók á móti þátttakendum í ráðhúsinu. Sýndi hann m.a. allmerkilegar ljósmyndir og teikningar á veggjum þess er gefa vel til kynna hvernig Þorlákshöfn hefur litið út fyrrum. Þar á meðal voru teikningar eftir Guðmund frá Miðdal er sýndu gömlu húsaþyrpinguna og sjóbúðirnar fyrrnefndu. Sigurður er greinilega áhugasamur um sögu staðarins sem og um mikilvægi varðveislu gamalla minja, sem enn má sjá í Þorlákshöfn.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimildir m.a.:
-Saga Þorlákshafnar.
-Sigurður Jónsson.
-Jóhann Davíðsson, B-götu 9.
-Örnefnalýsing fyrir Þorlákshöfn.
-Fornleifaskráning fyrir Þorlákshöfn 1999.

thorlakshofn-5

Þorlákshöfn

Í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsis þann 10. mars 2008 birtist að því er virtist áhugaverð frétt, en skondin.
„Göndulbein úr rostungi fannst í malarhlassi sem kom að Keldum úr Lambafelli í Ölfusi. Beinið er nú í vörslu Byggðasafns Ölfuss. Talið er Beinið að rostugsbeinið getið verið 10-12 þúsund ára gamalt. Það kom úr malarnámu, sem er í 285 m hæð yfir sjó. Algjört einsdæmi að bein úr sjávardýri finnist svo hátt yfir sjó, segir yfirdýralæknir á Keldum.“ Jafnframt fylgdi fréttinni að þetta stórmerkilega bein, sem bæjarstjóri hefur móttekið, verði til sýnis á Byggðasafninu Ölfuss.
Þrátt fyrir að beinið virtist á annan tug þúsunda hefur það ekki verið aldursgreint. Það var líka eins gott því það er ekki svo langt síðan að maður á miðjum aldri fann beinið í fjörunni við Þorlákshöfn og notaði það á leið sinni sem stuðningsstaf á göngunni. Á heimleið kom hann við á malarnámunni í Lambafelli og þar sem hann hafði ekki lengur þörf fyrir beinið datt honum í hug að stinga því í einn binginn – svona ef einhver skyldi vilja láta koma sér á óvart með því að finna þar „gamalt“ bein. Það rataði síðan upp á vörubílspall og alla leið að Keldum, sem það komst í hendur sérfræðinga. Og þá var ekki að sökum að spyrja.

Litla-Lambafell

Litla-Lambafell.

Framangreint er einn þeirra þátta er fornleifafræðingar þurfa gjarnan að reikna með í sínum rannsóknum, þ.e. hvort gripur sem finnst á tilteknum stað og virðist gamall, geti í raun verið aðkominn og þá frá yngra tímabili en vettvangurinn.
Í sjálfu sér getur hver sem er sagt sér að ekki eldra bein, stakt, af sjávardýri í þessari hæð, gæti varla verið svo áhugavert vegna vafans. Það er því ekki við fjörugöngumanninn að sakast. Hins vegar er ekki með öllu útilokað að beinið hafi verið gamalt þegar það fannst í fjörunni við Þorlákshöfn. Ef svo er verða viðkomandi að gera það upp við sig hvort gamalt bein, sem finnst í malarnámu, geti verið jafn áhugavert eða áhugaverðara og bein, sem finnst í fjöru.

Þorlákshöfn

Frá Þorlákshöfn.

Þorlákshöfn

Ætlunin var að fylgja Kjartani Óskarssyni, þaulkunnugum, eftir um strandlengjuna frá Þorlákshöfn að Nesi í Selvogi. Kjartan, sem fæddur er 1946, er uppalinn í Nesi í Selvogi, auk þess sem hann hefur gegnt vitavarðastarfi í Selvogsvita frá árinu 1962. Víst var að ýmislegt myndi bera á góma – og ekki allt fyrirséð.
Ummerki eftir landgræðslunaSamhliða því að fylgja bergbrúninni var rakin gamla þjóðleiðin minni Þorlákshafnar og Selvogs. Hún er vörðuð svo til alla leiðina. Önnur gömul þjóðleið, Suðurleiðin, er allnokkru ofar í heiðinni, en ætlunin að ganga hana fljótlega frá Þorlákshöfn að Strandarhæð ofan við Selvog. Í Sögu Þorlákshafnar segir m.a.: „Gata lá frá Þorlákshöfn út í Selvog. Lá hún norðan undir klapparhól, sem ber við loft frá Þorlákshól séð. Á hól þeim stóðu Þrívörður. Þær eru nú fallnar. Nokkru norðar frá Þorlákshól í stefnu rétt sunnan við Selvogsheiði er stór varða, sem heitir Smalavarða, ekki við neina götu. Frá Þorlákshöfn í stefnu norðan við Hnúka á Selvogsheiði var götuslóði sem hét Lyngheiðarvegur. Við götuna upp að Hlíðarenda, en hún er litlu vestar en núverandi vegur, eru innan við Unubakka þrjú vörðubrot á klapparhól. Þær heita Hlíðarendavörður. Þær sjást greinilega frá veginum. Fleiri vörður eru meðfram götunni, samanber Hlíðarenda.“
Frá Þorlákshöfn út í Selvog voru áætlaðir 15 km, en þeir reyndust 16.7 þegar á leiðarenda var komið. Vilji menn göngutúr þótt regn sé á, þá má ætla að þessi leið sé heppilegust til þess arna af öllum kortsins leiðum, því að ströndin er vissulega stórfengleg í úðvaða brimi og slagveðri. En hættulaust er ekki þótt jafnlent sé, því að menn freistast til að skoða skúta og klettaskorur. Hvorugu var til að dreifa að þessu sinni, því hvorki rigndi né reyndu þátttakendur að stinga tám fram af bjargbrúninni – þótt oft hefði verið ærin tilefni til.

Í Keflavík

Þorlákshöfn á land að sjó, austan frá Miðöldu í Hraunsmörkum, vestur að Þrívörðum í Selvogsmörkum. Strandlengjan ofanverð austan við Þorlákshöfn er sendin. Elzta nafn á allri þessari sandströnd (austan Þorákshafnar) er Vikrarskeið, samanber Laxdælu, en heitir nú Skeið eða Skeiði, og Hraunsskeið enn austar.
Vestan Þorlákshafnar er ströndin í fyrstu grjótvarin, en utar tekur við standberg í sjó fram. Bergið er hæst ofan við Keflavík og Háaleiti, en þegar nær dregur Bjarnavík og Álum austan við Selvogsvita lækkar bergið til  muna.
Í örnefna
lýsingu fyrir Þorlákshöfn segir m.a. um þetta svæði: „Í nestánni fyrir sunnan Sporið er Hafnarvarða. Var hún hlaðin mjög stór, enda við hana miðaðar fiskileitir. Nú er hún hrunin að mestu, en viti, Þorlákshafnarviti, reistur við hlið vörðunnar. Frá Hafnarvörðu liggur ströndin í vestur, og hækkar smám saman. Vestan vörðunnar er vik nokkurt sem heitir Vörðukriki. Um fjöru verður þar dálítið lón. Það heitir Þanglón. Suðaustur frá Hafnarnesi, sem nefnt verður síðar, er blindsker eða grynning nokkuð frá landi, og heitir Kúla. Þar er um 12 faðma dýpi.
Vestur frá Hafnarvörðu, sem í daglegu tali var nefnd Varða, og oftast með greini, er mjög mikil stórgrýtisurð með sjónum vestur að Hafnarbergi. Stórgrýti þetta heitir Urðir. Klappabrún milli Urða og sjávar heitir Flesjar. Var það nafn einkum notað þegar við það voru miðuð fiskimið. Meðfram Urðum eru nokkur sker rétt upp við land. Aðeins eitt þeirra hefur nafn, það heitir Flesjasker. Það er rétt vestan við Vörðukrika.

Hraunreipi í Hafnarbergi

Austarlega á Urðum er mjög stór, flatur klettur, og hallast upp að minni klettum. Hann heitir Latur. Það fór mjög eftir veðri og sjó hve mörg áratog þurfti til að róa Lat fyrir Geitafell. Einstígur heitir þar sem ströndin hækkar, svo að verður hreint standberg, sem sjórinn hefur ekki náð að hlaða stórgrýti upp á, eins og hann hefur gert á Urðunum. Vestur frá Einstíg er Þorlákshafnarberg, eða Hafnarberg, en af heimamönnum oftast nefnt Berg. Það nær vestur að Keflavík. Austantil er Bergið með mörgum nefjum og básum, nafnlausum. En er vestar kemur, er langt á milli nefja og lítil[s]háttar fjara undir berginu. Þar heitir Langibás. Upp af miðjum Langabás er allstór varða um 200 til 300 metra frá sjó, á hól og er 18 m há. Hún heitir Langabásvarða. Vestan við Langabás er nef, sem í bókum og kortum er nefnt Hellrar og Hellranef, en ég hef ekki fengið það staðfest af kunnugum. Steindrangar tveir, um 1,5 m á lengd og um 0,5 m í þvermál, nefndir Bræður, lágu á Bergsbrúninni vestan við Hellranef. Annar þeirra reis upp á endann í ofsabrimi snemma á árinu 1918. Voru fiskileitir miðaðar við hann árum saman. En nú er hann aftur lagstur útaf. Nú verður allstór bás í bergið, og vestan hans nef sem heitir Þyrsklingsnef, en líka nefnt Tittlingsnef.  Það er sama nefið og Hálfdan Jónsson nefnir Mávagnýpu í lýsingu Ölfushrepps 1703. Þessi tvö nef standa bæði á löpp yst og gat gegn um þau. Þau eru mjög lík að stærð og útliti. [Sjórinn færir steinbörg auðveldlega til á berginu. Á göngunni mátti sjá mörg þeirra, og sum mjög stór, sem eiga eftir að ferðast talsverða vegarleng innan skamms tíma]. Vestan við Þyrsklingsnef verður stórt vik inn í ströndina, allt vestur að Þrívörðum, sem eru í mörkum Þorlákshafnar og Selvogs. Vik þetta heitir Keflavík, og þó aðallega miðbik þess. Vestantil við Þyrsklingsnef heita Sigfjörur. Þar er svolítil fjara undir berginu, og verður að síga eftir því sem þar berst á land.
Myndanir á HafnarbergiFyrir vestan Sigfjörur er krosssprunginn klapparhóll fram á bergsbrúninni. Hann heitir Hlein. Ofan við Hlein eru nokkrir klapparhólar, en annars er Sandurinn jafnlendur. Vestan við Hlein, í sjálfri Keflavík í þrengri merkingu, lækkar ströndin, berg er ekki, og fært niður í fjöruna. Þar er allmikill fjörugróður. Vestantil á Keflavík eru nokkur smávik inn í ströndina. Þau heita í heild Básar. Sumir þeirra hafa nöfn, Bakkabás, Bjarnastaðabás, Þorgrímsstaðabás.  Í Básunum höfðu ábúendur jarða þeirra sem nöfnin benda á, rétt til sölvatekju, segir Þórður J. Símonarson frá Bjarnastöðum, en rétt til að hirða smærri spýtur, fyrir að bjarga stærri reka undan sjó, segir Björn Sigurðsson, sem lengi var vinnumaður í Þorlákshöfn.“ Kjartan sagði ströndina, einkum bergið, gróft og harðgert. Þegar einstök svæði þess voru skoðuð í smærra samhengi virtist það töfrum hlaðið. Og það þrátt fyrir að bæði Þrívörðum og Hlein hefði nú verið raskað; þær fyrrnefndu af mönnum og þeirri síðarnefndu af sjávarguðinum og öldum hans.
Myndanir í HafnarbergiStrandlengjan frá Þorlákshöfn vestur á Selatanga er að mestu óröskuð og frábær gönguleið sem allt of fáir fara um. Í ljós koma að á þessari leið er fjölmargt að skoða, bæði falleg og merkileg náttúrufyrirbæri en einnig sögulegir staðir. Líklega má sjá á þessari leið allar útgáfur hraunreipa, sem til eru hér á landi, horfa á hvernig hvert litbreytilegt hraunlagið hefur hlaðist ofan á annað og sjórinn hefur náð að fletta ofan af þeim, hverju á fætur öðru, auk þess sem landnemaplöntur með öllum sínum litbrigðum setja skrúðugan svip á annars svarleitt basaltið. Þar er skarfakálið einkar áberandi, auk þess sem sáð hefur verið melgresi í sanflákana ofan bergsins. Það breytir litum líkt og annar gróður er hausta tekur.
Áður en lagt var stað var
gott að rifja upp stutta sögn úr Þjóðsögum Jóns Árnasonar: “Þórir haustmyrkur nam Selvog og Krýsuvík. Það hefur verið seint á Landnámstíð, því fjölbyggt hefur verið orðið syðra eftir þeirri sögn, að fátækt fólk hafi flakkað í Selvog bæði utan með sjó og sunnan yfir fjall. Það þótti Þóri illt og setti því grindarhlið læst í Grindaskarð, en annað í það skarð, sem farið er úr Grindavík og upp á Siglubergsháls. Þar af skulu þessi örnefni vera dregin: Grindaskarð og Grindavík”. Þjósagan segir frá því að landnámsmaður í Selvogi hafi þurft að gera ráðstafanir til að verjast ágangi fólks, en seinni tíma ágangur – og öllu alvarlegri – átti eftir að herja á sveitina.
Sandurinn sem er á svæðinu ofan bergsins hefur að megninu til borist upp úr fjörunni austan byggðarinnar í Þorlákshöfn, en talið er að hluti áfoksefnanna sé komin frá Ölfusárós. Sandur hefur borist þaðan með austanvindi, vestur undir Selvogsheiðina og alla leið vestur í Selvog.
Hafnarberg - Bjarnavík framundanEftir 1950 var byrjað að sá melgresi og bera á kambinn sem liggur með sjónum austur frá þorpinu. Kamburinn var þá grýttur og nokkuð sléttur í sjó fram. Melgresið fangaði megnið af sandinum sem barst upp úr fjörunni og með því móti byggðist upp mikill sjóvarnargarður sem nú bindur milljónir rúmmetra af sandi og stöðvar hann megnið af sandinum sem berst upp úr fjörunni svo sandskriðið vestur eftir er hætt að mestu. Hinsvegar er gríðarlegt magn af sandi á vestanverðu svæðinu frá því að sandburðurinn upp úr fjörunni var óheftur og á hann eftir að valda erfiðleikum á uppgræðslusvæðinu. Af ummerkjum, svo sem stefnu sandskafla og lögun steina sem sandfokið hefur slípað til, má ráða að meginstefna sandskriðsins sé til suðvesturs og út í sjó.

Upphaflega var sandsvæðið umhverfis Þorlákshöfn girt árið 1935. Lengd girðingarinnar var 21,8 km og friðaði hún um 7.800 ha. Umsjónaraðili er garðyrkjustjóri Þorlákshafnar. Landgræðslugirðingin náði frá Ölfusá að Nesvita í Selvogi. Hún lá til austurs frá Hamraendum, sunnan við Hraun og fyrir ofan sandana, neðan við Hlíðardalsskóla, Breiðabólsstað, Litlaland og Hlíðarenda, yfir Selvogsheiði og til sjávar austanvert við Nes í Selvogi.
Fyrstu árin þar á eftir voru litlar sem engar aðgerðir. Árið 1952 var hafist handa við gerð skjólgarða á leirunum austan við þorpið, því mesta sandfokið kom þaðan. Skjólgarðarnir drógu úr sandskriði en yfirborð landsins milli garðanna lækkaði svo nú er þar oftast vatn. Undanfarin á hefur einkum verið sá í nágrenni við fyrirhugaðan Suðurstrandarveg vestab Þorlákshafnar.
Fyrstu árin eftir þetta átak var sáð melfræi í sjávarkambinn þar sem unnt var fyrir grjóti en hann var þá nokkuð sléttur í sjó fram. Ennfremur barst fræ frá varnargörðunum sem festi rætur í sjávarkambinum. Þarna hefur melgresið byggt upp einn merkasta sjó og sandvarnargarð hér á landi, margra metra háan, er bindur milljónir rúmmetra af foksandi.
Á HafnarbergiJafnframt því sem unnið hefur verið að því að stöðva fokið frá fjörukambinum og leirunum austan Þorlákshafnar, hefur verið lögð áhersla á sáningar næst þorpinu. Einnig hefur gróður verið styrktur við norðurjaðar áfoksgeirans, þ.e. á nyrsta hluta uppgræðslusvæðisins.
Árlegur kostnaður Landgræðslunnar við heftingu sandfoks umhverfis Þorlákshöfn hefur að meðaltali verið um tvær til fimm milljónir króna þar til 1996 og 1997 er kostnaður varð nærri 20 miljónir. Auk aðgerða Landgræðslu ríkisins hefur Ölfushreppur unnið að margháttuðum uppgræðsluaðgerðum í næsta nágrenni þorpsins.

Landgræðsla á sér langa sögu í Þorlákshöfn. Reyndar hafa verið ýmsar tegundir plantna og ólíkum aðferðum beitt við uppgræðsluna. Fyrir liggur því allgóð reynsla sem nú er unnið eftir. Hér verður aðeins drepið á nokkrar þeirra aðferða sem beitt hefur verið og árangur þeirra.
Án efa er melgresi sú tegund sem lang best dafnar á sand svæðinu. Engin planta heftir sandfok eins vel og melgresið, né stenst veðráttuna við suðurströndina betur. Melgresið safnar í sig foksandinum og myndar ýmist breiður eða melhóla. Sandlagið þykknar smásaman þar sem melgresið vex og verða hólarnir oft 3-5 m háir.

Eftirlegurennireið á Háaleiti

Yfirleitt kemur að því að hólarnir verða óstöðugir og vindur tekur að rífa sand úr hliðum þeirra og melgresið lætur undan síga.
Nauðsynlegt hefur reynst að bera áburð á melsáningar í nokkur ár eftir að sáð er. Einnig hefur þurft að bera árlega á þau svæði þar sem sandágangurinn er mestur, t.d. kambinn milli þorpsins og Ölfusárósar.
Árið 1989 var gerð tilraun með sáningu á 60 kg af lúpínufræi með TF-NPK. Fræinu var dreift á vestanverðu landgræðslusvæðinu. Flogið var með norðrurjaðri sandsvæðisins og síðan beygt til suðurs í átt að sjó. Fræið spíraði seint en lúpína er nú að breiðast út þar sem fræinu var dreift. Á síðustu árum hefur lúpínu verið plantað víða umhverfis Þorlákshöfn. Árangurinn af því er allgóður, en eftir á að koma í ljós hversu ört lúpínan breiðist út. Árið 2001 var gerð tilraun með að bera á 75 hektara, með dráttarvélum, út frá vegstæði Suðurstrandarvegar og skilaði sú dreifing góðum árangri þar sem áborið svæði var mun gróskumeira en óáborin svæði.
DuflKjartan upplýsti að fyrir tiltölulega fáum árum hefði ofanverð strandlengjan verið endalausir sandflákar, en eftir að svæðið var girt af og sáð hafði verið í það hefði orðið gerbreyting á.
Þegar leiðin er gengin eru framangreind þögul uppgræðslan annars vegar og hávaðasamt sæhljóðabergið hins vegar – hvorutveggja ágengir athyglisveiðarar. Ef báðir eru hunsaðir um stund má sjá ýmislegt, sem ella afmissist, s.s. hniðjur, rek og rekavið, einstaka fornfálegt leikfang, glerkúlur, plastkúlur, belgi, dufl og skótau frá ýmsum tímum.
Kjartan upplýsti að fyrir tiltölulega fáum árum hefði ofanverð strandlengjan verið endalausir sandflákar, en eftir að svæðið var girt af og sáð hafði verið í það hefði orðið gerbreyting á.
Vestan Þorlákshafnar eru allt of sýnilegar minjar þriggja tilrauna með laxeldi og hörrækt. Starfsstöðvarnar standa þar nú sem minnismerki, ein af mörgum, um misheppnaðar mótvægisaðgerðir í atvinnumálum þjóðarinnar. Önnur slík minnismerki um allt land eru refabúin. Líklega verða virkjanir og orkuveitur önnur slík þegar til lengri framtíðar litið – því augljóst virðist, er gengið er um svæði það sem að ofan greinir, að orkuöflun framtíðarinnar verður fyrst og fremst með nýtingu frumefnanna, þ.e. lofts, ljóss og vinds. Þegar einhverjum gáfumanninum dettur það í hug munu spretta upp liltar heimilsorkustöðvar er gera munu hápsennumöstur og -jarðstrengi óþarft með öllu.

Flak Varðar ofan við Ála

Jæja, við fyrrverandi Þrívörður var talið tilefni til að staldra við og skoða örnefnalýsingu austasta bæjarins í Selvogi, Ness. Þar segir m.a.: „Þá er komið að Þrívörðum, þar sem voru þrjár vörður á berginu á landamerkjum Selvogs og Þorlákshafnar. Þær eru nú horfnar. Um Þrívörður er bergið farið að lækka og hægt að ganga þar niður um skörð, en bunga er milli þeirra og Háaleitis. Fyrir austan Þrívörður tekur við Keflavík. Þar átti Hjallakirkja reka.
Vestar er Sigbás. Þar var eggja- og fuglatekja á bletti. Háaleiti er þar sem bergið er hæst. Á því var varða, sem lengi vel var haldið við af sjómönnum úr Þorlákshöfn. Varðan var höfð fyrir mið. Fyrir framan heita Forir eða Háaleitisforir. Þar var mikill fiskur og sótt þangað bæði úr Þorlákshöfn og Herdísarvik.“ Til gamans má geta þess að á Háaleiti trjónir nú háleitt markmið einhvers bílstjóra, sem (ekki) hefur náð lenga og skilið ökutækið þar eftir. Hlaðið hefur verið umhverfis það, væntanlega úr fyrrnefndu kennileiti.
Kjartan við Selvogsvita„Austan við Bjarnavík er Viðarhellir undir berginu. Þar var mikill reki. Gat er í bergið yfir  hellinum og hægt að síga niður í hann. Bjarnavík  er allbreitt vik í bergið, og er djúpt þar. Eyþór heyrði sagt, að Bjarni riddari hefði haft þar legu fyrir skip.“
Viðarhellir sést ekki ofan af bergbrúninni, einungis frá sjó. Kjartan sagði færeyskan kútter hafa strandað í vikinu 1930. Þrjátíu manns hefðu verið um borð og hefðu nokkrir þeirra farist. Þá hafi mb. Helgi Hjálmarsson úr Reykjavík rekið þar upp nokkru seinni. Þrír menn hefðu verið um borð. Tveir, skipsstjórinn og óbreyttur, komust að Viðarhelli, en sá þriðji hvarf í hafið. Lík hans fannst við Eyrarbakka nokkru síðar. Hinir tveir gátu klifrað upp á bjargbrúnina og lögðu berfættir af stað til Þorlákshafnar. Annar þeirra, skipstjórinn, hefði fest fót sinn í fjörunni, en félagi hans aðstoðaði hann upp á bjargbrúnina og áfram til bæjarins. Félagar í björgunarsveitinni hefðu klifrað niður og skoðað hellinn, en slíkt væri ekki á færi aukvisa.
„Nokkuð austur af Bótum [Austari bót og Vestari bót] heita Gren (ft.). Þar var tófugren við kampinn. Þar eru klappir og urð, grenjalegt land. Heita Álar þar fyrir austan. Það eru geirar á milli klappa í fjöru, þang og þari í. Þar er útgrynni farið að minnka. Tekur bergið að lækka úr því, og engin fjara er undir. Nokkru austar en Álar er klettur fram í sjó, sem kallast Nípa.“
Ofan Ála, allangt ofan strandar, er stórt járndufl. Kjartan sagði það hafa rekið upp í fjöruna 1970. Þá hafi verið gerður leiðangur að því og verðmæti hirt af því. Líklega hefði verið um eitthvert Faxaflóaduflanna að ræða, sem slitnað hefði frá festum. Í óveðrinu mikla, sem gekk yfir þetta landssvæði árið 1991, hefði það flotið spölkorn inn á heiðina.
Reglur um komur gesta í vita landsins 1910Ofan við Ála er Hvítisandur og Hvítasandshóll, að sögn Kjartans. Áður var þarna skeljasandur, en eftir að svæðið var ræktað upp hvarf hvíti liturinn að mestu. Ekki er að sjá skeljasandsfjöru í Álunum.
Ofan við Álana eru leifar af mb. Verði frá Reykjavík. Báturinn fór þar upp 1956, sennilega 18. febrúar. Fimm menn voru um borð. Þeir fórust allir. Lík tveggja bátsverja fundust, en leifar þriggja skipsverja hafa aldrei fundist, þrátt fyrir mikla leit dögum saman eftir slysið. Báturinn hafði verið í Þorlákshöfn, en farið þaðan í afleitu veðri, en líklega orðið fyrir vélarbilun og þá rekið upp á ströndina. Í óverðinu 1991 brotnaði hluti (skutur) bátsins og rak upp yfir kampinn. Kjölstykki má sjá þar skammt vestar.
Þegar komið var að Selvogsvita varð rödd Kjartans innilegri (honum þótti greinilega vænt um vitann). „Á Selvogstanga var reist 15 m há járngrind árið 1919. Á hana var látið 3,3 m hátt ljóshús og 200° díoptrísk 1000 mm linsa og gas-ljóstæki. Inn á milli hornstoða grindarinnar var komið fyrir steinsteyptri gashylkjageymslu en efst undir svölum var skýli utan um stiga upp í ljóshúsið. Vitinn var sömu gerðar og Stokksnesviti sem reistur var árið 1922. Eftir aðeins rúm 10 ár var vitinn orðinn svo ryðbrunninn að nauðsynlegt reyndist að byggja nýjan vita.
Árið 1930 var byggður 15,8 m hár vitaturn úr steinsteypu. Ári síðar voru sett á hann ljóshús, linsa og gasljóstæki járngrindarvitans og hinn nýi Selvogsviti tekinn í notkun. Árið 1987 voru veggir ljóshúss endurnýjaðir. Vitinn var raflýstur ári síðar og settur á hann radarsvari.“ Nú er ljós látið loga á vitanum af öryggisástæðum en radíósendir efst á honum er þó það sem mestu máli skiptir nú orðið.
Stóra-Leður - kotbýli frá Nesi - Nesbærinn fjærKjartan, sem er með lyklavöldin, opnaði hurð vitans. Innanvert birtust undraverkin. Eftir að hafa útskýrt hvernig þrívarin vörn hans virkaði var haldið upp grámálaða tréstiga, hvern af fætur öðrum. Fyrir fólk, sem gengið hafi 17 km, var það sumu þrekraun. Efst trjónaði „djásnið“, ljóskúpullinn, sem prýtt hafði gamla vitan utar á ströndinni. Sköpunarár hans varð 1917, komið á járngrind 1919 og síðan hífður upp í núverandi vitaturn 1930. Útsýnið úr turnkrónunni, yfir Hafnarberg annars vegar, og Selvog hins vegar er, er og verður eftirminnilegt.
Kjartan sýndi þátttakendum einkar áhugavert plagg – og sennilega einstakt núorðið. Á því stóð; „REGLUR um komur gesta í vita landsins: Vitaverðum er heimilt að veita gestum leyfi til að skoða vitann á tímabilinu frá því hálf stund er liðin frá sólaruppkomu þar til hálfri stundu fyrir sólarlag.
Tóftir Snóthúss - Selvogsviti fjærGestir skulu, áður en þeir fara inn í vitann, rita nöfn sín, og heimili í gestabók vitans. Eigi mega þar koma fleiri en 3 gestir í senn. Skulu þeir, áður en en þeir ganga upp í vitann, þurrka vandlega af fótum sér á gólfmottunni; bannað er að rita eða roispa nöfn eða annað á veggi og rúður. Gæta ber og þess, að enginn snerti við nokkru því, er til vitatækjanna heyrir. Gestirnir mega ekki vera í blautum utanyfirfatnaði né hafa með sér stafi, regnhlífar, svipur eða annað því um líkt inn í vitann: Bannað er að reykja tóbak, svo og að hrækja, nema í hrákadalla. Neftóbak má eigi hafa um hönd í ljóskerinu. Hundar og kettir mega ekki koma inn í vitann.
Ölvuðum mönnum og óhreinlega til fara er bannað að koma í vitann.
Einhver vitaþjónanna skal ávallt vera gestunum í vitanum og ber honum að koma kurteislega fram við þá og skýra þeim frá öllu, sem þeir óska um vitafærin, en um fram það er honum ekki heimilt að veita óviðkomandi mönnum neina vitneskju um rekstur vitans.
HVarðaða gatan milli Selvogs og Þorlákshafnarverjum gesti ber að greiða vitaþjóninum 25 aura fyrir ómak hans.
Í stjórnarráði Íslands 3 maí 1910 – Björn Jónsson (vitundarvottur; Jón Hermannsson).“
Ekki er vita til þess að reglurnar frá 1910 hafi verið numdar úr gildi, enda kannski eins gott því bæði var hundur (tík) með í för, þátttakendur með stafi og engin gólfmotta til staðar.
„Á kampinum við Nesvita var bær, sem hét Snjóhús. Þegar hann man eftir, voru öll hús fallin, en kálgarðar voru í tóftunum, kallaðir Halldórsgarðar. Þar sem vitinn stendur, ganga klappir fram í sjó, og heitir þar Snjóhúsavarða. (Í skrá G. S. eru ýmsar myndir nafnsins tilfærðar: Snjóthús-, Snóthús-, Snjóhús-, Snjóshús- og Snjólfshúsvarða.) Eyþór man eftir vörðunni þarna; á henni var sundmerki. Selvogsviti var reistur fyrst framarlega á klöppunum, en síðar færður ofar, þangað sem hann stendur nú. Eldri vitinn var stálgrindarviti, en nýi vitinn er steyptur.
Skammt austan við Snjóhúsavörðu taka við klappir, og þar austur af eru Bætur. Þær eru þrjár, Vestastabót, Miðbót og AFornigarður vestan Selvogsvitaustastabót. Var talað um að fara „austur á Bætur“. Á Bótunum var skorið þang til eldsneytis og beitt fé.“
Snóthúsavarða er horfin, en enn má leifar af Fornagarði liggja að henni, en varðan átti að vera austurmörk garðsins. Innan hans,nær ströndinni, vestan vitans, er gróinn hóll, leifar Snjóthúss, eins af 10 kotbýlum í Neslandi (1703).
Frá túngarði í Nesi liggur sjávarkampur austur að vita.  Hlaðinn garður er á honum, en hann nær ekki alla leið.
Neshverfi eða Nestorfa var sameiginlegt heiti á Nesi og hjáleigunum þar. Einnig var hverfið nefnt Austurvogur eða Austurvogshverfi. Af bæjarstæðinu í Nesi er eitthvert fegursta útsýni í Selvogi.  Bærinn stóð á Bæjarhól neðan við mitt tún. Þegar tvíbýli var í Nesi, voru bæirnir nefndir Austurnes og Vesturnes . Stundum voru þar fleiri bæir.
Fyrrum mun hafa verið kirkja í Nesi og staðið, þar sem nú er braggabygging, notuð síðast sem heygeymsla. Legsteinar komu upp, þegar grafið var fyrir þessu húsi, og munu þeir vera þarna á hlaðinu.“
Á leiðinni var gengið um Nestúnið, framhjá fyrrum bæjarstæði Litla-Leðurs og Stóra-Leðurs. Minjar síðarnefnda kotbýlisins er verulegar á meðan þess fyrrnefnda hafa verið „túnsléttaðar“. Vestar má sjá leifar Bartakots og Þórðarkots. Kjartan sagðist muna enn eftir baðstofunni í Þórðarkoti. Vestar er tóftir Klappar í Bjarnarstaðarlandi:
Að ofanverðu við Nes má sjá vörðuröð. Þar kemur fyrrnefnd gata frá Þorlákshöfn niður í Selvog. Venjulega tók um 4 klst að ganga leiðina, sem virðist furðu bein af þjóðleið að vera.
Að lokinni göngu bauð frú Sigríður, eiginkona Kjartans, þátttakendum í íslenska kjötsúpu á veitingastað þeirra hjóna í Selvogi. Þar voru málin og enn og aftur reifuð (meira síðar).
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsing fyrir Þorlákshöfn.
-Örnefnalýsing fyrir Nes.
-Vitar á Íslandi.
-Saga Þorlákshafnar.
-Kjartan Óskarsson.

Hafnarberg ofan Bjarnarvíkur

Þorlákshöfn

Þegar ekið var að Þorlákshöfn tóku íbúar vel á móti FERLIRsþátttakendum. Fornbílum hafði verið stillt upp við bæjarmörkin, öllum boðið þar í sæti og síðan ekið sem leið lá austur að Ölfusárósum – endamörkum FERLIRssvæðisins á Reykjanesskaganum.

Latur

FERLIRsfélagar á Lat.

Brimaldan lamdi sendna ströndina, en þó ljúfmannlega að þessu sinni. Eftir að góða innöndun sjávarangansins var ekið í inn í bæinn þar sem fjölmennur flokkur fólks á óráðnum aldri beið göngufólksins.
Sagnir herma, að þarna hafi áður staðið bærinn Elliðahöfn, en bóndinn hafi eitt sinn heitið á Þorlák biskup að breyta nafni jarðarinnar þegar hann og áhöfn hans lentu í sjávarháska. Eftir undraverða björgun breytti hann hafninu í Þorlákshöfn. Kirkja heilags Þorláks stóð þar í katólskum sið og þar var öldum saman kunn verstöð.

Þorlákshöfn

Þorlákshöfn – leifar tómthúsanna.

Undir leiðsögn heimamanna var gengið austur með þorpinu (sem reyndar er orðið að myndarlegum bæ) þar sem gömlu Þorlákshafnarhúsin voru, en var rutt um koll illu heilli vegna hafnarframkvæmda og nýmóðins fiskverkunarhúsa, sem fæstum þykja ásýnileg. Raktar voru sögu og sagnir tengdar hafnarsvæðinu. Gengið var til baka mót vestri hafnarmegin, að – Hraunverbúðunum hinum gömlu. Sést þar móta fyrir tóftum og Þorlákshafnarbrunninum. Gengið var að Ingimundarbyrgi – hól með minjum – og hið mörgum eftirminnilega tún barið augum. Á þeim bletti unnu lítt undirbúnir Þorlákshafnarbúar frækilegan sigur á KR-ingum á sjötta áratugnum. KR-ingunum var vorkunn því þeir höfðu ekki áður spilað á velli alsettum hæðum og hólum og þar sem hallaði undan í allar áttir. Áttavilltir töpuðu þeir leiknum, eins og áður sagði, og þóttust bara sleppa vel frá þeirri raun.
thorlakshofn-39Gengið var að hákarlabyrgi skammt vestar. Þar bar vel í veiði því enn mátti finna þar lykt og leifar af hákarli og brennivíni frá kaupmanninum í Þorlákshöfn – gamalt orðið – en sumum fannst það bara betra þannig.
Haldið var niður fjöruklappir og að Lat. Deilt hefur löngum verið um hvort Latur væri horfinn eður ei. Átti hann að vera stórt bjarg upp á rönd (gömul ljósmynd) í fjörukambinum. FERLIRsþátttakendum fannst ástæðulaust að draga úr þeim skemmtilegu deilum, enda þótt Latur sé nú vel merktur, eins og sést á meðfylgjandi mynd. Hafði hann fallið yfir sig til að auðvelda fjöldamyndatökur.
Gengið var vestur Hafnarberg, framhjá fyrrum sorplosunarstað
Hafnarbúa og síðan áfram vestur Háaberg að Hlein. Þyrsklingsnef bar fyrir sjónir á göngunni – gat í bergið. Segir sagan að menn er réru fyrsta sinni hafi þeir, er komið var á móts við nefið, að sýna hvers kyns þeir væru – með brókarniðurgangi.
Hlein er klettagjá þar sem smáfuglar verpa, auk þess sem gjáin var áður kjörinn staður fyrir ungt fólk er stinga vildi saman nefnjum. Eldra yngra fólkið í ferðinni kunni eflaust sögur af veru sinni á Hlein, en vildi ekki opinbera það – a.m.k. ekki að þessu sinni. Þess í stað var rifjuð upp saga af franskri skútu, sem strandaði þar utan við og „stríð“ um strandgóssið hlaust af milli Frakka og Hafnarbúa. Hafnarbúar komust um borð í skútuna undir berginu þegar Frakkar sendu menn úr öðrum nálægum skútum til að reyna að komast aftur upp í hana, en heimamenn hrundu þeirri „árás“, enda þá þegar búnir að slá eign sinni á „rekann“.
thorlakshofn-40Í sagnastundinni var borið fram kaffi og mikið af meðlæti á dúkaðar klappir – allsnægtir af öllu. Örlæti Þorlákshafnabúa og gestrisni verður seint lýst af verðleikum. Reyndar var tekin mynd við Hlein, en á henni sést einungis matur.
Sögð var sagan af því er kvennabósi einn barnaði stúlku í Hlein. Hafði það þann eftirmála að barnið fæddist í Nesi í Selvogi og er eftirminnileg vísa tengt atburðinum. Hún verðu ekki rakin hér, enda verið gert annars staðar. FERLIR endurtekur yfirleitt ekki skráðar heimildir – eltir þær hins vegar einungis uppi og reynir að sannreyna.
Í ferðunum rifjast oft margt upp meðal fróðra. Í þessari ferð var m.a. rifjað upp að kjölfestathorlakshofn-41n (ca. 10 steinar) af danska herskipinu Giöteborg, er standaði á Hraunskeiði árið 1718, væri svo til við dyrnar á Egilsbraut 9 í Þorlákshöfn (þar sem aldnir verða ungir), án þess svo sem að fólkið þar tæki sérstaklega eftir því. Giötheborg var stærsta herskip danska flotans á þeim tíma. Fylgdi það dönskum kaupskipum hingað til lands þeim til varnar. Um 190 manna áhöfn lét úr höfn í þeim guðveiginsbæ Hafnarfirði 15. nóv. þetta árið, en ferðin endaði sem fyrr sagði á Hraunskeiði utan við Þorlákshöfn. Eftir það rak skipið á land. Um 170 mönnum af herskipinu var bjargað og er það talin mesta mannbjörg í sjóskaða á Íslandi fyrr og síðar. Skipverjum var komið á ýmsa bæi um nágrannasveitir. Árið eftir (1719) voru skipverjar sendir utan, en um það leyti urðu ýmsar heimasætur á bæjum þeim, sem skipverjar höfðu dvalið, miklu mun léttari. Hefur danskt blóð jafnan einkennt margan sveitamanninninn þar síðan. A.m.k. hefur Gammel dansk oftlega verið þar í hávegum hafður – þegar hann hefur fengist.
Ljóst er að Þorlákshafnarbúar er miklir höfðingjar heim að sækja.
Veðrið stórkostlegt – lygnt og bjart. Elstu menn (og konur reyndar líka þótt þær sú nú meira inni við) höfðu á orði að slíkt dásemdisveður hafi varla komið áður á svæðinu og þykir það þó með þeim veðursælli á gjörvöllu landinu.
Stórkostlegur dagur með stórkostlegu fólki.
Sjá meira um Þorlákshöfn HÉR.

Þorlákshöfn

Gengið um Þorlákshöfn og nágrenni.

 

Smalaskúti

Svavar Sigmundsson skrifaði um örnefnin „Smalaskáli“ og „Smalabyrgi“ á vef Árnastofnunar árið 2018 (birtist upphaflega árið 2008):

Svavar Sigmundsson

Svavar Sigmundsson.

„Á Íslandi eru mörg örnefni sem eiga rætur að rekja til fyrri tíðar búskaparhátta sem nú eru horfnir. Eitt þeirra örnefna er Smalaskáli sem þekkt er sérstaklega um Suðurland og Suðvesturland (Árnessýslu, Rangárvallasýslu og Gullbringu- og Kjósarsýslu) en er þó til víðar á landinu. Þetta er oftast nafn á holtum, hólum eða hæðum og eru sumstaðar leifar af rústum eða tóftum í þeim en hvergi nærri allstaðar. Margir smalar í hjásetunni munu hafa haft svonefnda smalakofa til að skýla sér. Smalinn gerði sér þannig eitthvert skýli, þar sem landslagi var svo háttað að ekki var skjól frá náttúrunnar hendi. Þar hefur verið ákjósanlegur staður fyrir smalann að geyma mal sinn og á stað þar sem sást vel yfir þar sem ánum var haldið til haga. Oft eru þessi örnefni nærri landamerkjum eða beinlínis á landamerkjum, t.d. hóll sem hornmark fleiri jarða á svonefndum Sorta í Flóa. Á Norðurlandi var slíkt skýli fremur nefnt Smalabyrgi.

Efri-Straumsselshellar

Straumselshellar syðri. Smalabyrgi neðst fyrir miðju.

Í örnefnaskrám í örnefnasafni Stofnunar Árna Magnússonar eru þessi dæmi um lýsingu á örnefninu Smalaskáli: hóll, klettur, strýta, rimi, holt, grjótholt, skerhóll, klapparhóll, ás, hæð, þúfa, heiðarhryggur, klapparhryggur, en einnig hvammur. Sumstaðar er haft orðið ‘tóftarbrot‘.

Ég nefni nokkur einstök dæmi um Smalaskála úr Árnessýslu:

Smalaskjól

Smalaskjól á Reykjanesskaga.

Smalaskáli er strýta í hraunbrún … Sunnan undir henni er lítil öskjulaga tóft, smalaskálinn. (Þjórsárholt)
Hóll með tóftum af gömlum fjárhúsum og tveim minni kofum, sem nefnist Smalaskáli. (Baugsstaðir)
Smalaskáli: Grjótholt í Laxárdal. [Strákar í yfirsetu höfðu hlaðið skýli þar.] (Villingavatn)
Elsta dæmi um orðið smalaskáli er frá 1664 úr hdr. AM 277 fol., skv. ritmálsskrá Orðabókar Háskólans: „þadann J smalaskalann, sem er austann til a Hnukaheidi“ (101r).

Smalavarða

Smalavarða við Þorlákshöfn.

Samheiti við smalaskála er smalahreysi (þýðing úr latínu attegiæ) úr orðabók frá 18. öld (Nucleus, bls. 349), en sem þýðing er einnig gefið orðið graskofar. Í sömu orðabók er einnig orðið smalakofi, sem þýðing á latínu habitus pastoralis, tectum pastorale en þar er einnig gefið orðið hitta (= hytte). Orðið smalakofi er einnig gefið sem þýðing á latínu tugurium og samheiti við það hreysi. Þá er latneska orðið mapalia þýtt með smalakofar eða smalahíbýli.

Í orðabók Björns Halldórssonar, sem Rasmus Chr. Rask gekk frá til útgáfu 1814, er orðið smalamannskofi og það þýtt með „attigiæ, en Hytte for faarehyrder“. Seint á 19. öld kemur fyrst fram í heimildum orðið smalabyrgi: „selhreysi og smalabyrgi“ (Ísafold 1890, 230).

Smalaskjól

Smalaskjól ofan Straums.

Eftirfarandi svör við spurningaskrám Þjóðminjasafns um fráfærur nefna smalaskála:

Nr. 497 (Fráfærur)

Smalabyrgi

Smalabyrgi við Flekkuvík.

Víða er til örnefnið Smalaskáli, sem mun vera frá þeim tíma að setið var yfir ám. Ærnar voru reknar í haga af stöðli og úr haga á stöðul, þar sem ég þekkti til, en haft vakandi auga með þeim að deginum, einkum í þurrkatíð, norðanátt, þá vildu ærnar rása í vindinn, jafnvel strjúka til fjalla.

Nr. 554: (Fráfærur)

Smalaskálaskúti

Smalaskálaskúti.

Sér til skemmtunar í tómstundum las smalinn, byggði byrgi, hlóð vörður, hitti oft smala á næstu bæjum, og fór þá við þá í leiki, m.a. blámannaleik. Smalinn átti skýli, oft nefnt smalaskáli. Nesti smalans var hverskonar búrmatur. … Mislengi var setið hjá kvífé, af ýmsum ástæðum. Smalað þegar leið að hausti.

Smalaskáli er gott dæmi um það hvernig löngu aflagt fyrirbæri lifir í örnefnunum.“

Smalaskáli og Smalaskálahæð eru örnefni í landi Óttarsstaða. Hæðin kom við sögu manndrápsmáls árið 2004, sjá HÉR. Smalabyrgi er til við Flekkuvík og Smalavarða stendur enn ofan Þorbjarnarstaða. Smalaörnefnin eru því víða á Reykjanesskaganum.

Heimild:
-https://www.arnastofnun.is/is/greinar/smalaskali-og-smalabyrgi

Smalaskjól

Smalaskjól við Smalaskálahæð.

Þorlákshöfn

Til að hefta sandfokið nálægt Þorlákshöfn var landið friðað fyrir búfjárbeit 1935 og girt af. Girðingin er 21,8 km löng og telst þetta með stærri landgræðslusvæðum um 7.550 ha.
Þorlakshofn-sandgraedslan-1Svæðið nær frá Ölfusá og að Nesvita í Selvogi, en sjórinn afmarkar svæðið að sunnan allt austur að Hamarendum sunnan við Hraun í Ölfusi og neðan við Vindheima, Breiðabólsstað, Litlaland, Hlíðarenda yfir Selvogsheiði og allt til sjávar austanvert við Nes í Selvogi.
Sandgræðslan keypti lönd frá Nesi í Selvogi, Hlíðarenda, Litlalandi, Breiðabólstað og Vindheimum í Ölfushreppi. Seinna var eigendum Hrauns Í Ölfusi afhent það land er þeir áttu innan girðingarinnar.
Landgræðslan á núna allt land innan girðingar nema Þorlákshafnarland.
Eftir að girðingin var komin var reynt að vinna að sandgræðslu eftir því sem fjármagn og geta leyfði en fyrstu 30 árin var lítill sem enginn árangur.
Þorlakshofn-sandgraedslan-2Í bókinni „Græðum Ísland – landgræðslan 1988” er eftirfarandi haldið fram: „Sjómenn hafa haldið því fram að aðalástæða fyrir því að fiskigöngur hurfu þarna skyndilega af landgrunninu hafi verið sandfok ofan af landinu. Hinir tíðu norðaustanvindar, sem bera sandinn í sjó fram, hafa einnig iðulega gert mönnum erfitt fyrir að stunda fiskvinnslu í Þorlákshöfn enda vart hægt að hugsa sér óeðlilegri og óæskilegri aðstæður við fiskvinnslu en sandfok”. (Bls. 146-147).
Í samvinnu við fólkið í þorpinu hóf Sandgræðslan (nafninu var síðar breytt í Landgræðslan) að gera stórátak í að hefta sandfokið með því að sá melgresi.
Landslagið innan landgræðslusvæðisins er hraun sem er erfitt viðureignar, þar skiptast á hraunhólar og lægðir sem eru fullar af sandi og þegar blæs þyrlast sandurinn upp. Landslagið gerir það einnig að verkum að það getur verið erfitt að nota vélar við sáningu. Þá hefur oft á tíðum þurft að grípa til þess að sá og slétta úr sandhólunum með berum höndum.
Þorlakshofn-sandgraedslan-3Erfitt er að eiga við sjávarsandinn í flæðarmálinu, því hann skolar upp á háflóði og þegar hann þornar fýkur hann og það sama gerist með framburðinn úr Ölfusá. Þetta ástand er verst alveg við þorpið í Skötubótinni. Eftir að höfnin var stækkuð 1974-1976 safnast sandurinn að hafnargarðinum og þar getur orðið upphaf sandfoks.
Fyrstu stóru landgræðsluframkvæmdirnar voru gerðar 1958 þegar byggðir voru sandvarnargarðar á leirunum austan við þorpið. Hælar voru reknir niður í sandinn og negld vour á þá tvö 6 tommu borð. Milli garða voru hafðir 100 m en alls voru notuð í þá rúmlega 17 km af borðum. Melgresi var sáð beggja megin garðanna. Garðarnir drógu verulega úr sandskriði og sandurinn færði garðana í kaf.
Í kjölfar landgræðsluframkvæmdanna myndaðist sjávarkambur sem hefur hækkað mjög vegna áfoks sands.
Þorlakshofn-sandgraedslan-4Kamburinn er án efa merkasti melgresissjóvarnar-garður hér á landi. Til glöggvunar má nefna að fyrsti síminn var lagður á þessu svæði 1920 eftir innanverðum kambnum. Nú eru nokkrir símastauranna komnir í kaf í sandinn.
Árið 1958 var byrjað að dreifa fræi og áburði úr flugvél í Þorlákshöfn. Í fyrstu var notuð lítil flugvél til dreifingar og hörð leira notuð sem lendingarstaður en hún var í fjöruborði við Ölfusá vestan Hamarenda, sunnan Hrauns í Ölflusi. Þetta gaf svo góða raun að hafist var handa við byggingu flugbrautar við Hafnarnes 1968 sem notuð var í nokkur ár þar til að farið var að nota áburðarflugvélina Páll Sveinsson. Með til komu áburðarvélarinnar margfaldaðist afkastagetan við styrkingu gróðurs innan landgræðslugirðingarinnar.
Helstu markmið Landgræðslunnar í Þorlákshöfn er að verja byggðina fyrir sandfoki með landgræðslu sem fellst í því að sá fræjum, gróðursetja plöntur og bera áburð á svæðið. Landgræðslan vaktar ástand á gróðri og jarðvegi og gerir framkvæmdaáætlanir með tilliti til árangurs og framvindu gróðurs.

Heimild:
-ismennt.is/not/siggud/landgr/girding.htm

Þorlákshöfn

Þorlákshöfn – Skötubót.

Þorlákshöfn

 „Þorlákshöfn er kennd við Þorlák biskup helga.  Sögn er, að Þorlákur biskup hafi stigið þar á land, er hann kom frá biskupsvígslu 1178, af því sé nafnið komið.  Hálfdán Jónsson lögréttumaður á Reykjum í Ölfusi ritaði þetta um Þorlákshöfn:
Thorlakshofn-215Þorlákshöfn hefir sitt nafn af Þorláki biskupi Þórhallssyni hinum helga í Skálholti, er þar meinast fyrst hafi á land gengið eftir sína biskupslegu vígslu.  Þar heitir og enn nú að framanverðu við bæinn Þorláksvör, Þorlákssker og Þorlákshóll, þar túnið er hæst.  Í þessari veiðistöðu ganga árlega um vertíðartímann frá kyndilmessu og í 14 vikur þar eftir yfir fjörutíu skip stór og smá; mörg þeirra heyra til biskupsstólnum í Skálholti.
Önnur sögn er, að eigandi jarðarinnar hafi í sjávarháska heitið á Þorlák sér til liðsinnis og svo gefið Skálholti jörðina. Talið er að áður hafi hún heitið Elliðahöfn.  Það er staðfest með dómi 1774.  En samkvæmt dómnum mun höfnin hafa heitið  Elliðahöfn í fyrstu, eða eftir að hún var mönnum byggð, og máski fram yfir lát Þorláks biskups helga 1193. – Næstum sex öldum síðar er enn fólk í Ölfusi og Flóa, sem kannast viðhið forna heiti Elliðahöfn.
Thorlakshofn-211Þorlákshöfn var að fornu fari ein af hinum mestu hlunnindajörðun Árnessýslu. Í jarðabók Árna Magnússonar Páls Vídalíns 1708 segir m.a.: “Rekavon er hér góð af viðum og hvölum á Þorlákshafnarskeiði”. Þá var þar sölvatekja mikil, er sveitamenn fyrr á tímum sóttu þangað, stundum um langa leið. Gamlar sagnir herma, að á hallæristímum, td. Eftir móðuharðindin, hafi það gerst, að Skagfirðingar hafi komið suður yfir fjöll til sölvakaupa í Þorlákshöfn. Sölin í Þorlákshöfn voru talin mikið góð, jafnvel betri en annars staðar austanfjalls. Mikið að Þorlákshafnarsölvunum var flutt í sjálft staðarbúið í Skálholti. Þar voru þau sem annars staðar notuð til matar og manneldis.
Thorlakshofn-212Trjárekinn var löngum mikill í Þorlákshöfn. Svo lengi, sem biskupsstóllinn átti jörðina, má sjá það af heimildum frá 16., 17. og 18. öld, hve viðarrekinn var oft feikimikill og löngum fluttur upp að Skálholti. Þar var hann notaður til húsagerðar, viðhalds húsa og búsmuna og annarra smíða. Einnig var rekaviðurinn oft seldur sveitamönnum, þegar biskupsstóllinn áleit sig aflögufæran þeim nytjagögnum.
Það voru lítil skilyrði til búsetu fyrir sjómennina í Þorlákshöfn. Túnið sjálft og suður af því, svo nefnt Þorlákshafnarnes var eina gróna landið um langan aldur og höfðu heimabændur það fyrir búpening sinn. Utan þess svæðis og ofan við það var næsta nágrennið mestmegnis foksandur með melgrastoppum, klappir og hraun.
Thorlakshofn-213Það voru því aðrar ástæður en landbúskapur, sem lágu til þess, að sókn sjómanna til Þorlákshafnar var meiri en annarra verstöða. Ástæðurnar voru einkum tvær, önnur var sú að lendingarnar voru taldar þar betri en alls staðar annars staðar á nærliggjandi svæðum.  Var því oftar mögulegt að komast til róðra á næstu fiskimið.  Þar af leiðandi urðu þar að jafnaði betri hluti en í öðrum verstöðvum austan fjalls, enda segir í Jarðabók Árna og Páls 1708, að þar sé “verstaða merkilega góð”. Hin ástæðan var sú, að þar var langöruggasta landtakan og hættuminnst mönnum, skipum og afla.  Stundum kom það fyrir að með öllu var ólendandi við Loftstaðasand, Stokkseyri og Eyrarbakka, svo að menn urðu frá að hverfa og var þá oft eina lífsvonin að leita til Þorlákshafnar. Margar sögur eru til af því að opnu skipin austan Ölfusár leituðu til Þorlákshafnar, þegar ólendandi var í heimaverstöðvunum og náðu á slysalaust landi í Þorlákshöfn. Var hún í slíkum tilfellum stundum nefnd þrautalending eða “lífhöfn” hinum sjóhröktu mönnum.“

Heimild:
-Saga Þorlákshafnar.
-olfus.is
-ismennt.is/not/siggud/heimabaer/ljod.htm

Þorlákshöfn

Þorlákshöfn.

Þorlákshöfn

Þorlákshöfn ber nafn af Þorláki Þórhallssyni hinum helga sem var biskup í Skálholti 1178-1193. Jörðin mun snemma hafa komist í eign Skálholtsstóls en var seld árið 1785. Þorlákshöfn var í eigu einstaklinga til ársins 1934 en þá keypti Kaupfélag Árnesinga hana. Árnes- og Rangárvallasýslur keyptu Þorlákshöfn árið 1946 og áttu til ársins 1971 þegar Ölfushreppur eignaðis jörðina og hefur átt síðan. Sandgræðslan hóf uppgræðslu í Þorlákshafnarlandi árið 1935 og lagðist þá sauðfjárbúskapur af að mestu en búið var með kýr þar til ársins 1951.
HlíðarendiSjór var sóttur frá Þorlákshöfn svo lengi sem heimildir greina. Lending fyrir áraskip var þar betri en annars staðar við suðurströndina og gengu þaðan á fjórða tug skipa þegar mest var. Vertíðin hófst í febrúar og stóð til lokadags 11. maí. Síðast á 19. öld og í upphafi hinnar 20 var mikið um að vera í Þorlákshöfn, blómleg útgerð, landbúnaður og verslun. Í árslok 1915 voru íbúar í Þorlákshöfn 31 og 31 áraskip gert út þaðan næstu vertíð. Í áhöfnum voru 458 manns þannig að þá var ólgandi mannlíf þar og sjóbúðir út um allt. Ungum körlum þótti mannsbragur af því að fá skipsrúm í Þorlákshöfn.
Eftir það fór mjög að halla undan fæti, skipum fækkaði og vertíðina 1934 var aðeins einn vélbátur gerður út frá Þorlákshöfn. Árnaskipin voru öll horfin af vettvangi um 1930. Kaupfélag Árnesinga hóf markvissa uppbyggingu í Þorlákshöfn árið 1934. Byggt var fiskvinnsluhús svo ekki þurfti lengur að gera að undir berum himni. Mótorbátum fjölgaði og urðu þeir flestir 12 vertíðina 1940. Með stríðsárunum og umsvifum hersins bauðst mikil atvinna annarsstaðar. Útgerð lagðist því af í Þorlákshöfn eftir vertíðina 1941.

Úr Selvogi

Á stríðsárunum var lítið um að vera í Þorlákshöfn og aðeins einn ráðsmaður þar með lögheimili. Framkvæmdir hófust aftur árið 1946, þangað var gert sæmilega bílfært og hafnargerð hafin að nýju.
Árið 1950 hófst öflug útgerð í Þorlákshöfn á vegum Meitilins hf. sem stofnaður var árið áður. Á lokadaginn 11. maí 1950 lagðist 700 lesta skip, Maiken frá Bergen, að nýrri framlengingu Suðurvararbryggju og lestaði saltfisk. Í árslok 1950 voru aðeins 4 einstaklingar skráðir með lögheimili í Þorlákshöfn en ári síðar voru fyrstu fjölskyldurnar skráðar þar og alls voru þá 14 íbúar í Þorlákshöfn hinni nýju. Íbúar voru 170 árið 1960 og 523 árið 1970.
Mikil fjölgun varð á 8. áratugnum einkum eftir eldgosið í Heimaey. Íbúar Þorlákshafnar voru 1Þorlákshöfn 1968010 árið 1980 og 1333 þann 1. des. 2000. Með vaxandi byggð hófst félagslíf og ýmis þjónusta.
Í nóvemberlok 1956 byrjaði barnakennsla, börnin voru 9 og kennari Kristján skáld frá Djúpalæk. Bygging skólahúss hófst 1960 og Þorlákshöfn varð sjálfstætt skólahverfi með barnaskóla árið 1962. Fyrsti skólastjórinn var Gunnar Markússon.
Stjórnsýsla sveitarfélagsins fluttist til Þorlákshafnar árið 1970 og fyrsti sveitarstjórinn Svanur Kristjánsson var ráðinn.
Þrátt fyrir að í Þorlákshöfn hafi verið til mörg af húsum frá fyrrnefndu tímabili var þeim flestum eytt vegna skammsýni, Nú eru hins vegar uppi hugmyndir um að endurreisa einhver þeirra. M.a. hefur Brunnurinn verið gerður upp og er nú aðgengilegur.
Árið 1979 var hitaveita lögð frá Bakka í Ölfusi svo og bygging kirkju hafin og var hún vígð 1985. Sundlaug var tekin í notkun árið 1981 og stórt íþróttahús árið 1991. Kirkjurnar í Þorlákshöfn, Hjalla í Ölfusi og Strönd í Selvogi urðu sérstakt prestakall árið 1991 og séra Svavar Stefánsson fyrsti prestur þess. Árið 2000 var tekið í notkun nýtt menningar- og stjórnsýsluhús að Hafnarbergi 1. Auk bæjarskrifstofunnar eru þar veislu- og fundarsalir Versalir, bókasafn, félagsmiðstöðin Svítan og fleira.

Heimild m.a.:
-http://www.olfus.is/Default.aspx?ObjectId=1|2&id=164&p=1&idx=7

Þorlákshöfn 1968

Þorlákshöfn 1968.