Færslur

Vogar

Í Vogum er upplýsingaskilti við Arahól og Aragerði. Á skiltinu er eftirfarandi texti:

Arahólavarða
VogarVörðuna á Arahól lét Hallgrímur Scheving Árnason útvegsbóndi í Minni-Vogum hlaða árið 1890. Verkið vann frændi hans Sveinbjörn Stefánsson. Varðan er hlaðin úr höggnu hraungrýti og steinlímd með kalki úr Esjunni sem unnið var í kalkofninum í Reykjavík. Varðan mun ekki hafa verið hlaðin í neinum ákveðnum tilgangi. Þegar varðan var nokkuð farin að láta á sjá, um það 100 árum eftir að hún var reist, var hún löguð með sementi af Leifi Kristánssyni frá Helgafelli.

Skrúðgarður
VogarÞegar húsum tók að fjölga og byggð að þéttast í Vogum sáum menn fyrir sér að honn víði og fagri hvammur sem Aragerði var, yrði sjálfkjörinn skrúðgarður og skemmtilundur Vogamanna í framtíðinni. Fyrstu trjánum var plantað þar upp úr 1950 fyrir atbeina Egils Hallgrímssonar (Árnasonar) kennara frá Austurkoti. Árið 1968 gáfu landeigendur Kvenfélaginu Fjólu Aragerði til umsjár. Í dag er það í umsjón sveitarfélagsins. Í hinum skjólsæla hvammi er bæjarhátíð sveitarfélagsins haldin ár hvert.

Vegagerð Hafnargötu
VogarEftir að Útgerðarfélag Vatnsleysustrandar hóf starfsemi sína á Eyrarkotsbakka var orðið aðkallandi að bæta úr vegleysunni og koma þangað akfærum vegi. Því réðst Útgerðarfélagið í lagningu Hafnargötu um 1931. Verkið var líklega unnið í þegnskylduvinnu og meira eða minna með höndum. Grjót var flutt með hestvögnum í Sólheimabrekkuna og Vogatjörnina norðanverða. leyfi fyrir grjótnámi fékkst hjá landeigendum. grjóri var lengi bætt í tjörnina, því þar vildi vegurinn síga.Vogar

Vogar

Í Vogum, skammt norðan við Stóru-Voga, er fróðleiksskilti á Eyrarkotsbakka. Á því er eftirfarandi texti:

Útgerðarfélag Vatnsleysustrandar
VogarÍ fjörunni má sjá leifar af Gömlubryggju sem reist var að tilstuðlan Útgerðarfélags Vatnsleysustrandar sem stofnað var 1930. Ástæðan fyrir stofnun félagsins var breytt atvinnuástand í hreppnum í kjölfar þjóðfélagsbreytinga. Ungir menn réðu sig frekar á togara úr öðrum héruðum en opin skip heimamanna.
Markmið Útgerðarfélagsins var aðs tulða að atvinnuppbyggingu. Allt varð að byggja frá grunni, báta, bryggju og fiskverkunarhús (Braggann). Samið var um smíði tveggja 22 tonna báta í Danmörki sem fengu nöfnin Huginn og Muninn. Því næst var ráðist í smíði bryggju og fiskverkunarhúss. Bryggjan var 84 m löng og 3 m breið timburbryggja sem fór að mestu á þurrt um stórstraumsfjöru. Fiskverkunarhúsið var ein hæð með risi. Niðri var aðstða fyrir bátana, gert að fiski, saltað og beitt. Í risinu var verbúð og mötuneyti fyrir þá sem á þurftu að halda.
VogarMikið var lagt í kostnað við uppbygginguna. Heimskreppa skall á 1931, fiskverð hrundi á mörkuðum auk þess sem áföll dundu yfir. Útgerðarfélagið komst í greiðsluþrot árið 1935 og var leyst upp. Sigurjón J. Waage frá Stóru-Vogum keypti bryggjuna, húsið og annan vélbátinn, Huginn. Hann lét setja nýja vél í bátinn og gaf honum annað nafn, Jón Dan, eftir langafa sínu, Jóni Daníelssyni sem miklar hreystisögur fóru af. Sigurjón rak útgerðina til dánardægurs árið 1944.
Þrátt fyrir stutta starfsemi félagsins er það talið hafa verið gæfuspor fyrir byggðina. Það veitti mörgum atvinnu og stöðvaði með því flóttann úr hreppnum.
Vogar

Vogar

Í Vogum er upplýsingaskilti sunnan við Minni-Vogavör um mannlífið á sjávarbakkanum. Á því er eftirfarandi texti:

Vör og sjávarhús
VogarÍ flæðarmálinu má sjá Minni-Vogavör er Egill Hallgrímsson (1817-1884) útvegsbóndi í Austurkoti lét ryðja. Vörin var sameiginleg fyrir Minni-Voga og Austurkot. Beggja vegna vararinnar voru hlaðnir öflugir grjótgarðar til að skýla henni. Efst í vörinni höfðu útgerðarbændurnir uppsátur báta sinna. Á sjávarkambinum voru sjávarhús, fiskreitir (svæði þar sem fiskur var lagður og þurrkaður) og lifrarbræðsluhús. Enn má sjá grunna sjávarhúsanna ef vel er að gáð.

Egill ríki
VogarEgill var annálaður dugnaðarmaður og efnaður eftir því. Árið 1870 eignaðist hann þilskipið Lovísu sem gert var út við Faxaflóa. sagt var að hann hafi borgað skipið með silfupeningum. Þegar skipið var ekki á veiðum hafði hann það í förum milli anda, sendi það með saltfisk til Spánar og lét það taka saltfarm til baka. Egill gerði út marga báta, keypti fisk og seldi salt. Hann leit sjálfur eftir öllu og rakaði saman auði og var um langt skeið talinn einn ríkasti bóndinn á Suðurnesjum.

Lífið á bakkanum
VogarÁ tímum átabátaútgerðar var mikið líf við sjávarsíðuna. Árabátar komu með aflann í varirnar, þaðan sem hann var borinn í sjávarhúsin og á klappirnar í kring til verkunar. Þegar vélbátaútgerðin hóf innreið sína og bátarnir urðu stærri var hafnaraðstaða byggð þar sem hún er í dag, út af Eyrarkotsbakka. Fiskvinnslan fluttist í fiskvinnusluhús við höfnina og lagðist starfsemin á bakkanum smám saman af. Á bakkann var lagður vegaslóði til Grænuborgar eftir að bílar komu til sögunnar.
Vogar

Vogar - skilti

Við Stóru-Voga í Vogum, milli Sæmundarnefs og Eyrarkotsbakka, er upplýsingaskilti. Á skiltinu er eftirfarandi texti:

Fornt höfuðbýli
VogarHöfuðbýlið Stóru-Vogar mun hafa verið landnámsjörð Kvíguvogar. Þar var hálfkirkja, líklega fram til siðaskipta. Ekert sést til hennar í dag en mannabein sem fundust í bæjarhólnum að vestanverðu þykja benda til þess að þar hafi staðið kirkja og kirkjugarður.
Minna ber á grasigrónum bæjarhól Stóru-Voga nú en áður vegna ágangs sjávar og framkvæmda við Stóru-Vogaskóla. Að norðanverðu, fast við bæðinn má enn sjá leifar af veggjum fjóss og hlöðu sem hlaðið var úr grjóti.

Ættaróðalið
VogarRústir Stóru-Voga bera vott um stórhug við byggingu íbúðarhússs. Þær eru útveggir steinhúss sem reist var árið 1871 og er talið hafa verið fyrsta steinhús sem íslenskur bóndi lét reisa. Veggir hússins voru úr höggnu grjóti, límdu saman með kalki. Loft, gólf og þaksúð var úr timbri og á þakinu voru hellur. Smiður var Sverrir Runólfsson steinhöggvari. Árið 1912 byggði Sigurjón J. Waage nýtt hús á grunni þess gamla og var gamla húsið að hluta kjallari nýja hússsins.
Ættin sem kennd er við Stóru-Voga er komin af Jóni Daníelssyni, “hinum ríka eða sterka” (1771-1855). Á steini við fánastangir framan við Stóru-Vogaskóla er hreysti Jóns minnst. Steinninn sem vegur 450 kg á Jón að hafa tekið úr Stóru-Vogavörinni þegar eitt skipa hans steytti á honum í lendingu.
Ættarnafnið Waage tók Magnús sonur Jóns upp er hann lagði stund á siglingafræði og skipasmíði erlendis snemma á 19. öld. Með ættarnafninu vildi hann kenna sig við Voga. Smíðaði hann um 100 báta og 2 þilskip.

Vogar

Stóru-Vogar – skilti.

Vogar - skilti

Í Vogum, ofan við innri Vogavíkina, er upplýsingaskilti um Hólmabúðir og Gullkistuna. Á því má lesa eftirfarandi texta:

Hólmabúðir og Gullkistan
VogarÍ Hólmanum hefur eflaust verið veiðistöð um margar aldir en saga þeirrar útgerðar er glötuð. Frá um 1830 þekkja menn hins vegar söguna þegar verstöðin Hólmabúðir rísa. Þá risu hin svokölluðu “anleggshús” sem menn nefndu í daglegu tali salthús og fisktökuhús stórkaupmanna, gróssera á 19. öld. Talið er að hér hafi verið gerðir út 18-20 bátar þegar best lét á 19. öld og sjómenn og landverkafólk verið um 140-150. Ummerki verstöðvanna eru óðum að hverfa þó enn megi sjá leifar af miklum mannvirkjum, húsagrunnum, kálgörðum, upphlöðnum torfveggjum, uppsátur og grjótbyrgjum fremst á Hólmanum þar sem sjómenn hafa salta fisk sinn.
Seinastur með útræði í Hólmanum árið 1910-1012 var Haraldur Böðvarsson. Eftir það flutti hann útgerðina, fyrst til Sandgerðis og síðar til Akraness.
Fiskimiðin undir Vogastapa voru kölluð Gullikistan vegna mikillar og góðrar veiði. Þjóðsagan sefir frá mikilli fiskgengd undir Reykjanesskagann, í göngum sem lágu frá Grindavík og komu upp undan Vogastapa.

Bæirnir undir Vogastapa
VogarUndir Vogastapa er lítið undirlendi. Vestast þar sem udirlendið er minnst voru Kerlingabúðir. Þar voru sjóbúðir sem sorfnar hafa verið burt af sjávarróti og landeyðingu. Um Kerlingabúðir eru til þjóðsögur.
Næst kom Stapabúð, síðast í ábúð árið 1896, þá Brekka sem lagðist í eyði árið 1928 og í Hólminum var þurrabúð. Stapabúð og Brekka voru grasbýli og greiddu þau landskuld til Stóru-Voga, er átti landið. Undir Stapanum sést ekki til sólar í 18 vikur.

Pramminn á Langaskeri
VogarPramminn á Langaskeri var hluti af færanlegri höfn bandamanna við innrásina í Normandí í Frakklandi í seinni heimsstyrjöldinni. Tilgangurinn var að auðvelda hraða uppskipun hergagna og herliðs úr stórum herskipum sem ristu djúpt og komust ekki nálægt ströndinni.
Eftir stríðið keypti íslenskur athafnamaður, Óskar Halldórsson, nokkra pramma og lét draga þá hingað til lands. Prammarnir voru notaðir í hafnargerð, þeim var sökkt og fylltir grjóti og steypu.
Vogar