Tag Archive for: útilegumenn

Engidalur

Ætlunin var að skoða útilegumannahella í Innstadal, Engidal og Marardal.

Draugatjörn

Draugatjörn – sæluhúsið.

Gengið var frá sæluhúsinu og réttinni við Draugatjörn. Saga er að segja frá hvorutveggja, en það verður gert í annarri lýsingu. Haldið var upp með Húsmúlanum að Sleggjubeinsskarði og áfram upp skarðið. Þá var komið í Innstadal. Gengið var austur dalinn og alveg inn að hverasvæði, sem þar er. Volg laug er læk, sem rennur niður úr hlíðinni innst í dalnum. Ofarlega í klettum er hellir og dálítil grastó fyrir framan. Hellirinn sást vel þegar gengið var inn dalinn.

Innstidalur

Innstidalur – hellir.

Mjög bratt er upp í hellinn um einstigi og nær ókleift á kafla. Hann er rúmlega tveggja metra langur inn í botn og um tveggja metra breiður. Hlaðið hefur verið fyrir hellismunnan, en hleðslurnar hafa mikið til fallið niður. Talið er að útilegumenn hafi hafst við í helli þessum. Engin leið virtist vera að komast að þeim. Sagt var að útilegumennirnir hafi verið skipshöfn, 6-7 menn, úr Höfnum, sem átti að hafa unnið eitthvert níðingsverk. Þeir áttu að hafa hafst við í hellinum í um tvö ár – aðrir sögðu eitt sumar, ásamt tveimur hlutakonum. Þeir höfðu með sér kaðal og drógu konurnar á honum upp í hellinn sem og föng sín, sem voru að mestu sauðfé Ölfusinga og Grafningsmanna. Bændur héldu uppi njósn um þá. Þegar útilegumennirnir fóru úr hellinum og voru á leið til baka með sauðfé, sátu þeir fyrir þeim og höfðu betur. Hellismenn flýðu, en sveitamenn eltu þá uppi.

Innstidalur

Innstidalur.

Upphófust þá miklar eltingar í Hengafjöllunum, sem enduðu með því að hellismenn voru allir drepnir, ýmist vestan í Henglinum eða á Mosfellsheiði þar sem þeir gátu vart veitt viðnám sökum mæði, illa skóaðir. Hálfu verra var fyrir bændu að sækja að konunum í hellinum. Samt urðu þær þó teknar að lokum og fluttar á brott. Eftir stendur hellirinn – auður.

Draugatjörn

Draugatjörn – rétt.

Gengið var til baka vestur Innstadal. Þegar komið var að skarðinu var beygt til norðurs og haldið niður, efst í skarð á milli Hengils og Húsmúla. Þar var stíg fylgt norður með vestanverðum Hengli. Þegar tók að halla undan á ný blasti Engidalur við fyrir neðan. Gengið var ofan við gilskorninga, sem eru þarna utan í hlíðinni og haldið áfram niður á Reykjaveginn, sem liggur þarna frá Nesjavöllum og áfram út á Reykjanestá, og yfir Engidalsá.

Þjófahlaup

Þjófahlaup.

Áð var við sæluhúsið norðvestan í dalnum. Frá húsinu blasir móbergsklettahæð við þar sem hann gengur út frá Marardal í suðaustri. Í hæsta og þriðja síðasta hnúknum í móbergsrananum við ána, um 400 metra frá sæluhúsinu, uppi í hæðinni, er hellisgjögur. Þar eru hleðslur og hafa verið dyr á veggnum. Skútinn snýr í suður og blasir við frá skálanum þegar betur er að gáð. Hann er um 5 metra breiður og innan við tveir metrar á dýpt. Hæðin er um tveir metrar. Skammt frá þessum helli, u.þ.b. 30 metrum og litlu neðar, er annar skúti. Hann er um 3 metra langur, 2 metra breiður og rúmlega meter á hæð. Einnig hefur verið hlaðið fyrir minni þessa skúta. Þar er þrifalegt og virðist hafa verið ákjósanlegt svefnstæði.

Engidalur

Tóft útilegumanna í Engidal.

Talið er að útilegumenn, Eyvindur Jónsson og Margrét Símonardóttir hafi hafst við í skútum þessum um tíma í seinni útlegð sinni vorið 1678. Þeirra er getið í annálum. Einnig að hreindýraveiðimenn hafi hafst þar við um 1835. Eyvindur og Margrét lögðust út í Henglafjöllum, en náðust. “Réttað var í máli þeirra á Alþingi og var Eyvindur höggvinn þar og Margréti drekkt í Öxará. Þau höfðu verið strýkt veturinn fyrir og látin laus, en tóku sig saman, þá voraði og lögðust á nýju á fjöll”. Eyvindur og Margrét eru einnig sögð hafa dvalið um tíma í helli sunnan undir Þríhnúkum suður af Örfiriseyjaseli undir Selfjalli (sjá FERLIR-103). Hellir sá er ofan við gilskorninga og eru hleðslur bæði inni í hellinum og við inngang.
Gengið var um þrengsli inn í Marardal. Dalurinn er sléttur og grösugur, umlukinn á svo til alla vegu. Þegar komið er inní dalinn í gegnum þrengslin sést hlaðinn garður. Hann er talinn hafa verið fyrirstaða nauta er beit var í dalinn á öldum áður. Nokkrir hellar eru í Marardal, tiltölulega hátt uppi í hömrunum. Við þá og í þeim eru hleðslur, ártöl og fangamörk.

Marardalur

Marardalur – hellisskúti.

Einn þessara hella er skammt frá götunni, sem liggur inn í dalinn. Hann var notaður sem skýli handa réttamönnum. Fyrir framan hann hefur verið hlaðinn garður til skjóls. Hellirinn er austan megin í dalnum, um 30 metra frá gönguleiðinni og um 3 metra uppi í hlíðinni. Grasi gróin brekka er upp í skútann. hann er um 12 metra langur og 3 metra djúpur. Hleðslan fyrir norðurhlutanum er um 6 metra löng.
Gengið var úr Maradal til baka um opið og sömu leið til vesturs upp norðurhlíð Hengilsins og yfir Húsmúlann.
Gangan tók rúmlega 5 tíma. Veður var hlýtt og þurrt.

Engidalur

Tóftir útilegumanna í Engidal.

Þingvellir

“Um aldamótin 1700 var hörmungatíð hér á landi. Þjóðin var orðin mergsogin af alls konar álögum og langvarandi kúgun einokunarverslunarinnar. Hún mátti því ekki við neinu. En verstu árin voru tugtímabilið 1693-1703.

Þingvellir

Þingvellir – Öxarárfoss.

Hekla byrjaði að gjósa. Jarðskjálftar fylgdu í kjölfarið. Fiskur brást algjörlega. Kom því mikið los á fólk, og voru rán og stuldir í öllum sveitum, en þó mest sunnanlands. Hafís rak að landinu. Voru þá hafþök svo að segja hringinn í kringum landið. Í Faxaflóa lá ísinn fram yfir vertíðarlok. Fjárfellir var víða um land og útigangshross hrundu niður. Fólk féll úr hungri. Árið 1703 létust 30 á Suðurnesjum. Allt var etið sem tönn á festi. Fólkið við sjóinn lifði á fjörugrösum og þangi, en í sveitum við fjallagrös, rætur og söl. Sumir átu hesta, skinn og skóbætur steiktar. Fundust og þeir, sem átu hesta, hunda og hrafna.
Var þá þjófaöld mikil, stuldir og rán, svo að menn gátu trautt haldið sínu. Veturinn 1701 voru til dæmis hýddir og markaðir nær 20 þjófar í Árnessýslu. Fóru þá þjófar að leggjast út víða um land. Er getið um tvo útileguþjófa á Suðurnesjum; annar var hengdur, en hinn slapp.

Hverinn eini

Hverinn eini vestan Trölladyngju.

Þannig var þá ástandið á Íslandi þegar sagan hefst af útileguþjófunum á Reykjanesi. Maður er nefndur Jón Þórðarson frá Eystri-Hrepp. 1701 tók hann sig upp og fór á vergang. Fyrst slóst í för með honum unglingspiltur, Gísli Odsson og síðan landshornamaður, Jón Þorláksson og var úr Landeyjum. Fóru þeir alla leið suður á Vatnsleysuströnd. Þar stálu þeir síðast frá Jóni Árnasyni í Flekkuvík, en áður höfðu þeir stolið á 14 bæjum á leið sinni.Â
Í Flekkuvík náðu þeir í 8 hákarlslykkjur, þrjá fiska, eina duggarasokka, kýrlær og hálstrefil.

Með þennan feng og það sem þeim hafði áður áskotnast fóru þeir upp um heiði og allt suður um Selsvöllu og voru ákveðnir í því að leggjast út og lifa á stuldum. Var nú komið fram á vor og tíðarfar gott, svo að allt var á gróanda og fé þar um allan afréttinn. Munu þeir hafa búist við því að geta náð í nóg sauðakjöt til matar sér.

Ögmundarhraun

Ögmundarhraun – loftmynd.

Skammt sunnan Selsvöllu fundu þeir skúta nokkurn og hreiðruðu þar um sig. Er nú ekki gott að segja, hvort þeir hafa verið staðháttum þarna kunnugir, en heldur var óvarlegt að setjast þarna að, því að staðurinn var á alfaraleið á þeim dögum. Má þó vera, að þeir hafi valdið hann af ásettu ráði til þess að eiga hægara með að sitja fyrir ferðamönnum, eins og síðar kom fram.
Ekki höfðu þeir hafst lengi við þarna, er Hallur Sigmundsson bóndi á Ísólfsskála varð þeirra var. Þótti honum þetta illir gestir og ekki tilhlökkunarefni að hafa þá í nábýli við sig. Ekki tók hann þó það ráð að segja til þeirra, heldur fór á fund þeirra og átaldi þá fyrir að hafa sest þarna að. Kallaði hann það hið mesta óráð fyrir þá, því að byggðarmenn mundu brátt verða þeirra varir og veita þeim aðgöngu. En þar sem hann var einn, en þeir þrír, mun honum ekki hafa litist ráðlegt að hafa í hótunum við þá. Skildi með þeim óhappalaust.

Selsvellir

Selsvellir.

Þeim útilegumönnum mun nú ekki hafa litist á að vera þarna lengur, því að vel gat svo farið, að Hallur vísaði á felustað þeirra. Tóku þeir sig því upp og fluttu sig lengra norður með fjallinu og settust að í helli, sem var skammt frá Hvernum eina, en hann er í hrauninu milli Selsvalla og Höskuldarvalla, eða vestur af Trölladyngju. Var hellir þessi betri en hinn fyrri, en skammt frá alfaravegi sem hinn. Vatn er þarna ekkert, og hafa þeir því annaðhvort orðið að sækja það norður í Sog eða þá suður á Selsvöllu. Lítið hefur verið þarna um eldsneyti, varla annað en mosi, en vera má, aðþeir hafi soðið mat sinn við hverahita, því að ýmsir hverir eru á þessum slóðum.

Selsvellir

Gata í hrauninu við Selsvelli.

Einn góðan veðurdag, skömmu eftir að þeir höfðu sest þarna að, fór þar um veginn ferðamaður austan úr Flóa í Árnessýslu, er Bárður hét Gunnarsson. Átti hann sér einskis ills von og vissi ekki fyrri til en þrír stigamenn settust að honum. Rændu þeir af honum tveimur ljáum, hettu, vetrungsskinni, buxum, sjóskóm, fernum skæðum og einhverju felira. Komst Bárður svo frá þeim slyppur og snauður.
Þrjár vikur voru útilegumenninir þarna og rændu auk þess á þeim tíma þremur sauðum til matar sér.
Sjálfsagt hefir Bárður ekki sagt sínar farir sléttar, er hann kom til mannabyggða, því að brátt fréttist það, hverjir óaldarmenn væru komnir þar í sveit. Jón í Flekkuvík, sem fyrstur hafði orðið fyrir barðinu á þeim, tók sér þá fyrir hendur að safna liði og veita þeim aðför. Urðu þeir tólf saman og höfðu tvær byssur og eitthvað fleira vopna.

Húshellir

Í Húshelli.

Var þetta viku fyrir Alþingi. Fór nú þessi hópur til fjalla og kom að hellinum svo að útilegumenn voru þar allir inni. Jón skoraði á þá til útgöngu og að gefast upp, en þeir svöruðu engu. Þá greip Jón til byssu sinnar og kallaði hátt, að allir skyldu skjóta inn í hellinn. Gerði hann það til þess að hræða þá og láta þá halda að allir væru þeir vopnaðir byssum, þótt byssunar væru ekki nema tvær. Skaup svo Jón inn í hellinn og hæfði hettuna á höfði Jóns Þorlákssonar, svo að hún fauk af honum, en maninn sakaði ekki. Þá guggnuðu þeir útilegumenn, er þeir sáu hver alvara var hér á ferðum, og gáfust upp. Voru þeir því næst fluttir til Bessastaða.

Selsvellir

Selsvellir – Uppdráttur ÓSÁ.

Jón Eyjólfsson vicelögmaður í Nesi var þá sýslumaður í Gullbringusýslu, og kom það í hans hlut að rannsaka má útilegumannanna. Þingaði hann í málum þeirra í Kópavogi, en dómsmálabækur Jóns frá þeim árum eru nú glataðar, og er því ekki hægt að vita, hvað fleira hefir komið þar fram en hermt er í annálum og Alþingisbókum. En séra Eyjólfur á Völlum, sonur Jóns vicelögmanns, hefir sagt allskilmerkilega frá þessu, og mátti hann manna best um það vita, því að hann átti þá heima í Nesi við Seltjörn hjá föður sínum.
Degi áður en Jón kvæði upp dóm yfir þeim félögum, braust Jón Þorláksson úr járnum á Bessastöðum. Náðist hann aftur, en með hverjum hætti það hefir verið er ekki vitað. Dómur var kveðinn upp yfir þeim hinn 6. júlí, og síðan voru þeir fluttir til Alþingis. Höfðu þeir þá ekki verið nema 3 daga í haldi á Bessastöðum.

Böðlar

Aftökur fyrrum mætti vel skoða nánar í sögulegu samhengi.

Auk þeirra þjófnaða, sem að framan getur, sannaðist á þá, að þeir hefðu stolið 65 sauðum og eigi minna en 7 fjórðungum af smjöri auk “aðskiljanlegra hluta ætra og óætra”.

Jónarnir báðir voru hengdir, en Gísla Oddsyni vægðu þeir, vegna þess hve ungur hann var og hann hafði aldrei verið dæmdur fyrr. Þarna mátti því sjá á sólkskinsdegi tvo útilegumenn af Reykjanesi, hangandi í gálgum á Alþingi, einum helgasta stað þjóðarinnar til merkis um þá óstjórn, sem hafði komið Íslandi á kaldan klaka.“

-Árni Óla – Frásagnir – þjóðlífsmyndir frá ýmsum tímum – 1955.

Þingvellir

Gálgi á Þingvöllum.

Hengill

„Eyvindi Jónssyni og Margréti Símonardóttur var lýst á Alingi árið 1676. „Virðulegur sýslumann Jón Vigfússon eldri lét lýsa í lögréttu þessara persóna auðkennum: Eyvinds Jónssonar og Margrétar Símonardóttur, að óskilum burtviknum úr Ölveshrepp. Hann rauðbirkinn, þykkvaxinn, með rautt skegg þykkt, ekki mjög sitt, rauðleitur nokkuð, þykkleitur, glaður og listugur í viðmóti, kvennamaður mikill, hagmætur til skáldskapar, ekki mjög hár, undir fertugs aldur. Hún há kona, dökk á hárslit, glaðleg í viðmóti, réttvaxin, undir fimmtugs aldur, að menn meini. Óskar valdsmaðurinn réttarins vegna, að hvar sem þessar persónur hittast kunni, höndlist og í Árnessýslu færist undir lög og rannsak“ – Alþingisbækur Íslands, VII. bls. 349.

Lögðust út
henglafjoll-229Hvað olli því, að svo gjörðarlegar og viðkunnanlegar manneskjur lögðust út? Má þeirra Eyvindar og Margrétar kom aftur til kasta Alingis og að því sinni eru veittar nánari upplýsingar. Í sama stað, ár og dag (þ.e. 29. júní árið 1678 auglýsti valdsmaðurinn Jón Vigfússon eldri kann héraðsdóm, sem hann hafði ganga látið í Bakkárholti í Ölvesi og Árnessslu það ár 1677 2. novembris undir 12 manna útnefnd ahrærandi þær stórbrotamanneskjur Eyvind Jónsson og Margrétu Símonardóttur, sem úr þeirri sýslu burthlaupið höfðu vel fyrir tveimur árum og í opinberum hórdómi brotleg orðið sín í millum með barneign, hann eigingiftur, en hún í einfaldum hórdómi áður fundin. Höfðu téðar persónur á þessum tveggja ára tíma saman haldið sig fyrir ektahjón, sem héraðsdómurinn vísar, urðu svo höndlaðar í einum hellir suður undan Erfiseyjarseli svo í Kjalarnessingi og teknar þann 20. oktobris með fóla af nautakjöti og öðrum hlutum. Voru þá ofanskrifuðum Eyvindi og Margrétu dæmdar þrjáar refsingar hvoru um sig á nefndum Bakkárholtsingstað fyrir þeirra hórdómsbrot og burthlaup úr héraðinu, sem og heilagrar aflausnar og sakramentis foröktun hverjar þrjár refsingar valdsmaður Jón Vigfússon rigtuglega bevisaði á þær lagðar voru. Einning auglýsti velaktaður Oluf Jónsson Klou, að fyrrnefndar persónur, Eyvindur og Margrét, hefðu úttekið líkamlega refsingu á Kópavogi 3. decembris 1677 fyrir útileguna og þar af hnigandi þjófnaðar aðburði, svo sem dómur þar um auglýstur útvísar, og svo hefði kona Eyvindar Ingiríður hann til hjónabands aftur tekið. Að því gerðu voru bessar manneskjur afleystar af æruverðugum biskupinum mag. Þórði Þorlákssyni undir þeirra sakramentis meðtekning í dómkirkjunni að Skálholti. Nú er síðan svo til fallið upp á ný, að þessar vandræa persónur tóku sig aftur til útilegusamvista og fundust báðar í einni rekkju og einu hreysi undir bjargskúta í Ölvesvatnslandeign af Þorsteini Jónssyni og öðrum átta mönnum. Voru svo teknar og síðan í fangelsi forvaraðar á valds mannsins heimili Stórólfshvoli og nú hingað til Öxarárþings í járnum færðar með fimm fiskum og tveim mathnífum, sem í hreysinu fundust“ – Alingisbækur Íslands, VII. bls. 403-404.

Dæmd til dauða
henglafjoll-230Öxarárþing dæmdi bæði til dauða. Refsingin var logð á á þinginu hinn 3. júlí árið 1678. Hann var hálshöggvinn og henni drekkt. Svo er að sjá sem hórdómsbrotin hafi vegið þyngst á metunum, er refsingin var ákveðin. Stóridómur lét ekki að sér hæða. Ástin var þá með í leiknum og olli því, að þau voru hýdd bæði í Kópavogi og héraði og misstu lífið. þau Eyvindur og Margrét hafa vafalítið vitað hvað beið þeirra hið síðara skiptið, er þau náðust. Þau virðast eftir lýsingunni að dæma ekki hafa verið skynskiptingar. Skilnaður var torfengnari þá en nú, en var þó veittur undir ákveðnum kringurnstæðum. Dómar fra 17. öld sýna, að hann var veittur, ef maki var afmyndaður í andliti, t.d. af bólu eða útbrotum, sýndi eiginkonu eða eiginmanni afskiptaleysi, hljópst á brott og var lengi fjarverandi eða var getulaus. Síðastnefnda skilnaðarsökin var eingöngu notuð af konum. Sökum af þessu tagi hefur ekki verið til að dreifa í þessu tilviki.
henglafjoll-231Þeirra Eyvindar og Margrétar getur í fleiri heimildum. Fitjannáll hefur m.a. frá þessu að segja við árið 1678: „Eyvindur nokkur, giptur, hljóp úr Ölfusi með annars manns konu vestur, og töldu sig fyrir ektahjón: náðust, voru húðstrýkt og aðskilin. Þau tóku  sig aptur saman, lögðust út í Henglafjöllum, náðust og voru réttuð á þessu alþingi“ – Annálar 1400-1800, II. bls. 247. Frásögn Hestsannáls er nokkru fyllri. „Á alþingi 1678 var höggvinn maður sá Eyvindur hét, er hlaupið hafði úr Ölfusi frá konu sinni með aðra konu undin jökul vestur, og héldu sig þar fyrir hjón; viku síðan þaðan og fundust við helli á Mosfellsheiði suður og lifðu við kvikfjárstuld. Konan hét Margrét, henni drekkt í Öxará. Þau höfðu verið strýkt um veturinn fyrir og látin þa laus og aðskilin, en tóku sig saman, þá voraði, og lögðust á ný á fjöll um sumarið“ Annálar 1400-1800, II. his. 512.
Setbergsannáll segir frá þessum atburðurn á mjög líkan hátt og Hestsannáll. Þó segir þar, að þau Eyvindur og Margrét“ fóru síðan þaðan að vestan og fundust við helli á Mosfellsheiði fyrir ofan Mosfellssveit“ Annálar 1400- 1800, IV. bls. 120. Telja verður A1þingisbókina traustari heimild en annálana, sem eru ritaðir nokkuð eftir að þessir atburðir áttu sér stað. Annálunum ber þó saman um, að þau Eyvindur og Margrét hafi lagt leið sína vestur undir Jökul, er þau hlupust á brott hið síðara skiptið og áður en þau lögðust út. Heimildum ber ekki heldur saman um dvalarstað þeirra í útlegðinni.

Hellir sunnan Þríhnjúka
henglafjoll-232Ólafur meistari Briem fjallar um þetta mál í hinni ágætu bók sinni Útilegumenn og auðar tóttir bls. 142-146. Þar greinir hann frá helli sunnan undir Þríhnjúkum og suður undan Örfiriseyjarseli. Ólafur kannaði hellinn í októbermánuði árið 1981 ásamt dr. Brodda Jóhannessyni og Guðmundi Guðmundssyni tryggingafræðingi, en Einar Ólafsson hafði fundið hellinn alllöngu fyrr. Haustið 1981 höfðu spjöll verið unnin á hellinum, en þar mátti þó enn sjá forn mannvirki, kampar höfðu verið hlaðnir beggja vegna inngangs, og tveir hlaðnir bálkar voru í hellinum. Þessi mannvirki voru í hellinum, er Einar Ólafsson fann hann, en þá hafði þar engu verið spillt. Niðurstöður Ólafs Briems eru þær, að ekki verði gengið fram hjá þeirri tilgátu, að þau Eyvindur og Margrét hafi haft bólstað í helli þessum. Hefur það verið í fyrri útilegunni. Vafalaust hafa þeir, sem breyttu hellinum í eins konar sæluhús fyrir örfáum árum, ekki gert sér ljóst, að hann kann að hafa verið ástarhreiður útileguhjúa fyrir tveim öldum og verðskuldað því að varðveitast óskemmdur.

Dvalarstaður
henglafjoll-233Telja verður a.m.k. líklegt, að þau Eyvindur og Margrét hafi átt sér athvarf í hellinum við Þríhnjúka, er þau voru tekin hið fyrra sinnið. Meiri vafi leikur á um seinni dvalarstaðinn. Hellir er að vísu í Innstadal í Hengli. Sá er allhátt í klettum rétt hjá gufuhver einum miklum. Hellismunninn blasir við, ef gengið er yfir Steggjubeinsskarð frá skálunum innan við Kolviðarhól og í dalinn. Hlaðið hefur verið fyrir hellismunnann. Hleðslan er nú hrunin og hefur fallið bæði út og inn. Talsvert er af beinum undir hellum inni í hellinum. Ætla má, að hellurnar hafi áður verið í hleðstunni fyrir hellismunnann. Hér virðist því vera um útilegumannahelli að ræða, enda eru klettarnir neðan hellismunnans veruleg torfæra. Óvönum klettamönnum skal ráðið frá því að freista uppgöngu nema þeir séu vel búnir og í fylgd með sæmilegum klifurmönnum. Vaður væri þá æskilegur. Tvennt mælir á móti því, að þau Eyvindur og Margrét hafi átt sér bótstað í helli þessum. Allir kunnugir menn hefðu talið hann liggja upp af Ölfusi en ekki Mosfellssveit og enginn hefði væntanlega talið hann vera í Ölfusvatnstandareign. Höfundur þessarar greinar hefur á hinn bóginn sannprófað, að klettabeltið neðan hellisins er engin hindrun röskum konum. Haft skal í huga, aO formæðrum okkar var svo sannanlega ekki fisjað saman.
Um nánari lýsingu á hellinurn skal vísað til rits Ólafs Briems, bls. 146- 150.
Hvar dvöldust þau Eyvindur og Margrét hið síðara skiptið, ef þau var ekki í hellinum í Innstadal? Þetta hefur verið á huldu, en hér skal sett fram tilgáta. Fyrst skal þó sögð stutt ferðasaga.

Farið um svæðið
henglafjoll-234Um mánaðarmótin ágúst-september árið 1986 fóru sá, er þetta ritar, og Ásgeir S. Björnsson cand. mag. um svæðið í grennd við Marardal. Ætlunin var að komast að niðurstöðu um hvar franski listamaðurinn Auguste Mayer hefði staðið árið 1836, er hann teiknaði mynd þá, sem hann nefnir Au port du Elliðaár. Við ókum fyrst Þingvallaveginn gamla, en beygðum síðan inn á slóð, sem liggur meðfram háspennulínunni að austan. Bíllinn var yfirgefinn, er við komum til móts við Marardal. Eftir það tókum við stefnuna á Marardal og gengum síðan allhátt í fjallið meðfram á þeirri, sem fellur við mynni Marardals, Engidalsá. Þar töldum við okkur finna staðinn, enda kom flest heim og saman á myndinni og í landslaginu.
Móbergsklettarani gengur af Marardal meðfram Engidalsá. Hann er mjög veðraður og brattur. Við gengum í fyrstu niður með ánni, en réðumst síðan til uppgöngu á klettaranann neðarlega eða í neðstu hæðinni á honum. Ásgeir hafði augun hjá sér og benti mér fljótlega eftir að upp var komið á hellisgjögur og hafði orð á því, að sér sýndist hleðsla vera í mynni þess. Okkur korn saman um að kanna þetta, enda myndum við ekki að sjá eftir því að hafa látið það ógert. Stuttur spölur var að hellisgjögrinu og er að því korn gafst á að líta. Þarna voru ótvíræðar mannvirkjaleifar. Veggur hafði verið hlaðinn fyrir munnann, og var talsverður hluti hans enn uppistandandi. Dyr voru á veggnum. Efsti hluti veggjarins var þó hruninn. Nokkur gróður hafði fest rætur milli steina í hleðslunni.

Myndaferð
henglafjoll-235Við höfðum hvorki ljósmyndavél né kíki meðferðis. Úr þessu þurfti að bæta. Efnt var til hópferðar í Engidal hinn 26. október. Þá var úr þessu bætt. Hellirinn reyndist vera 5 m breiður og 1,20 m á dýpt. Hann var um tveir metrar og nokkuð jöfn. Leiðangursmennfundu annan helli um 20 faðma frá þessum og litlu neðar. Hann var 3 m langur, 2 m breiður og 1,25 m hár. Hlaðið hafði verið fyrir mynni þessa hellis einnig. Hann er mjög þrifa1egur og virðist ákjósanlegt svefnstæði. Geta ekki einhverjir aðrir en þau Eyvindur og Margrét hafa notað hella þessa? Jú, vissulega. Þeir kunna að hafa verið skjól hreindýraskyttna, en hreindýrin virðast hafa haldið sig talsvert í og við Marardal í á rúmlega öld, sem þau reikuðu um Reykjanesskagann og heiðarnar milli Faxaflóa og Suðurlandsundirlendisins. Þau voru flutt á þetta svæði árið 1781 og héldu sig þar fram á þessa öld – Náttúrufræðingurinn 1932, bls. 7-10, 96. Auk bessa voru naut geymd í Marardal og á Bolavöllum öldum saman, og voru sum þeirra afarmanníg að því er sagnir herma. Hellarnir kynnu því að hafa verið skýli gegn nautunum, en bolar eru ekki mikið gefnir fyrir að klifra, svo sem alkunna er. Ég er á hinn bóginn sammála Ásgeiri S. Björnssyni um að hér sé ekki um skotbyrgi refaskyttna að ræða. Sumir steinarnir í hleðslunni fyrir efri hellinum em mjög stórir og aðeins færanlegir mjög hraustum manni. Líkurnar fyrir því að hellarnir séu hið síðara hýsi Eyvindar og Margrétar – verða á hinn bóginn að teljast vera allmiklar. Staðurinn er vissulega ofan Mosfellssveitar, þótt naumast verði hann talinn vera á Mosfellsheiði. Marardalur og umhverfi hans voru afréttur Ölfushreppsbúa, en þóo hvíldi sú kvöð á ábúanda Ölfusvatns að flytja naut Skálholtsstaðar í þennan afrétt, er Jarðabók Árna Magnússon og Páls Vídalíns fyrir þetta svæði var gerð árið 1706 – Jarðabók, 11.  bls. 378-379. Þetta kann að hafa  orsakað, að menn hafi talið svæðið vera í landareign jarðarinnar. Minnt skal á, að Grafningur var hluti Ölfushrepps til ársins 1828. Ég hef heldur engan stað séð, sem kemur betur heim og saman við orð Alþingisbókarinnar „hreysi undir bjargskúta“ heldur en efri hellirinn.
Því verður haft fyrir satt þar til annað sannast, að hellarnir séu hið síðara bæli Eyvindar Jónssonar og Margrétar Símonardóttur í útilegu þeirra. Þeir koma a.m.k. betur heim við frásagnir heimilda en hellirinn við Lækjarbotna, en þau Eyvindur og Margrét hafa verið orðuð við hann. Annar hellirinn við Marardal kynni að hafa verið svefnstaður og hinn birgðageymsla eða eldhús. Engin greinileg ummerki sjást þar raunar um eldamennsku, en þó kunna tveir steinar í gólfi til vinstri við inngang að vera frumstæðar hlóðir. Annars kunna þau hjónin að hafa brugðið sér til hverasvæða í grenndinni, t.d. til jarðhitasvæðisins við skálana hjá Kolviðarhóli. Minnt skal á, að þau lágu úti að sumarlagi.“

Heimild:
-Lýður Björnsson.

Lækjarbotnar

Útilegumannahellir í Lækjarbotnum.

Hengill

Þórður Sigurðsson frá Tannastöðum skrifaði í Lesbók Morgunblaðsins árið 1939 um „Útilegumenn í Henglinum og endalok þeirra„: „Í annálum er þess getið, að útileguþjófar hjeldu til í Henglafjöllum. Ekki er þó tekið til hvar í fjöllunum þeir hafi verið, en yfirleitt er afrjettur Grafningsmanna og Ölfusinga nefndur Henglafjöll í fyrri tíðar ritum. Þeirra er getið tvisvar að mig minnir, og hafa að líkindum verið piltar, þó það sje ekki í frásögur fært. Í Nesjum í Grafningi höfðu þeir einu sinni vetursetu sína, en voru teknir og þeim refsað.
henglafjoll-223Þegar jeg var unglingur heyrði jeg sagt frá því, að útilegumenn hefðu verið í Henglinum; þeir hefðu haldið til í stórum helli og engin leið hefði verið að komast að þeim. Sagt var, að þeir hefðu komið sunnan úr Höfnum og væru þeir skipshöfn, sem hefði gert einhver níðingsverk, en aldrei heyrði jeg hver þau hefðu átt að vera.
Tóku þeir sjer nú stöðu í þessum helli og höfðust þar við, sumir sögðu í tvö ár, en aðrir aðeins eitt sumar, en hvort sannara er verður ekki vitað. Og ekki vissu menn heldur, hve margir þeir væru — jafnvel 6 eða 7, og tvær hlutakonur voru með þeim, að því er sagt var, og eru ef til vill líkur fyrir því. Þeir höfðu með sjer langan kaðal eða stjórafæri og drógu konurnar upp í hellirinn og föng sín jafnóðum og þeir öfluðu þeirra, en það var mest sauðfje Ölfusinga og Grafningsmanna.
Nú þótti sveitamönnum hart á barið að verða að þola slíka óhæfu, en fengu ekki að gert um sinn. Er frá leið þá gerðu þeir ráð sitt op tóku sig saman eitt haust litlu fyrir fjallreið og lögðust í leyni margir saman úr háðum sveitum, Ölfusi og Grafningi — sem að vísu var þá sama þingssóknin — og biðu þess að hellisbúar færu úr hellinum í smalatúr og ætluðu þeim svo stundirnar og var þess skamt að bíða. Fóru nú allir úr hellinum, en sveitamenn skipuðu sjer sem fljótast fyrir hellisbergið að neðan og komu hellismenn innan skamms með fjárhóp. En nú var ekki greitt aðgöngu og enginn vegur að ná hellinum. Sveitamenn veittu strax svo harða aðsókn, að hinir hjeldust ekki við, enda var liðsmunur ákaflegur, því sveitamenn höfðu verið milli 50 og 60. Fjárrekstur útilegumanna tvístraðist brátt, enda gáfu menn þá engan gaum að fjenu.
henglafjoll-224Hellismenn tóku nú að flýja, hver sem best mátti, en sveitamenn eltu þá af hinum mesta ákafa og mest þeir, sem fótfráastir voru. Allir komust hellismenn nokkuð langt undan og vestan í Henglinum urðu mestar eltingar. Þar eru melar og skriður, segja kunnugir menn; eru þar kölluð „Þjófahlaupin“ enn í dag sem örnefni síðan. Allir voru hellismenn drepnir, ýmist vestan í Henglinum eða niður á Mosfellsheiði, því undan hlupu þeir slíku ofurefli meðan þeir gátu uppi staðið sökum mæði.
Nú voru hellismenn allir unnir, en fylgiskonur þeirra voru enn í hellinum. Þær höfðu veitt hart viðnám, en svo er haft eftir þeim mönnum, sem í atförinni voru, að svo ilt sem hefði Verið að sigra hellisbúa. Þá hefði þó hálfu verra verið að vinna fylgikonur þeirra. En samt að lokum urðu þær teknar og fluttar burtu og er ekki getið að þær sýndu neinn mótþróa eftir að þær komu undir annara manna hendur.
Jón hjet maður, sem kallaður var „yddú“, Jónsson hins harða í Ossabæ, Sigurðssonar Þorkelssonar Jónssonar. Jón var fæddur 1777. Hann var hverjum manni flinkari, ófyrirleitinn og harðfengur í meira lagi, nokkuð ertinn og kappsfullur, starfsmaður mikill og þrekmaður hinn mesti. Ekki fara sögur af honum í æsku. Hefir hann líklega alist upp hjá foreldrum sínum. Þegar hann var um tvítugsaldur var hann vinnumaður í Reykjakoti. Þá var það eitt sinn í fjallgöngum, að Jón kleif upp í þennan umtalaða hellir útilegumannanna. Ekki getur þess, að Jón fyndi þar neitt merkilegt. En öskuleifar litlar voru í einum stað utan við hellisopið, enda hefir alt verið tekið burt þaðan, hafi nokkuð verið að taka, þegar útilegumenn voru unnir.
henglafjoll-225Nú var Jón í hellinum og hafði tvisvar gert tilraun að komast niður, en hikað við. Sá Jón nú, að ekki dugði að vera þar til lengdar og rjeð því til enn að nýju og komst með naumindum alla leið niður fyrir hellisbergið og ómeiddur að öllu leyti. Hafði hann svo sagt, að ekki mundi hann leggja upp í aðra för í þann hellir. Hefir þetta verið kringum aldamótin 1800, eftir því sem næst verður komist, og vita menn hjer ekki til að síðan hafi neinn maður farið upp í þennan hellir.
Það er og haft eftir Jóni „yddú“, að þegar útilegumennirnir komu með fjárhópinn, að þá hafi sveitamenn skipað sjer alt í kring og slegið hring um þá, en þó sluppu þeir allir til að byrja með, og byrjuðu þá strax eltingar. Það hafði og verið mestur tálmi hjá hellismönnum, að þeir voru illa skóaðir, en sveitamenn betur bimir til handa og fóta, og mest höfðu hellismenn fallið fyrir grjótkasti og bareflum, er hinir höfðu, en eiginleg vopn voru fá eða engin.
Sögu þessa hafði Jón „yddú“ eftir Jóni harða föður sínum og Sigurði Þorkelssyni afa sínum, en Jón „yddú“ sagði aftur Hávarði gamla Andrjessyni, en þeir voru samtíða á Völlum meir en 20 ár, en Hávarður sagði oft gömlum karli, sem enn er á lífi. Jón „yddú“ var hrekkjóttur í uppvexti, en svo fimur, að til þess var tekið. Ilann var og ágætur vinnumaður til hvers er taka þurfti, og eru fáeinar smásagnir til um hann.
Ólafur hjet maður Sigurðsson. Hann bjó í Húsagarði á Landi, ókvæntur var hann og átti ábýlisjörð sína. Hann var að langfeðgatali kominn frá Torfa í Klofa og Lofti ríka (fæddur nálægt 1848). Fremur var hann lítill vexti og ekki mjög efnilegur, tileygður og nærsýnn, hagorður vel og fróður um margt, glettinn og gamansamur og ágætur í viðkynningu. Ólafur var vermaður í Þorlákshöfn í margar vertíðir og þótti allgóður háseti. Hann sagði þeim, er þetta skrifar, svo frá — þeir voru lagsmenn 1894 og 1895: Að í Dalseli undir Eyjafjöllum hefði verið kerling ein, sem Vilborg hjet. Hún hefði dáið um 1800 og verið þá talin 100 ára, hefir eftir því verið fædd um 1700, líklega þó nokkuð seinna. Hún hefði verið fædd í hellinum í Henglinum (Skeggjanum) og verið dóttir einhvers af útilegumönnum þeim. sem getið hefir verið. Hún hafði verið mjög undarleg í skapi, vildi aldrei um útilegumenn tala, giftist ekki og átti aldrei barn. Þegar húsmóðir hennar ól börn sín, var kerling jafnan hin reiðasta og kvað maklegt þó húsmóðirin fengi að kenna á sínum hlut, því þetta væru sjálfskaparvíti, og verða þar að auki að stríða við þessa óþægu krakka í viðbót og hafa aldrei næði til nokkurs hlutar.
Ólafur trúði þessu um kerlingu og kvaðst hafa þetta eftir þeim mönnum, er vel mundu hana, en hvort þar hefir verið rjett sagt frá í alla staði, skal hjer ósagt látið.
Hefi jeg svo engu við að bæta um hellirinn, því jeg hefi aldrei orðið svo frægur að skoða hann, því til þess þarf að gera sjer sjerstaka ferð, ef vel ætti að vera. En sjálfsagt hefir hellir þessi verið notaður oftar sem nokkurskonar þrautalending í vandræðum, þegar stór hegning eða líflát lá við smávægilegum afbrotum – Þ. S.“

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins 29. janúar 1939, bls. 30-31.

Engidalur

Tóftir útilegumanna í Engidal.

Útilegumannahellir

„Örskammt norðvestur af gufuhvernum í Innstadal er hár móbergsklettur og ofarlega í honum hellir sem í eru mannvistarleifar. En ekki er fært í hann nema góðum klettamönnum. Ýmsar sagnir eru til um útilegumenn í Henglinum fyrr á öldum.

henglafjoll-226Heimildir skýra svo frá; Norðan við sléttuna í dalsbotninum sé einn af mestu gufuhverum landsins, en örskammt norðvestur af honum er hár móbergsklettur. Ofarlega í þessum kletti er hellir og grastó fyrir framan hann. Hellismunninn sést strax og komið er yfir Sleggjuháls. Móbergið fyrir framan hellinn er mjög bratt og illkleift á tveggja til þriggja mannhæða kafla.

Til eru sagnir um að í þessum helli hefðu verið menn sem komu sunnan úr Höfnum. Þeir hefðu verið áhöfn af einhverju skipi en verið reknir fyrir einhver níðingsverk. Heimildir segja að þeir hafi hafist við í þessum helli í eitt sumar eða tvö ár, en það er ekki vitað með vissu. Talið er að um hafi verið að ræða 6 til 7 karlmenn og tvær hlutakonur. Þau lifðu á sauðfé sem þau stálu frá bændum í Grafningi og Ölfusi. Bændur sátu síðar fyrir þeim og drápu, en ekki fyrr en eftir miklar eltingar. „Þjófahlaup“ í Henglinum er skýrt eftir þessar eftirfarir. Útilegumennirnir voru ýmist drepnir vestan í Henglinum eða á Mosfellsheiðinni. Konurnar voru fangaðar eftir mikið viðnám. Ekki er heldur vitað með vissu hvaða ár þetta var en talið er að það hafi verið í kringum 1700.

henglafjoll-227Lýður Björnsson, sagnfræðingur, fór í þennan helli 1978. Hann skýrir svo frá að hellir þessi sé um 2 til 3 metra langur inn í botn og manngengur að framanverðu. Breiddin er um 2 metrar. Hlaðið hefur verið fyrir hellismunann en hleðslan er nær hruninn, fallinn bæði inn og út. Talsvert var af beinum undir hellum í hellinum, mest stórgripabein. Engar leifar sáust af eldstæði eða ösku.

Eins og heimildir greina frá þá er verulega erfitt að klífa upp í þennan helli. Alls ekki ráðlagt fyrir fólk að reyna uppgöngu án sérhæfðar búnaðar og kunnáttu. Bergið fyrir framan hellinn er bæði mjög bratt og laust í sér.

Heimildir eru að finna m.a. í lesbók MBL frá 1939, grein sem Þórður Sigurðsson „Tannastöðum“ skrifaði, Útilegumenn í Henglinum og endalok þeirra.“

Heimild:
-http://www.olfus.is/gestir-og-gangandi/ahugaverdir-stadir/hengill/

Innstidalur

Innstidalur – skúti.

Húshellir

Ólafur Briem skrifaði eftirfarandi um „Útilegumannaslóðir á Reykjanesskaga“ í Andvara árið 1959: „Fyrsti útilegumaður, sem vitað er um í Reykjanesfjallgarði, er Eyvindur Jónsson, sem kalla mætti hinn eldra til aðgreiningar frá Fjalla-Eyvindi. Hans er getið í alþingisbókinni 1678 og mörgum annálum. utilmhellir-2
Frásögn alþingisbókarinnar er á þessa leið: „Í sama stað og ár og dag (29. júní) auglýsti valdsmaðurinn Jón Vigfússon eldri þann héraðsdóm, sem hann hafði ganga látið í Bakkakoti í Ölvesi í Árnessýslu það ár 1677 2. novembris undir 12 manna útnefnd ákærandi þær stórbrotamanneskjur Eyvind Jónsson og Margrétu Símonardóttur, sem úr þeirri sýslu burthlaupið höfðu vel fyrir tveimur árum og í opinberum hórdómi brotleg orðið sín á millum með bameign, hann eigingiftur, en hún í einföldum hórdómi áður fundin. Höfðu téðar persónur á þessum tveggja ára tíma saman haldið sig fyrir ektahjón, sem héraðsdómurinn á vísar, urðu svo höndlaðar í einum hellir suður undir Erfiseyjarseli (svo) í Kjalarnesþingi og teknar þann 20. oktobris með fóla af nautakjöti og öðrum hlutum. Voru þá ofanskrifuðum Eyvindi og Margrétu dæmdar þrjár refsingar hvoru um sig á nefndum Bakkárholtsþingstað fyrir þeirra hórdómsbrot og burthlaup úr héraðinu sem og heilagrar aflausnar og sakramentis fortökun, hverjar þrjár refsingar valdsmaðurinn Jón Vigfússon rigtuglega bevísaði á þær lagðar vera. Einnig auglýsti velaktaður Oluf Jónsson Klou, að fyrrnefndar persónur, Eyvindur og Margrét, hefðu úttekið líkamlega refsing í Kópavogi 3. decembris 1677 fyrir útileguna og þar að hnígandi þjófnaðar atburði, svo sem dómur þar um auglýstur útvísar, og svo hefði kona Eyvindar Ingiríður hann til hjónabands aftur tekið.

utilmhellir-3

Að því gerðu voru þessar manneskjur afleystar af æruverðugum biskupinum mag. Þórði Þorlákssyni undir þeirra sakramentis meðtekning í dómkirkjunni að Skálholti. Nú er síðan svo til fallið upp á ný, að þessar vandræða persónur tóku sig aftur til útilegusamvista og fundust báðar í einni rekkju og einu hreysi undir bjargskúta í Ölvesvatnslandeign af Þorsteini Jónssyni og öðrum átta mönnum. Voru svo teknar og síðan í fangelsi forvaraðar á valdsmannsins heimili Stórólfshvoli og nú hingað til Öxarárþings í járnum færðar með fimm fiskum og tveim mathnífum, sem í hreysinu fundust“. Síðan voru þau bæði dæmd til dauða, og fór aftakan fram 3. júlí (Alþingisbækur VII. bls. 403—404).
Frásagnir annálanna eru að mestu leyti samhljóða. Þó segir í Setbergsannál, að þau Eyvindur hafi fundizt „við hellir á Mosfellsheiði fyrir ofan Mosfellssveit, og lifðu við kvikfjárstuld“ og í Fitjaannál, að þau hafi í síðara skiptið lagzt út í Henglafjöllum. Ekki hef ég fengið fregnir af neinum hellum á þeim stöðum, sem alþingisbækur og annálar nefna, og Halldór Kiljan Laxness, sem hefur manna bezt skilyrði til að þekkja staðhætti á þessum slóðum, segir svo í samantekt sinni um útilegumenn: „Staðir þar sem annálar telja aðsetur þeirra eru dálítið óljósir, t. d. eru aungvir hellar ,,á Mosfellsheiði fyrir ofan Mosfellssveit“, ekki vita menn heldur um bjargskúta í Ölvesvatnslandeign, en hellir er reyndar í Villingavatnslandi, að norðanverðu í höfðanum þar sem Sogið fellur úr Þingvallavatni, sömuleiðis ókunnugt um helli nálægt seli Örfiriseyjar hjá Selfjalli, suðrundan Lækjarbotnum. Eftir verða Henglafjöll“.
utilmhellir-4En sunnan í Henglinum eru einu menjar útilegumanna, sem mér er kunnugt um á þessum slóðum. Þar eru þrír dalir, hver vestur af öðrum. Heitir hinn austasti Fremstidalur, annar Miðdalur, en hinn vestasti Innstidalur. Þar á Varmá í Ölfusi upptök sín, og rennur hún austur gegnum dalina og heitir fyrst Hengladalsá. Innstidalur er litlu austar en í hánorður frá Kolviðarhól, og er ekki nema klukkutíma gangur þaðan upp Sleggjubeinsdal og yfir Sleggjuháls ofan í dalinn. Dalbotninn er grasi vaxinn og sléttur og nærri kringlóttur í lögun. Er dalurinn allur fjöllum luktur nema að austan, þar sem útrennsli Hengladalsár er, og sést þar aðeins út úr dalnum. Norðan við sléttuna í dalbotninum er einn af mestu gufuhverum landsins, og örskammt norðvestur af honum er hár móbergsklettur móti vestri. Ofarlega í klettinum er hellir og dálítil grastó fyrir framan hann, og sést hellismunninn strax og komið er yfir Sleggjuháls. Móbergið fyrir neðan hellinn er mjög bratt, en beint niður undan honum er dálítil skora í það, sem sennilega hefur verið rarin í þau fáu skipti, sem menn hafa klifrað upp í hellinn. En það er ekki fært öðrum en góðum klettamönnum.
Páll Jónsson bókavörður kom þangað eitt sinn á snjó og sá þar nokkuð af beinum og leifar af hleðslu í hellismunnanum. En ekki gat ég séð nein merki hennar í kíki neðan af sléttunni. Ekki þarf að efa, að utilmhellir-5menjarnar í hellinum eru eftir sakamenn. Engir aðrir en þeir, sem áttu hendur sínar að verja, hefðu búið um sig í litlum og lélegum skúta hátt uppi í illfærum kletti. En útilegumannabyggð í hellinum er hvergi nefnd í gömlum heimildum, og seinni tíma munnmæli, sem til eru um hann, benda til þess, að það hafi ekki verið Eyvindur Jónsson, sem leitaði þar hælis. Aðeins ein munnmælasaga er til um helli þennan. Hefur Þórður Sigurðsson á Tannastöðum fært hana í letur, og er hún prentuð í Lesbók Morgunblaðsins 1939. En miklu eldri sagnir eru til um útilegumenn í Hengli án þess að bæli þeirra sé nánar tilgreint. Jón Magnússon getur þess í Píslarsögu, að Henglafjöll séu þjófabæli og Jón Grunnvíkingur tilfærir setninguna: „Verðu þig Völustakkur“ og segir, að Völustakkur hafi verið útilegumaður í Hengli. Tilsvarið um Völustakk ber með sér, að náin tengsl hafa verið milli þjóðsögunnar um Hellismenn og sagna um útilegumenn í Hengli. Þau tengsl sjást einnig glögglega í frásögn Þórðar á Tannastöðum um íbúa hellisins sunnan í Henglinum. Þórði segist svo frá: „Þegar ég var unglingur heyrði ég sagt frá því, að útilegumenn hefðu verið í Henglinum; þeir hefðu haldið til í stórum helli og engin leið hefði verið að komast að þeim. Sagt var, að þeir hefðu komið sunnan úr Höfnum og væru þar skipshöfn, sem hefði gert einhver níðingsverk, en aldrei heyrði ég, hver þau hefðu átt að vera. Tóku þeir sér nú stöðu í þessum helli og höfðust þar við, sumir sögðu í tvö ár, aðrir aðeins eitt sumar, en hvort sannara er, verður ekki vitað. Og ekki vissu menn heldur, hve margir þeir voru, jafnvel 6 eða 7, og tvær hlutakonur voru með þeim, að því er sagt var, og eru ef til vill líkur fyrir því. Þeir höfðu með sér langan kaðal eða stjórafæri og drógu konurnar upp í hellirinn og föng sín, jafnóðum og þeir öfluðu þeirra, en það var mest sauðfé Ölfusinga eða Grafningsmanna.

utilmhellir-7

Nú þótti sveitamönnum hart á farið að verða að þola slíka óhæfu, en fengu ekki að gert um sinn. Er frá leið, þá gerðu þeir ráð sitt og tóku sig saman eitt haust litlu fyrir fjallreið og lögðust í leyni margir saman úr báðum sveitum, Ölfusi og Grafningi, sem að vísu var þá sama þingsóknin, og biðu þess, að hellisbúar færu úr hellinum í smalatúr, og ætluðu þeim svo stundirnar, og var þess skammt að bíða. Fóru nú allir úr hellinum, en sveitamenn skipuðu sér sem fljótast fyrir hellisbergið að neðan, og komu hellismenn innan skamms með fjárhóp. En nú var ekki greitt aðgöngu og enginn vegur að ná hellinum. Sveitamenn veittu strax svo harða aðsókn, að hinir héldust ekki við, enda var liðsmunur ákaflegur, því sveitamenn höfðu verið milli 50 og 60. Fjárrekstur útilegumannanna tvístraðist brátt, enda gáfu menn þá engan gaum að fénu. Hellismenn tóku nú að flýja, hver sem bezt mátti, en sveitamenn eltu þá af hinum mesta ákafa og mest þeir, sem fótfráastir voru. Allir komust hellismenn nokkuð langt undan, og vestan í Henglinum urðu mestar eltingar. Þar eru melar og skriður, segja kunnugir menn. Eru þar kölluð Þjófahlaupin enn í dag sem örnefni síðan.

utilmhellir-9

Allir voru hellismenn drepnir, ýmist vestan í Henglinum eða niður á Mosfellsheiði, því undan hlupu þeir slíku ofurefli, meðan þeir gátu uppi staðið sökum mæði. Nú voru hellismenn allir unnir, en fylgikonur þeirra voru enn í hellinum. Þær höfðu veitt hart viðnám, og svo er haft eftir þeim mönnum, sem í atförinni voru, að svo illt sem hefði verið að sigra hellisbúa, þá hefði þó hálfu verra verið að vinna fylgikonur þeirra. En samt að lokum urðu þær teknar og fluttar burtu, og er ekki getið, að þær sýndu neinn mótþróa, eftir að þær komu undir annarra manna hendur“.
Saga þessi er greinileg þjóðsaga, sem ber keim af farandsögum um útilegumenn. Til dæmis minnir frásögnin um viðureignina við konurnar á Hellismannasögu. En í lok sögunnar getur Þórður þess eftir gömlum manni úr Rangárvallasýslu, að verið hafi í Dalsseli undir Eyjafjöllum kerling ein, sem Vilborg hét, og hafi hún dáið um eða eftir 1800, hundrað ára gömul. Átti hún að vera fædd í hellinum og verið dóttir eins útilegumannsins. Eftir þessu að dæma, hefði útilegumannabyggðin í hellinum átt að vera laust eftir 1700, og nú vill svo til, að árið 1703 geta annálar um útilegumenn í Hengli. En hér kemur bobbi í bátinn. Samkvæmt manntalinu 1801 er í Dalsseli Vilborg Nicolaidóttir 59 ára, svo að ekki er hægt að samræma fæðingu hennar útilegumönnum annálanna. Frásagnir annálanna eru einnig tortryggilegar, því að þær minna svo mjög á útilegumenn á Selsvöllum og við Hverinn eina, sem samkvæmt öruggum heimildum voru teknir þar sama ár, að ekki getur hjá því farið, að hér séu aðeins missagnir um sömu mennina. Í Fitjaannál segir svo 1703: „Á alþingi hengdir fjórir þjófar. Höfðu tveir þeirra lagzt út í Henglinum. Þriðji af þeim kagstrýktur, náðaður af lífinu vegna ungdómsaldurs“.
marardalur-21Í Grímsstaðaannál er frásögnin á þessa leið: „Það ár var náð í Hengli suður þremur útileguþjófum. Sagt var, að Gísli Bjarnason, sem lengi var á Arnarstapa síðar, búðarmaður í Bjarnabúð, væri einn af þeim“.
í alþingisbókinni 1703 er einnig getið um refsingu þriggja útileguþjófa, og voru tveir bengdir, en einn aðeins látinn taka út stórfellda húðláts refsingu, og hét sá Gísli Oddsson. Hér er ekkert, sem milli ber, annað en föðurnafn Gísla þess, er sleppt var fyrir æsku sakir, og dvalarstaður útileguþjófanna í Reykjanesfjallgarði, sem var ekki í Hengb’, heldur hjá Selsvöllum og við Hverinn eina miklu vestar í fjallgarðinum.
En áður en vikið er nánar að þeim útilegumönnum og stöðvum þeirra, þykir rétt að birta tvær stuttar frásagnir um þjófa í Reykjanesfjallgarði, aðra frá 1703, en hina frá 1706: „Tveir þjófar höfðu teknir verið fyrr um baustið á Þingvelli, bét annar Bjarni S(igurðsson), annar Ingimundur E(inarsson). Þeir höfðu stolið kviku og dauðu af Mosfellsheiði og í Ölfusi, einkum frá Andrési Finnbogasyni á Kröggólfsstöðum og haft soðning og athvarf á Skálabrekku . . . En þeir sluppu frá þeim, er þá skyldi færa sýslumanni og hlupu vestur til Borgarfjarðar. Varð Ingimundur tekinn í Lundarreykjadal, en Bjarni strauk áfram. Var Ingimundur fluttur í Einarsnes, og síðan suður á Seltjarnarnes, því hann hafði stolið úr Kjósarsýslu“. (Vallaannáll 1703). „Varð vart við tvo útileguþjófa fyrir sunnan Hellisheiði, hverjir að vegfarandi menn fötum og mat rændu og einn mann, er rak tvær landsskuldarkýr frá Hjalla í Ölvesi og að Álftanesi í Borgarfirði til Guðmundar Sigurðssonar. Maður þessi sleppti kúnum, fundust þó síðar“. (Setbergsannáll 1706).
Hér bafa verið raktar þjóðsögur og frásagnir annála um útileguþjófa í grennd við Hengladali, en þær varpa engu ljósi á útilegumannabyggðina þar. Það er aðeins hellirinn sjálfur, sem skýrir frá því á sínu þögla máli, að þar hafi sakamaður (eða sakamenn) leitað athvarfs um stundarsakir.
Nokkru vestar en Sveifluháls eða Austurháls við Kleifarvatn er annar háls samhliða honum, sem heitir Núpshlíðarháls eða Vesturháls. Vestan við Núpshlíðarháls miðjan er víðáttumikið graslendi, sem heitir Selsvellir.

Innstidalur-21

Þar voru áður sel frá Grindavík, og sjást þar enn nokkrar seltóttir. Norðan við Selsvelli nær hraunið á kafla alveg upp að hálsinum. Þar er Hverinn eini úti í hrauninu. Hann er í botninum á kringlóttri skál, sem er alþakin hraunbjörgum, og koma gufur alls staðar upp á milli steinanna, en vatn er þar ekkert. Nú er hverinn ekki heitari en svo, að hægt er að koma alveg að honum án allra óþæginda og gufan úr honum sést ekki nema skamman spöl. En til skamms tíma hefur hann verið miklu beitari. Þorvaldur Thoroddsen lýsir honum sem sióðandi leirbver, þegar hann kom þangað 1883, og segir, að þar sjóði og orgi í jörðinni, þegar gufumekkirnir þjóta upp um leðjuna. Og lýsingunni á hvernum lýkur hann með þessum orðum: „Or Hvernum eina leggur stækustu brennisteinsfýlu, svo að mér ætlaði að verða óglatt, er ég stóð að barmi hans. Í góðu veðri sést gufustrókurinn úr þessum hver langt í burtu, t. d. glögglega frá Reykjavík“.
Fyrir sunnan Selsvelli og við Hverinn eina var athvarf þriggja útileguþjófa vorið 1703. Í alþingisbókinni það ár er skýrt frá dóminum yfir þeim, og talið upp það, sem þeir höfðu stolið og brotið af sér. Þeir eru þar nefndir útileguþjófar, en ekki nánar sagt frá útilegu þeirra. En saga þeirra er greinilegast rakin í Vallaannál, sem ritaður er af séra Eyjólfi Jónssyni á Völlum í Svarfaðardal. En séra Eyjólfur var um þessar mundir uppkominn maður á Nesi við Seltjörn hjá föður sínum, Jóni Eyjólfssyni, sýslumanni í Gullbringusýslu, sem rannsakaði mál þjófanna. Verður því vart á betri heimild kosið. Þar sem skýrt er frá störfum alþingis, segir á þessa leið: „Þennan sama dag voru hengdir þrír þjófar, hét hinn fyrsti Jón Þórðarson, ættaður úr Gnúpverjahrepp, annar Jón Þorláksson, ættaður úr Landeyjum. Þeim fylgdi piltungur nokkur, er Gísli hét Oddsson, ættaður úr Hrunamannahrepp. Þessir komu úr Gullbringusýslu. Það er af þeim framar að segja, að Jón Þórðarson fór austan úr Hrepp um allraheilagramessuleytið veturinn fyrir, og Gísli með honum, flökkuðu síðan vestur um sveitir, unz þeir komu í Hvamm. Þar aðskildi þá Jón Magnússon sýslumaður. Fór Jón einn upp þaðan, unz hann kom á Kvennabrekku, og fann þar á næsta bæ Jón Þorláksson. Gerðu þeir þá félag sitt og fóru báðir suður til Borgarfjarðar og yfir Hvítá í Bæjarhrepp. Þar kom Gísli til þeirra.

Hverinn eini

Hverinn eini.

Fóru síðan allir suður til Skorradals og hófu stuldi mikla; fóru þeir með þeim suður um HvalfjarÖarströnd, Kjós og Mosfellssveit, og svo suður á Vatnsleysuströnd. Þar stálu þeir síðast í Flekkuvík og fóru svo til fjalls upp og allt suður um Selsvöllu; þar tóku þeir sér hæli undir skúta nokkrum, en er þeir höfðu þar lítt staðar numið, kom til þeirra Hallur Sigmundsson, búandi í Ísólfsskála í Grindavík, og vandaði nokkuð svo um þarveru þeirra. Leizt þeim þá eigi að vera þar lengur og fóru norður aftur með fjallinu í hellj þann, er skammt er frá Hvernum eina. Voru þar síðan í þrjár vikur og tóku þrjá sauði þar á hálsunum, rændu einnin ferðamann, er Bárður hét Gunnarsson úr Flóa austan. Loksins í vikunni fyrir alþing fór Jón Árnason, búandi í Flekkuvík upp til hellisins við 12. mann, og hittu þá heima. Vildu þeir ei skjótt í ljós koma, unz Jón hleypti byssu af, er hann hafði, og bað hvern einn fylgdarmanna skjóta sinni byssu. Gerði hann það til skelks þjófunum, því eigi voru fleiri byssurnar en tvær. Hann skaut hettu af Jóni Þorlákssyni, svo að honum grandaði ekki. Féll þjófunum þá hugur og gengu í hendur þeim. Voru síðan allir teknir og fluttir inn til Bessastaða. Þar voru þeir þrjár nætur og á þeim tíma rannsakaðir á Kópavogsþingi, færðir síðan upp á þing og hengdir báðir Jónarnir, en Gísli hýddur sem bera mátti og rekinn svo til sveitar sinnar; var honum vægt fyrir yngis sakir“. Ekki hefur mér tekizt að fá vitneskju um hella á þeim slóðum, þar sem þjófarnir voru. Og vorið 1951 komum við Björn Þorsteinsson að Hvernum eina til að svipast um eftir hellum í hrauninu í kring. Við sáum nokkra örlitla skúta, en engan svo stóran, að okkur þætti hugsanlegur mannabústaður. En hraunið er þannig, að þar getur hellir lengi leynzt sjónum manna, og að sjálfsögðu hafa útilegumennirnir reynt að velja sér skúta, sem ekki var auðfundinn. Líklegt er og, að þeir hafi tekið sér bólstað þarna til þess að geta soðið mat sinn í Hvernum eina, því að ekki þarf að efa, að hann hefur þá verið nógu heitur til þess. Skammt er einnig þaðan að sækja vatn í læk nyrzt á Selsvöllum.“

Heimild:
-Andvari, 84. árg., 1. tbl. 1959, Ólafur Briem, bls. 100-104.

Selsvellir

Horft að Selsvöllum frá Trölladyngju.

Hengill

Útilegumannahellar áttu að hafa verið í Innstadal og í Engidal í Henglinum.
Í Innstadal segja sagnir til um að í hellinum hefðu verið menn sem komu sunnan úr Höfnum. Þeir hefðu verið áhafnar meðlimir af einhverju skipi en verið brottviknir fyrir einhver níðingsverk. Ekki bera heimildum saman um hversu lengi Hengillþeir höfðust við í þessum helli, sumir sögðu eitt sumar aðrir tvö ár. Það er ekki vitað með vissu. Talið er að þeir hafi verið 6 til 7 karlmenn og tvær hlutakonur. Þau lifðu á saufé sem þeir stálu frá bændum í Grafningi og Ölfusi. Bændur sátu síðan fyrir þeim og drápu, en ekki fyrr en eftir miklar eltingar. „Þjófahlaup“ í Henglinum er skýrt eftir þessar eftirfarir. Útilegumennirnir voru drepnir ýmist vestan í Henglinum eða á Mosfellsheiðinni. Konurnar voru fangaðar eftir mikið viðnám. Ekki er heldur vitað með vissu hvaða ár þetta var en talið er að það hafi verið í kringum 1700.
Heimildir skýra svo frá; Norðan við sléttuna í dalsbotninum sé einn af mestu gufuhverum landsins, en örskammt norðvestur af honum er hár móbergsklettur. Ofarlega í þessum kletti er hellir og grastó fyrir framan hann. Hellismunninn sést strax og komið er yfir Sleggjuháls. Móbergið fyrir framan hellinn er mjög bratt og illkleift á tveggja til þriggja mannhæða kafla.
Lýður Björnsson, sagnfræðingur, fór í þennan helli 1978. Hann skýrir svo frá að hellir þessi sé um 2 til 3 metra langur inn í botn og manngengur að framanverðu. Breiddin er um 2 metrar. Hlaðið hefur verið fyrir hellismunann en hleðslan er nær hruninn, fallinn bæði inn og út. Talsvert var af beinum undir hellum í hellinum, mest stórgripabein. Engar leifar sáust af eldstæði eða ösku.
Hengill Heimildir eru að finna m.a. í lesbók MBL frá 1939, grein sem Þórður Sigurðsson „Tannastöðum“ skrifaði, Útilegumenn í Henglinum og endalok þeirra.
Einnig eru til sagnir um útilegumenn sem hafi haldið til í helli í Engidal. Í dalnum eru tveir hellar, eða skútar, um 400 metra norðan við sæluhúsið, sem þar er. Annar þeirra, sá efri er talinn vera ævaforn útilegumannabústaður. Sagt er að Eyvindur Jónsson ( Fjalla-Eyvindur ) og Margrét Símonardóttir hafi hafst við í þessum helli í seinni útleigð þeirra, vorið 1678. Í þessum hellum mátti finna ummerki mannvistarleifa.
Hellirinn er efst í móbergshnúknum og snýr hellisskútinn í suður og blasir hann við frá Sæluhúsinu. Hellirinn er um 5 m breiður og 1,20 m á dýpt. Hæðin er um tveir metrar og nokkuð jafn. Hleðslurnar sem hafa verið fyrir opinu að hellinum eru að miklu leyti hrundar en þó eru um 50 sm há hleðsla sem stendur eftir.
Ljósmyndin sýnir hellisskútann og hleðslurnar að innganginum.
Sagnfræðingurinn Lýður Björnsson segir frá hleðslu fyrir hellismunna í Engidal.
„Móbergsklettarani gengur af Marardal meðfram Engidalsá. Hann er mjög veðraður og hæðóttur. Við gengum í fyrstu niður með ánni, en réðumst síðan til uppgöngu á klettaranunum neðarlega eða í neðstu lægðinni á honum. Ásgeir [S. Björnsson] … benti mér fljótlega eftir að upp var komið á hellisgjögur … Stuttur spölur var að hellisgjögrinu … Þarna voru ótvíræðar mannvirkjaleifar. Veggur hafði verið hlaðinn fyrir munann, og var talsverður hluti hans enn uppistandandi. Dyr voru á veggnum. Efsti hluti veggjarins var þó hruninn. Nokkur gróður hafði fest rætur milli steina í hleðslunni“.
Ferðafélagið Útivist stefndi á þennan helli 26. október 1986 og skýra leiðangursmenn svo frá; „Engin greinileg ummerki sjást í hellinum um eldamennsku, en þó kunna tveir steinar í gólfi til vinstri við inngang að vera frumstæðar hlóðir.“ Hellisskútinn sjálfur er 5 m breiður og um 2,5 m hár. Hann slútir varla meir en 1-1,5 m fram að ofan.
Hengill Til hliðanna við hellisopið (þ.e. austan og vestan við) ganga móbergsranar fram og eru aðeins um 2 m á milli þeirra um 4 m sunnan við hleðsluna. Neðan við þessar ytri „dyr“ er allbratt upp að hellinum, sléttar móbergshellur, en þó vel fært. Innan við þær er minni halli og laust grjót í botninum og gæti sumt af því verið úr hleðslum fyrir skútanum. Fyrir honum eru þrjú stór björg sem tæplega hafa verið færð til af mönnum, en ofan á tveimur þeim vestari er hleðsla með minni steinum. Smáhleðsluleifar eru einnig á austasta bjarginu. fast upp við hellisvegginn. Innan við björgin og hleðslurnar er um 1 m breið skora og er botninn þar allsléttur. Í þessum helli hefur verið ágætt skjól fyrir öllum áttum öðrum en sunnanátt en ólíklegt er að hlaðið hafi verið alveg fyrir hann eða að menn hafi hafst þar við að staðaldri. Útsýni er mjög gott úr þessum helli yfir Engidal og Norðurvelli og gæti verið að það hafi einhverju ráðið um að þarna hafi menn komið sér upp skjóli.
Hinn hellirinn sem minnst er aðeins 40 metrum frá „stóra“ hellinum og aðeins neðar. Sá hellir er mun þrengri og dýpri, um 3 m langur, 2 m breiður og 1,25 m hár. En hleðslur eru fyrir mynni þessa hellis einnig. Mjög gott skjól hefur verið úr þessum helli og hefur hann verið ákjósanlegt svefnstæði en hann er mjög þrifalegur og mjúk möl er á gólfi hellisins.“
Lýður minnist á að mögulegt sé að hleðslur þessar hafi verið skjól fyrir hreindýraveiðimenn eða skýli fyrir nautreka en trúlegast finnst honum þó að þessir hellar hafi verið skjól fyrir Fjalla-Eyvind og Margréti í seinni útlegð þeirra, vorið 1678.
En minnst er á það ár í annálum: Eyvindur nokkur, giptur, hljóp úr Ölfusi með annars manns konu vestur, og töldu sig fyrir ektahjón: náðust, voru húðstrýkt og aðskilin. Þau tóku sig aptur saman, lögðust út í Henglafjöllum, náðust og voru réttuð á þessu alþingi.“ Fitjaannáll ÍA II, 247. sbr. Hestsannál ÍA II, 512. 1678: „Höggvinn maður á alþingi, hét Eyvindur Jónsson, er hlaupið hafði úr Ölvesi frá konu sinni meða aðra konu vestur undir Jökul og héldu sig þar fyrir hjón, fóru síðan þaðan og fundust við hellir á Mosfellsheiði fyrir ofan Mosfellssveit og lifðu við kvikfjárstuld.
Hengill Konan hét Margrét Símonsdóttir; henni drekkt í Öxará. Í þessari frásögn er minnst á helli á Mosfellsheiði, hér á hugsanlega átt við umræddu hella í Engidal.
Þau höfðu verið strýkt veturinn fyrir og látin þá laus, en tóku sig saman, þá voraði og lögðust á nýju á fjöll.“ Setbergsannáll, ÍA IV, 119-1220. Dauðadómurinn er prentaður í Alþingisbókum Íslands VII, 403 og segir þar að þau skötuhjú hafi verið höndluð „í einum hellir suður undan Erfiseyjarseli í Kjalarnesþingi og teknar þann 20. Octobris [1677] með fóla af nautakjöti og öðrum hlutum [voru síðan dæmd fyrir 3 hórdómsbrot og burthlaup úr héraðinu á Bakkárholtsþingi og úttóku líkamlega refsingu á Kópavogi 3.12.1677 fyrir útileguna og þar af hnígandi þjófnaðar aðburði, þar efti voru þau afleyst af biskupinum og Eyvindur tekinn aftur af konu sinni]. Nú er síðan svo til fallið upp á ný, að þessar vandræðapersónur tóku sig aftur til útilegusamvista og fundust báðar í einni rekkju og einu hreysi undir bjargskúta nokkrum í Ölvesvatns landeign af Þorsteini Jónssyni og öðrum átta mönnum. Voru svo teknar og síðan í fangelsi forvaraðar [og voru þau svo ströffuð af lífinu eftir Stóradómi 3].

Heimildir:
-http://notendur.centrum.is/~ate/ (Hengilssvæðið)

Steinbrjótur

Lækjarbotnar

Í Lækjarbotnum er hellir skammt ofan við tóftir Örfiriseyjasels.
Þar munu þau Margrét Símonardóttir og Eyvindur Jónsson hafa hafst við um tíma á ofanverðri 18. öld. Þau höfðu verið strýkt Laekjarbotnar-4veturinn fyrir og látin þá laus, en tóku sig saman, þá voraði og lögðust á nýju á fjöll segir í Setbergsannál, ÍA IV, 119-1220.  Dauðadómurinn er prentaður í Alþingisbókum Íslands VII, 403 og segir þar að þau skötuhjú hafi verið höndluð „í einum hellir suður undan Erfiseyjarseli í Kjalarnesþingi og teknar þann 20. Octobris [1677] með fóla af nautakjöti og öðrum hlutum [voru síðan dæmd fyrir 3 hórdómsbrot og burthlaup úr héraðinu á Bakkárholtsþingi og úttóku líkamlega refsingu á Kópavogi 3.12.1677 fyrir útileguna og þar af hnígandi þjófnaðar aðburði, þar eftir voru þau afleyst af biskupinum og Eyvindur tekinn aftur af konu sinni]. Nú er síðan svo til fallið upp á ný, að þessar vandræðapersónur tóku sig aftur til útilegusamvista og fundust báðar í einni rekkju og einu hreysi undir bjargskúta nokkrum í Ölvesvatns landeign af Þorsteini Jónssyni og öðrum átta mönnum. Voru svo teknar og síðan í fangelsi forvaraðar [og voru þau svo ströffuð af lífinu eftir Stóradómi 3.“
Laekjarbotnar-5Í Engidal í Hengli er hellir sem einnig er talinn vera útilegumanna-bústaður. Talið er að fyrrnefnd Eyvindur Jónsson og Margrét Símonardóttir hafi hafst við í þessum helli í seinni útleigð þeirra, vorið 1678. Eyvindur þessi kom um einni öld á undan þeim Fjalla-Eyvindi sem flestir kannast við. En þeir voru alnafnar.
Hellir þessi er efst í móbergshnúknum og snýr hellisskútinn í suður og blasir hann við frá sæluhúsinu. Hellirinn er um 5 m breiður og 1,20 m á dýpt. Hæðin er um tveir metrar og nokkuð jafn. Hleðslurnar sem hafa verið fyrir opinu að hellinum eru að miklu leyti hrundar en þó eru um 50 sm há hleðsla sem stendur eftir.
Lýður Björnsson segir svo um hleðslu fyrir hellismunnanum í Engidal. „Móbergsklettarani gengur af Marardal meðfram Engidalsá. Hann er mjög veðraður og hæðóttur. Veggur hafði verið hlaðinn fyrir munann, og var talsverður hluti hans enn uppistandandi. Dyr voru á veggnum. Efsti hluti veggjarins var þó hruninn. Nokkur gróður hafði fest rætur milli steina í hleðslunni“. Laekjarbotnar-6
Annar hellir er aðeins 40 metrum frá „stóra“ hellinum og aðeins neðar. Sá hellir er mun þrengri og dýpri, um 3 m langur, 2 m breiður og 1,25 m hár. En hleðslur eru fyrir mynni þessa hellis einnig. Mjög gott skjól hefur verið úr þessum helli og hefur hann verið ákjósanlegt svefnstæði en hann er mjög þrifalegur og mjúk möl er á gólfi hellisins. Ekki eru neinar mannvistarleifar í helli þessum.
Lýður minnist á að mögulegt sé að hleðslur þessar hafi verið skjól fyrir hreindýraveiðimenn eða skýli fyrir nautreka en trúlegast finnst honum þó að þessir hellar hafi verið skjól fyrir Fjalla-Eyvind og Margréti í seinni útlegð þeirra, vorið 1678. Minnst er á það ár í annálum: „Eyvindur nokkur, giptur, hljóp úr Ölfusi með annars manns konu vestur, og töldu sig fyrir ektahjón: náðust, voru húðstrýkt og aðskilin.  Þau tóku sig aptur saman, lögðust út í Henglafjöllum, náðust og voru réttuð á þessu alþingi.“ Fitjaannáll  ÍA II, 247.  sbr. Hestsannál ÍA II, 512.  1678: „Höggvinn maður á alþingi, hét Eyvindur Jónsson, er hlaupið hafði úr Ölvesi frá konu sinni meða aðra konuvestur undir Jökul og héldu sig þar fyrir hjón, fóru síðan þaðan og fundust við hellir á Mosfellsheiði fyrir ofan Mosfellssveit og lifðu við kvikfjárstuld. Konan hét Margrét Símonsdóttir; henni drekkt í Öxará.“
Í þessari frásögn er minnst á helli á Mosfellsheiði, hér á hugsanlega átt við umræddu hella í Engidal.

Engidalur

Skjól í Engidal.

 

 

Lækjarbotnar

Eftirfarandi frásögn af Eyvindi og Magréti má lesa í Frjálsri þjóð árið 1962:
laekjarbotnar-992„Á
rið 1677 voru dæmd til líkamlegrar refsingar á Kópavogsþingi hjú tvö úr Árnessýslu, karl og kona. Var maðurinn kvæntur, en hafði strokið frá heimili sínu og lagzt út með stúlku, er hann lagði hug á. Maðurinn hét Eyvindur Jónsson, stundum kallaður Eyvindur eldri, til aðgreiningar frá alnafna sínum, hinum víðkunna Fjalla-Eyvindi. Alþingisbókin 1678 segir í stuttu máli hina dapurlegu örlagasögu þessara tveggja mannvera, sem virðast hafa lagt allt í sölurnar til að mega njótast. Sú frásögn er á þessa leið:
„Í sama stað og ár og dag (29. júní 1678) auglýsti valdsmaðurinn Jón Vigfússon eldri þann héraðsdóm, sem hann hafði ganga látið í Bakkárholti í Ölfusi í Árnessýslu það ár 1677 2. nóvembris undir 12 manna útnefnd áhrærandi þær stórbrotamanneskjur Eyvind Jónsson og Margrétu Símonardóttur, sem úr þeirri sýslu burthlaupið höfðu vel fyrir tveimur árum og í opinberum hórdómi orðið sín á millum með barneign, hann eigingiftur, en hún í einföldum hórdómi áður fundin. Höfðu téðar persónur á þessum tveggja ára tíma saman haldið sig fyrir ektahjón… urðu svo höndlaðar í einum helli suður undir Örfiseyjarseli í Kjalarnesþingi og teknar þann 20. oktobris með fola og nautakjöti og öðrum hlutum. Voru þá ofanskrifuðum Eyvindi og Margrétu dæmdar þrjár refsingar hvoru um sig á Bakkárholtsþingstað fyrir þeirra hórdómsbrot og burthlaup úr héraðinu sem og heilagrar aflausnar og sakramentis forröktun, hverjar þrjár refsingar valdsmaður Jón Vigfússon rigtuglega bevísaði á þær lagðar vera.
laekjarbotnar-993Einnig auglýsti velaktaður Oluf Jónsson Klou, að fyrrnefndar persónur, Eyvindur og Margrét, hefðu úttekið líkamlega refsing í Kópavogi 3. decembris 1677 fyrir útileguna og þar að hnígandi þjófnaðar atburði, svo sem dómur þar um auglýstur útvísar, og svo hefði kona Eyvindar Ingiríður hann til hjónabands aftur tekið. Að því gerðu voru þessar manneskjur afleystar af æruverðugum biskupinum mag. Þórði Þorlákssyni undir þeirra sakramentis meðtekning í dómkirkjunni að Skálholti. Nú er síðan svo til fallið upp á ný, að þessar vandræða persónur tóku sig aftur til útilegusamvista og fundust báðar í einni rekkju og einu hreysi undir bjargskúta í Ölvesvatnslandeign af Þorsteini Jónssyni og öðrum átta mönnum. Voru svo teknar og síðan í fangelsi forvaraðar á valdsmannsins heimili Stórólfshvoli og nú hingað til Öxarárþings í járnum færðar með fimm fiskum og tveim mathnífum, sem í hreysinu fundust.“
Eyvindur og Margrét voru síðan bæði dæmd til dauða á Alþingi, og fór aftakan fram á Þingvöllum 3. júlí.“

Heimild:
-Frjáls þjóð, 11. árg. 1962, 43. tbl., bls. 4.

Lækjarbotnar

Aðsetur útilegumanna fyrrum – Hellisopið.

Lækjarbotnar

Ólafur Briem fjallar um útilegumenn á Reykjanesskaganum í bók sinni “Útilegumenn og óðar tóttir”. Bókin var gefin út árið 1959, en var síðan endurskoðuð og endurbætt í nýrri útgáfu 1983. Í eftirfarandi umfjöllun er stuðst við síðari útgáfuna.

Hellir ofan við Lækjarbotna

“Fyrstu útilegumenn, sem um getur á Reykjanesfjallgarði, eru Eyvindur Jónsson úr Ölfusi – sem kalla mætti hinn eldra til aðgreiningar frá Fjalla-Eyvindi – og fylgikona hans: Margrét Símonardóttir.” Þessum hjúum er lýst annars staðar á vefsíðunni. Í alþingisbók 1768 er þess getið að manneskjur þessarar “urðu svo höndlaðar í einum hellir suður undan Erfiriseyjarseli (svo) í Kjalarnesþingi og teknar þann 20. oktobris [árið 1677] með fóla af nautakjöti og öðrum hlutum. Voru þá ofanskrifuðum Eyvindi og Margrétu dæmdar þrjár refsingar hvoru um sig á nefndnum Bakkárholtsþingstað fyrir þeirra hórdómsbrot og burthlaup úr héraðinu…” Þetta ár tóku Eyvindur og Margrét út líkamlega refsingu í Kópavogi þann 3. desember fyrir útileguna og “hnígandi þjófnaðar atburði” og voru síðan afleyst af biskupnum í Skálholti.
Ekki leið á löngu þangað til að “þessar vandræða persónur tóku sig aftur til útileguvista og fundust báðar í einni rekkju og einu hreysi undir bjargskúta í Ölvesvatnslandeign af Þorsteini Jónssyni og öðrum átta mönnum. Voru svo teknar og síðan í fangelsi forvaraðar á valdmannsins heimili Stórólfshvoli og nú hingað til Öxarárþings í járnum færðar með fimm fiskum og tveim mathnífum, sem í hreysinu fundust.” Síðan voru þau bæði dæmd til dauða, og fór aftan fram 3. júlí 1678.
Hellir í HengliÍ Setbergsannál segir að þau Eyvindur og Margrét hafi fundist “í helli á Mosfellsheiði fyrir ofan Mosfellsveit og lifðu á kvikfjárstuld.” Í Fitjaannál segir, að þau hafi í síðara skiptið lagst út í Henglafjöllum. Hellirinn í Mosfellsheiði er að öllum líkindum hellirinn ofan við Lækjabotna er fyrr var nefndur, enda var það hluti af Mosfellslandi fyrrum. Hann gæti einnig verið annar tveggja í Henglinum. Í honum eru skútar á tveimur stöðum, hvor skammt frá öðrum. Á öllum stöðunum sjást enn hleðslur.
Leitt hefur verið að því getum að hellir í hraunbólu sunnan við Þríhnúka gæti hafa verið bæli Eyvindar og Margrétar um tíma, en telja verður það ósennilegt. Umbúnaður á helli þessum var síðar “betrumbættur” og sett hurð á dyraopið. Náttúrulegur bálkur er inni og steinker í gólfi. Hins vegar er með þessa hranbólu líkt og aðrar; þær halda ekki vatni og væri því viðvarandi vist þarna verri en engin. Líklegt má telja að skjólið hafi um tíma verið notað af refaskyttum, sem lágum löngum við hlíðarnar, líkt og sjá má á tóftum undir þeim.
“Í höfða þeim í landi Villingavatns eru tveir hellar. Um þessa hella er til þjóðsaga, sem prentuð er í “Íslenskum sagnaþáttum” Guðna Jónssonar (VII, bls. 84-86) eftir handriti Magnúsar Magnússonar á Villingavatni. Í sögunni eru hellarnir nefndir Skinnhúfuhellir og Símonarhellir. Skinnhúfuhellir er norðaustan í Dráttarhlíð um 200-300 metra fyrir vestan stífluna, þar sem Sogið féll úr Þingvallavatni, miðja vega frá vatninu upp í klettabrún. Hellirinn er fjögurra til fimm metra langur, tveggja metra breiður og manngengur að meira en hálfu leyti. Í áttina að Þingvallavatni eru manngengar dyr um það bil í hnéhæð frá hellisgólfi. Annað op er til hægri handar, þegar inn er gengið. Það hefur verið byrgt með grjótvegg, sem er hruninn að ofanverðu. Gólfið í Skinnhúfuhelli virðist hafa verið sléttað og mýkt með mosa. Samkvæmt sögunni er hellirinn kenndur við förukonu, sem kölluð var Elín skinnhúfa og lá þar úti skamma hríð um 1770. Um 100 metrum vestar er hellisgímald, sem nefnt er Símonarhellir, í sama berginu og sömu hæð. Mestan hluta leiðarinnar milli hellanna er mjótt þrep í brekkunni, en næst Símonarhelli er einstigi. Þjóðsagan kennir þennan helli við Símon nokkurn, smalamann á Villingavatni, sem var lagsmaður Elínar skinnhúfu.” Hér að framan er getið um að Eyvindur og Margrét hafi hafst við í hreysi undir bjargskúta í Ölvesvatnslandeign. Hér gætu þau hafa dvalið um sinn enda má berja þarna mannvistarleifar augum.
Í Sleggjubeinsdal í Henglinum má sjá helli ofarlega í klettum með dálitla grastó fyrir framan. Í hellinn er ekki fært öðrum en góðum klettamönnum. Hann er tvegja til þriggja metra langur inn í botn og manngengur að framanverðu. Skjól sunnan ÞríhnúkaBreiddin er um tveir metrar. Greinileg hleðsla er fyrir munnann beggja vegna dyra. Undir hellinum er töluvert af beinum, mest stórgripabeinum. Í öðrum dyraveggnum er hella, sem rís upp á rönd. Á henni er rista er helst líkist galdrastaf, lítið afmáðum. Innan við munnann við hellisvegg er ferstrend grjóthola. Í henni er jafnan vatn. Hún gæti hafa verið notuð sem vatnsgeymir.
Í sögu Jóns Grunnvíkings er fjallað um Völustakk, útilegumann í Hengli. Þórður Sigurðsson á Tannastöðum sagði frá því í Lesbók Morgunblaðsins 1939 að hann hafi heyrt sem unglingur að útilegumenn, 6-7 saman, hefðu verið í Henglinum. “Þeir hefðu haldið til í stórum helli og engin leið hefði verið að komast að þeim. Sagt var, að þeir hefðu komið sunnan úr Höfnum og væru þar skipshöfn, sem hefði gert níðingsverk, en aldrei heyrði ég, hver þau hefðu átt að vera.” Menn úr Ölvesi og Grafningi, 50 – 60,  tóku sig til og héldu með liðsafnað á hendur útilegumönnunum. Hellismenn tóku að flúja, hver sem best mátti, en sveitamenn eltu þá af mesta ákafa og mest þeir er fótfráastir voru. Allir komust hellismenn nokkuð langt undan, en vestan í Henglinum urðu mestar eltingar. Við Þjófahlaupin voru allir hellismenn drepnir.”
Hverinn einiÍ alþingisbókinni 1703 er getið um refsingu þriggja útileguþjófa, og voru tveir hengdir, en einn aðeins látinn taka út stórfellda húðláts refsingu, og hét sá Gísli Odsson. Í Grímsstaðaannál er hann sagður Bjarnason. Dvalarstaður útileguþjófanna á að hafa verið hjá Selsvöllum og við Hverinn eina. “Nokkur vestar en Sveifluháls eða Austurháls við Kleifarvatn er annar háls samhliða honum, sem heitir Núpshlíðarháls eða Vesturháls. Vestan við Núpshlíðarháls miðjan er víðáttumikið graslendi sem heitir Selsvellir. Þar voru áður sel frá Grindavík og sjást þar enn nokkrar seltóttir. Norðan við Selsvelli nær hraunið á kafla alveg að hálsinum. Þar er Hverinn eini úti í hrauninu. Hann er í botninum á kringlóttri skál, sem er alþakin hraunbjörgum, og koma gufur alls staðar upp á milli steinanna, en vatn er þar ekkert. Nú er hverinn ekki heitari en svo, að hægt er að koma alveg að honum án allra óþæginda og gufa úr honum sést ekki nema skamman spöl. En til skamms tíma hefur hann verið miklu heitari. Þorvaldur Thoroddsen lýsir honum sem sjóðandi leirgver, þegar hann kom þangað 1883, og segir, að það sjóði og orgi í jörðinni, þegar gufumekkirnir þjóti upp um leðjuna.
Fyrir sunnan Selsvelli og við Hverinn eina var athvarf þriggja útileguþjófa vorið 1703. Í alþingisbókinni það ár er skýrt frá dóminum yfir þeim, og talið upp það, sem þeir höfðu stolið og brotið af sér. Þeir eru þar nefndir útileguþjófar, en ekki nánar sagt frá útilegu þeirra. En saga þeirra er greinilega rakin í Vallaannál, sem ritaður er af séra Eyjólfi Jónssyni á Völlum í Svarfaðadal. En séra Eyjólfur var um þessar mundir uppkominn maður á Nesi við Seltjörn hjá föður sínum, Jóni Eyjólfssyni, sýslumanni í Gullbringusýslu, sem rannsakaði mál þjófanna. Þar kemur fram að þennan dag [13. júlí] hafi þrír þjófar verið hengdir. Hét hinn fyrsti Jón Þórðarson, ættaður úr Gnúpverjahreppi, annar Jón Þorláksson, ættaður úr Landeyjum. Þeim fylgdi piltungur nokkur, er Gísli hét Oddsson, ættaður úr Hrunamannahrepp…
Þar stálu þeir síðast í Flekkuvík og fóru svo til fjalls upp og allt suður um Selsvöllu; þar tóku þeir sér bæli undir skúta nokkrum, en er þeir höfðu þar lítt staðar numið, kom til þeirra Hallur Sigmundsson, búandi á Ísólfsskála í Grindavík, og vandaði nokkuð svo um þar veru þeirra. Leist þeim þá eigi að vera þar lengur og fóru norður aftur með fjallinu í helli þann, er skammt er frá hverinum Eini. Voru þar síðan þrjár vikur og tóku þrjá sauði þar í hálsinum, ræntu Selsvellirferðamann, er Bárður hér Gunnarsson úr Flóa austan. Loksins í vikunni fyrir alþing fór Jón Árnason, búandi í Flekkuvík, upp til hellsins við 12. mann, og hittu þá heima. Vildu þeir ei skjótt í ljós koma uns Jón hleypti byssu af, er hann hafði, og bað hvern sinna fylgdarmanna skjóta sinni byssu. Gerði hann það til skelks þjófunum, því eigi voru fleiri byssunar en tvær. Féll þjófunum þá hugur og gengu á hendur þeim. Voru þeir síðan teknir og fluttir til Bessastaða. Þar voru þeir þjár nætur og á þeim tíma rannsakaðir á Kópavogsþingi, færðir síðan upp á þing og hengdir báðir Jónarnir, en Gísli hýddur sem bera mátti og rekinn svo til sveitar sinnar; var honum vægt fyrir yngis sakir.”
Í bókinni er jafnframt getið um útilegumannahelli við Eldvörp og rústir í Grindavíkurhrauni. Hvorutveggja hefur verið gerð nokkur skil hér á vefsíðunni. Ólíklegt verður að telja að þar séu leifar útileguþjófa. Aðrir staðir, sem ekki hafa verið tilgreinir hér, en sjá má mannvistarleifar á eða við, verða að teljast líklegri sem slíkir.

Heimildir m.a.:
-Ólafur Briem – Úilegumenn og auðar tóttir, 1983, bls. 142-169.

Útilegumannahellir