Færslur

Skólavarðan

Í Þjóðólfi 1868 má lesa eftirfarandi um “Skólavörðuna og hinn nýja aðalveg upp úr Reykjavík“:

Skólavarðan

Skólavarðan.

“Ferðamenn, er komu austan og norðan yfir heiðarnar síðan um mánaðamótin, furðaði á því, er þeir misstu af hæðunum suður af Grímmansfelli, (niðr af Seljadalnum) og af hæðunum ofaneptir Fóelluvötnunum, að allir sáu þeir hvítan dýl bera við vestrloptið hér fremst suðr á nesjunum, og engi sem ekki er áttaviltr, en veit góða grein á því að Álptanes er sunnar, en Seltjarnarnes norðar, og þekkir nokkuð afstöðu og kennileiti beggja nesjanna, gat verið í neinum vafa um það, að þessi hinn hvíti og bjarti dýll væri framarlega á Seltjarnarnesi. »En hvað er það, hvenær og hvernig er þetta komið þarna er ber svona skært við vestr-sjóndeildarhringinn á sama stað«?

Skólavarðan

Skólavarðan 1868.

Ekki er mann lengi að bera hvort heldr eptir alfaravegunum ofan Mosfellssveitina eða ofan úr Vötnunum, þó að fátt þyki gott eða greitt af þeim veginum að segja nú sem stendr, niðr á móts við Árbæ, og sér maðr þá, að þetta, er sýnist í fjarska sem að ljós dýll einn lítill beri við sjóndeildarhringinn,— að þetta er hin ný uppbygða skólavarða á Arnarhólsholtinu hér fyrir austan Reykjavíkr-bæinn.
Skólavarðan þó þó», sagði annar af 2 mönnum lausríðandi, á skinnsokkum og með keðjubeizli og króksvipu í hendi er hann stefndi út frá nára sér, er þeir komu ofan eptir hæðunum milli Rauðavatns og Árbæjar 29. þ. mán., — »Skólavarðan, laxi góðr, ekki vel; sú gamla, sem var vel stæðileg, var rifin í grunn niðr fyrir fám árum og það fyrir ekki neitt; var bygð upp aptr fyrir 200 —300 rd. samskot, og hrundi svo sjálf öldúngis órifin; það hrun var ekki af manna höndum gjört og kostaði ekki neitt, eins og þú og hver maðr hefir getað lesið í «Norðanfara, til mikils sóma fyrir hann og fyrir höfuðstað landsins« — svo eg held þú vaðir reyk; hver hefði kannske átt að slá þeim Mósis-sprota á helluna, að þaðan skyldi spretta upp slíkr almúraðr og fágaðr kastali er gnæfir við skýin? eða hvaða Jovis-almætti skyldi hafa megnað því, að þessi altýgjaða Minerva stendr þarna áðr en nokkurn varði og þar sem ekki var annað fyrir en sorgleg grjólhrúga ofaná grjóturð».

Skólavarðan

Skólavarðan.

Vér yfirgefum nú þetta «tveggja manna tal», og hverfum til sjálfrar hinnar nýu skólavörðu þar sem hún nú stendr albúin einsog nýbygðr nýuppmúraðr kastali, einsog fuglinn Fönix risinn úr öskunni. — það er ekki að undra, þóað detti ofanyfir ferðamenn að sjá þetta sannarlega vandaða og snotra steinsmíði svona allt í einu albúið áðr en nokkurn varði, og hafi ekki getað átt þess neina von, því Reykvíkínga sjálfa rekr þar í ramma stanz. Vér staðarbúar höfum að vísu séð menn standa þar að vinnu öðru hverju í sumar, séð þángað ekið kalki, séð verið að leggja þar stein og stein í veggina, en þetta virtist svo áhugalítið og sem í hjáverkum gjört, einkum fram eptir slættinum, að menn sögðu hér alment að þetta væri fremr gjört til dundrs sér, og til þess það skyldi sýnast sem hér stæði til að byggja eitthvað upp aptr svona til málamyndar, heldren hitt, að mönnum væri eðr gæti verið nokkur alvara með, að koma skólavörðunni upp að nýu; — því hvaðan ætti nú að taka fé til þess? — sögðu menn; ~ 2-300 rd. samskotin fyrri hefði gengið öll til að byggja upp hrundu vörðuna og hefði enda eigi hrokkið til; engin nefndi ný samskot, enda mundi það hafa lítið upp á sig, þegar svona hefði tekizt slysalega til fyrir hin; og hvaða Crösus mundi svo vekjast upp er vildi og gæti lagt í sölurnar jafnmikið fé og þyrfti til vandaðrar kalkmúraðrar vörðu? Þess vegna hugðu allir, að hér yrði ekkert úr; engi vissi heldr til að neinn væri forgaungumaðr verksins fremr einn en annar. Svona gekk fram yfir Ágúst-lok; að vísu smáhækkuðu múrveggirnir og fór að draga undir dyrahvelfinguna, og þá fóru menn þó smám saman, einkum eptir það verkamönnum var fjölgað þegar kom fram í f. mán. og farið var að leggjast fast á verkið, að gánga úr skugga um það, að hér hlyti að vera einhver hulin hönd og eigi févana, er bæði stjórnaði verkinu og hratt því svo áfram að stórum fór nú að muna með hverjum degi, og jafnan voru borguð tregðuð fyrirstöðulaust hin umsömdu verkalaun.

Skólavarðan


Fólk á gangi á Skólavörðuholti ca.árið 1926. Fyrir miðri mynd má sjá húsið að Njarðargötu 61.

Skólavarðan er nú albúin um þessa daga. Hún er ferstrend að utan og jafnbol, hátt á 9. alin utanmáls hver hlið, og stendr á stöpli; hún er hol eðr húsbygð innan, og eru portdyr á að vestan, bogadregnar eðr með hvelfingu að ofan, með traustri og vandaðri hurð fyrir; tvennir eru vænir gluggar á, annar á norðr hlið hinn á austr hlið. Innan er hver hlið að eins nökkuð á 5. alin, því veggirnir eru fullra fimm feta þykkir neðst og smá þynnast þegar ofar dregr, en þó hvergi þynnri en um 4 fet. Traust lopt er við efstu veggjabrúnir uppi yfir innra rúminu ; upp þángað liggja að innan þægir hliðarstigar, uppí uppgángsop á miðju lopti og er hetta yfir er upp undan má gánga og upp á loptið eðr »sjónarpallinn«, — því þaðan er næsta víðsýnt yfir allt, — og er hún til varnar því að niðr í húsið rigni eðr framan í þá er upp á pallinn gánga, en um hverfis hann allan efst á veggjunum og utan á ytri brún þeirra eru traust tréverks-handrið, til varnar því, að menn geti hrotið ofan fyrir. Varðan er 15 álnir á hæð frá stöpli, að meðtöldum handriðunum; til hennar kvað nú vera búið að kosta hátt á lOOO rd.

Skólavarðan

Skólavarðan.

Það er nú eigi orðið neitt launúngarmál, að bæjarfógeti vor herra A. Thorsteinson kanselíráð hefir einn gengizt fyrir byggingu þessari og lagt fyrir um alla tilhögun og fyrirkomulag, og lagt út allt fé til efnis og verkalauna; en hvort það er af hans ramleik sjálfs að nokkru eðr öllu, það er enn öllum hulið, en mun von bráðar opinbert verða.

Skólavörðurstígur

Skólavörðustígur.

Hinn nýi alfara vegr upp úr bænum eðr réttara sagt ofan í bæinn, af Öskjuhlíðarveginum ofan að bakarastígnum, er bæjarstjórnin hefir gjöra látið á þessu sumri, og búið er að vísu að fullgjöra svo, að hann er miklu færari og betri en hinn gamli vegrinn ofan hjá Vegamótum, er í öllu tilliti verðr þess að á hann sé minst, eigi sízt í sambandi með skólavörðunni, þar sem hvorttveggja er bæði nýsmíði og má segja fremr stórvirki eptir fámenni og fátækdóm þessa staðar, og af því að þessi hinn nýi vegr er nú lagðr upp holtið skamt eitt fyrir norðan troðningabrúna (hérna megin Öskjuhlíðar) í útnorðr til skólavörðunnar, og fast fram hjá sjálfri henni og þaðan ofan eptir öllu holtinu að bakarastígnum, rétt fyrir norðaustan vindmylnuna. Að þessu leyti má nú segja, að hvort vegsami annað: þessi hinn nýi, mikilfengi og breiði upphækkaði vegr skólavörðuna, og hún aptr veginn.

Skólavarðan

Skólavarðan 1902.

Engir ferðamenn, er fara þenna nýja veg, og það gjöra allir síðan hann varð vel fær með hesta, telja né geta talið nein tvímæli á því, að þetta sé nauðsynja-vegabót, eigi sízt í samanburði við gamla veginn, eins og hann var orðinn í rigninga sumrum. Nýi vegrinn er allr upphækkaðr með steinlögðum brúnum, vönduðum að verki og völdu grjóti, en vantar enn yfir-ofaníburðinn yfir allt frá skólavörðunni og ofaneptir; er hann samt þegar orðinn góðr vegr og verðr bezti vegr, þegar fullgyggðr er, til yfiferðar með hesta, en vagnvegr verðr hann aldrei nema erfiðr og óþægr bæði frá bæ og að, sakir brekkunnar bæði vestan og sannanvert í holtinn, eins og líka sýnir sig nú þegar.

Skólavarðan

Skólavarðan 1931-1932, – Skólavörðuholt. Menn við vinnu, verið að rífa Skólavörðuna og reisa stall undir styttu Leifs Eiríkssonar.

Þar sem varla nokkrn af hinum mörgu er þessi vegrinn liggr óneitanlega miklu beinna og betr við til mókeyrslu, heldren hinn gamli gjördii, hefir þókt annað fært en að reiða mó sinn á hestum austan úr mýrinni og af þerriholtunum, uppundir skólavörðuna, en hugsa sjálfsagt til að keyra hann þaðan á vagni ofaneptir öllum hallandanum í bæinn, en reynist brattan að austanverðu lítt fær eða ófær fyrir vagn, þó verður hún það þó margfalt fremr uppeptir héðan að neðan uppá móts við skólavörðuna; og virðist þetta hafa verið fremr vanhugað hjá bæjarstjórninni, við að ákveða þessa nýju vegarstefnu, svo framt menn vildi heldr styðja að því en nýða það úr, að þægir vagnvegir kæmist hér smám saman á sem víðast og þar með brúkun og afnot vagna til ómetanlegs léttis við alla flutninga, en til þess er þó og verðr einkaleiðin sú, að leggja vegina sem hagfeldast og sem kostr er á, með því að kasta af sér brekkunni eða draga úr henni sem mest hvar sem því verðr við komið; hér er gjört þvertímóti með þenna veg, það sjá allir; menn hafa stefnt honum uppá holtið, þar sem það einmitt er hæst og brettan er lengst og erfiðust uppá hæðina.

Skólavörðustígur

Skólavörðustígur.

Undanfarnar bæarstjórnir hafa allajafna verið samdóma þessari um það, að gamli vegrinn væri óbrúkandi, lægi illa og yrði aldrei endrbættr til hlítar, og að nýjan alfaraveg, upphækkaðan, þyrfti að leggja nokkuð við sunnar austr úr holtinu, frá sporði vegabótabrúarinnar (þess vegna einmitt var ný brú lögð þarna, þar sem hún er, með ærnum kostnaði þegar (1843—45) þar yfir norðrtaglið á holtinu, sem alls engi bratti er til, heldr allt sem næst lárétt norðrfyrir Steinkudys; þar suðrmeð hæðinni kemr nokkurra faðma slakki, sem auðgjört er að hlaða af sér með upphækkun vegarins; það er auðsætt, að þarna má leggja hinn hægasta og þægasta vagnveg og þar til svo, að miklu fleiri af bæjarmönnum gæti notað veginn þar heldren þarsem hann er nú lagðr. Og sú mun reyndin á verða, að aldrei mun sá vegrinn þurfa meira að kosta heldr að mun minna en þessi nýi, er þegar mun vera búið að kosta til um 1300 rd. Sú mun reyndin á verða, segjum vér, og það innan 20 ára hér frá, því hagsmunirnir af góðum og greiðum vagnvegum hér og almenn nauðsyn mun opna augu komandi bæjarstjórnar og knýa til, að kosta þar til alfara vagnvegar sem góðr vagnvegr getr orðið og sem flestum til gagns.”

Heimild:
-Þjóðólfur 08.10.1868, Skólavarðan og hinn nýi aðalvegr upp úr Reykjavík, bls. 178-180.

Skólavarðan

Skólavarðan 1926.

Reykjanesskagi

Þegar forleifaskráningar einstakra svæða eru skoðaðar mætti ætla að forfeður og -mæður hefðu farið í þyrlum frá einum stað til annars því sjaldnast er þar getið um vegi, götur eða leiðir þeirra á millum.

Kristborg Þórsdóttir

Kristborg Þórsdóttir.

Í grein Kristborgar Þórsdóttur,í riti Fornleifafræðingafélags Íslands árið 2012 má m.a. lesa eftirfarandi um “Fornar leiðir á Íslandi: tillaga að skilgreiningu, flokkun og skráningu”:
“Landslag Íslands er afar fjölbreytt. Það hefur vafalaust mótað Íslendinga og haft mikil áhrif á það hvernig þeir ferðuðust og höfðu samskipti hver við annan. Strax eftir komu manna hingað til lands hafa þeir þurft að sigrast á helstu farartálmunum og finna hentugar leiðir milli sveita og landshluta.

Frá upphafi Íslandsbyggðar hefur samgöngukerfið verið í stöðugri þróun. Það hefur smám saman þéttst eftir því sem íbúunum fjölgaði og línur skýrst eftir því sem búseta, valdamiðstöðvar og stofnanir festust í sessi.

Reykjanes - fornar leiðir

Reykjanesskagi – fornar leiðir (ÓSÁ).

Þær leiðir sem Íslendingar hafa þrætt í gegnum aldirnar geyma fjölbreytilegar og mikilvægar upplýsingar um heim fortíðar, hvernig fólk hefur sigrast á hindrunum í vegi sínum, hvert farið var og í hvaða tilgangi.
Rannsóknum á fornum leiðum á Íslandi hefur hingað til verið lítið sinnt. Leiðir hafa ekki verið skráðar nægilega markvisst eða skipulega en það má að hluta til rekja til skorts á hentugri aðferðafræði við öflun gagna og úrvinnslu þeirra. Þetta efni hefur þó ekki verið hundsað með öllu og hafa verið gerðar nokkrar rannsóknir, bæði af fornleifafræðingum og sagnfræðingum, sem lúta að leiðum og samgöngum fyrri alda.

Reykjanes

Reykjanes og Rosmhvalanes – fornar leiðir (ÓSÁ).

Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því hvaða ávinning má hafa af því að skrá leiðir með skipulegum og samræmdum hætti og hvaða rannsóknir er hægt að gera sem byggja á skráningunni. Augljóst er að leiðir á að skrá eins og aðrar fornminjar. Þær eru áhugaverðar í sjálfu sér og jafnréttháar öðrum fornminjum. Það sem leiðir geta sagt okkur um fortíðina er margþætt þar sem þær hafa tengt öll athafnasvæði manna og ættu að endurspegla mikilvægi áfangastaða og breytingar á því. Samgönguminjar á leiðum eru spennandi rannsóknarefni og er hægt að kanna gerð þeirra og aldur.

Grindavíkurvegir

Varðaðar leiðir til og frá Grindavík frá fyrstu tíð.

Við höfum litla vitneskju um hvernig samgöngumannvirki voru gerð og úr hverju, hverjir stóðu fyrir framkvæmdum við þær og hverjir unnu við þær. Rannsóknir á leiðum geta hjálpað okkur við að finna svör við spurningum á borð við: Hvernig endurspeglar samgöngukerfið völd? Hvert var fólk að fara og til hvers?
Hvernig hafa breytingar á loftslagi og landslagi breytt samgöngukerfinu? Hvernig hefur gerð og viðhald vega og samgöngumannvirkja breyst í gegnum tíðina?
Rannsóknir á samgöngum fyrri alda má byggja á heildstæðu gagnasafni um allar þekktar leiðir og vísbendingar um þær. Slíkt gagnasafn verður ekki til nema með því að taka aðferðir við skráningu fornra leiða til gagngerrar endurskoðunar.

Vegagerð

Vegagerð.

Leiðir eru flóknar minjar og ýmsar ástæður eru fyrir því að þær hafa ekki verið skráðar með fullnægjandi hætti. Leið er minjastaður á sama hátt og sel og þingstaður að því leyti að henni tilheyra ýmsar staðbundnar minjar sem geta haft ólík hlutverk og verið ólíkar að gerð. Leið er hins vegar ólík flestum öðrum minjastöðum að því leyti að hún er línuleg og teygir sig oft um mjög langa vegu, yfir margar jarðir, auk þess sem hún er oft illgreinanleg eða ósýnileg á löngum köflum. Um leiðir ættu þó að gilda sömu reglur og um aðra minjastaði. Svo virðist sem í flestum tilfellum séu leiðir ekki skráðar sem minjastaðir, heldur séu staðbundnar samgönguminjar sem eru hluti af tilteknum leiðum skráðar innan hverrar jarðar. Það virðist ekki vera algengt að þessar minjar séu tengdar við skilgreindar leiðir og eru þær því teknar úr samhengi við minjastaðinn – leiðina.

Þingvallavegur

Gamli Þingvallavegurinn – ræsi og varða. framundan.

Ekki er vænlegt til árangurs að búta minjar sem ná yfir fleiri en eina jörð niður eftir landamerkjum og hengja þær á jarðirnar sem þær tilheyra því að það gefur ranga mynd af fjölda minja í landinu og slítur þær úr samhengi við aðrar minjar sem þær tengjast. Það á einnig við um minjar sem ná yfir sýslumörk.
Hverskonar staðbundnar minjar eru til vitnis um samgöngur? Fljótt á litið virðast samgönguminjar á Íslandi vera harla fátæklegar; vörður á stangli, óljósar götur og leifar af kláfferju eða gamalli brú. En hvers konar minjar er hægt að telja til samgönguminja? Þær minjar sem tengjast samgöngum á sjó eru fyrst og fremst hafnir, lendingar og siglingamið. Þær minjar sem eru til vitnis um samgöngur á landi eru vörður sem vísa veg, götur, upphlaðnir og ruddir vegir, brýr af öllum gerðum, göngugarðar, ferjustaðir, vöð, traðir og þannig mætti áfram telja.

Þingvallavegur

Varða við gamla Þingvallaveginn – með vegvísi til norðurs.

Þetta eru ekki svo fáir minjaflokkar þegar nánar er að gáð. Það sem gerir það að verkum að samgönguminjar virðast vera fátæklegar er að þær eru sjaldan mjög sýnilegar, þær eru brotakenndar og strjálar. Sumar þessara minja eru ekki mannvirki (t.d. götur, vöð og ferjustaðir) og getur það gert skráningarmönnum erfitt fyrir þar sem oft sést lítið til slíkra minja.
Fornleifar eru oft óhlutbundnar í þeim skilningi að engin mannaverk eru sýnileg á þeim. Slíkar fornleifar eru staðir sem hafa menningarlega tengingu vegna þess að þar hafa átt sér stað ákveðnir atburðir, endurteknar athafnir, þar hafa ákveðin verk verið unnin eða þeim fylgir trú eða sögn.
Aðrar minjar sem tengjast samgöngukerfinu og geta gefið vísbendingar um ferðalög og legu leiða verða hér einnig taldar til samgönguminja.

Hvað er leið?

Fornaselsstígur

Fornasels og Gjáselsstígur.

Forsenda þess að hægt sé að fjalla um fornar leiðir og skráningu þeirra á marktækan hátt er að hafa skýra skilgreiningu á því hvað fyrirbærið leið er og hvaða leiðir teljast til fornleifa. Í víðasta skilningi er það leið sem farin er milli tveggja staða þó hún sé ekki farin nema af einum manni í eitt skipti.
Leiðir sem skráðar eru sem fornleifar þurfa þó að uppfylla fleiri skilyrði. Hlutverkið leið er í leiðbeiningum um fornleifaskráningu skilgreint þannig: Leið er hverskyns skilgreinanleg leið milli tveggja staða sem farin var að jafnaði.
Lykilhugtök í þessari skilgreiningu eru skilgreinanleg leið, milli tveggja staða, farin að jafnaði. Hlutverkið leið sem þessi skilgreining á við er oftast notað þar sem tegund er annaðhvort heimild eða gata/vegur, þ.e. þar sem sýnileg ummerki um umferð hafa myndast eða verið gerð af mönnum og gefa til kynna að leið hafi verið farin reglulega um nokkurt skeið.

Stakkavíkuselsstígur

Stakkavíkurselsstígur á brún Stakkavíkurfjalls.

Leið þarf að vera skilgreind sem slík af einhverjum og þarf þá að vera heimild um slíkt, munnleg, rituð eða á korti. Leiðin þarf að liggja milli tveggja staða og tengja þá. Leið getur varla talist fornleif nema hún sé farin oftar en einu sinni; að það hafi verið venjan að fara tiltekna leið þegar farið var milli staðanna sem hún tengir hvort sem það hafi verið oft eða sjaldan, af mörgum eða fáum. Orðalagið að jafnaði er helst til loðið en verður látið duga enn um sinn.
Þær leiðir sem talist geta til fornleifa eru leiðir sem farnar voru fótgangandi og ríðandi fyrir tíð bílsins og mannvirkja tengdum honum. Þessi mörk geta verið óskýr þar sem fyrstu bílvegirnir voru oft á lítið breyttum leiðum sem áfram voru farnar á gamla mátann eftir komu fyrstu bílanna.
Leiðir þurfa ekki að vera sýnilegar og þær þurfa ekki að hafa verið farnar oft til að geta talist til fornleifa.

Selvogsgata

Selvogsgata undir Setbergshlíð.

Til þess að hægt sé að skrá fornar leiðir þarf samt eitthvað að gefa vísbendingu um þær. Vísbendingarnar geta verið ýmist á kortum, í rituðum eða munnlegum heimildum, sýnilegar slóðir eða mannvirki á leiðunum. Ef leiðar er getið í heimildum á þann hátt að legu hennar er lýst, staðirnir sem hún tengir eru nefndir eða nafns hennar er getið, er um skilgreinda leið að ræða sem telja ætti til fornleifa.
Þegar það sem hér hefur verið sagt er dregið saman er niðurstaðan sú að leiðir sem talist geta fornleifar eru leiðir sem farnar voru að jafnaði af ríðandi og fótgangandi fólki fyrir tíð bílsins og a) eru skilgreindar sem slíkar í heimildum eða af heimildamanni þannig að þeirra er getið með nafni, legu þeirra er lýst eða staðir nefndir sem leiðirnar tengja eða b) er hægt að skilgreina sem slíkar út frá sannfærandi minjum og staðháttum.

Hvernig eru leiðir ólíkar öðrum fornleifum?

Méltunnuklif

Gamli Krýsuvíkurvegur – Méltunnuklif.

Leiðir eru samkvæmt ofansögðu að miklu leyti huglæg fyrirbæri. Miðað við hversu víða leiðir liggja er mjög lítill hluti þeirra manngerður. Það sem greinir leiðir frá mörgum öðrum fornleifum er að innan þeirra eru minjar – minjar sem tilheyra leiðinni, minjar innan minjanna. Hægt er að segja að leiðir eigi þetta sameiginlegt með t.d. seljum og bæjarhólum en þeir minjastaðir eru mjög afmarkaðir í rúmi og auðveldara að sjá þá í samhengi.
Leiðir geta hins vegar teygt sig um langan veg og erfitt er að hafa yfirsýn yfir leiðir í heild ef þær eru ógreinilegar og flóknar.

Flokkun leiða

Fornagata

Fornagata í Selvogi.

Gagnlegt er að skoða orðanotkun um samgöngur í gömlum heimildum til þess að átta sig á skilningi þeirra sem á undan hafa farið á leiðum og flokkun þeirra.
Líklegt er að orðið gata hafi verið notað um slóðir og troðninga sem myndast hafa milli bæja fyrst eftir landnám Íslands. Þetta orð hafði mjög almenna merkingu, það gat táknað troðninga eftir skepnur, en það var einnig notað um slóðir og stíga sem urðu til af umferð manna í samsetningum á borð við alþýðugata, almenningsgata, reiðgata o.s.frv. Á þjóðveldistímanum virðist orðið braut vera notað um rudda eða hlaðna vegi, sbr. þjóðbraut og akbraut en einnig í örnefnum á borð við Brautarholt. Orðið vegur er hins vegar ekki mikið notað um götur fyrr en í Jónsbók en til forna hefur það oftast verið notað í almennri merkingu; koma um langan veg, vegalengd. Orðið leið er að sama skapi notað í almennri merkingu; fara sína leið.

Alfaraleið

Alfaraleið um Draugadali.

Snemma hefur verið farið að gera greinarmun á leiðum sem voru fjölfarnar og almennar og þeim sem sjaldnar voru farnar. Fyrrnefndu leiðirnar voru kallaðar þjóðleiðir í merkingunni alfaraleið. Einnig voru höfð um alfaraleiðir orðin þjóðbraut, þjóðgata, þjóðvegur eða almannavegur. Þessi orðnotkun hefur haldist óbreytt og hafa þessi orð lengi verið notuð um helstu vegi innan héraða og milli þeirra.

Skipsstígur

Skipsstígur – endurbættur skv. “nútíma” kröfum.

Í Jónsbók (2004) er kveðið á um það hvernig þjóðgata eigi að vera en hún átti að vera 5 álna breið (um 3 m) og vera þar sem hún hafði verið að fornu fari. Með réttarbót Eiríks Magnússonar frá 1294 varð það hlutverk lögmanna og sýslumanna að ákveða hvar almannavegur var mestur (þjóðgata) og áttu bændur að vinna við að gera þær leiðir færar.

Flokkun leiða í lögum á 18. og 19. öld
Af heimildum að dæma virðist lítið hafa farið fyrir opinberum afskiptum af samgöngumálum á Íslandi fyrr en seint á 18. öld er svokölluð Landsnefnd sem skipuð var af Danakonungi árið 1770 lagði grunninn að tilskipun um samgöngur sem var gefin út af konungi árið 1776.

Skipsstígur

Skipsstígur – vagnvegurinn.

Í þessari tilskipun er vegum skipt í byggðavegi og fjallvegi (Lovsamling for Island IV, 1854). Mönnum var skylt að vinna við vegabætur án kaups og var vinnukvöðin mjög misjöfn eftir því hversu mikil umferð var á hverjum stað (Lovsamling for Island IV, 1854). C.E. Bardenfleth stiftamtmaður flutti frumvarp um vegabætur árið 1839 þar sem hann leggur til að vegir skuli flokkaðir í þjóðbrautir (lestavegi) og aukavegi (stigu). Einn þjóðvegur (þjóðbraut) átti að vera um hverja sýslu og áttu allir sýslubúar að vinna við þjóðvegi.

Breiðagerði

Breiðagerði – gamli vagnvegurinn (Almenningsvegurinn) að Knarrarnesi. Í fornleifaskráningu er vegagerðin skráð sem “garður”?

Þetta fyrirkomulag átti að jafna vinnukvöð manna óháð því hvar þeir voru í sveit settir (Tíðindi frá nefndarfundum íslenzkra embættismanna í Reykjavík árin 1839 og 1841). Skipting Bardenfleths í þjóðvegi og aukavegi var tekin upp í tilskipun um vegi 15. mars 1861. Þjóðvegur var skilgreindur sem leið sem íbúar eins eða fleiri héraða fóru um í kaupstað, fiskiver eða annan samkomustað manna. Einnig áttu alfaravegir milli sýslna (þó ekki væru fjölfarnir) og almennir póstvegir að teljast þjóðvegir (Lovsamling for Island VIII, 1854). Í kjölfar vega tilskipunarinnar frá 1861 urðu fjallvegir að mestu útundan þar sem ekki var gerður greinarmunur á þeim og vegum í byggð og minni ástæða þótti að gera bætur á þeim en byggðavegum (Alþingistíðindi II 1875).

Bollastaðir

Bollastaðir í Kjós – atvinnubótavegabútur án áframhalds.

Í stað vinnukvaðar við þjóðvegi greiddu menn nú þjóðvegagjald og vinnu við þjóðvegi átti að bjóða út (Lovsamling for Island VIII, 1854). Við það að vinnukvöðinni var aflétt við þjóðvegi varð ákveðin tilhneiging í þá átt að fleiri vegir væru flokkaðir með þjóðvegum en áður þar sem kostnaður við þá var greiddur af almannafé en áfram var vinnukvöð á aukavegum (Alþingistíðindi II 1875).
Áfram var skilgreiningum á leiðum breytt og því hver skyldi standa straum af kostnaði við vegaframkvæmdir. Með lögum frá 1875 var vegum skipt í fjall- og byggðavegi og þeim síðarnefndu í sýsluvegi og hreppavegi. Sýsluvegir hétu þeir vegir sem lágu milli sýslna og voru í það minnsta hálf þingmannaleið. Einn sýsluvegur átti að vera um hverja sýslu og ef sýslur voru víðlendar skyldu þeir jafnvel vera tveir.

Svínaskarðsvegur

Svínaskarðsvegur.

Fjallvegir töldust þeir vegir sem lágu milli landsfjórðunga eða sýslna og voru þingmannleið eða lengri. Kostnað við fjallvegi greiddi Landssjóður en vinna við alla byggðavegi var nú greidd af almannafé og síðar einnig með framlögum frá Landssjóði (Alþingistíðindi II 1875, 1875-1876). Í aðalatriðum hélst þessi skipting næstu árin og fram á 20. öld en með lögum 1894 var vegum skipt í fjallvegi, flutningabrautir (helstu vöruflutningaleiðir héraða), þjóðvegi (aðalpóstleiðir), sýsluvegi og hreppsvegi (Stjórnartíðindi fyrir Ísland 1894 A, 1874).
Stöðugar endurskilgreiningar á leiðum og endurmat á mikilvægi þeirra orsakaðist af því að mikill kostnaður fór í vegabætur og vegagerð og vanda þurfti valið á þeim leiðum sem úthlutun fengu úr sjóðum.

Orðanotkun um leiðir í Sýslu- og sóknalýsingum

Alfaraleiðin

Alfaraleiðin millum Hafnarfjarðar og Voga.

Í Sýslu- og sóknalýsingum Hins íslenzka bókmenntafélags sem safnað var á árunum 1839-1873 er spurt um samgöngur í sýslum og sóknum landsins. Var spurningin um samgöngur í sóknum á þessa leið: Hvar liggja alfaravegir um sóknina og úr henni í aðrar sóknir á alla vegu (fjallvegalengd eftir ágizkun)? – Vegabætur: ruðningar, brýr, vörður, sæluhús o.s.frv.? – Torfærur: hvernig þeim sé varið, og hvort úr þeim verður bætt (áfangastaðir á fjallvegum)? Hverjir bæir standa næstir fjallvegum báðum megin?
Svipuð spurning um alfaravegi í sýslum og úr þeim í aðrar var lögð fyrir sýslumenn. Hér er orðið alfaravegur notað og mun það hafa verið almennt hugtak um leið sem farin var af mörgum. Líklegt er að það nái að minnsta kosti yfir þær leiðir sem flokkaðar eru til þjóðvega í tilskipun um vegi frá 1861 enda er það nokkuð víð skilgreining.

Almenningsvegur

Almenninsgvegurinn um Vatnsleysuströnd.

Lausleg athugun á hugtakanotkun um vegi í sóknalýsingum nokkurra sýslna leiddi í ljós að flestir tala um alfaravegi (enda spurt um þá) eða almannavegi og leggja þá oft að jöfnu við þjóðvegi. Aðrir gera greinarmun á alfaravegi og þjóðvegi en það kann að vera af því að frá 1861 eru í gildi lög þar sem skýrt er kveðið á um hvaða vegir skuli kallast þjóðvegir. Á a.m.k. einum stað (Lýsing Árnessóknar, 1952) er dregið í efa að leið sem farin er af fáum öðrum en sóknarmönnum geti kallast alfaravegur.
Það virðist því hafa verið svipaður skilningur milli manna á hugtakinu alfaravegur – að það hafi verið fjölfarin og almenn leið íbúa eins eða fleiri héraða.”

Framangreind skrif eru ágætt innlegg í umræðuna um mikilvægi samgangna fyrrum sem og varðveislu þeirra sem fornminja til framtíðar.

Heimild:
Kristborg Þórsdóttir. “Fornar leiðir á Íslandi: tillaga að skilgreiningu, flokkun og skráningu, rit Fornleifafræðingafélags Íslands 2012, bls. 34- 47.

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi – fornar leiðir.

Gata

Mynd af mönnum á hestum á leið yfir Kapelluhraun birtist í The Illustrated London News árið 1866.

Kapelluhraun

Ferðast um Kapelluhraun – teikning frá 19. öld.

Þeim sem ferðuðust um Ísland þótti hvað einkennilegast og ógnvænlegast að fara um landsvæði sem voru þakin hrauni, “þar sem ekki óx strá, ekki var vatnsdropa að finna, hvergi var fugl á flugi og ekkert lífsmark sjáanlegt”. Í þessu sambandi töluðu margir um leiðina frá Hafnarfirði til Krýsuvíkur og álitu að erfitt hlyti að vera fyrir aðra að gera sér í hugalund hvernig umhverfið þar liti út. Sennilega líkist það einna helst skriðjökli í sínu úfnasta formi eða jafnvel stórsjóum sem hvirfilvindur hefur farið um en svo skyndilega orðið að steini. Yfir þennan óveg gat þó hinn “vitri íslenski smáhestur” komist klakklaust.

Kapelluhraun

Kapelluhraun 2020.

Samkvæmt lýsingum margra erlendra ferðamann á leið um landið var það hræðilegt á að líta. Leiðin til Krýsuvíkur var oft tekin sem dæmi um hræðilega hraunauðn. Einn ferðamannanna gat t.d. um konuhræ við leiðina, sem enginn virtist hafa áhuga á að færa til graftrar.
Í dag eru hraunin eitt helsta aðdráttarafl ferðamanna.

-Ísland – framandi land – Sumarliði Ísleifsson – 1996

Kapelluhraun

Kapelluhraun og nágrenni – fornar leiðir og örnefni.

Þingvellir

Guðmundur Davíðsson ritaði um “Vegakerfið á Þingvöllum” í Alþýðublaðið árið 1940:
“Nokkru fyrir aldamótin síðustu var gerður akvegur frá Reykjavík til Þingvalla. Hann er lagður, eins og kunnugt er yfir há-Kongsvegur-231Mosfellsheiði, bak við alla bæi í Mosfellssveit og kom því sveitinni að engum notum. Hann var nokkurskonar öræfavegur. Meðfram honum var nálega hvergi snöp handa ferðamannahestum um há sumarið og undir snjó lá hann allan veturinn. Nú er hætt að nota hann að mestu. En í annan stað er búið að gera veg gegnum Mosfellssveit, yfir lág heiðina og til Þingvalla. Hann var lagður í tilefni af Alþingishátíðinni 1930.
Þegar búið var að leggja háheiðarveginn austur á bak við Skálabrekku var um tvær leiðir að velja með hann ofan á Þingvelli. Annaðhvort varð að fara með hann skáhalt austur aið Þingvallavatni og upp með því, nálægt gömlu þingmannaslóðunum, upp á Þingvelli, eða norðaustur fyrir neðan túnið á Kárastöðum og ofan í Almannagjá, og var sú leið valin. Verkfræðingurinn, sem þá var, áleit að heppilegra væri að leggja veginn upp með vatninu, og mældi þar fyrir honum. En þetta fór öðruvísi en ætlað var. Ráðin voru tekin af verkfræðingnum. Honum var boðið að hætta við að fara með veginn þessa leið, en taka hina leiðina, þar sem vegurinn liggur nú, ofan í Almannagjá. Að þessu lágu þau atvik, sem nú skal greina. Bóndanum, sem þá var á Kárastöðum, var það ljóst — að loku var skotið fyrir það, að hann hefði mikinn hagnað af greiðasölu, ef vegurinn lægi fjærri bænum upp með vatninu. Hann gerði sér vonir um, að gestir, á leið til Þingvalla, mundu frekar slæðast heim að bæ sínum, ef vegurinn lægi rétt hjá túninu. Bóndi fór því á fund prestsins á Þingvelli og fékk hann á sitt mál til að fá ráðstöfun verkfræðingsins breytt. Prestur talaði við landshöfðingja um þetta mál. Eftir þessa krókaleið, á bak við verkfræðinginn, bar bóndi sigur úr býtum. Þannig varð hagnaðarvon, lítilsiglds kotbónda, af greiðasölu, orsök til þess að skemmdar voru ýmsar merkar sögumenjar á Þingvöllum og stór spillt útliti staðarins. Í tilefni af veginum voru hús reist á óheppilegum stöðum innan fornu þinghelginnar, gerð spjöll á jarðvegi og fornum búðarleifum, vegir lagðir og troðnir stígar um vellina þvera og endilanga.
Ríkið hefir orðið að kosta stórfé til” að afmá lýtin á Þingvöllum, þó aldrei verði það hægt um sum þeirra, einungis fyrir glappaskot að leggja veginn um Almannagjá, en ekki upp með Þingvallavatni, eins og upphaflega var ráð fyrir gert.
Árið 1896 var farið með veginn ofan í Almannagjá um svonefndan Kárastaðastíg. Þar var áður einstígi upp úr gjánni. — Sögulegast við hann er það, að sagt er, að Flosi Þórðarson og Eyjólfur Bölverksson hafi gengið þarna upp á efri gjábakkann árið 1012, er Eyjólfur þáði mútu til að taka að sér vörn í brennumálinu. En það atvik varð einn aðdragandinn að bardaga á Alþingi. Þegar vegurinn var lagður, voru klappirnar þarna sprengdar og rifnar niður.
Miklu stórgrýti Kongsvegur-233var rutt óreglulega í neðri vegkantinn. Meðfram berginu var gerð mikil uppfylling undir veginn og aflíðandi halli ofan í gjána. Niðri í Almannagjá voru leifar af stórri fornmannabúð, sem giskað var á að Gestur Oddleifsson, spekingurinn frá Haga á Barðaströnd, hafi átt. Þær voru þurrkaðar út með öllu.
Þegar komið var með veginn að Drekkingarhyl var þar öllu umturnað. Sprengt úr gjábakkanum og stórgrýti dembt ofan í hylinn þar, sem hann var dýpstur. Trébrú var síðan lögð yfir gljúfrið þar, sem áin féll úr hylnum og ofan á vellina. Vegurinn var lagður stuttan spöl austur fyrir brúna, var þá hætt við hann í það sinn. Það mátti afsaka, að vegurinn var lagður eftir gjánni og jarðrask, sem af því stafaði, ef ekki hefði verið um aðra leið að gera, en það var síður en svo, eins og áður er sagt. Oft kemur fyrir að vegurinn í gjánni verður ófær af snjó frá hausti og fram á vor, kemur hann þá engum að gagni. Konungskomu ár var 1907. Í tilefni af því var þá byrjað á veginum aftur, þar sem áður var fráhorfið. Nú var gerð skörp beygja á veginn og hann lagður þvert yfir miðja Neðri vellina (Lögréttuvöllinn forna) og suður með hraunjaðrinum fyrir endann á Flosagjá, en þar var gerð einhver sú krappasta bugða, sem til er á þjóðvegi hér á landi.
Tveimur vögnum með hestum fridrik VIII - 231fyrir, varð ekki ekið eftir bugðunni, hvorum á eftir öðrum, nema maður fylgdi hverjum hesti til að koma í veg fyrir útaf keyrslu. Þarna hefir bifreiðum verið ekið útaf veginum, minnsta kosti 5 sinnum síðan 1930, þó hefir ekkert slys hlotizt af. Trébrú var lögð yfir Nikulásargjá. Hún var látin víkja fyrir steinsteypubrú laust fyrir 1930. Eftir að gjáin var brúuð 1907, var farið að grýta ofan í hana peningum. Síðan fékk hún nafnið „Peningagjá.”
Veginum var haldið áfram frá gjánni, austur hraunið að Vellankötlu. Þar hvíldist vegagerðin í 30 ár. En vegurinn frá Þingvöllum þangað austur var lagður í eins dags nauðsyn, eða eingöngu til þess, að hægt væri að aka konungi yfir hraunið, sem þó aldrei þurfti á að halda. Vegurinn var í síðan kallaður “Konungsvegur”. Þar, sem vegurinn var lagður með hraunjaðrinum, frá Neðri völlunum, sást á stöku stað votta fyrir leifum af fornum búðum. En menjar þeirra hurfu algerlega eftir að vegurinn kom. Á þessari leið var Brennugjá. Henni var einnig að mestu leyti spillt með því að hlaða veginn upp þvert yfir hana, þar sem hún opnast úr hrauninu fram að Öxará.
Um 1920 var loksins farið að byrja á að hlynna eitthvað að Þingvöllum. Vegurinn, sem lagður var 1907 þvert yfir Neðri vellina var tekinn í burtu og lagður í víðri bugðu á klöpp milli Efri og Neðri vallanna, þar sem lítið bar á honum. Var síðan sléttað rækilega yfir vegarstæðið á völlunum og öll sár grædd, sem af því stöfuðu.
Thingvallavegur gamli-231Gistihúsið „Valhöll” var rétt austan við Neðri vellina, við hina svonefndu Kastala, árið 1898. Var talið víst að því hafi verið hlassað þarna of n í æfa gamla búðartóft. Þetta var mjög óheppilegur staður. Þarna var gert ýmiskonar jarðrask, sem enn sjást merki, og áberandi óþrifnaður dreifðist út frá húsinu í allár áttir. Enginn vegur var lagður sérstaklega heim að húsinu, en þar mynduðust útflattir troðningar eftir bifreiðar, hesta og gangandi fólk. Rétt fyrir Alþingishátíðina, þegar húsið hafði staðið þarna í 30 ár, var það flutt vestur fyrir Öxará, þar sém það stendur nú. Jafnað var yfir gamla grunninn og þakinn með torfi og reynt að bæta úr áberandi jarðraski kringum hann.
,,Konungshúsið” var reist 1906 vestan við Efri vellina upp við hallann gegnt Öxarárfossi. Móttökunefnd konungskomunnar valdi því þennan stað, vegna þess, að fossniðurinn heyrðist þarna svo vel heim að húsinu. Heppilegra var þó að láta það standa austan við vellina. Þaðan mátti sjá fossinn hverfa ofan í gjána og líka heyra í honum. Þessi ráðstöfun hafði í för með sér að lagður var götuslóði eftir eridilöngum Efri völlunum heim að húsinu. Nokkrurn árum síðar var hann aflagður, en gerður vegur ofan frá húsinu þvert austur yfir vellina, og beygður í rétt horn með hraunjaðrinum heim að „Valhöll.” „Konungshúsið” var flutt um sama leyti og „Valhöll” vestur fyrir Öxará, eftir að hafa staðið þarna í liðlega 22 ár, en þvervegurinn var látinn óhreyfður. Nú er hann eingöngu notaður af gangandi fólki, sem þarna á leið upp í Almannagjá.
Enn hefst nýr þáttur í vegagerð á Þingvöllum í tilefni af undirbúningi Alþingishátíðarinnar 1930. Þá var lagður akvegur norður Efri vellina, eftir endilöngum Leirum og upp fyrir Almannagjá um svo nefndan Leynistíg, var hann látinn koma á Kaldadalsveginn fyrir sunnan Ármannsfell. Annar akvegur var lagður frá „Konungsveginum” fyrir austan Þingvallatúnið og vestur með suðurjaðri þess, yfir nýgerða steinsteypubrú á Öxará og heim á hlað í „Valhöll.” Fyrir vestan brúarsporðinn var enn lögð akbraut suður á móts við „Konungshúsið.” Braut þessi var byrjun á vegi, sem gert var ráð fyrir að síðar yrði lagður með Þingvallavatni, eða sömu leið og áætlaða vegarstæðið frá 1896. Gamla tröðin heim að Þingvallabænum var endurbætt um þetta leyti og gerð fær bifreiðum, en steinlagður, vegspotti, sem lagður var, fyrir nokkrum árum heim túnið á bak við kirkjuna, tekinn í burtu. Þá var gerður steinlagður göngustígur ofan með kirkjugarðinum, að norðanverðu fram á Öxarárbakkann, og nokkrum árum síðar haldið áfram með hann suður að Öxarárbrú, enda var þá búið að leggja niður tröðina, sem frá fyrri tímum lá frá bænum suðaustur í gegnum túnið. Er nú þarna opin leið fyrir þá, sem koma norðan frá völlunum vilji þeír stytta sér Ieið, heldur en að fara hringinn austur fyrir túnið og heim að „Valhöll.”
Eru nú taldir allir vegir á Þingvöllum, sem gerðir hafa verið af mannahöndum í seinni tíð. Flestar götuslóðir, troðnar af hestafótum á víð og dreif um Þingvelli, voru nú lagðar niður og græddar út. Þær gátu ekki lengur fullnægt farartækjum eða umferðarþörfinni. Dagar þeirra voru því taldir, hvort sem var.
konungshusid-231Þingvellir eru viðkvæmari staður, ef svo mætti segja, en nokkur annar blettur á Íslandi. Við svo að segja hvert skref þar, eru tengdir einhverjir sögulegir viðburðir frá fyrri tímum. Öll nýbreytni á þessum stað í vegagerð, húsabyggingum eða öðrum mannvirkjum, sem til lýta mega teljast, er hliðstæð því að skafa út letur á fornu og dýrmætu skinnhandriti og krota í staðinn aðra óskylda stafi.
Fyrir austan Öxará hefir miklu verið kostað til að bæta úr lýtum, sem stöfuðu frá ýmsum nýgerðum mannvirkjum, akvegir færðir til og vegarstæðin grædd út, vellirnir sléttaðir, hús, sem þarna voru til óprýðis, flutt á ánnan stað að undanskildu einu, timburkofanum við Efri vallargjána, sem enn hefir ekki verið þokað. Ýmislegt fléira er eftir að taka þarna í burtu, sem lítil prýði er að. Eitt af því er girðingafarganið á völlunum.
Þegar eftir Alþingishátíðina kom það brátt í ljós, að engin leið var að halda völlunum óskemmdum vegna bifreiðaumferðar. Ekið var yfir þá þvert og endilangt og rist ofan í þá djúp hjólför. Þá var það ráð tekið að girða þá með vírneti og gaddavír. Þetta var neyðarúrræði, en varð ekki komizt hjá því. Til þess að hægt sé að losna við girðingarnar á völlunum verður fyrst að breyta þar vegi og umferð frá því, sem nú er. Skal nú skýrt frá, hvernig það má gera.
Það stendur til að krappa bugðan við Flosagjá, frá 1907, verði bráðlega tekin af með því að sveigja veginn í víðari bugðu örfáum vegagerd fyrrum-233metrum norðar, þvert yfir gjána. Verður þá að sprengja allmikið úr öðrum gjábakkanum og auk þess að flytja að mikið grjót til að fylla upp gjána, sem þarna er hyldjúp. Efnið í uppfyllinguna hefir mönnum dottið í hug að sprengja úr berghlein í Almannagjá rétt við alfaraveginn. Ef að þessu yrði horfið, væru gerðar hér tvenns konar skemmdir. bæði þar, sem efnið er tekið, og á staðnum, sem það er látið. Um það verður ekki deilt, að stór lýti yrðu á báðum stöðunum. Þegar vegurinn var færður af Neðri völlunum, var gengið svo vel frá vegarstæðinu, að hvergi sást hvar það hafði legið. Við Flosagjá verður ekki hægt að fara eins að. Krappa bugðan , myndi verða látin standa óhreyfð þó að hin kæmi. Þá yrðu þarna framvegis tvær bugður, hvor við hliðina á annari, til stórra lýta í augum allra, sem um veginn fara.
Bugðan á veginum við Flosagjá eins og hún er nú veldur engum öðrum farartækjum slysahættu nema bifreiðum. Er þá hægt að gera hana óskaðlega hvað þær snertir með öðrum hætti en að breyta henni?
Hér að framan hefi ég bent á, að allur bifreíðaakstur ætti að leggjast niður eftir vegum um Þingvelli, frá nýju þjóðleiðinni eftir að hún er komin. Ef þetta yrði framkvæmt, hyrfi bifreiðaumferð um kröppu bugðuna við Flosagjá. Hún er þá orðin hættulaus og því óþarft að breyta henni, en gangandi fólki veldur hún engum slysum.”
G.D.

Heimildir:
-Alþýðublaðið 5. mars 1940, bls. 2-3.
-Alþýðublaðið 6. mars 1940, bls. 3-4.

Þingvellir

Þingvellir – Almannagjá.

Klifhæð

FERLIR hefur áður skoðað fornar leiðir upp frá Elliðakoti að Hellisskarði, bæði norðan og sunnan Lyklafells,sem og Dyraveg að Nesjavöllu.
Við þá skoðun kom í ljós augljós vörðuð leið frá Lyklafelli að VarðaDraugatjörn nokkru sunnar en gamla reiðleiðin lá að Húsmúla og með honum sunnanverðum áleiðis að Hellisskarði. Þessi leið mun hafa verið vetrarleið frá Hellisskarði og áleiðis að Lyklafelli. Suðaustan þess greindist leiðin; annars vegar áfram að fellinu þar sem hægt var að velja um a.m.k. tvær hinna framangreindu leiða niður að Elliðakoti og hins vegar leið um Bolavelli áleiðis niður í Lækjarbotna þar sem hún sameinaðist annarri leið ofan úr Ólafsskarði. Sú leið lá um Sandskeið, Jósepsdal og greinist efra við Leiti; annars vegar ofan við hraunkantinn að Geitafelli og áfram niður í Ölfus og hins vegar yfir hraunið niður með Sandfelli og um vestanverð Krossfjöll að Breiðabólstað í Ölfusi. Neðan við Sandskeið (Neðri-Fóelluvötn) eru tóftir af sæluhúsi á klapparhól.
GatanHér er athyglinni beint að leiðinni um Lækjarbotna, Lakheiði og Bolöldur áleiðis að Draugatjörn. Ofan við Lækjarbotna er fyrrnefnd Lakheiði. Austar eru Fossvellir. Um þá rennur Fossvallaá ofan af Vatnavöllum. Forn leið lá fyrrum um Lækjarbotna og áfram um Bolöldur frá Ölduhorni til norðausturs áleiðis að Lyklafelli. Þessi leið var vörðuð að hluta á 19. öld suðvestan Húsmúla að Draugatjörn. Þaðan lá leiðin áfram um vellina að Kolviðarhóli og í Hellisskarð þar sem hún sameinaðist Hellisheiðarvegi. Einn FERLIRsfélaga (nú er svo komið að allnokkrir félaganna eru orðnir þrautþjálfaðir og þar með sjálfbærir), Jón Svanþórsson og félagar hans, hafa að undanförnu gengið þessar leiðir, hnitað inn vörður og önnur mannvirki og lagt mat á aðstæður. Auk þess hefur Jón tekið fjölda mynda og sent á vefsíðuna. Hér er afrakstur einnar slíkrar ferðar.
Varða“Sendi þér nokkrar myndir sem ég tók á sunnudaginn. Þær eru af letursteini ofan við Fossvelli (vegendi 1887). Stóra varðan á brúninni er Landmælingavarða frá 1959. Gata ofan Lögbergs. Grunnar húsana á Lögbergi og hleðslur fyrir ofan þær (frá stríðsárunum?). Einnig eru síðustu myndirnar þaðan af djúpri rás sem E.J.Stardal heldur að sé eftir hesthófa (Árbók FÍ Þættir um Nágrenni Reykjavíkur 1985 bls 139.): “Við Lækjarbotna sunnan við Nátthagavatn stóð lengi vel veitingahús sem nefndist Lögberg. Ofan við húsið í Lækjarbotnum lá þjóðgatan yfir og utan í klapparhól þar sem hófar lestarhesta liðinna alda hafa barið sex til átta þumlunga djúpa slóð niður í stálhart bergið. –
Ummerki þessi eru örskammt norðan við núverandi hraðbraut Suðurlandsvegar.”
MannvirkiSvo eru myndir frá göngu minni frá veginum undir Húsmúla í vörðuleiðina. (Tókst að finna tvær vörður til að loka því.)
Athyglivert er að lesa í Árbók FÍ 1936 bls.87:  “Landið stígur nú snögglega og allt verður hrjóstugra. Ofan við brúnina eru Fossvellir og Fossvallaklif þar fyrir ofan. Í klifinu er steinn með ártalinu 1887 sem sýnir hvenær vegurinn var lagður.” Auk þess: “Mosfellsveit er nú lokað land fyrir göngumenn, því dómsmálaráðuneytið hefir fyrir nokkrum árum staðfest samþykkt sem leggur allt að 1000 kr.sekt við því, að ganga þar utan vega “án leyfis landráðanda” Gildir það jafnt uppi á heiði sem niðri í byggð og jafnt á sumri sem vetri.”
Ég kem svo og tala betur við þig og læt þig hafa hitin á vörðurnar og annað er fyrir augu bar.
Frábært veður.

Kveðja.
Jón Sv.”

Heimildir m.a.:
-Árbók FÍ 1936 bls.87
-Árbók FÍ Þættir um Nágrenni Reykjavíkur 1985 bls 139.

Lækjarbotnar

Á ferð um Lækjarbotna 1905.

 

Skipsstígur

Vitneskja um “fornar” eða “gamlar” götur á Reykjanesskaganum eru tiltölulega nýjar. Þeirra er ekki getið í fornum heimildum, enda hafa að öllum líkindum þótt svo sjálfsagðar að ekki tæki að fjalla um þær sérstaklega.

Skógfellastígur

Fyrstu “ferðamennirnir” hér á landi fóru flestir alfaraleiðirnar milli áhugaverðra náttúrustaða. Einn þeirra staða var t.a.m. hverasvæðið í Krýsuvík. Að öðru leyti þótti Reykjanesskaginn líkastur auðn, líkt og Sveinn Pálsson lýsti í ferðabók sinni seint á 19. öld; “hér er ekkert merkilegt að sjá…”
Þrátt fyrir heimildarleysið hafa landsmenn ferðast af nauðsyn milli tiltekinna staða með ströndinni og stranda á millum um aldir – eða
allt frá landnámi á 9. öld, eða jafnvel lengur. Þegar meiri festa komst á samfélagsmyndina og tilteknir staðir urðu ráðandi forðabúr svæðisins og aðrir ákveðnir stjórnsýslustaðir komust á fastar og hefðbundnar ferðir starfsfólks að og frá þeim, sem og fólks er sótti þangað varning, stundum í löngum lestum, s.s. að Seltöngum og í aðrar verstöðvar og verslunarstaði.
Yfirleitt var reynt að velja greiðfærustu leiðirnar á milli staða, jafnvel þótt lengri væru en þær beinustu. Reynt var að krækja framhjá úfnum og torfærum hraunum, sléttlendi frekar valið fyrir fótgangandi tvífætlinga og gróðurræmur fyrir fjórfætlinga. Vel var gætt að því að “halda hæð” svo ekki væri verið að fara að óþörfu upp og niður hæðirog lægðir. Slíkt krafðist orku, en mikilvægt var að lá fyrirliggjandi orkuöflun nýtast sem best í ferðinni hverju sinni. Hver fylgdi öðrum. Smám saman mynduðust mjóar götur í harða hraunhelluna þar sem umferðin var mest og samfeldust. Hafa ber í huga að ný hraun voru að renna um Skagann fram á ofanverða 12. öld og hiti hefur verið í þeim allt fram á framverða 13. öld. Helluhraunið milli Stakkavíkur og Herdísarvíkur er gott dæmi um breytta þjóðleið vegna eldgosa á nútíma. Einnig Ögmundarhraun, Afstapahraun og Nýjahraun (kapelluhraun), auk hraunanna ofan við Grindavík (Sundhnúkahraun, Illahraun og Afstapahraun sem og Eldvarpahraunin síðustu).

Rauðamelsstígur

Eftir að hafa skoðað þær mörgu “gömlu” götur á Reykjanesskaganum hefur vaknað grunur um að hlutar sumra þeirra séu hluti af mun eldri, almennari og lengri leiðum – gleymdum götum, sem legið hafa frá Innnesjum út á sunnanverð Útnesin. Þar hefur t.a.m. Krýsuvíkurleiðir, sem á seinni aldarmisserum hafa verið skráðar sérstaklega vegna tengsla, vitneskju eða áhuga manna á þeim, einungis verið hliðarstígar af almennari leiðum sem og margar aðrar götur, þ.á.m. Þórustaðastígurinn, Breiðagerðisstígurinn, Hrauntungustígurinn, Skógargatan o.fl.. Líklegt er, miðað við ummerki, að Krýsuvíkurleið með Suðurströndinni hafi verið ein aðalleiðanna frá og til sveitanna Sunnanlands.
Svo hefur einnig veirð um Sandakraveg, hluta Skógfellastígs, gata um Brúnir sunnan Keilis, götur með Hálsunum, gata að og frá Selsvöllum svo og gata um Lambafell og Mosa sem annar hluti að vestanverðri Alfaraleiðinni til Reykjavíkur, heimkynna allsherjagoðans, og síðan Álftaness, aðseturs yfirvaldsins. Þessar götur eru hvað mest klappaðar í hraunhelluna. 

Ófullgert vörðu- og leiðakort af Almenningi - ÁH

Sumar sjást nú einungis að hluta eða á köflum og líklegt má telja að elstu göturnar liggi utan þeirra leiða er síðar voru farnar með fé eða til almennra ferðalaga milli svæða. Þær eru nú þaktar mosa og öðrum gróðri og bíða opinberunnar.
Ætlunin er að gaumgæfa nánar framangreindar grunsemdir á næstunni. Sá er einna duglegastur hefur verið að leita að kennileitum og tengslum er Ásbjörn Harðarson, starfsmaður Vegagerðarinnar. Þá hafa nokkrir gaumgæft tiltekin svæði, s.s. Vatnsleysuströndina. Þar hefur Sesselja Guðmundsdóttir verið fremst í flokki áhugasamra.

Uppdráttur af gömlum götum í Almenningi frá 19. öld

Fyrstu upplýsingarnar um gamlar alfaraleiðir langsum eftir Skaganum birtust á fyrri hluta 19. aldar, en eftir það eru framkomnar upplýsingar fyrst og fremst endurtekningar, en yfirleitt lítið verið gert að því að leita uppi, rekja og sannreyna áþreifanlegar upplýsingar. Þá virðist áhugafólk hafa haft lítið þor til að koma með kenningar byggðar á uppgötvunum þess. Vörður hverfa á löngum tíma, einkum eftir að hætt er að nota götur, og það grær smám saman yfir þær. Djúp förin á klöppinni gróa þó ekki og þau virðast halda sér um langa tíð. Einstakir búsetukjarnar, s.s. Krýsuvík, hafa varla verið í alfaraleið þótt slík leið hafi áreiðanlega legið þar í gegn eða skammt undan, s.s. við Arnarfellsvatn (Bleiksmýrartjörn).
Of fáir ferðafærir vísinda- og fræðimenn hafa hingað til lagt áherslu á framangreind fræði með grunnkenningar fræðigreinanna að leiðarljósi. Áhugasamir einstaklingar hafa því dregið vagninn hingað til. Á því þarf að verða gagnger breyting.
Mikil vitneskja liggur fyrir hjá nokkrum um hinar gömlu (og nýrri) götur á Reykjanesskaganum, en það er líka margt óunnið áður en nýjar upplýsingar um fornar leiðir verða opinberaðar.
Gamlar leiðir, s.s. Selvogsgatan, Dalaleið, Undirhlíðavegur og Stórhöfðastígur voru einungis fáar af mörgum. Vesturleiðin (hinn gamli Vesturlandsvegur) hefur lítil ræktarsemi verið sýnd á meðan Suðurleiðinni (um Grafning og Hellisheiði) hefur verið betur við haldið. Ekki síst vegna krafna um virkjanir á þessum svæðum og frekari vegagerð er orðið mikilvægara en áður að staðsetja og skrá þessar gömlu þjóðleiðir. Tilvistin þarf að vera meðvituð eftirkomandi kynslóðum sem ein af hinum mikilvægu arfleifðum þeirra.
Forn

Þingvellir

Á Þingvöllum eru margar gamlar götur og stígar. Má þar nefna Tæpastíg, Langastíg, Leynistíg, Kárastaðastíg, Skógarkotsveg, Vatnskotsgötu, Veiðigötu, Sandhólastíg, Hrauntúnsveg, Leiragötu, Prestastíg, Kluggustíg o.fl.
SilfraÆtlunin er að feta nokkra þeirra og kíkja í leiðinni á nokkrar gjár, s.s. Silfru, Háugjá, Litlugjá, Hrafnagjá, Kolsgjá, Leiragjá, Brennugjá, Flosagjá, Snókagjá, Hvannagjá, Stekkjargjá, Almannagjá, Hestagjá, Lambagjá, Hrútagjá, Fjósagjá, Túngjá, Skötugjá, Kattargjá, Seiglugjá, Peningagjá, Nikulásargjá, Hellugjá, Sandhólagjá, Sleðagjá, Vallagjá, Söðulhólagjá, Hlíðargjá, Gildruholtsgjá, Bæjargjá og Gaphæðagjá.
Sprunguþyrpingar, þ. e. belti af opnum gjám og misgengjum, eru algengar í gosbeltum hér á landi, en finnast einnig á eldvirkum svæðum erlendis.
Almenn lýsing á öllum sprunguþyrpingum á íslandi er í grein Kristjáns Sæmundssonar (1978), en ítarleg lýsing á einstöku sprungusvæði er í grein Ágústs Guðmundssonar (1980) um sprungurnar við Voga á Vatnsleysuströnd. Jón Jónsson (1978) hefur einnig lýst sprungunum á Reykjanesskaga. Sprunguþyrpingar hér á landi eru allt að 20 km breiðar og 100 km langar. Flestar eru þó talsvert minni að flatarmáli, og almennt eru sprunguþyrpingarnar álíka að flatarmáli og rofnar gangaþyrpingar (Walker 1974).
FjosagjáÁ síðustu árum hafa umfangsmiklar rannsóknir farið fram á sprunguþyrpingunni við Kröflu (Axel Björnsson o. fl. 1979, Oddur Sigurðsson 1980, Torge 1981, Eysteinn Tryggvason 1980). Kröfluþyrpingin gliðnaði um nokkra metra á tímabilinu 1975-1983.
Gliðnunin er talin orsakast af göngum sem troðast lárétt inn undir þyrpinguna á nokkurra kílómetra dýpi (Páll Einarsson og Bryndís Brandsdóttir 1980, Pollard o. fl. 1983). Stundum ná þó gangarnir til yfirborðs og verða þá sprungugos. Utan íslands hafa sprunguþyrpingarnar á Hawaii einkum verið kannaðar og virðast að flestu leyti mjög áþekkar hinum íslensku (Duffield 1975, Pollard o. fl. 1983).
Thingvellir-123Sprunguaflfræði er vísindagrein sem hefur þróast ört á síðustu áratugum (Broek 1978). Beiting hennar í jarðfræði er þó nýtilkomin, en hefur þegar varpað ljósi á ýmsa þætti í myndun og þróun jarðsprungna sem áður voru óljósir (Rudnicki 1980). Enn er þó margt óskýrt, en aukin áhersla er nú
lögð á nákvæmar mælingar og tilraunir úti í náttúrunni ásamt athugunum á tilraunastofum (Logan 1979). Slíkar nákvæmar athuganir hafa meðal annars leitt til þess að menn gera sér nú betur grein fyrir því en áður, að allar jarðsprungur eru sundurslitnar eða ósamfelldar og því ber að fjalla um þær sem slíkar (Segall og Pollard 1980).

Thingvellir-124

Sprungumar á Þingvöllum eru hluti af mikilli sprunguþyrpingu sem kallast Hengilsþyrpingin (Kristján Sæmundsson 1978, Eysteinn Tryggvason 1982) og nær frá Langjökli í norðri til Reykjanesskaga í suðri. Þær sprungur sem hér verður rætt um liggja norðan við Þingvallavatn í um 9000 ára gömlu helluhrauni (Guðmundur Kjartansson 1964). Oft hefur verið talið að Þingvallahraunið sé frá Skjaldbreið. Svo mun þó ekki vera, heldur er það komið úr 15 km langri gossprungu á Tindfjallaheiði, vestan við Kálfstinda, og liggur það ofan á Skjaldbreiðshrauninu (Kristján Sæmundsson 1965). Þótt Þingvallahraunið sé úr gossprungu er það dæmigert helluhraun (dyngjuhraun), beltað og tuga metra þykkt, eins og best sést í veggjum Almannagjár.
Á undanförnum árum hafa margvíslegar jarðfræðilegar og jarðeðlisfræðilegar athuganir verið gerðar á Þingvallasprungunum, og verður helstu niðurstöðum lýst hér á eftir. Meginefni greinarinnar eru þó mælingar sem höfundur gerði á nokkrum af stærri sprungunum sumarið 1981 og tilgátur
um myndun og þróun þeirra.

Flosagja

Flosagjá er ein af megingjám Þingvalla með tæru vatni allt að 25 m djúpu. Á móts við þingið klofnar gjáin á löngum kafla og nefnist eystri kvíslin Nikulásargjá. Yfir hana var lögð brú 1907. Eftir það tóku ferðamenn að kasta 

smápeningum í vatnið fyrir neðan og smám saman var farið að kalla þann gjárhluta Peningagjá. Ekki er nein þjóðsaga tengd við Peningagjá en líta má á myntina í helköldu vatninu sem tákn um þá miklu auðlind sem vatnið er. Skötutjörn og Skötugjá eru framhald Flosagjár en Seiglugjá, Túngjá og Fjósagjá eru suður af Nikulásargjá. Silfra er litlu austar, að mestu sokkin í vatn. Um þessar gjár og víðar undan hrauninu rennur mesti hluti vatnsins sem myndar Þingvallavatn.
Jón Guðmundsson, Valhöll, sendi Bergmáli (Vísir 1954) eftirfarandi pistil: „Eg vil taka undir þau ummæli eftir Þingvelling, að leitt sé að hin fornu réttu nöfn haldist ekki á þessum stað. — Vil ég
leitast við að leiðrétta aðeins leiðan misskilning um Flosagjá. Nú er það svo að farið er að nefna Flosagjá Nikulásargjá og jafnvel „Peningagjá”. Í uppdrætti af Þingvelli er Nikulásargjá eða „Peningagjá” nefnd gjáin, sem peningunum er kastað í.”

Almannagjá markar plötuskil Evrópuflekans og Ameríkuflekans að vestanverðu. Almannagjá er eitt þekktasta kennileiti Þingvalla og steypist Öxará niður í hana sem Öxarárfoss. Áður lá bílvegurinn frá Reykjavík til Þingvalla um Almannagjá en 1. nóvember 1967 var hún friðuð fyrir bílaumferð.

Songhellir“Bergskúti sá var í gjárbarminum eystri (Almannagjá), sem kallaður er (eða var) Sönghellir, sbr. uppdrátt B. G. og útgáfu hans í ísl. beskr. (við bls. 92—93). S. G. hefir ekki markað hann á sinn uppdrátt, en hann getur um hann (á bls. 56) í ritgerð sinni þannig: »Sönghellir í Almanaagjá hefir nafn sitt af því, að þegar stúdentar frá Hólum og Skálholti hittust á Þingvelli, þá reyndu þeir sig í söng í Sönghelli, en glímdu í Almannagjá (eftir sögn doctors Schevings 1861).« — Hleðslan er að sumu leyti vestur-hliðveggur, 3,80 m. að 1., að sumu leyti suðurgaflhlað, 2. m. Mátti vel tjalda hjer inn yfir bergið og gera allgott skýli.”

Öxará hefur mótað umgjörð þingsins frá upphafi. Í Haukdælaþætti Sturlungu segir að ánni hafi verið veitt í Almannagjá til þess að þingheimur hefði greiðan aðgang að vatni.

Thingvellir-125Reiðgötur á Þingvöllum  Prestagata eða Prestastígur lá um Lyngdalsheiði norður um Hrafnabjargarháls að Ármannsfelli. Skálholtsbiskupar fóru þessa leið er þeir héldu til sveita norðan Bláskógaheiðar eða til Maríuhafnar í Hvalfirði, sem var aðal höfnin á 14. öld. Götur þessar voru líka nefndar Biskupavegur eða Hrafnabjargarvegur. Til Maríuhafnar hafa menn farið fyrir norðan Stíflisdalsvatn og síðan Þrengslaleið niður með Laxá í Kjós en Maríuhöfn var nokkuð fyrir vestan þar sem Laxá rennur til sjávar.

Norðaustan í Hrafnabjörgum var eyðibýlið Hrafnabjörg. Það á fyrir svartadauða að hafa verið í miðri sveit en þá voru að sögn 50 býli í Þingvallasveit. Seinna taldi einhver ferðalangur leggja þar reyk upp frá 18 bæjum þarna. Um Þingvallasveit hefur verið sagt að þar sé afdalabyggð í alfaraleið.

Leið liggur hjá eyðibýlinu Hrauntúni á Þingvöllum og þaðan yfir akveginn skammt frá Þjónustumiðstöðinni og eftir fornum götum í Skógarkot. Úr Skógarkoti niður að Þingvallavatni þar sem heitir Öfugsnáði lá svonefnd Veiðigata. Við Ögugsnáða er í dag vinsæll veiðistaður, veiðist þar bæði murta og bleikja. Gamla þjóðleiðin um Langastíg inn af Stekkjargjá er einnig notuð af hestamönnum.

Thingvellir-126Á barmi Almannagjár austan Öxarár er lítil grjótvarða, sem er til merkis um merkan stað, því í ljós kemur, að þarna er skarð í gjárvegginn, og um hann liggur stígur niður í gjána. Stígurinn er lagður grjóti því um hann lá aðal leiðin að vestan og sunnan niður á Vellina. Frá fornu fari lá aðalleiðin meðfram vatninu að vestanverðu, en árið 1789 urðu jarðskjálftar á Þingvöllum, svo miklir, að vatnsbakkinn seig um alin (rúml. 60 cm) samkvæmt frásögn Sveins Pálssonar læknis. Þá fór þessi gata undir vatn og var ófær. Var þá reynt að komast með hesta niður Kárastaðarstaðastíginn, en hann var svo þröngur, að baggahestar komust ekki þar niður. Urðu menn þá að ríða hingað að skarðinu sem við erum stödd i. Þá var skarðið lagað og gert hestfært. Stígurinn heitir Langistígur.
Við göngum nú niður Langastíg og höldum suður gjána, sem heitir Stekkjargjá á þessum kafla. Brátt Thingvellir-127komum við að háum, klofnum kletti á hægri hönd. Þetta eru Gálgaklettar, en fyrrum var tré skorðað á milli þeirra, og þeir þjófar hengdir, sem dæmdir höfðu verið til lífláts á Alþingi. Nokkru sunnar við Gálgaklettar eru rústir af stekknum, sem gjáin er við kennd.

Frá Sleðaási, en hann er sunnanundir Ármannsfellinu, eru tröppur yfir þjóðgarðsgirðinguna stutt frá hinni gömlu skilarétt sveitarinnar, sem lauk hlutverki sínu fyrir alllöngu. Lagt er af stað eftir gömlu götunni að Hrauntúni, sem liggur skammt úti í hrauninu. Hlaðin varða vísar okkur rétta leið að götuslóðanum. Við röltum eftir henni í rólegheitum.
Innan stundar erum komið að túninu og bæjarrústunum. Fyrrum var hér allt fullt af lífi, búið myndarbúi og margt að sýsla. En nú er þetta allt horfið og túnið og rústirnar einar tala sínu máli. Túngarðarnir eru allir hlaðnir úr hraungrýti og sama er að segja um rústir íbúðar- og gripahúsa. Gaman er að skoða vatnsbólið, sem er í djúpri holu suðvestanvert við bæjarrústirnar.

Thingvellir-128

Eftir hæfilega dvöl í Hrauntúni leggjum við aftur af stað og nú göngum við suður hraunið í áttina að Skógarkoti eftir gömlu götunni milli bæjanna. Sunnarlega í túninu er skarð í túngarðinn. Við förum þar um og hittum um leið á götuna sem er skýr og greiðfær alla leið að Skógarkoti. Til gamans má geta þess, að í upphafi bílaaldarinnar skömmu fyrir 1930 var eina akfæra leiðin milli Suðurlands og Borgarfjarðar um Kaldadal að Húsafelli. Þá fóru bílarnir þennan veg, þótt ótrúlegt sé.
Nokkru áður en við komum að Skógarkoti förum við yfir veginn, sem lagður var þvert yfir hraunið frá Hrafnagjá að Völlunum í tilefni 11 alda afmælis byggðar á Íslandi. Þessi nútíma hraðbraut ætti að vekja okkur til nokkurrar umhugsunar um þær gífurlegu breytingar á samgöngum, sem hafa orðið á landinu á 20. öldinni, og ekki sér enn fyrir endann á.
Thingvellir-130Héðan frá þjóðveginum er stutt heim að Skógarkoti. Þar eru ummerkin mjög áþekk og í Hrauntúni, en þó hefur steinsteypan verið notuð hér við byggingu íbúðarhússins. Frá þessum stað blasir við hinn fagri fjallahringur sem umlykur Þingvallasveitina, og er sjálfsagt að gefa sér góðan tíma til að virða hann fyrir sér og rifja upp helstu örnefnin.
Thingvellir-129

Fyrrum lá þjóðleiðin að sunnan frá Vatnsviki (Vellankötlu) til Þingvalla fyrir neðan túnið í Skógarkoti. Um þessa fornu götu hefur margt stórmenni lagt leið sína í aldanna rás, en þekktastir og voldugastir voru feðgarnir og konungarnir Kristján 9. og Friðrik 8. Kristján kom sumarið 1874 og Friðrik sumarið 1907. Þeir fóru ríðandi austur að Gullfossi og Geysi og komu við á Þingvöllum í leiðinni. Gaman er að rifja upp frásögnina af komu Kristjáns. Það var mikið um að vera við Almannagjá 6. ágúst það ár. Um 1000 manns höfðu safnast þar saman til að halda þjóðhátíð. Bjuggu þeir í tjöldum.
Síðdegis þennan dag var von á konungi að austan og fylgdi honum hópur tiginna manna. Þegar konungsfylgdin nálgaðist var hraðboði sendur á undan til að flygja fundarmönnum fréttirnar. Stigu þá 12 mektarbændur á bak hestum sínum og riðu til móts við konung undir forystu Tryggva Gunnarssonar, síðar bankastjóra. Þeir mættu konungi fyrir neðan túnið í Skógarkoti og fluttu honum hollustukveðjur frá hátíðargestunum. Síðan riðu þeir fyrir konungsfylkingunni til baka á Þingvöll. Þá var ekkert gistihús til staðar, svo konungur var búinn næturstaður í Þingvallakirkju, sem þá var veglegasta húsið á staðnum.

Thingvellir-131

Þjóðvegurinn liggur niður á Leirurnar um svonefndan Tæpastíg Hvannagjár, sem er fyrir norðan veginn og Snjókagjár að sunnanverðu. Við göngum inn í norðurendann á Snókagjá. Þar eru lóðréttir hamraveggir til beggja handa en botn gjárinnar er víða vafirr gróðri. Hér er að finna rennisléttar flatir en þó þarf að klöngrast yfir stórgrýti á nokkrum stöðum, sem veldur töf. Þótt frá gjánni að veginum handan við gjárbarminn sé aðeins steinsnar, þar sem ys og þys umferðarinnar heyrist jafnt og stöðugt, erum við innilokuð í þessum klettasal í þögn og kyrrð.
Þessi mikla hraunsprunga liggur frá Þingvallavatni og allt norður að Ármannsfelli, misjafnlega breið og djúp. Hún heitir ýmsum nöfnum. Fyrir norðan veginn er Hvannagjá, sem fyrr er nefnd. Fyrir sunnan hana er Snókagjá, þá Stekkjargjá, Almannagjá, Hestagjá, Lambagjá og syðst er Hrútagjá, en hún er fyrir vestan og norðan Kárastaðanesið. Öll þessi nöfn minna á ákveðna starfsþætti þess fólks, sem fyrrum bjó og starfaði á Þingvöllum. Auk rústanna af stekknum í Stekkjargjá eru Gálgaklettar, aftökustaður þjófa, og vestur úr henni er Langistígur, sem við höfum skoðað áður. Í Almannagjá, fast við brúna, er Drekkingarhylur. Þar var sakakonum drekkt. Þannig minna næstum hvert spor sem við stigum, okkur á kafla Íslandssögunnar. Sumir þeirra vekja gleði og fögnuð, en aðrir þjáningar og tár.
Rétt áður en komið er að afleggjaranum heim að Þingvallabænum er grunn breið gjá á vinstri hönd. Heitir hún Brennugjá, því þar voru þeir menn brenndir á 17. öld, sem sakaðir voru um galdra. Eldsneytið var nærtækt, nokkrir hestburðir af hrísi úr Þingvallaskógi Gjárnar tvær eru hyldjúpar með kristalstæru vatni.
Brú er á Nikulásargjá og hafa Thingvellir-133margir haft þann sið að kasta smámynt af brúnni í vatnið. Hefur gjáin því oft verið nefnd Peningagjá. Þessi siður er ekki ýkja gamall. Nikulásargjá er kennd við Nikulás Magnússon sýslumann í Rangárvallasýslu sem drukknaði í gjánni á þingi árið 1742, en Flosagjá er kennd við höfðingjann Flosa Þórðarson frá Svínafelli í Öræfum, sem stjórnaði aðförinni að Njáli Þorgeirssyni og sonum hans á Bergþórshvoli og brenndi þá inni sumarið 1011. Árið eftir var þetta mál tekið fyrir, en þegar sættir tókust ekki með mönnum hófst bardagi. Hallaði á Flosa og menn hans. Segir sagan að Flosi hafi flúið undan óvinum sínum og á flóttanum hafi hann stokkið yfir gjána.
Frá Spönginni höldum við af stað áleiðis að bílnum og göngum eftir vestari barmi Flosagjár. Hún er víða hyldjúp og margra metra háir lóðréttir hamraveggir til beggja handa. Þetta minnir á, að hér þarf að fara að með gát því hrasi einhver og falli í vatnið er harla lítil von um skjóta björgun. Á móts við Stekkjargjá er haft á gjánni og þar var farið yfir gjána fyrrum þegar haldið var til Skógarhóla. Með þessum hætti röltum við áleiðis að bílnum.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimildir m.a.:
-Ágúst Guðmundsson: Sprungurnar á Þingvöllum og myndun þeirra, Náttúrufræðingurinn 56. árg. 1986, bls. 1-3.
-Mbl. 2. ágúst 1979.
-Mbl. 9. ágúst 1979.
-Mbl.16. ágúst 1979.
-Vísir, 10. sept. 1954 – Bergmál, bls. 4.

Flosagjá

Þingvellir – Flosagjá.

Fornagata
Minjagildi fornleifa hefur jafnan flækst fyrir fólki, ekki einungis nútímafólki heldur og flestum forfeðrum og -mæðrum þess. Svo mun og líklega verða um ókomna framtíð.
SandakravegurSegja má að gildið hafi jafnan ákvarðast af viðhorfi, mati og skoðun viðkomandi hverju sinni. Þannig voru t.a.m. samtímabúskaparhættir fyrrum ekki metnir til jafns við “fornar búskaparaðferðir” þótt í rauninni hafi verið lítill munur þar á – allt fram undir lok 19. aldar eða jafnvel byrjun þeirrar 20. Hið forna var einkum tengt við “áþreifanleg orð” fornsagnanna, s.s. Íslendingabókar og Landnámu sem og afsprengi þeirra. Gamlar götur þóttu t.d. ekki í frásögu færandi – enda þá í hinni sömu “eðlilegu” notkun og ávallt fyrrum. Það var ekki fyrr en samgöngur breyttust allverulega með tilkomu sjálfrennireiðarinnar og allrar þeirra nauðsynlegu úrbóta á samgönguleiðum er hún krafðist, að fyrrum gengnar götur urðu “fornleifar” án sérstaks skilnings fólks. Skipti þá engu hvort þær voru farnar -um sumur eða að vetrarlagi. Gott dæmi um slíka götu á Reykjanesskaganum er Hvalsnesleiðin/Melabergsgatan milli Hvalsness og Keflavíkur. Hina[r] fornu fyrrum götu[r] má enn sjá liðast hlykkjótta[ar] um móa Miðnesheiðarinnar. Vetrarleiðin, sem var notuð síðar og þá væntanlegan um tiltölulega skamman tíma, er vandlega vörðuð með vel varðveittum vörðum. Utan beggja leiðanna liggja úrbætur til handa hestvagninum og síðar sjálfrennireiðinni, fyrst mjór og grófur kanthlaðinn malarvegur um holt og hæðir annars vegar og síðar malbikaður, rennisléttur og tvíbreiður, hins vegar. Framtíðin mun eflaust og án nokkurs vafa bæta enn við þá samgönguþróun. Þess vegna skipta gömlu göturnar svo miklu máli – til framtíðarinnar litið.

Kaupstaðavegur

Í riti fornleifafræðinganna Orra Vésteinssonar og Guðmundar Ólafssonar; “Fornleifaskráning – skilgreining, leiðbeiningar og skráningaraðferðir. Þjóðminjasafn Íslands og Fornleifastofnun Íslands 1997”, kemur m.a. eftirfarandi fram um minjagildi:
“Minjar eru ólíkar bæði að eðli, útliti og ástandi og minjagildi þeirra er afar mismunandi. Skrásetjari getur á vettvangi lagt huglægt mat á minjagildi fornleifa út frá fjórum mismunandi forsendum, þ.e. menningarsögulegu-, vísindalegu-, fræðslu- og skoðunargildi.
Menningarsögulegt gildi hafa staðir eða fornleifar sem tengjast nerkum atburðum í sögu þjóðarinnar, t.d. hafsögu eða verslunarsögu. Það geta t.d. verið einstakar búskaparminjar, sögulegir merkisstaðir svo sem hof, verslunarstaðir, þingstaðir o.s.frv.
Vísindalegt gildi hafa staðir sem ætla má að geti gefið mikilsverðar fornfræðilegar upplýsingar við rannsókn án tillits til Varðayfirborðsútlits. T.d. einstakar minjar, minjasvæði, svo sem bæjarstæði, verslunar- og þingstaðir, greftrunarstaðir, o.s.frv.
Fræðslugildi hafa minjar sem varpað geta ljósi á ákveðna þætti menningarsögu þjóðarrinnar, eða eru t.d. dæmigerðir fyrir ákveðna tegund minja, á þess að þær séu einstakar í sinni röð. Þvert á móti gætu þær t.d. verið af algengustu gerð beitarhúsa á viðkomandi svæði.
Skoðunargildi hafa minjar, sem eru svo vel varðveittar, að þær hafa almennt sjónrænt gildi fyrir þá sem skoða þær, og þannig t.d. aukið skilning manna á búskaparháttum, landnotkun eða samfélagsgerð.
Minjagildið fer eftir því hve mörg ofangreind skilyrði minjarnar uppfylla. Þær geta flokkast í fjóra flokka:
A) Bestu dæmi um einstakar tegundir minja og minjasvæða. Minjar sem hafa mikið menningarsögulegt gildi, mikið vísida- og fræðslugildi og jafnframt mikið skoðunargildi.
VarðaB) Minjar sem eru góð dæmi um einstakar minjar og minjasvæði sem hafa menningarsögulegt, vísindalegt gildi og fræðslu- eða skoðunargildi.
C) Minjar eða svæði sem geta haft menningarsögulegt og vísindalegt gildi og hugsanlegt fræðslu- eða skoðunargildi. T.d. skaddaðar minjar og svæði, eða minjar sem erfitt er að skilgreina fullkomlega samkvæmt öðrum flokkum.
D) Minjar sem hafa lítið sem ekkert minjagildi.”
Gamlar götur hafa minjagildi, hvort sem um er að ræða, menningarsögulegt, vísindalegt, fræðslulegt eða skoðunarlegt. Skiptir þá einu hvort þær hafi verið alfaraleiðir eða fáfarnar leiðir, jafnvel árstíðabundnar. Við þetta mætti bæta “notkunargildi” eða hagnýtt gildi, þ.e. þær eru enn nothæfar sem slíkar (fara t.d. fótgangandi milli staða eins og fyrrum).
Forn gata Nokkrar gamlar þjóðleiðir á Reykjanesskaganum þykja merkilegar fyrir það eitt að vera “ásjálegar”, þ.e. þær eru svo áberandi markaðar í slétta hraunhelluna eftir hófa, klaufir og fætur um aldir, að jafnvel blindir gætu fylgt þeim frá upphafi til enda. Aðrar götur hafa þó verið fetaðar jafn lengi, en vegna undirlagsins hafa þær ekki náð að “markaðssetja” sig með jafn áberandi hætti. Þær hafa því orðið “úrleiðis”, en verða þó óneitanlega að teljast jafn merkilegar og “systur” þeirra.
Hafa ber í huga að “gata” og “leið” þurfa ekki alltaf að vera það sama – þótt hvorutveggja geti í rauninni verið óaðskilið. Gata hefur jafnan verið túlkuð sem sýnilegt “einstigi”, jafnvel varðað eða auðkennt með öðrum hætti – oft á milli mikilvægra þéttbýliskjarna, s.s. Útnesja og Innnesja. Leið hefur á sama hátt verið skilgreind sem gata milli áfangastaða, án greinilegra auðkenna. Fólk, sem oft hefur þekkt vel til staðhátta, hefur farið þá leið sem því hentaði hverju sinni, allt eftir því hvaðan það kom eða hvert það var að fara. Þar eru göturnar fleiri og jafnvel ógreinilegri – en götur samt.

Vörðubrot

Þá eru nokkur dæmi um götukafla þar sem fleiri en ein gata eða/og leið komu saman og eru verksummerkin þar oft greinilegri en annars staðar. Má í því sambandi nefna Skógfellastíg og Sandakraveg (Sandhalaveg).
Framangreint er ekki síst sett fram til að minna á gildi hinna gömlu gatna og leiða. Gæta þarf þess t.d. vel við framkvæmdir að þeim verði ekki spillt að óþörfu – eins og því miður allt of mörg dæmi eru um. Og ekki má gleyma að vörðurnar við hinar gömlu leiðir eru einnig, margar hverjar, fornleifar.
Þegar fornleifar eru skráðar á Reykjanesskaganum vilja framangreindar fornleifar fara fyrir lítið. Vanskráningin getur valdið því að fornminjar fari forgörðum.

Leið

Hvalsnesvegur.

Heimild:
-Orri Vésteinsson og Guðmundur Ólafsson. Fornleifaskráning – skilgreining, leiðbeiningar og skráningaraðferðir. Þjóðminjasafn Íslands og Fornleifastofnun Íslands 1997.

Gata

Varða við Hvalsnesveg.

Grafningsháls

Ætlunin var að ganga vestur yfir Grafningsháls.
Þarna var fyrrum mjög fjölfarin leið úr Ölfusi um ing-1skarðið milli Kaldbaks og Bjarnafells norður í Grafning og svo áfram. Skarðið heitir Grafningsháls. Í bók sinni Byggð og saga leiðir próf. Ólafur Lárusson rök að því, að fyrrum hafi þetta skarð verið nefnt Grafningur, en er tímar liðu hafi nafnið færst af skarðinu og yfir á sveitina fyrir norðan.
Gengið var eftir greinilegri þjóðleiðinni ofan við Torfastaði í Grafningi yfir að Gljúfri í Ölfusi, 9.6 km leið. Gatan hefur liðið fyrir nýræktun túna og nútíma gatna- og slóðagerð. Girðingargata hefur verið lögð ofan í gömlu þjóðleiðina á kafla, síðan raflínuvegur og loks slóði millum sveitarfélaganna ofanverð. Þó má sjá gömlu götuna á köflum utan þessa, s.s. á Grafningshálsi, í Djúpagrafningi og ofan við Æðagil. Á leiðinni mátti berja augum falleg náttúrufyrirbæri, s.s. Ferðamanna- og Miðmundagil í Ingólfsfjalli, Nón- og Svartagil í Bjarna- og Stórahálsfjalli, toppinn Kaga og Kagagil auk fyrrnefnds Æðagils áður komið var niður að bænum Gljúfri.
grafningshals-2Í Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1933 -1936 fjallar nefndur Ólafur Lárusson um örnefnið Grafningur. “Orðið grafningur er talið hafa tvær merkingar í íslenzku máli. Það getur fyrst og fremst merkt þann verknað, að grafast eftir einhverju. Þessa merkingu er orðið talið hafa á þeim eina stað í fornritunum, þar sem það kemur fyrir og er ekki staðarnafn, í Stjórn, þar sem talað er um »djúpan grafning gátu«, (sbr. orðabækur Fritzners, Claesby-Vigfússons og Björns Halldórssonar við orðið grafningur). En orðið getur líka merkt það, sem niður er grafið eða út er grafið, (sbr. þýðinguna í orðabók Sigfúsar Blöndals: »Gröfter og Jordfald, hullet Jordsmon, ru og revnet Jordbund«). Þegar orðið kemur fyrir í staðarnöfnum má gera ráð fyrir, að það sé þessarar síðarnefndu merkingar, að það merki stað, sem er niðurgrafinn.
Eins og kunnugt er heitir byggðarlag eitt í Árnessýslu Grafningur. Er það nú á tímum sérstakur hreppur, Grafningshreppur, en var áður hluti af Ölfushreppi. Eftir merkingu nafnsins mætti búast við, að sveit þessi væri sérstaklega niðurgrafin eða aðkreppt, að hún væri djúpur og þröngur dalur eða því um líkt. En þessu er ekki þannig varið. Sveitin er engin heild hvað landslag snertir. Hún skiptist í rauninni í tvær byggðir, hina neðri, sem liggur upp með Soginu að vestan, og hina efri, er liggur fyrir suðvesturendanum á Þingvallavatni.

grafningshals-3

Hver þeirra hefir sinn svip og landslagið er fjölbreytilegt í báðum, þar skiptast á sléttlendi og ásar og fell með smádölum á milli, og báðar mega byggðirnar fremur kallast opnar en aðkreptar, enda er útsýn þar á mörgum stöðum bæði frjáls og víð. Sveitin virðist því ekki bera nafn þetta með réttu.
Nafnið Grafningur er fyrst nefnt í Harðarsögu, 19. kap. Þar segir frá því, er þeir, Indriði Þorvaldsson á Indriðastöðum í Skorradal og Ormur veturtaksmaður hans, ferðuðust sunnan af Vikarsskeiði, þar sem Ormur hafði brotið skip sitt, og vestur að Indriðastöðum. Segir þar m. a. svo frá ferðum þeirra: »Þeir riðu allir sunnan hjá Bakkárholti um Grafning ok Bíldsfell ok svá hjá Úlfljóts vatni ok þaðan til Ölfusvatns) Næst er Grafningur nefndur í bréfi frá 1448. Þar kvittar Jón nokkur Oddsson Steinmóð ábóta í Viðey um greiðslu »sem hann var mier skyldvgur firir jordena aa sydra halse firir ofan Grafning«.2) Þessar tvær heimildir skýra það að minni hyggju hvernig á nafni byggðarinnar stendur.

grafningshals-4

Frá Bakkárholti í Ölfusi og upp að Ölfusvatni er um tvær leiðir að velja. Önnur er sú, að fara austur fyrir Ingólfsfjall, hjá Kögunarhól, og upp með fjallinu að austan, hjá Tannastöðum og Alviðru, og síðan uppeftir vestan Sogsins. Hin er sú, að fara leiðina, sem nú heitir Grafningsháls, þ. e. í gegnum skarðið, sem er á milli Ingólfsfjalls og Bjarnarfells upp af bænum í Hvammi i Ölfusi. Síðarnefnda leiðin er miklu beinni og styttri og auk þess hefir hún verið miklu greiðfærari fyr á tímum, því þar hefir mátt fá nokkurnveginn þurrar götur upp með ánum, Bakkaá (Bakkárholtsá) og Gljúfurá, frá Bakkárholti og upp að skarðinu. Þessi leið hefir sjálfsagt verið alfaraleiðin úr þessum hluta Ölfusins upp á bæina fyrir ofan Ingólfsfjall, allt þar til, að akvegur var lagður austur fyrir fjallið. Höfundur Harðarsögu hefir því eflaust haft þessa leið í huga, er hann lýsti ferð þeirra lndriða.
Á þeirri leið fóru þeir Indriði og Ormur »um Grafning«. Hér getur verið um tvent að ræða, annaðhvort er Grafningur nafn á byggð, sem þeir fóru um, eða á stað, sem þeir fóru um eða hjá. Fyrri skilningurinn mun hafa verið lagður í nafnið hingað til. í registrunum við sumar útgáfur Harðarsögu er Grafningur á þessum stað í sögunni talinn vera »sveit í Árnesþingi«.

grafningshals-5

Kálund hefir einnig litið þannig á, en hann telur þó, að Grafningur sé í sögunni aðeins nafn á neðri hluta sveitarinnar, byggðinni, sem liggur upp með Soginu). En þessi skýring fær ekki staðist, jafnvel ekki með þeirri takmörkun, sem Kálund gerir. Grafningur sögunnar var á þeim kafla af leið þeirra Indriða, sem var á milli Bakkárholts og Bíldsfells. Bíldsfell er eins og kunnugt er fell og samnefndur bær, nálægt því í miðjum neðri hluta sveitarinnar. Grafningur sögunnar var fyrir neðan Bíldsfell. Hafi það verið byggðarnafn hefir það þvi verið miklu yfirgripsminna en það er nú á tímum, ekki einu sinni náð yfir allan neðri hluta sveitarinnar, heldur aðeins yfir byggðina, sem er fyrir neðan Bíldsfell, en það er ekki líklegt, að þeir fáu bæir, sem þar eru og eru dreifðir og strjálir, hafi nokkurntíma heitið sérstöku byggðarnafni fyrir sig. — Þetta bendir til þess, að Grafningur sé ekki byggðarnafn í sögunni, heldur nafn á einhverjum stað, sem hefir verið á leiðinni frá Bakkárholti og upp að Bíldsfelli. Bréfið frá 1448 virðist einnig taka öll tvímæli af um, að svo hafi þetta verið. Samkvæmt bréfinu er Syðri-Háls, »fyrir ofan Grafning«. Syðri-Háls, sem nú heitir Litli-Háls, er syðsti, neðsti, bærinn í byggðinni Grafningi.

grafningshals-6

Grafningur sögunnar var fyrir neðan Litla-Háls og því í rauninni fyrir neðan byggðina Grafning. Hann er því einhver staður á milli Bakkárholts og Litla-Háls, og á þeirri leið getur varla verið um annan stað að ræða, sem borið hafi slíkt nafn, en sjálft skarðið, sem vegurinn liggur um.
Litli-Háls er líka rétt fyrir ofan skarðið, svo að það á vel við, að segja um hann, að hann sé »fyrir ofan Grafning«, ef skarðið hefir heitið því nafni. Skarð þetta á milli fellanna er djúpt. Samkvæmt uppdrætti herforingjaráðsins er það 186 mtr. yfir sjávarmál, þar sem það er hæst, en fellin til beggja handa eru miklu hærri. Kaldbakurinn, sem gengur út úr Ingólfsfjalli og liggur að skarðinu að austan og sunnan, er 311 mtr., en Bjarnarfell, sem liggur að skarðinu að vestan og norðan, en 358 mtr. Skarðið er þröngt og hlíðar fellanna brattar, beggja megin við það. Það er því mjög niðurgrafið og sannkallaður Grafningur og hefir borið það nafn með réttu. Í fyrstu virðist þannig aðeins skarðið hafa heitið Grafningur, en seinna fékk öll byggðin fyrir ofan skarðið þetta nafn.

grafningshals-7

Það virðist vera augljóst, að byggðinni hefir verið gefið þetta nafn neðan að, úr Ölfusinu. Ölfusingar hafa talað um að fara »upp um Grafning« eða »upp í Grafning«, þegar þeir áttu leið upp á bæina fyrir ofan fjallið, og þeir hafa þá í fyrstu átt við leiðina, sem þeir fóru, skarðið milli fellanna, en seinna hefir nafnið á leiðinni festst við byggðina, sem leiðin lá til, við þann hluta hreppsins allan, sem farið var til í gegnum skarðið. Á 16. öld hefir þessi breyting verið komin á og byggðin búin að fá Grafningsnafnið. Er talað um Úlfljótsvatn »í Grafningi í bréfi frá dögum Stefáns biskups (1491—1518) og í bréfi frá 1524). Nesjar »í Grafningi« eru nefndir 1539) og Tunga »í Grafningi« 1545).
Sjálft skarðið, leiðin milli fellanna, hefir verið nefnt Grafningsháls, í öllu falli síðan snemma á 18. öld). grafningshals-8Hálfdán Jónsson á Reykjum nefnir veginn því nafni í lýsingu sinni á Ölfushreppi 1703, og segir svo: »Á þeim vegi nefnast þessi örnefni: Djúpi-Grafningur, Æðargil Bjarnarfell, Kaldbak etc.«). Bjarnarfell og Kaldbakur eru fellin sitt hvoru megin við skarðið. Æðargil er gil, sem kemur ofan úr Bjarnarfelli. Hvort nafnið Djúpi-Grafningur þekkist enn, veit ég ekki, en mér þykir líklegast, að það hafi verið nafn á sjálfu skarðinu. Ef svo er, hefir Grafningsnafnið enn loðað við skarðið snemma á 18. öld, en viðbótinni Djúpi- gæti hafa verið aukið við nafnið til þess, að greina það frá byggðarnafninu Grafningur, sem þá hefir verið búið að fá fulla festu.”
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 33 mín.

Heimild:
-ÁRBÓK HINS ÍSLENZKA FORNLEIFAFÉLAGS 1933 -1936, Ólafur Lárusson: Nokkur byggðanöfn, bls. 108-11.

Grafningsháls

Grafninsgháls.

Gamli Þingvallavegur

Eftirfarandi lýsing á örnefnum á Mosfellsheiði eftir Hjört Björnsson má lesa í Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1937-1939:
Mosfellsheidi-552“Síðan hinn nýi vegur yfir Mosfellsheiði var lagður, fyrir Alþingishátíðina 1930, má svo heita, að ferðir um gamla veginn, sem lagður var nokkru fyrir síðustu aldamót, hafi lagzt niður. Vilja örnefni týnast og falla í gleymsku á þeim leiðum, sem nú eru sjaldfarnar eða þotið er um í bíl, þótt áður væru þær fjölfarnar, bæði af gangandi mönnum og ríðandi, og þá oft með langar og seinfærar lestir baggahesta, og síðar kerrur. — Þá var oft nægur tími fyrir ferðamanninn að virða fyrir sér það, sem fyrir augun bar, og þekkja nöfn á áningastöðum og kennileitum. Vil jeg nú leitast við að telja upp örnefni meðfram gamla Mosfellsheiðarveginum, frá Almannagjá að Geithálsi, þar sem hann sameinast Hellisheiðarveginum.
Þegar komið er upp úr Almannagjá og farið „suður” — en svo er alltaf að orði komizt um ofanverða Árnessýslu, þegar farið er yfir Mosfellsheiði, Mosfellsheidi-553þó að vegurinn liggi til vesturs og jafnvel norðvesturs — þá liggur vegurinn litlu vestar yfir Breiðabala; lága, en breiða upphækkun í hrauninu. Vestan við Breiðabala er „afleggjari”; liggur hann til hægri handar beint upp hraunið í malargryfjur miklar sunnan í Stórhöfða, sem er á milli Brúsastaða og Kárastaða. Var „afleggjari” þessi lagður litlu fyrir síðustu aldamót, um líkt leyti og aðalvegurinn var gerður, til aðflutninga á ofaníburði. Dálítið neðan við túnið á Kárastöðum liggur vegurinn yfir Árfar. Er það allbreiður, en grunnur, farvegur, sem oftast er þur á sumrum. Nafnið kemur af því, að stundum í leysingum stíflast öxará af krapi og íshröngli fyrir innan Brúsastaði og flæðir þá vestur hraunið, sunnan undir Stórhöfða, og hefur myndað sjer þar farveg greinilegan; sameinast hún svo lækjarseytlum, er koma úr giljunum fyrir ofan Kárastaði, og rennur svo niður hraunið út í Þingvallavatn.

Mosfellsheidi-554

Þegar yfir Árfarið er komið, tekur við Kárastaðamýri vestur í Borgarskarð, sem oftast í seinni tíð er nefnt Kárastaðaskarð, því að þar sjest fyrst heim að Kárastöðum, þegar komið er austur af heiðinni. Í Borgarskarði var fyr fjárborg, og þar talið, að Mosfellsheiði byrji. Vestan til heitir skarðið Borgardalur, en Borgardalsbrekkur lyngbrekkur miklar á hægri hönd, en til vinstri er Skálabrekkuás. Milli ássins og vegarins er lítil valllendisflöt og heitir Norðlingaflöt. Er þá komið í Bæjardal; hann er kenndur við bæinn að Skálabrekku, sem stendur sunnan undir honum, en sjest ekki af veginum. Bæjardalur takmarkast að suðvestan af Skálabrekkuás, en að norðvestan Lyngás. Liggur vegurinn eftir endilöngum dalnum, unz hann þrýtur, og er þá farið yfir Móakotsá. Það er lítil árspræna, sem oftast er þur í þurkasumrum; kennd er hún við eyðibýlið Móakot, sem stendur á árbakkanum niður-undir Þingvallavatni.

Mosfellsheidi-555

Var Móakot byggt um 50 ára skeið á síðustu öld. Vestan við Móakotsá er farið yfir hæð eina litla, Spýtuás, og taka þá bráðlega við lágar og lyngi grónar hæðir, er Þrísteinaholt heita. Liggur vegurinn milli þeirra og yfir Torfdalslæk, og því næst norðanundir Gíslahóli, sem venjulega er nefndur Gíslhóll. Austan undir Gíslahóli liggur rudd braut til vinstri af aðalveginum niður að Heiðarbæ og svo áfram suður Grafning. Skömmu áður en komið er að steininum, er sýnir 40 km. vegalengd frá Reykjavík, er farið yfir litla valllendisflöt, er Harðivöllur heitir. Nokkru vestar er Ferðamannahorn, þar sem bugur verður á veginum á hæðarbrún ekki mikilli; er þá skammt að Þorgerðarflöt, sem er allstór flöt til vinstri handar. Gegnt Þorgerðarflöt eru mýradrög allmikil, er heita Vilborgarkelda. Sagt er, að keldan beri nafn af konu nokkurri, er fórst þar voveiflega, og þótti hún síðan vera þar á sveimi, er skyggja tók, og gera ferðamönnum glettingar. „í Keldunni”, eins og oftast var komizt að orði, var mjög tíður áningastaður, og lágu langferðaraenn þar oft með lestir sínar, enda er þar haglendi fyrst, svo teljandi sje, austan aðalheiðarinnar. Örskammt vestan við Vilborgarkeldu og Þorgerðarflöt skiptast leiðir, og liggur nýi vegurinn, sem lagður var 1928—9, þar vestur heiðina, sunnan undir Litla-Sauðafelli og niður í Mosfellsdal.
Þegar komið er fram hjá vegamótunum, er farið yfir Mosfellsheidi-556Þórðargil, lítið gildrag, og Þórðargilsmela. Á þeim er varða, þrír steinar miklir, hver ofan á öðrum; er hún af sumum nefnd Berserkjavarða. Þaðan er nokkur spölur að Þrívörðum. Þar er land hæðótt og eru Þrívarðnalautir á milli þeirra, en vegurinn liggur yfir Þrívarðnahrygg vestur heiðina. Nokkuð sunnan við veginn á Þrívarðnahrygg sjer í tjarnir nokkrar, er Klofningatjarnir heita. Vestan í Þrívarðnahrygg eru Moldbrekkur, og hallar þar niður í Lágheiði, breiða dæld, sem er þar í heiðinni. Upp frá Lágheiði er alllöng brekka, Sæluhúsbrekka, og nær hún vestur undir Sæluhús, sem stendur þar fáa metra norðan við veginn. Var það byggt um líkt leyti og vegurinn; og kom mörgum að góðum notum, bæði mönnum og skepnum, þótt ófullkomið væri. Standa nú að eins veggir eftir, en þak og innviðir rifnir burt.

Mosfellsheidi-557

Nokkru vestar er klappahóll til hægri við veginn, er heitir Rauðkuhóll. Fótbrotnaði þar hryssa, er Rauðka hjet, hjá ferðamönnum úr Þingvallasveit. Meðal þeirra var Jónas hreppstjóri Halldórsson í Hrauntúni. Hafði hann broddstaf mikinn í hendi og keyrði í enni hryssunnar, og var hún þegar dauð. Frá Rauðkuhóli er æði spölur, unz vegurinn liggur norðan undir allstórum og mörgum klappahólum, er heita Borgarhólar. Telja jarðfræðingar Mosfellsheiði gamalt hraun, og að Borgarhólar sjeu uppvörp þess, og hafi síðan jökull gengið þar yfir og sorfið. Enda sjást víða jökulruðningar miklir og ísrákir á klöppum um heiðina. Frá Borgarhólum liggja götutroðningar, sæmilega glöggir, niður með Grímmannsfelli (Grímarsfelli) austanverðu, niður hjá Bringum og niður í Mosfellsdal.
Hallar nú upp á melkoll nokkurn, Háamel, sem stundum er líka nefndur Alda. Þar liggur vegurinn hæst, og er þaðan útsýni mikið og fagurt í björtu Mosfellsheidi-558veðri. Til austurs sjest þar austurhluti Þingvallasveitar og fjöllin þar umhverfis og allt inn á Langjökul, en Skjaldbreið fyrir miðju, og sýnist þá engu minni en frá Þingvöllum, þó að miklu muni á fjarlægðinni. Til suðvesturs sjest um Suðurnes og meðfram Reykjanessfjallgarði endilöngum og á haf út, um sunnanverðan Faxaflóa. Sunnan undir Háamel var eitt sumar — eða tvö — fyrir rúmum 20 árum lítill veitingaskúr, er danskur maður átti og nefndi Heiðarhlóm. Sjást þess nú nálega engin merki, að þar hafi mannabústaður verið. Þar suðvestur af taka við sljettir melar, Borgarhólamelar, og hallar úr því nokkuð jafnt niður í byggð í Mosfellssveit. Heita þar Seljadalsbrúnir, löng leið og heldur tilbreytingalítil. Er þá Grímmannsfeli allfjarri til hægri handar, en Efri-Seljadalur milli þess og heiðarinnar.
Við suðurenda Efri-Seljadals eru hólar Mosfellsheidi-559nokkrir, og heitir þar Þrengslin, en sunnan við þau tekur við Neðri-Seljadalur. Verður þar undirlendi meira og dalhvilftin öll grynnri. Þar sunnarlega er Silungatjörn og Silungatjarnarmýri. í Seljadölum er graslendi mikið og var þar tíður áningarstaður ferðamanna fyrrum, enda lá vegurinn um þá áður en akbrautin var lögð. Lítið sjest af veginum ofan í dalina fyr en komið er niður á móts við Silungatjörn. Þegar all-langt kemur niður eftir Seljadalsbrúnum, verða fyrir tvö lautardrög til vinstri við veginn: Efri-Hrossadalur, og litlu neðar Neðri-Hrossadalur, og enn neðar sömu megin Helgutjörn — grunnur tjarnarpollur, sem venjulega þornar upp á sumrum. Þá er til hægri handar Eiríkshóll, einstakur klappahóll, flatur að ofan, að öðru leyti en því, að fuglaþúfa hreykir sjer á honum miðjum. Litlu neðar, en lengra frá veginum, er Vörðuhóladalur, daldrag, sem lítið ber á. Tekur nú vegurinn að verða krókóttur, en hefur verið bugðulítill ofan frá Háamel, og er nú bráðlega komið að Krókatjörn, sem er við veginn til hægri. 

Mosfellsheidi-560

Gengur að norðan út í hana langur tangi, er skiptir henni nærri í tvennt, og er hún því af sumum nefnd Gleraugnatjörn. Mjög litlu neðar, hinu megin við veginn, er Djúpidalur, alldjúp kvos, er áður var klædd valllendisgróðri, en hefur í seinni tíð blásið upp og jetizt af vatni. Sumarið 1907 var þar búinn morgunverður Friðriki konungi VIII. og fylgdarliði hans, er hann reið til Þingvalla og Geysis. Móts við og fyrir neðan Djúpadal er vegurinn enn krókóttari en áður, og heita þar Krókar niður að Miðdalsmýri. Liggur vegurinn yfir hana þvera og Miðdalslæk, sem rennur eftir henni, en bærinn Miðdalur stendur í halla kippkorn norðar. Þegar kemur yfir Miðdalsmýri, er vegurinn yfir háls einn lágan, en allbreiðan, og stóðu norðar á honum fjárhús frá Miðdal. Litlu sunnar, til vinstri handar, er tjörn ein lítil, er Heiðartjörn heitir, og er þá örskammt ofan af hálsinum niður að Lynghólsmýri, og er Lynghóll norðvestan við hana. Var Lynghólsmýri einn af fyrstu blettunum, sem girtur var með gaddavír meðfram veginum, og þótti sumum ferðamönnum súrt í broti, að missa jafngóðan áningastað. Þegar komið er fram hjá mýrinni, er enn dálítil tjörn við veginn til vinstri, er Sólheimatjörn heitir, og spölkorn vestar Hofmannaflöt, allstórar valllendisflatir til hægri við veginn. Þaðan er svo mjög skammt að Geithálsi, þar sem vegurinn sameinast Suðurlandsbrautinni. Hefur þá verið fylgt veginum austan frá Almannagjá, sem er 35—40 km. leið, og skýrt frá örnefnum.” Hjörtur Björnsson frá Skálabrekku.

Heimild:
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags, Örnefni á Mosfellsheiði, Hjörtur Björnsson, 46. árg. 1937-1939, bls. 164-165.

Þingvallavegur

Yfirgefinn bíll á gamla Þingvallaveginum.