Færslur

„10. Ólafsskarðsvegurinn. Hann liggur suðvestur af Fóelluvötnum yfir svokallað Sandskeið og upp olafsskardsvegur-221eð Vífilsfelli, sunnan við endann á neðri Bolaöldu, enn yfir endann á efri Bolaöldu, upp hjá Sauðadölum og svo inn í Jósepsdal. Það er falleg, stór flöt í dalnum og hamrar inst. Þar átti tröllskessa að hafa búið í fyrndinni. Þetta dalverpi er við Vífilsfell að vestanverðu. Vífilsfell er líkast því að það væri hornsteinn við Bláfjöllin er liggja fast við þar að sunnanverðu eða suðvestan, og má þar ganga upp á Vífilsfell; það gerði Vífill, er haun fór að gá til veðurs, hvort fært væri að róa til Sviðs:“

Sjá meira undir Gamlar leiðir.

Þótt í dag liggi malbikaður vegur út að Reykjanesvita, bæði frá Grindavík og Höfnum, er alls ekki svo Reykjanesvegir-22langt síðan að þangað var gerður akvegur. Áður lá reið- og samliggjandi vagnvegur frá Kalmannstjörn allnokkuð ofan Hafnarbergs út á Reykjanes, en það var ekki fyrr en á árunum 1926-1928 að ruddur var vegur frá Reykjanesvita að Stað við Grindavík.

Sjá meira undir Gamlar leiðir.

thingvellir - skotutjorn-231
Guðmundur Davíðsson ritaði um „Vegakerfið á Þingvöllum“ í Alþýðublaðið árið 1940:
„Nokkru fyrir aldamótin síðustu var gerður akvegur frá Reykjavík til Þingvalla. Hann er lagður, eins og kunnugt er yfir há-Kongsvegur-231Mosfellsheiði, bak við alla bæi í Mosfellssveit og kom því sveitinni að engum notum. Hann var nokkurskonar öræfavegur. Meðfram honum var nálega hvergi snöp handa ferðamannahestum um há sumarið og undir snjó lá hann allan veturinn. Nú er hætt að nota hann að mestu. En í annan stað er búið að gera veg gegnum Mosfellssveit, yfir lág heiðina og til Þingvalla. Hann var lagður í tilefni af Alþingishátíðinni 1930.
Þegar búið var að leggja háheiðarveginn austur á bak við Skálabrekku var um tvær leiðir að velja með hann ofan á Þingvelli. Annaðhvort varð að fara með hann skáhalt austur aið Þingvallavatni og upp með því, nálægt gömlu þingmannaslóðunum, upp á Þingvelli, eða norðaustur fyrir neðan túnið á Kárastöðum og ofan í Almannagjá, og var sú leið valin. Verkfræðingurinn, sem þá var, áleit að heppilegra væri að leggja veginn upp með vatninu, og mældi þar fyrir honum. En þetta fór öðruvísi en ætlað var. Ráðin voru tekin af verkfræðingnum. Honum var boðið að hætta við að fara með veginn þessa leið, en taka hina leiðina, þar sem vegurinn liggur nú, ofan í Almannagjá. Að þessu lágu þau atvik, sem nú skal greina. Bóndanum, sem þá var á Kárastöðum, var það ljóst — að loku var skotið fyrir það, að hann hefði mikinn hagnað af greiðasölu, ef vegurinn lægi fjærri bænum upp með vatninu. Hann gerði sér vonir um, að gestir, á leið til Þingvalla, mundu frekar slæðast heim að bæ sínum, ef vegurinn lægi rétt hjá túninu. Bóndi fór því á fund prestsins á Þingvelli og fékk hann á sitt mál til að fá ráðstöfun verkfræðingsins breytt. Prestur talaði við landshöfðingja um þetta mál. Eftir þessa krókaleið, á bak við verkfræðinginn, bar bóndi sigur úr býtum. Þannig varð hagnaðarvon, lítilsiglds kotbónda, af greiðasölu, orsök til þess að skemmdar voru ýmsar merkar sögumenjar á Þingvöllum og stór spillt útliti staðarins. Í tilefni af veginum voru hús reist á óheppilegum stöðum innan fornu þinghelginnar, gerð spjöll á jarðvegi og fornum búðarleifum, vegir lagðir og troðnir stígar um vellina þvera og endilanga.
Ríkið hefir orðið að kosta stórfé til“ að afmá lýtin á Þingvöllum, þó aldrei verði það hægt um sum þeirra, einungis fyrir glappaskot að leggja veginn um Almannagjá, en ekki upp með Þingvallavatni, eins og upphaflega var ráð fyrir gert.
Árið 1896 var farið með veginn ofan í Almannagjá um svonefndan Kárastaðastíg. Þar var áður einstígi upp úr gjánni. — Sögulegast við hann er það, að sagt er, að Flosi Þórðarson og Eyjólfur Bölverksson hafi gengið þarna upp á efri gjábakkann árið 1012, er Eyjólfur þáði mútu til að taka að sér vörn í brennumálinu. En það atvik varð einn aðdragandinn að bardaga á Alþingi. Þegar vegurinn var lagður, voru klappirnar þarna sprengdar og rifnar niður. Miklu stórgrýti Kongsvegur-233var rutt óreglulega í neðri vegkantinn. Meðfram berginu var gerð mikil uppfylling undir veginn og aflíðandi halli ofan í gjána. Niðri í Almannagjá voru leifar af stórri fornmannabúð, sem giskað var á að Gestur Oddleifsson, spekingurinn frá Haga á Barðaströnd, hafi átt. Þær voru þurrkaðar út með öllu.
Þegar komið var með veginn að Drekkingarhyl var þar öllu umturnað. Sprengt úr gjábakkanum og stórgrýti dembt ofan í hylinn þar, sem hann var dýpstur. Trébrú var síðan lögð yfir gljúfrið þar, sem áin féll úr hylnum og ofan á vellina. Vegurinn var lagður stuttan spöl austur fyrir brúna, var þá hætt við hann í það sinn. Það mátti afsaka, að vegurinn var lagður eftir gjánni og jarðrask, sem af því stafaði, ef ekki hefði verið um aðra leið að gera, en það var síður en svo, eins og áður er sagt. Oft kemur fyrir að vegurinn í gjánni verður ófær af snjó frá hausti og fram á vor, kemur hann þá engum að gagni. Konungskomu ár var 1907. Í tilefni af því var þá byrjað á veginum aftur, þar sem áður var fráhorfið. Nú var gerð skörp beygja á veginn og hann lagður þvert yfir miðja Neðri vellina (Lögréttuvöllinn forna) og suður með hraunjaðrinum fyrir endann á Flosagjá, en þar var gerð einhver sú krappasta bugða, sem til er á þjóðvegi hér á landi. Tveimur vögnum með hestum fridrik VIII - 231fyrir, varð ekki ekið eftir bugðunni, hvorum á eftir öðrum, nema maður fylgdi hverjum hesti til að koma í veg fyrir útaf keyrslu. Þarna hefir bifreiðum verið ekið útaf veginum, minnsta kosti 5 sinnum síðan 1930, þó hefir ekkert slys hlotizt af. Trébrú var lögð yfir Nikulásargjá. Hún var látin víkja fyrir steinsteypubrú laust fyrir 1930. Eftir að gjáin var brúuð 1907, var farið að grýta ofan í hana peningum. Síðan fékk hún nafnið „Peningagjá.“
Veginum var haldið áfram frá gjánni, austur hraunið að Vellankötlu. Þar hvíldist vegagerðin í 30 ár. En vegurinn frá Þingvöllum þangað austur var lagður í eins dags nauðsyn, eða eingöngu til þess, að hægt væri að aka konungi yfir hraunið, sem þó aldrei þurfti á að halda. Vegurinn var í síðan kallaður „Konungsvegur“. Þar, sem vegurinn var lagður með hraunjaðrinum, frá Neðri völlunum, sást á stöku stað votta fyrir leifum af fornum búðum. En menjar þeirra hurfu algerlega eftir að vegurinn kom. Á þessari leið var Brennugjá. Henni var einnig að mestu leyti spillt með því að hlaða veginn upp þvert yfir hana, þar sem hún opnast úr hrauninu fram að Öxará.
Um 1920 var loksins farið að byrja á að hlynna eitthvað að Þingvöllum. Vegurinn, sem lagður var 1907 þvert yfir Neðri vellina var tekinn í burtu og lagður í víðri bugðu á klöpp milli Efri og Neðri vallanna, þar sem lítið bar á honum. Var síðan sléttað rækilega yfir vegarstæðið á völlunum og öll sár grædd, sem af því stöfuðu.
Thingvallavegur gamli-231Gistihúsið „Valhöll“ var rétt austan við Neðri vellina, við hina svonefndu Kastala, árið 1898. Var talið víst að því hafi verið hlassað þarna of n í æfa gamla búðartóft. Þetta var mjög óheppilegur staður. Þarna var gert ýmiskonar jarðrask, sem enn sjást merki, og áberandi óþrifnaður dreifðist út frá húsinu í allár áttir. Enginn vegur var lagður sérstaklega heim að húsinu, en þar mynduðust útflattir troðningar eftir bifreiðar, hesta og gangandi fólk. Rétt fyrir Alþingishátíðina, þegar húsið hafði staðið þarna í 30 ár, var það flutt vestur fyrir Öxará, þar sém það stendur nú. Jafnað var yfir gamla grunninn og þakinn með torfi og reynt að bæta úr áberandi jarðraski kringum hann.
,,Konungshúsið“ var reist 1906 vestan við Efri vellina upp við hallann gegnt Öxarárfossi. Móttökunefnd konungskomunnar valdi því þennan stað, vegna þess, að fossniðurinn heyrðist þarna svo vel heim að húsinu. Heppilegra var þó að láta það standa austan við vellina. Þaðan mátti sjá fossinn hverfa ofan í gjána og líka heyra í honum. Þessi ráðstöfun hafði í för með sér að lagður var götuslóði eftir eridilöngum Efri völlunum heim að húsinu. Nokkrurn árum síðar var hann aflagður, en gerður vegur ofan frá húsinu þvert austur yfir vellina, og beygður í rétt horn með hraunjaðrinum heim að „Valhöll.“ „Konungshúsið“ var flutt um sama leyti og „Valhöll“ vestur fyrir Öxará, eftir að hafa staðið þarna í liðlega 22 ár, en þvervegurinn var látinn óhreyfður. Nú er hann eingöngu notaður af gangandi fólki, sem þarna á leið upp í Almannagjá.
Enn hefst nýr þáttur í vegagerð á Þingvöllum í tilefni af undirbúningi Alþingishátíðarinnar 1930. Þá var lagður akvegur norður Efri vellina, eftir endilöngum Leirum og upp fyrir Almannagjá um svo nefndan Leynistíg, var hann látinn koma á Kaldadalsveginn fyrir sunnan Ármannsfell. Annar akvegur var lagður frá „Konungsveginum“ fyrir austan Þingvallatúnið og vestur með suðurjaðri þess, yfir nýgerða steinsteypubrú á Öxará og heim á hlað í „Valhöll.“ Fyrir vestan brúarsporðinn var enn lögð akbraut suður á móts við „Konungshúsið.“ Braut þessi var byrjun á vegi, sem gert var ráð fyrir að síðar yrði lagður með Þingvallavatni, eða sömu leið og áætlaða vegarstæðið frá 1896. Gamla tröðin heim að Þingvallabænum var endurbætt um þetta leyti og gerð fær bifreiðum, en steinlagður, vegspotti, sem lagður var, fyrir nokkrum árum heim túnið á bak við kirkjuna, tekinn í burtu. Þá var gerður steinlagður göngustígur ofan með kirkjugarðinum, að norðanverðu fram á Öxarárbakkann, og nokkrum árum síðar haldið áfram með hann suður að Öxarárbrú, enda var þá búið að leggja niður tröðina, sem frá fyrri tímum lá frá bænum suðaustur í gegnum túnið. Er nú þarna opin leið fyrir þá, sem koma norðan frá völlunum vilji þeír stytta sér Ieið, heldur en að fara hringinn austur fyrir túnið og heim að „Valhöll.“
Eru nú taldir allir vegir á Þingvöllum, sem gerðir hafa verið af mannahöndum í seinni tíð. Flestar götuslóðir, troðnar af hestafótum á víð og dreif um Þingvelli, voru nú lagðar niður og græddar út. Þær gátu ekki lengur fullnægt farartækjum eða umferðarþörfinni. Dagar þeirra voru því taldir, hvort sem var.
konungshusid-231Þingvellir eru viðkvæmari staður, ef svo mætti segja, en nokkur annar blettur á Íslandi. Við svo að segja hvert skref þar, eru tengdir einhverjir sögulegir viðburðir frá fyrri tímum. Öll nýbreytni á þessum stað í vegagerð, húsabyggingum eða öðrum mannvirkjum, sem til lýta mega teljast, er hliðstæð því að skafa út letur á fornu og dýrmætu skinnhandriti og krota í staðinn aðra óskylda stafi.
Fyrir austan Öxará hefir miklu verið kostað til að bæta úr lýtum, sem stöfuðu frá ýmsum nýgerðum mannvirkjum, akvegir færðir til og vegarstæðin grædd út, vellirnir sléttaðir, hús, sem þarna voru til óprýðis, flutt á ánnan stað að undanskildu einu, timburkofanum við Efri vallargjána, sem enn hefir ekki verið þokað. Ýmislegt fléira er eftir að taka þarna í burtu, sem lítil prýði er að. Eitt af því er girðingafarganið á völlunum.
Þegar eftir Alþingishátíðina kom það brátt í ljós, að engin leið var að halda völlunum óskemmdum vegna bifreiðaumferðar. Ekið var yfir þá þvert og endilangt og rist ofan í þá djúp hjólför. Þá var það ráð tekið að girða þá með vírneti og gaddavír. Þetta var neyðarúrræði, en varð ekki komizt hjá því. Til þess að hægt sé að losna við girðingarnar á völlunum verður fyrst að breyta þar vegi og umferð frá því, sem nú er. Skal nú skýrt frá, hvernig það má gera.
Það stendur til að krappa bugðan við Flosagjá, frá 1907, verði bráðlega tekin af með því að sveigja veginn í víðari bugðu örfáum vegagerd fyrrum-233metrum norðar, þvert yfir gjána. Verður þá að sprengja allmikið úr öðrum gjábakkanum og auk þess að flytja að mikið grjót til að fylla upp gjána, sem þarna er hyldjúp. Efnið í uppfyllinguna hefir mönnum dottið í hug að sprengja úr berghlein í Almannagjá rétt við alfaraveginn. Ef að þessu yrði horfið, væru gerðar hér tvenns konar skemmdir. bæði þar, sem efnið er tekið, og á staðnum, sem það er látið. Um það verður ekki deilt, að stór lýti yrðu á báðum stöðunum. Þegar vegurinn var færður af Neðri völlunum, var gengið svo vel frá vegarstæðinu, að hvergi sást hvar það hafði legið. Við Flosagjá verður ekki hægt að fara eins að. Krappa bugðan , myndi verða látin standa óhreyfð þó að hin kæmi. Þá yrðu þarna framvegis tvær bugður, hvor við hliðina á annari, til stórra lýta í augum allra, sem um veginn fara.
Bugðan á veginum við Flosagjá eins og hún er nú veldur engum öðrum farartækjum slysahættu nema bifreiðum. Er þá hægt að gera hana óskaðlega hvað þær snertir með öðrum hætti en að breyta henni?
Hér að framan hefi ég bent á, að allur bifreíðaakstur ætti að leggjast niður eftir vegum um Þingvelli, frá nýju þjóðleiðinni eftir að hún er komin. Ef þetta yrði framkvæmt, hyrfi bifreiðaumferð um kröppu bugðuna við Flosagjá. Hún er þá orðin hættulaus og því óþarft að breyta henni, en gangandi fólki veldur hún engum slysum.“
G.D.

Heimildir:
-Alþýðublaðið 5. mars 1940, bls. 2-3
-Alþýðublaðið 6. mars 1940, bls. 3-4

„Nú var gerð skörp beygja á veginn og hann lagður þvert yfir miðja Neðri vellina (Lögréttuvöllinn forna) og suður með hraunjaðrinum vegagerd fyrrum-231fyrir endann á Flosagjá, en þar var gerð einhver sú krappasta bugða, sem til er á þjóðvegi hér á landi. Tveimur vögnum með hestum fyrir, varð ekki ekið eftir bugðunni, hvorum á eftir öðrum, nema maður fylgdi hverjum hesti til að koma í veg fyrir útaf keyrslu. Þarna hefir bifreiðum verið ekið útaf veginum, minnsta kosti 5 sinnum síðan 1930, þó hefir ekkert slys hlotizt af. Trébrú var lögð yfir Nikulásargjá. Hún var látin víkja fyrir steinsteypubrú laust fyrir 1930. Eftir að gjáin var brúuð 1907, var farið að grýta ofan í hana peningum. Síðan fékk hún nafnið „Peningagjá.““

Sjá meira undir Gamlar leiðir.

Eftirfarandi frásögn um vegi á Suðurlandi birtist í Fjallkonunni árið 1896:
„Gamall Íslendingur í Ameríku, Björn Björnsson, í British Columbia, hefir sent Fjallk. langar ritgerðir
um vegi á Suðurlandi og koma hér kaflar úr þeim: Í grend við Beykjavík liggja 15 fornir vegir:
svinaskard-2211. Kjalarnesvegrinn, sem liggur innan úr Kjós út með Hvalfirði fyrir framan Esju og yfir Kleifar að
Kollafirði.
2. Svínaskarðs-vegurinn. Þessir báðir vegir liggja vesutr og norðr um land.
3. Stardalsvegur eða Bringnavegur, er geta komið saman við Illuklif fyrir ofan Leirvogsvatnsenda efri og þar á Mosfellsheiðarveginn.
4. Seljadals (eða Seljadalsbrúna) vegurinn er liggur yfir Mosfellaheiði og Borgarhólaheiði.
5. Jórutindsvegur. Hann liggr frá Nesjum í Grafningi við Þingvallavatn og upp í Folaldadali, sem kallaðir eru — þar eru aðalslægjur frá Nesjum — svo liggur vegurinn hjá Jórutindi, sem er milli Folaldadalanna og þar yfir Sköflungahrygg. Er þá komið á Borgarhólaheiði. Þessa leið fer Nesjabóndi til flestra aðdrátta, og það er heybandsleið hans, er hann sækir norður í Sauðafellsflóa. Hann fer eina ferð á dag með heybandið.
6. Dyravegur. Hann liggur frá Nesjavöllum í Grafningi; sá bær er fullan mílufjórðung frá Þingvallavatni og stendur á sléttum völlum sem ligggja inn undir Hengladali. Flestir Grafningsmenn fara Dyraveg. Hann er upp í hæð í fjallgarðinum að austanverðu, sem nefnd er Flög; þá kemr önnur hæð, sem nefnd er Hella; hún er æðibrótt og í hana klöppuð spor fyrir menn og hesta. Þaðan liggur vegurinn ofan í smádali og á milli tveggja standbjarga, sem mynda hlið, og eru það Dyr þær, sem vegurinn er við kendur. Þá er er riðið eftir dal, þar til brekka kemur og tekur þar við Borgarhólaheiði. Þessi vegur liggur síðan niður lágheiðina hjá Litlumýri og Langamel og niður að Lyklafelli, og á veg þann er liggur úr Fóelluvötnum upp á norður-Bolavelli.
sporhella-2217. Sleggjubeins-dalavegur. Hann liggur sunnan við Húsmúla, efst af suður-Bolavöllum upp úr Sleggjubeinsdölum og yfir lága hæð eða háls og upp í Hengladali. Þar er æðigóð ölkelda og ágæt brennisteinsnáma, — ég veit ekki betur enn að ég hafi fundið hana fyrstur — og flutti ég úr henni nokkra hestburði brennisteins, sem álitinn var bezta tegund. Lét Jón Hjaltalín landlæknir Sverri steinhöggvara gera þennan veg eitt sinn löngu eftir að ég fann námuna og tók brennisteininn, einmitt til að geta hagnýtt sér þetta ágæta ölkelduvatn; lét Hjaltalín flytja þaðan nokkra hestburði af ölkelduvatni heim til sín. Þessa leið fór ég með Hjaltalín og má fara austanundir Henglafjöllum og ofan í Grafning ef vill, eða ofan að Reykjakoti í Ölfusi.
8. Hellisheiðarvegurinn.
lakastigur-2219. Lágaskarðs-vegurinn. Hann liggur líka um Svínahraun og eins má fara upp norður-Bolavelli og með Húsmúlanum og svo af suður-Bolavöllum á Lágaskarðsveginn. Það er æðihár háls eða hæð Bolavallamegin en brattara hinum megin og liggur vegurinn ofan í djúpan sanddal, sem liggur milli hrauns og Lönguhlíðar.
10. Ólafsskarðs-vegurinn. Hann liggur suðvestur af Fóelluvötnum yfir svokallað Sandskeið og upp með Vífilsfelli, sunnan við endann á neðri Bolaöldu, enn yfir endann á efri Bolaöldu, upp hjá Sauðadölum og svo inn í Jósepsdal. Það er falleg, stór flöt í dalnum og hamrar inst. Þar átti tröllskessa að hafa búið í fyrndinni. Þetta dalverpi er við Vífilsfell að vestanverðu. Vífilsfell er líkast því að það væri hornsteinn við Bláfjöllin er liggja fast við þar að sunnanverðu eða suðvestan, og má þar ganga upp á Vífilsfell; það gerði Vífill, er haun fór að gá til veðurs, hvort fært væri að róa til Sviðs. Hafa menn oft farið þangað með kíki í fögru veðri til að leita að skepnum; það er ekki bratt upp úr dalnum, farið utan í smáakriðu austanvert við dalinn, enn þegar komið er upp í skarðið, sem er örstutt, þá skiftast vegir; annar liggur þá nálægt í suðaustur; það er góður vegur og liggur ofan í sanddalinn milli Hrauns og Hlíða, enn hinn liggur suðvestr með Bláfjöllum, mjög grýttur enn sléttur. Hann liggur suðvestur á Þúfnavelli og ofan á Hlíðarbæi í Ölfusi.
grindaskord-22311. Grindaskarðavegur. Hann liggur aðallega úr Hafnarfirði, enn víðar má komast á hann, ef vill. Þessi
vegur fer fyrst úr Hafnarfirði upp með Hamarskotslæk og upp yfir Öldur, lágar hæðir fyrir austan Hamarskot og Jófríðarstaði og svo upp með Setbergshlíð, hjá Kershelli og yfir Mygludali, er liggja milli Húsafells og Helgafells, síðan um smáöldur og þá um hraunsléttur, þar til kemr í Kristjánsdali, er liggja með fjallgarðinum milli Hrauns og Hlíðar, fyrir neðan Þríhnúka og Kóngsfell, og má og er farið með hesta alla leið hvort heldur með Bláfjalladrögunum austur í Vífifellskrók eða um Rauðuhnúka og hraunmegin við Sandfell og Selfjall og niður í Skógarhlíðarkrika, efst í Elliðavatnsheiðinni, — enn úr Kristjánsdölum fer maður upp Grindaskörð; þau eru ekki brött; skarðið sjálft örmjótt varp, enn dalur fyrir ofan skarðið; þar skiftast vegir og liggur annar austur yfir eða norðan á heiðinni há, og austur á Þúfnavelli — á þeirri heiði hefi ég séð fallega hjörð hreindýra, marga tugi — enn hinn vegurinn liggur í hásuður til Selvogs; eftir litla samveru veganna skiljast þeir aftur, og liggur þá aðalvegurinn til Selvogs, enn hinn á bak Lönguhlíð í brennisteinsnámur þær, er heyra Herdísarvík og Krýsivík.
12. vegurinn liggur úr Grindaskarðaveginum suður úr Mygludölum, og er sléttara að fara fyrir ofan Helgafell eða milli Helgafells og hraunsins, er svo kallað Skúlatún stendur í; segja sumir, að það séu þær réttu Gullbringur; það er æðifallegur blettur innan í hrauninu, óbrunninn. Beztur er vegurinn og sléttastur mitt á milli Bakhlíða og Lönguhlíðar; er þar frægasta akbrautarstæði, ef stefnt er innan við endann á Lönguhlíð. Þar næst kemur Kleifarvatn; það er stórt stöðuvatn, enn flestum vötnum óþarfara meðan ekki er flutt í það silungsveiði eða æðarvarpshólmar búnir til í því, sem hætt er við að dragist. Það minkar eða fjarar í nokkur ár og vex svo aftur. Ekki er hægt að hafa akbraut með vatninu, nema sprengdur væri berghamar, sem liggur við það. Svo er alsléttur vegur til Krýsivíkur.
13. vegurinn liggur út úr Grindaskarðaveginum að Kaldárseli og yfir Kaldá neðan undir Undirhlíðum,
sem kallaðar eru, suður að Vatnsskarði, er fara má á áðurnefndan veg við vatnið. Líka má fara suður á Ketilsstíg eða hvort er vill, suður á Velli eða í Grindavík.
14. vegurinn liggur úr Hafnarfirði upp frá Flensborg hjá Stórhöfða, þar út í hraunið og upp hjá Háfjallinu eina; það er örstuttur vegur yfir hraunið, og svo með fjallinu yfir á Ketilsstíg.
15. vegurinn liggur af Vatnleysuströnd upp heiðina og upp á Velli og Móhálsa til Krýsivíkur, allgóður
vegur og stuttur.
Af öllum þessum vegum er langverst að leggja veg um Hellisheiði, hvað akstur og bratta snertir.“

Heimild:
-Fjallkonan 13, árg. 43. tbl. 1896, bls. 174-175

 

 

 

 

Mosfellsheidi-551
Eftirfarandi lýsing á örnefnum á Mosfellsheiði eftir Hjört Björnsson má lesa í Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1937-1939:
Mosfellsheidi-552„Síðan hinn nýi vegur yfir Mosfellsheiði var lagður, fyrir Alþingishátíðina 1930, má svo heita, að ferðir um gamla veginn, sem lagður var nokkru fyrir síðustu aldamót, hafi lagzt niður. Vilja örnefni týnast og falla í gleymsku á þeim leiðum, sem nú eru sjaldfarnar eða þotið er um í bíl, þótt áður væru þær fjölfarnar, bæði af gangandi mönnum og ríðandi, og þá oft með langar og seinfærar lestir baggahesta, og síðar kerrur. — Þá var oft nægur tími fyrir ferðamanninn að virða fyrir sér það, sem fyrir augun bar, og þekkja nöfn á áningastöðum og kennileitum. Vil jeg nú leitast við að telja upp örnefni meðfram gamla Mosfellsheiðarveginum, frá Almannagjá að Geithálsi, þar sem hann sameinast Hellisheiðarveginum.
Þegar komið er upp úr Almannagjá og farið „suður“ — en svo er alltaf að orði komizt um ofanverða Árnessýslu, þegar farið er yfir Mosfellsheiði, Mosfellsheidi-553þó að vegurinn liggi til vesturs og jafnvel norðvesturs — þá liggur vegurinn litlu vestar yfir Breiðabala; lága, en breiða upphækkun í hrauninu. Vestan við Breiðabala er „afleggjari“; liggur hann til hægri handar beint upp hraunið í malargryfjur miklar sunnan í Stórhöfða, sem er á milli Brúsastaða og Kárastaða. Var „afleggjari“ þessi lagður litlu fyrir síðustu aldamót, um líkt leyti og aðalvegurinn var gerður, til aðflutninga á ofaníburði. Dálítið neðan við túnið á Kárastöðum liggur vegurinn yfir Árfar. Er það allbreiður, en grunnur, farvegur, sem oftast er þur á sumrum. Nafnið kemur af því, að stundum í leysingum stíflast öxará af krapi og íshröngli fyrir innan Brúsastaði og flæðir þá vestur hraunið, sunnan undir Stórhöfða, og hefur myndað sjer þar farveg greinilegan; sameinast hún svo lækjarseytlum, er koma úr giljunum fyrir ofan Kárastaði, og rennur svo niður hraunið út í Mosfellsheidi-554Þingvallavatn. Þegar yfir Árfarið er komið, tekur við Kárastaðamýri vestur í Borgarskarð, sem oftast í seinni tíð er nefnt Kárastaðaskarð, því að þar sjest fyrst heim að Kárastöðum, þegar komið er austur af heiðinni. Í Borgarskarði var fyr fjárborg, og þar talið, að Mosfellsheiði byrji. Vestan til heitir skarðið Borgardalur, en Borgardalsbrekkur lyngbrekkur miklar á hægri hönd, en til vinstri er Skálabrekkuás. Milli ássins og vegarins er lítil valllendisflöt og heitir Norðlingaflöt. Er þá komið í Bæjardal; hann er kenndur við bæinn að Skálabrekku, sem stendur sunnan undir honum, en sjest ekki af veginum. Bæjardalur takmarkast að suðvestan af Skálabrekkuás, en að norðvestan Lyngás. Liggur vegurinn eftir endilöngum dalnum, unz hann þrýtur, og er þá farið yfir Móakotsá. Það er lítil árspræna, sem oftast er þur í þurkasumrum; kennd er hún við eyðibýlið Móakot, sem stendur Mosfellsheidi-555á árbakkanum niður-undir Þingvallavatni. Var Móakot byggt um 50 ára skeið á síðustu öld. Vestan við Móakotsá er farið yfir hæð eina litla, Spýtuás, og taka þá bráðlega við lágar og lyngi grónar hæðir, er Þrísteinaholt heita. Liggur vegurinn milli þeirra og yfir Torfdalslæk, og því næst norðanundir Gíslahóli, sem venjulega er nefndur Gíslhóll. Austan undir Gíslahóli liggur rudd braut til vinstri af aðalveginum niður að Heiðarbæ og svo áfram suður Grafning. Skömmu áður en komið er að steininum, er sýnir 40 km. vegalengd frá Reykjavík, er farið yfir litla valllendisflöt, er Harðivöllur heitir. Nokkru vestar er Ferðamannahorn, þar sem bugur verður á veginum á hæðarbrún ekki mikilli; er þá skammt að Þorgerðarflöt, sem er allstór flöt til vinstri handar. Gegnt Þorgerðarflöt eru mýradrög allmikil, er heita Vilborgarkelda. Sagt er, að keldan beri nafn af konu nokkurri, er fórst þar voveiflega, og þótti hún síðan vera þar á sveimi, er skyggja tók, og gera ferðamönnum glettingar. „í Keldunni“, eins og oftast var komizt að orði, var mjög tíður áningastaður, og lágu langferðaraenn þar oft með lestir sínar, enda er þar haglendi fyrst, svo teljandi sje, austan aðalheiðarinnar. Örskammt vestan við Vilborgarkeldu og Þorgerðarflöt skiptast leiðir, og liggur nýi vegurinn, sem lagður var 1928—9, þar vestur heiðina, sunnan undir Litla-Sauðafelli og niður í Mosfellsdal. Þegar komið er fram hjá vegamótunum, er farið yfir Mosfellsheidi-556Þórðargil, lítið gildrag, og Þórðargilsmela. Á þeim er varða, þrír steinar miklir, hver ofan á öðrum; er hún af sumum nefnd Berserkjavarða. Þaðan er nokkur spölur að Þrívörðum. Þar er land hæðótt og eru Þrívarðnalautir á milli þeirra, en vegurinn liggur yfir Þrívarðnahrygg vestur heiðina. Nokkuð sunnan við veginn á Þrívarðnahrygg sjer í tjarnir nokkrar, er Klofningatjarnir heita. Vestan í Þrívarðnahrygg eru Moldbrekkur, og hallar þar niður í Lágheiði, breiða dæld, sem er þar í heiðinni. Upp frá Lágheiði er alllöng brekka, Sæluhúsbrekka, og nær hún vestur undir Sæluhús, sem stendur þar fáa metra norðan við veginn. Var það byggt um líkt leyti og vegurinn; og kom mörgum að góðum notum, bæði mönnum og skepnum, þótt ófullkomið væri. Standa nú að eins veggir eftir, en þak og innviðir rifnir burt. Nokkru vestar er klappahóll til hægri við veginn, er heitir Rauðkuhóll. Mosfellsheidi-557Fótbrotnaði þar hryssa, er Rauðka hjet, hjá ferðamönnum úr Þingvallasveit. Meðal þeirra var Jónas hreppstjóri Halldórsson í Hrauntúni. Hafði hann broddstaf mikinn í hendi og keyrði í enni hryssunnar, og var hún þegar dauð. Frá Rauðkuhóli er æði spölur, unz vegurinn liggur norðan undir allstórum og mörgum klappahólum, er heita Borgarhólar. Telja jarðfræðingar Mosfellsheiði gamalt hraun, og að Borgarhólar sjeu uppvörp þess, og hafi síðan jökull gengið þar yfir og sorfið. Enda sjást víða jökulruðningar miklir og ísrákir á klöppum um heiðina. Frá Borgarhólum liggja götutroðningar, sæmilega glöggir, niður með Grímmannsfelli (Grímarsfelli) austanverðu, niður hjá Bringum og niður í Mosfellsdal.
Hallar nú upp á melkoll nokkurn, Háamel, sem stundum er líka nefndur Alda. Þar liggur vegurinn hæst, og er þaðan útsýni mikið og fagurt í björtu Mosfellsheidi-558veðri. Til austurs sjest þar austurhluti Þingvallasveitar og fjöllin þar umhverfis og allt inn á Langjökul, en Skjaldbreið fyrir miðju, og sýnist þá engu minni en frá Þingvöllum, þó að miklu muni á fjarlægðinni. Til suðvesturs sjest um Suðurnes og meðfram Reykjanessfjallgarði endilöngum og á haf út, um sunnanverðan Faxaflóa. Sunnan undir Háamel var eitt sumar — eða tvö — fyrir rúmum 20 árum lítill veitingaskúr, er danskur maður átti og nefndi Heiðarhlóm. Sjást þess nú nálega engin merki, að þar hafi mannabústaður verið. Þar suðvestur af taka við sljettir melar, Borgarhólamelar, og hallar úr því nokkuð jafnt niður í byggð í Mosfellssveit. Heita þar Seljadalsbrúnir, löng leið og heldur tilbreytingalítil. Er þá Grímmannsfeli allfjarri til hægri handar, en Efri-Seljadalur milli þess og heiðarinnar. Við suðurenda Efri-Seljadals eru hólar Mosfellsheidi-559nokkrir, og heitir þar Þrengslin, en sunnan við þau tekur við Neðri-Seljadalur. Verður þar undirlendi meira og dalhvilftin öll grynnri. Þar sunnarlega er Silungatjörn og Silungatjarnarmýri. í Seljadölum er graslendi mikið og var þar tíður áningarstaður ferðamanna fyrrum, enda lá vegurinn um þá áður en akbrautin var lögð. Lítið sjest af veginum ofan í dalina fyr en komið er niður á móts við Silungatjörn. Þegar all-langt kemur niður eftir Seljadalsbrúnum, verða fyrir tvö lautardrög til vinstri við veginn: Efri-Hrossadalur, og litlu neðar Neðri-Hrossadalur, og enn neðar sömu megin Helgutjörn — grunnur tjarnarpollur, sem venjulega þornar upp á sumrum. Þá er til hægri handar Eiríkshóll, einstakur klappahóll, flatur að ofan, að öðru leyti en því, að fuglaþúfa hreykir sjer á honum miðjum. Litlu neðar, en lengra frá veginum, er Mosfellsheidi-560Vörðuhóladalur, daldrag, sem lítið ber á. Tekur nú vegurinn að verða krókóttur, en hefur verið bugðulítill ofan frá Háamel, og er nú bráðlega komið að Krókatjörn, sem er við veginn til hægri. Gengur að norðan út í hana langur tangi, er skiptir henni nærri í tvennt, og er hún því af sumum nefnd Gleraugnatjörn. Mjög litlu neðar, hinu megin við veginn, er Djúpidalur, alldjúp kvos, er áður var klædd valllendisgróðri, en hefur í seinni tíð blásið upp og jetizt af vatni. Sumarið 1907 var þar búinn morgunverður Friðriki konungi VIII. og fylgdarliði hans, er hann reið til Þingvalla og Geysis. Móts við og fyrir neðan Djúpadal er vegurinn enn krókóttari en áður, og heita þar Krókar niður að Miðdalsmýri. Liggur vegurinn yfir hana þvera og Miðdalslæk, sem rennur eftir henni, en bærinn Miðdalur stendur í halla kippkorn norðar. Þegar kemur yfir Miðdalsmýri, er vegurinn yfir háls einn lágan, en allbreiðan, og stóðu norðar á honum fjárhús frá Miðdal. Litlu sunnar, til vinstri handar, er tjörn ein lítil, er Heiðartjörn heitir, og er þá örskammt ofan af hálsinum niður að Lynghólsmýri, og er Lynghóll norðvestan við hana. Var Lynghólsmýri einn af fyrstu blettunum, sem girtur var með gaddavír meðfram veginum, og þótti sumum ferðamönnum súrt í broti, að missa jafngóðan áningastað. Þegar komið er fram hjá mýrinni, er enn dálítil tjörn við veginn til vinstri, er Sólheimatjörn heitir, og spölkorn vestar Hofmannaflöt, allstórar valllendisflatir til hægri við veginn. Þaðan er svo mjög skammt að Geithálsi, þar sem vegurinn sameinast Suðurlandsbrautinni. Hefur þá verið fylgt veginum austan frá Almannagjá, sem er 35—40 km. leið, og skýrt frá örnefnum.“ Hjörtur Björnsson frá Skálabrekku.

Heimild:
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags, Örnefni á Mosfellsheiði, Hjörtur Björnsson, 46. árg. 1937-1939, bls. 164-

Thingvallavegur gamli - 201
Gamla reiðleiðin til Þingvalla frá Reykjavík lá um Seljadal. Þar má enn sjá leifar götunnar. Vagnvegur var síðan lagður í og við reiðleiðina á síðari hluta 19. aldar. Árið 1901 var byrjað á vagnvegi upp frá Fridrik 8Reykjaveg ofan Seljadalsbrúna, sunnan Seljadals, og upp á Háamel þar sem göturnar mættust austan hans. Þeirri framkvæmd lauk 1906. Seljadalsleiðin var öll vel vörðuð, en hin ekki. Við Þrívörðuhæð skiptast aftur vagnvegirnir og gamla reiðleiðin. Árið 1906 var síðan byrjað á leið frá Þingvöllum að Geysi og Gullfossi – til handa voru danska kóngi.
Gamli Þingvallavegurinn, sem liggur yfir háheiðina, var lagður á árunum 1890-96. Byrjað var á honum af Suðurlandsvegi við Geitháls. Vegalagningin miðaðist þá að sjálfsögðu við umferð hestvagna og ríðandi fólks. Vegurinn var lagður nær á sömu slóðum sem hinar fornu ferðamannaslóðir lágu um, en þó ívið sunnar eins og fyrr sagði. Eftir lagningu hans beindist nær öll umferð um heiðina að þessum Thingvallavegur gamli - 218vegi. Vörður voru hlaðnar við hann á allri heiðinni til leiðbeiningar ferðamönnum. Byggt var nýtt sæluhús við veginn í stað gamla hússins, sem stóð talsvert austar og norðar, á sýslumörkunum. Talsverðar endurbætur voru gerðar á þessum vegi vegna konungskomunnar 1907. Sumarið 1913 var í fyrsta sinn ekið bifreið eftir þessum vegi til Þingvalla og var notast við hann sem bílveg eftir það í hálfan annan áratug.
Þegar fjallað er um Konungsveginn frá Reykjavík að Þingvöllum og áfram að Geysi og Gullfossi gleymst oft fyrrnefndur fyrsti hluti hans, þ.e. um Mosfellsheiði að Þingvöllum. Enn má glögglega sjá leifar vegarins. Leiðin frá Elliðakoti um Djúpadal að Vilborgarkeldu var genginn eitt kvöldið árið 2012, 105 árum eftir að Friðrik VIII. Vegarlengdin er um 21 km. Danakonungur reið þessa götu er sérstaklega hafði verið Thingvallavegur gamli - 202lögð af því tilefni. Ætlunin var m.a. að skoða handverkið við vegagerðina; vörður, ræsi, brýr, kanthleðslur, púkk, steinhlaðið sæluhús og leifar hins gamla veitingastaðar, Heiðarblómsins.
Árið 1904, þegar Íslendingar fengu heimastjórn, má segja að hestvagnaöld hefjist; það sama ár fór sá þekkti vagnasmiður, Kristinn Jónsson á Grettisgötunni, að framleiða sína vagna. Tveimur árum síðar var lagt í stórvirki: Konungsvegurinn lagður með hökum og skóflum til Þingvalla og þaðan austur að Geysi, því von var á Friðriki konungi 8. sumarið eftir. Gert var ráð fyrir að kóngur kysi að aka í yfirbyggðum hestvagni, en svo fór að hann vildi heldur fara ríðandi og aðeins ferðakamarinn var á hjólum í konungsfylgdinni austur að Geysi. Nú sést lítið eftir af konungsveginum, sem var þó þjóðleið til Geysis og Gullfoss.
Thingvallavegur gamli - 204Lagning Konungsvegarins reyndi ekki aðeins á þolgæði og útsjónarsemi vegargerðarmanna sem unnu verk sitt með skóflu, haka og hestvagni heldur þurfti líka að seilast djúpt í landssjóðinn en sennilega er Konungsvegurinn dýrasti vegur sem lagður hefur verið á Íslandi ef miðað er við hlutfall af útgjöldum landssjóðsins.
Ráðist var í vegaframkvæmdina 1906 og lauk fyrir komu konungs 1907. Lög um landsreikning voru samþykkt fyrir árin 1906/07 í einu lagi og var kostnaður við vegabætur 220.257 krónur, stærsti hluti Konungsvegur en heildarútgjöld landssjóðs voru liðlega 3.1 milljón. Konungsvegurinn er sennilega ein dýrasta vegaframkvæmd Íslandssögunnar u.þ.b. 14% af ársútgjöldum ríkisins á þeim tíma og kostaði líka ómælt strit og dugnað vegagerðarmanna við frumstæð skilyrði.
Thingvallavegur gamli - 203„Erfitt er nútímamönnum að gera sér í hugarlund hvernig hingaðkoma konungs 1907 var. Gríðarlegt tilstand var: stór hluti af fjárlögum þessa árs var lagður í vegagerð um Suðurland en til stóð að konungur færi þar um í vagnalest. Var vögnum safnað af öllu landinu til að flytja föruneyti konungs.
Þegar til kom vildi Friðrik sitja hest og fór því föruneyti hans ríðandi að mestu. Hingað kom í sveit konungs mikill fjöldi danskra blaðamanna og fyrirmenna úr dönsku opinberu lífi. Alþingi bauð hingað 30 dönskum þingmönnum og endurgalt þar með heimboð íslenskra þingmanna frá árinu áður en þá fóru 35 af 40 alþingismönnum til Hafnar í heimsókn.
Hingað til lands kom konungur með föruneyti á þremur skipum. Var lagt upp frá Tollbúðinni hinn 21. júlí og var mikill mannfjöldi við strandlengjuna til að kveðja konung, þúsundir manna segja Thingvallavegur gamli - 205samtímaheimildir. Var sægur skipa sem fylgdi skipunum þremur, Birma, Atlanta og Geysi, á leið. Fyrri skipin voru fengin að láni frá Austur-Asíufélaginu, því aldna félagi sem hafði um aldaskeið einokun á viðskiptum Dana við Asíulönd. Birma var þeirra stærst, 5.000 smálestir að stærð. Tvö hundruð manns voru um borð, tuttugu þjónar, hljómsveitarmenn, kokkar auk gestanna og áhafnar.
Fyrsti áfangi ferðarinnar voru Færeyjar og þangað kom konungsflotinn 24. júní. Reru heimamenn tugum báta undir flöggum til móts við flotann. Dvaldi konungur með fylgdarliði sínu í Færeyjum í þrjá sólarhringa, fór víða um eyjarnar, skoðaði atvinnulíf og híbýli manna. Lagt var upp til Íslands að morgni 27. júlí. Sóttist ferðin það vel að skip konungs máttu liggja heilan dag undan Akranesi til að ná réttum komudegi til Reykjavíkur.
Íbúar Reykjavíkur voru um tíu þúsund sumarið 1907. Þar var uppi fótur og fit hinn 29. júlí; menn voru þegar teknir að flagga og mátti víða sjá hvítbláinn við hún innan um Dannebrog. Konungur skyldi gista í húsi Lærða skólans, en gestum var víða komið niður; á Hótel Reykjavík og Hótel Íslandi. Móttökunefnd hafði aðsetur í Iðnaðarmannahúsinu. Skipað hafði verið við lægi undan landi en svo stór skip sem voru í fylgd konungs voru fátíð hér og engin höfn enn í bænum. Skyldi konungur stíga á land að morgni 30. júlí kl. 10 og skyldi bátur hans leggja að gömlu steinbryggjunni.
Thingvallavegur gamli - 206Þann dag voru allir í bænum í sparifötunum og komnir niður í Pósthússtræti þar sem nú er Tryggvagata að hylla konung. Erlend fyrirmenni og innlend í einkennisbúningum, karlar í jakkafötum og sumir á fornklæðum, konur á skautbúningum, upphlut og dönskum búningum, börnin þvegin og snyrt og stóðu hvítklæddar ungmeyjar í röð sitthvorum megin við gönguleið konungs: pláss var tekið frá fyrir fimmtíu innlenda og erlenda ljósmyndara. Er skipafloti konungs seig inn sundin var skotið úr fallbyssum af frönsku herskipi er hér lág við festar. Hannes Hafstein hélt þegar til skips konungs og stundvíslega kl. 10 lagðist konungsbáturinn að steinbryggjunni, þeir konungur og Hannes stigu á land og Hannes bauð kóng sinn velkominn með handabandi: „Velkominn til þessa hluta ríkis yðar, herra konungur!“
„Hér á landi dvaldi konungur ásamt fylgdarliði til 15. ágúst. Hann fór um Suðurland ríðandi, sigldi síðan flota sínum vestur fyrir land, tók land á Ísafirði, fór síðan norður fyrir og kom við á Akureyri og loks austur um með lokaáfanga á Seyðisfirði.
Hvarvetna sem Friðrik áttundi fór kom hann fram við háa og lága sem jafningja sína, gaf sig að múgamönnum rétt sem embættismönnum. Hann var forvitinn um hagi fólks, alúðlegur og alþýðlegur. Víst er að móttökur þær sem hann fékk hér á landi hafa hlýjað honum um hjartarætur. Thingvallavegur gamli - 207Samtímaheimildir danskar eru fullar af hrifningu, geðshræringum, yfir viðtökum. Enda fór svo að konungur hreyfði í för sinni sjálfstæðismálum þjóðarinnar, nánast í blóra við ráðherra sína.“
„En hann gaf íslenskum almenningi annað sjálfstæði ekki minna að virði: hann veitti þeim tækifæri í samtakamætti að skarta öllu sínu með þeim árangri að þeir fengu hrós fyrir og gátu verið stoltir af; bara konungsvegurinn austur var gríðarstórt afrek og synd að hann skuli ekki betur varðveittur og nýttur.
Margt af viðbúnaði hér var með séríslenskum hætti; til fundar við konung riðu bændur í Eyjafirði hópreið til Akureyrar og sátu einungis hvíta hesta. Er margt í lýsingum gestanna með sérstökum sakleysisbrag. Því heimsókn konungs var ekki síður landkynning sem beindist einkum gagnvart Dönum sjálfum og hefur vafalítið átt sinn þátt í hinni djúpstæðu lotningu sem hefur um Thingvallavegur gamli - 208langan aldur ríkt í Danmörku fyrir Íslandi, sögu og náttúru.“

Örn H. Bjarnason skrifaði m.a. um Konunsveginn:
 „Í lok júlí 1907, um miðjan þingtíma Alþingis, komu gestirnir til Reykjavíkur á tveimur skipum og herskip til fylgdar. Fyrir Íslendinga var konungskoman stór stund. Barnungur sjónarvottur minntist þess síðar hvað honum fannst „skrúðganga gegnum bæinn, með konung og Hannes Hafstein í fylkingarbrjósti, óumræðilega stórkostleg, og sólin aldrei hafa skinið yfir jörðina með þvílíkri birtu.“
Konungskoman var líka stórframkvæmd fyrir Íslendinga, sem vildu tjalda því sem til var að veita gestunum viðeigandi og eftirminnilegar móttökur. Frá Reykjavík var farið með gestina í vikuferð á hestum um Suðurland. Hátíð var haldin á Þingvöllum, líkt og við fyrstu konungsheimsókn til Íslands 1874, með nær sex þúsundum gesta.
Thingvallavegur gamli - 209Ferðin hófst 1. ágúst og var lagt af stað frá Latínuskólanum í Reykjavík. Konungur reið gráum hesti og var í búningi sjóliðsforingja með derhúfu að hætti aðmiráls og í uppháum leðurstígvélum. Hannes Hafstein Íslandsráðherra var á léttvígum, rauðskjóttum gæðingi Glæsir að nafni, kallaður Ráðherra-Skjóni. Seinna í ferðinni reið hann brúnum hesti en konungur hélt sig við gráa litinn enda hafði honum verið ætlaðir fjórir í þeim lit í ferðina. Þegar til kom líkaði honum aðeins við tvo þeirra. Mér skilst að Eggert Benediktsson bóndi í Laugardælum, stórbýli rétt fyrir austan Selfoss, hafi skaffað þessa gráu hesta.
Haraldur prins var í húsarabúningi. Þarna voru líka Axel Tulinius sýslumaður Suður-Múlasýslu, aðalskipuleggjari ferðarinnar, Rendtorff yfirhestasveinn konungs í rauðum búningi, J.C. Christensen forsætisráðherra og Rosenstand Thingvallavegur gamli - 210leyndaretatsráð svo að einhverjir séu nefndir. Leiðsögumenn voru m.a. þeir Guðmundur Björnsson landlæknir og Jón Magnússon skrifstofustjóri, síðar forsætisráðherra. Jón var hæglætismaður og frekar orðfár, en hvar sem hann sýndi sig fóru hjólin að snúast. Þannig var það einnig við undirbúning þessarar ferðar.
Það þurfti töluverða skipulagshæfileika til að henda reiður á öllu því hafurstaski sem fylgdi þessu liði, kerrur með tjöld og matföng og trússhestar, klyfsöðlar, hnakkar, beisli, lyfjaskrín, hattaöskjur og ferðakoffort. Þetta líktist meira innrásinni í Rússland eða herleiðingu eins og sagt er frá í Gamla testamentinu hjá Móse frá Egyptalandi eða Esekiel til Babylon, erillinn var svo mikill. Að morgni fyrsta dags voru allir að ganga af göflunum og þá var notalegt að hafa Jón Magnússon með sína góðu nærveru.
Thingvallavegur gamli - 211Hófaskellirnir á götum Reykjavíkur þennan dag komu öllum í ferðaham og góðhestarnir sem bændur sunnanlands og norðan höfðu lánað af þessu tilefni voru ekki af verri endanum. Flestar sýslur landsins lögðu til 18 hesta hver landssjóði að kostnaðarlausu, en einnig voru fjöldinn allur af leiguhestum.
Af lista yfir íslenska alþingismenn sem varðveist hefur er svo að sjá, að flestir þeirra hafi fengið tvo hesta til afnota. Númer 13 á listanum er Hannes Hafstein, 1. Þingmaður Eyfirðinga, Tjarnargötu. Hann fékk bara einn hest enda lagði hann sjálfur til Ráðherra-Skjóna. Björn M. Olsen, 3. Konungskjörinn þingmaður, Lækjargötu 8, fékk 3 hesta. Tryggvi Gunnarsson 1. Þingmaður Reykvíkinga fékk 2 hesta og sömuleiðis Þórhallur Bjarnarson þingmaður Borgfirðinga síðar biskup yfir Íslandi. Guðmundur Björnsson 2. Þingmaður Reykvíkinga, Thingvallavegur gamli - 212Amtmannsstíg 1, fékk engan hest enda hefur hann sjálfsagt verið með sína eigin hesta í ferðinni.
Í bréfi dagsettu 7. febrúar 1907 býður Daniel Danielsson hinni háttvirtu Heimboðsnefnd vagnhesta til kaups á kr. 160 stykkið. Hann segir í bréfinu, að hann treysti sér ekki til að fara neðar þar sem hann telji að verð á hestum á sumri komandi verði mjög hátt. Þetta var svo sannarlega uppgripstími fyrir hestaspekúlanta.
Þar sem riðið var upp Hverfisgötu blakti danski fáninn við hún. Farið var upp hjá Rauðavatni og Geithálsi og síðan Hafravatnsveg í Djúpadal á Mosfellsheiði, en þar byrjar hinn eiginlegi gamli Þingvallavegur. Svipusmellir fylltu loftið og öllum mátti vera ljóst að þetta var enginn venjulegur reiðtúr. Á leiðinni bættust í hópinn bændur sem höfðu hlaupið frá búum sínum til að skoða kónginn. Þegar til kom gátu þeir ekki stillt sig um að slást í för á Þingvöll. Sumir voru ekki einir á ferð heldur með allt sitt hyski, konu og krakka.
Í Djúpadal var framreiddur hádegisverður. Eins og allir vita þá eru Danir fyrst í essinu sínu þegar matur er annars vegar. Þeir borða ekki eingöngu til að lafa á fótunum. Matargerð er í þeirra augum listgrein og að skeggræða um mat umræðuefni sem stendur jafnfætis heimspekitali á gangstéttarkaffihúsum stórborganna. Virkilega siðaður Dani getur rifjað upp matseðla áratugi aftur í tímann af jafn mikilli nákvæmni og veðurglöggur Íslendingur lýsir skýjafari. Danir eru heimsmenn.
Thingvallavegur gamli - 213Nema hvað í Djúpadal hafði Franz Håkansson, bakari og conditori, Austurstræti 17 látið senda 150 rúnstykki, 7 rúgbrauð og 12 franskbrauð. Pagh veitingastjóri var staðráðinn í því, að hvað sem öðru liði þá myndi Friðrik 8. Danakonungur ekki verða hungurmorða í ferðinni og þyrstur yrði hann ekki, enda sést í skjölum að Thomsens Magasin lét senda 4000 flöskur vestur að Rauðamel. Þar var tappað ölkelduvatni á flöskurnar. Þetta ölkelduvatn var haft til hressingar í heimsókn konungs. Að loknum málsverði þumlungaðist hersingin áfram fyrir norðan Borgarhóla í áttina að Þrívörðum og sunnan við Vilborgarkeldu á Mosfellsheiði, sem er forn áningarstaður. Þaðan var ekki langt í Ferðamannahorn, en það heitir svo vegna þess að þar sést fyrst til langferðamanna að koma á Þingvöll. Svo lá leiðin um Kárastaðastíg og niður í Almannagjá. Þegar konungur reið niður gjána hrópaði fólkið sem hafði raðað sér þar upp nífalt húrra, ég endurtek nífalt, minna mátti ekki gagn gera.
En hver var þessi konungur sem verið var að hrópa húrra fyrir? Friðrik 8. var fæddur árið 1843 og dó árið 1912. Hann ríkti frá árinu 1906 til 1912. Faðir hans var Kristján 9. Þann stutta tíma sem Friðrik var við völd ferðaðist hann mikið um ríki sitt og komst í nána snertingu við þjóð sína. Hann beitti sér m.a. fyrir bættum samskiptum við Íslendinga. Árið 1869 gekk hann að eiga sænska prinsessu Louise að nafni.
Thingvallavegur gamli - 214Og þjóðin sem hann var að heimsækja hvernig var hún? Af því að maður er svolítið blindur á sitt eigið fólk þá gerði ég það að gamni mínu að fletta upp í Nordisk Konversasions Leksikon, 5. bindi, bls. 183. Þar stendur: “Íslendingar tilheyra hinum hvíta kynstofni, flestir eru háir, ljósir yfirlitum og langhöfðar. Þeir eru með blá augu og grannvaxnir.” Þetta fannst mér áhugaverð lesning, en meira hafði ég samt gaman af að koma út af bókasafninu og labba eftir Austurstræti og sjá margbreytileikann í útliti fólks enda er þjóðin örugglega ekki svona einslit eins og stendur í alfræðiritinu. Rannsóknir á blóðflokkum Íslendinga sýna raunar að þjóðin er af margvíslegum uppruna.
En við vorum stödd á Þingvöllum. Þar höfðu miklar vegabætur farið fram sem og annars staðar á leið konungs. Árið 2000 voru líka lagðir vegir á Þingvöllum. Það tengdist Kristnitökuhátíðinni. Thingvallavegur gamli - 215Þetta voru mjög snotrir vegir út um alla móa, en lágu svo sem ekkert sérstakt að mér fannst. Áhugavert þótti mér að sjá hvílíkri tækni vegakarlar bjuggu yfir þegar þeir mokuðu þessum sömu vegum upp á vörubíla aftur og keyrðu í burtu. Þarna hófst nýr kafli í samgöngusögu þjóðarinnar. Það er ekki enn búið að moka í burtu Kóngsveginum gamla en slitróttur er hann orðinn á köflum.“
Á háheiðinni er enn að finna tóftir veitingahússins Heiðarblómsins sem rekið var þarna á heiðinni á árunum 1925-1930. Rekstri þar var hætt um leið og vegurinn lagðist af í kjölfar Alþingishátíðarinnar 1930, en af því tilefni var nýr malarvegur lagður um Mosfellsdal til Þingvalla.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 40 mín.
Sjá meira HÉR, HÉR og HÉR.

Heimildir m.a.:
-Lesbók Morgunblaðsins 7. september 1991, bls. 3
-Morgunblaðið, 3. mars 2007, bls. 32
-Morgunblaðið 15. júní 2007, bls. 40
-Fréttablaðið, 31. maí 2007, bls. 64
-heimastjorn.is/heimastjornartiminn/thingmannaforin-og-konungskoman/index.html
-hugi.is. Gamlar götur – Konungskoman 1907, Örn H. Bjarnason

kross-221
Að Hjalla í Ölfusi er Ólafskirkja, kennd við Ólaf helga Noregskonung. Núverandi kirkja er byggð 1928. Hjalli-2Talið er að kirkja hafi staðið á Hjalla í Ölfusi frá um 1000, trúlega alltaf á sama staðnum, nema e.t.v. í upphafi. Hjalli í Ölfusi kemur mjög við sögu kristnitökunnar því að þar bjuggu þeir feðgar Þóroddur Eyvindsson goði og Skafti Þóroddsson lögsögumaður.
Ofan Hjalla stöðvaðist kristnitökuhraunið. Þá komst Hjalli aftur í fréttir sögunnar þegar síðasti kaþólski biskupinn í Skálholti, Ögmundur Pálsson, leitaði þar skjóls hjá systur sinni árið 1541. Gafst hann upp fyrir dönskum hermönnum gegn því að fá að fara frjáls maður. Þeir handtóku hann hins vegar og fluttu um borð í skip áleiðis til Kaupmannahafnar. En biskupinn aldni hlaut samt sitt frelsi því að hann dó í hafi.
Þegar svæðið ofan við Þóroddsstaði var skoðað kom m.a. í ljós hringlaga gerði. Að sögn bóndans hafði svæðið allt verið sléttað út fyrir allnokkru og því erfitt að gera sér grein fyrir gamla bæjarstæðinu af einhverjum áreiðanleik.
Hjalli-3Um hlaðið á Þóroddsstöðum liggur Suðurferðagata um 8 km að þjóðvegi 1 á Hellisheiði. Leiðin er svo kölluð vegna þess að hún var flutningaleið til Reykjavíkur og frá. Hún var einnig nefnd Skógargata, því að þar fóru Hjallamenn í Grafning til hrísrifs. Frá Þóroddsstaðahlaði þarf að stefna fyrst vestar en í meginstefnu, yfir gaddavír og að vörðubroti (N63°7´55 / V21°16´42). Hér er beygt til hægri, farið yfir Hvanngil ofan gljúfra, og stefnt milli Fremra- og Efra-Háleitis. Norðan Háaleita er best að fylgja vesturbrún Þurárbrunans, sem rann um Krists burð, og þvert yfir hann (beygja við N64°00´06 / V21°16´55) þar sem hann er mjóstur, á móts við miðja Hverahlíð. Þá er stutt að Lofti, þar sem einn farvegur Hengladalsár rann undir þjóðveg 1 (við 40 km steininn).
Skógarmannavegur, Skógargata eða Suðurferðagata sameinaðist leiðinni Milli hrauns og hlíðar í Fremstadal undir Svínahlíð. Lá þaðan um Smjörþýfi að Þurá.
Úr Hjallasókn austanverðri var fjölfarin leið á Hellisheiði. Heitir hún Suðurferðagata. Hún liggur milli Háaleita, hjá Hlíðarhorni, og þaðan austur á þjóðveginn rétt fyrir vestan loftið, hjá 40-km steininum. Ennfremur lá gata inn með Hverahlíðinni að Einbúa, og frá honum norður á þjóðveginn, austan við Láguhlíð.
Leiðin var farin þar til vagnfær leið var rudd af þjóðveginum fyrir neðan Kamba út í Hjallasókn. Það mun hafa verið upp úr 1910.
Leiðin er víða sýnileg undir Hverahlíð norðan Skálafells og eins austan við fjallið. Um er að ræða u.þ.b. 30 cm rásir í grasigrónu landi. Rásirnar liggja víða nokkrar samsíða og eru sumsstaðar allt að 30 til 40 cm djúpar.
Leiðin er ágætis dæmi um veg frá síðustu öldum þar sem hún er sýnileg. Hún er ekki uppbyggð eða rudd en hefur myndast við troðning hesta og manna.

Heimildir:
-Morgunblaðið, 14. nóvember 1998, bls. 72
-Eiríkur Einarsson. Örnefnaskrá. Hellisheiði. Örnefnastofnun
-Örnefnaskrá. Örnefnalýsing Þóroddsstaða. Örnefnastofnun
-Hengill og umhverfi – Fornleifaskráning 2008, Kristinn Magnússon

grafningshals-1
Ætlunin var að ganga vestur yfir Grafningsháls. Þarna var fyrrum mjög fjölfarin leið úr Ölfusi um ing-1skarðið milli Kaldbaks og Bjarnafells norður í Grafning og svo áfram. Skarðið heitir Grafningsháls. Í bók sinni Byggð og saga leiðir próf. Ólafur Lárusson rök að því, að fyrrum hafi þetta skarð verið nefnt Grafningur, en er tímar liðu hafi nafnið færst af skarðinu og yfir á sveitina fyrir norðan.
Gengið var eftir greinilegri þjóðleiðinni ofan við Torfastaði í Grafningi yfir að Gljúfri í Ölfusi, 9.6 km leið. Gatan hefur liðið fyrir nýræktun túna og nútíma gatna- og slóðagerð. Girðingargata hefur verið lögð ofan í gömlu þjóðleiðina á kafla, síðan raflínuvegur og loks slóði millum sveitarfélaganna ofanverð. Þó má sjá gömlu götuna á köflum utan þessa, s.s. á Grafningshálsi, í Djúpagrafningi og ofan við Æðagil. Á leiðinni mátti berja augum falleg náttúrufyrirbæri, s.s. Ferðamanna- og Miðmundagil í grafningshals-2Ingólfsfjalli, Nón- og Svartagil í Bjarna- og Stórahálsfjalli, toppinn Kaga og Kagagil auk fyrrnefnds Æðagils áður komið var niður að bænum Gljúfri.
Í Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1933 -1936 fjallar nefndur Ólafur Lárusson um örnefnið Grafningur. „Orðið grafningur er talið hafa tvær merkingar í íslenzku máli. Það getur fyrst og fremst merkt þann verknað, að grafast eftir einhverju. Þessa merkingu er orðið talið hafa á þeim eina stað í fornritunum, þar sem það kemur fyrir og er ekki staðarnafn, í Stjórn, þar sem talað er um »djúpan grafning gátu«, (sbr. orðabækur Fritzners, Claesby-Vigfússons og Björns Halldórssonar við orðið grafningur). En orðið getur líka merkt það, sem niður er grafið eða út er grafið, (sbr. þýðinguna í orðabók Sigfúsar Blöndals: »Gröfter og Jordfald, hullet Jordsmon, ru og revnet Jordbund«). Þegar orðið kemur fyrir í staðarnöfnum má gera ráð fyrir, að það sé þessarar síðarnefndu merkingar, að það merki stað, sem er niðurgrafinn.
Eins og kunnugt er heitir byggðarlag eitt í Árnessýslu Grafningur. Er það nú á tímum sérstakur hreppur, Grafningshreppur, en var áður hluti af Ölfushreppi. Eftir merkingu nafnsins mætti búast við, að sveit þessi væri sérstaklega niðurgrafin eða aðkreppt, að hún væri djúpur og þröngur dalur eða því um líkt. En þessu er ekki þannig varið. Sveitin er engin heild hvað landslag snertir. Hún skiptist í rauninni í tvær grafningshals-3byggðir, hina neðri, sem liggur upp með Soginu að vestan, og hina efri, er liggur fyrir suðvesturendanum á Þingvallavatni. Hver þeirra hefir sinn svip og landslagið er fjölbreytilegt í báðum, þar skiptast á sléttlendi og ásar og fell með smádölum á milli, og báðar mega byggðirnar fremur kallast opnar en aðkreptar, enda er útsýn þar á mörgum stöðum bæði frjáls og víð. Sveitin virðist því ekki bera nafn þetta með réttu.
Nafnið Grafningur er fyrst nefnt í Harðarsögu, 19. kap. Þar segir frá því, er þeir, Indriði Þorvaldsson á Indriðastöðum í Skorradal og Ormur veturtaksmaður hans, ferðuðust sunnan af Vikarsskeiði, þar sem Ormur hafði brotið skip sitt, og vestur að Indriðastöðum. Segir þar m. a. svo frá ferðum þeirra: »Þeir riðu allir sunnan hjá Bakkárholti um Grafning ok Bíldsfell ok svá hjá Úlfljóts vatni ok þaðan til Ölfusvatns) Næst er grafningshals-4Grafningur nefndur í bréfi frá 1448. Þar kvittar Jón nokkur Oddsson Steinmóð ábóta í Viðey um greiðslu »sem hann var mier skyldvgur firir jordena aa sydra halse firir ofan Grafning«.2) Þessar tvær heimildir skýra það að minni hyggju hvernig á nafni byggðarinnar stendur.
Frá Bakkárholti í Ölfusi og upp að Ölfusvatni er um tvær leiðir að velja. Önnur er sú, að fara austur fyrir Ingólfsfjall, hjá Kögunarhól, og upp með fjallinu að austan, hjá Tannastöðum og Alviðru, og síðan uppeftir vestan Sogsins. Hin er sú, að fara leiðina, sem nú heitir Grafningsháls, þ. e. í gegnum skarðið, sem er á milli Ingólfsfjalls og Bjarnarfells upp af bænum í Hvammi i Ölfusi. Síðarnefnda leiðin er miklu beinni og styttri og auk þess hefir hún verið miklu greiðfærari fyr á tímum, því þar hefir mátt fá nokkurnveginn þurrar götur upp með ánum, Bakkaá (Bakkárholtsá) og Gljúfurá, frá Bakkárholti og upp að skarðinu. Þessi leið hefir sjálfsagt verið alfaraleiðin úr þessum hluta Ölfusins upp á bæina fyrir ofan Ingólfsfjall, allt þar til, að akvegur var lagður austur fyrir fjallið. Höfundur Harðarsögu hefir því eflaust haft þessa leið í huga, er hann lýsti ferð þeirra lndriða.
Á þeirri leið fóru þeir Indriði og Ormur »um Grafning«. Hér getur verið um tvent að ræða, annaðhvort er Grafningur nafn á byggð, sem þeir fóru um, eða á stað, sem þeir fóru um eða hjá. Fyrri skilningurinn mun hafa verið lagður í nafnið grafningshals-5hingað til. í registrunum við sumar útgáfur Harðarsögu er Grafningur á þessum stað í sögunni talinn vera »sveit í Árnesþingi«. Kálund hefir einnig litið þannig á, en hann telur þó, að Grafningur sé í sögunni aðeins nafn á neðri hluta sveitarinnar, byggðinni, sem liggur upp með Soginu). En þessi skýring fær ekki staðist, jafnvel ekki með þeirri takmörkun, sem Kálund gerir. Grafningur sögunnar var á þeim kafla af leið þeirra Indriða, sem var á milli Bakkárholts og Bíldsfells. Bíldsfell er eins og kunnugt er fell og samnefndur bær, nálægt því í miðjum neðri hluta sveitarinnar. Grafningur sögunnar var fyrir neðan Bíldsfell. Hafi það verið byggðarnafn hefir það þvi verið miklu yfirgripsminna en það er nú á tímum, ekki einu sinni náð yfir allan neðri hluta sveitarinnar, heldur aðeins yfir byggðina, sem er fyrir neðan Bíldsfell, en það er ekki líklegt, að þeir fáu bæir, sem þar eru og eru dreifðir og strjálir, hafi nokkurntíma heitið sérstöku byggðarnafni fyrir sig. — Þetta bendir til þess, að Grafningur sé ekki byggðarnafn í sögunni, heldur nafn á einhverjum stað, sem hefir verið á leiðinni frá Bakkárholti og upp að Bíldsfelli. Bréfið frá 1448 virðist einnig taka öll tvímæli af um, að svo hafi þetta verið. Samkvæmt bréfinu er Syðri-Háls, »fyrir ofan Grafning«. Syðri-Háls, sem nú heitir Litli-Háls, er syðsti, neðsti, bærinn í byggðinni Grafningi. Grafningur sögunnar var fyrir neðan Litla-Háls og því í rauninni fyrir neðan byggðina Grafning. Hann grafningshals-6er því einhver staður á milli Bakkárholts og Litla-Háls, og á þeirri leið getur varla verið um annan stað að ræða, sem borið hafi slíkt nafn, en sjálft skarðið, sem vegurinn liggur um. Litli-Háls er líka rétt fyrir ofan skarðið, svo að það á vel við, að segja um hann, að hann sé »fyrir ofan Grafning«, ef skarðið hefir heitið því nafni. Skarð þetta á milli fellanna er djúpt. Samkvæmt uppdrætti herforingjaráðsins er það 186 mtr. yfir sjávarmál, þar sem það er hæst, en fellin til beggja handa eru miklu hærri. Kaldbakurinn, sem gengur út úr Ingólfsfjalli og liggur að skarðinu að austan og sunnan, er 311 mtr., en Bjarnarfell, sem liggur að skarðinu að vestan og norðan, en 358 mtr. Skarðið er þröngt og hlíðar fellanna brattar, beggja megin við það. Það er því mjög niðurgrafið og sannkallaður Grafningur og hefir borið það nafn með réttu. Í fyrstu virðist þannig aðeins skarðið hafa heitið Grafningur, en grafningshals-7seinna fékk öll byggðin fyrir ofan skarðið þetta nafn. Það virðist vera augljóst, að byggðinni hefir verið gefið þetta nafn neðan að, úr Ölfusinu. Ölfusingar hafa talað um að fara »upp um Grafning« eða »upp í Grafning«, þegar þeir áttu leið upp á bæina fyrir ofan fjallið, og þeir hafa þá í fyrstu átt við leiðina, sem þeir fóru, skarðið milli fellanna, en seinna hefir nafnið á leiðinni festst við byggðina, sem leiðin lá til, við þann hluta hreppsins allan, sem farið var til í gegnum skarðið. Á 16. öld hefir þessi breyting verið komin á og byggðin búin að fá Grafningsnafnið. Er talað um Úlfljótsvatn »í Grafningi í bréfi frá dögum Stefáns biskups (1491—1518) og í bréfi frá 1524). Nesjar »í Grafningi« eru nefndir 1539) og Tunga »í Grafningi« 1545).
Sjálft skarðið, leiðin milli fellanna, hefir verið nefnt Grafningsháls, í öllu falli síðan snemma á 18. öld). grafningshals-8Hálfdán Jónsson á Reykjum nefnir veginn því nafni í lýsingu sinni á Ölfushreppi 1703, og segir svo: »Á þeim vegi nefnast þessi örnefni: Djúpi-Grafningur, Æðargil Bjarnarfell, Kaldbak etc.«). Bjarnarfell og Kaldbakur eru fellin sitt hvoru megin við skarðið. Æðargil er gil, sem kemur ofan úr Bjarnarfelli. Hvort nafnið Djúpi-Grafningur þekkist enn, veit ég ekki, en mér þykir líklegast, að það hafi verið nafn á sjálfu skarðinu. Ef svo er, hefir Grafningsnafnið enn loðað við skarðið snemma á 18. öld, en viðbótinni Djúpi- gæti hafa verið aukið við nafnið til þess, að greina það frá byggðarnafninu Grafningur, sem þá hefir verið búið að fá fulla festu.“
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 33 mín.

Heimild:
-ÁRBÓK HINS ÍSLENZKA FORNLEIFAFÉLAGS 1933 -1936, Ólafur Lárusson: Nokkur byggðanöfn, bls. 108-11

Hristoarstigur-1
Að þessu sinni var Hrístóarstígurinn skoðaður. Áður hafði Tóarsstígurinn verið genginn (sjá HÉR).
„Austan og neðan við Gráhellu komum við á Tóasstíg. Tóarstíg eða Tóustíg en hann liggur upp í Hristoarstigur-2Tórnar eða Tóurnar eins og málvenja er núorðiðþ Stígurinn var eyðilagður að mestu þegar efni í Reykjanesbrautina var tekið en hluti hans sést þó vel enn þá rétt neðst þar sem hraunið er enn óraskað. Stígurinn kemur svo aftur í ljós fyrir ofan ruðningana.
Tórnar eru nokkrir óbrennishólmar sem ganga í gegnum mitt hraunið til suðsuðausturs. Gróursvæðin hafa líklega heitið Tór, samanber grastó (et.) eða grastór (ft.), en nafnið afbakast í tímans rás. Orðmyndin „Tóin“ verður notuð hér en ekki „Tóan“ en báðar myndirnar koma fyrir í heimildum.
Tórnar eru aðgreindar í Tó eitt, Tó tvö, Tó þrjú, Tó fjögur, Hrístó og Seltó en tvö síðustu nöfnin ná yfir efsta hluta Tónna sem er nokkuð víðáttumikil.
Í Tónnum er fallegur gróður, s.s. brönugrös, blágresi, birkikjarr, víðibrúskar og ýmsar lyngtegundir. Hristoarstigur-3Tó eitt var að mestu eyðilögð þegar Reykjanasbrautin var upphaflega byggð en þó sér hennar enn aðeins stað við norðurenda efnistökusvæðisins. Tó tvö er fallegust nú og í hana göngum við um djúpan og vel markaðan Tóastíg í austurátt þar sem efnistökuruðning-ingnum lýkur. Hlaðnir hraungarðar eru sitt hvorum megin við stíginn þar sem hann liggur niður í tóna og ganga þeir upp í hraunið til beggja átta. Hluti varnargarðsins fór undir ýtutönn við breikkun Reykjanesbrautar. Nú má áhugafólk um söguminjar þakka fyrir að hliðinu sjálfu varð bjargað með snarræði eins náttúrverndarsinnans sem var þarna á vappi þegar jarðýtustjórinn var við það að rústa minjunum – e.t.v. í ógáti.
Mjög líklega hefur töluvert lyng til eldileviðar verið rifið í Tónum og grjótgarðarnir þá verið notaðir til þess að veita „hríshestunum“ aðhald, einnig er mögulegt að þar hafi verið setið yfir fé þó svo að þar sjáist engin smalabyrgi. Í Tó tvö eru þrjú tófugreni.
Nyrst í Tó tvö eru lynglautir umkringdar háum hraunkanti og þar finnum við lítið mosagróið grjótbyrgi sem Vatnsleysubræður hlóðu sé til gamans upp úr 1940. Á byrginu sést glöggt hvað mosinn er fljótur að nema land. Um efsta hluta Tóar tvö liggur línuvegurinn.
Tó þrjú er minni en Tó tvö og þar vex meira kjarr í hraunjöðrunum en í neðri tónum. Nyrst í þessari Hristoarstigur-4tó er jarðfall sem heitir Tóarker en þar var gott fjárskjól.
Uppi í hrauninu norðaustur af Tó þrjú sjáum við nokkuð háan ílangan og grasi vaxinn hraunhól sem heitir Snókhóll.
Efsta tóin ber í nokkrum heimildum tvö nöfn; neðri hlutinn heitir Hrísató en efri hlutinn Seltó. Í Hrísató er Hrísatóargreni. Líklega dregur tóin nafn af því að þangað hafi verið sóttur eldiviður.
Út úr Hrístó til suðvesturs liggur Hrísatóarstígur. Stígurinn liggur úr tónni og suðvestur yfir hraunið en það er erfitt að koma auga á hann þar þó svo að við upphaf hans sé varða. Það er hægara að finna stíinn af Afstapahraunsjaðrinum vestanverðan og ganga hann síðan norðaustur ´´ur. Þegar ekið er upp Höskuldarvallaveginn er á einum stað, nokkuð ofarlega en þó fyrir neðan Rauðhól, vik inn í hraunkantinn sem nær alveg að veginum og þar er upphaf Hrísatóarstígs mjög greinileg. Menn hafa getið sér til um að líklega hafi búpeningur úr Rauðhólsseli verið rekinn þarna um til beitar í Seltó og af því dragi tóin nafn sitt. Sú tilgáta er afara ólíkleg því langur og torfær vegur er úr selinu í tóna og lítið gagn af því að hafa í seli ef ekki voru hagar á stanum. Trúlega hefur stígurinn frekar verið notaður af mönnum með hesta til þess að sækja eldivið í tórnar og þá e.t.v. eldivið til notkunar í Rauðhólsseli. ein gæti verið að menn af Ströndinni hafio komið upp Hristoarstigur-5Þórustaðastíg, farið út af honum norðan Keilis og yfir á Hrístóarstíg til eldiviðartöku í Tóunum. Annar stígur sem hér verður kallaður Seltóarstígur (trúlega eingöngu kindargata) liggur úr Seltó og yir Afstapahraunið austanvert en þar er hraunið mjóst og auðveldast yfirferðar ef ekki er farið með snjó.
Í Seltó er tilraunarborhola sem gerð var á uppbyggingartíma fiskeldir í Stóru-Vatnssleysu [1986] og að henni liggur vegruðningur. Vegurinn að borholunni gengur út úr Höskuldarvallavegi aðeins fyrir ofan Hrístóarstíg en fyrir neðan Rauðhól. Svo til beint austur af borholunni er upphaf Seltóarstígs til austurs úr tónni. Nálægt Seltó eru tvö Seltóargreni. Seltóarhraun er slétt og nokkuð víði vaxin hraunspilda sunnan Seltóar. [Í Seltó hefur verið komið fyrir jarðskjálftamælitækjum.]
Upp af Tónum förum við um fjölbreytilegt en á köflum illfær hraun allt að Snókafelli sem er lágt fell upp undir Sóleyjarkrika og Höskuldarvöllum.“
Ruðningurinn var genginn til baka úr Seltó yfir á Höskuldarvallaveg.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimild:
-Sesselja Guðmundsdóttir, Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi, b.s 104-106