Færslur

Drumbdalaleið

 Gengið var frá Bala á Vigdísarvöllum inn á Drumbdalastíg (-veg/-leið) er liggur yfir sunnanverðan Sveifluháls og áleiðis að Krýsuvíkurbæjunum undir Bæjarfelli.
DrumbdalastígurTil baka var ætlunin að ganga að hinum fornu bæjartóftum Gestsstaða og um Hettustíg að Vigdísarvöllum, en vegna óvæntra uppgötvanna á leiðinni var ákveðið að breyta út af upphaflegri leiðardagskrá. Sú ákvörðun leiddi til enn óvæntari uppgötvana, sem lesa má um hér á eftir.

Drumbdalastígur, er liggur millum Stóra- og Litla-Drumbs, hefur einnig verið nefndur Sveifla sbr. kort, sem gefið var út af Bókmenntafélaginu 1831, og auk þess, skv. korti Ólafs Ólavíusar (1775), þar sem hálsinn er nefndur  Austari Móhálsar, er leiðin nefnd Móhálsastígur. Þarna var gamla kirkjugatan milli Vigdísarvalla og Krýsuvíkur. Í raun er um svolítinn misskilning að ræða er stafar að því að þeir, sem færðu upplýsingarnar á blað, höfðu ekki gengið leiðirnar sjálfir; Sveifla er sunnan undir Hettur og um hana liggur gömul þjóðleið upp frá Gestsstöðum í Krýsuvík. Við suðaustanverða Hettu eru gatnamót, annars vegar götu er liggur áfram til norðurs að Ketilsstíg og hins vegar götu er liggur til vesturs að Vigdísarvöllum, svonefndur Hettustígur.
Tóftir Vigdísarvalla - Mælifell fjærir Nú var ætlunin að sannreyna hinar ýmsu „tilgátur“ um fyrrnefndan Drumbdalastíg. Gömul kort, t.d. kortið frá 1831, sýnir stíginn liggja norðan Drumbs, en nýrri kort, s.s. frá Hafnarfjarðarbæ (gildandi aðalskipulag) og Reykjanesfólkvangi, sýna stíginn liggja sunnan við Drumb (sem reyndar er algerlega út úr kú). Líkleg ástæða er sú að Drumbur hefur verið (við skrifborðið) yfirfærður á litla bróður hans norðanverðan. Þetta átti eftir að skýrast betur á leiðinni framundan. Í fyrrnefnda tilvikinu höfðu heimamenn (presturinn) greinilega lagt út leiðina, en í því síðara hefur gatan verið dregin upp eftir kortagrunni við skrifborð á bæjarskrifstofunum (eða annars staðar).
Þegar lagt var af stað frá tóftum Bala var ákveðið að ganga yfir tóftum Vigdísarvalla og hefja gönguna þar. Þrjú nýbýli risu í Krýsuvíkurlandi á 19. öldinni, öll í fyrri seljalöndum. Árið 1830 reis nýbýli á Vigdísarvöllum, kennt við þá. Í Jarðartali J. Johnsen 1847 eru taldar sjö hjáleigur með Krýsuvík og eru Vigdísarvellir og Bali meðal þeirra. Hvorug þessara hjáleiga er nefnd í Jarðarbók Árna og Páls. Bali lá syðst [vestast] á Vigdísarvöllum.
DrumbdalastígurÍ nýrri jarðarbók fyrir Ísland frá 1848 er getið um átta hjáleiga með Krýsuvík og hafa Fitjar bæst við. Fitjar voru vestast á Selöldu. Enn má finna rústir þessara kotbæja, enda eru þeir merktir inn á kort. Fitjar og Bali virðast hafa lagst í eyði eftir skamma hríð, en Vigdísarvellir héldust í byggð fram yfir aldamót, þrátt fyrir endurtekna skaða vegna jarðskjálfta. Ólíklegt er að Krýsuvíkurbændur hafi leigt úr selstöður eftir að þessi býli byggðust.”
Í samantekt Orra Vésteinssonar um menningaminjar í Grindavík frá árinu 2001 segir að Vigdísarvellir hafi verið hjáleiga Krýsuvíkur en nýtt sem selsstaða frá Þórkötlustöðum. “Selstöðu brúkar jörðin [Þórkötlustaðir] og hefur lengi brúkað í Krýsuvíkurlandi, þar em heitir á Vigdísarvöllum, segja menn að selstaðan sjé ljéð frá Krýsuvík, en Krýsuvík aftur ljeð skipstaða fyrir Þórkötlustaðalandi. Vigdísarvellir eru nýbýli frá 1830, en var áður selstaða. Var í eyði um 1880, en byggðist á ný fram yfir aldamótin 1900 [Saga Grindavíkur]. Baðstofan hrundi í jarðskjálfta 28. eða 29. janúar 1905 og stórskemmdust þá öll hús á Vigdísarvöllum og á Litla-Nýjabæ.
Tóftir Bala virðast nú mest áberandi þarna undir Bæjarfelli (Grindvíkingar nefna það Bæjarháls sbr. merkingar á kortum). Ástæðan er fyrst og fremst sú að við bæinn sunnanverðan var hlaðin fráfærurétt, sem notuð var talsvert eftir að hann fór í eyði. Gengið var til austurs yfir að tóftum Vigdísarvallabæjarins. Þegar tóftirnar eru skoðaðar má vel sjá hvernig bæjarskipanin hefur verið; Þrjár burstir hafa verið á bænum mót suðri, en sú austasta verið án dyra. Þar var baðstofa og innan af henni afrými bændahjónana. Vestar var eldhús, innst, og framrými innan við aðalinnganginn. Drykkjarsteinn efst í Drumbdal.Vestan hans var skemma og vestast gerði með fjósi nyrst, fast við bæinn. Hugsanlega hefur verið innangengt úr bænum í fjósið. Rýmið gæti hafa hýst 3-4 kýr. Austar er matjurtargarður, sem eflaust hefur verið brúkaður eftir að búskapur lagðist af á Vigdísarvöllum.
Aftan við bæinn eru tóftir, líklega sauðakofi. Garður umlykur heimatúnið, frá austanverðri fjallhlíð Bæjarfells (mót suðri) til austanverðs Núphlíðarhálsar. Annars er áhugavert að skoða fyrrnefnt kort Björns Gunnlaugssonar (Bókmenntafélagsins) frá árinu 1831 því þar nefndir hann hálsinn Vestari Móháls og Seifluháls Austari Móháls, þ.e. norðurhluta hans.
Svo virðist sem garður hafi verið innan heimatúngarðsins, en ljóst er að þar hefur verið gamall lækjarfarvegur. Lækurinn sá gerir jafnan vart við sig eftir miklar rigningar. Þótt lítill virðist vera öllu jöfnu hefur honum tekist að skapa Vigdísarvellina alla um árþúsundir, þegjandi og hljóðarlaust. Lækurinn, ónafngreindur, hefur Drumburhlaupið þarna um víða völlu, allt eftir aðstæðum á hverjum tíma. Honum hefur tekist að sigrast á þeim öllum, enda er hann um þessar mundir að undirbyggja framburð sinn í Ögmundarhrauni, sunnan Ísólfskálavegar, og gengur bara býsna vel. Ef af líkum lætur mun honum takast, smám saman, þótt lítill sé, að bera undir sig leir og jarðveg úr vesturhlíðum Sveifluhálsar; fylla upp í hraun og sprungur, allt þangað til hann mun renna fram af og blandast samdropum sínum í Atlantshafinu neðan Miðreka. Annars er „lækurinn“ tveir slíkir. Annar rennur um Vigdísarvellir og hinn frá Hettuhlíðum um Bleikingsdal. Lækirnir sameinast síðan á Klettavöllum (Suðurvöllum), nokkru sunnar. Þaðan rennur hann óheftur að „endalokunum“ (sunnan Ísólfsskálavegar).
Vegna mísvísandi upplýsinga um ætlaða legu Drumbdalastígs var ákveðið að láta þær allar lönd og leið, en byrja þess í stað á að nýju á upphafsstað.
 Gata liggur frá framangreindum bæjarstæðum til suðausturs, yfir Horft að Bæjarfelli frá Drumbdalþýflendi, upp hlíð og áfram inn gróðursælan dal. Efst og fremst á brúnum hans er gatan djúpt mörkuð í móbergshelluna. Dalurinn innan af, hömrum girtur að austanverðu, hefur ekkert nafn. Einn þátttakendanna kom með þá tilgátu að þarna gæti verið um hinn eiginlega „Litla-Hamradal“ að ræða. Hálfnafni hans, Stóri-Hamradalur, væri mun framar í austanverðum „Vestari Móhálsi“, en það dalverpi, sem nú nýtur nafngiftarinnar „Litli-Hamradalur“ gæti í raun ekki státað af neinum hömrum. Sá dalur hefði stundum gengið undir nafninu Görnin. Samkvæmt upplýsingum Lofts Jónssonar í Grindavík nær görnin frá Stóra-Hamradal og að brún framan í Núpshlíð. Bílvegurinn liggur um hluta Garnarinnar. Til hennar hefur jafnan verið vísað í landamerkjalýsingum Krýsuvíkur og Ísólfsskála. Segja verður eins og er að þessi fallegi dalur, Stóri-hamradalur, hömrum girtur að austanverðu, hefur án efa verðskuldað nafngift fyrrum, enda lá kirkjugatan milli Vigdísarvalla og Krýsuvíkur um hann í u.þ.b. hálfa öld.
Sunnan við „Litla-Hamradal“ beygir gatan til austurs, inn í sunnanverðan Bleikingsdal, þvert yfir hann og á ská upp hann að austanverðu. Ofan hans sést gatan vel, en síður þar sem hún beygir til norðausturs enn ofar. Þegar hlíðin þar var skágengin var komið upp í Drumbsdal. Efst á brúnum voru tröllkatlar; hin ákjósanlegustu drykkjarsteinar, fullir af vatni. Frá brúninni sást bæði heim að Vigdísarvöllum og yfir að Bæjarfelli framundan. Stóri-Drumbur ber þar hæst við á hægri hönd og Litli-Drumbur á þá vinstri. Millum eru tvær smávaxnir grágrýtishólar.
Drumbdalastígur liggur niður Sveifluhálsinn austanverðan, að sunnanverðu. Þar beygir hann áleiðis niður að Einbúa uns komið er á gömlu þjóðleiðina millium Ísólfsskála og Krýsuvíkur. Vörðubrot má enn sjá við götuna, sem og hlaðna brú yfir moldarflag. Gatan kemur að Krýsuvíkurkirkju við réttina sunnnan í Bæjarfelli.
Hverfum nú svolítið til fyrri tíðar. Eftirfarandi er frásögn Gísla Sigurðssonar um leiðir í Krýsuvík þar sem hann lýsir Drumbdalastígnum og leiðum að honum frá Krýsuvík…
“Við höfum verið við guðsþjónustu í Krýsuvíkurkirkju. Við höfum notið góðgerða á heimili kirkjuhaldarans. Við kveðjum þá alla með virktum. Komnir fram á hlað ráðum við ráðum Drumbdalastígur að Vigdísarvöllumokkar, því um tvær leiðir er um að ræða. Við tökum þá sem liggur austur úr túni, enda verðum við samferða Norðurkotsbóndanum. Við förum ofan traðanna og yfir Dalinn í Norðurkotstraðir og eftir þeim. Norðurkotsbóndinn fer heim til sín, en við höldum austur og innar með Bæjarfelli. Erum áður en langt um líður komin að garði er liggur ofan úr fellinu og út á Rauðhólsmýrina, er garður þessi átti að liggja norðan og ofan við Litla-Nýjabæ, en verkinu lauk þarna úti í mýrinni. Þegar komið er alveg norður fyrir fellið verður fyrir okkur steinn mikill og n okkrar rústir kringum hann. Hér er Hafliðastekkur, en hvenær sá Hafliði bjó hér og hafði hér stekk er ekki að vita. Héðan stefnum við svo norður og upp mýrina austan við Skugga og þar upp á hálsinn.
Við erum þá aftur stödd heima á hlaði í Krýsuvík. Og nú höldum við vestur um Dal í túninu og þar vestur úr Vesturtúngarðshliði og erum áður en varir komin á Alfaraleiðina gömlu, upp á Bæjarhálsi og Hús í selstöðunnihöldum eins og leið liggur vestur yfir melana að Svartakletti, vestur frá honum norðan við Einbúa og þar upp á Hálsinn og erum þá komin að Stóra-Drumb.
Höldum svo norður um ofanverða Drumbsdali og yfir hálsinn hjá Litla-Drumb. Leið þessi nefnist Drumbsdalastígur. Þegar þangað kemur sveigir gatan nokkuð til norð-austurs og niður að læk. Þá er vert að staldra við. Ég var svo heppinn fyrir nokkru, að fá í hendurnar kort, sem út var gefið 1831 af Bókmenntafélaginu, eins og þar stendur “af hinu íslenska bókmenntafélagi”. Þegar ég leit á þetta kort og tók að lesa örnefni og fleira, hvað er það þá sem ég rekst á? Ekkert minna en að leiðin sem við erum að fara um, þegar kemur norður fyrir Litla-Drumb. Hún nefnist S V E I F L A: Og þá höfum við fundið hvers vegna Austurhálsinn er kenndur við, en eins og þið vitið nefnist hann SVEIFLUHÁLS: Vil ég einnig minna á að hálsarnir hér eru á korti Ólafs Ólavíusar (1775), kallaðir Móhálsar og leiðin hér, kirkjugatan frá Vigdísarvöllum er þar nefnd MÓHÁLSASTÍGUR. Einnig eru hálsarnir nefndir Núpshlíðarháls (Vesturháls) og Sveifluháls (Austurháls) eins og áður greinir. (Sjá meira um Krýsuvík).
Stekkur í Við höldum svo niður af hálsinum að Kringlumýrarlæk og austur með honum að vaði yfir hann. En áður en við höldum áfram er ómaksins vert að koma við þar sem lækurinn fellur vestur af og niður. Þar fellur hann um móbergsklappir. Hefur hann, þó lítill sé, grafið gil í móbergið og skilið þar eftir sig þvílíkan skúlptúr að aðdáunarvert er. Brestur mig orð til að lýsa hvílíka fegurð þar er að finna. En sjón er sögu ríkari og komið þið með með og skoðið listaverk þessa litla lækjar.
Við höldum svo niður af Hálsinum í dalinn milli Móhálsanna og yfir að Vigdísarvöllum. Það er af Vigdísarvöllum að segja, að um aldir var þar selstöð frá Þorkötlustöðum í Grindavík. Var selstaðan látin í té fyrir skipsuppsátur á Þorkötlustöðum. 1834 segja kirkjubækur fyrst frá því, að þar sé ábúandi, leiguliði frá Krýsuvík. Bali aftur á móti er ekki byggður fyrr en 1845 og er í byggð fram til 1870. En Vigdísarvellir voru í byggð fram um aldamótin síðustu. Um æði margar gönguleiðir er að ræða frá Vigdísarvöllum.”
Eins og segir fyrr í þessum texta var ákveðið að ganga til baka eftir mögulegum Drumbdalastíg. Af fyrri heimildum að dæma virtist hann hafa legið um „víða völlu“.
Til að gera langa göngu stutta kom í ljós að Drumbdalastígur liggur svo til beinustu leið milli Vigdísarvallabæjanna og Krýsuvíkur; allnokkuð fjarri hinum „opinberu leiðarmerkingum“.
Tóftir BalaÁ ferðalaginu uppgötvuðust óvæntar tóftir; að öllum líkindum ummerki eftir Þórkötlustaðaselið, allt til 1830. Um var að ræða hlaðinn stekk, hús og kví. Ummerkin, hver af öðrum, staðfestu grunsemdirnar. Selstaðan er staðsett á einstaklega skjólsælum stað og þarna hefur lækurinn líklega runnið fyrrum. Vigdísarvellirnir sjálfir hafa verið hinir ágætustu bithagar og með tilvist selsins er komin skýring á hlöðnu fjárskjóli þarna skammt frá. Bleikingsvellirnir suðaustanverðir hafaauk þess verið einstaklega góðir bithagar, auk þess sem svæðið allt hefur verið hið ákjósanlegast fyrir smalann.

Reykjanesskaginn býður upp á ótrúlega möguleika, ekki einungis í jarðvarmaorkuframleiðslu til skammrar framtíðar heldur og til nýtingarmöguleika ósnotinnar náttúru til langrar framtíðar. Hingað til hafa ferðamenn, sem hingað koma, einkum verið að sækjast eftir ósnortinni náttúru. Það eitt gefur tilefni til að ætla hversu eftirsóknarverð og „dýrmæt“ ósnortin náttúra mun verða eftir s.s. eina öld – þ.e. þegar barnabörn okkar munu vera að vaxa úr grasi og þurfa á atvinnutækifærum að halda.
Um þessar mundir eru gróðaöflin því miður allsráðandi. Takmarkið er að gera sér mat úr öllu mögulegu, kaupa á kostakjörum og selja með margföldum gróða. Hvernig og á hvers kostnað sá gróði er fengin virðist ekki skipta neinu máli – enda fáir að velta slíku fyrir sér.
Nauðsynlegt er að horfa svolítið fram á veginn, yfir næstu hæðir og hálsa – jafnvel til langrar framtíðar!
Frábært veður. Gangan tók
4 klst og 4 mín. (Sjá uppdrátt af Vigdísarvöllum HÉR.)

Heimildir m.a.:

-Handrit Gísla Sigurðssonar – Landslag og leiðir – Útvarpið – Gönguleiðir út frá Krýsuvík.
-hafnarfjordur.is
-reykjanesfolkvangur.is
-kort – Björn Gunnlaugasson – 1931.
-Lýsing – Olafur Olavius.
-Orri Vésteinsson.

Þórkötlustaðasel

Þórkötlustaðasel við Vigdísarvelli – uppdráttur ÓSÁ.

Minjasvæði Vigdísarvalla
Vigdísarvellir

Gengið var frá rótum Trölladyngju inn á Selsvelli þar sem ætlunin var að fylgja Þórustaðastíg yfir Núpshlíðarhálsinn að Bæjarfelli ofan Vigdísarvalla og Bala. Tilefnið var að staldra þar við og horfa á eldflaugaskot, sem þar átti að framkvæmast kl. 13:00 skv. auglýstri dagskrá.

Gangan inn að Selsvöllum var auðveld, enda gamburmosinn frosinn. Selsvallalækurinn lék við klakahulu. Lækurinn hafði þó myndað öndunarop á nokkrum stöðum og lágu þau líkt og nýmyndaðar „hrauntraðir“ út frá þeim og fylgdu lækjarfarveginum ofan á hulunni.
Þórustaðastígurinn fer þarna yfir Selsvellina á móts við sunnanverðan Moshól og áleiðis upp hlíðina norðan lækjarins þar sem hann kemur úr litríkum litlum dal í henni miðri. Leið lækjarins niður hlíðina er áhugaverð og margt ber fyrir augu á ekki lengri leið. Hitagróður er í farveginum. Þennan dag skartaði lækurinn tímabundnum og síbreytilegum ísskánslistaverkum. Ljóst er að dalurinn er hluti af Sogasvæðinu. Þarna hefur verið jarðhiti, en hann mun nú að mestu kólnaður. Neðar eru grónar sléttur er hafa að öllum líkindum verið hin ákjósanlegasta beitaraðstaða. Kúadalur er neðar, norðaustasti kriki Selsvalla – jafnhæða.
Þórustaðastígurinn liggur allt frá bænum Þórustöðum á Vatnsleysuströnd og liðast upp heiðina. Stígurinn heldur þessu nafni allt upp fyrir Núpshlíðarháls og að Vigdísarvöllum.
Þegar komið var upp á hálsinn mátti sjá Keili norðar skarta sínu fegursta í vetrarsólinni. Austan við eru Grænuvatnseggjar og neðar Krókamýri. Sveifluhálsinn hafði ekki fyrr gefið jafn skýra heildarmynd af sér.
Þórustaðastígnum var fylgt á ská niður á við til suðurs austan við Núpshlíðarháls, allt að ofanverðu Bæjargili. Efst í gilinu er hlaðinn brú á stígnum. Þegar komið var á sunnanverða brún Bæjarfellsins mátti sjá þrjá bíla á bílastæðinu milli Vigdísarvalla og Bala.
Skömmu fyrir kl. 13:00 færðu ökumennirnir sig sunnar með Djúpavatnsveginum, að gígaröðinni vestan Bleikingsvalla. Þar mynduðu menn sig við undirbúning eldflaugaskotsins.
Þarna átti að fara fram tilraunaskot á vegum A.I.R áhugamannfélag um eldflaugar og eldflaugaskot á Íslandi. (Amateur Icelandic Rocketry). Að verkefninu standa þrír ungir menn, þeir Magnús Már Guðnason, Smári Freyr Smárason og Steinn Hlíðar Jónsson. Halda þeir félagar úti vefsíðunni www.eldflaug.com og má þar sjá framvindu um smíðina á eldflauginni og ýmislegt er varðar eldflaugarskotið. Að öllum gefnum tilskildum leyfum var allt orðið klárt og átti flaugin að fara á loft kl. 13:00, sem fyrr sagði.
Fyrir þá sem ekki vita þá er flaugin 203 cm að hæð og 63 mm í þvermá og um 5 kg. Hún mun ná allt upp í 1200 metra hæð og allt að 600 km/klst. Eldflaugin fer þessa 1200 metra á aðeins 15 sekúndum og eftir aðeins 0,5 sekúndur mun hún ná hámarkshraða eða um 600 km/klst. Í efstu stöðu (sem sagt í 1200 metrum) skýst út fallhlíf og fellur þá flaugin á um það bil 20 km hraða til jarðar. Allt ferlið var áætlað að tæki um það bil 2-3 mínútur.
Markmið með Áhugamannafélaginu AIR (Amateur Icelandic Rocketry) er að hanna og smíða áhugamannaeldflaugar. Um er að ræða nýsköpunarverkefni hér á landi þar sem aldrei áður hefur verið skotið upp eldflaug (að þeirra vitandi).
Upphaflegar áætlanir hljóðuðu upp á þrjár eldflaugar í sumar (2006) en þar sem ekki hefur fengist nógur tíma til að smíða og hanna þær allar á svo skömmum tíma munu líklegast einungis tvær verða tilbúnar á þessu ári.
Aðalmarkmið verkefnisins til að byrja með er að komast yfir hljóðhraða eða á um 1200 km/klst. Sú flaug mun væntanlega verða tilbúin einhvern tímann á næsta ári (2007) ef allt gengur upp og ef við fáum styrki til að framkvæma skotið.
Seinna meir langar hönnuðina að komast yfir veðrahvolfið eða yfir 10 km en það mun skýrast seinna hvort þær áætlanir ganga upp.
Frostið var um 15 °C. Eftir tæplega klukkustundar bið á Bæjarfelli var ákveðið að halda til baka.
Gengið var að vörðu á efsta toppi Bæjarfells. Um er að ræða litla vörðu, en frá henni er óvenju víðsýnt um nágrennið. Þá var haldið norður með austanverðri Núpshlíðunni, inn að Grænavatni. Þegar komið var yfir öxlina vestan hins formfagra fjalls norðan vatnsins blasti við stórkostlegt útsýni yfir vestan- og norðanvert láglendið þar sem Keilir var toppurinn. Sólin skein fagurlega á Selsvellina og vildi greinilega með því undirstrika fegurð þeirra. Sunnan og vestan Grænavatns hefur utanvegaakstur verið stundaður um allnokkurn tíma og valdið miklum skaða á gróðurlænum í í hlíðum.
Gengið var norður með vesturhlíð Núpshlíðarhálssins, að Sesseljuvatni og Spákonuvatni. Sumir nefna þessi vötn Stóra-Spákonuvatn og Litla-Spákonuvatn, en aðrir nefna stærra vatnið einungis EldflaugSpákonuvatn en hitt Sesseljutjörn eða Sesseljuvatn.
Þaðan var haldið á ská niður að upphafsstað, með Sogagíg og Trölladyngju á hægri hönd. Í fjarska naut höfuðborgarsvæðið sín í miðdegissólinni.
Í kvöldfréttunum var m.a. fjallað um eldflaugaskotið við Vigdísarvelli fyrr um daginn.
Var talið að „merkur árangur hafi náðst þegar AIR skaut þarna upp sinni fyrstu eldflaug (AIR 203). Allt gekk að óskum fyrir utan bilun í innbyggðu myndavélinni.
Mikill fjöldi fólks mætti á svæðið og fagnaðarlætin leyndu sér ekki þegar eldflaugin tókst á loft.
Flaugin náði hámarkshraða á einungis 92,1 metra hæð eða 590 km hraða. Hámarkshröðunin á þessum tíma var 332 m/s^2 eða 34 g. Eftir 14,9 sekúndur var hún komin í efstu stöðu eða í 1081 metra hæð. Þar tók við fallhlíf sem sveif með flaugina á 28,7 km hraða til jarðar og lenti flaugin upp í fjallshlíð, 400-500 metra frá skotstað.
Þess má geta að flaugin var 5,2 kg og 203 cm að hæð og einungis þurfti 610 grömm af eldsneyti til að knýja flaugina áfram.“
Í annarri frétt sagði: „Eldflaug var skotið upp í fyrsta sinn frá Íslandi af Íslendingum í dag. Enginn varð þó fyrir skotinu enda til gamans gert. Sumir hafa sérkennilegri áhugamál en aðrir…
Fjöldi fólks var saman kominn á Vigdísarvöllum skammt frá Krýsuvík til að fylgjast með þessari fyrstu íslensku eldflaug sem skotið hefur verið á loft hér. Markmiðið var að ná henni upp í um það bil 1000 metra hæð, koma henni í 5-600 km hraða á um hálfri sekúndu og fá hana niður í fallhlíf í um 500 metra radíus frá skotstaðnum.
Og það tókst. Flaugin kom stráheil niður, náði 590 km hraða á hálfri sekúndu og fór upp í 1080 metra hæð við mikinn fögnuð viðstaddra.
En til hvers í ósköpunum að smíða eldflaug? „Þetta er bara gaman,“ segir efnafræðineminn Magnús. En þetta er dýrt hobbí, þessi flaug hefur kostað þá skólapilta 350-400 þús. kr. „En tilgangurinn er að smíða þrjár flaugar og ná hljóðhraða með þeirri þriðju, um 1200 kílómetra á klukkustund,“ segir Smári Freyr sem er forsprakki eldflaugasmiðanna. En hvað er fengið með því annað en fúttið?
„Fúttið,“ svaraði Smári og brosti í kampinn.

Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Heimildir m.a.:
-http://www.eldflaug.com/Keilir

Vigdísarvellir

Árið 1993 gerði Guðrún Gísladóttir skýrslu fyrir stjórn Reykjanssfólkvangs um „Gróður, jarðveg og mannvistarminjar í Reykjanesfólkvangi“ og jafnframt gerði hún tillögur um úrbætur.
Í niðurstöðum og tillögum skýrslunnar segir m.a.:
„Ástand gróðurs er víða afar bágborið í Reykjanesfólkvangi og er brýnt að lagfæra ástandið á þeim svæðum sem eru illa farin. Fjölbreyttar búsetuminjar eru á fólkvangnum allt frá landnámi til 20. aldar. Rústirnar þarf að gera upp annars er hætta á að þær hverfi áður en langt um líður því grjót og torf samlagast umhverfinu, ekki síst ef svæðið grær upp. Þarna eru dýrmæt menniningarverðmæti sem verður að bjarga með endurbyggingu. Eina húsið sem er uppistandandi frá gamalli tíð er Krýsuvíkurkirkja frá 1857.
Mikilvægt er að gróður verði í framtíðinni í samræmi við íslenskt náttúrfar. Við uppgræðslu lands skal því einungis nota íslenskar jurtir og fræ en varast að nota lúpínu og barrvið. Beina skal aðgerðum að þeim svæðum sem verst eru farin, þ.e. svæðinu frá Kleifarvatni suður að sjó, Sveifluhálsi og Vesturhálsi, Breiðdal og Undirhlíðum. Mikilvægt er að náttúran sjálf fái að sjá um gróðurframvindu í hraunum og því ber að varast að planta þar trjám.
Búsetuminjar eru fjölbreyttar, t.d. bæjarhverfi, verstöð og seljarústir. Á milli þessara minja eru órjúfanleg tengsl. Bændur höfðu í seli og stunduðu sjó á vertíð. Sökum hagleysis var búfé rekið í sel og vegna hafnleysis héldu bændur til í verstöð á vertíðum. Það er því mikilvægt að þessum tegundum minja verði sinnt þegar rústir verða gerðar upp. Beina skal agerðum fyrst að verstöðinni á Selatöngum, síðan Krýsuvíkurbænum með útihúsum og þá Selsvöllum. Það ætti í framtíðinni að gera upp allar rústir fólkvangsins og hafa nokkrar skepnur t.d. í Krýsuvík, en þess verður að gæta að gróður hljóti ekki skaða af.“
Í skýrslunni er fjallað ítarlega um gróður og jarðveg í Reykjanesfólkvangi, markmið með endurheimt landgæða, tillögur um leiðir til varðveislu gróðurlenda og uppgræðslu lands, aðferðir í uppgræðslumálum, ástand og aðgerðir á mismunandi svæðum fólkvangsins, forgangsröðun svæða, búsetu áður fyrr í Reykjanesfólkvangi, ástand rústa og umfang, forgangsröðun verkefna og tillögur um lagfæringar og upphleðslu mannvistarminja og auk þess hugleiðingar um nýtingu Reykjanesfólkvangs.
Um búsetu áður fyrr í Krýsuvíkursókn segir m.a.: „Rústir í Reykjanesfólkvangi bera fyrri búsetu ótvírætt vitni. Elstu minjar búsetu er að finna í Húshólma og Óbernnishólma í Ögmundarhrauni. Byggðin sem þar fór í eyði þegar Ögmundarhraun rann um 1151. Um búsetuna þarna eru ekki skráðar heimildir og eru því rústirnar eina vísbendingin um hina fornu byggð Krýsuvíkur og má ljóst vera að byggðin hefur verið umfangsmeiri en rústirnar segja til um. Elsta ritaða heimildin um búsetu í Krýsuvíkursókn er Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1703. Þá voru íbúar í Krýsuvíkursókn 34 og var þá búið í Krýsuvík og 7 hjáleigum. Býlin voru í þyrpingu undir Bæjarfelli og rétt norðar þar sem Stóri og Litli Nýibær stóðu. Fram undir 1825 var fjöldi íbúa og býla stöðugur en eftir það fór ásókn í nýbýli að aukast í sókninni. Til að byrja með voru stofnuð nýbýli undir Bæjarfelli, þ.e. Garðshorn og Lækur. Landrými var hins vegar takmarkað og voru þrjú nýbýli stofnuð fjarri Bæjarfelli á árunum 1830-1850. Vigdísarvellir og Bali á svokölluðum Vigdísarvöllum og Fitjar undir fellinu Strákum suður undir sjó. Fólksfjöldinn í sókninni jókst stöðugt og varð mestur á 6. áratug 19. aldar þegar rúmlega 70 manns byggðu sóknina. Á þeim árum byggðust kotin Arnarfell, Snorrakot og Hnaus, sem voru í byggð einujngis í skamman tíma.
Eftir 1865 fór svo að halla undan fæti fyrir byggðinni. Fólkinu fækkaði um leið og býlin lögðust í eyði hvert á fætur öðru. Eftir aldarmótin voru íbúarnir orðnir færri en í byrjun 18. aldar og einungis 3 bæir í byggð. Litli Nýibær og Vigdísarvellir lögðust í eyði eftir jarðskjálfta 1905. Eftir það hélst byggð í Krýsuvík og Stóra Nýjabæ um skamma hríð og í byrjun 4. áratugarins var Krýsuvíkurhverfið allt. Þar með lauk sögu sjálfþurftarbúskapar og nýir tímar komu til sögunnar. Rústir sem verður lýst hér á eftir eru leifar gamla sveitasamfélagsins og eru minjar um líf og afstöðu fólks fyrir ekki svo löngu síðan. Aðstöðu fólks og lifnaðarhætti eiga börn nú á tímum engin tök á að gera sér í hugarlund. Ef hins vegar býlin yrðu gerð upp og unglingar fengju að vinna að því með eldra fólki myndi sjálfsagt nýr heimur opnast fyrir þeim. Hið sama gildir um þá sem kynnast uppgerðum húsunum.“
Guðrún lýsir síðan ástandi mannvistaleifanna eins og þær voru árið 1993. Tíu árum síðar, eða árið 2003, má segja að ýmislegt hafi breyst, bæði hvað varðar aukna vitneskju og eflda vitund fólks um minjar þær er hún fjallar um í ritgerð sinni. Ennþá stafar þó sama hættan að þeim, ekki síst vegna skilningsleysis þeirra aðila er ákvarðanir þurfa að taka um framkvæmdir á einstökum svæðum.
„Allar rústirnar þarf að merkaj vel og hafa upplýsingar um sögu þeirra á staðnum. Það ætti að vera framtíðarmarkmið að hlaða upp rústirnar… Ég sé þetta svæði fyrir mér sem eitt verðmætasta útivistarsvæði á suðvesturhorni landsins þar sem hægt verður að sameina náttúru- og söguskoðun.
Í Svíþjóð hefur sænska ferðafélagið gert upp marga bóndabæi, iðnaðarhverfi frá 19. öld og reyndar líka herragarða og fangelsi. Þessi hús eru nú notuð sem farfuglaheimili og njóta óhemju vinsælda ekki síst vegna sögulegs gildis. Í Danmörku njóta víkingaaldabæirnir mikilla vinsælda. Í Lejre utan við Hróarskeldu er stórt svæði lagt undir þessa starfsemi… Með því að gera upp býli og hafa starfsfólk á staðnum sem vinnur með gamla laginu er enginn vafi á því að fólk mun sækja staðinn hvort sem er til að fá sér kaffisopa eða dvelja lengur. Á hverju svæði fyrir sig þarf að vera til staðar saga svæðisins, s.s. Krýsuvíkurhverfisins og lýsing á náttúruverðmætum í nágrenninu.“
Minna má á að ekki er nema ár síðan að bæjarstjórn Hafnarfjarðar léði landsvæði undir Arnarfelli, í hjarta Krýsuvíkurhverfisins – hinna gömlu búsetuminja og heilstæða sögusvæðis, undir kvikmyndatöku erlendrar stríðsmyndar með tilheyrandi eyðileggingu á gróðri og mengun minjanna. Slíkt getur tæpast talist mikil virðing fyrir þeim verðmætum og hinni miklu arfleifð, sem þarna er að finna. Flokka verður slíka ákvörðun undir stundarafglöp að óathuguðu máli.
Staðreyndin er sú að taka þarf framkomnar ábendingar Guðrúnar til alvarlegar skoðunnar, ekki síst nú þegar kröfur almennings um varðveislu menningarverðmæta verða æ háværari og mikilvægra áhrifa ferðamennskunnar er farið að gæta í miklu mun ríkari mæli en áður var. Reykjanesfólkvangur býr yfir miklum tækifærum, sem óþarfi er að glopra niður vegna vanþekkingar eða áhugaleysis þeirra er gæta eiga hagsmuna þeirra svæða er hann tilheyrir. Auk náttúruminja má nefna ótrúlega aðgengilega sýn á jarðfræðifyrirbæri, hvort sem um er að ræða frá ísaldarskeiðum eða nútíma. Telja má að a.mk. 15 hraun hafi runnið á Reykjanesskaganum frá því að land byggðist og hefur það óneitanlega sett mark sitt á búsetu fólks og þróun byggðar frá upphafi vega. Ef vel er að gáð má bæði sjá og þreifa á sannindum um búsetu- og atvinnusögu svæðisins frá því að fyrstu íbúarnir stigu á land til dagsins í dag – rúmlega 1100 árum síðar. Er ekki kominn tími til að nútímafólkið reyni a.m.k. að varðveita hluta þeirrar sögu til handa komandi kynslóðum þessa lands?

Heimild:
-Skýrsla Guðrúnar Gísladóttur um „Gróður, jarðveg og mannvistarminjar í Reykjanesfólkvangi“ – 1993.

Drumbdalastígur

Eftirfarandi er frásögn Gísla Sigurðssonar um leiðir í Krýsuvík. Hér lýsir hann Drumbdalastígnum og leiðum að honum frá Krýsuvík…

Krýsuvík

Bæjarfell í Krýsuvík. Arnarfell fjær.

“Við höfum verið við guðsþjónustu í Krýsuvíkurkirkju. Við höfum notið góðgerða á heimili kirkjuhaldarans. Við kveðjum þá alla með virktum. Komnir fram á hlað ráðum við ráðum okkar, því um tvær leiðir er um að ræða. Við tökum þá sem liggur austur úr túni, enda verðum við samferða Norðurkotsbóndanum. Við förum ofan traðanna og yfir Dalinn í Norðurkotstraðir og eftir þeim. Norðurkotsbóndinn fer heim til sín, en við höldum austur og innar með Bæjarfelli. Erum áður en langt um líður komin að garði er liggur ofan úr fellinu og út á Rauðhólsmýrina, er garður þessi átti að liggja norðan og ofan við Litla-Nýjabæ, en verkinu lauk þarna úti í mýrinni. Þegar komið er alveg norður fyrir fellið verður fyrir okkur steinn mikill og n okkrar rústir kringum hann. Hér er Hafliðastekkur, en hvenær sá Hafliði bjó hér og hafði hér stekk er ekki að vita. Héðan stefnum við svo norður og upp mýrina austan við Skugga og þar upp á hálsinn.
Við erum þá aftur stödd heima á hlaði í Krýsuvík. Og nú höldum við vestur um Dal í túninu og þar vestur úr Vesturtúngarðshliði og erum áður en varir komin á Alfaraleiðina gömlu, upp á Bæjarhálsi og höldum eins og leið liggur vestur yfir melana að Svartakletti, vestur frá honum norðan við Einbúa og þar upp á Hálsinn og erum þá komin að Stóra-Drumb.

Krýsuvík

Tóft Norðurbæjar.

Höldum svo norður um ofanverða Drumbsdali og yfir hálsinn hjá Litla-Drumb. Leið þessi nefnist Drumbsdalastígur. Þegar þangað kemur sveigir gatan nokkuð til norð-austurs og niður að læk. Þá er vert að staldra við. Ég var svo heppinn fyrir nokkru, að fá í hendurnar kort, sem út var gefið 1931 af Bókmenntafélaginu, eins og þar stendur “af hinu íslenska bókmenntafélagi”. Þegar ég leit á þetta kort og tók að lesa örnefni og fleira, hvað er það þá sem ég rekst á? Ekkert minna en að leiðin sem við erum að fara um, þegar kemur norður fyrir Litla-Drumb. Hún nefnist S V E I F L A: Og þá höfum við fundið hvers vegna Austurhálsinn er kenndur við, en eins og þið vitið nefnist hann SVEIFLUHÁLS: Vil ég einnig minna á að hálsarnir hér eru á korti Ólafs Ólavíusar, kallaðir Móhálsar og leiðin hér, kirkjugatan frá Vigdísarvöllum er þar nefnd MÓHÁLSASTÍGUR. Einnig eru hálsarnir nefndir Núpshlíðarháls (Vesturháls) og Sveifluháls (Austurháls) eins og áður greinir.

Krýsuvík

Tóft í Bæjarfelli.

Við höldum svo niður af hálsinum að Kringlumýrarlæk og austur með honum að vaði yfir hann. En áður en við höldum áfram er ómaksins vert að koma við þar sem lækurinn fellur vestur af og niður. Þar fellur hann um móbergsklappir. Hefur hann, þó lítill sé, grafið gil í móbergið og skilið þar eftir sig þvílíkan skúlptúr að aðdáunarvert er. Brestur mig orð til að lýsa hvílíka fegurð þar er að finna. En sjón er sögu ríkari og komið þið með með og skoðið listaverk þessa litla lækjar.
Við höldum svo niður af Hálsinum í dalinn milli Móhálsanna og yfir að Vigdísarvöllum. Það er af Vigdísarvöllum að segja, að um aldir var þar selstöð frá Þorkötlustöðum í Grindavík. Var selstaðan látin í té fyrir skipsuppsátur á Þorkötlustöðum. 1834 segja kirkjubækur fyrst frá því, að þar sé ábúandi, leiguliði frá Krýsuvík. Bali aftur á móti er ekki byggður fyrr en 1845 og er í byggð fram til 1870. En Vigdísarvellir voru í byggð fram um aldamótin síðustu. Um æði margar gönguleiðir er að ræða frá Vigdísarvöllum.”

Handrit Gísla Sigurðssonar – Landslag og leiðir – Útvarpið – Gönguleiðir út frá Krýsuvík.

Drumbdalastígur

Drumbdalastígur.

Vigdísarvellir

Haldið var að Herdísarvík. Fengist höfðu greinargóðar upplýsingar um týndan helli þar austan við, en hann á að ná frá Breiðabás upp í mitt Mosaskarð í Herdísarvíkurfjalli. Ef það reynist rétt gæti hellirinn verið um 800 metra langur. Sagnir eru til um að vinnumaður í Herdísarvík hafi eitt sinn farið inn í hellinn og en villst þar inni í sjö klukkustundir.

Vigdísarvellir

Fjárskjól við Vigdísarvelli.

Tekin voru mið af lýsingunni (Klofaklettur í Hamragerði). Viti menn. FERLIRsfólkð gekk svo til beint að opinu. Á svæðinu er mörg op, en einungis tvö þeirra virðast fela slungnar rásir. Fyrst var farið inn í rás, sem lokaðist eftir 20. metra. Ofan í rásina hafði fallið grjót, sem auðvelt ætti að vera að forfæra. Innan við það heldur rásin áfram. Þegar farið var inn í Breiðabáshelli varð að ganga boginn til að byrja með. Síðan hækkaði rásin. Þá var komið að litlu opi. Innan við það heldur rásin greinilega áfram upp undir hraunið. Einnig eru rásir til hægri og vinstri. Ekki var lagt í langferð að þessu sinni. Hún mun bíða betri tíma. Ef hellirinn er eins og lýst hefur verið gæti hann verið meiriháttar. Einn maður er á lífi, sem farið hefur inn í hellinn, en hann komst ekki langt því það slokknaði á kerti, sem hann var með svo hann varð að snúa við, rataði ekki út aftur, en komst loks upp um þröngt gat í hrauninu. Ætlunin er að fara fljótlega aftur á staðinn með það að markmiði að skoða allan hellinn.
Í leiðinni var skoðaður fjárhellir vestan við Breiðabás. Um er að ræða stóra hraunbólu. Engar hleðslur eru inni í henni.

Klofaklettur

Klofaklettur.

Þá var haldið að Vigdísarvöllum. Á leiðinni var tekið mið af réttinni í Stóra-Hamradal og síðan stöðvað við fjárskjól undir Ögmundahraunsgígum. Hleðslur eru fyrir opi og bekkur inn eftir honum miðjum. Guðmundur Hannesson, bóndi á Bala, sá hinn sami og hlóð Gvendarborg á Vatnsleysuheiði og síðar bjó á Ísólfsskála, gerði hleðslur þessar fyrir fjárhellinn.
Skoðaðar voru tóttirnar á Vigdísarvöllum, en vellirnir sjálfir eru þarna skammt sunnar. Upp frá bænum gengur Bæjargil milli Núpshlíðarháls og Bæjarfells. Austan við Bæjarfell, samtengt, er Vigdísar[valla]háls. Sunnan undir honum eru tóttir bæjarins Bala. Eftir að hafa skoðað þær var haldið að rétt norðaustan við hálsinn. Þær eru að hluta til hlaðnar utan á náttúrlegan vegg og að hluta til girðingaréttir. Þaðan var haldið yfir að Sveifluhálsi, gengið upp hálsinn eftir Hettustíg. Hann er ruddur upp hlíðina og efst á hálsinum er grópað í bergið eftir hófa, fætur og klaufir. Gengið var suður eftir Bleikinsdal, sem er grasi gróinn og niður að gígaröð austan Vigdísavalla. Þar var komið við í miklu jarðfalli. Rás gæti leynst sunnan í jarðfallinu. Frá henni var gengið yfir að tóttum Vigdísarvalla þar sem uppdekkað kaffihlaðborð beið göngufólks.

Frábært veður.Vigdísarvellir

Portfolio Items