Árið 1978 voru 26 skipafundir frá víkingaaldartímabilinu 800-1200 þekktir í Noregi, Svíþjóð, N-GauksÞýskalandi og Danmörku. Fjallað verður um skipafundi víkingaaldar á tímabilinu 800 (750) – 1050 á Norðurlöndum út frá rituðum heimildum og helstu fornleifum, sem fundist hafa. Athyglinni verður beint að Ásubergsskipinu og Gaukstaðaskipinu vegna aldurs þeirra, nýtingu, fundarstað og gripum, sem í þeim voru með hliðsjón af skreyti og samfélagsmynd víkingaaldar. Myndsteinar gefa vísbendingu um aldur og notkun skipanna. Einnig verður getið um íslenskar fornleifar og þekkingu, sem aflað hefur verið hér á landi um víkingaskip. Byggt er á reynslu skipasmiðs, sem hvað mesta reynslu hefur af efninu hér á landi.

Sjá meira undir Fróðleikur.