Jóhannes Reykdal

Á tveimur upplýsingaskiltum, annars vegar við Austurgötu nálægt Læknum og hins vegar við “Reykdalsstífluna” ofan Hörðuvalla er eftirfarandi texti um fyrstu almenningsrafveituna á Íslandi:

Verksmiðjan og fyrsta almenningsrafveitan

Jóhannes Reykdal

Trésmíðaverkstæði Reykdals við Lækjargötu.

Árið 1901 flutti ungur trésmiður til Hafnarfjarðar, Jóhannes J. Reykdal, en hann hafði þá nýlokið námi í iðn sinni í Danmörku. Til Hafnarfjarðar kom hann í þeim erindagjörðum að stofna hér trésmíðaverksmiðju en hann taldi að Hamarskotslækurinn væri ákjósanlegur aflgjafi fyrir vélar verksmiðjunnar.

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal – Skilti um fyrsty almenningsrafveituna á Íslandi við Lækinn.

Í verksmiðju þessari, sem tók til starfa árið 1903, voru átta trésmíðavélar sem allar voru knúnar áfram af fallorku lækjarins. Það var þannig gert að 94 metra langur tréstokkur var reistur og í honum var vatninu veitt í vatnskassa sem áfastur var við húsið. Fallhæð vatnsins í kassanum var tæpir fjórir metrar og í honum var 11 kílóvatta hverfill. Frá hverflinum lá aðalöxullinn inn í kjallarann undir húsinu og þaðan lágu svo reimar upp í gegnum gólfið í tvær hreyfivélar sem aftur knúðu trésmíðavélarnar.
Jóhannes ReykdalÍ frétt Heimskringlu af stofnun verksmiðjunnar sagði meðala annars: “Lækurinn í Hafnarfirði er um aldir og áratugi búinn að renna út í fjarðarbotninn án þess að miðla nokkru af afli sínu mönnum til nytsemdar. Nú er mannshöfnin búin að beizla hann, og er það allrar virðingarvert. Vonandi, að ekki líði langar stundir þangað til hann vinnur fleiri þarfaverkin Hafnfirðingum til þarfa og sóma t.d. að lýsa upp hús og götur þar í bænum.” Það var einmitt raunin, því árið 1904 keypti Jóhannes níu kílóvatta rafal frá Noregi og tengdi hann við ás nýs hverfils.
Jóhannes ReykdalÍ kjölfarið réð hann Halldór Guðmundsson rafmagnsfræðing, sem þá var nýkominn heim úr námi í Þýzkalandi, til að annast lagningu raflagnanna til húsa í nágrenninu og Árna Sigurðsson, sem síðar varð fyrsti rafvirki landsins, til að sjá um tengingu raflagnanna innanhúss. Í desember 1904 voru svo fyrstu rafljósin kveikt en þá var búið að leggja rafmagn í 16 hús auk fjögurra ljóskera í bænum. Á þess­um tíma bjuggu 1.079 manns í Hafnar­f­irði.
Meðal húsanna sem tengd voru má nefna Góðtemplarahúsið, barnaskólann, trésmíðaverkstæðið og íbúðarhús Jóhannesar Reykdals við Brekkugöötu.

Hörðuvallastöðin

Hörðuvallastöðin – skilti.

Fljótlega kom upp sú staða að rafstöð þessi náði ekki að sinna þeirri eftirspurn sem myndaðist og var ráðist í að reisa aðra, mun stærri, rafstöð við Hörðuvelli sem tekin var í notkun árið 1906. Trésmíðaverkstæðið seldi Jóhannes tólf Hafnfirðingum árið 19111 en þeir mynduðu sameignarfélag um reksturinn undir nafninu Dvergur, trésmíðaverksmiðja og timburverzlun Hafnarfjarðar, Flygenring & Co. og starfaði hún um áratugaskeið í bænum.

Hörðuvallastöðin
Jóhannes Reykdal
Fyrsta almenningsrafveita á Íslandi tók til starfa í Hafnarfirði árið 1904. Rafstöðin var við Austurgötu og í eigu Jóhannesar Reykdal. Vegna mikillar eftirspurnar eftir raforku í bænum árið eftir var ákveðið að reisa nýja og mun stærri rafstöð við Hörðuvelli. Jóhannes leigði landið af staðarhaldara á Görðum en auk stíflunnar lét hann reisa langan vatnsstokk og stöðvarhús með íbúð fyrir stöðvarstjórann og fjölskyldu hans. Hörðuvallahúsið er fyrsta rafstöðvarhús sem reist var á Íslandi.

Jóhannes J. Reykdal

Stytta af Jóhannesi J. Reykdal við “Reykdalsstífluna” ofan Hörðuvalla.

Þessi nýja virkjun var tekin í notkun haustið 1906 og var gerð fyrir 37 kW en vegna vatnsleysis gat hún aldrei framleitt meira en 22 kW. Árið 1909 keypti Hafnarfjarðarbær báðar rafstöðvarnar af Jóhannesi og í kjölfarið var stofnuð rafljósanefnd. Rafmagnssölunni var þannig háttað á þessum árum að einungis var hægt að fá rafmagn á svokölluðum ljósatíma en hann var frá því að skyggja tók og fram til miðnættis á tímabilinu 15. ágúst til 15. maí. Á öðrum tímum var ekkert rafmagn að fá.
Árið 1914 var vatnsstokkurinn frá stíflunni og niður að stöðvarhúsi orðinn svo lélegur að ákveðið var að stytta hann og rafljósastöðin færð frá íbúðarhúsinu í nýtt hús er stóð mun nær stíflunni.
Fljótlega var ljóst að þessar tvær rafstöðvar nægðu ekki til að veita þá raforku sem Hafnarfjarðarbær þurfti á að halda. Margar leiðir voru skoðaðar en að lokum var brugðið á það ráð að reisa dísilrafstöð við Strandgötu og var það fyrirtækið Nathan & Olsen sem átti og starfrækti þá stöð. Það var árið 1922 sem sú stöð tók til starfa og sá hún bænum vestan lækjar fyrir rafmagni en eldri stöðvarnar sáu um þann hluta bæjarsins sem var sunnan lækjar. Þetta fyrirkomulag stóð stutt því að árið 1923 var neðri rafstöðin lögð niður og þremur árum síðar var svo komið að Hörðuvallastöðin gat ekki lengur séð íbúum sunnan lækjar fyrir nægilegu rafmagni. Var hún þá einnig lögð niður og eftir það sá stöð Nathan Olsen öllum bænum fyrir raforku.
Stöðvarstjórar við Hörðuvallastöðina voru Jón Þórðarson (1906-1908), Þórður Einarsson (1908-1914) og Árni Sigurðsson (1914-1926).

Sjá meira um Jóhannes og rafvæðinguna HÉR og HÉR.

Jóhannes Reykdal

Minnismerki um Jóhannes Reykdal og fyrstu almenningsrafstöðina við Austurgötu. Lista­verkið Hjól er eft­ir Hall­stein Sig­urðsson.

Stardalur

Margrét Björk Magnúsdóttir skrifaði skýrslu um “Rannsóknir á seljum í Reykjavík” fyrir Minjasafn reykjavíkur árið 2011. Þar fjallaði hún m.a. um selin ellefu í Stardal og nágrenni:

Stardalur – Selstöður sunnan undir Svínaskarði (Stardal)

Stardalur

Sel í Stardal og nágrenni.

Sunnan undir Svínaskarði á jörðunum Stardal, Sámsstöðum og Hrafnhólum var höfð selstaða frá ellefu bæjum samkvæmt Jarðabók Árna og Páls sem sjá má í töflu 1. Selstöður gætu hafa verið fleiri því á svæðinu er að finna mikið og gott beitiland. Bærinn Stardalur stendur við mynni samnefnds dals, norðanvert við Leirvogsá, suðaustan undir Skálafelli. Sámstaðir eru um 1,5 km neðar með Leirvogsá neðan við klettabeltinu Stiftamt. Hrafnhólar eru svo um 2,5 km neðar einnig norðan við Leirvogsá sunnan undir Haukafjöllum á móts við Skeggjastaði uppá hól, en bærinn stóð áður aðeins ofar með ánni undir brekkunum.

Stardalur

Sel í Stardal og nágrenni.

Heimildir eru um 11 selstöður bæja undir Svínaskarði en flestir voru í Mosfellssveit eða 7 talsins og 4 í Kjalarneshrepp. Árið 2010 tilheyra 7 af þessum bæjum Reykjavík, en 4 í Mosfellsbæ eins og sjá má í töflu 5. Af þeim 11 selstöðum sem heimildir eru fyrir eru nú aðeins þrjár sjáanlegar og fylgja þeim enn örnefni bæjanna sem nýttu þau, en þetta eru Þerneyjarsel, Varmársel og Esjubergssel.

Stardalur

Stardalur.

Stardalur var framan af í eigu Brautarholtskirkju og Þerneyjarkirkju. Fram kemur í máldaga Brautarholtskirkju frá 1497-1518 að hún eigi hálfan Stardal. Í máldaga Þerneyjarkirkju til ársins 1269 segir að kirkjan eigi helming í selför í Stardal og afrétt. Samkvæmt Jarðabókinni var Stardalur ekki byggður fyrr en um 1674 en þar segir; „Nýlega uppbyggð fyrir þrjátíi árum, og kemur hjer sá enginn fram. Sem þykist vita að þar hafi fyrri nokkurn tíma bygt ból verið.“… „Hitter almennilega kunnugt úngum og gömlum, að þar sem nú er þessi nýi bær, Stardalur, hafa um lánga æfi selstöður verið frá mörgum bæjum í Mosfellssveit, sem Jarðabókin í þeirri sveit vottar, og so frá Þerney, sem hjer er áður getið.“ Árið 1704 er Stardalur í konungs og tveir ábúendur eru á jörðinni.“

Sámsstaðir
Hrafnhólar voru líka eyðijörð þegar Jarðabók Árna og Páls er gerð og þar er jörðin nefnd „…Hafnhoolar, sumir kalla Hafnabjörg, og segja það nafn eldra.” Þá er jörðin sögð forn eyðijörð og veit engin hversu lengi þar til sextán árum áður að byggður var nýr bær fram á fardaga 1703 að jörðin lagðist aftur í eyði. Jörðin var í konungseign þegar Jarðabókin var gerð sumarið 1704 og dýrleiki hennar óviss.

Tóftir Sámsstaða.

Sámsstaðir eru forn eyðijörð á milli Hrafnhóla og Stardals sem heyrir nú undir Stardal. Við gerð Jarðarbókarinnar 1704 voru Sámsstaðir eign konungs og brúka ábúendur konungsjarða alla grasnaut og talað er um eina selstöðu á jörðinni Esjubergssel.

Blikastaðir standa á láglendu mýrlendi skammt norðan Lágafellshamra, austan við Korpúlfsstaðaá, sunnan við Leiruvoga á móti Víðinesi. Í Jarðabók Árna og Páls segir; „Selstaða hefur til forna brúkuð verið í Stardal.“ Þá er jörðin í eigu konungs.

Esjuberg stendur á skriðuvæng uppi undir rótum Esju og uppaf bænum er Gljúfurdalur. Í Jarðabók Árna og Páls segir; „Selstöðu á jörðin undir Svínaskarði að sunnan, og er þar berjalestur nokkur.“ Þá er jörðin í eigu konungs. Í Jarðabókinni kemur einnig fram þar sem fjallað er um Sámstaði að Esjubergssel var talið í landi þeirra ….„sem þessari jörðu halda menn tilheyrt hafa,…“. En Sámsstaðir var talin forn eyðijörð sem engin vissi hver hafði verið eigandi að og konungur hafði eignað sér og nýtt „…um langa æfi…“.

Þerneyjarsel - uppdráttur

Þerneyjarsel – uppdráttur.

Gufunes stendur skammt vestan við bæinn Eiði á litlu flatlendu nesi á milli Geldinganess og Gufuneshöfða. Gufuness er getið í Landnámu og virðist snemma hafa orðið sjálfstæð jörð. Þar var komin kirkja um 1150 og var þar til 1886 þegar hún var lögð niður. Gufunes varð eign Viðeyjarklausturs eftir 1313 og varð konungseign við siðaskipti. Gufunes var keypt af bæjarsjóð Reykjavíkur árið 1924 ásamt Eiði, Knútskoti og Geldinganesi. Í Jarðabók Árna og Páls segir; „Selstaða hefur til forna brúkuð verið í Stardal, þar sem nú stendur býli það, er Stardalur kallast, eftir sögn þeirra manna, er að undirrjettingu foreldra sinna vita til yfir hundrað ár.“ Þá er jörðin í eigu konungs.

Helgafell stendur undir útsuðurhorni Helgafells. Í Jarðabók Árna og Páls segir; „Landþröng er mikil, og hafði jörðin áður í lánga tíma selstöðu í Stardal frí, en nú verða ábúendur hana út að kaupa.“ Þá er jörðin í eigu konungs.

Varmársel

Varmársel – uppdráttur.

Korpúlfsstaðir standa á sléttum melum skammt í suðvestur frá Blikastöðum, vestan við Korpúlfsstaðaá. Korpúlfstaða er fyrst getið í Kjalnesingasögu. Þeir voru sjálfstæð jörð árið 1234, þá orðnir eign Viðeyjarklausturs, og urðu konungseign um siðaskipti. Reykjavíkurbær keypti jörðina árið 1942. Í Jarðabók segir; „Selstöðu hefur jörðin til forna brúkað í Stardal.“ Þá er jörðin í eigu konungs.

Lambhagi er jörð suðvestan undir rótum Hamrahlíðar, austan við Korpúlfsá þar sem hún fellur í bug og fer að stefna norður. Lambhagi hefur orðið eign Viðeyjarklausturs á tímabilinu 1378-1395 og konungseign við siðaskipti. Reykjavíkurbær keypti jörðina árið 1942. Í Jarðabók Árna og Páls segir; „Selstöðu hafði jörðin að fornu í Stardal.“ Þá er jörðin í eigu konungs.

Lágafell stendur vestan undir Lágafelli. Í Jarðabók segir; „Selstöðu hefur jörðin áður brúkað í Stardal.“ Þá er jörðin í eigu konungs.

Esjubergssel

Esjubergssel – uppdráttur.

Móar standa á flatlendi neðan þjóðvegar, sunnan frá Esjubergi nær sjó. Í Jarðabók Árna og Páls segir; „Selstaða hefur hjeðan brúkast hjá Esjubergsseli og vita menn ei hvort að láni Esjubergsmanna eður eign þessarar jarðar.“ Þá er jörðin í eigu konungs.

Varmá stóð skammt í vestur frá Helgafelli, vestan Varmár, skammt í landsuður upp frá Leiruvogum, austan við núverandi Gagnfræðaskóla Mosfellsbæjar. Í Jarðabókinni er ekki getið um sel eða selstöðu en erþess getið í Örnefnalýsingu fyrir Stardal; „Austan við Tröllalága er Varmársel og sést vel fyrir því.“ Þá er jörðin í eigu konungs.

Skrauthólar standa hátt nálægt Esju, austan Vallár. Í Jarðabók Árna og Páls segir; „Selstaða er, hefur hjeðan lengi brúkuð verið frí þar sem heitir undir Haukafjöllum, nálægt Hrafnhólum.“ Þá er jörðin í eigu konunds.

Þerney er í vestur frá Álfsnesi ekki stór en grasivaxin. Í Jarðabók Árna og Páls segir; „Selstöðu hefur jörðin til forna um lánga æfi brúkað í Stardal, og fæst hún nú ekki síðan þar var bygð sett.“ Þá er jörðin í eigu konungs. Máldagi kirkjunnar í Þerney með sundum í Kjalarnesþingi, sem Magnús biskup Gissurarson setti um 1220 segir svo; „Kirkia a at helmingi selfor j Stardal ok sva afreit. Ok sva þess hlutar fiorv j krossa vik er þerney fylger, halft þriðia kvgilldi bvfiar.“ Í máldaga Þerneyjarkirkju sem Árni biskup Þorláksson setti haustið 1269 segir; „Kirkia a helming j selfor j Starrdal: og svo afret.“

Stardalur

Sel við Stardal og nágrenni.

Af þessum máldögum og síðar má sjá að ekki hefur verið búið í Stardal fyrrum.

Á þessu landsvæði sunnan undir Svínaskarði eru nú þrjár sýnilegar selstöður. Tvær þeirra Varmársel og Þerneyjarsel eru norðan við Leirvogsá austan við Tröllalágar. Esjubergssel er töluvert ofar og nær Svínaskarði á rana út frá Skopru sem gengur útí Esjubergsflóa. Tóftirnar eru allar grasi og mosavaxnar.
Af þessari samantekt má sjá að töluverður efniviður er til staðar til frekari rannsókna á seljum og selstöðum. Tóftir seljanna eru mikilvægar menningarminjar og vitnisburður um þátt í atvinnusögu okkar allt frá landnámi framá 20. öld. Það er því mikilvægt að gerðar verði nákvæmar athuganir á þeim, en frekari rannsóknir geta gefið svör við ýmsum spurningum.
Náttúrufegurð er mikil á öllum selstöðusvæðunum innan borgarmarkanna og eru þau kjörin til útivistar. Þar sem tóftir selja eru enn vel greinanlegar auka þær á upplifun landsins þar sem þær kúra að því er virðist samvaxnar landinu.

Sjá meira um Rannsókn á seljum í Reykjavík HÉR og HÉR.

Sjá skýrsluna HÉR.

Heimild:
-Margrét Björk Magnúsdóttir, Rannsókn á seljum í Reykjavík – Reykjavík 2011, Minjasafn Reykjavíkur – Skýrsla nr. 159, bls. 15-19.

Esjubergssel

Esjubergssel – uppdráttur ÓSÁ.

Blikdalur

Margrét Björk Magnúsdóttir skrifaði skýrslu um “Rannsóknir á seljum í Reykjavík” fyrir Minjasafn reykjavíkur árið 2011. Þar fjallaði hún m.a. um selin átta í Blikdal:

Selstöður á Blikdal
Blikdalur

Yfirlit um sel í Blikdal.

Blikdalur er stór og grösugur dalur í vesturhluta Esju. Hann liggur frá Gunnlaugsskarði í austri og hallar í vestur að klettabelti við Tíðarskarð en dalsmynnið er skammt austan við það. Blikdalur var áður nefndur Bleikdalur sem gæti verið vegna þess að háhitavirkni náði norður yfir dalinn og gaf berginu ljósan lit en innar í dalnum er ljósleitt og grænsoðið móberg. Eftir dalnum rennur á sem nefnist Blikdalsá, en frá dalsmynni að sjó nefnist hún Ártúnsá eftir samnefndum bæ við mynni dalsins.

Blikdalur

Saubæjarsel í Blikdal.

Blikdalur hefur löngum verið nytjaður af bæjum á Kjalarnesi fyrir lausagöngu hesta til fjáruppreksturs, og selstöðu. Suðurhluti Blikdals lá undir kirkjustaðnum Brautarholti, en sá nyrðri undir kirkjustaðinn Saurbæ og skiptist hann um Blikdalsá. Blikdals er ekki getið beint í skriflegum heimildum fyrr en í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns.
Hinsvegar er Blikdalsár getið í máldaga Saurbæjarkirkju 1220, þar sem fram kemur kvöð um að halda skuli brú yfir ánna: „… bru scal hallda a blic dals a. þar milli fialls oc fjoru. ær sa vill sem j saurbæ byr.“48 Þessi kvöð er áréttuð í Vilchinsmáldaga frá 1397 og í vísitasíum 1642, 1678, 1703 og 1724. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns er Blikdals getið við nokkra bæi varðandi fjárupprekstur og selstöðu. Blikdals er getið í landamerkjabréfi fyrir Saurbæ árið 1890. Þar segir: „Á Bleikdal eiga allar jarðirnar óskipta beit en slægjur þannig að Hjarðarnesin (bæði kotin) hafa slægjur fyrir ofan götu milli Heygils og Bolagils en Ártún fyrir neðan götu frá Seljagilslæk að Heygilslæk.“

Blikdalur

Sel í sunnanverðum Blikdal.

Nokkur örnefni í dalnum vísa til selja og þar eru sýnilegar sex selstöður neðan við Selfjall. Tvær selstöður eru í norðan Blikdalsár, Saurbæjarsel sem stendur við læk ofan um 120 m ofan við ána og Holusel sem er um 370 m innar einnig staðsett við læk rétt ofan við ána. Saurbæjarsel hefur verið í notkun framundir árið 1874 en heimildir geta þess að Guðrún Runólfsdóttir frá Saurbæ hafi verið þar selráðskona.51 Hún varð árið 1875 þriðja kona skáldsins Matthíasar Jochumssonar sem bjó á Móum á Kjalarnesi. Á eyri sem liggur sunnan við ána eru fjórar selstöður sem voru í landi Brautarholts. Efsta og innsta selstaðan er væntanlega sú sem síðast hefur verið í notkun og gæti verið frá svipuðum tíma og Saurbæjarsel. Saurbær er kirkjustaður en kirkju er þar fyrst getið um 1200. Þegar Jarðabókin var gerð er Saurbær orðin annexía frá Brautarholtskirkju. Saurbær er á ofanverðu Kjalarnesi, á sjávarbakka niður af Tíðarskarði. Í Jarðabók Árna og Páls segir; „Fjárupprekstur, hestagöngu og selstöðu hefur jörðin í sínu eigin landi, þar sem heitir Blikdalur.“ Þar er segir einnig; „Selvegur lángur og erfiður.“ Á þeim tíma var jörðin í eigu Sigurðar Björnssonar lögmanns.

Ártún

Ártún 1967.

Ártún var kirkjujörð frá Saurbæ og stendur við mynni Blikdals við Ártúnsá. Í Jarðabók Árna og Páls segir: „Selstöðu og beit hefur jörðin frí á Blikdal um sumar og vetur í Saurbæjarlandi.“ Þáverandi eigandi Ártúns var Saurbæjarkirkja sem var í eigu Sigurðar Björnssonar lögmanns.
Hjarðarnes var byggt út úr Saurbæ og kirkjujörð þaðan. Bærinn er á sjávarbakka um 1,5 km í norðaustur frá Saurbæ rétt innan við Tíðarskarð. Í Jarðabók Árna og Páls segir; „Fjárupprekstur hefur jörðin frí á Blikdal í Saurbæjarlandi. Item selstöðu frí ibidem.“ Þáverandi eigandi Saurbæjarkirkja, sem var í eigu Sigurðar Björnssonar lögmanns.

Brautarholt

Brautarholtskirkja.

Brautarholt stendur á hæð sem kallast Kirkjuhóll á vestanverðu nesinu og vestur af bænum er lítið og mjótt nes, Músarnes við mynni Hvalfjarðar. Brautarholts er fyrst getið í Landnámabók og kirkja var komin þar árið 1200. Fram kemur í máldaga Brautarholtskirkju frá 1497-1518 að hún eigi hálfan Stardal á móti Þerneyjarkirkju. Í Jarðabók Árna og Páls segir: „Selstöðu og beitiland á kirkjan á Blikdal og liggur það til jarðarinnar, tekur nú mjög af sjer að gánga af skriðum og vatnsgángi.“ Þá var eigandi jarðarinnar prófastsekkjan Sigríður Hákonardóttir að Rauðamel eða sonur hennar Oddur Sigurðsson.

Borg var kirkjujörð frá Brautarholti og var um 175 m í norðaustur af klettinum Borg og 335 m suðaustur frá botni Borgvíkur. Í Jarðabók Árna og Páls segir; „Selstöðu á jörðin frí í Blikdal þar sem er Brautarholts kirkjuland.“

Mýrarholt var einnig kirkjujörð frá Brautarholti. Var í neðri túnum Brautarholts um 100 m suðaustur af Krosshól og 350 m vestur af svínabúinu í Brautarholti. Í Jarðabók Árna og Páls segir; „Selstöðu má jörðin hafa með frjálsu í Brautarholtskirkjulandi Blikdal.“

Hof var landnámsjörð sem er austur af Brautarholti og skammt vestan við Grundahverfi. Þar er sagt að til forna hafi verið hálfkirkja eða bænhús. Í Jarðabók Árna og Páls segir um selstöðu Hofs; „Menn töldu að Hof hafi haft í seljum í Blikdal þar sem heita Hofssel gömlu en ekki vissu menn hvort þar hefði verið haft frítt eða nokkuð greitt til Brautarholts.“ Þá voru eigendur jarðarinnar nokkrir Sr. Vigfús Ísleifsson prestur í Skaftafellssýslu og bróðir hans Magnús Ísleifsson lögréttumaður á Höfðabrekku í Skaftafellsþingi, Hallfríður Snorradóttir ekkja, Kolbeinn Snorrason Seljatungu í Flóa.

Lykkja var tíundi partur úr jörðinni Hofi, en á Hofi er sagt að til forna hafi verið hálfkirkja eða bænhús. Um Lykkju segir: „Selstaða segja menn að hjeðan hafi brúkuð verið á Blikdal þar sem heita Hofsel gömlu, hvort frí eða fyrir toll nokkurn til Brautarholts vita menn ekki.“

Blikdalur

Sel í Blikdal.

Við vettvangskönnun sumarið 2010 fundust að því er virðist fjórar selstöður á eyri sem er um sunnan Blikdalsár um miðjan Blikdal í Brautarholtslandi. Efsta selið er greinilega það sem síðast hefur verið notað en hin eru fornleg að sjá. Handan árinnar norðan megin eru tvær sýnilegar selstöður og fylgir örnefnið Saurbæjarsel þeirri fremri sem síðast var notað frá Saurbæ. Selið er við læk uppí miðri hlíð undir Selfjalli en hin Holusel er aðeins innar í dalnum og niður við Blikdalsá, einnig við læk. Beggja vegna í dalnum eru greinilegar götur að selstöðunum.

Sjá meira um Rannsókn á seljum í Reykjavík HÉR og HÉR.

Sjá skýrsluna í heild HÉR.

Heimild:
-Margrét Björk Magnúsdóttir, Rannsókn á seljum í Reykjavík – Reykjavík 2011, Minjasafn Reykjavíkur – Skýrsla nr. 159, bls. 11-14.

Blikdalsselin

Selin í Blikdal  þjappað saman – uppdráttur ÓSÁ.

Reykjanesviti

Í Morgunblaðið 2003 ritaði Kristján Sveinsson, sagnfræðingur, um “Fyrsta vitann á Íslandi”:

Reykjanesviti

Reykjanesviti og vitavarðahúsið 1908.

“Um þessar mundir [2003] eru liðin 125 ár frá því að fyrst var tendrað vitaljós á Valahnúk á Reykjanesi. Kristján Sveinsson segir frá tildrögum vitabyggingarinnar, fyrsta vitanum og fólki sem við þessa sögu kom.

Næturmyrkrið lagðist yfir Reykjanesið og Valahnúkinn um nónbilið 1. desember 1878. Eins og um aldir og árþúsundir rökkvaði og kennileiti landsins máðust smám saman út í samfelldan sorta. En þetta var tímamótadagur á Reykjanesinu og þótt það væri ekkert um veisluhöld eða tilhald á Valahnúknum, svo langt sem hann nú var frá öllum byggðum bólum, hefur áreiðanlega verið hátíðarsvipur á Arnbirni Ólafssyni vitaverði einni klukkustund eftir sólarlag þegar hann stóð í ljóshúsi hins nýbyggða Reykjanesvita og kveikti á olíulömpunum 15 í ljóstæki hans, hverjum á eftir öðrum, því þetta var vígsludagur vitans og formlegt upphaf vitaþjónustu á Íslandi.

Íslensk síðþróun í vitamálum

Reykjanes

Reykjanes.

Vitar höfðu logað árhundruðum saman á ströndum Evrópulanda þegar Reykjanesvitinn var byggður og hvernig stóð á þessu seinlæti í vitamálum hinnar norðlægu eyjar?
Jú, landið var afskekkt, strjálbýlt og fámennt, efnahagur íbúanna oftast ekki ýkja beysinn og atvinnuhættir fábreyttir og frumstæðir. Þessar skýringar hafa oft heyrst og sést áður í mati á fortíðinni, jafnvel svo oft að þær hljóma gjarnan sem klisja, en hvað vitana áhrærir eru ekki aðrar nærtækari.

Reykjanesviti

Brunnur undir Bæjarfelli.

Það má auðvitað velta því fyrir sér hversvegna stjórnvöld í Danmörku höfðu ekki frumkvæði að vitabyggingum á Íslandi því Danir voru meðal fremstu vitaþjóða í Evrópu. En áhrif og atbeini danskra stjórnvalda hér á landi voru í raun ætíð takmörkuð og það átti við á þessu sviði einnig. Og auk þess hafði stjórn danska ríkisins um langt skeið þá stefnu að byggja ekki vita fyrir almannafé annars staðar en þar sem þeir þjónuðu almennri skipaumferð og leit þá einkum til hinna fjölförnu skipaleiða um sund og belti við Danmörku.

Reykjanesviti

Upplýsingaskilti við Valahnúk.

Sveitarfélög í Danaveldi urðu að standa straum af innsiglingar- og hafnarvitum og vitum sem einkum komu fiskimönnum að notum. Það sem skýrir byggingu elsta Reykjanesvitans árið 1878 eru kröfur Íslendinga um siglingar millilandaskipa að vetrarlagi. Þær áttu sér rætur í því að efnahagur landsmanna fór batnandi á síðari hluta 19. aldar eftir því sem sjávarútvegur efldist og þróaðist og verslun jókst.

Þéttbýlisstaðir fóru að myndast og vaxa við ströndina þar sem þorskurinn í sjónum og krambúðir kaupmanna löðuðu til sín vaðmálsklætt sveitafólkið sem brá sér í skinnklæði sjómanna og sótti golþorska á fiskimiðin sem urðu að gullþorskum og síðan að kaffi, hveiti, silki, sirsi, tóbaki og tölum í krambúðum kaupmannanna. Eitt af meginöflum nútímans komst á kreik – tískan. Það var annað lag á dönsku skónum í ár en í fyrra. Gaberdínið með öðru móti í vor en síðasta haust svo ekki væri nú minnst á slifsin og hattana. Það var alveg orðið ólíðandi að þurfa að þrauka allan veturinn án þess að það kæmi nýr varningur í verslanirnar.

Reykjanesviti

Gata vitavarðar á milli bústaðar og gamla vitans á Valahnúk.

Það voru bæði kaupmenn og viðskiptavinir sammála um. Og það var ekki nóg að endurnýjast hið ytra með skæðum og klæðum. Sálartetrið þurfti líka sína hressingu og endurlífgun. Já, einmitt, fréttir. Umræðuefni. Það gat ekki náð nokkurri átt að það skyldu geta liðið þrír eða fjórir mánuðir án þess að tíðindi bærust utan úr þeim heimi handan úthafsins sem sífellt fleiri Íslendingar höfðu áhuga á. Það lá við að heilu stríðin færu fram hjá fólki og kóngar og keisarar gátu legið dauðir vikum og mánuðum saman áður en hægt var að segja svo mikið sem „jahá“ eða „jamm“ yfir því á Íslandi, hvað þá biðja vesalingnum fararheilla í eilífðina. Nei, það var ekki hægt að þola það lengur í þorpi og bæ að póstskipið sigldi ekki yfir veturinn.

En var þá ekki bara hægt að láta kaupskipin og póstskipið sigla á veturna? Nei. Norður í þetta órofa heimskautamyrkur stefndi enginn heilvita maður skipi.

Reykjanesviti

Gamli Reykjanesvitinn.

Jafnvel ekki þótt rausnarlegt endurgjald væri í boði því hvern fýsir að verða skipreika við úfna, illviðrasama, mannauða og koldimma strönd, en á því voru mestar líkur ef lagt var í svona háska töldu skipstjórar og forráðamenn skipafélaga. Þarna norðurfrá var hvergi ljósglætu að sjá og vindgnauðið oftast svo mikið að það heyrðist ekki í brimgarðinum fyrr en rétt áður en komið var í hann. Hvernig á að varast svo fláa strönd? Hvað ef það væri viti, spyrja kaupmenn og póststjórn. Jú, það myndi breyta málinu svara skipstjórar og útgerðarmenn. Þó að það væri ekki nema einn svo það sé í það minnsta hægt að finna þennan Faxaflóa sem flestir fara til þarna uppi.

Vitamál hefjast á Alþingi

Reykjanesviti

Merki Friðriks VIII, á Reykjanesvita.

Með setningu stöðulaganna árið 1871 og stjórnarskránni sem Kristján IX Danakóngur hafði með sér til Íslands í sumarheimsókn sinni árið 1874 fékk Alþingi fjárveitingarvald og gat farið að taka sjálfstæðar ákvarðanir um framkvæmdir í landinu. Fyrsta þingið sem þetta vald hafði kom saman í húsakynnum Lærða skólans í Reykjavík sumarið 1875 og þar hófust íslensk vitamál.
Þetta upphaf fólst á rökréttan hátt í því að tveir þingmenn, þeir Snorri Pálsson þingmaður Eyfirðinga og Halldór Kristján Friðriksson þingmaður Reykjavíkur, fluttu frumvarp til laga um vitagjald þótt enginn væri vitinn. Hinir varfærnu þingmenn vildu með þessu tryggja fjárhagslegan grundvöll vitabyggingar og vitareksturs áður en þeir legðu til að tekist væri á við þau verkefni. Frumvarp þeirra datt raunar upp fyrir á þessu þingi, en varð til þess að farið var að undirbúa byggingu á vita á Reykjanesi.
Vert er að veita þingmönnunum tveimur og bakgrunni þeirra nokkra athygli, en báðir komu þeir af þéttbýlustu svæðum landsins þar sem uppgangur var í sjávarútvegi og verslun.

Reykjanesviti

Hús fyrsta vitavarðarins.

Snorri Pálsson (1840–1883) hafði bæði fengist við verslunarrekstur og útgerð fiskiskipa við Eyjafjörð auk þess sem hann hafði verið forstöðumaður fyrir Siglufjarðardeild „Hins eyfirzka ábyrgðarfélags“ sem var tryggingarfélag fyrir fiskiskip við Eyjafjörð. Snorri var því vel kunnugur því hversu torvelt það var að fá skip til að sigla til Íslands að vetrarlagi.

Reykjanesviti

Reykjanesviti á Valahnúk.

Hann var einnig vel kunnugur hættunum sem fylgdu því að sækja sjóinn við Ísland. Í lok maí 1875, aðeins nokkrum vikum áður en Snorri tók sæti á Alþingi í fyrsta skipti, fórst eitt af hákarlaskipum hans í aftakaveðri sem þá gerði við Norðurland og með því 11 menn. Alls fórust 25 manns úr nágrenni Snorra í þessu veðri, þar á meðal bróðir hans.

Halldór Kristján Friðriksson (1819–1902) var kennari og yfirkennari við Lærða skólann en auk þess bæjarstjórnarmaður í Reykjavík og alþingismaður um langt skeið. Áhugamál hans voru fjölþætt og hann lét víða að sér kveða í félagsmálum, meðal annars var hann lengi forseti „Húss- og bústjórnarfélags suðuramtsins“, en ef að líkum lætur voru það einkum afskipti hans af bæjarmálefnum í Reykjavík sem ollu því að hann gerðist talsmaður vitabygginga því siglingaleysið yfir veturinn stóð orðið atvinnulífi í bænum fyrir þrifum.

Reykjanesvitinn 1878

Reykjanesvit

Reykjanesviti 1878.

Vitagjaldsfrumvarp þeirra Snorra Pálssonar og Halldórs Kr. Friðrikssonar varð til þess að farið var að huga að byggingu vita á Íslandi fyrir alvöru. Ekki er að sjá að komið hafi til álita að reisa fyrsta vita landsins annars staðar en á Reykjanesi, enda komu langflest skip úr hafi upp að suðvesturhorni landsins. Málið var borið undir C.F. Grove, vitamálastjóra Dana, sem lýsti þeirri skoðun sinni að einmitt af fyrrgreindum ástæðum væri mikilvægt að hefja vitavæðingu Íslands á Reykjanesinu.
Alþingismenn reyndust áhugasamir um að byggja vita á Reykjanesi með hliðsjón af hugmyndum danska vitamálastjórans en sameiginlegir sjóðir landsmanna voru rýrir að vöxtum og þekking á vitatækni var engin í landinu. Því var leitað til Dana um aðstoð og það féll í hlut skáldsins Gríms Thomsens, sem var formaður fyrstu fjárlaganefndar Alþingis, að greiða úr álitamálum í samskiptum Dana og Íslendinga á þessu sviði. Vitamál heyrðu undir danska flotamálaráðuneytið (Marineministeriet) þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að danska ríkissjóðnum bæri engin skylda til að standa straum af kostnaði við vitabyggingu á Íslandi en þar sem áformaður viti myndi gagnast dönskum kaupskipum væri flotamálaráðuneytið tilbúið til að styrkja Íslendinga í þessari fyrirætlan. Varð sú niðurstaðan að hæfilegt framlag fælist í ljóshúsi úr eir og vitatæki, en vitabygginguna sjálfa yrðu Íslendingar að sjá um.
Sumarið 1876 var notað til að kanna væntanlegt vitastæði á Reykjanesi og aðstæður til byggingar þar. Tveir undirforingjar af varðskipinu Fyllu fóru þangað í könnunarferð í lok maí og leist best á að byggja vitann á Valahnúk, yst á Reykjanesinu. Nóg var þar af hraungrjóti til byggingarinnar, skrifuðu undirforingjarnir í greinargerð sinni, og rekaviður í fjörum sem bæði mætti nota við vitasmíðina og til eldsneytis.
Vorið 1877 tilnefndi flotamálaráðuneytið danskan verkfræðing, Alexander Rothe, til að undirbúa vitabygginguna á Reykjanesi og fór hann þá um sumarið til Íslands og tvær rannsóknarferðir á Reykjanesið áður en hann afhenti tillögu sína að vita og vitavarðarbústað á Reykjanesi. Bæði Alþingi og danska þingið samþykktu fjárframlög til verksins og 10. apríl skrifaði Nellemann Íslandsmálaráðherra Hilmari Finsen landshöfðingja og tilkynnti honum að samið hefði verið við Alexander Rothe um byggingu steinhlaðins vita og vitavarðarbústaðar á Reykjanesi.

Reykjanesviti

Reykjanesviti 1908.

Rothe og vinnuflokkur hans tóku til starfa 6. júní 1878. Með verkfræðingnum kom danskur múrarameistari, Lüders að nafni, sem hafði annast byggingu Hegningarhússins við Skólavörðustíg árið 1872, en aðrir starfsmenn voru Íslendingar. Vitastæðið hafði verið ákveðið á Valahnúk og Rothe gerði ráð fyrir að nota hraungrjótið sem þarna er gnótt af. En þegar Lüders múrarameistari tók að láta hamra og meitla gnauða á grjótinu molnaði það og reyndist alveg ónýtt byggingarefni.

Reykjanesviti

Gata niður að grjótnámu við Reykjanesvita.

Þá var tekið til bragðs að flytja stuðlaberg neðan úr fjörunni um alllangan veg sem ásamt ýmsum öðrum töfum varð til þess að vitabyggingin gekk nokkuð hægar en Rothe hafði gert ráð fyrir. Honum þótti til dæmis vinnukrafturinn helst til óáreiðanlegur því karlarnir áttu það til að þjóta fyrirvaralaust úr steinhögginu í fiskiróður eða heyskap, og svo var veðurfarið á þessum útkjálka með eindæmum örðugt og óhagstætt fannst honum. Kannski var eitthvað til í því. Frásögn Gríms Thomsens bendir til þess, en fjárlaganefndarformaðurinn skáldmælti gerði sér ferð á Reykjanesið um sumarið að líta á vegsummerki og ritaði síðan í blaðið Ísafold sem hann ritstýrði um þessar mundir: Það er engin hægðarleikur að draga grjót að sjer upp á Valahnjúkinn og það steina sem 6–10 manns þarf til að hnosa þar upp; ekki er heldur ládeyðan þar dagslega, þegar lenda þarf með eitthvað, sem til vitans þarf, svo sem kalk og steinlím, vistir og áhöld. Þá gekk langur tími til að ná í vatn, gjöra brautir, höggva grjót niðri í fjöru, ef fjöru skyldi kalla, þar sem brimið beljar ár og síð, og verst af öllu hefur það reynzt, að margir dagar hafa fallið út, af því að ekki gat orðið úr verki uppi við vitaturninn fyrir stormi og óveðri. Það viðrar öðruvísi upp á Valahnúknum en niðri á Austurvelli.

Reykjanesviti

Persónur er komu við sögu fyrsta vitans.

Þótt Rothe yrði ýmislegt mótdrægt við byggingarframkvæmdirnar tókst að ljúka þeim um haustið og var þá risinn á Valahnúknum steinhlaðinn viti, límdur með steinlími sem í var Esjukalk, en á þessum tíma var kalknám í Esjunni og brennsluofn í Reykjavík sem Kalkofnsvegur dregur nafn sitt af. Einnig hafði verið byggður á Reykjanesinu bær fyrir vitavörðinn og fjölskyldu hans.

Reykjanesviti

Reykjanesvitinn á Valahnúk.

Reykjanesvitinn frá 1878 var áttstrendur, um 4,5 m í þvermál og 6,2 m á hæð. Turninn skiptist í tvær hæðir, jarðhæð og efri hæð þar sem vaktherbergi vitavarðarins var.
Ljóshúsið var úr steypujárni og umhverfis það svalagólf sem girt var með járnhandriði. Ljóstæki vitans var upphaflega samansett úr 15 olíulömpum og að baki hverjum þeirra var holspegill úr messing sem magnaði ljósið. Þremur lömpum með speglum var bætt í ljóstækið árið eftir að vitinn var tekinn í notkun til að bæta lýsingu hans. Þetta ljóstæki var í vitanum fram til ársins 1897, en þá var sett í hann 500 mm snúningslinsa, sem enn er til, og steinolíulampi með tveimur hringlaga kveikjum. Vitinn stóð fram til ársins 1908.
Eins og kunnugt er þá er Reykjanesið jarðskjálftasvæði og urðu jarðskjálftar og ágangur sjávar á Valahnúkinn til þess að laska svo vitann og undirstöðu hans að talin var hætta á að hann félli í hafið og vitavörður neitaði að standa þar vaktir. Nýr viti, sá sem enn stendur, var reistur veturinn 1907–1908 og þann 16. apríl 1908 var gamli vitinn felldur með sprengingu.

Vitavörðurinn

Reykjanesviti

Arinbjörn Ólafsson, vitavörður.

Bygging og starfræksla fyrsta vitans í óbyggðum Reykjanessins hafði það í för með sér að til varð ný starfsgrein á Íslandi – vitaverðirnir. Starf þeirra var bindandi því ekki varð hjá því komist að halda stöðugan vörð um vitaljósið á logtíma vitans meðan notaðir voru olíulampar. Þess utan þurfti vitavörður að fægja og þrífa, fylla olíu á lampa og gæta vitans í hvívetna. Stundum var gestkvæmt og þá var ekki annað en sjálfsagt að leyfa „mönnum er skýra frá nöfnum sínum og heimilum, og sem ekki er ástæða til að gruna um neina ósiðsemi, að skoða vitabygginguna“. Það sagði erindisbréf vitavarðarins, en ölvaðir menn, óuppdregnir dónar sem hræktu á gólfin og hundspott þeirra máttu ekki stíga fæti í vitann.

Reykjanesviti

Arinbjörn og Þórunn.

Fyrsti íslenski vitavörðurinn hét Arnbjörn Ólafsson, trésmiður að iðn og hafði unnið við byggingu vitans sumarið 1878. Hann var fæddur 24. maí 1849 og var því rétt að verða þrítugur þegar hann flutti búferlum á Reykjanesið ásamt Sesselju systur sinni, en hún hafði einnig starfað við vitabygginguna þar sem hún var ráðskona. Áður en Rothe verkfræðingur hvarf af landi brott hafði hann veitt Arnbirni einhverja tilsögn í umhirðu vitans og meðferð vitatækjanna, en það er af varðveittum bréfum vitavarðarins að sjá að þessi kennsla hafi verið hálfgert í skötulíki og hann taldi sig vanbúinn til starfans af þeim sökum. Alþingi brást við beiðnum Arnbjörns um frekari vitamenntun og lét honum í té fjárupphæð til Danmerkurfarar. Þangað hélt hann vorið 1879 og nam vitavörslu fram eftir sumri.

Reykjanes

Reykjanesviti og nágrenni – uppdráttur ÓSÁ.

Reykjanesið var sannarlega afskekkt á þessum tímum og orðið nokkuð langt síðan þar var búið þegar vitavörðurinn settist þar að. Varla að það væri reiðvegur þangað út eftir og hægur vandinn að villast í hraunbreiðunni ef skyggni brást eitthvað. Jón Jónsson landritari og vitaeftirlitsmaður lét þetta þó ekki aftra sér frá því að takast á hendur heimsókn til vitavarðarins á jólunum árið 1880. Þessi ötuli embættismaður lagði upp frá Reykjavík á Þorláksmessu, gisti í Höfnunum og var kominn að vitanum síðdegis á jóladag. Þangað hafði hann fikrað sig í stjörnubjörtu veðri og skemmt sér við að telja vörðurnar á leiðinni. Þær voru alls 61 og á heimleiðinni kom sér vel að vita þetta því þá var snjóbylur og ágætt að geta talið vörður til að vita hvar maður var staddur. En það myndi ekki veita af einum 50 vörðum til viðbótar, taldi hann, ef menn ættu að geta verið vissir um að rata í hvaða veðri sem væri.

Reykjanes

Reykjanes – uppdráttur ÓSÁ.

Jón landritari sá vitaljósið við níundu vörðu frá Höfnum talið og var harla ánægður með hvað það var skært. Það var öryggi og staðfesta í þessu ljósi sem róaði landritarahugann, en aðkoman, þegar í vitavarðarbústaðinn kom um kvöldmatarleytið, kom heldur betur róti á embættismanninn. Það kom nefnilega í ljós að þar sat hvert mannsbarn á bænum og át sinn jólamat, hver sem betur gat, líka vitavörðurinn og aðstoðarmaður hans. Arnbjörn vitavörður reyndi að afsaka sig með jólahátíðinni en landritari lagði ekki eyru við slíku hjali heldur benti honum á að „úr því eptirlitið ljeti ekki jólahátíðina aptra sjer að gæta skyldu sinnar væri vitaverðinum engin vorkunn að gera slíkt hið sama“. Hann fékk skriflega nótu og varð svo að skunda á vitavaktina.

Það var alla tíð gerð rík krafa um árvekni og samviskusemi vitavarða og flestir stóðu þeir vel undir því, einnig Arnbjörn Ólafsson þrátt fyrir jólamálsverðinn. Hins vegar hentaði ekki öllum sú mikla einangrun sem fylgdi búsetunni á vitavarðarstöðunum og það átti við um hann og fjölskyldu hans. „Það er annað vorhugi en vetrar,“ skrifaði Arnbjörn Jóni landritara haustið 1879 og vetrarkvíðinn er greinilegur í þessu bréfi hins unga vitavarðar sem hafði kvænst jafnöldru sinni, Þórunni Bjarnadóttur úr Skagafirðinum, um sumarið. Hvernig myndi ástinni reiða af í vetrarríki Reykjanessins?Reykjanesviti

Reykjanesviti á Valahnúk

Það gekk bara vel því þau Arnbjörn og Þórunn héldu saman meðan bæði lifðu. En árið 1884 höfðu þau fengið nóg eftir sex ára dvöl á Reykjanesinu og Arnbjörn sagði upp vitavörslunni. Hann fluttist þá til Reykjavíkur en nokkrum árum síðar til Keflavíkur þar sem hann stundaði verslunarstörf og rak bakarí.
Um aldamótin 1900 átti Arnbjörn mikil viðskipti við enska togara og varð frumkvöðull í íslenskri togaraútgerð þegar hann fór fyrir hópi Íslendinga sem keypti fyrsta togarann, Coot að nafni, til Íslands árið 1905. Vegna viðskipta Arnbjörns áttu þau Þórunn heimili sitt erlendis um skeið, bæði í Danmörku og Englandi. Þórunn féll frá árið 1912 og Arnbjörn tveimur árum síðar.” -KS

Sjá meira HÉR.

Heimild:
-Morgunblaðið 30. nóv. 2003, Kristján Sveinsson – Fyrsti vitinn á Íslandi, bls. 20-21.

Reykjanesviti

Reykjanesvitar – fyrr og nú.

Vatnshlíð

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar var stofnað 25. október 1946. Félagið er með þeim stærstu á landinu og starfið er mjög blómlegt.

Upphafið

Hvaleyrarvatn

Við Hvaleyrarvatn.

Þegar Skógræktarfélags Íslands var stofnað 1930 voru nokkrir Hafnfirðingar á meðal stofnenda og á næstu árum bættust fleiri í hópinn. Skógræktarfélag Íslands var stofnað sem höfuðfélag skógræktarmála og ráðgefandi aðili fyrir héraðsfélög vítt og breitt um landið. Félagið var janframt hugsað sem héraðsfélag skógræktarfólks í Reykjavík og Hafnarfirði til að byrja með. Þetta fyrirkomulag þótti ekki gott til lengdar svo að ákveðið að stofna sérstök héraðsfélög í Reykjavík og Hafnarfirði.

Fyrstu árin

Ingvar Gunnarsson

Minningarsteinn um Ingvar Gunnarsson.

Fyrsti formaður Skógræktarfélagsins var Ingvar Gunnarsson barnaskólakennari, en hann var brautryðjandi í skógrækt og hóf t.a.m. ræktun í Skólalundi í Undirhlíðum árið 1930. Þeir sem skipuðu fyrstu stjórn félagsins með honum voru ötulir ræktunarmenn sem höfðu stundað trjárækt um árabil þegar félagið var stofnað.
Fyrsti reiturinn sem tekinn var til ræktunar var 7 hektara spilda í norðanverðu Gráhelluhrauni skammt ofan Lækjarbotna. Gunnlaugur Kristmundsson Sandgræðslustjóri og kennari lagði til að þessi spilda yrði fyrir valinu.

Hvaleyrarvatn

Hvaleyrarvatn.

Upphaflega hugmyndin var að taka til ræktunar landsvæðið ofan við Sandvík norðaustan Hvaleyrarvatns en vegna kulda og erfiðs árferðis vorið 1947 var þeirri hugmynd slegið á frest um sinn. Girðingavinnu í Gráhelluhrauni lauk vorið 1947 og 27. maí gróðursetti Ingvar formaður fyrsta birkitréð við hátíðlega athöfn. Mikill hugur var í félagsmönnum sem lögðu drjúga hönd á plóg og fyrsta sumarið voru skógarfurur, rauðgreni og birki gróðursett í reitnum, alls 2.300 trjáplöntur. Sérstakir hakar voru útbúnir til að auðvelda gróðursetningu í hinu grýtta hraunlandslagi. Margir töldu þetta frumherjastarf vera goðgá og spáðu því að ræktunin ætti eftir að misheppnast. Þrátt fyrir ýmis áföll gekk starfið vonum framar og nú er Gráhelluhraunsskógur gróskumikill og nánast alveg sjálfbær. Þorvaldur Árnason skattstjóri tók við formennskunni 1949 og var fyrsta verk hans að fá svæðið í Gráhelluhrauni stækkað um 30 hektara í áttina að Hraunsrétt. Jón Gestur Vigfússon tók við formennskunni 1954 og gegndi henni til 1958 þegar séra Garðar Þorsteinsson var kosinn formaður.
Þegar nýja ræktunarsvæðið í Gráhelluhrauni hafði verið girt var ákveðið að planta út sitkagreni og lerki í hrauninu. Skógræktarfélagið naut á þessum árum dyggrar aðstoðar nemenda og kennara Barnaskóla Hafnarfjarðar sem tóku þátt í gróðursetningunni á hverju vori, auk meðlima félagasamtaka í bænum. Fyrsta áratuginn voru alls gróðursettar um 80-90 þúsund trjáplöntur í Gráhelluhrauni. Árið 1965 var aftur gróðursett í Gráhelluhrauni og aðaláherslan lögð á birki, stafafuru og bergfuru. Voru 30 þúsund nýjar trjáplöntur gróðursettar fram til ársins 1978 og á allra síðustu árum hefur verið plantað þar út nokkrum fjölda árlega.

Ræktun lands og lýðs

Gráhelluhraun

Í Gráhelluhrauni.

Girðingarefni lá ekki á lausu á upphafsárum félagsins vegna haftastefnunnar. Þetta mikilvæga mál mæddi mjög á stjórnarmönnum og girðingarefni kostaði félagið mikla fjármuni. Gráhelluhraunsgirðingin gekk fyrir og þess vegna dróst úr hömlu að girða landsvæðið norðaustan Hvaleyrarvatns sem félaginu hafði verið lofað við stofnun þess. Útland bæjarins var ekki eingöngu ætlað sem útivistar- og ræktunarsvæði því á þessum árum var það fyrst og fremst notað sem haglendi fyrir sauðfé frístundabænda í bænum.

Gráhella

Tóftir við Gráhellu.

Vorið 1957 fékk félagið formlega úthlutað 32 hektara landsvæði í hlíð Beitarhúsaháls við Hvaleyrarvatn. Þar voru nokkrar gróðurtorfur, en landið var að stærstum hluta blásið holt, stórgrýti og leirflög og gaf ekki von um mikla ræktunarmöguleika. Engu að síður var landið girt sumarið 1957 og girðingin stækkuð 1963 þegar viðbótarlandi við Húshöfða var úthlutað til félagsins. Gróðursetning hófst af krafti vorið 1958 og voru 15 þúsund trjáplöntur gróðursettar í hlíðum Beitarhúsahálsins fyrsta sumarið. Munaði einna mest um ómældar vinnustundir Guðmundar Þórarinssonar og Ólafs Vilhjálmssonar, að öðrum ólöstuðum.
Árið 1959 fékk Skógræktarfélagið leyfi til að girða af 56 hektara land umhverfis Stóra-Skógarhvamm í Undirhlíðum. Næstu fimm árin önnuðust piltar í vinnuskólanum í Krýsuvík gróðursetningu undir stjórn Hauks Helgasonar. Félagið tók einnig við skóginum í Skólalundi og var Undirhlíðagirðingin stækkuð 1961 þegar Kúadalur og hluti Kaldárhnúka syðri bættust við ræktunarsvæðið. Sama ár var ákveðið að dreifa lúpínufræjum í örfoka land við Hvaleyrarvatn.

Uppeldisreitir

Beitarhúsaháls

Beitarhús við fyrrum selstöðu Jófríðarstaða í Beitarhúsahálsi.

Helstu útgjöld Skógræktarfélagsins voru lengst af fólgin í kaupum á skógarplöntum til gróðursetningar, sem gekk stundum illa að útvega. Þetta kom niður á starfinu en oft hljóp Jón Magnússon í Skuld undir bagga og bjargaði félaginu um plöntur til gróðursetningar. Sumarið 1973 gaf hann félaginu fjölda birkiplatna úr gróðrastöð sinni og hvatti til þess að félagið kæmi sér upp ræktunarstöð. Vorið 1975 var fyrsta skrefið tekið þegar félagið kom upp græðireitum á Beitarhúsahálsi. Félagsmenn söfnuðu fræi víða um land, og reyndar út um allan heim, og á vorin var sáning trjáfræja árviss viðburður. Á ýmsu gekk til að byrja með en tíu árum eftir að upphafsskrefin voru tekin var framleiðsla gróðrastöðvarinnar komin á það stig að félagið var sjálfbjarga um nær allar plöntur sem notaðar voru á ræktunarsvæðum þess. Þetta var fyrsti vísirinn að gróðrastöðinni sem nú er rekin sem sjálfstætt fyrirtæki og nefnist Gróðrastöðin Þöll.

Höfðaskógur

Listaverk í Höfðaskógi (Beitarhúsahálsi).

Skógræktarfélagið fékk úthlutað viðbótarlandi 1979 sem ætlunin var að reita niður í landnemaspildur. Auglýst var eftir einstaklingum og fyrirtækjum sem vildu taka land í fóstur. Hugmyndin hlaut góðan hljómgrunn og vorið 1980 fengu 24 einstaklingar og fjölskyldur þeirra, ásamt 11 fyrirtækjum úthlutað landnemareitum í sunnanverðu Gráhelluhrauni og hrauninu vestur af Sléttuhlíð. Félagið hóf sama ár útplöntun á furutrjám í Selhöfða og þegar sorphaugunum við Hamranes var lokað 1987 stækkaði ræktunarsvæðið út í Selhraun vestan Hvaleyrarvatns.
Þegar útlönd Hafnarfjarðar og Garðabæjar höfðu verið girt 1979 lauk lausagöngu búfjár í bæjarlandinu. Þetta leiddi til þess að þeirri hugmynd var hreyft af fullri alvöru að taka niður allar girðingar á ræktunarsvæðum félagsins. Ekki var einhugur um þetta mál því margir töldu fulla ástæðu til að viðhalda girðingum til að verja skógræktarlöndin fyrir ágangi um ókomna tíð. Það leið því nokkur tími áður en hafist var handa við að fella girðingarnar og fjarlægja þær en nú eru öll skógarsvæði félagsins opin og ógirt.

Landnemar

Hólmfríður Finnbogadóttir

Hólmfríður Finnbogadóttir.

Vorið 1989 tók Hólmfríður Finnbogadóttir við formennsku í Skógræktarfélaginu. Hún hafði verið í stjórn þess í tæpan áratug og var fyrsta konan til að gegna formennsku í félaginu. Hólmfríður tók við framkvæmdastjórn félagsins ári síðar. Hólmfríður Árnadóttir var formaður félagsins 1999-2002 en þá tók Níels Árni Lund við og gegndi formennskunni í 9 ár. Jónatan Garðarsson tók við formennskunni vorið 2009.
Sumarið 1980 tók Skógræktarfélagið við Höfðalandi og úthlutaði því í áföngum til fjölda landnema. Fleiri svæði fylgdu með í þessum áfanga, þ.á.m. Seldalur sem er hluti Landgræðsluskóga átaks sem efnt var til þegar Skógræktarfélag Íslands varð sextugt 1990. Seldalur þótti ekki sérlega ákjósanlegur ræktunarreitur því hann var þakinn gróðursnauðum jökulleir sem breyta þurfti í ræktanlegt land. Lúpínufræjum var sáð í dalinn og rofabörð stungin niður áður en 50 þúsund trjáplöntur voru gróðursettar þar. Þetta rúmlega 20 hektara svæði hefur tekið verulegum stakkaskiptum frá því að fyrstu trén voru gróðursett þar.

Félagsaðstaðan og gróðurhúsin
Framan af átti félagið ekkert almennilegt húsnæði, aðeins lítinn verkfæraskúr í Gráhelluhrauni og annan í Höfðaskógi. Um tíma hafði félagið vinnuskúr til afnota og þar var fundað þó aðstæður væru mjög þröngar. Vorið 1990 var bætt úr aðstöðuleysinu þegar 40 fermetra sumarhúsi var komið fyrir norðan Húshöfða. Húsið var allt í senn starfsmannahús, skrifstofa, fundarstaður og móttökuhús félagsins. Húsið fékk nafnið Höfði og var til mikilla bóta eftir langvarandi aðstöðulesi. Samt sem áður vantaði enn upp á aðstöðuna því verkfæri og annar búnaður var geymdur í litlum skúr. Hagur félagsins vænkaðist heldur betur sumarið 2003 þegar því áskotnaðist gömul kennslustofa. Húsið var flutt í Höfðaskóg, þar sem útbúin var aðstaða fyrir starfsmenn og búnað, ásamt skrifstofu félagsins. Þetta hús hlaut nafnið Selið. Til viðbótar hefur félagið til afnota nokkur köld gróðurhús á ræktunarreitnum og eitt nýlegt upphitað hús sem hefur breytt miklu varðandi starfsemina.

Höfðaskógur

Hvaleyrarvatn

Hvaleyrarvatn – minjar.

Starfsstöð Skógræktarfélags Hafnarfjarðar er suðvestan Kaldárselsvegar skammt frá Hvaleyrarvatni, á landsvæði sem hlotið hefur nafnið Höfðaskógur. Félagsaðstaða og ræktunarstöð félagsins er á Beitarhúsahálsi sem dregur nafn sitt af Jófríðarstaðaseli sem varð að beitarhúsi þegar selfarir lögðust af. Þar sem selið stóð eru nú tóftir beitarhúss sem var sennilega byggt rétt fyrir aldamótin 1900. Tóftirnar sjást ennþá en húsið stóð skammt frá þeim stað sem nú er útikennslustofa félagsins er. Þetta er einfalt skýli með bekkjum inn á milli trjánna í fallegum lundi. Kennslustofan var útbúin að tilstuðlan skólastjóra hjónanna Harðar Zópahníassonar og Ásthildar Ólafsdóttur sem gáfu félaginu peningagjöf á 60 ára afmæli þess í því skyni að efla áhuga skólabarna á skógrækt.
Höfðinn suðaustan við Beitarhúsaháls og er sennilega nefndur eftir beitarhúsinu, en eldra nafn á höfðaum er Heimastihöfði, enda sá höfðanna sem er næstur Jófríðarstaðabænum. Nokkrir höfðar til viðbótar falla undir Höfðaland, sem nú er aðal ræktunarsvæði Skógræktarfélags Hafnarfjarðar. Höfðarnir heita auk Húshöfða, Selhöfði, Stórhöfði, Miðhöfði og Efstihöfði sem var allt eins nefndur Fremstihöfði. Einn höfði til viðbótar var tilgreindur í gömlum skjölum og nefndur Þormóðshöfði. Hann heitir í dag einu nafni Langholt enda frekar um holt eða ás að ræða en eiginlegan höfða.
Þegar Skógræktarfélag Hafnarfjarðar var stofnað haustið 1946 fékk stjórnin 32 hektara landspildu útmælda við Vatnsendann norðaustan Hvaleyrarvatns. Hugmyndin var að hefja þar ræktun vorið 1947, en vegna mikilla vorkulda var ekki talið ráðlegt að hefja þar gróðursetningu að svo komnu máli. Þess í stað var 7 hektara spilda í nyrsta hluta Gráhelluhrauns girt og þar var gróðursett af krafti næstu árin. Vorið 1956 fékk Hákon Bjarnason skógræktarstjóri nokkuð stóra landspildu afhenta í Vatnshlíð. Hann hófst von bráðar handa við að brjóta landið undir ræktun ásamt fjölskyldu sinni og vinum. Nokkrum árum seinna reisti hann sumarhús fyrir fjölskylduna á þessum reit og stendur það hús enn í dag.

Höfðaskógur

Höfðaskógur.

Hákon var merkur frumkvöðull og þegar hann hafði undirbúið ræktun í Vatnshlíð töldu félagar í Skógræktarfélaginu að rétt væri að hefjast handa við samskonar landbótarvinnu suðvestur af Beitarhúsahálsi. Sumarið 1957 var 32 hektara landspilda girt og hófst gróðursetning vorið 1958 í nánast örfoka hlíðinni. Girðingin var stækkuð í áföngum og þar kom að allt Höfðalandið var lagt undir ræktun árið 1979 þegar fjárheld girðing umlukti loksins höfuðborgarsvæðið.
Nokkrir vegslóðar voru lagðir um Höfðana, landið reitað niður og deilt út til einstaklinga, fjölskyldna, félaga og fyrirtækja sem tóku land í fóstur árið 1980. Víða hafa vaxið upp fallegir trjálundir og gróðurinn sækir sífellt í sig veðrið þó sums staðar sé trjávöxturinn frekar stutt á veg kominn.
Trjágróðurinn í Höfðaskógi er af margvíslegum toga en mest ber á greni, furu, birki, víði, reyni og aspartegundum. Á 50 ára afmæli Skógræktarfélagsins árið 1996 var opnaður trjásýnilundir með rúmlega 250 trjátegundum og kvæmum á elsta ræktunarsvæðinu ofan Hvaleyrarvatns. Á síðustu árum einnig verið unnið að því að planta út öllum þekktum tegundum rósa sem finnast hér á landi í suðurhlíðum Húshöfða. Þetta er samstarfsverkefni Skógræktarfélag Hafnarfjarðar og Rósaklúbbs Garðyrkjufélags Íslands.

Vatnshlíðarlundur

Vatnshlíðarlundur

Vatnshlíðarlundur.

Hjálmar Rögnvaldur Bárðarson skipaverkfræðingur og siglingamálastjóri og eiginkona hans Else Sörensen Bárðarson létu eftir sig miklar eignir en þau áttu enga afkomendur. Else lést 28. maí 2008 en Hjálmar tæplega ári seinna 7. apríl 2009. Létu þau eftir sig eignir og fjármuni sem þau ánöfnuðu nokkrum aðilum. Landgræðsla ríkisins og Landgræðslusjóður hlutu 30% af eigum þeirra hvert um sig, en það sem eftir var skiptist jafnt milli Fuglaverndarfélags Íslands og þriggja safna.
Hjálmar óskaði eftir því í erfðaskrá sinni að fénu sem rann til Landgræðslusjóðs yrði varið til landgræðsluskógræktar „þar sem áður var lítt gróið bersvæði, ef til vill þar sem gróðursett lúpína hefur gert landsvæði vænlegt til skógræktar“.

Vatnshlíð

Vatnshlíð – skilti.

Stofnaður var minningarsjóður um hjónin sem starfa mun í 10 ár með það markmið að styrkja rannsóknir í landgræðslu og skógrækt með sérstakri áherslu á vistfræði lúpínu og í landgræðsluskógrækt með lúpínu. Jafnframt var Hjálmarssjóður settur á laggirnar sem veitir styrki til landgræðsluverkefna. Hjálmarssjóður hefur m.a. gert samning við Skógræktarfélag Hafnarfjarðar um að gróðursetja í nokkurra hektara landsvæði í Vatnshlíð norðan Hvaleyrarvatns þar sem áður var berangur en lúpínan hefur breytt svæðinu í vænlegt ræktunarland.
Ætlunin er að útbúa minningarreit um Hjálmar og Else í Vatnshlíðinni og vinnur Þráinn Hauksson landslags arkitekt að hönnun reitsins.
Gróðursetning í Vatnshlíð hófst með formlegum hætti laugardaginn 17. september 2011. Hjálmar var mikill áhugamaður um náttúru Íslands og kunnur ljósmyndari. Fuglaljósmyndir hans skipuðu stóran sess í lífsstarfinu og þess vegna var lögð sérstök áhersla á að gróðursetja berjarunna, reynitré og fleiri tegundir sem hafa sérstakt gildi fyrir fugla. Ætlunin er að koma upp ljósmyndahúsi við Hvaleyarvatn með tíð og tíma til að auðvelda fuglaljósmyndurum að ná góðum fuglamyndum og bæta aðstöðuna við vatnið. Svæðið er mjög vinsælt meðal þeirra sem stunda fuglaljósmyndun enda fuglalíf í skóginum við Hvaleyrarvatn sérstaklega fjölbreytilegt.
Hjálmar Rögnvaldur bjó lengi við Álftanesveg skammt frá norðurbæ Hafnarfjarðar en hann fæddist árið 1918 á Ísafirði og ólst þar upp.

Minningarreitur og hólmar í Hvaleyrarvatni

Hvaleyrarvatn

Hólmarnir í Hvaleyrarvatni.

Framkvæmdir við minningarreit um Hjálmar Rögnvald Bárðarson skipaverkfræðing og siglingamálastjóra og eiginkonu hans Else Sörensen Bárðarson í Vatnshlíð við Hvaleyrarvatn gengur vel. Reiturinn er hannaður af Þráni Haukssyni landslagsarkitekt og það eru Kristján Ingi Gunnarsson og Bjarni Sigurðsson sem hafa séð um framkvæmdina. Þeir hafa jafnframt útbúið þrjá hólma í vestanverðu Hvaleyrarvatni.

Seldalur

Seldalur

Seldalur.

Seldalur er suðvestur af Hvaleyrarvatni og umlukinn hálsum og höfðum. Selhöfði er norðan við dalinn og Stórhöfði suðvestan hans. Þar á milli er annarsvegar Seldalsháls og hinsvegar ónefndur háls sem tengir saman Stórhöfða og Langholt. Dalurinn var mjög illa farinn þegar Skógræktarfélagið tók hann til ræktunar árið 1990. Uppgræðsla dalsins var hluti af Landgræðsluskóga átaki sem hleypt var af stokkunum í tilefni af 60 ára afmæli Skógræktarfélags Íslands þetta sama ár. Á vetrum safnaðist vatn í dalbotninn og leirkenndur jarðvegurinn var mjög rokgjarn á sumrin í mestu þurrkum. Meðlimir Skotveiðifélags Hafnarfjarðar höfðu verið með aðstöðu til skotæfinga í dalnum um frá 1968 til 1988 og þar var mikið magn af brotnum leirdúfum, högglum og öðru sem minnti á veru félagsmanna þar.

Seldalur

Tóft í Seldal.

Fyrsta verkið fólst í að hreinsa dalinn, stinga niður rofaborð, bera áburð, grasfræ og lúpínufræ í flögin og freista þess að hefta uppblástur og fok. Síðan var hafist handa við að gróðursetja harðgerðar trjátegundir eins og birki, víði, furu, greni og alaskaösp. Alls voru gróðursettar 50 þúsund trjáplöntur fyrsta kastið í þenna rúmlega 20 hektara dal. Mikil vinna hefur verið lögð í búa svo um að trjágróðurinn fái sem best skilyrði til að vaxa og hefur landið hreinlega tekið stakkaskiptum. Það voru því mikil vonbrigði þegar eldur var borinn að þurrum gróðrinum í dalnum seinnihluta marsmánaðar 2010. Kveikt var í rusli sem þar var skilið eftir og líka borinn eldur að þurrum gróðri á fleiri en einum stað. Þetta orsakaði það að 4-5 hektarar, eða fjórðungur svæðisins, fuðraði upp á skömmum tíma.

Björnslundur í Seldal

Björn Árnason var bæjarverkfræðingur Hafnarfjarðar frá 1968 til 1995. Hann sinnti trjárækt og landgræðslu af miklum áhuga og hafði brennandi áhuga á útvist. Eftir komuna til Hafnarfjarðar varð hann þess áskynja hversu illa uppland bæjarins var farið af ofbeit og uppblæstri og vildi setja aukinn kraft í uppgræðslu landsins. Björn gaf kost á sér til setu í stjórn Skógræktarfélags Hafnarfjarðar og átti þar sæti frá 1996 til 2004. Einu ári áður en hann tók sæti í stjórninni keypti hann jörðina Mykjunes í Holtum í Rangárvallasýslu. Hóf hann umfangsmikla skógrækt í Mykjunesi og helgaði krafta sína þessu áhugamáli sínu af fullum krafti næstu árin. Naut hann dyggrar aðstoðar barna sinna, barnabarna og annarra við ræktunarstarfið og hafði áorkað gríðarlega miklu þegar hann kvaddi þessa jarðvist austur í Mykjunesi vorið 2007.
Árið 1989 þegar Hólmfríður Finnbogadóttir formaður Skógræktarfélags Hafnarfjarðar var ráðin í fullt starf sem framkvæmdastjóri var eitt fyrsta verkið að leita samninga við Hafnarfjarðarbæ um viðbótar landsvæði til ræktunar. Gengið var frá nýjum samningi í mars 1990 og stuttu seinna hófst verkefnið „Landgræðsluskógar – átak 1990“ í tilefni 60 ára afmælis Skógræktarfélags Íslands. Átakið var styrkt með framlagi úr ríkissjóði og tók Skógræktarfélag Hafnarfjarðar þá ákvörðun að leggja sitt af mörkum til að átakið tækist sem allra best. Björn lagði til að félagsmenn hæfu landgræðsluátakið með uppgræðslu í Seldal milli Selhöfða og Stórhöfa. Þessi 20 ha dalbotn var illa farinn af uppblæstri og landeyðingu og full ástæða til að snúa þróuninni við. Næstu tvö sumur voru 80 þúsund trjáplöntur gróðursettar í Seldal og unnið þar að meiriháttar landbótum. Dalurinn breyttist smám saman úr auðn í fallegan gróðurreit.

Björn Árnason

Minningarskjöldur um Björn Árnason í Seldal.

Vorið 1991 var lögð fyrir skipulagsnefnd Hafnarfjarðarbæjar tillaga Þráins Haukssonar landslagsarkitekts að heildarskipulagi útivistarsvæða í grennd við Hvaleyrarvatn. Þráinn vann skipulagstillögu sína í náinni samvinnu við Björn Árnason bæjarverkfræðing og Jóhannes S. Kjarval skipulagsstjóra Hafnarfjarðar. Helstu markmið tillögunnar voru að stuðla að skynsamlegri og varfærnislegri meðferð og nýtingu svæðisins, vernd einstakra náttúrufyrirbæra, aukinni uppgræðslu og skógrækt og að bæta möguleikana á fjölbreyttri útivist. Jafnframt var lögð áhersla á að tryggja góð tengsl byggðarinnar við útivistarlöndin með bættu umferðarkerfi. Vegaslóðarnir sem lagðir voru í framhaldinu voru fyrst og fremst hugsaðir til að auðvelda ræktunarfólki að fara um upplandið, en þeir hafa nýst til gönguferð og hverslags umferðar um Höfðana eins og landið nefnist einu nafni. Björn kom að þessu máli með beinum hætti þar sem það var í hans verkahring að tryggja fjármagn til vega- og stígagerðar. Þetta tókst þrátt fyrir að þungt væri fyrir fæti framanaf. Núna spyr enginn hvers vegna svona erfiðlega gekk að fjármagna gerð vegaslóðanna, þar sem þeir þykja alveg sjálfsagður hluti af svæðinu í dag og enginn vill án þeirra vera.
Eftir andlát Björns kom fljótlega upp sú hugmynd að minnast hans með viðeigandi hætti en hann var einn af heiðursfélögum Skógræktarfélagsins. Var samþykkt að reisa honum minningarstein austarlega í Seldal. Grágrýtissteini með koparplötu var fundinn staður í fallegum hlíðarslakka og var steinninn afhjúpaður á Skógar- og útivistardegi fjölskyldunnar laugardaginn 19. júlí 2008.

Gráhelluhraun

Guðmundur Þórarinsson

Minningarskjöldur um Guðmund Þórarinnsson í Gráhellihrauni.

Fyrsta verk stjórnar eftir að Skógræktarfélag Hafnarfjarðar var stofnað haustið 1946 var að útvega hentugt land til skógræktar. Upphaflega hugmyndin var að hefja trjárækt í örfoka brekkunum norðan Hvaleyrarvatns, en vegna kulda vorið 1947 var leitað að skjólsælla svæði. Forvígismenn félagsins töldu nyrsta hluta Gráhelluhrauns henta vel til ræktunar og fengu leyfi bæjaryfirvalda til að girða 7 hektara reit í hrauninu upp af Lækjarbotnum.
Gróðursetning hófst við hátíðlega athöfn 27. maí 1947 og fyrsta sumarið voru 2.300 trjáplöntur settar niður. Næsta áratug var aðal starfsemi félagsins tengd skógrækt í Gráhelluhrauni. Sérstakir hakar voru útbúnir til að koma plöntum niður í hraunið sem reyndist prýðilega lagað til skógræktar eins og reiknað hafði verið með.
Skógræktargirðingin var stækkuð um 30 hektara 1949 og næstu árin var umtalsverðu magni af birkiplöntum, skógarfurum, rauðgreni, sitkagreni og lerki plantað út, hátt í 100 þúsund plöntum. Á tímabilinu 1965-78 var um 30 þúsund stafafurum, bergfurum og birkitrjám plantað út í hrauninu, en eftir það hefur Gráhelluhraunsskógur nánast verið sjálfbær.
Skógurinn endurnýjar sig sjálfur að miklu leyti og töluvert ber á sjálfsánum furutrjám. Birki- og víðirunnar hafa breitt verulega úr sér og lyng og gamburmosi þekja hraunið ásamt fjölbreyttum lággróðri af margvíslegu tagi. Á hverju ári er plantað út í svæðið til að auka tegundafjölda og viðhalda ræktunarsvæðinu.
Allar girðingar hafa fyrir löngu verið fjarlægðar í Gráhelluhrauni og göngustígur lagður til að auðvelda öllum að njóta þessa gróskumikla og fjölbreytta skógarsvæðis.

Minningarskjöldur 4 brautryðjenda á Gráhelluflöt

Skógarmenn

Minningarskjöldur um fyrrum skógræktarmenn á Gráhelluflöt.

Laugardaginn 9. ágúst 2008 var fjögurra brautryðjenda skógræktarstarfs í Hafnarfirði minnst með því að afhjúpa minningarskjöld á hraunkletti í norðanverðu Gráhelluhrauni, skammt frá þeim stað þar sem ræktunarstarf á vegum Skógræktarfélags Hafnarfjarðar hófst vorið 1947.
Fyrsta gróðursetningaferðin í Gráhelluhraun var farin 27. maí 1957. Lautirnar í Gráhelluhrauni reyndust skjólgóðar og vel lagaðar fyrir skógrækt. Ráðist var í að grisja rauðgrenið í Gráhelluhrauni fyrir jólin 1958 og bæjarbúum boðið að kaupa hafnfirsk jólatré.
Minningarsteinar á vegum félagsins eru orðnir þó nokkuð margir og eru á víð og dreif um ræktunarsvæðin. Það á vel við að minnast þessara fjögurra frumkvöðla í saman enda komu þeir allir að starfinu á umbrotatímum í sögu þjóðarinna. Með áræðni, bjartsýni go umfram allt skýrri framtíðarsýn áttu þeir hver á sinn hátt stóran þátt í að Skógræktarfélag Hafnarfjarðar varð öflug fjöldahreyfing á upphafsárunum og er enn í dag eitt fjölmennasta skógræktarfélag landsins.

Skólalundur

Skólalundur

Skólalundur.

Kúadalur og Litli-Skógarhvammur í Undirhlíðum tilheyrðu beitilandi Garðakirkju og leiguliða kirkjunnar um aldir, en landið komst í eigu Hafnarfjarðarkaupstaðar 1912. Haglendið var illa farið af hrístöku, beit og uppblæstri árið 1926 þegar skógræktarstjóri vakti athygli bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á að tímabært væri að girða nokkra skógi vaxna runna í Undirhlíðum og friða skóglendið. Málið fór fyrir girðinganefnd bæjarins sem ákvað að láta girða gróskumesta skógarhvamminn.
Birkið og víðitrén áttu því í vök að verjast þegar Ingvar Gunnarsson kennari plantaði fyrstu barrtrjánum ofarlega í Litla-Skógarhvammi 1930. Þegar Skógræktarfélag Hafnarfjarðar tók við Undirhlíðareitnum var fyrsta verkið að girða Skólalund. Girðingin var stækkuð 1961 norðaustur fyrir Kúadal að Syðri-Kaldárhnúkum, lúpínu var sáð í örfoka landið og hafist handa við að klæða það skógi. Sitkagrenitrén í Skólalundi eru þau hæstu í Undirhlíðum. Kúadalsgirðingin var fjarlægð 2005 og Útivistarskógur í Undirhlíðum opnaður í ágúst 2006 í tilefni 60 ára afmælis Skógræktarfélags Hafnarfjarðar.

Litli-Skógarhvammur

Litli-Skógarhvammur.

Einnig var bætt við 30 hektara svæði í norðaustur frá Skólalundi árið 1961 þegar Kúadalur bættist við ræktunarsvæðið. Gróðursetningastarfið í Undirhlíðum naut forgangs, en mikil vinna fór í viðhald á girðingunni. Þegar nýtt árþúsund gekk í garð þótti ástæðulaust að halda í gömlu girðingarnar og voru þær teknar niður.
Þann 25. júní 2005 fór fram táknræn athöfn í Undirhlíðaskógi þegar 75 trjáplöntur voru gróðursettar í Skólalundi til að minnast 75 ára afmælis Skógæktarfélags Íslands og að 75 ár voru liðin frá því að Ingvar Gunnarsson gróðursetti þar fyrstu trén.
Sumarið 2006 var sett upp skilti með loftmynd við Skólaund og skógurinn formlega opnaður almenningi. Sumarið eftir voru gömlu girðingarnar teknar niður umhverfis Stóra-Skógarhvamm og var hann opnaður almenningi með formlegum hætti 25. ágúst 2007 með því að nokkrum trjám var plantað þar út.
Sitkagrenitrén í Skólalundi eru þau hæstu í Undirhlíðum.

Undirhlíðar

Undirhlíðar

Undirhlíðar.

Undirhlíðar eru bólstrabergshæðir sem liggja frá Kaldárbotnum í norðaustri að Vatnsskarði í suðvestri og spanna um 7 km. Beggja vegna eru hraun frá sögulegum tíma, ásamt eldri hraunum. Undirhlíðaleið lá með norðanverðum hlíðarfætinu en sunnan við Undirhlíðar var Dalaleið. Hvorutveggja voru fornar þjóðleiðir milli Hafnarfjarðar og Krýsuvíkur. Móskarðshnúkar nefnast móbergshæðir ofan við Stóra-Skógarhvamm með fallega mótaðri skál sem snýr opi mót norðri.
Undirhlíðar tilheyrðu Garðakirkju á Álftanesi frá alda öðli, en Hafnarfjarðarbær keypti hluta kirkjulandsins 1912. Undirhlíðar voru vaxnar kjarri og kröftugum fóðurgrösum og töldust helstu bithagar búpenings Garðaklerka og leiguliða þeirra. Selfarir lögðust af í Kaldárseli um 1866 þegar Þorsteinn Þorsteinsson reyndi þar fasta búsetu, sem lánaðist illa. Hafnfirðingar höfðu vanist á að sækja sér hrís og lyng til eldiviðar í Undirhlíðar og Gjárnar, en hrístakan bættist ofan á vetrarbeitina sem gekk nærri gróðrinum. Árið 1917 var vinnuflokkur að störfum við vatnsrennu sem leggja átti frá Kaldárbotnum að Sléttuhlíð. Þegar færi gafst leituðu mennirnir að runnagróðri nærliggjandi gjótum og hlíðum. Hrísið var slitið upp með rótum, eða sargað sundur við rót. Þegar fregnin af viðartökunni barst bæjaryfirvöldum til eyrna var Einar Sæmundsen skógarvörður beðinn um að gera úttekt á málinu. Niðurstaða hans var sú að búið væri að spilla stórum gróðurspildum á milli Gjánna, í Undirhlíðum og víðar svo að stór hluti af grónu landi var nær ónýtur. Einar brást við aðstæðunum með því að skipuleggja skynsamlega grisjun til að stöðva rányrkjuna. Fjórir menn voru þjálfaðir til verksins og grisjuðu þeir rúmlega 30 hestburði – tvö og hálft tonn af eldiviði – en síðan var landið friðað.
Agner F. Kofoed Hansen skógræktarstjóri lagði til við bæjarstjórn 1926 að friða þá skógarrunna sem eftir voru í Undirhlíðum. Girðinganefnd tók sér góðan tíma áður en ákveðið var að girða af einn hvamm þar sem uppblástur og skemmdir voru minnstar.

Vorferðir Barnaskólanema í Skólalund

Krýsuvík - vinnuskóli

Drengir úr Vinnuskólanum í Krýsuvík við skógrækt í Undirhlíðum.

Árið 1930 hóf Ingvar Gunnarsson kennari við Barnaskóla Hafnarfjarðar gróðursetningu í Undirhlíðum en Litli-Skógarhvammur var girtur í ársbyrjun 1934. Sama vor hófu nemendur Barnaskóla Hafnarfjarðar ræktun Skólalundar undir stjórn Ingvars. Næstu árin plöntuðu börnin út mörg þúsund trjáplöntum, en starfinu lauk þegar fullplantað var í girðinguna fáum árum seinna. Skógrækargirðingin fékk lítið sem ekkert viðhald en 1942 gerði bæjarstjórnin samning við Fjáreigendafélag Hafnarfjarðar um sumarbeit innan bæjargirðingarinnar. Fjáreigendur tóku að sér að annast viðhald allra girðinga í upplandinu, en þrátt fyrir samninginn töldu þeir sig ekki hafa efni á að viðhalda skógræktargirðingunni. Hákon Bjarnason skógræktarstjóri ritaði bæjarstjóra bréf 1948 og óskaði eftir því að girðingin væri endurnýjuð. Sumarið áður hafði sauðfé gert sig heimakomið í Skólalundi og skemmt birkikjarrið mikið og bitið stöku skógarfurur og grenitré.

Stóri-Skógarhvammur bætist við ásamt Kúadölum

Krýsuvík - vinnuskóli

Drengir úr Vinnuskólanum í Krýsuvík við skógrækt í Undirhlíðum.

Girðingamálið stóð í stappi í nokkur ár en þegar séra Garðar Þorsteinsson tók við sem formaður félagsins komst skriður á málin. Árið 1958 fékk félagið leyfi bæjaryfirvalda til að girða 56 ha svæði umhverfis Stóra-Skógarhvamm. Húsdýraáburður úr Krýsuvíkurbúinu var einnig notaður til að bera á blásna mela og allt þetta starf skilaði góðum árangri. Skógarreiturinn hefur nánast verið sjálfbær frá 1964.

Stóri-Skógarhvammur í Hafnarfirði opnaður
Stóri-Skógarhvammur
Í Laufblaðinu, fréttablaði Skógræktarfélags Íslands 2007, segir frá opnun skógarsvæðisins í Stóra-Skógarhvammi:
“Skógræktarfélag Hafnarfjarðar opnaði skógræktarsvæðið Stóra-Skógarhvamm laugardaginn 25. ágúst. Stóri-Skógarhvammur var friðaður árið 1958/59 og hófst ræktunarstarf Skógræktarfélags Hafnarfjarðar í kjölfarið. Piltar úr vinnuskólanum í Krýsuvík voru nýttir til verksins, sem störfuðu að ræktuninni undir leiðsögn Hauks Helgasonar, sem var stjórnarmaður í Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar.
Vinnuskólinn í Krýsuvík starfaði fram til ársins 1964 og hefur síðan þá lítið verið gróðursett. Árangur þessar aðgerða er mjög góður og eru þarna nú mjög vöxtulegur og fallegur skógur af ýmsum tegundum. Jafnframt hefur birkiskógurinn aukist mjög að umfangi og breiðst út.
Nú er unnið að því að gera svæðið aðgengilegra almenningi til að njóta útivistar í þessu fallega umhverfi og hefur Skógræktarfélag Hafnarfjarðar notið stuðnings Samfélagssjóðs Alcan og velvilja Landsvirkjunar og Hafnarfjarðarbæjar við að koma verkinu í framkvæmd.”

Cuxhaven-lundur

Cuxhavenreitur

Dórothea afhjúpar minningarskjöld í Cuxhavenreitnum.

Skammt fyrir vestan Hvaleyrarvatn er svokallaður Cuxhaven-lundur. Lundurinn er í umsjón vinabæjarfélagsins Cuxhahvan – Hafnarfjörður.
Fyrst var gróðursett í lundinn árið 1998. Lundurinnn er merktur.
Það er hefð fyrir því að gestir frá Cuxhaven sem hingað koma heimsækja lundinn og gróðursetja ef færi gefst. Í mörg ár hefur sendinefnd frá Cuxhaven komið og heimsótt félagið fyrstu helgina í aðventu í tengslum við afhendingu þjóðverjanna á jólatré til bæjarins sem staðsett er á Thorsplani.

Föstudaginn 6. júlí komu nokkrir félagar úr Vinabæjarfélaginu Cuxhaven – Hafnarfjörður ásamt nokkrum góðum gestum frá Þýskalandi saman í Cuxhaven lundinum við Hvaleyrarvatn. Tilgangur samfundarins var afhjúpun minningarskjaldar um Jónas Guðlaugsson fyrrverandi rafveitustjóra og formann félagsins til margra ára. Ekkja Jónasar Dóróthea Stefánsdóttir afhjúpaði skjöldinn sem komið var fyrir á látlausum steini sem er skammt frá minningarsteini um Rolf Peters, en þeir voru miklir mátar. Að afhjúpun lokinni voru gróðursett 30 tré sem Skógræktarfélag Hafnarfjarðar gaf til minningar um Jónas, en hann var alla tíð dyggur stuðningsmaður Skógræktarfélagsins.
Jónas og Rolf Peters frá Cuxhaven áttu mikinn þátt í þeim góðu samskiptum sem mynduðust milli vinabæjanna Hafnarfjarðar og Cuxhaven í Þýskalandi eftir að stofnað var til þeirra árið 1988. Þetta leiddi til þess að árið 1993 var stofnað félag í Hafnarfirði um vinabæjarsamstarfið og tók Jónas strax sæti í stjórn félagsins. Hann var formaður félagsins á árabilinu 1999 til 2007 og voru stjórnarfundir gjarnan haldnir á heimili hans og Dórótheu. Jónas var jafnan í fararbroddi þegar gesti frá Þýskalandi bar að garði og sá til þess að þeir nytu þess besta sem Hafnarfjörður hafði upp á að bjóða. Þegar Jónas ákvað að láta af stjórnarsetu vegna heilsufarsástæðna árið 2007 voru þau hjón gerð að heiðursfélögum í Vinabæjarfélaginu. Þetta var ekki eina viðurkenningin sem Jónasi hlotnaðist því borgaryfirvöld í Cuxhaven veittu honum heiðursorðuna ,,Schloss Ritesbüttel“ árið 2002 og Johannes Rau forseti Þýskalands sæmdi hann heiðursorðunni ,,Das Verdienstkrauz 1. Klasse“ árið 2003.

Heimildir:
-https://skoghf.is/um-felagie/
-https://skoghf.is/hoefeaskogur/
-https://skoghf.is/seldalur/
-https://skoghf.is/grahelluhraun/
-https://skoghf.is/skolalundur/
-https://skoghf.is/undirhliear/
-https://skoghf.is/vatnshlidarlundur/
-https://skoghf.is/cuxhaven-lundur/
-Laufblaðið – Fréttablað Skógræktarfélags Íslands, 2007. bls. 7.

Gráhelluhraun

Í Gráhelluhrauni.

Skansinn

Við Skansinn á Bessastaðanesi má lesa eftirfarandi texta á upplýsingaskilti við tóftirnar:

“Skansinn er hvort tveggja til marks um ófriðartíma fyrri alda og aðsetur æðsta valds landsins á Bessastöðum. Hér eru jafnframt minjar um kotbýli frá 19. öld þar sem Óli skans bjó.

Varnir gegn útlenskum hervíkingum

Skansinn

Skansinn.

Vígvirkið Skansinn á uppruna sinn að rekja til Tyrkjaránsins árið 1627. Annálar greina frá því að höfuðsmaðurinn danski, Holgeir Rosenkranz, hafi spurt rán í Grindavík og látið “tilbúa í Seylunni virki eður skans, (sumir sögðu af fiskiböggum), og setja á byssur þær fáu, til voru”. Þar vörðust landsmenn alsírskum sjóræningjum sem sigldu inn á höfnina á tveimur skipum. Meðal þeirra sem voru skikkaðir í skansinn var Jón Indíafari, reynd fallbyssuskytta. “Fýruðu þeir nokkrum stykkjum þeim á móti og ránsmenn í sama máta af sínum skipum á land upp.”
SkansinnÞegar annað ránsskipið festist á grynningum fullt af herteknum Íslendingum vildu varnarliðar skjóta án afláts og frelsa fangana um borð en Danir héldu aftur af þeim. Ruddu sjóræningjarnir ýmsu ránsgóssi frá borði, reru með fanga í hitt skipið og sigldu brott með aðfallinu til Vestmannaeyja.
Fjórum áratugum eftir þetta barst Friðriki Danakonungi sú flugufregn til eyrna að fjandvinir hans Englendingar hygðust hertaka Ísland. Gerði hann út Ottó Bjelke með stórt stríðsskip til að bæta varnirnar hér á landi.

Skansinn

Upplýsingaskiltið – Skansinn í baksýn.

Svokallaður skanstollur var lagður á til að fjármagna gerð virkis “til varnar fyrir útlenzkum hervíkingum”. Árið 1668 var skans reistur í nesinu norðan við Bessastaðatún, ferkantaður, tuttugu málfaðmar á hvern veg, tveggja mannhæða hár og “með fallbyssu besettur”. Ottaskans, eins og hann var kallaður, þótti lítilsverðar með hliðsjón af þeim fjármunum sem til hans runnu, “einn lítill skansvottur í afsökunarnafni ásýndar”.
Árið 1809 lét Jörundur hundadagakonungur reisa vígi við Arnarhól til varnar Reykjavík. Voru fallbyssurnar í Bessastaðaskansi fluttar þangað þótt hálfsokknar væru og ryðgaðar, sex að tölu fyrir sex punda skot, og dyttað að þeim svo hægt yrði að hleypa af þeim skotum. Eftir að skammvinnum valdatíma Jörundar lauk var lítt hirt um virkið og segir í árbókum Espólíns að flestum fallbyssunum hafi verið sökkt í sjó.
Leifar af fallbyssum frá Bessastöðum voru fluttar í Þjóðminjasafn Íslands. Í fornleifakjallaranum á Bessastöðum getur að líta fallbyssu og kúlur sem taldar eru vera úr Bessastaðaskansi.

Bessastaðaland

Bessastaðir

Bessastaðir.

Flóðs og fjöru gætir í Bessastaðatjörn síðan ósinn var stíflaður árið 1953. meðan enn fjaraði í tjörninni kom upp með fjöru brík frá Prentsmiðjuflöt, þar sem var prentsmiðja Skúla Thoroddsen snemma á 20. öld og liggur hún að Stekkjarmýrarhól. Var sú leið oft farin, ekki síst ríðandi og nefndist Steinboginn.
Hjá Sjóbúðaflöt er tóft sem kallaðist Sjóbúð og enn fremur mun þarna hafa verið uppsátur, Bessastaðavör.
Í Bessastaðatjörn eru hólmar þar sem æður verpir. Bessi, bóndi á Bessastöðum, er sagður heygður í þeim stærsta, Bessahólma, hinir tveir eru manngerðir í tíð Ásgeirs Ásgeirssonar forseta. Kóri fékk nafn eftir fæðingarstað Ásgeirs í Kóranesi á Mýrum.
Austan við Skansinn eru veggjarústir, trúlega úr Skólanausti þar sem skólapiltar geymdu bát sinn.
Á Sauðatanga eru leifar af sauðaborgum og ef til vill hrossaskjóli.
Skothúsið, hóll með sýnilegum tóftum á, þar sem hæst ber á Bessastaðanesi, hefur verið fyrirtaks byrgi til gæsaveiða. Grjóthlaðnir veggir skammt vestan við byrgið kunna að hafa verið rétt eða hrossaskjól.
Tóftarbrot eru á Ranatá og Vestaritanga en hlutverk þeirra er ekki þekkt.
Í Kringlumýri er ríkt fuglalíf og þar eru víða niður við sjó fornar hringlaga grjóthleðslur fyrir æðarvarp.

Tóftir af bænum hans Óla skans

Skansinn

Skansinn og bær Óla skans.

Á 19. öld var reist lítið býli við Seyluna, hjáleiga frá Bessastöðum, sem nefnt var eftir Skansinum. Þar var búið til ársins 1927. þekktastur ábúenda er án efa Ólafur Eyjólfsson, Óli skans kallaður, sem bjó þar á ofanverðri 18. öld. Gamanvísa um hann er sungin enn í dag, en afbökuð.
Rétt er hún svona:

Óli Skans, Óli Skans,
er hér á róli.
Fía hans, Fía hans
fær hjá honum skjóli.
Óla er kalt á kinnunum,
Fía vill ei orna honum.
Fram í eldhús til hennar
tíðum leggur göngurnar.

Gísli Jónsson listmálari bjó síðast í Skansinum með seinni konu sinni Björgu Böðvarsdóttur við bjargneyð og einangrun.
Málverk Gísla prýddu veggi og meðal þeirra fegurstu er myndin sem hér fylgir af Skansinum og hann gaf konu sinni með rósamáluðum ramma utan um.”

Óla skans er lýst svo

Skansinn

Ljóðið um Óla skans.

Salvör Kristjana Gissurardóttir bloggar um Óla Skans árið 2018. Þar segir hún m.a.: “Hann var meðalmaður að vexti, heldur grannur, dökkur í andliti, langleitur, ennið lágt, nefið frekar stutt, en allhátt. Gekk hann alltaf alrakaður. Hann var með frekar ljósleitt, slétt og sítt hár, sem var skipt fyrir miðju. Eyrun voru stór og áberandi. Hakan var óvenjulega breið. Hann var lotinn í herðum. Var hann þrifnaðarmaður hinn mesti, kátur, fjörugur og lífsglaður, en enginn söngmaður. Hann var kenndur við fæðingarstað sinn og kallaður Óli Skans, og er við hann kennt hið alkunna danslag, sem allir þekkja.

Ólafur þessi var vinnumaður nokkur ár hjá móður minni, og var hann einn fyrsti háseti hjá mér, er ég byrjaði formennsku. Hann var liðlegur sjómaður, og féll mér ágætlega við hann. Ólafur varð síðar holdsveikur og dó á spítalanum í Laugarnesi.”

Átti Óli skans sem sagt enga konu sem hét Vala og var hann ekkert tengdur skansi nema að því leyti að hann ólst upp á litlum bæ í lendingunni á Bessastöðum?

Óli skans virðist hafa vakið upp sköpunarkraft skálda og Stefán Jónsson yrkir um Óla og í kvæðum Stefáns hefur Fífa breyst í Völu. Svo hefur Loftur Guðmundsson líka vísun í Óla skans oftar en einu sinni í kvæðinu Réttarsamba. Ég giska á að fyrsta vísan um Óla skans þar sem hann vildi láta Fíu orna sér hafi verið sungin við ákveðið danslag og svo hafi það fylgt Óla eftir, dansarnir breytast með tímanum og ég man ekki hvað dansinn hét sem maður lærði í danstímum bernskunnar og undir var spilað og sungið lagið um Óla skans, hét dansinn skottís eða eitthvað annað? En þessi danstaktur tíðarfarsins sem fylgir Óla skans með nafn sem minnir á dans kveikir líka upp fylgikonur, Fía og Vala og Gunna. Fía hlýjar Óla, en Vala ráðskast með hann.

Lagið “ÓLI skans”

Óli skans, Óli skans,
ógnar vesalingur,
Vala hans, Vala hans
veit nú hvað hún syngur.
Óli, Óli, Óli skans.
Vissulega vildu fáir
vera í sporum hans.

Óli er mjór, Óli er mjór.
Óli er líkur fisi.
Vala er stór, Vala er stór.
Vala er eins og risi.
Óli, Óli, Óli skans.
Sjá hve þú ert sauðarlegur,
segir konan hans.

Þú ert naut, þú ert naut.
Þannig hóf hún tölu.
Óli gaut, Óli gaut
augunum til Völu.
Óli, Óli, Óli skans.
Ákaflega önuglynd
er eiginkonan hans.

Óli hlaut, Óli hlaut
auman reynsluskóla.
Vala braut, Vala braut
viðbeinið í Óla.
Óli, Óli, Óli skans.
Voðalegur vargur er hún
Vala, konan hans.

Skansinn

Upplýsingaskiltið um Skansinn og Bessastaðanes – bær Óla skans í baksýn við Skansinn.

Heimildir:
-Upplýsingaskilti við Skansinn á Bessastaðanesi.
-https://salvor.blog.is/blog/salvor/entry/2214985/
-Kristinn Jóhannesson, Þættir úr landvarnasögu Íslendinga – Saga, 1. tölublað (01.01.1968), bls. 122-138.
-Kvæði Stefáns Jónssonar Harpan, 9-12. tölublað (01.12.1937), bls 186.
-Skansinn og Bessastaðastofa (ferlir.is).

Skansinn

Frá vígslu upplýsingaskiltisins við Skansinn.

Byggðasafn Hafnarfjarðar

Hús Bjarna riddara Sívertsens er að Vesturgötu 6 í Hafnarfirði. Byggingarár: 1803-1805, hönnuður: Ókunnur. Byggðasafnið tók við húsinu 1974. Það var friðað 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

Sögufræg hús í Hafnarfirði

Hús Bjarna riddara

Hús Bjarna riddara.

Í Þjóðlífi 1987 er fjallað um “Sögufræg hús í Hafnarfirði”:
“Í miðbæ Hafnarfjarðar, nánar tiltekið við Vesturgötu 4, stendur rúmlega aldargamalt hús sem lengst af hefur gegnt nafninu „Hansensbúð”. Danskur kaupmaður, Knudsen að nafni, lét byggja húsið árið 1880 og rak þar verslun til ársins 1914. Þá keypti það Ferdinand Hansen, kaupmaður af dönskum ættum, og þaðan dregur húsið nafn sitt. F. Hansen starfrækti verslun í Hansensbúð til dauðadags 1950, en þá tók yngsti sonur hans, „Dengsi” Hansen við rekstrinum og hélt honum áfram næstu tíu árin. Þá var húsið selt hlutafélaginu Rán h.f. sem enn þann dag í dag er eigandi þess. Næstu 20 árin var Hansensbúð leigð undir ýmiskonar starfsemi, svo sem skrifstofuhald og æskulýðsstarf. Einnig var þar um tíma starfræktur tónlistarskóli, svo eitthvað sé nefnt.
Um 1980 var húsið orðið illa farið eftir óslitna notkun í heila öld. Þá stóð til að Hafnarfjarðarbær keypti húsið, því áhugi var meðal margra um að endurbyggja það í sinni upprunalegu mynd og starfrækja þar byggðasafn, en úr því varð aldrei. Á árinu 1984 ákváðu eigendurnir loks að hefja sjálfir endurbyggingu og tók hún á annað ár. Að henni lokinni var húsið leigt félögunum Birgi Marel Jóhannessyni og Sigurði Óla Sigurðssyni, sem reka þar nú veitingahúsið A. Hansen. Veitingastaðurinn A. Hansen hefur nú verið starfræktur í eitt ár í þessu gamla húsi. Þar er ekki aðeins hægt að fá sér að borða í notalegu umhverfi, heldur hefur það þróast upp í að verða hálfgerð menningarmiðstöð. Ýmis félagasamtök halda þar fundi, málverkasýningar eru alltaf öðru hverju og jafnvel hefur Leikfélag Hafnarfjarðar fengið þar inni fyrir leiksýningar.
Þótt mikið vatn hafi runnið til sjávar frá því kaupmennirnir Knudsen og Hansen versluðu í Hansensbúð er margt við húsið sem minnir á gamla tíma. Gamlar myndir af skipaútgerð Hafnfirðinga í gegnum tíðina prýða veggina, svo og myndir frá æskuárum Hafnarfjarðar.
Hús Bjarna riddaraÍ næsta nágrenni við A. Hansen er hús Bjarna Sívertsens, [Vesturgata 6] en það er elsta hús Hafnarfjarðar, byggt um 1803. Þar er nú Byggðasafn Hafnarfjarðar til húsa. Bjarni Sívertsen var fátækur vinnumaður hjá ríkum hjónum í Selvoginum. Þegar húsbóndi hans dó varð Bjarni ráðsmaður ekkjunnar og giftist henni síðar. Þá tók hann sér nafnið Sívertsen. Bjarni vann sér það helst til frægðar að vera eini Íslendingurinn sem vitað er að hafi verið sæmdur riddaranafnbót. Sagan segir að Bjarni hafi verið farþegi á dönsku kaupskipi á tímum Napóleonsstyrjaldanna. Englendingar sneru skipinu til Kaupmannahafnar og vildu kyrrsetja það þar, en Bjarni kom ásamt öðrum farþegum í veg fyrir það og varð það til þess að eftir það fengu dönsk skip að fara frjáls ferða sinna.
Danakonungur þakkaði Bjarna þennan árangur og sæmdi hann að launum riddara nafnbótinni. Sívertsenshjónin byggðu húsið árið 1803 og bjuggu í því í langan tíma.
Seinna komst það í eigu Knudsens kaupmanns, sem áður er nefndur, og bjó þar lengi vel verslunarstjóri hans, Kristján Siemsen. Húsið komst í eigu Hafnarfjarðarkaupstaðar um miðja þessa öld og var í niðurníðslu allt til 1964. Þá var hafin endurbygging þess og lauk henni um 1974. Þetta elsta hús þeirra Hafnfirðinga gegnir nú hlutverki Byggðasafns Hafnarfjarðar.
Brydepakkhús stendur við hliðina á húsi Bjarna riddara. Knudsen kaupmaður byggði það árið 1865 sem vöruhús. Húsið er stórt, enda veitti kaupmenn ekki af miklu geymsluplássi á þeim árum þegar skipaferðir til íslands voru strjálar. Í gegnum tíðina hefur pakkhúsið mest verið nýtt undir geymslu á fiski og síðar varð það geymslupláss fyrir útgerðarvörur Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar. Í lægri viðbyggingu hússins var svo Slökkviliðsstöð Hafnarfjarðar til húsa um langan tíma. Þar er nú til húsa Sjóminjasafn Íslands. Þessi þrjú gömlu og fallegu hús bera sig vel þar sem þau standa á nákvæmlega sama stað og þau voru upphaflega, gömlu verslunarlóð Knudsens í Akurgerði. Það má því segja að Knudsen hafi komið sér vel fyrir nú á tölvuöld, líkt og hann gerði þegar hann var með verslun í Hansensbúð, vörulager í Brydepakkhúsi og geymdi verslunarstjórann sinn í húsi Bjarna riddara.”

Hafnfirðingar hlúa að húsi frá Napólontímunum

Hús Bjarna riddara

Hús Bjarna riddara 1972.

Í Vísi 1971 er grein með yfirskriftinni “Hafnfirðingar hlúa að húsi frá Napóleonstímunum” og fjallar um uppgerð Vesturgötu 6. Rætt var við Gísla Sigurðsson, lögregluvarðstjóra, um þær endurbætur, sem verið er verið gera á húsi Bjarna riddara Sívertsens.
“Í Hafnarfirði er verið að dytta að húsi, sem um langa hríð hefur staðið til að hresst yrði upp á og endurnýjað. Það er merkilegt hús og hefur sögulegt gildi, enda bjó þar eitt sinn Bjarni Sívertsen eða Bjarni riddari, eins og hann er líka kallaður.
Og nú eru Hafnfirðingar að gera við þetta hús til að forða því frá glötun. Um þessa björgunarstarfsemi var stofnað félag, og varaformaður þess er Gísli Sigurðsson, lögregluvarðstjóri í Hafnarfirði, sem er manna fróðastur, og til hans leitaði blm. Vísis til að frétta af þessu starfi, sem er til fyrirmyndar.
,” segir Gísli. „Það er forsaga þessa máls, að Bjarni heitinn Snæbjörnsson læknir flutti erindi í Rótaryklúbbnum hérna um, að nauðsynlegt væri aö reyna að gera eitthvað til að varðveita hús Bjarna riddara og sömuleiðis væri rétt að gera tilraun til að komast yfir muni, sem voru i eigu hans. og koma þeim síðan fyrir í húsinu. Síðan var sent bréf um málið til allra félaga og samtaka í Hafnarfirði, og upp úr því var stofnað félag til að koma upp húsi Bjarna.
Fyrst þegar farið var að huga að húsinu kom það á daginn að jörð hafði hækkað umhverfis húsið: og hlaðist að því. Fyrir bragðið var húsið mjög fúið neðst. Þá var tekið til við að skipta um þann við, sem fúinn var, og vandað vel til verksins. Eitt og annað smálegt var líka gert, en þar kom, að féð þraut. Þetta var fyrir nokkrum árum. Mig minnir, að Bjarni Snæbjörnsson hafi fyrst vakið máls á þessu árið 1936.
Nú höfum við fengið styrk frá bæ og ríki til að lagfæra húsið. Í svipinn er verið að taka þá uppfyllingu, sem hefur safnast kringum húsið; sá jarðvegur er fjarlægður Síðan verður unnið, þar ti] búið er að ganga frá umhverfi hússins. Þá verður tekið til við endurbyggingu hússins sjálfs. Þjóðminjavörður ætlar að útvega okkur fagmenn til þess starfa, líkast til mennina, sem hafa verið að vinna í Viðey.”
Við spyrjum um sögu hússins, og þar er ekki komið að tómum kofanum hjá Gísla.
„Það er kannski ekki gott að segja fyrir víst hvenær þetta hús var byggt,” segir Gísli. „En ég hef nú samt mínar kenningar um það, þótt ég geti því miður ekki rökstutt þær jafn óvéfengjanlega og ég vildi helzt.
En svoleiðis var, að hér úti á Langeyri stóðu verslunarhús, og 1804 dó sá, sem þar höndlaði.
Dánarbúið, sem var líka þrotabú, var boðið upp. Bjarni hefur greinilega haft áhuga á einu húsinu því að hann bauð í það 163 ríkisdali, en það var verslunarstjóri héðan úr Firðinum, sem það hreppti fyrir 303 ríkisdali. Ég held, að Bjarni hafi síðan gengið inn í kaupin, og látið rífa húsið og flytja þangað sem það stendur nú og byggt það þar, ofurlítið stærra, en það var í upphafi.
Þetta finnst mér líkleg skýring á tilkomu hússins, einkum af því, að á þessum árum finnst mér vafasamt, að Bjarni hafi átt skipakost til að draga að sér við til húsagerðar, ef hann mögulega gat fengið efnið á annan hátt, því að hann hafði nóg með alla aðdrætti til verslunarinnar.”Hús Bjarna riddara

Gísli telur líklegt, að húsið hafi verið reist árið 1805, og dregur þá ályktun meðal annars af því, að til er heimild um að húsið hafi verið risið árið 1809, en árin þar á milli má segja, að Bjarni hafi haft öðrum hnöppum að hneppa en standa í húsbyggingum. Hann ferðaðist til útlanda, og var með eindæmum óheppinn í því ferðalagi, því að hann var hertekinn af skoskum víkingum og fluttur til Bretlands Honum tókst eftir langa mæðu að fá Joseph Banks í Englandi til að aðstoða sig við að losna, en þá tók ekki betra við, því að hann var varla fyrr sloppinn úr haldinu en hann lenti aftur í klóm víkinga og var fluttur til Skotlands á nýjan leik.
Gísli lætur ekki á sér standa að segja okkur allt, sem okkur fýsir að vita um Bjarna riddara Sívertsen, þennan merka hafnfirska borgara:
Bjarni fæddist austur i Selvogi 6. apríl 1763. Hann virðist hafa verið mesti efnispiltur, því að Jón Halldórsson lögréttumaður í Nesi tekur hann til sín, þá 17 til 18 ára gamlan. Þá gerist það eftir tiltölulega stuttan tíma, að Jón Halldórsson drukknar, og þá er Bjarni eftir til að hugga ekkjuna. Þau giftust skömmu síðar. Hann var 21 árs og hún 37 ára og átti sjö börn. Þau Bjarni eignuðust síðan sex börn saman, og af þeim komust tvö á legg.
Til að gera langa sögu stutta, er næst að segja frá því, að verslun er gefin frjáls, og Bjarni fer að höndla á Eyrarbakka, en hrökklast þaðan vegna misklíðar við kaupmenn á staðnum.
Síðan hélt hann til Danmerkur og festi sér Hafnarfjörð, sem verslunarstað, og umsvif hans þar ætti að vera óþarfi að rekja.”
Og við látum þetta nægja um Bjarna Sívertsen, þótt Gísli geti eflaust sagt okkur ótal margt til viðbótar. og látum það bíða þess tíma, þegar hægt verður að hlusta á framhaldið í húsi Bjarna innan um þá muni, sem þar stóðu árið 1805, þegar þeir Napóleon og Bjarni voru upp á sitt besta. — PB

Hús Bjarna riddara Sívertsens

Hús Bjarna riddara

Hús Bjarna riddara 1973.

Í Helgafelli 1943 fjallar Ágúst Steingrímsson um “Hús Bjarna riddara Sívertsens”:
“Í Hafnarfirði stendur enn hús Bjarna riddara Sívertsens, byggt 1804. Húsið er enn að mestu í upprunalegri mynd. Breytingar hafa verið smávægilegar, og mikið af viðum hússins er óskemmt með öllu, svo sem í efra gólfi, sperrum og þaki. Útveggir eru hlaðnir úr múrsteini í timburbinding. Er þetta líklega eina húsið hérlendis, sem byggt er á þennan hátt.
Sem stendur eru skrifstofur bæjarins í húsinu, en þar sem ráðhús bæjarins verður fullgert innan skamms, verða þær fluttar þangað á næstunni. Sé hið gamla hús látið standa autt og afskiptalaust, er því eyðUegging vís, áður en langt um líður. Samkvæmt skipulagsuppdrætti bæjarins á húsið líka að þoka þaðan sem það nú er, enda nýtur það sín þar illa sökum þrengsla.
Eina ráðið til þess að bjarga húsinu frá glötun er því að flytja það. Til þess þarf nokkurt fé. En væri því fé illa varið, sem til þess færi að bjarga húsi Bjarna Sívertsens? Húsi, sem er dýrgripur á margan hátt, fallegt, hefur menningarsögulegt gildi og er síðast, en ekki sízt minnisvarði Bjarna riddara Sívertsens, sem vissulega á skilið, að minningu hans sé haldið á lofti, og engu síður fyrir það, þótt gleymst hafi að geta hans í nýútkominni Iðnsögu Íslands, hvernig sem á því stendur.
Nú, þegar menn virðast kunna að meta betur en nokkru sinni fyrr gömul menningarverðmæti, ætti fjárskortur ekki að hamla björgun hússins, eins og árar. — Verslunarstéttinni ætti að vera það metnaðarmál, að varðveitt sé minning hins fyrsta íslenska verslunarmanns, sem nokkuð kvað að. Iðnaðarmenn ættu að minnast fyrsta skipasmiðsins. Hafnarfjarðarbær ætti að hlúa að minningu eins besta borgara síns. Þjóðin öll á að læra að meta heillastörf bestu sona sinna og sýna slíkt í verki.”
-Ágúst Steingrímsson.

Hús Bjarna riddara endurbyggt og gert að safni

Hús Bjarna riddara

Hús Bjarna riddara 1994.

Í Tímanum 1973 segir; “170 ára gamalt hús gert sem “nýtt” – Hús Bjarna riddara í Hafnarfirði endurbyggt og gert að safni:
“Fátt er svo með öllu illt, að ekki boði nokkuð gott. Svo hljóðar gamall málsháttur, sem er furðu lífseigur, enda felast í honum sannindi, sem eiga við alla tíma. Sökum fjárskorts hefur ekkert verið hægt að vinna að endurbyggingu Viðeyjarstofu i ár, þótt það verk sé alllangt á veg komið. Öll fjárveitingin, sem veitt var til verksins i ár, fór til kaupa á þakskífum á bygginguna og verður að biða betri tíma og frekari fjárveitingar að koma þeim fyrir á sínum stað. Af þessu leiðir, að þeir smiðir, sem unnu við Viðeyjarstofu og allir eru vanir endurbyggingu gamalla og sögulegra húsa, geta nú sinnt öðru verkefni og eru nú önnum kafnir við endurreisn húss Bjarna Sívertsens í Hafnarfirði. Hefur því verki miðað allvel og er gert ráð fyrir að ljúka því á næsta ári, þjóðhátíðarárinu 1974.
Smiðirnir, sem verkið vinna, eru þrír. Þótt þeir hafi ekki numið endurbyggingu gamalla húsa sérstaklega, hafa þeir aflað sér nokkurrar reynslu á þessu sviði.
Smiðirnir eru Gunnar Bjarnason, Leifur Hjörleifsson og Jón Guðmundsson. Er Gunnar yfirsmiður. Sjálfir láta þeir lítið yfir sérstakri kunnáttu sinni á þessu sviði, en sannleikurinn er sá, að það er ekki og allra smiða færi, þótt góðir handverksmenn séu, að fást við störf sem þessi. Gunnar Agústsson, hafnarstjóri í Hafnarfirði, sér að mestu um verkið af hálfu bæjarins, og sagði hann í viðtali við Tímann, að það hafi verið mikið lán að fá þessa menn til verksins. Því það er svo, að endurbygging gamals húss er vandasamt verk, ef gera á þær kröfur, að því verði breytt í upprunalega mynd, og er nauðsynlegt, að þeir, sem við þetta fást, hafi tilfinningu fyrir því verki, sem þeir eru að vinna og fari hvergi út fyrir þann ramma sem þeim er settur, sem er að umskapa húsið í upprunalega mynd, og gera það hvorki betra né lakara og umfram allt að láta ekki nútíma hagkvæmni sjónarmið hafa áhrif á vinnu sína. Enda er svo, að það er miklu dýrara að umskapa Sívertsenhúsið í upprunalega mynd heldur en að reisa nýtt hús af svipaðri stærð. Reynt er að nota sem mest af þeim efniviði, sem upphaflega var i húsinu, en það var byggt árið 1803. Síðan hefur því verið breytt nokkuð, en ekki svo að miklu nemi hvað snertir heildarútlit, og allar meginstoðir hússins standa enn.

Hús Bjarna riddara

Smiðir við vinnu í húsi Bjarna riddara.

Áður en vinna við húsið hófst, var fenginn hingað til lands danskur arkitekt, sem er sérfræðingur í endurbyggingu gamalla húsa. Í fyrrasumar gerði hann teikningar af frumgerð hússins, og sagði þá, að engum vandkvæðum væri bundið að gera þetta gamla hús upp og umbreyta því í upprunalegt horf. Á þeim tíma, sem hús Bjarna riddara hefur staðið, hafa verið gerðar á því ýmsar breytingar, var m.a. skipt um ytri klæðningu, og sett falskt bindiverk utan á húsið, en það hefur nú verið numið á brott. Að innanverðu hefur lítið verið átt við bygginguna. Settar hafa verið dyr milli herbergja, eldstæði breytt, en auðvelt er að sjá hverju hefur verið breytt og hvernig.
Hús Bjarna riddara var byggt í Kaupmannahöfn og flutt tilbúið til Íslands og reist í Hafnarfirði. Var þetta gert af hagkvæmnisástæðum, því að ódýrara var að smíða húsið fyrst, rífa siðan og reisa aftur á Íslandi, heldur en að þurfa að flytja óþarflega mikinn efnivið yfir úthafið. Dýr hefur fraktin verið í þá daga. Samt ber þess að geta, að Bjarni riddari var sjálfur kaupmaður og átti skip í förum, en hann var upphafsmaður þilskipaútgerðar hér á landi, sem kunnugt er.
Að sögn Gunnars er búið að vinna fyrir tæpa milljón krónur í húsinu, það sem af er þessu ári. Húsið var áður i eigu Hafnarfjarðarhafnar, en er nú eign bæjarins, og er undir sérstakri umsjón þjóðminjavarðar. Upphafið að endurreisn hússins var stofnun samtaka í Hafnarfirði, sem gefið var nafnið Félagið hús Bjarna riddara. 18. okt. s.l. yfirtók bærinn húsið og allar framkvæmdir og eru fyrirmæli frá bæjarráði um að ljúka verkinu snemma á næsta ári og opna húsið með sýningu á húsinu og munum úr eigu Bjarna Sívertsen Í tilefni 1100 ára byggðar á næsta ári. Þá verða einnig sýndir munir úr sögu Hafnarfjarðar. Byggðasafnsnefnd var falið að sjá um uppbyggingu hússins. Veitir bærinn og Þjóðminjasafnið fé til framkvæmdanna.

Hús Bjarna riddara

Sofa húss Bjarna riddara.

Ætlunin er, að á neðri hæðinni verði munir úr eigu og viðvíkjandi ævistarfi Bjarna Sívertsen. Þar mun bæjarstjórn einnig hafa móttökur. Gegnir húsið þá að nokkru leyti hlutverki ráðhúss. Á efri hæðinni verða myndir og munir úr sögu Hafnarfjarðar.
Til er talsvert af munum úr búi Bjarna riddara. Í Þjóðminjasafni eru til húsgögn og fleira. Í minjasafni Hafnarfjarðar er sitthvað til, og allmargir aðilar í Hafnarfirði og viðar hafa tilkynnt, að þeir eigi muni úr búi Bjarna riddara og muni gefa þá til safnsins. Um munina i Þjóðminjasafninu er að segja, að gefið hefur verið vilyrði fyrir, að þeir fáist í hús Bjarna riddara, þegar þar að kemur.
Gunnar Ágústsson sagði, að haldið yrði látlaust áfram að vinna við húsið þar til verkinu lýkur. Haldið er í hverja nothæfa flís, sem enn er í húsinu, og annað er smíðað. Er margt af innviðum hússins, sem byggja þarf upp hrein módelsmiði. Veggfóður er rifið af, málning skafin og dúkar teknir af gólfum, og eru upprunalegu fjalirnar viðast hvar heilar, en í nokkrum herbergjum þarf að skipta um gólf.
Vitað er, að við bakhlið hússins var merkilegt útihús og við hæfi höfðingjaseturs. Löngu er búið að rifa það, en gamall maður man, hvernig það var útlits, og hefur verið gerð teikning af kamrinum eftir hans fyrirsögn og verður hann að sjálfsögðu reistur. Á honum voru tvennar dyr bæði utan frá og innan úr húsinu. En þótt byggingarlagið verði látið halda sér verður sett vatnssalerni í smáhúsið, þegar þar að kemur.
Í eigu byggðasafnsins eru nokkrir gamlir kolaofnar, sem notaðir voru til upphitunar. Þeir verða nú settir í þær stofur, sem bersýnilegt er, að ofnar hafa verið í. Þar verða þeir fremur sem minjagripir og er þeim ekki ætlað að hafa hagnýtt gildi, því að lofthitun verður í húsinu.
Við hlið húss Bjarna riddara er gamalt pakkhús, svo kallað Brydeshús, og var það einnig í eigu hafnarinnar. Þetta hús verður einnig tekið undir byggðasafnið í Hafnarf. Hús þetta var byggt sem verslunarhús árið 1862. Nokkrar breytingar verða gerðar á því, en hvergi nærri eins viðamiklar og á húsi Bjarna. Í þessu húsi verður minjasafn Hafnarfjarðar, og standa vonir til, að innan skamms fáist einnig næsta hús, sem slökkvistöðin er nú í, en hún verður brátt flutt. Í sambandi við þjóðhátíðina næsta sumar er ráðgert að setja upp sjóminjasýningu i Brydeshúsi, en allgott safn muna er til í Hafnarfirði, enda eru allar líkur á, að Sjóminjasafn Íslands rísi í Hafnarfirði, sem nánar verður skýrt frá í blaðinu.”

Elsta hús í Hafnarfirði
Í Dagblaðiðnu 1978 segir; “Elsta hús Hafnarfjarðar – Hús Bjarna riddara Sívertsen:

Hús Bjarna riddara.

Við uppgerð húss Bjarna.

“Elzta hús i Hafnarfirði er hús Bjarna riddara Sívertsen að Vesturgötu 6, frá fyrsta tug 19. aldar. Húsið er varðveitt sem safn þó lítið sé til af hlutum úr heimili Bjarna.
Bjarni Sigurðsson fæddist að Nesi í Selvogi árið 1765. Kona hans Rannveig Filippusdóttir var stórættuð, nokkuð eldri en Bjarni og mun hann hafa fengið með henni auð og áræði. Árið 1790 hóf hann verslunarrekstur í Vestmannaeyjum en hann hafði áður fengist nokkuð við slíkan rekstur í heimabyggð sinni.
En hann hugsaði enn hærra og hélt sumarið 1793 til Kaupmannahafnar til að fá lán til verslunarreksturs og annarra umsvifa. Málalokin urðu góð og í byrjun næstu aldar hefur hann mörg járn i eldinum. Hann kaupir eða kemur sér upp verslunar- eða íbúðarhúsnæði á Akurgerðislóð í Hafnarfirði, kaupir jörðina Ófriðarstaði 1804 og eignast líka Óseyri og svo Hvaleyrartorfuna árið 1816. Allar þessar jarðir stórhækkuðu að mati, á meðan þær voru í eigu Bjarna. Ófriðarstaðir sem nú eru oftast nefndir Jófríðarstaðir, áttu þá land að sjó. Þar hugsaði Bjarni sér skipasmíðastöð og er hún talin fullbúin árið 1805. En þegar árið 1803 hafði þó fyrsta nýsmíðaða þilskip hans hlaupið af stokkunum. Nefndist það Havnefjords Pröven.
Ef til vill má telja Bjarna það til fordildar að nefna öll skip sín dönskum nöfnum, taka upp eftirnafnið Sívertsen og taka í seinni tíð að dveljast i Kaupmannahöfn á vetrum. En hið jákvæða í fari hans hlýtur þó að teljast þyngra á metum, dugnaður, fjölhæfni og hjálpsemi. Einkum kom þetta í ljós í sambandi við utanför Bjarna árið 1807. Honum og öðrum skipverjum var ókunnugt um ófriðinn milli Englendinga og Dana og kom mjög á óvart að vera af þeim fyrrnefnda neyddir til að halda til Skotlands. Er ekki að orðlengja það að alls voru það orðin um 15 Íslandsför sem Englendingar höfðu kyrrsett þar í höfnum. Auðséð er af samtíma skjölum að þáttur Bjarna að farsælli lausn þessara mála var ekki lítil. Kom þar, að öll Íslandsförin voru látin laus.
Það var sumarið 1809 að hinn kunni Jörundur hundadagakonungur var hér. Þótt Jörundur væri í sjálfu sér ekki óvinsæll þá komu hér öðru hvoru enskir ævintýramenn, sjóræningjar sumir hverjir, sem vitanlega var best að vera laus við. Valdi Trampe stiftamtmaður, Bjarna og annan mann til Englandsfarar til að stemma stigu við þessu. Var þetta hin mesta trúnaðarför, og sýnir valið á Bjarna bezt það traust, sem stiftamtmaður bar til hans. En valið var viturlegt, því að vegna hinna fyrri afskipta sinna af verslunarmálum Íslendinga í Bretlandi hlaut Bjarni að standa betur að vígi en flestir aðrir til að koma þar fram fyrir hönd þjóðar sinnar. Þaðan hélt Bjarni til Kaupmannahafnar þar sem hann var sæmdur riddarakrossi af Danakonungi árið 1812.
Eftir þetta rak Bjarni verslun sína farsællega og gerðist auðugur maður. Var hann sjálfur i förum milli landa og sat á vetrum í Kaupmannahöfn en leit á sumrum eftir verslun sinni í Hafnarfirði.
Árið 1825 dó kona hans og um hana orti Bjarni Thorarensen þekkt eftirmæli. Sonur þeirra, Sigurður, kvæntist Guðrúnu, systur Helga biskups Thordersen. Árið 1832 fluttist Bjarni alfarinn til Kaupmannahafnar, en hafði árið áður kvænst danskri konu. En þegar hér var komið átti hann ekki langt eftir ólifað. Hann andaðist árið 1833 og hvílir í danskri mold.”
-GAJ.

Hús Bjarna riddara

Húsið Vesturgata 6 er talið vera elsta hús Hafnarfjarðar, byggt af Bjama riddara Sívertsen líklega árið 1805. Þangað kom Kristján konungur IX 1874. Þar áttu verslunarstjórar Knudtzons verslunar löngum heima, en eftir að sú verslun lagðist niður og áður en Brydesverslun kom til sögunnar, mun Jón Steingrímsson trésmiður hafa búið þar. En arið 1902 fluttist verslunarstjóri Brydesverslunar í þetta hús, Jón Gunnarsson.

Bjarni og Byggðasafn Hafnarfjarðar
Í Morgunblaðinu 1984 segir; “Af Bjarna Sívertsen og Byggðasafni Hafnarfjarðar — rætt við Gísla Sigurðsson fyrrv. lögregluþjón”:
“Gísli Sigurðsson fyrrum lögreglumaður og safnvörður Byggðasafnsins í Hafnarfirði man tímana tvenna, en hann fluttist til Hafnarfjarðar fyrir rúmlega 70 árum. Þar starfaði hann lengst af sem lögregluþjónn, en gegndi jafnframt starfi safnvarðar Byggðasafns Hafnarfjarðar og starfaði mikið á vegum safnsins. Blm. Mbl. tók Gísla tali þar sem hann býr á Hrafnistu í Hafnarfirði og byrjaði ég á því að spyrja hann um bernsku hans og uppvaxtarár.
Ég er fæddur á Sólheimum í Hrunamannahreppi árið 1903 og ólst þar upp hjá foreldrum mínum, Sigurði Gíslasyni og Jóhönnu Gestsdóttur, en þau voru þar í vinnumennsku, sagði Gísli.
Árið 1911 fluttust þau til Hafnarfjarðar og höfðu þá eignast fimm börn. Þar gekk ég í barnaskóla og var fermdur 1917. Eftir ferminguna fór ég strax í verkamannavinnu. Sumarið 1918 vann ég í mótekju en svo fór ég á eyrina. Næsta áratuginn vann ég aðallega hjá Edinborg sem synir Ágústs Flygenring voru með. Þetta fyrirtæki gerði út togarann Ými frá 1919 til 1928 og var hann annar af tveim togurum sem gerðir voru út frá Hafnarfirði þessi ár. Ágúst Flygenring var þá forstjóri Landverslunarinnar og hafði kolasöluna í Hafnarfirði eftir stríðsárin. Veturinn 1918 varð Hafnarfjörður alveg kolalaus og var þá eldað við mó í hverju einasta húsi. Þetta kolaleysi varð erfitt fyrir fólk því miklir kuldar voru þá um veturinn.

NÆTURVAKTIN

Gísli Sigurðsson

Gísli Sigurðsson.

Hvenær byrjaðir þú svo í lögreglunni hér í Hafnarfirði?
Það var 1. júní 1930 að ég fór í lögregluna. Þá voru starfandi hér 3 lögregluþjónar. Það var venja að þeir sem voru að byrja hefðu næturvaktina og var ég á næturvakt fyrstu árin. Þá var maður á ferli um götur bæjarins frá kl. 9 á kvöldin til kl. 6 á morgnana allan ársins hring.
Þetta átti ekki illa við mig — ég var einrænn og einþykkur í skapi og var alveg sama þótt ég sæi ekki mann nótt eftir nótt. Nei, það var yfirleitt ekki mikið að gera, enda Hafnfirðingar ákaflega löghlýðið fólk. Það var líka minna um að vera á þessum árum — bílar voru t.d. sárafáir og kom varla fyrir að árekstur yrði. Að vísu þurftum við jafnan að fylgjast með dansleikjum sem þá voru haldnir á Hótel Birninum og vera tagltækir ef eitthvað bar út af, sem sjaldnast varð. Í jafn spökum kaupstað og Hafnarfirði þurfti maður yfirleitt aldrei að skipta sér af fólki. Þá þurftum við alltaf að vera tollvörðum til aðstoðar þegar skip komu að utan. Þetta var á bannárunum og var aðallega verið að ganga úr skugga um að skipverjar reyndu ekki að komast með sterkt vín til landsins. Þá tíðkaðist það að eiginkonur skipverja á togurunum fóru með þeim til Englands í einhverri vorferðinni og var þá mikið keypt. Ég man að það var alltaf glatt á hjalla þegar við vorum að tollskoða er skipin komu úr þessum ferðum og þarna eignaðist maður marga vini og hefur sú vinátta haldist síðan.
Var bruggað í Firðinum á þessum árum?
Já, það komu upp nokkur mál og maður komst í það að leita hjá mönnum að bruggi og bruggunartækjum. Þá fóru lögreglumennirnir í Hafnarfirði mikið út i sýsluna í landaleit með Birni Blöndal sýslumanni. Ég slapp hins vegar við þessar ferðir að mestu þar sem ég var með næturvaktina þessi ár. Svo voru bannlögin numin úr gildi 1934 og þar með var bruggið að mestu úr sögunni.
Það var ágætt að vera í lögreglunni á þessum árum þótt aðstaðan væri engin sem við höfðum, því lögreglustöð fengum við ekki fyrr en 1939.
Nú hefur þú starfað mikið að byggðasafnsmálum hér í Hafnarfirði og verið safnvörður við Byggðasafnið í áratugi — hvað varð til þess að þú hófst að sinna þessu verkefni?

BYGGÐASAFN HAFNARFJARÐAR

Gísli Sigurðsson

Gísli Sigurðsson, minjavörður

Árið 1953 var sett á laggirnar byggðasafnsnefnd hér í Hafnarfirði og fór svo að ég var skipaður í hana ásamt Óskari Jónssyni útgerðarmanni, sem var formaður nefndarinnar, og Grími Andréssyni kaupmanni.
Varð það mitt hlutverk að fara á milli góðbúa og safna munum. Hugur okkar stóð mjög til að vernda hús Bjarna Sívertsen riddara og þar höfðum við sterkan bakhjarl þar sem var Bjarni Snæbjörnsson læknir, en hann var mikill áhugamaður um að húsið yrði verndað og gert upp. Bæjarskrifstofur Hafnarfjarðar höfðu þá lengi verið þarna til húsa og voru nýlega fluttar þaðan en húsvörðurinn bjó ennþá á loftinu.
Húsið var fremur illa farið en þeir munir sem söfnuðust voru geymdir þar fyrstu árin. Nokkrum árum síðar fengum við til umráða Knudtzons-pakkhúsið og voru munirnir þá fluttir þangað.
Hús Bjarna riddara var svo grandskoðað og endurbyggt í fyrri mynd.

BJARNI SÍVERTSEN
Hús Bjarna Sívertsen mun hafa verið byggt árin 1703—05, en pakkhúsið þar sem safnið er nú til húsa ekki fyrr en 1862. Ég hef alltaf haft mikla intressu fyrir Bjarna Sívertsen og hans fjölskyldu enda var Bjarni hinn merkasti maður þótt ekki ætti hann til stórra að telja. Skírnarnafn hans var Bjarni Sigurðsson og réðst hann ungur til Rannveigar Filipusdóttur og Jóns Halldórssonar í Selvogi á Suðurnesjum. Nokkru síðar drukknaði Jón og tók Bjarni saman við ekkjuna sem þó var tveimur áratugum eldri en hann.
Þau Jón og Rannveig höfðu verið töluvert efnuð og hefur það eflaust ráðið miklu um þennan ráðahag Bjarna.

Gísli Sigurðsson

Gísli með kíki Bjarna.

Til Hafnarfjarðar fluttist Bjarni 1790 og höfðu þau Rannveig þá eignast fimm börn. Bjarni hóf hér verslun og jafnframt umfangsmikla þilskipaútgerð og skipasmíðar. Hann mun hafa gert út ein 13 skip í fisk og siglingar og voru það talin geysileg umsvif á þessum árum, er Íslendingar voru heldur framtakslitlir almennt.
Það sést á ýmsu að Bjarni var harður í horn að taka og hafði góða hæfileika til að koma ár sinni fyrir borð ef því var að skipta. Þegar Jörundur hundadagakóngur sló eign sinni á Ísland var ófriður milli Dana og Englendinga, og hafði Bjarni lent í því að vera kyrrsettur í Skotlandi meðan á þessum ófriði stóð. Félagi Jörundar sem stóð með honum að hernámi Íslands, Gilpin að nafni, tók sér það fyrir hendur að ræna hér Jarðabókarsjóðnum. Þetta var gildur sjóður sem notaður var til að greiða úr öllum embættismönnum á Íslandi. Bjarni hafði fregnir af þessu til Skotlands og tókst honum með harðfylgi að fá því framgengt að Gilpin var neyddur til að skila Dönum sjóðnum, sem varla hefur verið auðvelt. Fyrir þetta var Bjarni sleginn til riddara.

Bjarni Sívertsen

Bjarni Sívertsen.

Bjarni varð þó ekki gæfumaður að öllu leyti. Aðeins eitt af fimm börnum þeirra Rannveigar lifði til fullorðinsára. Það var Sigurður Bjarnason Sívertsen kaupmaður í Reykjavík. Hann var einstakt ljúfmenni en hafði ekki erft hæfileika föður síns til kaupmennsku. Kona hans var Guðrún Guðmundsdóttir og var mikill skörungur — hún hafði greiðasölu fyrir alþingismenn í Reykjavík og steypti einnig kerti. Dauða Sigurðar bar að með einkennilegum hætti en hann var á miðjum aldri er hann andaðist. Eitt sinn er Sigurður er á gangi í Reykjavík tekur hann eftir því að úrið hans er stoppað. Hann fór þá inn til úrsmiðs að láta líta á það en hnígur svo niður látinn þar í búðinni. Eftir að Rannveig dó tók Bjarni sér danska bústýru sem var miklu yngri en hann og eignuðust þau eina dóttur saman. Þau bjuggu síðustu árin í Kaupmannahöfn og þar dó Bjarni 1833, þá nýgiftur barnsmóður sinni. Frá Járngerði dóttur þeirra er kominn mikill ættgarður í Noregi og munu ekki færri en 200 manns rekja ættir sínar til hennar. Sjálfur var Bjarni ættaður úr Flóanum og liggja ættir okkar einhvers staðar saman.
Hvernig gekk þér að afla muna til Byggðasafnsins?

150 ÁRA GAMALL ÁRABÁTUR?

Byggðasafn Hafnarfjarðar

Bátur á Byggðasafni Hafnarfjarðar.

Það gekk allvel og menn voru furðu fúsir á að láta af hendi verðmæta gripi til okkar. Þó vorum við búnir að missa úr höndum okkar mikið safn sem Andrés Johnson rakari hafði dregið saman hér í Hafnarfirði, en það voru alls um 25 þúsund munir. Safn Andrésar fór allt til Þjóðminjasafnsins og stendur Ásbúðarsafn saman af því.
Samt gekk okkur furðu vel að efna til safnsins. Það má nefna hluti eins og gamla kistla, koffort og hljóðfæri, auk allra helstu veiðarfæra frá skútuöldinni. Þá leitaði ég uppi alla rokka, hesputré og kamba, og er sumt af því sem safnaðist trúlega orðið mjög gamalt þó erfitt sé að segja nákvæmlega til um aldurinn. Þá tókst mér að ná í árabát sem að minnsta kosti er 100 ára gamall og e.t.v. 150 ára. Síðasti eigandi hans var Helgi Guðmundsson frá Melshúsum sem reri honum lengi til grásleppuveiða.
Hvernig náðirðu í þennan bát?
Ég tók hann hreinlega í fjörunni þar sem Helgi hafði dáið frá honum. Það voru svo borgaðar fyrir hann 750 kr. til ættingja Helga að mig minnir. Aðrir gamlir munir í safninu sem vert er að minnast á eru borðstofuborð og stólar úr búi Bjarna Sívertsen, en við borðið gátu setið 18 manns þegar gestkvæmt var á þessu rausnar heimili.
-Viðtal: Bragi Óskarsson

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður um miðja 19. öld.

Þannig var… – Byggðasafn Hafnarfjarðar
Björn Pétursson, núvernadi forstöðumaður Byggðasafns hafnarfjarðar skrifaði lokaverkefni til MA–gráðu í safnafræði við Háskóla Íslands 2014. Þar rekur hann sögu Byggðasafnsins og skrifar m.a.:

Upphafið

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður fyrrum – 1772.

“Formlegt upphaf Byggðasafns Hafnarfjarðar má rekja til fundar í bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í janúar 1953. Þar voru til umfjöllunar breytingar á fjárhagsáætlun bæjarsjóðs og lögðu fulltrúar Alþýðuflokksins fram tillögu undir liðnum „Hellisgerði o.fl.“ þar sem fram kemur í c-lið að veita skuli 10.000 kr. til byggðasafns. Ekki eru neinar frekari skýringar á þessari tillögu en hún var send eins og áætlunin í heild til samþykktar bæjarráðs og var samþykkt þar.
Samkvæmt munlegum sögusögnum í bænum var það einkum lögregluvarðstjórinn, Gísli Sigurðsson, sem lagði hart að bæjarfulltrúunum að hrinda þessu verki í framkvæmd en ekki hafa fundist neinar heimildir er styðja þá sögu þó vissulega verði hún að teljast ansi líkleg.
Óskar Jónsson framkvæmdastjóri bar fram tillöguna um fjárveitingu til byggðasafnsins og samkvæmt viðtali sem tekið var við hann og birt í Alþýðublaðinu var hugmyndin „að safna saman og varðveita frá glötun gamla muni, sagnir og myndir úr atvinnu- og menningarlífi Hafnfirðinga fyrr á tímum, eins gömlum og til næst, og koma þessu fyrir í safninu.“

Garður

Spil við Helgustaði.

Þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar var stofnað voru í gildi fyrstu lög um byggðasöfn sem samþykkt höfðu verið hér á landi, lög númer 8 frá 12. febrúar 1947, og báru nafnið „Lög um viðhald fornra manvirkja og um byggðasöfn“. Athyglisvert er að þegar þessi lög voru sett var ekkert starfandi byggðasafn á landinu en þó var söfnun hafin á nokkrum stöðum.
Þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar var stofnað árið 1953 var ekkert friðað hús í eigu ríkisins í bænum. Strax í upphafi komu upp hugmyndir um að koma safninu fyrir í Sívertsens-húsinu við Vesturgötu. Í frétt Alþýðublaðsins frá því í janúar 1953 er þessi hugmynd viðruð en þar sagði „Sívertsenshúsið var íbúðarhús Bjarna riddara og fjölskyldu hans frá því um aldamótin 1800 til 1835. Þetta hús er því um 150 ára gamalt, og sögufrægt að því leyti, að það var bústaður Bjarna, sem mestan þátt átti í viðgangi Hafnarfjarðar á þeim tíma. Er það gömul hugmynd, að flytja það í Hellisgerði, sem er skrúðgarður Hafnfirðinga, og verður það þá væntanlega gert sem líkast úr garði og það var á árum Bjarna riddara.“
Í annarri frétt, sem birtist í Morgunblaðinu kemur hugmyndin um flutning Sívertsens-hússins aftur fram en þar sagði „Komið hefur til tals, að byggðasafnið yrði í svokölluðu Sívertsenhúsi, en í því bjó Bjarni riddari Sívertsen frá því árið 1800 til 1835. Er þetta elzta hús í Hafnarfirði, um 150 ára gamalt. … Stungið hefur verið upp á því, að húsið yrði flutt í Hellisgerði, skrúðgarð Hafnfirðinga, og gert þá sem líkast úr garði og það var í tíð Bjarna Sívertsens. Þó telja margir, að við flutning hússins þangað, myndi það tapa sínum upphaflega svip, því að miklum erfiðleikum er bundið að flytja það. Allt er enn í óvissu, hvort af þessum flutningi verður.“

Hús Bjarna riddara

Stiginn upp á loftið í húsi Bjarna.

Ef til vill er þarna að finna skýringuna á því hversvegna stofnun byggðasafns var sett undir liðinn „Hellisgerði ofl.“ í fjárhagsáætlun bæjarins þegar stofnað var til þess. Þessi hugmynd, að varðveita Sívertsens-húsið, er þó enn eldri. Sívertsens-húsið hafði verið eign Hafnarsjóðs Hafnarfjarðar frá árinu 1924 og voru bæjarskrifstofur Hafnarfjarðar þar til húsa á árunum 1930-1944. Þegar bæjarskrifstofurnar fluttu úr húsinu komu upp ýmsar hugmyndir um hvaða hlutverk þetta sögufræga hús ætti að fá en snemma kom upp hugmynd um að varðveita það í upphaflegri mynd. Eftir umræður í bæjarstjórn var bæjarstjóra falið að ræða við hafnaryfirvöld um málið og lauk þeim samræðum með því að snemma árs 1944 var
samþykkt í hafnarstjórn að afhenda húsið endurgjaldslaust til bæjarstjórnar enda skuldbatt bæjarstjórnin sig til að láta gera húsið upp og varðveita það í upprunalegri mynd. Hvenær hugmyndin skýtur fyrst upp kollinum er erfitt að segja en að öllum líkindum kom hún fyrst fram opinberlega þegar Ágúst Steingrímsson tæknifræðingur og fyrrverandi bæjarverkfræðingur í Hafnarfirði ritaði grein um málið í tímaritið Helgafell árið 1943. Hann átti einnig fyrstur manna hugmyndina að því að flytja húsið í Hellisgerði. Sú hugmynd hans kom fram í bréfi sem hann sendi Málfundafélaginu Magna árið 1946 en málfundafélagið sá um og rak Hellisgerði á þessum tíma. Í því bréfi gekk hann þó enn lengra en einungis að
varðveita húsið, því þar kemur fram sú hugmynd að láta húsið hýsa byggðasafn.
Magna-menn brugðust við þessu bréfi með því að rita bæjarstjórn Hafnarfjarðar erindi um málið. Bæjarstjórn brást við því á þann hátt að lýsa sig reiðubúna til viðræðna en óskaði þess jafnframt að Málfundafélagið Magni hefði forgöngu um að stofna nefnd og fá félagsamtök í bænum til að taka þátt í verkefninu. Tveimur árum síðar var svo samþykkt í bæjarráði að leggja til við bæjarstjórn Hafnarfjarðar að bærinn yrði aðili að samkomulagi um athuganir á flutningi og varðveislu á húsi Bjarna Sívertsen.10 Rúmum mánuði síðar var það samþykkt í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Fulltrúa í þessari nefnd áttu, auk bæjarstjórnar, Málfundafélagið Magni, Útgerðarmannafélag Hafnarfjarðar, Iðnaðarmannafélag Hafnarfjarðar og Kaupmannafélag Hafnarfjarðar.

Safnkosturinn

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður 1890.

Þegar samþykkt var að stofna Byggðasafn Hafnarfjarðar árið 1953 hafði nokkur söfnun átt sér stað í bænum en þó var enn vitað af munum sem voru varðveittir hjá bæjarbúum. Ein af ástæðum þess að safnið var stofnað var að menn óttuðust að þessir gripir glötuðust ef þeim yrði ekki safnað saman og varðveittir á viðurkenndu safni. Í frétt frá árdögum Byggðasafns Hafnarfjarðar, sem birtist í Morgunblaðinu, sagði meðal annars: „Það sem vakir fyrir bæjarráði með stofnun byggðasafns, er að varðveita frá glötun gamla muni, sem kunna að vera til í Firðinum frá fyrri tímum — sömuleiðis allan þann fróðleik, er varðar atvinnu- og menningarlíf Hafnfirðinga. Eitthvað mun vera til af munum í Firðinum, sem kæmi til mála að setja á hið tilvonandi safn. T.d. er hér elzti rafall á Íslandi, sem Jóhannes Reykdal flutti til landsins og notaði til raflýsingar fyrstur manna hér á landi. — Ýmsir aðrir gamlir munir eru til í Firðinum, sem ekki má draga öllu lengur að koma fyrir á einn stað, ef þeir eiga ekki að gleymast eða týnast.“12 Auk þessa hafði upplýsingum um lifnaðarhætti og menningu verið safnað í Hafnarfirði um nokkurt skeið og í fréttum af stofnun safnsins var komið inn á þá söfnun. Í Alþýðublaðinu sagði „Áhugi á því að varðveita fornan fróðleik og minjar frá glötun virðist vera mikill í Hafnarfirði. En vafalaust er þó Gísli Sigurðsson starfsamastur allra áhugamanna í því efni. Hann hefur um skeið safnað með viðtölum við aldraða Hafnfirðinga lýsingum á gömlum húsum, húsbúnaði, staðháttum í bænum og atvinnuháttum, og einnig hafa fléttast inn í þetta gamlar minningar og sagnir og örnefni. Hvernig bærinn var fyrir aldamót.
Gísli sagði, er blaðið ræddi við hann um þessa söfnun hans í gær, að hann leitaðist fyrst og fremst við að afla lýsinga af bænum eins og hann var fyrir aldamót. Mesta rækt hefur hann lagt við að skyggnast inn í líf alþýðunnar, t.d. fá að vita, hvernig húsbúnaður var í gömlu bæjunum og annað slíkt.“13 Morgunblaðið fór nokkuð betur ofan í þetta en þar sagði að „Nokkrir Hafnfirðingar hafa á undanförnum árum safnað miklum fróðleik úr lífi fólks í Firðinum frá fyrri tímum, sem vissulega kemur að góðum notum fyrir væntanlegt byggðasafn.
Hefur Gísli Sigurðsson, lögregluþjónn, verið einna skeleggastur í söfnun alls konar gamals fróðleiks. Hann hefur til dæmis gert sér far um að kynnast, hvernig gömlu bæirnir voru útlítandi í Hafnarfirði fyrir aldamót og jafnframt um fyrirkomulag innan húss. Einnig hefur hann kynnt sér, svo sem kostur hefur verið á, hvar bæirnir stóðu. Sömuleiðis hefur Gísli viðað að sér miklum fróðleik um líferni Hafnfirðinga fyrir aldamót. Mestar og beztar upplýsingar hefur hann fengið hjá öldruðum Hafnfirðingum, en einnig af gömlum sögnum og örnefnum. Gísli Sigurðsson hefur með söfnun þessa fróðleiks, varðveitt frá glötun þann fjársjóð, sem getur orðið uppistaðan í væntanlegu byggðasafni Hafnfirðinga.“
Hús Bjarna riddaraElstu fundargerðir byggðasafnsnefndar eru því miður glataðar en Gísli rekur upphafsárin ágætlega í viðtali sem tekið var við hann og birt í blaðinu í Hamri í tilefni af 50 ára afmæli Hafnarfjarðarkaupstaðar árið 1958. Þar kemur hann meðal annars að munasöfnuninni í árdaga Byggðasafns Hafnarfjarðar en þá hafði safnið fengið Sívertsenshúsið til afnota. Þar kemur fram að söfnun muna hafi farið af stað strax og safnið var stofnað og fljótlega eftir að það fékk Sívertsens-húsið afhent hafi verið fluttir þangað um 200 munir.
„Húsið var ekki í sem beztu ástandi og þurfti því mikillar viðgerðar við. Þegar nefndin fékk það undir hendur var efri hæð þess leigð út og síðan hefur allt húsið verið hitað upp. Þessir tvö hundruð munir voru flestir frá sjóvinnu ýmis konar, en síðan hefur bætzt það mikið við safnið, að það telur nú um sjöhundruð skrásetta muni. Auk þessa eru enn fjölmargir hlutir, sem safnið á, eða hefur fengið vilyrði fyrir, sem enn eru geymdir víðsvegar um bæinn, vegna þess hve húsnæði safnsins er ófullnægjandi. Allur gólfflötur hússins er aðeins 8 x 14 mtr. að flatarmáli og segir það sig sjálft, að svo lítið húsnæði fullnægir engan veginn þeim kröfum, sem gera verður til húsnæðis fyrir gott byggðasafn. Tillaga byggðasafnsnefndarinnar til lausnar þessu vandamáli er sú, að safnið fái einnig stóra pakkhúsið, sem stendur við hliðina á Sívertsenshúsi. En það mun vera byggt um 1840 og er því í tölu allra elztu húsa hér í Hafnarfirði og þess vegna mjög æskilegt til þessara nota.“
Síðar í sama viðtali telur Gísli upp nokkra helstu muni safnsins og gefur sú upptalning nokkuð góða mynd af safnkostinum eins og hann var á fyrstu árum safnsins. Þar er meðal annars haft eftir Gísla: „Áhugi Hafnfirðinga fyrir byggðasafninu hefur komið mjög glögglega í ljós með hinum rausnarlegu gjöfum, sem því hafa borizt frá mörgu fólki. Eins og áður er sagt er mikill hluti safnsins
viðkomandi sjóvinnu og er það ekki einkennilegt, þegar athuguð er saga og atvinnuhættir Hafnarfjarðar.
Áður en Byggðasafn Hafnarfjarðar var stofnað höfðu tveir aðilar stundað markvissa söfnun á gömlum munum í bænum og hvorugt þeirra safna endaði á Byggðasafni Hafnarfjarðar. Ásbúðarsafn, sem Andrés Johnson rakari í Ásbúð við Hafnarfjörð hafði safnað saman árum saman, keypti ríkið og setti á Þjóðminjasafn Íslands en hitt var safn muna er Þorgerður Bergmann safnaði og endaði það á Árbæjarsafni í Reykjavík. Er rétt að staldra hér við og skoða þessi söfn nánar þar sem söfnun þessara einstaklinga, svo og stofnun Sjóminjasafns Íslands í Hafnarfirði síðar höfðu töluverð áhrif á safnkost Byggðasafns Hafnarfjarðar.

Safn Þorbjargar Bergmann
Þorbjörg BergmannMikilsmetin hjón ein bjuggu í Hafnarfirði í upphafi 20. aldar. Þau sem hér er átt við voru Sigfús Bergmann og kona hans Þorbjörg Sigurðardóttir Bergmann. Sigfús var kaupmaður í bænum en lét þó einnig ýmis önnur málefni kaupstaðarins sig varða. Hann var til dæmis kjörinn í fyrstu bæjarstjórn Hafnarfjarðar, var frumkvöðull að stofnun sjúkrasamlags í bænum, var framkvæmdastjóri trésmiðjunnar Dvergs um tíma og einn af eigendum gosdrykkjaverksmiðjunnar Kaldá, sem var sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi auk þess sem hann átti hlut í nokkrum útgerðum í bænum. Þau Sigfús og Þorbjörg reistu sér hús við Strandgötuna, aðal verslunargötu bæjarins, þar sem verslunin var á jarðhæð en íbúð á tveimur hæðum þar fyrir ofan. Verslaði hann þar bæði með matvöru og álnavöru.
Þau hjónin voru mjög virk í þessari söfnun sinni þó Þorbjörg hafi sannarlega staðið þar við stjórnvölin. Líf Þorbjargar tók nýja stefnu árið 1918 þegar Sigfús lést úr spænsku veikinni. Flutti hún þá úr íbúð sinni en bjó þó um sinn áfram í sama húsinu en leigð það út að mestu. Þar bjó hún til ársins 1930 er hún flutti til Reykjavíkur til Huldu, dóttur sinnar, og eiginmanns hennar, Einars Sveinssonar. Þorbjörg lést 14. maí 1952 en fyrir dauða sinn gaf hún skýr fyrirmæli um að safn hennar dreifðist ekki og að ekkert af því færi úr landi. Dóttir hennar og tengdasonur færðu Reykvíkingafélaginu safnið að gjöf nokkrum mánuðum eftir dauða Þorbjargar sem nokkrum árum síðar gaf safnið áfram, með samþykki gefendanna, til Árbæjarsafns. Hafa verður í huga að þegar hér er komið sögu er þegar búið að stofna Byggðasafn Hafnarfjarðar en við ritun þessarar ritgerðar fundust engar heimildir um að komið hafi til tals að gefa safnið þangað. Það hefði þó verið eðlilegur gjörningur þar sem megnið af umræddum gripum var safnað í Hafnarfirði, mun eðlilegri en að gefa gripina á byggðasafn þeirra Reykvíkinga.
Minjasafn Þorbjargar Bergmann var mjög mikilvægt fyrir safnið í Reykjavík og til vitnis um það má vitna í frétt Tímanns af opnun Árbæjarsafns en þar sagði: „Skjala- og minjasafn Reykjavíkurbæjar í Árbæ verður opnað almenningi á sunnudaginn kl. 2 að viðstöddum mörgum gestum. Verður safnið opið eitthvað fram eftir haustinu. Fyrir skömmu barst því hin veglegasta gjöf frá Reykvíkingafélaginu, en það er mjög verðmætt safn ýmissa muna, sem frú Þorbjörg Bergmann í Hafnarfirði hafði safnað. Fer það nú í Árbæ með samþykki fyrri gefenda.“
Af þessu má sjá að safn það sem Þorbjörg safnaði saman í Hafnarfirði á fyrri hluta 20. aldar var merkilegt safn og í sjálfu sér uppistaðan í munasafni Árbæjarsafns á upphafsárum þess. Munir sem hefðu skipt sköpum fyrir Hafnarfjörð á þeim árum sem unnið var að því að koma Byggðasafni Hafnarfjarðar á fót.

Ásbúðarsafnið

Askur

Gripur úr Ásbúðarsafninu.

Annar safnari sem verið hafði afkastamikill í Hafnarfirði á fyrri hluta 20. aldar, áður en Byggðasafn Hafnarfjarðar var sett á fót, var Andrés Johnson eða Andrés í Ásbúð eins og hann var jafnan kallaður. Bakgrunnur Andrésar var sá að hann fæddist á Leifsstöðum í Selárdal í Norður-Múlasýslu laugardaginn 5. september árið 1885. Ungur flutti hann til Vesturheims en er hann snéri aftur settist hann að í Hafnarfirði og gerðist hárskeri þar. Við komuna til Hafnarfjarðar hóf hann að safna að sér hverskonar forngripum og munum sem notaðir voru í gamla íslenska bændasamfélaginu áður en hin mikla atvinnubylting tuttugustu aldarinnar gerbreytti samfélaginu. Varð þessi söfnun fljótlega mjög umfangsmikil og lét hann ekki nægja að safna munum í Hafnarfirði og nágrenni hans heldur hélt hann í ferðir út um allt land í þeim tilgangi að safna gömlum munum. Eflaust hefur þessi hegðun hafnfirska rakarans þótt nokkuð undarleg enda ekki algengt áhugamál á þessum tíma. Hins vegar varð hann það þekktur fyrir þetta áhugamál sitt að menn fóru að bjóða honum muni og jafnvel að safna fyrir hann að einhverju leyti. Til eru frásagnir af því að hann hafi jafnan rætt um þessi mál við viðskiptavini sína á rakarastofunni og þá hafi margir komið þangað færandi hendi og gefið muni úr þeirra eigu. Í frétt sem skrifuð var í blaðið Frjáls Þjóð árið 1955 í tilefni af opnun sýningar á þessum munum sagði meðal annars um Andrés: „Nú eru gripir í safni hans orðnir um eða yfir 25.000. Það mun láta nærri, að nær allir þeir fjármunir, sem Andrés hefur unnið fyrir um dagana, umfram það er hann þurfti sér til lífsframfæris, hafi farið fyrir safngripi. Það er mikil fórn fyrir óarðbært hugsjónastarf. En annað, sem dýrmætara er og miklu sjaldgæfara en peningar, hefur þó verið lagt í þetta starf. Það er eljan og þrautseigjan, tryggðin og staðfestan við torsótt verkefni. Menn geta vart gert sér fulla grein fyrir því, hve mikla árvekni og þolinmæði það hefur kostað að ná þessum munum öllum saman.“
Alla þessa muni dró Andrés heim í hús sitt, Ásbúð, við Hafnarfjörð en húsið var ekki stórt og fór svo áður en langt um leið að plássleysi var farið að hamla þessari söfnun. Brást Andrés við því árið 1942 með því að leggja erindi fyrir Alþingi þar sem hann bauð safn sitt til kaups með tilgreindum skilyrðum. Varð það úr og eins og sést á frétt um byggingu Þjóðminjasafnsins sem birtist í Ingólfi árið 1944 varð þetta safn ein af burðarstoðum Þjóðminjasafnsins á þessum tíma, í fréttinni sagði meðal annars: „Þjóðminjasafnið. Alþingi hefur veitt þrjár millj. króna til að gera yfir það hús. Hið væntanlega stórhýsi á ekki einungis að rúma Forngripasafnið gamla heldur einnig Iðnminjasafn, Sjóminjasafn, Mannamyndasafn, svonefnt Ásbúðarsafn, … og söfn, sem kennd eru við einstaka menn: Jón Sigurðsson o.fl. Sömuleiðis listasafn. … Má því og vænta, að bundinn verði bráður bugur að því að reisa þetta langþráða skýli yfir hið stórmerka safn þar sem það er m.a. nokkurn veginn óhult fyrir bruna.“30 Til að gera ljóst hve stórt Ásbúðarsafn var í sniðum er rétt að tína til það sem skrifað var um safnið þegar það var formlega opnað í Þjóðminjasafninu á sjötugs afmæli Andrésar 1955. „Í Gær opnaði Þjóðminjasafnið Ásbúðarsafn, er safnað er af Andrési Johnson í Ásbúð í Hafnarfirði, á 70 ára afmæli hans. Er þetta stærsta minjasafn, sem nokkur Íslendingur hefur dregið saman. Safnið kom í eigu Þjóðminjasafnsins árið 1944, með sérstökum samningi við safnara þess. … Ásbúðarsafnið er geysi mikið safn.

Sjóminjasafn Íslands
Þá er komið að þriðja stóra safninu sem hvarf úr Hafnarfirði en það er Sjóminjasafn Íslands.
Hvenær fyrstu hugmyndir um sjóminjasafn kviknuðu í Hafnarfirði er ekki gott að segja en með nokkurri sanni má rekja það aftur til aldamótanna 1900 þegar skólastjórinn í Flensborgarskólanum, Jón Þórarinsson, lagði fram sínar hugmyndir um „fiskiáhaldasafn“.

Byggðasafn hafnarfjarðar

Byggðasafn Hafnarfjarðar.

Aðdragandinn að skrifum Jóns um þessi málefni var sá að árið 1898 sótti hann sjóminjasýningu í Bergen í Noregi. Taldi hann mikilvægt að stofnað yrði sjóminja-, eða fiskiáhaldasafn hér á landi en ekkert varð þó úr þessum hugmyndum hans, hvorki í Hafnarfirði né annarsstaðar á Íslandi í hans tíð. Hafnarfjörður byggðist fyrst og síðast upp vegna góðrar hafnar frá náttúrunnar hendi.
Eins kemur það líka fram hjá þeim aðilum er fyrstir stóðu að Byggðasafni Hafnarfjarðar að það ætti að hluta til að varpa ljósi á þennan hluta menningararfsins sem sjósókn og fiskvinnsla er. Þetta kemur fram í tillögum er byggðasafnsnefnd lagði fyrir bæjarráð Hafnarfjarðar á þessum fyrstu árum safnsins en þar eru settar fram hugmyndir að vexti og viðgangi safnsins til framtíðar. Þar kemur fram listi yfir þá þætti sem safnið ætti að sinna og sýna og hvaða hlutar sögunnar það væru sem þeir helst vildu varpa ljósi á. Listinn er sannarlega langur og metnaðarfullur og snýr að sýningaaðstöðu í Pakkhúsinu að Vesturgötu 6.
Uppúr 1970 fer að sjá fyrir endann á þeim verkefnum og fram á varanlega sýningaaðstöðu í Sívertsens-húsinu. Áhugavert er að rýna í viðtal sem tekið var við Gísla Sigurðsson árið 1973, en hann hafði þá starfað við safnið, sem nefndarmaður, frá stofnun þess. Í umræddu viðtali sagði Gísli „Þegar maður hefur verið jafn lengi í þessu og ég og lifir orðið fyrir þetta, þá er maður ekki í rónni, viti maður einhversstaðar af gömlum og sögulegum hlut, fyrr en hann er fenginn. Það er Gísli Sigurðsson, fyrrum lögregluþjónn í Hafnarfirði, sem sagði þetta er við löbbuðum með honum um geymsluherbergi, skúra og skúraloft og skoðuðum þá muni sem dregnir hafa verið saman fyrir væntanlegt sjóminjasafn í Hafnarfirði, en að þessum safnmálum hefur Gísli starfað allt síðan árið 1953 að stofnuð var nefnd til að koma á laggirnar sjóminjasafni í Firðinum. Því miður hefur málinu ekki miðað betur en svo að enn eigum við ekkert safnhús, en aftur á móti eigum við orðið gott safn gripa, meira en nóg sem undirstöðu í safn.“ Ekki má þó við blaðamanninn einan sakast því ljóst er að Gísli notar í þessu viðtali orðið „sjóminjasafn“ frekar en „byggðasafn“ eins og fram kemur í eftirfarandi línum í sama viðtali: „Þú sagðir mér Gísli að þið hefðuð byrjað 1953 að safna að ykkur munum. — Já það er rétt. Það ár var skipuð nefnd af bæjarstjórninni sem átti að hafa það hlutverk að koma á stofn sjóminjasafni í Hafnarfirði. Ég var skipaður í þessa nefnd strax og hef verið í henni síðan. … — Hvern telurðu nú merkastan hlut í safni ykkar? — Það er nú ekki gott að segja. Hér eru margir fallegir og sögulegir munir. Ég vil nefna til yfir 100 ára gamlan bát með Faxaflóalagi, eins og það var kallað.“
Það sem hér gerist merkilegt er einkum tvennt, eins og áður segir er Gísli farinn að nota orðið „sjóminjasafn“ og svo hitt að hann telur merkasta mun safnsins vera bát og þó einungis sé um hans persónulega mat að ræða gefur það sannarlega vísbendingu um áherslur og áhuga þess manns sem sá um söfnun gripa til safnsins fyrstu 20 ár þess. Í lok þessa sama viðtals útskýrir hann máls sitt betur og er þá bersýnilegt að stefnubreyting hefur orðið og rökstyður hann mál sitt er hann svarar spurningu blaðamannsins: „Nú er þetta orðið miklu meira en sjóminjasafn hjá ykkur, Gísli, þetta er allt eins gott byggðasafn fyrir Hafnarfjörð.
Leira
— Já, það má kannski segja það. Þegar maður tekur til við að safna svona gömlum gripum með sérsafn eins og sjóminjasafn í huga, þá kemur það eins og af sjálfu sér að maður tekur til handargagns annarskonar gamla og verðmæta muni og síðan gerist það einnig að fólk sendir okkur alls konar muni, þótt þeir séu í sjálfu sér ekki endilega í tengslum við sjóinn eða sjóminjar. En gættu svo að öðru. Hafnarfjörður hefur alla tíð átt allt sitt undir sjó og sjómennsku, og því má segja sem svo að allir munir héðan tengist að einhverju marki sjóminjasafni. Þar á ég við þessa gömlu muni sem við erum að safna. Á þeim tíma, fyrir þetta 50 til 100 árum eða meira, var hér allt miðað við sjó og sjósókn, og séu munirnir ekki tengdir sjónum beint, þá óbeint kannski, þannig að þeir eru úr búi einhvers sjómanns. Hinsvegar má segja að yngri munir, sem vissulega geta haft sögulegt gildi, séu ekki eins tengdir sjónum, enda hafa málin breyst á síðari árum eins og allir vita. En vissulega væri það gaman ef hér risu bæði sjóminjasafn og byggðasafn Hafnarfjarðar. Efni til slíks er fyrir hendi.“
Á þessum tíma var ákveðin vakning á Íslandi varðandi verndun sjóminja og fara hugmyndir að skjóta upp kollinum um þetta mál æ oftar. Sem dæmi um þetta er leiðari Alþýðublaðsins 28. júlí 1973 undir nafninu „Sjóminjasafn vantar“ en þar er tíundað um mikilvægi sjósóknar fyrir Ísland í gegnum aldirnar. „Mörgum hefur orðið hugsað til þess, að ekkert eigum við Íslendingar sjóminjasafnið og litla tilburði höfum við í frammi til þess að eignast það. Gamlir og merkir bátar eru að grotna niður umhirðulausir eða umhirðulitlir. Ýmiss konar áhöld og munir frá bátum og útgerð týna sem óðast tölunni og verða bráðum hvergi til. Þetta getur ekki gengið öllu lengur. Íslendingar verða að eignast gott og myndarlegt sjóminjasafn. Sjóminjasafn Íslands á að varðveita muni, sem Íslendingar hafa notað bæði fyrr og síðar við sjósókn og í sjóferðum. Það á að varðveita báta og skip, sem einkennandi hafa verið á hinum ýmsu tímum, og væri t.d. smíðaður knörr, yrði hann dýrgripur í slíku safni. Það á að varðveita ýmis tæki og tól, sem notuð hafa verið í landi við fiskvinnslu og fiskverkun. Og þar á að varðveita bækur og myndir, skjöl og skilríki um skip, sjómennsku og sjósókn.”

Hús Bjarna riddara

Hús Bjarna og nágrenni.

Í sömu grein er þó einnig minnst á það að varla sé hægt að setja upp sjóminjasafn án þess að tengja við það fiskasafn og í því samhengi er minnst á fiskasafn það sem var þá til staðar í Sædýrasafninu í Hafnarfirði og því frumkvöðlastarfi sem þar hafði verið unnið. Í lok greinarinnar segir: „En fiskasafnið í Sædýrasafninu þarf að auka og efla, og þar þarf að koma upp rannsóknaraðstaða fyrir fiskifræðinga. Til þess þyrfti að koma á samvinnu safnsins, hafrannsóknarstofnunarinnar og ef til vill háskólans. Kannski væri sjóminjasafn vel staðsett í nágrenni Sædýrasafnsins. Hitt er víst, að ekki er vanzalaust fyrir íslendinga að eiga ekki sómasamlegt fiska- og sjóminjasafn.“
Þarna er enn komin upp hugmynd um formlegt Sjóminjasafn Íslands í Hafnarfirði. Umræðan sem þarna var komin af stað vatt nokkuð uppá sig í framhaldinu og varð til þess að haustið 1973 kom fram umræða á Alþingi Íslendinga um málið. Tveir þingmenn, þeir Gils Guðmundsson og Geir Gunnarsson, lögðu fram þingsályktunartillögu um stofnun Sjóminjasafns Íslands í Hafnarfirði. „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að hefja nú þegar, í samráði við þjóðminjavörð, undirbúning að stofnun sjóminjasafns. Skal leitað eftir samvinnu við Hafnarfjarðarbæ um hentugt landssvæði undir slíkt safn, svo og um byggingu þess og rekstur. Tillaga þessi fékk góðar viðtökur á Alþingi og var samþykkt óbreytt í febrúar 1974 með samhljóða atkvæðum.“
Aðeins er vikið að því í áðurnefndu viðtali við Gísla Sigurðsson: „Nú hefur verið flutt þingsályktunartillaga um að reisa Sjóminjasafn Íslands hér í Hafnarfirði, hvernig list þér á það? — Já, ég var að heyra þetta, og ég skal segja þér að þetta eru einhver mestu gleðitíðindi sem ég hef heyrt lengi. Gils Guðmundsson og Geir Gunnarsson eiga ómældar þakkir skildar fyrir að flytja þessa tillögu. —

Sjóminjasafn

Teikning að fyrirhuguðu sjóminjasafni á Skerseyri.

Myndi þá ykkar safn falla inn í þetta sjóminjasafn Íslands? Já, það hygg ég, sem sérstök deild eða eitthvað svoleiðis. En við skulum bara athuga það, að uppistaðan í sjóminjadeild Þjóðminjasafnsins eru munir héðan úr Hafnarfirði, og raunar víðar að, en það var Hafnfirðingur sem safnaði þeim og gaf þá til Þjóðminjasafnsins. Það var sá mikli og ötuli safnari Andrés Johnson rakari frá Ásbúð í Hafnarfirði. … Það væri því ekki margt að því að sameina þennan safnvísi okkar Sjóminjasafn Íslands sem reist yrði hér í Firðinum.“
Réttu ári áður en þingsályktunartillagan var lögð fram var Þór Magnússon þjóðminjavörður gestur á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar. Þar var hann að kynna þá tillögu að Sjóminjasafn Íslands yrði fundinn staður í Hafnarfirði og að um sérstakt samvinnuverkefni yrði að ræða á milli Hafnarfjarðarbæjar og ríkissjóðs við uppbyggingu og rekstur safnsins.
Bæjarráðsmenn tóku hugmyndunum vel og bókuðu í fundagerð að bæjarráð hafi lýst áhuga sínum á málinu. Í viðtali við Kristinn Ó. Guðmundsson bæjarstjóra Hafnarfjarðar lýsti hann meðal annars sinni skoðun á þessari hugmynd: „Ég hef alveg sama viðhorf til þess og bæjarráðið. Svona safni verður hvorki komið upp né það rekið nema opinberir aðilar komi til.
Í þessu sama viðtali kemur einnig fram að Þór Magnússon hafi ætlað, eftir fund sinn með bæjarráði, að ræða við menntamálaráðherra og upplýsa hann um stöðu mála. Eflaust á það sinn þátt í að þingsályktunartillagan var lögð fram. Í kjölfar þessa lét menntamálaráðherra skipa nefnd um sumarið 1974 sem hafði það verkefni að vinna tillögu um Sjóminjasafn Íslands og samvinnu á milli Þjóðminjasafns Íslands og Hafnarfjarðarbæjar varðandi það. Í nefndinni sátu þeir Þór Magnússon, þjóðminjavörður, Gunnar Ágústsson, hafnarstjóri í Hafnarfirði og formaður byggðasafnsnefndar bæjarins, Jón Kr. Gunnarsson, forstjóri Sædýrasafnsins í Hafnarfirði og skipstjórinn Gunnar H. Oddsson. Í frétt Þjóðviljans af málinu um haustið þetta sama ár kemur ákveðin rökstuðningur fyrir því að safninu hafi verið valinn staður í Hafnarfirði. „Sú ákvörðun alþingis, að væntanlegt Sjóminjasafn Íslands rísi í Hafnarfirði er vissulega vel við hæfi. Hafnarfjörður er útgerðarbær frá fornu fari og þar er enn blómstrandi atvinnulíf kringum sjávarútveginn. Þaðan voru fyrst lögð þorskanet hérlendis, þaðan hófst þilskipaútgerðin og þaðan var gerður út fyrsti gufutogarinn, sem Íslendingar eignuðust. Og í Hafnarfirði er nú þegar kominn fyrsti vísirinn að sérstöku sjóminjasafni, eina safnið á landinu, sem hefur sérhæft sig á þessu sviði. … Sjálfir hafa Hafnfirðingar farið mjög myndarlega af stað með sitt safn, eins og sýningin sem þeir héldu þar í sumar sannaði best. … Einn helsti kosturinn við að hafa sjóminjasafn landsins í útgerbarbæ eins og Hafnarfirði er að þar verður það jafnframt í lifandi tengslum við sjávarútveginn, sem stór hluti bæjarbúa byggir afkomu sína á enn.

Sjóminjasafn

Teikning að fyrirhuguðu sjóminjasafni á Skerseyri.

Þarna kemur fram enn sterkari yfirlýsing varðandi Byggðasafn Hafnarfjarðar en áður hafði komið fram um að safnið hafi fyrst og síðast verið sjóminjasafn. Þarna er talað um að safnið hafi sérhæft sig á þessu sviði. Þrátt fyrir þessar samþykktir og nefndarskipanir gerist lítið í málinu næstu árin.
Sjóminjasafn Íslands opnaði Í Reykjavík með hátíðlegri athöfn á sjómannadaginn, 7. júní 1986.
Sagt var frá því í fjölmiðlum og í Sjómannadagsblaðinu var fréttin undir fyrirsögninni „Sjóminjasafn Íslands, Loksins“. Í Morgunblaðinu mátti meðal annars lesa eftirfarandi frétt af opnuninni: „Sjóminjasafn Íslands var opnað við hátíðlega athöfn á laugardaginn af Sverri Hermannssyni, menntamálaráðherra. Safnið er til húsa í Brydepakkhúsi við Vesturgötu í Hafnarfirði. Í ræðu Gils Guðmundssonar, formanns sjóminjasafnsnefndar, kom fram, að opnun safnsins í þeim húsakynnum væri aðeins áfangi á langri leið. Framtíðarstarfsemi safnsins er ætlaður staður á svonefndri Skerseyri fyrir vestan Hafnarfjörð, niður undir Hrafnistu.“55 Í ræðu sinni tók Sverrir sérstaklega fram að stofnun safnsins í Hafnarfirði ætti ekki að hafa áhrif á söfnun sjóminja annarsstaðar á landinu, „tilkoma Sjóminjasafnsins raskaði í engu því mikla starfi, sem unnið hefði verið til að varðveita sjóminjar víðs vegar um land. Einstök byggðalög myndu að sjálfsögðu gæta eigin minja áfram.“
Menn voru að þó ekki á eitt sáttir um Sjóminjasafn Íslands á þessum tíma og sitt sýndist hverjum. Einar Vilhjálmsson tollvörður skrifaði til að mynda harða grein í Sjómannablaðið Víking þar sem hann gagnrýndi þau plön sem þá voru í gangi í Hafnarfirði og taldi í raun að verið væri að beita blekkingum til að fjármagna lítið byggðasafn. Hann hafði greinilega ekki mikla trú á uppbyggingaráformum Sjóminjasafns Íslands í bænum og sagði meðal annars: „Um nokkurra ára skeið hefur ríkisfé verið varið til vafasamra framkvæmda, við lítið byggðasafn í Hafnarfirði, og þeim brögðum beitt að kalla þetta „Sjóminjasafn Íslands“, til þess að réttlæta málið og ná opinberu fé. … Nú voru kerfismenn búnir að taka málið í sínar hendur og var búið til fyrirtækið „Sjóminjasafn Íslands“, og peningar fengnir úr ríkiskassanum til að kosta þessa stofnun, sem getur aldrei orðið það sem nafnið bendir til, heldur aðeins byggðasafn. Látið er í veðri vaka að sem útgerðarbær sé Hafnarfjörður umfram Reykjavik og aðra útgerðarstaði, safnið skreytt með lánsmunum frá Þjóðminjasafni og úr einkaeigu til þess að svo líti út í augum almennings, að um verulegt sjóminjasafn sé að ræða.

Sjóminjasafn Reykjavíkur

Sjóminjasafn Reykjavíkur.

… Við skulum vona að hætt verði að ausa fé í þetta byggðasafn Hafnfirðinga og þeir látnir einir um það að gera það svo úr garði sem þeim hæfir, en hafist verði handa um að koma upp raunverulegu sjóminjasafni í Reykjavík og það tengt Sjómannaskólanum, sjómannasamtökum, útgerðaraðilum og stofnunum í sjávarútvegi auk Þjóðminjasafns.“
Það sem gerst hafði var, ólíkt því sem gerst hafði með Ásbúðarsafnið og safn Þorbjargar Bergmann, að munirnir voru enn í bænum og enn til sýnis á safni. Hins vegar var búið að færa stóran hluta safnkosts byggðasafnsins yfir á annað safn í bænum sem ekki var í eigu Hafnfirðinga heldur var það deild í Þjóðminjasafni Íslands. Hins vegar þróuðust mál á annan veg en ætlað var og hinar metnaðarfullu hugmyndir um uppbyggingu sjóminjasafns Íslands við Skerseyri urðu aldrei að veruleika. Framþróun byggðasafnsins varð ekki eins hröð og eðlilegt hefði verið enda fékk sjóminjasafnið það sýningahús sem ætlað var upphaflega byggðasafninu og eina sýningaaðstaða þess lengi vel var í Sívertsens-húsi og síðar einnig í Siggubæ. Ekki var það einungis raunin að safnkostur byggðasafnsins sem tengdist sjóminjum væri afhentur sjóminjasafninu heldur voru sjóminjar teknar út af söfnunarstefnu byggðasafnsins á þessum tíma og var þeim aðilum sem buðu byggðasafninu sjóminjar næstu árin ætíð vísað yfir á sjóminjasafnið.
Uppúr aldamótunum 2000 tekur þetta mál enn og aftur óvænta stefnu. Þá voru menn almennt búnir að gefa drauminn um öflugt sjóminjasafn upp á bátinn og raddir fara að heyrast um að rétt væri að loka safninu í Hafnarfirði. Um þetta leyti er viðgerðum að ljúka á Þjóðminjasafni Íslands og farið að styttast í opnun nýrra sýninga þar í endurbættu húsnæði auk þess sem Sjóminjasafnið Víkin í Reykjavík er að líta dagsins ljós. Við þau tímamót er tekin ákvörðun um að Þjóðminjasafnið muni ekki standa að sýningum á höfuðborgarsvæðinu nema í safnhúsinu sjálfu og loka þá bæði sjóminjasafninu og Nesstofusafni á Seltjarnarnesi.
Vöknuðu Hafnfirðingar nú enn upp við vondan draum, nú ætlaði Þjóðminjasafnið að loka Sjóminjasafni Íslands og fara með alla munina til Reykjavíkur en eftir stæði útgerðar- og sjósóknarbærinn Hafnarfjörður með byggðasafn án sjóminja.
Árið 2004 var sjóminjasafninu endanlega lokað og byggðasafnið fékk pakkhúsið undir sýningastarfsemi sína.

Lokaorð

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður fyrrum.

Í köflunum hér að framan hefur verið farið yfir sögu Byggðasafns Hafnarfjarðar og minjavörslunnar í bænum og þeim erfiðleikum sem einkenndu uppvaxtarár þessa málaflokks í bænum. Árið 1974 fékk safnið varanlegt húsnæði undir sýningastarfsemi er viðgerðum á Sívertsens-húsinu lauk. Fjórtán árum síðar, árið 1988 áskotnaðist safninu Siggubær og var sýningastefna þessara húsa nokkuð ljós frá upphafi. Í Sívertsens-húsinu var sýnt hvernig yfirstéttafjölskyldan í Hafnarfirði bjó í upphafi 19. aldar auk þess sem ljósi var varpað á merkilega sögu Bjarna Sívertsen og fjölskyldu hans en í Siggubæ var sýnt hvernig alþýðufjölskyldan í Hafnarfirði bjó í byrjun 20. aldar og hvernig hinir dæmigerðu bárujárnsbæir í litu út.
Það verður ekki dregin dula yfir þá staðreynd að vangaveltur og vandræðagangur í kringum Sjóminjasafn Íslands töfðu mjög fyrir allri þróun og þroska byggðasafnsins. Segja má að hin síðari uppbygging á Byggðasafni Hafnarfjarðar hefjist árið 1994 þegar það fékk langþráð sýninga- og lagerhúsnæði í Smiðjunni, Strandgötu 50. Þá var í fyrsta sinn kominn í notkun hjá byggðasafninu boðlegur fastur sýningasalur þar sem hægt var að setja upp sýningar um sögu og menningu Hafnarfjarðar og nágrennis. Smiðjan var stækkuð í tvígang, fyrst árið 1997 og svo aftur 1999 og hafði þá tvo veglega sýningasali ásamt góðu lagerhúsnæði. Árið 2004, í kjölfar þess að Sjóminjasafn Íslands var lagt niður, var sýningastarfsemi byggðasafnsins flutt úr Smiðjunni yfir í Bryde-pakkhús að Vesturgötu 6 en lageraðstöðu fékk safnið í þjónustumiðstöð bæjarins við Hringhellu.
Tæplega hálfri öld eftir að hugmyndin kom fyrst upp um sýningaaðstöðu fyrir byggðasafnið í Pakkhúsinu varð það að veruleika.”

Heimildir:
-Þjóðlíf 1. mars 1987, Sögufræg hús í Hafnarfirði, bls. 32.
-Helgafell, 2. des. 1943, Ágúst Steingrímsson, Hús Bjarna riddara Sívertsens, bls. 437.
-Tíminn 18. nóv. 1973, 170 ára gamalt hús gert sem “nýtt”, Hús Bjarna riddara í Hafnarfirði endurbyggt og gert að safni, bls. 40 og 36-37.
-Dagblaðið 5. des. 1978, Hafnarfjörður liðna tímans í máli og myndun, Hús Bjarna riddara Sívertsen GAJ, bls. 16.
-Vísir, 28. ágúst 1971, Hafnfirðingar hlúa að húsi frá Napóleonstímunum, GB — Rætt v/ð Gísla Sigurbsson, lögregluvarðstjóra, um þær endurbætur, sem verið er
að gera á húsi Bjarna riddara Sívertsens, bls. 9.
-Morgunblaðið 12. febr. 1984, Af Bjarna Sívertsen og Byggðasafni Hafnarfjarðar — rætt við Gísla Sigurðsson fyrrv. lögregluþjón, bls. 35.
-Þannig var… – Byggðasafn Hafnarfjarðar, Björn Pétursson – Lokaverkefni til MA–gráðu í safnafræði, Félagsvísindasvið, 2014, 47 bls.

Byggðasafn hafnarfjarðar

Byggðasafn Hafnarfjarðar.

Skálafell

Skála Ingólfs Arnarssonar í Skálafelli er bæði getið í Íslendingabók Ara fróða og í Landnámu.

Íslendingabók

Skálafell

Tóftin í Skálafelli.

„Ari hinn fróði Þorgilsson Gellissonar ritaði fyrstur manna hér á landi að norrænu máli fræði bæði forna og nýja,“ segir Snorri Sturluson í Heimskringlu. „Þykir mér hans frásögn öll merkilegust.“ Í formála kveðst Ari fyrst hafa gert Íslendingabók að frumkvæði biskupanna Þorláks Runólfssonar og Ketils Þorsteinssonar og einnig sýnt hana Sæmundi presti hinum fróða. Hafi hann síðan endurskrifað bókina, en sleppt úr henni „áttartölu og konungaævi“, þ.e. íslenskum ættartölum og ævisögum Noregskonunga.

Skálafell

Tóftin í Skálafelli.

Fyrri gerð bókarinnar er glötuð, en Snorri hefur hagnýtt „konungaævina“ í Heimskringlu. En yngri gerðin hefur varðveist vel. Hún er samin um 1130 og geymir sögu Íslands frá landnámi fram til dauða Gissurar biskups Ísleifssonar 1118. Þetta er stutt en frábærlega traust heimilda­r­rit. Ari styðst við frásagnir manna sem hann vissi að voru spakir og „langt mundu fram“. Hann kann að telja alla lögsögumenn frá Hrafni Hængssyni sem tók lögsögu 1030 og skorðar tímatal atburða við embættisár þeirra. En mesta áherslu leggur hann á kristnitökuna árið 1000 og sögu fyrstu biskupanna í Skálholti, Ísleifs Gissurarsonar og Gissurar sonar hans.

Skálafell

Tóftin í Skálafelli.

Í Íslendingabók segir um skála Ingólfs í Skálafelli: “Ingólfr [við Hjöleifshöfða] vetr annann en um sumarit eptir fór hann vestr með sjó hann var hinn þriðja vetr undir Ingólfsfelli fur vestan Ölfusá þau misseri fundu þeir Vífill ok Karli öndvegissúlur hans við Arnarhvol fur neðan heiði 8 Ingólfr fór um vorit ofan um heiði hann tók sér bústað þar sem öndvegissúlur hans höfðu á land komit hann bjó í Reykjarvík þar eru enn öndvegissúlur þær í eldhúsi En Ingólfr nam land millum Ölvusár ok Hvalfjarðar fur utan Brynjudalsá milli ok Öxarár ok öll nes út þá mælti Karli til ills fórum vèr um góð heröð er vèr skulum byggja útnes þetta hann hvarf á brott ok ambátt með honum Vífli gaf Ingólfr frelsi ók bygði hann á Vífilsstöðum við hann er kendt Vífilsfelt þar bjó hann lengi ok var skilríkr maðr Ingólfr lèt gera skála á Skálafelli þaðan sá hann reyki við Ölvusvatn ok fann þar Karla.”

Landnámabók

Skálafell

Tóftin í Skálafelli.

Landnáma telur helstu landnámsmenn Íslands, segir hvar þeir námu land og greinir nokkuð frá uppruna þeirra og afkomendum. Bókin var sett saman á fyrra hluta 12. aldar, og mun Ari fróði hafa verið riðinn við hina fyrstu gerð, en hún er nú löngu glötuð. Elstu varðveittar gerðir Landnámu eru frá síðara hluta 13. aldar og frá 14. öld, en þær eru mjög auknar með nýjum ættartölum og frásögnum af ýmsu tagi. Elst er Sturlubók, sett saman af Sturlu Þórðarsyni lögmanni (d. 1284). Næst er Hauksbók, gerð af Hauki lögmanni Erlendssyni (d. 1334). Kveðst Haukur hafa ritað sína Landnámabók „eftir þeirri bók sem ritað hafði herra Sturla lögmaður […] og eftir þeirri bók annarri er ritað hafði Styrmir hinn fróði“. Styrmir lést 1245, en Landnámabók hans er glötuð. Þriðja forna gerðin, Melabók, er aðeins varð­veitt í brotum, og er það mikið mein því að hún hefur að mörgu leyti staðið næst frumtext­anum.

Skálafell

Tóftin í Skálafelli.

– Sumt af viðaukum Sturlubókar (og Hauksbókar) er sótt í kunnar heimildir, til að mynda Íslendingasögur (Egils sögu, Eyrbyggju, Vatnsdælu o.fl.). En hin upprunalega Land­náma hefur verið gagnorð og traust heimild í líkingu við Íslendingabók. Sagt hefur verið, að þótt frumtextinn sé víða óvís eða glataður með öllu, séu þær gerðir Landnáma­bókar sem enn eru til merkustu heimildir sem nokkur þjóð á um uppruna sinn.

Í Landnámsbók segir: “Ingólfur fór um vorið ofan um heiði; hann tók sér bústað þar sem öndvegissúlur hans höfðu á land komið; hann bjó í Reykjarvík; þar eru enn öndugissúlur þær í eldhúsi. En Ingólfur nam land milli Ölfusár og Hvalfjarðar fyrir utan Brynjudalsá, milli og Öxarár, og öll nes út.
Þá mælti Karli: „Til ills fóru vér um góð héruð, er vér skulum byggja útnes þetta.“
Hann hvarf á brutt og ambátt með honum.
Vífli gaf Ingólfur frelsi, og byggði hann að Vífilstóftum; við hann er kennt Vífilsfell; þar bjó (hann) lengi, varð skilríkur maður.
Ingólfur lét gera skála á Skálafelli; þaðan sá hann reyki við Ölfusvatn og fann þar Karla.”

FERLIR skoðaði meintan skála Ingólfs í Skálafelli, sbr. meðfylgjandi myndir. Auk tóftarinnar má greina fleirri tóftir skammt frá henni.

Heimildir:
-Landnáma – 8. kafli.
-Íslendingabók, bls. 33.

Skálafell

Tóftin í Skálafelli.

Flekkuleiði

Árni Óla skrifaði um “Rúnastein í Flekkuvík” í Strönd og Voga:

Rúnasteinn í Flekkuvík

Flekkuleiði

Rúnasteinninn á Flekkuleiði.

“Utan við Hvassahraun á Reykjanesskaga gengur inn Vatnsleysuvík og inn úr henni utarlega skerst önnur lítil vík, sem Flekkuvík nefnist. Stendur bær samnefndur fyrir botni víkurinnar. Þar í túninu er lítill hóll eða stór þúfa, sem kallast Flekku-leiði, og þar ofan á liggur hraunhella með rúnaletri. Stendur þar skráð: „Hér hvílir Flekka“.

Hver var Flekka?
Sagnir herma að hún hafi verið landnámskona, komin frá Flekkufirði í Fjörðum, og eitthvað vensluð Ingólfi Arnarsyni, enda frá sama byggðarlagi og hann. Ingólfur fékk henni fyrst bústað í Kjós. Reisti hún þar bæ og heitir hann enn Flekkudalur, við hana kenndur. Hún var vitur kona og framsýn, en eigi mjög við alþýðuskap. Hún undi sér ekki í Kjósinni, vegna þess að hún sá ekki til sævar frá bæ sínum. Fluttist hún svo vestur á Vatnsleysuströnd og reisti sér þar bæ við eyðivík nokkra.
Hefir víkin síðan verið við hana kennd og kölluð Flekkuvík og hlaut bærinn sama nafn. Þarna var þá afskekktur staður, víkin umgirt apalhrauni á þrjá vegu, en á hrauntöngum beggja vegna víkurinnar svarraði brimið og voru átök þess ekki mjúk. En í víkinni sjálfri var góð lending og mikill veiðiskapur var þar jafnan skammt undan landi. Þó var innsigling á víkina viðsjál og gat verið hættuleg, ef ekki var rétt farið. Þess vegna mælti Flekka svo fyrir, áður en hún andaðist, að sig skyldi heygja þar efst í túni, fyrir opinni innsiglingarleiðinni. Lét hún svo um mælt, að aldrei skyldi skip farast þar á réttu sundi, meðan nokkuð sæist af kumli sínu. Hafa menn haft trú á þessu síðan.

Jónas Hallgrímsson rannsakar leiðið

Flekkuleliði

Letur á rúnasteininum.

Sumarið 1841 fór Jónas skáld Hallgrímsson til Flekkuvíkur til þess að athuga rúnasteininn og rannsaka, hvort hér gæti verið um font kuml að ræða. Mönnum bar ekki saman um, hvernig lesa skyldi úr rúnunum. Að vísu gátu allir lesið nafnið
Flekka, en yfir því stóðu skammstafanir, sem menn greindi á um hvernig skilja bæri. Töldu sumir, að lesa ætti „hér hýsir“, en aðrir „hér hvílir“. Finnur Magnússon las: „hér hýsir“ og taldi áletrunina frá heiðni. Þótti Jónasi því fýsilegt að fá úr því skorið, hvort hér væri um að ræða grafreit frá fornöld, því væri rétt lesið, þá átti svo að vera.

Flekkuleiði

Rúnasteinninn á Flekkuleiði.

En Jónas rak sig á óvænta erfiðleika. Mönnum þar syðra stóð hinn mesti stuggur af komu hans, er þeir vissu erindið. Þeir vildu ekki láta hrófla við Flekkuleiði, því að þá væri hætt við að falla myndi úr gildi hin góðu ákvæði hennar um innsiglinguna á Flekkuvík.
Jónas varð þá að útvega leyfi til rannsóknarinnar hjá séra Pétri Jónssyni á Kálfatjörn, sem kallaðist landsdrottinn, vegna þess að kirkjan á jörðina. En Páll bóndi Vigfússon í Flekkuvík mun lengi hafa verið tregur, því að Jónas segir: „Ég hét þeim að láta Flekku kyrra, ef ég fyndi hana, og kvaðst gera þetta í virðingarskyni, svo sem oft hefði verið gert við helga menn.“ Lét Páll þá til leiðast og samþykkti, að rannsókn færi fram „móti tilhlýðilegri borgun fyrir jarðusla í óslegnu túni“.
Jónas lýsir Flekkuleiði þannig: „(Það er) í hafsuður frá bænum, 6 faðma fyrir innan túngarðinn, í þúfnareit; snýr frá útsuðri til landnorðurs og hallast þangað lítið eitt. Það er 5 álna langt og 2/2 álnar breitt, svo sem álnar hátt. Hraunhella ein lítil og slétt að ofan liggur á miðri hæðinni, sokkin í jörðu; á henni stendur með greinilegu letri:

Flekkuleiði

Hæðin er nú öll grasi gróin, en vottar samt í brúnunum fyrir grjóti, ekki ólíkt því sem það væri hleðsla.
… Letursteinninn er nú tekinn upp og mældur: Lengd 15—16/2 þuml., breidd 12 þuml., þykkt 4—5 þuml. Hann er því, sem sjá má, lítil og heldur ólöguleg hraunhella. … Af því hingað og þangað var að sjá steinsniddur út úr brúnum hæðarinnar, þótti líklegt, að vera mundi steinhleðsla. Grassvörðurinn var því allur af skorinn og moldinni sópað af grjótinu; var þetta jarðlag hvergi meira en hálft fet á þykkt. — Þá kom það í ljós, að undir var einlæg, jarðföst klöpp, eður réttara sagt hraungarður, svo þar hefir aldrei nokkur maður heygður verið. Það er því ljóst, að annaðhvort hefir Finnur Magnússon rétt að mæla, eða þetta eru brellur einar, og hefir þá einhver hrekkjakarl látið hér steininn til þess að blekkja menn trúgjarna.“

Sjálfsagt hefir Páll bóndi í Flekkuvík krafist þess fyrir fram, að gengið yrði frá leiði Flekku að lokinni rannsókn eins og það hafði áður verið. Og þótt Jónas geti ekki um það, hefir hann orðið að gera upp leiðið að nýju, enda þótt hann væri sannfærður um, að þetta væri enginn merkisstaður. Hann hefir ekki mátt ganga í berhögg við þá tröllatrú, sem menn höfðu á Flekkuleiði.
Matthías próf. Þórðarson hefir sagt, að skammstafanirnar á rúnahellunni eigi áreiðanlega að þýða „hér hvílir“, og hann álítur að áletrunin muni vera frá 17. eða 18. öld, gerð vegna munnmælanna um það, að þama væri Flekka heygð.

Flekkuleiði

Flekkuleiði (Á.Ó.)

Sumarið 1959 kom ég að Flekkuvík og skoðaði Flekkuleiði, rúmum hundrað árum eftir að Jónas var þar. Leiðið er mjög svipað og hann lýsir því, bæði að stærð og lögun, og bendir það til þess, að það hafi verið hlaðið upp þegar að rannsókn
lokinni. En umhverfið er orðið breytt, þúfnareiturinn, sem Jónas talar um, er horfinn og er leiðið nú í sléttu túni. Ofan á leiðiskollinum liggur hraunhellan litla með áletruninni, og er sokkin í jörð, eins og þegar Jónas kom að henni. Af stærð hellunnar, eins og hér er að framan greint, geta menn dregið, að stafirnir sé ekki stórir. Og nú eru þeir ekki lengur „greinilegir“, eins og Jónas kallar þá. Á þessari rúmu öld hafa þeir eflaust máðst og slitnað. Kveður svo ramt að þessu, að sums staðar sér aðeins móta fyrir leggjum þeirra. Mosi og skófir hafa einnig sest í risturnar, en yfirborð hellunnar hrufótt, svo að varla má greina á milli hvað eru holur í steininum og hvað er klappað. Þess verður naumast langt að bíða, að áletrunin máist af með öllu, ef stafirnir verða ekki skýrðir.
Ég reyndi að hreinsa mosa og skófir úr ristunum, eftir því sem unnt var, bar síðan krít í þær, svo að þær yrði gleggri. Því næst tók ég af þeim meðfylgjandi mynd.
Ef mynd þessi er borin saman við uppdrátt Jónasar, sést nokkur munur á 4. rúninni og seinustu rúninni í nafninu. Um 4. rúnina er það að segja, að Kaalund sagði að hún gæti ekki verið rétt hjá Jónasi, þar ætti ekki að standa [ heldur J, eins og kemur líka fram á ljósmyndinni. Þessi rún er nokkum veginn glögg enn, en Jónasi hefir annaðhvort sézt yfir annan skálegginn, eða þá að hann hefir ritað hana skakkt í minnisbók sína.
Seinasta rúnin er nú einna máðust, og vottar aðeins fyrir striki út úr aðalleggnum, en fráleitt held ég að þar hafi nokkurn tíma verið höggvinn bogi í líkingu við það, sem sýnt er á teikningu Jónasar.
Þess má geta hér, að á árunum 1937—39 ferðaðist Anders Bæksted hér um landið til að athuga rúnir og hefir skrifað bók um þær. Hann kom til Flekkuvíkur í júlí 1938 og tók mynd af Flekku-steininum og skýrði síðan upp rúnastafina. Eru þeir allir eins og hér á myndinni, nema seinasta rúnin. Hann segir, að rúnirnar sé „greinilegar”, en telur þær ungar, máske frá 18. öld, og miðar þá við gerð þeirra. Hann segir, að annar bóndinn í Flekkuvík hafi kunnað sögurnar um, að Flekka væri grafin þarna og vekti yfir innsiglingunni, en menn leggi nú ekki lengur trúnað á þá sögu.

Hvaðan er Flekkunafnið?

Flekkuvík

Flekkuvík.

Mér finnst það augljóst á öllu, að nafnið Flekkuvík hafi komið með landnemum frá Noregi eins og fjölmörg önnur nöfn.
Hér em bæirnir Flekkudalur og Flekkuvík, og þeir em báðir í landnámi Ingólfs Arnarsonar. Það er þegar athyglisvert, þegar þess er gætt, að suður úr Dalsfirði í Noregi, litlu utar en þar sem Ingólfur átti heima, skerst fjörður, sem heitir Flekkufjörður. Hann er kenndur við bæinn Flekku, sem þar er. Nafnið er skrifað á ýmsan hátt í gömlum skjölum, svo sem Fleke, Flocke, Flecke og Fleche, en nú er það skrifað Flekke. Sagt er, að það sé alveg einstætt meðal gamalla bæjarnafna, og vita menn ekki hvað það þýðir. Sumir giska á, að það sé dregið af „flek“ = blettur, en verði þó ekki skýrt. Getgáta hefir og komið um, að það sé dregið af dílagrjóti (flekkóttu grjóti), sem þar er, en þó þykir það ekki sennilegt, því að grjót hefði þá átt að vera í nafninu.
Annars úir og grúir af „Flekku“-nöfnum í Noregi. Þar er Flekkuvík, Flekkuós, Flekkuey, Flekkustaðir (og ýmis önnur, sem virðast dregin af karlkynsnafninu Flekkur: Flekkstveit, Flekshaug, Flekstad, Fleksvik). Ennfremur eru þar nöfn eins og Flikka, Flikke, Flikeid, Flikkerud, Flikkeshaug, FHkki, Flikkin, Flikkurud, Flikstade. Menn segja, að ekki megi blanda þessum nöfnum saman við Flekkunöfnin, en þó verði þau ekki skýrð. Samt dregur bærinn Flekkefjord á Ögðum nafn sitt af bóndabænum Flikke.
Hér skal ekkert fullyrt um, hvort hér sé um einn nafngiftaflokk að ræða, en þótt Flikk-nöfnin sé undanskilin, þá eru Flekkunöfnin svo mörg, að eitthvað sérstakt mun hafa ráðið þeim. Er þá nokkur goðgá að hugsa sér, að til hafi verið í forneskju einhver vættur, sem Flekka hét, og við hana sé þessi staðanöfn kennd? Jafnvel að hún hafi átt sér bónda, sem Flekkur hét (sbr. nafnið Álaflekkur). í Snorra-Eddu er jötunsnafnið Fleggur, en það gæti alveg eins verið Flekkur, því að greinarmunur var ekki gerður á g og k í rúnum.

Flekkuleiði ætti að varðveita

Flekkuleiði

Flekkuleiðið.

Þótt Flekkuleiði sé ekki kuml, er það skemmtilegt og mætti helst ekki glatast. Það segir sína sögu um það, hvernig þjóðtrú myndast. Flekka vakir yfir útræðinu í Flekkuvík, eins og Þuríður sundafyllir vakir yfir byggðinni og miðum þeirra í Bolungavík.
Það er eflaust alþýðuskýring, að Flekkuvík dragi nafn af konu, sem hét Flekka, alveg eins og menn sögðu að Krýsuvík drægi nafn af fjölkunnugri konu, er þar bjó og hét Krýs. Þó er ekki loku fyrir það skotið, að í Flekkuvík hafi einhvern tíma búið kvenskörungur, sem menn hafi kennt við bæ sinn og kallað Flekku. Menn hafa haft ýmsar sveiflur á því, allt fram á þessa öld, að kenna fólk þannig við bæi.
Við skulum ekki missa sjónar á þessum ímyndaða kvenskörung í Flekkuvík. Hún hefir búið þar rausnarbúi, haft margt fólk í heimili og rekið mikla útgerð. Flekkuvík hefir þá verið betri jörð og blómlegri en nú er. Þá hefir verið mikið og grösugt undirlendi fyrir botni víkurinnar og út með henni beggja vegna. Þetta land hefir sjórinn verið að brjóta um margar aldir, og í tíð þeirra manna, sem enn lifa, hefir sjórinn gert þarna mikil landspjöll. Þar sem háir heybólstrar stóðu á dögum Flekku húsfreyju, lemur nú brimið berar klappir. En útgerðin hefir þá, eins og síðar, verið helsti bjargræðisvegurinn.

Flekkuleiði

Rúnasteinninn á Flekkuleiði – uppdráttur ÓSÁ.

Húsfreyjan í Flekkuvík hefir borið umhyggju fyrir starfsfólki sínu. Ef til vill hefir einhver bátur farist þar á víkinni, vegna þess að hann þræddi ekki rétta leið, og lenti upp á sker. Þá hefir húsfreyjan látið setja upp sundmerki, svo að slíkt slys henti þar ekki aftur. Sundmerkin hafa verið tvær vörður, önnur fram við sjó, en hin uppi í túni. Þá var rétt innsigling, ef þessar tvær vörður bar saman. Og þá hefir húsfreyjan látið svo um mælt, að aldrei mundi farast bátur á Flekkuvík, ef stýrt væri eftir sundmerkjunum.
Svo líða árin. Húsfreyjan í Flekkuvík hverfur til feðra sinna, en minning hennar lifir vegna ummæla hennar. Aldrei ferst bátur á réttri leið inn Flekkuvík. Menn skilja ekki, að það er sundmerkjunum að þakka, en halda að það sé að þakka ummælum húsfreyjunnar. Ákvæði hennar haldi hlífiskildi yfir bátunum, og þau verði alltaf í gildi. Þess vegna vanrækja þeir að halda sundmerkjunum við. Neðri vörðuna tekur brimið, en efri varðan, uppi í túninu, molnar niður, af því að hún var úr torfi. Þar verður eftir dálítill hóll. Við hann er tengd minningin um Flekku húsfreyju, og þá er þess skammt að bíða, að menn fari að trúa því, að þessi rúst sé haugur Flekku, þarna hafi hún varð sér hvílustað til þess að geta alltaf vakað yfir innsiglingunni á víkina. Og þá hlýtur að draga að því, að menn fari að trúa, að ekki farist skip á víkinni meðan nokkur merki legstaðar Flekku sjást. Og svo kemur einhver framtakssamur maður, sem er Flekku hjartanlega þakklátur fyrir vernd hennar, höggvið rúnir á litla hraunhellu og leggur helluna á leiði Flekku, til þess að það gleymist aldrei.
Einhvern tíma löngu seinna eru hlaðnar nýjar sundvörður. Önnur er nú niðri á sjávarbakkanum, en hin hátt uppi í hrauni. En þegar sigld er rétt leið inn á víkina og vörðurnar ber saman, þá er Flekkuleiði í beinni línu á milli þeirra.”

Rannsókn Jónasar Hallgrímssonar
Jónas Hallgrímsson skrifaði um rannsókn sína á Flekkuleiðinu 1841 eins og fram kemur hér að framan:
“Flekku-leiði í Flekkuvík”
Í hafsuður frá bænum, 6 faðma fyrir innan tún-garðinn, í þúfnareit; snýr frá útsuðri til landnorðurs og hallast þangað lítið eitt. Það er 5 álna langt og 2’/4 al. breitt, svo sem álnar hátt. Hraunhella ein lítil og slétt ofan liggur á miðri hæðinni, sokkin í jörðu; á henni stendur með greinilegu letri, eins og kunnugt er:

Flekkuleiði

Hæðin er nú öll grasi gróin, en vottar samt í brúnunum fyrir grjóti, ekki ólíkt því, sem það væri hleðsla. Ég álít því nauðsynlegt, þar sem ágreiningur er um merkingu letursins, að rannsaka staðinn; því á einn bóginn er merkis-álit F. Magnussens, en hinu megin útlit hólsins, er ber öll merki þess að vera kuml, þótt lítið sje, og jafnframt nafnið sjálft, Flekku-leiði, og almenn sögusögn, og svo rík, að þar eru tengdar við bábiljur, svo sem til að mynda, að Flekka hefði sagt, þar myndi ekki farast skip á réttu sundi, meðan hún lægi fyrir opinni leiðinni. þessu trúa Strandarmenn svo ríkt, að þeim stóð hinn mesti stuggur af komu minni, og hét ég þeim að láta Flekku kyrra, ef ég fyndi hana, og kvaðst gjöra þetta í virðingarskyni, svo sem oft hefði verið gjört við helga menn. – Leyfi til rannsóknarinnar hefi ég nú loksins fengið hjá landsdrottni séra Pétri á Kálfatjörn, og samþykki ábúanda Páls bónda, móti tilhlýðilegri borgun fyrir jarðusla, þar hóll þessi stendur í óslegnu túni.
Letursteinninn er nú upptekinn og mældur:
lengd hans er 15″ – 16 1/2″.
Breidd 12″.
Þykkt 4″ – 5″.
Hann er því, sem sjá má, lítill og heldur ólöguleg hraunhella. Nú er rannsókninni lokið! Af því hingað og þangað var að sjá steinnibbur út úr brúnum hæðarinnar, ótti líklegt, að vera myndi steinhleðsla. Grassvörðurinn var því allur afskorinn og moldinni sópað af grjótinu; var þetta jarðlag hvergi meira en hálft fet á þykkt. – Þá kom það í ljós, að undir var einlæg, jarðföst klöpp, eður réttara sagt hraungarður, svo þar hefir aldrei nokkur maður heygður verið.
Það er því ljóst, að annaðhvort hefir F.M. rétt að mæla, eður þetta eru brellur einar, og hefir þá einhver hrekkjakarl látið hjer steininn til að blekkja menn trúgjarna.”
Í viðauka bætir Jónas við um Flekku-liðið: “”Flekku-leiði”; um það og skrif um það sjá Kr. Kå., Isl. Beskr., I., 31.-8. I., “hvorlades” o.s.frv.; að sjálfsögðu hefir þessi skammstöfun átt að merkja “hér hvílir”. Áletrunin er sennilega frá 17.-18. öld, gerð vegna munnmælanna um að þarna væri “Flekka heygð. – “Flekka” virðist vera ærnafn eða tíkur og ekki konu., “Dagbog”, vasahverið frá 1840; þar er frumrit af þessari skýrslu, ritað með blýanti á 3 bls. – Bls. 171, 14. l., “séra Pétri”, Jónssyni. – 15. l., “Páls bónda” Vigfússonar. – 3. l.a.n.”

Um rúnasteininn í Flekkuvík – Þórgunnur Snædal

Flekkuleiði

Myndin af Flekkuleiðinu fylgir umfjöllun Þórgunnar.

Þórgunnur Snædal skrifaði um „Rúnaristur á Íslandi” árið 2003, þ.á.m. rúnasteininn á Flekkuleiðinu:
“5. Flekkuvík, Gullbringusýslu. Hraunsteinn á grasgróinni hraunhæð, svonefndu Flekkuleiði, suðaustur frá bænum, um 90 metra vestan við (gamla) afleggjarann og um þrjá metra inna við túngarðinn. hraunhellan er um 42×33 cm. Steinninn er nokkuð sokkinn í jörð svo þykktin varð ekki mæld, rh. 7,5-9 cm:
hh flecka
H(ér) h(vílir) Flekka.
Rúnirnar eru djúpar og vel varðveittar. Ekki er auðvelt að tímasetja þessa ristu en hún er varla eldri en frá 17. öld. Flekkuleiðis og rúnasteinsins er fyrst getið 1817 í skýrslu séra Guðmundar Böðvarssonar um fornaldarleifar í Kálfatjarnarsókn.”

Gömul sögn – Helgi Þorláksson
Helgi Þorláksson skrifaði um Flekku í Skírnir árið 1978:
“Frá um 1840 eru sagnir um hollvætti sjómanna, Flekku við Flekkuvík á Vatnsleysuströnd. Hafði hún átt að segja að ekkert skip missti lands svo lengi sem hún lægi óhreyfð í leiði sínu, Flekkuleiði. Íbúar á staðnum ömuðust við raski á leiðinu (Kál I, 13).”

Rúnaletur

Rúnaletur

Eldra rúnaletrið.

Rúnir eru elsta form skrifleturs meðal germanskra þjóða. Orðið rún getur merkt leyndarmál, einkamál eða vísdómur. Til eru tvær gerðir af rúnakerfum. Eldra kerfið hefur 24 rúnir og var notað frá 2. öld e. Kr. fram til þeirrar áttundu. Þá var tekið upp nýtt rúnakerfi með 16 rúnum. Yngri rúnirnar hafa aðeins fundist á Norðurlöndum og á Bretlandi.

Á Víkingaöld notuðu menn rúnaletur og var letrið rist á horn, tré og steina. Íslenskar rúnaristur hafa fundist á legsteinum frá 1300-1700. Textar í rúnaletri voru ekki mjög langir enda gat verið seinlegt að rista þá. Rúnaletrið var einfalt og sumir stafir gátu táknað meira en eitt hljóð. Rúnastafrófið er nefnt fúþark eftir fyrstu sex stöfunum.

Rúnaletur

Yngra rúnaletrið.

Rúnir hafa verið notaðar allt frá landnámi Íslands. Þegar fyrstu landnemarnir settust að hérna var nýlega búið að taka í notkun yngra rúnaletrið með 16 stöfum í staðinn fyrir 24 stafa rúnaletur.
Íslensku rúnirnar fylgdu þeim norsku fast eftir allt til loka þjóðveldisins með nokkrum undantekningum þó. Eftir lok þjóðveldisins verður munurinn þó smám saman meiri og séríslenskar rúnamyndir verða algengari.

Rúnaletur var notað á Íslandi eiginlega alveg fram á 20. öldina en við lok 19. aldar var farið að birta greinar um rúnir á íslensku, meðal annars skrifaði Björn M. Ólsen, prófessor í íslenskri tungu og menningarsögu, greinar í Árbók Fornleifafélagsins og Finnur Jónsson ritaði einnig um íslenskar rúnaristur og þá hvarf íslenska rúnahefðin og vitneskja um rúnir var sótt í þessi rit.

Heimild:
-Strönd og Vogar, Árni Óla, Rúnasteinn í Flekkuvík, bls. 206-215.
-Jónas Hallgrímsson, III. Dagbækur, Yfirlitsgreinar o.fl., Flekkuleiði í Flekkuvík, bls. 170-171.
-Þórgunnur Snædal. 2003. „Rúnaristur á Íslandi.“ Árbók Hins íslenzka fornleifafélags, bls. 5-68. Hið íslenzka fornleifafélag, Reykjavík.
-Skírnir, Helgi Þorláksson, 1. jan. 1978, bls. 137-138.
-https://www.visindavefur.is/svar.php?id=70101
-https://www.visindavefur.is/svar.php?id=3887

Flekkuvík

Flekkuvík.

Elliðaárdalur

Í skýrslu um “Sjálfbæran Elliðaárdal – stefna Reykjavíkur – Lokaskýrsla starfshóps 31. ágúst 2016“, er m.a. fjallað um sögu og minjar í dalnum.

Á fundi borgarráðs Reykjavíkurborgar 26. mars 2015 var skipaður starfshópur um sjálfbæran Elliðaárdal. Starfshópurinn fékk það hlutverk að gera tillögur að framtíðarfyrirkomulagi og fjármögnun á umhirðu og rekstri dalsins. Við gerð skýrslunnar var rætt við fulltrúa hagsmunaaðila, hverfisráð og hollvinasamtök sem einnig skiluðu athugasemdum við skýrsluna.
Helstu niðurstöður starfshópsins eru að dalurinn verði áfram eitt af aðalútivistarsvæðum borgarinnar, að fjölbreytilegt lífríki dalsins njóti verndar og að þess verði gætt að Elliðaárnar verði áfram frjósöm laxveiðiá.

Elliðaárdalur

Í Elliðaárdal.

Starfshópurinn telur að jafnvægi þurfi að ríkja á milli útivistarsvæða í dalnum og íbúabyggðar. Þá séu tækifæri til að styrkja vistvænar samgöngur í dalnum.
Starfshópurinn telur að kanna þurfi  vægi og fjölda vegfarenda um svæðið til að sjá hvar áherslum þurfi að breyta eða hvar bæta þurfi aðstöðu fyrir hjólreiðamenn, gangandi vegfarendur eða hestamenn.
Elliðaárdalurinn gegnir veigamiklu hlutverki í markmiðum borgarinnar í loftslagsmálum því dalurinn er með stærri grænum svæðum í borginni. Hlúa þarf að því lífríki sem er finna í dalnum og vakta það.  Fylgjast þarf með fjölda minka og kanína og viðhalda fjölbreyttu fuglalífi.

Elliðaárdalur

Í Elliðaárdal.

Fjöldi tækifæra eru í Elliðaárdalurinn fyrir umhverfismennt, rannsóknir á vistkerfinu og fræðslu og skoða þarf ólíkar leiðir til þess en staðsetning dalsins í miðri borg eykur notkunarmöguleika hans til muna.
Starfshópurinn telur að vernda þurfi mannvirki sem tengjast raforkuframleiðslu og sögu hennar í dalnum en henni hefur verið hætt. Stærsta mannvirkið sem tengist raforkuframleiðslunni er Toppstöðin og leggur starfshópurinn til að annars vegar verði framkvæmd húsakönnun á byggingunni og hins vegar að unnin verði drög að fyrirkomulagi hugmyndasamkeppni um mögulega starfsemi í húsinu. Undanfarin ár hefur verið frumkvöðlasetur í húsinu en ljóst er að ráðast þarf í umfangsmiklar endurbætur á húsinu.

Elliðaárdalur

Í Elliðaárdal.

Það er niðurstaða hópsins að ekki sé þörf á aukinni skógrækt í dalnum og grisjunarþörf sé umtalsverð til að bæta útivistarsvæðið.
Þegar starfshópurinn horfir á aukningu meðal ferðamanna er það mat hans að þó að margir þeirra leggi ferð sína í dalinn sé hlutverk hans fyrst og fremst að vera athvarf og útivistarsvæði fyrir borgarbúa. Aðgerðir sem farið verður í til að bæta innviði dalsins miði að þörfum allra sem dalinn sækja heim.
Borgarbúum er flestum annt um Elliðaárdalinn og því telur starfshópurinn þörf fyrir  lifandi vettvang fyrir samræður og samstarf. Hópurinn leggur því til að borgin haldi utan um reglulega/árlega samráðsfundi um dalinn þar sem allir sem áhuga hafa geta hist og rætt brýn mál.
Elliðaárdalurinn er ein af útivistarperlum Reykjavíkur. Hann nýtur borgarverndar vegna sérstaks náttúrufars og möguleika til útivistar. Þar eru merkilegir sögustaðir og friðlýstar minjar. Lengd hans á milli Elliðavatns og ósa Elliðaánna er u.þ.b. 6 km og breiddin milli hálfur til einn kílómetri. Reykvíkingar fóru gjarnan í lautarferðir þangað á 19. öld, en eftir að bílar komu til sögunnar fór fólk að sækja lengra. Nú er fólk farið að gefa dalnum gaum á ný og nýtur umhverfisins þar sem aldrei fyrr. Jarðfræði dalsins er hægt að lesa í Háubökkum við Elliðavog, þar sem er að finna skýringar á skilti. Meðalrennsli Elliðaánna er 5,5 m³/sek. Áætlað er, að flóðið mikla árið 1968 hafi náð 220 m³/sek. Orkuveita Reykjavíkir (Vatnsveita) sækir vatn sitt að mestu leyti af vatnasviði Elliðaánna, u.þ.b. 0,6 m³/sek. og verður því vatnsmagn Elliðaánna að sama skapi minna.

Elliðaárdalur

Í Elliðaárdal.

Gróður í dalnum er víða mikill, bæði náttúrulegur og ræktaður, a.m.k. 160 tegundir blómplantna. Skógrækt hófst líklega í dalnum upp úr 1920 með gróðursetningu reynitrjáa. Þegar hús og sumarbústaðir fóru að rísa í dalnum, kom til garðrækt. Orkuveita Reykjavíkur (Rafmagnsveita) hóf skógrækt í Árhólmanum upp úr 1950. Helztu varpfuglar í dalnum eru álftir, grágæsir, stokkendur, rauðhöfðaendur, urtendur, straumendur, duggendur, æðarfugl, toppönd, grafönd, hrossagaukar, skógarþrestir, starrar, auðnutittlingar, þúfutittlingar, steindeplar, maríuerlur, hrafnar, himbrimar, o.fl. Alls má telja 59 fuglategundir, en 31 þeirra eru fastir varpfuglar og 18 tegundir eru árvissir gestir.
ElliðaárstöðinElliðaárnar hafa löngum verið meðal beztu laxveiðiáa landsins en þar eru einnig urriði, bleikja, hornsíli og áll. Rústir þófaramyllu og litunarhúsi Innréttinganna má finna á takmörkuðu svæði í Árhólmanum undan bæjarhólnum að Ártúni. Elliðaárvirkjun var tekin í notkun árið 1921.
Rafmagnsveita Reykjavíkur hóf söfnun muna, sem tengjast sögu hennar, árið 1971. Skráning munanna hófst 1988 og þar með skipuleg söfnun.
Rafveitusafnið var formlega stofnað árið 1990 og það er skemmtilegt að heimsækja það í dalnum. Orkuveita Reykjavíkur (Hitaveita) á átta borholur í dalnum.
Á árum síðari heimsstyrjaldarinnar voru fjórir kampar í landi Ártúns, Camp Alabaster (Camp Pershing), Camp Battle, Camp Hickham, Camp Fenton Street og Camp Ártún á Ártúnshöfða. Víðivellir, athafnasvæði hestamanna, er aðallega á tveimur aðskildum svæðum ofarlega í dalnum og þriðja og elzta svæðið er við enda Bústaðavegar. Árbæjarsafnið, sem var opnað árið 1957, er hluti af Elliðaárdalnum.

Búskapur og landbúnaður

Árbær

Árbær.

Elliðaárdalur hefur verið landbúnaðarsvæði um langt skeið en getið er búskapar á bænum Ártúni á 14. öld og Árbæ á 15. öld. Á Árbæ var búskapur í minnst 500 ár. Ummerki um þennan landbúnað eru mjög áberandi enn í dag því tún eru kringum bæjarstæðin sem reyndar gáfu ekki mikið af sér og þótti harðbýlt á báðum bæjum. Dalurinn var lengi vel notaður sem úthagi þar til hann var friðaður fyrir sauðfjár- og hrossabeit á sjöunda áratug tuttugustu aldar. Í Ártúni var gisti- og veitingaþjónusta fyrir ferðafólk um langt skeið, allt fram á 19. öld. Áður en byggðin reis í Árbæjar- og Breiðholtshverfum var mikið um að leigð væru erfðafestulönd í dalnum, einkum norðan Elliðaáa undir Ártúnsholti austur að Selás. Þar reisti fólk sér sumarbústaði og önnur smáhús og eigendur stunduðu garð- og trjáyrkju.
Sumarbústaðabyggðin lagðist niður að mestu á tímabilinu frá 1960-1990 en enn standa nokkur stærri hús sem eru heilsárshús, flest á Ártúnsblettum við Rafstöðvarveg en einnig nokkur í Árbæjar- og Seláshverfum. Eru það elstu húsin á þessum slóðum. Smáhýsi eru einnig í Löngugróf sunnan Árbæjarstíflu nálægt Stekkjarbakka (Árni Hjartarson o.fl., 1998).

Aðrar söguminjar

Elliðaárbrú

Elliðaárbrú 1927.

Elliðaárdalur var í lykilhlutverki í ullarvefnaðariðnaði í Reykjavík 18. öld sem var hluti af starfsemi Innréttinga Skúla Magnússonar landfógeta. Í árhólmanum má sjá ummerki um mannvirkin er þessu tengdust en þar stóðu þófaramylla, litunarhús og sútunarverkstæði. Var vatnskraftur Elliðaánna nýttur við að þæfa og lita ullina. Þjóðleiðin frá Reykjavík lá einnig yfir Elliðaárnar neðarlega í dalnum og má finna ummerki um gömul vegstæði og vöð og var Ártúnsvað fjölfarnasta vaðið (Árni Hjartarson o.fl., 1998). Fyrstu brýr yfir Elliðaárnar voru byggðar 1883 en hafa þær verið endurnýjaðar alloft síðan þá, stækkaðar og styrktar. Í dag eru tvær brýr fyrir bílaumferð, Höfðabakkabrú frá 1981 og Breiðholtsbrautarbrú frá 1993 auk brúar fyrir gangandi, hjólandi og ríðandi til móts við Árbæjarlaug.
Stríðsminjar finnast einnig í dalnum en fimm herkampar voru á túni Ártúns á heimsstyrjaldarárunum síðari og má sjá ummerki um þá í túninu við bæinn. Einn stór kampur, Camp Baldurshagi, var á Víðidalssvæðinu en lítil ummerki eru þar eftir í dag.
Ekkert er minnst á veru Arnesar útilegumanns, veru hans í dalnum og fylgsni hans í Árhólmum.

Raforkuframleiðsla

Elliðaárdalur

Elliðaárrafstöðin.

Rafstöðin við Elliðaár var tekin í notkun sumarið 1921 og var raforkan framleidd með tveimur vélum og flutt eftir háspennuraflínu að aðveitustöð á Skólavörðuholti. Var raforkan fyrst og fremst notuð fyrir lýsingu í Reykjavík. Helstu mannvirki er tengjast raforkuframleiðslunni eru stíflurnar tvær, Árbæjarstífla sem var fullgerð árið 1929 og Elliðavatnsstífla sem var reist á árunum 1924-8 og endurgerð 1978, rafstöðvarhúsið sjálft ásamt fallstokknum sem liggur frá Árbæjarstíflu niður í rafstöðina auk nálægra húsa er tengjast starfseminni. Stærsta byggingin er þó Toppstöðin sem var
vara- og álagsstöð fyrir meginrafstöðina og tók til starfa 1948. Hlutverki hennar lauk á áttunda áratugnum og hýsir húsið nú frumkvöðlasetur. Eftir að pípan í fallstokknum rofnaði árið 2013 hefur
ekki verið virk raforkuframleiðsla í Elliðaárvirkjun (www.or.is)

Skógrækt

Elliðaárdalur

Í Elliðaárdal.

Skógrækt hefur sett mikinn svip á Elliðaárdalssvæðið. Á 30 ára afmæli Rafmagnsveitu Reykjavíkur árið 1951 var hafin skógrækt í Elliðaárhólma og var gróðursett þar árlega til um 1970. Í Sveinbjarnarlundi í Ártúnsholti eru enn eldri grenitré eða frá 1937 sem í dag eru talin hæstu grenitré á Íslandi eða um 20 metra há. Skógræktarfélag Reykjavíkur stundaði einnig skógrækt í Elliðaárdalnum um alllangt skeið í samstarfi við Vinnuskóla Reykjavíkur, t.d. í Breiðholtshvarfi (Árni Hjartarson o.fl., 1998). Mikill vöxtur hefur verið á plöntuðum trjágróðri þar síðustu misseri og víða finnst þéttur skógur og há tré.
Starfsmenn Reykjavíkurborgar sinna nú grisjun í skóginum.

Ísaldaminjar

Elliðaárdalur

Blesaþúfa framundan. Meðfylgjandi texti á á skiltinu vinstra megin á myndinni.

Í Elliðaárdal er nokkuð mikið af setmyndunum jökla frá lokum ísaldar, en henni lauk fyrir um 10 þúsund árum. Þá hófu jöklar að hörfa af Bláfjallahálendinu og Hengilssvæðinu þar sem skriðjökullinn, sem lá yfir Elliðaárdal, átti upptök sín.

Elliðaárdalur

Elliðaá og Blesaþúfa framundan.

Á þessum tíma hafði þykkur jökulísinn myndað mikið farg sem olli því að land þrýstist niður um tugi metra. Þegar jökullinn hörfaði varð sjávarstaða til skamms tíma mun hærri en þekkt er í dag. Við árósa og annars staðar, þar sem mikill framburður lausra efna frá bráðnandi jöklinum hlóðst upp, mynduðust malarhjallar og setfyllur.

Í Elliðaárdal má finna minjar um hærri sjávarstöðu frá ísaldarlokum, sem myndanir tengdar henni og frárennsli bránandi jökuls. Á þessum tíma mynduðust sandfjörur og sandeyrar sem teygðu sig út með Blesugróf og Árbæjarhverfi.
Þessar myndanir sem nefndar eru strandhjallar og óseyrar, benda til að sjávarmál hafi verið um 40 m hærra en nú er. Glöggt dæmi um fornar strandlínur má t.d. finna innan við Ártún. Á þessum tíma voru Elliðaár beljandi jökulfljót, en ekki kyrrlátar kindár eins og nú er.
Blesaþúfa er dæmigerðar leifar af fornri óseyri.

Heimildir:
-https://www.nat.is/travelguide/ahugav_st_ellidaardalur.htm
-Sjálfbær Elliðaárdalur – stefna Reykjavíkur – Lokaskýrsla starfshóps 31. ágúst 2016.

Elliðaárdalur

Skötutjörn.