Helgadalur

Búrfell upp af Hafnarfirði er eldstöð af þeirri gerð sem kallast eldborg. Gígurinn er aðeins einn og rís 180 m y.s., hlaðinn úr gjalli og hraunkleprum. Hraunið frá honum nefnist einu nafni Búrfellshraun en einstakir hlutar þess hafa sérnöfn;

Helgadalur

Helgadalshellar – uppdráttur ÓSÁ.

•Smyrlabúðarhraun
•Gráhelluhraun
•Lækjarbotnahraun
•Urriðakotshraun
•Hafnarfjarðarhraun
•Garðahraun
•Gálgahraun

Þrjár stórar hrauntungur hafa runnið frá Búrfelli til sjávar.
1. Sú stærsta fór niður með Vífilsstaðahlíð og náði í sjó bæði í Hafnarfirði og við Arnarnesvog.
2. Önnur tunga rann í átt að Kaldárbotnum og síðan niður hjá Ásfjalli og í sjó við Hamarinn í Hafnarfirði.
3. Þriðja hrauntungan rann suður fyrir Kaldárbotna og til sjávar í Straumsvík. Hún er nú að mestu hulin yngri hraunum.

Helgadalur

Í Helgadalshellum.

Þegar hraunið rann stóð sjór um 10 m lægra við landið en hann gerir nú. Mörg hverfi í Hafnarfirði og Garðabæ standa á Búrfellshrauni.

Sprungur og misgengi setja svip sinn á landslagið við Búrfell. Þeirra mest er Hjallamisgengið sem nær allt frá Elliðavatni að Kaldá. Við Búrfell eru einnig mikil misgengi og saman myndar þetta misgengja- og sprungukerfi sigdal með stefnu NA-SV sem teygir sig frá Krýsuvík og upp í Úlfarsfell.

Hraunið er talið um 24 km2 að flatarmáli en um þriðjungur þess er hulinn yngri hraunum. Rúmmálið er um 0,5 km3. Það er um 8000 ára og með elstu hraunum sem vitað er um á Heiðmerkursvæðinu.

Hrauntjarnir og -traðir mynduðust í hrauninu meðan á gosi stóð. Þær stærstu nefnast Búrfellsgjá og Selgjá. Þessar gjár eru af allt öðrum toga en gjárnar sem þverskera hraunið í grennd við Hjallamisgengið. Hrauntjarnir mynduðust t.d. í Kringlótturgjá og í Gjánum við Kaldársel, en hraunið, Helgadalshraun / Kaldárhraun, rann úr þeim, bæði neðanjarðar er mynduðu hraunrásir er síðan urðu að hellum líkt og sjá má í Helgadal. Stærstu hrauntraðirnar, auk Búrfellsgjár og Selgjár, eru Lambagjá og Vesturgjá.

Margir hraunhellar, auk hellanna í Helgadal, eru í Búrfellshrauni. Lengstur er Selgjárhellir (Skátahellir) yfir 200 m langur, en þekktastir eru Maríuhellar við veginn upp í Heiðmörk.

Hér má sjá MYNDIR úr Helgadalshellunum.

Helgadalur

Helgadalshellar – uppdráttur ÓSÁ.

Strandarkirkja

“Gizur hvíti gerði það heit í sjávarháska, að hann skyldi þar gera kirkju sem hann næði heill landi; er sagt, hann tæki land á Strönd, og reisti þar kirkju síðan. Eptir þvi ætti að hafa verið kirkja á Strönd frá því í fyrstu kristni hér a landi. En sú er sögn Selvogsmanna, og henni fylgir síra Jón hér í kvæði sinu, að kirkjan hafi verið fyrst sett á Strönd í tíð Árna biskups Þorlákssonar, 1269—1298, og hafi þá verið fyrir kirkja í Nesi í Selvogi. Kirkjan í Nesi varð síðan hálfkirkja og stóð enn 1706. Til er gamall máldagi Neskirkju fra hér um bil 1313 (Dipl. Isl. II, Nr. 209), og hafði Nes þá verið í eigu Erlends sterka. En sögn Selvogsmanna er sú, að Árni héti maður. Hann komst í hafspauð og gerði það heit í sjávarháskanum, að gera þar kirkju, er hann næði landi; tók land farid á Strönd og lét síðan reisa þar kirkju með fulltingi Árna biskups í Skálholti Þorlákssonar. Þaðan segja menn svo það komið, að rekamark Strandarkirkju sé A. Síra Ólafur Ólafsson fríkirkjuprestur, sem var Selvogsprestur 1880—1884, heyrði þá sögn í Selvogi, að Árni sá, er hefði og kirkjuna lét reisa, hafi einmitt verið Árni biskup sjálfur (Staða-Árni), og það fylgdi þeirri sögn, að þegar skip biskupsins var komið úr sævolkinu inn í Selvogssjó, hafi þeir af skipinu séð hvítklæddan mann standa við sjó niðri og bákna þeim til hafnar, og þar náðu þeir landi, Þessi ljósklæddi maður var eingill, og heitir þar síðan Eingilsvik, fyrir neðan Strandarkirkju.

Strandarkirkja

Vígsla örnefna- og minjakort af Selvogi við Strandarkirkju. FERLIR hannaði og gaf skiltið.

Bágt er nú að segja, hver fótur sé fyrir þessum sögnum. Frá hinum elztu öldum landsins eru nú fáar frásagnir til um Selvoginn. Menn vita það, að Þórir haustmyrkur nam þar land, og hafa geymzt munnmælasagnir ýmsar um hann í Selvogi alt fram til vorra daga.1) Síðan finst Selvogsins varla getið svo öldum skiptir. Árið 1220 er þess getið í Sturlungu, að Sunnlendingar gerði „spott mikit at kvæðum þeim”, er Snorri Sturluson hafði ort um Skúla jarl, og hefði snúið þeim afleiðis. Segir þá, að „Þóroddr í Selvági keypti geldingi at manni”, að hann kvæði hæðnivísu um Snorra: Oss lízt illr at kyssa o. s. frv. Er svo að merkja, að Þóroddur sá hafi þá verið nafnkunnur maður og svo sem fyrir Selvogsmönnum, og eptir nafninu mætti ætla, að hann hafi verið af kyni Hjallamanna. Árið 1238 býr Dufgús Þorleifsson á Strönd í Selvogi, og lét Gizur Þorvaldsson þá taka þar upp bú fyrir honum, svo að alt var ólirgt eptir. Ekki verður með vissu sagt, hvort Dufgús hafi þá átt Strönd, eða hvort nokkuð hafi komið saman ættir með honum og þeim, sem síðar áttu Strönd um langa tíma. Elzta „Strendur máldaga”, er nú þekkist, hafa menn heimfært til tíma Árna biskups Þorlákssonar, eða hér um bil 1275. Er það skrá um „hvalamál í Selvogi”, og er Strönd þá svo stórauðug að rekum, að hún togast á við Hjallamenn, Krýsvíkinga og sjálfan Skálholtsstól. Máldagi þessi kennir manni það, að áreiðanleg er sögusögn sú, er síra Jón getur um hér í kvæðinu (15. er.), að garður hafi til forna verið hlaðinn kringum mestan hluta Selyogs. Segir máldaginn svo, að sex vættir hvals eigi hvort land „fyrir garði, en fjórar utan garðs”. En ekki nefnir þessi skrá neina kirkju þá á Strönd. Þó er það nær óhugsandi, að kirkja hafi þá ekki verið komin þar fyrir laungu. Á dögum Árna biskups Þorlákssonar (1269—1298) átti Erlendur lögmaður sterki Ólafsson (d. 1312) Strönd, Nes og sjálfsagt fleiri jarðir í Selvogi. Biskup og hann stóðu mjög öndverðir í staðamálum, og eru lítil líkindi til að Erlendur hafi farið „með fulltingi” Árna biskups að reisa kirkju frá stofni á Strönd, enda má sjá það af vitnisburði Þorbjarnar Högnasonar, út gefnum „á Strönd” 13. maí 1367 1), að kirkja muni hafa verið sett þar fyrir laungu, því að Þorbjörn segist „fyrir sextigi vetra og áður” optsinnis hafa lesið og heyrt lesinn máldaga Strendur kirkju; hafi kirkjan þá verið orðin svo rík, að hún meðal annars átti þrjátigi hundraða í heimalandi (þ. e. hálft heimaland) og „alla veiði í fuglbergi”; en hann segist hafa vitað, að „með ráði Árna biskups” væri keyptar tvær klukkur til kirkjunnar. Þegar Þorbjörn gaf út þenna vitnisburð, þá voru staddir á Strönd Oddgeir biskup, og meðal annara þeir Erlingur Jónsson í Nesi (ef til vill sonarsonur Erlends sterka) og Andrés Sveinsson, síðar hirðstjóri, sem þá hefir átt Herdísarvík, og talinn er sonarsonur Gríms lögmanns Þorsteinssonar, af ætt Hafurbjarnar eða Ingólfs ætt. Ef kirkja hefði verið sett á Strönd af þeim Erlendi sterka og Staða-Árna, hefði þess án alls efa verið getið í sögu Árna biskup3), nema það hefði þá verið gert þau ár, sem söguna þrýtur. Vera má, að kirkja hafi, eins og munnmælin segja, verið sett fyrri í Nesi en á Strönd, og að þar hafi verið höfuðkirkjan fram á öndverða 14. öld. Þar er Erlendur sterki grafinn.

Strandarkirkja

Strandarkirkja á 19. öld.

Fornbréfasafn III, Nr. 180, inn þar, en ekki á Strönd.1) En 1397, í tíð Vilchins biskups, er Strandarkirkja orðin uiklu rikari en Nesskirkja. Þá hafði á undan Erlingi búið leingi í Nesi bóndi sá, er Árni hét, líklega nálægt 1330—1360, og mun hann hafa verið tengdur eða skyldur oett Erlends sterka. Sögusögnin um, að kirkja hafi verið sett í öndverðu á Strönd fyrir áheit einhvers í hafsvolki er ekki ósennileg.
Strandarsund, sem er suður og austur af kirkjunni, hefir sjálfsagt frá ómunatíð, alt þar til að það tók að fylla af sandi á síðari öldum, verið einhver öruggasta lendingarhöfn fyrir öllu Suðurlandi. Segja kunnugir menn, að enn sé opt kyrt a Strandarsundi, þó að allur Selvogssjór sé í einni veltu. Er það gamalt mál, að aldrei berist skipi á á Strandarsundi „rétt förnu”. Var annað sundmerkið varða uppi í heiðinni, sem enn er þekkjanleg, en hitt sundmerkið var niðri við sundið; lýndist það, og var sundið því lítt tíðkað leingi á síðari tímum, að leiðarmerkið var ókunnugt. En á þeim árum, sem síra Ólafur Ólafsson var prestur í Selvogi, eða sem næst 1882—1884, sópaði veltubrim eitt sinn mjög sandi þar úr vörunum, og komu þá fram grjótundirstöður þar við sundið, og töldu menn þá víst, að það væru grunnstæðurnar að sundmerkinu gamla.
Ýmsar sagnir hafa geingið um sundið. Sögðu sumir, að jafnan væri lag á Strandarsundi á nóni dags. Tólfæringur mikill, er Skúta hét, fylgdi Strönd á dögum Erlends lögmanns og fram til 1632. Sagt var, að Skúta hefði altaf lag ú Strandarsundi. Þó fórst hún að lokum, enda var henni þá á sjó hrundið í nafni andskotans. Strönd í Selvogi var um langan aldur stórbýli og höfðingjasetur. Þar var sjóargagn mikið og landkostir góðir. Var jörðin eitt af böluðbólum sömu höfðingjaættarinnar í 400 ár: alt frá því fyrir og um 1300 og fram undir 1700. Má því fara nokkuð nærri um það, hverir búið hafi á Strönd svo öldum skiptir, en það eru afkomendur Erlends lögmanns hins sterka Ólafssonur. Hann hefir átt bæði Strönd og Nes í Selvogi og líklega haft bú á báðum þeim jörðum. 1290 bjó Erlendur á Ferjubakka 9). Erlendur andaðist 1312, og er annaðhvort grafinn á Strönd eða í Nesi. Synir Erlends voru að vísu tveir, sem kunnir eru, báðir höfðingsmenn, Haukur lögmaður og Jón Erlendsson á Ferjubakka. Á lögmenskuárum sínum 1294—1299 hefir Haukur líklega búið á Strönd, og eins á árunum 1306—1308, er hann hafði völd um Suðurnes 3). Haukur fór síðan alfari til Noregs, og gerðist Gulaþingslögmaður, og andaðist þar 1334. Sonur Jóns Evlendssonar á Ferjubakka var Flosi officialis Jónsson prestur á Stað á Ölduhrygg, er kemur við bréf frá því 1350—1368. Synir hnns voru þeir Þórður Flosason og Vigfús Flosason, báðir miklir menn fyrir sér. Af Þórði er komin Leppsælt, fjölmenn og merkileg. Vigfús bjó í Krossholti (enn á lífi 1894) og átti Oddnýju dóttur Ketils hirðstjóra Þorlákssonar, og fékk með henni Kolbeinsstaðaeignir. Af þeim Vigfúsi og Oddnýju er komin Kolbeinsstaðaættin síðari. Var þeirra sonur Narfi faðir Ketils prests (1437-1440) og Erlendss í Teigi (1439-1458) föður Erlends sýslumanns. Annan son Jóns á Ferjubakka telja ættfræðingar Vigfús Jónsson hirðstjóra, er lézt 1371; telja menn, að Vigfús ætti dóttur Ívars Hólms Jónssonar (1284—1312) hirðstjóra 4).

Strandarkirkja

Strandarkirkja 1900.

Ívar Jónsson mun hafa átt Brautarholt og búið þar með kvonfangi þessu hefir Vigfús því feingið Brautarholts eignir, en óðalborinn var hann til Strendur. Hann hefir verið gamall, þegar hann varð hirðstjóri (1371), og varla fæddur síður en c. 1305. Mun hann bæði hafa haft bú á Strönd og í Brautarholti. Sonur hans hefir heitið Ívar Vigfússon Hólmur, er hirðstjóri var á árunum 1352—1371, og þau ár mun hann hafa búið á Strönd. Getur Vilchinsmáldogi þess, að hann („Ívar hóndi”) gerði Strandarkirkju silfurkaleik „og kostaði á sína peninga gerð og gylling” , og sá kaleikur fylgi kirkjunni enn. Ívar lézt í Noregi 1371, sama ár og faðir hans. Kona hans var Margrét Özurardóttir. Hún var enn á lífi 1422, og hefir hún verið miklu yngri en Ívar, sem varla er fæddur miklu síðar en 1325. Mun hún síðan hafa haft búnað á Strönd og í Brautarholti og víðar með Sundum, þar til Vigfús Ívarsson Hólmur, sonur þeirra, var vaxinn. Vigfús gerðist hér hirðstjóri 1390, og lézt nálægt 1419. Strönd var eitt af höfuðbólum hans. Bú hafði hann og í Brautarholti og á Hofi á Kjalarnesi, og voru þær jarðir þó öðrum til erfða fallnar í plágunni 1402—14031). Kona hans var Guðríður Ingimundardóttir, Oþyrmissonar, af Rogalandi. Áttu þau fjölda harna. Einn sonur þeirra hét Erlendur; annar var Ívar, er inni brann, en dóttir þeirra var Margrét, er giptist Þorvarði Loptssyni á Möðruvöllum 1436. Með henni fékk Þorvarður Strönd, þótt sérstaklega sé til nefndar Hlíðarendaeignir, er Margrét leggi til hjónalagsins. Á Strönd hafði Þorvarður síðan eitt af stórbúum sínum; hin voru á Möðruvöllum, Hlíðarenda og Eiðum 8). Eptir dauða Þorvarðs 1446 hélt Margrét uppi sömu búrisnu og höfðingsskap og áður, og dreifði ekki eignum sínnm, þar til börn hennar komust upp. 1460 gipti Margrét Guðríði dóttur sína Erlendi Erlendssyni, Narfasonar, Vigfússonar, Flosasonar, og sameinaðist Erlendsættin þar aptur, og kom þar saman mikið fé. Erlendi fylgdu Kolbeinsstaðaeignir og Teigseignir í Fljótshlíð, en Guðríði Hlíðarendaeignir og Strönd með öðrum jörðum i Selvogi og með Sundum. Erlendur gerðist síðar sýslumaður í Rangárþingi, og hafa þau Guðríður haft bú á öllum þessum höfuðbólum. Árið 1495 um veturinn 3. marts eru þau bæði á Strönd í Selvogi, og hafa þá búið þar og haft þar vetursetu. Það ár hverfa þau úr sögunni bæði, og hafa þau dáið þá (1495) úr drepsóttinni, líklega á Strönd og liggja í Strandarkirkjugarði. Eptir þau hefir Þorvarður lögmaður sonur þeirra búið á Strönd. Að vísu býr hann þar árin 1500—1507. Hann var giptur Margréti Jónsdóttur, systur Stefáns biskups. Er sagt, að „þessi hústrú Margrét” hafi haft Herdísarvík frá Strandarkirkju og gefið Krýsivíkurkirkju. Margrét varð ekki gömul, og er dáin ekki síðar en 1507,3) því að 3. sept. 1508 er stofnaður kaupmáli Þorvarðs lögmanns og Kristínar Gottskálksdóttur. Telur lögmaður sér þá til konumundar Strönd í Selvogi 100 hundraða, Nes 60 hundraða og Bjarnastaði 40 hundraða. Þorvarður lögmaður lézt í Noregi 1513. Þá hefir Erlendur sonur hans og Margrétar enn ekki verið fullveðja, en hann fékk eptir föður sinn bæði hin gömlu ættarhöfuðból Kolbeinsstaði og Strönd með fleirum fasteignum. Erlendur varð lögmaður sunnan og austan 1521, og hafði hann síðan bú bæði á Strönd og Kolbeinsstöðum, en eptir 1523 5) mun hann leingstum hafa setið á Strönd. Hafa geingið miklar sagnir um það, hve stórfeldur hafi þá verið búskapur hans á Strönd, bæði til lands og lár; var hann fjáraflamaður mikill og hið mesta afarmenni, einkum við öl, og sást þá lítt fyrir, en annars þótti hann vitsmunamaður hinn mesti, og sigldi kænlega milli skers og báru yfir brimsjó siðaskiptanna. Hinn 13. marts 1552 gaf konungur út erindisbréf handa Páli Hvítfeld hirðstjóra sínum hér á landi, þar sem hann meðal annars skipar hann yfir öll góz konungs hér, leggur fyrir bann að hegna banamönnum Kristjáns skrifara, og gefur honum vald til að setja af bæði lögmenn, lögréttumenn og sýslumenn, ef þeir sé konungi ótrúir eða athugaverðir á annan hátt. Og jafnframt skipaði konungur Páli Hvítfeld um leið að umboðsmanni með sama valdi hér á landi

Strandarkirkja

Strandarkirkja 1940.

Eggert Hannesson, einhvern mesta fjárdráttar og ásælnismann, svo að hann þótti jafnvel vera ráðbani manna til fjár. Sama ár (1552) á Alþingi dæmdi Eggert sem konungsfógeti um banamenn Kristjáns skrifara, og setti þá af báða gömlu lögmennina, Orm Sturluson, norðan og vestan, og Erlend á Strönd, sunnan og austan. Orm setti hann af fyrir skuldir við konung, og setti í hans stað gamlan félaga sinn Odd Gottskálksson. Hjá Ormi var til einskis fjár að slægjast. Öðru máli var að gegna um Erlend lögmann; hann var maður stórríkur, og þar var í krás að komast. Á Erlend kærði Eggert ýmsar stórfeldar sakir, er hann þótti hafa orðið offara um og ekki bætt; dæmdi hann af Erlendi embætti og alt fé hans fallið undir konung, en það var sama sem undir Eggert sjálfan. Síðan setti hann sjálfan sig í sæti hans og embætti sem lögmaður sunnan og austan, en þá mun þingheimur víst helzt hafa viljað fá Pál Vigfússon á Hlíðarenda, ef þeir hefði mátt ráða; hann var bræðrungur við Erlend lögmann og ágætur maður. Eggert sat nú í nafni konungs í gózum Erlends lögmanns næstu árin, og er ekki að sjá, að Erlendur hafi treyst sér til að hreyfa neitt við því að rétta hluta sinn fyrri en eptir 1556. Þá drukknaði Oddur lögmaður Gottskálksson, og notaði Eggert þá tækifærið til þess að koma sér úr suður og austur lögdæminu og norður og vestur umdæmið, enda var þá fógetavöldum hans lokið yfir landinu fyrir tveim árum (1554). Þá var kosinn lögmaður sunnan og austan Páll Vigfússon, og þá fór Erlendur að hafa sig á kreik að rétta úr málum sínum. Sigldi hann þá skömmu síðar (1557) og fékk Páll lögmaður frændi hans honum þá 100 dali til ferðarinnar, því að alt fé Erlends var þá í klóm fógetans, þó að bú hans stæði. Fluttist þá Þorleifur Grímsson af Möðruvöllum suður að Strönd að sjá þar um búið, því að óvíst þótti þá um apturkomu Erlends. Þar andaðist Þorleifur snemma sumars 1559, og er hann grafinn á Strönd. Hið sama vor reið Grímur sonur hans, er giptur var Guðbjörgu dóttur Erlends lögmanns, frá Möðruvöllum og suður til Strandar. En þegar hann reið upp úr Hólminum, fældist hestur með hann „í Víkurholtum”, svo að hann féll af baki og beið bana af. Var hann fluttur til Strandar og grafinn þar. 1) En Erlendur lögmaður, sem sjálfsagt hefir haft með sér bréf frá Páli lögmanni frænda sínum, og líklega haft þáverandi hirðstjóra Knút Steinsson og fógeta hans Pál Stígsson sér ekki óvinveitta, afrekaði það í utanförinni, að konungur leyfði honum 27. janúar 1558 að leysa út alt fé sitt með 500 dölum, og með þá úrlausn kom hann út.  Í þessa útlausn seldi Jón Marteinsson og Guðbjörg dóttir Erlends — eptir dauða hans — Kolbeinsstaði, hið margra aldagamla ættarhöfuðból Erlendunga. Hefir þeim þá þótt minna fyrir því að láta það heldur en Strönd; þótt Strönd gagnsamari til lands og sjávar. Voru þá enn miklar eignir eptir Erlend, bæði Strönd og Selvogsjarðir, Sundajarðir og fleiri. Bjó Erlendur á Strönd við alsnægtir til dauðadags 1575, og er hann grafinn á Strönd, Er hann stórgerðasti maðurinn, sem þar hefir búið; var hann alt í senn yfirgangsmaður, ofstopamaður, vitur maður og þjóðrækinn maður; barði harðlega á útlendingum, þegar svo bar undir, og var þeim ekki altaf heldur mjúkur í dómum.  Þó segja sumir, að þeir feðgar séu báðir grafnir í Reykjavík (Ísl. söguþættir Þjóðólfs I, 1901, bls. 19—20), en það er ekki mjög líklegt.2) Ekki laungu eptir það, að Eggert fór að ásækja Erlend — því að úr Eggert mun það alt hafa verið, þótt Hvítfeld væri talinn fyrir — fóku að rísa brattir brekar að höfði Eggerts sjálfs, sem ekki var minni yfirgangsmaður en Erlendur. Árni Gíslason, sem var náteingdur Erlendungum, lék hann svo í málum þeirra, að Eggert bar mjög fyrir honum lægra hluta 1560. Einkaerfingi að auð Daða i Snóksdal var Hannes Björnsson bróðursonur Eggerts; var Eggert fjárhaldsmaður hans. En þegar Daði lézt 1563, var einhver búinn að kenna Páli hirðstjóra Stígssyni það, að alt fé Daða væri réttfallið undir konung fyrir ýmsar offarir Daða ; fékk þá Eggert sömu hremminguna, sem hann hafði látið Erlend fá, og varð hann að leysa arfinn út við konung, eins og hann, einmitt með 500 dölum. Ormur Sturluson var Eggerts líka allvel minnugir, og hratt honum úr lögmannsembætti 1568, og náði Eggert aldrei jöfnum virðingum eptir það, en auð hafði hann nógan.

Strandarkirkja

Strandarkirkja 1994.

Eptir lát Gríms Þorleifssonar giptist Guðbjörg Erlendsdóttir Jóni sýslumanni Marteinssyni (1561); bjuggu þau framan af á eignum Guðbjargar í Eyjafirði, en eptir dauða Erlends lögmanns 1575 fluttu þau sig suður að Strönd, og hafa þau búið þar á meðan Guðbjörg lifði, en Einar Grímsson, sonur Gríms Þorleifssonar og Guðbjargar, mun hafa búið að eignum sínum í Eyjafirði. En dóttir hennar og Jóns Marteinssonar var Solveig kona Hákonar sýslumanns Björnssonar í Nesi, og er komin mikil ætt af Guðbjörgu.
— Árið 1576, næsta ár eptir dauða Erlends lögmanns, gekk Alþingisdómur á milli Páls Eyjólfssonar á Hjalla og Jóns Marteinssonar um reka Hjallakirkju og Strandarkirkju. En 1594 andaðist bæði Guðbjörg og Einar Grímsson sonur hennar, og árið eptir, 15952), er Jóni Marteinssyni gert að skyldu að svara innstæðu Strandarkirkju, er skuli vera 22 hundruð í fríðum peningum, og er það ítrekað á Alþingi aptur 15982) Svo er að sjá sem losnað muni hafa um ábúð Jóns Marteinssonar á Strönd úr þessu, og á Alþingi 1596 eru „þeim unga manni” Grími Einarssyni 3) dæmd 45 hundruð í Strönd til erfða eptir Guðbjörgu ömmu sína, en Solveigu Jónsdóttur 15 hundruð eptir Guðbjörgu móður sína. En Magnús Hjaltason í Teigi hafði þá umboð Gríms. Þegar aldur færðist yfir Grím Einarsson fékk hann forráð Strandar og Strandareigna. Ættfræðingar segja, að hann hafi búið i Teigi í Fljótshlíð, en það kemur illa heim við það, að Grímur er lögréttumaður í Árnesþingi 1632—1640, og þau ár mun hann hafa búið á Strönd. Árið 1642, hinn 6. ágúst, er Grímur enn í fyrirsvari um Strandarkirkju að þrem fjórðungum, en að fjórðungi Hákon Björnsson og Sigurður Hákonarson. Segir Grímr þá, að hann hafi ekki „uppborið kirkjutíundirnar á Strönd, „heldur þeir, sem á hefðu búið. Bendir það á, að hann hafi þá ekki búið á Strönd. 1646, hinn 15. ágúst, er Grímur dáinn, því að þá er hann nefndur „Grímur sálugi Einarsson”. Eru þá í svörum fyrir Strandarkirkju Indriði Jónsson og Vigfús Jónsson. lndriði var merkur maður og bjó í Eimu í Selvogi; hann var góður skrifari og smiður, og lögréttumaður var hann í Árnesþingi 1616 — 1649. Vigfús bjó á Bjarnastöðum og var einnig lögréttumaður í Árnesþingi, að vísu 1632—1640. Sonur Gríms Einarssonar og Katrínar Ingimundardóttur hét Ingimundur, og hefir hann verið fæddur nálægt 1610—1615 Hann erfði 45 hndr. í Strönd, og er farinn að búa þar 1652, og býr þar enn 1670. Skömmu síðar mun hann hafa dáið. Hann var allra manna frástur á fæti, og hljóp uppi tóur; var því kallaður Tóu-Mundi. Hann var lögréttumaður í Árnesþingi, að vísu 1656 — 1668. Kona hans var Þórelfur Vigfúsdóttir, dóttir Vigfúsar lögréttumanns á Bjarnastöðum, og bjó hún á Strönd eptir Ingimund andaðan, og þar er hún 1681 og enn 1683, en dáin virðist hún vera 1687 því að hinn 2. okt. það ár stendur sá „sæmdarsveinn” Vigfús Ingimundarson, sonur hennar, Þórði biskupi reikning Strandarkirkju, og mun hann hafa búið á Strönd þar til hún fór í eyði. 1) Meðan stórhöfðingjar bjuggu á Strönd og sveitin var í blóma, mun þar jafnan hafa verið einbýli. En þó að sveitin væri gagnsöm í þá daga, gat þar samt orðið hart á barið stundum, því að svo segja annálar, að árið 1314 hafi orðið svo mikið mannfall syðra „í sult” „af fátæku fólki”, að þrjú hundruð líka komu þá til Strandarkirkju í Selvogi. Mart af því hefir þó sjálfsagt verið reikunarfólk, sem leitað hefir til sjáarins. Eptir dauða Erlends lögmanns (1575) og að vísu eptir lát Guðbjargar Erlendsdóttur (1594), sem var kvenskörungur, mun jafnan hafa verið fleiri en einn ábúandi á Strönd.
Frá Ingimundi og Þórelfi eru komnar merkar ættir. Meðal barna þeirra var séra Grímur er prestur varð í Selvogi 1673; varð ekki gamall, lézt 1676; Jón sonur þeirra bjó í Herdísarvík (1681), og Magnús Ingimundarson (f. 1640) bjó í Stakkavík 1681—1706. Ingibjörg dóttir þeirra átti Gunnar lögréttumann Filippusson í Bolholti og er þaðan mikið kyn — Strandarkirkja á enn menjagrip frá Ingimundi; er það klukka. Á henni stendur : -Engemunder Grímsson 1646″.

Strandarkirkja

Í Strandarkirkju.

Um Strandarkirkju sjálfa og áheit til hennar verða frásagnirnar nokkuð slitnar á hinum fyrri öldum. Þó má sjá, að áheit á kirkjuna hafa tíðkazt mjög snemma. Er það sérstaklega tekið fram í Vilchinsmáldaga 1397, að Halla Jónsdóttir hafi gefið kirkjunni „tvö hundruð og fimm aura fyrir skreiðartíund, sérdeilis fyrir heitfiska, svo margir sem þeir verða”. Er þá og getið um bænhús í Herdísarvík.
Ekki verður rakið um áheit eða gjafir til kirkjunnar fyrri en um daga síra Jóns Vestmanns, sjálfsagt af því, að það hefir ekki verið bókfest, því að á ýmsu má sjá, að nógur átrúnaður hefir á kirkjunni verið, að minsta kosti á 18. öld. Getið er þess í annálum, að Ketill kurt hafi 1338 vegið mann einn, er Jón hét; siðan hafi Ketill komizt í kirkju á Strönd í Selvogi, „og gerði þar óspektir, og var fyrir því tekinn úr kirkjunni, og hálshöggvinn”.
Elzta lýsing á kirkjunni, sem nú er til, er frá dögum Odds biskups, eptir að Grímur Einarsson hafði látið byggja hana upp 1624. Er sú lýsing svona:-) „Kirkjan nýsmíðuð: fimm bitar ú lopti að auk stafnbitanna, kórinn alþiljaður, lasinn prédikunarstóll; öll óþiljuð undir bitann, bæði í kórnum og framkirkjunni, einnig fyrir altarinu, utan bjórþilið. Þar fyrir utan blýþak ofan yfir bjórþilið, og ofan á öllum kórnum er sagt sé blýleingja hvorumegin og ein ofan yfir mænirnum, líka svo á framkirkjunni.
Í vísitazíu Brynjólfs biskups 6. ág. 1642 er sagt, að þessi kirkja sé „bygð fyrir 18 árum, vij stafgólf að leingd, með súð, þiljuð bak og fyrir”. Þá er og getið um „það blý, sem hún skal hafa áður með þakin verið”. Stóð þessi kirkja fram til 1670, því að í vísitaziu Brynjólfs biskups 22 sept. það ár er kirkjan sögð nýbygð. Þá er og svo fyrirmælt, að það gamla blý „skuli ganga kirkjunni til hlífðar, hvað annars liggur hér aldeilis ónýtt”. Þá er og í fyrsta sinn þe3s getið (1670), að land sé tekið að rjúfa á Strönd, og er þá „tilsagt sóknarmönnum að halda vel uppi kirkjugarði, eptir skyldu sinni, eptir því, sem saman kemur, að kirkjan verjist fyrir sandfjúki.”
Á árunum 1650—1652 hafði síra Jón Daðason í Arnarbæli feingið í sitt fyrirsvar þann fjórðung Strandarlands (15 hdr.), sem Sigurður Hákonarson átti; hafði Sigurður og Ingibjörg Einarsdóttir kona hans gefið þann hluta landsins Solveigu dóttur síra Jóns og Katrínu Kortsdóttur konu hans1). — Gerðist síra Jón þá, eins og hann var vanur, eptirgangssamur um eignagögnin. Hinn 15. júní 1659 að Nesi í Selvogi fékk hann Torfa sýslumann Erlendsson til að láta ganga dóm um fuglveiði og eggver Strandarkirkju „í og fyrir Strandarbergi, sem liggur fyrir Krýsivíkurlandi,” og ber síra Jón þá fram vitnisburði um 40 ára hefð kirkjunnar fyrir berginu. Um reka kirkjunnar hefir á þeim árum ekki heldur verið alveg örugt, því að hinn 10. janúar 1669 „að Strandarkirkju, í Selvogi” gefa Selvogsmenn út, án efa að tilhlutun síra Jóns Daðasonar og Ingimundar Grimssonar, vitnisburð, „um það Strandarkirkju rekaítak í millum Selstaða og Hellis, hvert greint takmark haldið hefur verið átölulaust í allan máta frá Seljarnefi og hraunsþúfum undan Herdísarvíkurseli og í Breiðabás fyrir austan Herdísarvík að þeim hellir, sem máldaginn tilnefnir,” en hval hafði rekið þar haustið áður, 1668, og fjörumaður Sigmundur Jónssonar í Herdísarvík fundið hann. Skrifa þar 16 manns „undir með eigin höndum, sem skrifa kunnum, en hinir, sem ekki skrifa, staðfestu með alminnilegu lófaklappi.” Mann furðar næstum á hvo margir hafa verið skrifandi, en þessir skrifa undir: Jón Þorkelsson (á Bjarnastöðum), Björn Þorvaldsson (í Þorkelsgerði), Vernharður Jörinsson, Jón Kolbeinsson (í Eimu), Gunnar Árnason, Árni Jónsson (á Strönd) Gísli Ásbjarnarson (í Nesi), Gísli Vigfússon (á Strönd), Eyjólfur Þorgeirsson (í Nesi), Jón Jónsson (í Nesi), Jón Nikulásson, Hróbjartur Ólafsson (í Vindási), Bjarni Hreiðarsson, Jón Jónsson (líkl. á Bjarnastöðum), Hafliði Jónsson (í Nesi). Jón Indriðason (í Eimu) Segjast þeir muna „frá ómagaaldri”, þessir yfir 40 ár: Jón Þorkelsson. Eyjólfur Þorgeirsson, Jón Nikulásson, Jón Arnason1), Jón Jónsson2) „en allmargir, sem glögglega til muna. yfir 30 4r, einkum þessir”: Jón Indriðason, Björn „Þorvarðison,” Jón Jónsson, Árni Jónsson, Jón Ingvarsson, Vernharður Jónsson. Hafliði Jónsson, Bjarni Hreiðarsson, Gísli Ásbjarnnrson og Gunnar Arnasona).

Strandarkirkja

Strandarkirkja – altaristaflan.

Eptir að jörð tók að blása upp i Selvogi um 1670 má sjá að jarðarspjöllin hafa geingið þar mjög ört fram, einkum yfir Strandarland. Á árabilinu 1677—1680 voru 7 ábúendur á Strönd 1), en 1681 eru þeir ekki orðnir nema 5: Þórelfur Vigfúsdóttir, ekkja Ingimundar Gímssonar, Árni Jónsson. Gísli Vigfússon bróðir Þórelfar, Árni Magnússon og Gísli Erlendsson. En 1696, 15 árum seinna, legst Strönd sjálf, þetta gamla stórbýli, algerlega í eyði og bygð fellur þar af. Er svo sagt um Strönd í jarðabók Árna og Páls 1706: „fyrir 10 árum í auðn komin heimajörðin sjálf,” en Sigurðarhús, forn hjáleigu frá Strönd, er þá komin í staðinn, og metin 21 hundrað af dýrleika; hokra þá tveir menn á hjáleigunni: Guðmundur Þórarinsson (f, 1666, og María Egilsdóttir (f. 1667). – 1735 er þar 1 ábúandi, en 1762 er þar eingin ábúð og alt í eyði.
En alt stóð kirkjun á Strönd þetta af sér, og sat þar ein eptir á sandinum. Á sjálfum sandfjúksárunum geta vísitaziurnar ekkert um, að sandfokið komi neitt kirkjunni við. En um „gamla blýið”, seru fylgdi kirkjunni, fer Þórður biskup þeim orðum 29. Ág. 1679, að hentugast sé að kaupa fyrir það silfurkaleik, og sé þá eptir af þvi „1 vætt og nær hálfur fjórðungur”. Í vísitaziu sinni 19. ágúst 1703 skipar Jón biskup Vidalín einnig að krefja inn blýverðið, en ekki getur hann sandfoks.
Hins vegar skipar bann að byggja upp kirkjuna sem komin sé að falli. Sýnist kirkjan þá hafa verið bygð upp í 5 eða 6 stafgólum. Í vísitaziu Jóns biskups Árnasonar 8. Maí 1723 er kirkjuhöldurunum skipað enn að gera grein fyrir andvirði blýsins. Í vísitazíu sama biskups 12. júní 1730 er sagt, að kirkjan leki og fjúki inn um þakið á vetrardag. Voru fyrirsvarsmenn kirkjunnar þá margir: Magnús Einarsson, Egill og Grímur Eyjólfssynir á Þórkötlustöðum, og að nokkru leyti Jón sýslumaður Ísleifsson.
Hinn 4. Sept. 1735 skipar Jón biskup Árnason kirkjuhöldurunum að byggja kirkjuna upp þá þegar um haustið, og var það gert. Var þá Magnús Einarsson aðalmaðurinn í fyrirsvari um kirkjuna. Vísiterar Jón biskup hana svo vorið eptir hinn 15. júní 1736, og lýsir hann nýbygðu kirkjunni, sem var 6 stafgólf, þá svo : „Kirkjan er uppbygð á næstliðnu hausti, mestan part af nýjum og sterkum viðum, svo hún er nú bæði að veggjum væn og vel standandi; að því leyti betur á sig komin en hún hefir nokkurn tíma áður verið, að svo er um hana búið að utanverðu, að sandurinn geingur ekki inn í hana; hennar grundvöllur hefir og so verið mikið hækkaður, að hún verst langtum betur en áður fyrir sandinum að utanverðu. Tvö krísholt eru framan fyrir kirkjunni, önnnur tvö á baka til, þriðju til hliða”.
Annaðhvort þetta ár eða hin næstu eptirfarandi hefir Jón biskup Árnason sjálfur keypt Strönd, og að vísu sýnist hann vera orðinn eigandi hennar 23 sept. 1738 eða fyrr. Á þeim árum mun ekki hafa verið björgulegt í Selvogi. Árið 1735 voru 2 búendur í Nesi, en höfðu verið 8 árið 1681; orðnir eru þó búendur þar 4 árið 1762, en þá er Strönd aleydd.
Með gjafabréfi 15. júlí 1749 gerði Guðrún Einarsdóttir (f. 1665, d. 20 okt. 1752), ekkja Jóns biskups Árnasonar, samkvæmt testamentisbréfi sínu frá 18. sept. 1747, Strönd “að æfinlegu beneficio” Selvogsprestum til uppheldis, og jörðin „reiknast nú, þó í eyði sé, vegna síns vittluftuga haglendis, rekavonar, eggvers, veiðiskapar og annara herlegheita 20 hundruð”.
– Annað ár eptir, 8. júní 1751, vísiterar Ólafur biskup Gíslason Strandarkirkju; er þar þá sama kirkjan, sem bygð var fyrir 15 árum (1735). Segir biskup hana þá stæðilega að veggjum, en hins vegar sé „súðin og grindin víða fúin”. Síðan bætir biskup við : „Húsið stendur hér á eyðisandi, svo hér er mikið bágt að fremja guðsþjónustugerð í stormum og stórviðrum; er því mikið nauðsynlegt, hún sé flutt í annan hentugri stað”.
1749 hinn 6. júní afhenti síra Þórður Eíriksson, sem þá hafði verið leingi prestur Selvogsmanna, prestakall og kirkjuna í hendur ungum presti, síra Einari Jónssyni, sem feingið hafði veiting fyrir Selvogsþingum. Síra Einar var ekki leingi að hugsa sig um að nota sér þessi orð biskups og láta ekki hjá líða tækifærið til þess að koma kirkjunni heim til sín að Vogsósum Þar voru hægust heimatökin fyrir hann, Ritar hann þá þegar á Alþingi 13. júlí samsumars bæði Pingel amtmanni og Ólafi biskupi átakanlega lýsingu á kirkjunni og kirkjustaðnum, og tillögu um að flytja kirkjuna heim að Vogsósum, og fær sama dag uppáskript prófastsins, síra Illuga Jónssonar, á bréf sitt, þar sem prófastur geldur samþykki við öllu saman. Biskup hefir þó ekki flýtt sér að gefa úrskurð hér upp á, og dregið það fram yfir veturnælur. En 3. nóv. 1751 skipar hann svo fyrir, að flytja skuli kirkjuna að Vogsósum, og skuli bygging hennar þar framkvæmd og fullgerð á næstu tveimur árum (1752—1753). Skýra skjölin sjálf bezt frá þessu efni, og hljóða svona: “Umkvörtun síra Einars um Strandarkirkiu í Selvogi.
Veleðle og velbyrdige herra amtmann yfir Íslandi herra Jóhann Christian Pingel!

Strandarkirkja

Strandarkirkja – kristsmynd.

Veleðle háehruverðugi og hálærði herra superintendent yfir Skálholtsstipti herra Ólafur Gíslason! Hér með innfellur mín nauðsynjafull umkvörtun út af skaðlegu ásigkomulagi Strendurkirkju i Selvogi, og þar af rísandi margföldum óhentugleikum, sem eptir fylgir: Hún stendur fjarlægt bæjum á eyðisandi undir einu timburþaki, hver sandur, sem í stórviðrum fýkur að kirkjunni af öllum áttum, aungvu minna foreyðir og fordjarfar bik kirkjunnar, viði og veggi en vatns ágangur, því það fer dagvaxandi, sérdeilis á vetrartíma í snjófjúkum, að sandfannirnar leggjast upp á veggina því nær miðja. Súð kirkjunnar verður ei heldur svo vel troðin með sillum og gættum, þó optlega gert sé, að sandurinn rifi það ekki burt aptur; fýkur hann svo inn í kirkjuna og feyir stafina að neðan og jafnvel súðina að innan, svo eg tel mér ómögulegt, kirkjunni fjarlægum, hana að vakta, verja og viðhalda fyrir þessum ágangi. Hún er og upp bygð seinast fyrir 16 árum, en nú eru mörg tré í henni fúin og fordjörfuð; hefur þó verið árlega bikuð, leitast við að verja hana fyrir skemdum og reparera, bæði af prestinum síra Þórði og mér, síðan eg við henni tók, svo sem fleirum er um kunnugt. Eins fordjarfar sandurinn læsing, saum og hurðarjárn kirkjunnar, svo það er stór þungi bennar utensilia og ornamenla að ábyrgjast og hirðing að veita á eyðiplássi. Tilmeð er skaðvænleg hætta, helzt á vetrartíma, í þessari kirkju að forrétta kennimannlegt embætti, einkanlega það báverðuga sacramentum (sein ekki má undan fellast), þá stórviðri upp á falla, meðan það er framflutt. Fólkið teppist í kirkjunni, ásamt presturinum, sem og ekki kann að halda þar besli sínum skýlislausnm, nær svo fellur, hvar fyrir, þá veðurlegt er á sunnu- eður helgidagsmorgni, ei vogar alt fólk til kirkjunnar að fara, helzt heilsulint og gamalt fólk, ekki heldur ungdómurinn, sem uppfræðast skal í catechisationinni og öðrum guðs orða lærdómi. Hér fyrir innfellur mín allra innilegasta og auðmjúkasta begiæring til yðar hárespeclive herradóms, að þér vilduð þessar mínar hérgreindar umkvartanir álíta, og, ef ske mætti, tilhlutast og leyfi gefa, að nefnd kirkja flytjast ætti á einn óhultan og hentugri stað, hvar til eg með stærstu submission nefni kirkjunnar jörð Vogshús, og bið auðmjúklega, mínir hágunstugu herrar, hér uppá skriflega resolverað. – Þingvöllum d. 13.  þeirra julij 1751. Forblífandi með æstime skyldugur og auðmjúkur þénari Einar Jónsson.

Framan og ofan skrifaða heiðarlegs síra Einars Jónssonar sóknarprests til Strendurkirkju i Selvogi yfirlesna umkvörtun meðkenni eg & sannindum grundvallaða vera, að svo miklu leyti, sein mér er vitanlegt, og háæruverðugur þessa stiptis biskup mun sjálfur persónulega séð hafa í sinni visitation á næstliðnu vori 1751. – Til staðfestu er mitt undirskrifað nafn að Þingvöllum d. 13. julij 1751. – Illugi Jónsson.

Framanskrifaða umkvörtun æruverðugs kennimannsins síra Einars Jónssonar hefi eg séð; hvað Strendurkirkju viðvíkur, þá sýndist mér það ófært, nær eg vísiteraði hana á næstliðnu vori, að hún skyldi standa þar á eyðisandi, og þeirra orsaka vegna, sem hér að framan upp taldar eru, því tilsegist hér með velnefndumkennimanni, sem er beneficeraður með þessu prestakalli, að láta flytja Strandarkirkju, nú tvö næstkomandi sumur, að Vogsósum, og setja hana þar niður á hentugt pláss. Hann skal láta taka til þessa verks svo snemma í vor sem mögulegt er, og láta hlaða þar kirkjugarð um kring hana framliðnum til greptrunar. Til þessa erfiðis er öll sóknin skyldug að þéna, en kirkjan skal standa henni kost á meðan verkið fram geingur, og þá það er svo fullkomið, að þar megi embætta, skal sóknarpresturinn segja mér til, svo sú nýja sóknarkirkja megi með guðs orði, bæn og blessun innvígjast á næsta helgum degi. Sóknin skal og, svo mikið sem mögulegt er, búa um kirkjugarðinn á Strönd, með sóknarprestsins ráði, að hann blási ekki upp af framliðinna beinum, hvar til ekki sýnist óhentugt að þekja hann utan og ofan með undirlögðu grjóti. Sker þessi mín ráðstöfun með Deres Velbaarenheds Hr. amtmannsins vitund og samþykki, og má hér út í eingin forsómun verða. Skálholti d. 3. novembris 1751.

Strandarkirkja

Strandarkirkja – kirkjubjalla.

En hér varð sveipur i för Greipar, svo eptirminnilegur, að þuð var líkast því eins og þegar Gizur biskup Einarsson hafði tekið ofan krossinn i Kaldaðarnesi, reið heim í Skálholt, lagðist lostinn sótt og andaðist. Síra Einari varð eptir þetta ekki vært í Selvogi, og flosnaði þar frá prestskap 1753,1) biskupinn lifði rúmlega til jafnleingdar frá því að hann hafði fyrirskipað kirkjuflutninginn, og andaðist nóttina milli 2. og 3. janúar 1753. Illugi prófastur í Hruna lézt einnig sama ár, 1753, og Pingel amtmaður misti embættið sökum ýmsra vanskila 8. maí 1752. Allir þessir menn, er að kirkjuflutningnum stóðu, biðu því annaðhvort hel eða greipilega hremmingu áður sá frestur væri liðinn, er kirkjan skyldi flutt vera. En Selvogskirkja stóð eptir sem áður enn óhögguð á Strandarsandi. Geta má nærri, hvort ýmsum hafi þá ekki þótt fingraför forsjónarinnar auðsæ í þessu, og þótt guð borga fyrir hrafninn. Eptir síra Einar varð prestur Selvagsmanna 1753 Jón Magnússon frá Hvammi, prófasts Magnússonar, bróðursonar Árna prófessors. Síra Jón hafði áður verið prestur að Selbergi, þótti ekki að öllu reglumaður, en sýnist þó hafa verið hygginn og athugull, sem hann átti kyn til. Á meðan biskupslaust var í Skálholti, milli Ólafs biskups og Finns biskups, hefir kirkjuflutningsmálið legið niðri. En 30. júní 1756 skipar Finnur biskup, samkvæmt fyrra biskups úrskurði, að flyt á kirkjuna að Vogsósum, en það þumba bæði sóknarmenn og síra Jón fram af sér; sérstaklega sýnast Austurvogsmenn, í Nes-sókn hinni gömlu, hafa verið flutningnum andvígir. Niðurstaðan varð því sú, að biskup og prófastur höfðu eingin önnur ráð en 1757 að fara að fyrirskipa að gera að kirkjunni þar sem hún stóð, og var það gert 1758 og enn aptur 1763, og svona var því huldið áfram, að aldrei var kirkjan tekin ofan, heldur alt af gert við þá gömlu smátt og smátt, — á meðan svo var að farið, var öruggt um, að kirkjan yrði ekki flutt, — og á þann hátt stóð sama kirkjan á Strönd, sem þar var bygð 1735, í 113 ár, þar til síra Þorsteinn Jónsson (frá Reykjahlíð) tók hana ofan, og reisti nýja kirkju á Strönd „úr tómu timbri”, sem fullgerð var 1848. Þá á datt eingum í hug að færa kirkjuna frá Strönd, enda hafði tilraun síra Jóns Vestmanns um það efni nálægt 1820 strandað á svipuðu skeri og fyrri, trygð og festu Selvogsmanna við að hafa kirkjuna á sínum gamla stað. Strönd með Strandarkirkju er einn af hinum merkilegu stöðum hér á landi; Strönd gamalt höfðingjasetur og höfuðból; kirkjugarðurinn á Strönd legstaður margra stórmenna og nafnfrægra manna; af slíkum mönnum, sem þar eru grafnir, mun almenningur nú bezt kannast við Erlend lögmann, og einkum „fróða Eirík” Vogsósaprest, sem hvert -mannsbarn í landinu þekkir, og þjóðsögur vorar hafa gert að þessum góða kunnáttumanni, sem öllum verður hlýtt til af sögunum um hann. Forlög og æfintýr kirkjunnar á Strönd eru mikil, enda ber helgi hennar yfir alt. Einginn verður betur við áheitum en hún, og þeir, sem að henni hlynna til gagns og góða, verða hamingjumeiri eptir. Væri öll stórmerki hennar kunn og komin í eitt, mundi sú jarðteiknabók vera ósmá.
Trygð Selvogsmanna við kirkju sína og kirkjustað er þeim til hins mesta sóma, Til hins er verra að vita, að uppblásturinn í Selvogi er án efa mjög mikið Selvogsmönnum fyrrum sjálfum að kenna. Menn hafa geingið alveg gegndarlaust í skrokk á öllum kvisti og lyngi og rifið það upp með rótum til eldsneytis. Ein sögn er sú frá Strandarkirkju, að það slys vildi til, þegar síra Þorsteinn Jónsson var að láta gera þar nýja kirkju 1847—48 og fara átti að reisa grindina, að bitar allir reyndust alin of stuttir; höfðu orðið mistök hja smiðnum. Efni var ekkert við höndina í nýja bita. Var prestur því farinn að tygja sig í ferð austur á Eyrarbakka til þess að útvega smíðavið. En áður hann legði af stað, varð honum geingið niður að lítilli sjávarvík skamt frá kirkjunni, en kirkjan á þar sjálf reka; var þar þá að landfesta sig “kantað” tré. Því var síðan velt undan og flett, og stóð það heima í bitana, og prestur gat hætt við ferðina.
Svo var kirkjan hamingjumikil, að hún bætti sér sjálf skaða sinn — Biskup vor segir áheitin á Strandarkirkju aldrei meiri en nú, jafnvel frá útlöndum.

Strandarkirkja

Strandarkirkja 2014.

Í jarðabók Árna og Páls 1706, er „lyngrif talið til hlunninda nærri hverri einustu jörð í Selvogi. Það er auðráðin gáta að hverju þau „hlunnindi” ofnýtt mundu -verða. Það hefir og gert sitt til landspjallanna, þegar höfðingskap tók þar að hnigna, og hætt var að halda við þeim gamla Selvogsgarði, svo að alt varð óvarið, og skepnur gátu geingið eins og logi yfir akur, hvar sem var. Nú kváðu Selvogsmenn hafa gaddavírsgirt mikið af sveitinni, og síðan segja menn að þar grói upp árvöxtum. Hver “veit nema sveitin eigi eptir að ná sér aptur, og Strönd að verða aptur blómlegt býli.
Síra Jón Vestmann hefir ritað 1840 merkilega sóknarlýsingu um Selvog, en í bréfi 23. dec. 1812 til biskups og landstjórnar lýsir hann svo, hvernig þá er þar háttað: „Alt fram undir endalok 16. aldar voru hér, eptir sem næst verður komizt, í Strandarkirkju sókn í Selvogi 42 búendur, sem sést af brag þeim, er Jón Jónsson, þá verandi bóndi hér í Nesi, orti um téðrar sóknar bæi og bændur, en nú eru hér einasta 16 búendur, með prestinum í reiknuðum, og á meðal þeirra 8 bláfátækir öreigar. Fyrir, og alt til, 1770 geingu hér til útróðra 50 skip í Selvogi og Herdísarvík, en nú einungis 6 í báðum stöðunum. Orsökin til þessa er ekki alleina sú, að fiskur hafi lagzt hér frá, allra sízt í Selvogi, heldur ásamt með sá mikli sand-ágangur, sem eptir áður sögðu hefir eyðilagt svo marga bæi sóknarinnar, hefir einnig fylt lendingar með svo mikinn sand, að þær eru of grunnar orðnar, og þess vegna ófærar, þegar nokkurt brim er í sjóinn. Sömu orsakir eru og til þess, að næstum öll selalátur, tilheyrandi lénsjörð prestsins Vogsósa, eru aftekin og full af sandi, svo menn vita ekki eingaug, hvar skerin á milli lagnanna hafa verið. Sandslægjan, sem var sú helzta, er téðri jörð fylgdi, og sem alt fram til 1780 og þar yfir var svo góð, að óvíða þurfti mikið að raka milli flekkja, er nú víða blásin í rotur og jarðleysur, og svo snögg, að rart þykir, ef bezti verkmaður slær þar heykapal í dag, Heiðin, eður hagalandið, sem fyrrum hefir öll verið vaxin grasi, allslags lyngi og víðivið, er nú uppurin og blásin í berg, holt og flög, svo kalla má, að ei sjáist nú meira en menjar einar í fám stöðum til hennar fyrri gæða”.”

Heimild:
-Blanda, 1. bindi 1918-1920, bls. 311-332.

Strandarkirkja

Strandarkirkja. Örnefna- og minjaskilti af Selvogi við kirkjuna.

Kaldársel

Garðakirkja átti selför í Kaldársel, en þótti langt. Þórunn Sigurðardóttir, húsfreyja á Hvaleyri, hafði síðast í seli þar árið 1871. Jón Jónsson bjó þarna með konu sinni 1868-1870 og 1873 fluttist Þorsteinn Þorsteinsson þangað með ráðskonu og bjó þar síðastur manna til 1887. Á síðustu öld reisti K.F.U.M. skála þarna fyrir drengi á sumrin.

Kaldársel

Í Lesbók Morgunblaðsins 1993 er ljóð eftir Úlf Ragnarsson, lækni, sem ber heitið “Haust í Kaldárseli”.

Haustið er komið í Kaldársel.
Það kólnar í gagnsærri stillu
og litirnir brenna á laufi svo vel
að líklega spáir það illu.

Hún kaldá úr Botnunum læðist á laun
og ljóðar af gömlum vana
en týnist svo ofaní helluhraun.
Hvað verður svo um hana?

Kaldársel

Kaldársel um 1930.

Það greinir víst enginn þann undirstraum
sem endar í blikandi sænum.
Hjá Fjallinu eina minn innstra draum
anda ég heyri í blænum.

Og blítt lætur eilífðin alla tíð
uppi á Helgafelli.
En letileg teygir sig Langahlíð
lúin og grá af elli.

Kaldársel

Kaldársel um 1930.

Hún var þó áður svo árdegisblá
sem æskunnar falslausa gaman.
Blóðrauð á vörunum Búrfellsgjá
brosir að öllu saman.

Og víst var þó gangan helsár og hörð
umhraunin á sultarvorum.
Göturnar fornu á Grindarskörð
greina frá þungum sporum.

En himinsins bláskál hvelfir sig
yfir Húsfellsins bunguþaki.
– Hjá Valahnjúkunum var þig
á vængjanna hraða blaki!

Þörf er hafa hraðann á
– hérna er margt að ugga.
Burknarnir fögru í Gullkistugjá
glitra í dauðans skugga.

ÁletrunÍ Ferðabók Þorvaldar Thoroddsens er m.a. getið um komu hans í Kaldársel. “Við Kaldársel lágum við nokkra daga. Það þar er bæði gras og vatn fyrir hesta, en hvort tveggja er annars torfengið í þessum héruðum. Kaldá kemur undan móbergshálsum rétt fyrir neðan Helgafell. Eru þar lón eða augu, og kemur vatnið fram víða í bökkum. Og á botni sést sums staðar, að smásandur dansar upp og niður af vatninu, er streymir upp um holurnar. Áin rennur svo spölkorn eftir hrauninu niður hjá Kaldárseli og hverfur dálitlu neðar undir hraunið, sogast þar niður í sprungur og katla. Neðar er sagt, að rennandi vatn sjáist sums staðar í hraunsprungum.
KaldárselMargar munnmælasögur eru um Kaldá. Segja sumir, að hún renni undir hraunum út allt nes, komi svo upp í sjónum fyrir utan vita og af straumi hennar verði svo Reykjanesröst, en þetta er fjarri öllu sanni. Víða kemur dálítið vatn í sjóinn undan hraunum, en vatnsmagnið í Kaldá er svo lítið, að hún getur eigi komið neinum verulegum straumi til leiðar. Sumir segja máli sínu til sönnunar, að taka megi ferskt vatn ofan á sjónum í Reykjanesröst, en nákunnugir menn hafa sagt mér, að það sé ekki satt. Munnmælin segja líka, að Kaldá hafi fyrr runnið ofanjarðar eftir hinum löngu hraunsprungum, er ganga út Reykjanes, en fyrir því er enginn fótur. Kaldá rennur líklega til sjóar í Hraunum fyrir sunnan Hafnarfjörð. Þar koma margar uppsprettur undan hraunum í fjörunni.

Kaldársel

Í Kaldárseli 1934.

Kaldá hefir nafn sitt af því, að vatnið í henni er eins og annað uppsprettu- eða lindarvatn, aðþað hefir alltaf hér um bil sama hita árið um kring, og finnst þvói vera mjög kalt á sumrum, þegar lofthitinn er miklu meiri. Hiti Kaldár var 21. júlí 5°C, en lofthitinn samtímis 10 1/2°. Við Kaldá var áður sel frá Hvaleyri, sem kallað var Kaldársel, og þar eru víða á hraununum í kring rústir af mörgum fjárbyrgjum. Sumarið 1883 bjó þar gamall, sérvitur einsetukarl, Þorsteinn Þorsteinsson (d. 14. júlí 1887), sem áður hafði verið í Lækjarbotnum. Hann þekkti allvel fjöll og örnefni á þessum slóðum og fylgdi mér um nágrennið.” Þá er getið um ferðir Þorvaldar og félaga út frá Kaldárseli um Undirhlíðar, Grindarskörð og Bláfjöll.

Kaldársel

Kaldársel – tilgáta ÓSÁ.

Í Minningarbók um Þorvald Thoroddsen frá 1923 er auk þessa getið nánar um nefndan Þorstein. “Við lágum um tíma í tjaldi hjá Kaldárseli og fórum þaðan um nálæg fjöll, þar bjó þá skrítinn og sjervitur einsetukarl, Þorsteinn Þorsteinsson; hann kom oft á morgnana í tjaldið til þess að biðja um staup, og eitt sinn gaf annar fylgdarmaður minn honum fullan bolla af lampaspiritus, karlinn tæmdi bollann í botn og sagði: “Þetta var hressandi, það er þó eitthvað annað en bannsett KaleikurHafnarfjarðarbrennivínið.”
Í bókinni “Íslenskt þjóðlíf í þúsund ár” fjallar Daniel Bruun um ferðir hans um Ísland. Þar segir hann m.a. um Kaldársel: “Enda þótt byggingarefni íslenskra bæja væri oftast torf og grjót, eða torf eingöngu, þar sem stafnar voru þó oftast úr timbri, þá notuðu menn að sjálfsögðu betra efni, ef það var fáanlegt. Sunnan við Hafnarfjörð eru víðáttumikil hraun, þar er víða að finna þunnar hraunhellur, sem þekja holrúm, loftbólur undir yfirborði hraunsins. Létt er að brjóta þessar hellur, og víða hafa þær brotnað og fallið niður í hraungjótur. Slíkar hraunhellur hafa með góðum árangri verið nýttar til húsagerðar á bæ einum, sem nú er að vísu í eyði, en var í byggð ekki alls fyrir löngu.
Býlið heitir Kaldársel og er góð sauðjörð. Nafnið sel bendir til, að þar hafi verið selstaða fyrir löngu. Þar eru nokkrar tóttir bæði af bæjar- og Kaldárselútihúsum, og nokkur fjárskýli bæði opin og lokuð. Sérstaklega ber að geta þar um tvær fjárborgir, einnig eru þar fjárréttir og loks fjárskjól í hellum í hrauninu. Hjá bæjarhúsunum er fjárhús og hesthús en ekkert fjós.”
Meðfylgjandi er svo uppdráttur ef selstöðunni, þ.e. helluhlöðnu húsunum í Kaldárseli. Þau voru rifin þegar hús K.F.U.M. voru reist þar á fyrri hluta 20. aldar. Ef einhver, þótt ekki væri nema einn, hefði þá barist fyrir því að fá aðra til að láta tóttirnar ósnertar, ættu Hafnfirðingar nú einstakar minjar um sérstaka mannvirkjagerð frá fyrri tímum. En því miður – enginn hafði þá hugsun þá, líkt og nú.
Hér verður ekki fjallað um fornaldarbæ þann, sem Bynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi, taldi vera Í Helgadal. Sumir vilja tengja þær tóftir við Hinn heilaga “Gral”, sem jafnan hefur skotið upp í umfjöllun kristinna. Telja þeir hinir sömu að örnefni Helgadalur og Helgafell séu þaðan frá komin.
Í göngu um Kaldársel voru framangreindur fróðleikur hafður til hliðsjónar.
Frábært veður. Ganagn tók 1 klst og 1 mín.

Heimildir m.a.:
-Minningabók Þorvalds Thoroddsen, 2. bindi, bls. 94, Safn fræðafélagsins II, Kaupmannahöfn 1923.
-Þorvaldur Thoroddsen, Ferðabók 1913-1915, I. bindi, Reykjavík 1958, bls. 154-159.
-Daniel Bruun, Íslenskt þjóðlíf í þúsund ár, Steindór Steindórsson þýddi, 1987, bls. 325-326.
-Lesbók Mbl., 36. tölubl., 16. okt. 1993, bls. 10 – “Haust við Kaldársel” eftir Úlf Ragnarsson, lækni.
-Sunnudagsblað Þjóðviljans 1965, viðtal við Gísla Sigurðsson um örnefnasöfnun.

Kaldársel

Kaldársel – minjar; ÓSÁ.

Hraunin

Tólf bæir, lögbýli, hjáleigur og þurrabúðir stóðu á ströndinni frá Straumsvík suður að Lónakoti.

Straumur

Straumur.

Þar var kallað í Hraunum og heitir svo enn þó að nú sjáist þar aðeins garðar, tóftir og nokkrir sumarbústaðir. Þarna er unaðsreitur fegurðar, samt minna þekktur en vert væri. Hér verður í þremur greinum rifjað upp ýmislegt um sögu byggðarinnar, búskap, náttúrugæði og landmótun í Hraunum.

Komin er sólin Keili á og kotið Lóna,
Hraunamennirnir gapa og góna,
Garðhverfinga sjá þeir róna.

Þessi gamli húsgangur um nágrannana í Garðahverfi og Hraunum segir sína sögu um kappsfulla sjósóknara sem réru á bátskeljunum sínum frá vörum í Hraunum og frá Dysjum í Garðahverfi. Sjóróðrar voru snar þáttur í lífsbaráttunni, ekki sízt á Hraunabæjunum þar sem landkostir voru litlir og landþrengsli mikil. Þá hefur munað um sjávarfangið, en ekki hefur alltaf verið heiglum hent að lenda í Óttarsstaðavör þegar norðanáttin rekur ölduna beint á hraunbrúnirnar sem skaga út í fjöruna. Það hefur á hinn bóginn ekki verið talið gott til afspurnar að híma í vomum þegar sólin var komin “Keili á og kotið Lóna” og Garðhverfingar byrjaðir að lemja sjóinn. Fyrir utan Óttarsstaðavör ýttu menn á flot úr Eyðikotsvör og nokkrum vörum við Straumsvíkina: Péturskotsvör, Jónsbúðarvör, tvær varir voru við Þýzkubúð og ein vör var kennd við Straum.

Meðalbú 18-20 kindur og 1-3 kýr

Óttarsstaðir

Rétt við Óttarsstaði.

Annar bjargræðisvegur á Hraunabæjunum var sauðfjárbúskapur, sem hefur þó verið í smáum mæli hjá flestum vegna þess að túnin voru varla annað en smáblettir og engjar ekki til. Hinsvegar var treyst á kvistbeit í hraununum og ekki tíðkaðist að taka sauði á hús. Þeir voru harðgerðar skepnur; leituðu sér skjóls í hraunskútum í aftökum, en gengu hrikalega nærri beitarlandinu.
Á heimildum eins og Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín má sjá að algeng búfjáreign á Hraunabæjunum í upphafi 18. aldar hefur verið 1-3 kýr og aðeins 18-20 kindur. Síðar á sömu öld snarfækkaði fé af völdum fjárkláðans sem átti upptök sín skammt frá, á Elliðavatni. Búfé í Hraunum fjölgaði á 19. öld og fram á þá 20. Þá var algengt að 80-100 fjár væri þar á bæjunum, svo og tvær mjólkandi kýr og ef til vill ein kvíga að auki. Á stærri jörðunum áttu menn tvo hesta en smákotin stóðu ekki undir hrossaeign.

Af manntölum má sjá að víða hefur verið mannmargt á kotunum og stórir barnahópar komust þar upp. Það er nútímafólki gersamlega óskiljanlegt hvernig fjölskyldur gátu framfleytt sér á landlausum hjáleigum, þar sem bústofninn var nokkrar kindur . Líklega hefur munað mest um sjávarfangið.

Þýskabúð

Útihús við Þýskubúð.

Byggðin í Hraunum náði frá Straumsvík og vestur með ströndinni. Lónakot er vestast og nokkuð afskekkt; þangað eru 2-3 km frá megin byggðarkjarnanum, en Hvassahraun er á Vatnsleysuströnd og var ekki talið með Hraunabæjunum. Þorbjarnarstaðir, snertuspöl sunnan Keflavíkurvegarins, Lónakot, Óttarsstaðabæirnir, Straumur og Stóri-Lambhagi voru landstórar jarðir, en jafnframt var allt þeirra land í hraunum. Fyrir utan þessar stærstu jarðir í Hraunum voru nokkur smábýli, hjáleigur og þurrabúðir. Þar á meðal voru Gerði, Litli-Lambhagi og Péturskot við Straumsvíkina, en Þýzkubúð lítið eitt út með víkinni og Jónsbúð enn utar, Eyðikot, sem var hjáleiga frá Óttarsstöðum eystri, Kolbeinskot og Óttarsstaðagerði.

Umhverfis Óttarsstaðabæina er eina umtalsverða og samfellda graslendið í Hraunum, enda var byggðin þéttust þar. Bílfær vegur liggur frá Straumi, þar sem nú er Listamiðstöð Hafnarfjarðar, vestur að Eyðikoti, en merktur göngustígur er þaðan framhjá Óttarsstaðabæjunum og síðan með ströndinni að Lónakoti. Frá Lónakoti er síðan hægt að ganga ruddan slóða, um 2 km leið, austur á Keflavíkurveg.

Frábært útivistar- og göngusvæði

Óttarsstaðir

Óttarsstaðir eystri.

Sem útivistar- og göngusvæði búa Hraunin yfir sérstökum töfrum. Stæðilegir og vel hlaðnir grjótgarðar standa sumstaðar ennþá, aðrir hafa hrunið. Í klofnum hraunhóli vestan við Óttarsstaðavör hefur hraunsprunga nýtzt sem veggir fyrir einhverskonar hús og aðeins þurft að hlaða fyrir endana og refta yfir. Þarna gæti hafa verið sjóbúð, þó er það ekki víst.
Það er alltaf tilbreytingarríkt að skoða grýtta ströndina í nánd við Óttarsstaðavör, allt frá Vatnsskersklöpp og Kisukletti að Snoppu og út eftir Langabakka að Arnarkletti og Hrúðrinum, þar sem “brimið þvær hin skreipu sker”. Á öðrum stöðum eru minjar um þurrabúðir, fiskreiti, gerði og uppsátur þar sem kjalförin sjást enn á grjótinu.

Sunnar í hrauninu sjást aftur á móti minjar um sauðfjárbúskapinn. Þar eru nátthagar, kvíaból og fjárskútar, fallega hlaðin fjárborg og réttir. Skammt sunnan Keflavíkurvegarins stendur Þorbjarnarstaðarétt, lítt hrunin, önnur rétt er við Lónakot og sú þriðja við Straum.

Í Almenningi, sem svo eru nefndur suður í hrauni, eru fimm selstöður: Lónakotssel, Óttarsstaðasel, Straumsel, Gjásel og Fornasel. Þar var haft í seli og þar bjó fólk og starfaði sumarlangt.

Þurrabúðarmenn og inntökuskip

Óttarsstaðir

Óttarsstaðarétt.

En til hvers er verið að gaumgæfa þetta og velta fyrir sér minjum um harða lífsbaráttu á þessari strönd við yzta haf? Hvern varðar um þurrabúðarmenn? Er ekki nóg að njóta þess sem náttúran býður; sjá hvað hraunhólarnir geta verið myndrænir og ströndin falleg þar sem lábarið grjót tekur við af hraunklöppunum og skipskrokkur sem stóð uppi í fjörunni fyrir aldarfjórðungi er orðinn að einskonar beinagrind úr risaeðlu, umvafinn grasi? Það sem eftir er af stefni skipsins stendur hinsvegar upp á endann í fjörunni og gefur engum nútíma skúlptúr eftir.
Vissulega er hægt að njóta náttúrunnar þó að maður viti ekkert um hana og þó að maður þekki ekkert til sögunnar og þess mannlífs sem einhverntíma áður var á staðnum. En það gerir þessa náttúruupplifun dýpri og minnisstæðari að vita að þarna bjó fólk með gleði sína og sorgir fram á miðja 20. öld og lifði nánast á engu eftir því sem okkur finnst nú.

Hraunabæir áttu kirkjusókn að Görðum í Garðahreppi, sem er talsvert löng leið fyrir gangandi fólk. En það var engum vorkennt að ganga þessa leið til kirkju; heldur ekki börnunum sem á fyrstu áratugum 20. aldarinnar gengu alla þessa leið til þess að komast í skóla. Síðar fengu þau skólastofu í húsinu á Óttarstöðum eystri.

Í Hraunum var ekki venjuleg, íslenzk sveit eða dreifbýli með talsvert langar bæjarleiðir, heldur einskonar þéttbýli með bæjum, smákotum og þurrabúðum, sem voru nefndar svo. Það voru landlaus eða landlítil býli við sjávarsíðuna, sem höfðu ekki grasnytjar. Þurrabúðarmenn stunduðu tilfallandi vinnu; réðu sig í kaupavinnu á sumrin og voru á sjó á vertíðum. Á nokkrum Hraunabæjum var svokallað heimaræði, það er útræði frá þeim jörðum sem áttu land að sjó. Bændur sem bjuggu fjær sjó fengu hinsvegar stundum leyfi sjávarbænda til þess að nýta lendingaraðstöðu og hafa þar mannskap á vertíðum. Það var kallað að hafa inntökuskip á jörðinni.

Landmótun í Hraunum

Þorbjarnastaðaborg

Þorbjarnastaðaborg.

Við upphaf nútíma fyrir um 10 þúsund árum var öðruvísi um að litast en nú á ströndinni frá Straumsvík vestur að Kúagerði. Raunar var það fagra land, þar sem Hraunabæirnir stóðu, alls ekki til. Ströndin var þá 2-3 km innar, en í goshrinum á Reykjanesskaga, sem einkum hafa orðið á 1000 ára fresti, rann hvert hraunlagið yfir annað og færði ströndina utar. Ein slík hrina varð fyrir um 2000 árum, önnur fyrir um 1000 árum og samkvæmt því ætti að vera kominn tími á næstu hrinu.
Á síðasta jökulskeiði lá jökulfargið meira og minna yfir Reykjanesskaga, en hafði að því er virðist ekki áhrif á gosvirknina. Stundum náðu hraunin að dreifa úr sér þegar íslaust var, en stundum gaus undir ísnum og gosefnin hlóðust upp í geilinni sem þau bræddu, hörðnuðu þar og urðu að móbergi. Sum hraun sem náðu að renna og dreifast hurfu alveg undir önnur nýrri. Það elzta sem sést á yfirborði í námunda við þetta svæði er Búrfellshraun, sem rann fyrir um 7.300 árum og Norðurbærinn í Hafnarfirði er byggður á.

Fyrir um 5000 árum varð mikið gos í Hrútagjá, nyrst í Móhálsadal, milli Sveifluháls og Núpshlíðarháls. Hraunið, sem kennt er við Hrútagjárdyngju, rann til sjávar og myndaði svæðið vestan við Straumsvík þar sem Hraunabæirnir voru byggðir, nærri 4000 árum síðar.(Sjá kort á bls 12).

Hrútagjárdyngja er örnefni sem gamlir Hraunamenn hefðu ekki kannast við, enda er það síðari tíma nafngift frá hendi jarðfræðinga. Fyrir utan hraunið úr Hrútagjá hafa tvær aðrar dyngjur átt mikinn þátt í að móta ásýnd Reykjanesskagans vestantil. Þó það komi Hraunabæjunum ekki við má geta þess hér til fróðleiks að flæmi hrauna úr dyngjunni Þráinsskildi þekja svæðið frá Kúagerði að Vogastapa og enn vestar er dyngjan Sandfellshæð; hraun úr henni dreifðust allar götur vestur í Hafnir.

Straumur

Straumur.

Síðar hafa yngri hraun fyllt upp í lægðir og stundum náð til sjávar. Nærtækt er að benda á snarbratta brún Afstapahrauns við Kúagerði. Það er síðari tíma hraun eins og Kapelluhraunið austar. Hraunið undir landi Hraunabæjanna hafði góðan tíma til að gróa upp áður en nokkur lifandi skepna gekk um það og myndaðist víða kjarr í því, eða skógur, sem eyddist af rányrkju á öldum fátæktarinnar. Stærsti hluti þessa hraunflæmis heitir Almenningar og bendir til að þar hafi verið óskipt beitiland.

Hin áreiðanlega vekjaraklukka gosvirkninnar vakti gosstöðvar að nýju fyrir um 2000 árum. Þá varð enn mikil goshrina og frá einni eldstöðinni, Stórabolla í Grindaskörðum, rann mikið hraun í átt til Straumsvíkur og myndaði nýja strönd milli Straumsvíkur og Hvaleyrar. Dálítil óregla í þessari þúsund ára reglusemi kom upp fyrir 1800 árum þegar gaus nyrst í Krýsuvíkurrein, þar sem heita Óbrinnishólar við Bláfjallaveg. Hraunið, sem nefnt hefur verið Óbrinnishólabruni, rann í mjóum taumi niður undir Straumsvík. Þetta gos hafði þó ekki áhrif á land í Hraunum.

Hin reglubundna dagskrá fór hinsvegar í gang fyrir um 1000 árum; Ísland þá búið að vera numið á aðra öld og ef til vill enn lengur. Þá rann Hellnahraunið yngra, sem svo er nefnt, frá Tvíbollum í Grindaskörðum og náði einn hraunstraumurinn langleiðina til Straumsvíkur, en óvíst er að nokkur bær hafi þá verið í Hraununum; elztu heimildir um byggð þar eru frá því um 1200.

Hálfri öld áður rann Kapelluhraun til sjávar í Straumsvík og hafði áhrif á landmótun þar; yngsta hraunið á þessu svæði. Þó líklegt sé og raunar fullvíst að sagan endurtaki sig létu menn þetta ekki á sig fá þegar álverinu var valinn staður einmitt þar sem Kapelluhraun rann, enda líklegast að margoft væri búið að afskrifa álverið, miðað við venjulega endingu, áður en hraun rennur þar að nýju..

Leiðin suður með sjó og leiðir suður yfir skagann

Jónsbúð

Jónsbúð – tilgáta ÓSÁ.

Frá fornu fari hafði ábúendum og öðru fólki á Reykjanesskaga verið skipt í útnesjamenn, sem bjuggu utan við Kúagerði, og innnesjamenn sem til að mynda bjuggu í Hraunum og á Álftanesi. Fram á 20. öld var mikil umferð ríðandi, en mun oftar þó gangandi manna suður með sjó og þaðan “inn” í Hafnarfjörð og Reykjavík. Menn fóru í verið til Suðurnesja og svo þurfti að ná í blessaða þorskhausana og reiða þá austur í sveitir á baggahestum. Þorskhausalestir voru dagleg sjón á vorin. Enginn var vegurinn, aðeins götur sem fótspor hesta og manna höfðu markað og þær lágu í krókum og krákustígum eftir því hvar skást var að komast yfir hraunin.

Alfaraleiðin

Alfaraleiðin.

Alfaraleiðin suður með sjó lá ekki um hlöðin á Hraunabæjunum, heldur lítið eitt sunnar, raunar sunnan við Keflavíkurveginn eins og hann er nú. Þessar götur eru nú löngu upp grónar, en samt sést vel móta fyrir þeim. Frá Lónakoti lá stígur suður í Lónakotssel og frá Óttarsstöðum lá Rauðamelsstígur, einnig nefndur Skógargata, suður í Óttarsstaðasel, en þaðan yfir Mosa og Eldborgarhraun um Höskuldarvelli að Trölladyngju. Eftir þessum götuslóðum var annarsvegar hægt að ganga til Krísuvíkur og hinsvegar til Grindavíkur.

Frá Straumsvík lá Straumselsstígur nokkurnveginn samhliða suður á bóginn, við túnfót Þorbjarnarstaða, og um Selhraun að Straumseli suður í Almenningi. Stígurinn lá síðan áfram til suðurs og og heitir Ketilstígur þar sem hann liggur yfir Sveifluhálsinn; þetta var gönguleið til Krísuvíkur.

Sunnarlega í Almenningi voru gatnamót þar sem Hrauntungustígur liggur yfir stígana þrjá og stefnir á Hafnarfjörð. Enn sunnar er komið á Stórhöfðastíg; hann stefnir einnig til Hafnarfjarðar og sameinast Hrauntungustíg vestur undir Ásfjalli. Þetta samgöngukerfi fortíðarinnar er flestum týnt, grafið og gleymt, en Umhverfis- og útivistarfélag Hafnarfjarðar hefur dustað af því rykið, ef svo mætti segja, og merkt stígana í Hraununum með skiltum.

Hvað verður um Hraunin?

Óttarsstaðir

Óttarsstaðir vestri og eystri.

Lengst af voru Hraunabæirnir í Álftaneshreppi, en þegar Álftaneshreppi var skipt í Bessastaða- og Garðahrepp 1878, var talið að Hraunin væru hluti Garðahrepps eins og Hafnarfjörður. Eftir að Hafnarfjörður fékk kaupstaðarréttindi 1908 voru Hraunin áfram talin tilheyra Garðahreppi, en þau komu í hlut Hafnfirðinga árið 1967 þegar gerður var makaskiptasamningur við Garðabæ.

Óttarsstaðir

Útihús við Óttarsstaði.

Nú má spyrja hvers virði Hraunajarðirnar séu þegar búskapur þar hefur lagzt niður. Án efa eru Hraunin mikils virði, þó ekki væri vegna annars en þess að þau eru rétt við þröskuldinn á höfuðborgarsvæðinu. Mörgum þætti ugglaust freistandi að byggja þar og má minna á, að í tímaritinu Arkitektúr verktækni og skipulag frá 1999, viðrar Gestur Ólafsson arkitekt hugmynd um samfellda borgarbyggð frá Keflavík til Hafnarfjarðar. Með öðrum orðum: Höfuðborgarsvæðið verði í framtíðinni byggt á þann veginn í stað þess að teygja það upp á Kjalarnes.

Í næstu framtíð má telja víst að Hraunin verði útivistarsvæði. Eins og sakir standa eru þó annmarkar á því. Enda þótt merktur göngustígur liggi frá Eyðikoti til Lónakots er yfir girðingar að fara og einkalönd. Stundum eru hross þar í girðingum og þá er áríðandi að hliðum sé lokað, en ekki er víst að allir hirði um það. Æskilegast væri að friðlýsa Hraunin, sem yrðu þá útivistarsvæði í umsjá Hafnfirðinga. Til þess að svo geti orðið þyrfti að kaupa það sem eftir er í einkaeign og sumarbústaðir og girðingar ættu þá ekki að vera þar framar.

Magnús Jónsson, fv. minjavörðu, Hafnarfirði.
http://www.simnet.is/annalar/hvassahraun/temp5-gudmundur-hvassahraun.htm

Hraunkarl

Hraunkarl í Hraunum.

Þorbjarnarstaðir

Gengið var um Þorbjarnarstaði í Hraunum. Veður var frábært – sól og logn. Tjörnin milli Þorbjarnarstaða og Gerðis var spegilslétt. Norðvestar er Fagurgerði umgirt.

Þorbjarnastaðir

Þorbjarnastaðastekkur.

Þegar komið er að Þorbjarnarstöðum frá gamla Keflavíkurveginum er fyrst komið að Þorbjarnarstaðaréttinni (Hraunaréttinni), sem mun hafa verið allfjörug á meðan var. Réttin stendur vel heilleg austan undan Sölvhól. Byrjað var á því að ganga austan með hleðslugarði bæjarins, en heimatúnið er girt hringinn með slíkum garði – reyndar tvöföldum. Sunnan undir hraunhól skammt sunnar er tótt og gerði framan og til hliðar við hana. Skammt sunnan þess er önnur heilleg tótt og hlaðinn garður sunnan hennar. Þar virðist hafa veriðum matjurtargarð að ræða. Vestan garðsins er gamalt gerði og tótt sunnan í því. Framundan er Tjörnin. Í henni gæti sjávarfalla, en tjörnin er ekki síst merkileg vegna þess að ferkst vatn kemur í hana undan hrauninu þegar fjarar út. Suðvestast í henni eru mannvirki – hlaðinn bryggja út í tjörnina. Ef vel er að gáð má einnig sjá hlaðna brú út í hólma, sem þarna er og aðra hlaðna bryggju frá honum út í tjörnina. Í hólmanum mótar fyrir tótt. Þarna var m.a. ullin þveginn sem og annar fatnaður á árum fyrrum.

Þorbjarnastaðir

Þorbjarnastaðir – tilgáta ÓSÁ.

Stígur (þvottastígur) liggur frá aðstöðunni við tjörnina upp á heimtröðina. Þegar honum er fylgt sést skeifulaga lægð á vinstri hönd. Í henni er skúti. Á hægri hönd er hringlaga lægð. Í henni er einnig skúti. Tótt er vestan við lægðina. Efsti hluti heimtraðarinnar er hlaðinn beggja vegna. Þegar komið er að bæjarhúsunum má sjá tveggja rýma hús á vinstri hönd og fjölrýma hús á þá hægri.

Þorbjarnarstaðir

Þorbjarnarstaðir – uppdráttur ÓSÁ.

Þetta voru bæjarhúsin á Þorbjarnarstöðum. Stutt er síðan þakið féll af syðri húsunum. Greinilegt er að tréþiljað hefur verið að framan á nyrðri húsunum og er fallegur gangur þar framan við. Vestan og sunnan við bæinn er hlaðinn garður. Frá bænum sést Miðmundarvarða á Miðmundarhól vel, fallega hlaðinn á sprungubarmi. Hún var eitt eyktarmarkanna frá Þorbjarnastöðum.

Þorbjarnarstaðir

Þorbjarnarstaðir – brunnur í Brunntjörn.

Tótt er syðst á túninu. Þegar komið var yfir suðurveggina sást móta fyrir gamalli hleðslu neðan ytri veggjarins skammt austar. Vestan við hleðsluna er laut og sunnan hennar fótur af gamalli vörðu. Norðan hennar liðast Alfaraleiðin gamla úr vestri til austurs. Alfaraleiðin var aðalgatan út á Útnesin. Önnur varða sést við götuna skammt vestar.
Beint framundan til suðurs sjást hraunbakkar. Undir þeim er gömul hlaðin rétt. Inni í henni er hlaðinn dilkur og tveir aðrir vestan í henni. Réttin stendur enn mjög vel, enda hefur hún upphaflega verið vel gerð.

Þegar gengið er norður með vestanverðum heimatúnsgarðinum sést vel hversu mikið mannvirki hann hefur verið. Við norðvesturhorn hans er nokkurs konar dalur í hrauninu. Þar gæti hafa verið nátthagi. Innan og norðanundir garðinum er minni dalur. Innst í honum er skúti. Vestan við hraunhólinn, sem myndar dalinn, er enn ein tóttin. Auðvelt er að greina húsaskipan af tóftum Þorbjarnarstaðabæjarins, sem fór í eyði um 1930.
Þorbjarnastaðaborgin er upp í Brunntorfum, en henni eru gerð góð skil í öðrum FERLIRslýsingum, s.s. HÉR og HÉR.
Á Þorbjarnastöðum bjó hið ágætasta fólk og eru afkomendur þess m.a. margir mætir Hafnfirðingar.
Gangan tók u.þ.b. klukkustund. Gerður var uppdráttur af svæðinu.

Þorbjarnarstaðir

Þorbjarnarstaðastekkur.

Kapella

Tvö upplýsingaskilti eru við uppgerða kapellu í Kapelluhrauni, gegnt álverinu; annað frá Þjóðminjasafninu og hitt frá Byggðasafni Hafnarfjarðar.
Á fyrrnefnda skiltinu stendur:

Kapella

Upplýsinagskilti Þjóðminjasafnsins við kapelluna.

“Rústir smákapellu frá miðöldum, sem reist hefur verið til skjóls fyrir ferðamenn í illveðrum við hina fornu alfaraleið um Nýjahraun (Kapelluhraun), sem mun hafa runnið á 14. öld. Kapellan var rannsökuð 1950 og fannst þar lítið líkneski úr leir af heilagri Barböru, hollenskt að uppruna. Heldur Barbara á turni, einkennistákni sínu, en hún var efir helgisögunni lokuð inni í turni og leið þar píslavættisdauða. Gott þótti að heita á heilaga Barböru gegn eldsvoða og gæti hún hafa orðið fyrir valinu vegna eldhraunsins.”

Á síðarnefnda skiltinu stendur:

“Árið 1950 var rústin rannsökuð af þeim dr, Kristjáni Eldjárn þjóðminjaverði, Gísla Gestssyni safnverði, Jóhanni Briem listmálara og dr. Jóni Jóhannessyni. Fundust þá nokkrir munir í rústinnni og ber þar helst að nefna hluta af líkneski heilagrar Barböru. Líkneskið var úr grágulum leirsteini og var einungs um 3.3. cm á hæð, en hefur líklega verið um 5.5. cm heilt. Þar sem hraunið sem kapellan stendur á er yngra en landnám var það vel við hæfi að einmitt heilög Barbara fanst þarna, sem e.t.v. stendur í sambandi við bæn um það, að svona hrikalegt hraunrennsli endurtaki sig ekki. Styttan sem fannst við rannsóknina er varðveitt á Þjóðminjasafni Íslands, en þessi hérna er eftir líking, svipuð en lítið eitt stærri.
Kapella þessi var alveg við gamla veginn og hefur því líklega einnig verið eins konar sæluhús. menn hafa farið þar inn til að bilja bæn sína, en líka til að hvílast eða leita skjóls í vondum veðrum.

Kapella

Upplýsingaskilti Byggðasafnsins við kapelluna.

Kapella þessi er á skrá yfir friðlýstar fornminjar og er talið að hún sé frá kaþólskum tíma en ekki hefur hún verið aldursgreind nánar. Hraunið umhverfis kapelluna hefur verið kallað Kapelluhraun eða Nýjahraun og er talið að það hafi runnið einhvern tímann á tímabilinu 1100-1300. Kapellan er rétt við gamla krákustíginn, sem ruddur var fljótlega eftir að hraunið rann og hefur verið alfaraleið úr á nes öldum saman.

Saga heilagrar Barböru:
Snemma á 3. öld var höfðingi í borginni Nikódemdíu í Litlu-Asíu, þar sem nú er Izmid í Tyrklandi. Átti hann forkunnarfríða dóttur er Barbara hét. Hún var í æsku lokuð inni í turni einum til að forðast biðla en þrátt fyrir einangrunina tókst Origenes kirkjuföður að komast inn til hennar og fyrir fortölur hans tók hún kristna trú. Barbara lét aldrei af trú sinni, þrátt fyrir pyntingar sem að stærstum hluta voru gerðar að kröfu föður hennar, sem vildi snúa henni aftur til heiðinnar trúar. Að lokum var hún leidd fyrir dómara og dæmd til lífláts í ofsóknum á kristna menn.
Hún varð snemma kaþólskur dýrlingur, aðallega ákölluð við óvænta hættu, eldsvoða, sprengingar og þess háttar. Hérlendis lá því beint við að ákalla hana í sambandi við jarðelda og hraunflóð.”

Sjá meira um kapelluna HÉR.

Kapella

Kapellan í Kapelluhrauni.

Tungufoss er fallegur foss neðarlega í Köldukvísl í Mosfellsbæ, á móts við Leirvogstungu og dregur fossinn nafn sitt af bæjarnafninu. Við Tungufoss má sjá leifar af heimarafstöð sem var reist árið 1930 af bóndanum í Leirvogstungu og bræðrum hans og framleiddi stöðin rafmagn fyrir bæinn fram til ársins 1958. Tveir fallegir hylir eru neðan við Tungufoss: Kerið, sem er beint fyrir neðan fossinn, og Klapparhylur litlu neðar. Nærsvæði fossins er vinsælt til útivistar en hið friðlýsta svæði er 1,4 hektarar að stærð.

Tungufoss

Upplýsingaskilti við Tungufoss.

Tungufoss og nágrenni voru friðlýst sem náttúrvætti þann 25. apríl 2013. Friðlýsta svæðið er 1. 4 hektarar að stærð og nær yfir fossinn og töluvert svæði ofan og neðan hans.

Tungufoss er fallegur foss neðarlega í Köldukvísl í Mosfellsbæ á móts við Leirvogstungu og dregur fossin nafn sitt af bæjarnafninu. Við Tungufoss má sjá leifar af heimarafstöð, sem var reist árið 1930 af bóndanum í Leirvogstungu og bræðrum hans. Stöðin var nýtt til rafmagnsframleiðslu fram til ársins 1958. Tveir fallegir hyljir eru neðan við Tungufoss; Kerið, sem er beint fyrir neðan fossinn, og Klapparhylur litlu neðar.

Markmiðið með friðlýsingu Tungufoss sem náttúruvættis er að vernda fossinn sjálfan sem og menningarminjar innan þess. Svæðið hefur mikið útivistargildi enda fjölsótt bæði af bæjarbúum og öðrum gestum og mikilvægt að treysta útivistar- og fræðslugildi þess.

Almenningi er heimil för um náttúrvættið en skylt að ganga vel og snyrtilega um svæðið.

Tungufoss

Tungufoss.

Álafoss

Álafoss er fallegur foss í Varmá þar sem hún liðast í gegnum Álafosskvos í Mosfellsbæ. Varmá er á náttúruminjaskrá frá upptökum til ósa en áin og fossinn tengjast ríkulega atvinnu- og íþróttasögu Mosfellsbæjar. Árið 1896 hófst ullarvinnsla við Álafoss og vegna þeirrar starfsemi var áin stífluð ofan við fossinn. Myndaðist þá talsvert dýpi í ylvolgri Varmánni sem notað var til sundiðkunar og dýfinga. Má enn sjá leifar af tveimur dýfingarpöllum ofan við fossinn sem og leifar af stíflunni.

Álafoss

Álafossverksmiðjan um 1920. Fremst á myndinni er gripahús, en búrekstur var lengi stundaður á Álafossi jafnhliða verksmiðjurekstrinum. Fjær er verksmiðjuhúsið, sem reist var árið 1896 og stendur enn. Greinilega má sjá rörið, sem liggur frá stíflunni niður í verksmiðjuhúsið, en vatnsaflið var notað við ullarvinnsluna. Fólk er á ferli í kringum Álafosslaugina, en í fjarska má greina fjallsnípuna Reykjaborg, en skammt þaðan á Varmá upptök sín.

Markmiðið með friðlýsingu Álafoss sem náttúruvættis er að vernda fossinn sjálfan, nánasta umhverfi hans sem og menningarminjar sem tengjast sögu og þróun Mosfells­bæjar. Svæðið er fjölsótt, bæði af bæjarbúum og öðrum gestum og mikilvægt að treysta útivistar- og fræðslugildi þess.

Álafoss

Dýfingar við Sundlaugina ofan við Álafoss.

Álafoss og nágrenni voru friðlýst sem náttúruvætti þann 25. apríl 2013. Friðlýsta svæðið er 1. 4. hektarar að stærð og nær yfir fossinn og næsta nágrenni hans, þar á meðal Álanes, sem er einn af eldri skógum bæjarins.

Álafoss er fallegur foss í varmá þar sem hún liðast í gegnum Álafosskvos í Mosfellsbæ. Varmá er á náttúruminjaskrá frá upptökum til ósa, en áin og fossin tengjast ríkulega atvinnu- og íþróttasögu Mosfellsbæjar. Árið 1896 hófst urrarvinnsla við Álafoss og vegna þeirrar starfsemi var áin stífluð ofan við fossinn. Vatn var leitt í sveru röri niður í tóvinnuhúsið, sem enn stendur neðar í brekkunni. Myndaðist þá talsvert dýpi í ylvolgri Varmánni, sem notað var til sundiðkunar og dýfinga. Hægt var að synda um 100 metra án þess að snúa við og haft var á orði á sínum tíma að á Álafossi væri lengsta sundlaug í heimi. Þegar innilaug var vígð að Álafossi árið 1933 dró smám saman úr notkun útilaugarinnar, enda tók áin að kólna verulega vegna virkjunarframkvæmda í Reykjahverfi.
Má enn sjá leifar af stíflunni og tveimur dýfingapöllum ofan við fossinn.

Almenningi er heimil för um náttúruvætti Álafoss, en fylgja skal merktum stígum og leiðum.

Álafoss

Álafoss.

Sogin

Eftirfarandi friðlýsingar má finna á Reykjanesskaganum sbr. vefsíðu Umhverfisstofnunar:

-Akurey (Rvík)
-Álafoss (Mosf.)
-Ástjörn (Hafn.)

Tröllabörn

Tröllabörn.

-Ástjörn og Ásfjall (Hafn.)
-Bakkatjörn (Seltj.)
-Bláfjöll
-Borgir (Kóp.)
-Bringur (Mosf.)
-Búrfell (Garðab.)
-Bláfjöll (Rvík)
-Eldborg (Grindav.)
-Eldey (Reykjanesb.)
-Fjaran við Kastúsatjörn (Seltj.)
-Fossvogsbakkar (Rvík)
-Garðahraun (Gardab.)
-Gálgahraun (Gardab.)

Tungufoss

Tungufoss.

-Grótta (Seltj.)

-Hamarinn (Hafn.)
-Háubakkar (Rvík)
-Hleinar (Hafn.)
-Hlið (Álftan.)
-Hvaleyrarlón og Hvaleyrarhöfði (Hafn.)
-Kaldárhraun og Gjárnar (Hafn.)
-Kasthúsatjörn (Álftan.)
-Laugarás (Rvík)
-Litluborgi (Hafn.)
-Rauðhólar (Rvík)

Valhúsahæð

Valhúsahæð.

-Reykjanesfólkvangur
-Skerjafjörður (Garðab.)
-Skerjafjörður (Kóp.)
-Stekkjarhraun (Hafn.)

-Tröllabörn (Kóp.)
-Tungufoss (Mosf.)
-Valhúsahæð (Seltj.)
-Varmárósar (Mosf.)
-Vífilsstaðavatn (Garðab.)
-Víghólar (Kóp.)

Akurey

Akurey

Akurey – friðlýsing.

Akurey er lág og vel gróin eyja í Kollafirði, um 6,6 hektarar að stærð, norðaustan við Seltjarnarnes.Akurey flokkast sem alþjóðlega mikilvæg sjófuglabyggð en í eynni verpa ýmsir sjófuglar eins og lundi sem er langalgengastur, sílamáfur, æðarfugl og teista, jafnframt er Akurey mikilvæg vetrarstöð fyrir skarfa.

Markmiðið með friðlýsingu Akureyjar er að stuðla að vernd líffræðilegar fjölbreytni með því að vernda alþjóðlega mikilvægt fuglasvæði í Reykjavík.

Í reglum um friðlandið er meðal annars kveðið á um að flug ómannaðra loftfara er óheimilt, þá er óheimilt að fara í land í Akurey nema með leyfi Umhverfisstofnunar og Reykjavíkurborgar.
Ákvæðið á þó ekki við um umsjónaraðila. Þá kemur einnig fram að óheimilt er að spilla gróðri og trufla dýralíf innan friðlandsins. Varðandi landnotkun þá er heimilt að nýta æðarfugl og sílamáf.
Umhverfisstofnun getur veitt leyfi til athafna í friðlandinu, s.s. til ljósmynda- og kvikmyndatöku.

Álafoss

Álafoss

Álafoss – friðlýsing.

Umhverfisráðherra hefur að tillögu sveitarfélagsins Mosfellsbæjar og að fengnu áliti Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar Íslands ákveðið að friðlýsa Álafoss og nánasta umhverfi hans. Landsvæðið er friðlýst sem náttúruvætti, skv. 2. tölul. 1. mgr. 53. gr. laga um náttúruvernd, nr. 44/1999.

Álafoss er fallegur foss í Varmá þar sem hún liðast í gegnum Álafosskvos í Mosfellsbæ. Varmá er á náttúruminjaskrá frá upptökum til ósa en áin og fossinn tengjast ríkulega atvinnu- og íþróttasögu Mosfellsbæjar. Árið 1896 hófst ullarvinnsla við Álafoss og vegna þeirrar starfsemi var áin stífluð ofan við fossinn. Myndaðist þá talsvert dýpi í ylvolgri Varmánni sem notað var til sundiðkunar og dýfinga. Má enn sjá leifar af tveimur dýfingarpöllum ofan við fossinn sem og leifar af stíflunni.

Hið friðlýsta svæði er 1,4 hektarar að stærð og nær yfir fossinn, töluvert svæði ofan og neðan hans og einnig skóglendi í svonefndu Álanesi sem er einn af eldri skógum bæjar­ins.

Markmiðið með friðlýsingu Álafoss sem náttúruvættis er að vernda fossinn sjálfan, nánasta umhverfi hans sem og menningarminjar sem tengjast sögu og þróun Mosfells­bæjar. Svæðið er fjölsótt, bæði af bæjarbúum og öðrum gestum og mikilvægt að treysta útivistar- og fræðslugildi þess.

Ástjörn

Ástjörn

Ástjörn – friðlýsing.

Ástjörn og svæðið umhverfis hana var friðlýst árið 1978. Í desember 1996 var verndarsvæðið stækkað með stofnun fólkvangs við Ástjörn og Ásfjall umhverfis friðlandið.

Ástjörn er einstætt náttúrufyrirbæri sem á sér enga hliðstæðu í næsta nágrenni hins nær samfellda þéttbýlis höfuðborgarsvæðisins. Tjörnin og svæðið umhverfis hana einkennist af mjög auðugu gróður- og dýralífi. Þar er t.d. að finna eina flórgoðavarpið á Suðvesturlandi en tegundinni hefur fækkað til muna frá því sem var á fyrri hluta 20. Aldar og er flórgoði alfriðuð tegund og á válista. Í tjörninni er mikið smádýralíf sem er þó lítt rannsakað.

Ástjörn við Hafnarfjörð er í kvos vestan undir Ásfjalli. Bakkar tjarnarinnar eru raklendir og að norðaustanverðu er stórt mýrarstykki niður undan gamla Ásbænum.
Upp af votlendinu taka við þurrir grýttir móar sem eru að gróa upp og hefur trjám verið plantað í þá norðan og austan megin við tjörnina. Tvö gömul tún eru norðan tjarnarinnar, annars vegar við Stekk og hins vegar við Ás.

Ástjörn og Ásfjall

Ástjörn og Ásfjall

Ástjörn og Ásfjall – friðlýsing.

Ástjörn og Ásfjall var friðlýst sem fólkvangur árið 1996. Fólkvangurinn umlykur friðland Ástjarnar en Ástjörn og svæðið umhverfis hana var friðlýst árið 1978. Útsýni af fjallinu er gott og sérstaklega áhugavert fyrir áhugafólk um jarðfræði og sögu höfuðborgarsvæðisins. Á Ásfjalli eru minjar um hersetu fyrr á öldinni.

Ástjörn er einstætt náttúrufyrirbæri sem á sér enga hliðstæðu í næsta nágrenni hins nær samfellda þéttbýlis höfuðborgarsvæðisins. Tjörnin og svæðið umhverfis hana einkennist af mjög auðugu gróður- og dýralífi. Þar er t.d. að finna eina flórgoðavarpið á Suðvesturlandi en tegundinni hefur fækkað til muna frá því sem var á fyrri hluta 20. aldar og er flórgoði alfriðuð tegund og á válista. Í tjörninni er mikið smádýralíf sem er þó lítt rannsakað.

Stærð fólkvangsins er 56,9 ha.

Bakkatjörn

Bakkatjörn

Bakkatjörn – friðlýsing.

Bakkatjörn var friðlýst árið 2000. Bakkatjörn er ísölt tjörn og hefur svo verið frá um 1960 þegar lokað var fyrir leirvog sem þar var. Lægð kölluð Rásin tengdi áður Bakkatjörn og Seftjörn en sú síðarnefnda er nú horfin undir byggð.

Umhverfis Bakkatjörn er graslendi í sendnum jarðvegi og votlendi. Þær tegundir sem finna má innan friðlandsins eru m.a. melgresi, skriðlíngresi, tágamura, lokasjóður, mýrasauðlaukur, njóli, túnvingull, vallarsveifgras, klóelfting, mýrastör, knjáliðagras, lófótur, hálmgresi, gulstör, hrafnaklukka, vætuskúfur (vætusef), baldursbrá, fjöruarfi, fjörukál, hjartaarfi, vallhumall, snarrótarpunktur, túnvingull, gullvöndur, engjavöndur, hnúskakrækill, umfeðmingur, mýrasóley, augnfró, túnsúra, skarifífill, brennisóley, maríustakkur, gleym-mér-ei, hvítsmári, vallhæra og skriðlíngresi. Í blautustu lænunum vaxa lófótur, gulstör, mýrastör ásamt hrafnafífu, klófífu, hófsóley, skriðlíngresi, vætusefi, mýrasauðlauk og knjáliðagrasi.

Stærð friðlandsins er 14,9 ha.

Bláfjöll

Bláfjöll

Bláfjöll – friðlýsing.

Bláfjallafólkvangur var fyrst friðlýstur árið 1973. Fólkvangurinn er fjallaklasi sem rís hæst 685 m yfir sjávarmál. Vinsælt útivistarsvæði með góðri aðstöðu fyrir skíðafólk.

Aðilar að rekstri fólksvangs þess, sem stofnaður var í Bláfjöllum, sbr. auglýsingu ráðuneytisins nr. 97, 21. mars 1973 eru nú eftirtalin sveitarfélög: Reykjavíkurborg, Kópavogskaupstaður, Seltjarnarneskaupstaður, Hafnarfjarðarkaupstaður, Garðakaupstaður, Keflavíkurkaupstaður,
Njarðvíkurkaupstaður, Selvogshreppur, Miðneshreppur, Gerðahreppur, Vatnsleysustrandarhreppur og Bessastaðahreppur.

Stærð fólkvangsins er 9035 ha.

Borgir

Borgir

Borgir – friðlýsing.

Borgir voru friðlýstar sem náttúruvætti árið 1981. Eftir að jökull hopaði í lok ísaldar, fyrir um 10000 árum, var Borgarholtið sker úti fyrir landi. Hafaldan skolaði burt smágrýti en skildi eftir lágbarða grágrýtis hnullunga sem einkenna holtið.

Mörk friðlýsta svæðisins fylgja jaðri Borga að sunnan. Að vestan liggja mörkin 10-15 m frá lóðarmörkum
aðliggjandi húsa, en 205 m frá þeim að norðan og norðaustan. Að austan fylgja mörkin jaðri Borga að því
undanskildu að utan markanna er um 25 m breið spilda inn að kirkjunni og um 15 m breið landræma
umhverfis hana.
Umhverfis friðlýsta svæðið afmarkast svonefnt jaðarsvæði. Ytri mörk þess liggja 10-15 m utan við mörk
friðlýsta svæðisins að austan og sunnan, en að vestan og norðan eru mörk þess jafnframt lóðamörk.

Stærð náttúruvættisins er 2,8 ha en umhverfis friðlýsta svæðið afmarkast svokallað jaðarsvæði og er stærð þess 1,3 ha.

Bringur

Bringur

Bringur – friðlýsing.

Borgir voru friðlýstar sem náttúruvætti árið 1981. Eftir að jökull hopaði í lok ísaldar, fyrir um 10000 árum, var Borgarholtið sker úti fyrir landi. Hafaldan skolaði burt smágrýti en skildi eftir lágbarða grágrýtis hnullunga sem einkenna holtið.

Stærð náttúruvættisins er 2,8 ha en umhverfis friðlýsta svæðið afmarkast svokallað jaðarsvæði og er stærð þess 1,3 ha.
Bújörðin Bringur varð til sem nýbýli úr landi prestsetursins að Mosfelli árið 1856. Jörðin fór í eyði árið 1966, en þar er að finna talsvert af mannvistarleifum á bæjarstæðinu og heimatúninu. Jörðin Bringur er norðan Köldukvíslar en þaðan er víðsýnt yfir Mosfellsdal og allt til hafs. Handan árinnar, utan fólkvangsins, rís Grímansfell, sem er hæsta fjall Mosfellsbæjar, og rétt við túngarðinn er Helgufoss í Köldukvísl. Vestan við fossinn eru Helguhvammur, rústir Helgusels og Helguhóll, einnig nefndur Hrafnaklettur. Sagan segir að þar sé mikil huldufólksbyggð. Seljarústirnar vitna um löngu horfna atvinnuhætti þegar búpeningur var hafður í seli yfir sumartímann. Þjóðtrúin hermir að Helgusel sé nefnt eftir Helgu dóttur Bárðar Snæfellsáss, en önnur skýring á nafngiftinni byggir á því að landsvæðið var fyrrum í eigu kirkjustaðarins á Mosfelli og upphafleg merking nafnsins væri þá hið helga sel.

Örskammt frá túnfætinum í Bringum má sjá leifar af þjóðbraut, svonefndum Bringnavegi, sem lagður var árið 1910. Vegur þessi var tengileið milli Mosfellsdals og gamla Þingvallavegarins sem lá yfir Mosfellsheiði til Þingvalla.

Búrfell

Búrfell

Búrfell – friðlýsing.

Svæðið er mjög gott dæmi um jarðmyndanir sem eru sérstakar á landsvísu og hafa hátt vísinda- og fræðslugildi. Búrfell og hrauntraðir frá gígnum, gjárnar og misgengi eru mjög áberandi í landi. Búrfell er stakur gjall- og klepragígur sem tilheyrir eldstöðvakerfi Krýsuvíkur. Snemma á nútíma fyrir um 8100 árum rann úr Búrfelli Búrfellshraun sem hefur breytilega ásýnd eftir svæðum. Næst upptökunum í Búrfelli er hraunið slétt helluhraun með hrauntröðum eða hraunrásum með hellum. Fjær upptökunum er það klumpahraun. Innan svæðisins er talsvert af menningarminjum s.s. fjárskjól og seljarústir sem telja má einstakar í sinni röð, byggðar við gjárbarmana með baðstofum, eldhúsi, kvíum og stekkjum. Hluti svæðisins hefur verið friðlýstur sem hluti af Reykjanesfólkvangi síðan 1975.

Svæðið er 380 ha að stærð.

Eldborg í Bláfjöllum

Bláfjöll

Eldborg í Bláfjöllum – friðlýsing.

Eldborg er einn þriggja gíga af eldborgargerð hjá Kóngsfelli. Eldborg var friðlýst sem náttúruvætti árið 1971.

Fallegt landslag og sérstakar jarðmyndanir einkenna svæðið sem er á vatnsverndarsvæði. Göngustígur liggur frá bílastæði upp á Eldborgina. Haustið 2012 var unnið í göngustígagerð á svæðinu, villustígum var lokað og mosi græddur í sár þar sem villustígar höfðu myndast um gíginn.

Stærð náttúruvættisins er 34,8 ha.

Eldborg í Grindavík (Krýsuvík)

Eldborg

Eldborg undir Geitarhlíð – friðlýsing.

Eldborg undir Geitahlíð var friðlýst árið 1987. Eldborg er hluti af gjallgígaröð og er Stóra-Eldborg meðal fegurstu gíga Suðvesturlands.

Stærð náttúruvættisins er 100,5 ha.

Eldey
Eldey var friðlýst árið 1974 og er hún 77 metra há þverhnípt klettaeyja suður af Reykjanesi. Í Eldey er ein stærsta súlubyggð sem þekkist í heiminum og óhætt að segja að á sumrin sé eyjan þakin súlu. Óheimilt er að fara í eyna án leyfis Umhverfisstofnunar og til verndar fuglalífi eru skot bönnuð nær eynni en 2 km.

Stærð Eldeyjar er 2 hektarar.

Fjaran við Kasthúsatjörn

Kasthúsatjörn

Kasthúsatjörn – friðlýsing.

Aðliggjandi fjara við Kasthúsatjörn var friðlýst sem fólkvangur árið 2002. Markmið með friðlýsingu fjörunnar sem fólkvangs er að tryggja landsvæði til útivistar og almenningsnota. Fjaran og aðliggjandi sjávarsvæði eru sérstaklega áhugaverð til náttúruskoðunar svo sem fugla- og fjöruskoðunar. Aðgengi að svæðinu er gott og því ákjósanlegt til útikennslu.
Stærð fólkvangsins er 17,6 ha.

Hluti Kasthúsatjarnar og umhverfi hennar á Álftanesi var friðlýst sem friðland árið 2002 og er markmið með friðlýsingunni að vernda tjörnina með fjölskrúðugu fuglalífi hennar og lífríki, en tjörnin er strandtjörn, grunn og lífrík. Tjörnin býr yfir líffræðilegri fjölbreytni og er ákjósanleg til rannsókna og fræðslu.

Stærð friðlandsins er 4,20 ha.

Fossvogsbakkar

Fossvogsbakkar

Fossvogsbakkar – friðlýsing.

Fossvogsbakkar voru friðlýstir sem náttúruvætti árið 1999. Á svæðinu er að finna fágætar jarðminjar í jarðsögu Reykjavíkur og landsins alls, Fossvogslögin, og felst verndargildi svæðisins í verndun þeirra.

Náttúruvætti eru náttúrumyndanir sem mikilvægt er að varðveita sakir fræðilegs gildis, fegurðar eða sérkenna. Markmiðið með friðlýsingu Fossvogsbakka er verndun fágætra jarðminja svæðisins.

Setin í Fossvogsbökkum, hluti hinna svokölluðu Fossvogslaga, eru talin vera um 11.000 ára gömul, eða frá lokum síðustu ísaldar. Talið er að þau hafi myndast í einu af síðustu hlýskeiðunum eftir að bráðnun jökla hafði leitt til umtalsverðrar hækkunar sjávarstöðu. Lögin eru um 2 km að lengd við strandlengjuna og 5 m þykk þar sem þau eru þykkust. Sumsstaðar eru þau þó nærri horfin vegna sjávarrofs.

Setlögin liggja ofan á grágrýtisklöpp sem talin er hafa myndast fyrir 100-200 þúsund árum. Neðsta lag setlaganna er jökulberg sem myndað er úr jökulruðningi og bendir til þess að á svæðinu hafi verið jökull sem hefur hopað. Næstu lög eru sjávarsetlög, einkum fíngerð silt- og eðjusteinslög, sem bendir til þess að á svæðinu hafi verið grunnsævi. Í sjávarsetlögunum er að finna mikið magn af steingervingum, einkum skeljar lindýra. Ofan á sjávarsetinu er aftur að finna jökulberg sem bendir til þess að allra síðustu jökulskeið ísaldar hafi átt sér stað eftir að setlögin mynduðust. Af þessu má sjá að hægt er að fá mikilvægar vísbendingar um loftslagsbreytingar, landslagsmyndun, sjávarstöðu og lífríki á grunnsævi.

Einstakt er að merkar jarðminjar, líkt og finnast í Fossvogsbökkum, séu staðsettar í miðri borg og að mestu leyti mjög aðgengilegar og sýnlegar.

Á svæðinu er mjög fjölbreyttur gróður sem hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum og áratugum vegna útbreiðslu ágengra tegunda og landnámi slæðinga úr görðum. Þar sem setlögin eru ekki mjög brött og mynda nokkurs konar skriður eru þau nokkuð gróin af margvíslegum gróðri, einkum grastegundum, en einnig stórvaxnari gróðri. Á bökkum setlaganna er gróður víða stórvaxinn þannig að hann skyggir á jarðminjarnar. Á þeim svæðum er lúpína algeng.

Gróðurlendið á Fossvogsbökkum hýsir fjölbreytilegt smádýralíf og fuglalíf á svæðinu er mikið, einkum í fjörunni.

Við Fossvogsbakka er að finna minjar frá tímum síðari heimstyrjaldar. Um er að ræða húsgrunna sem tilheyra herbúð, Camp Mable Leaf. Austan við herbúðirnar eru tóftir sem byggðar voru árið 1944 og eru enn vel greinanlegar.

Náttúruvættið er 17,8 hektarar að stærð.

Garðahraun

Garðahraun

Garðahraun – friðlýsing.

Garðahraun og Vífilsstaðahraun (Svínahraun) eru hlutar hins svokallaða Búrfellshrauns. Hraunin eiga uppruna sinn í Búrfellseldstöðinni og eru talin vera um 8000 ára gömul. Svæðin eru aðgengileg og henta vel til útivistar, fræðslu og rannsókna fyrir áhugamenn jafnt sem vísindamenn. Innan þeirra eru merkar söguminjar, s.s. Berklastígur, sem var útivistarstígur sjúklinga frá berklahælinu á Vífilsstöðum og sk. Atvinnubótastígur, sem lagður var í atvinnubótavinnu frostaveturinn 1918, en var aldrei tekinn í notkun.

Markmið friðlýsingarinnar er að stofna fólkvang, útivistarsvæði í þéttbýli, þar sem jarðmyndanir, gróðurfar, fuglalíf og menningarminjar, m.a. fornar rústir eru verndaðar. Með friðlýsingunni eru tryggðir möguleikar til útivistar, náttúruskoðunar og fræðslu í náttúrulegu umhverfi.

Gálgahraun

Gálgahraun

Gálgahraun – friðlýsing.

Markmiðið með friðlýsingu Gálgahrauns er að vernda nyrsta hluta Búrfellshrauns, þann hluta hraunsins sem runnið hefur í sjó fram, bæði vegna jarðmyndana og lífríkis. Markmið friðlýsingarinnar er jafn­framt að varðveita Gálgahraun sem vettvang náttúruskoðunar og fræðslu um ókomna tíð.

Gálgahraun, Garðabæ, friðlýst sem friðland í stjórnartíðindum B.nr. 877/2009.

Verndargildi svæðisins byggir m.a. á því að verndarsvæðið í Gálgahrauni er á þessu svæði að mestu ósnortið. Þar sem hraunjaðarinn nær í sjó fram hefur rofmáttur úthafsöldunnar verið lítill í innvíkunum Arnarnesvogi og Lambhúsatjörn og er hraunið því að mestu eins og þegar það rann. Forsendur frið­lýsingarinnar eru jarðmyndanir, gróðurfar, fuglalíf og menningarminjar, en í hrauninu er m.a. forn gata, Fógetagata og forn aftökustaður, Gálgaklettur, sem hraunið dregur nafn sitt af.

Grótta

Grótta

Grótta – friðlýsing.

Grótta var friðlýst árið 1974. Grótta er í raun eyja sem tengd er við land af mjóum granda sem fer á kaf á flóði. Strönd eyjunnar hefur að mestu verið hlaðin upp vegna landsigs og er hún því eins og grunn skál. Vegna fuglaverndunar er óheimilt að fara um svæðið frá 1. maí til 15. júlí.

Eyjan er vel gróin og gróskuleg þrátt fyrir fábreytt gróðurlendi og tiltölulega fáar tegundir.
Auðugt og fjölbreytilegt fuglalíf er í Gróttu. Samkvæmt rannsóknum sem gerðar hafa verið eru um 450 kríupör í Gróttu. Krían er ábyrgðartegund og alfriðuð.

Viti var fyrst reistur árið 1897 og þar bjó lengi vitavörðurinn Albert Þorvarðarson (1910-1973), en Slysavarnarfélagið á Nesinu heitir eftir honum.

Frá Gróttu var áður útræði og segir sagan að skip hafi farist við Gróttutanga.

Dauðinn sótti sjávardrótt,
sog var ljótt í dröngum.
Ekki er rótt að eiga nótt
undir Gróttutöngum.

Stærð friðlandsins er 39,6 ha.

Hamarinn

Hamarinn

Hamarinn – friðlýsing.

Hamarinn var friðlýstur sem náttúruvætti árið 1984. Á Hamrinum eru jökulminjar. Hann setur mikinn svip á miðbæ Hafnarfjarðar og nýtur vinsælda sem útivistarsvæði. Hamrinum tengjast sögur um álfa og huldufólk.

Stærð náttúruvættisins er 2,1 ha.

Háubakkar

Háubakkar

Háubakkar – friðlýsing.

Háubakkar voru friðlýstir sem náttúruvætti árið 1983. Á svæðinu er að finna þykk setlög sem bera merki um áhrif loftslagsbreytinga á ísöld.

Náttúruvætti eru náttúrumyndanir sem mikilvægt er að varðveita sakir fræðilegs gildis, fegurðar eða sérkenna. Markmiðið með friðlýsingu Háubakka er verndun fágætra jarðminja svæðisins í núverandi mynd.

Setlögin í Háubökkum tilheyra svokölluðum Elliðavogslögum sem mynduðust að öllum líkindum á löngu tímabili sem hófst fyrir meira en 300 þúsund árum og varði í að minnsta kosti 100 þúsund ár. Í setlögunum er bæði sjávar- og þurrlendisset sem bendir til þess að sjávarstaða hafi verið all breytileg á þeim tíma er setlögin mynduðust. Elliðavogslögin eru talin ná frá Brimnesi suður að Álftanesi, en Háubakkar eru með betri stöðum þar sem opnur eru að setlögunum sem víðast hvar eru grafin fyrir neðan yngri hraun- og setlög.

Neðstu setlögin eru jökulberg, líklega rúmlega 300 þúsund ára gamalt. Fyrir ofan jökulbergið taka við sjávarsetlög sem benda til hærri sjávarstöðu í kjölfar þess að jöklar bráðnuðu. Í sjávarsetlögunum er nokkuð af steingervingum, einkum samlokutegundir, t.d. kúfskel, krókskel og hallloka. Þessar tegundir eru nokkuð kuldasæknar og bendir það til þess að hiti sjávar hafi verið um 1-2°C lægri en í dag. Fyrir ofan sjávarsetið er meira jökulberg sem talið er vera um 250 þúsund ára gamalt. Efst í setlögunum er síðan þurrlendisset, einkum móset, meðal annars surtarbrand sem bendir til þess að gróskusamt votlendi hafi verið á svæðinu og loftslag hlýrra en nú. Ýmsar plöntuleifar er að vinna í surtarbrandinum.

Hleinar

Hleinar – friðlýsing.

Þær jarðminjar sem er að finna í Háubökkum veita mikilvæga innsýn í jarðsögu Reykjavíkur og endurspegla setlögin um 100 þúsund ára sögu sem einkennist af miklum umskiptum í veðurfari, sjávarstöðu og landmótun. Þá veita þau einnig góðar upplýsingar um lífríki sjávar og gróðurfar á þurrlandi.

Verndun lífríkis er ekki upprunalegt markmið með friðýsingu Háubakka. Hins vegar liggur svæðið að fjörum þar sem er töluvert fuglalíf og nokkuð um strandgróður. Þá er fjölbreytileiki plantna sem vex ofan á bökkunum og í skriðum mikill, sérstaklega gras og blómlendi, auk þess sem nokkuð stórvaxinn trjágróður finnst á svæðinu. Ágengar tegundir eins og alaskalúpína og skógarkerfill finnast á svæðinu.

Fuglar eru áberandi á svæðinu, einkum vaðfuglar, enda stendur svæðið við vog. Skordýralíf er töluvert.

Náttúruvættið er 2,1 hektarar að stærð.

Hleinar
Hleinar voru friðlýstir sem fólkvangur árið 2009. Markmiðið með friðlýsingu svæðisins er að vernda fjöru og útivistarsvæði í fögru hraunumhverfi sem vaxið er náttúrulegum gróðri svo sem mosa- og lynggróðri. Jafnframt er það markmið friðlýsingarinnar að vernda búsetulandslag og menningarminjar, en á svæðinu eru tóftir, fiskreitir, grjóthleðslur, gerði, garðar og vagnslóðar. Aðgengi að svæðinu er gott og það er því ákjósanlegt til fræðslu og útikennslu.

Fólkvangurinn er 32,3 hektarar að stærð og er hluti af friðlýsingu búsvæða fugla við Álftanes og Skerjafjörð í samræmi við náttúruverndaráætlun 2004-2008.

Hlið

Hlið

Hlið – friðlýsing.

Hlið á Álftanesi var friðlýst sem fólkvangur árið 2002. Árið 2020 var fólkvangurinn stækkaður og friðlýsingaskilmálar endurskoðaðir.

Markmið friðlýsingarinnar er að tryggja landsvæði til útivistar og almenningsnota og að vernda fuglalíf, búsvæði fugla og líffræðilega fjölbreytni svæðisins. Miðar verndunin að því að auðvelda almenningi aðgang að náttúrunni, svæðis til útivistar, náttúruskoðunar og til fræðslu. Fjaran og aðliggjandi sjávarsvæði eru áhugaverð til náttúruskoðunar svo sem fugla- og fjöruskoðunar.

Aðgengi að svæðinu er gott og er það hluti af lífríku svæði og því ákjósanlegt til útikennslu. Innan svæðisins eru m.a. margæs, æðarfugl, rauðbrystingur, sendlingur og tildra sem eru ábyrgðartegundir á Íslandi og eru þær skráðar á viðauka II og III við Bernarsamninginn. Á svæðinu er einnig auðugt botndýralíf á grunnsvæði og lífríkar þangfjörur. Jafnframt eru friðlýstar menningarminjar (Skjónaleiði) innan fólkvangsins.

Stærð fólkvangsins er 41 ha.

Nú verðum við náttúru landsins að liði
um ljómandi vordag í sjávarins niði.
Nú látum við seli og fugla í friði
og fólkvanginn stækkum hér úti í Hliði.
(Arinbjörn Vilhjálmsson, júní 2020.)

Hvaleyrarlón og Hvaleyrargrandi

Hvaleyrarlón og Hvaleyrarhöfði

Hvaleyrarlón og Hvaleyrarhöfði – friðlýsing.

Hvaleyrarlón og Hvaleyrarhöfði voru friðlýst sem fólkvangur árið 2009. Markmið með friðlýsingu Hvaleyrarlóns og fjara Hvaleyrarhöfða er að tryggja útivistar- og fræðslusvæði til útiveru og fuglaskoðunar ásamt því að vernda lífríki og leirur svæðisins sem eru m.a. mikilvægt búsvæði fugla.

Útivistar- og fræðslugildi svæðisins er hátt. Dýralíf í leiru er allauðugt og er fuglalíf sérlega auðugt á svæðinu. Aðgengi fyrir íbúa er gott og einnig eru grunnskóli og leikskóli í nágrenninu og svæðið því tilvalið til útikennslu. Svæðið hefur lengi verið vinsælt til útivistar og er ákjósanlegt til fuglaskoðunar allt árið, en oft má sjá á svæðinu sjaldséða gesti eins og t.d. gráhegra.

Svæðið er 39,9 hektarar að stærð.

Kaldárhraun og Gjárnar
Kaldárhraun og Gjárnar í Hafnarfirði voru friðlýst sem náttúruvætti árið 2009. Markmið með friðlýsingu Kaldárhrauns og Gjánna er að vernda hellu­hrauns­myndun og fagrar klettamyndanir í vestari hrauntröðinni frá hinni kunnu eldstöð Búrfelli.

Kaldárhraun er heillegt og óraskað helluhraun á vinsælu útivistarsvæði við Helgafell, en upptök hraunsins eru í gígum austan við norðurenda Gvendarselshæðar. Kaldárhraun er eitt síðasta dæmið um heillegt og óraskað helluhraun í landi Hafnarfjarðar og er fræðslu- og útivistargildi svæðisins metið hátt. Á svæðinu eru fornminjar sem tengjast selbúskap, m.a. gömul gata, Kaldárstígur.

Stærð hins friðlýsta svæðis er 208,9 ha.

Kasthúsatjörn

Kasthúsatjörn

Kasthúsatjörn – friðlýsing.

Hluti Kasthúsatjarnar og umhverfi hennar á Álftanesi var friðlýst sem friðland árið 2002 og er markmið með friðlýsingunni að vernda tjörnina með fjölskrúðugu fuglalífi hennar og lífríki, en tjörnin er strandtjörn, grunn og lífrík. Tjörnin býr yfir líffræðilegri fjölbreytni og er ákjósanleg til rannsókna og fræðslu.

Stærð friðlandsins er 4,20 ha.

Aðliggjandi fjara var svo friðlýst sem fólkvangur árið 2002.

Markmið með friðlýsingu fjörunnar sem fólkvangs er að tryggja landsvæði til útivistar og almenningsnota. Fjaran og aðliggjandi sjávarsvæði eru sérstaklega áhugaverð til náttúruskoðunar svo sem fugla- og fjöruskoðunar. Aðgengi að svæðinu er gott og því ákjósanlegt til útikennslu.

Stærð fólkvangsins er 17,6 ha.

Laugarás

Laugarás

Laugarás – friðlýsing.

Laugarás var friðlýstur sem náttúruvætti árið 1982. Á svæðinu eru jarðminjar í formi jökulsrispaðs bergs og einnig má sjá ummerki um sjávarstöðu við lok ísaldar.

Náttúruvætti eru náttúrumyndanir sem mikilvægt er að varðveita sakir fræðilegs gildis, fegurðar eða sérkenna. Markmiðið með friðlýsingu Laugaráss er verndun fágætra jarðminja svæðisins og vilji til að halda opnu svæði þar sem unnt væri að skoða þær merku jarðminjar sem eru á svæðinu.

Jarðminjar í Laugarási eru að mestu afmarkaðar við hæsta punkt svæðisins. Þar er að finna grágrýtisstórgrýti, ávalar klappir og hnullunga sem talin eru vera um 200 þúsund ára gömul og eru hluti af Reykjavíkurgrágrýtismynduninni. Jöklar ísaldar mótuðu grágrýtið og má sjá jökulrákir í stærri hnullungunum. Við lok ísaldar hækkaði sjávarborð og var Laugarás þá einn af fáum stöðum sem ekki var neðansjávar, en sjávarstaðan þá var um 45 metrum hærri en hún er nú. Aðeins efsti hluti Laugaráss stóð upp úr þannig að hann var lítið meira en sker. Ummerki um þetta má sjá á stórgrýti nálægt efsta punkti svæðisins sem er sjávarbarið.

Jarðminjar svæðisins veita mikilvæga sýn í jarðsögu Reykjavíkur og upplýsingar um loftslags- og landháttabreytingar.

Friðlýsing Laugaráss er ekki bara mikilvæg til verndar jarðminjum, heldur einnig vegna verndunar upprunalegs holtagróðurs í miðju þéttbýli þar sem upprunalegar, einkennandi tegundir eru ríkjandi og mynda sérstök samfélög sem eru nokkuð tegundauðug. Áður fyrr var þessi holtagróður ríkjandi á svæðinu, en hann á nú undir högg að sækja vegna lúpínu og trjágróðurs sem herjar á. Lúpínan myndar stórar og þéttar breiður sem stundum skyggja á eða hylja jarðmyndanirnar. Birki er algengasta trjátegundin, en einnig er mikið um selju. Aðrar trjátegundir sem finnast eru reynir, viðja, alaskavíðir, loðvíðir, stafafura og elri.

Ýmsir fuglar halda til á svæðinu, s.s. stari, svartþröstur og auðnutittlingur. Flugur og fiðrildi eru mest áberandi af skordýrum, einkum hunangsflugur, geitungar, birki- og víðifetar og ýmsar tvívængjur. Innan um gróðurinn er nokkuð um hattsveppi.

Náttúruvættið er 1,5 hektarar að stærð.

Litluborgir

Litluborgi

Litluborgir – friðlýsing.

Litluborgir voru friðlýstar sem náttúruvætti árið 2009. Markmiðið með friðlýsingu Litluborga er að vernda sérstæðar jarð­myndanir í landi Hafnarfjarðar. Jafnframt er það markmið með friðlýsingunni að varðveita jarðmyndanir svæðisins vegna mikils fræðslugildis, en Helgafell og nágrenni þess hefur um langan tíma verið afar vinsælt útivistarsvæði.

Litluborgir eru hraunborgir og gervigígar sem myndast hafa við það að hraun hefur runnið yfir stöðuvatn. Aðrar merkar og áhugaverðar myndanir á svæðinu eru dropsteinar og kísilgúr.

Stærð náttúruvættisins er 10,6 ha.

Rauðhólar

Rauðhólar

Rauðhólar – friðlýsing.

Rauðhólar voru friðlýstir sem fólkvangur árið 1974. Fótgangandi fólki er heimil för um allt svæðið og má ekki hindra slíka för með girðingu nema stigar til yfirferðar séu með hæfilegu millibili. Reiðgötum má ekki loka með girðingum. Þessi ákvæði eiga þó ekki við girðingar um vatnsból og ræktað land enda er umferð óheimil innan slíkra girðinga. Allt jarðrask er bannað innan fólkvangsins nema leyfi [Umhverfisstofnunar] komi til.

Stærð fólkvangsins er 130,2 ha.

Reykjanesfólkvangur

Reykjanesfólkvangur

Reykjanesfólkvangur – friðlýsing.

Reykjanesfólkvangur var friðlýstur sem fólkvangur árið 1975. Mikið er um jarðhitasvæði og margskonar náttúruminjar innan fólkvangsins. Eldfjöll eru mörg innan fólkvangsins einkum lágar hraundyngjur og gossprungur. Móbergs- fjöll og stapar í óteljandi myndum er einkennandi fyrir landslag á svæðinu. Innan marka fólkvangsins er náttúruvættið Eldborg undir Geitahlíð. Naðurtunga finnst innan fólkvangsins og er hún á válista NÍ og talin talsvert útbreidd við hveri norðan Trölladyngju.

Stærð fólkvangsins er 29.262,7 ha.

Skerjafjörður – Garðabæ
Skerjafjörður innan bæjarmarka Garðabæjar var friðlýst sem búsvæði árið 2009. Markmið með friðlýsingunni er að vernda lífríki á strönd, í fjöru og grunnsævi Skerjafjarðar. Einnig er markmið með friðlýsingunni að vernda útivistar- og fræðslugildi svæðisins sem felst í auðugu lífríki og möguleikum til útivistar við ströndina.

Skerjafjörður

Skerjafjörður Garðabæ – friðlýsing.

Skerja­fjarðar­svæðið er undirstaða afar fjölbreytts fuglalífs allan ársins hring og er svæðið mikil­vægur viðkomustaður farfugla og fargesta sem hér hafa viðdvöl á leið sinni til og frá norðlægum varp­slóðum. Fjörur og leirur svæðisins eru lífríkar, þar eru miklar þangfjörur og grunnsævi er með auðugu botndýralífi. Skerjafjarðarsvæðið í heild sinni hefur alþjóðlegt verndargildi vegna fuglategunda, svo sem rauðbrystings og margæsar og einnig er svæðið mikilvægt vegna marhálms, en plantan hefur takmarkaða útbreiðslu hér á landi og er ein aðalfæðutegund margæsar. Fræðslugildi svæðisins er hátt með tilliti til lífríkis og aðgengi að svæðinu er gott, en strandlengjan er vinsæl til útivistar og fjörðurinn til skemmtisiglinga.

Við ákvörðun um friðlýsinguna var höfð hliðsjón af samningnum um vernd villtra plantna og dýra og lífsvæða í Evrópu (Bern 1979) sbr. Stjórnartíðindi C 17/1993, samningnum um líffræðilega fjölbreytni (Ríó de Janeró 1992) sbr. Stjórnartíðindi C 3/1995 og samþykkt um votlendi sem hafa alþjóðlegt gildi, einkum fyrir fuglalíf (Ramsar 1971) sbr. Stjórnartíðindi C 1/1978.

Stærð búsvæðisins er 427,5 ha.

Skerjafjörður – Kópavogur

Skerjafjörður

Skerjafjörður Kópavogi – friðlýsing.

Skerjafjörður innan bæjarmarka Kópavogs var friðlýst sem búsvæði árið 2012. Markmiðið með friðlýsingu Skerjafjarðar er að vernda lífríki við ströndina, í fjöru og á grunnsævi, einkum og sér í lagi með tilliti til fugla. Jafnframt er það markmið að vernda útivistar- og fræðslugildi svæðisins sem felst í líffræðilegri fjölbreytni og samrýmist verndun búsvæða fugla.

Skerjafjarðarsvæðið í heild hefur alþjóðlegt verndargildi vegna farfuglategunda, svo sem rauðbrystings og margæsar en þar er að finna lífríkar þangfjörur, leirur og grunnsævi sem skapa undirstöðu fyrir afar fjölbreytt fuglalíf allan ársins hring. Einnig er svæðið mikilvægt vegna marhálms og sjávarfitjungs sem hafa takmarkaða útbreiðslu hér á landi, en marhálmur er ein aðal fæða margæsar. Í Fossvogi og Kópavogi er stór hluti af leirum á Skerjafjarðarsvæðinu. Fræðslugildi svæðisins er hátt með tilliti til lífríkis og aðgengi að svæðinu er gott. Strandlengjan er vinsæl til útivistar og í Fossvogi eru iðkaðar siglingar og annað sjósport.

Við ákvörðun um friðlýsinguna var höfð hliðsjón af samningnum um vernd villtra plantna og dýra og lífsvæða í Evrópu (Bern 1979, sbr. Stjórnartíðindi C 17/1993), samningnum um líffræðilega fjölbreytni (Ríó de Janeró 1992, sbr. Stjórnartíðindi C 3/1995) og samþykkt um votlendi sem hafa alþjóðlegt gildi, einkum fyrir fuglalíf (Ramsar 1971, sbr. Stjórnartíðindi C 1/1978).

Stærð búsvæðisins er 62,6 ha.

Stekkjarhraun

Stekkjarhraun

Stekkjarhraun – friðlýsing.

Stekkjahraun var friðlýst árið 2009. Markmið með friðlýsingu svæðisins er að vernda útivistar­svæði í fögru hraunumhverfi þar sem jafnframt er athyglisvert gróðurlendi og sérstakar menningarminjar. Stekkjarhraun er hluti af hraunum sem runnu í Búrfellseldum fyrir um 7000 árum. Stekkjarhraun er í beinu framhaldi af Gráhelluhrauni og hefur hraunið runnið um þröngan farveg milli Setbergshlíðar og Mosahlíðar. Aðgengi að svæðinu er gott og er það því ákjósanlegt til fræðslu og útikennslu. Með friðlýsingunni er einnig verið að vernda votlendisbletti við Lækinn þar sem hann rennur með Stekkjarhrauni, en þar vaxa m.a. horblaðka og starir sem eru fágætar tegundir í þéttbýli.

Stærð hins friðlýsta svæðis er 15,9 hektarar.

Tröllabörn

Tröllabörn

Tröllabörn – friðlýsing.

Tröllabörn voru friðlýst sem náttúruvætti árið 1983. Náttúruvættið einkennist af sérkennilegum hraundrýlum (hornító) sem hafa verið notuð sem fjárskýli og jafnvel sem sæluhús. Þegar gosgufurnar koma úr útstreymisopum hraunsins brenna þær við hátt hitastig þegar þær sameinast súrefni loftsins. Þá hlaðast upp litlar en brattar strýtur úr kleprum sem gosgufurnar rífa með sér. Strýtur sem þessar, eða hraundríli, eru einkum algengar á hraundyngjum.

Stærð náttúruvættisins er 4,7 ha.

Tungufoss

Tungufoss

Tungufoss – friðlýsing.

Umhverfisráðherra hefur að tillögu sveitarfélagsins Mosfellsbæjar og að fengnu áliti Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar Íslands ákveðið að friðlýsa Tungufoss og nánasta umhverfi hans. Landsvæðið er friðlýst sem náttúruvætti, skv. 2. tölul. 1. mgr. 53. gr. laga um náttúruvernd, nr. 44/1999.

Tungufoss er fallegur foss neðarlega í Köldukvísl í Mosfellsbæ, á móts við Leirvogstungu og dregur fossinn nafn sitt af bæjarnafninu. Við Tungufoss má sjá leifar af heimarafstöð sem var reist árið 1930 af bóndanum í Leirvogstungu og bræðrum hans og framleiddi stöðin rafmagn fyrir bæinn fram til ársins 1958. Tveir fallegir hylir eru neðan við Tungufoss: Kerið, sem er beint fyrir neðan fossinn, og Klapparhylur litlu neðar. Nærsvæði fossins er vinsælt til útivistar en hið friðlýsta svæði er 1,4 hektarar að stærð.

Markmiðið með friðlýsingu Tungufoss sem náttúruvættis er að vernda fossinn sjálfan sem og menningarminjar innan þess. Svæðið hefur mikið útivistargildi enda fjölsótt bæði af bæjarbúum og öðrum gestum og mikilvægt að treysta útivistar- og fræðslugildi þess.

Valhúsahæð

Valahúsahæð

Valhúsahæð – friðlýsing.

Valhúsahæð var friðlýst sem náttúruvætti árið 1998. Á Valhúsahæð er rákað berg eftir ísaldarjökul. Þaðan er víðsýnt um Faxaflóa. Hæðin ber nafn sitt af húsum sem fyrr á öldum geymdu veiðifálka Danakonungs. Valhúsahæð er hæsti staður á Seltjarnarnesi í 31 m hæð yfir sjó.

Á Valhúsahæð er graslendi, lítt grónir melar, mólendistorfur og votlendisblettir. Þar er að finna fjölda tegunda t.d. olurt, túnvingul, blóðberg, vallelftingu, krossmöðru, gulmöðru, túnfífla, blávingul, vallhæru, axhæru, vallarsveifgras, hvítmöðru, klóelftingu, vallhumal, kattartungu, gleym-mér-ei, umfeðming, grávíðir, þursaskegg, túnvingul, mosajafna, krækilyng, mósef, brjóstagras, gullmuru, lógresi, friggjargras, mýrfjólu, þrenningarfjólu, njóla, túnsúru, brennisóley og maríustakk svo eitthvað sé nefnt.

Jarðfræði á Valhúsahæð er margbreytileg en þar er að finna laus jarðlög, basalthraunlög (grágrýti) og jökulrákir. Einnig er vel hugsanlegt að forna eldstöð sé að finna á Valhúsahæð. Aldur grágrýtishraunanna á Seltjarnarnesi er nokkuð óljós, en talið er að þau hafi myndast á næst síðasta hlýskeiði. Laus jökulruðningur sem þar er að finna er væntanlega frá lokum síðasta jökulskeiðs. Á Valhúsahæð má skoða minjar sem tengjast hersetu og sögu hernámsins hér á landi í seinni heimstyrjöldinni.

Stærð náttúruvættisins er 1,7 ha.

Varmárósar

Varmárósar

Varmárósar – friðlýsing.

Varmárósar voru fyrst friðlýstir árið 1980 sem friðland og var friðlýsingin endurskoðuð árið 2012. Markmið friðlýsingarinnar er að vernda og viðhalda fitjasefi (Juncus gerardii) og búsvæði þess sem og náttúrulegu ástandi votlendis Varmárósa ásamt sérstöku gróðurfari sem þar er. Friðlýsingin á einnig að tryggja rannsóknir og vöktun á lífríki svæðisins og treysta útivistar-, rannsókna- og fræðslugildi svæðisins. Við endurskoðun friðlýsingarinnar 2012 var samningur um vernd villtra plantna og dýra og lífsvæða í Evrópu (Bern 1979), samningur um líffræðilega fjölbreytni (1992) og stefnumörkun stjórnvalda höfð til hliðsjónar.

Stærð friðlandsins er 9.76 hektarar og liggja mörk þess frá hesthúshverfinu við Varmárbakka og frá göngustíg við reiðhringi út í Varmá og norður fyrir Hestþinghól út í ósinn.

Vífilsstaðavatn

Vífilsstaðavatn

Vífilsstaðavatn – friðlýsing.

Vífilsstaðavatn og nágrenni var friðlýst sem friðland árið 2007. Friðlýsingin tekur til Vífilsstaðavatns og hlíðanna að sunnar og austanverður upp frá vatninu upp á brún, að meðtöldu Grunnavatnsskarði. Vestur – og norðurmörk fylgja ofanbyggðavegi og Elliðavatnsvegi.

Friðlýsingunni er ætlað að stuðla að varðveislu og viðhaldi náttúrulegs ástands vatnsins og styrkja verndun tegunda og samfélagsgerðar með sérstæðum stofnum bleikju, urriða, áls og hornsíla í vatninu. Hornsílin í vatninu eru mjög sérstök þar sem þau skortir kviðgadda. Töluvert af andfuglum verpa við vatnið og mófuglar um­hverfis það. Markmið með verndun nærsvæðis vatnsins er að tryggja eðlilegt grunnvatnsstreymi til þess og viðhalda náttúrulegu gróðurfari svæðisins. Enn fremur er það markmið friðlýsingarinnar að treysta útivistar-, rannsókna- og fræðslu­gildi svæðisins.

Stærð friðlandsins er 188,3 ha.

Víghólar

Víghólar

Víghólar – friðlýsing.

Víghólar voru friðlýstir sem náttúruvætti árið 1983. Þar er að finna jökulsorfnar grágrýtis klappir, svokölluð hvalbök. Jökulrákirnar segja til um stefnu jökulsins sem lá yfir Kópavogi í lok ísaldar.
Víghólar og Borgarholt tilheyra víðáttumiklum hraunum sem runnu á hlýskeiðum ísaldar.

Stærð náttúruvættisins er 1,4 ha.

Heimild:
-https://www.ust.is/nattura/natturuverndarsvaedi/fridlyst-svaedi/sudvesturland/

Kaldárhraun og Gjárnar

Kaldárhraun og Gjárnar – friðlýsing.

Heiðmörk

Sigurður málari Guðmundsson kom fyrstur fram með hugmyndina um friðun Heiðmerkur árið 1870. Hann taldi nauðsynlegt að Reykvíkingar gætu notið útivistar í geðfelldu umhverfi í nágrenni bæjarins. En góðir hlutir gerast hægt – nú sem fyrrum.
Upplýsingaskilti í Heiðmörk - saga og tilurðÞað var þó ekki fyrr en 1936 að Hákon Bjarnason skógræktarstjóri kynnti hugmyndina opinberlega, en hann taldi svæðið ákjósanlegt til útivistar fyrir almenning. Árið 1946 var Skógræktarfélag Reykjavíkur stofnað og fékk þá svæðið í vöggugjöf. Heiðmörk var friðuð í nokkrum áföngum á árunum 1950-1958 frá Elliðavatni að Vífilsstaðahlíð. Nú er Heiðmerkursvæðið rúmir 3000 ha. að stærð, að Rauðhólum, en þeir voru friðlýstir árið 1961. Þann 25. júní 1950 var Heiðmörk vígð, en þá gróðursetti Gunnar Thoroddsen borgarstjóri, greniplöntu á Vígsluflöt.
Fyrsta gróðursetningin fór þó fram vorið 1949 þegar starfsmenn Skógræktarfélagsins gróðursettu 5000 greniplöntur í svæði sem nú heitir Undanfari. Árangur skógræktarstarfsins er greinilegur og vex nú upp á 800 ha. Svæði með yfir 60 tegundum trjá og runna. Nokkur trjánna hafa náð 20 m hæð. Mikil tilraunastarfsemi með mismunandi trjátegundum og ræktunaraðferðum hefur farið fram undanfarna áratugi en nú er aðallega gróðursett sitkagreni, stafafura og birki. Starfsmenn Skógræktarfélags Reykjavíkur, landnemafélög og vinnuhópar Vinnuskóla Reykjavíkur og Landsvikjunar hafa séð um gróðursetninguna. Nú hafa verið gróðursetta yfir 5 milljón plöntur í svæðið.
Upplýsingar á vefsíðu HeiðmerkurEn aðdragandinn var kannski ekki eins auðveldur og virðist skv. framangreindu. Náttúruvernd og markviss nýting umhverfisins hefur jafnan verið að frumkvæði fárra er séð hafa tilganginn umfram aðra. Þegar skilningurinn verður öðrum augljós skapast þó jafnan grundvöllur fyrir jákvæðari þróun þessa til lengri framtíðar.
Sigurður Nordal skrifaði grein í Lesbók MBL 11. maí 1941 sem hafði fyrirsögnina HEIÐMÖRK. Um var að ræða erindi sem hann hafði flutt á útvarpskvöldi Skógræktarfjelagsins 2. maí s.á. Erindið var síðar gefið út í safnriti Sigurðar, List og lífsskoðun, 3. bindi, bls. 317-323. Af þessu tilefni sagði Sigurður m.a.: “Til ills fórum vér um góð héruð, er vér skulum byggja útnes þetta” – er í Landnámu haft eftir Karla, þræli Ingólfs Arnarssonar, þegar fyrst var numið hér land. Mörgum manni, sem fer um aðalþjóðveginn til Reykjavíkur, austan yfir Fjall, mun koma eitthvað svipað til hugar. Það eru mikil umskipti að láta að baki sér hið grösuga víðlendi þar eystra og fara um Svínahraun og Sandskeið. Og svo má heita, að því nær sem dregur höfuðstaðnum, þegar komið er niður á Árbæjarmela og yfir Elliðaár, því óyndislegri verði þessi leið frá náttúrunnar hendi, mýrar og hrjóstug holt á víxl. Að vísu er margvíslega fegurð að sjá úr Reykjavík og í nánd við hana… Raun ber því líka vitni, að næsta nágrennið laðar ekki bæjarbúa til sín.
Nýlegar framkvæmdir í Heiðmörk - ólíkt því er áður hafst var aðÞað getur vakið hreinustu furðu að ganga á fögrum sunnudegi, hvort sem er um vetur eða sumar, út á Seltjarnarnes, inn með Viðeyjarsundum eða suður í Fossvog. Á þessum leiðum er oftast örfátt fólk á gangi, líkt og í grennd við ofurlítið þorp. Hvar eru tugir þúsundanna, sem kúldrazt hafa sex daga vikunnar við vinnu sína í bænum, innan húss og utan, og nú ættu að leita frá göturykinu, kolareyknum og húsaþvögunni, draga að sjer hreint loft, liðka sig, styrkja og hressa með eðlilegri hreyfingu, njóta fegurðar lofts, láðs og lagar? Hvar er allt fólkið?
Nú skulum við hugsa okkur, að göngumaðurinn leggi leið sína dálítið lengra frá bænum, upp á Vatnsendahæð, suður með Hjöllum, upp á Búrfell, Helgafell, upp í Grindaskörð. Þar er hægt að vera á ferð heila sunnudaga, í dásamlegasta veðri, án þess að sjá nokkura tvífætta skepnu á sveimi.
Eg hef einstöku sinnum tekið með mér kunningja mína, sem bornir og barnfæddir eru í Reykjavík, um þessar slóðir… – alveg gagntekinn af því að horfa yfir þetta land, eyðilegt að vísu, en með svo undarlega heiðan og sterkan svip í einfaldleika sínum. Það var ekkert annað en mjúkar, boðamyndaðara línur langra ása, einstöku lítil vötn, fáein fell, sem tóðu upp úr, og fjallasveigurinn frá Vífilsfelli til Keilis eins og skjólgarður um þessa friðarsýn. Mér fannst þá í svip, að þeta væri fegursta útsýni, sem eg ef séð. Það hafði áhrif á mig með einhvers konar persónulegum mætti, tilhaldslaust, alvarlegt, sefandi og styrkjandi í senn. Eg hafði ekkert af því skoðað, nema það sem séð varð frá þjóðveginum.
Nokkrum árum síðar, þegar eg kom heim til langdvalar í Reykjavík, byrjaði eg að kynnast því. Það voru ekki ferðalög, sem í frásögur eru færandi; sunnudagsgöngur með nestispoka á baki upp að Gvendarbrunnum, suður í Kaldársel, smám saman til nýrra og nýrra staða, sem náð varð til með því að ganga alla leið, fram og aftur, á einum degi. Þær kostuðu ekkert annað en skóslitið, og þær heimtuðu ekki önnur afrek en að taka hvorn fótinn fram fyrir annan. Eg er enginn göngugarpur, liðónýtur að klífa fjöll, hef aldrei lagt í að ganga upp á Esju, kann ekkert til þess að fara í öræfaferðir né útilegur. Mér dettur ekki í hug að efast um, að þeir menn, sem hafa dug og tækifæri til þess að ferðast um hálendi Íslands og liggja þar við, finni þar enn meiri hressingu, eflingu og æfintýri.
Þjóðhátíðarlundurinn frá 1974 illa farinn - afkomendur virðast bera takmarkaða virðingu fyrir frumkvöðlastarfinuVið skulum ganga fyrir vesturenda Elliðavatns, fram hjá beitarhúsunum og suðaustur yfir ásana. Allt í einu komum við niður í langan og mjóan dal, sem liggur til suðurs. Vestan megin er klettabelti með dálitlu skógarkjarri. Það eru Hjallarnir. Dalbotninn er víðast eggléttar grundir, aflíðandi móaflesjur að austan. Þarna er fjallaloft og fjallró, svo að ótrúlegt má þykja, að við séum ekki nema rúma 10 kílómetra frá borginni. Við göngum með Hjöllunum, beina leið að Gjáarrétt. Þar er einkennilegt um að litast, stór hellir, djúpar hraunsprungur, ein þeirra með vatnsbóli í botni og þrep gerð niður að því. Við höldum upp eftir Gjánni, sem hefur myndazt við að hraunstraumur hefur runnið þar fram, jaðrarnir storknað, en bráðin hraunleðjan í miðjunni skilið eftir auðan farveg. Gjáin er undrasmíð, með íhvolfum skjöldum beggja vegna, sem væru þing að að hafa bak við ræðupall í samkomuhúsi. Þegar hærra dregur, þrengist hún  og grynnist. Hraunsteinarnir verða rauðir, víða með víravirki af steinþráðum, eins og þeir væru nýstorkanðir. Og allt í einu sjáum við niður í stóran eldgíg, sem tæmt hefur allt hraunið úr sér niður Gjána. Hann heitir Búrfell.”
Þá fjallar Sigurður um næsta nágrenni, s.s. Kaldársel, Vatnsenda, Gvendarbrunna, Vífilsstaðahlíð, Húsfell, Helgafell og svæðið ofan Hafnarfjarðar.
Upplýsingar um Þjóðhátíðarlundinn - 1974“Ástæðan til þess, að eg hef gert þessar stöðvar að umtalsefni, er fyrirætlun Skógræktarfjelagsins að fá þær girtar og friðaðar. Það er tvennt, sem fyrir forystumönnum félagsins vakir; að klæða þetta landssvæði smám saman fjölbreyttum skógargróðri, ferga það og prýða, að laða fólkið af mölinni til þess að leita þar athvarfs og hressingar. Maggi Magnús yfirlæknir skrifaði hugvekju í Morgunblaðið, er hann nefndi Sumarland Reykvíkinga. Og Hákon Bjarnason skógræktarstjóri mun síðar í kvöld gera nánari grein fyrir málinu. Þetta er fyrirætlun sem á skilið óskiptan stuðning Reykvíkinga, bæði bæjarfélags og einstaklinga, og æskilegast væri, að nágrannabæirnir tveir, [Kópavogur] og Hafnarfjörður, tækju höndum saman að framkvæma hana af stórhug og myndarskap.
Þessum þjóðgarði þarf að velja nafn, sem honum í senn sæmir vel og minnir á takmark hans og tilgang. Eg vil stinga upp á því, að hann verði kallaður Heiðmörk. Heiðmörk er fornt heiti á einu fylkinu á Upplöndum í Noregi. Mörk er skógur. Allir finna, hversu vel það fer í nöfnum eins og Þórsmörk og Þelamörk. Í því er fólginn draumur voru um að klæða landið aftur íturvöxnum trjágróðri. Heiður er bjartur, og Heimörk; hið bjarta skóglendi. – er heiti, sem vel mun fara þessu friðsæla landi með tæru lofti og litum.
Heiðmörk á að verða okkar sólskinsblettur í heiði í réttri merkinu; þar eigum við að njóta heiðríku lands og lofts betur en unnt er að gera á götum bæjanna, heiðríkju hugans, heiðríkju einverunnar.”

(Sjá Heiðmörk – kort).

Heimildir m.a.:
-Sigurður Nordal, safnritið List og lífsskoðun, 3. bindi, bls. 317-323.
-Lesbók MBL. 11. maí 1941, bls. 161-163.
-Skilti við Helluvatn í Heiðmörk – Saga Heiðmerkur.

Heiðmörk

Fjárborg í Heiðmörk.