Krýsuvíkurkirkja

Þórður Jónsson frá Eyrarbakka skrifaði um “Ferð til Krýsuvíkur” í Heimilisblaðið árið 1945:
“Kæri lesandi,

Ég get hugsað mér, að þú segir við sjálfan þig — kannski líka upphátt — að nóg sé komið af skrifum um Krýsuvík, að óþarft sé þar við að bæta. En ég er nú á annarri skoðun. Þess vegna tek ég mér nú penna í hönd, en lofa því um leið að vera ósköp fáorður, líka vegna þess að langar blaða- og tímaritsgreinar eru mínir verstu óvinir.

krýsuvíkurvegur

Krýsuvíkurvegurinn.

Fyrir stuttu síðan komu til mín tveir vinir mínir, þeir bræðurnir Baldur og Sigurður prentarar, synir Jóns Helgasonar prentsmiðjueiganda. Þeir voru að leggja upp í skemmtiferð til Krýsuvíkur og buðu mér að koma með. Fyrir mig var vissulega vandi velboðnu að neita. Ég var hálf lasinn og lítt fær til ferðalaga. Ég hafði margheitið því að fara til Krýsuvíkur undir eins og þangað væri komin bílfær vegur, og nú er því langþráðu marki náð, marki allra sannra framfaramanna, en jafnframt hræðilegur þyrnir í augum allra afturhaldsafla Suðurlands. Hafi þeir allir þökk fyrir, sem unnið hafa að því þjóðþrifamáli.
Eftir lítilsháttar athugun á heilsu minni stóðst ég ekki freistinguna og settist upp í bílinn hjá þeim bræðrum og sá um leið og ég settist í dúnmjúkt sæti bílsins, að ég hreinlega var dauðans matur, ef ég gæti ekki setið þar þenna stutta spöl til Krýsuvíkur.
Eftir að hafa gengið vel frá öllu, er tilheyrði þessu ferðalagi, var ekið sem leið liggur suður Hafnarfjarðarveg, og suður á hinn nýja Krýsuvíkurveg.
Leiðinlegt að geta ekki komið við í hinu fagra Hellisgerði. En tíminn leyfði ekki slíkan „lúxus”, því að áliðið var dags. En fyrirheitna landið, Krýsuvík, varð að meta mest af öllu.
Hinn nýji Krýsuvíkurvegur er einhver fallegasti og bezt gerði vegur, sem ég hef séð. Að þeirri vegabyggingu hafa áreiðanlega unnið þeir menn, sem verkinu voru vaxnir.
Vegkantar og uppfylling á jafn ósléttu landi eru snilldarverk. Það er ekki sök þeirra, sem hlaðið hafa þennan fallega veg, þótt hann sé með sama miðaldalaginu og aðrir vegir sem lagðir hafa verið á landi hér síðustu áratugina, að engin leið er nútíma flutningatækjum að mætast á þeim nema á vissum stöðum — útskotunum svonefndum — þar sem hve verður að bíða eftir öðrum. Sjá allir, hvers ramgallað slíkt fyrirkomulag er.

Hellan

Krýsuvíkurvegur um Helluna…

Það er skiljanlegt, að allt á þetta að vera til sparnaðar. En það vita þeir, sem við veglagningar hafa unnið, að vegkantarnir eru víðast hvar langdýrasti hluti vegarins, og minnstu munar, ef efni til uppfyllingar til staðarins, hvort vegurinn er nokkrum sentimetrum breiðari. Þetta fyrirkomulag á hinum nýju vegum, sem hér er drepið á, er áreiðanlega mjög vafasöm búhyggindi. Næstu kynslóðir munu ekki sætta sig við svona vegi með sífellt stækkandi flutningatæki, og endirinn verður að óhjákvæmilegt verður að endurbyggja alla þessa vegi, og það jafnvel áður en langt um líður.
Eins og tekið var fram í upphafi, hefur töluvert verið skrifað nú á seinni árum Krýsuvík. Um nytsemi Krýsuvíkurvegar sem samgöngubót til austurhéraðanna skrifaði bezt og rækilegast Árni Eylands í hitteðfyrra í Alþýðublaðið. Einnig skrifaði Árni Óla blaðamaður um staðinn Krýsuvík í Lesbók Morgunblaðsins fyrir nokkrum, sömuleiðis birtist í blaðinu „Reykjanes í fyrra mjög fróðleg grein um Krýsuvík og nágrenni, en því miður hef ég gleymt nafni höfundar. Og síðast en ekki sízt má nefna rit Geirs Gígja um rannsóknir hans á Kleifarvatni.
Það er ekkert undarlegt, þótt mönnum verði tíðrætt um Krýsuvík. Mönnum er ljóst, að Krýsuvík á sína sögu engu síður en aðrir landshlutar þessa lands. Hvert hérað velur til sína fræðimenn að skrifa sína sögu allt frá landnámstíð. Þessar héraðssögur verða ómetanlegur fróðleikur komandi kynslóðum.
Krýsuvík var heil sveit — hreppur — og heil kirkjusókn allt frá landnámstíð. Þar hafa áreiðanlega lifað og starfað mætir dugnaðarmennn, engu síður en í öðrum landshlutum. En nú er þar ekkert, sem minnir á fornar hetjudáðir. Þessi sveit, sem er svo að segja nefið á höfuðstað þessa lands og fjölennum sjávarþorpum, allt um kring, er látm leggjast í eyði. Fólkið sættir sig ekki við omaldarbúskaparlagið, þegar það kynnist netra á næstu grösum, og flýr sveitina sína fögru, og hún leggst í algjöra auðn. Afturhaldssamir valdhafar spyrna við af öllum og sálarkröftum að nokkuð sé gert í samgöngumálum eða öðru til þess að Krýsuvík geti haldið áfram að framfleyta íbúum sínum og ekki er langt síðan, að einn höfuðpaur Reykjavíkur kallaði í einu dagblaðinu vegalagninguna til Krýsuvíkur, Krýsuvíkurvitleysu með stórum stöfum gæsalappalaust, og kinnroðalaust, ef til vill hefur hann ekki að hægt er að rækta í Krýsuvík þúsnundir hesta af töðu, ásamt fjölda annara nytjajurta, sem hér yrði of langt upp að telja.

Krýsuvík

Krýsuvík – áveituskurðir. Arnarfell fjær.

Þegar miðað er við það að Krýsuvík var heill hreppur og heil kirkjusókn, verður ekki annað sagt en þar sé ömurlegt yfir að líta. Þar sjást engin fögur mannvirki, engin fegurð ema fegurð náttúrunnar, sem ávallt mun verða hin sama, hvernig sem er mennirnir fara með landið. En eigi að síður er þetta Krýsuvíkurland úsældarlegt og albúið að veita börnum sínum fæði og klæði. Kafloðin gömlu túnin bera þess ljósan vott, að þau séu þess albúin að veita ríkulega uppskeru, þótt engin mannleg hönd hafi sýnt þeim minnstu rækt árum saman. Mýrar og móar, sem þarna eru, gefa fyrirheit um að ekki skuli þeirra hlutur eftir liggja með afraksturinn, ef mennirnir vilja leggja til ofurlítið af orku sinni til hjálpar sér og óefað mætti minnast jarðhitans þarna, en hve mikils virði hann er í Krýsuvík brestur þekkingu um að dæma.
Það má því heita, að í augum vegfarandans. séu útþurrkaðar allar menjar þess, að þarna hafi verið mannabyggð. Þar sem bæirnir hafa staðið, sjást tóftarbrot hálf- og alfallin, og eru nú grasi vaxin. Aðeins kirkjan er eftir og sætir furðu, að hún skuli hafa staðið af sér alla storma eyðileggingarinnar. Að kirkjunni vík ég síðar.

Krýsuvík

Krýsuvík 1920.

Eins og kunnugt er, hefur einn maður af síðustu kynslóð Krýsuvíkurbyggðar aldrei yfirgefið þetta byggðarlag. Hann virðist hafa verið bundinn þessu byggðarlagi órjúfandi böndum tryggðar og vináttu. Þessi aldraði merkismaður heitir Magnús Ólafsson. Hann er nú — að mig minnir — 73 ára að aldri og hefur átt heima í Krýsuvík óslitið í 55 ár að undanteknum nokkrum vikum úr sumum þessum árum. Eftir að öll hús byggðarinnar voru fallin og rifin flutti hann sig í gömlu kirkjuna og hefur búið þar síðan, og má vel vera að sú sé orsökin, að kirkjan hefur ekki hlotið sömu örlög og önnur hús á þessum stað.
Þarna vorum við félagar þá komnir heim á hið forna höfðingjasetur Krýsuvík eftir röskan klukkustundar akstur frá Reykjavík, það sem áður var margra klukkustunda ferð.
Nei, það var engin lygi, að það væri búið að færa þessa sveit nær menningunni.
tJti fyrir kirkjudyrum sat hinn aldraði húsbóndi og tók, mjög vingjarnlega kveðju okkar ferðalanganna.
Ég fór að telja á fingrum mér hve mörg ár væru nú liðin síðan ég kom þarna síðast, síðan í febrúar 1896 (ég var þá á sextánda ári). Vildi þá útkoman verða nálægt fjörutíu og níu og hálft ár. Jú, það skeður nú margt á skemmri tíma. Mér varð hugsað til þessarar fyrri komu minnar samanborið við þessa komu mína á þennan stað. Nú var sólbjartur sumardagur, en þá hörku norðanbylur og snjór í hné eða meir. Ég strákhnokki með allan minn veraldarauð í strigapoka á bakinu og að auki rúma krónu í buddunni sem farareyri og gat naumast staðið uppréttur undir þeim ofurþunga. En hveraig voru nú ástæðurnar? Bezt að koma öllum þessum reikningum á hreint. Nú var ég þó létt klæddur með hendur í vösum, en annað setzt á bak mér engu léttara en pokinn í fyrri daga. Gamla konan Elli var nú
farin að gerast áleitin en frábitin öllum ástaratlotum og lagaskilnaði, og þó ekki um annað að gera en lúta valdi hennar — gömlu konunnar. Þegar öllu var á botninn hvolftvar þá líklega pokinn með tilheyrandi öllu viðkunnanlegri en slíkt konuríki. Að öllu þessu fljótlega athuguðu settist ég hjá gamla manninum við kirkjudyrnar og tók að spyrja hann spjörunum úr. Mér varð fljótt ljóst, að þarna var maður, sem vert var að kynnast og tala við, bráðgreindur maður og alúðlegur, sem þekkti sögu þessarar sveitar langt aftur í tímann eins og fingur sína. Það hefði vissulega verið gaman og gagnlegt að mega tala við Magnús í ró og næði og jafnvel ferðast með honum þarna um nágrennið. En tími okkar félaga var naumur og nokkuð áliðið dags.

Krýsuvíkurkirkja

Legsteinn Árna Gíslasonar – eftir brunann.

Ég labbaði um kirkjugarðinn með Magnúsi. Hann benti mér á leiði, sem hann sagði, að síðast hefði verið jarðað í. Austan undir kirkjugaflinum varð mér starsýnt á eitt leiði sökum þess að það var eina leiðið í kirkjugarðinum, sem á var lítilsháttar minnismerki.
Er það þó ekki annað en trégirðing komin að falli. Magnús sagði mér, að þarna væri jarðaður Árni sýslumaður Gíslason, en hann bjó í Krýsuvík um nokkurra ára skeið, sem kunnugt er, og var hann þar húsbóndi, er mig bar að garði, sem fyrr segir. Og nutum við, ég og félagar mínir, hinnar mestu gestrisni óg höfðingsskapar, sem Árni sýslumaður var kunnur fyrir á sinni tíð. Svona eru örlögin. Nú var ég allt í einu staddur við legstað míns forna gestgjafa og ég hörfaði skref aftur á bak. Þarna mátti ég ekki stíga með skó á fótum á jafn helgan stað og bæla græna grasið umhverfis leiðið hans, ef til vill raskaði ég með því grafarró hins mæta manns.
Ég bað Magnús að lofa okkur að sjá kirkjuna, sem nú er íbúðarhús hans, og var það auðsótt. Þarna var þá rúm hans við austurgafl framan verðan. Það var þá ekki annað en húsgaflinn, sem aðskildi höfðalagið og leiði hans forna húsbónda, Árna sýslumanns.

Krýsuvíkurkirkja

Uppbygging Krýsuvíkurkirkju 2020.

Það er ekkert ýkja langt frá veruleikanum, að þar hvíli húsbóndinn og þjónninn við sama höfðalagið, þótt annar sé lífs en hinn liðinn. Sjaldgæft er þetta, en Magnús hefur tekið ástfóstri við kirkju og kirkjugarðinn og allt annað í Krýsuvík.
Mér er í barnsminni, að ég heyrði talað um hinn stórbrotna búferlaflutning Árna sýslumanns austan frá Kirkjubæjarklaustri og til Krýsuvíkur. Hann var sýslumaður Skaftfellinga og bjó stórbúi á Kirkjubæjarklaustri. Það má nærri geta að slíkir búferlaflutningur á þeirri tíð var engum heiglum hent öll þessi vegalengd og allar þær stórár, og allt varð að flýtja á hestum (á klökkum) sundleggja hestana og ferja á smábát allan farangur yfir stórvötnin. Hvernig mundi nútímakynslóðinni geðjast að slíkum vinnubrögðum? Ég heyrði talað um, að sauðfé Árna sýslumanns hefði verið um 1200 talsins, er hann fluttist að Krýsuvík. Ef það væri satt, hafa eflaust ekki margir bændur á Íslandi verið fjárfleiri en hann á þeirri tíð. Árni sýslumaður var faðir hins vinssæla læknis Skúla, sem lengi var héraðslæknir í efri hluta Árnessýslu. En synir Skúla eru þeir Sigurður magister og ritstjóri og Árni húsgagnasmíðameistari í Reykjavík.
Mér er sagt, að nú sé Hafnarjarðarbær eigandi Krýsuvíkur. Er það vel farið, að það land lenti hjá því bæjarfélagi, úr því að íslenzka ríkið var ekki svo framtakssamt að eignast það. Það er sagt að Hafnfirðingar hafi í huga stór áform í Krýsuvík, enda eru þar margbrotnir ræktunarmöguleikar. Hafnfirðingar eru líka allra manna líklegastir til þess að bæta þessum eyðijörðum í Krýsuvík upp giftuleysi liðinna ára.
Ég get ekki lokið svo við þessar hugleiðingar mínar um Krýsuvík, að ég minnist ekki ofurlítið frekar á kirkjuna og kirkjugarðinn þar. Kirkjan þar og kirkjugarðurinn eru í mínum augum helgir dómar, og þessa helgudóma má með engu móti eyðileggja. Kirkjugarðinn verður að girða og breyta í fagran trjá- og skrúðgarð og vanda þar allt til
sem bezt. Kirkjuna verður að byggja að nýju í sama formi og hún er, og á sama stað. Kirkjan á sjálf víst ekki grænan eyri sér til endurbyggingar, en hvað munar íslenska ríkið um slíka smámuni.

Krýsuvíkurkirkja

Endurnýjuð Krýsuvíkurkirkja við Iðnskólann í Hafnarfirði.

Það er verið að reisa úr rústum gamlar kofarústir inn um alla afrétti og við skömmum liðnar kynslóðir fyrir trassaskap og vanrækslu í meðferð verðmæta – sem við köllum svo – hví skildum við þá á þessari mennta- og menningaröld fara að eyðileggja allar menjar um forna frægð Krýsuvíkur? Ég á vont með að trúa því, að noklkur Íslendingur nú á tímum væri svo auðvirðulega nískur að telja eftir nokkrar krónur til endurbyggingar á kirkjunni í Krýsuvík, þótt sú kirkja yrði aldrei notuð til messugjörða. Það er heldur vissulega ekki meining mín.

Krýsuvíkurkirkja

Ný Krýsuvíkurkirkja komin á sinn stað.

Að endingu þetta: Það verður líka að byggja sómasamlegt hús í Krýsuvík handa hinum aldraða Magnúsi Ólafssyni, ef hann æskir þess að fá að vera þar það sem eftir er lífdaganna, gamla manninum, sem sýnt hefur þessu plássi hina frábæru tryggð.
Ég þakka svo Magnúsi Ólafssyni fyrir vinarþel og kurteisi og ef til vill á ég eftir að hitta hann aftur í Krýsuvík, mér til ánægju og fróðleiks.”

Heimild:
-Heimilisblaðið, 25. árg. Reykjavík, okt.-nóv. 1945, Þórður Jónsson frá Eyrarbakka – Ferð til Krýsuvíkur, 10.-11. tbls, bls. 172-174 og 193.

Heimilsblaðið 1945

Heimilisblaðið 1945.

Sandgerði 1910

Árið 2018 gerðu Kanon arkitektar skýrslu um byggða- og húsakönnun í Sandgerði:

Sögubrot

Sandgerði

Skýrslan.

Í Landnámu er sagt frá því að Ingólfur Arnarson hafi numið Reykjanesskagann sem og Rosmhvalanesið allt.
Óvíst er hvenær byggð hófst í Sandgerði, en trúlega hefur það verið á fyrstu áratugum búsetu norrænna manna á Suðvesturlandi.
Árið 1886 skildu Miðnesingar sig frá öðrum byggðarkjörnum á nesinu og þá varð til Miðneshreppur sem náði frá Lambarifi við Garðskaga í norðri, meðfram strandlengjunni nánast að Garði og Leiru að austan og allt til Ósabotna við Hafnir að sunnan. Í desember 1990 varð Miðneshreppur svo að bæjarfélagi þegar Sandgerðisbær fékk kaupstaðarréttindi.
Öldum saman var stunduð sjósókn frá Sandgerði á opnum bátum, enda stutt í fengsæl mið. Sandgerði var upphaflega útvegsjörð og með elstu höfuðbólum á Suðurnesjum þar sem fiskurinn í sjónum var bústofninn. Það er fyrst með tilkomu vélbátaútgerðar sem Sandgerði fer að byggjast upp sem þéttbýlisstaður, en frá þessari mikilvægu verstöð landsins hefur alla tíð verið stunduð mikil útgerð.
Árið 1901 varð Sandgerðisvík löggiltur verslunarstaður. Um það leyti voru nokkrir bæjarkjarnar á svæðinu, allir álíka stórir. Árið 1907 hófust framkvæmdir við bryggjustúf í Sandgerði á vegum Ísland-Færeyjar félagsins sem og tilraunir með vélbátaútgerð. Má rekja upphaf hafnarframkvæmda í Sandgerði til umsvifa þess félags, en félagið réð Matthías Þórðarson til þess að koma upp útgerðarstöð í Sandgerði.
Á svonefndum “Hamri” voru reistar miklar byggingar og þar fyrir framan byggð steinbryggja. Matthías fékk lánuð áhöldin sem notuð voru til byggingar steinbryggjunnar í Reykjavík. Verkfæri og efni í steinbryggjuna var flutt til Sandgerðis um áramótin 1907-1908 og timbrið skömmu síðar. Byggð var traust trébryggja á grandanum milli Hamarsins og lands. Guðmundur Einarsson steinsmiður hafði veg og vanda af hleðslu bryggjumannvirkjanna.
Útgerð þessa félags stóð ekki lengi, en mannvirkin sem reist höfðu verið nýttust síðar í útgerð sem aðrir stóðu fyrir.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið staðfesti að Sandgerðisbær og Sveitarfélagið Garður verði eitt sveitarfélag 30. apríl 2018.

Umhverfi
Sandgerði
Búsetulandslag er meðfram ströndinni. Staðhættir á Rosmhvalanesi hafa leitt til byggðarmynsturs mótuðu af landbúnaði og útgerð. Byggðin þræðir víkur og voga meðfram ströndinni. Húsnæði var staðsett á hæðardrögum og lágsvæðin ræktuð í skjóli garða. Þéttbýli Sandgerðisbæjar einkennist af sandfjörum, skerjum og víkum og byggt er út frá bújörðunum sem nú hafa tengst saman, þ.e. Flankastaðir.
Ágangur sjávar hefur löngum valdið miklum usla í Miðneshreppi, eins og víðar á Reykjanesskaga. Dæmi eru um bæi sem hurfu einfaldlega smátt og smátt í sjó af völdum sjávarágangs.
Myndarlega hlaðna garða er víða að finna sem sumir voru t.d. notaðir til skjóls við kálgarða.
Í riti Þorsteins Jósepssonar og Steindórs Steindórssonar, Landið þitt Ísland segir m.a.: “Sandgerðisvík skerst inn í vestanvert Rosmhvalanes.
Sandgerði
Víkin afmarkast að sunnan og vestan af skerjaklasa sem nefnist einu nafni Bæjarskerseyri. Landið umhverfis Sandgerði er láglendi og að austan er Miðnesheiði, víða grýtt og gróðurlítil.
Minjar eftir mikinn uppblástur sjást víða, stór rofabörð, sem sýna að fyrrum var jarðvegur mun meiri í heiðinni en nú er”… “Sjávarströndin er lág, víða sendin og mjög skerjótt. Sandfok herjaði áður á byggðina og eyðilagði oft fisk sem breiddur var til þurrkunar. En á árunum 1930-1950 var gert stórátak í baráttunni gegn sandfokinu og það heft með melgresi. Landbrot hefur verið geysimikið á Miðnesi. Sést það á hinu mikla útfirri meðfram landinu, t.d. fram undan Kirkjubóli skammt norðan Flankastaða.
Upp af Lækjamótum og Hólahverfi eru Uppsalir. Suður af Oddstóft er gil eða melur, sem heitir Gulllág, líkast því að það sé farvegur eftir vatn og hafi runnið í sjó sunnan við Krókskot… .”
Saltfiskreitir voru víðs vegar um hreppinn, í öllum hverfum hans. Einn af þekktari reitunum var Gulllágin.
Í örnefnalýsingu fyrir Sandgerði er sagt frá því að Sandgerði hafi heitið Sáðgerði. Má og sjá merki akurlanda í landi jarðarinnar.”
Sandgerði
Í annarri örnefnalýsingu segir: “Í Sandgerðistúni útnorður frá Krókskoti suður af Sandgerðisbæ er stór hóll, grasi vaxinn, sem heitir Álfhóll. Álfhóll var talinn bústaður álfa og fullyrt var að þar hrektist aldrei hey. Á þessum hól eru rústir.
Í örnefnalýsingu fyrir Sandgerði er m.a. getið um kotin Krókskot, Landakot og Tjarnarkot. Nálægð við sjó, tjarnir og mólendi gefur bæjarumhverfinu sérkenni og margbreytileika. Trjágróður er ekki áberandi í bæjarlandinu, en víða má sjá tré í húsagörðum.

Þróun byggðar
SandgerðiUpphaf þorpsmyndunar í Sandgerði er rakið til ársins 1914 er Akurnesingarnir Haraldur Böðvarsson, Þórður Ásmundsson og Loftur Loftsson hófu útgerð þaðan. Á vetrarvertíð 1916 er talið að um eða yfir 40 bátar hafi stundað róðra frá Sandgerði á þeirra vegum. Stóð þessi útgerð í miklum blóma næstu fimmtán árin og með aukinni útgerð óx byggð í Sandgerði umfram aðra staði í sveitarfélaginu.
Árið 1915 voru umsvif útgerðar Haraldar Böðvarssonar orðin það mikil að hann taldi sig þurfa að útvega íbúðarhúsnæði á vertíð fyrir á annað hundrað sjómanna. Til viðbótar þessu var fjöldi starfsfólks í landi. Hann réðst því í húsbyggingar auk bryggjuframkvæmda og byggingu rafstöðvar í Sandgerði ásamt Lofti Lofssyni og var hún opnuð árið 1918. Rafstöðin, sem lýsti upp hús þeirra félaga, mun vera ein sú fyrsta sem byggð var á Suðurnesjum.
Sandgerði
Þegar þeir Loftur og Haraldur keyptu jörðina Sandgerði árið 1916, voru þeir fyrst og fremst að tryggja sér aðstöðu fyrir útgerð, fiskvinnslu og verslun.

Sandgerði

Frá Sandgerði fyrrum.

Á þriðja áratug 20. aldar dróst útgerð Akurnesinganna mikið saman. Árið 1941 hætti Haraldur Böðvarsson rekstri í Sandgerði og seldi þeim félögum Sveini og Ólafi Jónssyni fyrirtæki sitt. Stofnuðu þeir hlutafélagið Miðnes. Allt fram til ársins 1946 var notast við bryggjurnar tvær sem byggðar voru snemma á 20. öld. Þá keypti Miðneshreppur bryggjurnar og voru þær endurbættar og stækkaðar. Árið 1974 var hafist handa við að loka höfninni fyrir úthafsöldu, með grjótgörðum og hafa stöðugar hafnarbætur átt sér stað síðustu áratugina.

Sandgerði

Húsnæðismál í Sandgerði báru þess ótvírætt vitni fram eftir 20. öld að þar var bær í hraðri uppbyggingu. Vandi var við að hýsa fjölda aðkomufólks sem kom á vertíð og margir úr þeim hópi settust að í Sandgerði. Byggingarfélag verkamanna í Sandgerði var stofnað árið 1947 og árið 1950 fékk félagið lóðir undir íbúðahús í Hjarðarholtstúninu. Gatan þar sem húsin voru reist fékk nafnið Túngata.
Sandgerði
Um bæinn Sandgerði segir í sömu lýsingu: “Um 1935 var steyptur mikill sjóvarnargarður fyrir landi Sandgerðis. Bærinn Sandgerði stóð við litla tjörn norðan til í hverfinu sem myndaðist snemma upp af Sandgerðisvörinni. Er tjörnin kennd við bæinn og heitir Sandgerðistjörn. Á seinni hluta 19. aldar var byggt tiltölulega stórt timburhús í stað gamla Sandgerðisbæjarins. Stendur húsið enn á tjarnarbakkanu.

Sandgerði

Frá Sandgerði fyrrum.

Seint á fjórða áratug 20. aldar urðu mikil umskipti á aðstöðu til skólahalds í Miðneshreppi. Á árunum 1937 – 1938 var reist nýtt og myndarlegt skólahús í Sandgerði. Skólahúsið hefur verið stækkað nokkuð oft.
Kynding húsa var með mismunandi sniði í hinum ýmsu hverfum Miðneshrepps í upphafi 20. aldar. Mest fór það eftir því hvaða eldsneyti var nærtækt á hverjum stað. Kol voru mikilvæg til kyndingar um miðja 20. öld og var kolakynding ríkjandi fram yfir 1960. Kolageymslur voru við hvert hús í bænum. Þegar uppbygging þéttbýliskjarnans í Sandgerði var orðin skipulegri fjölgaði þeim húsum verulega sem höfðu olíukyndingu. Nýir orkugjafar til húshitunar komu svo til sögunnar þegar Hitaveita Suðurnesja hóf starfsemi sína.
Vitinn við Sandgerðishöfn var hækkaður um miðjan fimmta áratug 20. aldar, um tíu metra, í þá hæð sem hann er nú, sem er nítján metrar. Þegar byggðin stækkaði og lýsing húsa varð algengari fór lýsingin að trufla vitaljósið. Fyrir tilstuðlan sjómanna, sem skoruðu á Vitamálastofnun að hækka vitann, var það gert og lokið við hækkun í ársbyrjun 1946.
SandgerðiEin fyrsta umsvifamikla gatnagerðin í Sandgerði var gatan sem lá um Sandgerðistún og lögð var sumarið 1943. Lagning götunnar þótti það mikill þrældómur að hún fekk nafnið “Burma – braut” eftir þrælavinnu breskra hermanna í Burma á stríðsárunum. Nú eru þetta göturnar Brekkustígur og Tjarnargata sem eru innan könnunarsvæðisins.
Í núgildandi aðalskipulagi segir: “Þéttbýlið í Sandgerðisbæ hefur þróast upp af höfninni og markast nú af bænum Sandgerði í norðri og Býjarskeri í suðri.
Elsta byggðin í þéttbýlinu er frá 19. öld og í norðurhluta þéttbýlisins milli Brekkustígs og Austurgötu eru gömul hús sem mynda þar heildstæða götumynd sem vert er að vernda og styrkja.
Strandgatan er helsta umferðar- og athafnagata bæjarins og við hana norðanverða er miðsvæðið Varðan, sem hýsir bæjarskrifstofur og ýmiss konar þjónustu og almenningsgarð. Þar sem Strandgatan mætir Vitatorgi er nú þegar komin starfsemi sem snýr að ferðaþjónustu, s.s. listagallerí og veitingastaður.
Ný byggð hefur risið til austurs s.l. fjóra áratugi í Lækjamótum og Hólahverfi, sem enn er í byggingu”.

Heimild:
-Sandgerðisbær – byggða- og húsakönnun, Kanon arkitektar 2018.

Sandgerði

Sandgerði – byggða og húsakönnun.

Ölfus

Í Lingua Islandica – Íslensk tunga – Tímariti um íslenska og almenna málfræði árið 1963, skrifaði Baldur Jónsson grein um örnefnið “Ölfus”.

Islandica“ÖLFUS er sem kunnugt nafn á sveit í Árnessýslu, og mun það orð vera að öðru leyti óþekkt nema þá sem liður í samsettum nöfnum. Þetta einkennilega nafn, sem öldum saman hefir verið mönnum óskiljanlegt, verður aðalviðfangsefni þessarar ritgerðar.

En áður en farið verður að glíma við nafnið sjálft, er rétt að glöggva sig betur á því, hvað kallað er og kallað hefir verið Ölfus.

Þorvaldur Thoroddsen segir, að Ölfus takmarkist „að sunnan af sjó og Ölfusárósum, að vestan af Selvogsheiði, að norðan af fjallshlíðum Reykjanesfjallgarðs, að austan af Ölfusá, og nær nokkur hluti sveitarinnar upp með Ingólfsfjalli að austanverðu”.

Ölfus er m.ö.o. hið byggða undirlendi við Ölfusá að vestan (og norðan), og er fátítt, að með þessu nafni sé átt við annað en þetta nú á dögum. Þó kemur fyrir, að Ölfus er notað í merkingunni ‘Ölfushreppur’, en mestur hluti þess landsvæðis er fjöll og óbyggðir.

Í Árbók Ferðafélags Íslands 1936 er ritgerð eftir Steinþór Sigurðsson og Skúla Skúlason, er nefnist „Austur yfir fjall”. Þar segir á bls. 101: „Þeim, sem líta yfir Ölfusið, sem svo er kallað venjulega, þ. e. byggðina að svo miklu leyti, sem þeir sjá hana, finnst sveitin ekki stór. Þeir athuga fæstir, að þeir hafa verið í Ölfusinu nær helming leiðarinnar úr Reykjavík og til Kamba.” Síðan er lýst takmörkum Ölfussins, og er einnig þar átt við Ölfushrepp. En annars staðar í ritgerðinni er nafnið Ölfus notað um hið byggða undirlendi sérstaklega. Á bls. 100 er t. d. talað um „Grafningsfjöllin, sem lykja um Ölfusið að norðan”, og nokkru síðar er komizt svo að orði: „Nærlendinu, Ölfusinu sjálfu, verður ekki lýst hér, því að lýsing þess kemur í næsta kafla, og verður einnig miðuð við Kambabrún að mestu leyti. Því skal nú haldið áfram ferðinni niður í Ölfusið, um Kambana.”

Ölfus

Ölfus vestan Þingvallavatns (Ölfusvatns).

Þegar Hálfdan á Reykjum talar um kirkju að Úlfljótsvatni, bætir hann við innan sviga: „í þeim parti sveitarinnar, er Grafningur kallast” (bls. 59). Og síðar segir hann: „Í landnorður undan Ingólfsfelli og upp með Soginu eru mýrar, þar til byggðin í þeim kjálka sveitarinnar til tekur, er Grafningur kallast. En í vestur yfir Álftavatn og fyrir norðan Ingólfsfjall [svo hér] liggur vegur fram Grafningshálsinn og í Olvesið” (bls. 72). Eftir þessu að dæma er það hið byggða undirlendi við Ölfusá, sem Hálfdani er tamt að kalla Ölfus. Þó getur hann notað það nafn um allt landsvæðið, Ölfus og Grafning, en þá var einnig hægt að tala um Ölfushrepp til að taka af tvímæli.

Ölfus

Ölfus sunnan Þingvallavatns (Ölfusvatns).

Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, II (Kaupmannahöfn 1918—1921), 376, er notað nafnið Aulves sveit um Grafning og Ölfus. Þegar lokið er jarðatali í Grafningi, er komizt svo að orði: »,Hjer endast Grafníngur, en byrjar sjálft Ölves” (bls. 389).

Af því, sem nú hefir verið rakið, mætti álykta, að Ölfus væri hið eldra nafn á Grafnings- og Ölfushreppum samanlögðum, en nafnið Grafningur síðar til komið til að auðkenna nyrðra hluta sveitarinnar.
Nú er vitað, að þessu hefir einmitt verið svo háttað. Ólafur Lárusson hefir sýnt fram á, að Grafningur varð ekki til sem byggðarnafn fyrr en um 1500 og getur ekki verið eldra en 1448. Það kemur fyrst fyrir í máldaga frá dögum Stefáns biskups Jónssonar (1491-1518). Ölfus hefir þá í fyrndinni náð yfir það svæði, sem nú deilist á tvær sveitir, Ölfus og Grafning. Allt það land, sem lá að Þingvallavatni (áður Ölfusvatni) að sunnan (og suðvestan), Soginu að vestan og framhaldi þess, Ölfusá, allt til sjávar, hefir verið í Ölfusi. Þetta verður auðvitað að hafa í huga, og það skiptir nokkru máli. En hinu má ekki gleyma, að Grafningur og Ölfus eru frá náttúrunnar hendi aðgreindar sveitir, og megin byggðarinnar er og hefir ávallt verið í Ölfusi. Nafnið Ölfus hlýtur því að hafa verið miklu oftar notað í sambandi við bæi og búendur í neðri byggðinni og þannig verið fastara tengt henni, þegar áður en efri byggðin fékk nafnið Grafningur. Og þetta hefir einmitt stuðlað að þeirri nafngift. Samkvæmt skýringu Olafs Lárussonar, sem er áreiðanlega rétt, hefir efri byggðin fengið nafn sitt af grafningi þeim eða skarði, sem nú heitir Grafningsháls, milli Bjarnarfells og Ingólfsfjalls, en um þennan grafning var alfaraleið á milli byggðarlaganna. Nafnið Grafningur gefur ranga hugmynd um landslag þeirrar sveitar, eins og Ólafur Lárusson tekur fram. Landslagsins vegna hefði því Grafnings-nafnið eins getað flust á neðri byggðina, en á því var engin hætta. Sú byggð hét Ölfus, skýrt afmörkuð á alla vegu, miklu mannfleiri og áhrifameiri en hin. Nafngiftin Grafningur er því runnin frá Ölfusingum. Þeir hafa talað um að fara „upp um Grafning” eða „upp í Grafning”, og síðan hefir nafnið flust á byggðina fyrir ofan, sem þeir fundu, að var í rauninni annað byggðarlag en sveitin þeirra sunnan fjalla, Ölfusið.

Ölfus

Ölfus umhverfis Ölfusá.

Áður en lengra er haldið, þykir rétt að fara einnig nokkrum orðum um nöfnin Ölfusá — Sog og Ölfusvatn — Þingvallavatn. Því hefir oft verið haldið fram, að vatnsfallið Sog -(Ölfusá hafi áður fyrr heitið einu nafni, því sem nú hefir fengið myndina Ölfusá. Sbr. lýsingu Kálunds: „Nord for Ölves, langs Sog og Thíngvoldsoens sydvestlige bred, ligger den såkaldte Gravning (Grafníngr), et afsides og lidet besögt bygdelag, hvis beboere báde i deres personlige optræden og huslige indretning viser sig kun lidet pávirkede af omverdenen. Fra Olves adskilles Gravningen ved Ingolvsfell og fjældstr0gene, der forbinder dette fjæld med
Hengilen og dertil h0rende fjældheder” (Uidrag, 1, 85). Fyrir því eru þó engar beinar heimildir; það hefir verið ráðið af mjög sterkum líkum, og hefir enginn mælt í móti, svo að ég viti. Enn fremur er líklegt, eins og Brynjúlfur frá Minna-Núpi og Einar Arnórsson taka fram, að Sog sé eigi að síður mjög gamalt örnefni, en hafi í öndverðu verið bundið við sjálfan ós Þingvallavatns (Ölfusvatns) eða efsta spotta árinnar að Úlfljótsvatni, sem nú er kallaður Efra-Sog.

Nafnið Sog hefi ég hvorki fundið í íslenskum fornritum né Íslenzku fornbréfasafni (ekki heldur Þingvallavatn). Um Ölfusá gegnir öðru máli. Það nafn kemur alloft fyrir í fornritum, en eftir notkun
þess að dæma verður ekki afdráttarlaust fullyrt, að það hafi tekið til alls vatnsfallsins, Sogs og Ölfusár. Eðlilegast er þó að skilja svo, þegar sagt er frá landnámi Ingólfs (í Sturlubók), að hann „nam land milli Olfus ár ok Hvalfiardar fyrer vtann Bryniudals aa milli ok Avxar ar ok aull Nes vt”.J ] Í sömu átt bendir það, þegar talað er um Ingólfsfell fyrir vestan Ölfusá — í Íslendingabók og Landnámabók.

Ölfus

Ölfus – sveitarfélagið.

Þingvallavatn hét Ölfusvatn að fornu. Þegar haft er í huga, að Ölfus náði þá allt að vatninu, er eðlilegast að hugsa sér, að það dragi nafn af sveitinni og áin, sem setti henni takmörk að austan, hafi þá einnig verið nefnd einu nafni Ölfusá allt frá Ölfusvatni til sjávar.

Ljóst er, að efri hluti vatnsfallsins kemur lítt við sögur, og hefir verið miklu minni þörf fyrir nafn á ánni ofan Hvítár en neðan. Af því leiðir, að nafnið Ölfusá hefir smám saman einskorðazt við neðra hluta árinnar eins og Ölfus við neðra hluta sveitarinnar. Sogið fær þá sitt sérstaka nafn sennilega um líkt leyti og Grafningur. Er þá rofið samhengið milli Ölfuss og Ölfusár annars vegar og hins vegar Ölfusvatns, sem fær enda nafnið Þingvallavaln. Auðvitað getur eins vel verið, að vatnið hafi skipt um nafn fyrst, en Grafningur og Sog komið á eftir. Röðin skiptir í rauninni ekki máli fyrir skýringu Ölfitss-nafnsins.

Örnefnin Grafningur, Sog (sem árheiti) og Þingvallavatn eru varla mjög misaldra, en Grafningur er hið eina þeirra, sem unnt er að tímasetja nokkuð nákvæmlega, þ. e. frá h. u. b. 1500. Elzta dæmi, sem ég hefi rekist á, um Þingvallafrjvatn er úr Diskupa-annálurn, Jóns Egilssonar, sem skráðir eru 1605: „þá riðu þeir úr Grafnínginum upp eptir Þíngvallavatne til saungs og tíða.”]; Á Íslandsuppdrætti Þórðar biskups Þorlákssonar 1668 eru nöfnin Þingvallavatn (Thingualla watn), Grajningur (Grafnvigur), Ölfusá (Ölvesa) og Ölfus (Ölves). Á uppdrætti hans 1670 eru sömu nöfn, nema Ölfus vantar, en þar er að auki nafnið Sog milli Úlfljótsvatns og Álftavatns, svo að ljóst er, að það er árheiti. Er þetta elzta heimild, sem ég hefi um það.

Ölfus

Í Ölfusi.

Með nánari rannsókn mætti eflaust komast nær aldri nafnanna Sog og Þingvallavatn, en eins og málið horfir við nú, virðast þau vera frá 15. eða 16. öld.

Líklegt er, að menn hafi snemma tekið að skapa sér hugmyndir um uppruna og frummerkingu nafnsins Ölfus. Elsta áþreifanlegt dæmi þess, sem ég þekki, er frá byrjun 16. aldar. Í bréfi frá 1509, sem til er í frumriti, kemur fyrir rithátturinn auluersaa.

Ljóst er, að orðið er sett í samband við mannsnafnið Ölver, og verður slíkt allalgengt í bréfum og skjölum eftir þetta.

Vafalaust er það þó enn eldra að skilja Ölfus sem eignarfall af mannsnafninu Ölvir (þ. e. Ölvis). Um 1400 er fyrst farið að rita -is og síðar -es í stað eldra -us, -os í nafninu Ölfus, og hygg ég, að sú breyting sé eingöngu hljóðfræðilegs eðlis, eins og síðar verður gerð grein fyrir. En þar með hefir líka Ölfus fengið sama eða nokkurn veginn sama framburð og ef. af Ölvir, og getur varla hj á því farið, að menn hafi þegar á 15. öld tekið að skýra fyrir sér Ölfuss-naínið í samræmi við það. I Landnámuhandritinu AM 107 fol. (Sturlubók), skrifuðu af Jóni Erlendssyni í Villingaholti, kemur t. d. fyrir rithátturinn Aulvisaar og á sömu blaðsíðu í útgáfunni Aulvir, -er (mannsnafnið), Aulvis dottur, Aulvisstadir. Handritið er að vísu frá 17. öld, en það er eftirrit skinnhandrits, sem líklegast hefir verið frá l5. öld.

Ölfusvegir

Ölfusvegir.

Reynt hefir verið að færa rök fyrir því, að nafnið Ölfus standi upprunalega í sambandi við mannsnafnið Ölvir. Þar sem rætt er um niðja Ölvis barnakarls í ritgerð Guðbrands Vigfússonar, „Um tímatal í Íslendingasögum í fornöld”, kemst höfundur svo að orði: „Ölfusið mun bera nafn sitt af þessari ætt; getr vel verið, að svo hafi heitið hérað á Ögðum, þaðan sem þeir voru.” Hér er bætt við í neðanmálsgrein: „Nafnið er óvanalega myndað (Ölves, líkt og Valdres), mun varla vera á Íslandi annað örnefni, sem er eins myndað. Eyríkr ölfus (ölfús?) hét maðr í Súrnadal (Sírudal) á Ogðum, nálægt Hvini.”

Í orðabók Guðbrands er engin skýring gefin á orðinu, en þar er það skrifað „Ölluss, n.” og talið vera bæði viðurnefni og „the name of a county in Icel., id. (mod. Olves), whence Olfusingar, m. pl. the men jrom O.”

Hér skal ekki farið mörgum orðum um hugmyndir Guðbrands Vigfússonar. Eftirtektarvert er, að í þessum stuttu tilvitnunum hefir hann skrifað orðið á fjóra mismunandi vegu, Ölfus(ið), Ölves, Ölfuss, Ölves (sbr. einnig Ölfusingar). Það sýnir, hve framandi það er honum. Samlíkingin Ölves: Valdres er gagnslaus, því að orðmyndin Ölves er tiltölulega ung, endingin -es yngri en 1400, eins og áður var getið. Auk þess hefir enginn vitað, hvernig nafnið Valdres er myndað. Þegar Magnus Olsen gerði tilraun til að skýra það 1912, vissi hann ekki til þess, að neitt hefði áður birzt um það efni á prenti.

Ölfus

Ölfusölkelda.

Eftir daga Guðbrands Vigfússonar hefir sú kenning skotið upp kollinum oftar en einu sinni, að Ölfus standi í sambandi við mannsnafnið Ölvir (eða Ölver), en enginn fræðimaður mun nú trúaður á það.

Í Lýsingu Ölveshrepps 1703, er áður var getið, segir Hálfdan á Reykjum í upphafi máls síns, að „Aulfvus eður Ölveshreppur” dragi nafn sitt af Álfi, „fyrsta landnámsmanni þess héraðs”.

Nokkru síðar segir höfundur (bls. 62): „Landnáma greinir, að Álfur (hvar af eg meina allt héraðið dragi sitt nafn og fyrrum er á vikið) hafi numið land í Ölvesi, kom skipi sínu inn Ölvesár mynni, upp eftir Þorleifslæk, í Álfsós, og bjó að Gnúpum.” Þessu fylgir engin nánari útskýring, en örnefnið Alfsós hefir minnt Hálfdan á Ölfus, og er hugmyndin af því sprottin, án þess að hann hafi gert sér nánari grein fyrir myndun orðsins.

Ölfusvatn

Ölfusvatn – blótsteinn.

Nærri tveimur öldum síðar reyndi Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi að sýna fram á, að Ölfus væri Álf(s)ós. Brynjúlfur mun þó óháður Hálfdani á Reykjum og hefir ekki þekkt ritgerð hans, sem þá hafði ekki verið gefin út, enda segist hann ekki vita til þess, að neinn hafi reynt „að skýra nafnið Olfus, nema hvað Dr. Guðbrandur Vigfússon víkur að því nokkrum orðum í riti sínu: Um tímatal í Íslendingasögum”.

– Skal nú vikið nánara að skýringu Brynjúlfs frá Minna-Núpi. Hún er, ásamt athugasemdum Bjarnar M. Ólsens, rækilegasta tilraun, sem enn hefir verið gerð, til að skýra nafnið Ölfus.

Sagt er frá því í Landnámabók, að Álfur hinn egðski, sem stökk fyrir Haraldi konungi til Íslands af Ögðum, hafi komið skipi sínu í ós þann, er við hann sé kenndur og heiti Álfsós. Hyggur Brynjúlfur, að þar sé átt við Ölfusárós og nafnið Ölfus sé einmitt Álf(s)ós. Hann telur, að Álfsós sé hið upphaflega nafn á vatnsfalli því, sem nú heitir Sog og Ölfusá, og hið forna nafn á Þingvallavatni, Ölfusvatn, sé af því dregið, Álfsóssvatn. Sem sveitarnafn hyggur hann Ölfus þannig til orðið, að sveitin hafi verið kennd „við ósinn, sem rann með henni endilangri” og nefnd Álfsóss-sveit, -hérað, -hreppr eða þvílíku nafni, sem síðar hafi verið stytt, af því að „hver maður vissi hvað um var talað. Menn nenntu þá ekki heldur að hafa orðið lengra en þurfa þótti, nefndu svo sveitina blátt áfram „Ölfus”, og varð það að vana. En um leið fundu menn til þess, að viðfeldnast var, að hafa það nafn hvorugkyns, og gerðu menn það ósjálfrátt”.

Ölfus

Ölkelda á Ölkelduhálsi.

Nafnið Álfsós hefir m. ö. o. aðeins breyst sem liður í samsettu orði, annars ekki. Þess vegna verður að gera ráð fyrir því, að sveitarnafnið hafi upphaflega verið lengra en það er nú. Þetta virðist nokkuð langsótt.

En Brynjúlfur varð að gera ráð fyrir þessu til að skýra það, að nafnið Alfsós er varðveitt í Landnámabók ásamt nöfnunum Ölfusá og Ölfusvaln, en Ölfus kemur ekki fyrir þar nema í þessum samsetningum. Brynjúlfur reynir að gera sér grein fyrir því, hvernig Álfsóss gat breyst í Ölfus og rekur það mál. Hann segir þó, að hann vilji ekki fullyrða, að breytingasaga orðsins hafi verið þannig, og telur sig skorta þekkingu á fornmálinu til að geta fullyrt nokkuð um það. En hann telur „víst, að þeir, sem betur kunna, geti sannað það málfræðislega, að orðið Ölfus sje ummyndað úr orðinu Álfós ( = Álfsós)”.

Björn M. Olsen hljóp nú undir bagga með Brynjúlfi og belrumbætti „breytingasögu orðsins”. Hann er sammála Brynjúlfi „um það, að Ölfusið dragi nafn sitt af Álfsósi þeim, sem Landn. nefnir” og enn fremur „að elsta nafn sveitarinnar hafi verið Alj(s)ósssveit (eða Alj(s)óssherað, Alf(s)ósshreppr)”. Til samanburðar nefnir hann, að Heklufell > Hekla, Auðkúluslaðir > Auðkúla o. fl. Skýring Brynjúlfs fær bezt staðizt í þeim efnum, sem hann taldi sig sérstaklega skorta þekkingu á. Hlj óðsögulega séð er ekkert því til fyrirstöðu, að Olfus sé < *Alfös. En sú orðmynd kemur ekki fyrir. Í Landnámabók er höfð eignarfallssamsetning, Álfs ós, en þá mynd vildi Brynjúlfur helzt skýra svo, að seinni afritarar hafi bætt 5-inu inn í. Hér er, að minni hyggju, farið aftan að hlutunum. Eignarfallssamsetningin er einmitt það, sem við mátti búast, og sú staðreynd, að Álfsós kemur fyrir í Landnámabók (ásamt nöfnunum Olfusá og Olfusvatn), bendir eindregið til þess, að það nafn hafi ekkert breytzt, hvorki í Álfós né Ölfus.

Ölfus

Ölfusketill.

Það er alþekkt fyrirbrigði, að landslags- eða náttúrunafn verður byggðarnafn (sbr. Grafnings-nafn), og eru fjölmörg dæmi þess á Íslandi um nöfn á vogum, víkum, fjörðum, ósum o. s. frv., t. d. Selvogur, Kópavogur, Grindavík, Aðalvík, Hornafjörður, Borgarfjörður, Blönduós, Hofsós, svo að fáein séu nefnd af handahófi. Það hefði því ekki verið óeðlilegt, ef nafnið á Ölfusárósi hefði færzt yfir á byggðina við ósinn.

Til dæmis um slíka þróun á Norðurlöndum utan Íslands má nefna Aarhusur ekki notfært sér með því að gera ráð fyrir því, að ósinn hafi heitið Alfsós, því að nafnið er að finna í Landnámabók og gat að hans hyggju ekki breylzt í Olfus nema sem liður í samsettu orði. Gefur hann þó enga skýringu á, hverju það sætir. Þess vegna verður hann að grípa til þess úrræðis, að sveitin hafi heitið Alf(s)ósssveit eða þ. u. l. En óhætt er að fullyrða, að fyrir því eru litlar eða engar líkur, að Olfus sé orðið til sem brot úr slíkri samsetningu. Engum mun detta í hug að halda því fram, að áðurtalin byggðarnöfn séu orðin til með þvílíkum hætti, t. d. Selvogur eða Borgarfjörður. Ölfus hefir greinilega verið til sem sjálfstætt orð, þegar samsettu nöfnin, Ölfusá og Ölfusvaln, voru mynduð.

Fleiri athugasemdir mætti gera við skýringu Brynjúlfs, t. d. um kynferði orðsins. En það, sem nú hefir verið sagt, ætti að nægja til að sýna, að hún er vægast sagt mjög hæpin. Þessari skýringu hefir þó verið haldið fram síðar.

Skal nú horfið að framlagi Finns Jónssonar til þessa máls. Hann telur, að sú skýring sé „efalaust með öllu röng”, að Ölfus sé „afbakað” úr Alfsós. Hann sýnir helztu rithætti orðsins „í fornbókum og skj ölum” og segir síðan: „Elsta myndin er Ölfoss-, þ. e. Öl-foss, um það getur enginn vafi verið.” Telur hann, að nafnið sé „líklega dregið af fossi eða fossum í ánni og er nóg af þeim (í „Sogi”, er nú heitir svo, en áður hefur víst heitið „Ölfossá”), en „öl” hygg jeg sje s. s. al-, stofninn í allur”. Finnur hugði, að Ölfossvatn væri stytt úr Ölfossárvatn. „Svo færðist nafnið yfir á hjeraðið og varð úr því Ölfoss — Ölfos (með einu s) og svo Ölfus, og varð hvorugkyns, af því að upphaf orðsins var fallið í gleymsku. Þessi skýríng á þessu orði er eins hæg eða hægari en hin skýringin úr Álfsós.”

Ölfus

Ölfustaumar.

Páll Eggert Ólafson hugsar sér, að af nöfnunum Ölfus, Ölfusá, Ölfusvatn sé Ölfusá elzt, en Ölfus hafi molnað út úr samsetningu og orðið að byggðarnafni. Eg hefi áður minnzt á, hve sennilegt það er. Þá mun það vera hrein ágizkun, að Ölfusvatn sé Ölfossárvaln, og er ekki fjarska líklegt, að sú breyting hafi átt sér stað fyrir daga Ara fróða. Frá merkingarlegu sjónarmiði er varla hægt að hugsa sér meiri öfugmæli en kenna Ölfusá við fossa. Hún er sérstaklega lygn, eins og kunnugt er. Að vísu bendir allt til þess, að Sogið hafi einnig heitið Ölfusá í öndverðu, en eins og áður var sýnt, var árheitið að langmestu leyti bundið við vatnsfallið neðan Hvítár, og virðist því fráleitt, að það eigi rætur að rekja til fossa uppi í Sogi. — Gerum samt ráð fyrir því, að sú tilgáta sé rétt, að Ölfusá sé kennd við marga fossa. Hvernig er þá nafnið myndað? Finnur gerir enga grein fyrir því. Líklegast hefir hann hugsað sér, að áin hafi í fyrstu verið nefnd alfossa. Verður þá að gera ráð fyrir lýsingarorði, sem ella er ókunnugt, og fleiri afbrigðum.

Matthías Þórðarson hefir einnig lagt orð í belg um uppruna nafnsins Ölfus,en það er mjög í sama anda og fyrrnefndar skýringar. Nafnið Ölfusá er að hans hyggju elzt í fjölskyldunni, allt frá dögum Ingólfs Arnarsonar, er hann dvaldist undir Ingólfsfelli, en Ölfus telur hann hafa losnað úr samsetningu, t. d. Ölfoss(ár)hérað eða Ölfosssveit. Skýringu Finns Jónssonar hafnar hann ekki algerlega, en virðist telja líklegra, að Ölfusá sé aðeins kennd við einn foss, er hafi heitið Ölfoss. Hann játar, að óvíst sé, við hvaða foss sé átt, en telur, að komið geti til mála, að strengur sá í Ölfusá, sem nú heitir Selfoss, hafi áður heitið Ölfoss, enda hafi nafnið Ölfusá (Ölfossá) ætíð haldizt á þessum hluta árinnar, en farið af hinum efra (Soginu). Hann telur m. a. s. nöfnin Ölfoss og Selfoss „allmikið lík” og dettur í hug, að „hið síðara sé sprottið af misskilningi og afbökun á hinu fyrra. Nýgert öl er skolljóst að lit (sbr. nafnið hvítöl) og hefur jökulliturinn á vatninu í fossinum ráðið nafngjöfinni í fyrstu, er ölgerð var stunduð, en selurinn síðar, er menn tóku að verða hans mjög varir við fossinn, þegar hann var að elta þar laxinn”. Loks viðurkennir Matthías, að Ölfusvatn (Olfossvatn) sé helzti langt frá þessum fossi til að hljóta nafn sitt af honum, en það muni þá hafa verið kennt við ána og nefnt Ólfossárvatn í upphafi. — Skýringin hefir sem sé ýmsa sams konar annmarka og hinar fyrri, og verður að grípa til harðla ósennilegra ágizkana til að koma henni í höfn.

Ein skýringin — ef skýringu má kalla — er sú, að Ölfus merki ‘fjallver’, þ. e. víst ‘fjallaskjól’. Fyrri liður orðsins er þá talinn alp-, að því er virðist, og hugsað til Alpafjalla í því sambandi. Síðari liðurinn á að vera -ver, sbr. bæjarnafnið Hringver. — Skýringin er öll í miðaldastíl og hrein lokleysa.

Auk beinna skýringartilrauna hafa verið settar fram hugmyndir og tilgátur, sem vert er að gefa gaum.

Í orðabók Larssons er eitt dæmi um nafnið Ölfus. Það er úr AM 645 4to, stendur í þgf. og er skrifað avlfose.” Í orðabókinni er gert ráð fyrir nefnifallsmyndinni aolfóss, og í skránni aftan við orðasafnið sést, að Larsson hefir talið orðið vera samsett aolf-óss og flokkar það (ásamt óss) undir karlkennda a-stofna (bls. 423). Þetta er auðvitað tilgáta Larssons. Hann gat ekki haft neina heimild fyrir því, að orðið hafi verið karlkyns eða haft -ss í nf., og um lengd síðara sérhljóðsins (o) hefir hann einnig orðið að geta sér til. Orðmyndin “aolfóss” er því búin til í lok 19. aldar, en kemur ekki fyrir í elztu handritum. Enginn þeirra, sem reynt hafa að skýra nafnið, síðan bók Larssons kom út (1891), virðist hafa veitt hugmynd hans athygli.

Hér á eftir verður nú gerð ein tilraun enn til að varpa ljósi á uppruna nafnsins Ölfus.

Með því að athuga samsett örnefni má fá vitneskju um afstæðan aldur þeirra. Þetta ber að hafa í huga við skýringu orðsins Ölfus. Af merkingarlegum ástæðum er einnig nauðsynlegt að hafa hliðsjón af samsettu nöfnunum Ölfusá og Ölfusvatn. Af þeim eru svo mynduð önnur samsett nöfn, t. d. Ölfusárós, Ölfusvatnsfjöll, Ölfusvatnsá. Rétt er og að hafa í huga orðið Ölfusingur, sem er greinilega leitt af nafninu Ölfus.

Ölfus

Ölfus – áletranir á steini…

Það getur varla verið neitt vafamál, að Oljus er elzt þessara nafna; prentuð í Lögrjettu, 23. okt. 1918, síðan endurprentuð í frumútgáfu Nýals, 2. hefti, 1920.

Hér má nefna eitt dæmi til viðbótar. Í Hervarar sögu er sagt, að Starkaðr Aludrengr bjó við Álufossa. Þetta nafn vildi Birger Nerman lesa Alufossa og taldi það sama orð og Qljossa = Qljusá (Birger Nerman, „Alvastra”, Namn och bygd,l (1913—14), 98).
Sbr. Hans Kuhn, „Upphaf íslenzkra örnefna og bæjanafna”, Samtíð og saga, safnrit háskólafyrirlestra, V (Reykjavík 1951), 183—197; sami, „Vestfirzk örnefni”, Árbók Hins íslenzka fornleifajélags, 1949—50, 5—40, a. m. k. er eðlilegast að gera ráð fyrir því. Bendir allt til þess, að það sé mjög gamalt örnefni. Samsetningarnar Ölfusvatn og Ölfusá koma báðar fyrir í elztu ritum (Íslendingabók og Landnámabók) og verður ekki betur séð en Ölfus sé þá orðið óskiljanlegt orð.
Ef það hefir verið gegnsætt og auðskilið öllum í fyrstu, verður að ætla því nokkra áratugi a. m. k. til að breytast svo, að það verði öllum mönnum framandi. — Olíklegt er, að það hafi verið óþekktrar merkingar, er það varð örnefni á Íslandi. En ef svo hefir verið, kemur varla annað til greina en það sé fornt örnefni, sem flutzt hafi með landnemum. — Loks er hugsanlegt, að nafnið hafi í upphafi skilizt af sumum, en ekki öllum, en slíkar aðstæður voru tæpast fyrir hendi nema á landnámsöld. — Eg mun því hafa fyrir satt, að Ölfus sé eitt af elztu örnefnum á Íslandi, nokkurn veginn jafnaldri byggðarinnar í landinu.

Næstelzta handrit, sem varðveitir nafnið Ölfus, svo að mér sé kunnugt, er ÁM 310 4to, eitt af aðalhandritum Ólafs sögu Tryggvasonar eftir Odd munk Snorrason. Það er talið ritað af Norðmanni á síðara hluta 13. aldar eftir íslenzku forriti. Í þessu handriti er ritað hia Olvus vatni (bls. 128 í útg. Finns) og er í Olfosi (bls. 162). Eru þá talin dæmi, er ég þekki úr handritum, sem víst má telja eldri en 1300.

Orðið Ölfus kemur fyrir í Íslendingabók og Landnámabók, sem auðvitað eru eldri en AM 645 4to. En öll handrit þeirra eru yngri en 1300, og er því ekkert á þau að treysta í þessum efnum. Handrit Íslendingabókar {AM 113a og 113b fol.) eru m. a. s. frá miðri 17. öld, eins og kunnugt er, en um þau gegnir nokkuð sérstöku máli. Talið er, að þau séu eftirrit mjög gamals skinnhandrits, jafnvel frá því um eða fyrir 1200.

Ölfus

Í ofanverðu Ölfusi…

Finnur Jónsson sagði í skýringu sinni á orðinu Ölfus, að elzta mynd þess væri „Ölfoss-, þ. e. Öl-foss, um það getur enginn vafi verið í handritum frá 14. öld fram til 17. aldar virðist mér oftast skrifað au, en o er einnig algengt, ýmist ómerkt eða með merkjum, þverstriki eða lykkju yfir eða undir, o. fl. Eftir að sú hefð hefir einu sinni komizt á að skrifa au eða o í þessu orði, er henni gjarnan haldið áfram.

Í Þorsteins sögu Víkingssonar (1. kap. I er þessi frásögn: Grímr var inn mesti berserkr. Hann átti Alvöru, systur Álfs hins gamla. Hann réð fyrir því ríki, er liggr í milli á tveggja. Þær tóku nafn af honum, ok var kölluð elfr hvártveggi. Var sú kölluð Gautelfr, er fyrir sunnan var við land Gauta konungs ok skildi við Gautland. En sú var kölluð Raumelfr, er fyrir norðan var ok kennd var við Raum konung. Ríki þat var kallat Raumaríki. Þat váru kallaðir Álfheimar, er Álfr konungr réð fyrir, en þat fólk er allt álfakyns, er af honum er komit.

Í 10. kap. Sögubrots af fornkonungum er einnig sagt, að af Álfi gamla „tóku nöfn þær tvær meginár, er elfr heitir hvártveggi síðan”. Og áþekkar eða hliðstæðar frásagnir eru víða til í fornaldarsögum.

Það er ekki laust við, að þessar sagnir í öllum sínum ófullkomleik renni nokkurri stoð undir skýringuna á Álfheimar og Álfarheimr og þá um leið orðmyndina alfös. Þær sýna, að snemma á öldum var í hugum manna náið samband milli orðanna Alfr og elfr. Hér virðist vera um gamla og rótgróna hefð að ræða, svo oft er á þetta minnzt í fornaldarsögum. — Og það má mikið vera, ef hér er ekki komin skýringin á nafninu Álfsós í Landnámabók. Gæti það ekki verið til orðið sem eldgömul tilraun til að skýra fyrir sér orðmyndina alfðs n.? Álfsós er hvergi nefndur í fornritum nema í Landnámabók.

Ölfus

Í Ölfusborgum.

Hálfdan á Reykjum eykur við frásögn hennar, er hann segir, að Álfr hinn egðski hafi komið „skipi sínu inn Ölvesár mynni, upp eftir Þorleifslæk, í Álfsós, og bjó að Gnúpum. Ós þessi liggur að austanverðu nær því við Þurrárhraun”. Hálfdan hefir þekkt einhverjar sagnir um það, að þarna væri Álfsós Landnámu, ef hér er þá ekki um eigin ályktun að ræða, en það virðist mér allt eins sennilegt. Í Jarðabók Arna Magnússonar og Páls Vídalíns er óssins tvívegis getið. Í fyrra skiptið er talað um silungsveiðivon í Álfsós, er sumir nefni Alflarós, og því nafni einu er svo ósinn nefndur skömmu síðar (bls. 420). Gæti verið, að Álftarós hafi verið algengara nafnið, en Hálfdan á Reykjum viljað halda hinu fram. Þessi hluti Jarðabókar er skrifaður á Reykjum í Ölfusi 9. ág. 1708, ári eftir lát Hálfdanar. Nú munu þessi örnefni týnd.

Þessar hugleiðingar fæða af sér nýjar spurningar. Hvað líður nú Álfi landnámsmanni, er Landnáma telur Alfsós við kenndan? Sannleikurinn er sá, að sögnin um hann er mjög tortryggileg og ekkert líklegra en hún sé sprottin af örnefninu. Eru slíkar örnefnasögur kunnari á íslandi en frá þurfi að segja — og reyndar víðar. — Álfr er sagður barnlaus, föðurnafn er óþekkt og framætt öll, en viðurnefnið bendir til Agða, og þaðan er hann sagður hafa stokkið fyrir Haraldi konungi hárfagra. Hann er tengdur þannig við Ölfusinga, að Þorgrímr Grímólfsson, föðurfaðir Þórodds goða, er sagður vera bróðursonur Álfs og á að hafa komið út með honum til Íslands og tekið arf eftir hann. Ef sagan af Álfi er tilbúningur, hefir hann fengið viðurnefni, af því að föðurnafni var ekki til að dreifa, og nefndur hinn egðski, af því að Þorgrímr hefir verið talinn frá Ogðum. Á öðrum stað í Landnámu er maður nefndur Grímólfr af Ögðum, en hann er talinn vera sami maður og Grímólfr, faðir Þorgríms, eða m.ö.o. bróðirÁlfs.”

Ef Álfr hinn egðski er nú dæmdur úr leik og gert er ráð fyrir því, að nafnið Olfus sé ættað frá Suðaustur-Noregi eða Vestur-Svíþjóð, má þá ekki vænta þess, að Landnámabók greini frá innfiytjendum þaðan? Þess eru víst dæmi, en ekki í Árnessþingi. Mér hefir ekki tekizt að finna neitt í Landnámabók, er sérstaklega styðji skýringu mína á uppruna Ó//«sí-nafnsins. Ekki má þó Ieggja mikið upp úr því; svo tæmandi og traust heimild er Landnámabók ekki. „Landnámabækur veita litla fræðslu um uppruna landnámsmanna í Árnessþingi né heldur, hvar þeir dvöldust eða áttu heimkynni síðast, áður en þeir fóru til Íslands,” segir Einar Arnórsson.

Einhverjum kann að þykja það langsótt, að Ölfusá hafi haft frummerkinguna ‘áróssá’. Það er þó ekki fráleitara en nafnið Aaroselven í Noregi (Rygh, Norske Gaardnavne, V (1909), 346). Annars geri ég ekki ráð fyrir, að Ölfusá hafi nokkurn tímann merkt ‘áróssá’. Ég hugsa mér, að Ölfus hafi verið orðið óskiljanlegt nafn, þegar heitið Ölfusá varð til.”

Annars verður að telja svolítið sérstakt í framangreindu samhengi að fornt örnefni skuli vitna um tiltekna heild fyrrum, sem nú virðist orðin samhverf…

Heimild:
-Lingua Islandica – Íslensk tunga – Baldur Jónsson, Tímarit um íslenska og almenna málfræði, 4. árg., Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Félags íslenskra fræða, Reykjavík 1963, bls. 7-53.

Ölfus

Ferlirsfélagar við leitir að fronleifum í Ölfusi.

Selvogsgata

Í “Svæðisskráningu fyrir Hafnarfjörð 1989” er m.a. fjallað um Kerlingarskarðsveg, Grindaskarðsveg, tóftina í Helgadal og hellana í Setbergs- og Hamarskotsseli:

Kerlingarskarðsvegur

Kerlingarskarðsvegur

Kerlingarskarðsvegur.

“Leiðin milli Hafnarfjarðar og Selvogshrepps í Árnessýslu gekk venjulega undir nafninu Grindarskarða- eða Kerlingarskarðsvegur. …Frá Hafnarfirði, upp á móts við Lækjarbotna, er aðalleið Krýsuvíkur farin. Þegar í Lækjarbotna kemur, er farið yfir mjótt hraunhaft, norðvesturtagl Gráhelluhrans. Að því slepptu er komið á moldargötur, með Gráhelluhrauni að norðan, en til vinstri handar fyrst allstórt melholt, sem Svínholt heitir. Milli þess og Setbergshlíðar liggur dalur til norðurs og heitir Oddsmýrardalur, Þegar Setbergshlíðar þrýtur, er farið yfir þar, sem hraunið hefur hellst fram, norðan Klifaholta, og heitir þá Smyrlahraun þar efra. Hraun þessi munu mest úr Búrfelli runnin. Ofarlega í hraunbelti því, sem áður getur og yfir er farið, áður en upp á móts við Klifholt kemur, er hellir allstór, Kershellir, og var hann notaður sem fjárból frá Setbergi, meðan fjárbúskapur var rekinn þar og útbeit mest stunduð. Langur gangur er til aðalhellisins og nokkuð niðurgegnt of vildi gólfið blotna, þegar fé kom brynjað inn. Skal nú haldið áfram ferðinni. Þegar upp á hraunbeltið kemur, sem umgetnir hellar eru í, er aftur komið á moldargötur, og er þá Smyrlarbúðarhraun til vinstri, en Klifsholtin, nokkrir smáásar, sem hraunið hefur runnið kringum, á hægri hönd. Fyrst er Sléttuhlíð, þá Smalaskáli ofar og austar. Þegar brunann þrýtur, til vinstri, er hæð eða ás með aflíðandi halla móti vestri; að austan eru brattar skriður en hamrabelti með smápöllum hið efra. Þetta er Smyrlabúð. …Við suðurenda Smyrlabúðar þrýtur Klifsholt og tekur við allgreiðfært klaparhraun, þar til í Helgadal kemur, en það er smádalur með uppssprettuvatni, enda skammt frá upptökum Kaldár. [Þar er Helgadalsrúst.] …Þegar upp úr Helgadal kemur, taka við sléttar melgötur að Valahnjúkum, sem eru tindóttir móbergshnjúkar norðan af Helgafelli. …Þegar Valahnjúkum sleppir, er skammt í Mygludali, Liggja þeir undir suðvesturbrún Húsfellsbruna. Þaðan er skammt til Búrfells, sem fyrr er getið. …Þegar haldið er upp frá Myngludölum, er lagt á hraun, sem nær óslitið upp að fjalli. Eftir um þriggja stundarfjórðunga lestargang, er farið er yfir norðurtögl á tveimur melöldum, sem standa upp úr braunanum, og eru þar Kaplatór.

Selvogsgata

Grindarskarðsgata á Hellum.

…Frá efri Kaplató upp að fjalli liggur vegurinn mestmegnis um sléttar hraunhellur, og er sá kafli hraunsins nefndur Hellur. Má þar víða sjá djúpar götur sorfnar ofan í helluna af aldarumferð. …Upp fjallið liggur vegurinn í krókum og sneiðingum, uns upp er komið á Kerlingarskarð. Allbratt er upp að fara, einkum neðst og efst.

Kerlingarskarð

Tóft brennisteinsvinnslumanna undir Kerlingarskarði,

Þegar komið er undir efstu brekkuna er dalverpi lítið í fjallið norðan götu. Þar sést enn kofarúst, leifar af skýli, sem byggt var í tíð brennisteinsvinnslunnar í Brennisteinsfjöllum, og var “sæluhús” þeirra, sem fluttu brennisteininn á hestum til Hafnarfjarðar. Vegur sá, sem nú um langt árabil hefur verið farinn þarna yfir fjallið, liggur um Kerlingarskarð. Annar slóði er nokkru norðar og var nefndur Grindaskarðsvegur.

Mygludalir

Mygludalir.

Fyrir löngu mun vera hætt að fara þann veg nema helst lausgangandi menn að vetri til, ef harðfenni var mikið í brún Kerlingaskarðs, því að þar eru hærri og skarpari brúnir en á nyrðri slóðinni. …Hæsti hryggur fjallsins er mjór, og fer rétt strax að halla austur af, en ekki er það unfanhald langt, svo sem hálfrar stundar gangur, þar til landið liggur jafnhátt, og nær það að Hvalhnjúk og Ásum. Á háfjallinu norðan vegar er Stórkonugjá. Er það harungjá mikil, sem hraun hefur runnið efir frá gömlum eldgíg þar uppi. Austur af Stórkonugjá, skammt fyrir norðan veginn, er [Kóngsfell]. Þar komu saman lönd Gullbringusýslu og Árnessýslu. Þegar komið er austur að fjallshryggnum er komið að afarstórri hraunbreiðu. Tvær vörður eru þar við götuna, og skiptast þar leiðir, liggur austasta leiðin til Selvogs, miðleiðin til Stakkavíkur og Herdísarvíkur, en sú þriða, sem nú er sjaldan farin, liggur til Brennisteinsfjalla, suður með Draugahlíð. …”

Grindaskarðsvegur

Grindarskörð

Grindarskarðsvegur.

“Leiðin milli Hafnarfjarðar og Selvogshrepps í Árnessýslu gekk venjulega undir nafni Grindarskarðs- eða Kerlingarskarðsvegur. Frá Hafnarfirfði, upp á móts við Lækjarbotna, er aðalleið Krýsuvíkur farin. Þegar í Lækjarbotna kemur, er farið yfir mjótt hraunhaft, norðvesturtagl Gráhelluhrauns. Að því slepptu er komið á mordargötur, með Gráhelluhrauni að norðan, en til vinstri handar fyrst allstórt melholt, sem Svínholt heitir. Milli þess og Setbergshlíðar liggur dalur til norðurs og heitir Oddsmýrardalur. Þegar Setbergshlíðar þrýtur, er farið yfir þar, sem hraunið hefur hellst fram, norðan Klifholta, og heitir þá Smyrlahraun þar efra. Hraun þessi munu mest úr Búrfelli runnin. Ofarlega í hraunbelti því, sem +áður getur og yfir er farið, áður en upp á móts við Klifholt kemur, er hellir allstór, Kershellir, og var hann notaður sem fjárbólk frá Setbergi, meðan fjárbúskapur var rekinn þar og útbeit mest stunduð. Langur gangur er til aðalhellisins og nokkuð niðurgegnt og vildi gólfið blotna, þegar féð kom brynjað niður. Skal nú haldið áfram ferðinni. þegar upp á hraunbeltið kemur, sem umgetnir hellar eru í, er aftur komið á moldargötur, og er þá Smyrlarbúðarhraun til vinstri, en Klifsholtin, nokkrir smáásar, sem hraunið hefur runnið í kringum, á hægri hönd. Fyrst er [Sléttahlíð], þá Smalaskáli ofar og austar. Þegar brunann þrýtur, til vinstri er hæð eða ás með aflíðandi halla móti vestri; að austan eru brattar skriður, en hamrabelti með smápöllum hið efra. Þetta er Smyrlabúð.

Setbergsselshellir

Í Setbergshelli.

…Við suðurenda Smyrlabúðar þrýtur Klifsholt og tekur við allgreiðfært klappahraun, þar til í Helgadal kemur, en það er smádalur með uppsprettuvatni, enda skammt frá upptökum Kaldár. …Þegar upp úr Helgadal kemur, taka við sléttar melgötur að Valahnjúkum, sem eru tindóttir móbergshnjúkar norður af Helgafelli. …Þegar Valahnjúkum sleppir, er skammt í Mygludali. Liggja þeir undir suðvesturbrún Húsfellsbruna. Þaðan er skammt til Búrfells, sem fyrr er getið. …Þegar haldið er upp úr Mygludölum, er lagt á hraun, sem nær óslitið upp að fjalli. Rftir um þriggja stundarfjórðunga lestargang, er farið yfir norðurtögl á tveimur melöldum, sem standa upp úr brunanum, og eru það Kaplatór. …Frá Efri-Kaplató upp að fjalli liggur vegurinn mestmegnis um sléttar hraunhellur, og er sá kafli hraunsins nefndur Hellur. Má þar víða sjá djúpar götur sorfnar ofan í helluna af aldarumferð. …Upp fjallið liggur vegurinn í krókum og sneiðingum, uns upp er komið [norðan Konungsfells. Þaðan er vegurinn varðaður niður að Litla-Kóngsfelli og áfram niður í Strandardal]…

Helgadalur – tóft

Helgadalur

Helgadalstóftin – uppdráttur ÓSÁ.

“Tóft eru í dal sem heitir Helgadalur og er skammt frá Skúlatúni, sjá garð, og liggur Grindarskarðsvegur um dalinn hjá rústinni. Ekki [er] ljóst í landi hvaða jarðar þessi dalur er en þetta er ekki langt frá Hafnarfirði. Rústin er ofantil í miðri brekkunni. Það eru tvær tóftir, er hver gengur af enda annarar frá suðri til norðurs, eða því sem næst. En hvor tóft nál. 10 faðm. löng og nál. 2 faðm. breið út á veggjabrúnirnar; en þær eru raunar óglöggar víða. Dyr sjást á vesturhlið suðurtóftarinnar við suðurgaflinn. Á norðurtóftinni [má] sjá ógjörla dyra og sama er að segja um miðgaflinn. Rústin er öll óglöggvari norðantil; sér aðeins fyrir ummáli hennar. Þeim megin hefir verið húsaþyrping á hlaðinu. Eru þar útflettar rústir, sem ekki er hægt að greina hverju frá annari, né ákveða lögun þeirra húsa, sem þar hafa verið.”

Hamarkotssel – Setbergssel – Ketshellir/Kershellir/Kjötshellir

Setbergssel

Setbergssel – uppdráttur ÓSÁ.

“Selstöðu eigna nokkrir jörðinni í Garðakirkjulandi ar nærri sem heitir Sléttahlíð hjá helli nokkrum og skulu þar kallast enn í dag Hamarskotssel.” “Í Sléttuhlíð var Hamarskotssel hjá helli skammt upp í hrauni, nefnt á hellum.”
“Selstöðu á jörðin [Setberg] þar sem heitir Kietsheller, eru þar hagar góðir, en vatnsból ekkert nema í gjá, sem sólhiti bræðir.” “Úr Gráhellur liggur línan í Setbergssel. …Landamerkjalínan liggur í Markavörðu á Selhellinum, því undir vörðunni er þessi hellir, og honum mun hafa verið skipt milli Setbergs og Hamarskots. Ketshellirinn liggur örlítið hærra, og er [þar] líka að finna seljarústir og selgerði, og meira er hér um rústir. Ketshellirinn er jarðfall, 20 metra að ummáli, nær hringlaga. Hann er stór og rúmgóður, hátt undir loft. Austur og upp úr honum er afhellir, nefnist hann síðan um 1910 Hvatshellir.” “Ofarlega í hraunbelti því, sem áður getur og yfir er farið, áður en upp á móts við Klifsholt kemur, er hellir allstór, Kershellir, og var hann notaður sem fjárskjól frá Setbergi, meðan fjárbúskapur var rekinn þar og útbeist mest stunduð…” “Upp í grasivöxnu holti við jaðar Gráhelluhrauns.” …þar til kemur að Hánefi, innst í hlíðinni og héðan liggur gatan í selið. Þessi staður er reyndar einnig kallaður Ketshellir, Kershellir og Kjötshellir.” “Um 20 m langur og 3-4m breiður hellir með bogadregnu þaki. Lofthæð í miðjum helli/göngunum 1.6-2.2m. Í miðjum hellinum hefur verið hlaðið skilrúm. Op er í báðum endum og hefur verið hlaðið upp í þau til að þrengja þau.

Hvatshellir

Í Hvatshelli.

Op vesturenda er um 2m breitt að neðan en mjókkar upp í 1.1m að ofan. Hæð er um 2.1-2.2m. Aðdragandinn að inngani er nokkuð brattur. Og austurenda er um 1.3 að neðan en 80cm að ofan. Hæð er 195. Aðdragandi að inngangi er nokkuð brattur. Mikil sauðaskán er á gólfi þó mun meira austan skilrúmsins þar sem hæðarmismunur er um 30cm. Heðsla í A enda er S laga og myndar e.k. göng eða skjólgarð utan við sjálft opið. Hleðslan er um 7m löng. Þar sem nú er hæst er hún 180cm en lækkar í 70cm. Ofan á þessa hleðslu hafa verið lagðar nokkrar stórar hellur sem mynda þak milli hleðslu og hellis. Hleðsla í V enda myndaði um 90° horn, þ.e. að hluta til göng eins í hellinn og að hluta til að loka hellismunnanum. Hæð nú 120[cm] en hæð hellismunnans er 180[cm]. Breidd 290-300cm, lengd (í inngangi) 240 cm. Skilrúm er 370[cm] breitt. Hæð eins og hún er nú austan megin 120cm og niður í 73cm. Grunnur hellisins er örlítið bogadreginn til suðurs. Elísabet Reykdal segir að þessi hellir hafi alltaf verið kallaður Kjetshellir, en Gísli Sigurðsson kallar han Selhelli, en segir Kjetshelli vera helli skammt frá sem Elísabet kveður heita Hvatshelli. Hellinum var skipt milli Setbergs og Hamarskots.”

Sjá meira um hellana HÉR.

Heimildir:
-Svæðisskráning fyrir Hafnarfjörð 1989, bls. 274-276.
-Árbók 1993-48, 96-99.
-Svæðisskráning fyrir Hafnarfjörð 1989, bls. 276-277.
-Svæðisskráning fyrir Hafnarfjörð 1989, bls. 278.
-Árbók 1908, 10-11.
-JÁM III, 174-175; Ö-Garðakirkjuland, 5.
-Þjóðminjaskráning í Hafnarfirði, 72.
-Árbók 1943-48, 96.

Grindaskarðsvegur

Grindarskarðs- og Kerlingaskarðsvegir.

Krýsuvík

Í “Svæðisskráningu fornleifa í Hafnarfirði 1998” segir m.a. um Gestsstaði og Kaldrana í Krýsuvík.

Gestsstaðir

Gestsstaðir

Tóftir Gestsstaða.

“Gestsstaðir skal hafa verið jörð heitið nálægt Krýsuvík undir Móhálsum austanverðum, þar allnærri sem nú liggur almenningsvegur. Sjer þar enn nú bæði fyrir túngarði og tóftum. En völlur er allur uppblásinn og kominn í mýri, mosa og hrjóstur, so ómögulegt er jörðina aftur að byggja. Þar með liggur hún aldeilis í Krýsuvíkurlandi og kann ekki fyrir utan skaða Krýsuvíkur landsnytjar að hafa. Hefur og so lánga tíma í eyði legið, en engi veit til nær hún hafi bygð verið.” “Gestsstaðir eru eða voru norðvestan við Krýsuvík sunnan undir dálítilli hæð, sem gengur austur úr Sveifluhálsi. Sér þar fyrir miklum tóftum. Mun þetta hafa verið stórbýli, enda eru þau ummæli til, að þessi bær hafi fyrrum heitið Krýsuvík. …Fram undan Hverafjalli eru rústir Gestsstaða, sem sagt er, að séu undir Móhálsinum, og er það nafn nú glatað.”
“Gestsstaðir heitir eyðibær, norðvestur frá Krýsuvík, þar sem hún er nú. Hann hefir staðið sunnanundir dálítilli hæð, sem gengur austur úr Sveifluhálsi. Bæjartóftin er 10 ft löng frá austri til vesturs, hefur engan miðgafl, og mun hafa verið þiljuð sundur. Dys sjást ógjörla, en á suðurhlið hafa þær verið, því hvorki eru þær á endanum nér norðurhliðinni. Skammt austar er fjóstóft, 5 fðm löng, og heygarður eigi lítill. Túnið hefir verið umgirt, er það víða komið í sand af frárennsli. – Þau ummæli heyrði eg í Grindavík fyrir 40 árum sannleikann í þeim. Jörðin Gestsstaðir hefir verið í eign Krýsuvíkurkirkju. Hefur bærinn og kirkjan því verið flutt í Gestsstaðaland eftir eldinn. En við það hafa Gestsstaðir verið að nýta hjáleigur í nytum, og meir og meir þrengt að þeim, unz þeir lögðust í eyði.”

Kringlumýri

Kringlumýri undir Móhálsum.

Fram kemur að Gestsstaðir hafi fyrst, eftir eldana, sem lögðu Gömlu Krýsuvík í og við Húshólma í eyði, verið “Fram undan Hverafjalli, sem sagt er, að séu undir Móhálsinum, og er það nafn nú glatað”. Sunnan undir Hverafjalli, nú Hettu, er að finna minjar, mjög fornar, í svonefndri Kringlumýri. FERLIRsfélagar fundu rústirnar árið 2010 og töldu að þar hefði verið selstaða frá Húshólmabæjunum fyrrum. Minjarnar, sem eru miklar umleikis, verulega fornfálegar, eru í grasi gróinni hlíð ofan mýrardraga. Neðan þeirra er ágætt vatnsból í grónum gígbotni.

Kringlumýri

Minjar í Kringlumýri. – uppdráttur ÓsÁ.

Minjar þessar hafa nánast ekkert verið metnar,  hvergi skráðar (annars staðar en hér á vefsíðunni – sjá HÉR), en þær eru augljóslega eldri en þær fornu minjar,  sem nú má sjá sunnan við Gestsstaðavatn.

Kaldrani

Kaldrani

Tóftir Kaldrana.

“Inn við Kleifarvatn er svo kallaður Kaldrani. Þar eiga að vera leifar eftir bæ með þessu nafni. Er hans getið í þjóðsögum. Þar eru leifar af gömlum túngarðu úr grjóti og lítil grasflöt fyrir ofan, utan í sléttum melhál.” “Á Kaldrana er sagt að ein hjáleiga Krýsuvíkur hafi verið fyrr meir, og segja munnmæli, að hún hafði eyðst vegna álaga, sem mæltu svo um, að allur silungur í Kleifarvatni skyldi að loðsilungi verða, en hann á óætu að vera, samanber vísuna sem sagt er, að kveðin hafi verið á glugga í Krýsuvík, eftir að fólkið á Kaldrana hafi étið silunginn, en það vissi ekki, að það var búið að gera hann að umskiptingi.”. Vísan er svona:
Liggur andvana
lýður á Kaldrana
utan ein niðurseta
sem ei vildi eta.
“Kaldrani er nefndur í þjóðsögum. Er sagt að hann hafi verið hjáleiga frá Krýsuvík og staðið inn við Kleifarvatn. Og líka er sagt að þar hafi fólk dáið af loðsilungsáti. Örnefnið Kaldrani er til við vatnið. Sést þar 34 fm langur túngarðsspotti úr stórgrýti og lítil grasflöt fyrir ofan suðaustan í sléttum melhól. Uppi á hólnum er dálítil dreif af hleðslugrjóti, sem virðist flutt þangað af mönnum. Gæti það verið leifar af bæ. Því garðsspottinn sýnir að þar hafi menn búið á sínum tíma.”

Því miður hefur vegur nú verið lagður yfir meint bæjarstæði Kaldrana. Mönnum hefur löngum verið meint að sjá fyrir gildi þess, sem raunverulega skiptir máli…

Það er ávallt gaman að uppgötva eitthvað nýtt (reyndar er allt slíkt nýtt nú orðið gamalt).

 

Gestsstaðir

Gestsstaðir sunnan Gestsstaðavatns – skáli.

Hér kemur fram að Gömlu Gestsstaðir hafi verið vestan við Móhálsa, en í dag er þeirra minnst austan þeirra, sunnan undir Gestsstaðavatni, sem fyrsta byggð Krýsuvíkur eftir eldanna 1151. Eldri bústaðurinn er sagður týndur í heimildum.
Vestan hálsanna eru reyndar óskráðar tóftir, sem að öllum líkindum voru framhald byggðarinnar í Húshólma og því líklega eldri en elstu heimildir eru um byggð í þeirri Krýsuvík, sem við þekkjum í dag.

Sjá meira um Krýsuvík og Kaldrana HÉR.

Heimildir:
-Svæðisskráning fornleifa í Hafnarfirði, 1998.
-JÁM III, 7; Ö-Krýsuvík, 8 15; Árbók 1903, 50.
-Ö-Krýsuvík, 8-9; Árbík 1943-48, 92, Árbók 1803, 59.

Gestssaðir

Gestsstaðir – uppdráttur – ÓSÁ.

Hvaleyrarsel

Í “Svæðisskráningu fornleifa í Hafnarfirði 1998” er m.a. sagt frá “Hvaleyrarseli”:

Hvaleyrarsel

Svæðisskráning fyrir Hafnarfjörð 1998.

Svæðisskráning fyrir Hafnarfjörð 1998.

1703: “Selstöðu á jörðin þar sem heitir Hvaleyrarsel, þar eru hagar sæmilegir og vatnsból gott.” “Selhöfði eða Hvaleyrarselhöfði er sunnan við Hvaleyrarvatn, en það er allt í Áslandi. Sunnan undir höfðanum eru mikla rústir eftir Hvaleyrarsel.” “Héðan liggur svo línan suður á Seljahraun. Þar er Seljahraunsskjól skammt vestan Hvaleyrarvatns, en inn með því er lágur hóll, þar sem Hvaleyrarsel stóð, og má þar enn sjá móta fyrir byggingum. Línan liggur um Selhöfða, rétt hjá Borginni, fjárborg, sem er hæst á höfðanum.” “Rústirnar eru vestan í klöppum í jarðsygi í austurjaðri Selhraunsins, hraunið er mjög gróið, aðallega mosa og lyngi.”

Hvaleyrarsel?

Meint Hvaleyrarsel.

Rústunum má skifta í tvö hólf. Sunnanmegin er hlaðinn veggur úr grjóti og e.t.v. torfi, en veggurinn er mjög gróinn. Veggur þessi liggur samsíða hraunhellu sem hefur risið nokkuð upp fyrir jarðsigið og slútir undir sig. Veggurinn nær að löngum hellisskúta í suðri.

Hvaleyrarsel

Hvaleyrarsel – uppdráttur ÓSÁ.

Skútinn er fullur af grjóti nú en hugsanlega hefur hann verið nýttur sem hluti af mannvirkinu. Veggur þessi er 11.2 m langur og 1.5-2m breiður. Rýmis milli hans og hraunhellu er 2-4 m á breidd, allt eftir hvort mælt er frá efri brún hellunnar eða þeirri neðri. Rými undir hellunni er mjög lágt eða um 0.3-0.5m á hæð og hefur því væntanlega ekki geta nýst mikið nema til geynslu. Vel getur verið að reft hafi verið yfir en engin merki er að finna um það. Inngangur er á vesturveggnum. Syðst, milli þess mannvirkis og veggja tóftarinnar, sem er þarna sunnan við. Hæsta hæð veggjar er 1.1-1.2 m. Syðsta tóftin er einnig hlaðin utan í klöpp og eru 3 veggir hennar hlaðnir úr grjóti sem nú er mjög gróið. Inngangur hefur líklega verið á norðurvegg við vesturhornið og hefur því verið innangengt úr nyrðri tóftinni. Innanmál tóftarinnar eru; um 3.5 m frá A-V og 2.4m frá N-S. Veggjaþykktir eru 1.3-1.5m þar sem ekki er hrun. Vestur og norðurveggur er nokkuð hrundir en suðurveggur stendur þokkalega. Suðurveggurinn er 1.3m á hæð þar sem hann er hæstur. Vestur frá SV-horni syðri tóftarinnar liggur einföld steinröð þvert yfir jarðsigið. Þetta munu vera leifar garðs sem hjálpað hefur við aðrekstur fjársins.”

Hvaleyrarsel

Fjárborg á Selhöfða.

Framangreind umfjöllun er miklum annmörkum háð. Ef vel er skoðað hefur þarna aldrei verið selstaða, einungis hluti selstöðu, þ.e. stekkur. Þessar minjar munu hafa tilheyrt eldri selstöðu Hvaleyrar vestan við Hvaleyrarvatn, skammt frá Seljahraunsskjóli (gróið jarðfall), en heimildir um selstöðuna þar fyrrum virðast ekki hafa varðveist. Þó má þar sjá minjar hennar enn í dag, ef vel er skoðað, s.s. vanhirtar vegghleðslur með skógræktanlegu ívafi og tilheyrandi eyðileggingu. Annars er umrædd “Svæðisskráning” lesendum einstaklega ruglingsleg; hlaupið er úr einu í annað án nokkurs samhengis. Meira um það síðar…

Hvaleyrarsel

Stekkjartóft í Seldal.

Áþreifanlegustu minjar Hvaleyrarsels við Hvaleyrarvatn, áður en það fluttist upp í Kaldárssel, eru á tanga norðan undir Selhöfða. Þar má enn sjá móta fyrir baðstofu, búri, eldhúsi og stekk. Tilvist selsins er m.a. staðfest með frásögninni, sem hér má lesa HÉR, HÉR og HÉR.

Rétt 

Hvaleyrarsel

Réttin (nátthagi) undir Stórhöfða.

“Selhöfði eða Hvaleyrarselhöfði er sunnan við Hvaleyrarvatn, en það er allt í Áslandi. Sunnan undir höfðanum eru miklar rústir eftir Hvaleyrarsel. Vestan við Selhöfðan er svo alldjúpur dalur, sem heitir Seldalur, sem að vestan myndast af hæstu hæðinni á þessum slóðum, sem heitir Stórhöfði. Hraunið milli Hamraness og Stórhöfða og frá Hvaleyrarvatni austan og vestur á brún, þar sem landið lækkar, heitir Selhraun. Niðri í því er réttarhleðsla.”

Sjá meira um Hvaleyrarsel HÉR.

Heimildir:
-Svæðisskráning fornleifa í Hafnarfirði, fornleifastofnun Íslands 1998, bls. 99-100.
-JÁM III, 168; Ö-Hvaleyri A, 2; Ö-Hvaleyri B,5; Þjóðminjaskráning í Hafnarfirði 154.

Hvaleyrarsel

Réttin (nátthagi) undir Stórhöfða.

Þorgeirsstaðir

Þorgeirsstaðir/Þorláksstaðir var fyrrum bær ofan Hafnarfjarðar, milli Hvaleyrar og Áss. Í dag er fátt, sem minnir á bæinn því bæði hefur verið byggt á gamla bæjarstæðinu og hraðbraut; Reykjanesbrautin, verið lögð í gegnum jörðina. Sorglegt dæmi um hvernig fornleifar hverfa undir framkvæmdir vegna vanskráningar og áhugaleysis hlutaðeigandi aðila. Þó má enn sjá leifar tveggja útihúsa suðaustan mislægra gatnamóta Reykjanesbrautar og Strandgötu; austan Ástorgs.

Í Morgunblaðinu sunnud. 7. júlí 1918, má sjá eftirfarandi auglýsingu:
Þorgeirsstaðir“Jarpur hestur , 6 vetra gamall, hefir tapast frá Þorgeirsstöðum við Hafnarfjörð. Mark: blaðstýft aftan hægra, biti fratnan, og blaðstýft framan vinstra. Finnandi beðinn að skila honum til Þorgeirs Þórðarsonar, Þorgeirsstöðum, Hafnarfirði.”

Í Morgunblaðinu föstud. 16. jan. 1920 er jörðin auglýst til sölu:
“Til sölu er býlið »Þorgeirsstaðir« við Hafnarfjörð ásamt meðfylgjandi erfðafestulandi, sem er 13,5 dagsláttur, þar af eru 7 dagsl. ræktaðar í túni sem gefur af sér ca. 100 hesta af töðu.
ÞorgeirsstaðirBýlinu fylgir íveruhús 10×10 1/2 alin, heyhús 10×10 1/1 al. og peningshús með safnþró undir. alt bygt úr hlöðnum grásteini, og áfast hvað öðru. Beitiréttur getur fylgt.
Semja ber við eiganda og ábúanda Þorgeir Þórðarson, Þorgeirsstöðum.”

Í Morgunblaðinu fimmtud. 9. des. 1926 er jörðin enn auglýst til sölu:
“Jörðin Þorgeirsstaðir, við Hafnarfjörð, fæst til kaups og ábúðar í næstu fardögum. — Túnið gefur af sjer um 100 hesta. Jörðinni fylgir íbúðarhús, hlaðið, fjós og safnþró, alt úr steini.
Þorgeirsstaðir—Lysthafendur snúi sjer til eigandans Brynjólfs Pálssonar, Þorgeirsstöðum eða Sigurðar Kristjánssonar, kaupfjelagsstjóra í Hafnarfirði.”

Og í Morgunblaðinu miðvikud. 27. nóv. 1929, birtist enn ein sölutilkynningin:
“Jörð til sölu.
Býlið Þorgeirsstaðir við Hafnarfjörð er til sölu og laust til ábúðar frá næsta vori. Túnið gefur af sjer 100 hesta. — Allar byggingar eru úr steini. Þar á meðal fjós fyrir 5 kýr, haughús og hlaða sem tekur 200 hesta.
ÞorgeirsstaðirAllar nánari upplýsingar viðvikjandi sölunni gefur Björn Jóhanneson.
Vesturbrú 9. Hafnarfirði. Sími 87.”

Í Morgunblaðinu laugard. 12. nóv. 1962, er auglýsing:
“Jörð til sölu.
Jörðin Þorgeirsstaðir við Hafnarfjörð, ásamt íbúðar og peningshúsum úr steini, er til sölu. Túnið gefur af sjer ca. 120 hesta af töðu.
Upplýsingar gefur Sigurður Kristjánsson, Hótel Hafnarfjörður, sími 24.”

Í Alþýðublaði Hafnarfjarðar, Jólablaðinu 1965, segir:

Þorgeirsstaðir

Þorgeirsstaðir – kort frá 1908.

“Jófríðarstaðir eru býli á Jófríðarstaðahæð næst fyrir utan Kvíholt. Jörðin hét að fornu Ófriðarstaðir (nafninu breytt 1875), og mun það nafn eiga rætur að rekja til einhvers ófriðar, sem hér geisaði fyrr á öldum, en hér var róstusamt á 15. og 16. öld.
Þá liggur bílabrautin sunnan undir Hvaleyrarholti, en þangað hefur kaupstaðurinn teygt byggð sína á síðustu árum. Sunnan vegar er Ásfjall með mælingavörðu á kolli. Undir því stendur bærinn Ás ofan við Ástjörn. Brautin liggur um tún Þorgeirsstaða sunnan við Hvaleyrarholt. Bærinn hét áður Þorláksstaðir, og fylgir því nafni sú sögn, að þar á holtinu hafi að fornu staðið kapella helguð heilögum Þorláki.”

Í Fornleifakönnun fyrir Reykjanesbraut árið 2001 segir:

Þorgeirsstaðir

Staðsetning Þorgeirsstaða skv. fornleifaskráningu um staðsetninu Reykjanesbrautar.

“Á há-Hvaleyrarholti, austan vegarins, er býlið Þorgeirsstaðir. Í gamla daga var þar nefnt Þorlákstún, gömul móabörð með þýfi og garðlögum.” “Framan í því var staður nefndur fyrrum Þorláksstaðir. Þar eru sagnir um, að verið hafi kapella. Seinna nefndist hér Þorlákstún og þá Þorgeirstún og nú Þorgeirsstaðir.” segir í örnefnalýsingu. Þorlákstún er nú klofið af Reykjanesbraut. Þorlákstún var sunnan við vestustu íbúðarhúsin sunnan Reykjanesbrautar. Sjálft býlið hefur horfið vegna íbúðarhúsabyggðar norðan Reykjanesbrautar. Grasi vaxið hraun og enn sjást leifar girðingarinnar sem girti túnið af. Íbúðarhús eru norðan túnsins.
Hættumat: hætta, vegna vegagerðar
Heimildir: Ö-Hvaleyri A, 2; Ö-Hvaleyri B, 4″

Í Örnefnalýsingu Ara Gíslasonar fyrir Hvaleyri segir:

Þorgeirsstaðir

Þorgeirsstaðir.

“Á há-Hvaleyrarholti, austan vegarins, er býlið Þorgeirsstaðir (25). Í gamla daga var það nefnt Þorlákstún (26), gömul móabörð með þýfi og garðlögum. Síðan tekur fjallið til og hækkar unz við tekur Ásfjall, er síðar getur (sjá Ás).”

Í Örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar fyrir Hvaleyri segir:
“Suður og upp frá Hvaleyrartúnum liggur Hvaleyrarholt (72). Skammt sunnan við traðarhliðið, uppi í holtinu, var uppspretta, nefnd Heiðarbrunnur (73). Þar var gott vatn, en þraut í þurrkum og frostum. Hér hærra var komið að garðlaginu forna, sem lá ofan úr Hvaleyrarholtsklettum (74) vestur og niður af á sandinn og suður í Gjögur. Í klettunum, undir brúninni, var Hvaleyrarréttin (75), en uppi voru hjallarnir. Þangað var í fyrri daga borinn fiskur, kasaður og síðan þurrkaður. Hér nefndist einnig Hjallarétt (76), og var fé rekið að hér, þegar hin réttin hafði verið lögð niður. Syðst í þessum hluta Hvaleyrarholts var skógarítak Gufuneskirkju. Lægð var hér í holtinu, nefndist Skarðið (77). Þá tók við háholtið. Framan í því var staður nefndum fyrrum Þorláksstaðir (78). Þar eru sagnir um, að verið hafi kapella. Seinna nefndist hér Þorlákstún (79) og þá Þorgeirstún (80) og nú Þorgeirsstaðir (81).”

Heimildir:
-Morgunblaðið sunnud 7. júlí 1918, bls. 4.
-Morgunblaðið föstud. 16. jan. 1920, bls. 3.
-Morgunblaðið fimmtud. 9. des. 1926, bls. 2.
-Morgunblaðið miðvikud. 27. nóv. 1929, bls. 1.
-Alþýðublað Hafnarfjarðar. Jólablað 1965 (24.12.1965), bls. 16-18.
-Reykjanesbraut 2 – Fornleifakönnun; Reykjanesbraut, Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík 2001.
-Örnefnalýsingi Ara Gíslasonar fyrir Hvaleyri.
-Örnefnalýsing Gísla Sigurðssonar fyrir Hvaleyri.

Þorgeirsstaðir

Útihús frá Þorgeirsstöðum.

Nátthagavatn

Í Skátablaðiðinu í febrúar 1939 er fjallað um húsbyggingarmál skáta, m.a. byggingu skátaskála við Nátthagavatn ofan Reykjavíkur.

Arnarból

Arnarból – loftmynd.

“Flest skátafélög á landinu, sem nokkrum aldri og þroska hafa náð, hafa ráðist í húsbyggingar af einhverri gerð. Sum hafa byggt sumarskála, önnur funda og samkomuhús o. s. frv. Öllum hefir verið það ljóst, að með einhverjum samastað, hefir skapast festa í félögunum, og framtak og starfsþrek einstaklinga þeirra notið sín við byggingarnar, og fjáröflun til þeirra. Nægir að geta um í þessu sambandi byggingar skátafél. Væringja og Arna við Lækjarbotna og Elliðakot, skátafél Einherja á Ísafirði, skátafél. Fálkar á Akureyri og samskonarfundarhús skátafél. Væringjar á Akranesi, sem að mínum dómi hefir bezt náð tilgangi sínum, enda þótt jeg viðurkenni fyllilega þörf sumar- og skíðaskála.

Arnarból

Arnarból.

Hér í Reykjavík er nú vaknaður meðal skáta mikill áhugi fyrir húsbyggingu til afnota fyrir skátafélögin, enda mjög mikilsvert fyrir allan félagsskap skáta að ráða yfir heppilegu húsnæði til æfinga og fundarhalda. Allir eldri skátar finna mjög til þess, hve ábótavant er í þessum efnum hér í bænum, og munu nú einhuga um að hrinda í framkvæmd hið allra fyrsta húsbyggingu, er orðið getur samastaður skáta og félagsskapar þeirra, auk þess ættu félagar utan af landi að geta átt þar örugt athvarf er þeir koma til Reykjavíkur.
Þegar velja á stað undir slíka hyggingu verður að taka tillit til tvenns, að staðurinn sé sem næst því í miðbænum, vegna fundarsókna og æfinga, og liggi vel við umferð, t.d. vegna verzlunar. Verði þessa gætt við ákvörðun staðar undir væntanlega húsbyggingu, er vel fyrir öllu séð, því ýmsar ráðagerðir eru uppi í sambandi við bygginguna og ákornast þá mjög sennilega í framkvæmd skátahreyfingunni til eflingar og þroska.

Arnarból

Arnarból.

Þann 10. nóv. síðastl. samþykkti stjórn B. í. S. að skipa bygginganefnd í samráði við skátafélögin í Reykjavík. Tók nefndin strax til starfa, við undirbúning fjáröflunar til lóðarkaupa, sem hraða ber, vegna þess að lóðunum fækkar óðum, sem nothæfar eru.
Byggingarnefndin hefir nú fengið leyfi dómsmálaráðuneytisins til þess að hafa happdrætti um sumarbústað „Arna“ við Nátthagavatn, sem að fasteignamati er, með stórri eignarlóð, metin á kr. 9500.00.
Er sumarbústaðurinn byggður á svo skemmtilegum stað og sjálfur svo eigulegur, að nefndin vonar að auðvelt verði að selja happdrættismiðana, þegar um svo stóran og glæsilegan vinning er að ræða og í annan stað stuðningur við félagsskap skáta, sem á almennum vinsældum að fagna.
Í Reykjavík eru nú starfandi um 8—900 skátar, að kvenskátunum meðtöldum. Ef allur sá hópur sameinar sig um, að koma sem fyrst upp veglegri húsbyggingu hér í bænuin, er vissa fengin um góðan árangur. Skátar, piltar og slúlkur, hugleiðið það, að væntanleg skátabygging á að vera ykkar annað heimkynni, æfingar og samkomustaður,  kynningastaður við skáta utan af landi, sem og aðsetur stjórnar skátamálanna og félaganna í bænum. Um þetta mál mætti margt segja fleira, en svo treysti ég á dómgreind og framtakssemi allra skáta, og er þess fullviss, að byggingarnefndin á í hverjum einstakling vissan stuðningsmann, enda er þá helzt von um fljótan og góðan árangur.
Byggingarnefndarmaður.”

Í dag má skálinn sá muna fífil sinn fegurri. Og svo virðist sem eignarlóðin verðmæta á svo frábærum stað ofan Nátthagavatns nýtist í dag skátastarfi reykvískra skáta í engu.

Heimild:
-Skátablaðið V. árgangur 1. tölublað febrúar 1939, – Húsbyggingarmál skáta, bls. 1.

Skátablaðið

Skátablaðið.

Þórkötlustaðanes

Í Sjómannadagsblaði Grindavíkur 1992 ritar Hinrik Bergsson viðtal við Júlíus Danílesson um “Útgerðarsögu í Þórkötlustaðanesi”.

Hinrik Bergsson“Óljóst tengjast bernskuminningar mínar, ferðum suður í Þórkötlustaðarnes með bræðrum mínum og frænku, til að færa föður okkar mat eftir róður eða beitningu, og kannski var rennt fyrir smáufsa af bryggjusporðinum í leiðinni. Seinna, þegar ég fór að vinna í tímavinnu hjá Hraðfrystihúsi Þórkötlustaða, minntist ég sögusagna mér eldri manna sem tóku þátt í sjósókn og uppbyggingarstarfsemi og síðan endalokum útgerðar í Nesinu.
Það teygðist því stundum úr kaffitímunum við frásagnir af sjóróðrum, vinnu, fólki og spaugilegum atburðum. Þarna voru menn að minnast sinna mestu manndómsára, þegar þeir voru flestir í útgerð og sjósókn og voru sínir eigin herrar.
Þeim fækkar nú óðum sem róið hafa ur Nesinu og á síðasta ári lést Magnús Þórðarson frá Búðum, en hann lifði lengst þeirra formanna sem reru úr Nesinu. Til að koma á blað þessu tímabili í útgerðarsögu Grindavíkur átti ég tal við Júlíus Bjargþór Daníelsson. Hann er fæddur 27. ágúst 1910 og er sonur hjónanna Daníels Daníelssonar og Þóru Jónsdóttur frá Garðbæ.

Allur fiskur seilaður upp

Þórkötlustaðanes
Frá því ég man fyrst eftir mér réru Þórkötlungar úr Buðlungavör (buðlungur=fiskhlaði), og voru að jafnaði gerðir út 5 tíæringar á vetrarvertíðum en í vertíðarlok sem ávallt var 11. maí, var þeim hvolft í naust fyrir ofan vörina en minni skip sexróin, voru notuð á sumrin og haustin, segir Júlíus er hann rifjar upp liðan tíma.

Þórkötlustaðanes

Þórkötlustaðanes – lifrabræðsla.

Árið 1929 komu fyrstu vélarnar í skipin í Þórkötlustaðahverfi. Þá var Þórkatlan keypt af Jóni bróður mínum og fleirum og með þeim byrjaði ég að róa ári síðar suður í Nesi. Í fyrstu var engin bryggja, lent var í Nesvörinni og allt seilað upp. Þá var eitt færið bundið upp í hnykil og alar seilar bundnar saman og tvær laggarbaugjur settar við og rakið ofan af hnyklunum þar til komið var inn í vörina, þá var vaðið í land og skipið strax dregið á land með spili sem knúið var af líkamskraftinum. Síðar kom vélspilið sem létti mikil setninguna.
Upp úr vörinni fóru fljótlega að rísa fiskverkunarhús, beitningarskúrar, ískofar sem beitugeymsla og lifrarbræðsla. Þá voru þrjú íbúðarhús byggð í Nesinu; Höfn, Arnarhvoll og Þórshamar.

Byrjað á bryggjusmíði

Þórkötlustaðanes

Bryggjan í Nesi.

Vorið 1932 var fyrst farið að huga að bryggjusmíði og var hún staðsett um 35 metra sunnan gömlu bátavararinnar og unnið við hana í tvö sumur. Bryggjan var þannig að byggð, að í henni voru steyptir veggir, grjótfylling og steypt þekja og hallaði hún fram í sjó. lengdin var 70 m. og breiddin 8 m.
Kostnaður við bryggjugerðina var 37 þús. kr. Ríkið greiddi þriðjung kostnaðar en heimamenn 2/3, sem tíðkaðist á þessum tíma. Bryggjusmíðin tókst vel í alla staði og hún gjörbreytti allri aðstöðunni til hins betra. Erfiður uppburður á fiski var nú úr sögunni, því nú fóru bílarnir fram á bryggjuna og fluttu fiskinn beint úr bátunum. Þá voru steyptir stokkar með eikarhlutum norðan við bryggjuna ári síðar, til að setja bátana á. Fljótlega kom í ljós að bryggjan náði oaf stutt fram, bátarnir flutu ekki upp með ehnni þegar lágsjávað var og eins var sker fyrir framendanum sem var til mikilla óþæginda.

Þórkötlustaðanes

Lending á Þórkötlustaðanesi.

Því var farið að huga að lengingu bryggjunnar, en það var ekki fyrr en árið 1945 sem hún var lengd með 20 m löngu keri sem steypt var af heimamönnum á stokkum norðan vuð bryggjuna. Þessi síðasta framkvæmd í nesinu kom ekki að miklum notum því margir voru þá komnir í bretavinnuna og ári síðar var Hraðfrystihús Þórkötlustaða stofnað. Það voru því aðeins Guðmundur Ben. á Svani, magmús í Búðum á Sæbjörgu og Haraldur á Eyvindarstöðum á Vini sem gerðu þarna út eina vetrarvertíð, en örlög útgerðar í Nesinu voru brátt ráðin, því öll skipin voru selnd og enginn þeirra sem gerði þar út flutti sína útgerð út í Hópið í Járngerðarstaðahverfið, nema óbeint sem hluthafar í Hraðfrystihúsinu. Þegar mest var hins vegar í útgerð í nesinu voru 11 skip gerða þaðan út og þá voru umsvifin ekki minni en í Járngerðarstaðarhverfinu.
Byggðin drógst saman, fiskhúsin voru rifin og sjö íbúðarhús voru flutt úr Nesinu og Hverfinu og nú líktist Nesið stóru byggðarsafni frá fjórða áratugnum. Þannig fylgir búsetan örlögum atvinnuháttanna. En í Nesinu hefur ávallt verið mikil happalending, eins og þessi gamla þjóðsaga um sundin á Járngerðarstöðum og Þórkötlustöðum vitnar um.

Þjóðsagan um sundin
Þórkötlustaðanes
“Í fyrndinni voru aðalhöfuðbólin í Grindavík, hvort við sitt sund, Járngerðarstaðir við samnefnt sund og Þórkötlustaðir við sitt sund. Ekki er getið nafna bændanna á höfuðbólum þessum, en konurnar hétu, Járngerður á Járngerðasrtöðum og Þórkatla á Þórkötlustöðum.
Engir aukvisar munu bændurnir þó hafa verið, þótt nafna þeirra sé ekki getið, því þeir höfðu mannaforráð, svo sem betri menn höfðu, og stjórnaði hvor sínum bát, af kappi miklu, þannig, að þeir fóru lengra og sóttu meira en fjöldinn.

Þórkötlustaðanes

Þórkötlustaðanes – lifrabræðslan.

Einhverju sinni, þegar flestir Grindvíkingar voru á sjó, bar það til, að sjó tók að brima, sem kallað var, þ.e., þegar aldan vex svo að hún fer að brotna yfir leiðina (sundin). Bátarnir höfðu fljótlega farið að leita lands og allir verið komnir í land, þegar þeir heimabændurnir komu hvor í sínu sundi. Þá gerðist það, að bóndi Járngerðar fórst með allri áhöfn á Járngerðarstaðasundi, en bóndi Þórkötlu hafði komist klakklaust inn Þórkötlustaðasund.
Hitnað mun þeim frúnum hafa í hamsi við að bíða eftir afdrifum bænda sinna, því eftir að séð var, að maður Járngerðar hafði farist á Járngerðarstaðasundi, lagði hún það á, að á því sundi skyldu farast 20 bátar. Aftur á móti lagði Þórkatla það á, að á Þórkötlustaðasundi, réttförnu, skyldi enginn bátur farast.
Þetta þykir allt hafa orðið að áhrínsorðum, þannig að enginn bátur hefur farist á Þórkötlustaðasundi.”

250-400 fyrir vertíðina

Þórkötlustaðanes

Vélspilið á Nesinu.

Margi vermenn komu í Nesið oft ára eftir ár. Þetta voru mest aðkomumenn autan úr sveitum, úr Hreppunum, Tungunum og all aleið autan úr Skaftafelli. Þeir reru á vetrarvertíðinni fra því seinnipartinn í janúar og fram til 11. maí. Það fiskaðist oft mjög vel á þessum árum og oft var tvíróið sama daginn.
Ég man eftir því, segir Júlíus, að eina vertíðina fengum við 500 skipspund af þurrfiski, þ.e. 160 kg. í hverju pundi. Eitthvað nálægt 80 tonnum. Menn voru yfirleitt ráðnir uppá kauo frá 250 upp í 400 kr. fyrir vertíðina, sem hélst fram undir stríð.
Tíðarfarið var ákaflega misjafnt þá eins og nú. Þetta var brimverstöð og sundið varasamt en með gætni og varkárni fór allt vel og ekki veit ég til að skip farist á Þórkötlsutaðasundi og það gengið eftir sem segir í þjóðsögunni.
Ég kveð Júlíus Daníelsson á heimili hans á Hrafnistu í hafnarfirði. Hans minni er enn gott og hann hefur frá mörgu að segja frá liðnum tíma. M.a. sína eigin útgerðarsögu eða þátttöku hans við hin ýmsu skipsströnd en Júlíus var einn af þeim sem björgðu skipverjunum af Cap Fagnet þann 24. mars 1931 og er annar núlifandi þeirra bj0örgunarsveitarmanna. Þá var fluglínutæki í fyrsta sinn notað við björgunarstörf hérlendis.” – Hingrik Bergsson

Heimild:
-Sjómanndagsblað Grindavíkur 1992, Hinrik Bergsson, Útgerðarsaga í Þórkötlustaðanesi, bls. 35-36.

Þórkötlustaðanes

Þórkötlustaðanes – loftmynd.

Íslandskort

Á vefsíðu Landsbókasafns Íslands er að finna nokkra áhugaverða tengla inn á gagnmargt efni. Einn þeirra er kortavefurinn. Hér eru tekin nokkur dæmi um Íslandskort frá 18. og 19. öld er finna má á vefsíðunni.

Delineatio Gronlandiæ Jonæ Gudmundi Islandi

Íslandskot

Íslandskort 1706.

Höfundur: Jón Guðmundsson
Útgáfuland: Danmörk
Útgáfuár: 1706
Undir lok 16. aldar og á þeirri 17. gerðu nokkrir Íslendingar kort af norðanverðu Atlantshafi og löndunum í kring. Þeir freistuðu þess að samræma fornar íslenskar frásagnir um landaskipan á þessum slóðum við kort þau er þá voru í mestu gengi eða menn höfðu við höndina. Kortin voru í það smáum mælikvarða að erfitt var að gera Íslandi viðhlítandi skil enda var gerð þess í rauninni aukaatriði. Fyrir kortagerðarmönnunum vakti að gera grein fyrir siglingum Íslendinga vestur um haf til Grænlands og Ameríku. Gerð þeirra flestra stóð sennilega í sambandi við fyrirætlanir Danakonunga um að ná að nýju tangarhaldi á Grænlandi. Kort þessi eru í rauninni frekar hluti af kortasögu Grænlands en Íslands.
Af öllum kortunum eru til nokkrar mismunandi eftirmyndir en tvö þeirra eru ekki lengur til í frumgerð. Kort Jóns Guðmundssonar lærða er glatað en nokkrar töluvert mismunandi eftirmyndir eru varðveittar, þessi er úr Gronlandia antiqva eftir Þormóð Torfason. Ekki er vitað hvenær Jón gerði kort sitt en giskað hefur verið á árin í kringum 1650. Það nær yfir svipað svæði og kort þeirra Sigurðar Stefánssonar og Guðbrands Þorlákssonar og eins og á þeim skipar Grænland stærstan sess. Á þessari eftirmynd er Ísland af gerð Guðbrands biskups en ekki er vitað hvort það var þannig á frumkortinu. Landaskipan Jóns er mjög óskipuleg og ekki bætir úr skák að hann hrúgar saman ýmsum bábiljum og hindurvitnum sem hann hefur úr ýmsum fornum heimildum og lygisögum.

Islande

Íslandskort

Íslandskort 1710.

Höfundur: Pieter van der Aa
Útgáfuland: Holland
Útgáfuár: 1710 (um það bil)
Útgefandi kortsins var bókaútgefandinn Pieter van der Aa en frá hans hendi er mikill fjöldi kortasafna, einkum frá fyrstu tveim áratugum 18. aldar. Flest eru kortasöfn þessi ártalslaus og því illt að átta sig á þeim auk þess sem þau eru mjög mismunandi að kortafjölda og sum þeirra prentuð hvað eftir annað eftir sömu myndamótum. Kortið kemur sennilega fyrst fyrir í kortasafni á frönsku, L’Atlas, Soulange de son gros & pesant fardeau: ou Nouvelles cartes geographiques, ártalslaust en einhvern tíma frá árunum kringum 1710.
Kortið er prentað eftir sama eða svipuðu myndamóti og kort Johannesar Janssoniusar frá 1628.

Groenland

íslandskort

Íslandskort 1715.

Höfundur: Isaac de la Peyrére
Útgáfuland: Holland
Útgáfuár: 1715
Kortið er úr útgáfu á bók Isaac de la Peyrère um Grænland. Ekki ber það höfundi sínum gott vitni þegar til Íslands kemur enda hefur hann sennilega aldrei ætlað að gera því viðhlítandi skil. Landið er ósköp sérkennalaust og snautlegt.

Het Eyland Ysland in t’Groot

Íslandskort

Íslandskort 1720.

Höfundur: Gerard van Keulen
Útgáfuland: Holland
Útgáfuár: 1720 (um það bil)
Van Keulen fyrirtækið var það afkastamesta í sögu hollenskrar sjókortagerðar. Það var sett á stofn af Johannesi van Keulen undir lok 17. aldar og hélst í höndum ættarinnar til ársins 1823. Talið er að það hafi gefið út ekki færri en 135 bindi sjókorta með nálægt 600 mismunandi kortum og kemur Ísland fyrir á nokkrum þeirra.
Kortið er ártalslaust eins og flest kort Van Keulens en er líklega frá árunum í kringum 1720. Á því er ort upp á nýjan stofn, í stað Íslandsgerðar sjókortanna er undirstaðan greinilega Íslandskort Jorisar Carolusar. Enda líkist kortið fremur almennu landabréfi en sjókorti þrátt fyrir ýmsar tilfæringar eins og kompáslínur, rósir og strandamyndir.
Kortinu fylgja tvö lítil sérkort, annað af sunnanverðum Faxaflóa en hitt af suðurströndinni frá Ölfusá austur fyrir Vestmannaeyjar.

Nieuwe Wassende Graeden Kaert van de Noord Occiaen van Hitland tot inde Straet Davids
Höfundur: Gerard van Keulen
Útgáfuland: Holland
Útgáfuár: 1727 (um það bil)
Van Keulen fyrirtækið var það afkastamesta í sögu hollenskrar sjókortagerðar. Það var sett á stofn af Johannesi van Keulen undir lok 17. aldar og hélst í höndum ættarinnar til ársins 1823. Talið er að það hafi gefið út ekki færri en 135 bindi sjókorta með nálægt 600 mismunandi kortum og kemur Ísland fyrir á nokkrum þeirra.
Kortið er úr De Groote Nieuwe Vermeerderde Zee Atlas ofte Water-werelt. Ísland á því er af almennri gerð sjókorta um þessar mundir. Suður af Reykjanesi er markað fyrir eyju, sennilega hinni sömu og talið var að Baskar hefðu fundið á þeim slóðum. En eitthvað er kortagerðarmaðurinn í vafa um tilvist eyjarinnar í lesmáli fyrir neðan hana. Á sama hátt er hann vantrúaður á Enckhuysen-eyjar Jorisar Carolusar fyrir Austfjörðum.

Facies Poli Arctici adiacentiumque ei regionum ex recentissimis itinerariis delineata

Íslandskort

Íslandskort 1730.

Höfundur: Christoph Weigel
Útgáfuland: Þýskaland
Útgáfuár: 1730 (um það bil)

Islande

Íslandskort

Íslandskort 1734.

Höfundur: Henri du Sauzet
Útgáfuár: 1734 (um það bil)
Eftirmynd af Íslandskorti Gerhards Mercators, líklega eftir frumkortinu frá 1595 frekar en kortinu úr Atlas minor. Hjá Sauzet er kortið dregið þunglamalegri línum heldur en hjá Mercator en titilfeldurinn er viðhafnarmikill með myndum af dýrum allt í kring. Skip sjást á siglingu norðan lands og sunnan en fyrir norðausturlandi svamlar skrímsli eitt sem er sennilega fengið að láni af Íslandskorti Abrahams Orteliusar.
Þetta kort er einhver eftirprentun á Íslandskorti Henri du Sauzet.

Svezia Danimarca e Norvegia / Svecia Dinamarca y Norvega

Íslandskort

Íslandskort 1740.

Útgáfuár: 1740 (um það bil)
Aðeins eystri helmingur Íslands nær inn á kortið en það er nóg til þess að það sjáist að gerð þess er ættuð frá Guðbrandi Þorlákssyni.

Nova Gronlandiae Islandiae et Freti Davis Tabula

Íslandskort

Íslandskort 1746.

Höfundur: Johann Anderson
Útgáfuland: Þýskaland
Útgáfutímabil: 1746 – 1748
Kortið fylgir bók Andersons, Nachrichten von Island, Grönland und der Strasse Davis, sem kom út í Hamborg 1746 og var svo endurprentuð og þýdd á ýmis mál. Höfundurinn var þá látinn og líklega á hann engan þátt í gerð kortsins sem er af venjulegri gerð hollenskra sjókorta frá síðustu árum 17. aldar. Kortið fylgir öllum útgáfum bókarinnar með breyttum titilfeldum.

A Map of Spitzbergen or Greenland, Iceland, and some Part of Groenland &c
Höfundur:Emanuel Bowen
Útgáfuland: England
Útgáfuár: 1747
Emanuel Bowen sótti hugmyndir sínar um Ísland til Hermans Molls. Kortið er af stofni Jorisar Carolusar og Guðbrands biskups Þorlákssonar. Vestfirðir eru eins og þríhyrningur í laginu og suður- og austurstrendurnar eru of beinar. Kortið er íauki á korti af Skandinavíu.

A Correct Map of Europe divided into its Empires, Kingdoms & c.

Íslandskort

Íslandskort 1750.

Höfundur: Thomas Kitchen
Útgáfuland: England
Útgáfuár: 1750 (um það bil)
Kortið er ekki fært til árs en giskað hefur verið á að það sé frá árunum kringum 1750. Það var hluti af fjölblaðakorti sem spannaði norðvesturhluta Evrópu. Kitchen var afkastamikill kortagerðarmaður og eftir hann liggur fjöldi uppdrátta sem birtust í hinum ýmsu landfræðiritum. Þetta landabréf er eftirmynd af Íslandskorti Jorisar Carolusar, eða einhverri útgáfu þess, en allt minna og ágripskenndara.

Land-Kort over Island

Íslandskort

Íslandskort 1752.

Höfundur: Niels Horrebow
Útgáfuland: Danmörk
Útgáfuár: 1752
Árið 1728 lést Magnús Arason sem konungur hafði falið að stunda mælingar á Íslandi svo að hægt yrði að gera nákvæmt kort af landinu. Magnús hafði lokið við að búa til kort af svæðinu frá Reykjanesi til Arnarfjarðar. Mikill hluti verksins var því eftir og hafði danska stjórnin fullan hug á að ljúka því. Í því skyni var árið 1730 sendur til landsins norskur leiðangur undir stjórn liðsforingjans Thomas Hans Henrik Knoff. Hann hófst þegar handa og eftir fimm sumur hafði hann klárað það sem Magnús skildi eftir. Hann leiðrétti líka kort Magnúsar þar sem þess þurfti við. Hér var þess freistað í fyrsta sinn að kanna landið mest allt en þeir sem áður höfðu gert kort af landinu höfðu aðallega stuðst við örfáa hnattstöðupunkta, frásagnir kunnugra manna og ýmsan landfræðilegan samtíning.
Knoff bjó til sjö héraðakort af landinu og heildarkort sem hann lauk við að mestu árið 1734. Knoff hafði sent eintak af sumum kortunum til yfirboðara síns í Noregi og var það illa séð af hinum danska stiftamtmanni og lentu mælingarnar því í embættis- og valdatogstreitu. Hún endaði með því að konungur gaf út tilskipun um að Knoff skyldi skila skjalasafni hersins öllum eftirmyndum og uppköstum Íslandskortanna. Kort Knoffs enduðu því í skjalageymslu og komu engum að gagni næstu áratugina.
Það var ekki fyrr en í byrjun sjötta áratugarins að rykið var dustað af Íslandskorti Knoffs en 1752 kom út bók Niels Horrebow, Tilforladelige Efterretninger om Island. Með henni fylgdi kort af Íslandi byggt á Knoff en Horrebow hafði fengið leyfi konungs til að nota uppdrátt hans. Kortið er talsvert minnkuð útgáfa af frumgerðinni og fremur óvandað og fátæklegt að gerð en Danir kunnu á þessum tíma illa til eirstungu og kortagerðar. Helstu annmarkar þess eru hin allt of norðlæga breidd Vestfjarða og að lengd landsins frá austri til vesturs er meiri en skyldi. En þrátt fyrir ýmsa vankanta kortsins var birting þess einn merkasti áfanginn í kortasögu Íslands frá því að fyrsta útgáfan af korti Guðbrands biskups Þorlákssonar kom fyrir sjónir manna nærri 150 árum fyrr. Hér gaf í fyrsta sinn að líta kort sem að verulegu leyti hafði þríhyrningamælingar og könnun landsins að undirstöðu.
Bók Horrebows kom út á þýsku (1753), ensku (1758) og frönsku (1764). Auk þess birtust lengri eða skemmri kaflar úr henni í ýmsum landfræðiritum næstu áratugina, þ. á m. í hinu fræga ferðasögusafni A. F. Prévost Histoire générale des voyages (1779). Þessar útgáfur höfðu flestar að geyma eftirgerð kortsins.

L’Isle d’Island[e]
Útgáfuland: Holland
Útgáfuár: 1755
Fyrirmynd kortsins er Íslandsgerð Gerhards Mercators. Úr Discours sur l’Histoire Universelle.

Carte de l’Islande
Höfundur: Charles Lenormand
Útgáfuland: Frakkland
Útgáfuár: 1759
Charles Lenormand finnst ekki í neinum uppsláttarritum. Kortið er handdregið og er á sama blaði og uppdráttur eftir sama höfund af Azoreyjum. Neðst á blaðinu til hægri stendur talan 226 og bendir hún til þess að það hafi tilheyrt stærra kortasafni.
Öll gerð Íslands á kortinu er af miklum vanefnum, skagar og firðir lauslega afmarkaðir og af talsverðu handahófi. Um flest einkenni önnur er fylgt korti Jorisar Carolusar og þaðan eru komin öll örnefni, 37 að tölu.

Insvlae Islandiae delineatio

Íslandskort

Íslandskort 1761.

Höfundur: Homanns-erfingjar
Útgáfuland: Þýskaland
Útgáfuár: 1761
Árið 1728 lést Magnús Arason sem konungur hafði falið að stunda mælingar á Íslandi svo að hægt yrði að gera nákvæmt kort af landinu. Magnús hafði lokið við að búa til kort af svæðinu frá Reykjanesi til Arnarfjarðar. Mikill hluti verksins var því eftir og hafði danska stjórnin fullan hug á að ljúka því. Í því skyni var árið 1730 sendur til landsins norskur leiðangur undir stjórn Thomas Hans Henrik Knoff. Hann hófst þegar handa og eftir fimm sumur hafði hann klárað það sem Magnús skyldi eftir. Hann leiðrétti líka kort Magnúsar þar sem þess þurfti við. Hér var þess freistað í fyrsta sinn að kanna landið mest allt en þeir sem áður höfðu gert kort af landinu höfðu aðallega stuðst við örfáa hnattstöðupunkta, frásagnir kunnugra manna og ýmsan landfræðilegan samtíning.
Knoff bjó til sjö héraðakort af landinu og heildarkort sem hann lauk við að mestu árið 1734. Knoff hafði sent eintak af sumum kortunum til yfirboðara síns í Noregi og var það illa séð af hinum danska stiftamtmanni og lentu mælingarnar því í embættis- og valdatogstreitu. Hún endaði með því að konungur gaf út tilskipun um að Knoff skyldi skila skjalasafni hersins öllum eftirmyndum og uppköstum Íslandskortanna. Kort Knoffs enduðu því í skjalageymslu og komu engum að gagni næstu áratugina.
Það er ekki fyrr en í byrjun sjötta áratugarins að rykið var dustað af Íslandskorti Knoffs en 1752 kom út bók Niels Horrebow um Ísland. Með henni fylgdi kort af Íslandi byggt á Knoff. Það er minnkuð útgáfa af kortinu og fremur óvandað og fátæklegt að gerð en Danir kunnu á þessum tíma illa til eirstungu og kortagerðar. Stiftamtmanninum á Íslandi, Otto Manderup Rantzau greifa, virðist hafa runnið þetta til rifja því hann ákvað að gangast fyrir því að kort Knoffs yrði birt í nákvæmari og betri gerð. Í því skyni leitaði hann til kortagerðarstofnunar þeirrar sem einna mest orð fór af í Evrópu um þessar mundir, Homanns-erfingja (Homanns Erben) í Nürnberg. Kortið birtist árið 1761 með firna löngu nafni á latínu þar sem gerð er grein fyrir uppruna þess.
Neðst í hægra horninu er sagt nánar frá tilurð kortsins. Frá frumgerð Knoffs er það minnkað um meira en helming en efnislega er það að mestu leyti óbreytt og flest tekið með sem skiptir máli. Lesmálsgreinum er snúið á latínu eða þýsku og jafnvel bæði málin. Örnefnum hefur fækkað og fá mörg þeirra slæma meðferð. Enginn landfræðitexti fylgir kortinu en í textanum hægra megin er mönnum vísað um slíkt til nýútkominnar bókar eftir Anton Friedrich Büsching. Athygli vekur að Hekla fær ekki jafn veglegan sess og á öðrum kortum.
Íslandskort Homanns-erfingja var prentað sem lausblaðakort og virðist aldrei hafa verið birt í kortasöfnum. Aðeins er kunn ein útgáfa þess, frá 1761. En aðrir tóku það til fyrirmyndar og höfðu að undirstöðu nýrra, aukinna og lagfærðra korta sem juku útbreiðslu þess og komu fyrir sjónir kortagerðarmanna, landfræðinga og annarra er fjölluðu um Ísland og íslensk málefni.

Carte du Groenland

Íslandskort

Íslandskort 1770.

Höfundur: J. Laurent
Útgáfuland: Frakkland
Útgáfuár: 1770
Kortið er úr frönsku ferðasögusafni sem Jean François de la Harpe gaf út en það var úrval úr safni A. F. Prévost, Histoire générale des voyages. Kortið er af Grænlandi en Ísland sést einnig. Landið er af þeirri gerð sem algeng var á sjókortum gerðum í Hollandi á 17. og 18. öld.

Nyt Carte over Island

Íslandsskort

Íslandskort 1772.

Höfundur: Jón Eiríksson/Gerhard Schøning
Útgáfuland: Danmörk
Útgáfuár: 1772
Þegar Niels Horrebow hafði lokið athugunum sínum á Íslandi árið 1751 var ákveðið að senda þá Eggert Ólafsson og Bjarna Pálsson í rannsóknarleiðangur til Íslands. Þeir dvöldust á landinu í sex sumur eða til hausts 1757 en þá sigldu þeir til Kaupmannahafnar til þess að vinna úr efnivið þeim sem safnast hafði. Bjarni var skipaður landlæknir og hvarf frá verkinu. Eggert drukknaði árið 1768 og því varð ljóst að aðrir urðu að sjá um útgáfu ferðabókarinnar sem þeir höfðu áætlað. Til verksins völdust Jón Eiríksson og Gerhard Schøning og árið 1772 kom Ferðabók Eggerts og Bjarna út. Henni fylgdi uppdráttur af Íslandi sem Schøning tekur fram í formála að sé byggður á Homanns-kortinu frá 1761 sem aftur á móti var útgáfa af korti Knoffs frá árinu 1734. Schøning segir að Jón hafi unnið einn að gerð kortsins fyrsta sprettinn en hann síðan tekið við og lokið verkinu. Fundist hafa tveir handdregnir uppdrættir að kortinu og er líklegt að Schøning sé höfundur þeirra þó að íslenskir menn hafi rétt honum hjálparhönd.
Þegar litið er á kortið í Ferðabókinni vekur það ef til vill athygli hve höfundar þess hafa litlu við að bæta. Virðist sem þeir hafi lítið notfært sér þann land- og staðfræðilega fróðleik sem Eggert og Bjarni höfðu safnað saman. Það eru helst örnefni Ferðabókarinnar sem komast til skila. Á kortinu kemur í fyrsta skipti fyrir heildarheiti á Vatnajökli og er hann kallaður Klofajökull. Kortið birtist lítið breytt í þýskri (1774-1775) og franskri (1802) útgáfu bókarinnar en talsvert afbakað í enskum útdrætti hennar (1805).
Næstu 50-70 árin sóttu flest vandaðri kort, sem gerð voru af Íslandi, undirstöðu sína að meira eða minna leyti til Ferðabókarkortsins. Stundum er erfitt að skera úr því hvort fyrirmyndin er Ferðabókarkortið eða hinar eldri gerðir Knoff-kortsins, Horrebows- og Homannskortið.

Zusammengezogene Karte des Nordmeeres = Carte reduite de la mer du nord
Höfundur: Jacques Nicolas Bellin
Útgáfuland: Þýskaland
Útgáfuár: 1774
Bellin vann mestan hluta ævi sinnar að sjókortagerð á vegum frönsku flotamálastjórnarinnar. Hann gerði einnig uppdrætti fyrir ýmis landfræðirit.
Á kortinu gætir töluverðra áhrifa frá Knoffs-gerð þótt í heildinni verði það fremur rakið til eldri hátta. Það birtist fyrst í frásögn Kerguélen-Trémarecs af leiðangrum hans um norðanvert Atlantshaf 1767 og 1768. Eftirmyndir kortsins birtust víða, m. a. árið 1774 í safni ferðasagna, Allgemeine Historie der Reisen zu Wasser und zu Lande, sem átti upphaf sitt af rekja til Prévosts.

Royaume de Danemarck: Premiere carte, Danemarck, Norwege et Islande
Höfundur: Edme Mentelle
Útgáfuland: Frakkland
Útgáfuár: 1782
Mentelle var land- og sagnfræðingur. Ísland á þessu korti eftir hann er af Knoff-gerð en það sýnir að auki Noreg og Danmörku.

Prospect af Reykevig paa Island

Íslandskort

Íslandskort 1785.

Höfundur: Sæmundur Magnússon Hólm
Útgáfuár: 1785 (um það bil)
Sæmundur gerði tvo samskonar Reykjavíkuruppdrætti með þessu sniði. Líklegt er að hér sé um skipulagsuppdrætti af Reykjavík að ræða og annar þeirra sé þá grunnteikning. Ástæðan fyrir gerð þeirra gæti verið flutningur biskupsstóls og skóla frá Skálholti til bæjarins enda gefur nafngift Sæmundar (Prospect) vísbendingu í þá átt. Því getur verið að hann hafi teiknað uppdrættina fyrir landsnefndina síðari með tilliti til væntanlegra nýbygginga yfir stól og skóla en nefndin starfaði á árunum 1785-1786. Nafn Carls Pontoppidans, framkvæmdastjóra hinnar konunglegu einokunarverslunar, er ritað á annan uppdráttinn en hann átti sæti í landsnefndinni. Á þeim má líka finna í einu horninu ártalið 1783.
Sæmundur Magnússon Hólm (1749-1821) var prestur og skáld og fræðimaður. Hann skrifaði mikið um náttúru Íslands, m.a. um Skaftárelda, og var drátthagur maður, gerði kort af landi og myndir af samtíðarmönnum. Myndir eftir hann eru m. a. í ferðabókum Eggerts og Bjarna og Ólafs Olaviusar.

General Karte von den Königreichen Schweden, Dænemark u. Norwegen mit Grönland und den Inseln Island und Færöer

Íslandskort

Íslandskort 1789.

Höfundur: Franz Johann Joseph von Reilly
Útgáfuland: Austurríki
Útgáfuár: 1789
Minnkuð gerð korts Homanns-erfingja frá 1761. Mörgum örnefnum og öðrum efnisþáttum er sleppt. Úr Schauplatz der fünf Theile der Welt, miklu safni landabréfa sem gefin voru út í Vínarborg á árunum 1789-91.

Carta da navegar de Nicolo et Antonio Zeni. Furono in Tramontana l’Anno MCCCLXXX

Íslandskort

Íslandskort 1793.

Höfundur: Nicolo Zeno
Útgáfuland: Danmörk
Útgáfuár: 1793
Zeno-kortið, eins og það er oftast nefnt, kom fyrst fyrir sjónir manna í Feneyjum árið 1558 sem hluti höfundarlausrar ferðasögu. Bókin var síðar eignuð Nicolo Zeno (1515-1565) enda var hann í beinan legg afkomandi Antonio Zeno þess er bókin segir frá og greinilegt er á frásögninni allri að höfundur og farmenn eru sömu ættar. Sagan segir m. a. frá för bræðra, Antonio og Nicolo Zeni, um norðanvert Atlantshaf og af viðkomu þeirra á Frislanda, Íslandi og Grænlandi og á hún að vera byggð á bréfum úr fórum þeirra. Samkvæmt frásögn Zenos er kortið eftirmynd af fornu sjókorti úr eigu fjölskyldunnar. Nú þykir hins vegar sannað að bæði bók og kort séu falsrit og sýni því á engan hátt landfræðiþekkingu 14. aldar. Aðalheimild Zenos að kortinu er ekki ein heldur margar og eru þær helstu Norðurlandakort Olaus Magnus, Caerte van Oostlant eftir Cornelis Anthoniszoon og gömul kort af Norðurlöndum af stofni Claudiusar Clavusar með talsverðu ívafi frá suðrænum sjókortum 15. og 16. aldar. Fyrir Nicolo Zeno hefur sennilega vakað að auka hróður ættmenna sinna með því að láta að því liggja að þeir hefðu fundið Ameríku fyrstir manna en neðst í vinstra horni kortsins sést móta fyrir tveimur löndum (Estotiland og Drogeo) sem gætu átt að tákna austurströnd Norður-Ameríku. Þegar litið er á Íslandshluta kortsins kemur bersýnilega í ljós að fyrirmyndin hefur verið sótt til Olaus Magnus. Hvergi er þó markað fyrir fjöllum, fljótum né öðrum landsháttum og allar myndir eru horfnar. Hafísflotar Olausar eru orðnir að sjö eyjum og meira en helmingurinn af örnefnunum er sóttur til Norðurlandakorts Claudiusar Clavusar frá 15. öld en afgangurinn til Carta marina.
Þrátt fyrir vafasaman uppruna Zeno-kortsins gætti áhrifa þess lengi og næstu 40 árin átti það eftir að koma við sögu flestra landabréfa sem gerð voru af Íslandi.
Hér er sýnd eftirmynd af kortinu frá 1793 úr riti Henrich Peter von Eggers, Priisskrift om Grønlands Østerbygde sande Beliggenhed.

An accurate & correct map of Iceland

Íslandskort

Íslandkort 1780.

Höfundur: Jón Eiríksson/Gerhard Schøning
Útgáfuland: England
Útgáfuár: 1780
Fylgdi ferðabréfum Uno von Troil, síðar erkibiskups í Uppsölum, en hann var í för með Joseph Banks í Íslandsferð hans árið 1772. Kort Jóns Eiríkssonar og Gerhards Schønings í Ferðabók Eggerts og Bjarna er undirstaðan. Efnisbreytingar eru fáar en kortið er talsvert minna en frumgerðin og nöfn þar af leiðandi færri.
Bókin varð vinsæl og var gefin út á fjölmörgum tungumálum þ. á m. þýsku (1779), ensku (1780-83), frönsku (1781) og hollensku (1784). Eftirmynd kortsins fylgdi flestum útgáfunum.

Prospect af Reykevig paa Island

Íslandskort

Íslandskort 1785.

Höfundur: Sæmundur Magnússon Hólm
Útgáfuár: 1785 (um það bil)
Sæmundur gerði tvo samskonar Reykjavíkuruppdrætti með þessu sniði. Líklegt er að hér sé um skipulagsuppdrætti af Reykjavík að ræða og annar þeirra sé þá grunnteikning. Ástæðan fyrir gerð þeirra gæti verið flutningur biskupsstóls og skóla frá Skálholti til bæjarins enda gefur nafngift Sæmundar (Prospect) vísbendingu í þá átt. Því getur verið að hann hafi teiknað uppdrættina fyrir landsnefndina síðari með tilliti til væntanlegra nýbygginga yfir stól og skóla en nefndin starfaði á árunum 1785-1786. Nafn Carls Pontoppidans, framkvæmdastjóra hinnar konunglegu einokunarverslunar, er ritað á annan uppdráttinn en hann átti sæti í landsnefndinni. Á þeim má líka finna í einu horninu ártalið 1783.
Sæmundur Magnússon Hólm (1749-1821) var prestur og skáld og fræðimaður. Hann skrifaði mikið um náttúru Íslands, m.a. um Skaftárelda, og var drátthagur maður, gerði kort af landi og myndir af samtíðarmönnum. Myndir eftir hann eru m. a. í ferðabókum Eggerts og Bjarna og Ólafs Olaviusar.

Die Insel Island

Íslandskort

Íslandskort 1789.

Höfundur: Franz Johann Joseph von Reilly
Útgáfuland: Austurríki
Útgáfuár: 1789
Minnkuð gerð korts Homanns-erfingja frá 1761. Mörgum örnefnum og öðrum efnisþáttum er sleppt. Úr Schauplatz der fünf Theile der Welt, miklu safni landabréfa sem gefin voru út í Vínarborg á árunum 1789-91.

Charte von Island und den Färöer Inseln

Íslandskort

Íslandskort 1807.

Höfundur: J. C. M. Reinecke
Útgáfuland: Þýskaland
Útgáfuár: 1807
Árið 1776 kom til sögunnar ný Íslandsgerð byggð á mælingum fransks vísindaleiðangurs undir stjórn Verdun de la Crennes. Leiðangursmenn höfðu dvalist um hríð á Vatneyri á Vestfjörðum og mælt bæði á sjó og landi. Vestustu odda landsins færðu þeir til austurs um nálægt hálfa fjórðu gráðu án þess að hrófla að ráði við austurströndinni. Útkoman var mjög bjagað kort af landinu, m. a. varð breidd landsins svipuð og lengdin.
Margir kortagerðarmenn tóku það sér til fyrirmyndar, þ. á m. Johann Christoph Matthias Reinecke. Árið 1800 gaf hann út Íslandskort með strandlengju að hætti Verdun de la Crenne. Örnefni og landslag eru hins vegar fengin að láni af korti þeirra Jóns Eiríkssonar og Ólafs Olaviusar. Það er greinilegt að Reinecke hefur lent í hálfgerðum vandræðum við að koma efni sínu fyrir á kortinu því landið er nú talsvert styttra frá austri til vesturs en verið hafði. Skagar norðanlands verða mjög rýrir auk þess sem hlutföll á suðurströndinni raskast. Árið 1807 birtist minnkuð gerð korts Reineckes. Bæði hafa Færeyjar sem íauka í einu horninu. Síðar komu fleiri útgáfur af kortinu.
Kort af stofni Verdun de la Crennes og Knoffs toguðust löngum á og veitti hinum fyrrnefndu betur um hríð.

Iceland

Íslandskort

Íslandskort 1813.

Höfundur: William Jackson Hooker
Útgáfuland: England
Útgáfuár: 1813
William Jackson Hooker var breskur náttúrufræðingur. Hann kom til Íslands 1809 og meðal samferðamanna hans á leiðinni var Jörundur hundadagakonungur. Eftir heimkomuna ritaði Hooker bók um ferð sína og athuganir og var hún gefin út tvisvar. Síðari útgáfu bókarinnar fylgir dálítill uppdráttur af Íslandi. Kortið mun ekki vera eftir Hooker sjálfan heldur Aaron Arrowsmith. Eins og á öðrum kortum Arrowsmiths er strandlengja landsins í samræmi við kort Verdun de la Crennes. Örnefni og meðferð annarra efnisþátta benda til þess að kortagerðarmaðurinn hafi farið eftir korti því sem fylgdi Ferðabók Eggerts og Bjarna fremur en endurskoðaðri gerð þess í Ferðabók Olaviusar.

Charte von Island

Íslandskort

Íslandskort 1824.

Höfundur: Theodor Gliemann
Útgáfuland: Þýskaland
Útgáfuár: 1824
Gliemann hefur haft uppdrátt Moritz L. Borns að undirstöðu við gerð kort síns. Það sést á strandlínum og orðmyndum nokkurra örnefna. Þó að kort Gliemanns sé aðeins minna en kort Borns er það samt talsvert rækilegra og örnefni fleiri. Það er greinilegt að Gliemann hefur gert sér far um að auka við efni þeirra hluta landsins sem hvað fátæklegastir eru hjá Born. Hann sækir nokkuð til korta af stofni Knoffs, þ. á m. til korts Jóns Eiríkssonar og Ólafs Olaviusar og kortsins sem birtist í bók Ebenezer Hendersons.
Uppdráttur Gliemanns birtist fyrst í Geographische Beschreibung von Island.
Árið 1827 kom út frásögn F. A. L. Thienemanns af ferð hans og G. B. Günthers til Íslands. Henni fylgdi vönduð eftirmynd kortsins.

Island

Íslandskort

Íslandskort 1890.

Höfundur: Stieler
Útgáfuland: Þýskaland
Útgáfuár: 1890 (um það bil)

Geological Map of Iceland

Islandskort

Íslandskort 1901.

Höfundur: Þorvaldur Thoroddsen
Útgáfuland: Danmörk
Útgáfuár: 1901
Mælikvarði:1:600 000
Árið 1882 hóf ungur náttúrufræðingur, Þorvaldur Thoroddsen, að rannsaka landið. Hann ferðaðist um það hér um bil allt á árunum 1882-1898. Verkefni hans var þó aðallega að kanna jarðfræði landsins og ekki síst eldgosaminjar. Brátt urðu honum ljósar skekkjurnar á uppdrætti Björns Gunnlaugssonar, ekki síst á hálendinu. En landmælingar áttu ekki samleið með rannsóknum Þorvalds og urðu aldrei annað en hliðargrein. Hann varð fyrstur til þess að kanna og kortleggja öræfin vestan Vatnajökuls, þar sem Björn kom aldrei og fór eftir óljósum frásögnum lítt fróðra manna. Engir höfðu átt þar leið um stór svæði, enda sá hluti landsins er síðast var kannaður. Auk þess gerði Þorvaldur fjölmargar minni háttar breytingar og lagfæringar, einkum á hálendinu, en annars er kort Björns Gunnlaugssonar alls staðar undirstaðan.
Árið 1900 birti Þorvaldur nýtt heildarkort af landinu á tveimur blöðum: Uppdráttur Íslands (Kort over Island). Þar dregur hann saman lagfæringar sínar og viðauka og fellir að korti Björns. Ári síðar kom út jarðfræðiuppdráttur hans: Geological Map of Iceland. Kortið er í rauninni hið sama og uppdrátturinn frá árinu áður, aukið jarðfræðilitum. Árið 1906 birtist endurskoðuð gerð kortsins í Þýskalandi, en í minni mælikvarða: Geologische Karte von Island. Því fylgir lýsing landsins á þýsku, og hefur hún að geyma meginniðurstöðurnar af rannsóknum Þorvalds.

Heimild:
-https://landsbokasafn.is/

Íslandskort

Íslandskort frá því um 1900.