Hraunsholt

Í Fornleifaskráningu í Garðabæ árið 2009 segir m.a. um Hraunsholt:

1565: Bygging jarða Garðakirkju. ,,Hraunshollt byggt mäg Þorsteins fyrer fridar. xx. alner. äskilinn vallarslattur. og mannslän um vertid. med jördunne eckert kugillde. madurinn heiter Ingemundur.“ DI, XIV, 437.
1703: „Hraunsholt efa menn hvert heita skuli hálflenda eður lögbýli, því þar er margoft ekki fyrirsvar nema til helmínga, utan þegar vel fjáðir menn hafa ábúið, og stendur þetta býli í óskiftu Garðastaðar landi. …Eigandinn Garðakirkja.“ JÁM, III, 222.
1703: „Engjar öngvar.“ JÁM, III, 223.
1918: „Tún 2,5 teigar og kálgarður 600 m2.“

Hraunsholt

Hraunsholt 2020. Húsið t.h. er síðasta bæjarhúsið í Hraunsholti.

„Hraunsholt: Býli í Garðahreppi, fyrrum Álftaneshreppi. Á afmarkað tún og rétt til afnota af Garðakirkjulandi að tiltölu. … Hraunsholtsbærinn: Stóð á holtshryggnum austarlega,“ segir í örnefnaskrá.
Bæjarhóllinn er við sauðausturenda Hraunholtsvegar. Hraunholtsvegur 8, sem er nýbygging, er byggður utan í hólinn norðvestanverðan, en einnig nær bakgarður Hraunholtsvegar 6, sem í er mikill trjágróður, inn á hólinn að norðvestan.
Búið er að byggja hús og leggja innkeyrslu á bæjarhólnum. Hóllinn er talsvert mikið raskaður, bæði vegna nýlegra framkvæmda við Hraunsholtsveg 8, sem og vegna þess að síðustu bæjarhúsin (sem enn sést grunnurinn af) hafa verið steinsteypt og með kjallara. Súrheysturn stendur enn undir þaki á bæjarhólnum. Erfitt er að átta sig fyllilega á ummáli bæjarhólsins sökum framkvæmda á og í kringum hann. En hóllinn er að líkindum um 40×40 m að stærð. Nokkuð mikið af 20. aldar keramikbrotum eru á hólnum og eru þau án efa ættuð úr róti sökum framkvæmda á og við hólinn, jafnframt eru brunnin bein og tennur úr nautgripum á hólnum sem gætu verið ættuð úr nálægum öskuhaugi.

Hraunsholt

Hraunsholt – Túnakort 1918.

Á túnakorti frá 1918 er sýnt útihús 5-10 m suðaustur af Hraunsholtsbænum. Rúst útihússins er að líkindum undir sverði austarlega á bæjarhólnum.
Búið er að byggja hús og leggja innkeyrslu á bæjarhólnum. Hóllinn er talsvert mikið raskaður, bæði vegna nýlegra framkvæmda við Hraunsholtsveg 8, sem og vegna þess að síðustu bæjarhúsin (sem enn sést grunnurinn af) hafa verið steinsteypt og með kjallara. Súrheysturn stendur enn undir þaki á bæjarhólnum.

Á túnakorti frá 1918 er sýnt mannvirki um 10-20 m austur af bæ. Mannvirkið er austarlega á bæjarhólnum og sést enn. Búið er að byggja hús og leggja innkeyrslu á bæjarhólnum. Hóllinn er talsvert mikið raskaður, bæði vegna nýlegra framkvæmda við Hraunsholtsveg 8, sem og vegna þess að síðustu bæjarhúsin (sem enn sést grunnurinn af) hafa verið steinsteypt og með kjallara. Súrheysturn stendur enn undir þaki á bæjarhólnum. Lítið, ferhyrnt og þaklaust steypt mannvirki sem er um 2,3×2 m að ummáli NA-SV. Veggjahæð er um 1 m. Veggir eru 0,15 m þykkir og fremur margar stórar steinvölur eru íblandaðar steypunni.

Hraunsholt

Hraunsholt – loftmynd 1954. Braggahverfið Slingsby Hill fyrir miðri mynd.

Á túnakorti frá 1918 er útihús sýnt fast utan túngarðs, um 50 m vestur af bæ. Útihúsið hefur verið skammt suður af enda botnlangagötunnar Lækjarfitjar, sem og skammt suður af skotbyrgi úr Seinni heimsstyrjöld sem þar er.

Á túnakorti frá 1918 er sýnt útihús um 70 m norðvestur af íbúðarhúsinu á Hraunsholti. Þar sem útihúsið var áður stendur nú einbýlishús að Hraunsholtsvegi 2.

Á túnakorti frá 1918 er sést kálgarður um 80 m vestur af íbúðarhúsi Hraunsholts. Garðbrot og þúst, sem sennilega eru leifar kálgarðsins, eru um 5 m suðvestan við bakgarð Hraunsholtsvegar 2.
Garðbrotið og þústin eru á grónu, gömlu túni, örskammt frá frá bakgarðgörðum húsa við Hraunsholtsveg. Nokkuð hátt og mikið gras er yfir rústinni og enn vex rabbabari við garðbrotið, þótt grisjóttur sé. Garðbrotið er um 1 m breitt og 3 m langt SA-NV og er um 0,3 m hátt. Garðlagið er hlaðið úr torfi og hraungrýti og glittir í grjót í suðausturenda þess en annars er það vel yfirgróið. Fast við norðvesturenda garðbrotsins er þúst. Þústin er nokkuð óregluleg í laginu ekki er hægt að greina á henni hólf. Þústin rennur vel inn í umhverfið svo mörk hennar eru ekki augljós, en hún er að líkindum um 4 x 3 m að stærð NV-SA og 0,3 m há.

Hraunsholt

Hraunsholt – loftmynd 1958.

„Garður að torfi og grjóti lá umhverfis túnið,“ segir í örnefnaskrá. Túngarðurinn liggur frá girðingu bakgarðs Garðs (íbúðarhús úr timbri við innkeyrslu sem gengur inn af Lækjarfitjum) í 90 m til SSV. Túngarðsbrotið er hátt í 150 m austur af bæjarhól.
Túngarðurinn er í gömlu grónu túni. Hægt er að rekja túngarðinn um 90 m leið. Að NNA er garðurinn lágur og yfirgróinn og einstaka mosavaxið grjót stingst upp úr honum. Um miðbikið er garðurinn afar siginn og líkist einna helst grjótfylltri „rennu“. Um 10 m frá SSV enda er garðurinn mikið raskaður á 4 m spotta. Garðurinn er um 1 m breiður og skagar hæst um 20 sm. Stærstu steinarnir í garðinum eru um 0,5 x 0,5 m að ummáli.

„Suðurtraðir: Lá[g]u heiman frá bæ suð-vestur í Gömlu-Fjarðargötur…Suðurtraðarhlið: Hlið þar sem lá[g]u saman garðar traða og túns,“ segir í Skrá yfir örnefni og fiskimið í Álftaneshreppi. „Suðurtraðir Hraunsholtsbæjar lágu frá bænum í suðvestur niður undir hraun og sameinuðust þar Gömlu-Fjarðargötu sem var alfaraleið til Hafnarfjarðar í eina tíð, eða allt fram til 1898 (G.S. Skráði eftir Sigurlaugu Jakobsdóttur í Hraunsholti),“ segir í örnefni og leiðir í Garðabæ. Suðurtraðir sjást ekki á túnakorti 1918 og því hefur líklega verið hætt að nota þær fyrir þann tíma. Samkvæmt heimildamanni, Guðlaugi R. Guðmundssyni, lágu traðinar að Helguflöt, sem er slétt grasflöt fast VSV af Hraunsholtstúngarði og er merkt á kort á bls. 14 í örnefni og leiðir.

Garðahevrfi

Engidalsvegur aftan Fjarðarkaupa.

„Traðir eða vegur af Hafnarfjarðarveginum heim að bæ. Vesturtraðarhlið: Hlið þar á túngarðinum út undir Hafnarfj-vegi. Hraunsholtsstígur: Nú 1963 er vegurinn nefndur þessu nafni,“ segir í Skrá yfir örnefni og fiskimið í Álftaneshreppi. „Vesturtraðir voru aftur á móti síðar til komnar, eða ekki fyrr en Hafnarfjarðarvegurinn hafði verið lagður, og lágu út eftir hryggnum um Vesturtraðahlið,“ segir í örnefnaskrá GS. Vesturtraðir eru á túnakorti frá 1918 og liggja NNV frá bæjarhúsum og út úr túni. Vesturtraðir voru líklegast á svipuðum slóðum og Hraunsholtsvegur er í dag.

„Þá voru Norðurtraðir. Þær lágu frá bænum austanvert niður í Norðurtraðahlið, og lágu þær milli hárra garða, austurtraðagarðs og vesturtraðagarðs,“ segir í örnefnaskrá GS. Á túnakorti 1918 eru það líklegast Norðurtraðir sem liggja til NA frá bæjarhúsum og út úr túni. Ekki sást til traðanna á vettvangi.

„Nokkru vestar í holtinu, en túngarðurinn var, mátti til skamms tíma sjá þetta gamla garðlag,“ segir í Skrá yfir örnefni og fiskimið Í Álftaneshreppi. „Túngarður um Hraunsholtstún, hæstur að sunnanverðu til að verjast fénu úr hrauninu,“ segir í örnefnaskrá EBB. „Þá mátti fram undir 1940 sjá Gamla-Garðlagið alllangt vestur á holtinu,“ segir í örnefnaskrá GS. Ekki sást til Garðlagsins gamla á vettvangi og er sennilegast að það hafi verið rutt niður við sléttun.

„Svo var troðningurinn, eða Alfaravegurinn kallaður, er lá suður frá Suðurtraðarhliði, suðvestur yfir hraunið til Hafnarfjarðar,“ segir í Skrá yfir örnefni og fiskimið. „Hluti af Gömlu-Fjarðargötu sést enn milli lóða Hraunshólum 6-8,“ segir í örnefnaskrá EBB. Samkvæmt heimildamanni var steyptur göngustígur, sem liggur frá Stekkjarflöt að Hraunshólum, lagður yfir Gömlu Fjarðargötur. Enn er hægt að greina götuna í bakgarði Hraunshóla 18, sem og fast austan við lóð Hraunshóla 18, 2-3 m suður af göngustígnum.
Vestan Hraunsholtslækjar eru Gömlu Fjarðargötur að mestu undir nýjum steyptum göngustíg, en austan lækjar undir byggð eða sléttaðar.
Brot leiðarinnar sem enn sést er um 12-13 m langt A-V og er í ósléttuðu þýfi. Reiðgatan er um 3-4 m breið og samanstendur af nokkrum samhliða rásum í gegnum þýfið. Hver rás er um 20 sm djúp og 0,2-0,5 m breið.

Engidalsvarða

Engidalsvarðan.

„Markavarðan á Engidalsnefni. Landamerki Hafnarfj. og Garða,“ segir í Skrá yfir örnefni og fiskimið í Álftaneshreppi. Markavarðan er á umferðareyju á Reykjarvíkurvegi, fast vestan móta Hafnarfjarðarvegar og Reykjavíkurvegar. Varðan er á gróinni umferðareyju.
Markavarðan er hlaðin úr hraungrýti og er styrkt með steypu. Hún er um 1,8 m á hæð og rösklega 1×1 m í grunnmál. Toppur vörðunnar er stök hraunhella sem stendur upp á rönd og er skorðuð föst með steypu. Umför í vörðunni eru 8 – 9 og er varðan nokkuð mosavaxin.

„Þá var Stekkurinn í Stekkjarlautinni vestur af Fjarðargötu og Húfugjóta þar suður af,“ segir í örnefnaskrá GS. „Í suðaustur af bæ er hóll, heldur austur af Hádegishól, sem er allstór, og heitir hann Klofhóll; við hann eru svonefndar Löngugjótur, og Stekkjargjótur bera í hann frá bæ séð,“ segir í örnefnaskrá AG.
Stekkjarlaut er SA við mót Hafnarfjarðarvegar og Fjarðarhrauns og liggur í austur átt meðfram Hafnarfjarðarvegi að norðan, rúmlega 500 m suðvestur af bæ.
Stekkjarlaut er afmörkuð með 4 m háum hamri að sunnan en malbikuðum vegi að norðan og vestan, en endar í byggð að austan. Lautin er gróin grasi og þónokkrum trjágróðri. Þónokkrar framkvæmdir hafa farið fram í og við lautina, t.a m. vegagerð, grafið hefur verið fyrir ræsum og malarslóði liggur suður frá Hafnarfjarðarvegi og í átt að Marklandi.
Hraungrýtishleðsla er upp við hamarinn vestast í lautinni, við Fjarðarhraun, sem mögulega er leif stekksins. Hleðslan er 4 m löng og er 0,5-0,7 m há, þykkt óviss en allt að 1 m. 2-3 umför og stærsta grjótið um 0,4 m á kant. Mestmegnis er gróið yfir hleðsluna, gras, mosi og trjágróður.

Hraunsholt

Hraunsholtsselsstígur.

„Stígur frá Suðurtraðarhliði um Hraunbrúnina suður hraunið í svokallað Hraunsholtssel,“ segir í Skrá yfir örnefni og leiðir í Álftaneshreppi. Hraunsholtsselsstígur fannst ekki við vettvangsathugun. Búið er að slétta grasflötina þar sem Suðurtraðarhlið var áður, sem og ryðja hraunið þar sem Hraunsholtssel var sunnan Hádegishóls. Þó má vera að enn leynist ummerki stígsins í Flatahrauni.
Nyrðsti hluti stígsins er sléttaður og sá syðsti var í hrauni sem nú er búið að ryðja. Líkast til leynist enn hluti stígsins í Flatahrauni, sem er nokkuð gróið.

Hraunsholtssel

Varða ofan Hraunsholtssels.

„Var í eina tíð á hrauninu sunnan Hádegishóls,“ segir í Skrá yfir örnefni og fiskimið. „Selstígurinn lá suður með Hádegishól í Hraunsholtssel, en talið er, að það hafi verið við Hraunsholtshella, öðru nafni Hraunsholtskletta, og er þar grænka kringum, þó hellarnir séu litlir,“ segir í örnefnaskrá GS.
„Hraunsholtssel…var sunnan við Hádegishól Hraunsholts og einnig nefnt Hraunsholtshella. Selstígurinn lá sunnan við Brunann, framhjá Hádegishól, að Selinu (G.S.). G[unnar] Ben[ediktsson] sá enn votta fyrir selinu 1987,“ segir í Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar. Nú er búið að ryðja hraunið sunnan Hádegishóls undir byggð og bílaplan, en þar er iðnaðarhverfi (Hraunahverfið austan Fjarðahrauns). Selið hefur verið um 500 m SSA af bæ.
Sunnanverður Hádegishóll er mikið raskaður því búið er að ryðja hraunið að stórum hluta.
Ekki sáust augljósar fornleifar sunnan Hádegishóls, en þó er afar þýfður og mishæðóttur grasblettur sunnan hólsins þar sem fornleifar kunna að leynast undir sverði. Allt í kringum grasblettinn, sem er um 15×10 m A-V, er rutt hraun og mikið rask.

Hádegisvarða

Hádegisvarða á Hádegishól.

„Alfaravegurinn 1: Lá af Gömlu-Fjarðargötum norður með Túngarði niður að Hraunholtslæk, yfir hann og niður Háubakka, en þar var mikill áningarstaður ferðamanna,“ segir í Skrá yfir örnefni og fiskimið í Álftaneshreppi. Sést ekki til, grasflötin kringum túnið gamla er sléttuð og svæðið kringum Hraunsholtslæk (norðan Flatahrauns) er meira og minna undir byggð.

„Alfaravegurinn 2: Hann lá af Gömlu-Fjarðargötu milli Hraunbrúnar og Túngarðs eftir lægðinni að Neðra-Nefi í Krossgötur,“ segir í Skrá yfir örnefni og fiskimið í Álftaneshreppi. Ekki sést til Alfaravegarins 2, grasflötin kringum túnið gamla er sléttuð og svæðið kringum Hraunsholtslæk (norðan Flatahrauns) er meira og minna undir byggð.

Hraunsholtslækur

Hraunsholtslækur.

„Neðra vað: Svo hét vaðið við Hraunhornið yfir lækinn,“ segir í Skrá yfir örnefni og fiskimið. „Leiðin liggur hér inn með hraunbrúninni inn að Hraunsnefi neðra eða Neðranefi, sem lá alveg við Hraunsholtslæk, sem bar þetta nafn frá nefinu niður til sjávar. Hér var yfir lækinn Vaðið eða Neðravað,“ segir í örnefnaskrá GS. Vaðið er 10-15 m ofar (sunnar) í Hraunsholtslæk en brú við Stekkjarflöt og um 280 m austur af bæ.
Lækurinn breikkar nokkuð á þessum stað og verður við það grynnri og lygnari, en lækjarfarvegurinn þrengist aftur neðan vaðsins (þar sem brúin er). Af hófförum að dæma á lækjarbakkanum er vaðið enn nýtt af reiðmönnum.

„Í eina tíð var göngubrú yfir lækinn, kölluð svo.“ „Ofan við það (Neðravað) var hleðsla, og myndaðist við það foss eða flúð, nefndist Efri-fossar og þá Efri-fossvað. Hleðslan nefndist Hofstaðabrú,“ segir í örnefnaskrá GS. Í Örnefnum og leiðum í landi Garðabæjar segir: „Hofsstaðabrú var göngubrú sunnan við Neðravað á Hraunholtslæk,“ segir í GRG. Hofstaðabrú er merkt á kort herforingjaráðs frá 1903 (eða 1905?). Þar sem Hofstaðabrú var áður er nú göngubrú yfir Hraunsholtslæk, vestur af SV enda Stekkjarflatar og S af Stjörnuvelli.
Grónir lækjarbakkar og steyptur göngustígur eru nú á þessum slóðum.

Hraunsholt

Hvammsfjárhús.

„Hraungjótan [Hraunnefsgjóta] var einnig kölluð svo. Þarna var fjárhús og sjást enn rústirnar,“ segir í Skrá yfir örnefni og fiskimið í Álftaneshreppi. „Sunnan við nefið kom svonefndur Hvammur. Vestast í honum var Hraunsnefsgjóta og þar rétt hjá Hvammsfjárhús,“ segir í örnefnaskrá GS. Fjárhúsið er í Hafnarfjarðarhrauni norðaustanverðu, SV af Smáraflöt 22 og 24 (sem eru beint handan Hraunholtslækjarlæjar) og 80 m vestur af brú yfir Hraunholtslæk sem er framhald göngustígs frá Lindarflöt.
Hvammfjárhús er um 370 m ASA af bæ. Fjárhúsið er hlaðið í úfnu hrauni. Umhverfis fjárhúsrústina er þýfi, gróið háu og þéttu grasi sem sker sig frá hrauninu umhverfis og bendir til mikils magns lífræns úrgangs í jarðvegi. Jafnframt ef horft er til suðvestur Hvammsins frá Hraunsholtslæk er augljóst að brekkan upp að ANA vegg fjárhússins er mun grænni og grónari en umhverfið sem bendir til að mokað hafi verið út úr fjárhúsinu og hent niður brekkuna sem er niður af ANA vegg.

Hraunsholt

Við Hvammsfjárhús.

Fjárhúsrústin er um 7×6 m, snýr NNA-SSV og er innrabyrði hennar 4×3,5 m NNA-SSV. Langveggir fjárhússins (ANA og VSV veggir) eru hlaðnir úr stóru og miðlungs hraungrýti og standa hæstir um 1,5 m. Í ANA vegg er hraunhleðsla að innanverðu (4 umför greinileg) og torf hlaðið upp að utan. VSV veggur virðist hafa nokkuð þykkari hraunhleðslu en óljóst er hvort torfhleðsla hafi verið pökkuð upp að honum að utan á sama hátt þar sem hann er meira hruninn, sérstaklega fyrir miðju. Niður frá báðum langveggjum (ANA og VSV veggjum) eru aflíðandi brekkur. ANA veggur snýr að Hvamminum, sem gengur inn í Hafnarfjarðarhraun að austan, en VSV veggur snýr að lægð í hrauninu sem notuð hefur verið sem aðhald eða hugsanlega sem heygarður. Mun minni hraunhleðslur hafa verið í NNA og SSV veggjum og hugsanlega voru þar timburþil fyrir. Rúmlega 4 m breið lægð er í hrauninu fast VSV við rústina og er hún mörkuð að VSV með klapparvegg. Lægðin liggur samhliða rústinni en er nokkuð lengri og er hleðsla í henni að SSV sem skapar aðhald, en engin hleðsla er sjáanleg að NNA. Í lægðinni er talsvert mikið torfhrun úr VSV vegg fjárhúsrústarinnar. Hlaðna aðhaldið er hæst um 1,6 m, 1 m breitt og er 5-6 umför. Hleðslan er vaxin nokkuð miklum mosa og skófum.

Hraunsholt

Vegur að Hvammsfjárhúsum.

„Vað yfir lækinn kallað svo. Hagakotsvað áður nefnt,“ segir í Skrá yfir örnefni og fiskimið í Álftaneshreppi. „Hvammurinn var einnig kallaður Milli nefja, allt inn að Efranefi eða Hraunsnefi efra. Þar var einmitt Hagakotsvað, sem einnig var nefnt Efravað,“ segir í örnefnaskrá GS. Efravað er um 10 m sunnar en Neðravað og 20-25 m sunnar í Hraunsholtslæk en brú við Stekkjarflöt.
Grónir lækjarbakkar. Lækjarfarvegurinn við Efravað er heldur þrengri en við Neðravað.

Á túnakorti frá 1918 er kálgarður sýndur um 10 m suður af bæ. Ekki er vitað hvort hlaðið garðlag var utan um kálgarðinn fyrr á tímum, en í dag eru leifar seinni tíma girðingar, fúnir timburstaurar og vír, á sama stað.

Hraunsholtslækur

Hraunsholtsvatnsból.

„Hraunsholtsvatnsból: Vatnsból frá Hraunsholti var við Stórahyl fram til ársins 1910 að Vífilsstaðahælið var byggt,“ segir í Skrá yfir örnefni og fiskimið. Hylurinn er í Hraunsholtslæk, um 15 m SV við girðingu sem umlykur knattspyrnuvöll Stjörnunnar og um 140 m NV af göngubrú yfir Hraunsholtslæk, sem brúar göngustíg frá Stekkjarflöt að Hraunhólum. Stórihylur er um 200 m ANA af bæ.
Tær og sefgróinn lækur umlukinn grasivöxnum lækjarbökkum.

„Skólabrú: Eftir að skólinn var byggður, lá brú þarna yfir lækinn,“ segir í Skrá yfir örnefni og fiskimið. Þar sem Skólabrú var áður er nú göngubrú úr viði yfir lækinn. Göngubrúin brúar Hraunsholtslæk á stíg sem liggur frá íþróttahúsi Stjörnunnar að Lækjarflöt.
„Bugðulækjarvað: Vað yfir lækinn neðan Bugðumels,“ segir í Skrá yfir örnefni og fiskimið.
„Bugðulækjarvað á Hraunsholtslæk þar sem síðar var byggð göngubrú fyrir nemendur skólans, Skólabrú,“ segir í Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar. Þar sem Bugðulækjarvað var áður er nú göngubrú yfir Hraunsholtslæk sem er hluti stígs sem liggur frá íþróttahúsi Stjörnunnar að Lækjarflöt.

Hraunsholtsækur

Hraunsholtslækur – Skólabrú við Bugðulækjarvað.

„Neðri Fossavað: Þar ofan við fossinn var vað svo kallað,“ segir í Skrá yfir örnefni og fiskimið. Neðri Fossavað var áður á þeim stað þar sem Hraunholtslækur rennur nú undir Sjálandsskóla. Lækurinn rennur undir stóra skólabyggingu. Þegar skráning á vettvangi fór fram voru miklar framkvæmdir í gangi allt í kring, bæði niðurrif gamalla bygginga sem og bygging nýrra, og hefur umhverfið tekið miklum breytingum.

„Brunnur grafin 1910 rétt hjá Stöðlinum,“ segir í Skrá yfir örnefni og fiskimið í Álftaneshreppi. Brunnurinn sást ekki við vettvangsathugun og er annaðhvort búið að fylla upp í hann og slétta úr eða hann er kominn undir byggð (Lækjarfit).
„Brunngatan: Lá frá Brunninum heim til bæjar,“ segir í skrá yfir örnefni og fiskimið í Álftaneshreppi.
„Brunngatan lá vestan traðargarðanna heim til bæjar,“ segir í örnefnaskrá GS. Brunngatan sást ekki við vettvangsathugun og er að líkindum bæði búið að slétta úr henni sem og að hún er kominn undir byggð, bæði gatan að brunninum frá 1910 og alla leið að Hraunsholtsvatnsbóli.

Fógetagata

Fógetagata.

„Hann [Álftanesvegur] var fyrst troðningur er lá um Holtið norðan Þjóðvegar úr Engidal niður að Brúarvaði,“ segirí Skrá yfir örnefni og fiskimið í Álftanesi. „Álftanesvegur, fyrrum Selstígurinn, lá frá Suðurtraðahliði á Hraunsholtstúni vestur með hraunbrúninni norðan við Engidal, í holtinu út að hrauni og þar upp, en Hraunsholt á ekkert land þar,“ segir í örnefnaskrá GS. „Er Álftanesvegur sami og Gjárréttarstígur (Seljastígur)? Allt sama örnefnið kallað Götur frá Hraunsholti,“ segir í örnefnaskrá EBB.
Áður fyrr tengdist Álftanesvegurinn í landi Hraunsholts Fógetavegi, sem var aðalgatan gegnum Garðahverfi norður á Álftanes og sem enn sést til að hluta. Ekki sést þó til vegarins í landi Hraunholts því hann er undir malbiki og byggð, m.a. að líkindum Hraunholtsbraut og Ásahverfinu.

Á túnakorti frá 1918 er sýndur kálgarður um 20 m ASA af bæ. Ekki er vitað hvort hlaðið garðlag var utan um kálgarðinn fyrr á tímum, en í dag eru leifar seinni tíma girðingar, fúnir timburstaurar og vír, á sama stað.

Hraunholtslækur

Hraunholtslækur.

„Mýrin vestan Hraunsholtslækjar. Mótak mikið,“ segir í Skrá yfir örnefni og fiskimið í Álftaneshreppi.
„Vestur eða norðvestur frá bæ er, niður við sjó, sem hér heitir Arnarnesvogur, mýri, sem nefnd er Hraunsholtsmýri. Þar tóku Hafnfirðingar mó áður fyrr. Þessi mýri, sem nú er allmikið komin undir hús og tún, nær svo austur að Hraunsholtslæk,“ segir í örnefnaskrá AG. Hraunholtsmýri var svæðið vestan Hraunsholtslækjar á þeim slóðum sem Langalína og Strikið eru í dag, en ekki eru vesturmörk mýrarinnar eða mótaksins kunn.
Hraunholtsmýri er nú undir byggð, jafnframt voru miklar byggingframkvæmdir í gangi þegar skráning á vettvangi fór fram.

„Götur frá Neðri-fossum vestur eftir Sjávarbökkunum,“ segir í Skrá yfir örnefni og fiskimið í Álftaneshreppi. „Troðningur liggur hér inn að Neðrafossvaði, er liggur ofan til við Neðrifossa, en neðan þeirra rennur lækurinn niður í fjöruna,“ segir í örnefnaskrá GS. Troðningar voru rétt ofan til við fjöruna vestan við Hraunsholtslæk, vestan við Neðri fossa og Réttartanga,“ segir í Örnefni og leiðir í Garðabæ, en leiðin er merkt á kort í sömu bók á bls. 14. Troðningar voru áður meðfram ströndinni frá frá Réttartanga, vestur að Hraunsviki. Nú er steyptur göngustígur meðfram ströndinni, en ekkert sést til hinna gömlu Troðninga.
Byggð er komin langleiðina að ströndinni, fjölbýlishús sem tilheyra Strandvegi og austast við Réttartanga er búið að landfylla.

Flatahraun

Rétt í Flatahrauni.

Rétt er norðarlega í Hafnarfjarðarhrauni, um 90 m A af Hraunhólum 18, um 200 m suður af bæjarhól, rúmlega 50 m suður af rétt og 70 m S af göngustíg milli Stekkjarflatar og Hraunshóla.
Umhverfi réttarinnar er þýft og grasi gróið en víðsvegar stingst úfið hraun í gegnum svörðinn. Réttin er á hraunspildu inni í byggð. Réttin er um 23×19 m að flatarmáli og snýr A-V. Í NA horni réttarinnar er tóft. Tóftin er um 5,5×5 m og snýr N-S. N veggur hennar er klöpp og dyr hafa að líkindum verið á S vegg. Veggir tóftarinnar eru úr hraungrýti (litlu og meðal stóru) og torfi. Hægt er að greina 3 umför af hraungrýti. Þykkt veggja er mest um 2,5 m á S vegg og hæð mest um 1,3 m á V vegg. Veggir réttarinnar eru nokkuð tilgengnir og lágir, en þeir eru hlaðnir úr hraungrýti af öllum stærðum. Ekkert torf er sjáanlegt í réttinni. Veggirnir eru mest 1 m breiðir og 1 m háir, þó að jafnaði séu þeir ekki nema 0,2-0,3 m á hæð. Lítil sem engin skipting er sjáanleg innan réttarinnar og kann það hugsanlega að stafa af því að viðarþil hafi verið nýtt innan réttarinnar.

Flatahraun

Flatahraun – uppdráttur ÓSÁ.

Lítið aðhald eða tóft er í lægð í Hafnarfjarðarhrauni, um 70 m A af Hraunshólum 18, 180 m S af bæjarhól, um 20 m NV af rétt 038 og 50 m S af göngustíg milli Stekkjarflatar og Hraunshóla. Hleðslurnar eru ofan í lægð í hrauninu sem í eru tvö hellisop sem opnast til S og NV. Lægðin er gróin í botninn en hliðar hennar eru víðast bert hraun.
Hellarnir sem opnast inn af lægðinni eru fremur lágir og litlir og með mikið af stórgrýti á hellisgólfinu.
Mannvirkið er um 5×4 m að stærð og snýr A-V. Veggir eru úr hraungrýti og torfi og víðast um 1 m á þykkt en eru sumsstaðar (sérstaklega að A og V) nokkuð óljósir því þeir renna inn í umhverfið. Sennilega einhvar konar aðhald sem gæti tengst rétt, en hugsanlega er um hústóft að ræða. Hleðsluhæð mest um 0,5 m. Ekki hægt að greina fjölda umfara af hraungrýti.

Garðlag er á lóð Hraunshóla 18, um 4 m norður af íbúðarhúsinu. Garðlagið er á gróinni lóð og vex trjágróður tiltölulega nálægt.
Garðlagið er úr hraungrýti og torfi og snýr N-S. Óvíst er um stærð hleðslugrjóts eða fjölda umfara því vel er gróið yfir garðinn af grasi og mosa. Lagið er 6 m langt, 0,5 m breitt og hæst 0,3-0,5 m. Bil er á garðinum rétt sunnan við hann miðjan, en líkast til er fremur um rask að ræða en op því greina má sennilegt hrun austan við opið.

Flatahraun

Flatahraun – Hesthús.

Hesthús er á baklóð Hraunhóla 18, um 20 m S af Hraunhólum 18 og um 200 m SSV af bæ.Lóðin er grasigróin og er í jaðri Hafnarfjarðarhrauns. Mikið af birki og grenitrjám er á lóðinni, sem m.a. vaxa á tóftinni og stafar henni talsverð hætta af því.
Samkvæmt heimildamanni er tóftin af hesthúsi. Tóftin er um 6×5 m og snýr NS. Hún er hæst um 1,5 m (hraunhleðsla að innanverðu). Tóftin er hlaðin úr meðal-og stóru hraungrýti og torfi. Innrabyrðið er hraunhleðsla (4 umför) en þó stingst einnig hraungrýti hér og þar í gegnum torfið utan á. Tóftin er nokkuð tilgengin og má það að hluta rekja til tjrágróðurs sem vex á henni. Sunnan við hesthústóftina er sokkið garðlag. Garðlagið er 7 m langt og 0,3 m breitt og er að stórum hluta yfirgróið grasi, lyngi og mosa. Hæst skagar garðlagið um 0,3 m og eru 2 umför greinileg, en hugsanlega leynast fleiri umför undir sverði. Að líkindum var garðlagið einungis hlaðið úr hraungrýti en engu torfi.

Garðagata

Garðagata – kirkjuvegurinn.

„Þær [Krossgötur] var að finna á mel frá Hraunhorninu. Vegamót,“ segir í örnefnaskrá. Vegamótin Krossgötur voru áður þar sem nú er sléttgrasflöt milli Stekkjarflatar og Hraunholtslæks, SA við göngubrú sem þar er yfir lækinn.

Skotbyrgi úr síðari heimsstyrjöld er um 7 m SV af botni Lækjarfitjar og um 15-20 m SA af Lækjarfiti 16. Byrgið stendur í gömlu grónu túni og er að mestu yfirgróið grasi. Byrgið er fullt af rusli.
Byrgið er steinsteypt og er enn undir þaki og að mestu niðurgrafið, svo ganga verður niður nokkur þrep til að komast inn í það. Byrgið er 3 x 2,5 m N-S. Gengið er inn í það að vestan en skotraufin vísar til austurs, í átt að Kópavogi og Reykjavík.

Hagakotsstígur

Gjáarréttarstígur/Hraunholtsstígur.

Hraunsholtsstígur lá áður fyrr frá Hraunsholti að Urriðakoti og Gjáarréttum. Hann er enn greinanlegur þar sem hann liggur SSA yfir Hafnarfjarðarhraun. Stígurinn verður greinilegur uppi á hrauninu um 70 m VSV af göngubrú yfir Hraunsholtslæk sem er niður af Bakkaflöt 22 og 24 og liggur þaðan til SSA í um 490 m að Miðhrauni 4.
Slóðinn er grasmeiri og gulari en umhverfið, en meira lyng vex í kring. Nyrðst er gatan greinileg sem 1-3 rásir í jörðinni sem stefna suður, mest um 1 m á breidd 1 m og 20 sm á dýpt. Slóðinn hlykkjast gegnum hraunið og sneiðir hjá því úfnasta. Um 90-100 m sunnar hverfur slóðinn undir malbikaðann göngustíg frá Bakkaflöt sem gengur þvert á hann. Undan göngustígnum stefnir slóðinn til SSA að Miðaftanshól (á honum er áberandi steypt varða með áletruninni „1960“). Stígurinn er mjög greinilegur nálægt rótum Miðaftanhóls og liggur suður meðfram rótum hólsins. Suðvestan undir Miðaftanshól gengur Dýrtíðarvinnuvegur þvert á Hraunsholtsstíg, sem kemur nokkuð greinilegur undan honum. Þaðan liggur stígurinn að Miðhrauni 4, en hverfur þar skammt NA við.

Samkvæmt heimildamanni var tekinn mór á Jónsflöt. Svæðið tilheyrir nú Vatnsveitu Garðabæjar við Lyngás og er nýtt undir byggingar og geymsluplan. Jónsflöt er um 600 m NNV af bæ.

„Stöðulgjóta var heimarétt tók um 30-40 kindur, sunnan við túnið í laut,“ segir í örnefnaskrá EBB.
„Stöðulgjóta lá á hægri hönd eða vestan við Fjarðargötu,“ segir í örnefnaskrá GS. Réttin er við norðurjaðar Hafnarfjarðarhrauns um 30 m SSV af göngustíg sem liggur milli Stekkjarflatar og Hraunshóla, um 80-90 m austur af Hraunshólum 18 og um 150 m suður af bæ. Þýfð og grasi gróin flöt á opnu svæði innanbæjar, sem er afmarkast af Hafnarfjarðarhrauni að sunnan og vestan.
Aðhaldið er eitt hólf og er hlaðið úr hraungrýti. Suður- og vesturveggir aðhaldsins eru úfið hraun sem norður- og austurveggir eru hlaðnir upp að. Þeir eru hlaðnir úr litlu og meðalstóru hraungrýti og torfi (um 4 umför). Veggirnir eru nokkuð signir og tilgengnir og er mesta þykkt norðurveggjar um 1,5 m. Aðhaldið snýr N-S og er um 6,5 x 4,5 m. Dyr eru á austurvegg. Hleðsluhæð er mest um 0,5 m. Á bergveggnum fast SA við réttina er hleðsla, um 1 m breið og 1,5 m há og er líkast að þar hafi verið hlaðið upp í lítinn hellisskúta. Ummerki um stöðulinn hafa verið afmáð. „…á Stöðlinum voru kýrnar mjólkaðar á unglingsárum Sigurlaugar (fædd árið 1898),“ segir í örnefnaskrá EBB. „Við Norðurtraðahlið var Stöðullinn vestan við þær,“ segir í örnefnaskrá GS. Óvíst er hvort mannvirki hafi tengst Stöðlinum, en ef svo hefur verið eru kvíarnar horfnar í dag og útsléttaðar. Staðsetning Stöðulsins er því ekki þekkt.

Heimild:
-Fornleifaskráning í Garðabæ, Fornleifastofnun Íslands 2009.

Járnbrautarvegur

Járnbrautarvegurinn/Dýrtíðarvegurinn í Hafnarfjarðarhrauni.

Urriðakot

Í Fornleifaskráningu fyrir Garðabæ árið 2009 má m.a. sá eftirfarandi um Urriðakot, sem var fyrrum í Garðabæ:

Ural shot

Urridakot –  Túnakort 1918.

„Bærinn stóð suðvestan í Urriðakotsholti norðaustan við Urriðakotsvatn. Bærinn stóð nálægt miðju túninu“, segir í örnefnaskrá SP. Á túnakorti 1918 sést Urriðakot í miðju túni og samanstendur úr sjö sambyggðum húsum. Þar af sýnast tvö þau suðvestustu vera úr torfi en tvö þau norðaustustu úr steini og gengur aftur af þeim minna torfhús. Tvö hús eru auk þess sýnd sem opnar tóftir. Stefnan er norðvestur-suðaustur. Skv. Fasteignabók var þarna komið timburhús með vatnsveitu árið 1932 (bls. 23). Í Örnefnaskrá 1964 segir: „Bærinn stóð austur og upp frá Urriðavatni, við það kennt (…) því sem næst í miðju túni.“ (Uk. A20/Bt. B443). Í örnefnalýsingu 1988 segir:

Ural shot

Urridakot.

„Urriðakot er jörð í Garðabæ. Bærinn stóð suðvestan í Urriðakotsholti, norðaustan við Urriðakotsvatn. Bærinn stóð nálægt miðju túninu.“
„Túnið lá í halla í holtinu.“ segir í Fornleifaskráningu RT og RKT.
Á bæjarhólnum í dag eru leifar af yngsta bænum frá miðri síðustu öld en Urriðakot fór í eyði 1958. Grunnarnir af húsunum eru allir mjög greinilegir. Það eru háir steyptir veggir sem enn standa og bárujárnsleifar inni í tóftunum. Það er sennilegast að bærinn hafi alltaf staðið á núverandi bæjarstæði.
Bæjarhóllinn er nokkuð hár og breiður og hægt er að sjá á vettvangi að hóllinn er manngerður. Það er því nokkuð öruggt að undir yngstu húsunum er að finna mannvistarleifar,“ segir í Fornleifaskráningu RT og RKT.

Ural shot

Urriðakot – kort 1908. Götur til norðurs og vesturs eru merktar.

Inn á túnakort frá 1918 er merkt ferningslaga útihús skammt (ca 6 m) suðvestan við bæjarhúsin. „Tóftin orðin mjög sokkin en sést þó enn á vettvangi“, segir í fornleifaskrá RT og RTK.

Inn á túnakort frá 1918 er merkt útihús skammt vestur af syðsta bæjarhúsinu. Útihúsið virðist vera um 4 m vestur af bæjarhúsunum og 2 m norður af útihúsi. „Þessar tóftir eru orðnar sokknar og sjá má móta fyrir grjóthlöðnum undirstöðum“, segir í Fornleifaskráningu RT og RTK.

Inn á túnakort frá 1918 er merkt útihús um 110 m suðvestur af bæjarhúsum Urriðakots. „Hún (tóftin) er aflöng úr torfi og hefur stefnuna norður-suður… Leifar af grjóthlöðnum undirstöðum af útihúsinu fundust á vettvangi, tóftin er 11 m á lengd og 2,5 m á breidd. Líklega hefur grjót út túninu verið sett í útihúsið eftir að það var rúst. Stór steinn er við suður endann,“ segir í Fornleifaskráningu RT og RTK.

Inn á túnakort frá 1918 er merkt útihús um 140 m SSV af bæjarhúsum Urriðakots og fast vestan við kálgarð.
„Ekki sáust nein merki um þessa tóft en leifar af kálgarðinum sáust óljóst á vettvangi, en mun betur á loftmyndinni“, segir í Fornleifaskrá RT og RTK

Urriðakot 1958

Urriðavatn og Urriðakot 1958 – loftmynd. Túngarður, bæjarhús og útihús sjást vel.

Inn á túnakort frá 1918 er merkt útihús um 90 m suður af bæjarhúsum Urriðakots og um 20 m suðvestur af útihúsi. „Á túnakorti 1918 er ferhyrningslaga torfhús neðan við ærhús …líklega lambhús sem nefnt er í Örnefnalýsingu 1988: „Túnið austan traðanna …var kallað Austurtún. Efst á Austurtúninu voru fjárhúsin, ærhúsið uppi við túngarð og lambhúsið neðar““, segir í Fornleifaskráningu RT og RTK.
„Tóftin af lambhúsinu snýr í N-S og er inngangur að norðan. Hefur hún verið grjót- og torfhlaðin, lengd um 11 m og breidd 9. Hleðsluhæð frá 20 cm til 50 cm. Rústin er töluvert sokkin í sinu“, segir í Fornleifaskráningu RT og RTK.

Urriðakot

Urriðakot og Camp Russel, neðst t.h, 1958 – loftmynd.

Inn á túnakort frá 1918 er merkt útihús rúma 60 m suður af bæjarhúsum Urriðakots og um 20 m norðaustur af lambhúsi. „Í Örnefnalýsingu 1988 segir: „Túnið austan traðanna …var kallað Austurtún. Efst á Austurtúninu voru fjárhúsin, ærhúsið uppi við túngarð og lambhúsið neðar.“…Fjárhúsin má líklega sjá á túnakorti 1918 en þar eru tvö hús í túninu austan traðar…annað, væntanlega ærhúsið, uppi við túngarð …en hitt nokkru neðar“, segir í Fornleifaskráningu RT og RTK.

„Á Túnakortinu er ærhúsið byggt úr torfi, tvískipt með stefnuna norður-suður. Fjárhúsin sem við skráðum á vettvangi eru sennilega byggð ofan á eldri útihúsum. Húsgrunnurinn sem stendur enn er steyptur og má sjá leifar af bárujárnsplötu í tóftinni, þó eru líka leifar af torf og grjóthleðslu í hluta rústinni, sem eru merki um eldra hús. Við suðurenda hefur verið hlaða og í sjálfu fjárhúsinu má sjá garð og steypt fjárbað“, segir í Fornleifaskráningu RT og RTK.

Urriðakot

Urriðakot.

„Suður frá bænum lágu traðir, hlaðnar úr torfi og grjóti. Traðirnar svo sléttaðar út 1918. Í eystri traðarveggnum var stór steinn, sem ekki var hreyfður, þegar traðirnar voru sléttaðar“, segir í örnefnaskrá SP. „Á Túnakorti 1918 má sjá traðir sem liggja frá bænum suðvestur um túnið. Þetta eru líklega Suðurtraðir sem svo eru nefndar í Örnefnaskrá 1964, „traðir með tveimur görðum“ sem lágu „frá bæ niður undir Dýjakrók“ Suðurtraðarhlið hét svo hliðið “ þar sem saman komu garðar traða og túns““, segir í Fornleifaskráningu RT og RTK.
„Það má sjá fyrir hvar traðirnar lágu en þær voru sléttaðar út og því horfnar að mestu leyti“, segir í Fornleifaskráningu RT og RTK. Ekki sást til traðanna við vettvangsskráningu.

Urriðakot

Urriðakot.

„Urriðakotsbærinn stóð í Urriðakotstúni, nær miðju. Umhverfis túnið var Urriðakotstúngarður, hlaðinn af torfi og grjóti. Suðurtúngarður sunnan að túninu. Austurtúngarður að ofan og Vesturtúngarður vestan“, segir í örnefnaskrá GS. „Túnið austan traðanna var kallað Austurtún. Efst á Austurtúninu voru fjárhúsin, ærhúsið uppi við túngarð, og lambhús neðar“, segir í örnefnaskrá SP. „Á Túnakorti 1918 má sjá að túngarður liggur kringum túnið að sunnan, austan og norðan. Í Fasteignabók 1932 kemur fram að algirt var í kringum Urriðakot með túngarði og girðingu…Örnefnaskrá 1964 ber hins vegar saman við Túnakortið: „Urriðakotstúngarður: garður af torfi og grjóti umhverfis túnið, að norðan, austan og ofan og sunnan, allt niður í Dýjamýri““, segir í Fornleifaskráningu RT og RTK.
„Túngarðurinn er ágætlega varðveittur og er auðvelt að rekja hann allan eins og hann er á túnakortinu frá 1918. Sést vel að garðurinn er hlaðinn úr torfi og grjóti. Hleðsluhæð er frá 30 cm og allt að 1 metra. Hann hefur þó á stöku stað sokkið töluvert en með góðu móti væri hægt að varðveita hann allan og lagfæra þar sem hann er lægstur. Það er ekki ólíklegt að garðurinn sé í grunninn frá elstu tíð“, segir í Fornleifaskráningu RT og RTK

Urriðakot

Urriðakot.

„Ofan (norðaustan) bæjarins var Uppitúnið. Þar alveg við túngarðinn, beint upp af bænum, var fjárrétt, sem síðast var notuð u.þ.b. 1934-35“, segir í örnefnaskrá SP. Aðhaldið er fast austan við túngarðinn, upp af bæjarrústum Urriðakots.
Umhverfis aðhaldið er grasigróið þýfi, en austar og ofar í holtinu er mest megnis lyng. Búið er að ryðja veg þvert yfir Urriðakotsholt frá norðri til suðurs að Elliðavatnsvegi og liggur vegur þessi rúmlega 50 m austur af aðhaldinu.
Aðhaldið er hlaðið úr grjóti, grónu skófum og nokkrum mosa og er vesturveggur þess hluti af túngarði Urriðakots. Utanmál er um 12×6 m og snýr aðhaldið N-S. Um 2 m breiður inngangur er að sunnan. Fremur stórt grjót er í hleðslunum og þær virðast vera nokkuð tilgengnar, nema að garðurinn hafi í upphafi ekki verið vandlega hlaðinn. Mest er hægt að greina 5 umför og hæstar eru hleðslurnar um 1 m og rúmlega 1 m breiðar.

Inn á túnakort frá 1918 er merkt gata sem liggur frá norðurmörkum túns, suður að bæjarhúsum. „Nyrst í túninu var slétta, sem kölluð var Kinn, en niður af henni úti undir garði var laut, sem kölluð var Snorralaut…Rétt fyrir neðan Snorralaut lá gata frá bænum norðvestur úr túninu“, segir í örnefnaskrá SP.
Gamalt tún, vaxið þykkri sinu og byrjað að þýfast.

Urriðakot

Urriðakot – uppdrátur.

„Neðan við traðirnar í mýrarjaðrinum rétt utan við túnið var brunnurinn, en leiðin frá brunninum til bæjar lá um traðirnar. Frá brunninum liggur Brunnrásin eftir mýrinni út í vatnið“, segir í örnefnaskrá SP.
„Niðurflöt var slétta kölluð ofan frá bæ niður að vatni sunnan við Hólmana. Neðst í Niðurflötinni var Brunnurinn, vel upphlaðinn brunnur“ segir í örnefnaskrá GS. Samkvæmt heimildamanni, Svani Pálssyni, hefur brunnurinn líklega verið við NA-verðan jaðar Dýjamýrar við enda Brunnrásarinnar, sem þaðan liggur í kræklóttum farvegi til NNV í Urriðavatn.
Brunnrásin er við gróna mýri og er þýft allt í kring. Í SSA-endanum er Brunnrásin breiðari en nær Urriðakotsvatni og myndar smá poll, um 2×1 m að stærð, sem er hinn gamli brunnur. Þar er að finna nokkuð af meðalstóru grjóti sem gæti verið ættað úr fallinni hleðslu. Grjótið er þó mjög tilgengið og yfirgróið.

Urriðakot

Urriðakot – brunnur.

„Mýrin sunnan við túnið heitir Dýjamýri. Ofan við veginn rétt fyrir sunnan túnið er Grjótréttin, rústir gamallar réttar, sem móðir mín veit ekki, hvenær hætt var að nota“, segir í örnefnaskrá SP. „Úr Suðurtraðarhliði lá Urriðakotsstígurinn. Ofanvert við hann mýrarblettur, nefndist Hlandpollur, og þar fyrir ofan Grjótrétt, rústir gamallar réttar. En suður af var Dýjakrókshóll“, segir í Örnefnaskrá GS. Heimildamaður, Svanur Pálsson man ekki eftir að hafa séð þessa rétt, en hún mun hafa verið sunnan túns og norðan Elliðavatnsvegar. Þar er nú grasi gróið þýfi.
Ekki sást til réttarinnar við vettvangsathugun, kann að vera að hún hafi verið rifin og grjótið nýtt í önnur mannvirki, t.d. er nokkuð um mannvirki úr seinni heimsstyrjöld í næsta nágrenni.

Urriðakot

Urriðakot – ábúendur.

„Í austurhorni Dýjamýrar eru uppsprettur undan holtinu, og kallast það svæði Dýjakrókar. Ofan við Dýjakróka er lítill hóll, Dýjakrókarhóll. Í hólnum var talið búa huldufólk og sá afi minn, Guðmundur Jónsson bóndi í Urriðakoti, konu, sem hann þekkti ekki sækja vatn í fötum í Dýjakróka snemma á þessari öld“, segir í örnefnaskrá SP. Dýjakrókahóll er syðst í Urriðakotshlíð, skammt norðan Elliðvatnsvegar, sunnan túns og austan innkeyrslu að Urriðakoti. Umhverfis hólinn er gróið, en nokkuð mikið stórgrýti stingst gegnum gras, lyng og mosa á hólnum.

Urriðavatn

Urriðavatn – Dýjakrókahóll fyrir miðju.

„Frá Urriðakoti lá Gjáarréttargata upp Dýjakrókaflöt, norðan við Dýjakrókarhól og upp á Urriðakotsháls, venjulega stytt í Háls … Um Urriðakotsháls liggur nú bílvegur, sem venjulega er kallaður Flóttavegur eða Flóttamannavegur. Hann liggur milli Hafnafjarðar og Suðurlandsvegar og var lagður af bretum á Stríðsárunum. … Hið opinbera nafn hans á vegamerkjum er Elliðavatnsvegur, en einnig er hann nefndur Vatnsendavegur…Í neðri (norðvestur) enda Selgjár er Selgjárhellir. … Örskammt norðvestur af Selgjárhelli er Sauðahellir. Sauðhellirinn er norðan við vörðu við Gjáaréttargötu, en Gjáarréttargatan er vörðuð í gegnum hraunið alla leið austur með Sneiðingjum í Vífilsstaðalandi“, segir í örnefnaskrá Urriðakots SP. „Þá lá hér undir Hraunhólnum Gjáarréttarstígur og síðan norðan hraunbrúnarinnar, fyrst um Maríuflöt eða Maríuvelli undir Hlíðarhorninu og síðan inn eftir lægð milli Vífilsstaðahlíðar og hraunsins,“ segir í örnefnaskrá Vífilsstaða GS.

Urriðakot

Grásteinn við Grásteinsgötu.

Gjáarréttargata er undir Elliðavatnsvegi þar sem hann liggur úr landi Urriðkots austur í land Vífilsstaða að Maríuvöllum. Þar hefur Gjárréttargata sveigt til suðurs á svipuðum slóðum og Heiðmerkurvegur og marlarbornir gönguslóðar meðfram honum eru í dag. Gatan hefur legið yfir þröngt og gróið sléttlendi milli Flatahrauns og Vífilsstaðahlíðar, þar vex nú mosi, gras og trjágróður. Gatan sést enn greinilega þegar komið er ofan í Selgjár og liggur hún þar meðfram austur brún gjárinnar.
Gjárréttargata er að miklu leyti undir nýrri vegi, en hún er þó afar greinileg þegar komið er ofan í Selgjá og liggur þar meðfram eystri gjárbarminum. Gatan er sem nokkrar samhliða rásir í jörðinni og er vel gróin.

„Á holtinu beint upp af fjárhúsunum efst á Austurtúninu, sem áður voru nefnd, er Dagmálavarða, eyktarmark frá Urriðakoti, en norðar uppi á háholtinu er Stóravarða. Hana hlóð Jón Þorvaldsson, afi heimildarmanns, og var hún mjög vel hlaðin, en hefur nú verið spillt“, segir í örnefnaskrá SP. „Upp af Grjótrétt, þar sem holtið er hæst, er Stóravarða“, segir í örnefnaskrá AG.
„Stóravarða: Stór varða á Urriðakotsholti, þar sem það er hæst. Þar er staurasamstæða fyrir raflínu Suðurnesja,“ segir í Skrá yfir örnefni og fiskimið í Álftaneshreppi.
„Varðan stendur ennþá á klöppinni, neðst í henni er óvenju stórt grjót,“ segir í fornleifaskráningu RT og RTK

Urriðakot

Urriðakot – vegurinn um Vesturmýri.

„Í miðri Vesturmýri liggur Urriðakotsvegur yfir vatnslænu, sem nefnist Kelda. Við vegagerðina var hún brúuð og brúin nefnd Keldubrú. Áður var hún stikluð á steinum nokkru norðar“, segir í örnefnaskrá SP. Í skráningu RT og RTK var tekið hnit við Keldubrú en þar er ekki að finna frekari lýsingu á mannvirkinu né ástandi þess.

Urriðakot

Urriðakot – Stekkjatúnsrétt.

„Mýrin sunnan vegar, en norðaustan undir Hrauntanga, kallast Kriki. … Norðavestan við Krikann, norðan vegarins, sem áður var nefndur, skagar hraunnef út í mýrina. Það kallast Kvíanef. Norðan undir því er rétt, sem kallast Kvíar. Síðast var fært frá 1918, og var þá búinn til stekkur í öðrum enda Kvíanna. Það var í eina skiptið, sem heimildamaður man eftir því að fært var frá, því það hafði ekki verið gert í langan tíma fyrir 1918“, segir í örnefnaskrá SP. Kvíarnar eru hlaðnar við austanverða hraunbrúnina fast vestan við Vesturmýri, um 200 m suður af nýju BYKO búðinni að Kauptúni 6 í Garðabæ og um 500 m NV af bæ.
Kvíarnar eru fast austan í úfnu hrauni, sem er að stórum hluta gróið grasi, mosa og lyngi, en fast vestan við er þýfð og grasi gróin mýri. Kvíarnar nýta sér náttúrulega hraunbrún og skarð í hrauninu sem hlaðið er við með hraungrýti til að skapa lokað aðhald.

Urriðakot

Urriðakot – kvíar.

Kvíarnar eru aflangar N-S, allt að 30 m á lengd og 3 m breiðar (með hleðslu). Við suðurenda er skilrúm sem myndar lítið hólf, um 2×2 m að utanmáli og inn af hólfinu gengur lítill hellisskúti inn í hraunið. Hellismunninn er um 1 m hár og 0,5 m breiður, en skútinn er ekki nema rúmlega 2 m djúpur en þrengist svo mikið. Einnig er hlaðið afmarkað hólf við norðurenda Kvíanna, sem er um 3 x 1,5 m N-S að stærð.
Miðja Kvíanna er eitt stórt hólf, allt að 25 m langt og 2 m breitt að innanmáli. Langveggir norðurhluta Kvíanna eru náttúrulegir sprunguveggir, allt að yfir 2 m háir, en hlaðið er fyrir N-endann. Eystri langveggur suðurhlutans er hlaðinn úr hraungrýti, um 4 umför og hæstur rúmlega 1 m. Mest er um miðlungsstórt hraungrýti í hleðslunum. Um 1 m breiður inngangur er um miðbik hins hlaðna eystri langveggs.

Urriðavatn

Urriðavatn – rétt.

„Í Hrauntanga rétt norðvestan við Mjóatanga er stór klettur með sýlingu í. Hann kallast Sýlingarhella og er á mörkum Urriðakots og Setbergs“, segir í örnefnaskrá SP. „Mjóitangi er kallað þar sem hraunið gengur lengst út í vatnið að vestan…Vestur af Mjóatanga er klettur sem kallast Sýlingahella“, segir í örnefnaskrá AG. Sýlingarhella er um 40 m norður frá Urriðakotsvatni, ef landamerkjagirðingu milli Urriðakots og Setbergs er fylgt, en girðingin liggur þvert á helluna.
Sýlingarhella er náttúrulegt hraunbjarg á úfinni hrauntungu sem gengur út í Urriðakotsvatn. Ekki er hægt að sjá að hellan sé tilklöppuð, sýlingsnafnið á líklega við spísslaga skarð sem gengur niður í helluna að ofan.

Miðaftansvarða

Miðaftansvarða.

„Norðvestur af norðurenda Vesturmýrar er hraunið tiltölulega slétt og flatt og kallast þar Flatahraun. Þar liggur nú akvegur, sem nefndur er Reykjanesbraut. Norður af Flatahrauni er nokkuð áberandi hóll með vörðu, Miðaftanshóll. Hann er á mörkum Urriðakots, Hafnarfjarðar og Vífilsstaða“, segir í örnefnaskrá SP.
Miðaftanshóll er einn mest áberandi hóllinn í Hafnarfjarðarhrauni. Hann er um 300 m suður af Hagakotslæk, í beinni línu frá grænum reit milli Bakkaflatar og Sunnuflatar. Miðaftanshóll er í fremur úfnu hrauni og er að nokkru leyti gróinn lyngi og grasi.
Varðan sem nú stendur á Miðaftanshól er ekki gömul. Hún er hlaðin úr hraungrýti og er steypt á milli umfara. Í steypulagið undir efsta grjótinu er letrað ártalið „1960“. Flatamál vörðunnar er 1×1 m og er hún 1,5 m á hæð.

Vífilsstaðir

Urriðakot-Dyngjuhóll.

„Nokkru sunnan við Dyngjuhólsflöt gengur smáhorn suðvestur úr hrauninu, sem kallast Hraunhorn. … Nokkurn spöl suðaustur af hraunhorni er vik inn í hraunið, og liggur Grásteinsstígur þar inn í hraunið. Hann dregur nafn af stórum steini, Grásteini, við stíginn í hrauninu“, segir í örnefnaskrá SP.
„Grásteinsstígur lá fram hjá Grásteini frá Hraunhornsflöt að Kolanefsflöt,“ segir í Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar. Stígurinn hlykkjast til suðausturs inn á kargann á vesturmörkum Flatahrauns, úr viki sem er 30m ASA af rétt. Þaðan liggur stígurinn að beitarhúsi.
Grásteinsstígur er í úfnu og mosavöxnu hrauni. Stígurinn er ruddur í gegnum hraunkargann frá golfvelli og austur að beitarhúsi. Á Flatahrauni austan kargans var ekki mögulegt að rekja stíginn lengra sökum snjóa og gróðurs, þó að samkvæmt örnefnalýsingu hafi hann legið alla leið austur yfir Flatahraun að Kolanefsflöt. Grásteinsstígur hefur að líkindum ekki verið reiðgata heldur gönguslóði, sökum erfiðrar yfirferðar um hraunið.

Urriðakot

Urriðakot – Stekkjatúnsrétt.

„Nokkru sunnan við Dyngjuhólsflöt gengur smá horn suðvestur úr hrauninu, sem kallast Hraunhorn. … Nokkurn spöl suðaustur af Hraunhorni er vik inn í hraunið, og liggur Grásteinsstígur þar inn í hraunið. Hann dregur nafn af stórum steini, Grásteini, við stíginn í hrauninu. Skammt sunnan við vikið, sem Grásteinsstígur liggur um, er gömul rétt, sem kölluð var Stekkjartúnsrétt, eða aðeins Stekkjartún“, segir í örnefnaskrá SP. „Í hrauninu suðaustur af Grásteini er hóll sem kallast Einbúi. Suðvestur af Einbúa er réttarbrot, þar er svokallað Stekkjartún“, segir í örnefnaskrá AG.
„Hér nokkru sunnar er komið í Stekkinn. Þar var Stekkatúnið, hvammur í hrauninu. Þarna var líka Stekkatúnsrétt eða Gamla réttin sem var í hraunbrúninni nokkru sunnar“, segir í örnefnaskrá GS. „Stekkatúnsréttin: Rétt þessi er nú (1964) horfin með öllu. Þarna hafa verið byggðir sumarbústaðir. Erfitt með vatn,“ segir í Skrá yfir örnefni og leiðir í landi Garðabæjar.
Stekkatúnsrétt er í litlu viki í karganum á vesturmörkum Flatahrauns, fast austan í golfvellinum. Rúst hennar er um 160 m SSV en rúst stekksins, um 220 m NV af rétt og hátt í 950 m SA af bæ. Samkvæmt heimildamanni, Svani Pálssyni, er réttarrústin sem hér er skráð líklegast Stekkatúnsrétt.
Fast austan við réttina er golfvöllur, sem hefur að líkindum farið yfir hluta mannvirkisins, en hún er annars í grónu viki inni í afar hrjóstrugri hraunbrún. Birki vex milli hólfs og garðlags, en einnig virðist jarðrask hafa átt sér stað sunnan við hólfið og norðan við garðinn.

Urriðakot

Urriðakot – nafnlausa réttin.

„Við hraunið, nokkru suðaustar er önnur rétt nafnlaus, sem byggð var í minni heimildarmanns“, segir í örnefnaskrá SP. „Í hvammi neðan við Kúadali er rétt þétt við hraunbrúnina. Innst í réttinni er lítill skúti,“ segir í Skrá yfir örnefni og fiskimið í Álftaneshreppi. Réttin er fast vestan við hraunkargann sem myndar vesturbrún Flatahrauns, við austanverðan golfvöllinn. Réttin gamla er rúmlega 220 m suðaustur af réttarbroti, um 130 m VNV af beitarhúsi og um 1,2 km SA af bæ.
Að austanverðu er réttin byggð fast í úfið hraun sem er að mestu gróið mosa og lyngi, en skammt vestan við er golfvöllur og hefur hluti garðs sem tengist að réttinni að vestanverðu verið rifinn þegar völlurinn var gerður.
Eftir af réttinni er eitt hólf og um 20 m langt garðlag sem gengur austur úr því. Hólfið er um 10×6 m að utanmáli, snýr N-S og er inngangur að norðan. Réttin er hlaðin úr meðalstóru hraungrýti sem er ekkert tilklappað. Hleðslurnar eru mest um 1,3 m á hæð, 7 umför og þykkt er víðast um 0,5 m. Lítill skúti er í hrauninu syðst á austurhlið hólfsins, 2 m breiður, rúmlega 1 m djúpur og 0,7 m hár, og er austurveggur hólfsins hlaðinn yfir náttúrulega hraunþekju skútans. Um 2 m norðan við innganginn í hólfið er vesturendi 430 m langs garðs sem sem liggur SV-NA yfir Flatahraun.

Selgjá

Selgjá.

„Úfna hraunið á móts við Svarthamra í Vífilsstaðahlíð kallast Kargi. Suður af Karganum er mikil hrauntröð, Selgjá. Hún er framhald Búrfellsgjáar, sem nær upp í Búrfell. Í Selgjá eru rústir af mörgum gömlum byrgjum, og eru sum þeirra í Urriðakotslandi, en flest í Garðakirkjulandi“, segir í örnefnaskrá SP.
„Austan við Sauðahelli er Selgjá sem er lægð í hraunið er nær upp að Búrfelli þótt hún heiti ekki því nafni alla leið“, segir í örnefnaskrá AG. „Vestast í Selgjánni er Selgjárhellir. Selgjárbyrgin og Selgjárselin eru 33 að tölu í 11 sambyggingum því hér höfðu Álftnesingar í seli lengi eða allt fram á 18. öld“, segir í örnefnaskrá GS.
Mikið af rústum eru í Selgjá og eru þær allar, sem og Norðurhellar, friðlýstar af Kristjáni Eldjárn með lögum frá 1964. „Slétt tún (hagi), um 100 m langt og 40-50 m breitt NV við hraun þar NV af melur, kjarr og grastorfur.“ Botn Selgjár er sléttur og gróinn grasi, mosa og lyngi og mynda gjárbarmarnir náttúruleg aðhald fyrir búfénað.
Selgjárhellir er náttúrulegur hellir í mosa og grasivöxnu hrauni. Hraunhellir þessi hefur áður verið lengri en hrunið saman að hluta í öndverðu svo labba þarf upp úr NV enda Selgjár og niður aftur í 7×3 m dæld sem er framan við hellismunnann.

Urriðakot

Urriðakot – Selgjárshellir.

Selgjárhellir er um 8-10 m djúpur SA-NV, 4 m breiður og lofthæð er 1,2-1,5 m. Í botni hans er mikið grjót. Tveir stuttir grjótgarðar hafa verið hlaðnir fyrir munnann og á milli þeirra er 1 m breiður inngangur. Í hvorum grjótgarði eru 7-9 umför og eru þeir 0,5-1,2 m háir og 1 m breiðir.

Þorsteinshellir

Fjárskjól við Selgjá. Sauðahellir, einnig nefndur Þorsteinshellir.

„Í neðri (norðvestur) enda Selgjár er Selgjárhellir. … Örskammt norðvestur af Selgjárhelli er Sauðahellir. Sauðhellirinn er norðan við vörðu við Gjáaréttargötu, en Gjáarréttargatan er vörðuð í gegnum hraunið alla leið austur með Sneiðingjum í Vífilsstaðalandi. … Þessi hellir mun hafa verið notaður á svipaðan hátt og fyrr nefndur Sauðahellir, en fyrir minni heimildarmanns“, segir í örnefnaskrá SP. „Við vesturenda Selgjár er Sauðahellir efri“, segir í örnefnaskrá AG.

Selgjá

B-steinninn í Selgjá.

„Við norðausturbarm Selgjár, niðri í gjánni, er svokallaður B-steinn, en svo er nefnd hraunhella, sem rís þar upp á rönd líkt og legsteinn og bókstafurinn B hefur verið höggvinn í“, segir í örnefnaskrá SP. Steinninn er ofan í gjánni, næstum fast við eystri gjáarbarminn, um 180 m SA frá Selhelli við norðurenda Selgjár. Steinninn er í grónu hrauni.
B-steinn er hraunhella, um 1 m há, hátt í 0,5 m breið og 0,2 m á þykkt. Lag B-steins minnir helst á legstein og snýr hann flatri framhliðinni til vesturs. Framan á steininn, við hægra horn hans að ofan, er klappað B, um 20 x 10 sm í þvermál. Stafurinn líkur ekki ýkja ellilega út og er líklega frá því snemma á 20. öld. Hugmyndir hafa verið uppi um að stafurinn standi fyrir „brunn“, en samkvæmt heimildamanni, Svani Pálssyni, eru engar líkur til þess þar sem enginn brunnur er á þessum slóðum.

Sel í Selgjá

Sel í Selgjá – uppdráttur ÓSÁ.

„Austan við Kúadali er Fjárhústóftin syðri. Það var upphaflega reist sem Sauðahús“, segir í örnefnaskrá GS. „Nokkru norðar en Skotbyrgið er rúst gamals fjárhúss við allstóran klett“, segir í Skrá yfir örnefni og fiskimið í Álftaneshreppi. Fjárhústóftin syðri er um 470 m NV af Selgjárhelli, skammt frá öðru háspennumastri frá Heiðmerkurvegi.
Fjárhústóftin er uppi á hárri mosa- og grasigróinni hæð í hrauninu. Tóftin er hlaðin uppvið náttúrulegt bjarg, sem myndar hluta suðurveggjar hennar. Innanmál tóftarinnar er 6×2,5 m A-V og dyr eru á vesturvegg. Veggirnir eru um 0,8 á hæð og um 1-2 m á breidd. Nokkuð hefur hrunið úr hraunhleðslum veggjanna, sem eru grónar mosa, grasi og lyngi. Gluggi er hlaðinn í suðurvegg tóftarinnar.

Urriðakot

Urriðakot – Selgjárhellir.

„Selstæðið þarna (Vestast í Selgjánni) var einnig nefnt Norðurhellar, Norðurhellnasel“, segir í örnefnaskrá GS. „Í landamerkjabréfi er Selgjá nefnd Norðurhellagjá. Er það nafn þá dregið af Selgjárhelli og fleiri hellum í norðurenda hrauntraðarinnar, sem hafa þá heitið Norðurhellar. Heimildarmaður kannast ekki við þessi nöfn úr mæltu máli,“ segir í örnefnaskrá SP. „Þetta nafn (Norðurhellar) á þessum stað er að finna í sóknarlýsingu síra Árna Helgasonar í Görðum frá 1842. Einnig segir frá þessu örnefni í lögfesti Þorkels prests Arngrímssonar frá 1661,“ segir í Skrá yfir örnefni og fiskimið í Álftaneshreppi. Norðurhellar eru skammt norðan við Selgjá, og ætti Selgjárhellir og Sauðahellir efri að flokkast með þeim, enda á sömu slóðum og hlutar af sama hellakerfi.
Hraunið er að mestu gróið mosa, lyngi og grösum. Við yfirferð um svæðið fundust 8 hellar til við bótar við Selgjárhelli [034] og Sauðahellinn efri, en snjór hamlaði nánari könnun þeirra. Hellarnir beint upp af (NV af) Selgjárhelli, virðast vera stærstir og í þeim mætti hugsanlega finna hleðslur. Þar af í helli A, sem er um 30 m NV af Selgjárhelli, virðist vera hlaðið þak úr meðalstórum hraunhellum sem er að hluta hrunið.

Hádegisholt

Hádegisvarðan á Hádegisholti.

„Flóðahjallavarða: Varða þessi átti að vera á Flóðahjalla, fyrirfinnst ekki,“ segir í Skrá yfir örnefni og fiskimið í Álftaneshreppi. Jafnframt segir í skrá þeirri að „Hálsinn“, „Urriðakotsháls“ og „Flóðahjallaháls“ séu allt örnefni á sama hálsinum og að „Flóðahjallatá“ sé „Vestur og upp frá Hálsinum“ og að þar hafi landamerkjavarðan átt að standa. „…Flóðahjallatá, en þar var Flóðahjallatávarða ,“ segir í örnefnaskrá GS. Varðan er á tá sem stendur út úr NV horni Flóðahjalla, fast sunnan við Urriðavatn og er þar vítt útsýni til allra átta. Flóðahjallavarða er rúmlega 300 m NV af herminjum. Varðan er á 30-40 m hárri hæð, á lúpínu-, mosa- og lyngigrónum mel, en gras grær næst vörðunni. Varðan er hrunin, en eftir er grjóthrúga, 3×2 m að flatarmáli N-S og 0,6 m há.

Vífilsstaðir

Flóttamannavegur við Camp Russel á Urriðaholti.

Ekki var saga hverrar rústar eða hver rúst skráð nákvæmlega, en herminjar eru ekki verndaðar í þjóðminjalögum. Þó hefur sú hefð skapast á síðustu árum að slíkar minjar eru skráðar en ekki mældar upp nákvæmlega eins og gert er þegar um fornleifar er að tefla. Eins og sést á kortinu er um er um allstórt svæði að ræða og fjöldi húsgrunna og annarra minja mikill“. segir í fornleifaskráningu RT og RKT. Herminjarnar eru á gróðurlitlu og grýttu svæði austast á Urriðaholti.
„Herminjar eru margar enn greinilegar í Urriðaholti, fæstar heillegar… Ber mest á steinsteyptri stjórnstöðinni, nokkrum steyptum grunnum, litlum turni og hliði inn á svæðið“. Á korti á bls. 67 í skýrslunni RT og RKT eru teiknuð upp um 40 mannvirki á svæðinu. Telja má nánast öruggt að hér sé komið braggahverfi er kallaðist Russell og var í Urriðakotsholti.

Urriðakot

Urriðakot – fornleifarannsóknarsvæðið.

Fornleifauppgröftur fór fram á Urriðakoti árið 2010. Í ljós komu fornar selstöður, væntanlega frá Hofstöðum. Urriðakot á sér ekki langa sögu í heimildum en bæjarins er fyrst getið á 16. öld. Átti því enginn von á því þarna myndu koma í ljós svo umfangsmiklar minjar sem raun ber vitni.

Urriðaholt

Urriðaholt- snældursnúður eftir uppgröft.

Við uppgröftinn hafa fundist skáli, fjós, geymsla, búr og soðhola frá landnámi fram á 11. öld. Nánari aldursgreining þarf að fara fram til að hægt sé að segja hvort minjarnar séu frá fyrstu tíð landnáms. Frá miðöldum – eða rétt eftir 1226 – hafa fundist leifar af búri, eldhúsi og skemmu, en ekki hefur komið í ljós neitt íveruhús frá þeim tíma. Það kann að hafa staðið ofan við uppgraftarsvæðið.

Merkilegir gripir fundust á svæðinu, fyrst og fremst snældusnúðar, annar skreyttur og hinn með áletruðum rúnum. Fátítt er að finna gripi með rúnaristum á Íslandi. Auk þess hafa fundist tvær perlur frá víkingaöld, bökunarhellur, brýni, innflutt frá Noregi, járnhnífar, naglar og ýmsar bronsþynnur.

Margt bendir til þess að þarna hafi verið seljabúskapur en ekki föst búseta. Er það mjög áhugavert þar sem ekkert sel hefur verið að fullu rannsakað á Íslandi.

Í Fornleifaskráning í Urriðaholti árið 2005 segir m.a. eftirfarandi um Urriðakot:

Urriðakot

Urriðakot 2005.

„Urriðakot er fyrst nefnt í jarðaskiptabréfi árið 1563, ein 19 jarða sem konungur fær ískiptum fyrir jafnmargar sem renna til Skálholtsstóls. Samkvæmt Jarðabók Árna og Páls var kotið árið 1703 hálfbýli í eigu konungs, ekki með „fyrirsvar nema tilhelmings á móts við lögbýlisjarðir“. Ábúendur voru þeir Þórður Magnússon og Ólafur Ingimundarson en í Manntali sama árs er í stað hins síðarnefnda tilgreindur Guðmundur Nikulásson. Hjá Þórði bjó ein þjónustustúlka en með hinum 27 ára gamla Guðmundi var móðir hans, Ása Ólafsdóttir, ekkja, yngri systur hans, Steinunn og Þóra, og Ásdís Ásbjarnardóttir, 6 ára „sveitarómagi“. Í Manntali árið 1801 bjuggu á jörðinni hjónin Hannes Jónsson og Þorgerður Þorsteinsdóttir með Sigríði, 15 ára dóttur, og þrjá litla syni 2-5 ára. 15 árum síðar var dóttirin flutt að heiman en fæðst hafði önnur, Kristín. Þegar Manntal var tekið árið 1845 var þetta fólk á brott og Eyjúlfur nokkur Gíslason, 22 ára, orðinn bóndi í Urriðakot og Guðrún Gísladóttir 24 ára, ráðskona hjá honum. Ef til vill hafa þau verið systkini en bæði voru úr Ölvesi og þaðan var líka 16 ára gömul vinnukona þeirra, Þuríður Þorgeirsdóttir. Samkvæmt Jarðatali var Urriðakot komið í bændaeign árið 1847 og ábúandi einn leigjandi. Jörðin er einnig nefnd í Jarðabók 1861. 1932 var hún samkvæmt Fasteignabók í einkaeigu og sjálfsábúð eða sjálfsnytjun. Hún lagðist í eyði um miðja 20. öldina en var áfram nytjuð frá næstu jörðinni Setbergi.

Urriðakot

Urriðakot – útihús 2005.

Jarðardýrleiki var óviss árið 1703 en landskuld alls 20 álnir. Hún skiptist til helminga milli ábúenda og gallst í fiski í kaupstað, áður heim til Bessastaða. Leigukúgildi var eitt, hálft hjá hvorum og greitt í smjöri til Bessastaða. Ábúendur uppyngdu það sjálfir. Þórður átti tvær kýr og eitt hross og Ólafur eina kýr að hálfu en jörðin fóðraði þrjár. Kvaðir voru mannslán um vertíð sem þeir guldu til skiptis, dagsláttur og lambsfóður af báðum og tveir hríshestar árlega. Þegar Páll Beyer varð umboðsmaður konungs tók hann þó aðeins einn á tveimur árum. Aðrar kvaðir, svo sem skipaferðir og heyhestur til fálka sem bændum bar að bera, voru sjaldan heimtar. Ábúendur lögðuuppbótarlaust við til húsabótar í fjórtán ár og Þórður kvartaði yfir að hafa tekið viðhúsunum í lélegu ásigkomulagi. Þeir höfðu hrístekju til kolagjörðar og eldiviðar í landi konungs, torfristu og stungu. Engjar voru votlendar. Nokkur silungsveiði var ílandareigninni en hún þó ekki stunduð. Dýrleiki jarðarinnar taldist 3 1/3 hundruð árið 1847 en 17,4 ný hundruð 1861. Þegar kom fram á 20. öld var matsverðið 111-115 hundruð kr., kúgildi fimm, sauðir 140-50 og hrossin eitt eða tvö. Urriðakotstún hafði mest allt verið sléttað þegar Túnakort var gert árið 1918, þá 3,3 ha og 14 árum síðar fengust 154 hestburðir í töðu en 115 í útheyi. Vestan túnsins voru engjar, mýrlendi og móarætur.

Urriðakot

Urriðakot – fjárhús 2005.

Í Landamerkjaskrá frá 1890 segir: „Urriðakot á hálfa Fjárhellra mót Vífilstöðum sem fyrrum hjetu Maríuhellrar frammí vörðuna sín megin á Norðurhellragjáarbarmi, og í stóra steininn á fremmsta Tjarnholtinu með grasþúfu uppá, þaðan heimleiðis í vörðuna á miðri Þverhlíðinni þaðan í vörðuna á Flóðahjallatánni úr henni í Álp[t]artanga, þaðan í hellu sem er í miðjum hrauntanganum, kölluð Sílingarhella úr henni í uppmjóan háan Klett með Klofavörðu uppá sín megin [við] Stóra Krók og í gamlar Fjárrjettargrjótgirðingar í moldarhrauni, og uppí áðurnefnda Urriðakots Fjárhellra.“Undir skjalið rita Nikulás Jónsson, eigandi Urriðakots, Jón Þorvarðsson, bóndi í Urriðakoti og Jón Guðmundsson í Setbergi en Þórarinn Böðvarsson gerir eftirfarandi athugasemd: „Landamerkjaskrá þessa samþykki jeg fyrir hönd Garðakirkju að öðruleyti en því, að Maríuhellrar (nú Vífilsstaðahellrar) eru samkvæmt máldögum eign Vífilstaða svo sem jeg hefi lýst yfir þar sem jeg hefi skráð það, sem Vífilstaðir eiga sjerstaklega.“ Urriðakot er innan hinna fornu merkja á landi Garðakirkju á Álftanesi.

Urriðakot var sums staðar skrifað Aurriðakot eða Örriðakot en eftir að það lagðist í eyði var nafninu breytt í Urriðavatn.“

Heimild:
-Fornleifaskráning í Garðabæ, Fornleifastofnun Íslands 2009.
–Fornleifaskráning í Urriðaholti, Ragnheiður Traustadóttir, 2005.

Maríhellar

Urriðakotshellir – fjárhellir.

Vífilsstaðir

Í Fornleifaskráningu í Garðabæ árið 2009 er ma.a. fjallað um Vífilsstaði:

1547-1548: Í Fornbréfasafni er Vífilsstaða tvisvar getið í Fógetareikningum af konungsjörðum í Borgarfirði, Viðeyjarklaustursjörðum og öðrum konungsjörðum í Kjalarnesþingi. „Jtem met Weuelstedom ij legekior. xij for. landskyldt en guelde. ij lege vj forenger smör dt. her ij foder iiij lamb oc aff foder 4 lam oc ij landskyldt en 4 ar gamle ko dt.“ DI, XII, 113.

Vífilsstaðir

Vífilsstaðir – gerði.

1549-1550: Í fógetareikningum af konungsjörðum í Borgarfirði, Viðeyjarklaustursjörðum og öðrum konungsjörðum í Kjalarnesþingi er greint frá Vífilsstöðum. „Jtem mett Wiüelstedom ij kiör xij foer landskiöld jc n lege vij förenger smör etc. oc j lege til geffuit for en geldmelckeko oc j landsskyldt en vj ar gamel ko etc.“ DI, XII, 154.
1550: Í afgjaldarreikningum Kristjáns skrifara, svo og sjávarútgerðarbók.“Jtem mett Wiiüelstedom ij kiör xij foer landskyldt jc ij lege vij förenger smör etc. oc j lege tilgeffurt for en geeldmelckeko oc j landskyldt en sex ar gamel ko etc.“ DI, XII, 174.
1552: Í fógetareiknungum yfir ofangreindar jarðir. „Jtem mett Wiuelstedom iiij kör. vj faar. landskyld jc. ij leger j vett smör. dt. och ij landskyld j iij aars gamel ko. dt.“ DI, XII, 400.

Vífilsstaðir

Vífilsstaðir – aðhald.

1553. Í hlutabók og sjávarútgerðarreikningi Eggerts hirðstjóra. „Jtem Ion Pouelsson aff Vijuelsted viij alne vattmell.“ DI, XII, 577.
1558: „Kirkjujörðin Hlið lögð til Bessastaða, en til Garða í staðinn Viðeyjarklausturjörðin Vífilsstaðir.“ DI, XIII, 317.
1565: Bygging jarða Garðakirkju. ,,Wifilstader Jone Pälssyne fyrer malnytu kugillde og mannslän. med
jördunne ij kugillde.“ DI, XIV, 437.
1703: Garðakirkjueign. JÁM, III, 224.
1847: Jarðardýrleiki ekki tilgreindur. JJ,92.
1974: Búrekstur lagðist niður á Vífilsstöðum. GRG, 45.
Túnakort 1919: Tún allt sléttað, stærð ekki gefin upp.

Vífilsstaðir

Vífilsstaðir – gamli bærinn 1910.

„Býli í Garðahreppi, fyrrum Álftaneshreppi. Þar hefur verið sjúkrahús (Berklahæli) frá 1910…Vífilsstaðabærinn stóð nær því í miðju túni vestanverðu. Rústir nú.“ segir í örnefnaskrá Vífilsstaða. Rústir Vífilsstaðabæjarins eru horfnar en þó er nokkuð auðvelt að átta sig á staðsetningu bæjarins út frá afstöðu hans gagnvart spítalanum samkvæmt túnakorti frá 1919. Á túnakortinu er jafnframt sýndur kálgarður, austan og sunnan við bæinn sem enn sjást leifar af. Fjarlægð bæjarstæðisins vestsuðvestur frá spítalanum er um 150 m. Austan við kálgarðsleifarnar er lítill timburkofi.
Rústir bæjarins hafa nú verið sléttaðar og eru nú í túni. Ekki er hægt að tala um eiginlegan bæjarhól.

Vífilsstaðir

Vífilsstaðir – túnakort 1918.

Kálgarður er sýndur á túnakorti, fast austan og sunnan við gamla bæinn. Leifar austur- og suðurveggja hans sjást enn allgreinilega. Fjarlægð norðurenda austurveggjar að spítalanum, er um 140 m. Þýfður óræktarmói innan túns. Skógarlundur er austan og norðaustan við kálgarðinn.

Vífilsstaðir

Vífilsstaðir – loftmynd 1954. Hér sést gamla bæjarstæðið neðst t.h.

Kálgarðurinn er grjóthlaðinn og er hleðsluhæð mest um 0,5 m. Lengd austurveggjar er um 25 m en suðurveggurinn er um 20 m að lengd. Austurveggurinn er mun greinilegri en suðurveggurinn.

Útihús er sýnt á túnakorti frá 1919. Er það nú horfið. Nú er slétt grasflöt á þessum stað.

Útihús er sýnt á túnakorti frá 1919 um 140 m norðvestur af spítalanum. Virðist það vera á svipuðum slóðum og útihús sem nú standa. Ekki er ljóst hvort um sama útihús er að ræða.

Vífilsstaðir

Vífilsstaðir 1908.

„Býli í Garðahreppi, fyrrum Álftaneshreppi. Þar hefur verið sjúkrahús (Berklahæli) frá 1910…“ segir í örnefnaskrá Vífilsstaða. Spítalinn er sýndur á túnakorti frá 1919 og stendur hann enn.

[Reyndar er getið um Vífilsstaði í Landnámu, sbr. : (Sturlubók) – 8. kafli: „Vífli gaf Ingólfur frelsi, og byggði hann að Vífilstóftum; við hann er kennt Vífilsfell; þar bjó (hann) lengi, varð skilríkur maður„.]

Í Jarðabók Árna og Páls segir: „Torfrista og stúnga nægileg.“ Óljóst er hvar torf hefur verið rist þegar Jarðabókin var tekin saman á 18. öld, en ekki er þó ólíklegt að það hafi verið í Vatnsmýri eða Vetrarmýri.
Vetrarmýri er um 330 m NNA við Vífilsstaði, milli Vífilsstaða og Hnoðraholts, en Vatnsmýri er um 100-150 m SSA við Vífilsstaði. Vetrarmýri er búið að breyta í golfvöll, en Vatnsmýri er deig og þýfð mýri, gróin grasi og mosa.
Ekki sáust ummerki torfristu við vettvangsathugun.

Vífilsstaðir

Vífilsstaðir 1909 – hornsteinn lagður að Vífilsstaðaspítala.

„Garður af torfi og grjóti lá umhverfis túnið, norðan, austan og sunnan Engjarnar að neðan og lækurinn,“ segir í örnefnaskrá. Vífilsstaðatúngarður er nú að mestu horfinn utan þess að sjá má slitrur af honum meðfram austurjaðri gamla túnsins.
Vestan við garðinn er trjálundur, en austan við hann er þýfður grasmói.
Garðurinn er mikið siginn. Torf er einungs allra nyrst annars yfirleitt um að ræða grjótnibbur í reglulegri röð. Heildarlengd garðlagsins er um 85 m. Hleðsluhæð hans er mest nyrst, um 0,4-0,5 m og er hann jafnframt breiðastur þar eða um 1,3 m neðst.

Vífilsstaðir

Vífilsstaðir – garðar. Gamla bæjarstæðið ofar.

„Brú yfir lækinn niður undan bænum.“ segir í örnefnaskrá. Steinsteypt brú er yfir lækinn beint niður undan gamla bæjarstæðinu. Upphlaðnar traðir eru frá brúnni til norðausturs.
Þýfðir og grasigrónir lækjarbakkar. Lækurinn er nokkuð breiður fyrir ofan (austan) brúnna, en þrengri við og fyrir neðan hana.
Brúin er um 1,6 m á breidd og um 3,3 m á lengd. Sjá má greinilegar hleðslur í bakkanum beggja vegna brúarinnar. Ekkert handrið er á brúnni. Þar sem brúin er steinsteypt þá er hún líklega frá svipuðum tíma og spítalinn og telst því ekki til fornleifa. Spítalinn og þau mannvirki sem honum tilheyra eru þó í sjálfu sér menjar um þá mikilsverðu starfsemi sem rekin hefur verið á Vífilsstöðum frá upphafi 20. aldar. Því fær brúin að fljóta með hér.

Vífilsstaðir

Vífilsstaðir – Suðurtraðir.

Suðurtraðir „lágu heiman frá bænum niður að lækjarbrúnni.“ samkvæmt örnefnaskrá. Traðir þessar sem eru upphlaðnar, má enn sjá á kafla frá brúnni, norðan lækjarins. Þær eru einnig sýndar á túnakorti frá 1919. Þar sem traðirnar sjást ennþá, liggja þær um þýfðan grasmóa. En eftir það tekur við slétt tún. Traðirnar liggja í norðaustur frá brúnni um 50 m, en beygja eftir það til austurs og eru þær greinilegar á um 40 m kafla eftir það. Samkvæmt túnakortinu beygja þær síðan aftur til norðausturs eftir þetta allt að aðalveginum að Vífilsstöðum. Er líklegt að þessi síðastnefndi hluti sé sá sem kallaður er Norðurtraðir og er sá hluti alveg horfinn. Hleðsluhæð traðanna er líklega mest um 0,5 m og breidd þeirra um 3 m.

Í örnefnaskrá segir: „Norðurtraðir: Var eiginlega troðningur af Alfaraveginum heim að bæ.“ Norðurtraðir eru horfnar með öllu. Á túnakorti eru sýndar samfelldar traðir sem liggja frá aðalveginum að spítalanum meðfram austanverðum kálgarðinum sem er austan og sunnan við bæjarstæðið. Eftir það beygja liggja þær fyrir sunnan kálgarðinn á kafla en beygja síðan til suðvesturs eftir það. Er þessi síðasti hluti líklega sá sem nefnist Suðurtraðir í örnefnaskrá.

Vífilsstaðir

Vífilsstaðir – Jónshellnastígur.

Í örnefnaskrá segir: „Stígur þessi liggur frá Brúnni suður að Hellunum.“ Þessi stígur er enn allgreinilegur og auðvelt að fylgja honum að Jónshellum („Hellunum“). Stígurinn liggur í gegnum hraunbreiðu. Um er að ræða mjóan troðning sem hlykkjast í gegnum hraunið.

Í örnefnaskrá segir: „Vatnsbólið var í læknum niður undan bænum við Brúna. Þýfðir og grasigrónir lækjarbakkar. Lækurinn er nokkuð breiður fyrir ofan (austan) brúnna, en þrengri við og fyrir neðan hana.

Í örnefnaskrá segir: „Finnsstekkur: Stekkur var þarna í eina tíð við voginn.“ Finnsstekkur er um 1 km austnorðaustur frá Vífilsstaðaspítala. Hann er rétt norðan við veginn að Elliðavatni, undir „suðvestur horni“ Smalaholts. Reiðvegur liggur hjá tóftinni. Á grasi- og lyngi grónum hjalla við brekkurætur. Tóftin er um 14×6 m stór. Hún skiptist í tvö hólf, rétt og lambakró. Er lambakróin byggð við réttina að suðaustanverðu, bæði hólfin norðvestur-suðaustur. Ekki eru greinilegar dyr á milli hólfanna. Dyr eru hins vegar allgreinilegar á norðvestur enda réttarinnar hólfsins. Réttin er um 11×6 m að stærð og lambakróin um 4x3m. Hleðsluhæð er mest um 1 m. Hleðslur eru yfirleitt grónar þótt sjáist í hleðslugrjót hér og þar.

Finnsstaðir

Finnsstaðir – Finnstekkur.

Í örnefnaskrá: „Í gömlum skjölum segir að þarna [við Finnstekk] hafi verið hjáleiga.“ Engar aðrar minjar eru sjáanlegar við Finnstekk og er mögulegt að hann sé byggður upp úr tóftum hjáleigunnar. Fær hjáleigan sömu hnit og stekkurinn. Örnefnaskrá SP talar um Finnstekk og Finnstaði sem einn og sama staðinn: „Milli Skyggnisholts og Smalaholts eru rústir á lágum hól, sem nefnast Finnsstekkur eða Finnsstaðir.“

„Hér í norður, bak við Smalholt, er Rjúpnahlíð og þá Rjúpnadalur og svo Rjúpnahæð með Rjúpnahæðarvörðu sem héðan liggur landamerkjalínan í í miðja Kjóavelli, en þar var Kjóavallavarða,“ segir í örnefnaskrá GS. Varðan hefur áður verið á Rjúpnahæð um 200 m norðan við Elliðavatnsveg. Á Rjúpnahæð er nú sendistöð fyrir höfuðborgarsvæðið.

Vífilsstaðavatn

Vatnsgeymir við Vífilsstaðavatn.

Í örnefnaskrá segir: „Hann [vatnsgeymirinn] er upp í hlíðinni upp frá vatnsósnum, byggður 1910. Vatnið svo leitt heim í Vífilsstaðahælið.“ Vatnsgeymirinn er um 190 m NA við Grímssetu, fast við göngustíg sem liggur upp að henni. Geymirinn er í norðaustanverðri Vífilsstaðahlíð í lúpínu- og mosagrónu umhverfi og stórt basaltgrjót stendur upp úr gróðrinum hér og þar.
Steinsteyptur tankur, hringlaga sívalningur grafinn í jörðu. Tankurinn er ríflega 4 m í þvermál og stendur 1,2 m upp úr jörðinni.

Nokkuð ógreinileg tóft er rúmlega 3 km suður af Vífilsstöðum og um 550 m SV af Vífilsstaðaseli. Tóftin, sem líkast til er af beitarhúsi, er fast austan við göngustíg sem liggur N-S milli skógar og hrauns. Gras, mosa- og skógivaxinn mói. Birkihríslur vaxa inni í tóftinni. Tóftin er 12 m löng, 5 m breið og snýr N-S. Veggjahæð er 0,6-0,8 m en breidd 1-1,5 m. Tóftin er eitt hólf og inngangur er ekki greinanlegur. Engar grjóthleðslur eru sjáanlegar í tóftinni og er hún algróin grasi og mosa.

Urriðakot

Sauðahellir Urriðakots undir Vífilsstaðahlíð.

„Flatahraun nær norður á móts við Kolanef. Í Vífilsstaðahlíð. Í Flatahrauni hefur verið gróðursett talsvert [af] furu og greni. Í norðaustur frá rústum beitarhússins í norðausturbrún hraunsins gegnt Kolanefi í Vífilsstaðahlíð við Kolanefnsflöt … Er lítill hellir, sem nefnist Sauðahellir. Veit op hans að hlíðinni, og eru hlaðnir kampar báðum megin við innganginn. Við hann var sauðum frá Urriðakoti gefið á gadd (á jörðinni) allt frá því að heimildamaður man fyrst eftir sér til 1933. Heyið var borið heiman frá Urriðakoti í poka á bakinu“, segir í örnefnaskrá SP. „Sauðahellir: Allgóður hellir í hraunbrúninni inn með Vífilsstaðahlíð undir Kolanefi,“ segir í Skrá yfir örnefni og fiskimið í Álftaneshreppi. Hellirinn er um 450 m ANA af beitarhúsi, hinu megin við Flatahraun og um 20 m SV af göngustíg undir Vífilsstaðahlíð. Hellirinn sést þó ekki frá stígnum vegna hraunkarga sem er á milli. Skammt sunnar og hinu megin við göngustíginn er skilti sem á stendur „Almennar Tryggingar H/F lét gróðursetja þennan lund vorið 1958“.
Hellirinn er í úfnu hrauni, sem að nokkru leyti er gróið grasi, mosa og lyngi. Hellismunninn er um 3 m víður, um 1 m hár og opnast til NA. Frá sitthvorum enda hellisopsins ganga stuttir garðar og mynda aðhald framan við hellinn. Garðarnir ganga ekki alveg saman fyrir framan hellismunnann, heldur er rúmlega 0,5 m bil á milli þeirra fjærst munnanum. Hvor garður er um 5 m langur,
1-1,5 m á breidd og mest rúmlega 1 m hár. Að jafnaði eru 5 umför í hvorum garði. Garðarnir eru haganlega hlaðnir úr ótilklöppuðu grjóti.

Heiðmörk

Fjárborg og fjárhús í Heiðmörk.

„Réttarflatir: Þar eru við Hraunbrúnina undir hlíðinni, vel grónar…Réttir: Rústir gamalla rétta eru þarna við hraunbrúnina,“ segir í Skrá yfir örnefni og fiskimið í Álftanesi. „Á flötum niður undan Svínahlíð norður með var Stekkurinn í svonefndu Stekkatúni og þar norðar voru Réttarflatir og þar Réttir, rétt við brún Svínahrauns,“ segir í örnefnaskrá GS. Réttirnar voru um 100 m NNV af stekknum í Stekkatúni og rúmlega 200 m norðaustur af Maríuhellum. Þar sem réttin var áður er nú malbikaður vegur og bílastæði.

Hnoðraholt

Hnoðraholt – skotbyrgi.

Skotbyrgi frá síðari heimsstyrjöldinni er á svonefndu Hnoðraholti um 1 km norðnorðaustur frá Vífilsstaðaspítala og um 90-100 m suðaustur af íbúðarhúsinu við Háholt 1.
Melholt sem að mestu er vaxið þéttum lúpínubreiðum. Gott útsýni er frá byrginu, einkum í norður og vestur. Byrgið er 3,5 x 3,5 m að stærð og er það hálf niðurgrafið, en um 1,20 m standa upp úr jörðu (og annað eins er niðurgrafið). Byrgið er steinsteypt með um 9 cm breiðum og 20 cm háum skotraufum, tveim á vestnorðvesturhlið, og einni á norðaustur og suðvestur hlið. Inngangur er niður í byrgið á austsuðausturhlið.

Hnoðraholt

Hnoðri á Hnoðraholti.

Varða er á dálitlu klapparholti norðvestan til á hábungu Hnoðraholts, um 370 m norðaustur frá skotbyrginu. Gott útsýni til allra átta, einkum þó norður og vestur. Varðan er um 80 sm á hæð og um 1 x 1 m að flatarmáli, en mjókkar upp. Varðan er fremur hroðvirknislega hlaðin.

Í örnefnaskrá segir: „Vífilsstaðabeitarhús: Í Hraunbrúninni er fjárhústótt, jötustallar.“ Tóftin er um 280 m SSA af Sauðahellinum nyrðri og rúmlega 50 m SV við veg undir Vífilsstaðahlíð. Beitarhúsið er um 2,5 km SSA af bæ. Rúmlega 3 m austur af tóftinni er rúst fjárborgar og um 10 m vestan við er garðbrot.
Umhverfis tóftina er úfið mosavaxið hraun, en fyrir framan tóftina og fjárborgina er hraunið vel grasivaxið á smá bletti, sem er eflaust leyfar túnbleðils. Tóftin er tvö hólf, hið stærra er austanmegin og er að líkindum fjárhús en hið minna kann að vera hlaða. Hún er hlaðin úr þurri hraungrýtishleðslu, úr hraunhellum sem sumar hverjar kunna að hafa verið klappaðar til. Utanmál tóftarinnar er 10,5 x 7,5 og snýr hún N-S. Hleðsluhæð er mest um 1,5 m, en víðast kringum 1 m og mesti fjöldi umfara er 7-8. Tóftin er gróin mosa, grasi og lyngi og er austurveggur mest yfirgróinn. Óvíst er hvort veggirnir hafi verið einangraðir að utan með torfi.

Heiðmörk

Fjárborg í Heiðmörk.

Í örnefnaskrá: „Þarna hefur átt að gera fjárborg. Aðeins undirstaðan.“ Fjárborgin er rúmlega 3 m austur af Vífilsstaðabeitarhúsi, rúmlega 50 m SV af vegi undir Vífilsstaðahlíð og um 20 m frá göngustíg sem liggur samhliða veginum. Umhverfis borgina er úfið mosavaxið hraun, en fyrir framan hana og Vífilsstaðabeitarhús er hraunið vel grasivaxið á smá bletti, sem er eflaust leyfar túnbleðils. Borgin er vel yfirgróin mosa og lyngi og að NA-verðu vex á henni birki.
Hringlaga fjárborg með dyr sem opnast til norðausturs. Borgin er sigin og yfirgróin og greinilega ekki fullhlaðin. Hún er hlaðin úr miðlungs og stóru hraungrýti eða hraungrýtishellum. Hleðsluhæð er ekki nema um 0,3-0,4 m, nema að utanverðu að austan er hægt að greina 5 umför og er hleðslan þar um 1 m há. Borgin heldur hringlaga formi sínu mjög vel þó sumsstaðar sé grjótið nokkuð tilgengið. Hún er 8,5 m í þvermál.

Vífilsstaðahlíð

Fjárborg og fjárhús frá Urriðakoti undir Vífilsstaðahlíð.

Í örnefnaskrá: „Hann [Vífilsstaðaselsstígur] mun hafa legið heiman frá bæ, undir Svínahlíð og með Vífilsstaðahlíð skáhalt upp eftir Ljóskollulág upp á hálsinn að Selinu austan Víkurholta.“ Heiman frá Vífilsstaðabæ að Ljóskollulág hafa Vífilsstaðaselstígur og Gjáréttargötur verið sami slóðinn, þaðan hafa þeir greinst og Vífilsstaðaselsstígur sveigt austur að Vífilsstaðaseli. Í dag er malaborinn göngustígur meðfram Vífilsstaðahlíð, en upp eftir Ljóskollulág er erfitt að greina gömlu leiðina sökum skógræktar og
annars gróðurs, en þó vottar fyrir gróinni götu, um 0,5 m breiðri sem liggur upp holtið í ANA.

Vífilsstaðir

Vífilsstaðir – Víkurholtsvarða.

Í örnefnaskrá segir: ,,Víkurholt: Tvö klapparholt uppi á Hálsinum ofan til við Eyjólfshvamm. Víkurholt Nyrðra: Nyrðra holtið, sem var hærra, kallað svo. Víkurholtsvarða Nyrðri: Allstór varða uppi á klapparholtinu.“. Víkurholtsvarða nyrðri er landamerkjavarða. Hún er uppi á háu holti, um 200 m NA af Víkurholtsvörðu syðri, um 790 m ASA af Vífilsstaðabeitarhúsi og um 640 m SSA af Vífilsstaðaseli.
Varðan er hlaðin úr hraungrýti, um 1,5 m há og 2×1 m að þvermáli. Varðan er ekki ýkja gróin.

Í örnefnaskrá: Allstór varða uppi á Klapparholtinu. Er þá komið í suðurmarkalínu.“ Víkurholtsvarða syðri er á vesturbrún Víkurholts, um 200 m SV af Víkurholtsvörðu nyðri, um 700 m SA af Vífilsstaðabeitarhúsi og um 610 m S af Vífilsstaðaseli. Víkurholtsvarða syðri er landamerkjavarða. Varðan er á klettabrún, gróinni grasi, lyngi, lúpínu og á stöku stað.
Víkurholtsvarðan syðri er grjóthlaðin, um 1,5 m á hæð og 2 m að ummáli. Varðan er ógróin.

Vífilsstaðir

Flóttamannavegur við Camp Russel á Urriðaholti.

„Úr Suðurtraðarhliði lá Urriðakotsstígurinn …En neðan frá Urriðakotsstíg lá svokölluð Norðlingagata upp á hálsinn og áfram austan í holtinu, þá leið sem nú liggur Flóttavegurinn, Vatnsendavegur eða Elliðavatnsvegur“, segir í örnefnaskrá Urriðakots GS. „Vífilsstaðastígur: Lá úr Urriðakotsholti yfir hraunið undir Dyngjuhól neðan Svínahlíðar að ósnum og þaðan af Vífilsst.
Nordlingagata: Stígur þessi var einnig kallaður svo,“ segir í Skrá yfir örnefni og fiskimið í Álftanesi. „Norðlingagata (Norðlingastígur) var gatan kölluð sem lá undir Flóðahjalla sunnan frá Oddsmýrarlæk. Gatan lá sunnan frá Norðlingahálsi, sunnan við Flóðahjalla, milli Klifs og Sandahlíðar að Vífilsstaðahlíð,“ segir í Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar. Á þeim slóðum sem Vífilsstaðastígur er sagður vera er nú malbikaður vegur (Elliðavatnsvegur eða Flóttavegur), en ekkert sást til gamalla gatan við
vettvangsskoðun.

Vífilsstaðir

Gunnhildur – Grímsseta.

„Norðurendi hennar (Vífilsstaðahlíðar) kallast Hlíðarhorn og þar uppi er varða, sem kölluð var Grímssetur, en í seinni tíð er farið að nefna hana Gunnhildi, en það gæti verið komið af ensku „Gunhill“ byssuhæð, því að nálagt vörðunni er steypt skotbyrgi frá hernámsárunum,“ segir í örnefnaskrá SP. Byrgið er á norðurbrún hæðar vestan við Vífilsstaðavatn, um 50 m vestan við vörðuna Grímssetu og u.þ.b. 1 km suður af Vífilsstöðum. Mikið af stóru grjóti er í kringum byrgið og fast uppvið það, en fjær eru lúpínubreiður. Skotbyrgið er steypt ofan í sand-og malarundirlag.
Byrgið er niðurgrafið og stendur um 0,5 – 1 m upp úr jörðinni. Það er 5 m á lengd og 4 m á breidd og snýr A-V. Skotraufin vísar til norðvesturs og er á horni byrgisins. Innanmál er 2,5 x 2,5 m og lofthæð er ríflega 1,8 m. Veggir eru steinsteyptir og um 0,3 m á þykkt. Niðurgrafinn inngangur er á austurhlið. Hann er um 1 m djúpur, steinsteyptur og 2 x 1 m að flatarmáli A-V. Umhverfis innganginn er hlaðinn veggur úr hraungrýti. Hann er um 1 m hár og samanstendur af 7 umförum og er steypt á milli þeirra. Mikið af grjóti er inni í byrginu.

Vífilsstaðir

Vífilsstaðir – Gunnhildur/Grímseta.

„Allstór varða og gömul upp á holtinu. Gunnhildur: Svo var Grímsseta kölluð af vistfólki Hælisins,“ segir í Skrá yfir örnefni og fiskimið í Álftaneshreppi. Norðurendi hennar (Vífilsstaðahlíðar) kallast Hlíðarhorn og þar uppi er varða, sem kölluð var Grímssetur, en í seinni tíð er farið að nefna hana Gunnhildi, en það gæti verið komið af ensku „Gunhill“ byssuhæð, því að nálagt vörðunni er steypt skotbyrgi frá hernámsárunum,“ segir í örnefnaskrá SP. Grímsseta er um 50 m NA af steyptu skotbyrgi úr Síðari heimsstyrjöld. Varðan er fremst á norðurbrún holtsins vestan við Vífilsstaðavatn og sést til hennar langar leiðir.
Allt í kringum vörðuna er landið gróið mosa, grasi og lúpínu, en víða stendur stórgrýti upp úr gróðrinum.
Grímsseta er haganlega hlaðin úr fremur stóru grjóti, 1,8 – 2 m á hæð og þakin skófum. Þvermál hennar er 4 x 3 m. Efsti hluti vörðunnar er hruninn og er því stór grjóthrúga sunnan við hana.

Vífilsstaðir

Vífilsstaðir – Vífilsstaðasel.

„Það lá í grunnu dalverpi vestur af Vatnsás. Þar eru allmiklar rústir. Hefur verið vel hýst,“ segir í Skrá yfir örnefni og fiskimið í Álfaneshreppi. „Ef farið er…upp á Vífilsstaðahlíð, þar sem Einarsnef gengur fram og haldið til norðausturs, þar sem Ísallínan liggur, er fljótlega komið á klapparás suðaustan háspennulínunnar, sem Selás nefnist. Suðvestan undir ásnum er grasi gróin[n] slakki á móts við mastur nr. 29 í Ísallínu. Suðaustast í slakkanum eru rústir Vífilsstaðasels,“ segir í örnefnaskrá SP. Vífilsstaðasel er hátt í 3 km suður af bæ. Vífilsstaðasel er um 550 m NA af Vífilsstaðabeitarhúsi, 40 m VSV af kvíum 045 og um 100-150 m sunnan við línuveg.
Tóftirnar eru á um 1-2 m háum hól, mjög þýfðum og grónum háu grasi og mosa. Selrústin er falin innst í smáum hvammi milli Seláss að austan og Selholts að vestan.
Selið er aflangt, um 30 x 10 m og snýr N-S. Fimm hólf virðast vera í því, öll í röð og inngangur í þau hefur verið á vesturhlið. Veggir tóftanna eru um 2-3 m breiðir og um 0,5 -1,2 m háir. Ekki sést til grjóthleðslna. Tóft sem gæti verið af kvíum er 40 m VSV frá selinu.

Vífilsstaðasel

Vífilsstaðasel – uppdráttur ÓSÁ.

Í örnefnaskrá: ,,Hann [Vatnsendavegur] liggur um Vífilsstaðaland, yfir hraunið hjá Dyngjuhól, um Svínahlíð yfir lækinn á brú við Ósinn. Upp í Skygnisholt, um Finnsstekk og upp á Vífilsstaðaháls þaðan um Rjúpnadal og ofan Vatnsenda á Suðurlandsveginn við Rauðavatn. Vegur þessi var upphaflega kallaður Flóttavegur.“ Gatan kallast Elliðavatnsvegur þar sem hún liggur um land Garðabæjar og er enn nýtt sem akvegur.

Vífilsstaðir

Vífilsstaðir – Dyngjuhóll.

„Suður af hellunum rétt sunnan við Heiðmerkurveginn er stór hraunhóll, sem áður var með einni vörðu, en nú með mörgum. Hann kallaði Urriðakotsfólkið Dyngjuhól, en Vífilsstaðafólkið Hádegishól, og var hann eyktarmark þaðan“, segir í örnefnaskrá SP. Hóllinn er um 1350 m SSV af Vífilsstöðum og er bein sjónlína þar á milli. Um 10-15 m hár hóll úr hraungrýti, vaxinn mosa, birkikjarri og berjalyngi.
Á Hádegisholti eru a m k 9 vörður, allar hlaðnar úr hraungrýti. Engin þeirra er hærri en 0,6 m eða meira en 1,5 m í þvermál.

Vífilsstaðir

Vífilsstaðir – Maríuhellar.

„Í Svínahrauni rétt norðaustan við vegamót Flóttavegar [Elliðavatnsvegar] og Heiðmerkurvegar eru Maríuhellar. Þeir eru tveir og eru á mörkum Urriðakots og Vífilsstaða. Hellarnir voru fyrrum notaðir sem fjárhellar. Nyrðri hellirinn var notaður frá Vífilsstöðum, en hinn frá Urriðakoti. Þessir hellar eru oftast kallaðir Vífilsstaðahellar“, segir í örnefnaskrá SP. Maríuhellar eru skammt norðan við Heiðmerkurveg þar sem hann liggur þvert á Elliðavatnsveg og eru merktir með skilti. Hellarnir eru rúmlega 150 m NNV af Hádegisholti og 1,2 km SSV af Vífilsstöðum.
Maríuhellar eru tveir náttúrulegir hellar í Vífilsstaðahrauni. Í fyrndinni hefur verið um einn helli, eða hraunrás, að ræða, en þak hans er að hluta fallið svo úr verða tveir hellar andspænis hvor öðrum, sinn hvoru megin við hrunið. Hraunið er að nokkru leyti mosa- og grasivaxið.
Um 25 m N-S eru milli munna hellanna tveggja. Nyrðri hellirinn er um 20 m langur NV-SA, 12 m breiður og um 3 m hár. Stærri munni hellisins er við suðausturendann og vísar að syðri hellinum, en jafnframt er mjög lítið op við norðvesturendann. Syðri hellirinn er um 20-25 m langur N-S, 10 m breiður og um 3-4 m hár. Í þaki syðri hellisins er 2×1 m stórt gat og grjóthrun á gólfi hans fyrir neðan. Hrunið skiptir syðrihellinum í tvö hólf. Engar hleðslur er að finna innan í Maríuhellum.

Vífilsstaðir

Vífilsstaðir – Maríuhellar – kort.

„Stekkatúnið: Svo voru Máríuvellir einnig kallaðir. Stekkur frá V[ífilsstöðum],“ segir í Skrá yfir örnefni og fiskimið í Álftaneshreppi. „Í hraunjaðrinum fast uppi við Vífilsstað[a]hlíð beint vestur af Grímssetri er lítil flöt og kallast sá hluti hennar, sem nær er hlíðinni, Maríuvellir, en hlutinn, sem er nær hrauninu, Stekkjartún. Í Stekkjartúni var rétt eða rústir af rétt. Þegar Flóttavegurinn [nú Elliðavatnsvegur], sem liggur um norðurjaðar flatarinnar, var lagður, var réttin rifin,“ segir í örnefnaskrá SP. „Á flötum niður undan Svínahlíð norður með var Stekkurinn í svonefndu Stekkatúni og þar norðar voru Réttarflatir og þar Réttir, rétt við brún Svínahrauns,“ segir í örnefnaskrá GS. Rúst stekksins á Maríuvöllum er um 10 m vestur af rótum Svínahlíðar, rúmlega 1,1 km SSV af bæ og um 250 m norðaustur af Hádegisholti.
Tóftin er á lítilli gras- og mosavaxinni flöt milli Svínahlíðar og Flatahrauns. Birkihríslur vaxa fast norðan og sunnan við rústina.
Stekkjartóftin er 9 x 5 m að ummáli og snýr N-S. Rústin er sigin og er hæð veggja um 0,5 m en breidd um 1 m. Einungis er um 0,5 m bil milli austur og vestur langveggja. Óljóst er hvort tóftin er eitt hólf eða hvort hún sé tvískipt, en þúst er fast við vesturvegg að norðan, sem kann að vera leifar annars hólfs.

Vífilsstaðir

Vífilsstaðir – Guðnýjarstapi.

„Norðan í háholtinu er varða, sem heitir Guðnýjarstapi,“ segir í örnefnaskrá AG. „Norðan í háholtinu var varða, Guðnýjarstapi…Nú er allt Hofstaðaholtið komið undir byggingar,“ segir í örnefnaskrá SP. „…eftirfarandi lýsing passar betur „Norðan í holtinu er Guðnýjarstapi, klapparhóll með grasþúfu. Guðnýjarstapi er nú inn á lóð Holtsbúðar 87,““ segir í örnefnaskrá EBB (viðauka við skrá SP).
„Markavarðan: Hún mun hafa verið norðan og neðan við Guðnýjarstapa,“ segir í Skrá yfir örnefni og fiskimið í Álftaneshreppi. Sunnan, austan og vestan við Guðnýjarstapa eru Holtsbúð 87, 89 og 91.
Guðnýjarstapi er náttúruleg smáhæð, um 8×6 m að flatarmáli NV-SA og allt að 1,5 m há. Hér og þar standa hraunbjörg upp úr grasigrónum stapanum og efst á honum er stór þúfa. Mögulegt er að þúfan sé yfirgróin varða, en líklegra er að Markavarðan sé komin undir byggð.

Vífilsstaðir

Vífilsstaðir – Guðnýjarstapi.

„Norðan í háholtinu er varða, sem heitir Guðnýjarstapi. Einnig er varða, hlaðin af sjúklingum, á holtinu. Sú varða heitir Hallbera,“ segir í örnefnaskrá AG. „Nú er allt Hofstaðaholtið komið undir byggingar,“ segir í örnefnaskrá SP. „Hallbera varða austan í Hofsstaðaholti hvarf, þegar byggð reis á holtinu. Hún stóð, þar sem lóð Gígjulundur 6 er nú,“ segir í örnefnaskrá EBB (viðauka við skrá SP). Varðan var um 610 m SSA við Vífilsstaði.

Vífilsstaðir

Vífilsstaðir – Arnarsetursvarðan.

„Arnarsetur (-> Arnarbæli, Arnarstapi) er hæð norður af Hjallabrún og landamerki fyrir Vatnsendajörðina…Í beinni stefnu til suðurs frá Kjóavöllum og þar sem hæst ber til að sjá er klapparborg sem ber nafnið Arnarsetur,“ segir í Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar. Landamerkjavarðan á Arnarseti er um 1,5 km ANA af Vífilsstaðaseli. Varðan er uppi á hárri hæð í grýttu landslagi.
Varðan er um 1,2 m há og 3 x 2 m að flatarmáli NA-SV og er nokkuð strýtulaga. Hún sést langt að. Neðri hluti vörðunnar er grasivaxinn en að ofan má greina mjög óreglulega hleðslu og stendur þar tréprik upp úr, sem bendir til að bætt hafi verið við vörðuna fyrir skömmu síðan.

Rúmlega 40 m austur af Vífilsstaðaseli eru kvíar. Kvíarnar eru á mosa- og grasivöxnum kletta- og grjótás sem snýr N-S, rofinn að hluta.
Kvíarnar eru hlaðnar úr hraungrýti. Þær eru tvö hólf, um 14 m langar, 3-6 m breiðar og snúa NA-SV. Norðeystra hólfið er hringlaga, um 6 m í þvermál og hefur dyr á SA hlið. Suðvestara hólfið er aflangt NA-SV, rúmlega 7 m langt og 3 m breitt og opnast til SV. Veggir kvíanna eru nokkuð signir, 0,3-0,6 m háir og 0,4-0,6 m á breidd.

Vífilsstaðir

Vífilsstaðir – Draugahellir.

„Ofanvert við Maríuhella var svo Draugahellir,“ segir í örnefnaskrá GS. „Draugahellir er á svæði skátanna, þarf að síga í hellinn. Hann er stór og hár. Opið þröngt. Maður kemur fyrst niður á syllu (með vasaljós meðferðis). Nú hafa skátarnir sett upp borð í honum. Hellirinn er ekki langt frá Heiðmerkurveginum,“ segir í örnefnaskrá EBB. Draugahellir er um 15 m norður af Maríuhellum og um 200 m norður af Hádegishól. Hellisopið sést ekki frá vegi þó það sé um 40 m ANA af gatnamótum Heiðmerkurvegar og Elliðavatnsvegar.
Hraunhellir sem snýr NA-SV og tilheyrir eflaust sama kerfi og Maríuhellar. Munni hans er um 0,5×0,5 m.
Örnefnið Draugahellir bendir til að þjóðsaga kunni að vera til um hellinn, þó skrásetjari hafi ekki fundið heimildir þar að lútandi.

Vífilsstaðir

Vífilsstaðir – fjósið.

„Norðan Vífilsstaða liggur stórt mýrasvæði, Vetrarmýri. Í suðvesturhorni þess er Bjarnakriki. Þar er talið að verið hafi á tímabili reimleikar miklir,“ segir í örnefnaskrá GS. „Suðvesturhorn Vetrarmýrar við fjósið á Vífilsstöðum heitir Bjarnakriki. Þar þótti reimt og var sagt, að óeðlilegur skepnudauði hefði verið í fjósinu fyrst eftir að það var tekið í notkun, svo að sóknarpresturinn var fenginn til að vígja fjósið. Tók þá fyrir reimleikana,“ segir í örnefnaskrá SP. „Bjarnarkriki í túni Vífilsstaða er horfinn undir Reykjanesbraut, þar var sleða- og skíðabrekka ofan í krikann,“ segir í örnefnaskrá EBB (viðauka við skrá SP). Bjarnarkriki er um 180 m NNV við Vífilsstaði.
Reykjanesbraut liggur yfir Bjarnarkrika og norðaustan við götuna er golfvöllur.

Heimild:
-Fornleifaskráning í Garðabæ, Fornleifastofnun Íslands 2009.

Vífilsstaðir

Vífilsstaðir – fjárhús fyrrum, sem hvergi hefur verið minnst á…

Setbergssel

Í Fornleifaskráningu í Garðabæ 2009 er ma.a fjallað um Setberg, sem var fyrrum í Garðabæ:

Setberg

Setberg 1958 – loftmynd. Tóftir gamla bæjarins sjás ofan við fjósið.

1505: „var þad setberg fyrir sunnan land vid hafnarfiord. ok þar med ij. kvgilldi edvr iij huortt ed uæri. iij uættir smiors vr holom. leigur fra haugatungu vppa .iij. ar. var þetta allz .x. vætter. sagdist grimr hafa likt þoruardi adr .xxxiiij. kugilldi. heyrdum vær þa aunguan aaskilnad þessara þratt greindra manna. helldr kom þeim alltt uel samann suo uær heyrdum.“ DI VII, 797. 1523: var Tómas Jónsson kvittaður af jörðinni Setbergi af Pétri og Halli Björnssonum. Þá voru landamerkin: „Vr midium kietheller og i stein [þan er stendur i fremsta tiorn ) hollte. vr honum og i Hellv þa er stendur i lambhaga. þadan og i [nedstu jardbru). So epter þui sem lækurinn af skier [j tungards endan. þadan i silungahellu. so þadan og i þufuna sem sudur a holltenu stendur. vr henne og i midian kietheller. hier ad auk a Garda stadur tolf hesta [Reidings ristu ) i setbergs lande. en opt nefnt setbergs budarstödu vid skipaklett i garda lande.“ DI IX, 146.

Setberg

Setbergsbærinn 1772 – Joseph Banks.

1658, selur Tómas Björnsson sr. Þorsteini Björnssyni 8 hndr. í Setbergi. 1664 setur Tómar Björnsson fógetanum 8 hndr í Setbergi. 1665 eignast Guðrún Björnsdóttir 8 hndr í Setbergi. Jarðabréf, 15. 16 hndr 1703.

Gráhella

Gráhella.

1772 heimsótti Joseph Banks Setbergsbæinn.1912 keypti Hafnarfjörður Setbergsland allt til Lækjarbotna. „Samkvæmt dómi frá 5. des 1924 eru landamerki milli Setbergs og þess hluta Garðakirkjulands, sem með lögum nr. 13, 1912 var selt Hafnarfjarðarkaupsstað, sem hér segir: „Úr neðstu jarðabrú í Kaplakrika eftir Kaplalæk í hraunjaðrinn beint vestur af þeim stað þeim, þar sem Kaplalæk er nú veitt úr eldri farveg sínum, rétt norðan við Baggalágar vestur af Setbergslandi, þaðan beina línu í stíflugarð rafstöðvartjarnarinnar, þá eftir garðinum og úr honum beint í markþúfu suður og uppi á holtinu þaðan í upptök lækjar þess, sem Hafnarfjarðarkaupstaður fær neyzluvatn sitt úr, þá í Gráhellu og þaðan í miðjan Ketshelli. …“

Setberg

Setbergsbærinn í dag – tóftir.

„Lönd jarðanna Þórbergs, Setbergs og Hlébergs, sem eru innan lögsagnarumdæmis Hafnarfjarðarkaupstaðar, mun Hafnarfjarfjarðarbær eignast innan tíu ára, sbr. samning við landeigendur, dagsettan í júlí 1980.“ ÁG: Saga Hafnarfjarðar 1908-1983 I, 122 1703: „Engjar á jörðin nokkrar þó litlar sjeu.“ JÁM III, 176. 1918: Tún 6,5 teigar, nær allt sléttað, garðar 1600 m2.

Setberg

Setberg – túnakort 1918.

Útihús er sýnt á túnakorti við austurjaðar túns, tæplega 170 m norðaustur frá gamla bæjarstæðinu. Rústir þess eru enn sjáanlegar, byggðar utan í túngarðinn að austanverðu. Stór hlaðinn kálgarður er sambyggður útihústóftinni að norðanverðu en mun hann vera síðari tíma verk að sögn Óttars Geirssonar heimildamanns. Þessi hluti túnsins er í landi Garðabæjar.
Tóftin er í jaðri gamla heimatúnsins sem að mestu hefur verið breytt í golfvöll
Eitthvað virðist vera búið að ryðja þessari rúst til og því erfitt er að átta sig á nákvæmri lögun hennar. Hún virðist þó hafa verið um 15 x 15 m að stærð og er hleðsluhæðin mest um 0,5 m.

Flóðahjalli

Flóðahjalli – minjar.

Hernaðarmannvirki hlaðin úr grjóti, leifar úr Seinni heimsstyrjöld, eru á Flóðahjalla þar sem hann rís hæstur. Flóðahjalli er allhár grágrýtisrani suður af Urriðakotsvatni. Mannvirkin eru um 330 m SA af Flóðahjallavörðu [055] sem er nyrst á Flóðahjallatá. Mannvirkin eru leifar vígis frá Bretum sem ætlað var til varnar mögulegri innrás Þjóðverja um Hafnarfjarðarhöfn (skv. grein í MBL 13.01.2002).

Flóðahjalli

Tóftin á Flóðahjalla.

Hernaðarmannvirkin eru hlaðin á og í kring um klöpp og umhverfis er melur. Mannvirkin samanstanda af garðlagi úr grágrýti og grjóthlöðnum tóftum innan þess. Allar hleðslur eru þurrhleðslur úr ótilklöppuðu grjóti. Garðlagið er nokkuð hring- eða sporöskjulaga en óreglulegt, um 45×33 m N-S að utanmáli. Hleðslurnar eru mjög tilgengnar og því víða breiðar og lágar, t.d. allt að 5 m breiðar nyrst.
Um miðbik austurhluta garðlagsins eru hleðslurnar heillegastar, allt að 1,3 m háar, ríflega 1 m breiðar og 5-6 umför. Innan garðlagsins er mikið af lausu grjóti og jarðföstum klöppum. Tóftirnar eru einna syðst innan garðsins. Tvær eru greinilegar, ein ferhyrnd og önnur hringlaga, en einnig eru í kring tilgengnir veggir sem hugsanlega hafa áður verið hluti annarra tófta. Ferhyrndatóftin er syðst fyrir miðbik, örskammt frá suðurvegg garðlagsins. Hún er heillegri en hringlaga tóftin, um 6×6 m að utanmáli (4×4 m að innan) og með dyr til austurs. Veggir tóftarinnar eru hæstir um 1,5 m og 7 umför.

Setbergshamar

Setbergshamar – skotbyrgi.

Hringlaga tóftin er skammt VNV af þeirri ferhyrndu. Hún er um 6×6 m í þvermál og afar tilgengin, ekki nema 2 umför og grjótdreif er í kring. Norðan, austan og suðvestan við ferhyrndu tóftina eru tilgengin veggjarbrot sem kunna að vera leifar annarra mannvirkja. Í grein sem birtist í Morgunblaðinu þann 13.01.2002 færðu Þorkell Jóhannesson og Óttar Kjartansson rök fyrir því að hringlaga tóftin gæti hafa hýst byssustæði, en sú ferhyrnda gæti hafa verið íverustaður hermanna. Á náttúrulega klöpp innan garðlagsins er klappað ártalið 1940 sem og nafnið J. E. Bolan og fangamarkið D. S. Þar skammt við er svo klappað ártalið 1977 og fangamörkin J. A. og G. H.

Kietshellir

Kétshellir

Ketshellir / Setbergsselsfjárhellir.

Elstu heimildina um Kjöthelli (Kietsheller) er að finna í fornbréfasafni (DI IX), en það er landaskiptabréf dagsett 6. júni 1523 og er hellirinn þar suðvestur landamörk Setbergs. „Selstöðu á jörðin þar sem heitri Kietsheller, eru þar hagar góðir, en vatnsból ekkert nema snjór í gjá, sem sólhiti bræðir,“ segir í jarðabók Árna og Páls frá 1703. „Úr Gráhellu liggur línan í Setbergssel. … Landamerkjalínan liggur í Markvörðu á Selhellinum, því undir vörðunni er þessi hellir, og honum mun hafa verið skipt milli Setbergs og Hamarskots,“ segir í örnefnaskrá GS. Kjöthellir er á suðvesturmörkum Setbergs, við stóra og steypta landamerkjavörðu sem þar er, um 3,5 km SA af bæ. Tveir hellar eru við landamörkin á þessum slóðum og er talsverður nafnaruglingur á milli þeirra. Samkvæmt heimildamanni kallast hellirinn sem hér um ræðir Kethellir (Kjöthellir) eða Selhellir, en hinn hellirinn, sem er öllu stærri og er rúmlega 180 m austar, heitir Kershellir og annar lítill hellir inn af honum Hvatshellir.
Í Þjóðminjaskráningu Hafnarfjarðar segir að hellirinn sé: „Upp í grasivöxnu holti við jaðar Gráhelluhrauns,“. Nokkuð mikill snjór var á svæðinu þegar skráning á vettvangi fór fram.

Setbergssel

Setbergssel – uppdráttur ÓSÁ.

Kjöthellir snýr nokkurn veginn norður-suður og er opinn í báða enda. Innangegnt er um bæði op hans. Hann er um 20 m langur, breiðastur um 4 m og mest lofthæð er vel rúmlega 2 m. Um miðbik hellisins er hlaðið skilrúm sem skiptir honum í tvennt og hefur nyrði helmingurinn að líkindum tilheyrt Setbergi. Skilrúmið er hátt í 1,6 m þar sem það er hæst að vestanverðu og 8 – 9 umför, en megin hluti þess er munlægri og hrundari, frá 0,5 – 1,2 m.

Hamarskotshellir

Hamarskotsfjárhellir.

Inngangur um syðri hellismunnann er stærri en sá nyrði, mest um 2 m breiður og rúmlega 2 m hár, en hlaðið er að hluta upp í hann með um 1,2 m hárri hleðslu. Inngangur um nyrði hellismunnann, sem er Stbergsmegin, er u.þ.b. 1,5 m breiður og hátt í 2 m hár. Nokkuð meira er lagt í hleðslurnar fyrir honum, en hlaðin, bogadregin göng liggja að munnanum og eru þau að hluta undir hlöðnu þaki. Hleðslan er allt að 7 m löng og er hæst allt að 1,8 m og hlaðið hefur verið þak yfir innganginn að hluta með hraunhellum, þó það sé nú að nokkru leyti hrunið. Umhverfis Kjöthelli er gróið hraun og tvær tóftir eru í næsta nágrenni sem að líkindum tengjast Selstöðunni. Tóft sem er líklega stekkur er um 25 m SV af hellinum og hlaðið aðhald í náttúrulegri lægð er um 70 m til NA.

Markasteinn

Markasteinn

Markasteinn – huldufólkshús.

„Á mörkum Setbergs, Urriðakots og Garðakirkjulands er Markasteinn og átti að búa huldufólk þar,“ segir í örnefnaskrá SP. Markasteinn stendur á landamörkum, um 6,3 km SA af bæ 001 og um 1,1 km NA af Kjöthelli.
Markasteinn er afar stórt hraungrýti, um 3 m að flatarmáli og 2,5 m hátt, með gróinni fuglaþúfu á toppnum.
Amma heimildamanns (f. 1864) heyrði sem ung stúlka strokkhljóð berast úr Markasteininum og taldi það til marks um bústörf steinbúa.

Markavarða

Hamarskotssel

Hamarskotssel – markavarðan.

„Landamerkjalínan liggur í Markvörðu á Selhellinum, því undir vörðunni er þessi hellir, og honum mun hafa verið skipt milli Setbergs og Hamarskots. Kethellirinn liggur örlítið hærra.“ Markavarðan er á suðvestur mörkum Setbergslands, við Kjöthelli [023]. Varðan er við Kjöthelli, í hálfgrónu hrauni. Varðan er hlaðin úr hraungrýti og steypt er á milli umfara.
Á toppi vörðunnar er stendur stök hraunhella upp á rönd og er henni haldið með steypu. Varðan er rúmlega 2 m há og um 1,5 m að grunnfleti.

Húsatún tóft beitarhús

Setbergssel

Setbergssel.

„En landamerkjalína milli Setbergslands og upplands Garðakirkju lá úr hellunum norðaustur eftir Smyrlabúðarhraunbarmi, norður í Markasteininn á Tjarnarholtinu syðsta. Frá þessu hornmarki liggur línan um Efridal. Síðan um Selhjahlíð og þaðan í Fljóðahjallavörðu. Þegar komið er fyrir Hánef og komið þar upp á holtið, er komið í Húsatún, og þar eru beitarhúsin frá Setbergi,“ segir í örnefnaskrá. Húsatún er á vestanverðri Setbergshlíð um 80 m NA af vörðu. Húsatún er um 2,9 km SA af bæ 001 og um 930 m ASA af Gráhellu.

Húsatún

Húsatún – beitarhús.

Í kringum beitarhúsið er melur og vex á honum lyng á stangli, en fjær er kjarrgróður. Tóftin er algróin þykkri sinu að innan og einnig er smá grasblettur fast vestan við tóftina, gróinn þykkri sinu. Beitarhúsið er hlaðið úr grágrýti og virðist hleðslan vera nokkuð vönduð þó hún sé nú tilgengin á stórum hluta. Mest hleðsluhæð er um 1,5 m, á norðurvegg einna austast og eru þar 5-6 umför.
Grjótið í hleðslunni er af öllum stærðum, en mest er þó af miðlungs og stóru grjóti. Utan með grjóthleðslunni er sigin torfhleðsla, um 1 m breið og 0,5 m há. Beitarhúsið er um 17 x 11 m að stærð A-V og er innanmál um 14 x 8 m. Vestur hlið tóftarinnar er að mestu opin og hefur þar að líkindum verið timburþil fyrir.

Kershellir

Í Kershelli.

1523 voru landamerkin: „Vr midium kietheller og i stein [þan er stendur i fremsta tiorn ) hollte. vr honum og i Hellv þa er stendur i lambhaga. þadan og i (nedstu jardbru). so epter þui sem lækurinn af skier [j tungards endan. þadan i silungahellu. so þadan og i þufuna sem sudur a holltenu stendur. vr henne og i midian kietheller. hier ad auk a Garda stadur tolf hedta [Reidings ristu ) i setbergs lande. en opt nefnt setbergs budarstödu vid skipaklett i garda lande.“

Hamarskotssel

Hamarskotssel – stekkur.

Í Þjóðminjaskráningu Hafnarfjarðar frá 1988 segir: „Stekkur…Um 40 m Austur af landamerkjavörðu við Kethelli.“ Aðhaldið er hátt í 70 m NNA af Markavörðu við Kjöthelli. Aðhaldið er í nokkuð grónu hrauni.
Aðhaldið, sem mögulega er stekkur, er myndað af náttúrulegu, ferköntuðu sigi í hrauninu sem snýr nokkurnveginn NV-SA og hlaðið er fyrir NV og SA enda. Innanmál er um 20×10 m. Hleðslurnar fyrir báðum endum eru um 10 m langar og um 0,5 m háar og sjást 2-3 umför. Norðvestari hleðslan er aðeins tilgengnari og allt að 1 m breið. Langveggir aðhaldsins eru náttúrulegir hraunveggir, allt að 3 m háir og er sigið dýpst fyrir miðju. Botninn er nokkuð ójafn en gróinn. Nálægt miðju norðvestari hleðslunnar er líklegur inngangur, um 1 m breiður, en mögulegt er að einnig sé inngangur vestarlega á suðeystri hleðslunni, heldur þrengri en hinn.

Heimild:
-Fornleifaskráning í Garðabæ, Fornleifastofnun Íslands 2009.

Setberg

Setberg 1958 – loftmynd.

Arnarnes

Í Fornleifaskráningu í Garðabæ 2009 er m.a fjallað um Arnarnesbæina, Arnarnes og Litla-Arnarnes:

1703: Konungseign. JÁM, III, 227.
1918: „Tún er …sléttað, farið að þýfast, telst 4 teigar. Kálg. 900 m2“

Arnarnes

Arnarnesbærin og nágrenni.

„Arnarnesbær stóð í Arnarnestúni, …“ segir í örnefnalýsingu GS. Á túnakorti frá 1918 eru sýnd á bæjarstæðinu allmörg lítil hús, aðallega í tveimur röðum samhliða. Arnarnesbærinn var áður um miðja vegu á útivistarsvæði sem liggur suðvestur af baklóðum Blikaness 5 og 7 og niður að sjó.

Arnarnes

Arnarnes – loftmynd 1954.

Þar sem Arnarnesbærinn var áður er nú sléttað, grænt útivistarsvæði, með fótboltavelli og róluvelli.
Útivistarsvæðið er rammað inn af íbúðabyggð til allra átta, nema að suðvestan en þar liggur það að Arnarnesvogi.
Ekki sést til bæjarhólsins, en flötin er þó ekki fullkomlega rennislétt heldur eru á henni nokkrar mjög lágar aflíðandi bungur sem renna fyllilega inn í umhverfið. E-ð af þeim misfellum gætu verið leifar þess efnis sem rutt var þegar bæjarhólinn var sléttaður, en það gerðist að líkindum þegar farið var að byggja á Arnarnesinu á sjöunda áratugnum.

Í fógetareikningum fyrir árin 1547-48,1548-49, 1549-50, og 1550 er getið um 2 kirkjukúgildi í Arnarnesi. Staðsetning bænhússins/kirkjunnar er ekki þekkt, en þó er hugsanlegt að bænhúsið/kirkjan sé í Smiðjuhól, sbr. álögin.

Arnarnes

Arnarnes – túnakort 1918.

Á túnakorti frá 1918 sést útihús 120-130 m norður af bæjarhúsum Arnarness. Útihúsið var líklega þar sem nú stendur íbúðarhúsið að Blikanesi 11 eða 13. Þar sem útihúsið var áður eru nú steypt einbýlishús með kjallara, umkringd trjágrónum lóðum.

Á túnakorti frá 1918 sést útihús áfast við túngarð um 140 m norður af bæjarhúsum Arnarness. Útihúsið var líklega þar sem nú stendur íbúðarhús að Blikanesi 10. Þar sem útihúsið var áður stendur nú steypt einbýlishús með kjallara, umkringt trjágróinni lóð.

Arnarnes

Þormóðsleiði.

Þormóðsleiði/Þormóðsdys er „á háholtinu vestan [Hafnarfjarðarvegar]. Þar er stór þúfa, og liggur alfaraleiðin rétt hjá. Hér er Þormóðsleiði eða Þormóðsdys. Enn vestar er svo Kulhesleiði eða Kulhesdys. Þormóður var dæmdur á Kópavogsþingi til lífláts fyrir þjófnað, en Kulhes, þýzkur maður, dæmdur þar fyrir mannvíg. Vó mann, íslenzkan, á Bessastöðum,“ segir í örnefnalýsingu.

Smiðjuhóll

Smiðjuhóll við Arnarnes.

„Smiðjuhóll er hóll suðaustur frá bænum í túninu. Á hólnum eiga að vera mikil álög og hörð ummæli. Við honum má ekki hrófla, og hann mátti ekki slá.“ segir í örnefnalýsingu. Smiðjuhóll var áður þar sem nú er sléttað útivistarsvæði á vestanverðu Arnarnesi. Smiðjuhóll var norðvestur af Hegranesi 24 og suðvestur af Blikanesi 3. Hóllinn hefur að líkindum verið um 50 – 60 m ASA af bæ.
Smiðjuhóll sést ekki í dag og hefur honum að líkindum verið rutt niður og jafnaður út.

Arnarnes

Arnarnessker.

„Vestan túns er svo Nesið og fer lækkandi niður að sjó. Framan við það er Arnarnessker. Þar var þangtekja býlisins,“ segir í örnefnalýsingu. Arnarnessker (Arnarneshólmi) gengur norðvestur út af Arnarnesi, nánar tiltekið norðvestur af götunni Mávanesi, en baklóðir hennar liggja að sjó.
Lágur tangi og sker skammt undan honum, sem er laust frá landi. Tanginn er alþakinn fersku þangi og fer hann undir sjó á flóði.

Arnarnes

Arnarnes – Gvendarbrunnur.

„Nokkru þar fyrir innan [Bæjarsker], spöl uppi í holtinu, er Gvendarbrunnur, lind sem Guðmundur biskup góði á að hafa vígt. Frá brunninum rennur Brunnlækurinn til sjávar,“ segir í örnefnalýsingu. „Gvendarbrunnur er á há-Arnarneshálsi.“ segir í örnefnalýsingu AG. „Gvendarbrunnur er sunnan vogsins, í hálsbrúninni, rétt upp af svo-kölluðum Bæjarsteinum, sem eru þar úti í leirunni, og er lítil laug skammt framar í vognum, að sögn Þuríðar [Guðmundsdóttur, f. 21.9.1855 í Kópavogi]. Þarna á að hafa verið bær í fyrndinni [líklega átt við Arnarneskot]. Mun það hafa verið þar sem enn er mjög grasgefinn mói, rétt við voginn. Ekkert sést þar til tófta. Við brunninn, sem er raunar dálítil lind, er lagleg eggslétt grasflöt. Brunnurinn er sjálfsagt kenndur við Guðmund biskup góða, eins og aðrir Gvendarbrunnar.“ Gvendarbrunnur er um 10 m austur af Súlunesi 27, á óbyggðri lóð Súluness 29.

Garðabær

Þorgautsdys.

„Þar enn innar með fjöru er svo Arnarneskot, Arnarnes gamla eða Arnarnes litla,“ segir í örnefnalýsingu. „[Þorgautsdys] er að austanverðu við gamla veginn, skammt suður frá Litla-Arnarnesi, er Þuríður [Guðmundsdóttir, f. Í Kópavogi 21.9.1855] kvað svo heita. Þar sést enn á flöt niður við voginn, norðan gamla vegarins, litlar og óglöggar tóftir eftir kot, sem var þar fyrrum.“ Bæjarstæði Litla Arnarness er ríflega 50 m NA af Súlunesi 33, á austurströnd Arnarness við Kópavog suðanverðan.

Arnarnes

Litla-Arnarnes- bæjarstæði. Kópavogur fjær.

Bæjarhóllinn er algróinn grasi og lyngi. Næstum fast við hólinn að norðanverðu er ógróinn, rofinn bakki, 4 m hár, sem liggur niður að strönd.
Hóllinn er sýnilega 13×13 m að stærð, en fornleifarnar kunna að ná yfir stærra svæði þótt hóllinn renni saman við umhverfið. Hann er mest um 1,3 m á hæð. Hólinn er þýfður og ójafn, en þó er greinilegt eitt hólf á honum miðjum, sem er um 3×2 m og snýr N-S. Þó er hólf þetta jafnframt þýft og ólögulegt. Ekkert grjót sést í hólnum og ekkert sem bendir til fornleifa (s.s. Viðarkol eða aska) sést í sárinu á rofabarðinu norðan við hólinn. Gömul leið liggur framhjá hólnum að sunnan (snýr A-V) og leifar túngarðs eru skammt frá.

Arnarnes

Arnarnes – Kulhesdys.

„Ofan til við [Arnarneskot] er dys, nefnist Þorgautsdys. Þar var réttaður þjófur, og gekk hann mjög aftur og var lengi á ferli í Seltjarnar- og Álftaneshreppum,“ segir í örnefnalýsingu. „Neðar [en Kulhesdys], á norðanverðum hálsinum. Kvað [Þuríður Guðmundsdóttir, f. Í Kópavogi 21.9.1855] vera dys Þorgarðs, sem svo miklar þjóðsögur gengu um, sbr. Þjóðs. Jóns Árnas., I, 388-91. Mun sú dys þó frá fyrri tímum en Þorgarður á að hafa verið á, eftir þjóðsögunum. Annars er svo að sjá að sumt í þeim, einkum frásögnin um glæp þann er Þorgarður á að hafa verið drepinn fyrir, stafi frá máli Sigurðar á Árbæ. En hvað sem um það er, þá er líklegast að þessi dys sé yfir einhverjum, sem hafi verið líflátinn hér skammt frá eftir dómi á Kópavogsþingi. Ögmundur skólastjóri Sigurðsson hefir sagt mér, að Filippus heitinn Filippusson, sem ólst upp í Arnarnesi, hafi skýrt svo frá, að þetta væri dys Steinunnar frá Árbæ. Ekki er það fortaksmál, þótt það komi ekki heim við frásögn Þuríðar. Dysin er úr grjóti og allstór. Að norðanverðu hefir henni verið rótað mikið upp, fyrir nokkrum árum, og kann þá að hafa verið tekið nokkuð grjót úr henni. Hún er að austanverðu við gamla veginn, skammt suður frá Litla-Arnarnesi …“

Arnarnes

Arnarnes 1958 – loftmynd. Gatan upp frá Litla-Arnarnesi sést vel vestan Hafnarfjarðarvegar.

Merki dysjarinnar eru enn greinileg um 20 m norðan við Hafnarfjarðarvegi en um 5 m norðan við hljóðeinangrandi upphækkun sem liggur meðfram veginum. Dysin er um 65 m austan við Súlunes 26 og hefur að líkindum verið 10-20 m suðaustan við gömlu alfaraleiðina. Að líkindum er þetta Þorgarðs-/Þorgautsdys en sagnir eru um þrjár dysjar á þessum slóðum. Hinar tvær hafa líklega verið ofar á hálsinum. Guðmundur Ólafsson skráði staðinn 1983 fyrir Þjóðminjasafn Íslands og taldi að um Þorgarðsdys væri að ræða.
Umhverfis eru lyngi, mosa og grasi vaxnir móar í aflíðandi halla að sjó.
Dysin er sporöskjulaga og samanstendur af fremur smáum, ávölum steinum. Flestir steinanna eru um 20 cm í þvermál en nokkrir stærri steinar eru í ysta lagi dysjarinnar. Steinarnir eru vaxnir mosa og skófum. Svo virðist sem einhvern tíma hafi verið rutt úr dysinni eða hún rænd/skemmd með öðrum hætti. Þó stendur hún hærra en umhverfið, mest um 0,3 á hæð. Lyng og annar gróður vex yfir jaðar dyjarinnar. Stærð hennar nú er um 5X4 m.

Arnarnes

Gamla þjóðleiðin frá Kópavogi yfir Arnarnesháls. Litla-Arnarnes t.v.

„Frá Danskavaði lá alfaraleiðin með vognum sunnan og ofan Arnarneskots upp holtið á Arnarneshálsi.“ – „Framan í Arnarnesbrekku var á veginum, fram til áranna 1940 – 1945, Arnarnesess.“ – „Síðan lá gatan áfram inn með holtinu, sem nefndist Móholt.“ – „Alfaraleiðin lá niður af holtinu, niður með túngarði, niður að Arnarneslæk,“ segir í örnefnalýsingu. Gamla alfaraleiðin er enn greinileg austan við Súlunes og að Hafnarfjarðarbraut. Samkvæmt heimildamanni lá leiðin þaðan framhjá Tjaldhól, yfir Arnarneslækjarvað, meðfram ströndinni yfir Strympumel, Neðrifossavað og út á Garðabæjarhraun og áfram út á Álftanes (og kallaðist þá Álftanesgata).

Arnarnes

Arnarnesbærinn 1958 – loftmynd.

Greinilegust er leiðin vestast. Þar sést hún fyrst skammt austan við Súlunes 26 og liggur í rúma 30 m áður en hún er rofin af vegruðningi sem rutt hefur verið upp í framhaldi af malbikaðri götu Súluness. Þessi vestasti hluti er mjög skýr. Þar er gatan nokkuð breið og allt að 1,4 m frá botni hennar og upp á norðurbarminn. Leiðin er rofin á um 25 kafla en heldur svo áfram til austurs, nokkuð grynnri og ógreinilegri en vestast. Gatan liggur þaðan, óslitin allt að Hafnarfjarðarbraut eða tæpa 200 m. Á þessum kafla er slóðinn yfirleitt fremur grunnur eða innan við 10 cm djúpur. Undantekning er þar sem slóðinn liggur sunnan í bæjarhól Litla-Arnarness frá áætluðum lóðamörkum lóðar 33 við Súlunes og að túngarði Litla-Arnarness. Á þessum slóðum eru allt að 1,5 m frá botni slóðans og að brúnum hans.
Greinilegt er hvar slóðinn liggur yfir túngarðinn. Slóðinn sást á Strympumel þar til fyrir um 20 árum, en var skt. heimildamanni eyðilagður af jarðýtum í e-m framkvæmdum.

Wegenerstöpull

Wegenerstöpull – Wegenerstöpull er annar tveggja steinstöpla (svipaður stólpi var reistur í Öskjuhlíð) sem reistur var af Alfred Wegener, þýskum vísindamanni, hér á landi vafalaust til viðmiðunar til að sýna fram á landrekskenninguna sína. Stöpulinn reisti Wegener í aprílmánuði árið 1930. Árið 2000 voru settar plötur með söguágripi á stöpulinn. Stöpullinn er ferkantaður, steyptur og rúmlega 3 m hár. Flatarmál er 1 x 1 m. Hann stendur við gangstétt efst á götunni Hegranes við gatnamót Arnarnes og Hegranes.

Wegenerstöpull er á horni Hegarness og Arnarness. Stöpullinn stendur við gangstétt. Steinsteyptur stöpull, ferkantaður. Rúmlega 3 m hár og um 1×1 m að flatarmáli. Reistur af Alfred Wegener í apríl 1930 í tengslum við landrekskenninguna. Stöpullinn er ekki fornleif en hefur ótvírætt menningarsögulegt gildi.

Heimild:
-Fornleifaskráning í Garðabæ, Fornleifastofnun Íslands 2009.

Arnarnes

Arnarnes 1968.

Hofstaðir

Í Fornleifaskráningu í Garðabæ árið 2009 er m.a. fjallað um sögu byggðar:

Byggðasaga

Langeyri

Landamerkjavarða Garðabæjar við Hvíluhól.

„Til að geta sett niðurstöður fornleifaskráningar í fræðilegt samhengi er nauðsynlegt að hafa hugmynd um sögu byggðar á svæðinu sem er til rannsóknar. Byggðasaga er einn sá grunnur sem áætlanir um frekari rannsóknir, t.d. uppgrefti, ættu að byggja á. Vitneskja um sögu byggðar eykur líkur á að rannsóknarefni fornleifafræðinga séu mótuð og þar af leiðandi fáist markvissari niðurstöður.

Garðabær

Garðabær – loftmynd 1954.

Ekki hefur mikið verið ritað um byggðasögu Garðabæjar, eða þeirra jarða sem bærinn byggðist úr. Fyrir áhugasama um sögu og þróun byggðar í Garðabæ má þó benda á Garðabær: Byggð milli hrauns og hlíða sem út kom 1992 en þar er að finna úttekt á upphafi byggðar innan marka bæjarfélagsins og þróun hennar allt fram á síðustu ár og Örnefni og leiðir í landi Garðbæjar frá 2001, en þar er teknar saman all ítarlegar upplýsingar um örnefni innan marka bæjarfélagsins sem og gamlar leiðir og flestar þeirra merktar samviskusamlega á loftmyndir og kort. Sökum þess að lítið hefur verið fjallað um byggðarsögu Garðabæjar er markmiðið hér að draga saman helstu staðreyndir um landnám og byggðarþróun sem þegar hafa verið settar fram en jafnframt nota fornleifaskráningu og þær fornleifarannsóknir sem gerðar hafa verið allt fram á síðustu ár til að bæta við myndina og dýpka skilning á byggðarþróuninni. Auk fornleifa nýtast fjölmargar ritaðar heimildir við ritun byggðasögu s.s. Landnáma, Sturlunga og Íslendingasögur, Íslenzkt fornbréfasafn, tölur um dýrleika jarða og upplýsingar um staðsetningu kirkna og bænhúsa. Sú umfjöllun sem hér fylgir um byggðasögu Garðabæjar, eins og reyndar skýrslan í heild, afmarkast við mörk bæjarfélagsins eins og þau eru nú.

Smiðjuhóll

Smiðjuhóll við Arnarnes.

Land Garðabæjar tilheyrði Álftaneshreppi, að líkindum allt frá upphafi hreppaskipulags sem á rætur að rekja í það minnsta aftur á 13. öld og sennilega allt aftur til 11. aldar, og var svo allt til 1878 er skipting varð milli Garðahrepps og Bessastaðahrepps. Almennt er álitið að bæir, þar sem kirkjur eða bænhús stóðu, hafi byggst snemma, enda hafi slík hús oftast verið stofnsett fljótlega eftir árið 1000.

Garðabær

Garðabær; Hofstaðir – loftmynd 1954.

Aðeins ein kirkja er skráð innan marka Garðabæjar, Garðakirkja, enda greinilegt að á Görðum var þungamiðja byggðar fyrr á öldum. Ritaðar heimildir eru um eitt bænhús innan Garðabæjar og sem var landi Arnarness. Vel má vera að fleiri slík hafi verið á hinum lögbýlunum en heimildir um þau glatast. Þá eru kuml óræk sönnun um forna byggð sem komin var á fyrir 1000. Engin kuml hafa fundist innan núverandi marka Garðabæjar né örnefni sem gefa slíkt til kynna. Það er áhugavert og líklegt að kumlunum hafi verið raskað, þau ekki verið til staðar á svæðinu eða þekking um staðsetningu þeirra glatast. Landamerki og landamerkjagarðar sem skilja á milli jarða geta einnig verið fornir og gefið til kynna aldur býlanna. Tvenn slík garðlög eru skráð í Garðabæ. Hið fyrra skilur á milli Setbergs og Urriðakots en hið seinna á milli Setbergs, Hraunsholts, Urriðakots, Hagakots og Vífilsstaða. Einnig koma bæjarnöfn að góðu gagni þegar á að reyna að ákvarða í hvaða röð jarðir hafi byggst. Selstaða er þekkt frá þremur lögbýlum í Garðabæ, Görðum, Setbergi og Vífilsstöðum. Það getur verið vísbending um að býlin séu eldri en önnur á svæðinu.
Samkvæmt tiltækum vísbendingum mætti ætla að elsta byggða ból innan bæjarmarkanna væri Garðar. Garðastaður var metinn á 60 hundruð árið 1697, en til samanburðar var Setberg metið á 16 hundruð árið 1703. Enginn vafi er á því að öll býlin í Garðahverfi byggðust út úr Görðum og árið 1703 voru flest býlin í Garðhverfi enn hjáleigur í óskiptu landi Garðastaðar.

Garðar

Garðar.

Örnefnið ‘Garðar’ er að líkindum frumlegra en ‘Bessastaðir’og virðist hæfa betur fyrsta býlinu á Álftanesi, en að auki eru Garðar metnir nokkru verðmætari í jarðabók 1703,10 þó svo að þar kunni að liggja aðrar ástæður að baki.11 Samkvæmt Landnámu var bróðursonur Ingólfs Arnarsonar, landnámsmaður á stórum hluta þess svæðis sem Garðabær nú byggir: Ásbjörn Össurarson, bróðurson Ingólfs, nam land milli Hraunholtslækjar og Hvassahrauns. Álftanes allt, og bjó á Skúlastöðum. Hans son var Egill, faðir (Össurar, föður) Þórarins, föður Óláfs, föður Sveinbjarnar, föður Ásmundar, föður Sveinbjarnar, föður Styrkárs.

Skúlatún

Skúlatún og Skúlatúnshraun. Helgafell fjær.

Staðsetning Skúlastaða er, eins og áður kom fram, ekki þekkt, en tvær megin kenningar hafa verið á lofti varðandi staðsetningu landnámsbæjarins. Sú fyrri er sú að annað hvort hafi hann verið þar sem seinna byggðust Garðar eða Bessastaðir. En sú síðari sem verður að teljast ósennilegri, er að þeir hafi verið í Skúlatúni, sem er grasigróinn blettur á hraunbreiðu vestur af Helgafelli, við afrétti Garðabæjar og Bessastaðahrepps. Það verður að teljast afar ósennilegt að landnámsbærinn hafi staðið í Skúlatúni enda er þar með öllu vatnslaust og slægjulaust. Hraunið sem Skúlatún er hluti af er að líkindum eldra en landnám Íslands og auk þess er ótrúlegt að fyrsta byggðin á svæðinu hafi verið upp til fjalla, en ekki á grónari og búsælli svæðum niður við sjó. Sá hluti Garðabæjar sem stendur utan ætlaðs landnáms Ásbjörns, var samkvæmt Landnámu byggt Vífli, leysinga Ingólfs: Vífli gaf Ingólfur frelsi, og byggði hann að Vífilstóftum; við hann er kennt Vífilsfell; þar bjó (hann) lengi, varð skilríkur maður.

Vífilsstaðir

Vífilsstaðir fyrrum.

Vífilsstaðir draga því samkvæmt þessu nafn sitt af Vífli þessum og taldi Björn Þorsteinsson að frásögnina mætti telja vitnisburð um fyrsta kotið á landinu. Hvaða trúnað sem fólk kann að leggja á Landnámu, er ljóst að á svipuðum tíma og þeir atburðir sem hún lýsir komust fleiri jarðir, eða hjáleigur, í byggð innan núverandi marka Garðabæjar. Fornleifauppgröftur við Hofstaði í miðbæ Garðbæjar leiddi m.a. í ljós skála frá landnámstíð. Mannvirkið er næststærsti víkingaaldarskáli sem grafinn hefur verið upp hér á landi, eða um 30 x 8 m að flatarmáli og því virðist ekki hafa verið um kotbúskap þar að ræða, þó svo að á seinni öldum hafi Hofsstaðir verið metnir sem hálflenda.
Þéttbýli byrjaði að myndast í landi Garðabæjar í kringum 1950 í kjölfar skorts á einbýlishúsalóðum í Reykjavík. Fyrsti vísirinn af þéttbýli byrjaði að myndast í landi Sveinatungu og Hraunsholts og um 1960 risu ný hverfi fyrst í Flötum, sunnan Vífilsstaðavegar og í Arnarnesi. Árið 1960 var Garðabær löggiltur sem verslunarstaður og 1975 fékk bæjarfélagið kaupstaðaréttindi.“

Ritaðar heimildir um jarðir í Garðahverfi

Garðar

Garðar fyrrum.

„Garðastaður er sú jörð innan marka Garðabæjar sem elstar og mestar heimildir eru til um.
Í Hrafnkels sögu Freysgoða sem flestir telja ritaða um 1300 er minnst á Þormóð Þjóstarson sem sagður er búa í Görðum á Álftanesi. Garðar koma tvisvar fyrir í Sturlungu í báðum tilfellum í sögum sem líklega voru ritaðar á seinni hluta 13. aldar. Í Íslendingasögu segir að Gizur jarl hafi gist nokkrar nætur á Görðum hjá Einari bónda Ormssyni. Þar hitti Gizur Óláf jarl Oddson í kirkjugarðinum í Görðum. Í Þórðar sögu kakala segir frá því þegar Þórður Bjarnason dvelur hjá Einari Ormssyni í Görðum og var á endanum höggvinn í “ytri stofunni” á Görðum.
Elsta heimildin um Garða er líklega í kirknaskrá Páls biskups Jónssonar í Skálholti, frá um 1200, og er því ljóst að Garðastaður er gömul kirkjujörð. Þar stóð fram að siðaskiptum á 16. öld Péturskirkja, helguð Pétri postula. Í kirkjumáldaga frá 14. öld sést að Garðakirkja var nokkuð vel stæð og voru eignir hennar dæmigerðar fyrir kirkjur á stórbýlisjörðum.

Garðakirkja

Garðakirkja fyrir 1960.

Garðakirkja var aflögð í upphafi 20. aldar er Garðasókn var sameinuð Hafnarfjarðarsókn og var síðasta messan haldin 15. nóvember 1914. Árið 1960 var Garðasókn hins vegar upptekin að nýju og fáum árum seinna var ný Garðakirkja vígð, byggð að hluta á veggjarústum hinnar eldri kirkju.
Frá árinu 1307 er varðveitt bréf er varðar tilkall Garðastaðar til rekaviðs og landrekins hvals við Grindavík en samkvæmt því áttu Garðar allan: “vidreka og hvalreka fra Ranganiogre og [i] Leitu kvenna bása. ad kalftiorninga fiouru.“ Í Hítardalsbók er máldagi frá 1367 sem segir að Garðakirkja, sem sé helguð Pétri postula, eigi allt heimland, Hausastaði og Selskarð. Í Vilchinsmáldaga frá 1397 er jörðunum Hlíð, Bakka, Dysjum, Hraunsholti og Hjallalandi, auk afréttar í Múlatúni, bætt við upptalninguna á eignum. Rúmlega 150 árum síðar, eða 1558, fóru fram jarðaskipti að undirlagi Knudt Stensson, Konglig Mejestetz Byfalningsmann, við séra Lopt Narfason í Garðakirkju, er færðu Hlíð undir Bessastaði og í konungseign, en í staðinn fengu Garðar Vífilsstaði, sem fram að því höfðu tilheyrt Viðeyjarklaustri. Samkvæmt Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns voru Garðar metnir á 60 hndr árið 1697.

Bali

Balavarða (landamerkjavarða).

Í örnefnaskrá Kristjáns Eiríkssonar segir að Hafnarfjörður eigi þá 16 ha þríhyrning úr landi Garða, frá gömlu marklínunni í átt að Álftanesvegi, þar sem nú er hluti af Norðurbænum í Hafnarfirði. Görðum tilheyrir landið sjávarmegin við Hafnarfjarðarveg inn að Arnarneslæk sem ræður til sjávar. Er Hafnarfjarðarkaupstaður var stofnaður 1907 voru honum ákveðin norðurmörk “Úr sjó utanvert við Balatún, sjónhending eftir takmörkum Hafnarfjarðarhrauns og Dysjamýrar, þar til kemur á hinn forna veg frá Görðum til Reykjavíkur.

Engidalsvarða

Engidalsvarðan.

Eftir þeim vegi í Engidal. Þaðan eftir nyrðri brún Hafnarfjarðarhrauns, þar til kemur á móts við austurhorn Hraunholtstúns …”. Land þetta tilheyrði þó Garðastað eftir sem áður en 1912 keypti Hafnarfjarðarkaupstaður það mestallt og heimilaði Alþingi það með lögum nr. 12, 22.10.1912 með þessum merkjum: “Bein lína úr Balaklöpp við vesturenda Skerseyrarmalar í veginn frá Hafnarfirði til Reykjavíkur, þar sem hann fer að fara lækkandi frá norðurbrún hraunsins. Þaðan bein lína í Hádegishól, hádegismark frá Hraunsholti, nálægt í hásuður frá bænum, spölkorn frá hraunjaðrinum…”
Hamarskotstún var eftir sem áður eign Garðastaðar. Görðum tilheyrir landið sjávarmegin við Hafnarfjarðarveg inn að Arnarneslæk sem ræður til sjávar. Í Garðahverfi eru nokkrar litlar jarðir og hjáleigur sem byggst hafa út frá Görðum og sem frá fornu fari hafa tilheyrt kirkjujörðinni. Ágangur sjávar og landbrot virðist hafa hrjáð allar jarðirnar í Garðhverfi, t.a.m. segir í Jarðabók Árna og Páls að bæjarhús Bakka hafi þurft að færa þrisvar frá sjó og árið 1918 var búið að færa Austurbæjarkálgarðinn á Dysjum fimm sinnum síðustu 28 árin á undan sökum landbrots.

Á Dysjar er fyrst minnst í Vilchinsmáldaga frá 1397 og er jörðin sögð eign kirkjunnar á Görðum. Í skrá frá 1565 yfir byggðar jarðir Garðakirkju er minnst á Dysjar og er jörðin þá ekki lengur talin hjáleiga. Í Jarðabók Árna og Páls frá 1703 eru Dysjar enn eign Garðakirkju og teljast lögbýli í óskiptu Garðastaðalandi og er jarðadýrleiki því óviss, því vitanlega borgaði jörðin enga tíund. Árið 1971 eignaðist Hafnarfjörður hluta úr landi Dysja.

Garðahverfi

Dysjar og Vestur-Dysjar (h.m.).

Líkt og Dysjar kemur Bakki fyrst fyrir í Vilchinsmáldaga frá 1397 og svo aftur í skrá yfir byggðar jarðir í eign Garðastaðar frá 1565 og telst þar ekki hjáleiga.
Í Jarðabók Árna og Páls frá 1703 segir að Bakki sé lögbýli og hafi fullt fyrirsvar, en standi í óskiptu landi Garðastaðar og því er dýrleiki óviss. Í Jarðabók segir jafnframt: „Þessum bæ fylgdi til forna Garðamýri (ein mýri þarí hverfinu … Mýrina tók hjer frá Sr. Þorkell Arngrímsson og lagði til heimastaðarins sökum eklu á torfristu og útheyss slægjum og færðist so aftur landskuldina …” Byggð á Bakka lagðist af árið 1910.

Garðahverfi

Pálshús.

Elstu heimildir um Pálshús eru frá 1565 og er býlið þá hjáleiga í landi Garða. Árið 1703 er Pálshús enn fyrirsvarslaus hjáleiga í óskiptu Garðastaðalandi.
Svipaða sögu er að segja af Nýjabæ, á jörðina er fyrst minnst 1565 í skrá yfir byggðar jarðir í landi Garða. Í jarðabók frá upphafi 18. aldar er Nýibær kallaður hálfbýli, „því þarer ekki fyrirsvar (eða hreppamanna hýsing) nema að hálfu. Stendur þetta býli í óskiftu Garðastaðar landi og samtýniss við Garða eins og hin í hverfinu, er hjáleigur kallast.”
Á Ráðagerði og Miðengi er ekki minnst í heimildum fyrr en 1703 og þá sem hjáleigur Garða í óskipu Garðastaðalandi. Þar að auki segir í Jarðabók að Miðengi hafi fyrst byggst úr Hlíðarlandi á fyrri hluta 17. aldar og hafi í manna minnum haft hálft fyrirsvar.

Garðahverfi

Hlíð.

Móakot byggðist einnig úr Hlíð og segir í jarðabók frá 1703 að það hafi gerst fyrst „í þeirra manna minni, sem nú lifa” og er elsta heimildin um Móakot einungis 5 árum eldri, frá 1698. 16. febrúar það ár var Oddi Ásbjarnarsyni ábúanda á Móakoti stefnt fyrir Kópavogsþing sökum lönguhöfuðs sem reist hafði verið á grenispýtu, en á þinginu gekkst vinnumaður á Görðum við því að hafa reist stöngina í þeim yfirnáttúrulega tilgangi að kalla fram betra veðurfar til fiskveiða. Móakot fór í eyði árið 1930.
Árið 1397 er Hlíð eign kirkjunnar á Görðum og er árið 1565 er á lista yfir byggðar hjáleigur í landi Garða. Í Jarðabók Árna og Páls árið 1703 er Hlíð enn hjáleiga Garða og tekið fram að jörðin hafi verið „lögbýli áður en Miðengi var þar frá tekið og var þar þá fyrirsvar að menn meina.”.

Hausastaðir

Hausastaðir – minnismerki um Hausastaðaskóla fremst.

Hausastaðir og Selskarð voru eign Garða þegar árið 1367, og eru það einu jarðirnar sem minnst er á í Hítardalsbók sem voru í landi Péturskirkjunnar á Görðum. Því er mögulegt að Hausastaðir og Selskarð séu elstu jarðirnar sem byggðust út frá Garðastað, en á aðrar jarðir er ekki minnst fyrr en í fyrsta lagi 1397. Á báðar jarðirnar er svo minnst árið 1565, í skrá yfir byggðar jarðir staðarins sem ekki voru hjáleigur. Í Jarðabók Árna og Páls frá 1703 eru Hausastaðir „lögbýli kallað því það hefur fult fyrir svar en stendur þó í óskiftu Garðastaðar landi so sem hjáleigur. Jarðadýrleiki óviss.” Frá sama ári segir um Selskarð í jarðabók að jarðadýrleiki sé einnig óþekktur og að árið 1703 hafi verið einn ábúandi, 1 kúgildi og landskuld hafi verið 60 ánir.

Garðahverfi

Garðahverfi – örnefni.

Síðasta jörðin í Garðahverfi er Hausastaðakot. Á þá jörð er ekki minnst fyrr en í Jarðabók Árna og Páls frá 1703 og er því ljóst að hún er að líkindum eitthvað yngri en hinar jarðirnar. Hausastaðakot var hjáleiga í óskiptu Garðastaðalandi, en samkvæmt Jarðabókinni var það mál manna að „hún hafi til forna legið til Hausastaða og verið þar frá tekin og lögð undir staðinn fyrir mannslán og mjeltunnu, sem hvorutveggja var áður skilið í landskuld auk þeirra sem nú er.“

Hofstaðir

Hofstaðir – dæmi um vel frágengnar fornleifar í þéttbýli. Fornaldarskálinn sést vel á loftmyndinni.

Ritaðar heimildir um jarðir utan Garðahverfis Nú verður rakin stuttlega byggðasaga þeirra jarða sem eru utan Garðahverfis. Jarðirnar koma fremur sjaldan fyrir í gömlum ritheimildum. Elsta heimildin um Hofstaði er frá 1395, en á hinar er ekki minnst fyrr en á 16. og 18. öld. Þó er ljóst að flestar jarðanna hljóta að vera þó nokkuð eldri en ritheimildir gefa vísbendingar um. Slíkt má fullyrða, m.a. vegna tiltækra upplýsinga um landnámsskála á Hofstöðum og þeirra upplýsinga sem nú hafa komið í ljós í Urriðakoti. Í Landnámu er einnig talað um Vífilstóftir, sem án efa er undanfari Vífilsstaða og er það án efa vísbending um háan aldur jarðarinnar. Jarðirnar utan Garðahverfis verða hér teknar fyrir í þeirri röð sem þær komu fyrir í Jarðatali Johnsens frá 1847.

Setberg

Setbergsbærinn 1772 – Joseph Banks.

Setberg er vestust jarðanna innan marka Garðabæjar og tilheyrir að hluta Hafnarfirði. Elstu varðveittu ritheimildir um Setberg eru frá fyrri hluta 16. aldar. Til er kvittunarbréf frá árinu 1505 er staðfestir að Grímur Pálsson sé skuldlaus Þorvarði Erlendssyni vegna kaupa þess fyrrnefnda á jörðinni Setbergi. Átján árum síðar, eða 1523, var útgefið annað sölubréf fyrir eignaskiptum á jörðinni, en Tómas Jónsson hafði þá greitt bræðrunum Pétri og Halli Björnssonum að fullu fyrir Setberg en í þessu bréfi eru landamerki jarðarinnar m.a. talin upp. Af jarðabréfum má ráða að upp úr miðri 17. öld skipti Setberg nokkrum sinnum um eigendur. Samkvæmt Jarðabók Árna og Páls frá 1703 var Setberg metið á 16 hndr og er í eign Þóru Þorsteinsdóttur. Á þeim tíma er Setberg eina jörðin innan núverandi marka Garðbæjar sem var í einkaeign og hafði svo verið í það minnsta frá því fyrir 1505 samkvæmt þeim eignaskiptabréfum sem varðveist hafa. Árið 1912 keypti Hafnarfjörður hluta af Setbergslandi, allt til Lækjarbotna úr neðstu jarðabrú í Kaplakrika.

Urriðakot

Urriðakot.

Óvíst er um aldur Urriðakots, en jörðin virðist hafa verið í eigu kirkjunnar fram á miðja 16. öld. Nafn Urriðakots kemur fyrst fyrir í jarðaskiptabréfi frá 1563 en jörðin er þá ein 19 jarða sem renna til konungs í skiptum fyrir jafnmargar jarðir til Skálholtsstóls. Næstu heimildir er varða Urriðakot eru frá 18. öld og er þá jörðin enn í konungseign. Í Jarðabók frá 1703 er jarðadýrleiki óviss, en Urriðakot er þar kallað hálfbýli því það hefur ekki fyrirsvar nema til helmings á móti lögbýlisjörðum og er í konungseign. Árið 1847 var Urriðakot svo komið í bændaeign og metið á 16 hndr. Ekki er loku fyrir það skotið að Urriðakot hafi á sínum tíma byggst út frá Setbergi. Nú liggja mörk Setbergs og Urriðakots um Urriðakotsvatn og um miðjan Hrauntanga sem skagar út í vatnið að norðanverðu. Á Hrauntanga er fornt garðlag sem kallast Lambhagagarður og teygir það sig inn á báðar jarðir. Lambhagagarður er eldri en landamerkjagarðurinn sem skiptir jörðunum norður af Urriðakotsvatni og sem gengur þvert á Lambhagagarð. Hið forna garðlag er því líklegur vitnisburður þess að eitt sinn hafi Setberg og Urriðakot verið ein og sama jörðin. Nöfn jarðanna gætu gefið vísbendingu um hvor sé eldri, en „kot” örnefni eru yfirleitt talin yngri en nöfn sem vísa í náttúruaðstæður, líkt og „Setberg”.

Vífilsstaðir

Vífilsstaðir fyrrum.

Byggð á Vífilsstöðum á mögulega upphaf sitt á landnámsöld, eins og áður kemur fram, en annars eru ritheimildir hljóðar varðandi Vífilsstaði fram undir miðja 16. öld, en frá þeim tíma eru til talsvert af heimildum, allar stjórnsýslulegs eðlis.

Vífilsstaðir

Vífilsstaðir – loftmynd 1954.

Í Fornbréfasafni er Vífilsstaða tvisvar getið í Fógetareikningum af konungsjörðum í Borgarfirði, Viðeyjarklaustursjörðum og öðrum konungsjörðum í Kjalarnesþingi 1547-1548 og aftur getið í fógetareikningum 1549-1550. Vífilsstaðir koma einnig fyrir í afgjaldarreikningum Kristjáns skrifara frá 1550 og í fógetareikningum 1552. Ári síðar, eða 1553, er nefndur ábúandi á Vífilsstöðum í hlutabók og sjávarútgerðarreikningi Eggerts hirðstjóra. Að undirlagi Knudt Stensson Konglig Majestetz Byfalningsmann gengu Vífilsstaðir undir Garðakirkju árið 1558, en jörðin hafði fram að þeim tíma tilheyrt Viðeyjarklaustri. Var það gert í skiptum fyrir Hlíð sem var tekin undir konungsjörðina Bessastaði. Minnst er á Vífilsstaði í skrá yfir byggðar jarðir Garðakirkju frá árinu 1565. Í Jarðabók Árna og Páls frá 1703 er dýrleiki jarðinnar sagður óviss sökum þess að Vífilsstaðir eru þá enn Garðakirkjueign,75 og dýrleiki er ekki heldur tilgreindur Jarðatali Johnsens frá 1847. Vífilsstaðir eru líklegast einna þekktastir fyrir að vera aðsetur heilsuhælis fyrir berklasjúklinga, en það var sett á laggirnar árið 1910. Árið 1974 lagðist búrekstur lagðist af á Vífilsstöðum.

Hagakot

Fyrrum bæjarstæði Hagakots – Tjarnarflöt 10.

Litlar heimildir frá fyrri öldum hafa varðveist um Hagakot. Árið 1703 var jörðin í konungseign og hálflenda með fyrirsvar til hálfs á við lögbýli. Bæjarrústir Hagakots eru nú horfnar með öllu, en voru áður þar sem nú stendur íbúðarhúsið að Tjarnarflöt 10.

Björn Konráðsson

Björn Konráðsson, oddviti Garðahrepps í 28 ár.

Hofsstaðir eru næsta jörð norðan Hagakots og er ljóst að búseta hófst þar mjög snemma. Skáli frá landnámsöld fannst við fornleifauppgröft skammt vestur af núverandi bæjarstæði Hofstaða. Hofstaðabærinn stóð þar frá upphafi og fram á 13. öld, en var síðan fluttur, mögulega á þann stað sem núverandi bæjarhús stendur. Elsta byggingarstigið er veglegur víkingaaldarskáli sem ber þess vitni að stórbýli hafi verið á Hofstöðum í fornöld, þó ekki sé minnst á jörðina í Landnámu. Fyrst er minnst á Hofstaði í rituðum heimildum á 14. öld en þá komust Hofsstaðir í eigu Viðeyjarklausturs. Í Jarðabók Árna og Páls frá 1703 eru Hofsstaðir sagðir í eigu konungs og hafa að líkindum orðið það við siðaskiptin um miðja 16. öld. Í Jarðatali Johnsens frá 1847 voru Hofsstaðir enn í konungseign og metnir á 10 hdr.82 Búskapur lagðist af á Hofstöðum árið 1965 og keypti Garðahreppur jörðina undir íbúðahúsalóðir ári seinna.

Garðabær

Þorgarðsdys í Arnarnesi.

Fátæklegar ritheimildir hafa varðveist um Arnarnes. Í Jarðabók Árna og Páls frá 1703 er Arnarnes konungsjörð og jarðadýrleiki því óviss.84 Telja má þó líklegt byggð í Arnarnesi sé mun eldri en þar er eina þekkta bænhúsið innan núverandi merkja Garðabæjar. Á nesinu eru þekkt tvö býli, Arnarnesið sjálft og svo Litla Arnarnes, sem einnig er þekkt sem Arnarnes gamla og Arnarneskot. Ekkert er minnst á kotið í jarðabókinni og gæti það verið vísbending um að Litla Arnarnes kunni að vera yngra en frá árinu 1703 eða ekki í byggð á þeim tíma. Á Arnarnesinu eru þekktar þrjár dysjar sakamanna sem teknir voru af lífi á Kópavogsþingi og ein þeirra, mun vera dys Hinrik Kules sem dæmdur var til dauða fyrir morð þann 23. febrúar 1582. Minna er þekkt um hinar dysjarnar tvær, en þær ganga jafnan undir nöfnunum Þorgarðsdys og Þormóðsleiði. Í Jarðatali Johnsens frá 1847 var Arnarnes enn í konungseign og metin á 20 hdr, og því hæst metna jörðin innan núverandi marka Garðabæjar utan Garðastaðar sjálfs.

Garðabær

Garðabær 1969.

Ekki er vitað hvenær Hraunsholt byggðist fyrst, en líkt og með fleiri jarðir innan marka Garðabæjar þá kann jörðin að vera býsna gömul þótt nafn hennar komi ekki fyrir í mörgum ritheimildum fyrri alda. Elsta þekkta heimildin um jörðina er frá árinu 1565, og er Hraunsholt þá ein jarða Garðakirkju. Í byrjun 18. aldar var jörðin enn í eigu Garðakirkju, en óvíst var á þeim tíma hvort kalla skildi jörðina hálflendu eða lögbýli „því þar er margoft ekki fyrirsvar nema til helminga, utan þegar vel fjáðir menn hafa ábúið, og stendur þetta býli í óskiftu Garðastaðar landi”.
Þó svo að vísbendingar ritheimilda séu fremur þöglar um upphaf og þróun byggðar innan Garðabæjar er ýmislegt sem bendir til að byggð hafi snemma hafist á þessu svæði og jafnvel orðið nokkuð þétt. Til þess benda m.a. uppgreftir á Hofstöðum og í Urriðaholti og Garðahverfið allt. Einnig má vera að á næstu árum/áratugum muni frekari fornleifarannsóknir á svæðinu leiða í ljós mun ítarlegri vitnesku um elstu byggð á svæðinu og þróun hennar.“

Heimild:
-Fornleifaskráning í Garðabæ, Fornleifastofnun Íslands 2009.

Garðabær

Núverandi bæjarstjóri Garðabæjar, Gunnar Einarsson.

Hagakot

Í ritinu „Listin að lifa“ frá árinu 2007 skrifar Sigurður Björnsson greinina „Gengið um Garðabæ“. Umfjöllun Sigurðar birtist annars staðar á vefsíðunni, en í greininni minnist hann m.a. í stuttu máli á Hagakot í Garðabæ. Nefnt kot, eða öllu heldur ábúendur þess, skyldi eftir sig allnokkrar minjar í Hafnarfjarðarhrauni, auk þess sem Hagakotsstígurinn, þ.e. hinn forni selsstígur frá Hofstöðum að seli bæjarins að Urriðavatni, lá um Hagakot.

Hagakot

Hagakot – Tjarnarflöt 10.

„Suður frá Hofsstöðum stóð býlið Hagakot. Bærinn stóð þar sem nú er Tjarnarflöt 10. Gatan dregur nafn sitt af seftjörn, sem fyrrum var í ofanverðu túninu.“
Í manntalinu 1703 eru 5 íbúar skráðir í Hagakoti; 1703: „hálflenda so kölluð, því það hefur ekki fyrirsvar nema til helmings á móts við lögbýlisjarðir.“
Konungseign. JÁM, III, 225.
1703: „Engjar litlar.“ JÁM, III, 226.
Túnakort ekki til.

Hagakotsstígur

Hagakotsstígur. Urriðavatn framundan.

Hagakotsbær: „Býli í Garðahreppi, fyrrum Álftaneshreppi. Er nú í eyði [1964]. Átti sitt eigið tún, en beit í óskiftu Garðastaðalandi, fyrir fénað þann sem túnið framfleytti. Munmæli herma svo: Hagakot á utan túns, beit fyrir kýr í hafti og hest í stokk. Hagi er býli þetta nefnt í fornum bréfum Viðeyjarklausturs…Hagakotsbærinn: Stóð í túninu miðju, þar sér nú aðeins rústirnar,“ segir í

Hagakot

Hagakot – loftmynd 2023.

Skrá yfir örnefni og fiskimið. ,,Hagakot var jörð í Garðakirkjulandi…. Bæjarrústirnar eru horfnar með öllu.
Bæjarstæði Hagakots var þar sem nú er Tjarnarflöt 10″ segir í Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar. ,,Á móts við Brekkutögl liggur stígur út í hraunið, sem nefnur var Hagakotsstígur. Um hann var farið milli Urriðakots og Hagakots, en Hagakot var skammt norðan við Vífilsstaðalæk, en suður af Hofsstöðum“, segir í örnefnaskrá SP yfir Urriðakot.
Þar sem Hagakotsbærinn var áður er nú þétt og gróin byggð. Tjarnargata 10 er einbýlishús og bílskúr og er mikið af trjágróðri á lóðinni. Ekkert markar fyrir bæjarstæði Hagakots á yfirborði, þó leifar þess kunni að leynast undir sverði.“
2001: Bæjarrústir með öllu horfnar, þar er nú Tjarnarflöt 10. GRG, 102.

Í Tímanum 1970 segir frá Birni Konráðssyni, oddviti í Garðahreppi í nær þrjá áratugi. Í viðtali við hann segir Björn m.a. frá Hagakoti og nágrenni:

Björn Konráðsson

„Björn Konráðsson er seztur í helgan stein eftir langt og mikið dagsverk, rúmlega 75 ára að aldri, ern og hress í anda með hugann fullan af áhugamálum um Garðahreppsbyggðina og sístarfandi að hugðarefnum. Hann hefur haft fingurinn á slagæð þessarar byggðar allt hið hraða vaxtarskeið hennar og man tímana tvenna. Fáir hafa orðið vitni að og átt ríkari þátt í slíkum umskiptum sveitar sinnar.
Björn er Skagfirðingur að ætt, lagði ungur að árum leið sína til Noregs og kom þaðan búfræðingur frá Ási og réðst ráðsmaður að ríkisbúinu á Vífilsstöðum.
—Hvenær komst þú í Vífilsstaði, spyr ég Björn, þegar við erum setztir inn í stofu.
—Það var 1923. Berklahælið var þá tekið til starfa, sem kunnugt er og ríkisbúið við það stofnað, en lítið var farið að rækta. Þúfnabaninn frægi hafði þó komið þangað og ráðizt á mýrina vestan við bæjarásinn. Þetta er gamall vatnsbotn, mýrin mjög seig, og þurfti að ræsa hana fram. Það var ekki gert til hlítar í öndverðu, en síðar bætt um það.
Það kom í minn hlut að rækta tún úr umbroti þúfnabanans, og þetta varð gott tún, hefur gefið af sér margan hestburðinn. Það kól aldrei fyrr en 1952, en náði sér fljótt aftur, enda sáði ég í kalið.

Vífilsstaðir

Vífilsstaðir og nágrenni 1954.

— Hve stórt var búið á Vífilsstöðum, þegar þú tókst við, Björn?
— Bústofninn var einar 16 kýr og túnið gaf af sér um 200 hesta af íöðu. Síðar gáfu túnin af sér um 3 þús. hesta og auk þess voru tún ræktuð til beitar. Á þeim bletti, sem þetta hús stendur nú á hér á Flötunum, var einmitt kúabeit frá Vífilsstöðum framan af árum. Hér var kóngsjörð lítil, nefnd Hagakot. Þar var hætt búskap um 1920. Einnig var landið upp með læknum ræktað til beitar.

Hagakot

Hagakot – auglýsing 1895.

Mest varð búið hjá mér um 70 kýr mjólkandi, auk geidneyta, svo að nær hundrað var í fjósi stundum. Ég fékk mjaltavélar 1928.
Bústofninn var lítið annað en kýrnar, aðeins lítið eitt af svínum og hænsn.
— En óræktað land Vífilsstaða, var það beitt?

— Nei, það var snemma friðað, og síðan hefur mikið verið gróðursett af trjám í hlíðinni. Gróðurinn þar og í hrauninu hefur tekið ótrúlega miklum stakkaskiptum, og nú er hraunið orðið sannkallaður unaðsreitur með birkikjarri sínu, skjólbollum og hraunmyndum. Þessa lands getur fólkið hér í byggðinni nú notið, en ég treysti því til þess að verja það og vernda.
— Hve lengi hefur þú verið oddviti, Björn?
— Ég var kjörinn í hreppsnefnd hér 1931, og fer úr henni á þessu herrans ári 1970, svo að nú geturðu reiknað. Eru það ekki nær 40 ár? Oddviti var ég í 28 ár.“

Í Ísafold 1895 er Hagakot auglýst til leigu:

Hagakot

Hagakot – auglýsing 1896.

„Umboðsjörðin Hagakot í Garðahreppi, 8,3 hndr. að dýrleika eptir mati nýju mati, er laus til ábúðar í næstkomandi fardögum. Eptirgjaldið er; landskuld 40 álnir og leigur 20 álnir eptir smjörverði.
Umboðsmaður í Kjósar- og Gullbringusýslu, 14. desember 1895 – Franz Siemsen“

Í Ísafold 1896 er Hagakot aftur auglýst til útleigu:

„Umboðsjörðin Hagakot í Garðahreppi er laus til ábúðar í næstkæmandi fardögum. Eptirgjaldið er; landskuld 40 álnir og leigur 20 pd. smjörs.
Þeir, sem óska að fá ábúð á jörðu þessari, snúi sjer sem fyrst til mín sem umboðsmanns tjeðrar jarðar.
Skrifst. Kjósar- og Gullbringusýslu 17 des. 1896 – Franz Siemsen“

Í Ísafold 1898 er enn ein auglýsingin um leigu á Hagakoti:

„Hagakot í Garðahreppi, að dýrl. 8,3 hdr. n.m. Landskuld 40 álnir, leigur 20 pd. smjörs.
Skrifstofu Kjósar- og Gullbringusýslu 23. janúar 1898 – Franz Siemsen“

Hagakot

Hagakot – herforingjakort 1919.

Lítill áhugi virðist vera á jörðinni enda ræktað landrými takmarkað. Svo fór, líkt og Björn lýsti, að jörðin lagðist í eyði um 1920.

Í Örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar segir um Hagakot:

„Hagakot, býli í Garðahreppi, fyrrum Álftaneshreppi. Hagi er býlið nefnt í skjali frá gömlum tímum.

Hagakot

Hagakot – stekkur.

Hagakotsbær stóð í Hagakotstúni því nær miðju, en það mun hafa fóðrað þrjár kýr eða þar um bil. Hagakotstúngarðar lágu að því austan, norðan og vestan. Hagakotstraðir lágu frá bænum vestanvert upp túnið í alfaraleiðina, sem lá rétt ofan við túnið. Hali eða Ranghali nefndist vesturhluti túnsins. Ofan eða bak við bæinn var Hagakotstjörn. Þangað var stundum sótt vatn. Á sumrum var hún gróin fergini. Hagakotsmýri lá neðan túnsins niður að Hagakotslæk, eins og lækurinn var kallaður, meðan hann rann meðfram landi býlisins. Beint niður undan bænum var vatnsbólið og vatnsgatan ofan frá bæ og þangað niður. Vestan túns var Vaðið yfir lækinn, þar sem hann nefndist Djúpilækur. Suðaustur frá túninu var Steinbrúin eða Stiklurnar yfir lækinn.

Hagakot

Hagakot – Hagakotshellir.

Austan túns var barð, og þar var mótekja, nefndist Móbarð. Hagakotsmelar lágu vestan, ofan og austan túns, og þar um lá alfaraleiðin. Austan túns niður undan melunum var Torfmýrin. Um hana var talið, að lægi landamerkjalínan milli Hagakots og Vífilsstaða. Þar upp af var lægð, Grófin. Ofar í holtinu var Sérstakaþúfa, eða eins og hún var kölluð frá Hagakoti, Syðriþúfa. Aðrir töldu, að landamerkin lægju nokkru innar um svonefnda Nautalind eða Nautadrykk og þá um Mýrarblettinn.

Hagakot

Hagakot – loftmynd 1954.

Hagakotsstígur lá frá Vaðinu suður um hraunið, Svínahraun, að Urriðakoti. Því var stígurinn allt eins nefndur Urriðakotsstígur. Spölkorn úti í hrauninu var Hagakotshellir, lítill skúti, en þó skjól fyrir fé. Þar lengra úti á hrauninu var Hagakotshóll eða (?) Hádegishóll, eyktamark frá Hagakoti.

Þjóðjörðin Hagakot í Garðahreppi á tún sitt, hefur eftir fornri venju notað mýri fyrir neðan túnið og mótak í barði austur af túninu og beit í Garðakirkjulandi fyrir fénað þann, sem framfleytist af mýrinni og túninu.“

Öllu umhverfis túnstæði Hagakots fyrrum hefur nú verið umverft undir þarfir nútímans…

Heimildir:
-Listin að lifa, 2. tbl. 01.06.2007, Gengið um Garðabæ, Sigurður Björnsson, bls. 46.
-Manntalið 1703.
-Tíminn, 113. tbl. 24.05.1970, Hann var oddviti í Garðahreppi nær þrjá áratugi – Björn Konráðsson, bls. 14 og 22.
-Ísafold, 96. tbl. 21.12.1895, auglýsing, bls. 884.
-Ísafold, 89. tbl. 23.12.1896, auglýsing, bls. 858.
-Ísafold, 6. tbl. 02.02.1898, auglýsing, bls. 24.
-Skrá yfir örnefni og fiskimið í Álftaneshreppi, 7; GRG, 102; Ö-Urriðakot SP, 4.
-Örnefnalýsing, Hagakot – Gísli Sigurðsson.
-Garðahraun Efra- Fornleifaskráning- og skýrsla. Antikva 2018.

Hagakot

Hagakot og nágrenni – herforingjakort 1919.

Garðahverfi

Í ritinu Harðjaxl réttlætis og laga 1924 skrifar „Gamall Garðhreppingur“ um „Átthagafræði Garðahrepps„. Um var að ræða verðlaunasamkeppni ritsins þar sem viðkomandi lýsir bæjum og ábúendum í Garðahreppi:

Hr. ritstjóri!

Lónakot

Lónakotsbærinn.

„Þegar eg las í blaði yðar Harðjaxl um hinn mikla framgang Harðjaxlsstefnunnar, sem ennþá er vitanlega mestur í höfuðborginni, datt mér í hug, að þegar þér farið að senda erindreka yðar út um sveitirnar, væri gott fyrir yður að vita nokkur deili á býlum þeim og bændum, þar sem erindrekar yðar fara um. Þess vegna sendi eg yður hér með stuttorða lýsingu á bæjarnöfnum og fleiru smávegis, í þeim hreppi, sem eg er tiltölulega kunnugastur í.
Syðsti bær hreppsins er Lónakot. þar bjó til skamms tíma Guðlaugur; var hann sveitarhöfðingi hinn mesti, og bætti jörð sína mjög, og fór vel með allar skepnur, sérstaklega sauðfé. En nú er hann fluttur til Hafnarfjarðar og mun það mest vera fyrir þá sök, að honum þótti of lítið útsvar lagt á sig í hreppnum. Nú býr í Lónakoti Þorsteinn frá Herdísarvík, sá sem ekki vildi dóttur þórarins. Er hann sagður búhöldur góður.

Óttarsstaðir

Óttarsstaðir.

Næsti bær fyrir innan Lónakot eru Óttarstaðir; þar er tvíbýli. Á öðrumum partinum býr Guðmundur strandamaður. þar bjó áður Guðjón, sem búnaðist best í Krýsuvík. Á hinum partinum býr Sigurður; var hann talinn góður bóndi áður en bílarnir komu. Skammt fyrir ofan Óttarstaði er býlið Eiðskot.
Þar búa bræður tveir, Sveinn og Guðmundur. Eru þeir smiðir góðir og gamlir skútumenn, en hafa nú í seinni tíð hneigst til sauða, eins og stórbóndinn á Hvaleyri. Einnig hafa þeir verið helstu skónálasmiðir hreppsins um mörg ár.
Nú kemur engin bygð. fyr en í Straumi. Þar bjó um langan aldur Guðmundur dýravinur. En nú er hann kominn til Hafnarfjarðar eins og Guðlaugur, og lifir þar á sauðfé sínu og guðs blessun. Bjarni skólastjóri hefir nú útibú í Straumi, og á margt auðfé. Þar er engum úthýst.

Þorbjarnastaðir

Þorbjarnastaðir – tilgáta (ÓSÁ).

Í inn-hraununum eru nú sex býli í eyði, sem búið hefir verið á til skamms tíma, en liggja nú flest undir Straum.
Helsta býlið af þessum sex voru Þorbjarnarstaðir. Þar bjó lengi Þorkell faðir Árna, Ingólfs og Geira. Og var honum að sögn bygt út fyrir þá sök, að hann þótti ekki gresja nóg skóginn.
Hann hafði mikla ást á geldingum, sérstaklega mislitum. Nú er hann kominn til fjarðarins eins og Laugi. Í Péturskoti, sem er eitt af eyðibýlunum, bjó eitt ár Ingólfur sonur Þorkels, en af því að hann gat ekki tekið með köldu blóði að hafa þar margt fé á litlu, fór hann þaðan, og er nú kominn í velsæluna í firðinum. Á eyðibýlinu Litla-Lambhaga bjó fyrir nokkru Brynjólfur, gamall vinur Þorkels. Mun hann hafa farið þaðan fyrir þá sök að honum þótti of lág landskuldin. Í Gerðinu hefir nú Þórarinn sumarbústað; er hann sami maðurinn sem snéri trollurunum aftur við Reykjanes í fyrra, þegar hann komst ekki í bæjarstjórnina í firðinum. Þá grétu Emil og Gísli. Í Stóra-Lambhaga, sem nú er ein af hjálendum Straums, bjó fyrir nokkru Guðjón, sem nú býr á Langeyri við Hafnarfjörð, faðir Magnúsar hugvitsmanns…

Ás

Ás – tilgáta ÓSÁ.

Þegar hinum svokölluðu Hraunabæjum sleppir, er næsti bær Þorgeirsstaðir. Þar nam land Þorgeir hinn sterki. Nú býr þar Brynjólfur frá Litla-Lambhaga. Er hann víst allgóður bóndi, en heldur þykir hann óheppinn með sauðfé nú í seinni tíð. Skammt frá Þorgeirsstöðum er býlið Stekkur. Þar býr Sigurður. Þykir hann gera það gott eftir atvikum. Næsti bær við Stekk er Ás. Þar býr Oddgeir sonur Þorkels; er það sami maðurinn sem ekki bauð sig fyrir hreppstjóra hérna um árið, en varð hreppstjóri samt, eg man ekki hvað lengi. Nú er höfuðbólið Setberg næsti bær. Þar býr nú Jóhannes Reykdal, og hefir mikið um sig. Þar bjuggu áður Halldór og Anna, sem margir kannast við.

Urriðakot

Urriðakot.

Næsti bær við Setberg er Urriðakot. Þar býr Guðmundur. Er hann tengdafaðir Björns bolsivikka í firðinum, og er sagt, að Guðmundur sé ekkert upp með sér af þeim tengdum.
Þá koma næst Vífilsstaðir. Þar er nú rekinn fyrirmyndar búskapur á kostnað ríkissjóðs, undir stjórn Þorleifs. Og mundi vart betur vera búið, þótt einstakur maður ætti. Og sýnir það, að ríkisrekstur á fullkominn tilverurétt, á hvaða sviði sem er, ef honum er viturlega stjórnað. En heldur þykir bændum útsvarið vera lágt á búinu.
Skammt fyrir neðan Vífilsstaði er Hagakot; það er nú í eyði, en beljur látnar slá túnið á sumrum.

Vífilsstaðir

Vífilsstaðir fyrrum.

Þá koma Hofstaðir. Þar býr nú Gísli, sá sem ekki vill komast í hreppsnefndina. Þar bjó áður Jakob faðir Gísla, vel metinn maður. Fyrir neðan Hofstaði er Arnarnes. Þar býr nú prestsekkja með sonum sínum. Og hefir hún meira álit á hærri stöðum en sumir hreppstjórar. Þá er næst Hraunsholt. Þar hefir lengi búið Jakob; er hann með betri bændum hreppsins, og helsti brautryðjandi hreppsins í kaupfélagsmálum. Og sérstaklega er sagt að hann hafi gengið upp, síðan farið var að slá slöku við að mæla fitumagnið í mjólkinni.

Krókur

Krókur.

Þá tekur við Garðahverfið, og er þá best að byrja á Garðastað. Þar býr prófastur Árni Björnsson, tengdafaðir Gunnlaugs stórkaupmanns. Þá er næst Nýibær. Þar býr Magnús, allgóður bóndi, en heldur er sagt að búskap hans hafi hrakað síðan bæjarfulltrúinn tók heimasætuna. Skamt upp af Nýjabæ er Krókur. Þar bjó lengi Björn faðir Guðmundar. Er sagt að Guðmundur sjái um að blikkkassinn hjá gjaldkeranum springi ekki af offylli. Fyrir neðan Krók eru Pálshús. Þar býr nú Guðjón hreppstjóri, sem ekki fékk Arnarnesið.

Garðahverfi

Pálshús.

Fyrir neðan Pálshús eru Dysjar. Þar er tvíbýli. Á öðrum partinum býr Magnús Brynjólfsson. Og er sagt að bærinn hjá honum leki enn, þó að hann kysi Björn. Á hinum partinum býr Guðjón, mágur Steingríms og Óla H. Skamt frá Dysjum er Bakki. Þar býr nú Kristinn Kristjánsson. Þar bjó áður Isak, sem á meinlausu hundana. Þá er Miðengi. Þar býr Gunnar, sláttumaður góður. Þar næst er Móakot. Þar býr Einar, bróðir Steins rithöfundar. Sonur Einars er Sigurður sá, sem engin hjúkrunarkona vill ganga með, jafnvel þó hún sé launuð af bæjarstjórn. Fyrir ofan Móakot er Háteigur. Þar býr Stefán, faðir Páls.

Garðahverfi

Hlíð.

Þá kemur næst Hlíð. Þar hefir til skamms tíma verið tvíbýli. Nú hefir alla jörðina Gísli Guðjónsson. Þá er næsti bær Grjóti. Þar býr nú sprenglærður búfræðingur með mikilli rausn.
Á Hausastöðum býr nú Valgeir Eyjólfsson, talinn gott búmannsefni. Fyrir neðan Hausaataði er Katrínarkot. Þar hefir lengi búið Jónína, gömul vinkona Guðjóns. Þá er norðasti bær hreppsins, Selskarð. Þar bjó til skamms tíma Þórarinn, sem margir Hafnfirðingar kannast við. En nú hafa þeir félagar Jón og Gísli keypt jörðina, og er sagt að þeir ætli að setjast þar að þegar þeir eru búnir að tapa svo miklu á akkorðunum, að þeir haldist ekki lengur við í firðinum. Og telja kunnugir, að það geti vart dregist lengur en fram á næsta vor, sérstaklega, ef þeir hafa uppskipun úr 14 trollurum í vetur.
Þess skal getið réttum hlutaðeigendum til hróss, að þeir hafa sett mjög öfluga girðingu á milli Álftaness og Garðahverfis. En þó Álftnesingurinn sé ekki árennilegur, mun eg ef til vill, ef eg sé mér færi, skjótast í gegnum hliðið á girðingunni og rita þá lítilsháttar um bændur þar og búalið.“ – Gamall Garðhreppingur.

Heimild:
-Harðjaxl réttlæstis og laga, 16. tbl. 04.12.1924, Átthagafræði Garðahrepps – verðlaunasamkeppni, bls. 2-3.

Garðahverfi

Garðahverfi.

Krýsuvík

Í Lögbergi 1948 er viðtal við Jens Hólmgeirsson um „Stórfellt landnám í Krýsuvík á vegum Hafnarfjarðarbæjar“:

Stórfellt landnám í Krýsuvík á vegum Hafnarfjarðarbæjar

Krýsuvík

Krýsuvíkurbúið fyrrum.

Lokið er byggingu eins íbúðarhúss og hafinn undirbúningur að túnrækt og byggingu gróðurskálans í Krýsuvík á sunnanverðu Reykjanesi var áður allmikil byggð, sem lagðist með öllu niður fyrir nokkru. Þar eru mikil jarðhitasvæði og allgóð aðstaða til ræktunar bæði við jarðhita og án hans. Nú hefir Hafnarfjarðarbær hafið þar landnám að nýju. Er ætlunin að stunda þar bæði nautgriparækt til mjólkurframleiðslu og ræktun matjurta og grænmetis í upphituðum gróðurskálum. Framkvæmdastjóri garðræktarinnar þar hefir verið ráðinn Óskar Sveinsson garðyrkjumaður, en Jens Hólmgeirsson mun sjá um stofnun og starfrækslu kúabúsins. Tíðindamaður blaðsins hefir átt tal við Jens Hólmgeirsson um þessi mál.

Heil kirkjusókn í eyði

Krýsuvík 1887

Krýsuvík 1887.

— Var ekki allmikil byggð í Krýsuvík áður fyrr?
— Jú, Krýsuvík var stórbýli fyrr á öldum og höfuðból, og auk þess voru áður í Krýsuvíkurhverfinu 10—12 hjáleigur og smærri býli. Á þeim tíma var þarna allfjölmennt og fram undir 1600 var prestur í Krýsuvík.
Eftir það var Krýsuvíkurkirkja annexía frá Strönd í Selvogi, en síðar var kirkjunni þjónað frá Grindavík. Árið 1928 mun kirkjan hafa verið lögð niður, enda var þá aðeins fátt fólk eftir í sókninni. Munir og gripir kirkjunnar voru þá fluttir í Þjóðminjasafnið, en húsið, stendur ennþá. Árið 1901 eru taldar 42 sálir í Krýsuvíkursókn, og eru þá aðeins fimm bæir í byggð. Árið 1934 mun síðasti bóndinn hafa flutt úr byggðarlaginu. — Bjó hann í Nýjabæ og hafði verið þar bóndi um 40 ára skeið og komið upp 17 mannvænlegum börnum.

Bjó einn í kirkjunni

Magnús Ólafsson

Magnús Ólafsson – síðasti ábúandinn í Krýsuvík.

Byggð féll þó eigi niður í Krýsuvík fyrr en árið 1945. Síðasti íbúi Krýsuvíkur var Magnús Ólafsson. Hann kom 18 ára gamall sem vinnumaður til Árna sýslumanns Gíslasonar, sem flutti til Krýsuvíkur nokkru fyrir síðustu aldamót. Magnús ílentist svo í Krýsuvík, tók órjúfandi tryggð við staðinn og undi þar vel hag sínum, þótt aðrir flyttu brott. Síðustu árin bjó hann þar einn síns liðs með kindur sínar. Hafði hann íbúð í kirkjunni eftir að hún var lögð niður. 1945 veiktist Magnús, þá um eða yfir 70 ára að aldri, og var fluttur til Hafnarfjarðar. Með brottför hans var í bili lokið byggð í Krýsuvík.

Allgóðir landkostir og mikill jarðhiti
— En hvernig eru landkostir í Krýsuvík?
— Krýsuvíkurland má heita eina verulega gróðurlendið á Reykjanesskaga vestan línu, sem dregin er frá Hafnarfirði í Selvog. Samkvæmt mælingu Ásgeirs L. Jónssonar, ráðunauts, sem gerði ræktunarmælingar af landinu, er graslendi í Krýsuvík nálega 350 ha. að flatarmáli. Er þá ekki talið með gróðurlendi í hallandi hlíðardrögum, né heldur hálfgrónir melar, en það land skiptir vafalaust hundruðum ha.
Verulegur hluti hins mælda graslendis er mýrar og hálfdeigjur. Sums staðar er undirlagið mókennt, en annars staðar leirblandið. Þá er og jarðhiti allmikill í Krísuvík, þar á meðal stór gufu hver, sem ýmsir telja einn hinn hrikalegasta gufuhver í heimi.

Hafnarfjarðarbær hefur nýtt landnám í Krýsuvík

Krýsuvík

Krýsuvik – gróðurhúsin.

Krýsuvíkurland er, sem kunnugt er, eign Hafnarfjarðarbæjar. Hefir stjórnin í huga að hefja þarna nýtt landnám. — Er einkum rætt um tvennt: í fyrsta lagi ræktun alls konar matjurta og grænmetis í gróðurskálum við jarðhita. Í öðru lagi er áform að að stofna þar kúabú til mjólkurframleiðslu fyrir Hafnarfjörð, og hefir í því sambandi einkum verið rætt um framleiðslu barnamjólkur. Fleiri framkvæmdir munu og hafa komið til greina, en hér verður ekki um þær rætt.

Skilyrði til búskapar góð

Krýsuvík

Fjósið í Krýsuvík.

— Hvernig telur þú skilyrði til búskapar þar?
— Þau má telja allgóð. Ræktanlegt land ætti að geta framfleytt um 300 kúm, án þess þó að nota að nokkru hugsanlega túnræktarmöguleika á melalandinu. Verulegur hluti af landi því, sem kortlagt hefir verið til ræktunar, verður að teljast fremur gott. Þá eru og sterkar líkur fyrir því, að hægt sé að fá geysimikinn jarðhita í Krýsuvík. Nú þegar mun mega staðhæfa, að hann sé nægur fyrir hendi til stórfelldrar gróðurskálaræktunar, súgþurrkunar á heyi og til hitunar íbúða þeirra, sem byggja verður vegna þeirrar starfsemi, sem að framan hefir verið greint frá.

Miklar framkvæmdir

Krýsuvík

Krýsuvík.

Svo sem áður er sagt, eru ekki til staðar í Krýsuvík eldri mannvirki, sem nothæf eru, hvorki húsakostur né ræktað land. Hér verður því um að ræða hreint landnám frá rótum. Fyrirhugað ar framkvæmdir munu því verða einhver hin stórfelldustu og myndarlegustu átök til nýs landnáms, sem ennþá hafa verið gerð á landi á einum stað og af einum aðila. Verður hér um að ræða algera nýbyggð á landssvæði, sem komið var í fullkomna auðn og var áður heil kirkjusókn að stærð.

Krýsuvík - vinnuskóli

Drengir úr Vinnuskólanum í Krýsuvík við skógrækt í Undirhlíðum.

Fyrstu framkvæmdirnar í ræktunarátt hóf Hafnarfjarðarbær fyrir nokkrum árum með því að girða landið. Mun girðingin vera um 27 km. að lengd og landið innan hennar um 2000—2500 ha. að flatarmáli. Var girðingunni lokið 1946. Sama ár var hafizt handa um skurðgröft til þurrkunar á væntanlegu ræktunarlarlandi. Alls hafa nú verið grafnir opnir skurðir, sem eru liðlega 5,3 km. að lengd og eru samtals yfir 23 þús. teningsmetrar að rúmmáli.
Þá hefir og verið hafið nokkuð landbrot. Mun það nema nú nálægt 27 ha. að stærð, og er þar innifalinn meginhluti gömlu túnanna, en um ræktun og gróðurfar eru þau eðlilega litlu betri en úthaginn. Ekkert af þessu landi er þó fullunnið ennþá. Lokið er byggingu eins íbúðarhúss og hafin er bygging gróðurskála.
— En hvað er að segja um byggingarframkvæmdirnar?

Krýsuvík

Krýsuvík – Fjósið – HH.

— Eitt íbúðarhús hefir verið byggt og er það ca. 10×26 metrar að grunnstærð. Stendur það á melöldu norðaustan við Gestsstaðavatn, en þar í grennd hefir gróðurskálunum verið valinn staður. Í húsinu eru tvær rúmgóðar fjölskylduíbúðir auk geymslurúms og einstakra herbergja fyrir starfsfólk. — Húsið er hitað með gufu. Hús þetta er einkum ætlað fyrir væntanlegt starfsfólk gróðurhúsanna. Má að nú heita nær því fullgert. Á s.l. sumri flutti Óskar Sveinsson garðyrkjumaður í húsið með fjölskyldu sína. Munu þá hafa verið liðin tæp tvö ár frá því að Magnús Ólafsson, einbúinn, sem ég minntist á hér að framan, flutti alfarinn úr Krýsuvík.
Af öðrum byggingum má nefna skýli yfir 30 kw. dieselrafstöð, sem sett hefir verið upp.
Einnig 60 rúmmetra steyptan vatnsgeymi og dæluhús við Gestsstaðavatn, en þar er neyzlu vatnið tekið. Þá er hafin bygging tveggja gróðurskála um 600 fermetra að flatarmáli. Er það þriðjungur þeirra gróðurskála sem ráðgert hefir verið að byggja á næstunni. Var að því komið að steypa veggi gróðurhúsanna, þegar frostin hófust í desembermánuði s.l. Þá hefir verið lokið við vatnsleiðslu að íbúðarhúsinu, nokkrir vegarspottar lagðir og fleiri smærri framkvæmdir gerðar.

Framkvæmdir á þessu ári

Krýsuvík

Krýsuvík – fjósið í dag, 2021. Framkvæmdin var pólitískt bitbein Alþýðuflokksmanna og Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði frá upphafi.  Rústirnar eru ágætt dæmi um togstreytu án tilgangs…

Svo sem fyrr getur, hefir lítt eða ekki verið byrjað á þeim byggingum, sem væntanlegu kúabúi eru nauðsynlegar. Má þar til nefna, fjós, hlöðu, vot heysgryfjur og íbúðir starfsfólks o. fl. Að sjálfsögðu er aðkallandi að ljúka verulegum hluta af þessum byggingum á yfirstandandi ári og því næsta. Takist það, má telja nokkra von til að mjólkurframleiðsla geti byrjað í Krýsuvík seint á árinu 1949.
Krýsuvík
En svo sem kunnugt er, eru slíkar framkvæmdir bundnar fjárveitingarleyfi og allfrekar á erlent byggingarefni, en á því er nú mikill hörgull eins og allir vita. Verið er að vinna að þess um málum nú. En að þessu sinni verður ekkert um það sagt, hvernig afgreiðslu þeirra reiðir af. — Tíminn, 18. marz.

Heimild:
-Lögberg, 21. tbl. 20.05.1948, Stórfellt landnám í Krýsuvík á vegum Hafnarfjarðarbæjar – viðtal við Jens Hólmgeirsson, framkvæmdarstjóra, bls. 7.

Krýsuvík

Krýsuvík.

Gufuskálar

Í Faxa 1999 fjallar Skúli Magnússon um Gufuskála í Leiru þar sem hann reynir að geta sér til um nafngiftina:

Gufuskálar

Gufuskálar – lind.

„Í Landnámu er alþekkt sögn um Ketil gufu, sem flæktist á milli staða við Faxaflóa og á Vesturlandi, sem hafa gufu að forlið í nafni.
Ekki er ljóst hvað vakað hefur fyrir skrásetjurum Landnámabókar með sögninni. Helst virðist svo að þeir séu að reyna að skýra tilurð staðarnafnanna með þessum forlið, með manns eða auknefninu gufu. Þar af leiðandi er mjög varasamt að treysta nokkuð á sannleiksgildi sagnarinnar og eins lfklegt að Ketill gufa hafi aldrei í Leiruna stigið fæti. Raunar tengjast KATLAR eldamennsku og GUFU en hvort í sögninni leynist um leið orðaleikur eða kímni fullyrði ég ekkert um. Þó má vera að hér sé á ferðinni gamansemi Landnámu skrásetjara.

Gufuskálar

Gufuskálar – tóftir ofan við Gufuskálavörina.

Þórhallur Vilmundarson hefur, sem kunnugt er, fyrir löngu sýnt fram á, að mörg nöfn landnámsmanna, sem menn töldu að hefðu verið til, væru tilbúin, dregin af staðháttum, en staðir ekki nefndir eftir mönnum jafnmikið og talið var. Leitaði Þórhallur þar annarra skýringa, m. a. í staðháttum í náttúrufari. Ef ég man rétt taldi hann gufuforliðinn í nafninu Gufuskálum, dreginn af sjóroki og ágjöf.
Einu sinni, þegar við Ólafur frá Litla-Hólmi, vorum á ferð úti í Leiru, lögðum við leið okkar niður að Gufuskálum. Fórum við þar niður í fjöru og þar sýndi Ólafur mér hvar allvolgt eða heitt vatn vall undan klöppunum niður í fjöruna. Gat hann þess að fyrrum hefði verið þveginn eða skolaður þvottur þarna. Þó var vatnið ekki svo heitt að úr því ryki. Þetta er hins vegar á fárra vitorði og hefur ef til vill alltaf verið sökum þess, að heita vatnið er neðan flóðmarks og fer á kaf á flóði.

Gufuskálar

Gufuskálar – hleðslur ofan við Gufuskálavör.

Þetta leiðir hugann að nafninu Gufuskálum og hvernig umhorfs var þar fyrrum. Var þar við landnám, 870-900, svo mikill hiti að úr vatninu rauk? Varð heitt vatn þama ef til vill til þess að fommenn komu sér þar snemma upp verbúð eða viðlegu til fiskjar? Er ef til vill kjarni sannleiks í sögn Landnámu um að Steinunn gamla hafi haft þar útræði? Ekki er ólíklegt að á Gufuskálum hafi verið búið fyrr en til að mynda á Hólmi í Leiru, vegna hitans, hafi hann verið meiri á þeirrí tíð.
Í öllu eldiviðarleysinu fyrrum, einkum þegar leið fram um landnám, var sírennandi heitt vatn, sem von er, almesta nauðsyn á köldum vetrum, ekki síst í verstöð þar sem kaldir og hraktir menn tóku oft lendingu.
Aldrei hefur það verið kannað, svo ég viti, hvort og hve mikið af heitu vatni mætti finna á Gufuskálum. Ef til vill gæfi slík rannsókn einhverja vísbendingu um hvernig ástand þar var í vatnsmálum við upphaf landnáms.“ – Skúli Magnússon

Gufuskála er getið í gömlum heimildum:

Gufuskálar

Gufuskálar – óskilgreindar tóftir á hól.

Jarðarinnar er getið á skrá um rekaskipti á Rosmhvalanesi frá um 1270: „…vt j tyslinga stein Gvfvskalar eigv þadann vt til midvarar j midskala…“ DI II, 77.
Þá er hennar getið í afgjaldareikningi Eggerts fógeta Hannessonar frá 1552 og í jarðaskiptabréfi hirðstjóra fyrir hönd konungs við Skálholtsstól frá 1563, DI XIV, 420, 156.
Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1703 nefnir tvær nafnlausar hjáleigur á jörðinni. JÁM III, 99. 1703: „Fóðrast kann iii kýr. … Skóg til kolgjörðar hefur jörðin í almenníngum. Torfrista og stúnga engin nema í grýttri jörðu valla nýtandi. Eldiviðartak lítið af fjöruþángi. Lýngrif lítilfjörlegt. Fjörugrasatekja nokkur. Rekavon nær engin. Heimræði árið um kríng… Lendíng slæm um stórstraum. Tún eru grýtt og uppblásin til þriðjúnga. Engjar eru öngvar. Hagar eru mjög litlir vetur og sumar. Vatnsból í lakasta máta og þrýtur bæði sumur og vetur.“ JÁM III, 98-99.
1703, jarðardýrleiki óviss. Konungseign. JÁM III, 98-99. 1847, 33 1/3 hdr. Konungseign. JJ,88. Jarðarinnar er getið í Þórðarbók Landnámu: „Gufi hét annarr son Ketils. Hann vildi byggja í Nesi en Ingólfr rak hann á brutt þaðan; þá fór hann á Rosmhvalanes og vildi byggja á Gufuskálum…“ ÍF I, 66 nm og í Sturlubók Landnámu: „Ketill tók Rosmhvalnes; sat hann enn fyrsta vetr at Gufuskálum“ ÍF I, 166. Þá er hennar getið í Egilssögu: „Ketill gufa kom til Íslands, þá er land var mjök byggt; hann var inn fyrsta vetr at Gufuskálum á Rosmhvalanesi.“ ÍF II, 240.
Túnakort 1919: Gufuskálar: Tún 2,8 teigar, kálgarðar 930 m2. Vesturkot: Tún 0,9 teigar, kálgarðar 900 m2.

Heimild:
-Faxi, 3. tbl. 01.10.1999, Gufuskálar í Leiru, Skúli Magnússon, bls. 63.
Gufuskálar.