Hrúðukarl

„Fjara er nafn á mjórri ræmu á mörkum lands og vatns. Vatnið getur verið stöðuvatn eða sjór. Þar sem sjávarfalla gætir verður þessi ræma mun breiðari en ella. Sjávarföll sjást varla í stöðuvötnum, en yfirleitt mjög greinileg í sjó, þótt þau séu mjög óveruleg í sumum innhöfum, til dæmis Eystrasalti og Miðjarðarhafi. Annars eru sjávarföll mjög mismikil.
KríanSjávarföll eru afar regluleg. Þegar sjávarmálið er hæst segjum við að sé flóð, háflóð eða hásjávað. Síðan tekur sjórinn að lækka. Við segjum að það sé fjara eða sé útfall. Um sex klukkustundum og fimmtán mínútum eftir að útfall byrjar stendur sjórin lægst, þá er fjara, háfjara, lágfjara eða lágsjávað. Sjávarföll breytast einnig reglulega eftir því hvernig stendur á tungli. Þau eru einna mest á tveggja vikna fresti þegar tunglið er fullt eða nýtt. Þá er sagt að stórstreymt sé. Minnst eru svo sjávarföllin um viku eftir stórstreymi, og er þá sagt að sé smástreymt. Aðdráttarafl tungls og sólar á jörðinia valda sjávarföllum, og hefur tunglið mun meira segja. Þessir hnettir toga í jörðina, og fer það eftir afstöðu þeirra hvar togkrafturinn verkar mest.
Umhverfið í fjörunni er á margan hátt sérstakt og gerir hana að einstæðu búsvæði fyrir lífverur. Hún liggur á mörkum tveggja ólíkra heima og ber einkenni beggja. Sá umhverfisþáttur sem fyrst og fremst breytist þegar haldið er niður eftir fjörunni eða upp eftir henni er auðvitað vætan, eða með öðrum orðum það hversu oft og hversu lengi í senn fjaran er á kafi eða á þurru. Lífríki fjörunnar er mikið en ætla mætti að það fyndist álíka mikið af sjávarlífverum og landverum en svo er ekki, sjávarlífverur ráða ríkjum í fjörunni. Sumar þeirra lifa helst ekki nema í fjörunni sjálfri, fjaran er aðalkjörlendi þeirra.

Fjörugerðir
KuðungurUmhverfi fjörunnar er mjög misjafnt, sumstaðar er sandur og möl en svo er sumar fjörur þaktar brimnúnum hnullungum. Þannig að fjörunum er skipt niður í ákveðna flokka eftir hvernig þær eru gerðar. Þangfjörur eru einn af þessum flokkum og eins og nafnið gefur til kynna þá er það þangið sem setur svip sinn á þessar fjörur. Þangfjörur finnum við helst þar sem brim er ekki mikið og þar sem fjörubeðurinn er klappir eða nokkuð stórir hnullungar. Þangfjörur eru ein útbreiddasta fjörugerðin hér við land, en þó er lítið um þangfjörur við suðurströnd landsins. Þangfjörur eru mjög auðugar af lífi, þar þrífast margar tegundir þörunga og dýra. Hrúðukarlafjörur er þar sem brim er mikið og undirlagið klappir en við þessar aðstæður er hrúðukarlinn það sem mest ber á. Hann situr vel fastur og þarf ekki að óttast það að brimið slíti hann upp. Fáar aðrar tegundir þola þetta. Fjörusvertan lætur þó brimið ekki á sig fá og litlar klappir svartar ofan við hrúðukarlana, og í sprungum þar leynast klettadropar. Fjörur af þessu tagi má kalla hrúðurkarlafjörur. 

Kuðungur

Hnullungafjörur fyrir opnu hafi eru þær fjörur sem innihalda hnullunga sem eru brimnúnir og hafa skarpar brúnir máðst af á löngum tíma. Öldurótið hreyfir hnullungana nema þá stærstu. Ef brim er ekki því meira geta þörungar vaxið á stærstu steinunum, helst ofarlega á þeim þar sem ekki er hætta á því að fá högg frá smáum steinum sem brimið hreyfir. Búsvæði fyrir dýr í þessum fjörum finnast á milli hnullunga langt undir yfirborðinu. Skjóllitlar sandfjörur eru þar sem fjaran er fyrir opnu hafi. Í þessum fjörum er oft mikið brim og sandurinn því á mikilli hreyfingu. Þessar fjörur sýnast alveg lífvana, en við þær má oft sjá seli. En við nákvæma skoðun kemur í ljós ótrúlega mikið af örsmáum dýrum sem hafast á milli sandkorna.

Marglitta

Í sandfjörum fyrir opnu hafi er það mikil endurnýjun á sjónum milli sandkornanna að til súrefnisskorts kemur varla. Kræklingsleirur myndast þar sem er sandur eða möl og gott skjól, við þessar aðstæður verður kræklingu oft mjög áberandi. Þessar fjörur eru yfirleitt sléttar og flatar og mjög stórar um sig. Fjörufuglar sækja mikið í kræklingsleirur. Beðurinn í kræklingsleirum er stundum svo gljúpur að sum dýr geta grafið sig ofan í hann og komið sér þar fyrir. Sandmaðksleirur myndast þar sem skjól er gott og beðurinn mjög fíngerður, fínn sandur eða möl, en við þessar aðstæður verður sandmaðkurinn sú lífvera sem mest ber á. Sandmaðksleirur eru rennisléttar og flatar og mjög stórar um sig. Mestar eru þær innst í fjörðum og vogum. Oft er mikið af fuglum á sandmaðksleirum. Sjávarfitjar myndast ofarlega í fjörum, þar sem skýlt er, og hefur jarðvegur með háplöntugróðri sums staðar náð að myndast. Gróðurinn er fábreyttur. Sjávarfitjungurinn svonefndi, sem er grastegund, er oftast ríkjandi. Á sjávarfitjum er oft mikið af smátjörnum. Lífríki þessara tjarna er nokkuð sérstætt, en misjafnt en það er seltumagnið sem ræður hvers konar plöntur og dýr finnast þar. Sjávarfitjar mynda aðeins hluta fjörunnar á hverjum stað, því neðan við þær taka aðrar fjörugerðir við, þangfjörur eða leirur. Árósar og sjávarlón eru svæði sem bæði hafa fjörur. Árósar er það svæði þar sem sjór og ferskt vatn mætast. Lífríki árósa er að mestu leyti ættað úr sjónum. Sjávarlónin eru svæði sem sumpart líkjast árósum. Þetta eru vötn eða vogar sem tengjast sjónum, en þessi tengsl eru takmörkuð miðað við það sem gerist í opnum árósum. Lífríkið er mjög fábreytt vegna lítillar seltu.

Fjörudýr
SvampurKræklingurinn er eitt allra algengasta dýr fjörunnar hérlendis eins og víða erlendis. Þó er hann enn algengari neðan fjörunnar. Hann gerir raunar óvenju litlar kröfur til umhverfisins. Í fjörum er hann bæði að finna í klettafjörum fyrir opnu hafi þar sem brim er oft mikið, í venjulegum þangfjörum og við árósa. Það má oft sjá þess merki að kræklingurinn kann sérlega vel við sig þar sem ferskt vatn rennur til sjávar, við lækjarsprænur í fjörunni eða við árósa. Kræklingurinn situr fastur við við undirlag sitt með sérstökum þráðum sem hann spinnur. Kræklingurinn er í hópi svonefndra síara, en það eru dýr sem sía örlitlar fæðuagnir úr sjónum með sérstökum líffærum. Kræklingurinn er mikið lostæti að mati manna og ýmissa dýra. Margir fuglar eru gráðugir í krækling, ekki síst æðarfuglinn, en einnig ýmsir vaðfuglar og máfar. Þótt kræklingurinn sé eitt algengasta fjörudýr hér við strendur er það þó svo að langmest af þeim kræklingi sem Íslendingar leggja sér til munns á síðari árum er erlend, niðursoðin vara.
Marflær eru krabbadýr sem eru mjög algeng í fjörum og af þeim eru margar mismunandi tegundir. Algengastar eru svokallaðar fjöruflær, en þarna eru á ferð eina átta tegundir sem eru svo líkar innbyrðis að það er aðeins á færi sérfræðinga að greina þær í sundur.
Þegar lágsjávað er safnast Marflófjöruflær fyrir undir steinum, þangi eða reköldum. Þar helst raki, en fjöruflærnar þola þurrt loft aðeins í skamman tíma. Sumar marflær í fjöru ganga um á réttum kili, en skríða ekki á hliðina eins og fjöruflærnar.
Bogkrabbinn er dæmi um sjávardýr sem er að finna bæði í fjörunni sjálfri og á sjávarbotni neðan fjöru. Það eru einkum smáir krabbar sem halda til í fjörunni, og eingöngu að sumri til. Þegar haustar halda allir bogkrabbar niður úr fjörunni. Bogkrabbinn er rándýr eins og flestir aðrir krabbar. Hann grípur bráð sína með klónum á gripfótunum og heldur henni að munninum, þar sem sterkir kjálkar aðrir munnlimar vinna á henni. Bogkrabbar hafa tíu fætur, þar með taldir hinir stóru gripfætur fremst á bolnum sem eru raunar ekki notaðar til gangs.
Krossfiskar eru flokkaðir í tvo flokka, stórkrossa og roðakrossa. Stórkrossinn verður fimmtán sentimetrar eða meira í þvermál, en roðakrossinn vart meira en átta sentimetrar. Báðir krossfiskarnir Krossfiskureru fimm-arma, en algengt er þó að rekast á krossfiska með færri arma. Krossfiskar eru búnir fjölmörgum smáum sogfótum á neðra borði. Þeir hreyfa sig úr stað með þessum sogfótum, en eru mjög hægfara. Krossfiskar eru rándýr, sem einkum leggjast á samlokur. Þeir skríða yfir bráð sína, festa sogfætur við báða skeljahelminga og taka síðan til við að toga skeljarnar í sundur.
Ásamt þessum dýrategundum má nefna svona helstu tegundir sem finnast við íslenskar fjörur eins og hrúðukarla, slöngustjörnur, skollakroppur og þangflugur.

Fjörugróður
ÞariDvergþang er fremur smávaxinn brúnþörungur sem eingöngu vex mjög ofarlega í fjörunni. Dvergþang vex þar sem sjórinn er sæmilega hlýr. Dvergþang vex oftast á grjóti eins og annað þang, en einnig finnst það stundum á jarðvegi á sjávarfitjum innan um gras. Dvergaþang þolir þurrk betur en flestir aðrir fjöruþörungar. Það getur lifað af þótt það komist ekki í snertingu við sjó vikum saman. Þegar flæðir yfir það drekkur það í sig vökvann og verður á skömmum tíma sem nýtt, rís upp frá dauðum. Dvergþangið þolir hins vegar ekki að vera á kafi í sjó of lengi í senn, og er það óvanalegt fyrir fjöruþörungar.
Þari er samheiti yfir nokkrar tegundir stóvaxinna brúnþörunga. Þarinn vex aðallega neðan fjörunnar þar sem hann myndar víða mikla þaraskóga. Þar er líf fjölskrúðugt og mikið, og á það bæði við dýr og þörunga. Þarinn sem vex í fjörunni er alltaf fremur smávaxinn miðað við þarann í skógunum neðan fjörunnar. Flest þau dýr sem berast með þaranum upp í fjöruna eru dauðadæmd. Þau verða að vera stöðugt í kafi í sjó til þess að halda lífi.
Söl eru með stærstu rauðþörungum sem hér vaxa í fjöru, þótt þau séu minni en margir algengir brúnþörungar. Sölin eru fræg fyrir að vera gómsæt bæði mönnum og skepnum. Söl vaxa neðarlega í fjörunni, oft svo lágt að ekki næst til þeirra nema á stórstraumsfjöru. Þau eru ekki vandlát með setstað, og vaxa bæði á grjóti og oft á öðrum þörungum, til dæmis þara, og jafnvel stundum á þéttu leirseti.
Eins og með dýrin og fjörunni þá eru tegundir einnig margar af fjörugróðrinum og má þá nefna helst marhálm, sagþang, klóþang, purpuruhimnu og steinskúf.“
Sjá meira um fjörur HÉR og HÉR.

Þari

Þari.

 

Urriðakot

Á skilti við gamla Urriðakotsbæinn segir m.a.: „Ritaðar heimildir segja frá búsetu í Urriðakoti frá upphafi 16. aldar en mannvistarleifar frá miklu eldri tíma komu í ljós við fornleifakönnun 2007.

Urriðakot

Leifar mannvirkja allt frá 11. öld hafa komið í ljós; veggjabrot, gólflög og munir, svo sem brýni og snældursnúður. Einnig hafa fundist merki um búsetu í Urriðakoti frá 13. og 14. öld og bendir því rannsóknin til að Urriðakotsland hafi verið nytjað því sem næst samfellt frá því eftir landnám.
Fornminjarnar eru huldar mold og sjást ekki á yfirborði. Á bæjarhólnum sjást leifar af síðasta bænum sem fór í eyði árið 1958. Urriðakot komst í einkaeigu í lok 19. aldar en áður var jörðin í eigu konungs og síðar ríkiseign.
SigurbjörgTalið er að Jón Þorvarðarson (1817-1902) og kona hans Jórunn Magnúsdóttir (1828-1912) hafi flust að Urriðakoti árið 1846. Yngsti sonur þeirra, Guðmundur Jónsson (1866-1942) tók við búskap foreldra sinna árið 1935 og bjó þar með konu sinni Sigurbjörgu Jónsdóttur (1865-1951) frá Setbergi til ársins 1942. Guðmundur og Sigurbjörg eignuðust 12 börn.
Óvíða var búmannlegra á svæðinu en í Urriðakoti. Skráð er að árið 1932 hafi þar verið um 140 sauðkindur, 5 kýr og 2 hross. Þegar mest var voru einnig um 20 sauðir.
Sauðir gengu sjálfala og gátu haft afdrep í hellum og skútum en á vetrum voru lömb og ær í fjárhúsi heima við tún. Ær voru einnig hafðar við beitarhús ram eftir vetri í hraunjaðrinum, nærri þar sem nú er Urriðavöllur.
DagmálavarðaMjólkin úr kúnum var seld Hafnfirðingum og var vafalaust drýgsta tekjulind búsins. Fram til ársins 1930 var mjólkin flutt á reiðingi en þá var lagður ökufær vegur milli Urriðakots og Setbergs. Fergin úr Urriðavatni var nýtt sem fóðurbætir fyrir kýrnar. Óðu menn þá út í vatnið og höfðu nót sín á milli. Ferginu var síðan skóflað á land með gaffli og þurrkað á svokallaðri Ferginsflöt.
Árið 1939 seldu Guðmundur og Sigurbjörg tveimur sonarsonum sínum jörðina og fluttust alfarin þremur árum síðar. Fram til ársins 1960 þegar jörðin fór endanlega í eyði bjuggu ýmsir í Urriðakoti en býlið brann skömmu síðar.
Árið 1946 eignaðist félag Oddfellowbræðra jörðina og voru uppi hugmyndir um að reisa þar sumarbústaði og sumardvalarheimili fyrir börn og Urrhvíldarheimili fyrir aldraða Oddfellowa. Þessar hugmyndir komust þó aldrei til framkvæmda og skömmu eftir að Styrktar- og Líknarsjóður Oddfellowa var stofnaður árið 1956 ánafnaði félagið sjóðnum jörðinni án endurgjalds.
Leifar herbúða frá seinni heimsstyrjöld eru í suðaustanverðu Urriðaholti. Eftir að stríðinu lauk töpuðu mannvirkin upphaflegu hlutverki sínu og voru notuð til annarra þarfa eða fjarlægð og eyðilögð.
Stóravarða er á háholti Urriðaholts. Hana hlóð upphaflega Jón Þorvarðarson ábúandi í Urriðakoti ásamt Dagmálavörðu sem er neðar í hlíðinni.
UrriFitin er slétt flöt niður við vatnið. Í örnefnaskrá segir að Fitin sé álagablettur sem ekki megi slá. Eitt sinn hafi hún verið slegin sem varð til þess að veturinn eftir drapst besta kýrin.
Dýjakrókahóll er við austurhorn Dýjamýrar. Þar eru uppsprettur undan holtinu og kallast Dýjakrókar. Í hólnum var talið að byggi huldufólk og sá Guðmundur Jónsson bóndi í Urriðakoti eitt sinn óþekkta konu sækja vatn í fötum í Dýjakróka, snemma á síðustu öld.
Stór áletraður steinn er suður frá Urriðakotsbænum þar sem áður lágu traðir hlaðnar út torfi og grjóti. Jón Þorvarðarson bóndi í Urriðakoti hjó áletrunina JTh 1846 í steininn árið sem hann flutti að Urriðakoti. Utan um stafina er höggvin rétthyrndur rammi. Steinninn er enn á sínum stað og áletrunin læsileg.“ [Rétt er að taka fram að steinninn var færður und suðvestanverðan bæjarvegginn þegar framkvæmdir hófust við gatnagerð og ræsi í Urriðakotslandi. Þar er hann enn.]
Urriðakot

Urriðakot – bærinn 1918.

 

Reykjanesviti

Í Lesbók Morgunblaðsins í september 1926 má lesa eftirfarandi lýsingu á skemmtiferð í Reykjanesvita þann 22. ágúst sama ár.
Reykjanesvegir-34Þessi lýsing er birt til að koma að ljósmyndum frá ferð FERLIRs í leit að vagngötunni milli Grindavíkur og Reykjanesvita er lögð var á árunum 1926-1928 (sjá HÉR). Þessarar götu er hvergi getið í nýlegri lýsingum af svæðinu.

„Þegar komið er vestur á Vogastapa kemur vegur sunnan úr hraunum þvert á Keflavíkurveginn. Það er akbrautin góða til Grindavíkur, áreiðanlega einhver allra besti og skemtilegasti vegur á landinu. Stutt fyrir ofan Stapa er tjörn sem nefnist Seltjörn. — Eigi markar bar fyrir mannvirkjum neinum, en til þess bendir nafnið að þar hafi verið haft í seli áður. Þó er þar auðnarlogt og rjett fyrir sunnan byrjar hraunið, eða hraunin, því að einu nafni eru þau nefnd Illahraun. Kalla má, að þar sje engum yfir fært nema fuglinum fljúgandi. Í gegnum þessa ófæru hefir mannshöndin rutt veg, brotið niður hraunstrýtur, fylt upp gjár og gjótur og mulið sjáift hraunið ofan í veginn. Hefir það runnið þar saman í eina hellu, svo að hrautin er eins og fjalagólf. Að vísu er vegurinn mjór, en það er líka eini ókosturinn á honum.
Reykjanesvegir-35Til beggja handa er hraunið, líkast gríðarmiklum sullgarði á Góu. — Urðir og eggjagrjót, hellur reistar á rönd og í óteljandi stellingum, gjótur og gígir, hellar og holur og háar strýtur á milli í líkingu manna, dýra og allskonar óvætta. — Fram undan gnæfa Grindavíkurfjöllin. sem sjást hjeðan í suðvestri þegar bjart er veður. Á hægri hönd, eða vestan vegarins, er fyrst Stapafell, þá Súlur, þá Þórðarfell, Svartsengi og hið einkennilega fjall, sem á sjer hið einkennilega nafn Þorbjörn. Það er 243 fet a hæð. Efst á tindinum og þvert í gegn um hann, er gjá ein mikil. sem nefnd er Þjófagjá. Þar voru þjófar hengdir fyrrum. Gæti jeg trúað því að útsýn af Þorbirni sje furðufögur og einkennileg. Öll eru fjöllin grasi gróin upp á brúnir og stingur það mjög í stúf við hraunið, sem er grátt af gamburmosa.
Reykjanesvegir-36Er það eini gróðurinn þar, því að hvergi sjest stingandi strá. Einu skepnurnar, sem hætta sjer út í hraunið, eru rjúpur, en þó hafast þær ekki við þar. Þegar komið er suður fyrir Þorbjörn blasir Grindavík við, eða öllu heldur nokkur hluti hennar, Járngerðarstaðnhverfið og bygðin í Hópi. Nokkuð þar fyrir austan er Þórkötlustaðahverfi, en vestur að prestsetrinu Stað er stundargangur frá Hópi. Öll Grindavíkurbygðin mun vera 7—8 km. á lengd. Margir ætla að Grindavík sje leiðinlegur staður og ljótur, en því fer fjarri. Þar eru gríðarmikil tún og bygging góð. Og þótt gindhveli hlaupi þar ekki á land líkt og fyrrum (af þeim dregur bygðin sjálfsagt nafn), þá sækja Grindvíkingar sjó af kappi og hafa jafnan mikinn fisk eftir vertíð hverju. — Er það þó ekki heiglum hent að sækja þar sjó. Verður það eigi gert nema á opnum bátum. En bygðin er fyrir opnu hafi og er þar opt ógurlegt um að litast, þegar hafið fer hamförum.

Reykjanesvegir-37

Er þar skemst á að minnast, er hafrótið braut þar allar lendingar í fyrravetur og æddi yfir byggðina, svo að fólk varð að flýja úr flestum húsum, en sum húsin tók brimið, þar á meðal fulla heyhlöðu, og færði langt úr stað. — Mörg hús braut hrimið, og mælt er, að þegar flóðinu slotaði hafi fundist keila inni í einun húsræflinum, og hefir þá brimið skolað henni þangað. Hjer skal ekki lýst leiðinni frá Stað og út á Reykjanes, því að henni hefir verið lýst áður í „Lesbók“. En segja má, að það sje  ömurleg leið og erfið. Sunnan við aðalhraunið verpir mikið af kríu og voru þær enn þar með unga sína fullvaxna. En sumar hafa þó orðið seint fyrir. Fundum við þarna hreiður með volgum eggjum og; er hætt við að ungarnir, sem úr þeim koma, fái að bera beinin þar.
Reykjanesvegir-38Á Reykjanesi er margt að sjá. Þar brennur jörðiu undir fótuni manns, en drunur og blástur heyrist í goshverunum. Annar er leirhver allvíður og spýtir mórrauðu. Hann er í rauninni nafnlaus, kallaður „1910″, vegna þess að hann myndaðist þá. Rjett við hliðina á honum er Litli Geysir“ og gýs silfurtæru vatni. Eru þeir vanalega samtaka og er einkennilegt að sjá kolmórautt gosið rjett hjá hvítum stróknum úr „Geysi“. — Annars naut „Geysir“ sín ‘ekki, því að einhver skemdarvargur hafði fundið upp á því að yelta steini yfir gosholuna, og verður honum eigi náð nema með verkfærum, því að gufan upp úr hvernum er svo heit að hún mundi brenna hvern, sem nærri kæmi. Þarna fyrir norðan en „Gunna“, kúptur leirhóll og kraumar allur. Handan við hólinn er postulínsnáma mikil, Hefir þar verið grafið 28 fet niður og þó eigi komið í botn á námunni. Niðri í jörðunni er postulínið gljúpt eins og linur ostur, en harðnar og steingjörfist er það komur undir bert loft.

Reykjanesvegir-39

Sýnishorn af því geta menn sjeð í glugga Morgunblaðsins. Fyrir vestan hverina er lægð nokkur allstór og sljett. Eru þar óteljandi leirhverir og sýður og bullar í þeim öllum. Er sá grautur misjafnlega þykkur og marglitur. Í sumum hverunum er hann rauður, í öðrum brúnn, blár, grænn, gulur, hvítur o.s.frv. Er mikið gaman fyrir þá, sem eigi hafa sjeð leirhveri, að skoða þessa. Tilbreytingin er afar mikil, því að tæplega munu tveir hverir vera eins að lit op lögun. — Er þetta svæði líkast því, sem er í Námaskarði í Þingeyjarsýslu, en þó eru hjer fjölbreyttari litir í leirnum. Mætti eflaust takast að fá þarna mikið og marglitt dufi til málningar, Zinnoberrautt, okkurgult, stálgrátt, hvítt, ehromhrænt o.s.frv. Austur af vitanum er hnúkur einn sem heitir Skálarfell, 78 metrar yfir Reykjanesvegir-40sjávarflöt. Þegar gott og kyrt er veður eimir úr honum öllum og eru þar þó engir hverir. Má af því marka hvað mikill er jarðhitinn. Vestan við fell þetta og suður af vitanum er gjá, sem nefnd er Valbjargargjá, á korti herforingjaráðsins, en þar fyrir vestan er djúp lægð, sem nefnd er Vilborgarkelda. Er sennilega annað hvort nafnið rangt, og líklega bæði. Sjávarkamburinn fyrir framan kelduna, sem er allhá; nefnist Valahnúksmöl og Valhnúkur heitir þar rjett fyrir vestan, þar sem gamli vitinn stóð. Er þá eigi ólíklegt að heitið hafi Valabjörg þar nærri, og keldan og gjáin dragi nafn af því. Með flóði gengur sjórinn upp í þessa keldu og hitnar þar svo af jarðhitamvm, að hann verður um 30 stig. Er því þarna sá allra ákjósanlegasti baðstaður, sem til er á landinu. Þyrfti að vísu að dýpka kelduna dálítið, en það er vinnandi vegur.
Væri svo komið þarna sumargistihús mundu Reykjanesvegir-41áreiðanlega færri komast en vildu þar til dvalar. Yrði þetta jafnframt hið allra besta heilsuhæli og hressingarhæli, sem völ væri á hjer. Hvergi er loftslag hollara en þarna, hreint sjávarloft kryddað eimi hvera og neðanjarðar ölkeldna.
Á Bæjarfelli (eða Vatnsfelli),  sem er 50 metra hátt, gnæfir vitinn við ský. Er um 100 tröppur upp að ganga þangað, sem ljósaspeglarnir eru. Þar uppi eru svalir og er eigi holt fyrir þá, sem er svimahætt, að ganga út á þær. Eigi er vitavörður heldur öfundsverður af því, að vera uppi í vitanum þegar jarðskjálftar eru, því að þá ruggar vitinn eins og skip í stórsjó. Geta menn getið nærri hvernig muni vera uppi í 30 metra háum vitanum, þegar bærinn. sem er lágur, „ruggar“ svo rækilega að stólar og borð stökkva um gólf, en myndir á veggjum standa þvert út frá þeim. Það hefir borið við.
Reykjanesvegir-42Á aðfangadagskvöld jóla í vetur sem leið, bilaði vitinn. Hafði kvikasilfur, sem haft er í stórri skál og vitaljósið snýst í, skvetst út úr skálinni í jarðskjálfta og át sjer síðan framrás og bunaði niður. Vitavörður tók þegar eftir þessu eg fór að stöðva lekann, en við það kom kvikasilfur á hendur hans. Þegar hann hafði gert við þetta eins og föng voru á, saknaði hann hringa síns og lá hann hann á gólfinu í fjórum hlutum og voru þeir snjóhvítir. Sýndi vitavörður okkur brotin og voru þau ólík því, að þau væru úr gulli. Þannig hafði kvikasilfrið farið með hringinn.
Hver sá, sem vill fá að skoða vitann, verður að greiða fyrir það 25 aura, er leggjast í styrktar og sjúkrasjóð vitavarða. Flestir greiða talsvert meira eins og sjá má á gestabókinni, sem jafnframt er sjóðbók. Aldrei hefir verið jafn gestkvæmt á Reykjanesi og í sumar.
Árið 1922 konu þangað 87 gestir, en annars hefir gestatalan á Reykjanesvegir-43undanförnum árum verið 45—71. Nu höfðu rúmlega 160 menn skoðað vitann á þessu ári, eða nær helmingi fleiri en þá er flest hefir verið áður.
Frá Reykjanesi að Litlu-Sandvík er akvegur, um 3 km. langur. Þar í víkinni er lending og þar stendur geymsluhús, sem vitamálastjórnin hefir látið reisa. Þaðan og til Hafna (Kalmanstjarnar) er erfiður vegur, ægisandur alla leið, og er þungt að kafa hann. — Í Stóru-Sandvík gengurr brimið langt á land upp og er rekaldsröst innan við sandana og á víð og dreif. Er þar dapurlegt um að litast og rifjast upp fyrir manni margar sorgarsögur. Árar og árabrot, þóftur og þóftabrot, styrsisræflar, tunnur, körfur, lósdufl og spýtnarusl úr bátum og skipum mætir auganu hvarvetna, en hingað og þangað standa Upp úr sandinum ryðguð brot úr skipsskrokkum.
Þannig er annars um allan Reykjanesvegir-44Reykjanesskann og á einum stað (rjett hjá Stað í Grindavík) stendur þýskur botnvörpungur, „Sehlutup“ frá Lübeek, í heilu lagi uppi á þurru landi. Innan við Sandvíkina á söndunum, þar sem sjórinn var að byrja að ganga upp, sáum við stórar hvítar breiður, er við vissum eigi hvað vera mundi. En er nánar var að gætt, voru þarna þúsundir af ritum og veiðibjöllum, svo þjett saman sem kindur í rjett. Var eins og ský drægi fyrir sól er allur skarinn hóf sig til flugs.
Í Höfnum er fallegt, þótt heldur sje lítill gróðnr þar, og sjerstaklega kvað vera fallegt í Ósabotnum inn af Kirkjuvogi. – Hafnahverfið er um 5 km. á lengd Og er akvegur kominn nærri Kirkjuvogi. Kemur hann á aðaveginn hjá Innri Njarðvík.
Þar er gaman að aka í myrkri gegnum hraunin frá Vatnsleysisströnd til  Hafnarfjarðar. Á báðar hendur gilllir í  hraundranga og strýtur og er nærri því að manni finnist það vera þröng lifandi vera og skrýmsla, sem skrumskæla sig allavega framan í mann um leið og bifreiðin þýtur áfram. Alt hraunið virðist vera kvikt, en sú missýning stafar af því, að maður er sálfur á fleygiferð. Framundan varpa ljósker bifreiðarinnar birtu yfir stuttan kafla af veginum og sjer maður eigi betur, en en veginn þrjóti þar sem birtuna þrýtur og manni finst, að bifreiðin muni óhjákvæmilega þjóta út í úfið hraunið og fara þar í þúsund mola.“

Heimild:
-Lesbók morgunblaðsins, 12. september 1926, bls. 4-5.

Kinnaberg

Kinnaberg – tóft.

Utanvegaakstur

Í MBL þann 1. júlí 1995 birtist grein  Ingimundar Þórs Þorsteinssonar, Snorra Ingimarssonar og Þorvarðs Hjalta Magnússonar undir fyrirsögninni „Áhrif jeppanna á umhverfið – að aka í sátt við landið sitt„. Um var að ræða stytta kafla úr bók sem kom út fyrir jól 1994 og heitir: „“Jeppar á fjöllum“. Á þeim 13 árum, sem liðin eru frá skrifunum, hefur margt breyst. Megininntakið er þó enn sem fyrr eftirfarandi: „Það er hættulegt að einblína svo á mikilvægi einstaka framkvæmda, að nánast allt annað skuli víkja fyrir þeim„.
Jeppar á fjöllum„Við komu fyrstu bílanna til landsins voru engir akvegir til fyrir bíla sem von var á. Engu að síður voru til þekktar þjóðleiðir milli bæja og byggðalaga. Þessar leiðir höfðu verið troðnar af hestum og göngufólki, en ekki með ferfættum ökutækjum. Eins og vænta mátti var slóðagerðin ekki upp á marga fiska í upphafi. Stærstu steinunum var rutt úr vegi og keyrt í lykkjum til að velja færsutu leiðina. Þannig tróðust fyrstu slóðarnir. Síðan þróaðist þetta út í smávegagerð eftir því sem umferðin jókst.
Á þessum tímum var því fyrirbærið utanvegaakstur ekki til í hugum manna. Allur akstur var í upphafi utanvegaakstur, sem í raun  var slóðagerð. Það sem þurfti að fara var farið, og sjálfsagt lítið spáð í gróðurvernd eða ljót hjólför. Reyndar er engin ástæða til aðbera þetta sman við hugsunarhátt okkar nú á dögum, því jeppar nútímans eru mun öflugri en fyrstu bílarnir. Með jeppunum er nú auðveldara að komast lengra inn í óbyggðir og þannig inn á svæði sem eru mun viðkvæmari fyrir spóli og traðki. Öflugri jeppar kalla því ámeiri varfærni og hófsem. Á tímum fyrstu bílanna lágu hinsvegar leiðir manna einna helst milli bæja og byggðalaga eins og áður segir. Menn þurftu að komast nauðsynlega leiða sinna, og það langmest á láglendi. Bílstjórar þess tíma ruddu vegina og voru því nokkurs konar hetjur sem fóru ótroðnar slóðir.
Utanvegaakstur á ReykjanesskaganumFljótlega kviknaði þó löngun hjá mönnum til að kanna hálendið og ýmsa áhugaverð staði. Þar urðu kannski ekki til troðnar slóðir í fyrst, heldur einungis ferðasögur sem eru til enn þann dag í dag. Eftir því sem árin liðu og bílarnir og dekkin urðu betri, þá fjölgaði slóðum inn til óbyggða. Ef skoðaðar eru loftmyndir af Íslandi má sjá ógrynni af slóðum um allt land. Hluti þeirra, um 3700 km af fjallvegum og sóðum, hefur verið skráður hjá Vegargerðinni. Þar af eru 712 km landsvegir eins og Kjalvegur og Sprengisandur, og afgangurinn er alls konar slóðar og vegir, sem eru misgóðir, misvel þekktir og misgamlir og sumir ófærir núorðið. – Nánast öll þjóðin hefur staðið að þessari slóðagerð en ekki bara einhverjir truflaðir jeppakarlar, ungir eða gamlir.
Það er sjálfsagt að velta fyrir sér hvaða stefnu skuli taka í gerð vega og slóða um hálendið. Fyrst þarf að sjá fyrir sér heildarmynd af einhverju vegakerfi, sem myndar heilsteypra grind. Út frá þessari grind gætiu síðan legið slóðir í botnlanga og um ákveðin svæði. Nota má marga af þeim slóðum sem til eru í dag, en síðan þyrfti að loka öðrum og afmá þær. Í einhverjum tilfellum þyrfti að leggja nýjar slóðir eða lagfæra þær sem fyrir eru.
Utanvegaakstur á ReykjanesskaganumÍ ljósi þeirrar þróunar sem nú á sér stað, þá sjáum við að utanvegaakstur heyrir sögunni til og má ekki eiga sér stað nú, ekki frekar en lagning óþarfa slóða.“ Eða eins og Jón slóði kvað á um á hæsta tindi. „Að spóla upp brekkur og aka utan vega, er því frekja og tillitsleysi við land og þjóð. Það leifast engin mistök í þessum efnum, og þess vegna þarf að veita þeim góða áminningu sem staðnir eru að verki við slíka iðju. Fyrst og fremst ætti fólk að laga þær skemmdir, sem unnar erum og afmá öll för eftir utanvegakstur. Fari einn og skilji eftir sig slóð, þá er víst að seinna kemur annar á eftir, og síðan koll af kolli…
Eftirlit verður alltaf erfitt, og þess vegna er happasælla að ganga þannig frá hnútunum að fólk þekki til verka og fylgi þeim boðorðum sem við setjum okkur. Þannig þarf að fræða landann og sömuleiðis alla erlenda ferðamenn sem koma hingað á eigin vegum. Hér þarf hver að passa sjálfan sig og náungann.
Það hrukku margir í kút, þegar einhver talaði um að leggja hraðbraut yfir hálendi Íslands, svokallaðan hálendisveg. Í þessu sáu menn mjög aukinn þjóðarhag. Vissulega er rétt, að meðan við búum í þessu landi verður það ekki gert án þess að taka einhvers staðar til hendinni og breyta ásjónu landsins. En það má ekki gleyma því, að landið þarf líka að búa við okkur íbúana. Þess vegna eru takmörk fyrir því hvað við getum leyft okkur. Það er hættulegt að einblína svo á mikilvægi einstaka framkvæmda, að nánast allt annað skuli víkja fyrir þeim.“

Heimild:
-Mbl. 1. júlí 1995 – Áhrif jeppenna á umhverfið – Ingimundur Þór Þorsteinsson, Snorri Ingimarsson og Þorvarður Hjalti Magnússon.Horft til fjalla - á Reykjanesskaganum

Grindavíkurkirkja

Altaristafla úr Staðarkirkju, sem áætlað hafði verið að setja í nýju kirkjuna, var flutt á “fornminjasafnið”. Á því, nú Þjóðminjasafni Íslands, eru nú 16 gripir úr Staðarkirkju, s.s. textílar (höklar, altarisklæði og patínudúkur), altaristafla, predikunarstóll, ljóshjálmur, stjakar, söngtafla og skarbakki.
Staðarkirkja
Ný kirkja í Járngerðarstaðahverfi var reist 1909. Einar Jónsson í Garðhúsum gaf t.a.m. 200 krónur til kaupa á nýrri altaristöflu. Fyrir valinu varð málverk eftir Ásgrím Jónsson. Hún var sett upp í kirkjunni árið 1910. Einar G. Einarsson, kaupmaður í Garðshúsum, hét því og að gefa kirkjunni orgel. Hann stóð við orð sín og eignaðist hún orgelið, M. Hörügel, árið 1912. Sjá

Grindavíkurkirkja

Grindavíkurkirkja – altaristafla krikjunnar frá 1909.

Einar segir frá því einhvers staðar að hann hafi viljað að Ásgrímur hefði líf sjómanna í huga við gerð töflunnar, enda var Einar þá formaður á árabát og hugur hans snerist fyrst og fremst um róðra, fisk og útgerð, minnugur þess að þegar á reyndi og líf sjómannanna lá við gat sú stund runnið upp að fátt var á annað að treysta en Guð almáttugan þeim til bjargar. Altaristaflan sýnir Krist stilla vind og sjó. Kunnuglegt kennileiti er í bakgrunni, Krýsuvíkurberg (Krýsuvíkurbjarg heitir bergið austan Eystri-lækjar að Eystri Bergsenda). Grindavík var lengstum útvegsbændasamfélag með aðaláherslu á útveginn. Margir sjómenn höfðu í gegnum aldirnar lent í sjávarháska undir berginu og sumir þeirra farist. Þeim stóð stuggur af berginu.
Listfræðingar hafa skrifa um það hvers vegna t.d. Ásgrímur, Kjarval, Jón Hallgrímsson, Þórarinn B. Þorláksson, Finnur Jónsson og Halldór Pétursson, sem málaði m.a. altaristöfluna í Garðakirkju með Keili í bakgrunni, hafi ekki þorað að stíga skrefið til fulls og málað annað fólk á myndum sínum í íslenskum fötum, í þessu tilviki sjómennina í sjóklæðum. Altaristafla Ásgríms Jónssonar, sem hann málaði fyrir Stóra-Núpskirkju í Árnessýslu 1912 má glöggt þekkja landslag úr Þjórsárdalnum og andlit sumra þeirra sem hlýða á fjallræðuna. Þetta eru að sögn Steinþórs Gestssonar á Hæli þekkt andlit úr sveitinni. Jón Ófeigsson menntaskólakennari mun vera fyrirmyndin að Kristsmyndinni. Meðal áheyrenda er fremstur í flokki prófasturinn, séra Valdimar Briem, og einnig má þekkja þarna fræðimanninn Brynjúlf Jónsson frá Minna-Núpi og vísast fleiri. Í hverju einstöku tilviki hlýtur þó söfnuðurinn að hafa þurft að gera það upp við sig, hvort hann telji verkið eiga heima í kirkjunni, en þá reyndi vissulega á dómgreind hans. Á 20. öldinni virðist ríkari þjóðernisvitund gera auknar kröfur um íslenskt myndefni í samspili við hið trúarlega.

Sjá meira um Grindavíkurkirkju HÉR og HÉR.

Grindavíkurkirkja

Grindavíkurkirkja frá 1909.

Clam

Við strönd Reykjaness, báðum megin nessins, hafa orðið mörg og mikil sjóslys á umliðnum öldum, ekki síst þeirri tuttugustu. Við Reykjanesið strandaði m.a. eitt af stærstu skipum sem strandað hefur við Ísland, olíuskipið Clam.
Það var 28. febrúar árið 1950. Skipið varð vélarvana eftir að hafa Clam á strandsstaðrekið upp í fjöru í Reykjavík og var á leið til útlanda, dregið af dráttarbáti, sem það slitnaði frá í ofsaveðri. Þarna fórust 27 manns en 23 tókst að bjarga.
Slysið var þétt upp við hamravegginn sunnan Valahnúks. Um borð voru 50 manns, helmingur Kínverjar og helmingur Englendingar. Hluti áhafnarinnar fór í björgunarbáta, en hluti var um kyrrt í skipinu. Allir sem fóru í björgunarbáta fórust, en hinum var öllum bjargað af björgunarsveitinni Þorbirni frá Grindavík, en skipið brotnaði í spón á staðnum innan skamms. Þessi atburður var rótin að skáldsögunni Strandið eftir Hannes Sigfússon, en hann var einmitt á Reykjanesvita þegar þessir atburðir gerðust.
Víkur nú sögunni að upphafinu. Þann 21. febrúar 1950 rak breska olíuskipið Clam á land við Köllunarklett í Reykjavík og laskaðist nokkuð. Að morgni 28. febrúar var það í togi á leið til Cardiff í Bretlandi til viðgerðar þegar það slitnaði frá dráttarbátnum. Skipið rak stjórnlaust að landi og strandaði, miðja vegu milli gamla og nýja Reykjanesvitans og því sem næst fremst á nesinu. Yfirmenn voru allir enskir en undirmenn flestir af kínversku bergi brotnir. Við strandið greip mikil skelfing um sig meðal kínversku skipverjanna og þustu allmargir til (31 maður, þar af 5 Bretar) og reyndu að bjargast á land í tveimur björgunarbátum. Afleiðingarnar urðu sorgleg endalok 27 manna sem fórust er bátunum Clam á strandsstaðhvolfdi. Aðeins fjórum var bjargað á land. Þeim 19 mönnum, sem eftir urðu um borð í Clam, var bjargað nokkru síðar án teljandi erfiðleika. Viku síðar fundu menn níu lík rekin, um það bil einn kílómetra frá sjálfum strandstaðnum. Þau voru flutt til Reykjavíkur og komið fyrir í Fossvogskapellu. Þar sem líkin reyndust óþekkjanleg, var tæknideild rannsóknarlögreglunnar beðin um aðstoð. Var þá haft í huga að ef til vill yrði hægt að ná fingraförum af líkunum, en fingraför voru til af allri áhöfninni í spjaldskrám skipafélagsins. Rannsókn tæknideildarmanna varð til þess, að fimm líkanna þekktust aftur. Fingraförin sem tekin voru af hinum látnu voru send til Englands þar sem samanburður fór fram. Þetta er í fyrsta skipti sem aðstoð við slíka rannsókn er framkvæmd hérlendis. Bretar heiðruðu Axel Helgason fyrir ómetanlegt starf við þessa rannsókn.
Ýmislegt var hirt úr skipunu áður en grimmur sjórinn á þessum slóðum tók það sem eftir var. Sigurjón Ólafsson, vitavörður í Reykjanesvita, sem hafði komið á slysstað og tekið þátt í björgunaraðgerðunum, náði t.a.m. fágætri kommóðu úr skipinu. Hún var síðar (árið 2005) afhent Byggðasafni Kommóða úr ClamReykjanesbæjar. Kommóðan kom til safnsins frá Ólafi syni Sigurjóns.
Björgunarsveit Grindavíkur undir stjórn Tómasar Þorvaldssonar, bjargaði 19 mannanna með því að skjóta línu út í skipið. Líklegt er talið að bjarga hefði mátt flestum ef ekki öllum úr áhöfninni ef þeir hefðu beðið í skipinu í stað þess að freista þess að ná landi í björgunarbátunum. Fimmtán lík rak á land og voru þau jarðsett í Fossvogskirkjugarði.
Ekki er óeðlilegt að einhverjar spurningar kynnu að vakna um það hvernig stæði á því að 50 manns hafi verið um borð í vélarvana skipi í drætti frá Íslandi til Bretlands á þessum tíma??? Ekki er vitað til þess að þeirri spurningu hafi nokkurn tímann verið svarað – enda kannski aldrei lögð fram!

Heimild:
-http://www.logreglan.is/default.asp?cat_id=660
-http://www.wikipedia.org/wiki/Reykjanes+clam+reykjanes
-http://www.rnb.is/clam+reykjanes
-Ljósmynd 2; í eigu Sævars Jóhannessonar, rannsóknarlögreglumanns í Reykjavík.

Reykjanes

Reykjanes – JÓH.

Korpúlfsstaðir

Korpúlfsstaðir
er „Jörð í Mosfellssveit næst við Eiði.
KortKjalnesingasaga minnist fyrst á Korpúlfsstaði og skýrir frá Korpúlfi bónda, sem var orðinn gamall maður og fremur forn í brögðum. Korpúlfsstaðir vor sjálfstæð jörð 1234, eign Viðeyjarklausturs, en komust undir konung við siðaskiptin. Jörðin var seld 1810 og lítið af henni að frétta fyrr en kemur fram á 20. öldina.
Á síðari hluta 19. aldar átti Benedikts Sveinsson, yfirdómari og alþingismaður, jörðina. Einar, sonur hans, eignaðist hana að honum látnum og hann seldi Thor Jensen hana árið 1922. Thor hóf mikinn búrekstur og byggði húsið, sem enn stendur, árið 1929. Þar voru m.a. ráðsmannsíbúð, 39 herbergi fyrir vinnufólkið og matsalur fyrir 70 manns. Á þessum tíma var fjósið hið fullkomnasta á Norðurlöndum. Thor lét framkvæma gríðarlegar jarðarbætur, þannig að túnið var orðið 106 ha árið 1932, hið stærsta á landinu. Í árslok 1934 voru 300 kýr í fjósinu og mjólkurframleiðslan 800.000 l á ári. Mjólkin var gerilsneydd í mjólkurbúinu á staðnum. Mjólkursölulögin frá 1934 voru eins og hengingaról á mjólkurframleiðendur í Reykjavík og nágrenni og brátt dró úr búskapnum á Korpúlfsstöðum.
Reykjavíkur bær keypti Korpúlfsstaði og fleiri jarðir af Thor Jensen árið 1942 og búskap þar var haldið áfram fram undir 1970. Síðan voru húsin notuð sem geymslur og listamenn fengu þar inni til að iðka listir sínar. Margt verðmætt eyðilagðist í bruna 1969. Árið 1943 voru Korpúlfsstaðir og fleiri jarðir í Mosfellssveit innlimaðar í Reykjavík. Árið 1999 var hluti hússins innréttaður sem grunnskóli vegna mikillar fjölgunar íbúa á svæðinu. Golfarar þeytast nú um vellina, sem Thor lagði svo mikla vinnu í að rækta.
Þegar farið var eftir gamla þjóðveginum, sem lá meðfram túninu á Korpúlfsstöðum neðanverðu, var Korpúlfsstaðirfyrst Litlaklif, lækjarskorningur sunnan við túnið.  Rétt sunnan við það var móhellukafli í veginum nokkurra metra langur, sem alltaf vætlaði upp úr og var nefnt Bláavað. Vegurinn lá áfram suður Fossaleynismela eftir Stórapolli og áfram utan í Keldnaholti vestanverðu og suður yfir Hallsholt, sem er fram af Keldnaholti, en mun lægra. Egilsvörðumýri hét allur samfelldi gróðurhallinn gegnt bænum niður að Keldu, en hún náði alla leið úr Sundabörðum niður að sjó. Egilsvörðuás var vestan við Egilsvörðumýri, en vestan við hann tóku við Ásarnir. Þar var Ásamýri, og hvammur niður af henni heitir Stórajarðfall, en vestan við það var Rauðabásás, fremsti hluti langa ássins ofanvert við jörðina Eiði. Syðsti hluti þess áss heitir Hádegisás (hádegi frá Eiði) og annar hlutinn Veifuás.

Bugða

Úr svonefndri Nónvörðu, sem er viðurkennt hornmark milli fjögurra jarða, Gufunes, Eiðis, Korpúlfsstaða og Keldna; bein lína í sjó fram, er skeri aðra línu dregna frá svonefndri Miðaftansþúfu, 100 föðmum fyrir innan áðurnefnda þúfu. Skurðpunktur þessara lína sé í beinni stefnu við hábrún svonefnds Hádegisáss, en Hádegisás er hæðin fyrir ofan Eiðisbæinn og hæst á honum er svonefnd Miðaftansþúfa.
Thor Jensen ræðir um landamerki Korpúlfsstaða í bókinni Framkvæmdaár sem er annað bindi minninga hans. Hann keypti jörðina árið 1922 af Einari Benediktssyni, en hún hafði verið eign föður hans, Benedikts Sveinssonar sýslumanns og fallið í arfahlut Einars. Þegar 1922 hóf Thor Jensen framkvæmdir á Korpúlfsstöðum. (Á Korpúlfsstöðum) hafði þá um mörg ár búið ekkjan Kristbjörg Guðmundsdóttir, ættuð frá Knútskoti, en sonur hennar, Guðmundur Þorláksson staðið fyrir búinu.

Bugða

Eitt fyrsta verk Thors var að láta mæla fyrir framræsluskurðum í mýrinni norður af Korpúlfsstaðatúninu sem hann nefnir Sjávarmýri. Þegar Thor ætlaði að láta girða landareignina vorið 1923 komu í ljós annmarkar og lýsir hann því í bókinni:„Eitt sjálfsagðasta verkið var að girða alla landareignina. Skyldi það gert vorið 1923, en þegar að því kom að ákveða girðingarstaði, kom í ljós, að landamerkin voru ekki sem gleggst á hinu ræktaða landi, þar sem búpeningur margra jarða valsaði um. Einkum átti þetta við um landamerkin milli Korpúlfsstaða og Keldna. Fór því fjarri, að hugmyndir manns um þau merki gætu samrýmzt. Sá ég, að til þess að endanlega úr þessu skorið, myndi þurfa áreið á landamerkin og langan málarekstur. Tók ég því það ráð að semja við eiganda Keldna um kaup á þrætulandinu, og mátti þá hver hafa þær hugmyndir, sem hann vildi um það, hver hin réttu landamerki hefðu verið áður. Vorið 1923, áður en girðingunni utan um landið var lokið, var landareignin smöluð og rekin þaðan 50 aðkomutryppi. Kotið hafði sem sé verið hið mesta fótaskinn til beitar.“ Landstærð Korpúlfsstaða var þá 450 ha.

Korpúlfsstaðir

Um leið og ræktunarframkvæmdir byrjuðu var hafizt handa með byggingar. Fyrst voru byggð fjós en síðan byrjað á aðalbyggingunni á Korpúlfsstöðum í apríl 1925. Grunnflötur byggingarinnar er 30 x 80 m = 2400 m, eða nær 4/3 úr vallardagsláttu. Thor Jensen tókst að ljúka við nýbyggingarnar á Korpúlfsstöðum fyrir Alþingishátíðina 1930. Auk Korpúlfsstaða keypti Thor Lágafell og Varmá 1925, Lambhaga 1926 og Arnarholt 1927. Árið 1941 seldi hann Reykjavíkurbæ jarðeignir sínar, aðrar en hluta af Lágafelli.
Þjóðvegurinn vestur lá um Korpúlfsstaðaland og lá aðalleiðin um Ferðamannavað en að vetri til var oft ekki hægt að fara þar yfir og var þá farið Króarvað sem er nær sjónum.
Áin sem nefnd er Korpúlfsstaðaá þar sem hún fellur með landi Korpúlfsstaða er 4 km á lengd og kemur úr Hafravatni. Efri hluti árinnar er Úlfarsá og er notað sem heildarheiti árinnar þótt fleiri nöfn séu kunn. Hún er sambland af dragá og lindá og er vatnasvið hennar 45 km2. Nú er Korpúlfsstaðaá oft nefnd Korpa og segir Guðmundur Þorláksson að Emil Rokstad hafi fyrstur nefnt ána þessu nafni.

Blikastaðir
er „Jörð í Mosfellssveit, uppl[ýsingar] gaf þar Helga Magnúsdóttir, húsfreyja þar á staðnum. Fjallið fyrir Blikiofan bæinn, austur frá bæ, heitir Hamrahlíð. Þar nokkuð norðarlega er skarð, klettalaust upp á fjallið, er blasir við, þegar komið er austan veginn. Þetta skarð heitir Kerlingarskarð, og eftir því, hve kvöldsett er, myndar skuggi klettanna karl eða kerlingu.
Neðan við þjóðveginn undir fjallinu og hitaveitustokkinn heitir Börð, og í þeim neðan þessa er klettahóll, sem sprengdur var burt og nefndur var Sauðhóll. Þar bjó huldufólk, og mýrin þar upp af, ofan við veginn, heitir Sauðhólsmýri. Efst í óræktaða landinu við afleggjarann heim að Blikastöðum stóð býli, sem hét Hamrahlíð. Þetta er utar og neðan við veginn. Þar neðar tók svo við nokkuð samfelldur flói niður að Blikastaðaá. Á Blikastaðaá voru þrjú vöð, sem höfðu nafn: Blikastaðavað var á götunni að Korpúlfsstöðum þar beint á milli bæjanna; svo þar sem gamli vegurinn var niður við sjó, var nefnt Ferðamannavað, og það neðsta, niður við sjó en ofan klettanna, var nefnt Króarvað.  Í túninu er Þúfnabanaflöt. Var hún unnin með fyrsta þúfnabananum, sem hér kom.

Blikastaðir

Blikastaða er fyrst getið í máldaga Maríukirkjunnar í Viðey frá árinu 1234. Þar stendur að kirkjan og staðurinn í Viðey eigi land á „Blackastoðum“. Næst er Blikastaða getið í leigumála á jörðum Viðeyjarklausturs frá árinu 1313:  „Af bleikastodum hellmingur heyia þeirra sem fast“.  Í skrá um kvikfé og leigumála jarðar Viðeyjarklausturs frá árinu 1395 segir: „aa bleikastodum ij merkur“. Í Fógetareikningum áranna 1547-1552 kemur fram að land á Blikastöðum eða „Bleckestedom“ eins og jörðin er kölluð, er komið í konungs eigu um miðja 16. öld.  Í Jarðabók Árna og Páls frá 1704 er jörðin nefnd Blikastader og þá enn í konungseign.  Í Jarðatali Johnsens frá 1847 er jörðin sögð 14 hundruð, kúgildi 3 og einn leigjandi.

Geldinganes

Nokkur umræða hefur verið um nafn jarðarinnar.  Finnur Jónsson prófessor og Hannes Þorsteinsson cand. theol. og þjóðskjalavörður ræddu um það á þriðja áratugnum hvort upprunalegra hafi verið Blakkastaðir eða Blikastaðir. Taldi Hannes Blakkastaðir vera hið upprunalega heiti jarðarinnar og vitnar í elsta Viðeyjarmáldagann frá 1234 máli sínu til stuðnings.  „Eflaust er Blakkastaðir upprunalega heitið, en hefur færzt smámsaman úr lagi.  Blakkur og Blakki eru mannanöfn eða viðurnefni, og bæjanöfn kennd við Blakk og Blakka eru alltíð í Noregi (sbr. Lind).“

Hamrahlíð

Finnur Jónsson dró hins vegar mjög í efa að Blakkastaðir væri hið upprunalega heiti. Telur hann að vissulega komi það fyrir í máldaga frá um 1234 en í uppskriftum af því sé skrifað Bleika- eða Blika- eins og bærinn heitir nú. Telur hann að um misskrift eða mislestur gæti verið að ræða og þar með öllu óvíst að Blakka- sé hin upprunalega mynd enda erfitt að útskýra hvernig Blakka- yrði Blika-. Lúðvík Kristjánsson telur nafnið dregið af því að blikar setjist upp í landi jarðarinnar. Sigsteinn Pálsson bóndi á Blikastöðum telur nafnið einnig dregið af æðarblikum. Alla þessa öld hefur verið æðarvarp á svonefndu Gerði.  Það er þó ekki fyrr en á síðustu árum sem því hefur verið sinnt og gefur það nú af sér um eina dúnsæng á ári.
Eitt þekktasta örnefni í landi Blikastaða er Hamrahlíð sem er austur af Blikastöðum og er í raun vesturbrún Úlfarsfells. Í Hamrahlíð er mikið fuglalíf. Býlið Hamrahlíð var við rætur samnefndrar hlíðar og mun hafa staðið fyrir neðan veginn á móts við hlið á girðingu Skógræktarfélags Mosfellssveitar. Rústir þessa býlis sjást enn. Fjós og útihús stóðu neðar.  Um bæinn segir séra Stefán Þorvaldsson í lýsingu Mosfells- og Gufunesssókna árið 1855: „Hamrahlíð.  Afbýli eitt lítið, byggt fyrir 4-5 árum úr Korpúlfsstaðalandi, norðvestan undir Lágafellshömrum, skammt í suður frá Blikastöðum, er lítt byggilegt sökum landþrengsla og töðuleysis.“ Hamrahlíðar er ekki getið í Jarðatali J. Johnsens 1847, né í Jarðabók 1861.
Bærinn Hamrahlíð var í byggð 1890. Í Árbók Ferðafélags Íslands frá 1936 stendur: „Fellið, sem til hægri handar er við veginn, kalla Reykvíkingar stundum Hamrahlíð.  Þetta er ekki réttnefni á því.  Kotbýli, sem stóð nærri norðvesturhorni fellsins og minjar sjást af rétt neðan við veginn, hét Hamrahlíð, en fellið sjálft heitir Úlfarsfell.  Norðan í því er hamrabelti, sem Lágafellshamrar heita og af þeim er Hamrahlíðarnafnið dregið.“

Hamrahlíð

Í brekkum Hamrahlíðar og hlíðunum þar suður af er skógræktargirðing Skógræktarfélags Mosfellssveitar. Á vegum þess var fyrst plantað trjám þar um 1957, en Ungmennafélagið Afturelding hafði nokkru áður sett niður skógarplöntur á þessu svæði. Þar suður af er Hrossadalur. Helga Magnúsdóttir á Blikastöðum sagðist einnig hafa heyrt nafnið Krossadal og Kristín Sigsteinsdóttir talaði um Krossagil. Þar sat hún yfir kvíaám sem lítil stúlka og þangað var farið í berjamó frá Blikastöðum. Hætt var að færa frá á Blikastöðum um 1916.

Kerlingarskarð

Hrossadalsgil, sem nefnt er í landamerkjaskrá, liggur úr samnefndum dal og í átt til sjávar. Hrossagilsbrún er á þessu gili. Aðeins örnefnið Hrossadalur er notað á Blikastöðum.
Í austurhluta Hamrahlíðar er Kerlingarskarð. Það blasir við þegar ekið er frá Mosfellsbæ og í átt til Reykjavíkur. Sagt er að eftir því hve kvöldsett er, myndi skuggar klettanna karl eða kerlingu. Lágafellshamrar taka við austan við Kerlingarskarð. Þeir hafa m.a. verið notaðir til að staðsetja fiskimið (Þúfu, Álftaskarðsþúfu eða Þúfuál) á Faxaflóa. Það er hugsanlegt að Lágafellshamrar hafi einnig náð yfir hamrabeltið sem nú er nefnt Hamrahlíð. Séra Magnús Grímsson á Mosfelli (1825-1860) segir t.d. í Safni til sögu Íslands „… allt umhverfis Lágafell og Lágafellshamra (en svo kallast nú vestr-endinn á Úlfarsfelli).“ Festi er örnefni sem er á landamerkjum Blikastaða og Lágafells uppi í Lágafellshömrum. Í hömrunum skammt þar fyrir austan er Arnarnípa. Sagan hermir að þar hafi örn verpt, ekki þó á þessari öld.

Blikastaðakró

Björn Bjarnarson í Grafarholti getur þess í lýsingu á Kjósarsýslu að á nokkrum stöðum öðrum en á jarðhitasvæðunum að Reykjum í Mosfellssveit  séu laugar og volgar uppsprettur 20-40 °C og nefnir m.a. Blikastaði.  Um 20 °C heit Laug var vestan við heimreiðina að Blikastöðum um 200 metra frá bænum.  Þar voru þvegin sokkaplögg o.fl. og stundum var vatnið notað til að skúra gólf. Hætt var að nota hana þegar hitaveita kom að Blikastöðum en skömmu áður hafði hún spillst þegar borað var í hana.
Þegar (Þorlákur) Magnús Þorláksson kom að Blikastöðum árið 1908 fengust um 80 hestar af heyi af túnum þegar vel áraði. Hann fór þegar að rækta og smám saman var melum og mýrum breytt í tún. Þegar Sigsteinn Pálsson og Helga Magnúsdóttir tóku við búi að Blikastöðum árið 1942 voru tún 42 hektarar en þegar þau hættu kúabúskap árið 1973 þá voru tún um 70 hektarar. Nöfn á túnunum eru úr tíð Helgu og Sigsteins.

Úlfarsá

„Úlfarsá kemur úr Hafravatni, rennur til vesturs sunnan við Úlfarsfell, beygir síðan til norðurs vestan við Lambhaga og fellur í litla vík, sem nefnist Blikastaðakró. Úlfarsá breytir síðar um nafn, nefnist Korpúlfsstaðaá eða Korpa, fyrst sennilega aðeins neðri hlutinn í grennd við Korpúlfsstaði. Er algengt, að litlar ár nefnist fleiri nöfnum en einu, einkum þá kenndar við bæi, er þær renna hjá.“
Áin milli Korpúlfsstaða og Blikastaða nefnist Korpúlfsstaðaá. Nafnið Korpa og Úlfarsá, eru þau nöfn sem notuð eru af heimafólki á Blikastöðum. Þá er veiðifélag árinnar kallað Veiðifélag Úlfarsár og eiga Blikastaðir 14% í ánni. Guðmundur Þorláksson segir að Emil Rokstad hafi fyrstur nefnt hana Korpu. Í Jarðabók Árna og Páls segir á bls. 309: „Laxveiði þriðja hvörn dag í Kortúlfstaðaá. … Skipsuppsátur við sjó og heimræði á haust, þá fiskur gekk inn á sund.“  Korpúlfsstaðir eru þó stafsettir á venjubundinn hátt í sömu jarðabók.

Skilti við Blikastaðanes

Í Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar frá 1752-1757 er talað um Kortólfsstaðaá og það gerir Skúli Magnússon einnig í sinni lýsingu á Gullbringu- og Kjósarsýslu frá 1785. Séra Magnús Grímsson á Mosfelli varpar fram nokkrum vangaveltum um Úlfarsá og Korpúlfsstaðaá í „Safni til sögu Íslands og íslenskra bókmennta að fornu og nýju“. Þar segir: „Eg felli mig vel við getgátu Gísla Brynjólfssonar, viðvíkjandi nöfnunum Korpúlfr og Korpúlfstaðaá, sem stendr í neðanmálsgrein í ritgjörð hans um goðorð í „Nýjum Félagsritum“, 13. ári, 48. bls.  Nöfnin Úlfr og Úlfar eru svo lík, að vel má vera að áin, fellið og bærinn sé allt kennt við Úlf (Korpúlf = Hrafnúlf) þann, sem Korpúlfstaðir eru kenndir við.  En af því það er ekki nema eitt handrit Landnámabókar (Landnámab. I, 10. í orðamun), sem hefir Úlfsá fyrir Úlfarsá, þykir mér vissara að áin og fellið hafi hvorttveggja verið kennt við einhvern Úlfar (Úlfarsfell, Úlfarsá), en bærinn við Úlf, ef það er þá ekki afbakað úr Úlfar (Úlfstaðir fyrir Úlfarstaðir, þ.e.: Korpúlfstaðir fyrir Korpúlfarstaðir), sem mér virðist hæglega geta verið  En hvað sem nöfnum þessum viðvíkr, ætla eg víst, að á sú, sem nú heitir Korpúlfstaðaá, sé hin forna Úlfarsá, og það er aðalatriðið sem hér ræðir um.“
Í sóknarlýsingu séra Stefáns Þorvaldssonar er vikið að laxveiðinni. „Laxveiði er nokkur í … Korpúlfsstaðaá, einkum við mynni þesarrar ár í Blikastaðakró.“  Þar er Blikastaðakró lýst enn frekar: „Þessi jörð hefir … notalega laxveiði í svonefndri Blikastaðakró, sem er fjörubás einn lítill með standklettum á 3 vegu og með garði fyrir framan með hliði á, sem sjór fellur út og inn um með útfalli og aðfalli, en með flóðinu er net dregið fyrir hliðið á garðinum, svo það byrgist inni, sem inn er komið.“
LeifarÞá segir: „Á Korpúlfsstaðaá milli Blikastaða og Korpúlfsstaða voru a.m.k. fjögur vöð, talin til sjávar: Stekkjarvað sem var á merkjum milli Hamrahlíðar, Blikastaða og Korpúlfsstaða. Nokkru neðar í ánni er Merkjafoss. Blikastaðavað sem var á götunni að Korpúlfsstöðum beint á milli bæjanna, Ferðamannavað fyrir neðan Efriásinn; þar lá þjóðleiðin áður. Veiðifoss er nokkru fyrir neðan Ferðamannavað. Króarvað er neðst, ofan við kletta. Skammt fyrir neðan Króarvað er Króarfoss einnig nefndur Sjávarfoss.
Neðan við Þúfanabanaflöt er holt með grjótgarði, er nefnist Efriás, og þar neðar er annar klettaás sem heitir Neðriás. Inn af Efraás neðan túns er Hrossaskjólsás; nær hann inn á merki. Fyrir neðan Neðriás er lítið nes fram í sjóinn er heitir Gerði. Björn Bjarnarson í Grafarholti nefnir það Blikastaðagerði í Árbók Fornleifafélagsins 1914. Það hefur einnig verið nefnt Blikastaðanes. Neðst á því er Gerðistá einnig nefnd Blikastaðatá. Fyrir austan Gerðið er Dýjakrókalækur, og mynni hans kallast Dýjakrókalækjarmynni. Fornar rústir og grjótgarður frá verslunarstað eða útræði eru niðri á sjávarbakkanum yst á fyrrnefndu Gerði. Staðurinn var friðlýstur 8. nóvember 1978 og friðlýsingarmerki sett upp sama ár. Helga og Sigsteinn telja að fornminjarnar hafi ekki mikið laskast frá því þau komu að Blikastöðum. Ásgeir Bjarnþórsson frá Knarrarnesi á Mýrum gerði út á grásleppu frá Blikastaðakró á fyrstu áratugum þessarar aldar.

Heimildir um Blikastaði má nefna:

Viðtöl:
-Helga Magnúsdóttir f. 1906, hefur búið að Blikastöðum frá 1909.
-Sigsteinn Pálsson f. 1905, hefur búið að Blikastöðum frá 1942.
-Magnús Sigsteinsson f. 1944 á Blikastöðum og hefur búið þar alla tíð síðan.
-Kristín Sigsteinsdóttir f. 1945 á Blikastöðum og hefur búið þar alla tíð síðan.

Ritheimildir:
-Björn Bjarnarson: 1936-1940, „Kjósarsýsla (1937)“, Landnám Ingólfs.  Safn til sögu þess II. Félagið Ingólfur gaf út. Reykjavík.
-Björn Bjarnarson: 1914, „Um örnefni“, Árbók Hins Íslenzka Fornleifafjelags.
-Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar. Um ferðir þeirra á Íslandi árin 1752-1757. I. bindi. Reykjavík 1943.
-Ferðafélag Íslands. Árbók 1936, Ólafur Lárusson: „Innnesin.“
-Finnur Jónsson: 1924, „Nokkur orð um íslenzk bæjanöfn“, Árbók Hins Íslenzka Fornleifafjelags. Reykjavík.
-Fornbréfasafn. Diplomatarium Islandicum I., 1857-76, II. 1893, III. 1896, og XII. 1923-32, Hið Íslenzka Bókmenntafélag.  Kaupmannahöfn.
-Hannes Þorsteinsson: 1923, „Rannsókn og leiðrjettingar á nokkrum bæjanöfnum á Íslandi“, Árbók Hins Íslenzka Fornleifafjelags. Reykjavík.
-Hannes Þorsteinsson: 1924, „Kvittun til dr. Finns Jónssonar“, Árbók Hins Íslenzka Fornleifafjelags. Reykjavík.
-Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns. Gullbringu- og Kjósarsýsla. Þriðja bindi. Reykjavík 1982.
-Johnsen, J.: 1847, Jarðatal á Íslandi. Kaupmannahöfn.
-Kålund, P.E.K.: 1984, Íslenskir sögustaðir. Sunnlendingafjórðungur. Reykjavík. [Bidrag til en historisk-topografisk Beskrivelse af Island. 1877].
-Kristján Eldjárn: 1980, „Leiruvogur og Þerneyjarsund“, Árbók Hins Íslenzka Fornleifafélags. Reykjavík.
-Lúðvík Kristjánsson: Íslenzkir sjávarhættir V., Reykjavík,1986.
-Magnús Grímsson: 1886, „Athugasemdir við Egils sögu Skallagrímssonar“,
-Safn til sögu Íslands og íslenskra bókmennta að fornu og nýju II. bindi, Kaupmannahöfn.
-Mosfellshreppur. Aðalskipulag 1983 – 2003.  Mosfellssveit 1983.
-Skúli Magnússon: 1935-1936 „Lýsing Gullbringu- og Kjósarsýslu.“ Landnám Ingólfs. Safn til sögu þess I. Félagið Ingólfur gaf út. Reykjavík.
-Sýslulýsingar 1744-1749. SÖGURIT XXVIII. Reykjavík 1957.
-Stefán Þorvaldsson: 1937-1939 „Lýsing Mosfells- og Gufunesssókna 1855“.
-Landnám Ingólfs. Safn til sögu þess III. Félagið Ingólfur gaf út. Reykjavík.

Óprentaðar heimildir
-Þjskjs. Landamerkjaskrá fyrir Blikastaði.
-Þjóðminjasafn Íslands. Fornleifaskrá. Mosfellshreppur.
-Örnefnastofnun Þjóðminjasafns Íslands. Ódagsett örnefnalýsing Blikastaða eftir Ara Gíslason, 20 örnefni.
-Örnefnalýsing Korpúlfsstaða eftir Guðlaug Rúnar Guðmundsson frá 1984. Örnefnakort af Blikastöðum eftir Guðlaug Rúnar Guðmundsson.

Korpúlfsstaðir

Korpúlfsstaðir gömlu.

Gullbringa

Gullbringusýsla sem slík á sér merka, en margflókna, sögu. Hér verður reynt að gera henni svolítil skil.

Í bókinni Landnám Ingólfs II eftir Magnús Grímsson er þess getið að Gullbringusýsla sé kennd við fornkonuna Gullbryngu og munnmæli herma að hún hafi átt kornakra í Sáðgerði (Sandgerði).
HjartaGullbringusýsla er fyrst nefnd í skjali frá árinu 1535 og náði hún yfir hluta hins forna Kjalarnesþings. Gullbringa er sýnd á herforingjaráðskortum sem hæðarbunga við suðaustanvert Kleifarvatn (308 m). Stefán Stefánsson sem kallaður var „gæd“ (af „guide“) taldi það þó hæpið, þar sem kunnugir menn á þessum slóðum hefðu jafnan kallað lyngbrekku þá sem er vestan í Vatnshlíðinni Gullbringu og nær hún niður undir austurströnd vatnsins.
Vilhjálmur Hinrik Ívarsson í Merkinesi sagði að grasbrekkur frá Hlíðarhorni vestra og austur að Hvannahrauni (Hvammahrauni) væru nefndar Gullbringur (Örnefnaskrá í Örnefnastofnun).
Jón Ólafsson úr Grunnavík taldi að nafnið Gullbringa nærri Geitahlíð væri frá Dönum komið sem hafi talið það fallegt og viðeigandi þar sem staðurinn lá nærri sýslumörkum við Árnessýslu. (Kristian Kålund: Íslenzkir sögustaðir I:51). Álitið er að staðurinn hafi fyrrum verið blómlegri en síðar hefur orðið vegna uppblásturs.

Krýsuvíkurberg

Krýsuvíkurberg – hér fellur Mígandi fram af berginu í skorunni nær.

Ekki virðast beinar heimildir um þinghald í eða við Gullbringu og er því margt á huldu um þessa nafngift. Gullbringur eru í Mosfellsheiði, en sýslunafnið getur ekki átt við þær þar sem þær eru ekki í sýslunni. Örnefnið Gullbringa eða -bringur er til víðar á landinu og virðist merkingin vera ‘gróðursælt land’.
Á ferðum FERLIRs um svæðið hefur bæði mátt sjá suðurbak Gullbringu „gullhúðað“ í hádegissólinni á vetrum og hlíðina ofan hennar „gullbikaða“ í kvöldsólinni á sumrin.

Skv. Járnsíðu (1271) og Jónsbók (1281) var landinu skipt í 12 þing (umdæmi) Suðurnes voru í Kjalarnesþingi.
Gullbringusýslu er fyrst getið 1535 og Kjósarsýslu er fyrst getið 1637. Mörk milli sýslnanna voru lengst af við Elliðaár.
Gullbringu- og Kjósarsýsla voru sameinaðar með konunglegri tilskipun 19. mars 1754.
Skv. tilskipun 28. júní 1781 voru Landfógeta falin fjármál og löggæsla í Gullbringusýslu.
Með konungsúrskurði 9. maí 1806 voru fjármál og löggæsla færð frá Landfógeta til héraðsdómara í Gullbringusýslu, sem fór þá með öll sýsluvöld.

Hnúkar

Í Hnúkum.

Reykjavík varð að sérstöku lögsagnarumdæmi með konungsúrskurði 15. apríl 1803 og þar skipaður sérstakur bæjarfógeti.
Árið 1874 var bæjarfógetaembættið í Reykjavík sameinað sýslumannsembættinu í Gullbringu- og Kjósarsýslu.
Árið 1878 var bæjarfógeti skipaður í Reykjavík og embættin aðskilin. Reykvíkingar undu sambúðinni illa og 16. ágúst 1878 voru embættin aðskilin á ný og sérstakur bæjarfógeti skipaður í Reykjavík. Allt land Reykjavíkur var áður í Seltjarnarneshreppi. Með lögum 1923 stækkaði Reykjavík með yfirtöku jarða í Mosfellshreppi.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – herforingjaráðsuppdráttur 1903.

Árin 1878 til 1908 varð bæjarfógetinn í Hafnarfirði og sýslumaður Gullbringu- og Kjósarsýslu. Landshöfðingi samþykkti að skipta Álftaneshreppi 17. september 1878 í tvo hreppa, Bessastaðahrepp og Garðahrepp. Hafnfirðingar undu þessu illa og vildu vera sér og eftir 30 ára baráttu varð Hafnarfjörður kaupstaður 1. júní 1908.

Þann 3.10.1903 var samþykkt á Alþingi að Gullbringu- og Kjósarsýslu myndi verða skipt upp í tvö sýslufélög. Annað er hin forna Kjósarsýsla og Seltjarnarneshreppur. Hitt er Bessastaðahreppur, Garðahreppur, Vatnsleysustrandarhreppur, Njarðvíkurhreppur, Rosmhvalaneshreppur, Miðneshreppur, Hafnarhreppur, og Grindavíkurhreppur. Eitt sýslumannsembætti, með aðsetur í Hafnarfirði, fór með málefni beggja sýslna. Með lögunum voru mörk milli sýslnanna flutt frá Elliðaám að hreppamörkum Seltjarnarneshrepps þar sem þau lágu þá að mörkum Garða- og Bessastaðahrepps.

Kristján X

Kristján X.

Árið 1938 var skipaður lögreglustjóri í Keflavíkur. Með lögum 16/1934, undirskrifuð í Amalíuborg 25. janúar 1934 af Christian R. (Kristján tíundi (R.=Rex (konungur)) var ákveðið að skipa lögreglustjóra í Keflavíkurhreppi og skyldi hann einnig fara með dómsvald í lögreglumálum, innheimtu opinberra gjalda, fógetavald og hreppstjórastörf í Keflavíkurhreppi. Embættinu var komið á laggirnar 1. janúar 1938 og Alfreð Gíslason var skipaður lögreglustjóri, reyndar frá 31. desember 1937. Fram að þeim tíma hafði sýslumaður Gullbringusýslu með aðsetri í Hafnarfirði stjórnað löggæslumálum í Keflavík. Embættinu fylgdi ekki dómsvald einungis framkvæmdavald.
Þegar Keflavík varð kaupstaður 1. apríl 1949 var Alfreð skipaður bæjarfógeti í Keflavík og gegndi því starfi til 19. apríl 1961 þegar hann fékk lausn frá starfi og varð bæjarstjóri í Keflavík frá 8. júní 1961. Eggert Jónsson f. 22. maí 1919, sem verið hafði bæjarstjóri var skipaður bæjarfógeti í Keflavík frá 1. júlí 1961 og gegndi því starfi til dauðadags en hann lést ungur maður 18. júlí 1962. Alfreð var þá aftur skipaður bæjarfógeti í Keflavík frá 5. september 1962.
Festisfjall1. apríl 1949 fær Keflavíkurhreppur kaupstaðarréttindi og lögreglustjórinn verður jafnframt bæjarfógeti í Keflavík. Auk lögreglumála og dómsvalds í þeim fer hann nú með önnur dóms- og umboðsstörf í Keflavík.
Með bráðabirgðalögum sem sett voru 19. janúar 1954 var embætti Lögreglustjórans á Keflavíkurflugvelli komið á fót. Þann 8. apríl 1954 voru samþykkt lög á Alþingi um lögreglustjóraembættið og tóku þau þegar gildi. Umdæmið var samningssvæði þau á Reykjanesi, sem varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna tók til og eru eign ríkisins. Lögreglustjórinn fór með sömu störf og sýslumenn og bæjarfógetar.

Seltjarnarneshreppi var skipt 1948 í Seltjarnarneshrepp og Kópavogshrepp. Kópavogur varð kaupstaður 1955 og fór undan sýslunni. Sigurgeir Jónsson var skipaður bæjarfógeti í Kópavogi 11. ágúst 1955.

Vatnagarður

Hraun og Vatnagarður.

Alfreð var síðan skipaður sýslumaður í Gullbringusýslu frá 1. jan. 1974 og bæjarfógeti í Grindavík frá 10. apríl 1974. Hann fékk lausn frá embætti 8. júlí 1975 frá og með 1. október 1975. Þann 22. ágúst 1975 var Jón Eysteinsson f. 10. janúar 1937 skipaður bæjarfógeti í Keflavík og Grindavík og sýslumaður í Gullbringusýslu frá 1. október 1975 að telja og síðan bæjarfógeti í Njarðvík frá 1. maí 1976.

Seltjarnarneshreppur og Garðahreppur urðu kaupstaðir 1974. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði varð jafnframt bæjarfógeti í þessum kaupstöðum. Í Kjósarsýslu voru Garðahreppur, Bessastaðahreppur, Seltjarnarneshreppur, Mosfellshreppur, Kjalarneshreppur og Kjósarhreppur. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði varð jafnframt sýslumaður í Kjósarsýslu.
Fyrir forgöngu Geirs Gunnarssonar og Karls G. Sigurbergssonar urðu til sérstök lögsagnarumdæmi á Suðurnesjum og voru lög þess efnis samþykkt á Alþingi 24. apríl 1973 og tóku gildi 1. janúar 1974.

Í Gullbringusýslu voru Grindavíkurhreppur, Hafnarhreppur, Miðneshreppur, Gerðahreppur, Njarðvíkurhreppur og Vatnsleysustrandarhreppur.

Gálgahraun

Gálgahraun – skófir.

Bæjarfógetinn í Keflavík varð jafnframt Sýslumaður í Gullbringusýslu.
Grindavík hlaut kaupstaðarréttindi 10. apríl 1974.
Árið 1976 var bæjarfógetinn í Grindavík, Keflavík og Njarðvík jafnframt sýslumaður Gullbringusýslu.
Njarðvík fékk kaupstaðarréttindi 1. janúar 1976. Bæjarfógetinn í Keflavík varð jafnframt bæjarfógeti í Grindavík og Njarðvík.

Við aðskilnað dómsvalds og framkvæmdavalds í héraði 1. júlí 1992 var Jón skipaður sýslumaður í Keflavík en lögsagnarumdæmið er það sama og var. Þennan dag tóku gildi lög um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði nr. 92/1989. Hugtakið bæjarfógeti féll niður og sýslumenn voru kenndir við staði.

Bæjarfógetinn í Keflavík, Njarðvík og Grindavík og sýslumaður Gullbringusýslu heitir nú Sýslumaðurinn í Keflavík. Lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli verður Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli. Sýslumaðurinn í Hafnarfirði, Garðakaupstað og Seltjarneskaupstað og Sýslumaður Kjósarsýslu verður Sýslumaðurinn í Hafnarfirði.

Hugtakið Gullbringusýsla er ekki lengur notað og má segja að þetta aldagamla heiti stjórnsýsluumdæmis sýslumanna leggist af með lögum um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði.

Heimild m.a.:
-Eyþór Þórðarson, Stjórnsýsla í Gullbringusýslu, birtist í Árbók Suðurnesja 1984-85.
-http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=2182

Gullbringa

Gullbringa.

Selvogur

Í Selvogsheiðum er í örnefnalýsingum getið um Víghólsrétt, Nesstekk, Bjarnastaðastekk og Útvogsstekk, auk fleiri mannvirkja. Öll þessi mannvirki munu raða sér í svo til beina línu í heiðinni. FERLIR hefur þegar staðsett eitt þessarra mannvirkja og munu tilvist annarra ráðast af því.

Víghólsrétt?

Þórður Sveinsson sagði nýlega frá því að Selvogsbóndi einn hafi misst frá sér kind við Hásteina. Hún hafi síðan fundist í skúta skammt vestan við þá. Áður höfðu þrjár kindur horfið sporlaust á þessu svæði. Þær fundust síðar af tilviljun þegar maður einn var að ganga skammt vestan við girðinguna, sem þar er (var). Bein kindanna lágu framan við hellisop og virðast þær hafa fennt þar í kaf. Hvar opið er eða hvað er fyrir innan opið er ekki vitað. Ætlunin var m.a. að skoða svæðið.
Í Selvogsheiðum er í örnefnalýsingum getið um Víghólsrétt, Nesstekk, Bjarnastaðastekk og Útvogsstekk, auk fleiri mannvirkja. Öll þessi mannvirki munu raða sér í svo til beina línu í heiðinni. FERLIR hefur þegar staðsett eitt þessarra mannvirkja og munu tilvist annarra ráðast af því.
Í Örnefnaskrá fyrir Nes segir m.a.: „Nesstekkur var vestan við Víghólsrétt, en hún er austan við Stóruvörðu, sem er ofarlega á Bjarnastaðaflötum. Nesstekkur er við mörk Ness og Bjarnastaða. Víghólsrétt er við Víghól, sem er svolítil hæð.  Við Nesstekk er Nesstekkatún. Stekkir voru þarna í röð yfir landið, austast Nesstekkur, þá Bjarnastaðastekkur og Útvogsstekkur. Prestskrókur er milli Nesstekkjar og Víghólsréttar.  Það er slægjublettur, og hefur prestur slegið þar einhvern tíma. Þar var PrestGapiskróksvarða, nú dottin niður.
Ofar en Víghóll er Fornagata. Á Fornugötu mætast göturnar frá Vogsósum  og neðan úr Selvogi, s.s. frá Þorkelsgerði og Bjarnastöðum. Hún er við götuslóðann austur á Sand, í slægjulöndin. Fornagata er bæði í landi Ness og Bjarnastaða, liggur yfir mörkin.“
Í örnefnalýsingu fyrir Bjarnastaði segir um þetta svæði umhverfis Bjarnastaðaflatir: „Ofan Bjarnastaðatúns eru Bjarnastaðaflatir. Vestast á þeim ofan við hjáleiguna Klöpp var Litlavarða og Litluvörðuflöt. Eitthvað mun vera eftir af vörðunni. Ofar en Litlavarða var önnur varða ofarlega á Flötunum, kölluð Digravarða, Stóravarða eða Austurvogsvarða. Hún var Sundvarða fyrir Útvogssund.  Átti hana að bera í austustu Hnúkana. Við túngarðshlið Bjarnastaða byrjaði leiðin suður og lá upp heiðina.
Spölkorn upp frá Flötunum eru Bjarnastaðahólar kringum Digruvörðu. Það eru þrír lágir hraunhólar. Vestasti hóllinn er í Götulandi, Mið-Bjarnastaðahóll e.t.v. einnig, en Austasti-Bjarnastaðahóll er í Bjarnastaðalandi. Eitthvað er eftir af grónu landi milli hólanna, sandurinn er ekki kominn þangað.
Austur við Nesmörk er Fornagata, langur hraunhóll sprunginn eftir endilöngu. Á honum var Fornugötuvarða, sem nú er fallin, og kringum hann FRétt við Fornugötuornugötuflatir.“
Í örnefnalýsingu fyrir Götu er getið um Bjarnastaðastekk o.fl.: „Fyrir ofan Götutún halda áfram Bjarnastaðaflatir, og á þeim eru Bjarnastaðahólar. Vestasti-Bjarnastaðahóll er í Götulandi og e. t. v. einnig Mið-Bjarnastaðahóll. Ofan við hólana var lægð eða flöt, sem nefnd var Skjaldbreið, en er nú orðin uppblásin og nefnd Grjót (ft.). Þar ofar var Bjarnastaðastekkur, alveg við mörkin í Götu og e.t.v. í Útvogslandi. Sést fyrir honum enn. Við stekkinn var Stekkatún og Stekkatúnsflatir í kring. Þetta er við veginn niður að bæjunum.“
Að þessu sinni var lagt af stað frá Fornugötu sunnan Fornugötuhliðs, gengið suður fyrir klapparhæðina þar sem gatnamótin á götunni eru, annars vegar til vesturs og austurs og hins vegar til suðvesturs niður að Selvogi. Nokkru sunnar var stefnan tekin til vesturs, að Víghól og áfram inn á og yfir Bjarnastaðaflatir. Mikil landeyðing hefur orðið á neðanverðum flötunum og neðan þeirra. Ekki var unnt að greina mannvirki á þeirri leið, þ.e. frá svonefndri Víghólsrétt. Nokkrar grónar vörður, sem fyrrum hafa verið allstórar, eru á ofanverðum Bjarnastaðaflötum, s.s. Digravarða. Ekki er óvarlegt að ætla að Nesstekkur geti verið Fornagata við Strandarhæðtvískipt tóft norðan í Fornugötu, örskammt vestan við gatnamótin. Sú tóft hefur ekki verið skýrð og hennar virðist ekki vera getið í örnefnaskrám. Ef þetta er Nesstekkur er hann í Neslandi, svo til alveg við mörkin.
Komið var í fjárstekknum Gapa og haldið inn á Fornugötu ofan hans. Gatan sést þar vel í holtinu. Hún liggur skammt norðan við Bjargarhelli. Litið var inn í hellinn, en götunni síðan fylgt áfram til austurs. Komið var að grónum hvammi og liggur gatan norðan hans. Hlaðið er í götukantinn ofan við hvamminn. Skammt suðaustan við hann er annar gróinn hvammur, sem eflaust hefur verið ágætur áningarstaður fyrrum þegar langar lestir manna og skepna liðuðust um hæðina. Þarna sunnan við götuna er rétt. Líklega hefur hún verið notuð sem aðhald þegar reka þurfti fé þessa leið. Skammt austar og norðaustar eru allnokkrar vörður, líklega á landamerkjum.
Fornugötu var fylgt áfram til austurs, en stefnan síðan tekin upp með girðingunni fyrrnefndu á mörkum Ness og Bjarnastaða. Henni var fylgt upp að efstu Hásteinum. Ætlunin var að finna skúta þann eða helli sem Þórður Sveinsson hafði sagt frá vikunni áður. Þegar komið var upp fyrir Hásteina mátti sjá hlaðið aðhald norðvestan við þá. Tóftir eru og undir hæsta Hásteini. Eftir stutta göngu til vesturs var komið að litlu jarðfalli og skúta. Þar gæti verið um að ræða skúta þann sem fyrr var nefndur. Innihaldið gæti vel rúmað 10 kindur. Vestan við hann var hlaðið skjól, líklega refaskyttu. Varða var þar skammt frá, yfir greni. Á bakaleiðinni var gengið fram á nokkur merkt greni. Nýleg fótspor voru eftir ref frá vestanverðum Hásteinum með stefnu á Strandarkirkju.
Annað jarðfall fannst nokkuð suðvestar, í sömu fjarlægð frá girðingunni og sá efri. Gróið var umhverfis, en inni var rými fyrir 15-20 kindur. Engin bein sáust í eða við framangreinda skúta, en nokkur mold var á gólfum beggja.
Gangan tók 3 klst og 3 mín. Frábært veður.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsingar fyrir Nes, Bjarnastaði, Þorkelsgerði og Götu.

Bjarnastaðastekkur

Bjarnastaðastekkur.

Minja- og sögufélag Grindavíkur hefur fest kaup á hinni „fornu“ verbúð Bakka við Garðsveg og stendur til að koma húsinu í upprunalegt horf – líkt og ætlunin var hjá fyrri eigendum þess.
Bakki - 231Húsið var byggt 1933 og er því með eldri húsum í Grindavík. Þarna var jafnframt ein elsta „sjóverbúð“ í nútíma á Suðurnesjum (Grindavík var fyrrum ekki hluti Suðurnesja) og hefur því menningarsögulegt gildi sem slíkt. Húsið, sem er klætt bárujárni, hefur látið mjög á sjá í seinni tíð. Skammt norðar stóð hin forna Staðarbúð (Staðarhús), hús Skálholtsstóls. Enn má sjá þar leifar steinhleðslu hússins. Sunnar stendur endurbyggt Flagghúsið, upprunalega byggt árið 1890.

Bakki

Bakki gengur í endurnýjun lífdaga.