Silfurgjá

Utan við Vatnsstæðið á Járngerðarstöðum í Grindavík er gjá; Silfurgjá. Hún var jafnan nefnd Silfra af heimamönnum. Um þessa gjá, sem er ein af nokkrum, s.s. Stamphólsgjá, Bjarnagjá og Hrafnagjá, á þessu svæði, hefur spunnist eftirfarandi þjóðsaga:

Silfra norðvestan Vatnsstæðisins

“Í utanverðri Grindavík eru margar hyldjúpar gjáarsprungur með vatni í sem á yfirborði er að mestu ósalt og flæðir og fjarar í þeim eins og í sjónum. Ein af þessum gjám heitir Silfurgjá, skammt fyrir ofan túngarðinn á Járngerðarstöðum. Í gjá þessari segir sagan, að fólgin sé kista full af silfurpeningum. Hafa allar tilraunir til þess að hefja þennan fjársjóð upp strandað á því að þá er menn hafa náð kistunni upp á gjáarbarminn, þá hefir mönnum sýnzt allt Járngerðarstaðaþorpið standa í björtu báli og hafa menn því jafnan sleppt kistunni aftur. Síðasta tilraunin fór á þá leið að þeir slepptu ekki einungis kistunni heldur fylltu gjána upp með mold. Svo að nú er yfir kistunni grasi gróin brekka.”

Silfra á loftmynd - norðvestan Vatnsstæðisins

Hér er um tvenns konar sagnakenndan fróðleik að ræða; annars vegar er vatnsfyllta gjáin Silfra enn vel sýnileg norðvestan við Vatnsstæðið á Járngerðarstöðum og hins vegar hefur gjá sú er Gjáhús voru jafnan kennd við, austan Vatnsstæðisins, verið fyllt upp “svo nú eru þar grónar brekkur”. Gjá sú, sem hér um ræðir, var fyrrum skammt vestan við Garðshorn, sem nú stendur við Kirkjustíg í Grindavík, þ.e. suðvestan við gömlu kirkjuna, sem endurreist var frá Stað og síðar varð að leikskóla. Gamlir, en síungir Grindvíkingar (ennlifandi) muna gjá þessa. Hún var tiltölulega stutt og afgirt, enda bæði hyldjúp og með háum bergveggjum. Kolsvart, en tært, vatnið, endurpeglaði sérhvert andlit er niður í hana leit. Innfæddir stóðu jafnan í þeirri trú að þarna væri Silfra. Gjáin var hættuleg, en nálægð kirkjunnar endurspeglaðist í girðingunni umhverfis. Eftir stífa austanátt mátti  gjarnan finna rauðan fimmhundruðkarl eða jafnvel fjólubláan þúsundkarl fastan í henni. Það þóttu börnunum stórir “karlar” í á daga, löngu fyrir daga kvótakónganna.
Börnin voru jafnan vöruð við Silfru. Sagt var að ef þau færu of nærri gjánni gæti Gjárskrímslið, sem byggi þar undirniðri, náð til þeirra. Líklega var þetta bara sagt til að fæla þau frá gjánni – enda full ástæða til. Þar bar, sem félli í gjánna, átti ekki afturkvæmt.
Skömmu eftir 1960 var “Silfra” fyllt af möl. Fljólega greri yfir og gras óx á hvyrfli hennar. Gjárhúsgjárinnar skammt sunnar biðu sömu örlög. Brunnar við gömlu húsin voru og fyllti upp – og hurfu. Þetta var gert til að koma í veg fyrir hugsanleg slys á börnum – skiljanlega.
Silfurgjá sú sem er norðvestan við Vatnsstæðið á Járngerðarstöðum er hluti af stærra sprungusvæði. Hrafnagjá og Bjarnagjá suðvestan við Gerðavallabrunna, jafnvel Grænabergsgjá allnokkru vestar, eru hluti af sama sprungusvæðinu. Þarna eru skýr flekaskil Atlantshafshryggjarins er skilja Ameríkufleka jarðskorpunnar frá Evrópuflekanum. Vestanverð Grindavík er á austanverðum flekaskilunum. Íbúarnir fyrrum vissu af þessu. Þeir byggðu sé lítil hús og þá jafnan á öðrum hvorum sprungubarminum. Núverandi íbúar byggja sér stærri hús, jafnvel beggja vegna gjá. Þeir mega eiga von á að jafnvel sitt hvor hjónarúmshlutinn endi með tíð og tíma á Bjarnagjá og Hrafnagjá suðvestan Gerðisvallabrunnasitthvorum heimsálfaflekanum. Þá er og líklegt að uppfylltar gjárnar rísi upp einn slæman veðurdag við óhagstæð skilyrði og krefjist þess, sem þeim bar m.v. hinar þjóðsögulegu forsendur. Allir geta þó andað léttar; það er ekki víst að það gerist í dag eða á morgun – það getur alveg eins gerst í næstu viku.
Í dag er Silfra (Silfurgjá) skammt suðsuðvestan við götuna Norðurvör. Um hana, líkt og aðrar gjár við Grindavík, flæðir ferskvatn. Gjáin er vinsæll köfunarstaður froskafara, en sjá hængur er á að ferskvatnsstraumurinn í gjánni vill ógjarnan sleppa þeim sem hann ásælist. Enn þann dag í dag eru álög þjóðsögunnar því virk áhrínisorð – þótt á annan veg megi virðast. Áður var varnaðurinn falinn í silfurkistu og varnaði til handa þeim er hana ásældist. Í dag er varnaðurinn fólginn í því að ásælast ekki silfurtært vatn Silfurgjárinnar – því þá mun illa fara. Grindvíkingar og nærsveitingunar – GÆTIÐ VARÚÐAR þar sem Silfra er annars vegar, þá mun ykkur farnast vel!

Heimildir m.a.:
-Rauðskinna I, bls. 41
-Óbirt “Grindavíkursaga”

Silfra

Silfurgjá.

 

Selatangar

“Ekki er ein báran stök úti fyrir Selatöngum frekar en Landeyjasandi. Boðarnir skálma í í lest upp að klettaströndinni, svartri og úfinni, sem virðist allt annað en árennilegur lendingar staður, jafnvel í tiltölulega hóglátu sjóveðri. Hvað skyldi þá í sunnlenzkum veðraham og foráttubrimi, þegar úthafsaldan brotnar þarna á töngunum af fullum krafti og þunga.
Enda segir einhvers staðar í Selatangar-221gömlum fræðum, að í Selatöngum sé „brimhöfn mikil.” Þarna var þó um langt skeið allmikil verstöð og sóttur sjór á árabátum fram undir síðustu aldamót eða nánar tiltekið til 1880 eða þar um bil. Verbúðalíf og sjósókn í Selatöngum hefur fráleitt verið neitt sældarbrauð, maður þarf ekki annað en koma á staðinn, ganga þar dálítið um og virða fyrir sér búðartóttirnar, lendinguna og skerjaklasann úti fyrir ströndinni, til að sannfærast um það.

En áður en lengra er farið út í lýsingu á verbúðalífi og sjósókn í Selatöngum, skulum við virða lítillega fyrir okkur umhverfið, landssvæðið á milli Krýsuvíkur og Grindavíkur, og gera okkur grein fyrir því í stórum dráttum. Það er að vísu ekki sérlega margbrotið, þótt bæjarleiðin sé nokkuð löng. Þetta svæði er landareign tveggja jarða, Krýsuvíkur og Ísólfsskála, og hefur Krýsuvík verið miklu stærri jörð en Ísólfsskáli, landareign hennar nær langt austur fyrir Eldborg eða að svokölluðum Sýslusteini, en þar er allt í senn: landamerki, hreppamörk og sýslumörk. Sömuleiðia langt til norðurs, hverasvæðið sunnan undir Sveifluhálsi, sem allir þekkja, tilheyrði t.d. Krýsuvík.

Dagon-221

Landareign Ísólfsskála nær hins vegar frá Nípum á Festarfjalli og austur að Selatöngum, en þar eru landamerki þessara tveggja jarða. Var þá miðað við hraunstand uppi í kampinum á Selatöngum, sem hét því undarlega nafni Dágon, en má nú heita alveg úr sögunni. Verulegur hluti af þessu landi, svæðinu milli Krýsuvíkur og Ísólfsskála, er samfelld hraunbreiða. Aðallega er um tvö hraun að ræða, misjafnlega gömul og ekki runnin frá sömu eldstöðvum. Annars vegar hraunið austur frá Ísólfsskála, sem ekkert heildarheiti virðist hafa, a.m.k. á kortum. Það nær á móts við Selatanga og er augsýnilega eldra en hraunið þar fyrir austan. Hins vegar hraunið í Krýsuvíkurlandi, yngra hraunið, en það heitir einu nafni Ögmundarhraun og er talið hafa runnið á 13. eða 14. öld. Dálítið ofan við veginn, sem liggur milli Krýsuvíkur og Grindavíkur, þar sem heita Almenningar, getur að líta nokkra ósköp sakleysislega gjallhóla, eins konar rauðukúlur, sem fara ljómandi vel í landslaginu og gleðja gestsaugað. Þessar meinleysislegu kúlur eða hólar eru eldvörpin, sem Ögmundarhraun hefur komið úr á smum tíma. Traðirnar, sem hraunið hefur myndað um leið og það rann, eru skýrar og greinilegar, og mokstursjötnarnir hafa látið bæði traðirnar og hólana í friði hingað til, svo er fyrir að þakka. Ég held, að við ættum að biðja guð og Náttúruverndarráð að sjá til þess, að þeim yrði einnig þyrmt í framtíðinni, jarðfræðin og sagan mæla eindregið með því, hvor á sinn hátt, þó að við sleppum öllum fagurfræðilegum vangaveltum.
husholmi-221Þetta hefur verið mikið gos, gígarnir sem eru um 100 að tölu, eru á sprungusvæði milli Núphlíðarháls og Sveifluháls. Þaðan hefur ógurlegt hraunflóð runnið niður á jafnsléttuna, breiðzt síðan út til beggja handa og lagt undir sig svo að segja hvern blett og skika lands allt í sjó fram. Þetta er yfirleitt apalhraun, úfið og tröllslegt, einkum víða meðfram ströndinni, og hroðalega ógreiðfært yfirferðar.
Það eru litlar sem engar heimildir til um hvernig umhorfs var á þessu svæði áður en Ögmundarhraun rann. Þó er vitað með vissu, að þarna var a.m.k. einn bær, Krýsuvík, sem stóð niður við sjóinn, líklega upp undan samnefndri vík, sem hraunið hefur að nokkru leyti afmáð og fyllt og er nú kölluð Hælsvík. Í Krýsuvík var kirkja.
Gosið hefur efalaust skotið fólkinu í Krýsuvík illilega skelk í bringu og ekki að ástæðulausu. Ekki hefur verið nema um 5 km vegalengd frá eldstöðvunum heim að bænum í Krýsuvík og landinu hallar þangað, þótt lítið sé að vísu eftir að kemur niður á láglendið. Enda fór líka svo, að Krýsuvík lenti í hraunflóðinu, færði hraunið sum húsin í kaf, en staðnæmdist annars staðar við húsveggina. Sér ennþá greinilega fyrir húsarústunum austast í hrauninu, þar sem nú heitir Húshólmi og Óbrennishólmi, m.a. sést þar fyrir aflöngu tóttarbroti, sem talið er að gæti verið rúst kirkjunnar.
obrennisholmi-221Til er örstutt saga af þessum atburðum, upphafi gossins og hvernig smalamaður á að hafa bjargað sér og fénu undan hraunflóðinu. Sagan er skráð í Þjóðsögum Jóns Árnasonar og læt ég hana fylgja hér með, þó að hún hafi sjálfsagt farið margra á milli og kannski brenglazt eitthvað á langri leið í meðförunum, en hún er á þessa leið: „Krýsuvík var fyrst byggð niður við sjó fyrir utan Krýsuvíkurberg, en lagðist svo af að eldur kom upp í fjöllunum þar norður frá og runnu hraunkvísl ar hér og þar fram milli hálsanna. Hin austasta var einna mest. Smalamaður frá Krýsuvík var kippkorn frá bænum með féð. Hann sá glóandi hraunleðjuna brjótast með feikna hraða ofan úr skarðinu upp frá bænum og fleygjast út yfir láglendið. Hann sá sér enga von til undankomu og beið með fjárhópinn þess er að höndum kæmi og fal sig guði; því hefir þetta skeð í kristni. Eldflóðið fór allt í kringum hann og sakaði hvorki hann né féð nema eina á, segja sumir. Það heitir síðan Óbrennishólmi er hann var. Hraunið hljóp um allt láglendið og fram í sjó, en túnið í Krýsuvík stóð óskaddað og bærinn, en nálega var ófært þangað þegar hraunið var storknað. Þá var bærinn fluttur þangað sem Krýsuvík er nú, það er ofar og austnorðar. Þegar eldgangurinn var afstaðinn og hraunin storknuð fóru menn að leggja veg til Grindavíkur yfir þau, og urðu öll rudd að þessu austasta fráteknu. Það var svo stórgert og hart að það var óvinnandi og varð ekki veginum komið á.”
ogmundarstigur-221Eins og kemur fram í þessari skemmtilegu munnmælasögu var bærinn byggður á nýjum stað eftir gosið, þar sem hann stóð til skamms tíma eða þangað til Krýsuvík fór í eyði, sömuleiðis kirkjan.
Leiðin úr Krýsuvík til Grindavíkur og í Selatanga var heldur ógreiðfær eftir gosið, ekki sízt með hesta. í kvæði frá 15. öld er þess getið, að karl einn fór yfir Ögmundarhraun og missti kapal sinn í hraungjá, hann varð fastur og gekk af einn hófurinn, en karl hét á hinn helga kross í Kaldaðarnesi, serkjagötu, nema hvað berserkurinn í þessari sögu heitir Ögmundur, og af því á nafnið á hrauninu að vera dregið.
En víkjum nú aftur að Selatöngum og verbúðalífinu og sjósókninni þar. Selatangar eru í Krýsuvíkurlandi, vestast í Ögmundarhrauni og veiðistöðin þar talin á vegum ábúandans í Krýsuvík. Sjálfsagt hafa þó ýmsir aðrir en Krýsvíkingar róið þaðan, hvern ig svo sem samningum um það hefur verið háttað. T.d. er getið um, að þaðan hafi gengið biskupsskip frá Skálholti. Líkur eru til, að þaðan hafi verið róið þegar snemma á öldum, þótt af því fari ekki miklar sögur.
Í gömlum sóknarlýsingum er þess getið, að árið 1780 hafi róið þaðan 1 áttæringur, 1 sexæringur og 2 feræringar, og réru á þeim 13 heimamenn úr Krýsuvík og 16 austanmenn. Var veiði þeirra samanlagt 4580 fiskar.
selatangar-222En oft hafa þó útróðramennirnir í Selatöngum sjálfsagt verið fleiri. Til þess bendir m.a. sjómannavísa úr Selatöngum, sem sá merki fræðasafnari, sr. Jón Thorarensen, birti í Rauðskinnu á sínum tíma, en hann hefur leit að uppi og haldið til haga ýmsum fróðleik um verstöðina í Selatöngum. Vísunni fylgir sú saga, að ungur strákur hafi krækt sér í skipsrúm í Selatöngum með því að taka að sér að koma fyrir öllum nöfnum sjómannanna í einni vísu eða þulu. Mér telst svo til, að nöfn 82 sjómanna komi fyrir í vísunni, og þar af eru hvorki meira né minna en 23 Jónar, og má mikið vera ef þar hefur ekki einhvern tíma verið ruglazt á mönnum.
Mikið er af gömlum búðartóttum í Selatöngum. Það eru vistarverur þeirra sem þarna höfðust við, þakið er að vísu af þeim og hurðirnar týndar og tröllum gefnar, en að öðru leyti eru þær hinar stæðilegustu, enda vel hlaðnar. En heldur virðast þetta hafa verið kaldranalegar og þröngar vistarverur, veggirnir úr hraungrjóti, einungis grjótbálkar til að liggja á, gólfpláss ekki teljandi og upphitun að sjálfsögðu engin. Og öðrum þægindum hefur ekki heldur verið til að dreifa. Sums staðar var hlaðið fyrir op á hellum eða hraunskútum og plássið notað til ýmissa þarfa, svo sem smíða eða mölunar og kallað samkvæmt því: Mölunarkór, Sögunarkór o.s.frv.
Þá er þarna á töngunum mikið af görðum og fiskbyrgjum, þar sem fiskur var hertur eða verkaður á annan hátt. Talsverður trjáreki selatangar-223er þarna og notuðu vermenn rekaviðinn óspart til smíða í landlegum, sem munu hafa verið nokkuð algengar, vegna þess hvað brimasamt er við lendingarstaðinn. En fjaran og trjárekinn er líka mikið dundursefni flestum þeim sem nú heimsækja staðinn. Þarna rekst maður stundum á allt upp í tíu fimmtán álna tré, að maður nú ekki tali um rótarhnyðjurnar, sem margur kannski fær ágirnd á, kippir upp af götu sinni, og hefur heim með sér, enda missir víst enginn æruna fyrir slíkt nú orðið.
En það er fleira skoðunarvert þarna en hin gömlu mannvirki útróðrarmannanna og trjárekinn í fjörunni. Hraunið vestan við tangana er t.d. gríðarlega tröllslegt og stórbrotið meðdjúpum grasi grónum kvosum og skvompum og hraunhryggjum á milli. Það heitir Katlahraun.
Þar er býsna gaman að eyða tímanum stund úr degi. Enn er reyndar margt ósagt um Selatanga, sem vert hefði verið að drepa á, t d. reimleikana og verbúðadrauginn Tanga-Tómas, en rúmið leyfir ekki lengra mál.”

Heimild:
-Morgunblaðið, Gestur Guðfinnsson, 16.  maí 1970, bls. 8-9.

Selatangar

Selatangar – uppdráttur ÓSÁ.

Hafnarfjörður

Í Fjarðarpóstinum 29. maí 2008 birtist eftirfarandi fróðleikur um aðdraganda kaupstaðaréttinda Hafnarfjarðar.  Reyndar fylgdi dagskrá um væntanlega afmælishátíð, en þar var ýmsu sleppt, sem ákveðið hafði verið – og varð.

Hafnarfjörður 1860

“Árið 1786 var gefin út tilskipun um kaupstaði áÍslandi, réttu eftir afnám einokunarverslunar. Sex íslenskum vesrslunarstöðum var veitt kaupstaðarréttindi og var Hafnarfjörður ekki þar á meðal þó verslun þar hafi þrifist og blómstrað um aldir. Var þessi tilskipun talin sýna hversu ókunnug danska stjórnin var um íslenska staðhætti enda voru tveir staðanna sviptir kaupstaðaréttindum 1807, Vestmannaeyjar og Grundarfjörður. Nálægð Hafnarfjarðar við Reykjavík, sem Skúlu Magnússon og félagar völdu sem höfuðstað fram yfir Hafnarfjörð, var nú til trafala.
Landrými var talið of lítið og erfitt og í bréfi Þórðar Jónassonar sýslumanns til stiftamtmanns árið 1851 taldi sýslumaður enga von til þess að Hafnarfjörður öðlist kaupstaðaréttindi en bréfið var ritað að ósk stiftamtmanns vegna fyrirspurnar frá danska innanríkisráðuneytinu sem vildi kanna hvort Hafnarfjörður gæti verið meirháttar verslunarstaður í framtíðinni þar sem skip frá útlöndum gætu komið til  og landað. Um álit Skúla og Þórðar segir í Sögu Hafnarfjarðar eftir Sigurð Skúlason: “Það er ekki alls kostar geðfelld tilhugsun, að Hafnarfjörður, sá verzlunarstaðurm sem öldum saman hafði verið ágætastur og frægastur á öllu Íslandim skyldi verða út undan vegna hlutdrægni og þröngsýni einstakra manna, er nokkuð tók að rofa til á sviði íslenskra atvinnumála.”

Hafnarfjörður 1890

Hafnarfjörður var frá alda öðli í Álftaneshreppi en 23. júní 1876 ögðu 49 íbúar í Hafnarfirði beiðni fyrir hreppssnefnd Álftaneshrepps um að Hafnarfjörður fengi kaupstaðaréttindi. Hreppsnefndin tók vel í málið og var málið undirbúið af 14 manna hópi. Þann 22. febrúar 1878 var samþykkt að hreppnum skyldi skipt í Bessastaðahrepp og Garahrepp og var hreppsnefndin hlynnt því að skipta honum í þrennt, að Hafnarfjörður yrði skilinn frá Garðahreppi en taldi ekki unnt að gera þá breytingu þá. Fundur um kaupstaðaréttindi Hafnarfjarðar var haldinn í Templarahúsinu 7. apríl 1890 og í kjölfar hans var sýslumanni ritað bréf og óskað eftir því að hann boðaði til almenns fundar um málið.

Hafnarfjörður 1906

Sýslumaður vék sér undan beiðninni og vísaði á síra Þórarinn Böðavarsson um fundarboðun og var sá fundur haldinn 14. júní 1890 og undirbúningsnefnd kosin sem hóf strax vinnu. Á fundi 27. febrúar 1891 var meirihluti fundarmanna andvígur aðskilnaði við Garðahrepp!
Féll málið niður um nokkurn tíma en eftir uppgang í byrjun nýrra aldar ákvað hreppsnefnd Garðahrepps á fundi 1. mars 1903 að fara þess á leir við löggjafarvaldið að Hafnarfjörður fengi kaupstaðaréttindi. Frumvap til laga var lagt fyrir efri deld Alþingis 1903. Felldi þingið frumvarpið við aðra umræðu. Á ný var frumvarp lagt fram 1905 og kom það til umræðu í neðri deild. Efti 2. umræður í efri deild var frumvarpinu vísað til sveitarstjórnarnefndar og var frumvarpið fellt þar með nafnakalli. Aftur var frumvarpið lagt fram 1907. Loksins var frumvarpið samþykkt og lög um bæjarstjórn í Hafnarfirði voru staðfest af konungi 22. nóvember 1907 með gildistöku 1. júní 1908 og öðlaðist Hafnarfjörður þá loks kaupstaðaréttindi.”

Heimild:
-Saga Hafnarfjarðar – Sigurður Skúlason 1933 (Fjarðarpósturinn 30. maí 2008).Hafnarfjörður

Hafnarfjörður fyrrum.

Hafnarfjörður

Frá smábátahöfninni í Hafnarfirði. Sama sjónarhorn og að ofan.

Komið hefur verið fyrir þjónustu- og salernishúsi við Seltún í Krýsuvík.
Það mun hafa verið HúsinGrindvíkingurinn Óskar Sævarsson, forstöðumaður Saltfiskseturs Íslands og fulltrúi Grindavíkur í Reykjanesfólksvangsnefnd, sem af einskærri atorkusemi stuðlaði manna helst að uppsetningu húsanna.
FERLIR var við Seltúnið þegar komið var með þau á tveimur pallbílum frá Grindavík í dag kl. 10:35, laugardaginn 29. maí, en formleg opnun hefur verið ákveðin þriðjudaginn 15. júní n.k.
Hafnarfjarðarbær og Óskar Sævarsson, fyrir hönd stjórnar Reykjanesfólk-vangs, hafa gert samkomulag um reksturinn. Reykjanesfólkvangur tók að sér Húsin -2að koma upp þessari bættri aðstöðu fyrir ferðamenn við Seltún. Annað húsanna er 40 fermetra skáli og hitt er salernishús þar sem verða fjögur salerni. Áður voru hús þessi staðsett á „Reykjavegi“ gönguleið frá Reykjanestá til Þingvalla og hugsuð sem aðstaða fyrir göngufólk. Húsin voru smíðuð með tilliti til þess að falla vel að náttúrulegu umhverfi. Fólkvangurinn mun næstu þrjú sumur samkvæmt samkomulaginu sjá um rekstur á mannvirkjunum og þjónustu við gesti staðarins. Starfsmaður Reykjanesfólksvangs mun m.a. hafa aðstöðu þarna.

SeltúnFerðamálastofa styrkti flutninginn og standsetningu húsanna. Hafnarfjarðarbær greiðir síðan á samningstímanum ákveðna upphæð á ári til Reykjanesfólkvangs sem sér um allan rekstur á umræddum húsum og nýtir þau til umbóta fyrir ferðamenn á Seltúnssvæðinu með áherslu á hreinlætis- og salernisaðstöðu. Reykjanesfólkvangur sér um viðhald á húsunum og ber kostnað vegna skemmda. Framlag Hafnarfjarðarbæjar byggir m.a. á núverandi rekstarkostnaði vegna þurrsalerna sem fram að þessu hafa verið flutt til svæðisins á hverju sumri. Skemmdarvargar hafa leikið þau grátt, en vonir standa til að allir leggi sig fram við að umgangast þessa stórbættu aðstöðu með vinsemd og virðingu. Seltúnið er einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins.
Næsta verkefni verður væntanlega að ganga frá í kringum húsin, fjölgera stíga um svæðið og lagfæra merkingar, sbr. Seltúnsselið og námutóftirnar.
Á meðfylgjandi myndum má m.a. sjá þegar húsin voru flutt á vettvang.

Seltún

Upplýsingaskilti við Seltún.

 

Kálffell

Í Nýja tímanum árið 1953 segir frá því er “Guðmundur Í. heimtaði beitiland Vatnsleystrandarbænda til skotæfinga fyrir herinn“, eins og segir í fyrirsögninni:

“Guðmundur Í. heimtar beitiland Vatnsleysustrandarbænda til skotæfinga fyrir herinn. Heiðin frá Grindavíkurvegi allt inn hjá Keili á að vera bannsvæði fyrir Íslendinga.

VogaheiðiGuðmundur Í. Guðmundsson, varnarmálanefndarmaður í Gullbringu- og Kjósarsýslu og þingmaður Alþýðuflokksins, fer nú hamförum við að afhenda bandaríska hernum lönd Suðurnesjamanna.
Í júní í fyrra skýrði Nýi tíminn frá því að bandaríski herinn hefði gert kröfu til að fá til sinna umráða Reykjanesið frá Keflavíkurflugvelli allt suður til Grindavíkur, og síðan að fyrirhúgað væri að herinn teygði umráðasvæði sitt lengra inn eftir nesinu. Svæðið milli Grindavíkur og flugvallarins hefur bandaríski herinn haít til umráða síðan í fyrrasumar og það er nú einnig komið á daginn að umráðasvæði hersins sé teygt inn eftir skaganum.
Síðasta afrek Guðmundar Í. Guðmundssonar við að leggja lönd Suðurnesjamanna undir bandaríska herinn er það að afhenda hernum beitiland Vatnsleysustrandarbúa frá Grindavíkurvegi að vestan allt austur hjá Keili. Að norðan eru takmörkin skammt ofan við Vatnsleysustrandarbyggðina, að sunnan lína frá Skógfellinu austur með Fagradalsfjalli til Keilis.
Eins og skýrt er frá annarsstaðar í blaðinu er bandarískiherinn nýbúinn að afmarka bannsvæði á landi Vogamanna og hefur m.a. tekið skógræktarsvæði Suðurnesjamanna undir skotæfingar sínar.
En það var ekki aðeins að bandaríski herinn tæki skógræktarsvæðið heldur raðaði hann bannmerkjum sínum allt frá Stapanum og skammt fyrir ofan byggðina inn móts við vitann í Ásláksstaðahverfinu á Vatnsleysuströndinni. Til suðurs frá Stapanum var bannmerkjunum raðað fast við Grindavíkurveginn allt suður hjá Arnarsetri.

Guðmundur Í. í landvinningahug
VogaheiðiAð liðnum uppstigningardegi skrapp fréttam. Nýja tímans á fund Suðurnesjamanna til að kynna sér landvinninga Guðmundar Í. Guðmundssonar og bandaríska hersins. Jú, Vatnsleysustrandarbúar sáu það frá húsum sínum að komin voru merki nokkuð fyrir ofan sem bönnuðu þeim að stíga fæti sínum ofan við vissa línu.
Fyrir um það bil mánuði lét Guðmundur Í. Guðmundsson, sýslumaður og alþingismaður einn starfsmann embættis síns spyrja Vatnsleysustrandarbúa um landamerki og hreppamörk. Hvers vegna var Guðmundi Í. allt í einu orðið svona annt um landamerki? Jú, elsku Kaninn þurfti að fá meira land undir skotæfingar. Og Guðmundur Í. var þjónustusamlegast reiðubúinn að heimta meira land af Suðurnesjamönnum handa bandaríska hernum. Það var hersir.s að skipa — Suðurnesjamanna að hlýða.
Forsvarsmönnum Vatnsleysustrandarbúa var tjáð að land það sem bandaríski herinn hefði nú litið girndarauga væri í línu frá Litla-Skógfelli (sem er á leiðinni til Grindavíkur) til Keilis og frá suðausturenda Stapans einnig til Keilis. Var Vatnsleysustrandarbúum boðið að tilnefna fulltrúa sinn við landaafsal þetta og skyldi hann sitja í gerðardómi til að meta leigu fyrir landið.

Vilja ekki afsala landi
VogaheiðiÞegar landeigendur á Vatnsleysuströndinni ræddu þetta mál kom strax fram það sjónarmið að neita þessari landakröfu. Völdu þeir sem málsvara sinn mann af Vatnsleysuströndinni, sem nú er búsettur í Rvík. Hann neitaði hinsvegar að eiga þátt að landaafsali þessu og setjast í slíkan gerðardóm.
Til að byrja með var Vatnsleysustrandarbúum tjáð að elsku Kaninn þurfi land þetta ekki nema haust og vor, 6 vikna tíma á vorin, jafnlengi á haustin. Þyrftu bændur að smala búsmala sínum brott, — og reka hann hvert?!

Herinn setur upp bannmerki
Fyrir fáum dögum kom svo bandaríski herinn á vettvang og raðaði upp bannmerkjum sem á var letrað: ?
Bannmerki þessi setti hann upp frá útvarpsstöðinni sinni alræmdu á Stapanum og fast með Grindavíkurveginum suður móts við Arnarsetur, skammt frá í Stóra-Skógfelli, en línan þaðan til Keilis liggur fast við norðurhlíð Fagradalsfjallsins.

Beitilandið tekið

Vogaheiði

Sprengja í Vogaheiði.

Samskonar merki setti herinn upp fast við Keflavíkurveginn fyrir ofan gamla herspítalagrunninn austast á Stapanum. En frá austurenda Stapans var merkjalínan ekki í stefnu á Keili, eins og upphaflega hafði verið látið í veðri vaka, heldur þvert á móti inn ströndina í átt til Hafnarfjarðar, skammt fyrir ofan Vatnsleysustrandarbyggðina — innsta merkið. sem frá veginum sást ofan við Ásláksstaðahverfi. Hvað langt inn eftir ströndinni að fyrirhugað er að herinn teygi sig hefur enn ekki verið uppskátt látið.

Skrýtinn feluleikur

Vogaheiði

Landhelgisgæslan og Varnarliðið í sprengjuleit (VF 12. október 2004).

Þegar fréttamaður Nýja tímans leit þarna suður eftir í fyrradag voru öll bannmerkin þar sem þau höfðu upphaflega verið sett af herraþjóðinni, og eru meðfylgjandi myndir sýnishorn af þeim. Síðan skrapp fróttamaðurinn til Grindavíkur, en þegar hann kom til baka eftir skamma viðdvöl í Grindavík höfðu merkin, er áður stóðu fast við veginn til Grindavíkur, verið færð nokkurn spöl austur í hraunið.

Vogaheiði

Sprengja úr Vogaheiði.

Aðeins eitt merki stóð enn uppi, var það rétt við veginn austan við Seltjörnina, þ.e. í lægðinni milíi hraunsins og Stapans. En um sama leyti komu þar Bandarikjamenn í bíl, hljóp einn þeirra út úr bílnum, réðist á merkið og fleygði því niður fór svo inn í bílinn aftur!
— Hin merkin höfðu verið flutt þangað sem þau voru ekki eins áberandi frá veginum! Þar á ekki að slaka til.
Merkin sem áður voru uppi á Stapanum höfðu einnig verið felld, en þótt merkin við Grindavíkurveginn hefðu verið færð, þá var bannmerkjalínan inn ströndina ófærð með öllu. Þar virtist ekki ætlunin að hopa hið minnsta. Guðmundur Í. Guðmundsson Bandaríkjafógeti virðist ekki geta hugsað sér að færa það bannsvæði hóti fjær byggðinni.

Verða þeir hraktir brott?

Vogaheiði

Yfir átta hundruð sprengjur hafa fundist við leit á fyrrverandi skotæfingasvæði bandaríska hersins á Vogaheiði á Reykjanesi í sumar og fyrrasumar (Mbl. 10.08.2004).

Vatnsleysustrandarbúar tóku sauðfé aftur á sl. hausti. Auk þess eiga þeir hross og kýr.
Landið sem Guðmundur Í. og bandaríski herinn hafa nú gert að bannsvæði fyrir þá er beitilandið fyrir búsmalann. Auðvitað tekur enginn mark á því að herinn noti ekki landið nema nokkrar vikur haust og vor. En segjum að svo væri. Hvar eiga bændurnir að geyma búsmala sinn á meðan herinn rótar upp beitilandinu með byssum sínum?
Hver vill eiga búfé sitt á skotæfingasvæði hers? Og hver vill smala skotæfingasvæði (þótt herinn heiti því að skjóta ekki rétt á meðan)?
Allt fram á þennan dag hafa verið að finnast ósprungnar sprengjur frá skotæfingum er fram fóru á stríðsárunum, og oft hafa hlotizt af þeim slys. Á sú saga nú að endurtaka sig? Með því að taka beitiland Vatnsleysustrandarbúa undir skotæfingar hersins, gera það að bannsvæði fyrir bændunum sem þarna búa er ekki annað sýnilegt en ætlunin sé að hrekja þá á brott af jörðum sínum; — en um þetta verður meira rætt síðar.”

Heimild:
-Nýi tíminn, 19. tbl. 21.05.1953, Guðmundur Í. heimtar beitiland Vatnsleystrandarbænda til skotæfinga fyrir herinn, bls. 2 og 11.

Vogaheiði

Frétt í Nýja Tímanum 21.05.1953.

Einar Benediktsson

Gjafabréf Einars Benediktssonar vegna Herdísarvíkur.

Skjal, sem stimplað var í fjármálaráðuneytinu 19. ágúst 1939, kveður á um gjöf Einars Einar Ben-gjafarbrefBenediktssonar, skálds, á Herdísarvíkurlandi til handa Háskóla Íslands. Húsið í Herdísarvíkur er þar undan skilið, skv. skjalinu:
“Jeg undirritaður Einar Benediktsson prófessor gef hjermeð Háskóla Íslands jörðina Herdísarvík í Selvogshreppi í Árnessýslu ásamt öllum gögnum og gæðum, þar með húsum, öðrum en íbúðarhúsi, sem ríkið þegar á, ennfremur húsgögnum, sem í íbúðarhúsinu eru og bókasafni mínu sem þar er geymt.
Gjöfin er gefin í minningu um föður minn Benedikt sýslumann Sveinsson. Gjöfin er bundin því skilyrði, að núverandi ábúandi jarðarinnar frú Hlín Johnson hafi afgjaldalausa ábúð á jörðinni meðan hún lifir eða esvo lengi sem hún óskar, en hún skal þó greiða skatta og skyldur af jörðinni.
Gjafarbrjef þetta er gefið út í tveimur samhljóða frumritum.
Herdísarvík 28. september 1935”
Vottar: Bjarni Jónsson – Guðni Gestsson.
Undirritun: Einar Benediktsson

Undir bréfið er skrifað eftirfarandi og vottað hreppsstjóra, Þórarni Snorrasyni: “Jeg undirritaður hreppsstjóri Selvogshrepps Þórarinn Snorrason vottar hjer með að Einar Benediktsson prófessor Herdísarvík hefur í dag ritað nafn sitt undir þetta skjal með fullu ráði og frjálsum vilja í viðurvist míns og tveggja vitundarvotta. Til staðfestu er nafn mitt. P.t. Herdísarvík 28/9 1935 – Þórarinn Snorrason”.

Heimild:
-Stimplað gjafabréf EB.

Herdísarvík

Herdísarvík.

 

Húshólmi

“Nokkuð hefur verið skrifað um Húshólma og þær hamfarir sem þar dundu yfir þegar Ögmundarhraun brann, sem sá er þetta ritar telur að hafi gerst um miðja 16. öld samkvæmt þeim upplýsingum sem finna má í sögu þjóðarinnar og þá ekki síst í ferðabókum Eggerts og Bjarna og fleiri góðra manna frá nefndu tímabili. Ennfremur má benda á bráðsnjalla grein eftir dr. fil. Sveinbjörn Rafnsson. Finnst mér og eðlilegt að birta hér onjrétta grein eftir Brynjúlf Jónsson frá Minna-Núpi, ekki síst vegna þess að hún er það elsta sem skráð hefur verið um þær hamfarir náttúrunnar, sem þá gengu yfir nefnt landsvæði, og elsta lýsing á þeim skemmdúm, sem þá urðu í Krýsuvíkurlandi vegna þeirra hamfara.
husholmi-221Árið 1903 sendi Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi frá sér ítarlega greinargerð á vegum Fornleifafélagsins, þar á meðal fyrstu lýsingu á viðhorfum til Húshólma eftir þær miklu hamfarir er þar riðu yfir við eldgos. Hann segir: „Krýsuvík hefir til forna staðið niður undir sjó fyrir vestari endann á Krýsuvíkurbergi. Nafnið Krýsuvík bendir á það. Engum hefði dottið í hug að kenna bæinn við vík, ef hann hefði fyrst verið settur þar sem hann er nú. En þar sem hann stóð fyrst hefir þetta átt við og svo hefir nafnið haldist, er hann var fluttur. Hraunfióð það, sem á sínum stað er nefnt Ögmundarhraun, hefir eyðilagt hinn forna bæ. Sjást þess glögg merki. Þá er hraunflóðið er komið ofan fyrir hálsana, breiðir þaðsig um allt undirlendið vestur að ísólfsskála, sem nú er austasti bær í Grindavík. Er þar hvergi auður blettur nema aðeins tveir hólmar austan til í hrauninu. Heitir hinn vestri Óbrennishólmi. Hann er kippkorn frá sjó, austan til niður undan múla þeim í hálsunum, sem Núphlíð heitir. Eystri hólminn heitir Húshólmi. Hann er niðri við sjó skammt fyrir vestan bergið. Er hraunkvíslin fyrir austan hann tiltölulega mjó. En runnið hefir hún fram í sjó fyrir austan hann, og það hefir aðalflóðið einnig gjört fyrir vestan hann, hafa svo runnið saman í fjörunni fyrir framan hann, og sést sjávarkamburinn innanvið hraunið á nokkrum parti neðst í hólmanum.
obrennisholmi-221Að ofanverðu er hólminn hærri. Þar virðist hafa verið hæð, sem hraunið hefir flotið fram á og klofnað um. Svo lækkar hann allt í einu, en breikkar þó um leið austur á við, en að vestan gengur hraunið þar heldur inn í hann. Þar undan hraunjaðrinum kemur forn túngarður, er liggur kringum allstórt svæði, en hverfur aftur í hraunið hiðúr frá eigi langt frá vesturenda sjávarkambsins, sem nú var getið. Annar garður kemur undan hraunjaðrinum nokkru neðar en hinn og stefhir í suðaustur. Hann beygist suður á við og gengur gegnum hinn fyrra garð skammt fyrir ofan sjávarkambinn. Er þar hlið á hinum fyrra. Svo heldur þessi síðar taldi áfram að sjávarkambinum og hverfur þar. Er þar sem gata sé rudd gegnum kambinn, líklega sjávargata; er hér eigi allbrimsamt og mun hafa verið útræði. Fyrir neðan þennan síðartalda garð verður afhallandi brekka ofan að neðri hraunjaðrinum. Liggur þriðji garður þar ofan frá neðra garðinum að neðra hraunjaðrinum og hverfur undir hann. Þannig sér hér á fjórar aðskildar girðingar, er allar hverfa að meira eða minna leyti undir hraun. Engin tóft sést í neinni þessari girðingu, svo að, ef sín girðing hefir tilheyrt hverju býli, þá eru tóftir þeirra hrauni byrgðar. Vestur úr útsuðurhorni hólmans gengur graslág milli tveggja hraunjaðra. Er hún eigi breiðari en svo að eigi má ríða 2 hestum samsíða. Þegar samt er komið vestur í hraunið, hvíslast hún í tvær lágar. Þær heita Kirkjulágar. Þar eru rústir. Verður fyrst fyrir tóft, sem snýr frá austri til vesturs, nál. 4 faðma löng og 2 faðmá breið. Dyr eru á vesturenda, jafnvíðar og tóftin sjálf. Mun þar hafa verið þil fyrir. Norðanmegin við þessa tóft, tæplega 2 faðma frá henni, er garður, sem beygist austur fyrir hana og hverfur þar undir hraunið, en að vestan endar hann í tóftarvegg. Er sú tóft fyrir dyrum hennar, nálægt jafnstór henni og hggur frá norðri til suðurs. Dyr hennar hverfa undir hraunjaðarinn að sunnanverðu. Vestanvið hana dýpkar lágin að mun, en er þar ekki víðari en svari tóftarvídd. Sé það tóft, hefir þar líklega verið kjallari, en hleðslan hrunið. Frá norðausturhorni þvertóftarinnar gengur garður eftir norðurláginni, fyrst beint í norður nál. 12 faðma, svo beint í vestur nær eins langt og hverfur svo í hraunið. Utan með þessum garði er svo sem gangrúm hraunlaust, og er það norðurkvísl Kirkjuláganna. Lítur út fyrir, að hér hafi hraunið sigið að með hægð frá báðum hliðum. Svo sem 40 föðmum norðar í hrauninu er auður vesturhluti rústar, sem auðsjáanlega er husholmi-222bæjarrúst. Hefir hún verið þrískift. Miðtóftin snýr frá norðri til suðurs og eru dyr á suðurenda og aðrar á vesturveggnum, inn í vesturtóftina. Inn af miðtóftinni virðist og hús hafa verið, sem er hrauni hulið  allt að kalla. Miðtóftin nál. 2 faðma löng og 1 faðma víð. Vesturtóftin er jafnvíð og hin er löng, nál. 2 faðma en nál. 5 faðmar á lengd. Hún er merkileg að því| að með báðum veggjum, eftir henni endilangri, eru 1 álnar breið set eða rúmstæði og markar glöggt fyrir veggjunum þar utanvið. Austasta tóftin er nær öll hrauni hulin. Þó sýnist sem útidyr hafi verið á henni fyrir austan útidyr miðtóftarinnar. Hvergi er hraunlaus blettur kringum þessa rúst, og ekki verður komist að henni nema á hrauni.

Nafnið Kirkjulágar bendir á, að hér hafi kirkjustaðurinn Krýsuvík verið. Getur vel verið, að sú tóftin í syðri láginni, sem fyrst var talin, sé einmitt kirkjutóftin. Hefir heimabærinn þá víst verið þar líka. Rústin uppi í hrauninu er þó ekki eftir smákot. Hygg ég að heimabæir hafi verið tveir, Efribær og Fremribær, og kirkjan hafi verið hjá Fremri-bænum. Eftir afstöðu að dæma, hafa girðingarnar, sem fyr getur, eigi veríð tún þessara bæja, heldur annarra afbýla, sem þá eru hrauni hulin. Og hver veit, hve mörg býli kynnu að vera horfin þar.
Í Óbrennishólma sjást engar rústir, utan aflangur hringur, vel 5 faðmar í þvermál á hól einum, og er það án efa fjárborg. Og þar litlu vestar liggur langur og breiður garður þvert upp eftir. husholmi-223Slitinn er hann sundur sumstaðar nú, en eigi mun svo hafa verið í fyrstu. Á einum stað hverfur hann t.d. undir hraunsnef, en kemur undan því aftur hinum megin. Efst hverfur hann undir hraunsnef. Tilgangur garðs þessa er mér óljós, nema hann hafi verið landamerkjagarður miUi Krýsuvíkur og næstu jarðar fyrir vestan. Er það ekki vafamál, að á því mikla undirlendi, sem þar er hrauni þakið, hafa bæir verið, ef til vill eigi allfáir; Með hlíðinni vestanundir Krýsuvíkurhálsum hefir að öllum líkindum verið fögur bæjarröð. Austast er hlíðin hæst og myndar múla með klettabelti að ofan. Er þar upp af fjallshryggur, sem heitir Núphlíð. Er líklegt að bær hafi verið undir múlanum og heitið Núpur og hlíðin fyrir ofan Núpshhð, en síðan verið fellt úr, til að gera orðið mýkra í framburði. Og hver veit nema bærinn hafi heitið Núpshlíð (= Gnúpshlíð), og hafi Gnúpur Molda-Gnúpsson búið þar. Grindavík gat nefnilega ekki með réttu heitið vík, nema hún væri tahn frá Reykjanesi austur að Selatöngum að minnsta kosti. En þá hefði landnám Gnúps getað náð austur undir Núpshlíð. Um þetta veit enginn neitt, og er ekki til neins að fara lengra út í það.” – Ólafur Einarsson

Heimild:
-Dagblaðið – Vísir, Ólafur E. Einarsson, 4. september 1989, bls. 41.

Húshólmi

Húshólmi – uppdráttur ÓSÁ.

Þingvellir

Klukkustígur liggur í sigdældinni sem er á mótum meginlandsfleka Evrópu og Ameríku. Óvíða sjást skilin betur hér á landi en einmitt þarna.
KlukkustígurEnn í dag má rekja stíginn í gegnum skógi-og lyngivaxið Þingvallahraunið. Að vísu hefur áhugasamt skógræktarfólk gleymt sér í ákefðinni og plantað beint ofan í stíginn á kafla, en úr því má enn bæta.
Klukkustígur var fyrrum aðalþjóðleið austanfara inn á Þingvöll og jafnvel lengra. Á þjóðveldisöld voru hins vegar ekki eingöngu þeir sem áttu lögskipað erindi til Alþingis sem þangað lögðu leið sína. Í hinni fornu lögbók Grágás eru nefndar búðir sútara og sverðskriða og í mörgum Íslendingasögum er getið búða ölbruggara og veitingamanna á Alþingi. Þann tíma sem Alþingi stóð yfir var það miðstöð þjóðlífs og einskonar höfuðstaður landsins þangað sem almenningur sótti. Þangað komu iðnaðarmenn og kaupmenn innlendir sem erlendir, fulltrúar erlendra þjóðhöfðingja, fólk í atvinnuleit og betlarar í leit að ölmusu. Kauphéðnar, sverðskriðar og sútarar buðu Þórhallastaðir og Skógarkot framundanfram varning sinn og ölgerðarmenn sáu um að þingheimur gæti vætt kverkarnar. Fréttir voru sagðar úr fjarlægum heimshlutum, kappleikir háðir og veislur haldnar. Æskufólk réð ráðum sínum ekki síður en þjóðskörungar og lögvitringar. Það má því segja að mikið hafi verið um að vera í þessari miðstöð þjóðlífsins um alllangt skeið.
Þeir sem sóttu þing þurftu að leggja á sig erfið ferðalög til að komast til Þingvalla hvert sumar. Sumir áttu einungis um 1-2 daga reið meðan aðrir voru um 14-17 daga á leiðinni yfir fjöll og eyðisanda á hálendi Íslands. Þingvellir lágu vel við fornum leiðum, mitt á milli helstu héraða sunnanlands og vestan, vart nema dagleið ríðandi mönnum. Úr fjölmennustu byggðum norðanlands, Húnaþingi, Skagafirði og Eyjafirði lágu torfærulitlir vegir á þing. Norðlendingar eystri og jafnvel Austfirðingar völdu fjallvegi þvert yfir landið en lengsta þingsókn áttu menn úr sunnanverðu Múlaþingi. Líklegt má þykja að þeir hafi flestir farið um Klukkustíg.
Höfðingjar og hirðfífl, fangar og förumenn fetuðu Skógur framundanKlukkustíginn fyrrum. Nú fara hann einungis fáir ferðamenn. Stígurinn er hins vegar ómerktur og því meiri líkur á en ella að hann hverfi smám saman í gróður.
Þegar gengið er um Klukkustíg er hvað áhrifaríkast að virða fyrir sér landssig og umhverfismótun svæðisins með hliðsjón af hreyfingu jarðskorðunnar. Þingvallasvæðið er hluti flekaskila Atlantshafshryggjarins sem liggja um Ísland. Hér má glögglega sjá afleiðingar gliðnunar jarðskorpunnar í gjám og sprungum svæðisins.
Sigdældin er hluti af virku eldgosa- og sprungusvæði sem nær utan frá Reykjanesi norður í Langjökul. Ytri mörk þess eru við Súlnaberg í Botnssúlum og austur á Lyngdalsheiði og Laugarvatnsfjalli. Á Suðurlandi jagast flekarnir hvor framhjá öðrum en á Þingvöllum færast þeir í sundur og spilda á milli sígur. Fjarri flekaskilunum er hreyfingin jöfn, 2 cm á ári en á þeim sjálfum safnar bergið spennu á löngum tíma sem síðan losnar í umbrotahrinum þegar brotamörkum er náð. Síðast Í Skógarkotigekk slík umbrotahrina yfir Þingvallasvæðið vorið 1789. Þá gekk 10 daga jarðskjálftahrina yfir Þingvelli. Við þá seig landið milli Almannagjár og Hrafnagjár um tæpa 2 m, mest í sigdældinni miðri.
Á þeim tíma sem liðinn er síðan hraunið rann nemur landsig um gjárnar samanlagt um 40 metrum en gliðnum um 70 metrum.  Telja má víst að landslag á þingstaðnum sé talsvert breytt nú frá því sem var þegar þinginu var valinn staður.
Hið stöðuga landsig hefur valdið ágangi vatns upp í þinghelgina. Frá því að Alþingi var stofnað árið 930 má gera ráð fyrir að sigið nemi upp undir 4 metrum.
Vatnságangur og landsig hafði áhrif á þingstörfin en talið er að Þingvallakirkja hafi verið flutt á 16.öld þangað sem hún er nú.  Lögrétta var færð úr stað 1594 því þá hafði hún einangrast á hólma í Öxará.
Við landsigið 1789 fór nokkuð af túni á Þingvöllum undir vatn, gjár opnuðust í og kringum túnið svo ekki var óhult fyrir gripi, og almenningsvegurinn yfir Öxarárósinn og meðfram Hallinum fór á kaf.  Þinghald var í kjölfarið lagt niður á Þingvöllum og flutt til Reykjavíkur.
Í Vatnskoti nærri miðri sigdældinni hefur landsigið 1789 mælst um 2 og hálfur metri.  Þar fór stór hluti af túninu undir vatn.  Land mun halda áfram að síga á Þingvöllum með fyrirsjáanlegum ágangi vatnsins og árinnar á bakkana og þingstaðinn forna en enginn veit hversu langt er þar til næsta umbrotahrina skellur á með tilheyrandi landsigi.
Klukkustígurinn liggur gjarnan með lægðum og í gróanda. Á stöku stað fer hann yfir lágar klappir, en alla leiðina er hann tiltölulega greiðfær – utan þeirra plantna er komið hefur verið fyrir af óvitaskap í götunni. Björn Th. Björnsson segir í bók sinni “Þingvellir” að “með því að hreinsa upp þessa götu og merkja væri fornri Þingvallaheimild bjargað, – því heimildir eru ekki einasta í bókum, heldur skrifuðu hestshófar og mannsfætur einnig sögu landsins”.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 11 mín.

Heimild m.a.:
-www.thingvellir.is
-Björn Th. Björnsson, Þingvellir – 1994, bls. 155
.

Þingvellir

Frá Þingvöllum.

 

Hlíð

Refagildrur eru nokkuð misjafnar að gerð en oftast grjóthlaðnir stokkar eða kassar sem hellur hafa verið lagðar yfir og grjóti jafnvel hlaðið þar ofan á. Agn var látið inn í gildruna og tófan þannig tæld inn en þá lokaðist stokkurinn með þar til gerðum lokubúnaði.
RefagildraTalið er að fyrstu gerð refagildra hafi komið með norrænum landnámsmönnum frá Noregi. Þar hafa fundist sambærilegar gildrur og hér á landi.
Refagildrurnar voru hlaðnar úr hellum þannig að þegar tófan ætlaði að sækja agn sem var inni í gildrunni féll dyrahellan aftur og lokaði dýrið inni.
Fyrir u.þ.b. 30 árum þótti það sérstökum tíðindum sæta að hlaðin refagildra fannst á Norð-Austurlandi. Embættismenn úr Reykjavík gerðu sér ferð norður til að líta fyrirbærið augum. Eftir miklar vangaveltur og pælingar kom út skýrsla um þessar svo merkilegu mannvistarleifar.
RefagildranÁ sama tíma mátti  lesa í örnefnalýsingum bæja á Reykjanesskaganum að þar hefðu verið til sambærilegar mannvistarleifar frá löngu liðnum tíma. Fáir virtust hafa sérstakan áhuga á því.
Eftir að FERLIR fór að leita skipulega að mannvistarleifum á Reykjanesskaganum hafa verið staðsettar um 90 hlaðnar refagildur í misjöfnu ástandi. Sumar eru alveg heilar og nánast ósnertar á meðan öðrum hefur verið raskað. Nýjasta refagildran (og varla sú yngsta) fannst nýlega austan við Hlíð í Selvogi. Hún er á lágu klapparholti og snýr opið til norðurs. Gildran, sem er mjög heilleg, fellur mjög vel inn í umhverfið. Nú er hún orðin bæði mosa- og skófvaxin svo mjög erfitt er að koma auga á hana í landinu.

Heimildir m.a.:
-www.instarch.is/instarch

Hlíð

Hlíð – uppdráttur.

Anson

Á Núpafjalli eru margar herminjar. Fjallið stendur á hálendisbrúninni fyrir ofan Ölfusið 313 metra yfir sjávarmáli, en rís einungis um 50 metra yfir heiðina og er því mun myndarlegra austan frá séð og mikill útsýnisstaður. Fljótlega er komið að vegamótum. Liggur vegur til hægri en rofnar fljótlega og er þar alveg ófært. Vegur þessi lá vestur af fjallinu, niður í dalkvos. Sjást þar leifar af mörgum byggingum. Þarna var herkampur á stríðsárunum. Hermennirnir höfðu eftirlit með veginum yfir Hellisheiði en á fjallinu voru loftvarnabyssur til að verja flugvöllinn í Kaldaðarnesi.

AnsonNúpafjall er í raunini brött hlíðarbrekka austan í Hellisheiði, vestan við Hveragerði. Hafa hraunflóð runnið þar niður um nær 240 m háa hlíðina. Kambavegur þótti fyrrum allglæfralegur. Fyrst var lagður vegur um Kamba árið 1879 en núverandi vegur var opnaður 1972. Suður frá Kömbum er þverhnípt hamrabrún, Núpafjall. Kambabrún er nyrst í því. Af brúninni er víð og fögur útsýn austur yfir Suðurlandsundirlendið og til Vestmannaeyja. Þar er hringsjá.
Samkvæmt nákvæmum upplýsingum átti flak C64 herflugvélar að vera 3 km suðvestan við Núpafjall. Sú vél var sögð hafa verið á leið frá Vestmannaeyjum er hún hvarf. Þrátt fyrir leitir og eftirgrennslan fundust engin ummerki flugvélaflaks á þeim slóðum. Fræðimenn könnuðust heldur ekki við slysið. Það er hins vegar skráð í bækur ameríska hersins þann 22. okt. 1944 um kl. 15:00. Fjórir farþegar og flugmaður fórust.

Vestan við Núpafjall á hins vegar að vera flak, við rætur Skálafells, sunnan Hverahlíðar (Tröllahlíðar). Í Mbl. 9. mars 1948 er sagt frá hvarfi Anson-flugvélar í eigu Loftleiða er var á leið frá Vestmannaeykum til Reykjavíkur. Tveimur dögum síðar fannst flakið með dularfullum hætti. Flugvélin mun hafa borið einkennisstafina TF-RVL og var með sjólendingarbúnað.
Ferlir hefur varið nokkrum tíma að leita að flugvélaflaki suðvestan við Núpafjall. Sagan segir að herflugvél hafi hrapað “tvær mílur frá Núpafjalli”. Samkvæmt flugslysaskýrslu átti þar að hafa verið um C-64 vél að ræða og allir í áhöfninni, flugmaður og fjórir farþegar, farist. Þrátt fyrir eftirgrennslan um brak á þessu svæði fannst lítið af því. Menn, kunnugir á svæðinu, könnuðust heldur ekki við brak á svæðinu suðvestan við Núpafjallið. Vænlegast var talið að leita á svæðinu suðvestur af fjallinu, en þar hefði einhverju sinni sést brak úr flugvél.

HverahlidLeitað var til Björns Pálssonar, héraðsskjalavarðar á Sefossi. Hann vísaði á Tómas Jónsson, fyrrverandi lögreglumann á Selfossi. Tómas er frá Þóroddsstöðum sem ætti að vera skammt frá uppgefnum slysstað.
Tómas sagðist hafa haft mikinn áhuga á flugsögunni. Ef einhver flugvél hafi farið niður á umræddu svæði hefði það varla farið framhjá honum. Hins vegar hefði Anson flugvél frá Flugfélagi Íslands farist að vetrarlagi, sennilega árið 1947, í Tröllahlíð syðst í Hverahlíð skammt ofan við Kambana. Sá staður er vestur frá Núpafjalli.
Flugvélin, sem var níu manna, var að koma frá Vestmannaeyjum. Allir í vélinni fórust.
Ekkert hafði spurst til flugvélarinnar í 2-3 daga þegar mjólkurbílsstjóri, taldi sig knúinn til að stöðva við vegbrúnina af einhverri ástæðu, sennilega vegna þreytu eða syfju. Hann gekk spölkorn frá bílnum í svarta þoku – og kom þá beint að vélinni. Flugfélagið hefði átt tvær svona vélar á þessum tíma.

SkálafellÞá var farið að gramsa í gömlum gögnum. Fyrst varð fyrir leiðari MBL frá 30. janúar 1947 er bar yfirskriftina “Flugslysin”. Í honum segir m.a. að “hin tíðu flugslys, sem orðið hafa víðsvegar um heim undanfarið hafa vakið mikla athygli hjer á landi sem annarsstaðar. leið menn getum að, hvað valdi þessum óhöppum, en eiga að sjálfsögðu erfitt með að komast að niðurstöðu um orsakirnar.
Sennilega hefur tækninni ekki fleygt eins örhratt fram á nokkru sviði og í flugmálunum á styrjaldarárunum. Í þeime fnum hefir orðið hrein bylting. Flugtækin hafa stækkað, orðið hraðgengari og búin hinum fullkomnustu tækjum. En þrátt fyrir hin fullkomnu tæki geta slysin hent. Þarf raunar engan að undra þess. Fáir geta víst gert sjer von um að þeirri fullkomnan verði náð í smíði eða stjórn farartækja, hvort sem er á láði, legi eða í lofti að öll slysahætta verið útilokuð.
Hverahlid-2Hjer á landi hafa miklar framfarir orðið í flugmálunum síðustu árin. Landsmenn hafa eignast 20 flugvjelar og marga ágæta flugmenn. hefur samgöngum þjóðarinnar orðið mikil bót að hinum aukna flugvjelakosti.
Þróun íslenskra flugmála hefir verið traust og örugg. Mjög fá slys hafa orðið á flugvjelum og örfá á farþegum þeirra… Reynsla Íslendinga í flugmálunum er orðin nokkur. Á grundvelli hennar má búast við miklum umbrótum og auknu öryggi á næstu árum.”
Í Mbl. þann 9. mars 1948 er svo fréttin af hvarfi Anson flugvélarinnar fyrrnefndu. Fyrirsögnin er þessi: “Flugvjelar með fjórum mönnum saknað frá því á sunnudag. Árangurslaus leit í allan gærdag.”

Hverahlid-3Í fréttinni kemur fram að “farþegaflugvjel, frá Loftleiðum, sem var á leið frá Vestmanneyjum til Reykjavíkur s.l. sunnudag hefur ekki komið fram. Var vjelarinnar leitað í allan gærdag af leitarmönnum sem fóru um Reykjanesfjallgarð, Henglafjöll og víðar. Ennfremur var leitað í flugvjelum og skip fyrir suðurströndinni leituðu einnig árangurslaust. – Í vjelinni voru þrír farþegar, Þorvaldur Hlíðdal verkfræðingur hjá Landssímanum, Árni Sigfússon útgerðarmaður í Vestmannaeyjum og Jóhannes Long verkstjóri frá Vestmannaeyjum. Flugmaður var Gústaf A. Jónsson hjeðan frá Reykjavík.

Hverahlid-4Flugmaðurinn hafði talstöðvarsamband við flugturninn hjer á Reykjavíkurflugvelli laust eftir að hann fór frá Vestamannaeyjum, en það var rjett fyrir klukkan 6 e.h. á sunnudag. Var vjelin þá stödd við Þjórsárósa og flaug í 1500 feta hæð. Flugmanninum var sagt, að hjer í Reykjavík væri skyggni sæmilegt. Sagðist hann myndi fljúga yfir skýjum til Reykjavíkur í 3000 feta hæð og fara yfir Hellisheiði. Var flugvjelin stödd við Eyrarbakka er flugmaðurinn hafði síðast talsamband við flugstjórnina í turninum.
Vjelin hafði bensín til fjögra klukkustunda flugs og hefði því getað verið á flugi til klukkan tæplega 10 eða þar um bil.
Eftir það heyrðist ekkert til hennar, en það þykir fullvíst, að einhverra hluta vegna hafi flugmaðurinn hætt við þá ákvörðun að fljúga vestur yfir Hellisheiði og snúið við til að fara um Þingvelli og Mosfellsheiði. sennilega talið, að þar myndi verða bjartara.
En það, sem undarlegt er við það, er að flugmaðurinn skuli ekki hafa tilkynnt flugturninum slíka breytingu á áætlun sinni.

Hverahlid-5Það styrkir þessa hugmynd, að um 6 leytið sást flugvjelin yfir Ölfusi og stefndi hún þá í áttina að Ingólfsfjalli, eða norðaustur. Sáu menn, sem voru efst í Kömbum, neðst í þeim og frá bæ í Ölfusi flugvjelina á þessum sama tíma.
þegar flugvjelin kom ekki fram er líða tók á kvöldið var við og við skotið ljósblysum hjer á vellinum til þess, að beina flugmanni á völlinn ef ske kynni að hann væri á sveimi yfir Reykjavík og sæi ekki til að lenda. Um leið var haldið uppi spurnum um vjelina í austursveitum.
Um klukkan 9.30 bárust frjettir frá Hvolsvelli um, að þaðan sæjust ljós í suðurátt, annað hvort á Landeyjarsandi, eða úti á sjó. Var þá hringt til bæjar, sem Hali heitir og menn fengnir til að leita með ströndinni. Þeir töldu sig einnig sjá ljós til hafsins. Var varðskipið Ægir þá fengið til að leita með ströndinni, en ekki bar sú leit neinn árangur.
Strax í birtingu í gærmorgun fóru flugvjelar hjeðan frá Reykjavíkurflugvelli og björgunarflugvjel frá Keflavík til að leita. Var sú leit erfið vegna dimmviðris…
Eins og áður er sagt, er flugvjelin sem saknað er af Avro-Anson gerð. Keypt hingað frá Kanada og hefir verið í eigu Loftleiða um eitt ár. Er þetta yngri flugvjelin af tveimur af sömu gerð. Flugvjelin hefir tvo hreyfla.”
Í Mbl. þann 11. mars birtist eftirfarandi fyrirsögn: “Flugvjelarfalkið fannst í Skálafelli – Mennirnir í henni fórust við áreksturinn. Í fréttinni kemur fram að “laust eftir hádegi í gær, fannst flak Anson flugvjelarinar, se
m hvarf s.l. sunnudag á leiðinni frá Vestamannaeyjum til Reykjavíkur. Flakið var við rætur Skálafells á Hellisheiði. Í um það bil kílómeters fjarlægð frá veginum. Sprenging hefur ekki orðið er flugvjelin rakst á fellið. Við áreksturinn hefur hún mölbrotnað og allir, sem í henni voru látist samstundis.
Hverahlid-6Það var Sigmundur Karlsson bílstjóri hjá Mjólkurbúi Flóamanna, sem fann flakið. Sigmundur var á leið austur er hann gekk upp að stað þeim í Skálafelli, sem flak flugvjelarinnar var.
Sigmundur hélt til bílsins og ók sem mest hann mátti niður í Hveragerði. Þar gerði hann Herbert Jónssyni símstöðvarstjóra aðvart. Herbert tilkynnti þegar um fund flaksins til Reykjavíkur.
Einnig gerði Herbert leitarflokki símamanna aðvart, en þeir voru að leita í sunnanverðu Skálafelli.
Það tekur um það bil 20 mínútur að ganga frá þjóðveginum og að slysstað. Tíðindarmaður blaðsins, er kom á slysstaðinn í gær lýsir því svo, hvernig þar var umhorfs.

Hverahlid-7Þar sem flugvjelin hefur farist, þekur allskonar brak úr henni um það bil hektara svæði. Mest ber á hreyflum flugvjelarinnar, stýri og hluta af farþegarúmi. Annað hefur molast. Það má sjá þess greinileg merki, að vinstri vængur flugvjelarinnar hefur fyrst snert jörðina. Hefur hann rist jarðveginn upp á dálitlum kafla. – Síðan hefur skrúfan á vinstri hreyfli stungist í jörðina um það bil 50 cm niður og situr þar föst. Flugvjelin hefur svo endasenst upp eftir fjallshlíðinni og efst í henni liggur hluti af farþegaskýlinu. Rjett við það voru lík þeirra fjögurra manna, sem í flugvjelinni voru. Þau voru mikið sködduð, en öll þekkjanleg. Er talið að þeir muni allir hafa látist samstundis.”
Viðtal var tekið við fyrrnefndan bílstjóra. “Það eHverahlid-8r næstum óskiljanlegt hve
rnig á því stóð, að Sigmundur Karlsson, bílstjóri, fann flugvjelina. – Tíðindarmaður blaðsins spurði Sigmund eftir þessu í gær og sagði hann svo frá:

– Svo bar til í fyrradag, er hann var á leið til Selfoss, og kominn á móts við þann stað, sem skemst var að flakinu, þá setti skyndilega að honum mikinn kulda og líkast því sem að líða mundi yfir hann. Þá einhvern veginn greip það hann, að þaðan myndi skamt að leita flugvjelarinnar. Ekki leitaði hann hennar í það skifti. En í gærdag er hann var á leið austur, og samstarfsmaður hans var með honum, þá bað hann þennan fjelaga sinn að ganga með sjer upp að fjallinu. Hinum fanst það einkennilegt því ekki gat hann frekar en aðrir sjeð neitt er bent gæti til þess að flugvjel væri í Skálafelli. En maðurinn fjellst svo á að ganga með Sigmundi. Gengu þeir beint á þennan stað, sem Sigmundur vildi kanna, en þar var flak flugvjelarinnar.”
Hverahlid-9Eftir framangreinda rannsókn og efnisöflun var um fátt um annað að ræða fyrir FERLIR en að fara á staðinn og reyna að leita flaksins við rætur Skálafells.
Í fræðilegri útlenskri lýsingu af Avron-Anson flugvélinni (kanadísku útgáfunni) kemur m.a. eftirfarandi fram: “Avro Anson var sú flugvél sem mest var notuð af Konunglega kanadíska flughernum. Alls voru 4413 með því nafni notaðar á tímabilinu frá 1941 til 1954. Anson flugvélar á vegum einkaaðila voru mikið notaðar í norður Kanada til léttari flutninga og kannana, allt til 1969.
Flugvélin var upphaflega hönnuð fyrir sex farþega snemma á þriðja áratug aldarinnar. Árið 1936 var vélin notuð til að leita uppi kafbáta og fékk þá viðurnafnið “Faithful Annie”. Þegar Síðari heimstyrjöldin braust út var Avro Anson aðallega notuð til æfinga og þjálfunar.
ÁHverahlid-10rið 1939 var Avro Anson valin af BCATP (British Commonwealth Air Training Plan) sem besta tveggja hreyfla flugvélin. Það leiddi til mestu fjöldaframleiðslu flugvélar í Kanada fyrr og síðar. Avro Ansonin var án þæginda. Hún var hægleyg, köld og hávaðasöm.”
Þegar komið var á vettvanginn í Tröllahlíð 58 árum síðar bar fátt fyrir sjónir nema niðdimm þoka og skemmtilega lárétt rigning. Það birti þó fljótlega og rigningin hvarf á braut. Við tók fagurt útsýni (þegar ekki var horft í áttina að rafmagnsmöstrunum á Hellisheiði) með dularfullu birtuívafi.
Gengið var með allri Hverahlíðinni, en ekki sást tangur né tetur af flugvélinni. Líklega er hennar annað hvort að leita á hraunsléttunni milli gamla vegarins og hlíðarinnar eða uppi í hlíðum Skálafells. E
f einhver, sem þetta les, veit hvar leifarnar er að finna, væru upplýsingar um staðsetninguna vel þegnar (ferlir@ferlir.is).

Í göngunni var komið að hlöðnu skjóli refagildru í Orrustuhólshrauni og í ljós kom að Skógarvegur er ranglega teiknaður inn á landakort. Hann var gengin frá Hverahlíðarendanum (Hlíðarhorni) austanverðum upp fyrir gamla þjóðveginn á Hellisheiði. Á a.m.k. tveimur stöðum er gamla gatan mörkuð í slétta hraunhelluna, en mosinn hefur víða náð að þekja hana.
Skógarvegur gekk líka undir nafninu “Skógarmannavegur, frá þeim tíma, er Hjallamenn sóttu skógarnytjar í Nesjaskóg í Grafningi. Einnig hefur hann verið nefndur Suðurferðagata.
Gangan tók 3 klst og 3 mín. 

Hverahlid-11Eftir að framangreint birtist á vefsíðunni barst FERLIR eftirfarandi skeyti: “Halló Ferlirsfólk. Ég var að lesa grein frá ykkur um gönguferðir um Hverahlíð sunnan Hellisheiðar og leit að flugvélarflökum þar. Þegar ég var strákur í Hveragerði þá fór maður í gönguferðir um Hellisheiði og nágrenni og þekkti þar nánast hverja þúfu.
Ansonvélin sem fórst austarlega í Hverahlíðinni ætti líka að vera auðfundin. Hún er um 15 mínútna gang frá gamla þjóðveginum. Þegar búið var að rannsaka þar allt sem þurfa þótti fóru menn frá Flugmálastjórn á slysstaðinn og tíndu saman allt brakið (vélin var með trégrind og dúkklædd) og kveiktu í því öllu nema hreyflunum, þeir töldust of þungir til að velta þeim á bálið enda líklega 60 – 80 metrar á milli þeirra. Svo merkilega vildi til að við vorum 2 strákar að fara að flakinu í annað sinn þegar þetta var. Grunnurinn í Hverahlíðinni er frá skíðaskála sem stóð þarna líklega um 1950.
Góða skemmtun í gönguferðunum, ég er orðinn svo gamall að ég er að mestu hættur fHverahlid-12jallaferðum á björtum sumarnóttum en þær voru mitt yndi fyrrum.”
Undir þetta ritaði “
Dagbjartur frá Hveragerði”. Þegar haft var samband við Dagbjart bauðst hann til að fylgja FERLIR á slysstaðinn. Sagðist hann hafa verið 15 ára í Hveragerði þegar fréttin barst af flugvélafundinum. Hann og félagar hans hefðu þá farið gangandi á vettvang og séð aðkomuna. Flugvélin virtist hafa verið á leið til baka til suðurs þegar annar vængurinn rakst í Hverahlíðina. Hreyfillinn rifnaði af og skaust til vesturs. Hinn hreyfillinn kastaðist til austurs og brakið af flugvélaskokknum dreifðist upp brattann.
Simbi mjólkurbílstjóri hefði einnig verið leigubílsstjóri. Eftir þetta hefði hann ekki þorað að aka einn yfir heiðina í myrkri.
Frábært veður fundardaginn. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimildir m.a.:
-Tómas Jónsson – Selfossi.
-Sævar Þorbjörn Jóhannesson – Reykjavík.
-http://www.rafmuseum.org.uk/avro-anson-1.htm
-http://www.bcam.net/ac_rest/anson.htm
-Mbl. 30. jan. 1947.
-Mbl. 09. mars. 1948.
-Mbl. 11. mars 1948.
-Smári Karlsson.
-Dagbjartur Sigursteinsson frá Hveragerði, f: ’34.

Anson

Anson.