Krýsuvík

Í tilefni af 150 ára afmæli Krýsuvíkurkirkju var haldin messa í kirkjunni á hvítasunnudag 27. maí 2007. Prestur var Gunnþór Ingason. Jafnframt var minnst 10. dánarártíðar Sveins Björnssonar, fyrrv. yfirlögregluþjóns í Hafnarfirði, sem síðastur manna var jarðsettur í kirkjugarðinum í Krýsuvík.
Krýsuvíkurkirkja 27. maí 2007Jónatan Garðason og Þór Magnússon tóku saman ágrip af sögu Krýsuvíkurkirkju. Birtist það í bæklingi, sem gefinn var út í tilefni tímamótanna. Í honum er saga kirkna í Krýsuvík m.a. rakin: „Talið er að bændakirkja hafi risið í Krýsuvík á fyrstu áratugum eftir kristnitöku. Örnefnið Kirkjulág í Húshólma og munnmæli gefa vísbendingu um að þar hafi staðið kirkja áður en Ögmundarhraun rann um miðja 12. öld. Krýsuvíkurkirkju er getið í kirknaskrá Páls biskups Jónssonar um 1200, en hún kemur einnig fyrir í broti úr máldaga sem varðveist hefur frá 1275. Þá var kirkjan helguð Maríu mey. Árnaannáll sem Árni Helgason biskup setti 1307 er efnislega samhljóða hinum fyrri um eignarhald og ítök í hlunnindum en lausafjár kikrjunnar er að engu getið. Krýsuvík var sérstakt prestakall og kirkjulén og var hálfkirkjunni í Herdísarvík þjónað þaðan. Krýsuvíkurkirklja átti í löndum alla heimajörðina Krýsuvík, alla Herdísarvík, níu mæla land á Þórkötlustöðum í Grindavík og fjórðung jarðarinnar Vatnsleysu á Vatnsleysuströnd. Hún átti umtalsverð ítök í hvalreka og viðreka í Selvogi, auk búfénaðar.
Krýsuvík var beneficium fram til 1563 er prestakallið var lagt niður þó prestar og kapellánar sætu staðinn lengieftir það. Selvogsprestar áttu um langan veg að fara til messu í Krýsuvík því milli Strandarkirkju og Krýsuvíkur er hálf þingmannaleið. Messað var þriðja hvern sunnudag á sumrin, en fjórða hvern á veturna, samkvæmt sýslu- og sóknarlýsingu séra Jóns Vestmann frá 1843. Krýsuvík var höfuðból í kaþólskri tíð og hagur staðarins fór þverrandi eftir siðarskipti, einkum eftir að jörðin komst í bændaeign 1787.

Krýsuvíkurkirkja 1810

Skoski vísindamaðurinn Scott McKenzie kom til Krýsuvíkur 1810 ásamt Richard og Henru Holland, sem lýstu staðháttum í dagbók sinni: „Þetta er ömurlegur staður, sex eða átta kofar standa þar á víð og dreif á ósléttu svæði við rætur á starkri hæð. Stolt og prjál staðarins er timburkirkja…“. Þegar inn í kirkjuna kom barst þeim óþefur af hertum fiski og eftirfarandi sjón: „Gólfið var svo óslétt, að við hefðum naumast getað skorðað tjaldsængina okkar þar, og ofan á allt annað var svo hið litla gólfrými fyllt með kössum, timbri og alls konar skrani. Predrikunarstóllinn í þessari einstöku byggingu Krýsuvíkurkirkja 1887stendur undir annarri hliðinni, og snýr gegnt kirkjudyrum. En svo lágt er undir loftið yfir honum, að presturinn verður annaðhvort að sitja eða krjúpa eða vera kengboginn, meðan hann flytur ræðu sína.“ [Mynd, sem dregin var upp af Krýsuvíkurkirkju og nágrenni þetta sama á, sýnir afstöðu hennar og bæjarins. Fremst á myndinni er Ræningjadysin, sem síðar fór undir þjóðvegsstæðið].
Hálfri öld síðar var kirkjan úr sér gengin og ákveðið að byggja nýtt guðshús. Beinteini Stefánssyni hjáleigubónda í Krýsuvík var falið að annast smíðina. Hann hófst strax handa við að safna veglegum rekatrjám og vinna þau í stoðir og borðvið. Hann vandaði til verksins og byggði nýja kirkju af slíkum hagleik að hún stendur enn 150 árum eftir að hún var vígð. Kirkjan hefur að vísu verið endurbyggða að stórum hluta, en burðarvirkið og lögun hússins er verk Beinteins. Krýsuvíkurkirkja þjónaði söfnuðinum til 1929 en þá var hún aflögð sem helgidómur og rúin öllum verðmætum.
Krýsuvíkurkirkja 1887Nokkru eftir afhelgunina fékk Magnús Ólafsson fjárbóndi í Krýsuvík mág sinn til að breyta kirkjunni í gripa- og íbúðarhús. Magnús bjó í kirkjunni til 1945 er hann flutti til fjölskyldu sinnar í Hafnarfirði vegna heilsuleysir. [Loftur Jónsson í Grindavík var einn þeirra manna er heimsótti Magnús í kirkjuna. Sagðist hann vel muna að rúmfletinu í suðaustuhorninu]. Fljótlega eftir að síðasti íbúi gömlu byggðarinnar undir Bæjarfelli flutti burt grotnaði húsið niður. Björm Jóhannesson, forseti bæjarstjórnar og formaður Krýsuvíkurnefndar, vildi byggja kirkjuna upp á eigin kostnað og réð Sigurbent Gíslason til að stjórna endursmíðinni. Sigurbent var dóttursonur Beinteins kirkjusmiðs og nánast sjálfkjörinn til verksins. Björn vildi tryggja verndun kirkjunnar til frambúðar og fékk samþykki bæjarstjórnar til að fela þjóðminjaverði umsjón hennar.
Krýsuvíkurkirkja 1964Herra Sigurbjörn Einarsson biskup og séra Garðar Þorsteinsson sóknarprestur í Hafnarfirði önnuðust endurvígslu Krýsuvíkurkirkju 31. maí 1964 og við sama tækifæri var hún færð Þjóðminjasafninu til varðveislu. Gömul altaristafla frá Þjóðminjasafninu var hengd upp fyrir athöfnina, kirkjan fékk kirkjuklukku og tvo altaristjaka að gjöf sem steyptir voru eftir gömlum stjökum. Ljósahjálmur og vegglampar sem Sigurbent Gíslason gaf kirkjunni voru einnig hengdir upp. Björn hafði lokið ætlunarverki sínu er hann andaðist 22. nóv. 1964 sáttur við guð og menn. Nokkru seinna hurfu kirkjugripirnir en altaristöflunni var komið fyrir í geymslu. (Skv. óstaðfestum upplýsingum munu áhafnameðlimir á Suðurnesjabát hafa tekið gripina í brýaríi og tekið þá með sér í siglingu til Þýskland þar sem gripirnir voru seldir lægstbjóðanda. Þessir menn eru enn á lífi svo ekki er of seint fyrir þá að iðrast og bæta fyrir gjörðir sínar – enda hafa þeir vel efni á því).
Kirkjan  var látin afskiptalaus um árabil en þegar kom fram á miðjan níunda áratug 20. aldar var ástand hennar mjög bágborðið. [Hér ber að hafa í huga að forstöðumenn og vinnuskólanemar í Krýsuvík á sjöunda áratugnum gættu Á 150 ára afmæli Krýsuvíkurkirkju - Þór Magnússon. f.v. þjóðminjavörður fremstkirkjunnar mjög  vel og fóru m.a. reglulega að henni til að sjá til þess að þar væru engu raskað. Auk þess fylgdust Hafnarfjarðarskátar reglulega með kirkjunni og hlúðu að henni eftir föngum]. Gluggar voru [síðar] brotnir, hurðin ónýt og veruleg hætta á að kirkjan yrði eyðileggingu að bráð. Sveinn Björnsson listmálari hafði um árabil haft vinnustofu í bústjórahúsinu í Krýsuvík. Hann kom reglulega við í Krýsuvíkurkirkju og rann til rifja ástand hússins. Fyrir hans tilstilli var hafist handa við að mæla kirkjuna upp og undirbúa endurbætur á henni.“
Hér ber að bæta við að hvorki Þjóðminjasafnið né Hafnarfjarðarbær hafa sýnt Krýsuvíkurkirkju viðhlítandi skilning. Einstaklingar hafa jafnan gætt kirkjunnar og staðið vörð um heill hennar. Peningar og hagræðing hafa verið hennar helsti óvinur í gegnum aldirnar – líkt og verið hefur undanfarna áratugi.
Fumkennd viðbrögð við ástæðulausum hættum hafa jafnan skemmt heildarmynd kirjunnar. Svo mun einnig verða um sinn. Krýsuvíkurkirkja er hins vegar miðlægt tákn um kjarnabyggð í íslensku samfélagi, líkt og verið hefur allt frá upphafi búsetu hér á landi – að vísu í annarri mynd fyrstu aldirnar, en síðan óraskað í u.þ.b. 1007 ár. Er það ekki a.m.k. einnar viðurkenningar virði? Kirkjan, í sínu náttúrulegasta umhverfi, hefur verið mörgum mikilvægt skjól – einnig þegar hún hafði verið afhelguð. Háreistar kirkjubyggingar og skrauti hlaðnar virðast ekki ná slíkri skírskotun til fólks sem einfaldleiki lágreisnarinnar í Krýsuvík. Hvar var kirkjumálaráðherrann á þessum þjóðlegu tímamótum?“
Krýsuvíkurkirkja

Krýsuvíkurkirkja.

 

Þingvellir

Í Fréttablaðinu 24. maí 2007 voru eftirfarandi fróðleikur um „Þingvallabæinn„:

„Á nítjándu öld stóð gangabær þar sem Þingvallabær stendur núna. Burstir hússins og framhliðin sneru til suðurs að Þingvallavatni.

Þingvallabærinn 1894

Á nítjándu öld stóð gangabær þar sem Þingvallabær stendur núna. Burstir hússins og framhliðin sneru til suðurs að Þingvallavatni. Núverandi Þingvallabær var byggður árið 1930 en Guðjón Samúelsson teiknaði bæinn og sneri honum þannig að framhlið og megininngangur snúa á móti Almannagjá.
Í tengslum við Alþingishátíðina 1930 voru miklar framkvæmdir á Þingvöllum. Byggingar voru rifnar, endurbyggðar og færðar til. Hótel Valhöll var flutt frá Köstulum fyrir norðan Öxará suður yfir ána á núverandi stað, og síðar hefur hótelið verið stækkað og endurbyggt. Konungshúsið, sem var reist árið 1907 sem bústaður fyrir Friðrik VII á Efri Völlum fyrir neðan Öxarárfoss, var flutt yfir Öxará og sett niður skammt fyrir sunnan núverandi staðsetningu Hótels Valhallar [brann árið 2009]. Konungshúsið varð síðan sumardvalarstaður forsætisráðherra. Konungshúsið brann í eldsvoða aðfaranótt 10. júlí 1970 og fórust þar forsætisráðherra Íslands, Bjarni Benediktsson, Sigríður Björnsdóttir, kona hans, og dóttursonur þeirra.
Þingvallabærinn í dagEftir brunann var ákveðið að byggja tvær burstir við Þingvallabæinn en fyrir voru þrjár nyrstu bu
rstirnar. Síðan 1974 hefur forsætisráðherra haft opinberan sumardvalarstað í Þingvallabænum og getur hann nýtt hann við opinberar móttökur og einnig í einkaerindum. Breytingar urðu árið 2000 þegar föst búseta prests lagðist niður á Þingvallabænum. Forsætisráðherra tók þá yfir fjórar burstir en sú fimmta, sem er næst kirkjunni, er nýtt af þjóðgarðsverði en þar er einnig aðstaða fyrir prest og gesti kirkjunnar. Við þessa breytingu voru einnig gerðar breytingar á herbergjaskipan og nýtist húsið nú vel fyrir móttökur og fundi.“
Við þetta má bæta að á Þingvöllum við Öxará endurspeglast mikil saga. Er leið á landnámsöld um 870-930) fóru menn að huga að formlegri stjórnskipan. Alþingi kom fyrst saman á Þingvöllum 930. Á þjóðveldisöld (930-1262) fór Alþingi með löggjafarvald  og æðsta dómsvald á Íslandi. Lögberg var miðdepill Alþingis. Þar fór kristnitakan frá árið 1000. Með lögtöku lögbókarinnar Járnsíðu 1271-1273 hvarf Lögberg úr sögunni.
Eftir að Íslendingar sóru Danakonungi hollustueiða 1662 og samþykktu einveldi hans hurfu síðustu leifar af sjálfstjórn landsmanna. Dómstörf voru unnin áfram á Þingvöllum til 1798.
Stærsti viðburður íslenskrar sögu á síðari öldum varð svo á Lögbergi 17. júní 1944 er hið íslenska lýðveldi var stofnað.
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1930.

Þingvellir

Þingvellir 1867.

 

Hvalsneskirkja

Í Lesbók Morgunblaðsins árið 1951 fjallar Helgi S. Jónsson um „Hallgrímskirkju á Hvalsnesi„:

Gísli Guðmundsson

Gísli Guðmundsson á Hvalsnesi – 1904-1979.

„Út við gráa sanda, á milli Stafness og Sandgerðis á Rosmhvalanesi, skagar Hvalsnesið í sjó fram. Þar eru veðrabrigði auðsæ, því brim leggur þar að landi ef sjór gerist úfinn á hafii úti.
Hvalsnes er hvorki merkara nje ómerkara en fjöldi annara staða á þessu landi. Fyrir augum flestra, sem aka þar hjá, er Hvalsnes aðeins fátæk bygð, með lítilli hlaðinni steinkirkju og bárujárnsbæ, hvar gamall kirkjugarður hreykir sjer hið eystra. Ef þú stöðvar farkostinn við túnfót og rennir augum yfir staðinn, þá vakna margar spurningar um fortíð hans og má ske framtíð. Þeim spurningum er flestum best svarað í viðræðum við þá mágana Gísla og Magnús á Hvalsnesi, sem eru margfróðir, þjóðlegir, hagleiks og dugnaðarmenn.
Við knýum dyra að Hvalsnesi og finnum þar forna höfðingslund — boðið er til stofu, þó Gísli bóndi sje að verkum í fjósi. Hann er djákni í Hvalsneskirkju og mágur hans, Magnús, er þar organleikari og hefur verið það hart nær 30 ár.

Magnús Pálsson

Magnús Pálsson á Hvalnesi – 1892-1970.

Við göngum frá bænum eftir steinlögðum stíg, meðfram þeim gamla Guðs-akri, Hvalsneskirkjugarði. Þar hvíla gamlir sóknarar til lands og sjávar, svo og riddarar Fálkaorðunnar og nafnlaust fólk með steinlausa græna torfu að skjóli.
Við fyrstu kynningu er Hvalsneskirkja frábrugðin öðrum stöllum sínum hjerlendis, hún er opin — ólæst — í trausti þess að kristið fólk gangi þar um. Hið innra er hátt til lofts þó ekki sje vítt til veggja og kærleiki fólksins sem á kirkjuna, hefur að 20. aldar sið látið mála hana bronsí og olíufarfa. Mislitt gler var látið í glugga, þó litar á birtunni gæti mjög skammt og kirkjan því altof björt, sem aðrar hjerlendar. Yfir litlu altari er mynd eftir Sigurð Guðmundsson, málara (1867). Myndin er af hermönnum Rómaveldis, sem falla til jarðar fyrir ásjónu Krists, og er það vel á bríkum altaris eru messuklæði prestsins að Útskáum, en dúkur sá er barnsmóðir Rauðhöfða skildi eftir, er horfinn og lifir nú aðeins þjóðsagan um þann atburð.

Hallgrímur Pétursson

Hallgrímur Pétursson.

Við Hvalsnes er tengd minning mikils andans frömuðar, eða rjettara sagt, að mikill andans maður er tengdur við Hvalsnes. Þangað kom Hallgrímur Pjetursson fátækur og vegalaus, til þess að þjóna þeim drotni, er hann síðar söng svo dýrðlegt lof.
Um Hallgrím eru engar minjar á Hvalsnesi. Steinn sá, sem sagt er að hafi átt að vera yfir Steinunni, 4 ára dóttur hans, er með öllu horfinn, en sannað þykir að þessi litla dóttir hans hafi andast að Hvalsnesi. Sagt er að steinninn hafi verið merktur: St. H. D. 16. 4. 1649. Það sem síðast er vitað, er að steinninn var notaður í gangstjett heim til kirkjunnar, en sjest nú hvergi.
Steinar glatast og hverfa fyr en munnmæli: — steinninn, sem sálmaskáldið mikla grjet við, er farinn veg allra vega, en sögnin um hann lifir. Heimildir geta lítið um dvöl Hallgríms Pjeturssonar að Hvalsnesi, nema helst til þess, sem miður má fara. Þrátt fyrir það er hann ein sú persóna hins liðna, sem nú er í mestum hávegum höfð.

Tyrkja-Gudda

Tyrkja-Gudda – málverk Jóhannesar Kjarvals.

Sagt er að Hallgrímur hafi fundið meðal þeirra, sem aftur komu úr Tyrkjaherleiðingunni, konu þá er hann feldi hug til, sem Guðríður Símonardóttir hjet, en sagnir kalla jafnan Tyrkja-Guddu. — Þau komu til Keflavíkur 1637 og fekk Hallgrímur þá vinnu hjá dönskum kaupmanni þar, en þau virðast hafa búið hjá Grími Bogasyni í Ytri-Njarðvík, því þar ól Guðríður son þeirra Eyólf. Þá eins og endranær reis smámenskan upp á móti ástinni og dæmdi kærleika þeirra Guðríðar og Hallgríms frillulíf, en ekki hórdóm, því fyrri maður Guðríðar reyndist dáinn áður en ást þeirra bar ávöxt.

Tyrkja-Gudda

Tyrkja-Gudda – ferilsskrá.

Margar sögur eru til um komu Hallgríms Pjeturssonar að Hvalsnesi. Sumar telja að hann hafi komið þangað fyrirmannlega, ríðandi sínum eigin Eik, er Skálholtsbiskup hafi gefið honum, sakir góðs þokka. Aðrar sögur segja að hann hafi komið að Hvalsnesi all förumannlegur og illa til fara, kom hann þar á bæ nokkurn og baðst hressingar, sem honum var veitt, og átti hann að launa beinan með nýum frjettum þar í fásinninu. Hafði hann fátt tíðinda að segja annað en að búið væri að vígja Hallgrím Pjetursson að Hvalsnesi. Varð þá kerlingu einni að orði þetta landfræga svar: „Allan fjandann vígja þeir.“

Hvalsneskirkja

Hvalsneskirkja – Steinn Steinunnar (ljósmynd Reynir Sveinsson).

Hvernig sem sagnirnar reika virðist það staðreynd að Hallgrími Pjeturssyni er veitt Hvalsnes 1644 og þjónaði hann þar, búandi við hrekkvísi, eymd og fátækt í 7 ár, eða þar til hann fekk veitingu fyrir Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Þar um mun mestu hafa ráðið vinsemd Brynjólfs biskups í Skálholti.
Það er ekki greiðfært að rekja sögu kirknanna að Hvalsnesi, þó má í elstu heimildum finna, að fyrsta kirkjan þar er vígð heilagri Maríu og öllum heilögum, árið 1370 og var þá presti fenginn bústaður að Nesjum og gert að flytja messu annan hvern helgan dag að Bæjaskerjum, en þar mun þá hafa verið bænahús eða kapella. Örnefni benda til þess að svo hafi verið, því enn heitir þar Kirkjuklettur.

Hvalsnes

Hvalsnes – núverandi kirkja stendur utan garðs,, en eldri kirkjur munu hafa verið innan garðs.

Allar Hvalsneskirkjur, til forna, munu hafa verið bygðar úr torfi og grjóti, sem er lítt varanlegt efni og því fæstar átt sjer mjög langa sögu. Það er aðeins unt að rekja byggingasögu þeirra aftur á bak, með nokkrri vissu, til fyrrihluta 19. aldar.
Hvalsneskirkja
Árið 1814 er Hvalsneskirkja lögð niður með konungsbrjefi og sóknin lögð til Útskála. Var svo fyrir mælt að kirkjan skyldi rifin, en ilt reyndist að fá menn til verksins. Um síðir rjeðust 4 menn til að rífa kirkjuna og hlutu 3 þeirra vofveiflegan dauða að verkinu loknu, en hinn fjórði lamaðist og lá rúmfastur í 15 ár. Maður sá hjet Erlendur Guðmundsson og bjó á Kirkjubóli. Var síðan kirkjulaust að Hvalsnesi í 6 ár, eða til 1820, en þá hóf Tómas Jónsson hinn ríki, smíði nýrrar kirkju og var hún gerð af timbri, með standandi klæðningu og tjörguð hið ytra.

Hvalsnes
Þegar kirkjan var risin af grunni fór Erlendur á Kirkjubóli að telgja með hníf sínum skírnarfont handa kirkjunni og sóttist smíðin seint, sem von var, en þegar henni var lokið og skírnarfonturinn vígður, þá hvarf lömun Erlendar og hann fekk fulla heilsu. Skírnarfontur þessi er enn í Hvalsneskirkju og á honum tinskál sem ber ártalið 1824. Þau árin sem kirkjulaust var á Hvalsnesi eru til annála færð sem hin mestu fiskleysis og annara hörmunga ár þar um slóðir. Eftir 1820 verður konungskirkja á Hvalsnesi, en um 1860 er Hvalsnes í eigu Kotvoga í Höfnum og lætur Ketill í Kotvogi þá hefja þar kirkjubyggingu og var sú kirkja úr timbri og stóð fram til þess að núverandi kirkja var bygð, því hvelfing í lofti er úr eldri kirkjunni, svo og predikunarstóllinn, en hann er smíðaður úr Mahognitrje einu, sem rak á Bústhúsafjörur. Svo vænt var trje það, að einnig voru smíðuð úr því tvö stór borð, sem nú munu glötuð.
Hvalsneskirkja
Stærri kirkjuklukkan mun hafa kallað til messu í þremur kirkjum, því á hana er letrað „T. Ionsson — Hvalsnes 1820“ og er klukkan mjög hljómfögur og steypt í Kaupmannahöfn. Allar kirkjurnar, fyrir utan þá sem nú stendur, voru innan kirkjugarðs og hafa vafalítið staðið allar á sama stað, sem ráða má af uppgreftri, síðan farið var að grafa í gamla kirkjustæðið, sem nú er í vesturenda hins nýstækkaða kirkjugarðs.

Ketill Ketilsson

Ketill Ketilsson í Höfnum.

Það tilefni er talið til byggingar núverandi kirkju, að eitt sinn var Ketill bóndi í Kotvogi við fermingarmessu að Hvalsnesi og komust þá ekki allir kirkjugestir inn. Ketill kvað að svo búið mætti ekki standa að þeir sem messu vildu hlýða væru utandyra. Skömmu síðar ljet Ketill hefja byggingu nýrrar kirkju, sem reist var fyrir utan garð, á hól nokkrum skammt frá.
Kirkjan er hlaðin úr tilhöggnu grjóti. Smiður var Magnús Guðmundsson frá Reykjavík en hleðslu annaðist Magnús múrari frá Miðhúsum, en hann mun hafa dáið meðan á verkinu stóð, en það tók 3 ár að fullgera kirkjuna.
Í sama mund var Ásbjörn Ólafsson í Njarðvík að láta hlaða kirkju þá sem enn stendur í Innri-Njarðvík. Metingur var á milli höfðingjanna um það hver byggði stærra og sigraði Ketill þar, svo sem sjá má, því báðar eru kirkjurnar eins, nema Hvalsneskirkja er nokkru stærri.
Núverandi Hvalsneskirkja er vígð 1887 og þjónað af Útskálapresti, sem einnig þjónar fjórum öðrum kirkjum og gætir eins af stærstu prestaköllum landsins.

Hvalsneskirkja

Hvalsneskirkja – kirkjuklukka.

Hvalsneskirkja er máttug og góð til áheita, um það eru margar sagnir en jeg kann þær fæstar. Þó hafa núlifandi menn sagt mjer nokkrar sem þeir vita deili á og telja sannar. Ein þessara sagna greinir frá Hákoni bónda að Stafnesi. Hann var skytta góð og stundaði tófuveiðar. Eitt sinn var hann í tófuleit skammt frá Stafnesi og komst þá í kast við sjóskrímsli eitt ferlegt. Berst viðureign þeirra sunnan undir túngarð og þótti Hákoni sinn hlutur óvænkast. Hjet hann þá að gefa Hvalsneskirkju gjöf nokkra ef hann slyppi frá skrímslinu. Brá þá svo við, að hann komst innfyrir túngarðinn sem gerður var úr háum rekaplönkum og skildi þar með þeim Hákoni og skrímslinu. Hákon færði kirkjunni ljósahjálm mikinn — 12 kerta — sem nú hangir næst altari og sannar þessa sögu.

Hvalsneskirkja

Í Hvalsneskirkju.

Tveir aðrir ljósahjálmar eru í kirkjunni og er annar til minningar um Ólaf Sigurðsson frá Hvalsnesi en hinn gjöf frá Guðmundi bónda í Nesjum og má vera að einnig sá hjálmur sje áheit.
Kirkjudyr horfa beint móti innsiglingunni um Hvalsnessund, sem oft er brimsöm og vart fær á stundum. Liggur sundið fyrir opnu hafi og brimar því oft skjótt og illa.
Sú venja hefur haldist frá ómunatíð að opna kirkjudyrnar þegar sundið brimar og fullyrtu þeir Hvalsnesbændur, Gísli og Magnús, að aldrei hefði farist bátur fyrir opnum kirkjudyrum.

Hvalsneskirkja

Hvalsneskirkja.

Vantrúarsvipur minn mun hafa valdið því að Magnús Pálsson, organisti og fyrverandi sjósóknari, krosslagði sínar sigggrónu hendur á brjósti og sagði eigin sögu: „Við vorum á sjó þegar sundið brimaði snögglega. Er við komum að fjell á fjórum og var lending með öllu ófær. Rjett þegar við vorum að snúa frá og freista lendingar annarstaðar, þá voru kirkjudyrnar opnaðar og gerði samstundis sljett lag og við rjerum inn svo sem í logni væri. Þegar skip mitt var komið í vör, hóf brimið sig á ný og hefði þá enginn mátt landi ná. — Best er að hver trúi því sem hann vill um kirkjunnar mátt — en sjálfur veit jeg hver hastar á vind og sjóa lægir —“.

Hvalsnes

Hvalsneshverfi – túnakort 1919.

Við göngum út á hlaðið, þar sem gamall myllusteinn liggur í stjett, og lítum yfir staðinn. — í kirkjugarðinum er verið að steypa nýmóðins rúmgafla og gamlir legsteinar hallast. Hvalsneskirkju — undur fagra og samræmda í ytri línum, ber við regngráan himininn. — Um þessa kirkju veit jeg lítið, nema að það er sál kirkjunnar — gleði og sorg kynslóðanna, sem gefa henni eilíft líf. Því löngu eftir að trúin er týnd, bera steinar þessara veggja því vitni, að einu sinni var samband milli guðs og manna.“

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins, 47. tbl. 24.12.1951, Hallgrímskirkja á Hvalsnesi – Helgi S. Jónsson, bls. 596-600.

Hvalsnes

Hvalsnes – herforingjaráðskort frá 1908.

Hátún

Eftirfarandi er megininntak erindis, sem einn FERLIRsfélaganna flutti á opinni ráðstefnu Landverndar um þá framtíðarsýn að Reykjanesskagi verði eldfjallagarður og fólkvangur. Ráðstefnan var haldin í safnaðarheimili Keflavíkurkirkju 24. febr. 2007:
Handrit„Reykjanesskaginn geymir miklar náttúru- og mannvistarminjar – mikil verðmæti. Með sanni má segja að á svæðinu megi sjá minjar um svo til alla búsetu- og atvinnusögu þess frá upphafi landnáms hér á landi.
Skaginn – hið forna landnám Ingólfs – er vestan línu sem dregin er frá  Botni að Ölfusrárósum.
Á þessu svæði búa nú, árið 2007, um 207.000 manns. Það skapar bæði möguleika í verulegra góðri nýtingu, en einnig þörf á yfirveguðum varnaraðgerðum.
Hópur fólks, FERLIR, hefur endurkannað landnámið markvisst og skipulega í nokkur ár, leitað uppi minjar, skoðað, myndað og skráð þær.
“Reykjanesskaginn er alger auð“ og þar er ekkert merkilegt að sjá”. Þetta má sjá í ferðabók fyrr á öldum. Segja má að viðhorfið hafi lítið breyst  – hjá mörgum.
StakkavíkurselÞað sem flest fólk sér á ferð sinni um svæðið eru þjóðvegir og háspennumöstur – og kannski hraun og stöku fjall.
Svæðinu hefur verið raskað, oft að óþörfu og stundum án tilskilinna leyfa.
Margar hinna merkilegu mannvistaleifa eru vanræktar (Kapellan á Hraunssandi).
Aðrar hafa verið skemmdar án nokkurrar skynsamlegrar hugsunar.
Svæðið hefur fjöldamargar mannvistaminjar að geyma. Segja má að hvar sem stigið er niður fæti megi sjá ummerki eftir forfeður og –mæður.
Minjarnar eru engu ómerkilegri en hin fornu handrit. Án fortíðar er framtíðin lítils virði.“

Sjá meira undir Landvernd.

Húshólmi

Gamla Krýsuvík í Húshólma – uppdráttur ÓSÁ.

Eldvörp

Eftirfarandi eru opinberar umfjallanir um svonefnd „Tyrkjabyrgi“ í Sundvörðuhrauni ofan Grindavíkur:

Tyrk-9Ferðir á Suðurlandi sumarið 1883 eptir Þorvald Throddsen.
„Af Reykjanesi fórum við í Grindavík, eru eintóm hraun á leiðinni. Úr Grindavík fór jeg upp í Eldvarpahraun, í því skoðuðum við á einum stað gamlar mosivaxnar rústir, pær er mjög illt að finna á afskekktum stað í versta brunahrauni, hafa þær líklega einhvern tíma fyrir löngu verið einhverjum til athvarfs, sem einhverra orsaka vegna hefir orðið að flýja úr byggðinni.“

Heimild:
-Fróði, 4. árg 1883, 119. tbl., bls 345

Ferðir á suðurlandi sumarið 1883 eptir þorvald Thoroddsen.

Tyrk-8

„Frá Járngerðarstöðum í Grindavík fórum við upp í Eldvarpa-hraun; það er mjög nýlegt, og fjarska-illt yfirferðar ; hesti er ómögulegt að koma við og illfært gangandi manni. Í því skoðaði jeg á einum stað gamlar, mosavaxnar rústir; þær er mjög illt að finna: á afskekktum stað í versta brunahrauni. Þar hefir líklega einhvern tíma í fyrndinni verið athvarf manns, sem oinhverra orsaka vegna hefir orðið að flýja úr byggðinni. Ekki er hægt að sjá þessar rústir fyr en maður er rjett kominn að þeim; standa þær í kvos, á flötum hraunbletti, og há hraun allt í kring. Fram á miðjum fletinum eru 3 kofar, allir hlaðnir úr hraunhellum og hleðslan víðast einföld; gjört hefir verið yfir byrgi þessi með stórum hraunhellum.

Eldvörp

Eldvörp – byrgi.

Allir eru kofar þessir smáir, 15 — 18 fet á lengd. Stærsti kofinn er inn í hraunviki; hafa hraunbrúnirnar verið notaðar fyrir veggi. Bak við þennan kofa var hlaðin tótt, djúp eins og brunnur; þar fundum við hálflúna tiltelgda spýtu undir mörgum hraunhellum og mosa. Önnur hringmynduð rúst var þar í nánd. Uppi á hæstu hraunbrúninni fyrir ofan var enn eitt byrgi, alveg eins og það hefði verið notað til þess að skyggnast um. Allar eru rústir þessar mjög gamlar, því á þeim var nærri eins þykkt mosalag eins og á hrauninu sjálfu. Enginn veit neitt um þessa kofa; þeir fundust af tilviljun fyrir nokkrum árum.

Heimild:
-Andvari, 10. árg. 1884, 1. tbl., bls. 46

Brynjúlfur Jónsson, rannsókn í Gullbringusýslu- Árbókin 1903.
Tyrk-7„Útilegumannabæli hafa menn álitið rústir nokkrar í hrauninu fyrir ofan Húsatóftir, svo sem 1 1/2 kl.tíma þaðan ef mannavegur væri. En líttfært er að komast þangað nema á einn veg, með því að fara langan krók og þó mjög vandfarið. Má nærri geta, að þar er lítið um mannaferðir, þar eð enginn vissi af rústum þessum fyr en þær fundust af tilviljun litlu eftir 1870. Mér þótti einsætt að koma á þennan stað, en gat ekki uppspurt neinn, er hefði komið þar, utan Sæmund bónda Jónsson á Járngerðarstöðum. Hann hafði tvisvar komið þar.

Eldvörp

Eldvöro – byrgi.

Í síðara skiftið fylgdi hann Dr. Þorvaldi Thoroddsen þangað. En Sæmundur er nú orðinn sjónlaus. Fékk eg því með mér tvo aðra hina líklegustu. Leituðum við nær heilan dag, en fundum ekki. Leitaði eg þá til Sæmundar. Hann gat lýst afstöðu staðarins svo nákvæmlega, að eftir þeirri lýsingu fundum við Einar hreppstjóri Jónsson á Húsatóftum staðinn daginn eftir. Hraunið þar um kring lítur út fyrir að vera eitthvert yngsta hraunið á Reykjanesskaga, — þar má víða sjá, hvernig hraunflóðin liggja hvert ofan á öðru, — og er þetta hraun eitthvert hið hrikalegasta og órennilegasta sem eg minnist að hafa séð; eintómir standar og snagar, gjár og glufur.

Tyrk-6

Þar er ekkert grasstrá á stóru svæði, en aðeins grámosi. Gangandi menn geta með lagi komist um það, og er þó hætta. Enda eiga menn þangað ekki erindi og fýsast þangað ekki heldur. Aðrar skepnur fara þar ekki um, nema »fuglinn fljúgandi«. Rústirnar eru í kvos, þar sem hraunið hefir klofnað Og sinn hraunrimi oltið fram hvorumegin, eftir flötu hrauni, sem áður hefir verið storknað. Sér að eins á einn veg út úr kvosinni, og á þeim stað er það, sem koma má þangað hesti, ef gætilega er farið. Við fundum þar 7 tóftir og var hver laus við aðra. Tvær eru afsíðis, suður með austurbrúninni, þær eru litlar og huldar mosa. Inni í kvosinni eru 3 tóftir, sem mynda röð yfirum hana þvera. Hin stærsta þeirra er við vestrbrúnina, nálægt 6 al. löng. 2 fðm. austar er önnur 5 al. löng, og þá 7 fðm. austar hin þriðja, 4 al. löng, og er hún við austurbrúnina. Allar eru þær jafnvíðar: rúml. 2 al.; þær eru bygðar af smáum braunhellum og aðrar stærri hafa myndað þak, en eru nú fallnar ofan í. Veggirnir standa lítt haggaðir: eru gaflar hæstir og dyr á hliðinni við annan gaflinn, eins á öllum.

Tyrk-5

Vindaugu eru á veggjum og göflum. Eigi snúa þær göflum saman og eigi heldur hliðum, en horfa skáum hver við annari. Ekki virtust okkur þær líklegar til íbúðar, en hefðu getað verið geymsluhjallar, t. a. m. fyrir þurkað kjöt. Í kvosarbotninum er hringmynduð tóft, svo lág, að veggirnir eru mosa huldir. Það gæti verið niður hrunin fjárrétt. En eigi bendir það þó til þess, er Sæmundur sagði: að í henni hefði hann fundið ösku og skörung úr járni. Inn frá stærstu tóftinni er í hraunbrúninni glufa milli kletta. Sú glufa hefir verið notuð fyrir tóft; hlaðið í skörð og svo reft yfir með breiðum hraunhellum. Þær eru nú fallnar ofan í og hleðslan að nokkru leyti líka. Þetta kynni helzt að hafa verið íveruhúsið. Þar er skjól gott og fylgsni gott. En ólíklegt er, að menn hafi getað dvalið til lengdar á þessum stað.

Tyrk-3

Þar hefir víst verið »á flestu góðu mesta óhægð«. Þar hefir ekkert verið til eldiviðar, því þá hefir mosinn ekki verið kominn. En gerum ráð fyrir, að íbúar hafi eigi kært sig um eld, hafi eigi viljað láta reyk sjást eða reykjarlykt finnast frá hýbýlum sínum. En þá er einn gallinn þó verstur. Þar fæst ekkert vatn nema regnvatn, eða snjór á vetrum. Var því ekki hægt að vera þar lengi í einu. Ekki er hægt að skilja, til hvers litlu tóftirnar, sem fyrst getur, hafa átt að vera. Þær eru svo smáar, að það er eins og börn hafi bygt þær að gamni.

Eldvörp

Eldvörp – byrgi.

Og trúa mundi eg, að þetta væri alt saman eftir stálpuð börn t. a. m. 10—14 ára gamla drengi ef líklegt væri, að þeir hefði komið á þenna stað. En það sýnist mér ekki vera. Á vorum dögum mundu flestir drengir kjósa annað til skemtunar, en að leita leiksviðs í ófæru hrauni Og fyrrum hefir hraunið þó verið enn verra yfirferðar, er það var mosalaust og lítt samansigið. Hafi drengir fyrri alda haft slíkar glæfraferðir fyrir barnleiki, og séu þessar menjar eftir þá, þá eru þær merkilegar fyrir þroskunarsögu vora. Og þó þær séu eftir útilegumenn, eru þær merkilegar. Auk þess sem þær sýna eymdarstöðu slíkra manna og það þrek, sem þurfti til að lifa í henni, þá sýna þær einnig það áræði, sem, þrátt fyrir hættuna, horfði ekki í að vera svo nærri mannabygðum. »Karlmennsku hugurinn harði« lýsir sér á sinn hátt í hvoru tilfellinu sem er.“

Heimild:
-Andvari, 10. árg. 1884, 1. tbl., bls. 46

Björn Þorsteinsson:
Rústirnar í Grindavíkur-hrauni
Undarleg mannvirki
Tyrk-4„Á síðara hluta síðustu aldar fundu menn óvænt mannvirki inni í miðju Grindavíkurhrauni og ollu þau ýmsum nokkrum heilabrotum. Brynjólfur Jónsson frá Minna-Núpi og Þorvaldur Thoroddsen  athuguðu þau báðir, og skrifuðu um þau, annar í Árbók fornleifafélagsins 1903, en hinn í Andvara, en síðan hafa menn ekki veitt þessum fornleifum frekari eftirtekt, þangað til síðastliðið vor. Eins og kunnugt er ritaði Halldór Kiljan Laxness „Litla samantekt um útilegumenn“ í Tímarit máls og menningar 1949 og komst að þeirri niðurstöðu, að útilegumenn hefðu sennilega aldrei verið til á Íslandi að Fjalla-Eyvindi undanskildum. Unnendun útilegumanna fannst Kiljan gerast ærið stórhöggur í þessari grein og tala gálauslega um viðkvæmt málefni. Útilegumenn hafa þess vegna komizt aftur á dagkrá, og á næstu árum mun verða úr því skorið, hverju menn eiga að trúa í þessu efni.
Tyrk-2Síðastliðið vor tóku nokkrir menn sig til og leituðu rústanna, sem Brynjólfur og Þorvaldur geta um, að séu í Grindavíkurhrauni, ef vera kynni að þar leyndust „augljós merki um útilegumanna-byggð. Eftir árangurslausa ferð fundu þeir rústirnar að tilvísan oddvitans í Grindavík, og nú kom í ljós, að sízt hafði verið frá þeim logið. Þessar tættur eru þær langmerkustu sinnar tegundar, sem fundizt hafa, og sumar þeirra svo kyndugar, að engum getum er hægt að leiða að því, til hvers þær hafa verið notaðar. Eitt af þessum furðuverkum er rúst, sem minnir einna helzt á skýlin á áfangastöðum strætisvagnanna. Þetta eru þrjár skeifulaga tættur, sem snúa göflunum saman, en um 120 gráða horn myndast milli opanna. Uppi á hraunbrúninni er rúst af hringlöguðum hrauk, ummál 75 sm. á lengd og 60 sm. á breidd, mesta hæð 122 sm. Þetta eru aðeins tvö af þeim tíu undarlegu mannvirkjum, sem þarna getur að líta, og munu margir spyrja, hvers konar fólk hafi verið hér að verki.
Varnir gegst Tyrkjum?

Tyrk-1

Í  Ferðabók Þ. Thoroddsens, I. b. Khöfn 1913, bls. 174—’75 segir Þorvaldur frá þessum fundi sínum: „Frá Járngerðarstöðum í Grindavík fórum við upp í Eldvarpahraun. Það er mjög nýlegt og fjarska illt -yfirferðar. Hesti er ómögulegt að koma við og illfært gangandi manni. Hraunið er grátt af gamburmosa, en mjög lítill jurtagróður er þar annar. Í því skoðaði ég á einum stað gamlar mosavaxnar rústir. Þær er mjög illt að finna: á afskekktum stað í versta brunahrauni. Þar hefur líklega einhvern tíma í fyrndinni verið athvarf manns, sem einhverra orsaka vegna hefur orðið að flýja úr byggðinni. Ekki er hægt að sjá þessar rústir fyrr en maður er rétt kominn að þeim. Standa þær í kvos á flötum hraunbletti og há hraun allt í kring.

Eldvörp

Eldvörp – byrgi.

Fram á miðjum fletinum eru þrír kofar, allir hlaðnir úr hraunhellum og hleðslan viðast einföld. Gjört hefur verið yfir byrgi þessi með stórum hraunhellum. Allir eru kofar þessir smáir, 15—18 fet á lengd, og snúa dyrnar til norðurs. Stærsti kofinn er inni í hraunviki. Hafa hraunbrúnirnar verið notaðar fyrir veggi. Bak við þennan kofa er hlaðin tóft djúp eins og brunnur. Þar fundum við hálffúna tiltelgda spýtu undir mörgum hraunhellum og mosa. Önnur hringmynduð rúst var þar í nánd. Uppi á hæstu hraun brúninni fyrir ofan var enn eitt byrgi alveg eins og það hefði verið notað til þess að skyggnast um. Allar- eru rústir þessar mjög gamlar, því að á þeim var nærri eins þykkt mosalag og hrauninu sjálfu.
Enginn veit neitt um þessa kofa. Þeir fundust af tilviljun 1872. Það er mjög ólíklegt, að hér hafi – verið mannabyggð að staðaldri; líklegra er, að kofum þessum hafi verið hróflað upp til bráðabirgða á ófriðartímum, og að menn hafi flúið í hraunið úr Grindavík. Þar hefur oft verið agasamt.
Tyrk-10Englendingar og Þjóðverjar borðust þar 1532, og 1627 herjuðu Tyrkir á byggðina. Gamlar sagnir geta um stigamenn eða útilegumenn á Baðvöllum einhvers staðar nálægt Grindavík, en hvort rústirnar standa í nokkru sambandi við þá illvirkja er efasamt.“
Barnagarðar?
Þorvaldur veit auðsæilega ekki hvað hann á að halda um þessi mannvirki, og sömu sögu er að segja um Brynjólf frá Minna-Núpi. Þegar hann fór að leita rústanna var Sæmundur bóndi Jónsson á Járngerðarstöðum, sá sem fylgdi Þorvaldi Thoroddsen um Grindav.hraun orðinn blindur. Fékk hann þá með sér tvo kunnuga menn, og leituðu þeir „nær heilan dag, en fundu ekki“. Með tilvísan hins blinda manns tókst þeim þó að finna rústirnar í annarri atrennu. Í Árbók fornleifafélagsins heldur Brynjólfur helzt, að tætturnar 3 í kvosinni hefðu getað verið geymsluhjallar, t.a. m. fyrir þurrkað kjöt. Í kvosarbotninum er hringmynduð tóft svo lág, að veggirnir eru að mestu mosa huldir.
Það gæti verið tyrk-11niðurhrunin fjárrétt, en eigi bendir það þó til þess er Sæmundur sagði; að í henni hefði hann fundið ösku og skörung úr járni“. Brynjólfur fellst á, að þarna hafi verið gott fylgsni, en ólíklegt er, að menn hafi getað dvalizt til lengdar á þessum stað. Þar hefur víst verið á flestu góðu mesta óhægð“,“ og bendir á, að þar hafi hvorki verið vatn né eldivið að fá. Kunnugir menn í Grindavík segja, að vatnsból sé sæmilegt í djúpri gjá sunnan við Eldvarpahraun um 20—30 mín. gang frá rústunum, en eldiviður hefur auðvitað verið enginn nema mosi.
Brynjólfur bendir á, að sumar af tóftum þessum eru svo smáar, „að það er eins og börn hafi byggt þær að gamni, og trúa mundi ég, að þetta væri allt saman eftir stálpuð börn, t.a.m. 10—14 ára gamla drengi, ef líklegt væri að þeir hefðu komið á þennan stað, en það sýnist mér ekki vera. Á vorum dögum mundu flestir drengir kjósa annað til skemmtunar en að leita leiksviðs í ófæru hrauni, og fyrrum hefur hraunið þó verið enn verra yfirferðar, er það var mosalaust og lítt saman sigið.
tyrk-12Hafi drengir fyrri alda haft slíkar smáglæfraferðir fyrir barnaleiki og séu þessar menjar eftir þá, þá eru þær merkilegar fyrir þroskunarsögu vora, og þó þær séu eftir útilegumenn eru þær merkilegar, auk þess 
sem þær sýna eymdarstöðu slíkra manna og það þrek sem þurfti til að lifa í henni; þá sýna þær einnig það áræði, sem þrátt fyrir hættuna horfði ekkj í að vera svo nærri mannabyggðum. „Karlmennskuhugurinn harði“ lýsir sér á sinn hátt í hvoru tilfellinu sem er.“

Junkerarnir í Grindavík

Gerðavellir

Gerðavellir; Junkaragerði – uppdráttur ÓSÁ.

Þorvaldur og Brynjólfur vilja ekkert fullyrða um það, hverjir hafi staðið að húsagerðinni í Grindavíkurhrauni, en rústirnar benda ótvírætt til þess, að einhvern tíma í fyrndinni hafi menn hafzt þar við. Skammt frá sjálfum tóftunum sér móta fyrir aðhaldi og lítilli  rétt, en hverjir áttu að smala á þessum slóðum? Ef einhverjir óbótamenn hafa búið þarna, er harla ólíklegt, að einhver sögn um þá hefði ekki varðveizt, og nú vill svo vel til, að meðal Grindvíkinga hefur varðveizt saga um „útilegumenn“ á Reykjanessskaga. Brynjólfur frá Minna-Núpi skrásetur þessa sögu, og er hún prentuð í Huld, H. b., útg. 1892, bls. 58—60.
Einhvem tíma í fyrri daga höfðu nokkrir menn — tólf eða átján — hafzt við í óbyggðinnl
milli Grindavíkur, Hafna og Njarðvíka.
Tyrk-13Áttu þeir sitt skip í hverri þessari veiðistöð og höfðu þar rammgjört gerði til að geyma skipið og það, er til þess heyrði. Enn heitir bær einn í Höfnum Junkaragerði, og gömul girðing, er leifar sjást af á Gerðavöllum milli Járngerðarstaða og Húsatófta í Grindavík, er líka kölluð Junkaragerði. Eiga þeir að hafa haldið sig  þar, er þeir voru í Grindavík, og róið út úr Stóru-Bót, sem þar er hjá. Þar er að vísu ekki ræði, nema brimlaust sé, og vindur standi af landi. En junkarar reru heldur aldrei nema þar sem vindur stóð af landi, og þá er svo var hvasst að aðrir reru ekki. Þá er logn var, voru þeir í landi, komu þá til bæja og réðu einir öllu hjá konum, meðan karlmenn voru á sjó. Höfðu menn því illan hug á þeim, en þorðu ekki á þá að ráða, því að þeir voru mestu garpar. Og þó að að menn kæmist í gerði þeirra, þá er þeir voru ekki við, þorðu menn eigi að láta junkara sjá þess merki, þá var við hefnd að búast. Menn vildu samt fyrir hvern mun ráða þá af dögum og leituðu ýmissa bragða til þess. Einu sinni boruðu menn göt á skip þeirra upp við hástokk, þar sem ekkert bar á, fyrr en skipið var orðið  hlaðið. Þá rann sjór inn um götin; en junkarar flöttu þá fisk og lögðu fyrir þau og björguðust svo til lands. Í annað sinn voru dregnir af keiparnir, keipanaglarnir sagaðir sundur til hálfs og keiparnir svo reknir á aftur. Naglarnir brustu, þá er í land skyldi róa, því að þá var mótvindi. Þá reru junkarar við hné sér til lands. Í þriðja  sinn voru skautarnir dregnir af árum þeirra, árastokkarnir svo sagaðir sundur til hálfs eða meira, skautarnir síðan negldir á aftur, svo að ekki bar neitt á neinu. Nú reru junkarar, er vindur stóð af landi, en í það sinni komu þeir ekki að landi aftur. Sagt er; að hverjir fyrir sig: Grindvíkingar, Hafnamenn og Njarðvíkingar hafi lengi eignað sér það, að þar hafi junkarar verið af dögum ráðnir.
Tyrk-14Þessari sögu fylgir skýringarklausa frá Brynjólfi á Minna-Núpi: Þessi munnmæli voru mér sögð í Grindavík 1861. En seinna hefur mér dottið í hug, að þessi sögn kunni að standa í sambandi við tóftarústir þær, er sjómenn frá Húsatóftum í Grindavík – einn af þeim var Guðmundur, bróðir minn — fundu veturinn 1872 norðan í Sundvörðu-hrauninu, þar sem á stóru svæði er hvergi stingandi strá, og engin umferð af mönnum ná skepnum enda hafði þá enginn heyrt þeirra rústa getið áður. Þorvaldur Thoroddsen fann þær líka er hann rannsakaði Reykjanesskagann, og áleit eins og hinir, að þar hafi verið mannahýbýli.

Vafasamt junkaragerði

Eldvörp

Eldvörp – órannsakað byrgi.

Þetta er eina sögnin, sem hægt er að tengja við tóftirnar í Sundvörðuhrauni, en hún hefur á sér ýmis einkenni góðrar þjóðsögu. Junkararnir eru 12 eða 18, en talan 13 er algeng í þjóðsögum um líkt efni. Í Grindavík lifði einnig saga um 15 þjófa í Þjófagjá í Þorbjarnarfelli en hún er farandsögn, sem ekkert á skylt við þessar rústir. Þrjár tilraunir eru gerðar til að ráða junkarana af dögum, og heppnast síðasta tilraunin,- en slík efnisatriði eru einkenni allra góðra þjóðsagna. Sannfræði þessarar sögu er því býsna vafasöm, en engu að síður standa rústirnar í Sundvörðuhrauni sem óbrotgjarnt vitni þess, að þar hafa menn verið að verki og sennilega dvalizt einhvern tíma.

Tyrk-15

Ef bófaflokkur hefur haft þar bækistöð sína ætti að finnast einhver urmull af beinum eða öðrum úrgangi þar í grendinni, en þess sér engin merki. Útilegumanna-dýrkendur benda þó réttilega á, að tætturnar séu mjög gamlar, því að þær eru huldar þykku mosalagi. Fangamark útilegumanna getur því birzt einn góðan veðurdag undir mosalaginu.
Það er eftirtektarvert við rústirnar, að byggingarlag þeirra bendir til þess, að það sé miðað við þá möguleika, sem hraunhellurnar í nágrenninu skópu byggingameisturunum. Stærstu hraunhellurnar eru um 90 sm. á lengd, en tætturnar eru frá því um 50 sm til 80 sm. á breidd nema ein. Hún er um 150 sm., þar sem hún er breiðust. Þar hefur þó verið hlaðinn milliveggur, svo að þakhellurnar hafa ekki þurft að vera nema um 80 sm. til þess að ná milli veggja. Ef hér er um mannabústaði að ræða, þá er enginn öfundsverður af því að hafa hafzt þarna við. Mér er ókunnugt, að orðið junkari komi fyrir annars staðar í þjóðsögum. Orðið kemur inn í íslenzkuna á ofanverðum miðöldum og er þá oft skrifað jungkæri, og bæjarnafnið Junkaragerði er skrifað Junkæragerði í Jarðabók Árna Magnússonar. Orðið jungkæri var notað um yngissveina af tignum ættum, en hefur festst t.a.m. í Þýzkalandi við landeigendaaðalinn.
Inn í íslenzkuna er orðið auðvitað komið úr þýzku eða dönsku, en Þjóðverjar höfðu miklar bækistöðvar á þessum slóðum á 16. öld. Það er álítið kátbroslegt, að tignarheiti einnar illræmdustu landeigenda stéttar Evrópu skuli tengt við kot eitt suður í Höfnum og þjóðsögn um kvennagull, sem eiga að hafa búið á óbyggðum Reykjanesskaga.“

Bréf sem varðveitt er í skjalasafni Þjóðminjasafns Íslands skrifað af Jóhanni Briem 17. apríl 1950 daginn eftir að hann skoðaði byrgin.
Útilegmannabæli í Grindarvíkurhrauni.
Brynj. Jónss. Árb. Fornleifafél 1903, bls. 45-46
Sami Huld ( annað heftir) 1892, bls. 59-60
Þorv. Thor. Ferðabók I. Bls 174-175

eldvorp-tyrkjabyrgi-551

Engin þessara heimilda getur um afstöðu rústanna, þannig að hægt sé að finna þær eftir því. En rústirnar eru vel faldar langt inni í stórum hraunfláka, sem hallar lítið eitt til suðurs.
Afstöðunni er hægt að lýsa þannig. Rústirnar eru sunnan við Eldvörpin um 1 km nokkuð austar en hásuður frá því eldvarpinu sem næst þeim er, en það er eina eldvarpið sem jarðhiti er í og sést stundum úr því gufa. Frá rústunum ber Sundvörðuna næstum í toppinn á Þorbirni. Sundvarðan er örnefni á austurhorni hraunsins, þar sem gatan liggur frá Húsatóftum norður í Njarðvíkur. Varðan sést langt til og er auðkennd á kortum. ( Greinilegustu á herforingjaráðskortunum 1:50 000) 1000 metra austur frá Sundavörðunni og sé fylgt línunni, að vörðunni ber í toppinn á Þorbirni, lendir maður á suðurbrún hvammsins, sem rústirnar eru í. Þar er lítil varða uppi á brúninni. En sú leið er mjög ill. Hraunið er þar eins ógreitt, eins og gamalt, mosavaxið hraun getur frekast orðið. – Sæmilega leið, en miklu lengri, má fá með því að fara frá Húsatóftum götuna sem liggur i Hafnir, allt upp að Eldvörpum. En þá fyrst stór eldgígaklasi austan við götuna og fer maður sunnan undir honum og stefnir á næsta eldvarp.

Eldvörp

Eldvörp – gígur.

Greiðast er að ganga norðan við það. Svo sunnan við það þriðja. Þegar komið er fram hjá því, sjást greiðafærar hraunbreiður liggja í suðaustur í hrauninu. Fer maður eftir þeim til S.A. þangað til komið er svo sem 1 km. Suður fyrir Eldvarparöðina. Er maður þá komin á næstu slóðir við rústirnar og verður nú að hafa stuðning af miðinu (Strandarvarða- Þorbjörn). Hraunbrúninni sem rústirnar eru í er ekki regluleg, þannig að setja megi hana á löngu svæði. Brúnin er hæst fyrir botni rústar krikans en lækkar svo til beggja hliða og víkkar hvammurinn um leið. Hann opnast móti vestri. Nokkuð má hafa það til marks, að austan rústanna eru mjög ógreiðfær hraun en miklu greiðfærari vestur frá þeim. Þó er mjótt belti af mjög ógreiðu hrauni rétt vestan við rústirnar og er ýmist hærra eða lægra en hraunið í kring. Löng lægð liggur niður eftir hraununum skammt vestan við rústirnar. Br. J. Segir í „ Huld“ að rústirnar séu norðan í Sandvörðu hrauninu ( misprentað fyrir Sundvörðu).
eldvorp-tyrkjabyrgi-vardaÞetta er mjög villandi enda skrifaði Br. J. Þessa lýsingu eftir tilsögn áður en hann kom sjálfur á staðinn. Rústirnar eru langt inni í hrauninu og hallar því þar til suðurs. Þ.TH segir ( Ferðabók I. Bls. 174): Fram á miðjum fletinum eru 3 kofar, allir hlaðnir úr hraunhellum og hleðslan virðist einföld. Þetta er misskilningur. Aðeins nyrsta tóftin er þannig hlaðin og hefur auk þess „ glugga“  á öllum hliðum og er augljóslega þurrkunarhjallur til a þurrka í fisk eða kjöt. Hinar tóftirnar hafa þykka veggi, vel hlaðna, þótt grjót hafi fallið úr þeim sumstaðar.

Sundvarða í Sundvörðuhrauni

Sundvarðan í Sundvörðuhrauni.

Spölkorn þar vestur frá eru tvær litlar tóftir saman mjög mosavaxnar og stendur hellan enn yfir dyrunum á annarri. Þessar tóftir getur Br. J um, en Þorv.Th hefur  ekki séð þær. En aftur á móti getur Þ.TH um tóft uppi á hábrúninni. Þá tóft nefnir B.J ekki og við gátum ekki fundið hana  þrátt fyrir nokkra leit. En eina mjög litla tóft fundum við, sem hvorugur (BRJ eða Þ.Th) nefnir. Hún er niðri í kvosinni við suðausturbrúnina sem svo mitt á milli rústarinnar í kvosarbotninum og þeirra þriggja sem liggja yfir um lægðina. Ef einn kofi er svo uppi á brúninni ( eins og Þ.TH segir) eru kofarnir alls 9 að tölu og allir lausir hvor við annan. Á nýju herforingjaráðskortunum ( mælikvarði 1:100 000) ættu rústirnar að vera mjög nálægt „d“ inu í orðinu „Sundvarða“.
Skrifað 17. apríl 1950 daginn eftir að ég skoðaði þennan stað.  -Jóhann Briem
Ath. „Sundvarðan“ er náttúrulegur klettur með vörðubroti á toppinum.“

Heimild:
-Fróði, 4. árg 1883, 119. tbl., bls 345
-Andvari, 10. árg. 1884, 1. tbl., bls. 46
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1903
-Nýi tíminn, 9. árg 1950, 30. tbl. bls. 3 og 6 og sama frásögn í Þjóðviljinn 3. september 1950, bls. 5 og 7.

Eldvörp

Óþekkt byrgi í Eldvarpahrauni.

Knarrarnes

Brunnurinn norðvestan við bæinn (Húsið) Hellur á Vatnsleysuströnd dæmigerður fyrir fyrrum hlaðna brunna, þ.e. eldri en fyrir aldamótin 1900.  Hann er í gróinni lægð milli lágra holta, rétt neðan við Digruvörðu.
BrunnurinnÁ Knarrarnesi stóðu bæir Knarrarneshverfis; Minna-Knarrarnes vestar með þurrabúðina Hellur og Vík, Stóra-Knarrarnes innar eða austar. Þar var oft tvíbýli, nefndist Austurbær og Vesturbær.
Þurrabúðin Hellur er í Hellnatúni eða Hellnaflöt, Hellnalóð. Bæirnir stóðu í Knarrarnestúni. Litla-Knarrarnes var vestar í Litla-Knarrarnestúni. Frá bæ lá Litla-Knarrarnesgatan upp á veg. Í túninu var Litla-Knarrarnesbrunnur.
Ofan við þjóðveginn er þessi hlaðni brunnur. Hann hefur verið fylltur upp til að koma í veg fyrir hugsanleg óhöpp líkt og svo margir brunnar aðrir á Reykjanesi. Brunnhleðslan sést vel. Sagðist Birgir, heimalingur í Minna-Knarrarnesi, hafa stundum séð vatn efst í brunninum. Ekki liggur ljóst fyrir hvers vegna brunnstæðið er þarna, en þó er vitað að gamli bærinn stóð þarna skammt fyrir norðan brunninn. Hann gæti því hafa tilheyrt honum á þeim tíma. Staðsetningin gæti líka hafa komið til af staðsetningu þurrabúðanna. Fornfáleg hlaðin rétt er skammt ofar. Hún er sigin í jarðveginn, en má sjá móta fyrir henni.
Úr Digravörðu liggja landamerki Minna-Knarrarness í Eldborgir ofan við Knarrarnessel, skammt norðan við gamla Hlöðunesselið. Talið er að varðan hafi verið ein kirkjuvarðanna svonefndu, en þarna neðan við á gatan að Kálfatjarnarkirkju að hafa legið fyrrum.
Þegar hér er komið við sögu hefur FERLIR skoða 158 gamla brunna og vatnsstæði á Reykjanesskaganum (2009).

Heimild m.a.:
-Örnefnalýsing fyrir Minna-Knarrarnes.

Hellur

Hellur – leikmynd.

Þerneyjarsel
Að sögn Magnúsar Jónassonar, bónda í Stardal, munu tóftir tveggja selja vera undir bakka skammt ofan við Tröllafoss í Leirvogsá, norðan árinnar. „Gengið er yfir hæð og við taka móaflákar. Þar eru selin“. Fyrst er Varmárselið og ofar er

Þerneyjarsel

Þerneyjarsel.

Þerneyjarselið. Enn ofar eru beitarhúsatóftir frá Stardal.
Enn eitt selið er suðaustur undir Þríhnúkum, austan Esjubergslækjar, en svo nefnist lækurinn er rennur niður frá Esjubergsseli í Rauðhólsgil. Um er að ræða mjög óljósar tættur. Ofar er Rauðhóll eða Stórhóll, eins hann stundum er nefndur. Mótar fyrir rauðum lit í honum, en hóllinn er að mestu úr móbergi. Um Jónsselið sagði Magnús telja að það geti verið í „hvamminum“ efst við Jónselslæk, við enda skurðar, sem grafinn hefur verið til suðurs austast í túnum Seljabrekku.
Magnús tók fram landakort og benti á staðina, sem selin eiga að leynast, en FERLIR hafði áður gert tvær tilraunir til að finna Þerneyjarselið. Varmárselið.
hafði verið uppgötvað sem og Esjubergsselið undir Skopru.
Móskarðshnúkar skörtuðu sínu fegursta í fjallakyrrðinni við undirleik niðarlags Leirvogsár. Mófuglarnir sungu hver sitt stefið.
Rústir beitarhússins frá Stardal komu fljótlega í ljós skammt ofan við bakkann að norðanverðu, suðvestan undir yfirgefnu sumarhúsi vestan við Ríp undir Stardalshnúk. Um hefur verið að ræða þrjú stór samhliða fjárhús. Mikið grjót er í veggjum og vel sést móta fyrir hleðslum

Þerneyjarsel

Þerneyjarsel.

undir garða. Í viðtali við Magnús bónda hafði komið fram að deilur stóðu þá um landamerki, annars vegar Stardals og hins vegar Mosfells. Bóndinn í Stardal taldi að landamerkin væru um Rauðhólsgil, en Mosfellingar töldu þau vera við læk einn vestan undir Stardalshnúk. Stardalsbóndinn, sem endurbyggði eyðibýlið í Stardal um 1830, vildi láta á þetta reyna og reisti beitarhúsin á þessum stað, enda hvergi að finna gott efni til húsagerðar fyrr en þar. Með því vildi hann láta á þau mál reyna, en síðar munu aðlar hafa sæst á landamerkin við læk miðja vegu og voru beitarhúsin þá í landi Stardals.
Oftlega hefur heyrst á gömlu fólki að það hafði jafnan áhyggjur af landamerkjum, því það taldi aðra jafnan ásælast þau. Ljóst er að áhuginn hefur jafnan verið fyrir hendi. Í fyrstu voru landnámsmenn heygðir á landamerkjum, bæði til að senda öðrum skýr skilaboð um mörkin (Adolf Friðriksson) og til að fæla aðra frá að komast yfir þau (vernd hinna látnu). Síðar voru ábúendur heygðir á mörkum gróinna túna, jafnan með yfirsýn yfir ástsæla bletti. Með kristnini breyttist þetta og flattist út.
Einnig, og kannski miklu fremur, má telja víst að selin hafi ákvarðast af nytsemi landsins, nálægt við vatn og handhægt

byggingarefni. En eflaust hafa bændur fikrað sig eins langt til þeirra kosta í landinu og nokkurs var völ, m.a. með framangreint að leiðarljósi.

Þerneyjarsel

Þerneyjarsel – uppdráttur.

Skammt vestar eru tóftir Þerneyjarsels. Þær eru uppi á grónum bakka, vestan lítils lækjar, sem einhvern tímann hefur verið stærri. Tóftirnar, sem eru samhangandi, tví- eða þrískiptar, kúra undir lágum, en grónum, melbakka. Dyr snúa mót suðri. Ekki er að sjá móta fyrir stekk, en skammt er úr selinu niður í ána. Þessar tóftir eru u.þ.b. 100 metrum austan við Varmársel, eða miðja vegu milli þess og beitarhúsatóftanna, skammt innan girðingar, sem þarna er.
Þá var stefnan tekin upp undir sunnanverða Þríhnúka. Gengið var beint inn á svæðið, sem Magnús hafði lýst. Það er mjög gróið, en hefur verið mun grónara og samfelldara fyrrum. Grastorfur er nú beggja vegna Esjubergslækjar. Mun grasgefnara er sunnan lækjarins, en hann beygir þarna til vesturs, rétt eins og Magnús hafði lýst. Þúfnakargi er þarna svo að segja um allt og mjög erfitt að segja til ákveðið selstæði. Líklegt má telja að það hafi verið staðsett undir bakka eða hlíð, en austan kargans er stór og langur hóll er gefur gott skjól fyrir austanáttinni. Ekki var að sjá nein ummerki eftir tættur þar heldur. Staðurinn er hins vegar hinn fallegasti og einstaklega skjólgóður, með lækinn sírennandi. Selstaðan þarna gæti hafa verið frá Lágfelli eða Helgafelli.
Loks var reynt að skyggnast enn og aftur eftir öruggum ummerkjum eftir Jónsseli. Gengið var til suðurs með skurðinum fyrrnefnda, alla leið upp í gróinn hvamm er liggur milli Bringna og Geldingatjarnar. Sést niður að tjörninni þar sem hann rís hæst. Gengið var til baka eftir gamalli götu nokkru vestar, en allt kom fyrir ekki. Þó kom einn staður, ofan og austan girðingar til greina umfram aðra. Hann er á grónu svæði svo til beint ofan við upphaf Jónsselslækjar. Þar mótar fyrir gróinni, nokkuð stórri, tóft.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Þerneyjarsel

Þerneyjarsel.

Garðar

Við bifreiðastæði á Garðaholti, við Garðaveg, eru tvær tóftir, misstórar. Þær eru leifar er tengdust „Garðavita“. Á holtinu var höfð lukt á tímum Séra Þórarins Böðvarssonar og séra Jens Pálssonar (19. öldin). Nefndist lukt þessi Garðaviti.
Skammt innar á holtinu eru sex járnfestingar og leifar af keðjum á fjórum stöðum umhverfis. Um er að ræða minjar fyrsta flugleiðsögubúnaðar á Íslandi. Þarna voru 4 möstur með 2-300 m bil á milli.  Líklega hefur hann verið reistur á árunum 1942-1951.

Garðaviti

Garðaviti.

Í Örnefnalýsingu 1958 segir: „Á háholtinu er viti, Garðaviti. Þar var áður torfvarða og kveikt á lugt“ (bls. 2). Örnefnaskrá 1964 bætir við: „Hann mun hafa verið reistur um 1870. Hann stóð á holtinu norður frá Garðahliði.“ (B29).
Örnefnalýsing 1976-7 hefur svo þetta: „Á klöpp fyrir ofan Háteig var viti hér áður, Garðaviti“ (bls. 6). Við Fornleifaskráningu 1984 segir að tóftir séu „uppi á háhólnum […] svo til beint upp af Háteigi“, alveg við veginn, ofan og austan hans og er hæðin grýtt allt um kring. Leifar sjást af tveimur tóftum hlið við hlið og virðast þær samfastar. Sú austari er stærri og greinilegri, innanmálið um 5,8 x 2 m. Hún er nokkuð niðurgrafin og um 1,1 m á dýpt. Stefnan er norður-suður. Sú vestari er öll ólögulegri, um 2,5 x 2 m að innanmáli.
Aðrar upplýsingar: Vitinn var í notkun sem ljósgjafi á tímabilinu 1868-1912 (G.R.G: 95). Tryggvi Gunnarsson í Grjóta (f. 1899) mundi eftir honum og sagði hann hafa verið notaðan sem mið af sjó fyrir fiskibáta en á stríðsárunum notuðu Bretar hann sem virki. Húsið var síðan „selt og flutt heim að Hlíð, þar sem það var notað sem kamar“.

Heimildir:
-Ari Gíslason: Örnefnalýsing Garðahverfis. 1958.
-Gísli Sigurðsson: Skrá yfir örnefni og fiskimið í Álftaneshreppi hinum forna.
-Bessastaðahreppi: Garðahreppi: Hafnarfirði og Hraunum: 1964. Garðahverfi A39/Garðaland B29.
-Guðlaugur Rúnar Guðmundsson: Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar Safn til sögu Garðabæjar III. Garðab. 2001.
-Guðrún Sveinbjarnardóttir: „1300-39“. Fornleifaskráning í Garðabæ 1984. Þjóðminjasafn Íslands.
-Kristján Eiríksson: Örnefnalýsing Garðahverfis skráð eftir lýsingu heimamanna. 1976-7.

Garðahverfi

Garðaviti.

Þegar gengið var upp í Vogasel í Vogaheiði fyrir skömmu var sérkennilegur hlutur fyrir fótum fólks; grár ílangur hólkur með amerískri áletrun.
Af áletruninni að dæma gæti þarna verið um einhvers Dufliðkonar mælitæki að ræða. Ekki var að sjá snúrur eða tauma er gátu gefið til kynna tengsl þess við uppihaldið, en tækið virtist hafa fallið af himnum ofan og það ekki alveg nýlega. Þetta virðist vera einhverskonar dufl þar sem dýptin er stillt. Stærðin er ca. 100 x 12 cm og í annan andann er skrúgangur fyrir einhverja viðbót (sést illa á myndinni). Þetta liggur við Vogaselsstíginn nokkru ofan við Stóru-Aragjá.
Á duflinu er áritunin „DIFAR“ sem og tölustafir og leiðbeiningar. Skv. því hefur hér verið um að ræða dufl frá ameríska hernum til að leita að og hlusta eftir ferðum kafbáta. Ólíklegt verður þó að telja að kafbátar hafi nokkru sinni átt leið um Vogaheiði.
Duflið, eða leifarnar af því,  mun hafa verið svonefnt Sonobuoys tæki búið sendi og mótakara til Dufliðað nema hljóð í sjó. Reyndar munu vera til þrjár tegundir af Sonobuoy;  viðbregðin, gagnvirk og til sérstakra nota. Fyrstnefnda er búið nema er hlustar eftir hljóði „skotmarksins“. Gagnvirka tegundin sendir merki og hlustar eftir endurkomu þess frá hlut. Síðastnefnda tegundin er notað til að safna tilfallandi upplýsingum, s.s. um hitastig sjávar, ölduhæð o.s.frv.
Duflunum er kastað frá flugvélum úr u.þ.b. 30.000 feta hæð. Staðsetningarbúnaður segir til um hvar duflin eru staðsett á hverjum tíma. Frá þeim má síðan lesa þær nákvæmu upplýsingar, sem þau safna á meðan á líftíma þeirra varir. Að honum loknum er viðkvæmum tækjabúnaði eitt og duflin falla til botns.
DufliðDuflin virka allt upp í 8 klst notkun allt niður á 1000 feta dýpi. Venjulega eru þau stillt með sérstökum rekbúnaði inn á að dvelja um stund á ákveðnu dýpi, s.s. 60, 90 eða 900 fetum í tiltekinn tíma; t.d.  eina klst, þrjár klst eða átta klst til að safna upplýsingum. Þau hafa einnig verið notuð til að fylgjast með og rekja ferðir hvala sem og staðsetja eldvirkni á hafsbotni.
Duflið í heiðinni mun vera hluti af slíkum hlustunarduflum.
En hvernig er kafbátahlustunardufl komið alla leið upp í ofanverða Vogaheiði? Fleiri en ein skýring getur verið á því. Ein er sú að duflið hafi fallið úr eða verið kastað út úr flugvél á leið yfir svæðið. Hugsanlega hafi verið um gallað tæki að ræða. Duflunum er komið fyrir í sérstökum „sleppurum“ og gæti það hafa „sloppið“ þaðan þegar flogið var yfir svæðið, t.d. inn til lendingar á Keflavíkurflugvöll.

 

Hver svo sem ástæðan kann að vera fyrir tilkomu tækisins þarna í Vogaheiðinni þá er eitt alveg víst; það er þarna enn.

Duflið í Vogaheiði

 

Gráhella

Gráhelluhraun.
GrahelluhraunGráhelluhraun kom úr Búrfelli. Samkvæmt aldursákvörðun á mó sem kom í ljós hjá Bala á Álftanesi er Búrfell um 7240±130 ára. Í heild sinni eru öll hraunin þaðan  Búrfellshraun, en í dag bera ýmsir hlutar þess sérstök nöfn. Fyrst rann taumur niður í Straumsvík – en hann er nú grafinn undir yngri hraunum (Stórabolla- og Tvíbollahrauni, Óbrinnishólahrauni og Kapelluhrauni) utan smáskækils sem stendur þar upp úr og nefnist Selhraun. Næst rann taumurinn sem nú heitir Gráhelluhraun til sjávar í Hafnarfirði. Þú stendur nú við norðaustanverðan hraunjaðarinn. Nafnið er dregið af aflöngum hraundranga skammt suðvestar. Undir honum eru tóftir fjárskjóls frá Setbergi.
Tveir megin hraunstraumar komu frá Búrfelli. Hraunið gengur undir ýmsum nöfnum eftir því hvar það er. Sá hraunstraumur sem er Hafnarfjarðarmegin hefur eftirfarandi nöfn: Næst Búrfelli er Smyrlabúðahraun, Gráhelluhraun, Lækjarbotnahraun, Stekkjarhraun, Sjávarhraun, Arnarhraun og vestar heitir það Flatarhraun. Garðabæjarmegin er fyrst Urriðakotshraun, Svínahraun, Vífilstaðahraun, Hafnarfjarðarhraun, Hraunholtshraun, Flatahraun, Garðahraun, Gálgahraun og Balahraun.

Kjóadalur.
KjoadalurHafnarfjörður hefur jafnan verið nefndur „bærinn í hrauninu“. Í og við bæinn má þó víða finna frjóan jarðveg sem bæjarbúar hafa löngum notað sér til ræktunar. Kartöflur eru upprunnar í Suður-Ameríku. Þær bárust til Evrópu um miðja 16. öld. Garðyrkja átti ekki upp á pallborðið hjá Íslendingum sem byggðu afkomu sína á bústofni. Einhverjir kálgarðar voru í rækt á Íslandi á 17. öld en ekkert var ræktað að ráði fyrr en eftir miðja 18. öld. Árið 1754 sendi Friðrik V. boð til Íslands um að bændur ættu að láta sér annt um að útbúa kálgarða þar sem matjurtir gætu þrifist. Þrátt fyrir boð yfirvalda var það ekki fyrr en í upphafi 19. aldar að garðyrkja, og þar með talin kartöflurækt, varð almenn í landinu. Íslenskum bændum var illa við að stinga upp tún sín til að rýma fyrir matjurtagörðum. Á tíu ára tímabili, frá árinu 1801 til 1810, fjölgaði matjurtagörðum í landinu. Síðan hefur landanum smám saman lært að meta næringargildi kartöflunnar.

Í austanverðum Kjóadal sjást leifar kartöflugarða Hafnfirðinga, en í dag er dalurinn notaður til hrossabeitar.

Stekkjarhraun.
tekkjarhraunStekkjahraun var friðlýst árið 2009. Ástæðan var ekki síst stekkurinn, sem þú stendur nú í. Markmið með friðlýsingu svæðisins er að vernda útivistar­svæði í fögru hraunumhverfi þar sem jafnframt er athyglisvert gróðurlendi og sérstakar menningarminjar í miðri íbúðabyggð. Stekkjarhraun er hluti af hraunum sem runnu í Búrfellseldunum fyrir rúmlega 7000 árum. Stekkjarhraun er í beinu framhaldi af Gráhelluhrauni og hefur hraunið runnið um þröngan farveg milli Setbergshlíðar og Mosahlíðar. Aðgengi að svæðinu er gott og er það því ákjósanlegt til fræðslu og útikennslu. Með friðlýsingunni er einnig verið að vernda votlendisbletti við Lækinn þar sem hann rennur með Stekkjarhrauni, en þar vaxa m.a. horblaðka og starir sem eru fágætar tegundir í þéttbýli.

Lambagjá.
HelgadalurLambagjáin, sem reyndar er hrauntröð, er bæði löng og breið. Til marks um mikilfengleik hennar má geta þess að hún er nú friðlýst sem náttúruvætti. Áberandi mannvirki liggur þvert á Lambagjá vestarlega – há steinhleðsla. Þetta eru leifar af undirhleðslu fyrsta vatnsstokksins sem var lagður úr Kaldárbotnum um 1918. Vatninu var fleytt í opnum tréstokk að suðurenda Sléttuhlíðar þar sem það rann fram af brúninni og hripaði ofan í hraunið en kom upp í Lækjarbotnum. Þú ert núna við eina „gegnumganginn“ í gjánni; svonefnda Steinbrú. Yfir hann liggur gömul fjárgata. Önnur brú yfir gjánna er skammt austar.

Helgadalur.

Helgadalur

Helgadalur.

Um Helgadal gengur sveimsprunga. Sprungukerfið er í misgengi, sem eru  mörg á svæðinu. Má þar nefna Hjallamisgengið.  Vatnsstreymið í gegnum hraunin ofan dalsins staðnæmast við sprungurnar og vatn safnast saman í gjánum. Á vatnasviðinu er Kaldárbotnar, er tengist væntanlega m.a.  Vatnsgjánni sem er í Búrfellsgjá. Frá þessu vatnasviði fá Hafnfirðingar og fleiri hið daglega neysluvatn sitt – hið sjálfsagða, en jafnframt eina dýrmætustu lífsnauðsyn samtímans.

Kringlóttagjá.
KringlottagjaKringlóttagjá er fornt hrauntjarnarstæði  frá afrennsli Búrfells. Hún líkist Gjánum norðvestan við Kaldársel – enda varð hún til í sömu goshrinu. (Búrfell). Barmarnir eru 5-10 metra háir og mynda óreglulega skál sem er um 200-300 metrar að ummáli með formfagra klettadranga á stangli. Glóandi kvikan rann neðanjarðar frá hrauntjörninni áður en botninn storknaði og myndaði skálina. Þeir/þær/þau er geta fundið afrennslið, sem væntanlega er þá í formi hraunhellis, líkt og Hundraðmetrahellirinn í Helgadal, eru beðin um að tilkynna það Fjarðarpóstinum.

Víghóll.
VighollÖrnefnið „Víghóll“ er og hefur verið torræðni. Það er víðar til, en kunnugt um fjóra aðra Víghóla á Suðvesturlandi: einn í Selvogi, tvo í Garðabæ og einn í Mosfellssveit, auk fleiri á landinu öllu. Engra þessara nafna er getið í fornum heimildum. Í örnefnaskrá óbyggðarinnar suður frá Hafnarfirði segir, að Víghóll heiti norðan við Mygludali milli Valahnúka og Húsfells. Selvogsgata eða Grindaskarðavegur liggur milli Valahnúka og Víghóls. Getgátur hafa verið um að nefndir „Víghólar“ hafi áður haft örnefnin „Veghólar“, enda virðast þeir nánast allir í nálægt við þekktar alfaraleiðir. Ef rétt er til getið, má Víghóllinn hafa verið vegvísir á hinni gömlu vermannaleið og er þá jafnframt minnismerki um hana. Á Víghól er varða.

Valahnúkar.

Valahnúkar

Tröllin á Valahnúkum.

Valahnúkar eru móbergshryggir mynduðust fyrir um 120 þúsund árum. Víða er þar úfið og afrúnað og efst á þeim eru drangar miklir sem sumir telja vera tröll sem þar hafi steinrunnið við sólarupprás, en aðrir segja að séu valirnir sem hnúkarnir beri nafn sitt af.  Valahnúkar urðu til við gos undir jökli á síðustu ísöld líkt og Helgafell, Húsfell og Víghóll sem eru í næsta nágrenni. Strýturnar þrjár, sem líkjast steinrunnum tröllum eða jafnvel ránfuglum. eru afurðir langtíma móbergsveðrunar þar sem vatn, vindur og regnið hafa leikið sér að því að móta landslagið.  Í Valahnúkum er hrafnslaupur.

Sel(hrauns)hóll.
SelhraunshollSunnan við Hvaleyrarvatn eru m.a. leifar stekkjar. Skammt sunnan hans er stakt klofið hraunhveli í annars sléttu Hellnahrauninu (Selhrauninu). Sunnan í hólnum eru tvö op; tófugreni.
Hraunhveli myndast vegna þrýstingsáhrifa sem verða sökum mismunandi rennslishraða á milli hálfstorknaðs yfirborðs og hraunkviku undir. Hólar og hæðir í helluhraunum geta líka stafað af því að djúpir hraunstraumar kaffærðu hóla og hæðir sem fyrir voru í landslaginu. Mishæðirnar koma svo aftur í ljós þegar kvikan rennur undan storknaðri hraunskáninni í lok gossins og storkin kvikan sígur og sprungur myndast í skorpunni.

Hamranes.

Hamranes

Hamranes.

Hamranes er ein nokkurra úthæða (lágra hamra) Ásfjalls ofan Hafnarfjarðar.  Grísanes er ein þeirra, skammt norðvestar. Norðan í Hamranesinu, þ.e. þeirri hlið er snýr að Dalnum, má sjá hvernig ísaldarjökullinn hefur sorfið ofan af hamrinum og jafnframt brotið  niður brúnirnar með öllum sínum þunga svo eftir stendur mulningurinn, gríðarstórir aldarskófsmálaðir hnullungar frá náttúrunnar hendi. Grjótið hefur verið eftirsótt í garða bæjarbúa, en reynt hefur verið að hamla við efnistökunni með því að takmarka aðgengi vinnuvéla að því, enda um einstakar náttúrumyndir að ræða – nánast í miðri byggð.

Hrauntungur.

Hrauntungustígur

Hrauntungustígur.

Hrauntunga (Hrauntungur) er geil inn í Brunann (Nýja Hraun – Kapelluhraun), sem nánast hafði tekist að króa af vinina og útrýma henni. Hraunið í tungunni er frá Hrútargjárdyngju og því árþúsundum eldra, enda stangast þétt birkið og fjölbreyttur gróðurinn þar við gráleitan hraungambran í nýja hrauninu. Áhugavert er að standa í botngróinni sprungu við hraunskilin og berja augsýnilegan muninn með eigin augum. Um Hrauntungur liggur Hrauntungustígur, gömul þjóðleið milli Ketilsstígs og Áss.

Snókalönd.

SnokalondSnókalöndin, sem eru tveir grónir óbrennishólmar inni í Brunanum (Nýjahraun/-Háabruna), sem nú heitir Kapelluhraun og rann árið 1151.
Gömul gata liggur inn í Snókalöndin frá Stórhöfðastíg skammt sunnan Brunabrúnarinnar, milli hlaðins garðs á henni og hlaðins gerðis utan í hraunsnefi skammt sunnar. Varða, við götuna þar sem hún liggur inn á Brunann, vísar leiðina. Frá henni er gatan augljós yfir nýja hraunið og inn í vestari Snókalöndin. Snókalöndin eru þakin kjarri og lyngi. Þau eru hvað fegurst á haustin þegar litadýrðin er hvað mest.

Ólafur Þorvaldsson segir frá Snókalöndunum í grein sinni um „Fornar leiðir…“ í Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1943-48: „Hvað liggur til grundvallar þessu nafni veit víst enginn lengur en á tvennt mætti benda. Í fyrra lagi að þarna hafi vaxið villihvönn, snókahvönn – geitla. Í öðru lagi að blettir þessir, sem hafa verið miklu gróðurríkari en umhverfið, hafi fengið nafnið land af töngum þeim og hornum sem hinn ójafni brunakantur myndar þarna í grennd og gæti því þýtt „Krókalönd“.  Í orðabók Blöndals segir að snókur sé angi eða útskiki út frá öðru stærra.
„Snókur“ táknar einfaldlega eitthvað stakt eða einstakt.

Óbrinnishólaker.

ObrinnisholakerÓbrinnishólakerið er í Óbrinnishólum – röð gígaraða í hæð sem stendur upp úr hraunhafinu vestan við Undirhlíðar. Þeir tilheyra Krýsuvíkureldstöðvakerfinu. Talið er að um tvö gos hafi verið að ræða. Um fyrra gosið í Óbrinnis­hólum er lítið vitað eða hvenær það gaus, en frá því eru a.m.k. 3 gígir og virðist gosið hafa verið á sama stað þá og í því síðara. Síðara gosið hófst fyrir 1800 árum í og voru nyrstu gosstöðvarnar í Óbrinnishólum.
Í kerinu er Óbrinnishólahellir. Hellirinn er í gjárbarminum að sunnanverðu, sunnan syðri Óbrinnishólanna. Hlaðið er gerði fyrir framan munnan, en rásin er opin inn að öðru leyti. Hún er um 15 metrar, björt og rúmgóð. Gólfið er flórað fremst, en innanvert gólfið er nokkuð slétt. Hellirinn rúmaði nokkra tugi fjár og var notað af Hvaleyrarbændum, sem nýttu sér vetrarbeitina utan í Stak og Undirhlíðum öldum saman.

Gullkistugjá.

GullkistugjaGullkistugjá er löng, en aðgengileg, sprungurein sem fer m.a. í gegnum suðausturhluta Helgafells og suður um Skúlatúnshraun þar sem hún „deyr út“ áður en kemur að Undirhlíðum. Sprungan er dæmigerð á Reykjanesskaganum, liggur í NA/SV. Séra Friðrik Friðriksson, stofnandi sumarbúða KFUM og K í Kaldárseli, gaf sprungureininni nafnið Gullkistugjá. Að öllum líkindum er nafngiftin vísan til ótal þjóðsagna um sama efni.

Selgjá – Búrfellsgjá.
Svæðið umhverfis Helgafell, Húsfell og Búfell er þakið hraunum sem eru á þekktri gosrein og þar er  misgengislægð sem nefnist Hjallamisgengið. Það er greinilegast í Heiðmörk milli Elliðavatns og Vífilsstaðahlíðar, en nær töluvert lengra til suðvesturs, allt að Kaldá. Við Búrfell eru einnig mikil misgengi og saman myndar þetta misgengja- og sprungukerfi sigdal með stefnu NA-SV sem teygir sig frá Krýsuvík og upp í Úlfarsfell.
Reykjanesskaginn er í raun allur mjög sprunginn. Á liðnum öldum hafa miklar jarðskorpuhreyfingar átt sér stað á skaganum. Þessar hreyfingar eiga sér enn stað og munu einnig eiga sér stað í framtíðinni. Mikið er um misgengi og gjár í hraununum í kringum Hafnarfjörð.
Stöðug og hæg hreyfing í jarðskorpunni veldur spennu í bergi. Spennan getur orðið svo mikil að bergið þolir hana ekki lengur og berglögin bresta. Sprungubarmarnir sem koma fram við hreyfinguna kippast þá yfirleitt til í gagnstæðar áttir og standa mishátt. Sprungur sem myndast á þennan hátt nefnast misgengi.

Strandartorfur.
StrandartorfurStrandartorfur eru tvær. Þær eru ílangar tóur undir aflöngum klettaborgum. Allt umleikis eru nýrri hraun. Selvogsgatan forna liggur skammt austan við þær.  Augljóst er að þarna hafa verið áningarstaðir fyrrum – sem og hrístaka. Neðri Strandartorfan hefur stundum  verið nefnd Kaplatór á kortum. Selvogsgatan jafnan nefnd Suðurfararvegur meðal Selvogsbúa – og gerir enn.
Kaplatóur (Strandartorfur/-Strandartóur) eru innan umdæmis Hafnarfjarðar. Í ritinu Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar segir svo (bls. 56): „Sunnan við Mygludali og Valahnúka er farið yfir norður og austurendann á melöldu og þar telja þeir Þorkell og Óttar að Strandartorfa neðri [Kaplatór] sé en skammt sunnan við sé Strandartorfa efri (Strandartorfu efri)“. Í raun kemur Garðabæ þetta ekkert við, hvorki hvar eða hver eru nöfn einstakra tóa því þær eru allar innan umdæmismarka Hafnarfjarðar. Áningarstaðurinn stendur þó enn fyrir sínu. Ofan Strandartóu er áberandi varða.

Leynir.

LeynidalirLeynir er í Leynidölum. Örnefnið er algengt, oftast gefið þeim stöðum eru voru í hvarfi frá bæ eða alfaraleið. Landamerki Hvaleyrar og Stóra Lambhaga (nú að mestu horfið undir álverið) má sjá í Leynidölum; merkin má sjá í óskráðum vörðum, sem liggja um dalina. Ofarlega í dölum er hraunhóll og á honum hlaðið byrgi. Svæðinu hefur nú verið meira og minna raskað vegna vegagerðar og lóða. Byrgið hefur væntanlega verið skjól fyrir refaskyttu, sem beðið hefur lágfótu á ferð hennar með háum hraunkantinum. Af því er örnefnið væntanlega sprottið.

Bruninn.

Kapelluhraun

Tóur í Kapelluhrauni (Brunanum).

Megineldgígarnir sem Nýjahraun rann frá árið 1151 voru sitthvoru megin við Krýsuvíkurveginn skammt frá Vatnsskarði, s.n. Rauðhólar. Eldarnir voru hluti af Ögmundarhraunseldgígaröðinni er náði frá strönd Reykjanesskagans í suðri að Helgafelli í norðri. Hinum tilkomumiklu Rauðhólagígum hefur nú verið eytt að mestu með efnistöku, en mikilfenglega hrauntröðin, sem stærstur hluti Nýjahrauns rann frá, er enn ágætlega varðveitt ofan Bláfjallavegs. Þegar staðið er þarna á brún hrauntraðarinnar má vel gera sér í hugarlund hið mikla efnismagn, sem þarna hefur streymt fram um skeið,allt  áleiðis til sjávar austan Straumsvíkur. Tröðin, sem og hraunið, eru þakin hraungambra. Í þurrkatíð tekur hann á sig gráleitt yfirbragð, en grænt í vætutíð.

Gamla Afstapahraun.

Gamla-AfstapahraunGamla Afstapahraun rann frá eldvörpunum norðan Trölladyngju, alla leið niður að Selhrauni ofan Þorbjarnarstaða. Að vísu hefur verið talsverður ruglingur á þessu öllu saman í gegnum tíðina því svonefnt Afstapahraun, sem við þekkjum, var talið hafa verið eitt hraunanna er rann frá eldunum miklu árið 1151 – og þá frá nú eyðilagðri Eldborginni undir Trölladyngjunni. Síðan hefur komið  í ljós að áður hafði komið upp hraunlæna frá eldstöðvunum  í  Trölladyngjurana. Víða í þessu hrauni, sem rann um langan veg, má sjá myndræna hraundranga.

Skálin – Smalaskálaker.
SmalaskalaskalÍ Smalaskálahæð er „Skálin“ (Smalaskálaker), skjólgóður rauðamalarhóll í einu af fjölmörgum hraunbollum Hrútagjárhrauns.  Árið 1974 var þarna komið fyrir „listaverki“;  „Húsbyggingin“ (Das Haus Projekt) eftir Hrein Friðfinnsson. „Húsbyggingin“ byggði á sannri sögu eftir Þórberg Þórðarson, Íslenskum aðli, um sérvitring sem afræður að byggja hús þar sem innihliðin snýr út. Hreinn ákvað að taka þessa hugmynd upp og byggði húsið þannig að veggfóður þess og gardínur lágu utan á – s.s. á röngunni.

Með tímanum varð Slunkaríki að braki á víð og dreif um Smalaskálakerið. Í framhaldinu var komið þar fyrir „grind“ af listaverkinu til minningar um það – er sést enn.
Rauðhóllinn í Smalaskálakeri er merkilegastur fyrir það að þessi „litli“ rauðamelshóll skuli hafa áorkaði að stöðva framrás hrikaleika Hrútagjárdyngjuhraunsins á þessu svæði – gagnvart honum sjálfum. Þrátt fyrir álagið hefur rauðhóllinn staðið fyrir sínu og ekki látið hið mikla hraunálag yfir sig ganga.

Litli-Rauðamelur.
Rauðmalarhólar myndast þegar hraun renna út í stöðuvötn eða mýrlend – eða gos verður í sjó Litli-Rauðamelureða vatni. Nánast allir rauðhólar í nágrenni byggðarinnar eru nú horfnir því afrakstur þeirra hefur verið verið notaður í húsbyggingar og vegagerð. Á þessum stað voru Stóri- og Litli-Rauðamelur, en sá fyrrnefndi hvarf vegna námuvinnslu þegar sækja þurfti efni í vegi og húsgrunna. Eftir stendur óálitlegt djúpt ker með grunnvatni.Jarðmyndunum á Reykjanesskaga má skipta í fjóra flokka eftir gerð og aldri: 1) Elstu jarðmyndanir á yfirborði skagans eru grágrýtishraun mynduð á hlýskeiðum ísaldar eða íslausum svæðum á jökulskeiðum, yngri en 780 þúsund ára. Elsta bergið á skaganum er raunar mun yngra, en það er talið um 500 þúsund ára gamalt. Grágrýtið er að mestu leyti myndað við dyngjugos og er einkum á þremur svæðum, þ.e. á Rosmhvalanesi og Vogaheiði, Krýsuvíkurheiði og svæðinu milli Lönguhlíðar og Undirhlíða. 2) Móberg myndað á jökulskeiðum ísaldar myndar nærri allt hálendi skagans og er eins og grágrýtið yngra en 780 þúsund ára. Mest er af því í Sveifluhálsi og sunnan Kleifarvatns, í Núpshlíðarhálsi, sunnarlega í Brennisteinsfjöllum og Lönguhlíð, Bláfjöllum og Fagradalsfjalli, en einnig standa stöku móbergsfell upp úr yngri hraunum vestar á nesinu, t.d. Þorbjarnarfell, Þórðarfell og Stapafell.

Móbergið er að mestu myndað við gos undir jökli á jökulskeiðum, en móbergsfellin vestast og syðst gætu þó verið mynduð við gos í sjó.  3) Hraun frá lokum síðasta jökulskeiðs og nútíma þekja mestan hluta skagans. Þeim hefur verið skipt í þrjá flokka eftir gerð og aldri. Elstar eru frekar litlar dyngjur, en þær eru taldar 11.000-13.000 ára, þá eru stórar dyngjur, taldar 8.000-10.000 ára, og yngst eru sprunguhraun yngri en 8.000 ára og sprungureinagosin frá því fyrir ca. 3000 árum. Litli-Rauðamelur, þótt lítill hafi verið, er nánast eina ummerkið eftir hina fornu „rauðameli“ á Reykjanesskaganum. Fyrirhugað er að leggja hluta hinnar nýju Reykjanesbrautar yfir hann.

Þorbjarnarstaðaker.
ThorbjarnarstaðakerÍ örnefnalýsingu Þorbjarnarstaða segir: „Rétt sunnan við „Skarðið“ var vik í „Brunann“. Hér vestur af eru klettaborgir miklar; í lægð milli þeirra er Þorbjarnarstaðaker, djúpt jarðfall, og var þar hætta fyrir fé. Það komst ekki upp úr. Þorkell Árnason bóndi á Þorbjarnarstöðum hlóð tröppur upp, og eftir það var fé engin hætta búin.“
Þorbjarnarstaðakerið, sem er dæmigert jarðfall, þótt lítið sé, er vandfundið, líkt og önnur mannvirki í Hraununum. Það er þó þarna. Hleðslan er áþreifanlegur minnisvarði um Þorkel bónda – og burkninn, sem þar vex nú, er hinn ágætasti minnisvarði um þann ágæta mann. Þorkell, sem var frá Guðnabæ í Selvogi, og Ingveldur, dóttir Jóns Guðmundssonar hreppsstjóra á Setbergi (Guðmundar Jónssonar hins fjárglögga úr Tungunum), einnig þá í Garðahreppi, áttu 11 börn. Þorkell var löngum við róðra eða vinnumennsku annars staðar, en Ingveldur annaðist bæði uppeldi barnanna og búreksturinn. Segja má því með sönnu að Ingveldur Jónsdóttir hafi verið dæmigerð móðir, dugnaðarkona og því verðug að minnast – ekki síst í ljósi síðari tíma krafna um jafnrétti versus ábyrgð og skyldur.
Sá einn sem fær tækifæri til að standa á barmi Þorbjarnarstaðakersins, staldra við og horfa niður á hleðslurnar og gróðurinn, veit hvaða mikilvægi fortíðin hefur fyrir nútíðina. Hleðsla Þorkels sést enn og er táknræn – henni var ætlað fyrir fé er rataði óvart niður í kerið í snjóum, en hefði ella orðið þar til. Fyrir tilstuðlan hleðslunnar komst það upp úr jarðfallinu – og lifði.

Vatnsskarð.
VatnsskardBerggangar eru sprungufyllingar, aðfærslukerfi bergkviku frá eldstöð upp á yfirborðið.  Með segulmælingum á gömlum göngum má stundum ákvarða hvort kvikan hafi streymt lárétt eða lóðrétt. Berggangar eru því alltaf yngri en bergið í kring. Einn slíkur sveimur er áberandi í Vatnsskarði.  Um er að ræða bæði aðgengilegan og dæmigerðan berggang. Við óvarfærnar lagningu rafmagnsjarðstrengs á síðasta ári var berggangurinn því miður skemmdur að hluta – og liggur brotið neðan við hann. Ef vel er að gáð má sjá borför í bergganginum. Vísindamenn voru þarna á ferð til að afla jarðvegssýnishorna varðandi breytilega segulvísun bergsins.

Hrútagjá.

Hrútagjá

Hrútagjá.

Hrútagjá umleikur Hrútagjárdyngju. Líklega er gjáin í heild.þ.b. 5 km löng – og  hrikaleg á köflum. Öskulög í jarðvegi ofan á hrauninu benda til að hraunið hafi myndast fyrir u.þ.b.  5000 árum.  Áður en dyngjan sjálf gaus myndaðist gífurlegur undirþrýstingur svo yfirborðið lyftist smám saman og myndaði loks háa bergveggi allt umhverfis  – með tilheyrandi sprungu – og gjármyndunum. Hraunsskjöldurinn hlóðst  upp og gígbarmarnir risu yfir umhverfið. Gos hófst og gríðarstór hrauntjörn myndaðist – og tæmist.
Ógurlegur þrýstingur frá innskotinu myndaðist undir kvikuhólfinu. Storknað yfirborðið hefur verið tiltölulega þunnt svo landið reis enn meira en ella. Við það lyftist svæðið um 10-15 metra og myndaði nokkurs konar skál, sem fyrr er lýst. Upplyftingin sést allt umleikis.

Hrútagjárdyngja.
Hrútagjárdyngjugosið gaf af sér stærstu hraunmyndunina vestan Hafnarfjarðar. Annað Hrutagjardyngjasambærilegt dyngjugos eru Þráinsskjöldur. Hraunið hefur að mestu runnið til norðurs og til sjávar og hefur myndað ströndina milli Vatnleysuvíkur og Straumsvíkur. Í daglegu tali gengur stærsti hluti hraunsins undir nafninu Almenningur. Hraunin ná yfir 80 km2 svæði.
Ljóst er, þegar gengið er um Dyngjuna og umhverfis hana, að hér hefur ekki verið um eina goshrinu að ræða heldur a.m.k. tvær eða fleiri – þrátt fyrir álit jarðfræðinga. Nýjustu ummerkin sjást hvað best suðaustast í Hrútagjárdyngjunni. Þar er gígur og hrauntröð. HrutagjaVerksummerki eftir miðkaflann sjást hins vegar gleggst vestan við mikla hrauntjörn sunnarlega á dyngjusvæðinu og í hrauntröð út frá henni til norðurs. Þar hefur glóandi hraunkvikan leitað sér leiðar út úr gamla dyngjusvæðinu nyrst í henni. Á leiðinni hefur kvikan smurt eldra hraunið upp í u.þ.b. 3 metra hæð.

Hrútagjárbróðir. 

Hrútagjá

Hrútagjá.

Allt umleikis Hrútagjárdyngju eru mikilfenglegar gjár og sprungur, engu ómerkilegri en gerist á Þingvöllum. Ef gjánni er fylgt má sjá hvar hún klofnar, dregst saman og breiðir úr sér með stórkostlegum bergmyndunum. Viðkomandi er bent á að fara varlega við hvert fótmál.

Hrútagjár-dyngjuskjól.
HrutagjarskjolÁ Reykjanesskaganum eru þekktir yfir 600 hellar og skjól. Rúmlega fjórðungur þeirra með einhverjum mannvistarleifum, enda náttúrulegir skútar og skjól jafnan verið notuð undir fé eða annað frá upphafi byggðar hér á landi. Einnig má finna í hellum bæli, hleðslur og annað, sem telja má mannanna verka.

Mörg skjólanna hafa hins vegar aldrei verið skráð sem fornleifar þrátt fyrir skilgreiningu í Þjóðminjalögum, þar sem segir að „til fornleifa teljast hvers kyns leifar fornra mannvirkja og annarra staðbundinna minja sem menn hafa gert eða mannaverk eru á, svo sem byggðaleifar í hellum og skútum, staðir með þjóðsagnahefð og áletranir, myndir eða önnur verksummerki af manna völdum í hellum eða skútum.“
Þetta óþekkta skjól er með mannvistarleifum, þ.e. hleðslu fyrir munna og annarrar fallinnar fyrir endaopi. Líklega er um að ræða skjól manna á refa-, rjúpna- eða hreindýraveiðum fyrrum.

Burfell