Valaból

1. Bláberjahryggur
Bláberjahryggur er misgengisprunga sem liggur um Bleiksteinsháls milli Kaldárselsvegar og Hamraness. Nordur-GjarNorðvestur barmurinn er hærri og misgengið er mest um 3-4 metrar. Jarðskorpan hefur rifnað í sundur áður en Búrfellshraun rann og sést misgengið greinilega norðaustan Gráhelluhrauns þar sem það markar skilin milli Flóðahjalla og Setbergshlíðar.

2. Norður Gjár
Nyrstu hlutar Gjánna eru skammt suður af Sléttuhlíð þar sem hraunið skiptist í jarðföll, hella og lágreista hraunstalla. Barrtjrám og öðrum skógarplöntum hefur verið plantað í Norður-Gjárhraun þ.m.t. í nyrstu hraunrásina en um hana lá áður fyrr greiðfær leið milli Kaldársels og Sléttuhlíðarhorns.

3. Gjárnar
Gjar-24Gjárnar eru leifar tæmdrar hrauntjarnar sem myndaðist fyrir u.þ.b. 7000 árum þegar Búrfellsgosi var að ljúka. Sjóðandi heit hrauneðjan kraumaði um stund í tjörninni áður en hraunflaumurinn rann eftir neðanjarðarrásum í átt til sjávar og tjarnarbotninn storknaði. Gjárnar voru friðlýstar sem náttúruvætti árið 2009

4. Misgengi

Smyrlabúð

Misgengi í Smyrlabúð.

Sunnan við Fremstahöfða í Höfðalandi er lítilsháttar misgengisbrún sem myndaðist fyrir löngu í skjálftahrinu og stendur vestari hlutinn hærra í landinu. Misgengið virðist vera frekar stutt vegna þess að hraun hefur runnið að mestu yfir það. Hægt er að greina framhald misgengisins í austanverðri Setbergshlíð.

5. Kornstangarhraun
Storhofdi-22Stórhöfðahraun var fyrrum nefnt Kornstangarhraun. Nafnið gefur til kynna að melgresi hafi vaxið umhverfis Stórhöfða í eina tíð. Fátt var fallegra þegar líða tók að hausti en bylgjandi kornstöng sem þótti góð til fóðurs fyrir stórgripi. Þetta er tiltölulega slétt helluhraun en skammt undan er ógreiðfærara brunahraun

6. Hraunamörk

Óbrinnishólabruni

Óbrinnishólabruni.

Mörk Kaldárhrauns og Óbrinnishólabruna. Gosið hefur tvisvar í Óbrinnishólum en seinna gosið, sem varð um 190 f. Kr., myndaði úfið apalhraun. Kaldárhraun er friðað en það varð til við gos Tvíbollagíg á 10. öld. Þriðja hraunið kom úr Gvendarselsgígum á seinni hluta 12. aldar. Þarna sést ágætlega hversu ólík hellu- og apalhraun eru.

7. Hrafnagjá

Hjallamisgengid-3

Smyrlabúðarhraun fær nafn sitt af grágrýtisklettinum Smyrlabúð en hraunflákinn er hluti af Búrfellshrauni sem spannar alls 18 km2. Smyrlabúðahraun er greinilega tengt Svínahrauni en virðist vera algjörlega úr samhengi við Búrfellsgíg vegna misgengisins sem Búrfellsgjá og Lambagjá tilheyra. Hrafnagjá nefnist hraunsprungan í suðausturhluta Smyrlabúðarhrauns.

8. Hjallamisgengi

Kringlottagja-21

Hjallar er um 5 km langur misgengisstallur sem nær frá suðausturhluta Vífilsstaðahlíðar langleiðina norðaustur að Elliðavatni. Norðurbrúnin er allbrött og allt að 60 m þar sem hún er hæst. Grágrýtisklettar mynda efri brún en neðan þeirra eru grýttar brekkur og neðan þeirra ber mest á dalverpinu Hjallaflötum.

9. Húsfellsbruni

Húsfell

Húsfell.

Elsti Húsfellsbruni, sem liggur rúmlega hálfhring umhverfis Húsfell, er víðáttumikið og úfið apalhraun sem varð til á 10. öld. Bruninn er mosavaxinn og skiptist í mikilúðlega hraundranga, slétta fleti og niðurföll. Hraunið er misgreiðfært og á köflum allt að því hættulegt yfirferðar.

10. Kringlóttagjá

Kringlóttagjá

Í Kringlóttugjá sunnan Búrfells.

Kringlóttagjá er fornt hrauntjarnarstæði og líkist Gjánum enda varð hún til í sömu goshrynu. Barmarnir eru 5-10 metra háir og mynda óreglulega skál sem er um 200-300 metrar að ummáli með klettadranga á stangli. Glóandi kvikan rann neðanjarðar frá hrauntjörninni áður en botninn storknaði og myndaði skálina.

11. Valahnúkar
ValahnukarValahnúkar urðu til við gos undir jökli á síðustu ísöld líkt og Helgafell, Húsfell og Víghóll sem eru í næsta nágrenni. Austarlega á móbergshryggnum standa þrjár strýtur sem líkjast steinrunnum tröllum eða jafnvel ránfuglum. Talið er að nafnið Valahnúkar sé beinlínis tengt lögun þessara kynjamynda.

12. Gvendarselsgígar

Gvendarselshæðargígar

Nyrstu Gvendarselshæðargígarnir norðvestan Helgafells.

Gvendaselsgígar kallast hraungígar á stuttri gossprungu í bakhlíðum Undirhlíða milli Kaldárbotna og Gvendarselshæðar. Talið er að gosið hafi um miðja 12 öld. Hraunið rann annarsvegar á milli Helgafells og Undirhlíða og niður með Kaldá en hinsvegar í hraunfossi norður yfir Undirhlíðar þar sem þær liggja lægst.

13. Gullkistugjá

Gullkistugjá

Gullkistugjá.

Löng sprungurein sem fer m.a. í gegnum suðausturhluta Helgafells og suður í Skúlatúnshraun. Sprungan liggur í NA/SV líkt og flestar gjár og sprungur á Reykjanesskaga. Séra Friðrik Friðriksson stofnandi sumarbúða KFUM og K í Kaldárseli gaf sprungureininni nafnið Gullkistugjá.

14. Skúlatún
Skúlatún er grasi gróinn hæðarhryggur sem stóð hátt í landinu þegar þunnfljótandi helluhraun rann umhverfis hann. Aldur Skúlatúnshrauns hefur ekki verið nákvæmlega greindur, en líklegast þykir að það sé um 1.100 ára en það gæti verið allt að 4.000 ára gamalt. Skúlatún stendur eins eyja í miðri hraunbreiðunni.

15. Undirhlíðagígar

Kerið

Kerið – gígur.

Undirhlíðagígar kallast röð af smágígum sem mynduðust á gossprungu sem talið er að hafi opnast á tímabilinu 1151-1180 þegar Krýsuvíkureldar loguðu á Reykjanesi. Mikill hraunmassi, sem kallast Bruninn og er líka þekktur undir nöfnunum Nýjahraun og Kapellhraun, varð til í þessum eldsumbrotum.

16. Hrauntröð Háabruna
Megineldgígarnir sem Nýjahraun rann frá um miðja 12. öld voru sitthvoru megin við Krýsuvíkurveginn skammt frá Vatnsskarði. Gígunum hefur verið eytt að mestu með efnistöku, en hrauntröðin sem stærstur hluti Nýjahrauns rann eftir er ágætlega varðveitt. Það er áhugavert að skoða hana í samanburði við Búrfellsgjá. 

17. Fremsti-Höfði
Fremstihofdi-21Fremsti-Höfði er lítill móbergsklettur með vörðu sem er gamalt landamerki milli Þorbjarnarstaða og Litla-Lambhaga. Kletturinn sker sig úr nánasta umhverfi þar sem hann stendur því sem næst á gossprungunni milli Fjallsins eina og gígs sem var nefndur Hraunhóll. Sá gígur er að mestu horfinn vegna mikillar efnistöku. 

18. Gjárop í hraunbrún
Margar djúpar og gjár og misgengissprungur er að finna í Hrútagjárdyngjuhrauni. Þar á meðal er sprungurein sem er spölkorn norðvestan við Fjallið eina en meðfram henni lá áður ein af mörgum leiðum um Almenninginn. Gjáin virkar eins og hellisop inn í Hrútagjárdyngjuhraunið séð frá Krýsuvíkurveginum.

19. Sauðabrekkugígar
Saudabrekkugigar-22Sauðabrekkugígar eru skammt frá Sauðabrekkugjá, en svo nefnist stórbrotin misgengissprunga með áberandi hamraveggjum sem eru hærri að vestanverðu. Gígarnir urðu til við gos allnokkru eftir að Hrútagjárdyngjuhraunið rann. Hrauntungustígurinn liggur því sem næst yfir miðja gígaröðina.

20. Klofaklettur
Margsprungnir klettar finnast víða í Almenningi sem bera nöfn eins og Klofi, Krossstapi, Klungur og Skorás. Norðan við miðbik Sauðabrekkugíga og Búðarvatnsstæðis er slíkur klettur og varða skammt undan. Sunnar er Búðagjá, sem er ævafornt nafn á vestasta hluta Sauðabrekkugjár.

21. Snjódalaás
Urdaras-23Snjódalaás er klapparás í um 1 km fjarlægð suður af Hvassahraunsseli, en þar eru mikil og djúp jarðföll með nokkru kjarri og nefnist svæðið einu nafnið Snjódalir. Allt um kring eru víðáttumikil mosahraun og getur reynst erfitt að finna dalina ef komið er að þeim að ofanverðu.

22. Urðarás
Urðarás varð væntanlega til þegar neðanjarðar hraunrás stíflaðist og braut sér leið upp á yfirborðið vegna ógnarþrýstings. Þegar rásin tæmdist féll þakið niður í rásina og myndaði brothring með grjóturð. Oft eru stórir hellar tengdir slíkum jarðfræðifyrirbærum en á þessum slóðum hafa einungis fundist smáhellar.

23. Löngubrekkugjá
LongubrekkugjaLöngubrekkugjá nefnist sprungubeltið suðaustarlega í Smalaskálahæð, sem er innar og nánast þvert á Alfaraleiðinna milli Suðurnesja og Innnesja. Sprunga nær götunni er þekkt sem Hrafnagjá enda má finna þar yfirgefna hrafnslaupa á klettasyllum. Skammt frá gjánni er Óttarsstaðafjárborg, sem var oftast kölluð Kristrúnarfjárborg.

24. Rauðamelstjörn
Rauðmalarhólar myndast þegar hraun renna út í stöðuvötn eða mýrlendi. Allir rauðhólar í nágrenni byggðarinnar eru horfnir því mölin var notuð í húsbyggingar og vegagerð. Á þessum stað voru Stóri- og Litli-Rauðamelur, en sá fyrrnefndi hvarf vegna námuvinnslu og eftir stendur djúpt ker með grunnvatni sem myndar tjörn.

25. Katlar
Katlar-2Katlar nefnast jarðföll eða gjótur sem eru í suðurjaðri Draughólshrauns, rétt norðan við Jónshöfða og Straumsselshöfða. Straumsselsgatan liggur þétt við Katlana þar sem hún liggur sniðhalt í áttina að Straumsselhöfða. Gróðursælt er í Kötlum og stingur umhverfið nokkuð í stúf við mosavaxið Draughólshraunið.

26. Hellan við Efrihella
Hellan var fyrrum kölluð Gráhella og er áberandi klettur í vesturbrún Kapelluhrauns. Skammt vestan drangsins eru Efrihellar í sléttu helluhrauni sem fræðimenn kalla Selhraun 3, en heimamenn nefndu Gráhelluhraun.

27. Dulatjarnir

Dulatjarnir

Dulatjarnir.

Dulatjarnir við Dulakletta eru spölkorn vestan við Réttarkletta. Þar eru merkilegar ferskvatnstjarnir og gætir flóðs og fjöru í þeim sem er einkenni tjarna sömu gerðar í Hraunum. Grastó á einum klettinum nefndist Dula og var sérstakt fiskimið sem sjómenn treystu á er þeir voru á veiðum á Lónakotsdjúpi.  

(Ratleikur Hafnarfjarðar 2011).

Ratleikur Hafnarfjardar 2011-1

Jón Baldvinsson

Í Morgunblaðinu árið 1955 er fjallað um strand togarans Jóns Baldvinssonar undir fyrirsögninni; „Undan þessu bjargi verður engu skipi bjargað„.  Á gömlum kortum er bergið það skráð sem Krossavíkurberg, en Hrafnkelsstaðaberg ku hafa verið nafnið á því að vestanverðu, en Krossavíkurberg á milli þess og Háleyjabergs.
Í fyrirsögn blaðsins segir: „Togarinn Jón Baldvinsson fórst í fyrrinótt – Áhöfn 42 mönnum bjargað. Togarinn fór á flullri ferð upp í stórgrýtisurð á Reykjanesi.“

Jón Baldvinsson
„Enn var unnið mikið björgunarafrek í gærmorgun, er hópur vaskra Grindvíkinga bjargaði áhöfn Reykjavíkurtogarans Jóns Baldvinssonar, er strandaði undir bröttum hömrum kippkorn fyrir austan gamla vitann á Reykjanesi. Sigldi togarinn þar í land með fullri ferð um klukkan 4 í fyrrinótt. Togarinn var á saltfiskveiðum og voru á honum 29 Íslendingar og 13 Færeyingar. — Sjópróf í máli þessu hefst í dag, en ástæðan til strandsins er ókunn. Veður var stillt en allþétt þoka. Björgun togarans er með öllu vonlaus.
Fregnin um strand nýsköpunartogarans Jóns Baldvinssonar flaug um bæinn árla í gærmorgun. Fólk varð þrumulostið yfir þessum illu tíðindum, og minntist þess, að fyrir um tveim mánuðum síðan fórst fyrsti nýsöpunartogarinn Egill rauði. En þungu fargi var af mönnum létt, er fregnir bárust um að björgunarstarfið hefði gengið framúrskarandi vel.

Hraðið förinni!

Egill rauði

Egill rauði á strandstað utan Vestfjarða. Eitt frækilegasta björgunarafrek síðustu aldar hér á landi var unnið þegar 29 mönnum úr áhöfn togarans Egils rauða var bjargað 27. janúar 1955. Þrjú mikil sjóslys urðu við Vestfirði miðvikudaginn 26. janúar 1955. Í áhöfn Egils rauða voru 34, 19 Færeyingar og 15 Íslendingar. Komust allir upp í brú skipsins utan fjórir Íslendingar sem horfnir voru í hafið. Fimm af áhöfninni létust þennan dag, 29 var bjargað.

Tíðindamenn Mbl. fóru á strandstaðinn í gær og áttu þeir stutt samtal við Sigurð Þorleifsson formann Slysvarnafélagsins í Grindavík, um björgunina. — Skrifstofustjóri SVFÍ, Henrý Háldánarson ræsti mig um kl. 4 og sagði mér af strandi togarans. Lét hann þess getið, að skipbrotsmenn hefðu lagt áherzlu á að björgunarsveitin hraðaði för sinni sem mest hún mætti, vegna mikilla ólaga, sem riðu yfir skipið Sigurður náði fljótlega saman 18 mönnum úr björgunarsveitinni og byrjað var að undirbúa bílana, sem flytja skyldi menn og áhöld. En vegurinn, sem er líkari troðningum út á Reykjanesið, er svo mjór að taka varð ytra afturhjólið undan hverjum vörubílanna.

Undir 40—50 metra háu bergi

Jón Baldvinsson

Jón Baldvinsson á strandsstað.

Í þetta umstang fór eðlilega nokkur tími, sagði Sigurður, en um kl. 7 var björgunarsveitin komin fram á bergið, sem togarinn hafði strandað undir. Heitir það Hrafnkelsstaðaberg og m á þessum stað um 40—50 m. hátt. Á berginu hittu björgunarmenn Sigurjón Ólafsson vitavörð á Reykjanesi, sem komið hafði á strandstaðinn um kl. 5. Frá togaranum hafði hnu verið skotið upp á bergi, svo undirbúningur að sjálfu björgunarstarfinu tók skamma stund.

Flestir á hvalbak

Jón Baldvinsson

Jón Baldvinsson á strandsstað.

Skipverjar á Jóni Baldvinssyni voru þá flestir komnir fram á hvalbak skipsins, enda náðu ólögin ekki þangað, er þau brotnuðu á reykháf og yfirbyggingu, því skipið sneri framstafni að landi. Nokkrir skipsmenn höfðust þó enn við í brúnni, sem ólög gengu yfir. En mönnum þessum gekk vel að kornast fram á hvalbakinn og sættu lögum.

Bjargað á 1,40 klst.

Tómas Þorvaldsson

Tómas Þorvaldsson.

Þokuslæðingur var, og stundum bar svo þykka bólstra fyrir, að björgurarmenn á berginu sáu tæplega mennina á hvalbaknum.
Björgunarstarfið gekk þó vel, sagði Sigurður enda er formaður sveitarinnar hinn traustasti maður, Tómas Þorvaldsson. Kl. 20 mín. fyrir 9, var síðasta manninum af 42 manna áhöfn togarans bjargað. Skipstjórinn, Þórður Hjörleifssson, fór síðastur frá borði. (Nöfn skipbrotsmanna má sjá hér aftar).

Góðar móttökur
Á heimili Sigurjóns vitavarðar í Reykjanesvita og konu hans Sigfríðar Konráðsdóttur, var skipbrotsmönnnum borin hressing, en þeir voru blautir og nokkrir höfðu hlotið minniháttar meiðsl, og var gert að sárum þeirra þar af lækni, sem fór með björgunarsveitinni. Einn mannanna var nokkuð meiddur á fæti.
Frá Reykjanesvita voru mennirnir fluttir til Grindavíkur og voru allir komnir þangað laust fyrir hádegi. Þar snæddu þeir hádegisverð í boði kvennadeildar SVFÍ þar. Að miðdegisverði loknum héldu skipbrotsmenn för sinni áfram til Reykjavíkur.
Það sem bjargaði mönnum Björgunarsveitarmönnum brá í brún, er þeir komu að togaranum og sáu að báðir björgunarbátarnir voru horfnir af skipinu eða brotnað á bátapalli. Annan bátinn höfðu skipverjar reynt að setja út, en til allrar hamingju munu togaramenn hafa misst bátann út úr höndunum í ólögunum, sagði Sigurður Þorleifsson, því ella hefði manntjón orðið. — Hvorki var hægt að lenda báti í stórgrýtinu undir bjarginu, né heldur björgunarfleka, enda lá báturinn brotinn í spón í urðinni skammt frá. Hinn báturinn mun hafa brotnað á bátapallinum.
En víst er um það, að ekki hefði björgunarmannanna mátt dragast öllu lengur, sagði Sigurjón vitavörður í stuttu samtali við tíðindamenn blaðsins, því togarinn hafði strandað um fjöru, en nokkuð var byrjað að falla að er björguninni var lokið og stórsjóar teknir að ganga yfir skipið stafna á milli.

Flakið sem klettur
Jón Baldvinsson
Er tíðindamenn blaðsins voru þar syðra um hádegisbilið og háflæði var, gengu ólögin stöðugt yfir allt skipið og í þeim mestu fór yfirbyggingin og reykháfurinn á kaf. En þrátt fyrir hin ægiþungu brot haggaðist flakið ekki í stórgrýtinu frekar en klettur, en háir skellir kváðu við gegnum brimgnýinn er trollhlerarnir lömdu síður skipsins, sem þarna bíður þess eins að liðast í sundur, jafnvel á svipstundu, ef snýst til suðaustan brims.

Vonlaust um björgun

Jón Baldvinsson

Jón Baldvinsson á strandsstað.

Um björgun er ekki að ræða. Annar togarinn í hinum glæsilega togaraflota Íslendinga, horfinn, „því undan þessu bjargi verður engu skipi bjargað“, sagði gamal Grindvíkingur við tíðindamenn blaðsins er þeir á heimleiðinni stöldruðu við litla stund í þorpinu. Þar stóðu menn niður við beitingarskúrana og horfu á bátana sæta lagi við að komast inn á höfnina úr róðri, því þó ekki hafi verið mikið brim á mælikvarða staðarmanna, þá urðu formenn bátanna þó að hafa fulla gát á.

Sjópróf

Jón Baldvinsson

Jón Baldvinsson á strandsstað.

Það er ekki vita? hvað olli því, að Jón Baldvinsson sigldi með fullri ferð upp að Hrafnkelsstaðabergi, það mun væntanlega koma fram við sjóprófin. Togarinn hafði verið á saltfiskveiðum um tveggja vikna skeið og var nú síðast á Selvogsbanka. Mun hann hafa ætlað á vestlægari mið, Eldeyjarbankann, eða jafnvel vestur undir Jökul. Skipstjórinn Þórður HjörJeifsson var ekki á vakt, og var fyrsti stýrimaður Indriði Sigurðsson yfirmaður á stjórnpalli.

Pétur Halldórsson

Pétur Halldórsson.

Jón Baldivinsson var 3 ára og 9 mánaða. Hann sigldi fánum skreyttur inn á Reykjavíkurhöfn 25. júní 1951. Hann var af sömu gerð og t.d. togarinn Pétur Halldórsson. sem einnig er eign Bæjarútgerðar Reykjavíkur. Var Jón Baldvinsson tæpl. 700 lesta skip. Er hann strandaði var hann með á annað hundrað tonn af saltfiski og nokkuð af fiskimjöli.
Alla tíð var togarinn aflasælt skip. Hann var heitinn eftir Jóni Baldvinssyni alþingismanni og forseta Alþýðusambands Íslands.

Mikið tjón

Jón Baldvinsson

Jón Baldvinsson. B.v. Jón Baldvinsson RE 208. Hinn nýi togari Bæjarútgerðarinnar kom í gær.
Mikill mannfjöldi var saman kominn á hafnarbakkanum til þess að fagna nýjasta togara Bæjarútgerðar Reykjavíkur, „Jóni Baldvinssyni“, er hann sigldi fánum skreyttur inn á Reykjavíkurhöfn um kl. 6 síðdegis í gær, eftir fljóta og góða ferð frá Englandi.
„Jón Baldvinsson“ er 680 brúttósmálestir að stærð og af sömu gerð og togarinn Þorsteinn Ingólfsson. Vél skipsins er olíukynt gufuvél, og í reynsluförinni sigldi það 13 sjómílur. Skipstjórinn, Jón Hjörtur Stefánsson, lét mjög vel af skipinu á leiðinni heim, en þeir fengu mjög gott veður. Farið var gegnum Pentlandsfjörðinn í svarta þoku, en skipið er búið ratsjá, svo að förinni seinkaði ekki vegna þokunnar. Í hinu vistlega herbergi skipstjórans voru saman komnir ásamt nokkrum gömlum vinum og samstarfsmönnum Jóns heitins Baldvinssonar, Gunnar Thoroddsen borgarstjóri og Jón Axel Pétursson, framkvæmdastjóri Bæjarútgerðar Reykjavíkur, sem einnig var einn af vinum , og samstarfsmönnum Jóns Baldvinssonar, og buðu þeir skipið velkomið og árnuðu því og skipshöfninni heilla. í þessum hópi var einnig Baldvin Jónsson, lögfræðingur, Baldvinssonar, og átta ára gamall sonur hans, Jón Baldvinsson. Skipstjóri á „Jóni Baldvinssyni“ er Jón Hjörtur Stefánsson, 1. stýrimaður Páll Björnsson, 2. stýrimaður Ólafur Marínó Jónsson, 1. vélstjóri Jónas Ólafsson. Ekki er enn ráðið, hvort skipið verður fyrst sent á karfaveiðar eða það veiðir í salt. „Jón Baldvinsson“ er 7. togari bæjarútgerðarinnar; en nú eru liðin 4 ár síðan fyrsti togarinn, „Ingólfur Arnarson“ kom til Reykjavíkur. Bæjarútgerðin mun væntanlega fá einn togara í viðbót af þeim, sem nú er verið að smíða í Bretlandi.
Alþýðublaðið. 26 júní 1951.

Slíkur togaraskaði verður vart metinn í krónum, því svo afkastamikil atvinnutæki eru togararnir og svo mikla vinnu skapa þeir.
Það er því sannarlega stórtjón fyrir þjóðarbúið, er Jón Baldvinsson er nú horfinn. Hann var tryggður hjá Samtryggingu ísl. botnvörpuskipa fyrir rúmlega 10 milljónir króna.“

myndir:

Mbl. bls. 2 og 5:

Jón Baldvinsson

Jón Baldvinsson var tæpl. 700 lesta skip. Er hann strandaði var hann með á annað hundrað tonn af saltfiski og nokkuð af fiskimjöli. Alla tíð var togarinn aflasælt skip. Hann var heitinn eftir Jóni Baldvinssyni alþingismanni og forseta Alþýðusambands Íslands.

Skipshöfn Jóns Baldvinssonar skv. upplýsingum frá lögskráningarskrifstofu skipshafna, var skipshöfn togarans Jóns Baldvinssonar, skipuð þessum mönnum:
Bv. Jón Baldvinsson RE 208
Þórður Hjörleifsson skipstjóri
Indriði Sigurðsson I. stýrimaður,
Jóhann Jónsson II. stýrimaður,
Símon Símonarson I. vélstjóri, Barmahlíð 12,
Agnar Hallvarðsson, II. vélstjóri,
Agnar B. Aðalsteinsson, III. vélstjóri, Haðarstíg 18
Stefán Ágústsson loftskeytam., Langholtsveg 183,
Guðm. H. Guðmundsson, brm., Ásyallagötu 65,
Þorlákur Hálfdánarson, kyndari, Langholtsveg 192,
Halldór Bjarnason, mjölv.m., Neskaupstað,
Þorsteinn Jónsson háseti, Ísafirði,
Steinn Þorsteinsson, háseti, Laugaveg 87
Ólafur Guðmundsson, háseti, Vesturgötu 9,
Héðinn Vigfússon, háseti, Brekkustíg 7,
Svavar Björnsson, mjölvinnslum., Suðurlandsbraut 15,
Sveinn Stefánsson, bátsmaður, Hofsósi,
Thorhallur Andreasen háseti, Færeyjar,
Eli Petersen, háseti, Færeyjum,
Samal J. Petersen, háseti. Fær.,
Sören Olsen, háseti, Færeyjum,
Hans J. Hansen, háseti, Færeyj.,
PaJl J. Djurhus, háseti, Fær.,
Edmund Vang, háseti, Fær.,
Eyðálfur Jóhannessen, hás., Fær.,
Theodor Johannessen, hás.. Fær.,

Jón Baldvinsson

„Togarinn Jón Baldvinsson RE 208 sStrandaði við Reykjanes í fyrrinótt. Öllum skipverjum 42 að tölu bjargað en óttast að skipið sé gersamlega ónýtt
Togarinn Jón Baldvinsson strandaði í fyrrinótt undan Hrafnkelsstaðabergi austan á Reykjanesi. 42 manna áhöfn var á skipinu, þar af 13 Færeyingar. Var öllum bjargað. En óttazt er, að skipið eyðileggist.
Togarinn Jón Baldvinsson var einn af 10 nýjustu togurunm og kom til landsins í júní 1951. Hann var tæp 700 tonn að stærð. Togarinn var að koma af veiðum í salt á Selvogsbanka og var að fara vestur úr „Húllinu“, eins og kallað er, vestur á Eldeyjarbanka eða vestur undir Jökul. Veðri var svo háttað er það strandaði, að þokuslæðingur var yfir og dimmt af nóttu. Sjólítið mun hafa verið úti fyrir. en mikið brim við ströndina, eins og mjög oft er við Reykjanes. Skipið tók niðri um kl. 3,45. Mun fyrsti stýrimaður hafa verið þá á vakt, en kallað á skipstjóra, rétt um það leyti sem skiplð tók niðri.
Sent var út neyðarskeyti, og kom loftskeytastöðin því til Slysavarnafélagsins, sem símaði til Grindavíkur, og lagði björgunarsveitin þaðan strax af stað með björgunarútbúnað. Var björgunarsveitin komin á strandstað um kl. 6.50. Einnig voru send upp neyðarblys. Sá vitavörðurinn á Reykjanesi þau, og kom hann fyrstur á strandstað. Lét hann í té upplýsingar um, hvar skipið hefði strandað, en um það var ekki vitað nákvæmlega áður. Skipverjar höfðu, áður en björgunarmenn komu á vettvang, skotið línu í land, og tók vitavörðurinn á móti henni og setti hana fasta.
Sjór gekk yfir skipið aftanvert, svo að illvært var í stjórnpalli en skipverjum tókst að komast fram á hvalbak, þar sem betra var að vera. Lágsjávað var, er skipið strandaði, en með hækkandi sjó var óttast, að farið gæti að brjóta á skipinu framan til, og þá voru mennirnir í bráðum háska.
Vegna þess að skipverjar höfðu sjálfir komið línu á land, var fljótlegt að koma björgunarútbúnaði fyrir. Björgunin gekk líka mjög rösklega, þótt aðstaðan væri allerfið. Um 150 m vegur var út í skipið, en bergið 30-40 m hátt þverhnípi, sem sjór fellur að, svo að björgunarmenn urðu að draga strandmenn úr skipinu upp á bergið. Fyrsti maðurinn var kominn í land rétt fyrir kl. 7 og öllum hafði verið bjargað kl. 8.45. Jafnótt og strandmenn komu á land fóru þeir heim í íbúð vitavarðar og fengu hressingu. Biðu þeir þar uns bifreiðar komu og sóttu þá. Þeir mötuðust í Grindavík, en voru komnir til Reykjavíkur um kl. 3 í gær.
Auk björgunarsveitaririnar í Grindavík komu á strandstað menn frá Bæjarútgerð Reykjavíkur með lækni með sér. Þá komu þar fáeinum mínútum, eftir að Grindvíkingarnir komu, Baldur Jónsson formaður björgunarsveitarinnar í Reykjavík og Guðmundur Pétursson fulltrúi Slysavarnarfélagsins og læknarnir úr Keflavík og Njarðvíkum. Höfðu þeir með sér talstöð. Unnt var að hafa samband við strandstað allan tímann. Eftir að ljósavél skipsins stöðvaðist notaði loftskeytamaðurinn neyðarsendi, er gengur með rafhlöðum, mjög hentugt tæki. En skeytum var komið til Reykjavíkur með því að láta togarann Kaldbak senda þau en hann lá fyrir utan. Skipstjóri á togaranum þessa ferð var Þórður Hjörleifsson, sem lengi var með togarann Helgafell.“ – Alþýðublaðið. 1 apríl 1955.

Erik Olsen, háseti, Færeyjum,
Marne Olsen, háseti, Færeyjum,
Einar Olsen, háseti, Færeyjum,
Jörvan A. Poulsen, háseti, Fær.,
Haraldur Erlendsson, háseti, Laugaveg 87,
Þórarihn Hailvarðsson, netam., Langholtsvegi 184,
Sigursteinn Sigurðsson, háseti, Blesugróf,
Daði Guðmundsson, háseti.
Friðrik L. Fanring, háseti, Smyrilsvegi 29,
Karl H. Björnsson, kyndari,
Jón Jónsson. I. matsveinn, Miðtúni 70,
Óskar Guðjónsson, netam, Stórholti 32,
Jón Guðmundsson, háseti, Flateyri,
Bragi Guðmundsson, háseti, Hveragerði,
Rafn Thorarensen, háseti, Fálkagötu 14,
Nikulás Jónsson, II. matsveinn, Sviðnum á Breiðaf.,
Jóhann Steinþórsson, háseti, Flatey.

Heimild:
-Morgunblaðið, 76. tbl. 01.04.1955, „Undan þessu bjargi verður engi skipi bjargað“ – Togarinn Jón Baldvinsson fórst í nótt, bls. 16. Einnig á bls. 2 og 5 í s.bl.

Reykjanes

Reykjanes – kort 1952.

Brunntorfuskógur

Gengið var í Fornasel ofan við Brunntorfur.
Til að komast þangað þurfti að fara fetið í gegnum þéttan „Brunntorfuskóginn“. Reyndar vildi svo vel til að þessu sinni að fljótleg avar komið inn á forna götu er lá í sneiðing upp Varða vestan við FornaselBrunntorfuhæðirnar til suðurs. Líklega hefur hér verið „dottið um“ hinn eiginlega Hrauntungustíg, en hann lá með Fornaseli. Ákveðið var þó að ganga norðar og vestar en selstaðan segir til um ef ske kynni að þar leyndust einhverjar mannvistarleifar – sem reyndist rétt. Þegar komið var upp í Vonduhóla blasti myndarleg varða á þeim við, líklega landamerki. Skammt „sunnar“ birtist önnur myndarleg varða á lágum hraunhól. Líklega er um að ræða vörðu við Hrauntungustíginn með stefnu á selið.
Hafa ber í huga að áttir eru þarna mjög varasamar að teknu tilliti til örnefnalýsinga. Í einni slíkri segir m.a.: „Hér vestnorðvestur var Gjásel, sel frá Þorbjarnarstöðum, stoð á Gjáselshæð. Rétt hjá selinu var vatnsstæði. Á hæð skammt suður og upp frá selinu var Gjáselsvarða. Norðaustur frá Gjáselsvörðu (G.G.) voru þversprungnir hólar, Vonduhólar. Frá selinu lá Gjáselsstígur, en hann er nú óglöggur mjög.“ Hér ber tvennt að varast; annars vegar hét þetta sel Fornasel, en Gjáselið er „norðar“, og hins vegar hefur „norður“ greinilega verið „útnorður“, þ.e. bein lína til sjávar. Þá er selsvarðan rétt staðsett.

Eldhúsið í Fornaseli

Vatnsstæðið er við selið, sem verið hefur með tvískiptum húsakosti, sem verður að teljast sjaldgæft í þeim 250 selstöðum er enn má greina á Reykjanesskaganum. Eldhúsið stendur skammt vestan við baðstofuna og búrið. Vestar er stekkurinn og kvíin. Nátthagi er þar skammt vestar. Bjarni Einarsson, fornleifafræðingur, gróf í tóftirnar sumarið 2002 og kom þá í ljós að þær virtust vera frá því um 1400-1500.
Glöggri götu var fylgt út frá selinu til „vesturs“. Eftir stutta göngu framhjá nátthaganum beygði hún til „norðurs“ og fylgdi neðri brún Hafurbjarnarholts áleiðis niður í Katla. Þar, á leiðinni, lá önnur glögg gata þvert á hana, með stefnu frá Gjáseli að Straumsseli. Skammt utar er Gránuskúti (-hellir). Það, að rekja þessar götur frá upphafi til enda, bíður (fljótlega) betri tíma. Líklega mun gatan frá Fornaseli tengjast Gjáselsstígnum við Gjáselsvörðu „norðan“ Gjásels og þverstígurinn mun væntanlega liggja millum seljanna, sem fyrr sagði. Með því er komin bein götutenging milli Gjásels, Straumsels, Óttarsstaðasels og Lónakotssels.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.
Fornasel

Gjáselsvarða

Í örnefnalýsingu fyrir Þorbjarnastaði segir m.a.: „Suður og upp frá lautinni, sem fyrr var nefnd, er Fornasel, sel frá Þorbjarnarstöðum. Má enn sjá, að þrjár hafa verið þarna vistarverur. Selið stendur á Fornaselshæð. Rétt við Selið er vatnsstæði, nokkuð niðurgrafið. Norðan undir hæðinni eru rústir eftir kvíar. Suður og upp frá selinu var Gránuskúti eða Gránuhellir.“

Gránuskúti - Kápuhellir

Allt gekk þetta eftir, nema nafnið. Fornaselið er nokkru ofar (suðaustar) í hrauninu. Um það liggur Hrauntungustígurinn.
Kvín norðan undir klapparhólnum, sem seltóftirnar standa á, er grasi gróin, en í henni sést vel móta fyrir hlöðnum veggjum. Kvín er í góðu skjóli og sérstaklega góður nátthagi skammt norðar (norðvestar). Selið sjálft er dæmigert fyrir seltóftir á Reykjanesskaganum; þrjú rými. Gengið er inn í miðrýmið (sennilega eldhúsið) frá vestri, utan við innganginn eru op til beggja handa (búr og baðstofa). Framan við innganginn er niðurgrafinn brunnur.
Haldið var til suðurs með vestanverðu selstæðinu. Ætla mætti að auðvelt væri að finna nefndan Gránuskúta (Gránuhelli), en því fer fjarri. Allt um kring eru hraunhólar og lægðir. Hafurbjarnaholt er sunnar.
Fyrst var leitað næst selstæðinu, en þegar leitarsvæðið var smám saman útfært til suðurs og vesturs mátti allt í einu og öllum að óvörum, með glöggum augum, greina mikla vegghleðslu í kjarri vöxnum bolla vestan undir hæðunum. Í dag myndi stefnan teljast til vesturs. Við nánari athugun kom í ljós hellisop með miklum fyrirhleðslum. Inni var rúmgott skjól. Mosi við opið benti til þess að þarna hefði ekki nokkur lifandi vera stigið niður fæti um langa tíð. Spurningin er hvort þarna kunni Gránuskúti að hafa verið opinberaður, en um hann hefur jafnan verið fjallað í þátíð hingað til, líkt og hann hafi týnst. Þarna er a.m.k. veglegt fjárskjól og það við sel. Ekki er að sjá að því hafi verið lýst annars staðar – hingað til.
GjáselsvarðanAnnað kemur og til álita. Í örnefnalýsingunni segir m.a.: „Austan við Katlana var Laufhöfðahraun með Laufhöfðavatnsstæði, sunnan undir Laufhöfða. Í brúninni á 
hrauni þessu var Kápuhellir. Landamerkjalínan liggur um Katlana í Jónshöf’ða austast í Straumsselhöfðum ofan Kápuhellis (Gísli Guðjónsson.“

Kápuhellir hefur jafnan verið staðsettur uppi í Laufhöfðahrauninu. Hér er hann staðsettur „í brúninni á hrauni þessu“. Í raun kemur staðsetningin heim og saman við staðsetninguna á fyrrnefndum Gránuskúta. Hann er hins vegar sagður í örnefnalýsingu vera sunnan við selið. Þar er reyndar skúti, góður, en engin mannanna verk umleikis. Ef þetta er Kápuhellir gæti þar verið Gránuskúti.

Kápuskjól

Kápuskjól (Kápuhellir).

„Gjáselsvarðan“ svonefnda er, ef betur er að gáð, fjárskjólsvarðan. Sjálfur selsstígurinn liggur svolítið sunnar og framhjá fjárskjólsmunnanum, sem reyndar er að sumarlegi þakinn birkihríslum og því illgreinanlegur.
Svæði þetta er einungis örskammt og í námunda við selið. Að vísu hverfur það óvönum sjáendum á landslagið, en með góðum merkingum væri hægt að gera það alveg sérstaklega aðgengilegt áhugasömu fólki um fyrri tíma lifnaðar- og búskaparháttu. Í selstæðinu, er sem fyrr sagði dæmigerðar húsatóftir, vatnsstæði, kví og fjárskjól. Ef vel væri leitað væri eflaust hægt að finna þar einnig nátthaga (sem reyndar er beint suður af selstöðunni).
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimild:
-Örnefnalýsing fyrir Þorbjarnastaði (GS).

Gjásel

Aðalstræti

Henry A. Hálfdansson skrifar m.a. um fyrstu búsetu í Reykjavík í Sjómannadagsblaðið árið 1966:
„Enginn getur nú með vissu sagt, hvar Ingólfur og Hallveig byggðu sinn fyrsta bæ í Reykjavík. Þótt öndvegissúlurnar bæri á land annaðhvort á Kirkjusandi eða Rauðarárvík, töldu þau sér áreiðanlega heimilt að byggja sér heimili þar, sem þeim sýndist bezt í landareigninni. En hvar var það? Landnáma segir, að Ingólfur hafi reist bæ sinn í Reykjavík við Arnarhól neðan við Heiði. Þetta fyrir neðan Heiði, er enginn afmarkaður staður, samanber að framan. Skáli sá hinn mikli, sem hann reisti undir öndvegissúlur sínar og sem enn stóðu þar seint á Sturlungaöld, gæti hafa staðið hvar sem er á hinu gamla Arnarholti, sem nú er uppnefnt og kallað Skólavörðuholt.
Sennilegast er, og það mun álit flestra, að skáli Ingólfs hafi staðið einhvers staðar þar, sem nú er Landsbókasafnið og stjórnarráðshúsið Arnarhvoll, eða ekki allfjarri Lindinni, því varla hefur hann verið reistur langt frá drykkjarvatni. Þarna stóð líka bærinn Arnarhóll, sem hefur verið aðalbýlið í Reykjavík frá fyrstu tíð.
Af hverju jörðinni var skipt og annað býli var reist niður í kvosinni, sem kallað var Vík, það getur enginn maður sagt með neinni vissu, en auðvitað mun Ingólfur hafa haft víða útróðra- og búðsetumenn. Hann hefur reyndar strax reist fleiri bæi en Arnarhól og sett þar yfir hjón sín eða skyldulið. Má þar t. d. nefna úti á Nesi, inni í Lauganesi, í Gufunesi, Árbæ, Elliðavatni, svo maður tali ekki um eyjarnar, og þó lengra sé leitað.
skali-221Ingólfur var ekki við eina fjöl felldur í þeim efnum, og nægir í því sambandi að benda á Skálafell. Það er hinn eini staður, sem öruggar heimildir eru fyrir, að hann hafi byggt á, svo nákvæmt sé. Skálafellið blasir vel við frá Arnarhóli. Þar uppi er eitt það dásamlegasta útsýni, sem hugsazt getur. Þaðan getur maður séð Þingvelli og Reykjavík frá einum stað. Þaðan hefur verið hægt að sjá mest af landnámi Ingólfs. Það er því ekki að furða, þótt Ingólfur fengi augastað á Fellinu og kysi að dvelja þar í tómstundum.
Ef einhver er spurður að því, hvar sé hjarta Reykjavíkur í dag, stendur það í flestum, að gefa rétt svar. Þeir meira aS segja nefna ótal staði, sem á engan hátt eiga við hinn rétta. Þó er hjartastaður Reykjavíkur í dag nákvæmlega sá sami og daginn, sem Ingólfur gaf Víkinni nafn.
Þesst staður er Héðinshöfði, skammt þar frá sem bráðabirgða ráðhús borgarinnar stendur núna og nálægt þeim stað, þar sem framtíðar lögreglustöð borgarinnar er að rísa. Það er eins og enginn hafi tekið eftir þessu nema Einar skáld Benediktsson, er valdi sér þarna búsetu á sínum tíma og gaf staðnum nafn eftir æskuheimili sínu við Húsavík.“

Heimild:
-Sjómannadagsblaðið, 29. árg. 1966, 1. tbl. bls. 15-18.

Arnarhóll

Reykjavík og nágrannajarðir 1703.

Ferlir

FERLIR-1000: Keflavík – Hvalsnesleið – Hvalsnes.

FERLIR-1001: Vatnsleysustrandarhreppur – saga.

FERLIR-1002: Nýjabæjarbrunnur – Hábæjarbrunnur – Vogaréttir – Bræðrapartabrunnur – Stóru-Vogabrunnur – Grænuborgarrétt.

FERLIR-1003: Kirkjuholt – Neðri-Brunnastaðabrunnur (steintröppur) – Halakotsbrunnur – Skjaldarkotsbrunnur – Grundarbrunnur – Suðurkotsbrunnur.

FERLIR-1004: Kristmundarvarða – Grundarbrunnur – Suðurkotsbrunnur – Austurkotsbrunnur – Skjaldarkotsbrunnur – Gestsrétt – Skiparétt – Taglhæðarvarða.

FERLIR-1005: Hlöðversleiði – Hlöðunesbrunnur – Ásláksstaðaleiði – Narfakotsbrunnur – Móakotsbrunnur – Hallandabrunnur – Áslákstaðabrunnur – Sjónarhóll (álfhóll) – Rauðstekkur.

FERLIR-1006: Krosshólar (Kirkjuhólar) – Gamlibrunnur – Nýibrunnur – Árnastekkur – Breiðagerðisbrunnur – Litlistekkur.

FERLIR-1007: Höfðabrunnur – Auðnabrunnur – Bergkotsbrunnur – Landakotsbrunnur – Tjarnarbrunnur (syðri og nyrðri) – Bakkarétt – Klapparvatnsstæði – Þórustaðarétt – Hliðsbrunnur.

FERLIR-1008:Heimristekkur – Flekkuvíkurstekkur – Borgarkotsstekkur – Kirkjuhólar – Arnarvarða – Vesturbæjarbrunnur – Austurbæjarbrunnur – Mundastekkur.

FERLIR-1009: Fúli – Danska – Minni-Vatnsleysubrunnur – Stekkhólsrétt – Stóri-Vatnsleysubrunnur – Fjósbrunnur – Kotbrunnur – Vatnsleysustekkur.

FERLIR-1010: Keilir – Litlikeilir – flugvélaflak.

FERLIR-1011: Grindavík – refagildrur.

FERLIR-1012: Húsatóptir – Þorbjarnarfell.

FERLIR-1013: Stórkonusteinar – Stórihvammur – Leirdalir – Háuhnúkar – Móskarðsgil – Markrakagil – Stóri-Skógarhvammur – Brunahryggur.

FERLIR-1014: Laufhöfðavarða – Fornaselsvarða -Steinninn – Klofaklettsvarða – Fjallsgrensvarða.

FERLIR-1015: Kista FERLIR-1016: Brunntorfur.

FERLIR-1017: Kistuhraunshellir.

FERLIR-1018: Ögmundarhraun – Moshóll – Sængurkonuhellir.

FERLIR-1019: Gestsstaðir – Hetta – Drumbur.

FERLIR-1020: Garðsstígur.

FERLIR-1021: Bláa lónið – Húsatóftir.

FERLIR-1022: Ísólfsskáli – refagildrur.

FERLIR-1023: Vogar – Stapagata – Innri-Njarðvík.

FERLIR-1024: Gerði – Hellar – Kolbeinshæðarskjól – Gránuskúti – Kápuhellir – Þorbjarnastaðir.

FERLIR-1025: Sandgerðisgata.

FERLIR-1026: Smalaskáli – smalahús.

FERLIR-1027: Hausthellir – Magnúsardys.

FERLIR-1028: Smalaholt – kapella – Vífilstaðahlíð – garður.

FERLIR-1029: Hrauntungustígur – norðan Sauðabrekkugjár.

FERLIR-1030: Bæjarsker – Arnarbæli – Álaborg – Bæjarskersgata.

FERLIR-1031: Langahlíð – Fagradalsmúli – Kerlingargil.

FERLIR-1032: Hellnahraun – Tvíbollahraun – Leiðarendi.

FERLIR-1033: Rósel.

FERLIR-1034: Hvalsnesvegur – vetrarleiðin.

FERLIR-1035: Leiðarendi III.

FERLIR-1036: Grafarsel – rétt (letursteinn).

FERLIR-1037: Helgusel – Bringur.

FERLIR-1038: Mosfell – bátslag.

FERLIR-1039: Úlfarsá / Kálfakot.

FERLIR-1040: Hrauntungustígur – Hrauntunga – Almenningur.

FERLIR-1041: Söðulsteinn.

FERLIR-1042: Hrauntungustígur – Ketill – Hrauntunga.

FERLIR-1043: Járngerðarstaðir – örnefni.

FERLIR-1044: Kerlingarskarð – tóft.

FERLIR-1045: Stórhöfðastígur – Undirhlíðavegur – Stórhöfði.

FERLIR-1046: Þórkötlustaðahverfi – Hraun.

FERLIR-1047: Rauðamelsstígur – Hrútafell – Alfaraleið.

FERLIR-1048: Snókalönd – Stórhöfðastígur – gerði.

FERLIR-1049: Straumsselsstígur – Sauðabrekkur.

FERLIR-1050: Brunntorfur.

FERLIR-1051: Skammaskarð – skammidalur.

FERLIR-1052: Katlagil.

FERLIR-1053: Tvíbolli – Syðstibolli.

FERLIR-1054: Brennisteinsfjöll.

FERLIR-1055: Eldvörp -Rauðhóll – Sandfellshæð.

FERLIR-1056: Hrútargjárdyngja – Húshellir – Maístjarnan – Stórhöfðastígur.

FERLIR-1057: Járngerðarstaðir – Tyrkjaránið.

FERLIR-1058: Spenastofuhellir – Völdundarhúsið.

FERLIR-1059: Þríhellir – Þríhnúkahellir – Þríhnúkarásarhellir.

FERLIR-1060: Skálafell – Hverahlíð – Norðurhálsar – Tröllahlíð – Trölladalur.

FERLIR-1061: Eldborg – Sanddalir – Stóra- Sandfell – Lakadalir – Lakakrókur.

FERLIR-1062: Bláfjöll – flugvélaflak I.

FERLIR-1063: Fagradalsfjall – Langihryggur – flugvélabrak.

FERLIR-1064: Völdundarhúsið – Rósaloftshellir.

FERLIR-1065: Skemmdarverk 1968.

FERLIR-1066: Litli Meitill – flugvélaflak.

FERLIR-1067: Bláfjöll – flugvélaflak II.

FERLIR-1068: Bollar – flugvélaflak.

FERLIR-1069: Selvogur – Þórður Sveinsson.

FERLIR-1070: Bláfjöll – Gamla grána.

FERLIR-1071: Mosfell – silfur Egils I.

FERLIR-1072: Kistufellshraun – hellir (nýfundinn).

FERLIR-1073: Óttarsstaðir – bein.

FERLIR-1074: Annálar 1400 – 1800.

FERLIR-1075: Vatnsheiði – op.

FERLIR-1076: Fagradalsfjall – Geldingadalur – tóft.

FERLIR-1077: Núpshlíðarháls – gígaröð.

FERLIR-1078: Mosfell – Silfur Egils II.

FERLIR-1079: Selsvellir – Þórustaðastígur – Vigdísarvellir – eldflaugaskot.

FERLIR-1080: Búrfell – Búri.

FERLIR-1081: Fjárhöfðar – Skinnhúfuhellir.

FERLIR-1082: Fagradalsfjall – Kastið.

FERLIR-1083: Búri – efri hlutinn.

FERLIR-1084: Eldvörp – byrgi – rannsókn.

FERLIR-1085: Búrfell – Búri – Hlíðarendasel – Geitafell – Þúfnavellir – Hrossaflatir – Leiti – Eldborgir.

FERLIR-1086: Nauthóll.

FERLIR-1087: Selfjall – Lækjarbotnar – Selvatn.

FERLIR-1088: Móðhóla.

FERLIR-1089: Grísanesskjól – Grófarhellir.

FERLIR-1090: Sængukornuhellir (Víkurhellir).

FERLIR-1091: Suðurreykjasel – Æsustaðasel.

FERLIR-1092: Blikdalur – Brautarholtssel.

FERLIR-1093: Seljadalur – Reynivallasel.

FERLIR-1094: Melaseljadalur – Melasel.

FERLIR-1095: Seldalur – Skálafell.

FERLIR-1096: Steinhús – Kaldársel.

FERLIR-1097: Kaldranasel – Litli-Nýjabæjarhvammur.

FERLIR-1098: Nípuskjól – Nípurétt

FERLIR-1099: Búri – Svelgurinn – áframhald?

ATH: Á bak við hvert nafn er falinn GPS-punktur.

Uppsátur

Geta má þess, að þegar Landnáma talar um að menn hafi komið skipi sínu í ákveðinn stað, þá þýddi það að þar var höfn eða uppsátur.
Í Íslenskum sjávarháttum III er minnt á orð eins og: lending, höfn, vör og stöð. Lendingin var oft það erfiðasta í hverjum róðri. Menn vildu róa þaðan sem stutt var á góð fiskimið. En ekki fór alltaf saman að hafnir væru þar góðar og öruggar. Þá var oft valinn skásti kosturinn, notast við smávík eða vog eða rennu, sem brimið náði ekki til. Margar myndir fylgja kaflanum. Þar sést að menn hafa forðum reynt að lagfæra sumar lendingar með því t.d. að hlaða skjólgarða. Hafa það sums staðar verið ærin mannvirki miðað við að allt varð að vinna með handaflinu einu saman.
Uppsatur-221Í ritinu er einnig fjallað um uppsátursgjöld, skyldur og kvaðir. Meðal annars segir frá því að tekin hafi verið upp húsagaskipun frá 1746. Þar segir að »til þess að koma í veg fyrir ýmiss konar óreglu, rifrildi, bölv og aðra ósiðsemi, sem tíðkast hjá sjómönnum, væri formönnum skylt að líta eftir þeim og kæra þá fyrir presti ef út af brygði en sýslumanni ef þeir létu ekki skipast við áminningar prests. Einnig var þeim bannað að rista rúnir. Ef sjómaður gerði sig sekan um slíkan ósóma »setji prestur ofan í við hann og sýni honum með tilstyrk guðs orðs fram á andstyggð þessarar syndar.«“
„Heimræði var t.d. frá öllum bæjum í Grindavík, en lendingar misjafnar. í Jarðabókinni góðu frá 1703 er lendingin við Ísólfsskála sögð „bág og brimsöm“ en „voveifleg“ við Hraun. Annars staðar hefur hún verið betri. Mest útræði var frá Járngerðarstöðum, enda var það dýrasta jörðin í leigu. Uppsátur var hvergi á landinu metið sérstaklega til eigna nema í Grindavík. Við mat á leigu jarðanna 1753 var uppsátrið metið á 15 hundruð við Járngerðarstaði, en fjögur og þrjú hundruð við Þórkötlustaði og Hóp. En lendingarnar gátu farið illa sem aðrar eignir. Þannig er sagt að um 1760 hafi sjórinn verið farinn að brjóta svo upp vörina við Járngerðarstaði að bóndinn þar tók sig til ásamt sjómönnum sínum og ruddi fyrir nýrri lendingu. Varð þar uppsátur fyrir fimm skip. Ábúandinn fékk þó ekki landskuld sína lækkaða um einn einasta fisk, segir í gömlum bréfum, og þótti súrt í broti.
Uppsatur-223Auk útgerðar heimabænda, gerðu jarðeigendur út skip frá jörðum sínum. Árið 1702 átti Skálholtsstóll þrjú til fjögur skip við Jámgerðarstaði og áttæringa við Ísólfsskála, Þórkötlustaði og Hóp. Þá hafði einnig róið frá Hrauni áttæringur stólsins, en hann brautárið 1700. Með öllum þessum skipum átti biskupsstóllinn verbúðir og vergögn. Á Stað átti kirkjan sjálf fjögur skip, sem landseti varð að gera út. Frá Húsatóttum gekk „eitt kóngs skip áttært“ og fylgdi því einnig verbúð og vergögn. Fyrir utan þessa útgerð voru svo inntökuskip, skip í eigu annarra en heimamanna eða jarðeigenda, sem greiddu leigu fyrir aðstöðu sína, sem nefnd var undirgift. Áhafnir þeirra fengu stundum gistingu og mat á bæjunum, eða þær leigðu búðir í landi jarðanna.
Í Jarðabókinni er getið inntökuskipa við Járngerðarstaði og Stað. Fram kemur að útgerð hefur verið meiri í Grindavík fyrir 1700, en gæftaleysi setti þá að um nokkur ár.
Skálholtsútgerð var aukin mjög í tíð Brynjólfs Sveinssonar sem var biskup 1639-1675. Hann lét byggja nýja búð á Járngerðarstöðum fyrir þriðja og fjórða skip stólsins þar, og hann setti skip og byggði búðir á Ísólfsskála, Hrauni og Hópi, þar sem stóllinn hafði ekki gert út skip áður. Skólahald og búrekstur á biskupsstólnum í Skálholti átti mikið undir útgerðinni. Auk Grindavíkur voru helstu verstöðvar hans á Akranesi og í Þorlákshöfn. Um 1690 átti stóllinn um 350 skipsáróðurskvaðir, eða mannslán á Suðurlandi og í Borgarfirði. Þegar aflabrestur varð kom það niður á Skálholti svo sem Uppsatur-224Lúðvík Kristjánsson hefur lýst í tímaritinu Sögu frá 1971. Eftir 1686 varð meiri og minni aflabrestur um allt land, allt til 1704. Í mars árið 1698 varð að fella niður skólahald í Skálholti, vegna fiskiskorts, og 1690 og 1701 varð að sækja fisk á Snæfellsnes og í Tálknafjörð vegna aflabrests sunnanlands.
Fjöldi skipa í Grindavík var mjög breytilegur eftir högum íbúa og fiskigengd. Á vertíðinni 1703 voru 26 skip, og hefur það verið fátt vegna undangenginnar ördeyðu. Þá höfðu ein þrjú skip farist á einum marsdegi árið 1700 og með þeim 26 menn. Seinna á öldinni fjölgaði bátum aftur. Þeir eru sagðir 75 árið 1776, og eru þá trúlega allar fleytur taldar með. Árið 1780 segir Skúli Magnússon að Grindvíkingar eigi átta áttæringa, þrettán sexæringa og sex feræringa, en Skálholtsstóll einn teinæring og ellefu áttæringa. Samtals gerir það 39 báta á vertíðinni. Næstum hundrað árum seinna, um 1870, voru níu tí- og tólfæringar og þrír bátar gerðir út í sveitinni, en um þrjátíu skip, flest áttæringar, veturinn 1896.“

Þórkötlustaðanes

Lending á Þórkötlustaðanesi.

„Um aldamótin seinustu [1900] var svo komið, að bylting hafði orðið í öðrum aðalatvinnuvegi landsmanna, útgerðinni. Gömlu árabátarnir voru að hverfa úr sögunni hér syðra, en kútterar voru komnir í staðinn. Þilskipaútgerðin reyndist mörgum sinnum arðvænlegri, heldur en bátaútgerðin. Meiri fiskur barst á land en áður. Skipin voru stærri og öruggari og menn sóttust eftir að komast á þau, enda þótt aðbúnaður væri þar svo, að hann þætti nú ekki boðlegur neinum mennskum manni.
Í kjölfar þessa sigldu margar aðrar breytingar er breyttu lífi og lifnaðarháttum hér í Reykjavík. Áður en þilskipin komu höfðu bátar af Innnesjum stundað róðra „suður með sjó“ á vetrarvertíðinni.
Útgerðarmenn áttu uppsátur á Vatnsleysuströnd, í Vogum, Njarðvíkum, Keflavík, Garði og Leiru og þar lágu bátarnir við. En þetta hvarf úr sögunni þegar þilskipin komu. Þau lögðu afla sinn á land í Reykjavík. Þau veittu fleiri mönnum atvinnu, og í landi skapaðist aukin atvinna við fiskverkun. Afleiðingin varð sú að fólk tók að flytjast búferlum til Reykjavíkur í æ stærri stíl. Meðan „karlarnir“ voru á sjónum, höfðu konur og krakkar atvinnu við fiskþurrkun.
Það þótti því hinn mesti búhnykkur fyrir fjölskyldumenn, sem höfðu komist á skútu, að taka sér bólfestu í Reykjavík. Og þar með hófst fyrir alvöru það að streymi fólks til Reykjavíkur, sem aldrei hefir orðið lát á síðan.“

Heimild:
-Sjómannadagsblaðið, 37. árg. 1974, 1. tbl., bls. 3.
-Íslenskir sjávarhættir III, 498 bls, 1983.
-Ægir, 78. árg. 1985, 6. tbl., bls. 301-302.
-Lesbók Morgunblaðsins 26. okt. 1952, bls. 517.

Staðarvör

Staðarvör.

Vatnsleysuströnd

Eftirfarandi er byggt á svæðaskráningarskýrslu Sædísar Gunnarsdóttur um „Menningarminjar í Vatnsleysustrandarhreppi“ fyrir Fornleifastofnun Íslands -2006. Í þessari skráningu koma fram bæði áhugaverðar og mikilvægar upplýsingar um upphaf, þróun og sögu byggðar í Vatnsleysustrandarhreppi.

Vogar

Vogar 1921.

Þegar leitað er eftir ummerkjum um byggð Í Vatnsleysustrandarsvæðinu er eðlilegast að byrja á því að leita að líklegum vísbendingum um upphaf landnáms eins og sagt er frá því í Landnámabók. „Á grunni þess er síðan hægt að huga að staðsetningu kumla og kirkna með það fyrir augum að setja fram tilgátur um hvaða jarðir byggðust fyrst. Kuml eru auðsjáanlega vísbending um byggð fyrir árið 1000, en kirkjur og bænhús eru yfirleitt talin hafa verið reist skömmu eftir kristnitöku. Nærtækasta skýringin á miklum fjölda guðshúsa á Íslandi á miðöldum er sú að þau hafi upphaflega verið byggð í heimagrafreitum, sem voru líklega við hvern bæ eins og kumlateigar í heiðni. Sé svo má nota bænhús eða kirkju sem vísbendingu um að viðkomandi bær hafi verið komin í byggð á fyrri hluta 11. aldar. Jarðir þar sem kirkjur og bænhús hafa verið, eru að jafnaði stærri og dýrari en þær sem ekki höfðu slík hús og er því oft freistandi að álykta að minniháttar jarðir þar sem ekki hafa verið bænhús séu seinna til komnar, eða hafi að minnsta kosti ekki verið orðnar sjálfstæð býli á fyrri hluta 11. aldar. Ritaðar heimildir eru helstar Landnámabók, fornsögur og fornbréf.

SkjaldarkotLand Vatnsleysustrandarhrepps er 15 km á lengd og 10 km á breidd. Landið er samfellt hraun frá fjöru til fjalla. Byggðin er á mjórri ræmu meðfram sjónum en bæjunum fylgja hvorki kúahagar né slægjur og var ræktun landsins oft erfið. Rennandi vatn er ekki í hreppnum því rigningarvatn safnaðist allt ofan í hraunið. Vatnsskortur er hinsvegar ekki í hreppnum enda notuðu sveitungar brunna til að nálgast neysluvatn og eru fjölmargir brunnar á skráningarsvæðinu, miklu fleiri en gerist í öðrum sveitum. Af ströndinni er stutt á fengsæl fiskimið, og var oft fjölmennt á vertíð enda streymdi að fólk allstaðar af landinu. Hlunnindi hafa verið talsverð á svæðinu, má þar nefna hrognkelsi, sölvafjöru og skelfiskfjöru en skelfiskur var aðallega nýttur í beitu.

Vogar

Vogar 1921.

Landnám skiptir miklu máli er byggðasaga er rannsökuð því þeir sem komu fyrstir gátu tekið bestu löndin, höfðu mestra hagmuna að gæta og mótuðu oft þá byggð er fylgdi í kjölfarið. Ætla má að bæir hafi byggst snemma þar sem fóru saman góð skilyrði til búfjárræktar og fjölbreytileg hlunnindi, svo sem fjörubeit, sumarbeitiland, vetrarbeit, reki, æðarvarp eða selveiði eftir því hvað við á. Hreppurinn er allur innan landnáms Ingólfs Arnarsonar en Landnáma getur einnig um aðra landnámsmenn á svæðinu sem komu síðar. Frænka Ingólfs Arnarssonar, Steinunn hin gamla, kom til Íslands til frænda síns. Hann bauð henni Rosmhvalanes utan Hvassahrauns. Hún gaf Eyvindi frænda sínum hluta úr landnámi sínu sem samsvarar núverandi mörkum Vatnsleysustrandarhrepps. Ekki er þess getið hvar Eyvindur bjó, enda dvaldi hann stutt í landnámi sínu. Hrolleifur Einarsson í Heiðarbæ í Þingvallasveit ásældist land Eyvindar og höfðu þeir jarðaskipti og bjó Hrollleifur í Kvíguvogum.

AuðnarEkki gefur þetta okkur miklar upplýsingar um byggðaþróun á Vatnsleysuströnd aðra en þá að snemma hefur jörðin Kvíguvogar (Stóru-Vogar) komist í byggð. Engin kuml hafa fundist í hreppnum þannig að fátt er vitað um þróun byggðar í hreppnum á allra fyrstu árunum eftir landnám. Telja má líklegt að jarðir, þar sem guðshús voru, hafi byggst á 11. öld. Allar jarðir á Vatnsleysuströnd tilheyrði Kálfatjarnarsókn og er kirkjunnar þar fyrst getið í kirknaskrá Páls biskups frá því um 1200. Sagnir eru um að kirkjan hafi fyrst staðið á Bakka en vegna landbrots hafi hún flust að Kálfatjörn en engar sannanir eru fyrir þeim sögum. Ekki hafa varðveist heimildir um bænhús í sókninni á miðöldum en í túni Brunnastaða er Bænhúshóll og er mjög líklegt að þar hafi verði bænhús. Tvær útkirkjur voru í hreppnum á miðöldum. Annars vegar í Stóru Vogum en kirkju þar er fyrst getið á seinni hluta 14. aldar. Hinsvegar á Vatnsleysu en kirkju þar er fyrst getið um 1269.

Stóru-Vogar

Stóru-Vogar 1950.

Miðað við frásagnir Landnámu og heimildir um kirkjur á svæðinu er í raun fátt vitað um fyrstu byggð í hreppnum annað en að Stóru Vogar, Kálfatjörn og Vatnsleysa byggðust snemma. Því þarf að skoða fleiri heimildir en engra jarða í hreppnum er getið í Íslendingasögum og aðeins er getið um eina jörð í Sturlungu og það eru Stóru Vogar.
Elstu fornbréfin eru frá 13. öld og má oft fá nokkra hugmynd um byggðaskipan út frá þeim. Nær allra jarða, þar sem ekki var kirkja eða bænhús, er getið í fornum skjölum, máldögum kirkna og sölu-, testamentis eða vitnisburðarbréfum. Munar þá helst um það að Viðeyjarklaustur átti meirihluta jarða á Vatnsleysuströnd. Klaustrið var stofnað 1225-6 af Þorvaldi Gissurarsyni í Hruna og skömmu síðar er getið um að Magnús biskup, bróðir Þorvaldar, gaf því viðreka í Hvassahraunslandi. Smám saman náði klaustrið undir sig öllum jörðum í hreppnum fyrir utan Kálfatjörn, Flekkuvík og Brekku sem voru eign kirkjunnar á Kálfatjörn.

Efri-Brunnastaðir

Brunnastaðir

Jarðarinnar Brunnastaða er fyrst getið í eignaskrá Viðeyjarklausturs frá árinu 1395. 1447 fékk Viðeyjarklaustur jarðirnar Voga, Hlöðunes, báða Ásláksstaði, bæði Knarrarnesin og Breiðagerði. Vatnsleysu minni er fyrst getið í fógetareikningum frá því um 1547-8.

Minni-Vogar

Minni-Vogar.

Þær klausturjarðir sem síðast er getið um eru nefndar í landskuldarreikningum frá árinu 1584 í bréfabókum Klaustursins. Það eru Minni Vogar, Auðnir, Landakot og Þórustaðir sem eflaust hafa byggst mikið fyrr þó þær séu ekki nefndar í heimildum. Af jarðeignum sínum á svæðinu hafði klaustrið gagn af reka og miðunum undan landi og einnig hafði klaustrið dágóðar tekjur af leigugjöldum af jarðeignum sínum og leigufé.
Þá má draga ályktanir af dýrleika jarða. Dýrleikinn var fasteignamat sem virðist hafa verið fastsett snemma, a.m.k. þegar á 12. öld og má því hafa hann sem vísbendingu um misjöfn gæði jarðanna í öndverðu. Sennilegt verður að telja að dýrustu jarðirnar séu á þeim stöðum sem bestir voru til búsetu og því líklegir til að hafa byggst fyrst. Því miður er ekki getið um dýrleika jarðanna 1703 en miðað við eldri heimildir sem til eru um dýrleika jarða sem og dýrleika þeirra árið 1847 má sjá að dýrustu jarðirnar í hreppnum voru Stóru Vogar, Brunnastaðir, Knarrarnes stærra, Auðnar, Kálfatjörn, Vatnsleysa stærri og Hvassahraun en þær voru allar metnar á 25 hundruð eða meira.

Móakot

Móakot.

Bæjanöfn sem eru ósamsett náttúrunöfn eru yfirleitt talin til marks um elsta stig búsetu. Aðeins tvær jarðir uppfylla þessi skilyrði; Auðnar og Bakki og er hvorug meðal stærstu jarða í hreppnum sé annarra vísbendinga um að hafa byggst snemma. Stærri Vogar gætu hafa verið nefndir Vogar fyrst en elsta nafn sem vitað er um á þeirri jörð er Kvíguvogar og telja menn það elsta nafnið. Algengustu liðir í bæjanöfnum í Landnámu eru fell, dalur, holt, nes, vík, hóll, á og eyri og flest þeirra ósamsett.  Nokkrir liðir eru enn fátíðari, það eru t.d. fors (foss) og múli. Flest bæjanöfn í hreppnum eru samsett; Hvassahraun, Knarrarnes, Hlöðunes, Flekkuvík, Vatnsleysa, Breiðagerði og Kálfatjörn, (Galmanstjörn talin eldri mynd af nafninu). Bæjanöfn sem enda á -staðir eru yfirleitt talin tilheyra seinni stigum landnáms. Þrjú lögbýli með -staða endingu eru í hreppnum; Ásláksstaðir, Brunnastaðir, og Þórustaðir. Langflest lögbýli hreppsins hafa áttúrunafnaendingar sem er mun algengara í Landnámu.

Halldórsstaðir

Allra stærri býla á skráningarsvæðinu er getið á miðöldum enda ásældist Viðeyjarklaustur jarðir svo nálægt fengsælum fiskimiðum. Þrátt fyrir hraun og engjaleysi voru jarðirnar á Vatnsleysuströndinni eftirsóttar til búsetu og hafa líklega byggst snemma. Þó heimildir geti ekki um jarðir fyrr en á 13. öld, segir það lítið um hvenær þær voru fyrst byggðar og má ætla að flest lögbýlin hafi verið komin í byggð á 11. öld, í síðasta lagi.
Fyrir utan bæjarhóla á býlum sem verið hafa í byggð fram á 20. öld eru á flestum stöðum á landinu margir staðir þar sem byggð hefur annaðhvort varað í stuttan tíma eða þar sem hjáleigur eða afbýli hafa lagst í eyði fyrir 1847. Margar þeirra eru innan Stóru-Voga enda byrjaði vísir að þéttbýli þar undir lok 19. aldar.

Nafn á býli: Í byggð:
Snorrastaðir – fyrir 1703
Nýibær – eftir 1872
Hábær – ekki vitað
Stapabúð – fyrir 1899
Brekka – ekki vitað
Hólmsbúð – um 1850-1910
Steinsholt – 1874-1879
Bræðrapartur- ekki vitað
[nafnlaust] – ekki vitað
Halakot – fyrir 1700
Klöpp – e 1900
Gata – byggð fyrir 1703
Syðsta hjáleiga- byggð fyrir 1703
Garðhús – fyrir 1900
Valgarðshjáleiga fyrir 1703
Móakot – fyrir 1703
Eyrarkot – ekki vitað
Hof – ekki vitað
Tjarnarkot – fyrir 1703, eftir 1880
Mýrarhús – 1885-?
Mörk – ekki vitað
Hólkot – ekki vitað
Grænaborg- 1881-?
Austurkot – ekki vitað
Renslutóft – fyrir 1703
Helgabær – ekki vitað
Eyrarkot – fyrir 1703
Hólshjáleiga- fyrir 1703
Norðurkot – ekki vitað
Grund – fyrir 1925
Vorhúsabæir- fyrir 1925
Hausthús – fyrir 1925
Hvammur – fyrir 1925
Brunnastaðakot fyrir 1703
Stöðlakot – fyrir 1703
Tangabúð – fyrir 1703
Vesturhús – fyrir 1703
Miðgarður – fyrir lok 19. aldar
Töðugerðisbæir um 1900
Kothús – fyrir 1900
Fögruvellir – til um 1920
Gerði – fyrir 1905
Tjörn – til 1918
Halldórsstaðir- fram yfir 1900
Miðhús – ekki vitað
Bjarghóll – fyrir 1900
Nýlenda – fyrir 1900
Holt – um 1900
Gerði – ekki vitað
Atlagerði – ekki vitað
Klöpp – fyrir 1900
Miðbær – ekki vitað
Garðhús – 1917-1940
Móakot – um 1900
Hallandi – 1917-1970
Sjónarhóll – frá 1886
Rás – ekki vitað
Fagurhóll – um 1900
Gerðar – ekki vitað
Grandabærinn – ekki vitað
Atlagerði – um 1703
Nýibær – um 1919
Helgahús – fyrir 1700
Hellur – fram á 20. öld
Vík – fyrir 1900
Breiðagerði- um 1900
[Nafnlaus] – ekki vitað
[Nafnlaus] – ekki vitað
Auðnar – frá 1883
Höfði – 1850-1971
Lönd – fyrir 1703
[Nafnlaus] – fyrir 1703
Hólmsteinshús- fyrir 1703
Hóll – ekki vitað
Gata – fram yfir 1900
Lönd – ekki vitað
Hellukot – um 1880
Suðurhjáleiga- fyrir 1703
Tíðagerði – til 1920
Harðangur – 1885-1900
Hlið – til 1923
Goðhóll – til 1933
Litlibær – frá um 1884
Hólakot – fyrir 1703
Árnahús – fyrir 1703
Borgarkot – 19. öld
Bakkakrókur- í eyði 1660
Bjarg – 1850- 1934
Tröð – ekki vitað
Vatnagarður- ekki vitað
Holt – ekki vitað
Járnhaus – ekki vitað
Sigurðarhjáleiga- ekki vitað
Blíðheimur – í byggð 1703
Péturskot – í byggð 1703
Refshali – til 1922-23.
Úlfshjáleiga- fyrir 1703
Búð – fyrir 1703
[Nafnlaus] – fyrir 1703
Grund – ekki vitað
Miðengi – fyrir 1916
Akurgerði – fyrir 1703
Naustakot – til 1930-31
Nýibær – fram yfir 1900
Móabær – fram yfir 1900
Sigurjónsbær- ekki vitað
Jónasarbær- ekki vitað
Kofinn – ekki vitað
Garðbær – um 1919
Krókur – ekki vitað
Skálinn – til 1901
Garðhús – um 1920
[Nafnlaus] – ekki vitað
Vatnsleysukot um 1703
[Nafnlaus] – um 1703
[Nafnlaus] – um 1703
Norðurkot – ekki vitað
Niðurkot – ekki vitað
Þorvaldskot- ekki vitað
Látur – ekki vitað
Suðurkot – ekki vitað
[Nafnlaus] – um 1703
[Nafnlaus] – um 1703
Þóroddskot- um 1703
Saunghóll – um 1830

Stóra-Vatnsleysa.

Sjómenn frá Stóru-Vatnsleysu.

Þessi listi gefur nokkuð skýra mynd af hjáleigubyggð á svæðinu sem greinilega hefur verð mun þéttari en víða annar staðar á landinu. Af 130 býlum sem nefnd eru hér eru 36 býli komin í byggð fyrir 1703 er jarðabókin var samin og mörg þeirra voru þá komin í eyði og fæst þeirra byggðust upp aftur.
Sjónarhóll.
Á 17. öld varð mikil byggðaaukning á Íslandi, fjöldi hjáleiga og smákota byggðist upp um allt land, sum í skamman tíma en önnur hafa haldist í byggð fram á þennan dag. Mörg þessara 36 býla voru aðeins í byggð í stuttan tíma. Ekkert er vitað um það hvenær 40 býli af listanum voru í byggð. Víða um landið varð einnig nokkur sprengja í hjáleigubyggð á seinnihluta 19. aldar og má sjá það glögglega á Vatnsleysuströndinni. Að minnsta kosti yfir 50 býli af listanum byggðust eftir 1850 og voru í byggð rétt fram yfir aldamótin 1900. Reyndar má segja að hjáleigubyggð hafi alltaf verið nokkuð mikil enda girnilegt að komast að við ströndina svo nálægt gjöfulum fiskimiðum. Ítarlega sögu býlanna í Vatnsleysustrandarhreppi er að finna í bók Guðmundar B. Jónssonar um Mannlíf og mannvirki í Vatnsleysustrandarhreppi.
Eins og sést af þessum hugleiðingum má leggja á ýmsan hátt út af tiltækum heimildum um upphaf byggðar á skráningarsvæðinu en er þó fátt fast í hendi.“

Heimildir aðrar:
-Ágúst Ó Georgsson: Fornleifaskrá. Skrá um friðlýstar fornleifar, Reykjavík 1993.
-Árni Óla: Strönd og vogar. Úr sögu einnar sveitar í landnámi Ingólfs Arnarsonar Reykjavík 1961.
-Björn Bjarnason: “Kjósarsýsla” Landnám Ingólfs II, 1937, 90-109.
-Brynjúlfur Jónsson: “Rannsókn í Gullbringusýslu og Árnessýslu sumarið 1902” Árbók hins íslenzka Fornleifafélags 1903, 31-52.
-Bsk: Biskupa sögur gefnar út af hinu íslenzka bókmenntafélagi I II, Kaupmannahöfn 1858 1878.
-Íslenzkt fornbréfasafn I-XVI, Kaupmannahöfn/Reykjavík 1857-1972.
-Elín Ósk Hreiðarsdóttir: Fornleifakönnun. Reykjanesbraut. Fornleifastofnun Íslands FS133-00141 Reykjavík 2001
-Eggert Ólafsson: Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar um ferð þeirra á Íslandi árin 1752-1757, Reykjavík 1974.
-Frásögur um fornaldarleifar 1817-1823 I-II, Reykjavík 1983.
-Guðmundur Björgvin Jónsson: Mannlíf og mannvirki í Vatnsleysustrandarhreppi [án staðsetningar] 1987.
-Hannes Þorsteinsson: “Rannsókn og leiðrjettingar á nokkrum bæjarnöfnum á Íslandi” Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1923, 1-96.
-Islandske Annaler indtil 1578, Kristjania 1888.
-ÍF I: Íslenzk fornrit I. Íslendingabók & Landnáma, Reykjavik 1986.
-Jarðabréf: Jarðabréf frá 16. og 17. öld. Útdrættir.
-Árni Magnússon & Páll Vídalín: Jarðabók. Gullbringu og Kjósarsýsla III. Reykjavík, 1982.
-Johnsen, J: Jarðatal á Íslandi, Kaupmannahöfn 1847.
-Jón Oddur Hjaltalín: “Lýsing Kjósarsýslu 1746” Landnám Ingólfs III, 1937-1939, 25-34.
-Kålund, Kristian: Íslenzkir sögustaðir. Sunnlendingafjórðungur I, Reykjavík 1986.
-Lovsamling for Island : indeholdende Udvalg af de vigtigste ældre og nyere Love og Anordninger, Resolutioner III, Kaupmannahöfn 1853-1889.
-Sveinn Níelsson: Prestatal og prófasta, 2. útg., Reykjavík 1950.
-Ragnar Guðleifsson: “Örnefni á Hólmsbergi” Faxi. 27. árg, 8. tbl 1967, 126.
-Sesselja G. Guðmundsdóttir: Örnefni og gönguleiðir í Vatnleysustrandarhreppi [1995].
-Skúli Magnússon: “Lýsing Gullbringu- og Kjósarsýslu” Landnám Ingólfs I, 1935-1936, 1-96.
-Sigurður Sigurðsson: “Lýsing Reynivallasóknar 1840” Landnám Ingólfs 3, 1937-1939, 241-258.
-Sturlunga saga I-II, Reykjavík 1946.
-Svavar Sigmundsson: “Íslensk örnefni” Frændafundur 2 Þórshöfn 1997, 11-21.
-Túnakort. Þjóðskjalasafn Íslands. Jarðadeild XIV. Uppdrættir af túnum 1917. Kjósarhreppur.
-Viðtal við Þorgrím Eyjólfsson 1978.
-Þorvaldur Thoroddsen: Ferðabók, skýrslur um rannsóknir á Íslandi 1882-1898 I Kaupmannahöfn 1913-1915.

Á Vatnsleysuströnd

Á Vatnsleysuströnd.

Hunangshella

Eftirfarandi frásögn Ólafs Ketilssonar, Kirkjuvogi í Höfnum, frá árinu 1886 um komu hans í Kirkjuvogssel birtist í Rauðskinnu hinni nýrri árið 1971:

Kirkjuvogskirkja-201

„Frá því á yngri árum og fram yfir fimmtugsaldur fékkst eg oft við refadráp, einkum þó á haustum. Fór eg oft langt upp til heiða, þá er gott var veður, og leitaði tæfu uppi í greni sínu. Það er vandi tófunnar, að liggja inni í greninu á daginn, en fara á kreik milli sólarlags og dagseturs. Var legan því aldrei löng við grenið og liðu stundum ekki nema fáar mínútur frá því að umsátin byrjaði og þar til tófan kom út. Hins vegar voru fjörulegurnar þrautaverk, sem reyndi á þorifin; þá varð oft að liggja 4-6 klukkutíma í kólgugaddi, og mátti aldrei hreyfa sig hið minnsta, því að tófan hefir, eins og kunnugt er, afar skarpa heyrn og verður tortryggin við hvert hljóð, sem hún heyrir og kannast ekki við, eða á ekki von á.
Kirkjuvogssel-201Í desember 1886 fór eg einn dag upp til heiða á refaveiðar. Veður var tvísýnt, er eg lagði af stað, norðaustan stormur og þykkt loft. Þá er eg kom upp að svo nefndum Klofningum, sem er um það bil 1 1/2 tíma gangur frá Kirkjuvogi, hitti eg þar á greni, og  var tófa inni. Eg mjó mér þegar til skýli og lagðist fyrir. En um sama leyti gekk vindur til suðausturs með rokstormi, og  var þá orðið kafþykkt loft, svo að óðum dimmdi, því að ekki sást til tungls. Þá er eg hafði legið um þriðjung stundar var komin krapaslydda og myrkur. Stóð eg því upp og bjóst til heimferðar, og stefndi beint niður í Ósabotna, á svo nefnda Hunangshellu, en þaðan er góður hálftíma gangur með sjónum heim að Kirkjuvogi.
Kirkjuvogssel-202Þá er eg var búinn að ganga nokkurar mínútur, slitnaði skóþvengur minn; en þar eð komið var slagveður, tók eg skóinn í höndina, því að eg bjóst við að vera kominn alveg að svo nefndu Kirkjuvogsseli, en þar eru gamlar seltóftir; ætlaði eg að laga þar þveng minn í skjólinu. Eg kom og þangað eftir nokkurar mínútur. Eg fór inn í eina tóftina, þar sem skýli var sæmilegt, og fór að basla við að laga skóþvenginn og tókst það loks. En er eg var að binda skóinn, þá heyrist mér, sem sagt sé við eyrað á mér: „Ólafur!“

Kirkjuvogssel-201

Kirkjuvogssel – uppdráttur ÓSÁ.

Eg hélt, að þetta hefði verið misheyrn, og tók vettlingana mína og fór að vinda úr þeim. En þá er aftur kallað snöggt í eyra mér: „Ólafur!“ Greip eg þá byssuna, spennti hana upp og sagði: „Hver er að kalla?“ Eg fékk ekkert svar og heyrði ekkert annað en köll þessi.
Þó að eg yrði ekki hræddur við köllin, urðu þau þó til þess, að eg hljóp við fót undan veðrinu alla leið niður að Hunangshellu, og varð eg því miklu fljótari en ella.
En er eg var að koma að Hunangshellu, þá var því líkast, sem stór fuglahópur þyti við eyru mín, og á sama vetfangi rauk hann upp með afspyrnuveður af norðvestri og moldöskubyl. Var veðrið svo mikið, að eg ætlaði ekki að geta haldið mig að sjónum, og var það þó eina lífsvonin, og með fram flæðarmálinu rakti eg mig loksins heim. Engan efa tel eg á því, að hefði eg ekki heyrt koll þessi í selinu, sem svo mjög flýttu ferð minni, þá hefði eg orðið úti um nóttina.“

(Handrit Ólafs Ketilssonar)

Heimild:
-Jón Thorarensen – Köllin í Kirkjuvogsselinu, Rauðskinna hin nýrri (Reykjavík, 1971), I, 165-167.

Hafnir

Kirkjuvogur 1873.

Glymur

Gengið var um Leggjarbrjót frá Þingvöllum yfir í Botnsdal í Hvalfirði. Þetta er forn þjóðleið milli Botnsdals og Þingvalla en einnig milli Brynjudals og Þingvalla.

Leggjabrjótur

Leggjabrjótur – skilti.

Þegar farið er frá Þingvöllum er haldið upp vestan við túnin í Svartagili, en þar er nú engan bæ að sjá enda lagðist búskapur þar niður fyrir allmörgum árum. Farið er vestan við gil er nefnist Hrútagil upp á lágan ás. Þegar þangað er komið blasir við grösugur dalur, Botnssúlur gnæfa við himin í norðri og lengra til norðausturs sér inn í Svartagil, sem virðist bera nafn, sem því hæfir. Af gili þessu dregur bærinn nafn sitt. Á vinstri hönd gnæfir Búrfell, 783 metrar að hæð, formfagurt og hlýlegt. Gott er að líta í kringum sig og skoða útsýnið af Orrustuhól, sem er rétt austan við götuna. Ekki er vitað hvernig þetta örnefni er til komið. Gagnheiði er til landnorðurs, það er forn þjóðleið.

Leggjabrjótur

Leggjarbrjótur-Fossar í Hvalsskarðsá.

Framundan er svo Öxarárdalur og von bráðar kemur gatan að árgili, þar sem Súlnalækur rennur og hafnar að lokum í Öxará, sem sveigir örlítið til vesturs á þeim slóðum og kemur niður af hálendinu allmiklu vestar, þ.e.a.s. fyrir ofan Brúsastaði. Leiðin hefur verið vel vörðuð fyrrum. Sumar eru fallnar, en aðrar hafa verið endurhlaðnar. Með því að fylgja þeim er  auðvelt að rata um hálsana.

Öxarárdalur er grösugur dalur og fagur með Súlur á hægri hönd en Búrfell á þá vinstri. Leiðin er öll vel vörðuð og engin hætta á að villast af leið í björtu veðri. Þó ber að varast að fara langt frá slóðinni vegna mýrarfenja, sem sums staðar eru á leiðinni. Dalurinn hækkar skyndilega er komið er yfir Súlá (Súlnaá), sem rennur úr Súlnadal norðan við Systusúlu (1090 m á hæð). Súlnadalur er stuttur dalur hátt uppi í fjöllunum. Þar er Bratti, skáli Íslenska Alpaklúbbsins.

Glymur

Glymur.

Súlá getur verið allvatnsmikil. Hún rennur í Öxará á þeim slóðum, er vegurinn hættir að fylgja Öxará en fylgir Súlá um skeið. Verður leiðin nú grýtt mjög og seinfarin um skeið en þéttar vörður varða leiðina. Hér er komið að sjálfum Leggjarbrjóti, sem er nokkur hundruð metra langur kafli. Hér eru sýslumörkin. Efst í Leggjarbrjóti má vel sjá hvar erfiðasti hlutinn hefur verið lagaður til. M.a. hefur verið hlaðið í kanta götunnar. Norðar hefur stærsta grjótinu verið kastað úr henni.
Þegar halla tekur undan norður af blasir Biskupskelda við á hægri hönd fram undan og lækur, sem í hana rennur úr vestri. Yfir læk þennan er sérkennileg steinbrú. Það er vel þess virði að líta vel í kringum sig því að útsýni er hér hvað fegurst á þessari leið. Vísu um Leggjabrjót orti séra Jón Þorláksson. Hún er svona:

Tunnan valt og úr henni allt,
ofan í djúpa keldu.
Skulfu lönd og brustu bönd,
en botngjarðirnar héldu.

Leggjabrjótur

Leggjabrjótur – Biskupskelda.

Keldan sem hér er átt við er Biskupskelda en þar hefst hinn eiginlegri Leggjabrjótur.
Súlur byggja að vísu útsýn til austurs og norðurs en í suðri sér í norðurenda Þingvallavatns. Búrfell blasir við í vestri. Sé gengið upp á höfðann vestan við Biskupskeldu og raunar lítið eitt lengra vestur, sér í Myrkavatn, en þar eru upptök Öxarár. Í norðaustri skammt frá Biskupskeldu er Sandvatn, þar sem Brynjudalsá á upptök sín og ofan við vatnið er Sandvatnshlíðar.

Leggjabrjótur

Leggjabrjótur – varða.

Þegar farið er áfram til norðurs er haldið sem leið liggur og vörðurnar varða fram hjá Biskupskeldu. Sandvatn er fagurt fjallavatn og lætur ekki mikið yfir sér en skyndilega breytir um svip í landslaginu, þegar komið er norður fyrir vatnið. Vestur af Sandvatni að norðanverðu eru Djúpadalsborgir eða Djúpadalshæðir og neðan þeirra er Djúpidalur. Þegar horft er niður dalinn blasa við þrengsli mikil, er Gljúfur nefnast. Í þeim eru þrír fossar, sem heita einu nafni Gljúfurfossar. Hér er hrikaleg náttúrufegurð.
Af Djúpadalsborgum er gott útsýni yfir innsta hluta Brynjudalsins. Syðst er Djúpidalur sem fyrr segir, vestan hans tekur við Lokhamragil og utan þess er Hestgil. Fjallið upp af giljunum er Bollafell sunnan til 510 m að hæð, en Suðurfjall stefnir til útnorðurs.

Leggjabrjótur

Leggjabrjótur – gata.

Vegarslóðin liggur beint norður af Sandvatni austanverðu og brátt er komið að Sandhrygg, þaðan sem gott er að skoða útsýnið yfir Brynjudal, sem blasir héðan við í allri sinni dýrð. Innst í dalnum norðaustanverðum er eyðibýlið Hrísakot, þá Ingunnarstaðir. Utar sér í Þrándarstaði og yst Skorhaga. Þá sést vel út á Brynjudalsvog og Hvalfjörð og utar sér í Hvammsvíkurbæina.
Af Sandhrygg breiðir Múlafjallið úr sér til útnorðurs og nú sést niður í Botnsdal, þangað sem ferðinni er heitið. Hins vegar er hér beint niður undan hin forna leið niður í Brynjudal, leiðin um Brennigil, og er það auðfarin leið gegnum kjarrið. Önnur leið er litlu norðar, það er leiðin upp með Laugalæk, sem dregur nafn sitt af heitri (33 gráður) laug ofarlega í hlíðinni. Þar má sjá verksummerki eftir framkvæmdir hugvitsmannsins Lúthers Lárussonar, sem bjó á Ingunnarstöðum fyrr á þessari öld.

Leggjabrjótur

Leggjabrjótur – varða Botnsdalsmegin.

Þessar tvær leiðir voru auðveldustu leiðirnar, þegar farið var yfir Hrísháls niður í Botnsdal, yfir Leggjarbrjót til Þingvalla eða yfir Hvalskarð suður með suðurströnd Hvalvatns og áfram til austurs. Hvalskarð er norðan við Sandhrygg, það er milli Hvalfells (852 m) að norðan og Háusúlu (1023 m) að sunnan.
Í Hvalskarði rennur Hvalskarðsá, fyrst í vestur en síðan meira til norðvesturs uns hún sameinast Botnsá rétt innan við Stórabotn.
Norðan við Hvalfell rennur hins vegar Botnsá úr Hvalvatni. Hún er á sýslumörkum milli Kjósarsýslu og Borgarfjarðarsýslu og jafnframt skilur hún milli Hvalfjarðarstrandarhrepps og Kjósarhrepps. Mörkin liggja síðan um mitt Hvalvatn og síðan um Háusúlu og rétt norðan við Biskupskeldu og um Myrkavatn yfir Kjöl og í Sýsluhólma í Laxá í Kjós. Í Hvalvatni endar þjóðsagan um Rauðhöfða, en þangað á hann að hafa synt í hvalslíki um Faxaflóa og úr Hvalfirði.

Leggjabrjótur

Leggjabrjótur – gata í Botnsdal.

Vegarslóðin liggur nú þvert yfir Hvalskarð gegnum sauðfjárveikivarnagirðinguna og niður allgóðan veg niður í Botnsdal gegnum kjarr og skóg. Brátt sést Botnsá, þar sem hún kemur úr Stóragili en efst í því er hæsti foss landsins, Glymur. Í Botnsdal er skógrækt mikil, sem síðar verður vikið nánar að og sést hér vel, hve áhrifamikil friðunin hefur verið. Innst í dalnum er Stóribotn, nú í eyði; þaðan er forkunnarfagurt útsýni. Auðvelt er að komast yfir Botnsá, t.d. á stálbrú beint suður af Stórabotni.
Gangan tók 5 klst og 05 mín. Frábært veður.

Heimild:
-Eftirfarandi er byggt á lýsingu eftir séra Gunnar Kristjánsson sóknarprest á Reynivöllum og birtist hún sem sérprent með Árbók Ferðafélags Íslands árið 1985.Leggjarbrjotur