Maríuhellar

Maríuhellar eru hraunrásarhellar í Svínahrauni rétt norðaustan við vegamót Flóttavegar og Heiðmerkurvegar, á mörkum Urriðakots og Vífilsstaða. Hraunið er komið úr Búrfelli ofan Hafnarfjarðar. Hellarnir eru þrír: Vífilsstaðahellir, Urriðakotshellir og Draugahellir. Sumir vilja bæta fjórða hellinum í hópinn sem er þar skammt frá og hefur á seinni árum verið nefndur Jósepshellir. Tveir fyrstnefndu hellarnir voru fyrrum notaðir sem fjárhellar og stundum nefndir svo (Fjárhellrar).

Maríuhellar

Maríuhellar.

Nyrðri hellirinn var notaður frá Vífilsstöðum, en hinn frá Urriðakoti. Í landamerkjalýsingu Urriðakots frá 1890 er talað um „Fjárhellra mót Vífilsstöðum sem fyrrum hjetu Maríuhellrar.“ Talið er að nafnið Maríuhellar sé dregið af því að fyrrum voru hellarnir í eigu Viðeyjarklausturs, en klaustrið og kirkjan þar voru helguð Maríu guðsmóður.

Á Vísindavef HÍ er spurt; „Hvers vegna heita Maríuhellar í Heiðmörk þessu nafni?“ Svavar Sigmundsson, fyrrv. forstöðumaður Örnefnastofnunar, svarar:

Maríuhellar

Maríuhellar.

„Maríuhellar eru tveir hellar í Svínahrauni rétt norðaustan við vegamót Flóttavegar og Heiðmerkurvegar, á mörkum Urriðakots og Vífilsstaða. Hellarnir voru fyrrum notaðir sem fjárhellar og stundum nefndir svo (Fjárhellrar).
Nyrðri hellirinn var notaður frá Vífilsstöðum, en hinn frá Urriðakoti. Þessir hellar eru oftast kallaðir Vífilsstaðahellar. Í landamerkjalýsingu Urriðakots frá 1890 er talað um „Fjárhellra mót Vífilsstöðum sem fyrrum hjetu Maríuhellrar“ (Örnefnaskrá Urriðakots; Guðlaugur Rúnar Guðmundsson: Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar. Safn til sögu Garðabæjar III. 2001, bls. 30, 37, 123).

Maríuhellar

Maríuhellar – kort.

Vitað er um Máríuhella (flt.) á einum öðrum stað. Það er í Kollabæ í Fljótshlíð, þar sem þrír skútar bera þetta nafn. Þar voru hafðir sauðir sem gengu að mestu úti (Örnefnaskrá). Maríuhellir er líka í Brynjudal í Kjós. Hann var fyrr á tímum gott skjól fyrir sauðfé (Árbók Ferðafélags Íslands 1985, bls. 191).
Ekki er vitað hvernig nafnið Maríuhellar er til komið en líklegt er að þeir séu kenndir við Maríu guðsmóður, það hafi verið talið gott til verndar fé að kenna fjárhella við hana. Vífilsstaðir voru eign Garðakirkju á 19. öld, kirkjan var þó ekki helguð Maríu, en mynd hennar var í eigu kirkjunnar (Íslenzkt fornbréfasafn IV:107-108; Margaret Cormack, The Saints in Iceland 1994, 185).
Þess má geta að til er alþýðleg bæn fyrir fé í haga, þar sem Sankti María er nefnd (Fagrar heyrði ég raddirnar 1942, bls. 11-12). María verndaði bæði fólk og fé með möttli sínum, samkvæmt finnskri trú (Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder 11:374).
Kvenmannsnafnið María varð ekki algengt hér fyrr en á 18. öld en ólíklegt er að hellar þessir séu kenndir við íslenskar konur með þessu nafni.“

Maríuhellar

Í Maríuhellum.

Árið 2014 var neðri hluti Urriðahrauns og Maríuhellar friðlýstir sem fólkvangur. Friðlýsingin var endurskoðuð 2021 og fólkvangurinn stækkaður upp í vestari hluta Selgjár.
Í auglýsingunni „um stofnun fólkvangs í Garðahrauni, Vífilsstaðahrauni og Maríuhellum í Garðabæ“ segir í 1. gr.:

„Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ákveðið að tillögu Garðabæjar og að fengnu áliti Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar Íslands að friðlýsa Garðahraun, Vífilsstaðahraun (Svínahraun) og Maríuhella sem fólkvang samkvæmt 55. gr. laga um náttúruvernd, nr. 44/1999.
Garðahraun og Vífilsstaðahraun (Svínahraun) eru hlutar hins svokallaða Búrfellshrauns.

Draugshellir

Í Draugshelli.

Hraunin eiga uppruna sinn í Búrfellseldstöðinni og eru talin vera um 8000 ára gömul. Meginhraunstraumurinn rann til sjávar til norðurs og nefnist þar Gálgahraun og var það friðlýst með auglýsingu nr. 877/2009. Svæðin eru aðgengileg og henta vel til útivistar, fræðslu og rannsókna fyrir áhugamenn jafnt sem vísindamenn. Hraunsvæðin eru ekki samfelld.
Hin friðlýstu svæði eru alls 156,3 ha að flatarmáli.“

Heimildir:
-https://is.wikipedia.org/wiki/Mar%C3%ADuhellar
-https://www.visindavefur.is/svar.php?id=3986
-Nr. 510 30. apríl 2014 – Auglýsing um stofnun fólkvangs í Garðahrauni, Vífilsstaðahrauni og Maríuhellum í Garðabæ.

Maríuhellar

Maríuhellar – kort af  neðra friðlýsingarsvæðinu.

Blikdalur

Einhver merkasta bók um þjóðleg fræði, sem út hefir komið á síðari árum á Íslandi, er Íslenzkir þjóðhættir, eftir séra Jónas Jónasson frá Hrafnagili.
Kaldarhofdi-201Er það heildaryfirlit um þjóðháttu, siðu og þjóðtrú Íslendinga á síðari öldum. Því miður entist höfundinum, hinum merka fræðimanni, rithöfundi og kennara, síra Jónasi Jónassyni, ekki ævin til þess að ljúka þessu merkilega verki. Vantar t.d. alt er að sjómensku lýtur. En annar merkur fræðimaður, dr. Einar Ól. Sveinsson bjó bókina undir prentun og Ísafoldarprentsmiðja gaf hana út. Kafli sá, er hér fer á eftir er tekinn úr bókinni og fjallar um dagleg störf til sveita.
Frá fráfærum til sláttar leið nokkuð misjafn tími, eftir því sem gras spratt fljótt, en oftast var það hálfsmánaðartími að minnsta kosti. Var þá nóg til að vinna, sem eðlilegt var. Verður að taka fyrst þau störfin, er náðu jafnt yfir alt. Mjólkurærnar hafa lengi verið nefndar búsmali á Íslandi.
Stekkur-201Þegar eftir fráfærurnar voru ærnar nytkaðar kvöld og morgna, en hafðar í haga mála á milli. Nytkunartíminn kvöld og morgna heitir mál og kallað að mjólka ærnar á málum, mjólkurhirðing kvöld og morgna heitir málaverk, og kvöld- og morgunskattur málamatur. Þessi nöfn eru forn.
Smalinn hafði það verk á hendi, að sjá um, að féð væri komið í kvíar á dagmálum og náttmálum, til þess að það yrði mjaltað, enda er sá tími enn í dag einatt kallaður mjaltir og verkið líka: vinnukonur mjöltuðu fé jafnan. Smalinn gerði ýmist að fylgja fénu eftir í hagana eða láta það sjálfrátt og smala því kvöld og morgna.

Sel-201

Þurfti hann því að vera árrisull, ef fénaðarferð var löng, og æði erfið var honum einatt smalamenskan, fekki sízt til dala eða þegar ærnar létu illa, voru óspakar, óþekkar sem kallað var, eða sóttu mjög til fjalls; þó tók út yfir, þegar þokan kom, en jafnan var húsmóðurinni að mæta, ef vantaði í kvíarnar; henni þótti það ódrýgja nytina, sem von var. Nóg var nú samt, þegar þokur og rigningar komu og „datt úr því dropinn“, þó að ekki vantaði oft í tilbót.

Natthagi-201

En duglegur og röskur smali var altaf mesta uppáhald húsmóðurinnar og fékk marga aukabita og sopa, þegar hann stóð vel í stöðu sinni, og svo er sagt með sönnu, að Sigríður hin stórráða á Grund og Espihóli hafi altaf tímt að gefa smalanum að eta, þó að misbrestur þætti verða á því með hitt f ólkið. Þá átti hann altaf líka vísa smalafroðuna ofan af flóunarpottinum á málum. En ef hann var lélegur og vantaði oft hjá honum, þá átti hann ekki upp á pallborðið hjá húsfreyju. Því er sagt svo frá, að húsfreyja á einum bæ var að ala barn og var að basla við að segja vinnukonunni fyrir, hvernig hún ætti að skamta. Seinast kom að smalanum, og átti hún þá að hafa sagt: „Vantaði ekki af ánum, æ æ?“ Stúlkan sagði, að svo hefði verið. „Minna af skyrinu og meira af grautnum, æ æ — látt’ ‘ann eta svikin sín, og æ æ.“ Má af því ráða, að stundum hafi verið misjöfn æfi, sem smalarnir áttu
Ef smalanum hafði tekizt svo vel fjárgeymslan, að engin ærin missti máls fram að Þorláksmessu á sumar (20. júlí), átti hann að eiga Arasel-201nytina úr beztu kúnni þann dag og skemta sér við með útreiðum. Þetta var alment í Skaftafellssýslum og undir Eyjafjöllum, en ekki víðar um land, svo að kunnugt sé. Alsiða var það fyrrum, einkum þar sem þröngt var um haga heim um sig, og þurfti ekki til, að hafa búsmala í seli á sumrum frá fráfærum og til tvímánaðar eða til þess er nálega 16 vikur voru af sumri. Selin voru bygð til dala eða svo langt frá bæjum, að náðist til betri og kjarnmeiri haga en heima fyrir var að fá. Þangað var farið með allan ásauð og stundum flestar kýrnar. Í selinu var jafnan einn kvenmaður, selmatseljan (selráðskona), og ef fé var mjög margt, hafði hún með sér eina eða tvær unglingsstúlkur. Svo var smali, sem fylgdi fénu úr kvíunum og var yfir því nótt og dag.
Ekki var malið undir smalann í Hvassahraunssel-uppdrattur-21seljunum stundum. Var ekki dæmalaust, að honum væri ætlað að skaka strokkinn, á meðan mjaltakonur mjöltuðu ærnar. Þótti þá vel úr rætast, ef nokkurn veginn féll saman, að strokkurinn væri skilinn og lokið væri mjöltunum. Af því er talshátturinn: „Það stendzt á endum strokkur og mjaltir.“ Sagt var og, að ráðskonur hefðu haft það til, að binda strokkinn upp á bakið á smalanum við smalamensku og láta hann hlaupa með hann, og hafi skilizt þannig smjörið. En ósennilegt er, að þetta hafi verið gert, sízt alment. — Selin voru venjulega þrjú hús: mjólkurhús og selbaðstofa og eldhús til hliðar eða frálaust. Oft var og selið í beitarhúsum, ef þau voru langt frá bæjum. Kvíar voru og til að mjalta í ærnar og kofi handa kúm, ef þær voru hafðar í selinu. Selmatseljan hafði nóg að starfa: að mjalta ærnar, setja mjólkina og hirða hana, búa í strokkinn og strokka hann, búa út smjörið, flóa mjólkina og gera úr henni skyr. Mjólkin var hleypt í skyr í kössum með loki. Voru þeir háir og mjóir, líkir venjulegu kofforti, og mátuleg klyf, er þeir voru fullir; þeir voru kallaðir selskrínur. Bóndinn heima eða einhver annar á bænum hafði það starf á hendi, að flytja heim úr selinu annan eða þriðja hvern dag, eftir því sem á stóð. Var þá skyrinu steypt í keröld heima og safnað til vetrar (söfnuðurinn). Heldur þótti það vilja þynnast á selflutningunum, sem von var. Heldur hefir vistin verið einmanaleg fyrir selmatseljuna, þótt mikið hefði hún að gera, enda komst hjátrúin þar að, sem eðlilegt var á þeim tímum.

Hraunssel - uppdrattur-201

Mörg selmatseljan komst í tæri við huldumenn og urðu þungaðar við þeim; ólu þær svo börnin í seljunum, og veitti maðurinn þeim þar alla aðstoð, svo að einskis varð vart; tók hann svo barnið með sér og ól það upp í álfheimum. En hann gat ekki gleymt ástmeynni úr selinu, og kom oftast einhvern tíma löngu síðar, þegar sonur þeirra var orðinn fullorðinn og selmatseljan gift kona fyrir löngu, og birtist henni til þess að endurnýja fornar astir. En þeir samfundir verða báðum jafnan að bana. Eru margar þær harmasögur til. Stundum ólu þær og börn í seljunum og báru þau út, og er því víða óhreint hjá gömlum seljum. Aftur er þess sjaldan getið, að útilegumenn hafi komizt í tæri við selráðskonur. Svo er að sjá, að selfarir hafi mjög verið farnar að leggjast niður, þegar kom fram á 18. öldina og eymd og ódugnaður landsmanna var kominn á hæsta stig. Gaf þá konungur út lagaboð 24. febr. 1754 að skipa öllum bændum að hafa í seli, að minnsta kosti átta vikna tíma, frá því er átta vikur væru af sumri til tvímánaðar.

Selsvellir - uppdrattur-21

Lítið mun það lagaboð hafa á unnið, enda var þá landið í kaldakoli af harðindum, fé fallið og fólk að deyja úr harðrétti; og svo kom fjárkláðinn mikli rétt á eftir. Þó var mjög víða haft í seli langt fram á 19. öld, þar sem lítið var um sumarhaga heima, þangað til fólkseklan neyddi menn til að hætta við selfarir og jafnvel fráfærur á síðustu áratugunum.
Selfara er víða getið bæði í fornsögum vorum og lögum; má af því ráða, að sá siður hefir flutzt hingað frá Noregi og orðið hér að fastri venju. Selvenjur hafa þá verið hinar sömu og á síðari tímum, nema skyr hefir stundum verið flutt heim í húðum, skyrkyllum eða í kollum í krókum.
Þá var annað, sem sjálfsagt var að annast um tímann á milli fráfærna og sláttar. Það var grasaferðin. Grasaferða er getið í Jónsbók, Landleigubálki, 58. kap.; segir þar svo: „Eigi skal maðr utan orlofs lesa ber á annars jörðu til heim at bera, en ef less, tvígildi ber ok svá grös, ef hann less þau.“ Þá er og getið um grasaferð í Fljótsdælu og í ýmsum ritum frá 17. öld. Hafa grös verið mikið notuð hér á landi um margar aldir. Þótti hvert heimili til sveita, einkum nyrðra, illa búið til vetrar, ef ekki var farið til grasa. Víða var það og í uppsveitum syðra. Grasatekja var víða ágæt; má einkum til nefna sem orðlagðar grasastöðvar Arnarfell, Lambahlíðar, Kjalhraun, Þjófadali eða Hveravelli, Orravatnarústir o.m.fl.

Fjallagros-21

Grösin voru í miklum metum, og var grasatunnan syðra metin jafnt sölvavætt eða 10 álnir. Nyrðra var kapallinn (4 tn.) vanalega seldur 20 ál., eða 4 m. spec, en á Austurlandi var tunnan af hreinsuðum og hálfmuldum grösum seld í harðindum 30 ál. eða 1 rd. spec, og þótti gott kaup, því að menn álitu, að tvær tunnur grasa væru á við mjöltunnuna til matarnota. Venjulegast var gerður út karlmaður með 2—3 stúlkur frá stórbæjunum, en fólk af smærri bæjum sló sér saman, einn frá bæ, undir forustu eins manns. Venjulega voru 5—8 hestar í hverri lest, og var verið viku til hálfan mánuð í ferðinni, eftir því hvað grasatekjan var góð og tíð hentug. Útbúnaður til grasaferða voru tunnupokar, annað hvort unnir úr togi eða þá hærupokar, ofnir úr faxhári. Voru þeir allþolnir, ef þeir voru vel gerðir í fyrstu. Litlar hornhaldir, 6—8 tals, voru festar í kring í opið, og var svo reimað fyrir opið í hagldirnar með togbandi.
Fjórar tunnur grasa voru ætlaðar hestinum, ef þau voru vel þur. RaudablasturStundum prédikuðu prestar yfir grasaf ólki, áður en það fór, eða sveigðu að því í ræðu sinni sunnudaginn áður. Það gerði síra Jón lærði í Möðrufelli, og muna menn þetta úr ræðunni: „Troðið vel í hornin, svo að ekki verði svik fundin.“ Svo var farið af stað og haldið áfram, þangað til komið var í grasastöðvarnar og tjaldað. Tjöldin voru oftast ofin úr vaðmáli. Prjónatjöld höfðu fáir nema útilegumenn. Grösin eru misjöfn að gæðum. Bezt eru skæðagrös; næst þeim brekkugrös eða Maríugrös og klóungur, kræða þótti kostaminnst, en þó vel hafandi í grauta; hún var helzt notuð á Norðurlandi; hundaló þótti til einskis nýt. Þegar búið var að sofa af sér ferðina, skipaði formaður flokksins til göngu. Bezt þótti grasaveður þokur og hægar vætur, því að þá verða grösin mýkri og ljósari og breiðast meira út, en skorpna saman og dökkna í þurki. Ef þurkar voru, var gengið á nóttunni og neytt döggfallsins. Það þótti meðal grasatekja, ef greiður kvenmaður tók tunnuna í göngunni milli mála. Í göngurnar hafði hver um sig tínupoka, svo sem hálftunnupoka; var fest í pokann band, sem gekk upp um hálsinn.

rekavidur-1

Ýmsar hættur gátu komið fyrir á grasafjalli, ekki sízt, ef þokur voru. Mátti þá alt af eiga á hættu, að útilegumenn væru á varðbergi, til að reyna að nema einhverja stúlkuna burtu, og enda huldufólkið var ekki laust við sama. En miklu tíðara var það, að huldumenn leituðu á selráðskonur. Grösin voru þurkuð, ef veður leyfði, og flutt heim síðan, og þótti heldur en ekki búsílag, ef vel hafði grasást. Þegar vel voraði og snemma tók snjó af heiðum og gróður var kominn, var stundum farið nokkru fyrir fráfærur til grasanna og það að því skapi fyrkomið heim aftur. Annað vorverk var það, er mikið var að gert, þar sem nokkurn skóg var að hafa eða fjalldrapa, sem var í stærra lagi. Það var kolagerðin. Allir þurftu kola við á hverjum bæ til þess að dengja við og smiðir til ljáasmíða og hestajárna; þurfti eitt kolakvartil til að smíða ljáinn. Skógurinn var höggvinn og hrísið rifið á haustin og veturna; svo var það afkvistað og afkvistið haft til eldiviðar. Leggir voru síðan kurlaðir í 3 —4 þuml. langa búta. Síðan var gerð kolagröf, 1—2 faðmar að þvermáli og um 2 ál. djúp, og kurlinu raðað í hana, og var hið stærsta haft neðst. Kúfur var hafður á gröfinni, 1—1 1/2 al. á hæð. Svo var slegið eldi í botninn og látið brenna, þangað til góður eldur var kominn í alla hrúguna.

rekavidur-2

Þá var snöggtyrft yfir og mokað mold yfir, svo að hvergi kæ,mist loft að; síðan var opnað eftir þrjá daga eða fjóra og kolin tekin upp; 4—5 tunnur kola fengust úr slíkri gröf. Stilt veður þurfti að velja til kolagerðar, svo að eigi hlytist óhapp af eins og hjá Ölkofra. Kolin voru seld í skógarsveitunum í aðrar sveitir í tunnutali, og var vanaverð á þeim 5 ál. tunnan. Fnjóskdælir seldu venjulega Eyfirðingum tunnuna fyrir lambsfóður (kolalambið). Í Þingvallasveit seldu menn hana 6 ál., en ef þeir fluttu kolin suður á Suðurnes og seldu þau þar, kostaði tunnan 10 ál. Borgfirðingar gerðu og oft til kola á áliðnu sumri. Kolagerðin hefir orðið skógum og hríslandi á Íslandi til hins mesta tjóns. Alt var höggvið, ungt og gamalt, og þar sem skógar voru ekki, var hrísið rifið miskunnarlaust; jarðvegurinn rótaðist allur upp, og svo blés alt upp ofan í grjót. Sumir skógaeigendur leyfðu líka hverjum, sem vildu, að höggva í skógi sínum og gera til kola, og tóku þá 5 ál. undir kolahestinn, t. d. presturinn á Húsafelli, eða þá einhvern ákveðinn hluta af kolunum. Sama var, ef leyft var að höggva raftvið til húsa. Sumir tóku þó hærri leigu. Konungur eða stjórnin reyndi að sporna við þessari hraparlegu eyðingu skóganna með lögum (10. maí 1755), en fáir eða engir skeyttu þeim.

rekavidur-3

Þá voru, einkum norðanlands, rekaviðarferðir tíðar á vorin, bæði á Strandir, Skaga, Tjörnes, Langanes og Sléttu. Húnvetningar, Vestur-Ísfirðingar, Barðstrendingar og Strandamenn sóttu til Hornstranda sjóleiðis, en sumir Vestfirðingar sóttu rekaviðinn landveg á hestum. Dragklyfjar á hest voru seldar á 5 ál. (= 1 mark); mátti kaupandi þá velja viðinn sjálfur, en varð að höggva hann til og tegla. Húnvetningar, Vestur-Ísfirðingar og Strandamenn höfðu til þeirra ferða sérstök skip, sem þeir kölluðu byrðinga; þau skip voru á stærð við sex- eða áttæringa og rammlega gerð. Þau voru heldur flöt í botninn, flá til hliðanna, og risu stefnin hátt. Á byrðinga þessa settu þeir 10 —15 manns og sendu þá á rekastöðvarnar, og var oft búið að, semja um timburkaupin. Sendimenn voru flestir vanir að höggva og saga við. Svo voru þeir vikutíma eða svo við rekana og höfðu nóg að gera að saga og höggva timbrið. Þeir gerðu langa planka og festu ofan á borðin á byrðingnum, en fyltu hann síðan með timbri, svo að hár búlki varð miðskipa, en autt nokkuð í barka og skut. Þegar þetta var búið, þéttuðu þeir samskeyti hliðarplankanna með mosa, svo að vatnshelt var. Maraði svo byrðingurinn í kafi, svo að upp úr stóðu hnýflarnir einir, en svo vel var um búið, að hvergi gaf sjó inn.

Brennisel-201

Síðan gerðu þeir flota úr timbri, til þess að hafa á eftir byrðingnum í eftirdragi. Til styrkingar reyrðu þeir köðlum um byrðinginn og farminn qg sömuleiðis um timburflotann. Segl höfðu þeir á byrðingnum, stundum 2 eða 3, því að ilt var að komast að að róa þeim, og sömuleiðis á flotanum, en höguðu þó svo til, að flotinn var jafnan gangtregari en byrðingurinn. Svo biðu þeir byrjar og sigldu heim og skiftu síðan með sér farminum að hlutfalli réttu. Tekið er það fram, að nærfelt aldrei hlektist byrðingunum á í ferðum þessum. Byrðingarnir lögðust alveg niður fyrir 1700, og fóru menn þá að sækja rekavið á almennum bátum, sex eða áttæringum, og kölluðu það að fara með stokkafarm, en ferðir þessar kölluðu þeir flotaferðir; 8—10 manns voru á bátnum. Þeir völdu sér viðinn, hlóðu bátinn og gerðu flota og höfðu hann í eftirdragi. Þegar alt gekk vel og byr var hagstæður, gat þetta borið sig, en ef veður gerði að þeim, urðu þeir oft að höggva af sér flotann, ryðja farminum, og stundum fórust skipin alveg. Gerði bæði, að farmurinn var illur og skipin léleg. — Á síðustu áratugum minkar mjög reki til landsins.

Heimild:
Alþýðublaðið – Sunnudagsblað, 3. árg. 1936, 26. tbl. bls. 2 og 6.

Kolagröf

Kolagröf.

Sauðabrekkuskjól

Gengið var frá Fjallsgjárenda við Krýsuvíkurveg með stefnu á Markhelluhól. Ætlunin var að koma við í Búðarvatnsstæðinu, kíkja á Sauðabrekkuskjólið og skjólið í Sauðabrekkugjárgígum, Fjallsgrenin og Gapið.

Markhella

Markhella – áletrun.

Svæðið, sem mótað er af u.þ.b. 8000 ára gömlu Hrúargjárdyngjuhrauninu, er þversprungið svo vissara er að fylgjast vel með vörðunum framundan. Þær vísa á brýr á gjánum. Ofan við fyrstu gjána var gengið yfir Stórhöfðastíginn. Frá honum lágu tvær aðrar greinilegar götur upp í heiðina. Litlar vörður voru við þær. Stígurinn liggur frá Ástjörn um Hédegisskarð og Ásflatir, sniðhallt yfir Bleikisteinsháls og út með Hamranesi og út á Selhraun. Gengið er suður með Stórhöfða þar sem Kaldársel blasir við, en þá hlykkjast leiðin á hraunhrygg að bruna og í áttina að Snókalöndum. Þegar þangað er komið er farið yfir Krýsuvíkurveg í áttina að Brundtorfum og Þrísteinavörðum fylgt að Fjallgjá. Gengið er með misgenginu að Fjallinu eina og austanverðum fjallsrótum fylgt að Hrútargjárdyngju. Þar mætast Stórhöfðastígur og Undirhlíðaleið sem fylgja norðanverðum Sveifluhálsi að Ketilsstíg.

Sauðabrekkugjá

Sauðabrekkugjá.

Stefnan var hins vegar tekin á grónar brekkur vestan við Sauðabrekkugjá. Frá þeim sást vel í suðurenda gjárinnar. Skv. landakortum er Stóra-Sauðabrekka sögð vera þar ofan og við suðurenda gjárinnar. Hún er vel grónin og beitarvæn. Sauðabrekkuhellar nefnast nokkrir hraunhellar sunnan hennar. Í raun nefnast þeir Moshellar. Í norðanverðum Sauðabrekkum er Sauðabrekkuskjólið, sem smalar Hraunamanna nýttu sér sem afdrep. Ofan við skjólið stóð stoltur hrútur með tvær ær og þrjú lömb. Sá hafði gefið beitarhólfi reykneskra fjárbænda og bæjarstjórnum svæðisins langt nef. Að sögn Lofts Jónssonar, Grindvíkins, fóru smalar Grindvíkinga inn að Hrútagjá fyrsta daginn og gistu þar í skúta. Þar gæti hafa verið um nefnt Sauðabrekkuskjól að ræða.

Sauðabrekkufjárskjól

Sauðabrekkufjárskjól (Moshellar).

Frá suðurenda Sauðabrekkugjár, eftir u.þ.b. 30 mín. gang, sást yfir að Markhelluhól. Gengið var að hólnum. Á honum eru áletranir; ÓTTA, HVASSA og KRÝSV. Þesssar jarðir eru sagðar liggja að klofnum klettadrangnum. Ofan á honum er tiltölulega nýleg varða. Skessuflétta er efst á brúnum sprungunnar, en steinarnir í vörðunni eru án mosa.
Í kröfugerð Óbyggðanefndar er sagt að „landamerkin séu í skoðun og til nánari athugunar, en “Markhelluhóll” mun þó vera þinglýstur markpunktur og síðan er dregin lína um Grænavatnseggjar í svonefndan Dágon.“

Markhelluhóll

Búðarvatnsstæði og Markhelluhóll. Á honum er mosavaxin varða.

Í landamerkjabréfi Krýsuvíkur árið 1890 er Markhelluhóll sagður „hár steindrangi við Búðarvatnsstæðið“. Þegar staðið er við helluna má sjá í norðvestri háa vörðu. Ef letrið á hellunni er skoðað er ljóst að það er tiltölulega nýlegt. Bæði bendir mosinn umhverfis til þess sem og leturgerðin. Stafurinn „a“ aftast í „Hvassa“ bendir til þess að letrið hafi verið höggvið í steininn á 20. öld. Það eitt vekur tortryggni með hliðsjón af eldri landamerkjabréfum þar sem landamerkin eru áður sögð hafa verið við Búðarvatnsstæðið. Líklega má alveg eins færa rök fyrir því að mörkin séu þar, u.þ.b. kílómetra norðar, en nú er talið.

Áberandi götu var fylgt með hraunjarðinum niður að Búðarvatnsstæðinu. Um vatnsstæðið endilangt liggur gamla sauðfjárveikigirðingin. Vatnsstæðið er nokkuð stórt og virðist hafa verið lagað ti af mannhöndum. Það kúrir í grasbletti ofan við úfið hraunið og þaðan er útsýniið vítt og falegt til suðurs og austurs. Örnefnið er sérkennilegt og gæti bent til þess að við vatnsstæðið hafi verið áningarstaður og þá jafnvel yfir nótt, þ.e. einskonar búðir. Ekki er ólíklegt að þeir sem unnu við kolagerð í Almenningi hafi hast við tímabundið við Búðarvatnsstæðið og af því sé nafnið dregið.

Búðavatnsstæði

Búðarvatnsstæði.

Þegar farið er upp á hraunjaðarinn ofan við Búðarvatnsstæðið sést að einungis er um mjótt hraunhaft að ræða. Í beina línu til norðvesturs sést fyrrnefnd varða. Hún er hlaðin úr sléttum hraunhellum. Eðlilegt hefur verið að hlaða vörðuna þarna því hún er í beinni línu úr Markakletti, mörkum Hvassahrauns og Lónakots við Hraunsnes, og sést því vel þegar komið er úr norðri. Búðarvatnsstæðið hefur verið þungamiðjan í lýsingum fyrri alda, enda fáum slíkum til að dreifa svo ofarlega í Almenningi. Það hefur því óumdeilt verið eitt helsta kennileiti í heiðinni fyrrum. Ekki er óraunhæft að álykta að um það hafi markalínan verið dregin og þar með hafa allar jarðirnar þrjár átt tilkall til þess, enda sennilega einn helsti áfangastaður á ferðum fólks milli byggðalaganna. Þar hefur verið tilvalið að slá upp búðum yfir nóttina, enda um „hálfnaðarleið“ að ræða.

Markhella

Við Markhellu.

Haldið var yfir að Sauðabrekkugjárgígum. Efst í þeim er náttúrlegt skjól; Sauðabrekkuskjól. Hraunbekkur er í því og gluggi á hlið. Steinn var fyrir opinu. Skammt frá skjólinu liggur Hrauntungustíg yfir gjána. Henni var fylgt niður á stíginn. Þar sést vel hvar stígurinn liggur til suðausturs eftir sléttu helluhrauninu og yfir gjána.
Hrauntungustígur liggur frá Áslandi um Hádegisskarð með Hamranesi og suður yfir Háabruna að Hrauntungum í Almenningi. Þaðan liggur leiðin milli Gjásels og Fornasels, hjá Hafurbjarnarholti upp í hæsta hluta Almennings og að Sauðabrekkum þar sem hann liggur yfir gjána.
Farið er yfir Sauðabrekkugjá um Mosa og stefnt á miðja Hrútargjárdyngju, þónokkuð vestur af fjallinu eina. Leiðin liggur að Hrúthólma þar sem farið er um helluhraun að Hrútafelli og þá er stutt i Ketilsstíginn, sem liggur yfir hálsinn til Krýsuvíkur.

Ginið

Ginið.

Fjallsgrenin eru þarna skammt norðar á sléttu helluhrauninu. Í því eru fjölmargir skútar og rásir. A.m.k. tvö hlaðin byrgi fyrir refaskyttur eru við grenin.
Frá Sauðabrekkugjárgígum nyrðri hefur runnið þunnfljótandi helluhraun, bæði til norðurs og suðurs. Hraunið er lítið, en sker síg úr grónu Hrútargjárdyngjuhrauninu. Í því sunnanverðu er Gapið, u.þ.b. 15 metra djúpt. Þunnfljótandi hraunið hefur runnið þarna niður í sprungu og fyllt hana, nema þar sem hún hefur verið dýpst og breiðust. Þar hefur hraunið ekki náð að fylla hana að fullu. Sigið var ofan í Gapið fyrir u.þ.b. ári síðan. Það er í rauninu merkilegt náttúru- og jarðfræðifyrirbæri, sem fáir vita af. Það kemur þó vel fram á loftmyndum.
Rjúpa lá á hreiðri skammt austar. Eggin voru 12 talsins.
Gengið var yfir Stórhöfðastíg. Ljóst er að ekki er um einn afmarkaðan stíg að ræða þótt einhver eða einhverjir hafi sett upp litlar vörður við einn þeirra. Sjá má hann vel mótaðan á a.m.k. þremur stöðum í hrauninu, en allir stefna stígarnir í sömu átt, að Fjallinu eina vestanverðu. Segja má því að ekki sé um einn tiltekinn Stórhöfðastíg að ræða þarna í grónum Almenningnum heldur fleiri. Þeir eru þó misgreinilegir á köflum.
Gangan tók 2 klst og 22 mín. Frábært veður.

Sauðabrekkufjárhellar

Sauðabrekkufjárhellar (Moshellar).

„Nefvörður“ hafa jafnan valdið ferðalöngum um fornar þjóðleiðir töluverðum vangavöltum.
Nefvarða við Gamla ÞingvallaveginnVörðurnar þær eru hins vegar ekki svo flókið fyrirbæri að ástæða sé að velta vöngum yfir þeim.
Í Tilskipun Danakonungs, Kristjáns VII, 29. apríl 1776 um „Frumvarp til tilskipunar um vegina á Íslandi“ segir í 14. gr.:
„Á öllum þeim fjallvegum, sem ferðamenn eru vanir að fara á vetrardag. skal hlaða vörður, og skal einnig gjöra sæluhús, þar sem yfirvaldi þykir þörf á. Eiga vörðurnar að vera, þegar því verður við komið, svo nálægt hver annari, að tvær að minnsta kosti sjáist í einu, þegar þoka er yfir; skal þar að auki á hverri vörðu vera gjörður stallur eða annað merki á þeirri hlíð, sem snýr til norðurs, ferðamönnum til leíðbeiningar.“
Af framangreindri ástæðu eru enn til vörður hér á landi er hlaðnar voru í kjölfar tilskipunarinnar.  Slík vörðugerð náði hámarki með heimsókn Danakonungs árið 1907, en lagðist síðan smám saman af, einkum í kjölfar bílvæðingarinnar…

Skipsstígur

Nefvarða við Skipsstíg.

Strandardalur

Selvogsgatan frá Selvogi til Hafnarfjarðar liðast um Strandardal og Hlíðardal á leið sinni milli byggðalaganna.
Þegar komið er upp á efstu brún Strandarheiðarinnar verður Strandamannahliðið (Suðurfararhliðið) síðasti áfangi hennar áður Gatnamót Selvogstötu og Vogsósargötu við Suðurfararhliðiðen lagt er á brún Kötlubrekkna upp í Strandardal. Ofan hliðsins greinist gatan; annars vegar til Selvogs/Hafnarfjarðar og hins vegar að og frá Vogsósum. Gatnamótin eru augljós, en ekki er þó svo með öllu villuljóst að fylgja Vogsósagötunni um heiðina að um sannleiksgötu megi úr gera. Þó má bæði sjá vörður og vörðubrot á leiðinni. Hlíðargata er leið út af þessum götum að Hlíð. Sú gata er vel greinileg þar sem hún liggur undir hlíðinni að bæjartóftunum ofan við Hlíðarvatn. Allnokkra minjastaði má sjá á leiðum þessum, s.s. Hlíðarsel, Hlíðarborg, Borgina undir Borgarskörðum, Vogsósasel, fyrirhleðslur fjárskjólsins við Ána og sauðahússtóftir.
Þegar sagt er frá Selvogsgötunni (Suðurfarargötu), hinni fornu þjóðleið er varð að sýsluvegi undir lokinn (enda ber hann þess glögg merki), kemur t.d. eftirfarandi í ljós: Í þjóðsögum Jóns Árnasonar segir: ,,Þórir Haustmyrkur nam Selvog og Krýsuvík. Það hefur verið seint á landnámstíð, því fjölbyggt hefur verið orðið syðra, eftir þeirri sögn að, fátækt fólk hafi flakkað í Selvog, bæði utan með sjó og sunnan yfir fjall. Það þótti Þóri illt og setti því grindarhlið læst í Grindarskarð, en annað í það skarð, sem farið er úr Grindavík og upp á Siglubergsháls. Þar af skulu þessi örnefni dreginn; Grindaskarð og Grindavík.“

Selvogsgatan ofan Hlíðardals

Önnur sögn er að dætur Þóris Haustmyrkurs hafi heitið Herdís og Krýsa. En sögnin er svona: „Krýsa bjó í Krýsuvík en Herdís á Herdísarvík. Þær deildu um landamerki sín á milli. Vildi Krýsa eiga Geitahlíð alla og væru landamerki í stóran stein er stendur í hrauninu fyrir austan hlíðarhornið. Herdís vildi eiga út á Deildarás. Hann er nokkuð vestar en undir miðri Geitahlíð og hefur spúð eldi, því í honum er gígur ekki alllítill. Úr honum hefur runnið hraun það er Klofningur heitir eða Klofningar. Þar hittust þær og deildu þar til báðar heittust og eru dysjar þeirra á hrygg nokkrum, undir hlíðinni skammt fyrir austan hálsinn. Þangað til hafði verið mikil veiði í Kleifarvatni í Krýsuvíkurlandi og tjörnin í Herdísarvík stararflóð og silungapollur í miðjunni.
Herdís mælti svo um að allur silungur í Kleifarvatni skyldi verða loðsilungur, óætur. Þá lagði Krýsa það á, að tjörnin í Herdísarvík skyldi éta sig út og eyða úr sér störinni og brjóta bæinn. En allur silungur skyldi verða að hornsílum.  Það skyldi og fylgja að tvær skipshafnir myndu í henni drukkna.
Tvær vörður við Selvogsötuna ofan við HlíðardalÞetta gekk allt eftir. Bærinn Herdísarvík stóð áður undir Búrkletti, en tjörnin gróf undan honum grundvöllinn svo hann varð að flytja út stað. Og einn vetur sem oftar sem oftar var tjörnin lögð ís, þá komu sjómenn frá tveim skipum og gengu tjörnina, en ísinn brast og allir drukknuðu. Og enn er varast að ganga hana þó hún sé lögð. Svo fór um landamerkin sem Krýsa vildi og heitir nú kletturinn Sýslusteinn.“
Nú er vinsæl gönguleið hjá útivistafólki að ganga svokallaða Selvogsgötu, en það er gamla þjóðleiðin frá Hafnarfirði um Grindaskörð og í Selvog. Staðreyndin er þó sú að engin fótspor göngufólksins má sjá þar í götunni, ekki einu sinni í mold eða á berangri. Þar hefur enginn stigið niður fæti í langan tíma. Samt sem áður hafa bæði ferðafélög og leiðsögumenn selflutt göngufólk um „Selvogsgötuna“ um margra ára skeið. Hverju sætir? Málið er einfalt; undanfarna áratugi hefur leiðin jafnan verið fetuð í fótspor hvers á fætur öðrum, þ.e. gengið hefur verið um Kerlingarskarð (þegar gengið er suður) og stefnan þá tekin eftir vel varðaðri leið (Hlíðarvegi) að Hlíðargili ofan við Hlíð við Hlíðarvatn. Þessar vörður voru hlaðnar á sjötta áratug 20. aldar af ferðafélagsfólki. Hún tengist því lítið hinni gömlu Selvogsgötu, sem liggur mun austar. Líkja má þessari leið að nokkru við Reykjaveginn, sem stikaðu var árið 1996 sem gönguleið milli áhugaverðra staða. Hann er hvorki gömul þjóðleið né hafði merkingu sem slíkur.
Þegar komið er upp í Strandardal blasir Kálfsgilið við og Urðarfellið ofar. Í Kálfsgili átti galdrapresturinn, Eiríkur Magnússon, á Vogsósum, að hafa urðað Gullskinnu, hina mögnuðustu galdrabók allra tíma. Aðrir segja hana eina hinna fyrstu landnámsbóka. Í fyrrum FERLIRslýsingu um svipað efni er varð að svipuðu tilefni segir m.a.:

Hlíðardalur

„Gengið var upp Selvogsheiði. Gamla Suðurfararveginum (Selvogsgötunni) var fylgt upp heiðina og upp í Strandardal. Þar var ætlunin að kíkja í Kálfsgil og athuga hvort ekki sæist í a.m.k. eitt horn hinnar fornu Gullskinnu, mestu galdrabók allra tíma, sem séra Eiríkur á Vogsósum er sagður hafa grafið þar svo bókin sú arna yrði ekki til fleiri rauna en hún hafði þegar orðið.
Götunni var fylgt upp heiðina. Á henni miðri, skammt vestan og ofan við Vörðufell, var gengið fram á gróna kofatóft. Skammt suðvestan hennar var fallega hlaðið gerði á hól. Húsið var stakt, sem bendir til þess að þar hafi verið sæluhús á heiðinni. Á Vörðufelli er gömul hlaðin fjárrétt Selvogsmanna. Þar eru einnig Smalavörðurnar, en þjóðsagan segir að smalar, sem týnt hefðu einhverjum hlut, hefðu þá hlaðið litla vörðu á fellinu og skipti þá engum togum – þeir fundu hann skömmu síðar. Syðst á fellinu er markavarða. Krossmark er á jarðfastri klöpp sunnan og neðan við hana.
Haldið var áfram upp í Strandardal og stefnan tekin á Kálfsgil. Efst í dalnum er Sælubuna, gömul lind, sem kemur undan hlíðinni. Hana þrýtur aldrei og gat fólk fyrrum jafnan treyst á vatnið úr henni þegar það var við heyaðdrætti í Strandardal og Hlíðardal þar ofan við.

Mogrof

Kálfsgilið var nú þurrt, sem oftar síðari árin. Þegar gengið var upp það miðja vegu mátti, ef vel var að gáð, sjá glitta í skinnpjötlu, nær samlitu grjótinu. Nú var hver sekúnda dýrmæt. Þegar reynt var að nálgast staðinn var sem jörðin opnaðist skyndilega á svolitlu svæði og grjót tók að hrinja úr gilinu. Við það hrúgaðist að staðnum svo pjatlan varð næstum því utan seilingar. Þvílík tilviljun að jarðskjálfti skuli endilega þurfa að hrista gilið þegar einungis vantaði herslumuninn að tækist að krækja í Gullskinnu. En skjálftinn kom aðeins of seint til að hylja bókina alla. Hluta hennar var rifin upp, pakkað í skyndi og er nú í öruggri vörslu og bíður opnunar. Hvort í henni megi finna lýsingu á upphafi landnáms hér á landi eða galdraþulur skal ósagt látið – að sinni. Í öllum látunum hvarf myndavélin niður um gatið, sem myndast hafði. Það kom ekki að sök hvað Gullskinnu snerti, enda ekki unnist tími til að taka kyrrstöðumynd af henni í látunum.
Skuggi segir frá Gullskinnu, eða Gullbringu eins og hann nefnir hana einnig, í riti sínu um Brísingamenn Freyju. Ritið kom út 1948 og kallaði á mikil skoðanaskipti. Þar er því haldið fram að Gullskinna hafi verið með fyrstu Landnámsbókunum, en aðrar verið byggðar á henni, þótt ýmsu hafi þá verið sleppt. Hún segir t.a.m. frá Krýsum í Gömlu Krýsuvík, aðförinni að þeim og yfirtöku Dana, sem síðar voru nefndir hinir fyrstu Landnámsmenn. Þeir komu frá Noregi. Allt er þetta þó fram sett með fyrirvara um áþreifanlega sönnunarmöguleika.
Selvogsgata ofan HlíðardalsÍ sögnum af galdraprestinum Eiríki frá Vogsósum segir af Gullskinnu. Hún var mikil galdrabók, sem fór víða og margir vildu eiga. Hún barst hingað til lands með útlensku skipi. Það fórst, en maður kom henni í land í Selvogi við illan leik. Eiríki áskotnaðist bókin og notaði hann hana þegar þurfa þurfti. Öfl reyndu að nálgast bókina og taldi Eirkur vænlegast að láta hana hverfa. Segir sagan að hann hafi grafið hana í Kálfsgili. Þar hefur sést til hennar endrum og eins, en ávallt við tilteknar aðstæður, líkt og nú voru. Í bókinni er, skv. sögunum, m.a. kveðið á um hvernig eigi að magna upp óveður, fægja lágþoku og leita regns.
Gengið var með Katlahlíð yfir að Katlahrauni, þvert á Hlíðargil. Þar er Dísurétt í hraunkvos, fallega hlaðin og hefur haldið sér nokkuð vel frá árinu 1938. Erfitt er þó að finna réttina vegna legu hennar í hrauninu, en hún er mun nær Strandardalnum en áður var talið. Þá var komið að réttinni að vetrarlagi úr vestri, en nú var komið að henni að sumarlagi úr austri. Frá henni er ágætt útsýni upp Strandardal og yfir víðan Hlíðardalinn vestan Svörtubjarga.“
Selvogsgatna (Suðurfaravegurinn) var auðvitað fyrst og fremst kaupstaðarleið Selvogsmanna til Hafnarfjarðar með afurðir sínar. Þetta var gamla lestarmannaleiðin um aldir og allt fram undir 1940, meðan henni var haldið við með ruðningi sem sýsluvegi. Ferðin endaði í seinni tíð við Reykjavíkurveg 23 en farið var um Öldugötu eða Selvogsgötu að húsi Steingríms Torfasonar sem tók á móti ullinni.
Í dag fer útivistarfólk frá Bláfjallaafleggjara, upp Grindaskörð og gengur „gömlu götuna“ en kemur niður við Hlíðarvatn í Selvogi. Þetta er um 15 km ganga og tekur 5-6 tíma. En sjálf kaupstaðarleið Selvogsmanna er rúmlega 10 tíma ferð.
Margir hafa hugsað sér að ganga þessa fornu þjóðleið, en þrátt fyrir þá mörgu er lagt hafa land undir fót, hefur einungis örfáum tekist að ganga Selvogsgötuna til enda. FERLIR stefnir að því, innan ekki of langs tíma (ef Guð lofar), að gefa áhugasömu fólki kost á að feta þessa fornu götu – þá leið sem hún lá.

Möguleg tóft í Hlíðardal

Í lýsingu Konráðs Bjarnasonar segir m.a. um þennan hluta Selvogsgötunnar: „Nú er lestin komin langleiðina yfir Katlahraun. Nú blasa við augum á hægri hönd Strandardalabrekkur allbrattar og vel grösugar að efstu brún. Kálfsgil, er liggur frá Stakafelli, klífur Strandardalinn nær miðju og endar innri hluti hans í hvammi undir bergvegg, sem gengur út í Katlahraun og verður að öxl þeirri er skilur að Strandar- og Hlíðardal. Úr bergöxl þessari sprettur silfurtær vatnslind, Sælubuna, sem er ómetanleg fyrir heyskapafólk í nefndum dölum. Nú erum við lestarmenn í nokkrum halla á fótinn að komast framhjá bergöxlinni með sælubuninni sinni og þar með erum við komin á undirlendi Hlíðardals. Hann stendur Strandardal ofar mót hækkandi heiðlendi. Hann er hvammslaga og vel grösugur upp á brún. Efst í dalnum stóð eitt sinn bær Indriða lögréttumanns, Jónssonar. Hann var þar á fyrri hluta 17. aldar, merkur maður, góður skrifari og smiður. Lestargatan frá Urðarfellum til Litla-Leirdals liggur yfir einskonar hraunmóa, ávallt vel rudd á tímum lestarmanaferða. Nú fara að koma í ljós þokkafullir hraunhólar á hægri hönd með nokkrum brekkuhalla frá þeim niður í dæld þar sem stargresi vex út í snoturt vatnsstæði, Rituvatnsstæðið, sem kom sér vel fyrir sauðféð í sumarhögum og heyskapamenn á fjalli. Ofan við vatnsstæðið beygði gatan í norðaustur upp grasbrekkuhalla. Þegar upp var komið blasti Litli-Leirdalur við, alllangur í sömu átt.“
Varða ofan við SælubunuÞegar þessi lýsing Konráðs var gaumgæft af vandvirkni kom Rituvatnsstæðið fljótlega í ljós ofan við Hlíðardal. Um er að ræða vatnsmikið starengi, enda vatnsstæðið af sumum nefnt Starengisvatnsstæðið. Norðvestan þess hafa verið grafin notadrýgri vatnból. Þau hafa orðið til eftir mógröft. Skýrar götur liggja að því frá Selvogsgötunni, hvort sem komið er neðanfrá eða ofan-. Við Selvogsgötuna, á móts við vatnsbólið, eru brot af tveimur vörðum beggja vegna götunnar, er benda hefðu átt á mikilvægið. Frá þeim ber Hvalhnúka í götuna til norðurs.
Við norðanvert vatnsstæðið gæti verið tóft af sæluhúsi, enda áningarstaðurinn sérstaklega mikilvægur, bæði vegna vatnssins og legur hans millum byggðalaganna.
Þegar gengið var um Hlíðardal mátti sjá móta fyrir mögulegum tóftum á tveimur stöðum. Sá nyrðri þótti þó öllu sennilegri. Grjót var að því er virtist í veggjum. Út frá veðrum og legu kom þessi staður fremur til greina sem mögulegt bæjarstæði. Hafa ber þó í huga að hér hefur væntanleg verið fremur um tímabundna „selstöðu“ að ræða en varanlegan bæ. Og þar sem ekki hefur verið gert ráð fyrir búfénaði í „selinu“ heldur einungis fólki til slátta virtist „tóftin“ enn líklegri en ella. Brekkur dalsins voru einstaklega grónar og skrýddar hinum fjölbreytilegustu fjallagrösum.

strandamannahlid

Í Strandardal mátti vel sjá fyrir upptökum Sælubunu, en þegar betur var að gáð reyndist hún safalaus með öllu. Nýlega endurhlaðin varða ofan við hana er á áberandi stað; á klapparrana er aðskilur dalina.
Á baka leiðinni var komið við í Hlíðarborginni.
Þórður Sveinsson frá Bjargi í Selvogi sagðist vera mjög vel kunnugur þarna uppfrá; hefði svo að segja alist þarna upp á ungra aldri. Fyrrum hefði verið farið með tjöld inn að mógröfunum vestan við Stóra-Urðafell þaðan sem gengið hefði verið á rjúpu. Grafinn hefði verið skurður út úr mógröfunum því lömb vildu drukkna í þeim. Þarna hefði verið tekinn mór fyrir Selvogsbæina. Urðafellin væru þrjú; Stóra-Urðafell vestast, Mið-Urðafell og Litla-Urðafell (stundum nefnt Staka-Urðafell. Kálfsgil væri milli Mið- og Stóra-Urðafella. Rituvatnsstæðið rétt sunnan Litla-Leirdals, vestan Suðurferðavegar, hefði stundum verið nefnt Djúpa vatnsstæði.
Frábært veður. Ferðin tók 4 klst og 4 mín.

Heimild m.a.:
-Guðlaug Helga Konráðsdóttir.
-Konráð Bjarnason í Selvogi.

Rituvatnsstæðið

Brennisteinsnámur

Um er að ræða skýrslu um sögu brennisteinsnáms á Reykjanesskaganum frá upphafi, byggt á munnlegum sem og skráðum heimildum, auk ítrekaðra vettvagnsrannsókna.
brennisteinsnam-221Skýrslunni fylgir heildstæð  fornleifaskráning af öllum minjum á þremur megin brennisteins-námusvæðum; Seltúni og Baðstofu í Krýsuvík og í Brennisteinsfjöllum. Öll námusvæðin, sem að öllum líkindum hafa verið notuð meira og minna af og til frá því á 12. öld, hafa að geyma mannvistarleifar frá mismunandi tímum. Mikilvægt er að skrá allar minjar á svæðunum svo áætla megi sögulegt samhengi þeirra og ákveða varðveislu þeirra.
Þrjár fornleifaskráningar hafa áður verið gerðar á Krýsuvíkurnámu-svæðunum, en þær hafa verið mjög ónákvæmar.
Skýrslunni er ætlað að bæta úr framangreindu. Markmið hennar er, eins ávallt þegar FERLIRstilgangurinn er annars vegar; að skrá, miðla og varðveita.
Skýrslan, sem er á annað hundrað blaðsíður, verður ekki gerð aðgengileg á netinu, en verður dreift til valinna aðila er hagsmuna hafa að gæta á svæðunum.
Eftir sem áður ber að hafa í huga, að fenginni reynslu, að sérhver fornleifaskráning er – og getur aldrei orðið – endanleg.

Brennisteinsnámur

Brennisteinsnámur í Brennisteinsfjöllum – uppdráttur ÓSÁ.

 

Vatnsendaborg

Ratleikur Hafnarfjarðar er nú af stað genginn í 14. sinn. Markmið með ratleiknum er að hvetja til útivistar og náttúruskoðunar í fjölbreyttu landi nágrennis Hafnarfjarðar og um leið að vekja athygli á þeim fjölmörgu perlum sem leynast í næsta nágrenni.

ratleikur -5

Þema leiksins að þessu sinni er hleðslur. Stöðvarnar eru 27 talsins og á þeim öllum eru hleðslur af mannavöldum. Allar endurspegla þær búsetu- og atvinnusögu svæðisins frá upphafi til þessa dags. Þátttakendur geta því gengið á staðina og reynt að gera sér í hugarlund hvernig búskaparhættir voru hér áður fyrr.
Ratleiksk
ortið er frítt og má fá í Þjónustuveri Hafnarfjarðar, á sundstöðum og bensínstöðvum.
Leikurinn stendur til 21. september 2010. Fjölbreyttir vinningar í boði. Hér mun með tíð og tíma koma nánari fróðleikur um stöðvarnar.

Stöðvarnar að þessu sinni eru:

1. Skotbyrgi á Mógrafarhæð
Mógrafarhæð nefnist öxlin sem geng­ur suðaustur frá hábungu Ásfjalls í áttina að Blá­berjahrygg. Austarlega í hæðinni er skotbyrgi sem breskir hermenn hlóðu sumarið 1940. Þeir stóðu vaktina með rifla en þar var einnig gervi­fallbyssa úr gildum trjálurk sem leit út eins og fallstykki úr lofti. Sjá meira HÉR.

2. Grjótvirki á Hádegisholt
FlodahjalliHlaðið grjótvirki sem stendur nálægt efsta hluta Hádegisholts, en hæðin var einnig nefnd Flóðahjalli. Skotbyrgið hlóðu breskir hermenn úr 1/7 herfylki Wellingtons vorið 1940. Það er um 800 m² að stærð og víða hefur hrunið úr veggjum þess, sem voru rúmlega 1 m háir.
Sjá meira HÉR.

3. Stekkur við Stekkjartún
Fallega hlaðnir veggir af smáhýsi  eða stekk við Stekkjartúnið. Suðvestan við klett sem tóftin stend­ur hjá er einföld kvíahleðsla sem er nánast vall­gróin. Hraunhóllinn Einbúi er skammt frá hleðslunum og norðaustan þeirra er allnokkur furutrjálundur í Flatahrauni.
Sjá meira HÉR.

4. Beitarhús nærri Selgjá
BeitarhusVeggir af fornu beitarhúsi í landi Urriðakots sem hlaðið var til skjóls fyrir útigangsfé og senni­lega smalann líka. Ekki er vitað um aldur hússins sem er ekki lengur reft og standa veggirnir einir eftir, ásamt sér­kennilegri hleðslu á milli hraunkletta með einskonar glugga sem snýr  í austurátt.
Sjá meira HÉR.

5. Hleðsla við Selgjárhelli
Norðurhellar eru í Selgjá (Norður­hellagjá) sem er beint framhald Búrfellsgjár. Hellarnir voru nýtt­ir í tengslum við selbúskap 8 kóngsjarða á Álftanesi. Talið er að selin hafi verið 11 talsins og eru tóftir nokkurra mjög greinilegar við gjárbarmana, en minna ber á öðrum seltóftum.
Sjá meira HÉR.

6. Vatnsendaborg
VatnsendaborgFjárborg Vatnsendabænda stendur hátt á Hjallabrúnum skammt frá landamerkjarvörðu á Arnarbæli (Arnarsetri) sem skipti löndum milli Vífilsstaða og Vatnsenda. Borgin er rétt innan við landamerki Vatnsendalands og var helsta skjól  sauðanna sem voru þar á vetrarbeit.
Sjá meira HÉR.

7. Gjáarrétt í Búrfellsgjá
Gjáarrétt var fjallskilarétt Álftnesinga og bendir margt til að hún hafi verið stærri áður fyrr. Al­menn­ingurinn er óvenju lítill, en þessi rétt var hlaðin árið 1839 og hætt að nota hana 1920 þegar Hraunrétt í Gráhelluhrauni varð lögrétt. Gjáarrétt var friðlýst 1964.
Sjá meira HÉR.

8. Fallin fjárborg á Selhöfða
SelhofdiSelhöfði ber nafn með rentu því nokkur sel voru norðan og vestan við hann. Ofarlega á höfðanum er tölu­verð grjóthrúga; leifar hruninnar fjárborgar. Grjótið lætur ekki mikið yfir sér þar sem það liggur á víð og dreif en auðvelt er að ímynda sér hversu stór fjárborgin var.
Sjá meira HÉR.

9. Húsatóft við Fremstahöfða
Rétt austan við Fremstahöfða eru vegghleðslur fjárhúss sem byrjað var að reisa úr hraun­grjóti rétt eftir aldamótin 1900 en var aldrei klárað að því er næst verður komist. Húsatóftin minnir á það hversu mikið menn voru tilbúnir að leggja á sig til að skýla sauðfé sínu fyrir vertrarveðrum.
Sjá meira HÉR.

10. Fallin fjárborg á Borgarstandi
BorgarstandurVestur af Borgarstandi er beitarhúsatóft með gerði en suðvestan Smalaskála eru nokkrir fjárhellar með tilheyrandi hleðslum. Tvær fjárborgir stóðu á Borgarstandi en grjótið úr eystri borginni var fjarlægt á sínum tíma. Vestari borgin er hrunin og eru minjar hennar friðlýstar.

11. Vatnsveituhleðsla í Lambagjá
Veturinn 1917-18 voru hlaðnar undirstöður fyrir 1.600 m opna trérennu  sem lá frá Kaldárbotnum að Sléttuhlíð, þar sem vatn var látið renna niður í hraunið. Öll hleðslan milli Lambagjár og Kaldárhnúka er friðuð og ekki má raska þessu

 mannvirki á neinn hátt. 

12. Fallinn stekkur í Helgadal
HelgadalurHellarnir í Helgadal voru fyrrum notaðir sem fjárskjól og eru fornar hleðslur í nokkrum þeirra. Skammt suður frá hellunum eru tóftir beitarhúss sem var líkast til sel í eina tíð. Helgadalsstekkur sést á lágri hraunklöpp rétt norðan hellanna, en hann er löngu fallinn.  

13. Túngarðurinn vestan við Óttarsstaði
Heimatúnið á Óttarsstaðabæjunum tveimur var girt tvístæðum túngarði sem hlaðinn var úr hraungrjóti að vestan en sjávargrjóti að austan. Þessi vandaði garður var feiknarmikið mannvirki og þurfti talsvert viðhald. Hann stendur að hluta enn þó víða hafi hrunið úr honum.

14. Norðurfjárhús
NorðurfjárhúsÁ sjávarbakkanum skammt frá bæjarhól Lónakotsins, beint niður af klapparhól sem var ýmist nefndur Krumhóll, Vökhóll eða Sönghóll, er það sem eftir er af Norður­fjárhúsum. Þykkhlaðnir veggirnir standa enn þó svo að þekjan hafi fyrir löngu fokið á haf út.

15. Hausthellir vestan við Lónakot
Hausthellirinn var skammt vestan við Lónakotstúnið og þótti ekki merkilegt skjól. Hellirinn var notaður þegar taka þurfti lambærnar heim á bæ alveg undir jólin. Vegna smæðar sinnar var hann lagður af um leið og Norðurfjárhúsin höfðu risið um aldamótin 1900. 

16. Fyrirhleðsla við Smala-skálaskúta
SmalaskalaskjolRétt  norðan Reykjanes­brautar nærri Lónakoti er Sjónarhóll, mikill og margskiptur hraunhryggur. Norðaustan Sjónarhóls og vestan við Jakobs­vörðuhæð er fjárhellir með fyrirhleðslu. Þetta er fjárskjól sem heitir Smalaskálaskúti þó svo að skútinn sé spottakorn frá Smala­skálahæð. Skútinn er um 100 m vestan við Jakobsvörðu með op til vesturs.

17. Jakobsvörðuhæðarrétt
Norðan Jakobsvörðu er forn stekkur ásamt æva­gamalli fjárrétt sem dregur nafn sitt af hæðinni, en minjarnar vi

tna um búskaparhætti fyrri tíðar.  Réttin er skammt frá fornum götum, sem heita annarsvegar Vetrarleið og hinsvegar Óttarsstaðafjárborgarstígur.

18. Jakobsvarða
JakobsvarðaJakobsvarða líkist lágri heysátu og hefur örlítið hrunið úr henni þar sem hún stendur á Jakobs­vörðuhæð. Enginn kann skil á Jakobi.

19. Stekkurinn við Þorbjarnarstaði
Nokkuð stór réttagarður liggur utan um Stekkatúnið norðan undir Stekkatúnshæðinni. Innan garðsins var Stekkatúnið sem var slegið þegar leið á sumar enda allt sauðféð fyrir löngu farið á fjall. Innan Stekkatúnsins var hlaðið gerði sem skiptist í stekkinn og lambakró.

20. Skotbyrgi við Mosastíg

Skotbyrgi

Víða í Hraunum voru hlaðin skotbyrgi snemma á 19. öld sem refaskyttur notuðu til að felast er legið var fyrir tófu. Flest skotbyrgin hafa staðist tímans tönn en þeim var oftast fundinn staður nálægt grenjum eða þar sem smalar sátu yfir sauðfé sem var á útigangi árið um kring.

21. Réttargjá
Náttúruleg hraunsprunga skammt austan við jarðvegsnámu þar sem áður stóð gjallhóllinn Þorbjarnar­staða­rauðimelur. Hlaðið er fyrir sprunguna að norðanverðu og þar var eitt sinn réttarhlið úr timbri til að létta smölum fjárgæsluna þegar vetrarbeit var stunduð þarna.

22. Skotbyrgi á Smalaskálahæð
Á Smalaskálahæð við Krist­rún­arfjárborg er lítið skotbyrgi þar sem skyttur dvöldu dægrin löng í von um að góma varginn áður hann næði að dSmalaskalahaedrepa búsmalann. Kjötstykki af sóttdauðu hrossi eða sauðkind sem lyktaði vel var lagt í skotlínu til að lokka varginn út úr fylgsni sínu.

23. Bekkjarskútinn
Bekkjarskútinn í Bekkjarhraunskeri er nokkuð stór og framan við hann eru fyrirhleðslur sem loka  opinu sem snýr mót norðvestri. Hraunið umhverfis skútann nefnist einu nafni Bekkjarhraun en hæðirnar kallast Bekkir. Tvær

 fornar götur liggja til sitthvorrar handar við Bekkina.

24. Óttarsstaðaselsrétt

OttarsstadirSuður af Óttarsstaðaseli er stór hraun­bás og þar er ævagömul rétt eða nátthagi sem tilheyrði selinu. Réttin er allrúmgóð og stendur á klöpp en réttarveggirnir eru hlaðnir frá hvorum kersbarmi fyrir sig. Hlið hefur verið fyrir réttaropinu en það fúnaði og varð að engu.

25. Óttarstaða-selshellar
Fjárskútar eru við flest selin í Almenningi og fyrir bragðið þurfti ekki að byggja þar beitarhús. Vestan Óttarsstaðasels er hraunhryggur og í honum er ágætur fjárskúti sem rúmaði fjölda fjár. Annar skúti er suður af selinu og átti hvor Óttarsstaðabóndi sinn fjárskúta þegar þar var tvíbýlt.

26. Fjallgrensbalar

BúðarvatnsstæðiNokkuð sunnan frá Fjallgrensbalavörðu er hlaðið skotbyrgi þar sem refaskyttur gátu legið fyrir bráð sinni. Fjallgrenið er nærri byrginu og þegar melrakkinn kom út úr greninu til að afla matar fyrir hungraða yrðlinga sína var skyttan í góðri aðstöðu til að vinna dýrið og hreinsa grenið. 

27. Búðarvatnsstæði
Búðarvatnsstæðið virðist vera mótað af manna höndum og þar er staðið regnvatn sem er varla drykkjarhæft nema í hallæri. Um mitt vatnsstæðið liggur hleðsla sauðfjárveikivarnagirðingar sem markaði landaskil milli Óttarsstaða og Hvassahrauns, og þar með á milli Hafnarfjarðar og Voga.  Vatnsstæðið er rétt undir háum hraunkanti.

Bekkjaskuti

 

Kálfatjörn

FERLIRsfélagi, sem var á göngu á Vatnsleysuströnd fyrir skömmu, rak skyndilega auga í ártalsstein í fjörunni. Hann hafði margsinnis áður gengið sömu leið, en nú voru birtuskilyrðin (tilsýndarskilyrðin) hins vegar mun betri en áður, þ.e. sólin í réttu sjónarhorni svo skuggi féll á ártalið.

Ártalssteinninn

Við fyrstu skoðun virtist ártalið vera 1710, en þegar betur var að gáð varð ljóst að þarna hafði verið meitlað ártalið 1910. Nían var ógreinileg, en ef tekið er mið af öðrum ártalssteinum á Vatnsleysuströnd, t.am. ártalssteininum í gömlu sjóbúðinni við Kálfatjörn frá 1674 og kirkjubrúarsteininum frá 1790 þá er sjöan ógjarnan með þverstriki.
Hvað um það – ártalssteinn er þarna í fjörunni – og það merkilegur fyrir margra hluta sakir. Hann stendur efst í fjörunni, beint ofan við eina ákjósanlegustu og fallegustu vörina Ströndinni. Bærinn ofan við er á fornu bæjarstæði. Vörin var og notuð lengur en aðrar varir, löngu eftir að varanleg höfn var komin í Voga. Í beina línu við steininn er hleðsla; sökkull eða neðsta röð á hlöðnu húsi. Sjórinn hefur tekið annað af húsinu til sín, en eftir stendur þessi einharða röð til merkis um mannvirkið. Líklega hefur ártalssteinninn verið hornsteinn hússins eða byrgisins, en önnur slík eru allnokkur með ströndinni. Fyrrnefndur ártalssteinn neðan við Kálfatjörn er einnig dæmi um leifar af gömlu hlöðnu húsi, sem heimildir voru til um; verbúð.
SteinaröðinEf sá siður hefur haldist á Vatnsleysuströnd að ártalsmerkja verbúðirnar þá er þarna á þessu strandsvæði um að ræða leifar verbúðar frá 1910. Einungis vantar því þrjú ár upp á að þær geti talist til fornleifa. Þótt leifarnar séu í hættu vegna fyrirhugaðra framkvæmda á svæðinu hefur FERLIR ákveðið að geyma nákvæma opinberunnar hans og minjanna enn um þriggja ára skeið. Í rauninni eru þær dæmigerðar fyrir mannvirki á Ströndinni, líkt og lesa má um í heimildum manna er stunduðu vermennsku og sjósókn fyrr á öldum.
Ártalssteinninn er ágætt dæmi um fornleif, sem fengið hefur verið að vera óáreitt vegna þess að enginn hefur veitt henni sérstaka athygli. Þar með er hún orðin mikilvægur minnisvarði um aðrar slíkar, sem finna má á Vatnsleysuströnd – ef varið yrði tíma í að gaumgæfa allt það er þar mætti finna, hvort sem vegna skráðra heimilda eða einfaldlega nákvæmisleitar á svæðinu.
Ártalssteinn þessi er að vísu frá árinu 1910, en verðmæti hans eykst hins vegar í réttu hlutfalli við tilsettninguna. Hann gefur bæði til kynna að aðrar sjóbúðir á Vatnsleysuströnd hafi að öllum líkindum haft slíka hornsteina að geyma og að þá megi enn finna í nálægð leifa slíkra búða sem og í þeim búðum sem enn standa. Bara það gefur tilefni til enn einnar FERLIRsferðarinnar um strandir Vatnsleysustrandar!
Vatnsleysuströnd

Bekkjaskúti

Gengið var upp í Óttarsstaðasel og síðan áfram upp í Búðarvatnsstæði. Þar hjá á að vera hár steindrangur; Markhelluhóll, landamerki Óttarsstaða, Hvassahrauns og Krýsuvíkur. Í dag eru þau dregin um Markhelluna, u.þ.b. 800 metrum ofar. Eins og flestir vita er „hóll“ og „hella“ sitthvað.

Ottarsstadir vestri

Í bakaleiðinni var komið við í skotbyrgjunum við Fjallsgrensbala og gengið niður Almenning milli Óttarsstaðasels og Straumsels, þ.a. að hluta eftir merkjum Óttarsstaða og Straums. Af því tilefni var eftirfarandi rifjað upp. Í ferðinni voru tínd upp nokkur merki í ratleik Hafnarfjarðar 2010, s.s. í Óttarsstaðaseli og við Búðarvatnsstæðið.
Árið 1379 votta þeir Kári Þorgilsson, Jón Oddsson og Ólafur Koðráðsson að hafa heyrt máldaga kirkjunnar í Viðey lesinn og að Ólafur hafi lesið hann sjálfur áður en kirkjan (og þá væntanlega einnig umræddur máldagi) brann. Í vitnisburði þeirra sem fjallar um reka kirkjunnar og mörk hans er minnst á Óttarsstaði.
Bekkjaskuti-3Þann 9. september 1447 höfðu þeir Einar Þorleifsson og Steinmóður Viðeyjarábóti með sér jarðaskipti. Meðal þeirra jarða sem komu í hlut klaustursins voru 10 hundruð í Ottastöðum í Kálfatjarnarkirkju-sókn.
Óttarsstöðum bregður fyrir í fógetareikningunum 1547-1552 og eru þá líkt og aðrar Viðeyjarklaustursjarðir komnir í konungs eigu.
Í lýsingu gæða Óttarsstaða í jarðamatinu 1804 segir m.a.: „Udegangen er her temmelig god saa at Beder, Faar og Lam bliver kun lidet Foder bestemt.“
Ottar-2Í athugasemdum við Óttarsstaði segir, og mun það eiga við Garðahrepp í heild: „Da er i nærværende Evaluation anförte Faar og Beder ja endog Lam, i Almindelighed intet Foder erholde (som dem og her kuns lidet er bestemt); men holdes alleene paa Udegang, med hvilken dog er forbunden megen Fare, bestaaende baade deri, at disse Kreature, som ogsaa leve af fersk Tang og elske den, undertiden tabes i Söen, og det i Hobetal, paa nogle Skiær hvorpaa de i Ebbetiden gaar ud, og drukne siden med Flod, elle naar Vandet træder tilbage, tillige ogsaa deri at en Deel bortsnappes af Ræven, hvoraf det omliggende Hröjn (Lava Strækning) giemmer en saadan Mængde, som man ikke seer sig i Stand til at indskrænke mindre ödelægge, foruden hvad Foder Mangel i haarde Aaringer dog nödvændig maae medföre disse Kreatures ganske Tab. – saa proponeres her en Nedsættelse enten af baade Faar og Beder for det halve, eller, i Mangel deraf, da af den sidste Sort allene for 2/3 Deel, af det anförte og evaluerte saa meget mere som Proportionen med andre Jorder vilde ellers uforholdsmæssig naar hensees til den sande Bonite, som og den gamle Skyldsætning (Taxation) er ulige mindre end denne nye, hvilket ikke i Almindelighed indtræffes.“

Ottarsstadasel

Þessi athugasemd virðist eiga við margar jarðir í ofanverðum Álftaneshreppi.
Óttarsstaðir eru meðal svokallaðra Hraunajarða. Á árunum 1825–1874 áttu sér stað ýmsir atburðir er snérust um tengsl Hraunajarða og almenningslands Álftnesinga á Reykjanesi.
Óttarsstaðir voru seldir úr konungseigu þann 28. ágúst 1839.
Í Jarðatali Johnsens frá 1847 er getið bæði Óttarsstaða og Óttarsstaðakots þrátt fyrir að hvorki prestur né sýslumaður geti hjáleigunnar. Ástæða þess er að nokkru leyti ábúendatalan sem sýslumaður gaf upp á öllum Óttarsstöðum en að auki var hún byggð 1803.
OttarsstadaselsfjarskjolÍ jarðamatinu 1849 er kafli um jörðina Óttarsstaði með hjáleigunum Óttarsstaðakoti og Nýjakoti. Þar kemur eftirfarandi fram: „Landrými mikid. Landkostir ágjætir á sumrum. Vetrarbeit mjög gód, en nokkud ördug. Skógur nægilegur.“
Þann 21. júní 1849 skrifaði eigandi hálfra Óttarsstaða undir svohljóðandi lögfestu: „Fyrst vid sjó milli jardanna Óttarstada og Straums ur Valnaskeri uppá Markhól, svo í Skiphól þaðan í Nónhól af Nónhól á nordurenda Gvendarbrunshædar, svo sunnan vid Mjósund upp í steinhús þadan á Eiólfshól eptir Eiólfshólsbölum uppá miðjann Fjallgrensbala. Af Fjallgrensbala suðurá Helluhól nordan á Búðarhólum á milli jarðarinnar Heimalands og og almennings afrjettar. Af Búðarhólum beina línu niður á Valklett [ógreinilegt, gæti verið Vakklett eða jafnvel Váklett] þaðan á Sauðaskjól, af Sauðaskjóli niður á Krumhól og Innraklif við sjó á milli jardanna Óttarstada og Lónakots.

Budarvatnsstaedi-3

Líka lýsi jeg eign minni það ítak í almennings afrjetti Alptaneshrepps, sem ofantaldri jörð minni ber að lögum innan hjer ofantaldra takmarka.“
Guðmundur Guðmundsson í Straumsseli lét lesa þessa lögfestu á manntalsþingi að Görðum 22. s.m.
Áreið var gerð á landamerki Hraunajarðanna og almenningsskóga Álftanesshrepps 12. september 1874 til þess að ákveða mörkin.
Þrjú landamerkjabréf fyrir Óttarsstaði voru undirrituð 26. maí 1890 og þeim öllum þinglýst 9. júní sama ár. Fyrsta bréfið fjallaði um landamerki milli Óttarsstaða og Hvassahrauns: Landamerki milli Óttarstaða og Hvassahrauns byrja í Mið – Krossstapa, frá Mið – Krossstapa í Klofningsklett, sem varða er hjá, sunnanvert við Einirhól.
Frá Klofningskletti í Búðarvatnstæði, frá Budarvatnsstaedi-4Búðarvatnsstæði í Markhelluhól, sem er hornmark frá Óttarstöðum, Hvassahrauni og Krísuvík; í hann er klappað Ótta., Hvass., Krv. – Undir bréfið skrifa Guðmundur Jónsson og Friðfinnur Friðfinnsson. Landamerkin samþykktu Sigurmundur Sigurðsson, Einar Þorláksson og einnig Á. Gíslason fyrir hönd Krýsuvíkurkirkju.
Næsta bréf ákvarðaði landamerki Óttarsstaða og Straums: „Landamerki milli Óttarstaða og Straums byrja við sjó, á Vatnaskersklöpp, og yfir miðjan Markhól. – Þaðan beint í Stóra–Nónhól, frá Nónhól í Gvendarbrunn, frá Gvendarbrunni í Mjósundavörðu, frá Mjósundavörðu í Klofaklett, suður og upp af Steinhúsi. Á Klofaklett er klappað: Ótta., Str., og varða hlaðin hjá. Frá Klofakletti í Markastein, suður og uppaf Eyólfshól; á þennan Markastein er klappað: Ótta., Str. – Frá þessum Markasteini sömu stefnu upp að Krýsuvíkurlandi.“

Markhella

Undir bréfið skrifa Guðmundur Jónsson, Friðfinnur Friðfinnsson og G. Símonsson. Landamerkin samþykkti Á. Gíslason.
Í þriðja landamerkjabréfinu var greint frá svohljóðandi landamerkjum Óttarsstaða og Lónakots: „Landamerki milli Óttarstaða og Lónakots – byrja rjett fyrir ofan sjáfarkampinn, þaðan í Markhól, sem klappað er á Ótta. Lón. – Frá Markhól í Sjónarhól, frá Sjónarhól í vörðu austanvert við Lónakotssel; frá þeirri vörðu í Miðkrossstapa.“
Undir bréfið skrifa Guðmundur Jónsson, Friðfinnur Friðfinnsson og
Hallgrímur Grímsson.
Í fasteignamatinu 1916-1918 eru Óttarsstaðarjarðirnar tvær talsins og einnig er getið Óttarsstaðagerðis. Landamerki beggja Óttarsstaða eru svohljóðandi: Landamerki að sunnan, úr Markaviki að fyrir innan Grunnfót, þaðan beina línu um stein og uppí Krossstapa þaðan að Krýsuvíkurlandi um markhól, að norðan úr Vatnaskersklöpp við sjó og í Stóra Nónhól þaðan í Mjósundavörðu, þaðan um steinhús og upp að fjallinu Eina og tekur þar við Krýsuvíkurland.

Markhelluhóll

Í fasteignamatinu 1932 er að finna lýsingar á eftirfarandi jörðum í Óttarsstaðahverfi: „Óttarsstaðir I og II og Óttarsstaðagerði. Í lýsingu ábúenda á Óttarsstaðum I kemur fram að beitilandið sé víðlent og mjög skjólgott, einnig að smalamennskan sé örðug. Beitilandið nýtist sem ágætis vetrarbeit fyrir sauðfé. Það hefur lyng og kvist. Þar segir líka að jörðin hafi nægt beitiland fyrir sínar skepnur árið yfir í heimalandinu.“ Um ítök segir: „Landræma til beitar afgyrt með Straumslandi, sem Óttarstaðir eiga er notuð til beitar.“
Í greinargerð ábúendanna kemur einnig fram að landamerki jarðarinnar séu ágreiningslaus, að landamerkin hafi verið uppgerð 1890 og að þau sé að finna í landamerkjabók sýslumanns. Sambærileg lýsing er á Óttarsstöðum II og Óttarsstaðagerði.
Budarvatnsstaedi-5Í október 1992 sendi Sesselja Guðmundsdóttir hreppsnefnd Vatnsleysustrandarhrepps greinargerð sem hún hafði tekið saman um landamerki hreppsins. Í mars 1993, sendi Sesselja frá sér aðra greinargerð, nú til fulltrúa hjá sýslumannsembættinu í Keflavík. Þar er að finna athugasemd um svokallaða Markhellu / Markhelluhól sem minnst er á í landamerkjabréfum Krýsuvíkur,
Hvassahrauns og Óttarsstaða frá árinu 1890: „… að öðru leyti hefi jeg ekki að athuga [við landamerkjabréf Krýsuvíkur] nema óráðið mun um rjetta þekkingu á „Markhellu“ að vestanverðu.“ Undir þetta skrifar Oddur V. Gíslason prestur á Stað í Grindavík …“

Fjallsgrensbali

Önnur athugasemd var gerð við bréfið og var hún svohljóðandi: „Sem eigendur og umboðsmenn Hvassahrauns-hverfisins leyfum við oss að gjöra þá athugasemd við framanskráð landamerki að í staðinn fyrir „Markhellu“ sjé settur „Markhelluhóll.“ Að öðru leyti samþykkt.“ Þetta undirskrifa Einar Þorláksson og Sigurmundur Sigurðsson. Athugasemdin um Markhelluhól hefur verið tekin til greina því skjalinu er þinglýst með því nafni.
Setninguna „… Markhelluhól, háan steindranga við Búðarvatnsstæði“ er vert að athuga nánar. Ca km fyrir ofan vatnsstæðið er trúlega hinn eini sanni Markhelluhóll og á landakortum síðustu ára eru mörkin um hann. Á hólnum er varða og stendur hann rétt ofan við djúpa en þrönga gjá og eru stafirnir sem getið er um í landamerkjabréfi Óttastaða – Hvassahrauns meitlaðir stórum stöfum á hólklöppina sem snýr til norðausturs.

Almenningur

Það er merkilegt hvað stafirnir eru greinilegir ennþá og vel getur verið að þeir hafi verið skýrðir upp einhverntíman á þessari öld.
Steindranginn sem nefndur er í lýsingunni er til þarna í nágrenninu og er hann spöl neðan og vestan við hólinn út í illfæru og grófu apalhrauni. Rétt við steindranginn er gömul mosagróin varða, há og mikil um sig, hlaðin úr stórum hraunhellum. Í lýsingunni hefur því verið blandað saman í eitt mark,
hólnum og drangnum og eins gæti hugsast, að mörkin hafi einhverntímann legið neðar, þe.a.s um drangann en ekki hólinn. Hvassahraunsbændur gerðu sér grein fyrir því, við undirskrift bréfsins að hægt var að ruglast á þessu tvennu og lögðu áheyrslu á örnefnið Markhelluhól sem er drjúgum ofar.“
Við skoðun á Markhelluhól ofan við Búðarvatnsstæðið kom í ljós mosavaxinn fótur af fornri vörðu.
Í Almenningi lék móskollóttur fallegur refur sér við hvurn sinn fót.
Frábært veður. Gangan tók 6 klst og 6 mín (17.2 km).

Heimildir m.a.:
-Íslenzkt fornbréfasafn, IV. b. Kaupmannahöfn. 1895-1897, s. 707-708.
-Guðm. J. og Friðfinnur, bændur á Óttarsstöðum skv. sóknarmannatali Garða 1890.
-Sigurmundur Sigurðsson var bóndi á Hvassahrauni og Einar Þorl. húsmaður þar (Sóknarmannatal Kálfatjarnar 1890   og Sóknarmannatali 1889).
-Árni Gíslason í Krýsuvík.
-Guðm. Símonarson bóndi í Straumi. (Sóknarmannatal Garða 1890).
-Hallgrímur Grímsson bóndi í Lónakoti. (Sóknarmannatal Garða 1890).

Óttarsstaðasel

Óttarsstaðasel – drónamynd.

Litluborgir

Haldið var í Litluborgir, stundum einnig nefndar Hraungerði og Minni-Dimmuborgir, með viðkomu í Helgadal og Valabóli.
Litluborgir-3Litluborgir eru hraunborgir og gervigígar skammt fyrir sunnan Helgafell ofan Hafnarfjarðar sem myndast hafa við það að hraun hefur runnið yfir stöðuvatn. Aðrar merkar og áhugaverðar myndanir á svæðinu eru dropsteinar og kísilgúr. Hið friðlýsta svæði er 10,6 hektarar að stærð.
Markmiðið með friðlýsingu Litluborga sem náttúruvættis er að vernda sérstæðar jarðmyndanir í landi Hafnarfjarðar. Jafnframt er það markmið með friðlýsingunni að varðveita jarðmyndanir svæðisins vegna mikils fræðslugildis, en Helgafell og nágrenni þess hefur um langan tíma verið afar vinsælt útivistarsvæði.
Litluborgir í Hafnarfirði, friðlýst sem náttúruvætti í stjórnartíðindum B. nr. 395/2009. Þar segir m.a: „Umhverfisráðherra hefur ákveðið að tillögu Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar Íslands og með samþykki Hafnarfjarðarkaupstaðar, sem landeiganda og sveitarstjórnar, að friðlýsa Litluborgir við Helgafell í Hafnarfirði sem náttúruvætti, skv. 2. tölulið 53. gr. laga um náttúruvernd, nr. 44/1999.

Litluborgr-2

Umsjón og rekstur náttúruvættisins skal vera í höndum umhverfisnefndar Hafnarfjarðarkaupstaðar, samkvæmt samningi Umhverfisstofnunar og Hafnarfjarðarkaupstaðar sem umhverfisráðherra staðfestir. Umhverfisstofnun skal sjá um gerð verndaráætlunar fyrir náttúruvættið í samráði við Hafnarfjarðarkaupstað. Almenningi er heimil för um náttúruvættið, enda sé gætt góðrar umgengni. Í samræmi við samþykkt um hundahald er óheimilt að hafa hunda í náttúruvættinu án fylgdar og tryggrar stjórnar. Umferð vélknúinna farartækja, þ.m.t. vélsleða, er óheimil í náttúruvættinu. Óheimilt er að hrófla við eða skemma á annan hátt jarðmyndanir í náttúruvættinu Litlu­borgum. Óheimilt er að spilla gróðri og trufla dýralíf innan marka náttúruvættisins.

Litluborgr-3

Ræktun og dreifing framandi tegunda er jafnframt óheimil innan marka þess. Skotveiðar eru óheimilar á svæðinu. Allar framkvæmdir innan náttúruvættisins eru háðar leyfi Hafnarfjarðarkaupstaðar og Umhverfisstofnunar. Framkvæmdir skulu vera í samræmi við samþykkt skipulag og verndaráætlun. Gert er ráð fyrir merktum og stikuðum gönguleiðum og stígum um svæðið sem tengst geta öðrum gönguleiðum um uppland Hafnarfjarðar. Brot gegn friðlýsingu þessari varðar sektum eða fangelsi allt að tveimur árum.“
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Heimildir m.a.:
-Litluborgir í Hafnarfirði, friðlýst sem náttúruvætti í stjórnartíðindum B. nr. 395/2009.

Litluborgir

Litluborgir – gervigígur.