Lönguhlíðarhorn

Ætlunin var að skoða stíga neðan Kerlingarhnúka um Dauðadali sunnan Helgafells. Gengið var m.a. um Tvíbollahraun (~950 e.Kr.) og Skúlatúnshraun (~3000 ára (Ísor)), einnig nefnt Hellnahraunið eldra.

Selvigsgata/Dauðadalastígur

Selvogsgata/Kerlingarskarðsvegur/Dauðadalastígur.

Þar er Gullkistugjá, löng sprungurein sem fer m.a. í gegnum suðausturhluta Helgafells og suður um hraunið. Séra Friðrik Friðriksson stofnandi sumarbúða KFUM og K í Kaldárseli gaf sprungureininni nafnið Gullkistugjá. Manngerð brú er þvert yfir miðja gjána. Þar skammt frá hafði lóan verpt tveimur eggjum.
Ofan Gvendarselsgíga er slétt helluhraun, Skúlatúnshraunið fyrrnefnda, ígildi dyngjuhrauns, því um er að ræða óvenjumikið magn og flæmið eftir því. Ofarlega í hrauninu er gróinn ofanhólmi, uppspretta vangaveltna um fornar mannvistaleifar. Fyrir um 2.000 árum (Náttúrufræðingurinn 1997-1998) varð mikil goshrina á Reykjanesskaga og gaus þá m.a. í Brennisteinsfjallareininni. Frá einum gígnum, Stórabolla í Grindarskörðum, rann mikið hraun niður í átt að Straumsvík. Það breiddist út yfir stórt svæði ofan við Helgafell og Húsfell.
Daudadalastigur-3Ein kvísl hraunsins rann sunnan og vestan við Helgafell og þaðan niður á milli Helgafells og Gvendarselshæðar og síðan vestur fyrir Stórhöfða, allt til sjávar og myndaði núverandi strönd milli Straumsvíkur og Hvaleyrarholts. Þetta hraun stíflaði uppi Hvaleyrarvatn. Suður af Helgafelli heitir hraunið Skúlatúnshraun en við Hvaleyrarholt myndar það meginhluta Hellnahrauns.
Að þessu sinni var byrjað á því að fylgja stíg (Dauðadalastíg) frá Bláfjallavegi til austurs áleiðis að Kerlingarhnúk. Stígurinn er áberandi í Skúlatúnshrauninu, sem er þarna sem mjó og tiltölulega slétt hvylft milli nýrra og úfnari hrauntungna Tvíbollahrauns. Syðri tungan er að hluta til komin ofan úr Syðstubollum ofan Kerlingarhnúks. Sést hraunfossinn vel utan í hlíðunum neðan Þverdals. Auðvelt er að finna á fæti ástæðuna fyrir því að þessi leið hefur verið valin. Hún er sléttaflíðandi og því þægileg til göngu. Við stíginn miðja vegu milli vegarins og hlíðarinnar er vatnsstæði.
Daudadalastigur-4Frá því og upp að Þvergilslæk er stígurinn enn eins augljós. Og eftir að yfir Þvergilslækinn er orðið erfitt að greina hann, en hann lá upp með læknum í hlíðarrrótinni. Neðst undir Þvergili beygði hann neðst upp með gróinni hlíðinni og upp í Þverdal. Þaðan sést stígurinn vel upp og suður dalinn uns komið er upp með sunnanverðum Kerlingarhnúk. Liggur stígurinn inn á námustíginn frá Hlíðarvegi og áleiðis inn í Námuhvamm í Brennisteinsfjöllum.
Þá átti eftir að finna vestari hluta Dauðadalastígs neðan Bláfjallavegar að Gvendarselshæð. Gengið var vænleg leið niður með og milli Marhraka (Markraka) hæðanna, í gegnum Dauðadali og með vestustu tungu Stórabollahrauns með stefnu á suðurhorn Helgafells. Með góðum vilja var hægt að fylgja stíg við hraunhornið áleiðis að Helgafelli, en að öllum líkindum er um fjárgötu að ræða. Komið var að gróinni og áberandi vörðu í miðju Skúlatúnshrauni, en erfitt var að sjá hvaða hlutverki hún hafi átt að gegna á þessum stað, nema ef vera skyldi til að undirstrika landamerki.
Þegar komið var að Gullkistugjá varð ljóst að annað hvort þyrfti að fara yfir hana um nyrsta horn eða miklu mun sunnar. Gjárbarminum var fylgt uns komið var að manngerði brú yfir hana. Um hana lá stígur áleiðis niður að norðanverði Gvendarselshæð, niður á Dalaleið. Götunni var fylgt að Skúlatúni og síðan áfram upp Skúlatúnshraunið, upp að suðvestanverðum Marhraka og áfram um miðja Dauðadali áleiðis upp á fyrstnefnda kaflanum ofan Bláfjallavegar.

Gullkistugja-2

Ásbjörn Özurarson, bróðursonur Ingólfs Arnarsonar, er í Landnámu sagður hafa búið á Skúlastöðum. Han nam land milli Hraunsholtslækjar og Hvassahrauns og Álftanes allt. Munnmæli munu vera um að Skúlastaðir hafi verið þar sem Skúlatúnshraun sé, norðan við Lönguhlíðarhorn, sbr. umfjöllun í ritinu Garðabær – byggð milli hrauns og hlíða. Árni Helgason minnist á Skúlastaði og menjar þeirra í Lýsingu Garðaprestakalls 1842 (bls. 211). Hafi Skúlastaðir staðið þar sem munnmæli segja, eru líkur fyrir því að Almenningsskógalandið og Garðaland hafi verið hluti af landnámsjörð Ásbjörns heitins. Ekki er vitað til þess að fornleifarannsókn hafi farið fram í Skúlatúni. Reyndar má telja ólíklegt að þar finnist slíkar minjar því hafi bær verið á svæðinu frá fyrstu tíð má telja yfirgnæfandi líkur á að hraunin er runnu þarna þrálátlega á söguöld hafi náð að eyða þeim minjum varanlega.
Helgafellið blasti við með Riddarann efst. Riddarinn er í raun þríburði því í örnefnalýsingu fyrir Þorbjarnastaði í Hraunum er getið um tvo bræður hans á Brunabrúninni, sbr.: “Skammt austur frá hliðinu á austurtúngarðinum voru tveir hraundrangar, nær mannhæðaháir og áberandi af sjó. Þeir nefndust Riddarar. Um þá og Riddarann á Helgafelli var mið á Rifið út frá Óttarsstaðatúni”.
Daudadalastigur-5Helgafell, einkenniskennileiti svæðisins, er móbergsfjall í um 7 km suðaustur frá Hafnarfirði. Fjallið er 340 metra hátt, hömrótt og víða bratt. Á veturna getur verið varhugavert að ganga á fjallið vegna hálku sem leggst á klappirnar. Auðveldast er að fara upp hrygginn norðanmegin í fjallinu [reyndar er auðveldasta uppförin norðvestan í fellinu, um gilsskorning, sem þar er]. Einkenni fjallsins eru miklar klappir og lítill gróður. Mikið útsýni er af  Helgafelli og fróðlegt er að sjá hvernig hraun í nágrenninu hafa runnið og sprungið eftir því sem ár og aldir hafa liðið.Valahnúkar eru móbergshryggir norðan við Helgafell. Móbergs- og bólstrabergsmyndanir eru allfjölbreyttar myndanir og nokkuð sundurleitar innbyrðis. Þær eru flestar frá því á síðasta jökulskeiði sem hófst fyrir um 120.000 árum.

Daudadalastigur-6

Á hlýskeiðum renna hraun langar leiðir en á jökulskeiðum er landið hulið jökulskildi samanber í kaflanum um grágrýti. Við gos í jöklum nær bergkvikan ekki að renna frá gosinu heldur bræðir hún geil upp í jökulinn sem hálffyllist af vatni. Þegar kvikan blandast vatninu snöggkælist hún, splundrast og gleraska myndast sem sest að í geilinni. Ef vatnsdýpi er mikið þá orsakar vatnsþrýstingurinn að bergkvikan nær ekki að splundrast heldur myndast bólstraberg. Ef bergkvikan splundrast þá myndast þeytigos. Í öflugum þeytigosum brjótast gosefnin oft upp með miklum krafti og fara hátt upp í loft og hlaðast í miklu magni í kringum gosopið. Hinsvegar ef gosið nær ekki að vinna sig upp úr ísnum og vatn nær ekki að gosrásinni þá fer að renna hraun sem myndar hettu ofan á gosösku og heita það stapar. Þegar frá líður harðnar askan og ummyndast í móberg. 

Daudadalastigur-7

Þegar ísskjöldurinn hvarf af landinu stóðu móbergsfjöllin eftir. Dæmi um móbergshryggi er t.d. Valahnúkur og Helgafell [og Húsfell (278 m.y.s.]. Stapa er hins vegar ekki að finna á þessu bergmyndunarsvæði.
Elsta bergmyndun Hafnarfjarðar og undirstaðan sem allt annað hvílir á er grágrýti. Grágrýtið er grátt eða grásvart að lit, grófkornað, beltaskipt en yfirleitt er lítið um díla í því. Það myndaðist úr hrauni frá eldstöðvum sem voru virkar á hlýskeiði ísaldar og eru yfirleitt komin úr dyngjum. Ekki er vitað úr hvaða eldstöð grágrýtið í Hafnarfirði og umhverfi þess er komið. Grágrýtið er yfirleitt dálítið frauðkennt og tekur í sig mikið vatn og þolir illa veðrun. Jöklar frá jökulskeiðum ísaldar hafa farið yfir grágrýtishraunin og skafið allt gjall ofan af þeim.

Daudadalastigur-8

Nokkrar “götur” eru þarna um slétt helluhraunin og sumar þeirra vænlegar, en án efa eru þær allflestar fjárgötur. (Sjá meira um stíga í framangreindum hraunum HÉR og HÉR .) Hafa ber í huga að einstökum stöðum voru gefin hin ýmsu nöfn, allt eftir því hverjir að sóttu. Þannig var t.d. Selvogsgatan jafnan nefnd Suðurfararvegur meðal Selvogsbúa – og gerir enn.
Spyrja má hverjir hafi farið Dauðadalastíginn og í hvaða tilgangi. Eins og sjá má annars staðar á vefsíðunni liggur annar stígur allnokkuð norðar um Dauðadali í svonefnda Dauðadalahella. Sá stígur er mun yngri enda tiltölulega stutt síðan farið var að sækja hellana heim. Sá stígur, sem hér hefur verið til umfjöllunar, hefur væntanlega verið farin af rjúpnaveiðimönnum í Bollana áður en Bláfjallavegurinn var lagður og jafnvel námumönnum er sóttu vinnu í brennisteins-
námurnar í Brennisteinsfjöllum. Fyrir kunnuga er þekktu vel til staðhátta er þetta tilvalin leið frá Kaldárseli upp fyrir Kerlingarhnúk og áfram inn í Námuhvamm. Bæði liggur gatan betur við bænum en Selvogsgatan um Grindarskörð og Hlíðarvegur um Kerlingarskarð, enda námurnar allnokkru vestar í fjöllunum en fyrrnefndar leiðir voru ætlaðar millum staða.

Frábært veður. Gangan tók 5 klst og 5 mín. Gengnir voru 15.8 km.

Heimildir m.a.:
-isor.is
-Náttúrufræðingurinn 1997-1998, bls. 175.

Flóki

Í Dauðadalahellum.

Seltún

Ferðinni var heitið að Seltúni í Krýsuvík með það fyrir augum að skoða svæðið m.t.t. hugsanlegra sýnilegra minja (tófta).
Áður höfðu fundist seltóftir og hringlaga gerði austarlega á túninu. Ljóst er Selstaðanþó að þarna var brennisteinsnám um nokkurt skeið, bæði af hálfu Krýsuvíkurbænda og útlendinga. Tóftir húsa eru neðan undir Baðstofu (sjá meira HÉR) og því ættu að vera sambærilegar minjar við Seltún nálægt Hveradal þar sem brennisteinn var jafnframt numin á sama tíma. Ljóst er af skrifum Ole Henchels um brennisteinsmannvirki í Krýsuvík 1776 að þau voru nokkur, en höfðu verið látin drabbast niður. Brennissteinsvinnslan var síðan tekin upp að nýju í námunum og þá hafa væntanlega verið byggð ný hús og önnur mannvirki. Leifar þeirra ættu að sjást þrátt fyrir margbreytileika landsins.
Til gamans má geta þess að Seltúns- og Hveradalssvæðið er eitt fjölsóttasta ferðamannasvæði landsins, en minjanna þar umleikis er hvergi getið (árið 2009), hvorki hinnar fornu þjóðleiðar um Ketilsstíg, selstöðunnar í Túninu né brennisteinshúsanna.
HringlagaTil að gera langa sögu stutta má geta þess að við leitina fundust tvö hús úr torfi og grjóti norðan við Seltún, auk hestagerðis, og ein lítil ferningslaga tóft vestan við það. Áður en þessum minjum verður lýst nánar er ástæða til að rifja upp annan fróðleik um efnið á öðrum FERLIRssíðum (ekki síst til að koma að fallegum myndum af svæðinu).
“Brennisteinn var unninn í Krýsuvík á 18. og 19. öld. Frægar eru ljósmyndir í ensku 19. aldar blaði er sýndu “arðvænlega” vinnslu náttúruauðlinda á svæðinu. Á þeim sáust miklir hraukar brennisteins og allt virtist í fullum gangi. Tilgangurinn með myndunum var m.a. að selja enskum hlutabréf í námuvinnslufélaginu.
TóftÞeir félagar Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson voru á ferð um Krýsuvík árið 1756 og var þá unninn brennisteinn í Krýsuvík. Til er uppdráttur af námuvinnslusvæðinu frá þessum tíma. “Hverasvæðinu er skipt í tvö svæði. Annað heitir “Heimanáman”, þar sem brennisteinninn er. Það er sunnar, nær Krýsuvíkurbæ og sjónum. Hitt svæðið liggur norðar, uppi í fjöllunum. Þar eru hverirnir flestir, og eru fjórir þeirra mestir. Við mældum einn þeirra, sem bláleirsgrautur sýður í. Í honum beygja menn tré og gyrði. Hann er 6 álna djúpur. Annar hverinn er mjög nýr. Hann var til veturinn 1754 -1755 í miklum landskjálfta, og héldu þeir, sem þá voru staddir þar í brennisteinskofunum, að þeir mundu hrynja.”
TóftBrennisteinssvæðin voru tvö; annars vegar í Baðstofu (Heimanámar) milli Hettu og Hatts og hins vegar við Seltún. Bændur höfðu í gegnum aldirnar grafið upp brennistein og selt ferðamönnum milliliðalaust. Þeir seldu síðan námuréttindin fyrir peninga og þótti það í frásögu færandi. Upphæðin var þó lítil miðað við mögulegan ávinning.
Árið 1753 var komið upp húsi í Krýsuvík til að vinna brennistein að undirlagi Skúla Magnússonar landfógeta og Bjarna Pálssonar landlæknis. Nokkur ágóði varð af brennisteinsvinnslunni.
Í Jarðamati 1849–1850 er kafli um Krýsuvík og hjáleigurnar, Suðurkot, Norðurkot, Stóra – Nýjabæ, Litla – Nýjabæ, Vigdísarvelli, Bala, Læk og Fitjar. Þar stendur m.a.: “Landrými mjög mikið. … Skógarló. Talsverður brennusteinn. … Jörðin að flestum í nytjum mjög örðug og fólksfrek, þareð þær liggja langt frá og eru sumar sameinaðar lífshættu.”

Gerði

Í afsals- og veðmálabók Gullbringu- og Kjósarsýslu frá árunum 1848 – 1862 kemur fram að eigandi hálfrar Krýsuvíkur hafi leigt Jóni Hjaltalín námarétt og gefið byggingarleyfi þann 13. september 1851. Þar kemur einnig fram að þann 30. september 1858 selja eigendur Krýsuvíkur Joseph William Busby esq. brennisteinsnámur í landi Krýsuvíkurtorfu og Herdísarvíkur og að eigandi hálfrar Krýsuvíkur og Herdísarvíkur hafi heitið því þann 4. september 1858 að selja Jóni Hjaltalín námuréttindi.
TóftManntalsþing var haldið í Innri – Njarðvík þann 20. júní árið 1859. Þar var auglýst samningi sem Sverrir Eiríksson í Krýsuvík hafði gert við dr. Jón Hjaltalín þann 4. september 1858 um að Sverrir seldi Jóni sinn helming úr Krýsuvíkurtorfunni ef leyfi fengist ekki til þess að selja sérstaklega undan jörðinni brennisteinsnámur þær sem þar voru.
Á manntalsþinginu var einnig þinglýst afsalsbréfum sem eigendur Krýsuvíkur, S. Sivertsen og Sverrir Eiríksson, gáfu út síðla árs 1858. Í þeim kemur fram að þeir selji Joseph William Busby Esq. allar námur í Krýsuvíkurlandi.
Samningur milli eigenda Krýsuvíkur og Herdísarvíkur og Patersons um námur frá 2. desember 1871 var þinglesinn þann 20. júní 1877.
KetilsstígurLandamerkjabréf Krýsuvíkur var undirritað 14. maí 1890 og þinglesið 20. júní sama ár. Í landamerkjabréfinu kemur einnig fram hver hafi verið ítök kirkjunnar. Einnig er greint frá því í landamerkjabréfinu að Strandarkirkja og Kálfatjarnarkirkja eigi ítök í landi kirkjunnar, þar á meðal mánaðarselsátur í Sogum, sunnanvert við Trölladyngju, samkvæmt munnmælum og vitnisburði kunnugra manna, eign Kálfatjarnarkirkju, og að allar brennisteinsnámur á Krýsuvíkur- og Herdísarvíkurlandi séu í eigu útlendinga. Kostnaðurinn við brennisteinsvinnsluna varð þó of mikill og var því einungis unnin brennisteinn þar í tvö sumur eftir að JWB keypti námurnar. Síðan tóku ýmsir námurnar á leigu en síðastur þeirra var Bretinn T. G. Paterson og bróðir hans W. G. S. Paterson. Samningur milli eigenda Krýsuvíkur og Herdísarvíkur og Patersons um námur frá 2. desember 1871 var þinglesinn þann 20. júní 1877. Þeir nýttu námurnar árið 1876. Þeir stofnuðu m.a. “Brennisteinsfélag Krýsuvíkur” og reyndu sem fyrr sagði að selja hlutabréf í námuvinnslunni til Englendinga.

Þil

Á þessum tíma var orðið lítið af brennisteini ofanjarðar og æ erfiðara var að ná í hann. Grafa þurfti og bora eftir brennisteininum með mikilli fyrirhöfn. Hreinsa þurfti afurðirnar, safna saman, þurrka, móta og flytja. Settar voru upp nokkra kvíar úr tréþiljum í lækjarfarveginn og í þær safnað vatni. Í þeim var brennisteinninn þveginn áður en hann var færður upp í stóra hrauka á svæðið sem nú er bílastæði.
Á stríðstímum var brennisteinninn “gullsígildi”, en á friðartímum svaraði vinnsla hans varla kostnaði.
Árið 1880 er talið að allri námuvinnslu hafi verið lokið og sama ár var uppboð á ýmsum eigum félagsins.
Vinnsla brennisteins í Krýsuvík stóð því yfir í hartnær tvær aldir. Enn þann dag í dag má sjá leifar námuvinnslunnar, en fáir veita þeim athygli.
Í bók II er skýrsla Ole Henchels um brennisteinsnámur á Íslandi og hreinsun brennisteins, 30. janúar 1776. Í henni lýsir Ole m.a. leir og brennisteini í Krýsuvíkurfjalli og hvernig vatnsborð Kleifarvatns hafði lækkað eftir landskjálfta, “trúlega eftir að sprunga hafi opnazt í vatnsbotninum”.

 

Nýrri“Hjá syðstu námunum rétt við fjallsræturnar var fyrsta hreinsunarstöðin reist, en þar sem ekkert eldsneyti var þar að hafa, var hún flutt og sett niður fjórðung mílu frá bænum, en þar er mótekja góð. Síðan var hún flutt heim undir bæinn, því að mönnum þótti léttara að flytja brennisteininn þangað niður eftir en að flytja eldsneytið upp eftir að fyrsta stöðvarhúsinu. Heima við bæinn er einnig léttara að ná í vatn, því að lækur með góðu vatni rennur þar framhjá.
Ég athugaði ásigkomulag húsanna, með tilliti til þess að aftur yrði tekin upp brennisteinsvinnsla. Þau voru gerð úr torfi og grjóti á íslenzka vísu, en um þau og annan útbúnað, sem til vinnslunnar heyrði, er það skemmst að segja, að það var allt gersamlega ónýtt og húsin fallin, svo að allt verður að gera að nýju, ein og þar hefði aldrei fraið fram brennisteinsvinnsvinnsla eða nokkur hús og mannvirki til þeirra hluta verið þar.

Eldri

Þar sem aðeins eru liðin 8-9 ár síðan brennisteinsvinnslan lagðist niður, hefðu þó hús og áhöld átt að vera í nothæfu ástandi, ef eitthvert eftirlit hefði verið haft með þeim. Það hefði legið beint við að fela bóndanum í Krýsuvík umsjá með húsunum gegn einhverri lítilli þóknun, þar sem hann er þarna búsettur og hafði unnið við brennisteins-vinnsluna. Síðan hefði kaupmaðurinn í Grindavík, sem er einungis 2 1/2 mílu í burtu þaðan, getað farið til Krýsuvíkur eini sinni á sumri til þess að líta eftir, að umsjónin væri sómasamlega rækt. Þá hefði ekki þurft nema smávegis aðgerðir, þegar vinnslan yrði upp tekin á nýjan leik…
Bóndinn í Krýsuvík vissi ekki nema af einum stað öðrum, þar sem brennisteinn fyndist. Er hann 2 1/2 mílu í norðaustur þaðan. Síðast meðan unnið var í Krýsuvík að brennisteinsnámi, sótti hann þangað allan þann brennistein, sem þar var að fá, á 50 hesta, og hefur það þá verið nálægt 80 ættum. Ekki vissi hann, hvort brennisteinn hefði skapazt þar síðan, og væri það vert athugunar.
TóftEf til þess skyldi koma, að brennisteinsvinnsla yrði hafin hér að nýju, þá mundi stofnkostnaðurinn verða allmikill, eins og þegar hefur verið bent á. En ég þori að fullyrða, að þetta er kleift, ef hagsýni er gætti. Í fyrsta lagi verður að taka brennisteininn með hinni mestu varkárni. Þá verður og að fara skynsamlega að við hreinsunina og ætti fyrst að þvo hrábrennisteininn. Með þeim hætti hygg ég, að mætti ekki aðeins spara mikið lýsi, heldur einnig yrði brennisteinninn betri en ella. Hversu þessu yrði bezt fyrir komið, skal ég lýsa, þegar ég síðar lýsi þeim aðferðum, sem nú eru notaðar við hreinsun brennisteins í hreinsistöðinni á Húsavík.

Brennisteinn

Í Krýsuvík er brennisteinninn hreinni og betri en á Norðurlandi. Það þarf ekki heldur að flytja hann óhreinsaðan langar leiðir eftir vondum vegum, svo að framleiðslukostnaðurinn verður minni en á Húsavík. Hins vegar verður að kannast við það, að frá Krýsuvík þarf að flytja brennisteininn hreinsaðan 6 mílna leið til Hólmshafnar, en þaðan er hann fluttur út. En Grindavíkurhöfn er aðeins 2 1/2 mílu frá Krýsuvík og allgóður vegur þar á milli. Ef brennisteinsvinnslan yrði upp tekin, verða starfsmenn verzlunarinnar að skera úr því, hvort muni vera ódýrara, að flytja brennisteininn á hestum til Grindavíkur og þaðan á bátum til Básendahafnar, þar er ekki er siglt á grindavíkurhöfn, eða flytja hann á hestum alla leið í Hólminn eða til Hafnarfjarðar. En þeir geta gert það betur en ég, því þeir hafa fyrrum haft umsjá með flutningunum og vita, hvað þeir hafa kostað. Þeir ættu einnig að geta reiknað nokkurn veginn, hvað flutningskostnaðurinn yrði, eins og ég hef stungið upp á, og er þá létt að bera það saman, hvor leiðin reyndist ódýrari, og að velja hana að sjálfsögðu.
En þegar nú þar að auki nokkrar smáskútur eru gerðar út til fiskveiða við Ísland, gætu þær tekið brennisteininn á Grindavíkurhöfn, og þá er flutningurinn á landi mjög stuttur.
Hins vegar get ég ekki heitið því, að unnt sé að stunda brennisteinsnám í Krýsuvík um langt skeið í einu, þar eð námurnar eru allar á einum stað og ná ekki yfir sérlega stórt svæði. Þegar brennisteinninn hefur verið tekin úr þeim í 3-4 ár, mun þurfa að hvíla þær um jafnlangan tíma, nema menn yrðu svo heppnir að finna þar kaldar námur, sem hægt væri að vinna meðan brennisteinn myndaðist á ný í lifandi námunum, en ekki er hægt að gera því skóna með nokkurri vissu.
BrennisteinnEn ef ekki sýnist tiltækilegt að hefja brennisteinsvinnslu í Krýsuvík að þessu athuguðu, virðist mér samt, svo að námurnar liggi ekki þar engum til gagns, að rétt væri að lofa bændum þeim, er þar búa, að hreinsa brennisteininn, gegn því að þeir afhendi hann verzluninni og fengju erfiði sitt og fyrirhöfn goldið eftir landsvenju. Verzlunin mundi að vísu ekki græða mikið á þessu, en hafa þó nokkurn ágóða.
Þá rannsakaði ég, eins og mér var boðið, hvort jarðhitinn væri nokkurs staðar svo mikill, að unnt væri að nota hann til brennisteins-hreinsunarinnar. En hann reyndist mér hvergi meiri en svo, að kvikasilfrið kæmist í suðumark. Hann er þannig með öllu ónógur til að bræða með brennisteinn eða eima hann, þegar hann er í föstu formi.

Fegurð

En þó að hitinn væri nægur, þá er jarðveguinn of laus til þess, að hægt sé að koma þar fyrir húsi eða nokkrum tækjum til að handsama hitann, því að þar er hvorki hægt að ganga né standa án þess að hætta sé á, að maður sökkvi í leðjuna, og varð ég oft fyrir því að vaða jörðina upp í hné.
Dagana 18. – 19 júlí fór ég um fjöllin, sem liggja suðvestur frá Kelifarvatni og fram hjá brennisteinsnámunum og beygja síðan í suðaustur til sjávar. Svipaðist ég þar um eftir kalki, sem mér datt í hug, að kynni að finnast þar, af því að kalk er algeng bergtegund í öðrum löndum. En hversu vel sem ég leitaði, fann ég hvergi nokkrun kalkvott, því að hvarvetna þar, sem égf fór eða sá yfir, var enga aðra bergtegund að sjá en sandstein þann, sem áður hefur verið lýst.”

Krýsuvík

Af framangreindum tóftum má ætla að torfhúsin tvö hafi verið verkfæra- og vinnufatageymslur. Norðan þeirra er slétt flöt, líklega eftir stórt tjald. Sunnan tóftanna er gerði. Þar hefur væntanlega verið ferhyrnd girðing til að geyma hesta þá er fluttu brennisteininn til Hafnarfjarðar. Tófin ferhyrnda sunnar gæti hafa verið undir kamar, enda spölkorn frá námuvinnslusvæðinu.
Leifar af tréþili neðan við Hveradal eru vissulega síðustu leifar brennisteins-vinnslunnar. Þó mætti ætla, af járnnöglum að dæma, að þar væri um nýrra mannvirki að ræða, en ef grannt er skoðað má sjá að eldri naglar Bretanna hafa rygað í gegn, en nýrri verið settir í staðinn. Líklegt má telja að þar hafi einhverjir verið að verki er talið hafa að brennisteinsnámið myndi ganga í endurnýjun lífdaga, enga gnæð af honum enn af að taka.
Segja má að fegurð Krýsuvíkur núdagsins gefi gærdeginum lítið eftir – ef grannt er skoðað…
Gengið var yfir í Austurengi. Á þeirri leið var m.a. gengið fram á óþekkta selstöðu, sem sagt verður frá síðar.
Eins og fram kom í upphafi var ætlunin að leita að og finna hugsanlegar mannvistarleifar brennisteinsnámsins í Hveradal/Seltúni. Jón Haltalín vildi nefna námusvæðið Ketilsstígsnámu – og ekki að ástæðulausu. Í raun má segja að um nokkur hverasvæði sé að ræða austan í Sveifluhálsi, hvort sem átt  er við Baðstofusvæðið eða Seltúnssvæðið.

Heimild:
-Ólafur Olavius – Ferðabók II og II, Steindór Steindórsson frá Hlöðum íslenskaði, Bókfellsútgáfan, 1964, bls. 272-274 (II).
-http://hot-springs.org/krysuvik.htm
-Sveinn Þórðarson, 1998.
-Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar – 1978, bls. 178-179 II.
-Afsals- og veðmálabók Gullbringu- og Kjósarsýslu 1848-1862. (Gull. og Kjós. XIX, 3).
-Afsal Erlends Jónssonar á Brunnastöðum til P.C. Knudtzon, dags. 12.8.1838, á Krýsuvík með sex hjáleigum, Stóra-Nýjabæ, Litla-Nýjabæ, Norðurkoti, Suðurkoti, Austurhúsum og Vesturhúsum, og tveimur nýlendum, Vigdísarvöllum og Garðshorni. (Afs. og veðm. Gull. & Kjós. A, nr. 97).
-Þinglýsingar varðandi námarétt í Krýsuvík, dags. 20.6.1849.

Seltún

Seltún – hverasvæði.

Gjábakkahellir

Haldið var í Goðahraun. Goðahraun (Eldborgarhraun) er samheiti yfir hraunin sunnan Hrafnabjarga og Kálfstinda austan Þingvallasveitar. Í þeim eru allnokkrir hraunhellar, s.s. Rauður, Pyttlur, Upppgjöf, Litla-op, Ranahellir, Turnhellir, Þumall, Klakahellir, Burknahellir, Lambahellir, Súlnahellir, Fallhellir, Tvíbotni, Litli-Björn, Vörðuhellir, Flórhellir, Gjábakkahellir, Lambhellir, Súluhellir, Tintron, Vegkantshellir og Raufin.
Gossprungan, sem hraunið kom úr, er um 5 km löng. Tvær eldborgir eru mest áberandi.
Hellarnir á Lyngdalsheiði - loftmyndRauður er fínlegur hellir í uppvarpi suðaustan við efri eldborgina. Hellirinn er um 180 m langur og hallar töluvert. Víðast hvar er hægt að ganga uppréttur. Veggirnir eru víðast hvar rauðlitaðir. Nokkrir dropsteinar eru í þessum efsta helli Goðahrauns.
Pyttlur er mikið uppvarp mitt á milli stóru eldborganna. Ausan undir hæsta hluta uppvarpsins er mikil hola niður í undirdjúpin. Sjálfur hellirinn er lítill.
Uppgjöf er skammt austan við stóru eldborgina, um 100 m langur hellir. Innst er mikil þrenging, sem hellamenn hafa jafnan gefist upp á að þræða.
Efra opið á GjábakkahelliLitla-op er við enda hrauntraðar við stærstu eldborgina. Nokkrum metrum innan við munnann er lítið op sem leiðir inn í hellinn. Þrenging hamlar för en þar fyrir innan er mikill salur eða hvelfing sem vel mætti duga til fundahalda ef inngangan væri ekki jafn erfið og raun ber vitni.
Ranahellir er um 200 m suðsuðvestan við Litla-op. Hellarnir eru tveir; annar er um 30 m langur og hinn um 40 m langur. Endar sá í þrengingu líkt og fílsrana.
Turnhellir er nokkru neðan við veginn sem liggur upp frá Stóra-Dímon og upp í Þjófahraun. Tveir munnar eru nyrst og efst í hellinum og auðvelt að ganga um þá báða. Innar er gott rými og spenar í loftum. Innar liggja göng upp á við. Turnhellir er um 90 m langur.
Þumall er nokkur neðan við veginn milli Þingvall aog og Laugarvatns. Heildarlengd hans er um 160 metrar.

Gjábakkahellir

Klakahellir. Um er að ræða mikla fóðurrás er tengist Fallhelli, S’ulnahelli, Tvíbotna, Litla-Birni, Vörðuhelli, Gjábakkahelli og öðrum hellum á svæðinu þótt hátt í 3 km séu á millum. Í Klakahelli eru jafnan fallegar ísmyndanir. Hann opnast til norðurs í töluvert niðurfall eða djúpa laut. Heildarlengd hans er um 70 metrar.
Burnkahellir er um 150 m langur. Á stuttum kafla hefur rásin skipst í kringum súlu og hæðarmunurinn á gólfinu verður um tveir metrar.
Lambahellar eru tvær stuttar rásir skammt frá hvorri annarri. Í opunum eru beinagrind af kind og lambi.
Súlnahellir er margslunginn og kvíslast víða kringum súlur. Innarlega í hellinum eru nokkrir dropsteinar, sá lengsti yfir hálfur metri. Heildarlengd hellisins er um 300 metrar.
Opið á TvíbotnaFallhellir er um 80 m langur. Hann er víðast hvar manngengur, en töluvert hruninn. Gamalt hlaðið byrgi er skammt vestan hellisins og sést það langt að.
Tvíbotni er um 310 m langur, fallegur, upprunalegur og lítt hruninn. Mikið niðurfall er í hraunið þar sem hellirinn er og þarf stiga eða reipi til að komast niður. Í suðurátt er hægt að fara um 50 m inn. Fallegir spenar hanga niður úr loftinu og þar má og sjá lagskipt storkuborð. Í norðausturhorni hvelfingarinnar inn af niðurfallinu er lítið gat, innan við metri í þvermál. Þar má fara niður og blasir þá við glæsileg hraunrás sem er yfir 200 m löng. Innst er rásin um 10 m á hæð og um 10 m á breidd.
Mikið er í honum af ósnortnum spenum en einnig nokkrir dropasteinar. Í honum þarf sérstaka aðgát, bæði til að stíga ekki sumstaðar niður úr veiku gólfinu en einnig vegna sérlegra viðkvæmra hraunmyndana.”
Tvíbotni er í sömu hraunrás og Gjábakkahellir. Hann er um 310 metra langur, fallegur og lítið hruninn. Tvíbotni fannst 1985. Hellirinn hefur tvo botna, þ.e. hann er á tveimur Jarðfall í Goðahraunihæðum og opnast í miklu niðurfalli. Um fleiri en eina leið er að velja með mismunandi útkomum. Innst í norðurgöngunum er hellirinn stór um sig. Meira en 10 metra lofthæð er þar jafn langt á milli veggja.
Litli-Björn-Vörðuhellir fannst 1987. Til norðurs er hellirinn um 120 m langur, töluvert hruninn. Á köflum er hátt til lofts og  vítt til veggja, en endar loks í hruni. Hellirinn gengur síðan um 230 m til suðurs frá niðurfallinu. Þar sem niðurfallið er um 80 metra norðan þjóðvegarins liggur hellirinn undir hann eins og Gjábakkahellir og Vegkantshellir. Í þessum hluta hellisins er lítið um hraunmyndanir, en þó er margt að skoða. Hellirinn er yfir 10 m breiður og hæðin er 2-3 metrar. Hrun er á millum í heillegri rásarinni. Innst í hellinum er um 70 cm há verða, hlaðin úr 10 steinum, sem fallið hafa úr hellisþakinu. Á vörðunni er fjársjóður; 25-eyringur frá árinu 1921. Litli-Björn og Vörðuhellir eru sama rásin – að þInngangan í Flórhellinn miklaví komust hellamenn nokkru seinna eftir að hafa þrætt hinn síðarnefnda. Vörðuhellir er um 350 m langur, en heildarlengd hellanna er um 800 metrar.
Flórhellirinn er a.m.k. 40 metra langur. Hann dregur nafn sitt af innvolsinu, en hann er sumstaðar á tveimur hæðum.
Gjábakkahellir er á Lyngdalsheiði og liggur undir veginn um 2 km frá Gjábakka. Hann er opinn í báða enda og er neðri endinn merktur með vörðu. Efri hellismunninn er fyrir ofan Lambhelli. Hann er mikið hruninn og ógreiðfær en bót í máli að auðvelt er að komast niður í hann. Þar er nokkuð um sepa, totur, spena, storkuborð og ýmsar hraunmyndanir. Á einum stað skiptist hellirinn í tvennt og á öðrum er hann á tveim hæðum. Gjábakkahellir er í heildina um 364 metrar á lengd. Hellirinn hefur einnig verið nefndur Helguhellir og Stelpuhellir. Hann hefur verið þekktur lengi. Matthías Þórðarson þjóðminjavörður skoðaði hann árið 1919. Til er þjóðsaga þar sem segir að stúlka frá Gjábakka hafi farið í hellinn og aldrei komið út aftur eða þá að hún hafi komið upp úti á Reykjanesi og þá hafi skór hennar verið fullir af gullsandi. Þjóðsagan skýrir nafngiftina Stelpuhellir, auk þess gæti stelpan hafa heitið Helga.
Lambhellir er sem næst ofan í Gjábakkahelli. Opið er um 50 metrum frá vegi skammt suðvestan við efra opið á Gjábakkahelli. Opið er lítið og stiga þarf til að komast niður. Hellirinn er um 30 m á lengd. Lamb hefur lagst til hinstu hvílu á klettasyllu innst í hellinum.
Súluhellir er um 300 metrum suðvestan við syðri hellismunna Gjábakkahellis. Hann er lítill og um 40 m langur. Innarlega í honum er mikil súla fyrir miðjum hellinum.
TÞúfutittlingshreiður við eina hraunrásinaintron er flöskulaga hola sunnan við Stóra-Dímon. Kvika hefur komið upp um hellinn og hlaðið upp nokkrun hól, uppvarp eða sníkjugíg. Gatið er efst í hólnum. Um 10 metrar eru niður á hellisbotninn. Heildarlengd Trintons er um 27 metrar.
Vegkantshellir er við veginn, sunnan við Stóra-Dímon og Trinton. Heildarlengdin er um 90 metrar. Í honum er hátt til lofts og vítt til veggja.
Raufin er niðurfall um 200 metrum sunnan við Vegkantshelli. Sjálf rásin, sem opnast í rauf, er um 50 m löng.
Lendi Goðahrauns er auðvelt yfirverðar. Meginhraunrásirnar eru þrjár. Má rekja þær eftir jarðföllunum. Úr miðrásinni ganga þverrásir á nokkrum stöðum. Víða eru jarðföllin gróin og auðvel niðurgöngu, en á stöku stað verður hún ekki reynd nema með stiga eða reipi. Opin eru jafnan lítil, en stækka er innar dregur. Þó má finna víð og myndarleg op og fylgja rásinni skamman veg, t.a.m. efst í austastu rásinni. Við Gaumgæft í einni rásinnijarðfallið er varðað greni og skammt vestar hlaðið byrgi refaskyttu. Þúfutittlingshreiður er skammt sunnar, inn undir lágu barði. Rjúpa lá á eggjum skammt austar og skógarþröstur beið þolinmóður með orm í goggnum eftir að ferðalangarnir færu upp úr jarðfallinu hans.
Það kom í raun á óvart hversu stórsteinóttur Gjábakkahellirinn var. Þrátt fyrir það þræddi tíkin Brá hellinn á enda líkt og alsjáandi eftir að hafa fengið hálsljós að láni. Sennilega er hún fyrsti hundurinn er þræðir Gjábakkahelli á enda? Annars er Gjábakkahellir vinsæll ferðamannhellir. Þegar FERLIRsfélagar höfðu þrætt hellinn sást til tuga annarra vera að undirbúa ferðalag í hann ofanverðan – og það þrátt fyrir að aðrir hellar, miklu mun greiðfærari og fallegri séu þarna innan seilingar. I
nnkoman í Flórhellinn mikla er t.a.m. einna sú tilkomumesta er þekkist í hellum hér á landi. Annars felur Goðahraunið op sín með sæmd, en með aðstoð loftmyndar af svæðinu var tiltöllega auðvelt að rekja rásinar og kíkja niður í jarðföllin – hvert á fætur öðru. Með í för voru Myndanirstaðsetningarhnit af þekktum hellum á svæðinu, en opin sem kíkt var inn í virtust miklu mun fleiri. Hafa ber þó í huga að þar geta verið önnur op á áður þekktum rásum. Hins vegar rann söknuður til þess að opin bæru ekki merki Hellarannsóknarfélagsins með tilheyrandi nafngiftum því líklegt má telja að félagsfólkið hafi áður komið í þessar rásir, varið þar drjúgum tíma og skoðað. Merkingarnar HRÍ vekja ávallt jákvæða staðfestingartilfinningu hjá öðrum áhugasömum leitendum. Hér þarf að bæta um betur. Einnig er ljóst að staðsetning allra þessara “dæmigerðu” hella og nálægð við þjóðbraut gæti stuðlað að auknum áhuga almennings á fyrirbærinu – ef vel væri staðið að merkingum. Pokasjóður styrkir gjarnan slík verkefni.
Mjög erfitt er að taka almennilega ljósmyndir í hraunhellum snemmsumars vegna móðu sem myndast af mannverunum. Hellarnir geyma í sér vetrarkuldann og þegar hann mætir sumarhitanum verður árekstur.

Frábært veður – lygna og tveggja tölustafa hiti. Gangan um svæðið og hellana tók 4 klst og 4 mín.

Heimildir m.a.:
-Björn Hróarsson – Íslenskir hellar 2006, bls. 327-335.

Gjábakkahellir

Gjábakkahellir.

 

Víkingaskip

“Fornleifarannsóknir í Höfnum á Reykjanesi gefa til kynna að menn hafi vanið komur sínar til Íslands fyrir árið 870 og nýtt sér gæði landsins hluta úr ári. Fornleifafræðingur segir fyrri kenningar þegar vera fallnar.
Vog-2Fornleifarannsóknir á mannvistarleifum í Höfnum á Reykjanesi benda til þess að þar sé fundinn skáli sem hafi verið byggður talsvert fyrir hið hefðbundna landnám undir lok níundu aldar. Fornleifafræðingur telur að í skálanum felist nánari skýring á ástæðum þess að landnámsmenn settust að á Íslandi.

Byggðasafn Reykjanesbæjar og Fornleifafræðistofan standa að rannsóknum við Kirkjuvogskirkju, sem hófust árið 2009. Þá var um það bil fjórðungur skálans grafinn upp og benti margt til þess að um merkilegan fund hafi verið að ræða, segir dr. Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur í samtali við Fréttablaðið en hann stýrir rannsókninni.

“Þegar skáli finnst á Íslandi er að öllu jöfnu gengið út frá því að þar sé um venjulegan bóndabæ að ræða en þá verða að vera fleiri byggingar í næsta nágrenni, líkt og fjós, smiðja, búr og skemmur og þess háttar. Þrátt fyrir mjög ítarlega leit, bæði með jarðsjá, prufuholum og loftmyndum, finnast engin önnur hús í næsta nágrenni við skálann og þá veltir maður því fyrir sér hverslags byggingu er um að ræða.”

Vog-3

Bjarni bætir því við að niðurstöður kolefnisaldurs-greiningar gefi nú til kynna að skálinn hafi verið yfirgefinn á árabilinu 770 til 880, sem gefi tilefni til að áætla að hann hafi verið byggður fyrir hið “sagnfræðilega landnám” sem er jafnan miðað við árið 874.

“Mín vinnukenning er sú að um sé að ræða útstöð frá Norður-Evrópu, Skandinavíu eða bresku eyjunum, þar sem menn komu hingað í þeim erindagjörðum að nýta sér þær auðlindir sem hér var að finna, til dæmis bjargfugl og egg, fisk, hvalreka, og ekki síst rostungstennur.”

Bjarni segir þetta kollvarpa hefðbundnum skýringum á landnámi Íslands. “Þannig hefur búseta á Íslandi þróast úr því að vera útstöð hluta úr árinu yfir að endanlegu landnámi. Það kemur í stað þess að ímynda sér síðhærðan, reiðan kóng í Noregi sem rak höfðingja í burtu til Íslands. Það er hreinasti tilbúningur og rómantísering á upphafi okkar, til að réttlæta Íslendinga sem hluta af efri stétt Skandinava.”

Bjarni bætir við að þó að ljóst sé að gamlar “kreddukenningar” um upphaf Íslandsbyggðar séu fallnar að hans mati, eigi aðrar kenningar erfitt með að rata inn í sögubækur vegna hinnar eðlislægu íhaldssemi sagnahyggjunnar.

Rannsóknum í Höfnum er þó ekki að öllu lokið þar sem nú stendur yfir uppgröftur á miðhluta skálans og lokahnykkurinn verður næsta sumar.”

Heimild:
Fréttablaðið 4. júní 2011, bls. 4Vog-1

Mosfell
Í 990. för FERLIRs (2006) var haldið á austanvert Mosfell í norðanverðum Mosfellsdal.
Mosfell er kirkjustaður og prestssetur í Mosfellsdal undir samnefndu fjalli. Um árið 1000 bjó söguhetjan Egill Skalla-Mosfells og KirkjugilGrímsson á Mosfelli í elli sinni og var jarðsettur í dalnum. Egilsdys við Leirvogsá mun hafa varðveitt bein hans uns þau voru færð undir kirkjugólfið í nýrri kirkju á Hrísbrú (Mosfelli), sem nú er reyndar orðin að hinni fornu kirkju. Skömmu fyrir andlát sitt faldi Egill silfursjóð í grennd við bæinn, en hann hefur aldrei fundist. Fyrst var reist kirkja að Mosfelli á 12. öld, en núverandi kirkja var vígð árið 1965, teiknuð af Ragnari Emilssyni arkitekt.
Gengið var upp með austanverðu Kýrgili austan við Brekkukot. Líkt og um svo mörg önnur lítil gil hefur ekkert verið skrifað, þrátt fyrir lángan aldur. Um gilið rennur ljúfur lækur. Venjulega enda lækir í öðrum stærri, ám, vötnum eða í sjó, en þessi litli lækur er án endimarka, umkomulaus á miðri leið. Þarna hverfur neðri endi hans niður í mölina – a.m.k. um skammar stundarsakir. Líklega er hann með því að gæta þess að tjaldsegginn skammt neðar í malarfarveiginum geti náð að klekjast út. Að því loknu mun lækurinn án efa halda för sinni áfram skv. venju og öllum viðurkenndum lögmálum. (Hér er aðeins fært í “Laxnesstílinn”, svona í tilefni staðar og stundar, en fæðingarstaður skáldsins er einungis í sjónhendingu frá gilinu).
Í Kýrgili, sem ekki lætur mikið yfir sér, eru þó fallegar stuðlabergsmyndanir, auk bólstra og annarrra bergmyndana. Litli lækurinn, sem rennur um gilið, hefður náð að áorka ótrúlega miklu á skömmum tíma, enda verður að teljast víst að á vorstundum hafi hann verið mun umfangsmeiri en nú gerðist.

Kýrgil

Gróið er í jöðrum, en ofan þeirra hafa roföflin náð að rífa upp rótina, líkt og berghismið í gilinu sjálfu. U.þ.b. miðja vegu upp í ofanverðan gilsendann eru tóftir á honum austanverðum. Báðar eru þær í skjóli fyrir austanáttinni, líkt og tóftum er svo títt á suðvestanverðu landinu. Tóftirnar eru orðnar nær jarðlægar og láta því ekki mikið yfir sér, reyndar svo lítið að reiðvegur liggur í gegnum miðja eystri tóftina. Það segir sína sögu um sjáandann. Hann hugsar venjulega um það sem stendur huga hans næst. Hjá reiðmanninum er það hesturinn og gatan. Hjá honum eru fornar tóftir varla til, nema kannski sem skjól við áfangastaði.
Svo virðist sem þessi tóft gæti hafa verið tvískipt. Syðra rýmið er vel greinilegt. Það er þó frekar lítið.
Efri, nyrðri, tóftin er greinilegri, enda ósöskuð. Hún hefur einnig haft að geyma lítið rými. Vel gróið er framan við hana og þó sérstaklega handan gilsins. Þar er þýfður túnskiki, nokkuð stór, sem nú hefur furugræðlingum verið plantað í. Líklegt má telja að þar hafi fyrrum verið góð beit.
KýrgilAf nafninu á gilinu að dæma virðist þarna hafa getað verið beitaraðstaða fyrir kýr bóndans á Mosfelli eða Minna-Mosfelli. Annað hvort hafa kýr hans verið reknar þangað að morgni að loknum mjöltum og síðan til baka síðdegis, eða þær hafi verið hafðar þarna í seli um sumarið og afurðirnar færðar til bæjar. A.m.k. hefur nægt vatn verið þarna fyrir kýrnar sumarlangt.
Leifar af hinni fyrrnefndu kirkju að Mosfelli komu nýlega í ljós við fornleifauppgröft. Mikið var fjallað um hann á sínum tíma, en Guðmundur Magnússon hafði ákveðna skoðun á þeirri opinberun. M.a. lýsti hann henni með eftirfarandi orðum: “Ekki er víst að allir taki undir með fornleifafræðingunum sem grafið hafa upp leifar þúsund ára gamallar kirkju í Mosfellsdal og halda því fram að hún sé “einstaklega vel varðveitt”.
Sannleikurinn er sá að það þarf bæði ímyndunarafl og þekkingu á fornri byggingararfleifð, sem ekki öllum er gefin, til að sjá fyrir sér kirkju þar sem nú er grjót og fátæklegar timburleifar. Það hjálpar þó að greinilega má sjá útlínur kirkjunnar í grunninum og þannig átta sig á flatarmáli hennar. Stoðholur veita ennfremur vísbendingar um Kýrgilbyggingartækni.
En við Íslendingar erum líklega orðnir nægjusamir þegar fornleifafræði á í hlut. Við vitum að varðveisluskilyrði minja eru ekki góð hér á landi vegna veðurfars og jarðvegs. Við erum fyrir löngu hættir að bíða eftir því að upp úr jörðinni komi gersemar sem við getum flaggað í viðhafnarskápum í Þjóðminjasafninu. Líklega er hið eina sem þjóðin biður um og vonast eftir – þótt ekki fari það alltaf hátt eða sé opinberlega viðurkennt – að í moldinni sem fornleifafræðingarnir róta í með teskeiðum sínum leynist nýjar sannanir fyrir því að kappar og kvenskörungar fornbókmenntanna hafi verið af holdi og blóði; verið raunverulegar persónur. Óhætt er að segja að fæstir fornleifafræðingar hafi nú orðið sterka trú á víðtækri leiðsögn fornritanna við rannsóknir á leifum frá fyrri öldum. Aftur á móti eru þeir nógu þjóðhollir – eða bara skynsamir – til að nefna persónur fornsagnanna til sögu þegar þeir rekja rannsóknir sínar fyrir almenningi og fjölmiðlum. Þannig hafa skáldið Egill Skallagrímsson og Grímur Svertingsson komist í sviðsljósið nú þegar fundist hafa leifar kirkju frá frumkristni við merkilegar rannsóknir að Hrísbrú í Mosfellsdal. Þeir kappar eru ekki nefndir til sögu vegna þess að eitthvað nýtt sé um þá að segja á grundvelli fornleifanna heldur er hér á ferðinni meinlaus og oft bráðskemmtileg undirgrein almannatengsla, iðju sem margir þekkja frá stjórnmálaflokkum og stórfyrirtækjum.

Kýrgil.

Fyrir fræðimenn eru upplýsingar um byggingarform fornra mannvirkja, sjúkdóma, mataræði og hæð fólks, sem bein hafa fundist af, eða vísbendingar um lifnaðarhætti sem lesnar verða úr jarðvegi og dýraleifum, nægileg réttlæting og hvati rannsókna. Þeim verður iðulega heitt í hamsi og komast í uppnám út af leifum og gripum sem almenningur getur ekki lesið glóru í eða tengt frásögnum á fornum bókum. Fræðimönnum finnast nafnlausar minjar ekkert síður merkilegar en hinar sem hefðin og þjóðtrúin setur nafnspjöld á. Þetta gap á milli fræðimanna og almennings er eðlilegt og óhjákvæmilegt og þekkist í einni eða annarri mynd í öllum vísindum.  Fornleifafræðingar, sem unnið hafa við rannsóknir á Íslandi, eiga hrós skilið fyrir að hafa mörgum öðrum fræðimönnum okkar fremur lagt sig í framkróka um að miðla rannsóknum sínum, hugmyndum og kenningum til almennings. Það hafa þeir einkum gert á vettvangi fornleifauppgrafta með leiðsögn, fyrirlestrum og upplýsingaskiltum. Þeir hafa líka notað netið til að koma efni til almennings svo að til fyrirmyndar er.
Við Íslendingar getum verið harla glaðir þótt okkur takist ekki nema að litlu leyti að tengja fornleifar og fornbókmenntir okkar. Við þurfum í rauninni hvorki að leita né finna hetjur og kappa sagnanna í moldinni og getum einbeitt okkur að hversdagslegri minjum sem ekki eru síður mikilvægar til skilnings á sögu genginna kynslóða. Sannleikurinn er nefnilega sá að þótt gaman væri að finna höfuðkúpu Egils Skallagrímssonar í kirkjugarðinum að Mosfelli eða Hrísbrú eru margfalt meiri verðmæti falin í “Höfuðlausn” hans í “Egils sögu”. Við þurfum ekki að fara yfir bæjarlækinn til að sækja vatnið.”
Í frétt í Mosfellingi 2005 kom þetta m.a. fram um framangreindan fornleifafund með fyrir sögninni “Stórmerkur Bólstrifornleifafundur”: “Nú virðist ljóst að enn einn stórmerkur fornleifafundur hefur átt sér stað á Hrísbrú. Rétt í þann mund er fornleifafræðingarnir voru að ganga frá rústunum eftir vinnuna í sumar komu þeir niður á stólpa, veggi og gólf sem benda til þess að á staðnum hafi verið mjög stór bygging eða skáli.Allt er þetta einstaklega heillegt og án vafa einn merkasti fornleifafundur seinni tíma.
„Þetta er gersemi sem að maður hefði aldrei ímyndað sér að hefði varðveist svo vel“, sagði Jesse Byock fornleifafræðingur sem stýrt hefur rannsóknunum á Hrísbrú undanfarin ár.”
Á bls. 12 í blaðinu er síðan ýtarlegt viðtal við Jesse um fornleifauppgröftinn á Hrísbrú undanfarin sumur.
Eftir standa vangaveltur um tóftirnar við Kýrgil, sem gætu jafnvel reynst eldri en þær fornleifar, sem hér hefur verið sagt frá. Þær hafa þó þann annmarka að tengjast ekki sögufrægri persónu eða stað, sem áður hefur verið skrifað um og lesa má um í fornbókmenntum vorum. Þær eru þó allavega og áreiðanlega hluti af menningarafleifð svæðisins og sem slíkar eining búsetulegrar heildar þess. Og hvort sýnilegar bókmenntaafurðir mannanna séu sýnu merkilegri en önnur verk þeirra verður hver og einn að dæma um fyrir sig.
Frábært veður.

Heimildir m.a.:
-http://66.249.93.104/search
-Mosfellingur – 10. tbl. 4. árg. föstudagur 19. ágúst 2005.

Mosfellskirkja

Mosfellskirkja.

Krýsuvík

Krýsuvík er landnámsjörð. Þar nam Þórir haustmyrkur land. Þá hefur búsetan verið vestar en nú er, eða þar sem kölluð er gamla Krýsuvík í og við Húshólma í Ögmundarhrauni.

Krýsuvík

Drengir úr Vinnuskólanum á göngu – HH.

Nokkrar bæjarrústir, garðar og borgir eru þar í hrauninu, á svæði sem hefur verið talið óbyggilegt eftir að hraunið færði byggðina í kaf um miðja 12. öld. Meginbyggðin var m.a. færð að sunnanverðu Kleifarvatni, upp undir Gestsstaðavatn og austur fyrir Bæjarfell þar sem hún var allt fram á miðja 20. öld.

Um skeið var Krýsuvík höfuðból með mörgum hjáleigum – heimildir segja allt að 14 um tíma á 19. öld. Jörðin fóstraði margan manninn og skilaði sf sér dugmiklum afkomendum. Nú er hins vegar lítið orðið eftir af fornri frægð höfuðbólsins, en eftir stendur heilstætt búsetulandslag er minnir á mannlífið og atvinnuhættina fyrrum – allt frá upphafi byggðar hér á landi (og jafnvel eldri). Eftir að búseta lagðist af í Krýsuvík hófust framkvæmdir við áætlanir er jafnan fóru út um þúfur. Undantekning er þó starfsemi Vinnukólans Í Hafnarfirði þar sem ungir drengir frá Hafnarfirði elfdu hug og hönd, líkt og segir í söngtexta HZ, sem jafnan var á vörum drengjanna. Textinn gæti og vel lýst afstöðu Krýsvíkinga fyrrum:

Krýsuvík

Krýsuvík.

“Vasklega að verki göngum
vinir með gleðisöngvum
karlmennskan lokkar löngum
lífsglaðan hug.
Ræktum og byggjum, bætum,
brosandi þrautum mætum,
vonleysi, þrefi og þrætum,
þeytum á bug….

Kempur í kappasveit,
í Krýsuvík vinnum heit,
að duga og treysta vort drenglyndi og þor.
Vorhugans verkin kalla
verkglaða drengi snjalla.
Sindrar um sali fjalla
sólskin og vor.“

Mörgum leikur forvitni að vita eitthvað um örnefnið “Krýsuvík”. Ýmsar getgátur hafa verið uppi um tilurð þess, s.s. að heitið tengist orðinu “kross” eða þarna hefðu í fyrstu búið “krýsverjar” eða “Krýsir”. Ef skoðaðar eru gamlar orðabækur og orðatiltæki kemur í ljós að “krýs” táknar einfaldlega grunn skora í ask, sbr. grunn vík. Þar sem nú er hraun vestan við sunnanverðan Húshólma mun fyrrum, að öllum líkindum, hafa verið grunn vík – neðan við þar sem nú eru tóftir “Gömlu Krýsuvíkur”. Ásgeir Blöndal telur að nafnið hafi verið fengið út frá lögun víkurinnar og nafnið sé í ætt við krús og krúsa (Íslensk orðasifjabók) og er það í ætt við aðrar fornar orðskýringar. Orðið “krís” er einnig til, en í öðru samhengi; vandi eða óáran.

Indíáninn

Indíáninn í Kleifarvatni.

Núverandi akvegur frá Hafnarfirði til Krýsuvíkur var lagður um 1944. Um svipað leyti var lagður vagnfær vegur frá Grindavík að Stóra-Nýjabæ í Krýsuvík. Áður fyrr lágu hestagötur á milli staðanna. Segja má að Krýsuvík hafi verið í þjóðleið því vermenn og  bændur að austan komu þar við á leið þeirra í verstöðvarnar og verslunarstaðina við Grindavík, á Suðurnesjum og á Ströndinni. Erlendir ferðamenn lögðu jafnan leið sína til Krýsuvíkur, ekki síst vegna hveranna, sem þar eru fjölmargir í nágrenninu. Þá sýndu þeir fjölbreytilegum búskaparháttum bænda nokkurn áhuga.
Gamlar leiðir frá Hafnarfirði lágu t.d. um Undirhlíðaveg og Dalaleið frá Kaldárseli og um Hrauntungustíg og Stórhöfðastíg frá Ási. Þrjár þessara leiða mættust í Ketilsstíg um Sveifluháls.
Þá lágu götur yfir hálsinn að Vigdísarvöllum, vestur að Seltöngum og áfram að Ísólfsskála og austur um Deildarháls að Herdísarvík. Allar þessar götur eru enn vel greinilegar og áhugaverðar til göngu.

Norðurkot

Norðurkot í Krýsuvík.

Minjar má enn sjá eftir alla bæi, sem heimildir eru um að hafi verið í Krýsuvík frá upphafi. Mjög litlar rannsóknir hafa farið fram á aldri minjanna og því lítið vitað um sögulegt samhengi byggðarinnar í heild. Elstu tóftirnar eru að öllum líkindum, sem fyrr sagði, í Húshólma. Þar eru leifar þriggja skála, kirkju- eða bænhúss, grafreits, fjárborgar og langra garða, sem benda til langtíma búsetu. Rannsókn hefur sýnt að landnámsöskulagið (frá árinu 871) er í pælunni í einum garðanna, sem þarna er enn og hraunið hlífði fyrir átta og hálfri öld. Bendir það til þess að minjarnar getið verið allt að því frá upphafi norræns landnáms hér á landi – eða jafnvel eldri. Minjar í nálægum óbrennishólma styrkir þá tilgátu, en þar er m.a. að finna leifar af virki, topphlöðnu húsi og görðum.

Gestsstaðir

Gestsstaðir í Krýsuvík, sunnan Gestsstaðavatns – skáli.

Leifar elsta bæjarins utan Húshólmasvæðisins eru taldar vera í svonefndum Kaldrana suðvestan við Kleifarvatn og tóftum Gestsstaða sunnan við Gestsstaðavatn. Allar eru þessar minjar friðlýstar.
Auk þess má sjá leifar eftirfarandi bæja: Krýsuvík (Austurb/Vesturb.), Hnaus/a, Stóra-Nýjabæjar (Austurb/Vesturb.), Litla-Nýjabæjar, Norðurkots, Suðurkots, Læks (Austurbæjarr?), Snorrakots, Arnarfells, Fitja (Efri- / Neðri-), Eyrar, Vigdísarvalla, Bala og Fells. Þá má enn sjá leifar selja þessara bæja, s.s. Kaldranasels undir Hvammahlíð, Krýsuvíkursels austan Selöldu, selstöðu í og við Sogaselsgíg, selstöðu á Vigdísarvöllum og selstöðu á Seltúni. Verminjar eru á Seltatöngum og í Húshólma (ofan við Hólmasund) og víða eru fjárskjól og beitarhús því Krýsuvík þótti góð sauðajörð og urðu bændur og búendur því mest að treysta á sauðfjárrækt, enda bera minjarnar þess glögg merki. Útbeit er ágæt, þótt engin væri fjörubeit, en féð þurfti nákvæmrar hirðingar og varð maður alltaf að fylgja því á vetrum. Segja má með nokkrum sanni að ábúendur hafi lagt mikið á sig til að halda lífi í fénu því á því lifði fólkið. Fjárskjól og -gerði tengd fjárbúskapnum má t.d. sjá í Bæjarfelli, í Klofningum, á Krýsuvíkurheiði, í Stóra-Lambafelli og á Borgarhálsi. Mógrafir eru í Rauðhólsmýri, undir Baðstofu og í Innralandi.

Krýsuvíkurkirkja

Krýsuvíkurkirkja.

Krýsuvíkurkirkja er það kennileiti við bæjarhólinn í Krýsuvík, sem jafnan vekur hvað mesta athygli ferðalanga. “Elsta heimild um kirkju í Krýsuvík er, að um 1200 er hennar getið í kirknaskrá Páls biskups. Kirkjan er talin Maríukirkja, og á heimaland allt, ásamt Herdísarvík og níu mæla lands á Þorkötlustöðum, auk ítaka. Eftir það er Krýsuvíkurkirkju getið í ýmsum máldögum allt fram undir 1600. Flestir máldagarnir fjalla um eignir kirkjunnar fastar og lausar, ítök o.fl., og ber víðast fátt á milli, utan þá orðalag. Á tíma þeim, sem máldagarnir ná yfir, hefur lausafé kirkjunnar ekki ávallt verið það sama, munir gengið úr sér, og stundum aðrir komið í þeirra stað, lifandi peningi fækkað, þar til horfinn var með öllu, og segja má, að svo hafi farið um flesta muni kirkjunnar.
Allt bendir til, að Krýsuvíkurkirkja hafi aldrei rík verið af lausafé. Hitt mun helur mega telja, að fram eftir öldum hafi hún eftir öllum bréfum að dæma mátt teljast allveg á vegi stödd í föstum eignum, þar sem hún hefur átt allt land sóknarinnar, byggt og óbyggt, og meira þó, það er hún átti einnig Herdísarvíkina, bestu verstöð í Selvogi, landríka vildisjörð, og lágu lönd saman. Auk þessa ýmis ítök. Hitt er ljóst, bæði af íslenskum heimildum svo og ferðabókum erlendra, sem um landið reistu og til Krýsuvíkur fóru, flestir til athugunar jarðhita og brennisteini, að meðal sóknarmanna hafi þar oftar ríkt fátækt en auður, jafnvel svo, að til landauðnar dró á tímabili. Árið 1553-’54 telur Marteinn biskup “kirkju þar góða, – en enginn bær er þá í sókninni”. Með bréfi 27. sept. 1563 leggur Páll Stígsson hirðstjóri, í samráði við Gísla Jónsson biskup í Skálholti, niður sóknarkirkju í Krýsuvík, og leggist hún og eitt kot “sem þar er hjá”, til Strandarkirkju í Selvogi. Þó skal í Krýsuvík standa lítið húskorn, Guðs vegna og þess heimilisfólks, sem þar kann að vera sjúkt eða gamalt. “Og herra Gísli skyldi nokkur kúgildi til leggja, svo að Guðs orðs þénari mætti þar hvíld nætursakir hafa, þá hann þar kæmi eða þyrfti þar að koma guðlegrar hjarðar að vitja.” Krýsuvíkurkirkja virðist þó standa eftir sem áður. Í kirkjuskrá 1748 er kirkjan til, og enn í prestakallaskipunarlögum frá 1880 -og þá líklega einungis að nafninu til.
Núverandi timburkirkja var reist árið 1857, en lögð af sem sóknarkirkja 1929, notuð till íbúðar, endurbyggð og síðan endurvígð 1964. Hún tilheyrir nú Hafnarfjarðarprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi. Kirkjan er varðveitt af þjóðminjaverði. Þegar Krýsuvíkurbærinn, hið merka stórbýli um aldir, var orðinn svo hrörlegur á fyrri hluta 20. aldar að ekki var lengur hægt að hafast við í honum, flutti ábúandinn í kirkjuna. Hún var afhelguð og notuð sem bústaður um tíma. Þangað komu margir á ferðum sínum um Krýsuvík og nutu skjólsins þótt stundum væri vistin köld á vetrum. Ofn var þá í kirkjunni og var hann kyntur duglega, en kulnaði á milli.
Kirkjan er dæmi um einfalda sveitakirkju frá síðari hluta 19. aldar.
Krýsuvík er nú í eigu Hafnarfjarðarbæjar. Krýsuvík fór endanlega í eyði eftir 1950. Stórbýlið Krýsuvík hafði um tíma 14 hjáleigur, enda jarðgæði mikil áður en uppblástur tók að herja. Víða í Krýsuvík má sjá búsetuminjar, allt frá Selöldu í suðri að Kleifarvatni í norðri, Seljabót í austri og Selatöngum í vestri.
Sveinn Björnsson, listamaður og lögreglumaður, hafði vinnustofu í Krýsuvík. Þegar hann andaðist 28.04.1997, sjötíu og tveggja ára, var hann jarðaður í Krýsuvíkurkirkjugarði 9. maí. Þá hafði ekki verið jarðsett í garðinum síðan 1917.

Brennisteinsnám

Brennisteinsvinnslan í Seltúni.

Brennisteinn var unninn í Krýsuvík á 18. og 19. öld. Frægar eru ljósmyndir í ensku 19. aldar blaði er sýndu “arðvænlega” vinnslu náttúruauðlinda á svæðinu. Á þeim sáust miklir hraukar brennisteins og allt virtist í fullum gangi. Tilgangurinn með myndunum var m.a. að selja enskum hlutabréf í námuvinnslufélaginu. Þeir félagar Eggert og Bjarni voru á ferð um Krýsuvík árið 1756 og var þá unninn brennisteinn í Krýsuvík. Til er uppdráttur af námuvinnslusvæðinu frá þessum tíma. Þau voru tvö; annars vegar í Baðstofu milli Hettu og Hatts og hins vegar við Seltún (Hveradal). Bændur höfðu í gegnum aldirnar grafið upp brennistein og selt ferðamönnum milliliðalaust. Þeir seldu síðan námuréttindin fyrir peninga og þótti þá í frásögu færandi. Upphæðin var þó lítil miðað við væntingar. Enn þann dag í dag má slá leifar brennisteinsnámsins í Krýsuvík, einkum við Seltún.

Ýmsar þjóðsögur og sagnir hafa spunnist í Krýsvík. Má þar nefna söguna um Herdísi og Krýsu. Dysjar þeirra má sjá í Kerlingardal undir Stóru-Eldborg. Þjóðsagan um Mókollu gerðist í Klofningum. Þar má sjá fjárhelli, fyrirhleðslur og hústóft. Tanga-Tómas var draugur á Selatöngum. Á Töngunum má sjá miklar verminjar frá fyrri öldum, einkum frá 19. öld. Séra Eiríkur á Vogsósum, prestur í Krýsuvík um tíma, mætti Tyrkjum utan við kirkjuna. Þeir eru grafir í Ræningjadys. Sagnir eru og um skímsli í Kleifarvatni. Sumir telja sig hafa séð það, jafnvel á síðari árum.

Hvað sem öðru líður geymir Krýsuvík heilstætt búsetulandslag fyrrum íbúa. Við bæina var t.a.m. garðar, matjurtargarður, brunnur eða vatnsstæði, fjárból, nátthagi, traðir og önnur mannanna verk. Í nágrenninu voru fjárskjól, gerði, borgir og beitarhús. Hlaðnar refagildrur má finna við greni, arnarhreiður og vörður við gamlar leiðir. Allt þarnast þetta varðveislu svo komandi kynslóðir fái tækifæri til að sjá og skilja betur aðbúnað og aðstæður þær er forveður þeirra lifðu við og dugðu til að bæta hag þeirra sem á eftir komu.

Heimildir m.a.:
-Ólafur Þorvaldsson.
-Árni Óla.
-Jarðabókin 1703.
-Hörður Zóhaníasson.

Krýsuvík

Krýsuvík – Vinnuskólinn.

Lúpína

Lúpínan hefur á seinni árum sett bæði “lú” og “pínu” yfir mela og berar hlíðar Reykjanesskagans. Tilkoma þessarar bláleitu og áberandi landnámsplöntu hefur sett mikinn svip á landsvæðið, einkum fyrri hluta sumars.
Blóm þetta, alaskalúpínan, var flutt inn frá Alaska haustið 1945 af Hákoni Bjarnasyni. Talið er að hún hafi þó áður borist til landsins seint á 19. öld og verið notuð sem Lúpína í Vatnshlíðskrautjurt í görðum. Eins og aðrar belgjurtir myndar lúpínan sambýli með niturbindandi örverum og getur því vaxið vel á rýru landi án áburðargjafar. Lúpínan hefur allmikið verið notuð í uppgræðslu á undanförnum árum og er notuð til að mynda gróðurþekju og byggja upp frjósaman jarðveg. Sá galli er þó á gjöf Njarðar að lúpínan getur myndað þéttar breiður þar sem lágvaxnari gróður á erfitt uppdráttar. Lúpínan dreifist með fræi og getur breiðst nokkuð hratt út þar sem skilyrði eru fyrir hendi og jafnvel farið yfir gróið land. Dæmi eru um að lúpínan taki að hörfa fyrir öðrum gróðri eftir 15-20 ár en sums staðar hefur hún viðhaldist mun lengur án þess að láta undan síga.
Alaskalúpína á, sem fyrr segir, uppruna sinn að rekja til Alaska og tilheyrir ætt belgjurta. Belgjurtir hafa þá sérstöðu meðal plantna að lifa í sambýli við bakteríur. Bakteríurnar mynda hnýði á rótum belgjurtanna og vinna köfnunarefni úr andrúmsloftinu sem plantan notar sér til framdráttar. Belgjurtir eru því ekki háðar köfnunarefnisáburðargjöf eins og aðrar plöntur en algjörlega háðar samlífinu við bakteríurnar. Köfnunarefnisbindingin gerir það að verkum að við rotnun plöntuleifa verður köfnunarefnið eftir í jarðveginum sem nýtist öðrum plöntum líka og verður til þess að byggja um frjósaman jarðveg.
Alaskalúpína er harðgerð, fljótvaxin og þrífst vel í sendnum og malarkenndum jarðvegi. Hún þrífst hins Lúpína í Vatnshlíðvegar illa á foksöndum og ofan 300-400m hæðar. Alaskalúpína hefur reynst vel sem landgræðsluplanta hér á landi og bindur mikið kolefni. Sjá nánar um aðra eiginleika lúpínunnar í ýmsum ritum hér að neðan.
Náttúruverndarsjónarmið hafa þó komið fram gagnvart plöntunni, einkum í seinni tíð. Alaskalúpína er ágeng að eðlisfari og getur náð fótfestu í margs konar gróðurlendi. Eftir að lúpínan hefur numið land getur reynst erfitt að hemja útbreiðslu hennar. Fara skal með gát við notkun hennar í nálægð gróins lands, þar sem hún gæti hæglega numið land og orðið ríkjandi. Óþarft er að sá henni í land þar sem náttúrulegur gróður er í framför. Lúpína getur breiðst út með miklum hraða og dreifir sér hratt niður gil og skorninga þar sem leysingavatn getur borið fræin með sér. Lögum samkvæmt má ekki sá lúpínu í friðlýst svæði eða svæði sem eru á náttúruminjaskrá, þar sem tilgangur þeirra er að varðveita sérstæð náttúrufyrirbæri – jarðmyndanir og gróður. Huga þarf vel að staðarvali sáninga í námunda við þessi svæði. Lúpína getur verið áberandi sökum stærðar sinnar og litar og skal einnig hafa það í huga við staðarval sáninga, t.d. skal forðast að sá lúpínu í fjallshlíðar.
Hjörleifur Guttormsson, fyrrum alþingismaður og Lúpína í Selhöfðafjarskyldur Reykjanesskaganum, segir lúpínuna að verða „þjóðarblóm”. “Á árinu 2004 beitti landbúnaðarráðherra sér fyrir því að valið skyldi svonefnt „þjóðarblóm” og tóku Landvernd og Morgunblaðið að sér að efna til spurningakeppni um hvaða planta verðskuldi þetta heiti. Sjö tegundir voru í framboði og varð holtasóley hlutskörpust rétt á undan kattarauga sem kynnt var í keppninni sem „gleym-mér-ei”. Meðal skilyrða í forvali var að blómið væri „sýnilegt víða um land og einkennandi fyrir gróðurfar þess”. Úrslit voru kynnt með pomp og pragt að viðstöddum ráðherrum og forseta Íslands. Til að reka smiðshögg á þetta tiltæki flutti landbúnaðarráðherra á síðasta vetri f.h. ríkisstjórnarinnar sérstaka þingsályktun um málið þar sem segir m.a.: „Ríkisstjórnin hefur síðan fjallað um málið og til að staðfesta enn frekar að holtasóley sé þjóðarblóm Íslendinga er lagt til að Alþingi álykti þar um og því er þessi tillaga lögð fram.
Nú skyldum við ætla að yfirlýst þjóðarblóm blasi við hverjum manni víða um land og víst er að það á frekar við um holtasóley en kattarauga. Hins vegar var frá keppninni útilokuð fyrirfram sú planta sem landbúnaðarráðuneytinu er kærust og orðin er mest áberandi allra blómplantna þegar ekið er um þjóðvegi hérlendis en það er alaskalúpína. Hún breiðist þessi árin út með ógnarhraða og mun í tíð núlifandi kynslóða ná að þekja drjúgan hluta landsins. Í samkeppni við þessa stórvöxnu og ágengu plöntu sem opinberar stofnanir eins og Landgræðslan og Skógrækt ríkisins innleiddu og sjá um að útbreiða sem víðast fer lítið fyrir holtasóley, að ekki sé minnst á kattarauga, blóðberg og lambagras sem í besta falli fá að tóra á útnárum.”
Svo mörg voru þau orð um lúpínuna ásóknu – bláklæddu.
Lúpína á Bláberjarima

Ratleikur Hafnarfjarðar

Þema Ratleiks Hafnarfjarðar í ár, þann 25. í röðinni, eru fornar þjóðleiðir, gamlar götur og stígar.
Guðni Gíslason hjá Fjarðarfréttum (Hönnunarhúsinu) leggur leikinn. Þátttakendur geta nálgast frítt ratleikskort í þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar við Strandgötu, á bensínafgreiðslustöðvum N1, í Fjarðarkaupum og sundlaugum bæjarins.

1. Garða(Kirkju)vegur (norðan Hjallabrautar)

Hjallabraut

Gamlar götur vestan Hjallabrautar.

Hafnfirðingar og Garðbæingar í Hraunum sóttu kirkju að Görðum á Garðaholti allt fram til þess að Fríkirkjan í Hafnarfirði (vígð 14. desember 1913) og þjóðkirkjan (vígð 20. desember 1914) voru byggðar. Allar götur þangað til gengu kirkjugestir eftir Kirkjuveginum ofan Akurgerðis, fram og til baka, að og frá Garðakirkju. Veginum var síðar breytt norðan Víðistaða, upphlaðinn af Sigurgeiri Gíslasyni og vinnuflokki hans til flutninga milli bæjarins og fiskvinnslunnar á Langeyri. Út frá honum voru ótal fiskreitir og hjallar.

Sigurgeir Gíslason

Sigurgeir Gíslason.

Sigurgeir átti blett við Víðistaðatún, s.a.s. fast við Kirkjuveginn. Vegurinn sá lá upp frá miðbæ Hafnarfjarðar sunnan Akurgerðis, upp með Víðistöðum og áfram yfir hraunið að Görðum. Í dag sjést vegurinn enn ofan Akurgerðis (Byggðasafnið), auk þess sem mótar fyrir honum á Víðistaðatúninu að vestanverðu Skátaheimilinu. Í Norðurbænum er vegurinn kominn undir byggðina.
Sigurgeir var vegavinnuverkstjóri við flestar vegaframkvæmdir inn og út frá Hafnarfirði í byrjun 20. aldar, s.s. Suðurnesjaveginn til Njarðvíkna, Grindavíkurveginn, Hafnarfjarðarveginn til Reykjavíkur og Járnbrautarveginn í gegnum Hafnarfjarðarhraun.

2. Engidalsstígur (norðan Fjarðakaups)

Garðahverfi

Engidalsvegur aftan Fjarðarkaupa.

Enn má sjá nokkurra metra kafla af Engidalsstígnum, uns hann hverfur undir hugsunarlausa framkvæmdargleði nútímamannsins. Þarna lá gamla leiðin suðurúr frá gatnamótunum í Engidal. Hraunkanturinn er þarna skammt norðar, en austar er m.a. tóft sauðakofa og síðan rétt og fleiri mannvirki skammt inni í hrauninu ofan við kantinn. Hraunsholtshellir, Arneshellir, er við Hraunsholt. Á milli Hafnarfjarðarvegarins og réttarinnar liggur Hraunsholtsselsstígur í gegnum hraunið, að Hádegishól, þar sem Hraunsholtsselið var fyrrum sunnan undir honum. Selsminjarnar hafa, því miður, verið í auðn lagðar vegna framkvæmda – eitt þriggja þekktra selja af u.þ.b. 400 slíkum á Reykjanesskaganum.
Skammt sunnan við Engidalsstíginn gamla er listaverkið Jötnar eftir Grím Marinó frá árinu 2000.

3. Hagakotsstígur (á móts við Járnbrautarveginn)

Hagakotsstígur

Hagakotsstígur.

Hagakotsstígur lá frá Hofstöðum að selstöðu bæjarins við Urriðavatn. Nafnið er dregið af Hagakoti, sem var hjáleiga frá Hofstöðum og stóð skammt norðan við Hraunsholtslæk (Hagakotslæk), ofan við Hagakotsvað. Stígurinn sést enn mjög vel í gegnum Hafnarfjarðarhraunið frá hlaðinni tóft á hól sunnan lækjarins við vaðið að mislægum gatnamótum er liggja nú að Kaupstaðahverfinu. Þar hverfur hann undir nútímaframkvæmdir.

Járnbrautarvegur

Járnbrautarvegurinn.

Járnbrautarvegurinn (Atvinnubótavegurinn) í Hafnarfjarðarhrauni var stórframkvæmd í lok fyrri heimsstyrjaldar. Hann liggur hann yfir Hafnarfjarðarhraun (nú Garðahraun) sem er hluti Búrfellshrauns.
Atvinnubótavegurinn var lagður frostaveturinn mikla 1918. Þá strituðu verkamenn í miklum frosthörkum við að ryðja og hlaða upp veg gegnum hraunið með handaflinu einu saman. Engu að síður voru þeir starfinu fegnir. Þetta var eina vinnan sem í boði var á erfiðum tímum og löngu fyrir tíma atvinnuleysisbóta og viðlíka úrræða af hálfu hins opinbera. Vonir stóðu til að leggja varanlega járnbraut millum Hafnarfjarðar og Reykjavíkur…

4. Útnesjaleið á Alfaraleið (kapellan)

Kapella

Alfaraleiðin við kapelluna.

Útnesjaleiðin lá frá Hafnarfirði (Innnesjum) út á Suðurnes (Útnes). Frá Hraunabæjunum nefndist gatan Alfaraleið að Kúagerði, þá Almenningsvegur ofan Vatnsleysustrandar og Stapagata frá Vogum til Njarðvíkur. Gatan sést í grónu Hellnahrauninu vestan golfvallarins á Hvaleyri um Leyni. Þar fór hún upp á Brunann (Nýjahraun/Kapelluhraun), en öllu því hraunssvæði hefur nú verið spillt, utan lítils hóls, sem endurgerð kapellutóft stendur nú á. Vestan við hana sést bútur af götunni þar sem hún á að hraunbrúninni við Gerði. Þar sést hvar Útnesjaleiðin og Alfaraleiðin koma saman.

Alfaraleið

Útnesjaleiðin (Alfaraleiðin) – Stóravarða við leiðina; einnig landamerki Lambhaga og Hvaleyrar neðan Leynis.

Alfaraleiðin er elsta kunna samgönguleiðin milli Útnesja og Innnesja á Reykjanesskaganum. Um hana fóru allir fólks- og vöruflutningar fyrr á öldum. Vermenn sem fóru um norðanverðan skagann fylgdu þessari götu á ferðum sínum í og úr verinu. Bændur og kaupmenn, ferðamenn og vinnuhjú fylgdu þessum fjölfarna götuslóða allt þar til Gamlivegur, fyrsti vagnfæri Suðurnesjavegurinn var lagður um 1900. Þá lagðist Alfaraleiðin af. Allflestar aðgengilegar vörður voru rifnar niður af vegagerðarmönnum og leiðin gleymdist smám saman. Hluti leiðarinnar hefur orðið nútímanum að bráð, farið  undir golfvöll, lent undir Reykjanesbrautinni á stöku stað og horfið að hluta þegar mikil efnistaka átti sér stað í Kapelluhrauni á sjötta og sjöunda áratug 20. aldar. Víða er þessi leið að gróa upp og hverfa en þó getur glöggt fólk auðveldlega fetað sig enn eftir Alfaraleiðinni með því að leggja sig örlítið fram og fylgja þeim kennileitum, sem enn eftir standa.

5. Selvogsgata (Setbergssel)

Setbergssel

Setbergssel við Selvogsgötu – nátthagi.

Sunnan Selvogsgötu suðaustan Fjárhúshlíðar eru tvö sel, Setbergssel og Hamarskotssel. Varða ofan og milli hraunrásar er á mörkum jarðanna. Vestan við austara opið sést móta fyrir hlaðinni kví í skjóli fyrir austanáttinni. [Þessi kví mun hafa tilheyrt Hamarsskotsselinu]. Ofar eru tóttir Setbergssels. Bæði hefur jarðsig verið notað svo og tóttir, sem þarna eru, s.s. hlaðið gerði. Í hraunrásinni er Setbergsselsfjárhellir (Selshellir) að norðanverðu (hlaðinn garður er þvert fyrir hellinn) og Hamarskotsselsfjárhellir að sunnanverðu. Geitur voru hafðar í helli þessum á fyrri hluta 20. aldar, en selið lagðist af í lok 19. aldar.

Fjárhús

Fjárhús.

Uppi í Setbergshlíðinni, ofan við stóra vandaða vörðu á Fjárhúshlíð, má enn sjá háar hleðslur af gömlu fjárhúsi, sem byggt voru þar árið 1904 þegar Setbergsbóndi flutti fé sitt úr Setbergsselinu. Gott útsýni er til selsins frá vörðunni.
Tveir aðrir hellar eru í hraunrás austan og ofan seljanna; Kershellir og Hvatshellir. Selvogsgatan liggur ofan við jarðfallið, sem myndar opið. Þar er hlaðin varða.

6. Selvogsgata (Helgadalur)

Helgadalur

Helgadalur – tóftir.

Selvogsgata liggur þvert yfir Helgadal. Vestan götunnar er gróinn Helgadalur með vatni í undir háum hamravegg og að austan er hraunsvæði Búrfellshrauns. Í því eru nokkrir hellar, s.s. Rauðshellir, Hundraðmetrahellir og Fosshellir. Allir eru í sömu hraunrásinni, sem lokast á millum. Í grónu jarðfalli við op fyrstnefna hellsins eru miklar hleðslur, bæði neðar og ofar. Þar eru og undir jarðveginum hleðslur einhverra fornra skjóla. Skammt norðar jarðfallsins er hlaðinn stekkur.
Nyrst í austanverðum Helgadal eru tóftir, annað hvort fornbæjar eða, sem er öllu líklegra, fornar selstöðu, sem lítt hafa verið rannsakaðar.

7. Kaldárselsvegur (vestan Borgarstands)

Kaldárselsvegur

Kaldárselsvegur.

Kaldárselsstígur var fyrst sem selstígur frá Görðum um Setberg (Selvogsgatan) þar sem hún lá af götunni til vesturs ofan misgengis austan Klifsholts að Kaldárseli, en síðar sem frá Hafnarfirði upp á Öldur og þaðan inn með vestanverðri Sléttuhlíð að Borgarstandi og þaðan að selinu. Gatan er enn vel greinileg vestan og norðan Borgarstands þar sem hún er grópuð í hraunhelluna.
Á Borgarstandi voru fyrrum tvær topphlaðnar fjárborgir, en önnur þeirra var endurnýtt (sú austari) af handverksmönnum er unnu að gerð vatnsleiðslunnar frá Kaldárbotnum til Hafnarjarðar árið 1919.
Leifar af undirhleðslu vatnsstokksins úr Kaldárbotnum, þar sem vatninu var fleytt yfir þverhleðslu Lambagjár og áfram yfir í Gjáahraunið þar sem það rann með undir hrauninu uns það kom upp í Lækjarbotnum ofan Hafnarfjarðar.

8. Kúastígur (sunnan Kaldársels)

Kúastígur

Kúastígur frá Kaldárseli.

Kúastígur liggur frá Kaldárseli með stefnu á Kúadal, inn á Undirhlíðaleið vestan Undirhlíða og inn í Kúadal þar sem beit var fyrir kýr. Slíkir staðir eru fáir í nágrenni við selið. Reyndar voru kýrnar fáar og einungis í stuttan tíma, þ.e. á meðan búið var í selinu undir það síðasta.

Kúastígur

Kúastígur að Kúadal.

Vitað er að séra Markús Magnússon á Görðum lét byggja selstöðuna í Kaldárseli upp auk þess sem hann lét hlaða fyrir nálæg fjárskjól, hlaða fjárborgir o.fl. árið 1800 með það fyrir augum að viðhafa þar fjárhald allt árið um kring.
Það eina, sem nú er vitað með vissu um selfarir í Kaldárseli er að hjónin Jón Hjartarson og Þórunn Sigurðardóttir á Hvaleyri höfðu þar í seli. Jón keypti Hvaleyrina 1842. Hann mun hafa verið ríkasti bóndi, sem nokkru sinni hefur setið Hvaleyri. Jón flutti síðan með fjölskyldu sína að Ási. Við brottförina lagðist búskapur niður í Kaldárseli í nokkur ár.
Árið 1867 er manntal tekið í Kaldárseli, og er það sennilega fyrsta árið, sem það er í byggð eftir brottför Jóns. Sá, sem þá er orðinn ábúandi, er Þorsteinn Þorsteinsson, upprunninn í Ölfusi. Þetta ár telur húsvitjunarbókin þar þrjár manneskjur í heimili, bóndann, ráðskonu og tökubarn. Árið eftir, 1877, eru þar fjórir í heimili og hefur þá bæst við vinnukona. Árið 1883 er Þorsteinn orðinn einn í Kaldárseli. Hann dó þar þremur árum seinna.

Kaldársel

Kaldársel – nú og fyrrum.

Þegar Þorsteinn fellur frá eru í Kaldárseli nokkrar byggingar og önnur mannvirki. Hús öll í Kaldárseli keypti Jón Guðmundsson bóndi að Setbergi svo og flestar kindurnar. Bæjarhús voru lítil en snoturlega byggð, og voru baðstofa, búr, eldhús og bæjardyr. Allar voru tætturnar vel hlaðnar úr sléttum, en nokkuð þykkum brunahellum og hvergi mold né torf á milli, svo sem venja var til um flestar byggingar þess tíma.

Kaldárssel

Kaldárssel – ljósm: Daniel Bruun um 1880.

Árin 1906 til 1908 var enn gerð tilraun til búsetu í Kaldárseli. Kristmundur Þorláksson frá Stakkavík í Selvogi fékk það til afnota og hélt hann þar afskekktri útigangshjörð sinni til haga og gjafar. Beitahúsavegur Kristmundar var langur þar sem hann var búsettur í Hafnarfirði og árferði óvenjuslæmt. Hann ætlaði að hlaða hús norðvestan við Kaldársel, en mýs lögðust á féð um veturinn svo fjárhaldi þar varð sjálfhætt.
Jón Guðmundsson, bóndi á Setbergi, keypti síðan Kaldársel með það fyrir augum að hafa þarf athvarf fyrir smala og aðstöðu fyrir ferðamenn á ferðum þeirra um upplandið, en húsunum var lítt við haldið svo þau grotnuðu smám saman niður.
Hafnarfjarðarbær keypti Kaldársel 1912 og árið 1925 byggði K.F.U.M. hús í Kaldárseli, nánast ofan í seltóftunum.

9. Undirhlíðaleið (Litli-Skógarhvammur)

Litli-Skógarhvammur

Litli-Skógarhvammur.

Undirhlíðaleið liggur, eins og nafnið bendir til, með vestanverðum Undirhlíðum frá Kaldárseli, í Sandfellsklofa og áfram til suðurs vestan við Sveifluháls að Ketilsstíg. Í Undirhlíðum hefur verið plantað í skógarreiti.
Kúadalur og Litli-Skógarhvammur í Undirhlíðum tilheyrðu beitilandi Garðakirkju og leiguliða kirkjunnar um aldir, en landið komst í eigu Hafnarfjarðarkaupstaðar 1912. Birkið og víðitrén áttu í vök að verjast þegar Ingvar Gunnarsson kennari plantaði fyrstu barrtrjánum ofarlega í Litla-Skógarhvammi 1930. Þegar Skógræktarfélag Hafnarfjarðar tók við Undirhlíðareitnum var fyrsta verkið að girða lundinn. Kúadalsgirðingin var fjarlægð 2005 og Útivistarskógur í Undirhlíðum opnaður í ágúst 2006 í tilefni 60 ára afmælis Skógræktarfélags Hafnarfjarðar.

10. Undirhlíðaleið (Stóri-Skógarhvammur)

Stóri-Skógarhvammur

Stóri-Skógarhvammur.

Stóri-Skógarhvammur er eitt best varðveitta leyndarmál hafnfirskrar skógræktarsögu. Þangað liggur enginn akfær vegur, einungis slóði, sem ætlunin er að betrumbæta. Hvammurinn er í norðanverðum Undirhlíðum milli Bláfjallavegar og Krýsuvíkurvegar og var áður vinsæll áningastaður þeirra sem fóru Undirhlíðaleið, gömlu þjóðleiðina milli Hafnarfjarðar og Krýsuvíkur.
Auðvelt er að komast í Stóra-Skógarhvamm með því leggja bílnum á afleggjara af Kýsuvíkurvegi norðan við Vatnsskarð eða við aflagða malarnámu í Undirhlíðum við Bláfjallaveg. Þar eru stikur sem vísa á Undirhlíðaleið. Leiðin að Stóra-Skógarhvammi er tæplega 2 km löng, hvora leiðina sem farið verður.

Undirhlíðaleið

Undirhlíðaleið.

Eins og nafnið gefur til kynna var Stóri-Skógarhvammur vaxinn gömlum birki- og víðiskógi þegar Skógræktarfélag Hafnarfjarðar fékk svæðið til umsjónar og ræktunar 1958. Byrjað var á að girða 56 ha. spildu af sumarið 1958 en árið eftir hófst plöntun trjágróðurs af fullum krafti.
Samið var við Hafnarfjarðarbæ um að piltar í Vinnuskólanum í Krýsuvík önnuðust ræktunarstarfið undir stjórn Hauks Helgasonar forstöðumanns vinnuskólans. Þegar vinnuskólinn í Krýsuvík var lagður niður haustið 1964 var formlegu ræktunarstarfi lokið í Stóra-Skógarhvammi. Skógurinn hefur fengið að aðlagast landsháttum undanfarna fjóra áratugi og hefur nánast verið sjálfbær þennan tíma.

11. Dalaleið (um Leirdal við Leirdalshöfða)

Leirdalur

Slysadalir / Leirdalur  til norðurs- Helgafell fjær.

Dalaleið liggur frá Kaldárseli um Kýrskarð í Undirhlíðum, suður fyrir Gvendarselshæð og um og eftir Bakhlíðum að Leirdalshöfða. Leiðin liggur um Leirdal (Slysadal), yfir Leirdalsháls, um Kjóadali sunnan Háuhnúka, inn með utanverðum Breiðdalshnúk með stefnu á Vatnshlíðarhorn og um Blesaflatir að Kleifarvatni vestan Lambhagatjarnar. Vatnsborði Kleifarvatns er fylgt undir Hellum og farið yfir móbergsklettana Ytri- og Innri Stapa í áttina að Vesturengjum austan Seltúns í Krýsuvík.

Slysadalur

Slysadalur til suðurs – Breiðdalur og Vatnshlíð framundan.

Þegar vatnsyfirborð Kleifarvatns var hátt, sem gerist af og til, þurftu ferðalangar að „fara Helluna“, þ.e. að feta móbergshallan ofan við bergið norðan Ytri-Stapa. Það gat verið varasamt vegna sleipu á kafla og reyndist stundum þörf á að fara hann á sokkaleistunum. Enn má sjá þar rás í hallanum. Við Seltún var brennisteinsnámusvæði fyrrum, auk boranatilrauna, bæði eftir heitu vatni og jarðgufu. Seltún dregur nafn sitt af fyrrum seli frá Krýsuvík. Selshúsin voru jöfnuð við jörðu í byrjun sjöunda áratugs tuttugustu aldar þegar til stóð að reka þar kúabú, en enn ná sjá leifar gerðis og stekks austast í túninu (austan vegarins), sem hross Hafnfirðnga hafa smám saman verið að jarðlægja.
Í nútíma ferðalýsingum er Dalaleið sögð liggja upp úr Fagradal, um ofanverða Vatnshlíð austan Kleifarvatns, um Hvammahraun og Austurengjar að Stóra-Nýjabæ í Krýsuvík. Sú leið var farin af rjúpnaveiðimönnum fyrrum, enda jafnan veiðivænt í hlíðunum og með hraunkantinum efra.

12. Stórhöfðastígur (varða)

Stórhöfðastígur

Stórhöfðastígur.

Stórhöfðastígur liggur frá Ási um Hádegisskarð og Dalinn (Ásflatir), sniðhallt yfir Bleiksteinsháls, út á Selhraunið að Stórhöfða, upp með honum að vestanverðu uns hann beygir yfir Hellnahraunið yngra og Brunann í átt að Snókalöndum. Þar fer hann yfir Krýsuvíkurveginn og síðan suður hraunið upp að Fjallgjá, fylgir misgengi að Fjallinu eina, upp með því að austanverðu að austurjaðri Hrútagjárdyngju og með upprisuvegg hennar að Undirhlíðaleið.
Skammt vestan Stórhöfðastígs á móts við vesturhorn Stórhöfða er heillegt hlaðið fjárskjól og gerði í hraunkrika. Gegnt Stórhöfða hefur stígurinn verið lagaður í gegnum hraunið, sem nú hefur verið úr lagi færður á stórum kafla vegna skammsýnnar efnistöku.

13. Hrauntungustígur (varða)

Hrauntungustígur

Hrauntungustígur við Krýsuvíkurveg – vegvísir.

Hrauntungustígur liggur frá Ási um Hádegisskarð með Hamranesi og suður yfir Háabruna að Hrauntungum í Almenningi. Þaðan liggur leiðin milli Gjásels og Fornasels, hjá Hafurbjarnarholti upp í hæsta hluta Almennings að Sauðabrekkum.

Hrauntungustígur

Hrauntungustígur.

Farið er yfir Sauðabrekkugjá um Mosa vestan við Fjallið eina með stefnu á Hrútargjárdyngju, samhliða henni að Hrúthólma og upp með austanverðu Hrútfelli að Ketilsstíg.
Hrauntungustígur frá Hádegisskarði með Hamranesi og yfir fyrrum fiskhjallahraunið (Hellnahraun) er horfin undir byggð og aðrar framkvæmdir. Varða ein er á Brunahraunbrúninni vestan Krýsuvíkurvegar. Stígurinn sést vel frá veginum að henni, en síðan tekur við eyðilagt hrauntökusvæði í boði Skógræktar ríkisins. Ef stikum er fylgt í gegnum svæðið má finna stíginn þar sem hann kemur inn í Hrauntungur og síðan upp úr þeim norðvestan við skógræktina í Brunntorfum. Á þeirri leið er m.a. Hrauntunguskjólið, sem nýtt hefur verið til kolagerðar í tungunum.

14. Hrauntungustígur (Brunntorfur)

Hrauntungustígur

Hrauntungustígur.

Hrauntungustíg má auðveldlega rekja í gegnum Hrauntungur upp í Brunntorfur. Eftir að komið er úr Hrauntungum (þar sem m.a. má líta Hrauntunguskjólið augum) liggur gatan um Brunntorfur (Brundtorfur). Þar hefur nú verið komið upp miklum skógi af hálfu úthlutaðra spilduáhugagræðara. Á Brunabrúninni má sjá steinhlaðna “skýjaborg”; Þorbjarnarstaðafjárborgina. Fjárborgin var hlaðin af börnum hjónanna á Þorbjarnarstöðum, Þorkels Árnasonar frá Guðnabæ í Selvogi og Ingveldar Jónsdóttur, dóttur Jóns Guðmundssonar, bónda á Setbergi um aldramótin 1900. Systkinin, sem voru 11, hafa eflaust setið yfir fé í Torfunum og ætlað sér að byggja þar topphlaðna borg líkt og þau þekktu frá Djúpudölum í Selvogi. Miðveggurinn í henni var ætlaðu að halda undir þakið, þegar að því kæmi, en líklega hefur þeim verið bannað að halda verkinu áfram því hlutfallslega hefði tilgangurinn ekki helgað meðalið – til þess var ummál borgarinnar allt of mikið.

Þorbjarnastaðaborg

Þorbjarnastaðaborg.

Ofan Brunntorfa liggur Hrauntungustígur upp að Fornaseli og síðan áfram upp í Almenning, áleiðis að Fjallsgrensvörðunni, um Sauðabrekkur og áfram á Ketilsstíg.

15. Stórhöfðastígur (ofan Brunntorfa)

Stórhöfðastígur

Stórhöfðastígur – gerði.

Stórhöfðastígur um Brunntorfur liggur um gróið Hellnahraunið. Þar er hlaðið gerði í krika. Skammt norðan þess er varða er vísar leiðina inn í Snókalönd, sem eru óbrinnishólmar í Brunanum. Eftir að komið er á stíginn sunnan Krýsuvíkurvegar liggur hann um tiltölulega slétt Hrútagjárdyngjuhraunið. Í því ofanverðu, áður en komið er að Fremstahöfða, má víða sjá stíginn mótaðan í hraunklöppina eftir umferð manna og dýra um aldir.

16. Gerðisstígur (ofan Gerðis)

Gerðisstígur

Gerðisstígur.

Gerðisstígur liggur frá Gerði í Hraunum, upp með vesturbrún Brunans (Kapelluhrauns) og í gegnum Selhraun (þar sem hún hefur verið rudd í gegnum hraunið) í áttina að Neðri- og Efri-Hellum (fjárhellum). Stígurinn er varðaður að hluta. Hann liggur að malarnámum þar sem áður var Þorbjarnarstaðarauðamelur í áttina að Neðri-Hellum. Norðan námunnar má sjá fjárskjól með hleðslum í stuttum hraunrásum. Þaðan liggur stígurinn upp með Vorréttinni undir brunanum að Efri-Hellum, sem eru gróin fjárskjól með hleðslum í hraunrás undir háum hraundrang. Frá fjárskjólinu liggur leiðin upp að Kolbeinshæð þar sem fjárskjólið Kolbeinshæðarfjárskjól hvílir og áfram um Laufhöfðahraun að Gjáseli og áleiðis upp á Hrauntungustíg.
Gerðisstíg hefur nú verið spillt að hluta með óskiljanlegum moldartipp sunnan kvartmílubrautarinnar.

17. Alfaraleið (í Draugadölum)

Alfaraleið

Alfaraleiðin um Draugadali.

Alfaraleiðinni er fylgt til vestur frá Þorbjarnarstöðum. Hún er mjög greinileg á þessum slóðum. Þegar lengra er komið verður gatan krókóttari þar sem hún þræðir um skorninga á milli hraunhóla og – hvela. Þessi kafli nefnist Draugadalir og vestar eru Þrengslin. Á móts við miðja Draugadali er áberandi varða á vinstri hönd, hlaðin í atvinnubótavinnu snemma á 20. öld líkt og nokkrar aðrar sambærilegar við leiðina. Þegar komið er vestur úr Þrengslum ber þriðju vörðuna við himinn. Þar við eru gatnamót Rauðamelsstígs (Óttarsstaðaselsstígs/Skógargötu).
Framundan er Gvendarbrunnshæð. Slóðanum er fylgt, þar sem hann liggur um þrjá metra frá hæðinni, þar til komið er að sléttri grasi gróinni klöpp með holu í miðjunni. Þetta er Gvendarbrunnur sem aldrei þrýtur. Brunnurinn er á mörkum tveggja jarða, því um hann miðjan eru landamerki milli Óttarsstaða og Straums. Gott skjól er í nálægu fjárskjóli, Óttarsstaðahelli.
Reimsamt þótti í Draugadölum. Þótti sumum sem þeir heyrðu þungan andardrátt fyrir aftan sig á göngunni í gegnum dalina, einkum eftir að skyggja tók.

Alfaraleið

Alfaraleiðin um Draugadali.

Ekki er minnst á Alfaraleiðina í örnefnaslýsingu fyrir Þorbjarnastaði, sem verður að þykja sérstakt því leiðin liggur um land jarðarinnar, örsutt ofan túngarðs, og hefur án efa haft mikil áhrif á líf fólksins þar. Í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar fyrir Straum er hins vegar getið um Alfaraleið. „Þá liggur hér vestur um hraunið Alfaraleiðin í miklum djúpum lægðum, sem nefnast Draugadalir. Hér mun og vera staður, sem nefnist Himnaríki. Tilefnið er það, að bóndi nokkur í Hraunum ætlaði að fara á Rauð sínum til himnaríkis – eftir viku drykkju. Hann lagði upp undir rökkur með nesti og nýja skó (en kvaðst ekki þurfa sokka, því að nóg væri af þeim í himnaríki). Hesturinn skilaði sér fljótt heim, og sjálfur kom bóndi undir vökulok. Í skrá G.S. segir, að hnakkurinn og beizlið hafi fundizt vestarlega í Draugadölum, en aðrir segja, að þetta hafi legið í Stekkatúninu [ofan Þorbjarnastaða]. Síðan er þarna kallað Himnaríki.“

18. Rauðamelsstígur (gatnamót við Alfaraleið)

Óttarsstaðasel

Rauðamelsstígur.

Rauðamelsstígur liggur frá Óttarsstöðum upp í Óttarsstaðasel og síðan áfram upp Almenning inn á Hrauntungustíg efst í Almenningi. Stóri-Rauðamelur var fyrrum áberandi í landslaginu þar sem nú er niðurgrafin grjótnáma norðan Alfaraleiðar. Skammt norðan hans er Litli-Rauðamelur, sem í örnefnalýsingum er sagður horfinn. Því fer fjarri. Um er að ræða fagurfræðilegan afrúnaðan rauðamelshól í umluktu hraunlendi. Ofan Meitla sést vel heim til selsins. Skammt neðar er Meitlaskjól (fjárskjól).
Stígurinn var einnig nefndur Óttarsstaðaselstígur. Út frá honum liggur Skógargatan til suðurs. Við gatnamótin eru tvær nánast jarðlægar vörður.

19. Lónakotsselsstígur (gatnamót Alfaraleiðar)

Lónakotsselsstígur liggur frá Lónakoti upp í Lónakotssel undir Skorási. Á ásnum er varða, sem sést víða að.

Alfaraleið

Alfaraleiðin við gatnamót Lónakotsselsstígs.

Alfaraleiðin er skýrt mörkuð í hraunið og stefnt er á krókóttar hrauntraðir, sem eru minni í sniðum en Draugadalir. Þegar komið er út úr þeim blasa Löngubrekkur við á hægri hönd, grasi og kjarri vaxnar brekkur sem eru syðst í allmikilli hraunhæð, Smalaskálahæð. Brekkurnar eru áberandi í landslaginu og mynda hraunvegg. Efst í suðurhluta hæðarinnar er löng og mikil sprunga, Löngubrekkugjá einnig nefnd Hrafnagjá því þar verpur hrafninn jafnan á vorin. Þegar komið er vestur fyrir þessa hæð liggur hliðarleið til norðurs í áttina að Kristrúnarborg eða Óttarsstaðaborg sem blasir við á hægri hönd. Þetta er falleg fjárborg sem Kristrún Sveinsdóttir húsfreyja á Óttarsstöðum hlóð ásamt vinnumanni sínum um 1865-70. Ástæðan fyrir hinni miklu Löngubrekkugjá skýrist þegar gengið er fram á djúpt jarðfall vestast í hæðinn, sem nefnist Smalaskálaker. Á botni þess er gjallhaugur þar sem myndlistarmaðurinn Hreinn Friðfinnsson, félagi í SÚM hópnum svonefnda, reisti lítið hús árið 1974, sem nú er horfið. Húsið kallaðist Slunkaríki og tengist Sóloni sem bjó á Ísafirði snemma á 20. öld. Hann var sérkennilegur fyrir margra hluta sakir, en einkum vegna þess að hann byggði hús á röngunni. Sólon lét bárujárnið snúa inn og veggfóðrið út eins Þorbergur Þórðarson lýsir vel í bók sinni Íslenskum aðli. Nú hefur verið komið fyrir grind af húsinu á gjallhaugnum til minningar um listaverkið sem þar var.

20. Straumsselsstígur vestari (vestan Draughólshrauns)

Straumsselsstígur vestari liggur upp frá Straumi, nokkru vestan við hlaðinn túngarð Þorbjarnarstaða, yfir Alfaraleiðina, upp með vestanverðu Draughólshrauni að vörðu á þverleið milli Straumssels og Óttarsstaðasels. Þaðan sést vel til beggja seljanna.

Straumsselsstígur

Straumselsstígur vestari.

Þegar þverleiðinni er fylgt til austurs er komið að Straumsseli. Í Straumsseli eru bæði leifar selsins sem og bæjar skógarvarðarins í Almenningum.
Guðmundur Guðmundsson hafði keypt Straumsjörðina af Páli Árnasyni sem hafði keypt hana 1839 af konungssjóði. Guðmundur var gerður að skógarverði í Almenningi og settist þá að í Straumsseli. Þetta mun hafa verið um 1847. Hjá honum var faðir hans Guðmundur Bjarnason, oft nefndur Krýsuvíkur-Gvendur. Hann andaðist aldraður maður í Lambhaga vorið 1848, en Guðmundur skógarvörður andaðist fimm árum síðar í selinu, nánar tiltekið 1853. Föst búseta var í Straumsseli í ein 40 ár með hléum, enda vatnsstæði lélegt og erfið búsetuskilyrði. Meðal ábúenda í selinu voru hjónin Kolfinna Jónsdóttir og Sigurður Halldórsson sem bjuggu þar á tímabilinu 1853-1863. Eftir það fluttu þau í Hafnarfjörð og bjuggu í Kolfinnubæ sem stóð þar sem nú er Strandgata nr. 41. Farnaðist þeim vel í selinu þótt kjörin væru kröpp.
Talið er að síðast hafi verið búið í Straumsseli 1890-1895. Guðmundur lét reisa myndarlegt bæjarhús í Straumsseli sem stóð fram undir aldamótin 1900 en þá mun það hafa brunnið. Selið fór eftir það í eyði en bæjartóftirnar eru all myndarlegar.

21. Skógargata (gatnamót við Rauðamelsstíg/Óttarsstaðaselsstíg)

Óttarsstaðaselsstígur

Óttarsstaðaselsstígur neðan gatnamóta Skógargötu.

Á Rauðamelsstíg (Óttarsstaðaselsstíg) neðan Meitla eru tvær fallnar vörður. Þær eru á gatnamótum Skógargötunnar er liggur vel vörðuð upp í Skógarnef að Bögguklettum. Þaðan liggur leiðin um hraunið að Lambafellsklofa. Norðaustan hans skiptist leiðin; annars vegar upp að norðanverðum Dyngjurana, utan við Fíflvallafjall að Hrúthólma þar sem hún sameinast Hrauntungustíg, og hins vegar til suðurs austan Eldborgar að Trölladyngju og áfram um Selsvelli og Hraunsel vestan við Núpshlíðarháls niður á Krýsuvíkurleið milli Grindavíkur og Krýsuvíkur norðan Skála-Mælifells.
Merkið er nokkru norðan við gatnamótin.

22. Straumsselsstígur eystri (gatnamót Gjáselsstígs/Fornaselsstígs)

Straumsselsstígur eystri liggur upp frá Straumi sunnan garðs Þorbjarnarstaða, yfir Alfaraleiðina og upp gróna kvos vestan Þorbjarnarstaðastekks (Stekksins), til austurs norðan Draughólshrauns um Flárnar ofan Katla. Neðan og norðan við Katlana greinist gatan; annars vegar heldur hún stefnu í átt að Laufhöfða (Laufhöfðavarða) þar sem hún stefnir á Gjásel og síðan áfram upp í Fornasel, og hins vegar stefnir gatan í átt að Kötlunum og upp með þeim í Straumssel.

Straumsselsstígur

Straumselsstígur eystri -(Gjáselsstígur/Fornaselsstígur) ofan Tobburéttar vestari.

Upp frá Straumsseli liggur leiðin um Straumsselshellnastíg (framhjá Neðri- og Efri-Straumsselshellum) upp að Gömlu-þúfu í áttina að Sauðabrekkugjá þar sem stígurinn sameinast Hrauntungustíg við Fjallgrensvörðuna skammt norðan gjárinnar. Straumselsstígurinn eystri er í fari selstígsins að Fornaseli (ofar) og Gjáseli (neðar). Hvorutveggja voru sel frá Þorbjarnarstöðum. Á stígnum skammt ofan við Tobburéttar austari (sem er fast vestan við hann) má sjá hvernig mikil umferð í gegnum aldirnar hefur sett mark sitt á hraunhelluna.

23. Hrauntungustígur (Fjallgrensvarða)

Fjallgrensvarða

Fjallgrensvarða. Girðingarstaur á landamerkjunum sést í fjarlægð.

Norðan við Litlu-Sauðabrekku og Sauðabrekkugíga er áberandi landamerkjavarða við Hrauntungustíg á mörkum Straumslands og Óttarsstaðalands, sem nefnist Fjallgrensvarða og skiptir hinum mosavöxnu Fjallgrensbölum á milli jarðanna, en þar voru áður grösugir hagar. Ofan vörðunnar tekur við nokkuð sléttir mosar á helluhrauni. Grenin eru merkt með dæmigerðum steinum á þrem­ur stöðum og hlaðin skotbyrgi grenjaskyttnanna eru þar skammt frá.
Í Örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar fyrir Straum segir m.a.: „Austur frá Gömluþúfu er lægð, sem nær allt austur að Hafurbjarnarholti. Þar er að finna Stórholt og á því Stórhóll. Þar er einnig að finna Stórholtsgreni og þar skammt frá Skotbyrgið. Hér suður af er Fjárskjólsklettur með sitt Fjárskjól. Þá er Fjallgrenshæð og þar í kring Fjallgrensbalar og Fjallgrensgjá og Fjallgren. Fjallgrenið er í austur frá Gömluþúfu, á að gizka. Þá kemur nokkuð slétt helluhraun, en suður af því kemur svo Sauðabrekkugjá, sem heitir Fjallgrensgjá austar.“
Hrauntungustígur virðist rangt stikaður á þessum slóðum.

24. Grásteinsgata (í Urriðakotshrauni)

Grásteinn

Grásteinn við Grásteinsgötu.

Grásteinsgata lá frá Hraunsholtstúni til austurs með norðanverðu Flatahrauni í Garðabæ. Stígnum er fylgt framhjá Stekkjartúnsrétt (neðri) og inn í Garðahraun (Hafnarfjarðarhraun), framhjá Miðaftanshól og yfir núverandi Reykjanesbraut, en stígurinn er nú undir brautinni á kafla, upp með Dyngjuhól (landamerki Urriðakots og Vífilsstaða), inn á Moldargötur og áfram eftir Grásteinsstíg yfir Urriðakotshraun framhjá Grásteini að Kolanefi og þaðan á stíg upp með hlíðinni í Selgjá. Í gjánni voru 11 selstöður frá Garðabæjunum og sjást þar enn leifar þeirra.
Hluti gjárinnar, að vestanverðu, hefur nú verið friðlýstur.

25. Dauðadalastígur (ofan Helgafells)

Dauðadalastígur

Dauðadalastígur.

Á kortum er Dauðadalastígur sýndur koma frá austanverðu Helgafelli, inn í elsta Húsfellsbrunann frá því um 950 e.Kr. og síðan um eldri hraun er kom frá Grindaskörðum (1100 – 4000 ára). Síðan liggur hann um Tvíbollahraunið, niður á Hellnahraunið frá sama tíma um Dauðadali og eftir þeim til suðurs uns hann beygir upp með suðvestanverðum Markraka og fylgir honum síðan utanverðum áleiðis upp á Selvogsgötu. Eflaust hafa hellaopin í Dauðadölum litla athygli vakið fyrrum, enda voru ljóslausir ferðalangar ekki að gera sér sérstakan útúrdúr til að kíkja niður í slík „ómerkilegheit“ í þá daga. Nú sækjast ferðalangar einkum í litadýrð þessara hella (Dauðadalahella, Flóka o.fl.). Stígurinn kemur inn á Selvogsgötuna þar sem hún greinist annars vegar í leiðina að Kerlingaskarði og hins vegar í svo til beina stefnu að Grindaskörðum.

Dauðadalastígur

Dauðadalastígur.

Þegar gengið er um þetta hraunsvæði má, sem fyrr er lýst, sjá nokkur hraunskeið, s.s. hraun úr Grindaskörðum (1100-4000 ára gamalt, enda vel gróið líkt og sjá má í Grindarskörðunum sjálfum), Tvíbollahraunið (frá því um 950) og Hellnahraunið (rúmlega 2000 ára gamalt). Austar er Húsfellsbruni (frá svipuðum tíma og Tvíbollahraunið (950). Inni á millum er grágrýtismyndanir kaplatóarhæða (rúmlega 7000 ára gamlar). Efst, í bókstaflegri merkingu, trjóna Helgafells- og Húsfellsmóbergsmyndanirnar í norðvestri (eldri en 11000 ára). Í heildina er á svæðinu um að ræða einstaka jarðsögu (þ.e. ef fólk kann á annað borð að lesa úr henni). Ekki má horfa framhjá hinum stórkostlegu hraunreipsmyndunum í horfnum árfarvegi vestan Dauðadala.
Gatan var einkum notuð af rjúpnaveiðimönnum. Efst í Kristjánsdölum, skammt frá Selvogsgötunni, eru tóftir eftir hús þeirra.

26. Selvogsgata (Kaplatór)

Selvogsgata

Selvogsgata – rudd á kafla gegnt Kaplatór. Húsfell fjær.

Selvogsgata er þjóðleið milli Hafnarfjarðar og Selvogs í Ölfusi, um dagleið þegar hún er farin í einum áfanga. Ferðalangar fyrri alda hafa bæði mótað og sett spor sín á götuna sem liðast eins og farvegur í gegnum Þríhnúkahraun, framhjá Strandartorfum og Kaplatór eftir varðaðri leiðinni um Hellur, upp í Grindarskörð (sem og Kerlingarskarð inn á Hlíðarveg) og áfram niður í Selvog um Hlíðardal og Strandadal.
Strandartorfur og Kaplatór voru kærkomnir áfangastaðir við götuna, enda báðir skjólgóðir og beitarvænir. Hlaðin varða trjónir yfir Kaplatór.
Miðkafli Selvogsgötunnar er vel varðaður og ruddur um úfnar hraunspildur á köflum. Þessi hluti götunnar, frá Grindarskörðum niður í Hafnarfjörð, notaður til flutnings á brennisteini úr námum í Brennisteinsfjöllum um skeið á seinni hluta 19. aldar.

27. Kerlingaskarðsvegur/Selvogsgata (gatnamót við Bláfjallaveg)

Selvogsgata

Selvogsgata um Grindarskörð og  Kerlingarskarðsvegur um Kerlingarskarð.

Selvogsgatan (Suðurferðavegur eins og heimamenn í Selvogi nefndu leiðina) lá á millum Selvogs og Hafnarfjarðar. Gatan er enn vel greinileg þar sem hún liggur upp frá Strönd í Selvogi, upp Selvogsheiði um Strandar- og Hlíðardal, yfir Hvalskarð og áfram að Grindaskörðum austanvert við Konungsfell (síðar Kóngsfell) þar sem undirlendið að Hafnarfirði blasti við.
Fyrir neðan Grindaskörð, við bílastæði neðan sæluhúss, sem þar er, eru gatnamót. Ferðafélög og leiðsögumenn síðustu áratuga hafa gjarnan frá þeim stað fetað aðra götu, sem brennisteinsmenn notuðu á leið sinni upp í Námuhvamm í Brennisteinsfjöllum í lok 19. aldar og Hlín Johnson lét síðar áframleggja niður að Hlíð við Hlíðarvatn, þ.e. upp Kerlingarskarð. Ofan þess hefur síðan vörðum frá því um miðja síðustu öld verið fylgt niður að Hlíðarskarði – og leiðin síðan jafnan verið kynnt sem hina einu sanna “Selvogsgata”.

Selvogsgata

Grindaskarðavegur.

Í rauninni er um þrjár götur að velja og er “túrhestagatan” nýjust. “Túrhestagatan” er seinni tíma “gata”, beinvörðuð. Um var að ræða vetrarsýsluveg Selvogsmanna í þann mund er fyrri tíma þjóðleiðir voru að leggjast af (um 1940). Vörður við leiðina hafa síðan verið endurhlaðnar og virðist leiðin þess vegna við fyrstu sýn vera “sú eina” millum Selvogs og Hafnarfjarðar. Raunin er hins vegar önnur.
Tvær vörðuleifar eru enn á þessum hluta Selvogsgötunnar ofan gatnamótanna, en annars er yfir slétt mosavaxið helluhraun að fara áleiðis upp í Grindaskörð. Leiðin sú er nokkuð eðlileg, bæði með hliðsjón af lestarferðum; áningarstöðum og vatnsöflun. Undir Grindarskörðum er öllu jafnan ágætt vatnsstæði. Við það mótar enn fyrir jarðlægum tóftum.
Gatan upp Grindarskörðin er augljós þar sem hún liggur í sneiðingum. Vörðubrot eru á stefnumiðum. Þrátt fyrir það þarf að lesa hlíðina vel, nú tæplega 80 árum eftir að síðasta lestarferðin var farin þessa leið milli Selvogs og Hafnarfjarðar. Bæði hefur vatn fært jarðveginn til á köflum og gróðureyðingin sett svip sinn á leiðina. Með góðri athygli má þó sjá hvernig lestarstjórarnir hafa leitt stóð sín ákveðið og óhikað upp sneiðingana, allt upp á efstu brún á hálsinum. Þar er varða og augljóst hvar gatan hefur legið vestan hennar.

Grindarskörð

Grindarskörð og Kerlingaskarð.

Frá brúninni liggur gatan á ská niður hálsinn (Grindarskörðin) og þaðan svo til beint að augum. Tvær vörður eru áberandi framundan. Fyrri varðan vitnar um gatnamót; annars vegar Selvogsgötu og hins vegar Heiðarvegar niður er liggur niður að Hrauni í Ölfusi.
Ofan Litla-Kóngsfells er varða og flöt uppsett hraunhella. Hvorutveggja eru merki um ofanverð gatnamót Selvogsgötu og Hlíðarvegar. Skammt vestar er vatnsstæði. Sunnan Hvalsskarðs þverast göturnar af Stakkavíkurselsstíg, sem liggur sem leið liggur niður að Stakkavík um Selstíg. Vestan við Hvalhnjúk taka við Vestur-Ásar.
Neðarlega í Ásunum eru austan vegar grasbrekkur allstórar, og heita þær Dýjabrekkur. Litlu neðar eru Selbrekkur. Þar hefur, þegar það tíðkaðist almennt, verið haft í seli frá Stakkavík. Úr Selbrekkum er stutt fram á fjallsbrúnina. Þegar á brúnina kemur, hýrnar svipur útsýnisins og breytist allnokkuð. Af henni blasir við undirlendið allt sem og hafið svo langt sem augað eygir til suðurs.

Sjá meira um ratleikinn HÉR.

Selvogsgata

Selvogsgatan að morgni dags.

Grindavík

Ratleik Grindavíkur fyrir árið 2010 hefur verið hleypt af stokkunum.
Um er að ræða sögutengda fróðleiksleit. Þátttakendur geta nálgast seðil á flestum betri veitingahúsum og í Saltfisksetrinu í Grindavík, ratleikur -3gengið um hverfin þrjú og skráð hjá sér upplýsingar á sérstökum grænlitum spjöldum, sem komið hefur verið fyrir á völdum
stöðum. Þetta er sjötta árið sem ratleiknum er haldið úti í bænum.
Ratleikurinn er auðveldur og fróðlegur úttivistaleikur, sem stendur frá upphafi Sjóarans síkáta (3. júní) fram að Jónsmessu (24. júní). Í tilefni að því að 80 ár eru frá því að Slysavarnardeildin var stofnuð 2. nóvember 1930 er minnst mikilvægis sjóslysavarna og björgunarsveita. Ratleikurinn vísar á nokkra áþreifanlega minnisvarða. Fróðleikurinn byggir á Sögu Grindavíkur frá árinu 1994 sem Jón Þ. Þór tók saman, örnefnalýsingum og munnmælum fólks í Grindavík.

Í ár eru spjöldin á eftirfarandi stöðum með tilheyrandi fróðleik:

1. Í Staðarkirkjugarði – Í klukknaportinu er skipsklukka úr Anlaby. Minnisvarði er um Odd V. Gíslason prest á Stað 1879-1894 og brautryðjanda í slysavarnarmálum.

Sjoarinn2. Spölkorn fyrir neðan Bjarnargjá við Markaklett – Við Jónsbása fórst breski togarinn Anlaby 14. janúar 1902 með allri áhöfn. Skipstjórinn Carl Nilsen var þekktur fyrir aðför að Hannesi Hafstein og mönnum hans á Dýrafirði 1899.

3. Við hús björgunarmið-stöðvarinnar að Seljabót – Skrúfan fyrir framan björgunarmiðstöðina er úr franska togaranum Cap Fagnet.

4. Við Eyjabryggju – Við Eyjabryggju leggur björgunarskipið nefnt eftir fyrrnefndum Oddi. Oddur lagði m.a. áherslu á nauðsyn sundkunnáttu og fræddi um notkun lýsir og olíu til að lægja brim.

5. Við Þórkötlustaðanesvita (Hópsvita) – Þórkötlustaðanesviti (Hópsnesviti) var reistur 1928 til að lýsa sjófarendum. Vitinn var rafvæddur árið 1961.

6. Við gömlu bryggjuna í Þórkötlustaðanesi – 24. mars árið 1916 héldu 24 bátar til róðra en aðeins 20 náðu landi eftir að óveður skall skyndilega á. Í þrjá daga voru þeir taldir af þar til kútter Esther frá Reykjavík birtist með alla 38 skipsbrotsmennina.

Grind7. Rétt vestan við söguskiltið á Hrauni er gengið niður með girðingunni í Markabás að Skarfatanga – 24 mars árið 1931 strandaði franski togarinn Cap Fagnet. Slysavarnadeildin var þá nýstofnuð. Í fyrsta skipti var notuð fluglínubyssa við björgun og tókst að bjarga 38 manns.

8. Við heimkeyrsluna að Hrauni – Í Fitjaannál segir að árið 1602 hafi utan við Þórkötlustaði drukknað á stóru farmskipi Skálholtsstóls 24 piltar og voru þeir flestir jarðaðir við bænahúsið á Hrauni.

9. Skammt austan við Hraun við útskot undir Húsafelli – Enskur togari, Lois, strandaði í Hrólfsvík árið 1947. Áhöfn var bjargað fyrir hreina tilviljun. Dóttir Magnúsar Hafliðasonar á Hrauni var á leið út í fjós er hún sá ljós úti á sjó. Björgunarsveitin Þorbjörn sem þá var nýstofnuð, náði að bjarga 15 manns. 

Allir eru hvattir til þátttöku í þessum skemmtilega og heilsusamlega leik. Úrlausnarblöðum þarf að skila í Saltfisksetrið eigi síðar en 25. júní n.k. Dregið verður úr réttum lausnum. Heppnir geta unnið vegleg verðlaun.
Grindavikurmerki

Arnarbælisgjá

MBÞ hafði samband við FERLIR og benti á áhugaverðar hleðslur í Arnarbælisgjá í Hafnaheiði. Taldi hún að hleðslurnar gætu verið að einhverju leyti merkilegar.
Hleðsla í ArnarbælisgjáÍ Hafnaheiði eru nokkrar langar og djúpar gjár, s.s. Arnarbælisgjá, Mönguselsgjá og Súlnagjá, auk Hrafnargjár sunnan Súlna. Í og hjá gjám þessum eru minjar á allnokkrum stöðum. Margar eru nýlegri eftir ameríska varnarliðsmenn, en heiðin var æfingarsvæði þeirra yfir hálfrar aldar skeið, og eldri eftir heimamenn og þá miklu mun eldri. Sumar tengjast augljóslega selstöðum í heiðinni, s.s. Kirkjuvogsseli, Mönguseli, Merkinesseli og Miðseli, aðrar eru vegvísar fyrir ferðalanga á brýr yfir gjárnar og enn aðrar skjól refaskyttna.
Hleðslur og aðrar leifar eftir hermenn eru bæði með gjánni og ofan við hana, sennilega eftir herinn við æfingar. T.d. eru leifar af timburskúrum ofan og neðan við gjána, sem grjóti hefur verið hróflað að. Eftir standa gólf og grjóthrófið. Þá virðist sem hermenn hafi verið að nota gjána til æfinga í skotgrafahernaði. Hleðslur sem skjól eru víða og drasl hefur sest að í skjóli við gjárvegginn. Leifar blyshylkja o.fl. liggja í gjánum, sem á köflum er bæði djúp og víð, sumstaðar gróin í botninn.
Vestari veggirnirEitt grjótskjólið í grunnum gjáarhluta er áhugaverðara en önnur. Norðan við það er fallin mosavaxin varða. Veggirnir eru þrír og skarast þeir vestari líkt og þar hefði verið hlið. Vestan við skjólið er gjáin djúp, en greiðfær. Hrunið hafði lítillega úr bergveggjunum eftir nýjustu jarðskjálftana Suðvestanlands. Við hinn endann er einnig hlaðið byrgi, skeifulaga og óvandaðra. Enn annað byrgi er skammt vestar, en með vandaðri hleðslum. Ef gengið er áfram með gjánni má sjá fleiri hleðslur, en óvandaðar. Beggja vegna hennar eru hlaðnir stuttir og lágir “veggir” fyrir skyttur.
Fyrstnefnda hleðslan er þó líklega ekki upprunalega frá hernum, heldur virðist hann hafa notað þarna eldra mannvirki. Norðan við hleðslurnar, á brúninni, eru leifar af vörðu er fyrr sagði, sem hermenn hlóðu ógjarnan, enda leifarnar augsjáanlegar eldri. Þá virðast hleðslurnar þannig að herinn hafi ekki gert þær því hermennirnir hlóðu ekki slíka vandaða veggi, heldur hrúguðu grjótinu upp. Þarna gæti því hafa verið rúningsrétt eða nátthagi fyrir fé, líklega frá Merkinesseli. Brú er yfir gjána austan við hleðslurnar. Austurveggurinn er fallinn að nokkru, sennilega vegna ágangs, en vesturveggirnir eru heillegir, um 80 cm háir.

Hleðslur undir Arnarbælisgjá

Sunnar eru Stapafell og Súlur. Bæði fellin er að hverfa vegna gegndarlausrar og óhóflegrar efnistöku. Síðarnefnda fellið virðist heillegt í fjarlægð, en þegar nær er komið má sjá að þar eru nú einungis “leiktjöld”, þ.e. að efsti hlutinn hefur verið látinn halda sér á meðan nagað hefur verið utan af fellinu allt um kring.
Stapafell og Súlur mynduðust undir ís og í sjó. Þar er mikið bólstraberg með ólívínkristöllum neðst í bólstrunum. Ástæður fyrir myndun bólstrabergs eru lítt kannaðar en talið er, að mismunur hitastigs hrauns og vatns og þrýstingur í vatninu hafi áhrif á myndun þess. Í bólstrunum er ólívín (meira neðst vegna sökks), plagíóklas og ágít (svart). Svört lög í Stapafelli eru aska (bendir til blandaðs goss), sem hefur setzt til í vatni (mjög reglulega lagskipt). Sprungur liggja víða í gegnum Stapafell. Í Súlum er bólstraberg í kjarnanum og má nú sjá bera bergganga í því er liggja upp undir topp. Ofan á er móbergshetta, sem bendir til þess að gosið hafi haldið áfram undir íshellunni eftir að undirstaðan hafði náð að “fóta sig” ofan sjávarmarka.

Hleðslur undir Arnarbælisgjá

Reykjanesskaginn er allur mjög sprunginn. Á liðnum öldum hafa miklar jarðskorpuhreyfingar átt sér stað á skaganum. Þessar hreyfingar eiga sér enn stað og munu einnig eiga sér stað í framtíðinni. Mikið er um misgengi um gjárnar í Hafnaheiði. Heiðin hefur mikið breyst á tiltölulega stuttum jarðfræðilegum mælikvarða.
Stöðug og hæg hreyfing í jarðskorpunni veldur spennu í bergi. Spennan getur orðið svo mikil að bergið þolir hana ekki lengur og berglögin bresta og þá verða jarðskjálftar. Sprungubarmarnir sem koma fram við hreyfinguna kippast þá yfirleitt til í gagnstæðar áttir og standa mishátt. Sprungur sem myndast á þennan hátt nefnast misgengi. Á Íslandi eru misgengi og gjár með SV-NA stefnu algengastar sunnanlands en hins vegar er S-N stefna ríkjandi norðanlands.
Í Hafnaheiðinni eru mörg misgengisþrep sem eiga smám saman eftir að liggja hvert upp af öðru líkt og Hjallamisgengið, sem er um 5 kílómetra langt og hæst er það um 65 metra hátt. Hreyfingar eru stöðugt á þessu svæði og því lítið um harða jarðskjálftakippi.
Hrófl um horfinn kofa í heiðinni - Súlur fjærMisgengi eru af ýmsu tagi en megingerðirnar eru þrjár. 1. Siggengi vegna gliðnunar (til dæmis Arnarbælisgjá). 2. Ris- eða þrýstigengi vegna samþjöppunar (engin dæmi hér á landi, en fræg í fellingamyndunum). 3. Sniðgengi vegna hliðrunar (til dæmis Suðurlandsbrotabelti).
„Þverbrotabelti“ er notað um sniðgengi eða kerfi sniðgengja sem tengja ása rekhryggja. Hér á landi eru tvö slík brotabelti, Tjörnesbrotabeltið sem tengir suðurenda Kolbeinseyjarhryggjar við Norðurgosbeltið, og Suðurlandsbrotabeltið sem tengir Reykjanes og Austurgosbeltið.
Helstu „hnikþættir“ á Íslandi eru Reykjaneshryggur og Kolbeinseyjarhryggur, sem hliðrast til austurs um Suðurlands- og Tjörnesbrotabeltin. Hreyfingar Ameríku- og Evrasíuflekanna, sem þarna mætast, reka frá hvorum öðrum að jafnaði um 1 cm á ári til hvorrar áttar.
Tilurð þessara íslensku brotabelta er vel þekkt. Hryggjakerfi Norður-Atlantshafs rekur til vest-norðvesturs tæpan sentimetra á ári miðað við heita reitinn undir austlægri miðju landsins og með því að flæði möttulefnis undir Íslandi út frá þessari miðju er helsti drifkraftur flekahreyfinga, þá „leitast“ rekbeltin við að vera yfir heita reitnum.
Súlur að vestanverðuÍ 15 milljón ára jarðsögu Íslands hefur slíkur gosbeltaflutningur orðið að minnsta kosti þrisvar.
Þverbrotabelti einkenna allt rekhryggjakerfi jarðar, sem er um 60.000 km langt, og skiptist í búta sem hnikað er til hverjum miðað við annan. Almennt tengjast þverbrotabeltin ekki heitum reitum, heldur virðast þau hafa myndast um leið og rekhryggurinn sjálfur og haldast síðan nokkuð stöðug. Myndun þeirra er því sennilega háð spennusviðinu sem ríkti þegar hryggurinn var að myndast.

Rekbeltið á flekamótum

Frekari lesningu um misgengi er til dæmis að finna í greinum Páls Einarssonar í Náttúru Íslands og Náttúrufræðingnum, svo og í Jörðinni (JPV útgáfa, Rvk. 2005).
Reykjanesrekbeltið er einkennandi fyrir Reykjanesskaga og þar er að finna fjölmargar sprungur, misgengi og mjóa sigdali sem stefna í norðaustur-suðvestur átt (Jón Jónsson, 1967). Á Reykjanesskaganum beygja plötuskilin til austurs en það eru fjögur eldsstöðvarkerfi sem liggja skálægt á plötuskilunum. Þekkt eru tvö gosskeið á síðustu tvö þúsund árum þar sem öll eldstöðvarkerfin urðu virk. Hvert gosskeið stóð í allt að fjórar aldir með um þúsund ára hléi á milli. Í ljósi þeirrar vitneskju og rannsóknum á eldri gosum, er líklegt að eldvirkni hafi verið svipuð, á fyrri hluta nútíma. Þessi eldstöðvarkerfi eru Reykjaneskerfið, Trölladyngjukerfið, Brennisteinsfjallakerfið og Hengilskerfið. Reykjaneseldstöðvarkerfið liggur í suðvestur-norðaustur stefnu frá Reykjanesi og inn að Vatnsleysuströnd. Neðan sjávarmáls suðvestur af Reykjanesi er það um 9 km langt en í heildina er það um 45 km langt og um 5-15 metra breitt. Það tilheyrir vestara rek- og gosbeltinu eins og öll kerfin á Reykjanesskaga. Það hafa komið um 50 rek- og goshrinur úr því ásamt 14 dyngjum.
Síðast gaus í kerfinu í Reykjaneseldunum frá 1211-1240 en þar síðast sennilega Rauðu örvarnar yfir Arnarbælifyrir um 1500-1800 árum (Ari Trausti Guðmundsson, 2001). Eldvirkni er takmörkuð við syðstu 15 km kerfisins. Þótt Reykjanesið sé að mestu leyti þakið úfnum hraunum og fokösku þá ber það þess skýr merki að eldgos hafa verið tíð. Yngstu hraunin þekja meginhluta Reykjaness og því erfitt að áætla fjölda gosa sem orðið hafa frá myndun þess. Eldvirkni er mikil á þessu svæði vegna plötuskilanna sem eru mörkuð af gjám og misgengjum. Talið er að gliðnunin sé um 2 cm á ári.
Meðan gengið var um svæðið flugu 11 breskir rauðir örvafuglar (listflugsveitin Rauðu örvarnar) yfir með látum. Hún hafði verið pöntuð sérstaklega í tilefni dagsins. Elton John hvað?
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimild m.a.:
-María Berglind Þráinsdóttir.
-flensborg.is
-visindavefur.is
-Málfríður Ómarsdóttir, Reykjanesskagi – náttúrusaga og eldvörp.

Súlur að sunnanverðu