Lúpína

Lúpínan hefur á seinni árum sett bæði “lú” og “pínu” yfir mela og berar hlíðar Reykjanesskagans. Tilkoma þessarar bláleitu og áberandi landnámsplöntu hefur sett mikinn svip á landsvæðið, einkum fyrri hluta sumars.
Blóm þetta, alaskalúpínan, var flutt inn frá Alaska haustið 1945 af Hákoni Bjarnasyni. Talið er að hún hafi þó áður borist til landsins seint á 19. öld og verið notuð sem Lúpína í Vatnshlíðskrautjurt í görðum. Eins og aðrar belgjurtir myndar lúpínan sambýli með niturbindandi örverum og getur því vaxið vel á rýru landi án áburðargjafar. Lúpínan hefur allmikið verið notuð í uppgræðslu á undanförnum árum og er notuð til að mynda gróðurþekju og byggja upp frjósaman jarðveg. Sá galli er þó á gjöf Njarðar að lúpínan getur myndað þéttar breiður þar sem lágvaxnari gróður á erfitt uppdráttar. Lúpínan dreifist með fræi og getur breiðst nokkuð hratt út þar sem skilyrði eru fyrir hendi og jafnvel farið yfir gróið land. Dæmi eru um að lúpínan taki að hörfa fyrir öðrum gróðri eftir 15-20 ár en sums staðar hefur hún viðhaldist mun lengur án þess að láta undan síga.
Alaskalúpína á, sem fyrr segir, uppruna sinn að rekja til Alaska og tilheyrir ætt belgjurta. Belgjurtir hafa þá sérstöðu meðal plantna að lifa í sambýli við bakteríur. Bakteríurnar mynda hnýði á rótum belgjurtanna og vinna köfnunarefni úr andrúmsloftinu sem plantan notar sér til framdráttar. Belgjurtir eru því ekki háðar köfnunarefnisáburðargjöf eins og aðrar plöntur en algjörlega háðar samlífinu við bakteríurnar. Köfnunarefnisbindingin gerir það að verkum að við rotnun plöntuleifa verður köfnunarefnið eftir í jarðveginum sem nýtist öðrum plöntum líka og verður til þess að byggja um frjósaman jarðveg.
Alaskalúpína er harðgerð, fljótvaxin og þrífst vel í sendnum og malarkenndum jarðvegi. Hún þrífst hins Lúpína í Vatnshlíðvegar illa á foksöndum og ofan 300-400m hæðar. Alaskalúpína hefur reynst vel sem landgræðsluplanta hér á landi og bindur mikið kolefni. Sjá nánar um aðra eiginleika lúpínunnar í ýmsum ritum hér að neðan.
Náttúruverndarsjónarmið hafa þó komið fram gagnvart plöntunni, einkum í seinni tíð. Alaskalúpína er ágeng að eðlisfari og getur náð fótfestu í margs konar gróðurlendi. Eftir að lúpínan hefur numið land getur reynst erfitt að hemja útbreiðslu hennar. Fara skal með gát við notkun hennar í nálægð gróins lands, þar sem hún gæti hæglega numið land og orðið ríkjandi. Óþarft er að sá henni í land þar sem náttúrulegur gróður er í framför. Lúpína getur breiðst út með miklum hraða og dreifir sér hratt niður gil og skorninga þar sem leysingavatn getur borið fræin með sér. Lögum samkvæmt má ekki sá lúpínu í friðlýst svæði eða svæði sem eru á náttúruminjaskrá, þar sem tilgangur þeirra er að varðveita sérstæð náttúrufyrirbæri – jarðmyndanir og gróður. Huga þarf vel að staðarvali sáninga í námunda við þessi svæði. Lúpína getur verið áberandi sökum stærðar sinnar og litar og skal einnig hafa það í huga við staðarval sáninga, t.d. skal forðast að sá lúpínu í fjallshlíðar.
Hjörleifur Guttormsson, fyrrum alþingismaður og Lúpína í Selhöfðafjarskyldur Reykjanesskaganum, segir lúpínuna að verða „þjóðarblóm”. “Á árinu 2004 beitti landbúnaðarráðherra sér fyrir því að valið skyldi svonefnt „þjóðarblóm” og tóku Landvernd og Morgunblaðið að sér að efna til spurningakeppni um hvaða planta verðskuldi þetta heiti. Sjö tegundir voru í framboði og varð holtasóley hlutskörpust rétt á undan kattarauga sem kynnt var í keppninni sem „gleym-mér-ei”. Meðal skilyrða í forvali var að blómið væri „sýnilegt víða um land og einkennandi fyrir gróðurfar þess”. Úrslit voru kynnt með pomp og pragt að viðstöddum ráðherrum og forseta Íslands. Til að reka smiðshögg á þetta tiltæki flutti landbúnaðarráðherra á síðasta vetri f.h. ríkisstjórnarinnar sérstaka þingsályktun um málið þar sem segir m.a.: „Ríkisstjórnin hefur síðan fjallað um málið og til að staðfesta enn frekar að holtasóley sé þjóðarblóm Íslendinga er lagt til að Alþingi álykti þar um og því er þessi tillaga lögð fram.
Nú skyldum við ætla að yfirlýst þjóðarblóm blasi við hverjum manni víða um land og víst er að það á frekar við um holtasóley en kattarauga. Hins vegar var frá keppninni útilokuð fyrirfram sú planta sem landbúnaðarráðuneytinu er kærust og orðin er mest áberandi allra blómplantna þegar ekið er um þjóðvegi hérlendis en það er alaskalúpína. Hún breiðist þessi árin út með ógnarhraða og mun í tíð núlifandi kynslóða ná að þekja drjúgan hluta landsins. Í samkeppni við þessa stórvöxnu og ágengu plöntu sem opinberar stofnanir eins og Landgræðslan og Skógrækt ríkisins innleiddu og sjá um að útbreiða sem víðast fer lítið fyrir holtasóley, að ekki sé minnst á kattarauga, blóðberg og lambagras sem í besta falli fá að tóra á útnárum.”
Svo mörg voru þau orð um lúpínuna ásóknu – bláklæddu.
Lúpína á Bláberjarima