Eiríksvegur

Eiríksvegur liggur frá Akurgerðisbökkum upp í Flekkuvíkurheiði, áleiðis að Þrívörðuhól. Um er að ræða sýnishorn af vegagerð fyrri tíma.
Vegurinn er nefndur eftir verkstjóranum sem hét Eiríkur Ásmundsson (1840-1893) frá Grjóta í EiríksvegurReykjavík en Eiríkur þessi stjórnaði m.a. fyrsta akvegargerð um Kamba. Eiríksvegur er 3-4 m breiður og í honum er mikið af grjóthnullungum. Ekkert farartæki hefur hingað til nýtt sér “samgöngubótina” því vegargerðin dagaði uppi í Flekkuvíkurheiðinni einhvern tímann fyrir síðustu aldamót. Almenningsvegurinn liggur svo til samsíða Eiríksvegi á þessum slóðum, ýmist ofan eða neðan hans, og á kafla liggja allir þrír vegirnir samsíða, Strandarvegur neðstur, svo Almenninsgvegur og Eiríksvegur efstur.
Ofan við Strandarveg á móts við Stóru-Vatnsleysu er túnblettur og suðvestan hans er mikil varða um sig en að nokkru leyti hrunin sem heitir Bergþórsvarða eða Svartavarða. Varðan hefur líklega verið innsiglingarvarða fremur en mið. Suðaustur og upp af Bergþórsvörðu er svo Slakkinn, mosalægð sem gengur upp undir Reykjanesbraut og um hann liggur nýja tengibrautin frá hringtorginu til Strandarinnar.
VatnsleysustekkurDigravarða og Digravörðulágar eru örnefni á þessum slóðum og líklega er Digravarða spöl sunnan við Bergþórsvörðu, á hól sem er vel gróinn í toppinn. Varðan hefur verið mikil um sig fyrrum en er nú aðeins grjóthrúga. Fyrir ofan Digruvörðu eru Digruvörðulágar.
Nefnd Digravarða sést tæpast nú orðið. Við Bergþórsvörðu beygir Almenningsvegurinn um 90° til norðurs. Þar hefur og nýr vegur (hugsanlega ofan í gamlan) verið lagður. Sá vegur liggur norðlægar með beina stefnu á Hrafnagjá. Á henni, þar sem vegurinn liggur yfir gjána, er náttúruleg steinbrú. Þaðan í frá er vegurinn augljós að Flekkuvíkurstíg (Refshalastíg).
Eiríksvegurinn liggur hins vegar þarna áfram upp upp með hólnum norðanverðum – áðeiðis upp í Flekkuvíkurheiði, langleiðina að Þrívörðhól. Líklegt má telja að gamli Almenningsvegurinn hafi að hluta legið undir Eiríksvegi. Rétt vestan Hrafnagjár og norðan Eiríksvegar er Vatnsleysustekkur í lítilli kvos. 

Byrgi

Eiríksvegargerðarmenn hafa látið óhreyft grjótið í stekknum sem segir okkur að líklega hafi hann verið í notkun þegar vinnan stóð yfir. Ekki er þó með öllu útilokað að eitthvert heimilisfólk að Vatnsleysu hafi meinað vegagerðarmönnum að hrófla við stekknum, enda hafi það haft taugar til hans frá fyrri tíð. Dæmi eru um að öðrum mannvirkjum í Vatnsleysulandi hafi verið hlíft þrátt fyrir að notkun þeirra hafi þá verið hætt.
Á móts við Flekkuvíkurafleggjarann hefur lítið grjótbyrgi verið byggt ofan í Almenninsgvegi en á þessum slóðum er sá vegur u.þ.b. 50 m fyrir ofan Strandarveg.
Eiríksvegur og hluti Skipsstígs undir Lágafelli eru að mörgu leyti líkar framkvæmdir. Um er að ræða 3-4 m breiðar götur, nánast beinar. Undirlagið er grjót, en ofaníburðurinn, mold, hefur að mestu fokið úr vegastæðunum. Hvorugri framkvæmdinni lauk án þess að koma að gagni. Annað hvort hefur mjög afmörkuðu fé verið ráðstafað til verkanna, sem síðan hefur ekki fengist endurtekið, eða að tilefni framkvæmdanna hafa dagað uppi.
Hvað sem öllu líður þá eru þarna ágæt dæmi um vegagerð um og í kringum aldamótin 1900, um það leyti er bændur voru að taka hestakerrur í gagnið sem samgöngutæki um leið og sjálfrennireiðin var að gera þær óþarfar.

Heimild m.a.:
-S. Guðmundsdóttir – Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi -2007.

Eiríksvegur

Selskógur

Selskógur er afurð Skógræktarfélags Grindavíkur í norðurhlíðum Þorbjarnarfells (Þorbjarnar) ofan Grindavíkur.
Selskogur-61Stofnun Skógræktarfélags Grindavíkur má rekja aftur til ársins 1939. Þá varð Ingibjörg Jónsdóttir sextug og kvenfélagskonur stofnuðu sjóð henni til heiðurs. Ingibjörg ákvað að verja honum til þess að koma upp skógrækt í Grindavík. Fékk hún landið í norðurhlíðum Þorbjörns og þegar hún plantaði fyrstu hríslunum, vorið 1957, gaf hún svæðinu nafnið Selskógur. Skógræktarfélag Grindavíkur var síðan stofnað um haustið.
Ingibjörg Jónsdóttir var stofnandi Skógræktarfélags Grindavíkur og var annt um að gróðursetja í Grindavík á árum áður. Hún var ritari og síðar formaður kvenfélagsins og á árinu 1939 þegar hún varð sextug stofnuðu kvenfélagskonur sjóð henni til heiðurs. Ingibjörg ákvað eftir umhugsun að verja sjóðnum í að koma upp skógrækt í Grindavík. Ráðfærði hún sig við skógræktarstjóra ríkisins sem taldi landið við Þorbjörn vel til þess fallið að rækta upp skóg. Á árinu 1957 var svo gróðursett birki og gróðursetti Ingibjörg fyrstu plöntuna.
Selskogur-8Eftirfarandi er úr ávarpi formanns kvenfélagsins, Laufeyjar Guðjónsdóttur frá Ásgarði, á afmælisfundi félagsins árið 1963: “Þann 24. nóvember 1923 fyrir réttum 40 árum var Kvenfélag Grindavíkur stofnað. Aðal hvatakona að stofnun félagsins var fr. Guðrún Þorvarðardóttir í Ási. Stofnfund félagsins sátu 23 konur úr Járngerðarstaða- og Þórkötlustaðarhverfi í Grindavík.
Fyrstu stjórn félagsins skipuðu frú Guðrún Þorvarðardóttir i Ási, formaður, frú Ólafía Ásbjarnardóttir í Garðhúsum gjaldkeri og frú Ingibjörg Jónsdóttir, kennari, ritari. Stjórninni var á stofnfundinum falið að semja lög fyrir félagið og tilnefndi hún sér til aðstoðar frú Katrínu Gísladóttir frá Hrauni. Á öðrum fundi félagsins voru lög þess samþykkt. Á þeim sama fundi gengu þrjár konur í félagið. Í ársbyrjun 1925 voru 34 konur skráðar í félagið. Eða mikill meirihluti allra giftra kvenna í Grindavíkurhreppi.
Selskogur-223Þ
ess má geta að í dag eru um 140 konur skráðar meðlimir. Á þriðja fundi félagsins var kosin varastjórn, í henni áttu sæti frú Jóhanna Árnadóttir, varaformaður, frú Katrín Gísladóttir vararitari og frú Margrét Jónsdóttir varagjaldkeri. Á þeim sama fundi ber María Guðmundsdóttir á Hlíð upp tillögu þess efnis að eitthvað verði gert til að gera fundina skemmtilega til dæmis með því að lesa upp skemmtilegar og fróðlegar sögur eða syngja falleg kvæði. Þetta er viturleg tillaga, því að fátt er líklegra til að halda saman góðum félagsskap en skemmtilegir og líflegir fundir.
Ekki er ár liðið frá stofnun félagsins þegar Ingibjörg Jónsdóttir heldur framsöguræðu um garðrækt. Hvetur hún konur félagsins til að gera tilraun með að rækta nytjajurtir og blóm. Á sama fundi sem haldinn var 16. maí 1924 vakti Ingibjörg einnig máls á því hvort ekki væri möguleiki á því að félagið keypti spunavél sem það svo starfrækti. Báðar þessar uppástungur Ingibjargar sýna hve holl og skynsamleg áhugamál Kvenfélagsins voru þegar á byrjunarstigi.
María Geirmundsdóttir á Hliði bar á sama fundi upp tillögu um að Kvenfélagið gengist fyrir því að 19. júní yrði haldinn hátíðlegur og hvatti til þess að haldin yrði útiskemmtun á Baðsvöllum. Mun þarna vera að finna fyrsta vísinn að hinum rómuðu útiskemmtunum sem Kvenfélagið stóð fyrir og haldnar voru við Svartengisfell í Grindavík um margra ára skeið og frægar urðu um allar nærliggjandi sveitir.
Ánægjulegt hefði verið að mega enn sjá hér meðal okkar í kvöld þá konu sem lengst, drýgst og óeigingjarnasta starf hefur unnið í okkar hopi — Ingibjörgu Jónsdóttir, en Ingibjörg heldur nú til á Dvalarheimili aldraðra sjómanna i Reykjavík. Henni óskum við allar langrar og bjartrar ævi.”
Nafnið Selskógur má rekja til gamalla seltófta sem enn má sjá á skógræktarsvæðinu. Margir Grindvíkingar kannast við að hafa gróðursett plöntur í hlíðum Þorbjarnar í skóginum hennar Ingibjargar en á sjöunda og áttunda áratugnum a.m.k fóru grunnskólabörn ár hvert og gróðursettu.
Félagið lagðist í dvala árið 1988 en það var svo vaskur hópur skógræktaráhugafólks sem tók sig til og endurvakti félagið 2006. Frá því 2006 hafa verið gróðursettar um 6000 plöntur.
Guðbjörg Ásgeirsdóttir, verðandi formaður Skógræktarfélags Grindavíkur og virkur meðlimur í Kvenfélagi Grindavíkur, tók eftirfarandi saman um Selskóg úr gömlum fundargerðum Kvenfélagsins.
“Í fundargerð Kvenfélags Grindavíkur 24. okt. 1956 má sjá að Ingibjörg Jónsdóttir hafi fengið orðið til að skýra frá sjóði er kallaður var “Ingibjargarsjóður” og stofnaður hafði verið í tilefni af 60 ára afmæli hennar. Henni hafði dottið í hug að vekja athygli á að koma upp skógi í Grindavík. Hafði henni dottið í hug staður norðan ÞSelskogur-224orbjarnarfells. Fékk hún landið til afnota frá landeigendum. Ætlunin var að koma upp girðingu um haustið, en vírnet var þá ekki fáanlegt.
Þann 4. júní 1957 er getið um að búið væri að koma upp smágirðingu, sem að vísu var bara til bráðabrigða þar sem meira efni var ekki til að svo stöddu. Búið var að setja niður 1200 plöntur. Þá var nokkurn veginn búið að ganga frá undirbúningi að stofnun Skógræktarfélags Grindavíkur. Ætlunin var að starfrækja það á vegum Kvenfélagsins með stuðningi hreppsins og fyrirgreiðslu frá Skógrækt ríkisins. Hafði skógræktarsvæðið hlotið nafnið Selskógur, “sem væri viðeigandi þar sem í skógræktinni væru gamlar seltóftir”.”
Jóhannes Vilbergsson, núverandi formaður Skógræktarfélags Grindavíkur sagði að starfssemin hefði fallið niður um tíma en félagið verið endurstofnað árið 2006. Meðlimir væru í Selskogur-225kringum 40 manns.
“Það er búið að planta rúmlega 20 þúsund plöntum frá 2006 megnið á norður og suðurhlið Þorbjarnar.
Árið 2008 vann skógræktarfélagið í samvinnu við Landsvirkjun að átakinu „Margar hendur vinna létt verk“ og þar voru búnir til göngustígar, hreinsað frá ungum plöntum og áburður borin á. Einnig var plantað fleiri plöntum.
Árið 2009 sótti Skógræktarfélagið um þátttöku í atvinnuátaki Skógræktarfélags Íslands. Við komumst að í því átaki og fengu 10 manns vinnu við það um sumarið, við að setja niður plöntur og bera áburð á eldri plöntur ásamt því að stígar voru lagfærðir o.m.fl.
Árið 2010 endurnýjuðum við samninginn og 20 manns komu að starfinu það sumarið.
Selskogur-226Árið 2011 vildi Grindavíkurbær ekki taka þátt í atvinnuátakinu svo minna hefur gerst þetta árið.
Fyrsti hluti af grisjun skógarins hefur farið fram, og hefur það verið í höndum fagmanna frá Skógræktarfélagi Íslands.
Hefur Skógræktarfélag Grindavíkur sótt um þetta frá endurstofnun félagsins, og loksins fengum við grisjunina.
Grisjun skógarins bætir skóginn og sólarljósið kemst niður í skógarbotninn, og öll trén sem eftir verða fá að njóta sín betur.
Grunnskólinn hefur í mörg ár plantað græðlingum og Leikskólinn Krókur hefur einnig sett niður svolítið af plöntum.
Allir eru velkomnir að taka þátt í starfi Skógræktarfélags Grindavíkur því það er okkar allra hagur að Selskógur sé útivistarparadís Grindavíkur.”

Selskogur-227Jóhannes sagði að markmið Skógræktarfélags Grindavíkur væru mörg, m.a. að bæta aðkomuna að Selskógi sem er ekki góð eins og hún er í dag, gera göngustíga, grisja og gera skóginn að betra útivistarsvæði Grindvíkinga. Von félagsins er að fá að planta trjám í trefil utan um Þorbjörn og láta gera góða gönguleið þar í kring og til bæjarins.
Í aðalskipulagi Grindavíkur segir m.a.: “Selskógur í Þorbirni hefur verið ræktaður upp þó skógrækt ríkisins hafi mælt eindregið gegn skógrækt á flatlendi utan byggðar á Suðurnesjum. Þrjú skógræktarsvæði hafa talist hæf til skógræktar og er Selskógur eitt þeirra. Skógræktarfélag Grindavíkur sér um Selskóg og hefur unnið að ræktun þess myndarlega skógar sem nú er fyrir hendi. Félagið gerðist aðili að Skógræktarfélagi Suðurnesja til þess að tryggja plöntur á vægu verði frá Skógrækt ríkisins. Nú eru Selskogur-228hin myndarlegustu grenitré í nokkrum aðskyldum lundum og svo þéttur að þegar hefur myndast skógarbotn í þeim.” Framangrein kemur fram í greinargerð með aðalskipulagi Grindavíkur fram til ársins 2020.
Að sögn Kristán Bjarnasonar, skógræktarmanns, er Selskógur ekki ræktaður á flatlendi, nema þá að mjög litlu leyti, þannig að það virðist vera mótsögn í textanum. Þá er það að Skógrækt ríkisins mæli eindregið gegn skógrækt á flatlendi utan byggðir. Síðan að “aðeins þrjú svæði á Suðurnesjum henti til skógræktar” hefur ekki verið fjallað um fyrr af hálfu Skógræktarinnar.
Í Jarðabókinni 1703 segir að “selstöðu hefur jörðin og brúkar enn nú þar sem heita Baðsvellir, og kvarta menn um að þar sjeu hagar ofurlitlir og þröngvir. Item sje þar stórt mein að vatnsleysi, þá þeirrar eru, og fyrir þessa lesti selstöðunnar segja menn fulla nauðsyn til að kaupa selstöðu annarsstaðar. Þessa brúkar bóndinn aleinn.”

Selskogur-400

Sagt er að Baðsvellir dragi nafn sitt af því, að þar hafi ræningjar baðað sig. Alveg niður við hraun er hallandi graslendi. Þar er slétt laut, Kvíalág. Þar með hrauninu eru tvennar seltættur og hóll. “Þar austan við heitir Stekkjarhóll,” segir í örnefnaskrá. Rústirnar eru undir Þorbirni norðanverðum, í hraunjaðri, vestan við skógarrjóður. Syðst er þyrping, 5 hólf og klettur í miðjunni, sem hólfin raðast utan um. Þar norðan af er önnur tóft, tvö hólf. Norðan við þessa tóft eru tvær tóftir til viðbótar. Trjám var plantað í eina megintóftina.
Við Stekkjarhól eru greinilegar og mjög grónar tóftir. Þær eru norðaustan í skógarjaðrinum. Norðaustan við aðra tóftina er 2 m djúp hola. Hún er nær hringlaga. Sunnan við vegarslóða þar við er önnur hola, 1 m djúp, e.t.v. brunnur. Í skógarjarðrinum, sunnan brunnsins, er önnur tóft. Norðar eru mannvistarleifar í lágum hraunhól.

Selskogur-6

Í þjóðsögu frá þessu svæði segir: “Skammt fyrir ofan byggðina í Grindavík er fjall, sem heitir Þorbjarnarfell, – oftast nefnt Þorbjörn. Í toppi þess er hamragjá, sem heitir Þjófagjá. Er svo sagt, að þar hafi einu sinni hafst við fimmtán þjófar, sem lögðust á fé Grindvíkinga. Eigi sáu byggðarmenn færi á að vinna þá fyrr, en bóndason frá Hópi tókst á hendur að svíkja þá. Hann fór til þeirra, sór þeim trúnaðareið og var með þeim um hríð. Hann varð þess vís, að þeir fóru hvern laugardag í bað í laug þeirri, sem er á Baðsvöllum norðan undir fjallinu. Einn gætti klæða þeirra, meðan þeir voru í baðinu, og gerðu þeir það til skiptis. Svo kom, að þeir trúðu bóndasyni fyrir að geyma föt sín. Þá sneri hann um annarri skyrtuerminni og annarri brókarskálminni hjá þeim öllum og hljóp síðan, sem fætur toguðu, til bæja. Það fór eins og hann ætlaðist til; þjófunum varð tafsamt að komast í föt sín, og ekki fóru þeir nema í nærklæðin og eltu hann síðan, en náðu honum ekki. Urðu þeir mjög sárfættir í grjótinu. Nú þustu byggðarmenn að þeim, og gátu þeir ekki komist undan. Voru þeir allir teknir höndum og hengdir þar, sem síðan heita Gálgaklettar. Bóndasonurinn varð ólánsmaður, en eigi er getið, hvað fyrir hann kom.”
Enn má sjá bæði Þjófagjá í Þorbirni og baðstaðinn á Baðsvöllum, auk Gálgaketta í austri.

Selskogur-230

Þegar gengið var um Selskóg þessa kvöldstund voru mannvistarleifarnar, selstöðurnar, m.a. skoðaðar. Þegar betur var að gáð komu í ljós áður óþekktar minjar inni í skóginum norðvestan Stekkhóls, en svo heitir hóllinn neðst í núverandi skógarlundi. Um var að ræða heilstæð selstaða með þremur rýmum, auk stekkjarins, sem hóllinn hefur verið nefndur eftir.
Hugmyndir eru uppi um að byggja upp dæmigerða selstöðu á Baðsvöllum. Hún yrði fulltrúi 286 slíkra, sem enn má sjá í fyrrum landnámi Ingólfs.
Rétt er að nota tækifærið og vekja athygli á því, með fullri virðingu fyrir því sem þegar hefur verið gert í skógrækt, að Selskógur er dæmi um kapp án mikillar fyrirhyggju. Staðsetningin er að vísu ágæt, í nágrenni bæjarins, en að teknu tilli til hinna fornu mannvistarleifa á svæðinu hefði mátt huga betur að þeim áður en plantað var trjám á svæðið. En nú, þegar verið er að grisja skóginn, skapast ágætt tækifæri til að endurheimta minjar þær að einhverju leyti, sem þegar hefur verið plantað í trjám.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimildir m.a.:
-Morgunblaðið, þriðjudaginn 17. október, 2006.
-grindavik.is
-Grindavíkurbær – GRINDAVÍK aðalskipulag 2000 – 2020.
-Morgunblaðið, 8. desember 1963, bls. 18.
-Fundargerðir Kvenfélags Grindavíkur.
Guðbjörg Ásgeirsdóttir.
-Jóhannes Vilbergsson, formaður Skógræktarfélags Grindavíkur

Baðsvellir

Baðsvellir – Selskógur.


.

Kaldá

“Hitt er fullvíst, að það sem hér er kallað Hafnarfjarðarhraun, hefur runnið allt í einu lagi.
Reynum nú Kalda-502að gera okkur í hugarlund, hvernig það land leit út, sem Hafnarfjarðarhraun breiddist yfir. Vitaskuld renna hraunflóð æfinlega undan halla og ekki skáhallt, heldur í þá átt sem hallinn er mestur. Það má því t. d. gera ráð fyrir, að hraun, sem lent hefur í árfarvegi, yfirgefi hann ekki úr því, heldur fylgi honum svo langt sem magn þess endist til. Nú liggur meginstraumur Hafnarfjarðarhrauns — sá sem lengstan veg hefur runnið frá upptökum — norðvestur á milli Setbergshlíðar og Vífilstaðahlíðar. Þá er varla heldur að efa, að vatn, sem komið hefði upp á sama stað og hraunið, hefði einnig runnið sömu leið. Með þetta í huga er fróðlegt að athuga hinar miklu vatnsuppsprettur skammt frá Búrfelli, þar sem heita Kaldárbotnar. Þar eru upptök Kaldár, eins og nafnið bendir til, og þar er ennfremur hið nýja vatnsból Hafnfirðinga.
kalda-503Kaldá er ólík flestum ám í því, að hún er vatnsmest í upptökunum, en minnkar stöðugt á leið sinni. Hún kemst ekki nema röskan kílómetra frá upptökunum; þá er hún öll sigin í jörð Þessa skömmu leið rennur hún eftir hrauni, sem er ættað úr Búrfelli og virðist helzt jafnt gamalt Hafnarfjarðarhraun eða með öðrum orðum hluti af því. En einnig í miðri höfuðkvísl Hafnarfjarðarhrauns, hjá Gjáarrétt norðvestur frá Búrfelli, sér í vatn niðri í djúpum gjám, og í því vatni er mjög greinilegur straumur til suðvesturs. Áður en Hafnarfjarðarhraun rann, hlýtur allt þetta vatn, sem nú rennur um upptakasvæði þess — bæði ofanjarðar (í Kaldá) og neðanjarðar (í gjám) — að hafa runnið ofanjarðar — sem vatnafall — þá leið, sem hrauni rann síðan.
Við getum kallað þetta vatnsfall Kalda-505„Fornu-Kaldá”. Að líkindum hefur hún verið drjúgum meira vatn en sú Kaldá, sem við þekkjum nú, því að botn hinnar fornu Kaldár lak ekki vatninu. Hún rann eftir hraunlausum dal undir Vífilstaðahlíð norður að Vífilsstaðatúni. En hvar rann hún í sjóinn? Hraunið gefur okkur einnig ákveðna bendingu um það: Meginhluti þess féll út í Hafnarfjörð. Og þar sem hraunið er þykkast, þar liggur árfarvegurinn enn undir því. Forna-Kaldá hlýtur að hafa runnið í Hafnarfjörð. En þá var fjörðurinn lengri en nú, ekki af því að sjórinn stæði hærra — hann var lækkaður niður að núverandi sjávarmáli, áður en hraunið, rann — heldur styttist fjörðurinn við það, að hraunið fyllti upp í innstu voga hans.
Ekki verður vitað með vissu, hvar fjörðurinn endaði. Ef til vill hefur hann náð langleiðina upp að Vífilsstöðum, ef til vill skemmra. Vitaskuld mætti kanna þetta með því að bora gegnum hraunið kalda-506og finna hvar undirlag þess kemst upp fyrir sjávarmál. Að sjálfsögðu hefur innsti hluti fjarðarins verið grunnur. Hann hefur smám saman verið að fyllast af framburði Fornu-Kaldár. Trúlegt er, að þar hafi verið leirur og mikið útfiri, og ef til vill voru grösugir óshólmar milli árkvíslanna. En nú er þetta allt innsiglað af hrauninu, nema sá leirinn, sem lengst barst út eftir firðinum. Hann stendur út undan hraunbrúninni og þekur þar fjarðarbotninn í þykku lagi. Það leirlag hefur reynzt heldur ótraust undirstaða undir hina nýju hafnargarða. Þeir hafa hvað eftir annað sigið og sprungið. Af því, sem ég hef nú sagt frá Búrfelli og Hafnarfjarðarhrauni, mætti ætla, að Hafnarfjarðarbæ stafaði nokkur hætta af eldgosum og hraunflóðum: Þá leið, sem hraun hefur áður runnið, gæti hraun runnið aftur! En þessi hætta er miklu minni en ég hef til þessa gefið í skyn: Búrfell, þar sem hraunið kom upp, og stór landspilda hið næsta því öllum megin hefur sigið, eftir að hraunið rann. Hin signa spilda hefur brotnað sundur í rima milli sprungna, sem stefna allar frá norðaustri til suðvesturs. Barmarnir hafa sigið mismikið, svo að stallur er um sumar sprungurnar, eystri barmurinn þá jafnan lægri en hinn vestri, rétt eins og á Almannagjá. Sums staðar eru sprungurnar gínandi gjár, en annars staðar saman klemmdar og koma aðeins fram sem bergveggur.
Einn slíkur sigstallur brýtur Hafnarfjarðarhraun um þvert við suðurenda Vífilsstaðahlíðar. Sá er 5—10 m hár og rmmdi Kalda-507einn sér veita verulegt viðnám nýju hraunflóði. En raunar er sigið meira en nemur hæð þessa stalls. Önnur misgengissprunga liggur vestan við Helgadal, sem er sigdalur, og sú klýfur sjálft Búrfell í miðju. Misgengið veldur því, að eystri gígbarmurinn er nú lægri en hinn vestri. En þetta var öfugt, meðan Hafnarfjarðarhraun var að flæða upp úr gígnum. Það rann vestur úr honum, og eru þar mjög fagrar og lærdómsríkar hrauntraðir eftir rennsli þess. Þær nefnast Búrfellsgjá (þótt þær séu raunar engin gjá í venjulegri merkingu) og eru óslitnar um nokkurra kílómmetra veg vestur og norður frá fjallinu. Hraun, sem nú flæddi upp úr Búrfellsgíg, tæki ekki þessa stefnu, heldur rynni austur eða suður af. Hrakningasögu Kaldár lýkur ekki með uppkomu Hafnarfjarðarhrauns. Það lokaði leið hennar til Hafnarfjarðar, eins og þegar er getið. En það er engan veginn óhugsandi, að hún hafi samt um þúsundir ára eftir allar þær ófarir komizt ofanjarðar alla leið til sjávar — og þá fyrir sunnan Hafnarfjörð, litlu innar á ströndinni en þar, sem Straumsbæirnir eru nú. En hvort sem hún hefur nú komizt til sjávar eða ekki, þá er fullvíst, að hún hefur um langt skeið náð miklu lengra áleiðis en nú.

Kalda-508

Þá kemur enn upp eldgos, hið síðasta, sem orðið hefur í nágrenni Hafnarfjarðar. Að þessu sinni gaus úr sprungu, sem nú markast af gígaröð meðfram Undirhlíðum, langleiðina frá Vatnsskarði til Kaldárbotna. Í syðsta og stærsta gíghólnum skammt frá Krýsuvíkurveginum eru nú stórar malargryfjur. Frá þessari sprungu rann hraun það, sem nú er kallað Bruninn í heild, en efri hlutinn Óbrinnishólabruni og fremsta totan, sem komst alla leið niður í sjó, Kapelluhraun. Þetta hraun nær alla leið norður að Kaldá og hefur bersýnilega ýtt henni eitthvað norður á bóginn. Hún fylgir nú jaðri þess ofan á Búrfells- (eða Hafnarfjarðar-) hrauninu, sem fyrr getur. Vatnið úr Kaldá virðist allt hverfa inn undir þenna hraunjaðár. Ekki er nú annað sennilegra en hinn forni farvegur Kaldár liggi undir Brunanum þar, sem hann er þykkastur, og áfram í átt til sjávar undir hinni tiltölulega mjóu álmu Brunans, sem endar í Kapelluhrauni. Bruninn (að meðtöldu Kapelluhrauni) er unglegastur að sjá og vafalaust einnig yngstur allra hrauna, sem runnið hafa út í Faxaflóa sunnanverðan. Hann breiddist yfir allan suður- og vesturhluta Hvaleyrarhraunsins, sem fyrr var getið, og féll út í sjó fram af lágu sjávarbergi vestan við Gjögrin og myndaði þar dálítinn tanga út í sjóinn. Ekki hefur sjórinn enn brotið þann tanga að neinu ráði.”

Kaldá

Kaldá.

Heimild:
-Þjóðviljinn, 24. desember 1954, Hraunin í kringum Hafnarfjörð, Guðmundur Kjartansson, bls. 10-12.

Krýsuvík

Krýsuvík kemst í eigu Hafnarfjarðarbæjar

Krýsuvík

Horft yfir Krýsuvík um 1962 (HH).

Um 1930 var erfitt að stunda búskap í kringum Hafnarfjörð; bæjarbúar voru ekki sjálfum sér nógir um neyslumjólk og beitiland vantaði fyrir sauðfé. Ekki fékkst aukið ræktarland úr Garðakirkjulandi og var þá farið að svipast um eftir öðrum jörðum nærri bænum. Krýsuvík þótti álitlegust og ritaði bæjarstjórn Hafnarfjarðar Einari Benediktssyni bréf í janúar 1933 og spurðist fyrir um hvort jarðeignir hans í Krýsuvík eða Herdísarvík væru fáanlegar til kaups. Tveimur árum síðar átti bærinn kost á að kaupa Krýsuvík fyrir 50.000 krónur og tók jörðina á leigu á fardögum 1935 til eins árs, með það í huga að kaupa hana síðan með gögnum og gæðum. Með lögum nr. 11, 1. febrúar 1936 var ríkissjóði heimilað að taka eignarnámi lönd í lögsagnarumdæmi Hafnarfjarðar og lönd sem liggja að Hafnarfirði. Eftir það upphófst mikið málaþras um væntanleg kaup bæjarins á jörðum Krýsuvíkur og Stóra-Nýjabæjar og afnotaréttinn. Gekk á þessu í nokkur ár þar til lögunum var breytt og tóku lög nr. 101, gildi 14. maí 1940. Þar sagði að Gullbringusýsla skyldi fá í sinn hlut lítt ræktanlegt beitiland jarðanna Krýsuvíkur og Stóra-Nýjabæjar til sumarbeitar fyrir sauðfé samkvæmt skiptagerð frá 1. maí 1939, en Hafnarfjarðarkaupstaður fengi jarðirnar að öðru leyti með öllum gögnum og hlunnindum, sem þeim fylgdu og fylgja bæri, að undanteknum námuréttindum. Hinn 20. febrúar 1941 gaf Dóms- og kirkjumálaráðuneytið út afsal fyrir Krýsuvík til Hafnarfjarðar.

Framkvæmdir og rekstur

Krýsuvík

Vinnuskóladrengir við vinnu í gróðurhúsi í Krýsuvík (HH).

Árið 1935 var ákveðið að leggja Suðurlandsbraut um Krýsuvík til að fá snjóléttan vetrarveg milli Árnessýslu og Reykjavíkur. Árið 1945 var lagningu vegar fyrir Kleifarvatn lokið og árið eftir hófst borun eftir jarðhita í Krýsuvík. Gróðurhús voru reist og tekin í notkun í mars 1949 ásamt húsi fyrir starfsfólk. Tveimur árum síðar hófst bygging bústjórahúss og 130 gripa fjóss sem aldrei var lokið því 1950 var framkvæmdafé á þrotum. Þá hafði ræst úr mjólkurskorti bæjarbúa með bættum samgöngum við Suðurland. Framkvæmdir hófust að nýju í Krýsuvík 1954 er 15 hektarar voru teknir í fulla ræktun. Keypt voru 100 gimbralömb og flest varð féð um 650 áður en þessum rekstri var hætt nokkrum árum síðar. Gróðrarstöðin og búskapurinn gengu ekki vel og illa hélst á starfsfólki. Var búrekstri af hálfu bæjarins hætt í Krýsuvík 1960. Eftir það voru húsin leigð til einstaklinga sem ráku þar ýmis konar starfsemi, þar á meðal gróðurhús, svínabú og refabú svo fátt eitt sé talið.

Vinnuskóli

Krýsuvík

Vinnuskóladrengir við vinnu í fjósinu í Krýsuvík (HH).

Árið 1953 kom Hafnarfjarðarbær á fót vinnuskóla í Krýsuvík fyrir drengi á aldrinum 10-13 ára. Dvöldust um 40-50 drengir í Krýsuvík frá júníbyrjun til ágústloka, en komu heim til sín aðra hverja helgi. Bjuggu þeir í íbúðarhúsi því sem reist hafði verið fyrir starfsfólk gróðrarstöðvarinnar. Drengirnir stunduðu ýmis störf meðan á sumardvölinni stóð, fóru í leiki, stunduðu íþróttir og fóru í gönguferðir um nágrennið. Árið 1960 var tekið við drengjum frá 8-12 ára og dvölinni skipt upp í tvö fimm vikna holl. Voru rúmlega 50 piltar í hvoru holli og var nú meiri áhersla lögð á léttari störf og leiki ýmis konar. Lauk þessari starfsemi árið 1964.

Bústjórahúsið

Krýsuvík

Bústjórahúsið (Sveinssafn).

Bústjórahúsið í Krýsuvík var reist árið 1948 fyrir Jens Hólmgeirsson sem átti að stjórna kúabúinu í Krýsuvík. Hann flutti aldrei í húsið og aldrei kom til þess að kýr yrðu bundnar á bása í fjósinu. Árið 1952 sagði Jens stöðu sinni lausri og eftir það var húsið notað í stuttan tíma fyrir stjórnendur vinnuskólans í Krýsuvík. Árin liðu, húsið grotnaði niður og var mjög illa farið þegar Sveinn Björnsson listmálari fékk það til afnota 1974. Hann gerði húsið upp, flutti þangað málaratrönur, pensla, liti og húsbúnað og kom sér upp vistlegri vinnustofu. Sveinn hafði tekið þátt í að reisa þaksperrurnar á fjósinu í Krýsuvík á sínum tíma og þekkti því staðhætti. Þarna starfaði hann að list sinni þar til hann lést 1997. Húsið ber þess merki að þar hefur listamaður verið að störfum. Sveinn skreytti loft, veggi og hurðir hússins og lagði tröppurnar litskrúðugum teppabútum. Nú kallast bláa húsið með rauða þakinu ekki lengur Bústjórahúsið heldur Sveinshús eftir listmálaranum og rannsóknarlögreglumanninum Sveini Björnssyni, sem sá til þess að húsið endaði ekki sem gapandi tóft, heldur öðlaðist virðulegan sess sem listasetur.

Skátar

Hverahlíð

Skátaskáli í Hverahlíð.

Skátar í Hraunbúum reistu skátaskála við Hverahlíð við suðurenda Kleifarvatns 1945-46. Þennan skála nýttu skátar á sumrin og veturna um langt árabil. Á áttunda áratugnum fengu skátarnir afnot af hluta heimatúns Krýsuvíkurjarðarinnar og komu sér þar upp aðstöðu. Reistu þeir lítinn skála í gömlu fjárhústóftinni og sléttuðu túnið. Á þessum stað halda Hraunbúar árlegt vormót sitt á hvítasunnunni.

Fornleifar

Selalda

Selalda; Krýsuvíkursel og Eyri – uppdráttur ÓSÁ.

Hvergi er hins vegar minnst í “Aðalskipulaginu” á meintar fornleifar á svæðinu, einungis endurtekin almenn klausa um skilgreiningu á fornleifum skv. þjóðminjalögum.
Þrátt fyrir allt hið innihaldslausa í “Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025” eru t.d. Jónsbúð á Krýsuvíkurheiði, steinhlaðið veiðihús, heilleg fjárhústóft í Litlahrauni, steinhlaðin réttin sem og fjárskjólið þar í hrauninu, miðunarvarðan ofan Krýsuvíkurbjargs, tófta Krýsuvíkursels ofan Heiðnabergs, bæjartófta Eyris sem og annarra merkilegra fornleifa í heiðinni er hvergi getið í “Aðalskipulaginu”.

Orkuvinnsla

Seltún

Seltún – orkuvinnsla.

Heildarskýrsla um rannsókn jarðhitasvæðisins kom út 1975. Miðað við stærð svæðisins, hita í jarðhitakerfinu, að 80% þess er aðgengilegt til borana o.fl. var reiknað út að svæðið geti staðið undir vinnslu raforku sem svarar til 2400 GWh/ári í 50 ár, eða afl þess sé 300 MW til sama árafjölda. Í Rannsóknaráætlun fyrir Krýsuvíkursvæðið sem Íslenskar orkurannsóknir unnu fyrir Hitaveitu Suðurnesja er sótt um rannsóknarleyfi á 295 km2 svæði sem nær til Krýsuvíkur, Trölladyngju og Sandfells. Helsti rannsóknaráfanginn er borun þrettán rannsóknarholna allt 2500 m djúpar og einnig er ætlunin að bora rannsóknarholur til grunnvatnsrannsókna. Tilgangur er að kanna vinnslueiginleika jarðhitans m.t.t. nýtingar og til að auka við þekkingu á jarðhitanum. Jarðhitaholurnar verða boraðar með þeim hætti að þær geti nýst síðar til virkjunar. Af þessum þrettán holum er fyrirhugað að bora a.m.k. sex í Krýsuvík.
Í framhaldi af sprengingu á hverasvæðinu við Seltún haustið 1999 var leitað til Orkustofnunar um athugun til að svara spurningu um hvort hætta væri á frekari hamförum. Orkustofnun hefur lagt fram áætlun um nauðsynlegar athuganir og rannsóknir.

Námuvinnsla

Krýsuvíkurberg

Krýsuvíkurberg.

Í skýrslunni, Eldstöðvar á Reykjanesi er sett fram tillaga um námuvinnslu. Suður á Krýsuvíkurbergi eru tvö forn eldvörp. Þeirra mest er Selalda og frá henni liggur röð flatra gjallhóla til norðausturs. Austari hluti þeirra heitir Trygghólar. Þarna er mikið efni að mestu leiti gjall, rauðamöl og vikur. Rauðskriða heitir gíghóll alveg fram á bergbrún og er sjór sem óðast að brjóta hann niður. Talsvert efni er þar að finna.

Beitiland

Austurengjar

Stöðull á Austurengjum.

Hrossabeit er í tveimur hólfum á Vestur- og Austurengjum frá Hvammsholti að Grænavatni. Við Hvamma standa um 10 sumarhús en upphaflega var gefið leyfi fyrir hnakkageymslum á þessum stað. Hafnarfjarðarbær og hestamannafélagið Sörli hafa gert með sér samkomulag um að þar megi mest vera 50 hross og gilti samningurinn frá 1988 til 1993. Í samningnum er ákvæði um að félagið viðhaldi girðingu og annist áburðardreifingu þannig að gróður rýrni ekki. Ath. Vantar upplýsingar um nýjan samning.
Í sauðfjárbeitarhólfi á Krýsuvíkurheiði eru fjárbændur í Hafnarfirði, Garðabæ og Bessastaðahreppi með samningi sem gildir til 1. janúar 2009. Hólfið er um 1500 ha að stærð. Landgræðslan er ráðgefandi varðandi beitarþol og uppgræðslu og leggur til grasfræ eftir þörfum. Árleg áburðaþörf er 20 tonn miðað við fullnýtingu hólfsins.
Samningur á milli Vegagerðarinnar, Hafnarfjarðarbæjar, Grindavíkurbæjar og Vatnsleysustrandarhrepps um nýtt sauðfjárbeitarhólf og bann við lausagöngu utan beitarhólfa var samþykkt s.l. vor. Tilgangur samkomulagsins er að auka umferðaröryggi á vegum á Reykjanesskaga og skapa sátt um sauðfjárhald á Reykjanesi. Á Krýsuvíkurjörðinni nær girðingin að núverandi beitarhólfi á Krýsuvíkurheiði og að jarðamörkum á Sveifluhálsi og þaðan að Selhögum og norður fyrir Djúpavatn. Samningurinn gildir til 20 ára.

Krýsuvíkurskóli

Krýsuvíkurskóli

Krýsuvíkurskóli.

Um miðjan áttunda áratuginn hófust miklar byggingaframkvæmdir á mel sunnan Gestsstaðavatns, en þar var ætlunin að reisa skóla fyrir unglinga sem þyrftu á sérúrræðum að halda. Áður en byggingunni var lokið var fallið frá hugmyndinni og stóð húsið autt um margra ára skeið eða þar til Krýsuvíkursamtökin fengu það til afnota 1986. Hafa þau rekið þar meðferðarheimili, uppeldis- og fræðslustofnun fyrir fíkniefnaneytendur. Á heimilinu dvelja að jafnaði 20 Íslendingar og Svíar í einu og eru þar frá sex mánuðum upp í tvö og hálft ár. Máttur náttúrunnar er augljós í Krýsuvík og styður við hugmyndfræðina sem notuð er við meðferðina.

Heimild:
-Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 – Krýsuvík; greinargerð 2 20. janúar 2006, lagfært 20. mars 2006.

Krýsuvík

Krýsuvík – fjósið 2022.

Stapinn

Gengið var upp Reiðskarð og niður Brekkuskarð að Brekku, Hólmabúðum, Stapabúð og Kerlingarbúð, upp Urðarskarð og á Grímshól. Þaðan var haldið eftir Stapagötunni að Grynnri-Skor (Innriskoru). Þá var ætlunin að fylgja landamerkjalínunni í tiltekinn vörðufót, þaðan í Arnarklett og síðan til baka að upphafsstað.
ReiðskarðStapinn virðist lítt áhugaverður, a.m.k. þegar ekið er eftir Reykjanesbrautinni. Hann lætur ekki mikið yfir sér (fer reyndar huldu höfði) þegar litið er til hans úr suðri, en úr vestri og norðri horfir allt öðruvísi við. Vogastapinn, sem er um 80 metra hár, hét fyrrum Kvíguvogabjarg og Kvíguvogastapi, en er stundum kallaður Stapi. Hann er á milli Voga og Njarðvíkur og þverhníptur í sjó framað norðanverðu. Uppi á hæstu brún trjónir Grímshóll. Sorpi af Keflavíkurvelli var löngum ekið út á Stapa og sturtað fram af berginu. Enn má sjá leifar þessa óþrifnaðar, en hann er þó á hverfanda hveli.
Stapinn er hvað kunnastur fyrir Stapadrauginn. Reykjanesbraut liggur um sunnanverða undirhlíð Stapans og enn þá verður næmt fólk, sem þar er á ferðinni, vart við eitthvað óhreint.
Brekka (nær) og HólmabúðirVegurinn lá fyrr á öldum nokkru norðar, þ.e. um Reiðskarð, en var síðar færður sunnar uns núverandi vegstæði varð fyrir valinu. Ástæðan fyrir órökkrinu er væntanlega sú að áður fyrr fóru sumir ferðamenn sér að voða á leiðinni og gengu jafnvel fyrir björg.  Eftir að bílvegurinn var lagður hafa sprottið upp alls konar draugasögur, s.s. að farþegi hafi skyndilega verið kominn í aftursætið eða gangandi vegfarandi hafi verið tekinn með á Stapanum og hann skyndilega horfið úr bílunum. Margir telja sig hafa séð þar mann á ferðinni með höfuðið undir hendinni. Einungis er vitað um að einu sinni hafi tekist að ná mynd af draugsa á Stapanum, en hún virðist óskýr.
Hvönn við BrekkuUndir Stapanum eru allnokkrar minjar, þ.á.m. Kerlingarbúðir. Búðirnar heita svo vegna þess að útróðramenn er þar voru tóku kerlingu er hjá þeim var matselja, drápu hana og notuðu í beitu. Einn mannanna vildi ekki taka þátt í ódæði þessu. Áður en vermenn þessir reru síðasta róðurinn birtist hún manni þessum í draumi og bað hann að róa ekki þennan róður. Gerði hann sér upp veiki og lá eftir. Vermennirnir drukknuðu allir í þessum róðri.
Fiskislóðin Gullkista er undir Stapanum. Nafn hennar varð til vegna mikillar og góðrar veiði á miðunum í Stakksfirði, en svo nefnist fjörðurinn, sem Stapinn stendur við, en Vogavík innar nær Vogum. Til er þjóðsaga, sem segir frá göngum undir Reykjanes frá Gullkistu til Grindavíkur, þar sem fiskur gekk greitt á milli. Nokkrar verstöðvar voru undir stapanum á dögum árabátaútgerðarinnar en ummerki þeirra eru óðum að hverfa. Meðal þessara verstöðva var Hólmabúð, sem kennd var við hólma skammt undan landi. Haraldur Böðvarsson hafði aðstöðu í þessum hólma, þegar hann byrjaði úrgerð sína á Suðurnesjum. Síðar flutti hann starfsemina til Sandgerðis og endanlega til Akranes. Hvorki Vogabúar né Sandgerðingar voru par ánægðir með viðskilnaðinn, hvorir á sínum tíma. Innar eru minjar Stapabúðar, enn einnar verstöðvarinnar.
Leifar herspítalansBandaríski herinn byggði fullkomið sjúkrahús í suðurhlíðum Stapans í síðari heimsstyrjöldinni en hann brann skömmu síðar. Herinn byggði og rak líka mikilvæga fjarskiptastöð á Stapanum og veggir þess húss standa enn þá. Uppi á efstu brúnum Stapans byggðu þeir vígi, þar sem þeir gátu fylgzt vel með umferð á Faxaflóa sunnanverðum. Hleðslurnar sjást enn utan í Grímshól.
Nokkurn spöl vestar gengur Skollanef í sjó fram og vestan þess er Gilið, grasi gróið frá fjörugrjóti og upp á brún. Þegar komið er út fyrir Gilið fer landið hækkandi upp á Grímshól. Neðan Grímshóls gengur klettanef í sjó fram sem heitir Hólnef. Þjóðsaga er til um Grím nokkurn af Rangárvöllum sem réði sig í skipsrúm til huldumanns á þessum slóðum og varð að lokum bergnuminn í Grímshól. Mölvík er rétt vestan við Hólnefið, lítil bogmynduð malarfjara. Í víkinni vex gróskumikil hvönn.
Nýmyndun landamerkja Voga og ReykjanesbæjarStapinn er bæði skjólgóður og sagnaríkur staður. Um hann ofanverðan liðast Stapagatan milli Reiðskarðs og Stapakots í Innri Njarðvík. Skammt frá henni má greina gamlar tóftir norðan undir Narfakotsborginni (Grænuborg), gróinni fjárborg við sjónarrönd. Líklegt er að þessar minjar og fleiri munu hverfa fyrir fullt og allt vegna framkvæmdargleði Njarðvíkurmegin.
Líklega eru mikilvægustu minjarnar á Njarðvíkurheiðinni gróinn fótur landamerkjavörðu. Þegar höfnin var byggð í Vogum var allt tiltækt grjót tekið og sturtað í höfnina, m.a. þessi varða. Stærsta og þyngsta grjótið varð jafnan eftir og má því sjá þess merki á lágum klapparhól skammt vestan við núverandi Reykjanesbæjarskilti og Rockvillestíl. Ef tekið væri af þessu kennileiti mið í Innri-Skoru annars vegar og Arnarklett við Snorrastaðatjarnir hins vegar – enda sjónhending þar á millum – myndi land Voga stækka sem því nemur. Ekki er óraunhæft að ætla, og eflaust eru til gögn þessu til staðfestingar. Bara það eitt væri hið ágætasta efni í enn eina þjóðsöguna.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Gerði

Leifar sorplosunar á Stapanum.

Skipsstígur

Hér áður fyrr voru þjóðleiðirnar “einbreiðar”, þ.e. sama gatan var notuð í báðar áttir. Á einstaka stað má sjá för, hlið við hlið, en einungis á stuttum köflum. Tímabil þessara gömlu þjóðleiða náði allt frá upphafi landnáms hér á landi og fram eftir fyrstu áratugum sjálfrennireiðarinnar. Leiðirnar tóku breytingum á þessu langa tímabili, en þó einkum undir það síðasta. Þannig má sjá leifar af elstu þjóðleiðunum markaðar víðast hvar í harða hraunhellu eða varðaðar með reglulegu millibili.

Sandakravegur

Sandakravegur.

Væntanlega þarf talsverða umferð járnaða hrossa til að mynda slík för en þó má geta þess að skeifur hafa aldrei fundist í kumlum hér á landi, aðeins stöku ísbroddar. Því er talið að íslensk hross hafi verið járnalaus fyrstu aldirnar. Eftir að hjólvagninn og skömmu síðar hin vélknúna sjálfrennireið kom til sögunnar í byrjun 20. aldar má víða sjá leifar af reglulega hlöðnum köntum mjórra gatna og vandvirknislega gerðum ræsum. Þessar götur hafa nú lagst af og eru flestum gleymdar (nema einstaka áhugasömu göngu- og hestafólki). Frostverkunin hefur smám saman breytt götunum í jeppaslóða. Aðrar “nútímalegri” hafa tekið við almennri umferð.
Hið nútímalega þjóðvegakerfi miðaðist í fyrstu víðast hvar við að ökutæki gætu mæst án þess að annað þurfi að stöðva á meðan hinu er ekið framhjá. Þó má enn þann dag í dag sjá vegspotta þar sem hið eldra lögmál gildir.
Í dag, á tiltölulega skömmum tíma, eru hinu leyfðu ökutæki orðin fjölbreyttari og jafnframt breiðari en núverandi vegakerfi gerði ráð fyrir. Það skapar ekki bara hættur, heldur óskaplega margar og mikla hættur.
Þróun núverandi vegakerfis hefur engan veginn haldist í hendur við þróun leyfðra öku- og fylgitækja. Ökumaður venjulegrar fólksbifreiðar, sem ekur t.a.m. á þjóðvegi nr. 1, þarf að leysa hinar ólíklegustu þrautir á ferð sinni milli staða til að verða ekki “úr leik”. Það verður að segjast eins og er að það er einungis fyrir hina snjöllustu tölvuleikjaspilara að komast klakklaust eftir vegakerfinu eins og það er í dag. Við sérhver hin minnstu mistök verða ökumenn “out of play”. Í tölvuleikjunum fá þeir a.m.k. þrjá möguleika til að “lifa af”, en á þjóðvegum Íslands fá þeir einungis einn möguleika. Áhættan er því margföld á við tölvuleikina, sem þó eru taldir einum um of raunveruleikatengdir.

Umferðarslys

Umferðaróhapp á þjóðvegi 1.

Sá, sem þetta skrifar, ferðaðist nýlega á venjulegri fólksbifreið milli Reykjanesskagans og Norðausturskagans, þ.e. Borgarfjarðar eystri. Ekið var um norðurleiðina á þjóðvegi nr. 1. Það verður að segjast eins og er að varla leið nema spölkorn að hann væri ekki í einhverri hættu á sínum eigin vegarhelmingi. Framundan var löng röð minni fólksbifreiða á eftir stórri bifreið, sem ekki var leyft að aka hraðar en 80 km á klst. Gífurleg umferð stórra flutningabifreiða var um mótakreinina, stórra hjólhýsa aftan í tiltölulega litlum bifreiðum, breiðra fellihýsa og tjaldvagna aftan í breyttumbreiðum jeppabifreiðum og jafnvel ökumönnum venjulegra bifreiða, sem virtust hafa gleymt sér um stund í farsímanum eða yfir landakorti landhlutans, sem ekið var um. Oftar en ekki þurfti undirritaður að aka út fyrir vegöxlina (í sjálfsbjargarviðleitni) svo umferðin á móti kæmist nú örugglega framhjá með sjálft sig og/eða hafurtaskið aftan í sér.
Yfirleitt er ökumanninum kennt um “mistökin” þegar þau verða. Undirritaður var einn af þeim er aðhylltst hefur þá kenningu. Af fenginni reynslu verður hins vegar að segjast eins og er að samgönguyfirvöld landins verða (nauðsynlega) að gjöra svo vel að líta sér nær. Miklum fjármunum hefur verið varið til vegagerðar og umbóta á vegum landsins. Þeir fjármunir hafa komið frá bifreiðaeigendum í gegnum skatta, gjöld og álögur. Ef flestum eða jafnvel öllum þeim fjármunum hefi svikalaust verið varið í þarfar og nauðsynlegar úrbætur á vegakerfinu væri ástandið á þjóðvegum landsins allt annað og betra en það er í dag. Ríkið hefur einfaldlega í allt of langan tíma ráðstafað fjármagninu á rangan hátt miðað við þá þróun, sem það hefur þegar heimilað. Þar liggur rótin.
Ef bæta á um betur þarf að skoða rótina, meta þróunina og taka ákvörðun um úrbætur miðað við nútíð og meðvitaða framtíð. Á meðan það er ekki gert heldur slysunum á hinum “nútímalegu” þjóðvegum landsins áfram að fjölga.
Hinar gömlu þjóðleiðir eru því enn sem fyrr miklu mun öruggari vegfarendum.

Sandakravegur

Sandakravegur.

Síldarmannagötur
Gengið var um Síldarmanngötur frá Botnsdal í Hvalfirði yfir í Skorradal um Svínadal. Gatan er brött beggja vegna, en vel vörðuð.
SíldarmannagöturSíldarmannagötur lágu upp frá bænum Botni lá Grillirahryggjaleið yfir í Skorradal, um Reiðskarð og yfir að Sarpi eða Vatnshorni í Skorradal og áfram Hálsaleið í Borgarfjarðardali. Göturnar eru, sem fyrr segir, varðaðar upp fjallið rétt fyrir utan Botnsskála í Hvalfirði yfir í Skorradal. Gatan, sem er í raun ein, hlykkjast upp eftir Síldarmannabrekkum skammt utan við Brunná. Við upphaf leiðarinnar hefur verið hlaðin stór varða og öll leiðin var stikuð og vörðuð sumarið 1999. Gangan yfir garðinn er hvorki erfið né hættuleg. Útsýnið af Þyrli er mikið og fagurt, landslagið fjölbreytt og örnefni fjölmörg. Við Bláskeggsá má velja um að ganga áfram norður Síldarmannagötur eða fara eftir gamalli götu niður í Litla-Sandsdal.
Kaupfélag Hvalfjarðar starfaði á annan áratug á fyrrihluta síðustu aldar. Félagið tók við afurðum bænda, aðallega fuglum og ull. Seldi bændum í staðinn fóðurvörur og annað til búskapar. Höfn var á Hrafneyri og afgreiðsla og vörugeymsla þar og í Kalastaðakoti. Verzlunarhúsið stendur enn í Kalastaðakoti. Gömul verzlunarleið liggur upp úr Litla-Sandsdal og á Síldarmannagöturnar upp til Borgarfjarðardalanna. Þessa leið fóru lestir með ull, sláturvörur og rjúpur sem mikið voru veiddar í Borgarfirði fyrripart síðustu aldar. Önnur verzlunarleið liggur uppúr Botnsdal og liggur sunnanvið Súlur til Þingvallasveitar, Leggjarbrjótsleið (Leggjarbrjótur). Þetta eru frægustu verzlunarleiðir fyrri alda. Þjóðleið um Svínadal og Geldingadraga liggur enn á sama stað og gamla póstleiðin.
SíldarmannagöturUpphaf leiðarinnar um Síldarmannagötur er, sem fyrr segir, fyrir vestan Brunná. Síðan liggja göturnar í krákustigum stall af stalli.
Þegar leiðin er fetuð vörðu af vörðu má vel gera sér í hugarlund hvað ferðalangar hafi verið að hugsa á göngunni. Tvennt tekur í hugann; annars vegar leiðin sjálf og þar með útsýnið af götunni yfir Hvalfjörð og síðan Skorradal, Hvort sem um er að ræða út eftir vatninu endilöngu eða inn dalinn, yfir Fitjar og að Skorradalsvatni, og hins vegar tilgangur ferðarinnar hvort sem hón var stutt eða löng. Gatan virðist erfið við fyrstu sýn, en úr greiðist er á reynir.
Haldið var um Reiðskarð. Í það liggur leiðin um Síldarmannabrekkurnar yfir að Sarpi eða Vatnshorni í Skorradal. Þegar í fornöld hétu göturnar þessu nafni. Það bendir til þess að síldveiðar hafi verið stundaðar í Hvalfirði. Menn hafa getið sér þess til að veiðarnar hafi farið þannig fram, að hlaðinn hafi verið garður þvert yfir voginn, Síldarmannagarður, og hann notaður við ádrátt þegar fjaraði út. Leifar af þess háttar garði hefur fundist í Grafarvogi í Reykjavík.
Eins og að ofan greinir fóru Hólmverjar Síldarmannagötur að Hvammi í Skorradal og stálu þar yxn Þorgrímu smiðkonu og ráku suður á hálsinn. Uxarnir snéru hins vegar á Hólmverja vegna fjölkyngi Þorgrímu og komust aftur heim í Hvamm. Frá þessu er sagt í Harðar sögu og Hólmverja.
SíldarmanngöturÁ einum stað lýsir séra Friðrik Friðriksson ferð skólapilta í Latínuskólann um mánaðarmótin september-október 1887. Þeir fóru Síldarmannagötur en villtust af leið og komust við íllan leik niður utan við Þyril í staðinn fyrir að fara um Reiðskarð og um Síldarmannabrekkur fyrir vestan Brunná. Með séra Friðriki voru m.a. Steingrímur frá Gautlöndum og Guðmundur Guðmundsson.
Þeim var fylgt upp á brúnina af manni frá Vatnshorni, en þegar þeir komu upp á heiðina var farið að skyggja og vegur aðeins slitróttar götur. Götunum týndu þeir brátt og einnig leiðarmerkjum sem þeim hafði verið sagt frá. Þoka skall á og þeir lentu út í forarflóa og hestana þurftu þeir hvað eftir annað að draga upp úr keldum.
Seinna komu þeir á brún og héldu þar ráðstefnu. Ákveðið var að senda Steingrím og Guðmund á undan til að kanna móinn, óþarfi að fórna öllum ef þarna skyldi vera hengiflug. Séra Friðrik kaus að doka við.
Tvímenningarnir komu brátt aftur og töldu óhætt að fara þarna niður. Á var þarna á vinstri hönd og fyrst gekk allt ljómandi vel, leiðin greiðfær, en seinna komu þeir þar sem áin rann í gljúfri. Þeir urðu að fara um mjóa skeið þar sem einn hestur rétt náði að fóta sig. Þar selfluttu þeir hestana um einstígi og niður komust þeir heilu og höldnu.
Þegar haldið er áfram, yfir í Reykholtsdal, um svonefnda Hálsaleið, tekur við nokkuð þétt kjarr, en á Síldarmannagötum var yfirleitt vandræðalaust talið, enda gróðurminna sunnanmegin í Skorradal.
SíldarmannagöturÁður en sagt er skilið við Hvalfjarðarbotn er rétt að segja frá því, að Þorgríma smiðkona frá Hvammi í Skorradal hafði ágirnd á hringnum Sótanaut. Svo var einnig um Þorbjörgu kötlu í Kötlugróf. Þessum hring var talin fylgja ógæfa en þær skeyttu því engu og háðu einvígi um hann. Í Hvaðfjarðarbotni fundust þær svo dauðar kerlingarnar allar rifnar og bútaðar í sundur. Hjá kumlum þeirra þótti að sögn löngum reimt.
En svo haldið sé áfram Hálsaleiðina þá er farið úr Skorradal yfir í Lundarreykjadal hjá Háafelli og komið niður hjá Hóli. Einnig er hægt að fara upp frá Grund í Skorradal um Mávahlíðarsneiðina yfir í Lundarreykjadal. Um Lundarreykjadal var farið Bugana hjá Grímsá niður að Götuási.
Þótt um háa hálsa sé um að fara er gatan greið – og útsýnið stórbrotið í veðri, sem nú var. Varla hreyfði hár á höfði, en hitastigið var í við hæsta, um 28°C. Fróðir menn segja að það gerist varla hærra á þessum slóðum.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Heimild m.a.:
-http://www.sorli.is/
-http://www.kjos.is/
-http://www.847.is/i
-http://www.hvalfjordur.is/
-http://www.skorradalur.is/

Síldarmannagötur

Síldramannagötur.

Brennisteinsfjöll

Ætlunin var að finna Lýðveldishellir þann er Þröstur Jónsson lýsir í Surti og á að vera austan við Eldborg í Brennisteinsfjöllum. Dagurinn var 17. maí.
Ekið var upp frá Sýslusteini á hæðirnar vestan við Vörðufall. Þaðan var gengið til austurs með norðanverðum grasigrónum hraunkanti með aflíðandi sandfjallshrygg á vinstri hönd. Til suðurs mátti sjá í Sandfjöllin, en Vörðufellið framundan.

Brennisteinsfjöll

Brennisteinsfjöll – gönguleiðin.

Gengið var eftir greinilega fjölförnum rollustíg inn yfir hraunið í átt að fellinu. Róleg rjúpa stóð á steini og fylgdist með. Við norðausturhornið á Vörðufellinu sást ofan í rás, en hún virtist ekki ná mjög langt. Frá honum lá djúp og löng hrauntröð til vesturs. Haldið var yfir öxlina sunnan hennar og birtist þá breiður og myndarlegur eldgígur í suðaustri. Myndarlegur eldgígur var norðvestan við Vörðufell og annar norðaustan við það. Gengið var upp á brúnin og blasti þá djúpur og myndarlegur eldgígur við. Frá syðri brún þessa stóra eldgígs far hið fallegast útsýni niður á Herdísarvíkurfjöllin, Hlíðarvatn, Selvog og austur með Suðurströndinni. Eldborg trjónaði efst á hryggnum skammt norðaustar. Sjá mátti á toppinn á Kistufelli í norðaustri.
Gengið var til austurs sunnan Eldborgarinnar, upp hraunhrygg og komið niður hann að austanverðu. Framundan, metrum sunnan við Eldborgina, var komið í slétt dökkleitt hraun er hallaði undan hlíðinni til suðurs. Í stefnu um 500 m austan af borginni var komið að litlu jarðfalli. Op lá niður úr því til suðurs. Eftir að inn var komið tók við mannhæðahá falleg rás. Bekkir voru beggja vegna í mjaðmahæð. Öll rásin, sem var heil, var öll glansandi. Separ voru í lofti. Eftir nokkra tugi metra beygði hún og var gengið í hring um stóra súlu. Rásin lá lengra niður, en sá hluti var ekki skoðaður að þessu sinni. Einn gluggi var á rásinni.

Kistuhellar

Í Kistuhelli.

Efra opið var aðgengilegra. Niður í það sáust glansandi bekkirnir mjög vel. Gengið var upp eftir henni um ca. 20 metra, en þar þrengist rásin, en hægt var að sjá upp í gíg. Þegar hann var skoðaður ofan frá sást vel hvernig þunnfljótandi rauðleitt hraunið hefur smurt rásina og leitað þarna upp úr henni. Rásin hafði fallið niður ofan opsins. Hægt var að ganga hana upp um ca. 20 metra. Hún var einnig mannhæðahá, en þrengdist svolítið áður en hægt var að komast upp úr henni þar fyrir ofan. Enn ofar var gígop og lá rásin upp úr henni. Þegar gengið var upp hraunið í stefnu rásarinnar fannst enn eitt opið. Frá því lá rásin til suðurs á móti honum. Hellarásirnar voru nefndar Kistuhellar, enda í Kistuhrauni.
Gengið var um slétta hraunið, rásinni fylgt ofanjarðar til norðurs og leitað að öðrum opum á leiðinni, en engin fundust. Skv. lýsingu Þrastar getur þarna varla verið um Lýðveldishellinn að ræða því í greininni er hann sagður vera í stóru jarðfalli og miklu, en á mjög svipuðum slóðum. Rétt er því, þangað til annað kemur í ljós, að nefna hellinn “Þjóðhátíðardagshellir Norðmanna” því þjóðhátíðardagur þeirra er 17 maí. Þarna var um fallegan helli að ræða.

Þjóðhátíðarhellir Norðmanna

Í Þjóðhátíðarhelli Norðmanna.

Gengið var til bak upp að Eldborginni og síðan frá henni til vesturs. Þá var komið að fallegum eldgíg. Gengið var upp á brún annars og sást þá ofan í stóran og umfangsmikinn eldgíg, nokkuð sléttan í botninn með moshól nokkurn veginn í miðju. Haldið var niður brúnina að vestanverðu og var þá komið í sléttbotna hraunrás. Síðan var nokkuð slétt hraunið fetað vestur með norðanverðu Vörðufelli með viðkomu í fallegri gígaröð. Tvær rjúpur sátu á hraunhrygg skammt norðar. Gengið var niður frá henni eftir stíg til vestnorðvesturs niður í slétt hraunið, þvert yfir djúpu rásina og að grashlíðunum, sem gengið hafi verið upp með í upphafi ferðar. Meðfram þeim var gengið aftur að bílunum.
Skv. gps-tækinu var gengið um 15 km leið. Gangan tók u.þ.b. 6 klst. Veður var ágætt – skyggð sól, en bjart.
(Lýðveldishellir fannst í næstur FERLIRsferð á svæðið, skammt norðaustan við Þjóðhátíðardagshelli Norðmanna).

Lýðveldishellir

Í Lýðveldishelli.

Stakkavíkurselsstígur

Haldið var upp í Stakkavíkursel á Stakkavíkurfjalli; um Selskarðsstíginn ofan Hlíðarvatns og síðan Selstíginn í selið.
Sigurjón Sigurðsson í Traðarkoti skráði heimildir um Stakkavík í febrúar 1982. Eggert Kristmundsson, Brunnastöðum, er heimildarmaður. Hann er fæddur 1919 í Stakkavík og alinn þar upp; var í Stakkavík til 1942. Móðir hans, Lára, 94 ára, ættuð úr Selvogi, kom ung að Stakkavík og bjó þar í 28 ár.

Selskarðsstígur

Selskarðsstígur.

“Í Selskarði er Selskarðsstígur; ekkert hraun hefir runnið þar fram. Það er grasi gróið og fyrir neðan það. Selstígur heitir upp á fjallinu; liggur hann í Stakkavíkursel, sem er þar norðar á fjallinu.
Brekkurnar neðst í fjallinu heita einu nafni Stakkavíkurfjallsskriður, en í daglegu tali voru þær greindar í þrennt, þannig frá vestri til austurs: Selstígsbrekkur við Selskarð, skammt austar Snataklettsbrekkur; þá taka við austast Urðarbrekkur.”

Gísli Sigurðsson gerði örnefnalýsingu fyrir Stakkavík. Hann minnist á Selsskarðsstíginn, en ekki á Stakkavíkurselið.
“Þá kom lægð í hraunið upp af Botnaviki, er hét Flöt. Þá komu Höfðar, og þar voru fjárhúsin, lágu upp frá Austurnesi. Um Flötina lá Selstígurinn, og var þetta brött leið. Stakkavíkurfjall eða Útfjallið var fjallið nefnt vestan úr Mosaskarði að Nátthagaskarði, og var fjallið afar bratt. Þar voru Brekkurnar eða Stakkavíkurfjallsbrekkur, Skriðurnar eða Stakkavíkurfjallsskriður.
Í Mosaskarði var Hamragerði, og lá þar um landamerkjalínan milli Stakkavíkur og Herdísarvíkur. Þar litlu austar var svo Mjóigeiri og enn austar Breiðigeiri. Geirar þessir eru gróðurtorfur, sem liggja upp skriðurnar; þá kom ónafnkenndur partur og síðan Hrísbrekkur upp af Flataskógi og Nátthaganum.

Stakkavíkursel

Stakkavíkursel.

Þá kom Nátthagaskarð; hefur þar runnið niður mikill hraunfoss. Vestan til við hraunfossinn liggur svo Nátthagaskarðsstígur upp á fjallið.
Austar er svo Selskarð, og þar um liggur Selskarðsstígur og síðan norður fjallið. Litlu austar eru svo Kleifar og Kleifarvallaskarð. Enn austar er Urðarskarð eða Urðarvallaskarð.
Efstu brúnir fjallsins eru nefndar Stakkavíkurfjallsbrúnir. Í Brúnunum austan til við Kleifarvallaskarð eru hellisskútar þrír, nefndir Músarhellir, Pínir og Sveltir. Hellar þessir voru hættulegir fé. Það fennti þarna, og vegna harðfennis varð því ekki bjargað. Þar af koma nöfnin.”

Stakkavíkursel

Í Stakkavíkurseli.

Í Jarðabókinni 1703 segir um Stakkavík: “Selstöðu á jörðin yfrið erfiða, so valla er hestum fært á fjöll upp, þarf og vatn til að flytja, nema votviðri gángi því meiri, og er hún fyrir þessara ókosta sakir í margt ár ekki brúkuð”:

Stakkavíkursel

Selstígurinn – Hlíðarvatn fjær.

Selskarðsstígur er greinilegur frá litlu bílastæði skammt ofan við fjárhúsin í Höfðum. Lítil varða er við Selskarðið. Ofar er girðing um beitarhólf. Yfir hana er tréstigi. Skammt austar er myndarleg varða og önnur norðar, fast við Selstíginn. Hann liggur að hlið á girðingunni skammt norðaustar og síðan upp með henni til norðurs. Við horn á girðingunni heldur Selstígurinn áfram upp fjallið áleiðis að selinu, en Stakkavíkurgatan heldur áfram upp með henni áleiðis að Vesturásum. Framundan gnæfir selsvarðan yfir grónu selinu í suðurbrúnum fjallsins, þar sem það er hæst. Við selið eru hleðslur eftir refaveiðimenn á a.m.k. tveimur stöðum.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Heimildir:
-Stakkavík – Svör við spurningum. Sigurjón Sigurðsson í Traðarkoti skráði í febrúar 1982.
-Stakkavík – Gísli Sigurðsson skráði.

Stakkavíkursel

Stakkavíkursel – uppdráttur ÓSÁ.

Maístjarnan

Það var vel við hæfi að kíkja í Maístjörnuna í byrjun maímánuðar. Gengið var…… (má ekki segja því um er að ræða einn af fegurstu, en jafnframt viðkvæmustu hraunhellum landsins). Fyrst var þó komið við í Húshelli til að afhræða þátttakendur.

Húshellir

Í Húshelli.

Húshellir er bæði víður og hár hellir með a.m.k. tveimur breiðum hliðarrásum og því tilfallinn til að draga hugsanlegan skrekk úr fólki áður en haldið er inn í þrengri hella á svæðinu. Á miðju gólfi hellisins er hlaðið stórt byrgi. Í annarri hliðarrásinni eru bein, sem ekki hafa verið aldursgreind, en ekki er talið ólíklegt að þar geti verið um bein úr hreindýri að ræða. Til eru gamlar sagnir um útilegumenn á Selsvöllum, “sem færðu sig norður með fjöllunum” þegar að þeim var sótt. FERLIR hefur fundið álitlegt skjól við Selsvelli, sem gæti hafa verið fyrra athvarf útilegumannanna, en ekki er óhugsandi að þeir hafi hafst um tíma við í Húshelli eða allt þar til þeir voru handteknir og færðir yfirvaldinu á Bessastöðum. A.m.k. eru miklar heillegar mannvistarleifar í hellinum. Skjólið í hellinum gæti einnig hafa verið athvarf hreindýra- og/eða rjúpnaveiðimanna fyrrum.

Þá var haldið í Maístjörnuna. Hellirinn er tvískiptur og óaðgengilegur á millum. Að þessu sinni var skriðið inn um “augað” í vestari rásinni. Þá var komið í rúmgóða þverrás. Að ofanverðu var dropasteinabreiða á gólfinu og hraunnálar í lofti. Niður liggur rás, sem skiptist síðan í tvennt. Haldið var upp eftir hellinu og fetað varlega í gegnum dropasteinana. Þá var komið í rúmbetri þverrás, sem skiptist síðan í nokkrar aðrar. Litatilbrigðin eru mikil, sem og hraunmyndanir þar sem gangar og op opnast í allar áttir.

Maístjarnan.

Augað í Maístjörnunni.

Rás liggur upp á við, en hún lokast síðan með hruni. Rásin liggur talsverðan spotta niður á við. Þar er fallegur rauðlitaður flór. Rásin þrengist síðan uns loft og gólf koma saman. Fetið var tekið til baka að “auganu” og síðan haldið niður þá rás. Vinstri rásin þrengist og lokast, en sú hægri liggur áfram niður eftir. Á hana kemur þverrás, nokkru lægri. Rásinni var fylgt yfir hana. Hún þrengist svolítið, en opnast síðan aftur í stórum litskrúðugum geimi. Haldið var til baka upp rásina, hoppað niður í þverrásina og henni fylgt til vinstri. Þá var komið út í opnu hellisins utan við “augað”. Þar hafði verið útbúið kertasett veisluborð í tilefni 500. FERLIRsgöngunnar – lifrapylsa og hákarl. Þjóðlegra gerist það nú varla undir yfirborði jarðar. Hvernig verður dagamunurinn í tilefni af 600. göngunni?
Til baka var gengið um tröllvaxið landslag. Þegar gengið var framhjá einum hraunhólnum virtist sem raulað væri inni í honum. Lagt var við hlustir og þegar betur var að gáð heyrði fleiri en einn að kveðið var lágri, en dimmri röddu: “Hóhó og hananú, Halldor ei falli. Híhí og snusnu, Solrun af stalli”. Þetta var endurtekið aftur og aftur. Hvort eða hvað þetta kann að boða verður bara að koma í ljós. (Ferðin var farin viku fyrir alþingiskosningarnar 2002).

Í göngunni fannst enn ein hlaðin refagildra, sú 70. sem vitað er um á Reykjanesi.
Gangan tók um tvær klukkustundir. Veður var frábært – lygnt og hlýtt.

Maístjarnan

Maístjarnan – uppdráttur ÓSÁ.