Prestastígur

Gengið var þvert yfir vestanverðan Reykjanesskagann um Prestastíg frá Húsatóftum (Húsatóttum/Húsatóptum) á sunnanverðum skaganum yfir í Hundadal ofan við Kalmannstjörn á honum norðanverðum með viðkomu í fiskgeymslubyrgjum í Sundvörðuhrauni og öðrum sambærilegum í Eldvörpum, auk þess sem skyggnst var inn í útilegumannabælu í hraununum. Þessi kafli Prestastígsins er að jafnaði u.þ.b. 16 km, en að þessu sinni var ætlunin að nýta nálægt 20 km í þágu göngunnar.

Eitt af nýfundnum byrgjum í Eldvörpum

Prestastígsnafngiftin er tiltölulega nýlegt heiti á þessari annars fornu þjóðleið, sem um aldir hefur verið nokkuð fjölfarin milli Staðahverfis og Hafna. Sú skýring á nafninu er þó líkleg að með prestakallalögum frá 1907 var Kirkjuvogssókn í Höfnum lögð til Staðarprestakalls í Grindavík og hefur því Staðarprestur oft átt erindi um þessa fyrrum fornu leið. Presthóll á hæstu hæð Hafnamegin undirstrikar nafngiftina. Annars er leiðin ágætt dæmi um seinni tíma prestaleið því gatan er bæði vel og þétt vörðuð, auk þess sem hún er unnin víðast hvar, bæði með brúargerð í gjám og úrkasti í móum og melum. Yfirvaldið hafði í hendi sér að nýta þegnskylduánauðina og hvernig gat verið nýtanlega en við vörðu- og vegagerð? Þegar horft er á vörðurnar má sjá mismunandi handbragð, auk þess þær geta verið ólíkar að stærð og lögun. Efnið í þeir er einnig mismunandi því það tók óneitanlega mið af aðstæðum á hverjum stað. Handbragðið og útlitið gæti hafa breyst frá því að vörðurnar voru fyrst hlaðnar því búið er að endurhlaða margar þeirra á leiðinni. Meginlínan hefur þó haldið sér, þ.e. að vörðurnar eru vestan stígsins. Þó má sjá stakar vörður á leiðinni, sem virðast ekki vera í röðinni. Ein þeirra er t.a.m. landamerkjavarða á mörkum Hafna og Grindavíkur vestan götunnar og önnur var hlaðin austan hans eftir að maður varð úti eða bráðkvaddur á leiðinni. Sumar varðanna eru nú fallnar og hafa ekki verið endurhlaðnar, einkum á miðkafla leiðarinnar, vestan Sandfellshæðar.
Í seinni tíð hefur þessi fornu þjóðleið verið nefnd Prestastíg en hvergi finnast þess merki í gömlum heimildum. Geir Bachmann lýsir þeim þjóðleiðum sem frá Grindavík liggja í sóknarlýsingu frá 1840. Hann nefnir með nafni fyrstu þrjá aðalvegi yfir hraunin (Árnastíg, Skipsstíg og Skógfellastíg) en segir svo: “Sá fjórði og síðasti vegur sem úr sókninni liggur og alþjóðarvegur má kallast, liggur upp frá Húsatóftum í útnorður ofan í Hafnirnar og er hann sá eini sem héðan farinn verður þangað”. Þetta er eini vegurinn frá Grindavík sem Geir nefnir ekki með nafni.
Annað nýfundið byrgi í EldvörpumGengið var upp frá Húsatóftum. Nú er gatan vörðuð upp af brún Hjálmagjáar norðan við Harðhaus og Dansinn, en hún lá áður upp frá Nónvörðu suðvestan við Húsatóftir. Þar voru gatnamótin að Stað og Húsatóftum/Járngerðarstaðahverfi til austurs. Við þann kafla leiðarinnar má enn sjá fallnar vörður að Gerðisvöllum ofan við Stóru-Bót. En þar sem engin varða er á leiðarkaflanum frá Nónvörðu að gatnamótum þessarra hlöðnu varða upp frá Hjálmagjá má ætla að gatan hafi fyrrum ekki verið jafn vel vörðuð og nú má augum líta.
Þjóðsögur eru tengdar bæði Harðhaus og Hjálmagjá, en þær má sjá annars staðar á vefsíðunni þar sem umhverfi Húsatófta er lýst.
Ofan við Hjálmagjá er Byrgishæð. Á henni má sjá leifar nokkurra fiskbyrgja frá Húsatóftum. Móar eru ofan gjárinar. Þegar komið er upp fyrir gatnamót “Staðarvegar” skýrist gatan verulega. Ofar, örlítið til vinstri, er Skothóll (með fuglaþúfu á) og til hægri handar eru 
Tóftarkrókar inn í apalhraunbrúnir, sem þar eru. Hraunið er hluti af einu Eldvarpahraunanna. Gengið var yfir Miðgjá og síðan Hrafnagjá. Í hana hefur verið hlaðin myndarleg hraunbrú.
Leifar útilegumanna?Þegar tilteknu miði var náð var stefnan tekin til austurs, að fiskigeymslubyrgjunum undir jaðri Sundvörðuhrauns. Byrgi þessu féllu í gleymsku, en fundust aftur á seinni hluta 19. aldar. Vildu menn meina að þarna hefði verið tilbúnir felustaðir Grindvíkinga ef Tyrkirnir kæmu aftur (þeir komu til Grindavíkur í júnímánuði 1627 og tóku 12 íbúa og 3 Dani herfangi) eða að þarna hefðu útilegumenn leynst um tíma. Fjallað er um Tyrkjaránið I og Tyrkjaránið II sem og “Tyrkjabyrgin” á annarri vefsíðu FERLIRs].
Þá var stefnan tekin á sambærileg byrgi, ósnert í Eldvörpum. FERLIR fann þau fyrir stuttu. Byrgin er sambærileg hinum fyrri og bíða rannsóknar áhugasamra fornleifafræðinga. Sú rannsókn gæti upplýst tilurð og notkun byrgjanna á báðum stöðunum.
Eldvarpagígaröðinni var fylgt yfir á Prestastíg og stefnan tekin á Hundadal. Rauðhóll var á vinstri hönd og síðan Sandfellshæð á þá hægri.
EGatvarða við Prestastígldvarpahraunið er yngsta hraunið á svæðinu, rann árið 1226. Þá gaus á u,þ.b. 10 km langri sprungurein. Meðal jarðfræðinga er hraunið nefnt einu nafni Eldvarpahraun en í tali heimamanna hétu einstök svæði þess ýmsum nöfnum, m.a. Sundvörðuhraun. Gígarnir í Eldvörpum eru fjölmargir og margir þeirra fallegir. Flestir eru gjall- eða klepragígar og eru nær allir óskertir og er gígaröðin ein af fáum á Reykjanesskaganum sem hefur verið hlíft við efnistöku. Eldsumbrotin á þrettándu öld yst á Reykjanesskaganum stóðu með hléum frá um 1210 til 1240. Mest gekk á árið 1226. Þessi hrina er nefnd Reykjaneseldar af fræðimönnum.
Rauðhóll er hluti af eldri gígaröð sem Eldvarpahraunið hefur hulið að allnokkrum hluta. Rauðhólshraunið er talið 2000-3000 ára. Vestan við Sandfellshæð ævagamall hóll, Einiberjahóll. Hann er stakur gígur sem Rauðhólshraunið hefur umlukið.
Í Sandfellshæð er stór gígskál, Sandfellsdalur, og þar á hið mikla hraunflæmi dyngjunnar upptök sín. Hraunið er talið hafa runnið fyrir um 12 þúsund árum. Þegar norrænir menn komu til Íslands, síðla á níundu öld, var svæði þetta allt vel gróið en eftir mikil eldsumbrot og öskufall á Reykjanesi á öðrum fjórðungi þrettándu aldar hófst uppblástur á svæðinu. Ef grafið er niður í sandbollana í hrauninu þá er komið niður í jarðveg. Önnur gatvarða við Prestastíg
Norðvestan við Sandfellshæðina breyttist landlagið. Nú tóku við móar og síðan, þegar komið var yfir sigdæld milli dyngjunnar og Haugsvörðugjár, varð fínn basaltsandur ráðandi. Sandurinn er upprunninn í Stóru-Sandvík, en eftir að fok hans var heft um miðja 20. öld, snarminnkaði ángurinn á heiðina. Áður hafði honum þó tekist að leggja alla bæina vestan Kalmanstungu og Junkaragerðis í eyði. Gjáin dregur nafn sitt af hól vestast við gjána, Haug. Í kringum hólana er þunnt gjallkennt hraun og er það eldra en 8000 ára. Norðan þeirra taka við Stampahraunin með sínum fjórum sprungureinagígaröðum. Syðsta röðin nefnast Hörsl.
Prestastígur liggur um flekaskilin milli Evrópu- og Norðurameríkuflekanna. Í rauninni eru flekaskilin á öllu miðsvæði landsins frá SV til NA, allt frá norðvestanverðu Reykjanesi austur að Heklu. En ef menn vilja hafa einhver tiltekin mörk þar sem skilin eru nákvæmlega er ekkert verra að hafa þau við Haugsvörðugjá en einhvers annars staðar.
Þá tók við Kinnin og Presthóll sást framundan. Handan hans sást heim að Merkinesi og yfir til Hafna. Tvær gatavörður eru á þessum kafla er stinga í stúf við annars hefðbundnari vörðugerð á leiðinni. Hugsanlega hefur sá, sem falið var vörðugerðin á þessum kafla, viljað annað hvort breyta til eða tjá hug sinn til verksins með þessu framtaki. Og eflaust hefur handverkið fengið mikla umfjöllun í sveitinni og hverjum sýnst sitthvað um framtakið. Þessar vörður eru reyndar táknrænar fyrir það hvað allt öðruvísi getur verið eftirminnilegt.
Þá sást heim að Kalmannstjörn. Heiðin er tekin að gróa upp með staðbundum plöntum, sem er ánægjuleg þróun á vistkerfinu.
Þegar komið var niður í Hundadal var látið staðar numið, en stígurinn liggur áfram til austurs norðan Hafnavegar. Nokkrar vörður við hana standa enn, en aðrar eru fallnar.
Ánægður hópur að leiðarlokumÖll þessi leið er, sem fyrr segir, vel vörðuð og ber þess merki að þar hefur verið fjölfarið um aldir. Víða sést hvar umferðin hefur markað alldjúpar götur í hraunið og lausagrjót hefur verið tínt úr götunni og lagt til hliðar. Þetta var aðalleið vermanna af Suðurlandi, sem sóttu sjó frá Höfnum og af Rosmhvalanesi og þar hafa skreiðarlestir verið á ferð. Eins hafa Grindvíkingar lagt leið sína þarna um á þeim tíma sem þeir þurftu að sækja verslun til Básenda og öfugt, því Hafnamenn þurftu áður að sækja verslun til Grindavíkur um aldir.
Hafnir voru fyrr á öldum blómlegur útgerðarstaður og var þar stundaður umfangsmikill búskapur bæði til lands og sjávar. Vermenn fjölmenntu þangað á vertíðum og eru sagnir til um stórfellda útgerð Ketils Ketilssonar í Kotvogi, en hann gerði út þrjú skip á árunum 1870 – 1880 og voru þá um 50 sjómenn á hans vegum auk 22 annarra heimilismanna. Ketill var meðal auðugustu manna landsins á sínum tíma. Hann byggði steinkirkju þá sem enn stendur á Hvalsnesi, en Ketill átti m.a. alla Hvalsnestorfuna og Járngerðarstaði í Grindavík.
Frábært veður. Gangan tók 7 klst og 7 mín.

Heimildir m.a.:
-Kristján Sæmundsson

Prestastígur

Prestastígur

Skreið

Það var við hæfi að fara í sérstaka “Hjallaferð” á föstudaginn langa. Föstur í kaþólskum sið voru helstu forsendurnar fyrir skreiðavinnslu og fiskútflutningi Íslendinga í gegnum aldirnar. Um langan tíma var hertur fiskur svo til eina útflutningsvaran. Á þeim tíma var fiskur þurrkaður á grjóti, hlöðnum grjótgörðum og byrgjum, auk þess sem sérstök verkhús voru á sumum stöðum. Verin gengdu þýðingarmiklu hlutverki við veiðar og verkun skreiðar. Í sumum þeirra, einkum á Snæfellsnesi, voru sérstakir hjallar (rekaviður milli hlaðinna stólpa). Á Reykjanesi eru nú einungis eftir fiskhjallar (trönur) á fáum stöðum, s.s. við Hafnarfjörð, Grindavík og Garð.

Skreið

Skreið í trönum.

Haldið var í hjallana við Hafnarfjörð, gengið þar um og sagan rifjuð upp í tilefni dagsins. Í hjöllunum hanga nú þorskur, ufsi, ýsa, lýsa og langa, en áður fyrr var þar nær einvörðungu þorskur og hausar. Hausarnir nú virtust af öllum hugsanlegum fiskskepnum. Sumir hafa líklega hangið þarna lengi, aðrir voru nýkomnir.
Skreið er framleiðsluheiti yfir þurrkaðan, afhausaðan fisk. Þurrkunin er gömul aðferð til að auka geymsluþol fisks. Íslendingar hafa þurrkað fisk í aldaraðir en í nútímanum má segja að hér á landi sé aðeins borðuð ein tegund skreiðar þ.e. harðfiskur, öll önnur skreið er framleidd til útflutnings. Helstu markaðir fyrir skreið eru Ítalía og Nigería, auk nokkurra ríkja á vesturströnd Afríku.
Skreið hefur lengst af verið útiþurrkuð þar sem tveir fiskar eru spyrtir saman og hengdir upp í þar til gerðum fiskhjöllum og sól og vindur látin um þurrkunina. Nú getur þurrkun fisksins verið hvort heldur sem er, inniþurrkun – og er þá jarðhiti gjarnan nýttur til verkunarinnar.
Þessi hausaverkun getur verið mismunandi og helst hún gjarnan í hendur með því í hverskonar verkun bolur fiskins fer; haus m/klumbu, haus án klumbu og haus með hrygg.
Á miðöldum steig skreið mjög í verði á erlendum markaði. Þá reið mjög á því fyrir landsmenn að geta framleitt góða og vel verkaða skreið til sölu erlendis. Annmarkar Þurrkbyrgi á Selatöngumvoru á því, sérstaklega vegna rakans í sjávarloftinu. Eyjamenn tóku t.d. þá upp á að herða fisk á syllum í móbergshömrum, t.d. fiskhellum svokölluðum. En meira rými þurfti til. Eyjabúar fundu þá upp gerð fiskigarða. Hver jarðarvöllur (tvær jarðir) eignaðist afmarkað svæði, sem girt var hlöðnum grjótgarði til varnar sauðfé t.d., sem þá gekk í hundraðatali um alla Heimaey. Inni í gerðinu voru síðan hlaðnir reitir úr hraungrýti með bili á milli, svo að ekki þurfti að ganga á reitunum sjálfum (þurrkreitunum) meðan fiskurinn var breiddur til herzlu. En fleira var innan gerðisins en herzlureitirnir. Þarna var byggð kró úr hraungrýti, – hringmynduð kró, sem mjókkaði upp í toppinn svo að loka mátti henni með dálítilli steinhellu. Að baki krónni var reitur, kallaður kassareitur.
Annars staðar á landinu voru hlaðnir langir grjótgarðar og hlaðin grjótbyrgi, s.s. nálægt Grindavík og á Snæfellsnesi.
Oftast var fiskurinn hertur flattur, tekinn úr honum hryggurinn.
Þegar fiskurinn var fluttur í gerðið, ýmist borinn á baki eða reiddur á hesti. var hann settur í kös á kasarreitinn. Þar var hann látinn liggja, þar til byrjaði að slá í hann. Þá var hann breiddur á herzlureitina. Lágnaður fyrir herzlu þótti fiskurinn bragðbetri og mýkri. Eiga Norðmenn að hafa fundið upp þessa verkunarferð á miðöldum.
Hálfharður var fiskurinn síðan settur inn í króna. Þar blés hann og fullharðnaði án þess að regn kæmist að honum. Loftstraumur lék um króna, þar sem hún var hlaðin upp úr hraungrýti með einföldum veggjum. Fyrir krónni var rimlahurð. Dyrnar voru lágar, svo að ganga varð hálfboginn um þær eða skríða nánast. Yfir dyragættinni var hvalbein, t.d. rifbein úr hval. Í krónni geymdist skreiðin vel. Þaðan var hún flutt á verzlunarskipið, þegar hún var seld til útflutnings, og þangað sóttu menn skreið til heimilisnota. Á Reyjanesi voru notuð steinhlaðin byrgi í sama tilgangi.
Fiskbyrgi í Strýthólahrauni við GrindavíkLíkan af vestmannaeyskum fiskigörðum gjörði Kristinn Ástgeirsson frá Litlabæ. Það er gjört eftir frásögn Jóns Jónssonar frá Brautarholti, síðast sjúkrahússráðsmaður þar í bæ. Hann var fæddur 1869 og mundi gerð síðasta fiskigarðsins, sem var rifinn um 1880, eða um svipað leyti og verstöðin á Selatöngum lagðist af.
Harðfiskur hefur fylgt landsmönnum allt frá upphafi byggðar og lengi framan af skipaði hann stóran sess í fæðunni, einkum til sveita þar sem ekki var mikið framboð af fersku sjávarmeti. Í Íslenskum sjávarháttum eftir Lúðvík Kristjánsson sagnfræðing er fróðlegur kafli um skreið og harðfisk. Þar segir að víða sé minnst á skreið í Íslendingasögum og má þar nefna skreiðarhlaðann á Fróðá í Eyrbyggju. Í Íslandslýsingu Odds biskups Einarssonar frá lokum 16. aldar segir að næst á eftir mjólkurvörum og kjöti sé venjulegur fiskur stór hluti af fæðu Íslendinga. “Er hann þá fyrst hertur…
Þegar leið á 18. öldina, og þilskip tóku að leysa áraskipin af hólmi, varð saltfiskur aðalútflutningsvara Íslendinga. Fram að því höfðu vaðmál og skreið verið undirstaða utanríkisverslunar. Með tilkomu togaranna varð saltfiskverkun í raun að stóriðju og saltfiskur hefur æ síðan skipt verulegu máli fyrir afkomu þjóðarbúsins. Grindvíkingar hafa löngum verið drjúgir við að vinna saltfiskinn og sýning um sögu verkunar og sölu á saltfiski og þýðingu hans fyrir þjóðarbúið í gegn um tíðina á því vel heima í þessu ágæta sjávarplássi við suðurströndina.
Sýningin er forvitnileg fyrir erlenda ferðamenn, fróðleg fyrir skólafólk, sem getur hér kynnt sér mikilvægasta atvinnuveginn, og ánægjuleg fyrir hinn almenna Íslending sem fer í helgarbíltúr með fjölskylduna. Hún er liður í að draga upp og efla sjálfsmynd bæjarins og fólksins sem þar býr.

Strýthólahraun

Fiskbyrgi í Strýthólahrauni – Uppdráttur ÓSÁ.

Í kringum Grindavík eru víða gamlir þurrkgarðar og byrgi, s.s. við Húsatóftir, í Strýthólahrauni á Þórkötlustaðanesi, í Slokahrauni, við Ísólfsskála og á Selatöngum. Í Herdísarvík má einnig enn sjá garða og leifar byrgja, en vegagerð hefur þegar skemmt hluta þeirra.
Um miðja átjándu öld voru fáeinir tugir báta gerðir út frá Reykjavík, mest tveggja manna för, og voru veiðarfærin nær eingöngu handfæri. Fiskurinn var að mestu leyti verkaður í skreið. Eftir 1800 stækkuðu fleyturnar og fjögurra og sex manna för urðu uppistaða bátaflotans.
Í holtunum í kringum miðbæ Reykjavíkur og út frá honum meðfram sjónum mynduðust þyrpingar torfbæja þar sem tómthúsmennirnir bjuggu. Þeir höfðu lífsframfæri sitt af því að róa til fiskjar og af daglaunavinnu sem til féll. Upphaflega voru þeir sem bjuggu við sjávarsíðuna og höfðu ekki skepnur kallaðir tómthúsmenn, húsin þeirra voru talin tóm. Víða á Suðurnesjum var þetta fólk nefnt þurrabúðafólk. Fékk það að reisa hús (skjól) á jörðum formanna eða annarra góðviljaðra, sem síðan þróuðust í smábýli eða bæi. Dæmi um slík hús eru t.d. í Þórkötlustaðahverfi í Grindavík – reyndar endurnýjuð síðan þá var.
Um 1820 var saltfiskur orðinn aðalútflutningsvaran frá Reykjavík og hafði það örvandi áhrif á þéttbýlismyndunina þar sem saltfiskverkun var frek á vinnuafl gagnstætt skreiðarverkun. (Sjá meira undir Skreið I).

Sjá einnig MYNDIR.
Sólstafir yfir Grindavík

Selsvellir

Gildandi Þjóðminjalög eru frá árinu 2001. Þau eru á stofnanamáli einkennd með nr. 107 frá 31. maí. Lögin tóku í meginatriðum gildi 17. júlí 2001. Lögin kveða m.a. á um verndun fornminja, en þau (sem slík) vernda ekki minjarnar. Ekki heldur þær stofnanir, sem þar eru tilgreindar. Þá hefur reglugerð studd af fyrrgreindum lögum ekki verið fyrir hendi þrátt fyrir að lögin geri ráð fyrir henni.

Tilbúningur

Mikilvægt er að endurskoða núverandi Þjóðminjalög og um leið allt fyrirkomulag fornminjamála hér á landi. Markmiðið á ekki að vera að ákveða hvaða stofnun á að gera hvað heldur hvernig vernduninni er best fyrir komið. Lögin þurfa að gera ráð fyrir eðlilegu samspili allra þeirra er að þeim málum koma, afmarka einstaka stjórnvaldsþætti, ákvarða ábyrgð á tilteknum framkvæmdum og gera ráð fyrir að lögreglan eða tilgreindir eftirlitsaðilar hafi eftirlit með að fornminjar, þjóðararfurinn, fari ekki forgörðum.
Tímarnir hafa breyst – og það mjög hratt upp á síðkastið. Mikilvægt er að taka mið að þeim breytingum sem og því sem vænta má í undirliggjandi framtíð.
Tilgangur núgildandi laga átti að vera að vernda menningarsögulegar minjar og tryggja að íslenskum menningararfi verði skilað óspilltum til komandi kynslóða. Lögin áttu að tryggja eftir föngum varðveislu menningarsögulegra minja í eigin umhverfi, auðvelda aðgang og kynni þjóðarinnar af menningarsögulegum minjum landsins og greiða fyrir rannsóknum á þeim. Fornleifaskráningu, sem fram hefur farið víða, er að mörgu leyti ábótavant. Dæmi er um “tilfærslu” fornleifa, að þær hafi verið rangt staðsettar og jafnvel að þær hafi verið heimfærðar á ranga staði – með þeim skýringum að hvorki hafi verið nægum tíma né fjármunum til að dreifa. Líkur á að slíkt gerist þarf að laga með nýjum lögum.
Til menningarsögulegra minja teljast, skv. lögunum, ummerki um sögu þjóðarinnar, svo sem fornleifar og gömul mannvirki, kirkjugripir og minningarmörk, forngripir, listmunir og nytjahlutir, svo og myndir og aðrar heimildir um menningarsögu þjóðarinnar. Til slíkra minja geta einnig talist staðir sem tengjast menningarsögu. Þjóðminjar teljast þær minjar er varða menningarsögu Íslendinga sem ákveðið hefur verið að varðveita í Þjóðminjasafni Íslands, í byggðasöfnum eða með friðlýsingu.

Bæli

Fornminjar samkvæmt lögum þessum eru annars vegar fornleifar og hins vegar forngripir.”
Grafskriftin er göfug, en gengur hún eftir. Svarið er NEI. Framangreind ákvæði virka ekki gagnvart almenningi, en hugsanlega gagnvart tiltekum stofnunum þar sem stofnanahugsunin er ríkjandi (heimild til að ríkja og drottna).
Þá er og fjallað um yfirstjórn þessara mála:
“Menntamálaráðherra fer með yfirstjórn þjóðminjavörslu í landinu. Þjóðminjasafn Íslands, Fornleifavernd ríkisins og fornleifanefnd annast framkvæmd þjóðminjavörslunnar svo sem nánar er kveðið á um í lögum þessum.” Hér er ástæða til að skírskota sérstaklega til skynsemi menntamálaráðherra, sem æðstráðanda í minjavernd, sbr. það sem á eftir kemur.
Í millitíðinni er fjallað um skilgreiningu fornleifa, sbr. 9. gr.: “Til fornleifa teljast hvers kyns leifar fornra mannvirkja og annarra staðbundinna minja sem menn hafa gert eða mannaverk eru á, svo sem:
a. búsetulandslag, byggðaleifar, bæjarstæði og bæjarleifar ásamt tilheyrandi mannvirkjum og öskuhaugum, húsaleifar hvers kyns, svo sem kirkna, bænahúsa, klaustra og búða, leifar af verbúðum, naustum, verslunarstöðum og byggðaleifar í hellum og skútum;
b. vinnustaðir þar sem aflað var fanga, svo sem leifar af seljum, verstöðvum, bólum, mógröfum, kolagröfum og rauðablæstri;
c. gömul tún- og akurgerði, áveitumannvirki og leifar eftir veiðar til sjávar og sveita;
Hreindýrabeind. gamlir vegir, stíflur, brýr, vatnsvöð, varir, hafnir og bátalægi, slippir, ferjustaðir, kláfar, vörður og vitar og önnur vega- og siglingamerki ásamt kennileitum þeirra;
e. virki og skansar og önnur varnarmannvirki;
f. gamlir þingstaðir, meintir hörgar, hof og vé, brunnar, uppsprettur, álagablettir og aðrir staðir og kennileiti sem tengjast siðum, venjum, þjóðtrú eða þjóðsagnahefð;
g. áletranir, myndir eða önnur verksummerki af manna völdum í hellum eða skútum, á klettum, klöppum eða jarðföstum steinum og minningarmörk í kirkjugörðum;
h. haugar, dysjar og aðrir greftrunarstaðir úr heiðnum eða kristnum sið;
i. skipsflök eða hlutar úr þeim.
Minjar 100 ára og eldri teljast til fornleifa, en heimilt er þó að friðlýsa yngri minjar.”
Allt er þetta góðra gjalda vert, en hvað um minjar er tengjast sögulegum stöðum, án mannvistarleifa. Þeir eru fjölmargir hér á landi. Sumir þeirra eiga eftir að hafa afgerandi áhrif á söguskýringar og auk þess ómetanlegt varðveislugildi. Svo virðist sem framkvæmdaraðilar, og jafnvel sveitarfélög, leggi sig fram við að útrýma slíkum “fyrirhuguðum” fornminjum vegna væntanlegs gildis þeirra og takmarkanir, skv. núgildandi laganna hljóðan. Allianz-reiturinn við Hrafnistu er ágætt dæmi um slíka leif.

Brynjudalur

Loks er kveðið á um hlutverk Fornleifaverndar ríksins skv. 11. gr. laganna: “Fornleifavernd ríkisins lætur, eftir föngum, skrá allar þekktar fornleifar og gefur út skrá um friðlýstar fornleifar og skal hún endurskoðuð á þriggja ára fresti. Fornleifavernd ríkisins lætur skrár þessar í té Þjóðminjasafni Íslands. Skylt er að fornleifaskráning fari fram áður en gengið er frá svæðisskipulagi, aðalskipulagi eða deiliskipulagi eða endurskoðun þess og skal sá sem ber ábyrgð á skipulagsgerð í samræmi við skipulagslög standa straum af kostnaði við skráninguna.”
Þá segir (skv. 12. gr.) að “hver sá sem verður var við að fornleifar liggi undir skemmdum skal gera Fornleifavernd ríkisins viðvart.” Í 13. gr. laganna segir að “nú finnast fornleifar sem áður voru ókunnar og skal finnandi þá skýra Fornleifavernd ríkisins frá fundinum svo fljótt sem unnt er. Sama skylda hvílir á landeiganda og ábúanda er þeir fá vitneskju um fundinn. Ef fornleifar finnast við framkvæmd verks skal sá sem fyrir því stendur stöðva framkvæmd uns fengin er ákvörðun Fornleifaverndar ríkisins um hvort verki megi fram halda og með hvaða skilmálum.” Ákvæðið er hið minnsta brandari síns tíma þegar umhverfi slíkra atvika er raunskoðað. Dæmi eru um að verktakar hafi fjarlægt fornleifar á “örskotsstund” til að koma í veg fyrir þann hugsanlega “kostnað” og þær tafir, sem af kynnu að hljótast. Með þeim viðbrögðum hvarf hugsanleg vitneskja um eitthvað sem aldrei verður vitað hver var.
TóftirEitt hið skondnasta í gildandi lögum er þar sem kveðið er um notkun málmleitartækja. Þar segir í 16. gr.: “Óheimil er notkun málmleitartækja eða annars tækjabúnaðar við leit að forngripum í jörðu nema með sérstöku leyfi þjóðminjavarðar.” Hér ætti fremur að skapa möguleika og leiðbeina fólki um hver viðbrögð þess ættu að vera ef eitthvað markvert fynndist við notkun slíkra tækja er skoða mætti í fornfræðilegu samhengi. Hver veit til hvers það myndi leiða? A.m.k. til frekari uppljóstrana og þar með sögulegra skýringa. Fólk á ekki að óttast hið óþekkta – það á að nýta sér það svo sem kostur er.
Viðurlagakafli laganna er einnig sérstaklega skemmtilegur (óskemmtilegur). Þar segir m.a. að ; “brot gegn sumum ákvæðunum varði sektum til ríkissjóðs nema þyngri refsing liggi við broti skv. 177. gr. almennra hegningarlaga, nr. 19/1940.” Engin slík refsing liggur hin vegar við í þeim tilteknu lögum, sem mest um varðar.

Gapi

Jafnframt segir að “Fornleifavernd ríkisins skal a.m.k. árlega birta skrár þær sem stofnuninni ber að færa samkvæmt lögum þessum.” Þessar skrár hafa enn ekki séð dagsins ljós, a.m.k. eru þær ekki aðgengilegar hinum venjulega Íslendingi.
Loks segir að “ráðherra setur með reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd laganna í heild eða einstakra kafla þeirra. Í reglugerðinni skal m.a. kveða nánar á um samstarf.”
Reglugerð þessi hefur enn ekki séð dagsins ljós, sem fyrr sagði, en FERLIR telur að hún sé löngu orðin tímabær – sem og endurgerð laganna. Í þeirri reglugerð þarf áherslan ekki síst að vera aðgengi fólks að upplýsingum sem og á samstarf við það fólk í landinu, sem bæði veit og getur vísað á fornleifarnar, en ljóst er að þær eru mýmargar – og miklu mun fleiri en nú er vitað um. Fornleifafræðingar og aðrir hafa hingað til einungis verið að fást við yfirborð hina fornfræðilegu möguleika hér á landi.
Framangreint er bæði gaman og alvara – en þó fyrst og fremst áskorun um úrbætur.

Þórunnarsel

Þórunnarsel í Brynjudal.

Kleifarvatn

“Svo sterk var trú manna á þessa þjóðsögu, að allt fram á síðustu ár hefur verið voiilaust talið með öllu að nokkru sinni gæti orðið veiði í Kleifarvatni. Kerling Herdís hafði nú einu sinni lagt þetta á og heitingar hennar orðið að áhrinsorðum — Kleifarvatn-322við það urðu menn að una. Nú hefur það gerzt að álögum þessum hefur verið létt af vatninu. Stangveiðifélagi Hafnarfjarðar hefur tekizt að rækta silung í Kleifarvatni, svo að það er orðið eitt þezta og skemmtilegasta veiðivatn hér í nágrenninu.
Fréttamaður og ljósmyndari Þjóðviljans lögðu leið sína suður að Kleifarvatni fyrir skömmu og fengu til fylgdar Hjörleif Gunnarsson, sem á sæti í stjórn SVH og er þessum málum öllum kunnugur.
Árið 1937 keypti Hafnarfjarðarbær Krýsuvíkurland af ríkinu og náði það land að Kleifarvatni. Í samningnum var klásúla um að bærinn eignaðist allan veiðirétt í vatninu og er ekki laust við að ýmsum hafi þótt kjánalegt að taka svo til orða um steindautt vatn. Þó lét bærinn gera athuganir um lífsskilyrði fyrir silung í vatninu.
Geir Gígja skrifaði svo um þær athuganir álitsgerð, sem kom út í bókarformi árið 1944 og var ekki þjartsýnn á að silungur gæti þrifizt í vatninu að nokkru gagni. Lágu þessi mál svo niðri nokkuð lengi. Það var eins og trúin á þjóðsöguna væri öllu yfirsterkari. — Kleifarvatn verður aldrei veiðivatn.
Kleifarvatn-323— Hvenær hófst svo Stangveiðifélag Hafnarfjarðar handa um silungsrækt í vatninu?
— Félagið var stofnað 1951 og strax á næsta aðalfundi var tekið að ræða hugsanlega fiskirækt í Kleifarvatni. Árið 1954 gerði félagið samning við Hafnarfjarðarbæ til 30 ára, hefur félagið allan veiðirétt í vatninu og afnot af því, en að þeim tíma liðnum eignast bærinn allan fisk í vatninu.
— Hvað hafið þið svo helzt gert til að koma upp veiði í vatninu?
— Strax um haustið 1954 slepptum við í vatnið 15 þúsund aliseiðum úr Þingvallableikju, seiðin fengum við hjá Skúla Pálssyni í Laxalóni. Auk þess létum við í vatnið 100 merktar fullvaxnar bleikjur úr Hlíðarvatni.
Um vorið 1958 rann svo upp hinn stóri dagur er við lögðum net í vatnið til að kanna hver árangur yrði af þessari tilraun okkar og varð strax ljóst að fiskurinn hafði þroskazt vel og var feitur og fallegur, mjög fallegur. Þetta var stór frétt og spurðist skjótt um Hafnarfjörð, og var nú vonin um veiði í Kleifarvatni næstum orðin að vissu.
Kleifarvatn-324— Þið hafið náttúrlega strax byrjað að veiða í vatninu?
— Nei, við fórum okkur hægt í fyrstu, vildum gefa silungnum betri tíma til að þroskast og laga sig að vatninu.
Sumarið 1959 var lítillega leyfð veiði í vatninu en byrjað svo af fullum krafti árið eftir. Nú eru seld allt að 20 veiðileyfi á dag, enda strandlengjan nógu stór.
— Hefur nokkuð verið gert frekar til að auka fiskistofninn í vatninu?
— Haustið 1958 fluttum við 100 bleikjur úr Hlíðarvatni í klak- og eldisstöðina að Þórsbergi við Hafnarfjörð.
Þegar búið var að klekja þar út voru bleikjurnar merktar og þeim sleppt í Kleifarvatn, en seiðin úr þeim síðan flutt í Kleifarvatn þegar þau voru ársgömul — 27 þúsund talsins. Seiðin sem látin voru í vatnið 1954 ættu nú að vera búin að hrygna og eru sem næst fullvaxin, en seiðin úr Hlíðarvatnsbleikjunum verða ekki veiðistofn fyrr en eftir tvö eða þrjú ár.
— Fæst sæmilegur fiskur úr vatninu?
— Stærsti fiskurinn sem enn hefur veiðzt er 7 1/2 pund en algengast mun vera tvö til fjögur pund. Menn hafa veitt yfir 20 fiska á dag þegar bezt gengur.
Kleifarvatn-335— Nokkrar fleiri framkvæmdir en fiskiræktin?
— Kleifarvatn er svo stórt að ógerlegt er að hafa not af þvi öllu til veiða meðan ekki verður komizt á bíl með öllu vatninu. Við höfum því ráðizt í að láta gera akfæran veg með vatninu að austanverðu og er þeim framkvæmdum nýlega lokið. Að vísu er enn ekki kominn vegur með öllu vatninu, en nýi vegurinn nær 6 km frá Krýsuvíkurveginum að sunnan og 3 km að norðan. Vantar þá enn 1/2 km á milli svo að endarnir mætist.
— Þetta hefur kostað talsvert fé?
— Stangveiðifélag Hafnarfjarðar ber allan kostnað af þessari vegagerð. Það tók um tvær vikur að vinna þetta með 18 tonna ýtu sem Högni Sigurðsson hjá Almenna byggingafélaginu stjórnaði, — mjög flinkur ýtumaður. Á einum stað, þar sem var mikil kísildrulla, þurfti að skipta um jarðveg eins og í Miklubrautinni, annars er ekki borið í veginn nema rétt á stöku stað og er því fremur ógreiðfært.
Hognaskard-221— Ræktið þið fisk í fleiri vötnum?
— Ekki ennþá, en það er hugur okkar úr því svona vel tókst til með Kleifarvatn.
Hér vestan við Sveifluháls milli Vigdísarvallar og Höskuldsvallar er vatn sem heitir Djúpavatn og höfum við gert samning við Jarðeignadeild ríkisins með samþykki sýslunefndar Gullbringusýslu um leyfi til fiskiræktar og veiðirétt í vatninu. Í haust verða væntanlega sett í það seiði um leið og við bætum við í Kleifarvatni.
Annars lýsir það bezt áhuganum fyrir þessum málum, að innan félagsins hefur verið komið með þá skemmtilegu tillögu að félagið sæki um veiðirétt í öllum þeim vötnum sem vitað er um og finnast kunna á Reykjanesskaga.
Í Krýsuvík og við Kleifarvatn þykir óvenju fjölbreytt landslag og andstæður miklar. Örnefnin segja sína sögu — upp af vatninu austanverðu er t.d. Gullbringa en svo sem snertuspöl þaðan er staður sem heitir því rosalega nafni Víti. Enn eru örnefni að skapast — tilefnin eru næg þótt breyttar séu aðstæður. Þessi mynd sýnir nýjasta örnefnið við Kleifarvatn og líklega hið nýjasta á landinu. Högnaskarð er þar sem hinn nýi vegur SVH liggur hæst yfir Geithöfða sunnarlega að austanverðu við vatnið. Skarðið ber nafn ýtustjórans sem lagði fyrrnefnda veginn, Högna Sigurðssonar er vinnur hjá Almenna byggingafélaginu. (Lj. A.K.)”

Heimild:
-Þjóðviljinn, 20. ágúst 1961, bls. 3 og 10.

Kleifarvatn

Kleifarvatn 2021.

Kúagerði 1912

“Fyrir botni Vatnsleysuvíkur, þar sem hraðbrautin nálgast sjóinn á stuttum kafla er Kúagerði. Að vestan eru hraun Strandarheiðarinnar, en að austan er Afstapahraunið, úfið og illt yfirferðar, enda miklu yngra að árum. Þarna fyrir víkurbotni er ferskt vatn, sem kemur úr lindum undan hrauninu. Þessi staður var þreyttum og vegmóðum ferðamönnum Í Flekkuvíkkærkominn áningarstaður, því vatnið úr uppsprettunum var þeim svalandi og lífgandi, eftir að hafa klöngrast yfir óslétt og úfið hraunið á langri leið milli byggðanna við Flóann, því þá voru ekki önnur farartæki tiltæk en hesturinn eða “hestar postulanna”.
Við yfirgefum bílinn í Kúagerði, því ætlunin er í þetta sinn að ganga út Vatnsleysuströndina út á Keilisnes og enda við kirkjuna að Kálfatjörn. Fyrst göngum við fram hjá Vatnsleysubæjunum. Þar hefur alltaf verið búið stórt, margar hjáleigur lágu undir höfuðbólið og mikil umsvif. Nú er á Minni-Vatnsleysu eitt stærsta og myndarlegasta svínabú landsins í eigu Þorvaldar Guðmundssonar. Glæsilegar byggingar og öll umgengni þar heima ber eiganda glöggt vitni.
Nokkru fyrir vestan Vatnsleysubæina ber okkur að Flekkuvík, Þetta er landnámsjörð, kennd við konu að nafni Flekka. Sagan segir að hún hafi komið til Íslands í fylgdarliði Ingólfs Arnarsonar. Fyrst fékk hann henni land í Kjós og reisti hún þar bæ, sem hún nefndi Flekkudal. Flekka undi sér þar ekki, því hún sá ekki til hafs frá bænum og eftir að hafa rætt þetta við Ingólf gaf hann henni þessa jörð. Í Flekkuvík bjó svo kerla til elli. Sagan segir, að er hún fann dauðann nálgast hafi hún lagt svo fyrir að sig skyldi grafa syðst í túninu, þar sem sést vel yfir innsiglinguna. Hún mælti þá svo um, að engum skyldi þaðan í frá hlekkjast á í innsiglingunni, tæki hann rétt mið af leiði sínu og færi eftir settum reglum. Þótti mönnum vissara að fara eftir fyrirmælum kerlingar, enda segir sagan að fá slys hafi hent í lendingunni undan Flekkuvík. Steinn er á Flekkuleiði og hefur þessi setning verið letruð á hann með rúnaletri: Hér hvílir Flekka. Telja fróðir menn, að þessi áletrun sé frá 17. eða 18. öld. Jónas Hallgrímsson skáld rannsakaði leiðið sumarið 1841. Gróf hann í það.
Rúnasteinn á FlekkuleiðiReyndist jarðvegurinn vera um það bil hálft fet á þykkt. En “undir var einlæg, jarðföst klöpp, eða réttara sagt hraungarður, svo að þar hefur aldrei nokkur maður heygður verið” segir orðrétt i skýrslu Jónasar um þessa ferð. Þannig fór það.  Auk þeirra minja sem minna á fortíðina er margt annað forvitnilegt að skoða á þessari gönguleið. Unnt er að dunda sér langtímum saman í fjöruborðinu. Þar er ýmislegt skoðunarvert að sjá s.s. trjáreka, glerflöskur, þang, pöddur og skorkvikindi ýmiskonar og ekki má gleyma selunum, sem svamla í sjónum skammt undan landi og skjóta upp kolli yfir vatnsflötinn við og við til að fylgjast með þessum óvæntu gestum. Allt er þetta umhugsunarefni fyrir ungan og spurulan göngumann,sem ef til vill er að kynnast landi sínu á þennan hátt í fyrsta sinn.
Næst liggur leiðin út á Keilisnes, en þar skagar landið lengst í norður milli Vatnsleysuvíkur og Stakksfjarðar. Líklega er þetta örnefni kunnugra fleiri mönnum en nokkur önnur slík hér um slóðir. Ástæðan er sú, að það kemur fyrir í kvæði Arnar Arnarssonar um Stjána bláa, en þar segir m.a.:

KálfatjarnarkirkjaSöng í reipum, sauð á keipum,
sá í grænan vegg til hlés.
Stjáni blái strengdi klóna,
stýrði fyrir Keilisnes.

Nú sést knörrinn ekki lengur, en efalaust leitar kvæðið á hugann, þegar gengið er um þessar slóðir, og hendingar úr því leita fram á varirnar. Nokkur spölur er frá Keilisnesi að Kálfatjörn. Kirkja hefur verið á Kálfatjörn frá öndverðu. Í kaþólskum sið var hún helguð Pétri postula. Þá var hún vel auðug, átti dýrgripi og lönd, en eftir siðaskiptin breyttist
hagur hennar eins og annarra eigna sem kirkjurnar áttu. Af því er mikil saga, sem ekki eru tök á að rekja hér. Þessi kirkja sem nú stendur var byggð rétt fyrir aldamótin 1900. Hún er hið fegursta guðshús og vel við haldið. Er því við hæfi að fá leyfi til að skoða hana nánar og enda þar með þessa fróðlegu gönguferð.”

Heimild:
-Mbl. 19. júlí 1981.

Bláfang

Staðarhverfi

Hverfin í Grindavík eru þrjú; Þórkötlustaðarhverfi austast, Járngerðarstaðarhverfi í miðið og Staðarhverfi vestast. Hér er gengið um hið síðastnefnda (seinni hluti).

Staðarhverfi

Helgi Gamalíasson sýnir Staðarbrunninn.

Staður, þar sem kirkjugarður Grindvíkinga er nú, var önnur stóra jörðin í Staðarhverfi. Hin var Húsatóptir.
Staður hefur verið kirkjustaður um langa tíð. Árið 1657 voru 7 hjáleigur á Stað; Krókshjáleiga, Beinróa og Brykrukka, Hús Ólafs Sighvatssonar, Hús Daða Símonarsonar, Vestur-Hjáleiga og ein ónafngreind, auk ónafngreindrar í eyði. Árið 1703 voru Sjávarhús, Krókur og Beinrófa hjáleigur og Bergskot 1803. Líklega hefur hjáleigan Sjávarhús áður staðið á Staðarklöpp, hjá lendingunni, en tættum á henni skolaði brott á miklu flóði 1798. Staðarklöpp er svört hraungrýtisklöpp með smá grasbrúsk í kollinn en ógróin að öðru leyti. Hægt er að ganga út í hana á lágsjávuðu, en hún er umflotin á flóði.

Staðarhverfi

Stóra-Gerði.

Krókur stóð vestan við Móakot. Þar eru nú gróin tún, en engar tóftir.
Krukka er forvitnilegt býli. Í sóknarlýsingu 1840 segir: ” Krukka veit ég ei hvernær var lögð í eyði, en þar e rnú lambhús. Eigi er býlið af sandi né sjó eyðilagt og er það í túninu, sem nú er ræktað milli Móakots og Staðar.” “Krubbhóll er fast sunnan við Dægradvöl (lægð neðan við Bring). Sagt er, að á honum hafi fyrir löngu staðið hjáleigan Krubba og dragi hann nafn sitt af henni. Er þar líklega um að ræða sömu hjáleiguna og séra Geir Backman nefnir Krukku í sóknarlýsingu sinni. “Sú staðsetning kemur heim og saman við að Krukka hafi staðið á Krubbhól”, segir í örnefnalýsingu. Brykrubba var ein af hjáleigum Staðar í úttekt frá 1657, segir í Sögur Grindavíkur. Krubbunafnið var einnig til á bæ í Járngerðarstaðahverfi.
Bringur heitir gróinn hryggur, sem liggur í austur-vestur fyrir norðvestan kirkjugarðinn, fast sunnan við þjóðveginn. Lægðin sunnan við hann heitir Dægradvöl og eru í henni steyptar leifar útihúsa frá síðasta bænum á Stað. Fast sunnan við Dægradvöl er hæð eða hóll í túninu, það er Krubbuhóll eða Krukkhóll. Hann er um 70 m vestur af norðvesturhorni kirkjugarðsins, þar sem gamli bærinn á Stað stóð.

Gíslavarða

Gíslavarða.

Beinrófu er getið í úttekt frá 1657 og hjá Árna Magnússyni 1703. Ekki er vitað hvar hún stóð.
Blómsturvellir voru austan í túni skv. sóknarlýsingu 1840. “Þeir voru af sandi eyðilagðir 1800, og sést þar nú lítt til rústanna.” “Skammt austur af kirkjugarðinum var bakki, allstór, nefndur Blómsturvöllur. Hann var fast austan við túnið. Húsatóptir voru austast á Blómsturvelli. hafa þær líklega verið af samnefndu býli. Nú hefur verið sléttað úr Blómsturvelli og var þar nú bílastæði við kirkjugarðinn og tóftirnar því alveg horfnar. Þá nær nýi kirkjugarðurinn aðeins úr á Blómsturvöll.” Blómsturvellir eru taldir í byggð í úttektargerð árið 1774. Þar bjó Jón nokkur Knútsson árið 1783.
Bergskot stóð á háum bala norðan við Stað, og er það nú sjóbúð, segir í sóknarlýsingu 1840. “Bergskot var á Bringnum, í norðvestur frá Stað. Þar voru tveir bæri, sambyggðir, þegar Árni Vilmundarson, f: 1914, og Sigurður V. Guðmundsson, f: 1910, mundur eftir.” Hjáleigan var komin í eyði 1840, en byggðist á ný 1845 til 1848, þá í eyði til 1855 og aftur frá 1866 til 1870. Á síðasta áratug 19. aldar var þríbýli um skeið í Bergskoti, en býlið fór endanlega í eyði 1927.

Túnakort

Staðarhverfi – túnakort 1918.

“Nýibær var utan við Bringinn, nálægt 100 m norður af Bergskoti”, segir í örnefnalýsingu. Á túnkorti frá 1918 er getið um Nýjabæjatættur á blásnu hrauni. Óvíst er hvar bærinn var.
Staður var prestsetur til 1928, en fór í eyði 1964 og þar með Staðarhverfi. “Til forna átti Staður rétt til vatnssóknar í Baðstofu í Húsatóptarlandi. Til endurgjalds áttu Húsatóptir þangfjörutak á Stað.” Á tuttugustu öld byggðust eftirfarandi tómthús í landi Staðar; Merki (1908-43), Lönd (1911-46) og Melstaður (1936-50). Merki stóð á Hvirflum, á mörkum Húsatópta og Staðar, Melstaður skammt vestar og Lönd þar sem nú er ofan við fjárhúsið skammt vestar.
Árið 1840 var á Stað “mikið slétt og gróandi yfrið fögur tún; eru þau sandoprin afarmiklu sandfoki af öllum vindum frá útnorðri til landsuðurs, við hvað þau árlega skemmast og til þurrðar ganga.

Staðarvör

Staðarvör.

Við aldamótin voru af þeim vel fóðraðar 4 kýr, en nú á dögum gefa þau ekki af sér fóður fyrir 1 kú, þó vel í ári láti, og verður því að afla þess, á vantar, kjarna úr fjöru og lyngi úr heiði. Af sjóar ágangi er túninu líka mikill skaði búinn að sunnnaveðrum og brimi. bera þau enn að sönnu menjar eftir mikla flóðið 1799, og munu þó aðrar enn yngri vera. Fáir eru kostir við jörð þessa, nema ef telja skal trjáreka, að hverjum eru þó mikil áraskipti, og allgóða fjárgöngu á vetrardag í fjörunni. En þess fleiri mætti telja hennar ókosti, t.d. í áföllum af feykilegum foksandi, sem og líka sjóargangi í stórflóðum. Aldeilis engin hagabeit á sumardag, hvorki fyrir sauðfé, kýr né hesta, hverjir við minnstu brúkun horast niður af hagaleysi, en búsmali allur þá í sel rekinn, að eigi tapist hé rheima né verði mönnum ónýtur fyrir fóðurleysi eða gangi á túnum manna. Vatnsskortur er hér líka mikill, og eigi vatn að fá handa fénaði nema úr undir Staðarbergi, í gjá, sem fellur að og út í.”

Staðarhverfi

Gengið um Staðarhverfi.

Árið 1925 gekk sjór langt upp á Staðartún, flæddi næstum upp að kirkjugarði, braut stórt skarð í malarkambinn og gróf sig þar niður í mold “svo túnið er nú með öllu varnarlaust fyrir hverju venjulegu stórstraumsflóði.”
Bærinn á Stað stóð eina 4-500 metra upp (norðvestur) frá sjó og var túnið að mestu sjávarmegin við hann. Gamli torfbærinn var við norðvesturhorn kirkjugarðsins austan við steyptar rústir, sem þar eru.
“Grunnur og tröppur steinhússins (byggt 1938) sjást enn (1999) rétt norðan við núverandi kirkjugarð (endurbyggður 2005). Skv. munnlegri heimild (Ólafur Gamalíelson, uppalinn á Stað) stóð síðasti torfbærinn bið NV-horn núverandi kirkjugarðs. Tóftirnar eftir torfbæinn voru sléttaðar út fyrir nokkrum árum, en traðirnar eru enn greinilegar norðan við kirkjugarðinn.” Úttekt á bænum Stað frá 1657 er pr. í Sögu Grindavíkur og fylgir tilgátuteikning af húsaskipan. Á sama stað og bæjarhóllinn var var byggt steinhús árið 1938 og hefur það líklega raskað hólnum, ef nokkur hefur verið.

Staðarhverfi

Klukknaport í Staðarkirkjugarði. Gamla kirkjuportið h.m.

“Kirkjugarðurinn er í túni suðaustan við bæinn og er ekki nema 2-3 m á milli skemmunnar og hans.” Þann 26. september 1909 var ný kirkja vígð að Járngerðarstöðum og tók sú við af Staðarkirkju, sem þá var aflögð.
Garðurinn var sléttaður að hluta, en mörg leiðanna sjást vel. Kirkjan, sem var í norðvesturhorni kirkjugarðsins, þar sem nú er greinileg bunga á honum. Hún er um 8×8 m að stærð og á henni miðri eru tveir flatir legsteinar. Á eystri steininum má greina letur, þó svo afmáð að ómögulegt er að lesa það. Á hinum vestari er ekki að sjá neitt letur. Engar leifar eru af sjálfri kirkjunni. Umhverfis kirkjugarðinn er torf- og grjóthlaðinn garður. Hann er mest um 0,7 m á hæð og umför grjóts eru um fjögur. Klukknaportið er úr timbri, en hefur nú verið endurnýjað (2005). Í því er klukka, sem á er letrað; SS. Anlaby 1898 Hull. Það er skipsklukkan úr Anlaby, togara frá Hull, sem fórst með allri áhöfn við Jónsbásakletta aðfaranótt 14. janúar 1902. Saga skipstjórans tengist átökum Hannesar Hafsteins við landhelgisbrjóta í Dýrafirði, manntjóni og vofleiflum dauðdaga hans ofan við Jónsbása.

Staðarhverfi

Staðarhverfi – brunnur. Helgi Gam.

Í Brunndal er brunnur. Í sóknarlýsingu 1840 segir; “..en brunnur er grafinn syðst í túninu, hvar af neyzluvatn er tekið; er það vatnsslæmur sjóblendingur.” Í örnefnaskrá segir: “Skammt suður af (Hundadal) er Brunndalur, slétt flöt neðst í túni. Liggur hann frá austri til vesturs næst sjávarkambinum. Lægðin nefnist Dægradvöl. Þótti góð dægradvöl að slá hana. Í suðurjaðri Dægradvalar lét Brynjólfur Magnússon grafa mikinn brunn árið 1914. Í úttekt, sem gerð var á Stað 16. júli 1948 er brunninum lýst þannig: “Brunnur byggður og tilbúinn ár 1914 að dýpt 23 fet, að þvermáli 6 fet, mjókkandi niður, hringhlaðinn að innan og hleðslan sementeruð ofan frá og niður að klöpp, en tekur við fyrir neðan miðju. Steynsteyptur kragi er í kringum brunninn ofan jarðar og yfir sjálfu brunnlokinu þar úr plönkum með hlera. Öflug vinda er til upphölunar á vatninu. Brunnurinn með öllum útbúnaði er í óaðfinnanlegu lagi.” Brunnurinn hefur nú verið gerður upp.

Staðarhverfi

Letursteinn í kirkjustað.

Kvosin vestan við rústirnar af Kvíadalsbænum heitir Brunndalur. Þarna var fyrrum Kvíadalsbrunnurinn, sem Staðarbændur sóttu áður vatn sitt í, en hann er nú löngu horfinn í sjávarkambinn.
Móakot var hjáleiga frá Stað. Kastalalaga steinhúsið í Móakoti (byggt 1931), sem margir núlifandi muna eftir, var nýlega rifið. Fyrst er getið um byggð í Móakoti 1822, en býlið fór í eyði 1945. Árin 1869-70 voru tvö Móakot; efra og neðra. Móakot stóð á svipuðum stað – þó ekki sama – og Krókur á 18. öld og má líta á Móakot sem framhald byggðar í Króki, eins og segir í Sögu Grindavíkur.
Móakot var vestur af Staðartúni. Garður var á milli túnanna, en hann er nú að mestu horfinn og túnin sameinuð. Enn sést þó í suðurendann á honum, en gróið er yfir hleðslurnar. Eftir standa garðhleðslur og tóftarbrot útihúsa.

Staðarhverfi

Litla-Gerði.

Garðar voru hjáleiga frá Stað. Getið er um mann fæddan í Stóragerði 1745, en búskapar þar er fyrst getið 1786 og var búið þar til 1919. Litlagerði hét hjáleiga, sem braut í Básendaveðrinu 1799, en 1851 er aftur byggð hjáleiga með því nafni og var þar búið til 1914. Garðabæirnir, eða Gerðabæirnir, eru á Gerðistöngum suðaustur af Stað.
Staðargerðir eða Stóragerði stóð niður á Gerðistöngum. Venjulega var það bara nefnt Gerði. Tóftir Stóragerðis eru enn bæði miklar og greinilegar. Norðan við þær eru gróin tún, en sunnan við þær tekur við stórgrýttur sjávarkambur. Bæjarrústirnar bera enn glöggan vott um híbýli og húsaskipan. Heim að þessum fornu, grónu rústum liggja fagurlega hlaðnar traðir í mjúkum boga. Fram af bænum hefur verið traustlega hlaðinn kálgarður. Á bæjartóftunum sést að þetta hefur veruð reisulegur bær og rúmgóður. Steinlímdir kampar baðstofunnar standa að nokkru leyti enn og bera þögult en greinilegt vitni um mannfólk fortíðarinnar á þessum bæ, segir í Staðhverfingabókinni “Mannfólk mikilla sæva”. Útihús er austast í Stórageristúninu.

Staðarhverfi

Við Stóra-Gerði.

Brunnur er um 10 m norðaustan við þar sem traðirnar sveigja suður á milli kálgarðsins og Stóragerðistóftanna. Hann er um 1,5×1 m aðs tærð og tæplega 1 m á dýpt. Hann er grjóthlaðinn, en hleðslurnar eru mikið hrundar.
Við norðurenda traðanna að Stóragerði eru leifar túngarðs, sem liggur austur-vestur. Að vestan er hleðslan um 12 m löng, en sveigir þá til norðurs um 100 m. Hleðslurnar eru fallnar að mestu leyti.
Við Staðarbæina voru miklir, háir og breiðir steingarðar. Þeir voru flestir fluttir á brott með vörubifreiðum þegar höfnin í Járngerðarstaðarhverfi var byggð.
Litlagerði braut, sem fyrr sagði, í Básendaflóðinu 1799. Tóftir af bænum má þó enn sjá á töngunum fyrir vestan Stóragerði. Í Litlagerði var þurrabúð. Aðeins er lítið tóftarbrot eftir af býlinu, en sjórinn hefur að mestu eyðilagt aðrar minjar.

Staðarhverfi

Kvíadalur.

Kvíadalur var hjáleiga og tómthús frá Stað. Getið er um menn fædda í Kvíadal 1767 og 1786 og þar var búið skv. manntali 1801, en býlið virðist hafa lagst í eyði eftir það og ekki verið byggt á ný fyrr en 1829 til 1833, en þá aftur í eyði til 1845. Sú byggð stóð aðeins í eitt ár, en aftur var búið í Kvíadal 1847 og svo samfleytt til 1919 að býlið lagðist endanlega í eyði. Tóftir Kvíadals eru allnokkrar og standa suður af Stað. Norðan við þær eru gróin túnin á Stað. Tóftirnar eru um 15×12 m að stærð og skiptast í a.m.k. sex hólf. Op eru greinileg á öllum hólfunum, þrjú til vesturs, tvö til suðurs og eitt til norðurs.
Hvirflavörður eru á Hvirflum, hæðardragi milli Staðar og Húsatópta. Sypsta sundvarðan er á sjávarbrúninni fast vestan við bryggjuna. Hin er um 150 m ofar. Vörðunar eru leiðarmerki á Staðarsundi og landamerki milli fyrrnefndu bæjanna.

Staðarhverfi

Bryggjan í Staðarhverfi.

Draugagjá er annað nafn á Sandgjá, svartri og dimmri er liggur þvert yfir Hvirflana (á merkum Staðar og Húsatópta). Nú er hún nær full afs andi. “Þjóðvegurirnn um Reykjanes liggur þvert á gjána, en lítið mótar fyrir henni þar sem hún er nær full af sandi. Þó sést til hennar um 300 m norðaustur af bæjarstæðinu, fast norðan vegarins, sem lítið kletabelti í norðaustur-suðvestur.”
Bindiskeri er lýst í sóknarlýsingu 1840: ” …þriðji boltinn, úr hverjum hringurinn er farinn, er á Staðarlóð í skeri austur af Sjávarhúsum. Var kaupskipið þannig bundið á þrjá vegu, en atkerum varpað fram af því, og horfði svo á sjó út í landsuður.” Norður af eystri enda Staðarklappar er Vatnstangi, kúptur hryggur út í sjó, og braut á honum þegar alda var. Bolti með hring í er í Vatnstanga, í skeri, sem heitir Bindisker. Er hann á móti þeim, sem var í Barlestarskerjum í landi Húsatópta,” segir í örnefnalýsingu. “Utan við Staðarklöpp er lítil klöpp, Vatnstangi, slétt að ofan og í henni miðri stendur járnbolti, ferkantaður, ca. 6″ á kant og með ca. 4″ gati í uppendanum. Utan með boltanum hefur verið rennt blýi.” Bolti þessi er talinn vera frá kóngsverslunartímanum, þegar skipin voru, sem kallað var, svínbundin. Hann var friðlýstur 1930.

Staðarhverfi

Staðarhverfi – uppdráttur ÓSÁ.

Þvottaklappir nefnist þar sem ferskt vatn vætlar undan klettunum norðaustan Bjarnasands. Þar skoluðu húsfreyjurnar í Merki og á Löndum þvott sinn og þvoðu ullina. Voru klappirnar því nefndar Þvottaklappir. Þær eru fast suðvestan við Hvirflavörðuna.
Norðan í Staðarklöpp er Skökk, lítil vör. “Mun nafnið dregið af því að ekki er hægt að róa beint inn í hana úr Staðarsundinu, heldur verður að taka á sig mikinn sveig,” segir í örnefnalýsingu. “Þar var fiskurinn stundum tekinn á land þegar vel stóð á sjó,” segir Gísli Brynjólfsson í riti sínu um Staðhverfinga. Að norðanverðu í Staðarklöpp voru í raun tvær varir; Skökk og Litla-Vör. Staðarklöpp er svört grágrýtisklöpp með smá grasbrúsk í kollinn, en algerlega ógróin að öðru leyti. Skökk er norðan í henni.

Staðarvör er fast norðan við Staðarklöpp, flórlögð upp í sandinn. Ekki er vitað með vissu hvenær hún var gerð, en talið er sennilegast, að það hafi verið rétt upp úr aldamótunum 1900.

Staður

Festarkengur.

“Í Staðarvör voru bátarnir settir upp á land,” segir Guðsteinn Einarsson. Austan við Staðarvör er sandfjara. Flórinn er hellulagður stórum flötum steinum. Hann er um 50 m langur og um 10 m breiður. Eftir flórnum voru bátar dregnir á land.
Flæðikrókar eru ofan við Staðarmalirnar. Í framhaldi af Flæðikrókunum er nokkurt graslendi. Þar eru tveir hólar, nefndir Stekkjarhólar. Fram af þeim eru klappir fram í sjó, nefndar Stekkjarnef, allbreitt. Sjór flæðir upp á það framan til. “Norðvestan við Stekkjarhóla er dálítill pollur, nefndur Vatnsstæði,” segir í örnefnalýsingu. Nöfnin benda til þess að þarna hafi stekkur Staðarprests verið fyrir eina tíð þótt nú sjái þess engin merki. Engar tóftir eru við Stekkjarhóla og ekki ólíklegt að þær séu fyrir löngu komnar undir sjávarkampinn.

Staðarberg

Staðarberg – Bergsendi ofan Ræningjaskers.

Ræningjasker er fram af Staðarmölum, alltaf upp úr sjó. “Þegar Tyrkir komu til Grindavíkur 1627 lentu þeir skipi sínu við Ræningjasker,” segir í örnefnaslýsingu. Ræningjasker er skammt austan við eystri Staðarbergsendann, stakt, stórt og mikið.
Tyrkjavarðan er á hraunhól ofan og vestan við Stað. Við hana er kennd sú sama þjóðsaga um Tyrkjana og um Nónvörður skammt austar. Segir sagan að á meðan varðan stendur mun Grindavík óhætt.
Hróabásar eru við vestari Staðarbergsendann, austan við Mölvík. Í þeim var flóruð vör, sem bendir til þess að þarna hafi eitt sinn verið útræði, en um það eru engar skráð heimildir.

Háleyjar

Háleyjar – tóft.

Fyrir innan Krossvíkur tekur við Háleyjaberg og þá Háleyjar. Þar voru talin góð fiskimið skammt undan landi. Rústir eða tóftarbrot er upp á kampinum. Þær gætu bent til þess að þarna hafi fyrrum verið útræði. Um sjósókn frá Háleyjum eru þó engar öruggar heimildir. Húsatóptamenn áttu sölvatekju í Háleyjum og gætu minjarnar verið eftir þá. Í skýrslu Brynjúlfs Jónssonar frá árinu 1903 segir: “Þar er ágætur lendingarstaður. Skammt vestur frá Krossvíkum, en á landi er þar hraun eitt og ekkert einkennilegt. Að eins er þar ofurlítil rúst eftir sjóbúð, sem byggð var seint á 18. öld. Þá gjörði Grindvíkingur einn, er Jón hét, bæ í Vatnsfelli, þar sem nú er bær vitavarðar, og hafði útræði frá Háleyjum. En það er langt frá Vatnsfelli, og gat hann ekki sótt sjó aðheiman. Því byggði hann búðina. En honum reyndist ókleyft að lifa á þessu nýbýli sínu, og fór þaðan aftur eftir 2 ár. Síðan hefir Háleyjalending ekki verið notuð.” Í Háleyjum átti Staðarkirkja hálfan viðreka við Viðeyjarklaustur og “hefur sá helmingur fylgt Húsatóptum fyrir þá almennilegu leiguna, sem annars af jörðinni gengur.” “Í Háleyjum skal hafa verið bær”, hafði Árni Magnússon eftir Ryjólfi Jónssyni á Þórkötlustöðum og öðrum gömlum Grindvíkingum árið 1703.

Háleyjarbunga

Háleyjarbunga. Mölvík ofar.

“Skarfasetur heitir hin ysta tá á Reykjanesi. Þar austur frá er kallað Rafnkelsstaðaberg og þá Háeyjahæð,” segir Magnús Grímsson í ritgerð sinni um fornleifar á Reykjanesi. Annað nafn á Rafnkelsstaðabergi er Krossvíkurberg. Ekki er vitað til þess að bæjarnafnið Rafnklesstaðir hafi verið til í Grindavíkurhreppi.
Í Mölvík er 1703 sagður hafa staðið bær og vatnsból þar hjá. Í Mölvík er fiskeldisstöð í eyði. Engar minjar hafa fundist þar.
Í Chorographiu Árna Magnússonar 1703 segir að Sandvík hafi verið eign Staðarkirkju og þar “skal hafa verið bær”. Um 1860 segir Gísli Brynjólfsson að þar sé “talið að hafi verið verbúð, jafnvel bær, fyrir eina tíð, enda má þetta kallast eitt af fáum byggilegum stöðum á þessum sandauðnum.”

Krossavíkur

Krossavíkur.

“Í Krossvík skal hafa verið bær”, hafði Árni Magnússon og eftir gömlum Grindvíkingum. Brynjúlfur Jónsson telur að örnefnið bendi til byggðar þar áður en hraun runnu þar.
Herkistaðir er næst Skarfasetri. Þá á að hafa verið bær. Þar er þó engin fjara, en á Skarfasetri halfa menn að hafa verið kirkja Reyknesinga og það fremst á nesinu. Segja menn kirkjuna þaðan færða til Staðar í Grindavík og Grindvíkinga til forna hafa sótt kirkju til Hrauns. “Þess bæi meina menn til hafa verið alla áður en nesið brann. En nú er ekkert til baka nema brunahraun og sandar og þar engum manni byggjandi.” Þetta hafði Árni Magnússon eftir Eyjólfi Jónssyni á Þórkötlustöðum og fleiri gömlum Grindvíkingum 1703. Ljóst er að enn vita gamlir Grindvíkingar ýmislegt um byggðalagið, sem öðrum er hulið eða ókunnugt um.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Heimildir m.a.:
-Fornleifaskráning 2002 – FÍ.
-Saga Grindavíkur.
-Örnefnalýsing.

Staðarhverfi

Staðarhverfi – uppdráttur – ÓSÁ.

Almenningsvegur

“Vogar og Vatnsleysuströnd eiga sér merka sögu útvegsbúskapar og er hér fjársjóður minja um búsetu og horfna atvinnuhætti.
Skráning þessara minja er mjög skammt á veg komin og lítið um aðgengilegar upplýsingar. Nú er mikið byggt í Vogum og hætta á að merkar minjar fari forgörðum – og það hefur þegar gerst. Arkitektar og verktakar vita lítið Ásláksstaðastekkurum sögu þess lands sem þeir leggja undir mannvirki. Nú er vakning víða um land til að varðveita sýnilegar minjar um líf og störf forfeðranna, en sveitarstjórnin hér hefur sofið á verðinum. Í 9. grein fornleifalaga sem tóku gildi 2001 segir: Minjar 100 ára og eldri teljast til fornleifa, en heimilt er þó að friðlýsa yngri minjar. Í sömu grein laganna er skilgreint hvað eru fornminjar. Þar segir m.a. Til fornleifa teljast hvers kyns leifar fornra mannvirkja og annarra staðbundinna minja sem menn hafa gert eða mannaverk eru á, svo sem: búsetulandslag, byggðaleifar, bæjarstæði og bæjarleifar ásamt tilheyrandi mannvirkjum og öskuhaugum … leifar af verbúðum, naustum, leifar af seljum, verstöðvum, bólum, mógröfum, … gömul tún- og akurgerð … og leifar eftir veiðar til sjávar og sveita; gamlir vegir …varir, hafnir og bátalægi … vörður og vitar … brunnar, uppsprettur, álagablettir… áletranir … skipsflök eða hlutar úr þeim. Það sem hér er talið upp er til staðar í okkar sveitarfélagi. Ef litið er í Fornleifaskrá mætti halda að okkar sveit sé afar fátæk af fornleifum því skráningu þeirra hefur ekki verið sinnt .
NorðurkotNýlega var stofnað minjafélag í sveitarfélaginu og hefur það gengist fyrir að bjarga hlöðunni Skjaldbreið á Kálfatjörn og skólahúsinu í Norðurkoti. Hlaðan er elsta uppistandandi húsið í sveitarfélaginu (frá 1850) og ber mörg sérkenni byggninga frá fyrri öldum. Norðurkotsskóli er með elstu skólahúsum á landinu sem er sérstaklega byggt sem slíkt um 1900. Kálfatjarnarkirkju þarf vart að tíunda, byggð 1893 og er vel viðhaldið, þökk sé meðal annars Húsafriðunarnefnd ríkisins og sóknarnefnd. Elsta uppistandandi íbúðarhúsið í sveitarfélaginu er Ytri-Ásláksstaðir, byggt úr við úr James Town sem strandaði við Hafnir árið 1874. Klæðning þess er ónýt og liggur húsið undir skemmdum. Tvö af elstu húsunum í Vogum voru rifin fyrirvaralaust, Mýrarhús (byggt 1885) og Grænaborg (elsti hlutinn frá 1881). Bæði meira en 100 ára gömul og því friðuð samkvæmt fornminjalögum. Kjallari Stóru-Voga stendur enn og nýtist vel sem hluti af leiksvæði grunnskólans, en liggur undir skemmdum. Það hús á sér merka byggingarsögu. Í Vogum er brýnt að varðveita heillega veggi Norðurkots (hlaðnir um 1860) og tóft Suðurkots (síðast byggt þar um 1900). Á Vatnsleysuströnd  er nokkuð um uppistandandi útihús og aragrúi af tóftum og hleðslum sem eru eldri en 100 ára, en allt óskráð. Nokkuð er af brunnum, minjum um útræði, fornum vegum milli byggðarlaga, á annan tug seltófta og ýmsir álagablettir sem allt eru gersemar fyrir komandi kynslóðir. Búsetulandslag Vatnsleysustrandar er í heild stórmerkileg heimild um horfna tíma og bæri jafnvel að varðveita í heild sinni…”

Heimild:
-Bergur Álfþórsson og Oktavía J. Ragnarsdóttir.

Tóft

Kleifarvatn

“Þrír íslenskir kafarar hafa birt á Youtube magnað myndband af hverasvæði á botni Kleifarvatns. Er þarna um einstakt náttúrufyrirbrigði að ræða sem þeir félagar hafa náð góðum myndum af.
KleifarvatnÍ gegnum tíðina hefur Kleifarvatn verið vinsæll köfunarstaður. Í vatninu þykja aðstæður góðar fyrir þá sem eru að læra eða hafa lokið námskeiði og vilja æfa sig. Vatnið er frekar tært og skyggnið prýðilegt eins og myndir þessar bera með sér.

Kleifarvatn er stærsta stöðuvatnið á Reykjanesskaga og þriðja stærsta stöðuvatn á Suðurlandi, um 10 ferkílómetrar. Það er jafnframt eitt af dýpstu vötnum landsins, eða um 97 m þar sem það er dýpst. Vatnið hefur ávallt verið sveipað ákveðinni dulúð þar sem sögur hafa gengið um undarlegar skepnur sem komu stundum upp úr því. Um 1750 þorði fólk eigi að veiða í Kleifarvatni, þótt það væri fullt af fiski í uppivöðum, vegna orms eða slöngu sem væri svört að lit og kæmi iðulega upp og léki sér í vatninu. Hún var að stærð við meðalhval, 30-40 metra löng.

KleifarvatnKrýsuvík er eitt merkilegasta og fjölbreyttasta útivistarsvæði landsins sem margir Suðurnesjamenn nýta sér. Þar er að finna mörg merkileg og skoðunarverð náttúrufyrirbrigði, hvort sem er ofan eða neðan yfirborðs Kleifarvatns af þessum myndum að dæma.”

Varla þarf að taka fram að Kleifarvatn er í umdæmi Grindavíkur.

Myndabandið má sjá hér:
http://www.youtube.com/watch?v=SgFXG5kjO0Q

Heimild:
-www.vf.is

Kleifarvatn

Mýrarrauði

Hvernig er mýrarrauði unninn?
Fyrst; er nógu mikið járn í íslenskum mýrarrauða til vinna það með raunhæfum hætti? Er magn járns með breytilegu vatnsmagni (Fe2O3 * H2O) í íslenskum mýrarrauða nægilega mikið til að vinna það úr rauðanum eins og landnámsmenn Íslands gerðu fram eftir öldum með þeirri aðferð sem talið er að þeir hafi notað, rauðablæstri? Er þessi aðferð raunhæf til að vinna járn?

Mýrarrauði

Mýrarrauði.

Engin ástæða er til að ætla að íslenskur mýrarauði sé verri nú en hann var fyrr á öldum, þannig að útaf fyrir sig mætti vinna járn að hætti forfeðranna ef einhver nennti því. Þó gæti rauðablástur aldrei orðið annað en tómstundagaman því að járn er einn þeirra málma sem finnst í þekktum auðugum námum sem sér ekki fyrir endann á.
Raunar var rauðablástur stundaður með fornum aðferðum í Noregi allt fram á 18. öld, og hét sá Ole Evenstad í Austurdal sem stórtækastur var. Hann og menn hans gerðu allt að fimm bræðslur á dag í frumstæðum ofni þar sem hráefnið var mýrarauði og viðarkol, og náðu um 30 pundum (ca. 15 kg) af járni í hverri bræðslu.
Kristján Eldjárn taldi að á fyrstu öldum Íslandsbyggðar hafi hin forna iðja, rauðablástur, verið sjálfsögð á hverjum bæ eins og hver önnur störf bóndans. Hins vegar vegar eru litlar menjar um rauðablástur eftir miðja 13. öld og kann hvort tveggja að valda, skógleysi og minnkandi uppgrip af rauða. Ekki hefur þörfin þó minnkað, heldur er sennilegt að margir bændur sem bjuggu við rýra járntekju eða skógleysi hafi þurft að kaupa járn af öðrum sem framleiddu umfram þarfir. Gjallhaugur að Eiðum svarar til þess að þar hafi verið framleidd 500-1500 tonn af járni. Fræðimenn telja að Íslendingar hafi sjálfir framleitt allt sitt járn þangað til farið var að flytja inn svonefnt ásmundarjárn um miðja 15. öld.
Rauðablástur fer þannig fram, að þurrkuðum mýrarauða er blandað saman við viðarkol sem unnin eru með því að brenna viði í kolagröf þannig að loft komist ekki að. Síðan er kveikt í blöndunni í ofni. Við brunann afoxast járnið úr (vötnuðu) járnoxíði í járnmálm sem er bráðinn og seytlar niður í botn ofnsins og er síðan „hleypt undan“. Eftir verða efnasambönd (steindir) sem ekki bráðnuðu, og nefnast sori eða gjall. Jafna efnahvarfanna er sýnd hér neðanmáls. Af henni sést að öllu máli skiptir hlutfallið milli járnoxíðs og kísils í hráefninu — í jöfnunni er það 2:1, en sé það 1:1 gengur ekkert járn af. Sorinn hér er fayalít (Fe2SiO4).
Á áttunda áratugnum voru greind á Raunvísindastofnun Háskólans nokkur sýni af mýrarauða og gjalli (sora) til að reikna út hugsanlegan afrakstur rauðablástursins. Í íslenskum mýrum er mikið um steinefni, öskulög og áfok, sem inniheldur yfir 50% af SiO2, og vafalítið hefur þessi staðreynd spillt fyrir rauðablæstri hér á landi þótt allt sé þetta nokkuð bundið landshlutum og áfokið hafi að minnsta kosti stóraukist í kjölfar landnámsins.
Eftirfarandi samantekt, sem finna má á vefslóðinni IDAN.is, er til frekari glöggvunar á vinnslu mýrarrauða hér á landi:

Járn

Mýrarrauði

Mýrarrauði – járn.

Vinnsla á járni úr jörðu hefur verið þróaðasta náttúrunám á Íslandi á miðöldum. Járnið var unnið úr mýrarauða en sú aðferð var algeng í Noregi fyrir landnám Íslands og líklegt að aðferðin hafi flust með norskum landnámsmönnum hingað til lands. Aðferðin, sem notuð var við járngerðina, var kölluð rauðablástur og byggðist á því að bræða járnið úr mýrarauða yfir viðarkolaglóð í þar til gerðum ofni.
Á þjóðveldisöld er líklegt að mestallt járn, sem notað var til framleiðslu á ýmsum nytjahlutum, hafi verið unnið hér á landi og má því til stuðnings benda á að engar heimildir eru til um innflutning á smíðajárni á þeim tíma.
Járngerð á Íslandi, rauðablástur, lagðist af um 1500 þegar vinnsla járngrýtis hófst á Norðurlöndum. Í kjölfar þess hófst innflutningur á svokölluðu ásmundarjárn en þó er líklegt að vinnsla járns úr mýrarauða hafi tíðkast eitthvað eftir 1500 þar sem slík þekking leggst ekki af á einni nóttu.
Fyrsti Íslendingurinn, sem ber starfsheitið járnsmiður í ritaðri heimild, er landnámsmaðurinn Ljótólfur og má því segja að hann sé fyrsti járniðnaðarmaðurinn sem sögur fara af.

Járngerð

Mýrarrauði

Mýrarrauði – járn.

Hugsanlegt er að finna verksummerki um járngerð víða á landinu. Helsta vísbendingin er gjall af tiltekinni gerð. Þegar rauðinn (járnið) var bræddur urðu eftir úrgangsefni, sem runnu saman í hellu eða klump og storknuðu. Yfirborð þessara gjallstykkja var götótt, dökkt og gljáandi, líklega 6 – 10 sm að þykkt og ummáli. Þau líkjast hraunsteini en eru mun þyngri og mótaðri en steinninn. Stykkin gætu innihaldið lífrænar leifar eins og kol og jarðveg.
Eftirfarandi má einnig hafa í huga þegar hugsanlegir járngerðarstaðir eru skoðaðir. Orðið gjall er dregið af lýsingarorðinu að gjalla eða hljóma. Þegar slegið er í gjallstykki heyrist málmhljóð. Til járngerðar þurfti rauða úr mýrum og við til kolagerðar en viðurinn var oftast af skornum skammti þegar leið á miðaldir. Kolin voru þannig gerð að grafnar voru djúpar holur og fylltar grönnum viðarstofnum. Síðan var kveikt í og hulið með torfi. Þessar holur hafa líklega verið all djúpar, samanber ákvæði í Grágás þar sem sekt er við því að fylla ekki kolagrafir svo að fé falli ekki í þær.
Undirritaður fann nýlega stað á Reykjanesi er gæti hafa verið notaður til kolagerðar. Nafnið bendir a.m.k. til þess, þ.e. Kolhóll. Í honum er stór skál, sem grafa þyrfti í. Ef þetta reynist rétt er um að ræða fyrstu kolagröfina, sem finnst á svæðinu.

Mýrarauði

Mýrarrauði

Mýrarrauði.

Mýrarauði er eins konar jarðefnisklumpar eða agnir sem finna má í mýrum hér á landi. Mýrarauði gat verið á stærð við sandkorn og allt að 50 kg klumpi.
Mýrarauði er líkt járnryði að ytra útliti, mógulur eða mórauður á litinn. Rauðinn er gjallkenndur viðkomu og oft gljúpur og holóttur. Mýrarauði myndast þegar vatn tekur í sig járn úr bergi og hið járnblandaða vatn (mýrarlá) verður fyrir áhrifum jurtagróðurs.
Mýrarauða er helst að finna í mýrum neðst í fjallshlíðum. Margir dalir og dalverpi á Íslandi eru þannig frá náttúrunnar hendi að mýrarnar þar geta náð töluvert upp í fjallshlíð. Finna má köggla af mýrarauða þar sem mýrar hafa þornað og land blásið upp.

Ofnar

Rauðablástur

Rauðablástur – ofn; tilgáta – ÓSÁ.

Lítið er vitað um ofninn sem notaður var við rauðablástur. Engar áreiðanlegar heimildir eru til um útlit hans eða gerð né hvernig hann var hannaður. Meðfylgjandi uppdráttur er gerði ÓSÁ eftir rissi Ragnars Edvardssonar, kennara í fornleifafræði við Háskóla Íslands. Tilgátan er byggð á samskonar ofnum, sem enn eru í notkun meðal frumstæðra þjóða og vitað er að voru til meðal víkinga. Hugmyndin er einföld, möguleg í framkvæmd hér á landi og líkleg til að geta skilað árangri. Ætlunin er jafnvel að gera tilraunir með ofninn n.k. sumar.
Samkvæmt nýjustu fræðiathugunum og opinberum kenningum er hins vegar talið að ofnar hafi ekki verið gerðir úr varanlegu efni. Þeir hafi verið tunnulaga, oftast úr torfi og jafnvel timbri og með gati neðst til að hægt væri að blása í gegnum það lofti að kolunum.
Á sínum tíma var talið að rauðablástursofn hefði fundist á Belgsá í Fnjóskadal en sá ofn var grafinn í jörðu og klæddur grjóti en engar áreiðanlegar heimildir styðja þetta. Bent hefur verið á að þetta gæti ekki verið rauðablástursofn þar sem ekki væri hægt að blása lofti að kolunum um gat neðst á ofninum eins og norski bóndinn gerði en aðrir töldu að lofti hefði verið blásið beint ofan í ofninn.
Ofnar til járnsmíða þróuðust og breyttust í tímans rás en byggðust þó á þeirri hugmynd að blásið var lofti með smiðjubelg eða físibelg að kolum í ofninum til að framkalla nægan hita til að vinna járnið. Slíkir ofnar voru oftast hlaðnir með sléttum hellusteini efst eða járnplötum og áfastur físibelgur á einni hlið.

Rauðablástur

Mýrarrauði

Mýrarrauðlitaður lækjarfarvegur.

Rauðablástur kallast það þegar mýrarauði er bræddur yfir viðarkolaeldi þannig að út fellur nothæft járn sem síðan er hamrað og unnið með. Lítið er vitað um nákvæma aðferð við rauðablástur eins og hann tíðkaðist á Íslandi, og virðist sú þekking glötuð. Á 18. öld vann norskur bóndi, Ole Evenstad, járn úr mýrarauða á þann hátt sem ætla má að líkist að einhverju leyti þeirri aðferð sem notuð var til forna hér á landi.

Aðferð:
1. Rauðinn var tekinn og mulinn í smátt.
2. Viður var brenndur í ofni þar til hann var orðinn að glóandi viðarkolum.
3. Viðarkolunum var þrýst niður og muldum rauða stráð yfir glóðina. Þrír skammtar fóru í hverja brennslu eða sem samsvarar 24 lítrum.
4. Þegar rauðinn var orðinn glóandi var blásið lofti að kolunum inn um gat neðst á ofninum.
5. Um leið og kolin brunnu sigu þau niður en mest fyrir miðju þar sem hitinn var mestur.
6. Rauðaglóðinni var nú skarað að miðju og blásið áfram um gatið neðst á ofninum þar til rauðaglóðin rann saman í klump í miðjunni.
7. Járnið var nú tekið úr ofninum og hamrað til.

Aðferðin byggist á því að bræðslumark járns er hærra en steinefnanna sem mynda gjallið. Þess vegna sígur gjallið niður á botn ofnsins meðan járnið rennur saman í klump ofan á gjallinu. Fundist hafa járnklumpar sem líta þannig út að járnið hefur verið látið síga saman í miðjum ofni á sama hátt og norski bóndinn lýsir.

Í Landnámabók er skýrt frá því að Björn nokkur hafi numið land í Borgarfirði. “Hann blés fyrstur mann rauð á Íslandi, ok var hann af því kallaður Rauða-Björn.” Fræðimenn hafa dregið þessa fullyrðingu Landnámabókar í efa með þeim rökum að þessi frásögn hafi ekki verið til annars en að skýra viðurnefni Bjarna. Rauðablástur var vel þekktur frá Noregi og hafði verið stundaður þar löngu fyrir landnám Íslands og því hefur vinnsla járns úr mýrarauða ekki verið annað en sjálfsagt framhald af ýmissi verkmenningu sem fluttist hingað frá Noregi.

ÓSÁ tók saman 19.11.’03

Mýrarrauði

Mýrarrauði.

Viðeyjareldstöð

Einar Gunnlaugsson, jarðfræðingur, leiddi FERLIR um Elliðaárdal og fræddi þátttakendur um jarðfræði dalsins.

Elliðaárdalur

Einar Gunnlaugsson.

Elliðaárdalurinn er eitt fjölsóttasta útivistarsvæði Reykvíkinga enda býður hann upp á fjölþætta möguleika til útivistar. Árnar eru kenndar við skip Ketilbjarnar gamla á Mosfelli, en hann kom hingað á skipi sínu Elliða og “kom í Elliðaárós” að því er segir í Landnámu.
Í Elliðaárdal eru stígar og brautir og fræðsluskilti um jarðfræði og gróður dalsins.
Reykjavíkurborg keypti Elliðaárnar árið 1906 til beislunar vatnsafls en Elliðaárstöð hefur framleitt rafmagn frá árinu 1906. Um það leyti hefur líklega hafist trjárækt í Elliðaárdalnum og uppgræðslu verið haldið áfram sleitulaust síðan.
Jarðfræði Elliðaárdals er einstök vegna margbreytileika síns. Við Elliðaárósa eru merkileg setlög, kölluð Elliðavogslögin og má þar finna leifar ýmissa plantna sem uxu við Elliðavog fyrir nokkur hundruð þúsund árum og skeljar af grunnsævi.  Það má einnig finna jökulrákaðar grágrýtisklappir, hraun frá nútíma og sjávarhjalla. Þá má einnig finna jökulrákaðar grágrýtisklappir, hraun frá nútíma og sjávarhjalla. Í dalnum er jarðhitasvæði og eitt af vinnslusvæðum Orkuveitu Reykjavíkur.

Megineldstöð
MegineldstöðinEinar sagði m.a. frá myndun landsins í og utan Elliðaárdals. Elsta bergið væri um 3-4 milljón ára gamalt. Það fæddist í megineldstöð, sem reis úr sjó utan núverandi lands, þar sem nú eru Viðey og Engey. Eldstöðin var virk þar til fyrir um 2 milljón árum. Þá féll hún saman er kvikuþróin undir henni tæmdis og eftir stóð hluti af jöðrum hennar, þ.e. eru m.a. fyrrnefndar eyjar. Þar sem miðja eldstöðvarinnar var áður er nú um 50 metra dýpi. Þá var sjávarstaðan hærri og myndaðist t.d. vogur þar sem nú er Elliðaárdalur. Eftir að síðasta ísaldarskeiði lauk fyrir u.þ.b. 10.000 árum byrjaði landið að rísa hægt og bítandi. Dæmi um þáverandi sjávarstöðu má enn sjá í setlögum sunnan í dalnum.

Elliðavogslögin
FallBeggja vegna Elliðaárósa eru merkileg  setlög sem lengi hafa verið umtöluð meðal jarðfræðinga. Þetta eru Elliðavogslögin. Þau sjást undir grágrýtinu í Ártúnshöfða en þekktasti hluti þeirra er í Háubökkum við Elliðavog. Þar hafa Elliðaárnar með hjálp sjávarins sorfið fram allháa þverhnípta hamra við ströndina. Lögin voru rannsökuð í byrjun 20.aldar af jarðfræðingnum Helga Péturss. Neðst sá hann grófan harðan ruðning sem hann áleit vera jökulruðning, þar ofan á var sjávarset með skeljum, síðan annað jökulruðningslag eftir nýtt framgangsskeið jökla. Efst var Reykjavíkurgrágrýtið. Með þessari athugun komst Helgi að því að ísöldin hafi ekki verið einn samfelldur fimbulvetur heldur hefðu skipst á jökulskeið og hlýskeið.

Fornt

Þá má finna á stöku stað í Elliðavogslögunum skeljar sem eru af sömu tegundum og þær sem lifa við ströndina enn í dag. Í lögunum finnst einnig samanpressaður mór eða hálfgerður sultarbrandur. Talið er að skeljarnar séu um 300 þúsund ára gamlar en þá ríkti hlýskeið sem nefnt er Cromer. Yngra jökulbergslagið er hins vegar talið vera frá jökulskeiði sem nefnt er Holstein og ríkti fyrir um 250 þúsund árum. Sultarbrandurinn er yngsti hluti laganna og myndaður úr gróðri sem þarna óx á Elster-hlýskeiðinu fyrir nálægt 200 þúsund árum.

Elliðaárdalur

Einar Gunnlaugsson.

Myndunarsaga Elliðavogslaganna og Reykjarvíkurgrágrýtisins er í stuttu máli þannig: Meginjöklar gengu yfir Reykjarvíkursvæðið og mótuðu mishæðótt landslag á ár-kvarteran berggrunninn. Þegar jökullinn hopaði í lok þriðja síðasta jökulskeiðs fylgdi sjórinn honum eftir inn yfir láglendið. Sjávarset settist í allar lægðir í berggrunninum. Ofan á sjávarsetið lagðist síðan árset, landið var risið úr sjó. Þá tóku ár og lækir að grafa sér farvegi í setlögin, en jafnframt tóku plöntur að nema land en leifar þessa gróðurs er einmitt surtarbrandurinn í Háubökkum og undir grágrýtinu í Ártúnshöfða.

Elliðavogshraun

Leiti

Reykjavík er í næsta nágrenni við Reykjanesgosbeltið. Einungis eru um 7 km frá byggðamörkum að næsta eldgíg sem er í Búrfelli ofan Hafnarfjarðar.
Fyrir 5200 árum gaus í stórum dyngjugíg sem nefnist Leiti og er austan Bláfjalla. Miklir og breiðir hraunstraumar flæddu niður um sandskeið og niður í Lækjabotna. Þaðan rann eldáin að Elliðavatni, sem hefur verið mun stærra en það er í dag. Þegar glóandi hraunið flæddi út í vatnið og yfir það urðu miklar sprengingar og gufugos. Í þessum hamförum mynduðust Rauðhólar. Hólarnir eru svokallaðir gervigígar. Þegar hraunið hafði brotist yfir Elliðavatn féll það niður með Elliðaám allt til sjávar í Elliðavogi.
Hraunið er mjög greinilegt í Elliðaárdalnum sérstaklega þar sem áin hefur skorið sig í gegnum hraunið t.d. í kringum Elliðaárhólmann.

Ísaldarminjar
LeitarhraunÍ Elliðaárdal er nokkuð mikið af setmyndunum jökla frá lokum ísaldar, en henni lauk fyrir um 10 þúsund árum. Þá hófu jöklar að hörfa af Bláfjallahálendinu og Hengilsvæðinu þar sem skriðjökullinn, sem lá yfir Elliðaárdal, átti upptök sín. Á þessum tíma hafði þykkur jökulísinn myndað mikið farg á undirlag sitt sem olli því að land þrýstist niður um tugi metra. Þegar jökull loks hörfaði varð sjávarstaða til skamms tíma mun hærri en þekkt er í dag. Við árósa og annars staðar, þar sem mikill framburður lausra efna frá bráðnandi jöklinum hlóðst upp, Fróðleikurmynduðust malarhjallar og setfyllur. Í Elliðaárdal má finna minjar um hærri sjávarstöðu frá ísaldarlokum og setmyndanir tengdar henni og frárennsli bráðnandi jökuls. Víða má finna rispaðar grágrýtisklappir, jökulgrópir, hvalbök (ávalar jökulheflaðar klappir), grettistök (stórir steinar og björg sem jökull hefur rifið upp og flutt til) og jökulruðninga (blanda af sandi, urð og grjóti sem víða er í þykkum lögum ofan á berggrunninum). Á þessum tíma mynduðust sandfjörur og malareyrar sem teygðu sig út með Blesugróf og Árbæjarhverfi. Þessar myndanir, nefndar strandhjallar og óseyrar, benda til að sjávarmál hafi verið um 40 m hærra en nú er. Glöggt dæmi um fornar strandlínur má t.d. finna innan við Ártún. Á þessum tíma voru Elliðaár beljandi jökulfljót en ekki lindár eins og nú er. (Sjá má kortið af Elliðaárdalnum í stækkun HÉR.)

Leitarhraun
Gos með hraunrennsli um Elliðaárdalinn hefur aðeins einu sinni orðið frá því að ísa leysti fyrir um 10 þúsund árum. Það er Leitarhraun sem er nefnt eftir gíg sem það kom úr austan Bláfjalla. Hraunið rann fyrir um 5000 (5300) árum og flæddi niður Sandskeið og um Lækjarbotna. Þaðan rann það í Elliðavatn, sem hefur verið mun stærra en það er í dag, og myndaði Rauðhóla. Þaðan flæddi hraunið viðstöðulítið um Elliðaárdal í sjó fram við Elliðaárósa. Hraunið er mjög greinilegt í Elliðaárdalnum sérstaklega þar sem áin hefur skorið sig í gegnum hraunið t.d. kringum Elliðaárhólmann.
ElliðaáLeitarhraun á uppruna sinn í gígnum Leiti undir austanverðum Bláfjöllum. Frá honum streymdi mikill hraunmassi niður þar sem nú er Selvogur og Þorlákshöfn, auk fyrrnefnds hrauntaums er náði niður í Elliðavog. Hraunið liggur m.a. undir Kristnitökuhrauninu (Svínahrauni). Í því mynduðust Rauðhólar er glóandi hraunið rann yfir norðanvert Elliðavatn og áfram niður til sjávar í Elliðaárósum. Áin náði að renna ofan á heitu hrauninu, kæla og rífa sig inn í það á leið til sjávar.

Elliðaár
Elliðaárnar eru lindár en þær falla úr stöðuvatni og hafa tiltölulega jafnt og stöðugt rennsli, gróðurinn nær að vatnsborði, fiskigengd er mikil og fuglar una sér vel. Þær eru því sannkallaðir lífgjafar. Núverandi farvegir mótuðust eftir að Elliðavogshraunið rann. Talið er að áður fyrr hafi áin bara verið ein en eftir að hraunið fyllti hana þá hafi hún kvíslast í tvær.
Meðalrennsli Elliðaánna er um 5,5 m3 /sek.

Hamfaraflóð
SkessuketillAðfaranótt þriðjudagsins 15. desember 1998 brast aðveituæð Orkuveitu Reykjavíkur í Elliðaárdal með þeim afleiðingum að 12 m3 vatns á sekúndu streymdu niður í dalinn í rúmlega hálfa klukkustund. Ummerki flóðsins sjást á nærri 700 m2 svæði.
Þar sem flóðið reif með sér jarðveg og gróður í brekkunni við Rafveituheimilið opnuðust jarðvegssnið þar sem getur að líta áfoks-, gjósku- og mólög frá Nútíma (síðustu 10 þúsund ár), en þar sem jarðvegur skolaðist burtu má sjá berggrunn svæðisins og undirliggjandi jökulurð sem vitna til eldri hlýskeiðs og kuldaskeiðs.
Á svæðinu má sjá jarðvegsnið með öskulögum úr rofsárinu. Jarðvegurinn hefur verið að myndast í um 10-11 þúsund ár enda er elsta þekkta öskulagið svokallað Saksunarvatns-öskulag sem féll fyrir um 10200 árum síðan. Um miðbik jarðvegssniðsins má sjá mikla litabreytingu á jarðveginum. Neðarlega er dökkbrúnn mór en ofar er ljósbrúnn fokjarðvegur.

Leitarhraun

Leitarhraun í Elliðaárdal.

Þegar Leitahraunið rann fyrir um 5000 árum síðan hefur hraunstraumurinn ýtt Elliðaánum tímabundið úr þáverandi farvegi sínum út til jaðra dalsins. Á sama tíma var mýrarfláki staðsettur þar sem rofsárið er nú. Ummerki benda til þess að áin hafi náð að renna yfir mýrarflákann og rofið burt sem nemur um 2-3000 ára uppsöfnun af mó. Nokkru eftir þennan atburð hefur jarðvegur byrjað að safnast fyrir á ný. Vegna breyttra aðstæðna í umhverfinu hefur mýri ekki myndast líkt og áður heldur jarðvegur með meiri einkenni fokjarðvegs. Neðarlega í ljósbrúna fokjarðveginum má sjá svokallað landnámsöskulag sem féll árið 871 eða rétt áður en landnám hófst á Íslandi. Ofar í jarðveginum má greina svokallað Miðaldalag sem féll árið 1226. Efsta öskulagið í jarðveginum er frá Kötlu og féll í kringum árið 1500.
Í máli Einars kom fram að tveimur árum eftir “hamfara-flóðið” höfðu 98 plöntutegundir fest rætur á fyrrum “hamfara-svæðinu”. Nú væri gróðurinn að taka yfir það sem áður virtist vera áhugaverð jarðfræðiyfirlit.

Fossarnir
SkessukatlarSelfoss er myndarlegur foss skammt neðan Höfðabakka-brúarinnar. Nokkru neðar er Stórifoss, sem er beint framundan félagsheimili Orkuveitu Reykjavíkur. Skáfossar eru varla sjáanlegir nema þegar vatn er með meira móti í Elliðaánum. Þá rennur vatn eftir klöppunum á syðri bakkanum við Stórafoss og í ána rétt neðan við fossinn. Getur þá að líta smáfossa sem falla á ská, miðað við straumstefnu, út í ána og draga nafn sitt af því. Framundan rafstöðinni er Ullarfoss. Nafn sitt dregur fossinn væntanlega af því að þar hefur verið þvegin ull, en fossa með þessu nafni má finna allvíða í íslenskum ám. Neðsti fossinn í eystri kvísl Elliðaánna er Sjávarfoss. Hann hefur frá öndverðu verið gjöfull á lax og þar veiðast yfirleitt fyrstu laxar sumarsins. Myndir eru til af Sjávarfossi frá ýmsum tímum með mörgu stórmenni. Áður fyrr, þegar yfirvöld lands eða borgar vildu sýna erlendum gestum sínum sóma, var farið með gestinn inn að Elliðaám og hann látinn renna fyrir lax í Sjávarfossi.

Elliðaárdalur

Elliðaárdalur – Búrfoss.

Í vestari kvíslinni eru fjórir nafngreindir fossar. Skorarhylsfoss, sem einnig er nefndur Kermóafoss, er efstur. Á þessum slóðum í árhólmanum heitir svæðið Kermói. Næst fyrir neðan er Arnarfoss, en hann er gegnt Kúavaði í eystri kvíslinni, nokkru ofan við Ullarfoss. Þar talsvert fyrir neðan, eða skammt ofan við hitaveitustokkinn sem er neðan rafstöðvarinnar er Búrfoss, rétt við Reykjanesbrautina, og skammt þar neðan við er Skötufoss.Við Skötufoss er Drekkjarhylur. Í Drekkjarhyl var konum drekkt, en ekki er vitað hve margar konur létu þar líf sitt.
Við Skötufoss eru fallegir skessukatlar.

Jarðhiti
ElstaElliðaárdalurinn er einn af þremur jarðhitasvæðum á Reykjarvíkursvæðinu. Hin tvö eru í Laugardalnum og á Seltjarnarnesi. Jarðhitasvæðin í Reykjavík eru tengd gamalli megineldstöð sem kennd hefur verið við Viðey. Elliðaársvæðið er við suðurjaðar eldstöðvarinnar. Ummerki um jarðhita finnast á 8-10 km2 svæði, allt frá Breiðholtsmýri og norður fyrir Grafarvog. Sjálft vinnslusvæðið er um 300 m frá austri til vesturs og um 250 m frá norðri til suðurs. Frá 1967 hafa verið boraðar 16 djúpar holur (600-2300 m) á jarðhitasvæðinu og eru 8 þeirra nýttar. Holurnar skera móberg og hraunlög en streymi vatnsins stjórnast af sprungum og misgengjum. Hiti vatnsins er 80-100°C. Heita vatnið streymir úr norðaustri en tunga með kaldara vatni streymir á móti úr suðvestri.

Gróðurfar

Eliðaárdalur

Elliðaárdalur – Kermóafoss.

Gróðurfar í Elliðaárdal er fjölbreytt. Fjölbreytileikinn ræðst af mismunandi gróðurlendum og ræktun. Helstu gróðurlendi eru: Mýrar, kvistlendi, valllendi, blómlendi, og skóglendi. Aðalsérkenni gróðurfarsins í dalnum eru slæðingar. En það eru plöntur sem hafa borist með manninum beint eða óbeint.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 11 mín.

Heimild m.a.:
-Einar Gunnlaugsson, jarðfræðingur.
-http://nemendur.khi.is
-www.or.is

Elliðaárdalur

Elliðaárdalur – Kermóafoss.