Þingvellir

Fjölmargar fornar leiðir liggja um Þingvöllu – allt frá fyrstu tíð til þessa dags. Í Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1880-1881 er m.a. fjallað um hinar fornu götur að og frá Þingvöllum fyrir þá tíð:

thingvellir-oxararfoss

“Eitt af því, sem þarf að gjöra grein fyrir, svo vel sem unnt er, er það, hverja vegi fornmenn hafi riðið á þing og af þingi, bæði þeir, er kómu norðan og vestan, austan og sunnan. Eg hefi talað hér að framan um veg þann, er norðan og vestanmenn munu hafa riðið; enn sunnanmenn eða þeir, sem kómu úr Kjalarnesþingi, hafa varla getað farið niðr Kárastaðastíg, sem nú er aðalvegrinn; sá vegr var ekki gjörðr vel fær fyrr enn hér um bil 1831; þá var sprengt úr klettunum og vegrinn lagðr, svo að nú má fara með klyfjahross, sem kunnugt er; áðr varð þar að eins farið með lausa hesta. Ef söðull var t. d. á hestinum, varð að halda sveifinni, að hún eigi rækist í klett, er stóð fram úr berginu, enn sá klettr var sprengdr í burtu, og svo var víðar. Sama er að segja um Langastíg, sem liggr norðr og upp af Völlunum efri upp úr Almannagjá; hann var gjörðr ári síðar.
Enn í fyrri daga var annar vegr á Þingvöll fyrir Sunnanmenn; lá hann frá Skálabrekku og austr yfir hraunið að Almannagjá niðr við vatnið; mótar þar víða fyrir fornum götum eða troðningum; er þá farið yfir Öxarárfarveginn gamla. Niðr við vatnið er Almannagjá orðin lítil, eða klofnar þar í smágjár og sprungur; þar hefir legið vegr yfir, og heitir Ferðamannaklif enn í dag. Þar virðist víða vera eins og mannaverk úr grjóti yfir gjárnar. Síðan lá vegrinn upp með berghallanum upp með vatninu og upp í þingið, sem nú er kallað, fyrir vestan ána, þar sem búðatóttirnar eru mestar. Þessi vegr var kallaðr Hallvegr; þá var vað á Öxará leirunum eða söndunum við vatnið fyrir framan túnið á Þingvelli, og svo lá vegrinn austr eftir nálægt Vatnskotsveginum, sem nú er kallaðr, og svo til Vellankötlu, og síðan austr til Gjábakka. Það er að segja: þá lá vegrinn ekki yfir Gjábakkastíg sem nú, því að hann var fyrst gjörðr 1832 eða 1833, heldr sunnar fyrir utan, þar sem Hrafnagjá endar eða er orðin nær að engu; síðan lá vegurinn austr á Hrafnabjargaháls. Þessi Hallvegr lagðist af í jarðskjálftanum 1789 eða einkannlega vaðið á Öxará fram við vatnið; þar sprakk í sundr og kómu álar, sem eigi var fært yfir, enda fóru þá af að mestu hólmarnir fram undan Þingvallartúni, sem hafði áðr verið engi töluvert. Þegar vaðið lagðist af á ánni, vóru gjörðar traðirnar gegnum Þingvallartún og austr úr, því að annars staðar varð þá eigi vel farið. Þetta sögðu mér gamlir menn í Þingvallarsveit eftir sínu foreldri, sem lifði í jarðskjálftanum.
Eprestastigur-221nn þá einn vegr liggr frá Armannsfelli eða af Hofmannafleti austr yfir hraunið undir Hrafnabjörg og hjá Raftahlíð, sem kölluð er, og þaðan austr á Hrafnabjargaháls. Þessi vegr var kallaðr Prestavegr eða Byskupavegr, það er auðsjáanlega þessi vegr, sem talað er um við þingreið Þorgils Oddasonar: „Ok hugsa nökkut fyrir sér ráðit ok þykkir eigi ólíklegt at þeir Hafliði myndi þar fyrir sitja ok gæta svo hvárrar tveggju leiðarinnar, er önnur liggr fram undir Ármannsfell ok hjá Sleðaási: en önnur liggr. leiðin austr yfir hraun undir Hrafnabjörg, ok undir Reyðarmúla til Gjábakka, ok svo austan um hraunit til búða”. Eigi mun þetta eiga að skiljast þannig, að Presta- eða Byskupavegrinn hafi verið hin vanalega leið, er Norðlendingar fóru á þing, því að hún var miklu lengri, enn hana mátti þó koma á þing, ef hin var varin.
Nafnið Bláskógaheiði er nú týnt þannig, að það er eigi viðhaft í daglegu máli, enn það er víst, að Bláskógaheiði hét yfír höfuð í fornöld allar heiðar og aðalvegir, er liggja fyrir norðan og vestan Bláskóga (Þingvallarsveit); er það og eðlilegt, að fjallvegrinn í heild sinni hafi dregið nafn af Bláskógum.
Einn er aðalvegrinn, þegar farið er norðr eða vestr af Þingvelli; liggr hann upp hjá Ármannsfelli, sem kunnugt er, og upp Klyftir og hjá Sandvatni og yfir Tröllaháls. Norðrvegrinn liggr upp á Kaldadal. Fyrir ofan Brunna, sem eru efstu grös á þeim vegi, eða þar sem menn á, er af Kaldadal er komið, þar skiftist vegrinn, og er það kallað að fara fyrir Ok, er þá komið ofan í Reykholtsdal (Reykjadal nyrðra) eða Hálsasveit.”
Síðan framangreint var skrifað af kostgæfni í Árbókina á fyrrgreindum tíma, þótt ekki sé langur tími um liðinn, hefur mikið vatn áa runnið til sjávar. Um framhaldið má lesa á næstunni í “Reykjavíkurleiðir”. Ritið mun birtast á vefsíðu Vegagerðarinnar, líkt og “Grindavíkurleiðir“. 

Heimild:
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags, 1. árg. 1880-1881, bls. 32-42.

Þingvellir

Þingvellir – Langistígur.

Hóp

Hverfin í Grindavík eru þrjú; Þórkötlustaðarhverfi austast, Járngerðarstaðarhverfi í miðið og Staðarhverfi vestast. Hér er gengið um miðhverfið (fyrri hluti). Molda-Gnúpur nam land í Grindavík, en hvar…..

Grindavík

Grindavík – neðri Hópsvarðan (innsiglingarvarða).

Árið 1703 voru “öngvar engjar” á Hópi. “Flæðihætt er fyrir sauð, og líka brýtur sjófargángur túnið, og er hætt við enn meira landbroti.” Bærinn varð snemma eign Skálholtsstaðar, líkt of flestir útvegsbæir á suðurströnd Reykjanesskagans.
Árið 1840 er “jörð þessi miður ræktuð en skyldi, bæði að túnum og húsum, og er þó eigi að maklegheitum. Ekki eru tún þar eins slétt sem á Stað eða Tóttum og mega þó eigi þýfð heita. Miklar innnytjar eru við jörð þessa af Hópinu, ef notkaðar væru. Í því veiðist mergð hrognkelsa eftir Jónsmessu, einnig silungur og mikill áll, en við ekkert þetta er sú ástundun höfð sem skyldi, og engir viðburðir við tvennt það síðarnefnda. Veiðst hefir þar líka selur og lax, þótt minna fengist með jafnri viðleitni sem hið þrennt fyrst talda; þegar fiskur gengur grunnt, hefir þar inni þorskur fengist og þyrsklingur, en sú veiði er samt ekki teljandi.” Í Landnámi Ingólfs segir að “á bæ þessum bagar vatnsleysi til neyslu.”

Hóp

Hóp – túnakort.

Árið 1847 var jörðin seld í tvennu lagi (vesturparturinn og austurparturinn) eftir afsalsbréfum 8. ágúst 1787 og 26. janúar 1791. Tvíbýli var á Hópi alla 19. öldina, en frá 1850 þríbýli og var þriðji parturinn nefndur Litla-Hóp frá 1880. Af sumum er bærinn talið hafa heitið Hof. Bær Molda-Gnúps í Álftaveri austan mun hafa heitið Hof. “Sagt er að bærinn hafi upphaflega verið nefndur Hof, og er hér gömul goðatóft til. Sagt er að Hofsnafnið finnist í gömlum heimildum,” segir í örnefnaskrá.
Landið er sneið af Þorkötlustaðanesinu og spildan samhliða landi Þorkötlustaða norður til Skógfells. Mikið af landinu er eldbrunnið, en gróið upp aftur á allstórum svæðum. Lón það er bærinn stendur upp frá og dregur nafn sitt af, heitir Hóp. Nú eru þar hafnarmannvirki Grindvíkinga. Ós var á hópinu, austast, stundum nefndur Barnaós því þar munu börn hafa drukknað.
Inn á túnakort 1918 er býlið Hópsnes merkt. Það var um 140 m suðsuðaustan við Hópskot. Húsið hefur verið í námunda við þar sem nú er fiskvinnsluhús við Bakkalág. Bærinn mun hafa staðið á hól, sem notaður var í vegagerð á 7. áratugnum og bærinn því kominn undir veginn.

Grindavík

Grindavík – Hópið.

Gamli Hópsbærinn stóð að hluta þar sem fjárhúsbyggingin stendur nú. Hann hefur þó náð lengra til norðurs þar sem nú eru tún. Tröð lá niður túnið á Hópi. Enn sjást merki um tröðina vestan í bæjarhólnum og má greina hvar hún beygir meðfram honum til austurs. Sléttuð tún eru umhverfis. Tröðin er greinileg á 16 m kafla vestan í bæjarhólnum og beygir meðfram honum sunnaverðum. Á þessu svæði hefur tröðin mótast af bæjarhólnum, en hlaðið hefur verið upp með henni að austan.
“Austur af gömlu traðartóftinni neðan bæjar er Goðatóft”, segir í örnefnaskránni. Goðatóftin er friðlýst frá 25.10.1930. Brynjúlfur Jónsson segir 1903 að “bærinn Hóp hafi upphaflega heitið Hof og að þar hafi verið goðahof”. Þar hafi verið “goðahús” í heiðni og þess vegna megi aldrei taka það burtu, en samt megi breyta því og nota á hvern hátt sem hentar. “Hafa ábúendur fært sér þetta í nyt; “goðahúsið” hefir til skamms tíma verið geymsluskemma, en nú er það haft fyrir fjós,” segir Brynjúlfur. Tóftin er einföld og snýr austur-vestur. Op er syðst á vesturhlið.

Hópsnesviti

Hópsnesviti (Þórkötlustaðanesviti).

Í bréfi um byggingu jarða Skálholtsstóls í Grindavík frá 1563 er boðið að breyta bænhúskúgildum þeim sem voru á Hrauni, Þórkötlustöðum og Hópi í leigukúgildi. Gæti það verið vísbending um bænhús á Hópi. Engar vísbendingar eru um staðsetningu bænhússins, en það hefur þó líklega verið í námunda við bæjarstæðið.
Í manntali 1703 er getið um hjáleigu á Hópi, en hennar er ekki getið í jarðabók frá sama ári eða öðrum heimildum. Frá 1880 og fram yfir aldamótin er þriðja býlið á Hópi nefnt Litla-Hóp í manntölum, og á kortum er sýnt Hópskot suðaustan við bæinn.
Melber er merkt inn á túnakort frá 1918. Þar var um 160 m norðnorðvestan við bæ. Bærinn stóð rétt norðan við þar sem gamal bárujárnshús stendur nú, rétt norðan við íbúðarhúsið á Hópi I. Nú er þar sléttað tún.

Hópssel

Hópssel.

Gerðatóft, útihús, er fast norðan við bæjarhólinn. Það er merkt á túnkort 1918. Þrátt fyrir að sléttað hefur verið yfir húsið má greinilega merkja útlínur þess. Það hefur verið 12×18 m að stærð og virðist hafa verið einfalt. Út frá vesturhlið má grein garðlag sem og út frá asuturhlið þess. Mun þetta vera gerðið sem húsið var kennt við.
Tóft er 10 m norðan við vegarslóðann sem liggur suður Hópsnes. Þar mun hafa verið ískofi, líkt og í Þórkötlustaðanesi. Önnur tóft er fast norðan við Bakkalág með sama brúkunargildi skv. upplýsingum Tómasar Þorvaldssonar.

Ofan við Kambinn er Vatnsgjá. Í henni gætti flóðs og fjöru. Þar upp frá skammt frá vitanum er Látravarða og norður af þeim hólum heita Katlar. Látravarða var í sjónlínu frá Siggu, sem stóð á fjörukambinum, en er nú horfin. Hún var endurhlaðin a.m.k. í tvígang, en Ægir tók Siggu jafnan til sín á ný.

Hóp

Hóp; fornar minjar – uppdráttur ÓSÁ.

Langur klettahryggur liggur til norðurs frá vegarslóðanum um Hópsnesið (nálægt landamerkjum við Þórkötlustaði). Varðan stóð á þessum hrygg, nyrst. Nú er grjóthrúga þar sem varðan var.
Austanvert við túnið er svonefnt Vatnsstæði. Milli þess og Skiparéttar er hraunhryggur eða strýta, sem heitir Álfakirkja. Hún er 5-10 m vestan við vegarslóða, sem liggur suður Hópsnesið. Kletturinn er í mosa- og grasigrónu hrauni. Hann er aflíðandi og grasivaxinn að norðan en að sunnan skín í klöppina. Frá jafnsléttu er kletturinn um 3 m á hæð. Skiparéttin er suður af Vatnsstæðinu. Þetta var grjótrétt, sem skipin voru sett upp í. Hún sést enn og er 12×12 m að stærð. Veggir hennar eru nokkuð hrundir. Tóftin er einföld ef frá er talinn krókur, sem er á henni austarlega. Skiparéttin er um 10 m suðaustan við bílastæði við smábátahöfnina.

Hóp

Minjar í Hópstúni.

Langhóll er austan við Síkin, fast vestan við veginn er liggur suður á Hópsnes. “Álfarnir sem þar bjuggu, sóttu kirkju í Álfakirkjuna,” segir í örnefnaskrá. Nyrst á Langhól er tóft og bogadregin grjóthleðsla liggur yfir hálft Síkið. Önnur tóft er sunnar á hólnum. Þetta eru leifar frá því að Hóp hafði útgerð ofan við Hópsvör, sem er þarna fyrir utan.
Hleðsluleifar eru í hrauninu á Hópsnesi. Mikið er um hleðslur í hrauninu á þessum stað, sumar hverjar greinileg hólf en aðrar ógreinilegar. Hugsanlega hafa þetta verið herslugarðar.

Hóp

Hóp – gamli bærinn.

Túngarðsleifar sjást 50-60 m ofan við eystri bæ Hóps. Hægt er að greina hvar túngarðurinn hefur legið í vestur frá þessari girðingu, en þar hefur verið sléttað yfir hann. Garðurinn liggur í grasigrónu og sléttuðu túni. Hægt er þó að sjá hvar garðurinn hefur legið til vesturs frá girðingunni austan við Hópstún. Frá girðingunni er um 30 m kafli þar sem einungis er merkjanlegur hryggur þar sem garðurinn var. Þá verður garðurinn greinilegri og sést hann þaðan á um 36 m kafla til vesturs þar til rof er í hann og honum hefur alveg verið rutt á 22 m kafla. Hann birtist aftur þar vestan við á 40 m kafla áður en hann verður enn aftur ógreinilegur og úr honum sléttað. Þó sést hann óglöggt í 35 m til viðbótar sem hæð í túninu uns hann hverfur alveg. Hornsteinn í norðvesturhorni garðsins er enn merkjanlegur í sléttu túninu miklu vestar, en þær garðleifar sem enn sjást á yfirborði.

Hóp

Hópsvör – uppdráttur ÓSÁ.

Austan við garðinn í túninu er brekka, sem heitir Kinn, og rétt við hana er laut, sem heitir Kvíalág. Þar voru kvíar þegar fært var frá. Kvíarnar voru þar sem Hópsvegur liggur niður brekku vestan við túnin á Hópi, milli hans og túnanna.
“Hópsvör er austan við bæinn að Hópi. Austan við vörina heita Vöðlar. Þá er Stekkjarfjara og svo básar, sem heita Heimribás og Syðribás,” segir í örnefnaskrá. Þar ofan við er Stekkjarbakki og Síkin, feskvatnstjarnir. Hópsbændur reru frá Hópsvör á fyrri tíð. Enn má sjá móta fyrir vörinni utan varnargarðsins á lágsjávuðu. Þar sem garðurinn er nú voru sjóbúðirnar frá Hópi.

Hóp

Hóp – uppdráttur ÓSÁ.

Stekkjarvarða er um 50 m norðan við gatnamót á vegarslóðanum sem liggur út í Hópsnes. Hún stendur þar á hól fast sunnan við vegarslóðann. Varðan er alveg hrunin, en sést grjóthrúga þar sem hún stóð. Hún hefur væntanlega verið kennd við sama stekk og Stekkjarfjara.
Markasteinn var í fjörunni um 60 m vestan við Hópsvita. Á hann voru klappaðir stafirnir LM til merkis um landamerki Hóps og Þórkötlustaða. Hann virðist nú vera horfinn.
Fyrir neðan Hóp eru Vötnin og Vatnatangi (Vatnstangi), en í Vötnunum var þveginn þvottur frá Hópi. Ummerki eftir þvottastaðinn eru nú horfin vegna framkvæmda, en Vatnatangi er beint suður af innsiglingarvörðunni, stundum nefnd Svíravarða, en sú varða mun hafa verið nokkru vestar við Hópið, í Járngerðarstaðalandi. Efri innsiglingavarðan er efst í túninu á Hópi. “Í Vatnatanga sóttu húsfreyjur á Hópi vatn í kaffið og þótti hvergi betra vant á þessum slóðum,” segir í Sögu Grindavíkur.

Hóp

Hóp.

Öskuhóll er hóll, fullur af gamalli ösku. Hann er beint norðan við eystri Hópsbæinn. Hóllinn er í sléttuðu túni, grasi gróinn. Hann er 25×15 að stærð. Draugur var klettur í túninu á Hópi. Hann er nú horfinn þar sem eru sléttuð tún. Draugar eru víða til, en þeir voru nefndir svo vegna rökkuropinberunarinnar.
Gömul rudd leið liggur úr túni á Hópi til austurs óræktina, í átt að Þórkötlustöðum. Leiðin liggur til austurs í svipaðri hæð í túninu og Hópsbæirnir standa nú. Slóðinn liggur í jarðri túnsins og í um 50 m áður en hann kemur að girðingu, sem girðir af Hópstún, og vegi sem liggur þar til suðurs að Bakkavör. Slóðinn er svo aftur greinilegur austan vegarins og þar liggur hann út hraunið til austurs.
Leifar gerðis eru sunnan við Austurveg. Gerðið er fast vestan við óskýrðan vegarslóða sem liggur frá Austurvegi að olíutönkum. Það er á gróðurlitlu hraunlendi, formlega lagað.
Í efralandinu er Heiðarvarðan í Hópsheiði, en svo nefnist svæðið ofan þjóðvegarins að Þórkötlustaðahverfi. Varðan var innsiglingamerki. Nokkuð hefur hrunið úr vörðunni einkum úr suðurhlið hennar.

Hóp

Hóp – gamli bærinn.

Gjáhóll er austan við Stamphólsgjá. Þarna hafði herinn fylgsni í síðasta stríði. Leifar þess eru að mestu horfnar.
Gálgaklettar eru norðan í Hagafelli. Þar er klettabelti með þessu nafni. Þar segir sagan, að þjófarnir í Þjófagjá hafi verið hengdir. Vestan í Hagafelli er hraunkvísl, sem eins og steypist fram af fellinu. Það heitir Gráigeiri og er gamalt fiskimið (Melhóll í Grágeira). Þar vestan í fellinu er svonefndur Selháls, sem þjóðvegurinn liggur yfir. Selháls er hryggur, sem tengir saman Hagafell og Þorbjörn. Hann er sunnan við Dagmálaholtið. Dagmálaholt mun vera kennt við eyktarmark frá selinu á Baðsvöllum, en það var frá Járngerðarstöðum skv. Jarðabókinni. Einnig er Selháls kenndur við það sel, sem er fast austan við veginn norðan við hálsinn. Þær tættur virðast yngri en Baðsvallaselin. Tóftin er í aflíðandi hæð. Seltóftin er þrískipt. Hún er tæp 12 m á lengd, en 4,5 m á breidd. Op eru á suðurveggjum allra hólfanna, en ekki er greinilegt op á milli þeirra. Tóftin er gróin að utan, en grjóthleðslur sjást að innan.

Skógfellavegur

Skógfellavegur og Sandakravegur.

Skógfellaleið er forn leið milli Grindavíkur og Voga. Við hana eru vörður, sumar fallnar, aðrar endurhlaðnar í seinni tíð. Fast norðan við Austurveg, þar nálega til móts við þar sem Mánagata kemur á veginn er nýlegt minnismerki þar sem Skógfellsleið lá. Leið þessi lá frá merkinu og til norðvesturs út á hraunið. Afleggjarinn lá á hina eiginlegu Skógfellsleið, sem einnig var nefnd Vogavegur og liggur frá Þórkötlustöðum, austur fyrir Stóra Skógfell og í Voga eins og nöfnin gefa til kynna. Leiðin milli byggðalaganna liggur að mestu um hraunlendi, en kaflinn milli Skógfellanna er djúpt markaður í slétta hraunklöppina. Hann er um 16 km, en bæði greiðfær og áhugaverð gönguleið.
Líklegt má telja að Molda-Gnúpur hafi numið land þar sem nú er Hóp og nefnt bæ sinn Hof. Eldgos efra á 12. og 13. öld raskaði byggð í Grindavík sem og á nálægum svæðum, t.d. í Krýsuvík. Eftir það byrjar flækja búsetu í Grindavík, sem enn á eftir að greiða úr.

Heimildir m.a.:
-Saga Grindavíkur.
-Fornleifaskráning FÍ 2002.
-Örnefnalýsing.

Hóp

Hóp – uppdráttur ÓSÁ.

Selatangar

Menningar- og sögutengd gönguhátíð í Grindavík  um verslunarmannahelgina 2008.

Dagskrá:

Föstudagur 1. ágúst:
SandakravegurMæting kl. 20:00 við Saltfisksetrið, Hafnargötu 12a. Gengið verður með leiðsögn um Járngerðarstaðahverfi, gamla bæjarhlutann í Grindavík í 1-2 tíma. Fróðleikur í Flagghúsinu í lok göngu.
Gangan er í boði Grindavíkurbæjar og Saltfisksetursins.

Laugardagur 2. ágúst:
Mæting kl. 11:00 við Ísólfsskála, sem er í um 6 km austur af Grindavík, á Krýsuvíkurleið. Gengið verður með leiðsögn um Selatanga þar sem sjá má minjar um verbúðir og sjósókn fyrri tíða. Síðan verður gengið eftir rekastíg um Katlahraunið sem er líkt og „Dimmuborgir“ með sínum kyngimögnuðu hraunmyndunum. Gangan endar við Ísólfsskála og tekur um 2-3 tíma. Gott er að vera í góðum skóm. Aðstaða er til að grilla á Ísólfsskála í lok göngu. Gangan er í boði Grindavíkurbæjar og Saltfisksetursins.

Sunnudagur 3. ágúst:
Mæting kl. 11:00 við Saltfisksetrið. Ekið með rútu að Móklettum á Krýsuvíkurleið. Gengið verður með leiðsögn um gömlu þjóðleiðirnar, Sandakraveg og Skógfellaveg og endað við Saltfisksetrið í  Grindavík. Svæðið býður upp á  stórbrotna náttúru, jarðfræði og sögu. Gangan tekur um 5-6 tíma. Gott er að hafa með sér nesti og vera í góðum skóm.
Í lok göngu verður boðið upp á heilgrillað lamb á teini í Saltfisksetrinu. Verð kr. 1.200.
Gangan er í boði Ferðamálasamtaka Suðurnesja.

Mánudagur 4. ágúst:
Mæting kl. 11:00 við bílastæði Bláa lónsins – Gengið með leiðsögn um hluta af gömlum þjóðleiðum, Skipsstíg og  Árnastíg að Húsatóftum. Gangan tekur um  3-4 tíma. Svæðið bíður upp á  stórbrotna náttúru, jarðfræði og sögu. Gott er að hafa með sér nesti og vera í góðum skóm. Rútuferð til baka.
Gangan er í boði Bláa Lónsins sem auk þess býður upp á aðgangseyri, 2 fyrir 1 í Lónið í lok göngu.

Ekkert þátttökugjald er í gönguferðir en rútugjald er kr. 500, frítt fyrir börn 12 ára og yngri sem og FERLIRsfélaga. Allir á eigin ábyrgð í ferðum. Kjörið tækifæri til að fræðast, nærast og hreyfa sig í hinu margbrotna umhverfi Grindavíkur.

Gönguhátíðin er liður í viðburða- og menningardagskrá Grindavíkur 2008.

Jángerðarstaðir

Setbergssel

Um Oddsmýrardal lá gömul leið frá Setbergi, bæði upp í Setbergssel undir Þverhlíð, að beitarhúsum er stóðu á Setbergshlíð, fjárhúsi í Húsatúni og eldri beitarhúsum undir Gráhellu í Gráhelluhrauni.
Önnur varðaLíklegt má og telja að þar hafi þeir einnig farið er áttu leið um gömlu Selvogsgötuna. Sú gata liggur beint við er komið er að sunnan. Þá hefur verið farið um Klifið svonefnda neðan og á milli Sandahlíðar og Flóðahjalla annars vegar og Svínholts hins vegar. Gatan er áberandi um Klifið og mjög eðlilegur hluti af Selvogsgötunni. Þeir, sem fóru þá leiðina, hafa þá farið um Oddsmýrardal, aflíðandi upp Skarðið er skilur Setbergsholt frá Svínholti, á ská niður holtið og áfram inn á syðri Setbergsstíginn til Hafnarfjarðar.
Uppi á Sandahlíð eru fornar grónar markavörður í línu við Markastein og háa myndarlega vörðu í Smyrlabúðarhrauni. Skv. kortum eru suðurmörk LitbrigðiSetbergs sýnd sunnan í Setbergsholti, Svínholti og Setbergshlíð svo ekki geta þær passað við þau mörk. Þær gætu því gefið til kynna norðurmörk Setbergslands, þ.e. við mörk Urriðakots.
Í örnefnalýsingu fyrir Setberg segir m.a. um þetta svæði: “En landamerkjalínan milli Setbergslands og upplands Garðakirkju lá úr hellunum norðaustur eftir Smyrlabúðarhraunsbarmi, norður í Markasteininn á Tjarnholtinu syðsta. Frá þessu hornmarki liggur línan um Efridal. Síðan um Seljahlíð [norðan Sandahlíðar] og þaðan í Flóðahjallavörðu. Þegar komið er fyrir  Háanef og komið þar upp á holtið, er komið í Húsatún, og þar eru beitarhúsin frá Setbergi. Austan og ofan við Húsatún er Þverhlíð, en yfir hana liggur Kúadalastígur upp á Kúadalahæð og þar niður af eru Kúadalir. Þá er hér norðvestur af Sandahlíð; norðan í henni klapparhóll, nefndur Virkið.”
Gamla gatanOddsmýrardalur er nú að gróa upp eftir eyðingu undanfarinna ára. Búið er að planta mikið af trjám í dalnum og þar blómstrar beitilyngið fyrst í júlí. Þó má enn sjá hina gömlu götu liggja á ská í aflíðandi hlíðinni að sunnanverðu, niður í dalinn og eftir honum að Klifinu. Þegar á það er komið blasir Gráhellan við og minjarnar undir henni. Líklegt má telja að gatan hafi og verið leiðin þangað, en undir hellunni höfðu Setbergsbændur beitarhús, líklega áður en beitarhúsin á Setbergshlíðinni voru hlaðin skömmu eftir aldarmótin 1900.
Um Oddsmýrardal liggur bílslóði. Vestast liggur hann ofan í gömlu götuna.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Vörðubrot

Hóp

Bjó Molda-Gnúpur að Hópi? Eða kannski einhver sona hans?

Loftmynd af Hópi

Í Landnámu (IV.hluti) segir að “Maður hét Hrólfur höggvandi; hann bjó á Norðmæri, þar sem hét Moldatún. Hans synir voru þeir Vémundur og Molda-Gnúpur; þeir voru vígamenn miklir og járnsmiðir …. Gnúpur fór til Íslands fyrir víga sakir þeirra bræðra og nam land milli Kúðafljóts og Eyjarár, Álftaver allt; þar var þá vatn mikið og álftveiðar á. Molda-Gnúpur seldi mörgum mönnum af landnámi sínu, og gerðist þar fjölbyggt, áður en jarðeldur rann þar ofan, en þá flýðu þeir vestur til Höfðabrekku og gerðu þar tjaldbúðir, er heitir á Tjaldavelli. En Vémundur, son Sigmundar kleykis, leyfði þeim eigi þar vist. Þá fóru þeir í Hrossagarð og gerðu þar skála og sátu þar um veturinn, og gerðist þar ófriður með þeim og vígafar. En um vorið eftir fóru þeir Molda-Gnúpur vestur í Grindavík og staðfestist þar; þeir höfðu fátt kvikfjár. Þeir voru þá fulltíða synir Molda-Gnúps, Björn og Gnúpur, Þorsteinn hrungnir og Þórður leggjaldi.”
Hér að framan er einungis sagt Grindavík en ekki nákvæmlega hvar í Grindavík. í önefnalýsingu um Hóp í Grindavík sem Ari Gíslason skráði segir m.a. um jörðina Hóp, sem hefur um langt skeið verið miðsvæðis og ein af lykiljörðum byggðalagsins: “Hóp í Grindavík er næsta jörð vestan við Þorkötlustaðahverfi. Bærinn stendur niður við sjó, við Hópið, sem hann dregur nafn af. Sagt er, að hann hafi upphaflega verið nefndur Hof, og er hér gömul goðatóft til. Sagt er, að Hofsnafnið finnist og í gömlum heimildum. Ekki hef eg kannað það. Þó hef eg flett upp einum slíkum stað, en þar er bærinn nefndur Hóp. Þjóðvegurinn liggur rétt ofan við túnið. Landið er því sneið af Þorkötlustaðanesinu og svo spildan samhliða landi Þorkötlustaða norður til Skógfells. Mikið af landinu er eldbrunnið, en gróið upp aftur á allstórum svæðum. Lón það, sem bærinn stendur upp frá og dregur nafn af, heitir Hóp…
Goðatóftin fremst - og gamli bæjarhóllinnAustur af gömlu traðartóftinni neðan bæjar er Goðatóft, gamalt goðahús friðlýst, sem má ekki róta. Vestan við túnið á Hópi er Eystri-Vikradalur. Vestan hans er stór hóll, sem heitir Miðaftanshóll. Hann er eyktamark frá gamla bænum.
FERLIR flaug nýlega yfir Hóp með Ólafi Ólafssyni, bæjarstjóra. Tilefnið var m.a. að ljósmynda gömlu bæjartóftirnar og næsta nágrenni. Útkoman var ótrúleg; á túninu umhverfis gamla bæinn voru jarðlægar tóftir og garðar svo til við hvert augnmál. Garðarnir eru greinilega misgamlir og hafa flestir verið sléttaðir út. Ofan við gamla bæjarhólinn, norðvestan fjárhúsanna má greina 5 tóftir, auk matjurtargarða. Heimtröðin sést vel vestan við hólinn og suðvestan við Goðatóftina fyrrnefndu. Jarðlægur vörslugarður hefur verið í boga ofan við gamla bæinn, en hann síðan verið færður út og stækkaður og auk þess verið hlaðinn garður til norðurs. Innan gamla garðsins og ofan gamla bæjarhólsins er forvitnileg jarðlæg rúst með görðum til beggja átta er teygja sig að gamla garðinum. Við norðvesturhornið hefur verið hlið. Nokkru vestar í túninu eru tóftir nýrri útihúsa.
Forvitnilegasta rústin er þó sú minnst sýnilega í túninu. Hún virðist vera leifar af fornum skála er snýr til SV og NA. Stærðin á mannvirkinu er svipuð skála þeim er sjá má í Húshólma og lögunin er áþekk.
Aðrar minjar eru þekkjanlegar á loftmyndinni, en verða ekki raktar hér. Hins vegar er hér um áhugaverðar minjar að ræða, sérstaklega með hliðsjón af framangreindri lýsingu Landnámu.

Heimildir m.a.:
-Landnámabók – IV. hluti.
-Örnefnalýsing AG fyrir Hóp – ÖÍ.

Hópið

Flekkuleiði

Eftirfarandi umfjöllun Árna Óla um rúnasteininn í Flekkuvík birtist í Lesbók Morgunblaðsins 1959:
“Utan við Hvassahraun á Reykjanesskaga gengur inn Vatnsleysuvík og inn úr henni utarlega skerst önnur lítil vík, sem Flekkuvík nefnist. Stendur bær samnefndur fyrir botni víkurinnar. Þar í túninu er lítill hóll, eða stór þúfa, sem kallast Flekkuleiði, og þar ofan á liggur hraunhella með rúnaletri. Stendur þar skráð: „Hér hvílir Flekka”.

Hver var Flekka?
flekka-22Sagnir herma að hún hafi verið landnámskona, komin frá Flekkufirði í Fjörðum, og eitthvað vensluð Ingólfi Arnarsyni, enda frá sama byggðarlagi og hann. Ingólfur fekk henni fyrst bústað í Kjós. Reisti hún þar bæ og heitir hann enn Flekkudalur, við hana kenndur. Hún var vitur kona og framsýn, en eigi mjög við alþýðuskap. Hún undi sér ekki í Kjósinni, vegna þess að hún sá ekki til sævar frá bæ sínum. Fluttist hún svo vestur á Vatnsleysuströnd og reisti sér þar bæ við eyðivík nokkra. Hefir víkin síðan verið við hana kennd og kölluð Flekkuvík og hlaut bærinn sama nafn. Þarna var þá afskekktur staður, víkin umgirt apalhrauni á þrjá vegu, en á hrauntöngum beggja megin víkurinn svarraði brimið og voru átök þess ekki mjúk. En í víkinni sjálfri var góð lending og mikill veiðiskapur var þar jafnan skammt undan landi. Þó var innsigling á víkina viðsjál og gat verið hættuleg, ef ekki var rétt farið. Þess vegna mælti Flekka svo fyrir, áður en hún andaðist, að sig skyjdi heygja þar efst í túni, fyrir opinni innsiglingarleiðinni. Lét hún svo um mælt, að aldrei skyldi skip farast þar á réttu sundi, meðan nokkuð sæist af kumli sínu. Hafa menn haft trú á þessu síðan.

Jónas Hallgrímsson rannsakar leiðið.

Sumarið 1841 fór Jónas skáld Hallgrímsson til Flekkuvíkur til þess að athuga rúnasteininn og rannsaka hvort hér gæti verið um fornt kuml að ræða. Mönnum kom ekki saman um hvernig lesa átti úr úr rúnunum. Að vísu gátu allir lesið nafnið Flekka, en yfir því voru skammstafanir, sem menn greindi á um hvernig skilja bæri.
sumir að lesa ætti „hér hýsi aðrir „hér hvílir”. Finnur Magnússon las: „hér hýsir” og taldi áletrunina frá heiðni. Þótti Jónas að fýsilegt að fá úr því skorið hvort hér væri um að ræða grafreit frá fornöld, því væri rétt lesið “hvílir”, þá átti svo að vera. En Jónas rak sig á óvænta erfiðleika. Mönnum þar syðra stóð hinn mesti stuggur af komu hans þeir vissu erindið. Þeir vildu ekki láta hrófla við Flekkuleiði, því að þá væri hætt við að falla myndi úr gildi hin góðu ákvæði hennar um innsiglinguna á Flekkuvík. Jónas varð þá að útvega leyfi til rannsóknarinnar hjá séra Pétri Jónssyni á Kálfatjörn, sem kallaðist landsdrottinn, vegna þess að kirkjan á jörðina. En Páll bóndi Vigfússon í Flekkuvík mun lengi hafa verið tregur, því að Jónas segir: „Eg hét þeim að láta Flekku kyrra, ef eg fyndi hana, og kvaðst gera þetta í virðingarskyni, svo sem oft hefði verið gert við helga menn”. Lét Páll þá til leiðast og samþykkti að rannsókn færi fram „móti tilhlýðilegri borgun fyrir jarðusla í óslegnu túni”.
Jónas lýsir Flekkuleiði þannig: „(Það er) í hafsuður frá bænum, 6 faðma fyrir innan túngarðinn, í þúfnareit; snýr frá útsuðri til landnorðurs og hallast þangað lítið eitt. Það er 5 alna langt og lxk flekka-21al. breitt, svo sem álnar hátt. Hraunhella ein lítil og slétt ofan liggur á miðri hæðinni, sokkin í jörðu; á henni stendur með greinilegu letri (sjá mynd). Öll grasi 
gróin, en vottar samt í brúnunum fyrir grjóti, ekki ólíkt því sem það væri hleðsla . . . Letursteinninn er nú tekinn upp og mældur: Lengd 15—16% þuml, breidd 12 þuml, þykkt 4—5 þuml. Hann er því sem sjá má, lítil og heldur ólöguleg hraunhella . . Af því hingað og þangað var að sjá steinsnyddur út úr brúnum hæðarinnar, þótti líklegt, að vera mundi steinhleðsla. Grassvörðurinn var því allur af skorinn og moldinni sópað af grjótinu; var þetta jarðlag hvergi meira en hálft fet á þykkt. — Þá kom það í Ijós, að undir var einlæg, jarðföst klöpp, eður réttara sagt hraungarður, svo þar hefir aldrei nokkur maður heygður verið. 

flekka-32

Það er því ljóst, að annaðhvort hefir Finnur Magnússon rétt að mæla, eða þetta eru brellur einar, og hefir þá einhver hrekkjakarl látið hér steininn til þess að blekkja menn trúgjarna”. Sjálfsagt hefir Páll bóndi í Flekkuvík krafizt þess fyrirfram, að gengið yrði frá leiði Flekku að lokinni rannsókn, eins og það hafði áður verið. Og þótt Jónas geti ekki um það, hefir hann orðið að gera upp leiðið að nýu, enda þótt hann væri sannfærður um, að þetta væri enginn merkisstaður. Hann hefir ekki mátt ganga í berhögg við þá tröllatrú, sem menn höfðu á Flekkuleiði.
Matthías próf. Þórðarson hefir sagt, að skammstafanirnar á rúnahellunni eigi áreiðanlega að þýða „hér hvílír”, og hann álítur að áletrunin muni vera frá 17. eða 18. öld, gerð vegna munnmælanna um það, að þarna væri Flekka heygð. Flekkuleiði eins og það er nú í sumar kom eg að Flekkuvík og skoðaði Flekkuleiði, rúmum hundrað árum eftir að Jónas var þar.
Leiðið er mjög svipað og hann lýsir því, bæði að stærð og lögun, og bendir það til þess, að það hafi verið hlaðið upp þegar að rannsókn lokinni. En umhverfið er orðið breytt, þúfnareiturinn, sem Jónas talar um, er horfinn og er leiðið nú í sléttu túni. Ofan á leiðiskollinum liggur hraunhellan litla með áletruninni, og er sokkin í jörð, eins og þegar Jónas kom að henni. Af stærð hellunnar, eins og hér er að framan greint, geta menn dregið, að stafirnir sé ekki stórir. Og nú eru þeir ekki lengur „greinilegir”, eins og Jónas kallar þá. Á þessari rúmu öld hafa þeir eflaust máðst og slitnað. Kveður svo ramt að þessu, að sums staðar sér aðeins móta fyrir leggjum þeirra. Mosi og skófir hafa einnig sezt í risturnar, en yfirborð hellunnar hrufótt, svo að varla má greina á milli hvað ; eru holur í steininum og hvað er klappað. Þess verður naumast langt að bíða, að áletrunin máist af með öllu, ef stafirnir verða ekki skírðir.
flekka-41Eg reyndi að hreinsa mosa og skófir úr ristunum, eftir því sem unnt var, bar síðan krít í þær, svo að þær yrði gleggri. Því næst tók eg af þeim meðfylgjandi mynd. Ef mynd þessi er borin saman við uppdrátt Jónasar, sést nokkur munur á 4. rúninni og seinustu rúninni í nafninu. Um 4. rúnina er það að segja að Kaaland sagði að hún gæti ekki verið rétt hjá Jónasi, þar ætti ekki að standa heldur J,, eins og kemur líka fram á Ijósmyndinni. Þessi rún er nokkurn veginn glögg enn, en Jónasi hefir annaðhvort sést yfir annan skálegginn, eða þá að hann hefir ritað hana skakkt í minnisbók sína. Seinasta rúnin er nú einna máðust, og vottar aðeins fyrir stryki út úr aðalleggnum, en fráleitt held eg að þar hafi nokkurn tíma verið höggvinn bogi í líkingu við það, sem sýnt er á teikningu Jónasar. Þess má geta hér að á árunum 1937—39 ferðaðist Anders Bæksted hér um landið til að athuga rúnir og hefir skrifað bók um þær. Hann kom til Flekkuvíkur í júlí 1938 og tók mynd af Flekku-steininum og skírði síðan upp rúnastafina. Eru þeir allir eins og hér á myndinni, nema seinasta rúnin. Hann segir að rúnirnar sé „greinilegar”, en telur þær ungar, máske frá 18. öld, og miðar þá við gerð þeirra. Hann segir að annar bóndinn í Flekkuvík hafi kunnað söguna um að Flekka væri grafin þarna og vekti yfir innsiglingunni, en menn leggi nú ekki lengur trúnað á þá sögu.

Hvaðan er Flekkunafnið.
Mér finnst það augljóst á öllu, að nafnið Flekkuvík hafi komið með landnemum frá Noregi eins og fjölmörg önnur nöfn. Hér eru bæirnir Flekkudalur og Flekkuvík, og þeir eru báðir í landnámi Ingólfs Arnarsonar. Það er þegar athyglisvert, þegar þess er gætt, að suður úr Dalsfirði í Noregi. Litlu utar en þar sem Ingólfur átti heima, skerst fjörður, sem heitir Flekkufjörður. Hann er kenndur við bæinn Flekku, sem þar er. Nafnið er skrifað á ýmsan hátt í gömlum skjölum, svo sem Fleke, Flocke, Flecke og Fleche, en nú er það skrifað Flekke. Sagt er að það sé alveg einstætt meðal gamalla bæarnafna, og vita menn ekki hvað það þýðir. Sumir gizka á, að það sé dregið af „flek” = blettur, en verði þó ekki skýrt. Getgáta hefir og komið um að það sé dregið af dílagrjóti (flekkóttu grjóti”) sem þar er, en þó þykir það ekki sennilegt, því að grjót hefði þá átt að vera í nafninu.
Annars úir og grúir af „Flekku”-nöfnum í Noregi. Þar er Flekkuvík, Flekkuós, Flekkuey, Flekkustaðir (og ýmis önnur, sem virðast dregin af karlkynsnafninu Flekkur: Flekkstveit, Flekshaug, Flekstad, Fleksvik). Ennfremur eru þar nöfn eins og Flikka, Flikke, Flikeid, Flikkerud, Flikkeshaug, Flikki, Flikkin, Flikkurud, Flikstade. Menn segja að ekki megi blanda þessum nöfnum saman við Flekkunöfnin, en bó verði þau ekki skýrð. Samt dregur bærinn Flekkefjord á Ögðum nafn sitt af bóndabænum Flikke.
flekka-45Hér skal ekkert fullyrt um hvort hér sé um einn nafngiftaflokk að ræða, en þótt Flikk-nöfnin sé undan skilin, þá eru Flekkunöfnin svo mörg, að eitthvað sérstakt mun hafa ráðið þeim. Er þá nokkur goðgá að hugsa sér að til hafi verið í forneskju einhver vættur sem Flekka hét, og við hana sé þessi staðanöfn kennd? Jafnvel að hún hafi átt sér bónda, sem Flekkur hét (sbr. nafnið Álaflekkur). Flekkuleiði ætti að varðveita Þótt Flekkuleiði sé ekki kuml, er það skemmtilegt og mætti helzt ekki glatast. Það segir sína sögu um það hvernig þjóðtrú myndast. Flekka vakir yfir útræðinu í Flekkuvík, eins og Þuríður sundafyllir vakir yfir byggðinni og miðum þeirra í Bolungavík.
Það er eflaust alþýðuskýring, að Flekkuvík dragi nafn af konu sem hét FJekka, alveg eins og menn sögðu að Krýsuvík dragi nafn af fjölkunnugri konu er þar bjó og hét Krýs. Þó er ekki loku fyrir það skotið að í Flekkuvík hafi einhvern tíma búið kvenskörungur, sem menn hafi kennt við bæ sinn og kallað Flekku. Menn hafa haft ýmsar sveiflur á því, allt fram á þessa öld, að kenna fólk þannig við bæi.
Við skulum ekki missa sjónar á þessum ímyndaða kvenskörung í Flekkuvík. Hún hefir búið þar rausnarbúi, haft margt fólk í heimili og rekið mikla útgerð. Flekkuvík hefir þá verið betri jörð og blómlegri en nú er. Þá hefir verið mikið og grösugt undirlendi fyrir botni víkurinnar og út með henni beggja vegna. Þetta land hefir sjórinn verið að brjóta um margar aldir, og í tíð þeirra manna. sem enn lifa, hefir sjórinn gert þarna mikil landspjöll. Þar sem háir heybólstrar stóðu á dögum Flekku húsfreyju, lemur nú brimið berar klappir. En útgerðin hefir þá, eins og síðar, verið helzti bjargræðisvegurinn.

Flekka-47

Húsfreyjan í Flekkuvík hefir borið umhyggju fyrir starfsfólki sínu. Ef til vill hefir einhver bátur farizt þar á víkinni, vegna þess að hann þræddi ekki rétta leið, og lenti upp á sker. Þá hefir húsfreyjan látið setja upp sundmerki, svo að slíkt slys henti þar ekki aftur. Sundmerkin hafa verið tvær vörður, önnur fram við sjó, en hin uppi í túni. Þá var rétt innsigling, ef þessar tvær vörður bar saman. Og þá hefir húsfreyjan látið svo um mælt, að aldrei mundi farast bátur á Flekkuvík, ef stýrt væri eftir sundmerkjunum.
Svo líða árin. Húsfreyjan í Flekkuvík hverfur til feðra sinna, en minning hennar lifir vegna ummæla hennar. Aldrei ferst bátur á réttri leið inn Flekkuvík. Menn skilja ekki, að það er sundmerkjunum að þakka, en halda að það sé að þakka ummælum húsfreyjunnar.
Ákvæði hennar Flekkusteinn-198haldi hlífiskildi yfir bátunum, og þau verði alltaf í gildi. Þess vegna vanrækja þeir að halda sundmerkjunum við. Neðri vörðuna tekur brimið, en efri varðan, uppi í túninu, molnar niður, af því að hún var úr torfi. Þar verður eftir dálítill hóll. Við hann er tengd minningin um Flekku húsfreyju, og þá er þess skammt að bíða að menn fari að trúa því að þessi rúst sé haugur Flekku, þarna hafi hún valið sér hvílustað til þess að geta alltaf vakað yfir innsiglingunni á víkina. Og þá hlýtur að draga að því, að menn fari að trúa, að ekki farist skip á víkinni meðan nokkur merki legstaðar Flekku sjást. Og svo kemur einhver framtakssamur maður, sem er Flekku hjartanlega þakklátur fyrir vernd hennar, höggur rúnir á litla hraunhellu og leggur helluna á leiði Flekku til þess að það gleymist aldrei.
Einhvern tíma löngu seinna eru hlaðnar nýar sundvörður. Önnur er nú niðri á sjávarbakkanum, en hin hátt uppi í hrauni. En þegar sigld er rétt leið inn á víkina og vörðurnar ber saman, þá er Flekkuleiði í beinni línu á milli þeirra.”

(Heimildir:
-O. Rygh: Norske gaardsnavne, Norsk alkunnabok (Fonna forlag).
-Jónas Hallgrímsson: Rit III, 1 og 2.
-Anders Bseksted: Islands Runeindíkriíter (Bibl Arna Magnaeana II) Á.Ó.

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins, 20. september, 1959, Rúnasteinn í Flekkuvík, bls. 393-396.
Flekkuvík

Járngerðarstaðir

Hverfin í Grindavík eru þrjú; Þórkötlustaðarhverfi austast, Járngerðarstaðarhverfi í miðið og Staðarhverfi vestast. Hér er gengið um miðhverfið (seinni hluti).

Járngerðarstaðir

Blóðþyrnir.

Járngerðarstaðir eru ekki síst minnistæðir vegna Tyrkjaránsins 1627, en þá var rúmlega tug hverfisbúa rænt af alsírskum sjóræningjum ofan við Fornuvör, auk nokkurra Dana. Bærinn kom einnig við sögu í Grindavikurstríðinu 1532 þá er heimamenn ásamt liðisinni börðust við enska ofan við Stórubót þar skammt suðvestar (sjá aðrar FELRIRslýsingar).
Árið 1847 voru Járngerðarstaðir eign Skálholtsstaðar líkt og flestir betri útvegsbæir á suðurströnd Reykjanesskagans. “Selstöðu hefur jörðin og brúkar þar sem heitir Baðsvellir. Hjáleigur eru; Vallarhús, Lambús, Kvíhús, Hrafnshús, Akurhús, Gjáhús, Krosshús, Garðhús og Hlaðhús. Búðir til forna voru; Gullekra (tómthús), Krubba (tómthús) og Litlu-Gjáhús, skv. Jarðabók Árna Magnússonar 1703. Þá var “heimræði árið um kring og lending í betra lagi. Engvar öngvar. Jörðin nær frá sjó upp til fjalls eins og önnur býli hér.”
Árið 1803 var Nyrðra-Garðshorn orðin hjáleiga frá Járngerðarstöðum.

Járngerðarstaðir

Tómas Þorvaldsson við Járngerðardys.

Í Landnámi Ingólfs III, segir m.a. að 1840 er “eigi fagurt á Járngerðarstöðum, því þó þar ei sé ýkja illa húsað, þá stendur bærinn og allt hverfi þetta nema Krosshús niður í dæld eða dalverpi, og er þaðan hvergi víðsýnt. Þýfð hafa tún verið á Járngerðarstöðum, en eru mikið sléttuð í seinni tíð af bóndanum Þórði sál. Einarssyni og þar núverandi bónda sr. Einari Jónssyni. Hafa og nokkrir hjáleigubændurnir í seinni tíð þessa jarðarbót eftir þeim upp tekið. Bæði í túninu og utanhúss eru djúpar vatnsgjár, í hverjar sjór fellur að í og út; í sumum þeirra er oft veiddur áll, og mætti þó mikið meira veiða, ef atorka og rækt við höfð. Það hafa Járngerðarstaðir til landkosta fram yfir Stað og Húsatóptir og meiri en nokkurt annað býli í þessari sókn, að fyrst er þar nóg vatn í gjám þessum handa fénaðinum, og svo í öðrum smá stöðutjörnum, eins líka þar er grasgefnast utantúns, þó eigi megi hagar heita. Mætti þó halda þar fáum skepnum heima á sumardag, hvað ekki má heita mögulegt á Stað og Húsatóptum.”

Túnakort

Járngerðastaðahverfi – túnakort 1918.

Árið 1847 voru hjáleigurnar; Kvíhús, Rafnshús, Akurhús, Krosshús, Hóll, Lángi, Gjáhús, Garðhús og Vallhús. Stundum er þá talað um Járngerðarstaðahverfi.
Árið 1840 var skv. sóknarlýsingu tvíbýli á heimajörðinni og fylgdu hverjum parti 5 hjáleigur. Elsta úttekt bæjarins er af Vesturbænum frá 1882. Þar voru þá baðstofa, göng, bæjardyr, skáli, eldahús, búr í norðurenda baðstofu, fjós með 3 básum, hesthús fyrir 3 hesta, heyhús, smiðja, sjómannabúð, fiskhjallur, húsagarður með bæjarrönd, túngarður 160 fðm, traðargarður 85 fðm og kálgarður. Fyrir sumu þessu mótar fyrir enn í dag.

Járngerðarstaðir

Virkið.

Íbúðarhúsið, sem nú stendur á Járngerðarstöðum (Vesturbær) var byggt á síðasta áratug 19. aldar. Húsið er nýlega uppgert og byggt hefur verið við það. Um er að ræða járnbáruklætt timburhús með hlöðnum kjallara. Að sögn eiganda er húsið elsta hús Grindavíkur, sem enn er búið í.
Skjalda var eyðikot 1840. Í sóknarlýsingu segir að það hafi legið í útnorður út við túngarðinn. Líklegast er að Skjalda hafi verið skammt þar frá sem seinna var byggt steinhlaðið útihús við túngarð. Bærinn var sambyggur við túngarðinn vestan við bæinn, norðvestan við heimreiðina. Enn má greina hvar húsið hafði staðið þó að sléttað hafi verið yfir það. Tómas Þorvaldsson, sem fæddur er á Járngerðarstöðum sagði Skjöldu hafa verið eitt fyrsta fátækraskjólið í Grindavík og til merkis um velvild Járngerðisstaðabænda sem og samfélagsins, sem þá var.

Skjalda

Skjalda.

Hlaðhús voru hjáleiga árið 1703. Hennar er ekki getið í tali Johnsens 1847. Ekki er vitað hvar Hlaðhús stóðu og örnefnið er nú týnt. Helst er að giska á að húsið hafi verið í námunda við hlað Járngerðarstaða þar sem nú er malbikaður vegur.
Lambhús voru hjáleiga 1703, “byggð við xx ár.” Ekki er heldur vitað hvar Lambús stóðu.
Gullreka var tómthús eða sjóbúð. Árið 1703 segir að “til forna hafa hjer verið þessar búðir; Gullreka hefur verið tómthús, búðarleiga var xx álnir.” Staðsetning Gullreku er nú óþekkt.
Krabba var einnig sjóbúð. “Til forna hafa hjer verið þessar búðir;…Krubba. Og svo tómt hús, búðarleiga xx álnir. Staðsetningin er einnig óþekkt.
Litlu Gjáhús munu hafa verið sjóbúð. “Til forna hafa hjer verið þessar búðir; … Litlu Giahus, hafði grasnyt. Landskyld var 1 álnir.” Litlu Gjáhús hafa verið í námunda við bæinn Gamla-Gjákot.

Járngerðarstaðir

Tómas Þorvaldsson við Virkið.

Þarna voru tvö býli, einnig nefnd Syðra- og Nyrðra-Gjákot. Bæirnir voru rúmum 20 m austan og (eilítið sunnar) en Vík. Um 20 m norðan við Verbraut, þar sem nú standa útihús. Engin ummerki sjást nú um húsið, en á svipuðum slóðum og það stóð eru nú nokkur útihús.
Nyrðra Garðshorn var eyðihjáleiga 1803 “Nyrðra Garðshorn, hverrar nú eigi er getið.” Engar sagnir eru uppi um hvar Nyrðra Garðshorn stóð.
Akrahóll og Akrakot voru komin fyrir aldamótin 1900, “hvorutveggja þurrabúð, grasnyt fylgdi ekki,” segir í athugasemdum við örnefnaskrá. Akrakot var þar sem nú Kirkjustígur 1 og 3, en litlu austar. Leifar garðlaga er þar sem eru bakgarður íbúðarhúsanna.

Járngerðarstaðir

Járngerðarstaðir – Hólsgarður neðst t.v.

Hólsgarður er kálgarður/kartöflugarður með grjóthlöðnum vegg í kring syðst í svokölluðu Hólstúni, suðaustan við Tjörnina. Í einu horni hans er útihús (kofi). Þetta er ferhyrnd rúst, sem að sögn Guðjóns Þorlákssonar frá Vík, er gamall hrútakofi frá Járngerðarstöðum. Fast upp við þennan kálgarð (austan við) er annar kálgarður, sem virðist eldri. Hann er svipaður að stærð og sá fyrri, hlaðinn úr torfi og grjóti. Guðjón sagði að svæðið allt, kálgarðanir tveir, hrútakofinn og staðurinn þar sem hann heyrði að kotið hafi legið, hefðu ekkert breyst frá því að hann man eftir sér. Hólsgarður var enn notaður sem kartöflugarður þegar hann var ungur.

Annar kálgarður er merkt inn á túnakort 1918 beint neðan (sunnan við) vesturbæ Járngerðarstaða. Garðurinn sést enn fast sunnan við Vesturbraut, sem liggur framhjá Járngerðarstöðum og áfram til vesturs. Sunnan við garðinn er Dalur (vatnið), en annars eru sléttuð tún umhverfis.

Járngerðarstaðir

Járngerðarstaðir og nágrenni.

Kálgarður er einnig frá Vallarhúsum, um 20 m vestan við vegarslóða, sem liggur að sjávarsíðunni þvert á Vesturbraut.
Leifar að garði eru greinilega 100 m norðan við Járngerðarstaði. Garðurinn liggur um sléttuð tún. Hugsanlegt er að hann hafi verið hluti af merkjum milli Járngerðastaða og Garðshúsa eða jafnvel hluti af túngarði við Járngerðarstaði. Annars var víða hlaðið um kálgarða í hverfinu og sjást þeir margir enn, t.d. við Rafnshús.
Traðirnar lágu frá bænum og til suðvesturs. Nú liggur vegur (Vesturbraut) á þessum slóðum og ummerki um traðirnar því horfin. Traðirnar lágu þar sem nú er malarvegur, umhverfis eru sléttuð tún.

Grindavík

Gengið um Grindavík.

Túnhliðið á túngirðingunni að vestan hét Tíðahlið, en þá var grjótgarður í kringum túnið allt. Túngarður sést víða umhverfis tún Járngerðarstaða. Sunnan við tún sést garðurinn austan við Tjörnina og að Vesturbraut.
Athyglisverð þúst er um 30 m suðvestan við girðingu, sem liggur umhverfis Garðshús. Hún er í rennisléttu túninu, um 8 x 5 m að stærð og 0.4 m á hæð. Ekki sjást dokkir ofan í rústina. Þetta er ein þeirra rústa, sem forvitnilegt er að grafa í á svæðinu. Um er að ræða haug þar sem Einar í Garðhúsum dysjaði gæðinga sína með öllum reiðtygjum.
Áður fyrr var svonefnt Hólsbyrgi á grösugri hæð utan túns, í hádegisstað frá Járngerðarstöðum. “Það var austan við Litlubót,” segir í örnefnaskrá. Á hólnum átti að vera lítil tóft, en hóllinn er nú horfinn vegna vegagerðar.

Járngerðardys

Dys Járngerðar – áður en malbikað var hana.

“Eitt örnefnið var við sjávargötu, þegar gengið var (til skips, sem kallað var) austur að lendingum. Á þá leið gengu sjómenn frá Járngerðarstöðum, Garðshúsum, Vallarhúsum, Velli og Gjáhúsum, nú Vík. Það var lítil mishæð, svo sem 30 fet á lengd og 10 fet á breidd og svo sem 4 fet á hæð, grasi vaxin. Þetta var kallað Járngerður,” segir í lýsingu. “Þar átti að vera grafin sú merkiskona, sem eitt sinn bjó á Járngerðarstöðum og mátti ekki við leiðinu hreyfa. En nú er það samt komið undir veg. Eitt hornið á leiðinu stendur undan beygjunni á veginum. Brynjúlfur Jónsson skrifar 1902 að hann hafi látið grafa í aflangan bala í túninu á Hrafnshúsum í Járngerðarstaðahverfi. “Reyndist hann gamall öskuhaugur”. Balinn var þar sem Verbraut beygir í átt að Vík. Sagnir eru um að piltar, sem gengu frá Járngerðarstöðum til sjávar, hafi ávallt farið fram hjá leiðinu þar sem það var talið boða lukku. Leiða má að því líkum að Tyrkirnir er hlupu adrinialínsfullir í júnímánuði 1627 upp að Járngerðarstöðum frá Fornuvör með brandinn brugðinn hafi farið sjávargötuna og væntanlega framhjá Járngerðardysinni.

Þyrnir

Blóðþyrnir í Grindavík. Bakki fjær.

Austan Sjólistar, sem síðar er nefnd, eru á bletti sagður vaxa blóðþyrnir þar sem blandaðist blóð heiðinna manna og kristinna. Þyrnirinn er greinilegur milli þess að hann er ekki traðkaður niður af hrossum, sem þar eru höfð í girðingu, fast við veginn norðan við Flagghúsið, sem nú er í endurgerð.
Vallarhúsahola var lind í Dalnum, nokkurs konar uppspretta undir bökkunum. Úr henni, sem og öðrum holum, var tekið allt vatn í bæinn til notkunar fyrir fólkið á Járngerðarstöðum og Vallarhúsum, sem var rétt þar við. Á Járngerðarstöðum voru fyrir og fram að 1900 oft á vertíðum yfir eitt hundrað manns. “Vatn þetta var nú samt salt, sögðu sveitarmennirnir, aðeins jafnsíaður sjór.”

Gerðavellir

Gerðavellir – Junkaragerði. Uppdráttur ÓSÁ.

Hólshola var önnur lind í Dalnum Í Dalsvatni, um 50 m norðan við túngarð var brunnur Hólskots. Lítill tangi út í vatnið. Í dag eru ekki greinanleg ummerki þess hvar vatnið var tekið úr Dalsvatni.
Heimrihola var Brunnur Járngerðarstaða, ýmist nefndur Járngerðarstaðabrunnur eða Hemrihola. Hann var austan við Dalsvatn, nálega þar sem girðing afmarkar nú land Vallarhúsa (norðan við girðingu). Þarna er vík í vatnsbakkann. Umhverfis er grasi vaxið.
Við Stekkjarhóll er heimild um stekk. “Vesturmerki Járngerðarstaða eru frá Markhól, sem er við sjó (grasi vaxinn, ekki hár). Vestan við Markhól er Hvalvík, sem er í Húsatóptarlandi. Austan við Hvalvík er Katrínarvík. Austan við hana er Sandvík. Austan við það eru Hásteinar, sem eru hraunstandar upp úr kambinum. Austan við Hásteina er flöt hella, sem er upp úr um flóð og heitir Hella. Austan við Hellu heitir Malarendi.

Skyggnisrétt

Skyggnisrétt.

Næst Malarenda er Skyggnir, sem er hóll. Litli-Skyggnir var þar skammt vestar, lítill hóll lengra frá sjónum norður frá Stekkjarhól,” segir í örnefnaslýsingu. Stekkjarhólar/Stekkjarhóll er nokkru vestan við Hásteina og um 130 m austan við Markhól. Hólarnir eru að mestu grasi grónir, en steinar frá sjávarkambinum liggja þó á víð og dreif í hólnum. Stekkurinn var lengi vel greinilegur, en er nú einungis greinilegu “velsjáandi” augum. Hann er suðvestan í hólnum, gróinn.
Gerðavellir liggja ofan við Skyggni. Ofan þeirra eru Gerðavallabrunnar, en Grindvíkingar kölluðu ferskvatnstjarnirnar ofan strandar jafnan brunna, sbr. Tóftarbrunna og Stakabrunn í Tóptarlandi. “Sagt er að Junkarar hafi lagt upp í Stórubót við Gerðavelli, upp af Skyggnir, vestan við Rásina (affallið). Þar voru á Gerðavöllum allmiklar hlaðnar girðingar gamlar. Á Gerðavöllum er allt fullt af görðum. Þeir eru hlaðnir á tvo vegu við vellina og eiga að vera eftir Junkarana, en þei reru til skiptis eftir veðri úr Grindavík og Höfnum (Njarðvíkum), eftir því sem sögurnar segja. Fóru þeir með skipin á milli, og hét þar Skipastígur,” segir í örnefnaskrá.

Junkaragerði

Garður við Junkaragerði.

Í Sögu Grindavíkur segir að “munnmæli um útgerð Þjóðverja í Grindavík herma að þeir hafi haft aðsetur á Gerðisvöllum, skammt norðvestur af Stórubót í Járngerðarstaðalandi.” Þar segir einnig að “á þessum slóðum voru aðstæður að ýmsu leyti hentugar aðkomumönnum, sem stunda vildu útgerð og kaupskap, en þurftu jafnframt að hafa var á sér. Þeir voru utan meginbyggðarinnar í Járngerðarstaðahverfi, og á Stórubót var bærileg höfn kaupskipum og þokkalegur útróðrastaður, a.m.k. yfir sumartímann. Aðstaða til fiskverkunar á Hellunum var góð og vestan Stóru bótar rís hóll sá, sem Skyggnir heitir og er með hæstu hólum í nágrenninu. Frá honum mátti, eins og nafnið bendir til, hafa gát á mannaferðum.”
Sumir telja að á Gerðavöllum kunni að leynast minjar allt frá landnámsöld – ef vel væri að gáð.

Grindavík

Grindavík.

Í örnefnaskrá er getið um “heimildir um “Tyrkjaránið” 1627. Þær herma að þá hafi danska kaupskipið legið í Járngerðarstaðasundi, og af heimildum um ránið verður ekki annað ráðið en að á þessum tíma hafi búðir kaupmanns staðið í landi Járngerðarstaða. Þar mun verslunin hafa haft bækistöðvar sínar til ársins 1639, en þá hættu kaupmenn að sigla á Grindavík.” Þegar verslun hófst á ný í Grindavík 1664 var hún færð til Arfadalsvíkur.
Í örnefnaskránni segir að “frá Stórubót liggur Rásin inn í Gerðavallabrunna, sem eru upp af Gerðavöllum. En sjórinn víkkaði hana og brauzt inn á lægra svæði. Sjórinn gengur gegnum Rásina um flóð.”

Norðnorðvestan við Skyggnisrétt, grjóthlaðna hestarétt, má sjá garðlag á Gerðavöllum, sem liggur í tæpra 60 m til vestnorðvesturs, en það beygir til norðurs. Garðslagið liggur um 140 m til norðurs, en beygir þá til austurs í um 90 m áður en það fjarar út um 100 m suðvestan við Rásina. Garðurinn liggur um grasi gróið sléttlendi. garðurinn sést enn tæplega 300 m langur, en er vísðar um 1,5 m breiður. Hann er siginn og aðeins um 0,3 m á hæð.

Jángerðarstaðir

Engelska lág.

Við Engelsku lág er heimild um vígi. Árið 1532 “gerði Jóhann Breiði sér þá vígi eður virkisgarð frá búðum á Járngerðarstöðum, sem enn sér merki og gerði orð með spotti þeim Hamborgurum að sækja til sín skreiðina. Tóku sig til hinir þýsku menn og Bessasta fógeti, og komu óvart um nótt upp í Grindavík, komust upp í virki Jóhanns og slógu hann til dauðs og alla hans menn, en tóku skip og allt það þeir áttu. Þar sést kuml þeirra eða dysjar hjá virkisgarði,” segir í Skarðsannál.

Gerðavellir

Leifar virkis Jóhanns Breiða við Gerðisvelli í Grindavík.

Í Sögu Grindavíkur segir að “upp af Stórubót, áHellum, sem kallaðar eru, má enn sjá ógrenilegar leifar af virki Englendingsins Jóhanns Breiða. Aðsetur enskra kaupmanna á fyrri hluta 16 aldar var nokkuð fyrir vestan Járngerðarstaðabæinn. Er líklegt að þar hafi útræði þeirra og verslunarhöfn staðið. Á þessum slóðum hefur mikið land brotið á síðustu áratugum, og vafalaust einnig fyrr á öldum. Er því erfitt að gera sér grein fyrir því, hvernig aðstæður hafa verið fyrir nærri hálfu árþúsundi. Þar sem nú er urð og grjót, voru grænir grasbalar fyrir u.þ.b. hálfri öld. Enn má þó greina þarna nokkur ummerki mannvistar, og er t.d. töluvert eftir af hól, þar sem munnmæli herma, að virki Jóhanns Breiða hafi staðið.” Örnefnið Engelska lág (eða laut) og munnmæli herma, aðþar hafi Englendingarnir, sem féllu í átökunum aðfaranótt 11. júli 1532, verið dysjaðir (sjá umfjöllun um Grindavíkurstríðið undir Fróðleikur). Um það bil 5-600 metrum vestar heitir Gerðavellir. Þar er líklegt, að búðir kaupmannanna frá Lynn hafi staðið.
Hraunsstekkirnir voru suður af Einidalshrauni, sem er vestan við túnið á Járngerðarstöðum. Einidalur er falleg gróin hraundæld með vatnstjörn. Í honum norðanverðum er skúti. Tæpum 100 m austan við Rásina sjást leifar af öðrum Hraunsstekknum, en hinn er alveg horfinn í lón, sem er á þessum slóðum og hafa stækkað á síðustu árum. Stekkurinn er á grasi vöxnu svæði milli hraunbrúnar og lónsins.

Skyggnisrétt

Skyggnisrétt.

Tóft er fast vestan við enda lónsins. Hún er í dæld suðvestan við vesturenda lónsins. Tóftin er mynduð úr sérkennilegri blöndu af mjög stórum hnullungum og smásteinum.
Tóft, lítil og einföld, er á Sölvhól, sem er grasi gróin klettahæð vestan við Dal (vatnið).
Fornavör er austan við Eystri-Þanghól. Það segir ókunnugum svo sem ekkert, en í vörunum tveim, sem þarna eru utan varnargarða, Fornuvör og Stokkavör, mun hafa staðið útvegur fyrr á öldum. Fornavör er fast austan við fjárhús sunnan við veg, sem liggur með sjávarsíðunni og tengist götunni Seljabót norðvestar. Ofan við hana stórgrýtt fjara og sjávarkambur. Í fornleifaskráningu 2002 er sagt að “ekki sjást merki um hvar lendingin hefur verið”, en hana má glögglega sjá neðan og austan við fyrrnefnd fjárhús. Upp frá henni lá sjávargatan að Járngerðarstöðum, framhjá Járngerðardys. Gatan sjálf er nú í sléttuðu túni, en vísbendingin er glögg.
Draugalón er í kvos milli Eystri-Þanghóls og Sjálfskvíarklappar. Þar er fúll pyttur, 3-4 m á dýpt, sem þang safnaðist í og fúlnaði. Pytturinn er enn greinilegur í sjávarmálinu.
Sjálfskvíar eru “fram af Þanghólum. Milli þeirra eru berar klappir; Sjálfskíar eða Sjálfskvíarklöpp, og Sjálfskvíarlón er þar fram af”, segir í örnefnaskrá. Saga Grindavíkur segir að “við klöppina, sem nefnd er Sjálfskvíarklöpp, hafa bændur vafalítið haft fé í kvíum, á meðan enn var fært frá, og er ekki ósennilegt, að nafnið sé þannig til komið, að kletturinn hafi verið notaður sem kvíarveggur og þarna hafi þótt hentugt að króa fé af. Líklegastir til að notfæra sér klöppina með þessum hætti voru bændur á hjáleigunni Kvíhúsum, sem stóð þarna niðurundir kampinum, og við hana er Kvíahúsakampur vitaskuld kenndur.”

Grindavík

Grindavík.

Sjálfskvíarklöpp er klöpp í fjöruborðinu við Draugapytt. Á þessum stað er hamar í fjöruborðið, og grýtt fjara upp af, þar norðan við er raskað svæði. Engar kvíar eru lengur á þessum stað.
Stokkavör var næst Akurhúsanefi. Í Sögu Grindavíkur segir að “austan við Akurhúsanef er komið að gömlu lendingunum. Þar var kallaður Gamlisjór. Næst nefinu var Stokkavör. Í vörunum tveim; Fornuvör og Stokkavör, mun hafa staðið útvegur fyrr á öldum.” Stokkavör var næst austan við Suðurvör, þar sem sjógarður er nú. Ofar er smágrýtt fjara og enn ofar (eða norðvestar) er sjávarkamburinn og vegur. Engin merki sjást nú um Stokkavörina.
Suðurvör var þar sem “ferðamenn komu með ströndinni að vestan og yfir Akurhúsanef. Komu þeir fyrst í varnirnar í Járngerðarstaðahverfi eru hétu Norðurvör og Suðurvör. Þá var tekið að landa afla við bryggjuna, en síðan voru bátarnir settir upp í vörnum sem fyrr. Hélst svo allt til þess, er hafnargerð hófst í Hópinu 1939. Á milli varanna var sker, sem Suðruvararsker hét, og við leiðina inn í varirnar var annað, sem Brúnkolla nefndist. Þar lentu bátar stundum uppi, og þótti ekki sérlega mikil sjómennska.
Skip Járngerðisstaðabænda reru jafnann úr vörunum tveim,” segir í Sögu Grindavíkur. Þar segir jafnframt að “skip Járngerðarstaðabænda reru úr Norðurvör og Surðurvör, en fyrir innan þær var þriðja vörin og hét Staðarvör. Þaðan réru skip Skálholtsstóls á meðan enn var úttræði á vegum stólsins í Grindavík. Dró vörin nafn af Skálholtsstað.”

Grindavík

Grindavík – Norðurvör.

Árið 1703 “gánga skip stólsins hjer bvenjulega iii eða iiii, og hafa þeir verbúðir fyrir sig, sem stóllinn uppbyggir, En soðningu kaupa skipverjar. Hafa þessi skip stólsins verið so um lángar stundir, en alt þar til í tíð Mag. Brynjólfs var gefin til heimabóndans undirgift undir þau skip, sem fleiri voru en tvö af stólsins hendi. Og hýsti heimabóndi þá skipshöfn. En í tíð Magn. Brynjólfs var uppbyggð önnur staðarins verbúð, sem síðan hefur viðhaldist, og engin undirgift verið frá stólnum lögð til bóndans (þeirra tíma íslenska). Átroðning líður jörðin mikinn af hestum þeirra manna, er róa stólsins skipum.”

Í Sögu Grindavíkur segir að “innan við Staðarvör tók við malarkambur, sem Staðarhúsakampur nefndist. Þar munu verbúðir Skálholtsstaðar hafa staðið á fyrri tíð. Þar fyrir innan var Svartiklettur.” Engin ummerki um lendinguna eru nú greinanleg. Skálholtsbyggingarnar voru upp af fjörunni þar sem síðar stóð löng bygging, Kreppa. Undir austurenda hennar voru tóftirnar frá Skálholti.

Grindavík

Grindavík – Í Norðurvör.

“Svartiklettur var austan við Staðarvör. Hann stóð upp úr sjó á fjörunni. Þar upp af heitir Svíri. Á Svíra var hlaðin varða, Svíravarða, en áður bar Svartiklettur þetta nafn,” segir í örnefnaskrá. Svíravarðan var áður við suðausturhorn fiskvinnsluhúss, þar sem sjóvarnagarður gengur til austurs. Hún var um 70 m austan við Járngerðarstaði. Þar sem varðan stóð eru nú tankar og fiskvinnsluhús. Nafnið hefur í seinni tíð verið notað um neðri innsiglingavörðuna neðan við Hóp (sjá fyrri hluta).
Suðurvör var þar sem nú er nýr sjógarður að baki handverkshúsi og beitningarskúrum. Nú hefur svæðinu verið umturnað og ekki sér lengur hvar lendingin var.
Norðurvör var fast austan við Suðurvör, þar sem núr er sjávargarðurinn og steypuleifar hanar, sem byrjað var að byggja, en komst aldrei í notkun. Sjóvarnargarður, sem byggður er úr miklum grjóthnullungum, er á þessum stað, en engar minjar sjást nú hvar lendingin var.

GrindavíkÞegar ekki var lendandi í vörunum áður fyrr, var farið inn í Hóp og lent í Kvíaviki, en það hefur nú verið fyllt upp og byggðir tankar á því. Kvíavikið var suðvestan við Álfsfit, innan við Svíra. “Þar munu hafa verið kvíar frá Rafnsstöðum eða Krosshúsum,” segir í Sögur Grindavíkur. Kvíavik var þar sem austurendi beinaverksmiðju er nú og vegarslóði liggur meðfram henni að norðaustan. Bygging og vegur eru þar nú, en öll ummerki eftir kvíar eru löngu horfin. Fyllt var upp í svæðið á árunum 1956-57.

Grindavík

Grindavík – Grafið inn í Hópið 1939.

“Á 17. öld herma sagnir, að maður nokkur hafi verið við þangskurð á Rifinu (eiðinu). Hann fór út, á meðan lágsjávað var, hafði með sér tvö börn, en gætti sín ekki, er sjór tók að falla að, og fór svo, að maðurinn gat bjargað sér í land, en börnin drukknuðu. Var ósinn, sem þau lentu í, nefndur Barnaós eftir það. Eftir þennan sorglega atburð herma sögur,a ð bændur hafi hlaðið fyrir ósinn, sem áður hafði verið grafinn inn í Hópið, og mátti ganga þar þuruum fótum, er lágsjávað var. Kom þessi hleðsla í ljós. þegar Rifið var grafið út á árunum 1938-1939, og var u.þ.b. fimm metra breið og hnéhá,” sgeir í Sögur Grindavíkur. Barnaós var þar sem nú er innsigling inn í Grindavíkurhöfn. Að ósnum liggur höfnin vestanmegin, en sjávargarðurinn að austan.

Járngerðarstaðir

Járngerðarstaðavör.

Ekki er annað vitað um staðsetningu Álfsfitar en að hún hafi verið norðaustan við Kvíavik, líklega þar sem bryggjan er nú. Staðurinn var sunnan við þar sem nú standa olíutankar.
Í vikinu með fjörunni til vestsuðvesturs vottaði fyrir troðningi um síðustu aldamót (1900), sem kallaðir voru Eyrargata. Í örnefnaskrá segir að “það væri kirkjugata frá Þórkötlustöðum að Stað, en þá átti Hóp að hafa verið grasi gróið valllendi. Sagnir voru einnig um, að Staður hafi verið í miðri sókn áður fyrr,” sbr. fornar sagnir um byggð vestan við Staðarhverfi (sjá lýsingu um Staðarhverfi II). Eyrargata lá eftir eyrinni til en beygði svo til austurs og var nálægt því að liggja samsíða Hafnargötu núverandi, suðaustan hennar. Gatan lá svo um Hópsbæina og áfram til austurs að Þórkötlustöðum (sjá fyrri hluta). Hún er nú horfin á þessum hluta, en sést enn austan við Hóp.
Ofan við bæinn er Vatnsstæðið. “Niður af Vatnsstæðinu, vestan við gamla heimabæinn, er Bóndastekkstún,” segir í örnefnaskrá. Ekki er lengur hægt að sjá leifar stekks á þessum stað, en í túninu, sem hefur verið sléttað, er hryggur, sem liggur austur-vestur í boga. Hugsanlega eru þetta leifar af garðlagi tengdu stekknum í Bóndastekkstúni.

Silfra

Silfra.

Silfra er skammat norðan við Vatnsstæðið, “þegar haldið er til heiðarinnar”. Er sagt að í henni sé fólgin kista full af silfurpeningum. Silfra er mjótt og aflangt vatnsstæði, umhverfis hana er grasivaxið sléttlendi.
“Nautagjá er í útjaðri á túninu Drumbar og kemur þar í stað girðingar á svo sem 20 faðma lengd.” Allt vatn í þvotta og handa kúm var tekið úr Nautagjá og þar voru líka þvottar þvegnir. Kýr voru fjarska oft reknar til vatns í Nautagjá á vetrum, ef gott var, og þannig látnar bera vatnið sjálfar. Þessi vegarlengd mun hafa verið nær eitt hundrað faðmar eftir túninu Drumbar og gæti hugsast, að nafn gjárinnar væri frá þessu komið í fyrstunni, að nautpeningur var þar oft við drykk. Nautagjá liggur frá vatnsstæðinu við norðurjaðar túns, um 100 m norðnorðvestan við Járngerðarstaði. Tún liggur upp að gjáni að norðan, sunnan og austan. Vestan er Vatnsstæðið.
“Magnúsargjá var í raun og veru sama sprungarn og Nautagjá. Hún var í sömu stefnu og svo sem 15 faðmar á milli endanna.” Í Nautagjá voru líka þvottar þvegnir, en ull í Magnúsargjá. Grjót er á víð og dref við austurenda gjárinnar.

Títublaðavarða

Títublaðavarða.

“Fast við Vatnsstæðið er varða við veginn til Keflavíkur (Skipsstíg) og heitir hún Títublaðavarða.” Varðan er nú að mestu hrunin. Leifar hennar sjást þó enn við gömlu götuna þar sem hún liðast upp frá Járngerðarstöðum, að girðingunni umhverfis fjarskiptastöðina er markar yfiráðasvæði hersins. Títublaðavarða er um 120 m norðan við þjóðveginn, á hæð í mosavöxnu hrauninu. Tómas Þorvaldsson sagði Járngerðarstaðabændur jafnan hafa haldið þessari vörðu við því svo hafi verið sagt að á meðan hún stæði væri ferðalöngum um veginn óhætt. Neðan við Títublaðavörðu er önnur varða við sömu götu, um 60 m norðan við þjóðveginn.
Ofanlands eru t.a.m. Skipsstígur. Í sóknarlýsingu árið 1840 segir að “miðvegurinn, sem ýmist kallast Járngerðarstaðastígur eða Skipstígsvegur, liggur í útnorður fyrir sunnan Þorbjarnarfell, og er þá Þórðarfell, Súlur og Stapafell allt að vestan og sunnanverðu. Sagt er að Junkarar hafi lagt upp í Stórubót við Gerðavelli, upp af Skyggnir. Reru Junkarar til skiptis eftir veðri úr Grindavík og Höfnum (fyrirgefið endurtekninguna) og fóru þeir með skipin á milli, og hét þar Skipstígur.”

Gengið um Járngerðarstaðahverfið

Járngerðarstaðir hafði slestöðu á Baðsvöllum. Í Jarðabókinni 1703 segir að “selstöðu hefur jörðin og brúkar enn nú þar sem heita Baðsvellir, og kvarta menn um að þar sjeu hagar ofurlitlir og þröngvir. Item sje þar stórt mein að vatnsleysi, þá þerrar eru, og fyrir þessa lesti selstöðunnar segja menn fulla nauðsyn til að kaupa selstöðu annarsstaðar. Þessa brúkar bóndinn aleinn.” Sagt er að Baðsvellir dragi nafn sitt af því, að þar hafi ræningjar baðað sig. Alveg niður við hraun er hallandi graslendi. Þar er slétt laut, Kvíalág. Þar með hrauninu eru tvennar seltættur og hóll. “Þar austan við heitir Stekkjarhóll,” segir í örnefnaskrá. Rústirnar er undir Þorbirni norðanverðum, í hraunjaðri, vestan við skógarrjóður. Syðst er þyrping, 5 hólf og klettur í miðjunni, sem hólfin raðast utan um. Þar norðan af er önnur tóft, tvö hólf. Norðan við þessa tóft eru tvær tóftir til viðbótar.

Grindavík

Grindavík – Stekkhóll.

Við Stekkjarhól eru greinilegar og mjög grónar tóftir. Þær eru norðaustan í skógarjaðrinum. Norðaustan við aðra tóftina er 2 m djúp hola. Hún er nær hringlaga. Sunnan við vegarslóða þar við er önnur hola, 1 m djúp, e.t.v. brunnur. Í skógarjarðrinum, sunnan brunnsins, er önnur tóft.

Þjófagjá

Í Þjófagjá.

Þjófagjá er “stór sprunga er klýfur topp Þorbjarnarfells. Þar herma munnmæli, að flokkur útilgeuþjófa hafi haldið sig og rænt og ruplað í Grindavík. Að lokum tóku byggðamenn sig til, fóru að þjófunum, gripu þá og hengdu í Gálgaklettum. Engar öruggar heimildir eru um það, að útileguþjófar hafi nokkru sinni hafst við í Þjófagjá og engar mannvistarleifar hafa fundist þar,” segir í Sögu Grindavíkur. Klettasprungan er með grasi grónum botni. Hún er um 10 m breið, en allt að 80 m djúp. Skúti er í sprungunni vestarlega. Einstigi er niður Þjófagjá og leiðin greið, ef rétt er að farið. Frá suðurenda hennar er fallegt útsýni yfir Járngerðarstaðahverfið.

Gíghæð

Vegavinnubúðir á Gíghæð.

Við Grindavíkurveginn má víða sjá hlaðin byrgi eftir vegavinnumenn er lögðu veginn til Grindavíkur frá Stapa á árunum 1913-1918. Sum þeirra eru alveg heil, t.d. á Gíghæðinni.
Við op Hesthellis, norðan Gíghæðar, er falleg hleðsla, mannhæðarhá.

Grindavík

Grindavíkurkirkja.

Gamla kirkjan í Járngerðarstaðahverfi var vígð 26. september 1909. Hún stendur enn, en hýsir nú leikskóla. Hér og þar má sjá bungur í garðinum, en ekki var grafið í kirkjugarðinum. Þangað var kirkjan flutt frá Stað. Suðvestan við kirkjuna má sjá leifar útihúsa. Þar eru og hús og húsleifar, s.s. Gimli (Víkurbraut 9), Vík, suðaustan við Garðhús, Hlið, austan við Vík, Sjólist, norðaustan við kirkjuna nálægt gatnamótum Víkurbrautar og Vetrarbrautar (engin ummerki lengur), Grund (Víkurbraut 8), Vesthús (stóð í bakgarði Víkurbrautar 10), Bjarg, norðvestan við Vesthús, Efri-Grund, norðaustan við kirkjuna, Hæðarendi (Víkurbraut 18), Byggðarendi (malarblettur 30 m austan við Hæðarenda) og Hraungerði (malarblettur norðaustan við kirkjuna).

Heimildir m.a.:
-Fornleifaskráning FÍ – 2002.
-Saga Grindavíkur.
-Örnefnalýsing.

Járngerðarstaðir

Járngerðarstaðir – sögusvið “Tyrkjaránsins” – uppdráttur ÓSÁ.

Straumur

Eftirfarandi skrif, “Staldrað við í Straumsvík”, birtust í Fálkanum árið 1966:
Straum-771“Ísland á óhemju 
mikla náttúru á öllum sviðum og á sumum sviðum svo skrítna, að hún hefur komizt í alfræðibækur og sandala-Þjóðverjar koma árlega til að sjóða sér kartöflur í Geysi. Við eigum samt enga fossa, sem renna upp í móti, en því meira af þeim sem falla niður og það er ennþá betra. Og það er ekki nema klukkutíma gangur að sumum þeirra. Kaldá hefur lengi verið mönnum ráðgáta. Hún kemur upp í Kaldárbotnum fyrir ofan Hafnarfjörð, rennur smáspöl uppi á yfirborði jarðar, en stingur sér undir hraunið, svo snögglega að líkast er að hendi sé veifað og síðan veit enginn neitt með neinni vissu. Auðvitað fer ekki hjá því að afbrigðilegt háttalag Kaldár, hafi vakið margfalda athygli kynslóða síðan sögur hófust. Þannig á Kaldá t. d. að vera ábyrg fyrir Reykjaröstinni og aðrir setja hana í eitthvert óljóst samband við Kleifarvatn og enn aðrir eru á þeirri skoðun að hún velli fram undan hrauninu í Straumsvík skammt fyrir sunnan Hafnarfjörð. Svo mikið er þó allavega vist, að í Straumsvík kemur ferskt vatn undan hrauninu og myndar þar straumiður margar og stendur uppi í mörgum bollum. Einnig hefur þar gróið upp meira en annars staðar, nema þá að hraunið hafi aldrei runnið þar yfir, sem er alveg eins sennilegt.
Straumsvík er ein af örfáum vinjum í bleksvart hrjóstrið þar syðra. Frá því Straumi sleppir og þangað til komið er í Kúagerði sést ekki stingandi strá við hvíta og ópersónulega steinbrautina, aðeins helluhraun og apalhraun, sem riðlast hvort á öðru og apalhraunið þó heldur ofan á. Þar er til að mynda Hvassahraun, sem talið er að hafi runnið eftir landnám, enda er þess nokkrum sinnum getið í annálum að Reykjanesskagi hafi brunnið.

straum-772

Þetta hraun hefur strax orðið illur farartálmi, enda er taliS að yfir það hafi verið gerður vegur og þá væntanlega númer tvö í röðinni hérlendis af manna höndum. Hinn er Berserkjagata á Snæfellsnesi. sem berserkir Víga-Styrs unnu að án þess að fá launaumslagið sitt að verki loknu. Heldur voru þeir kæfðir í baðstofu, enda var þá engin verðbólga til að kæfa menn í að verkslokum. Fróðir menn telja (þetta er orðalag, sem menn nota þegar þeir hafa ekki heimildir fyrir skrifum sínum, eða veigra sér við að nefna þær), að vermenn hafi unnið að vegagerðinni yfir Hvassahraun og hefðu þeir trauðla komizt í verið suður með sjó að öðrum kosti, a. m. k. ekki á landi. Það eitt að missa ekki af vertíðinni í Kirkjuvogi eða Grindavík, hefur orðið þessum mönnum sumum hverjum, á við feitt launaumslag, en aðrir hafa með vegagerðinni trúlega brúað mjótt bilið milli sjálfra sín og sjódauðans síðar á vertíðinni. Hvernig sem á því stendur, er ekki vitað til að Íslendingar hafi gert vegi þaðan í frá og allar götur fram á síðustu öld, heldur látið sauðkindina troða götur að sumrinu og slátrað henni svo að haustinu.

straum-773

Vegabætur allar eru sárlega vanþakkaðar allt fram á okkar dag. Þar sem Straumur er ekki ein af landnámsjörðunum, er með öllu ómögulegt að beita Ara fróða fyrir sig og segja til um upphaf byggðar þar. Trúlega hefur einhver staðfesta orðið þar allsnemma, því að þarna er þó hægt að ná sér í vatn, sem verður því sjaldgæfara, sem utar dregur á skagann, sem er hriplekur af umbrotum undirdjúpanna. Að því slepptu er trúlegt að þar hafi verið áningarstaður lestamanna fram eftir öldum, en allt um það er farið að búa þar á þessari öld og býlið Straumur við Hafnarfjörð stendur enn, utan- og neðanvert við sumarhúsaþyrpingu og má engu muna að borga þurfi vegatoll áður en snúið er niður að bænum af Keflavíkurveginum hinum mikla.

straum-774

Þarna stendur stórt og traustlegt steinhús, þó komið allvel til ára sinna. Gæsir margar heilsa aðkomumanni með blaðri sínu og ef illa stendur í bólið þeirra, teygja þær hálsana framan að honum og blása. Þetta eru stórar akfeitar aligæsir, tilvaldar á jóiaborð einhvers staðar þar í heiminum, sem ekki er etið hangikjöt. Annar fénaður er ekki sýnilegur, nema ef vera skyldu a. m. k. þrír kettir. Fleiri voru ekki heima við í þetta sinn. Hvít læða lætur eins og hún vilji bæta fyrir ókurteisi gæsanna með því að nudda sér upp við okkur í sífellu og elta okkur um alla landareignina. Hún var sýnilega rétt ógotin og hafði ekki á móti því að henni væri strokið.

straum-775

Úr tanga skammt innan við víkina gengur brot alllangt út í sjóinn og rétt þar sunnan við og í víkurkjaftinum vaggar fleki. Við sjáum ekki hvort hann er mannaður, en hahn er þarna sennilega í sambandi við mælingar á dýpi, þarna á að rísa alúmínverksmiðja áður en öldin er öll. Það er bullandi útfall og norðankul beint ofan í fallið, auk þess renna margir strengir í sjó fram undan hrauninu og það er hvítfyssandi ólga úti á víkinni. Af ummerkjum á landi má ráða að grasnytjar séu þarna hæpnar. Sjór hlýtur að ganga langleiðina heim á hlað um stórstraum. Þarna hefur heldur ekki verið slegið í fyrrasumar að því er bezt verður séð, því hólar eru vafðir löngum sinuflókum. Rétt sunnan við bæinn þræðir stórvandaður grjótgarður sig eftir mishæðunum og alla leið í sjó fram. Þar hefur hann brotnað niður allur af sjógangi og ekki verið reistur við. Það sem stendur af honum er fallegt mannvirki þótt ekki glampi þar á gler og stál, en fyrir þessu hvort tveggja verður hann að víkja um síðir. Af reka ber mest á plastbrúsum alls konar. Meðan blaðrið í gæsunum blandast skvaldrinu í fjörunni og garginu í mávunum, skulum við hverfa aftur í tímann til haustsins 1550, þegar þeir feðgar Jón biskup Arason á Hólum, Björn og Ari synir hans, sitja í myrkrastofu austur í Biskupstungum á stað þeim er Skálaholt nefndist, en Skálholt nú. En í stofu sitja þeir að árbít siðaskiptahetjurnar Marteinn biskup Einarsson, Kristján skrifari. Daði í Snóksdal og séra Jón Bjarnason.

straum-782

Skyldu nú ráðast örlög þeirra feðga og þótti mikið við liggja að vel tækist til um að geyma þá. Dálítið var samt hjartað neðarlega í stríðsmönnum Lúthers þennan morgun, því enginn þeirra treystist til að gæta feðganna fyrir Norðlendingum, sem voru svo tregir til að skipta um sið, að jafnvel enn þann dag í dag er ekki örgranni um að Þeir setji meira traust á hrossið en almættið. Kom því þar umræðum að allir sigldu í strand, nema séra Jón Bjarnason. Hann kvaðst ef til vill vera heimskastur þeirra allra, en þó kynni hann ráð er duga myndi. Þeir báðu hann láta heyra.
Séra Jón mælti þá þessi fleygu orð: „Öxin og jörðin geyma þá bezt!” Þetta fannst þeim þjóðráð Kristjáni og Marteini, en sagan segir að Daði hafi verið tregur til sastraum-777mþykkta. Þó lét hann undan að lokum og því fór sem fór. Þegar öxin hafði unnið sitt á þeim feðgum, voru^ þeir fengnir jörðinni til vörzlu. Þeir voru dysjaðir eins og afsláttarklárar “út undir vegg, kistulaust og með engum sóma. Heldur voru Norðlendingar lítið hrifnir af aðförum þessum öllum. Þeir gerðu reið mikla til Skálholts að heimta líkin og voru óárennilegir. Flokkurinn var allur hálfgrímuklæddur, því hver maður var með svarta lambhúshettu svo rétt grillti í augu og nef. Aldeilis seig Marteini biskupi larður við þessa sýn og gaf umsvifalaust leyfi til að líkin yrðu tekin og flutt norður um heiðar. Norðlendingar veittu líkunum umbúnað í Laugardal. í kistu Ara lögmanns settu þeir eina klukku, tvær í kistu séra Björns og þrjár í kistu herra Jóns Arasonar. Hringdu klukkur í sífellu á norðurleið, en Líkaböng á Hólum sprakk af harmi.
Því er þessi saga rakin hér að eftirmál urðu meiri og stærri í sniðum síðar og víkur nú sögunni suður á nes. Norðlenzkir vermenn höfðu spurnir af Kristjáni skrifara og sveinum hans, þar sem þeir sátu fagnað að Kirkjubóli í Garði.

straum-783

Að fengnu leyfi bóndans, Jóns Kennekssonar, tóku þeir hús á Kristjáni og drápu hann þar og sveinana. Þetta var mikið hervirki og er ekki annars getið en það hafi mælzt vel fyrir af allri alþýðu, þó að kóngurinn hafi sjálfsagt ekki verið kátur, þegar hann frétti það til Kaupmannahafnar. Trúlega hefur líka sett hroll að Marteini og fylgjurum hans við tiltektir vermanna. En u m sumarið er sagt að „orlogsskip” danskt kæmi af hafi og á því 600 hermenn með alvæpni. Skipinu stýrði „orlogskafteinn”. Þeir hinir  dönsku menn létu hendur standa fram úr ermum og tóku Jón karlinn Kenneksson og hjáleigumann hans Sennilega hefur átt að flytja þá annað hvort austur í Skálholt, eða að Bessastöðum, en svo mikið er víst að í Straumsvík þraut gæzlumennina þolinmæði og þar hjuggu þeir fangana. Síðan voru höfuð þeirra sett á steglur, en búkarnir á hjól. Sá þess merki í tuttugu eða þrjátíu ár, að því er annálar herma.
Þannig hófust erlendar framkvæmdir í Sstraum-779traumsvík árið 1551 eða 1552, en ekki 1966 eins og sumir telja. Til gamans skal hér að lokum tilfært úr kafla þeim úr Biskupsannálum Jóns Egilssonar, þar sem greint er frá drápi Kristjáns skrifara og sveina hans: ,.. .. Þeir báðu bóndann leyfis að rjúfa bæinn; hann sagði þeir mætti brjóta ef þeir bætti aftur og fyrir það var hann af tekinn, að hann bannaði þeim ekki. Síðan veittu þeir þeim að göngu og drápu þá; sumir segja að þeir hafi verið VII en sumir IX — Christján komst út lifandi, utan höggvinn nokkur, því hann var í treyju, sem járnin bitu ekki á. Þá kom að maður átján vetra, stór sveinn Þórunnar á Grund, og hafði lenzu í hendi. „Ég skal skjótt finna á honum lagið”, og lagði fyrir neðan treyjuna og upp í smáþarmana á honum, svo hinn rak þá upp hrjóð og lýsti hann sinn banamann. Hann sá síðan hvar grár hestur stóð, er Ari heitinn (sonur Jóns biskups) hafði átt, hann tók hann strax og reið norður í Eyjafjörð á iii dögum, að sagt er. Engra þeirra nöfn man ég er þar voru að. – Þaðan fóru þeir til Mársbúða og drápu þar annan er þar lá, en annar slarjD, því hann skaut einn af þeim til dauða meður einni baun, er hann lét fyrir straum-780byssuna og svo komst hann í Skálholt.
— Þeir fóru þá um öll Nes og drápu hvern og einn eptirlegumann og tóku allt það þeir áttu og líka það þeir Dönsku höfðu með sér og einn Danskur átti bú inn á Bústöðum; þar tóku þeir allt það þar var, en vildu drepa börnin, en þó varð ekki af því. Þá Danska á Kirkjubóli dysjuðu þeir fyrir norðan garð; tveir af þeim hétu Sefrínar: Sefrín Kock og Sefrín Ama; en strax þegar húmaði gengu báðir aptur; þeir tóku það ráð, sem þá höfðu slegið, að þeir hjuggu af þeim öllum höfuðin og stungu nefi þeirra (með leyfi að segja) til Saurbæjar, en sú svívirðing gramdist kóngsvaldinu mest, að vori, þá Danskir komu út.”

Heimild:
-Fálkinn, 39. árg., Staldrað við í Straumi, 20. tbl., 1966, bls. 10-11.

Litli-Lambhagi

Eldhús við Litla-Lambhaga.

Straumur/Óttarrsstaðir

“Fjárborgir eru víða að finna á Reykjanesskaganum og víðar og vitna um gott verklag og hyggjuvit þeirra sem hlóðu þær.
Flestar borgirnar eru kenndar við þá bæi sem þær tilheyrðu en ein fjárborg er Ottarsstadir-536kennd við konu og nefnd Kristrúnarfjárborg. Þessi fjárborg stendur á nokkuð sléttum hraunhrygg skammt vestan við Smalaskála í Hraunum sunnan við Straumsvík. Fjárborgin er allt eins nefnd Óttarstaðafjárborg, en Kristrúnarborg er það nafn sem staðkunnugir notast jafnan við. Konan sem fjárborgin er nefnd eftir hét Kristrún og var Sveinsdóttir en hún kom upphaflega sem vinnukona að Óttarstöðum frá Miðfelli í Þingvallasveit og varð húsmóðir á bænum. Gísli Sigurðsson lögregluþjónn í Hafnarfirði og örnefnasafnari sagði frá því í örnefnaskrá sinni að Kristrún hefði hlaðið borgina ásamt vinnumanni sínum.

Ottarsstadir-537

Það er rétt að huga aðeins nánar að því hver þessi kona var og hvernig stóð á því að hún settist að á Óttarstöðum. En fyrst þarf að greina frá því hvernig málum á þessum slóðum var háttað áður en Kristrún kom til sögunnar.
Þannig var að Jón Hjörtsson var leiguliði á Óttarstöðum árið 1835, þá orðinn 59 ára gamall. Hann stundaði talsverða útgerð enda fiskveiðar góðar á þessum slóðum. Eiginkona Jóns var Guðrún Jónsdóttir sem var 68 ára og því nærri áratug eldri en eiginmaðurinn eins og algengt var á þessum tíma. Rannveig dóttir þeirra hjóna var þrítug og bjó hjá þeim ásamt syni sínum Steindóri Sveinssyni sem var tíu ára gamall. Vinnumaður á bænum var Guðlaugur Erlendsson 39 ára gamall og Sigvaldi Árnason 43 ára tómthúsmaður bjó einnig á Óttarstöðum ásamt Katrínu Þórðardóttur 53 ára eiginkonu sinni.
Jón Hjörtsson keypti hálfa Óttarstaðajörðina af konungssjóði 28. ágúst 1839 en hinn hlutann ásamt Óttarstaðakoti keypti Guðmundur Guðmundsson í Straumsseli. Guðmundur var umsvifamikill á þessum tíma og eignaðist smám saman jarðirnar Stóra Lambhaga, Straum og Þorbjarnarstaði. Jón og Guðrún stofnuðu til nýrrar hjáleigu í landi sínum fyrir 1850 sem fékk nafnið Kolbeinskot.  Nafnið tengdist ábúandanum Kolbeini Jónssyni, sem var 33 ára árið 1850 eins og eiginkonan Halldóra Hildibrandsdóttir.

Ottarsstadir-538

Þau áttu börnin Oddbjörgu 6 ára, Jón 2 ára og Hildibrand sem var eins árs. Fyrstu árin reyndu þau venjubundinn með búskap en túnin sem Kolbeinskot hafði til umráða voru ekki mikil, jafnvel þó þau gætu slegið Kotabótina og beitt skepnum sínum á fjöru á vetrum og úthagann á sumrin. Veturinn 1859-60 reri Sighvatur Jónsson sem kallaður var Borgfirðingur á skipi Kolbeins og hafði fjölskyldan viðurværi sitt einvörðungu af fiskveiðum húsbóndans. Um þessar mundir bættist dóttirin Guðbjörg í barnahópinn og vegnaði fjölskyldunni ágætlega enda nóg að bíta og brenna. Árið 1890 þegar Kolbeinn var á 79. aldursári en Halldóra nýlega orðin 80 ára bjuggu þau í Óttarstaðakoti ásamt Jóni Bergsteinssyni 14 ára dóttursyni sínum.
Ottarsstadir-539Árið 1855 lést Guðrún Jónsdóttir húsmóðir á Óttarstöðum 88 ára gömul en Jón Hjörtsson lifði konu sína, orðinn 79 ára gamall. Hann bjó á Óttarstöðum í sambýli við Rannveigu dóttur sína og Steindór son hennar sem var 31 árs og einhleypur. Hann var í raun réttri húsráðandi og bóndi á bænum á þessum tíma. Steindór festi ekki ráð sitt fyrr en fimm árum seinna en þá hafði vinnukonan Kristrún Sveinsdóttir verið á bænum um skeið. Kristrún fæddist 24. apríl 1832 að Miðfelli í Þingvallasveit. Hún var dóttir Sveins bónda Guðmundssonar og konu hans Þórunnar Eyleifsdóttur sem bjuggu að Miðfelli. Kristrún hafði orð á sér fyrir að hafa verið tápmikil kona og eftirtektarverð. Kristrún kom að Óttarstöðum ásamt Bergsteini bróður sínum sem var einu ári eldri en hún og var vinnumaður á bænum. Systkinin voru annálaðir dugnaðarforkar. Nokkru áður en þau komu að Óttarstöðum hafði allt sauðfé verið skorið niður á suðvesturhorni landsins vegna fjárkláða. Bændur þurftu að koma sér upp nýjum fjárstofni og fengu sauðfé frá Norðurlandi sem var ekki hagvant í hraunlandslagi.

Ottarsstadir-540

Venja þurfti féð við nýju heimkynnin og þessvegna þótti skynsamlegt að breyta aðeins um búskaparhætti og hafa féð nær bæjum en áður hafði tíðkast. Um þessar mundir hættu margir bændur að færa frá í sama mæli og áður og selfarir lögðust af að miklu leyti og smám saman fóru selin í eyði.
Þegar fjárskiptin stóðu fyrir dyrum hófu menn víðsvegar á Suðurnesjum að hlaða upp hringlaga fjárborgir og var ein slík gerð í landi Óttarstaða. Á þessum tíma hófu menn víðsvegar á Suðurnesjum að hlaða upp hringlaga fjárborgir og var ein slík gerð í landi Óttarstaða. Borginni var fundinn staður skammt vestur af Smalaskálahæð á sléttum hraunhól. Kristrún stjórnaði hleðslu fjárborgarinnar og tók virkan þátt í að koma henni upp eða vann þetta að mestu ein ásamt vinnumanni sínum samkvæmt því sem Gísli Sigurðsson komst næst er hann safnaði upplýsingum um örnefni í landi Óttarstaða. Allavega fór það svo að fjárborgin var ætíð eftir það við hana nefnd og kölluð Kristrúnarborg. Fjárborgin hefur jafnframt gengið undir heitinu Óttarstaðafjárborg. Kristrún vann ekki ein að þessu því Bergsteinn bróðir hennar lagði drjúga hönd að verkinu, en þau voru vön að hlaða garða úr hraungrjóti sem nóg er af í Þingvallasveit.
Hvort það var þessi atorka og verkkunnátta sem varð til þess að Steindór bóndi á Óttarstöðum heillaðist Ottarsstadir-541af Kristrúnu er ekki gott að fullyrða, en allavega fór það svo að þau gengu í hjónaband 9. október 1860. Hann var 36 ára en hún var 28 ára gömul þegar stofnað var til hjónabandsins.
Steindór var dugmikill bóndi og formaður sem aflaði vel og var ágætlega efnum búinn. Hjónabandið virðist hafa verið farsælt, en Steindórs naut ekki lengi við því hann fékk holdsveiki og lést af völdum veikinnar árið 1870. Sveinn sonur Steindórs og Kristrúnar var á barnsaldri þegar faðir hans andaðist og átti  Kristrún allt eins von á að þurfa að bregða búi. Bergsteinn bróðir hennar byggði upp Eyðikotið árið 1864 og nefndi það Óttarstaðagerði. Hann hafði nokkur áður gengið að eiga Guðrúnu Hannesdóttur og árið 1870 áttu þau börnin Svein sem var 9 ára, Þórönnu sem var 6 ára, Guðmund sem var 3 ára og Steinunni sem var 1 árs. Hjá þeim var ennfremur Þorgerður Jónsdóttir móður Guðrúnar og amma barnanna.
Ottarsstadir-542Kristrún sýndi einstakt þrek í því mótlæti sem á hana var lagt og tók á sig heimilisbyrðina alla óskipta og rekstur búskaparins út á við. Hún naut þess að Bergsteinn bróðir hennar bjó í Óttarstaðakoti og settist sjálf að í litlu timburhúsi sem Vernharður Ófeigsson rokkasmiður byggði á Óttarstöðum árið 1842 en hann andaðist tveimur árum seinna. Þá keypti Jón Hjörtsson húsið á 16 ríkisdali og frá þeirri stundu var það þurrabúð og leigt út sem slíkt um árabil. Kristrún samdi við Ólaf Magnússon sem fæddist í Eyðikoti 1844 um að taka við búinu um hríð. Hann var sonur Magnúsar Jónssonar og Guðríðar Gunnlaugsdóttur og ólst upp í Hraunum. Eiginkona hans var Guðný systir Guðjóns Jónssonar á Þorbjarnarstöðum sem var þar leiguliði Árna Hildibrandssonar í Ási við Hafnarfjörð. Ólafur og Guðný höfðu ekki búið lengi á Óttarstöðum þegar þau eignuðust soninn Magnús, sem fæddist 9. september 1872. Ólafur varð fyrir slysaskoti úr eigin byssu síðla árs 1875 sem dró hann til dauða á fáum árum. Fluttu þau að Lónakoti þar sem Magnús lést 1878 og voru öll efni þeirra nánast gengin til þurrðar.
Guðmundur Halldórsson sem átti bát með Guðjóni á Þorbjarnarstöðum kvæntist Guðnýju systur Guðjóns eftir að Ólafur eiginmaður hennar andaðist.

lonakot-441

Bjuggu þau fyrst í Lónakoti, síðan í Eyðikoti áður en þau fluttu að Vesturkoti á Hvaleyri árið 1883 og bjuggu þar til ársins 1904. Þau eignuðust tvo syni en Magnús sonur Guðnýjar og Ólafs fór 15 ára gamall í vinnumennsku til Krýsuvíkur til Árna Gíslasonar og tók svo miklu ástfóstri við staðinn að hann gat ekki farið þaðan. Hann var síðasti ábúandinn í Krýsuvík og bjó undir það síðasta í Krýsuvíkurkirkju. Gott orð fór af Guðmundi fósturföður Magnúsar. Hann var sagður dverghagur smiður á tré, járn og kopar, lagfærði klukkur og þótti aukinheldur góður vefari og stundaði vefnað sinn á vetrum
Kristrún bjó í þurrabúðinni ásamt Sveini syni sínum sem var aðeins 8 ára gamall en hann átti seinna eftir að verða dugandi bóndi og formaður. Kristrún var kjarkmikil og áræðin og tók formannsæti bónda síns á fiskifari heimilisins. Sótti hún sjóinn ásamt vinnumönnum sínum með atorku og heppni og samkvæmt manntalinu 1870 var hún sögð lifa á fiskveiðum, sem var ekki algengt starfsheiti kvenna á þessum árum. Var hún órög við að sækja á djúpmið og stjórnaði hásetum sínum af myndugleik.
Jón Jónsson 29 ára sjómaður var hjá henni Ottarsstadir-543ásamt Björgu Magnúsdóttur 23 ára eiginkonu sinni og vinnumanninum Bergsteini Lárussyni sem var einnig í skipsrúmi hjá Kristrúnu. Kristrún sá jafnframt um að versla til heimilisins og annaðist aðra aðdrætti sem var óvenjulegt á þessum tíma.
Kristrún giftist aftur 16. nóvember 1871 Kristjáni Jónssyni sem var 12 árum yngri en hún. Kristján fæddist 12. september 1844 og var sonur Jóns Kristjánssonar bónda í Skógarkoti í Þingvallasveit og miðkonu hans Kristínar Eyvindsdóttur frá Syðri Brú í Grímsnesi, Hjörtssonar. Bróðir Kristján var Pétur Jónsson blikksmiður í Reykjavík. Kristján var dugandi efnismaður og tóku þau hjónin við búskap á Óttarstöðum eftir að Ólafur særðist af voðaskotinu 1875. Þeim farnaðist vel og höfðu ágætar tekjur af fiskveiðum til að byrja með. Til marks um hversu vel þeim farnaðist má nefna að Kristján var sagður hafa 650 ríkisdali í tekjur 1873-74, sem segja má að Kristrún hafi aflað að mestu með formennsku sinni. Þau bjuggu saman á Óttarstöðum til ársins 1883 er þau fluttu að Hliðsnesi á Álftanesi.

Ottarsstadir-544

Þar bjuggu þau í 20 ár og eignuðust þrjú börn: Kristinn stýrimann og seglmakara sem sem bjó í Hafnarfirði og var kvæntur Rannveigu Jónsdóttur frá Setbergi; Þórunni húsfreyju sem giftist Ísaki Bjarnasyni bónda á Bakka í Garðahverfi og Jónu húsfreyju sem giftist Steingrími Jónssyni húseiganda í Hafnarfirði. Kristrún lést 13. desember 1903 og fékk þau eftirmæli að hún hefði verið gædd mikilli atgervi til sálar og líkama, verið kona tígurleg yfirlitum og mjög einarðleg, hreinlunduð, trygg og staðföst.  Hún var ráðdeildarsöm, ástrík og umhyggjusöm móðir og eiginkona. Síðustu æviárin var heilsu hennar farið að hnigna og fékk hún slag að kvöldi 4. desember og lá síðan í dái þar til hún lést. Var hún jarðsett að Görðum 22. desember við hlið fyrri eiginmanns síns og nokkurra barnabarna.
Kristján flutti stuttu eftir andlát Kristrúnar frá Hliðsnesi til Hafnarfjarðar og hóf verslunarrekstur þar. Heppnaðist það miðlungi vel og gengu efni hans til þurrðar á skömmum tíma.

gardar-221

Seldi hann verslun sína sumarið 1906 og bakaði féþurðurinn honum þungum áhyggjum. Var hann ekki með sjálfu sér eftir það og gekk í sjóinn 2. september 1906 milli Hafnarfjarðar og Garðahverfis og réð sér bana. Var hann tæpra 62 ára þegar þessi atburður átti sér stað. Svo aðgrunnt var á þessum slóðum að líkið var ekki alveg á kafi er það fannst. Var þessi atburður afar sorglegur og orti Friðrik Friðriksson eftirfarandi: Ljúfur með líkn og dáð; lengi var sveitarstoð, grandvar með góðri lund, gætinn í orði’ og hug.
Sveinn sonur Kristrúnar og Steindórs kvæntist Þórunni Guðmundsdóttur frá Nýjabæ í Garðahreppi. Þau eignuðust dótturina Bertu Ágústu 31. ágúst 1896 er þau bjuggu í Hafnarfirði. Þegar dóttirin var tveggja ára fluttu þau að Hvassahrauni á Vatnsleysuströnd og bjuggu þar í tíu ár, þar til þau fluttu að Stapakoti í Njarðvík. Árið 1917 keypti Sveinn Lækjarhvamm í Laugarnesi en hann andaðist stuttu eftir það. Þórunn bjó áfram að Lækjarhvammi ásamt Bertu dóttur sinni til 1925. Berta stundaði hannyrðanám í Askov í Danmörku og Kaupmannahöfn 1919 til 1921. Hún stundaði kennslu heima í Lækjarhvammi og bjó þar myndarbúi til ársins 1965 ásamt eiginmanni sínum Einari Ólafssyni, en þá var landið tekið undir byggingar.
oskjuhlid-221Á meðal þeirra sem réðust sem vinnumenn að Óttarstöðum var Brynjólfur Magnússon úr Holtum í Rangárþingi sem varð seinna kennari. Hann kom til Kristrúnar og Kristjáns á Óttarstöðum árið 1877 þegar hann var 16 ára. Taldi Brynjólfur sig eiga þeim og börnum þeirra mikið að þakka. Tókust góð kynni með honum og þeim ekki síst Þórunni sem var ekki nema fjögurra ára gömul þegar hann kom á heimilið. Kristrún gerði sér grein fyrir gáfum Brynjólfs og studdi hann til náms í Flensborgarskóla. Þaðan útskrifaðist hann 1891 og varð eftir það umferðakennari, eins og það nefndist, á heimaslóðunum fyrir austan sem og í Gullbringusýslu. Var hann með fyrstu mönnum eystra til að læra að leika á orgel. Síðustu sex ár ævi sinnar var Brynjólfur búsettur í Fífuhvammi í Seltjarnarneshreppi sem var heimili Þórunnar Kristjánsdóttur frá Óttarstöðum sem var honum eins og litla systir. Brynjólfur lést 74 ára gamall 8. október 1935 þegar bifreið ók á hann í suðurhlíðum Öskjuhlíðar er hann var á leiðinni til Reykjavíkur til að sinna erindi fyrir Þórunni í Fífuhvammi.
Þessi frásögn gæti verið mun lengri en ástæðulaust að tíunda fleira að sinni. Kristrún Sveinsdóttir var merkileg kona og það er full ástæða til að halda nafni hennar og ættmenna hennar á lofti. Fjárborgin ein og sér sýnir svo ekki verður um villst að hún kunni vel til verka og lét ekki sitt eftir liggja þegar til framfara horfi í einhverjum málum.”

Heimild:
-Jónatan Garðarsson tók saman í júní 2012

Straumur

Óttarsstaðir/Straumur – örnefni og minjar.

Norðurkot

Gengið var um Kálfatjarnarsvæðið í fylgd staðþekkjaranna Sesselju Guðmundsdóttur og Sigrúnar Frjóns, en koma átti eftir í ljós að ekki var til sá blettur á landssvæðinu, sem þær ekki þekktu eða höfðu skoðað.

Litlibær

Litlibær – brunnur.

Byrjað var á því að ganga veginn niður að Liltabæ, Bjargi, Bakka og Gamla-Bakka austan Kálfatjarnar. Tekið var hús á Geir á Litlabæ, sem bauð þátttakendum til sólstofu. Þaðan var ágætt útsýni vestir að Bakka, norðvestur að Bjargi og norður að Gamla-Bjargi, eða öllu heldur tóttum þess bæjar, sem nú eru á sjávarkambinum. Eftir stutta dvöl var Geir kvaddur með fyrirheitum um að bera fljótt að garði aftur. Gengið var að tóttum Gamla-Bakka, en þar má vel sjá hleðslur garðs og tóttir bæjarins, sem sjórinn er nú smám saman að brjóta niður. Undir bakkanum mátti t.d. sjá gamlar ryðgaða hurðarlamir og bein úr haug.

Gengið var vestur tún Kálfatjarnar, að Móakoti. Í kringum tóttir kotsins eru allmiklar garðhleðslur og hlaðinn brunnur með steyptu loki vestan þeirra. Sjá mátti tóttir Fjósakots sunnar í túninu. Gengið var áfram að hól þeim, sem Hólkot stót eitt sinn á. Suðvestan undir hólnum er Víti, vatnsstæði, sem sjaldan þverr. Nú var það reyndar að mestu þurrt. Nafninu Víti var einhvern tímann komið á Hólkot með vísu er fjallaði um áfengi og munu menn hafa villst á vitum. Haldið var áfram til vesturs sunnan Kálfatjarnarinnar, að sjóbúð, sem þar er heilleg á hól, áfram til vesturs yfir Síkið og Rásina að hlaðinni bátarétt. Við enda heillegasta garðsins eru leifar gamla bátaspilsins, en Sigrún benti síðar á hvar afgangur þess var niður kominn. Litið vará hlaðin fjárhús á sjávarkampinum, ofan við Kálfatjarnarvörðina, en neðan þeirra hafði fjósið eitt sinn verið og skammt vestar Kálfatjarnabyrgið. Sjórinn hefur nú hirt hvorutveggja. Vestar er Hausaréttin gamla. Enn sér móta fyrir henni. Neðan hennar fannst Kálfatjarnarártalssteininn (A° 1674) fyrir nokkrum misserum síðan eftir að sjórinn hafði velgst með hann um 30 metra leið frá þeim stað, sem hann hafði síðast sést fyrir nokkrum áratugum síðan.

Kálfatjörn

Kálfatjörn – ártalssteinn úr sjóbúð.

Gengið var til suðvesturs að sundvörðu á hól og fjárhústótt skammt vestar. Norðvestan hennar er Norðurkotsbyrgið og Tíðargerðisbyrgið norðan þess, alveg fram á sjávarkampinum.
KálfatjörnGoðhólstóttirnar voru skoðaðar, en hún er enn allheilleg. Norðaustan þeirra eru tveir hlaðnir garðar, gamlir matjurtargarðar. Gengið var yfir garða og þá komið að fallegum hringlaga hlöðnum brunni. Þar er Norðurkotsbrunnurinn, smart gerður, eins og Vala Matt myndi sagt hafa. Komið var að Tíðargerði. Gengið var að Norðurkoti, en þar mun fyrrum hafa verið barnaskóli. Inni er margt forvitnilegt að sjá.
Til baka var gengið yfir að Hliði, um garðana þar, að hlaðinni brú á kirkjugötu, sem í er ártalssteinn (A°1790) og að Landabrunni ofan Landa, fallegu vatnsstæði. Loks var komið við í Hestaréttinni. Þegar litið var yfir golfvöllinn á Kálfatjörn mátti sjá nokkra sjónumhrygga golfara leita kúlna. Eina (það einasta eina), sem þeir einblíndu á, voru litlar holur í sléttu grasinu – og allar eins.
Til ferðardrýginda var kíkt í gömlu hlöðuna á Kálfatjörn og þátttakendum sýnt þar fornt lóð er bar merki Kristjáns kóngs fimmta, sbr. meðfylgjandi mynd. Því mun hafa verið bjargar undan sjónumhryggum fyrr á árum. Skemmtileg leiðsögn um sagnaríkt og merkilegt svæði.
Veður var frábært – köflótt sól með vistvænum vindi. Gangan tók um 2 klst. Gerður var uppdráttur af svæðinu.

Kálfatjörn

Kálfatjörn – uppdráttur ÓSÁ.