Hvalsnesgata

Gengið var frá íþróttahúsi Íþróttaakademíunnar í Ytri-Njarðvík og upp að sýnilegum enda Hvalsnesvegar (-götu) ofan byggðarinnar suðaustan Ró(sa)selsvatna (-tjarna). Þar má sjá hvar hún liggur upp holtið og síðan áfram upp Miðnesheiðina. Ætlunin var að fylgja götunni alla leið að Hvalsnesi, en millum þessara staða lá aðalleiðin fyrr á öldum, eða þar til sjálfrennireiðin gerði kröfu til breyttra og betri vega skömmu eftir fyrsta áratug 20. aldar. Gatan er vörðuð að hluta. Flestar vörðurnar eru fallnar, en þó má enn sjá heilar vörður, einkum á svæðinu innan varnargirðingar Atlantshafsbandalagsins, sem reyndar hvarf á braut tveimur dögum fyrir gönguna. Um er að ræða miðhluti þessarar leiðar sem hefur verið afgirt allt frá stríðsárunum. Reyndar eru það fleira en vörður á leiðinni er geyma fyrrum mannvistarleifar, eins og koma átti betur í ljós í ferðinni.
Sigurði Eiríkssyni í Norðurkoti var sérstaklega boðið að ganga með hópum, en hann hefur ekki gengið leiðina um langan aldur, eða frá því að hún varð afgirt.
Þessi gamla þjóðleið er sérstök, bæði vegna þess að varnargirðingin hefur bjargað vörðunum (á vetrarleiðinni) frá því að verða teknar undir bryggjur eða önnur mannvirki sem og vegna þess að hún (sumarleiðin) sést enn glögglega í móunum. Fuglavíkuselið er við leiðina sem og gróin fjárborg við selið. Þetta eru mannvirki, sem gleymst hafa á tiltölulega skömmum tíma. Leiðin, sem og aðrar á Miðnesheiði, voru villugjarnar. Á þeim fórust t.a.m. 60 á 40 ára tímabili á fyrri hluta 19. aldar. Vörður (dauðsmannsvörður) eru við gömlu leiðirnar er bera þessu vitni.

Melabergsvötn

Melabergsvötn.

Gangan í gegnum nyrsta hluta varnarsvæðisins, frá suðri til norðurs, tók u.þ.b. klukkustund með stoppi í Fuglavíkuseli. Vatnshólavarðan er eitt helsta kennileitið á leiðinni, há og mikil sundvarða ofan við Stafnes. Hún er innan girðingarinnar, en nokkuð utan og norðan leiðarinnar.
Gatan liðast um heiðina og er mjög vel greinileg. Við hana eru fallnar vörður (vinstra megin). Um miðja vegu, þar sem heiðin rís hæst, er vörðuð leið svo til beint að augum, með stefnu á Hvalsnes. Vörðurnar eru heilar, sem fyrr segir, en ekki er að sjá götu á milli þeirra. Skýringin mun vera sú að vörðuleiðinni var jafnan fylgt að vetrarlagi þegar snjór huldi gömlu götuna og jafnframt jörð. Annars var gamla gatan fetuð sem leið lá.
Keflavík byggðist upp við Grófina. Upp frá henni liggja gamlar leiðir til nágrannabyggðalaganna vestan og norðan á Nesinu. Ofan við Grófina er Keflavíkurborgin vestan Garðstís og Sandgerðisgötu og Rósasel er við Rósaselsvötn, stundum nefnd Róselsvötn. Tóftirnar eru norðvestan við vötnin eru enn vel greinilegar. Við vötnin er nú að vaxa upp allnokkur skógur, en gæta þarf vara á að planta ekki nýgræðingum í tóftirnar sjálfar. Þegar FERLIR var þar á ferð fyrir nokkrum árum var duglegt fólk að planta trjám. Aðspurt um tóftir selsins kváði það við – hafði aldrei heyrt slíkt nefnt og „hafði þó plantað þarna hundruðum trjáa“. Sel vissi fólkið ekki hvað var, enda kannski skiljanlegt því það var allt fætt eftir að selstöður lögðust af á Suðurnesjum (um 1870). Þá virðast tóftirnar við vötnin hafa fallið í gleymsku, sbr. eftirfarandi um Róselsvötn og nágrenni þeirra er má finna í „Örnefni við Keflavík á Rosmhvalanesi (Suðurnesjum), [Vélritað upp úr ritinu Faxa 1967 (janúar hefti ?) af Skúla Þór Magnússyni], eftir Ragnar Guðleifsson kennara í Keflavík:

Fuglavíkursel

Fuglavíkursel.

„Róselsvötn heita einu nafni tjarnir tvær skammt ofan við Keflavíkurkaupstað, annað vatnið er innan flugvallargirðingarinnar. Þangað er nú byggðin sem óðast að teygjast. „Vötnin“ eru tjarnir kallaðar í daglegu tali manna á milli í bænum, og börn og unglingar greina á milli „Stóru-Vatna“ og „Litlu-Vatna“. Hin síðari tjörn er utan við flugvallargirðinguna og þornar hún upp í þurrkum á sumrin. Fyrri tjörnin er aftur á móti alltaf með vatni í. Nokkuð gras er á bökkum „Stóru-Vatna“ og eins vex einhvers konar vatnagróður í sjálfu vatninu. (Það skal tekið fram að þó tjarnir þessar séu aðeins tvær eru þær nefndar í fleirtölu þó ekki sé átt við nema aðra þeirra). Áður fyrr var tekinn þarna mór og hann fluttur niður í Keflavík, jafnt af konum sem körlum. Eftir því sem ég veit bezt var þar síðast grafinn mór í kolaskortinum í stríðinu 1914-18. Um nafngift vatnanna er það helzt að segja að það (Róselsvötn) felur í sér að þar hefur verið sel. Segir frá því í hinum óprentaða hluta Suðurnesjaannáls Sigurðar Sívertsens að Stóri-Hólmur í Leiru hafi haft þar í seli til forna líklega á 18. öld og fyrr. Mér vitanlega eru engar rústir sjáanlegar af kofum á staðnum en vera má að það leynist innan um þúfur og steina sem þar eru á víð og dreif. Róselsvötn eru vestur af Keflavík.“
Tóftir Rós(a)sels er norðvestan við vötnin, þrískipt. Þær falla inn í landslagið, en þó er tiltölulega auðvelt að koma auga á þau ef eftir er leitað. Líklegra má telja að nafngiftin Rósel hafi verið sú rétta, enda hefur þarna verið fremur rólegt fyrrum, andstætt því sem nú gengur og gerist í námunda alþjóðaflugvallarins á Rosmhvalanesi.
Til fróðleiks og upplýsinga um upphaf skógræktarinnar við Rósaselsvötn má geta þess að á 125. löggjafarþingi 1999–2000 fluttu nokkir þingmenn þingsályktunartillögu um Suðurnesjaskóga, landshlutabundið verkefni um landgræðslu og skógrækt á Suðurnesjum. Einn flutningsmannanna var Kristján Pálsson, núverandi framkvæmdarstjóri Ferðamálasamataka Suðurnesja. Í tillögunni segir m.a. að „Alþingi ályktar að beina því til landbúnaðarráðherra að skipa starfshóp til að undirbúa stofnun landshlutabundins verkefnis til landgræðslu og skógræktar á Suðurnesjum.“ Greinargerð fylgir. Í henni segir að „endurheimt gróðurs sem þakti Ísland við landnám er markmið sem stefnt hefur verið að síðustu áratugi. Ráðist hefur verið í mörg verkefni til að ná því og er árangur víða góður. Þekktust þeirra eru Hallormsstaðarskógur og nú á síðari árum landshlutabundin skógræktarverkefni eins og Suðurlandsskógar, Norðurlandsskógar, Vesturlandsskógar, Skjólskógar o.fl. Uppgræðsla Landgræðslu ríkisins hefur einnig verið mjög árangursrík eins og sést á Suðurlandi og víðar. Með öflugu starfi stofnana og einstakra skógræktarfélaga víðs vegar um landið hefur verið sýnt fram á að mögulegt er að græða landið og rækta skóga við mjög erfiðar aðstæður nánast hvar sem er.
Á Suðurnesjum hefur gróðureyðing verið mikil frá landnámi, sérstaklega síðustu tvöhundruð árin. Heimildir segja frá því að kotbændur á Suðurnesjum voru látnir greiða hrístoll til Bessastaða. Sú staðreynd sýnir að hrís (trjágróður) þreifst á Suðurnesjum. Vindar þar geta orðið sterkir og þar sem úthafsaldan brotnar á ströndinni verður oft sjórok sem leggur yfir stóran hluta skagans. Aðstæður af þessu tagi samfara litlu skjóli leiða til þess að uppblástur jarðvegs verður hraður og uppgræðsla erfið. Fá láglendissvæði á landinu eru jafnilla leikin og Suðurnesin, þrátt fyrir friðun síðustu ár. Gríðarleg jarðvegsrýrnun háir verulega landgræðslu og skógrækt sem gengur hægt þrátt fyrir öflugt starf Suðurnesjamanna. Mikill berangur skýrir einnig erfiðleika á þessu sviði. Aðstæðurnar kalla því á sérstakt átak.
Landsvæðið sem græða þarf upp til að ná þeirri gróðurþekju sem áður var á Suðurnesjum nemur tugum þúsunda hektara að stærð. Jafnframt yrðu ræktuð skjólbelti, kjarrgróður og nytjaskógar, allt eftir aðstæðum.
Undanfari skógræktar er landgræðsla á örfoka svæðum. Að áliti sérfræðinga eru margar tegundir vel fallnar til uppgræðslu á Suðurnesjum, t.d. gæti melgresi dugað vel á foksandinum vestast á Reykjanesi. Aðrar tegundir, svo sem beringspuntur, snarrót, túnvingull og vallarsveifgras, eru taldar duga vel á mela, með áburðargjöf.
Nokkur skógarbelti eru nú þegar á Suðurnesjum og má þar nefna helst Sólbrekkuskóg, reit við Háabjalla og Selskóg ásamt tilraunareitum við Rósaselsvötn, Voga og víðar. Mikil reynsla hefur fengist síðustu ár í skógrækt á Suðurnesjum og því er nokkuð vitað um hvaða trjátegundir duga þar best. Vestast er helst litið til ræktunar loðvíðis, alaskavíðis, jörfavíðis, tröllavíðis og sitkagrenis. Af lauftrjám kemur íslenskt birki þar helst til greina, enda mjög harðgert. Austar á skaganum koma margar tegundir til greina, einkum stafafura, blágreni og alaskaösp.
Á Suðurnesjunum einum má græða upp land sem nemur tugum þúsunda hektara. Því er augljóst að auðvelt verður að rækta upp nægjanlegt land þar til að binda kolvetni úr öllum bílum Suðurnesjamanna, um 10.000 talsins. Í loftslagssáttmálanum eru ekki settar takmarkanir á leiðir til að binda koltvísýring í lífræn efni. Landgræðsla og skógrækt gætu nýst okkur í þessum tilgangi, ef samningar um það nást, og dygðu til að binda allan koltvísýring frá bílum og bátaflota landsmanna ef vel væri á málum haldið. Að mati flutningsmanna eru slík verkefni með arðbærustu sóknarfærum sem völ er á.“
Skógræktin við Rósaselsvötn er í umsjón Skógræktarfélags Suðurnesja. Í Vatnsholti hefur félagið stundað skógrækt síðan
1948.
Trjám hafði verið plantað í gömlu götuna, annað hvort vegna þess að skógræktarfólkið vissi ekki að þetta væri gata eða vegna þess að þarna hafi verið skjól að finna fyrir litlar trjáplöntur. Þær þyrfti að færa.

Hvalsnesgatan

Hvalsnesgata ofan Reykjanesbæjar.

Hvalsnesleiðin liðast áfram áleiðis yfir Miðnesheiði. Hún fer undir veginn suðaustan við hringtorgið að Leifsstöð og liggur síðan áfram til norðurs norðan þess. Á leiðinni má sjá vörðubrot og tóft (vinstra megin). Hún er nokkuð stór, en einföld. Tóftarinnar er ekki getið í örnefnalýsingum. Hún gæti hafa verið beitarhús, en sennilegra er þó að þarna hafi verið sæluhús um skamma hríð. Staðurinn er nokkurn veginn miðja vegu milli Grófarinnar og Melabergs. Fjölmargir er ferðuðust um götuna urðu úti á leiðinni, en auk þess var þarna um „prestsstíg“ að ræða því Hallgrímur Pétursson bjó t.a.m. um stund á Bolafæti í Ytri-Njarðvík, en þjónaði í Hvalsnesi. Tóftir Bolafótar eru nú komnar undir athafnasvæði slippstöðvarinnar. Þá er ekki útilokað að „tóftin“ geti verið rask eftir kanann frá fyrstu tíð, en hann hefur rótað víðar í heiðinni.
Skammt ofar er táknrænn „minnisvarði“; hlaðið skjól refaskyttu eða herdáta við æfingar með flugstöð Leifs Eiríkssonar, hlið landsins að umheiminum, í bakgrunni.
Enn ofar er hóll, sem hlíft hefur verið á námusvæði. Vestan hans er nýlega hlaðin „gatvarða“ – falleg sem slík, eftirlíking vörðunnar við rekagötuna vestan Selatanga og gatvörðunarr á Prestshól (Prestshæð) við Prestastíg milli Hundadals og Húsatófta.
Og þá var komið að fyrstu alvarlegu hindruninni á leiðinni – varnargirðingunni….
Sótt hafði verið um leyfi til að fá að fara inn fyrir varnargirðinguna. Sýslumaður á Keflavíkurflugvelli framsendi erindið til næstráðanda. Svar barst innan stundar frá daglegum stjórnanda almennrar lögreglu á Keflavíkurflugvelli: „Sýslumaður sendi mér erindi þitt varðandi gönguna frá Reykjanesbæ til og um Hvalsnes. Ég er búinn að hafa samband við Varnarliðið og leyfið er veitt frá báðum aðilum.“ Gangan í „gegnum girðinguna“ var því farin með leyfi viðkomandi yfirvalda á varnarsvæðinu.

Rósel

Rósel við Róselsvötn.

Bandaríski sjóherinn sendi fyrstu hermennina til Íslands árið 1941 samkvæmt samningi milli ríkisstjórnar Íslands, Bretlands og BNA. Hann tók við hlutverki brezka setuliðsins, sem hernam Ísland 10. maí 1940. Auk varnarhlutverksins byggði sjóherinn Keflavíkurflugvöll sem eldsneytisflugvöll fyrir fraktflug milli BNA og Evrópu.
Að lokinni síðari heimsstyrjöldinni yfirgaf setuliðið landið í samræmi við upprunalega samninginn við íslenzk yfirvöld. Nýr samningur milli BNA og Íslands var undirritaður 1946. Hann kvað á um áframhaldandi veru herliðs bandamanna í landinu. BNA samþykktu að annast allt viðhald flugvallarins. Aðild Íslands að NATO árið 1949 var ekki bundin stofnun íslenzks hers eða veru erlends herliðs í landinu á friðartímum.
Kalda stríðið við Sovétríkin og vaxandi spenna í heiminum réðu stefnu íslenzkra ráðamanna um veru herliðsins í varnarstöðinni. Þeir komust að þeirri niðurstöðu, að aðildin að NATO væri ekki nægileg vörn fyrir landið ein og sér og að beiðni NATO sömdu þeir við BNA um að taka að sér varnir landsins. Varnarliðið var í fremstu víglínu kalda stríðsins frá upphafi til enda (1951-1989) og fékk viðurkenningu fyrir veigamikið hlutverk sitt.
Aðalhlutverk varnarliðsins er að reka og halda við flugvellinum og búnaði hans. Önnur verkefni eru mismunandi eftir ákvörðun ríkisstjórnar og herráðs BNA og yfirmanns hersins hérlendis.
Þann 22. apríl 2006 hélt Árni Björnsson erindi á nokkurs konar herkveðjuhátíð í Ránni í Keflavík. Þar sagði hann m.a.:
„Það kom fólki nokkuð í opna skjöldu, þegar bandaríski herinn kom hingað í annað sinn fyrir rúmlega hálfri öld, að hann var af opinberri hálfu ævinlega nefndur „varnarlið“. Gamli herinn hafði jafnan verið nefndur „setulið“ eða bara herinn.
Þetta var augljóslega sálræn herkænska. Það átti að innræta þjóðinni smám saman, að hér væri um varnarlið að ræða. Þess var stranglega gætt, að yfirvöld notuðu ekki annað orð, til dæmis ekki í útvarpinu. Bílar hersins voru einnig merktir VL.
Ég veit ekki til, að á því hafi verið gerð nein könnun, en ég hygg samt að sálfræðihernaðurinn hafi skilað þeim árangri, að meginhluti þjóðarinnar hafi vanist þessu orði og kveinki sér ekkert við að nota það.
Íslenskir athafnamenn, eða gróðapungar, ef við viljum vera dónaleg, þeir höfðu komist rækilega á bragðið á hernámsárunum. Aldrei áður hafði „litli athafnamaðurinn“ komist í aðrar eins kræsingar. Fjöldi þessara útsjónarsömu harkara missti drjúgan spón úr aski sínum, þegar gamli herinn fór, þótt fáeinir fengju svolitlar sporslur hjá bandaríska flugfélaginu, sem rak Keflavíkurflugvöll frá 1946. Þessar sporslur sýndu þó, hvaða framtíðarmöguleikar væru í stöðunni, ef þangað kæmi alvöru herstöð. Það var augljós og glæsileg hagnaðarvon fyrir ótalda íslenska verktaka fólgin í draumsýninni um nýja hersetu. Og þetta fólk, fólkið sem vill koma sér áfram, þetta voru upp til hópa kjósendur og stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins. Það væri vanmat á þessu fólki að reikna ekki með, að það hefði viðrað sjónarmið sín við einhverja þá sem áttu innangengt hjá forystu flokkanna.
Það væri þó ósannlegt að nefna einungis svonefnda athafnamenn sem þrýstihóp til að bregðast vel við málaleitunum Bandaríkjanna um herstöðvar. Atvinnuleysi varð töluvert fyrstu árin eftir að gamla herliðið fór burt, þótt það yrði aldrei neitt líkt því sem verið hafði á kreppuárunum fyrir stríð. En nú voru íslenskir verkamenn orðnir betra vanir en áður. Í hálfan áratug hafði atvinnuleysi varla þekkst. Ekkert er voðalegra en atvinnuleysi, segja þeir sem reynt hafa. Flestir vilja hafa atvinnu, hvaðan sem hún kemur.
Ég man eftir frænda mínum í vegavinnunni, sem var bóndi á veturna og vörubílstjóri á sumrin. Hann var ekki í vafa um að við ættum að fara að ráðum Jónasar frá Hriflu og láta Kanann fá land undir herstöðvar og reyna að græða á því. Þeir voru þó fáir, sem voru svona hreinskilnir. Flestum fannst þægilegra að vísa í hugsanlega árásarhættu. Því er ekki heldur að leyna, að verkalýðshreyfingin sem heild var allan tímann heldur lin í andstöðunni við herinn, þótt einstakir forystumenn gætu verið einarðir. En verkafólk var áreiðanlega með annað en árásarhættu bak við eyrað.
Stórefling verktakastarfsemi var einmitt það sem gerðist, fljótlega eftir að herinn kom. Fjöldi sjálfstæðra iðnaðarmanna, smiða, múrara, málmiðnaðarmanna og rafvirkja auk ýmissa spekúlanta bast samtökum í fyrirtæki, sem hét Sameinaðir verktakar og tóku brátt að sér margvíslegar framkvæmdir fyrir herinn. Auk þess kom að kökunni Reginn, sem var fyrirtæki á vegum Sambands íslenskra samvinnufélaga, og þar með hafði Framsókn hlotið sinn skerf. Loks kom sjálft ríkið í spilið, og úr öllu þessu urðu til Íslenskir aðalverktakar sem fengu innan skamms einkaleyfi til framkvæmda fyrir herinn.
Íslensku iðnaðarmennir í Sameinuðum verktökum höfðu fram til þessa flestir verið rétt sæmilega bjargálna, áttu kannski eigin íbúð og lítinn bíl, en ekki mikið fram yfir það. Þetta voru yfirleitt ágætis menn og höfðu alltaf verið bráðduglegir og vinnusamir. Með uppgripunum fyrir herinn urðu margir þeirra sterkefnaðir á nokkrum árum, og þeim eiginlega sjálfum að óvörum. Þeir hafa látið að sér kveða á ýmsum sviðum atvinnulífsins og ekki endilega til óþurftar. Og því má vissulega segja, að herinn hafi ekki verið hér alveg til einskis.
Það bar nokkuð mikið á Kanaútvarpinu fyrstu árin eftir að hann kom og síðan Kanasjónvarpinu um og uppúr 1960. En eftir að þeirri stöð var lokað hafa bein áhrif hersins verið hverfandi. Sá ameríkanismi, sem mikið er talað um og vissulega getur verið nokkuð yfirþyrmandi, hann er kominn eftir öðrum leiðum, og hann er raunar sá sami um allan heim. Maður finnur hann hvar sem komið er, hvort sem þar hefur verið bandarísk herseta eða ekki, jafnvel austur í Kína.
En snúum okkur aftur að orðinu „varnarlið“ og þeim breyttu tímum sem menn eru að tala um. Vissulega eru breyttir tímar, en öllum ætti samt að vera ljóst, að orðið varnarlið var ævinlega algert rangnefni, ef átt var við varnir Íslands.
Þetta er alltof langt og flókið mál til að brjóta til mergjar hér og nú. Gáið að því hvar hagsmunirnir liggja. Annars vegar hafði nefnilega það sama gerst í Bandaríkjunum og á Íslandi við stríðslokin, aðeins í þúsundfalt stærri stíl. Framleiðsla þeirra, sem höfðu skaffað hernum vopn og vistir í stríðinu, hún tók að dragast óbærilega saman. Það þurfti nýja stríðshættu til að almenningur féllist á nýja skattheimtu til hernaðaþarfa, svo að þessi risavaxna framleiðsla gæti aftur farið í gang. Og það hefði blátt áfram ekki verið hagkvæmt að ljóstra upp um hernaðarlegan vanmátt Sovétríkjanna.
Hinsvegar gat víða verið þörf fyrir bandarískar herstöðvar til að gæta raunverulegra eða bara hugsanlegra hagsmuna bandarískra fyrirtækja, sem eðli málsins samkvæmt hljóta hvarvetna að reyna að ná fótfestu. Hinir breyttu tímar felast í því að, að hagsmunir bandarískra fyrirtækja í Mið–Austurlöndum sitja nú um stundir í algjöru fyrirrúmi.
Og að lokum eitt af háðkvæðahlutum Böðvars Guðmundssonar – er lýsa kann ástandinu á Suðurnesjum við „varnarliðs“komuna:

Þess vegna er þjóðin mín sæl.
Nokkrir kotungar suður með sjó
höfðu sífellt af baslinu nóg.
Þeir bjuggu í gjótum með blöðrur á fótum
og bátarnir láku og týndist úr nótum.

Og allt var að fara til andskotans bara
og eldur í hlóðunum dó.
Þessir kotungar blésu í kaun
og þeir keifuðu vegalaus hraun,
höfðu ekkert að fela og engu að stela
og örbirgðin lagði að hjörtunum þela.

En kvöld nokkurt brá þeim því Kaninn stóð hjá þeim
og karlarnir skildu ekki baun.
Þessir kotungar suður með sjó
hafa síðan af lífsgæðum nóg.

Með gleði í taugum og glampa í augum
þeir grafa og róta í verndarans haugum.
Og hamingjudaga þeir heim til sín draga
af haugunum sokk eða skó.

Þar sem áður var lambagraslaut
er nú lífvænleg flugvélarbraut.
Þar sem stígur var tregur er steinsteypuvegur
og standardinn er ekki óbjörgulegur
því amrískir hemenn og íslenskir vermenn
eta nú samskonar graut.“

Þegar komið er upp fyrir Margvörðuholtið, undir girðinguna, beygir gatan áleiðis til vesturs. „Innan við Margvörður er Kaupmannsvarðan (vestan götunnar með bendil til austurs, aðrar vörður við vetrargötuna benda til vesturs), sem er við krossgötur rétt hjá flugvellinum.“ Þarna eru sem sagt krossgötur; annars vegar hinnar gömlu hlykkjóttu götu Hvalsnesleiðar og hins vegar annarrar vel varðaðrar götu – svo til beint að augum. Leiðirnar koma síðan saman að nýju skammt innan nyrðri girðingarinnar, ofan Melabergsvatna. Ástæðan er sú að vestari leiðin liggur í krók til vesturs, en liggur síðan á ný til norðausturs ofan vatnanna. Þar eru því önnur gatnamót. Miðsvæðis er Fuglavíkurselið, skammt austan austari (vörðuðu) leiðarinnar. Af nafngift fyrstu vörðunnar á hinni beinu vörðuðu leið yfir háheiðina að dæma mætti ætla að kaupmaðurinn, væntanlega í Keflavík, hafi látið hlaða vörðurnar til öryggis vegfarendum á hinni válegu norðurleið.
Vörðu virðist vanta í röðina norðan Kaupmannsvörðunnar. Ef vel er að gáð má sjá hvar löng flöt klöpp hefur áður verið reist þar á millum upp á endann með góðum stuðningi, en síðan lagst út af.
Hvalsnesleiðin tengist að nokkru leyti sögunni af Rauðhöfða. Í sögunni (reyndar eru til nokkrar útgáfur) um Rauðhöfða segir frá því að „í fornöld var það mjög tíðkað á Suðurnesjum að fara út í Geirfuglasker til að sækja þangað bæði fugl og egg. Þóttu þær ferðir jafnan hættulegar og varð að sæta til þeirra góðu veðri því bæði eru skerin langt undan landi og svo er líka mjög brimsamt við þau.
Einu sinni sem oftar fór skip eitt út í Geirfuglasker; geymdu sumir skips, en sumir fóru upp í skerin eftir eggjum. Ókyrrði þá sjóinn fljótt svo þeir urðu að fara burtu fyrr en þeir hefðu viljað. Komust eggjatökumennirnir með illan leik upp í skipið allir nema einn. Hann kom seinastur ofan úr skerinu því hann hafði farið lengst og hugsað að ekki mundi liggja svo mikið á. Hann var sonur og fyrirvinna ekkju nokkurrar sem bjó á Melabergi í Hvalsnessókn, og var hinn ötulasti maður og á bezta aldri (sumir nefna manninn Helga). Þegar nú maðurinn kom niður að skipinu þá var hafrótið orðið svo fjarskalegt við skerið að honum varð ekki náð út í skipið hversu mjög sem þar var leitað lags við. Urðu skipverjar að fara burtu við svo búið og töldu þeir manninn af með öllu nema hans yrði bráðlega vitjað. Héldu þeir svo í land og sögðu hvar komið var og átti nú að fara í skerin og vitja mannsins hvenær sem þar gæfist færi á. En eftir þetta varð aldrei framar komizt út í skerin um sumarið fyrir brimi og stórviðrum. Var þá hætt með öllu að hugsa til manns þessa framar eða leiða sér í hug að hann mundi nokkurn tíma sjást lifandi framar.
Nú leið og beið þangað til sumarið eftir. Þá fóru Nesjamenn á skipi út í Geirfuglasker eins og þeir voru vanir. Þegar eggjatökumennirnir komu upp í skerið urðu þeir hissa, þegar þeir sáu þar mann á gangi þar sem þeir áttu sér hér engra manna von. Maðurinn gekk til þeirra og þekktu þeir þar Melabergsmanninn sem eftir hafði orðið sumarið áður í skerinu.
Gekk það öldungis yfir þá og þóttust sjá að þetta væri ekki einleikið. Forvitnaði þá nú heldur en ekki að vita hvernig á þessu öllu stæði. En maðurinn sagði þeim óljóst frá því sem þeir spurðu, en í skerinu sagðist hann alltaf hafa verið og hefði þar ekki væst um sig. Samt bað hann á að flytja sig í land og gjörðu þeir það fúslega. Var Melabergsmaðurinn hinn glaðasti, en þó fremur fátalaður. Þegar í land kom varð þar hinn mesti fagnaðarfundur og þótti öllum þessi atburður allur undrum gegna, og enga glögga grein vildi maðurinn gjöra um veru sína í skerinu.
Nú leið enn og beið og var hætt að tala um nýlundu þessa. En seint um sumarið, einn góðan veðurdag þegar messað var á Hvalsnesi, varð sá atburður sem alla kynjaði á. Við kirkjuna var fjöldi fólks og þar á meðal Melabergsmaðurinn. En þegar fólkið kom út (aðrir segja inn í kirkjuna og láta allan atburðinn fara fram fyrir messu) úr kirkjunni stóð uppbúin vagga við kirkjudyrnar og lá ungbarn í vöggunni. Ofan á vöggunni lá dýrindisábreiða sem enginn þekkti hvað í var. Á þetta varð öllum starsýnt mjög og enginn leiddi sig að vöggunni eða barninu og enginn lézt þar vita nein deili á. Nú kemur prestur út úr kirkjunni; sér hann vögguna og barnið og furðar á þessu öllu ekki síður en aðra. Spyr hann þá hvort viti nokkur deili á vöggunni og barninu eða hver með það hafi komið eða hvort nokkur vilji að hann skíri barnið. En enginn lézt vita neitt um þetta og enginn þóttist hirða um að hann skírði barnið. En af því presti þótti allur atburður með Melabergsmanninn kynlegur spurði hann hann ítarlegar um allt þetta en aðra, en maðurinn brást þurrlega við og sagðist ekkert vita um vögguna né barnið enda skipti hann sér öldungis ekkert um hvorugt.
En í því bili sem maðurinn sagði þetta stóð þar kvenmaður hjá þeim fríð sýnum og fönguleg, en æði svipmikil. Hún þreif ábreiðuna af vöggunni, snaraði henni inn í kirkjuna og segir:
„Ekki skal kirkjan gjalda.“
Síðan víkur hún sér að Melabergsmanninum og segir við hann mjög reiðulega:
„En þú skalt verða að hinu versta (argasta) illhveli í sjó.“
Greip hún þá vögguna með barninu og hvarf með allt saman og sást ekki síðan. – Presturinn tók ábreiðuna og lét gjöra úr henni altarisklæði handa kirkjunni, og hefur það verið þar til skamms tíma og þótt hin mesta gersemi.
Nú víkur sögunni til Melabergsmannsins. Honum brá svo við orð hinnar ókunnugu konu að hann tók undir eins á rás frá kirkjunni og heim til sín. Ekki stóð hann þar við, heldur æddi sem vitstola norður eftir þangað til hann kom fram á Hólmsberg sem er fyrir vestan Keflavík, en berg það er fram við sjó, býsna hátt og þverhnípt. Þegar hann kom fram á bergsbrúnina staldraði hann við. Varð hann þá allt í einu svo stór og þrútinn að bergið sprakk undir fótum honum og hljóp fram klettur mikill úr hamrinum. Stakkst maðurinn þar fram af í sjóinn og varð í sama augnabragði að feikilega stórum hvalfiski með rauðan haus því maðurinn hafði haft rauða húfu eða hettu á höfðinu þegar hann brást í hvalslíkið. Af þessu var hann síðan kallaður Rauðhöfði. En kletturinn sem fram hljóp með hann í sjóinn stendur enn fram í sjónum austarlega undir Keflavíkurbergi og er kallaður Stakkur.
Það er sumra manna sögn, að nú hafi það komið upp á Melabergi eftir móður mannsins að hann hefði sagzt hafa dvalið um veturinn í skerinu (skerið var síðan kallað Helgasker) í álfabæ einum í góðu yfirlæti. Hefðu þar allir verið sér vel, en þó hefði hann ekki geta fest þar yndi. Fyrst þegar hann hefði orðið eftir af lagsmönnum sínum í skerinu hefði hann gengið um skerið í eins konar örvilnan og verið að hugsa um að steypa sér í sjóinn og drekkja sér til að stytta hörmungar sínar. En þá sagði hann að til sín hefði komið stúlka fríð og falleg og boðið sér veturvist og sagt að hún væri ein af álfafólki því sem ætti heima í Geirfuglaskeri. Þetta þá hann, en vegna óyndis fékk hann heimfararleyfi sumarið eftir. Þá sagði hann að álfastúlkan hefði sagzt ganga með barni hans og skyldi hann muna sig um að láta skíra það ef hún kæmi því til kirkju þar sem hann væri viðstaddur, en ef hann gjörði það ekki mundi hann gjalda þess grimmilega.
Sumir segja að maðurinn hafi sagt móður sinni frá þessu einhvern tíma einslega um sumarið; sumir segja að han hafi gjört það um leið og hann gekk um á Melabergi frá kirkjunni seinast, en sumir segja að hann hafi sagt það einhverjum trúnaðarmanni sínum öðrum. En ekki er þess getið hvers vegna hann brá út af skipun álfkonunnar með barnsskírnina.
En nú víkur aftur sögunni til Rauðhöfða. Hann tók sér aðsetur í Faxaflóa og grandaði þar mönnum og skipum svo engum var óhætt í sjó milli Reykjaness og Akraness. Varð það fjarskinn allur sem hann gjörði illt af sér í skipsköðum og manntjóni, en enginn gat að gjört eða stökkt óvætti þessum burtu, og áttu margir um sárt að binda af hans völdum þó ekki séu þeir nafngreindir neinir sem hann drap eða tölu hafi verið á þá komið. Upp á síðkastið fór hann að halda til á firðinum milli Akraness og Kjalarness og er sá fjörður því síðan kallaður Hvalfjörður.
Þá bjó gamall prestur í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd; hann var blindur, en þó ern að öðru leyti. Hann átti tvo syni og eina dóttur. Voru systkini þessi öll uppkomin þegar hér var komið sögunni og hin efnilegustu og ann faðir þeirra þeim mjög. Prestur var forn í skapi og vissi jafnlangt nefi sínu. Synir hans reru oft út á fjörðinn á báti til fiskjar. En einu sinni urðu þeir fyrir Rauðhöfða og drekkti hann þeim báðum. Presturinn faðir þeirra heyrði að synir sínir væru drukknaðir og svo af hvers völdum. Féllst honum mikið um sonamissinn.
Litlu síðar einn góðan veðurdag biður hann dóttur sína að koma og leiða sig niður að firðinum sem er þaðan ekki alllangt frá bænum. Hún gjörir svo, en prestur tekur sér staf í hönd. Staulast hann nú með tilhjálp dóttur sinnar ofan að sjónum og setur stafinn fram undan sér út í flæðarmálið og styðst svo fram á hann. Spyr hann þá dóttur sína hvernig sjórinn líti út. Hún segir hann vera spegilfagran og sléttan. Að lítilli stundu liðinni spyr karl aftur hvernig sjórinn líti út. Stúlkan segir að utan fjörðinn sjái hún koma kolsvarta rák líkt og stórfiskavaður ösli inn fjörðinn. Og þegar hún sagði rák þessa komna nærri á móts við þau biður prestur hana leiða sig inn með fjörunni og gjörir hún það. Var röstin jafnan á móts við þau og gekk það uns komið var inn í fjarðarbotn. En þegar grynna fór sá stúlkan að röstin stóð af ákaflega stórum hval sem synti beint inn eftir firðinum eins og hann væri rekinn eða teymdur. Þegar fjörðinn þraut og þar kom að sem Botnsá kemur í hann bað klerkur dóttur sína að leiða sig upp með ánni að vestanverðu. Hún gjörði það og staulaðist karlinn upp fjallshlíðina með ánni, en hvalurinn öslaði einatt hér um bil jafnframt þeim upp eftir ánni sjálfri, og var honum það þó örðugt mjög sökum vatnsleysis.
En þegar inn kom í gljúfrið sem áin rennur um fram af Botnsheiði þá urðu þrengslin svo mikil að allt skalf við þegar hvalurinn ruddist áfram, en þegar hann fór upp fossinn hristist jörðin umhverfis eins og í mesta jarðskjálfta. Af því dregur fossinn nafn og heitir síðan Glymur og hæðirnar fyrir ofan Glym eru síðan kallaðar Skjálfandahæðir. En ekki hætti prestur fyrr en hann kom hvalnum alla leið upp í vatn það sem Botnsá kemur úr og síðan er kallað Hvalvatn.
Fell eitt er hjá vatninu og dregur það einnig nafn af atburði þessum og er kallað Hvalfell. Þegar Rauðhöfði kom í vatnið sprakk hann af áreynslunni að komast upp þangað og hefur síðan ekki orðið vart við hann, en fundist hafa hvalbein mjög stór-kostleg við vatnið og þykir það vera sögu þessari til sannindamerkis. – En þegar prestur var búinn að koma hvalnum fyrir í vatninu staulaðist hann heim aftur með dóttur sinni og þökkuðu honum allir vel fyrir viðvikið.“
Í sögunni um Faxa, sem er um sama efni, segir að „þegar upp komust svik mannsins varð hann óður og steypti sér í sjóinn og breyttist í hrosshveli og kölluðu menn hann Faxa. Af því nafni dregur Faxaflói nafn sitt. Drap tvo syni manns er kunni jafnlangt nefi sínu. Var Faxi rekinn í Hvalvatn þar sem síðan fundust hvalbein til sannindamerkis um þessa atburði.“
Vatnshólavarða sést í vestri, bæði há og stór. Í viðbótarörnefnalýsingu fyrir Fuglavík skráða eftir Sigurði Jónssyni kemur m.a. eftirfarandi fram um Vatnshólavörðu, selstöðu og fleira í Miðnesheiði: „Langt uppi í haglendinu eru Selhólar, sem lentu í flugvallarlandinu. Markahóll er grasi gróinn hóll upp í heiði á merkjum móti Melabergi. Vatnshólavarða er í brún frá bæ séð. Þar eru margir hólar, Vatnshólar, og draga nafn af Melabergsvötnum.“ Varðan er m.a. mið inn í Má

Melaberg

Tóft við Melaberg.

sbúðarvör; í Másbúðarvörðug Vatnshólavörðu í Keili.
Melabergsleiðin (Hvalsnesgatan) innan varnarsvæðisins er vel vörðuð þegar komið er upp að og fyrir ofan Melabergsvötn. Þar taka við Efrivötn, mun minni, en ofan við þau þarf að fara í gegnum gat á varnargirðingunni. Venjulega er gatið lokað, en af og til reynist það opið. Annað gat er á girðingunni efra, þ.e. á henni austanverðri. Það er þó oftar lokað en hið neðra.
Götunni var fylgt með augunum þar sem hún liðast upp eftir heiðinni. Norðan við hana er vetrarleiðin, vel vörðuð óröskuðum vörðum.
Austar blasir Vatnshólavarða við. Hún var mun hærri hér áður fyrr, enda lengi notuð sem siglingarvarða í Másbúðarsundið og sem mið af sjó.
Norðar sjást Selhólar, en vestur undan þeim eru tóftir, Fuglavíkursel, sem og gróin fjárborg. Glæsir er ofar og austar, oft nefndur Efri-Glæsir. Neðri-Glæsir mun vera skammt neðar. Þeir, sem fara þurftu um heiðina, töldu sig stundum verða var við draugagang við Glæsi, og sumir beinlínis lögðu lykkju á leið sína til að forðast staðinn, einkum eftir að rökkva tók. Nafnið er til komið eftir að maður, sem átti leið um, lenti þar í miklum ljósagangi.
Á leiðinni, skammt vestan Melabergsvatna, eru hólar að norðanverðu. Þeir heita Smjerhólar. Ofar eru Melabergsvötnin. Þar segir sagan að Tómas nokkur frá Bursthúsum hafi drukknað er hann var að fara yfir brú á vötnunum á 17. öld. Tómasarhóll heitir hóll með fuglaþúfu á nokkur norðaustar í heiðinni, skammt frá horni varnargirðingarinnar. Óvíst er þó að sá hóll tengist atburðinum þótt um sama nafn sé um að ræða.
Norðan við Tómasarhól sést í helsta kennileitið í Miðnesheiði ofan við Norðurkot; Efrivörðu. Sigurður Eiríksson í Norðurkoti hefur hlaðið vörðuna upp ásamt kunningja sínum Guðmundi Sigurbergssyni. Þeir hafa og hlaðið upp nokkrar aðrar nafnkunnar vörður í heiðinni.
Önnur varða, sem þeir hlóðu upp, er Dauðsmannsvarða, sem er allnokkru austar, fast utan við varnargirðinguna. Sú varða tengist sögn um mann frá Bæjarskeri, sem varð þar úti eins og svo margir aðrir á leið þeirra frá kaupmanninum í Keflavík. Milli þessara varða er Reykhóll.
Skammt ofan Melabergsvatna er Ólafsvarða. Ólafsvarða er kennd við Ólaf nokkurn, sem varð þar úti. Margar skráðar heimildir eru til um mannskaða á Miðsnesheiði. Má nefna að á u.þ.b. 40 ára tímabili á 19. öld urðu þar um 60 menn úti á leið þeirra um heiðina.
Leiðin liggur yfir að því er virðist gamlan árfarveg, svonefnda Melabergsá. Utan við hana eru nokkrir steina á lágu hloti. Í lýsingu Magnúsar Þórarinssonar: „Leiðir, lendingar og örnefni á Miðnesi; – Melaberg“, Frá Suðurnesjum. Frásagnir frá liðinni tíð, sem Félag Suðurnesjamanna gaf út í í Reykjavík, 1960, bls. 131-133, segir m.a. um neðanvert svæðið nálægt Melabergi: „Upp af Skjólgarðsbökkum, norðan við Melabergsá ofanverða, eru tveir stórir klettar með 3—4 faðma millibili; heita þeir Melabergsbræður, en í daglegu tali stytt í „Bræður“. Um 20—30 föðmum austar er einn steinn af sömu stærð og líkri lögun; heitir hann Smali.
Milli þessara einstæðu kletta eru nokkrir tugir smærri steina, sem eru öðru vísi en annað grjót á þessum slóðum. Þeir eru sléttir, ljósir að lit, líkir að stærð og lægri í vesturendann. Ef á að lýsa þeim nánar, þarf að hafa sömu aðferð og þegar skoðað er gott málverk, en það er: að vera í hæfilegri fjarlægð og horfa á þá frá réttri hlið.
Bezt er að standa spölkorn fyrir sunnan þá eða suðaustan og hugsa sér Suðurnesjaveðráttu, útsynning með hryðjum eða éljum. Er þá ekki öðru líkara en að þarna sé fjárhópur og snúi allar „kindurnar“ í veðrið og séu að bíta. Enda segir gamla sögnin, að Melabergsbræður, ásamt með sauðamanni og búsmala, hafi þarna dagað uppi um eina fagra sólarupprás einhvern tíma í fyrndinni.
Margar og miklar sögur hafa gengið frá Melabergi og Melabergsmönnum; eru nokkrar þeirra skráðar í þjóðsögum. Það var í munnmælum, á unglingsárum mínum, að Melaberg hafi einhvern tíma áður verið stórbýli með 50 hurðir á járnum, aðrir sögðu 80 og einstöku maður komst upp í hundrað. Enginn hefir þó getað sagt, hvar þennan fróðleik er að finna. Það kynni þá helzt hafa verið á búskapartíma þeirra, er nú standa sem steinar og heita Melabergsbræður. Kongl. Majestat keypti eitt sinn Melaberg af Guðmundi nokkrum. Varla hefir það verið stórbóndi, fyrst titillinn er ekki annar en „nokkrum“, því titlum og kenninöfnum var vel haldið til haga fyrr á tímum, enda jörðin þá einkum keypt til þess að vera bithagi fyrir Lönd og Másbúðir. Sögurnar frá Melabergi eru ærið þjóðsagnakenndar og bera það raunar með sér að vera hugarfóstur eitt og ekkert annað.“

Áður en komið er niður á núverandi þjóðveg að Stafnesi má sjá tóftir húsa vestan við grashæðir. Um eru að ræða fjárhús frá Lindarbæ, sem var áður bær norðvestan Melabergs.
Þegar komið er norður fyrir Stafnesveg liggur gamla gatan þar til vetsurs, áleiðis að Hvalsnesi. Hún sést vel í móanum til að byrja með, en síðan taka við nýlegri garðar og ræktuð tún. Þar hverfur hún undir hvorutveggja. Það er því ekki um annað en að ganga ofan (utan) garða það sem eftir er leiðarinnar.
Hvalsnes er bær og kirkjustaður milli Sandgerðis og Stafness. Hvalsnes var fyrrum prestssetur og útkirkjur í Kirkjuvogi og Innri-Njarðvík. Hvalsnesprestakall var lagt niður 1811 og Hvalsnes og Kirkjuvogskirkjur lagðar til Útskála. Á Hvalsnesi var kirkja helguð guði Maríu guðsmóður, Ólafi konungi og, heilagri Katrínu og öllum guðs heilögum mönnum. Núverandi kirkja var reist á árunum 1886-1887 og vígð á jóladag 1887. Hún er hlaðinn úr tilhöggnum steini. Steinsmiðurinn var Magnús Magnússon múrari í Garði, en hann féll frá áður en verkinu lauk, drukknaði í Varaós ásamt tveim mönnum er þeir voru að koma Reykjavík 20. mars 1887. Þá tók við Stefán Egilsson múrari í Reykjavík og lauk hann verkinu. Yfir trésmíðinni var Magnús Ólafsson úr Reykjavík. Það var Ketill Ketilsson í Kotvogi sem lét reisa kirkjuna. Frægastur prestur á Hvalsnesi er sennilega Hallgrímur Pétursson. Hvalsneskirkja var vel byggð og hefur fengið gott viðhald með gagngerum endurbótum. Traustleg og tignarleg er hún þar sem hún rís með sínum fagurhlöðnu veggjum og ber hátt í Hvalsnestúni. Sú er trú á kirkjunni að aldrei farist skip á Hvalsnessundi fyrir opnum kirkjudyrum.
Í Hvalsneshverfi voru áður fyrr í byggð 6-7 bæir með 30-40 manns og langtum fleiri á vertíðum. Hvalsnesvör var mikill útgerðarstaður. Reru þaðan skip frá 5 bæjum og þar voru mörg og myndarleg sjávarhús.
Hvalsnesvegurinn er mjög falleg gönguleið af gamalli þjóðleið að vera. Hún er heil langleiðina milli Hvalsness og að byggðinni ofan Keflavíkur að undanskildum stuttum köflum næst Hvalsnesi og neðan Melabergsvatna. Mikilvægt er að vernda það sem eftir er af götunni og gera hana aðgengilega leið fyrir áhugasamt fólk. Það tekur t.d. ekki nema 1 1/2 – 2 klst að ganga frá Keflavík að Hvalsnesi, ef op væri á varnargirðingunni. Ekki er óeðlilegt að á hana verði sett opnanlegt (læst) hlið, sem hægt væri að fá aðgang af sérstökum tilefni. Góð kvöldganga, með sólina í fangið, og kvöldroðann framundan gæti orðið eftirmynnileg ferð um þetta annars kennilausalitla heiðarsvæði. Þó má af framangreindri lýsingu sjá að ýmislegt ber þar fyrir augu, sem vert er að gaumgæfa betur, gatan sjálf, seltóftir, vörður, sagnarík holt, vötn og þjóðsagnakenndir staðir.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Heimildir m.a.:
-http://fridur.is/safn/285
-nat.is
-Sigurður Eiríksson, Norðurkoti.
-Magnús Þórarinsson: „Leiðir, lendingar og örnefni á Miðnesi; – Melaberg“, Frá Suðurnesjum. Frásagnir frá liðinni tíð, Félag Suðurnesjamanna í Reykjavík, 1960, bls. 131-133.
-Örnefnaskrár fyrir Fuglavík, Melaberg, Hvalsnes og Keflavík.
-Örnefni við Keflavík á Rosmhvalanesi (Suðurnesjum), [Vélritað upp úr ritinu Faxa 1967 (janúar hefti ?) af Skúla Þór Magnússyni], eftir Ragnar Guðleifsson kennara í Keflavík.
-Árbók FÍ. 1984, bls. 35.

Hvalsnesleið

Hvalsnesleið.

Grindavík

„Þessi mynd er tekin þar sem nú er innsiglingin í Grindavíkurhöfn.
Því myndu fáir trúa að nú sigla þarna um 2000 lesta skip. Grindavik-os-1Myndin er tekin árið 1939 af Einari Einarssyni og sýnir hvernig byrjað var að grafa rennuna inn í Hópið. Um þetta segir Tómas Þorvaldsson á þessa leið í Sveitastjórnarmálum: „Sumarið 1939 var verið að vinna fyrir fjárveitingu, sem fékkst til lendingarbóta á Járngerðarstaðavík. Verkið varð dýrara en ætlað var, og m.a. kom þar til svokallað sexauramál, sem var vísitöluuppbót á kaup. Yfirverkstjórinn var úr Reykjavík, en honum til aðstoðar var faðir minn, Þorvaldur Klemensson, og kom það stundum í hans hlut að fara með flokkinn til vinnu. Dag einn, þegar verkstjórinn var forfallaður, fór flokkurinn á stórstraumsfjöru með þau verkfæri, sem menn höfðu í höndum, og byrjuðu að grafa í kambinn. Grafið var, þar sem malarkamburinn milli Hópsins og sjávar var lægstur, og hét þar Barnaós. Verkfærin voru haki og skófla, og öllu efni, sem upp kom, var ekið á hjólbörum eftir sliskjum upp á kambinn. Undir malarkambinum var moldarbakki, og unnu þá tveir menn með sömu skóflunni, með þeim hætti, að annar stakk, en hinn dró upp með bandi, sem fest var niður við skóflublaðið. Þá var notuð spiss-skófla með löngu skafti. Eftir sumarið gátu bátarnir flotið inn um hálffallinn sjó, og varð þá úr sögunni hin erfiða setning bátanna upp í naustin, því að þeir fóru að lokinni affermingu inn í Hópið og lágu þar inni til næsta róðurs.“ — Af hverju stafaði nafnið Barnaós? „Sagan hermir, að á 17. öld hafi bændur í Járngerðarstaðahverfi grafið þarna inn rennu fyrir lausakaupmenn.

grindavik-os-3Árið 1702 er sagt, að maður nokkur hafi farið með tvö börn til þangskurðar á svæði, sem lá milli tveggja útfallanna, vestri og eystri óss. Þegar flæddi, lokuðust þau inni, börnin drukknuðu, en maðurinn bjargaðist á hripi. Sagan segir, að upp úr þessu hafi verið gerð fyrirhleðsla við annan ósinn, og víst er um það, að þegar við grófum þarna á árinu 1939, komum við niður á hlaðinn vegg, sem tók manni í mitt læri. Bendir það til, að saga þessi sé sönn. Einnig mun fé hafa flætt þarna.
Grandinn mun hafa verið gömul kirkjuleið úr Þórkötlustaðahverfi út í Staðarhverfi, þar sem var kirkja til ársins 1909.“

Heimild:
-Sjómannadagsblaðið, 39. árg. 1976, 11. tbl. bls. 11.

Grindavík

Grindavík.

Austurleið

Ætlunin var að reyna að rekja syðri Austurleiðina (Hellisheiðargötuna) frá Elliðakoti upp fyrir sunnanvert Lyklafell að austan. Nyrðri leiðin var rakin nýlega, en bæði skv. heimildum og gömlum kortum lá gata einnig niður í Lækjarbotna frá gatnamótum Dyravegar norðaustan Lyklafells um svonefndan Strangarhól.

Varða

Gatan liggur upp sneiðing Elliðakotshlíða og liðast síðan upp heiðina með stefnu suður fyrir Stangarhól. Þar liggur gatan suður fyrir hólinn og ofan við hóla suðaustan við hann. Við Stangarhól koma nokkrar fjárgötur ofan af heiðinni með stefnu niður að Fóelluvötnum. Gatan liggur síðan norðan við Fóelluvötn með stefnu á suðaustanvert Lyklafell, norðan Lyklafellsáar. Þar skammt ofar sameinast hún Dyraveginum. Gatnamót eru bæði norðaustan við fellið og önnur skammt austar.
Gatan er vel greinileg, en greinilega hefur gróið yfir hana á köflum. Vörðubrot eru við götuna á nokkrum stöðum.
Á leiðinni var ástæða til að rifja upp fróðleik um Fóelluvötn sem og jarðsögu svæðisins.
Gatan
Efri- og Neðri-Fóelluvötn eru sunnan við Lyklafell og austan við Vatnaás í núverandi landi Kópavogs, samsafn smátjarna og polla í grennd við Sandskeið, kringum þjóðveg 1 ofan við Reykjavík. Vatnasvæðið virðist hafa tilheyrt Vilborgarkoti og Helliskoti (Elliðakoti) samkvæmt Jarðabók Árna og Páls en báðar þessar jarðir eru þar skráðar í Mosfellssveit. Í Jarðabókinni er talað um óvissu í þessum efnum, sérstaklega varðandi Vilborgarkot sem þá, í byrjun 18. aldar, hafði lengi verið í eyði. Ábúendur Helliskots (Hellirskots) í Mosfellssveit og Hólms í Seltjarnarneshreppi höfðu þá lengi nýtt land Vilborgarkots. Frá þessum tíma er því ruglingurinn kominn um nýtingu Vilborgarkotslands. Í Jarðabókinni er sagt að jörðin Vilborgarkot gæti aftur byggst upp og þyrfti þá greinilega að skoðast hve vítt landeign þessarar jarðar verið hefði sem kunnugir menn meina að ekki hafi verið alllítið (Jarðabók III:287-288).

Gatan

Þorvaldur Thoroddsen nefnir vötnin Fóelluvötn. Hann segir malar- og grjótfleti þar myndaða af vatnsrásum frá Lyklafelli. Fóelluvötn flæða yfir stórt svæði í leysingum en á sumrin er þar oftast þurrt. Sæluhús var byggt við Fóelluvötn um 1835 af Jóni hreppstjóra á Elliðavatni upp á eigin kostnað en síðan var skotið saman 50 ríkisdölum því til viðhalds (Þorvaldur Thoroddsen 1958 I:125). Tryggvi Einarsson frá Miðdal nefnir vatnið Tóhelluvatn (sjá örnefnalýsingu Elliðakots í Örnefnastofnun Íslands).

Gatan

Í Jarðabók Árna og Páls er Fóhölluvot nefnd (ritháttur óviss). Þar segir að engjar séu nær engar heima við bæinn Hólm í Seltjarnarneshreppi en útheyjaslægjur brúkaðar þar sem heita Fóhölluvot (Jarðabók III: 283). Aftur á móti nefnir Hálfdán Jónsson Fóelluvötn í lýsingu Ölfushrepps 1703.
Fóella er fuglsheiti, oftast kölluð hávella (Clangula hyemalis). Þessi mynd orðsins kemur fyrst fyrir á 17. öld í fuglaþulu: „Fóellan og hænan, hafa öndina væna.“ (Íslenzkar gátur, skemtanir vikivakar og þulur IV 1898:243). Aðrar myndir þessa orðs eru fóerla (Jónas Hallgrímsson), fóvella (Skýrslur Náttúrufræðifélagsins) og e.t.v. fleiri af svipuðum toga. Uppruni er óljós, e.t.v. ummyndun á hávella. Hugsanlegur er einnig skyldleiki við fó- eins og í fóarn. Kjörlendi fóellunnar er votlendissvæði og heiðavötn. Líklegt er því að vötnin séu kennd við fuglinn þótt hann sé þar ekki áberandi lengur. Myndin Tóhelluvatn er að líkindum afbökun, tilkomin sem skýringartilraun á nafni sem hefur annars þótt torkennilegt.

Gatan

Sömu sögu er að segja um Fóhölluvot. Sú þjóðtrú er enn lifandi að há vatnsstaða í Fóelluvötnum að vori boði mikið rigningasumar. Einnig er til sú sögn að til forna hafi runnið á mikil úr Þingvallavatni og hafi hún átt leið um þar sem Fóelluvötn eru nú og náð sjó á Reykjanesi. Kaldá mun eiga að vera leif af þeirri á.
Á Deildará í Múlahreppi A-Barð. er til Fóelluhólmi, einnig skrifað Fóetluhólmi. Fóellutjörn er til í Selvoginum.“ Við Fóelluvötn eru tóftir (sjá meira HÉR).
„Þegar gengið er um Miðdals- og Mosfellsheiði vakna óneitanlega spurningar um hvernig landið myndaðist upphaflega og mótaðist í kjölfarið. Á þessu svæði rís Esjan hæst svo nærtækast er að skoða myndun hennar.

Stangarhóll

Þegar gengið var um svæðið var kjörið tækifæri að taka Esjuna og nágrenni sem dæmi um myndun þess. Öll vötn og allar ár (lækir) í heiðinni voru þurrir.
„Esjan og berggrunnurinn undir Reykjavík, Mosfellssveit og Kjós myndaðist í gosbeltinu sem nú liggur frá Reykjanestá um Þingvallasveit og norður í Langjökul. Í Esju, á svæðinu frá Hvalfirði og austur fyrir Skálafell í Kjalarneshreppi, var eldvirknin stöðug í rúmlega eina Lyklafellmilljón ára frá því fyrir um 2,8 milljón árum. Á þessum tíma voru að minnsta kosti 10 jökulskeið með hlýskeiðum á milli.
Esjan myndaðist vestan til í gosbeltinu og ýttist smám saman frá því til vesturs. Rekhraðinn til vesturs frá flekaskilunum, sem nú liggja um Þingvallasveit, hefur um milljónir ára verið um einn cm á ári, enda stendur heima að vesturendi Esju er um 30 km norðvestan við vestustu virku sprungurnar (gjárnar) á Þingvöllum og í Hengli. Á sama tíma og berggrunnurinn undir Reykjavík, Mosfellssveit og Kjós var að myndast vestan til í gosbeltinu var berggrunnurinn undir Selfossi og Hreppum að myndast austan til í því. Auðvelt er að fá nútímasamlíkingu á Reykjanesskaga með því að hugsa sér að berggrunnurinn undir Reykjavík sé að myndast í Trölladyngju og Sveifluhálsi vestan við Kleifarvatn, og berggrunnurinn undir Selfossi framtíðarinnar sé að myndast í eldstöðvum milli Kleifarvatns og Herdísarvíkur.

Fóella

Einfaldaðar skýringarmyndir, sem sýna hvernig Esja hefur hlaðist upp við eldgos ýmist á hlýskeiðum (þá runnu hraun) eða á jökulskeiðum (þá mynduðust móbergsfjöll við gos undir jöklum). Á fyrstu myndinni renna hraun á þurru landi. Svörtu strikin tákna bergganga, sem eru aðfærsluæðar hraunanna. Eldstöðvarnar eru vestarlega (til vinstri) og lárétt hraunlög hlaðast upp. Á annarri mynd hefur gosvirknin færst austur, jökulskeið er gengið í garð og í stað láréttra hrauna hleðst nú upp móberg í geil í ísnum. Á næsta hlýskeiði hafa eldstöðvarnar enn færst austar. Lárétt hraunlög renna upp að móberginu frá næsta jökulskeiði á undan. Jarðlagastaflinn byrjar að hallast undan þunganum.

Varða

Enn kemur jökulskeið (4. mynd) og nýtt móbergsfjall hleðst upp. Á næsta hlýskeiði ná hraun að renna yfir móbergsfjöllin. Á 6. mynd sést að nú gýs ekki lengur, en rof af völdum ísaldarjökla og veðrunar hefur mótað Esju.
Fyrir tæpum þremur milljón árum var vestasti hluti Esju í vesturjaðri virka gosbeltisins (sem nú liggur um Þingvallasveit). Þetta virka gosbelti teygði sig til norðausturs meðfram Hvalfirði en til suðvesturs yfir Sundin og Vesturbæinn. Á þeim tíma voru þó hvorki Sundin né Hvalfjörður til. Samfellt fjalllendi náði frá hálendinu og miklu lenMyndunarsagangra í sjó fram en nes og eyjar við innanverðan Faxaflóa nú. Þá var stórt eldfjall í Sundunum, en gjástykki teygðust til norðurs um Kjós og suður yfir Mela.
Margt bendir til að stór askja hafi myndast í þessari megineldstöð, Kjalarneseldstöðinni, og mikill fjöldi innskota myndaðist í henni. Stærstu innskotin má nú sjá á yfirborði í Viðey, yst á Kjalarnesi og milli Skrauthóla og Mógilsár.
Gosvirknin færðist smám saman austar, Kjalarnesmegineldstöðin þokaðist til vesturs út úr gosbeltinu en gosvirknin varð mest þar sem Kistufell í Esju er nú. Þá fengu jarðlögin neðst í Kistufelli sinn mikla halla. En ekki leið á löngu þar til gosvirknin var komin austur fyrir Grafardal. Þar myndaðist stórt og myndarlegt eldfjall, Star-dalsmegineldstöðin. Í þeirri eldstöð myndaðist askja álíka stór og Kröfluaskjan. Í henni safnaðist vatn, svipað og síðar gerðist í Öskju í Dyngjufjöllum, en askjan fylltist síðan af gosefnum.

Hvítmura

Þunnfljótandi hraunlög runnu langt vestur úr virka gosbeltinu og mynduðu hinn reglulega hraunlagabunka, sem nú myndar topp Esjunnar allt frá Skálafelli vestur undir Hvalfjörð. Æviskeiði megineldstöðvarinnar í Stardal lauk með líparítgosum undir jökli á bogasprungum umhverfis öskjuna. Glæsilegustu menjar þeirra eldsumbrota eru Móskarðshnúkar, en aldursgreiningar benda til að líparítið í þeim sé um 1,8 milljón ára gamalt.
ELeirtjörnldvirkni færðist enn til austurs, eða öllu heldur megineldstöðina rak vestur úr gosbeltinu og upphleðslu jarðlaga lauk í Esju, Kjós og byggðum hluta Mosfellssveitar. Samfellt fjalllendi náði frá Akrafjalli og Skarðsheiði austur yfir Esju og fellin í Mosfellssveit. Yfir Sundunum og Reykjavík lá meira en þúsund metra þykkur stafli af hraunlögum og móbergi.
Í rúmlega milljón ár eftir að Móskarðshnúkar mynduðust skófu ísaldarjöklar fjalllendið og skáru út það landslag, sem við sjáum í dag. Ekki er vitað um eldvirkni á svæðinu þennan tíma. Ekki er heldur vitað um fjölda jökulskeiða á þessu tímabili, en margt bendir til að jökulskeið gangi yfir Ísland á um hundrað þúsund ára fresti.
Fyrir þrjú til fimm hundruð þúsund árum varð eldgos undir jökli í Mosfellssveit og þá myndaðist GataMosfell. Þá voru dalir Esju svipaðir og í dag og fellin í Mosfellssveit einnig. Á næstu hlýskeiðum runnu þunnfljótandi hraun úr grágrýtisdyngjum í jaðri virka gosbeltisins vestur yfir hið rofna land, þöktu mikið af láglendinu og runnu í sjó fram. Hraunstraumarnir runnu milli Mosfells og Esju, milli Úlfarsfells og Hafrahlíðar, en einkum þó vestur yfir láglendið sunnan Úlfarsfells. Þessi grágrýtishraun mynda Brimnes á Kjalarnesi, yfirborð eyjanna á Sundunum svo og flest klapparholt á höfuðborgarsvæðinu svo sem Grafarholt, Breiðholt, Öskjuhlíð, Valhúsahæð, Digranesháls, Hamarinn í Hafnarfirði og Hvaleyrarholt. Upptök grágrýtishraunanna eru fæst þekkt, en meðal þeirra hafa þó verið Borgarhólar, Lyklafell og Eiturhóll á Mosfellsheiði.
Ef skoðuð er brot af jarðsögu svæðisins má í stuttri samantekt sjá eftirfarandi:

Gata

10 000 ár – Nútími
Sjávarmál fellur úr +40m í –5m (a.m.k.). Land sígur eftir það. Leitahraun og Búrfellshraun renna.

120 000 ár – Síðasta kuldaskeið
Jökull er jafnan í 400-500 m hæð í hlíðum Esju. Jökuljaðar yst á Reykjanesi og úti í Faxaflóa. Móbergsfjöllin á Reykjanesi myndast. Sveiflu­kennd hlýnun í lokin og sjór flæðir á land.

130 000 ár – Síðasta hlýskeið
Dyngjugos á Mosfellsheiði og í Heiðmörk myndar grágrýti í Mosfellsbæ, Breiðholti, Garðabæ, Kópa­vogi og víðar.

Varða200 000 ár – Næst síðasta kuldaskeið
Móbergsfjöll sem nú eru utan gosbeltisins myndast (t.d. Lyklafell) ásamt jökulbergi (t.d. undir Höfðabakkabrú í Elliðaárdal).

210 000 ár – Næst síðasta hlýskeið
Í upphafi tímabilsins myndast setlög í Elliðavogi og víðar. Nokkur dyngjugos (e.t.v. á Valhúsahæð, Engey, Skóla­vörðuholti og Öskjuhlíð) mynda Reykja­víkurgrágrýtið ofan á setinu.“

LeiðinÍ leiðinni var leitað götu sunnar í heiðinni, frá Stangarhól áleiðis niður í Lækjarbotna. Vænlegar götur fundust á tveimur stöðum. Verða tengsl þeirra skoðuð fljótlega. Eða eins og maðurinn sagði: „Róm verður ekki skoðuð á einum degi“.
Ætlunin er og að skoða Dyraveginn á næstunni; frá Dyrafjöllum að Lyklafelli. Vegurinn sá mun torfarinn réttleiðis.
Frábært veður. Gangan tók 6 klst og 6 mín.

Heimildir m.a.:
-visindavefurinn.is
-arnastofnun.is

Lyklafell

Háaleiti

Keflavíkurflugvöllur
Eftirfarandi [hluti úr] grein er framsaga Jóns Tómassonar, flutt á Faxafundi s.l. vetur. Þó að einhverjar tölulegar breytingar hafi átt Haaleiti-231sér stað síðan, taldi blaðstjórn Faxa rétt að birta framsöguna, þar sem hún flytur ýmsan fróðleik, sem lesendur blaðsins kunna að hafa ánægju af að kynnast.
„Þetta hérað [Keflavíkurflugvöllur] nær yfir 9200 ha. — sem var áður algjörlega óræktað heiðarland — sem ríkið tók með lögnámi af landi 5 hreppa: Hafnahreppi, Miðneshreppi, Gerðahreppi, Njarðvíkurhreppi og Keflavík, — og úr landi ca. 30 jarða. Endamörk þessara hreppa námu við Háaleyti og Kölku og hafi nokkrar landamæraerjur verið á þessum háheiðum — 167 fet hæst yfir sjávarmál — þá eru þær nú úr sögunni að eilífu, þar eð enginn veit nú hyrningarsteina þessa lengur.“

Heimild:
-Faxi, 12. árg. 1952, 5. tbl, bls. 70

Kölkuvísur
Kalka-231„Kalka er heiti á landamerkjavörðu sem stóð uppi á Háaleiti, þar nú er Keflavíkurflugvöllur og braggahverfi honum tilheyrandi. Einnig er þess getið til, að hún hafi verið notuð sem innsiglingarmerki á dögum Selstöðukaupmanna í Suðurnesjum. Varðan er sögð verið hvít kölkuð, svo að hún sæist langt að, og hefir hún dregið nafn þar af. Var þessi ævagamla varða við líði, þar til nú á stríðsárunum, að setuliðið jafnaði hana við jörðu. Rekur varðan raunir sínar í eintali því, sem hér fer á eftir.
-H. Th. B.

Eitt sinn var ég ung og fríð,
átti farfan hvíta.
ýmsir þráðu alla tíð
upp til mín að líta.

Oft mér sendi sólin fríð,
signuð ástarskeyti.
Óðal mitt var alla tíð
upp á Háaleiti.

Þar í sæti sat ég ein,
Suðurnesjadrottning.
Margan prúðan sá ég svein
sýna Kölku lotning.

Fá með sína frelsisþrá
fýsti á heiða engin.
Munaraugum mændi ég á
margan smaladrenginn.

Bjuggu menn á brekaströnd,
bezt voru þeirra kynni.
Undra margra lágu lönd
að landhelginni minni.

Viltum mönnum vegum á
vildi ég forða grandi.
Björgun veitti brögnum þá,
bæði á sjó og landi.

Úr mínu sæmdarsæti var
sjónarhringur fagur.
Allt var mér til ununar:
árin, nótt og dagur.

Fjallahringur fagurblár,
fremstur þó og vökull,
yzt á nesi, heiður, hár,
herra Snæfellsjökull.

Kringum Faxaflóann minn,
fjallahæstur var hann.
Geilsabjört hans kalda kinn,
konungsskrúðann bar hann.

Stórveldis kom hingað her,
hertur fítons anda.
Ólmir vildu meina mér
á minni jörð að standa.

Hermenn þustu hingað, en
helgri ró ei skeyttu.
Óli Thórs og Bjarni Ben
björg mér enga veittu.

Hersins vakti harða geð
hrygð, en enga kæti,
sínum vítisvélum með
veltu mér úr sæti.

Byggð var reist við bústað minn,
bæði daga og nætur.
Missa þarna meydóm sinn
margar landsins dætur.

Ljót var þessi bragga byggð,
bylt er jörð og rifin.
Friðarvina viðurstyggð,
válakrafti drifin.

—–
Ég er fallin foldar til,
flæmd úr tilverunni.
Eftir munu skuldaskil
og skark á mínum grunni.“

Ágúst L. Pétursson.

Heimild:
-Faxi, 10. árg. 1950, 1. tbl, bls. 8.

Leiran

Eftirfarandi frásögn Gísla Brynjólfssonar um Leiruna birtist í Lesbók Morgunblaðsins 1966:
leiran-221„Á Suðurnesjum er nú fleira fólk en nokkru sinni. Og þar er meira um að vera en víðast annars staðar á þessu athafnasama landi. Þar er hliðið inn á loftbrúna, sem liggur til umheimsins héðan frá Ægi girtu Islandi, sem svo lengi hefur verið afskekkt, einangrað, yzt á Ránarslóðum.
Það er því ekki nema næsta eðlilegt að margt hafi breytzt í þessum landshluta og sitthvað af því gamla og góða hafi gengið fullkomlega úr skorðum og farið forgörðum í öllum þessum fólksfjölda og fyrirgangi. Það er líka svo að þarna suður á Nesjunum er ein sveit, sem manni finnst bókstaflega vera að týnast — hverfa — líða burt úr vitund fólksins, a. m. k. heyrir maður hana aldrei nefnda á nafn frekar en hún væri ekki lengur til.
leiran-222Hvaða sveit er þetta? Ekki er það Ströndin eða Grindavík, eða Garðurinn, eða Miðnesið, eða Njarðvíkurnar. Nei, en nú er líka ótalin ein sveit Suðurnesja — Leiran — litla sveitin milli Keflavíkur og Garðs. En það ber svo lítið á henni, að maður getur farið þarna oft um án þess að veita henni nokkra eftirtekt. Í Leirunni eru nú aðeins þrír bæir í byggð; stórbýlið Stóri-Hólmur, Reynistaður, sem er nýbýlí á Litla-Hólmi, og landnámsjörðin Gufuskálar. Á þessum bæjum búa innan við 10 manns, svo að það er ekki nema von að Leiran sé horfin í skugga fjölmennisins í Keflavík, sem er að þengja út yfir öll sín gömlu landamerki. Öðruvísi var. Fyrir eina tíð — það eru raunar ekki nema 86 ár síðan — voru þessir staðir, Keflavík og Leira, með nákvæmlega jafnmarga íbúa — 154 — eitt hundrað fimmtíu og fjórar sálir, eftir því sem segir í Suðurnesjaannál sr. Sigurðar á Útskálum.
leiran-228Það ár getur hann „helztu manna, er uppi eru á Suðurnesjum“. Þessa nefnir hann í Leirunni; Ekkja Kristín Magnúsdóttir í Melbæ, kvenskörungur, greind og góðgerðarsöm, hefur þó ekki mikil efni, en verður allt drjúgt í hendi.
Árni Helgason ekkjumaður í Hrúðurnesi, hugvitssamur, vandvirkur smiður, hinn mesti iðju- og erfiðismaður, hreinlyndur, ráðvandur og guðhræddur. Gísli Halldórsson í Ráðagerði, áhuga og atorkumaður, heppinn til sjávarins, í jarðabótamaður.
Á Gufuskálum bjó Pétur Jónsson með hjálpari í Útskálakirkju í 40 ár, sóma- og merkilegur á marga grein.
Gufuskálar eru landnámsjörð Ketils gufu Öriygssonar. En ekki átti það fyrir honum að liggja, eða fólki leiran-232hans, að setja sVip sinn á byggðina í Leirunni. Frá honum segir svo í Egilssögu: „Ketill gufa kom til Íslands, þá er land var mjög byggt. Hann var hinn fyrsta vetur að Gufuskálum á Rosmhvalanesi. Ketill hafði komið vestan um haf af Írlandi. Hann hafði með sér þræla marga írska.
Lönd voru öll byggð á Rosmhvalanesi þann tíma. Réðst Ketill því þaðan á brott og inn í Nes og sat annan vetur á Gufunesi og fékk þar engan ráðstafa. Síðan fór hann í Borgarfjörð og sat þar hinn þriðja vetur Ketill gufa fór síðan vestur í Breiðafjörð og staðfestist í Þorskafirði. Stóri-Hólmur í Leiru er í jarðabók 1861 langhæst metna jörð í Rosmhvalaneshreppi, sem náðí yfir Miðnes, Garð og Leiru. Þá er hún metin á 51.9 hundruð, ásamt þessum hjáleigum: Kötluhóli, Bakkakoti, Litla-Hólmi, Nýlendu, Rófu, Garðhúsum og Ráðagerði.
leiran-233Um aldamótin síðustu var byggð mjög blómleg í Leirunni. Þá áttu þar heima 134 manns á 29 heimilum, 11 eru taldir bændur, hinir tómthúsmenn. Þá gekk þaðan um einn tugur heimaskipa á vetrarvertíð og á vorvertíð fóru þaðan 62 fleytur þegar flest var. En á þessum árum reru fleiri úr Leirunni heldur en Leirubúar. Þar lágu við formenn af Innnesjum, stór-útvegsbændur með skipshafnir sínar og stunduðu sjóinn þaðan, vegna þess hve stutt var á miðin. Sumir þeirra áttu þar verbúðir. Árbækur og annálar bera þess vott að Leiran hefur orðið að gjalda Ægi sinn skatt ekki síður en önnur sjávarpláss.
leiran-223Hér eru nokkur dæmi þess frá síðustu öld;
1830: Fórst skip frá Bakkakoti með 5 mönnum.
1836: Fórst bátur frá Stóra-Hólmi með 3 mönnum.
1863: Fórst bátur úr Leiru með 2 mönnum.
1875: (5. júlí) fórust sex karlmenn og 2 konur úr Leiru, ætluðu í kaupavinnu upp í Borgarfjörð.
1875: (15. okt.) fórst skip úr Leiru með 5 mönnum.
1879: Fórst bátur frá Litla-Hólmi með 4 mönnum.
En frá þessum tíma má minnast á fleira í Leirunni heldur en sjósóknina. Þar var félagslíf og fræðslustofnun, Þar var lagt til baráttu við Bakkus með því að byggja Gúttó, þar sem fundir voru haldnir og samkomur og leikrit sett á svið. Þar var kennt börnum þessarar þéttbýlu sveitar, og svo var byggður skóli úr steinsteypu, og því standa veggir hans enn í dag sem óbrotgjarn minnisvarði um framtak Leirubúa í fræðslumálum meðan sveitin þeirra var og hét.
leiran-234Fyrsti kennari Leiruæskunnar var hinn snjalli hagyrðingur, Ísleifur Gíslason kaupmaður á Sauðárkróki, sem var borinn og barnfæddur í Leirunni. Ekki er hann samt höfundur hinnar alkunnu vísu í söngbók stúdenta:

Hann Árni er látinn í Leiru og lagður í ískalda mold,
og burtu frá sulti og seyru flaug sálin og skildi við hold.
Úr heimi er formaður farinn, sem fram eftir aldregi svaf.
Og nú grætur þöngull og þarinn því hann Árni er pillaður af.

Síðast var kennt í Leiru-skóla árið 1917. Eftir það sóttu börnin fræðslu út í Garð.
Nú yrkir enginn lengúr um Leirubúa, hvorki látna né lifandi. Þar mun skáldunum finnast fátt til um yrkisefnin. Og athafnalífið í Leirunni heyrir líka til liðna tímanum, hann er horfin öld, sem ekki kemur aftur, því allt er orðið breytt, fiskiríið stundað frá fjölmennum plássum, þar sem sjórinn er sóttur á stórum skipum, sem krefjast fullkominna hafnarmannvirkja og önnur aðstaða er í samræmi við það. Þessvegna er lífið í Leirunni að fjara út og dapurt yfir dvínandi byggð. Hinir fáu íbúar sækja atvinnu sina inn í Keflavík eða upp á Völl eins og fleiri Suðurnesjamenn. Varirnar eru orpnar grjóti, spilin fúna uppi á kambi, hjallarnir og fiskhúsin hafa orðið veðrum og vindum að bráð.
Bátarnir horfnir. Raunar liggja hér tvö skip. En þau hvolfa langt uppi á landi. Þau hafa orðið viðskila við hafið vegna þess að enginn maður var eftir til að koma þeim til sjávar. Og hvaða erindi eiga þau líka fram í fjöru þessi skip? Það er enginn sjómaður lengur til í þessu plássi, það er engin vör til a’ð ýta þeim úr, engar árar til að leggja í þeirra keipa, engin rödd til að biðja fyrir þeirra sjóferð. Þess vegna eru þau bezt komin á þurru landi.
Leiran-235En Leiran hefur fengið nýtt hlutverk. Tún hennar hafa verið tekin undir golf, og klúbbur Suðurnesja, sem kennir sig við þessa nóblu íþrótt, er að nema hér land og virðist munu verða þaulsetnari heldur en Ketill gufa forðum daga. Og þar sem fáeinir bændur og fátækir tómthúsmenn börðust fyrir lífinu áður fyrr, þangað aka nú velmegandi borgarar í lúxusvögnum sínum á blíðviðrisdögum um hábjargræðistímann til að fá frískt loft í lungun og liðka stirða limi eftir þreytandi kyrrsetur.“
G. Br.

Í samtali við þá bræður frá Stóra-Hólmi, Guðmund og Bjarna Kjartanssyni, mátti lesa biturð út í forsvarsmenn golfklúbbsins í Leiru. Bæði hafa þeir sýnt þeim bræðrum, sem og systur þeirra, Sigrúnu, ótrúlegan yfirgang með því svo að segja ganga á skítugum skónum yfir tún jarðarinnar að eigendum forspurðum, auk þess sem þeir hafa stórskemmt og jafnvel eyðilagt menningarminjar með ströndinni þegar ruddur var þar upp sjóvarnargarður. T.d. hafa allar varir frá Stóru-Bergvík að Stóra-Hólmi verið eyðilagðar með öllu.

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins, 13. nóvember 1966, bls. 14-15.

Stóri-Hólmur

Stóri-Hólmur.

Stóru-Vogar

Haukur Ólafsson, sendifulltrúi FERLIRs í Lundúnum, semdi eftirfarandi ábendingu: „Ég rakst á þetta í fasteignaauglýsingu um Vogalandið sem virðist, óskipt, vera til sölu!! Þar segir m.a.: Fasteignamiðstöðin Hlíðasmára 17 er með til sölu áhugavert land í Vogum. Um er að ræða óskipt land svonefndra Vogajarða (Vogatorfa) í sveitarfélaginu Vogar (áður Vatnsleysustrandarhreppi) þ.e.a.s. Austurkots, Minni-Voga, Tumakots, Hábæjar, Nýja-bæjar, Stóru-Voga og Suðurkots.

Vegghleðslur

Áætluð stærð 2773 ha. Stóru Vogar er að fornu höfuðbýli og landnámsjörð er áður nefndist Kvíguvogar eftir sækúm er þar gengu á land og náðist ein þeirra í fjós á bænum. Segir sagan að af henni sé komið eitt besta kúakyn á landinu, allar úlfgráar að lit. Landið liggur að hluta til að þéttbýli, miðsvæðis og í þjóðbraut allra sem fara um Reykjanesbraut. Stór hluti mögulegt byggingarland. Nú þegar tilbúið skipulag að nokkrum atvinnuhúsalóðum. Áhugaverð vatnsréttindi. Áhugaverð fjárfesting m.a. vegna legu sinnar í þjóðbraut, en Reykjanesbraut liggur í gegn um landið og það liggur að norðurjaðri Reykjanesbæjar. Hver einasti ferðamaður sem heimsækir Ísland flugleiðina á leið um þetta land. Sá fjöldi nálgast nú 400 þúsund á ári og eru Íslenskir ferðamenn ekki með taldir. Frá Vogajörðunum var stundað útræði um aldir og voru þar oft hundruðir manna í verbúðum á 100-200 bátum af ýmsum stærðum. Undir Vogastapa voru fengsælustu fiskimið við Ísland, amk. á vorvertíð. Var þar oft landburður af fiski og auðgaðist margur á þeim rekstri. Tveir af kunnustu útgerðarmönnum við Faxaflóa, þeir Haraldur Böðvarsson og Geir Zoega hófu sína útgerð í Vogunum og farnaðist báðum vel. Jón M. Waage lét reisa þarna fyrsta steinhús á Íslandi árið 1871. Að verkinu stóð Sverrir Runólfsson, steinhöggvari, sá sami og reisti kirkjuna að Þingeyrum og sjálfa Skólavörðuna. Lítið stendur eftir af þessu merka húsi, nema etv. grunnurinn. Eign fyrir fjársterka aðila.“
Hér kemur fram að í Vogum séu leifar af „elsta steinhúsi á Íslandi, reist 1871“. Það er reyndar ekki alveg rétt, sbr. eftirfarandi, en ætla má að þarna kunni að leynast minjar elsta steinhúss á Íslandi, reist af einkaaðila.
Um miðja 18. öld fóru dönsk stjórnvöld að beita sér fyrir eflingu iðnaðar hér á landi. Konungur styrkti hlutafélagið Innréttingar sem Skúli Magnússon, sem var skipaður landfógeti 1749, stofnaði með öðrum 1751. Aðalaðsetur Innréttinganna var valinn staður í Reykjavík og lagði grunn að þéttbýlismyndun þar.
Skúli Magnússon var einnig aðalhvatamaður þess að byggður yrði embættisbústaður fyrir hann í Viðey hlaðinn úr íslensku grjóti. Í anda upplýsingar voru dönsk stjórnvöld því fylgjandi að byggja hús úr varanlegu efni ef það mætti verða til þess að Íslendingar lærðu að byggja varanlegri hús en torfhús. Dönsk stjórnvöld vönduðu mjög undirbúning framkvæmda sinna. Létu þau hæfustu húsameistara sína teikna þau steinhús sem reist voru hér og sendu iðnaðarmenn hingað til lands til að vinna við og hafa umsjón með bygginga-framkvæmdum og kenna Íslendingum hið nýja verklag.

Vegghleðslur

Þau steinhús sem dönsk stjórnvöld reistu á 18. öld voru Viðeyjarstofa 1753-55, Hóladómkirkja 1757-63, Bessastaðastofa 1761-67, Nesstofa 1761-63, fangahúsið í Reykjavík (Stjórnarráðshúsið) 1765-70, Viðeyjarkirkja 1766-74, Landakirkja á Heimaey 1774-78, Bessastaðakirkja 1777-1795 og dómkirkjan í Reykjavík 1787-96.
Þegar ráðist var í byggingu dóm- og hegningarhúss við Skólavörðustíg í Reykjavík árið 1871 var ákveðið að fela Klentz verkið. Sverrir Runólfsson hafði sóst eftir að byggja húsið eftir aðferð sinni en aftur var Bald falið að annast smíði hússins. Var húsið reist eftir aðferð Sverris úr ótilhöggnum hraunhellum. Þetta er sama árið og steinhúsið að Stóru-Vogum var reist. Sverrir mun því hafa tekið að sér þá framkvæmd í staðinn og gæti hún því verið elsta steinhús hér á landi í einkaeign, eins og fram hefur komið. Það eitt eykur verðgildi minjanna að Stóru-Vogum til muna.
Og þá var bara að fara á vettvang. Þegar málið var borið undir Viktor Guðmundsson, sendifulltrúa FERLIRs í Vogum, brá hann þegar upp heimildum um húsið, skráðar af afa hans, Guðmundi Björgvini Jónssyni (Mannlíf og mannvirki í Vatnsleysustrandarhreppi). Hjá honum kemur fram Sverrir Runólfsson hafi reist steinhús fyrir Jón. M. Waage í Stóru-Vogum árið 1871. Húsið hafi verið hlaðið úr grjóti með íverurisi. Árið 1912 er síðan byggt nýtt timburhús á staðnum og er steinhúsið notaður sem grunnur þess.
Við skoðun á leifum bæjarins að Stóru-Vogum mátti glögglega sjá handbragð Sverris á hleðslunum. Greinilega mátti sjá hleðslur útveggja steinhússins sem og stéttar og nálægar stallhleðslur. Þegar timburhúsið, sem nú er horfið, var byggt ofan á steinhúsið og það þá notað sem kjallari þessi, hefur verið steypt bæði innan og utan á hleðslurnar og tröppur steyptar upp í timburhúsið við suðvesturhornið, auk þess sem milliveggur hefur verið steyptur í kjallarann. Ef grannt er skoðað má sjá  á einum stað steinhlaðinn boga á austurvegg kjallarans (steinhússins), sem var eitt af einkennum Sverris. Þrátt fyrir að þetta elsta steinhús í einkaeigu á Íslandi hafi síðar verið notað sem kjallari timburhúss má en glögglega sjá handbragð byggingarmeistarans, bæði á veggjum og aðliggjandi hleðslum.

Stóru-Vogar

Steinhúsið í Stóru-Vogum er líklega eina verk Sverris fyrsta steinsmiðs á Íslandi sem enn stendur. Hér koma smáupplýsigar fengna úr skýrslu sem Egill Hallgrímsson í Minni-Vogum og annar maður gerðu um bygginguna árið 1872, en þá var húsið ekki að fullu byggt:
„Kjallari – bogagluggi á hvorri hlið.
Stofuhús – Tilhögun húsa á gólfi. 2 afþiljuð hús, jafnlöng til begja enda hússins, með 2 gluggafögum til hvors gafls og sitt fag hvorumegin við suðurdyr á hliðinni og sinn glugginn hvorumegin við norðurdyr og gluggahol eru öll bogahlaðin. Gangr er eptir miðju 2 1/2 al. Bogagluggi yfir dyrum. Í vesturenda er veðr. afdeiling, stofuhús, svefnkames og búr. Þessi verelsi og dyr eru með 4 vængjahurðum plægðum og á að verða með 7 fyllingahurðum húsið niðri (sumar gjörðar).
Á lopti 2 afþiljuð hús jafnstór. Sitt gluggafag á hverjum gafli.
Þak hellulagt. Einn orn á lopti og 2 fyllingahúrðir.
ÍBogahleðsla þakið fóru 4000 skífur.
Hæð kjallara 2 og 1/2 al., stofuhús vegghæð undir lopt 3 al. – 15 þml. og gaflhæð 4 og 1/2 al.“
Skýrslunni fylgir einnig kostnaður við bygginguna.
Húsið hefur verið sagt fyrsta steinhúsið í bændaeigu á landinu, byggt af fyrsta íslenska steinsmiðnum. Þá hefur útlit hússins með alla þessa bogadregnu glugga verið glæsilegt.
Það mætti því að ósekju geta þessum minjum meira vægi en gert hefur verið, t.d. með merkingum, hreinsun með hleðslum o.fl. er gætu gert þær ásjálegri en nú er.
Íslensk byggingarlist er um margt sérstæð. Hún er samofin baráttu þjóðarinnar við náttúruöflin, aðlögun að erfiðum aðstæðum og skorti á byggingarefnum framan af öldum. Erlendra áhrifa fer að gæta hér að ráði um miðja 18. öld með byggingu timburhúsa og steinhúsa. Síðan þá hafa erlend áhrif verið mikil hér á byggingar-list en jafnvægis verið leitað með aðlögun hinna erlendu áhrifa að íslenskum aðstæðum.
Búið var í íbúðarhúsinu að Stóru-Vogum til 1940. Það var rifið 1964.

Heimildir m.a.:
-Ágrip íslenskrar húsagerðarsögu fram til 1970 – Guðmundur L. Hafsteinsson, arkitekt FAÍ.
-Viktor Guðmundsson, Vogum.
-Guðmundur Björgvin Jónsson f. 1913: Mannlíf og mannvirki í Vatnsleysustrandahreppi.
-Eyjólfur Guðmundsson.

Elsta steinhúsið

Selatangar

Svonefndar „gatvörður“ hafa valdið mönnum heilabrotum um langa tíð.
Sjá má nokkrar slíkar á Reykjanesskaganum. Ein helsta kenningin hefur verið Gatvarða ofan við Merkines - sú að þær eigi sér skírskotun til sambærilegra mannvirkja í Norður-Ameríku og hefðu því bæði verið hlaðnar af sama fólkinu beggja vegna Atlantshafsins og/eða gegnt sambærulegu hlutverki. Hvert fólkið var eða hvaða hlutverki þær áttu að hafa þjónað hefur hins vegar ekki verið útskýrt af neinu viti.
Ef litið er á þessar gatvörður á Reykjanesskaganum má a.m.k. telja eftirfarandi:
a) Ofan við Merkines eru tvær gatvörður. Í örnefnalýsingu fyrir Hafnir segir m.a. um þessar vörður: „Landið á hægri hönd, að Merkinesvör, er nefnt Flatir(nar). Þá er komið að hringmynduðum grjótgarði á vinstri hönd. Það heitir Innstigarður. Upp frá Innstagarði liggur breitt lægðardrag allt upp að Norður-Nauthólum og kallast einu nafni Merkineslágar. Skammt upp frá Innstagarði er gróin laut og við vesturbrún hennar eru gamlar rústir og stór varða með gati neðst er þar hjá. Þetta er kallað Strákur. Nokkuð langt ofar er lítil varða á klapparhorni, sem heitir Stelpa.“ Í örnefnalýsingu fyrir Merkines er einig getið um vörðurnar: „Neðst í Merkineslágum er grjótvarða, hlaðin þannig, að neðst eru tveir stólpar og svo einn upp úr. Þetta er mjög gömul varða og ágætlega hlaðin. Hún heitir Strákur. Nokkuð ofar er lítil varða á kletti, sem nefnd er Stelpa. 

Varða ofan við gömlu Hafnir - Systur

Þarna eru allmargir smáhólar. Meðan þetta land var meira nytjað, hafa örugglega margir þeirra haft nöfn, sem nú eru glötuð.“ Í örnefnalýsingu fyrir Kalmannstjörn segir einnig um þessar vörður: „Dálitlum spöl ofar er sérkennilegur klapparhóll, áþekkur gömlum torfkofa í laginu. Hann heitir Bæli, mikið notaður sem mið, bæði við leiðir og lendingar og eins á grunnamiðum. Þar, en ofar eru tvær vörður með litlu millibili á klöppum og heita þær Systur. Til suðausturs upp frá Kalmanstjörn er holt, sem liggur frá suðvestri til norðausturs, og nokkru hærra til norðausturs, með vörðubroti á, svo sem 1 km frá bænum; það heitir Merarholt.“
Við svonefndan Prestastíg (nýnefna) eru tvær gatvörður utan í efstu brúnum (Presthól) ofan Hundadals. Í örnefnalýsingu fyrir Hafnir segir m.a. um þessa leið (ekki er getið sérstaklega um vörðurnar): „Til norðurs er nokkuð stór grjót- og klapparhóll skammt upp frá gjánni. Hann heitir Markhóll. Til norðvesturs er feikistór hóll upp af gjárbarminum og heitir hann Presthóll.  Meðfram honum lá hestagata frá Kalmanstjörn og undir Haugum til Grindavíkur. Vegur þessi var varðaður og standa margar vel enn í dag.“

Varða við Presthól

Í örnefnalýsingu fyrir Kalmannstjörn af sömu leið er ekki heldur getið um þessar „afbrigðilegu“ vörður: „Vestan við Tjaldstæðagjá, sem fyrr er nefnd, er hrauntangi. Þar á er hæð, sem heitir Presthóll og var á leið Grindavíkurklerka, er þeir voru á ferð. Haugur er hæð, sem er sunnarlega, vestur af Haugsvörðugjá.“
Á Mosfellsheiði eru tóftir sæluhúss vestan í Háamel. Í örnefnalýsingu fyrir Mosfellsheiði segir: „Sunnan undir Háamel var eitt sumar, eða tvö, fyrir rúmum 20 árum lítill veitingaskúr, er danskur maður átti og nefndi Heiðarblóm. Sjást þess nú nálega engin merki, að þar hafi mannabústaður verið. Þar suðvestur af taka við sléttir melar, Borgarhólamelar, og hallar úr því nokkuð jafnt niður í byggð í Mosfellssveit. „Heita þar Seljadalsbrúnir, löng leið og heldur tilbreytingalítil. Er þá Grímmannsfell allfjarri til hægri handar, en Efri-Seljadalur milli þess og heiðarinnar.“ Gatvarðan skammt vestar virðist ekki hafa verið í frásögu færandi. Reyndar eru vörður á þessari leið eitt allsherjar samansafn af öllum helstu vörðutegundum landsins.
Við Vestari rekagötuna milli Selatanga og Ísólfsskála er falleg gatvarða. Einnig á samhengisslausum stað í Strandarheiði ofan við Vatnsleysuströnd. Tvær gatvörður, annars vegar við hina fornu Hvalsnesleið og hina nýju Reykjanesbraut virðast vera æði nýlegar og vera dæmigerð sköpunarverk höfundanna. Þessar vörður, þótt nýlegar séu, gefa jafnframt góðar vísbendingar um tilurð þeirra, sem eldri eru, sem og annarra sambærilegra vestanhafs.

Varða við Reykjanesbraut - nú horfin

Fyrr á tímum voru bændur skuldbundnir til tiltekinnar þegnskylduvinnu. Yfirvaldið ákvað verkefnið, sem gat verið í formi vegghleðslna, gatnagerðar eða vörðuhleðslu, svo eitthvað sé nefnt. Þannig þurfti sérhver bóndi að leggja sitt af mörkum tiltekinn tíma á hverju ári – endurgjaldslaust. Sýslumenn, hreppsstjórar, prestar og læknar gengu í sama skólann, tengdust vinarböndum og tryggðarfestum til lengri framtíðar. Prestarnir virðast hafa haft afgerandi áhrif á vinnuframlagið, sbr. vetrarleið Hvalsnesgötunnar, en þá götu fór presturinn í Hvalsnesi, Hallgrímur Pétursson, jafnan milli vinnustaðarins og heimilisins að Bolabás í Ytri-Njarðvík á 17. öld. Helsta öryggisáhugamál prestanna var að komast lifandi milli kirkjustaða, sem þeim var ætlað að þjóna, einkum í víðsjálegum verðum að vetrarlagi.

Af framangreindum gatvörðum má draga tvenns konar ályktanir; annars vegar þá að einstaka áræðnum bónda hafi ofboðið ánauðin og ákveðið að tjá hug sinn til hennar. Í stað þess að hlaða hefðbundna forskrifaða vörðu (60×60 og 120 að hæð) hafi hann viljað vekja athygli á þurfalinginu. Dagsverkið hefur eflaust verið ca. tvær fullhlaðnar vörður og skýrir það vel gatvörðurnar tvær við Presthól. Afurðin hefur í framhaldinu án efa vakið mikið umtal á þeim tíma, enda vörðurnar ólíkar öllum öðrum hefðbundum við stíginn. Ef til væru stólræður prestsins frá þessum tíma mætti eflaust sjá viðbrögðin við afbrigðilegheitunum – með tilheyrandi bölvunum og bannfæringum.
Varða við vestari Rekagötuna að ÍsólfsskálaÍ dag, þegar gengið er „Prestastíg“ (sem reyndar lá annars staðar um heiðina fyrrum) vekja þessar tvær vörður einna mesta athygli göngufólks. Svo gildir og jafnan um verk þeirra, sem hafa viljað tjá sig í seinni tíð á annan hátt en hefðbundinn. Líkt og þá hafa verkin verið talin „fáranleg“, en smám saman, með tímanum, fengið viðurkenningu í samræmi við gildi tjáningarinnar. Sömu lögmál eru algild, bæði í tíma og rúmi, um árþúsunda sögu mannskepnunnar – og þarf ekki Reykjanesskagann til. Hins vegar má ætla, út frá sömu rökyggju, að einhverjir hafi viljað byggja vörðu á fjölförnum stað er ætlast var að vekti sérstaka athygli. Segja má að á öllum þeim stöðum, er það átti við, hefur það tekist með ágætum. Hughrifin ein hafa þó jafnan verið látin duga, en ekki verið talin ástæða til að fjallaa sérstaklega um einstök mannvirki í markverðum textum – enda vörðurnar yfirleitt skammlífar. Þannig entist varðan við Reykjanesbrautina einungis í þrjú ár. Vörðurnar við „Prestastíg“ og ofanvert Merkines sem og við Rekagötuna frá Selatöngum og á Mosfellsheiði eru hins vegar u.þ.b. 100 ára. Ekki er vitað um aldur vörðurnar í Norður-Ameríku, en ætla má að tilefni að sköpun þeirra hafi verið af sömu tilfinningarrótum og hér á landi.
Gatvörður

Flóki

Gengið var um Dauðadalastíg frá Bláfjallavegi að Helgafelli og síðan til baka upp götu vestar í Tvíbollahrauni, upp með Markraka og að upphafsstað. Í leiðinni var litið á hina einstöku Dauðadalahella.
Kvikuflétta í DauðadalahellumÍ lýsingu af Dauðadalastíg segir m.a.:
„Dauðadalastígur liggur á milli Kaldársels og Kerlingaskarðs um Dauðadali. Þegar farið var upp með Helgafelli að austanverðu var stefnan tekin á norðurhluta Þríhnúkahrauns. Leiðin liggur um hraunhaft, eftir mosagrónu Tvíbollahrauni og um nokkuð sléttar hraunhellur að Dauðadalahellum. Þaðan liggur leiðin um lághrygg Markraka, yfir Bláfjallaveg, en eftir það er hægt að fylgja slóð á milli hrauntungna í áttina að Tvíbollum þar sem Selvogsgatan tekur við.“
Á kortum er Dauðadalastígur sýndur koma frá austanverðu Helgafelli, inn í elsta Húsfellsbrunann frá því um 950 og síðan liggja um hraun er kom frá Grindaskörðum (1100 – 4000 ára). Síðan liggur hann um Tvíbollahraunið frá því um 950, niður á Hellnahraunið frá sama tíma og eftir því til suðurs uns hann beygir upp með suðvestanverðum Markraka og fylgir honum síðan utanverðum áleiðis upp á Selvogsgötu. Þegar þessi kafli er rakinn, þ.e. frá Tvíbollahraunsbrúninni, en þar eru gatnamót, og eftir Hellnahrauninu er ljóst að hann hefur legið að vatnsbólum í innanverðum Dauðadölum. Þar eru miklir gróningar og auljóst af gróðurtorfunum að þar hafi verið vel grasi gróið fyrrum. Dalurinn er í góðu skjóli fyrir austanáttinni. Í gróningunum eru uppþornaðar kvosir, sem fyrrum hafa verið vatnsfylltar. Þurr lækjarfarvegur með hraunkantinum til vesturs bendir til þess að þarna hafi verið umtalsvert vatn áður fyrr. Þegar svæðin norðan- og austanvert við lækjarfarveginn eru skoðuð nánar má sjá sambærilega stíga víðar í mosahrauninu. Kindagöturnar liggja þarna allar að sömu þurfalindinni.
DauðadalastígurEf haldið er aftur að fyrrgreindum gatnamótum á ofanverðri Tvíbollahraunsbrúninni má vel sjá hvar gatan suður eftir hrauninu beygir til vinstri með honum neðanverðum, liggur síðan aftur upp á slétt Tvíbollahelluhraunið og fylgir úfinni hraunbrún upp með vestanverðum Dauðadalahellum. Eflaust hafa hellaopin litla athygli vakið fyrrum, enda voru ljóslausir ferðalangar ekki að gera sér sérstakan útidúr til að kíkja niður í slík ómerkilegheit í þá daga. Nú sækjast ferðalangar einkum í litadýrð þessara hella (Dauðadalahella, Flóka o.fl.). Þeir fylgja þó ekki hinni fornu götu, heldur hafa mótað sína eigin frá Bláfjallavegi inn að Markraka og niður með honum að norðanverðu – inn á hellasvæðið.
Fyrrnefndur Dauðadalastígur liggur sem sagt þarna í beygju til austurs aftur upp á Tvíbollahraunið. Þar fylgir stígurinn sléttu helluhrauninu upp með norðanverðum Markraka (utan við hellasvæðið) og eftir sléttu helluhrauninu milli úfinna apalhraunkarga beggja vegna með stefnu á Grindarskörð. Stígurinn kemur inn á Selvogsgötuna þar sem hún greinist annars vegar í leiðina að Kerlingaskarði og hins vegar í svo til beina stefnu að Grindaskörðum.

Selvigsgata/Dauðadalastígur

Selvogsgata/Kerlingarskarðsvegur/Dauðadalastígur.

Þegar gengið er um þetta hraunsvæði má, sem fyrr er lýst, sjá nokkur hraunskeið, s.s. hraun úr Grindaskörðum (1100-4000 ára gamalt, enda vel gróið líkt og sjá má í Grindarskörðunum sjálfum), Tvíbollahraunið (frá því um 950) og Hellnahraunið (rúmlega 2000 ára gamalt). Austar er Húsfellsbruni (frá svipuðum tíma og Tvíbollahraunið (950). Inni á millum er grágrýtismyndanir kaplatóarhæða (rúmlega 7000 ára gamlar). Efst, í bókstaflegri merkingu, trjóna Helgafells- og Húsfellsmóbergsmyndanirnar í norðvestri (eldri en 11000 ára). Í heildina er á svæðinu að ræða einstaka jarðsögu (þ.e. ef fólk kann á annað borð að lesa úr henni).
Þegar kíkt var inn í Dauðadalahellana mátti vel greina frumtilurð hraunsins. Litadýrðin er og ógleymanleg. HFyrrum vatnsból í Dauðadölum - Helgafell fjærellarnir urðu að sjálfsögðu til í neðanjarðarhraunrásum. Storknað loftið hefur fallið á nokkrum stöðum og þar með gefið áhugasömu fólki tækifæri til að líta dýrðina augum. Fyrir utan rauða eldlitinn má sjá brúnar slettur á köflum sem og einstaka og hreint ótrúlega listviðburði náttúrunnar.
Í stórvirkinu „Íslenskir hellar“ eftir Björn Hróarsson segir hann m.a. eftirfarandi um Tvíbollahraun og Dauðadalahellana: „Tvíbollahraun rann frá tveimur gígum sem eru skammt frá Grindaskörðum. Eldgosið varð um það leyti sem fyrstu landnámsmennirnir voru að setjast að á Íslandi og hraunið því álíka gamalt og elstu mannvistarleifar hér á landi. Ef til vill var gosið í Tvíbollum fyrsta eldgosið sem menn fylgdust með hér á landi. Meginhraunflóðið var til norðurs, hraunelfan klofnaði um hæðina austan við Dauðadali, Mjó álma úr því rann milli hennar og Lönguhlíðar og breiddist nokkuð út þar vestur af en meginhraunflóðið féll norður að Helgafelli og norður með að suðvestan. Tvíbollahraun eÍ Dauðadalahellumr allt að 18 ferkílómetrar að flatarmáli.“
Jafnframt segir Björn um Dauðadalahellana (þ.m.t. Flóka): „Heildarlengd hellisins er um 1096 metrar en hellirinn var fyrst kortlagur árið 2003. Flóki teygir arma sína víða og er einn sérkennilegasti og flóknasti hellir landsins:“
Þrátt fyrir að Dauðadalastígur sé ranglega teiknaður til suðurs út frá brún Tvíbollahrauns, en ekki til austurs, eins og stígurinn liggur í raun (stystu leið að Grindaskörðum), hefur honum jafnan verið rétt lýst (miðað við framangreinda vettvangsathugun).
Vegna efasemdanna var ákveðið að skoða legu stígsins af meiri nákvæmni.
Farið var upp frá Helgafelli (sunnanverðu). Þangað upp eftir var ekki hægt að merkja stíg, enda sandoprið með fjallinu. Ofan við fjallið tók við stígur í beina línu að einu háspennumastrinu og áfram inn að hraunbrúninni. Þar lá hann upp aflíðandi brekku og áfram upp með sléttu hrauninu og beygði síðan til vinstri, í áttina að Dauðadalahellunum. Frá þeim lá síðan gata skammt frá hraunbrúninni beina leið upp á Selvogsgötu, skammt ofan við gatnamótin þar sem hún greindist að Grindarskörðum annars vegar og Kerlingarskarði hins vegar. Gengið var til baka niður Selvogsgötuna. Þessi ganga var ekki skráð sérstaklega, en kemur hér sem viðbót við framangreint.

Dauðadalastígur

Dauðadalastígur.

Þessi leið er ekki síður þægileg en Selvogsgatan og alls ekkert mikið lengri (ef farið var um Kaldársel). Önnur leið kemur hins vegar inn á svæðið á móts við mitt austanvert Helgafell. Á þessari leið samanlagt eru hin ágætustu skjól. Þegar gengið var á sínum tíma hluta af Dauðadalastígnum var m.a. verið að kanna hina “opinberu leið”, þ.e. vestan við Markraka. Það virtist hins vegar ekki ganga alveg upp því hún virtist svo úrleiðis (eins og hún er núna), ef fara hefur átt austur í Selvog. Hins vegar hefur hún alls ekki verið svo vitlaus ef vatnsstæðið í Dauðadölum hefur verið eins og það er sagt hafa verið – “kjörinn áningarstaður”. Af ummerkjum að dæma hefur þarna verið tjörn fyrrum. Uppþornaður lækjarfarvegurinn styður þá upplýsingu. Grösugt er umhverfis og tilvalið að tjalda. Þarna gæti hafa verið áningarstaður líkt og var við Smyrlabúðir. Umrædd gata upp með sunnanverðu Helgafelli gæti verið tengd götunni um Kýrskarð, en þá er hún svolítið úrleiðis (og þó)? Hvíta línan gæti hafa verið leiðin, sem gengin var upp frá sunnanverðu Helgafelli, en hún sést vel og greinilega. Sú leið er að öllum líkindum hluti af Dauðadalaleiðinni (sem gæti verið tvískipt að hluta).
Það ætti að verða  verðugt verkefni að skoða betur svæðið suðaustan Helgafells því þar eru nokkrar götur. Ein liggur t.a.m. svo til beint frá fellinu í átt að Fagradalsmúla, um slétt hraun. Þá leið segjast Stakkavíkurbræður hafa farið á leið þeirra til Hafnarfjarðar.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Dauðadalahellar

Í Dauðadalahellum.

 

Gufuskálar

Framsöguerindi, flutt á málfundanámskeiði Iðnaðarmannafélagsins 28. febrúar 1967. –
stori-holmur-231„Það litla, sem Landnáma segir um upphaf byggðar á Suðurnesjum er eftirfarandi: „Steinunn in gamla frændkona Ingólfs fór til Íslands og var með honum inn fyrsta vetur. Hann bauð að gefa henni Rosmhvalanes allt fyrir utan Hvassahraun, en hún gaf fyrir heklu flekkótta enska og vildi kaup kalla. Henni þótti það óhættara við riftingu. Steinunn hafði átt Herlaug bróðir Skallagríms, þeirra synir voru Njáll og Arnór,,.1.)
Þetta er öll landnámssaga Steinunnar gömlu og næstum allt og sumt, sem um hana verður vitað eftir rituðum heimildum. Þó víst sé talið, að við Íslendingar séum af norrænum uppruna, þá eru miklar líkur fyrir því, að Steinunn landnámskona sem er talin vera sú fyrsta, sem reisti sér bú á Suðurnesjum, hafi komið frá Vesturlöndum. Synir hennar hétu Njáll og Arnór. Njálsnafnið bendir til þess, að hún hafi komið frá Vesturlöndum og styrkist það við frásögnina um ensku hekluna, er hún gaf Ingólfi fyrir landnámið. Hún hafði enska vöru og getur maður því ætlað, að það hafi verið fleira af því tagi í fórum hennar, en hekla þessi, því að bæði víkingar og landnemar fluttu með sér nokkrar birgðir af varningi frá þeim löndum, sem þeir lögðu frá, er þeir fóru í herferðir eða landaleit.2)
Talið er, að Steinunn hafi reist sér bú að Stóra gardur-gufuskalarHólmi í Leiru og hafi rekið þar um árabil mikið höfuðból og verstöð. Það er talið, að á landnámsöld hafi Keflavík og Njarðvík verið sel frá Stóra-Hólmi í Leiru.4) Hið forna höfuðból Steinunnar gömlu er nú komið í eyði, en sel hennar eru aftur á móti ört vaxandi byggðarlög.

Í bókum um landnám Ingólfs er getið um, að í Rosmhvalaneshreppi hafi verið Keflavík, Leira, Garður og Miðnes og allt að Ósabotnum. Greinilegt er, að Njarðvíkur eru teknar undan Rosmhvalanesi, er hreppar eru myndaðir.5) Njarðvíkur, Vatnleysuströnd og Vogar mynduðu Vatnsleysustrandahrepp.
Fyrsta breytingin, sem gerð er á Suðurnesjum er, að Njarðvíkur segja skilið við Vatnsleysustrandahrepp og sameinast Rosmhvalaneshreppi árið 1885.6).
Næsta breytingin á hreppaskilum er, að Miðnesingar segja skilið við Rosmhvalaneshrepp árið 1886.7) Það ár verður því Miðneshreppur til í sinni núverandi mynd, og hefur engin breyting orðið á síðan.
Næsta breytingin á Rosmhvalaneshreppi er, að árið 1908 er hann lagður niður og myndaðir tveir nýir hreppar. Hinir nýju hreppar voru núverandi Gerðahreppur og Keflavíkurhreppur. Í þeim síðarnefnda voru núverandi Keflavíkurkaupstaður og Njarðvíkurhreppur. Þannig voru Keflavík og Njarðvík sameiginlegt hreppsfélag frá árinu 1908 8) eða þar til Njarðvíkingar óskuðu eftir að gerast sér hreppsfélag, vegna þess að þeir töldu sig vera mjög afskipta með alla þjónustu og framkvæmdir svæði sínu til handa.
njardvik-231Samningur um skilnað Keflavíkur og Njarðvíkur var gerður 25. október 1941.9)
Njarðvíkur urðu því fyrst sérstakt sveitarfélag með lögum, sem tóku gildi 1. janúar 1942.
Landaskil Njarðvíkur og Keflavíkur voru fyrst þar, sem Tjarnargata er nú í Keflavík, en er samningur var gerður um skipti byggðarlaganna voru þau ákveðin um lóð Fiskiðjunnar hf. þannig, að mjölskemma Fiskiðjunnar stendur nú að hálfu í Keflavík og að hálfu í Njarðvík.
Keflavík hlaut kaupstaðaréttindi 1. apríl 1949. Lögsagnarumdæmi Keflavíkur var stækkað með lögum frá 4. maí 1966. Með þeirri stækkun rúmlega þrefaldaðist lögsagnarumdæmið að flatarmáli. Þeir 415 ha, sem Keflavík stækkaði um, eru að mestu land, sem hefur verið skilið frá Gerðahreppi.
keflavik 1833Nokkuð er sagt frá Eyvindi fóstra Steinunnar gömlu í Landnámu, en Evindi fóstra sínum gaf Steinunn hin gamla land á millum Hvassahrauns og Kvígubjargarvogum.
Landnám Evindar, er hann hlaut að gjöf frá Steinunni fóstru sinni, hlaut nafnið Vatnsleysuströnd. Landnám hans er nú óbreytt sem Vatnsleysustrandarhreppur.
Molda-Gnúpssynir, þeir Hafur-Björn, Gnúpur, Þorsteinn hrungnir og Þórður leggjaldi, námu Grindavík. Landnám þeirra bræðra er enn óbreytt sem Grindavíkurhreppur10.)
Herjólfur, frændi Ingólfs og fóstbróðir, fékk frá honum að gjöf land milli Reykjaness og Vogs og svarar það nákvæmlega til núverandi Hafnarhrepps. 10)“

Eyþór Þórðarson.

Neðanmálsheimildir:
1. Landnám I—III 1900 bls. 123 og Þórðarbók 1921, bls. 28.
2. Landnám Ingólfs II. 5 1940 bls. 266.
3. Landnám Ingólfs II. 5 1940 bls. 280.
4. Landnám Ingólfs II. 5 1940 bls. 278.
5. Landnám Ingólfs II. 5 1940 bls. 279.
6. Strönd og Vogar 1961 bls. 48.
7. Undir Garðskagavita bls. 218.
8. Faxi 1963 bls. 211.
9. Faxi Desember 1941,
10. Landnám Ingólfs II. 1. 1936 bls. 14.

Heimild:
-Faxi, 28. árg. 1968, 1. tbl., bls. 5-7.

Njarðvík

Frá Njarðvík.

Sveppur

Sveppir (fræðiheiti: fungi, eintala: fungus) eru um margt sérstæðar lífverur og því flokkaðir í sitt eigið ríki, svepparíkið. Lengi vel voru þeir samt flokkaðir með plöntum enda við fyrstu sýn líkari þeim en dýrum.
BerserkjasveppurTil að leggja áherslu á sérstöðu sveppa eru sveppafræðingar farnir að nota orðið funga á sama hátt og flóra eða fána.
Grundvallarmunur er þó á sveppum og plöntum: Plöntur eru frumbjarga og með blaðgrænu en sveppir ekki.
Lífverur eru sagðar frumbjarga búi þær til lífræn efni úr koltvíoxíð með því að nota ljós eða ólífræn efni, eins og vetnissúlfíð, sem orkugjafa. Allar grænar plöntur eru frumbjarga þar sem þær fá orku sína frá sólinni, af þessum sökum eru þær oftast undirstaða næringar í vistkerfum. Einstaka aðrar lífverur eru þó frumbjarga, til dæmis vinna nokkrar bakteríur orku úr ólífrænum efnum og eru undirstaða næringar í vistkerfum á stöðum eins og djúpt í hafi eða hellum þar sem sólarljós nær ekki til lífveranna.
MohneflaSveppir passa heldur ekki í hóp með dýrum vegna þess að þeir draga í sig næringu í stað þess að melta hana og þeir hafa frumuvegg. Tiltölulega stutt er síðan sveppir voru færðir úr plönturíkinu og í sitt eigið ríki. Sveppir geta tekið yfir mjög stór svæði; það sem étið er af sveppnum, hatturinn (aldinið), eru einungis kynfæri sveppþráðakerfis sem er ofan í jörðinni, stundum á margra hektara svæði. Sveppir eru margir fjölfruma og vaxa þræðirnir í endann, en ger er ágætt dæmi um einfruma svepp. Sumir sveppir lifa í samlífi með bakteríum og þörungum (sjá fléttur), aðrir tengjast rótarendum plantna og mynda með þeim svepprót. Á Íslandi eru til um 550 tegundir kólfsveppa sem geta orðið það stórir að vel má sjá þá með berum augum. Suma þeirra má borða en aðrir eru eitraðir.
MyrahneflaÆtisveppir eru sveppir sem algengt er að nota í matargerð. Í flestum tilvikum er það diskhirslan sem étin er af sveppnum. Þegar sveppir eru tíndir verður alltaf að ganga vel úr skugga um að um óeitraðar sveppategundir sé að ræða, að þeir séu bragðgóðir og óskemmdir. Í heiminum öllum eru um 1.000 sveppategundir ætar en það er aðeins lítill hluti þeirra 30.000 tegunda kólfsveppa og 33.000 tegunda asksveppa sem þekktar eru. Alls eru þekktar nálægt 80.000 tegundir sveppa í heiminum en talið er líklegt að tegundir sveppa séu um 1.5 milljónir talsins.

Heimild m.a:
-wikipedia.com

Sveppir

Sveppir.