Flóki

Gengið var um Dauðadalastíg frá Bláfjallavegi að Helgafelli og síðan til baka upp götu vestar í Tvíbollahrauni, upp með Markraka og að upphafsstað. Í leiðinni var litið á hina einstöku Dauðadalahella.
Kvikuflétta í DauðadalahellumÍ lýsingu af Dauðadalastíg segir m.a.:
“Dauðadalastígur liggur á milli Kaldársels og Kerlingaskarðs um Dauðadali. Þegar farið var upp með Helgafelli að austanverðu var stefnan tekin á norðurhluta Þríhnúkahrauns. Leiðin liggur um hraunhaft, eftir mosagrónu Tvíbollahrauni og um nokkuð sléttar hraunhellur að Dauðadalahellum. Þaðan liggur leiðin um lághrygg Markraka, yfir Bláfjallaveg, en eftir það er hægt að fylgja slóð á milli hrauntungna í áttina að Tvíbollum þar sem Selvogsgatan tekur við.”
Á kortum er Dauðadalastígur sýndur koma frá austanverðu Helgafelli, inn í elsta Húsfellsbrunann frá því um 950 og síðan liggja um hraun er kom frá Grindaskörðum (1100 – 4000 ára). Síðan liggur hann um Tvíbollahraunið frá því um 950, niður á Hellnahraunið frá sama tíma og eftir því til suðurs uns hann beygir upp með suðvestanverðum Markraka og fylgir honum síðan utanverðum áleiðis upp á Selvogsgötu. Þegar þessi kafli er rakinn, þ.e. frá Tvíbollahraunsbrúninni, en þar eru gatnamót, og eftir Hellnahrauninu er ljóst að hann hefur legið að vatnsbólum í innanverðum Dauðadölum. Þar eru miklir gróningar og auljóst af gróðurtorfunum að þar hafi verið vel grasi gróið fyrrum. Dalurinn er í góðu skjóli fyrir austanáttinni. Í gróningunum eru uppþornaðar kvosir, sem fyrrum hafa verið vatnsfylltar. Þurr lækjarfarvegur með hraunkantinum til vesturs bendir til þess að þarna hafi verið umtalsvert vatn áður fyrr. Þegar svæðin norðan- og austanvert við lækjarfarveginn eru skoðuð nánar má sjá sambærilega stíga víðar í mosahrauninu. Kindagöturnar liggja þarna allar að sömu þurfalindinni.
DauðadalastígurEf haldið er aftur að fyrrgreindum gatnamótum á ofanverðri Tvíbollahraunsbrúninni má vel sjá hvar gatan suður eftir hrauninu beygir til vinstri með honum neðanverðum, liggur síðan aftur upp á slétt Tvíbollahelluhraunið og fylgir úfinni hraunbrún upp með vestanverðum Dauðadalahellum. Eflaust hafa hellaopin litla athygli vakið fyrrum, enda voru ljóslausir ferðalangar ekki að gera sér sérstakan útidúr til að kíkja niður í slík ómerkilegheit í þá daga. Nú sækjast ferðalangar einkum í litadýrð þessara hella (Dauðadalahella, Flóka o.fl.). Þeir fylgja þó ekki hinni fornu götu, heldur hafa mótað sína eigin frá Bláfjallavegi inn að Markraka og niður með honum að norðanverðu – inn á hellasvæðið.
Fyrrnefndur Dauðadalastígur liggur sem sagt þarna í beygju til austurs aftur upp á Tvíbollahraunið. Þar fylgir stígurinn sléttu helluhrauninu upp með norðanverðum Markraka (utan við hellasvæðið) og eftir sléttu helluhrauninu milli úfinna apalhraunkarga beggja vegna með stefnu á Grindarskörð. Stígurinn kemur inn á Selvogsgötuna þar sem hún greinist annars vegar í leiðina að Kerlingaskarði og hins vegar í svo til beina stefnu að Grindaskörðum.

Selvigsgata/Dauðadalastígur

Selvogsgata/Kerlingarskarðsvegur/Dauðadalastígur.

Þegar gengið er um þetta hraunsvæði má, sem fyrr er lýst, sjá nokkur hraunskeið, s.s. hraun úr Grindaskörðum (1100-4000 ára gamalt, enda vel gróið líkt og sjá má í Grindarskörðunum sjálfum), Tvíbollahraunið (frá því um 950) og Hellnahraunið (rúmlega 2000 ára gamalt). Austar er Húsfellsbruni (frá svipuðum tíma og Tvíbollahraunið (950). Inni á millum er grágrýtismyndanir kaplatóarhæða (rúmlega 7000 ára gamlar). Efst, í bókstaflegri merkingu, trjóna Helgafells- og Húsfellsmóbergsmyndanirnar í norðvestri (eldri en 11000 ára). Í heildina er á svæðinu að ræða einstaka jarðsögu (þ.e. ef fólk kann á annað borð að lesa úr henni).
Þegar kíkt var inn í Dauðadalahellana mátti vel greina frumtilurð hraunsins. Litadýrðin er og ógleymanleg. HFyrrum vatnsból í Dauðadölum - Helgafell fjærellarnir urðu að sjálfsögðu til í neðanjarðarhraunrásum. Storknað loftið hefur fallið á nokkrum stöðum og þar með gefið áhugasömu fólki tækifæri til að líta dýrðina augum. Fyrir utan rauða eldlitinn má sjá brúnar slettur á köflum sem og einstaka og hreint ótrúlega listviðburði náttúrunnar.
Í stórvirkinu “Íslenskir hellar” eftir Björn Hróarsson segir hann m.a. eftirfarandi um Tvíbollahraun og Dauðadalahellana: “Tvíbollahraun rann frá tveimur gígum sem eru skammt frá Grindaskörðum. Eldgosið varð um það leyti sem fyrstu landnámsmennirnir voru að setjast að á Íslandi og hraunið því álíka gamalt og elstu mannvistarleifar hér á landi. Ef til vill var gosið í Tvíbollum fyrsta eldgosið sem menn fylgdust með hér á landi. Meginhraunflóðið var til norðurs, hraunelfan klofnaði um hæðina austan við Dauðadali, Mjó álma úr því rann milli hennar og Lönguhlíðar og breiddist nokkuð út þar vestur af en meginhraunflóðið féll norður að Helgafelli og norður með að suðvestan. Tvíbollahraun eÍ Dauðadalahellumr allt að 18 ferkílómetrar að flatarmáli.”
Jafnframt segir Björn um Dauðadalahellana (þ.m.t. Flóka): “Heildarlengd hellisins er um 1096 metrar en hellirinn var fyrst kortlagur árið 2003. Flóki teygir arma sína víða og er einn sérkennilegasti og flóknasti hellir landsins:”
Þrátt fyrir að Dauðadalastígur sé ranglega teiknaður til suðurs út frá brún Tvíbollahrauns, en ekki til austurs, eins og stígurinn liggur í raun (stystu leið að Grindaskörðum), hefur honum jafnan verið rétt lýst (miðað við framangreinda vettvangsathugun).
Vegna efasemdanna var ákveðið að skoða legu stígsins af meiri nákvæmni.
Farið var upp frá Helgafelli (sunnanverðu). Þangað upp eftir var ekki hægt að merkja stíg, enda sandoprið með fjallinu. Ofan við fjallið tók við stígur í beina línu að einu háspennumastrinu og áfram inn að hraunbrúninni. Þar lá hann upp aflíðandi brekku og áfram upp með sléttu hrauninu og beygði síðan til vinstri, í áttina að Dauðadalahellunum. Frá þeim lá síðan gata skammt frá hraunbrúninni beina leið upp á Selvogsgötu, skammt ofan við gatnamótin þar sem hún greindist að Grindarskörðum annars vegar og Kerlingarskarði hins vegar. Gengið var til baka niður Selvogsgötuna. Þessi ganga var ekki skráð sérstaklega, en kemur hér sem viðbót við framangreint.

Dauðadalastígur

Dauðadalastígur.

Þessi leið er ekki síður þægileg en Selvogsgatan og alls ekkert mikið lengri (ef farið var um Kaldársel). Önnur leið kemur hins vegar inn á svæðið á móts við mitt austanvert Helgafell. Á þessari leið samanlagt eru hin ágætustu skjól. Þegar gengið var á sínum tíma hluta af Dauðadalastígnum var m.a. verið að kanna hina “opinberu leið”, þ.e. vestan við Markraka. Það virtist hins vegar ekki ganga alveg upp því hún virtist svo úrleiðis (eins og hún er núna), ef fara hefur átt austur í Selvog. Hins vegar hefur hún alls ekki verið svo vitlaus ef vatnsstæðið í Dauðadölum hefur verið eins og það er sagt hafa verið – “kjörinn áningarstaður”. Af ummerkjum að dæma hefur þarna verið tjörn fyrrum. Uppþornaður lækjarfarvegurinn styður þá upplýsingu. Grösugt er umhverfis og tilvalið að tjalda. Þarna gæti hafa verið áningarstaður líkt og var við Smyrlabúðir. Umrædd gata upp með sunnanverðu Helgafelli gæti verið tengd götunni um Kýrskarð, en þá er hún svolítið úrleiðis (og þó)? Hvíta línan gæti hafa verið leiðin, sem gengin var upp frá sunnanverðu Helgafelli, en hún sést vel og greinilega. Sú leið er að öllum líkindum hluti af Dauðadalaleiðinni (sem gæti verið tvískipt að hluta).
Það ætti að verða  verðugt verkefni að skoða betur svæðið suðaustan Helgafells því þar eru nokkrar götur. Ein liggur t.a.m. svo til beint frá fellinu í átt að Fagradalsmúla, um slétt hraun. Þá leið segjast Stakkavíkurbræður hafa farið á leið þeirra til Hafnarfjarðar.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Dauðadalahellar

Í Dauðadalahellum.