Reykjavegur

Reykjavegur er 114 km löng leið frá Reykjanesvita að Nesjavöllum við Þingvallavatn.
Gönguleiðinni er skipt í 7 áfanga sem eru 13-20 km langir hver og þægilegar dagleiðir. Tæpur helmingur Reykjavegar Við Reykjanesiðliggur innan Reykjanesfólkvangs og það er auðvelt að ganga þessa leið með því að fylgja gulum og bláum stikum sem vísa veginn. Fólki er ráðlagt að búa sig vel og hafa með sér landakort, áttavita, staðsetningartæki, gott nesti og nægt drykkjarvatn til ferðarinnar. Þrír áfangar eru að mestu innan marka fólkvangsins. Þriðji áfangi liggur frá Djúpadal að Núpshlíðarhálsi þar sem gömlu þjóðleiðinni um Selsvelli er fylgt í áttina að Soginu sem er litfagurt jarðhitasvæði. Þar er farið yfir hálsinn að Lækjavöllum við Djúpavatn. Fjórði áfangi liggur frá Lækjarvöllum að Hrútafelli í Móhálsadal, í áttina að Hrútagjárdyngju og Fjallinu eina.

Jarðvegurinn á Reykjanesi

Jarðvegurinn á Reykjanesi.

Síðan er gömlu Undirhlíðaleiðinni fylgt að Kaldárseli. Fjórði áfangi þræðir Selvogsgötu frá Kaldárseli í áttina að Grindaskörðum. Þegar komið er upp Kerlingaskarð er haldið austur að skíðaskálanum í Bláfjöllum, sem er utan við fólkvanginn.

Gunnar H. Hjálmarsson hefur bæði lýst forsögu „Reykjavegarins“ svonefnda sem og leiðinni, en hún spannar 125 km [114 km] langa leið frá Reykjanesskaga í vestri að Nesjavöllum í Hengli í austri.
„Þegar ekið er eftir Reykjanesbraut, á milli Keflavíkur og Hafnarfjarðar, virðist Reykjanesskaginn hrjóstrugur og ekki vel fallinn til gönguferða og útivistar. Við nánari skoðun kemur annað í ljós. Hann hefur upp á flest að bjóða sem göngu- og útivistarfólk leitar að. Hraunið og auðnin hefur aðdráttarafl, ekkert síður en gróskumikið gróðurlendi, þótt á annan hátt sé.

Sog

Í Sogum.

Á honum leynast einnig víða fallegar gróðurvinjar. Mosinn í hraununum er sérkennilegur. Einstök náttúrufyrirbrigði er þar líka að finna eins og hraunsprungur og misgengi, eldgíga, hrauntraðir, jarðhitasvæði, hella, fuglabjörg og fleira. Helsti gallinn við svæðið sem útivistarsvæði er sá, að vatn er víðast hvar af skornum skammti. Þetta þarf þó ekki að vera vandamál ef fyrirhyggja er höfð í þeim efnum.

Í jarðfræðilegu tilliti er Reykjanesskaginn mjög merkilegur. Hann er hluti af Atlandshafshryggnum mikla, sem liggur um þvert Ísland og er eini staðurinn þar sem hægt er að skoða hann ofansjávar. Sköpunarsaga landsins verður hér ljóslifandi. Að minnsta kosti 12 hraun hafa runnið á Reykjanesskaga síðan land byggðist. Það nýjasta sennilega á 14. öld. Eftir að jökul leysti af skaganum fyrir um 12-15 þúsund árum, hafa um 200 eldstöðvar í fjórum eldstöðvakerfum, verið virkar á svæðinu og úr þeim runnið um 42 rúmkílómetrar af hrauni, sem þekur yfir 1000 ferkílómetra landsvæði. Má þar á meðal finna allar helstu gerðir íslenskra eldstöðva.

Árið 1995 var ákveðið að stika gönguleið um Reykjanes og reisa skála við hana. Gönguleiðin hlaut nafnið Reykjavegur. Nákvæm tildrög að þessari ákvörðun verða ekki rakin hér en aðeins sagt að árið 1993 kom Ari Trausti Guðmundsson þessari hugmynd á framfæri við Ferðamálanefnd Reykjavíkur sem leiddi til þess að Ferðamálasamtök á höfuðborgarsvæðinu tóku málið að sér og stofnuðu framkvæmdanefnd á vegum nær allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum undir forystu Péturs Rafnssonar. Þessi sveitarfélög hafa fjármagnað framkvæmdina. Auk þess komu Ferðamálasamtök Suðurnesja, Útivist, Ferðafélag Íslands og fleiri aðilar að málinu.

Leiðin var stikuð sumarið 1996 og reistir hafa verið tveir skálar við hana auk þess sem ætlunin var Húshellirað fá afnot af skálum sem nú þegar eru við leiðina, t.d. í Bláfjöllum og á Hengilssvæðinu. Vonandi heldur uppbyggingin áfram. Einn helsti kostur þessarar gönguleiðar er hvað hún er nálægt byggð og aðkoma að henni þægileg á mörgum stöðum án þess að fólk verði vart við skarkala þéttbýlisins. Hún liggur um óbyggð svæði og fullnægir því vel þörfum fólks að vera í náinni snertingu við náttúruna og hvíla líkama og sál frá hraða hversdagsins. Áreynslu getur hver sniðið við sitt hæfi, gengið alla vegalengdina í einni ferð á átta dögum eða í styttri áföngum. Dagsgöngur eftir hlutum Reykjavegarins henta vel þar sem víða er auðveld aðkoma að leiðinni á bíl. Dagleiðirnar, eins og þeim er lýst hér, miðast við að gengið sé á milli skála sem framkvæmdanefndin reiknaði með að koma upp við gönguleiðina.
SmalaskjólHeildarvegalengd Reykjavegarins er um 125 km frá Reykjanesi til Nesjavalla en um 145 km löng ef gengið er alla leið til Þingvalla. Reykjavegurinn er þannig hátt í þrisvar sinnum lengri en Laugavegurinn margfrægi.

Margar bækur hafa verið skrifaðar um Reykjanesskagann, jarðfræði hans, sögu og náttúru sem hægt er að lesa til frekari fróðleiks.“

Mörkuð leiðHafa ber í huga að Reykjavegurinn er „tilbúin“ gönguleið, en ekki ein af þeim 280 gömlu þjóðleiðum er enn má finna á Reykjanesskaganum og farnar voru allt frá landnámi til upphaf bílaldar (byrjun 20. aldar) hér á landi. Er það miður því á leiðinni má finna nokkrar af fyrrum fjölförnustu þjóðleiðum landsins. Svo virðist sem áhugasamir skipuleggjendur hafi ekki haft þekkingu eða yfirsýn yfir sögulega möguleika svæðisins. Leið mun hafa verið dregin á landakort með hliðsjón af áhugaverðum jarðfræðináttúruminjum og framkvæmendur hafa síðan reynt að stika hana eftir bestur getu. Því má víða sjá Reykjaveginn og gamlar þjóðleiðir hlið við hlið á löngum köflum, gengið framhjá sögulegum stöðum og fornum minjum.

Hellar

Í Hrúthólma má t.d. sjá leiðirnar liggja sitt hvoru meginn við hólmann. Nær hefði verið að nýta og samræma hinar gömlu leiðir, sagnfræði svæðisins og fornar minjar allt frá landnámi og þar með vekja athygli á heildarmynd þess sem og notkun frá fyrsu tíð. Það eitt hefði margfaldað áhuga og ánægju væntanlegra ferðalanga á hinni 114 km langri leið sem Reykjavegurinn er fram settur. Auk alls þessa virðist gönguleiðin ekki hafa verið „markaðssett“ að nein marki – þótt ekki væri fyrir annað en nálægðina við mesta þéttbýlissvæði landsins. Líklega gæti leiðin auðveldlega orðið vinsælli en „Laugavegsleiðin“ svonefnda því aðstæðurnar og möguleikarnir eru magfaldlegir á við hana.
Ekki er rétt sem kemur fram hér að framan að vatn sé a skornum skammti á Reykjanesskaganum því kunnugir geta hvarvetna náð í vatn á öllum árstímum, bæði í vatnsstæðum og fornum brunnstæðum.

Heimild:
-Gunnar H. Hjálmarsson
-reykjanesfolkvangur.is

Hafnavegur

Hin forna þjóðleið milli Rosmhvalaness (Keflavíkur) og Hafna lá um Hafnaveg. Enn í dag má sjá götuna þar sem hún liggur frá Höfnum austan þorpsins neðan við eyðibýlið Teig, út með Ósabotnum, um Bringur áleiðis upp í Ketilsbrekku og að varnargirðingunni. Innan hennar voru gerðir sorphaugar svo gatan hverfur þarna undir þá.
HafnavegurHafnavegur er mjög greinilegur. Kastað hefur verið upp úr götunni svo hún sést vel þar sem hún liðast upp lágheiðina (Bringurnar). Nokkrar heilar vörður (sennilega endurhlaðnar) eru við götuna og auk þeirra má víða sjá fallnar vörður. Herkampur, Camp Hopkins, var settur yfir götuna á kafla. Má enn sjá ummerki eftir mannvirkin.
Tvær vörður hafa nýlega verið hlaðnar á kampssvæðinu. Á þær eru fest upplýsingaspjöld um tilkomu Bandaríkjahers hér á landi 1941 er þeir tóku við af breska hernámsliðinu. Ýmsir kampar voru vítt og breitt um Suð-Vesturland. Í fyrstu var búið í skálum Bretanna. Bandaríkjamenn reistu síðan aðra tegund af bröggum, Nissen-bragga, sem þóttu bæði reisulegri og betri mannabústaðir.
Um Ketilsbrekku segir m.a. í gamalli þjóðsögu: „Eitt sumar var Ketill í Kotvogi á heimleið frá Keflavík. Hann hvíldi sig í brekku einni á Hafnaheiði, sem kölluð er Ketilsbrekka. Þar hafði hann skamma viðdvöl en lagði síðan af stað aftur.
Skömmu áður en að hann kom að Þrívörðum á miðri heiðinni, sá hann stúlku koma gangandi móti sér sunnan að. Honum varð nokkuð starsýnt á stúlkuna, af því að búnaður hennar allur og fas var með nokkurum öðrum hætti en þá tíðkaðist. Litla tágakörfu hafði hún í hendi, fulla af margvíslega litum, skrautlegum blómum. Stúlka þessi var svo grönn í vexti að það vakti sérstaka athygli Ketils. Er hún varð Ketils vör virtist koma á hana hik og ókyrrð nokkur. Hún hélt þó áfram eftir veginum þar til á að giska 30 metrar voru á milli þeirra. Þá nam hún skyndilega staðar og blíndi á hann, en vék síðan af vegi og gekk á svig við hann svo að alltaf var jafn langt á milli.

Hafnavegur

Katli fannst kona þessi undarleg mjög og þegar hún vék úr vegi kallaði hann til hennar og heilsaði henni. Ekki svaraði hún einu orði, en hélt áfram að stara unz hún var komin jafn langt aftur fyrir og hún hafði verið fyrir framan hann er hún fór út af veginum. Gekk hún þá aftur inn á götuna og hélt áfram austur eftir henni. Alltaf horfðumst þau í augu, en eftir að hún kom á þjóðveginn aftur virtist hún ekki hafa eins mikinn beyg honum. Þó leit hún oft um öxl. Ketill reyndi ekki frekara að ná tali af henni eða grennslast eftir hver hún væri. En ekki kannaðist hann við hana úr nærsveitunum því að þar þekkti hann hvert mannsbarn.“
Á leiðinni frá Höfnum er farið fyrir ofan Stekkjarnes og framhjá Hunangshellu. Um hana segir ein þjóðsagan: „Finngálkn er það dýr kallað sem köttur og tófa geta saman. Er það grimmt mjög og öllum vargi skaðlegri fyrir sauðfé manna og skotharðast allra dýra. Vinnur engin kúla á finngálknið og verður það ekki skotið nema með silfurhnapp eða silfurkúlu. Það er og styggt mjög og ákaflega frátt á fæti.

Hunangshella

Einu sinni lagðist finngálkn á sauðfé Hafnamanna og annara þar nærlendis. Hélt það sig mest umhverfis Ósana, sem kallaðir eru og gjörði tjón mikið. Reyndu menn á allar lundir að drepa finngálknið en það tókst ekki. Gekk svo lengi þangað til loksins að maður einn sem vissi jafnlangt nefi sínu hitti upp á því að hann makaði hellu eina við Ósabotnana með hunangi. Vissi hann að finngálkn er mjög sólgið í sætindi, helzt hunang. Síðan lagði maðurinn sig í leyni skammt frá hellunni. Dýrið rann á hunangslyktina og fór að sleikja helluna. Skaut þá maðurinn dýrið og hafði silfurhnapp af bol sínum fyrir kúlu. Þótti öllum mjög vænt um verk þetta.
Hellan er síðan kölluð Hunangshella og er hún við landsuður-horn Ósanna hjá alfaraveginum milli Keflavíkur og Hafna.“
Ofar, ofan núverandi þjóðvegs, eru Þríhólar og Strokkhóll vestar. Í honum eru álfar eða huldufólk sagt búa. Hæðin norðar, þaðan sem fyrst sést að Höfnum er núverandi þjóðvegur er ekinn, heitir Þrívörðuhæð – Þrívörður skv. örnefnalýsingu fyrir Hafnir.

Heimild m.a.:
-Rauðskinna I 4, Þjóðsagnabókin I 30.
-Jón Árnason I 611.
-Örnefnalýsing fyrir Hafnir.

Fallin varða

Vörðufell

Gengið var upp austanverðan Lyngskjöld, yfir Eldborgarhraunið (rann á 10. öld) og niður Fálkageirsskarðið á Herdísarvíkurfjalli.
vorstorGróður undir Lyngskyldi og hömrum Herdísarvíkurfjalls er einstaklega blómlegur. Í ferðinni var m.a. skoðuð svonefnd vorstör, en hún 
ein sjaldgæfasta stör landsins, aðeins fundin á einum stað á sunnanverðum Reykjanes-skaga. Hún vex í grasi vöxnum bollum í hlíðarrótum Herdísarvíkurfjalls. Hún er eina íslenzka störin sem hefur loðin hulstur að undanskilinni dúnhulstrastör. Auk hennar mátti sjá jarðaberjaplöntur í ofanverðum hlíðunum.
Ólafur Þorvaldsson lýsir aðstæðum ofan Herdísarvíkurfjalls þannig: „Austast í fjallinu, við Mosaskarð, er hamar, sem nær langt niður í skriður, Sundhamar. Austan við Sundhamar, sem er austasti hluti fjallsins, hefur hraunfoss steypzt ofan á um ca. 200 m breiðri spildu, og heitir þar Mosaskarð. Austast í brún þess eru landamerki milli Herdísarvíkur og Stakkavíkur. Þaðan liggur landamerkjalína í Kóngsfell, ,,sem er gömul, en ekki há, grámosavaxin eldborg, umhverfis aflangan, djúpan gíg, til hægri handar við þjóðveginn úr Selvogi til Hafnarfjarðar, góðan spöl fyrir austan Kerlingarskarð, nálægt veginum,“ segir í landamerkjaskrá Strandarkirkjueignar í Selvogi og kringum liggjandi jarða. Eru nú talin örnefni í Herdísarvíkurlandi frá brún fjalls til sjávar, og eru þá ótalin örnefnin á hálendinu. Þá er farið er frá Mosaskarði vestur fjallið, verður fyrst fyrir stakur grágrýtishóll, heldur lítill, sem næst kringlóttur, með dálítið upphækkuðum toppi. Heitir hóll þessi Gollur, og er það réttnefni eftir lögun hans. Þegar staðið er á fyrrnefndum hól og horft til NNV, sést dálítil melalda uppi í brunanum, sem runnið hefur austan og vestan hennar. Grasgeirar eru þar nokkrir, en annars er þetta mjög brunnin hæð og heitir Rauðimelur. Suður af Rauðamel, frammi á fjallinu, eru smádalir með hamraveggjum eða bröttum grasbrekkum til hliðanna. Dalir þessir liggja frá austri til vesturs og heita Hrossalágar. Nokkurn spöl vestur af Hrossalágum er komið að bruna þeim, sem fallið hefur fram af fjallinu austan Lyngskjaldar, og heitir þá Lyngskjaldarbruni.
Um 20—30 mín. gang frá brún, norðaustur í Lyngskjaldarbruna, er gren, Nýjagren. Vestan brunans eru Eldborgarhraun-21Sandfjallatögl. Upp af þeim Sandfjall hið eystra. Austan undir því, í hraunbrúninni, er Sandfjallagren. Eftir Sandfjallinu liggur landamerkjalínan norður til Brennisteinsfjalla, og ber þar hæst á Kistu. Frá austanverðum Brennisteinsfjöllum liggur allhá hlíð til NA, Draugahlíð. Við norðausturenda hennar liggur vegurinn úr Selvogi til Hafnarfjarðar, og skammt austan hans er Kóngsfell. Kemur þar Herdísarvíkurland saman í odda. Er nú lýst örnefnum í Herdísarvíkurlandi.“
„Eldvirkni á Reykjanesskaga hefur sýnt sig að vera lotubundin sé litið á síðustu 3000 ár. Hver lota gengur yfir á um það bil 400 ára tímabili með gosum í nokkrum af eldstöðvakerfum skagans. Á milli líða um 800 ár þegar ekki gýs, en þess í stað kemur jarðskjálftavirkni með höggun á sniðgengjum. Síðasta lota hófst fyrir landnám í Brennisteins/Bláfjallafjallakerfinu og lauk þar árið 1000.

Fálkageirsskarð

Fálkageiraskarð.

Eftir fylgdi Trölladyngjukerfið með gosvirkni á 12. öld og síðan Reykjanes- og Svartsengiskerfin með gosum á 13. öld. Líkt gekk til fyrir 2400-2000 árum. Vitað er að eldvirkni var á Reykjanesi, í Trölladyngju og Brennisteinsfjöllum fyrir rúmlega 3000 árum, en tímabilið þar á undan er miður þekkt. Goshlé á Reykjanesskaga hefur nú varað í rúmlega 750 ár.“
Síðustu ísöld lauk fyrir um 10.000 árum og er talið að síðasta jökulskeið hafi staðið yfir í um 100.000 ár. Á þeim tíma mun megnið af þeim jarðlögum sem byggja upp fjallabálkinn frá Lönguhlíð, um Bláfjöll og norður í Hengil hafa myndast. Megingerð jarðlaga er móberg, og þar sem gosstöðvar hafa náð upp úr jökli hafa runnið hraun og myndast stapar eða hraunahryggir. 

Falkageirsskard-2

Mikið er um slíkar myndanir í Brennisteinsfjöllum. Ástæða þess að þarna hefur myndast hærra land en umhverfis er sú að við gos undir jöklum ná gosefnin ekki að renna sem hraun heldur hlaðast þau upp nálægt gosstöðvunum, sem móbergsfjöll. Á hlýskeiðum renna gosefnin aðallega sem hraun og mynda þunnar breiður sem fylla smám saman upp í dali og lægðir milli móbergsmyndana. Dyngjurnar á Reykjanesskaga eru flestar gamlar. Þær einkennast af þunnum hraunstraumum sem runnið hafa á löngum tíma og oft langar leiðir.

Falkageirsskard-3

Herdísarvíkurhraun kemur fram í tveimur óbrinnishólmum suðvestan við Kistu. Þetta er hraun frá gamalli dyngju sem Jón hefur rakið meðfram ströndinni til austurs. Sennilega er dyngjan sjálf í Brennisteinsfjöllum, e.t.v. norðan undir Vörðufelli. Frá gossprungum renna yfirleitt apalhraun með greinilegar hraunbrúnir sem eru oft auðveldari viðfangs til að kortleggja en dyngjuhraunin, sem eru þunnfljótandi og oft erfitt að greina jaðra þeirra auk þess sem þau geta runnið mjög langar leiðir í ræfilslegum straumum. Þar sem gossprungur eru gjarnan langar og ekki gýs alltaf eftir þeim endilöngum getur verið mjög erfitt að sjá hvaða gos hafa orðið á sama tíma eða í sömu goshrinu.
Aldur nokkurra hrauna á svæðinu:
Selvogshraun sunnan Kistufells; eldra en 1226.
Eldborg er sennil. yngst á Brennisteins-sprungureininni.
Kóngsfellshraun vestan Kóngsfells; um 950.
Húsfellsbruni við Drottningu; um 950.
Svartihryggur; um 950.
Breiðdalshraun Kistufell; eftir 900.
Kistuhraun Kistufell; eftir 900.
Yngra Hellnahraun í Grindarskörðum; 875.
Tvíbollahraun / Tvíbollar; 875 eldra:
Vatnaöldur; 870-880.
Söguleg hraun á svæðinu
Falkageirsskard-4Tvö hraunanna hafa verið færð til sögulegs tíma. Annað er Kistuhraun sem hefur gosið á sama tíma og Breiðdalshraun og hefur verið aldursgreint (JJ 1978). Hitt er lítið hraun við gígaröð sem nefnist Svartihryggur og er einnig sögulegt. Landnámslagið frá 870–880 liggur undir báðum hraununum.
Þau öskulög sem gagnlegust eru til að tímasetja eldvirkni á svæðinu eru einkum gjóska frá gosi á Reykjanesi (miðaldalagið), landnámslagið, öskulög frá gosum í Kötlu og Heklu. Eftirfarandi er stutt lýsing á helstu gjóskulögum sem skipta máli á svæðinu í nágrenni Brennisteinsfjalla.
Við rannsóknir á öskulögum í Brennisteinsfjöllum og á ströndinni sunnan við fjallabálkinn kom í lGjoskulog iBrennisteinsfjollumjós að mun erfiðara er að greina öskulög niðri við ströndina en uppi á fjöllunum. Miklu meira sandfok hefur verið við ströndina og öskulög því ógreinilegri, tilflutt og röskuð. Uppi á fjöllunum eru öskulög hinsvegar oft lítið hreyfð, greinileg og skýr. Þar er að vísu minni jarðvegur, en mun auðveldara að rekja aldur myndana en á ströndinni sunnan við.
•Saksunarvatns-aska. Eitt elsta gjóskulagið sem hefur fundist í nágrenni Reykjavíkur er s.k. Saksunar og er um 10.200 ára (Mangerud o.fl. 1986; Magnús Á. Sigurgeirsson og Markús A. Leósson 1993), en það hefur ekki enn fundist í Brennisteinsfjöllum. Lagið er talið vera komið af Vatnajökulssvæðinu. Lagið er svart.

Gjoskulog iBrennisteinsfjollum-2

Hekla-4 er ljóst öskulag, sjáanlegt í nokkrum sniðum að því við teljum. Það er frá Heklu og er talið vera um 4.500 ára gamalt (Guðrún Larsen og Siguður Þórarinsson 1978; Magnús Á. Sigurgeirsson og Árný E. Sveinbjörnsdóttir 2000). Grátt lag er stundum neðan við þetta sem gæti einnig verið frá Heklu, en það þarfnast nákvæmari greiningar.
•Katla hefur sent frá sér fjölmörg svört öskulög og er algengt að 2–4 lög sjáist í sniðum í Brennisteinsfjöllum. Stundum hafa lögin oxast og geta verið ljósbrún eða rauðleit og hörð. Tvö þessara fjögurra laga eru þykk og það eru þau sem algengast er að rekast á í sniðum á þessu svæði, en aldur þeirra er um 3.200–3.400 og 2.850 ára, (Bryndís G. Róbertsdóttir 1992b; Magnús Á. Sigurgeirsson 1992; Magnús Á. Sigurgeirsson og Árný E. Sveinbjörnsdóttir 2000), en þynnri lögin eru talin vera um 4.000 og 2.900 ára. Það lag sem er um 3.200 ára gamalt er yfirleitt þykkast og hefur gengið undir nafninu Katla-5000 (Bryndís G. Róbertsdóttir 1992b).
HA er ljóst öskulag frá Heklu og er talið vera úr gosi fyrir um 2.400–2.600 árum (Bryndís G. Róbertsdóttir 1992a; Magnús Á. Sigurgeirsson oEldborgarhraun-23g Árný E. Sveinbjörnsdóttir 2000). Nokkuð algengt er að sjá þetta öskulag í sniðum í Brennisteinsfjöllum og skiptir það því miklu máli þar.
Gráa-lagið er einnig frá Heklu og er sennilega frá því um 600 e.Kr. (Magnús Á. Sigurgeirsson 1992) og er gráleitt eins og nafnið bendir til. Þetta lag sést stundum í sniðum og styrkir greiningu á HA-laginu.
Landnámslagið 870–880 er eitt mikilvægasta öskulagið á Íslandi, en það mun hafa fallið skömmu eftir að land byggðist og hefur dreifst víða. Öskulagið er talið vera komið frá Torfajökuls- og Veiðivatnasvæðinu árið 870–880 og er tvílitt, með ljósan neðri hluta og dökkan efri hluta (Guðrún Larsen 1984; Karl Grönvold o.fl. 1995; Zielinski o.fl. 1997). Landnámslagið finnst víða og er grundvöllur margra aldursákvarðana á hraunum.
Falkageirsskard-5Miðaldalagið er dökkgrátt öskulag komið frá gosi við Reykjanes 1226–27 og er nokkuð auðgreint á svæðinu þar sem það er ívið grófkornóttara en önnur dökk öskulög þar. Þetta er mikilvægt öskulag á Reykjanesskaga og var því fyrst lýst af Gunnari Ólafssyni sem nefnir þrjú möguleg gos ábyrg fyrir gjóskunni (Gunnar Ólafsson 1983) en síðari athuganir benda til að gosið hafi verið 1226–27 (Haukur
Jóhannesson og Sigmundur Einarsson 1988; Hafliði Hafliðason o.fl. 1992; Magnús Á. Sigurgeirsson 1995).
Katla-1500 er yngsta öskulagið sem stundum sést efst í sniðum í Brennisteinsfjöllum. Það skiptir litlu máli varðandi eldvirkni á svæðinu því gos hafa ekki orðið eftir að Miðaldalagið féll árið 1226. Lagið styrkir hinsvegar tilvist og greiningu annarra laga, en er yfirleitt þunnt og ræfilslegt þar sem það sést (Guðrún Larsen 1978; Hafliði Hafliðason o.fl. 1992).“
Frábært veður. Gangan nam 7.8 km og tók 5 klst og 5 mín.

Heimildir m.a.:
-Herdísarvík í Árnessýslu eftir Ólaf Þorvaldsson – Árbók Hins íslenska Fornleifafélags 1943-1948, bls. 135.
-Orkustofnun. OS-2001/048. Ragna Karlsdóttir, 1995. Brennisteinsfjöll.
-Helgi Torfason, Náttúrufræðistofnun Íslands. Magnús Á. Sigurgeirsson, Geislavörnum ríkisins. Brennisteinsfjöll – Rannsóknir á jarðfræði svæðisins. Unnið fyrir Orkustofnun janúar 2002.
-Hörður Kristinsson, Vorstör fundin á Íslandi. Náttúrufræðingurinn 1980-1981, bls. 118-120.

Fálkageiraskarð

Efst í Fálkageiraskarði.

Selvogur

Gengið var frá Nesi í fylgd fjölfróðs uppalings í Selvogi. Stóð á endum þegar ekið var af Strandarheiði að Selvogi að birti til og ekki laust við að birtugeislanir vildu nota tækifærið við komu FERLIRsfara og leika við nýkomna farfuglana því þarna mátti snemma vors bæði sjá og heyra í tjaldi, steindepli og einstaka lóu.

Nesborgir

Nesborgir í Selvogi.

Skoðaður var gamli kirkjugarðurinn í Nesi, brunnhýsið, tóttir fjárhúsanna á sjávarabakkanum og “hinar týndu fjárborgir” á milli Ness og Bjarnastaða. Sagt var að borgirnar, sem sjá má teikningu af í bók Daniels Bruun, hefðu horfið í harótinu mikla árið 1925, en svo er nú ekki. Að vísu eru borginar hrundar sjávarmegin, en landmegin eru þær nokkuð heillegar. Vestan við borgirnar er tótt í varnargarðinu.

Þorkelsgerði

Þorkelsgerði í Selvogi 1985 – b.jóns.

Skoðað var í Bjarnastaðabrunn, sem er hlaðinn og nokkuð djúpur. Gengið var með gömlu Bjarnastaðahúsunum, yfir kambinn og niður að Stokkasundi. Þar mátti vel sjá hversu sundið var náttúrulega hentugt til löndunar. Í klapparskoru mátti sjá einn festasteinanna, sem bátarnir voru bundnir við. Á hann hefur verið klappað gat og band þrætt þar í.

Ofar og vestan við sundið eru leifar af enn einni “týndu borginni”; Þorkelsgerðisborg.

Sveinagerði

Sveinagerði utan Strandar.

Gengið var upp að Torfabæjarbrunni og síðan skoðað í kjallara Torfabæjar þar sem skóli Selvogsbúa var um skeið. Uppalingurinn dró hópinn með sér í átt að Þorkelsgerði þar sem íbúarnir opnuðu og buðu FERLIRsförum innfyrir. Var þar boðið upp á kaffi og meðlæti. Kom fram að ferðir FERLIRs hefðu spurst út um bæi og grundir og væru þátttakendur hvarvetna auðfúsugestir.

Eftir að spurt hafði verið almæltra tíðinda og spáð í veðrið var haldið áfram til vesturs fram hjá Miðvogsréttinni og að Strandarkirkju. Þar var stefnan tekin á gömlu vörðuðu þjóðleiðina að ósum Hlíðarvatns.

Eftir stutta göngu var vent til norðurs og þá komið í Sveinagerði þar sem sveinar sýslumanns voru við leika á öldum áður.

Vogsósar

Kirjugatan milli Vogsósa og Strandar.

Sveinagerði fór í eyði 1696, en þarna má sjá gamla garða og gerðið sjálft. Skammt austan við það liggur Kirkjustígurinn á milli Strandarkirkju og Vogsósa. Þaðan mátti sjá í hæðina norðan Strandarkirkju þar sem Þórarinn á Vogsósum sagði að fólk á leið í kirkju hafi venjulega skipt um skó. Heitir þar skósteinn. Stígnum var fylgt í átt að Vogsósum. Farið var yfir þvergarða á nokkrum stöðum og sjá mátti í Strandargarð (Fornagarð) ofar í heiðinni.

Herdísarvík

Þórarinn Snorrason frá Vogsósum leiðbeinir FERLIRsfélögum.

Á Vogsósum var hús tekið á Þórarni og Snorra, sem voru við rúninga. Var Snorra sagt frá hvar nafni hans uppi í Hvannahrauni hefði að geyma og að þar væru þá stundina fulltrúar HERFÍs og FERLIRs við undirheimarannsóknir.
Eins og fyrr segir var veðrið sérstaklega hentugt til gönguferðar. Ofar var bleyta og þoka með fjöllunum, en Selvogurinn skartaði því besta sem gerist á þessum árstíma.

Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Selvogur - örnefna- og minjakort

Selvogur – örnefna- og minjakort – ÓSÁ.

Borgarkot

Borgarkot er býli, sem Viðeyjarklaustur hafði umráð yfir, milli Kálfatjarnar og Flekkuvíkur. Tóftir sjóbúðanna sjást enn en sjórinn er að brjóta þær smám saman.

Borgarkot

Stórgripagirðing við Borgarkot.

Krýsvíkingar fengu að hafa kálfa og nautgripi í Borgarkoti gegn afnotum Viðeyjarklausturs að verstöð Krýsvíkinga, sennilega að Selatöngum. Einnig hafi Viðeyjarklaustur gripi sína í Borgarkoti. Girðingin er sennilega vegna þeirra – stórgripagirðing. Hún náði fá Kálfatjörn yfir að landamerkjum Flæekkuvíkur neðan Hermannavörðu. Þar beygir hún til strandar. Önnur sambærileg girðing er vestan Litlu-Vatnsleysu. Í steinana beggja vegna eru grópuð tvö göt og í þau reknir trétappar. Á þessa tappa voru hengdar taugar til að varna stórgripum ferð um upplandið. Ekkert virðist hafa verið vitað um girðingar þessar þótt ótrúlegt sé, en svo virðist vera um margt á Reykjanesskaganum. Honum hefur lítill gaumur verið gefinn.

Valdimar Samúelsson hafði samband við FERLIR eftir að hafa séð myndir af steinum með götununum á við Borgarkot.

Borgarkot

Stórgripagirðing við Borgarkot.

„Ég var ekki lengi að ákveða að fara eftir að ég sá þessar holur en fór um Borgarkotsland og sá töluvert meira af steinum þar á meðal einn sem hefir verið settur upp á annan.
Þessir steinar eru svörun á því sem ég hef verið að leita að en þarna voru mjög greinilegar þríhyrningslagaðar holur ásamt venjulegum holum en auðvitað voru sumar eyddar af veðri. Þér að sega þá freistaðist ég til að taka tappa út þrem holum en setti þá í aftur.

Þetta er því fyrsta sönnun fyrir því að þessar þríhyrnings löguðu holur í S-Dakota hafa líkan annarstaðar, en við erum búinn að leita um allt, þá á ég við reynt að fá upplýsingar um sambærilegar holur í öðru en skipafestarholur og eða skipasteinum, en í öllum Norðurlöndum eru engar að finna.

Borgarkot

Borgarkot – stórgripagirðing.

Á Grænlandi finnast skipafestarholur þríhyrningslagaðar en þær eru sverari og dýpri en þessar, einnig í Hudson Bay, held við Nelson-ánna, en það er álitið að menn hafi farið þar upp og endað í Winnipegvatn, síðan niður Rauðá, en þá eru þeir komnir á þetta holusvæði. Svæðið í S-Dakota heitir Whetstone Valley og eru svona steinamerkingar í steinum og bergi við ár og læki um allan dalinn.“

Spurning er hvort Íslendingur, sem farið hafi til Ameríku, en komið aftur, hafi gert þessar holur og notað steinana í girðingu hér.

Nú er bara að fá upplýsingar um hversu gömul götin eru í Ameríku og í hvaða tilgangi þau voru gerð.

Borgarkot

Borgarkot – uppdráttur ÓSÁ.

Þríhnúkar

Haldið var að Þríhnúkum með það fyrir augum að skoða gíginn og næsta nágrenni. Bönd voru með í ferðinni, en þegar á hólminn var komið reyndust þau óþörf því Björn „bergrisi“ í „Þríhnúkum“ reyndist betri en nokkurt reipi. 

Trihnukar-222

„Þríhnúkar“, eða „Insidethevolcano“ hafa verið með ferðir fyrir ferðamenn í Þríhnúkahelli. Lyftubúnaði hefur verið komið fyrir yfir opinu og eru ferðamenn ferjaðir skipulega upp og niður, alla daga sumarsins (fram til 20. ágúst). Agað og gott skipulag virðist vera á ferðunum þar sem sérstök áhersla er lögð á öryggi og ánægjulega upplifun þátttakenda. Aðstaða í nágrenni gígsins er til mikillar fyrirmyndar og naut FERLIR hennar í þessari ferð, í slagveðursrigningu eins og hún getur verið hvað verst á þessum árstíma á þessu svæði. Boðið var upp á skjól og upphitað húsnæði aukin heldur kjötsúpu og heitt kaffi.
Byrjað var að skoða umhverfi gígsins, eða öllu heldur gíganna, og m.a. komið við í Bólunni; athvarfi í hraunbólu suðvestan gíganna sem rjúpnaveiðimenn komu sér upp á sjöunda áratug síðustu aldar.
Trihnukar-224Kvikuþró er á milli gíganna og má vel sjá hvernig hraunkvikan hefur oltið upp úr Þríhnúkagíg niður hlíðar hans og fyllt tjörnina. Tjörnin hefur síðan tæmst að mestu þegar leið fyrir kvikuna opnaðist til norðurs og steyptist niður hlíðarnar og myndaði Þjófahran.
Þríhnúkagígurinn sjálfur er gígur sem liggur í norðaustasta Þríhnúknum, rúma 4 km vestur af skíðasvæðinu í Bláfjöllum. Niður frá gígopinu gengur gríðarmikill gíghellir, Þríhnúkahellir. Hann er eitt stærsta og merkasta nátturufyrirbæri sinnar tegundar á jörðinni.
Gígopið er þverhnípt og um 4 sinnum 4 metra stórt. Fyrst var sigið niður í gíghellinn 1974, og 1991 var hann svo kannaðar ítarlega og kortlagður. Þríhnúkahellir er flöskulaga ketill sem er um 150 þúsund rúmmetrar að stærð. Botninn er á stærð við fótboltavöll og er 120 metra undir yfirborði jarðar, og þaðan liggja svo gígrásir niður á um 200 metra dýpi.

Trihnukar-226

Í ljósi þess hvað hann þykir sérstakur hafa verið settar fram hugmyndir um hvernig megi bæta aðgengi að honum, sem fæli m.a. í sér að bora göng inn í hann miðjan og byggja útsýnispall inni í honum.
Á vefsíðu Náttúrfræðistofu Kópavogs (en svæðið er í umdæmi Kópavogs) má lesa eftirfarandi um gíginn og fyrirhugaðar væntingar um nýtingu hans: „Þrír litlir hnúkar standa á hálendisbrúninni um 15 km suðaustur af höfuðborgarsvæðinu. Lítt þekktir en sjást greinilega við sjóndeildarhringinn. Þetta eru Þríhnúkar. Norðaustasti hnúkurinn er gjall- og kleprakeila. Gaus hann litlu hrauni rétt eftir landnám. Gosrásirnar tæmdust að gosi loknu og ná þær nú niður á rúmlega 200 m dýpi.
Gíghvelfingin stendur vegna styrks jarðmyndana í þaki og hinum miklu klettaveggjum gígpottsins. Opið í toppi hnúksins er um 4 x 4 m að stærð. Neðan þess er 120 m djúpur flöskulaga gígur, sem mælist 48 x 60 m á botni. Fyrst var sigið í gíginn 1974. Gosrásirnar voru fullkannaðar og mældar 1991.
Þríhnúkar tilheyra Bláfjallafólkvangi, en til hans var stofnað með friðlýsingu árið 1973. Bláfjallanefnd fer með stjórn fólkvangsins. Alls 13 sveitarfélög á suðvesturhorni landsins eiga aðild að rekstri fólkvangsins. Sjálfur Þríhnúkagígur er í lögsögu Kópavogs.
Hraunhellar og jarðmyndanir þeim tengdum njóta sérstakrar verndar á Íslandi og skal forðast röskun þeirra eins og kostur er (Lög um náttúruvernd nr. 44/1999, 37. gr.).

Trihnukar-223

Gott aðgengi og fræðsla almennings er mikilvægur þáttur í skynsamlegri umgengni og verndun hraunhella. Liður í þeirri fræðslu er að gera valda hraunhella aðgengilega og koma upplýsingum þar vel og skilmerkilega á framfæri.
Hraunhellar eru eins mismunandi og þeir eru margir. Fjölmargir hraunhellar þola umferð án skaða. Myndunarferli kalkhella og hraunhella ásamt innviðum þeirra, eru mjög ólík. Hraunhellar eru yfirleitt aðgengilegri en kalkhellar. Ekki þarf að síga, nema afar takmarkað, og oft eru á þeim fjöldi opa.
Í mörgum aðgengilegum hellum eru viðkvæmar jarðmyndanir, sem hætt er við að hverfi ýmist óvart eða af ásetningi. Viðkvæmar jarðmyndanir höfðu ýmist mjög látið á sjá, eða voru að mestu horfnar úr þekktum hraunhellum hérlendis upp úr 1980. Tveim ríkulega skreyttum smáhellum, Jörundi og Árnahelli, sem fundist hafa síðan, hefur verið lokað fyrir almennri umferð vegna verndunarsjónarmiða.
Vinna að verndun og aðgengi Þríhnúkagígs er nú hafin. Þessi sýning er liður í þeirri vinnu. Verkefnið er krefjandi, en nauðsynlegur liður í þeirri þróun sem á sér stað í íslensku samfélagi á sviði náttúruverndar, útivistar og ferðamennsku. Ætlunin með sýningunni er að kynna náttúrundrið Þríhnúkagíg, fá fram viðbrögð fólks við hugmyndum um nýtingu hans og bregðast við þeim.
Árni B. Stefánsson tók ljósmyndir í gígnum á árunum 1983–1997. Árni smíðaði einnig líkanið af Þríhnúkagíg eftir gögnum sem hann safnaði og vann ásamt félögum sínum 1991.
Trihnukar-225Miklar og vaxandi skemmdir hraunhellanna, hvarf jarðmyndana og eyðilegging var að verða fólki stöðugt ljósari á uppeldisárum Árna. Jarðmyndanir bókstaflega hurfu fyrir framan augu þeirra sem til þekktu, án þess þeir fengju rönd við reist.
Ýmsar tillögur hafa komið fram um aðgang að þessum mikla gíghelli. Fyrsta raunhæfa tilllagan kom fram í grein í Morgunblaðinu 4. janúar 2004. Þar er lagt til að aðgengi verði um 200 m löng göng á svalir í hellinum. Svalirnar standa út í rýmið í miðjum gígnum á 64 m dýpi og í 56 m hæð frá botni.
Upprunalegar jarðmyndanir þekja Trihnukar-227veggina í þessari hæð. Yfir svölunum er lokuð gosrás, eða strompur upp á við. Svalirnar eru í vari fyrir hugsanlegu hruni að ofan, varðar undir slútandi bergi. Útsýn niður í gígpottinn er mikilfengleg. Tvö 20 hæða hús myndu komast fyrir neðan svalanna, ef þau mjókkuðu lítillega upp.“
Útgerðin kringum Þríhnúka er bæði mikil og kostnaðarsöm. Upplifunin er líka eftir því. Gígurinn sjálfur hefur verið upplýstur svo líta má dýrina með báðum augum eins og hún er. Annars má telja sérstakt að gestir í Þríhnúkagíg eru 98% útlendingar, eins nærtækt og jarðfræðifyrirbærið er annars innlendum.

Heimildir:
-wikipedia.org
-http://www.natkop.is/page.asp?ID=122

Þríhnúkar

Kvöldsýn frá Þríhnúkum.

Grindavík
Fyrirlestur Jón Þ. Þórs, fluttur í tilefni af 20 ára afmæli Grindavíkurkaupstaðar 10. apríl 1994.
(Birtist í Árbók Suðurnesja 1994, VII. árangi).

Skálholt

Skálholt fyrrum.

Í almennum ritum um sögu Íslands á fyrri öldum eru þrír staðir nefndir öðrum oftar: Skálholt, Hólar og Þingvellir. Í sömu ritum er okkur tjáð, að biskupsstólarnir hafi verið mestu menningarsetur landsins og jafnframt auðugustu og valdamestu stofnanir á landi hér. Allt er það satt og rétt. Öll vitum við að völd fylgja auði, en jafnframt að auður verður ekki til af engu. Hann skapast því aðeins að menn, fyrirtæki eða stofnanir hafi tekjur, helst miklar og tryggjar tekjur umfram útgjöld í langan tíma. En hér er, að minni hyggju, brotalöm í frásögnum almennra rita um íslenska sögu. Í þeim er þess sjaldan getið hvaðan auður íslensku biskupsstólanna kom, hvernig hann varð til, hver voru tengsl stólanna við byggðir landsins, hver var þýðing einstakra staða og plássa fyrir valda- og menntasetrin. Í þessu stutta erindi verður rætt lítillega um tengsl Grindavíkur og Skálholts á öldum áður, ef það mætti verða til þess að varpa nokkru ljósi á þetta forvitnilega viðfangsefni.
Þegar Jarðabókin, sem tíðast er kennd við Árna Magnússon og Pál Vídalín, var saman tekin árið 1703, voru allar jarðir í Grindavík, aðrar en Húsatóttir, í eigu Skálholtsstóls. Húsatóttir voru konungseign, en höfðu verið eign Viðeyjarklausturs fyrir siðaskipti. Þegar hér var komið tilsögu, hafði biskupsstóll staðið Skálholti í hálfa sjöundu öld og mikinn hluta þess tíma höfðu ítök og eignir stólsins í Grindavík verið að eflast og aukast. Í því viðfangi er athyglisvert, að elsta skjalfesta heimild, sem greinir frá ítökum og fjárhagslegum réttindum í Grindavík er rekaskrá Skálholtsstaðar frá 1270. Þar er kveðið á um skiptingu reka í Víkinni og er ljóst af skránni að Skálhyltingar hafa fengið umtalsverðan reka úr Grindavík – jafnt matreka sem viðreka – allt frá því snemma á 13. öld.

Húsatóftir

Brunnur við Húsatóftir – Erling og Helgi Gam.

Þegar kom fram á 14. öld efldust og jukust ítök og eignir stólsins í Víkinni jafnt og þétt og á 15. öld bendir flest til þess að Grindavíkurjarðir hafi allar með tölu orðið kirkjueign. Að vísu er ekki vitað nákvæmlega hvenær þetta gerðist eða hvernig, og varla von, því á ofanverðri 17. öld vissu Skálhyltingar það ekki sjálfir. Eldsvoðar léku skjalasöfn Skálholtsbiskupa grátt fyrr á öldum og eyddust þá margar jarðabækur og skjöl, sem nú myndu veita ómetanlegar upplýsingar. En fleira kom til. Árið 1684 risu deilur vegna rekamála á Ísólfsskálafjörum. Af því tilefni ritaði Þórður biskup Þorláksson bréf, þar sem hann kvartaði undan því, að fátt væri um skjöl er greindu frá eignarhaldi Skálholtsdókmirkju á jörðum í Grindavík. Þar kenndi hann um eldsvoðunum og því að staðarskipið hefði farist á leið til Grindavíkur og með því jarða- og skjalabók, sú besta, er hann jafði heyrt getið um. Þarna átti biskup vafalaust við farmaskip Skálholtsstaðar, sem fórst við Þórkötlustaðanes árið 1602 og með því liðlega tuttugu manns.
Flest rök hníga að því að Skálholtsstóll hafi eignast Grindavíkurjarðir á 15. öld, nánar tiltekið á tímabilinu frá því Vilkinsmáldagi var settur árið 1397 og þar til Magnús biskup Eyjólfsson setti Staðarkirkju í Grindavík nýjan máldaga 1477. Á þessu skeiði voru mikil umbrot og átök í íslensku samfélagi. Á 14. öld varð bylting í atvinnuháttum og utanríkisverlsun landsmanna, er sjávarafurðir urðu verðmætasta útflutningaafurðin og sjávarútvegur arðsamasta atvinnugreinin. Á sama tíma hófu Englendingar stórfelldar fiskveiðar hér við land og á öndverðri 15. öld olli Plágan mikla stórfelldri röskun á mannfjölda og búsetu í landinu. Þessum atburðum verða ekki gerð nánari skil hér, en afleiðing þeirra varð sú, að byggðin færðist nær sjávarsíðunni en áður hafði verið, eftirspurn eftir sjávarjörðum jókst og þær hækkuðu í verði. Sama máli gegndi um sjávarafurðir, einkum skreið. Hefur dr. Þorkell Jóhannesson reiknað út, að skreiðarverð hafi hækkað um samtals 141 prósent á tímabilinu frá 1350 og fram til 1550. Tilkostnaður við útveginn fór vitaskuld hækkandi á sama tíma, en þó hvergi nærri jafn mikið. Við þessar aðstæður var eðlilegt að fjársterkir og valdamiklir aðilar í samfélaginu renndu hýru auga til góðra sjávarjarða, eins og þeirra í Grindavík, og svo mikið er víst, að um miðja 16. öld voru allar jarðir í Víkinni komnar í kirkjueign og hélst svo framundir aldamótin 1800, er biskupsstóll var lagður niður í Skálholti og stólsjarðirnar seldar.

Staðarhverfi

Staðarhverfi – uppdráttur ÓSÁ.

En hvaða arð hafði biskupsstóllinn af þessum jörðum, hvern þátt áttu þær í viðhaldi stólsins og stofnana hans? Þessum spurningum verður að sönnu ekki svarað af þeirri nákvæmni að við getum áttað okkur á arði stólsins af jörðunum frá einu ári til annars, en tiltækar heimildir gefa þó nokkra mynd af gangi mála.

Járngerðarstaðir

Járngerðarstaðir – uppdráttur ÓSÁ.

Bygging stóljarðanna fór þannig fram að biskup byggði þær bændum, sem þar með urðu landsetar dómkirkjunnar. Þeir greiddu ákveðið afgjald af jörðunum á ári hverju. Það var nefnt landskuld og fór eftir mati jarðarainnar. Við vitum ekki með fullri vissu hver landskuldin var á 15. og 16. öld, er Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns var saman tekin árið 1703 var landskuld af jörðum í Grindavík samtals 17 hundruð og 40 álnir. Þessar upplýsingar segja nútímamönnum kannski ekki mikið, en greiðsla landskuldar fór fram í verkuðum fiski, harðfiski, og voru 240 fiskar, svonefndir gildingar, í hverju hundraði. Gildingur vó að jafnaði fjórar merkur, þ.e. eitt kíló, og voru þannig 240 kíló í hverju hundraði, en í hverri alin voru tvö kíló. Landskuld af jörðum Skálholtsstóls í Grindavík árið 1703 nam þannig 4.140 kílóum af fullþurrkuðum harðfiski og vilji fólk reikna það magn til peningaverðs á okkar dögum nægir að skreppa út í búð og athuga hvað harðfiskurinn kostar. Á þessum tíma, þ.e. um aldamótin 1700, var almennt reiknað með því að fullverkaður fiskur vægi um fjórðung af þyngd fisks upp úr sjó. Það þýðir að bændur í Grindavík hafi þurft að afla um það bil hálfa sautjándu smálest af fiski til þess eins að hafa upp í landskuldina.
En landskuldin var aðeins hluti af tekjum Skálholtsstóls af jörðunum í Grindavík. Stóllinn hafði umtalsverða útgerð á eigin vegum í Víkinni. Sú útgerð var vitaskuld mismikil frá einu ári til annars og arður af henni réðst af aflabrögum og árferði. Mest var stólsútgerðin í biskupstíð Brynjólfs Sveinssonar á 17. öld og má nefna sem dæmi um afraksturinn að árið 1674 fluttu faramenn biskups alls 15.357 fiska, þ.e. gildinga, af afla stólsskipanna frá Grindavík, auk lýsis og landskuldafisks. Þetta ár var afraksturinn af stólsútgerðinni þannig um 15 smálestir af fulþurrkuðum fiski, sem samsvarar 60 smálestum upp úr sjó. Gefur það nokkra hugmynd um umsvifin og við þetta bættist lýsi, reki og fleiri sjávar- og fjörunytjar.

Strýthólahraun

Fiskibyrgi í Strýthólahrauni.

Tekjurnar vor þannig miklar og tilkostnaðurinn við að afla þeirra fremur lítill. Biskupsstóllinn átti að sönnu vergögn í Grindavík, báta, verbúðir o.fl., en landsetar, þ.e. bændurnir, urðu að lána menn til skipsáróðurs á stólsskipunum, auk þess sem þeim bar að annast verkun á fiski stólsins.
En nú kynni einhver að spyrja: Hvaða þýðingu hafði sjávaraflinn úr Grindavík fyrir biskupsstólinn? Þessari spurningu verður best svarað með því að líta á fiskþörf Skálhyltinga og er þá einvörðngu miðað við neyslu þar heima á staðnum.
Af varðveittum heimildum er svo að sjá sem árleg fiskþörf í Skálholti hafi verið 10-11 smálestir. Á árunum 1547-1563 fluttust þangað liðlega 10 smálestir af skerið á ári að meðaltali, minnst 8 en mest 13 smálestir á einu ári. Á fyrri helmingi 18. aldar virðist fiskneyslan hafa verið lítið eitt minni, en á árabilinu 1730-1743 var flutt heim til staðarins hálf níunda smálest á ári að meðaltali. Er athyglisvert, að á þessum árum hefur landskuldarfiskurinn úr Grindavík numið nálægt helmingi af árlegri harðfiskþörf Skálhyltinga og segir það nokkra sögu um þýðingu jarðanna í Víkinni fyrir rekstur biskupsstólsins.
Í Skálholti var jafan fjölmenni, um og yfir eitt hundrað manns þegar allt er talið, og fiskur var meginuppistaðan í fæði vinnufólks og skólapilta. Má í því viðfangi minna á, að á fáfiskisárunum 1685-1704 gerðist það oftar en einu sinni, að illa horfði um skólahald í Skálholti sökum fiskileysis, og eitt árið, 1698, varð að fella niður skóla í marsmánuði og senda pilta heim vegna þess að ekki var til nægur fiskur. Sést mikilvægi harðfisksins í mataræði heima í biskupssterinu ef til vill best af því að á síðari hluta 18. aldar fékk hver skólapiltur harðfisk í tvö mál á rúmhelgum dögum, eða einn gilding yfir daginn. Piltarnir voru að vísu mismargir frá einu ári til annars, en yfirleitt um 30 þegar skóli var fullskipaður.

Slokahraun

Fiskgarðar í Slokahrauni.

Árið 1770 voru skólapiltar 33, og voru þá skammtaðir 33 fiskar alla rúmhelga daga í þær 35 vikur, sem skóli stóð. Það voru 5-6 smálestir yfir skólatímann og lætur nærri að landskuldarfiskurinn úr Grindavík hafi dugað skólapiltum yfir veturinn. Um þetta leyti fengur skólapiltar 1/5 hluta úr fiski í morgunverð á sunnudögum og öðrum bæna- og helgidögum, og urðu það 363 fiskar á 35 vikum. Í Skálholti var jafnan að störfum sérstakur barsmíðamaður og hafði hann það hlutverk að berja harðfisk. Hann barði 32-360 fiska á viku hverri, og á tímabilinu 29. janúar til 26. febrúar 1723 barði hann t.d. 1670 fiska.
Auk alls þess fisks, sem fluttist frá Grindavík til Skálholts var vitaskuld mikið af afla stólsins í Víkinni flutt í kaupstað og selt utan. Fyrir andvirði þess fisks keyptu biskupar ýmsar nauðsynjar, en þótt fiskurinn hafi verið verðmætasta afurðin sem biskupsstóllinn fékk af jarðeignum sínum í Grindavík má ekki gleyma öðru, t.d. viðrekanum, sem notaður var í húsagerð og viðhald heima í Skálholti.
Jarðirnar í Grindavík voru vitaskuld aðeins brot af öllum jarðeignum Skálholtsstóls. Hér verður þess ekki freistað að meta hve mikill hluti af tekjum stólsins á ári hverju kom úr Grindavík, enda skortir nauðsynleg gögn til að það megi gera af skynsamlegu viti. Engum getur þó dulist, að Grindavík var um aldir ein af styrkustu stoðunum undir auðlegð Skálholtsstóls og þeirri menningariðju, sem þar var stunduð.

Ísólfsskáli

Fiskbyrgi við Nótarhól á Ísólfsskála.

Prestastígur

Nafnið Prestastígur er nýlegt heiti á fornri og fyrrum fjölfarinni þjóðleið á Reykjanesi. Sú skýring á nafninu er þó líkleg að með prestakallalögum frá 1907 var Kirkjuvogssókn í Höfnum lögð til Staðarprestakalls í Grindavík og hefur því Staðarprestur oft átt erindi um þessa fornu leið.

Prestastígur

Upphaf Prestastígs ofan Hundadals.

Þegar þessi forna þjóðleið er farin frá Höfnum liggur leiðin frá Kalmanstjörn um Hafnarsand fyrir norðan Presthól og um Kinn, þar sem farið er ofan í sigdalinn upp af Stóru Sandvík, þaðan hjá Haug og yfir Haugsvörðugjá og síðan með rótum Sandfellshæðar. Þar fylgir gatan hraunjaðri Eldvarpahrauns. Á vegi okkar verður þá nýlegur vegaslóði sem er tilkominn vegna lagningar ljósleiðara. Þegar kemur á móts við Rauðhól er farið yfir hraunhaft að hólnum og síðan hjá Eldvörpum og yfir Hrafnagjá og þaðan að Húsatóftum í Staðarhverfi.
Öll þessi leið er vel vörðuð og ber þess merki að þar hefur verið fjölfarið um aldir. Víða sést hvar umferðin hefur markað alldjúpar götur í hraunið og lausagrjót hefur verið tínt úr götunni og lagt til hliðar.

Prestastígur

Prestastígur – varða.

Þetta var aðalleið vermanna af Suðurlandi, sem sóttu sjó frá Höfnum og af Rosmhvalanesi og þar hafa skreiðarlestir verið á ferð. Eins hafa Grindvíkingar lagt leið sína þarna um á þeim tíma sem þeir þurftu að sækja verslun til Básenda, þótt þeir hafi einnig farið sjóleiðina, en á 17. og 18. öld urðu þeir að sæta því í nokkra áratugi að sækja verslun þangað sökum þess að kaupmenn treystu sér ekki til að sigla til Grindavíkur vegna skipskaða sem urðu þar á fyrri hluta 17. aldar. Þá hefur Sigvaldi Sæmundsson póstur verið þarna á ferð á leið sinni milli Básenda og Grindavíkur en hann var fyrsti póstur sem ráðinn var með skriflegum samningi til póstferða árið 1785.
Hafnir voru fyrr á öldum blómlegur útgerðarstaður og var þar stundaður umfangsmikill búskapur bæði til lands og sjávar. Vermenn fjölmenntu þangað á vertíðum og eru sagnir til um stórfellda útgerð Ketils Ketilssonar í Kotvogi, en hann gerði út þrjú skip á árunum 1870 – 1880 og voru þá um 50 sjómenn á hans vegum auk 22 annarra heimilismanna. Ketill var meðal auðugustu manna landsins á sínum tíma. Hann byggði steinkirkju þá sem enn stendur á Hvalsnesi, en Ketill átti m.a. alla Hvalsnestorfuna og Járngerðarstaði í Grindavík.

Prestastígur

Prestastígur – Eldvörp.

Landkostum hefur á síðari árum hrakað mjög í Höfnum vegna sandágangs og margir bæir farið í eyði af þeim sökum, þar á meðal Haugsendar, sem fóru snemma í eyði. Haugsendar voru milli Kirkjuvogs og Merkisness, tún þar voru mikil, húsaskipan vegleg og myndarlega búið. Sagnir um mannlíf þar lifa í gömlum húsgangi:

Á Haugsendum er húsavist
sem höldar lofa.
Þar hefur margur glaður gist,
og gleymt að sofa.

Í seinni tíð er farið að nefna þessa fornu þjóðleið Prestastíg en hvergi finnast þess merki í gömlum heimildum. Geir Bachmann lýsir þeim þjóðleiðum sem frá Grindavík liggja í sóknarlýsingu frá 1840. Hann nefnir með nafni fyrstu þrjá aðalvegi yfir hraunin en segir svo: „Sá fjórði og síðasti vegur sem úr sókninni liggur og alþjóðarvegur má kallast, liggur upp frá Húsatóftum í útnorður ofan í Hafnirnar og er hann sá einni sem héðan farinn verður þangað“. Þetta er eini vegurinn frá Grindavík sem Geir nefnir ekki með nafni.

Prestastígur

Prestastígur ofan Húsatófta.

Prestastígur liggur milli tveggja heimsálfa þar sem hann liggur yfir flekaskilin milli Evrópu- og Norðurameríkuflekanna, sem svo eru nefndir. Því má segja, að þegar Prestastígur er genginn, þá fari ferðalangar frá Ameríku og til Evrópu. Reykjanes er að vissu leyti einstakt í sinni röð þar sem þar er eini staðurinn á jarðríki þar sem sést greinilega hvernig úthafshryggur gengur á þurrt land. Best er að skoða sprungukerfið í Stóru-Sandvík eða sunnan við Valahnúk.
Þegar farið er frá Kalmanstjörn er gengið yfir nokkuð slétt, uppblásið helluhraun. Helluhraun þetta er hluti af stórri dyngju sem jarðfræðingar nefna Sandfellshæð. Í Sandfellshæð er stór gígskál, Sandfellsdalur, og þar á hraunið upptök sín. Hraunið er talið hafa runnið fyrir um 12 þúsund árum. Þegar norrænir menn komu til Íslands, síðla á níundu öld, var svæði þetta allt vel gróið en eftir mikil eldsumbrot og öskufall á Reykjanesi á öðrum fjórðungi þrettándu aldar hófst uppblástur á svæðinu. Ef grafið er niður í sandbollana í hrauninu þá er komið niður í jarðveg. Í hrauninu ber mikið á hraunhólum sem eru sprungnir í kollinn.
Þar sem Prestastígur liggur hæst er komið fram á gjábrún. Þar heitir Haugsvörðugjá. Uppi á bakkanum vestan megin eru gjallgígahrúgöld og nefnist þar Haugur. Í kringum gígana er þunnt gjallkennt hraun og er það eldra en 8000 ára.

Ef veður er gott er þess virði að taka stuttan útúrdúr og ganga á Einiberjahól sem er ævagamall, stakur gígur skammt sunnan við Prestastíg, suðvestur af Sandfellshæð.
Sunnan undir Sandfellshæð er stakur gíghóll, Rauðhóll og frá honum hefur runnið hraun til suðurs og suðvesturs og er Prestastígur milli hrauns og hlíðar, þ.e. liggur um slakkann þar sem Rauðhólshraunið rennur upp að Sandfellshæð. Rauðhólshraun er 2000-3000 ára.

Prestastígur

Prestastígur – brú yfir Hrafnagjá.

Gengið er framhjá Rauðhól og austan við hann tekur við mosagróið apalhraun. Það er yngsta hraunið á svæðinu og rann árið 1226. Þá opnaðist liðlega 10 km löng gossprunga og nefnist hún Eldvörp. Meðal jarðfræðinga er hraunið nefnt einu nafni Eldvarpahraun en í tali heimamanna hétu einstök svæði þess ýmsum nöfnum, m.a. Sundvörðuhraun. Gígarnir í Eldvörpum eru fjölmargir og margir þeirra fallegir. Flestir eru gjall- eða klepragígar og eru nær allir óskertir og er gígaröðin ein af fáum á Reykjanesskaganum sem hefur verið hlíft við efnistöku. Um tveimur kílómetrum norðar en þar sem Prestastígur fer yfir gígaröðina er allnokkur jarðhiti og þar hefur verið borað á vegum Hitaveitu Suðurnesja. Eldsumbrotin á þrettándu öld yst á Reykjanesskaganum stóðu með hléum frá um 1210 til 1240. Mest gekk á árið 1226. Þessi hrina er nefnd Reykjaneseldar af fræðimönnum.
Þar sem Prestastígur fer yfir þetta sögulega hraun er það um 1,5 km á breidd. Þá er komið ofan í kima upp í hraunið og fyrst ber þar við stór og mikil gjá er nefnist Hrafnagjá og er hún í svonefndum Tóttarkrókum. Hraunið sem tekur við er blásið helluhraun og úr Sandfellshæð eins og vestar. Í Tóptarkrókum eru forn hlaðin byrgi sem menn vita nú ekki til hvers voru notuð. Austan við Eldvarpahraunið og niður að Húsatóftum ber mikið á stórum opnum gjám. Fyrst er nefnd Hrafnagjá. Ofan hennar er svonefnt Sauðabæli. Neðar er Miðgjá og næst Húsatóftum er Hjálmagjá. Komið er inn á vestanvert heimatúnið (golfvöllinn) í skarð á gjánni.

Heimild um jarðfræði:
-Kristján Sæmundsson. Jarðfræðikort af Svartsengi, Eldvörpum og Reykjanesi.

Ólafur Sigurgeirsson tók saman.

Á Prestastíg

Kolviðarhóll

Í sögunni um Skeiða-Otta segir að „Bolavellir og Bolasteinn minna á söguna um Skeiða-Otta og nautið ógurlega sem gekk í sumarhögum á völlunum við Kolviðarhól.

Bolasteinn

Bolasteinn.

Otti var bóndi austur á Skeiðum og átti erindi til Reykjavíkur þegar komið var að slætti og reið miklum kostahestum sem leið liggur vestur yfir Hellisheiði. Hann vissi um illræmdan griðung frá Viðey í högum hjá Kolviðarhóli og hafði hann orðið tveimur eða þremur mönnum að bana. Nautið lá við Bolastein og hóf þegar eftirför en Otti þeysti undan sem mest hann mátti. Samt dró saman með þeim og tók Otti þá það til ráðs að hann snaraðist af baki, tók upp hníf og lagðist niður milli krappra þúfna. Þar fleygði bolið sér yfir hann, en Otti skar hann á kvið og helltust yfir hann innyflin. Drapst bolinn þar en Otti gat haldið ferð sinni áfram“.
Bolavellir eru nálægt Draugatjörn. Bolalda er vestar, á sýslumörkum. En hvar er Bolasteinn nákvæmlega?

Bolasteinn þjóðsaga
„Á grænni flöt vestan við [Bolasteins]´rásina er stór steinn sem heitir Bolasteinn. Þar segjir sagan að kona hafi bjargast upp undan mannýgum bola. Og þegar boli vildi ekki hafa sig burt, gat hún hellt úr nálhúsi sínu upp í hann. Þá fór hann að lina aðsóknina.“

Heimild m.a.:
-Byggðasafn Ölfuss – fornleifaskráning

Draugatjörn

Draugatjörn – rétt.

Hafnir

Á haustmánuðum árið 2002 var ákveðið af Byggðasafni Reykjanesbæjar og Umhverfis- og skipulagssviði bæjarins að ráðast í fornleifaskráningu fyrir bæjarfélagið. En skylt er samkvæmt skipulagslögum að vinna slíkt verkefni.

Skálinn

Í október var hafist handa og dr. Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur sem rekur Fornleifafræðistofuna ráðinn til þess að stýra verkefninu og Sandra Sif Einarsdóttir þjóðfræðingur til að sinna skráningunni. Við fornleifaskráningu er mikið notast við loftmyndir. Þegar ein slík var skoðuð í nóvember 2002 sá Bjarni form landnámsskála í túninu fyrir aftan Kirkjuvogskirkju í Höfnum og styrktist sá grunur þegar hann fór og kannaði svæðið. Í lok nóvember gerði Bjarni prufuholur í miðju hins meinta skála. Það  var gert í von um að finna langeld til þess að staðfesta að hér væri um skála að ræða (langeldar finnast einungis í skálum). Gerðar voru tvær holur og í þeirri seinni fannst langeldurinn á tæplega 1 m dýpi. Bjarni tók viðarkolasýni sem send voru í C-14 aldursgreiningu. Niðurstaðan úr þeirri greiningu var sú að það er hægt að segja með 95% vissu að skálinn sé frá árunum 690-900 e. Kr. Með öðrum orðum skálinn var við lýði á því tímabili.
Í Landnámu segir að Herjólfur Bárðarson, frændi og fóstbróðir Ingólfs Arnarssonar hafi fengið land á milli „Vágs ok Reykjaness“, sem þýðir líklegast að Herjólfur hafi átt land frá Ósum í Höfnum og alveg að Reykjanestá. Vegna þessara tengsla við orðið „vágr“ og nálægðar skálans við Kirkjuvogskirkju, Kirkjuvog og Kotvog var ákveðið að kalla bæjarstæðið Vog. Í skýrslu sem Bjarni skrifaði svo um niðurstöður sínar segir hann frá þeim gruni sínum að fleiri rústir séu í kringum skálann, bæði vegna hóla á svæðinu sem gætu verið merki um rústir og vegna þess að í kringum skála frá þessum tíma eru gjarnan fleiri byggingar og aðrar mannvistarleifar, t.d. fjós, jarðhýsi og öskuhaugar.

Landnámsbærinn

Til þess að fá þetta staðfest var ákveðið að jarðsjámæla svæðið. Þær aðferðir á jarðsjámælingum sem í boði eru á Íslandi henta fornleifafræðirannsóknum ekki alltaf nógu vel og eru viðnáms- og segulmælingar venjulega notaðar við slíkt erlendis. Tim Horsley doktorsnemi í jarðeðlisfræði á fornleifafræðisviði háskólans í Bradford, Englandi var því fenginn til þess að framkvæma viðnáms- og segulmælingar á svæðinu. Rannsókn Tim á svæðinu í Höfnum ásamt öðrum sem hann hefur framkvæmt á Íslandi verða hluti af doktorsritgerð hans. Ritgerð hans fjallar um hvort hægt sé að framkvæma slíkar mælingar á Íslandi, en það hefur lengst af ekki verið talið hægt vegna sérstakrar jarðfræði landsins. Rannsóknir Tim hafa hins vegar leitt annað í ljós, þó verða svona mælingar líklega alla tíð mjög erfiðar sökum jarðfræði landsins. Þar sem að frekar djúpt er á fornleifarnar í Höfnum, eða tæpur 1 m þá var ákveðið að fara tvær umferðir með mælitækjunum og eftir þá fyrri taka u.þ.b. 0.5 m ofan af svæðinu til þess að nákvæmari niðurstöður gætu fengist úr rannsókninni og hægt yrði að bera saman niðurstöðurnar úr báðum mælingunum.

Kirkjuvogskirkja

Tim viðnáms- og segulmældi 60 x 60 m stórt svæði í kringum landnámsskálann. Niðurstöðurnar sem Tim fékk úr mælingunum voru að auk skálans eru trúlega fimm rústir á svæðinu sem mælt var. Þrjú lítil „hús“ austan við skálann og tvær ógreinanlegar rústir vestan og norðvestan við skálann Eftir að mælingum Tims var lokið var hafist handa við að tyrfa yfir svæðið sem opnað var. Þar sem skálinn liggur var hlaðið upp nokkrum lögum af torfi til þess að líkja eftir útlínum hans. Hraunhellur voru settar nálægt miðju skálans til þess að tákna langeldinn og ein hraunhella sem táknar bæjarhelluna sett við hugsanlegan inngang. Þannig geta gestir og gangandi virt fyrir sér hvernig skálinn getur hafa litið út.
Vogur - tilgátaÁ skilti við minjarnar stendur: „Árið 2003 fundust á þessum stað tóftir langhúss sem er 18m að lengd og 8 m að breidd. Þá eru greinilegar tóftir fleiri smáhýsa á svæðinu. Við C14 aldursgreiningu fornleifasýna kom fram sterk vísbending um að bærinn hafi verið reistur fyrir árið 900. Frekari rannsóknir eiga eftir að fara fram á svæðinu. Mögulega er hér kominn bústaður Herjólfs Bárðarsonar.
Svo segir í Landnámu: „Herjólfr… var frændi Ingólfs ok fóstbróðir. Af því haf Ingólfs honum land millum Reykjaness og Vágs. Hann sonr var Bárðr, faðir Herjólfs, þess er fór til Grænlands ok kom í hafgreningar.“. Herjólfur, landnámsmaður í Vogi, hefur því verið langafi Bjarna Herjólfssonar sem fyrstur Evrópumanna sá meginland Ameríku.
Reykjanesskaginn allur fellur undir Landnám Ingólfs Arnarssonar. Síðar gaf hann þeim sem hann vildi úr landnámi sínu. Þannig hefur landið sem Herjólfur fékk náð yfir allan Hafnahrepp.
Örnefnið „Vogur“ er væntanlega eldri mynd af „Kirkjuvogi“. Einnig er þekkt örnefnið „Lögrétta“ úr nágrenninu sem talið er að sé undir norðaustur horni kirkjugarðsins.“
Við Kirkjuvogskirkju er annað ankerið af Jamestown, sem náðst hefur upp af strandstaðnum við Ósa. Austan þess var Lögréttan.

Heimild:
-Sigrún Ásta Jónsdóttir forstöðumaður Byggðasafns Reykjanesbæjar.
-Upplýsingaskilti við „landnámsbæinn“ í Vogi (Höfnum).

Hafnir

Skilti við „Vog“ í Höfnum.