Eldvörp

Ætlunin var að fara með stiga og luktir upp í sunnanverð Eldvörp norðvestan Grindavíkur.
Vörpin Sunnanverð Eldvörperu innan umdæmisins líkt og u.þ.b. 90% af öðrum gígum og fjöllum/fellum á Reykjanesskaganum. Þar eru tvö u.þ.b. 8 og 12 metra djúp göt – ekki svo langskilin, ókönnuð mönnuð hingað til. Þótt vegarlengdin frá byggð sé ekki mikil, eða nálægt 5 km, hefur maðurinn aldrei (svo vitað sé) stigið fæti niður í þessa staði. Hér var því ætlunin að fara um tvö af ókönnuðum svæðum jarðarinnar. Síðast þegar farið var á vettvang reyndist stiginn vera einstigi og því ónothæfur nema aðra leiðina. Nú átti að skoða hið undirleynda og kanna hvort tenging geti verið með opunum og einnig hvort mögulegt gæti verið að nýta þau sem aðdráttarafl fyrir ferðamenn á þessum slóðum því nyðra opið verður að teljast einstakt á heimsvísu. Að vísu gæti Þríhnúkagígurinn jafnast að nokkur á við hann, en ekki að öllu leyti.
Gengið var frá Sandfellshæðardyngjunni suðaustanverði inn í Eldvarpahraunið vestanvert. Stefnan var tekin á Rauðhól – en þá birtist hið óvænta. FERLIR hefur um skeið leitað fornrar leiðar frá Prestastíg um norðanverða Sandfellshæð til Hafna. Þarna birtist hún óvænt. Fallin varða, greinilega forn, er á hraunhól utan í hæðinni, en frá henni til suðausturs liðast mosavaxin gata niður hæðina áleiðis að hraunbrúninni. Þegar henni var fylgt áleiðis að austanverðum Rauðhól varð hún greinilegri og síðan augljós. Hún liggur með hraunbrúninni og síðan upp á hana þar sem helluhraunslétta ber á millum, þá yfir hraunhaft og á Prestastíg. Þessi leið hefur verið sú stysta fyrir kunnuga er vildu fara millum Grindavíkur og Kirkjuvogs. Líklega hefur presturinn á Stað margsinnis farið þessa leið milli kirkna sinna því líkast til munar einum 5 km á henni og hinum hefðbunda Prestastíg, eins og hann liggur nú.
Nú var stutt yfir í götin fyrrnefndu í Eldvörpum.
Eldstöðvar á Reykjanesskaganm eru ýmist dyngjur eða gjall- og klepragígaraðir ásamt nokkrum gjósku- og sprengigígum. Þegar horft var til baka bar Sandfellshæðardyngjan hæst. Telja má 26 dyngjur frá nútíma en ekki er vitað um heildarfjölda þeirra þar sem ummerki sjást ekki lengur. Elstu og minnstu dyngjurnar eru upprunnar á miklu dýpi og nær yfir 80-200 km. Stærri og yngri dyngjurnar ná yfir allt að 6-7 km3 hver. Aldur allra dyngjanna er yfir 4500 ár. Myndunartíminn gæti tengst hröðu landrisi eftir hvarf ísaldarjökulsins.
Framundan voru Eldvörpin – gígaröð. Gígaraðir á Reykjanesskaga liggja á tveimur gosreinum og hafa sprungugos orðið á sitt hvorri þeirra, um þrisvar sinnum á síðustu 10.000 árum. Síðustu 2000 árin hefur gosvirknin þó takmarkast við vestari gosreinina sem liggur til sjávar við Erling undirbýr niðurgönguKerlingarbás en það hefur ekki gosið á eystri gosreininni, sem liggur inn að hraundyngjunni Skálafelli, í 3000 ár. Skjálftavirkni er einnig einskorðuð við vestari gosreinina. Gossprungur eru hátt á annað hundrað talsins ef hver sprunguhluti er talinn sér. Neðansjávargos hafa verið allnokkur við Reykjanesið og má þar finna 11 gjóskulög úr slíkum gosum. Út frá þessum gjóskulögum má fá mikilvægar upplýsingar um gossögu eldstöðvakerfisins síðustu sex þúsund árin. Við langvarandi neðansjávargos þá myndast gjóskugígar en einnig getur gjóska myndast þegar goshrinur á landi verða og hraunið rennur til sjós. Þá verða miklar gufusprengingar. Við Reykjanes hafa oft orðið til gígeyjar en þær eru einkar viðkvæmar fyrir rofafli sjávar og eyðast því fljótt en eftir standa sker og boð til vitnis um fyrrum tilveru þeirra. Sem dæmi um gígey má nefna Eldey sem er rétt suðvestur af Reykjanesskaganum.
Jarðfræðilega séð er Reykjanesskaginn enn að byggjast upp til suðvesturs og þó nokkur neðansjávargos hafa orðið suðvestur af honum á sögulegum tíma. Á yngstu hraunflóðunum eru hvergi sprungur né misgengi sýnileg sem virðist benda til þess að tektónískar hreyfingar á þessu svæði gerast með ákveðnu millibili. Þetta gæti einnig átt við eldvirknina. Ekki er almennt vitað hvaða kraftar eru að baki sprungunum og misgengjunum og er vafasamt að áætla að það sé einungis spenna í jarðskorpunni sem orsaki það.
Það eru tvær gerðir af eldfjöllum á Reykjanesskaga, þ.e. dyngjur og gossprungur. Dyngjurnar eru eldri og hafa ekki gosið á sögulegum tíma, þ.e. síðan um 800 AD. Stærstu dyngjurnar eru Sandfellshæð og Langhóll. Þær hafa gosið Botn syðri gígsinsgráu dólerít, ólivín basalti svipuðu og finnst á Miðnesi og á Vogastapa en þau mynduðust á hlýskeiði. Það er einnig mögulegt að dyngjurnar hafi byrjað sem gos á gossprungu því þær eru staðsettar á rekbelti. Það virðist jafnframt sem það hafi orðið breyting á eldvirkni á einhverju tímabili því dyngjur hættu að myndast og gos á sprungum tóku við. Nokkrar af gossprungunum hafa líklega verið virkar á sögulegum tíma eins og Eldvörp og Stampar. Gos á sprungum tengjast með beinum hætti plötuskilunum og sum staðar hefur hraunið einfaldlega runnið út án þess að mynda gíga. Þar sem kvikan storknar og hleðst upp í kringum gosopið þá kallast það eldvörp og við endurtekin gos kallast það eldfjöll. Til eru margs konar eldvörp en flokkun þeirra fer eftir lögun gosops, gerð gosefna, tala gosa og magn og hættir gossins.
Dyngjur myndast við flæðigos þegar þunnfljótandi kvika rennur stanslaust upp um kringlótt gosop mánuðum eða jafnvel árum saman en einnig er líklegt að þær myndist við Nyrðri gígurinnsíendurtekin gos. Hlíðarhalli er oftast minni en 8°. Efst í dyngjunni er gígketill með lágum gígrimum. Eins og áður segir þá er einnig mögulegt að dyngjugos hafi fyrst myndast á sprungu en svo hafi eldvirknin færst á einn stað er leið á gosið.
Stærsta dyngja innan Reykjaneseldstöðvarkerfisins er Sandfellshæð og er um 12500- 13500 ára gömul. Skálafell og Háleyjar eru yngri en þó forsögulegar. Ofan á Skálafelli er lítil eldborg. Þráinsskjaldardyngja er flöt og breið dyngja og er um 12500-13500 ára eins og Sandfellshæð.
Eldborgir myndast í þunnfljótandi gosum á kringlóttu gosopi í stuttum gosum án kvikustrókavirkni. Umhverfis gosopið hleðst svo upp gígveggur úr örþunnum hraunskánum eftir að það skvettist úr kvikutjörn upp á vegginn. Hraun rennur hinsvegar um göng neðarlega í gígveggnum og streymir langar leiðir undir hraunhellu eða í tröðum á yfirborðinu. Umkringis eldvarpið verður til flöt hraunbunga úr apal- eða helluhrauni. Eldborg undir GKlepramyndanireitahlíð fyrir austan Krísuvík er dæmigerð eldborg. Þegar kvikustrókavirkni verður á sprungugosum þá hlaðast gjallrimar eða eldvörp upp á stangli yfir sprungurásinni og mynda gígaraðir. Ef það kemur upp þunnfljótandi kvika stöku sinnum með millibili án kvikustrókavirkni þá verða til eldborgarraðir eins og Eldvörp og Stampar á Reykjanestánni. Algengast er að kvikustrókavirkni eða þeytigos samfara hraunrennsli úr sprungum myndi gjall- og klepragígaraðir. Eldvörpin eru þá samvaxin eftir sprungunni eða með mislöngum millibilum. Einstakir gjall- og klepragígar verða til við blönduð gos á kringlóttum gosopum. Upp þeytast svo hraunklessur sem annað hvort hálfstorkna í loftinu og fletjast svo út þegar þeir lenda og mynda sambrædda klepragígveggi eða þeir fullstorkna og mynda gjallhrúgöld. Eldkeilur myndast hins vegar við síendurtekin gos á kringlóttu gosopi en með mislöngum hléum á milli. Þau eru hlaðin upp úr hraun- og gosmalarlögum til skiptis.
KlepramyndanirErlendis eru eldkeilur algengastar allra eldfjalla en þær eru afar sjaldgæfar á Íslandi eða aðeins um þrjár talsins þ.e. Öræfajökull, Snæfellsjökull og Eyjafjallajökull. Efst á eldkeilu er stór gígur. Eldhryggir myndast þegar gos verður á sömu sprungunni oftar en einu sinni sem er frekar óvenjulegt. Þá myndast þeir eftir sprungustefnunni og strýtulaga þvert á hana. Þekktasti eldhryggurinn á Íslandi er Hekla.
Ösku- og sprengigígar myndast í sprengi- og þeytigosum. Upp hlaðast nær eingöngu laus gosefni eins og vikur og aska eða eingöngu bergmolar. Á kringlóttu gosopið hlaðast upp fagurlagaðir öskugígar en við þeytigos á sprungum myndast öskugígaraðir. Í sprengigosum eru megingosefnin vatnsgufa og gosgufur. Gígkatlarnir verða oft mjög djúpir þannig að þeir ná niður fyrir grunnvatnið og myndast því vatn innan í gígnum. Gott dæmi um sprengigíg er Grænavatn í Krýsuvík. Eldstöðvar sem gjósa líparítösku eru Klepramyndanirsjaldgæfari en þær sem nefndar voru hér að framan. Líparítkvika er seigari og því hrúgast hún oft upp yfir gosrásinni og rennur lítið til þaðan. Þannig gos eru nefnd troðgos og í þeim myndast hraungúlar sem geta verið mjög stórir.
Troðgos verða á stuttum sprungum eða kringlóttum gosopum og verða hraungúlarnir því oftast nær hringlaga. Eldvörp mynduð við gos í sjó eru svipuð móbergsfjöllum og verða þau ýmist hrygg- eða keilulaga í samræmi við lögun gosopanna og hlíðarbrattinn um 20-35%. Þegar hraunbunga hefur svo myndast ofan á gosmalarbinginn þá verður eldvarpið mjög álíkt móbergsstapa.
Komið var syðra gatinu, utan í vestanverðum Eldvörpunum. Stiginn var lagaður að niðurferð. FERLIRsfélaginn Erling varð fyrstur til að feta leiðina niður. Þar sem ekki er vitað um annan er þangað hefur komið verður ekki hjá því komist að nefna gíginn ERLING. Þegar niður var komið kom í ljós grænn Byrgimosavaxinn botn og fallegar rauðlitaðar klepramyndanir á veggjum. Niðri hallar undir, en einungis á einum stað er grönn stutt rás. Engin bein, hvorki dýra né manna voru sjáanleg í gólfinu. Einstakt var að horfa upp um rásopið til bláleits einfaldleika himinsins. Rásin virðist hafa verið leið fyrir glóandi hraunkviku til hliðar við megingíginn, sem er skammt austar. Hann er aflangur og auðveldur umgangs.
Hitt gatið er hins vegar miklu mun tilkomumeira og gefur vonir um opinberun fyrir miklu mun fleiri – þegar tímar líða. Um er að ræða stakan gíg á sprungureininni utan í gjallhól. Gígurinn hefur tæmst eftir að goshrinunni lauk og eftir stendur einstök formfögur jarðmyndun; fagurrauð, glerjuð að hluta, u.þ.b. 10-12 metra djúp. En þar sem stiginn var ekki nema tæplega 8 metra langur gaf auga leið að niður í gíginn yrði ekki komist á honum. Sennilegast væri auðveldast að nota línu til að komast niður á botninn. Stallar eru með börmunum, en þverhníft þess á millum. Neðst hallar undir er gefur von um op út. Þessi gígur, er verður að teljast einn hinn fegursti og tilkomumesti á Reykjanesskaganum, bíður þess að verða kannaður. Ef af vonum lætur mun það verða fljótlega (því FERLIR hefur þegar haft samband við þjálfað sigfólk til verksins). Aðgengi með stigaverki í þennan gíg yrði gígaódýrari en fyrirhuguð málmmannvirki í Þríhnúkahelli – og margfalt áhrifaríkari.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimild m.a.:
-Málfríður Ómarsdóttir – apríl 2007.

Mannvistraleifar

Krýsuvík

„Umræða um landeyðingu og landgræðslu hefur verið þó nokkur í sumar og eru menn yfirleitt sammála að ástandið sé víða slæmt í þeim málum og þörf sé aðgerða. Framkvæmdaaðilar eru í flestum tilfellum ríki eða sveitarfélög og nú ríður á að þau undirbúi verkefni næsta sumars tímanlega.
krysuvik-991Á árinu 1936 tók ríkið eignarnámi jarðirnar Krýsuvík og Stóra-Nýjabæ sem voru eign Einars Benediktssonar skálds. Var það gert vegna óska Hafnarfjarðarbæjar sem taldi sig vanta land til virkjunar hita, landbúnaðar, gróðurstöðva, ræktunar og útivistar. Fjórum árum síðar var lögunum breytt og verður þá Hafnarfjarðarbær eigandi að Kleifarvatni og landinu þar suður af allt fram á Krýsuvíkurbjarg. Annað land jarðanna féll undir ríkissjóð vegna beitarákvæða. Ekki ætla ég hér að blanda mér f deilur um eignarhald landsins heldur halda mig við það svæði sem til Hafnarfjarðar telst og hvernig bæjarfélagið hefur ávaxtað þessa eign sína.
Nú er landi bæjarins skipt milli tveggja áhugamannafélaga um húsdýraeldi. Annars vegar er það hestamannafélagið Sörli, sem hefur á leigu land sunnan Kleifarvatns, en hins vegar hefur Fjáreigendafélag Hafnarfjarðar á leigu landið frá gamla Krýsuvíkurbænum og suður á Krýsuvíkurbjarg. Landið sem þessi tvö félög skipta þannig á milli sín er frjósamasta og besta búfjárræktarsvæðið.
Þar skiptast á þurrir móar, votlendi auk ræktaðra, framræstra túna. Leigan sem þessi félög greiða er eingöngu að girða löndin og sjá um viðhald girðinganna, svo ekki er hægt að segja að um okurleigu sé að ræða. Samt sem áður hefur orðið misbrestur á því að félögin haldi þessi leigugjöld, sérstaklega hefur hestamannafélagið staðið sig illa, svo nú er land þeirra opið sauðfé frá afréttarlöndunum í kring.
krysuvik-992Ef litið er á sögu Krýsuvíkur kemur margt þar fram um gróðurfar sem vekur furðu okkar í dag. Þar kemur fram að skógur var í Krýsuvík fyrir ekki meir en 150 árum. Þar sést nú ekki ein einasta hrísla. Beitarland var þar einnig mjög gott. Það sést m.a. á réttarrústum vestan Krýsuvíkurbæjarins. Rústirnar eru þarna á melhól og ekki stingandi strá í kring. Hverjir byggja fjárréttirá gróðurlausum jökulurðum? Einnig er til örnefnið Trygghólamýri, þar er nú engin mýri því allur jarðvegur og þar með jarðvatnið er horfið út í veður og vind. Samkvæmt sögunni var Krýsuvík talin með betri búfjárjörðum á Íslandi, en nú er svo komið að landið þar er allt í tötrum, rofabörð og blásnir melar. Á árinu 1986 gerði gróðurnýtingardeild Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins ástandskönnun á landi Krýsuvíkur. Ástandskönnunin „leiddi í ljós mjög rýrnandi gróðurfar graslendis og lyngheiðar sem leggja til 88% af nýtanlegum fóðureiningum“.
„Ástand nýgræðu er einnig mjög slæmt“ segir í sömu skýrslu. Þetta þurfti svo sem ekki að koma á óvart. Hestamenn fengu beitarhólfið sitt stækkað 1982 vegna svipaðrar niðurstöðu sömu rannsóknarstofnunar á landi þeirra þá. Nú er bara stærra land rótnagað af hestum en þá var. Í framhaldi af þessum niðurstöðum ástandskönnunarinnar benti gróðurverndarnefnd Hafnarfjarðar í vor á þá staðreynd að eitthvað yrði að gera í málinu strax í sumar. Bæjarráð Hafnarfjarðar óskaði eftir tillögum frá nefndinni og samþykkti hún samhljóða þann 19. september síðastliðinn eftirfarandi tilhögun:
krysuvikurrett-9911. „Hestamanna-félaginu Sörla verði sagt upp leigu á landi sínu undireins og Hafnarfjarðarbær taki að sér landgræðslu á því svæði strax næsta sumar.“
Það er spurning hvort ekki ætti að lögsækja félagið fyrir illa meðferð á landinu og svik á samningum um girðingar og sáningu. Þetta land er alls ekki nauðsynlegt fyrir hestamenn. Þeir geta leigt jörð annað hvort á Suðurlandi eða upp í Borgarfirði og flutt hesta sína þangað til sumarbeitar.
2. „Á næstu fimm árum verði sauðfjárbeit hætt á landi fjáreigendafélagsins.“
Hér er ef til vill of vægt staðið að málum því landið hefur verið beitt langt um getu. Ekki virðast fjáreigendur hafa miklar áhyggjur af ástandinu því þann 24. október voru enn um 150 kindur taldar í Krýsuvík mánuði eftir að smalað var. Greinilegt er að bændurnir geyma þar fé sitt miklu lengur en eðlilegt getur talist um afréttarland.
Nú er liðið á annan mánuð án þess að bæjarstjórn hafi afgreitt málið, en eðlilegt hlýtur að teljast að þessu máli sé flýtt meðal annars vegna sauðfjárslátrunar. Fjáreigendur í Hafnarfirði teljast til svokallaðra „hobbý“ bænda þ.e. hafa ekki sauðfjárrækt sem aðalatvinnu og því engan fullvirðisrétt.
Nú nýverið hefur verið sett reglugerð um stjórn sauðfjárframleiðslu en þar er þeim, sem engan eða óverulegan fullvirðisrétt hafa, greitt að fullu fyrir allt sitt sauðfé gegn því að þeir hætti framleiðslunni. Þetta er boð sem fjáreigendur í Hafnarfirði geta nýtt sér og verða að gera ef bæjastjórn samþykkir að draga úr beit í Krýsuvík. Hafnfirðingar hafa ekki annað beitarland fyrir sauðfé. Reykjanesskagi og reyndar allt landnám Ingólfs er ofbeitt og að blása upp og þörf er á að afréttirnar verði friðaðar fyrir beit næstu áratugi. – Höfundur er formaður gróðurverndarnefndar Hafnarfjarðarbæjar.“

Heimild:
-Morgunblaðið 4. nóvember 1987, bls. 23

Krýsuvík

Krýsuvík – Baðstofa framundan.

Skammt fyrir ofan byggðina í Grindavík er fjall, sem heitir Þorbjarnarfell, – oftast nefnt Þorbjörn.
Í toppi þess er Thjofagjahamragjá, sem heitir Þjófagjá. Er svo sagt, að þar hafi einu sinni hafst við fimmtán þjófar, sem lögðust á fé Grindvíkinga. Eigi sáu byggðarmenn færi á að vinna þá fyrr, en bóndason frá Hópi tókst á hendur að svíkja þá. Hann fór til þeirra, sór þeim trúnaðareið og var með þeim um hríð. Hann varð þess vís, að þeir fóru hvern laugardag í bað í laug þeirri, sem er á Baðsvöllum norðan undir fjallinu. Einn gætti klæða þeirra, meðan þeir voru í baðinu, og gerðu þeir það til skiptis. Svo kom, að þeir trúðu bóndasyni fyrir að geyma föt sín. Þá sneri hann um annarri skyrtuerminni og annarri brókarskálminni hjá þeim öllum og hljóp síðan, sem fætur toguðu, til bæja. Það fór eins og hann ætlaðist til; þjófunum varð tafsamt að komast í föt sín, og ekki fóru þeir nema í nærklæðin og eltu hann síðan, en náðu honum ekki. Urðu þeir mjög sárfættir í grjótinu. Nú þustu byggðarmenn að þeim, og gátu þeir ekki komist undan. Voru þeir allir teknir höndum og hengdir þar, sem síðan heita Gálgaklettar.
Bóndasonurinn varð ólánsmaður, en eigi er getið, hvað fyrir hann kom.
Einstigið um Þjófagjá (misgengið) er auðratað, sé rétt að farið…

Þjófagjá

Þjófagjá.

Þorbjarnastaðir

Við skoðun á örnefnalýsingum fyrir Þorbjarnarstaði kom í ljós áður óráðin misræmi, m.a. varðandi Grúnuskúta (Gránuhelli) og Kápuhelli. Í annarri lýsingunni (GS) eru þessi skjól sögð vera við heimatún Þorbjarnastaða, en staðsetning þeirra ekki tilgreind nánar.

Þorbjarnarstaðarétt

Í hinni er Gránuskúti sagður „sunnan við Fornarsel“, en í lýsingunni er Gjásel nefnt Fornasel og öfugt. Þá er Kápuhellir sagður vera „í brúninni á“ Laufhöfðahrauni. Þótt báðir staðirnir séu í landi Þorbjarnarstaða munar hér verulegum vegarlengdum. Hingað til hefur ekki verið vitað um skjól við [Fornasel], en Kápuhellir við Jónshöfða í vesturjarðri Laufhöfðahrauns er þekktur. FERLIR hefur skoðað hann áður. Eftir allnokkra leit að hugsanlegum Gránuskúta við Þorbjarnarstaði fékk FERLIR ávísun á fallegan helli sunnan Þorbjarnastaða, austan undir Miðmundarhæð. Var hann tilgreindur sem Gránuskjól. Hleðslur eru fyrir munnanum og gólfið flórað.
Nú var tilefnið m.a. að kanna með hugsanlegt skjól við [Fornasel].
Gengið var að þorbjarnarstaðaréttinni undir Sölvhól norðan Þorbjarnarstaða, að brunni bæjarins, inn á Alfaraleið og henni fylgt að mótum Gerðisstígs (Hólaskarðsstíg). Þeim stíg var fylgt upp hraunið að Neðri-hellum, framhjá vörðuðum skúta í Selhrauni, að vorréttinni undir Brunabrúninni, upp að Efri-hellum og þaðan gengið eftir Kolbeinshæðarstíg upp að Kolbeinshæðarskjóli. Stígnum var fylgt suður yfir Kolbeinshæðir og upp að Laufhöfðavörðu og áfram að Gjáseli [Fornaseli] þar sem m.a. ætlunin var að skoða svæðið af nákvæmni með hliðsjón af upplýsingum í örnefnaskrá. Þarna kynni Gránuskúti að leynast einhvers staðar, en svæðið er nú vel kjarri vaxið.
Brunnur Þá var stefnan tekin niður að Kápuhelli við vesturbrún Laufhöfðahrauns, Straumsselsstíg fylgt niður að áður vísiteruðum Gránuskúta austan undir Miðmundarhæð og síðan að Stekknum (réttinni) sunnan Þorbjarnastaða. Lokaáfanginn var Alfaraleiðin til austurs, að Brunabrúninni sunnan Gerðis.
Í þessari ferð var aðalheimildin örnefnalýsing, upphaflega skráð af Gísla Sigurðssyni, örnefni eftir Ástvald Þorkelsson frá Þorbjarnarstöðum, Gísla Guðjónsson frá Hlíð, Magnúsi Guðjónsson frá Stóra-Lambhaga og Gústaf Brynjólfsson frá Eyðikoti. Einnig var stuðst við gömul landamerkjabréf.
3. júní 1978 fóru sr. Bjarni Sigurðsson og Haukur bróðir hans á vettvang ásamt hinum þremur öldruðum mönnum. Þeir fimmmenningar gerðu ýmsar athugasemdir við lýsingu Gísla. Flestar þeirra skráði sr. Bjarni jafnóðum, en fáeinar ritaði Sigríður Jóhannsdóttir eftir sr. Bjarna 5. júní 1978. Loks gerði sr. Bjarni fáeinar athugasemdir í október 1980.
Gísli Guðjónsson er fæddur á Setbergi 1891, kom í Hraunin um 10 ára og var þar til 1917, 8 ár í Gerði og önnur 8 á Óttarsstöðum. Jósef Guðjónsson er fæddur 1899, kom að Óttarsstöðum 2-3 ára og var þar til 1918. Gústaf er fæddur 1906, kom í Eyðikot 1907 og var þar til 1937. Sr. Bjarni og Haukur bróðir hans ólust upp í Straumi frá 1930.
Hér fer á eftir lýsing Gísla Sigurðssonar með þeim leiðréttingum, sem að framan greinir. Landamerkjalýsing er tekin upp úr Landamerkjabók fyrir Gullbringu- og Kjósarsýslu.
Í örnefnaslýsingunni kemur fram að meðfram austurtúngarðinum lá Straumsstígurinn. „Norðar, eða við norðurtúngarðinn var Þorbjarnarstaðaréttin, vel hlaðin rétt af grjóti. Hún stendur norður undir Sölvhól. Þar var haustrétt fyrir Innhraunin eða Austur-Hraunabæi, þ.e. Litla- og Stóra-Lambhaga, Gerði, Þorbjarnarstaði og Péturskot. (Þess má geta, að í Hraunum voru um 60 manns 1918.) Eitt örnefni enn er hér nálægt túninu, Mosaflesjur, þar sem mosinn var þurrkaður til eldiviðar.
Neðri Austurtúngarðinum var fylgt niður að brunni Þorbjarnastaða. Hann er í Brunntjörninni norðan við túnin, grunnur, en fallega hlaðinn umhverfis. Ferskt vatn leysir undan hrauninu sunnan við hann. Að brunninum liggur hlaðinn gata eða garður. Af honum var ullin jafnan þvegin í tjörninni.
Norðan tjarnanna má enn sjá Suðurnesjaveginn ofan af Brunanum niður af Hraunhorninu. Af honum lá Gerðisstígur heim að Gerði eða Gerðisbæ, sem stóð í hjalla í Gerðistúni. Stígur lá frá bænum upp á Brunabrún upp í Hraunhornsstíg. Niður undan Hjallanum voru Gerðisbalar, Stóri-Bali nær og Litli-Bali fjær. Norðan Balanna er Gerðistjörn. Í henni var Gerðisvatnsból og vestur frá henni Stakatjörn. Fyrrnefndur stígur, sem lá upp á Brunabrúnina, var kallaður Kirkjustígur. Hann sést enn, liggur upp frá túninu norðan við Gerði og upp á alfaraleið. Þessi stígur var mest genginn, er sóttur var mosi í Kapelluhraun.
Sunnan Gerðistúns var tjörn, er nefndist Gerðistjörn syðri, en sameiginlega voru allar tjarnirnar nefndar Gerðistjarnir eða Þorbjarnarstaðatjarnir.
Um Brúnaskarð eystra liggur alfaraleiðin upp á Kapelluhraun, en svo nefnist neðsti hluti Nýjahrauns, sem ofar kallast Bruninn og enn ofar Háibruni. Áður hefur verið getið um mosatekju í Kapelluhrauni.
LandamerkjalínaÞorbjarnastaða að austan liggur úr Þórðarvík suður og upp um Leynidali (þar sem m.a. má sjá nokkur hlaðin skjól) og síðan áfram upp austurbrún Brunans. Alfaraleiðin lá suðvestur eftir Brunanum. Nær miðju var Kapellan, húsnefna hlaðin úr grjóti uppi á hól. Var hún 2×2 metrar að ummáli, og sneru dyr í vestur. Kapella þessi var helguð heilagri Barböru, sem var verndari ferðamanna og gegn hvers konar háska af eldsvoða. Sagnir voru um, að einn sveina Kristjáns skrifara, sem drepinn var á Kirkjubóli á Miðnesi, hafi verið dysjaður við Kapelluna. Var því þarna stundum kölluð Dysin eða Kapelludys.
Þegar farið var vestur yfir Brunann lá leiðin áfram, þar til komið var í Brunaskarð vestra. Við hvort skarð eru vörður, er nefnast Stóravarðan eystri og Stóravarðan vestri.“
Vorréttin Vörður þessar eru nú horfnar, sem og meginhluti leiðarinnar um Kapelluhraunið. Einungis má sjá enda leiðanna sitt hvoru megin við brúnirnar, auk nokkurra metra kafla við kapelluna. Öllu öðru hefur verið raskað. Það hefði ekki verið slæmt nú ef götunni hefði verið hlíft við eyðileggingunni og hægt hefði verð að sýna hana áhugasömu fólki um gamlar þjóðleiðir. Þegar staðið er við hana lá leiðin í stefnu á græn hús, sem nú hafa verið byggð í vestanverðu hrauninu og áfram að brúninni. Á henni eru nú þrír steinar þar sem gatan kom niður. Neðan Brunans sést gatan síðan vel þar sem hún liðast vestur yfir hraunið ofan Gerðis og Þorbjarnastaða.
„Úr skarðinu liggur alfaraleiðin vestur um Hraunin ofan eða sunnan garðs á Þorbjarnarstöðum. Þegar hér er komið, verður fyrir stígur, er liggur frá Gerðinu, nefnist Gerðisstígur. Lá stígur þessi suður með vesturbrún Brunans. Skammt sunnar lá stígurinn um Hólaskarð milli Brunans og Hólanna, og var hann því allt eins nefndur Hólaskarðsstígur.“
Gerðisstíg var nú fylgt til suðurs. Hann er vel gróinn og breiður á kafla. „Rétt sunnan við Skarðið var vik í Brunann. Hér vestur af eru klettaborgir miklar; í lægð milli þeirra er Þorbjarnarstaðaker, djúpt jarðfall, og var þar hætta fyrir fé. Það komst ekki upp úr. Þorkell Árnason bóndi á Þorbjarnarstöðum hlóð tröppur upp, og eftir það var fé engin hætta búin. Lægðin nefndist Stóridalur. Skammt vestar var svo Litlidalur.“
Efri Kerið er ekki stórt en nokkuð djúpt. Nú vaxa í því stórir fallegir burknar. Og enn má sjá hleðsluna, sem Þorkell bóndi, ættaður frá Guðnabæ í Selvogi, hlóð við norðurbrún kersins. Þótt hér sé verið að lýsa aðstæðum og örnefnum við Gerðisstíg er Þorbjarnastaðakerið og Dalirnir nokkuð vestan stígsins.
„Ofan við Hólana allt frá Bruna og vestur að Óttarsstaðarauðamel liggur Seljahraun. Seljahraunsstígur liggur gegnum það upp með Brunanum. Seljatún nefndist lítil, gróin flöt norðan hraunsins. Þegar komið er yfir Seljahraun, blasir við á hægri hönd mikill melur, Rauðimelur eða Þorbjarnarstaðarauðimelur. Rétt fyrir norðan Rauðamel eru Neðri-Hellar eða Litlu-Hellar.“
Við Neðri-Hella eða -Hellra er m.a. fallega hlaðið ferkantað gerði undir Brunabrúninni. Ofar má, ef vel er að gáð, sjá móta fyrir löngum garði, nú mosavöxnum. Hellarnir sjálfir er spölkorn ofar. Hleðslur eru við opin. Mjög gróið er í kringum hellana.
„Rauðimelur var einnig nefndur Rauðhólar. Norðan melsins voru klettaborgir, áberandi vegna gróðurs í kringum þær. Nefndust þær Rauðamelsklettar syðri og Rauðamelsklettar nyrðri eða bara Rauðamelsklettar. Vestur frá þeim tóku við Ennin, lágar brekkur. En Rauðamelsstígur lá vestur norðan við melinn, samkvæmt skrá Gísla Sigurðssonar. Nú man enginn eftir honum, e.t.v. hafa þetta bara verið fjárslóðir. Suður frá melnum var Réttargjá. Gjá þessi var sprunga, sem sneri suður og norður.“
Skammt vestan við Rauðamelskletta er víð hraunsprunga, gróin í botninn. Í henni er heilleg há fyrirhleðsla. Ljóst er að þarna hefur annað hvort verið nátthagi eða gerði. Skammt suðaustan sprungunnar er fallegt, nokkuð stórt skjól með op mót norðvestri. Gamalt vörðubrot er ofan við opið. Ekki er að sjá að þessa skjóls eða „sprunguréttarinnar“ sé getið í örnefnalýsingum.
„Skammt suður þaðan í Brunabrúninni var Þorbjarnarstaðarétt eða vorréttin, einnig nefnd Rauðamelsrétt, þótt hún væri drjúgan spöl frá melnum.“
Kolbeins Réttin stendur enn vel heilleg. Á Brunanum, ofan hennar, er nú æfingasvæði Skotfélags Hafnarfjarðar. Réttin hefur þó fengið að vera að mestu óáreitt. Í henni eru tveir dilkar auk almennings.
„Héðan var stígurinn kallaður Efrihellnastígur allt upp að Efrihellum, sem hér voru við brúnina á Brunanum. Þegar hér var komið, nefndist hraunið Brenna, ofan Efrihellna, brunatunga, er lá hér suður. Úti á hrauninu var Brennuhóll, neðst í Brennunni. Guðmundur Bergsveinsson í Eyðikoti sótti kvarnarsteina í Brennuna og bar á bakinu, setti mosa undir bakið.“
Reynt var skyggnast eftir því hvort þarna væru ummerki eftir að kvarnasteinn hefði verið unninn á staðnum, en erfitt er að átta sig á því enda mosavaxið.
Hér á eftir kemur svolítill útúrdúr frá þessari ferð, miðað við gönguáætlunina.
„Halda skal nú hér fram með Brennu, allt þar til kemur í Hrauntungukjaft. Þar taka við Hrauntungur, sem liggja norðaustur eftir milli Brennu og Brunans. Þær eru nokkrar að víðáttu, og er skógurinn einna mestur þar, allt að 4 m há tré. Úr kjaftinum liggur Hrauntungustígur norðaustur og upp á Háabruna, út á helluhraunið og austur eftir því upp að Hamranesi vestan Hvaleyrarvatns. Er þetta skemmtileg gönguleið. Efrigóm Hrauntungukjafts gerir Hellishóll. Hér í hólnum eru Hrauntunguhellar (að sögn Gísla Guðjónssonar; Gísli Sigurðsson kallar þá hins vegar Hellishólshelli og Hellishólsskjól). Í vætutíð má fá þar vatn. Uppi á hólnum er Hellishólsker. Hér nokkru sunnar er Fjárborgin [Þorbjarnastaðafjárborg] á tungu út úr brunanum. Hún stendur enn, og er innanmál hennar um 7 m. Suður og upp frá brunanum eru Brundtorfur. Þar var hrútum hleypt til ánna forðum daga. Þar voru Brundtorfuvörður og Brundtorfuhellir [með krosshlöðnum aðgangi]. Einnig var þetta svæði kallað Brunntorfur, Brunntorfuvörður og Brunntorfuhellir.“
Gránuskúti Ekki var farið í Hrauntungur, að Þorbjarnastaðafjárborginni eða upp í Brunntorfuhelli að þessu sinni. Um þessa staði er fjallað í öðrum lýsingum á vefsíðunni. Í heimildum er svæðið nefnt Brunatorfur, en þarna við mætast Óbrennishólabruni og Nýibruni (Nýjahraun).
„Hér vestnorðvestur var Gjásel, sel frá Þorbjarnarstöðum, staðsett á Gjáselshæð. Rétt hjá selinu var vatnsstæði. Á hæð skammt suður og upp frá selinu var Gjáselsvarða. Norðaustur frá Gjáselsvörðu (G.G.) voru þversprungnir hólar, Vonduhólar. Frá selinu lá Gjáselsstígur, en hann er nú óglöggur mjög. Upp frá Hrauntungukjafti eru hólar, sem nefnast Skyggnirar. Þar um liggur Hrauntungustígurinn og er ekki vel greinilegur.“
Hér er Fornasel nefnt Gjásel, en í öðrum heimildum er Gjáselið norðar af þessum tveimur seljum á þessu svæði, en Fornaselið sunnar. Framangreind lýsing passar vel við Fornaselið, enda önnur tilgreind örnefni skammt frá því.
„Í skrá Gísla Sigurðssonar segir: „Hér lengra og ofar er Þúfuhólshraun með Þúfuhól og þar á Þúfuhólsvörðu. Svæði þetta nefndist líka Hundaþúfuhólshraun, Hundaþúfuhóll og Hundaþúfuhólsvarða.“ En Gísli Guðjónsson og Jósef Guðjónsson segja, að þessi örnefni séu ekki til hér, heldur séu þau vestur af Tóhólum í Óttarsstaðalandi.“
Framangreint er ágætt dæmi um mismunandi upplýsingar um örnefni. Það sem einn telur sig vita hlýtur að vera hið eina rétta. Sama mun gilda um aðra þá er telja sig hafa aðrar upplýsingar. Staðreyndin er hins vegar að bæði breytast örnefni með tíð og tíma og jafnvel milli manna því ekki taka allir nákvæmlega vel eftir ábendingum eða þeir áætla út frá þeim. Þannig hefur þetta verið og mun verða – líkt og þessi heimildarörnefnalýsing gefur glögga mynd af.
Nú er aftur haldið af stað þar sem frá var horfið við Efri-Hella. Gránuskúti „Í suðvestur uppi á hrauninu frá Efri-Hellum er hraunhæð, nefnd Kolbeinshæð [stundum nefnd Kolbeinshæðir], og er vel gróið kringum hana. Sunnan í henni er vestanvert Kolbeinshæðarskjól, en austanvert er Kolbeinshæðarhellir. Uppi á hæðinni er Kolbeinshæðarvarða. Kolbeinshæðarstígur liggur hér um skarð í hæðinni suður og upp hraunið, og er þá komið að stórri, ferhyrndri laut þarna í hrauninu. Gísli Sigurðsson segir, að hún sé kölluð Kvíin, en það kannast heimildarmenn sr. Bjarna ekki við, telja þó, að það geti staðizt. Hraunflákinn milli Rauðamels og Kolbeinshæðar heitir Gráhelluhraun.“
Fyrir Kolbeinshæðarskjóli er falleg fyrirhleðsla. Sjá má enn spýtur sem notaðar voru til að refta yfir skjólið. Vel er gróið í kringum það og óvíða má sjá stærri krækiber en einmitt þarna. Staðurinn er enda einstaklega skjólgóður. Stígurinn sést enn í annars grónu hrauninu. Honum var fylgt áfram suður yfir hæðina, upp að Laufhöfðavörðu á Laufhöfða. Þar var komið inn á stíg, sem er framhald af Straumsselsstíg og liggur upp í Gjásel og Fornasel, sem fyrr var nefndur til sögunnar.
„Suður og upp frá lautinni, sem fyrr var nefnd, er Fornasel, sel frá Þorbjarnarstöðum. Má enn sjá, að þrjár hafa verið þarna vistarverur. Selið stendur á Fornaselshæð. Rétt við Selið er vatnsstæði, nokkuð niðurgrafið. Norðan undir hæðinni eru rústir eftir kvíar. Suður og upp frá selinu var Gránuskúti eða Gránuhellir.“
Nú var úr vöndu að ráða. Lýsingin á Fornaseli passaði vel við Gjásel; niðurgrafið vatnsstæði við selið, þrjár vistarverur og rústir eftir kvíar norðan undir hæðinni. En hvað um Gránuskúta?
Gengið var suður fyrir selstöðuna og svæði skoðað mjög vel. Eins og áður var lýst er það nú kjarri vaxið og það torveldaði leitina. Eftir nokkra leit fannst gott skjól innan við kjarr, vandfundið. Ekki var hægt að greina mannvistarleifar í eða við það. Staðsetningin gat hins vegar staðist. Tekinn var gps-punktur – til öryggis.
Kápuskjól Haldið var til norðurs með vestanverðu selstæðinu. Þá – skyndilega – mátti með glöggum augum greina mikla vegghleðslu í kjarri vöxnum bolla vestan undir hæðunum. Í dag myndi það teljast til suðurs. Við nánari athugun kom í ljós hellisop með fyrirhleðslum. Inni var rúmgott skjól. Mosi við opið benti til þess að þarna hefði ekki nokkur lifandi vera stigið niður fæti um langa tíð. Spurningin er hvort þarna kunni Gránuskúti að hafa verið opinberaður, en um hann hefur jafnan verið fjallað í þátíð hingað til, líkt og hann hafi týnst. Þarna er a.m.k. veglegt fjárskjól og það við sel. Ekki er að sjá að því hafi verið lýst annars staðar – hingað til. Segja má með sanni að þarna sé komið enn eitt fjárskjólið á þessu svæði (auk Brunntorfuhellis, Kápuhellis og tveggja hella, sem á eftir að nefna undir Miðmundarhæð).
„Suðvestur héðan var Litlaholt og lá milli Straumssels og Hafurbjarnarholts, en um Hafurbjarnarholtsvörðu lá landamerkjalínan. Þaðan lá línan um Nyrztahöfða og um Norðurhöfðaslakka, á Mjóhöfða og um Miðhöfðaslakka, þaðan í Fremsthöfða í Þrívörður. Gísli Sigurðsson segir, að þær hafi verið nefndar Lýritti, en það hafa heimildarmenn sr. Bjarna ekki heyrt. Héðan lá aftur á móti línan austur og ofan við Brundtorfur og kom þar á Stórhöfðastíg, sem lá svo áfram vestur að Fjallinu eina. Úr Hafurbjarnarholti lá landamerkjalínan niður um hraunið austur af Straumsseli niður um Katla og niður á Fremri-Flár. Austan við Katlana var Laufhöfðahraun með Laufhöfðavatnsstæði, sunnan undir Laufhöfða.“
Leit var gerð að vatnsstæðinu, en það fannst ekki að þessu sinni. Mörg vatnsstæði í hraununum eru enda þurr nú eftir litla snjóa og takmarkaða vætutíð. Þó stendur vatnsstæðið við Fornasel jafnan fyrir sínu.
Stekurinn „Í brúninni á hrauni þessu var Kápuhellir. Landamerkjalínan liggur um Katlana í Jónshöfða austast í Straumsselshöfðum ofan Kápuhellis (Gísli Guðjónsson). Verður þá Straumsselsstígurinn innan merkjanna.“
FERLIR hafði áður komið að Kápuhelli utan í Jónshöfða, við vesturmörk Laufhöfðahrauns. Að þessu sinni var gengið í gegnum Gráhelluhraunið og beint að hellinum. Best er þó að fylgja stígnum frá Gjáseli til norðvesturs því varða ofan við Kápuhelli vísar á hann. Hellirinn er aðgengilegastur um gróninga frá stígnum. Um er að ræða skúta inn undir hraunhæð í einni af hinum mörgu lægðum á svæðinu. Hann er þó í þeirri austustu og vísar varðan á hann, sem fyrr segir. Fyrirhlesla er við hann. Skammt ofan við hann, undir sömu hæðarbungu, er annað hlaðið skjól, grynnra. Vel gróið er umhverfis lægðina og því ljóst að þarna hefur fé verið haft til nytja.
Nöfnin Grána og Kápa eru fengin frá fé Þorbjarnastaðabóndans, en stundum er talað um grátt og kápótt kyn slíkra skepna.
„Héðan frá Jónshöfða liggur Fornaselsstígur [ætti að heita Gjáselsstígur, en mætti þess vegna heita framangreint því hann liggur áfram framhjá því upp í Fornasel] suður og upp í Laufhöfðahraun suður í selið. Frá Jónshöfða liggur Straumsselsstígurinn niður um Neðri-Flár eða Flárnar. Á miðjum Flánum er Fláavarðan.“
Varðan sést enn. Á kafla er Straumsselsstígur grópaður í slétta hraunhelluna.
„Eru nú engin örnefni, fyrr en kemur í Tobbukletta, Tobbuklett eystri og Tobbuklett vestri, en þar var Tobbuvarða, og lá landamerkjalínan um hana. Tobbuklettaskarð var allbreið lægð milli klettanna. Hér var stígur, sem lá allt til Krýsuvíkur, jafnframt fjallreiðarvegur á kafla.“
Veg þennan má enn sjá í hrauninu. Hún hefur stundum verið nefnd Straumsselsstígurinn vestari því leiðin liggur um Straumssel að vestanverðu.
Gránuskjól „Í skrá Gísla segir, að framan í Tobbukletti vestri hafi verið Tobbuklettsrétt. Það nafn þekkist nú ekki lengur, en þó sést enn fyrir réttum í Grenigjám litlu vestar, og ljóst er, að hægt hefir verið að reka að í breiðri sprungu, sem hlaðið hefir verið fyrir í, í Tobbukletti vestri (skoðað 21. júlí ’80, B. S.).
Tobbuvarðan eystri var á eystri klettinum.“
Þótt fjallað sé um mannvistarleifar í þátíð í lýsingu þessari er ekki þar með sagt að mannvirkin séu horfin, eins og dæmin hafa sýnt. Varðan ofan við Tobbukletta eystri stendur enn. Auk þess má enn sjá fyrirhleslur í klettunum þar fyrir neðan (austan).
„Þaðan er skammt í Seljahraun, en austur frá klettunum eru Ennin áðurnefnd. Landamerkjalínan liggur úr Tobbuvörðu norður í Stekkatúnshæð vestari, þaðan í Tóhól eða Tó rétt vestan við Sölvhól og þaðan í Pétursbyrgi.“
Pétursbyrgi er hlaðið skjól við stíginn, þ.e.a.s. vestari stíginn, sem fyrr er getið, því annar austari liggur um Selhraunið niður að Stekknum.
„En stígurinn liggur frá Seljahrauni vestan Jóhannshóls og milli Stekkatúnshæðar vestari og eystri. Á Stekkatúnshæð eystri var Hádegisvarða [í annarri örnefnalýsingu er hún nefnd Miðmundarvarða og hæðin Miðmundarhæð], stóð hátt og var mikil um sig. Hæðin var því allt að einu nefnd Hádegishæð. Varða þessi var ekki eyktamark frá Þorbjarnarstöðum, heldur sennilega Gerði. Norðan undir hæðinni var Stekkurinn eða Stekkatúnið með Stekksgerðinu. Þarna var líka Stekksgatan eða Þorbjarnarstaðagatan. Er þá komið heim að túngarði.“
Skömmu áður en komið var að Stekknum var litið við í fyrstnefndu Gránuskjóli. Austari Straumsselsstígurinn kemur niður að Stekknum skammt austan þess. Austan við Stekkinn má enn sjá hleðslu eftir stórt gerði.
Þorbjarnarstaðir Þegar komið var niður fyrir Stekkinn (réttina) var gengið inn á Alfaraleiðina af Þorbjarnastaðagötunni. Alfaraleiðinni var fylgt til austurs (nú tilgreint norður). Gatan liðast um hraunið. Sunnan við Þorbjarnastaði tekur hún vinkillaga hlykk á sig til suðurs, en síðan á ný til austurs. Gatan er vel greinileg inn í gróinn hvamm að Brunabrúninni sunnan Gerðis. Þar hefur Brunanum verið ýtt með jarðýtum út fyrir brúnina svo ekki er hægt að sjá lengur hvar gatan lá um „Vestari Brunaskarð“. Hún endar því við „hina áþreifanlegu eyðileggingarbrún nútímamenningarinnar“. Ofar eru nú þrír steinar til merkis um mörkin.
Framangreind leið er í rauninni einstakt tækifæri og tiltölulega auðveld leið til að kynnast fyrrum búskaparháttum og atvinnusögu svæðisins – á tiltölulega skömmum tíma. Hvar sem stigið er niður eru minjar og saga þeirra birtist auðveldlega ljóslifandi.
Reynslan hefur kennt okkur að það sem eyðilagt er nýtist engum. Einungis með stöðugri meðvitund, viðurkenningu á eigin fortíð og meðvitund um mikilvægi framtíðar verður mikilvægum verðmætum forðað frá glötun. Varðveitt verðmæti nýtast framtíðinni – glötuð verðmæti nýtast engum.
Frábært veður – lyngna og gróðurangan. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Brunnur

Brunnur við Þorbjarnarstaði.

Kálfatjörn

Leitað var ártalssteins í Kálfatjarnarvör. Í 9. tbl. Ægis árið 1936 segir að „þar við vörina hafi verið steinn í byrgi og á hann höggvið ártalið 1677.

Kálfatjörn

Ártalssteinn í fjörunni þar sem hann fannst.

Steinninn hafi “fallið úr byrginu fyrir nokkru í brimi. Erlendur Magnússon á Kálfatjörn lét leita hans í grjóthrúgunni og fannst hann; er hann nú múraður í vegg byrgisins”. Nú er sjórinn einnig búinn að taka nefnt byrgi, en tvö heilleg eru þarna vestar, ofan fjörunnar.
FERLIR hafði farið nokkrar leitarferðir í fjöruna við Kálfatjörn. Leitin virtist vonlaus því grjót er þarna við hvert fótmál og engin lýsing á þessu tiltekna grjóti lá fyrir. Hins vegar mátti gefa sér, með því að skoða grjótið í hinum byrgjunum, að það hlyti að vera ferkantað og að tiltekinni stærð fyrst það var notað í vegghleðslu sjóbúðar og síðan byrgis. Með því var a.m.k. hægt að nota útilokunaraðferðina. Vopnaðir henni og með öll augu galopin var nú fjaran gauðmgæfð aldrei sem fyrr.
Sjórinn var greinilega búinn að brjóta talsvert land ofan við vörina, þar sem sjóbúðin gamla átti að hafa verið ofan við. SteinninnByrgið var, sem fyrr sagði, að mestu farið, en þó mátti enn sjá einn vegg þess að hluta (2003). Þarna nærri eru og leifar garðhleðslna gamallar fjóstóftar með hálfuppistandandi veggjum. Greinilegt var að jarðýtu hafði verið ekið út með ofanverðri fjörunni fyrir skömmu síðan. Og fyrir algera tilviljun fannst steinninn í öðru beltafarinu. Í ljós kom að áletrunin var ekki 1677, heldur A° 1674. Hún var vel greinileg og læsileg. Svo virðist sem tölustafurinn 4, sem er stærri en hinir, geti einnig verið tákn, þ.e. segl og kross.
 Steinninn var hulinn til að koma í veg fyrir frekari skemmdir. Upplýsingum um hann var síðan komið til menningarnefndar Vogamanna, sem lét því miður færa hann úr sínu „nálæga umhverfi“ upp að safnarheimili Kálfatjarnarkirkju þar sem hann liggur, ekki svipur hjá sjón – einmana og tilgangslaus í umkomuleysi sínu. Auðvitað (og án nokkurs vafa) á steinn sem þessi, það eina sem eftir er, ætlaður sem hornsteinn í hlaðinni sjóbúð niður við ströndina, að fá áfram að minna á uppruna sinn; tilgang, gamla atvinnuhætti og fólkið sem þar var. Þetta kenndi FERLIR að vera ekkert að láta umkomuaðila vita sérstaklega af uppgötvunum sínum. Kannski verður svo að „sjóbúðarsteinninn“ verði síðar færður á veglegan stall nærri uppruna sínum.
Um er að ræða einn elsta ártalsstein á Reykjanesskaganum, sem vitað er um. Steinninn í Fuglavík, sem heimild segir að þar var í yfirbyggðum brunni og síðan í bæjarstéttinni, er þó eldri, en hann er enn ófundinn þegar þetta er ritað. (Hann fannst þó skömmu síðar eftir umleitan FERLIRs – sjá umfjöllun um Fuglavík). Elstu áletranir er á einum Hvaleyrarsteinanna (1657) og á klöppum við Básenda (16. öld), en aðrar áletranir, sem sumir telja eldri, eru rúnir (Kistugerði og fornmannasteinninn í Garði). Flekkuvíkurrúnarsteinninn er þó sennilega frá 16. eða 17. öld. Ekki er vitað um aldur rúnasteinsins í Kisturgerði.
Að loknu góðu síðdegisverki var skoðaður ártals- og skósteinn í hlaðinni brú á gömlu kirkjugötunni vestan LetursteinninnKálfatjarnarkirkju. Á honum átti að vera, skv. heimildum, ártalið 1700, en á honum er áletrunin A°1709 (sjá Kálfatjörn – letursteinn (1709).Â
Hornsteinar búða, bæja eða byrgja voru oftlega með táknum eða ártölum, líkt og þessi steinn í sjóbúðinni við Herdísarvík; ártal er myndar segl og kross. Í Krýsuvíkurbúð í Herdísarvík var merki á steini; kross og bogi undir er myndaði ankeri. Steinninn var lengi í brunnstæðinu við heimreiðina að gamla bænum. FERLIR tók mynd af honum á sínum tíma, en lét hann liggja áfram óhreyfðan. Annað dæmi er við dyr bæjar syðst í vestanverðum Skorradal; tvöfaldur kross á einum legg. Eflaust mætti finna slík tákn víðar, ef vel væri að gáð.
Allar hafa þessar áletranir kristnileg tákn er benda til beinna tengsla við sjómennsku og væntanlega vernd (öryggi), bæði til handa búðum og ábúendum. Í rauninni er um að ræða leifar heiðinnar trúar. Þetta er þekkt fyrirbæri allt frá því á frumlífsöld (fyrir 12.000 – 7.000 árum f. Kr. – Catal Hüyük og Lepenski Vir) er menn tóku sér fyrst fasta bólfestu og byrjuðu að búa í húsum er mynduðu þorp. Þeir grófu látna ættingja sína undir gólfinu til að tryggja Endurbyggingað óviðkomandi færu ekki inn af ótta við hina dauðu (dauðann), þ.e. færðu hina náttúrulegu og fyrrum villtu efnismenningu inn í híbýli sín). Með svipaðri hugsun voru hinir fyrstu látnu landnámsmenn hér á landi grafnir á ystu landamerkjum jarða þeirra. Tilgangurinn var að tryggja vitund manna um hver mörkin væru og auk þess að fæla nágrannana, sem og aðra, að ásælast landið. Óttinn við dauðann og hina dauðu var mikill. Hann var í rauninni hornsteinn frumgerðistrúarbragðanna er kristnin byggði síðan grunn sinn á, sbr. Jesús krist, upprisuna og afturhvarf mannsins til alsælu himnaríkis.
Þeir sem reyttu hina dauðu til reiði áttu ekki von á góðu. Grunnhugsunin hefur í rauninni lítið breyst í gegnum árþúsundin þótt efnismenningin, vegna sífelldra áhrifa umhverfis og aðstæðna, aukinna krafna, tækni og nýrra möguleika, hafi tekið breytingum frá því sem áður var. Og þótt efnislegar leifar geti lýst áþreifanlegu afsprengi hugsunar, frá einum tíma til annars, geta þær þó lítið sagt til um hugsunina sjálfa. Líklegt má þó telja að hún hafi jafnan tekið mið af gildum og viðurkenningu fjöldans hverju sinni. Því má spyrja; hver voru gildin hér á landi fyrr á öldum?
Þetta voru nú einungis svolitlar vangaveltur í tilefni af opinberun letursteinsins í nálægð við guðshúsið að Kálfatjörn á Vatnsleysuströnd. Hugmyndin er að koma ártalssteininum A°1674 fyrir í endurgerðri Skjaldbreið við Kálfatjörn (sjá HÉR).
Kálfatjörn

Reykjanesviti

Fyrsti vitinn við strendur Íslands var byggður á Valahnúki á Reykjanesi árið 1878. Ljós hans var fyrst tendrað þann fyrsta desember. Um aldarmótin 1900 voru vitar landsins orðnir 5 að tölu.

Reykjanesviti

Reykjanesviti 1910.

Talsvert hefur verið fjallað um fyrsta vitann sem og aðra er síðar voru byggðir við strandir landsins. Uppbyggingu vitakerfisins lauk með byggingu Hrollaugseyjavita árið 1954, en þá var ljósvitahringnum um landið lokað. Í dag er fjöldi ljósvita við strendur landsins alls 104, þar af 17 á Reykjanesskaganum.
Í dag sjást einungis leifar þessa fyrsta vita, neðan Valahnúks. Einungis fáum árum eftir að ljós hans var tendrað fyrsta sinni kom í ljós að hann hafði verið settur niður á röngum stað.
Nýr viti var því byggður á Vatnsfelli og tekin í notkun árið 1908. Vitinn er að flestu leyti eins í dag og upphaflega, nema hvað efsta ásýnd hans hefur tekið svolitlum breytingum í gegnum tíðina. Þá hafa vitavarðahúsin einnig verið endurnýjuð.

Reykjanesviti

Árið 1905 var svo komið að jarðskjálftar og brim höfðu brotið svo mikið úr Valahnúk að hætta var talin á að Reykjanesviti félli í hafið. Var því ákveðið að reisa nýjan vita. Á árunum 1907-1908 var byggður nýr viti á Bæjarfelli á Reykjanesi. Gamli vitinn var felldur með sprengingu þann 16. apríl 1908. Alþingi veitti fé til byggingar vitans til að flýta fyrir framkvæmdum.
Vitinn er byggður úr tilhöggnu grjóti og steinsteypu. Þeir Frederik Kiørboe arkitekt og Thorvald Krabbe verkfræðingur teiknuðu vitann. Framkvæmum lauk á Þorláksmessu 1907 og kveikt var á vitanum 20. mars 1908.

Yfirleitt er sagt að núverandi viti standi á Bæjarfelli, en þar er um miskilning að ræða. Hæðin heitir Vatnsfell, enda dregur fellið nafn sitt af vatni undir hlíðum þess. Leó M. Jónsson segir m.a. um þetta á vefsíðu sinni þar sem hann lýsir svo ágætlega Höfnum og landssvæði, sem tilheyra þeim: „Fyrsti ljósviti á Íslandi var reistur á Valahnjúki 1878. Í miklum jarðskjálftum 8-9 árum síðar hrundi úr hnjúknum og sprungur mynduðust ofan á honum. Var þá talið að reisa yrði vitann á öruggari stað og var þá núverandi viti á Vatnsfelli (nefnt eftir litlu vatni/uppsprettu sem er norðan þess – reyndar eru þeir til sem fullyrða að heitið Vatnsfell sé dregið af eimingartækjum sem þar voru sett upp og áttu að sjá vitavarðarhúsinu fyrir drykkjarvatni en sem ekki reyndist svo þörf fyrir) byggður og tekinn í notkun 1908.“

Gott útsýni er af fellinu yfir nágrennið. Í vestri blasa við Valahnúkar og Eldey úti í hafi. Í suðri Vatnsfell og Reykjanestá en dyngjurnar Skálafell og Háleyjabunga í austri. Norðar í hrauninu er Sýrfell.
Hóllinn sem er á móti Vatnsfelli og er á vinstri hönd þegar ekið er fram hjá vitavarðarhúsinu á leið út að Valahjúk nefnist Bæjarfell. Sunnan undir því eru leifar útihúsa fyrsta vitavarðarins sem og brunnur, sem hlaðin var í tilefni byggingar fyrsta vitans hér á landi.
Leó fjallar jafnframt um nýjasta vitann á Reykjanesi, vitann á Austurnefi eða ofan við Skarfasker: „Annar viti, minni, var reistur sunnar á svokölluðu Austurnefi og er ástæðan sú að lítið fell, sem nefnist Skálarfell, skyggir á ljósið frá stóra vitanum á nokkru svæði þegar siglt er úr suðri.“
Vitinn, sem teljast verður til „hálfvita“ var byggður sem aukaviti árið 1909, endurgerður árið 1914 og síðast endurgerður árið 1947. Fyrsti vitinn á Skarfasetri gekk fyrir gasi og var einn fyrsti sjálfvirki vitinn við Íslandsstrendur.

Þegar gengið er um Reykjanesvitasvæðið er ágætt að byrja gönguna við vitann á Vatnsfelli. Þaðan er hægt að ganga eftir gömlum flóruðum stíg, sem enn er nokkuð greinilegur og liggur frá Vatnsfelli að Valahnúk.

Reykjanesviti

Reykjanesviti.

Þessi stígur var notaður af vitaverðinum þegar vitja þurfti gamla vitans.
Í umfjöllun um samgöngumál á vefsíðu samgöngumálaráðu-neytisins og einstök tímamót á þeim vettvangi er m.a. fjallað um „Þjóðveginn yfir sjóinn“. Þar segir m.a. að „í raun komu strandsiglingar í stað járnbrautarsamgangna sem tíðkuðust í öðrum og þéttbýlli löndum. Slíkt lá í raun beint við því langflestir Íslendingar hafa ávallt búið nálægt strandlengju landsins, en miðja landsins óbyggð sem kunnugt er. Ennfremur þurfti mikil útgjöld og erfiði til þess að ryðja vegi á landi, enda stóðu ansi margar ár, heiðar og fjöll fyrir ferðum fólks, einkanlega á vetrum. En á sjó voru allar götur greiðar svo lengi sem veður og ísalög voru ekki til tafar.

Reykjanesviti

Reykjanesviti.

Fjárfestingar í siglingamannvirkjum –höfnum og vitum – voru einnig sérstaklega fýsilegar fyrir þá sök að þær nýttust einnig fyrir ferðir fiskiskipa. Þannig var búið í haginn fyrir samgöngur og fiskveiðar á sama tíma. Samt sem áður voru Íslendingar seinir til þess að byggja upp innviði sjósamgangna. Fyrsti vitinn var byggður á Reykjanesi 1878 og um aldamótin 1900 voru aðeins fjórir [aðrir] vitar hérlendis. Á þeim tíma voru engar hafnir við landið, utan þess að kaupmenn reistu trébryggjur við verslanir sínar. Til að mynda voru fjórar trébryggjur í Reykjavík, en höfn kom þar ekki fyrr en árið 1912. Vitaskuld skorti peninga til framkvæmda, en einnig mátti um kenna doða hjá opinberum aðilum. Strandferðaskipin lögðu því hvergi að landi áhringferð sinni, heldur sáu léttabátar og breið bök íslenskra dagvinnumanna um að flytjafólk og vöru á milli skips og lands þar sem stöðvað var hverju sinni.“
Öðrum þræði segir að það sem knúið hafi mest á um vitagerð hér á landi hafi verið millilandasiglingarnar. Kaupmenn og útgerðarmenn hafi haft áhyggjur af skipum sínum eftir að þau nálguðust landið, einkum að vetrarlagi. Sigla þurfti fyrir Reykjanesið og þar var ekki síst þörf á leiðarmerkjum svo auka mætti öryggi siglingaleiðarinnar og fá þar með skipstjóra til siglinga með vörður þessa leið.
SVFÍ hafði skömmu fyrir 1950 komið fyrir björgunarbúnaði í Reykjanesvita og var haft eftirlit með honum, að sögn Vilhjálms Magnússonar, þótt vitinn hafi ekki verið á skrá sem björgunarstöð á þeim tíma. Sá búnaður var síðar aukinn og endurbættur (1966).
Þrátt fyrir vitana á Reykjanesi var ströndin þar ekki óhappalaus. Leó segir svo frá „Þegar eitt stærsta skip, sem strandað hefur við Ísland, olíuskipið Clam, fór upp í klettana sunnan við Valahnjúk á Reykjanesi, að morgni 28 febrúar 1950, drukknuðu 27 sjómenn. Björgunarsveit úr Grindavík tókst með harðfylgi að bjarga 23 mönnum.

Rafnskelsstaðaberg

Viti á Rafnkelsstaðabergi.

Björgunarsveitarmenn úr Höfnum komust ekki til hjálpar vegna þess að enginn vegur hafði ekki enn verið lagður út á Reykjanes sunnan Kalmanstjarnar. Sjálfvirkur sími kom ekki í Hafnir fyrr en seint á 8. áratugnum; fram að því var símstöðin opin á ákveðnum tímum dags eins og tíðkaðist víða annars staðar á landinu og nefndist kerfið ,,sveitasími.“
Í marsmánuði 1954 strandaði togarinn Jón Baldvinsson undir svörtum hamravegg Reykjaness. Svo giftusamlega tókst til að björgunarsveitarmönnum úr Grindavík tókst að bjarga allri áhöfninni. Enn vantaði veginn úr Höfnum, en um 3 km styttri leið er út á Valahnjúk á Reykjanesi úr Höfnum en úr Grindavík. Í bók Jónasar Guðmundssonar, Togaramaðurinn Guðmundur Halldór, er áhrifarík lýsing á þessu strandi og því hvernig einstaklingur, bjargarlaus um borð í strönduðu skipi, og sem veit að um líf eða dauða er að tefla, sér allt í einu ljós frá bílum björgunarsveitarmanna birtast uppi á bjargbrúninni í sortanum framundan. Guðmundur Halldór (faðir Guðmundar ,,Jaka“ Guðmundssonar) var einn af skipverjum á bv. Jóni Baldvinssyni.“
Kristján Sveinsson skrifar nokkuð ítarlega um fyrsta vitann á Íslandi í Lesbók Morgunblaðsins 30. nóv. 2003. Þá voru liðin 125 ár frá því að fyrst var kveikt vitaljós á vitanum á Valahnúk á Reykjanesi. Kristján segir m.a. frá tildrögum vitabyggingarinnar og fólki sem við þá sögu kom, reyndar stundum með dramatískum hætti.
Í umfjölluninni segir Kristján m.a. frá því að það hafi verið Arnbjörn Ólafsson, vitavörður, sem tendraði ljós á vitanum fyrsta sinni, „einni klukkustund eftir sólarlag þegar hann stóð í ljóshúsi hins nýbyggða Reykjanesvita og kveikti á olíulömpunum 15 í ljóstæki hans, hverjum á eftir öðrum“.

Reykjanes

Gata vestan Valahnúks.

Líklegt má þó telja að hann hafi við það notið dyggrar aðstoðar umsjónarmanns byggingarinnar, hins danska Alexanders Rothes, sem einmitt hafði leiðbeint Arnbirni um vitavörsluna. Vígsludagur vitans á Valahnúk markaði formlegt upphaf vitaþjónustu á Íslandi.
Stöðulögin árið 1871 og stjórnarskrán þremur árum síðar (1874) færðu Alþingi fjárveitingarvald. Í skjölum Alþingis kemur fram að þingmennirnir Snorri Pálsson og Halldór Kristján Friðriksson hafi þá flutt frumvarp til laga um vitagjald hér á landi – þótt enginn væri vitinn. Þeir virtust vilja tryggja fjárhagslegan grundvöll til vitabygginga og reksturs vitanna, þegar þeir yrðu byggðir.
Kristján lýsir m.a. í grein sinni hvernig Vitagjaldsfrumvarpið varð til þess að farið var að huga að byggingu vita á Íslandi fyrir alvöru. „Ekki er að sjá að komið hafi til álita að byggja fyrsta vitann annars staðar en á Reykjanesinu, enda koma langflest skip úr hafi upp að suðvesturhorni landsins.“ Reyndar þarf varla að taka fram að svo hafi verið, enda Reykjanesið og Röstin nær ávallt fyrstu nálgunarstaðir verslunar- og farskipa á leið til landsins.
Eftir umræður við Dani var af fyrrgreindum ástæðum talið mikilvægt að hefja vitavæðingu Íslands á Reykjanesinu.
Eftir að Danir höfðu boðist til að lá í té ljósahús og vitatæki var ákveðið að vitabygginguna sjálfa myndu Íslendingar kosta. Sumarið 1876 var farið að kanna væntanlegt vitastæði og aðstæður til byggingar þar. Varð niðurstaðan sú að best væri að byggja vitann á Valahnúk. Þar hjá var nóg af hraungrjóti til byggingarinnar og auk þess rekaviður í fjörum, sem bæði mátti nota við vitasmíðina og til eldsneytis. Ekki er að sjá að leitað hafi verið eftir formlegu samþykki landeigenda, enda menn kannski ekki á eitt sáttir hverjum það tilheyrði.

Reykjanesviti

Leifar gamla vitans á Valahnúk.

Að sögn Helga Gamalíelssonar frá Stað hétu malirnar austan Valahnúks Staðarmalir og tilheyrðu Stað, en Reykjanesmalir að vestanverðu. Nú eru Staðarmalir jafnan nefndar Valahnúkamalir (í fleirtölu). Líklegast er að landamerkin fyrrum hafi legið um Valahnúk, annað hvort í hábrúnina eða í vikið vestan hennar. Sjórinn hefur verið iðinn við að breyta ásýnd strandarinnar og hefur Valahnúkur ekki farið varhluta af því.
Vorið 1877 tilnefndi flotamálaráðuneytið nefndan Alexander Rothe, danskan verkfræðing, til að undirbúa byggingu vitans. Herma sagnir að hann hafi þá um sumarið farið til Íslands og síðan í tvær rannsóknarferðir á Reykjanesið áður en hann afhenti tillögu sína að vita og vitavarðabústað ásamt hlöðnum brunni á Reykjanesi. Bæði Alþingi og danska þingið samþykktu fjárframlög til verksins og samið var við Rothe um byggingu steinhlaðins vita og vitavarðabústaðar.
Hafist var handa við verkið í júní 1878. Með verkfræðingnum kom danskur múrarameistari (Lüders), en hann hafði m.a. annast byggingu Hegningarhússins við Skólavörðustíg árið 1872, en aðrir starfsmenn voru Íslendingar. Rothe gerði ráð fyrir að nota hraungrjótið sem þarna er, en Lüders leist ekki vel á það. Reyndist það líka við athugun vera hið lélegasta byggingarefni.
Þá var tekið til þess bragðs að flytja stuðlaberg neðan úr fjörunni um alllangan veg. Það, ásamt ýmsum öðrum töfum, varð til þess að vitabyggingin gekk nokkuð hægar en Rothe hafði gert ráð fyrir. Vinnukrafturinn reyndist óáreiðanlegur því karlarnir áttu það til að þjóta fyrirvaralaust úr steinhögginu í fiskiróður eða heyskap. Og svo var veðurfarið þarna yst á nesinu bæði örðugt og óhagstætt þetta sumar og um haustið.
Rothe tókst þó að ljúka þeim um haustið og „var þá risinn á Valahnúknum steinhlaðinn viti, límdur saman með steinlími sem í var Esjukalk og brennsluofn í Reykjavík sem Kalkofnsvegur dregur nafn sitt af.“ Einnig hafði verið byggður þar skammt frá bær fyrir vitavörðinn og fjölskyldu hans.

Reykjanesviti

Reykjanesviti – fyrsti vitinn.

„Reykjanesvitinn frá 1878 var áttstrendur, um 4,5 m í þvermál og 6,2 m á hæð. Turninn skiptist í tvær hæðir, jarðhæð og efri hæð þar sem vaktherbergi vitavarðarins var. Ljóshúsið var úr steypujárni og umhverfis það svalagólf sem girt var með járnhandriði. Ljóstæki vitans var upphaflega samansett úr 15 olíulömpum og að baki hverjum þeirra var holspegill úr messing sem magnaði ljósið. Þremur lömpum með speglum var bætt í ljóstækið árið eftir að vitinn var tekinn í notkun til að bæta lýsingu hans. Þetta ljóstæki var í vitanum fram til ársins 1897, en þá var sett í hann 500 mm snúningslinsa, sem enn er til, og steinolíulampi með tveimur hringlaga kveikjum.“
Vitinn stóð fram til ársins 1908, sem fyrr segir. Jarðskjálftar og ágangur sjávar á Valahnúkinn urðu til þess að laska svo vitann og undirstöðu hans að talin var hætta á að hann félli í hafið og vitavörður hafði neitað að standa þar vaktir. Nýr viti, sá sem enn stendur, var reistur veturinn 1907-1908 og þann 16. apríl 1908 var gamli vitinn felldur með sprengingu.

Reykjanesviti

Arinbjörn og Þórunn.

Árið 1884 hafði Arnbjörn og eiginkona hans, Þórunn Bjarnadóttir, fengið nóg eftir sex ára dvöl á Reykjanesinu og Arnbjörn sagði upp vitavörslunni. Hann fluttist til Reykjavíkur og síðar til Keflavíkur þar sem hann stundaði verslunarstörf og rak bakarí, auk annarra umsvifa. Þórunn lést árið 1912 og Arnbjörn árið 1914.
Eftir standa vitarnir tveir; á Vatnsfelli og á Austurnefi. Nú eru tvö ár í að fyrrnefndi vitinn, á Vatnsfelli, verði fornleif skv. gildandi þjóðminjalögum. Hins vegar má ekki gleyma því að ýmsar fornleifar má finna í nágrenni við vitann, s.s. hlaðna garða, brunninn (sem hlaðinn var úr tilhöggnum steinum), stíg vitavarðarins frá Vatnsfelli/Bæjarfelli að Valahnúk, flóraða götu vestan Valahnúks o.fl. Sjá má enn móta fyrir grunni geymsluhúss þess er varningi í 1908 vitann var skipað upp í ofan við Kistu, hlaðið hús skammt austar, vörður með gamalli leið, hlaðin byrgi, áletranir á klappir sem og nokkra þjóðsagnakennda staði, sem ber að varðveita. Reykjanesvirkjunin nýja sækir að þessum fyrrum mannvirkjum, sem í raunininni gefur enga ástæðu til að spilla þeim. Ef það gerist verður það einungis fyrir einskæran klaufaskap.

Reykjanes

Brunnur neðan Reykjanesvita.

Vegna framkominna upplýsinga um Reykjanesvitann og annað honum tengt vildi Kristján Sveinsson geta þess að “það er full ástæða til að taka það fram að ekki var sjálfgefið að reisa fyrsta vita Íslands á Reykjanesi. Skip sem koma að landinu úr suðaustri (þaðan koma skip frá Danmörku og Noregi) hafa landkenningu mun fyrr og það hlaut auðvitað að koma til greina að hefja vitavæðingu Íslands á því að byggja landtökuvita austar á suðurströndinni. Á tímum seglskipanna var alengt að halda skipum á leið inn í Faxaflóa langt af suðurströndinni og svo djúpt til vesturs til að forðast hina hættulegu strönd enda sigling meðfram ströndum þeim hættuleg. Með tilkomu gufuskipa breyttist þetta, þau voru ekki eins háð veðri og vindum eins og gefur að skilja og farið var að sigla nær landi en áður hafði verið gert og skip sem komu úr hafi fyrir sunnan land héldu nærri Reykjanesi á leið sinni til hinna vaxandi þéttbýlisstaða við Faxaflóa. Það voru forsendurnar fyrir byggingu Reykjanesvitans. En landtökuvitann vantaði eftir sem áður og oft var um það rætt. Danska vitamálastjórnin gerði seint á 19. öld hátimbraðar og kostnaðarsamar áætlanir um byggingu slíkra vita á Íslandi sem ekkert varð úr og þegar Stórhöfðaviti á Heimaey var byggður árið 1906 fóru fram umræður um það hvort gera ætti hann að landtökuvita með því að útbúa hann með sterku ljósi. Danska vitamálastjórnin lagðist eindregið gegn því vegna þess hversu skerjótt er við Eyjar og hefur sjálfsagt gert rétt með því.
Dyrhólaeyjavitinn (sá sem nú stendur) sem reistur var 1927 er fyrsti raunverulegi landtökuvitinn. Hann var og er ljóssterkasti viti landsins. Vitinn sem stóð í Dyrhólaey frá árinu 1910 dugði ekki sem landtökuviti vegna þess hve lítið ljós hans var. Ísland fékk sem sagt ekki sinn landtökuvita fyrr en 1927 og þá var tæknin svo langt á veg komin að árið eftir var settur þar upp radíóviti, sá fyrsti sinnar tegundar á Íslandi.

Reykjanesviti

Reykjanesviti á Vatnsfelli.

Samkvæmt fyrirmælum um vitavörslu voru ljós vitans ætíð tendruð klukkustund eftir sólarlag. Það gerði Arnbjörn Ólafsson þann 1. des. 1878 án nokkurrar aðstoðar frá Alexander Rothe sem var þá farinn úr landi. En auðvitað hafði hann kennt Arnbirni að meðhöndla vitatækin áður en hann fór.
Haustið 2002 kom út bókin Vitar á Íslandi. Leiðarljós á landsins ströndum 1878–2002 eftir Guðmund Bernódusson, Guðmund L. Hafsteinsson og undirritaðan. Þar er á bls. 29–41 greint frá byggingu eldri Reykjanesvitans og tildrögum hennar.
Því má svo bæta við að Reykjanesvitinn sem byggður var veturinn 1907–08 er miklu merkilegri í sögu þjóðarinnar en flestir vita af. Hann var stór og viðamikil framkvæmd á sinni tíð á íslenskan mælikvarða. Ákvörðun um byggingu hans var tekin af Íslendingum einum og forræði Dana hafnað (danska vitamálastjórnin hafði áform um að reisa þarna járngrindarvita) og enda þótt hönnuðir vitans, Thorvald Krabbe verkfræðingur og Frederik Kiørboe arkitekt, væru báðir Danir var vitabyggingarverkefnið sönnun þess að Íslendingar væru fullfærir um að taka ákvarðanir varðandi tæknimál sín og fylgja þeim eftir. Eins og gefur að skilja tengdist þetta heimastjórninni árið 1904 og er til marks um aukið sjálfstraust og áræði sem fylgdi þeim pólitísku tímamótum. Stjórnsýsluhættir í kringum málið voru kannski ekkert til fyrirmyndar eins og hægt er að lesa um í fyrrnefndu riti tveggja, Guðmunda og undirritaðs, bls. 55–56, en það var alveg heilmikill kraftur í mönnum að koma þessu verkefni í kring og þar sem það tókst svo vel er ekki vafi að það efldi kjarkinn og áræðið til frekari verka á tæknisviði.
Þá má loks geta þess að í framangreindum fróðleik um Reykjanesvitann og umhverfi hans kemur fram að Reykjavíkurhöfn hafi verið gerð árið 1912. Hið rétta mun vera að hafnargerðin í Reykjavík hófst árið 1913 og stóð um fjögurra ára skeið, til 1917.”

Heimildir m.a.:
-leoemm.com
-Samgönguráðuneytið – skalasafn.
-Alþingi – skjalasafn.
-Þjóðskjalasafnið.
-Kristján Sveinsson – Lesbók Morgunblaðsins 30. nóv. 2003.
-Kristján Sveinsson.

Reykjanes

Við Reykjanesvita – uppdráttur ÓSÁ.

Köldulaugar

Ætlunin var að ganga um Laugagilin svonefndu er hýsa Nesjalaugar, Köldulaugar og Ölfusvatnslaugar (Hagavíkurlaugar) í norðaustanverðum Hengli, ofan við Nesjavelli. Laugarnar liggja nálægt miðjum hlíðunum svo hækkunin í fyrstu var nokkur, en síðan er hægt að fylgja stikuðum stíg á milli fyrrnefndu lauganna og kindagötu að þeirri síðastnefndu.
KoldulaugargilGönguleiðin er tiltölulega greiðfær, en hafa þarf vara á að nálgast hverasvæðin því víða eru hveraugu, sem erfitt er að varast.
Hitaveita Reykjavíkur keypti Nesjavelli til orkuvinnslu 1964 og hófust fyrstu boranir 1965. Undirbúningur virkjunar fór fram á árunum 1980-85 og var ákveðið að reisa allt að 400 MW varmaaflsvirkjun. Framkvæmdir hófust 1987 og var fyrsti áfangi 100 MW virkjunar tekinn í notkun haustið 1990.

Köldulaugar
Boraðar hafa verið 18 holur og eru 13 nýtanlegar til orkuvinnslu. Tíu holur eru tengdar virkjuninni.
Nesjavallavirkjun framleiðir nú 120 MW af rafmagni og 300 MW í varmaorku, jafngildir 1640 1/sek af 83° C hita. Á Nesjavöllum hafa verið boraðar 25 holur, dýptin er á bilinu 1.000 til 2.200 metrar og mælst hefur allt að 380° C hiti. Meðalhola býr yfir 60 MW orku, sem nægir til hitaveitu fyrir 7500 manns og umframgufa er notuð samtímis til rafmagnsframleiðslu.

Koldulaugargil

Jarðgufan er ekki notuð beint heldur er hún nýtt til að hita efnasnautt kalt grunnvatn. Vatnið er fengið úr borholum við gíginn Grámel við Þingvallavatn,, hitað upp í varmaskiptum á Nesjavöllum og dælt 83 °C í tank á Kýrdalshrygg. Þaðan sem það rennur 27 km langa leið til Höfuðborgarsvæðisins.
Á um 1.100 m dýpi í holu 6 er hoti nálægt 300 °C.

Hengilssvæðið er eitt stærsta háhitasvæði landsins, um 100 km2 að flatarmáli. Hveravirkni á svæðinu á uppruna sinn í kólnandi kviku á 7-10 km dýpi. Kalt vatn streymir niður í iður jarðar, kemst í tæti við heitt berg, hitnar og leitar til yfirborðs eftir sprungum og misgengjum og birtist á yfirborði sem hverir.
Hverir og laugar eru víð á Hengilssvæðinu. Þekktustu hverasvæðin eru í Reykjadal inn af Hveragerði, á Ölkelduhálsi, í Innstadal og sunnan við Nesjavelli neðst í hlíðum Hengils. Þar heita Nesjalaugar og Köldulaugar við samnefnd gil.
Við Köldulaugargil eru nær eingöngu gufu- og leirhverir sem gefa vísbendingu um mikinn hita. Umhverfis hverina er stórt svæði með ljósum ummyndunarskellum sem gefur til kynna tilfærslu á hverasvæðinu. Ljós leir, kísill- og brennisteinsútfellingar gefa svæðinu ljóst yfirbragð ásamt rauðleitum járnssamböndum.

Nesjalaugar
Á skilti við Nesjalaugar er samskonar lýsing og á skiltinu við Köldulaugar.

Ölfusvatnslaugar (Hagavíkurlaugar)
Hins vegar er ekkert skilti við Hagavíkurlaugar, en svo eru Ölfusvatnslaugar nefndar á gOlfusvatnslaugar-4önguliðakorti Orkuveitu Reykjavíkur af Hengilssvæðinu. Í jarðfræðilýsingum á vefsíðu ÍSOR segir eftirfarandi um Ölfusvatnslaugar:
„Ölfusvatnslaugar eru austan undir Hengli, þyrping hvera og kalklauga. Hverirnir eru í brekkunni ofan við laugarnar, aðallega gufuhverir. Töluverður brennisteinn er í þeim. Laugarnar eru á dálitlum bala. Þar hafa fyrrum verið goshverir. Gospípa þess stærsta er 1,5 m á vídd og í henni smáólga af loftbólum og lítið rennsli af um 70°C heitu vatni. Hrúðurbunga, 50×50 m að stærð, er umhverfis. Hún er úr kalkhrúðri. Hverir og laugar austan við Hengil frá austanverðum Innstadal inn að Ölfusvatnslaugum eru með kolsýruríku vatni og ölkeldur koma fyrir. Koldíoxíð er kvikugas sem einkum ber á í háhitakerfum þegar innskotsmassi, hér sennilega gömul kvikuþró, í rótum þeirra storknar.“

NesjavellirÁ Nesjavöllum er ferskvatn hitað með varma úr jarðhitavökva sem fyrr sagði. Ferska vatnið inniheldur uppleyst súrefni og verður vatnið því mjög tærandi, þegar það er hitað upp í 80°C. Því er
vatnið afloftað með suðu við undirþrýsting. Við suðuna næst nær allt uppleysta súrefnið úr
vatninu, en til viðbótar er bætt í vatnið jarðhitagufu, sem inniheldur brennisteinsvetni.
Brennisteinsvetnið gengur í samband við súrefnið, sem eftir er, og það sem gæti bæst við á leið til notenda. Innihald brennisteinsvetnis í þessu hitaða vatni frá Nesjavöllum er álíka og í vatni frá lághitasvæðum Orkuveitunnar. Þó hefur komið í ljós, að brennisteinninn virðist lausari í hitaða vatninu heldur en lághitavatninu. Því er ekki hægt að yfirfæra tæringarreynslu af lághitavatni yfir á upphitað vatn. Hér er því enn eitt dæmi um að bein færsla á reynslu er varhugaverð.

Heimildir m.a.:
-Gönguleiðir á Hengilssvæðinu – göngukort.
-Upplýsingaskilti við Nesjalaugar, Köldulaugar og borholu 6.
-or.is
-Hreinn Frímannsson, Nesjavallavirkjun, Orkuþing 2001.

Köldulaugar

Köldulaugar.

 

Arnarfell

Þegar til stóð að hluti Hollywoodpeningamyndarinnar „Flags of our Fathers“ með frægum leikstjóraframleiðanda yrði tekin hér á landi hlupu einstaklingar, félög og stofnanir hver um annan þveran til greiða fyrir að svo mætti verða. Svo mikill var atgangurinn að allir sem hluta áttu að máli vildu leggja sitt af mörkum – svo þeir mættu uppskera sinn hlut af peningakökunni.
Íslenski fáninn á Eiríksvörðu á ArnarfelliHughrif eins og virðing fyrir landinu og þrautseigri sandgræðslu í Stóru-Sandvík, tillitsemi við viðkvæma náttúru og aðgát gagnvart aldagömlum kirkjustað gleymdust algerlega – því PENINGAR voru í boði. Meira að segja stofnanir eins og Fornleifavernd ríkisins og Landgræðsla ríkisins (fyrrum Sandgræðsla ríkisins) féllu á kné; annars vegar með því að vantelja fjölda fornleifa á svæðinu í og við Arnarfell og hins vegar að gefa viðstöðulaust eftir um aðstöðu á svæðunum – án teljandi skilyrða. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði, sem fékk Krýsuvíkursvæðið til umráða með „fjandsamlegri yfirtöku“ úr umdæmi Grindavíkur fyrrum, birtist almenningi með einnar og hálfrar milljóna krónumerki í augum og brosti, auk þess em nefndir og ráð bæjarins settu umsvifalaust já á kjörseðilinn. Gengið var að öllum kröfum leikstjóraframleiðandans – skilyrðislaust.
Sviðsmynd á ArnarfelliÞá kom æmt úr einungis einu horni – FERLIR gerði athugasemdir við fyrirhugaða vegarlagningu og jarðrask, auk þess sem ábendingar voru lagðar fram um að forsendur ákvörðunartöku, sem byggð var á fornleifaskráningu á svæðinu væri ábótavant. Bent var á a.m.k. 12 fornleifar aðrar, sem sérfræðingar Fornleifaverndar ríkisins höfðu bara alls ekki ert ráð fyrir. Í kjölfarið birtist yfirklór forstöðumanns stofnunarinnar, en ekkert málefnalegt. Forn þjóðleið, sem leggja átti t.d. undir plan starfseminnar við Krýsuvíkurveginn, átti að vera uppþornaður lækjarfarvegur, nafnkenndur skúti í fellinu náttúrufyrirbrigði, brunnur gamla Arnarfellsbæjarins léttvægur o.s.frv. Ekki var litið á fornt arnarhreiður á Arnarfelli sem varðveislufyrirbæri og svo mætti lengi telja. Í stað þess að taka öllum Gamla þjóðleiðin og planið við Arnarfellviðbótarábendingum fengins höndum fór stofnunin í algera vörn – og hélt sig þar. Viðbrögðin sýndu ótvírætt viðhorf hennar til áhugafólks þessa lands um minjar og verndun þeirra – sem verður að teljast sérstakt áhyggjuefni. Hafa ber í huga að FERLIR hefur yfir að ráða menntuðu fólki á sviði fornleifafræðinnar sem og fólki með miklu mun meiri reynslu í leit og vettvangskönnun að fornleifum, en Fornleifastofnun ríkisins býr yfir.
Landgræðsla ríkisins, sem væna greiðslu, kom með útspil er virtist vitrænt þá, en sýndarleikur í ljósi nýjustu vitneskju. Gert var að skilyrði að planið fyrrnefnda yrði fjarlægt sem og öll ummerki eftir veg að fellinu. Þá yrði gengið frá öllu jarðvegsraski eftir sprengjugígi og hlíðar, sem til stóða að svíða með gaslogum, myndu verða græddar upp – pasta og punktur. En hver varð raunin tveimur árum síðar?
Til stóð að hindra FERLIRsfélaga að ganga um bæði Arnarfellssvæðið og Stóru-Sandvíkursvæðið á meðan á upptökum stæði. Öryggisverðir voru ráðnir, en allt kom fyrir ekki. FERLIRsfélagar gengu inn og út um svæðin, bæði á meðan á undirbúningi og myndatökum stóð, án þess að nokkuð var við ráðið. Fylgst var alveg sérstaklega með öllum efndum í ljósi gefinna loforða.
Í miðjum kliðum féllust forystumenn fyrirsvarsstofnunnar kvikmyndafélagsins Hollywoodiska á rök FERLIRs, bauð til vettvangsfundar og féllst á að lágmarka mögulegar skemmdir á landi. Í trausti þess að viðkomandi stofnanir myndu standa við sitt voru hin jákvæðu viðbrögð hlutaðeigandi aðila talin ásættanleg. Annað kom hins vegar á daginn.
Enn má sjá skaða á gróðri í hlíðum Arnarfells þar sem hann hafði verið sviðinn með gaslogum. Einnig í Stóru-Sandvík þar sem olía var notið í sama skyni (vegna misstaka að sögn). Vegstæðið að fellinu er enn óraskað sem og hluti plansins svonefnda. Hinn hluti þess er nú ófrágengið bifreiðaplan við Ísólfsskálaveg við austanvert Ögmundarhraun – öllum til ama. Hitt er öllu verra að eftirhreitunum hefur verið sturtað á Krýsuvíkurheiðna ofan við Selöldu – einnig öllum til ama. Jarðvegsdúkur, sem hindra átti skemmdir á ofanáliggandi jarðvegi, stendur upp úr hrúgunum á báðum stöðum sem minnisvarði um loforð, sem ekki stóð til að efna. Dúkurinn umræddi gat hvorki endurheimt hluta hinnar fornu þjóðleiðar né gróðurinn sem þar var. Ummerkin á vettvangi dæma sig sjálf.
„Stórmyndin“ Flags of our Fathers hefur litlu áorkað fyrir Hafnarfjörð og Grindavík. Hún varð einungs augnabliks afþreying þeirra sem er hvort er eð sama um allt nema sjálfa sig. Söguleg tengsl hennar við Ísland og sögu þess, arf þjóðarinnar eða menningu hennar er og verður ENGIN – til framtíðar litið. Sár landsins eru og verða þó enn til staðar um ókomin ár.
Malarhrúgurnar ofan við Selöldu sem og ófrágengið bifreiðastæðið við austanvert Ögmundarhraun eru Landgræðslu ríkisins til skammar. Þær eru einnig táknrænar fyrir afstöðu Fornleifarverndar ríkisins Hestshellir– sem og bæjarstjóra og nefnda Hafnarfjarðarbæjar.
Hér, þrátt fyrir bölsýnina, fylgir stutt saga af peningaáhuganum vegna umræddrar stórmyndar; ein senan átti að gerast við hellisop. Hestshellir við Grindavíkurveginn varð fyrir valinu. Leitað var til bæjarstjóra, en hann taldi hellinn í landi Járngerðarstaða. Kvikmyndafólkið hafði upp á einum jarðeigandanna, (Grindvíkingi #1) og hringdu í hann. Sá vissi ekkert um Hesthelli, en þegar hann heyrði upphæðina 50.000 kr. nefnda samþykkti hann viðstöðulaust. Seinna sagði Grindvíkingur #1 frá því að þegar hann heyrði að einhver hefði viljað greiða honum þessa upphæð fyrir eitthvað sem hann vissi ekkert um – hefði hann bara samþykkt það si svona.
Framangreind frásögn endurspeglar bæði viðbrögð einstaklinga og stofnana við alls kyns gylliboðum hverdagsins. Svona virðast hlutirnir ganga á Eyrinni í dag.

Stríðsfáni

Stríðsfáni reistur á Arnarfelli.

Jökulgil

„Bretar hertóku Ísland 10. maí 1940 en þeir vildu koma í veg fyrir að Þjóðverjar hernæmu landið og kæmu hér upp bækistöð. Þjóðverjar fóru að fljúga könnunarflugvélum til Íslands árið 1941 en þeir voru í fyrsta lagi að leita að veðurupplýsingum. Flug í Evrópu réðst af Íslandslægðinni svokölluðu sem segja má að stjórni veðrinu á norðaustanverðu Atlantshafi og í Vestur-Evrópu.
wulf 100Þýskar könnunar-flugsveitir fóru síðan að leggja leið sína til Íslands með reglubundnum hætti eftir að farið var að nota Hvalfjörð sem skipalægi fyrir bresk og bandarísk herskip og íshafs-skipalestirnar á leið til Norður-Rússlands. Þá vildu Þjóðverjar einnig fylgjast með uppbyggingu herbækistöðva og umsvifa breska og bandaríska hersins á Íslandi og notuðu við það flugvélar með ljósmyndabúnaði.
„Loftorrustur sem slíkar voru þess eðlis að þetta var í flestum tilvikum ein þýsk flugvél sem var gerð tilraun til að granda en oftast mistókst það af ýmsum ástæðum,“ segir Friðþór Eydal, talsmaður Isavia, sem hefur skrifað nokkrar bækur um stríðsárin.
„Það verður að hafa í huga að flestar orrustuflugvélar þess tíma flugu bara sjónflug en gátu ekki flogið mikið í skýjaveðri og náttúrlega illa í slæmum veðrum. Þýsku vélarnar voru hins vegar vel búnar til langflugs á þessum slóðum. Flugmenn þeirra voru vel þjálfaðir, yfirleitt með mikla reynslu og flugu auðveldlega blindflug. Þeir nýttu sér að þeir gátu falið sig í skýjum og ef skyggni þraut gátu þeir snúið við og flogið til bækistöðva sinna í Noregi. Bresku og bandarísku orrustuflugvélarnar voru miklu verr útbúnar hvað þetta varðar en þær nutu hins vegar þess að ratsjárstöðvar gátu leiðbeint þeim en það nægði samt sem áður ekki til þess að þeir næðu í skottið á nema örfáum þýsku flugvélanna.“
Bandamenn skutu niður fimm þýskar flugvélar á Íslandi í síðari heimsstyrjöldinni. Sú fyrsta var skotin niður yfir Faxaflóa 14. ágúst árið 1942. Vélin var fjögurra hreyfla, af gerðinni Focke Wulf Fw 200 C-4 Condor sem upphaflega var hönnuð til farþegaflugs. Vart varð við ferðir hennar austur af Vík í Mýrdal með stefnu í vesturátt. Flugvélin gerði árás á skipalest 30 sjómílur suður af Grindavík um morguninn og hélt síðan með Reykjanesi og Garðskaga inn á Faxaflóa. Þar mættu henni bandarískar orrustuflugvélar og hófu skothríð að henni með þeim afleiðingum að þýska flugvélin sprakk og hrapaði í sjóinn. Þetta var fyrsta óvinaflugvélin sem Bandaríkjamenn skutu niður í Evrópu í síðari heimsstyrjöldinni.
Svinaskard-991Þýski lautinantinn Harald Osthus flaug vél 120. könnunarsveitar af gerðinni Junkers Ju-88D yfir Borgarnes 18. október sama ár; 1942. Flugvélar 33. orrustuflugsveitar Bandaríkjahers voru sendar á loft frá Reykjavík. Osthaus reyndi að felast í skýjum yfir Þingvöllum eftir að skotið hafði verið á flugvélina en ein bandarísku flugvélanna rak í hana hreyfilinn með þeim afleiðingum að stél þýsku vélarinnar eyðilagðist. Bandaríska flugmanninum tókst naumlega að lenda á Reykjavíkurflugvelli en vél Þjóðverjans hrapaði í Svínaskarði og fórst Osthus ásamt tveimur félögum sínum þennan októberdag.
Það var svo í apríl árið eftir, 1943, að áhöfn úr 50. orrustuflugsveit Bandaríkjahers skaut niður aðra Junkers 88 flugvél yfir Faxaflóa. Vélin lenti í hrauninu á Strandarheiði ofan við Vatnsleysuströnd. Karl Bruck lautinant flaug vélinni og fórst hann ásamt tveimur öðrum en loftskeytamanninum, Anton Mynarek, tókst að bjarga sér í fallhlíf en hann var fyrsti þýski flugmaðurinn sem bandarískir hermenn tóku til fanga í styrjöldinni í Evrópu.
„Það var auðvitað mikilvægt að Þjóðverjar kæmust ekki upp með að geta flogið að vild og kannað hvað hér væri á ferðinni sem varð að fara leynt, hvort sem það voru skipaferðir eða uppbygging heraflans og bækistöðva,“ segir Friðþór. „Ótti manna tengdist því að ef í ljós kæmi að varnirnar á landinu töldust vera litlar eða lélegar, þá kynnu Þjóðverjar að gera hér meiriháttar loftárás á hernaðarskotmörk eða jafnvel á Reykjavíkurhöfn eða flugvöllinn.“

Heimild:
-Ský, 3. tbl. 1912, bls. 34-36.

Breiðagerðisslakki

Þýskur flugmaður handtekinn eftir að hafa hrapað í Breiðagerðisslakka ofan Vatnsleysustrandar.

Litli-Hamradalur

Upplýsingar höfðu borist um að efst á Núpshlíðarhálsi væri steinn. Í hann hafi verið grópuð hola. Aðrir lausir steinar eru þar hjá. Líklegt mætti telja að þarna hafi verið stöng á landamerkum enda bendi heimildir til þess??
GatiðÁgreiningur hefur verið um merkin þarna, millum Ísólfsskála og Hrauns. Í örnefnalýsingu fyrir Ísólfsskála segir m.a.: „Úr fjöru við Festargnípu vestan við svonefndan Skálasand til norðurs að merktum kletti við götuna á Móklettum, svo til austurs í miðja suðuröxl á Borgarfjalli. Síðan sama sjónhending austur Selvallafjall að merkjum Krýsuvíkur og þá suður að Dágon.“ Samhljóða texti er í landamerkjabréfi frá 1890, samþykkt af á Hrauni af fólki frá Hrauni. Austurmörkin eiga skv. þessu að vera um „Selsvallafjall“, sem er ofan Selsvalla, norðarlega í Núphlíðarhálsi.
Í örnefnalýsingu fyrir Hraun segir um sömu merki: „…úr austanverðu Festarfjalli úr berggang, sem þar er, og nefndur er Festi. Er það alláberandi stuðlabergsgangur, hálsfesti tröllkonu nokkurar, þaðan beint norður yfir fjallið í Mókletta, sem vegurinn liggur nú í gegnum. Þaðan beint austur í Skarðvallaháls, norður í svonefndan Sogaselsdal…“ Hér er getið um „Skarðvallaháls“. Hann er sunnarlega í Núphlíðahálsi, eða skammt norðan við þar sem gamli vegurinn fór um skarð á hálsinum fyrrum.
HrafnÆtlunin var að skoða vettvang  þar sem gatsins er getið og kanna verksummerkin með hliðsjón af lýsingum beggja jarðanna.
Lagt var af stað upp úr Litla-Hamradal og gengið á Hálsinn. Uppgangan var auðveld með því að þverskera hlíðina jafnt og þétt upp á við. Hrafnaflokkur fylgdist með úr lofti. Þegar komið var upp fyrir Selsvelli (ofan Selsvallafjalls) var hálsinum fylgt til suðurs uns komið var að nefndum steini. Ekki þurfti mikla skoðun til að sjá að hér var um að ræða skessuketil í móbergsbjargi. Þeir myndast þannig að laust grjót (steinn) úr hraðara bergi nær að fá vindinn til að leika við sig, velta sér um og fram og til baka uns hann myndar smám saman skál eða holu í bergið. Síðan hjálpa vatn og frostverkun til við að stækka ketilinn. Þegar holan er orðin það djúp að vindurinn nær ekki niður í hana fyllist hún smám saman af sandi og gróðri. Engin mannanna verksummerki fundust þarna. Þá kom staðsetningin ekki heim og saman við fyrrnefndar lýsingar á mörkum Hrauns og Skála.
Á NúphlíðarhálsiSkv. upplýsingum
Guðmundar Guðmundssonar, bónda, Ísólfsskála, er umhverfinu af Núphlíðahálsi lýst þannig: „Á Selatöngum var sundmerkið þannig, að Dagon átti að bera í Litlabólið í Núpshlíð. Vestur af Lambastapa er berg og ekki undirlendi. Undir því bergi er nefnt Skálasandur. Vestar er stuðlabergsgangur, sem heitir Festi. Þaðan á Þórir haustmyrkur að hafa numið land austur í Selvog, og nú eru hér meki móti Hrauni.
Nú tökum við aðra umferð og byrjum enn austan frá. Upp af Selatöngum er hraunið nafna- og auðkennalítið, frekar jafnlent, þó ekki sé það slétt. Merkin eru hér línan úr Dagon í Trölladyngjurætur að vestanverðu, en Trölladyngja er útbrunnið eldfjall. Hraun á ekki svo langt til norðurs. Núpshlíðarháls, sem reyndar vafi er, hvort Hraun á í. Hlíðin sunnan í hálsinum heitir Núpshlíð. Þar uppi er hið forna Vigdísarvallaland. Á móti þar austast er fjallshlíðin nefnd Skalli, og er það í Vigdísarvallalandi. Vestur af því er smárauf nefnd Litlaból lítið fjárból, er blasir vel við frá Selatöngum, enda innsiglingamið þar á leguna.
Þar upp af er lægðin nefnd Dalur og upp, og ofan eða austanvert við há-Núpshlíð heitir Langagörn. [Annar staðar segir Ísólfur NátthagiGuðmundsson: Krossgil er vestanverðu í Stóra-Hamradal, er í Vesturhálsi.] Hún liggur meðfram dalnum alla leið að Vigdísarvöllum, breytir þar um útlit og nefnist innst Litli-Hamradalur. Vel má vera, að öll Langagörn sé í Krýsuvíkurlandi, en ég set hana hér, því annars glatast hún. Vestar og hærra en Litlabót er Stórabót. Það er móhella. Þar austur og upp af er Skálagörn, skora, er liggur til norðurs. Þar er vinkilbeygja á gamla veginum. [Loftur Jónsson segir um þetta í sinni lýsingu: „Skálagörn er jarðsig suð-suðvestan í Núphlíð og liggur frá jafnsléttu að gamla veginum norðan Núphlíðar. Móklettur eða hella í hlíðinni að vestan heitir Stóraból. Skalli er hnúkur sem gengur í suður úr Núphlíð og er hann á mörkum Vigdísarvalla og Ísólfsskála. Vestan Skalla er kvos þvert yfir Núphlíð sem heitir Langagörn (Vallagörn). Vestan undan Löngugörn fremst er klettur sem heitir Litlaból.

Brak

Vestan Skalla er kvos sem heitir Dalur (og þar fyrir norðan kemur Vallagörn eða Langagörn sem nær norður fyrir Litla-Hamradal… Núphlíðarháls nær frá gömlu götunni í Núphlíð og fremst í Krossgil. Krossgil er fremst í Stóra-Hamradal og þar fyrir austan er Lyngkrókur. Að kunnugra manna sögn þá er Leggjabrjótshraun vestan við Höfða en Grákvíguhraun á milli Höfða og Núphlíðarháls. Á korti er Leggjabrjótshraun sagt austan Höfða og er það sennilegra því þar er hraunið úfið og illt yfirferðar en vestan Höfða er það tiltölulega slétt.]
Vestan við Núpshlíð er hraunspilda, sem heitir Grákvíguhraun og nær vestur að allmikilli hæð, sem nefnd er Höfði. Við suðurenda hans er vegurinn allknappur og heitir þar Méltunnuklif. Er sagt, að þar hafi eitt sinn farið méltunna af hesti og niður fyrir.“
Í örnefnalýsingu fyrir Hraun (Gísli Hafliðason) segir: „Bærinn stendur við sjó vestanvert við Hraunsvík, rétt utast við hana vestanverða. Merkjalína sú, sem Gísli gaf mér upp (og fyrr er getið um), var þannig: úr austanverðu Festarfjalli úr berggang, sem þar er, og nefndur er Festi. Er það alláberandi stuðlabergsgangur, hálsfesti tröllkonu nokkurar, þaðan beint norður yfir fjallið í Mókletta, sem vegurinn liggur nú í gegnum. Þaðan beint austur í Skarðvallaháls, norður í svonefndan Sogaselsdal… Ef tekin er önnur lýsing, þá ber henni saman að vestan og norðan og að austan, nema, að þar eru merkin frá Selsvallafjalli samhliða Krýsuvík, þar til ber saman miðsuðuröxlin á Borgarfjalli og Móklettar.

Varða

Verður þessi lýsing því örugglega af einhverjum hluta Skálalands líka, sbr. þinglesin merki, því ég held þau fyrri séu ekki þinglesin, þó ég sé engan veginn viss um það… í Þrengslum þessum eru rústir eftir Hraunssel. Þar var haft í seli endur fyrir löngu frá Hrauni. Sandfellið er stórt fell. Hér nokkru norðar slítur hraunhaft þrengslin í sundur, og heitir þar norðar Selsvallafjall, og Selsvellir er gróið landsvæði þar, fallegt um að sjá… Austur frá Hvernum eina eru Grænavatnseggjar. Eru þær framhald af Selsvallafjalli. Undir hömrum í þeim eru Kúalágar. Hér inn með hálsinum heitir Bergháls. Hann er framan við Trölladyngju. Þaðan sést á Höskuldarvelli, og er bratt niður á þá. Smákonu-  eða  Spákonuvötn eru tvö eða þrjú, innan við Grænavatn í Sogunum.“
SelsvellirLoftur Jónsson segir um merkin í sinni örnefnalýsingu: „Austast í Siglubergshálsi eru móbergshnúkar og heita Móklettar. Landamerki Hrauns og Ísólfsskála eru úr Eystrinípu í Festi og í norðurhnúk Mókletta. Þar er merki klappað í móklöpp. Þaðan eru merkin í miðja suðuröxl Borgarfjalls. Síðan ber landeigendum ekki saman um landamerki. Eigendur Hrauns segja þau í vörðu á Núphlíð og síðan norður í Sogaselsdal. Eigandi Ísólfsskála segir þau úr öxl Borgarfjalls og í Selsvallafjall og þaðan í Sogaselsdal.“ Finna þarf fyrrnefnda vörðu eða leifar hennar.
Komið var við í Hraunsseli í veðurblíðunni. Síðan var haldið upp á Hálsinn á ný. Í gróinni hlíðinni er hvammur, sennilega nátthagi frá selinu. Efst á Hálsinum, skammt norðan við selið, fannst brak úr Hudson-flugvél, sem fórst þar á stríðsárunum. Hún tilheyrði 269. flugsveit Breta. Slysið er, skv. slysaskýrslunni dags. 10.06.1943, staðsett í Driffelli. Flugstjóri var J. Coles, en auk hans voru í vélinni J.J. Hill, L. Franklin, J.E. Robbins og F.G. Crofts. Þeir fórust allir.

Selsstígur

Vélin var í eftirlitsflugi er hún fórst.
Hálsinum var fylgt áfram til suðurs. Þar á háhæð eru ummerki eftir vörðu. Gat er í móbergsklöppinni, að því er virðist eftir mælistiku. Staðurinn kom þó ekki heldur heim og saman við fyrrnefndar merkjalýsingar, enda engin „sjónhending“ að Móklettum þaðan.
Ljóst er að merki Hrauns og Ísólfsskála eru sunnar á Hálsinum, sennilega á svonefndum „Skarðvallahálsi“. Sá háls er að öllum líkindum þar sem gamli vegurinn fór um skarð á hálsinum. Ofan þess hækkar hann verulega og kæmi ekki á óvart að þar kynnu að leynast ummerki eftir landamerki. Skoðun þess svæðis bíður nálægrar FERLIRsferðar, enda landssvæði sem ekki hefur verið gaumgæft sérstaklega, en full ástæða hefur verið til ef tekið er mið af fjölbreytileika landslags og litbrigða á svæðinu.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimild m.a.:
-Örnefnalýsing fyrir Ísólfsskála.
-Örnefnalýsing fyrir Hraun.

Hraunssel